Færslur

Geldingadalir

Í Lesbók Morgublaðsins 1962 fjallar Gísli Halldórsson um jarðfræði undir fyrirsögninni “Er jarðskurnin að springa undir Íslandi?”

Áður héldu menn, að jörðin vœri að kólna og dragast saman —
en nú segja þeir sérfróðu: Hún er að hitna og þenjast út.

Er jarðskurnin að springa undir Íslandi?
Flekaskil
“Krýsvík er gamalkunnugt hverasvæði. Þar eru bæði gamlar og líka nýjar hverastöðvar og þar hafa orðið miklar gossprengingar sbr. t.d. Grænavatn. Jörð er þarna víða sundursoðin og jarðhiti virðist megn og upprunalegur, á litlu dýpi.
Sveifluhálsinn liggur, eins og helztu eldfjallasprungur hér á landi, frá suðvestri til norðausturs. Sé farið meðfram hálsinum austanverðum, má sjá ótal gufuhveri, bæði við rætur hálsins og í hlíðum hans, allt upp undir efstu brúnir. Einnig má sjá hveri hinum megin hálsins.

Flekaskil

Jörðin.

Og um 4 km vestar er Trölladyngja, sem er gamalt jarðihitasvæði, er liggur í framhaldi af Vesturhálsi. Í sömu stefnu og hálsarnir, en norðar og austar, liggja Sauðabrekkugjá og Fjallgjá og á milli þeirra margar sprungur, allar samihliða. Skammt sunnan og vestan við Sveifluháls, sem einnig er nefndur Austurháls, er Engihver og Nýihver, ekki alllangt frá Grænavatni. Þá er og laug sunnan við Kleifarvatn. Næsta stórsprunga virðist vera allmiklu austar, þar sem heita Brennisteinsfjöll. Liggur sú sprunga einnig samhliða hálsunum og gjánum sem fyrr voru nefndar.
Ekki verður efast um það, að allt þetta svæði er í nánum tengslum við heit jarðlög, og er líklegt að geysimikil sprunga sé undir þessu svæði og nái inn úr jarðskorpunni.
Samkvæmt þeim hugmyndum, sem menn hafa síðast gert sér um eðli jarðskorpunnar og fram komu á hinni alþjóðlegu jarðeðlisfræðiráðstefnu, sem fyrr var nefnd, er skurn jarðar lagskipt. Er yzta lagið aðeins um 5—7 km á þykkt, þar sem það liggur undir sjávarbotni. Og er það haldið vera að mestu úr basalti. En undir meginlöndunum er lag þetta miklu þykkara, eða líklega um 35—60 km á þykkt, og úr léttu graníti. Innan við þetta lag tekur við hin svokallaða yzta skurn jarðhjúpsins. Og nær um 50 km dýpi, undir höfum, en um 100 km dýpi undir meginlöndum. Þar tekur við innra lag skurnarinnar. En samtals eru þessi lög um 3000 km á þykkt. Ofan á jarðlög þau, sem í sjó liggja, hafa sezt létt lög af botnfalli, en niður í gegn um þessi lög ganga þau berglög, sérstaklega undir fjöllum, sem virðast fljóta eins og ísjakar í jarðskorpunni.

Flekaskil

Flekaskil jarðar.

Vegna þeirra átaka, sem jarðskurnin verður sífellt fyrir, breytir hún iðulega um lögun. Stafa átök þessi að nokkru leyti frá tunglinu, í formi aðdráttaraflsins, og frá hitabreytingum, hitastraumum og misþennslu, innanfrá. Þá getur mikill ísþungi þrýst niður jarðlögum og jarðlögin á ný flotið upp, eða lyfzt, þegar ísinn bráðnar. Loks hlaðast upp heil lönd og fjallgarðar, af gosefnum innan úr jörðinni. En stundum ná þessi efni ekki upp á yfirborðið og lyfta þá landinu sem ofan á liggur upp. Á öðrum stöðum myndast holrúm og landið fellur niður. Fylgja þessu oft jarðskjálftar.
Það hefur lengi verið skoðun jarðfræðinga, að jörðin væri að kólna og við kólnunina að dragast saman, og að fyrir bragðið myndi skurnin hafa tilhneingu til að mynda fellingar, og að bær fellingar væru orsök hinna ýmsu fjallgarða. En þótt finna megi fjöll, sem virðast hafa myndazt við fellingar, þá telja ýmsir nú að síðustu rannsóknir bendi til þess, að mestu fjallgarðar heimsins hafi ekki myndazt vegna samdráttar skorpunnar, og séu ekki fellingar.

Jörðin að þenjast út

Flekaskil

Flekaskilin um Ísland.

Fremur mun það nú álit manna, að jörðin sé að hitna að innan og að orsök fjallamyndana séu geysilegar sprungur, sem ná langt inn í skorpu jarðar. Er álitið að undir meginlöndum falli þessar sprungur, með 30° halla, allt niður í 300 km dýpi, en breyti þá um halla, allt niður í 700 km dýpi.
Undir eyfjöllum mynda sprungurnar hins vegar 60° halla, allt í 700 km dýpi. En þegar komið er í þetta dýpi er bergið orðið mjög holt og fljótandi og þrýstingur á því geysilegur. Sprungur við eyfjöll eru taldar koma app sjávarmegin fjallsins.
Þriðja tegund sprungna er loks talin vera undir eldfjöllum á Mið-Atlantshafsfjallgarðinum, sem Ísland liggur á. Eru þær sprungur, sem næst lóðréttar og mjög grunnar, e.t.v. aðeins 20—30 km.
Frá sprungum þessum í Mið-Atlantshafsfjallgarðinum ganga ótal hliðarsprungur skáhallt upp á við, og vella þar upp hraun og heit jarðlög.

Flekaskil

Norður-Atlanfshafshryggurinn.

Á hinu svokallaða jarðeðlisári, sem ábur var á minnst, komust menn fyrst að raun um, hve geysilega víðáttumikill Mið-Atlantshafs-fjallgarðurinn er, því að hann nær óslitinn, heimskautanna á milli. Og er frá 500 til 2000 km á breidd.
Eftir honum endilöngum, og þar sem Ihann rís hæst, gengur sprunga, sem sker hann í sundur og er allt að 50 km að breidd. Stafa hverir bæði á Íslandi og á Azoreyjum, frá varmanum sem berst upp um þessa sprungu. Fjallgarður þessi tekur yfir nær 1/3 hluta Atlantshafsins. Í Kyrrahafinu, sunnanverðu, beygir Austur-Kyrrahafs-fjallgarðurinn, eða neðansjávar-hásléttan, sem, svo mætti nefna og sem er nær 5000 km á breidd, í kringum Ástralíu og tengist Mið-Atlantshafs-fjallgarðinum. Og saman ná þessir tveir fjallgarðar, að mestu neðansjávar, yfir 64,000 km lengd og grípa umhverfis gjörvalla jörðina.
Mælt hefur verið, að varmauppstreymið í skorpunni yfir neðansjávarhásléttunni, undir Galapagos og Páskaeyjum, reyndist sjöfallt meira en þekkist í jarðskorpunni annars staðar. Og æ fleiri rök hníga nú að því, að fjallmyndun fari fram, ekki með samdrætti og fellingum, heldur með þeim hætti, að efni berist innan úr jörðinni, upp í gegnum sprungur í jarðskorpunni og að land þar ofan á rísi þá smám saman úr sjó, en eins og vitað er. Þá nær sjór yfir meir en 70% af yfirborði jarðar.

Skurnin að springa undir Íslandi?

Flekaskil

Flekaskil og eldsumbrot á jörðinni síðustu milljón árin.

Ef skoðanir þær, sem hér hefur yfirborð, eða efsta skurn jarðar umhverfis Krýsuvík, sé þanið, eins og ef teygt væri á landinu til norðvesturs og suðausturs, þvert á sprungurnar, sem við þetta hafa myndazt. En Ísland virðist einmitt hafa orðið til, og vera sífellt að rísa hærra, vegna jarðhræringa og gosa, sem stafa frá hinni miklu sprungu í Mið-Atlantsbafs-fjallgarðinum. Þessi mikla sprunga skiptir jarðskurninni í rauninni í tvo helminga og er eins konar öryggis- og þensluloki fyrir hið heita berg, sem helzt undir miklum þrýstingi innan við skurnina. Þetta berg kann að endurnærast af ofsa heitum bergstraumum innan úr jörðinni, sem þenjast út þegar ofar dregur og fargið minnkar, undir þunnri jarðskorpu.
Í ljósi þessa skilnings má gizka á, að hitinn undir Krýsuvíkurlandi eigi sér upptök á ekki miklu dýpi, e.t.v. á aðeins 20—25 kílómetra dýpi. Einnig að aðalsprungurnar séu brattar eða lóðréttar, en hliðarsprungur greinist frá þeim, með langtum minni halla. Því miður eru jarðlög í Krýsuvík þannig, að erfitt er með hitamælingum að finna aðalupptök varmans.
En þetta gerir jarðboranir vandasamar, vegna þess hve erfitt er að staðsetja heppilega borstaði.” – Gísli Halldórsson

Heimild:
-Lesbók Morgublaðsins, 4. tbl. 11.03.1962, Er jarðskurnin að springa undir Íslandi?, Gísli Halldórsson, bls. 9 og 15.

Flekaskil

Flekaskilin um Ísland.

Snorri

Björn Hróarsson skrifaði um “Hellaferðir” í Helgapóstinn, ferðablað, árið 1987.

Björn Hróarsson

Björn Hróarsson við Snorra.

“Ísland er eitt af merkari eldfjallalöndum jarðar og óvíða getur að líta jafn margar gerðir eldfjalla og hrauna.  hraununum er fjöldinn allur af hellum. Þeir eru af ýmsum stærðum og gerðum með strompum, afhellum, útskotum, fossum, veggsyllum, dropsteinum, hraunstráum og margs konar öðrum formum.
Þegar hraunár renna lengi í sömu stefnu myndast fyrst hrauntraðir og síðan í mörgum tilfellum hellar. Hraunið getur runnið langar leiðir í göngum undir storkinni hraunhellu. Þegar hraunrennslinu lýkur, slíkt getur bæði gerst er eldvirkni stöðvast eða ef hraunáin fær annan farveg, heldur streymið oft áfram niður göngin, þau tæmast og holrúm myndast. Ef þak holrúmsins er nægilega sterkt til að haldast uppi eftir kólnunina varðveitist hellirinn.

Víðgemlir

Í Víðgemli.

Margskonar hraunmyndanir eru í hellum og eitt af því sem gleður augað er dropasteinar sem myndast meðan hraunið er að storkna. Dropasteinar myndast hins vegar smátt og smátt vegna útfellingar efna eins og t.d. kaiks eða salts og finnast vart hér á landi. Ýmis form í hellum myndast við endurbráðnun hrauns. Slíkt gerist líklega vegna gasbruna við mikinn hita og þá lekur hið endurbráðna hraun oft niður veggi hellisins eða lekur niður úr loftinu og myndar stuttar keilulaga myndanir, gjarnan með glerjuðu yfirborði.

Dropsteinn

Dropsteinn í Snorra.

Í sumum heilum eru afar fagrar ísmyndanir sem eru hvað fegurstar eftir langa frostakafla síðla vetrar. Íssúlurnar geta orðið meira en mannhæðarháar. Vatnsdropar er falla úr hrauninu frá lofti hellisins frjósa er þeir koma niður í hellinn og ísdrjólar hlaðast upp. Er líður á sumarið og hlýnar bræða vatnsdroparnir sig inn í ísdrjólana, gera þá hola að innan og eyða þeim.

Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er fjöldi hella, enda Reykjanesskagi þakinn hraunum. Hraun á skaganum þekja yfir 1000 ferkílómetra og þar leynist fjöldi glæsilegra hella.
Þingvallasvæðið er einnig þakið hraunum er geyma nokkra skemmtilega hella. Hallmundarhraun, ofan byggða í Borgarfirði, hefur nokkra sérstöu meðal íslenskra hrauna, þar eru kunnir nokkrir stórir hellar. Stærstu og þekktustu hellarnir eru Víðgelmir, Surtshellir og Stefánshellir. Víðgelmir er talinn stærstur hraunhella á jörðinni, rúmmál hans er um 150.000 rúmmetrar sem samsvarar um 250 meðal einbýlishúsum.
Hraunmyndanir í hellum eru viðkvæmar og þola margar þeirra nær enga snertingu án þess að brotna. Samt eru flestir þeir hellar sem fundist hafa á liðnum árum alveg ósnortnir, þegar þeir finnast, þó þeir séu jafnvel 5.000—10.000 ára gamlir. Í hellunum er stöðugt veður, svipað hitastig árið um kring, alltaf logn og veðrun engin. Hellarnir haldast því óbreyttir þar til ferðafólk tekur að leggja leið sína þangað.

Tanngarðshellir

Tanngarðshellir.

Nær allir íslenskir hraunhellar sem frést hefur af eiga það sameiginlegt að vera stórskemmdir. Viðkvæmar hraunmyndanir hafa verið brotnar og fjarlægðar. Rusl af ýmsu tagi hlaðist upp og hellarnir sótast. Um þennan undraheim íslenskrar náttúru hefur umgengni verið með ólíkindum slæm. Hraunhellar eru hluti af viðkvæmustu náttúru Íslands. Þar má lítið út af bera til að valda skemmdum. Fjölmargir hellar eru þess eðlis að þeir verða aldrei opnaðir ferðafólki. Aðrir eru stórir og ekki eins viðkvæmir þó glæsilegir séu.
Glæsilegir hraunhellar eiga það sameiginlegt að þar er margt að skoða en hellarnir eru það stórir að lítil hætta er á skemmdum og í þessum hellum er lítið af viðkvæmustu hraunmyndununum.” – Björn Hróarsson

Heimild:
-Helgapósturinn, ferðablað 24.06.1987, Hellaferðir, Björn Hróarsson, bls. 14.

Arnarker

Arnarker.

Hraunhóll

Í Náttúrufræðingnum 1975 fjallar Jón Jónsson, jarðfræðingur, um “Sandfellsklofagíga og Hraunhól efst í Kapelluhrauni undir Vatnsskarði. Margir telja Kapelluhraun runna úr Hraunhól, en svo var ekki, enda hraunið úr honum um 5500 ára gamalt, en Kapelluhraunið (Nýjahraun/Bruninn) rann árið 1151. Hraunhóll var einn fegursti gjallgígurinn á gjörvöllum Reykjanesskaganum, en hefur nú verið gjörspillt af námuvinnslu.

Hraunhóll
Jón Jónsson

“Eins og áður er sagt, hef ur hraunið runnið upp að eldri gíg, sem ber nafnið Hraunhóll. Þetta var stór og reglulegur gígur, einn hinn fegursti á öllum Reykjanesskaga, hlaðinn upp úr gjalli og hraunkleprum. Aðalgígurinn var um 250 m í þvermál, en inni í honum var lítill en alldjúpur hraungígur, vafalaust myndaður á lokastigi gossins. Skarð er í gíginn austan megin og þar hefur Sandfellsklofahraun runnið inn í hann eins og áður segir og myndað þar lítinn hraunpoll, sem orðið hefur að sléttu helluhrauni.
Nú er Hraunhóll svipur hjá sjón frá því sem áður var. Hann hefur orðið þeim að bráð, er rauðmalarnám stunda og hefur verið leikinn svo grátt, að nú er rúst ein. Hann var um árabil ein aðalnáman á þessu svæði og er nú svo komið, að búið er að grafa langt niður fyrir hraunin, sem upp að honum hafa runnið. Við það kemur í ljós, að hann hefur verið líklega vart minna en 40 m hár, áður en hraun tók að renna upp að honum.
Sýnið, sem áður er getið um, var tekið austan megin í gígnum, þar sem Sandfellsklofahraun rann inn í hann. Annað sýni var tekið norðan í hólnum, og hugði ég fyrst, að hraunið sem þar hefur lagst upp að Hraunhól, væri Kapelluhraun, en nú hefur komið í ljós, að svo er ekki. Þar má sjá, að um 25—30 cm þykkt jarðvegslag hefur verið komið utan á gíginn, þegar hraun eyddi þeim gróðri, er þar var fyrir. Gróðurleifarnar eru mosi og einhver kvistgróður og því væntanlega ekki ósvipað þeim gróðri, er þarna var fyrir, áður en maðurinn fór ránshendi um Hraunhól. Kolaða kvisti og sprota mátti tína úr jarðvegslaginu, en ekki var það meira en svo, að margra klukkustunda verk var það að fá nægilega mikið efni (um 20 g) í eina aldursákvörðun. Hvað þetta varðar, er sama að segja um bæði sýnin, sem tekin voru við Hraunhól. Sýnið, sem tekið var norðan í hólnum reyndist 2690 ± 60 C14 ára. Enn er ekki fullkomlega ljóst, hvaðan það hraun er komið, sem eyddi gróðrinum norðan í hólnum. Eins og ég nefndi áður hugði ég fyrst að það væri Kapelluhraun en að því slepptu Sandfellsklofahraun. Nú er hins vegar svo mikill munur aldurs þessara gróðurleifa, að dr. Ingrid U. Olsson telur, að ekki geti verið um samtímamyndun að ræða. Verður því spurningunni um, hvaða gos hafi verið að verki, þegar gróðurinn norðan í Hraunhól eyddist, ekki svarað að svo stöddu.

Hraunhóll

Hraunhóll og nágrenni.

Það er hins vegar ljóst, að gíghólar, sem hlaðnir eru úr nær eintómu gjalli, gróa ekki sérlega fljótt og er sjálfsagt ein meginorsök þess sú, að allt vatn hripar þar strax niður. Af þessu leiðir, að Hraunhóll hlýtur að hafa verið orðinn nokkuð gamall, þegar þessi hraun runnu upp að honum. Mætti því ætla, að hann væri vart yngri en 3500 ára gamall. Hraunið, sem úr honum hefur komið, er ólívín basalt hraun með töluverðu a£ 3—5 mm stórum ólívínkristöllum og eins feltspatdílum, sem ósjaldan eru 4—5 mm.
HraunhóllAnnað, sem einkennir þetta hraun eru hnyðlingar, flestallir af sömu gerð og fundist hafa á Reykjanesskaga og víðar, en fundist hefur þar hnyðlingur með aðra samsetningu líka. Verður það ekki nánar rakið hér. Eins og getið var um í upphafi þessarar greinar eru Sandfellsklofagígir á sprungu með þá venjulegu stefnu norðaustur-suðvestur, svo er og um Hraunhól og má vel sjá þar að sprungan, sem hann er á, hefur opnast frá því að gosið varð og er ekki ástæða til að efast um, að sú gliðnun sé enn í gangi, þó hægt fari miðað við mannlegt æviskeið. Sama fyrirbæri má og sjá m.a. í Óbrinnishólum (Jónsson 1972) og raunar á fleiri stöðum á Reykjanesskaga. Er þá óneitanlega ekki fráleitt að spyrja: Hve mikla gliðnun þarf til þess að þarna gjósi á ný?

Hraunhóll

Hraunhóll.

Aðeins um 300 m suðvestur af Hraunhól er annar gígur, sem næstum hefur færst í kaf, þegar Sandfellsklofahraun rann. Ekki veit ég nafn á þessum gíg, enda var hann svo lítið áberandi, að litlar líkur eru á, að honum hafi nokkru sinni verið nafn gefið og líklega fáir veitt því athygli, að um eldgíg væri að ræða. Frekar en ekkert mætti í bili nefna hann Litla-Hraunhól. Ber það nafn þá vitni um ámóta hugmyndaauðgi og vel flest cnnur örnefni á Reykjanesskaga og orsakar ekki áhalla hvað það snertir.
Einnig Litli-Hraunhóll hefur verið grátt leikinn af nútíma vinnutækni og þar vægast sagt ljótur umgangur, en því miður er alltof víða pottur brotinn hvað þetta snertir á voru landi. Ekki sést nú neitt af því hrauni, sem úr Litla-Hraunhól hefur runnið, fremur en því, sem rann úr Hraunhól sjálfum, en sýni mátti ná úr gígnum. Kemur þá í ljós, að hraunið er að heita má eins úr báðum þessum gígum. Það er og snarlíkt eldra Óbrinnishólahrauni og Búrfellshrauni. Vott af gróðurleifum má sjá undir gjallinu í Litla-Hraunhól og sýnist jarðvegslagið þar vera mjög ámóta og í Hraunhól, en ekki hefur reynst mögulegt að ná nothæfu sýni úr LitlaHraunhól. Af ofangreindum ástæðum tel ég þó langlíklegast, að gosið hafi samtímis á þessum stöðum.
Varðandi aldursákvörðunina hér að framan skal þess getið, að hún er meðaltal af tveim, þar sem við aðra er notaður helmingunartími 5570 ár en við hina 5730 ár.”

Heimild:
-Náttúrfræðingurinn, 2. tbl. 01.03.1975, Sandfellsklofagígir og Hraunhóll, Jón Jónsson, bls. 188-191.

Hraunhóll

Hraunhóll – námuvinnsla og sóðaskapur.

Misgengi

Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði um “Bergsprungur og misgengi í nágrenni Reykjavíkur” í Náttúrufræðinginn árið 1965.

Inngangur

Jón Jónsson

Grein sú sem hér fer á eftir er byggð á athugunum, sem segja má að hali byrjað með jarðfræðilegri kortlagningu af nágrenni Reykjavíkur, sem við Tómas Tryggvason unnum að sumarið 1954. Fékk ég þá í minn hlut suðurhluta svæðisins, en á því koma sprungur og misgengi hvað bezt fram.
Verulegur skriður komst þó ekki á þessar athuganir fyrr en Vatnsveita Reykjavíkur óskaði eftir rannsóknum á þessu svæði í sambandi við vatn fyrir Reykjavíkurborg.
Rannsóknum þessum er að sjállsögðu engan veginn lokið, því enn er mörgum spurningum ósvarað. Það sem hér fer á eftir ætti þó að geta gefið nokkra hugmynd um hvernig málin standa nú, þ. e. við áramótin 1964—1965.

