Tag Archive for: Kjós

Mosfellssveit

„Leirurnar við Leiruvog hafa ætíð laðað að sér ríðandi fólk, bæði það er átti erindi milli héraða og þess sem vildi nota sléttar og mjúkar skeiðflatir. Þar var hægt að spretta úr spori eða stefna til hestaats. HestaþinghóllHestaþing, hestaat eða hestavíg voru samkomur þar sem menn öttu saman stóðhestum og létu þá bítast og slást. Stórir og reisulegir graðhestar voru valdir til að kljást og höfðu jafnvel verið þjálfaðir til slíkrar iðju. Nauðsynlegt þótti að leiða að þeim hryssur til að koma þeim í vígamóð. Þessi siður mun hafa flust með landnámsmönnum frá Noregi og þótti það hin besta skemmtun að koma saman og sjá þessar stóru og fallegu skepnur kljást, með prjóni, spörkum og biti. Hið viðkunnulega hnegg hestsins hvarf og öskur, frýs og fnæs komið í þess stað.
Þegar komið var ríðandi að Leiruvogi mátti stundum á fyrri tíð sjá fjölda manna og hesta við Hestaþinghól sem er stór tangi eða sandhóll og skagar fram í sunnanverðan Leiruvog, vestan við svonefndan Surtteig í landi Varmár. Engar skjalfestar sögur eru til um hestaat við Leiruvog og ekki er vitað hve lengi Mosfellingar stunduðu þar hestaat. Þó er líklegt að það hafi verið eitthvað fram yfir siðaskipti á 16. öld.
Í prestastefnusamþykkt Hestaat á ÞingvöllumOdds biskups Einarssonar (1559-1630) frá 1582 er amast við ýmsum leikjum og skemmtun alþýðunnar. Í skjali þessu, sem nefnt hefur verið Kýraugastaða-samþykkt, skyldu prestar setja út af sakramenti alla þá er færu með kukl, rúnir, ristingar, særingar og kveisublöð. Einnig skyldu prestar banna hestaþing, vökunætur og smalabúsreiðar á helgum dögum, hvort heldur að nóttu eða degi að viðlagri klögun til sýslumanns. Síðasta hestaat, sem sögur fara af, var háð árið 1623 að Illugastöðum í Fnjóskadal.
Það eina sem minnir á hestaat í Leiruvogi er örnefnið Hestaþinghóll. Það fer sérlega vel á því að örskammt þaðan er kappreiðarvöllur Hestamannfélagsins Harðar og hesthúsahverfi Mosfellinga. Áður komu menn saman til að horfa á stóðhesta í vígaham við Hestaþinghól og enn njóta Mosfellingar samskipta við þarfasta þjóninn á þessum slóðum.“
HestarVarla þarf að taka það fram að svæðinu hefur verið raskað verulega frá því sem áður var.
Hestaþingsflatir eru til í Hlíð í Grafningi. Þær eru nokkuð stórar valllendisflatir, niður undan Hellisgili, með gulvíðisrunnum í kring. Þar var áður haldið hestaþing. Hestaþingshóll er í landi Kaldaðarness í Flóa. Þar voru háð hestaþing til forna. Ef til vill hefur það einmitt gerst þar að Jóra bóndadóttir trylltist er hún sá hest föður síns bíða lægra hlut fyrir öðrum. Í Gullbringu- og Kjósarsýslu eru tveir Hestaþingshólar þekktir, annar fyrrnefndur í landi Varmár, tangi út í Leiruvog. Bendir nafn hans á forn hestaöt þarna niður við sjóinn. Hóll þessi er á tanganum, og ef vel er að gáð, virðist vera þarna um gamalt mannvirki að vera (Örnefnaskrá). Hinn Hestaþingshóllinn er á Eyri í Kjós.
Þá segir svolítið meira frá síðasta hestaatinu þótt ekki hafi það verið á Reykjanesskaga, ef frá Hestaþinghóller talið hestaatið á Þingvöllum 1930. „
Flaustur nefnist fornbýli um 17 km. sunnan við Reyki. Þar sést vel til mikilla tótta og garða, og telja munnmæli að verið hafi kirkjustaður og stórbýli með átján hurðir á járnum. Átján hurða sagan gengur líka um Skarðssel sem stóð 7 km. norðar. Sléttlendi og engjar eru um Flaustur, þar nefnast Flausturbalar með ánni. Skammt þar utan við heitir Vindhólaskál í fjalli og Vindhólanes við ána. Þar var háð síðasta hestavíg á Íslandi upp úr 1600 og sér enn garðinn um leiksvæðið.  Ástæður hestavígsins voru ósætti milli Sveins ríka á Illugastöðum og eyfirsks stórbónda.  Af Sveini ganga miklar sagnir og talið var að hann hafi átt 500 sauði þegar flest var, auk annars fjár.  Sveinn var talinn forspár því hann seldi alla sauði sína haust eitt fyrir fellisvetur. Örlög Sveins urðu að hann drukknaði í kíl einum milli Illugastaða og Kotungsstaða sem síðan er nefndur Sveins kíll. Talið er að Sveinn hafi falið fé í jörð í landi Illugastaða og er það þar enn fólgið.“

