Færslur

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar (Móskarðahnúkar) eru hnúkaröð fjögurra tinda og tengir saman Esju og Skálafell. Þeir eru að mestu úr líparíti. Austasti tindurinn er hæstur 807 metrar.

Tómas Einarsson

Tómas Einarsson (1929-2006).

Tómas Einarsson lýsti gönguleiðinni á “Móbergshnúka” í Morgunblaðinu árið 1982:
“Móskarðshnúkar nefnist sá hluti Esjunnar, sem austast liggur, en milli þeirra og Skálafellsins er Svínaskarð. Hnúkarnir sjálfir eru auðþekktir vegna lits og lögunar. Hinn ljósbleiki litur vekur athygli vegfaranda

ns en blekkir oft á tíðum því það er eins og sólin skíni alltaf á Móskarðshnúka, þótt veðurstofan segi annað.
Hnúkarnir eru fjórir en milli þeirra eru grunn skörð. Þunnur klettahryggur tengir þá við meginfjallið en hann liggur milli tveggja dalabotna, Þverárdals að sunnan og Eyjadals að norðan.
Fyrrum lá þjóðleiðin milli Kjósar og Mosfellssveitar um Svínaskarð og um skarðið fór fjöldi ferðalanga úr fjarlægum landshlutum, en það breyttist þegar akvegurinn var lagður vestur fyrir Esjuna skömmu eftir 1930.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Ganga á Móskarðshnúka er auðveld og er venjulegast gengið á þá að sunnan. Þá er ekið að Leirvogsá, hjá Hrafnhólum, og gengið þaðan eftir gömlu götunum áleiðis að Svínaskarði. Skammt fyrir norðan bæinn liggur leiðin yfir Skarðsána. Hún er ekki mikil að jafnaði svo auðvelt er að stikla yfir hana á steinum. Mörgum hættir til að taka stefnuna beint á hnúkana eftir að komið er yfir ána. Sú leið er vel fær, en þó er léttara að ganga áfram eftir götunni uns komið er að gili, sem liggur niður frá hnúkunum. Farið er yfir það, en síðan upp með því að austanverðu og stefnt beint í skarðið milli tveggja austustu hnúkanna.

Svínaskarð

FERLIRsfélagar við dys í Svínaskarði.

Úr skarðinu er létt að ganga á austasta hnúkinn, en hann er hæstur (807 m) og af honum er besta útsýnið. Ekki er mikið víðsýni af Móskarðshnúkum, nema helst til austurs og suðurs, því fjöll kreppa að til annarra átta, svo minna er þar að sjá en vænta mætti.
Um fleiri en eina leið má velja, þegar halda skal til baka. Sennilega liggur leið flestra af austasta hnúknum niður skriðurnar og ofan í Svínaskarð (það er í 481 m hæð) og ganga gömlu götuna til baka. Þetta er mjög þægileg leið og falleg. En ef tíminn er nægur er sjálfsagt að lengja leiðina nokkuð og ganga þá vestur hnúkana áleiðis að Esjunni.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Þá eru efstu brúnir hnúkanna þræddar og eykur það ekki síst á tilbreytinguna. Síðan er gengið yfir klettahrygginn milli Þverárdals og Eyjadals og vestur á Esjuna. Krækt fyrir botn Þverárdals, gengið á Hátind (909 m) og haldið síðan niður Þverárkotsháls að Hrafnhólum. Þessi leið er bæði fjölbreytt og falleg, og veitir víðari sjóndeildarhring en Móskarðshnúkar einir. Þó er rétt að hafa það í huga, að þessi gönguleið tekur meginhluta dagsins, ef farið er rólega og án alls óðagots.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

En hvernig mynduðust Mókarðshnúkar og hvers vegna eru þeir frábrugðnir öðrum nærliggjandi fjóllum bæði að lit og lögun? Jarðvísindamenn segja að Esjan sé mynduð við eldsumbrot fyrir 2 1/2-3 millj. árum. Fyrir um 2 milljónum ára var stór og mikil askja fyllt vatni á svæði sem nú er á milli Skálafells, Móskarðshnúka, Þverárkotsháls og allt suður undir Grimmannsfell. Á börmum þessarar öskju voru tíð eldgos og þá mynduðust Móskarðshnúkar. Þeir eru því fornar eldstöðvar myndaðir úr líparíti, en það berg gefur þeim ljósa litinn og gerir þá svo auðkennda, sem alkunnugt er. En síðan hafa ísaldarjöklarnir, frost, vatn og vindar máð burtu þessi fornu eldvörp að mestu og gefið fjallinu þá lögun, sem það hefur í dag. Með skarpskyggni sinni og nútímatækni hefur vísindamönnum okkar tekist að ráða þessar rúnir. En um leið hafa þeir veitt okkur óbreyttum leikmönnum tækifæri til að gefa hugarfluginu lausan tauminn meðan við fetum okkur áfram áleiðis að áfangastað.”

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar – gönguleið.

Tómas Einarsson fæddist 10. nóvember 1929. Hann lést 12. febrúar 2006. Eftir barnaskólapróf fór Tómas í Héraðsskólann í Reykholti, síðan í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi 1950. Íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni lauk hann 1952 og prófi frá Lögregluskóla Reykjavíkur 1954. Námsdvöl á vegum The Cleveland International Program í USA 1964 og Cambridge í Englandi 1974-75.
Hann var kennari við barna- og unglingaskóla 1950-53. Hóf störf í lögreglu Reykjavíkur 1953 og í rannsóknarlögreglunni (afbrot unglinga) 1955-1966. Kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík frá 1966 og kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis til starfsloka.

Heimild:
-Morgunblaðið, 159. tbl. 23.07.1982, Móskarðshnúkar – Tómas Einarsson, bls. 39.

Móskarðshnúkar

Móskarðahnúkar – herforingjaráðskort 1908.

Búrfell

Búrfell eru 39 talsins, nokkuð há stapafjöll með klettum ofantil. En hvers vegna heita öll þessi fjöll á landinu “Búrfell”?
Búrfell landsins eru mörg og finnast um allt land. Að auki eru fjölmörg örnefni dregin af því, nefna má ár, dali, flóa, drög, heiðar, hraun, hyrnur, hálsa og margt fleira. Einnig bera níu bæir nafnið.

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Þrjátíu og níu fell eða fjöll bera nafnið Búrfell [fjögur fellanna eru á Reykjanesskaga; í fyrrum landnámi Ingólfs, þ.e.]:
-Búrfell við Hafravatn í Mosfellsbæ, 81 m
-Búrfell í Heiðmörk, Garðabæ, 179 m
-Búrfell, norðvestan Þingvalla, 782 m
-Búrfell norðvestan við Þorlákshöfn, 200 m

Af þessum fjórum Búrfellum á Reykjanesskaga eru tvær eldborgir (í Garðabæ og í Ölfusi (Þorlákshöfn)) og tvö eru móbergs og basaltfjöll (við Þingvelli og í Mosfellsbæ).

Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson.

Sigurður Sigurðsson birti fróðlega umfjöllun og vangaveltur um “Búrfell” á bloggsíðu sinni sigsig.blog.is árið 2013:
“Að einhverju leiti getur verið að útlit fjalla með nafninu „Búrfell“ ráði því að þau fengu nafnið. Ekki veit ég orðið „búr“ merkir upphaflega, ef til vill er það hið sama og nú til dags sem er matargeymsla.

Mér finnst frekar óljóst er af hverju nafn fjallanna er dregið og þess vegna fór ég í dálitla heimildavinnu. Hún dróst dálítið á langinn, endaði í vikuvinnu. Leiddi þar hvað af öðru. Sem betur fer glataði ég tvisvar sinnum því sem ég hafði skrifað. Þá þurfti ég að byrja aftur og þó ég hafi bölvað missinum er ég nú þeirri skoðunar að ritgerðin hafi batnað eftir því sem ég skrifaði hana oftar. Ég vara þó lesandann við, ég er enginn sérfræðingur.

Hvaða búr er um að ræða?

Bær

Bær og útibúr.

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir:
Forliður nafnsins Búrfell er líklega dreginn af hinum fornu útibúrum, sem stóðu ein sér og í voru geymd matvæli, dýrir munir og svo framvegis. Þau gátu staðið nokkuð frá jörð svo að skepnur kæmust ekki í þau.

Búrfell standa oft stök og skera sig úr að lögun, og minna sum þeirra á hús.

Þetta skýrir ekki málið neitt sérstaklega og er heldur einföld skýring.

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Á hinum ágæta vef ferlir.is er fjallað um gíginn Búrfell í Heiðmörk og vitnað í vef Örnefnastofnunar um nafnið. Örnefnastofnun er nú ekki lengur til sem slík heldur var gerð að deild innan Árnastofnunar og vefurinn ekki lengur finnanlegur. En á Ferli segir eftirfarandi:
En hvers vegna ætli fjöll heiti Búrfell? Það fyrsta sem kemur væntanlega upp í hugann er búrhvalur því ef litið er á mynd af slíku dýri þá eru ákveðin líkindi með útliti hvalsins og sumum Búrfellum einkum þeim sem eru stapar.

Þar sem fjöllin þykja oft lík að lögun hefur stundum verið talað um Búrfellslag eða Búrfellslögun fjalla.

Búrfell

Hjallur.

Það er til önnur skýring á nafninu og hún er sú að það tengist matargeymslu og þá helst stokkabúr, sem voru reist á lóðréttum bjálkum upp frá jörð svo að dýr kæmust ekki í þau, öðru nafni stafbúr.“

Sum Búrfellin eru kölluð Matarfell af sjó svo sem Búrfell á Snæfellsnesi og Búrfell í Reykjarfirði á Ströndum en Búrfell á Gnúpverjaafrétti er kallað „fjallið fyrir innan Heklu“ og Búrfell á Tjörnesi er kallað Kistufell. Ástæða þess er sú að sjómenn trúðu því að ef þeir nefndu Búrfell á nafn gætu þeir egnt á sig búrhvalinn. Þetta voru því svokölluð varúðarnöfn.

Hyggjum nú aðeins að þessu. Á Vísindavefnum er getið um „hin fornu útibúr“. Líklega hafa þau verið geymslur, byggðar til að geyma matvöru og hugsanlega byggð þannig að vindur blási um þau eins og hjallar þar sem fiskur er þurrkaður.

Búr og kjölur

Búrfell

Búr.

Voru „búr“ kölluð svo eftir fjöllunum eða fengu fjöllin nafnið af útibúrunum? Þetta er ansi góð spurning, þó ég segi sjálfur frá og eftir svarinu fór ég að leita.

Gæti verið að orðið „búr“ hafi haft aðra merkingu en í dag, jafnvel að það hafi verið einskonar útlitslegt orð, ef ég má orða það þannig. Um leið kemur orðið „kjölur“ upp í hugann. Það var áður haft um ásinn, tréstykkið, sem er frá stefni og í skut. Síðar hefur orðið færst yfir á allan þann hluta bátsins eða skips sem er í sjó enda víst að kjölur, slíkur þeim sem hér hefur verið lýst, er ekki til á stálskipum.

Hugsanlega eru „kjölur“ og „búr“ andheiti. Hið fyrrnefnda gæti átt við kjalarásinn en hið síðara um það sem snéri inn í bátinn … Jafnvel gæti „búr“ verið einhvers konar mænir á húsi, það sem hæst ber.

Orðsifjafræðin

Búrfell

Búrhvalur.

Hvers vegna er hvalur kenndur við „búr“? Er það vegna þess að hvalurinn var notaður í fæðu eða var það vegna útlitsins? Líklega er ágætt að verja dálitlum tíma í að kanna þetta.

Í Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar segir:

Búrhvalur
Búrhvalur k., búrhveli h., búri k. ´sérstök tannhvalategund (physeter macrocephalus)´; sbr. nno. [miðnorska] burkval um óvissa hvalatengund. Uppruni óljós. Oftast talið leitt af búr og sé þá átt við lýsisforðann í höfði hvalsins.

Þó tilvitnanir í Orðsifjabókina sé eflaust dálítið flóknar finnst mér engin goðgá að álykta af þessu að orðið „búr“ merki eitthvað stórt.

Í sömu bók segir:

Búrfell

Langreyður.

1 Buri eða Búri k. goðsögul. Nafn á föður Bors eða Burs, föður Óðins. Uppruni óviss. Oftast lesið Buri og þá talið merkja þann sem eignast afkvæmi eða son, sbr. bur. Aðrir ætla að orðið sé sk. fi. [fornindverska] bhuri- ´stór´eða mno. [miðnorska] bura ´öskra´, sbr. að Buri eða Búri var risaættar, af Ými kominn. Ath. búrhvalur.

Þarna fannst mér ég vera kominn í feitt þangað til ég rakst á eftirfarandi:
2. Buri eða Búri k. dvergsheiti. E.t.v. sk. búri.

Komum síðar að nöfnum sem tengjast Búra. Af þessu má draga þá ályktun að „búri“ geti þýtt hvort tveggja, stórt og lítið, sbr. risa eða dverg. Það kann þó að vera misskilningur.

Búrfell

Sandreyður.

Loks er ástæða til að tiltaka þriðju tilvitnunina í Orðsifjabókina. Hún er svona:
1. búri k. ´ruddi, dóni, durgur; aðsjáll maður, nirfill; íbúi (verslunar)borgar´. To. [tökuorð] úr mlþ. [nýlágþýsku] bure ´bóndi´, sk. [skylt] búr og búa.

Er eitthvað hér sem hönd á festir? Hugsanlega má telja að „búr“ sé eitthvað stórt eða það merki hús eða matargeymslu. Engin af ofangreindum tilvitnunum tekur til útlits, ekkert skýrir almennilega „búrfellslagið“.

Ég leyfi mér þó að draga þá ályktun aftur að „búr“ merki eitthvað sem er stórt. Hins vegar verður að hafa það í huga að Búrfell landsins eru afar mismunandi í útliti og stærð og jarðfræðilega eru þau ekki eins.

Fornritin

Sæl væri eg
ef sjá mættag
Búrfell og Bala,
báða Lóndranga,
Aðalþegnshóla
og Öndvertnes,
Heiðarkollu
og Hreggnasa,
Dritvík og möl
fyrir dyrum fóstra.

Búrfell

Steypireyður.

Þetta fallega kvæði er úr Bárðar sögu Snæfellsáss. Helga Bárðardóttir orti það er hún kom til Grænlands eftir að hafa hrakist þangað frá Íslandi. Hún var komin með heimþrá og saknaði heimahaganna. Í sögunni segir: „Þessi örnefni öll eru á Snjófellsnesi“.

Af þessu má draga þá álykta að snemma eftir landnám hafi örnefni myndast og þar með að fjall á Snæfellsnesi fékk nafnið „Búrfell“. Í þessu sambandi má geta þess að Grímur Rögnvaldsson sá sem nam Grímsnes bjó að Búrfelli. Líklega var bærinn samnefndur fjallinu fyrir ofan.

Búrfell

Búrfell í Rogan.

Þetta var mér hvatning til að fletta í gegnum önnur fornrit þó svo að ég minnist þess ekki að hafa séð orðið „búr“ í þeim. Enda varla von, flestir leikmenn lesa vegna söguþráðarins og smáatriðin hverfa.

Ég fór því í gegnum Fornaldarsögur Norðurlanda, Gylfaginningu, Heimskringlu, Íslendingasögur, Landnámubók og Jómsvíkingasögu. Leitaði að öllu því sem tengst gæti búri, Búrfelli eða fólki sem ber nafnið Búri. Margt merkilegt fannst í þessum ritum.

Líklega er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að málið hefur breyst talsvert frá því að fornsögurnar voru ritaðar. Ekki er víst að ég átti mig á öllum blæbrigðum sem málfræðingar og fornritaspekingar koma glöggt auga á.
Við skulum líka hafa hugfast að matur er viðkvæmur og það hafa fornmenn án efa vitað. Þar af leiðir að þeir leituðu ýmissa ráða til að gera hann sem lengst neysluhæfan. Án efa vissu þeir að kæling hjálpar til. Því gátu búr verið stök hús, staðsett annað hvort þar sem um gustaði um eða að þau voru grafin í jörð.

Að öðru leyti er gott ráð að nota hugarflugið þegar eftirfarandi tilvitnanir í fornritin eru skoðaðar. Í þeim er oftlega getið um “búr” og “útibúr”.

Burfjell í Noregi

Búrfell

Búrfell í Fusa.

Ég er langt frá því sérfræðingur í orðsifjafræði þarlendra. Hitt veit ég í gegnum hann Gúgöl vin minn, að það eru að minnsta kosti tvö Búrfjöll eru þarna fyrir austan og bæði með þessu líka laglega búrfellslagi. Hið fyrra er Burfjell í Fusa og hið seinna er Burfjell í Rogan. Merkilegt er að skoða myndir af þessum tveimur fjöllum. Eru þau með „Búrfellslagi“? Mér finnst nokkur líkindi með því.

Stapi

Fjallið eina

Fjallið eina – dæmigerður stapi.

Mörg Búrfellin eru keimlík í laginu og ekki síst þau sem jarðfræðilega bera heitið stapi eins og Búrfell við Þjórsárdal, Búrfell austan Mývatns og ábyggilega fleiri.
Hvað er þá stapi, svona jarðfræðilega séð. Hann myndast í upphafi þegar eldgos verður undir jökli. Þá hlaðast upp gosefni í plássið sem eldgosið bræðir í jöklinum. Um leið og glóandi kvika snertir vatnið springur hún og myndar smágerð gosefni, en vegna þess að jökullinn virkar sem mót dreifast þau ekki heldur hlaðast smám saman upp. Þegar svo mikil gosefni hafa hlaðist upp að eldvirknin nær upp fyrir vatnsborðið rennur loksins hraun. Eftir að gosi lýkur heldur jökullinn að fjallinu, rétt eins og mót og með tímanum, og vegna hita og þrýstings, verður til móberg úr lausu gosefnunum.
Þetta gerðist margoft hér á landi á ísöld og þegar jökullinn hvarf urðu eftir svokallaðir stapar. Þeir er oftast hringlaga eða jafnvel ílangir. Efst er oft hraunskjöldur, dyngja, en undir er móberg.

Niðurstaða

Búrfell

Búrfell í Ölfusi – loftmynd.

Ég held að nú megi slá því föstu að búr sé ekki aðeins matargeymsla heldur hafi líka ýmislegt annað verið geymt í þeim. Mörg dæmi eru til í fornritum um að búr hafi verið notuð sem íverustaðir. Búr sem matargeymslur hafa líklega staðið þar sem gustar um enda hafi tilgangur verið að halda matvöru kaldri svo hún geymdist sem lengst. Einnig er til að búr hafi verið grafin í jörðu í sama tilgangi.

Óljóst er hins vegar hvernig búr hafa litið út. Draga má þá ályktun af helstu fjöllum sem heita Búrfell að þau hafi verið með frekar flötu þaki, að minnsta kosti ekki bröttu. Þakið kann einnig að hafa verið ílangt.

Orðið „búr“ merkti líklega til forna eitthvað sem var stórt og mikið um sig og þá hefur hugsanlega ekki verið miðað við hús sem var matargeymsla. Orðið hafi einfaldlega verið heiti á stóru húsi eða nafn á stórum manni. Þess vegna er stórt fjall nefnt Búrfell í vegna þess að það er einfaldlega stórt fjall, jafnvel stórt stakt fjall.

Búrfell

Búrfell í Mosfellsbæ – loftmynd.

Hvalurinn hefur þar af leiðandi verið nefndur Búrhvalur vegna þess að hann er stærri og meiri um sig en flestir aðrir hvalir en ekki vegna lýsis eða kjöts.

Hitt er svo til umræðu hvers vegna stórt fjall er nefnt fell. Í Noregi eru eins og áður sagði að minnsta kosti tvö fjöll sem heita Burfjell. Á íslensku örnefnunum kann að vera málfræðileg skýring sem er sennilegri en aðrar, til dæmis náttúruleg.”

Brynjólfur Þorvarðsson fjallar um framangreint og skrifar m.a.:

Búrfell

Búrfell við Þingvelli.

“Sæll Sigurður og takk fyrir skemmtilega ritgerð.
Það er afskaplega erfitt að rekja orðsifjafræði stuttra orða með fjölbreytta merkingu. En mér sýnist þú ekki taka eina algeng merkingu orðsins “búr” í daglegu máli, þ.e. aflæst hirsla með rimlum. Nú veit ég ekki hversu gömul sú málnotkun er, en rimlar heita “bars” á ensku og “barer” á dönsku. Samkvæmt enskum orðsifjum er þetta tekið úr síð-latnesku “barra”.

Búrfell

Búrfell í Mosfellsbæ – kort 1903.

Ennfremur finn ég fornnorræna orðið “burr”, enn notað í ensku, sem merkir fræhylki með litlum þyrnum sem festast í fatnaði. Önnur heimild talar um “borr” eða “borre” í fornnorrænu.

Loks finn ég “búrr” notað sem kenningu um son í Eddukvæðum: “Óðins búrr”. Einhverjir tengja orðin búrr, búri, bör í Eddukvæðum við “að framfæra” sem aftur er augljóslega skylt sögninni að bera, öll orðin ur Sanskrít “bâras”.