Berggrunnur

Sprungur
Á meðfylgjandi korti er gerður greinarmunur á ferns konar bergi nefnilega 1) fornu blágrýti (basalti), sem mestmegnis eru hraun, sem runnið hafa á tertier tímabilinu, en því lauk fyrir um það bil einni milljón ára, 2) berggrunn yngri enn frá tertier, en á þessu svæði eru það aðallega grágrýtishraun runnin á hlýviðrisskeiði — (interglacial) eða skeiðum milli ísalda, 3) hraun runnin eftir að jökla síðustu ísaldar leysti af þessu svæði og loks, 4) myndanir, sem væntanlega eru frá því seint á tertier eða snemma á kvarter (Mosfell).

Mosfell

Mosfell.

Á það skal bent, að nokkuð af því bergi, sem hér er talið vera frá tertier kann að vera nokkru yngra, frá mótum tertier og kvarter eða frá því snemma á kvarter, en nákvæm takmörk þessara tímabila eru í raun og veru ekki til, og skiptir í því sambandi, sem hér kemur til greina heldur ekki máli. Það sem hér hefur þýðingu er munur eldri, tertiera eða árkvarterra, og yngri, interglaciala, giaciala og postgiaciala bergmyndana og verður nánar rætt um það síðar.

Tertiera basaltmyndunin

Esja

Esja – Djúpagil.

Hið forna berg blasir við sjónum m. a. í Esjunni. Það er að langmestu leyti byggt upp af: hraunlögum, sem hlaðist hafa hvert ofan á annað í fjölda eldgosa, sem oftast nær hafa líklega verið sprungugos, eins og þau sem þekkt eru frá vorum dögum. Millilög í tertiera basaltinu á þessu svæði eru yfirleitt mjög lítið áberandi. Oftast nær eru aðeins þunn lög al rauðu gjallkenndu bergi milli þeirra, og er það efra og neðra borð hvers hrauns. Þó koma fyrir lög af eins konar móbergi eða brúnleitum sandsteini milli basaltlaganna og einnig lög af jökulbergi (tillit) sem vitna um tilveru jökla einnig á þessum tíma. Verður það ekki rakið nánar hér. Í tertierabasaltinu og millilögum þess er mikið um sekundera mínerala þ. e. a. s. mínerala, sem myndast hafa í berginu á löngum tíma og nú fylla holur og sprungur í því. Þetta eru aðallega zeolitar (geislasteinar), kalsit (siliurberg), jaspis og kvarts.

Úlfarsfell

Úlfarsfell.

Þessir mineralar fylla allar holur í berginu og gera það þétt. Þetta veldur því að mjög litlir möguleikar eru á að vinna kalt vatn úr þessu bergi með borunum. Það berg, sem hér er talið vera tertiert, kemur fram, fyrir utan Esjuna einnig í Grímarsfelli, Úlfarsfelli, Hafrahlíð og fjöllunum þar í kring, eins og kortið sýnir. Auk þess kemur það fram báðum megin Viðeyjarsunds, í Gufunesi og lítilsháttar í Geldinganesi. Einnig sér í það við Gelgjutanga vestan við Elliðavog. Sunnar er mér ekki kunnugt um að það komi fram, hins vegar er tiltölulega grunnt á það víða, t. d. í Reykjavík.

Mosfell

Mosfell.

Mosfell í Mosfellssveit virðist hafa nokkra sérstöðu á þessu svæði, og hefur ekki verið unnt að taka endanlega afstöðu til þess spursmáls, hvort telja beri það til tertiera bergsins eða hins yngra. Það er að mestu úr bólstrabergi, en talið er að það myndist einkum þar sem hraun rennur í vatn eða þar sem eldgos hafa orðið undir jöklum. Það virðist ekki ólíklegt að Mosfell sé fornt eldfjall myndað við gos undir jökli og þá væntanlega á einhverri af hinum fyrstu ísöldum hins kvartera jökultíma. Bergið í Mosfelli er lítið eða ekkert holufyllt og
gæti það komið heim við þá skoðun, sem hér hefur verið látin í ljós.

Grágrýtið
Sprungur
Eins og getið er um hér að framan, er berggrunnur sá sem á kortinu er talinn vera yngri en frá tertier að langmestu leyti grágrýti, en það nafn er almennt notað í daglegu tali um gráleitt dóleritiskt ólívínbasalt, sem myndar þann grunn sem höfuðborgin nær eingöngu stendnr á og sem teygir sig út um nes og eyjar í nágrenni hennar. Grágrýti þetta eru hraun, sem að minnsta kosti að mestu leyti eru komin frá Borgarhólum á Mosfellsheiði, en þeir eru gígur hinnar fornu dyngju. Þó er líklegt að grágrýtið á suðurhluta svæðisins, sé komið frá öðrum eldstöðvum, en ekki verða færðar á það sannanir að svo komnu máli, og takmörk þessara bergmyndana eru algerlega óþekkt.

Borgarhólar

Í Borgarhólum.

Eins og kunnugt er, eru grágrýtishraunin urin af jöklum síðustu ísaldar og eru því eldri en hún. Af legu grágrýtishraunanna er ljóst, að þau hafa runnið í landslagi, sem í stórum dráttum hefur verið orðið mótað eins og það er nú. Þannig hafa hraunstraumar miklir fallið norður að Esju og vestur dalinn sunnan við hana. Þetta sést m. a. af því að ofurlítið grágrýtissvæði er vestast í dalnum milli Múla og Skálafells vestan við Stardalsá, og hefur grágrýtishraunið þá flætt upp í dalsmynnið áður en það hélt áfram vestur. Það hefur svo runnið út dalinn norðan við Mosfell og út fyrir það sem nú er sjávarströnd, en lellin og minni hæðir hafa staðið upp úr og gera svo enn. Að sjálfsögðu hafa jöklar og önnur eyðandi öfl unnið sleitulaust á grágrýtishraununum um langan tíma og mikið af þeim er því án efa farið veg allrar veraldar fyrir löngu. Upprunaleg þykkt grágrýtishraunanna hefur því hvergi varðveitzt fram á þennan dag.

Gelgutangi

Gelgjutangi.

Á nokkrum stöðum sér í þær myndanir, sem grágrýtið hvílir á. Meðal þeirra má nefna sandsteinslögin vestan við Elliðavog, en þar hefur grágrýtishraun runnið yfir mýrajarðveg, og má finna þunnt mólag hið næsta undir grágrýtinu, en undir því eru sandlög og líklega jökulurð. Þau lög virðast þar ná niður á hið forna berg, tertiera bergið, sem kemur fram við Gelgjutanga. Sandsteinslög þessi eru fremur laus í sér, en þó eru í þeim allhörð lög innan um. Sandlög koma fram undir grágrýtinu sunnan Viðeyjarsunds og í Viðey sjálfri og einnig sér þar í jökulberg.

Brimnes

Brimnes (HWL).

Norðan við Brimnes á Kjalarnesi kemur jökulberg fram undir grágrýtinu í fjörunni vestan við Klifberg. Í því eru skeljar og grágrýtið er þarna að mestu sem bólstraberg. Hvort tveggja bendir til að hraunið hafi hér runnið út í sjó, en líklega hefur þar þó verið mjög grunnt. Greinilegar leyfar gervigíga má sjá þarna í berginu. Í gljúfri Leirvogsár norðan við Mosfell sér í undirlag grágrýtishraunsins. Það hefur þar runnið yfir grjóteyrar og má þar sjá vatnsnúna smásteina hanga fasta neðan í grágrýtinu. (Jónsson, 1960). Svo virðist sem Fossvogslögin alkunnu séu inni í grágrýtinu, en vel geta þau fyrir það verið frá sama tíma og lögin við Klifberg, enda eins að útliti. Víða hafa fundizt setlög undir grágrýtinu við boranir, en ekki verður það rakið hér. Þykkt grágrýtisins er að sjálfsögðu mjög mismunandi, en lítið er um hana vitað nema út við sjó á nokkrum stöðum og svo þar sem borað hefur verið, en einnig þar er nokkur vafi á, því flestar boranirnar eru gerðar með höggbor eða gufubornum og kjarnar eru ekki til.

Elliðaárdalur

Elliðaá og Blesaþúfa framundan.

Í Reykjavík sjálfri er oft bólstrabergslag, stundum alþykkt, undir hinu venjulega grágrýti. Líklegt virðist að bólstrabergið sé myndað af grágrýtishraunum, sem runnið hafi í sjó út en venjuleg grágrýtishraun myndast fyrst þegar hraunin hafa fyllt svo hátt að þau renna á þurru.
Lítið er enn þá vitað um millilög í grágrýtinu sjálfu, enda er ekki talið líklegt að mikið sé um þau. Hraunin eru dyngjuhraun, og líklegt virðist að gosin hafi verið svo þétt á meðan eldstöðvarnar voru virkar að lítil von sé um að gegnumgangandi setlög hafi haft tíma til að myndast. Þó hafa mörg hraunin án efa ekki náð að þekja nema nokkurn hluta svæðisins, og geta þá millilög hafa myndast á ýmsum stöðum. Þau geta svo hafa orðið undir síðari hraunflóðum. Við Rauðhóla var t. d. borað í gegnum sandlag frá 12—22 m dýpi. Ekkert náðist í kjarna af þessurn sandi og vitum við því ekki hvernig hann var. Millilag í grágrýtinu kemur fram skammt vestan við Árbæjarstíflu.
Sprungur
Á nokkrum stöðum á því svæði, sem hér er um að ræða, kemur fyrir bólstraberg á yfirborði. Sums staðar tilheyrir það án efa grágrýtinu, en á öðrum stöðum er vafasamt hvort svo er. Á Brimnesi er bergið efst venjulegt grágrýti en neðri hluti bergsins allur er myndaður sem bólstraberg. Athuganir á staðnum og smásjárrannsóknir á berginu sýna að um einn og sama hraunstraum er að ræða.

Hvaleyri

Hvaleyri.

Bólstrar í grágrýtinu koma einnig fyrir í Engey austanverðri, sunnan megin við Kópavog, við austanverðan Arnarnesvog og við sjóinn fyrir neðan Garða á Álftanesi. (Sbr. Jarðfræðikort af nágrenni Reykjavíkur eftir Tómas Tryggvason og Jón Jónsson). Syðst á Selási kemur bólstraberg líka fram, en það virðist vafasamt hvort það tilheyrir grágrýtinu. Við borun eftir köldu vatni sem Garðahreppur lét gera við Vífilsstaðavatn var komið í bólstraberg á um 9 m dýpi niðri í grágrýtinu og hélst það til botns í holunni á 32 m dýpi. Í húsgrunnum á Flötunum í Garðahreppi kemur bólstraberg og móbergsbréksia sums staðar fram. Í Hvaleyrarhöfða við Hafnarfjörð er einnig bólstraberg undir venjulegu grágrýti, en hvorugt hefur enn þá verið bergfræðilega rannsakað.
Mikill hluti grágrýtisins er nú hulinn jökulruðningi frá síðustu ísöld og jarðvegi. Jökulruðningurinn er víðast hvar þunnur, en getur þó orðið nokkrir metrar. Undantekning er að sjálfsögðu jökulalda sú, sem liggur um þvert Álftanes (sbr. áður nefnt jarðfræðikort).

Mosfellsheiði

Sprunga á Mosfellsheiði nálægt Borgarhólum.

Ekki er vitað hvenær Borgarhóladyngjan hætti gosum, en hætt hefur hún sennilega verið áður en síðasta ísöld gekk yfir. Ekki er heldur vitað, hvenær gos hófust á þessum stað, en ekki virðist ólíklegt, að þau hafi verið á fleiri en einu hlýviðrisskeiði milli ísalda.
Grágrýtið, sem komið hefur frá Borgarhólum er gráleitt, dóleritiskt ólivinhasalt eins og áður segir. Það er fremur lítið um holur í því nema örsmáar, en séð gegnum stækkunargler eða í smásjá er það fullt af smáhlöðrum. Þætti mér líklegast að þær væru til orðnar á eftirfarandi hátt: Þegar hraunið kólnar og kristallast losnar gasið úr því, vegna þess að gasið getur ekki gengið inn í kristallana. Þetta heldur áfram þar til hraunið er storknað. Það gas sem síðast losnar úr hrauninu myndar þessar smá blöðrur. Svo að segja engir dílar (fenokrist) eru í grágrýtinu og það er yfirleitt merkilega litlar breytingar á samansetningu þess, hvort heldur um er að ræða hraun frá Borgarhólum eða, sem ætla má, að sé annars staðar að komið. Sama máli virðist gegna um það sé snið tekið í gegnum það, eða a. m. k. bendir snið það, sem tekið var í Rauðhólum til þess, að svo sé.

Nútíma hraun

Eliðaárdalur

Elliðaárdalur.

Ekkert hraun hefur komizt jafn nálægt höfuðstaðnum og hraun það, sem runnið hefur út í Elliðavog. Hraun þetta er að því er Þorleifur Einarsson telur komið úr gígum austan við Bláfjöll, nefnist gígurinn Leitin og verður hraunið því nefnt Leitahraun. Austan til er það mjög hulið yngri hraunum, en kemur fram vestan við Draugahlíðar, og fellur þaðan um Vatnaöldur, Sandskeið, Fossvelli og Lækjarbotna vit í Elliðavatn og þaðan eftir fornum farvegi Elliðaánna í sjó út.

Rauðhólar

Í Rauðhólum.

Rauðhólar eru gervgígir í þessu hrauni. Mór hefur fundizt undir því rétt fyrir ofan brúna á Suðurlandsvegi. Hann hefur verið aldursákvarðaður og reynzt vera 3500±S40 ára samkvæmt niðurstöðum af C14 ákvörðun. Þegar sprengt var fyrir stiflugarðinum við Árbæ fundust að sögn Sigurðar Ólafssonar, verkfræðings, kol undir hrauninu þar. Hefur þar því verið skógur eða kjarr þegar hraunið rann.
Milli Heiðmerkur og Selfjalls hafa runnið mikil hraun norður eftir. Þau ganga undir einu nafni Hólmshraun. Það er þó um a.m.k. 5 mismunandi hraunstrauma að ræða. Sá elzti þeirra kemur fram rétt austan við Gvendarbrunna og hefur skammt austar fallið nærri því þvert yfir Leitahraunið. Hraun þetta er því yngra en Leitahraun og þar með öll Hólmshraunin. sem verða hér nefnd Hólmshraun I—V. Hraun I er þá hið elzta og V það yngsta. Vestan og sunnan Heiðmerkur eru fleiri hraunstraumar, en ekki verður það rakið nánar hér. Þó skal getið hrauns þess sem komið hefur úr Búrfelli og því verður nefnt Búrfellshraun hér, en gengur undir ýmsum nöfnum á ýmsum stöðum, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Það hefur fallið vestur vestan við Vífilsstaðahlíð og önnur álma vestan við Sléttuhlíð, en sú þriðja hverfur undir yngri hraun vestan við Kaldársel. Það er ekki ástæðulaust að hafa í huga að hér í nágrenninu hafa orðið a. m. k. fá eldgos á skemmri tíma en um 5800 árum. Líkur benda til að þau séu margfalt fleiri. Engar sagnir eru til um neitt þeirra, það mér er kunnugt.

Bergsprungur og misgengi
Sprungur
Það er alkunnugt að Reykjanesskagi er allur sprunginn mjög. Sprungur þessar og sprungukerfi stefna yfirleitt frá norðaustri til suðvesturs. Þetta er hluti af sprungukerfi því, er liggur um landið þvert í þessari stefnu, en þannig stefna einnig svo að segja allar gossprungur og gígaraðir á Suður- og Suðvesturlandi. Það er ekki vafa bundið, að þetta stendur í sambandi við neðansjávar hrygg þann, er liggur að endilöngu Atlantshafi, en einmitt á honum eru aðaljarðskjálftasvæði þess og einnig eldfjöll, Sprungukerfi þau, sem hér verða tekin til meðferðar, eru aðeins lítill hluti af þeim sprungum, sem liggja að Reykjanesskaga endilöngum. Það er erfitt að draga víðtækar ályktanir af athugunum á aðeins nokkrum hluta svæðisins, og varhugavert að taka svona hluta út úr sambandinu við aðalsprungukerfið. Þetta hefur þó tímans vegna orðið að gera. Á hitt skal þó jafnframt bent, að æskilegt hefði verið að kortleggja sprungukerfin á skaganum öllum nákvæmlega, og allt norður undir jökla. Að því mun og verða unnið framvegis eftir föngum.

Sprungur

Vestan Hvaleyrarholts og Stórhöfða við Hafnarfjörð eru víðáttumikil hraun, sem ná út allan skagann. Þarna er um að ræða fjölda hrauna, hve mörg þau eru veit enginn. Sunnan og vestan við áðurnefnda staði verður ekki vart við tektoniskar sprungur í hraunum þessum, fyrr en kemur nokkuð langt frá fjöllunum, þ. e. þeirra gætir ekki í hinum yngstu hraunum.

Höfuðorgarsvæðið

Höfuðborgarsvæðið – jarðfræðikort Jóns Jónssonar.

Um þveran Bleiksteinsháls norðan við Hvaleyrarvatn liggur misgengi, sem er mjög greinilegt skammt vestan við Gráhelluhraun og rétt vestan við hliðið, sem þar er á sauðfjárgirðingunni. Misgengi þetta nefnist Bláberjahryggur, en er raunar enginn hryggur í orðsins réttu merkingu. Þessu misgengi má fylgja frá því rétt norðan við vesturenda Hvaleyrarvatns og að hrauninu, sem áður er getið, en það er syðri kvísi Búrfellshrauns (Hafnarfjarðarhrauns). Sýnilegt misgengi á þessari leið er mest 3—4 m og er austurbarmur sprungunnar lægri (sbr. kortið). Austan við hraunkvíslina heldur misgengið áfram um Setbergshlíð og Urriðavatnsdali, en ekki sézt votta fyrir því á hrauninu sjálfu, en það þýðir augljóslega það, að misgengið hefur ekki verið virkt svo nokkru nemi frá því að hraunið rann. Verður nánar vikið að þessu síðar.

Setbergshlíð

Setbergshlíð og Gráhelluhraun neðar.

Í Setbergshlíð er misgengið verulegt, og á há-hæðinni milli hraunkvíslanna er það a. m. k. 7 m. Þegar kemur austur yfir eystri kvísl Búrfellshrauns, þá er fallið hefur niður með Vífilsstaðahlíð, hverfur misgengið, en sér þó votta fyrir áframhaldi sprungunnar, og liggur hún austan við Vífilsstaðavatn. Svo er ekki hægt að rekja hana með vissu, en líklegt er, að hún liggi um mýrasundið vestan við Rjúpnahæð og Vatnsendahæð. Mundi hún þá liggja um austanvert Breiðholtshvarf. Þó skal það tekið fram að óvísst er með öllu, að sprungan haldi þannig áfram. Það má vel vera að hún haldi ekki áfram austar í beinu framhaldi af því sem nú hefur verið lýst.

Það er ekki óvenjulegt að sprungur hverfi og taki sig svo upp aftur nokkuð á hlið við fyrri stefnu. Þessi brotlína verður framvegis nefnd Bláberjahryggsmisgengið. Vestan við þetta misgengi, þar sem það liggur um Setbergshlíð, er annað misgengi. Þess verður fyrst vart austan við vesturálmu Búrfellshrauns. Svo má rekja það um norðurhornið á Nónhæð og austan við mýrina austur af Urriðavatni. Svo sér fyrir því austan í Urriðavatnsholti, en frá því er það horfið. Um austanvert Urriðavatnsholt er enn eitt misgengi og liggur vegurinn yfir það á tveim stöðum. Einnig sér fyrir því sem sprungu í Vífilsstaðahlíð og stefnir hún á Vífilsstaðavatn austanvert. Þetta eru vestustu brotlínurnar, sem sannanlega eru á þessu svæði.
Sprungur
Næsta misgengi fyrir austan Bláberjahrygg liggur um vestanverðan Stórhöfða, Hvaleyrarvatn, hæðina norðaustur af því og um Setbergshlíð, en verður svo ógreinilegt er austar dregur að ekki er hægt að rekja það. Misgengi liggur og um hátind Stórhöfða, en ekki verður það rakið alla leið austur að Gráhelluhrauni.

Stórhöfði

Stórhöfði.

Skammt austur af Stórhöfða eru enn tvö misgengi. Það eystra liggur um Fremstahöfða, á takmörkum grágrýtis og Búrfellshrauns. Þessi misgengi sjást ógreinilega í Sléttuhlíð, en koma betur fram í Setbergshlíð austanverðri.
Misgengi þau, er hér hafa verið talin, sjást ekki í Búrfellshrauni að því austasta einu undanskildu. Eftir að hingað kemur taka misgengin að verða svo greinilega að enginn getur verið í efa um tilveru þeirra. Um Hjalla er aðal misgengið sem er mest áberandi milli Búrfellshrauns og Elliðavatns.
Mesta sýnilega misgengi á þessum slóðum er við Vatnsendaborg og Arnarbæli og þar er það samtals um 65 m. Það er athyglisvert að einnig Búrfellshraun er brotið og misgengið um þessa línu og raunar líka um sprungu, sem er nokkru vestar en aðalmisgengið. Við þá sprungu er misgengið í hrauninu sjálfu 2,73 m en í grágrýtinu þar austur af a. m. k. 6,88 m. Hefur misgengið pvi verið til áður en hraunið rann og verið virkt eftir að það rann.

Helgadalur

Helgadalur.

Aðalmisgengið mældist vera 7,24 m og er það meðaltal af nokkrum (8) mælingum. (1. mynd). Hér sést líka að misgengið hefur verið til áður en hraunið rann, því hraunið hefur runnið austur með því áður en það næði framrás vestur með Vífilsstaðahlíð. Um 250 m austan við aðalmisgengið er enn misgengi, sem í hrauninu nemur 1,80 m. Samanlagt misgengi í hrauninu er því um 12 m.

