Tag Archive for: jarðfræði

Litluborgir

Haldið var í Litluborgir, stundum einnig nefndar Hraungerði og Minni-Dimmuborgir, með viðkomu í Helgadal og Valabóli.
Litluborgir-3Litluborgir eru hraunborgir og gervigígar skammt fyrir sunnan Helgafell ofan Hafnarfjarðar sem myndast hafa við það að hraun hefur runnið yfir stöðuvatn. Aðrar merkar og áhugaverðar myndanir á svæðinu eru dropsteinar og kísilgúr. Hið friðlýsta svæði er 10,6 hektarar að stærð.
Markmiðið með friðlýsingu Litluborga sem náttúruvættis er að vernda sérstæðar jarðmyndanir í landi Hafnarfjarðar. Jafnframt er það markmið með friðlýsingunni að varðveita jarðmyndanir svæðisins vegna mikils fræðslugildis, en Helgafell og nágrenni þess hefur um langan tíma verið afar vinsælt útivistarsvæði.
Litluborgir í Hafnarfirði, friðlýst sem náttúruvætti í stjórnartíðindum B. nr. 395/2009. Þar segir m.a: „Umhverfisráðherra hefur ákveðið að tillögu Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands og með samþykki Hafnarfjarðarkaupstaðar, sem landeiganda og sveitarstjórnar, að friðlýsa Litluborgir við Helgafell í Hafnarfirði sem náttúruvætti, skv. 2. tölulið 53. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999.

Litluborgr-2

Umsjón og rekstur náttúruvættisins skal vera í höndum umhverfisnefndar Hafnarfjarðarkaupstaðar, samkvæmt samningi Umhverfisstofnunar og Hafnarfjarðarkaupstaðar sem umhverfisráðherra staðfestir. Umhverfisstofnun skal sjá um gerð verndaráætlunar fyrir náttúruvættið í samráði við Hafnarfjarðarkaupstað. Almenningi er heimil för um náttúruvættið, enda sé gætt góðrar umgengni. Í samræmi við samþykkt um hundahald er óheimilt að hafa hunda í náttúruvættinu án fylgdar og tryggrar stjórnar. Umferð vélknúinna farartækja, þ.m.t. vélsleða, er óheimil í náttúruvættinu. Óheimilt er að hrófla við eða skemma á annan hátt jarðmyndanir í náttúruvættinu Litlu­borgum. Óheimilt er að spilla gróðri og trufla dýralíf innan marka náttúruvættisins.

Litluborgr-3

Ræktun og dreifing framandi tegunda er jafnframt óheimil innan marka þess. Skotveiðar eru óheimilar á svæðinu. Allar framkvæmdir innan náttúruvættisins eru háðar leyfi Hafnarfjarðarkaupstaðar og Umhverfisstofnunar. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við samþykkt skipulag og verndaráætlun. Gert er ráð fyrir merktum og stikuðum gönguleiðum og stígum um svæðið sem tengst geta öðrum gönguleiðum um uppland Hafnarfjarðar. Brot gegn friðlýsingu þessari varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Litluborgir í Hafnarfirði, friðlýst sem náttúruvætti í stjórnartíðindum B. nr. 395/2009.

Litluborgir

Litluborgir – gervigígur.

Urriðakotshraun

Gengið var um Urriðakotshraun með  það fyrir augum að skoða nokkrrar klettamyndanir sem þar eru. Sumir klettanna hafa verið nefndir, s.s. Grásteinn og Einbúi, en aðrir bíða skírnar. Urriðakotshraun er hluti Búrfellshrauns.
Urridakotshraun-22„Búrfellshraun er með elstu hraunum sem vitað er um á Heiðmerkursvæðinu. Það kom frá Búrfelli, sem er stakur gígur á hinu mikla sprungu- og misgengjasvæði sem teygir sig allt sunnan frá Krýsuvík, um Heiðmörk og norður fyrir Rauðavatn. Nafnið Búrfellshraun er samheiti yfir allt hraunið en einstakir hlutar þess heita sínum nöfnum, s.s. Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Stekkjarhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Svínahraun, Vífilsstaðahraun, Flatahraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Hraunið rann í tveimur meginkvíslum frá Búrfelli norðvestur á milli grágrýtisholtanna og allt í sjó í Hafnarfirði og Skerjafirði. Sjór stóð mun lægra við ströndina þá en hann gerir nú svo ystu tungur hraunsins teygja sig út fyrir ströndina.

Urridakotshraun-23

Búrfellshraun er miðlungshraun að stærð. Það er 18 km2 að flatarmáli, meðalþykktin hefur verið áætluð um 16 m og rúmmálið því um 0,3 km3 (Guðmundur Kjartansson 1972). Þykkt hraunsins norður af vatninu er samkvæmt svarfgreiningu í borholum sem þar hafa verið boraðar 6-11 m. Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, birti aldursgreiningar af því árið 1972.  Eitt af sýnunum er af birkilurki ofan á hrauninu við Balaklett í Hafnarfirði, annað af fjörumó rétt undir hrauninu við Balaklett og það þriðja er úr neðstu jurtaleifum í sniði við Balaklett. Aldur hraunsins ætti að vera lítið eitt yngri en aldur fjörumósins. Það er því um 8000 ára og hefur runnið um 6000 f.Kr. Sprungur og misgengi í hrauninu sýna hvar jörð hefur hreyfst og brotnað á síðastliðnum 8000 árum, þ.e. frá því hraunið rann. Sprungusvæðin eru nær eingöngu í þeim hluta hraunsins sem nefnist Smyrlabúðarhraun, þ.e. grennd við gíginn sjálfan og við Kaldárbotna. Ekki er vitað um neinar sprungur eða brot í hrauninu á láglendi eða nærri byggð.“

„Búrfell tilheyrir eldstöðvakerfi kennt við Krýsuvík. Búrfellsgígurinn er 179 metrar yfir sjó þar sem hann er hæstur og 140 metrar að þvermáli milli barmanna. Dýptin hefur mælst 58 metrar frá hæsta og 26 metrar frá lægsta barmi. Mismunurinn á barmi gígsins stafar af misgengi sem átti sér stað eftir að eldvarpið hlóðst upp.
Urridakotshraun-24Búrfell gaus einu sinni, það var flæðigos og framleiðslan var fyrst og fremst Búrfellshraun. Meginuppistaðan í eldvarpinu eru kleprar, þeir eru lagskiptir og hallar lögunum bratt niður í gíginn. Rofist hefur ofan og utan úr Búrfelli og hefur myndast hvasst egg á toppi fjallsins sem er úr lausri gosmöl.
Búrfellshraun er innan marka Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Tveir megin hraunstraumar hafa komið frá Búrfelli. Það sem aðgreinir þessar kvíslir er Helgadalshraun. Búrfellshraunið gengur undir ýmsum nöfnum sem fyrr er getið, eftir því hvar það er. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn: Næst Búrfelli er Smyrlabúðahraun (kennt við fuglinn smyril sem gerði sér hreiður þarna), Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og vestar heitir það Flatarhraun.

Urridakotshraun-25

Garðabæjarmegin er fyrst Garðahraun, Urriðakotshraun, Vífilstaðahraun, Hraunholtshraun, Gálgahraun og Balahraun. Hraunið er stórbrotið apalhraun og meðalþykkt þess er ekki undir 20 metrum. Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er það um 7240±130 C14 ára. Hraunið er ólivínbasalt og stærð þess er 18 km2. Grunnmassinn er fremur fínkornóttur og samanstendur af plagióklas, pyroxen, olivín, ilmenít og seguljárni (magnetíti). Búrfellshraun er ólivíndílótt og eru dílarnir 5-8mm í þvermál og stundum stærri.
Sá hraunstraumur sem runnið hefur í Heiðmörk og niður í Garðabæ hefur runnið eftir fallegri hrauntröð sem nefnist Búrfellsgjá. Búrfellsgjá þykir með fallegri hrauntröðum landsins. Gjáin er 3,5 km á lengd með meginstefnu í norðvestur.
Búrfellsgjá er mjóst upp við gíginn eða um 20-30 Urridakotshraun-26metrar milli barma en breikkar þegar lengra dregur og verður mest 300 metrar. Í hrauninu út með Vífilsstaðahlíð grynnkar hrauntröðin og hverfur, sá endi Búrfellsgjár nefnist Selgjá. Á köflum eru gjárveggirnir þverhníptir og mynda sums staðar grunna hellisskúta sem eru með snarhöllu þaki. Barmar, veggir og botn hrauntraðarinnar er allt úr Búrfellshrauni. Niðri í gjánni stendur fjárrétt sem nú er friðlýst.“
Hin ýmsu nafnkenndu hraun Búrfelsshrauns eru bæði lík og ólík. Í flestum þeirra rísa miklir klettadrangar, s.s. Gálgaklettar í Gálgahrauni, Gráhella í Gráhelluhrauni, Einstakihóll í Urriðakotshrauni, Miðdegishóll í Flatahraunu o.s.frv. Urriðakotshraun er hins vegar óvenjuríkt af stökum klettamyndunum eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Árni Hjartarson – Vatnafar við Urriðakotsvatn – Vatnafarsrannsóknir 2005.
-Verkefni í Jarðfræði 303 – Hildur Einarsdóttir og Þóra Helgadóttir – Flensborgarskólanum vorönn 2000.

Gálgaklettar

Við Gálgakletta.

Miðdalur

Ætlunin var að ganga um Miðdal frá Fremstadal og inn í Innstadal. Þar átti að skoða betur aðstöðu útilegumanna, sem höfðust við í dalnum um miðja 18. öld. Enn má sjá minjar í og undir hamri norðan í dalnum, auk þess sem óvíða er litadýrðin meiri en í nálægu Hveragili.
ÖlkeldanDalir þessir hafa einnig verið nefndir Hengladalir. Um þá rennur Hengladalaáin. Dalir þessir hafa einnig verið nefndir Hengladalir. Í Miðdal (Þrengslum) er Ölkelda. Sagt er að hver sá sem laugar lasinn líkamshluta í keldunni muni alheill verða.

Fyrsta hindrunin var skapillur starfsmaður Orkuveitunnar. Sagði hann FERLIRsþátttakendur ekkert eiga með það að gera að fara um svæðið – þetta væri vinnusvæði. Ekki var þó að sjá að maðurinn væri að vinna, einungis að leggja sig fram við að brúka kjaft við saklausa skoðendur. Til þess hafði hann bæði ökutæki og búnað frá Orkuveitunni – og eflaust á fullu kaupi. Ef þetta er dæmigert viðmót starfsfólks orkuversins á Hellisheiði gagnvart áhugasömu göngufólki um Hengilssvæðið þá þarf það hið sama að endurmeta afstöðu sína til umgengisréttarins við landið. Virkjunarheimild felur ekki í sér rétt til að rífa kjaft við allt og alla.

Litskrúð

Hengill er eitt svipmestu fjöllum í grennd við Reykjavík. Hengill telst til stapafjalla en er mjög sprunginn og hagaður. Hæstur er hann að norðanvestanverðu þar sem heitir Skeggi eða Vörðu Skeggi (803m yfir sjávarmáli). Hengill er aðallega úr móbergi en grágrýtishrúður er uppi á honum. Í sleggju sem gengur uppi á fjallinu er líparít. Jarðhiti er utan í Hengli á nokkrum stöðum. Sunnan við Hengil eru þrjú dalverpi. Vestastur er innsti dalur, þá Miðdalur en Fremstidalur er austastur. Úr þeim fellur Hengladalaá. Í innsta dal, sem liggur milli Hengils og Skarðsmýrarfjalls (597 m.y.s.), er einn mesti gufuhver landsins.
Í ÞrengslumVíðar er jarðhiti í Hengladölum. Þar er einnig ölkelda, sem fyrr sagði. Örskammt norðvestur af gufuhvernum í Innstadal er hár móbergsklettur og ofarlega í honum hellirinn sem í eru mannvistarleifar. En ekki er fært í hann nema góðum klettamönnum. Ýmsar sagnir eru til um útilegumenn í Henglinum fyrr á öldum (sjá meira HÉR).

Þegar komið er fyrir Litla Skarðsmýrarfjall er komið inn í Fremstadal, flatlendan og grösugan. Haldið var upp með ánni og þar til heldur þrengist um og var þá komið í Miðdal. Þar inn af er skarð er Þrengsli heita. Í Þrengslunum er ölkeldan. Þegar að henni var komið var að henni mátti sjá að um var að ræða hverauga með um 100° heitu vatni. Út frá því og umhverfis höfðu orðið til stallaðar og sepalaga kísilmyndanir í ýmsum litum. Þegar vatn úr keldunni var borið við augun varð sá hinn sami alsjáandi. Annar bar vatn úr henni á enni sér og mundi hann samstundist hvað hafði gerst fyrir a.m.k. tveimur dögum síðan. Það er því ljóst að sögur af heilsusamleika ölkelduvatnsins eru meira en bara orðin tóm.

Hengill

Slóðin heldur áfram með suðurhlið dalsins sem er grasi gróinn og sléttur, girtur fjöllum allan hringinn, Hengillinn í allri sinni dýrð til norðurs. Til norðvesturs gengur gil upp í Hengilinn með tignarlegum klettabeltum þar má ganga á Vörðu-Skeggja þó ekki sé það stikuð leið. Að austanverðu er gróið hraun, þar þrengist dalurinn. Lækur rennur eftir dalnum sem verður að Hengladalsá og síðar Varmá, lækjarvatnið er gott til að fylla á drykkjarílát. Í hrauninu er vegprestur sem skiptir leiðum, önnur áfram til austurs yfir á Ölkelduháls, hin til norðurs upp á Vörðu-Skeggja.

Lækur

Áður en farið er í Þrengslin þarf að komast yfir ánna, annað hvort með því að stikla hana eða vaða. Ef menn eru í góðum gönguskóm má víða fara hana á ferðinni og í stóru skrefi án þess að verða svo mikið sem rakir í fæturnar. Þetta er ekki meira vatnsfall en svo. Best er að fara um Þrengslin norðan árinnar vegna þess að hinu megin eru klettar og brattir melar, auk þess minna að sjá.

Í ÞrengslunumEftir að hafa hækkað sig eilítið í Þrengslunum er komið upp í Innstadal og þar gæti þurft enn og aftur að komast yfir Hengladalaánna, á sama hátt og áður en þarna er nokkuð auðvelt að stikla hana. Þarna í Þrengslunum er mikil litadýrð norðan árinnar. Þar er önnur ölkelda og lindaraugu líkt og víða í dölunum.

Hengilssvæðið er á miðju vestra gosbelti landsins, sem nær frá Reykjanesi að Langjökli. Berggrunnur er að mestu móberg sem myndast hefur í gosum undir jökli á síðustu jökulskeiðum ísaldar. Grafningsmegin á svæðinu er röð móbergshryggja sem fylgja ríkjandi sprungustefnu NASV og ganga út í Þingvallavatn.
GígurÁ Hengilssvæðinu eru þrjú eldstöðvakerfi með megineldstöðvum, hverum og laugum. Þetta eru Hveragerðiseldstöð, Hrómundartindskerfi og Hengilskerfi sem er yngst og virkast. Eftir ísöld eru þekkt fjögur til fimm sprungugos á svæðinu. Síðast gaus fyrir um 2.000 árum á 30 km langri sprungu sem náði frá Þrengslum, um Hellisheiði, Innstadal og í Sandey í Þingvallavatni. Þá rann yngsta hraunið á Hellisheiði og Nesjahraun í Grafningi.
Síðast voru umbrot í Hengilskerfinu árið 1789. Þá gliðnaði og seig spilda á sprungubelti sem liggur yfir Dyrafjöll og Hestvík og norður yfir Þingvallavatn milli Almannagjár og Hrafnagjár.
Þá seig land um einn til tvo metra. Hverir og laugar finnast í öllum eldstöðvakerfunum, en þó mest í Hengilskerfinu. Þekktustu hverasvæðin eru í Reykjadal, á Ölkelduhálsi, ofan við Nesjavelli og í Innstadal.