FERLIR spyr: Hvers vegna eru engin fjöll nefnd eftir Langreyð, Sandreyð eða Steypireyð. Allir þeir hvalirnir eru ekki ólíkir Búrhvalnum. Og hvernig er örnefnið “Kistufell” tilkomið? Gæti það verið hliðstæða við örnefnið “Búrfell” líkt og örnefnið “Húsfell”?!? Búr var jafnan einungis hluti bæja eða selja. “Bæjarfellin” eru allnokkur. Undir þeim flestum kúra bæir eða bæjatóftir, sbr. Bæjarfell í Krýsuvík og við Vigdísarvelli. Þar liggja fyrir augljósar skýringar á örnefninu. Bæirnir Búrfell og Búrfellskot voru undir Búrfelli í Mosfellsbæ. Hvers vegna var fellið ekki nefnt Bæjarfell til samræmis?…

Heimild:
-https://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/1328331/

Búrfell

Búrfellin – kort.

Keilir

Gengið var á Keili frá Oddafelli. Keilir er keilulaga móbergsfjall á Reykjanesskaga.
“Fjallið hefur myndast á ísöld við gos undir jökli án þess að Keilagosið næði upp úr. Hæð Keilis er um 379 metrar yfir sjó. Keilir er keilulaga og sést víða að, þegar ekið er í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík er Keilir beint fyrir augum. Hann er auðþekktur vegna lögunar sinnar. Sjómenn hafa löngum haft Keili sem mið og er hann til dæmis notaður þegar siglt er inn Hamarssund á leið inn til Sandgerðis. Af Keili er mikil og falleg útsýn og er auðveld ganga á fjallið að norðaustanverðu.

Keilir varð til við gos undir jökli á ísöld. Það er því að mestu úr móbergi. Strýtumyndunin er til komin vegna gígtappa eða bergstands á fjallinu miðju. Gígtappinn er að að mestu úr basalti/bólstrabergi og veðrast því síður en móbergið, sem er samanþétt öskumyndun undir þrýstingi. Auk þess ver móbergið kjarnan þótt vindum. Vatni og frosti hefur þó smám saman tekist að flytja efni af efstu brúnum fjallsins niður með hlíðum þess og myndað strýtuna, sem nú má sjá.
Keila-2Líkt og gott útsýni er að Keili er ekki síðra útsýni ofan frá honum – til allra átta.
Þetta formfagra fjall varð til, sem fyrr sagði, við gos á sprungu undir jökli á ísöld. Upphaflega hefur Keilir því verið hluti móbergshryggjar sem eyddist með árunum af völdum veðrunar og huldist nýrri hraunum þannig að eftir stendur fjallið. Þráinsskjöldurinn hefur t.a.m. hulið hluta þeirra, en þó má enn sjá suma fyrrum hæstu hluta gossprungunnar; Litla-Keili, Litla-Hrút og fjöllin suðvestan við þá. Strýtumynduð lögun Keilis gefur til kynna að gosið hafi á sínum tíma ekki náð að bræða gat í jökulhvelfinguna og mynda hraun.

Keilir - loftmynd

Nafnið fær fjallið af fallegri lögun sinni sem sannarlega er keila. Það er leyfar af bergstandi, sem er sívalar eða ílangar gíg- eða gosrásarfyllingar úr basalti eða líparít sem eftir standa er eldfjöll veðrast í burtu. Að öðru leiti er Keilir úr móbergi sem glöggt má sjá.
Ekið er af Reykjanesbraut skammt vestan við Kúagerði, en þar af afrein til hægri og liggur hún síðan undir veginn. Greiðfært er öllum bílum um Afstapahraun að Höskuldarvöllum. Jeppavegur liggur upp eftir litlu en löngu felli sem nefnist Oddafell og er best að leggja bílnum við taglið þar sem sá vegur byrjar. Þaðan er um þriggja kílómetra gangur að að fjallinu, um nokkuð ógreiðfært hraun fyrst í stað en stutt er í betra færi.
Gott er að ganga á fjallið þó bratt sé en vissara er að fara varlega. Auðfarið er upp því myndast hefur greinilegur göngustígur eiginlega allt frá Oddafelli og upp á tind.
Keilir - esÞó fjallið sé ekki hátt er útsýnið gríðarlega fallegt ekki síst um nánasta umhverfi, mosavaxin brunahraun. Uppi er gestabók í skemmtilega hönnuðum standi og á honum stendur að Alcan hafi gefið hann. Auk þess er á toppnum útsýnisskífa sem Ferðamálasamtök Suðurnesja hefur kostað uppsetningu á.

Keilir, er eins og áður var lýst, móbergsfjall. Móberg er bergtegund, sem verður til við gos undir jökli eða vatni þar sem gosopið er nálægt eða rétt undir yfirborðinu, öfugt við bólstraberg, sem myndast djúpt undir vatni. Rétt undir yfirborðinu er þrýstingurinn ekki nægur til að halda kvikunni niðri heldur brýst hún upp á yfirborðið í gufusprengingum og verður að gosösku, sem er glersalli. Oft hefjast neðansjávargos eða gos undir jökli með bólstrabergsmyndun ef gosopið er á nægilegu dýpi en þegar á líður grynnkast á opinu og gufusprengingar hefjast með samfarandi gjóskumyndun. Í móberginu má gjarnan finna bólstrabergsbrot eða framandsteina, sem kvikan hefur hrifið með sér á leið upp á yfirborðið. Ef gosopið kemst upp úr vatninu, þannig að gufuspreningum lýkur, hefst hraunrennsli og myndast þá stapar með hraunlagi ofan á móbergsmynduninni.
Móberg er algengt á Íslandi þar sem farið hefur saman eldvirkni og langvinnar jöklanir á kuldaskeiðum ísaldar. Oft má finna hraunhettur efst á móbergsfjöllum, en þær eru, eins og fyrr segir, til marks um að eldgosið hafi náð upp úr vatninu eða jöklinum þannig að hraun hafi byrjað að renna. Þannig má áætla þykkt ísaldarjökulsins út frá hæð hraunlaga í stöpum mynduðum á kuldaskeiðum ísaldar.
Keila-8Móberg verður til þegar ný gosaska hleðst upp við eldstöð og þjappast saman. Vatn gengur svo í samband við öskuna og hún ummyndast og límist saman í fast móberg, sem tekur oft á sig rauðleitan blæ. Ummyndun gosösku á sér stað við jarðhita og gerist hratt og auðveldlega við tiltölulega lágan hita. Í rannsóknum á Surtseyjargosinu kom í ljós að í 80-100 °C heitum borholum hafði gosaska ummyndast í hart móberg á aðeins einu til tveimur árum en jafnvel enn hraðar við hærri hita. Ummyndunin verður þannig að ýmsar katjónir losna úr gosglerinu, svo sem kísill, ál, kalsín, natrín og magnesín, en í stað þeirra gengur vatn inn í glerið og járnið í því oxast úr tvígildu járni yfir í þrígilt járn. Járnið gefur móberginu rauðan blæ en katjónirnar, sem gengu úr gosglerinu, mynda holufyllingar, sem límir glerið saman í hart móberg.

Keila-9

Ísöld er jarðsögulegt tímabil þar sem þykkar jökulbreiður hylja stór landsvæði. Slík tímabil geta staðið í nokkrar milljónir ára og valdið miklum breytingum á yfirborði meginlanda.
Allnokkrar ísaldir hafa sett svip á sögu jarðarinnar. Sú elsta er kennd við svokallaðan forkambrískan tíma fyrir meira en 570 milljónum ára. Síðasta tímabil mikilla jökulframrása er kallað Pleistósen tímabilið og er almennt talið hafa hafist fyrir um 2,6 milljónum ára og lokið fyrir 10 þúsund árum. Sumir telja að síðustu ísöld sé ekki lokið enn heldur sé nú hlýskeið ísaldar (líkt og tiltölulega hlýr vetrardagur.
Minna kuldakast og tímabil sem einkenndist af framrás jökla hefur verið nefnt litla ísöld, en hún hófst á 16. öld og var viðvarandi næstu þrjár aldir. Litla ísöld náði hámarki árið 1750 en þá voru jöklar í mestu framrás síðan á hinni Kvarteru ísöld.
Ekki er vitað með vissu hvað veldur ísöldum en meðal þess sem getur haft áhrif eru geislun sólar, Milankovic-sveifla sem er reglubundin breyting á K-10afstöðu sólar og jarðar, breytingar á kerfi hafsstrauma og mikil tíðni eldgosa.
Reyndar vilja sumir meina að síðustu ísöld sé ekki lokið ennþá, nú sé bara hlýskeið, en ísaldir skiptast í kuldaskeið sem vara í allt að 100.000 ár og hlýskeið sem standa eitthvað styttra. Fleiri telja þó að síðustu ísöld hafi lokið fyrir um 10.000 árum en þá hafði hún staðið í um 2,8 milljónir ár þar sem kuldaskeið og hlýskeið skiptust á.

Reykjanesskagi er suðvesturhluti Íslands, sem skagar eins og ólögulegur fótur til vesturs út úr meginlandinu. Skaginn er sunnan Faxaflóa, sem er stærsti flói við Ísland. Jarðfræðilega er Reykjanesskagi allt svæðið austur að Ölfusá, Sogi, Þingvöllum og í Hvalfjarðarbotn. Hins vegar er í daglegu tali oftast átt við svæðið vestan (sunnan) Hafnarfjarðar og frá Krýsuvík og vestur (suður) úr, þegar talað er um Reykjanesskagann. Venjulega er talað um að fara suður þegar haldið er út skagann, en inn þegar farið er til baka. Suðurnesjamenn fara inn eftir til Reykjavíkur og eru þeir því einir landsmanna sem ekki fara suður til Reykjavíkur, heldur suður heim til sín. Ysti hluti skagans heitir Reykjanes (það er hællinn á fætinum).
K-11Gróft séð er skaginn um 50 km langur og 20 km breiður eða um 1000 ferkílómetrar, sem samsvarar lauslega reiknað 1% af landinu. Hann einkennist af fjöllum, sem eru flest frekar lág móbergsfjöll, mynduð við gos undir jökli á ísöld, og hraunum, sem runnið hafa bæði fyrir landnám og á sögulegum tíma. Skaginn er frekar gróðursnauður en þó má finna þar ótrúlegan tegundafjölda ef vel er að gáð. Jarðfræðilega er svæðið mjög athyglisvert og ennfremur er það kjörið til útivistar og gönguferða.”
K-12Rifjaðar eru upp þrjár vísur þar sem Keilis er getið. Fyrst var það vísa Halldórs Laxness í kvæðinu Vegurinn austur:
Keilir er líkur konungsstól í salnum,
kallarnir spá og taka í nef úr bauki.
Austur í Fljótshlíð glóir á grænum lauki
glampar  í  Ölvesinu  á  mó í  hrauki.”
Þá kom vísa úr Jörundi eftir Þorstein Erlingsson:
“Sem nærri má geta, hver Nesjungur fann
að neyð voru Jörundar völd;
þar hitnaði stöðugt, uns báleldur brann
K-13og brauzt út eitt skuggalegt kvöld;
á Nesjunum öllum var engin sú kind,
sem anda sinn drægi þá rótt,
og Keilir stóð gnæpur, sem gengi að með vind,
og gat ekki sofið þá nótt
.”
Loks var vísa Benedikts Gröndals:
Hér situr einn með hatt og sjal
og hórbrotasakramenitum deilir,
það á nú bezt við hann Belíal,
sem brennivín drekkur upp á Keilir
.”

Gangan á Keili og til baka er u.þ.b. 10 km. Auðveldast er að ganga gamla Oddafells-selsstíginn yfir hraunið milli Oddafells og fjallsins.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Heimildir m.a.:
-wikipedia.com

Keilir

Keilir.

Esja

Gengið var frá Rannsóknarstöð Skógræktarinnar (áður ríkisins, nú Reykjavíkur) eftir stíg að Hvítá og að Álfakirkju. Síðan var ánni (sem er lítið meira en lækur og um leið vatnsforðabúr) fylgt upp fyrir Nípu í Hvítárbotna og Gunnlaugsskarð skoðað sem og Geithóll ofan við Botnana.
Stigur í skogiGengið var undir Rauðhamar og Mógilsá síðan fylgt til baka niður eftir með viðkomu á Rauðhól og Kögunarhól þar sem vetrarblómið og lóan blómstruðu sem aldrei fyrr.
Mógilsá er ríkisjörð í Kollafirði við rætur Esju. Þar er Rannsóknastöð Skógræktar staðsett.
Árið 1967 var ákveðið að efla rannsóknir í þágu skógræktar á Íslandi og var Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá í Kollafirði reist fyrir þjóðargjöf frá Norðmönnum sem gefin var í tilefni af heimsókn Ólafs V. Noregskonungs til Íslands árið 1961. Það er eðlilegur þáttur í rannsóknum að prófa nýjar trjátegundir og hefur mikið af því efni endað í brekkunni fyrir ofan rannsóknastöðina. Þar er því einhver fjölbreyttasti skógur landsins og margt forvitnilegt að sjá. Skógurinn er einna mestur í kringum stöðina sjálfa, en hann er í raun trjásafn með tegundum teknum víða að úr heiminum. Í skóginum eru m.a. fágætar tegundir eins og linditré, broddhlynur og risalerki, svo eitthvað sé nefnt, en flestar trjátegundir eru merkt. Öllum er frjálst aðgengi að skóginum. Fjölmargir stígar liggja um skóginn, yfir læki og bakka, skógi vaxnar hlíða í alpaumgjörð Esju, eins vinsælasta útivistarsvæðis höfuðborgarinnar. Stíganetið á Mógilsá tengist Esjustígum en margir minni stígarnir eru í raun tilvalið tilbrigði við hefðbundna Esjugöngu.

HvitaJarðfræði Esjunnar er samofin Kjalarnesmynduninni og því sérstaklega áhugavert efni til að kynna sér enn frekar. Hér er aðeins farið létt yfir helstu jarðfræðisögu Kjalarness.
“Esjan er aðallega úr eldri grágrýtis móbergi (síð tertíer) frá ísöld. Jarðgrunnurinn í Grundarhverfi og þar í kring er frá ísaldarlokum og yngri, og þar er vatnaset. Brimnes er úr grágrúti frá ísöld, yngra en 0,7 milljón ára. Á Kjalarnesi er líka basískt innskotsberg og má finna þetta berg á Músarnesi, Mógilsá og við Esjuberg. Við Esjuna í Kollafirðinum má líka finna berghlaup.
Kjalarnes er útkulnuð eldstöð Esjan hefur myndast á einni milljón ára. Í henni eru 3 megineldstöðvar og í henni má greina 10 jökulskeið. Í fjallinu skiptast á hraun- og móbergslög og hafa efstu lögin samsvörun í yfirborðslögum á höfuðborgarsvæðinu. Ýmis jarðfræðileg fyrirbrigði eru vel sýnileg í fjallinu sjálfu, ekki síst upp undir brúnum þess.
VatnsthroEldstöðvakerfi á Reykjanesskaganum. Kjalarnes- og Stardalseldstöðina hefur rekið út af gosbeltinu.
Flest fjöll á Íslandi heita nöfnum sem eru auðskilin. Akrafjall er kennt við akra, Keilir er keilulaga, Herðubreið er herðabreið og Tindfjöll eru tindótt. Nafnið Esja hefur hins vegar vafist fyrir mönnum og fleiri en ein skýring virðist til á því heiti enda er orðið Esja ekki til í íslensku máli.
Vinsælast hefur verið að kenna Esjunafnið við konu af Keltneskum uppruna sem átti að hafa búið að VatnsfordaburEsjubergi eins og kemur fram í Kjalnesingasögu en hún tók við búi af landnámsmanninum Örlygi Hrappssyni hinum Írska.
Fjallið Esja var þó ekki nefnt á nafn sem slíkt en bæjarheitið Esjuberg hefur samkvæmt þessu verið til frá upphafi og allt til þessa dags því enn er búið að Esjubergi. Hinsvegar vilja margir fræðingar frekar meina að Esjuheitið sé norrænt að uppruna og standi fyrir eldstæði eða flögusteina sem notaðir eru til slíks brúks (esje í norsku = eldstæði). Einnig getur Esja þýtt lausar aur- eða snjóskriður. Undan vestanverðri Esjunni koma gjarnan hinar ýmsu gerðir af skriðum undan bröttum hlíðunum og því ekki ólíklegt að bæjarheitið Esjuberg hafi upphaflega tengst því. Síðar meir hefur hið umfangsmikla bæjarfjall Reykvíkinga í heild sinni svo verið nefnt eftir bænum og fengið nafnið Esja.
Upprunalegt heiti fjallsins. Frá Reykjavík séð er Esjan mjög aflöng og flöt að ofan en svoleiðis fjöll eru stundum kennd við bátskjöl. Það er allavega ekkert út í hött að hugsa sér að Esjan hafi upphaflega heitið Kjölur og nesið sem gengur út frá henni nefnt Kjalarnes.
KistufellÞað er þekkt að örnefni eiga það til að flakka á milli staða og því getur verið að Kjalarnafnið hafi vikið til hliðar þegar Esjunafnið var eignað fjallinu og færst yfir á hálendið austur af Kjósinni, sem heitir einmitt Kjölur.
Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi.
Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.
NipaVegna þessara sagna hefur sú tilgáta komið fram (W. Craigie) að nafnið Esja sé af keltneskum uppruna, dregið af Ésa eða Essa (sjá Hermann Pálsson: Keltar á Íslandi. Reykjavík 1996:170).
Flestir hafna þó þessari skýringu og telja að kvenmannsnafnið sé til orðið á eftir bæjarnafninu og fjallsheitinu. Helgi Guðmundsson (Um haf innan 1997:193-94) hefur bent á að í Lewis (Ljóðhúsum) í Suðureyjum séu varðveitt norræn örnefni í gelísku sem komi heim og saman við röð örnefna frá SkofirAkranesi og suður í Kollafjörð. Meðal þeirra er Esjufjall. Hugsanlega hafa örnefnin verið gefin um sama leyti á báðum stöðum og flust með norrænum mönnum vestur á bóginn.
Líklegasta skýringin á Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.
GunnlaugsskardDeilt hefur verið um h
æsta punkt Esjunnar. Vegna þess hve víðfeðm og flöt að ofan Esjan er þá er ekki gott að sjá hvar hæsti punkturinn liggur. Lengi vel var talið að hæsti punkturinn væri austur af Kistufelli þar sem lítill tindur skagar uppúr og blasir við úr Mosfellsdal. Tindurinn var mældur 909 metrar og þótti sjálfsagt að kalla hann Hátind. Við nákvæmari mælingar síðar, kom í ljós að hábungan ofan Gunnlaugsskarðs væri nokkrum metrum hærri eða 914 metrar og var þá nefnd því frumlega nafni Hábunga. Á Esjunni eru því bæði að finna Hábungu og Hátind.
Árið 1877 hófst kalknám í Esjuhlíðum við Mógilsá. Námurnar entust ekki lengi og vinnslunni var hætt þegar sífellt erfiðara var að nálgast kalkið. Kalkið var flutt á bátum til Reykjavíkur og brennt í ofni sem stóð nálægt þar sem nú er Seðlabankinn. Gatan þar heitir einmitt Kalkofnsvegur. Eitthvað af kalkbyggðum húsum standa enn í dag, oftast er húsið að Lækjargötu 10 nefnt sem dæmi.
GeithollEftirfarandi vísu má finna um Esjuna:
Esjan er yndisfögur
utan úr Reykjavík.
Hún ljómar sem litfríð stúlka
í ljósgrænni sumarflík.
En komirðu, karl minn! nærri
kynleg er menjagná.
Hún lyktar af ljótum svita
og lús skríður aftan á.”

Svo orti Þórbergur Þórðarson um bæjarfjallið Esjuna.”

RaudhamarEn hvernig myndaðist Esjan? Þannig lýsir Ingvar Birgir Friðleifsson, jarðfræðingur, mynduninni, í doktorsritgerð sinni: “Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina milljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón árum. Á þessum tíma voru að minnsta kosti 10 jökulskeið með hlýskeiðum á milli.
Esjan myndaðist vestan til í gosbeltinu og ýttist smám saman frá því til vesturs. Rekhraðinn til vesturs frá flekaskilunum, sem nú liggja um Þingvallasveit, hefur um milljónir ára verið um einn cm á ári, enda stendur heima að vesturendi Esju er um 30 km norðvestan við vestustu virku sprungurnar (gjárnar) á Þingvöllum og í Hengli.
ThverfellshornÁ sama tíma og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós var að myndast vestan til í gosbeltinu var berggrunnurinn undir Selfossi og Hreppum að myndast austan til í því. Auðvelt er að fá nútímasamlíkingu á Reykjanesskaga með því að hugsa sér að berggrunnurinn undir Reykjavík sé að myndast í Trölladyngju og Sveifluhálsi vestan við Kleifarvatn, og berggrunnurinn undir Selfossi framtíðarinnar sé að myndast í eldstöðvum milli Kleifarvatns og Herdísarvíkur.
Einfaldaðar skýringarmyndir, sem sýna hvernig Esja hefur hlaðist upp við eldgos ýmist á hlýskeiðum (þá runnu hraun) eða á jökulskeiðum (þá mynduðust móbergsfjöll við gos undir jöklum). Á fyrstu myndinni renna hraun á þurru landi. Svörtu strikin tákna bergganga, sem eru aðfærsluæðar hraunanna.
SkýringarmyndEldstöðvarnar eru vestarlega (til vinstri) og lárétt hraunlög hlaðast upp. Á annarri mynd hefur gosvirknin færst austur, jökulskeið er gengið í garð og í stað láréttra hrauna hleðst nú upp móberg í geil í ísnum. Á næsta hlýskeiði (3. mynd) hafa eldstöðvarnar enn færst austar. Lárétt hraunlög renna upp að móberginu frá næsta jökulskeiði á undan. Jarðlagastaflinn byrjar að hallast undan þunganum. Enn kemur jökulskeið (4. mynd) og nýtt móbergsfjall hleðst upp. Á næsta hlýskeiði ná hraun að renna yfir móbergsfjöllin. Á 6. mynd sést að nú gýs ekki lengur, en rof Mogilsaaf völdum ísaldarjökla og veðrunar hefur mótað Esju.
Fyrir tæpum þremur milljón árum var vestasti hluti Esju í vesturjaðri virka gosbeltisins (sem nú liggur um Þingvallasveit). Þetta virka gosbelti teygði sig til norðausturs meðfram Hvalfirði en til suðvesturs yfir Sundin og Vesturbæinn. Á þeim tíma voru þó hvorki Sundin né Hvalfjörður til. Samfellt fjalllendi náði frá hálendinu og miklu lengra í sjó fram en nes og eyjar við innanverðan Faxaflóa nú. Þá var stórt eldfjall í Sundunum, en gjástykki teygðust til norðurs um Kjós og suður yfir Mela. Margt bendir til að stór askja hafi myndast í þessari megineldstöð, Kjalarneseldstöðinni, og mikill fjöldi innskota myndaðist í henni. Stærstu innskotin má nú sjá á yfirborði í Viðey, yst á Kjalarnesi og milli Skrauthóla og Mógilsár.