Heimild:
-Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson, Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, Pjaxi 2005, bls. 31.
-(Jón Sigurðsson, Saga þingeyinga III. S. 150 og 146)
www.arnastofnun.is
-Hallgrímur Óli Helgason.
-Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur I, 173-175.

Steðji

Steðji í Kjós.

 

Írafell

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1954 má lesa eftirfarandi um „Írafellsmóra“:
„Írafellsmóri var alþekktur hér í Reykjavík á seinna hluta 19. aldar. Var talið að hann fylgdi Mörtu irafell-221Þórðardóttur skóara í Vigfúsarkoti. Annars fylgdi hann líka Engeyingum og var því oft nefndur Engeyjarmóri. Þeir feðgar Kristinn Magnússon og Pétur kölluðu hann frænda sinn, en gættu þess að hann kæmist ekki út í eyna. Ýtti Kristinn jafnan sjálfur og sá um að Móri kæmist ekki með. En einu sinni komst Móri á báti með Kjalnesingum til Engeyjar og varð hroðalega sjóveikur á leiðinni. Var hann svo illur út af þessu er hann kom á land, að hann rauk heim í fjós og drap beztu kú Kristins. Þegar farið var að birkja kúna, kom í ljós stór blár blettur á mölunum vinstra megin og var marið inn í bein, en hinum megin voru fjórir bláir blettir og líktust fingraförum, enda varð Kristni að orði, er hann sá blettina: „Stór eru fingraför Móra frænda!“ – (Þjóðs. Ól. Dav.)“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 7. mars 1954, bls. 156.

Írafell

Írafell í Kjós.

