Færslur

Blikdalur

Þegar FERLIR fór enn og aftur í sérstaka leitarferð um Blikdalinn fannst enn ein selstaðan, sú efsta í dalnum hingað til.
Blikdalur-226Áður höfðu átta selstöður verið skráðar beggja vegna í dalnum.
Ætlunin var að rekja selstígana og skoða hvert þeir leiddu. Og þar sem engin selstaða hafði áður fundist ofan við miðjan dalinn var lögð sérstök áhersla á að gaumgæfa hana m.t.t. hugsanlegra minja. Og viti menn (og konur); Í ljós komu nánast jarðlægar leifar af þremur húsum og aflöngum stekk. Veggir voru hlaðnir úr grjóti. Efst var stekkurinn, þá minna hús, líklega eldhús, lítill skáli (5-6 m langur) og loks fjós (10-11 m langt). Enn ofar var hlaðið lítið gerði, hugsanlega kví. Selstaðan var á skjólgóðum stað og greinilega mjög gömul.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 40 mín (í 21°C hita og sól).

Blikdalsselin

Selin í Blikdal – uppdráttur ÓSÁ.

 

Melasel

Af Jarðabókinni 1703 að dæma er ekki að sjá að Melar á Kjalarnesi eigi neina selstöðu.
En hins vegar virðist “þriðja afbýli af sömu jörðu, kallað Melakot”, eiga selstöðu þar sem heitir Mela SMelaseljadalur-21eljadalur, “og eru þeir hagar að mestu aleyddir af skriðum”. Á næsta bæ, Tindstöðum, er skv. Jarðabókinni, “selstaða í heimalandi”. Ætlunin var að ganga í Mela-Seljadal og kanna hvort enn megi sjá leifar af selstöðuni frá Melakoti sem og að huga að slíkri selstöðu í heimalandi Tindsstaða. En áður en lagt var af stað var kíkt á eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu frá árinu 1966 og frásögn í sama blaði 1968.
Í
Morgunblaðiðinu í júlí 1966 má lesa eftirfarandi frétt um mikil skriðuhlaup í Melaseljadal: „Það var eins og skotið væri úr byssu, þegar skriðuhlaupið geystist fram úr Þverárgljúfri. Við héldum að það væri komið þrumuveður.
Tignarlegt var að sjá allan þennan móbrúna vatnsflaum geysast þarna fram, sjálfsagt 15 metra háan og fyllti í allt gljúfrið, sem vafalaust er 50 metra breitt þarna. Og auðvitað vissum við, að svona skriðuhlaup myndi valda miklu tjóni, sem og líka raunin varð.”
Melaseljadalur-351Gunnar bóndi Einarsson á Morastöðum í Kjós mælti þannig við blaðamann Mbl. í gær, þegar við spurðum hann um hamfarirnar, sem áttu sér stað norðan í Esju síðastliðinn fimmtudag, þegar hið mikla úrfelli varð hér sunnanlands, og olli miklum vegarskemmdum víða, og skriðuhlaupum sumsstaðar, en þó víst hvergi meiri og stórhættulegri en einmitt þarna.
Morastaðir standa Kjósarmegin við Kiðafellsá, en beint á móti standa bæirnir Ytri- og Innri Tindastaðir, en þeir voru í mestri hættu í skriðuhlaupi þessu.
Blaðamaður Mbl. gekk um svæði þetta á sunnudaginn og var þar ófagurt um að litast. Skriðuhlaupin, sem mest bar á byrjuðu í Dýjadalshnjúki, en hann gnæfir yfir dalnum og er 720 metrar yfir sjávarmál að hæð.
Rétt nærri uppMelaseljadalur-1966-1 undir brún, byrjuðu skriðuhlaupin, og lausleg ágizkun er, að þarna hafi losnað jarðvegur í þeim tveim, sem byrjuðu vestanmegin í Tindadal, sem svarar 4—5 hekturum lands. Skriðurnar hafa runnið niður að daldragi Þverár, og skollið þar á af miklu afli, sveigt til vesturs með ánni, steypst niður Þverárfoss efri, svo að hann er nú óþekkjanlegur, niður gljúfrin framhjá Melaseljadal, og þar í norður í átt að Kiðafellsá, en í hana fellur Þverá, fyllt gljúfrin, sem þarna eru um 50 metra breið, og bullað fram yfir klettaása við hlið þeirra, þegar þau gátu ekki lengur tekið við rennslinu, en síðan breytt lir sér fyrir neðan á mela og gras þar til þau náðu aðalánni, runnu þar auðvitað með Þveránni, en að auki hafa þau nokkru innan með Kiðafellsá grafið sér ný gljúfur 5—6 metra há og 3 metra breið alveg niður á berg — og alla leið til sjávar eftir Kiðafellsá.

Melaseljadalur-1966-2

Síðan berst flaumurinn með Kiðafallsá, breiðir úr sér yfir litla dalkvos, Kvíahvamm, sem margir vegfarendur kannast við, rutt burtu öllum steinum, sem fyrir voru, en flutt til nýja, og runnið síðan undir brúna á Kiðafellsá, niður fossana, og síðan allar götur eftir áreyrunum til sjávar, og valdið þar margvíslegu tjóni. Mun öll þessi langa leið vera um 10 km, og gizkar Gunnar á Morastöðum á, að hraði hlaupsins, þegar það steyptist fram úr Þverárgljúfri, hafi í það minnsta verið 10—12 km á klst.
Ófögur sjón blasti við Þegar við gengum upp með Þveránni og hinu nýja gljúfri þar austan við, blasti við okkur hryggileg sjón. Fundum við þar fljótlega á litlum bletti 6 kindur, sumar limlestar, allar dauðar og hálfgrafnar í hlaupinu.
Síðar Melaseljadalur-1966-3fundust svo tvær enn ofar en við fórum, og enn seinna ein niður á áreyrunum, svo að alls hafa 9 kindur fundizt dauðar, en auðvitað geta margar leynzt enn í Esjunni, og svo er líklegt, að eitthvað hafi kunnað að berast alveg til sjávar. Einnig má telja liklegt, að allar eða flestar hafi verið þarna með lömbum.
Ekki er nokkur vafi á, að kindurnar hafa leitað skjóls í gljúfrinu, enda skýli þar og grösugt, en þennan dag var mikið úrfelli og rok. Í samtali okkar við Gunnar á Morastöðum kom fram, að rétt um 4 leytið á fimmtudaginn féllu tvær skriður úr áreyrfjallinu fyrir ofan Ytri-Tindastaði, sitthvorum megin við bæinn, og rétt á eftir heyrðu þau skruðninginn í þeim stærri upp undir tindi, og skömmu síðar sáu þau aur- og vatnsflóðið, sem áður um getur geysast fram úr Þverárgljúfrum.

Melaseljadalur-352

Við náðum tal af Gunnari Leó, bónda og málarameistara á Ytri-Tindastöðum í gær. Hann sagði okkur, að enginn hefði verið heima um það leyti, sem skriðurnar féllu að bænum, en þær væru ekki lengra i burtu beggja vegna hans en 20—30 metra. Hafi sú vestari tekið af veginn heim að bænum á löngum kafla, tekið af rétt og nýlegt gerði og girðingu, sem hann hefði notað til að reka inn í réttina. Hann hefði ekki enn fengið veginn lagaðan, en byggist við að vegagerðin myndi hjálpa til þess, og eins þyrfti hann að reyna að ýta þeirri skriðunni, sem gekk yfir nokkuð af túni hans, á burt.
Varðandi kindurnar, sem fundust í skriðunni, kvaðst hann búast við að eiga þær flestar, þvi að þetta væri ein mitt á þeim stað, sem fé hans gengi. Nokkru innar í dalnum er bærinn Miðdalur. Síðar hafði skriðan úr eystri tindinum valdið nokkrum spjöllum.
Melaseljadalur-23Davíð bóndi þar Guðmundsson, sagði, að tvær skriður hefðu skemmt fyrir sér tún. Myndi önnur, sú stærri, hafa runnið fram úr Kerlingagili, en það er gríðarstórt og hrika legt gil, sem skerst þarna inn í Esjuna norðanverða. Sjálfsagt hefur gilið bjargað því, að skriðan var ekki stærri, þegar niður kom.
Slík stórfelld skriðuhlaup munu ekki hafa átt sér stað þarna síðan 1880, en þá hljóp skriða úr Eyrarfjalli, sem er norðan dalsins, frá bænum Morastöðum og þvert yfir dalinn að Tindastöðum. Nú var hins vegar miklu minni úrkoma í Eyrarfjalli en í Esjunni. Augljóst er, að mikið tjón hefur þarna orðið, bæði á landi og búsmala, og sjálfsagt tekur það tugi ára, að græða upp land það, sem þessi miklu skriðuhlaup hafa lagzt undir aur og grjót, og víst er, að þeir sem land þetta þekkja náið, munu telja, að það hafi illilega skipt um fallegan svip til hins verri og ljótari.” — Fr. S.
Melaseljadalur-24Í Morgunblaðinu í nóvember 1968 má lesa eftirfarandi um Melaseljadal og nágrenni: “Í þetta skiptið ætlum við að ganga í Tinnuskarð og í Þjófagil, og ef okkur endist þrek, að ganga það allt á enda, þar til Melasel jadal er náð, en hann öðlaðist frægð sína skyndilega þegar reist var þar brugghús á þeim tíma, þegar „bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó” eins og sagði í kvæðinu.
Við erum fljót yfir bergvatns ána tæru Kiðafellsá uppá Kleyfarnar framhjá klettinum, sem hún amma mín sagðist alltaf sjá álfaborgina í, einkanlega þegar kvöldsólin skein á hana. Ég held að hún hafi þar fyrir utan bæði séð álfakónginn og álfadrottninguna, en henni fannst alltaf álfaborgin hafa burstir, eins og íslenzkur sveitabær. Burstirnar voru þrjár, sagði hún. Og hún kenndi okkur kvæðið eftir Guðmund skólaskáld um Kirkjuhvol, og þá varð sýnin hennar um Áflaborgina miklu meiri sannleikur, en í kvæðinu var þetta:

Melaseljadalur-25

„Hún amma mín það sagði mér um sólarlagsbil
á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til.
Þú mátt ei trufla aftansöng álfanna þar.
Þeir eiga kirkju í hvolnum og barn er ég var,
í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin.”
En áfram höldum við upp Kleyfarnar, yfir flóa og fífusund og einkennilega lagaða hóla sem við fyrstu sýn gætu virzt vera einskonar smágígir, gervigígir, en eru vafalaust myndaðir af skriðjökli, sem einhverntíma í fyrndinni hefur skriðið niður dalinn og snúið eilítið upp á sig í dalsmynninu, eins og víða sést um landið.
Allt er þetta á fótinn, en Tinnuskarð er ekki hátt, þótt klettabeltið sé tilkomumikið og reglulegt, og brátt náum við upp á sléttuna ofanvert við Tinnuskarð. Enga finnum við samt tinnuna, en liins vegar er hér mikið um jaspís og kvartzmola, sem liggja hér á melnum, út um allt. Ekki er til önnur skýring á nafngiftinni en sú, að gömlu mönnunum hafi fundist jaspísinn svo harður, — þeir gátu skorið með honum gler — og kallað skarðið eftir því.