Litadýrð

Kristján hóf störf hjá Jarðhitadeild Orkustofnunar, forvera ÍSOR, árið 1960. Hann lauk doktorsprófi í jarðfræði frá Háskólanum í Köln árið 1966 og var aðalviðfangsefni hans var kortlagning á jarðfræði Hengilsins. Kristján hefur verði með afkastamestu jarðfræðingum landsins. Hann hefur kortlagt drjúgan hluta þess í meiri smáatriðum en áður hafði verið gert og með vísindastörfum sínum lagt þung lóð á vogarskálar nútímaskilnings á jarðfræði landsins og þeim öflum sem móta hana. Megináherslan í starfi Kristjáns hefur þó falist jarðhitaleit vítt og breitt um land. Er óhætt að segja að enginn einn maður hafi átt jafndrjúgan þátt í þeim mikla árangri sem náðst hefur á því sviði á Íslandi og Kristján. Fáar eru þær hitaveitur þar sem hann hefur ekki komið að málum.

Fyrir landnám óx birkiskógur með fjölbreyttum undirgróðri upp í 3-400 metra yfir sjávarmáli á svæðinu. Ofar tók við harðgerður og lágvaxinn fjallagróður og samfelld gróðurþekja náði upp í 5-600 metra hæð. Smám saman breyttist gróðurfar í kjölfar kólnandi veðurfars, skógarnytja og búsetu. Nú er samfellt birkikjarr á afmörkuðum svæðum upp af Þingvallavatni. Birkistofninn er kræklóttur og lágvaxinn en getur þó náð tveggja metra hæð. Fjölbreytni í gróðri er allmikil, en grasaættin er einkennandi og útbreiddust. Margar gerðir mólendis eru á svæðinu, en það er mest áberandi í Grafningi. Í Ölfusi er land grösugra, en graslendi nær þó sjaldnast yfir stór samfelld svæði. Á láglendi eru stærstu votlendissvæðin við Villingavatn, Króksmýri og í Dælum austan við Úlfljótsvatnsfjall, auk minni mýrlenda við tjarnir og læki. Allstórt og fjölbreytt flóasvæði er í Fremstadal.
VetrarblómMýrastör er jafnan ríkjandi tegund í mýrum. Strjáll bersvæðisgróður vex á melum, en tegundafjöldi er þó mikill. Þar má nefna geldingahnapp, lambagras, blávingul, blóðberg, músareyra, holurt og holtasóley. Í Nesjahrauni er samfelld breiða af gamburmosa, sem er landnámsplanta á hraunum. Mosinn myndar jarðveg fyrir aðrar tegundir og þar dafna krækilyng, bláberjalyng, blávingull, kornsúra, móasef, túnvingull, hvítmaðra, grávíðir og fleiri tegundir.

Ölkelda (úr öl + kelda sem þýðir í fornnorsku „uppspretta“ eða „lind“) er uppspretta vatns sem inniheldur koltvísýring, en hann á uppruna sinn í storknandi kviku í iðrum Jarðar. Koldíoxíði kemur úr storknandi kviku í iðrum jarðar. Ef menn taka vatn með sér úr ölkeldu dofnar kolsýran fljótt ef vatnið er ekki geymt í lofttæmdum umbúðum. Vatnið úr ölkeldum þykir hressandi drukkið á staðnum og er vatnið ýmist heitt eða kalt. Ölkeldur finnast um allan heim og eru sumar þeirra þekktar sem heilsulindir (Sigurður Þórarinsson, 1978).

Ölkeldur eru kaldar eða rétt volgar uppsprettur sem finnast á háhitasvæðum og oft í jöðrum þeirra. Yfirleitt eru þær járnmengaðar og bragðvondar og vatnið rauðbrúnleitt, jafnvel svo liti heilu lækina. Vatn úr þeim köldustu sem mest ólga af kolsýrunni er drekkandi þótt brúnleitt sé.

Lóuegg

Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá 18. öld, er fjallað um ölkeldur á Snæfellsnesi. Þar telja þeir ölkeldur bæta Snæfellsnesi þann missi að hafa ekki neitt heitt vatn. Í ferðabókinni eru ölkeldur skilgreindar sem „uppsprettur sem eru auðugar af málmsöltum og með bragðmiklu vatni“. Eggert og Bjarni reyndu að flytja ölkelduvatn með sér til Kaupmannahafnar en vatnið skemmdist á leiðinni. Þeir félagar álitu að ölkeldur gætu orðið til mikilla hagsbóta fyrir Íslendinga því í öðrum löndum væru hressingarhæli oft byggð nálægt ölkeldum. Enn hefur þó lítið verið gert til að nýta það ölkelduvatn sem finnst á Íslandi.

Í HveragiliGufu- og leirhverir finnast aðeins á háhitasvæðum. Í raun er um samskonar hveri að ræða og því eru þeir oft flokkaðir saman. Í leirhverum nær vatnið upp í hvernum en í gufuhverum er svo djúpt á grunnvatnið að ekkert vatn er sýnilegt. Í gufuhverum leitar vatn yfir suðumarki til yfirborðsins og streymir þar út sem gufa. Í raun getur sami hverinn verið bæði gufu- og leirhver, bara ekki á sama tíma. Í miklum þurrkum getur leirhver þornað upp og orðið að gufuhver. Leir hveranna samanstendur af vatni og soðnu umbreyttu bergi.
Vatnshverir eru einkennandi fyrir lághitasvæði en finnast líka í einhverju mæli á háhitasvæðum. Vatnshverir á sama jarðhitasvæðinu liggja oftast nær í beinni línu eða í þyrpingum sem ná frá tugum til hundruð metra í lengd. Venjulega má þá finna sprungu undir hveraröðinni sem gefur til kynna að heita vatnið eigi upptök sín þar.

SkjólHellir útilegumannanna var skoðaður sem og undirliggjandi minjar. Undir stórum steini mátti sjá votta fyrir hleðslum. Bæði höfðu þær fallið inn á gólfið og regnvatn hafði fært sand og möl inn í skúta sem þar er. Staðurinn hefur verið hið ágætasta afdrep fyrir þá sem vildu leynast fyrir ferðum fólks um Innstadal því ekkert af því hefði átt erindi þangað að hömrunum.
Til baka var gengið frá upprunalindum Hengladalaárinnar og meðfram henni að upphafsstað.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Ölkeldan

Hrauntún

Hraun á Íslandi taka yfir 120 fermílur. Þau eru einkum um miðbik landsins, en hvorki á Austfjörðum né Vestfjörðum. Hraun eru öll fram komin við eldgos; af sumum hafa menn sögur, hvenær þau mynduðust, en flest hafa brunnið fyrir landnámstíð. Flest eru gróðurlítil eða gróðurlaus. Þau er myndast hafa síðan land byggðist eru flest enn þá graslaus, en aðeins hulin mosa hér og hvar, en sum hinna eru á einstaka stað grasi vaxin, þó óvíðast sé það svo, að það sé til gagns og nytsemdar fyrir landsbúa.
Sprunginn hraunhóll í ÞjófahrauniHraunin eru ýmisleg að lögun og ásigkomulagi, eftir því, hvernig þau hafa myndast. Sumstaðar eru þau slétt, með rákum og öldum eftir rennslið, þar sem hallinn hefir verið lítill, en sumstaðar, þar sem óslétt hefir verið eða brattlendi, eru þau ófær yfirferðar, því að þar er hraunspildum, gjalli, ösku og stórgrýti hrúgað svo saman, að það er engu líkara öðru en því, að stórsjór í hafróti og roki hefði allt í einu orðið að steini.
Efsta skánin á hrauni kólnar og storknar fyrst af loftkuldanum, en neðar rennur áfram miklu lengur brætt hraun. Þegar nú eldgosinu slotar, verður hraunskánin efsta oft á huldu og fellur sumstaðar niður, en sumstaðar myndast ýmislegir hellar og holur, en hér og hvar rifnar hraunið, er það kólnar og dregst saman, og verða þar stórar sprungur og gjár. Hraun eru eigi nein sérstök steintegund, heldur samanbrædd hella af ýmsum steinum og bergtegundum.
Reykjaneshraunin eru samanhangandi hraunfláki, er nær norðan frá Langjökli út á Reykjanestá. Það eru ótal smá og stór hraun í stórum spildum og kvíslum, og hafa komið frá ýmsum eldfjöllum, flest fyrir landnámstíð. Í þeim eru víða stórar sprungur og gjár, hverar og laugar. Merkasta hraun á þeim hraunfláka er Þingvallahraun.
Sprunginn helluhraunsflekiÁ sögulegum tíma hafa runnið a.m.k. 25 hraun á Reykjanesskaganum. Sjá má hvar þau hafa runnið yfir eldri hraun á afmörkuðum svæðum, fært ströndina utar, runnið niður í eldri sprungur, fyllt fyrrum lægðir, dali og eldri jarðmyndanir, hlaðið upp skjól o.s.frv. Og landmótunin mun halda áfram – og hugsanlega breytast á næstu árþúsundum.
Storknun tekur mjög mislangan tíma eftir ytri aðstæðum: Gjóska (eldfjallaaska, gjall og vikur) kólnar á fáeinum sekúndum, ekki síst ef gosið verður í vatni eða undir jökli. Hraun verða að „hörðum steini“ á skömmum tíma þótt glóðin geti varað í 10 ár inni í hrauninu, eins og gerðist í Eldfellshrauninu í Vestmannaeyjum þar sem varminn í hrauninu var nýttur til húshitunar í áratug. Kvika sem er djúpt niðri í jörðinni tekur aldir að storkna. Stundum rennur nýtt hraun yfir jarðhitasvæði og nær þá undirliggjandi hitinn fljótlega upp úr nýmynduninni.
Hraun er bráðið berg eða möttulefni (einnig kallað bergkvika) sem flæðir upp á yfirborð jarðar við eldgos og storknar þar.  Bergkvika er seigfljótandi efni í iðrum reikistjarna, sem safnast fyrir í kvikuhólfum. Þar getur hún kristallast og myndað innskot eða borist til yfirborðs í eldgosi og storknað sem gosberg. Hitastig hraunbráðar getur verið frá 700 – 1200°C. Kvikan verður til vegna hitamyndunar í iðrum jarðar sem einkum stafar af niðurbroti geislavirkra efna (t.d. úrans og þóríums). Kvikan er heit og því eðlisléttari en umhverfið, sem veldur því að hún tekur að stíga í átt til yfirborðs þar sem hún kemur upp í eldgosum og rennur sem hraun.
HraunhveliBasísk hraun (eða mafísk) eru venjulega fremur kísilsnauð og eru því fremur þunnfljótandi. Þau koma oftast upp í gígaröðum eða dyngjum. Súr hraun (eða felsísk) eru yfirleitt kísilrík og seigfljótandi og mynda gjarnan straumflögótt berg. Þau koma oftast upp í megineldstöðvum.
Kísill er frumefni með efnatáknið Si og er númer fjórtán í lotukerfinu. Fjórgildur málmungur, kísill er ekki jafn hvarfgjarn og efnafræðileg hliðstæða þess, kolefni. Kísill er annað algengasta frumefnið í jarðskorpunni sem að samanstendur af 25,7% kísil ef mælt er eftir þyngd. Það finnst í leir, feldspati, kvars og sandi, þá aðallega í formi kísiltvíoxíðs (þekkt einnig sem kísl) eða sílikata (efnasambönd sem að innihalda kísil, súrefni og málma). Kísill er aðaluppistaða glers, sements, postulíns, flestra hálfleiðara, og silíkona (plastefni).
Hraun eru orðið að „hörðum steini“ löngu áður en það er fullstorkið. Reynslan er sú að hörð skorpa myndast á glóandi hrauni eftir fáeinar sekúndur og fljótlega er hægt að ganga á hrauninu á góðum skóm vegna þess hve slæmur varmaleiðari (eða góður einangrari) berg er. Varminn frá 1200 stiga heitri kviku streymir sem sagt hægt út gegnum storknuðu skorpuna. Hraun kólna eða storkna á yfirborði og mynda fast berg.
Fasta bergið er samsett úr kristölluðum Urðarás í Hraunumsteindum, en kólnunarhraði hraunsins ræður mestu um það hversu grófgerðir kristallarnir verða. Þeim mun hægar sem hraun kólna þeim mun stærri verða kristallarnir. Stórir kristallar geta einnig myndast í kvikunni meðan hún er neðanjarðar og þá verður hraunið sem upp kemur dílótt. Snertifletir og yfirborð hrauna er oft gler- eða kargakennt, þar sem kólnun þessara flata er hraðari vegna snertingar við eldri og kaldari jarðmyndanir og andrúmsloft. Því ná kristallar ekki að myndast. Berg sem myndast við eldgos kallast einu nafni gosberg hvort sem um er að ræða hraun, gjóskuberg eða móberg.
Dyngja er breitt, aflíðandi og keilulaga eldfjall sem myndast í langvinnu eldgosi á hringlaga gosopi. Dyngjugos eru svo kölluð flæðigos þar sem hraunið er þunnfljótandi og flæðir langar leiðir. Eldvirkni í dyngjum getur varað mörg ár eða áratugi.

Apalhraun

Á Íslandi setja dyngjur mikinn svip á landslagið. Einna þekktastar eru Skjaldbreiður og Trölladyngja, hvor um sig um 600 metrar á hæð frá rótum. Aðrar eru flatari og ógreinilegri í landslaginu, s.s. Kjalhraun hjá Hveravöllum og Lyngdalsheiði. Stærsta fjall sólkerfisins, Ólympusfjall á Mars, er dyngja.
Basísk hraun mynda venjulega annaðhvort hellu- eða apalhraun sem vísar að mestu til yfirborðsásýndar hraunanna. Enskt heiti þessara hraungerða eru „Aa-lava“ (apalhraun) og „Pahoehoe“ (helluhraun), en ensku nafngiftirnar eru komnar frá Hawaii eyjaklasanum, þar sem eingöngu renna basalthraun.

Helluhraun

Helluhraun.

Helluhraun (e. Pahoehoe; úr Hawai’isku) er nokkuð slétt hraun sem verða til við eldgos með þunnfljótandi basalt-kviku. Helluhraun eru að jafnaði auðveld yfirferðar og oft alsett hraunreipum sem myndast þegar efsta lag hraunsins storknar en massinn heldur áfram að hreyfast. Í helluhraunum má oft sjá, auk hraunsléttunar, sprungna kolla. Þeir myndast þegar yfirborðsstorkið hraun rennur frá eftir að kvikan rann yfir hóla og hæðir eða sprungur myndast á sléttum afmörkuðumhraunflekum. Eftir standa svonefnd hraunhveli. Andstætt fyrirbæri eru urðarásar þar sem afmörkuð hraunsvæði brotna niður í kvosir, líklega vegna þess að undir voru hraunrásir eða -hvelfingar. Víða má sjá svipað fyrirbæri sem hraunbolla eða jarðföll.
Við mikið hraunrennsli getur myndast hraungöng yfir og undir yfirborðinu. Ef slík hraungöng tæmast myndast hellar og traðir sem standa eftir. Dæmi um slíka hella eru Surtshellir og Raufarhólshellir.
Apalhraun (e. Aa, úr havaiísku) er úfið hraun sem verður til í þeim eldgosum þar sem er flæðigos með basískri hraunkviku. Dæmi um apalhraun eru sum hraunin sem liggja yfir Suðurnesin. Oft getur verið um blandgos að ræða, þ.e. hraunin verða í fyrstu þunnfljótandi helluhraun, en breytast í úfin apalhraun þegar frá dregur upptökunum og kvikan kólnar.

Heimildir m.a.:
-wikipedia.org

Hraunreipi

Hraunreipi.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar (Móskarðahnúkar) eru hnúkaröð fjögurra tinda og tengir saman Esju og Skálafell. Þeir eru að mestu úr líparíti. Austasti tindurinn er hæstur 807 metrar.

Tómas Einarsson

Tómas Einarsson (1929-2006).