Vatnsgjá

Vatnsgjá í Búrfellsgjá.

Við öll þau misgengi sem þegar eru talin er austurbarmur sprungunnar lægri, sbr. kortið. Um 150—200 m austan við Gjárétt er misgengi sem nemur 1, 72 m og snýr öfugt við hin, þannig að austurbarmur sprungunnar er hærri. Um 400 m austar er misgengi, sem snýr eins og hið síðastnefnda og nemur 1,60 m. Rétt vestan við Búrfellsgíginn, í hrauntröðunum, sem frá honum liggja, er misgengi er nemur um 2 m og snýr eins og hin tvö þ. e. að vesturbarmur sprungunnar er lægri. Búrfell sjálft er brotið um þvert af misgengissprungu, sem liggur um Helgadal, Kaldárbotna, Gvendarselshæð og Undirhlíðar. Misgengi þetta er víða (1—8 m og sums staðar 10 m eða þar yfir. Austurhlíð sprungunnar er hér aftur lægri. Það er þessi sprunga, sem Kaldá raunverulega kemur úr. Þetta misgengi er augljóslega yngra en Búrfell og Búrfellshraunið eins og aðalmisgengið um Hjalla.
Það er athyglisvert að um 1,5—2 km sunnan við Kaldárbotna, en þar er vatnsból Hafnarfjarðar, heldur þessi sama sprunga gosið hrauni. Það hraun er hið yngsta þar í grennd.

Hjallar

Hjallar – misgengi.

Misgengin um Hjalla má rekja norður að Elliðavatni að vestanverðu (sjá kortið), og á nokkrum stöðum ofan við Heiðmörk koma þau fram, þar sem grágrýtisholt standa upp úr hraununum. Sprungukerfið er því allbreitt, eða allt að 5 km, ef dregin er lína hornrétt á sprungustefnuna frá misgenginn norðvestan við Vatnsenda og suðaustur yfir Heiðmörk. Sprungur þessar má sumar rekja lengra norður eitir. Ein þeirra liggur um vestanvert Rauðavatn og takmarkar Selás og Skyggni að austan. Vegurinn, sem liggur frá suðvesturenda Rauðavatns og að norðurenda Elliðavatns og um Vatnsendahæð, Fylgir þessu misgengi milli Elliðaár og Rauðavatns. Við austurenda Rauðavatns er annað misgengi. Bæði þessi misgengi má rekja norður yfir Grafarheiði og Reynivatnsheiði norður að dalnum, sem Úlfarsá fellur eftir. Mjög greinileg misgengissprunga liggur um þvert Grafarholt og er sýnileg báðum niegin í því, en er mest áberandi sunnan í holtinu ofan við Bullaúgu. Í vestanverðri Grafarheiði er gapandi gjá og önnur um 1 km austar (sjá kortið). Sprunga liggur svo um austanverða Reynisvatnsheiði og Langavatnsheiði. Hún liggur um Langavatn þvert, því sem næst beint norður a£ Höfða, en hverfur miðja vega milli Langavatns og Hafravatns. Misgengi má sjá rétt vestan við Lækjarbotna og sprungukerfi liggur um Selfjall, Sandfell, Lakaheiði og Miðdalsheiði t. d. skammt vestan við Lyklafell, og eru þar nokkrar gapandi gjár. Sömuleiðis eru augljós misgengi um Vatnaöldur og Bolaöldur, en ekki verða þau tekin til athugunar hér.

Sprungur

Vatnsból Hafnfirðinga í Kaldárbotnum.

Hingað til hefur aðeins verið fjallað um sprungur og misgengi í bergi, sem er yngra en frá tertier. Í þessu bergi hefur verið hægt að rekja sprungurnar langar leiðir, og þær koma ósjaldan fyrir sem gapandi gjár. Breidd gjánna er þó yfirleitt ekki mikil, og oftast nær innan við 1 m nema þar sem vernlegt misgengi er líka. Á línu frá Búrfelli niður eftir hraunkvíslinni vestan við Vífilsstaðahlíð um 2 km leið frá gígnum er samanlögð sprunguvídd 5,66 m eða 2,83 m á km. Þessar sprungur eru allar í Búrfellshrauni. Samanlagt misgengi í hrauninu reyndist 11,77 m á þessari leið, og eru þá aðeins talin með þau misgengi þar sem austurbarmur sprungunnar er lægri.

Hjallar

Hjallar – misgengi.

Mesta misgengi um Hjalla reyndist vera um 65 m, eins og áður er getið. Utan þeirra bergmyndana, sem samkvæmt kortinu eru taldar vera yngri en frá tertier, má og finna misgengi og brotlínur. Þannig liggja varla færri en 8 brotlínur um Úlfarsfell og er nokkurt misgengi við þær allar (sjá kortið). Ekki hefur tekist að finna með vissu, hversu mikið misgengi er við vestustu sprunguna í Ulfarsfelli, en um 2. sprungu vestan frá tabð er misgengi, er nemur 2,5 m, um 3. sprungu 6 m, 4. 9,0 m, um 5. sprunguna 5 m og um 6. sprunguna vestan frá talið er misgengið samtals 24 m. Um 7. sprunguna er það 30 m og um þá 8. 25 m. Þetta eru mælingar gerðar annað hvort beint með hallamæli eða með loftþyngdarmæli. Samanlagt verða þetta rúmir 79 metrar. Þessi misgengi eru öll vel sýnileg og mælanleg í fjallinu. Mest áberandi er 24 metra misgengið, sem liggur um fellið þvert skammt vestan við hátind þess, og svo vestasta misgengið. Bæði þessi brot eru sýnd á korti okkar Tómasar, þó aðeins annað sem misgengi. Skammt austan við hátind fellsins er og misgengi, sem virðist vera um 30 m, og er þá gengið út frá jökulbergslagi, sem þar kemur fram. Milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar er líklegt að misgengi séu, en hvergi sést til þess á því svæði og verður því engum getum að því leitt, hvernig því er háttað eða hversu mikið það kann að vera. Í Hafrahlíð sjálfri eru hins vegar vel sýnileg og nákvæmlega mælanleg misgengi. Það vestasta er 22 m og er vestan í fjallinu. Hitt er skammt austar, í háhömrunum, og nemur rúmlega 12 metrum samtals. Það kemur fram á um 40 m breiðu svæði, sem er mjög brotið.
Sprungur
Austar í Hafrahlíð virðast vera fleiri misgengi, en ekkert þeirra sést svo greinilega að óyggjandi sé. Um fjallið ofan við Þormóðsdal liggja a. m. k. 4 misgengi milli Borgarvatns og Bjarnarvatns. Vesturbrún Bæjarfellsins og Þverfells er mynduð af þessu misgengi, sem vel gæti numið nokkrum tugum metra, en ekki hefur hingað til verið hægt að mæla. Örstutt austan við aðalmisgengið er annað minna en alveg samhliða því. Stendur bærinn í Þormóðsdal í tungunni milli þeirra. Þau koma saman rétt fyrir neðan bæinn, og liggur kvartsnáma sú, sem þar var einu sinni, í þessu misgengi. Kvartsið og aðrir „míneralar”, sem þarna var og er enn að finna, eru myndaðir sem sprungufyllingar í misgenginu.

Reykjafell

Reykjafell.

Vestast í Reykjafelli er misgengi, sem eltir stefnunni að dæma mun vera skammt vestan við bæinn að Suður-Reykjum. Vestast í Skammadal koma fram jökulbergslög, 6—8 m þykk. Líklega eru það sömu lög og nefnd eru T2 í grein minni Jökulberg í nágrenni Reykjavíkur (Náttúrufræðingurinn árg. 30, 1960 bls. 55—67). Þau eru brotin af misgengissprungunni. Misgengið reyndist vera þarna um 59 m og er vesturhliðin sigin. Haldi þessi sprunga áiram, eins og gera má ráð fyrir, er hún á svæðinu milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar að austanverðu.
Í gljúfri Reykjaár, skammt austan við Suður-Reyki er misgengi, er nemur um 21 m, og má sjá það í árgljúfrinu. Það gæti verið sama misgengi og áður er getið vestast í Hafrahlíð og einnig kemur fram norðan í Reykjafelli. Rétt austan við bæinn að Suður-Reykjum er líklega enn eitt misgengið, en ekki verða færðar á það óyggjandi sannanir.
A.m.k. 6 misgengi eru í Æsustaðafjalli (sbr. kortið), en ekki hefur reynst mögulegt að mæla nema eitt þeirra. Það er 4. misgengið vestan frá talið, og nemur það 17 metrum. Misgengi er og um Skammadal austanverðan (sjá síðar).
Í Helgafelli eru a. m. k. 2 misgengi. Það eystra virðist vera um 50 m, en þó er sú mæling nokkuð óviss. Vestra misgengið hefur ekki tekizt að mæla. Við Helgadal er misgengi fremst (vestast) í Katlagili og liggur það um Grímarsfell þvert. Brot og óverulegt misgengi virðist vera í gilinu næst vestan við Helgadal og eins í gili Norður-Reykjaár. Nemur það misgengi 6—8 metrum. Brot og misgengi má og rekja um Grímarsfell þvert, sbr. kortið.

Bergsprungur, lindir og uppsprettur

Lækjarbotnar

Vatnsveitan í Lækjarbotnum.

Í Lækjarbotnum norðan við Gráhelluhraun austan við Hafnarfjörð var áður vatnsból Hafnarfjarðar. Þar koma allstórar lindir undan hrauninu. Þær eru vatnsmeiri en svo, að líklegt sé að raunveruleg upptök þeirra séu í hrauninu. Til þess er aðrennslissvæði þeirra of lítið. Skammt suður af hinu forna vatnsbóli liggur misgengissprunga um dalinn þveran. Á Ásfjalli nefnist misgengishjallinn Bláberjahryggur, eins og áður er getið (sjá kortið). Mér virðist yfirvegandi líkur fyrir, að vatnið komi mestmegnis úr þeirri sprungu.
Annað misgengi liggur um Nónhæð norðanverða og má rekja það að Gráhelluhrauni. Í beinu áframhaldi af því eru lindir við Urriðavatn og einnig er þar borhola, sem gerð var og notuð á stríðsárunum.

Kaldárbotnar

Í Kaldárbotnum.

Núverandi vatnsból Hafnarfjarðar er í Kaldárbotnum. Það vatn kemur beint úr misgengissprungu þeirri er klýfur Búrfell, myndar vesturbrún Helgadals sker þvert yfir Kaldárhnúk og heldur svo áfram suður eftir Undirhlíðum og Sveifluhálsi.

Helgadalur

Helgadalur.

Vatn nokkurt er að jafnaði í Helgadal, og má sjá það renna suðvestur eftir gjánni í átt að vatnsbólinu og á það vafalaust greiðan gang að því, þar sem sprungan liggur í gegnum fjallið. Vestan við þetta misgengi er 17,5 m niður á grunnvatnsborð. Í Búrfellsgjá, sem raunar eru fornar hrauntraðir, en engin gjá í venjulegri merkingu, er vatn sýnilegt í sprungu skammt austan við réttina. Austan við Vífilsstaðavatn eru nokkrar allstórar lindir. Að því er virðist eru þær á sprungum þeim sem áður er getið um (sbr. kortið).
Mesta misgengi á öllu þessu svæði er það, sem einu nafni er nefnt Hjallar. Þeir ná frá Búrfellshrauni norður að Elliðavatni. Misgengin ná raunar lengra suðvestur eftir, eins og áður er getið, og lengra en kortið sýnir. Allt þetta svæði er mjög sprungið og misgengið. Ein sprunga liggur eftir suðurbakka Elliðavatns, og þar er röð af uppsprettum, sem fylgja sprungunni austur eftir. Sunnan við vatnið innan girðingar í Heiðmörk eru einnig margar lindir og sumar stórar. Uppsprettur þessar eru á mjög áberandi hátt tengdar sprungunum (sjá kortið).

Elliðavatn

Elliðavatn.

Vestan við bæinn Elliðavatn eru og nokkrar lindir, og eins eru margar lindir norðan og austan í grágrýtistangangum sunnan og austan við Hrauntúnstjörn, sem svo er nefnd á korti herforingjaráðsins. Þær koma fram á mótum hrauns og grágrýtis og eru án efa tengdar sprungum í grágrýtinu. Undan hrauninu hjá Jaðri kemur fjöldi linda, sem að jafnaði eru ærið vatnsmiklar. Vatn þessara linda og eins Gvendarbrunna sjálfra kemur án efa úr sprungum í Grágrýtinu.
Við Silungapoll eru stórar lindir og virðist líklegt að eins sé ástatt um þær, þ. e. að þær séu tengdar sprungum í grágrýtinu. Svæðið þar í kring er hulið ungum hraunum og þar af leiðandi verða ekki færðar sönnur á að um sprungur sé að ræða. Við Lækjabotna er ein lítil lind uppi í gljúfri skammt frá skátaskálanum. Hún kemur út úr bólstrabergi og móbergsþursa. Hún þrýtur þó alveg í langvarandi þurrkum, svo sem sumarið 1962. Í hvammi rétt sunnan við Suðurlandsveg við Lækjabotna er og lítil lind, sem ekki er vitað að þornað hafi.

Silungapollur

Silungapollur.

Hún virðist koma undan grágrýti. Við Nátthagamýri eru margar lindir og sumar stórar. Koma þær sumar upp niðri á sléttu meðfram hlíðinni, en aðrar og þar á meðal sú vatnsmesta koma út úr hlíðinni og að því er virðist milli grágrýtislaga. Smálind er við austurbakka Rauðavatns, en þar er líka misgengi. Bullaugu eru stórar lindir, tengdar misgengi, sem liggur um Grafarholt þvert, og sunnan í því og sunnan við það myndar lítinn sigdal (Graben).

Úlfarsá

Úlfarsá.

Meðfram Úlfarsá að sunnan eru allmargar lindir og sumar stórar (sbr. kortið). Ein lítil lind er rétt við bæinn Engi, og er sú tengd áður nefndu misgengi um Grafarholt. Nokkru austar og skammt frá ánni er Tvíbytna, mjög falleg lind og með verulegu vatnsmagni. Nokkrar stórar lindir eru svo meðfram ánni, eins og áður er sagt. Flestar eru þær í landi Reynisvatns. Á suðurströnd Hafravatns austan til er ein lítil lind við vatnið. Hún er að því er virðist tengd áður nefndri sprungu, sem liggur um þvert Langavatn (sjá kortið). Í dal sunnan við Grímarsfell koma nokkrar smálindir út undan grágrýtinu, en suðurhlið dalsins er úr því bergi, norðurhlið hans er aftur á móti úr eldra bergi.

Borgarvatn

Borgarvatn.

Lítið er yfirleitt um lindir utan grágrýtissvæðisins, þó er ein uppi á fjallinu norðaustur af Borgarvatni og án efa tengd misgenginu, sem myndar vesturbrún Bæjarfells. Sunnan megin í Skammadal austanverðum koma nokkrar lindir út úr fjallshlíðinni allofarlega. Líklega koma þær allar úr spungum, sem þarna eru þó lítið beri á þeim í landslaginu og ljóst er að ein þeirra kemur beint út úr berginu. Nánari athuganir á þessu svæði standa yfir.
Að því sem hér að framan hefur verið sagt virðist mega ráða, að sprungur og misgengi hafi afgerandi þýðingn fyrir lindir á þessu svœði þannig að langflestar lindanna koma úr sprungum eða standa í meira eða minna beinu sambandi við þær.
Vatnið í Gvendarbrunnum kemur því ekki, eins og álitið hefur verið, undan hrauninu í eiginlegum skilningi heldur miklu dýpraúr jörðu og af stærra svæði en sem hraunið nær yfir. Nýlega gerðar ísótópa athuganir, sem Eðlisfræðistofnun Háskólans hefur gert á vatninu, staðfesta þessar niðurstöður.

Grunnvatn og grunnvatnsborð

Leitarhraun

Raufarhólshellir í Leitarhrauni.

Bergið í tertieru basaltmynduninni er yfirleitt orðið svo þétt að teljast verður ólíklegt að mögulegt sé að vinna úr því verulegt magn af köldu vatni með borunum. Samkvœmt þessu eru það eingöngu hinar yngri bergmyndanir, sem líklegar eru til að vinna megi úr neyzluvatn með borunum og þá umfram allt hin interglaciala grágrýtismyndun. Af þessu er enn fremur ljóst, að nauðsyn hin mesta er á því að kannalegu hins tertiera bergs undir grágrýtinu þ. e. með öðrum orðum að kortleggja landslagið eins og það var áður en grágrýtishraunin tóku að renna yfir það — að kortleggja „pre-doleritiska” landslagið á þessu svæði.
Þetta má gera að nokkru með jarðeðlisfræðilegum mælingum, segulmælingum, viðnámsmælingum og jarðsveiflumælingum, en fullvissa fæst aðeins með borunum þar sem borkjarni er tekinn.

Bullaugu
Nokkrar slíkar borholur eru þegar til og nýjar bætast við. Þannig má geta þess að Hitaveita Reykjavíkur hefur látið gera rannsóknarboranir í landi Reykjavíkur. Fyrsta holan af þessu tagi var boruð við Rauðhóla 1962, önnur samtímis við Árbæjarstíflu, sú þriðja við Ártún, og var henni lokið 1963.

Bullaugu

Bullaugu – loftmynd.

Fjórða holan er við Skyggni, rétt norðan við stífluna við Elliðavatn, og um þessar mundir (áramót 1964—65) er verið að bora í Gufunesi. Auk þess hefur svo Vatnsveita Reykjavíkur látið bora eina holu við Selás og tvær við Bullaugu. Ekki er enn þá búið að vinna úr þessu efni. Ennfremur hefur Vatnsveita Reykjavíkur látið bora samtals 13 höggborsholur í Heiðmörk og 3 við Bullaugu. Höggborsholurnar í Heiðmörk eru flestar rannsóknarholur, en þær sem boraðar hafa verið við Bullaugu verða væntanlega virkjaðar. Ein af holunum, sem boraðar voru í Heiðmörk er efst í mörkinni um 30 m hærra en Gvendarbrunnar. Þessi borun leiddi í ljós að grunnvatnsborð var þarna óverulega hærra en yfirborð vatns í Gvendarbrunnum. Önnur hola neðar í mörkinni gaf sama árangur. Þetta bendir til, að hœð grunnvatnsborðs sé svipuð á öllu sprungusvæðinu.

Gvendarbrunnar

Gvendarbrunnar.

Undantekningar eru þó til (sbr. neðan). Ennfremur virðist ljóst að grunnvatnsstraumarnir í grágrýtinu stjórnast fyrst og fremst af „pre-doleritiska” landslaginu og af sprungunum. Við Kaldárbotna hafa verið boraðar tvær holur. Þær sýna að vestan við misgengið, sem vatnið kemur úr er grunnvatnsborð nær 20 m lægra en í Kaldárbotnum.
Kaldá

Kaldárbotnar.

Þetta er eitt hið ljósasta dæmi um áhrif misgengis á legugrunnvatnsborðs. Borholan við Rauðhóla er 221,’5 m djúp og holan við Skyggni 332,7 m. Botnhiti í Rauðhólaholunni reyndist 10°C og holunni við Skyggni 7,4°C.  Á vegum Jarðhitadeildar Raforkumálaskrifstofunnar var borað við Kaldársel 986 m djúp hola og hitastig þar reyndist 2—5°C allt niður í 740 m dýpi. Þetta lága hitastig verður naumast skýrt á annan hátt en að það stafi af því, að mjög mikið af köldu vatni streymi gegnum berglögin. Í 272 m djúpri borholu við Árbæjarstíflu er botnhitinn hins vegar um 60°C. Meginhluti þeirrar holu er í tertieru basalti og holan er utan við sprungusvæðið. Aðgengilegasta skýringin á þessu virðist sú að mjög mikið kalt vatn streymi einmitt eftir sprungunum suðvestur eftir skaganum og um hin ungu berglög á þessu svæði.

Gvendarbrunnar

Gvendarbrunnar.

Það er og alkunna að á öllu svæðinu frá Þingvallavatni, Hengli og Hellisheiði að austan og Esju að norðan út allan skagann rennur sáralítið vatn til sævar ofanjarðar.

Lyklafell

Skammt norðan Lyklafells.

Eins og áður er vikið að er sprungukerfi það, sem hér er aðallega rætt um aðeins hluti af öðru stærra. Áberandi sprungur og misgengi eru um Sandfell austan við Lækjabotna, lítill sigdalur og gapandi sprungur eru í heiðinni vestur af Lyklafelli. Norðaustur af Vífilsfelli inn Vatnaöldur og að endilöngum Bláfjöllum ganga sprungur og misgengi, og eins er misgengi í Húsmúla og um Litla Reykjafell. Þar fyrir austan taka svo við hin miklu misgengi og sprungukerfi um Hellisheiði, og fjöllin þar suðvestur af um Hengil og Grafningsfjöll og norður yfir Þingvelli. Stórfellt misgengi liggur um austanverðar Botnssúlur og annaðnokkru austar um Gagnheiði. Þar myndast því sigdalur. Misgengið um Botnssúlur má rekja norður eftir um Kvígyndisfell, Egilsáfanga norður Kaldadal, en norður eftir honum má rekja sigdali og vafalítið er hann að nokkru leyti myndaður við sig. Þessi sömu misgengi ná norður yfir Hafursfell og sennilega norðuf undir Eiríksjökul. Áframhald Almannagjár liggur gegnum Ármannsfell og Jórukleif. Milli Lágafells og Mjóafells er misgengissprunga. Sigdalurinn milli Almannagjár og Hrafnagjár (Bláskógar) er sigdalur í öðrum eldri og stærri sigdal. Suðvestureftir má rekja misgengið um Botnssúlur með sæmilegri nákvæmni alla leið suður að Selvogi (sjá kort).

Almannagjá

Almannagjá.

