Tag Archive for: Kjalarnes

Hof

„Hof er landnámsjörð.
Í Landnámu segir að Helgi bjóla hafi farið til Íslands af Suðureyjum og var Hof-1hann með Ingólfi hinn fyrsta vetur og nam með ráði Ingólfs “…Kjalarnes allt millim Mógilsár og Mýdalsár [Miðdalsár]; hann bjó at Hofi.” (Í.F., [Landnámabók], I.bindi 1, s. 50 og 51).  Síðar gaf hann Örlygi frænda sínum Hrappssyni hluta úr landnámi sínu, eystri hlutann allt út að Ósvífslæk, og bjó hann að Esjubergi. (Í.F. I.bindi 1, s. 54 og 55). Kjalnesingasaga gerir landnám Helga mun stærra og segir hann hafa numið Kjalarnes “millum Leiruvágs ok Botnsár… .” (Í.F.[ Kjalnesingasaga], XIV.bindi, s. 3). Síðar tók Þorgrímur Helgason bjólu við föðurleifð sinni og lét samkvæmt sögunni reisa stórt Hof í túninu “…hundrað fóta langt, en sextugt á breidd…” (Í.F., XIV. Bindi, s. 6-8). Eftir lát Þorgríms tók Helgi bróðursonur hans við búi. Á dögum Árna biskups Þorlákssonar (biskup 1269-1298) bjó á Hofi Nikulás Pétursson. (Í.F., XIV. bindi, s. 40-41 og 43).
Kirkju er getið á Hofi í kirknaskrá Hof-2árið 1200. (D.I., XII.bindi, s. 9). Kirkjan á Hofi var helguð heilögum Andrési í ilchinsmáldaga 1397 og átti hún fjórar kýr auk góðra muna. (D.I., IV.bindi, s. 114). Guðrún Sæmundsdóttir, frændkona Vigfúsar hirðstjóra Ívarssonar erfði Hof í plágunni miklu, en Vigfús hélt jörðina leigulaust og er þessara mála getið í bréfi 1436. (D.I., IV.bindi, s. 561). Árið 1501 gerðu þeir Þorvarður lögmaður Erlendsson og Grímur Pálsson jarðaskiptasamning og lét Grímur meðal annars Hof fyrir sextíu hundruð. (D.I., VII.bindi, s. 583).  Þorvarður lögmaður taldi fram Hof til sextíu hundraða í kaupmálabréfi hans og Kristínar Gottskálksdóttur. (D.I., VIII.bindi, s. 230). 1523 fékk Erlendur Þorvarðsson Hof, Ögmundi biskupi til fullrar eignar í reikningsskap nokkurra kirkna. (D.I., IX.bindi, s. 158-159). 1526 fékk Ögmundur biskup Halldóri Magnússyni Hof til fullrar eignar gegn Barkarstöðum í Svartárdal, en í staðinn skyldi Halldór vera maður biskups og til styrktar kirkjunni. (D.I., IX.bindi, s. 391-392). Kirkju er getið á Hofi í Gíslamáldaga frá 1570 og síðar. (D.I., XV.bindi, s. 549).
Hof-5Í Jarðabók Árna og Páls er þess getið að menn segi að á Hofi hafi verið til forna hálfkirkja eða bænhús en ekki hafði verið framin þjónustugjörð þar í manna minnum. Minjar hafi þó verið þar á staðnum til skamms tíma sem skjóti stoðum undir þessa sögn hreppsbúa. Hof var metin á 60 hundruð. Heimajörðin var í eigu fjögurra einstaklinga alls 33 hundruð og reiknuðust þar í hjáleigurnar Grófartún og Prestshús. Þrjú afbýli voru að auki. Jörfi var metinn á 8 hundruð, annað var Krókur á tíu hundruð og hið þriðja var Lykkja en ekki er þess getið hver dýrleiki þess var. Þó má reikna það út að hann hafi verið níu hundruð. Sjá annars um þessi þrjú síðsut afbýli hér síðar.

Hof-21

Jarðatal Johnsens metur jörðina á 60 hundruð en getur þess neðanmáls að sýslumaður telji dýrleika Hofs 27 hundruð, Jörfa 7 hundruð, Krók 10 hundruð og Lykkju 10 hundruð. Einn ábúandi var á parti þeirra bræðra Magnúsar og Vigfúsar og var landskuld hans eitt hundrað og tíu álnir sem greiddust í fiski ef til var í kaupstað eða með peningum uppá fiskatal, eða hestum og skyldi greiðast á Alþingi eigendunum í hönd eða þeirra umboðsmönnum. Alls fylgdu þessum hluta fimm og hálft kúgildi, ábúandi bræðranna leigði þrjú en hin fylgdu hjáleigunum. Á þessum hluta jarðarinnar gátu fóðrast fjórar kýr, tíu lömb, og einn hestur. Annar ábúandi Sveinn Þórðarson var á átta hundraða hluta auk tveggja hundraða hluta þess eiganda sem minnst átti. Landskuld af átta hundruðunum voru fimmtíu álnir en af tveimur hundruðunum tuttugu álnir og greiddist í landaurum upp á landsvísu. Kúgildi með átta hundruðum Hallfríðar voru tvö og guldust leigur af þeim í smjöri eða fríðu heim til  eigandans. Á þessum parti bar jörðin að fóðra fjórar kýr og sex lömb.
Um alla jörðina Hof tiltekur Jarðabókin fjölmörg atriði. Héðan, sem svo víða annars staðar í hreppnum voru geldneyti og hestar reknir til beitar upp í Hvannavelli á Mosfellsheiði. Þó er tekið fram að vegna fátæktar eigi menn ekki slíkan búpening og því sé ekkert rekið þangað upp. Jörðin á torfristu og stungu til gagns en tekið fram að hún sé mjög örðug frá heimabænum. Mótak til eldiviðar átti jörðin bjarlegt en þó var tekjan nokkuð erfið yfir foröðum ef mórinn væri tekinn þar sem best hentaði jörðinni.

Hof-22

Jarðabókarritarar telja að selveiði mætti stunda frá jörðinni til nokkurs gagns en það var ekki verið gert. Rekavon var talin lítil á jörðinni, einnig sölvafjara og skelfisksfjara ekki nema til beitu. Litlu betri var hrognkelsafjara talin. Frá jörðinni var heimræði árið um kring og gengu skip ábúenda eftir hentugleikum. Á jörðinni hafði margt aðkomusjófólk verið um vertíð og fram á sumar þar fiskur gekk, en fiskveiðar virðist á þessum tíma vera hrundar. Nefnt er að aldri hafi verið verbúðir í landi jarðarinnar heldur hafi sjómenn þegar þeir voru haft herbergi, þjónustur og soðningu hjá bændum og hjáleigumönnum. Vertíð á jörðinni mun hafa hafist, sem á Suðurnesjum, um Kyndilmessu og endað vanalega á Hallvarðarmessu. Fengur skiptist jafn, skiphlutur var einn af tveggjamannafari árið um kring og engin skipaleiga. Af fjögurra manna fari voru tveir skiphlutir um vertíð og engin skipleiga, utan vertíðar einn skiphlutur og engin skipleiga. Langræði var mikið ef ekki gekk fiskur inn á firði. Hof átti hálfa Andríðsey til móts við Brautarholt. Þar átti jörðin slægjur og eggver sem var, þegar þetta var ritað, mjög gagnlítið en hafði áður verið betra.

Kross-32

Jarðabókin getur þess að ekki sé að telja dúntekju á eyjunni en í dag er þar stærsta æðarvarp á Suðurlandi. Sölvafjara var þó þar talin gagnvænleg og nokkur rekavon. Stórviðri spilltu túnum jarðarinnar að mati skrásetjara, engar engjar lágu til jarðarinnar nema í Andríðsey. Landþrengsli voru á þrjá vegu en á hinn fjórða lá meginland jarðarinnar og mætti miklum ágangi kvikfjár jarðanna í kring sem voru landþröngar. Sjór braut af túni hjáleigunnar Presthúsa og engja í eyjunni. Sauðfé var mjög flæðihætt bæði vor og vetur. Túnið að neðanverðu lá undir skemmdum af sandfoki, húsum og heyjum var hætt vegna stórviðra og hafði af því marg oft skaði orðið. Menn töldu að Hof hafi haft í seljum í Blikdal þar sem heita Hofssel gömlu en ekki vissu menn hvort þar hefði verið haft frítt eða nokkuð greitt til Brautarholts. Í landi Hofs var lending hin besta og brást aldrei. (Jarðabók, III.bindi, s. 357-360).“
Í örnefnalýsingu fyrir Hof segir m.a.: „Hofstangi skilur Jörfavík og Hofsvík. Hofið gæti verið komið undir sjó og hefði þá staðið neðan við húsið, sem nú er.“ Brynjúlfur Jónsson skrifar: „Að Hofi á Kjalarnesi er sýnd hoftóft; skoðaði eg hana í vor (1890?). Hún er í túninu suðaustur frá bæjarhlaðinu hjá tröðinni. Mjög er hún niðursokkin; sér þó fyrir veggjum, nema vesturhliðarvegg neðri tóftarinnar. Þar gat verið þilveggur. Efri tóftin (goðastúka?) er 6X6 fðm. út fyrir veggi; virðast dyr á suðvesturhorni. Neðri tóftin er 6X8 fðm. Efasamt tel eg að þetta sé hin rétta hoftóft. Hún líkist öllu fremur tveim litlum sáðgörðum. Yfir ótrúlega vídd gátu menn samt reft með stoðrefti.“
„Hoftóftin“ var friðlýst með skjali, undirrituðu af Matthíasi Þórðarsyni þann 25. október 1930 og var því þinglýst 17. nóvember 1938. Í spjaldskrá á fornleifadeild segir: „K:E. kom á staðinn 18.7.1965.  Allt er þar óbreytt og eins og það var, þegar Br. J. sá það. Ekki þesslegt að vera hús.  Friðlýsingarmerki ekki sett upp að sinni, þetta er rétt hjá bæ og eigendur vita málavexti. Hóllinn fyrir vestan heitir Goðhóll, blótklettur var jafnvel talinn vera neðan undir honum. Til var og blótsteinn, sem enn mun vera þarna.“ 

Heimildaskrá:
-Fornleifaskráning fyrir Hof – Árbæjarsafn.
-Diplomatarium Islandicum [Íslenzkt fornbréfasafn. Hér eftir D.I.], sem hefir inni að halda bréf og gjörninga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða íslenzka menn, I.-XV. bindi , Hið íslenzka bókmenntafélag, Kaupmannahöfn og Reykjavík, 1857-1950.
-Íslenzk Fornrit [hér eftir  Í.F.],  I.bindi 1 [Landnámabók] , Jakob Benediktsson gaf út, Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík, 1968.
-Íslenzk Fornrit, XIV.bindi [Kjalnesingasaga], Jóhannes Halldórsson gaf út, Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík, 1959.
-J. Johnsen: Jarðatal á Íslandi, með brauðlýsingum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum 1835-1845, og skýrslum um sölu þjóðjarða á landinu, J. Johnsen gaf út, Kaupmannahöfn, 1847.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns [hér eftir Jarðabók],  III.bindi Gullbringu- og Kjósarsýsla, 2.útg. [ljósprentun], Hið íslenzka fræðafélag, Kaupmannahöfn, 1982.
-Brynjúlfur Jónsson – Hoftóft að Hofi á Kjalarnesi, Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1902, bls. 35.
-Örnefnalýsing fyrir Hof.