Tómas Einarsson lýsti gönguleiðinni á „Móbergshnúka“ í Morgunblaðinu árið 1982:
„Móskarðshnúkar nefnist sá hluti Esjunnar, sem austast liggur, en milli þeirra og Skálafellsins er Svínaskarð. Hnúkarnir sjálfir eru auðþekktir vegna lits og lögunar. Hinn ljósbleiki litur vekur athygli vegfaranda

ns en blekkir oft á tíðum því það er eins og sólin skíni alltaf á Móskarðshnúka, þótt veðurstofan segi annað.
Hnúkarnir eru fjórir en milli þeirra eru grunn skörð. Þunnur klettahryggur tengir þá við meginfjallið en hann liggur milli tveggja dalabotna, Þverárdals að sunnan og Eyjadals að norðan.
Fyrrum lá þjóðleiðin milli Kjósar og Mosfellssveitar um Svínaskarð og um skarðið fór fjöldi ferðalanga úr fjarlægum landshlutum, en það breyttist þegar akvegurinn var lagður vestur fyrir Esjuna skömmu eftir 1930.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Ganga á Móskarðshnúka er auðveld og er venjulegast gengið á þá að sunnan. Þá er ekið að Leirvogsá, hjá Hrafnhólum, og gengið þaðan eftir gömlu götunum áleiðis að Svínaskarði. Skammt fyrir norðan bæinn liggur leiðin yfir Skarðsána. Hún er ekki mikil að jafnaði svo auðvelt er að stikla yfir hana á steinum. Mörgum hættir til að taka stefnuna beint á hnúkana eftir að komið er yfir ána. Sú leið er vel fær, en þó er léttara að ganga áfram eftir götunni uns komið er að gili, sem liggur niður frá hnúkunum. Farið er yfir það, en síðan upp með því að austanverðu og stefnt beint í skarðið milli tveggja austustu hnúkanna.

Svínaskarð

FERLIRsfélagar við dys í Svínaskarði.

Úr skarðinu er létt að ganga á austasta hnúkinn, en hann er hæstur (807 m) og af honum er besta útsýnið. Ekki er mikið víðsýni af Móskarðshnúkum, nema helst til austurs og suðurs, því fjöll kreppa að til annarra átta, svo minna er þar að sjá en vænta mætti.
Um fleiri en eina leið má velja, þegar halda skal til baka. Sennilega liggur leið flestra af austasta hnúknum niður skriðurnar og ofan í Svínaskarð (það er í 481 m hæð) og ganga gömlu götuna til baka. Þetta er mjög þægileg leið og falleg. En ef tíminn er nægur er sjálfsagt að lengja leiðina nokkuð og ganga þá vestur hnúkana áleiðis að Esjunni.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Þá eru efstu brúnir hnúkanna þræddar og eykur það ekki síst á tilbreytinguna. Síðan er gengið yfir klettahrygginn milli Þverárdals og Eyjadals og vestur á Esjuna. Krækt fyrir botn Þverárdals, gengið á Hátind (909 m) og haldið síðan niður Þverárkotsháls að Hrafnhólum. Þessi leið er bæði fjölbreytt og falleg, og veitir víðari sjóndeildarhring en Móskarðshnúkar einir. Þó er rétt að hafa það í huga, að þessi gönguleið tekur meginhluta dagsins, ef farið er rólega og án alls óðagots.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

En hvernig mynduðust Mókarðshnúkar og hvers vegna eru þeir frábrugðnir öðrum nærliggjandi fjóllum bæði að lit og lögun? Jarðvísindamenn segja að Esjan sé mynduð við eldsumbrot fyrir 2 1/2-3 millj. árum. Fyrir um 2 milljónum ára var stór og mikil askja fyllt vatni á svæði sem nú er á milli Skálafells, Móskarðshnúka, Þverárkotsháls og allt suður undir Grimmannsfell. Á börmum þessarar öskju voru tíð eldgos og þá mynduðust Móskarðshnúkar. Þeir eru því fornar eldstöðvar myndaðir úr líparíti, en það berg gefur þeim ljósa litinn og gerir þá svo auðkennda, sem alkunnugt er. En síðan hafa ísaldarjöklarnir, frost, vatn og vindar máð burtu þessi fornu eldvörp að mestu og gefið fjallinu þá lögun, sem það hefur í dag. Með skarpskyggni sinni og nútímatækni hefur vísindamönnum okkar tekist að ráða þessar rúnir. En um leið hafa þeir veitt okkur óbreyttum leikmönnum tækifæri til að gefa hugarfluginu lausan tauminn meðan við fetum okkur áfram áleiðis að áfangastað.“

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar – gönguleið.

Tómas Einarsson fæddist 10. nóvember 1929. Hann lést 12. febrúar 2006. Eftir barnaskólapróf fór Tómas í Héraðsskólann í Reykholti, síðan í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi 1950. Íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni lauk hann 1952 og prófi frá Lögregluskóla Reykjavíkur 1954. Námsdvöl á vegum The Cleveland International Program í USA 1964 og Cambridge í Englandi 1974-75.
Hann var kennari við barna- og unglingaskóla 1950-53. Hóf störf í lögreglu Reykjavíkur 1953 og í rannsóknarlögreglunni (afbrot unglinga) 1955-1966. Kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík frá 1966 og kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis til starfsloka.

Heimild:
-Morgunblaðið, 159. tbl. 23.07.1982, Móskarðshnúkar – Tómas Einarsson, bls. 39.

Móskarðshnúkar

Móskarðahnúkar – herforingjaráðskort 1908.

Búrfell

Búrfell eru 39 talsins, nokkuð há stapafjöll með klettum ofantil. En hvers vegna heita öll þessi fjöll á landinu „Búrfell“?
Búrfell landsins eru mörg og finnast um allt land. Að auki eru fjölmörg örnefni dregin af því, nefna má ár, dali, flóa, drög, heiðar, hraun, hyrnur, hálsa og margt fleira. Einnig bera níu bæir nafnið.

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Þrjátíu og níu fell eða fjöll bera nafnið Búrfell [fjögur fellanna eru á Reykjanesskaga; í fyrrum landnámi Ingólfs, þ.e.]:
-Búrfell við Hafravatn í Mosfellsbæ, 81 m
-Búrfell í Heiðmörk, Garðabæ, 179 m
-Búrfell, norðvestan Þingvalla, 782 m
-Búrfell norðvestan við Þorlákshöfn, 200 m

Af þessum fjórum Búrfellum á Reykjanesskaga eru tvær eldborgir (í Garðabæ og í Ölfusi (Þorlákshöfn)) og tvö eru móbergs og basaltfjöll (við Þingvelli og í Mosfellsbæ).

Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson.

Sigurður Sigurðsson birti fróðlega umfjöllun og vangaveltur um „Búrfell“ á bloggsíðu sinni sigsig.blog.is árið 2013:
„Að einhverju leiti getur verið að útlit fjalla með nafninu „Búrfell“ ráði því að þau fengu nafnið. Ekki veit ég orðið „búr“ merkir upphaflega, ef til vill er það hið sama og nú til dags sem er matargeymsla.

Mér finnst frekar óljóst er af hverju nafn fjallanna er dregið og þess vegna fór ég í dálitla heimildavinnu. Hún dróst dálítið á langinn, endaði í vikuvinnu. Leiddi þar hvað af öðru. Sem betur fer glataði ég tvisvar sinnum því sem ég hafði skrifað. Þá þurfti ég að byrja aftur og þó ég hafi bölvað missinum er ég nú þeirri skoðunar að ritgerðin hafi batnað eftir því sem ég skrifaði hana oftar. Ég vara þó lesandann við, ég er enginn sérfræðingur.

Hvaða búr er um að ræða?

Bær

Bær og útibúr.

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir:
Forliður nafnsins Búrfell er líklega dreginn af hinum fornu útibúrum, sem stóðu ein sér og í voru geymd matvæli, dýrir munir og svo framvegis. Þau gátu staðið nokkuð frá jörð svo að skepnur kæmust ekki í þau.

Búrfell standa oft stök og skera sig úr að lögun, og minna sum þeirra á hús.

Þetta skýrir ekki málið neitt sérstaklega og er heldur einföld skýring.

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Á hinum ágæta vef ferlir.is er fjallað um gíginn Búrfell í Heiðmörk og vitnað í vef Örnefnastofnunar um nafnið. Örnefnastofnun er nú ekki lengur til sem slík heldur var gerð að deild innan Árnastofnunar og vefurinn ekki lengur finnanlegur. En á Ferli segir eftirfarandi:
En hvers vegna ætli fjöll heiti Búrfell? Það fyrsta sem kemur væntanlega upp í hugann er búrhvalur því ef litið er á mynd af slíku dýri þá eru ákveðin líkindi með útliti hvalsins og sumum Búrfellum einkum þeim sem eru stapar.

Þar sem fjöllin þykja oft lík að lögun hefur stundum verið talað um Búrfellslag eða Búrfellslögun fjalla.

Búrfell

Hjallur.

Það er til önnur skýring á nafninu og hún er sú að það tengist matargeymslu og þá helst stokkabúr, sem voru reist á lóðréttum bjálkum upp frá jörð svo að dýr kæmust ekki í þau, öðru nafni stafbúr.“

Sum Búrfellin eru kölluð Matarfell af sjó svo sem Búrfell á Snæfellsnesi og Búrfell í Reykjarfirði á Ströndum en Búrfell á Gnúpverjaafrétti er kallað „fjallið fyrir innan Heklu“ og Búrfell á Tjörnesi er kallað Kistufell. Ástæða þess er sú að sjómenn trúðu því að ef þeir nefndu Búrfell á nafn gætu þeir egnt á sig búrhvalinn. Þetta voru því svokölluð varúðarnöfn.

Hyggjum nú aðeins að þessu. Á Vísindavefnum er getið um „hin fornu útibúr“. Líklega hafa þau verið geymslur, byggðar til að geyma matvöru og hugsanlega byggð þannig að vindur blási um þau eins og hjallar þar sem fiskur er þurrkaður.

Búr og kjölur

Búrfell

Búr.

Voru „búr“ kölluð svo eftir fjöllunum eða fengu fjöllin nafnið af útibúrunum? Þetta er ansi góð spurning, þó ég segi sjálfur frá og eftir svarinu fór ég að leita.

Gæti verið að orðið „búr“ hafi haft aðra merkingu en í dag, jafnvel að það hafi verið einskonar útlitslegt orð, ef ég má orða það þannig. Um leið kemur orðið „kjölur“ upp í hugann. Það var áður haft um ásinn, tréstykkið, sem er frá stefni og í skut. Síðar hefur orðið færst yfir á allan þann hluta bátsins eða skips sem er í sjó enda víst að kjölur, slíkur þeim sem hér hefur verið lýst, er ekki til á stálskipum.

Hugsanlega eru „kjölur“ og „búr“ andheiti. Hið fyrrnefnda gæti átt við kjalarásinn en hið síðara um það sem snéri inn í bátinn … Jafnvel gæti „búr“ verið einhvers konar mænir á húsi, það sem hæst ber.

Orðsifjafræðin

Búrfell

Búrhvalur.

Hvers vegna er hvalur kenndur við „búr“? Er það vegna þess að hvalurinn var notaður í fæðu eða var það vegna útlitsins? Líklega er ágætt að verja dálitlum tíma í að kanna þetta.

Í Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar segir:

Búrhvalur
Búrhvalur k., búrhveli h., búri k. ´sérstök tannhvalategund (physeter macrocephalus)´; sbr. nno. [miðnorska] burkval um óvissa hvalatengund. Uppruni óljós. Oftast talið leitt af búr og sé þá átt við lýsisforðann í höfði hvalsins.

Þó tilvitnanir í Orðsifjabókina sé eflaust dálítið flóknar finnst mér engin goðgá að álykta af þessu að orðið „búr“ merki eitthvað stórt.

Í sömu bók segir:

Búrfell

Langreyður.

1 Buri eða Búri k. goðsögul. Nafn á föður Bors eða Burs, föður Óðins. Uppruni óviss. Oftast lesið Buri og þá talið merkja þann sem eignast afkvæmi eða son, sbr. bur. Aðrir ætla að orðið sé sk. fi. [fornindverska] bhuri- ´stór´eða mno. [miðnorska] bura ´öskra´, sbr. að Buri eða Búri var risaættar, af Ými kominn. Ath. búrhvalur.

Þarna fannst mér ég vera kominn í feitt þangað til ég rakst á eftirfarandi:
2. Buri eða Búri k. dvergsheiti. E.t.v. sk. búri.

Komum síðar að nöfnum sem tengjast Búra. Af þessu má draga þá ályktun að „búri“ geti þýtt hvort tveggja, stórt og lítið, sbr. risa eða dverg. Það kann þó að vera misskilningur.

Búrfell

Sandreyður.

Loks er ástæða til að tiltaka þriðju tilvitnunina í Orðsifjabókina. Hún er svona:
1. búri k. ´ruddi, dóni, durgur; aðsjáll maður, nirfill; íbúi (verslunar)borgar´. To. [tökuorð] úr mlþ. [nýlágþýsku] bure ´bóndi´, sk. [skylt] búr og búa.

Er eitthvað hér sem hönd á festir? Hugsanlega má telja að „búr“ sé eitthvað stórt eða það merki hús eða matargeymslu. Engin af ofangreindum tilvitnunum tekur til útlits, ekkert skýrir almennilega „búrfellslagið“.

Ég leyfi mér þó að draga þá ályktun aftur að „búr“ merki eitthvað sem er stórt. Hins vegar verður að hafa það í huga að Búrfell landsins eru afar mismunandi í útliti og stærð og jarðfræðilega eru þau ekki eins.

Fornritin

Sæl væri eg
ef sjá mættag
Búrfell og Bala,
báða Lóndranga,
Aðalþegnshóla
og Öndvertnes,
Heiðarkollu
og Hreggnasa,
Dritvík og möl
fyrir dyrum fóstra.

Búrfell

Steypireyður.

Þetta fallega kvæði er úr Bárðar sögu Snæfellsáss. Helga Bárðardóttir orti það er hún kom til Grænlands eftir að hafa hrakist þangað frá Íslandi. Hún var komin með heimþrá og saknaði heimahaganna. Í sögunni segir: „Þessi örnefni öll eru á Snjófellsnesi“.

Af þessu má draga þá álykta að snemma eftir landnám hafi örnefni myndast og þar með að fjall á Snæfellsnesi fékk nafnið „Búrfell“. Í þessu sambandi má geta þess að Grímur Rögnvaldsson sá sem nam Grímsnes bjó að Búrfelli. Líklega var bærinn samnefndur fjallinu fyrir ofan.

Búrfell

Búrfell í Rogan.

Þetta var mér hvatning til að fletta í gegnum önnur fornrit þó svo að ég minnist þess ekki að hafa séð orðið „búr“ í þeim. Enda varla von, flestir leikmenn lesa vegna söguþráðarins og smáatriðin hverfa.

Ég fór því í gegnum Fornaldarsögur Norðurlanda, Gylfaginningu, Heimskringlu, Íslendingasögur, Landnámubók og Jómsvíkingasögu. Leitaði að öllu því sem tengst gæti búri, Búrfelli eða fólki sem ber nafnið Búri. Margt merkilegt fannst í þessum ritum.

Líklega er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að málið hefur breyst talsvert frá því að fornsögurnar voru ritaðar. Ekki er víst að ég átti mig á öllum blæbrigðum sem málfræðingar og fornritaspekingar koma glöggt auga á.
Við skulum líka hafa hugfast að matur er viðkvæmur og það hafa fornmenn án efa vitað. Þar af leiðir að þeir leituðu ýmissa ráða til að gera hann sem lengst neysluhæfan. Án efa vissu þeir að kæling hjálpar til. Því gátu búr verið stök hús, staðsett annað hvort þar sem um gustaði um eða að þau voru grafin í jörð.

Að öðru leyti er gott ráð að nota hugarflugið þegar eftirfarandi tilvitnanir í fornritin eru skoðaðar. Í þeim er oftlega getið um „búr“ og „útibúr“.

Burfjell í Noregi

Búrfell

Búrfell í Fusa.

Ég er langt frá því sérfræðingur í orðsifjafræði þarlendra. Hitt veit ég í gegnum hann Gúgöl vin minn, að það eru að minnsta kosti tvö Búrfjöll eru þarna fyrir austan og bæði með þessu líka laglega búrfellslagi. Hið fyrra er Burfjell í Fusa og hið seinna er Burfjell í Rogan. Merkilegt er að skoða myndir af þessum tveimur fjöllum. Eru þau með „Búrfellslagi“? Mér finnst nokkur líkindi með því.

Stapi

Fjallið eina

Fjallið eina – dæmigerður stapi.