 

Melaseljadalur-26

Og nú sjáum við ofan í þetta einkennilega náttúrufyrirbæri Tinnuskarðið sjálft. Eiginlega er þetta ekki skarð, nema yzt við aðalklettabeltið. Miklu frekar er þetta lítil dalkvos. Sé maður staddur í botni hennar, sér mann enginn. Skarðið er aðeins opið út til vesturs, út til fjarðarins, og þeir sem um þjóðveginn fara fyrir neðan, myndu ekki hafa hugmynd um þótt þúsundir manna hefðust við í dalkvosinni innan við sjálft skarðið.
Grasivaxnar brekkur eru á allar hinar hliðarnar, og þar eru einskonar sæti allt um kring og er þetta engu líkara en rómversku hringleikahúsi. Colosse um er að vísu gert af steini og vel farið fram leikar og mannfundir, og nógir eru áhorfendabekkir. Einnig hagar þannig svo til, að innanvert við skarðið, norðanmegin er ræðupallur af náttúrunni gerður hátt í klettum og þar reyndi maður raddþolið hér áður. Það var engu líkara, en klettarnir vörpuðu hljóð inu inn í þetta hringleikahús og óþarft myndi þar að nota gjallarhorn. Tinnuskarð er sem sagt tilvalið fyrir mannfundi. Minnir allmikið á gíginn hjá Hólahólum á Snæfellsnesi.
Melaseljadalur-27Rétt sunnan við komum við svo niður í Þjófagil. Eftir því rennur lítill lækur, skoppar stein af steini og fellur svo meðfram norðurjaðri Melaflatar og niður Melagil til sjávar hjá Niðurkoti, en sá bær er nú í eyði. Á Melaflöt var það venjan hér áður að hleypa hestunum á leið til kirkju í Saurbæ, og var hún tilvalinn skeiðvöllur.
Enginn veit ég deili á nafngift þessari, Þjófagili. Veit um enga þjófa, sem hafa verið að sniglast í gili þessu. Það er víða grösugt og auðvelt yfirferðar, og endar ekki fyrr en í Melaseljadal bak við Stampana.
Og þá er að segja frá Melaseljadal. Hann er eiginlega örlítið dalverpi opið í báða enda, en þar hefur sjálfsagt verið haft í seli frá Melum hér áður, eins og nafnið bendir til. Ekki hef ég séð neinar rústir aðrar en þær af brugghúsinu fræga, sem nú greinir frá.
Melaseljadalur-28Þetta var á tímum þeim, eins og áður segir, þegar bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó en Björn sálugi Blöndal var lögreglueftirlitsmaður með landabruggi þá.
Það var á allra vitorði, að nokkrir þarna í nánd stunduðu lítilsháttar brugg sér til búdrýginda, en allt voru þetta heiðursmenn, og aldrei fannst brugghúsið, fyrr en sólheitan sumardag einn að maður nokkur skrapp í fjallgöngu á Dýjadalshnjúk í Esju. Á niðurleið gekk hann þvert yfir Melaseljadal, og sá þá lækjarsprænu koma undan einhverri þúst. Við nánari athugun kom í ljós hið haganlegasta brugghús með landalögum í mörgum brúsum og tunnum á stokkunum. Lækurinn var leiddur í gegnum húsið til hagræðingar.
Tveir kjóar sátu þar nærri og söng ámátlega í þeim, eins og þeir væru búnir að fá sér heldur mikið neðan í því af fram leiðslunni.
Melaseljadalur-29Ekki sagði maðurinn frá þessu, en upp komst um húsið fyrir annarra tilverknað um síðir, og var þá úti hin hagstæða tíð, og eru þarna núna rústir einar.”
Þegar FERLIR skoðaði Melaseljadalinn, sem er bæði lítill og rýr, var m.a. gengið fram á kindabein, hauskúpu, hrygg o.fl., líklega leifar frá skriðuföllunum árið 1966. Engar tóftir var að sjá í dalnum.
Hins vegar fundust seljaleifar neðan undir Stekkjargili; þrjú rými og stekkur. Erfitt var að segja til um aldur minjanna, en þær gætu verið frá því á 17. öld. Líklega er þarna komið framangreint Melasel (Melakotssel). Harla ólíklegt er að selstaða hafi verið uppi í Mela-Seljadal, bæði vegna rýrlegra landkosta og brattleika. Hafi hún einhvern tímann verið þar þá er hún löngu eydd af skriðum, því víða þar uppi má sjá merki um bæði eldri og yngri skriður. Selstaðan þarna, undir Stekkjargili, og svo til alveg við Melaánna, verður að teljast miklu mun líklegri og vænlegri, a.m.k. í seinni tíð.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Morgunblaðið, stórfelld skriðuhlaup valda tjórni á Kjalarnesi og í Kjós, skriðuhlaup úr Dýjadalstindi falla úr 700 m hæð til sjávar, 10 km leið, 26. júlí 1966, bls. 5.
-Morgunblaðið, Hún amma mín það sagði mér, 24. nóvember 1968, bls. 7.
-Jarðabókin 1703.
Melaseljadalur

 

Í “Íslenskar þjóðsögur og ævintýri” er sagt frá brunni að Hofi á Kjalarnesi: ”
Á Hofi a Kjalarnesi er brunn-2æfagamall dómstaður og blótstaður. Þar er brunnur einn, sem aldrei er byrgður, og sem ekki má heldur byrgja. Sá er sögn um brunn þenna, að á meðan hann se opinn, varist hvert barn brunninn, og jafnvel úngbörnin snúi frá honum og kræki lángar leiðir út fyrir hann. En ef brunnurinn er byrgður, sé þess víst að vænta að eitthvert barn detti í hann, og drukkni. Mörg dæmi þykjast menn vita til þessa. (Eptir Dr. Mauiers Isl. Volkss. 180. bls.)”.

Heimild:
-Íslenskar þjóðsögur og ævintýri 1862, bls. 661.

Hof

Hof á Kjalarnesi og nágrenni – loftmynd.

 

Þverárdalur

Í Þverárdal hefur verið sagt að væri flugvélabrak. Þar áttu að vera leifar af breskri Hawker Hurricane flugvél er farist hafði átt þarna árið 1941. Sögunni fylgdu upplýsingar um að leifar flugvélarinnar væru neðst við fjallsræturnar í vestanverðum dalnum, dreifðar yfir allnokkurt svæði og að erfitt væri að koma auga á það. Aðrir hafa sagt að engar leifar séu þar að finna, allar löngu grafnar undir skriðu.

Hawker Hurricane

Ætlunin var að afla nánari upplýsingar um leifarnar og síðan ganga um dalinn til vettvangsskoðunnar.
Að sögn Karls Hjartarssonar mun óhappið hafa orðið þann 23. september 1941 skv. slysaskráningarskýrslum Breta. Um var að ræða Hurricane I flugvél. Flugmaðurinn fórst þegar flugvélinn skall á hamravegginn í u.þ.b. 1800 fetum. Karl sagðist einhverju sinni hafa leitað ásamt öðrum um allan vestanverðan Þverárdal, en ekkert fundið. Flugvélin átti að hafa lent í bergvegg í u.þ.b. 600 m hæð og brakið fallið niður hlíðina.
Byrjað var á því til gamans sem og af fagurfræðilegum ástæðum að ganga upp Þverárdalinn að austanverðu, með hlíðum Þverfells, vesturhlíða Móskarðshnúka. Þar hallar dalurinn allnokkuð, jafnt og þétt, á fótinn, en þegar komið var inn fyrir dalinn miðjan hallaði hann niður innanvert.
Á vettvangi undir HátindiEfra er bergstandurinn hár og tilkomumikill. Úr honum koma nokkur gil, misstór og mislitótt; ljósbrúnir lækir á annars svörfuðu berginu. Skriður eru innst í dalnum. Þar var gengið niður að Þverá og staðnæmst, skyggnst og gónt upp hlíðar og á snarbratta hamra. Þegar engin verksummerki sáust um aðkomuefni var Þverá fylgt til baka í rólegheitum í von um að finna ummerki eftir flugvélina við árfarveginn. Háar brúnir Hátinds virtust himinháir þar sem staðið var svo til beint undir þeim. Auðvelt var að ganga niður með ánni. Sumsstaðar rennur hún um berar klappir, en annars staðar hefur hún rutt á undan og frá sér malar- og grjótkömbum.
Ekkert bólaði á leifum af umræddri vél, sama hversu vel umhverfið var gaumgæft. Ekkert brak var að sjá í dalnum.
Annar staður gat vel komið til greina – og jafnvel líklegri slysavettvangur, þ.e. Grafardalur – sá næsti að vestanverðu, handan við Grafarkotshálsinn.
Og þá virtist ekki vera um annað að ræða en að halda upp með Grafará og upp í Grafardal með Þverárkotsháls og Hátind (903 m.y.s.) á hægri hönd og Kistufellið (830 m.y.s.) á þá vinstri. Áður var þó ákveðið að staldra við og leita að einhverjum, sem áður hafði gengið um Þverárdalinn og þekkti þar til. Eftir að hafa fundið einn slíkan var aftur lagt af stað inn dalinn, nú upp með honum vestanverðum. Gangan upp eftir tók um 50 mínútur, enda bæði blankalogn og steikjandi sólarhiti.
Á vettvangi undir HátindiSlysstaðurinn í Hátindi hefur haft á sér þjóðsagnakenndan blæ. Einhverjir hafa vitað af slysinu, en örfáir komið á vettvang. Nokkrir hafa leitað að leifum vélarinnar, en ekki fundið. Hefur jafnvel verið álitið að allar leifar flugvélarinnar hafi grafist undir skriðu í fjallshlíðinni. Af ummerkjum að dæma var það þó ekki að sjá. Í breiðri skriðu neðan undir tilkomumiklu ónafngreindu gili voru allnokkrar leifar Hurricaneflugvélarinnar. Skriðan er hins vegar bæði stór og breið svo henni hefur auðveldlega tekist að breiða sig yfir meginhluta vélarinnar á þeim 66 árum, sem liðin voru frá óhappinu. Vel mátti t.a.m. grjótsjá afurðir vetrarins í skriðunni. Þarna var huti vængs, fótabúnaðar, flapsastýrisstangar o.fl. o.fl. Meginleifarnar voru í 1200-1300 f.y.s., en þó var ákveðið að feta skriðuna upp í 1800 fetin. Þar var engar leifar að sjá, enda augljóst ef einhreyfilsflugvél með svo öflugum hreyfli sem hurricane-vélin var með flygi á sléttan bergvegginn myndi fátt vera eftir til stórræðna.
Hawkins Hurricane flugvélarnar, sem fluttar voru hÁ vettvangi undir Hátindiingað til lands, komu í kössum og voru settar saman hér. Þegar meiri þörf var fyrir þær annars staðar voru þær teknar í sundur, settar í kassa og síðan skipað um borð í eitthvert flutningaskipið á leið til Englands.
Saga Hurrican-vélanna er að mörgu leiti merkileg.
Árið 1938 hóf RAF (Konunglegi breski flugherinn) að taka Spitfire Mk. I í notkun. Flugmennirnir tóku strax miklu ástfóstri við vélina, enda var hér um að ræða risastökk fram á við, hvort sem menn höfðu áður flogið Gloster Gladiator eða fyrstu einþekju-orrustuvél RAF; nefndri Hawker Hurricane – en sögu Hurricane-vélarinnar var þó hvergi nærri lokið enn.
Hawker Hurricane var fyrsta einþekja Breta í seinni heimstyrjöldinni. Á næstu mánuðum var smám saman unnið að því að útbúa fleiri orrustuflugsveitir með þessu nýja stolti RAF. Það gekk þó ekki jafn hratt og menn hefðu óskað, enda voru fjárveitingar af skornum skammti og því engin plön um að skipta eldri tegundum alveg út í bráð. Ýmsar smávægilegar endurbætur voru þó gerðar á vélinni, t.d. var upphaflegu loftskrúfunni, tvíblaða Á vettvangi undir Hátindi“fastri” tréskrúfu, skipt út fyrir nýja þríblaða málmskrúfu með breytilegri aðfallsstillingu (variable pitch – constant speed propeller), sem nýtti afl hreyfilsins mun betur, líkt og gert hafði verið við eldri flugvélategundir.
Þegar Seinni heimsstyrjöldin hófst í september 1939, áttu Bretar aðallega þessar Hawker Hurricane, en einnig Boulton-Paul Defiant.
Hawker, aðalhönnuður Sydney Camm’s Hurricane raðarinnar er í rauninni einn vendipunkturinn í sögu flughernaðarins. Flugvélin reyndist vera sú þrautseigasta í baráttunni um Bretland sumarið 1940 – þegar Leifturstríð Nazistanna virtist óstöðvandi. Þessar flugvélar sinntu einnig öðrum hlutverkum á stríðsárunum, allt til enda. Hurricaninn var fyrsta breska einþekjuorrustuvélin, sem fyrr sagði, og fyrsta orrustuvélin til að komast 483 kph (300 mph) í beinu flugi. Upphaflega hafði flugvélin þó verið hönnuð og Á vettvangi undir Hátindiþróuð frá því um miðjan fjórða áratug aldarinnar. Í fyrstu varð niðurstaðan sú að einþekjur væri álitnar óstöðugar og of rótækar til að geta skilað tilætluðum árangri sem orrustuflugvélar. Framtíð henar virtist því ekki álitleg.
Árið 1925 var Camm tilnefndur sem aðalhönnuður “H. G. Hawkers Engineering Company”, fyrirrennara “Hawkers Aircraft Ltd.” Á því ári hannaði Camm einþekjuorrustuvél og þótt hún væri ekki fullbyggð skyldi hann vel að tvíþekjur gætu aldrei farið hraðar en einþekjur. Tveir vængir orsökuðu einfaldlega meiri dragvind en einn. Kominn var því tími til dramatískra ákvarðana í orrustuflugvélatækninni. Árið 1933, undir stjórn Camms, byrjaði Hawkers-hönnunarliðið að vinna að nýrri einþekju. Formleg ákvörðun um hönnunina var tekin í hernaðarráðuneytinu breska í ágúst 1935. Camm og lið hans völdu vatnskælda 660 hestafla Rolls-Royce Goshawk vél sem afl fyrir hina nýju flugvél. Hún var kölluð “the Fury Monoplane”. Fljótlega vék hann þó fyrir nýrri hreyfli, fyrirrennara hins þjóðkunna “Rolls-Royce Merlin”-hreyfils fyrir valinu. Flugvélin flaug fyrsta sinni 6. nóvember 1935.
Um 600 frumgerðir voru gerðar af flugvélinni fyrir 3. júní 1936. Þetta var ein stærsta framleiðsluáætlun, sem gerð hafði verið á friðartímum. Þann 27. júní var Hurricane- vélin fyrst skírð.
Hurrican-vélarnar spiluðu stórt hlutverk í Seinni heimstyrjöldinni, einkum í Orrustunni um Bretland á tímabilinu júlí og október 1940.
Orrustunni um Bretland lauk snemma í nóvember þegar Skriðan niðurávið - Þveráin neðstGöring skipaði þýska flughernum að varpa sprengjum á breskar borgir að næturlagi. Þá var Hurricane flugvélunum breytt þannig að þær voru búnar búnaði til að geta séð að næturlagi – svo og öflugri hreyfi. Þær voru því sniðnar að því að fljúga í myrkri.
Meira en 4,700 Hurricane-flugvélar voru smíðar í fyrstu – til mismunandi nota. Þær voru ýmist búnar 40 mm fallbyssum undir vængjum, sem flutningavélar eða til skyndiárása á hersveitir á jörðu niðri. Í september 1944 höfðu 12.233 slíkar flugvélar verið smíðaðar, sem segir nokkuð um þörfina og notagildið á þessum árum.
Staðreyndin er að leifarnar undir austurhlíðum Hátinds eru vitnisburður um flugslys á sögulegum tíma. Þótt þær virðast hvorki merkilegar í augum fornhandritasérfræðinga né nútíma sjónvarpsþáttagerðastjórnenda eru þær óneitanlega áþreifanlegur vitnisburður um tvennt; örlög flugmanns (einstaklings með þrár og kenndir) sem og fórnarlambs fjöldans í “laklegri” stjórnunarmynstri tímabilsins sem og tækniþróun þess tíma, en jafnframt sinnuleysi þeirra er fullnægja eiga nú sögulegri heimildaskráningu og upplýsingu til almennings þessa lands, sem bæði vill njóta útivistar og fræðast. Á vettvangi, undir austurhlíð Tátinds, er a.m.k. hvergi að sjá fróðleik þetta sögulega atvik frá 23. september 1941.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Þverárdalur