Samkvæmt upplýsingum sem frú Adda Bára Sigfusdóttir, veðurfræðingur, hefur góðfúslega látið mér í té, er afrennsli Þingvallavatns, Sogið, mun meira en gera mætti ráð fyrir, sé reiknað með vatnasvæði þess eins og það kemur fyrir á topografisku korti. Aðrennsli Þingvallavatns er svo að segja eingöngu neðanjarðar eftir sprungunum, og ég efast ekki um að skýringin á þessu mikla vatnsmagni sé einmitt sú, að aðrennslissvæðið sé í raun og veru miklu stærra en það virðist vera og fremur háð sprungukerfunum en sjálfu yfirborði landsins.
Hvernig svo sambandið milli svæðisins þar norður og austur frá og þess við Reykjavík, Hafnarfjörð og utar á Reykjanesskaga kann að vera skal að þessu sinni ósagt látið, enda liggja ekki fyrir nein sönnunargögn varðandi það. Ég tel þó að fyllsta ástæða sé til að hafa í huga þann möguleika, að þegar um grunnvatn er að ræða séu svæðin hvort öðru háð, og vel virðist mér mega hafa það í huga þegar reynt er að gera sér grein fyrir innstreymi hins heita vatns í Reykjavík.
Samkvæmi því sem hér hefur verið sagt, virðist auðsætt að öruggasta leiðin til að vinna kalt neyzluvatn fyrir byggðina á þessu svæði öllu, sé með borunum í grágrýtismyndunina á sprungusvæðinu.

Sprungur

Hrafnagjá – misgengi.

Hér að framan hefur verið sýnt fram á hið nána samband milli sprungnanna og lindanna. Af því leiðir einnig, að hætta kann að vera á því, að óhreinindi komist í grunnvatnið sé ekki fyllstu varúðar gætt í því efni. Alvarlegasta hættan stafar án nokkurs efa frá olíu, en ef olía kemst í vatnsból, getur hún, þó um örlítið magn sé að ræða, eyðilagt það um langan tíma, jafnvel í áratugi.

Sprungur

Hraunsprunga.

Langflest hús eru nú kynt með olíu og oft er frágangi á olíugeimum við hús mjög ábótavant, ekki á þetta hvað sízt við um sumarbústaði. Vélaverkstæði, alls konar benzín- og olíusölur hafa mikið magn af olíu og varla fer hjá því að nokkuð fari til spillis á hverjum stað. Þvottastæði fyrir bifreiðir ber að telja með þessu. Allt þetta er háskalegt fyrir vatnsbólin og ætti því ekki að leyfa neina slíka starfsemi nema undir strangasta eftirliti á öllu sprungusvæðinu og undir engum kringumstæðum í námunda við vatnsbólin sjálf eða við opnar sprungur eða gjár.
Í öðru lagi ætti ekki að leyfa bráðabyrgðabyggingar (sumarbústaði) á þessu sama svæði nema búið sé svo um frárennsli og olíugeyma að óyggjandi sé að óhreinindi þaðan geti ekki komist í vatnsbólin. Í þessu sambandi eru það eðlilega sprungurnar sjálfar, sem ber að varast, en einmitt á þeim eða alveg við þær hafa margir þegar valið sér land undir sumarbústaði. Það vill löngum brenna við að fólk noti gjár og sprungur til að kasta í alls konar óþverra. Slíkan sóðaskap má með engu móti líða.

Tektoniskar sprungur og gossprungur

Mosfellsdalur

Mosfellsdalur – Katlagil framundan.

Sambandið milli sprungnanna og lindanna hefur verið rakið hér að framan. Skal nú vikið að öðru atriði, sem hingað til hefur ekki verið tekið til meðferðar, en það er sambandið milli sprungugosa og tektoniskra sprungna.

Fjallsgjá

Fjallsgjá – misgengi.

Hér að framan var þess lauslega getið að misgengissprunga sú, er liggur um Búrfell — Helgadal — Kaldárbotna og Undirhlíðar, hafi einnig gosið hrauni. Á þessu misgengi eru stór gígalirúgöld beint vestur af Helgafell svo sem 1—1,5 km suður frá vatnsbólinu, og hafa þaðan runnið hraun austur og norður milli Helgafells og norðurenda Gvendarselshæðar. Smá hraunspýja hefur og fallið vestur sunnan við Kaldárbotna og staðnæmst örskammt austan við Kaldársel, og önnur örmjó hefur fallið vestur af hæðinni á móts við suðurenda Helgafells. Eftir Undirhlíðum endilöngum liggur sigdalur og í honum hefur gosið og smáhraun runnið þar út úr sprungunni vestan megin dalsins, án þess að til gígmyndana hafi komið. Þetta er sama misgengi og liggur um Kaldárbotna og Helgadal eins og áður er getið.

Sprungur

FERLIRsfélagar á ferð um sprungusvæði Reykjanesskagans.

Það er alvanalegt á Reykjanesskaga að tektoniskar sprungur hafi gosið hrauni og sýnir það hin nánu tengsl milli sprungnanna og eldgosa á þessu svæði öllu. Sem dæmi má nefna Stampa á Reykjanesi, gígaröð þá, sem Ögmundarhraun hefur komið úr, gígaraðir við Sveifluháls, Vesturháls, Trölladyngju og víðar. Því skal hér slegið föstu að alls engar líkur eru til þess að eldgosum sé að fullu og öllu lokið á Reykjanesskaga. Sömuleiðir skal á það bent, að gos í námunda við það svœði, sem hér hefur verið umrœtt, geta haft alvarleg áhrif á vatnsból í námunda við gosstaðinn. Að ógleymdum öðrum hættum beinum og óbeinum.

Nútímahraun

Nútímahraun á höfuðborgarsvæðinu.

Lítið er vitað um gostíðni á Reykjanesskaga, og rannsóknir varðandi það spursmál eru skammt á veg komnar. Það er þó ljóst að mikill fjöldi hrauna hefur komið frá eldstöðvum milli Brennisteinsfjalla og Bláfjalla eftir að ísa leysti af því svæði, en frá þeim tíma má ætla að liðin séu 10 000-15 000 ár. Leitahraunið (Elliðaárhraunið) er samkvæmt CH aldursákvörðun 5300 ± 340 ára gamalt. Nú eru hins vegar Hólmshraunin öll, a. m. k. 5 að tölu, sannanlega yngri. Þetta þýðir að jafnaði a. m. k. eitt gos á 1000 árum, en engar sagnir eru til um gos á þessu svæði, svo ég viti. Lausleg athugun á svæðinu frá Húsafelli að Selfjalli virðist benda til þess að á þeirri leið séu nokkuð á annan tug hrauna, sem öll hafa runnið eftir ísöld. Eru þá Hólmshraunin öll og Búrfellshraun (Hafnarfjarðarhraun) ekki talin með.
Miklar líkur eru til þess að gos á þessu svæði mundu hafa áhrif á efnasamsetningu grunnvatnsins. Á það skal bent í þessu sambandi að í Japan hefur verið hægt að segja fyrir eldgos út frá rannsóknum í efnasamsetningu grunnvatnsins allt að 9 mánuðum áður en gosið hófst. Af þessu leiðir að ærin ástæða er til að fylgjast vel með efnasamsetningu neyzluvatns á þessu svæði. Þetta gildir fyrst og fremst um vatnsból á sunnanverðu svæðinu, Kaldárbotna og Gvendarbrunna. Bullaugu eru hvað þetta snertir bezt sett þessara staða.”

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 2. tbl. 01.09.1965, Bergsprungur og misgengi í nágrenni Reykjavíkur, Jón Jónsson, bls. 75-95.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. ISOR

Kvikuþró

Í Náttúrufræðingnum árið 1987 fjallar Ágúst Guðmundsson um “Kvikuhólf í gosbeltum Íslands”.

Inngangur
Kvikuþró
Jarðeðlisfræðilegar rannsóknir á síðustu árum benda til þess að möttullinn undir Íslandi sé að hluta bráðinn niður á nokkur hundruð kílómetra dýpi (Beblo & Axel Björnsson 1980, Kristján Tryggvason o. fl. 1983). Víðast er kvikan aðeins fáeinir hundraðshlutar af rúmmáli möttulsins, stærstur hluti hans er því fast (en deigt) berg. Á 8—10 km dýpi innan gosbeltanna, og 20—30 km dýpi utan þeirra, er 5—14 km þykkt lag þar sem kvikan er að meðaltali 10—25% af rúmmáli möttulsins (Beblo o. fl. 1983, Gylfi Páll Hersir o. fl. 1984, Axel Björnsson 1985, Schmeling 1985). Þetta lag er talið greina skorpu Íslands frá möttlinum (Hermance 1981, Sveinbjörn Björnsson 1983) og verður hér nefnt kvikulag.
KvikuþróGosbelti Íslands skiptast í um 30 kerfi af gossprungum, togsprungum og misgengjum, sem innihalda að auki oft megineldstöð og kallast eldstöðvakerfi (1. mynd). Sum eldstöðvakerfi, svo sem Hekla og Torfajökull (Einar Kjartansson & Karl Grönvold 1983, Hjálmar Eysteinsson & Hermance 1985), þrjú vestustu kerfin á Reykjanesskaga (Sanford & Páll Einarsson 1982, Ágúst Guðmundsson 1986b), og ef til vill Vestmannaeyjakerfið (Páll Einarsson & Sveinbjörn Björnsson 1979, Sveinn Jakobsson 1979), sækja kviku sína beint í þrær í kvikulaginu.
Önnur eldstöðvakerfi, svo sem Krafla (Páll Einarsson 1978, Eysteinn Tryggvason 1980), Askja (Haraldur Sigurðsson & Sparks 1978a, Guðmundur Sigvaldason 1982) og Grímsvötn (Sigurður Steinþórsson 1977, Haraldur Sigurðsson & Sparks 1978b, Helgi Björnsson o. fl. 1982, Eysteinn Tryggvason 1982), fá kviku sína, a. m. k. að hluta til, úr grunnstæðum hólfum, sem svo tengjast þróm í kvikulaginu (2. mynd).
Mörg stór innskot hér á landi eru vafalítið forn grunnstæð kvikuhólf, og rannsóknir á þeim benda til þess að slík hólf séu albráðin meðan þau eru virk (Cargill o. fl. 1928, Ingvar B. Friðleifsson 1977, Helgi Torfason 1979). Hér verður því gerður greinarmunur á, og fjallað sérstaklega um, albráðin kvikuhólf sem staðsett eru í skorpunni, og hlutbráðnar kvikuþrœr sem staðsettar eru í kvikulaginu á mótum skorpu og möttuls (2. mynd).
Kvikuþró
Á síðustu árum hefur áhugi vaxið mjög á myndun, og einkum þó alfræði, kvikuhólfa (Swanson & Casadevall 1983). Menn gera sér nú æ betur grein fyrir þýðingu kvikuhólfa í myndun og mótun úthafsskorpunnar á plötuskilum (Casey & Karson 1981, Gass o. fl. 1984, Pedersen 1986). Að auki hafa jarðeðlisfræðilegar mælingar gert kleift að finna kvikuhólf undir eldvirkum svæðum víða um heim (Brocher 1981, Ryan o. fl. 1981, Sanford & Páll Einarsson 1982, Bianchi o. fl. 1984, Orcutt o. fl. 1984, Detrick o. fl. 1987). Ennfremur er orðið ljóst að vonlítið er að reyna að skilja hegðun og virkni eldfjalla nema myndunarháttur og aflfræði þeirra kvikuhólfa sem leggja þeim til kviku í gosum séu vel þekkt.
Nokkuð hefur verið ritað um kvikuhólf í gosbeltum Íslands, en að helstu greinunum verður vikið hér á eftir. Meginefni greinarinnar er þó tilgátur og reiknilíkön sem höfundur hefur nýlega sett fram um myndun og aflfræði kvikuhólfa í gosbeltum Íslands (Ágúst Guðmundsson 1986a, 1986b, 1987).

Fyrri hugmyndir
Kvikuþró
Walker (1974) hefur varpað fram þeirri hugmynd að stór gabbróinnskot hér á landi, sem mörg hver eru vafalítið forn kvikuhólf, myndist þannig að gangar og skágangar (keilugangar) hiti grannbergið á milli sín uns það bráðnar og úr verður samfelldur innskotamassi (kvikuhólf). Sigurður Steinþórsson (1982) og fleiri hafa útfært þessa hugmynd þannig að rætur gangaþyrpinga neðst í skorpu þróist smám saman í kvikuhólf, sem síðan brjóti sér leið, eða bræði sér leið (Níels Óskarsson o. fl. 1985), upp í efri hluta skorpu. Þessi hugmynd um myndun kvikuhólfa er að mörgu leyti áþekk tilgátu Haralds Sigurðssonar og Sparks (1978b) um að megineldstöðvar (og kvikuhólf) séu afleiðing af svo kölluðum Rayleigh-Taylor óstöðugleika (sjá síðar) sem er vel þekktur í vökvaaflfræði og margir hafa skýrt tilvist kvikuhólfa með (Fedotov 1975, Marsh 1979, Whitehead o. fl. 1984).

Kvikuþró
Hugmyndir um að ganga- eða skágangaþyrping þróist í kvikuhólf við bræðslu grannbergs virðist ekki eiga vel við um myndun kvikuhólfa hér á landi. Til dæmis er alls ekki ljóst að gangar eða skágangar bræði grannberg sitt að einhverju marki. Ef í ganginum er lagstreymi verður hámarkshiti við mót gangs og grannbergs ekki hærri en meðaltalið af hita kviku og hita grannbergs áður en kvikan skaust inn (Jaeger 1959). Ef grannbergið er ekki mjög heitt fyrir verður hiti á mótunum nokkur hundruð gráðum lægri en bræðslumark grannbergsins þannig að bergið í heild nær ekki að bráðna, þótt einstakar vatnaðar steindir með lágt bræðslumark nái ef til vill að bráðna næst ganginum (Níels Óskarsson o. fl. 1985). Venjulega hindrar kælihúð á jöðrum gangs upptöku bráðar úr veggjum grannbergs (Campbell 1985), og rúmmálsflæði kviku á tímaeiningu yrði að vera mun hærra, og standa mun lengur en hægt er að reikna með, ef veggir grannbergs ættu að bráðna (Hardee 1982). Ef í ganginum er iðustreymi er líklegt að bræðsla og upptaka grannbergs eigi sér stað á jöðrum gangsins (Campbell 1985). En iðustreymi basaltkviku (þóleiítkviku) í gangi verður því aðeins að gangurinn sé um eða yfir 10 m breiður (Campbell 1985), og flestir gangar hér á landi eru þynnri en 4 m og skágangar yfirleitt þynnri en 1 m (Ágúst Guðmundsson 1984 og óbirtar niðurstöður). KvikuþróLeiða má rök að því að gangar séu almennt þynnri neðarlega í skorpunni en ofarlega, og því minnka líkur á iðustreymi í göngum með vaxandi dýpi í skorpunni. Þetta sýnir að iðustreymi er ólíklegt í dæmigerðum basaltgöngum hér á landi, sem þýðir að litlar líkur eru til að þeir bræði grannberg sitt. Þessi niðurstaða er í samræmi við segulmælingar Leós Kristjánssonar (1985) sem sýna að í fjarlægð sem er tíundi hluti af þykkt gangsins er hiti grannbergs alltaf undir 500°C, sem er 600-700°C lægra en bræðslumark þess.
Hugmyndir um að kvikuhólf séu afleiðing Rayleigh-Taylor óstöðuleika byggja á því að hólfin myndist í, og berist um, efni sem hafi eiginleika vökva. Þessi óstöðugleiki verður þegar eðlismassamikill vökvi liggur ofan á öðrum sem hefur minni eðlismanna (Whitehead o. fl. 1984) í hlutbráðnu möttulefni, sem hegðar sér að sumu leyti eins og vökvi, gætu einhvers konar kvikuhólf eða kvikubólur myndast og borist um með þessum hætti (Marsh 1979). Grunnstæð kvikuhólf í jarðskorpu Íslands geta hins vegar varla myndast á þennan hátt. Í fyrsta lagi hegðar jarðskorpan sér ekki eins og vökvi. Í öðru lagi virðast kvikuhólf aflfræðilega aðgreind frá kvikuþróm (sbr. Kröflu), en samkvæmt ofangreindri hugmynd ætti hvert hólf aðeins að vera toppur þróar.

Myndun kvikuþróa
Kvikuþró
Kvikuþró kallast hér svæði í kvikulaginu sem er undir eldstöðvakerfi, hefur hærra kvikuhlutfall en umhverfið, og er þykkara en kvikulagið í kring (3. mynd). Þessi skilgreining styðst við jarðeðlisfræðilegar mælingar sem benda til þess að kvikulagið sé allt að 14 km þykkt undir sumum eldstöðvakerfum, og að hlutfall kviku sé þar hærra en í kring (Beblo & Axel Björnsson 1980, Hjálmar Eysteinsson & Hermance 1985). Einnig hefur komið í ljós að þvert á stefnu eldstöðvakerfa breytist dýpið á kvikulagið gjarnan um 5 km á 20 km vegalengd (Beblo & Axel Björnsson 1980, Hjálmar Eysteinsson & Hermance 1985), en langs eftir gosbelti er dýptarbreytingin hægari og fylgir nokkuð eldstöðvakerfunum þannig að dýpið er mest milli kerfa (Axel Björnsson 1985).
KvikuþróÍ möttulstrókum, eins og þeim sem talinn er vera undir Íslandi (Kristján Tryggvason o. fl. 1983), leitar upp heitt möttulefni, og á ákveðnu dýpi skilst kvika frá og leitar í átt að yfirborði. Vegna lítillar seigju streymir kvikan mun hraðar upp en möttulefnið í kring, og því er leyfilegt að líta svo á að aðeins kvikan sé á hreyfingu en möttulefnið sé kyrrt. Flæði vökva (vatns) um sand og annað gljúpt (pórótt) efni má lýsa með lögmáli sem kennt er við Darcy og gildir einnig fyrir flæði kviku um hálfbráðið möttulefni (Ribe 1985, Scott & Stevensson 1986). Samkvæmt þessu lögmáli flæðir kvika í átt að stöðum í kvikulaginu þar sem stöðuorkan er lægst, eða, ef flæðið er lárétt, þangað sem þrýstingur er minnstur.
Stöðuorka kviku er jafnan minnst þar sem skorpan fyrir ofan er að færast í sundur vegna plötuhniks. Hér á landi hefur sundurfærsla um plötuskil (rekhraði) verið að meðaltali 2 cm á ári síðustu 12-14 milljón árin (Leó Kristjánsson 1979, Vogt o.fl. 1980). Streitan (gliðnunin) vegna plötuhniks verður aðallega í tiltölulega þröngum beltum, svokölluðum rekbeltum (4. mynd). Innan rekbeltanna brestur skorpan helst þar sem hún er þynnst, því að þar verður togspennusöfnunin mest. Gangainnskot og eldgos eru jafnframt algengust í þessum sömu hlutum skorpunnar, enda dregst kvika undir þessa hluta hennar og myndar þrær (Ágúst Guðmundsson 1987).
KvikuþróKvikuþrær geta af sér eldstöðvakerfi á yfirborði (Ágúst Guðmundsson 1987), og mörg slík kerfi mynda gosbelti (3. mynd). Þar sem þykkt skorpu milli kvikuþróa er talsvert meiri en yfir þeim (3. mynd), getur léttasta kvikan ekki flætt milli þróa. Kvika í tiltekinni þró getur því þróast óháð og ólíkt kviku í nálægum þróm, þótt upprunalega sé kvika þeirra allra áþekk og ættuð neðan úr möttli.
Kvika er talin vera 25% af rúmmáli þróar (Ágúst Guðmundsson 1987), sem er nokkru hærri hundraðshluti en meðaltal kvikulags. Þetta mat er byggt á því að kvikuþrær, samkvæmt skilgreiningu, hafa hærra kvikuhlutfall en aðrir hlutar kvikulagsins, en styðst einnig við niðurstöður jarðeðlisfræðilegra mælinga (Hjálmar Eysteinsson & Hermance 1985). Þessi tala er þó aðeins áætlað meðaltal, og dreifing kviku innan þróar er örugglega breytilegt því kvika hefur tilhneigingu til að safnast saman við topp þróar (botn skorpu) og mynda samfellda kvikutjörn. Færð hafa verið rök að því að svipuð samsöfnun kviku eigi sér stað í hlutbráðnum lögum annars staðar í möttlinum (Richter & McKenzie 1984). Hundraðshluti kviku er því líklega hæstur í efri hluta þróar en minnkar með vaxandi dýpi. Efsti hluti þróar verður fljótlega alfljótandi (kvikutjörn), enda vandséð hvernig gosgangar gætu annars myndast í eldstöðvakerfum sem ekki hafa grunnstætt, alfljótandi hólf, heldur sækja kviku sína beint í þró.

Aflfræði kvikuþróa

Geldingadalur

Eldgos í Geldingadölum.

Skilyrði þess að kvikuþró „gjósi”, þ. e. að gangur skjótist út úr henni, er að kvikuþrýstingurinn (P) í þrónni sé meiri en lárétta þrýstispennan hornrétt á ganginn (Sh) plús togstyrkur skorpunnar (T). Á táknmáli lítur þetta svona út: P>Sh + T (1). Þar sem T breytist ekki með tíma, er ljóst að til að kvikuþró skjóti út gangi þarf P annað hvort að vaxa eða Sh að minnka (eða hvort tveggja að breytast). Innan rekbeltanna er líklegt að minnkun Sh vegna plötuhniks sé aðalþátturinn, en utan þeirra er vöxtur P líklega aðalþátturinn. Fyrir djúpstæðar þrær eins og hér um ræðir skiptir í raun litlu máli hvor þátturinn stjórnar innskotatíðninni (gangatíðninni) því að breytingar á spennusviði verða yfirleitt svipaðar í báðum tilfellum. Unnt er að sýna fram á (Ágúst Guðmundsson 1986b, 1987) að í hverju gosi gefi þró frá sér tæplega 0,02% af rúmmáli sínu. Til að sjá hvað þetta þýðir varðandi stærð þróa, skulum við líta á nokkur dæmi.