Raudholl

Gosvirknin færðist smám saman austar, Kjalarnesmegin-eldstöðin þokaðist til vesturs út úr gosbeltinu en gosvirknin varð mest þar sem Kistufell í Esju er nú. Þá fengu jarðlögin neðst í Kistufelli sinn mikla halla. En ekki leið á löngu þar til gosvirknin var komin austur fyrir Grafardal. Þar myndaðist stórt og myndarlegt eldfjall, Stardalsmegineldstöðin. Í þeirri eldstöð myndaðist askja álíka stór og Kröfluaskjan. Í henni safnaðist vatn, svipað og síðar gerðist í Öskju í Dyngjufjöllum, en askjan fylltist síðan af gosefnum. Þunnfljótandi hraunlög runnu langt vestur úr virka gosbeltinu og mynduðu hinn reglulega hraunlagabunka, sem nú myndar topp Esjunnar allt frá Skálafelli vestur undir Hvalfjörð. Æviskeiði megineldstöðvarinnar í Stardal lauk með líparítgosum undir jökli á bogasprungum umhverfis öskjuna. Glæsilegustu menjar þeirra eldsumbrota eru Móskarðshnúkar, en aldursgreiningar benda til að líparítið í þeim sé um 1,8 milljón ára gamalt.
VetrarblomidEldvirkni færðist enn til austurs, eða öllu heldur megineldstöðina rak vestur úr gosbeltinu og upphleðslu jarðlaga lauk í Esju, Kjós og byggðum hluta Mosfellssveitar. Samfellt fjalllendi náði frá Akrafjalli og Skarðsheiði austur yfir Esju og fellin í Mosfellssveit. Yfir Sundunum og Reykjavík lá meira en þúsund metra þykkur stafli af hraunlögum og móbergi.
Í rúmlega milljón ár eftir að Móskarðshnúkar mynduðust skófu ísaldarjöklar fjalllendið og skáru út það landslag, sem við sjáum í dag. Ekki er vitað um eldvirkni á svæðinu þennan tíma. Ekki er heldur vitað um fjölda jökulskeiða á þessu tímabili, en margt bendir til að jökulskeið gangi yfir Ísland á um hundrað þúsund ára fresti.

Loa

Fyrir þrjú til fimm hundruð þúsund árum varð eldgos undir jökli í Mosfellssveit og þá myndaðist Mosfell. Þá voru dalir Esju svipaðir og í dag og fellin í Mosfellssveit einnig. Á næstu hlýskeiðum runnu þunnfljótandi hraun úr grágrýtisdyngjum í jaðri virka gosbeltisins vestur yfir hið rofna land, þöktu mikið af láglendinu og runnu í sjó fram. Hraunstraumarnir runnu milli Mosfells og Esju, milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar, en einkum þó vestur yfir láglendið sunnan Úlfarsfells. Þessi grágrýtishraun mynda Brimnes á Kjalarnesi, yfirborð eyjanna á Sundunum svo og flest klapparholt á höfuðborgarsvæðinu svo sem Grafarholt, Breiðholt, Öskjuhlíð, Valhúsahæð, Digranesháls, Hamarinn í Hafnarfirði og Hvaleyrarholt. Upptök grágrýtishraunanna eru fæst þekkt, en meðal þeirra hafa þó verið Borgarhólar, Lyklafell og Eiturhóll á Mosfellsheiði.”
JardfrædikortNánari upplýsingar er að finna í Árbók Ferðafélags Íslands 1985 í grein eftir Ingvar Birgi Friðleifsson. „Jarðsaga Esju og nágrennis“, bls. 141-172.
Með því að smella á kortið má sjá það stærra þannig að hægt er að lesa skýringarnar hægra megin. Þá má skoða þversnið af Esjunni (frá NV til SA) frá Hvalfirði um Tindstaðahnúk og Hátind í Leirvogsvatn, svo og þversnið frá Móskarðshnúkum yfir Stardalsöskjuna og í Grímmannsfell. Jarðlagahallinn er til suðausturs og því er elsta bergið í Esjunni vestast (til vinstri), en jarðlögin yngjast eftir því sem austar dregur. Í langa þversniðinu má sjá hvernig móbergsfjöll eru grafin í hraunlagastafla.
Kogunarholl-2Stutta sniðið liggur þvert yfir Stardalsöskjuna. Þar má sjá hallandi bergganga úr basalti og líparíti sem stefna inn að miðju eldstöðvarinnar. Stardalshnúkur er stærsta djúpbergsinnskotið í Stardalsmegineldstöðinni. Glæsileg innskot (rauð á kortinu) er einnig að finna í Kjalarneseldstöðinni í Músarnesi (hjá Brautarholti) og í Leiðhömrum og Þverfelli norðan Kollafjarðar.”

En hvað um örnefni og kennileiti í Esjuhlíðum? Í örnefnalýsingu fyrir Kollafjarðarbæinn segir m.a.: “Upp af gamla bænum í Kollafirði er grasivaxið gil Kollsgil. Þar er sagt að Kolli landnámsmaður sé grafinn.”
GeitholarÍ örnefnaskrá má finna fleiri örnefni tengd sögum og sögnum, t.d. er ofan við Kollafjarðartún lítil lág sem nefnist Kaplalág. Hún var talin álagablettur sem ekki mátti slá því ef það var gert dræpist besti gripur í húsi. Í Geithólum eiga að vera álfabyggðir og er sagt frá því er tveggja ára drengur elti þangað konu sem hann taldi vera móður sína. Utan við Djúpagil niður við sjó er klettur sem nefnist Hengingaklettur. Neðan og austan við sandnámið, niður við sjóinn er Leiðvöllur, þar sem er talið að sé hinn gamli þingstaður Kjalnesinga. Hann fer nú á kaf í flóðum. Þá þá nefna að kalknámur voru í landi Mógilsár t.d. við botn Djúpagils en þar var stundaður námugröfur um 1876.
FornleifÍ örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Mógilsá segir m.a.: “Jörð í Kjalarneshrepp næst vestan við Kollafjörð (jörðina). Þar gaf upplýsingar bóndinn Jón Erlendsson. Hann er fæddur 1900 á Mógilsá og var þar til 1964, en býr nú (1967) að Laugarásvegi 1, Reykjavík. “Austan við land jarðarinnar er lækur, sem heitir Hvítá. Nafn sitt hefur hann af því að hann steypist hvítfyssandi niður hlíðina. Hvítá kemur ofan úr Hvítárbotnum, en þeir eru ofan við hæð, sem á korti er 343 m., en við þessa hæð er svonefndur Lyngbrekkubolli, er síðar getur.
Þá er bezt að fara niður að sjó og byrja þar. Með fram sjónum heitir hér Kambur bæði innan frá og út með, neðan við bæ. Hvítárós kemur þar í gegnum kambinn úr tjörn, sem þar er ofan við og er aldrei nefnd annað en Tjörnin. Landið upp af henni heitir Veita, en nú skiptist hún af smálæk í Austur-Veitu og Vestur-Veitu. Lækurinn, sem skiptir þessu, heitir Grundarlækur og kemur hér ofan úr brekkunum. Ofan og austan við Veituna eru þrír bungulagaðir klapparhólar, sem heita Geithólar og eru álfabyggðir.
Gomul gataÞegar Jón Erlendsson var tveggja ára, var faðir hans að slá þarna og drengurinn hjá honum. Þá tók hann allt í einu á rás vestur yfir lækinn. Þegar faðir hans náði honum, sagðist hann vera að elta konu, sem hann sá og hélt vera móður sína. Neðan við Geithóla er túnblettur, sem heitir Geithólatún. En ofan við Geithólana er Geithólamýri. Þar er nú sumarbústaður Arons Guðbrandssonar. Upp frá Geithólamýri er svonefnd Fossbrekka, sem dregur nafn af flúð í Hvítá, sem heitir Hvítárfoss.
Brúnin út frá Hvítárfossi heitir Grjótabrún og er heldur ofan við túnið sem nú er. Svæðið fyrir ofan brúnina er allstórt lautasvæði, sem einu nafni er nefnt Kálfalágar. Þetta eru einar átta lautir, sem sumar hafa sérnöfn.
Alfakirkja-2Næst við Hvítá er allstór molabergsklettur, sem heitir Álfakirkja, móti Kaplalág í Kollafirði. Ofar er hvammur, sem heitir Kirkjuhvammur, ofan við Álfakirkjuna. Þar vestar er annar, sem heitir Fagrihvammmur. Næst Kirkjuhvammi er Djúpalaut. Enn ofar, upp með á, er Innstalaut. Eru Kálfalágar þá búnar.
Norðan við Holtið, upp af bænum og Grjótabrún, er stór dalur, sem heitir Kálfsdalur, og skiptist hann í Neðri-Kálfsdal og Efri-Kálfsdal. Fyrir ofan Kálfsdal er brekkan grónar skriður. Heitir sú brekka Hákinn og er næst austan við  Stekkjarmelana. Austan við Hákinn eru Línbrekkur, sem eru ofan við Efri-Kálfsdalinn. Þá er næst Kálfsdalslækur. Hann kemur upp ofan við Línbrekkur, rennur svo um Kálfsdali og fer í Grundarlækinn. Þessi lækur er ekki áberandi ofan til nema í leysingum. Austan við lækinn eru tvær lautir, sem heita Krókar. Allt var þetta slegið áður fyrr.

Djupagil

Austan við og hærra en Línbrekkur er stór laut, sem heitir Línbrekknabolli, skammt vestan við Hvítá. Þar uppaf allangt ofar heita Hvítárbotnar. Þar kemur áin upp í einu lagi neðst í Hvítárbotnum. Hærra uppi við Esju neðan við háfjallið er langur klettahryggur, sem heitir Geithóll, 579 m. hár. Vestur af honum fram með háfjallinu er Rauðhamar, og rétt þar vestur af kemur Mógilsá upp.
GongustigurNeðan við Geithól og suðvestur af honum heitir Rauðhólsurð, og þar vestur við Mógilsána er Rauðhóll, sem er 441 m. hár. Hjá Geithól er gil, sem heitir Rjúpnagil. Það er upptök Kálfsdalslækjar. Svæðið frá Rauðhól niður á brúnir hjá Kögunarhól heitir einu nafni Rauðhólalautir. Vestast heita þar Fosslautir, sem eru við Mógilsárfoss. Þar var kalknáma vestan við ána. Vestast móti Mógilsárfossi, sem er efst í gljúfrunum, er hár hóll austur frá Fosslautum. Hann heitir Kögunarhóll. Langabrekka er löng brekka austur og vestur niður undan Kögunarhól frá Mógilsánni. Lág klettabrún er ofan við hana. Austur frá Löngubrekku er Sauðagil, nokkuð breitt gil með grasteigingum upp eftir. Þá er Bæjarlækur, sem kemur ofan úr Rauðhólalautum og rennur um túnið rétt við gamla bæinn. Austan við Sauðagil, beggja vegna við Bæjarlæk, heita Stekkjarmelar. Þeir eru sýnilega sig úr brúninni.
Skofir-2Pallurinn neðan þessa er nú orðinn tún. Þar voru áður nafnlausar flesjur, og grjótmói fyrir ofan. Austur á við, milli Bæjarlækjar og Grundarlækjar, heitir Grundarhóll, stór hóll, eða túnbrekkan sunnan í honum, upp af skógræktarstöðinni. Neðan við hann er slétt tún, sem heitir Grundartún og liggur að Veitunni sem fyrr getur. Ofan við gamla bæinn kemur Bæjargil. Tungan sem það myndar milli Bæjarlæks og Bæjargils heitir Hjarta. Hóll vestur af bæ heitir Fjárhúshóll eða Hóll. Þar stóðu fjárhús áður fyrr. Þessi hóll nær vestur að Mógilsá. Ofan við hólinn er Hvammur efst í túninu, sem áin er að brjóta. Þá er blettur, sem er neðan við veg, nefndur aðeins Blettur. Skriða fór yfir allt nema þennan blett. Þá er komið alla leið út að Mógilsá.
VetrarblomÚt með sjó er þá fyrst eyrin utan við Mógilsá, sem heitir Eyrar. Þá er Tæpagata, þar sem gamli vegurinn lá áður á standklettabrún. Utar er gil, sem heitir Djúpagil. Ofan við eyrarnar ofan við veg er Kvíabrekka. Kvíaklettur var klettur við Mógilsá inn með henni, vestur undan bænum. Ofan við Kvíabrekku er mýri, sem heitir Grafarmýri, og nafnlausir hólar eru þaðan vestur að Djúpagili. Þar upp af við botn Djúpagils, milli þess og Þvergils, er stór hóll, sem heitir Sandhóll. Þvergil fellur í Mógilsá. Ofar er tunga, sem heitir Smágil. Það eru smáskorningar milli Mógilsár og Þvergils. Svæðið þar ofar milli Þvergils og Mógilsár heitir Fláar. Við botn Djúpagils var kalknáma og sást áður móta fyrir garðlagi þar framan í Sandhól. Hún var Kollafjordurstarfrækt um 1876.
Ofan við Þvergil eru svonefndir Fögrudalir. Þar austur á hlíðinni upp frá Mógilsá heitir Vestri-Hákinn, snarbrött vestan við Mógilsárfoss. Svæðið upp frá Fögrudölum og Vestri-Hákinn er stór mýrarfláki, sem heitir Einarsmýri, og nær inn undir há-Esju, eitt bezta haglendi framan í fjallinu, brok og valllendi. Innan við Hákinn er gildrag niður, og brekka þar heitir Sumarkinn. Vestan við Mógilsá og ofar, en neðan við Rauðhamar er Grensöxl. Þar var gren nýlega.
Þá er aftur tekið svæðið utan við Djúpagil með sjónum neðan vegarins.
Fyrst er Stýrimannaklettur. Hann var bungumyndaður að ofan, en er nú (1967) að mestu hruninn. Við sjóinn er Djúpagilsklettur. Utar er Hengingarklettur. Því miður er ekki lengur hægt að nota hann á réttan hátt, sökum þess hve hruninn hann er.
UtsyniVestar er Leiðvöllur, sem talinn er vera hinn gamli þingstaður Kjalarnesþings. Nú er þar aðeins malareyri, sem fellur yfir í flóðum. Ofar var Leiðtjörn, en sandnámið hefur nú eyðilagt hana nema austast. Í hana rann Markagil. (Í landamerkjabréfum er það nefnt Stangargil eða Festargil).
Ofan við Leiðtjörn er flöt, sem heitir Kirkjuflöt, en ekki er vitað um tildrög þess nafns. Svæðið frá Djúpadal að Markagili er melar og klettar og heitir Kleifar. Ofar er Kleifhóll, ofan við veginn. Grýtt brekka eða hvammur með klettum í er austanverðu í Kleifum, vestan Djúpagils og ofan við veginn. Hún heitir Stórsteinabrekka. Nokkuð upp með Markagili, upp af Kleifhól, er brekka vestan við Festi, í austurátt frá bæ sem heitir Festarbrekka, en Festi er klettarani niður fjallið milli Festarbrekku, sem áður segir, og Stórsteinabrekku.
NipulautirFálkaklettur heitir klettur upp af Stórsteinabrekku, en brúnin vestur af honum og upp af Festarbrekku, vestur að Grundará, heitir Skarðabrún, og í hana eru Skörð. Dalirnir upp af Skarðabrún heita Neðri-Skarðadalur, og Efri-Skarðadalur.
Þverfell heitir há-Esjan upp frá Mógilsá, austur að Gunnlaugsskarði, og er Þverfellshorn vestast. Merkin liggja um Skarðadali í Gljúfurdalsháls og síðan í Þverfell og Þverfellshorn.”
Þá er minnst á Nípu, vörðulagaðan klett. “Þar upp af eru Nípulautir, bezta berjalandið í landareigninni”.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Emil Heimir Valgeirsson.
-Ingvar Birgir Friðleifsson.
-visindavefur.is
-Guðrún Kvaran.
-Örnefnalýsing Mógilsár – Ari Gíslason.
-wikipedia.com

Esja

Gengið um Esjuna.

Gunnuhver

 Eftirfarandi er ágæt samantekt Margrétar Írisar Sigtryggsdóttur og Jóhönnu Þórarinsdóttur um jarðfræðihringferð um vestanverðan Reykjanesskagann:

Formáli

Reykjanesskaginn vestanverður

Í Jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn mjög merkilegur, hann er ákaflega eldbrunninn og eru sprungur og gígaraðir algengar. Meginhluti skagans er þakinn nútímahraunum, þ.e. hraunum sem runnið hafa eftir að jöklar síðasta jökulskeiðs hopuðu. Á Reykjanesskaga munu jöklar hafa horfið fyrir um 12.000-13.000 árum, nokkru fyrr en víðast annars staðar á landinu. Reykjanesskaginn er einn stór sýningarsalur fyrir það afl sem skapar Ísland, þ.e. eldvirkni. Hann er hluti af sprungukerfi, sem liggur um Atlantshaf endilangt og tengir saman svonefndan Reykjaneshrygg og gosbelti Íslands.

Gosbelti

Gosbeltið um Ísland.

Gosbeltin liggja um landið frá suðvestri til norðausturs og marka skilin milli tveggja skorpufleka, Norður-Ameríkuplötunnar og Evrasíu-plötunnar. Gosbeltin eru nokkuð mismunandi að gerð, þau eru yfirleitt um 25-50 km breið. Eldvirknin innan gosbeltanna er ekki jafndreifð heldur raða gosstöðvarnar og sprungur sér á nokkuð vel afmarkaðar reinar og er eldvirknin vanalega mest nærri miðju hverrar reinar. Þar er upphleðslan því mest og þar myndast megineldstöð og henni fylgir oftast háhitasvæði. Reykjanesinu er gjarnan skipt í fjögur eða fimm eldstöðvakerfi, Reykjanes- Grindavík-Vogar (oft talið sem tvö kerfi), Krýsuvík-Trölladyngja, Brennisteinsfjöll-Bláfjöll og Hengill-Selvogur. Hliðrunarbelti með austur-vestur stefnu í gegnum þessi kerfi veldur tíðum jarðskjálftum á Reykjanesi og á því hafa myndast háhitasvæði á yfirborði, s.s. á Reykjanesi, í Eldvörpum, Svartsengi, Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum.

Eldstövakerfi

Eldstöðvakerfi Reykjanesskagans.

Eldstöðvakerfin hafa öll skilað blágrýti (þóleiískt berg) til yfirborðsins á nútíma nema Hengilssvæðið. Píkrít er að finna í gömlu og minni dyngjunum á svæðinu en ólivínþóleit í hinum yngri og stærri. Fjöldi dyngnanna frá nútíma er u.þ.b. 30 og gossprungur eru í tugatali. U.þ.b. 52% Reykjanesskagans (mælt úr botni Kollafjarðar til Þorlákshafnar) er þakinn hraunum, sem runnu eftir síðasta skeið ísaldar (43 km²). Flest fjöll, t.d. Keilir, eru úr móbergi frá síðasta kuldaskeiði. Jarðsaga Reykjanesskaga er vel þekkt og hefur verið rakin nokkur þúsund ár aftur í tímann. Elsta bergið á skaganum er í grennd við Reykjavík og er talið vera um 500 þúsund ára gamalt. Mest af jarðlögum á skaganum eru hins vegar innan við 200 þúsund ára gömul.

Grófin í Keflavík
Lífsstöðugrót á PattersonssvæðinuGrágrýtinu á utanverðum skaganum er skipt í þrjár syrpur sem kenndar eru við Háaleiti, Njarðvík og Vogastapa. Hugsanlega hefur einnig verið gígur við Rockville. Aldur Njarðvíkurgrágrýtisins er talið vera frá síðasta hlýskeiði eða meira en 120 þúsund ára en hinar syrpurnar eru frá næst síðasta hlýskeiði eða eldri en 200.000 ára. Grágrýtið er runnið frá dyngjum sem verið hafa virkar um margra ára skeið. Hraunlögin eru frá 2-10 m að þykkt og hafa runnið sem helluhraun. Hraunin virðast hafa runnið við lægri sjávarstöðu en er í dag því á nokkrum stöðum finnast í þeim bólstrar t.d. í Grófinni og við Keflavíkurhöfn. Hraunið ber merki eftir ísaldarjökla.