Kjalarnes

Í Fréttabréfi Ættfræðifélagsins árið 2000 má lesa eftirfarandi frásögn um „Kjalarnes og Kjós„:
„Esjan er fjall sem allir Reykvíkingar og fleiri hafa fyrir sjónum nær alla daga.Uppi í hlíðum þess var unnið kalk og flutt til Reykjavíkur. Brennsluofhinn stóð þar sem nú heitir Kalkofnsvegur og eru enn til hús sem kalkið var notað í. Á Esjuna eru margar góðar og frekar auðveldar gönguleiðir, t.d á Þverfellshorn, um Gunnlaugsskarð, úr Blikdal og margar fleiri. Á Esjubergi var fyrsta kirkja á Íslandi reist og þar bjó Búi Andríðsson, aðalsöguhetja Kjalnesingasögu.
Esja-221Á Móum bjó séra Matthías Jochumsson þegar hann var prestur í Saurbæ á Kjalarnesi 1867-73 og þar þýddi hann leikritin Hamlet, Othello og Rómeó og Júlíu.
Um Brautarholt segir í Kjalnesingasögu að Helgi bjóla, sem nam land á Kjalarnesi fengi Andríði, írskum manni, bústað. Þar fæddist Bjarni Thorarensen, 1786-1841, skáld og amtmaður. Helgi bjóla bjó á Hofi, en Þorgrímur goði reisti þar hof mikið.
Saurbær á Kjalarnesi er kirkjustaður og höfuðból. Árið 1424 rændu enskir víkingar staðinn og stálu vopnum, hestum og fleiru.
Tíðaskarð innan við Saurbæ heitir svo því að þar fóru kirkjugestir um á leið til tíða og þegar til þeirra sást, þótti tími til að hringja til tíða. Fyrir um 15-20 árum var farið að brotna mikið úr sjávarbakkanum fyrir neðan kirkjugarðinn og komu þá í ljós bein úr garðinum.
Hvalfjarðareyri, löng og flöt eyri er gengur út í Hvalfjörðinn. Þar var verslunarstaður um tíma á seinni hluta 17. aldar eftir að Maríuhöfn eyðilagðist. Rétt innan eyrarinnar heitir Naust. Þaðan gekk ferja um tíma yfir að Katanesi. Þar er og elsti vegarkafli í Kjósinni, sem enn er notaður.
Laxárvogur (Laxvogur) er grunnur en þótti góður beitutínslustaður.
mariuhofn-221Maríuhöfn var verslunarstaður á miðöldum og sjást þar rústir, sem eru að mestu ókannaðar. Árið 1402 kom Hval-Einar Herjólfsson skipi sínu í Maríuhöfn og flutti með sér svarta dauða, mannskæðustu drepsótt er hingað hefur komið. Þegar Alexíus prestur Svarthöfðason á Saurbæ reið frá skipi, komst hann ekki nema í Botnsdal og andaðist hann þar og sjö fylgdarmenn hans. Svo bráð var sóttin.
Árið 1387 kom Björn Einarsson Jórsalafari skipi sínu í Hvalfjörð.
Hvammur, þar bjó Hvamm-Þórir er land nam milli Laxár og Fossár.
Steðji, Karlinn í Skeiðhól, Staupasteinn, sem allt eru nöfn á sama steininum, en þar er forn áningarstaður.
glymur-221Í Landnámu segir að Ávangur hinn írski hafi reist bú að Botni. Um Botnsdalinn rennur Botnsá, en hún skiptir löndum milli Kjósarsýslu og Borgarfjarðarsýslu. Í henni er Glymur, 198 m hár, talinn hæsti foss á Íslandi. Botnsá fellur úr Hvalvatni, sem er næst dýpsta vatn landsins, um 160 m djúpt. Inn af dalnum er Hvalfell, móbergsfjall, sem hlóðst upp í gosi undir jökli síðla á ísöld. Grágrýtiskollur er á fjallinu, sem bendir til að gosið hafi náð upp úr jöklinum. Sagt er að Arnes Pálsson hafi hafst við í hellisskúta við vatnið á árunum 1750-57.
Botnssúlur, einstakir tindar, sá hæsti 1095 m. talið er að um gamla eldstöð sé að ræða og tindarnir séu rústir af gömlum gíg. Þyrill er 358 m hátt hömrum girt fjall úr basalti, þar finnast margar tegundir sjaldgæfra geislasteina. Nafnið mun vera dregið af þyrilvindum þeim, sem eru svo algengir fyrir botni Hvalfjarðar. Í Þyrli er klauf, Helguskarð, sem sagan segir að Helga jarlsdóttir klifi upp með syni sína, Björn og Grímkel, á flótta eftir víg Hólmverja á leið sinni yfir að Indriðastöðum í Skorradal.
Í Geirshólma höfðust við Hólmverjar undir forustu Harðar Grímkelssonar, sem frá segir í Harðar sögu og Hólmverja. Þar hafðist við flokkur Sturlu Sighvatssonar undir forustu Svarthöfða Dufgussonar og fóru með ránum þaðan um hríð.
Bessastaðir, kirkjustaður og fornt höfuðból á Álftanesi. Bessastaða er fyrst getið í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar og eru þá í eigu Snorra Sturlusonar. Eftir dráp Snorra sló Noregskonungur eign sinni á Bessastaði og eru þeir fyrsta jörðin í konungseign á íslandi. Frá 1867 voru Bessastaðir í eigu Gríms Thomsen, en faðir hans bjó bar áður. Grímur var fæddur á Bessastöðum 1820. Á Bessastöðum fæddist einnig skáldið Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal 1826. Þar var Bessastaðaskóli, arftaki Hólavallaskóla, frá 1805 og í um 40 ár. Þá var hann fluttur til Reykjavíkur aftur og nefndist þá Lærði skóli og síðar Menntaskólinn í Reykjavík. Bessastaðir voru gefnir íslenska ríkinu 1941, með því skilyrði að þar yrði setur ríkisstjóra og forseta. Gefandinn var Björgúlfur Ólafsson, læknir á Bessastöðum og síðar í Kópavogi. Hús þar eru í elstu röð húsa í landinu, reist á árunum 1761-66 sem amtmannssetur. Kirkja var reist þar á árunum 1777-1823. Þar var gert virki á 17. öld, Skansinn, til varnar sjóræningjum og óvinaherjum.“