Geldingadalir

Eldgos í Geldingadölum.

Á Reykjanesskaga eru sprungugosin ættuð beint úr kvikuþróm. Meðalrúmmál nútíma (þ. e. yngri en 10.000 ára) hrauna á Reykjanesskaga er 0,11 km3, og ef rúmmál gosganga er tekið með verður þessi tala 0,18 km3 (Ágúst Guðmundsson 1986b, 1987). Samkvæmt þessu er meðalrúmmál þróar 970 km3. Meðalflatarmál þriggja vestustu eldstöðvakerfanna á Reykjanesskaga (5. mynd), en þau hafa ekki grunnstætt kvikuhólf eins og Hengilskerfið kann að hafa (Foulger 1986), er um 478 km2 (Ágúst Guðmundsson 1986b). Ef þverskurðarflatarmál meðalþróar er jafnt þessu, og ef allur þverskurðurinn leggur til kviku í gosi, þarf þykkt meðalþróar ekki að vera nema 3 km. Ef efsti hluti þróar er albráðinn (kvikutjörn) þarf þykkt meðalþróar ekki að vera nema 800 m. Þar sem þrærnar geta verið allt að 14 km þykkar, bendir þetta til þess að í meðal sprungugosi á Reykjanesskaga leggi aðeins efsti hluti þróar til kviku. Þetta fellur vel að bergfræði hrauna sem upp koma á sprungum á Reykjanesskaga, því að þau eru flest þróuð, þ. e. tiltölulega kísilsýrurík (Sveinn Jakobsson o. fl. 1978). Kvika sem myndar slík hraun er fremur eðlislétt og safnast því fyrir efst í þrónni.

Geldingadalir

Eldgos í Geldingadölum.

Til samanburðar má athuga rúmmál dyngna sem myndast hafa á nútíma á Reykjanesskaga. Rúmmál þeirra flestra er innan við 0,75 km3 (Ágúst Guðmundsson 1986b). Það er viðtekin skoðun að slíkar dyngjur séu myndaðar í einni goshrinu sem staðið hafi í nokkur ár, líkt og Surtseyjargosið (Walker 1965, Sigurður Þórarinsson 1967b, Sveinn Jakobsson o. fl. 1978). Einnig er talið að dyngjugos byrji á sprungu, en einn gígur verði ráðandi þegar líði á gosið (Williams & McBirney 1979). Það er því gangur sem veitir kviku til yfirborðs í dyngjugosum, og hér er reiknað með að rúmmál hans sé það sama og hjá meðal sprungugosi. Þá verður rúmmál gangs og gosefna 0,83 km3 og rúmmál þróar því 4500 km3. Ef notað er sama þverskurðarflatarmál fyrir þrærnar og hér á undan, verður þykkt þeirra að vera um 14 km. Þetta jafngildir mestu þykkt kvikulagsins, og þýðir að þróin í heild verður að veita kviku til yfirborðs í dyngjugosum. Þetta kann því að vera ein skýring þess að dyngjuhraun á Reykjanesskaga eru flest úr frumstæðari kviku, þ. e. kviku með minni kísilsýru, en sprungugosin (Sveinn Jakobsson o. fl. 1978).

Hrútargjárdyngja

Hrútargjárdyngja.

Í sambandi við dyngjurnar ber þó að hafa í huga að þær eru líklega myndaðar í goshrinum, þ. e. gosum sem staðið hafa með hléum í mörg ár, líkt og Surtseyjargosið og Kröflugosið. Þessi hlé kunna að hafa varað mánuði og jafnvel ár, og því er sennilegt að þrærnar hafi náð að endurhlaða sig milli þess sem þær gusu. Enda er vandséð hvernig dyngjur sem eru margir rúmkílómetrar, svo sem Heiðin Há (Jón Jónsson 1978), gætu hafa myndast nema þrærnar næðu að endurhlaðast nokkrum sinnum meðan á goshrinunni stóð. Þetta styður enn frekar þá niðurstöðu að öll þróin leggi til kviku í dyngjugosi en aðeins efri hluti hennar í dæmigerðu sprungugosi. Vafalítið ræður þetta mestu um þann mun sem er á samsetningu hrauna úr dyngjum annars vegar og gossprungum hins vegar.

Myndun kvikuhólfa
KvikuhólfÁ plötuskilum, svo sem rekbeltum Íslands, er spennusviðið venjulega þannig að ás minnstu þrýstispennu (Sh) er hornréttur á plötuskilin en ás mestu þrýstispennu er lóðréttur. Þegar kvika skýst inn í skorpu þar sem þess háttar spennusvið er ríkjandi myndast gangur. Ef þetta spennusvið væri alltaf til staðar í rekbeltum Íslands gætu kvikuhólf í raun ekki myndast í jarðskorpunni, einungis misþéttar gangaþyrpingar. Nú eru slík hólf til staðar innan rekbeltisins, og hinn mikli fjöldi stórra innskota á eldri svæðum, svo sem á suðausturlandi (Helgi Torfason 1979), sýnir að grunnstæð kvikuhólf hafa alltaf verið til staðar í gosbeltum Íslands.
Sú tilgáta hefur nýlega verið sett fram (Ágúst Guðmundsson 1986a) að gangainnskot geti tímabundið breytt spennusviði rekbeltanna á þann veg að leiði til myndunar lagganga. Svo lengi sem laggangar haldast fljótandi gleypa þeir kviku þeirra ganga sem mæta þeim, þenjast út og geta þróast í kvikuhólf (7. mynd). Þessi tilgáta á við myndun grunnstæðra kvikuhólfa á plötuskilum almennt, svo sem á úthafshryggjum þar sem slík hólf virðast algeng, en verður hér einungis rædd með tilliti til rekbelta Íslands.

Kvika

Kvika.

Fyrst er að átta sig á því hvernig gangainnskot geta breytt spennusviðinu. Kvika sem treðst upp í jarðskorpuna hefur ákveðinn yfirþrýsting, ella gæti hún ekki skotist inn. Leiða má rök að því að yfirþrýstingur basaltkviku vaxi á leið upp í gegnum skorpuna og nái hámarki í því lagi skorpunnar sem hefur sama eðlismassa og algengasta gerð basaltkviku hér á landi, sem er þóleiít. Þetta lag er, 5—3,0 km þykkt. Því er líklegast að gangar valdi (tímabundið) hárri láréttri þrýstispennu í lagi 2, þ. e. á 1-5 km dýpi, og á þessu dýpi er myndun kvikuhófa því líklegust samkvæmt ofangreindri tilgátu. Enn líklegri er myndun kvikuhólfa, samkvæmt þessari tilgátu, ef í jarðskorpunni skiptast á lin og hörð lög, þannig að hörðu lögin taka á sig mest af álaginu vegna ganganna og byggja því upp mjög háa lárétta þrýstispennu.
Sá hluti jarðskorpu Íslands sem hefur myndast á ísöld er einmitt af þeirri gerð, því að þar skiptast á fremur lin lög úr móbergi og jökulseti og hörð hraunlög. Þetta kann að skýra hvers vegna hlutfallslega fleiri megineldstöðvar (sem flestar hafa grunnstæð kvikuhólf) hafa verið virkar síðari hluta ísaldar og á nútíma en á jafnlöngum tímabilum á tertíer (Ágúst Guðmundsson 1986a) Tilgátan sem hér hefur verið rædd kann einnig að skýra hvers vegna sumar gangaþyrpingar á Vestfjörðum hafa ekki náð að þróa megineldstöð. Þessar þyrpingar hafa margar hverjar mun minni gangaþéttleika en sambærilegar þyrpingar á Austfjörðum (Ágúst Guðmundsson 1984), og því kann tíðni og þéttleiki gangainnskota að hafa verið of lítill til myndunar hárrar láréttar þrýstispennu, og þar með myndunar kvikuhólfs. Að auki fer saman að þar sem gangaþéttleiki er lágur er flutningur kviku upp í skorpuna hægur, og þótt laggangur nái að myndast storknar hann fljótlega vegna vöntunar á nýrri kviku úr þrónni fyrir neðan.

Aflfæði kvikuhólfa
KvikuhólfSkilyrði fyrir gosi úr grunnstæðu kvikuhólfi eru þau sömu og fyrir gosi úr djúpstæðri kvikuþró. Hins vegar eru ýmsir eðlisfræðilegir eiginleikar efri hluta skorpu, þar sem gangar úr hólfum troðast inn, aðrir en neðsta hluta skorpu. Að auki eru kvikuhólf talin albráðin en þrær hlutbráðnar. Hlutfall rúmmáls hólfs og kviku í tilteknu gosi er því annað en hjá þró. Unnt er að sýna fram á (Ágúst Guðmundsson 1987) að í tilteknu gosi sendi hólf frá sér um 0,05% af rúmmáli sínu, sem er talsvert stærra hlutfall en hjá kvikuþró. Algeng stærð kvikuhólfa undir Íslandi gæti því verið á bilinu 20-100 km3, en þau stærstu 150-200 km3.

Umræða
Stœrð þróa og hólfa Þegar meta skal stærð hólfa og þróa er einkum tvennt sem hafa verður í huga: kólnunarhraða kvikunnar og rúmmál gangs og gosefna í einstökum gosum. Lítið sem ekkert hefur verið fengist við að meta fræðilegan líftíma þróa út frá kólnunarhraða kviku. Umhverfið hefur svipaðan eða sama hita og þróin og að auki fær hún stöðuga viðbót af kviku neðan úr möttli.
KvikuhólfÞað er því óvíst að kólnun kviku setji líftíma þróa nokkur veruleg mörk. Margir hafa hins vegar reynt að meta líftíma hólfa út frá kólnunarhraða kviku (t. d. Spera 1980, Fedotov 1982, Bonefede o. fl. 1986). Flestar byggja rannsóknir þessar á vel þekktum formúlum fyrir varmaleiðni í föstu efni (Carslaw & Jaeger 1959). Líftími hólfa er þá venjulega skilgreindur sem storknunartími kvikunnar, þ. e. tíminn frá því kvikan sest að í hólfinu þar til hún er storknuð. Niðurstöður reikninganna eru þó aðeins leiðbeinandi þar sem nokkuð vantar enn á að þeir líki nægilega vel eftir náttúrulegum aðstæðum kvikuhólfa (sjá einnig Giberti o. fl. 1984). Niðurstöður reikninga benda til þess (Spera 1980) að kúlulaga hólf sem er 1 km í radíus storkni á nokkrum tugum árþúsunda, og að storknunartíminn vaxi með radíus hólfsins í veldinu 1,3. Þannig er storknunartími hólfs sem hefur tífaldan radíus á við annað hólf 101>3 = tuttugufalt lengri. Kúlulaga hólf sem eru 2- 3 km í radíus hafa nokkur hundruð þúsund ára storknunartíma, og ættu því að geta viðhaldið megineldstöð a. m. k. þetta lengi.
KvikuhólfMegineldstöðvar hér á landi eru taldar vera virkar í nokkur hundruð þúsund til milljón ár (Kristján Sæmundsson 1979), þótt áætlaður líftími þeirra langlífustu sé yfir tvær milljónir ára (Haukur Jóhannesson 1975). Í ljósi þess hve reikningar fyrir storknunarhraða eru óáreiðanlegir, er samræmið á metinni stærð hólfa út frá storknunarhraða annars vegar og út frá rúmmáli gangs og gosefna hins vegar furðugott.
Það rúmmál gosefna sem notað var hér á undan kann þó að vera villandi að sumu leyti. Í fyrsta lagi verður að skilgreina nákvæmlega hvað telst vera eitt gos, ellegar er ekki unnt að tiltaka magn gosefna. Frá sjónarhóli kvikuhólfa og þróa, og því sem rætt hefur verið hér á undan, eru Kröflueldar 1975—1984 til dæmis mörg gos sem mynda eina goshrinu. Svo fremi sem hólfið eða þróin nær að hlaða sig milli gosa eða kvikuhlaupa verður að líta á þau sem aðgreind gos. Ef þessi skilgreining er notuð er ljóst að rúmmál hrauna sem mynduð eru í einu gosi er oft ofmetið. Mörg nútíma hraun, sem og eldri hraun, eru vafalítið mynduð í mörgum gosum, en í einni goshrinu, líkt og hraunið sem runnið hefur í Kröflueldum. Meðalrúmmál hrauna, eins og það er venjulega reiknað, kann því að leiða til ofmats á stærð hólfa og þróa.
KvikuhólfFramleiðsla á sögulegum tíma Hér skal reynt að meta framlag hólfa og þróa til heildarframleiðslu gosefna á sögulegum tíma, þ. e. á síðustu 1100 árum. Áætlaður fjöldi gosa á sögulegum tíma er um 230 (Ari Trausti Guðmundsson 1982). Heildarrúmmálgosefna á sama tíma er 42 km3 (Sigurður Þórarinsson & Kristján Sæmundsson 1979). Nú gjósa sumar eldstöðvar á kringlóttu gosopi, en í flestum tilfellum má samt reikna með að gangur myndist í gosinu. Ef meðalgangurinn er áþekkur að rúmmáli og sá sem áætlaður var fyrir sprungugos á Reykjanesskaga (0,07 km3), er heildarrúmmál gosganga um 16 km3. Heildarframleiðslan í þessum sögulegum gosum er því um 58 km3, og meðalframleiðsla í gosi verður 0,25 km3. Samkvæmt þessu þyrfti stærstu gerð af kvikuhólfi, og það í skorpu með óeðulega háum togstyrk, til að senda frá sér meðalgos. Þetta meðaltal er þó langt frá því að vera algengasta rúmmál gangs og gosefna í sögulegum gosum. Í fyrsta lagi hafa tvö gos, Eldgjá 930 og Lakagígar 1783, til samans framleitt um 22 km3. Gossprunga Eldgjár er í það minnsta 27 km löng (Sigurður Þórarinsson 1973) og Lakagígasprungan er 25 km löng (Sigurður Þórarinsson 1967a). Sameiginlegt rúmmál gosganganna er hið minnsta 4 km3 og heildarrúmmálið því 26 km3. Meðalrúmmál hinna 228 gosanna er þá 0,14 km3. Að auki, eins og vikið var að hér á undan, verða jarðeldar sem standa í marga mánuði eða ár oft í goshrinum fremur en einu samfelldu gosi. Þetta felur í sér að margir atburðir sem skráðir eru í annála sem einstök gos voru í raun mörg gos í þeirri merkingu sem hér er lögð í orðið.

Kvikuhólf

Kvikuþró og kvikuþró.

Í öðru lagi sýna athuganir að algengasta rúmmál gangs og gosefna getur verið mun minna en meðalrúmmálið. Út frá gögnum Jóns Jónssonar (1978) hefur Ágúst Guðmundsson (1986b) til dæmis sýnt að algengasta rúmmál nútímahrauna á Reykjanesskaga er aðeins 0,015 km3 þótt meðalrúmmál þeirra sé 0,11 km3. Ef Reykjanesskaginn er dæmigerður að þessu leyti má álykta að flest nútíma gos á Íslandi, og þar með flest söguleg gos, séu mun minni að rúmmáli en meðalgosin.
Niðurstaðan er því sú að dæmigerð söguleg gos gætu, að því er rúmmál varðar, hafa komið úr grunnstæðum kvikuhólfum í einstökum gosum. Þessi niðurstaða er í samræmi við það að flest söguleg gos hafa orðið í megineldstöðvum (Sigurður Þórarinsson & Kristján Sæmundsson 1979), en slíkar eldstöðvar hafa margar, ef ekki flestar, grunnstætt kvikuhólf.

Samantekt

Eldgos

Eldgos í Geldingadölum.

Meginatriði greinarinnar má draga saman á eftirfarandi hátt:
1) Öll eldstöðvakerfi hér á landi hafa hlutbráðnar kvikuþrær á 8-10 km dýpi. Meðalkvikuinnihald þróar er áætlað 25%, en efsti hluti flestra er albráðinn. Þverskurðarflatarmál þróar er talið svipað flatarmáli þess eldstöðvakerfis sem hún veitir kviku til, en mesta þykkt þróar er 14 km.
2) Sum eldstöðvakerfi, einkum þau sem hafa vel þróaða megineldstöð, hafa að auki grunnstætt kvikuhóf sem staðsett er í skorpunni. Slík hóf eru yfirleitt albráðin, eru á 1-3 km dýpi og hafa rúmmál á bilinu 20-200 km3. Þau eru ýmist linsulaga, kúlulaga eða sívalningslaga, og mörg virðast fá á sig síðast nefndu lögunina með tímanum.
3) Kvikuþrær eru taldar myndast á þeim svæðum undir skorpunni þar sem hún er veik og þunn, miðað vð skorpuna í næsta nágrenni, en þar eru gliðnunarhreyfingar jafnframt tíðastar. Kvika í möttli leitar inn undir þessi svæði og safnast þar fyrir.
4) Kvikuhólf eru talin myndast þannig að gangar byggi upp tímabundna lárétta þrýstispennu sem leiði til myndunar laggangs (sillu), sem síðan þróist yfir í kvikuhólf. Eitt skilyrði þess að laggangur þenjist út og þróist í kvikuhólf er að honum berist kvika nægilega ört og í nægilegu magni til að hann storkni ekki. Myndun kvikuhólfa, og þar með megineldstöðva, virðist hafa verið auðveldari á síðari hluta ísaldar en á tertíer, og kann skýringin að liggja í því að set- og móbergslög ísaldar, þegar þau hafa grafist í gosbeltunum, auðveldi myndun hárrar láréttrar þrýstispennu og þar með myndun kvikuhólfa.
5) Færð eru rök að því að rúmmál gangs og gosefna í hverju gosi sé að meðaltali um 0,02% af heildarrúmmáli þróar en 0,05% af heildarrúmmáli hólfs. Út frá metnu rúmmáli hólfa felur þetta í sér að mesta magn gos- og gangefna í einstöku gosi úr hólfi, að því gefnu að hólfið fái ekki teljandi magn af kviku neðan úr þró meðan á gosi stendur, er undir 0,25 km3 og venjulega undir 0,1 km3.
6) Bent er á að mörg söguleg gos, sem venjulega hafa verið talin sem eitt gos, kunni að hafa verið goshrina sem samanstóð af mörgum gosum. Kvikuhólf ná að hlaða sig milli gosa í slíkri hrinu og metið rúmmál sögulegra gosa er því ekki nothæfur mælikvarði á rúmmál hólfa eða þróa sem gáfu þau af sér. Komist er að þeirri niðurstöðu að dæmigerð söguleg gos, samkvæmt þessari nýju skilgreiningu á gosi, geti verið ættuð úr grunnstæðum kvikuhólfum.”

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 1.-2. tbl. 01.04.1987, Kvikuhólf í gosbeltum Íslands, Ágúst Guðmundsson, bls. 37-49.
Kvikuþró

Geldingadalir

Á Vísindavefurinn er fjallað um “Eldvirkni á Reykjanesskaga”:

Eldstövakerfi“Gosbeltið á Reykjanesskaga er sniðreksbelti, það er að segja í senn þverbrota- og gliðnunarbelti. Stefna þess er 70-80 gráður austur, en það sveigir til norðaustlægari stefnu allra vestast. Þarna munar 25-35 gráðum frá rekstefnu. Þáttur þverbrotabeltisins kemur fram í norður-suður sniðgengjum með hægri hliðrun. Sniðgengin eru minni háttar skástígar gjár, oft samtengdar með sprunguhólum. Gliðnunarbeltin koma fram sem gígar og gígaraðir, gjár og misgengi í eldstöðvarkerfum skagans. Þau eru sex, að meðtöldu Hengilskerfinu, og liggja norðaustur-suðvestur, skáhallt á gosbeltið. Eldstöðvakerfin eru flest hver miklu lengri en gosmenjar á yfirborði gefa til kynna. Eldvirkni nær yfir stóran hluta þeirra, en á norðausturhlutanum eru svo til eingöngu gjár og misgengi. Þar hefur hraunkvika sjaldan náð til yfirborðs en setið eftir í berggöngum.
SprunguopEldstöðvakerfin mynda grunneiningar í jarðfræði Reykjanesskaga. Þau eru fimm til átta kílómetra breið og flest 30 til 50 kílómetra löng. Í hverju þeirra eru tvær eða fleiri gos- og sprungureinar. Fullmótuð kerfi með háhitasvæði og sprungusveim eru fimm. Þau eru kennd við Reykjanes, Svartsengi, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og Hengil (sjá mynd hér fyrir neðan). Sjötta eldstöðvakerfið, sem kenna má við Fagradalsfjall, er ólíkt hinum að gerð. Þar er hvorki jarðhiti né sprungusveimur. Skil milli kerfanna eru oftast skýr, en þau skarast þegar kemur norðaustur á gjásvæðin. Milli Reykjaness- og Svartsengiskerfanna er einföld röð dyngna og bólstrabergsfella úr ólivínríku basalti, Háleyjabunga yst og Stapafell innst. Mörk Fagradalsfjallskerfisins við þau næstu markast af löngum gossprungum beggja vegna. Skil Krýsuvíkur- og Brennisteinsfjallakerfanna eru í Kleifarvatnslægðinni með stapana Lönguhlíð og Geitahlíð að austanverðu. Skil Brennisteinsfjalla- og Hengilskerfis eru hér sett við Þrengsli.

Fagradalsfjall

Eldgos í Fagradalsfjalli.