Mörg Búrfellin eru keimlík í laginu og ekki síst þau sem jarðfræðilega bera heitið stapi eins og Búrfell við Þjórsárdal, Búrfell austan Mývatns og ábyggilega fleiri.
Hvað er þá stapi, svona jarðfræðilega séð. Hann myndast í upphafi þegar eldgos verður undir jökli. Þá hlaðast upp gosefni í plássið sem eldgosið bræðir í jöklinum. Um leið og glóandi kvika snertir vatnið springur hún og myndar smágerð gosefni, en vegna þess að jökullinn virkar sem mót dreifast þau ekki heldur hlaðast smám saman upp. Þegar svo mikil gosefni hafa hlaðist upp að eldvirknin nær upp fyrir vatnsborðið rennur loksins hraun. Eftir að gosi lýkur heldur jökullinn að fjallinu, rétt eins og mót og með tímanum, og vegna hita og þrýstings, verður til móberg úr lausu gosefnunum.
Þetta gerðist margoft hér á landi á ísöld og þegar jökullinn hvarf urðu eftir svokallaðir stapar. Þeir er oftast hringlaga eða jafnvel ílangir. Efst er oft hraunskjöldur, dyngja, en undir er móberg.

Niðurstaða

Búrfell

Búrfell í Ölfusi – loftmynd.

Ég held að nú megi slá því föstu að búr sé ekki aðeins matargeymsla heldur hafi líka ýmislegt annað verið geymt í þeim. Mörg dæmi eru til í fornritum um að búr hafi verið notuð sem íverustaðir. Búr sem matargeymslur hafa líklega staðið þar sem gustar um enda hafi tilgangur verið að halda matvöru kaldri svo hún geymdist sem lengst. Einnig er til að búr hafi verið grafin í jörðu í sama tilgangi.

Óljóst er hins vegar hvernig búr hafa litið út. Draga má þá ályktun af helstu fjöllum sem heita Búrfell að þau hafi verið með frekar flötu þaki, að minnsta kosti ekki bröttu. Þakið kann einnig að hafa verið ílangt.

Orðið „búr“ merkti líklega til forna eitthvað sem var stórt og mikið um sig og þá hefur hugsanlega ekki verið miðað við hús sem var matargeymsla. Orðið hafi einfaldlega verið heiti á stóru húsi eða nafn á stórum manni. Þess vegna er stórt fjall nefnt Búrfell í vegna þess að það er einfaldlega stórt fjall, jafnvel stórt stakt fjall.

Búrfell

Búrfell í Mosfellsbæ – loftmynd.

Hvalurinn hefur þar af leiðandi verið nefndur Búrhvalur vegna þess að hann er stærri og meiri um sig en flestir aðrir hvalir en ekki vegna lýsis eða kjöts.

Hitt er svo til umræðu hvers vegna stórt fjall er nefnt fell. Í Noregi eru eins og áður sagði að minnsta kosti tvö fjöll sem heita Burfjell. Á íslensku örnefnunum kann að vera málfræðileg skýring sem er sennilegri en aðrar, til dæmis náttúruleg.“

Brynjólfur Þorvarðsson fjallar um framangreint og skrifar m.a.:

Búrfell

Búrfell við Þingvelli.

„Sæll Sigurður og takk fyrir skemmtilega ritgerð.
Það er afskaplega erfitt að rekja orðsifjafræði stuttra orða með fjölbreytta merkingu. En mér sýnist þú ekki taka eina algeng merkingu orðsins „búr“ í daglegu máli, þ.e. aflæst hirsla með rimlum. Nú veit ég ekki hversu gömul sú málnotkun er, en rimlar heita „bars“ á ensku og „barer“ á dönsku. Samkvæmt enskum orðsifjum er þetta tekið úr síð-latnesku „barra“.

Búrfell

Búrfell í Mosfellsbæ – kort 1903.

Ennfremur finn ég fornnorræna orðið „burr“, enn notað í ensku, sem merkir fræhylki með litlum þyrnum sem festast í fatnaði. Önnur heimild talar um „borr“ eða „borre“ í fornnorrænu.

Loks finn ég „búrr“ notað sem kenningu um son í Eddukvæðum: „Óðins búrr“. Einhverjir tengja orðin búrr, búri, bör í Eddukvæðum við „að framfæra“ sem aftur er augljóslega skylt sögninni að bera, öll orðin ur Sanskrít „bâras“.

FERLIR spyr: Hvers vegna eru engin fjöll nefnd eftir Langreyð, Sandreyð eða Steypireyð. Allir þeir hvalirnir eru ekki ólíkir Búrhvalnum. Og hvernig er örnefnið „Kistufell“ tilkomið? Gæti það verið hliðstæða við örnefnið „Búrfell“ líkt og örnefnið „Húsfell“?!? Búr var jafnan einungis hluti bæja eða selja. „Bæjarfellin“ eru allnokkur. Undir þeim flestum kúra bæir eða bæjatóftir, sbr. Bæjarfell í Krýsuvík og við Vigdísarvelli. Þar liggja fyrir augljósar skýringar á örnefninu. Bæirnir Búrfell og Búrfellskot voru undir Búrfelli í Mosfellsbæ. Hvers vegna var fellið ekki nefnt Bæjarfell til samræmis?…

Heimild:
-https://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/1328331/

Búrfell

Búrfellin – kort.

Keilir

Gengið var á Keili frá Oddafelli. Keilir er keilulaga móbergsfjall á Reykjanesskaga.
„Fjallið hefur myndast á ísöld við gos undir jökli án þess að Keilagosið næði upp úr. Hæð Keilis er um 379 metrar yfir sjó. Keilir er keilulaga og sést víða að, þegar ekið er í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík er Keilir beint fyrir augum. Hann er auðþekktur vegna lögunar sinnar. Sjómenn hafa löngum haft Keili sem mið og er hann til dæmis notaður þegar siglt er inn Hamarssund á leið inn til Sandgerðis. Af Keili er mikil og falleg útsýn og er auðveld ganga á fjallið að norðaustanverðu.

Keilir varð til við gos undir jökli á ísöld. Það er því að mestu úr móbergi. Strýtumyndunin er til komin vegna gígtappa eða bergstands á fjallinu miðju. Gígtappinn er að að mestu úr basalti/bólstrabergi og veðrast því síður en móbergið, sem er samanþétt öskumyndun undir þrýstingi. Auk þess ver móbergið kjarnan þótt vindum. Vatni og frosti hefur þó smám saman tekist að flytja efni af efstu brúnum fjallsins niður með hlíðum þess og myndað strýtuna, sem nú má sjá.
Keila-2Líkt og gott útsýni er að Keili er ekki síðra útsýni ofan frá honum – til allra átta.
Þetta formfagra fjall varð til, sem fyrr sagði, við gos á sprungu undir jökli á ísöld. Upphaflega hefur Keilir því verið hluti móbergshryggjar sem eyddist með árunum af völdum veðrunar og huldist nýrri hraunum þannig að eftir stendur fjallið. Þráinsskjöldurinn hefur t.a.m. hulið hluta þeirra, en þó má enn sjá suma fyrrum hæstu hluta gossprungunnar; Litla-Keili, Litla-Hrút og fjöllin suðvestan við þá. Strýtumynduð lögun Keilis gefur til kynna að gosið hafi á sínum tíma ekki náð að bræða gat í jökulhvelfinguna og mynda hraun.

Keilir - loftmynd

Nafnið fær fjallið af fallegri lögun sinni sem sannarlega er keila. Það er leyfar af bergstandi, sem er sívalar eða ílangar gíg- eða gosrásarfyllingar úr basalti eða líparít sem eftir standa er eldfjöll veðrast í burtu. Að öðru leiti er Keilir úr móbergi sem glöggt má sjá.
Ekið er af Reykjanesbraut skammt vestan við Kúagerði, en þar af afrein til hægri og liggur hún síðan undir veginn. Greiðfært er öllum bílum um Afstapahraun að Höskuldarvöllum. Jeppavegur liggur upp eftir litlu en löngu felli sem nefnist Oddafell og er best að leggja bílnum við taglið þar sem sá vegur byrjar. Þaðan er um þriggja kílómetra gangur að að fjallinu, um nokkuð ógreiðfært hraun fyrst í stað en stutt er í betra færi.
Gott er að ganga á fjallið þó bratt sé en vissara er að fara varlega. Auðfarið er upp því myndast hefur greinilegur göngustígur eiginlega allt frá Oddafelli og upp á tind.
Keilir - esÞó fjallið sé ekki hátt er útsýnið gríðarlega fallegt ekki síst um nánasta umhverfi, mosavaxin brunahraun. Uppi er gestabók í skemmtilega hönnuðum standi og á honum stendur að Alcan hafi gefið hann. Auk þess er á toppnum útsýnisskífa sem Ferðamálasamtök Suðurnesja hefur kostað uppsetningu á.

Keilir, er eins og áður var lýst, móbergsfjall. Móberg er bergtegund, sem verður til við gos undir jökli eða vatni þar sem gosopið er nálægt eða rétt undir yfirborðinu, öfugt við bólstraberg, sem myndast djúpt undir vatni. Rétt undir yfirborðinu er þrýstingurinn ekki nægur til að halda kvikunni niðri heldur brýst hún upp á yfirborðið í gufusprengingum og verður að gosösku, sem er glersalli. Oft hefjast neðansjávargos eða gos undir jökli með bólstrabergsmyndun ef gosopið er á nægilegu dýpi en þegar á líður grynnkast á opinu og gufusprengingar hefjast með samfarandi gjóskumyndun. Í móberginu má gjarnan finna bólstrabergsbrot eða framandsteina, sem kvikan hefur hrifið með sér á leið upp á yfirborðið. Ef gosopið kemst upp úr vatninu, þannig að gufuspreningum lýkur, hefst hraunrennsli og myndast þá stapar með hraunlagi ofan á móbergsmynduninni.
Móberg er algengt á Íslandi þar sem farið hefur saman eldvirkni og langvinnar jöklanir á kuldaskeiðum ísaldar. Oft má finna hraunhettur efst á móbergsfjöllum, en þær eru, eins og fyrr segir, til marks um að eldgosið hafi náð upp úr vatninu eða jöklinum þannig að hraun hafi byrjað að renna. Þannig má áætla þykkt ísaldarjökulsins út frá hæð hraunlaga í stöpum mynduðum á kuldaskeiðum ísaldar.
Keila-8Móberg verður til þegar ný gosaska hleðst upp við eldstöð og þjappast saman. Vatn gengur svo í samband við öskuna og hún ummyndast og límist saman í fast móberg, sem tekur oft á sig rauðleitan blæ. Ummyndun gosösku á sér stað við jarðhita og gerist hratt og auðveldlega við tiltölulega lágan hita. Í rannsóknum á Surtseyjargosinu kom í ljós að í 80-100 °C heitum borholum hafði gosaska ummyndast í hart móberg á aðeins einu til tveimur árum en jafnvel enn hraðar við hærri hita. Ummyndunin verður þannig að ýmsar katjónir losna úr gosglerinu, svo sem kísill, ál, kalsín, natrín og magnesín, en í stað þeirra gengur vatn inn í glerið og járnið í því oxast úr tvígildu járni yfir í þrígilt járn. Járnið gefur móberginu rauðan blæ en katjónirnar, sem gengu úr gosglerinu, mynda holufyllingar, sem límir glerið saman í hart móberg.

Keila-9

Ísöld er jarðsögulegt tímabil þar sem þykkar jökulbreiður hylja stór landsvæði. Slík tímabil geta staðið í nokkrar milljónir ára og valdið miklum breytingum á yfirborði meginlanda.
Allnokkrar ísaldir hafa sett svip á sögu jarðarinnar. Sú elsta er kennd við svokallaðan forkambrískan tíma fyrir meira en 570 milljónum ára. Síðasta tímabil mikilla jökulframrása er kallað Pleistósen tímabilið og er almennt talið hafa hafist fyrir um 2,6 milljónum ára og lokið fyrir 10 þúsund árum. Sumir telja að síðustu ísöld sé ekki lokið enn heldur sé nú hlýskeið ísaldar (líkt og tiltölulega hlýr vetrardagur.
Minna kuldakast og tímabil sem einkenndist af framrás jökla hefur verið nefnt litla ísöld, en hún hófst á 16. öld og var viðvarandi næstu þrjár aldir. Litla ísöld náði hámarki árið 1750 en þá voru jöklar í mestu framrás síðan á hinni Kvarteru ísöld.
Ekki er vitað með vissu hvað veldur ísöldum en meðal þess sem getur haft áhrif eru geislun sólar, Milankovic-sveifla sem er reglubundin breyting á K-10afstöðu sólar og jarðar, breytingar á kerfi hafsstrauma og mikil tíðni eldgosa.
Reyndar vilja sumir meina að síðustu ísöld sé ekki lokið ennþá, nú sé bara hlýskeið, en ísaldir skiptast í kuldaskeið sem vara í allt að 100.000 ár og hlýskeið sem standa eitthvað styttra. Fleiri telja þó að síðustu ísöld hafi lokið fyrir um 10.000 árum en þá hafði hún staðið í um 2,8 milljónir ár þar sem kuldaskeið og hlýskeið skiptust á.

Reykjanesskagi er suðvesturhluti Íslands, sem skagar eins og ólögulegur fótur til vesturs út úr meginlandinu. Skaginn er sunnan Faxaflóa, sem er stærsti flói við Ísland. Jarðfræðilega er Reykjanesskagi allt svæðið austur að Ölfusá, Sogi, Þingvöllum og í Hvalfjarðarbotn. Hins vegar er í daglegu tali oftast átt við svæðið vestan (sunnan) Hafnarfjarðar og frá Krýsuvík og vestur (suður) úr, þegar talað er um Reykjanesskagann. Venjulega er talað um að fara suður þegar haldið er út skagann, en inn þegar farið er til baka. Suðurnesjamenn fara inn eftir til Reykjavíkur og eru þeir því einir landsmanna sem ekki fara suður til Reykjavíkur, heldur suður heim til sín. Ysti hluti skagans heitir Reykjanes (það er hællinn á fætinum).
K-11Gróft séð er skaginn um 50 km langur og 20 km breiður eða um 1000 ferkílómetrar, sem samsvarar lauslega reiknað 1% af landinu. Hann einkennist af fjöllum, sem eru flest frekar lág móbergsfjöll, mynduð við gos undir jökli á ísöld, og hraunum, sem runnið hafa bæði fyrir landnám og á sögulegum tíma. Skaginn er frekar gróðursnauður en þó má finna þar ótrúlegan tegundafjölda ef vel er að gáð. Jarðfræðilega er svæðið mjög athyglisvert og ennfremur er það kjörið til útivistar og gönguferða.“
K-12Rifjaðar eru upp þrjár vísur þar sem Keilis er getið. Fyrst var það vísa Halldórs Laxness í kvæðinu Vegurinn austur:
Keilir er líkur konungsstól í salnum,
kallarnir spá og taka í nef úr bauki.
Austur í Fljótshlíð glóir á grænum lauki
glampar  í  Ölvesinu  á  mó í  hrauki.“
Þá kom vísa úr Jörundi eftir Þorstein Erlingsson:
„Sem nærri má geta, hver Nesjungur fann
að neyð voru Jörundar völd;
þar hitnaði stöðugt, uns báleldur brann
K-13og brauzt út eitt skuggalegt kvöld;
á Nesjunum öllum var engin sú kind,
sem anda sinn drægi þá rótt,
og Keilir stóð gnæpur, sem gengi að með vind,
og gat ekki sofið þá nótt
.“
Loks var vísa Benedikts Gröndals:
Hér situr einn með hatt og sjal
og hórbrotasakramenitum deilir,
það á nú bezt við hann Belíal,
sem brennivín drekkur upp á Keilir
.“

Gangan á Keili og til baka er u.þ.b. 10 km. Auðveldast er að ganga gamla Oddafells-selsstíginn yfir hraunið milli Oddafells og fjallsins.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Heimildir m.a.:
-wikipedia.com

Keilir

Keilir.

