Tag Archive for: Kjós

Kjalarnes

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins árið 2000 má lesa eftirfarandi frásögn um „Kjalarnes og Kjós„:
„Esjan er fjall sem allir Reykvíkingar og fleiri hafa fyrir sjónum nær alla daga.Uppi í hlíðum þess var unnið kalk og flutt til Reykjavíkur. Brennsluofhinn stóð þar sem nú heitir Kalkofnsvegur og eru enn til hús sem kalkið var notað í. Á Esjuna eru margar góðar og frekar auðveldar gönguleiðir, t.d á Þverfellshorn, um Gunnlaugsskarð, úr Blikdal og margar fleiri. Á Esjubergi var fyrsta kirkja á Íslandi reist og þar bjó Búi Andríðsson, aðalsöguhetja Kjalnesingasögu.
Esja-221Á Móum bjó séra Matthías Jochumsson þegar hann var prestur í Saurbæ á Kjalarnesi 1867-73 og þar þýddi hann leikritin Hamlet, Othello og Rómeó og Júlíu.
Um Brautarholt segir í Kjalnesingasögu að Helgi bjóla, sem nam land á Kjalarnesi fengi Andríði, írskum manni, bústað. Þar fæddist Bjarni Thorarensen, 1786-1841, skáld og amtmaður. Helgi bjóla bjó á Hofi, en Þorgrímur goði reisti þar hof mikið.
Saurbær á Kjalarnesi er kirkjustaður og höfuðból. Árið 1424 rændu enskir víkingar staðinn og stálu vopnum, hestum og fleiru.
Tíðaskarð innan við Saurbæ heitir svo því að þar fóru kirkjugestir um á leið til tíða og þegar til þeirra sást, þótti tími til að hringja til tíða. Fyrir um 15-20 árum var farið að brotna mikið úr sjávarbakkanum fyrir neðan kirkjugarðinn og komu þá í ljós bein úr garðinum.
Hvalfjarðareyri, löng og flöt eyri er gengur út í Hvalfjörðinn. Þar var verslunarstaður um tíma á seinni hluta 17. aldar eftir að Maríuhöfn eyðilagðist. Rétt innan eyrarinnar heitir Naust. Þaðan gekk ferja um tíma yfir að Katanesi. Þar er og elsti vegarkafli í Kjósinni, sem enn er notaður.
Laxárvogur (Laxvogur) er grunnur en þótti góður beitutínslustaður.
mariuhofn-221Maríuhöfn var verslunarstaður á miðöldum og sjást þar rústir, sem eru að mestu ókannaðar. Árið 1402 kom Hval-Einar Herjólfsson skipi sínu í Maríuhöfn og flutti með sér svarta dauða, mannskæðustu drepsótt er hingað hefur komið. Þegar Alexíus prestur Svarthöfðason á Saurbæ reið frá skipi, komst hann ekki nema í Botnsdal og andaðist hann þar og sjö fylgdarmenn hans. Svo bráð var sóttin.
Árið 1387 kom Björn Einarsson Jórsalafari skipi sínu í Hvalfjörð.
Hvammur, þar bjó Hvamm-Þórir er land nam milli Laxár og Fossár.
Steðji, Karlinn í Skeiðhól, Staupasteinn, sem allt eru nöfn á sama steininum, en þar er forn áningarstaður.
glymur-221Í Landnámu segir að Ávangur hinn írski hafi reist bú að Botni. Um Botnsdalinn rennur Botnsá, en hún skiptir löndum milli Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu. Í henni er Glymur, 198 m hár, talinn hæsti foss á Íslandi. Botnsá fellur úr Hvalvatni, sem er næst dýpsta vatn landsins, um 160 m djúpt. Inn af dalnum er Hvalfell, móbergsfjall, sem hlóðst upp í gosi undir jökli síðla á ísöld. Grágrýtiskollur er á fjallinu, sem bendir til að gosið hafi náð upp úr jöklinum. Sagt er að Arnes Pálsson hafi hafst við í hellisskúta við vatnið á árunum 1750-57.
Botnssúlur, einstakir tindar, sá hæsti 1095 m. talið er að um gamla eldstöð sé að ræða og tindarnir séu rústir af gömlum gíg. Þyrill er 358 m hátt hömrum girt fjall úr basalti, þar finnast margar tegundir sjaldgæfra geislasteina. Nafnið mun vera dregið af þyrilvindum þeim, sem eru svo algengir fyrir botni Hvalfjarðar. Í Þyrli er klauf, Helguskarð, sem sagan segir að Helga jarlsdóttir klifi upp með syni sína, Björn og Grímkel, á flótta eftir víg Hólmverja á leið sinni yfir að Indriðastöðum í Skorradal.
Í Geirshólma höfðust við Hólmverjar undir forustu Harðar Grímkelssonar, sem frá segir í Harðar sögu og Hólmverja. Þar hafðist við flokkur Sturlu Sighvatssonar undir forustu Svarthöfða Dufgussonar og fóru með ránum þaðan um hríð.
Bessastaðir, kirkjustaður og fornt höfuðból á Álftanesi. Bessastaða er fyrst getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar og eru þá í eigu Snorra Sturlusonar. Eftir dráp Snorra sló Noregskonungur eign sinni á Bessastaði og eru þeir fyrsta jörðin í konungseign á íslandi. Frá 1867 voru Bessastaðir í eigu Gríms Thomsen, en faðir hans bjó bar áður. Grímur var fæddur á Bessastöðum 1820. Á Bessastöðum fæddist einnig skáldið Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal 1826. Þar var Bessastaðaskóli, arftaki Hólavallaskóla, frá 1805 og í um 40 ár. Þá var hann fluttur til Reykjavíkur aftur og nefndist þá Lærði skóli og síðar Menntaskólinn í Reykjavík. Bessastaðir voru gefnir íslenska ríkinu 1941, með því skilyrði að þar yrði setur ríkisstjóra og forseta. Gefandinn var Björgúlfur Ólafsson, læknir á Bessastöðum og síðar í Kópavogi. Hús þar eru í elstu röð húsa í landinu, reist á árunum 1761-66 sem amtmannssetur. Kirkja var reist þar á árunum 1777-1823. Þar var gert virki á 17. öld, Skansinn, til varnar sjóræningjum og óvinaherjum.“

Heimild:
-Fréttabréf Ættfræðifélagsins, 18. árg. 2000, 4. tbl., bls. 1 og 3.

Esjuberg

Esjuberg á Kjalarnesi.

Selflatir

 Ætlunin var að leita minja er getið hefur verið í FERLIRslýsingum nr. 1095 og 1104, þ.e. mögulegra minja selja við Selá, við Selsvelli og neðst í Seldal í Kjósinni.
ÞórufossÍ skráðum heimildum er einungis getið um selstöðu, löngu aflagða og í móa horfin, á Selflötum sunnan Hækingsdals, en ekki er getið um minjar á hinum stöðunum. Einungis örnefnin benda á hugsanlega tilvist slíkra minja þar. FERLIR hefur jafnan nýtt sér skráðar heimildir, sem á stundum hafa reyndar verið misvísandi, en þá jafnframt leitað uppi og gaumgæft betur, bæði vettvanginn og aðrar fyrirliggjandi upplýsingar. Niðurstaðan hefur síðan verið færð jafnóðum í nákvæma hnitaskrá. Skráin byggist á fyrirframákveðnu „pússluspilskerfi“, sem sérhver ferð fyllir upp í. Stundum virðast þær samhengislausar, en smám saman skýrist myndin – un hún birtist loks fullsköpuð. Verkefnið krefst bæði mikillar þolinmæði og þrautseigju. Heildarskráin er svo varðveitt í einu eintaki; Reykjanesskinnu. Nú, árið 2007, fylla fylgiskjöl, minnisblöð og afrit eina 12 pappakassa og u.þ.b. 5000 blaðsíður tölvutæks efnis. En hvað um að – framundan er alltaf það sem skiptir mestu máli – þá stundina.
Að þessu sinni var lagt af stað frá Þórufossi í Laxá. Fossinn er með þeim fegurstu hér á landi, um 18 metra hár og eftir því breiður. Kennileitið var jafnframt miðsvæðis í leitinni að þessu sinni. Skammt austar eru Selflatir, norðar er Hækingsdalur. Norðan hans er Selá. Vestan árinnar er Stóra-Sauðafell utan í austanverðu Skálafelli. Norðan og millum fellanna til norðurs er Seldalur.
Laxá vaðinLandamerki Kjósarinnar að sunnanverðu liggja m.a. um Þórufoss. Þessi takmörk landmegin eru frá Botnsvogi innanverðum suður og upp á (Hrísháls) Múlann, er nú er nefndur Múlafjall, en er endi Hrísháls, þá eftir Hríshálsi sunnanverðum (þar sem hallar vötnum norður) upp eftir Súlnahrygg og upp á  Súlnatind, þá suðvestur niður til Sandvatns, er Brynjudalsá fellur úr (litlum spöl sunnar er Myrkavatn, er Öxará fellur úr), þá suðvestur um Kjalfjall (Kjölinn) og vestur af því ofan í efra hluta Kjósardalsins um Þórufoss í Laxá skammt fyrir neðan Stíflisvatn, sem Laxá fellur úr, þá yfir Seldal vestur í Rjúpnagilsbotna. Halda sýslumörkin áfram, en er þá komið í Mosfellsbæ og síðan eru mörk milli Kjalarness og Kjósar frá þessum stað og eftir háeggjum Skálafells, Móskarðshnjúka, Esju og niður í Miðdal við landamerkin hjá Tindstöðum.
Gamla leiðin í Kjósina frá Þingvöllum lá norðan Stíflisdalsvatns, niður með Stýfingum, austan ár, niður með Þórufossi og norður að Hækingsdal. Hún er vel greinileg þars em hún liggur með Brattafellinu undir Stóröxl og niður í Þrengslin neðan við Þórufoss. Neðan Þrengslanna er gatan vörðuð að vaði á ánni.
Haldið var yfir Laxá á vaði skammt ofan við Þórufoss. Áin kemur úr Stíflisdalsvatni og fellur í Laxárvog. Hún er um 20 km á lengd, meðalrennsli um 15m/3 á sek og vatnasvið um 150 km/2 ( um 211 km/2 ef  vatnasvið Bugðu, sem fellur úr MSelflatireðalfellsvatni, er talið með). Í leysingum og stórrigningum geta komið ofsaflóð í ána flæðir hún þá yfir bakka sína og er dalurinn þá yfir að líta sem stórt stöðuvatn. Laxá er með gjöfulustu laxveiðiám landsins og veiðast þar jafnan hátt í tvö þúsund fiskar hvert sumar. Í ánni eru nokkrir fossar. Má þar nefna m.a. Þórufoss í Kjósarskarði, sem er þeirra stærstur og Pokafoss, en hann er rétt ofan við bugðu á ánni austan við Vindáshlíð. Brú er á Laxá neðanundir Vindáshlíð. Á lágum klettastalli vestan við brúna er skilarétt sveitarinnar. Neðan við réttina er Norðlingavað, en á því vaði liggur þessi forna þjóðleið yfir ána. Óefað hafa orðið mörg slys á svo fjölfarinni leið í aldanna rás . Eitt hefur verið fært í annála. Árið 1556 drukknaði þar Oddur Gottskálksson lögmaður. Var hann á leið til Alþingis. Að sögn var áin talin ófær. En lögmaður skeytti því ekki heldur reið út í. Hesturinn hrasaði, losnaði Oddur þá úr hnakknum og flaut undan straumi. Hann rak upp á eyri í ánni, komst þar á fjóra fætur, en yfirhöfnin slóst fram yfir höfuð hans og færði hann aftur í kaf. Hann náðist þó lifandi. Var tjaldað yfir hann við ána en um nóttina andaðist hann.
Um það bil miðja vegu milli Þórufoss og Stíflisdalsvatns er Sýsluhólmi, einnig nefndur Þinghólmi fyrr á tímum; þar er og gamalt vað, sem HÚtsýni að Sandfelliólmavað heitir. Guðbrandur Hannesson, bóndi í Hækingsdal, sagði að Laxá hefði fyrrum runnið beggja vegna hólmans, en nú hefði hún breytt sér þannig að  nú rennur áin einungis austan hans.
Stefnan var tekin á Selflatir. Um er að ræða sléttar flatir neðan við Brattafellsgil. Gróðureyðingin hefur herjað á þær líkt og annars staðar með hlíðunum. Skriður hafa hlaupið úr battri hlíðinni, en enungis ofan við flatirnar. Mjög gamlar jarðlægar tóftir virðast vera á tveimur stöðum, annars vegar á norðanverðum árbakkanum neðan við gilið og hins vegar uppi í gilinu. Á báðum þessum stöðum gætu hafa verið mannvirki. Fallegur 12-15 m hár foss er uppi í skjólgóðu gilinu. Þar kúrðu fjórar rjúpur.
Hækingsdalur er í Jarðabókinni 1703 sagður eiga „selstöðu í sínu eigin landi góða, þar sem heita Selsvellir á Geitahlíð.“
Guðbrandur, bóndi í Hækingsdal, segir að bærinn hafi haft selstöður við Selá norðan við bæinn og á Selsvöllum sunnan við hann. Selsvellir hafa einnig  verið nefndir Selflatir. Hann taldi að skriða hefði hlaupið yfir selstöðuna á ÞrengslinSelsvöllum og þar væru því engar greinanlegar minjar lengur. Hlíðin ofan við flatirnar hefði verið nefnd Geitahlíð, Þrengslin norðar og þá Hríshvammur. Faðir hans hefði farið með háskólafólki þangað, en það ekkert séð að hann myndi. Tóftir væru hins enn vel sjáanlegar við Selá sem og gömul hlaðin rétt.
Gömlu leiðinni úr Kjós upp á Þingvelli var fylgt til norðurs, niður í Þrengslin um hið eiginlega Kjósarskarð og áfram með þeim austanverðum. Undir Grenhlíð er Hríshvammur, nú grasi gróið sléttlendi. Grindargil er í hlíðinni, en árfarvegur þess var þurr. Handan hans tóku við grónar selslegar sléttur. Varða er á hól við gömlu götuna og önnur norðar, fallin. Hlíðin er ekki ólík því sem gerist á Vestfjörðum og Austfjörðum, stallar og tilkomumikil þvergil. Fíllinn hafði sest upp í björgunum. Ásalækur kemur úr Dagmálafelli. Norðar er Þverárgil og Þverá er kemur ofan úr Þverárdal. Bærinn Hækingsdalur er við Þverána.
Á sömu blaðsíðu og nefnd var í Jarðabókinni segir um Sauðhús: „Sauðhús hefur til forna í Hækinsdalslandi kallað verið þGömul leiðar sem stundum hefur í manna minni selstaða brúkast og halda menn bygt ból hafi í gamalli tíð verið, og hafa til líkinda þar um girðinga og tófta leifar; ekkert vita menn til þess annað og kann ei aftur að byggjast, því túnstæði allt að er komið í mosa, mó og mýri, og mjög brotið á þeirri, sem þar rennur, kölluð Selá.“
Selá er skammt austan við Vindás og norðan Hækingsdals, sem fyrr sagði. Norðar er Skálafell og Seljadalur handan þess. Sagnir eru um selstöðu frá Vindási fremst í Seljadal. Jörðin hafði selstöðu  sem tilheyrir [Reynivöllum] á Seljadal. Jafnframt er þess getið að selstöðu eigi jörðin í eigin landi. Guðbrandur, sem smalað hefur svæðið í tugi ára, sagðist ekki muna eftir öðrum tóftum í Seljadal en á þeim stað er bærinn Seljadalur var austan í dalnum. Hins vegar væru tóftirnar við Selána enn vel greinilegar.
Guðbrandur sagði Háls (Fremri-Háls) hafa haft selstöðu neðst í Seldal, sem væri norðan við Stóra-Sauðafell. Þar mætti enn sjá selstóftir á bakka Hálsár.
Í Laxá rétt ofan við ármót Selár er Pokafoss, sem er sérkennilegur foss.
Að þessu sinni var farið aftur yfir Laxá á ís og stefnan tekin á Fremri-Háls, vestan í dalnum. Vinarlegur bóndinn þar leiðbeindi FERLIRsfélögum inn á gamla Kjósarskarðveginn (akveginn) suður með hlíðinni. Fyrst vildi hann þó sína aFjárhúsðkomumönnunum gamlar tóftir norðaustan við bæinn. Hafði hann á orði að óljóst væri hvaða tilgangi þær hefðu þjónað. Við skoðun á tóftunum komu í ljós heilleg hlaðin fjárhús, líklega frá lok 19. eða byrjun 20. aldar. Tvö rými er í tóftinni, sem er allheilleg á stað er auðvelt væri að varðveita. Aftara rýmið er hlaða eða heystæði, en í fremra rýminu er hlaðinn garður eftir miðju húsinu. Dyr eru við suðvesturhornið. Hleðslurnar standa, eru heillegar og grónar að utanverðu. Hæð á þeim er um 160 cm. Ummál húsanna var ekki mælt að þessu sinni.
Gamla akveginum var fylgt upp í Seldal. Þar eru tún, sem foreldrar núverandi húsfrúar sléttuðu. Vestan við þær, fast við gamla veginn eru tóftir. Þær eru tvískiptar, en auk þess eru ógreinilegar tóftir vestan þeirra. Vegurinn hefur verið lagður í gegnum tóftarsvæðið. Dyr snúa mót austri. Þegar komið er inn eru rými á báðar hendur, mun stærra þó á vinstri hönd.
Hér gæti verið um tóftir kots að ræða, jafnvel kots, sem vaxið hefur upp úr seli sbr. örnefnið Seldalur, sem er þarna beint fyrir ofan, milli Stóra-Sauðafells og Skálafells.
Tóft í SeldalÍ suðausturhlíðum Skálafells er Seldalur. Reynsla FERLIRs er að þar sem sels- eða seljanafngiftin kemur við sögu – þar hefur verið sel. Ætlunin er a.m.k. að skoða svæðið m.t.t. þess. Tímaáætlun FERLIRs er að ljúka meginseljaleit í landnámi Ingólfs fyrir haustdaga 2007. Þegar liggja fyrir upplýsingar og staðfestingar á 186 seljum og selstöðum á svæðinu, en þegar upp verður staðið má áætla að þær verði nálægt 250 talsins. Og eru þá ótaldar aðrar fjölummargar og -þættar menningarminjar á svæðinu, allt frá upphafi norræns landnáms hér á landi, sem og fyrrumleitum (keltneskum) er síðar verður vikið að – ef tími vinnst til.
Ingibjörg Jónsdóttir á Fremra-Hálsi sagði fjórbýli hafa verið fyrrum á Hálsi; Háls, Margrétarkot, Huldstaðir og Sauðafellskot. Sennilega væru tóftirnar af síðastnefnda bænum fremst í Seldalnum. Foreldrar hennar hefðu ræktað tún við tóftirnar og þá hefðu komið fram minjar þar. Ætla mætti að  Sauðafellskot hafi vaxið upp úr seli þar sem ekki er getið um selstöðu í örnefnalýsingu fyrir bæinn. En í örnefnalýsingu fyrir Stardal er getið um tóftir sels efst í Seldal, „austan marka“. Líklega er þar um að ræða sel frá Fremra-Hálsi. Ætlunin er að skoða minjar í Seldal fljótlega.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Séra Gunnar Kristjánsson sóknarprest á Reynivöllum, sérprent með Árbók Ferðafélags Íslands árið 1985.
-Óbyggðanefnd – Kjalarnes og Kjós.
-Örn H. Bjarnason – Gamlar götur.
-Ingibjörg Jónsdóttir – Fremra-Hálsi.
-Jón Steinar Vilhjálmsson-Fremra-Hálsi.

Þórufoss

Þórufoss.

Hálsnesbúðir

Stefnan var tekin á Hálsnes norðvestan við Neðri-Háls í Kjós. Langflestir, sem ekið hafa um Hvalfjörðinn, hafa gefið nesinu auga, en langfæstir hafa ekið út af þjóðveginum og gaumgæft það. Full ástæða er þó til þess því svæðið endurspeglar merkilega sögu. Þrátt fyrir það eru engar merkingar eða vísbendingar um hvar það gæti verið að finna. Þokkalegur malarvegur er niður á Búðasand, en þangað var ferðinni heitið að þessu sinni. Auk búðaminjanna við Búðasand var ætlunin að skoða Maríuhöfnina skammt utar sem og svæðið umhverfis svonefnda Hálshóla á sunnanverðu nesinu.
Laxárvogur, Hálsnes og HvalfjörðurMaríuhöfn mun hafa verið mesti kaupstaður landsins á miðöldum, fram á 15. öld. „Rústir staðarins eru ofan við Búðasand og er Maríuhöfn við suðausturenda sandsins. Skip sem þangað komu voru dregin inn á poll inn af sandinum. Þarna er talið að haffær skip hafi verið smíðuð á landnámsöld, enda viður tiltækur. Árið 1402 kom skip (Hvala-) Einars Herjólfssonar í Maríuhöfn og flutti með sér svartadauða.
Akvegurinn liggur alveg niður á sandinn og hægt er að komast nánast að Maríuhöfn. Þarna er einstaklega fallegt og vel þess virði að gefa sér góðan tíma til að skoða sig um.
Maríuhöfn er við Lax[ár]vog. Þar eru
“víðáttumiklar leirur og grunnsævi með fjölbreyttu lífríki, svo sem kræklingi og gróðri. Laxvogur er eitt frjósamasta grunnsævi við sunnanverðan Faxaflóa. Á Hvalfjarðareyri handan vogarins er fundarstaður baggalúta. Þarna má sjá setmyndunar- og rofferli án mikilla áhrifa mannsins.”
Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands um svæðið segir m.a.: “Svæðið hýsir sjaldgæfar tegundir og er viðkvæmt fyrir röskun; svæðið er mikilvægt vegna viðhalds sterkra stofna og hefur alþjóðlegt verndargildi; svæðið hefur jafnframt verulegt vísindalegt gildi.”
Hálsnes - loftmyndLaxá hafnar að lokum í Lax[ár]vogi. Vogur þessi hefur reyndar gengið undir ýmsum nöfnum. Sr. Sigurður Sigurðsson nefnir hann Laxavog (1840), Jón O. Hjaltalín kallar hann Hálsvík (1746) en Björn Bjarnarson segir Laxárvogur (1937). Í daglegu tali er hann nefndur Laxvogur. Þar er útfiri mikið og lífríki fjölskrúðugt og mikil náttúrufegurð. Fyrr á tímum áttu margir erindi að þessum vogi. Neðst í ánni er Sjávarfoss eða Sjóarfoss eins og hann hét áður fyrr. Skammt ofan við hann rennur Bollastaðalækur í ána, þar er og Bollastaðavað og ítið eitt neðar er annað vað, er Höklavað nefnist.
Rétt við Sjávarfoss norðan megin er klettur (Klöppin), sem bátar lögðust upp að fyrr á árum áður en bílfært varð fyrir Hvalfjörð. Á bátum þessum var fluttur varningur, fólk og á sumrin hey úr Kjósinni á vegum fólks úr Reykjavík, sem hafði slægjulönd á leigu í sveitinni.
Annar lendingarstaður var Harðbali, sem er sunnan við voginn um miðbik hans. Austan vogsins er Laxárnesland og bærinn Laxárnes í suðausturhorninu, norður af honum er Laxárnestangi en vestur af bænum er Suðurnes og síðan enn vestar Skorárvík, þar sem Skorá rennur til sjávar en hún kemur upp í Eyrarfjalli. Fyrir miðjum voginum blasir við félagsheimilið Félagsgarður undir Laxárnesásnum, það var tekið í notkun árið 1945.

Búðartóft á Búðasandi - í Hálsbúðum

Fyrr á þessari öld og raunar miklu lengur sóttu sjómenn af Suðurnesjum og víðar að krækling til beitu upp í Hvalfjörð. Einn staðanna er Laxvogur. „Þótti hvergi betra að taka krækling en þar“, segir Erlendur Björnsson í endurminningum sínum (Sjósókn, Rvík 1945). Þótti kræklingur þar feitur og skeljarnar hreinar að utan. Aðrir staðir voru Stampar, sem eru norðan við Hálsbæinn, þar var kræklingurinn hins vegar seinteknari og þurfti ætið að kafa eftir honum. Næsti staður var svo í Hvammsvík, þá Hvítanes, Fossá, Brynjudalsvogur og Botnsvogur. Nú tína menn helst krækling sér til matar við Fossá. (Sjá meira undir Beitufjara).
Utan til í Laxvogi, rétt sunnan við miðju, er Maríusker, sem tilheyrt hefur Reynivöllum frá alda öðli. Norðan til í voginum innanverðum er Hálshólmi neðan við Hálsbæina. Utan og norðan við þá er svo Búðasandurinn.