Hof

Hof – túnakort 1916.

Hof

Goðhóll við Hof?

Esja

Esja (oftast með greini, Esjan) er fjall á Kjalarnesi, sem nú er innan borgarmarka Reykjavíkur, og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Hæsti kambur á Esju miðri, séð úr Reykjavík, heitir Kerhólakambur.

esja-2

Í Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkur að nafnið sé írskt að uppruna. Sennilegri skýring er þó að orðið sé komið úr norrænu, en það er meðal annars þekkt í Noregi, og merkir „flögusteinn“.

„Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi.

Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.

esja-3

Vegna þessara sagna hefur sú tilgáta komið fram (W. Craigie) að nafnið Esja sé af keltneskum uppruna, dregið af Ésa eða Essa (sjá Hermann Pálsson: Keltar á Íslandi. Reykjavík 1996:170).

Flestir hafna þó þessari skýringu og telja að kvenmannsnafnið sé til orðið á eftir bæjarnafninu og fjallsheitinu. Helgi Guðmundsson (Um haf innan 1997:193-94) hefur bent á að í Lewis (Ljóðhúsum) í Suðureyjum séu varðveitt norræn örnefni í gelísku sem komi heim og saman við röð örnefna frá Akranesi og suður í Kollafjörð. Meðal þeirra er Esjufjall. Hugsanlega hafa örnefnin verið gefin um sama leyti á báðum stöðum og flust með norrænum mönnum vestur á bóginn.

Talgusteinn

Líklegasta skýringin á örnefninu Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.“

Heimildir m.a.:
-Wikipedia.

-Vísindavefur HÍ.

Esja

Esja – örnefni.

Kleberg

Kléberg var örnefni á Kjalarnesi…
Í bókinni Kjalnesingar er m.a. vitnað í Kjalnesingasögu þar sem Kleberg-37segir að „Búi var þá kominn á hæð þá, er heitir Kléberg, er hann sá eftirförina…“. Þá segir: „Kléberg er nafn á tegund tálgusteins, sem ekki finnst hérlendis. Hún var til forna notuð í kljásteina og þaðan er nafnið. Steinn þessi er auðunninn og þolir vel eld. Menn hafa snemma komist upp á lag með að nota klébergið, smíðað úr því potta og pönnur og önnur ílát, einnig höggvið til úr því hleðslusteina. Þá notuðu kaupmenn hnullunga af steininum sem barlest í skip sín og seldu Íslendingum síðan, þegar hingað kom“. Ekki er vitað til að bær hafi fyrrum verið að Klébergi.
Klébergslækur rennur um tilkomumikið gil á Esjunni. Í því má m.a. finna tálgustein (sandstein), jaspis og fleiri bergtegundir. Hugsanlega eiga kljásteinar, sem fundist hafa við fornleifauppgröft hér á landi, uppruna sinn þar.
Þegar tálgusteinn úr Klébergslæknum var Kleberg-21unninn í kljástein með einföldum verkfærum virtist það tiltölulega auðvelt. Ekki er því ólíklegt að slíkir steinar hafi verið unnir úr sandsteininum og bæði notaðir sem verslunarvara og til gjafa. Þeir sem eignuðust gripina hafa að öllum líkindum skreytt þá og krotað á þá rúnir eftir tilefni eða geðþótta hverju sinni.
Sandsteinninn í Esju er af mismunandi græn- og gráleitu umbreyttu bergi, sennilega frá fyrra ísaldarskeiði. Um er að ræða umbreytt þróað móberg, sem með tímanum þéttist og linast uns það hefur náð klébergseiginleikum. Svo gamalt berg er hins vegar ekki til hér á landi svo vitað sé.
Líklega er um að ræða umbreytt rýólítsalla [rhyolite] og að klórít gefi því græna litinn [Guðbjartur Kristófersson].
„Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu.

Kleberg-23

Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.“

Kristján Eldjárn skrifaði um kléberg í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1949-1950. Þar segir m.a.: „Kléberg kalla ég í ritgerð þessari nytjastein þann, sem á dönsku er oftast kallaður vegsten, norsku klebersfen, ensku soapstone, þýzku Speckstein, en á öllum þessum málum eru þó fleiri nöfn á þessari steintegund [t.d. talk]. Amund Helland segir í ritgerð um norska nytjasteina á þessa leið (í þýðingu minni): „Kléberg er steintegund, sem er saman sett úr blöndu af talki og lórít. Talkið getur verið yfirgnæfandi, svo að steinninn verði réttnefndur talkskífer, en einnig getur klórít verið yfirgnæfandi.

Kleberg-1

Sennilegt er einnig, að önnur magnesíusíliköt komi til greina, og þar eð magnesít finnst í mörgum klébergstegundum, myndast afbrigði, sem vegna bergfræðilegrar samsetningar steinsins eru ýmist auðunnari eða torunnari en hið réttnefnda kléberg. Hreinar talkskífertegundir er auðveldara að saga en tré, en til eru einnig afbrigði, sem mjög erfitt er að saga með venjulegri sög, vegna þess að í þeim eru harðari steinefni. Í réttnefndu klébergi eru agnir af talki og klórít í óreglulegri blöndu.
Talkskífer er olíugrænt á litinn, en klébergið gTalksteinnrængrátt, dökkgrænt eða blátt. Það er fitukennt viðkomu, auðrispað með nögl og verður hæglega skorið með hníf, höggvið með öxi og sagað með sög. Ekki syngur í því, þótt slegið sé með hamri, en undan hamarshöggi merst það, svo að á sér. Stundum ólgar það undan sýrum, en nauðsynlegt er að reyna það með sterkum sýrum, af því að magnesít er í því. Það stenzt ekki sterkar sýrur og leysist stundum alveg upp, en þolir vel veikar lífrænar sýrur. Það er eldfast“(Amund Helland: Takskifere, heller og vekstene. Norges geologiske undersögelse no. 10, 1983, bls. 89—90). Klébergið, sem raunar er samheiti fyrir fjölmörg mismunandi bergtegundaafbrigði, finnst frá náttúrunnar hendi í lögum og blettum í krystölluðum skífertegundum. Það finnst víða um heim. Algengt er það í Grænlandi og Noregi, Alpafjöllum, Súdetafjöllum og víðar.

Á Íslandi er kléberg ekki til í náttúrunnnar ríki (fyrir þessu hef ég orð Tómasar Tryggvasonar jarðfræðings, og mun ekkert mark takandi á þeim ummælum Sigurðar Vigfússonar í Skýrslu um Forngripasafn II, bls. 5,“ að kléberg ísteatit) fáist hér á landi hingað og þangað í fjöllum, þar sem magnesía er og hlýtur því að vera um innflutning að ræða, er við rekumst á klébergsgripi hér, en þeir eru nú orðnir allmargir, eins og nánar verður sýnt í þessari grein.

Sapusteinar

Kléberg er yfirleitt ærið mismunandi að gæðum og litur þess af ýmsum tilbrigðum, en drottnandi litur er grár. Íslenzku klébergsgripirnir eru margvíslegir bæði að lit, hörku og áferð, efnið er ljóst eða dökkt, stundum grænleitt eða blágrátt, slétt eða hrjúft, hart eða mjúkt eða mishart, þannig að í steinunum eru harðir, oftast gulir eitlar, sem stinga í stúf við hinn mjúka, gráa stein, sem þeir eru í.
Ekki hefur verið gerð steinfræðileg rannsókn á hinum íslenzku klébergsgripum, en öll rök hníga að því, að þeir séu úr norsku klébergi. Áður en lengra er farið, þykir rétt að skýra og afsaka nafnið kléberg. Þetta orð er ekki lifandi í íslenzku og kemur ekki heldur fyrir í fornritunum.

Sapusteinn-2

Ekkert sérstakt heiti hefur steintegund sú, sem um er að ræða, í tungunni annað en tálgusteinn, en það er jöfnum höndum notað um ýmsar tegundir innlendra, mjúkra steina (orðið „tálgugrjót“ kemur fyrir í fornu máli (Fornmanna sögur V, bls. 215) og virðist þar munu merkja kléberg. í Grænlandslýsingu Ívars Bárðarsonar er grænlenzka klébergið nefnt thelliesteen og iellijge stien, sem líklega á rót sína að rekja til telgisteinn eða tálgusteinn í norræna frumtextanum. Det gamle Grönlands beskrivelse af Ívar Bárðarson, útg. Finnur Jónsson Kbh. 1930, bls. 54).) En norska orðið kleber eða feíebersten er eflaust afbökun úr kléberg, og hafa því Norðmenn kallað stein þennan svo áður fyrr. Í norrænu mállýzkunni á Hjaltlandi heitir hann kleberg eða kleber, og mun orðið því hafa verið lifandi í norsku á víkingaöld, er Hjaltland byggðist af Noregi.
Líklega hefur það einnig lifað á vörum landnámsmanna Íslands, enda til sem örnefni, Kléberg á Kjalarnesi og ef til vill víðar, þótt mér sé ekki kunnugt. Orðið hefur líklega dáið út í íslenzku, af því að bergtegundin var ekki til á Íslandi, en lifað í hjaltlenzku, af því að á Hjaltlandi finnst kléberg í náttúrunnar ríki. Þykir rétt að taka orðið aftur upp í íslenzku.