Hawker Hurricane.

 

Múlasel

Landnámsbæjarins “Múla” er getið í 11. kafla Landnámubókar.
Jörðin lá á milli Leirvogsáar og Esjubergssel-402Mógilsáar. Síðan virðist staðsetning bæjarins, eftir öllum sólarmerkjum (heimildum) að dæma, hafa týnst. Þegar gögn eru skoðuð, s.s. Jarðabækur, einkum sú frá 1703, virðast tvær staðsetningar koma helst til greina; annars vegar núverandi Hrafnhólar og hins vegar jörðin Stardalur. En byrjum á því að skoða skráðar heimildir:
Í “Skrá um friðlýstar fornleifar”, (fyrsta útgáfan 1990) segir: “Hrafnhólar. Sámsstaðarústir, suðvestanundir Stardalsfjalli, fast uppi við brekkuna. Sbr. Árb. 1908: 11-12. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 16.11.1938. Fornleifum þessum er friðlýst á jörðina Stardal, Kjalarneshr., þótt þær séu í landi Hrafnhóla. (Þjms. Könnun um friðlýstar fornleifar. Svar Magnúsar Jónssonar, Stardal).”

Í þessu skyni voru m.a. tóftir Sámsstaða skoðaðar, með hliðsjón af leifum bæjar “Halls goðlausa Trollafoss-31Helgasonar er nam land að ráði Ingólfs millum Mógilsár og Leirvogsár og bjó í Múla”, sbr. fyrrnefnda lýsingu í 11. kafla Landnámubókar.
Í
Árbók Hins íslenska fornleifafjelags árið 1908 lýsir Brynjúlfur Jónsson t.a.m. Sámsstöðum: “Suðvestanundir Stardalsfjalli, stuttri bæjarleið fyrir ofan Tröllafoss í Leirvogsá, er eyðibýli, sem heitir Sámsstaðir og segja munn mæli, að þar hafi verið kirkjustaður. Þesa sjást þó eigi merki svo fullyrt verði. En rústir eru þar miklar og eftir þeim að dæma hefir þar verið stórbýli. Enda er þar túnstæði bæði mikið og fagurt. Liggur það milli lækja tveggja, er koma ofan úr fjallinu um stórt skarð, sem er uppundan túnstæðinu. Heitir Stardalsfjall fyrir austan skarðið. En fyrir vestan það er hamrastapi, mikill og einkennilegur, sem kallaður er ýmist »Amtið« eða “Stiftamtiðið”, og vita menn nú eigi um tildrög til þess örnefnis.

Mulasel-21

Túnstæðið er afhallandi og liggur upp að brattri brekku. Er bæjarrústin fast upp við brekkuna og liggur samhliða henni, þ. e. a. s. frá austri til vesturs. Hún er nál. 10 faðm. löng og skiftist í 2 tóftir, er hvor gengur af enda annarar og eru mjög svo jafnstórar. Hefir hin vestri glöggvar dyr mót suðri, en framveggur hinnar eystri er svo niðursokkinn um miðjuna, að ekkert verður fullyrt um dyr á honum. Þar hafa þær þó hlotið að vera, ef engar dyr hafa verið gegnum miðgaflinn, sem ekki sést að verið hafi. Breidd rústarinnar er nál. 3 faðm. Austur og fram frá henni er dálítil kringlótt upphækkun, um 4 faðm. í þvermál. Engi sjást þar tóftarskil. En vestaná sér fyrir dyrum, eða uppgöngu. Ósagt læt eg hvort þetta hefir verið »borg« og er fallin saman, eða á þessari upphækkun hefir staðið dálitið hús, gert af viði einum.
Svo sem 7—8 faðm. fram frá bæjarrústinni er önnur rúst, nál. 6 faðm. löng frá Samsstadir-22suðaustri til norðvesturs og bakhússtóft aftur af miðjunni. Framveggur rústarinnar er mjög niðursokkinn. Þó má greina sérstaka tóft í norðvesturendanum, eigi allstóra, og hefir hún dyr mót suðvestri. Hún virðist eigi hafa haft samgöng við aðaltóftina. En sú tóft er svo aflöguð og óglögg, að ekki er hægt að lýsa henni. Þar austuraf er sérskilin rústabreiða, sem eigi sjást tóftaskil í. Er hún nál. 5 faðm. breið austur og vestur og nál. 3 faðm. breið. Raunar eru takmörkin eigi vel glögg. Bakvið hana vottar fyrir þvergarði. En eigi sjást skil á, hve langur hann hefir verið, eða hvort hann hefir beygst að rústabreiðunni. Hafi svo verið, gæti hann verið leifar af kirkjugarði. Jarðvegur er hér nokkuð þykkur og í mýkra lagi. Verður hann víst mjög blautur á vorin, er leysingarvatnið sígur í hann úr hinni háu og bröttu brekku fyrir ofan.
Er þvi eðlilegt, að rústirnar séu Samsstadir-232niðursokknar og aflagaðar á löngum tíma. Bygðin mun hér hafa lagzt snemma niður, og er þessa bæjar hvergi getið, svo eg hafi séð.”
Svo mörg voru þau orð. Í afrakstri af einni af könnunarferðum FERLIRS má sjá eftirfarandi á vefsíðunni www.ferlir.is um Sámsstaði: “Tóftin er efst í hallandi túnbleðli austan við niðurgrafinn árfarveg undir hlíð Stardalshnúks. Í grasi grónum, afmörkuðum, tóftunum er staur með málmplötu á. Á henni er nákvæmlega engin áletrun [arið 2003] eða annað er gefur til kynna hvers vegna hún er yfirleitt þarna á þessum stað. Líklega hefur einhvern tímann staðið á þessu litla skilti: “Friðlýstar fornleifar”. Jafnvel fyrir áhugasamt fólk gefur staurinn nú ekki neitt til kynna, ekki einu sinni að þarna kunni að vera friðlýstar minjar.

Hrafnholar-201

Munnmæli eru, sjá nánar hér á eftir, um að þarna hafi fyrrum verið “kirkjustaður en legið í auðn síðan drepsótt var hér á landi, þ. e. Plágan mikla 1402”, eða svo er hermt eftir elstu mönnum í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Um eigendur þeirrar kirkjujarðar vissi enginn neitt að segja enda vart von á því þeirrar kirkju getur hvergi í skjölum. Bæði nafnið og ummerki benda til þess að þarna hafi fremur verið bær en selstaða. Þarna er hlýlegt og gott skjól fyrir flestum fjandsamlegum veðrum.
Ef “bæjarstæðið” er skoðað af nákvæmni og þekkingu mætti strax ætla að þarna hafi verið sel, eða nokkar kynslóðir selja, a.m.k. eru tóftirnar allar verulega “seljalegar”; tvö til þrjú hús að svipaðri stærð, en mismunandi gerð og sjá má í seljum á þessu svæði (Reykjanesskaganum).
Vitað er að margir bæir í Mosfellssveit og Kjalarnesi áttu fyrrum selstöðu í núverandi Stardalslandi. Tóftirnar miklu suðvestan undir Ríp (Sámsstaðir) gætu Stardalshnukur-201hugsanlega hafa tengst einhverjum bæjanna um tíma, Sámstöðum, Múla eða Rauðhólum.
Stardalshnúkur er áberandi kennileiti til norðurausturs. Hann myndaðist við að hraunkvika tróðst upp í móberg inni í í Stardalsöskjunni. Móbergið er enn hægt að skoða í giljum upp af Sámsstöðum, sem koma niður úr fyrrnefndu skarði, Sámsstaðaklauf.”…
Í bókinni Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, er m.a. fjallað um landnám í Mosfellsveit. Þar segir um landnámsmennina: “Landnámabók (Landnáma) greinir frá því að liðlega 400 nafngreindar fjölskyldur, ásamt vinnufólki, þrælum og búpeningi, hafi numið land á Íslandi á árunum eftir 870. Landnám Ingólfs Arnarssonar náði frá Hvalfjarðarbotni, suður um Þingvallavatn og austur að Ölfusi og öll nes út. Hann byggði bæ sinn í Reykjavík”.
Mogilsa-201Í Landnámubók segir: “Helgi bjóla nam land á Kjalarnesi frá Mógilsá og var kvæntur Þórnýju, dóttur Ingólfs Arnarsonar, en Helgi og Þórður voru bræðrasynir. Örlygur gamli Hrappsson, bróðir Þórðar, fékk hluta af landnámi Helga bjólu og settist að á Esjubergi á Kjalarnesi þar sem hann byggði fyrstu kirkju á Íslandi eftir því sem Landnáma hermir. Þriðji frændi Þórðar var Hallur goðlausi sem fékk land frá Leirvogsá og að Mógilsá í Kollafirði.”
Í fyrrnefndum 11. kafla Landnámu segir: “Hallur goðlauss hét maður; hann var son Helga goðlauss. Þeir feðgar vildu ekki blóta og trúðu á mátt sinn. Hallur fór til Íslands og nam land með ráði Ingólfs frá Leiruvogi til Mógilsár. Son Halls var Helgi, er átti Þuríði Ketilbjarnardóttur; þeirra son var Þórður í Álfsnesi, er átti Guðnýju Hrafnkelsdóttur. Hallur bjó í Múla.”