Hálsnesið blasir við, þegar litið er út Hvalfjörðinn. Þarna er einn merkasti sögustaður Kjósarinnar, Hálsbúðir. Búðasandur er fagur frá náttúrunnar hendi og einhver fegursti staðurinn í sveitinni. Upp af honum er fjörukambur og handan hans lón, sem talið er hafa grynnst og minnkað í tímans rás. Milli lónsins og fjörukambsins eru leifar gömlu búðatóftanna og hafa fornleifarannsóknir farið fram á þessu svæði undanfarið en ekki liggur ljóst fyrir um niðurstöður þeirra. Að öllum líkindum hafa búðirnar verið hlaðnir uppveggir, sem tjaldað hefur verið yfir.
Nyrsti hluti HálsbúðaFrá fornu fari var höfn á Búðasandi samkvæmt heimildum. Aðrar hafnir voru á Hvalfjarðareyri vestan við Laxvoginn, í Laxvogi (Hálshólaskipalægi, sem Skúli fógeti nefnir svo, það er fyrrnefnt vestur undir Hálshólum) og loks var höfn í Hvammsvík. Höfnin á Búðasandi hét frá fornu fari Maríuhöfn. Hún er þó ekki eina örnefnið í Kjósinni, sem minnir á Maríu, en kirkjan á Reynivöllum var helguð Maríu guðsmóður og af þeirri ástæðu m.a. er þessu svo farið.
Þegar gengið var um norðanverðan Búðasand sáust tóftir Hálsbúða greinilega. Þær hafa legið nokkuð þétt saman í einni samfellu. Byggður hefur verið sumarbústaður í nyrsta hluta tóftanna og trjám plantað utan og ofan í þær. Búðirnar virðast hafa verið margar, en erfitt er að greina fjölda þeirra af nákvæmni. Veggir standa víða grónir og dyr hafa gjarnan vísað að hafi. Tveir aumingjalegir tréstaurar standa í tóftunum með afmáðum áletrunum. Vísast hefur þar áður staðið „Friðlýstar fornleifar“.

 

Tóftir Hálsabúða

Sunnarlega í röðinni hefur farið fram fornleifauppgröftur. Í rauninni er/var hann dæmigerður fyrir slíka framkvæmd hér á landi; allt skilið eftir ófrágengið og öðrum einskis nýt. Auðvitað á ekki að leifa fornleifauppgröft nema gera ráð fyrir frágangi svæðisins að honum loknum, þ.e. með viðhlítandi minjaskiljum, merkingum og upplýsingaskiltum. Sumir segja, grafendum til vorkunnar, að uppgröfturinn hafi verið stöðvaður í miðjum klíðum af ótta við þarna kynnu að hafa verið grafin lík frá tímum svartadauða.
Á Búðasandi var samkvæmt rannsóknum dr. Björns Þorsteinssonar stærsti kaupstaður landsins á 14. öld. Þangað komu skip frá útlöndum og gátu haft vetursetu vegna lónsins, þangað sem þau voru dregin upp á haustin. Það var ekki hvað síst biskupsstóllinn í Skálholti, sem var mjög mannmargur, sem naut góðs af þessari höfn og hafði skip í förum, sem lögðu þarna upp. En að auki var þessi höfn, sem var hin besta frá náttúrunnar hendi, ákjósanlega í sveit sett til þess að koma varningi á eftirsóknarverðustu kaupstefnu þjóðarinnar, Þingvelli og Öxará um þingtímann, þegar mannfjöldinn safnaðist þar saman í stórum stíl. Telur dr. Björn, að þessi höfn hafi verið Skálholtsstól öllu hentugri en t.d. höfnin á Eyrarbakka fyrir þær sakir, að leiðin til Skálholts var auðfarnari úr Kjósinni en af Eyrarbakka. Þegar blaðað er í fornum annálum kemur í ljós, að biskupar koma til og frá Hvalfirði, þegar þeir fara utan.
Í BúðafjöruLeiðir af Búðasandi austur á bóginn til Þingvalla og Skálholts voru einkum tvær. Hin fyrri var inn Kjósardalinn og um Kjósarskarð og Kjósarheiði austur til Þingvalla. Þessi leið er auðfarin þótt ekki megi gleyma því, sem gamlar lýsingar gera úr mýrum og þvílíkum farartálmum. Hin leiðin var inn Hvalfjörð og upp úr Brynjudal – eða Botnsdal – yfir Leggjarbrjót til Þingvalla vestan við Ármannsfell. Þarna hefur verið stærsti kaupstaður landsins? Eða svo telja menn nú, þar til annað réttara kemur í ljós. Álitið er að sigling hafskipa í Hvalfjörð hafi aukist mjög á síðari hluta 14. aldar og þar hafi aðalhöfn landsins verið í lok hennar. Heimildir greina frá því, að þar hafi oft verið mörg skip samtímis og ýmsir kaupsamningar, sem dagsettir eru í Hvalfirði, eru til frá þessum tímum. Höfn þar virðist hafa legið vel við, hvað varðar samgöngur, sem fyrr sagði. Á þessum tímum voru hafskipin lítil og grunnskeið svo auðvelt var að draga þau á land og búa þar um þau fyrir veturinn.
Innan við kambinn (Búðasand) er Búðasandurgrunnt lón og fellur smálækur úr því til sjávar syðst á honum. Á flóði gengur sjór upp í lónið. Áður sagði að „Höfnin á Búðasandi hét frá fornu fari Maríuhöfn“. Fljótt á litið virðist bæði aðstaða og lending hin ákjósanlegasta utan við Búðafjöruna, sem er sendi, aflíðandi og löng. Staðsetning búðanna gefa sterklega til kynna að höfnin (legan) hafi verið utan við sandinn. Fjölmörg rök önnur mætti tína til, en skv. sumum fyrirliggajndi upplýsingum á höfnin sjálf, Maríuhöfn, að hafa verið sunnan við Búðasand. Höfði skilur höfnina frá sandinum.
Í örnefnalýsingu fyrir Neðri-Háls eftir Ara Gíslason segir m.a. um Búðasand og tóftirnar þar: „Fallegur hvammur er nyrzt í Búðarsandi, þar sem búðirnar stóðu. Hálsbúðir eru stakkstæði grasi gróið, mjög gamalt. Orðmyndin Búðasandur er rétt að áliti G. (rangt Búðarsandur í stafrófsskrá og í skrá Einars Jónssonar). Á Búðasandi eru miklar tóftir, sem á þessu ári voru friðlýstar. [Skjal undirritað af ÞM 30.09.1975, þinglýst 02.10.1975].
Hálsbúðir eru framangreindar tóftir, sem nú hafa verið friðlýstar.
Hlein er klettasker, sem alltaf er upp úr. Hlein á að vera svo (ekki Hleinar eins og í stafrófsskrá). Allt svæðið fyrir norðan Búðasand er kallað Hlein.“
HálshólarEinnig segir: „
Vestan við Ullarhól er gömul rétt við sjó. Þar er smámelur, sem heitir Réttarmelur, rétt innanvert við hólmann. Rétt fyrir innan Hálshóla, fyrir neðan bæinn á Hálsi er hóll, er heitir Ullarhóll.“
Gengið var yfir affallið úr lóninu næst ströndinni og yfir Búðahöfðann, vestast í Hálshólum. Ástæða er þó til að gefa honum gaum, ekki síst bergummyndunum, hrúðukörlum og öðrum náttúruverðmætum, sem þarna ber fyrir augu.

„Við Maríuhöfn í Laxárvogi var einn stærsti kaupstaður landsins fram á 15. öld. Þangað gengu skip Skálholtsstóls enda var höfnin vel í sveit sett gagnvart samgönguleiðum til Þingvalla og uppsveita Árnessýslu. Þangað barst svarti dauði til landsins árið 1402 en talið er að um þriðjungur íbúanna hafi látist af farsóttinni.
Annálar greina frá því að hún hafi komið með skipi í Hvalfjörð. þá var Maríuhöfn á Búðasandi við Laxárvog ein aðalhöfn landsins. Samkvæmt sömu heimildum tók Áli Svarhöfðason veikina og „deyði fyrstur af kennimönnum um haustið“ í Botnsdal ásamt sjö sveinum sínum. Síðan breiddist pestin um landið og er talið að látist hafi um 40 þúsund manns úr henni, eða nærri helmingur landsmanna.
Á upplýsingaskilti ofan við Maríuhöfn stendur eftirfarandi: „Maríuhöfn er forn verslunarstaður frá þjóðveldisöld og ein aðalsiglingarhöfn landsmanna á miðöldum. Í annálum er oft getið um að skip kæmu út í Hvalfirði og mun átt við þennan stað. Héðan er talið að drepsóttin svartidauði hafi borist til landsins 1402 og smitið borist með klæðum Einars Herjólfssonar. Hann andaðist úr sóttinni á skipi sínu í hafi en klæði hans voru afhent ættingjunum. Maríuhöfn er austan Búðasands en ofanvert við lónið milli sands og sjávar má sjá að Maríuhöfn hafi lagst af á 15. öld með breyttum skipakosti er skip urðu djúpskreiðari og þurftu því dýpri hafnir.“ Blómaskeið verslunar í Maríhöfn var fram yfir 1400.

Varða í Hálshólum

Hlaðinn bryggja hefur verið í Maríuhöfn og sjást leifar hennar enn mjög vel. Sennilega hefur staðsetning þessi, þ.e. á Maríuhöfninni, komið til vegna mannvirkisins. Slíkt mannvirki er ekki að finna á Búðasandi. Fjarlægð búðatóftnanna frá þessum stað þarf þó ekki að útiloka að þarna hafi fyrrum verið hafnaraðstaða, enda bendir bryggjan til þess að svo hafi verið. Þá liggur gata ofan hafnarinnar, sem enn sést greinilega þar sem hún liggur vestast yfir Hálshólana.
Miðað við aðstæður á svæðinu verður að telja líklegra að skip frá þjóðveldistímabilinu hafi flatlent á Búðasandi og varningurinn borinn þar í land, stystu leið til búða. Síðar, þegar flytja þurfti varning frá hinum stærri skipum með smábátum, er líklegra að þau hafi legið utan við eða á svonefndi Maríuhöfn og varningnum verið færður að hinni hlöðnu bryggju í „Maríuhöfn“ innanverðri, sem hér hefur verið tilgreind, a.m.k. einhver hluti eða tilteknir hlutar hans. Með tilkomu bryggjunnar hefur verið hægt að koma varningnum strax fyrir á vögnum, sem ekki var hægt í malarfjörunni. Sjá meira um rannsóknir og heimildir um búðirnar á Búðasandi í meistararitgerð Magnúsar Þorkelssonar 2004.
Gengið var inn með voginum, en hann er þar sendinn og auðveldur yfirferðar. Fallin varða, sem einhverju sinni hefur verið stór, er uppi í Hálshólunum sunnanverðum, líklega markavarða.Maríuhöfn

Þá var stefnan tekin að ofanverðri Hvammsvík með það fyrir augum að berja augum jarðfræðifyrirbærið Steðja. Steðji og næsta umhverfi er eina svæðið sem friðlýst hefur verið í hreppnum; svæðið er friðlýst sem “náttúruvætti”. Ákveðnar reglur gilda um umgengni við Steðja og næsta umhverfi og tilgreindar voru í auglýsingu um friðlýsinguna: Steðji: “Steðji (Staupasteinn) á Skeiðhóli, Kjósarhreppi, Kjósarsýslu. Friðlýstur sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 218/1974. Stærð 7 ha. Sérkennilegur klettur á mjóum stöpli eins og staup í laginu. Ber mörg nöfn en er af flestum nefndur Staupasteinn. Skeiðhóll hefur verið vinsæll áningarstaður ferðamanna. Friðlýstur 1974.”

Steðji

Skeiðhóll er undir miðju Hvammsfjalli í Hvalfirði. Milli hólsins og fjallsins er grunnt skarð þar sem ekið var um uns þjóðvegurinn var færður niður fyrir hólinn, nær sjónum. Sunnan í Skeiðhól stendur afar sérstæður klettur, líkastur glasi á mjóum stöpli. Á honum eru þekkt að minnsta kosti fjögur nöfn: Prestur, Steðji, Karlinn í Skeiðhól og Staupasteinn. Flestir kannast trúlega við klettinn sem Staupastein en á vegvísi við þjóðveginn, nálægt Hvammsvík, er hann nefndur Steðji. Kletturinn og næsta nágrenni er friðlýst sem náttúruvætti. Einbúinn okkar býr í klettinum sjálfum og í brekkunni þar hjá. Erla Stefánsdóttir sjáandi veit einungis um 8 einbúa sömu ættar á Íslandi. Auk okkar manns á Skeiðhóli, er slíkur einbúi við Brynjudalsá í Hvalfirði, tveir eru í Kópavogi og einn nálægt þjóðveginum við Blönduós, svo nokkrir séu nefndir.
Til eru nokkrar sagnir af íbúum í Steðja, en þær verða ekki raktar hér. Hafa ber í huga að staðurinn var vinsæll áningarstaður ferðalanga, svo vinsæll að Staupasteinsnafnið mun ekki hafa komið af engu. Eflaust hafa þá orðið til ýmsar sagnir, sem hver verður að hafa fyrir sig.
Í rauninni er miður að þjóðvegurinn skuli ekki liggja lengur framhjá Steðja, svo mikinn svip hefur hann sett á ferðalög og hugi ferðalanga í gegnum tíðina.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Mbl. 30. ágúst 1981.
-kjos.is
Erlendur Björnsson, endurminningar,  Sjósókn, Rvík 1945.

Búðasandur - Hleinin fjærst

Melaseljadalur

Stefnt var að því að ganga upp í Melaseljadal ofan við Tindsstaði, Kiðafell og Mela í Kjós. Áður en lagt var af stað var kíkt á eftirfarandi grein um svæðið, sem birtist í MBL 24. nóv. 1968 og bar fyrirsögnina „Hún amma mín það sagði mér“.
Melaseljadalur og nágrenni„Í þetta skiptið ætlum við að ganga í Tinnuskarð og í Þjófagil, og ef okkur endist þrek, að ganga það allt til enda, þar til Melaseljadal er náð, en hann öðlaðist frægð sýna skyndilega þegar reist var þar brugghús á þeim tíma, þegar „bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó“ eins og sagði í kvæðinu.
Við erum fljót yfir bergvatnsána tæru Kiðafellsá upp á Kleyfarnar framhjá klettinum, sem hún amma mín sagðist alltaf sjá álfaborgina í, einkanlega þegar kvöldsólin skein á hana. Ég held að hún hafi þar fyrir utan bæði séð álfakónginn og álfadrottninguna, en henni fannst alltaf álfaborgin hafa burstir, eins og íslenskur sveitarbær. Burstirnar voru þrjár, sagði hún.
Allt er þetta á fótinn, en Tinnuskarð er ekki hátt, þótt klettabeltið sé tilkomumikið og reglulegt, og brátt náum við upp á sléttuna ofanvert við Tinnuskarð.
Enga finnum við samt tinnuna, en hins vegar er mikið um jaspis og kvartzmola, sem liggja á melnum, út um allt. ekki er önnur skýring á nafngiftinni en sú, að gömlu mönnunum hafi fundist jaspísinn svo harður, – þeir gátu skorið með honum gler – og kallað skarðið eftir því.
Útsýnið upp til dalsins á TindstaðafjalliOg nú sjáum við ofan á þetta einkennilega náttúrufyrirbæri Tinnuskarðið sjálft. Eiginlega er þetta ekki skarð, nema yzt við klettabeltið. Miklu frekar er þetta lítil dalkvos. Sé maður staddur í botni hennar, sér mann enginn. Skarðið er aðeins opið til vesturs, út til fjarðarins, og þeir sem um þjóðveginn fara fyrir neðan, myndu ekki hafa hugmynd um þótt þúsundir manna hefðust við í dalkvosinni innan við sjálft skarðið. Grasivaxnar brekkur eru á allar hliðar og þar er einskonar sæti allt um kring og er þetta engu líkara en [í] rómversku hringleikahúsi. Colosseum er að vísu gert af steini og mannavöldum, en þarna gætu vel farið fram leikar og mannfundir, og nógir eru áhorfendabekkir. Einnig hagar þannig svo til, að innanvert við skarðið, norðanmegin er ræðupallur af náttúrunni gerður hátt í klettum og þar reyndi maður raddþolið hér áður. Það er engu líkara, en klettarnir vörpuðu hljóðinu inn í þetta hringleikahús og óþarft myndi þar að nota gjallarhorn. Tinnuskarð er sem sagt tilvalið fyrir mannafundi.
Rétt sunnan við komum við svo niður í Þjófagil. Eftir því rennur lítill lækur, skoppar stein af steini og fellur svo meðfram norðurjarðri Melaflatar og niður Melagil til sjávar hjá Niðurkoti, en sá bær er nú í eyði. Á Melaflöt var það venjan hér áður að hleypa hestunum á leið til kirkju í Saurbæ, og var hún tilvalinn skeiðvöllur.
Járnbrautarvagn við Kiðafell - herminjar frá HvítarnesiEnginn veit ég deili á nafngift þessari, Þjófagil. Veit um enga þjófa, sem hafa verið að sniglast í gili þessu. Það er víða grösugt og auðvelt yfirferðar, og endar ekki fyrr en í Melaseljadal bak við Stampana.
Og þá er að segja frá Melaseljadal. Hann er eiginlega örlítið dalverpi opið í báða enda, en þar hefur sjálfsagt verið haft í seli frá Melum hér áður, eins og nafnið bendir til. Ekki hef ég séð neinar rústir aðrar en þær af brugghúsinu fræga, sem nú greinir frá.
Þetta var á þeim tímum, eins og áður sagði, þegar bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó en Björn sálugi Blöndal var lögreglueftirlitsmaður með landabruggi þá.
Það var á allra vitorði, að nokkrir þarna í nánd stunduðu lítilsháttar brugg sér til búdrýginda, en allt voru þetta heiðursmenn, og aldrei fannst brugghúsið, fyrr en sólheitan sumardag einn að maður nokkur skapp í fjallgöngu á Dýjadalshnúk í Esju. Á niðurleið gekk hann yfir Melaseljadal, og sá þá lækjarsprænu koma undan einhverri þúst. Við nánari athugun kom í ljós hið haganlegasta brugghús með landalögum í mörgum brúsum og tunnum á stokkunum. Lækurinn var leiddur í gegnum húsið til hagræðingar. Tveir kjóar sátu þar nærri og söng ámátlega í þeim, eins og þeir væru búnir að fá sér heldur mikið neðan í því af framleiðslunni.
Álfaborgin í KleyfumEkki sagði maðurinn frá þessu, en upp komst um húsið fyrir annarra tilverkanað um síðir, og var þá úti hin hagstæða tíð. Einhversstaðar í Þjófagili fann ég líka einu sinni eitthvað af tunnustöfum, sem vafalaust hafa ekki átt annað erindi þar, en til verksmiðjunnar í Melaseljadal. Vafalítið hefur það verið góð heilsubótarganga að ganga til verksmiðurekstursins, en þetta varðaði við landslög og öllu var hellt niður. Æ, það má ekkert skemmtilegt gera á þessu landi lengur.
Nú var orðið kvöldsett, sólin að síga bak við Akrafjall, og við höldum niður með Þverá til byggða.
Alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu, alltaf opnast meir og meir af íslenskri náttúru fyrir okkur, og við raulum fyrir munni okkar niður Kleyfarnar hið gullfallega erindi Guðmundar skólaskálds:

Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit.
Komið er sumar, og hýrt er í sveit.
Sól er að kveðja við bláfjallabrún.
Brosa við aftanskin fagurgræn tún.
seg mér, hvað indælla auga þitt leit
íslenska kvöldinu í fallegri sveit.“

Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. Um Neðrakot [Niðurkot]: „Fjórða býli á jörðinni [Kiðafelli], sem ekki er með hjáleigum talið.“ Í umsögn um Kiðafell er ekki getið um selstöðu. Minnst er á selstöðu Mela upp í Esju í Jarðabókinni: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Mela Seljadalur, og eru þeir hagar að mestu aleyddir af skriðum.“
Að sögn Sigurbjörns Hjaltasonar á Kiðafelli var greinin í Lesbókinni eftir föðurbróður hans, Friðrik Sigurbjörnsson, fyrrverandi lögreglustjóra á Ísafirði. Hann skrifaði m.a. bókina „Sól skein sunnan“ og þar mun vera umfjöllun um svæðið (náttúrufarslýsingar). Tóftir væru í Melaseljadal, en sá dalur væri mun neðar en virðist við fyrstu sýn, eða einungis lítil skál. Þær tóftir voru m.a. notaðar fyrir brugghúsið nefnda. Tinnuskarð hefði verið nefnt Tvistakarð og Þjófadalur Þjódalur vegna þjóhnappalíki, sem í honum eru. Tíminn verður nýttur til að afla fleiri heimilda um svæðið.
Vegna veðurs, ofankomu og skafrennings, var ákveðið að freysta ekki uppgöngu í Melaseljadal að þessu sinni. Uppförin þangað bíður leysinga.

Heimild:
-Mbl. 24. nóv. 1968 – Hún amma mín það sagði mér, bls. 7, úr ritröðinni „Á víðavangi“ (Friðbjörn Sigurbjörnsson).
-Jarðarbók Ám og PV 1703, bls 381 og 394.

Útsýnið til dalsins þennan dag

Reynivallasel

Lagt var af stað frá hlaðinni rétt í Kálfadal við svonefndan Sjávarfoss.  Um 250 metra ofar er önnur hlaðin rétt, allmiklu eldri. Ætlunin var að finna og skoða selstöðurnar frá Reynivöllum, Vindási og Fossá. Kotbýlið Seljadalur óx upp úr Reynivallaseli. Selsins er getið í Jarðabókinni 1703: „Selstöðu í Seljadal.“ Einnig er í Jarðabókinni getið sels frá Vindási í Seljadal: „Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi, en brúkast þó ekki, heldur í selstöðu þeirri, er beneficio tilheyrir á Seljadal.“ 

Rétt í Kálfadal

Líklega er (þ.e. að hingað til hefur verið talið) um sömu selstöðu að ræða og þá frá Reynivöllum því í Jarðabókinni segir ennfremur: „Bústaður sóknarprestsins í Kjós, gefinn af kóngl. máð af sál. Friðrik 3ja háloflegrar minningar í staðinn þess fordjarfða beneficii Reynivalla, sem af skriðum og snjóflóði næsta því eyðilagt var.“ Eins og annars staðar er skráð hafði skriða fallið á Reynivallabæinn og jafnað við jörðu.
Um selstöðu Fossár segir í Jarðabókinni: „Selstöðu á jörðin í heimalandi.“ Vel mátti álykta að Fossárselið væri í Fossárdal og þá væntanlega nálægt Fossá.
Þegar lagt er af stað frá fyrrgreindum stað er þar kort af svæðinu. Skógræktin hefur Fossá til ræktunnar. Hún hefur væntanlega viljað leiðbeina áhugasömu útivistarfólki um svæðið. En það fólk, sem ætlar að ganga þaðan upp að gamla Seljadalsbænum, verður að gæta þess að fara ekki eftir kortinu. Á því er bærinn sýndur vestan Seljadalsár, er að sjálfsögðu nokkru austan árinnar, sunnan Hjaltadalsár. Bærinn (tóftirnar) er rétt staðsettur á gömlu landakortum.