Heimild:
-Fréttabréf Ættfræðifélagsins, 18. árg. 2000, 4. tbl., bls. 1 og 3.

Esjuberg

Esjuberg á Kjalarnesi.

Selflatir

 Ætlunin var að leita minja er getið hefur verið í FERLIRslýsingum nr. 1095 og 1104, þ.e. mögulegra minja selja við Selá, við Selsvelli og neðst í Seldal í Kjósinni.
ÞórufossÍ skráðum heimildum er einungis getið um selstöðu, löngu aflagða og í móa horfin, á Selflötum sunnan Hækingsdals, en ekki er getið um minjar á hinum stöðunum. Einungis örnefnin benda á hugsanlega tilvist slíkra minja þar. FERLIR hefur jafnan nýtt sér skráðar heimildir, sem á stundum hafa reyndar verið misvísandi, en þá jafnframt leitað uppi og gaumgæft betur, bæði vettvanginn og aðrar fyrirliggjandi upplýsingar. Niðurstaðan hefur síðan verið færð jafnóðum í nákvæma hnitaskrá. Skráin byggist á fyrirframákveðnu „pússluspilskerfi“, sem sérhver ferð fyllir upp í. Stundum virðast þær samhengislausar, en smám saman skýrist myndin – un hún birtist loks fullsköpuð. Verkefnið krefst bæði mikillar þolinmæði og þrautseigju. Heildarskráin er svo varðveitt í einu eintaki; Reykjanesskinnu. Nú, árið 2007, fylla fylgiskjöl, minnisblöð og afrit eina 12 pappakassa og u.þ.b. 5000 blaðsíður tölvutæks efnis. En hvað um að – framundan er alltaf það sem skiptir mestu máli – þá stundina.
Að þessu sinni var lagt af stað frá Þórufossi í Laxá. Fossinn er með þeim fegurstu hér á landi, um 18 metra hár og eftir því breiður. Kennileitið var jafnframt miðsvæðis í leitinni að þessu sinni. Skammt austar eru Selflatir, norðar er Hækingsdalur. Norðan hans er Selá. Vestan árinnar er Stóra-Sauðafell utan í austanverðu Skálafelli. Norðan og millum fellanna til norðurs er Seldalur.
Laxá vaðinLandamerki Kjósarinnar að sunnanverðu liggja m.a. um Þórufoss. Þessi takmörk landmegin eru frá Botnsvogi innanverðum suður og upp á (Hrísháls) Múlann, er nú er nefndur Múlafjall, en er endi Hrísháls, þá eftir Hríshálsi sunnanverðum (þar sem hallar vötnum norður) upp eftir Súlnahrygg og upp á  Súlnatind, þá suðvestur niður til Sandvatns, er Brynjudalsá fellur úr (litlum spöl sunnar er Myrkavatn, er Öxará fellur úr), þá suðvestur um Kjalfjall (Kjölinn) og vestur af því ofan í efra hluta Kjósardalsins um Þórufoss í Laxá skammt fyrir neðan Stíflisvatn, sem Laxá fellur úr, þá yfir Seldal vestur í Rjúpnagilsbotna. Halda sýslumörkin áfram, en er þá komið í Mosfellsbæ og síðan eru mörk milli Kjalarness og Kjósar frá þessum stað og eftir háeggjum Skálafells, Móskarðshnjúka, Esju og niður í Miðdal við landamerkin hjá Tindstöðum.
Gamla leiðin í Kjósina frá Þingvöllum lá norðan Stíflisdalsvatns, niður með Stýfingum, austan ár, niður með Þórufossi og norður að Hækingsdal. Hún er vel greinileg þars em hún liggur með Brattafellinu undir Stóröxl og niður í Þrengslin neðan við Þórufoss. Neðan Þrengslanna er gatan vörðuð að vaði á ánni.