Leirvogsa-301

Í skýrslu Óbyggðanefndar, sem jafnan mikil vinna hefur verið lögð í, segir m.a. um Múla: “Bæjarnafnið Múli er óþekkt og ekki víst hvar bæjarins er að leita [Haraldur Matthíasson, Landið og Landnáma. 2. b. Reykjavík 1982. s. 83-84].
Í Jarðabók ÁM og PV frá 1703, segir m.a. á bls. 338 í þriðja bindi um jörðina “Hafnhoolar” (sem í dag heitir Hrafnhólar): “Þetta er forn eyðijörð og veit enginn hvað lengi í auðn verið hefur, þar til að í tíð Heidemanns er hjer að nýju bær gjör fyrir sextán árum, og hefur síðan viðhaldist til þess í fardögum 1703 það lagðist aftur á ný í eyði”.
Leirvogsá hafi skipti í upphafi löndum Múla og Skeggjastaða, sbr. “Það afmarkast af Leirvogsá til norðurs, Laxnesi og Skógarbringum til vesturs og suður og Selvangi og Selholti til austurs”.
Í Markusarsel-201Selholti á Selvangi m.a t.d. finna leifar að svonefndu “Markúsarseli”. Það mun þó ekki hafa tilheyrt landnámsbænum, af ummerkjum að dæma. Í örnefnalýsingu fyrir Skeggjastaði er getið um selstöðu “norðan við Geldingatjörn” uppi í heiðinni – og má sjá móta fyrir hinni þar á mosavöxnum mel (með góðum vilja).
Hverfum aftur að Jarðabókinni 1703. Þar segir m.a um Stardal: “
Nýlega uppbyggð fyrir þrjátíu árum, og kemur hjer sá enginn fram, sem þykist vita að þar hafi fyrri nokkrun tíma bygt ból verið. Einn maður fertugur þykist heyrt hafa einhvörn segja þar skuli hafa verið bygð, áður drepsótt kom hjer á land, en þó kann hann öngvan mann að nefna þann á þessu samkvæmi, til hvurst hann þykist þetta heyrt hafa.
Þar í mót eru flestir hjer, er þykjast muna það Haukafjoll-201hafi af gömlum mönnum efað verið, hvort nokkurn tíma hafi hjer í fyrndinni bær staðið, og tveir frómir menn, sem báðir muna glögt föður sinn, og voru þá fulltíða menn er hann andaðist, segja föður sinn hafa það haldið, að aldrei hefði þessi Stardalur í gamla daga bygður bólstaður verið, og var faðir þeirra yfir nírætt, þá er hann andaðist. Þessari meiningu þess gamla manns samhljóðar það, er fólk hjer saman komið þykist heyrt og endurtekið hafa sögn og meiningu gamallra manna hjer í sveitinni, þá til hefur talað orðið um nýbýli þetta, einkanlega um það tímaskeið er fyrst var þessi bygð reist fyrir 30 árum, sem áður er getið. Hitt er almennilega kunnugt og gömlum, að þar sem nú er þessi nýi bær, Stardalur, hafa um lánga æfi selstöður verið frá mörgum bæjum í Mosfellssveit, sem Jarðabókin í þeirri sveit vottar, og so frá Þerney, sem hjer er áður getið.”
Esjubergssel-uppdrattur-2006Ekki er getið um selstöðu frá Stardal í Jarðabókinni.
Um “Samstader” segir og í Jarðabókinni: “Forn eyðijörð, sem almennilega segist áður skuli verið hafa kirkjustaður og legið í auðn síðan drepsótt var hjer í landi. Eigandinn hvör verið hafi áður í fyrnd veit enginn að segja. Nú er það um lánga æfi eignað kóngl. Majestat, og brúka kóngsjarða ábúendur hjer grasnautn alla. Einkanlega hefur í lánga tíma frá Esjubergi hjer í því landi, sem þessari jörðu halda menn tilheyrt hafa, selstaða brúkuð verið, þar sem heitir Esjubergs sel. Jörðin meina menn að ekki byggjast kunni til gagnsmuna fyrir landþröngvar sakir og þess annars að tún þau, er verið hafa, eru mjög uppblásin og spillt af skriðum.” Ekki er minnst á selstöðu frá “Hafnhoolum” í nefndri Jarðabók.
Skeggjastadir-201Til að gera langt mál stutt er niðurstaðan þessi: Vissulega eru, m.t.t. vænlegrar staðsetningar, líkur á að fornbýlið “Múli” hafi verið þar sem Hrafnhólar eru nú. Þar má m.a. finna gamla garða og gerði, en hvorki eru þar ummerki eftir fornan skála né aðrar mjög fornar rústir. Vitað er að “Hafnhoolar” hafi haft verulegt land til umráða þá og þegar bærinn byggðist á um 1780. Bærinn sá virðist hins vegar hafa verið skamman tíma í byggð. Á 18. öld er hann byggður upp að nýju og þá nefndur “Hrafnhólar”.
Eina örnefnið “Múli” er suðaustan við Stardalsbæinn… Líklegt má telja að bærinn hafi tekið mið af nálægðinni. Auk þess er bæjarstæðið á lour-301ákjósanlegum skjólsælum stað vestan undir Múlanum. Vatnsgóður lækur rennur niður með bæjarstæðinu.
Vel má hugsa sér að þarna hafi í upphafi landnáms byggst upp bær, hann hafi farið hallloka, s.s. fyrir “Pestinni”, hann lagst af og í framhaldinu hafi staðurinn verið nýttur sem selstaða frá bæjunum neðar í landnáminu, þ.e. milli Leirvogsár og Mógilsár.
Selstöðurnar síðustu lögðust allflestar af hér á landi í kringum 1870 og sumar jafnvel mun fyrr. Selminjarnar á “”Sámsstöðum” bera keim af þeirri þróun, því líklegt verður að telja að í þeim kunni að leynast svarið við hinu fyrsta landnámsbýli á svæðinu. Það kæmi ekki á óvart að það hafi verið þar sem núverandi Stardalsbær er nú (eða skammt frá). Örnefni, s.s. “kornakrar”, benda t.d. til þess að bærinn sjálfur, þrátt fyrir ungan aldur, kunni að hafa verið þarna, jafnvel frá fyrstu tíð.

Heimildir:
-Landnámabók, 11. kafli.
-Árbók Hins íslenska fornleifafjelags 1908, bls. 11-12.
-Skrá yfir Friðlýstar fornleifar 1990.
-Mosfellsbær, saga byggðar í 1000 ár.
-Jarðabók Ám og PV 1703, þriðja bindi, bls. 336-338.
-Haraldur Matthíasson, Landið og Landnáma. 2. b. Reykjavík 1982. s. 83-84.

Sámsstaðir

Sámsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar (Móskarðahnúkar) eru hnúkaröð fjögurra tinda og tengir saman Esju og Skálafell. Þeir eru að mestu úr líparíti. Austasti tindurinn er hæstur 807 metrar.

Tómas Einarsson

Tómas Einarsson (1929-2006).

Tómas Einarsson lýsti gönguleiðinni á “Móbergshnúka” í Morgunblaðinu árið 1982:
“Móskarðshnúkar nefnist sá hluti Esjunnar, sem austast liggur, en milli þeirra og Skálafellsins er Svínaskarð. Hnúkarnir sjálfir eru auðþekktir vegna lits og lögunar. Hinn ljósbleiki litur vekur athygli vegfaranda

ns en blekkir oft á tíðum því það er eins og sólin skíni alltaf á Móskarðshnúka, þótt veðurstofan segi annað.
Hnúkarnir eru fjórir en milli þeirra eru grunn skörð. Þunnur klettahryggur tengir þá við meginfjallið en hann liggur milli tveggja dalabotna, Þverárdals að sunnan og Eyjadals að norðan.
Fyrrum lá þjóðleiðin milli Kjósar og Mosfellssveitar um Svínaskarð og um skarðið fór fjöldi ferðalanga úr fjarlægum landshlutum, en það breyttist þegar akvegurinn var lagður vestur fyrir Esjuna skömmu eftir 1930.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Ganga á Móskarðshnúka er auðveld og er venjulegast gengið á þá að sunnan. Þá er ekið að Leirvogsá, hjá Hrafnhólum, og gengið þaðan eftir gömlu götunum áleiðis að Svínaskarði. Skammt fyrir norðan bæinn liggur leiðin yfir Skarðsána. Hún er ekki mikil að jafnaði svo auðvelt er að stikla yfir hana á steinum. Mörgum hættir til að taka stefnuna beint á hnúkana eftir að komið er yfir ána. Sú leið er vel fær, en þó er léttara að ganga áfram eftir götunni uns komið er að gili, sem liggur niður frá hnúkunum. Farið er yfir það, en síðan upp með því að austanverðu og stefnt beint í skarðið milli tveggja austustu hnúkanna.

Svínaskarð

FERLIRsfélagar við dys í Svínaskarði.

Úr skarðinu er létt að ganga á austasta hnúkinn, en hann er hæstur (807 m) og af honum er besta útsýnið. Ekki er mikið víðsýni af Móskarðshnúkum, nema helst til austurs og suðurs, því fjöll kreppa að til annarra átta, svo minna er þar að sjá en vænta mætti.
Um fleiri en eina leið má velja, þegar halda skal til baka. Sennilega liggur leið flestra af austasta hnúknum niður skriðurnar og ofan í Svínaskarð (það er í 481 m hæð) og ganga gömlu götuna til baka. Þetta er mjög þægileg leið og falleg. En ef tíminn er nægur er sjálfsagt að lengja leiðina nokkuð og ganga þá vestur hnúkana áleiðis að Esjunni.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Þá eru efstu brúnir hnúkanna þræddar og eykur það ekki síst á tilbreytinguna. Síðan er gengið yfir klettahrygginn milli Þverárdals og Eyjadals og vestur á Esjuna. Krækt fyrir botn Þverárdals, gengið á Hátind (909 m) og haldið síðan niður Þverárkotsháls að Hrafnhólum. Þessi leið er bæði fjölbreytt og falleg, og veitir víðari sjóndeildarhring en Móskarðshnúkar einir. Þó er rétt að hafa það í huga, að þessi gönguleið tekur meginhluta dagsins, ef farið er rólega og án alls óðagots.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

En hvernig mynduðust Mókarðshnúkar og hvers vegna eru þeir frábrugðnir öðrum nærliggjandi fjóllum bæði að lit og lögun? Jarðvísindamenn segja að Esjan sé mynduð við eldsumbrot fyrir 2 1/2-3 millj. árum. Fyrir um 2 milljónum ára var stór og mikil askja fyllt vatni á svæði sem nú er á milli Skálafells, Móskarðshnúka, Þverárkotsháls og allt suður undir Grimmannsfell. Á börmum þessarar öskju voru tíð eldgos og þá mynduðust Móskarðshnúkar. Þeir eru því fornar eldstöðvar myndaðir úr líparíti, en það berg gefur þeim ljósa litinn og gerir þá svo auðkennda, sem alkunnugt er. En síðan hafa ísaldarjöklarnir, frost, vatn og vindar máð burtu þessi fornu eldvörp að mestu og gefið fjallinu þá lögun, sem það hefur í dag. Með skarpskyggni sinni og nútímatækni hefur vísindamönnum okkar tekist að ráða þessar rúnir. En um leið hafa þeir veitt okkur óbreyttum leikmönnum tækifæri til að gefa hugarfluginu lausan tauminn meðan við fetum okkur áfram áleiðis að áfangastað.”

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar – gönguleið.

Tómas Einarsson fæddist 10. nóvember 1929. Hann lést 12. febrúar 2006. Eftir barnaskólapróf fór Tómas í Héraðsskólann í Reykholti, síðan í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi 1950. Íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni lauk hann 1952 og prófi frá Lögregluskóla Reykjavíkur 1954. Námsdvöl á vegum The Cleveland International Program í USA 1964 og Cambridge í Englandi 1974-75.
Hann var kennari við barna- og unglingaskóla 1950-53. Hóf störf í lögreglu Reykjavíkur 1953 og í rannsóknarlögreglunni (afbrot unglinga) 1955-1966. Kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík frá 1966 og kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis til starfsloka.

Heimild:
-Morgunblaðið, 159. tbl. 23.07.1982, Móskarðshnúkar – Tómas Einarsson, bls. 39.

Móskarðshnúkar

Móskarðahnúkar – herforingjaráðskort 1908.