Sapusteinn-3

Fyrri hluti orðsins er kléi (ef. kljá, flt. kljár), kljásteinn, steinn til að hengja neðan í uppistöðu í vef og halda henni strengdri; hefur klébergið þótt hentugt í þessa steina og þess vegna dregið nafn af þeim.
Í skrá þeirri, sem hér fer á eftir, er upp talið allt það kléberg, sem til er hér á Þjóðminjasafninu. Hins vegar hefur ekki verið leitað eftir rituðum heimildum um klébergsfundi hér á landi, og kunna þær þó að vera til. (um klébergsnámið hefur skrifað S. Grieg: Norske klebeistensbrudd fra vikingetiden, Universitetets Oldsaksamlings Arbok 1930, bls. 88 o. áfr. Um klébergið sem verzlunarvöru á víkingaöld Jan Petersen: Vikingetidsstudier, Bergens Museums Arbok 1919—20, Hist. Antikv. Rekke nr. 2, bls. 11 o. áfr., sjá einnig Herbert Jankuhn: Haithabu, Neumimster 1938, bls. 128 og 166—67, og Poul Norlund: Trelleborg, Kobenhavn 1948, bls. 123. Um gerðir steinkatlanna og fjölda þeirra á víkingaöld og hnignun) En varla yrði svo vel leitað, að ekki kynni einhvers staðar að leynast frétt eða frásögn af slíkum fundi, og hefur því þótt rétt að binda sig eingöngu við safnið hér, enda þeir fundir svo margir, að hið almenna hlýtur að mega af því ráða. Í skránni er notað orðið grýta um potta úr klébergi, en eins hefði mátt nota orðið ketill eða steinketill. Öll þessi orð munu hafa verið notuð áður fyrr, en grýía hefur í íslenzku fengið að nokkru óvirðulega merkingu, af því að steinpottarnir hafa þótt verri og smærri en járnpottar, er þeir urðu algengir. Hins vegar lifir grýía enn í skandinavísku málunum og hefur orðið þar ríkjandi.

Specksteinn

Í skránni er byrjað austast í Rangárvallasýslu og haldið vestur og kringum land. Innan hvers hrepps er farin sem næst boðleið. Getið er fundarstaðar og gripunum lýst með fáum orðum. Stærð er greind í millimetrum, lengd og breidd og þykkt, ef um pottbrot er að ræða, (lengd — breidd X þykkt), en á snældusnúðunum þvermál X þykkt). Aftan við hvern grip er greind safntala hans eða Landnámsmenn Islands hafa haft út með sér fjöldann allan af klébergshlutum, einkum grýtum. Hins vegar hafa þeir ekki átt leirker að ráði, og mun þetta vera ástæðan til þess, að Íslendingar hafa aldrei, svo að vitað sé, lagt stund á leirkeragerð. Klébergsfundirnir hér á landi þykja mér hins vegar of margir til að hægt sé að telja þá alla beinlínis frá landnámsöld, og virðist mér einsætt, að kaupmenn hafi, meðan klébergsnámið var sem mest í Noregi, flutt kléberg hingað til lands, líklega þá mest hálfunnar eða fullunnar grýtur, engu síður en til bæjanna í Danmörku. Hér á landi hlýtur eftirspurn eftir þessari vöru að hafa verið sérlega mikil, þar sem þjóðin hvorki kunni að gera leirker né hafði nothæfan tálgustein í landinu. Og það er jafnvel mjög líklegt, að kaupmenn hafi einnig flutt út óunnið kléberg til smáhluta. Til þess bendir fundurinn frá Kotmúla, óunninn klébergssteinn, sem stykki hafa verið söguð úr, eftir því sem með þurfti. Á sama hátt hefur steinninn verið sagaður í klébergsnámunum norsku.
Það er þannig sennilegt, að eitt af því, sem kaupmenn höfðu á boðstólum hér á söguöld, hafi verið kléberg, unnið, hálfunnið eða óunnið, á sama hátt og þeir hafa bæði flutt út sniðin brýni og óunninn harðsteinn til brýna.“

Heimild:
-Kléberg á Íslandi – Kristján Eldjárn, Árbókin 1949-1950, bls. 41-62.
-Vísindavefur HÍ.

Kléberg

Kléberg í Glúfurgili í Esju.

Esjuberg

Í Úrskurði Óbyggðarnefndar, máli nr. 3-4/2004 um  Kjalarnes og Kjós frá 31. maí 2006 má lesa eftirfarandi fróðleik um „Landnám í Kjós„:

Kjósarhreppur

Kjósarhreppur – bæir og mörk (rauð lína).

„Landnámabók getur ýmissa manna, sem námu land á þessu svæði. Fyrstur landnámsmanna var Ingólfur Arnarson: En Ingólfr nam land milli Ölfusár ok Hvalfjarðar fyrir útan Brynjudalsá, milli
ok Öxarár, ok öll nes út.
Eins og getið er um varðandi Kjalarnes var Mýdalsá (nú Miðdalsá og Kiðafellsá) takmark landnáms Helga bjólu. Norðan Mýdalsár var landnám Svartkels hins katneska: Svartkell hét maðr katneskr; hann nam land fyrir innan Mýdalsá milli <ok> Eilífsdalsár ok bjó at Kiðjafelli fyrst en síðan á Eyri.

Kiðafell

Kiðafell.

Svartkell hét maðr; hann fór af Englandi til Íslands ok nam land fyrir innan Mýdalsá ok millum Eilífsdalsár ok bjó at Kiðjafelli fyrst en síðan á Eyri. Eilífsdalá heitir nú Dælisá eða Bugða.
Gera má ráð fyrir að landnám Svartkels hafi náð upp í Esjuna, milli upptaka Mýdalsár og Eilífsdalsár. Valþjófr, son Örlygs hins gamla frá Esjubergi, nam Kjós alla ok bjó at Meðalfelli; frá honum eru Valþjóflingar komnir.

Esjuberg

Esjuberg á Kjalarnesi.

Valþjófr, er fyrr var getit, son Örlygs at Esjubergi, hann nam Kjós alla ok bjó at Meðalfelli. … Valbrandr hét annarr son Valþjófs, faðir Torfa, er fyrst bjó á Möðruvöllum. Þeir feðgar gerðu félag við Tungu-Odd; af því bjöggu þeir síðan á Breiðabólstað í Reykjardal hinum nörðra. Landnám Valþjófs hefur því náð yfir Kjós vestan Laxár og ofan Bugðu.
Þorsteinn, son Sölmundar Þórólfssonar smjörs, nam land milli Botnsár ok Forsár, Brynjudal allan. Hann átti Þorbjörgu kötlu, dóttur Helga skarfs; þeirra son var Refr enn gamli, er Bryndælir eru frá komnir.

Brynjudalur

Brynjudalur.

Son Þórólfs smjörs var Sölmundr, faðir Þorsteins, þess er land nam í Brynjudal á millim Bláskeggsár ok Forsár; hann átti Þorbjörgu kötlu, dóttur Helga skarfs Geirleifssonar, er nam Barðaströnd; þeira son var Refr í Brynjudal, faðir Halldóru, er átti Sigfúss Elliða-Grímsson.
Landnámugerðum ber ekki saman um mörk landnáms Þorsteins Sölmundarsonar, hvort þau miðast við Botnsá eða Bláskeggsá. Er hér komið út fyrir landnám Ingólfs Arnarsonar sem náði til Brynjudalsár eins og segir í upphafi.

Brynjudalur

Brynjudalur. Tóftir Múla.

Bústaður Þorsteins Sölmundarsonar er ekki nefndur, en í Þórðarbók Landnámu segir að Refur sonur hans hafi búið í Múla. Sá bær þekkist ekki og hafa menn velt vöngum yfir líklegum stað án niðurstöðu.
Maðr hét Ávangr, írskr at kyni; hann byggði fyrst í Botni; þar var þá svá stórr skógr, at hann gerði þar af hafskip.  Ávangr hét maðr írskr, er bjó í Botni fyrstr manna, ok bjó þar allan aldr sinn; þá var þar svá stórr skógr, at hann gerði þar hafskip af ok hlóð þar sem nú heitir Hlaðhamarr. Hér er átt við Stórabotn í Botnsdal, sem á land báðum megin Botnsár. Ekki kemur fram, hversu stórt land Ávangur hefur haft til umráða. Haraldur Matthíasson telur hann hafa numið allan Botnsdal.“

Heimild:
-Úrskurður Óbyggðarnefndar, mál nr. 3-4/2004 – Kjalarnes og Kjós; 31. maí 2006.

Brynjudalur

Í Brynjudal.