FossárselÞegar komið var upp fyrir Fossárbæinn (vestan árinnar) liggur slóði upp með ánni. Slóðinn hefur verið lagður yfir gamla götu. Hún birtist þegar slóðinn beygir lengra upp í hlíðina. Þegar götunni er fylgt liggur hún svo til í beina línu að mótum Seljadalsáar og Hjaltadalsáar. Skammt norðan við ármótin er vað. Varða er við það austan árinnar. Skammt norðar, á austurbakkanum, er fallegur lækur. Trjám hefur verið plantað í hlíðina og eru þau nú orðin allhá – heilmikill skógur. Seltóftir eru skammt ofan við bakkann, við lækinn. Trjám hefur verið plantað í þær allar nema hvað ein stendur út úr og sést sæmilega. Þarna er líklega um að ræða seltóftir Fossár, enda í bæjarins landi og auk þess ofarlega að mörkunum.
Stekkur í FossárseliGötunni var fylgt áfram upp með ánni. Skammt ofar er beygja á ánni. Þar liggur gatan yfir á grynningum og stefnir síðan svo til beint upp að Seljadalsbænum, skáhalt upp hlíðina.
Seljadalur er vel gróinn, en þýfður mjög. Við suðurenda hans blasir Skálafell við og Sandfell vestar. Hryggur er að vestanverðu með dalnum og Hornfell að austanverðu. Hornið skagar út úr efstu brún þess.
Nokkrar tóftir eru í bæjarstæðinu. Efst er ílangt hús með dyrum mót vestri. Fast  neðan við það er fjárhús. Norðan við það er stærstu tóftirna; Seljadalur. Norðar er tóft; gætu einnig hafa veri sauðakofi.
Ekki er ólíklegt að sunnan vi bæinn hafi gamla selið frá Reynivöllum staðið og hús með gerði sunnar; sennilega fjárhús og hlaða, hafi verið byggt upp úr því. Tóftin er óvenjumjó af fjárhúsi að vera. Bæjarstæðið er á ágætum stað og vel st

aðsett m.t.t. til aðstæðna og staðhátta. Hlaðinn heur verið garður að austanverðu, væntanlega kálgarður og afhýsi milli hans og bæjartóftanna. Sunnar er tóft, væntanlega útihús. Gata liggur vestan þess.
Skammt norðvestar er hlaðin tvíhólfa rétt. Líklega hefur hún áður verið stekkur því kró er í horni annars hólfsins, en síðan hinu hólfinu verið bætt við, enda miklu mun heillegra en hitt.
Tóft í SeljadalÞar sem áð var á tóftum Seljadals var ekki úr vegi að rifja eitthvað upp um leiðir, örnefni og sögu svæðisins. Norðan Esju og sunnan Hvalfjarðar er Kjósin, umlukt fjöllum, hálsum, heiðum og hafi. Nafnið sjálft er talið merkja lítinn dal (kvos) og geta flestir verið á eitt sáttir um það, að sveitin ber nafn, sem henni hæfir.
Í sóknar- og sveitarlýsingum frá fyrri tímum virðist nafnið Kjós aðeins eiga við um dalinn milli Esju og Reynivallaháls.
Í Landnámu segir, að Valþjófur, sonur Örlygs hins gamla Hrappssonar landnámsmanns á Esjubergi, hafi byggt bæ að Meðalfelli. Er hann því landnámsmaður Kjósarinnar, hann „nam Kjós alla” segir orðrétt. Í Landnámu er að vísu getið annarra landnámsmanna á svæðinu. Hvamm-Þórir nam land „á milli Laxár og Forsár og bjó í Hvammi”.
Rétt í SeljadalReynivallaháls dregur nafn sitt af kirkjustaðnum, sem nánar segir frá síðar. Hann liggur í landsuður frá Hálsnesi í sveig inn að Fossárdal og Seljadal, um það bil tíu kílómetra leið. Austan við er svo Þrándarstaðafjall. Austan við er svo Þrándarstaðafjall, nyrst, þá Hornafell og Kjölurinn. Seljadalur er sunnanverður dalurinn milli Hornafells og sunnanverðan Reynivallaháls. Nyrðri hlutinn nefnist Fossárdalur. Sandfell er syðst á hálsinum og norðvestan við það er Sandfellstjörn.
Yfir Hálsinn liggja fjórar fornar alfaraleiðir, sem nú verður getið nánar. Vestast er Kirkjustígur, beint upp af kirkjunni, þar fyrir innan er Gíslagata á landamærum Reynivalla og Vindáss, og loks þjóðleiðirnar fornu, Sandfellsvegur og Svínaskarðsvegur sem koma saman austan til í hlíðum Sandfells. Allar liggja þessar leiðir að lokum niður að Fossá norðanvert í Hálsinum.

SvínaskarðsleiðAustan Gíslagötu eru Dauðsmannsbrekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar bónda á Fossá, sem sat þar fyrir ferðamönnum á 18. öld. Við gatanmót Sandfellsvegar og Gíslagötu er dys, sem sögð er vera yfir ferðamanni er dó þarna é leið sinni. Svínaskarðsleið liggur norður af sunnan við svonefnda Hryggi norðan Sandfells, síðan beygir leiðin til norðurs með fram Dauðsmannsbrekkunum, sem eru þá á hægri hönd. Loks mætti nefna eina leið enn upp á Hálsinn að sunnanverðu, milli Gíslagötu og Svínaskarðsvegar, suðvestan til í Sandfelli, skammt austan Vindáss. Þetta er allbrött leið, sem liggur upp á Hálsinn vestan við Sandfell inn á Gíslagötu. Selstígur, en svo heitir þessi leið, lá upp að Vindásseli í Seljadal framanverðum.
SeljadalurSeljadalurinn er grösugur dalur og sér enn móta fyrir rústum þessa bæjar, er þar stóð í miðri austurhlíðinni. Þar bjó síðast Gísli Einarsson ásamt fjölskyldu sinni 1897-1921. Landið er gott fyrir sauðfjárbeit. Austan Seljadals er Hornafell en norðvestan við bæjarrústirnar eru Hjaltadalur, í honum rennur Hjaltadalsáin fyrrenfnda. Í ánni er Folaldafoss. Fossinn er áberandi þegar gengið er má Seljadalsá framhjá ármótunum.
SeljadalurEftir Seljadal rennur svo Seljadalsáin, sem breytir um nafn eftir að Hjaltadalsá hefur sameinast henni og heitir þaðan í frá Fossá og dalurinn Fossárdalur, sem fyrr sagði. Í örnefnaskrá fyrir Reynivelli segir að ”í Seljadal var kotið Seljadalur, sem fyrrum var kallað Reynivallasel. Sá bær stóð í óbyggð 1880-1897. Þá fór þangað Gísli Einarsson frá Hækingsdal og bjó þar til 1921.”
Kirkjustaður og prestssetur hefur verið á Reynivöllum frá því elstu heimildir herma. Þar var einnig lengst af miðstöð byggðarinnar. Um
langan aldur var þar þingstaður sveitarinnar og þinghús, þar var rekinn fyrsti barnaskólinn í Kjósinni, hann var stofnaður kringum 1880 og starfaði í sérstöku húsnæði, sem byggt var fyrir skólastarfið. Þá var prestur á Reynivöllum sr. Þorkell Bjarnason, sem áður er getið. Hann var afkastamikill á ýmsum sviðum menningarlífsins, ritaði m.a. Íslandssögu, sem lengi vel var eina Íslandssagan, sem kennd var í skólum landsins. Þá skrifaði hann einnig stórmerka bók um sögu siðbótarinnar hér á landi auk fjölda ritgerða um ýmis efni. Áður hefur verið getið um frumkvæði hans í laxeldi.

Eftirmaður hans var sr. Halldór Jónsson, sem prestur var á Reynivöllum í hálfa öld, frá 1900 til 1950. Sr. Halldór var sömuleiðis merkur prestur á sinni tíð, framfarasinnaður í búskaparháttum og tónskáld ágætt. Oddviti sveitarinnar var hann um árabil. Hann hefur ritað endurminningar sínar, sem eru merk heimild um líf og starf Kjósverja í þá hálfu öld, sem hann var sálnahirðir þeirra.
GöturKirkja sú, er nú stendur á Reynivöllum, er ein elsta timburkirkja landsins. Hún var reist árið 1859 í tíð sr. Gísla Jóhannessonar og skammt frá hafði bærinn staðið frá ómunatíð, uns hann var færður á svipaðar slóðir og hann er nú, þó lítið eitt neðar, eftir skriðuföll mikil, sem gengu ítrekað yfir staðinn á 17. öld.
Leyfi til þess að flytja kirkjuna í Kirkjubrekkuna, þar sem hún er nú, fékkst þegar núverandi kirkja var reist. Er kirkjan í hefðbundnum stíl síns tíma en þó dálítið breytt frá upphaflegri mynd, hún hefur verið lengd ofurlítið, forkirkju bætt vestan við, og einnig hefur sú breyting verið gerð á henni að innanverðu, að prédikunarstóllinn, sem áður var fyrir ofan altari, var færður á suðurvegg. Þetta var gert skömmu fyrir 1930 og um svipað leyti voru pílárar í skilrúmi milli kórs og skips fjarlægðir og er þar nú aðeins lágur veggur eins og víða í kirkjum frá seinni hluta 19. aldar, sem svipaðar Selstígurinnbreytingar hafa verið gerðar á. Auk þess hafa bekkir verið endurnýjaðir í kirkjunni. Altaristafla eftir Brynjólf Þórðarson prýðir kirkjuna auk ýmissa annarra merkra gripa. Á Þjóðminjasafninu eru nokkrir góðir gripir úr Reynivallakirkju, m.a. tvær gamlar altaristöflur, kaleikur og patína frá 14. öld, ljósasax og fleiri gripir.
Í Lýsing Reynivallasóknar 1840, eftir séra Sigurð Sigurðsson, segir: „Selstöður hafa verið: Á Seljadal frá Reynivöllum og Vindási.“

Hafa ber í huga að hér er, þrátt fyrir allmikla fyrirhöfn, einungis um frumvinnu að ræða er ætlað er að miða að því að hnitsetja gamlar götur og leiðir á Reynivallahálsi og undirliggjandi bæja beggja vegna.
Næst verður haldið upp framangreindan Selsstíg um Múla og reynt að fylgja honum „norður yfir Hryggi“.
Gangan tók 2 klst og 22 mín. Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Reynivelli – Guðmundur B. Kristmundsson.
-www.kjos.is
-Í Kjósinni – eftir Gunnar Kristjánsson.
-Jarðabók ÁM og PV 1703.
-Lýsing Reynivallasóknar 1840 – séra Sigurður Sigurðsson.

Fossárrétt

Meðalfellsvatn - skilti

Á norðurbakka „Meðalfellsvatns“ er upplýsingaskilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

„Í Kjós er hægt að lesa merkilega sögu um hop og framskrið jökla ísaldar. Kjósin er dalur sem jöklar ísaldar hafa forðum grafið út úr Esjuhálendinu. meginjökull hefur skriðið út Hvalfjörð, en minni jöklar úr Kjós, sem hafa skilið Meðalfell eftir. Smærri skrijöklar hafa grafið út dalina norðan í Esjunni.

1. Meðalfell

Meðalfell

Meðalfell.

Í Landnámu segir að Valþjófur, sonur Örlygs hins gamla Hrappssonar landnámsmanns á Esjubergi, hafi byggt bæ sinn að Meðalfelli. Er hann því landnámsmaður Kjósrainnar, hann „nam Kjós alla“ segir orðrétt.

2. Eyjarétt

Eyjarétt

Eyjarétt.

Rétt neðan við Kaffi Kjós eru leifar Eyjaréttar sem var lögrétt frá 1890 til 1955. Hægt er að sjá merki um réttina ef gengið er upp í hlíðar Meðalfells upp af Kaffi Kjós og horft yfir svæðið þaðan.

3. Írafell

Írafell

Írafell (MWL).

Einn frægasti draugur landsins er Írafellsmóri. Sagt er að hann hafi verið vakinn upp úr dreng sem varð úti á milli bæja. Draugurinn var sendur að Möðruvöllum til að ásækja Kort nokkurn Þorvarðarson og var sagt að hann myndi fylgja ætt hans í níu ættliði. Draugurinn fylgdi syni Korts að Írafelli og dregur síðan nafn sitt af bænum.

4. Grjóteyri

Grjóteyri

Grjóteyri.

Um miðja 20. öld voru gerðir nokkrir skógarreitir af félagasamtökum, m.a. í landi Grjóteyrar.

5. Flekkudalur

Flekkudalur

Flekkudalur

Í Flekkudal eru hraunlög og móberg. Þessi hraun runnu líklega þegar eldstöðin á Kjalarnesi var að deyja út, en eldstöðin í Stardal ekki vöknuð. Meðalfell er myndað úr sömu jarðlögum. Í gili Flekkudalsár er einnig að finna margvíslegar stuðlamyndanir í móbergi, bólstra og móbergstúff með gerggöngum og stórum gúlum af stuðluðu blágrýti.

Meðalfellsvatn - skilti

Meðalfellsvatn – skilti.

Írafell

Í Alþýðublaðinu, helgarblaði, segir m.a. um Kjós; „Talir þú gott, þá lýgur þú„.

„Kjósin lætur ekki mikið yfir sér, þegar maður virðir hana fyrir sér af þjóðvegjnum. En hún er ekki öll þar sem hún er séð. Hún leynir á sér. Og þetta er falleg sveit og búsældarleg, þótt hér verði hvorki tíunduð fegurð hennar né gæði.

Írafell

Írafell.

Lengi vel vissi ég ekki annað um þessa sveit eða íbúa hennar en ýmsar sögur af Írafells-Móra, einum atkvæðamesta draug Íslandssögunnar, sem kenndur var við Írafell í Kjós. Írafells-Móri var vakinn upp af galdramanni nyrðra og sendur Kort Þorvarðarsyni, gildum bónda, sem lengi bjó á Möðruvöllum í Kjós, en fluttist síðast að Flekkudal og dó þar 1821.

Möðruvellir

Möðruvellir í Kjós 1913.

Kort var tvíkvæntur; hét fyrri kona hans Ingibjörg. Margir höfðu orðið til að biðja hennar áður en Kort, en hún synjaði þeim öllum. Biðlarnir þóttust sárt leiknir og keyptu af galdramanninum að senda Kort og konu hans sendingu. Valdi hann til þess drenghnokka, sem orðið hafði úti milli bæja. Vakti galdramaðurinn hann upp volgan eða ekki með öllu dauðan og sendi hann þeim Kort á Möðruvöllum og mælti svo um, að draugurinn skyldi fylgja þeim hjónum og niðjum þeirra í níunda lið og vinna þeim margt til meins. Móri sveikst ekki um þetta. Gerði hann þeim hjónum og afkomendum þeirra margar skráveifur, drap fyrir þeim fénað, skemmdi mat og sótti að fólki í svefni og vöku. Skammta varð honum fullan mat ekki síður en hverjum öðrum heimilismanni á Möðruvöllum og á Írafelli, eftir að hann fluttist þangað með Magnúsi Kortssyni. Sömuleiðis þurfti að ætla honum rúmflet til að liggja í, bæði af bæ og á.
Hér er ekki ætlunin að rekja frekar lífshlaup Írafells-Móra, sem þó var ærið sögulegt og viðburðaríkt. Hins vegar hefði kannski einhver gaman af að kynnast lítillega Kjósverjum þeirrar tíðar, samtíðarfólki Írafells-Móra, eins og það kom sálusorgara þess á Reynivöllum fyrir sjónir, og hvernig hann lýsir því, daglegu lífi þess og áhugaefnum, atvinnuháttum og menningu.

Reynivellir

Reynivellir.

Um þessar mundir, eða nánar tiltekið 30. apríl 1839, sendi nefnd manna í umboði Hins íslenzka bókmenntafélags í Kaupmannahöfn boðsbréf heim til Íslands „sérílagi öllum prestum og próföstum á landinu“ með þar til heyrandi spurningum um náttúru og byggð landsins, menningu og atvinnuhætti.

Kjós

Kjós – kort.

Séra Sigurður Sigurðsson á Reynivöllum í Kjós fékk þetta bréf eins og aðrir kirkjunnar menn í landinu. Svaraði hann spurningum nefndarinnar vel og skilmerkilega. Um Kjósverja hefur hann m.a. þetta að segja: „Flestir bændur í Kjósinni hafa sauðfá fátt, en fer mikið fleiri að tiltölu, sem þeir ala margir á útheyi, arðlitlar, fram eftir vetri. Tún sín rækta þeir sæmilega; láta margrf kýr liggja inni á sumrum. Til eru þeir, sem brúka færikvíar, og margir beitarhús á vetrum. Þeir stunda heyafla vel og fara lestir í útver tll fiskifanga vetur, vor og haust, þegar afli er. Fiskur er meiri partur þeirra höndlunarvara, þar landvara svo lítil til. Kálgarða rækta þeir margir, er ekki kartöflur eður önnur jarðepli. Sölva- og rótatekju hafa þeir ekki og lítið af fjallagrösum, sem ekki fást í Kjósarfjöllum. Nokkrir fara samt eftir þeim austi: á fjöll, í Skjaldbreið, langan veg. Sumir veiða rjúpur á vetrum.

Kjósarhreppur

Kjósarhreppur – bæir og mörk (rauð lína).

Þeir lifa margir fátæklega á kornvöru, fiski og mjólk. Þeir vinna ullu á vetrum til fatnaðar, en ekki til útgjalda, því ull er víða lítil. Karlmenn spinna sumir hamp á vetrum í þorskanet og til veiðarfæra. Sumir elta skinn og sauma skinnföt, nokkrir vefa vaðmál og hafa á hendi útiverk við fé og hross. Kvenfólk fæst við ullarvinnu, þó minna en víða er siður í Norðurlandi. Þegar vetrarvertíð byrjar, fara karlmenn flestir í ver, en kvenfólk tekur þá við útiverkum. Þeir smíða ekki til gróða, hvorki tré eður járn; margir eru þeir vel búhagir og smíða húsgögn sín af tré og járni. Trjáreki er hér enginn, ekki heldur skógarviður til húsabygginga. Ekki iðka menn skotfimi, — fáeinir að sönnu skjóta refa við gren og slysa rjúpur, — ekki glímur, ekki skíða- eður skautaferðir, — ekki sund, — vaða heldur —; enginn þeirra þekkir nótnasöng, ekki heldur kunna þeir á hljóðfæri.

Reynivellir

Reynivellir 1884 – Sigfús Eymundsson.

Þeir skrifa fáeinir, og þó lítið, og eru ekki gefnir mjög fyrir bókmenntir, svo ekki hafa þeir þetta til skemmtunar. Ég nefni ekki fleira. Sumir lesa dálítið í alþekktum fornsögum, en vita lítið í veraldarsögunni. Ekki skilja þeir danska tungu. Enginn hefir hér vit á lækningum eður þekkir lækrringajurtir; engin er hér yfirheyrð yfirsetukona. Ekki tíðkast hér í sveit nokkrir sérlegir sjúkdómar, nema þeir, sem almennt ganga yfir landið, landfarsóttir, og ekki mjög sóttnæmt, enda þekkja menn hér lítið til uppruna sjúkdóma eður vita að ráða bót á þeim. Bráðdauði eður fjárpest sú, sem víða gengur um landið, hefur nú upp í nokkur ár undanfarið stungið sér niður á einstöku stað, einkum fyrri part vetrar, og drepið fénað. Dýralæknir vor í Reykjavík hefir enn ekkert ráð við henni gefið til hlítar.

Reynivellir

Reynivellir.

Um trúrækni manna og trúarbragðaþekkingu talar maður með varygð, helzt um einn söfnuð út af fyrir sig. Er lítið mun því hafa miðað síðan um aldamótin síðast.“
Þann 1. marz 1840 sezt svo séra Sigurður á Reynivöllum við skrifborð sitt, eftir að hafa svarað samvizkusamlega öllum spurningum þeim, sem til hans var beint, og ritar nefndarmönnum eftirfarandi bréf til frekari skýringar og áréttingar:

Reynivellir

Reynivellir – MWL.

-Háttvirtu herrar! Meðtekið hefi ég á síðastl(iðnu) sumri ykkar heiðursverða og góða bréf til mín af 30. apríl f.á. áhrærandi það efni að svara upp á þær spurningar, sem bréfið hljóðaði upp á. En bæði lasleysi þá í stað og sumarannir hindruðu mig frá því að sýna lit á að koma þessu í verk, sízt í lagi nokkuð eftir óskum, sem þurfti, þar fávizka, aldurdómur og ókunnugleiki, þar sem maður kemur gamall langt að, bægði mér að geta nákvæmari útmálun gefið en þessa.
Nú, þó seinna sé en ég vildi, legg ég í þetta umslag útmálun um Reynivallasókn, hvar í lýst mun vera öllum örnefnum, er ég vissi eður heyrt hefi, að hér séu, sömuleiðis sveitarinnar ástandi og afstöðu yfir höfuð.

Reynivellir

Reynivellir 1884 – útihús.

Spursmálunum hefi ég svarað [á] þann veg, ekki hverju út af fyrir sig eftir röðinni, heldur í söguformi, þó með tiliti því, að þeim yrði öllum svarað nokkurn veginn. Um siðferðið og trúrækni í þeirri sveit, hvar maður býr, og á að skipta við aðra, mundi bezt að vera nokkuð fáorður, ekki óþægilega. Nógu margir skrifa eður varpa á það efun yfir höfuð. Síðari tíð sýnir ávöxtinn, hver hann verður. Hertugans sannyrði mættu mér í minni vera: Talir þú illt um þá, verður þú barinn, talir þú gott, þá lýgur þú. Yfir höfuð ætti landkort að gjörast eftir sveitanna útmálun; þó eru fáir færir fyrir þeirri útmálun, sem þyrfti. Forlátið, háttvirtu herrar, þessa ófullkomnu tilreynslu mína.
Reynivöllum, þann 1. marz 1840, – S. Sigurðsson.“

Írafell

Írafell

Írafell er næstum því inni á gafli í Kjósinni, svo að notuð sé samlíking, sem á upprunalega annars staðar heima en í landslaginu. Jörðin og sveitin öll hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan á dögum séra Sigurðar á Reynivöllum og Írafells-Móra er ekki lengur skammtað í askinn sinn eins og hverjum öðrum heimilismanni eða ætlað rúmflet til að liggja í, enda lætur hann nú ekki á sér kræla.
En þeir, sem aka um Kjósina á góðviðrisdegi ættu þó að renna augum til bæjarins undir fellinu, sem uppvakningurinn var kenndur við, og hafa jafnframt í huga sóknarlýsingu sálusorgarans á Reynivöllum til skilningsauka á Írafells-Móra og samtíð hans. Kjósin er ekki öll þar sem hún er séð. Hún leynir á sér.“ —6G

Heimild:
-Alþýðublaðið, helgarblað; „Talir þú gott, þá lýgur þú“, 25.05.1969, bls. 9-10.

Meðalfellsvatn

Við Meðalfellsvatn í Kjós.

Vindássel

Í „Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III“ frá árinu 2012 er m.a. fjallað um „Byggðasögu Kjósarhrepps„.

Byggðasaga Kjósarhrepps
Kjósarhreppur er í sunnanverðum Hvalfirði. Hreppurinn nær frá Miðdalsá og norðurhlíðum Esju í suðri, að suðurbakka Botnsár í Botnsdal í Hvalfjarðarbotni, Hvalfells og Hvalvatns í norðri. Að austan marka svo fjöllin Hlíðar, Kjölur, Leggjabrjótur og Botnssúlur skil á milli Kjósarhrepps og Þingvallasveitar. Syðst í Kjósinni í norðurhlíðum Esjunnar eru fimm dalir sem liggja gróflega norður-suður.

Eilífsdalur

Eilífsdalur – málverk eftir Tolla.

Vestastur er Hrútadalur, þá Eilífsdalur, Flekkudalur, Eyjadalur og loks Svínadalur austast. Innan hreppsins eru fimm fjöll; Eyrarfjall, Meðalfell, Reynivallaháls, Þrándarstaðafjall og Múlafjall, sem skipta svæðinu niður í sex stóra dali til viðbótar.
Miðdalur sunnan við Eyrarfjall, Kjósardalur milli Eyrarfjalls og Reynivallaháls, Laxárdalur milli Meðalfells/Möðruvallaháls og Reynivallaháls, Hlíða- og Skálafellsháls, Fossárdalur milli Reynivallaháls og Þrándarstaðafjalls, Brynjudalur milli Þrándarstaðafjalls/Suðurfjalls og Múlafjalls og svo loks Botnsdalur milli Múlafjalls og Selfjalls/Háafells. Upp af Fossárdal er svo Seljadalur á milli Reynivallaháls og Kjalar. Flesta bæi Kjósarhrepps er að finna í þessum dölum en þó eru nokkrir bæir dreifðir eftir Hvalfjarðarströnd. Eitt stórt vatn er í Kjósinni vestanverðri milli Esju og Meðalfells sem kallast Meðalfellsvatn og hefur þar myndast á síðustu áratugum stór sumarbústaðabyggð. Slíka byggð er einnig að finna við mynni Eilífsdals litlu vestar og á Hvalfjarðarströnd vestan við Hvammsvík. Laxá í Kjós er ásamt Meðalfellsvatni eitt stærsta aðdráttarafl Kjósarinnar enda áin ein vinsælasta laxveiðiá landsins.
Helstu bæir sem skráðir voru í Kjósarhreppi dreifast misjafnt um svæðið en flesta þeirra má þó finna í Kjósar- og Laxárdölum. Í Miðdal eru nú bæirnir Kiðafell, Morastaðir og Miðdalur, sem og bærinn Eilífsdalur við mynni samnefnds dals. Kjósardal er skipt í tvennt af Dælisá og Bugðu sem renna saman og mynda eitt langt vatnsfall sem eitt sinn var nefnt Eilífsá. Vestan við Bugðu eru bæirnir Eyri, Þúfa, Bær, Blönduholt og Laxárnes norðaustan undir Eyrarfjalli en bæirnir Sandur, Eyjar, Flekkudalur, Grjóteyri og Meðalfell eru austan við árnar tvær. Flestir bæir eru austan við Meðalfellsvatn á meðan sjálfur Meðalfellsbærinn er norðan við vatnið.
Austan við Bugðu í Laxárdal eru svo bæirnir Neðri-Háls, Valdastaðir, Sogn, Reynivellir, Vindás og Hækingsdalur norðan við Laxá. Sunnan við ána eru Fremri-Háls, Írafell, Möðruvellir, Þorláksstaði, Hurðarbak, Káranes og Káraneskot.