Á Reykjanesskaga skiptast á gos- og gliðnunartímabil á sprungusveimum með stefnu norðaustur-suðvestur og skjálftatímabil með virkni á norður-suður sprungum. Það er afleiðing af því að Reykjanesskagi liggur skáhallt á rekstefnuna og spennusviðið sveiflast á milli lóðréttrar mestu bergspennu og láréttrar með suðvestur-norðausturstefnu. Í báðum tilvikum er minnsti þrýstingur í stefnu reksins. Kvikuinnskot þarf til að gjárnar gliðni, en það getur gerst án þess að gjósi. Gos- og gliðnunartímabilin, hér nefnd gosskeið, standa yfir í nokkrar aldir hvert. Á síðasta gosskeiði fluttist gosvirknin milli eldstöðvakerfanna með 30-150 ára millibili. Gosvirknin einkennist af sprungugosum sem vara í nokkra áratugi, en með hléum á milli gosa. Goshrinur af þessu tagi eru kallaðar eldar. Á milli gosskeiðanna eru löng skjálftatímabil án kvikuvirkni og þá væntanlega eins og á síðustu áratugum með ótal snöggum hrinum sem standa daglangt eða í fáar vikur. Gosskeið síðustu 3500 ára eru þrjú, og vísbendingar eru um fleiri þar á undan. Í Fagradalsfjallskerfinu hefur ekki gosið á þessu tímabili og aðeins einu sinni í Hengilskerfinu.

Sundhnúkagígaröðin

Sundhnúkagígaröðin.

Á Reykjanesskaga hefur aðeins gosið basalti eftir að land varð jökullaust. Bergið í hraununum er pikrít, ólivínþóleiíti og þóleiít. Dyngjuhraun eru úr pikríti og ólivínþóleiíti en hraun frá gossprungum yfirleitt úr þóleiíti. Súrt berg er ekki að finna á skaganum nema í Hengilskerfinu. Þar spannar samsetning bergsins allt bilið frá pikríti í ríólít. Í hinum kerfunum nær það einungis yfir í þróað basalt.
Aldursdreifing sprungugosa sem vitað er um á Reykjanesskaga síðustu 3500 árin, er sýnd á næstu mynd hér að ofan. Tímasetning er byggð á sögulegum heimildum, aldursgreiningu með geislakoli (C-14) og öskulagsrannsóknum. Af myndinni má ráða að skipst hafi á gosskeið sem stóðu í 400-500 ár, og goshlé í 600-800 ár. Núverandi hlé er nálægt efri mörkum. Sé hins vegar litið á eldstöðvakerfin ein og sér, verða hléin mun lengri, að meðaltali nálægt 1000 árum. Í engu eldstöðvakerfanna er komið fram yfir lágmarkslengd fyrri hléa, nema ef til vill í Brennisteinsfjöllum. Allt að fjórar aldir þurfa að líða þar til lengstu hléunum er náð. Í Hengilskerfinu varð eina kvikuhlaupið án goss sem vitað er um. Þá er átt við Þingvallasigið árið 1789. Eldri hraun eru of fá tímasett til að rekja söguna lengra aftur. Segja má þó að grilli í fleiri gosskeið, svo sem fyrir 4000 og 8000 árum. Eins og sjá má á myndinni hefur eldvirkni á hverju gosskeiði oftast hafist í Brennisteinsfjallakerfinu og síðan færst vestur.

Hrútargjárdyngja

Hrútargjárdyngja.

Að frátöldum dyngjunum hefur upphleðsla gosefna í eldstöðvakerfum Reykjanesskaga, öðrum en Henglafjöllum, verið mest þar sem sprungusveimar liggja yfir flekaskilin. Þau markast af skjálftabelti skagans, og þar eru einnig háhitasvæðin. Segja má að þar séu vísar að megineldstöðvum. Ætla má að í rætur þeirra geti safnast kvika sem síðan leitar út í sprungusveimana, myndar ganga og kemur upp í sprungugosum. Hnyðlingar í gjalli og úrkasti sprengigíga í Krýsuvík eru vísbending um að grunnstæð gabbróinnskot, það er kvikuhólf sem voru eða eru þar undir, en greinast ekki í skjálftum.
Á Reykjanesskaga eru dyngjur í þyrpingum, ýmist í virknimiðjum eldstöðvakerfanna, svo sem í Hengils-, Brennisteinsfjalla- og Fagradalsfjallskerfunum, eða utan þeirra. Stærstu dyngjurnar ná yfir 200 ferkílómetra og áætlað rúmmál þeirra stærstu er fimm til sex rúmkílómetrar. Alls eru þekktar um tuttugu dyngjur á Reykjanesskaga. Af þeim eru 12 úr ólivínþóleiíti, hinar úr pikríti.”

Tilvísanir:
-Freysteinn Sigmundsson, 1985. Jarðvatn og vatnajarðfræði á utanverðum Reykjanesskaga II. hluti. Viðaukar um jarðfræði. Orkustofnun, skýrsla, OS-85075/VOD-06, 49 bls.
-Páll Einarsson, 1991a. Earthquakes and present-day tectonism in Iceland. Tectonophysics, 189, 261-279.
-Sigrún Hreinsdóttir og fleiri, 2001. Crustal deformation at the oblique spreading Reykjanes Peninsula, SW-Iceland: GPS measurements from 1993 to 1998. Journal of Geophysical Research, 106(B7), 13803-13816.
-Clifton, A. E. og S. Kattenhorn, 2006. Structural architecture of a highly oblique divergent plate boundary segment. Tectonophysics, 419, 27-40.
-Sigrún Hreinsdóttir og fleiri, 2001. Crustal deformation at the oblique spreading Reykjanes Peninsula, SW-Iceland: GPS measurements from 1993 to 1998. Journal of Geophysical Research, 106(B7), 13803-13816.
-Keiding og fleiri, 2009. Earthquakes, stress and strain along an oblique plate boundary: the Reykjanes Peninsula, southwest Iceland. Journal of Geophysical Research, 114, B09306, doi: 10.1029/2008JB006253. 16 bls.
-Sveinn P. Jakobsson og fleiri, 1978. Petrology of the Western Reykjanes peninsula, Iceland. Journal of Petrology, 19, 669-705.
-Gee, M. A. M., 1998. Volcanology and Geochemistry of Reykjanes Peninsula: Plume-Mid-Ocean Ridge interaction. Doktorsritgerð, Royal Holloway University of London. 315 bls.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65699
-Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur og fyrrverandi deildarstjóri á Orkustofnun.
-Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur.

Geldingadalir

Eldgos í Geldingadölum í Fagradalsfjalli.

Geldingadalir

Á vefnum Eldey.is má lesa eftirfarandi um eldstöðvar og jarðsögu Reykjanesskagans, auk annars:

Eldvörp

Eldvörp.

“Á Reykjanesskaga má finna allar tegundir eldstöðva sem gosið hafa á Íslandi. Talið er að um tólf hraun hafi runnið þar frá því að land byggðist eða að meðaltali eitt hraun á öld.
Á Reykjanesskaganum eru þrjú háhitasvæði sem eru sérstök fyrir það að í þeim hitnar jarðsjór er hann kemst í snertingu við kólnandi kviku. Þessi háhitasvæði eru Reykjanes, Eldvörp og Svartsengi þar sem jarðsjórinn er notaður til að hita upp kalt vatn fyrir Hitaveitu Suðurnesja.

Reykjanesskaginn er um 1.700 ferkílómetrar að flatarmáli og er þar að finna margvíslegar menjar um eldvirkni undanfarinna 200.000 ára. Reykjanes er til að mynda eini staðurinn á jörðinni þar sem berlega má sjá hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum.
Reykjanesskagi dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands og yst á skaganum skríður Mið-Atlantshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðalgosbeltum landsins.

Reykjanesskagi

Fjórar sprungureinar eru á skaganum: Reykjanes-, Krýsuvíkur-, Brennisteins-, fjalla og Hengilsreinar. Hver þeirra samanstendur af hundruðum opinna spungna. Þá er þar einnig fjöldi gíga og gígaraða. Önnur gerð af eldfjöllum á Reykjanesskaga eru dyngjur, skjaldarlaga bungur sem eru svipaðar og eldfjöllin á Hawaii nema mun minni.
Gosbergið er að mestu af tveimur gerðum. Annars vegar er móberg sem er samanþjöppuð gosaska sem myndaðist við eldgos þegar landið var að mestu hulið jöklum. Hins vegar eru hraun; apalhraun með úfnum karga á yfirborði og helluhraun sem eru slétt og oft með hraunreipum. Eldri hraun hafa verið slípuð af jöklum, og er yfirborð þeirra því jökulrákað.
Jarðskjálftar eru tíðir á svæðinu vegna eldvirkninnar og stöku sinnum valda þeir tjóni. Flestir eru þó minni háttar og finnast sem titringur.

Jarðsaga Reykjanesskaga er tiltölulega vel þekkt og hefur verið rakin nokkur hundruð þúsund ár aftur í tímann.

Elsta bergið á skaganum er í grennd við Reykjavík og er talið vera um 500 þúsund ára gamalt. Mest af jarðlögum á skaganum eru hins vegar innan við 100 þúsund ára gömul. Á þessum tíma hefur loftslag verið mjög breytilegt og óstöðugt. Á vissum tímabilum var Ísland hulið mikilli íshellu. Á milli voru tímabil með svipuðu loftslagi og nú er. Kuldatímabilin eru nefnd jökulskeið og hlýrri tímabilin eru nefnd hlýskeið. Við lifum á hlýskeiði.
Þau hraun sem runnið hafa síðan síðasta jökulskeiði lauk eru ekki slípuð af jöklum.
Á jökulskeiðum áttu sér stað gos undir jökli, og móbergsfjöll mynduðust í geilum sem gosin bræddu upp í ísinn. Þegar jöklarnir hopuðu stóðu eftir óregluleg móbergsfjöll. Á hlýskeiðum runnu hraun svipað og nú þ.e.a.s. frá gosstöðvum undan halla og oft til sjávar. Kappelluhraun og Ögmundarhraun eru dæmi um slík hraun.
Allt gosberg á Reykjanesskaganum er basalt (gosberg með lágt kísilsýrumagn).

Ísöld

Patterssonsvöllur

Lífsstöðugrjót við Patterssonsvöll.

Loftslag hefur verið mjög sveiflukennt síðustu þrjár milljónir ára. Á því tímabili hafa komið um 30 jökulskeið. Meðalhiti var þá 8 gráðum lægri en nú. Hvert jökulskeið stóð í um 100 þúsund ár en hlýskeiðin á milli aðeins í um 10 þúsund ár. Síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum. Tímabilið sem síðan er liðið nefnist Nútími.
Jöklarnir skófu og hefluðu landið sem þeir skriðu yfir og mýktu það. Þeir mynduðu U-laga dali, rispuðu berggrunninn sem undir var og skildu eftir sig hvalbök og jökulrispur.
Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir næst sér.
Jökulskeið enda snögglega og meðalhitastig hækkar undrahratt. Þá bráðna jöklar á tiltölulega stuttum tíma. Sjávarborð hækkar og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlaögum. Einn slíkur staður er við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.

Eldgos á Reykjanesskaga

Stampahraunið

Stampahraunið.

Gossaga Reykjanessskagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin virðist hafa verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin. Dyngjugos virðast hafa verið algeng á fyrri hluta Nútíma þ.e. fyrir 5000 – 10 000 árum en sprungugosin hafa verið nær einráð síðustu 5000 árin.
Eldgos eru ekki jafndreifð í tíma. Þau virðast koma í hrinum. Á Reykjanesskaganum koma hrinurnar á um 1000 ára fresti og stendur hver goshrina í 200 – 350 ár. Síðasta hrinan hófst um miðja tíundu öld og lauk á seinni hluta þrettándu aldar.
Eldgosin hegða sér þannig að í upphafi þeirra opnast spunga og landrek á sér stað. Rekið er nokkrir metrar í hverri hrinu. Hvert gos er líka í hrinum. Það stendur í fáeina daga eða vikur og síðan er að draga úr virkninni í mánuði eða ár áður en næsta gos verður.
Neðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Spungugos undir jökli mynda móbergshryggi og eru þeir algengir á Reykjanesskaganum.

Eldgos á sögulegum tíma

Húshólmi

Í Húshólma í Ögmundarhrauni.

Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, þ.e.a.s. í yfir 1100 ár. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos.
Það elsta eru: Bláfjallaeldar. Það hófst um árið 950 og stóð fram yfir árið 1000 í þessu gosi myndaðist feiknarmikið hraun.
Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151 en minniháttar gos varð 1188. Í því fyrra opnaðist um 25 km löng gosspunga og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan heitir hraunið Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krísuvík sem stóð niður á sjávarbakka. Hraunið rann allt um kring kirkjuna á staðnum.
Þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar sem urðu á árabilinu 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó. Þá reis upp eyja sem heitir Eldey í fárra sjómílna fjarlægð frá stöndinni.
Aðalgosið var árið 1226 við Reykjanestána, að mestu í sjó. Mikil aska kom upp og dreifðist hún undan suðvestanvindi yfir Reykjanesskagann. Sést öskulagið víða greinilega í jarðvegssniðum. Í kjölfarið jókst mjög jarðvegseyðing á Reykjanesskaga.”

Meira HÉR á Wikipedia.

Sogin

Sogin.

Eldgos

“Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu, sem liggur um Ísland þvert og er í beinu framhaldi af Reykjaneshryggnum, sem neðansjávar teygir sig langt suðvestur í haf og raunar er hluti af Atlantshafshryggnum mikla. Frá því að síðasta kuldaskeiði lauk hefur mikil eldvirkni verið á þessu svæði bæði ofansjávar og í hafi. Sú eldvirkni hefur á umliðnum öldum byggt upp Reykjanesskaga og verður ekki enn séð nokkurt lát á þeirri starfsemi, sbr. nýjasta eldgosið í Geldingadal í Fagradalsfjalli.

Kristnitökuhraun

Svínahraun.

Fyrsta heimild um gos á umræddu svæði er hin alkunna frásögn Kristnisögu: „Þá kom maðr hlaupandi ok sagði að jarðeldr var upp kominn í Ölfusi ok mundi hann hlaupa á bæ Þorodds goða” . Kristnisaga er talin vera „að stofni til frá 12. öld” og gæti því verið rituð rösklega öld eftir að atburðir þessir áttu sér stað. Hér er að sjálfsögðu látið liggja milli hluta hvort kristnitakan hafi verið árið 1000 eða 999. Lengi hefur verið fullyrt að gos þetta hafi verið í gígaröð austan við Hveradali.

Húshólmi

Í Húshólma í Ögmundarhrauni.

Síðari heimildir um eldgos á Reykjanesskaga eru með afbrigðum óljósar og torráðnar. Þannig er t. d. getið um gos í Trölladyngju eða Trölladyngjum 1151, 1188, 1340, 1360 og 1389-90 og um hraun, sem runnið hafi niður í Selvog 1340 . Líkur eru til að það, sem nú er nefnt Brennisteinsfjöll hafi áður fyrr verið nefnt Trölladyngjur, en sannanlega hefur þar verið eldvirkni mikil — og líka á sögulegum tíma og verður að því vikið síðar.
Ljóst er að Ögmundarhraun hefur runnið á sögulegum tíma þar eð það hefur runnið yfir bæ og hluti af rústum hans sést ennþá, en skráðar heimildir um það gos munu ekki vera fyrir hendi.

Gjóskusnið

Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.

Vafalaust hafa skráðar heimildir um ýmsa atburði á þessum landshluta, þar á meðal eldgos, glatast í aldanna rás. Má í því sambandi minna á afdrif bóka Viðeyjarklausturs .
Nú hefur, eftir mismunandi leiðum, verið mögulegt að sýna fram á, að a. m. k. 12 eða 13 eldgos hafa átt sér stað á Reykjanesskaga frá því að norrænt landnám hófst hér.  Einkum eru það tvö öskulög, sem hafa haft mikla þýðingu í þessu sambandi, en þau eru landnámslagið frá því um 900.

Bæði eru þessi öskulög auðþekkt séu þau á annað borð sæmilega greinileg. Landnámslagið er tvílitt, ljóst að neðan en svart að ofan. Öskulagið frá Kötlu er svart og þykkara en nokkurt annað öskulag í jarðvegssniðum á þessu svæði ofar en landnámslagið.

Aldursákvarðanir
Aðferðum, sem notaðar hafa verið til þess að flokka aldur hrauna á Reykjanesskaga má skipta í 4 flokka:
1) Sögulegar heimildir.
2) Geislakolsákvarðanir, C14.
3) Öskulög.
4) Afstaða til hrauna með þekktan aldur.

Eins og áður er sagt, eru sögulegar heimildir um eldgos á þessum landshluta bæði mjög fátæklegar og auk þess svo ruglingslegar að vant er að vita hverju má treysta.

Bæjarrústirnar í Ögmundarhrauni tala sínu máli, en þar með eru sannanir á þrotum. Um vitnisburð annála er áður getið. Ákvarðanir aldurs gróðurleifa (C14) hafa reynst notadrjúgar þar sem þeim verður við komið. Öskulög með þekktan aldur hafa einnig verið mjög til hjálpar.

Þegar Krýsuvíkureldar loguðu var aðalgosið árið 1151. Í því gosi opnaðist 25 km löng gossprunga, og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan er það Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krýsuvík sem stóð niður við sjávarbakkann.
Ögmundarhraun er runnið frá norðurhluta gígaraðar austan í Núpshlíðarhálsi og hefur meginhraunflóðið fallið milli Latsfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells og allt suður í sjó og langleiðina austur undir Krýsuvíkurberg.

Hér á eftir má sjá nokkrar umfjallanir um afmörkuð hraun:

Svínahraun — Kristnitökuhraunið
Kristnitökuhraun
Sýnt hefur verið fram á að yngsta hraunið austan við Hveradali getur ekki verið frá gosi því, er Kristnisaga getur um, ekki heldur hraunið úr Eldborg undir Meitli, er runnið hefur þannig, að það stefnið á Hjalla í Ölfusi og kemur að því leyti vel heim við söguna. Hins vegar er landnámslagið
ofan á Eldborg, og mosakol undan hrauninu við Hveradali sýna að það er um 800 árum eldra en kristnitakan . Þetta leiddi til þess að gerðar voru athuganir á yngsta hrauninu milli Lambafells og Bláhnúks, en það er augljóslega yngra en það, sem talið var vera Kristnitökuhraunið. Kom brátt í ljós að landnámslagið er undir þessu hrauni, en Kötlulagið frá um 1495 ofan á því (. Endurteknar athuganir í óbrennishólmanum í Svínahrauni leiddu í ljós, að ekki verður greindur minnsti vottur af jarðvegi eða gróðurleifum milli öskulagsins og hraunsins. Það, sem hér er nefnt Svínahraun, er hraunið úr Nyrðri Eldborg, en hraunið úr Syðri Eldborg er nefnt Lambafellshraun. Það hraun er eitthvað yngra, en talið vera nær samtíma, þ. e. úr sömu goshrinu. Þó er þetta enn ekki sannað mál. Bæði þessi hraun ná yfir 11,9 km2 svæði) og teljast um 0,24 km Þetta eru ólivínþóleíthraun og innihalda rösklega 14% ólivín.

Rjúpnadyngnahraun

Rjúpnadyngjuhraun

Rjúpnadyngjuhraun.

Í nær miðjum Húsfellsbruna milli Þríhnúka og [Húsfells] er eldstöð, sem mjög lítið ber á, en nefnist Rjúpnadyngjur. Húsfellsbruni er örnefni, sem nær til margra hrauna, sem flest eru runnin fyrir
landnám, en einnig eru þar yngri hraun. Naumast verður það talið, að augljóst sé við fyrstu sýn, að Rjúpnadyngjur séu eldvörp. Þarna er óvenju stórbrotið hraun með djúpum sprungum og illfærum gjám. Eitt hringlaga niðurfall er á þessu svæði og er talið líklegast að það sé yfir uppvarpinu. Gjall kemur aðeins fyrir á litlum hól miðsvæðis. Við nánari athugun sést að þarna er um eldstöð og um dæmigert hraungos að ræða, en yngri hraun hafa runnið upp að henni sunnan frá og verið langt komin með að færa hana í kaf. Hraun frá Rjúpnadyngjum hefur runnið norður og norð-vestur.
Nyrsti tangi þess endar í allhárri brún rétt austan við Búrfell og hefur þar runnið út á Búrfellshraun. Leysingavatn hefur grafið dálítinn farveg meðfram hraunröndinni norðaustur af Búrfelli og þar reyndist mögulegt að grafa inn undir hraunið. Komu þá í ljós bæði öskulögin, sem áður var minnst á.
Landnámslagið liggur inn undir hraunið, en svarta Kötlulagið er ofan á því. Þar með er ljóst að þarna hefur gosið eftir 900. Annað, sem sannar þetta, er að hraunið hefur á einum stað runnið út á Tvíbollahraun, en það var áður aldursákvarðað (sjá síðar). Gróðurleifar undir þessu hrauni eru afar fátæklegar og því hefur enn ekki verið hægt að koma C14 athugunum við.

Kóngsfellshraun

Stóri-Bolli

Stóri-Bolli, Kóngsfellsgígur, í Kóngsfelli.

Vestan við Stóra Kóngsfell er stutt gígaröð, sem nær upp í fellið og er á sprungu, sem gengur gegnum það. Þarna hafa einkum tveir gígir verið virkir. Hraunið hefur runnið báðum megin við Kóngsfell norður og niður á við. Það hefur runnið upp að Rjúpnadyngjum og báðum megin við þær og er því yngra en sú gosstöð og þar með frá sögulegum tíma. Nánari aldursákvörðun á þessu gosi liggur ekki enn fyrir.

Breiðdalshraun

Breiðdalur

Breiðdalur.