Miðnesheiðin (Reykjanesbraut)
EldstöðvakerfiRomshvalanesið er gamalt grágrýti runnið úr sömu dyngju (Háaleitis dyngju) og Grágrýtið á utanverðum skaganum. Miðnesheiðin á Rosmhvalanesi er allvel gróin, en sunnan og vestan við Keflavíkurflugvöll er eyðimörk, um 25 ferkílómetrar að stærð. Það er m.a. sú sjón sem fyrst blasir við ferðamönnum sem koma til Íslands um flugvöllinn. Við ísaldarlok var hluti Rosmhvalanessins undir sjó sem skýrir hvers vegna jarðvegur er þykkari þar en upp á miðju nesinu. Sjórinn braut landið og hlóð upp seti við fjörumörkin.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur 1982.

Keflavíkurflugvöllur (NATO) er staðsettur á norðvestanverðu Reykjanesi, heiðin kringum Háaleiti þótti vel fallin til þessara mannvirkja engin há fjöll í nálægð og loftstraumar heppilegir. Þarna var tekið eignarnámi um 9200 ha, land sem tilheyrði um 30 jörðum í 5 sveitarfélögum, hann var um tíma einn stærsti flugvöllur heims.
Á Suðurnesjum er ólífrænn þurrlendisjarðvegur móajarðavegur langalgengastur. Hann er aðallega gerður úr gosösku frá nálægum og fjarlægum eldstöðvum og úr öðrum steinefnum. Þykkt jarðvegsins getur verið allt frá nokkrum sentímetrum til nokkurra metra. Þessi jarðvegur er ófrjósamur, og það takmarkar mjög vöxt plantnanna.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefni.

Reykjaneskagi dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans, sem Suðurnes eru hluti af. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands, og yst á skaganum skríður Mið-Atlandshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðal gosbeltum landsins. Fjórar sprungureinar eru á skaganum: Reykjanes-, Krýsuvíkur-, Brennisteinsfjalla og Hengilsreinar. Hver þeirra samanstendur af hundruðum opinna sprungna. Þá eru þar einnig fjöldi gíga og gígraða. Önnur gerð af eldfjöllum á Reykjanesskaga eru dyngjur, skjaldlaga bungur sem eru svipaðar og eldfjöllin á Hawaii nema mun minni.

Patterson flugvöllur

Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir og næst sér. Jökulskeið enda snögglega, og meðalhitastig hækkar, og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sjávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlögum. Einn slíkur staður er hér við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.

Á leið í Hafnir

Ósabotnar

Ósabotnar – kort.

Þrívörðuhæð heitir hæðin sem við keyrum á núna og blasa Ósabotnar við, eða Kirkjuvogur en svo nefnist fjörðurinn sem talinn er hafa myndast vegna landsigs. Ósar eru eitt af náttúruverndarsvæðum landsins. Þar er venjulega fjölbreytt lífríki fjöruborðs og einnig mikið fuglalíf.
Nú nálgumst við svokallaða Hunangshellu, klöpp norðvestan vegarins á hægri hönd. Gamall niðurgrafinn vegur í Hafnir lá í gegn um skarð sem er í klöppinni nú grasi gróið. Á háflóði eru 25-30 metrar á milli Hunangshellu og sjávarborðs.
Þjóðsagan segir að á þessum stað hafi skrímsli legið fyrir ferðamönnum í myrku skammdeginu og gert þeim ýmsa skráveifu. Þessi meinvættur var svo vör við sig að ekki tókst með neinum hætti að koma færi á hana – ekki fyrr en einhverjum datt í hug að smyrja hunang á klöppina.
Á meðan dýrið sleikti hunangið var loks hægt að ráða því bana. Sumir segja að þarna hafi stór rostungur verið á ferð.

Stapafell

Bólstri

Bólstri í Stapafelli.

Móbergsfjall á Reykjanesskaga, suðaustur af Höfnum. Stapafell er gert nær einvörðungu úr bólstrabergi. Olívín, einn aðalfrumsteinn í basalti, hefur sést neðst í bólstrunum á meðan þeir voru óstorknaðir. Skammt austur af Stapafelli var fyrr á öldum alfaraleið frá Grindavík til verstöðva á Rosmhvalsnesi. Sést þar enn marka fyrir slóðum. Mikið grjótnám er í Stapafelli og minnkar fjallið ár frá ári.

Rauðamelur

Skipsstígur

Gengið um Rauðamel.

Er fyrrum sjávargrandi, sem liggur norðaustur úr Stapafelli, myndaður að mestu úr efni úr Stapafellinu. Inn í melnum er lag úr allþéttu bergi sem án efa er jökulberg Þetta lag er um 2m á þykkt en bæði undir og ofan á því eru malar og sandlög. Sand og malarnám hefur farið þar fram árum saman og hefur það opnað innsýn í þessa myndun.Hann varð til við hærri sjávarstöðu, þegar sjór braut úr því. Einnig hafa fundist framandsteinar t.d úr kvarsi og graníti sem líklegast hafa borist með hafís frá Grænlandi eða jafnvel fra Svalbarða. Einnig hafa fundist hvalbein sem við aldursgreiningu gefa til kynna að um 40.0000 ára bein. Síðan flæddu hraun. Þau eru úr Sandfellshæð (4 km³). Hringvegur liggur um Stapafell.

Súlur

Súlur

Súlur.

Heitir tindur vestan Stapafells, nær eingöngu vikur og aska en neðan til í fjallinu finnst einnig bólstraberg, er vestan Sandfellshæðar.

Þórðarfell
Gönguleið lá úr Keflavík og Njarðvík þvert yfir skagann og niður í Staðarhverfi í Grindavík. Sú leið liggur austan við Stapafell og svo til vesturs milli þess og Þórðarfells.
BólstriÞrjú misgengi kljúfa Þórðarfell og þannig myndast sigdalur milli fellanna Stapafells og Þórðarfell, fellið er út bólstrabergi.

Hafnir
Gamli Hafnahreppur var stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum mælt í ferkílómetrum, víðáttumikil hraunúfin flatneskja og sandflæmi að stórum hluta. Nyrðri hluti landsins er nokkuð gróið hraun en syðri hlutinn eldbrunnið , uppblásið og hrikalegt svæði. Strandlengjan er einn stærsti skipalegstaður landsins, hrikalegir klettar, sker og boðar þar sem þung úthafsaldan myndar oft tilkomumikið og rosalegt brim. Hraunið í grennd við Hafnir er úr gamalli dyngju sem kallað er Stampahraun.

Gömlu-Hafnir

Hafnarsandur – Herforingjaráðskort 1903.

Á sl. 25 árum hefur hraunið ofan við Hafnir tekið stakkaskiptum vegna aukins grasvaxtar sem er árangur landgræðslu sem stunduð hefur verið með flugvélum á Reykjanesskaganum auk þess sem sáð hefur verið í vegkanta af starfsmönnum Vegagerðar ríkisins. Í hrauninu upp af Ósum má enn sjá leifar landgræðslugirðingar sem mun hafa verið lokið við um 1939 en hún skipti Reykjanesskaganum í 2 svæði. Girðingin lá eftir hrauninu og niður í Merkinesvör og hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma.

Hafnasandur og þar vestur við sjó er Hafnabergið, mikið fuglabjarg og vinsæll ferðamannastaður. Fyrir nokkrum áratugum var reist sandræktargirðing á Hafnasandi, og nú mildar melgresið mjög hina svörtu ásjónu sem áður var. Hafnabergið er 40-50 metra þverhnípt bjarg er gengur í sjó fram. Þar er þverskurður hraunlaga úr eldstöðinni Berghól sem er dyngja frá nútíma. Mikið af bjargfugli verpir í Hafnabergi. Norðan Hafnasand stendur hin fornmerka byggð, Hafnir.

Við Álfubrúna

Reykjanes

Brú milli heimsálfa yfir Mönguselsgjá.

Kenningin sem Alfred Wegener setti fram var árið 1911 að meginlöndin hefðu fyrir um 200 milljón árum legið saman í einu stóru meginlandi sem nefnd var Pangea. Síðan hafi þetta stóra land brotnað upp í tvennt. Norðurlandið (Lárasíu) og Suðurlandið (Gondvanaland). Smátt og smátt klofnuðu stóru löndin upp í núverandi álfur. Helstu rök hans voru á meðal annars að útlínur meginlandana féllu saman eins og púslar og að berg af sama aldri var að finna beggja vegna úthafanna.
Kenningunni var hafnað á þeim tíma en ný rök komu fram á 7. áratug 20. aldar sem vöktu kenninguna til lífsins og er hún megin kenning jarðfræðinnar í dag.

Wegenerstöpull

Wegenerstöpull – Wegenerstöpull er annar tveggja steinstöpla (svipaður stólpi var reistur í Öskjuhlíð) sem reistur var af Alfred Wegener, þýskum vísindamanni, hér á landi vafalaust til viðmiðunar til að sýna fram á landrekskenninguna sína. Stöpulinn reisti Wegener í aprílmánuði árið 1930. Árið 2000 voru settar plötur með söguágripi á stöpulinn. Stöpullinn er ferkantaður, steyptur og rúmlega 3 m hár. Flatarmál er 1 x 1 m. Hann stendur við gangstétt efst á götunni Hegranes við gatnamót Arnarnes og Hegranes.

Talið er að jarðskorpan skiptist í nokkra fleka eða plötur sem rekur afar hægt. Fyrir um 60 milljónum ára voru flekarnir í Norður-Atlandshafi einn fleki, en hann brotnaði síðan. Skilin milli flekann eru af tveimur gerðum, annars vegar úthafshryggir þar sem bráðið berg streymir upp úr iðrum jarðar og myndar nýja skorpu og aðliggjandi fleka rekur frá. Þetta á við Ísland. Á öðrum stöðum rekast tveir flekar hins vegar saman. Þá er úthafsflekinn þyngri og gengur innundir meginlandsflekann sem er léttari. Dæmi um slík skil eru Klettafjöllin í Norður-Ameríku.

Jörðin er gerð úr kjarna, möttli og skorpu. Talið er að hringstreymi sé í möttlinum þar sem heitt möttulefni stígur upp frá kjarnanum í átt að skorpunni, kólnar og sígur síðan aftur niður. Þar sem er uppstreymi togast plöturnar frá hvor annarri. Þær togast sundur í rykkjum sem kallast jarðskjálftar. Við það myndast sprungur sem fyllast af kviku að neðan. Ef kvikan nær til yfirborðs verður eldgos. Plötuskil eru allstaðar staðsett á hafsbotni nema í Eþíópíu og á Íslandi.

Stampar

Stampar.

Land myndast þegar eldvirkni er mun meiri en á venjulegu hryggjarstykki. Talið er að þessi landmyndun orsakist af möttulstróknum, en það er strokklaga uppstreymi af heitu efni djúpt í iðrum jarðar. Tveir þekktustu möttulstrókarnir eru undir Íslandi og Hawaii. Ef ekki væri möttulstrókur undir Íslandi væri hér ekki land heldur um 3000 m sjávardýpi. Möttulstrókurinn er staðsettur undir norðvestanverðum Vatnajökli.
Ísland hefur myndast á mið-Atlandshafshryggnum sem liggur á milli tveggja fleka. Þá rekur í gagnstæða átt (plötuskil), um 2 cm á ári. Úthafshrygghakerfið er í heild um 80.000 km langt og sést ekki á landi nema á Íslandi og austur-Afríku. Hér er glöggt dæmi um plötuskil og sigdal.

Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík

Stóra-Sandvík – Tjörnin manngerða.

Stóra-Sandvík er allstór vík með sandfjöru og skeljum. Mikið brim getur myndast þarna og eru sjóbrettaáhugamenn farnir að fara þarna og þykir þetta frábær staður fyrir slíkt. Miklir melgresishólar einkenna svæðið milli sjávar og tjarnar sem er austur af víkinni, er þar mikið af fuglum og því gaman að skoða sig þar um. Melgresi var sáð þarna um 1950 þegar byggð var að mestu lögð af vegna sandfoks.Reynt er að halda þessu við og græða upp sandinn á Hafnaheiðinni.

Stamparnir
Þegar ekið er framhjá Stóru-Sandvík blasa við framundan tveir formfagrir hraungígar sem rísa vel yfir umhverfi sitt. Þeir Einn Stampahraunsgígannaheita Stampar og eru nyrstir gíga á gígaröð sem er kennd við þá .Yngri-Stampagígaröðin. Samsíða henni og litlu vestar eru lágir gíghólar sem tilheyra Eldri-Stampagígaröðinni. Eru þeir mjög veðraðir og því heldur ellilegir að sjá. Yngri-Stampagígaröðin liggur síðan til suðvesturs í átt til sjávar. Nærri henni miðri er áberandi gígur sem heitir Miðahóll og skammt upp af ströndinni er einn stærsti gígurinn Eldborg dýpri. Aðrir gígar eru fremur lítið áberandi í landslaginu og bera ekki sérstök heiti.

Stampahraun

Stampahraun. Í dag má sjá leifar hraunsins undan ströndinni, þ.e. Karlinn. Strákur, Stelpa og Kerling eru horfin í sjáinn. Þó má enn sjá móta fyrir gíg Kerlingar í Kerlingarbás.

Sprengigos urðu við ströndina þar sem gossprungan mætti ægi og hlóðust þar upp tveir gjóskugígar. Gjóska frá þeim barst yfir Reykjanes og nærliggjandi svæði. Þetta gos, Yngra-Stampagosið markaði upphaf langvarandi elda þ.e. Reykjanselda sem stóðu yfir um þriggja áratuga skeið á öndverðri 13. öld. Við Kerlingarbás, grunna vík við ströndina eru syðri endamörk gígaraðarinnar á landi. Framundan básnum stendur 51 m. hár móbergsdrangur í sjó fram sem heitir Karl. Einnig var við ströndina fyrir miðjum Kerlingarbás eitt sinn drangur sem hét Kerling en er fyrir löngu hrunin .Yngra –Stampahraunið flokkast undir helluhraun. Eldra-Stampahraunið er talið hafa runni fyrir 1500-1800 árum.

Reykjanesviti – Skálafell og fl.
ReykjanesvitiSuðvestur af Reykjanesskaga er landið allt hrjóstrugt og eldbrunnið þakið úfnum hraunum.Upp úr hraunbreiðunni rísa móbergs og bólstrabergshryggir sem liggja slitrótt norðaustur eftir nesinu.Næst ströndinni er Valahnúkur ysti tangi þeirra móbergsfjalla, skagar í sjó fram og þar var fyrsti viti á Íslandi settur 1878 en grunnbjarg hans brast í jarðskjálfta 1887, og var hann færður á Bæjarfell sem er aðeins innar. Þá kemur Litlafell, Sýrfellsdrög og Sýrfell sem er hæst.Mikil goshrina var um 1211-1240 svonefndir Reykjaneseldar og var aðalgosið um 1226 á Reykjanestá er gaus í sjó fram. Þá reis upp eyja, sem heitir Eldey, hún er mikill og þverhníptur móbergsklettur, 77m á hæð og er talin um 160m löng þar sem hún er lengst, frá norðaustri til suðvesturs en um 90m á hinn veginn. Hár hryggur gengur eftir eynni endilangri og skiptir þekjunni í þrjá hallandi fleti Öll er eyjan mjög sprungin og eru miklir skorningar á henni.Eyjan er gróðurlaus, ef frá er talinn fjörugróður en fuglalíf er hins vegar með meira móti, og Súlubyggðin (fuglinn) talin ein sú stærsta í heiminum. Í fárra sjómílna fjarlægð frá ströndinni, austan Valahnúka er sigdalur sem takmarkast af Valbjargagjá. Sunnan dalsins er Reykjanestá sem á uppruna sinn úr Skálafelli, dyngja sem nær aðeins 78m hæð. Á hátindi gígsins er víðsýnt um vestanverðan Reykjanesskagann austur til Grindavíkur.

Gunnuhver

Gunnuhver

Gunnuhver.

Í norðurhlíð Skálafells og þar norður af er hverasvæði. Það er háhitasvæði með gufuaugum,leirhverum og jafnvel virkum hverum. Allmikið hefur verið borað þarna og nú standa yfir stórframkvæmdir frá Hitaveitu Suðurnesja um djúpborun á þessu svæði. Stærsti leirhver á Íslandi er nálægt Litlafelli og heitir Gunnuhver. Þar hafa menn frá fornu fari bakað hverabrauð og gera enn. Til er þjóðsaga um Gunnu og hvernig hún steyptist í hverinn og verður sú saga sögð á staðnum.

Jarðhiti á Reykjanesskaga

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

Úrkoma, sem fellur á Reykjanesskagann, hripar niður um lek berglög, safnast fyrir neðanjarðar og sytrar svo hægt í átt til sjávar. Þetta vatn kallast grunnvatn. Við ströndina mætir ferska grunnvatnið söltum sjónum. Sjórinn er eðlisþyngri, svo að grunnvatnið myndar 30-100 m þykka ferskvatnslinsu sem flýtur ofan á honum. Neðst í grunnvatnslinsunni er lag af ísöltu vatni og er það þykkast úti við ströndina þar sem berggrunnur er afar lekur og sjávarfalla gætir mest. Á Reykjanesskaga eru þrjú háhitasvæði sem eru sérstök fyrir það að í þeim hitnar jarðsjór er hann kemst í snertingu við kólnandi kviku (heit innskot). Þessi háhitasvæði eru Reykjanes, Eldvörp og Svartsengi. Í Svartsengi er heitur jarðsjórinn notaður til að hita upp kalt vatn fyrir hitaveitu á Suðurnesjum auk þess sem hann er nýttur fyrir gufuaflstöð til raforkuframleiðslu. Hluta af söltu afrennslisvatninu er veitt í Bláa Lónið en afganginum er dælt aftur niður um borholu.

Lághitasvæði

leirhver

Grunnvatn er rigningarvatn og yfirborðsvatn sem sígur ofan í jörðina og rennur hægt neðanjarðar í átt til sjávar. Það rennur svo hægt að það getur tekið 100 ár að renna 100 km leið. Á leið sinni til sjávar rennur grunnvatnið stundum um löngu útkulnaðar eldstöðvar sem þó hafa í sér nokkurn hita. Vatnið nær því smám saman að hitna og þegar það kemst um sprungur upp á yfirborð er það orðið töluvert heitt, þó lægra en 150°C á 1 km dýpi. Lághitasvæðin eru staðsett fyrir utan virka gosbeltið. Þau einkennast af því að vatnið kemur upp í heitum uppsprettum og eru mjög litlar útfellingar í kring.

Háhitasvæði

Gunnuhver

Gunnuhver – hverasvæðið.

Háhitasvæðin finnast á virka gosbeltinu í tengslum við virkar eldstöðvar. Kalt grunnvatn kemst í nálægð við kólnandi kviku, snögghitnar og leitar upp á yfirborð. Hitastig vatnsins er meira en 200°C á 1 km dýpi. Vatnið inniheldur mikið af uppleystum efnum úr berginu sem falla út þegar það kólnar á yfirborði. Háhitasvæði einkennast því af stórum svæðum þöktum leir og útfellingum ein og Gunnuhver.

Háleyjabunga

Háleyjabunga

Háleyjabunga.

Fyrstu hraungosin eftir að ísöld lauk á þessu svæði hafa skapað Háleyjabungu fyrir um 14.000 þúsund árum. Reglulegur

hraunskjöldur(dyngja) með reglulegan gíg og úr nokkuð sérstæðri bergtegund sem heitir píkrítbasalt eða óseanít. Einkennandi fyrir þá bergtegund er mikill fjöldi kristalla sem eru grænir að lit og nefnist ólivín.Talið er að þeir einkenni hraun sem eru komin mjög djúpt úr jörðu og finnst aðeins á úthafshryggjum. Við sjóinn má sjá hvernig hraun úr Skálafelli leggjast ofan á hraun úr Háleyjabungu sem er því augljóslega eldri.

Sandfellhæð
SandfellshæðÚr þessari dyngju er komið langmesta magn hrauna á utanverðum skaganum. Hraunin frá Berghól, Langhól og Sandfellshæð eru eins að gerð og sýnist líklegt að allt hafi þetta orðið til í einni goshrinu, sem vafalaust hefur verið ærið löng, en tilfærsla hafi orðið á gosopi. Hefur Sandfellshæð verið lengst virk. Þótt gígurinn sé aðeins í um 90 m hæð yfir sjó er þaðan ærið víðsýnt í góðu veðri. Sér þaðan yfir allt vestanvert nesið, inn yfir Faxaflóa til Borgarfjarðarfjalla og Snæfellsness. Gróður er talsverður á þessum slóðum og skjólsælt er inni í gígnum, sem er um 450 m í þvermál og vel 20 m djúpur.

Klofningahraun og Berghraun

Staðarberg

Staðarberg.

Hraunin runnu í Reykjaneseldum,(1210-1240) þau virðast að mestu komin úr einum stökum gíg sem nefnist Rauðhóll sem er nyrst í hrauninu. Í því eru nokkrir hólmar úr eldri hraunum svo og misgengi sem er óvenjulegt í svo ungum hraunum. Hraunið er gróft, sprungið og með háum úfnum jöðrum. Það myndar Staðaberg en vestast í því er fallegur brimketill sem af sumum er nefndur Oddnýjarlaug.
Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, um 1100 ár,. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjaneskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos. Það helsta eru Bláfjallaeldar. Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151, en minni háttar gos varð 1188. í því fyrra opnaðist um 25 km löng gossprunga, og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjaneskaganum, þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar eins og við fjölluðum um hér fyrr við Reykjanesvita. Jarðvegseyðing jókst mjög í kjölfarið á Reykjanesskaga.