Kjós

Kjós – kort.

Vestanvert við norðurmynni Fossárdals var bærinn Fossá og upp og suður af Fossárdal er Seljadalur þar sem má finna leifar bæjarins Reynivallasels. Bæirnir Ingunnarstaði, Þrándarstaði og Skorhagi (Múli) eru í Brynjudal. Á Hvalfjarðarströnd eru bæirnir Útskálahamar norðvestan undir Eyrarfjalli og Hvammur, Hvammsvík og
Hvítanes norðan undir Reynivallahálsi og vestan við Fossá. Enginn bær sem tilheyrir Kjósarhreppi er í Botnsdal í Hvalfjarðarbotni.
Þegar saga Kjósarinnar er skoðuð má sjá að talsvert af bæjum hefur þar byggst upp og fallið í eyði í gegnum aldirnar, þó að stærstu jarðirnar hafi verið í stöðugri ábúð. Í meðfylgjandi töflu er að finna yfirlit yfir þekkta bæi og býli á svæðinu ásamt upplýsingum um hvenær þeirra er fyrst getið í heimildum.
Kjósarhreppur
Frásögnum um landnám í Kjós ber ekki alveg saman. Kjósin virðist þó sannarlega hafa verið hluti af landnámi Ingólfs Arnarsonar. Samkvæmt Landnámu nam Helgi bjóla, tengdasonur Ingólfs Arnarssonar land á Kjalarnesi en hafði aðeins yfir að ráða svæðinu á milli Mógilsár og Miðdalsár (Mýdalsár). Kjalnesingasaga áætlar Helga, vinum hans og vandamönnum hins vegar mun stærra svæði eða allt land milli Leiruvogs og Botnsár. Samkvæmt Kjalnesingasögu útdeildi Helgi landinu til skipverja “ok þar hverjum, sem honum þótti fallit vera.
Í sögunni eru nefndir þrír bæir í Kjósinni; Þrándarstaðir í Brynjudal, Eilífsdalur og Hækingsdalur í ofanverðum Laxárdal, sem Helgi bjóla útdeildi til skipaverja sinna (sjá kort 2). Það er áhugavert að allar þessar jarðir eru í þröngum dölum langt frá hver annarri í útjaðri Kjósarinnar sem gæti gefið til kynna að Helgi bjóla hafi haldið bestu svæðunum fyrir sjálfan sig og fjölskyldumeðlimi. Bærinn Þrándarstaðir er ekki nefndur aftur í heimildum fyrr en í dómabréfi árið 1509.7 Hækingsdals er einnig getið í Sturlungu og í landamerkjabréfi frá árinu 1270 þar sem merkja milli bæjanna Vindáss og Hækingsdals er getið og kemur þar bæjarnafnið Vindás fram í fyrsta skipti.8 Vindásjörð hefur því greinilega einnig byggst nokkuð snemma. Eilífsdalur er nefndur um 50 árum fyrr, eða um 1220, ímáldaga Saurbæjarkirkju og árið 1478 eru landamerki milli Eilífsdals og Miðdals (Mýdals) nefnd í fornbréfi. Munnmæli eru um að bænhús hafi verið bæði í Hækingsdal og að Þrándarstöðum.
Í Landnámu er sagt frá fjórum aðal landnámsmönnum í Kjósinni; Svartkeli hinum katneska, Hvamm-Þóri, Þorsteini Sölmundarsyni og Valþjófi Örlygssyni. Svartkell nam samkvæmt Landnámu land vestast í Kjósinni frá Miðdalsá að Eilífsá (nú Dælisá og Bugða). Á hann að hafa búið fyrst að Kiðafelli en flutt síðar norðaustur fyrir Eyrarfjall að kirkjujörðinni (Hvalfjarðar-) Eyri).

Kjós

Kjós – bæir.

Heimildir eru annars þöglar um Kiðafell fyrr en komið er fram til um 1700 en Eyrar er næst getið árið 1198 í Sturlungu og Eyrarkirkja er einnig nefnd í kirknaskrá Páls þegar um 1200 og máldaga Saurbæjarkirkju um 1220.11 Meintur flutningur Svartkels frá Kiðafelli til Eyrar þar sem er betra undirlendi norðaustan og austan undir Eyrarfjalli gæti einfaldlega verið til marks um að landgæði hafi þótt betri þar, sér í lagi þegar fram liðu stundir, en undirlendi við bæjarstæði Kiðafels, suðvestan við Eyrarfjall, er takmarkað þar sem bærinn stendur nokkuð hátt í fjallshlíð stutt frá Miðdalsá og strönd Hvalfjarðar.

Kjós

Kjós-bæir.

Hvamm-Þórir nam land milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi samkvæmt Landnámu. Í Sturlungu er Hvammur orðinn að stórbýli árið 1237 og er útkirkja nefnd þar í Hítardalsbók um 1367. Í Harðar sögu er sagt frá því þegar Ormur sonur Hvamm-Þóris gefur Bolla þræl sínum land að Bollastöðum. Bollastaða er annars ekki getið í heimildum fyrr en í Jarðabók Árna og Páls árið 1705 þar sem jörðin er talin upp sem eyðibýli. Mannvistarleifar sem gætu verið leifar af bænum eru rétt austan við landamerkin milli Valdastaða og Neðri-Háls á landsvæði innan landnáms Hvamm-Þóris.
Þorsteinn Sölmundarson nam samkvæmt Landnámu land í Brynjudal milli Bláskeggsár og Fossár en ekki er ljóst hvar hann bjó. Hann átti son sem Refur hét og talinn er hafa búið að Múla (GK-357:008) eða á Stykkisvöllum í Brynjudal (Gullhlaðsvöllum) og gæti faðir hans hafa búið á svipuðum slóðum. Þó er ekki útilokað að hann hafi búið í norðanverðum Botnsdal eða jafnvel enn norðvestar í Hvalfjarðarstrandarhreppi. Múla er annars getið í máldaga Reynivallakirkju árið 135216 en bærinn var fluttur að Skorhaga um eða fyrir 1600 þegar skriður grafa eldra bæjarstæði að mestu.

Meðalfellsvatn - skilti

Meðalfellsvatn – skilti.

Í Kjalnesinga sögu er sagt frá kristnum Íra að nafni Örlygur sem kom til Íslands með konu og uppkomnum syni. Samkvæmt sögunni fékk Örlygur land hjá Helga bjólu frænda sínum, reisir bæ og kirkju að Esjubergi og býr á jörðinni til æviloka. Samkvæmt Landnámu nam Valþjófur sonur Örlygs “Kjós alla” og bjó að Meðalfelli við Meðalfellsvatn. Trúlega er þar átt við landsvæðið sem afmarkast af landnámi Svartkels að vestan og Hvamm-Þóris að norðan og austan, milli Eilífsár og Laxár suður að Esju og Skálafelli. Kirkjan að Meðalfelli er nefnd í kirknaskrá Páls um 1200. Innan þessa landsvæðis eru einnig Möðruvellir þar sem Valbrandur sonur Valþjófs er sagður hafa byggt fyrst en hann bjó þar árið 1198 samkvæmt Sturlungu.
Landnám Örlygs á Kjalarnesi og Valþjófs sonar hans í Kjósinni gefur til kynna að Helgi bjóla hafi sannarlega haft einhver yfirráð yfir landsvæðum í Kjósinni líkt og Kjalnesinga saga greinir frá þótt Landnáma taki ekki beint undir það. Valþjófi hefur trúlega verið úthlutað landsvæði fyrir sína fjölskyldu og vini um leið og föður hans þar sem hann kom til landsins fulltíða. Þeir sem námu fyrst land í Kjósinni hafa því flestir trúlega haft einhver tengsl við Helga bjólu og fjölskyldu hans og fylgt þeim að málum. Því til stuðnings má t.d. nefna frásögn í Kjalnesinga sögu sem greinir frá því þegar Búi Andríðarson erfir eigur tengdaföður síns Þorgríms goða Helgasonar bjólu. Þar segir m.a.: “Tók þá Búi við mannaforræði. Hafði hann allt út at Nýjahrauni ok inn til Botnsár,“ sem gefur til kynna að stuðnings- og venslamenn fjölskyldunnar hafi verið til staðar a.m.k. norður í Botnsdal.
Aðrir bæir í Kjósarhreppi sem nefndir eru í elstu heimildum er bærinn Valdastaðir sem nefndur er í Sturlungu árið 1237 og í fornbréfum frá 1352. Í Jarðabók Árna og Páls er getið um munnmæli um að bænhús hafi verið á jörðinni en staðsetning þess er óþekkt. 22 Ekki er ljóst hvort Valdastaðir byggjast úr landi Bollastaða, á svipuðum tíma og jörðin Neðri-Háls eða úr óskiptu landi Hvamms.
Bollastaðatóftir eru h.u.b. á merkjum Neðra-Háls og Valdastaða og gætu jarðirnar hafa byggst úr landareign Bollastaða eftir að jörðin leggst í eyði.

Kjós

Kjós – bæir.

Kuml eru talin góð sönnun fyrir byggð á 10. öld en engin slík hafa enn fundist í Kjósarhreppi. Sú kenning hefur verið sett fram að skýringar kumlaleysisins gæti a.m.k. að hluta verið að leita í háu hlutfalli kristinna landnáms- manna á svæðinu en slíkar hugmyndir hafa ekki verið rannsakað neitt frekar.
Dreifing kirkna og bænhúsa á miðöldum getur einnig gefið mikilvægar vísbendingar um byggðasögu. Slík hús voru víða á bæjum fyrir siðaskipti og talið er að flest slík hús hafi verið reist í heimagrafreitum um eða stuttu eftir kristnitöku í byrjun 11. aldar. Gera má ráð fyrir að þeir bæir sem nefndir eru í kirknaskrá Páls um 1200 hafa mjög líklega verið sjálfstæðar jarðir í byrjun 11. aldar. Samkvæmt máldaga Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi frá 1220 voru sóknarmörk kirkjunnar á miðöldum um Eilífsá og tíundir lögðust til kirkjunnar af öllum jörðum vestan við ána nema af Eyri og Miðdal þar sem einnig voru kirkjur. Hálfkirkja var að Eyjum en hennar er getið fyrst í máldaga frá 1180. Miðdalur hefur trúlega byggst út úr landnámi Svartkels en Eyjar út úr landnámi Valþjófs en báðar jarðirnar hafa trúlega verið komnar í byggð snemma á 11.öld, ef ekki fyrr. Örlygur faðir Valþjófs var í Kjalnesingasögu sagður kristinn þegar hann kom til Íslands og líklegast hefur Valþjófur sonur hans verið það einnig. Því er ekki útilokað að kirkjan að Meðalfelli hafi verið reist áður en kristni var lögtekin. Kirkjur voru einnig að Reynivöllum og á Ingunnarstöðum strax um 1180 samkvæmt máldögum.
Báðar jarðir hafa greinilega orðið til snemma. Reynivellir hafa trúlega byggst út úr landnámi Hvamm-Þóris á meðan Ingunnarstaðir gætu hafa byggst úr landi Múla í landnámi Þorsteins.
Auk þeirra kirkna og bænhúsa sem þegar hafa verið nefnd eru munnmæli um bænhús nefnd í Jarðabók Árna og Páls frá árinu 1705, á bæjunum Neðri-Hálsi (Stóri Háls og Írafelli en nákvæm staðsetning þeirra er óþekkt. Hafi bænhús verið á þessum jörðum styrkir það hugmyndir um að þessir bæir hafi verið komnir í byggð um eða stuttu eftir kristnitöku. Þeir hafa þá byggst úr landnámi Hvamm-Þóris (Háls) og Valþjófs (Írafell). Þess ber reyndar að geta að hvorugs bæjar er að nokkru getið í elstu heimildum. Neðri-Háls er fyrst getið í heimild frá um 1468 og Írafell virðist hvergi nefnt fyrr en í Jarðabók Árna og Páls í byrjun 18. aldar.

Kjós

Kjós – fornleifar.

Samkvæmt Svavari Sigurðssyni eru ósamsett náttúrunöfn yfirleitt talin til marks um elsta stig búsetu. Ekki er útilokað að Neðri-Háls hafi í fyrstu aðeins heitið Háls eftir Reynivallahálsi en fengið á sig forliðinn Stóri-/Neðri- eftir að Efri-Háls byggðist (e-ð fyrir 1468?) mun ofar í Laxárdalnum undir Skálafellshálsi. Algengustu ósamsettu liðir í bæjarnöfnum Landnámu eru Fell, Dalur, Holt, Nes, Vík, Hóll, Á og Eyri og eru náttúrunafnaendingar einnig nokkuð algengar. Samkvæmt þessu gæti Írafell verið nokkuð gamalt bæjarnafn. Írar koma sannarlega við sögu í Landnámu og ekki er útilokað að Írafell dragi nafn af þeim sem þar reisti fyrstur bær.
Af þessum upplýsingum hér að ofan er greinilegt að mörg af bestu landsvæðum Kjósarinnar voru komin í byggð fljótlega eftir landnám. Vitað er um a.m.k. fjóra aðra bæi (Þúfa, Sogn, Hurðarbak og Káranes) sem samkvæmt heimildum hafa verið komnir í byggð fyrir lok 14. aldar en annarra jarða er ekki getið fyrr en síðar. Margar þeirra gætu þó vel hafa verið komnar í byggð á miðöldum, ef ekki fyrr, þó heimildir um það séu af skornum skammti.
Úr landnámi Svartkels hafa byggst jarðirnar Morastaðir, Útskálahamar, Þúfa, Bær, Blönduholt og Laxárnes. Þúfa er nefnd fyrst í jarðabréfum frá 1352/1397. Eins og áður sagði eru bæjarnöfn sem eru ósamsett náttúrunöfn yfirleitt talin til marks um elsta stig búsetu svo ekki er útilokað að Þúfa hafi verið byggð snemma út úr Eyrarlandi. Það sama mætti hugsanlega líka segja um Bæ því þó nafnið sé ekki náttúrunafn er það einfalt og ósamsett. Jarðarinnar er þó ekki getið í heimildum fyrr en um 1508. Báðir bæirnir eru í Kjósardal austan og suðaustan undir Eyrarfjalli og eru ágætis jarðnæði. Svipaða sögu er að segja um bæina Blönduholt og Laxárnes milli Bugðu og Hvalfjarðarstrandar, fast suðvestan við ósa Laxár. Laxárness er fyrst getið í sölubréfi árið 1483 en Blönduholts í jarðabréfum árið 1616. Allar þessar jarðir teljast meðalstórar (16-20 hdr) og hafa því líklegast flestar byggst út úr Eyrarlandi eftir landnám, en í hvaða röð það hefur gerst er ómögulegt að segja. Að lokum má svo nefna bæina Morastaði og Úskálahamar sem fyrst eru nefndir í heimildum í byrjun 18. aldar. Morastaðir hafa mjög líklega verið byggðir úr landi Kiðafells eða Miðdals en hvenær það hefur gerst er óljóst. Bæjarnöfn með endinguna –staðir eru yfirleitt talin tilheyra seinni stigum landnáms. Útskálahamar hefur trúlega byggst seint úr landi Kiðafells eða Eyrar enda er bæjarstæðið fremur slæmt, á strönd Hvalfjarðar norðvestan undir Eyrarfjalli þar sem undirlendi er af nokkuð skornum skammti.

Flekkudalur

Flekkudalur.

Líklegt er að Flekkudalsjarðir sem upphaflega voru líklega ein jörð, hafi upphaflega byggst úr landnámi Valþjófs Örlygssonar frá Meðalfelli við mynni Flekkudals sunnan við Meðalfellsvatn. Svipaða sögu er að segja um Þorláksstaði, Hurðarbak og Káranes og loks Sogn (eða Sofn), Sand og Fremri-Háls (Litli-Háls). Flekkudalsbæjar er fyrst getið í sölubréfi frá árinu 1483. Í Jarðabók Árna og Páls árið 1705 eru bæirnir orðnir tveir en þeir voru þó ætíð taldir saman (40 hdr) fram til ársins 1802. Jörðin Sandur er einnig sunnan undir Meðalfellsvatni og vestan við Sandsá líkt og Flekkudalsbæirnir en jörðin er fyrst nefnd í heimildum árið 1687 og þá metin á 10 hdr. Ef sett er fram sú tilgáta að jörðin Sandur hafi á einhverjum tímapunkti verið byggð úr landi Flekkudals hefur jörðin upphaflega verið 50 hdr jörð sem myndi þýða að hún hefði verið með dýrustu jörðum í Kjós og mætti ætla að hefði komist mjög snemma í byggð. Bæjarnafnið Sandur gefur til kynna að bærinn gæti tilheyri elsta búsetustigi á svæðinu.

Vindás

Vindás.

Bæirnir Hurðarbak og Káranes eru báðir nefndir í máldaga Meðalfellskirkju árið 1397. Þeir eru h.u.b. hlið við hlið á suðurbakka Laxár norðan undir Meðalfelli ásamt Þorláksstöðum austan við Þorláksstaðaás. Þorláksstaðir eru taldir hafa verið komnir í byggð eitthvað fyrir 1640 en –staðar endingin gæti þó jafnvel gefið til kynna að bærinn verði til á seinni stigum landnáms. Káranes samkvæmt Jarðabók Árna og Páls dýrasta jörðin af þessum þremur, metin á 30 hdr, en hinar eru metnar á 20 hdr. Ekki er útilokað að í upphafi hafi aðeins ein jörð verið á þessu svæði sem afmarkað er af Bugðu í vestri, Laxá í norðri og austri og Meðalfelli í suðri. Einhvern tíman á fyrstu öldum má svo gera ráð fyrir að jörðinni hafi verið skipt upp í þrennt, annað hvort í einu eða tveimur þrepum. Sé raunin sú að allt þetta svæði hafi upphaflega tilheyrt sömu jörðinni hefði hún verið um 70 hdr og líklega með fyrstu jörðum í Kjósinni til að byggjast úr landnámi Valþjófs. Ekki er þó hægt að útiloka að að jarðirnar þrjár hafi ætíð verið aðskildar og byggst ein og ein úr landi Meðalfells.
Jörðin Sogn (12 hdr) er nefnd í máldaga Reynivallakirkju árið 1352 sem eign kirkjunnar og hefur jörðin verið byggð eitthvað fyrir þann tíma annað hvort úr landi Reynivalla eða Valdastaða. Fremri Háls (Litli-Háls) er efsti bærinn í Laxárdal og í sjálfri Kjósinni, en hans er ekki minnst í heimildum fyrr en í byrjun 18. aldar.
Staðsetning hans svo langt inni í landi og í þröngum dal mætti túlka sem vísbendingu um að hann byggist fremur seint þegar annað og hentugra jarðnæði var á þrotum, og sannarlega eftir að Neðri- eða Stóri-Háls kom til sögunnar. Hvenær nákvæmlega það ætti að hafa verið er óþekkt.
Jarðirnar Hvítanes og Fossá hafa líklega báðar verið byggðar úr landnámi Hvamm-Þóris norðan Reynistaðaháls, en þeirra beggja er getið nokkuð seint í heimildum. Hvítanes er skráð í erfðabréfi frá árinu 1585 en Fossárbæjar er ekki getið nein staðar svo vitað sé fyrr en í Jarðabók Árna og Páls í byrjun 18. aldar. Nöfn beggja þessa jarða (samsett náttúrunöfn) mætti túlka sem vísbendingu um að þær gætu hafa byggst snemma. Báðar jarðirnar eru meðalstórar (metnar á 16 og 20 hdr 1705) en undirlendi er á báðum stöðum takmarkað og verður því að teljast líklegt er að þær hafi byggst úr landi Hvamms og Þrándarstaða, landsvæðið norðan við Fossána) eftir að aðrar og landbetri jarðir á svæðinu eru komnar í byggð.
Önnur stærri býli og bæir sem voru í byggð í Kjósarhreppi þegar Jarðabók Johnsens er gerð árið 1847eru Káraneskot, Þúfukot, Eyrar-Uppkot og Eyrar-Útkot, Miðdalskot, Meðalfellskot, Eyjahóll, Vesturkot, Hvammsvík og Hrísakot.

Kiðafell

Kiðafell.

Býlin draga oftast nöfn af heimajörðinni ef frá er talið Vesturkot sem byggðist út úr landi Reynivalla og Hrísakot sem byggðist út úr landi Ingunnarstaða. Flest þessara býla eru komin í byggð í byrjun 18. aldar (sjá töflu 1) fyrir utan Miðdalskot sem nefnt er fyrst um 1802. Auk þeirra bæja og býla sem þegar eru upptalin voru skráð um 50 önnur býli, hjáleigur og tómthús í Kjósarhreppi sem þýðir um 1,2 býli á hverja jörð, sem er rétt neðan við gróft meðaltal (1,6) þegar tölurnar eru bornar saman við sjö aðra hreppi sem áður hafa verið skráðir51. Flest eiga býlin það sameiginlegt að hafa verið fremur stutt í byggð. Upplýsingar um þau er að finna í töflu 1 (merktar með gráu) en býlin eru talin upp á eftir lögbýlinu sem þau byggjast frá.
Heimildir um eldri býli eru mjög óljósar en þegar nær dregur aldamótum 1900 fjölgar heimildum. Af bústöðunum 50 voru 20 í byggð á 17. öld eða fyrr, sex í byggð á 18. öld og fyrr og 24 í byggð á einhverjum tímapunkti frá lokum 18. aldar og fram á 20. öld.
Flest býli voru skráð að Eyri, eða átta, en þar af voru fimm tómthúsbýli ásamt býlinu Harðbala frá 19. öld sem líklega hafa tengst útgerð á þessu svæði. Fimm býli voru skráð frá Valdastöðum (sex ef Valdastaðir II eru taldir með) og fjögur frá Meðalfelli. Á flestum jörðum voru aðeins skráð 0-3 býli. Þegar jarðir skráðar með fleiri en eitt býli voru skoðaðar nánar kom í ljós að oftar en ekki virðist aðeins eitt býli (í mesta lagi tvö) hafa verið í byggð á hverri jörð á sama tíma og sjálft lögbýlið.“

Heimild:
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III: I. bindi, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2012.

Reynivellir

Reynivellir.

Vindássel

Eftirfarandi upplýsingar má lesa í „Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III“ – I. bindi, um bæina Káranes, Káraneskot, Laxárnes, Miðdal, Miðdalskot, Hækingsdal og Vindás.

Káranes
Káranes
20 hdr 1673, Jarðabréf, 19. 20 hdr 1705. Káranes er komið í byggð árið 1705 samkvæmt Jarðabók Árna og Páls en Káraneskot, hjáleiga, virðist ekki í byggð þetta sama ár. Þó er vísbending í texta um að þar sé engu að síður tvíbýli. Þar segir: „Ábúandinn Grímur Magnússon, býr á hálfri. Annar Loftur Bjarnason, býr á hálfri.“ JÁM III, 409-410. Árið 1397 segir í máldaga Meðalfellskirkju: „a xxc j heimalandi. Leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. …Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. So gropttur.“ DI IV, 115-116. Rjómabú var á jörðinni. Örnefnaskrá, 2. 1705: Landþröng er mikil, og bólgna vötn yfir mestallan haga um vetur, og gjörist því jörðin vetrarþúng í mesta máta.“ JÁM III, 410. 1840: „Heyskapur er þar nokkur á bökkum líkt og á hinu kotinu og landslag sama.“ SSGK, 258.
Túnakort 1917: Tún 3,7 teigar, garðar 1000 m2 . Allt sléttað.
„Fyrir austan bæjarhúsin er Áarhóll við vað [Höfðavað] á ánni, og svo er hóll heima við bæ, sem heitir Bæjarhóll,“ segir í örnefnaskrá. Káranes er um 2 km austan við Laxárnes, um 1,8 km NNA við Meðalfell og um 300 m suðvestan við Laxá. Samkvæmt Pétri Lárussyni bónda í Káranesi var gamli bærinn fast SSV við núverandi íbúðarhús 2010).
Káranes var byggt úr landi Meðalfells. Káranesbær er í Túnakort Káraness og Káraneskots frá árinu 1917 í miðjum Laxárdal á lágu holti sem stendur 2-10 m upp úr mýrinni og snýr NNA-SSV.
Á bæjarhólnum er íbúðarhús sem byggt var 1965-1967 og sléttað tún. „Hann [Hestgangur] var sunnan við gamla íbúðarhúsið, sem var sunnan við núverandi íbúðarhús,“ segir í svörum við spurningum um örnefnaskrá. Í grein eftir Halldór Jónsson um Jón Halldórsson í Káranesi segir m.a.: „Íbúðarhús 10×12 al. með veggjum að hálfu leyti steyptum og að hálfu leyti úr timbri, járnvarið með kjallara undir (einlyft),“. Bæjarhóll Káraness er um 40 m á lengd, um 20 m á breidd, 1-3 m á hæð og snýr NNA-SSV. Hóllinn er að mestu sléttað grasigróið tún/lóð umhverfis núverandi íbúðarhús. Útihús voru nyrst í bæjarröðinni og hestgangur syðst.