Esja

Gengið var frá Rannsóknarstöð Skógræktarinnar (áður ríkisins, nú Reykjavíkur) eftir stíg að Hvítá og að Álfakirkju. Síðan var ánni (sem er lítið meira en lækur og um leið vatnsforðabúr) fylgt upp fyrir Nípu í Hvítárbotna og Gunnlaugsskarð skoðað sem og Geithóll ofan við Botnana.
Stigur í skogiGengið var undir Rauðhamar og Mógilsá síðan fylgt til baka niður eftir með viðkomu á Rauðhól og Kögunarhól þar sem vetrarblómið og lóan blómstruðu sem aldrei fyrr.
Mógilsá er ríkisjörð í Kollafirði við rætur Esju. Þar er Rannsóknastöð Skógræktar staðsett.
Árið 1967 var ákveðið að efla rannsóknir í þágu skógræktar á Íslandi og var Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá í Kollafirði reist fyrir þjóðargjöf frá Norðmönnum sem gefin var í tilefni af heimsókn Ólafs V. Noregskonungs til Íslands árið 1961. Það er eðlilegur þáttur í rannsóknum að prófa nýjar trjátegundir og hefur mikið af því efni endað í brekkunni fyrir ofan rannsóknastöðina. Þar er því einhver fjölbreyttasti skógur landsins og margt forvitnilegt að sjá. Skógurinn er einna mestur í kringum stöðina sjálfa, en hann er í raun trjásafn með tegundum teknum víða að úr heiminum. Í skóginum eru m.a. fágætar tegundir eins og linditré, broddhlynur og risalerki, svo eitthvað sé nefnt, en flestar trjátegundir eru merkt. Öllum er frjálst aðgengi að skóginum. Fjölmargir stígar liggja um skóginn, yfir læki og bakka, skógi vaxnar hlíða í alpaumgjörð Esju, eins vinsælasta útivistarsvæðis höfuðborgarinnar. Stíganetið á Mógilsá tengist Esjustígum en margir minni stígarnir eru í raun tilvalið tilbrigði við hefðbundna Esjugöngu.

HvitaJarðfræði Esjunnar er samofin Kjalarnesmynduninni og því sérstaklega áhugavert efni til að kynna sér enn frekar. Hér er aðeins farið létt yfir helstu jarðfræðisögu Kjalarness.
„Esjan er aðallega úr eldri grágrýtis móbergi (síð tertíer) frá ísöld. Jarðgrunnurinn í Grundarhverfi og þar í kring er frá ísaldarlokum og yngri, og þar er vatnaset. Brimnes er úr grágrúti frá ísöld, yngra en 0,7 milljón ára. Á Kjalarnesi er líka basískt innskotsberg og má finna þetta berg á Músarnesi, Mógilsá og við Esjuberg. Við Esjuna í Kollafirðinum má líka finna berghlaup.
Kjalarnes er útkulnuð eldstöð Esjan hefur myndast á einni milljón ára. Í henni eru 3 megineldstöðvar og í henni má greina 10 jökulskeið. Í fjallinu skiptast á hraun- og móbergslög og hafa efstu lögin samsvörun í yfirborðslögum á höfuðborgarsvæðinu. Ýmis jarðfræðileg fyrirbrigði eru vel sýnileg í fjallinu sjálfu, ekki síst upp undir brúnum þess.
VatnsthroEldstöðvakerfi á Reykjanesskaganum. Kjalarnes- og Stardalseldstöðina hefur rekið út af gosbeltinu.
Flest fjöll á Íslandi heita nöfnum sem eru auðskilin. Akrafjall er kennt við akra, Keilir er keilulaga, Herðubreið er herðabreið og Tindfjöll eru tindótt. Nafnið Esja hefur hins vegar vafist fyrir mönnum og fleiri en ein skýring virðist til á því heiti enda er orðið Esja ekki til í íslensku máli.
Vinsælast hefur verið að kenna Esjunafnið við konu af Keltneskum uppruna sem átti að hafa búið að VatnsfordaburEsjubergi eins og kemur fram í Kjalnesingasögu en hún tók við búi af landnámsmanninum Örlygi Hrappssyni hinum Írska.
Fjallið Esja var þó ekki nefnt á nafn sem slíkt en bæjarheitið Esjuberg hefur samkvæmt þessu verið til frá upphafi og allt til þessa dags því enn er búið að Esjubergi. Hinsvegar vilja margir fræðingar frekar meina að Esjuheitið sé norrænt að uppruna og standi fyrir eldstæði eða flögusteina sem notaðir eru til slíks brúks (esje í norsku = eldstæði). Einnig getur Esja þýtt lausar aur- eða snjóskriður. Undan vestanverðri Esjunni koma gjarnan hinar ýmsu gerðir af skriðum undan bröttum hlíðunum og því ekki ólíklegt að bæjarheitið Esjuberg hafi upphaflega tengst því. Síðar meir hefur hið umfangsmikla bæjarfjall Reykvíkinga í heild sinni svo verið nefnt eftir bænum og fengið nafnið Esja.
Upprunalegt heiti fjallsins. Frá Reykjavík séð er Esjan mjög aflöng og flöt að ofan en svoleiðis fjöll eru stundum kennd við bátskjöl. Það er allavega ekkert út í hött að hugsa sér að Esjan hafi upphaflega heitið Kjölur og nesið sem gengur út frá henni nefnt Kjalarnes.
KistufellÞað er þekkt að örnefni eiga það til að flakka á milli staða og því getur verið að Kjalarnafnið hafi vikið til hliðar þegar Esjunafnið var eignað fjallinu og færst yfir á hálendið austur af Kjósinni, sem heitir einmitt Kjölur.
Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi.
Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.
NipaVegna þessara sagna hefur sú tilgáta komið fram (W. Craigie) að nafnið Esja sé af keltneskum uppruna, dregið af Ésa eða Essa (sjá Hermann Pálsson: Keltar á Íslandi. Reykjavík 1996:170).
Flestir hafna þó þessari skýringu og telja að kvenmannsnafnið sé til orðið á eftir bæjarnafninu og fjallsheitinu. Helgi Guðmundsson (Um haf innan 1997:193-94) hefur bent á að í Lewis (Ljóðhúsum) í Suðureyjum séu varðveitt norræn örnefni í gelísku sem komi heim og saman við röð örnefna frá SkofirAkranesi og suður í Kollafjörð. Meðal þeirra er Esjufjall. Hugsanlega hafa örnefnin verið gefin um sama leyti á báðum stöðum og flust með norrænum mönnum vestur á bóginn.
Líklegasta skýringin á Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.
GunnlaugsskardDeilt hefur verið um h
æsta punkt Esjunnar. Vegna þess hve víðfeðm og flöt að ofan Esjan er þá er ekki gott að sjá hvar hæsti punkturinn liggur. Lengi vel var talið að hæsti punkturinn væri austur af Kistufelli þar sem lítill tindur skagar uppúr og blasir við úr Mosfellsdal. Tindurinn var mældur 909 metrar og þótti sjálfsagt að kalla hann Hátind. Við nákvæmari mælingar síðar, kom í ljós að hábungan ofan Gunnlaugsskarðs væri nokkrum metrum hærri eða 914 metrar og var þá nefnd því frumlega nafni Hábunga. Á Esjunni eru því bæði að finna Hábungu og Hátind.
Árið 1877 hófst kalknám í Esjuhlíðum við Mógilsá. Námurnar entust ekki lengi og vinnslunni var hætt þegar sífellt erfiðara var að nálgast kalkið. Kalkið var flutt á bátum til Reykjavíkur og brennt í ofni sem stóð nálægt þar sem nú er Seðlabankinn. Gatan þar heitir einmitt Kalkofnsvegur. Eitthvað af kalkbyggðum húsum standa enn í dag, oftast er húsið að Lækjargötu 10 nefnt sem dæmi.
GeithollEftirfarandi vísu má finna um Esjuna:
Esjan er yndisfögur
utan úr Reykjavík.
Hún ljómar sem litfríð stúlka
í ljósgrænni sumarflík.
En komirðu, karl minn! nærri
kynleg er menjagná.
Hún lyktar af ljótum svita
og lús skríður aftan á.“

Svo orti Þórbergur Þórðarson um bæjarfjallið Esjuna.“

RaudhamarEn hvernig myndaðist Esjan? Þannig lýsir Ingvar Birgir Friðleifsson, jarðfræðingur, mynduninni, í doktorsritgerð sinni: „Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina milljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón árum. Á þessum tíma voru að minnsta kosti 10 jökulskeið með hlýskeiðum á milli.
Esjan myndaðist vestan til í gosbeltinu og ýttist smám saman frá því til vesturs. Rekhraðinn til vesturs frá flekaskilunum, sem nú liggja um Þingvallasveit, hefur um milljónir ára verið um einn cm á ári, enda stendur heima að vesturendi Esju er um 30 km norðvestan við vestustu virku sprungurnar (gjárnar) á Þingvöllum og í Hengli.
ThverfellshornÁ sama tíma og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós var að myndast vestan til í gosbeltinu var berggrunnurinn undir Selfossi og Hreppum að myndast austan til í því. Auðvelt er að fá nútímasamlíkingu á Reykjanesskaga með því að hugsa sér að berggrunnurinn undir Reykjavík sé að myndast í Trölladyngju og Sveifluhálsi vestan við Kleifarvatn, og berggrunnurinn undir Selfossi framtíðarinnar sé að myndast í eldstöðvum milli Kleifarvatns og Herdísarvíkur.
Einfaldaðar skýringarmyndir, sem sýna hvernig Esja hefur hlaðist upp við eldgos ýmist á hlýskeiðum (þá runnu hraun) eða á jökulskeiðum (þá mynduðust móbergsfjöll við gos undir jöklum). Á fyrstu myndinni renna hraun á þurru landi. Svörtu strikin tákna bergganga, sem eru aðfærsluæðar hraunanna.
SkýringarmyndEldstöðvarnar eru vestarlega (til vinstri) og lárétt hraunlög hlaðast upp. Á annarri mynd hefur gosvirknin færst austur, jökulskeið er gengið í garð og í stað láréttra hrauna hleðst nú upp móberg í geil í ísnum. Á næsta hlýskeiði (3. mynd) hafa eldstöðvarnar enn færst austar. Lárétt hraunlög renna upp að móberginu frá næsta jökulskeiði á undan. Jarðlagastaflinn byrjar að hallast undan þunganum. Enn kemur jökulskeið (4. mynd) og nýtt móbergsfjall hleðst upp. Á næsta hlýskeiði ná hraun að renna yfir móbergsfjöllin. Á 6. mynd sést að nú gýs ekki lengur, en rof Mogilsaaf völdum ísaldarjökla og veðrunar hefur mótað Esju.
Fyrir tæpum þremur milljón árum var vestasti hluti Esju í vesturjaðri virka gosbeltisins (sem nú liggur um Þingvallasveit). Þetta virka gosbelti teygði sig til norðausturs meðfram Hvalfirði en til suðvesturs yfir Sundin og Vesturbæinn. Á þeim tíma voru þó hvorki Sundin né Hvalfjörður til. Samfellt fjalllendi náði frá hálendinu og miklu lengra í sjó fram en nes og eyjar við innanverðan Faxaflóa nú. Þá var stórt eldfjall í Sundunum, en gjástykki teygðust til norðurs um Kjós og suður yfir Mela. Margt bendir til að stór askja hafi myndast í þessari megineldstöð, Kjalarneseldstöðinni, og mikill fjöldi innskota myndaðist í henni. Stærstu innskotin má nú sjá á yfirborði í Viðey, yst á Kjalarnesi og milli Skrauthóla og Mógilsár.

Raudholl

Gosvirknin færðist smám saman austar, Kjalarnesmegin-eldstöðin þokaðist til vesturs út úr gosbeltinu en gosvirknin varð mest þar sem Kistufell í Esju er nú. Þá fengu jarðlögin neðst í Kistufelli sinn mikla halla. En ekki leið á löngu þar til gosvirknin var komin austur fyrir Grafardal. Þar myndaðist stórt og myndarlegt eldfjall, Stardalsmegineldstöðin. Í þeirri eldstöð myndaðist askja álíka stór og Kröfluaskjan. Í henni safnaðist vatn, svipað og síðar gerðist í Öskju í Dyngjufjöllum, en askjan fylltist síðan af gosefnum. Þunnfljótandi hraunlög runnu langt vestur úr virka gosbeltinu og mynduðu hinn reglulega hraunlagabunka, sem nú myndar topp Esjunnar allt frá Skálafelli vestur undir Hvalfjörð. Æviskeiði megineldstöðvarinnar í Stardal lauk með líparítgosum undir jökli á bogasprungum umhverfis öskjuna. Glæsilegustu menjar þeirra eldsumbrota eru Móskarðshnúkar, en aldursgreiningar benda til að líparítið í þeim sé um 1,8 milljón ára gamalt.
VetrarblomidEldvirkni færðist enn til austurs, eða öllu heldur megineldstöðina rak vestur úr gosbeltinu og upphleðslu jarðlaga lauk í Esju, Kjós og byggðum hluta Mosfellssveitar. Samfellt fjalllendi náði frá Akrafjalli og Skarðsheiði austur yfir Esju og fellin í Mosfellssveit. Yfir Sundunum og Reykjavík lá meira en þúsund metra þykkur stafli af hraunlögum og móbergi.
Í rúmlega milljón ár eftir að Móskarðshnúkar mynduðust skófu ísaldarjöklar fjalllendið og skáru út það landslag, sem við sjáum í dag. Ekki er vitað um eldvirkni á svæðinu þennan tíma. Ekki er heldur vitað um fjölda jökulskeiða á þessu tímabili, en margt bendir til að jökulskeið gangi yfir Ísland á um hundrað þúsund ára fresti.

Loa

Fyrir þrjú til fimm hundruð þúsund árum varð eldgos undir jökli í Mosfellssveit og þá myndaðist Mosfell. Þá voru dalir Esju svipaðir og í dag og fellin í Mosfellssveit einnig. Á næstu hlýskeiðum runnu þunnfljótandi hraun úr grágrýtisdyngjum í jaðri virka gosbeltisins vestur yfir hið rofna land, þöktu mikið af láglendinu og runnu í sjó fram. Hraunstraumarnir runnu milli Mosfells og Esju, milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar, en einkum þó vestur yfir láglendið sunnan Úlfarsfells. Þessi grágrýtishraun mynda Brimnes á Kjalarnesi, yfirborð eyjanna á Sundunum svo og flest klapparholt á höfuðborgarsvæðinu svo sem Grafarholt, Breiðholt, Öskjuhlíð, Valhúsahæð, Digranesháls, Hamarinn í Hafnarfirði og Hvaleyrarholt. Upptök grágrýtishraunanna eru fæst þekkt, en meðal þeirra hafa þó verið Borgarhólar, Lyklafell og Eiturhóll á Mosfellsheiði.“
JardfrædikortNánari upplýsingar er að finna í Árbók Ferðafélags Íslands 1985 í grein eftir Ingvar Birgi Friðleifsson. „Jarðsaga Esju og nágrennis“, bls. 141-172.
Með því að smella á kortið má sjá það stærra þannig að hægt er að lesa skýringarnar hægra megin. Þá má skoða þversnið af Esjunni (frá NV til SA) frá Hvalfirði um Tindstaðahnúk og Hátind í Leirvogsvatn, svo og þversnið frá Móskarðshnúkum yfir Stardalsöskjuna og í Grímmannsfell. Jarðlagahallinn er til suðausturs og því er elsta bergið í Esjunni vestast (til vinstri), en jarðlögin yngjast eftir því sem austar dregur. Í langa þversniðinu má sjá hvernig móbergsfjöll eru grafin í hraunlagastafla.
Kogunarholl-2Stutta sniðið liggur þvert yfir Stardalsöskjuna. Þar má sjá hallandi bergganga úr basalti og líparíti sem stefna inn að miðju eldstöðvarinnar. Stardalshnúkur er stærsta djúpbergsinnskotið í Stardalsmegineldstöðinni. Glæsileg innskot (rauð á kortinu) er einnig að finna í Kjalarneseldstöðinni í Músarnesi (hjá Brautarholti) og í Leiðhömrum og Þverfelli norðan Kollafjarðar.“