Um Gerðistanga að Grindavík

Á ferð um Þorbjarnarfell 2007

Þegar komið er úr Berghrauninu og niður í Arfadalsvík breytir landið nokkuð um svip. Ástæðan er einkum sú að sumstaðar nær hraunið ekki alveg í sjó fram eða það er mjög sandfyllt og veðrað. Hér var áður stundaður landbúnaður auk sjósóknar að vetrinum, og er því víða að sjá litla túnskika sem sumir hverjir eru nýttir enn í dag og fyrir botni víkurinnar er nú golfvöllur.

Grindavík og nágrenni

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðir.

Byggðin í Grindavík er að mestu á hrauntaum frá Sundhnúksgígaröð. Sundhnúkshraun hefur runnið til sjávar í fjórum kvíslum. Vestasta kvíslin er sú sem megin hluti byggðarinnar er á, önnur mjórri hefur runnið ofan í Hóp, þriðja myndar Þórkötlustaðanes (Hópsnes) og þú fjórða og austasta fellur til sjávar við Hraun. Sundhnúksgígaröðin er um 8,5 km að lengd og mun hafa gosið fyrir um 2400 árum.

Þorbjarnarfell

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Þorbjörn eins og fjallið er oftast kallað er um 243m hátt og að mestu úr bólstrabergi og bólstrabrotabergi, hefur orðið til við gos undir jökli. Slíkt berg er myndað úr bólstrabrotum eins og nafnið gefur til kynna. Það einkennist af kubbum sem á einn kant hafa svarta glerhúð en eru að öðru leyti ekki frábrugðnir basaltmolum sem koma fyrir í þursabergi.Það er smáholótt og brotnar auðveldlega í eins konar stuðla sem mynda, sem næst rétt horn við glerkennt og þétt yfirborðið. Innanum eru reglulegir , heilir bólstrar. Það sem er sérstakt við þetta fjall er að það er klofið að endilöngu af sprungum og í því er sigdalur.

Bláa Lónið
Bláa lóniðBláa Lónið er í Illahrauni sem gaus 1226 og kemur úr Eldvörpum. Er keyrt er að Blá Lóninu sér maður nánast eingöngu mosavaxið hraun. Arnasetuhraunið er yngsta hraunið í nágrenni Grindavíkur það tekur að mestu svæðið milli Vogastapa og Grindavíkur og komið úr gíg er nefnist Arnarsetur. Arnarsetuhraun þekur um 22 ferkílómetra.

Vogastapi

Grímshóll

Á Grímshól á Vogastapa.

Vogastapi 80 m. hár hét áður Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi oftast kallaður Stapi. Grágrýtissvæði yfir það hafa jöklar gengið á ísöld.Talið er að upptök þessa grágrýtishrauna eigi upptök sín annarsvegar við Háaleitis dyngju og hins vegar við Grímshól efsta stað á stapanum, ekki er vitað nákvæmlega hvort dyngja hafi verið við Grímshól, þá hefur hún verið mjög flöt. Mörg hraun hafa runnið til og frá þarna og svo hafa jökulruðningar og ágangur hafsins umbreytt svæðinu ásamt manninum. Jökulurðir eru hér og þar en ummyndaðar af ágangi hafsins, sem á síðjökultíma huldi svæðið allt að Grímshól, en í kring um hann er kragi úr lábörðu stórgrýti i um 70 m hæð yfir núverandi sjávarmáli. Vogastapi er byggður upp af frekar þunnum hraunlögum. Að sunnan er hann brotinn að endilöngu af misgengjum og verður þar sigdalur þar sem Seltjörn er í botni hans. Sunnan við Seltjörn hallar grágrýtislögunum inn undir Arnarseturshraun.

Heimildir:
-Árbók ferðafélag Íslands 1984.
-Kynnumst Suðurnesjum.
-Námsgögn / Glósur úr Jarðfræði.
-Námsgögn / Glósur úr Gróður og Dýralíf.
-Svæðisskipulag Suðurnesja. 1987-2007.
-Náttúrufar á Sunnanverðum Reykjanesskaga 1989.
-Suður með sjó, leiðsögn um Suðurnes 1988.
-Orkustofnun / Magnús Á Sigurgeirsson.
-Íslenskur Jarðfræðilykill. Mál og menning.

Berggangur

Litluborgir

Haldið var upp í Minni-Dimmuborgir, eða Litluborgir, eins og Jón Jónsson, og sonur hans, Dagur, nefndu lítið hraunssvæði sunnan Helgafells, hraunborgir, sem þar mynduðust, líkt og Dimmuborgir við Mývatn, Hraunsnesið í Skollahrauni og Borgin (Ketillinn) í Katlahrauni. Þar eru og gervigígar, sem mynduðust þegar heitur hraunstraumur rann út í vatn er þá hefur verið þarna austan Helgafells. Hraunið stendur víða á súlum og er “þakið” víðast hvar nokkuð heillegt. Hægt er að ganga í gegnum hraunið undir “þakinu”.

Litluborgir

Í Litluborgum.

Í fyrri FERLIRsferð kom í ljós fallegur hellir, sem ætlunin var að skoða betur. Inni í honum eru myndarlegar hraunssúlur líkt og umleikis. Lítil umferð fólk hefur verið um svæðið (sem betur fer) þrátt fyrir nýlega friðun þess og mikinn áhuga margra að berja það augum. Hafa ber í huga að svæðið er mjög viðkvæmt fyrir ágangi.
Dimmuborgir í Mývatnssveit eru sundurtættar hraunmyndanir sem vart eiga sinn líka. Talið er að þær hafi myndast í hrauntjörn sem tæmst hefur eftir að storknun hraunsins var nokkuð á veg komin. Eftir standa háir hraundrangar sem taka á sig ótrúlegustu kynjamyndir. Gatklettar og smáhellar einkenna borgirnar. Sá frægasti er líklega Kirkjan, há og mikil hvelfing, opin í báða enda. Í Minni-Dimmuborgum má sjá sömu jarðfræðifyrirbærin, en í smækkaðri og nærtækari mynd.

Litluborgir

Litluborgir – gervigígur.

Borgirnar eru í Þríhnúkahrauni í jaðri Tvíbollahrauns. Austar er Húsfellsbruninn. Allt hafa þetta verið mikil hraun. Húsfellsbruni er að mestu apalhraun, en Þríhnúkahraun og Tvíbollahraun eru helluhraun. Síðastnefnda hraunið mun hafa runnið um 950. Sjá má gígana austan við Kerlingarskarðið þarna fyrir ofan. Megi ngígurinn er einstaklega fallegur og utan í honum eru tveir minni. Mikil hrauntröð liggur niður frá gígunum og víða eru smáhellar. Vatn hefur verð þarna í dalverpi ofan við Helgafell (Helgafell er frá því fyrir meira en 12.000 árum síðan). Þegar hraunið rann þunnfljótandi niður í vatnið mynduðust borgirnar. Líkt og annars staðar þegar þunnfljótandi hraunið rennur yfir vatn mynduðust gervigígarnir.

Í Litluborgum

Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir vatnsósa jarðveg, til dæmis mýri, vatnsbakka eða árfarveg. Í stuttu máli gengur ferlið sem leiðir til myndunar gervigíga þannig fyrir sig: Hraunið rennur yfir vatnsósa jarðveginn, en sökum hitamismunar þess og yfirborðsvatns gufar allt yfirborðsvatn upp. Eingöngu verður eftir það vatn sem geymt er í jarðveginum því það kemst ekki í beina snertingu við hraunið.
Þegar hraunið hefur hulið jarðveginn fer það að þykkna og þá eykst þrýstingur á undirlagið (þrýstingur = þykkt x eðlisþyngd x þyngdarhröðun).
Aukinn þrýstingur pressar vatnið úr hinum vatnsósa jarðvegi sem er undir hrauninu. Við það kemst vatnið í snertingu við sjóðheitt hraunið og myndar gufu. Gufan kemst hins vegar ekki í burtu þar sem hún er föst undir hrauninu. Þegar gufuþrýstingur er orðinn hærri en sem nemur álagsþrýstingi hraunsins brýst gufan upp í gegnum hraunið með miklum sprengingum og gervigígagos hefst.

Í Litluborgum

Ef skoðað er snið í gegnum gervigíga kemur í ljós að fyrsta efnið sem kemur upp í gosinu er yfirleitt mjög ríkt af jarðvegi og undirlagsefnum. Er líða tekur á gosið verða hraunflyksur og gjallmolar hins vegar meira áberandi.
Gervigígar eru ekki í neinu frábrugðnir öðrum gígum í útliti ef þeir ná að gjósa nokkrum sinnum. Aðal munurinn á gervigígum og öðrum gígum liggur í því að þeir fyrrnefndu hafa engar rætur, það er að segja það eru engar aðfærsluæðar (gangar) að þeim eins og í öllum öðrum gígum. Því eru þeir oftast nefndir á ensku „rootless cones“.

Helgadalur

Helgadalur – tóftir.

Minni-Dimmuborgir eru nokkurs konar lagskipt hraunlög, haldið uppi af þunnum hraunsúlum. Hraunbólan er næstum hringlaga og um 100 m í þvermál. Miðsvæðis í bólunni hefur verið hrauntjörn og runnið þunnar hraunskvettur út til hliðanna. Þannig hefur bólan smám saman byggst upp. Aðfærslan að henni hefur verið frá hliðunum. Mikill hiti hefur verið í hrauninu því víða má sjá glerjung og seiglulíka hrauntauma á veggjum.
Í Dimmuborgum, Katlahrauni (sjá HÉR) og Hraunsnesi (sjá HÉR) standa eftir hraunsúlurnar, en í Minni-Dimmuborgum (Litluborgum) hefur þakið haldist vegna smæðarinnar. Súlurnar hafa líklega myndast í hrauntjörninni þar sem gufa hefur leitað upp í gegnum bráðið hraunið og kælt það.
Hellisskútinn reyndist vera þriggja sala. Þakinu er haldið uppi af súlum, hann er rúmgóður og einstaklega fallegur.
Svæðið er mjög viðkvæmt og þolir illa ágang, sem fyrr sagði. Því er mikilvægt að reyna að varðveita þessar jarðfræði- og náttúruminjar sem mest óraskaðar þangað til gerðar hafa verið ráðstafanir til að stýra umferð
fólks um það. (Sjá meira um það HÉR.)

Í bakaleiðinni var litið til með tröllunum á Valahnúk og kíkt á hinar meintu landnámsrústir í Helgadal (sjá meira HÉR). Rústirnar eru á hæðardragi suðaustan í dalnum ofan við vatnið er safnast saman ofan við misgengið. Þær eru orðnar að mestu jarðlægar og erfitt er að segja til um húsaskipan. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skoðaði rústirnar um aldarmótin 1900 og þá var hægt að sjá móta fyrir veggjum og útlínum einstaka tófta, með erfiðismunum þó. Lengi hefur verið talið að landnámsbærinn Skúlastaðir (sjá HÉR) gæti hafa verið á Görðum, Bessastöðum eða jafnvel í Tvíbollahrauni þar sem nú er Skúlatún. Líklegast og ákjósanlegast væri að beina athyglinni að þessum rústum áður en lengra væri haldið í getgátum um það efni, enda bendir nafnið Helgadalur til þess að þar hafi byggð verið um alllanga tíð.
Sjá meira um Litluborgir HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Jón Jónsson jarðfræðingur og Dagur, sonur hans, í Náttúrufræðingnum 62. árg., 3.-4. h. 1993 í greininni Hraunborgir og gervigígar.
-http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=4351
-http://www.ust.is/Frodleikur/Fridlystsvaedi//nr/1295
-http://www.hi.is/HI/Stofn/Myvatn/isl/homframe.htm

Í Litluborgum

Óbrinnishólaskjól

Óbrinnishólar eru vestan við miðbik Undirhlíða og liggur Bláfjallavegurinn sem tengir Hafnarfjörð við skíðasvæðið í Bláfjöllum á milli hólanna. Óbrinnishólar voru fjórir fallega mótaðir gíghólar sem heilluðu marga. Ferðafélag Íslands og Útivist voru með reglulegar ferðir á sumrin um tíma þar sem gengið var frá Kaldárseli að Óbrinnishólum og voru þessar ferðir ofstast fljölmennar. Gísli Sigurðsson lögregluþjónn var gjarnan fararstjóri en fleir tóku að sér að leiða hópa um þessar slóðir. Óbrinnishólar urðu til í tveimur goshrynum með talsverðu millibili og rannsakaði Jón Jónsson jarðfræðingur hólana um miðjan og ritaði grein um þá sem birtist í Náttúrufræðingnum um miðjan 8. áratug 20. aldar. Hann taldi að talsvert langur tími hefði liðið milli gosanna tveggja og að eldra gosið hafi jafnvel verið um líkt leyti og gaus í Búrfelli, samkvæmt samsetningu þeirra steintegunda sem hann fann á báðum stöðum.
obrinnisholar-222Óbrinnishólar voru með þeim glæsilegustu á Reykjanesskag-anum öllum  áður en þeim var að mestu eytt með óhóflegu malarnámi. Fyrst í stað var eingöngu tekið gjall  í smáum stíl, og um líkt leyti voru gerðar þó nokkrar rannsóknir á hólunum. Var grafið að vestanverður og kom þar í ljós undir tæplega eins metra þykku lagi af gjalli 5-8 sentimetra þykkt moldarlag, en undir því var gjall. Gróðurleifar fundust efst í moldarlaginu sem voru kolaðar. Það mun hafa gerst eftir að seinna gosið hófst. Neðra gjallþykknið náði alveg niður á jökulurð og fast berg. Hólarnir eru að mestu úr bósltrabergi og grágrýti og í seinna gosinu urðu til margar hraunkúlur sem eru allt frá því að vera mjög smáar upp í það að vera eins og smáboltar að stærð og nokkuð reglulega lagaðar.
Það er fátt sem minnir á hina formfögru hóla sem þarna stóðu um aldir, svo gersamlega hefur þeim verið spillt og það er í rauninni skömm að því hvernig þarna hefur verið gengið á merkar náttúruminjar.
obrinnisholar-223Óbrinnishólar eru hluti af sprunurein sem liggur eftir endilöngum Reykjanesskaga. Víðsvegar á sprungunni eru mismunandi gamlir gígar sem hafa orðið til í mörgum goshrynum en fæstir þeirra eru stórir eða umfangsmiklir. Það er næsta auðvelt að þræða þessar gígaraðir og fylgja þeim frá Búrfelli og út á Reykjanestá eða því sem næst. Hólaröð Óbrinnishóla var einhverntíma mæld og reyndist vera 900 metra löng eða tæpur kílómetri.
Eins og nafnið gefur til kynna mynduðu hólarnir óbrennishólma sem yngri hraun hafa runnið í kringum og stóðu hólarnir eftir óbrenndir þar sem þeir voru hærra í landinu en nánasta umhverfi. Hæsti gígurinn var í 44 metra hæð yfir nærliggjandi umhverfi en miðað við hæð yfir sjó var hann í 144 metra hæð. Sigdalur eða hrauntjörn hefur myndast suðaustan við gígana við seinna gosið og gekk þessi dalur undir nafninu Óbrinnishólaslakki. Vestarlega í slakkanum er hellir sem er vel þess virði að skoða. Hlaðið hefur verið fyrir opið fyrir margt löngu en hellirinn er um 15-20 metra djúpur með bogadregnum lofti og þrengist eftir því sem innar dregur. Hann nefnist Óbrinnishellir en var líka nefndur Óbrinnishólaskúti. Þessi hellir var notaður um aldir sem fjárskjól yfir vetrartímann af bændum á Hvaleyri enda voru Óbrinnishólar í efri hluta Hvaleyrarlands. Birki- og víðihríslur uxu í vesturhluta nyrsta Óbrinnishólsins og sömuleiðis í hæðardragi skamm frá sem heitir Stakur en einna mestur var kjarrgróðurinn í sjálfum Undirhlíðum, enda heita þar Litli-Skógarhvammur og Stóri-Skógarhvammur. Þarna var kjörlendi fyrir vetrarbeit.
Óbrinnishólar eru ekki svipur hjá sjón en það má samt sem áður hafa ánægju af því að skoða hraunið umhverfis þá og þeir sem hafa gaman að því að rýna í litbrigði jarðar geta dundað sér við að skoða litina sem leynast í gígnámunum.
Óbrinnishólar eru ekki svipur hjá sjón en það má samt sem áður hafa ánægju af því að skoða hraunið umhverfis þá og þeir sem hafa gaman að því að rýna í litbrigði jarðar geta dundað sér við að skoða litina sem leynast í gígnámunum.

Heimild:
-Hraunavinir – Óbrinnishólahellir, Jónatan Garðason – http://www.hraunavinir.net/obrinnisholahellir/

Óbrinnishólaskjól

Óbrinnishólahellir.

Fugl

„Reykjanes er alveg einstakur staður á jörðinni því þar má sjá flekaskil milli meginfleka jarðskorpunnar, Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans, á þurru landi.
pall EFlekaskilunum fylgir landmótun, eyðing, eldvirkni, jarðhitavirkni, sprungur, misgengi og jarðskjálftar. Flekarnir fjarlægjast hver annan um tvo sentímetra á ári “sagði Páll Einarsson, prófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og einn helsti sérfræðingur landsins í jarðskjálftum við upphaf 6 klst ferðar um Reykjanesið. “Þegar ný kvika kemur ekki upp úr iðrum jarðar, eins verið hefur s.l. 800 árin verða afleiðingarnar þær að landið lækkar og sjórinn nær að éta smám saman af landinu, einkum á sunnanverðum Skaganum. Í þessari ferð var m.a. ætlunin var að skoða bæði jarðsöguna, – mótunina og kíkja á mögulega þróun í þeim efnum í nánustu framtíð. Páll var annar tveggja leiðsögumanna í skoðunarferð sem farin verður um Reykjanesið sem lið í afmælisdagskrá Verkfræði- og náttúruvísindasviðs í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands. Hinn var Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur, og er fjallað um hans þátt hér á eftir.

gja-22

Svæðið er stöðugt viðfangsefni vísindamanna, bæði innlendra og erlendra, sem koma til að rannsaka þau ferli sem skapa nýja jarðskorpu á flekaskilum. Í ferðinni voru m.a. skoðuð þversnið í gegnum eldgíga og gossprungur sem og mismunandi gerðir sprungna athugaðar. Sérstök stopp voru áætluð ofan við Sandvík og á Reykjaneshæl.
Strax í upphafi ferðar fjallaði Páll um flekaskil Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Sagði hann líta mæti t.d. á Keflavík sem “ameríska borg” en Grindavík aftur móti sem “evrópska borg”. Skilin væru um 5 km breið, en þau væru hvergi skýrari en yst á Reykjanesi.

Flekaskil

Flekaskil.

Flekarnir rækju í burt frá hvorum öðrum sem næmi að jafnaði 18-19 mm á ári. Þannig mætti greina 18 cm rek á 10 ára tímabili, 1.80 m á einni öld og 18 m á þúsund árum. Það samsvarði nokkurn veginn breidd svonefndrar gjáar á milli meginlenda, sem væri einungis skemmtileg framsetning á efninu, en fjarri lagi. Jaðar Ameríkuflekans væri nokkurn veginn þarna, en eins og fyrr sagði, er jaðar Evrópuflekans í u.þ.b. 5 km fjarlægð í austri. Þegar um hreint frárek væri að ræða færðust flekarnir beint í sundur, en þegar flekarnir hliðruðust kallaðist það hliðrek.

Brú milli heimsálfa

Brú milli heimsálfa.

Þannig væri ysti hluti jarðar samsettur úr nokkrum geysistórum bergflekum sem ná djúpt niður í seigan möttul jarðar. Flekarnir eru 100–200 km þykkir og „fljóta“ ofan á möttlinum. Efsti hluti flekanna kallast jarðskorpa og er hún 5-70 km þykk. Við flekamót rekur fleka saman, líkt og sjá mátti afleiðingarnar af nálægt Japan nýlega, en við flekaskil rekur þá í sundur.
Við flekaskil valda iðustraumar í möttulbráðinni því að flekar færast í sundur. Þar þrýstist bráðin hraunkvika upp og bætist á jaðra flekanna. Eldgos verða þar sem hraunkvikan brýst alla leið upp á yfirborð. Flekaskil eru að langmestu leyti á botni úthafanna og mynda þau geysilangt net af neðansjávarhryggjum, alls um 60 þúsund km að lengd.

Sprunga

Hraunsprunga.