Káranes

Laxá í Kjos, Káranes og Káraneskot.

Íbúðarhúsið var byggt á árunum 1965-1967 og stendur á miðjum hólnum þar sem útihús voru áður. Þegar húsið var byggt komu í ljós í grunni þess gólfskánir og hleðslur eldri bæjar. Ekki virðist vera kjallari undir nýja húsinu. Á meðan verið var að byggja nýja húsið stóð gamli bærinn fast sunnan við það. Gamli bærinn var svo rifinn árið 1968 en grunnur hans finnst enn undir sverði. Gamli bærinn var byggður um 1896 og lá bæjarröðin NNA-SSV með framhlið til VNV. Bærinn var timburhús með hlöðnum kjallara en seinna voru steyptir veggir utan um bæinn. Húsið var um 60 m2 að flatarmáli á þremur hæðum þ.e. Kjallari, jarðhæð og ris.
Þegar bærinn var rifinn voru lítil eldiviðargeymsla og smíðaskúr áföst honum að norðanverðu (sem höfðu verið byggð við húsið eftir 1896). Gengið var um aðalinngang til austurs inn í eldiviðargeymsluna. Þegar inn var komið var gengið til hægri inn í bæinn sjálfan til suðurs. Framdyr og kjallaratröppur voru hlið við hlið vestarlega á norðurhlið bæjarins. Tröppur voru vestar og dyr inn á gang á jarðhæð austar. Þegar Pétur Lárusson, bóndi í Káranesi, man fyrst eftir sér voru þrjú herbergi í kjallara. Kartöflugeymsla, þvottahús og mjölgeymsla. Mjölgeymslan varð seinna baðherbergi. Á tímabili var einnig olíukynding í kjallaranum. Á jarðhæð voru tvö herbergi til vesturs og eldhús og stofa til austurs. Gangur var á milli eldhúss og nyrðra herbergis og herbergjanna tveggja. Þar var gengið upp í ris. Í risinu voru geymsluloft og eitt svefnherbergi. Eina loftræstingin í húsinu voru litlar túður í veggjunum sem fylltar voru með tuskum á vetrum.

Káraneskot
Hjáleiga Káraness, ekki í byggð árið 1705 þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er skrifuð. JÁM III, 409. Í Jarðabók Johnsens frá 1847 er Káraneskot skráð sem hjáleiga. Þar segir í neðanmálsgrein. „Sýslumaður skiptir dýrleikanum jafnt niður á milli Káraness og kotsins, 10 h.á hvoru.“ JJ, 99. 1840: „… niður á flatlendi, á flötum hávaða við lítið seg; hefir allsæmilegan heyskap og mýrlendi til beitar, ekki mikið.“ segir í Sýslu- og sóknalýsingum Gullbringu- og Kjósasýslna. SSGK, 257.
Samkvæmt túnakorti frá árinu 1917 var Káraneskot um 290 m SSV við Káranes. Það var nálægt því sem núverandi íbúðarhús í Káraneskoti stendur, um 280 m SSV við Káranes. Á þessu svæði er nýlegt íbúðarhús ásamt umfangsmiklum útihúsum og malarplani fast norðan við íbúðarhúsið. Sunnan við íbúðarhúsið er sléttað tún.
Enginn greinilegur bæjarhóll er sjáanlegur á svæðinu vegna bygginga, sléttunar og trjágróðurs. Samkvæmt Pétri Lárussyni heimildamanni stóð eldri torfbær á svipuðum stað og yngra steinsteypt hús sem byggt var um 1930. Í steinhúsinu var kjallari, jarðhæð og ris en fjósið og hlaðan voru stakstæð og byggð úr torfi og grjóti. Þessi hús voru rifin á seinni hluta 20. aldar þegar núverandi hús voru byggð. Samkvæmt túnakorti virðist svæðið sem torfbærinn stóð á vera um 40×40 m að stærð. Bærinn sjálfur var um 22 m á lengd, um 10 m á breidd og snéri austur-vestur. Um fimm hús/rými virðast hafa verið í gamla bænum en nákvæmt hlutverk þeirra er óþekkt. Ekki er alveg ljóst hversu lengi hefur verið búið í Káraneskoti en hugsanlega hefur byggð ekki verið það lengi á þessum stað að náðst hafi að byggjast upp greinilegur bæjarhóll.

Laxárnes
Laxárnes
16 hdr 1705. Laxveiði góð árið 1705, þá sagt að áður hafi selveiði verið til hlunninda.
1483: Jarðarinnar er getið í sölubréfi. DI V, 800. 1507: Jarðarinnar er getið í dómabréfi, þá virðist jörðin vera í Saurbæjarkirkjusókn. DI VIII, 146.
Flóakot: Hjáleiga í byggð fyrir 1685 samkvæmt Jarðabók Árna og Páls. Í bókinni Kjósarmenn segir frá því er kotið er aftur byggt upp um 1861 og var í byggð til 1870. Þar hefur ekki verið búið síðan. JÁM III, 398; Kjósarmenn, 451.
Melkot: Hjáleiga frá 1843-1849 og frá 1864-1882. Kjósarmenn, 444. HÞ telur Laxárnes réttara en Laxanes. HÞ:“Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“.
Árbók 1923, 34. 1705: „Engjar eru öngvar, so annarstaðar þarf til að kaupa ut supra.“ JÁM III, 398. Túnakort 1917: Tún 3,8 teigar, allt sléttað, garðar 820 m2.
„Móinn við voginn er kargþýfður, kafloðinn með háum bökkum við sjó, og brotnað því nokkuð. Mjóst er orðið milli bakkans og vestur túnsins við garðlagshornið um 16 metra. Þaðan norður eftir er túnefnið mikið og gott. Túnið alt afgirt.“
Bærinn Laxárnes var um 2 km vestan við Káranes, um 200 m norðvestan og neðan við Hvalfjarðarveg 47 og um 50 m NNA við Sauðhól þar sem nú (2010) eru mikil steinsteypt útihús. Í bókinni Ljósmyndir segir svo: „Hús voru mjög ljeleg á jörðinni, er Ingvar [Bjarni Ingvar Jónsson] tók við [1928]. Kom hann sjer upp íbúðarhúsi úr timbri, steinsteypta heyhlöðu væna með áföstu fjósi, og
eina steinsteypta votheyshlöðu reisti hann. Enn fremur hefir hann byggt litla heyhlöðu við fjárhús með veggjum úr torfi og grjóti og með járnþaki. Kom þessi hlaða í stað lítillar og mjög lélegrar
heyhlöðu, er þar var áður.“ Á því svæði sem gamli bærinn stóð eru slétt malarplan, gamalt timburhús frá 1934 og umfangsmikil steinsteypt útihús með bárujárnsþaki. Ekkert sést til bæjarhóls vegna sléttunar og þeirra miklu útihúsa sem risu árið 1977.
Laxárnes er ekki lengur í byggð en landið er nýtt fyrir hrossabeit. Samkvæmt Pétri Lárussyni bónda í Káranesi var hefðbundnum kúabúskap hætt í Laxárnesi í kring um 1980 en jörðin er enn leigð út og landið vel nýtt.

Melkot

Melkot

Melkot – tóftir.

Í Jarðabók Johnsen frá árinu 1847 segir í neðanmálsgrein: „Prestur nefnir Melkot, sem nýbýli, en þareð þess hvorki er getið 1802 né af sýslumanni, er því hér sleppt.“ Melkot er einnig nefnt í örnefnaskrá Laxárness: „Eftir holtinu liggur nýr vegur. Suður af austurenda þess við Skorá eru rústir eftir Melkot, og þar aðeins neðar með ánni er hvammur, sem oft var matazt í á engjum. Hann heitir Matarbolli.“ Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: „Í Saurbæjarsókn í Laxárnesslandi voru áður fyrr bæirnir Flóakot [010] og Melkot, hvorttveggja þurrabúðir.“ Í Kjósarmenn segir um Melkot: „Árni Jónsson og kona hans Guðrún Einarsdóttir bjuggu í Melkoti, húsmannsbæ í Blönduholtslandi, 1843-49. […] Guðmundur [Guðmundsson] bjó í Melkoti 1864-82, en fluttist síðan til Reykjavíkur […].“ Samkvæmt Kjósamönnum var Melkot í Blönduholtslandi en þar sem það er allsstaðar annarsstaðar talið með Laxárnesi er þetta líklegast bara villa. Það er um 1,4 km sunnan við Laxárnesbæ, um 80 m austan við Skorá og um 400 m suðvestan við Meðalfellsveg. Melkot var byggt á 1-3 m háu grasigrónu holti á austurbakka Skorár sem liggur norðaustursuðvestur. Fast norðaustan við holtið eru 5-6 samsíða skurðir og tún sem liggja norðvestur-suðaustur.

Mýdalur (Miðdalur)
Miðdalur
40 hdr 1705. Í Jarðabókinni frá 1705 er jörðin samanlagt metin á 40 hdr en henni var skipt í fjögur býli, þrír aðgreindir bæjir sem standa þó allir saman og heita allir Mýdalur. Fjórða býlið stendur á túninu og er nefnt Miðdalskot. Einnig er getið um eyðihjáleigu á bænum sem ekki er vitað hvar var.
JÁM III, 385-389. Kirkjunnar 002 í Mýdal er fyrst getið í máldaga Saurbæjarkirkju frá um 1220: „[í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. Oc æilifsdals ar. Nema af eyri. Oc vr myrdal. Ef þar bua landeigendr. Þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. En ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. Þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. Ef þav giora skiptingar tiund.“ DI I 402. Varðveist hefur máldagi kirkjunnar frá því um haustið 1269: „Mariu kirkia j mydal a .x. Hundrard j lande og ku eina.“ DI II, 64. Kirkjunnar er enn getið í máldaga Saurbæjarkirkju frá um 1315: „[til Saurbæjar] liggia tijundir til millum blikdalzär oc eilyfsdalzar nema af eyri og yr mydal ef þar bua landeigenndur. Skulu þeir taka heima tijund sijna oc allra hiona sinna. Enn ef leiglenndijngar bua þar eda hiabudamenn þa skal j saurbæ gialldast tijunnd þeirra oc hiona þeirra. Ef þau giora skiptijnngar tijunnd“ DI III, 32. Í máldaga kirkjunnar frá um 1367 segir að krikjan eigi: „xc j lande og viij ær,“ DI III, 219. Í máldaga Saurbæjarkirkju frá um 1379 segir: “ [til Saurbæjar] liggur tijund til millum blikdalzär og dalzär nema af eyri og mydal,“ DI III, 342. 1397:
Kirkjan er nefnd í máldaga Saurbæjarkirkju, DI IV, 114-115. 1397: „a xc j landi Þar skal syngia annan hvern dag helgann oc hinn fiorda hvern ottusong. Xvij aurar skulu lvkast j tijdaoffur og skal heima takst tiund Heimamanna.lysa skal fyrer loghelga messudaga svo Mariumesso vns lydur.“ DI IV, 115. 1468: Landamerkjabréf milli Eilífsdals og Mýdals. DI V, 516. [1491-1518]: Mydals kirkiu maldagi. Maríu kirkia j Mydal aa .x.c j heimalandi og viij ær en Jon Palsson lagdi til suo .iiij. Kugilldi voru.“ DI VII, 54. Jörðin átti uppsátursítak í landi Mela nálægt Kiðafellsárós. Konungur átti 6 hdr af jörðinni sem var árið 1847 metin á 36 hdr. JJ, 100. „Mýrdalskot [GK-333:001] er fyrst nefnt 1802, en áður hlýtur það að vera talið með undir höfuðjörðunni, sem með Mýrdals parti var talin 40 h. Öll (A.M.) og parturinn þarí útaf fyrir sig 6 h., með 36 al. 1sk. 1 kúg. … Annars segir þar, að eyðijörðin „Efri-Mýdalur“ sé yrkt bæði frá Mýdal og Mýdalskoti.“ JJnm, 100. Jörðin heitir nú Miðdalur. Mýdalskot hjáleiga, lögð undir Mýdal. HÞ telur Mýdalsnafnið réttast: HÞ:“Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“ Árbók fornleifafélagsins 1923, 34. 1705: „Tún, engjar og hagar eru sífeldum skriðum undir orpnar, sem árlega spilla, og er jafnan fyrir því hætt, jafnvel heygörðum og fjósum þeirra Sölmundar og Guðlaugs. … Engjar eru annars litlar mjög, snöggvar og grýttar. Landþröng er mikil. Hætt er fyrir snjóflóðum og foruðum.“ JÁM III, 388. 1917: Tún 3,3 teigar, garðar 550m2. Mestallt tún á Miðdal er slétt.

Miðdalur

Miðdalur.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín er Miðdalur metinn á 40 hdr árið 1705. Þar segir m.a.: „Jörðin er afdeild í fjögur býli, þrjú af þeim, sem þó eru þrír aðgreindir bæir, standa öll til samans og kallast öll heimajarðar nafninu; fjórða stendur í túninu góðan snert frá hinum, og er kallað Mïdalskot.“ Gamli bærinn í Miðdal sem merktur er inn á túnakort frá 1917 stóð 10-15 m norðan við íbúðarhúsið sem byggt var árið 1921 sem stendur enn sem hluti af fjósi og um 30 m ASA við núverandi íbúðarhús í Miðdal sem byggt var á seinnihluta 20. aldar. Bærinn stóð um 5 m
austan við íbúðarhúsið frá 1921 þar sem hlaðan stendur núna.
Nákvæm staðsetning bæjanna sem stóðu þétt saman samkvæmt Jarðabók Árna og Páls er óþekkt en líklegast hafa þeir staðið á svipuðum stað og bærinn sem sýndur er á túnakorti frá 1917. Á þessu svæði er nýtt hátæknifjós, hlaða og sléttað malarplan. Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir m.a.: „Þegar Guðmundur Brynjólfsson kemur að Miðdal [1921], kaupir hann jörðina og einnig Miðdalskot fyrir kr. 7000,00 og fylgdu kaupunum sex ær og ein kýr. Á báðum býlum var eiginlega allt í rústum og öll hús að kalla mátti komin að falli. … Hann reisti allstórt íbúðarhús úr steinsteypu með áfastri steinsteyptri heyhlöðu og tveim litlum votheysgryfjum steyptum, fjós yfir tuttugu gripi og áburðarkjallara undir fjósinu, ennfremur byggði hann litla fjárhúshlöðu og aðra hlöðu rjett við bæjarhúsin, en þessar hlöður og tilheyrandi gripahús byggði hann með veggjum úr torfi og grjóti með járnþökum.“
Samkvæmt túnakorti frá árinu 1917 var svæðið sem bærinn og aðrar tengdar byggingar og garðar stóðu á um 50×40 m stórt og snéri VNV-ASA. Ekkert sést til bæjarhóls vegna framkvæmda á 20. öld. Ekki er þó útilokað að einhverjar mannvistarleifar leynist enn undir sverði VNV við núverandi útihús og undir þeim eldri sem byggð voru um eða eftir 1921 norðarlega á bæjarstæðinu.

Hálfkirkja

Miðdalur

Miðdalur.

Heimild er um hálfkirkju að Miðdal. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir: „Hjer hefur áður hálfkirkja verið, og er hún aflögð fyrir löngu, so sjötigir menn minnast valla að húsið var uppi, og þó voru tíðir löngu fyr aflagðar.“ Í örnefnaskrá segir: „Brekka beint upp af bæ heitir Kirkjubrekka.“ Í viðbótum við örnefnaskrá segir einnig: „Kirkjubrekka: Eitt sinn var kirkja í Miðdal. Ef til vill hefur hún staðið undir þessari brekku. Ekki er vitað um grafreiti í Miðdal, nema að einn maður er jarðaður í þessari brekku. Grímur man eftir þúfu sem sagt var leiði þessa manns.“ Nákvæm staðsetning hálfkirkjunnar og leiðisins er óþekkt en líklegast var kirkjan heima við bæ. Kirkjubrekka er um 100 m NNA við bæjarstæði og þó nokkuð ofarlega í hlíðinni ofan við bæ svo ekki er líklegt að brekkan tengist kirkjunni beint þó sjálft örnefnið tengist henni óneitanlega. Kirkjubrekka er vel grasigróin, nokkuð slétt og hallar í 5-20° til suðvestur.
MÝ(R)DALUR Á KJALARNESI (K) – Maríu (SAURBÆJARÞING) – HÁLFKIRKJA [um 1220]: „[í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. Oc æilifsdals ar. Nema af eyri. Oc vr myrdal. Ef þar bua landeigendr. Þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. En ef leiglendingar bua Þar eða hiabuðar menn. Þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. Ef þav giora skiptingar tiund,“. Máld DI I 402 [Saurbæjar]. [haustið 1269]: „Mariu kirkia j mydal a .x. Hundrard j lande og ku eina. Þar skal syngia annan hvern dag loghelgan. Ok enn fiorda hvern ottv song og kavpa .xviij. Avrum ad presti ur savrbæ og skal heima týund allra heima manna Lysa skal fyrer loghelga daga fra mariv messv. Vnz lidr paska vikv,“. Máld DI II 64. [1315]: „[til Saurbæjar] liggia tijundir til millum blikdalzär oc eilyfsdalzar nema af eyri og yr mydal ef þar bua landeigenndur. Skulu þeir taka heima tijund sijna oc allra hiona sinna. Enn ef leiglenndijngar bua þar eda hiabudamenn þa skal j saurbæ gialldast tijunnd þeirra oc hiona þeirra. Ef þau giora skiptijnngar tijunnd,“. Máld DI III 32 [Saurbæjar].
[1367]: „xlvi. Mariukirkia j Mydal a xc j lande og viij ær. Les Vilchinsbok. Vtann hier stendur suo. Skal lukazt atian aurar j tijdaoffur preste j Saurbæ. Annad ber saman,“. Hítardalsbók DI III 219. [1379]: „[til Saurbæjar] liggur tijund til millum blikdalzär og dalzär nema af eyri og mydal ef þar bua landeigendur. Þa skulu þeir taka sina tijund heima og allra hiona sinna,“. Máld DI III 342, Máld DI IX 17 [Saurbæjar]. 1397: [sbr [1379]]; Máld DI IV 114-115 [Saurbæjar]. 1397: „a xc j landi. Þar skal syngia annan hvern dag helgann oc hinn fiorda hvern ottusong. Xvij aurar skulu lvkast j tijdaoffur og skal heima takst tiund Heimamanna. Lysa skal fyrer loghelga messudaga svo Mariumesso vns lydur,“. Máld DI IV 115. [1491-1518]: „Mydals kirkiu maldagi. Maríu kirkia j Mydal aa .x.c j heimalandi og viij ær en Jon Palsson lagdi til suo .iiij. Kugilldi voru. Þar skal syngia annan huern dag helgan og hinn fiorda huern ottusaung. Xvij avrar skulu lukast j tidaoffur og skal heima tkast tiund heimamanna. Lysa skal fyrir laughelga messudaga,“. Máld DI VII, 54 [AM 238 4to, bl. 133 (Bessastaðabók)].
1575: Gíslamáldagi. „Hälfkirkian i Mijdal.ä xc.i heimalande. Jtem iiij mälnijtu kugilldj. Jtem lijtel klucka. Jørdenn xxxc. Lausagötz xxxjc.“ DI XV, 634. {1598: hálfkirkja; AM 263 fol. Bl. 63, 64}. Heimild óljós. Í Kirkjubrekku eru tvær þústir og óljósar leifar, hugsanlega garður. Ólíklegt er þó að umræddar leifar séu af hálfkirkjunni enda staðsetningin ólíkleg vegna mikils halla í brekkunni og fjarlægðar frá bæjarstæði.

Efri-Mýdalur
Í Jarðatali Johnsen frá árinu 1847 segir í neðanmálsgrein: „Annars segir þar, að eyðijörðin „Efri-Mýdalur“ sé yrkt bæði frá Mýdal og Mýdalskoti.“ Efri-Miðdals er Fjárhústóft GK-332:006, horft til suðurs ekki getið með þessu nafni í öðrum heimildum, hvorki í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 eða í yngri heimildum og hefur því hugsanlega aðeins verið í byggð um stutt skeið. Þó er talað um í Jarðabók Árna og Páls að Miðdalsjörðinni sé skipt í fjögur býli og að þrír aðskildir bæir séu allir á svipuðum stað. Ekki er ólíklegt að Efri-Mýdalur hafi verið einn að þessum bæjum. Ekkert er lengur vitað um hvar eyðibýlið stóð og hvorki eru þekkt örnefni sem gætu gefið vísbendingar um staðsetninguna né heldur eru rústir innan Miðdals sem gætu bent til bústaðar. Ekkert sést til fornleifa.

Helguhóll (huldufólksbústaður)

Helguhóll

Helguhóll í Miðdal.

„Vatn fellur til Miðdalsár; þá er næst Hrútatunga. Vestan við hana heitir Illagil að ofan. Þá tekur við breið tunga, er heitir Skessutungur ofan til, en Helguhólstungur neðan til. Neðan til í þeim er grjóthóll, sem heitir Helguhóll,“ segir í örnefnaskrá. Í athugasemdum og viðbótum við örnefnaskrá segir að huldufólk hafi búið í Helguhól. Helguhóll er náttúruleg klettastrýta í sunnanverðum Miðdal, um 1,4 km sunnan við bæ og um 930 m SSV við Grjótstekk. Strýtan er mjög greinileg neðarlega í fjallshlíð Tindstaðahnúks. Hún er um 100x 50 m stór, 10-20 m há og snýr norðaustur-suðvestur. Toppur hennar er ógróinn. Á þessu svæði er fjallshlíðin vel grasigróin og mýrlend og hallar í 10-30° til norðaustur.

Mýdalskot

Miðdalskot

Miðdalskot.

1705, er Mýrdal (GK-332) skipt í fjögur býli, þrír aðgreindir bæir sem standa þó allir saman og heita allir Mýdalur. Fjórða býlið stendur á túninu og er nefnt Miðdalskot. Konungur átti 6 hdr af jörðinni. 1847: Hjáleiga Mýdals GK-332. „Mýrdalskot … áður hlýtur það að vera talið með undir höfuðjörðinni, sem með Mýrdals parti var talin 40 h. Öll (A.M.) og parturinn þarí útaf fyrir sig 6 h., með 36 al. 1sk. 1 kúg.“ JJnm, 100.
1917: Meirihluti túna í kotinu er slétt.
Miðdalskot var um 100 m VSV við eldri Miðdalsbæ sem byggður var fyrir 1921 og um 80 m suðvestan við núverandi íbúðarhús í Miðdal sem byggt var á seinni hluta 20. aldar. Um kotið segir svo í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson sem gefin var út árið 1953: „Baðstofa og bæjarhús öll voru með afbrigðum ljeleg í Miðdalskoti og allt í rauninni að falli komið, er þessi hjón [Gestur Bjarnason og Guðrún Stefánsdóttir] fóru þaðan, vorið 1921. Vorið 1921 var svo Miðdalskotið sameinað Miðdalnum …“ Á þessu svæði er sléttað tún og liggur Eyrarfjallsvegur að Eilífsdal ANA við túnið. Engar leifar Miðdalskots sjást lengur og engar leifar í heimatúni þess. Ekki er ólíklegt að mannvistarleifar kunni að leynast undir sverði. Samkvæmt túnakorti voru um 8 hólf/hús í bæjarröðinni sem var um 30 x 20 m stór og snéri norðvestur-suðaustur. Trúlega hefur verið gengið inn í bæ að suðvestan.