Hof

Á Kjalarnesi má finna ýmsa álagabletti, staði sem tengjast álfum, huldufólki, dvergum, vættum og draugum.
Kjalarnes-442Má t.d. nefna álagablett á Klébergi fyrir neðan Klébergsskóla, Helguhól utan við bæinn Gil (draugasaga), álagablett við Lykkju, huldufólk við Arnarholt og Borg sunnan Brautarholts, draugasaga í Strýthólum, dvergasögur tengdar Dvergasteini vestan við Bakka, Árnesi og Ártúnsgljúfri, álagablett (haugur Andriðar) í Andriðsey (Andrésey), dys í gilinu neðan við Saurbæ, vætti við Miðloku, huldufólk við Tíðarskarð, álagbletti við Óskiptu (land vestan Mela og Norðurkots) og loks draugasögu tengda við Tindstaði Innri.
Um Helguhólsdrauginn segir m.a.: „Helguhóll er grjóthóll upp með Bergvíkurlæk vestan við Vallárgrundir. Hann er eitt af landamerkjum milli jarðanna Hofs og Vallár, ásamt Hrafnaklettum, tveimur einstökum klettum upp í miðri Esjuhlíð og grjótvörðu á Klébergi sem ekki finnst lengur. Vestan við Helguhól er Aurinn. Þar var Aurbrú, gamall snidduhlaðinn vegur sem náði frá fjalli og niður á Grundarholt. Við Helguhól er sögn um lífseigan draug, Helguhólsdraug og var það trú manna að hann gæti tekið upp á því að villa um fyrir mönnum, er áttu leið um Aurbrú. (Kjalnesingar. Hof. 1998 Þorsteinn Jónsson, Byggðir og bú.)
Kjalarnes-441Í Krosshól[um] á að búa huldufólk. Í Kjalnesingasögu er getið um komu Auðar djúpuðgu er hún kom á leið sinni til og um landið við hjá bróður sínum, Helga bjólu, er bjó að Hofi. Helgi vildi bjóða henni og helmingi skipshafnarinnar húsaskjól og mat (hafa ber í huga að á sérhverju skipi voru a.m.k. 64 manna áhöfn), en Auði fannst bróður sinn helst til og nýskur á kostina svo hún ákvað að halda ferð sinni áfram uns Hvammsfirði norðvestra var náð. Þar er nú eitt örnefnið; Krosshólar, fyrir ofan tófta bæjar Auðar. Ekki er með öllu útilokað að það hafi tengst stuttri viðdvöl hennar í Hofi á Kjalarnesi. Í dag er Hof sunnan við Brautarholt, millum þess og Esjubergs. Þar eru fáar minjar er gefa tilefni til fyrrum fornaldarbæjar. Bæjarnöfn hafa jafnan haft tilhneigingu til að færast til með tíð og tíma.
Kjalarnes-443Austan við núverandi Brautarholtsbæinn (og kirkjuna) er allálitlegar tóftir; vel gróinn bæjarhóll. Í honum eru leifar tiltölulega ungs bæjar; m.a. baðstofu, eldhús, fjós og hlöðu. Skammt vestar má sjá leifar fjárhúsa. Líklegt er að þessi bær hafi farið í eyði öðru hvoru megin við árið 1900. Krosshól[a] má sjá skammt norðaustan við bæjarstæðið. Augljóst er að þarna hafi fyrrum staðið eldri bær eða bæir um langt skeið. Staðurinn er kjörinn til fornleifauppgraftar, og þá með þeim formerkjum að verða grafinn upp í heilu lagi. Ekki er grunlaust um að ýmislegt forvitnilegt kynni að koma þar upp úr sverðinum.
Haugur Andriðar, föður Búa (skv. Kjalnesingasögu) er í Andriðaey. Ætlunin er að skoða hann við fyrsta tækifæri. Við hauginn á að vera Kjalarnes-444stór steinn, uppréttur, sagður legsteinn landnámsmannsins í Brautarholti, þess er sonur Helga bjólu drap á gamalsaldri til að jafna sig á því að hafa ekki náð að drepa son hans, Búa. (Samkvæmt sögunni virðist þetta hafa verið bilað lið.)
Þegar komið var að Saurbæ var þar fyrir sérkennileg kerling á gamals aldri. Aðspurð um „Dysina“ sagðist hún vita hvar hún væri, en það mætti alls ekki grafa í hana, a.m.k. ekki meðan hún væri á lífi. Nú væri dysin nánast orðin jarðlæg og ekki fyrir óreynda að staðsetja hana. Sagði hún fornmann vera þarna grafinn og sá átrúnaður væri á honum að á meðan hann fengi að vera óáreittur myndu „hey í Saurbæ ekki bresta“.
Af þeim sökum hefði verið séð til þess að gengið væri um dysina með Kjalarnes-446tilhlýðilegri virðingu. Þessa stundina stóð þannig á að sú gamla í Saurbæ var ekki ferðafær og baðst undan því að fara á staðinn að svo komnu máli. Skrásetjari fékk á tilfinninguna að sú at tharna vissi minna en hún vildi vera láta. Á korti um minjar og sögustaði á Kjalarnesi er dysin staðsett í gljúfrinu norðan og neðan við kirkjuna.
Í örnefnalýsingu Mela segir m.a.: „Rétt neðan við Melabæinn er kvos í gilinu. Þar er brekka, sem heitir Álagabrekka. Hana má ekki slá, því þá ferst bezti gripurinn í fjósinu.“ Þegar hús var tekið á Guðna Ársæli Indriðasyni í Laufabrekku austan Mela var ólíku saman að jafna og í Saurbæ. Móttökurnar voru hinar vinsamlegustu. Hann sagði nefnda Álagabrekku vera ofan Álagahvamms í landi Mela. Norðurkot væri ofan og sunnan við hvamminn.

Kjalarnes-447

Faðir hans hefði jafnan haft á orði að Álagahvamm mætti ekki slá. Hann hefði ekki tekið mark á sögninni tvö sumur og ákveðið að slá hvamminn, enda væri hann sérstaklega grösugur. Nú væri búið að gróðursetja þar nokkur grenitré. Þá hefði borið svo við að tvær bestu mjókurkýrnar á bænum hefðu drepist – og tengdi hann það hvammssláttunni.
Guðni sagði þrjár grónar þúfur eiga að vera í Óskiptu (óskiptu landi Melabæjanna). Þær hafi ekki mátt slá með svipuðum formerkjum og í Álagahvammi. Faðir hans taldi sig vita hverjar þessar þúfur væru, en nú væri erfitt að staðsetja þær af nokkurri nákvæmni.

Efstu bæirnir á Kjalarnesi í austri eru Tindstaðir Ytri og Innri. Handan þeirra taka Kjósarbæirnir við; Kjalarnes-448Kiðafell, Morastaðir og Miðdalur.
Á Tindstöðum Innri var draugurinn „Tindastaðaflyksa“. Þetta var hundtík flegin aftur fyrir miðju, sem send var Halldóri bónda á Tindstöðum í Kjós seint á 18. öld. Um tíkina þá verður fjallað nánar um síðar.
Brautarholt er sagnastaður er fyrr greinir. Í örnefnalýsingu segir: „Sagt er, að í Krosshól hafi verið huldufólk. Eitt sinn þurfti að sækja yfirsetukonu til konu í Mýrarholti. Þegar hún kom, var búið að skilja á milli, en konan vissi ekki sjálf um, hvernig það gerðist. Þetta var um 1880.“ Hamrarnir sunnan Borgar suðvestan Brautarholts geymir og sagnir um huldufólk, sem fyrr er lýst.
Við Bakka er Dvergasteinn. Húsfreyjan á Kjalarnes-445bænum, þrátt fyrir annir við mjaltir, gaf sér brosandi tíma til að útskýra tilurð örnefnisins. „Ég var hér í sveit fyrrum. Þá lá fyrir vitneskja um steininn. Hann var alltaf nefndur „Dvergasteinn“. Hann er þarna í túninu og hefur ávallt verið látinn í friði þrátt fyrir túnasléttur og aðrar framkvæmdir. Steinninn, sem nú virðist lítill, hefur áður verið mun hærri. Sagt er að sonur bóndans á Bakka hafi eitt sinn bjargað sér upp á steininn til að forðast mannýkt naut er sótti að honum. Ég veit ekki hvaðan sagan er komin eða hversu gömul hún er, en þarna er steinninn og þess hefur ávallt verið gætt að láta hann í friði“.

Heimildir m.a.:
-kjalarnes.is.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
-Guðni Ársæll Indriðason frá Laufbrekku á Kjalarnesi.
-Úrill kona í Saurbæ á Kjalarnesi.

Esja

Esja á Kjalarnesi.

 

Blikdalur

Þegar FERLIR fór enn og aftur í sérstaka leitarferð um Blikdalinn fannst enn ein selstaðan, sú efsta í dalnum hingað til.
Blikdalur-226Áður höfðu átta selstöður verið skráðar beggja vegna í dalnum.
Ætlunin var að rekja selstígana og skoða hvert þeir leiddu. Og þar sem engin selstaða hafði áður fundist ofan við miðjan dalinn var lögð sérstök áhersla á að gaumgæfa hana m.t.t. hugsanlegra minja. Og viti menn (og konur); Í ljós komu nánast jarðlægar leifar af þremur húsum og aflöngum stekk. Veggir voru hlaðnir úr grjóti. Efst var stekkurinn, þá minna hús, líklega eldhús, lítill skáli (5-6 m langur) og loks fjós (10-11 m langt). Enn ofar var hlaðið lítið gerði, hugsanlega kví. Selstaðan var á skjólgóðum stað og greinilega mjög gömul.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 40 mín (í 21°C hita og sól).

Blikdalsselin

Selin í Blikdal – uppdráttur ÓSÁ.

 

Melasel

Af Jarðabókinni 1703 að dæma er ekki að sjá að Melar á Kjalarnesi eigi neina selstöðu.
En hins vegar virðist „þriðja afbýli af sömu jörðu, kallað Melakot“, eiga selstöðu þar sem heitir Mela SMelaseljadalur-21eljadalur, „og eru þeir hagar að mestu aleyddir af skriðum“. Á næsta bæ, Tindstöðum, er skv. Jarðabókinni, „selstaða í heimalandi“. Ætlunin var að ganga í Mela-Seljadal og kanna hvort enn megi sjá leifar af selstöðuni frá Melakoti sem og að huga að slíkri selstöðu í heimalandi Tindsstaða. En áður en lagt var af stað var kíkt á eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu frá árinu 1966 og frásögn í sama blaði 1968.
Í
Morgunblaðiðinu í júlí 1966 má lesa eftirfarandi frétt um mikil skriðuhlaup í Melaseljadal: „Það var eins og skotið væri úr byssu, þegar skriðuhlaupið geystist fram úr Þverárgljúfri. Við héldum að það væri komið þrumuveður.
Tignarlegt var að sjá allan þennan móbrúna vatnsflaum geysast þarna fram, sjálfsagt 15 metra háan og fyllti í allt gljúfrið, sem vafalaust er 50 metra breitt þarna. Og auðvitað vissum við, að svona skriðuhlaup myndi valda miklu tjóni, sem og líka raunin varð.“
Melaseljadalur-351Gunnar bóndi Einarsson á Morastöðum í Kjós mælti þannig við blaðamann Mbl. í gær, þegar við spurðum hann um hamfarirnar, sem áttu sér stað norðan í Esju síðastliðinn fimmtudag, þegar hið mikla úrfelli varð hér sunnanlands, og olli miklum vegarskemmdum víða, og skriðuhlaupum sumsstaðar, en þó víst hvergi meiri og stórhættulegri en einmitt þarna.
Morastaðir standa Kjósarmegin við Kiðafellsá, en beint á móti standa bæirnir Ytri- og Innri Tindastaðir, en þeir voru í mestri hættu í skriðuhlaupi þessu.
Blaðamaður Mbl. gekk um svæði þetta á sunnudaginn og var þar ófagurt um að litast. Skriðuhlaupin, sem mest bar á byrjuðu í Dýjadalshnjúki, en hann gnæfir yfir dalnum og er 720 metrar yfir sjávarmál að hæð.
Rétt nærri uppMelaseljadalur-1966-1 undir brún, byrjuðu skriðuhlaupin, og lausleg ágizkun er, að þarna hafi losnað jarðvegur í þeim tveim, sem byrjuðu vestanmegin í Tindadal, sem svarar 4—5 hekturum lands. Skriðurnar hafa runnið niður að daldragi Þverár, og skollið þar á af miklu afli, sveigt til vesturs með ánni, steypst niður Þverárfoss efri, svo að hann er nú óþekkjanlegur, niður gljúfrin framhjá Melaseljadal, og þar í norður í átt að Kiðafellsá, en í hana fellur Þverá, fyllt gljúfrin, sem þarna eru um 50 metra breið, og bullað fram yfir klettaása við hlið þeirra, þegar þau gátu ekki lengur tekið við rennslinu, en síðan breytt lir sér fyrir neðan á mela og gras þar til þau náðu aðalánni, runnu þar auðvitað með Þveránni, en að auki hafa þau nokkru innan með Kiðafellsá grafið sér ný gljúfur 5—6 metra há og 3 metra breið alveg niður á berg — og alla leið til sjávar eftir Kiðafellsá.