Aðeins um 1% af úthafshryggjum jarðar eru ofansjávar og það gerir Reykjanesið sem og Ísland allt svo sérstakt. Úthafshryggurinn sem liggur um Ísland og sker það í tvennt kallast einu nafni Norður-Atlantshafshryggur og er hann hluti af jöðrum flekanna tveggja.
Svæði þar sem flekana tvo rekur hraðast í sundur eru kölluð gliðnunarbelti eða rekbelti. Utan rekbeltanna eru tvö hliðarbelti og liggja þau í eldri jarðskorpu en rekbeltin. Tvö þverbrotabelti tengja saman hliðrun sem er á Norður-Atlantshafshryggnum um mitt Ísland.
Hliðrun úthafshryggjarins stafar líklega af miklum möttulstrók, svokölluðum heitum reit með sérstaklega heitu, léttu og miklu kvikuuppstreymi, sem er undir Íslandi. Miðja möttulstróksins er undir Vatnajökli og togar strókurinn hrygginn eða gliðnunarbeltin til sín.
AtlantshafshryggurinnTil eru þrjár gerðir af hreyfingum við flekamæri, svæðin sem tveir flekar liggja saman. Sú fyrsta er tveir samliggjandi flekar færast í átt hvor frá öðrum á svæði sem nefnist flekaskil, önnur er að flekar færast hvor í átt til annars á svæði sem kallað er flekamót og sú þriðja er sniðgeng flekamæri (þverbrotabelti, hliðrunarbelti) þar sem tveir flekar færast meðfram hvor öðrum. Við flekaskil, þar sem plöturnar færast í sundur, eins og t.d. á Íslandi, er uppsteymi í möttli jarðar og ný jarðskorpa myndast stöðugt þar sem flekarnir skilja eftir sig gliðnunina. Við flekamót gerist  annaðhvort það að þar sem flekar rekast hvor á annan eyðist jarðskorpan hjá þyngri flekanum en léttari flekinn byggist upp eða þá að tveir jafnþungir flekar rekast hvor á annan en þá geta þeir ekkert annað en þrýst upp á við. Við sniðgeng flekamæri geta verið miklar jarðskjálftahreyfingar þar sem mikill þrýstingur myndast við mismunandi hreyfingar tveggja fleka.

Atlantshafshryggurinn-2

Frá því að Atlantshafið byrjaði að opnast, í lok Miðlífsaldar og upphafi Nýlífsaldar, hefur Norður-Ameríkuflekann og Evrasíuflekann rekið í gagnstæðar áttir. Á gliðnunarsvæðinu í miðju Norður-Atlantshafi hefur byggst upp hryggur og þessi hryggur skýtur kollinum upp úr hafinu hér á Íslandi. Fljótlega eftir að endurbætt landrekskenning varð viðurkennd á 7. áratugnum
var ljóst að tilvera Íslands er mjög tengd landrekinu og í raun afleiðing þess og samspils við möttulstrókinn. Ísland gnæfir um 2-4 km yfir venjulega hæð Norður-Atlantshafshryggjarins.

Landris

Landris.

Það sem skapar Íslandi þessa sérstöðu, er að undir landinu er óvenjumikið uppstreymi heits efnis úr möttlinum, svokallaður möttulstrókur eða heitur reitur. Þessi heiti reitur hefur verið virkur að minnsta kosti síðustu 55 milljónir árin og virkni hans virðist ekki fara minnkandi enn sem komið er.

Sandfellshaed

Talið er að fyrir um 20 milljónum ára hafi flekaskilin rekið yfir heita reitinn og þar með hafi myndun Íslands hafist.
Páll sagði megineldfjöllin eftir síðustu ísöld, dyngjurnar, hafa gefið af sér undirlendi það er Reykjanesskaginn byggist á nú. Í raun væru þau ekki líkar hinum gríðarstóru dyngjum er þekkjast víða um heim, heldur mætti fremur kalla þær dyngjuskyldi. Á leið um Reykjanesbrautina var ekið yfir hraun frá Hrútargjárdyngju vestan við Straum. Dyngjan gaus fyrir ca. 7.000 árum og hefur, líkt og aðrar dyngjur, gosið samfleitt í nokkra áratugi eða jafnvel í eina öld. Hrútagjárdyngjan hefði gefið af sér apalhraun. Þegar litið væri yfir slík hraun mætti víða sjá flatar ójöfnur og hraunkýli (hraunhveli). Þegtta gerðist þegar fljótandi efsti flötur hraunkvikunnar storknaði en fljótandi hraunið streymdi fram undir. Þá safnaðist það stundum í þrær eða hólf, lyftu storknuðu þakinu um stund, en rynni síðan áfram ef og þegar kvikan næði að bræða sér áframhaldandi leið – og landið sigi á ný. Við þessar aðstæður spryngi storknuð hraunkvikan ofan á glóðinni.

Berggangur a reykjanesi

Apalhraun, lík Afstapahrauni, gerðu sig á annan hátt; yltu fram seigfljótandi undan þunga straumsins og mynduðu gróf hraun sem jafnan væru síðar erfið yfirferðar.
Þráinsskjöldurinn væri dyngjuskjöldur allt frá því í lok síðustu ísaldar. Sjá mættu leifar þessa efst við gígbrýnina. Sandfellshæðin væri litlu yngri, en frá henni hefði runnið mikið magn hraunvikur er myndaði núverandi undirlag ysta hluta Reykjanesskagans, stranda á millum. Tvo hliðarskyldi mætti sjá á dyngjuskyldinum; annars vegar Berghóla og Hafnarbergs og hins vegar Langhól miklu mun ofar. Einn væri þó sá dyngjuskjöldur, sem ekki  væri ætlunin að heimsækja að þessu sinni, þ.e. Heiðin há. Hún væri dæmigerður dyngjuskjöldur, líkt og Skjaldbreið og Trölladyngja.

Kapelluhraun

Kapelluhraun.

Páll lýsti Kapelluhrauni (rann 1151) og Afstapahrauni (ca. 1700 ára) þegar ekið var í gegnum þau. Auk þess fjallaði hann nánar um nýhraunin á Skaganum. Fram kom að kortlagning og aldursgreiningar á hraunum á Reykjanesskaga hafi leitt í ljós að eldvirknin síðustu 10.000 árin einkennist af gosskeiðum sem vara í 400-600 ár. Á milli gosskeiðanna eru um 600-800 ára goshlé. Á hverju gosskeiði verða flest eða jafnvel öll eldstöðvakerfin á skaganum virk. Gossaga síðustu tveggja gosskeiða er allvel þekkt og myndin af því þriðja síðasta óðum að skýrast. Um eldri gosskeið liggja fyrir takmarkaðar upplýsingar enn sem komið er, þó bætist smám saman við ný vitneskja.
Tímasetning hrauna á Reykjanesskaga Atlantshafshryggurinn-23byggir annars vegar á C-14 aldursgreiningum á gróðurleifum undan hraunum og hins vegar á gjóskulagatímatali.
Gjóskutímatalið byggir á Heklu- og Kötlulögum ásamt gjóskulögum sem eiga upptök í sjó við Reykjanes. Landnámslagið (LNL), frá því um 870 e.Kr., finnst um allan skagann og er eitt mikilvægasta leiðarlagið. Á seinni hluta nútíma, síðustu 4500 árin, er stutt á milli gjóskulaga í jarðvegssniðum og tímatalið því notadrjúgt en neðar verður það hins vegar mun gisnara, sem takmarkar notagildi þess. Frá síðasta gosskeiði eru þekktir þrennir eldar, þeir fyrstu á 10. öld og hinir síðari á 12. og 13. öld. Hraun frá fyrstu eldunum eru í Brennisteins-fjallakerfinu, s.s. Tvíbollahraun, Breiðdalshraun, Húsfellsbruni, Selvogshraun og Kristnitökuhraunið. Þrjú fyrstnefndu hraunin hafa verið aldursgreind af Jóni Jónssyni (1983). Mögulegt verður að teljast að einhver þessara hrauna hafi brunnið á 11. öld. Öll liggja þessi hraun ofan á Landnámslaginu og undir Miðaldalaginu (ML) frá 1226.

Atlantshafshryggurinn-24

Við kortlagningu hrauna í Brennisteinsfjöllum og í Krýsuvíkurkerfinu kom í ljós að þar er að finna hraun sem liggja fast undir Landnámslaginu. Lítill sem enginn jarðvegur er sjáanlegur þar á milli. Næsta þekkjanlega gjóskulag undir þessum hraunum, eða gjalli frá upptakagígum þeirra, er Heklulag sem er 1400-1500 ára gamalt (kallað „Gráa lagið“ vegna sérstaks litar). Yfirleitt er nokkur jarðvegur á milli „Gráa lagsins“ og hraunanna. Út frá afstöðu hraunanna til gjóskulaga teljum við að þau séu frá 8.-9. öld.

gja-22

Ljóst er að hraunin tilheyra síðasta gosskeiði en ekki því næsta á undan sem varð fyrir um tvö þúsund árum. Síðasta gosskeið lengist því um allt að 200 ár og spannar tímabilið frá um 750-1240 e.Kr., eða um 500 ár. Hraunin sem um ræðir er annars vegar að finna í Brennisteinsfjalla-kerfinu og hins vegar í Krýsuvíkurkerfinu. Í Brennisteinsfjöllum eru það Hvammahraun og Vörðufellsborgahraun. Upptök þess fyrrnefnda eru í gígaröð efst í Brennisteinsfjöllum. Stærsti gígurinn heitir Eldborg. Síðarnefnda hraunið kemur frá gígaröð nokkru sunnar, vestan undir Vörðufelli, sem nefnd er Vörðufellsborgir. Skammur tími hefur liðið á milli gosanna. Hraunin eru ungleg og hafa stundum verið talin meðal sögulegra hrauna. Jón Jónsson taldi þau ekki með í þeim hópi en þó vera mjög ung. Hraunin þekja til samans ríflega 40 km2 og runnu ofan úr fjöllunum á nokkrum stöðum, s.s. um Hvamma í átt að Kleifarvatni og fram af Herdísarvíkurfjalli um Lyngskjöld og nokkur fjallaskörð þar fyrir austan.

Nutimahraun

Í Krýsuvíkurkerfinu er hraun frá líkum tíma í Móhálsadal. Upptök þess eru á um sjö kílómetra langri gígaröð, talsvert slitróttri. Á nýlegu jarðfræðikorti af Reykjanesskaga er hraunið nefnt Hrútafellshraun. Stærstu gígarnir eru Lækjarvallagígar austan við Djúpavatn. Lítill hraunfláki sem aðgreinist frá meginhrauninu er á risspildu Hrútagjárdyngju. Ofan á henni, skammt norðvestur af gíg dyngjunnar, hefur opnast tveggja kílómetra löng gossprunga sem gefið hefur frá sér hraun sem er um 0,66 km2 að flatarmáli. Meginhraunið er hins vegar um 6,8 km2 að lágmarki en syðsti hluti þess er hulinn af Ögmundarhrauni, sem er frá 12. öld.

Valahnúkar

Tröllin á Valahnúkum.

Út frá afstöðu hraunanna til gjóskulaga verður ekki annað séð en að þau séu öll mynduð á mjög svipuðum tíma. Ekki er þó víst að eldar hafi verið uppi í báðum eldstöðvakerfunum samtímis, en skammt hefur liðið á milli þeirra. Úr þessu mætti mögulega fá skorið með aldursgreiningum á koluðum gróðurleifum og mó undan hraunum og gjalli. Slík sýni hafa nýverið náðst frá tveimur stöðum. Annar staðurinn er norðan við rissvæði Hrútagjárdyngju og hinn í Sogum. Sýnin hafa verið send til greiningar.

Móhálsadalur

Móhálsadalur.

Á báðum svæðunum, þ.e. í Móhálsadal og í Brennisteinsfjöllum, hafa hlaðist upp stórir gjall- og klepragígar sem bendir til að gosin hafa verið kröftug og staðið nokkuð lengi. Hraunin í Brennisteinsfjöllum ná yfir stórt svæði. Gosvirknin þar hefur smám saman færst í einn megingíg sem gefið hefur frá sér mikið af hrauninu. Hvammahraun er að mestu úfið og illfært apalhraun en umhverfis gígasvæðið er helluhraun. Talsverð hraunbunga með dyngjulögun er við aðalgíginn.

Sveifluhals-22

Eldarnir á 8.-9. öld bæta nokkru við þá mynd sem við höfum af eldvirkni á Reykjanesskaga. Til dæmis er nú ljóst að á sama gosskeiðinu hefur gosið tvisvar í sama eldstöðvakerfi. Einnig bendir nú flest til að gosskeiðin séu nokkru lengri en talið hefur verið, en vísbendingar um það hafa einnig komið fram varðandi gosskeiðið fyrir um 2000 árum. Eldgos á Reykjanesskaga á næstunni kæmi ekki á óvart.
brennisteinsfjoll-222Vísindamenn sem voru við rannsóknir á Reykjaneshrygg síðasta sumar rak í rogastans þegar þeir uppgötvuðu gríðarstóra megineldstöð á hryggnum en fræðilega ætti hún ekki að geta verið þar. Er hún líklega sú eina sinnar tegundar í heiminum. Fullyrt er að þetta sé með merkustu uppgötvunum í jarðvísindum í áratugi. Auk eldfjallsins fundu þeir tvö gömul rekbelti sem stjórnuðu upphleðslu Vestfjarðarkjálka og Snæfellsness. Á meðal þess sem finna mátti á hafsbotninum voru greinileg ummerki eftir borgarísjaka og fornir árfarvegir.
Megineldstöðin, sem fengið hefur nafnið Njörður, er á stærð við Reykjanes, eða um 50 km í þvermál. Í toppi hennar má greina öskju, eða sigketil sem er um 10 km í þvermál. Núverandi rekás Reykjaneshryggjar liggur í gegnum Njörð. Reykjanes-sprungukrefiAðstæður við Njörð eru því svipaðar og í Kröflu, þar sem að megineldstöðin og sigketill hennar er klofin af Kröflusprungu-sveimnum.
Reykjaneshryggurinn er því um margt stórmerkilegur jarðfræðilega. Einnig Reykjanesið, sem er eini staðurinn á jarðkringlunni þar sem glögglega má sjá úthafshrygg ganga á land.
Sprengigígur er á Reykjaneshæl og 6-7 slíkir í Krýsuvík, þ.e. Gestsstaðavatn, Grænavatn, Stamparnir og Augun og a.m.k. einn norðan við Grænavatn. Þeir hefðu orðið til vegna kvikuuppleitunar undir bergvatn, sem sprenging hafi hlotist af með tilheyrandi afleiðingum.
Páll taldi að Sveifluháls (Austurháls) hefði orðið til í nokkrum gosum, bæði undir snemmjökli og undir lok síðasta jökulsskeiðs þegar íshettuna var að leysa. Mætti sjá þess glögg merki á einstaka hnúkum hálsins.
Greanavatn-22Gossaga Reykjanessskagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin virðist hafa verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin. Dyngjugos virðast hafa verið algeng á fyrri hluta Nútíma þ.e. fyrir 5000 – 10 000 árum en sprungugosin hafa verið nær einráð síðustu 5000 árin.
Eldgos eru ekki jafndreifð í tíma. Þau virðast koma í hrinum. Á Reykjanesskaganum koma hrinurnar á um 1000 ára fresti og stendur hver goshrina í 200 – 350 ár. Síðasta hrinan hófst um miðja tíundu öld og lauk á seinni hluta þrettándu aldar.
nedansjavargosNeðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. Þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Spungugos undir jökli mynda móbergshryggi og eru þeir algengir á Reykjanesskaganum.
Á Krýsuvíkursvæðinu má víðast hvar sjá túff, brotaberg, móberg og bólstraberg. Sumstaðar er þessu öllu hrært saman líkt og í risastórum grautarpotti. Landlyfting hefur orðið í Krýsuvík síðustu par ára. Landið suðvestan við Kleifarvatn hefur risið um 5-15 cm sem getur gefið vísbendingu um að ekki verði langt að bíða eftir einhvers konar hraunuppstrymi þar. Einkennin eru dæmigerð fyrir aðdraganda goss, þ.e. landlyfting og tíðir litlir skjálftar í langan tíma. Að vísu seig landið um tíma, en hefur nú verið að rísa á nýjan leik. Svona goshrinur eru taldar koma eftir öllu Reykjanesinu á um 1000 ára fresti og standa í um 300 ár með hléum. Síðasta hrina hófst fyrir um 1100 árum.

bolstraberg-22“Ég vildi gjarnan sjá Hafnfirðinga taka tillit til staðreynda tilverunnar eins og íbúar snjóflóðahættusvæða gera. Það er þó alls ekki raunhæf hætt á að sprunga opnist inn í byggðina þarna – en ansi nálægt (það er verið að moka gjallinu úr gígunum í burtu þarna rétt fyrir ofan) og það ætti að gera fyrirfram ráð fyrir varnar-mönum til að stýra hugsanlegu hraunflóði því þau munu koma og eru fremur þunnfljótandi á Reykjanesi – þarna ættu ekki síður að vera hraunvarnar-manir fyrir ofan byggðina en að menn reisa hljóðvarnar-manir meðfram götum og hraðbrautum til að verja hús fyrir hávaða. Það er engin hætta á miklum sprengigosum á Reykjanesi og fyrir ofan Hafnarfjörð heldur fyrst og fremst hraungosum. –

Sundhnúkur

Sundhnúkur ofan Grindavíkur.

Grindavík æti að huga að þessu líka – þó aldir geti liðið þá getur það líka gerst á morgun. Menn byggja háhýsi með hliðsjón af miklum jarðskjálftum þó líkur á að stór jarðskjálfti ríði yfir Reykjavík (með upptök við eða undir Reykjavík) séu nær engar – þegar aftur víst er að fyrr að síðar mun hraun renna þar sem Vallahverfi er nú og víðar. Því ætti að skipuleggja byggð frá upphafi þannig að byggðin þoli það, rétt eins og að gera þarf ráð fyrir að hús þoli jarðsjálfta af stærð sem aldrei eða nær aldrei kemur í Reykjavík. Einföld en nægilega efnismikil og öflug efnis-mön ofan byggðar stýrir hrauninu frá byggðinni”

Gunnar thor-2Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur annaðist leiðsögnina ásamt Páli. Gunnar hefur unnið að doktorsverkefni um máfa og tófur á Reykjanesi ásamt því að rannsaka fuglalíf svæðisins fyrir  Náttúrustofu Reykjaness í Sandgerði. „Á Reykjanesi er eitt fjölbreyttasta fuglalíf á landinu yfir vetrartímann og það er viðkomustaður fjölmargra farfugla á haustin og vorin. Þar eru  líka nokkur fuglabjörg þar sem finna má mikinn fjölda sjófugla,“ segir Gunnar og bætir við. „Í ferðinni sjáum við flesta þá vetrargesti sem enn eru til staðar og einnig fyrstu farfuglana, eins og sílamáv og lóu.“
Gunnar Þór Hallgrímsson er líffræðingur frá Háskóla Íslands og er í doktorsnámi við sama skóla. Helstu verkefni Gunnars eru á sviði fuglafræði en mörg verkefni eru í vinnslu á því sviði. Þannig fylgist Gunnar mjög náið með sílamávavarpinu á Miðnesheiði en samkvæmt gögnum frá 1995 er það eitt hið stærsta í heimi.

Sílamávur

Sílamávur.

Athuganir á sílamávavarpinu felast meðal annars í að skoða aðferðir sem nota megi til fækkunar máfsins en bent hefur verið á vandamál tengdu svo stóru varpi í nágrenni alþjóðaflugvallar. Samhliða rannsóknum á sílamávi sem unnar eru í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskólans vinnur Gunnar m.a. að athugunum á sendlingum í samstarfi við skoska aðila, æðarfugli í samstarfi við Háskólann í Glasgow, eiturefnavistfræði í samstarfi við Stokkholmsháskóla og vöktun arnarstofnsins í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vestfjarða, Náttúrustofu Vesturlands og Fuglavernd.

loa-12

Undanfarin tvö ár hefur mikið borið á mávum í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum og hafa margir kvartað undan átroðningi fuglsins inn í mannabyggðir. Fuglafræðingar benda á að ástandið sé mjög óvenjulegt og að það tengist atferlisbreytingum hjá fuglategundinni. Fæðuskortur rekur máva frá varpstöðvum inn í þéttbýlið.
„Mávarnir eru að segja okkur að það er ekki allt í lagi í sjónum,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur hjá Náttúrustofnun Reykjaness, í samtali við mbl.is „Það er alvarlegt ástand í gangi sem við skiljum ekki og mávarnir eru að minna okkur á það.“  Sílamávurinn hefur til að mynda verið mjög aðgangsharður í ætisleit við Reykjavíkurtjörn og jafnvel veitt sér andarunga til matar. Gunnar segir stofn sílamávsins hafa fjölgað mjög mikið undanfarin ár en árið 2004 virðist sem að hann hafi náð hámarki. Ári síðar hafi farið að halla undan fæti í varpi hjá mávnum og það varð algjör viðkomubrestur, þ.e. fáir ungar komust á legg úr varpinu.

Fjöruspói

Fjöruspói.

Gunnar Þór benti þátttakendum á sílamáva, bjartmáva (sem eru vetrargestir hér, en verpa á Grænlandi), urtönd (sem er smæst anda), skúfönd, stokkendur, tjald (sjá má aldur hans bæði á gogg og fótum), fjöruspóa (sem er sjaldgæfastur fugla hér á landi, telur einungs ca. 10 fugla), lóu (sem nýkominn var til landsins, m.a. sást hópur slíkra með ca. 30 fuglum koma inn yfir ströndina), geirfuglinn og margt fleira.

geirfuglar

Gunnar benti reyndar á að síðustu tveir geirfuglarnir í heiminum hefðu verið veiddir  á syllu í Eldey þann 3. júní 1844. Þar með hefði þeirri merkulegu fuglategund verið útrýmt endanlega. Geirfuglinn var allt að 70 cm hár, vóg um 5 kg og var ófleygur. Í útliti líktist geirfuglinn nokkuð mörgæsum, en er ekki af sömu ætt. Geirfuglinn var góður sundfugl og nærðist einkum á fiski. Útbreiðslusvæði geirfuglsins voru strandsvæði Norður-Atlantshafsins. Geirfuglinn var algengur víða í Norður-Atlantshafinu allt fram á 16. öld, en veiði gekk grimmt á stofninn. Einhverjar sögur fara af því að til geirfugls hafi sést eftir það, einkum á Grænlandi allt fram á sjötta áratug 19. aldar, en óvíst er um áreiðanleika þeirra sagna. Framan af var geirfugl veiddur til matar, en þegar fuglinum fór að fækka verulega fóru safnarar og náttúrugripasöfn að borga háar fjárhæðir fyrir fuglinn og má segja að það hafi verið hinn endanlegi dauðadómur tegundarinnar.