Hækíngsdalur
Hækingsdalur
30 hdr. 1705. Bænhús var á jörðinni. Eyðihjáleigur tvær 1705, Sauðhús og Háamýri. JÁM III, 419-422. Bændaeign. 30 hdr. 1847. JJ, 100. 1237: Í Sturlungasögu er getið um mann úr Hækingsdal. Sturlunga saga I, 405 og 407. Varðveist hefur landamerkjabréf Vindáss GK-347:001 frá því um 1270 þar sem getið er merkja milli Vindáss og Hækingsdals. DI II, 81-82. Samkvæmt Hannesi Þorsteinssyni er Hækingsdallur réttnefni. „Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“.
Árbók 1923, 34. 1705: „Túnunum hverutveggjum spillir skriða og snjóflóð, og er fyrir því árlegur háski, kostar og oft erfiði af að moka. Enginu spillir ogso skriða.“ JÁM III,
421. 1840: „… Þar er heyskapur nokkur, en beitiland arðgott, einkum á sumrum og landrými …“Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 256.
Gamli bærinn í Hækingsdal var nálega þar sem íbúðarhúsið á jörðinni stendur nú. Gamli bærinn var þó örlítið vestar, þ.e. austasti hluti hans var við vesturjaðar íbúðarhúss og náði til vesturs, milli þess og útihúss sem nú hefur verið rifið. Greinilegur bæjarhóll er að sunnan og vestan. Aðrar hliðar hans fjara út inn í landslagið.
Bæjarhóllinn er 50 X 30 m að stærð og 1-1,5 m á hæð. Hann snýr norðvestur-suðaustur. Grunnur núverandi íbúðarhúss var grafinn ofan í bæjarhólinn að hluta til og nú (2003) er að mestu bara hlað og grasflöt þar sem gamli bærinn stóð.
Gamli bærinn var burstabær með fjórum burstum. Vestasta burstin var rifin um 1950 en fram að því var búið í gamla bænum. Umrædd burst var rifin þegar útihús var byggt vestan bæjar en hinar burstirnar þrjár stóðu lengi. Kjallari var undir 2 burstunum. Fjós var sambyggt bæ að aftan austast. Innangengt var í það úr bæjargöngunum. Árið 1976 var teiknuð upp afstöðumynd af túninu í Hækingsdal eftir tilsögn Hannesar Guðbrandssonar. Þar er teiknuð mynd af bænum. Austast var fjós og fast fram af því Reykkofi (gamalt eldhús), vestan við fjósið kom skemma, svo búr, þá gangur stofa og eldhús. Vestast var skúr og síðan lítið sund svo mókofi og fjóshlaða fast við bæinn.

Selflatir (sel)

Selflatir

Sel við Selflatir.

Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 segir: „Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi góða, þar sem heita Selsvellir á Geitahlíð.“ Í örnefnaskrá segir m.a.: „Neðan við Brattafell eru Selflatir. Þar var sel áður fyrr og sá enn fyrir tóftum, þar til aurskriða lagði þær undir fyrir nokkrum árum. Sel þetta er rúmlega 2 km frá bænum.“ Í svörum við spurningaskrá Þjóðháttadeildar um Hækingsdal segir einnig: „Eitt sel enn er í suðaustur frá bæjardyrunum í Hækingsdal. Það sel tilheyrði Hækingsdal, það stendur á Selflötum vestan undir Brattafjalli í Kjósarskarði.“
Selflatir eru 20-30 m austan við Laxá í norðvesturhlíð Brattafells um 3,7 km SSV við Hækingsdal. Selflatir eru grasigróin fjallshlíð og fjallsrætur Brattafells austan við Laxá upp af Þórufossi. Brekkan hallar 5-30° í VNV.
Samkvæmt Guðbrandi Hannessyni, heimildamanni, er selið horfið undir skriður. Engar tóftir eða líklegar þústir sjást á Selflötum eða í nágrenni þeirra norðan við Brattafellsgilslæk. Innst inni í Brattafellsgilinu gætu þó verið leifar fast undir suðurbrún gilsins á suðurbakka Brattafellsgilslækjar á svæði sem er um 14×10 m að flatarmáli. Þar er hugsanlega lítil rétt eða aðhald, sem nú (2011) er fullt af jarðvegi. Brúnin hallar 50-80° í norðvestur. Þar er lítið annað en óljós ferköntuð dæld sem er um 4×1,5-2 m að innanmáli og 0,2-0,5 m á dýpt, með hugsanlegum grjóthleðslum í köntum. Um 4 m norðar á suðurbakka Brattafellsgilslækjar er 0,2-0,5 m há þýfð og ávöl þúst B sem er um 8×7 m að flatarmáli. Ekki er útilokað að fornleifar finnist undir sverði en þó gæti einnig verið aðeins um náttúrumyndun að ræða. Í grasinu glittir víða í grjót en engar greinilegar vegghleðslur.

Sel

Hækingsdalssel

Hækingsdalssel ofan Blautaflóa.

„Upp af Blautaflóa var gamalt sel og má rétt marka það í brekkunni,“ segir í athugasemdum og viðbótum við örnefnaskrá. Norðaustan og upp af Blautaflóa við rætur Hornafells er þúfnaþyrping um 2,3 km NNV við bæ og um 2 km norðaustan við Vindáshlíð. Á þessu svæði er grasigróin mýri og þurrlendi á gróinni aurkeilu lækjar sem rennur í suðvestur ofan úr Hornafelli, nokkuð sléttlent en þúfur hér og þar. Brekkunni hallar 5-10° til vesturs.
Engar greinilegar tóftir eru á svæðinu. Þar er hins vegar um 0,2-0,4 m há þúfnaþyrping á svæði sem er um 16 x 14 m stórt og snýr gróflega norðvestursuðaustur. Engin greinileg hólf er hægt að sjá út úr þúfunum en þó glittir þar víða í grjót.

Vindás
Vindás
20 hdr 1705. Bústaður sóknarprests í Kjós gefin af kóngi eftir að bærinn að Reynivöllum eyðilagðist í skriðum og snjólflóði árið 1664. JÁM III, 422-423.
Varðveist hefur landamerkjabréf jarðarinnar frá því um 1270. Um landamerki milli Vindáss og Reynivalla annarsvegar og Vindáss og Hækingsdals hinsvegar. DI II, 81-82. 1352/1397 og um 1478 á Reynivallakirkja skjólgarð GK-347:034 í landi jarðarinnar ásamt kastar skurði GK-347:011. (DI III 70-71, DI IV, 116-117, DI VI,
178-79). 1705: „Engjar eru nær öngvar, sem þessari jörðu fylgdi áður hún var prestunum gefin, og brúkar því presturinn engið, sem óskpilt varð eftir, þá beneficium fordjarfaðist, so mikið af því og lítið sem hönum líkar. Högum spilla skriður.“ JÁM III, 422-423.
1840: „… Heyskaparlítil jörð með stóru og þýfðu túni. Þar er allgott beitarland um sumar og vetur og skógarblettur af smáviði í Sandfellshlíð.“

Vindás

Vindás.

Vindásbærinn er í Laxárdal austan við Laxá og VNV undir Sandfelli. Hann er um 3 km SSA við Reynivelli 348:001 og um 5,5 km VNV við Hækingsdal 346:001. Leifar af bæjarhólnum eru nú (2011) um 10 sunnan við gamla fjósið og um 70 m suðvestan við yngsta íbúðarhúsið sem byggt var árið 1952. Í landi Vindáss er sumarbúðir KFUM og KFUK en þær eru staðsettar rúma 3 km suðaustan við bæ 001 rétt norðvestan við landamerki Vindáss og Hækingsdals. Þar sem gamli bærinn stóð er sléttað tún, steinsteypt fjós, einföld röð af háum lauftrjám og slétt malarplan þar fast fyrir sunnan en þar eru m.a. geymdar heyrúllur og vélar. Samkvæmt bókinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson var tvíbýli að Vindási frá um 1820 og fram til 1884. Ekki er ljóst hvort búið var á tveimur stakstæðum bæjum eða ekki. Ekki er útilokað að annar bærinn hafi staðið þar sem heitir Ljóskollutóft en engar heimildir hafa fundist um slíkt. Gamli bærinn er nú (2011) horfinn vegna bygginga sem reistar voru á 20. öld.
Samkvæmt Magnúsi Lárussyni, heimildamanni, byggði Ólafur Einarsson (í Vindási 1905-1944) steinsteypt hús á bæjarhólnum, t.d. votheyshlöðu sem og tvær heyhlöður úr torfi og grjóti á fyrri hluta 20. aldar. Ekki er lengur búið að staðaldri í Vindási en tún eru enn nýtt til sláttu og sem beitiland fyrir hesta. Samkvæmt túnakorti frá 1917 var bæjarröðin um 30×40 m stór og snéri gróflega norðursuður. Í túninu sunnan við malarplanið eru í dag (2011) óljósar leifar bæjarhólsins sem er um 30×25 m að flatarmáli, 0,2-0,5 m á hæð og snýr austurvestur. Engar greinilegar dældir eru í hólnum en mjög líklegt er að fornleifar finnist þar undir sverði. Að minnsta kosti 5-10 m af lengd norðurhluta gamla bæjarhólsins virðist horfinn undir malarplan og útihús.

Vindássel (sel)

Vindássel

Vindássel – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1705 segir: „Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi, en brúkast þó ekki, heldur í selstöðu þeirri, er beneficio tilheyrir á Seljadal [skráð undir númerinu GK-348b:001 sem hluti af Seljadal],“. Í svörum Hannesar Guðbrandssonar bónda í Hækingsdal við spurningum Þjóðháttadeildar segir einnig um sel frá Vindási: „Vindássel var einnig til þarna vestur af Sandfelli. Á Vindásflóum stendur það. Einn flóinn heitir Selflói þar sem selið hefur staðið líklega.“ Vindássel fannst ekki á flóunum austur og norðaustur af Sognsseli um 2 km austur af bæ í Vindási. Flóarnir norðan við Sandfell og Sandfellstjörn eru mjög deigir og á mörgum stöðum mjög rofnir í drullu- og sandflög. Selflói er ekki nefndur í örnefnaskrá Vindáss svo staðsetning selsins er mjög óljós. Ekki er útilokað að það sé horfið vegna rofs eða sokkið í þúfur og mýri.

Svínaskarðsvegur (leið)

Svínaskarðsvegur

Svínaskarðsvegur.

„Svínaskarðsvegur sem var mjög fjölfarinn á sumrin bæði af Kjósverjum, og þó einkum þeim sem ferðuðust á hestum milli Reykjavíkur og norðurog vesturlandsins, lá yfir Laxá á Norðlingavaði, upp Klifsnes, Vindáshlíð, Sandfellsmela norðan við Sandfell, sunnan við Hryggi, vestan við Dauðsmannsbrekku og síðan áfram yfir að Hvalfirði [í landi Fossár]. Þessi vegur meðan hann lá um Vindásland, var alltaf í daglegu tali nefndur Þjóðvegur,“ segir í örnefnaskrá. Svínaskarðsvegur sést ennþá vel austan, norðaustan og norðan við Sandfell og á Reynivallahálsi um 2 km austan við bæjarhól og um 140 m austan við Sandfellstjörn. Slóðinn liggur að mestu um sendna og grýtta mela og mosagróna móa. Svínaskarðsvegur er 2-5 m breiður malarvegur eða slóði sem liggur frá Laxá í suðri upp Vindáshlíð norður fyrir Sandfell að austanverðu að landamerkjum Vindáss í norðri. Vegurinn hefur verið um 4,5 km á lengd í Vindáslandi. Vegurinn er ennþá vel greinilegur mest alla leiðina frá brekkunum ofan við sumarbúðirnar í Vindáshlíð að landamerkjum í norðri.

Selstígur (leið)

Selsstígur

Selsstígurinn ofan Sandfells. Gatnamót eru við Svínaskarðsveg.

„Selstígur lá yfir Ása, austan við Eystri Hvammamýri, upp Múla og Múlahorn vestan við Sandfell, og þar á þjóðveginn. Í framhaldi af Selstíg lá gata norður yfir Hryggi, að Seljadal. Eins og nafnið bendir til mun Selstígur í fyrstu einkum hafa verið notaður til selfara, því Sogn átti sel við Sandfellstjörn sunnanverða, en Vindás átti sel í Seljadal, skammt vestur af Skálafelli. Einnig var hey flutt niður Selstíg, þegar heyjað var uppi á Vindásflóum, en það mun hafa verið stundað nokkuð einkum þegar tvíbýli var á Vindási. Allmikil umferð var um Selstíg meðan búið var á Seljadal. Einnig fóru hann margir sem leið áttu yfir Reynivallaháls.“
Samkvæmt Magnúsi Lárussyni, heimildamanni, var beygt út af leið suðvestan undir Múla þegar farið var Selstíg. Þá var farið upp með Múlalæk um 200 m norðan við Hústóftir og um 1,5 km suðaustan við bæ. Selstígur lá um grýtta bratta fjallshlíð, grasigróna móa og gróðurlausa grýtta mela. Selstígur lá upp með Múlalæk í norðaustur en þegar komið var upp á brúnina var beygt í NNA meðfram Sandfelli.
Gengið var um stíginn í boga meðfram Sandfellinu norðvestan verðu og norður fyrir það sunnan við Sandfellstjörn í ANA, en stígurinn tengdist Svínaskarðsleið 046 um 2,1 km austan við bæ og 300 m suðaustan við Sandfellsvatn. Stígurinn hefur verið um 2 km á lengd.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III: I. bindi; Káranes, Káraneskot, Laxárnes, Miðdalur, Miðdalskot, Hækingsdalur og Vindás. Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2012.

Laxárnes

Laxárnes.

Ingunnarstaðasel

Eftirfarandi upplýsingar má lesa í „Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III“ – II. bindi, um bæina Reynivelli, Vesturkot, Seljadal, Sogn, Hvítanes, Þrándarstaði, Ingunnarstaði og Hrísakot.

Reynivellir
Reynivellir
Beneficial. 30 hdr. 1847. „Jarðabækurnar nefna bæði Vesturkot og Austurkot.“ JJ, 100 (nmgr.) Staður, dýrleiki ekki gefin upp 1705 vegna þess að þá var jörðin í eyði eftir snjóflóð sem féll um 1699. Þá var henni skipt upp í 3 býli, Nýjabæ, Austurkot og Vesturkot sem öll voru í byggð.
Kirkjunnar á Reynivöllum er fyrst getið í máldaga Ingunnarstaðakirkju og kirkjunnar í Eyjum: [1180]: „ef enginn fæsc prestr. [á Ingunnarstöðum] Þa scolo reynevellingar fyrst eiga kost at lata syngia til Þessa kaups ef Þeir vilia,“ DI I, 266.
[1180]: „Mariu kirkia i Eyivm … Þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan af reynevollom;“ DI I, 267. c. 1200: „veisla ger mót Páli bp á yfirreið,“ Biskupasögur I, 340.
1200: Kirkjunnar er næst getið í kirknaskrá Páls biksups. DI XII, 9. Í máldaga kirkjunnar frá 1352 segir: „a kirkian. allt heima lannd og eina vtjord er heitir j sornne. þridiung j laxafossi oc særliga siovarfoss. Bollstædijnnga hyl. kiosar sker. fiogara tiga sauda beit j mula lannd. lamba hofnn j eilyfsdal. ellefu tigum. ij manada beit gomlum saudum j sanndfellz hlijd oc skiolgard j vinndaslanndi oc kastar skurdur. er annar kastar skurdur j eyiarlannd. þridie til valldastada. xij rossa beit j þufu lannd. vj j eyrar lannd.“ DI III, 70-71. Næsti máldagi kirkjunnar sem varðveist hefur er frá um 1367: „xliv. Mariukirkia a Reynevollum a heimaland alltt Sornns land. þridiung j laxfoss. Sioarfoss allann.“ DI III, 219. Í Vilcinsbók frá því um 1397 segir: „a heimaland allt. Sornsland. þridiung j Laxfossi. Siofarfos allann. Kiosarskier. Bollstædingahylur. tuær skogartoptter j Skoradal oc ein j Svijnada.“ DI IV, 116-117. Í mádlaga Eyjakirkju frá 1397 segir: „[til Eyja] skal syngia annann hvern dag loghelgann af Reynivollumm. paskadag oc kyndilmessv.“ DI IV, 116. Í máldaga Ingunnarstaðakrikju frá því 1397 segir: „ef ei fæst prestur. [á Ingunnarstöðum] Þa skulu Reynivellingar fyrst eiga kost ad lata syngia,“ DI IV 118. Í máldaga kirkjunnar frá því um 1478 segir: „Mariukirkia a reynivollum j kios a heimalannd allt sornns lannd. þridiunng j laxfosse. siofarfoss allann. kiosarsker. bollstædijnngahyl. ij skogartopter j skoradal oc eina j suijnadal. kastar skurd j vinndas lannd. annan j þorlaksstada lannd. þ[ridia] j ualldastada lannd. tueggia manada beit aullu saudfee a ve[tur]inn j sandfellzhlijd oc skiolgard j vinndaslannd. xl sauda hofnn j mula fiall oc skiol j mariuhelle oc scal sa telia epter hueria hrijd sem byr ä mula. lammba beit j lammbatungur j eileifsdal. xij hrossa beit a veturinn j þufu land. vj hrossa beit [j] eyrar lannd.“ DI VI, 178-79. 1486: Bréf um kirkjuna. DI VI, 586-87. 1575: Máldagi kirkjunnar. DI XV, 632-633. 1847: „Jarðabækurnar nefna bæði Vesturkot og Austurkot.“ JJ, 100 (nmgr.). Einnig var um tíma búið á Reynivallaseli og á Gerði en þar var byggt timburhús yfir vinnumann um 1930.
1705: „Túnin eru stórlega fordjörfuð, þau eru sjálum heimastaðnum fylgdu, og mikinn part eyðilögð, og er jafnan voði fyrir meiri skaða, so að ekki dirfast menn bygð að setja í hinu forna bæjarstæi síðan snjóflóð 1699 yfirfjell staðinn, braut hús, deyddi prestinn og 6 manneskjur aðrar, en beinbraut og limlesti þá, sem þó urðu með stórerfiði úr snjóflóðarústunum með mannsöfnuð upp mokaðir og náðust lífs, en þó að bana komnir. Engið, sem þó er bæði gott og mikið, skemmir stundum Laxá með grjóti og aur, þar með eru foruð á engjavegi, so að ekki verður tilsókt nema brúkað sje. Landþröngt er, so að ábúendur verða engið að beita, því að heimahagar eru mikinn part fordjarfaðir af skriðum.“ JÁM III, 425. 1847: „Hve mikinn fénað prestsetrið Reynivellir framfæri, skýrir prestur eigi frá, en segir, að 5 kúg. fylgi heimajörðunni, og að túnið sé undirorpið skemmdum af snjóflóðum og aurskriðum, ef eigi árlega er við gjört með mannafla og kostnaði. Staðurinn á rétt til móskurðar og skóg til kola á Vindási, svo og skógarreit í Reynivallatúngum í Skoradal, en óvist var (1839) hvort hann á laxveiði í Laxá, sem eigi heldur í mörg undanfarin ár hefir verið notuð.“ JJ,

Reynivellir (eldri bær)

Reynivellir

Reynivellir.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir m.a.: „Reineveller, var beneficium og kirkjustaður. Er nú heimabærinn aldreiliss eyðilagður af snjóflóðum og skriðum, so ekkert bæjarhús stendur eftir. Kirkjan og kirkjugarðurinn stendur enn nú, þó í stórum háska, samt eru þar ríðir fluttar. Er í staðinu þessa beneficii er sóknarprestinum, sem nú er Sr. Torfi Halldórsson, af sál. Kóngi Friðrik 3ja, gefin til bústaðar jörðin Vindás 1664.“ Elsti bærinn á Reynivöllum var nálega 30 m ofan við gömlu kirkjuna fast norðaustan við kirkjugarðsvegginn. Snjóflóð féll á bæinn 1699 og eftir það var hann fluttur um 200 m til SSA um 50 m neðan og VSV við núverandi íbúðarhús. Bærinn var á lágum, grasigrónum og grýttum hæðarrana norðaustan við kirkjugarðinn sem hallar um 5° í suðvestur. Lækur rennur rétt norðvestan við hólinn og kirkjugarðinn. Ofan við hæðina tekur við grasigróin brött brekka svo að bærinn hefur verið efst í heimatúni. Í Kjósarmenn segir m.a.:“… segir Fitjaannáll þannig frá þeim atburði [snjóflóði 1699], og getur jafnframt síra Odds: „Þann 15. janúar (1699), sem var sunnudagskvöldið fyrsta í þorra, eftir húslestur, skeði það voveiflega og hryggilega tilfelli á Reynivöllum í Kjós, að snjóflóð hljóp á staðinn og tók öll hús nema kirkjuna, smiðjuna og fjósið.[…] Síðan hefur sjálfur heimastaðurinn ekki verið uppbyggður, heldur lítið nýbýli [Nýibær] skammt frá.“ Þar sem bærinn stóð er mjög þýft og grýtt en engar tóftir sjást. Greina má lága hæð norðaustan við kirkjugarðinn sem er um 40×40 m að flatarmáli en innan við 1 m á hæð.