Þerneyjarsel
Að sögn Magnúsar Jónassonar, bónda í Stardal, munu tóftir tveggja selja vera undir bakka skammt ofan við Tröllafoss í Leirvogsá, norðan árinnar. “Gengið er yfir hæð og við taka móaflákar. Þar eru selin”. Fyrst er Varmárselið og ofar er BeitarhúsÞerneyjarselið. Enn ofar eru beitarhúsatóftir frá Stardal.
Enn eitt selið er suðaustur undir Þríhnúkum, austan Esjubergslækjar, en svo nefnist lækurinn er rennur niður frá Esjubergsseli í Rauðhólsgil. Um er að ræða mjög óljósar tættur. Ofar er Rauðhóll eða Stórhóll, eins hann stundum er nefndur. Mótar fyrir rauðum lit í honum, en hóllinn er að mestu úr móbergi. Um Jónsselið sagði Magnús telja að það geti verið í “hvamminum” efst við Jónselslæk, við enda skurðar, sem grafinn hefur verið til suðurs austast í túnum Seljabrekku.
Magnús tók fram landakort og benti á staðina, sem selin eiga að leynast, en FERLIR hafði áður gert tvær tilraunir til að finna Þerneyjarselið. Varmárselið.
hafði verið uppgötvað sem og Esjubergsselið undir Skopru.
Móskarðshnúkar skörtuðu sínu fegursta í fjallakyrrðinni við undirleik niðarlags Leirvogsár. Mófuglarnir sungu hver sitt stefið.
Rústir beitarhússins frá Stardal komu fljótlega í ljós skammt ofan við bakkann að norðanverðu, suðvestan undir yfirgefnu sumarhúsi vestan við Ríp undir Stardalshnúk. Um hefur verið að ræða þrjú stór samhliða fjárhús. Mikið grjót er í veggjum og vel sést móta fyrir hleðslum Þerneyjarselundir garða. Í viðtali við Magnús bónda hafði komið fram að deilur stóðu þá um landamerki, annars vegar Stardals og hins vegar Mosfells. Bóndinn í Stardal taldi að landamerkin væru um Rauðhólsgil, en Mosfellingar töldu þau vera við læk einn vestan undir Stardalshnúk. Stardalsbóndinn, sem endurbyggði eyðibýlið í Stardal um 1830, vildi láta á þetta reyna og reisti beitarhúsin á þessum stað, enda hvergi að finna gott efni til húsagerðar fyrr en þar. Með því vildi hann láta á þau mál reyna, en síðar munu aðlar hafa sæst á landamerkin við læk miðja vegu og voru beitarhúsin þá í landi Stardals.
Oftlega hefur heyrst á gömlu fólki að það hafði jafnan áhyggjur af landamerkjum, því það taldi aðra jafnan ásælast þau. Ljóst er að áhuginn hefur jafnan verið fyrir hendi. Í fyrstu voru landnámsmenn heygðir á landamerkjum, bæði til að senda öðrum skýr skilaboð um mörkin (Adolf Friðriksson) og til að fæla aðra frá að komast yfir þau (vernd hinna látnu). Síðar voru ábúendur heygðir á mörkum gróinna túna, jafnan með yfirsýn yfir ástsæla bletti. Með kristnini breyttist þetta og flattist út.
Einnig, og kannski miklu fremur, má telja víst að selin hafi ákvarðast af nytsemi landsins, nálægt við vatn og handhægt

byggingarefni. En eflaust hafa bændur fikrað sig eins langt til þeirra kosta í landinu og nokkurs var völ, m.a. með framangreint að leiðarljósi.

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

Skammt vestar eru tóftir Þerneyjarsels. Þær eru uppi á grónum bakka, vestan lítils lækjar, sem einhvern tímann hefur verið stærri. Tóftirnar, sem eru samhangandi, tví- eða þrískiptar, kúra undir lágum, en grónum, melbakka. Dyr snúa mót suðri. Ekki er að sjá móta fyrir stekk, en skammt er úr selinu niður í ána. Þessar tóftir eru u.þ.b. 100 metrum austan við Varmársel, eða miðja vegu milli þess og beitarhúsatóftanna, skammt innan girðingar, sem þarna er.
Þá var stefnan tekin upp undir sunnanverða Þríhnúka. Gengið var beint inn á svæðið, sem Magnús hafði lýst. Það er mjög gróið, en hefur verið mun grónara og samfelldara fyrrum. Grastorfur er nú beggja vegna Esjubergslækjar. Mun grasgefnara er sunnan lækjarins, en hann beygir þarna til vesturs, rétt eins og Magnús hafði lýst. Þúfnakargi er þarna svo að segja um allt og mjög erfitt að segja til ákveðið selstæði. Líklegt má telja að það hafi verið staðsett undir bakka eða hlíð, en austan kargans er stór og langur hóll er gefur gott skjól fyrir austanáttinni. Ekki var að sjá nein ummerki eftir tættur þar heldur. Staðurinn er hins vegar hinn fallegasti og einstaklega skjólgóður, með lækinn sírennandi. Selstaðan þarna gæti hafa verið frá Lágfelli eða Helgafelli.
Loks var reynt að skyggnast enn og aftur eftir öruggum ummerkjum eftir Jónsseli. Gengið var til suðurs með skurðinum fyrrnefnda, alla leið upp í gróinn hvamm er liggur milli Bringna og Geldingatjarnar. Sést niður að tjörninni þar sem hann rís hæst. Gengið var til baka eftir gamalli götu nokkru vestar, en allt kom fyrir ekki. Þó kom einn staður, ofan og austan girðingar til greina umfram aðra. Hann er á grónu svæði svo til beint ofan við upphaf Jónsselslækjar. Þar mótar fyrir gróinni, nokkuð stórri, tóft.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