Melaseljadalur-1966-2

Síðan berst flaumurinn með Kiðafallsá, breiðir úr sér yfir litla dalkvos, Kvíahvamm, sem margir vegfarendur kannast við, rutt burtu öllum steinum, sem fyrir voru, en flutt til nýja, og runnið síðan undir brúna á Kiðafellsá, niður fossana, og síðan allar götur eftir áreyrunum til sjávar, og valdið þar margvíslegu tjóni. Mun öll þessi langa leið vera um 10 km, og gizkar Gunnar á Morastöðum á, að hraði hlaupsins, þegar það steyptist fram úr Þverárgljúfri, hafi í það minnsta verið 10—12 km á klst.
Ófögur sjón blasti við Þegar við gengum upp með Þveránni og hinu nýja gljúfri þar austan við, blasti við okkur hryggileg sjón. Fundum við þar fljótlega á litlum bletti 6 kindur, sumar limlestar, allar dauðar og hálfgrafnar í hlaupinu.
Síðar Melaseljadalur-1966-3fundust svo tvær enn ofar en við fórum, og enn seinna ein niður á áreyrunum, svo að alls hafa 9 kindur fundizt dauðar, en auðvitað geta margar leynzt enn í Esjunni, og svo er líklegt, að eitthvað hafi kunnað að berast alveg til sjávar. Einnig má telja liklegt, að allar eða flestar hafi verið þarna með lömbum.
Ekki er nokkur vafi á, að kindurnar hafa leitað skjóls í gljúfrinu, enda skýli þar og grösugt, en þennan dag var mikið úrfelli og rok. Í samtali okkar við Gunnar á Morastöðum kom fram, að rétt um 4 leytið á fimmtudaginn féllu tvær skriður úr áreyrfjallinu fyrir ofan Ytri-Tindastaði, sitthvorum megin við bæinn, og rétt á eftir heyrðu þau skruðninginn í þeim stærri upp undir tindi, og skömmu síðar sáu þau aur- og vatnsflóðið, sem áður um getur geysast fram úr Þverárgljúfrum.

Melaseljadalur-352

Við náðum tal af Gunnari Leó, bónda og málarameistara á Ytri-Tindastöðum í gær. Hann sagði okkur, að enginn hefði verið heima um það leyti, sem skriðurnar féllu að bænum, en þær væru ekki lengra i burtu beggja vegna hans en 20—30 metra. Hafi sú vestari tekið af veginn heim að bænum á löngum kafla, tekið af rétt og nýlegt gerði og girðingu, sem hann hefði notað til að reka inn í réttina. Hann hefði ekki enn fengið veginn lagaðan, en byggist við að vegagerðin myndi hjálpa til þess, og eins þyrfti hann að reyna að ýta þeirri skriðunni, sem gekk yfir nokkuð af túni hans, á burt.
Varðandi kindurnar, sem fundust í skriðunni, kvaðst hann búast við að eiga þær flestar, þvi að þetta væri ein mitt á þeim stað, sem fé hans gengi. Nokkru innar í dalnum er bærinn Miðdalur. Síðar hafði skriðan úr eystri tindinum valdið nokkrum spjöllum.
Melaseljadalur-23Davíð bóndi þar Guðmundsson, sagði, að tvær skriður hefðu skemmt fyrir sér tún. Myndi önnur, sú stærri, hafa runnið fram úr Kerlingagili, en það er gríðarstórt og hrika legt gil, sem skerst þarna inn í Esjuna norðanverða. Sjálfsagt hefur gilið bjargað því, að skriðan var ekki stærri, þegar niður kom.
Slík stórfelld skriðuhlaup munu ekki hafa átt sér stað þarna síðan 1880, en þá hljóp skriða úr Eyrarfjalli, sem er norðan dalsins, frá bænum Morastöðum og þvert yfir dalinn að Tindastöðum. Nú var hins vegar miklu minni úrkoma í Eyrarfjalli en í Esjunni. Augljóst er, að mikið tjón hefur þarna orðið, bæði á landi og búsmala, og sjálfsagt tekur það tugi ára, að græða upp land það, sem þessi miklu skriðuhlaup hafa lagzt undir aur og grjót, og víst er, að þeir sem land þetta þekkja náið, munu telja, að það hafi illilega skipt um fallegan svip til hins verri og ljótari.“ — Fr. S.
Melaseljadalur-24Í Morgunblaðinu í nóvember 1968 má lesa eftirfarandi um Melaseljadal og nágrenni: „Í þetta skiptið ætlum við að ganga í Tinnuskarð og í Þjófagil, og ef okkur endist þrek, að ganga það allt á enda, þar til Melasel jadal er náð, en hann öðlaðist frægð sína skyndilega þegar reist var þar brugghús á þeim tíma, þegar „bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó“ eins og sagði í kvæðinu.
Við erum fljót yfir bergvatns ána tæru Kiðafellsá uppá Kleyfarnar framhjá klettinum, sem hún amma mín sagðist alltaf sjá álfaborgina í, einkanlega þegar kvöldsólin skein á hana. Ég held að hún hafi þar fyrir utan bæði séð álfakónginn og álfadrottninguna, en henni fannst alltaf álfaborgin hafa burstir, eins og íslenzkur sveitabær. Burstirnar voru þrjár, sagði hún. Og hún kenndi okkur kvæðið eftir Guðmund skólaskáld um Kirkjuhvol, og þá varð sýnin hennar um Áflaborgina miklu meiri sannleikur, en í kvæðinu var þetta:

Melaseljadalur-25

„Hún amma mín það sagði mér um sólarlagsbil
á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til.
Þú mátt ei trufla aftansöng álfanna þar.
Þeir eiga kirkju í hvolnum og barn er ég var,
í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin.“
En áfram höldum við upp Kleyfarnar, yfir flóa og fífusund og einkennilega lagaða hóla sem við fyrstu sýn gætu virzt vera einskonar smágígir, gervigígir, en eru vafalaust myndaðir af skriðjökli, sem einhverntíma í fyrndinni hefur skriðið niður dalinn og snúið eilítið upp á sig í dalsmynninu, eins og víða sést um landið.
Allt er þetta á fótinn, en Tinnuskarð er ekki hátt, þótt klettabeltið sé tilkomumikið og reglulegt, og brátt náum við upp á sléttuna ofanvert við Tinnuskarð. Enga finnum við samt tinnuna, en liins vegar er hér mikið um jaspís og kvartzmola, sem liggja hér á melnum, út um allt. Ekki er til önnur skýring á nafngiftinni en sú, að gömlu mönnunum hafi fundist jaspísinn svo harður, — þeir gátu skorið með honum gler — og kallað skarðið eftir því.

 