Kirkjugarður (kirkja)
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 segir: „Reineveller, var beneficium og kirkjustaður. Er nú heimabærinn aldeiliss eyðilagður af snjóflóðum og skriðum, so ekkert bæjarhús stendur eftir. Kirkjan og kirkjugarðurinn stendur enn nú, þó í stórum háska, samt eru þar tíðir fluttar. Er í staðinn þessa beneficii er sóknarprestinum, sem nú er Sr. Torfi Halldórsson, af sál. Kóngi Friðrik 3ja gefin til bústaðar jörðin Vindás 1664.“ Kirkjan á Reynivöllum stóð áður inni í kirkjugarði, um 190 m NNV við nýja bæinn 003 en rétt suðvestan við elsta þekkta bæjarstæðið á Reynivöllum. Kirkjan, sem byggð var 1859 (004), var færð úr garðinum (fyrir 1917), í um 100 m til suðausturs þar sem hún stendur nú. Garðurinn og kirkjan snúa bæði VNV-ASA eða samsíða dalnum. Garðurinn er í aflíðandi halla til suðurs. Hann er stór og í honum fjöldamargar grafir. Garðurinn hefur greinilega verið stækkaður til suðurs og líklega til vesturs líka. Vírgirðing er umhverfis garðinn. Að norðan (norðaustan) er steinsteyptur kirkjugarðsveggur en að austan (suðaustan) þar sem aðkoman er að garðinum er grjóthlaðinn garður sem greinilega hefur nýverið verið endurhlaðinn. Garðurinn er nú (2003) um 55 X 60 m að stærð. Merki fjölmargra grafa sjást þó garðurinn hafi verið sléttaður að hluta. Elstu merktu leiðin eru frá því snemma á 19. öld en örfá ómerkt leiði sjást. Mikið hefur verið gróðursett í garðinn af ösp, birki og greni. Ekki er mjög greinilegt hvar kirkjan stóð en auður blettur er þó í garðinum, nálega í miðjum gamla garðinum. Er líklegast að kirkjan hafi verið þar. Bletturinn er um 15 m sunnan við við norðurhlið en 20-30 m vestan við austurhlið. Snemma á 20. öld lá leiðin heim að bænum fast neðan við kirkjugarð og kirkju en rétt ofan við bæ. Vegurinn lá áður um Kirkjustíg. Kirkjustígur byrjaði „vestur við Kipp á Hjallholti [sem er holtið upp af kirkjunni] heldur smáhækkandi, rétt austur að Þinghúsgili, er síðar getur. Síðan aftur til baka og áfram í
krókum,“ segir í örnefnaskrá. REYNIVELLIR Í KJÓS (K) -Maríu [1180]: „ef enginn fæsc prestr. [á Ingunnarstöðum] Þa scolo reynevellingar fyrst eiga kost at lata syngia til Þessa kaups ef Þeir vilia,“ Máld DI I 266 [Ingunnarstaða]. [1180]: „Mariu kirkia i Eyivm … Þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan af reyne vollom,“ Máld DI I 267 [Eyja]. C. 1200: „veisla ger mót Páli bp á yfirreið,“ Jarteinabók 1200, Bsk I, 340. c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII, 9. 1352: „Anno domini M°. Ccc°. L°. Secundo a þridia are biskups doms virduligs herra gyrdiz med gudz näd biskups j skalhollte so sem hann kom a[t] reynevollum j sinni visitacione reiknadist suo mikid gotz þad er kirkian ätte. Jnn primis vij manna klædi med hoklum. Iij kalekar. Þriar kanntara kapur. Ein med pell. Avnnur ed lynvef. Þridia med salun. Vj. Anntependia til vtalltara. Fimm anntependia til haalltaris. Vj. Alltarisdukar. Iiij. Sloppar. Tabulum fyrir alltare oc brijk medur. Smelltur kross oc skrijn. Glodarker. Baksturjarn. Glodaker elldbere. Vijgdz vatz ketill. Iij kerttistikur. Ein ampulla. Ein sacrarij munnlog. Tiolld vmhuerfi kirkiu. Og ad auk steintialld oc hrijnnga refil. Eitt fonntklædi oc skirnarsär. Mariu skript oc nicholas skript og gRadulae cum sequencijs. Iij lesbækur j are per anne circulum de sanctis oc de tempore. Songbokur per anni circulum tuær Euanngeliorum. Martyrjlogium. Capituliarius oc enn nockrar fornar bækur þær sem litit skolu. Fiorar samhrijngiur. Ij smaklockur oc ein vtiklocka. A kirkian. Allt heima lannd og eina vtjord er heitir j sornne. Þridiung j laxafossi oc særliga siovarfoss. Bollstædijnnga hyl. Kiosar sker. Fiogara tiga sauda beit j mula lannd. Lamba hofnn j eilyfsdal. Ellefu tigum. Ij manada beit gomlum saudum j sanndfellz hlijd oc skiolgard j vinndaslanndi oc kastar skurdur. Er annar kastar skurdur j eyiarlannd. Þridie til valldastada. Xij rossa beit j þufu lannd. Vj j eyrar lannd. Seautian kyr. Xij ær. Viij ross. Ij hundrat j metfie. Ij hunndrad j vidum. Fiordung vax. Ij presta skylld og diakns.“ Máld DI III, 70-71.
[1367]: „xliv. Mariukirkia a Reynevollum a heimaland alltt Sornns land. Þridiung j laxfoss. Sioarfoss allann les Vilchinzbok þui þetta ber samann,“ Hítardalsbók, DI III, 219.
1397: „a heimaland allt. Sornsland. Þridiung j Laxfossi. Siofarfos allann. Kiosarskier. Bollstædingahylur. Tuær skogartoptter j Skoradal oc ein j Svijnadal [+kastarskurði, beit, sauðahöfn, skjól í helli, lambarekstur, hrossabeit] er aa Þessu fie tveggia presta skylld og diakns. Portio medann sira Finnur hiellt halftt atta hundrad. Enn medann sira Vigfus hiellt ccc. Oc xiiij aurar. Jtem hefur sira Finnur lagtt til kirkiunnar halft Þridia hundrad,“ Máld DI IV, 116-117.
1397: „[til Eyja] skal syngia annann hvern dag loghelgann af Reynivollumm. Paskadag oc kyndilmessv. Þar skal lvkast c presti,“. Máld DI IV, 116 [Eyja]. 1397: „ef ei fæst prestur. [á Ingunnarstöðum] Þa skulu Reynivellingar fyrst eiga kost ad lata syngia til Þess kaups ef Þeir vilia.“ Máld DI IV, 118 [2 merkur, Ingunnarstaða]. [1478]: „Reyniveller j kios. Mariukirkia a
reynivollum j kios a heimalannd allt sornns lannd. Þridiunng j laxfosse. Siofarfoss allann. Kiosarsker. Bollstædijnngahyl. Ij skogartopter j skoradal oc eina j suijnadal. Kastar skurd j vinndas lannd. Annan j þorlaksstada lannd. Þ[ridia] j ualldastada lannd. Tueggia manada beit aullu saudfee a ve[tur]inn j sandfellzhlijd oc skiolgard j vinndaslannd. Xl sauda hofnn j mula fiall oc skiol j mariuhelle oc scal sa telia epter hueria hrijd sem byr ä mula. Lammba beit j lammbatungur j eileifsdal. Xij hrossa beit a veturinn j þufu land. Vj hrossa beit [j] eyrar lannd. Jtem þetta a hun jnnan sig et cetera. Jtem fiorar merkur vax. Jtem vij kyr oc eina kuijgu tuæuetra. Ix ær oc hrut tuæuetrann. Ij hesta er uoru metnir fyrir iij merkur bäder samann. Ij sænngur lettar. Halfa þridiu vod. Einn pott heilann oc annan brotinn. Eina munnlog sterka. Viij fiordunnga ketil oc annann vonndann. Eitt tinfat. Iij trefot.“ Máld., DI VI, 178-79 [Þjsks Bps A II, 1, bl. 121a-b – vitnað er í þannan máld. Í virðingargerð frá 2.11.1486 og mun hann því vera frá seinni hl. 15 aldar]. 2.11.1486: „Bref wm kirkiugiord aa Reyneuollum. Þath giorer ek arne prestr snæbiarnarson officialis heilagrar skalholltzkirkiu j mille huitar j borgarfirde ok helkunduheidar skalholltzbiskupsdæmis godum monnum viturligt med þessu minu opnv brefi at þa er ek reid j mitt profastdæme nidri wm gullbringu kom fyrir mik sira nikulas arnason sem þa hellt Reynevallar stad j kios. Beiddj hann mic ok krafdj vpp aa laganna vegna at sia ar at kirkiunne ok stadnum er hann villdj standa
sinne kirkiu reikninigsskp. Kalladj ek til med mier sex skælega menn presta ok leikmenn. Hafdj hann latid giora kirkiuna ok stadinn þa hann tok med. Var þa kirkia giord fyrir þriu hundrut. Enn stadurinn fyrir fimm hundrut. Jtem giordum vjer þa kirkiuna fyrir tuttugu hundrut enn stadinn fyrir fimtan hundrut. Atti kirkian at vera med golfi ok beckium. Ok aull vnder hellu. Fell þa aptur seytian hundrut fyrir kirkiubota. Enn tiu hundrut fyrir stadarbota. Hier med lagdj adrgreindur sira nikulas kirkiunne. Tiu hundrut j bokum ok messuklædum. Jtem stod þa epter j porcio ok mortuaria tuttugu hundrut. Var fyrgreindr sira nikulas hier med aullungis kvittur wm allan fornan reikningsskap kirkiunnar aa Reyneuollum fra þui er hann tok stadinn ok framan til þess sem þa war komet. Skylldj þesse fyrr greind tuttugu hundrut leggiazt kirkiunne til jnnstædu æfinlega hier epter þui hun var litil adr. Skylldj þesse tuttugu hundrut lukazt j suo uordnum peningvm. Tiu malnytu kugilldi ok tiu hundrut j aullvm þarfligvm peningum fridvirtvm. Jtem var adr gomul jnnstæda vij kyr ok tuæutur kuiga milk. Ix ær tuæuetur hrutur ok .ij. Hestar firir iij. Merkr bader ok þath at auk sem skrifath stendr jnnan gatta. Ok til sannennda hier vm settj ek officialatus jnscigle fyrir þetta bref skrifath aa Reyneuollum j kios fimtudaginn næsta epter festum sanctorum omnium anno dominj. M°. Cd° lxxx° sexto.“ Virðing DI VI, 586-87 [Þjsks Bps Fasc. XII, 1, frumrit á skinni; AM Apogr. 2442]. 1575: Máld DI XV, 632-633. 26.2.1880:
Saurbæjarsókn lögð undir Reynivelli; (PP, 112) [lög].

Gíslagata (leið)

Gíslagata

Gíslagata.

„Deplhálsar eru hæðir neðst í brekkunum. Þar vestur af er dalur, sem heitir Borgardalur, og austur við þann dal er klapparholt, sem heitir Gíslholt. Það holt er alveg á merkjum. Upp af holtinu er Gíslagata, og Gíslalækjardrög eru þar uppi á hálsi ofan við brúnir. Þaðan kemur Gíslalækurinn, sem er á merkjum,“ segir í örnefnaskrá. Í Árbók ferðafélagsins frá árinu 1985 í grein eftir séra Gunnar Kristjánsson segir: „Önnur leið yfir Hálsinn er á landamerkjum Vindáss og Reynivalla upp með Gíslalæk, það er Gíslagata. Hún hefst á Gíslholti, þar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur hafið skógrækt og komið sér upp bækistöð. Efst taka svo við Gíslagötudrög. Vegurinn beygir til austurs þegar upp er komið og er þar farið yfir Gíslalækinn og haldið síðan nánast beint til
norðurs yfir Hálsinn.“ Gíslagata lá upp á Reynivallaháls í norðaustur upp með Gíslholti og meðfram Gíslalæk á landamerkjum milli Reynivalla og Vindáss GK-347 um 2,2 km suðaustan við bæ 003. Gatan er ennþá mjög greinileg á hálsinum. Á þessu svæði niðri á jafnsléttu er skógræktargirðing og malarvegur. Hlíðar Reynivallaháls eru þarna lítt grónar og grýttar. Á Reynivallahálsi er þýfður og rofinn melur. Ofan af jafnsléttu er einstigið illgreinanlegt í fjallshlíðinni. Enn er hægt er að ganga upp þennan göngustíg (2010). Vegurinn liggur upp meðfram gilinu á landamerkjum og beygir svo í vestur upp/út hlíðina milli tveggja efstu fjalla. Stígurinn liggur yfir hálendið yfir á Svínaskarðsveg 356:026 ANA við Dauðsmannsbrekkur. Á Reynivallahálsi og í Dauðsmannsbrekkum er gatan (Gíslagötudrög) enn greinilegur mjór malarstígur sem er um 0,2-0,4 m á breidd og <0,2 m á dýpt.

Seljadalur/Reynivallasel

Reynivallasel

Reynivallasel.

„[Björn Erlendsson] … Byggði nýbýli í Seljadal, í gömlum seltóftum frá Reynivöllum, og nefndist bærinn þá Reynivallasel. Þar bjó Björn 1861-1878. … Seljadalur stóð óbyggður 1880-97. … Ekki mun hafa verið búið í Seljadal síðan … 1921. Kjósarmenn, 195-196. „Neðan við Brattafell eru Selflatir. Þar var sel áður fyrr og sá enn fyrir tóftum, þar til aurskriða lagði þær undir fyrir nokkrum árum. Sel þetta er rúmlega 2 km. Frá bænum. Hannes [Guðbrandsson í Hækingsdal f.1897] getur sér til þess að áður hafi Hækingsdalur haft sel í Seljadal, enda eiga Hækingsdalsbændur þar land. Þar var Reynivallasel, en nafn dalsins gæti bent til þess að þar hafi verið fleiri sel.“ Ö-Hækingsdalur, 9. „Þar var byggður lítill bær og fjenaðarhús … Er á Seljadal ágætt sauðfjárland, mýraflói og lyng og furðu hagsælt. Lítið tún var ræktað umhverfis þetta býli.“

Reynivallasel (sel)

Reynivallasel

Reynivallassel í Seljadal – uppdráttur ÓSÁ.

„Hannes [Guðbrandsson í Hækingsdal f.1897] getur sér til þess að áður hafi Hækingsdalur haft sel í Seljadal, enda eiga Hækingsdalsbændur þar land. Þar var Reynivallasel, en nafn dalsins gæti bent til þess að þar hafi verið fleiri sel,“ segir í örnefnaskrá Hækingsdals. Í bókinni Kjósarmenn segir svo: „[Björn Erlendsson] … byggði nýbýli í Seljadal, í gömlum seltóftum frá Reynivöllum, og
nefndist bærinn þá Reynivallasel. Þar bjó Björn 1861-1878. … Seljadalur stóð óbyggður 1880-97. … Ekki mun hafa verið búið í Seljadal síðan … 1921.“ Bærinn Reynivallasel er í Seljadal um 4,7 km ASA við Reynivelli og um 2,8 km SSA við Fossá, í litlu dalverpi um 1 km SSA við mynni Seljadals og um 400 m austan við Seljadalsá við suðvesturrætur Hornafells.
Seljadalur er um 2 km langur, 0,5-1 km breiður og snýr norður-suður. Gengið er inn í dalinn að norðanverðu úr Fossárdal upp nokkuð brattar grasigrónar brekkur sem halla í 10-45° til norður. Seljadalur er vel grasigróinn og þýfður en á köflum er dalurinn nokkuð deigur á bökkum Seljadalsár, sérstaklega í dalnum vestanverðum. Seljadalsá liggur norður-suður um miðjan dalinn. Umfangsmiklar hálfgrónar skriður eru í dalnum austanverðum undir Hornafelli um 400 m sunnan við bæjarstæðið í Seljadal. Einnig var hægt að ganga yfir í dalinn miðjan að vestanverðu frá syðri landamerkjum Reynivalla um Gíslagötu. Umhverfis Reynivallaselsbæ er vel grasigróin þýfð brekka sem hallar í 5-20° til vesturs í norðvesturhlíð/rótum Hornafells.
Þegar gengið er inn í Seljadalinn að norðanverðu sést ekki til bæjarins fyrr en komið er 300-350 m inn í dalinn. Seljadalur er mjög grösugur en trúlega hefur ekki mikið verið gert af því að slétta tún á þeim tíma sem búið var í dalnum. Í svörum við spurningaskrá Þjóðháttadeildar segir: „Seljadalur dregur nafn sitt af seli sem var þar frá prestsetrinu á Reynivöllum. Tóft sem er alveg að hverfa er það eina sem minnir á selið. … Selið í Seljadal var byggt upp aftur að einhverju leyti því að í því var búið í nokkur ár, líklega frá því um 1870. Föðurbróðir Hannesar [Guðbrandssonar í Hækingsdal f.1897] bjó þar síðastur manna til ársins 1921.“ Í Innsveitum Hvalfjarðar segir Kristján Jóhannsson um Reynivallasel: „Rústirnar eru allmiklar og ekki auðvelt að ráða í hvernig húsaskipan hefur verið … Útihúsarústir eru skammt frá bænum, ögn ofar. Rétt norðan við bæjarhólinn er réttin og er hún mjög fallin.“ Eins og áður var sagt er bæjarstæðið í litlu grasigrónu dalverpi á milli tveggja lækjargilja að norðan og sunnan sem eru 1-2 m djúp og 0,5-4 m á breidd. Svæðið sem flestar tóftirnar á er um 100 x 80 m að stærð, snýr austur-vestur og hallar í 5-20° til vesturs. Tóftirnar eru vel grasigrónar en hleðslur standa að mestu nokkuð hátt þó þær séu sannarlega víða mjög signar. Þrjár tóftir og tvær þústir voru skráðar á svæðinu. Norðan við nyrðra lækjargil eru svo tvær tóftir til viðbótar utan svæðis.

Sel

Hækingsdalssel

Hækingsdalssel.

„Hannes [Guðbrandsson í Hækingsdal f.1897] getur sér til þess að áður hafi Hækingsdalur haft sel í Seljadal, enda eiga Hækingsdalsbændur þar land. Þar var Reynivallasel, en nafn dalsins gæti bent til þess að þar hafi verið fleiri sel,“ segir í örnefnaskrá Hækingsdals. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 segir um Vindás: „Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi, en brúkast þó ekki, heldur í selstöðu þeirri, er beneficio tilheyrir á Seljadal.“ Falleg seltóft er innst í suðausturenda Seljadals á austurbakka Seljadalsár, um 1 km sunnan við Reynivallasel. Tóftin er um 3,3 km NNV við Hækingsdalsbæinn en aðeins um 900 m NNV við mót landamerkja milli Hækingsdals, Vindáss og Seljadals. Á þessu svæði er grasigróinn árbakki Seljadalsár. Tóftin er vestan undir 2-3 m háum hól, 2-4 m í austur frá ánni þar sem hún rennur niður í Seljadal að SSAverðu. Tóftin er þrískipt, um 15×5-10 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Veggir tóftarinnar eru um 2 m á breidd, 0,4-1 m á hæð og mjög grasigrónir. Engar grjóthleðslur eru sjáanlegar.

Vesturkot
Hjáleiga Reynivalla, í byggð 1705: „Vesturkot, þriðja býli, gömul hjáleiga.
Dýrleikinn óviss, telst með heimastaðnum.“ JÁM III, 424. Byggð lögð niður árið 1877 samkvæmt bókinni Kjósarmenn eftir Harald Péturson (bls. 194). Á túnakorti Reynivalla frá 1917 stendur um Vesturkot: „Túnblettur, grýttur sumstaðar og raklendur, ekki notaður.“
„Skammt fyrir utan bæinn að Reynivöllum er gil á merkjum móti Sogni. Það heitir Kotagil. Þar inn af heitir Vesturkot. Þar var býli austur frá gilinu,“ segir í örnefnaskrá. „Kotin voru tvö, Vesturkot og Austurkot. Austurkot var nokkru austan við Reynivelli. Það fór úr byggð fyrir aldamót. Vesturkot var fyrst nefnt Sólbrekka,“ segir í athugasemdum og viðbótum við örnefnaskrá. Í bókinni Kjósarmenn segir um kotið: „Arnór Björnsson og fyrri kona hans Lilja Jónsdóttir tóku við búi í Vesturkoti af móður Lilju, og bjuggu þar 1857-1877, voru þau síðustu húsráðendur í Vesturkoti, við brottför þeirra var kotið lagt undir heimajörðina Reynivelli.“ Þar segir einnig: „Þessi bær var nefndur Sólbrekka 1753, en ekki hélzt það.“ Tóftir Vesturkots eru um 270 m NNV við Reynivelli, um 460 m NNV við Nýjabæ og um 95 m suðaustan við landamerkjagarð. Á þessu svæði er grasigróin, grýtt brekka sem hallar í 5-20° til suðvesturs, fast suðaustan við landamerki Sogns og Reynivalla. Í bókinni Ljósmyndir IIa eftir Halldór Jónsson kemur fram að um 1900 voru í Vesturkoti aðeins rústir af bæjarhúsum og léleg fjárhús ásamt heykumli. Túnbletturinn var sleginn af prestsetrinu en síðar notaður sem kúahagi. Svæðið sem Vesturkotstóftir ná yfir er um 35×25 m stórt og snýr norðaustursuðvestur. Bæjarstæðið er mjög sigið og illa farið vegna ágangs búpenings en þó grasigróið. Bæjartóftin er um 22×17 m stór og snýr norðaustur-suðvestur. Veggir eru grjót- og torfhlaðnir, 0,4-1,5 m á hæð og 2-5 m á breidd. Grjóthleðslur eru signar en greinilegar.

Sogn
Sogn
1705: 12 hdr. 1705, Reynivallakirkjueign. JÁM III, 426. 1352, [1367] 1397 [1478]: Jörðin eign Reynivallakirkju. DI III, 70-71, DI III, 219, DI IV, 116-117, DI VI, 178-79.
Árið 1705 er jörðin nefnd Sofn eða Sogn, 1840 Sorn en 1847 Sogn. Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu og Kjósarsýslu, 255. 1705: „Tún eru lítil og fordjarfast mjög af skriðum. Engið er gott en ærið votlent mikinn part og forað yfir að sækja, sem brúka þarf.“ JÁM III, 426. 1840: „… heflir lítið tún og veitiland, en engi mikið á Laxárbökkum, vantar mótak …“ Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu og Kjósarsýslu, 255.
Bærinn Sogn er við rætur Reynivallaháls, um 400 m ASA við Valdastaði og um 1,4 km VNV við Reynivelli. Á þessu svæði er núverandi íbúðarhús byggt 1946, sléttað malarplan, gamalt steinsteypt fjós og stór barrtrjáreitur við norðvesturhorn fjóssins. Fast framan og SSV við malarplanið er brekka með lauf- og barrtrjálundi og malbikaðri heimreið heim að bænum. Brekkunni hallar í 5-10° til SSV. Bæjarlækurinn er enn á sínum stað og rennur hann til SSV vestan við bæ en ábúendur hafa þó breytt rennsli hans neðan við gamla bæjarstæðið en þar rennur hann nú áfram í SSV í stað þess að beygja í SSA eins og sést á túnakorti frá 1917. Samkvæmt Snorra Ö. Hilmarssyni bónda á Sogni voru öll þau tré sem nú standa á bæjarstæðinu gróðursett árið 1991. Á heimasíðu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er að finna almennar upplýsingar um Sogn í Kjós og ljósmynd af bænum frá því um 1918.

Heimildamaður er Ingunn Þormar f.21.11.1921 en hún var í sveit að Sogni á sumrin frá 1926-1931. Þá var tvíbýli að Sogni. Þar segir m.a.: „Ekki er vitað hvenær bærinn var byggður en hann var rifinn um 1935 og steinhús byggt í staðinn. … [Torfbær á ljósmynd frá 1918 og á túnakorti frá 1917:] Frá hægri: 1. Geymsla fyrir reiðtygi, ljái og allar þurrar vörur en áður fyrr bjuggu þarna foreldrar Gróu [Guðlaugsdóttur] og Jakobs [Guðlaugssonar]. 2. Inngangur. Ef farið var strax til hægri var gengið inn í geymsluna þar sem foreldrar Gróu [Ragnhildur Guðmundsdóttir og Guðlaugur Jakobsson] bjuggu áður. Innar voru hins vegar 3 tröppur og þar til hægri var herbergið þar sem Ragnhildur [Guðmundsdóttir], móðir Gróu, bjó nú en til vinstri var gengið inn í baðstofuna. 3. Þarna var búr og inn af því eldhús. Innar var síðan baðstofan þar sem heimilisfólkið bjó gisti [svo]. Í baðstofunni voru 4 rúm, 2 sitt hvoru megin. Oft var því tví- og þrímennt [svo] í hverju rúmi. 4. Smiðjan. Þar vann Jakob, se [svo] var járnsmiður, við að búa til skeifur og brýna ljái. 5. Geymslur fyrir Jakob, svipaðar þeim er Gróa og Sigurjón [Ingvarsson f. 29.10.1889] höfðu í húsinu lengst til hægri. 6. Steinhús [trúlega vestan við Bæjarlæk] þar sem Jakob bjó með fjölskyldu sinni. [Það sem ekki sést á ljósmynd:] Hægra megin við bæinn var fjósið [í bæjarröðinni samkvæmt túnakorti frá 1917], fjárhúsin [hugsanlega 008] voru vinstra megin en myndin er tekin fyrir framan hlöðuna [sjá 002]. … Segir Ingunn að allur fatnaður hafi verið skolaður úti við læk eftir að hafa verið þveginn inni í eldhúsi. Til að ná sem mestu vatni úr hverri flík voru þær lagðar á stein og spýtum slegið í fötin. Það var útikamar við bæinn [nákvæm staðsetning óþekkt] … Trégólf í baðstofunni en moldargólf annars staðar. Trégólfið var þvegið upp úr sandi. Vatn og sandur notað til að þvo gólfið, strigapoki notaður sem tuska. Bærinn var kyntur með taði og mó, … Sérstök kynding kom ekki í baðstofuna fyrr en 1928 þegar fyrsti ofninn kom þangað.“ Samkvæmt túnakorti hefur bæjarstæðið verið a.m.k um 50×50 m að stærði. Á þessu svæði var m.a. sjálf bæjarröðin sem virðist hafa verið um 30×15 m að flatarmáli og snéri VNV-ASA, hlaða, þrjú útihús (002-004) og kálgarður 021. Gengið var inn í bæ að sunnanverðu. Engin greinileg merki um gamla bæinn eða bæjarhól.

Sognssel (sel)

Sognsel

Sognsel.

„Úr Sandfellstjörn rennur Fossá. Vestan við hana, nokkru eftir að hún fellur úr tjörninni er Sognssel og eru rústir þess enn mjög greinilegar. Frá Sandfellstjörn gengur kvos til norðurs inn í Hryggi og heitir Hryggjardalur,“ segir í örnefnaskrá Bjarna Ólafssonar frá Króki. „Austan við tjörnina er Sandfellsflói, blautur og víðáttumikill, austan við tjörnina, en líklega heitir hitt öðru nafni. Þar var sel, sem heitir Sognssel. Það er nokkuð eftir að Fossá fellur úr Sandfellstjörn, og eru þar gamlar rústir,“ segir í örnefnaskrá Ara Gíslasonar. Sognsselstóft er um 1,6 km ANA við bæ 001, um 4,9 km suðaustan við Sogn 350:001 og um 250 m norðvestan við Sandfellstjörn. Seltóftin er fast utan í 2-4 m háu holti að suðvestan. Holtið er aflangt, um 250 m á lengd, um 150 m á breidd og snýr NNA-SSV. Hlíðar holtsins eru þýfðar og mosa-, grasi- og lyngigrónar en holtið er þó ógróið í toppinn. Sognsselstóft er fjórskipt, ferköntuð og grjóthlaðin. Hún er um 8 x 7 m stór og snýr NNA-SSV. Veggir tóftarinnar eru 1-2 m á breidd og 0,5-1,2 m á hæð en hleðslur eru víða nokkuð signar og grasi- og mosagrónar. Gengið var inn í tóftina á VNV-hlið gróflega fyrir miðju eða um 4 m frá
norðvesturhorni tóftar.