Á Brennisteinsfjöllum er feiknamikil eldstöð. Það hraun, sem til norðurs rann, er dæmigert helluhraun. Unun er að ganga þessar svörtu klappir, sem bjóða upp á hin furðulegustu mynstur í formi straumgára, fellinga og hraunreipa. Það hefur runnið í fremur mjóum straumi norðvestur fjallið milli eldri hrauna og fallið í bröttum fossi ofan í Fagradal, þar sem það hefur hrifið með sér stór björg og steina úr brúninni og liggja þeir nú í tugatali ofan á hrauninu í dalnum, meðal grjóts sem síðar hefur hrunið úr fjallinu út á hraunið. Það hefur svo haldið áfram allt að Undirhlíðum og loks staðnæmst í Breiðdal og þekur allan dalbotninn með sléttu hrauni. Þar sem það fellur niður í dalinn austan við Breiðdalshnjúk er það örþunnt. Leysingavatn hefur þar grafið sér farveg meðfram því og nokkuð inn undir rönd þess. Þar má sjá jarðveg þann, sem hraunið rann yfir og finna leifar þess gróðurs, sem þar var þá og raunar liggja þær gróðurleifar í sjálfu landnámslaginu. Liggur því tvöföld sönnun fyrir aldri þessa hrauns, enda gaf C” ákvörðun um ár 910. Meðal gróðurleifa virtist vera beitilyng, víðir, bláberjalyng og einír, en þetta allt vex á staðnum enn í dag.

Gráfeldur á Draugahlíðum

Gráfeldur

Gráfeldsgígur í Draugahlíðum.

Skammt eitt austan við hina fornu brennisteinsnámu, sem raunar mun hafa gefið þessum fjallaslóðum nafn, rís á fjallsbrún hár og brattur gígur, nefnt Gráfeld. Hljóti það nafn viðurkenningu, skal hraun þetta Gráfeldshraun heita, Þessi gígur er á sprungu og smágígir eru vestan við hann. Auðsætt er að hann hefur þegar í upphafi tekið völdin og sent hraunflóð mikið niður í dalinn, þar sem fleiri hraun voru þegar fyrir og fylla hann nú fjalla milli. Meðal þeirra er áðurnefnt Breiðdalshraun, sem hverfur inn undir þetta hraun, sem þannig örugglega er yngra, enda yngst í dalnum og samkvæmt þessu frá sögulegum tíma. Annálar geta þess að hraun hafi runnið niður í Selvog 1340 og 1389 . Mjög trúlegt sýnist að Selvogshraun sé frá öðru hvoru þessu gosi, en vel gætu hafa orðið enn fleiri gos í Brennisteinsfjöllum á sögulegum tíma og vafalaust hafa bæði þessi gos orðið þar, en tímasetning er óljós. Hraunið hefur fallið fram af Herdísarvíkurfjalli við Hlíðarvatn, en staðnæmst neðan við brekkurætur aðeins norðan við núverandi þjóðveg. Hraun það er fallið hefur niður í Kleifarvatn sunnanvert og Hvammahraun nefnist er mjög ungt og gæti jafnvel verið frá sögulegum tíma.

Tvíbollahraun

Tvíbolli

Tvíbollar.

Við Grindaskörð eru gígaraðir á sprungubelti og hefur þar verið mikil eldvirkni. Meðal þessara gíga eru Tvíbollar, en það eru gígir tveir, sem gnæfa á norðurbrún fjallsins . Eins og nafnið bendir til eru gígir þessir samvaxnir og sést það vel neðan úr byggð. Aðalgígurinn er 40 – 60 m hár en minni gígurinn tæplega þriðjungur þess. Gígirnir eru hlaðnir úr gjalli og hraunkleprum og hraunstraumurinn hefur fallið norður og mest um undirgöng, sem enn má sjá. Lengst norður nær hraun þetta að Helgafelli og hefur runnið í örþunnum straumi vestur með því að sunnan en hverfur loks undir Gvendarselshraun við suðvesturhornið á fellinu. Rétt þar hjá hefur leysingavatn grafið fornan jarðveg undan hrauninu svo það hefur á kafla fallið niður. Kemur við það í ljós jarðvegslag, sem er rösklega 1,2 m þykkt og í því m. a. eitt ljóst öskulag, sem talið er að sé H3 (frá Heklu fyrir 2.800 árum), en næst hrauninu eru kolaðar gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst 1075±60 C'4 ár, en það þýðir að hraunið gæti hafa runnið árið 875 og er því frá sögulegum tíma. Jafnframt fannst landnámslagið undir þessu hrauni, aðeins ofan við áðurnefnt niðurfall. Þrjú hraun hafa síðar runnið út á þetta hraun og eru því yngri, en þau eru Rjúpnadyngnahraun, Kóngsfellshraun og svo það litla hraun, sem næst verður fjallað um í þessari grein.

Gvendarselshraun

Gvendarselshæðargígar

Nyrstu Gvendarselshæðargígarnir norðvestan Helgafells.

Norðurendi Undirhlíða er nefndur Gvendarselshæð. Hún endar við Kaldárbotna. Austan í hæðinni gegnt Helgafelli er gígaröð, nefnt Gvendarselsgígi. Þeir eru á misgengi því, sem liggur eftir endilöngum Undirhlíðum, klýfur Kaldárhnúk, myndar vesturbrún Helgadals og klýfur Búrfellsgíginn um þvert og heldur áfram um Heiðmörk. Hraun frá þessari litlu gígaröð þekur allt svæðið milli
Gvendarselshæðar og Helgafells. Víðast er það dæmigert helluhraun. Það hefur runnið niður í Kaldárbotna að norðaustan í smátotu, sem hangir þar níður, en hefur staðnæmst neðan við hjallann. Annar straumur hefur fallið vestur um skarðíð milli Kaldárbotna og Hlíðarhorns og nær nokkuð vestur fyrir Kaldársel. Vestast er það svo þunnt að talsverða nákvæmni þarf til þess að rekja ystu mörk þess. Þriðja hraunkvíslin hefur svo fallið um Kýrskarð við suðurenda megin gígaraðarinnar, og út á Óbrinnishólahraun, og myndar smá hraunbleðil vestan undir hæðinni. Eins og áður er sagt hverfur
Tvíbollahraun inn undir Gvendarselshraun við suðurenda Helgafells. Gvendarselshraun er því yngra undir hraunið syðst og fundum þar bæði landnámslagið og gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst vera frá því um 1075.

Nýjahraun — Kapelluhraun

Kapelluhraun

Kapelluhraun – loftmynd.

Eins og áður er sagt bendir upprunalegt nafn þessa hrauns ótvírætt til þess að það hafi orðið til á
sögulegum tíma. Um aldur þess hefur að öðru leyti ekki verið vitað. Í sambandi við rauðamalarnám við gígina, sem hraunið er komið úr, opnaðist möguleiki til þess að komast að jarðvegslögum undir því og ná þar í kolaðar gróðurleifar. Þar voru tekin alls 3 sýni á jafnmörgum mismunandi stöðum. Aldursákvarðanir á þeim sýndu að gosið hafi þarna um 1005. Þrátt fyrir þær skekkjur, sem loða við
þessar aldursákvarðanir er með þeim staðfest að hraunið er frá sögulegum tíma og næsta ljóst að gosið hafi orðið snemma á 11. öld.

Ögmundarhraun

Latur

Latur í Ögmundarhrauni.

Ekki er kunnugt um uppruna nafnsins á hrauni þessu, en langt er síðan að ljóst var að það hafði runnið á sögulegum tíma. Það sanna rústir bæjar, sem eyðst hafði í gosinu. Ögmundarhraun er komið úr gígaröðum austan í og austanundir Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi). Samanlögð lengd þessara gígaraða er nær 5 km. Næsta ljóst er að allar hafa þær verið virkar aðeins í byrjun gossins, en fljótlega hefur hraunrennslið færst yfir í, einkum þrjá gígi, nálægt austurenda gígaraðarinnar og þaðan hefur megin hraunflóðið runnið suður dalinn milli Krýsuvíkurmælifells og Latsfjalls alla leið í sjó fram. Þarna hefur það farið yfir gróið land og eyðilagt a. m. k. eitt býli eins og rústirnar sanna, en vel gætu þau hafa verið fleiri og raunar ekki ólíklegt að svo hafi verið . Hraunið hefur fallið í sjó fram á um 7,5 km strandlengju og hugsanlegt gæti verið að þar hafi sú vík verið, sem Krýsuvík er kennd við — sé það á annað borð nauðsynlegt að skýra nafnið svo – og hafi hraunið
fyllt hana. Um þetta skal ekkert fullyrt. Lengi hefur því verið haldið fram að þetta gos hafi orðið árið 1340. Þetta ártal er komið frá Jónasi Hallgrímssyni, en ekki getur hann heimilda fyrir því.
Því má aðeins bæta við hér að engar mannvistarleifar er að finna í tveim smá óbrennishólmum ofar í hrauninu. Þess skal hér einnig getið að svo virðist sem Ögmundarhraun, Nýjahraun (Kapelluhraun) og Gvendarselshraun hafi öll orðið í einni goshrinu, sem þá hafi orðið á fyrri hluta 11. aldar. Því má svo bæta við, að vel gætu fleiri gos hafa orðið um svipað leyti eða samtímis víðar á Reykjanesskaga

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun.

Hraun þetta hefur komið upp í tveim gígum og ber sá þeirra sem hæstur er nafnið Arnarsetur. Hraunið hefur ótvíræða dyngjulögun, einkum séð vestan frá, en bergfræðilega er það skyldara sprunguhraunum. Þetta hefur verið allmikið gos. Hraunið þekur sem næst 22 km2 og telst samkvæmt því 0,44 km en sennilega er sú tala talsvert of lág því hraunið er greinilega mjög þykkt á stóru svæði kringum eldvarpið. Eldra hraun, sem aðeins sést í smá óbrennishólma bendir til þess að áður hafi gosið á þessum sama stað. Í sambandi við jarðfræðikortlagningu kom í ljós að Arnarseturshraun hlaut að vera yngst allra hrauna á þessu svæði. Það vakti grun um að það gæti verið frá sögulegum tíma.
Út frá þeím skráðu heimildum, sem til eru, virtist liggja beinast fyrir að ætla að gos þetta hafi orðið 1660 og sé það, sem getið er um í annál Gunnlaugs Þorsteinssonar fyrir árið 1661, Vallholtsannál, (Annálar 1400-1800) sem getur um eldgos í Grindavíkurfjöllum þetta ár.

Eldborg við Trölladyngju

Eldborg

Eldborg við Trölladyngju.

Þess skal og getið að gos það er orðið hefur rétt norðan við Trölladyngju og myndað gíginn Eldborg sýnist hafa orðið um líkt leyti og Afstapahraun rann.
Vel gætu þessi gos bæði hafa verið svo að segja samtímis og mætti þá raunar um það deila hvort um er að ræða eitt gos eða tvö. Einar Gunnlaugsson (1973) fann öskulag ofan við landnámslagið í Hörðuvallaklofa og er líklegt að það sé af þessum slóðum komið. Ekki verður hins vegar í það ráðið hvort það kann að vera úr Eldborg eða öðru eldvarpi í nágrenninu.

Traðarfjöll

Reeykjanes

Dásemdir Reykjanesskagans má í dag finna víða, þökk sé jarðvánni….

Í jarðfræði Reykjanesskaga (eftir Jón Jónsson 1978,) er eldstöðvum á þessu svæði nokkuð lýst og hraunið nefnt Traðarhraun, en réttara væri e. t. v. að nefna það Traðarfjallahraun. Þegar vegur var lagður gegnum Reykjanesfólkvang var hann skorinn inn í gíg sunnan í Traðarfjöllum. Við það kom í ljós allþykkt moldarlag undir gjallinu og reyndist þar auðvelt að
grafa fram jarðvegssnið, sem nær frá því og niður á fast berg, sem þarna er móberg. Undir gjallinu er fyrst 9 cm þykkt moldarlag en þá kemur ljósleitt (nánast gulleitt) öskulag, sem ekki getur annað verið en landnámslagið margumtalaða. Sýnir þetta að þarna hefur gosið, að líkindum þó nokkru eftir árið 900 þar eð um 9 cm jarðvegur hefur verið kominn ofan á öskulagið áður en gosið varð. Vel gæti þetta hafa verið um sama leyti og Ögmundarhraun rann, þótt ekkert sé um það hægt að fullyrða. Eins og teikningin sýnir er annað ljóst öskulag neðar í sniðinu og ætti það samkvæmt reynslu að vera H3. Ekki hefur enn gefist tími til að rekja útbreiðslu hraunsins frá þessu gosi, enda er það ekki auðvelt. Hitt er ljóst að með þessu bætist við enn eitt gos, sem örugglega hefur orðið á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Þykir þetta renna enn einni stoð undir það að meiriháttar goshrina hafi þar orðið snemma á landnámsöld. Ekki var mögulegt að greina neinar gróðurleifar undir gjallinu. Nægilega mikið loft hefur þarna komist að til þess að gras hefur brunnið til ösku en ekki kolast. Því má bæta hér við að þar eð svona þykkt jarðvegslag er komið ofan á landnámslagið, gæti þetta verið það gos sem Jónas Hallgrímsson talar um og Þorvaldur Thoroddsen (1925) vitnar í. Gæti þetta verið skýringin á því að ártalið 1340 hefur verið tengt Ögmundarhrauni.

Nöfn á hraunum á Reykjanesskaga.
1. Rjúpnadyngjuhraun
2. Húsfellsbruni
3. Tvíbollahraun (Hellnahraun eldra)
4. Grindaskarðahraun (Hellnahraun yngra)
5. Þríhnúkahraun
6. Þjófakrikahraun (Eyrahraun)
7. Kristjánsdalahraun
8. Hellur
9. Markrakahraun (Hellnahraun yngra)
10. Dauðadalahraun (Hellnahraun eldra)
11. Skúlatúnshraun (Hellnahraun eldra)
12. Búrfellshraun
13. Flatahraun (Búrfellshraun)
14. Selgjárhraun (Búrfellshraun)
15. Svínahraun
16. Urriðakotshraun (Búrfellshraun)
17. Vífilsstaðahraun (Búrfellshraun)
18. Stórakrókshraun (Búrfellshraun)
19. Garðahraun (Búrfellshraun)
20. Gálgahraun (Búrfellshraun)
21. Klettahraun (Klettar)
22. Mosar (Eldborgarhraun)
23. Smyrlabúðahraun (Búrfellshraun)
24. Gjárnar (Búrfellshraun)
25. Norðurgjár (Búrfellshraun)
26. Seljahraun
27. Gráhelluhraun (Búrfellshraun)
28. Lækjarbotnahraun (Búrfellshraun)
29. Stekkjahraun (Búrfellshraun)
30. Sjávarhraun
31. Hörðuvallahraun (Búrfellshraun)
32. Hafnarfjarðarhraun (Búrfellshraun)
33. Helgafellshraun (Stórabollahraun)
34. Kaldárhraun (Búrfellshraun)
35. Brunahryggur
36. Óbrinnishólabruni
37. Arnarklettabruni
38. Stórhöfðahraun (Hellnahraun yngra)
39. Kornstangarhraun
40. Selhraun (Eldra Afstapahraun)
41. Hellisdalshraun
42. Hellnahraun
43. Leynidalahraun
44. Hvaleyrarhraun (Hellnahraun eldra)
45. Hraunhólshraun
46. Nýjahraun
47. Háibruni
48. Bruni (Kapelluhraun/Nýjahraun)
49. Hrauntungur (Hrútagjárdyngjuhraun)
50. Brenna
51. Kapelluhraun (Nýjahraun/Bruninn)
52. Snókalönd (Hrútagjárdyngjuhraun)
53. Hrútadyngjuhraun
54. Almenningur (Hrútagjárdyngjuhraun)
55. Hólahraun
56. Sauðabrekkuhraun (Sauðabrekkugígar)
57. Fjallgrenshraun (Sauðabrekkugígar)
58. Brundtorfuhraun (Brunntorfuhraun)
59. Hafurbjarnarholtshraun (Hrútagjárdyngjuhraun)
60. Stórhólshraun
61. Eyjólfsbalahraun
62. Bringur (Hvammahraun)
63. Einihólshraun
64. Merarhólahraun
65. Rauðhólshraun (Kapelluhraun)
66. Tóhólahraun (Hrútagjárdyngjuhraun)
67. Þúfuhólshraun
68. Sléttahraun (Búrfellshraun)
69. Laufhólshraun (Hrútargjárdyngjuhraun)
71. Meitlahraun (Eldborgarhraun)
72. Bekkjahraun (Hrútargjárdynguhraun)
73. Brenniselshraun (Hrútagjárdyngjuhraun)
74. Katlar (Hrútagjárdyngjuhraun)
75. Draughólshraun (Hrútagjárdyngjuhraun)
76. Flár (Hrútagjárdyngjuhraun)
77. Rauðamelshraun (Hrútagjárdyngjuhraun)
78. Ögmundarhraun
79. Katlahraun (Moshólshraun)
80. Leggjabrjótshraun (Höfðagígahraun)
81. Beinavörðuhraun (Sunhnúkahraun)
82. Illahraun
83. Bræðrahraun og Blettahraun (Eldvarparhraun)
84. Eldvarparhraun
85. Stampahraun
86. Eldvörp
87. Þríhnúkahraun
88. Hellisheiðarhraun
89. Eldborgarhraun
90. Eldborgahraun
91. Hnúkahraun
92. Dauðadalahraun (Hnúkahraun)
93. Kistufellshraun
94. Draugahlíðahraun
95. Heiðin há
96. Leitarhraun
97. Þurárhraun
98. Astapahraun
99. Kálffellshraun

Heimild:
-https://redlion.blog.is/blog/redlion/

Eldgos

Eldgos á Reykjanesskaga – Geldingadalur mars 2021.

Flekaskil

Samkvæmt jarðfræðikenningum þá þrýstast Evrasíu- og Norður- Ameríkuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi. Plötuskilin afmarkast af gosreinum, gjám og gígaröðum sem liggja frá Reykjanesi og norðaustur um land. Segja má að Reykjaneshryggurinn (Mið-Atlantshafshryggurinn) “gangi” á land á Reykjanesi en með honum liggja skil þessara tveggja fleka. Ísland skiptist þannig milli tveggja jarðskorpufleka. Austurhluti landsins tilheyrir svonefndum Evrasíufleka og vesturhlutinn svonefndum Norður-Ameríkufleka. Skilin milli flekanna birtast okkur ýmist sem opnar sprungur og gjár eða sem sem gígaraðir.

Möttull

Jörðin – að innan.

Ysti hluti jarðar er samsettur úr nokkrum geysistórum bergflekum sem ná djúpt niður í seigan möttul jarðar. Flekarnir eru 100–200 km þykkir og „fljóta“ ofan á möttlinum. Efsti hluti flekanna kallast jarðskorpa og er hún 5-70 km þykk.

Við flekamót rekur fleka saman en við flekaskil rekur þá í sundur.

Við flekaskil valda iðustraumar í möttulbráðinni því að flekar færast í sundur. Þar þrýstist bráðin hraunkvika upp og bætist á jaðra flekanna. Eldgos verða þar sem hraunkvikan brýst alla leið upp á yfirborð.

Flekaskil

Mismunandi flekaskil.

Flekaskil eru að langmestu leyti á botni úthafanna og mynda þau geysilangt net af neðansjávarhryggjum, alls um 60 þúsund km að lengd. Aðeins um 1% af úthafshryggjum jarðar eru ofansjávar.

Ísland er á flekaskilum og eru flekarnir tveir, Ameríkuflekinn og Evrasíuflekinn. Úthafshryggurinn sem liggur um Ísland og sker það í tvennt kallast einu nafni Norður-Atlantshafshryggur og er hann hluti af jöðrum flekanna tveggja.

Svæði þar sem flekana tvo rekur hraðast í sundur eru kölluð gliðnunarbelti eða rekbelti. Utan rekbeltanna eru tvö hliðarbelti og liggja þau í eldri jarðskorpu en rekbeltin. Tvö þverbrotabelti tengja saman hliðrun sem er á Norður-Atlantshafshryggnum um mitt Ísland.

Hliðrun úthafshryggjarins stafar líklega af miklum möttulstrók, svokölluðum heitum reit með sérstaklega heitu, léttu og miklu kvikuuppstreymi, sem er undir Íslandi. Miðja möttulstróksins er undir Vatnajökli og togar strókurinn hrygginn eða gliðnunarbeltin til sín.

Ameríkuflekann og Evrasíuflekann rekur um 1 cm á ári frá hvor öðrum í vestur og austur. Ísland gliðnar því um 2 cm á ári, eða um 2 m á 100 árum. Óvíst er hvort Ísland stækki við þetta vegna þess að samtímis nýmyndun jarðefna á sér stað landeyðing vegna ýmissra rofafla.

Jörðin er mjög spennandi viðfangsefni fyrir alla aldurshópa. Það er margt sem hægt er að skoða og rannsaka nánar hvort sem það er sólkerfið sem tilheyrir jörðinni, samspili lífvera og jarðarinnar eða uppbyggingu jarðarinnar.

Landrekskenningin – Alfred Wegener

Alfred Wegener

Alfred Wegener.

Árið 1912 kynnti þýskur veðurfræðingur Alfred Wegener fyrstur kenningu um landrek. Þremur árum síðar eða 1915 var Landrekskenning Wegeners sett fram í bókinni Myndun meginlanda og úthafa. Hann hélt því fram að öll meginlönd gætu flust úr stað með því að fljóta. Wegener taldi að meginlöndin hafi verið ein heild, þ.e. Pangea (al-álfa) sem hafi brotnað upp og brotin flust úr stað. Hann taldi með þessu að hann gæti útskýrt ásæðuna fyrir því af hverju löndin pössuðu vel saman. Um 1930 töldu jarðeðlisfræðingar að það væri ekki til nægilega stór kraftur sem gæti flutt heimsálfurnar úr stað og tókst þeim þar með að afsanna þann hluta kenningar Wegeners. En árið 1964 var landrekskenningin endurvakin og var þá nefnd botnskriðskenning og var þá gerð athugun á gerð hafsbotnsins. Í ljós kom að á hafsbotni leyndust langir fjallgarðar sem risu í um 2000-4000 m yfir hafsbotninn. Árið 1968 kom fram flekakenningin, en samkvæmt henni skiptist jarðskorpan í jarðfleka sem eru á reiki um yfirborð jarðar og eru flekarnir knúnir af hita frá möttlinum. Á úthafshryggjum á hafsbotni jarðarinnar rekur þessa fleka í sundur og til þess að það myndist ekki gap í jarðskorpunni fyllir bergkvika bilið og myndar á ný úthafsskorpu.