En hvað um örnefni og kennileiti í Esjuhlíðum? Í örnefnalýsingu fyrir Kollafjarðarbæinn segir m.a.: „Upp af gamla bænum í Kollafirði er grasivaxið gil Kollsgil. Þar er sagt að Kolli landnámsmaður sé grafinn.“
GeitholarÍ örnefnaskrá má finna fleiri örnefni tengd sögum og sögnum, t.d. er ofan við Kollafjarðartún lítil lág sem nefnist Kaplalág. Hún var talin álagablettur sem ekki mátti slá því ef það var gert dræpist besti gripur í húsi. Í Geithólum eiga að vera álfabyggðir og er sagt frá því er tveggja ára drengur elti þangað konu sem hann taldi vera móður sína. Utan við Djúpagil niður við sjó er klettur sem nefnist Hengingaklettur. Neðan og austan við sandnámið, niður við sjóinn er Leiðvöllur, þar sem er talið að sé hinn gamli þingstaður Kjalnesinga. Hann fer nú á kaf í flóðum. Þá þá nefna að kalknámur voru í landi Mógilsár t.d. við botn Djúpagils en þar var stundaður námugröfur um 1876.
FornleifÍ örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Mógilsá segir m.a.: „Jörð í Kjalarneshrepp næst vestan við Kollafjörð (jörðina). Þar gaf upplýsingar bóndinn Jón Erlendsson. Hann er fæddur 1900 á Mógilsá og var þar til 1964, en býr nú (1967) að Laugarásvegi 1, Reykjavík. „Austan við land jarðarinnar er lækur, sem heitir Hvítá. Nafn sitt hefur hann af því að hann steypist hvítfyssandi niður hlíðina. Hvítá kemur ofan úr Hvítárbotnum, en þeir eru ofan við hæð, sem á korti er 343 m., en við þessa hæð er svonefndur Lyngbrekkubolli, er síðar getur.
Þá er bezt að fara niður að sjó og byrja þar. Með fram sjónum heitir hér Kambur bæði innan frá og út með, neðan við bæ. Hvítárós kemur þar í gegnum kambinn úr tjörn, sem þar er ofan við og er aldrei nefnd annað en Tjörnin. Landið upp af henni heitir Veita, en nú skiptist hún af smálæk í Austur-Veitu og Vestur-Veitu. Lækurinn, sem skiptir þessu, heitir Grundarlækur og kemur hér ofan úr brekkunum. Ofan og austan við Veituna eru þrír bungulagaðir klapparhólar, sem heita Geithólar og eru álfabyggðir.
Gomul gataÞegar Jón Erlendsson var tveggja ára, var faðir hans að slá þarna og drengurinn hjá honum. Þá tók hann allt í einu á rás vestur yfir lækinn. Þegar faðir hans náði honum, sagðist hann vera að elta konu, sem hann sá og hélt vera móður sína. Neðan við Geithóla er túnblettur, sem heitir Geithólatún. En ofan við Geithólana er Geithólamýri. Þar er nú sumarbústaður Arons Guðbrandssonar. Upp frá Geithólamýri er svonefnd Fossbrekka, sem dregur nafn af flúð í Hvítá, sem heitir Hvítárfoss.
Brúnin út frá Hvítárfossi heitir Grjótabrún og er heldur ofan við túnið sem nú er. Svæðið fyrir ofan brúnina er allstórt lautasvæði, sem einu nafni er nefnt Kálfalágar. Þetta eru einar átta lautir, sem sumar hafa sérnöfn.
Alfakirkja-2Næst við Hvítá er allstór molabergsklettur, sem heitir Álfakirkja, móti Kaplalág í Kollafirði. Ofar er hvammur, sem heitir Kirkjuhvammur, ofan við Álfakirkjuna. Þar vestar er annar, sem heitir Fagrihvammmur. Næst Kirkjuhvammi er Djúpalaut. Enn ofar, upp með á, er Innstalaut. Eru Kálfalágar þá búnar.
Norðan við Holtið, upp af bænum og Grjótabrún, er stór dalur, sem heitir Kálfsdalur, og skiptist hann í Neðri-Kálfsdal og Efri-Kálfsdal. Fyrir ofan Kálfsdal er brekkan grónar skriður. Heitir sú brekka Hákinn og er næst austan við  Stekkjarmelana. Austan við Hákinn eru Línbrekkur, sem eru ofan við Efri-Kálfsdalinn. Þá er næst Kálfsdalslækur. Hann kemur upp ofan við Línbrekkur, rennur svo um Kálfsdali og fer í Grundarlækinn. Þessi lækur er ekki áberandi ofan til nema í leysingum. Austan við lækinn eru tvær lautir, sem heita Krókar. Allt var þetta slegið áður fyrr.

Djupagil

Austan við og hærra en Línbrekkur er stór laut, sem heitir Línbrekknabolli, skammt vestan við Hvítá. Þar uppaf allangt ofar heita Hvítárbotnar. Þar kemur áin upp í einu lagi neðst í Hvítárbotnum. Hærra uppi við Esju neðan við háfjallið er langur klettahryggur, sem heitir Geithóll, 579 m. hár. Vestur af honum fram með háfjallinu er Rauðhamar, og rétt þar vestur af kemur Mógilsá upp.
GongustigurNeðan við Geithól og suðvestur af honum heitir Rauðhólsurð, og þar vestur við Mógilsána er Rauðhóll, sem er 441 m. hár. Hjá Geithól er gil, sem heitir Rjúpnagil. Það er upptök Kálfsdalslækjar. Svæðið frá Rauðhól niður á brúnir hjá Kögunarhól heitir einu nafni Rauðhólalautir. Vestast heita þar Fosslautir, sem eru við Mógilsárfoss. Þar var kalknáma vestan við ána. Vestast móti Mógilsárfossi, sem er efst í gljúfrunum, er hár hóll austur frá Fosslautum. Hann heitir Kögunarhóll. Langabrekka er löng brekka austur og vestur niður undan Kögunarhól frá Mógilsánni. Lág klettabrún er ofan við hana. Austur frá Löngubrekku er Sauðagil, nokkuð breitt gil með grasteigingum upp eftir. Þá er Bæjarlækur, sem kemur ofan úr Rauðhólalautum og rennur um túnið rétt við gamla bæinn. Austan við Sauðagil, beggja vegna við Bæjarlæk, heita Stekkjarmelar. Þeir eru sýnilega sig úr brúninni.
Skofir-2Pallurinn neðan þessa er nú orðinn tún. Þar voru áður nafnlausar flesjur, og grjótmói fyrir ofan. Austur á við, milli Bæjarlækjar og Grundarlækjar, heitir Grundarhóll, stór hóll, eða túnbrekkan sunnan í honum, upp af skógræktarstöðinni. Neðan við hann er slétt tún, sem heitir Grundartún og liggur að Veitunni sem fyrr getur. Ofan við gamla bæinn kemur Bæjargil. Tungan sem það myndar milli Bæjarlæks og Bæjargils heitir Hjarta. Hóll vestur af bæ heitir Fjárhúshóll eða Hóll. Þar stóðu fjárhús áður fyrr. Þessi hóll nær vestur að Mógilsá. Ofan við hólinn er Hvammur efst í túninu, sem áin er að brjóta. Þá er blettur, sem er neðan við veg, nefndur aðeins Blettur. Skriða fór yfir allt nema þennan blett. Þá er komið alla leið út að Mógilsá.
VetrarblomÚt með sjó er þá fyrst eyrin utan við Mógilsá, sem heitir Eyrar. Þá er Tæpagata, þar sem gamli vegurinn lá áður á standklettabrún. Utar er gil, sem heitir Djúpagil. Ofan við eyrarnar ofan við veg er Kvíabrekka. Kvíaklettur var klettur við Mógilsá inn með henni, vestur undan bænum. Ofan við Kvíabrekku er mýri, sem heitir Grafarmýri, og nafnlausir hólar eru þaðan vestur að Djúpagili. Þar upp af við botn Djúpagils, milli þess og Þvergils, er stór hóll, sem heitir Sandhóll. Þvergil fellur í Mógilsá. Ofar er tunga, sem heitir Smágil. Það eru smáskorningar milli Mógilsár og Þvergils. Svæðið þar ofar milli Þvergils og Mógilsár heitir Fláar. Við botn Djúpagils var kalknáma og sást áður móta fyrir garðlagi þar framan í Sandhól. Hún var Kollafjordurstarfrækt um 1876.
Ofan við Þvergil eru svonefndir Fögrudalir. Þar austur á hlíðinni upp frá Mógilsá heitir Vestri-Hákinn, snarbrött vestan við Mógilsárfoss. Svæðið upp frá Fögrudölum og Vestri-Hákinn er stór mýrarfláki, sem heitir Einarsmýri, og nær inn undir há-Esju, eitt bezta haglendi framan í fjallinu, brok og valllendi. Innan við Hákinn er gildrag niður, og brekka þar heitir Sumarkinn. Vestan við Mógilsá og ofar, en neðan við Rauðhamar er Grensöxl. Þar var gren nýlega.
Þá er aftur tekið svæðið utan við Djúpagil með sjónum neðan vegarins.
Fyrst er Stýrimannaklettur. Hann var bungumyndaður að ofan, en er nú (1967) að mestu hruninn. Við sjóinn er Djúpagilsklettur. Utar er Hengingarklettur. Því miður er ekki lengur hægt að nota hann á réttan hátt, sökum þess hve hruninn hann er.
UtsyniVestar er Leiðvöllur, sem talinn er vera hinn gamli þingstaður Kjalarnesþings. Nú er þar aðeins malareyri, sem fellur yfir í flóðum. Ofar var Leiðtjörn, en sandnámið hefur nú eyðilagt hana nema austast. Í hana rann Markagil. (Í landamerkjabréfum er það nefnt Stangargil eða Festargil).
Ofan við Leiðtjörn er flöt, sem heitir Kirkjuflöt, en ekki er vitað um tildrög þess nafns. Svæðið frá Djúpadal að Markagili er melar og klettar og heitir Kleifar. Ofar er Kleifhóll, ofan við veginn. Grýtt brekka eða hvammur með klettum í er austanverðu í Kleifum, vestan Djúpagils og ofan við veginn. Hún heitir Stórsteinabrekka. Nokkuð upp með Markagili, upp af Kleifhól, er brekka vestan við Festi, í austurátt frá bæ sem heitir Festarbrekka, en Festi er klettarani niður fjallið milli Festarbrekku, sem áður segir, og Stórsteinabrekku.
NipulautirFálkaklettur heitir klettur upp af Stórsteinabrekku, en brúnin vestur af honum og upp af Festarbrekku, vestur að Grundará, heitir Skarðabrún, og í hana eru Skörð. Dalirnir upp af Skarðabrún heita Neðri-Skarðadalur, og Efri-Skarðadalur.
Þverfell heitir há-Esjan upp frá Mógilsá, austur að Gunnlaugsskarði, og er Þverfellshorn vestast. Merkin liggja um Skarðadali í Gljúfurdalsháls og síðan í Þverfell og Þverfellshorn.“
Þá er minnst á Nípu, vörðulagaðan klett. „Þar upp af eru Nípulautir, bezta berjalandið í landareigninni“.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Emil Heimir Valgeirsson.
-Ingvar Birgir Friðleifsson.
-visindavefur.is
-Guðrún Kvaran.
-Örnefnalýsing Mógilsár – Ari Gíslason.
-wikipedia.com

Esja

Gengið um Esjuna.

Gunnuhver

 Eftirfarandi er ágæt samantekt Margrétar Írisar Sigtryggsdóttur og Jóhönnu Þórarinsdóttur um „Jarðfræðihringferð“ um vestanverðan Reykjanesskagann:

Formáli

Reykjanesskaginn vestanverður

Í Jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn mjög merkilegur, hann er ákaflega eldbrunninn og eru sprungur og gígaraðir algengar. Meginhluti skagans er þakinn nútímahraunum, þ.e. hraunum sem runnið hafa eftir að jöklar síðasta jökulskeiðs hopuðu. Á Reykjanesskaga munu jöklar hafa horfið fyrir um 12.000-13.000 árum, nokkru fyrr en víðast annars staðar á landinu. Reykjanesskaginn er einn stór sýningarsalur fyrir það afl sem skapar Ísland, þ.e. eldvirkni. Hann er hluti af sprungukerfi, sem liggur um Atlantshaf endilangt og tengir saman svonefndan Reykjaneshrygg og gosbelti Íslands.

Gosbelti

Gosbeltið um Ísland.

Gosbeltin liggja um landið frá suðvestri til norðausturs og marka skilin milli tveggja skorpufleka, Norður-Ameríkuplötunnar og Evrasíu-plötunnar. Gosbeltin eru nokkuð mismunandi að gerð, þau eru yfirleitt um 25-50 km breið. Eldvirknin innan gosbeltanna er ekki jafndreifð heldur raða gosstöðvarnar og sprungur sér á nokkuð vel afmarkaðar reinar og er eldvirknin vanalega mest nærri miðju hverrar reinar. Þar er upphleðslan því mest og þar myndast megineldstöð og henni fylgir oftast háhitasvæði. Reykjanesinu er gjarnan skipt í fjögur eða fimm eldstöðvakerfi, Reykjanes- Grindavík-Vogar (oft talið sem tvö kerfi), Krýsuvík-Trölladyngja, Brennisteinsfjöll-Bláfjöll og Hengill-Selvogur. Hliðrunarbelti með austur-vestur stefnu í gegnum þessi kerfi veldur tíðum jarðskjálftum á Reykjanesi og á því hafa myndast háhitasvæði á yfirborði, s.s. á Reykjanesi, í Eldvörpum, Svartsengi, Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum.

Eldstövakerfi

Eldstöðvakerfi Reykjanesskagans.

Eldstöðvakerfin hafa öll skilað blágrýti (þóleiískt berg) til yfirborðsins á nútíma nema Hengilssvæðið. Píkrít er að finna í gömlu og minni dyngjunum á svæðinu en ólivínþóleit í hinum yngri og stærri. Fjöldi dyngnanna frá nútíma er u.þ.b. 30 og gossprungur eru í tugatali. U.þ.b. 52% Reykjanesskagans (mælt úr botni Kollafjarðar til Þorlákshafnar) er þakinn hraunum, sem runnu eftir síðasta skeið ísaldar (43 km²). Flest fjöll, t.d. Keilir, eru úr móbergi frá síðasta kuldaskeiði. Jarðsaga Reykjanesskaga er vel þekkt og hefur verið rakin nokkur þúsund ár aftur í tímann. Elsta bergið á skaganum er í grennd við Reykjavík og er talið vera um 500 þúsund ára gamalt. Mest af jarðlögum á skaganum eru hins vegar innan við 200 þúsund ára gömul.

Grófin í Keflavík
Lífsstöðugrót á PattersonssvæðinuGrágrýtinu á utanverðum skaganum er skipt í þrjár syrpur sem kenndar eru við Háaleiti, Njarðvík og Vogastapa. Hugsanlega hefur einnig verið gígur við Rockville. Aldur Njarðvíkurgrágrýtisins er talið vera frá síðasta hlýskeiði eða meira en 120 þúsund ára en hinar syrpurnar eru frá næst síðasta hlýskeiði eða eldri en 200.000 ára. Grágrýtið er runnið frá dyngjum sem verið hafa virkar um margra ára skeið. Hraunlögin eru frá 2-10 m að þykkt og hafa runnið sem helluhraun. Hraunin virðast hafa runnið við lægri sjávarstöðu en er í dag því á nokkrum stöðum finnast í þeim bólstrar t.d. í Grófinni og við Keflavíkurhöfn. Hraunið ber merki eftir ísaldarjökla.

Miðnesheiðin (Reykjanesbraut)
EldstöðvakerfiRomshvalanesið er gamalt grágrýti runnið úr sömu dyngju (Háaleitis dyngju) og Grágrýtið á utanverðum skaganum. Miðnesheiðin á Rosmhvalanesi er allvel gróin, en sunnan og vestan við Keflavíkurflugvöll er eyðimörk, um 25 ferkílómetrar að stærð. Það er m.a. sú sjón sem fyrst blasir við ferðamönnum sem koma til Íslands um flugvöllinn. Við ísaldarlok var hluti Rosmhvalanessins undir sjó sem skýrir hvers vegna jarðvegur er þykkari þar en upp á miðju nesinu. Sjórinn braut landið og hlóð upp seti við fjörumörkin.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur 1982.