Geirfugl

Geirfulg á Náttúruminjasafninu.

Um 80 uppstoppaðir geirfuglar hafa varðveist til dagsins í dag. Einn þeirra má finna á Náttúrufræðistofnun Íslands.
Gunnar Þór fjallaði auk þess m.a. um sendil, súlu og fýl, en síðastnefndi er ekki mávategund þó svo að flestir teldu svo vera. Í Eldey væri ein af stærstu súlubyggðum í heimi og sú stærsta hér við land. Þar væri fjöldinn orðin svo mikill að fáar fleiri kæmust þar að.
Þá fjallaði Gunnar Þór um tófuna og tilvist hennar á Skaganum, ekki síst til að stemma stigu við fjölda máva við flugbrautirnar á Miðnesheiði.
Frábært veður. Ferðin tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Páll Einarsson, prófessor við HÍ.
-Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur.
-Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands 26. nóvember 2010.
-Magnús Á. Sigurgeirsson og Kristján Sæmundsson, Íslenskar Orkurannsóknir, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík.

Eldey

Eldey.

Gunnuhver

Djúpborun er framtíðin í háhitarannsóknum, a.m.k. sú nánasta. Hér er um merkilegt þróunarverkefni að ræða, en hafa ber í huga að enginn árangur hefur orðið í orkurannsóknum hér á landi síðustu áratugina nema vegna tilrauna, vonbrigða og sigra á að því er virtist – óyfirstíganlegum vandamálum. Ef ekki hafi verið vegna mistaka, fórna, tilheyrandi kostnaðar og óþrjótandi þolinmæði, færi lítið fyrir núverandi háhitavirkjunum á Suðurnesjum.
Hér á eftir er stuttur útdráttur úr erindi sem flutt var á Orkuþingi 2001. Erindið var flutt af Guðmundi Ómari Friðleifssyni, Orkustofnun, en fleiri komu að gerð þess.
Kynnt var hugmynd um að bora 4 til 5 km djúpa rannsóknarholur í háhitasvæði landsins. Markmiðið er að finna yfirkrítískan jarðhitavökva djúpt í rótum háhitasvæðanna, rannsaka hann og kanna nýtingarmöguleika hans. Vitað er að yfirkrítískan jarðhita er að finna á þessum stöðum en ekki er vitað hvort hann er í vinnanlegu magni. Hreint vatn sýður við 100°C við yfirborð jarðar en með auknu dýpi og þar með auknum þrýstingi sýður það við stöðugt hærra þar til komið er að krítískum mörkum við tæplega 375°C og rúmlega 222 bara þrýsting. Við hærra hitastig og þrýsting er vatnið í einum fasa, einskonar gasfasa, og hvorki sýður né þéttist við hita- eða þrýstingsbreytingar ofan krítísku markanna. Neðan krítískra marka skilst vatn hins vegar í tvo fasa við suðu, þ.e. vatn og gufu.
Ljóst er að orkuinnihald vökva í þessu ástandi er firnahátt, en óljóst er hvort tekst að nýta það með hagkvæmum hætti. Til að átta sig á því hvert orkuinnihaldið er hefur verið nefnt að því megi helst jafna við orku í jafnþyngd af dýnamíti. Grundvallarspurningin er hvort vinna megi margfalt meiri orku úr háhitasvæðum en unnt er með hefðbundinni tækni. Með djúpvinnslu má væntanlega auka líftíma jarðhitakerfanna, draga úr umhverfisáhrifum, auka nýtni vinnslunnar umtalsvert og jafnvel vinna verðmæt steinefni og málma úr djúpvökvanum. Áhersla verður lögð á heildstæða vinnslu auðlindanna sem þýðir að fléttað verður saman framleiðslu á raforku, framleiðslu á varmaorku fyrir iðnað, lífrænni og ólífrænni efnavinnslu og skipulagðri fræðslu og ferðamennsku. Verkefnið er ekki einvörðungu áhugavert fyrir Ísland, heldur einnig í alþjóðlegu tilliti þar sem líklega má yfirfæra reynsluna héðan á háhitasvæði vítt og breytt um heiminn bæði á landi og á hafsbotni.
Talið hefur verið að Ísland henti vel til slíkra rannsókna þar sem landið er staðsett á miðju rekbelti jarðskorpuplatna á úthafshrygg. Hér er bæði hægt að skoða háhitakerfi sem flytja varmaorku til yfirborðs með missöltu sjávarættuðu vatni eins og á Reykjanesi og með tiltölulega fersku úrkomuvatni eins og á Hengilssvæðinu og á Kröflusvæðinu.
Til þessa hafa Hitaveita Suðurnesja hf., Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur staðið að þessu verkefni með ráðgjöf frá Rannsóknasviði Orkustofnunar. Leitað hefur verið eftir alþjóðlegu samstarfi um rannsóknir aðrar en nýtingarrannsóknir og hefur miðað vel í þeim efnum. Ef áætlanir um verkefnið ganga eftir má búast við að ýmsum undirbúningi, svo sem hagkvæmniathugunum og umhverfismati, verði lokið á næstu tveimur árum þannig að boranir geti hafist árið 2004.
Á ársfundi Orkustofnunar 2003, sem haldinn var 20. mars, kom fram að margfalda mætti nýtingu úr háhitasvæðum Íslands með djúpborunum. Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarðfræðingur, fjallaði um efnið:
“Undanfarin tvö ár hafa þrjár stærstu orkuveitur landsins, Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, staðið að forathugun á því hvort orkuöflun úr háþrýstum 5 km djúpum borholum, 400-600°C heitum, geti verið álitlegur virkjanakostur. Athugunin hefur tekið til jarðvísindalegra og verkfræðilegra þátta. Ein grundvallarspurningin hefur snúist um það hvort yfirleitt sé hægt að bora holu sem þolir svo háann hita og þrýsting. Önnur spurning hefur snúist um það hvernig
skynsamlegast gæti verið að meðhöndla borholuvökvann meðan á prófunum stendur.
Þriðja spurningin hefur svo snúist um það að velja bestu borholustæðin fyrir fyrstu djúpu holurnar. Vegna mikils kostnaðar við djúpar borholur þarf að kappkosta að
fyrstu borholurnar heppnist vel og svari því hvort háhitavökvi í yfirkrítísku ástandi sé hagkvæmur og hugsanlega betri virkjunarkostur en sá hefðbundni. Þar skiptir höfuðmáli að virkjun yfirkrítísks vökva standist samkeppni við aðra virkjunarkosti. Kostnaður við borun fyrstu 5 km djúpu borholunnar og tilrauna á henni verður þó óhjákvæmilega hærri en kostnaður við borun vinnsluholna síðar meir. Forhönnunarskýrslunni var skilað til orkuveitnanna í byrjun febrúar 2003.

Aðdragandi
Forsögu málsins má rekja til greinar sem birtist á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Japan árið 2000. Þar var kynnt hugmynd um borun 4-5 km djúprar borholu eftir jarðhitavatni í svokölluðum yfirmarksham (eða yfirkrítískum ham) og verkefnið kallað Iceland Deep Drilling Project (IDDP). Reykjanes, Nesjavellir og Krafla voru nefnd til sögunnar sem hugsanleg borsvæði. Boðið var upp á alþjóðlegt samstarf um málið.
Hugmyndin hlaut góðar viðtökur enda eru Íslendingar ekki einir um að renna hýru auga til eiginleika vatns í yfirkrítískum ham. Orkufyrirtækin, ásamt Orkustofnun, höfðu í byrjun sama árs sett á fót samstarfsnefndina Djúprýni (DeepVision) sem stýrir verkefninu. Í byrjun árs 2001 ákváðu orkufyrirtækin síðan að ráðast í hagkvæmniathugunina og verja til þess um 30 Mkr, sem síðar var aukið um 15 m.kr. Sérfræðingar frá veitufyrirtækjunum sjálfum, Rannsóknasviði Orkustofnunar, verkfræðistofunni VGK hf., Raunvísindastofnun Háskólans og Jarðborunum hf. hafa starfað að athuguninni. Um mitt ár 2001 var jaframt komið á fót ráðgjafahóp íslenskra og erlendra
sérfræðinga (SAGA-hópurinn), eftir að styrkur hafði fengist frá International Continental Scientific Drilling Program (ICDP). Ísland gerðist aðili að ICDP sama ár og kostar Rannsóknarráð Íslands aðildina. Með tilstyrk ICDP hafa þrír fjölþjóðlegir
vinnufundir verið haldnir hér á landi, með alls um 160 þátttakendum. Fyrsti fundurinn var haldinn í júní 2001 og markaði sá fundur upphaf alþjóðlegs samstarfs um íslenska
djúpborunarverkefnið (IDDP). Haldinn var sérstakur bortæknifundur á Nesjavöllum í mars 2002, og jarðvísindafundur um hálfu ári síðar eftir að viðbótarstyrkur hafði fengist frá ICDP. Samtals nema styrkir frá ICDP um 10 m.kr. Á þeim fundi kynntu
fjölmargir erlendir sérfræðingar rannsóknartillögur og lýstu áhuga sínum til þátttöku í djúpborunarverkefninu. Þátttaka erlendu sérfræðinganna og SAGA hópsins, og þátttaka innlendu ráðgjafanna á umræddum vinnufundum, hefur að mestu leyti verið orkufyrirtækjunum að kostnaðarlausu. Metinn heildarkostnaður fram til þessa er vel yfir 100 milljónir Ikr, þar af hefur um helmingur farið í hagkvæmniathugunina.
Iðnaðarráðuneytið hefur sýnt verkefninu áhuga og velvild.

Framtíðarsýn
Djúpborunin er hafin á Reykjanesi. Einn til tveir áratugir gætu hins vegar liðið áður en endanlegt svar fæst við því hvort hagkvæmt sé að nýta háhitann í yfirkrítísku ástandi. Reynist svarið jákvætt er ljóst að nýtanlegur orkuforði þjóðar-
innar myndi stóraukast og ávinningur fyrir þjóðarbúið gæti orðið umtalsverður. Áleitin spurning er hvort margfalda megi nýtingu úr vinnslusvæðunum, t.d. 3-5 sinnum? Í dag er verið að vinna um 100 MWe úr hverju svæði. Ekki er vitað hvað háhitasvæðin geta staðið undir mikilli vinnslu og því verður ekki svarað í bráð. Með djúpborunarverkefninu er horft til hugsanlegs orkugjafa framtíðar. Ein vel heppnuð borhola gæti þó í einni svipan fleytt okkur ártugi fram á við í orkuvinnslutækni við nýtingu háhitasvæða. Vel heppnuð tilraun hér myndi að sama skapi gagnast alþjóða samfélaginu við nýtingu háhitasvæða vítt og breitt um heiminn.

Bortækni og kostnaður
Ósk um að tekin verði samfelldur borkjarni frá 2,4 til 5 km í IDDP borholunni, í tveimur áföngum, hefur komið fram á öllum alþjóðlegu fundunum í tengslum við IDDP. Með borkjörnum er unnt að afla ganga sem varpa skýru ljósi á það hvernig
varmaskipti milli hitagjafa og jarðhitavatns eiga sér stað í náttúrunni, og tengja þær vinnslutæknirannsóknum á jarðhitavökvanum. Borkjarnataka hleypir hins vegar upp
borkostnaði umfram venjulega hjólakrónuborun. Í ljós hefur komið að kostnaður með venjulegri boraðferð í 5 km dýpi er um 3 sinnum hærri en borun venjulegrar 2 km háhitaholu. Þá tvo kosti þarf að bera saman við ávinning af djúpum holum. Kjarnataka hleypir hins vegar kostnaði upp eins og fyrr segir, og því er ekki óeðlilegt að margir hagsmunaaðilar sameinist um tilraun af þessu tagi. Þekkingaraukinn verður allra en holan gagnast þeim best er svæðið virkjar. Borun holu með kjarnatöku frá 2,4 km í 3,5 km og síðan áfram, eftir rýmingu og fóðringu, frá 3,5 km niður í 5 km dýpi tekur um 8 mánuði. Borun venjulegrar háhitaholu niður í 5 km dýpi myndi hins vegar taka um 5 mánuði. Borun venjulegrar holur niður í 2-2,5 km tekur um 2 mánuði. Áætlaður kostnaður við holu með tvöfaldri kjarnatöku er 13-14 milljónir dollara, en venjulegrar vinnsluholu í 5 km um 8-9 milljón dollara. Kostnaður við venjulega háhitaholu í 2,5
km dýpi er um 3 milljónir dollara.

Ávinningur
Í forhönnunarskýrslunni er lagt mat á hugsanlegan ávinning orkuvinnslu úr yfirkrítískum vökva, og er þar reiknað með að nota þurfi varmaskipta. Niðurstaðan bendir til að ávinningur geti orðið allt að tífaldur við hagstæð skilyrði. Raforkuframleiðsla úr háhitaholum á Íslandi er að meðaltali um 4-5 MWe á holu. Ein djúp hola gæti þannig jafnast á við allt að 10 meðalholur, svo dæmi sé tekið. Slíkan ávinning þarf að bera saman við þrefaldan borkostnað.

Óvissa ríkir um áhrif efnasamsetningar á vinnslueiginleika vökvans. Vitað er að uppleysanleiki steinefna eykst með hækkandi hita og þrýstingi og því er hugsanlegt að yfirkrítískur vökvi geti reynst efnaríkur og erfiður í vinnslu? Flestir eru þó sammála um það að íslensku ferskvatnskerfin séu líklegri til að hafa hagstæðri vinnslueiginleika en önnur háhitakerfi, sem flest eru sölt og sum hver margfalt saltari en sjór. Skilyrði á Íslandi til að kanna vinnslueiginleika náttúrlegs jarðhita í yfirkrítísku ástandi eru því óvenju hagstæð. Þökk sé mikilli úrkomu og vel lekum jarðhitakerfum í rekbeltunum. Að auki finnast hér bæði ísölt og sölt háhitakerfi á Reykjanesskaga, sem kjörin eru til djúpborana og ýmiskonar vinnslutilrauna. Hagstæð skilyrði ættu að vera Íslendingum frekari hvatning til dáða.
Djúpborunarverkefnið hefur í för með sér margvíslegan óbeinan ávinning. Stærsti óbeini ávinningurinn felst í því að komast að hvort dýptarbilið milli 2 og 4 km dýpis sé vinnsluhæft til hefðbundinnar orkuframleiðslu. Hingað til hafa háhitasvæðin
einungis verið nýtt niður á um 2 km dýpi og ekki er vitað hversu mikill orkuforði er í berginu á næstu 2 km þar fyrir neðan. Líklegt er að svæðin séu nýtanleg með hefðbundnum hætti niður á 3–4 km dýpi. IDDP borholur verða fóðraðar af niður á 3,5-4 km dýpi. Ef vitað væri um góða vatnsæð utan við steyptu fóðringuna, þá er bortæknilega auðvelt að skábora út úr fóðringunni og einfaldlega sækja vatnsæðina.
Loks mætti nota IDDP holu til niðurdælingatilrauna. Tiltölulega köldu vatni yrði þá dælt niður í heitt berg neðan 4 km dýpis í þeim tilgangi að brjóta það upp og auka við lekt og vatnsforða í viðkomandi svæði. Varminn yrði síðan nýttur í grynnri háhitaholum þar ofan við. Mikilvægt er að orkuframleiðendur átti sig á ávinningi af þessu tagi þegar fjárhagslegt áhættumat er lagt á IDDP djúpborun. Góðar líkur eru á að verulegur hluti fjárfestingar í djúpum borholum myndi nýtast viðkomandi
orkuveitu, hvernig sem á málið er litið.

Vinnslutækni
Í því skyni að forðast vandamál vegna hugsanlegra útfellinga eða tæringarhættu meðan á IDDP vinnslutilraunum stendur, hefur verið hönnuð sérstök pípulögn eða tilraunarör niður í holuna, um 3,5 km langt. Rörið á að vera hægt að taka upp úr holunni eftir þörfum og í því eiga að vera hita og þrýstiskynjarar og útfellingaplötur af ýmsu tagi, sem skoða má nákvæmlega meðan á tilraununum stendur. Eftir upptekt má setja rörið niður aftur, eða nýtt í stað þess gamla og þannig koll af kolli þar til tilraunum lýkur. Að tilraunum loknum á fóðraði hluti borholunnar að vera jafngóður og í upphafi og tilbúinn til vinnslu. Að líkindum myndum menn kjósa að rýma vinnsluhluta holunar út áður en holan færi í vinnslu, en vinnslunni yrði síðan hagað í samræmi við niðurstöðu tilraunarinnar. Vökvinn sem til stendur að vinna er
einfaldlega yfirhituð háþrýst gufa sem ætti að vera skraufþurr, ef gufan blandast ekki við kaldara vatnskerfi ofar í holunni, eða kólnar ekki of mikið á leiðinni upp á yfirborð. Holan er fóðruð mjög djúpt til að koma í veg fyrir slíka blöndun. Áætlað er að vinnslutilraun taki nokkra mánuði og kosti um 5-6 milljón dollara.

Staðsetning borholna
Að mörgu hefur þurft að hyggja varðandi staðsetningu á IDDP borholum. Fjögur til fimm álitleg svæði fyrir borteiga hafa þó verið valin á virkjanasvæðunum á Nesjavöllum, í Kröflu og á Reykjanesi. Þeim var forgangsraðað í sömu röð.
Mikilvægt er að fyrsta holan sé boruð þar sem líklegast er að holan skili tilætluðum árangri og þar sem auðveldast er talið að fást við jarðhitavökvann. Uppstreymissvæðin rétt austan við Kýrdalssprunguna á Nesjavöllum, í Hveragili í Kröflu, og í miðju
Reykjaneskerfinu, eru öll álitin vænleg til árangurs. Orkuveiturnar þurfa að heimila borun á eigin svæðum áður en lengra er haldið. Yfirstandandi virkjunaráform orkufyrirtækjanna kunna að hafa áhrif á þá ákvörðun, svo og umhverfimál og fleira.
Hár borkostnaður varð til þess að nýr valkostur um djúpboranir var talsvert ræddur á ráðstefnunni í október og skoðaður nánar í framhaldi af því. Hann var um borun einskonar æfingaholu (pilot hole), þar sem einhver gömul hola yrði einfaldlega dýpkuð með kjarnabor. Hola KJ-18 í Kröflu var m.a. nefnd til sögunnar, en hún er ófóðruð niður í 2,2 km dýpi. Byrjað yrði á því að fóðra holuna niður í botn og kjarnabora síðan niður í allt að 4 km dýpi. Borun æfingaholu hefur marga góða kosti í för með sér og veitir
mjög mikilvægar upplýsingar, en kemur þó ekki í staðinn fyrir “fullvaxna” djúpborunarholu.