Hvítanes
Hvítanes
20 hdr. 1705. JÁM III, 435. 1585: Jörðin gefin í arf. Metin á 20 hdr. Jarðabréf, 18. Í eyði frá um 1942, í Hvítanesi byggði herinn mikið af byggingum, herskálahverfi o.fl. og lagðist jörðin því í eyði. Vígdrekar og Vopnagnýr, 69-76. Í bókinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson segir: „Jón Helgason og síðari kona hans Lára Þórhannesdóttir bjuggu í Hvítanesi 1933-1941, en hrökkluðust þaðan er jörðin var hernumin. Þar hefur ekki verið búið síðan.“ Kjósarmenn, 81. 1705: „Túnum og úthögum spillir fjallsskriða. Engjar eru nær öngvar, því skriður hafa mestan part eyðilagt þær litlar sem voru.“ JÁM III, 435. 1840: „… þar er stór tún, rammþýft. Engi lítið grasgott og lítið land til veitar – ekki óhult fyrir aurskriðum á túnið.“ SSGK, 255. Túnakort 1917: „Mest alt túnið sléttað, smáblettir og jaðrar þýfðir. Tún telst 5,9 t. (Mikil útgræðsla). Kálgarðar m2.“
„Kálgarður var austan við bæinn, en þegar byggt var, 1914, var gamli bærinn jafnaður við jörðu og gerður kálgarður þar; hann var þá vestan við bæinn. Snúrur voru framan við bæinn. Talið var vita á þurrk, þegar lét hátt í Glym í Botnsdal,“ segir í örnefnaskrá.
Í bókinni Ljósmyndir segir um Hvítanes: „Bætti Sveinbjörn [Einarsson, kemur 1907, fer 1921] mikið túnið í Hvítanesi, byggði þar lítinn steinbæ í stað baðstofunnar gömlu og stendur hann enn að mestu. … Var jörðin Hvítanes mjög notaleg jörð, túnin stór og grasgefin, en engjar litlar. Hafði túnið verið stórbætt á liðnum áratugum, byggð heyhlaða, votheyshlaða og allgóð fénaðarhús. Allt þetta mátti heita í góðu lagi, er herstjórnin tók jörðina til sinna umráða [árið 1941].“ Bæjarhóllinn á Hvítanesi er suðvestarlega á nesinu um 200 m norðan við Hvalfjarðarveg, um 3 km NNA við Reynivelli og um 2,5 km VNV við Fossá.
Hvítanes hefur verið í eyði síðan herinn yfirgaf Ísland eftir seinni heimstyrjöldina fyrir utan lítinn sumarbústað norðaustarlega á nesinu. Hvítanes er vel grasigróið, sérstaklega bæjarhóllinn, en brenninetlur eru búnar að breiða úr sér, sérstaklega á gömlum steingrunnum herskálanna. Landið hallar í um 5-20° til NNA. Á austan- og norðaustanverðu nesinu er láglent við sjóinn en að norðvestan og vestan hækkar landið mjög til suðvesturs. Þverhnípt er niður í sjó um 180 m vestan við bæinn.
Bæjarhóllinn á Hvítanesi virðist alveg óraskaður af hernum, a.m.k. í kring um bæinn sjálfan. Hóllinn er ekki mjög skýr en hægt er að greina óljósa 0,5-1,5 m háa hæð í landinu þar sem bæjarhúsin standa, á svæði sem er um 70 x 50 m stórt og snýr ASAVNV. Steinveggir yngsta íbúðarhúss 001B sem byggt var 1914 standa ennþá uppi illa farnir en þakið er horfið. Steypuklumpar sem liggja á víð og dreif inni og utan við íbúðarhúsið og gömlu útihúsin sýna að veggirnir eru smám saman að hrynja. Leifar skorsteins liggja í grasinu um 4 m norðvestan við rústir íbúðarhússins. Lítil op í hleðslu íbúðarhússins, neðst við jörðu gefa vísbendinu um að hugsanlega hafi verið kjallari undir húsinu. Útlínur kálgarðs 008 sjást ennþá en engin greinileg ummerki eru sjáanleg um gamla bæinn sem þar stóð áður. Steypan sem notuð var í að reisa yngsta húsið er mjög gróf og samsett úr fjörumöl, sandi og sementi. Veggirnir eru um 20 cm á breidd og 1,5-3 m hæð. Yngstu útihúsin voru einnig steinsteypt. Grunnur íbúðarhúss er 8×8 m að stærð. Gengið hefur verið inn bæinn að norðvestan. Fast norðvestan við húsið norðaustan við innganginn glittir í lágar grjóthleðslur sem eru trúlega leifar lítils timburskúrs, 4×4 m að stærð, sem sýndur er á túnakorti. Yngstu útihúsin eru um 2 m ANA við íbúðarhúsið, þau eru þrískipt og um 12×12 m að stærð. Þau hafa verið byggð eftir 1917 því þau eru ekki sýnd á túnakorti Hvítaness. Útihúsin voru steypt upp að norðvestanverðri útihústóft 004 sem búið var að hlaða 1917 því hún er sýnd á túnakorti. Hægt var að ganga inn í útihúsin bæði að norðaustan og suðvestan.

Þrándarstaðir
Þrándarstaðir
20 hdr. 1705. Bænhús var á jörðunni. JÁM III, 437-438. 1705 er nefnd nafnlaus eyðihjáleiga, í byggð um 1675-1700. Talin vera sama jörð og Þorbjarnarstaðir nefndir í Harðarsögu sem talin er rituð á fyrir hluta 13. aldar. ÍF XIII, xlix. Jörðin nefnd í dómabréfi 1509 vegna úrskurðar um eignarétt á henni. DI VIII, 284. Bændaeign. 20 hdr. 1847. „Prestur einn nefnir Þrándarstaði „neðri“ og „efri“. Skálholtsstóls hjálendan er talin í jarðabóks stólsins 13 2/3 h. að dýrleika.“ JJ, 101 (nmgr.). 1840: „… heyskapur er ekki mikill, en beitarland betra og útigangur nokkur.“ Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 254-255. Túnakort 1917: Tún 6,4 teigar, meira en 1/2 sléttað, garðar 1100 m2.
Bæjarhóllinn á Þrándarstöðum er að mestu óhreyfður. Hann er tæpum 200 m neðan (norðan) við núverandi íbúðarhús á Þrándarstöðum. Grösugur hóll í sléttu túni. Hóllinn er stæðilegur. Síðustu leifar á honum voru nokkurra kálgarða en úr þeim hefur verið sléttað. Ryðja átti úr hólnum á síðari hluta 20. aldar en hætt var við það vegna þeirra minja sem þar kynnu að leynast. Þó var aðeins rutt úr austurhlið hans og jafnvel örlítið að sunnan. Norður- og austurhlið eru mun brattari heldur en aðrar hliðar. Samtals er bæjarhóllinn 40×30 m stór og er 2-3 m á hæð þar sem hann er hæstur. Dældir eru í hólnum en ekki sér móta fyrir neinum tóftum. Vegna tíðra ábúendaskipta á jörðinni á 20. öld eru örnefni jarðarinnar og allur húsakostur illa þekkt.

Bænhús
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 segir: „Þrandarstader. Hjer hefur til forna bænhús verið, og heitir þar enn nú Bænhústóft í túninu. Enginn minnist sá, sem nú er á lífi, nær það hafi eyðilagst.“ Ekkert er nú (2006) vitað um staðsetningu bænhúss á Þrándarstöðum en líklega hefur það verið nálægt gamla bænum á bæjarhólnum. Bæjarhóllinn er um 200 m norðan við núverandi íbúðarhús á Þrándarstöðum.

Efri-Þrándarstaðir
Nálega mitt á milli núverandi íbúðarhúss á Þrándarstöðum og bæjarhólsins var bærinn á EfriÞrándarstöðum þegar tvíbýlt var á jörðinni. Bæjarstæðið er um 80 m sunnan við bæjarhól 001 og um 110 m norðan við núverandi íbúðarhús.
Bæjarstæði Efri-Þrándarstaða er sýnt á túnakorti frá 1917.
Bærinn var í aflíðandi túni sem hallar 5-10° til NNA. Hann var byggður norðan í lágri hæð. Búið er að slétta yfir bæjarrústir Efri-Þrándarstaða. Þar sem bærinn stóð er þó enn óljós þúst sem er um 16 x 10 m stór, 0,2-0,5 m á hæð og snýr austur-vestur. Tvær um 0,4 m djúpar dældir eru í þústinni og snúa þær norður suður. Dæld A er vestar og er hún um 2×2,5 m að innanmáli á meðan dæld B er um 1 m austar og um 4×2 m að innanmáli. Lúther Ástvaldsson heimildamaður kannaðist ekki við öskuhaug á svæðinu en samkvæmt honum var gengið inn í gamla bæinn að norðvestanverðu og sést þar ennþá óljós tota í vestari dældinni. Lúther kannaðist ekki við neina brunna á svæðinu en hann telur að vatn hafi yfirleitt verið sótt í árnar. Bærinn hefur líklega verið byggður úr steinsteypu, timbri og bárujárni. Vegna tíðra ábúendaskipta á jörðinni á 20. öld eru örnefni jarðarinnar og húsakostur illa þekkt.

Íngunnarstaðir
Ingunnarstaðir
20 hdr 1705, Skálholtsdómkirkjueign, talið að hún hafi til forna verið 30 hdr. Bændaeign. 27 1/3 hdr. 1847. Kirkju á Ingunnarstöðum er fyrst getið í máldaga frá um 1180: „Kirkia a oc in helga agatta allt land a Jngunar stoþum oc settung j eyrar lande.“ (DI I 266). Kirkjunnar er næst getið í kirknaskrá Páls frá um 1200 (DI XII 10). Í máldaga frá því um 1367 segir: „Kirkia heilagrar Augottu a jngunnarstodum a heimaland alltt og siottung j eyialande.“ (DI III 219) Í Vilcinsbók frá um 1397 segir: „a heimaland allt oc settung j Eyalanndi.“ (DI IV 118) 1575: Máldagi kirkjunnar (DI XV 632). „Jarðabækurnar (hinar eldri, nema stólsjarðabókin) telja jörð þessa með Hrísakoti (A. M.), aðeins 20 hdr. Að dýrleika, og leggur sýslumaður 5 h. Þaraf á Hrísakot.“ Jarðabók Johnsens, 101 (nm.gr.) Hrísakot var hjáleiga 1705 en er orðin bændaeign 1847. Tvö eyðibýli eru nefnd 1705, Gullhlaðsvellir og Þórunnarsel. Hálfkirkja var á jörðinni. JÁM III, 339-441.
1705: „Túnum og engjum grandar skriða til stórmeina og kostar oft stórerfiði af að moka. Hætt er fyrir snjólfóðum bæði á bæ og tún.“ JÁM III, 440.
1840: „… sæmileg heyskapar og útigangsjörð; á hún hrístak og fjárbeit fram í dalnum, ekki frí fyrir skiðuáföllum og hefir lítið mótak eður ekki.“ Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og
Kjósarsýslu, 254.
Gamli bærinn á Ingunnarstöðum stóð á svipuðum stað og nú (2003) stendur steinsteypt íbúðarhús. Íbúðarhúsið var byggt á árunum 1914-20 en þar á undan stóð timburhús á jörðinni um skeið. Búið var að rífa síðasta torfbæinn um aldamótin 1900. Ógreinilegur bæjarhóll er á þessum stað. Hann má merkja að sunnan og vestan en fjarar hins vegar út til norðurs (inn í brekkuna ofan við) og austurs. Erfitt er að áætla stærð bæjarhólsins þar sem erfitt er að greina mörk hans til norðurs og austurs. Hann er þó nálægt því að vera 50-60×40 m og er mest 1,5 m á hæð. Þegar afi Guðrúnar Björnsdóttur heimildamanns kom að Ingunnarstöðum 1912 hafði síðasti torfbærinn verið rifinn. Hann hafði verið á svipuðum slóðum og steinsteypta íbúðarhúsið er í nú. Þegar það var byggt var komið ofan á nokkuð af grjóthleðslum og ösku og voru grjóthleðslurnar að hluta endurnýttar til að byggja lítinn garð vestan við íbúðarhúsið. Íbúðarhúsið sem nú er á bæjarhólnum er steinsteypt með kjallara. Íbúðarhúsið á Ingunnarstöðum var fyrsta timburhúsið í sveitinni.

Hálfkirkja
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 er getið um hálfkirkju á jörðinni: „Hjer er hálfkirkja og embætti flutt þá er heimafólk er til sacramentis.“ Bænhús var á Ingunnarstöðum en ekki er vitað nákvæmlega hvar það var. Samkvæmt heimildamanni fór tveimur sögum af staðsetningu bænhússins. Annars vegar var talað um að það hefði verið heima við bæinn en hins vegar að það hefði verið í nokkurri fjarlægð suðvestan við bæ. Lengi mátti sjá glitta í hleðslu við suðausturhorn íbúðarhússins á Ingunnarstöðum, milli þess og fjárhúss og voru uppi getgátur um að sú hleðsla gæti staðið í samhengið við bænhúsið. Lágur bæjarhóll þar sem steinsteypt íbúðarhús með kjallara og fjárhús standa. Vegur liggur að bænum og annar spotti fram hjá honum.
Kirkia a oc in helga agatta allt land a Jngunar stoþum oc settung j eyrar lande. kyr .vi. oc .xxx. a. fiogur kugillde j gelldfe. halft annat hundrat j busgognom oc j husbuninge. hestr gelldr lastalauss. xij manaþa tiþa bæcr oc messo fot. silfr kalec. roþo cross. alltara klæþe ij oc blæia. bricar clæþe gloþa ker oc gloþa jarn [alltara steinn. kirkiu stoll. bakstr jarn* oc linslopp. kerta stika. munnlogar .ij. oc lyse steinn. biollur .v. Su er afvinna skylld a þeso fe. at þar scal vera seto prestr ef sa vill er þar byr. meþ biscops raþe. Joan prestr scal vera þar meþan hann vill oc fylgia þessu fe at allda eyþle. Heima manna tiund alla a circia þar er scylldoct at syngia annan hvarn dag oc inn .iiij. hvern otto song oc kaupa at preste .ij. morcom oc ef enginn fæsc prestr. þa scolo reynevellingar fyrst eiga kost at lata syngia til þessa kaup[s] ef þeir vilia. Biscops handsol ero a þessum circio fiam ollom. oc hann a valld oc forræþe einn at kavpa þessom kirkio fiam sva sem hann vill oc þa er hann vill til þurþar oc til miclonar vm fe eþa afvinno; Máld DI I 266 [* bætt við utanmáls í hdr. C. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 10. [1367]: xlix. Kirkia heilagrar Augottu a jngunnarstodum a heimaland alltt og siottung j eyialande. vij kyr og xxx asaudar. les Vilchinsbok þui þetta er eins; Hítardalsbók DI III 219. 1397: a heimaland allt oc settung j Eyalanndi. Sia er skylld af fie þessu ad þar skal vera setuprestur ef sa vill er þar byr med biskups rade. heimamanna tiund allra a kirkiann. Þar er skyllt ad syngia annann hvern dag oc fiorda hvern ottusong. lvka presti ij merkur. og ef ei fæst prestur. þa skulu Reynivellingar fyrst eiga kost ad lata syngia til Þess kaups ef þeir vilia. biskups handsol eru aa Þessum kirkiufiam ollumm Þar til Þurdar oc miklanar sem hann vill; Máld DI IV 118. 1575: Máld DI XV 632 {1598: hálfkirkja; AM 263 fol. bl. 64}.

Sel

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir – sel.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir:“Selstöðu hefur jörðin í sínu eigin landi víðara en í einum stað.“ Í örnefnaskrá Ara Gíslasonar segir: „Næst eru Selflatir. Í botni [Brynju]dalsins og þar næst er hjalli sem heitir Langihjalli.“ Í örnefnaskrá Páls Bjarnasonar segir einnig um selið: „Austur af bakkanum er flatlendi, sem kallað var Eyrar einu nafni.
Þá taka við ónafngreindir hjallar og austur af [þeim] þeim Selflatir [svo], sem eru beint á móti gömlu beitarhúsunum frá Ingunnarstöðum. Þorlákur álítur, að þeir sem höfðu þar í seli, hafi haldið til í beitarhúsunum. Þorlákur sat þar yfir ám í kvíum, sem Kjósarmenn höfðu þar sameiginlega. Fært var frá í Hrísakoti til 1907.“ Selið á Selflötum er um 2,5 km suðaustan við Ingunnarstaði, um 300 m sunnan við beitarhús og um 50 m sunnan við Brynjudalsá. Á Selflötum er grasigróið og víðáttumikið þýft graslendi sem hallar í 2-10° til norðausturs, að Brynjudalsá. Á Selflötum eru þrír áberandi hólar í hnapp á svæði sem er um 60×60 m stórt. Á stærsta hólnum er greinileg tvískipt tóft A sem er um 10 x 6 m stór og snýr norðvestur-suðaustur.

Gullhladsveller (býli)

Stykkisvellir

Stykkisvellir – tóft.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir: „Gullhladsveller heita í Ingunnarstaða landi. Þar ætla sumir að hafi bygð í gamla daga, og sjást þar enn nú nokkrar tóftaleifar. Ekki verður þar bygð þett, nema með stórskaða heimajarðarinnar, og enginn veit nær það hafi í eyði fallið, meina þó að landþröng hafi til þess verið orðsök.“ Í örnefnaskrá Ara Gíslasonar segir um þetta svæði: „Þegar kemur fram úr Bótinni, taka við Gulllandsvellir, grasivaxin hæð, sem hallar niður af á smámýri. Þar út af er Gulllandsvallarmýri. Á ásnum eru gamlar tættur. Talið er, að þarna hafi verið býli.“
Stykkisvellir eru ofan og sunnan við suðurbakka Brynjudalsár um 850 m ASA við bæ 001 og um 600 m suðvestan við Hrísakot 360:001.

Gullvallsvellir

Gullvallsvellir – uppdráttur.

Rústirnar eru friðlýstar og í Friðlýsingaskrá segir: „Ingunnarstaðir. Forn rúst, er nefnist Gulllandsvellir, að sunnanverðu við Brynjudalsá, fyrir innan Þrándarstaði. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 17.11.1938.“ Stykkisvellir eru þýft graslendi á eyri lækjar sem rennur úr Gjáargili norðan undir Suðurfjalli. Svæðinu hallar í um 2-5° til norðurs niður að Brynjudalsánni. Stykkisvellir eru svæði sem er um 250×120 m stórt og snýr norðvestur-suðaustur úr fjallshlíðinni niður á eyri Brynjudalsár. Vestan við Stykkisvelli er brött brekka sem hallar í 30-40° niður í mýri. Brúnin er 3-4 m há á þessu svæði. „Austur af Bótinni taka við sléttir vellir, Gullásvellir, sem líka voru nefndir Stykkisvellir. Á þeim eru gamlar tættur, sem báru merki um að þar hefði verið byggð til forna. Framan vallanna er hár bakki, Gullásvalla-bakki. Norðan hans, að ánni, liggur lítil mýri, Gullásvallamýri (Gull-Þórir).“ segir í örnefnaskrá Páls Bjarnasonar. Í Árbók fornleifafélagsins frá árinu 1904 fjallar Brynjúlfur Jónsson um vellina: „Af stöðum sem nú eru óbygðir í Brynjudal eru Gulllandssvellir langlíklegastir til að vera Stykkisvöllur. Þar er slétt og fögur grund innan til á móts við Ingunnarstaði, sunnanmegin við ána. Auðséð er á bakkanum, sem afmarkar grundina að innan að gil sem þar kemur ofan hefir á sínum tíma brotið mikið af henni. Annars væri þar líklega bær hann. Hann hefir verið þar fyrrum. Það sýnir forn bæjarrúst skamt frá bakkanum. Hún er svo niðursokkin að fólk vissi ekki af henni fyr en eg kom austan á hana. Þó sér svo vel fyrir henni að ég gat gjört uppdrátt af henni. … Tóftirnar eru 3. hver af enda annarar, miðgaflar þó eigi vel glöggir. Dyr á miðjum suðurhliðvegg og vesturendi opinn. Lengda allrar rústarinnar nál. 16 fðm., meðalbreidd hennar 31/2 fðm. Fjós rúst sést eigi, mun vera afbrotin.“ Við skráningu fundust þrjár þústir á þessu svæði sem er um 60 x 40 m stór og snýr norðvestur-suðaustur.
Svæðið er þýft og líklegt að fleiri mannvirki geti leynst í þúfunum á svæðinu þó ekkert sjáist á yfirborði.

Hrísakot
Hrísakot
Árið 1705 er Hrísakot afgömul hjáleiga eða afbýli Ingunnarstaða GK-359:001. JÁM III, 439-440. Samkvæmt bókinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson fór kotið í eyði árið 1919 en var nytjað frá Ingunnarstöðum fram til ársins 1953. Það ár byggðist kotið upp aftur fólki frá Ingunnarstöðum. Kjósarmenn, 43. Samkvæmt Guðrúnu Björnsdóttiur, heimildamanni, fór Hrísakot endanlega í eyði um 1964. 1840: „… Heyskaparlítið; á skógarland og allgóða útbeit við hagahús [GK-360:013]; þar er ekki mótar …“
„Hrísakot stendur innarlega í dalnum innan við Ingunnarstaði og sömu megin í dalnum,“ segir í örnefnaskrá. Bæjarhóll Hrísakots er sunnan undir Múlafjalli og norðan við Brynjudalsá, um 1,1 km austan við Ingunnarstaði 359:001. Hrísakot er nú (2011) skógræktarjörð en hætt var búskap á jörðinni að mestu um 1964. Á bæjarhólnum stendur tvískipt timbur- og bárujárnsfjárhús sem, samkvæmt Guðrúnu Björnsdóttur heimildamanni, var byggt einhvern tíman milli 1925-30 þá trúlega frá Ingunnarstöðum. Suðvestan við bæjarhólinn og fjárhúsin er sléttað tún og suðaustan
við fjárhúsin er sumarbústaður og skógræktarreitur. Greinilegar mannvistarleifar eru á bæjarhólnum norðvestan, norðan og norðaustan við fjárhúsin. Á hjalla norðaustan og ofan við bæjarhólinn er barrskógur en norðvestan við hólinn er graslendi og stór ræsiskurður 5-10 m í burtu. Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: „Í Hrísakoti bjó Pjetur Ottesen til ársins 1902, … Í Hrísakoti var, er hjer kemur sögu, fremur ljelegur bær, en túnið fremur greiðslægt. … Eftir að Pjetur Ottesen fór frá Hrísakoti, tekur jörðina bróðursonur hans, Oddur Pjetur Jónsson frá Ingunnarstöðum, … og býr hann þar til ársins 1919. … Oddur Pjetur byggði nýja baðstofu í Hrísakoti, bjarta og allvistalega og fleiri bæjarhús. … Er þessi baðstofa fyrir löngu horfin [árið 1953] og hin gömlu hús önnur.“ Bæjarhólnum hefur verið raskað þó nokkuð á 20. öld en hefur hann trúlega verið um 50×50 m stór og 1-2 m á hæð. Fjárhúsin standa á miðjum hólnum. Lítið er greinanlegt af gamla bæ Odds Pjeturs sem stóð árið 1917 annað en 2-3 grasigrónir og þýfðir hólar sem eru 1-1,5 m á hæð og er 1-2 m norðvestan við timburfjárhúsin. Grjót má er víða í hólunum. Hólarnir mynda saman aflanga þúst sem er um 25×15 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Í gegn um þústina er dæld sem er 5 x 1-3 m stór og snýr NNV-SSA. Dældin er 0,5-1,5 m djúp og sker þústina næstum í tvennt. Hér er líklega um að ræða rof vegna ágangs búpenings.
Engar aðrar dældir eru í þústinni. Ekki er ljóst hvort þessi þúst er leifar af gömlu húsunum sem hugsanlega hefur verið ýtt eitthvað til eða hvort þarna voru aðeins gamlir taðhaugar.

Heimild:
-„Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III“ – II. bindi, um bæina Reynivelli, Vesturkot, Seljadal, Sogn, Hvítanes, Þrándarstaði, Ingunnarstaði og Hrísakot. Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2012.

Reynivellir

Reynivellir.