Keflavíkurflugvöllur (NATO) er staðsettur á norðvestanverðu Reykjanesi, heiðin kringum Háaleiti þótti vel fallin til þessara mannvirkja engin há fjöll í nálægð og loftstraumar heppilegir. Þarna var tekið eignarnámi um 9200 ha, land sem tilheyrði um 30 jörðum í 5 sveitarfélögum, hann var um tíma einn stærsti flugvöllur heims.
Á Suðurnesjum er ólífrænn þurrlendisjarðvegur móajarðavegur langalgengastur. Hann er aðallega gerður úr gosösku frá nálægum og fjarlægum eldstöðvum og úr öðrum steinefnum. Þykkt jarðvegsins getur verið allt frá nokkrum sentímetrum til nokkurra metra. Þessi jarðvegur er ófrjósamur, og það takmarkar mjög vöxt plantnanna.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefni.

Reykjaneskagi dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans, sem Suðurnes eru hluti af. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands, og yst á skaganum skríður Mið-Atlandshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðal gosbeltum landsins. Fjórar sprungureinar eru á skaganum: Reykjanes-, Krýsuvíkur-, Brennisteinsfjalla og Hengilsreinar. Hver þeirra samanstendur af hundruðum opinna sprungna. Þá eru þar einnig fjöldi gíga og gígraða. Önnur gerð af eldfjöllum á Reykjanesskaga eru dyngjur, skjaldlaga bungur sem eru svipaðar og eldfjöllin á Hawaii nema mun minni.

Patterson flugvöllur

Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir og næst sér. Jökulskeið enda snögglega, og meðalhitastig hækkar, og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sjávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlögum. Einn slíkur staður er hér við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.

Á leið í Hafnir

Ósabotnar

Ósabotnar – kort.

Þrívörðuhæð heitir hæðin sem við keyrum á núna og blasa Ósabotnar við, eða Kirkjuvogur en svo nefnist fjörðurinn sem talinn er hafa myndast vegna landsigs. Ósar eru eitt af náttúruverndarsvæðum landsins. Þar er venjulega fjölbreytt lífríki fjöruborðs og einnig mikið fuglalíf.
Nú nálgumst við svokallaða Hunangshellu, klöpp norðvestan vegarins á hægri hönd. Gamall niðurgrafinn vegur í Hafnir lá í gegn um skarð sem er í klöppinni nú grasi gróið. Á háflóði eru 25-30 metrar á milli Hunangshellu og sjávarborðs.
Þjóðsagan segir að á þessum stað hafi skrímsli legið fyrir ferðamönnum í myrku skammdeginu og gert þeim ýmsa skráveifu. Þessi meinvættur var svo vör við sig að ekki tókst með neinum hætti að koma færi á hana – ekki fyrr en einhverjum datt í hug að smyrja hunang á klöppina.
Á meðan dýrið sleikti hunangið var loks hægt að ráða því bana. Sumir segja að þarna hafi stór rostungur verið á ferð.

Stapafell

Bólstri

Bólstri í Stapafelli.

Móbergsfjall á Reykjanesskaga, suðaustur af Höfnum. Stapafell er gert nær einvörðungu úr bólstrabergi. Olívín, einn aðalfrumsteinn í basalti, hefur sést neðst í bólstrunum á meðan þeir voru óstorknaðir. Skammt austur af Stapafelli var fyrr á öldum alfaraleið frá Grindavík til verstöðva á Rosmhvalsnesi. Sést þar enn marka fyrir slóðum. Mikið grjótnám er í Stapafelli og minnkar fjallið ár frá ári.

Rauðamelur

Skipsstígur

Gengið um Rauðamel.

Er fyrrum sjávargrandi, sem liggur norðaustur úr Stapafelli, myndaður að mestu úr efni úr Stapafellinu. Inn í melnum er lag úr allþéttu bergi sem án efa er jökulberg Þetta lag er um 2m á þykkt en bæði undir og ofan á því eru malar og sandlög. Sand og malarnám hefur farið þar fram árum saman og hefur það opnað innsýn í þessa myndun.Hann varð til við hærri sjávarstöðu, þegar sjór braut úr því. Einnig hafa fundist framandsteinar t.d úr kvarsi og graníti sem líklegast hafa borist með hafís frá Grænlandi eða jafnvel fra Svalbarða. Einnig hafa fundist hvalbein sem við aldursgreiningu gefa til kynna að um 40.0000 ára bein. Síðan flæddu hraun. Þau eru úr Sandfellshæð (4 km³). Hringvegur liggur um Stapafell.

Súlur

Súlur

Súlur.

Heitir tindur vestan Stapafells, nær eingöngu vikur og aska en neðan til í fjallinu finnst einnig bólstraberg, er vestan Sandfellshæðar.

Þórðarfell
Gönguleið lá úr Keflavík og Njarðvík þvert yfir skagann og niður í Staðarhverfi í Grindavík. Sú leið liggur austan við Stapafell og svo til vesturs milli þess og Þórðarfells.
BólstriÞrjú misgengi kljúfa Þórðarfell og þannig myndast sigdalur milli fellanna Stapafells og Þórðarfell, fellið er út bólstrabergi.

Hafnir
Gamli Hafnahreppur var stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum mælt í ferkílómetrum, víðáttumikil hraunúfin flatneskja og sandflæmi að stórum hluta. Nyrðri hluti landsins er nokkuð gróið hraun en syðri hlutinn eldbrunnið , uppblásið og hrikalegt svæði. Strandlengjan er einn stærsti skipalegstaður landsins, hrikalegir klettar, sker og boðar þar sem þung úthafsaldan myndar oft tilkomumikið og rosalegt brim. Hraunið í grennd við Hafnir er úr gamalli dyngju sem kallað er Stampahraun.

Gömlu-Hafnir

Hafnarsandur – Herforingjaráðskort 1903.

Á sl. 25 árum hefur hraunið ofan við Hafnir tekið stakkaskiptum vegna aukins grasvaxtar sem er árangur landgræðslu sem stunduð hefur verið með flugvélum á Reykjanesskaganum auk þess sem sáð hefur verið í vegkanta af starfsmönnum Vegagerðar ríkisins. Í hrauninu upp af Ósum má enn sjá leifar landgræðslugirðingar sem mun hafa verið lokið við um 1939 en hún skipti Reykjanesskaganum í 2 svæði. Girðingin lá eftir hrauninu og niður í Merkinesvör og hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma.

Hafnasandur og þar vestur við sjó er Hafnabergið, mikið fuglabjarg og vinsæll ferðamannastaður. Fyrir nokkrum áratugum var reist sandræktargirðing á Hafnasandi, og nú mildar melgresið mjög hina svörtu ásjónu sem áður var. Hafnabergið er 40-50 metra þverhnípt bjarg er gengur í sjó fram. Þar er þverskurður hraunlaga úr eldstöðinni Berghól sem er dyngja frá nútíma. Mikið af bjargfugli verpir í Hafnabergi. Norðan Hafnasand stendur hin fornmerka byggð, Hafnir.

Við Álfubrúna

Reykjanes

Brú milli heimsálfa yfir Mönguselsgjá.

Kenningin sem Alfred Wegener setti fram var árið 1911 að meginlöndin hefðu fyrir um 200 milljón árum legið saman í einu stóru meginlandi sem nefnd var Pangea. Síðan hafi þetta stóra land brotnað upp í tvennt. Norðurlandið (Lárasíu) og Suðurlandið (Gondvanaland). Smátt og smátt klofnuðu stóru löndin upp í núverandi álfur. Helstu rök hans voru á meðal annars að útlínur meginlandana féllu saman eins og púslar og að berg af sama aldri var að finna beggja vegna úthafanna.
Kenningunni var hafnað á þeim tíma en ný rök komu fram á 7. áratug 20. aldar sem vöktu kenninguna til lífsins og er hún megin kenning jarðfræðinnar í dag.

Wegenerstöpull

Wegenerstöpull – Wegenerstöpull er annar tveggja steinstöpla (svipaður stólpi var reistur í Öskjuhlíð) sem reistur var af Alfred Wegener, þýskum vísindamanni, hér á landi vafalaust til viðmiðunar til að sýna fram á landrekskenninguna sína. Stöpulinn reisti Wegener í aprílmánuði árið 1930. Árið 2000 voru settar plötur með söguágripi á stöpulinn. Stöpullinn er ferkantaður, steyptur og rúmlega 3 m hár. Flatarmál er 1 x 1 m. Hann stendur við gangstétt efst á götunni Hegranes við gatnamót Arnarnes og Hegranes.

Talið er að jarðskorpan skiptist í nokkra fleka eða plötur sem rekur afar hægt. Fyrir um 60 milljónum ára voru flekarnir í Norður-Atlandshafi einn fleki, en hann brotnaði síðan. Skilin milli flekann eru af tveimur gerðum, annars vegar úthafshryggir þar sem bráðið berg streymir upp úr iðrum jarðar og myndar nýja skorpu og aðliggjandi fleka rekur frá. Þetta á við Ísland. Á öðrum stöðum rekast tveir flekar hins vegar saman. Þá er úthafsflekinn þyngri og gengur innundir meginlandsflekann sem er léttari. Dæmi um slík skil eru Klettafjöllin í Norður-Ameríku.

Jörðin er gerð úr kjarna, möttli og skorpu. Talið er að hringstreymi sé í möttlinum þar sem heitt möttulefni stígur upp frá kjarnanum í átt að skorpunni, kólnar og sígur síðan aftur niður. Þar sem er uppstreymi togast plöturnar frá hvor annarri. Þær togast sundur í rykkjum sem kallast jarðskjálftar. Við það myndast sprungur sem fyllast af kviku að neðan. Ef kvikan nær til yfirborðs verður eldgos. Plötuskil eru allstaðar staðsett á hafsbotni nema í Eþíópíu og á Íslandi.

Stampar

Stampar.

Land myndast þegar eldvirkni er mun meiri en á venjulegu hryggjarstykki. Talið er að þessi landmyndun orsakist af möttulstróknum, en það er strokklaga uppstreymi af heitu efni djúpt í iðrum jarðar. Tveir þekktustu möttulstrókarnir eru undir Íslandi og Hawaii. Ef ekki væri möttulstrókur undir Íslandi væri hér ekki land heldur um 3000 m sjávardýpi. Möttulstrókurinn er staðsettur undir norðvestanverðum Vatnajökli.
Ísland hefur myndast á mið-Atlandshafshryggnum sem liggur á milli tveggja fleka. Þá rekur í gagnstæða átt (plötuskil), um 2 cm á ári. Úthafshrygghakerfið er í heild um 80.000 km langt og sést ekki á landi nema á Íslandi og austur-Afríku. Hér er glöggt dæmi um plötuskil og sigdal.

Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík – Tjörnin manngerða.

Stóra-Sandvík er allstór vík með sandfjöru og skeljum. Mikið brim getur myndast þarna og eru sjóbrettaáhugamenn farnir að fara þarna og þykir þetta frábær staður fyrir slíkt. Miklir melgresishólar einkenna svæðið milli sjávar og tjarnar sem er austur af víkinni, er þar mikið af fuglum og því gaman að skoða sig þar um. Melgresi var sáð þarna um 1950 þegar byggð var að mestu lögð af vegna sandfoks.Reynt er að halda þessu við og græða upp sandinn á Hafnaheiðinni.

Stamparnir
Þegar ekið er framhjá Stóru-Sandvík blasa við framundan tveir formfagrir hraungígar sem rísa vel yfir umhverfi sitt. Þeir Einn Stampahraunsgígannaheita Stampar og eru nyrstir gíga á gígaröð sem er kennd við þá .Yngri-Stampagígaröðin. Samsíða henni og litlu vestar eru lágir gíghólar sem tilheyra Eldri-Stampagígaröðinni. Eru þeir mjög veðraðir og því heldur ellilegir að sjá. Yngri-Stampagígaröðin liggur síðan til suðvesturs í átt til sjávar. Nærri henni miðri er áberandi gígur sem heitir Miðahóll og skammt upp af ströndinni er einn stærsti gígurinn Eldborg dýpri. Aðrir gígar eru fremur lítið áberandi í landslaginu og bera ekki sérstök heiti.

Stampahraun

Stampahraun. Í dag má sjá leifar hraunsins undan ströndinni, þ.e. Karlinn. Strákur, Stelpa og Kerling eru horfin í sjáinn. Þó má enn sjá móta fyrir gíg Kerlingar í Kerlingarbás.

Sprengigos urðu við ströndina þar sem gossprungan mætti ægi og hlóðust þar upp tveir gjóskugígar. Gjóska frá þeim barst yfir Reykjanes og nærliggjandi svæði. Þetta gos, Yngra-Stampagosið markaði upphaf langvarandi elda þ.e. Reykjanselda sem stóðu yfir um þriggja áratuga skeið á öndverðri 13. öld. Við Kerlingarbás, grunna vík við ströndina eru syðri endamörk gígaraðarinnar á landi. Framundan básnum stendur 51 m. hár móbergsdrangur í sjó fram sem heitir Karl. Einnig var við ströndina fyrir miðjum Kerlingarbás eitt sinn drangur sem hét Kerling en er fyrir löngu hrunin .Yngra –Stampahraunið flokkast undir helluhraun. Eldra-Stampahraunið er talið hafa runni fyrir 1500-1800 árum.

Reykjanesviti – Skálafell og fl.
ReykjanesvitiSuðvestur af Reykjanesskaga er landið allt hrjóstrugt og eldbrunnið þakið úfnum hraunum.Upp úr hraunbreiðunni rísa móbergs og bólstrabergshryggir sem liggja slitrótt norðaustur eftir nesinu.Næst ströndinni er Valahnúkur ysti tangi þeirra móbergsfjalla, skagar í sjó fram og þar var fyrsti viti á Íslandi settur 1878 en grunnbjarg hans brast í jarðskjálfta 1887, og var hann færður á Bæjarfell sem er aðeins innar. Þá kemur Litlafell, Sýrfellsdrög og Sýrfell sem er hæst.Mikil goshrina var um 1211-1240 svonefndir Reykjaneseldar og var aðalgosið um 1226 á Reykjanestá er gaus í sjó fram. Þá reis upp eyja, sem heitir Eldey, hún er mikill og þverhníptur móbergsklettur, 77m á hæð og er talin um 160m löng þar sem hún er lengst, frá norðaustri til suðvesturs en um 90m á hinn veginn. Hár hryggur gengur eftir eynni endilangri og skiptir þekjunni í þrjá hallandi fleti Öll er eyjan mjög sprungin og eru miklir skorningar á henni.Eyjan er gróðurlaus, ef frá er talinn fjörugróður en fuglalíf er hins vegar með meira móti, og Súlubyggðin (fuglinn) talin ein sú stærsta í heiminum. Í fárra sjómílna fjarlægð frá ströndinni, austan Valahnúka er sigdalur sem takmarkast af Valbjargagjá. Sunnan dalsins er Reykjanestá sem á uppruna sinn úr Skálafelli, dyngja sem nær aðeins 78m hæð. Á hátindi gígsins er víðsýnt um vestanverðan Reykjanesskagann austur til Grindavíkur.

Gunnuhver

Gunnuhver

Gunnuhver.

Í norðurhlíð Skálafells og þar norður af er hverasvæði. Það er háhitasvæði með gufuaugum,leirhverum og jafnvel virkum hverum. Allmikið hefur verið borað þarna og nú standa yfir stórframkvæmdir frá Hitaveitu Suðurnesja um djúpborun á þessu svæði. Stærsti leirhver á Íslandi er nálægt Litlafelli og heitir Gunnuhver. Þar hafa menn frá fornu fari bakað hverabrauð og gera enn. Til er þjóðsaga um Gunnu og hvernig hún steyptist í hverinn og verður sú saga sögð á staðnum.