Blikdalur

Í Blikdal (Bleikdal) eiga, skv. Jarðabókinni 1703, að vera leifar af a.m.k. 7 selstöðum. FERLIR hafði staðsett þær í fyrri ferðinni um dalinn (sjá Blikdalur – Brautarholtssel – Saurbæjarsel – I). Skv. upplýsingum Páls Ólafssonar, bónda að BlikdalurBrautarhóli, átti Brautarholt sunnanverðan dalinn að mestu og Saurbær hann norðanverðan. Nes og Hof tilheyrðu Brautarholti, en Hof var jafnan sjálfstæð jörð, enda gömlu Hofselin nefnd til sögunnar. Ártún, Hjarðarnes og Mýrarholt (Mýrarhús) tilheyrðu Saurbæjartorfunni. Og nú er bara að reyna að geta í eyðurnar. Á handrituðu örnefnakorti af norðanverðum Blikdal er getið um Selfjall, Selgil, Selgilsbolla, Sel og Holusel.
Tilgangur þessarar FERLIRsgöngu, nr. 1130, var m.a. að staðsetja allar sýnilegar selstöður í dalnum og reyna jafnframt að
tengja sérhverja selstöðu við uppruna sinn. Þannig átti fyrsta – og jafnframt greinilegasta selstaðan, að vera frá Saurbæ, enda er hennar getið í heimildum sem þeirrar síðustu, sbr. ævisögu Matthíasar Jockumsens, skálds og greint er frá í fyrri lýsingu af ferð FERLIRs um dalinn (Blikdalur – Brautarholtssel – Saurbæjarsel I). Í selinu gerði hann sér dælt við Guðrúnu, dóttur Saurbæjarbóndans. Afraksturinn varð stúlkubarn og giftust þau skömmu síðar.
Vetrarsteinbrjóturinn var í blóma. Gaf hann hlíðum dalsins bleikan lit.
Vetrarsteinbrjótur í BlikdalTekið hafði verið fram í kynningu að hafa þurfti meðförum vaðpoka því þverskera varð Blikdalsána í fjórgang á leiðinni. Selstaða nr. 2 er sunnan þeirrar fyrstu, sömu megin árinnar, en þrjár næstu eru sunnan árinnar. Sjötta selstaðan var áætluð norðan árinnar, en sú sjöunda að sunnanverðu. Áttunda selstaðan og sú eftirvæntingarfyllsta átti skv. forkönnun FERLIRs að vera norðan árinnar, svo til beint neðan við svonefndan Leynidal, en varð við athugun sunnan árinnar. Sú selstaða kom einnig til greina sem stefnumótastaður Matthíasar og Guðrúnar, daladrósarinnar af tilskiljanlegu kvæði er hann orti til hennar, en drós rímar jú við rós. Niðurstaðan var þó sú að fyrsta selstaðan væri Saurbæjarselið, en hin síðastnefnda enn ein selstaðan, sem óþekkt hafði verið í dalnum.
Eins og síðast er jafnan getið var veðrið frábært þennan dag – kjördaginn til alþingiskosninga árið 2007. Umræður
forystumanna stjórnmálflokkanna höfðu tekið drjúgan tíma Tóft við Selgilbeggja fjarsýnisstöðvanna kvöldið áður, en ekki skilað einu einasta – ekki einu einasta – nýju orði umfram það sem áður hafði komið fram alla vikudagana þar fyrrum. Þvílík sóun á tíma fólks. Fuglasöngurinn og náttúrufegurðin í Blikdal þennan dag feykti þó þarflausri umræðunni óravegu frá raunveruleikanum – og sýndarveruleiki stjórnmálanna varð að engu. Umhverfisverndin, náttúruverndin, grunnþarfirnar, skattalækkunarmálin og önnur leiktjöld hversdagsleikans skiptu þarna nákvæmlega engu máli. Það var helst málefni aldraða og framtíð þeirra sem virtust hvað áhugaverðust þá stundina – enda hafa allir þörf fyrir hvíld og afslöppun að lokinni langri göngu eða að afloknum löngum “vinnudegi”, hvort sem þreytan hafi verið af “þjóðfélagslega arðbærum” ástæðum eða einfaldlega “einstaklingslega menningarsjálfbærum” ástæðum. Að vel ígrunduðu máli virtist enginn stjórnmálaflokkanna verðskulda atkvæði þátttakenda, enda enginn þeirra náð að sannfæra hlutaðeigandi um að hann hefði vilja og getu til að stuðla að eða standa vörð um grunngildi lífsins.
Blikdalsáin “söng” hið ljúfa vorlag leysinganna. Sólin hafði lyft sér nægilega til að skína í alla skorninga og gil beggja
vegna dalsins. Mófuglarnir léku við hvurn sinn fót; stelkur, spói, tjaldur, hrossagaukur, þröstur og lóa létu að sér kveða – miklu mun betur sannfærandi um grunnþættina en jafnmargir forystumenn stjórnmálaflokkanna höfðu kveðið kvöldið áður. Kannski þeir ættu að hlusta betur á náttúruhljóðin.
Sel í norðanverðum BlikdalSennilega eru fuglsdýrin eðlislega meira sannfærandi vegna þess að þau eru öll fædd og aldin upp af náttúrunni að hálfu mót foreldrunum. Við þær aðstæður verður skilningurinn á umhverfið og verðmæti þess óneitanlega meiri – og næmari. Ef niðurstaðan er skoðuð eftir á í ljósi allrar þvælunnar vekur sú staðreynd mesta athygli að umhverfisvænasti flokkurinn varð til þess að mestu umhverfisskaðvaldsflokkarnir héldu velli. C’et la vie, söng hrossagaukurinn, enda nýkominn frá Frakklandi.
Blikdalur, stundum kallaður Bleikdalur, skerst langt inn í vesturhluta Esjunnar að vestan og rennur Blikdalsá eftir
honum miðjum. Blikdalur norðan árinnar hefur lengst af tilheyrt jörðinni Saurbæ og suðurhlutinn Brautarholti á Kjalarnesi. Nokkrar jarðir áttu beitarítak í norðanverðum dalnum en þau eru nú fallin niður og gekk dómur um það efni í Hæstarétti þann 29. febrúar 1996. Ætla verður að ítök sunnan megin séu einnig fallin niður. Í fyrrgreindum dómi eru rakin mörk Blikdals norðan megin en þau ná frá Saurbæjarlandi og eftir fjöllum norðan megin eftir sem vötnum hallar fram í Blikdalsbotn og þaðan með Blikdalsá, sem einnig er nefnd Ártúnsá til Blikdalsmynnis.
Sel í sunnanverðum BlikdalMynni Blikdals er mjög skýrt í landslaginu þar sem frekar skörp skil eru á fjallsendunum báðum megin og þeir
teygja sig til Blikdalsárinnar. Við landnám var allt land numið milli Ölfusár og Brynjudalsár af Ingólfi Arnarsyni og hans mönnum. Helgi Bjóla var landnámsmaður á Kjalarnesi og bjó að Hofi, sem er ekki langt frá en Blikdalurinn tengist mjög vel Kjalarnesbyggðinni og er með ólíkindum ef hann hefur ekki verið numinn eins og annað land í kring. Andríður, sem var írskur maður, fékk land hjá Helga Bjólu, og reisti bæ að Brautarholti og Arngrímur sonur Helga fékk land á nesinu og reisti Saurbæ. Það er vart tilviljun að þessar tvær síðastnefndu jarðir hafa átt Blikdalinn til okkar tíma.
Ekki er til sjálfstæð landamerkjaskrá fyrir Blikdalinn að sunnan en í landamerkjaskrá Brautarholts frá 31. maí 1921
segir: “Ennfremur fylgir Brautarholti Bleikdalur allur sunnan Bleikdalsár, suður og austur á fjallsbrún eins og vötnum hallar, ennfremur Andríðsey í Hvalfirði.” Ekki verður Sel í sunnanverðum Blikdalséð annað en eigendur og umráðamenn nágrannajarða allra hafi undirritað skrána. Þann 8. maí 1960 seldi eigandi Brautarholts allt land sitt í Blikdal til Kjalarneshrepps en við sameiningu Reykjavíkurborgar og Kjalarneshrepps árið 1978 varð þessi eign skráð eign Reykjavíkurborgar.
Samkvæmt fyrrnefndri landamerkjaskrá Brautarholts frá 1921 fylgir Blikdalur sunnan Blikdalsár Brautarholti sem
eign þar sem merkjum landsins er lýst. Því verður að líta á þessa eign sem hluta jarðarinnar og háðan beinum eignarrétti eiganda.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 er ótvíræð heimild um eignarrétt Brautarholts að Blikdal.
Þar segir: “Selstöðu og beitiland á kirkjan (þ.e. Brautarholtskirkja) á Blikdal og liggur það til jarðarinnar, tekur nú mjög af sér að ganga af skriðum og vatnsgangi”. Í jarðalýsingum nágrannajarða kemur fram að þær eigi selstöðu frítt í Brautarholtskirkjulandi.
Á handrituðu örnefnakorti fyrir norðurhluta Blikdals Bær í sunnanverum Blikdalkemur fram að Hálsinn er á vinstri hönd þegar komið er upp
dalinn að norðanverðu. Þar breytir Blikdalsáin um nafn og nefnist Ártúnsá neðar. Mannskaðafoss er í miklum gilskorningum á hægri hönd. Suðurdalurinn að vestanverðu mun hafa verið landareign Bakka, en efsti hlutinn að sunnanverðu, Suðurdalur, eign Brautarholts. Fyrsti hnúkurinn að norðanverðu er Melahnúkur. Undir honum er Berjahóll. Neðan hans er Selgil og Selgilsbolli niður við ána. Skammt vestan hans er Dyrafoss í ánni. Fjallið innan við Melahnúk nefnist Selfjall. Austurendi þess er við Leynidal, skál í fjallið, og þá tekur Kistufell við að Gunnlaugsskarði. Í botni Blikdals, innst í Blikdalsbotni, eru Kjötfossar, Fosshóll neðan við þá og Fossurð enn neðar. Leynidalsáin kemur úr Leynidal. Vestan hennar eru Stórhæðir, Stórhæðaflatir og Stórhæðafoss. Skammt vestan flatanna á Holusel að vera svo og annað sel, merkt “Sel”. Þar mun vera Norðurdalur gegnt Suðurdal, landareign Saurbæjar. Vestar eru Sel í norðanverðum BlikdalBalagilsblettir, Balagil, þá Mörgil og Skjólgarðamýri enn vestar. Allt er þetta austan Selgils, sem áður var nefnt.
Að  sunnanverðu er erfiðara að nefna örnefni, en þegar gengið er upp (austur) dalinn má þó sjá nokkur einkenni. F
remst er klettur er skagar út úr Esjunni, Sneiðingsklettur. Ofar er Arnarhamar. Úr honum liggur Nóngil niður í dalinn. Uppi á fjallinu má sjá líkt og stóra þúfu, en þær eru í rauninni þrjár þegar upp er komið. Nefnast þær Smáþúfur, en eru þó engar smáþúfur. Þá kemur skál í fjallið, Hrútadalur, og ofan hans þverhníptir hamraveggir, Kambshorn vestast og innar Kerhólakambur. Innan hans er Þverfellshorn að Gunnlaugsskarði. Handan þess er Kistufell, líkt og áður sagði um norðurhluta dalsins.
Og þá var að leggja af stað upp frá Ártúni, norðan Ártúnsár. Ofan við bæjartóftirnar er gamla Ártúnsréttin, nú
gróin. Þegar upp á Hálsinn var komið var gamla selstígnum fylgt áleiðis austur dalinn að norðanverðu. Fyrst var ætlunin að leita að hugsanlegum rústum við Selgil. Selgilsbolli er gróin “stétt” niður við ána eftir framburð gilsins. Sjálft gilið er gróið. Ofarlega með því að austanverðu vottar fyrir tóftum, nánast jarðlægum. Svo er að sjá að í þeim hafi verið þrjú rými. Erfitt er að greina húsaskipan. Þarna er greinilega um mjög forna selstöðu að ræða.
Næsta selstaða hafði verið skoðuð í fyrri FERLIRsferðinni. Um er að ræða formfagurt og vel greinilegt sel. Veggir
standa grónir, um 80 cm háir, og má sjá hleðslur í innanverðum veggjum. Tvö stór rými (baðstofa og búr) eru í meginhúsinu, en framan og til hliðar er lítil tóft, sennilega eldhúsið. Dyr snúa mót vestri, niður dalinn. Frá þeim hefur mátt greina allar mannaferðir að selinu, enda liggur selstígurinn beinustu leið að því. Austan við selið er stór tóft, sennilega leifar af enn eldra seli eða jafnvel fjárborg. Líklegra er að þarna hafi Sel í norðanverðum Blikdaleldra sel verið endurbyggt nokkrum sinnum og hóllinn smám saman hlaðist upp. Dæld er í miðju hans. Norðar og ofan við tóftirnar er ílangt mannvirki, gróið, en sjá má grjóthleðslur. Líklega hefur þetta verið stekkurinn. Lækur rennur austan selsins. Þetta selstæði er fjærst Blikdalsánni af öllum þeim 10 seljum, sem skoðuð voru í þessari ferð.
Næsta sel að norðanverðu er skammt neðar, nær ánni, þar ofan við gróinn árbakkann þar sem hún hlykkjast. Sjá
má þrjú rými í mjög grónum tóftum. Tvö rýmin eru saman og eitt sunnan við þau. Dyr á meginrýmunum eru mót suðri.
Þá var haldið yfir Blikdalsána því á tungu austan við síðastnefnda selið mátti sjá allnokkrar tóftir á a.m.k. fjórum
stöðum. Fremst (vestast) eru svipaðar tóftir og handan árinnar; tvö rými saman og eitt til hiðar. Veggir eru grónir Tóftirnar eru undir lágum bakka. Þessar minjar virðast tilheyra eldri tegundum selja.
Skammt austar eru tóftir. Þar gæti hafa verið um sjálfstæða selstöðu að ræða eða einfaldlega stekk frá
fyrrnefnda selinu svo og því næsttalda. Það sel er einnig þriggja rýma, en sýnu nýlegra og reglulegra. Það virðist vera tiltölulega nýlegt, bæði hvað varðar útlit og ástand. Veggir standa heilir, en grónir, og sjá má hleðslur að innanverðu. Í miðjunni eru tvö rými með dyr mót vestri. Til beggja hliða, samfast, er sitthvort rýmið, sennilega eldhús annars vegar og kví hinsvegar.
Og þá kom að því… Áður hefur komið fram að Helgi Bjóla hafi verið landnámsmaður á Kjalarnesi og búið að Hofi,
sem er ekki langt frá “en Blikdalurinn tengist mjög vel Kjalarnesbyggðinni og er með ólíkindum ef hann hefur ekki verið numinn eins og annað land í kring”. Í Landnámu (Sturlubók) segir m.a. í  11 kafla: “Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, fór til Íslands úr Suðureyjum. Hann var með Ingólfi hinn fyrsta vetur og nam meðhans ráði Kjalarnes allt milli Mógilsár og Mýdalsár; hann bjó að Hofi. Hans son var Víga-Hrappur og Kollsveinn, faðir Eyvindar hjalta, föður Kollsveins, föður Þorgerðar, móður Þóru, móður Ögmundar, föður Jóns byskups hins helga.”
Fyrrum lamb í BlikdalÍ 12. kafla Landámu segir: “Örlygur hét son Hrapps Bjarnarsonar bunu; hann var að fóstri með hinum (helga)
Patreki byskupi í Suðureyjum. (Hann) fýstist að fara til Íslands og bað, að byskup sæi um með honum. Byskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku og plenárium og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina. Byskup bað hann þar land nema, er hann sæi fjöll tvö af hafi, og byggja undir hinu syðra fjallinu, og skyldi dalur í hvorutveggja fjallinu; hann skyldi þar taka sér bústað og láta þar kirkju gera og eigna hinum helga Kolumba. Með Örlygi var á skipi maður sá, er Kollur hét, fóstbróðir hans, annar Þórólfur spör, þriðji Þorbjörn tálkni og bróðir hans, Þorbjörn skúma; þeir voru synir Böðvars blöðruskalla.
Örlygur sigldi vestan fyrir Barð; en er hann kom suður um Snæfellsjökul á fjörðinn, sá hann fjöll tvö og dali í
hvorutveggja. Þar kenndi hann land það, er honum var til vísað. Hann hélt þá að hinu syðra fjallinu, og var það Kjalarnes, og hafði Helgi bræðrungur hans numið þar áður. Örlygur var með Helga hinn fyrsta vetur, en um vorið Blikdalur til vesturs - Akranes fjærstnam hann land að ráði Helga frá Mógilsá til Ósvíf(ur)slækjar og bjó að Esjubergi. Hann lét þar gera kirkju, sem mælt var. Örlygur átti margt barna; hans son var Valþjófur, faðir Valbrands, föður Torfa, annar Geirmundur, faðir Halldóru, móður Þorleifs, er Esjubergingar eru frá komnir. Þeir Örlygur frændur trúðu á Kolumba. Dóttir Örlygs hins gamla var Vélaug, er átti Gunnlaugur ormstunga, sonur Hrómundar í Þverárhlíð; þeirra dóttir var Þuríður dylla, móðir Illuga hins svarta á Gilsbakka.”
Spurningin er: Hvar byggðu Þórólfur spör, Þorbjörn tálkni og bróðir hans sem og Þorbjörn skúma bæi sína?
Sunnan Blikdalsár virðast í fyrstu vera tóftir fornbæjar, en mjög líklega hefur þarna verið selstað frá landnámstíð
. Þrjú hús eru í bæjarhólnum; 5×3 m rými (mælt að innanverðu) með op til norðurs, að ánni. Utan við það er minna rými með op til vesturs. Austan þeirra er svo sjálfstætt rými, 7×3 metrar að innanmáli. Hleðslur eru mjög grónar, en sjá má rýmin greinilega. Þau Bærinn í sunnanverðum Blikdaleru miklu mun stærri en tíðkast almennt í seljum á þessu landssvæði, ekki síst í Blikdalnum. Að öllum líkindum eru þessar tóftir svar við þeirri spurningu að með ólíkindum þykir að Blikdalurinn hafi ekki verið numinn frá fyrstu tíð.
Næsta selstaða er norðan við ána, undir háum grónum bakka. Um er að ræða tvær tóftir, aðra stærri. Þær eru
báðar grónar og greinilegar gamlar. Hér gæti, miðað við handritaða uppdráttinn, Holuselið verið. Selið, sem merkt er svo á uppdráttinn, gæti hafa verið fyrsta selið að norðanverðu, eftir Selgilsselið. Sá, sem þekkt hefur til í Blikdal, gæti ekki annað en hafa vitað af því seli, enda liggur gatan beint að því, auk þess sem þar eru greinilegustu seltóftirnar í dalnum.
Efstu seltóftirnar er fundust (að þessu sinni) eru sunnan við ána, einnig tveggja rýma og mjög grónar. Þær eru,
líkt og aðrar selstöður, í skjóli fyrir austanáttinni. Annars hefur það komið í ljós í báðum FERLIRsferðunum, að mjög misviðrasamt er í dalnum. Hvasst getur verið að austan í honum neðanverðum, en þegar komið er inn að seljunum lygnir. Enn austar breytist vindáttin Blikdalsainog verður vestlæg.
Selstígar eru greinilegir beggja vegna árinnar. Að sunnanverðu hverfur stígurinn við efsta selið. Líkt er komið að
norðanverðu. Með líkum var hægt að staðsetja Saurbæjarselið og Brautarholtsselið. Um Holusel, það efsta að norðanverðu, er getið í handritaða örnefnakortinu. Borgarsel (frá fyrrum kirkjustað) er sennilega nokkru austan við Brautarholtssel (mun eldra) og Nesselið á milli. Ártúnssel er sennilega Holuselið og Hjarðarnesselið ofan við Selgil, fremst í dalnum. Erfitt er að staðsetja Hofselin gömlu, en líklegt er að þau hafi verið þar sem Saurbæjarselið varð síðar því þar við eru miklar fornar tóftir og stór stekkur ofar. 
Spóinn, lóan, tjaldurinn, maríuerlan og þúfutittlingurinn fylgdust enn vel með öllum mannaferðum um dalinn, líkt og
lambamæðurnar.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Saurbaejarsel