Á ráðstefnu Orkustofnunar þann 17. apríl árið 2004 flutti iðnðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, erindi um nýja möguleika til orkuöflunar. Hún sagði m.a.: “Öll umræða um orkumál í heiminum í dag snýst eins og kunnugt er um sjálfbæra orkuvinnslu og nýtingu og krafa er um að allar þjóðir kanni möguleika sína á endurnýjanlegri orku.
Um þessar mundir höfum við horfst í augu við mikla hækkun á olíu á heimsmarkaði, sem margir sérfræðingar telja að geti orðið varanleg um lengri tíma. Við Íslendingar búum góðu heilli svo vel að hafa aðlagað okkur að þessum aðstæðum fyrir 20-30 árum þegar sérstakt átak var gert hér á landi við að draga úr olíunotkun landsmanna með því að auka hlut hitaveitna og raforku þar sem því var við komið. Árangurinn er alþekktur, húshitun landsmanna með þessum orkugjöfum er um 99% og raforkuframleiðsla okkar byggist alfarið á þeim. Segja má að allar innfluttar olíuvörur fari til samgangna og skipaflota landsmanna og við eigum ekki möguleika á að draga úr notkun þeirra nema með aukinni tækniþróun við að nýta endurnýjanlega orku til samgöngutækja og skipaflotans.
Enn sem komið er eru nýir endurnýjanlegir orkugjafar erlendis ósamkeppnisfærir við hefðbundna orkugjafa, t.d. jarðgas og kjarnorku. Einna mest hefur þróunin orðið í virkjun vindorku í Vestur-Evrópu, aðallega í Þýskalandi og Danmörku. Verð frá þessum orkuverum er þó enn ríflega tvöfalt hærra en við þekkjum til hér á landi, en það fer hægt lækkandi.
Rannsóknir á nýjum orkugjöfum hér á landi eru eðlilega skemur á veg komnar en víða erlendis. Skýringin er vitaskuld sú að við höfum einbeitt okkur að rannsóknum jarðhita og vatnsafli, sem við eigum góðu heilli enn gnægð af. Hugmyndir manna um lífræna orkuframleiðslu í Evrópu hafa ekki staðist á undanförnum árum, en þar hafa hins vegar önnur lönd eins og Brasilía verið í farabroddi við að framleiða ethanol sem eldsneyti á bifreiðar. Íslenska lífmassafélagið hefur undirbúið á síðustu árum nýtingu ethanols sem orkugjafa hér á landi, sem verður forvitnilegt að fylgjast frekar með. Rannsóknir hafa einnig verið gerðar hér á landi á því hvort unnt væri að framleiða etanol eða metanol með rafgreindu vetni sem blandað væri saman við kolefnissambönd frá Járnblendiverksmiðjunni í Hvalfirði, en það virðist enn sem komið er of dýr kostur til eldsneytisframleiðslu miðað við hefðbundið olíueldsneyti.
Á sviði jarðhitaleitar og vinnslu fleygir tækninni fram eins og á flestum öðrum sviðum. Okkur hefur í síauknum mæli tekist á farsælana hátt að virkja jarðhitann til hitunar og raforkuframleiðslu. Sífellt færri svæði landsins teljast nú vera „köld” svæði þar sem ekki hefur tekist að finna heitt vatn. Leit á slíkum svæðum er hins vegar mun dýrari en hefðbundin jarðhitaleit á heitari svæðum og þarf að öðru jöfnu að leggja í langtum meiri kostnað við þær rannsóknarboranir. Þó svo að vel hafi tekist til um það átaksverkefni um jarðhitaleit á köldum svæðum, sem staðið hefur yfir frá árinu 1998, hefur skort fjárhagslegan grundvöll fyrir því að skipulega væri unnt að standa að rannsóknum á þessu sviði.
Nefna má nokkra aðra nýja möguleika til orkuöflunar. Í annan stað vil ég nefna djúpborunarverkefnið, ekki er hægt annað en að minnast á það þegar rætt er um nýja möguleika til orkuöflunar hér á landi til framtíðar. Hér er um að ræða rannsóknarverkefni á alþjóðamælikvarða sem kosta mun hundruð milljóna í upphafi og milljarða er yfir lýkur. Djúpborun er tilraunaverkefni að því markmiði að nýta háhitasvæði okkar mun betur en hingað til hefur verið gert og bora tilraunaholu niður að rótum jarðhitauppsprettunnar á 4-5 þús. metra dýpi. Líkur benda til að með djúpborun verði unnt að margfalda orkugetu ákveðinna háhitavæða sem ligga nærri Atlantshafshryggnum. Þetta er hins vegar langtíma rannsóknarverkefni sem erlendir aðilar munu vinna að í samstarfi orkufyrirtækja og stjórnvalda hér á landi, enda geta slíkar rannsóknir skipt sköpum varðandi möguleika á orkuvinnslu á næstu áratugum.
Í þriðja lagi vil ég nefna orkunýtni. Bæði orkusparnaður og orkunýtni eru lykilorð í umræðu um orkumál meðal almennings erlendis vegna þess hve orkuverð þar er hátt. Hér hugsum við lítið um þetta enda er ekki lögð nein rækt við það af seljendum orkunnar að spara hana. Við höfum hafið og munum enn auka framleiðslu raforku með jarðvarmavirkjunum sem aðeins nýta 11-12% af orkunni, en 85-90% af virkjaðri orku er kastað út í umhverfið. Bætt nýting orkunnar er því eitt form af orkuöflun..
Eins og ég hef rætt um er efni þessa fundar hvergi nærri tæmt með þeirri dagskrá er fyrir liggur. Okkar bíða því fleiri fundir sem fjalla munu um nýja orkuöflunarmöguleika. Ég vonast til þess að fundurinn verði til þess að við höldum áfram að hugsa og horfa fram á veginn til nýrra tækifæra í orkusamfélagi framtíðarinnar.”

Kinnaberg

Ætlunin var að ganga að Kistu og fylgja síðan ofanverðri Reykjanestánni um Kinnaberg, um Kinnabás, að Önglabrjótsnefi. Sunnan við það er Kerlingarbás. Ofan við hann eru þverskornir gígar úr einni Stampagíga-röðinni er myndaðist í goshrinu árið 1226, en gígaraðirnar eru a.m.k. fjórar á svæðinu frá mismunandi tímum. Önnur greinileg er úr gosi fyrir um 2000 árum síðan. Haldið var áleiðis að Kerlingavogsbás og einni Stamparöðinni fylgt yfir tábergið að upphafsstað. Atlantshafið lék listir sínar við ströndina.
BrimReykjanesskaginn dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands og yst á skaganum skríður Mið-Atlantshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðalgosbeltum landsins.
Í örnefnalýsingu fyrir Hafnir (Reykjanes vestanvert) segir m.a.: “Helstu örnefni á suðvestanverðu Reykjanesi eru; Kistuberg, Þyrsklingasteinn og Augnabrjótur (öðru nafni Kinn), hvasst bergnef. Þá koma Streng(ja)lög. Í Strenglögum er Lárentíusarbás og Kerlingabás. Út frá Reykjanesi eru klettarnir Karl og Kerling. Vestar er Selhella. Fram undan Valahnúk er Kirkjuvogsbás og Valahnúksmöl. Þar er og Selhella syðri, er hún fram af Valahnúksmöl. Hjá Valahnúk er Valahnúkshamar”.
Í annarri örnefnalýsing
u segir um sama svæði: “Þaðan er ströndin í boga frá suðri til suðvesturs – lágaberg með sandgontum í milli að Kistubergi. Rétt áður en kemur að Kistubergi skerst lítill bás inn í klappirnar og til suðvesturs úr básnum skerst gjá, svo sem lítil bátslengd. Þetta heitir Kista.

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

Þegar núverandi viti var byggður, var öllu efni skipað upp þarna í gjánni og varð að halda bátnum þarna báðum megin frá. Skammt upp frá sjónum var geymsluhús, sem notað var til geymslu á vörum til vitans fram undir 1930, því enginn vagnvegur var til Reykjaness, en vagnbraut var rudd frá húsi þessu til vitans. Oft var erfitt og tafsamt að koma vörum þarna upp, því sjór varð að vera vatnsdauður, ef það átti að takast. Ekki er vitað til, að slys yrði við þetta.
Kistuberg er hraunhöfði, hrjúfur og illur yfirferðar. Frá Kistubergi suðvestur að Kinnarbergi liggur ákaflega stórgrýttur kampur hið efra, en klappaströnd hið neðra.  Þetta svæði heitir Þyrsklingasteinar. Ströndin frá Þyrsklingasteinum heitir Kinn. Þetta er berg ca. 15-20 m hátt, óskaplega úfið og illt yfirferðar. Því lýkur með skörpum stalli, en lægri tangi gen
gur fram í sjóinn með dálítilli hæð miðsvæðis, sem nefnist Bunga.

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

Stallurinn er mikið notaður sem mið á sjó og er þá kallaður Hakið. Nesið, sem þessar tvær nafngiftir eru á, heitir einu nafni Önglabrjótsnef. Fram af nefi þessu myndast ströng straumröst, sem kallast Norðurstrengur. Í hvilftinni við Hakið er nefnt Kinnarbás. Sunnan megin við nefið er breið, bogamynduð vík, sem heitir Kerlingarbás. Ofan við Kinnaberg eru forn fiskibyrgi, sem ekki hafa verið fornleifaskráð, þrátt fyrir framkvæmdir í næsta nágrenni þeirra.
KinnabergKirkjuvogsbás er djúp klauf, er gengur inn í Valahnjúk vestanverðan. Að sunnanverðu er hár hnúkur og er brött brekka allt upp á brún. Þarna er standberg, ca. 45 metra hátt niður í sjó. Hér var reistur fyrsti ljósviti á Íslandi 1878.  8-9 [árum] seinna gerðust miklir jarðskjálftar og hrundi mikið úr hnjúknum og þrjár sprungur mynduðust í topp hnjúksins. Þótti þá auðsætt, að byggja þyrfti annan vita á öruggari stað. Var viti því byggður á svokölluðu Vatnsfelli, og tók hann til starfa 1908. Fellið, sem vitinn stendur á, er talið 73 metrar á hæð yfir sjávarmál. Sjálfur er vitinn um 40 metra hár, en meira þurfti til, því fell eitt, sem heitir Skálarfell (Grindavíkurhr.), skyggir á ljósið á nokkru svæði, þegar komið er sunnan að, og var því annar (lítill) viti reistur utast á svokölluðu Austurnefi (Grindavíkurhr.).
Og þá aftur að jarðfræði Reykjaness. Fjórar sprungureinar eru á skaganum: Reykjanes-, Krýsuvíkur-, Brennisteins-, fjalla og Hengilsreinar. Hver þeirra samanstendur af hundruðum opinna spungna. Þá er þar einnig fjöldi gíga og gígaraða. Önnur gerð af eldfjöllum á Reykjanesskaga eru dyngjur, skjaldarlaga bungur sem eru svipaðar og eldfjöllin á Hawaii nema mun minni.

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

Gosbergið er að mestu af tveimur gerðum. Annars vegar er móberg sem er samanþjöppuð gosaska sem myndaðist við eldgos þegar landið var að mestu hulið jöklum. Hins vegar eru hraun; apalhraun með úfnum karga á yfirborði og helluhraun sem eru slétt og oft með hraunreipum. Eldri hraun hafa verið slípuð af jöklum, og er yfirborð þeirra því jökulrákað.
Jarðskjálftar eru tíðir á svæðinu vegna eldvirkninnar og stöku sinnum valda þeir tjóni. Flestir eru þó minni háttar og finnast sem titringur.
Kinnaberg  Jarðsaga Reykjanesskaga er tiltölulega vel þekkt og hefur verið rakin nokkur hundruð þúsund ár aftur í tímann.
Elsta bergið á skaganum er í grennd við Reykjavík og er talið vera um 500 þúsund ára gamalt. Mest af jarðlögum á skaganum eru hins vegar innan við 100 þúsund ára gömul. Á þessum tíma hefur loftslag verið mjög breytilegt og óstöðugt. Á vissum tímabilum var Ísland hulið mikilli íshellu. Á milli voru tímabil með svipuðu loftslagi og nú er. Kuldatímabilin eru nefnd jökulskeið og hlýrri tímabilin eru nefnd hlýskeið. Við lifum á hlýskeiði.
Þau hraun sem runnið hafa síðan síðasta jökulskeiði lauk eru ekki slípuð af jöklum.
Á jökulskeiðum áttu sér stað gos undir jökli, og móbergsfjöll mynduðust í geilum sem gosin bræddu upp í ísinn. Þegar jöklarnir hopuðu stóðu eftir óregluleg móbergsfjöll. Á hlýskeiðum runnu hraun svipað og nú þ.e.a.s. frá gosstöðvum undan halla og oft til sjávar. Kappelluhraun og Ögmundarhraun eru dæmi um slík hraun.
Allt gosberg á Reykjanesskaganum er basalt (gosberg með lágt kísilsýrumagn).
Loftslag hefur verið mjög sveiflukennt síðustu þrjár milljónir ára. Á því tímabili hafa komið um 30 jökulskeið. Meðalhiti var þá 8 gráðum lægri en nú. Hvert jökulskeið stóð í um 100 þúsund ár en hlýskeiðin á milli aðeins í um 10 þúsund ár. Síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum. Tímabilið sem síðan er liðið nefnist Nútími.
Jöklarnir skófu og hefluðu landið sem þeir skriðu yfir og mýktu það. Þeir mynduðu U-laga dali, rispuðu berggrunninn sem undir var og skildu eftir sig hvalbök og jökulrispur.
Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir næst sér.
Jökulskeið enda snögglega og meðalhitastig hækkar undrahratt. Þá bráðna jöklar á tiltölulega stuttum tíma. Sjávarborð hækkar og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlaögum. Einn slíkur staður er við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.
Gossaga Reykjanessskagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin virðist hafa verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin. Dyngjugos virðast hafa verið algeng á fyrri hluta Nútíma þ.e. fyrir 5000 – 10000 árum en sprungugosin hafa verið nær einráð síðustu 5000 árin.
Eldgos eru ekki jafndreifð í tíma. Þau virðast koma í hrinum. Á Reykjanesskaganum koma hrinurnar á um 1000 ára fresti og stendur hver goshrina í 200 – 350 ár. Síðasta hrinan hófst um miðja tíundu öld og lauk á seinni hluta þrettándu aldar.
Eldgosin hegða sér þannig að í upphafi þeirra opnast spunga og landrek á sér stað. Rekið er nokkrir metrar í hverri hrinu. Hvert gos er líka í hrinum. Það stendur í fáeina daga eða vikur og síðan er að draga úr virkninni í mánuði eða ár áður en næsta gos verður.
Neðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Spungugos undir jökli mynda móbergshryggi og eru þeir algengir á Reykjanesskaganum.

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, þ.e.a.s. í yfir 1100 ár. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos.
Það elsta eru: Bláfjallaeldar. Það hófst um árið 950 og stóð fram yfir árið 1000 í þessu gosi myndaðist feiknarmikið hraun.
Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151 en minniháttar gos varð 1188. Í því fyrra opnaðist um 25 km löng gosspunga og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan heitir hraunið Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krísuvík sem stóð niður á sjávarbakka. Hraunið rann allt um kring kirkjuna á staðnum.
Þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar sem urðu á árabilinu 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó. Þá reis upp eyja sem heitir Eldey í fárra sjómílna fjarlægð frá stöndinni.
Aðalgosið var árið 1226 við Reykjanestána, að mestu í sjó. Mikil aska kom upp og dreifðist hún undan suðvestanvindi yfir Reykjanesskagann. Sést öskulagið víða greinilega í jarðvegs-sniðum. Í kjölfarið jókst mjög jarðvegseyðing á Reykjanesskaga.
Annálar greina frá eldsumbrotum með stuttum hléum, á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálftar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanesið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118. Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjannesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584. Í annál er greint frá eldi í ,,Grindavíkurfjöllum” árið 1661 og hafi sést oft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geirfuglasker: Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu eldsumbrot sem heyrst hefur um, fyrir Reykjanesi, eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey. (Athygli er vakin á því að í ljósi niðurstaðna jarðfræðirannsókna á svæðinu, m.a. á vegum HÍ, hafa tímasetningar eldsumbrota verið endurskoðaðar 2005 og er stuðst við þau ártöl hér).
Jarðhiti er mjög algengur á Íslandi og er Reykjanesið þar engin undantekning. Jarðhitasvæðum má skipta í lág- og háhitasvæði. Á þeim fyrri eru volgar eða heitar uppsprettur sem nefnast laugar eða hverir sem sumir eru goshverir.
Þegar komið var að Öngulbrjótsnefi var tekin fram lýsing Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðing, sem hann sendi FERLIR í tilefni ferðarinnar: “Ég kannast við gíginn þverskorna. Það er gjall í honum. Hann tilheyrir eldra Stampagosinu, þ.e. aldur hans er um 2000 ár. Ef þið gangið fjöruna suðaustan frá sjáið þið tvo ganga sem skerast upp í gegnum lagskiptan túffstabba (illfærir hnullungar og grjótblokkir þegar nálgast gangana). Það eru 20-30 m á milli ganganna ef ég man rétt. Það eru þeir sem eru frá gosinu 1226. Þeir enda hvor í sínu hraunbeltinu ofan á túffinu. Þverskorni gígurinn er norðar. Ég man ekki hvort fært er alla leið að honum þarna megin frá, en það eru ekki nema um 100 m á milli 1226-ganganna og 2000 ára gígsins. Hraunið vestan við gjallgíginn alveg vestur á Öngjabrjótsnef er um 2000 ára, en 1226-hraunið kemur svo skammt ofan við það. Það er allstór gjall- og klepragígur um 300 m inn af fjörustálinu. Hann er frá 1226 gosinu og heitir Eldborg grynnri (miðanafn, sást fyrr þegar siglt var suður fyrir Hafnaberg. Eldborg dýpri er um 1 km innar á sömu gossprungu).”
Einkenni háhitasvæða eru gufuaugu, leir- og brennisteinshverir. Á Reykjanesskaganum er mest af jarðhitanum háhiti. Í Krýsuvík eru bæði leirhverir og gufuaugu. Í gufuaugunum sést gulur brennisteinn.
Vatnið í hverunum er oftast upprunalega úrkoma sem hefur falið sem regn eða snjór. Það hefur síðan sigið niður í heit berglög á nokkurra kílómetra dýpi og hitnað þar upp í 200 – 300 gráður á Celsíus. Þegar vatn hitnar stígur það aftur upp á yfirborð jarðar, ýmist sem vatn eða gufa.
Á flestum háhitasvæðunum á utanverðum Reykjanesskaga er það hins vegar aðallega sjór sem sígur inn í berglögin og hitnar þar.
Önnur helsta orkulind Íslendinga er vatnsorka. Í byrjun 2008 mánaðar lauk skáborunút úr holu RN-17 nærri Reykjanesvita, og varð skáholan 3077 m löng en endi hennar er á 2800 m neðan yfirborðs. Áður en botni var náð fékk Íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP), sem hitaveitan er aðili að, heimild til að prófa nýja gerð af kjarnabortæki. Tilraunin heppnaðist í alla staði vel og fékkst fullt rör (um 9,5 m langt) af borkjarna úr móbergsetlagi, vel samanbökuðu í 300°C hita sem þar ríkir. Fyrir nokkrum árum fékk IDDP verkefnið að gera sambærilega tilraun í holu RN-19 og náðist þá einungis 2,7 m af kjarna, sem ekki þóttu nógu góðar heimtur því kjarninn er orframkvæmdum til að endurvinna holu RN-17 er lokið og standa nú yfir örvunaraðgerðir sem lýkur væntanlega fyrir jól. Boraður var leggur til SSV út úr gömlu holu RN-17. Farið var út úr gömlu holunni á um 930 m rétt neðan vinnslufóðringar. Borað var í 3077 m og fer leggurinn rúma 1000 m út frá holutoppnum í stefnu um 200° (SSV). Þannig sker holan misgengið um Valbjargagjá og nokkrar sprungur austan þess. Lóðrétt dýpi holunnar er um 2800 m. Enn er gamla RN-17 holan lengsta og dýpsta holan sem hefur verið boruð á Reykjanesi, en hún bar boruð nær lóðrétt í 3082 m. Vinnsluhluti þeirrar holu hrundi við eftirminnilega upphleypingu hennar í nóvember 2005. Við endurvinnsluna fær holan heitið RN-17b. Vatnsæðar sáust í mælingum niður á 2600 m, en opnust var æð á um 1300 m. Skoltap við borlok var um 50 l/s og miðast núverandi örvunaraðgerðir að því að auka það.

Kinnaberg

Hraunmyndun við Kinnaberg.

Sem kunnugt er þá stóð til árið 2005 að hola RN-17 á Reykjanesi yrði fyrsta IDDP holan á Íslandi, og átti hún að verða um 5 km djúp. Borholan hrundi hins vegar saman í blástursprófun í lok árs 2005 en þá var hún 3082 m djúp. Reynt var að hreinsa hana í byrjun árs 2006, sem ekki tókst, og ónýttist holan þar með sem IDDP-djúpborunarhola. IDDP verkefnið ákvað í framhaldi af því að bora djúpt í Kröflu, og koma síðan aftur á Reykjanesið eftir að djúp hola hefur líka verið boruð á Hengilssvæðinu. Hitaveitan hefur sett þá borun á dagskrá 2011-2012. Vísindaheimurinn er ákaflega spenntur fyrir djúpborun á Reykjanesi því jarðhitakerfið þar líkist mest jarðhitasvæðum á hafsbotni á úthafshryggjum um öll heimsins höf. Í tengslum við fyrirhugaða djúpborun í RN-17 á sínum tíma fékk alþjóðlega vísindasamfélagið heilmikið af bergsýnum og jarðhitavökva til rannsókna og eru fjölmargar vísindagreinar nú að líta dagsins ljós, sem einskonar undirbúningsvinna fyrir væntanlega 5 km djúpborun á Reykjanesi.
Þó hola RN-17 hafði ónýst djúpborunarverkefninu þá var alltaf vitað að skábora mætti út úr holunni og nýta þannig fjárfestingu sem liggur í mörgum  steyptum stálfóðringum allt niður á um 900 m dýpi. Í síðasta mánuði ákvað Hitaveitan því að lagfæra holu RN-17 með skáborun, og var stærsti jarðbor landsins, Týr frá Jarðborunum hf fenginn til verksins. Borað var út úr holunni á 930 m dýpi, og síðan á ská í átt til sjávar eins og sýnt er á meðfylgjandi korti og heppnaðist borholan ágætlega. Á leiðinni voru skorin nokkur misgengi og margir skoltapsstaðir komu fram í borun. Holan tekur við um 220 tonnum af köldu vatni á hverri klukkustund, sem nú er látið renna í hana í tilraunaskyni til að sjá hvort búa megi til nokkrar kælisprungur, en síðan verður holunni leyft að hitna upp og reiknum við með að hún verði ágætis vinnsluhola, svo sem fram kemur í annarri frétt í þessu blaði. Auk þess gefur holan okkur skýra vísbendinu um að nýtanlegt jarðhitasvæði neðanjarðar á Reykjanesi sé talsvert stærra en áður var talið.
Eins og sjá má hér að framan er umrætt landssvæði hið fróðlegasta yfirferðar, en sérstaklega fáfarið.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Guðmundur Ómar Friðleifsson, yfirjarðfræðingur HS.
-www.leomm.com
-wikipedia.com
Kinnaberg