Jarðhiti á Reykjanesskaga

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

Úrkoma, sem fellur á Reykjanesskagann, hripar niður um lek berglög, safnast fyrir neðanjarðar og sytrar svo hægt í átt til sjávar. Þetta vatn kallast grunnvatn. Við ströndina mætir ferska grunnvatnið söltum sjónum. Sjórinn er eðlisþyngri, svo að grunnvatnið myndar 30-100 m þykka ferskvatnslinsu sem flýtur ofan á honum. Neðst í grunnvatnslinsunni er lag af ísöltu vatni og er það þykkast úti við ströndina þar sem berggrunnur er afar lekur og sjávarfalla gætir mest. Á Reykjanesskaga eru þrjú háhitasvæði sem eru sérstök fyrir það að í þeim hitnar jarðsjór er hann kemst í snertingu við kólnandi kviku (heit innskot). Þessi háhitasvæði eru Reykjanes, Eldvörp og Svartsengi. Í Svartsengi er heitur jarðsjórinn notaður til að hita upp kalt vatn fyrir hitaveitu á Suðurnesjum auk þess sem hann er nýttur fyrir gufuaflstöð til raforkuframleiðslu. Hluta af söltu afrennslisvatninu er veitt í Bláa Lónið en afganginum er dælt aftur niður um borholu.

Lághitasvæði

leirhver

Grunnvatn er rigningarvatn og yfirborðsvatn sem sígur ofan í jörðina og rennur hægt neðanjarðar í átt til sjávar. Það rennur svo hægt að það getur tekið 100 ár að renna 100 km leið. Á leið sinni til sjávar rennur grunnvatnið stundum um löngu útkulnaðar eldstöðvar sem þó hafa í sér nokkurn hita. Vatnið nær því smám saman að hitna og þegar það kemst um sprungur upp á yfirborð er það orðið töluvert heitt, þó lægra en 150°C á 1 km dýpi. Lághitasvæðin eru staðsett fyrir utan virka gosbeltið. Þau einkennast af því að vatnið kemur upp í heitum uppsprettum og eru mjög litlar útfellingar í kring.

Háhitasvæði

Gunnuhver

Gunnuhver – hverasvæðið.

Háhitasvæðin finnast á virka gosbeltinu í tengslum við virkar eldstöðvar. Kalt grunnvatn kemst í nálægð við kólnandi kviku, snögghitnar og leitar upp á yfirborð. Hitastig vatnsins er meira en 200°C á 1 km dýpi. Vatnið inniheldur mikið af uppleystum efnum úr berginu sem falla út þegar það kólnar á yfirborði. Háhitasvæði einkennast því af stórum svæðum þöktum leir og útfellingum ein og Gunnuhver.

Háleyjabunga

Háleyjabunga

Háleyjabunga.

Fyrstu hraungosin eftir að ísöld lauk á þessu svæði hafa skapað Háleyjabungu fyrir um 14.000 þúsund árum. Reglulegur

hraunskjöldur(dyngja) með reglulegan gíg og úr nokkuð sérstæðri bergtegund sem heitir píkrítbasalt eða óseanít. Einkennandi fyrir þá bergtegund er mikill fjöldi kristalla sem eru grænir að lit og nefnist ólivín.Talið er að þeir einkenni hraun sem eru komin mjög djúpt úr jörðu og finnst aðeins á úthafshryggjum. Við sjóinn má sjá hvernig hraun úr Skálafelli leggjast ofan á hraun úr Háleyjabungu sem er því augljóslega eldri.

Sandfellhæð
SandfellshæðÚr þessari dyngju er komið langmesta magn hrauna á utanverðum skaganum. Hraunin frá Berghól, Langhól og Sandfellshæð eru eins að gerð og sýnist líklegt að allt hafi þetta orðið til í einni goshrinu, sem vafalaust hefur verið ærið löng, en tilfærsla hafi orðið á gosopi. Hefur Sandfellshæð verið lengst virk. Þótt gígurinn sé aðeins í um 90 m hæð yfir sjó er þaðan ærið víðsýnt í góðu veðri. Sér þaðan yfir allt vestanvert nesið, inn yfir Faxaflóa til Borgarfjarðarfjalla og Snæfellsness. Gróður er talsverður á þessum slóðum og skjólsælt er inni í gígnum, sem er um 450 m í þvermál og vel 20 m djúpur.

Klofningahraun og Berghraun

Staðarberg

Staðarberg.

Hraunin runnu í Reykjaneseldum,(1210-1240) þau virðast að mestu komin úr einum stökum gíg sem nefnist Rauðhóll sem er nyrst í hrauninu. Í því eru nokkrir hólmar úr eldri hraunum svo og misgengi sem er óvenjulegt í svo ungum hraunum. Hraunið er gróft, sprungið og með háum úfnum jöðrum. Það myndar Staðaberg en vestast í því er fallegur brimketill sem af sumum er nefndur Oddnýjarlaug.
Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, um 1100 ár,. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjaneskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos. Það helsta eru Bláfjallaeldar. Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151, en minni háttar gos varð 1188. í því fyrra opnaðist um 25 km löng gossprunga, og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjaneskaganum, þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar eins og við fjölluðum um hér fyrr við Reykjanesvita. Jarðvegseyðing jókst mjög í kjölfarið á Reykjanesskaga.

Um Gerðistanga að Grindavík

Á ferð um Þorbjarnarfell 2007

Þegar komið er úr Berghrauninu og niður í Arfadalsvík breytir landið nokkuð um svip. Ástæðan er einkum sú að sumstaðar nær hraunið ekki alveg í sjó fram eða það er mjög sandfyllt og veðrað. Hér var áður stundaður landbúnaður auk sjósóknar að vetrinum, og er því víða að sjá litla túnskika sem sumir hverjir eru nýttir enn í dag og fyrir botni víkurinnar er nú golfvöllur.

Grindavík og nágrenni

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðir.

Byggðin í Grindavík er að mestu á hrauntaum frá Sundhnúksgígaröð. Sundhnúkshraun hefur runnið til sjávar í fjórum kvíslum. Vestasta kvíslin er sú sem megin hluti byggðarinnar er á, önnur mjórri hefur runnið ofan í Hóp, þriðja myndar Þórkötlustaðanes (Hópsnes) og þú fjórða og austasta fellur til sjávar við Hraun. Sundhnúksgígaröðin er um 8,5 km að lengd og mun hafa gosið fyrir um 2400 árum.

Þorbjarnarfell

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Þorbjörn eins og fjallið er oftast kallað er um 243m hátt og að mestu úr bólstrabergi og bólstrabrotabergi, hefur orðið til við gos undir jökli. Slíkt berg er myndað úr bólstrabrotum eins og nafnið gefur til kynna. Það einkennist af kubbum sem á einn kant hafa svarta glerhúð en eru að öðru leyti ekki frábrugðnir basaltmolum sem koma fyrir í þursabergi.Það er smáholótt og brotnar auðveldlega í eins konar stuðla sem mynda, sem næst rétt horn við glerkennt og þétt yfirborðið. Innanum eru reglulegir , heilir bólstrar. Það sem er sérstakt við þetta fjall er að það er klofið að endilöngu af sprungum og í því er sigdalur.

Bláa Lónið
Bláa lóniðBláa Lónið er í Illahrauni sem gaus 1226 og kemur úr Eldvörpum. Er keyrt er að Blá Lóninu sér maður nánast eingöngu mosavaxið hraun. Arnasetuhraunið er yngsta hraunið í nágrenni Grindavíkur það tekur að mestu svæðið milli Vogastapa og Grindavíkur og komið úr gíg er nefnist Arnarsetur. Arnarsetuhraun þekur um 22 ferkílómetra.

Vogastapi

Grímshóll

Á Grímshól á Vogastapa.

Vogastapi 80 m. hár hét áður Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi oftast kallaður Stapi. Grágrýtissvæði yfir það hafa jöklar gengið á ísöld.Talið er að upptök þessa grágrýtishrauna eigi upptök sín annarsvegar við Háaleitis dyngju og hins vegar við Grímshól efsta stað á stapanum, ekki er vitað nákvæmlega hvort dyngja hafi verið við Grímshól, þá hefur hún verið mjög flöt. Mörg hraun hafa runnið til og frá þarna og svo hafa jökulruðningar og ágangur hafsins umbreytt svæðinu ásamt manninum. Jökulurðir eru hér og þar en ummyndaðar af ágangi hafsins, sem á síðjökultíma huldi svæðið allt að Grímshól, en í kring um hann er kragi úr lábörðu stórgrýti i um 70 m hæð yfir núverandi sjávarmáli. Vogastapi er byggður upp af frekar þunnum hraunlögum. Að sunnan er hann brotinn að endilöngu af misgengjum og verður þar sigdalur þar sem Seltjörn er í botni hans. Sunnan við Seltjörn hallar grágrýtislögunum inn undir Arnarseturshraun.

Heimildir:
-Árbók ferðafélag Íslands 1984.
-Kynnumst Suðurnesjum.
-Námsgögn / Glósur úr Jarðfræði.
-Námsgögn / Glósur úr Gróður og Dýralíf.
-Svæðisskipulag Suðurnesja. 1987-2007.
-Náttúrufar á Sunnanverðum Reykjanesskaga 1989.
-Suður með sjó, leiðsögn um Suðurnes 1988.
-Orkustofnun / Magnús Á Sigurgeirsson.
-Íslenskur Jarðfræðilykill. Mál og menning.

Berggangur

Litluborgir

Haldið var upp í Minni-Dimmuborgir, eða Litluborgir, eins og Jón Jónsson, og sonur hans, Dagur, nefndu lítið hraunssvæði sunnan Helgafells, hraunborgir, sem þar mynduðust, líkt og Dimmuborgir við Mývatn, Hraunsnesið í Skollahrauni og Borgin (Ketillinn) í Katlahrauni. Þar eru og gervigígar, sem mynduðust þegar heitur hraunstraumur rann út í vatn er þá hefur verið þarna austan Helgafells. Hraunið stendur víða á súlum og er „þakið“ víðast hvar nokkuð heillegt. Hægt er að ganga í gegnum hraunið undir „þakinu“.

Litluborgir

Í Litluborgum.

Í fyrri FERLIRsferð kom í ljós fallegur hellir, sem ætlunin var að skoða betur. Inni í honum eru myndarlegar hraunssúlur líkt og umleikis. Lítil umferð fólk hefur verið um svæðið (sem betur fer) þrátt fyrir nýlega friðun þess og mikinn áhuga margra að berja það augum. Hafa ber í huga að svæðið er mjög viðkvæmt fyrir ágangi.
Dimmuborgir í Mývatnssveit eru sundurtættar hraunmyndanir sem vart eiga sinn líka. Talið er að þær hafi myndast í hrauntjörn sem tæmst hefur eftir að storknun hraunsins var nokkuð á veg komin. Eftir standa háir hraundrangar sem taka á sig ótrúlegustu kynjamyndir. Gatklettar og smáhellar einkenna borgirnar. Sá frægasti er líklega Kirkjan, há og mikil hvelfing, opin í báða enda. Í Minni-Dimmuborgum má sjá sömu jarðfræðifyrirbærin, en í smækkaðri og nærtækari mynd.

Litluborgir

Litluborgir – gervigígur.

Borgirnar eru í Þríhnúkahrauni í jaðri Tvíbollahrauns. Austar er Húsfellsbruninn. Allt hafa þetta verið mikil hraun. Húsfellsbruni er að mestu apalhraun, en Þríhnúkahraun og Tvíbollahraun eru helluhraun. Síðastnefnda hraunið mun hafa runnið um 950. Sjá má gígana austan við Kerlingarskarðið þarna fyrir ofan. Megi ngígurinn er einstaklega fallegur og utan í honum eru tveir minni. Mikil hrauntröð liggur niður frá gígunum og víða eru smáhellar. Vatn hefur verð þarna í dalverpi ofan við Helgafell (Helgafell er frá því fyrir meira en 12.000 árum síðan). Þegar hraunið rann þunnfljótandi niður í vatnið mynduðust borgirnar. Líkt og annars staðar þegar þunnfljótandi hraunið rennur yfir vatn mynduðust gervigígarnir.

Í Litluborgum

Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir vatnsósa jarðveg, til dæmis mýri, vatnsbakka eða árfarveg. Í stuttu máli gengur ferlið sem leiðir til myndunar gervigíga þannig fyrir sig: Hraunið rennur yfir vatnsósa jarðveginn, en sökum hitamismunar þess og yfirborðsvatns gufar allt yfirborðsvatn upp. Eingöngu verður eftir það vatn sem geymt er í jarðveginum því það kemst ekki í beina snertingu við hraunið.
Þegar hraunið hefur hulið jarðveginn fer það að þykkna og þá eykst þrýstingur á undirlagið (þrýstingur = þykkt x eðlisþyngd x þyngdarhröðun).
Aukinn þrýstingur pressar vatnið úr hinum vatnsósa jarðvegi sem er undir hrauninu. Við það kemst vatnið í snertingu við sjóðheitt hraunið og myndar gufu. Gufan kemst hins vegar ekki í burtu þar sem hún er föst undir hrauninu. Þegar gufuþrýstingur er orðinn hærri en sem nemur álagsþrýstingi hraunsins brýst gufan upp í gegnum hraunið með miklum sprengingum og gervigígagos hefst.

Í Litluborgum

Ef skoðað er snið í gegnum gervigíga kemur í ljós að fyrsta efnið sem kemur upp í gosinu er yfirleitt mjög ríkt af jarðvegi og undirlagsefnum. Er líða tekur á gosið verða hraunflyksur og gjallmolar hins vegar meira áberandi.
Gervigígar eru ekki í neinu frábrugðnir öðrum gígum í útliti ef þeir ná að gjósa nokkrum sinnum. Aðal munurinn á gervigígum og öðrum gígum liggur í því að þeir fyrrnefndu hafa engar rætur, það er að segja það eru engar aðfærsluæðar (gangar) að þeim eins og í öllum öðrum gígum. Því eru þeir oftast nefndir á ensku „rootless cones“.

Helgadalur

Helgadalur – tóftir.

Minni-Dimmuborgir eru nokkurs konar lagskipt hraunlög, haldið uppi af þunnum hraunsúlum. Hraunbólan er næstum hringlaga og um 100 m í þvermál. Miðsvæðis í bólunni hefur verið hrauntjörn og runnið þunnar hraunskvettur út til hliðanna. Þannig hefur bólan smám saman byggst upp. Aðfærslan að henni hefur verið frá hliðunum. Mikill hiti hefur verið í hrauninu því víða má sjá glerjung og seiglulíka hrauntauma á veggjum.
Í Dimmuborgum, Katlahrauni (sjá HÉR) og Hraunsnesi (sjá HÉR) standa eftir hraunsúlurnar, en í Minni-Dimmuborgum (Litluborgum) hefur þakið haldist vegna smæðarinnar. Súlurnar hafa líklega myndast í hrauntjörninni þar sem gufa hefur leitað upp í gegnum bráðið hraunið og kælt það.
Hellisskútinn reyndist vera þriggja sala. Þakinu er haldið uppi af súlum, hann er rúmgóður og einstaklega fallegur.
Svæðið er mjög viðkvæmt og þolir illa ágang, sem fyrr sagði. Því er mikilvægt að reyna að varðveita þessar jarðfræði- og náttúruminjar sem mest óraskaðar þangað til gerðar hafa verið ráðstafanir til að stýra umferð
fólks um það. (Sjá meira um það HÉR.)

Í bakaleiðinni var litið til með tröllunum á Valahnúk og kíkt á hinar meintu landnámsrústir í Helgadal (sjá meira HÉR). Rústirnar eru á hæðardragi suðaustan í dalnum ofan við vatnið er safnast saman ofan við misgengið. Þær eru orðnar að mestu jarðlægar og erfitt er að segja til um húsaskipan. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skoðaði rústirnar um aldarmótin 1900 og þá var hægt að sjá móta fyrir veggjum og útlínum einstaka tófta, með erfiðismunum þó. Lengi hefur verið talið að landnámsbærinn Skúlastaðir (sjá HÉR) gæti hafa verið á Görðum, Bessastöðum eða jafnvel í Tvíbollahrauni þar sem nú er Skúlatún. Líklegast og ákjósanlegast væri að beina athyglinni að þessum rústum áður en lengra væri haldið í getgátum um það efni, enda bendir nafnið Helgadalur til þess að þar hafi byggð verið um alllanga tíð.
Sjá meira um Litluborgir HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Jón Jónsson jarðfræðingur og Dagur, sonur hans, í Náttúrufræðingnum 62. árg., 3.-4. h. 1993 í greininni Hraunborgir og gervigígar.
-http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=4351
-http://www.ust.is/Frodleikur/Fridlystsvaedi//nr/1295
-http://www.hi.is/HI/Stofn/Myvatn/isl/homframe.htm

Í Litluborgum