Melaseljadalur-26

Og nú sjáum við ofan í þetta einkennilega náttúrufyrirbæri Tinnuskarðið sjálft. Eiginlega er þetta ekki skarð, nema yzt við aðalklettabeltið. Miklu frekar er þetta lítil dalkvos. Sé maður staddur í botni hennar, sér mann enginn. Skarðið er aðeins opið út til vesturs, út til fjarðarins, og þeir sem um þjóðveginn fara fyrir neðan, myndu ekki hafa hugmynd um þótt þúsundir manna hefðust við í dalkvosinni innan við sjálft skarðið.
Grasivaxnar brekkur eru á allar hinar hliðarnar, og þar eru einskonar sæti allt um kring og er þetta engu líkara en rómversku hringleikahúsi. Colosse um er að vísu gert af steini og vel farið fram leikar og mannfundir, og nógir eru áhorfendabekkir. Einnig hagar þannig svo til, að innanvert við skarðið, norðanmegin er ræðupallur af náttúrunni gerður hátt í klettum og þar reyndi maður raddþolið hér áður. Það var engu líkara, en klettarnir vörpuðu hljóð inu inn í þetta hringleikahús og óþarft myndi þar að nota gjallarhorn. Tinnuskarð er sem sagt tilvalið fyrir mannfundi. Minnir allmikið á gíginn hjá Hólahólum á Snæfellsnesi.
Melaseljadalur-27Rétt sunnan við komum við svo niður í Þjófagil. Eftir því rennur lítill lækur, skoppar stein af steini og fellur svo meðfram norðurjaðri Melaflatar og niður Melagil til sjávar hjá Niðurkoti, en sá bær er nú í eyði. Á Melaflöt var það venjan hér áður að hleypa hestunum á leið til kirkju í Saurbæ, og var hún tilvalinn skeiðvöllur.
Enginn veit ég deili á nafngift þessari, Þjófagili. Veit um enga þjófa, sem hafa verið að sniglast í gili þessu. Það er víða grösugt og auðvelt yfirferðar, og endar ekki fyrr en í Melaseljadal bak við Stampana.
Og þá er að segja frá Melaseljadal. Hann er eiginlega örlítið dalverpi opið í báða enda, en þar hefur sjálfsagt verið haft í seli frá Melum hér áður, eins og nafnið bendir til. Ekki hef ég séð neinar rústir aðrar en þær af brugghúsinu fræga, sem nú greinir frá.
Melaseljadalur-28Þetta var á tímum þeim, eins og áður segir, þegar bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó en Björn sálugi Blöndal var lögreglueftirlitsmaður með landabruggi þá.
Það var á allra vitorði, að nokkrir þarna í nánd stunduðu lítilsháttar brugg sér til búdrýginda, en allt voru þetta heiðursmenn, og aldrei fannst brugghúsið, fyrr en sólheitan sumardag einn að maður nokkur skrapp í fjallgöngu á Dýjadalshnjúk í Esju. Á niðurleið gekk hann þvert yfir Melaseljadal, og sá þá lækjarsprænu koma undan einhverri þúst. Við nánari athugun kom í ljós hið haganlegasta brugghús með landalögum í mörgum brúsum og tunnum á stokkunum. Lækurinn var leiddur í gegnum húsið til hagræðingar.
Tveir kjóar sátu þar nærri og söng ámátlega í þeim, eins og þeir væru búnir að fá sér heldur mikið neðan í því af fram leiðslunni.
Melaseljadalur-29Ekki sagði maðurinn frá þessu, en upp komst um húsið fyrir annarra tilverknað um síðir, og var þá úti hin hagstæða tíð, og eru þarna núna rústir einar.“
Þegar FERLIR skoðaði Melaseljadalinn, sem er bæði lítill og rýr, var m.a. gengið fram á kindabein, hauskúpu, hrygg o.fl., líklega leifar frá skriðuföllunum árið 1966. Engar tóftir var að sjá í dalnum.
Hins vegar fundust seljaleifar neðan undir Stekkjargili; þrjú rými og stekkur. Erfitt var að segja til um aldur minjanna, en þær gætu verið frá því á 17. öld. Líklega er þarna komið framangreint Melasel (Melakotssel). Harla ólíklegt er að selstaða hafi verið uppi í Mela-Seljadal, bæði vegna rýrlegra landkosta og brattleika. Hafi hún einhvern tímann verið þar þá er hún löngu eydd af skriðum, því víða þar uppi má sjá merki um bæði eldri og yngri skriður. Selstaðan þarna, undir Stekkjargili, og svo til alveg við Melaánna, verður að teljast miklu mun líklegri og vænlegri, a.m.k. í seinni tíð.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Morgunblaðið, stórfelld skriðuhlaup valda tjórni á Kjalarnesi og í Kjós, skriðuhlaup úr Dýjadalstindi falla úr 700 m hæð til sjávar, 10 km leið, 26. júlí 1966, bls. 5.
-Morgunblaðið, Hún amma mín það sagði mér, 24. nóvember 1968, bls. 7.
-Jarðabókin 1703.
Melaseljadalur

 

Í „Íslenskar þjóðsögur og ævintýri“ er sagt frá brunni að Hofi á Kjalarnesi: “
Á Hofi a Kjalarnesi er brunn-2æfagamall dómstaður og blótstaður. Þar er brunnur einn, sem aldrei er byrgður, og sem ekki má heldur byrgja. Sá er sögn um brunn þenna, að á meðan hann se opinn, varist hvert barn brunninn, og jafnvel úngbörnin snúi frá honum og kræki lángar leiðir út fyrir hann. En ef brunnurinn er byrgður, sé þess víst að vænta að eitthvert barn detti í hann, og drukkni. Mörg dæmi þykjast menn vita til þessa. (Eptir Dr. Mauiers Isl. Volkss. 180. bls.)“.

Heimild:
-Íslenskar þjóðsögur og ævintýri 1862, bls. 661.

Hof

Hof á Kjalarnesi og nágrenni – loftmynd.

 

Þverárdalur

Í Þverárdal hefur verið sagt að væri flugvélabrak. Þar áttu að vera leifar af breskri Hawker Hurricane flugvél er farist hafði átt þarna árið 1941. Sögunni fylgdu upplýsingar um að leifar flugvélarinnar væru neðst við fjallsræturnar í vestanverðum dalnum, dreifðar yfir allnokkurt svæði og að erfitt væri að koma auga á það. Aðrir hafa sagt að engar leifar séu þar að finna, allar löngu grafnar undir skriðu.

Hawker Hurricane

Ætlunin var að afla nánari upplýsingar um leifarnar og síðan ganga um dalinn til vettvangsskoðunnar.
Að sögn Karls Hjartarssonar mun óhappið hafa orðið þann 23. september 1941 skv. slysaskráningarskýrslum Breta. Um var að ræða Hurricane I flugvél. Flugmaðurinn fórst þegar flugvélinn skall á hamravegginn í u.þ.b. 1800 fetum. Karl sagðist einhverju sinni hafa leitað ásamt öðrum um allan vestanverðan Þverárdal, en ekkert fundið. Flugvélin átti að hafa lent í bergvegg í u.þ.b. 600 m hæð og brakið fallið niður hlíðina.
Byrjað var á því til gamans sem og af fagurfræðilegum ástæðum að ganga upp Þverárdalinn að austanverðu, með hlíðum Þverfells, vesturhlíða Móskarðshnúka. Þar hallar dalurinn allnokkuð, jafnt og þétt, á fótinn, en þegar komið var inn fyrir dalinn miðjan hallaði hann niður innanvert.
Á vettvangi undir HátindiEfra er bergstandurinn hár og tilkomumikill. Úr honum koma nokkur gil, misstór og mislitótt; ljósbrúnir lækir á annars svörfuðu berginu. Skriður eru innst í dalnum. Þar var gengið niður að Þverá og staðnæmst, skyggnst og gónt upp hlíðar og á snarbratta hamra. Þegar engin verksummerki sáust um aðkomuefni var Þverá fylgt til baka í rólegheitum í von um að finna ummerki eftir flugvélina við árfarveginn. Háar brúnir Hátinds virtust himinháir þar sem staðið var svo til beint undir þeim. Auðvelt var að ganga niður með ánni. Sumsstaðar rennur hún um berar klappir, en annars staðar hefur hún rutt á undan og frá sér malar- og grjótkömbum.
Ekkert bólaði á leifum af umræddri vél, sama hversu vel umhverfið var gaumgæft. Ekkert brak var að sjá í dalnum.
Annar staður gat vel komið til greina – og jafnvel líklegri slysavettvangur, þ.e. Grafardalur – sá næsti að vestanverðu, handan við Grafarkotshálsinn.
Og þá virtist ekki vera um annað að ræða en að halda upp með Grafará og upp í Grafardal með Þverárkotsháls og Hátind (903 m.y.s.) á hægri hönd og Kistufellið (830 m.y.s.) á þá vinstri. Áður var þó ákveðið að staldra við og leita að einhverjum, sem áður hafði gengið um Þverárdalinn og þekkti þar til. Eftir að hafa fundið einn slíkan var aftur lagt af stað inn dalinn, nú upp með honum vestanverðum. Gangan upp eftir tók um 50 mínútur, enda bæði blankalogn og steikjandi sólarhiti.
Á vettvangi undir HátindiSlysstaðurinn í Hátindi hefur haft á sér þjóðsagnakenndan blæ. Einhverjir hafa vitað af slysinu, en örfáir komið á vettvang. Nokkrir hafa leitað að leifum vélarinnar, en ekki fundið. Hefur jafnvel verið álitið að allar leifar flugvélarinnar hafi grafist undir skriðu í fjallshlíðinni. Af ummerkjum að dæma var það þó ekki að sjá. Í breiðri skriðu neðan undir tilkomumiklu ónafngreindu gili voru allnokkrar leifar Hurricaneflugvélarinnar. Skriðan er hins vegar bæði stór og breið svo henni hefur auðveldlega tekist að breiða sig yfir meginhluta vélarinnar á þeim 66 árum, sem liðin voru frá óhappinu. Vel mátti t.a.m. grjótsjá afurðir vetrarins í skriðunni. Þarna var huti vængs, fótabúnaðar, flapsastýrisstangar o.fl. o.fl. Meginleifarnar voru í 1200-1300 f.y.s., en þó var ákveðið að feta skriðuna upp í 1800 fetin. Þar var engar leifar að sjá, enda augljóst ef einhreyfilsflugvél með svo öflugum hreyfli sem hurricane-vélin var með flygi á sléttan bergvegginn myndi fátt vera eftir til stórræðna.
Hawkins Hurricane flugvélarnar, sem fluttar voru hÁ vettvangi undir Hátindiingað til lands, komu í kössum og voru settar saman hér. Þegar meiri þörf var fyrir þær annars staðar voru þær teknar í sundur, settar í kassa og síðan skipað um borð í eitthvert flutningaskipið á leið til Englands.
Saga Hurrican-vélanna er að mörgu leiti merkileg.
Árið 1938 hóf RAF (Konunglegi breski flugherinn) að taka Spitfire Mk. I í notkun. Flugmennirnir tóku strax miklu ástfóstri við vélina, enda var hér um að ræða risastökk fram á við, hvort sem menn höfðu áður flogið Gloster Gladiator eða fyrstu einþekju-orrustuvél RAF; nefndri Hawker Hurricane – en sögu Hurricane-vélarinnar var þó hvergi nærri lokið enn.
Hawker Hurricane var fyrsta einþekja Breta í seinni heimstyrjöldinni. Á næstu mánuðum var smám saman unnið að því að útbúa fleiri orrustuflugsveitir með þessu nýja stolti RAF. Það gekk þó ekki jafn hratt og menn hefðu óskað, enda voru fjárveitingar af skornum skammti og því engin plön um að skipta eldri tegundum alveg út í bráð. Ýmsar smávægilegar endurbætur voru þó gerðar á vélinni, t.d. var upphaflegu loftskrúfunni, tvíblaða Á vettvangi undir Hátindi“fastri” tréskrúfu, skipt út fyrir nýja þríblaða málmskrúfu með breytilegri aðfallsstillingu (variable pitch – constant speed propeller), sem nýtti afl hreyfilsins mun betur, líkt og gert hafði verið við eldri flugvélategundir.
Þegar Seinni heimsstyrjöldin hófst í september 1939, áttu Bretar aðallega þessar Hawker Hurricane, en einnig Boulton-Paul Defiant.
Hawker, aðalhönnuður Sydney Camm’s Hurricane raðarinnar er í rauninni einn vendipunkturinn í sögu flughernaðarins. Flugvélin reyndist vera sú þrautseigasta í baráttunni um Bretland sumarið 1940 – þegar Leifturstríð Nazistanna virtist óstöðvandi. Þessar flugvélar sinntu einnig öðrum hlutverkum á stríðsárunum, allt til enda. Hurricaninn var fyrsta breska einþekjuorrustuvélin, sem fyrr sagði, og fyrsta orrustuvélin til að komast 483 kph (300 mph) í beinu flugi. Upphaflega hafði flugvélin þó verið hönnuð og Á vettvangi undir Hátindiþróuð frá því um miðjan fjórða áratug aldarinnar. Í fyrstu varð niðurstaðan sú að einþekjur væri álitnar óstöðugar og of rótækar til að geta skilað tilætluðum árangri sem orrustuflugvélar. Framtíð henar virtist því ekki álitleg.
Árið 1925 var Camm tilnefndur sem aðalhönnuður „H. G. Hawkers Engineering Company“, fyrirrennara „Hawkers Aircraft Ltd.“ Á því ári hannaði Camm einþekjuorrustuvél og þótt hún væri ekki fullbyggð skyldi hann vel að tvíþekjur gætu aldrei farið hraðar en einþekjur. Tveir vængir orsökuðu einfaldlega meiri dragvind en einn. Kominn var því tími til dramatískra ákvarðana í orrustuflugvélatækninni. Árið 1933, undir stjórn Camms, byrjaði Hawkers-hönnunarliðið að vinna að nýrri einþekju. Formleg ákvörðun um hönnunina var tekin í hernaðarráðuneytinu breska í ágúst 1935. Camm og lið hans völdu vatnskælda 660 hestafla Rolls-Royce Goshawk vél sem afl fyrir hina nýju flugvél. Hún var kölluð „the Fury Monoplane“. Fljótlega vék hann þó fyrir nýrri hreyfli, fyrirrennara hins þjóðkunna „Rolls-Royce Merlin“-hreyfils fyrir valinu. Flugvélin flaug fyrsta sinni 6. nóvember 1935.
Um 600 frumgerðir voru gerðar af flugvélinni fyrir 3. júní 1936. Þetta var ein stærsta framleiðsluáætlun, sem gerð hafði verið á friðartímum. Þann 27. júní var Hurricane- vélin fyrst skírð.
Hurrican-vélarnar spiluðu stórt hlutverk í Seinni heimstyrjöldinni, einkum í Orrustunni um Bretland á tímabilinu júlí og október 1940.
Orrustunni um Bretland lauk snemma í nóvember þegar Skriðan niðurávið - Þveráin neðstGöring skipaði þýska flughernum að varpa sprengjum á breskar borgir að næturlagi. Þá var Hurricane flugvélunum breytt þannig að þær voru búnar búnaði til að geta séð að næturlagi – svo og öflugri hreyfi. Þær voru því sniðnar að því að fljúga í myrkri.
Meira en 4,700 Hurricane-flugvélar voru smíðar í fyrstu – til mismunandi nota. Þær voru ýmist búnar 40 mm fallbyssum undir vængjum, sem flutningavélar eða til skyndiárása á hersveitir á jörðu niðri. Í september 1944 höfðu 12.233 slíkar flugvélar verið smíðaðar, sem segir nokkuð um þörfina og notagildið á þessum árum.
Staðreyndin er að leifarnar undir austurhlíðum Hátinds eru vitnisburður um flugslys á sögulegum tíma. Þótt þær virðast hvorki merkilegar í augum fornhandritasérfræðinga né nútíma sjónvarpsþáttagerðastjórnenda eru þær óneitanlega áþreifanlegur vitnisburður um tvennt; örlög flugmanns (einstaklings með þrár og kenndir) sem og fórnarlambs fjöldans í „laklegri“ stjórnunarmynstri tímabilsins sem og tækniþróun þess tíma, en jafnframt sinnuleysi þeirra er fullnægja eiga nú sögulegri heimildaskráningu og upplýsingu til almennings þessa lands, sem bæði vill njóta útivistar og fræðast. Á vettvangi, undir austurhlíð Tátinds, er a.m.k. hvergi að sjá fróðleik þetta sögulega atvik frá 23. september 1941.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Þverárdalur