 

Skálafell

Í Stardal, dalnum ofan bæjarins Stardals í Kjalarneshreppi, eru a.m.k. fornar tóftir á tveimur stöðum; selstaða ofan Stardalsáar og u.þ.b. 14 metra langur skáli ofan dalsins (í Skálafelli). Við síðarnefndu tóftina má einnig sjá tóftir af öðrum minjum. Bendir það til þess að báðir staðirnir hafi verið fornir nytjastaðir. Vestari hluti dalsins er mýrar og keldur, en sá austari er öllu þurrari; svonefndir Akurvellir.
Stardalur-339Ari Gíslason skráði örnefni í Stardal. “Austasta jörð í Kjalarneshreppi. Upplýsingar um jörðina og nágrennið gaf Jónas Magnússon, verkstjóri og bóndi þar. Einnig er sóknarlýsing Bókmenntafélagsins 1840 höfð til hliðsjónar og aukið skýringum eftir henni. Þess skal geta, að á austurjaðri landsins er ekki farið eftir merkjum jarðarinnar, heldur farið þar austur á heiðina smávegis. Er það sökum þess, að Jónas er þar allra manna kunnugastur, og sé ég ekki ástæðu til að skilja það frá að sinni.
Þetta er fallegur dalur, sléttlendur og grasgefinn í botni.  Er þetta því mikið engjaland og dalurinn, sem gefið hefur bænum nafn sitt.  En áður mun bærinn hafa heitið  Múli. Hallur goðlaus bjó í Múla.  Gæti það hafa verið hér og nafnið svo breytzt, er jörðin fór í eyði og var lengi í auðn.  Inni í Stardal virðast vera byggðarleifar, og til er nafn á einu slíku, Akurvellir, innarlega í dalnum, milli Bolagils og Beinagils.  Þarna voru tættur, sem áin er að rifa niður. Neðan við Flágil voru einnig tættur sýnilegar, hvort sem það er eftir bæ eða sel.”
Stardalur-337Í annarri örnefnalýsingu framangreinds Jónasar Magnússonar segir m.a.: “Þessa örnefnaskrá hefur samansetta Egill Jónasson Stardal f. 14. sept. 1926 í Stardal, sonur Jónasar Magnússonar, bónda þar og Kristrúnar Eyvindsdóttur k. h. Höfundur er alinn upp á þessum stað. Hér er notast við þá þekkingu sem hann nam af föður sínum frá barnæsku en Jónas dvaldi frá fjögurra ára aldri í Stardal til elliára, var bóndi þar frá 1914 til 1965 að hann afhenti jörðina syni sínum Magnúsi sem nú býr þar. Magnús Sigurðsson, faðir Jónasar, bjó einnig í Stardal, frá árinu 1894 til dauðadags árið 1910,  en faðir hans Sigurður Guðmundsson frá Breiðavaði í Langadal í Húnavatnssýslu eignaðist jörðina og bjó þar á undan um nokkurt skeið eða frá 1871- 1888. Fyrir daga Sigurðar árin 1850-1871, sat og átti jörðina annar Húnvetningur, Jónas Jónasson frá Gafli í Svínadal, og voru þeir Sigurður og Jónas áður kunnir að norðan.
Stardalur-338Jörðin hefur þannig verið í eigu sömu fjölskyldu síðan 1871 og þar á undan í eigu vinafólks hennar í nær aldarfjórðung eða frá 1850. Líklegt verður að telja að flest merkustu örnefni hafi varðveist mann fram af manni á þessu tímabili en ógjörningur er að segja um aldur þeirra fyrir þann tíma, nema þeirra fáu sem varðveist hafa í rituðum eldri heimildum. Þessi skrá hefur verið borin undir bræður skrásetjara, Magnús Jónasson, bónda og eiganda jarðrinnar, og Eyvind Jónasson verkstjóra, Glæsibæ 3 Reykjavík. Auk þess hefur verið haft til hliðsjónar handrit um örnefni í eigu Magnúsar Jónassonar, samið eftir lýsingu og drögum að örnefnaskrá Jónasar Magnússonar. Þá hefur verið stuðst við skrá í eigu Örnefnastofnunar sem samin er af Ara Gíslasyni, að því hann segir eftir forsögn Jónasar Magnússonar, en sú skrá er full af missögnum og auk þess er þar grautað saman örnefnum jarðarinnar og annarra jarða eða landareigna utan marka hennar án þess að sjáist glöggt hvað sé hvað.”
Hvað sem framangreindu líður eru mjög fornar tóftir í Stardal ofanverðum, jafnvel þær elstu hér á landi, sem ástæða er til að rannsaka m.t.t. aldurs og notagildis.

Heimildir:
-Örnefnalýsingar fyrir Stardal – ÖÍ.

Stardalur

Bærinn í Stardal brann í janúar 1918.

Þjóðskarð

FERLIR hefur þegar fundið í heimildum og staðsett 250 selstöður í fyrrum landnámi Ingólfs. Ekki er þar með sagt að láta skuli staðar numið. Ekki eru nema 3 ár síðan eitthundraðasta selstaðan var staðsett svo ýmislegt hefur áorkast síðan – aðallega vegna þrautseigju og dugnaðar þátttakenda. Ljóst er og að ekki eru enn öll kurl komin til grafar hvað þennan minjaflokk varðar. Það, sem valdið hefur nokkrum erfiðleikum og orðoð tilefni fleiri leitarspora en ella hefði þurft, eru misvísandi lýsingar, bæði eldri og nýrri.
SelstígurinnÍ Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir m.a. eftirfarandi um jörðina Tindsstaði: “Selstaða er í heimalandi.” Guðmundur Runólfsson sýslumaður réttaði um þrætuskika milli Tindsstaða og Mela á Kjalarnesi þann 30. og 31. maí 1763. Skv. heimildum á selstaða frá Melum að hafa verið í Melaseljadal í hlíðum Tindstaðafjalls. Þar var og kofi á bannárunum, notaður til brugggerðar. Líklegt er að kofinn hafi verið í selstöðinni.
Ætlunin var að fara upp í dalinn um Þjóðskarð með stefnu á Þjófagil og jafnvel upp í Tindstaðadal ofan við Kerlingargil. Meginmarkmiðið var að reyna að staðsetja selstöðuna, sem jafnframt gat hugsanlega hafa verið selstaða frá Melum sbr. Jarðabókina 1703. Sú átti þó að hafa verið í Mela-Seljadal, en svæði það er um ræðir virðist hafa fyrrum verið óskipt land jarðanna. Áður hafði verið haft samband við Sigurbjörn Hjaltason, bónda á Kiðafelli, en hann þekkir svæðið manna gleggst. Tók hann af allan vafa hvar Mela-Seljadal væri að finna í margberglagamynduðum hlíðunum ofan við svonefnt Tinnuskarð (Tindaskarð), sem skv. örnefnalýsingu fyrir Mela mun heita Melaskarð.
Áður en lagt var af stað var litið á ýmis gögn og heimildir. Í
sáttargerð frá 7. maí 1529 fékk Erlendur bóndi Þorvarðsson séra Þórði Einarssyni jörðina Mela á Kjalarnesi. Þórður tók við jörðinni fyrir hönd barna Orms Einarssonar en um var að ræða ógreiddar eftirstöðvar vegna vígsbóta eftir hann.
Minnst er á selstöðu Mela upp í Esju í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns: “Selstöðu á jörðin þar sem heitir Mela Seljadalur, og eru þeir hagar að mestu aleyddir af skriðum.”
Í kaupbréfi sem talið er vera frá því um 1509 seldi Árni Brandsson Kolbeini Ófeigssyni í umboði Þorvarðs lögmanns Erlendssonar jörðina Tindstaði í Saurbæjarþingum fyrir 20 hundruð en Þorvarður skyldi greiða 21 hundrað í lausafé.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir m.a. eftirfarandi um jörðina Tindsstaði: “Selstaða er í heimalandi.”
Stekkjarskarð - Akrafjall fjærGuðmundur Runólfsson sýslumaður réttaði um þrætuskika milli Tindsstaða og Mela á Kjalarnesi þann 30. og 31. maí 1763. Deilan virðist hafa staðið um það, hvort land milli Þverár og Kleifa/Kleifar [bæði nöfnin notuð] tilheyrði Melum eða
Tindsstöðum. Neðanmáls í Jarðatali Johnsens frá 1847 segir að í jarðamatinu 1802 komi fram að með Tindsstöðum sé hafður eyðipartur úr Mýdal [Miðdal] í Kjósarhreppi, svokallaður Mýdalspartur, sem sé konungseign. Mýdalspartur var svo seldur með konungsúrskurði 5. júní 1833.
Í jarðamatinu 1804 kemur eftirfarandi fram um jörðina Tindsstaði: “Med denne Jord [þ.e. Tindsstöðum] benyttes tillige en öde Gaards Part inden Reinevalle Rep Middalspart kaldet.”
Landamerkjabréf fyrir jörðina Tindsstaði var undirritað 27. maí 1890. Það var þinglesið 3. júní sama ár: “1. Að norðanverðu milli Tindstaða eru mörkin sem Miðdalsá ræður. 2. Að austanverðu milli Tindstaða og Miðdalskots eru mörkin Kerlingargil og gamall lækjarfarvegur sem vatn hefur runnið í til forna niður í Miðdalsá.
3. Að sunnanverðu milli TindstaðadalurTindstaðadals og Bleikdals eru mörkin eptir fjallsbrún og sem vötnun hallar. 4. Vestanverðu það sem Kleifar og Klettabrún ræður upp til hnefa. Landið frá Klettabrún inn að Þverá er sameignarland Tindstaða og Melamanna samkvæmt sáttargjörð anno 1763 – 31. maí.” Undir þetta landamerkjabréf skrifaði fulltrúi eigenda Mela og fulltrúar þjóðjarðarinnar Morastaða og eigandi Saurbæjarjarða.
Í fasteignamatinu 1916-1918 segir að land Tindsstaða sé há og brött fjallshlíð og að nægt sumarland sé handa öllum fénaði. Að landi Tindsstaða liggur Melbær í Kjós sem er sameign við Tindsstaði og hafði verið notaður þaðan um langan tíma. Þess vegna er Melbær talinn með er heyafli Tindsstaða er metinn. Meðal kosta Tindsstaða er talið skógarítak sem er þó í fjarlægð.
Þann 20. júní 1927 var gengið frá landamerkjabréfi varðandi mörk jarðanna Ytri– og Innri-Tindsstaða. Bréfið var þinglesið 23. júní 1927. Mörkunum er þannig lýst: “Vestanverðu við há Dýjadalshnúk beina línu í Nóngilslæk þar sem hann rennur ofan af Tind[a, strikað yfir]staðadalsbrún og svo eftir Nóngilslæk niður fyrir tún, síðan eftir fornum lækjarfarveg ofan í Miðdalsá.”
Í fasteignamatinu 1932 kemur fram að býlið Melbær (Miðdalspartur) í Kjósarhreppi sé í eigu Daníels Magnússonar á Tindsstöðum.
Mela-SeljadalurEftir þetta koma, skv. upplýsingum Sigurbjörns, landamerkjabréf frá 2. júní 1921, júní 1922 og 15. nóv. 1928. Ekki er þar getið um minjar við efrimörk þau, sem hér var ætlunin að huga að.
Egill Jónasson Stardal getur nokkurra selja í grein sinni Esja og nágrenni sem birtist í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1985. Þar stendur m.a.:”Skammt fyrir vestan Tindstaðabæi sem eru ystu bæir í Kjalarnesshreppi kemur lítil á úr Esjunni sem heitir Þverá og upp með henni er Melaseljadalur.” Hér virðast áttir eitthvað hafa spillst því Mela-Seljadalur er í norðvestur frá Tindstöðum.
Einnig kom fram í vitnisburðum að Melasel væri í Mela-Seljadal utan við Þverá. Vitnið Álfheiður Þórarinsdóttir nefndi ákveðinn mann sem þar hafði haft í seli en annars virðist selstaðan ekki hafa verið nýtt svo vitnin minntust. Einnig höfðu sum vitni heyrt um Tindsstaðasel á Tindsstaðadal en ekkert þeirra virðist hafa vitað um notkun á því.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 kemur fram að jörðin Melar hafi hjáleigurnar; Útkot, Niðurkot og Norðurkot. Jafnframt kemur fram að hjáleiganna er ekki getið fyrr enn 1802.
Tinnuskarð (Melaskarð) - Tíðarskarð fjærLandamerkjabréf fyrir Mela og Norðurkot var undirritað 28. maí 1890 og því var þinglýst 3. júní sama ár. Í því stendur m.a.: “1. Mörkin að sunnan milli Hjarðarness og Melatorfunnar, fyrst úr jarðföstum steini með þúfu á, (vörðu) við sjóinn á jarðnefinu lítið eitt fyrir sunnan svokallaðan markalæk og svo þaðan beina stefnu í torfvörðu á mýrunum og svo þaðan beina stefnu í vörðu á miðjum stóra Sandhól, og þaðan beina stefnu í há fjallsbrúnina beina stefnu sem vötnum hallar til norðurs í Litlahnúk sem er fyrir vestan Díadalshnúk og niður í Þverá þar sem hún fellur í Melaseljadal og sem Þverá ræður niður í Kiðafellsá og svo sem Kiðafellsá ræður allt til sjávar, og svo sem fjara ræður allt suður að Hjarðarnesslandi sem áður er greint. 2. Landið frá Þverá allt fram á Kleifar eða Klettabrún er sameignarland Melamanna og Tindstaða samkvæmt sáttargjörð Anno 1763 þann 31. maí.” Enginn er hjer viðstaddur sem eigandi eða umráðamaður Útkots og er honum því geymdur rjettur. Þessa landamerkjaskrá óskum við undirskrifaðir að þeir sem lönd eiga til móts við oss vildu undirskrifa. Þetta landamerkjabréf var samþykkt af umboðsmanni Hjarðarness. Á eftir undirskriftum þeirra eru veittar upplýsingar um slægjuland Mela, Niðurkots, Norðurkots og Útkots.
Í fasteignamatinu 1916-1918 eru Norðurkot og Niðurkot talin með Melum. Í lýsingu á landi jarðarinnar kemur m.a. fram að hlíðin sé brött, skriðótt og klettótt. Meðal kosta jarðarinnar er t.d. talið upp að sumarhagar séu nægir og að hún eigi upprekstur í Blikdal. Meðal ókosta er m.a nefnt beituítak Saurbæjar og að jörðin Útkot sé sameign. Í umfjöllun fasteignamatsins um tún eyðijarðarinnar Útkots er þess getið að hún eigi annað óskipt í Melalandi.