Innri gerð jarðar

Möttull

Jörðin – að innan.

Jörðin er flóknara fyrirbæri en við höfum gert okkur grein fyrir og verður stikklað á stóru um jörðina. Hún er þriðja reikistjarnan frá sólu en fimmta stærsta reikistjarna sólkerfisins. Þykkur lofthjúpur umlykur jörðina sem er að mestu úr nitri og súrefni. Á jörðinni hafa miljónir lífvera viðveru, hvort sem það eru plöntur eða dýr. Jörðin snýst um möndul sinn heilan hring á sólarhring en hún snýst einnig umhverfis sólu, sem tekur hana heilt ár. Jörðinni er skipt upp í nokkur lög, þ.e.a.s. innri kjarna, ytri kjarna, möttul og jarðskorpu. Innan möttulsins er 100 km þykkt lag sem kallast deighvel en ofan á deighvelinu flýtur u.þ.b 100 km þykkir jarðflekar. Ysta lag jarðflekanna hefur tvær misþykkar jarðskorpur, meginlandsskorpu og hafsbotnsskorpu. Jarðskorpan er að stærstum hluta byggð upp af 8 frumefnum eða u.þ.b. 98,5%, súrefni (45,6%), kísil (27,7%), áli (8,1%), járni (5,0%) ásamt kalsíum, natríum, kalíum og magnesíum en þau finnast í minna magni.

Jarðflekar

Flekaskil

Jarðflekar.

Jarðflekarnir sem eru um 100 km á þykkt innihalda jarðskorpuna ásamt efsta hluta möttulsins. Yfirborð jarðarinnar skiptist upp í 6 stóra jarðskorpufleka ásamt nokkra minni. Stærstu flekar jarðarinnar eru Evrasíufleki, Ameríkufleki, Afríkufleki, Kyrrahafsfleki, Suðurskautsfleki og Indlands-Ástralíufleki. Á mörkum þessara jarðskorpufleka birtast innri öfl, til dæmis með eldgosum og jarðskjálftum. Samkvæmt tilraun sem var gerð á árunum 1955-1965 kom fram að flestir jarðskjálftar ásamt mestallri eldvirkni jarðar var á mjóum beltum, þ.e. flekamörkum. Í berginu við mjóu beltin eða flekamörkin byggist upp spenna þegar flekamörkin hnikast til og jörðin losar sig við þennan varma hvort sem það er á meginlandi eða á hafsbotni. Flekamörkin skiptist í þrjá flokka, flekaskil, flekamót og sniðgeng flekamörk eða þverbrotabelti.

Flekaskil

Flekaskil

Flekaskil Norður-Atlantshafshryggjarins.

Flekaskil koma fram þar sem flekarnir gliðna í sundur, eldvirkni er í sprungunum og bergkvika kemur upp um sprungurnar, sem hafa myndast á skilunum. Þegar bergkvikan storknar kemur hún sem viðbót beggja vegna við flekana. Á hafsbotni myndast miðhafshryggir, til dæmis Atlantshafshryggurinn, og þar sem flekarnir gliðna í sundur þá myndast djúpir sigdalir. Á Íslandi má finna marga staði þar sem hægt er að sjá og jafnvel skoða flekaskil sem eru á þurru landi.

Flekaskil og gosbelti á Íslandi

Flekaskil

Flekaskil – Jarðfræðikort ÍSOR – http://jardfraedikort.is/?coordinate=64.96%2C-18.62&zoom=2

Á Íslandi eru flekaskil mjög aðgengileg og liggja þau þvert yfir landið frá Reykjanestá norður í Öxarfjörð. Einn vinsælasti staður til þess að sjá flekaskil á þurru landi eru Þingvellir en einnig er hægt að sjá flekaskil vel á Reykjanesi. Á Þingvöllum hefur sigdalur myndast á milli Almannagjár og Hrafnagjár og hefur dalurinn sigið um 40 m á síðustu 9000 árum. Ísland hefur fleiri sérkenni sem má rekja til flekaskilanna, til dæmis mikið af sprungum og gjám, mikinn jarðvarma til dæmis í Kröflu, Öskju og Hengli, eldgos í löngum sprungum en væga jarðskjálfta sem skipta tugum á hverjum sólarhring sem við finnum ekki fyrir.

Flekamót

Flekamót

Flekamót.

Við flekamót mætast tveir flekar, þar sem annar lútir fyrir hinum og sveigir undir hann og „eyðist“. Djúpálir myndast þegar hafsbotn eyðist en hafsbotninn sveigir u.þ.b. í 45° niður á við og fer undir hafsbotninn eða meginlandið sem kemur á móti honum. Mikilir jarðskjálftar verða á flekamótum á hafsbotni ásamt hættulegum eldgosum. Þrjár tegundir flekamóta eru til, hafsbotn mætir hafsbotni, hafsbotn mætir meginlandi og meginland mætir meginlandi.

Hafsbotn mætir hafsbotni; þar myndast djúpálar og hafsbotninn sem hefur svegt 45° niður á við eyðist upp þegar komið er niður í möttulinn og samlagast honum að hluta til. Mikil eldvirkni er á þessum svæðum og eyjabogar myndast, sem er röð eldfjallaeyja. Kúileyjar í Norður-Kyrrahafi eru dæmi um eyjaboga.
Hafsbotn mætir meginlandi; hafsbotninn lútir fyrir meginlandinu og treðst undir meginlandinu í djúpál. Á svæðum þar sem hafsbotn mætir meginlandi er einnig mikil eldvirkni og fellingafjöll með eldfjöllum myndast.
Meginland mætir meginlandi; hvorugur flekanna sveigir undir hinn, heldur myndast óregluleg hrúga, fellingafjöll, þar sem begið leggst í fellingar. Þegar fellingafjöllin myndast er lítil sem engin eldvirkni en harðir jarðskálftar eru á þessum svæðum. Himalayafjöllin í Asíu þar sem Indland rekur til norðurs er dæmi um flekamót þar sem meginland mætir meginlandi.

Sniðgeng flekamörk eða þverbrotabelti

Flekaskil

Jarðflekar.

Engin eyðing eða myndun bergs á sér stað við sniðgeng flekamörk. Tveir flekar nuddast saman á hliðunum og við það koma frekar harðir jarðskjálftar. Aðaleinkenni miðhafshryggjanna er hryggjarstykkin sem myndast við sniðgengu flekamörkin, en flekamörkin búta miðhafshryggina niður og við það kemur hliðrun víða fram á miðhafshryggjunum. San Andreas sprungan í Bandaríkjunum er dæmi um sýnileg sniðgeng flekamörk en þau koma fram á fleiri stöðum á meinglöndunum.

Heimildir:
-https://natkop.kopavogur.is/syningar/jardfraedi/landrek-flekaskil/
-https://is.wikibooks.org/wiki/Jar%C3%B0flekar
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3811

Flekaskil

Flekaskilin um Ísland.

Möttull

Möttull jarðar og möttulstrókurinn sá, sem Ísland byggir tilvist sína á, hlýtur að vera okkur Íslendingum sérstaklega áhugaverður. Við, sem eintaklingar, erum lítilmótlegir andspænis mikilfengleikanum.
Á Vísindavef HÍ má lesa eftirfarandi um möttul jarðar:

Spurningin var: “Hvað viðheldur þeim mikla hita sem er í möttli jarðar í gegnum alla jarðsöguna og hvaðan kemur allt það mikla magn gosefna og hvað fæðir möttulinn af nýju efni?

Möttull

Jörðin – að innan.

“Yfirborð jarðkjarnans er mörg hundruð gráðum heitara en möttullinn fyrir ofan. Frá kjarnanum streymir því varmi upp gegnum möttulinn og allt til yfirborðs jarðar. Svo öflugur er varmastraumurinn að hvarvetna undir hinni stinnu hafsbotnsskorpu er möttulefnið nálægt bræðslumarki sínu (deighvolf, lághraðalag) við ríkjandi þrýsting. Neðst í möttlinum, næst kjarnanum, er möttulefnið eðlisléttara en efnið ofan á vegna hins háa hita, það stígur því upp í formi möttulstróka, líkt og saltstöplar gegnum ofanáliggjandi set, en í staðinn sígur kaldara efni niður að kjarnanum í eilífri hringrás. Auk varmastreymis frá kjarnanum verður til varmi í möttulefninu sjálfu við sundrun geislavirkra efna, einkum kalíns (40K).

Möttull

Jörðin – að innan.

Þessi hringrás efnisins, sem á yfirborði jarðar kemur fram í reki skorpufleka er myndast við miðhafshryggi og eyðast á niðurstreymisbeltum, hefur viðhaldist svo lengi sem rekja má söguna í jarðmyndunum, í meira en 4000 milljónir ára. Ekki er þó um „eilífðarvél” að ræða — að vinna sé framkvæmd án þess að orka eyðist — því í jörðinni eyðist það sem af er tekið: Þótt jarðkjarninn tapi stöðugt varma til möttulsins viðhelst hitajafnvægi í kjarnanum með kristöllun hins bráðna ytri kjarna utan á járnkúlu innri kjarnans. Að auki myndast varmi við núning í vökva ytri kjarnans vegna ólíks snúningshraða innri kjarna (r=1220 km) og jarðar (r=6370 km) sem meðal annars kemur fram í minnkandi snúningshraða jarðar — fyrir 250 m.á. var eitt ár 400 dagar en er nú 365 dagar (þátt í þessu, sennilega mestan, á stífudans jarðar og tungls).

Möttull

Hvort tveggja, kristöllun innri kjarna og minnkandi snúningshraði jarðar, eru dæmi um óafturkvæma þróun, annað dæmi er sívaxandi hlutfall kísilríkra bergtegunda í jarðskorpunni.
Allt storkuberg hefur storknað úr bráð sem orðið hefur til við hlutbráðnun úr eldra bergi. Basalt, sem dæmi, myndast við allt að 20% bráðnun á peridótíti, bergtegund möttulefnis, og hafsbotnarnir, rúm 70% af yfirborðsflatarmáli jarðar, eru úr basalti. Fyrrum þóttu það mikil firn að endalaust magn efnis, basalts af nánast fastri samsetningu, skuli geta myndast úr sama „frumefninu“. Skýringin reyndist vera eðlis-efnafræðileg: Þegar blanda af tveimur eða fleiri mismunandi kristöllum (steindum) er brædd, myndast bráð með bundinni efnasamsetningu sem aðeins er háð þrýstingi en óháð hlutföllum kristallanna í blöndunni. Sú bráð heldur áfram að myndast þar til einn kristallanna er uppurinn – þá þarf að hækka hitastigið uns ný bráð tekur að myndast í jafnvægi við kristallana sem eftir voru, og svo framvegis.

Möttull

Jörðin – samsetning.

Á efstu ~100 km jarðmöttulsins samanstendur möttullinn (peridótít) af fjórum meginsteindum, ólivíni, díopsíti, enstatíti og spínli, og basalt er bráð úr því steindafylki. Bræðslumark efnis er háð þrýstingi og undir hafsbotnunum bráðnar heitt möttulberg við þrýstingslækkun með tvennum hætti: í möttulstrókum rís heitt efni, þrýstingur lækkar uns bræðslumarki er náð og basaltbráð myndast sem seytlar í átt til yfirborðsins. Á miðhafshryggjunum verður bráðnun við þrýstingslækkunin vegna gliðnunar, þegar skorpufleka rekur hvorn frá öðrum, og yfirleitt er varminn í lághraðalaginu nægur til að 6–7 km þykkt basaltlag geti myndast. Í möttulstrókum berst nýtt efni stöðugt að neðan og bráðnar að hluta efst í möttlinum, en hvað um rekhryggina – geta þeir „sogið“ 7 km þykka basaltskorpu endalaust úr sama hluta möttulsins fyrir neðan? Svo er ekki, því hryggina sjálfa rekur fram og aftur ofan á lághraðalagi möttulsins og eru því að bræða basalt úr sífellt „nýjum“ hlutum lághraðalagsins. Til dæmis virðist svo sem austurhluti Íslands, Evrasíuflekinn, sé nokkuð staðfastur miðað við möttulstrókinn undir landinu, Ameríkuflekann reki 2 cm á ári til vesturs miðað við hann, en rekbeltin og Mið-Atlantshafshrygginn sjálfan 1 cm á ári.
Möttull
Nú er það svo, að möttull jarðar er fjarri því að vera einsleitur – hafi jörðin í upphafi verið meira eða minna bráðin kynni möttullinn að hafa „byrjað“ nokkuð einsleitur, en eins og fyrr sagði hófust snemma þau jarðfræðilegu ferli sem við þekkjum og öll leiða til aukinnar misleitni: Möttulstrókar rísa upp um möttulinn, hvarfast við hann eða þá dagar uppi á miðri leið. Basaltísk hafsbotnsskorpa hverfur niður í möttulinn á niðurstreymisbeltum eftir að hafa hvarfast við sjóinn, ummyndast í jarðhitakerfum og tekið með sér setberg af hafsbotninum – sumt af þessu efni verður eftir á mismunandi dýpi í möttlinum en sumt sígur alla leið niður að kjarna. Þetta ferli hefur gengið í að minnsta kosti 4000 milljón ár eins og fyrr sagði, en að auki hrærir iðustreymi í möttulefninu. Þrátt fyrir misleitni möttulsins myndast basalt við allt að 20% uppbræðslu hans, meira en 90% af efni basalts eru aðalefni úr steindunum fjórum sem ofar voru taldar (peridótít); afgangurinn er auka- og snefilefni – munurinn á ólíku úthafsbasalti kemur fram í snefilefnum og ýmsum samsætum (ísótópum).
Í stuttu máli: Kristöllun jarðkjarnans og geislavirk efni viðhalda hita í möttli jarðar, hið mikla magn gosefna myndast við bráðnun af völdum þrýstingslækkunar efst í jarðmöttlinum, og „endurvinnsla“ hafsbotnsskorpunnar fæðir möttulinn af nýju efni.”

Möttulstrókar

Möttulstrókur

Möttulstrókur.

Möttulstrókar myndast djúpt í iðrum jarðar og eru þessi fyrirbæri mjög öflugir, staðbundnir uppstreymisstaðir. Í möttulstrókunum er 2 – 300°C heitara efni en er umhverfið í kring um þá og vegna þessa hita er strókurinn eðlisléttari.Það er þess vegna sem jarðskorpan rís yfir stróknum ofar en jarðskorpan í kring eða á bilinu 5 – 40 km. Möttulstrókar eru eins konar hringrásarstraumar en þeir myndast vegna varmamyndunar og varmaburðar í íðrum jarðar. Varmaburðurinn lýsir sér þannig að heitara, eðlisléttara efni rís og kaldara, þéttara efni sekkur.

Möttulstrókur undir Íslandi
Möttulstrókurinn undir Íslandi er einn af öflugustu möttulstrókum jarðarinnar. Talið er að miðja stróksinns sé núna undir norðvesturhluta Vatnajökuls (Grímsvötn, Bárðarbunga). Talið er að Ísland hafi orðið til vegna þessa möttulstróks. Á síðustu árþúsundum hefur komið hér upp stór hluti þeirrar kviku sem öll eldgos á jörðinni framleiddu ofan sjávar.

Möttulstrókur

Áætlað er að möttulstrókurinn sé um 200 km í þvermál sem sennilega nær að mörkum möttuls og kjarna á um 2900 km dýpi. Efnið í honum er um 300 °C heitara en efnið umhverfis.

“Heitir reitir” nefnast staðir á jörðinni sem einkennast í fyrsta lagi af mikilli eldvirkni samanborið við svæðin í kring og í öðru lagi af því að þeir rísa hátt yfir umhverfið. Þannig verður ekki um það deilt að Ísland er mun eldvirkari hluti af hryggjakerfi jarðar en Mið-Atlantshafshryggurinn bæði fyrir norðan og sunnan landið. Þetta kemur meðal annars fram í því að blágrýtisskorpan undir Íslandi er um 30 km þykk en skorpan sunnan og norðan við landið er um 6 km að þykkt. Og jafnframt leikur ekki á því vafi að Ísland rís yfir sjávarmál, ólíkt Atlantshafshryggnum fyrir norðan og sunnan.
Af þessum sökum er Ísland óumdeilanlega „heitur reitur“ og hefur svo verið að minnsta kosti í 60 milljón ár, eins og Grænlands-Færeyjahryggurinn sannar. En Grænlands-Færeyjahryggurinn er einhverskonar framhald af Íslandi til VNV og ASA, gerður úr 25-30 km þykkri blágrýtisskorpu. Bergið í Færeyjum og A-Grænlandi er 60-65 milljón ára, myndað þegar þessir staðir voru þar sem Ísland er nú.”

Flekaskil

Flekaskil Norður-Atlantshafshryggjarins.

“Í meira en 30 ár hefur almennt verið talið að heitir reitir myndist þar sem „möttulstrókar“ rísa úr iðrum jarðar. Strókar þessir eru 200-300°C heitari en möttulefnið umhverfis og þess vegna eðlisléttari. Þeir „sjást“ með jarðskjálftabylgjum niður á 450 km dýpi en til þess að „sjá“ þá lengra niður þyrfti mun víðfeðmari og fullkomnari net jarðskjálftamæla en nú eru til staðar.

Hins vegar eru ýmis rök fyrir því að möttulstrókar, að minnsta kosti hinir öflugri þeirra, nái allt niður að mörkum jarðkjarna og -möttuls á 2.900 km dýpi, og að varminn sem þeir bera til yfirborðsins sé frá kjarnanum kominn. Þá hefur verið sýnt fram á það að eðliseiginleikar möttulefnis, sem hitnar nógu mikið til að það fari að „ólga“ líkt og grautur í potti, séu þannig að mjóir, sívalir strókar myndist í stað þess að efnið allt sé á iði.
Að ýmsu leyti minna möttulstrókar, eins og menn hugsa sér þá, á saltstöpla sem alkunnir eru frá Mið-Austurlöndum og víðar: saltlag sem liggur undir fargi eðlisþyngri jarðlaga rís til yfirborðsins í strókum – saltstöplum – og getur meira að segja náð alla leið upp á yfirborð þar sem saltið dreifir úr sér líkt og jökulís.
Kenningin um möttulstróka hefur reynst öflug við að skýra eiginleika heitra reita. Þeir (heitu reitirnir) standa hátt vegna þess að undir þeim er (tiltölulega) eðlisléttur sökkull. Hin mikla eldvirkni, og þar með þykk blágrýtisskorpa, stafar af því hve heitur möttulstrókurinn er: Blágrýtið myndast þegar heitt möttulefni bráðnar vegna þrýstiléttis, og því heitara sem möttulefnið er, þeim mun meiri verður bráðnunin. 200-300°C munur á hita íslenska möttulstróksins og jarðmöttulsins undir Mið-Atlantshafshryggnum fyrir norðan og sunnan nægir til þess að skýra muninn á þykkt skorpunnar.

Flekaskil

Flekaskilin.

Jarðefnafræðilegar mælingar á íslenskum blágrýtissýnum benda til um 30% bráðnunar undir landinu, sem svarar til um 25 km þykkrar blágrýtisskorpu. Og jarðskjálftafræðingar telja sig greina mörk blágrýtis og möttulefnis á 25-35 km dýpi. Loks er þess að geta, að möttulstrókar virðast vera tiltölulega staðfastir – og rótfastir í jarðmöttlinum – miðað við skorpu jarðar, sem skiptist í fleka sem eru á reki fram og aftur um yfirborð hnattarins eins og kunnugt er. Þannig hefur fjarlægðin milli heitu reitanna Íslands og Hawaii haldist óbreytt í að minnsta kosti 40 milljón ár.
Eins og mál standa eru svörin því þessi: Ísland er heitur reitur, og undir Íslandi er möttulstrókur, um 200 km í þvermál, sem sennilega nær allar götur niður að mörkum möttuls og kjarna.”

Landrekskenningin – Alfred Wegener

Wegener

Prof. Dr. Alfred Wegener, ca. 1924-1930.

“Árið 1912 kynnti þýskur veðurfræðingur Alfred Wegener fyrstur kenningu um landrek. Þremur árum síðar eða 1915 var Landrekskenning Wegeners sett fram í bókinni Myndun meginlanda og úthafa. Hann hélt því fram að öll meginlönd gætu flust úr stað með því að fljóta. Wegener taldi að meginlöndin hafi verið ein heild, þ.e. Pangea (al-álfa) sem hafi brotnað upp og brotin flust úr stað. Hann taldi með þessu að hann gæti útskýrt ásæðuna fyrir því af hverju löndin pössuðu vel saman.

Flekaskil

Mismunandi flekaskil.

Um 1930 töldu jarðeðlisfræðingar að það væri ekki til nægilega stór kraftur sem gæti flutt heimsálfurnar úr stað og tókst þeim þar með að afsanna þann hluta kenningar Wegeners. En árið 1964 var landrekskenningin endurvakin og var þá nefnd botnskriðskenning og var þá gerð athugun á gerð hafsbotnsins. Í ljós kom að á hafsbotni leyndust langir fjallgarðar sem risu í um 2000-4000 m yfir hafsbotninn. Árið 1968 kom fram flekakenningin, en samkvæmt henni skiptist jarðskorpan í jarðfleka sem eru á reiki um yfirborð jarðar og eru flekarnir knúnir af hita frá möttlinum. Á úthafshryggjum á hafsbotni jarðarinnar rekur þessa fleka í sundur og til þess að það myndist ekki gap í jarðskorpunni fyllir bergkvika bilið og myndar á ný úthafsskorpu.”

Sjá má meira um Alferd Wegener HÉR.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=81424
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=38
-https://is.wikipedia.org/wiki/M%C3%B6ttulstr%C3%B3kurinn_undir_%C3%8Dslandi
-https://innrigerdjardar01.weebly.com/moumlttulstroacutekar.html

Möttull

Jörðin – samsetning.