Hawker Hurricane.

 

Múlasel

Landnámsbæjarins „Múla“ er getið í 11. kafla Landnámubókar.
Jörðin lá á milli Leirvogsáar og Esjubergssel-402Mógilsáar. Síðan virðist staðsetning bæjarins, eftir öllum sólarmerkjum (heimildum) að dæma, hafa týnst. Þegar gögn eru skoðuð, s.s. Jarðabækur, einkum sú frá 1703, virðast tvær staðsetningar koma helst til greina; annars vegar núverandi Hrafnhólar og hins vegar jörðin Stardalur. En byrjum á því að skoða skráðar heimildir:
Í „Skrá um friðlýstar fornleifar“, (fyrsta útgáfan 1990) segir: „Hrafnhólar. Sámsstaðarústir, suðvestanundir Stardalsfjalli, fast uppi við brekkuna. Sbr. Árb. 1908: 11-12. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 16.11.1938. Fornleifum þessum er friðlýst á jörðina Stardal, Kjalarneshr., þótt þær séu í landi Hrafnhóla. (Þjms. Könnun um friðlýstar fornleifar. Svar Magnúsar Jónssonar, Stardal).“

Í þessu skyni voru m.a. tóftir Sámsstaða skoðaðar, með hliðsjón af leifum bæjar „Halls goðlausa Trollafoss-31Helgasonar er nam land að ráði Ingólfs millum Mógilsár og Leirvogsár og bjó í Múla“, sbr. fyrrnefnda lýsingu í 11. kafla Landnámubókar.
Í
Árbók Hins íslenska fornleifafjelags árið 1908 lýsir Brynjúlfur Jónsson t.a.m. Sámsstöðum: „Suðvestanundir Stardalsfjalli, stuttri bæjarleið fyrir ofan Tröllafoss í Leirvogsá, er eyðibýli, sem heitir Sámsstaðir og segja munn mæli, að þar hafi verið kirkjustaður. Þesa sjást þó eigi merki svo fullyrt verði. En rústir eru þar miklar og eftir þeim að dæma hefir þar verið stórbýli. Enda er þar túnstæði bæði mikið og fagurt. Liggur það milli lækja tveggja, er koma ofan úr fjallinu um stórt skarð, sem er uppundan túnstæðinu. Heitir Stardalsfjall fyrir austan skarðið. En fyrir vestan það er hamrastapi, mikill og einkennilegur, sem kallaður er ýmist »Amtið« eða „Stiftamtiðið“, og vita menn nú eigi um tildrög til þess örnefnis.

Mulasel-21

Túnstæðið er afhallandi og liggur upp að brattri brekku. Er bæjarrústin fast upp við brekkuna og liggur samhliða henni, þ. e. a. s. frá austri til vesturs. Hún er nál. 10 faðm. löng og skiftist í 2 tóftir, er hvor gengur af enda annarar og eru mjög svo jafnstórar. Hefir hin vestri glöggvar dyr mót suðri, en framveggur hinnar eystri er svo niðursokkinn um miðjuna, að ekkert verður fullyrt um dyr á honum. Þar hafa þær þó hlotið að vera, ef engar dyr hafa verið gegnum miðgaflinn, sem ekki sést að verið hafi. Breidd rústarinnar er nál. 3 faðm. Austur og fram frá henni er dálítil kringlótt upphækkun, um 4 faðm. í þvermál. Engi sjást þar tóftarskil. En vestaná sér fyrir dyrum, eða uppgöngu. Ósagt læt eg hvort þetta hefir verið »borg« og er fallin saman, eða á þessari upphækkun hefir staðið dálitið hús, gert af viði einum.
Svo sem 7—8 faðm. fram frá bæjarrústinni er önnur rúst, nál. 6 faðm. löng frá Samsstadir-22suðaustri til norðvesturs og bakhússtóft aftur af miðjunni. Framveggur rústarinnar er mjög niðursokkinn. Þó má greina sérstaka tóft í norðvesturendanum, eigi allstóra, og hefir hún dyr mót suðvestri. Hún virðist eigi hafa haft samgöng við aðaltóftina. En sú tóft er svo aflöguð og óglögg, að ekki er hægt að lýsa henni. Þar austuraf er sérskilin rústabreiða, sem eigi sjást tóftaskil í. Er hún nál. 5 faðm. breið austur og vestur og nál. 3 faðm. breið. Raunar eru takmörkin eigi vel glögg. Bakvið hana vottar fyrir þvergarði. En eigi sjást skil á, hve langur hann hefir verið, eða hvort hann hefir beygst að rústabreiðunni. Hafi svo verið, gæti hann verið leifar af kirkjugarði. Jarðvegur er hér nokkuð þykkur og í mýkra lagi. Verður hann víst mjög blautur á vorin, er leysingarvatnið sígur í hann úr hinni háu og bröttu brekku fyrir ofan.
Er þvi eðlilegt, að rústirnar séu Samsstadir-232niðursokknar og aflagaðar á löngum tíma. Bygðin mun hér hafa lagzt snemma niður, og er þessa bæjar hvergi getið, svo eg hafi séð.“
Svo mörg voru þau orð. Í afrakstri af einni af könnunarferðum FERLIRS má sjá eftirfarandi á vefsíðunni www.ferlir.is um Sámsstaði: „Tóftin er efst í hallandi túnbleðli austan við niðurgrafinn árfarveg undir hlíð Stardalshnúks. Í grasi grónum, afmörkuðum, tóftunum er staur með málmplötu á. Á henni er nákvæmlega engin áletrun [arið 2003] eða annað er gefur til kynna hvers vegna hún er yfirleitt þarna á þessum stað. Líklega hefur einhvern tímann staðið á þessu litla skilti: „Friðlýstar fornleifar“. Jafnvel fyrir áhugasamt fólk gefur staurinn nú ekki neitt til kynna, ekki einu sinni að þarna kunni að vera friðlýstar minjar.