Gamla þjóðleiðin - Kiðafell fjær

Landamerkjabréf sem lýsti mörkunum milli Mela og Norðurkots og Niðurkots var undirritað 2. júní 1921. Því var þinglýst sama dag. Samkvæmt því eru landamerki jarðanna eftirfarandi: “Að ofan úr Gilbotni ræður lækurinn milli bæjanna til sjávar, að því undanskildu, að landstykkið svokallað Sölvaflatir, sem tilheyra Melum eru fyrir norðan læk, en fylgja nú Norðurkoti, þess í stað fylgir Melum, það úr Niðurkotstúni er nefnist Skipaflöt og mannvirki þau er þar eru, hús og hlaða og ræður beinstefna úr torfvörðu við skurð fyrir ofan túnið í norðurhorn á kálgarði til sjávar; að ofan ræður nefndur skurður í lækinn. Hagbeit fyrir utan tún og slæjuland er óskipt land, sömuleiðis fjörubeit, allur reki, beitutekja selveiði og hver önnur hlunnindi til fjalls og fjöru og hefir hvor ábúandi, heimild að hagnýta eftir samkomulagi hlutfallslega eftir jarðarstærð meðan ekki verður skipt, eða öðruvísi umsemst.”
Brugghús mun hafa verið í Mela-Seljadal
á þeim tímum þegar bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó en Björn sálugi Blöndal var lögreglueftirlitsmaður með landabruggi þá. Það var á allra vitorði, að nokkrir þarna í nánd stunduðu lítilsháttar brugg sér til búdrýginda, en allt voru þetta heiðursmenn, og aldrei fannst brugghúsið, fyrr en sólheitan sumardag einn að maður nokkur skapp í fjallgöngu á Dýjadalshnúk í Esju. Á niðurleið gekk hann yfir Melaseljadal, og sá þá lækjarsprænu koma undan einhverri þúst. Við nánari athugun kom í ljós hið haganlegasta brugghús með landalögum í mörgum brúsum og tunnum á stokkunum. Lækurinn var leiddur í gegnum húsið til hagræðingar.
Í örnefnalýsingu fyrir Tindstaði segir m.a.: “Þverá myndast í Tindstaðadal.  Er yfirleitt lækur, en getur orðið ljót stundum. Hún er á merkjum móti Melahverfi og rennur svo í Kiðafellsá rétt fyrir ofan Kiðafell.  Þegar farið er upp á Mela-Seljadal, er farið um þetta Klif.  Á dalnum var haft í seli áður fyrr.”
Í örnefnalýsingu fyrir Mela segir m.a.: “Inn af brúninni og klettunum, séð frá Norðurkoti, er alldjúp og löng kvos, sem heitir Mela-Seljadalur ofan við Bollann og Hjalla. Eftir honum rennur Þverá.” Að framansögðu mætti ætla að Mela-Seljadalur og Tindstaðadalur væri einn og sá sami. Svo mun þó ekki vera.
Þá segir: “Klifið er við endann á Mela-Seljadal. Þegar kemur yfir Melagilið, tekur Norðurkot við. Frá því eru flatir niður með læknum rétt fyrir neðan tún. Þær heita Sölvaflatir. Þar var slétt tún með læknum, og voru þar þurrkuð söl. Niðurkot er beint niður af Norðurkoti, niður við sjó, og Niðurkotsmýri var fyrir neðan hæðina milli bæjanna. Í Niðurkoti var síðast þurrabúðarfólk rétt fyrir aldamót. Nyrzti hluti gamla túnsins hét Aukatún.
Í Melafjalli upp af bænum eru skörð. Lækurinn, sem rennur um Melagil, kemur um Stekkjarskarð í brúninni, en nokkru innar er stórt skarð í klettana, sem heitir Þjóðskarð. Vestar er far í berginu eða plötunni, sem heitir Skessuspor. Milli þessara skarða er venjulega nefnt „Milli skarða“.

MannvistarleifarEkki er minnst á sel í örnefnalýsingu Mela, en hins vegar í örnefnalýsingu fyrir Tindstaði. Í Jarðabókinni er þessu öfugt farið; getið um selstöður frá báðum bæjunum. Landamerkin eru þó enn við Þverá. Spurningin er hvort um tvær selstöður geti verið að ræða, sem teljast verður líklegra.
Gengið var tvisvar sinnum áleiðis upp að mögulegum selstöðum er að framan greinir. Fyrst var gengið um Þjóðskarð. Ofan þess er glögg gata er kemur undan hlíðinni skammt austar, frá gömlu alfaraleiðinni undir hlíðunum ofan við Mela. Líklegt má telja að sú leið hafi verið farin með nytjar frá selinu, enda bæði greiðfærari og betur aflíðandi en selstígurinn um Melagil (Tinnuskarð) er síðar verður getið um. Stígnum var fylgt upp brúnirnar. Augljóst var að þarna var um fyrrum valda og fjölfarna götu að ræða. Hún er aflíðandi upp hlíð. Kindagata liggur undir hlíðinni. Þegar götunni var fylgt lá hún beint upp að gili ofan við Melagil, svonefnt Stekkjarskarð í örnefnalýsingu Mela. Þar var hin selvænlegasta selstaða, en engar tóftir (að því er virtist). Í skarðinu eru fallegt stuðlaberg. Undir því er skjólgott. Þar virðist hafa verið stekkur fyrrum. Utan við skarðið er vel gróið grasi, en all þýft. Einn staður þar gæti bent til að hafa verið manngerður, en erfitt er að fullyrða um það. Annar litur er á gróðrinum þar en umhverfis, auk þess sem hvergi gæti verið um ákjósanlegri selstöðu að ræða; gróið skarðið sem álitlegur nátthagi, ummerki eru þar og um stekk, auk þess sem það er og gnægt vatns. Stígurinn fyrrnefndi lá beina leiða að staðnum.

Herminjar við Tíðarskarð

Þá var haldið bæði út með hlíðum og upp með skarðinu þar sem mun vera Mela-Seljadalur. Þrátt fyrir leit í dalnum, sem í rauninni er gróin kvos eða lægð undir hlíð ofan við Stekkjarskarð, fundust ekki mannvistarleifar. Lækur rennur um dalinn. Í honum ofanverðum eru verulegar dýjar.
Haldið var til suðurs að Þverá og henni fylgt upp í Tindstaðadal. Dalurinn sá er hinn “seljalegasti” á að líta, vel gróinn og skjólgóður, auk þess sem lækur rennur um hann miðjan, áleiðis niður í Kerlingagil. Þrátt fyrir víðatæka leit um dalinn fundust hvergi selsleifar. Einn staður kom þó öðrum meira til greina, þ.e. skjólsæl lund undir brekkubrún, en ekki var hægt að greina þar mannvistarleifar með fullri vissu.
Hlíðinni var fylgt til baka að Mela-Seljadal, en þrátt fyrir endurtekna leit þar, fundust engar mannvistarleifar með staðfestu. Haldið var niður eftir Stekkjarskarði og selstígnum fyrrnefnda fylgt til baka. Neðar greindist hann í tvennt; annars vegar að fyrrnefndri leið og hins vegar niður Melaskarð (Tinnuskarð). Í skarðinu var stígurinn vel greinilegur alla leið niður á láglendið. Í miðju skarðinu er tindlaga berggangur og annar svipaður skammt utar, vestar. Undir skarðinu að austanverðu mótar fyrir stekkjarleifum.
ArnarhamarsréttinGamla veginum um Hvalfjörð var fylgt að upphafsstað. Hann er vel greinilegur undir hlíðinni, u.þ.b. 150-200 cm breiður. Svo virðist sam gamla þjóðleiðin undir hlíðunum hafi verið lagfærð og aðlöguð fyrstu sjálfrennireiðinni.
Samkvæmt upplýsingum Sigurbjörns bónda mun fyrsta póstferð á bíl frá Reykjavík til Akureyrar hafa verið 1933 og að “seinfarið hafi verið um Kjalarnes því þurft hefði verið að fara um moldarstíga undir Esju”. Í bók Halldórs á Reynivöllum segir að haustið 1929 hafi vegur um Kjalarnes verið kominn inn fyrir Tíðarskarð.
Um haustið 1929 var nýr vegur kominn á Kjalarnes og rétt inn fyrir Tíðarskarð. Endaði hann við heimreiðina að Hjarðarnesi. Gamli þjóðvegurinn var mun ofar en nú er, í fjallsrótum Esju. Kjósarhreppur lánaði fé til verksins til að flýta framkvæmdum. Á sama ári var brúin yfir Kiðafellsá byggð. Vegsamband ökutækja um Hvalfjörð komst á árið 1934, eða fyrir u.þ.b. 75 árum. Vegstæðið er þó fjarri því að vera það sama og nú er, sem fyrr segir. Gaman er því að fylga eftir gamla vegstæðinu suðaustan við Tíðarskarð með fjallsrótunum, allt að Kiðafellsánni.
Í bakaleiðinni voru skoðaðar merkilegar stríðsminjar við Tíðarskarð og litið á Kjalnesingarréttirnar; Saurbæjarréttina og Arnarhamarsréttina sunnan við skarðið.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-504 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, 3. b., s. 381.

Saurbæjarréttin