Hrafnholar-201

Munnmæli eru, sjá nánar hér á eftir, um að þarna hafi fyrrum verið „kirkjustaður en legið í auðn síðan drepsótt var hér á landi, þ. e. Plágan mikla 1402“, eða svo er hermt eftir elstu mönnum í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Um eigendur þeirrar kirkjujarðar vissi enginn neitt að segja enda vart von á því þeirrar kirkju getur hvergi í skjölum. Bæði nafnið og ummerki benda til þess að þarna hafi fremur verið bær en selstaða. Þarna er hlýlegt og gott skjól fyrir flestum fjandsamlegum veðrum.
Ef „bæjarstæðið“ er skoðað af nákvæmni og þekkingu mætti strax ætla að þarna hafi verið sel, eða nokkar kynslóðir selja, a.m.k. eru tóftirnar allar verulega „seljalegar“; tvö til þrjú hús að svipaðri stærð, en mismunandi gerð og sjá má í seljum á þessu svæði (Reykjanesskaganum).
Vitað er að margir bæir í Mosfellssveit og Kjalarnesi áttu fyrrum selstöðu í núverandi Stardalslandi. Tóftirnar miklu suðvestan undir Ríp (Sámsstaðir) gætu Stardalshnukur-201hugsanlega hafa tengst einhverjum bæjanna um tíma, Sámstöðum, Múla eða Rauðhólum.
Stardalshnúkur er áberandi kennileiti til norðurausturs. Hann myndaðist við að hraunkvika tróðst upp í móberg inni í í Stardalsöskjunni. Móbergið er enn hægt að skoða í giljum upp af Sámsstöðum, sem koma niður úr fyrrnefndu skarði, Sámsstaðaklauf.“…
Í bókinni Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, er m.a. fjallað um landnám í Mosfellsveit. Þar segir um landnámsmennina: „Landnámabók (Landnáma) greinir frá því að liðlega 400 nafngreindar fjölskyldur, ásamt vinnufólki, þrælum og búpeningi, hafi numið land á Íslandi á árunum eftir 870. Landnám Ingólfs Arnarssonar náði frá Hvalfjarðarbotni, suður um Þingvallavatn og austur að Ölfusi og öll nes út. Hann byggði bæ sinn í Reykjavík“.
Mogilsa-201Í Landnámubók segir: „Helgi bjóla nam land á Kjalarnesi frá Mógilsá og var kvæntur Þórnýju, dóttur Ingólfs Arnarsonar, en Helgi og Þórður voru bræðrasynir. Örlygur gamli Hrappsson, bróðir Þórðar, fékk hluta af landnámi Helga bjólu og settist að á Esjubergi á Kjalarnesi þar sem hann byggði fyrstu kirkju á Íslandi eftir því sem Landnáma hermir. Þriðji frændi Þórðar var Hallur goðlausi sem fékk land frá Leirvogsá og að Mógilsá í Kollafirði.“
Í fyrrnefndum 11. kafla Landnámu segir: „Hallur goðlauss hét maður; hann var son Helga goðlauss. Þeir feðgar vildu ekki blóta og trúðu á mátt sinn. Hallur fór til Íslands og nam land með ráði Ingólfs frá Leiruvogi til Mógilsár. Son Halls var Helgi, er átti Þuríði Ketilbjarnardóttur; þeirra son var Þórður í Álfsnesi, er átti Guðnýju Hrafnkelsdóttur. Hallur bjó í Múla.“

Leirvogsa-301

Í skýrslu Óbyggðanefndar, sem jafnan mikil vinna hefur verið lögð í, segir m.a. um Múla: „Bæjarnafnið Múli er óþekkt og ekki víst hvar bæjarins er að leita [Haraldur Matthíasson, Landið og Landnáma. 2. b. Reykjavík 1982. s. 83-84].
Í Jarðabók ÁM og PV frá 1703, segir m.a. á bls. 338 í þriðja bindi um jörðina „Hafnhoolar“ (sem í dag heitir Hrafnhólar): „Þetta er forn eyðijörð og veit enginn hvað lengi í auðn verið hefur, þar til að í tíð Heidemanns er hjer að nýju bær gjör fyrir sextán árum, og hefur síðan viðhaldist til þess í fardögum 1703 það lagðist aftur á ný í eyði“.
Leirvogsá hafi skipti í upphafi löndum Múla og Skeggjastaða, sbr. „Það afmarkast af Leirvogsá til norðurs, Laxnesi og Skógarbringum til vesturs og suður og Selvangi og Selholti til austurs“.
Í Markusarsel-201Selholti á Selvangi m.a t.d. finna leifar að svonefndu „Markúsarseli“. Það mun þó ekki hafa tilheyrt landnámsbænum, af ummerkjum að dæma. Í örnefnalýsingu fyrir Skeggjastaði er getið um selstöðu „norðan við Geldingatjörn“ uppi í heiðinni – og má sjá móta fyrir hinni þar á mosavöxnum mel (með góðum vilja).
Hverfum aftur að Jarðabókinni 1703. Þar segir m.a um Stardal: „
Nýlega uppbyggð fyrir þrjátíu árum, og kemur hjer sá enginn fram, sem þykist vita að þar hafi fyrri nokkrun tíma bygt ból verið. Einn maður fertugur þykist heyrt hafa einhvörn segja þar skuli hafa verið bygð, áður drepsótt kom hjer á land, en þó kann hann öngvan mann að nefna þann á þessu samkvæmi, til hvurst hann þykist þetta heyrt hafa.
Þar í mót eru flestir hjer, er þykjast muna það Haukafjoll-201hafi af gömlum mönnum efað verið, hvort nokkurn tíma hafi hjer í fyrndinni bær staðið, og tveir frómir menn, sem báðir muna glögt föður sinn, og voru þá fulltíða menn er hann andaðist, segja föður sinn hafa það haldið, að aldrei hefði þessi Stardalur í gamla daga bygður bólstaður verið, og var faðir þeirra yfir nírætt, þá er hann andaðist. Þessari meiningu þess gamla manns samhljóðar það, er fólk hjer saman komið þykist heyrt og endurtekið hafa sögn og meiningu gamallra manna hjer í sveitinni, þá til hefur talað orðið um nýbýli þetta, einkanlega um það tímaskeið er fyrst var þessi bygð reist fyrir 30 árum, sem áður er getið. Hitt er almennilega kunnugt og gömlum, að þar sem nú er þessi nýi bær, Stardalur, hafa um lánga æfi selstöður verið frá mörgum bæjum í Mosfellssveit, sem Jarðabókin í þeirri sveit vottar, og so frá Þerney, sem hjer er áður getið.“
Esjubergssel-uppdrattur-2006Ekki er getið um selstöðu frá Stardal í Jarðabókinni.
Um „Samstader“ segir og í Jarðabókinni: „Forn eyðijörð, sem almennilega segist áður skuli verið hafa kirkjustaður og legið í auðn síðan drepsótt var hjer í landi. Eigandinn hvör verið hafi áður í fyrnd veit enginn að segja. Nú er það um lánga æfi eignað kóngl. Majestat, og brúka kóngsjarða ábúendur hjer grasnautn alla. Einkanlega hefur í lánga tíma frá Esjubergi hjer í því landi, sem þessari jörðu halda menn tilheyrt hafa, selstaða brúkuð verið, þar sem heitir Esjubergs sel. Jörðin meina menn að ekki byggjast kunni til gagnsmuna fyrir landþröngvar sakir og þess annars að tún þau, er verið hafa, eru mjög uppblásin og spillt af skriðum.“ Ekki er minnst á selstöðu frá „Hafnhoolum“ í nefndri Jarðabók.
Skeggjastadir-201Til að gera langt mál stutt er niðurstaðan þessi: Vissulega eru, m.t.t. vænlegrar staðsetningar, líkur á að fornbýlið „Múli“ hafi verið þar sem Hrafnhólar eru nú. Þar má m.a. finna gamla garða og gerði, en hvorki eru þar ummerki eftir fornan skála né aðrar mjög fornar rústir. Vitað er að „Hafnhoolar“ hafi haft verulegt land til umráða þá og þegar bærinn byggðist á um 1780. Bærinn sá virðist hins vegar hafa verið skamman tíma í byggð. Á 18. öld er hann byggður upp að nýju og þá nefndur „Hrafnhólar“.
Eina örnefnið „Múli“ er suðaustan við Stardalsbæinn… Líklegt má telja að bærinn hafi tekið mið af nálægðinni. Auk þess er bæjarstæðið á lour-301ákjósanlegum skjólsælum stað vestan undir Múlanum. Vatnsgóður lækur rennur niður með bæjarstæðinu.
Vel má hugsa sér að þarna hafi í upphafi landnáms byggst upp bær, hann hafi farið hallloka, s.s. fyrir „Pestinni“, hann lagst af og í framhaldinu hafi staðurinn verið nýttur sem selstaða frá bæjunum neðar í landnáminu, þ.e. milli Leirvogsár og Mógilsár.
Selstöðurnar síðustu lögðust allflestar af hér á landi í kringum 1870 og sumar jafnvel mun fyrr. Selminjarnar á „“Sámsstöðum“ bera keim af þeirri þróun, því líklegt verður að telja að í þeim kunni að leynast svarið við hinu fyrsta landnámsbýli á svæðinu. Það kæmi ekki á óvart að það hafi verið þar sem núverandi Stardalsbær er nú (eða skammt frá). Örnefni, s.s. „kornakrar“, benda t.d. til þess að bærinn sjálfur, þrátt fyrir ungan aldur, kunni að hafa verið þarna, jafnvel frá fyrstu tíð.

Heimildir:
-Landnámabók, 11. kafli.
-Árbók Hins íslenska fornleifafjelags 1908, bls. 11-12.
-Skrá yfir Friðlýstar fornleifar 1990.
-Mosfellsbær, saga byggðar í 1000 ár.
-Jarðabók Ám og PV 1703, þriðja bindi, bls. 336-338.
-Haraldur Matthíasson, Landið og Landnáma. 2. b. Reykjavík 1982. s. 83-84.

Sámsstaðir

Sámsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.