Haldið var yfir Laxá á vaði skammt ofan við Þórufoss. Áin kemur úr Stíflisdalsvatni og fellur í Laxárvog. Hún er um 20 km á lengd, meðalrennsli um 15m/3 á sek og vatnasvið um 150 km/2 ( um 211 km/2 ef  vatnasvið Bugðu, sem fellur úr MSelflatireðalfellsvatni, er talið með). Í leysingum og stórrigningum geta komið ofsaflóð í ána flæðir hún þá yfir bakka sína og er dalurinn þá yfir að líta sem stórt stöðuvatn. Laxá er með gjöfulustu laxveiðiám landsins og veiðast þar jafnan hátt í tvö þúsund fiskar hvert sumar. Í ánni eru nokkrir fossar. Má þar nefna m.a. Þórufoss í Kjósarskarði, sem er þeirra stærstur og Pokafoss, en hann er rétt ofan við bugðu á ánni austan við Vindáshlíð. Brú er á Laxá neðanundir Vindáshlíð. Á lágum klettastalli vestan við brúna er skilarétt sveitarinnar. Neðan við réttina er Norðlingavað, en á því vaði liggur þessi forna þjóðleið yfir ána. Óefað hafa orðið mörg slys á svo fjölfarinni leið í aldanna rás . Eitt hefur verið fært í annála. Árið 1556 drukknaði þar Oddur Gottskálksson lögmaður. Var hann á leið til Alþingis. Að sögn var áin talin ófær. En lögmaður skeytti því ekki heldur reið út í. Hesturinn hrasaði, losnaði Oddur þá úr hnakknum og flaut undan straumi. Hann rak upp á eyri í ánni, komst þar á fjóra fætur, en yfirhöfnin slóst fram yfir höfuð hans og færði hann aftur í kaf. Hann náðist þó lifandi. Var tjaldað yfir hann við ána en um nóttina andaðist hann.
Um það bil miðja vegu milli Þórufoss og Stíflisdalsvatns er Sýsluhólmi, einnig nefndur Þinghólmi fyrr á tímum; þar er og gamalt vað, sem HÚtsýni að Sandfelliólmavað heitir. Guðbrandur Hannesson, bóndi í Hækingsdal, sagði að Laxá hefði fyrrum runnið beggja vegna hólmans, en nú hefði hún breytt sér þannig að  nú rennur áin einungis austan hans.
Stefnan var tekin á Selflatir. Um er að ræða sléttar flatir neðan við Brattafellsgil. Gróðureyðingin hefur herjað á þær líkt og annars staðar með hlíðunum. Skriður hafa hlaupið úr battri hlíðinni, en enungis ofan við flatirnar. Mjög gamlar jarðlægar tóftir virðast vera á tveimur stöðum, annars vegar á norðanverðum árbakkanum neðan við gilið og hins vegar uppi í gilinu. Á báðum þessum stöðum gætu hafa verið mannvirki. Fallegur 12-15 m hár foss er uppi í skjólgóðu gilinu. Þar kúrðu fjórar rjúpur.
Hækingsdalur er í Jarðabókinni 1703 sagður eiga „selstöðu í sínu eigin landi góða, þar sem heita Selsvellir á Geitahlíð.“
Guðbrandur, bóndi í Hækingsdal, segir að bærinn hafi haft selstöður við Selá norðan við bæinn og á Selsvöllum sunnan við hann. Selsvellir hafa einnig  verið nefndir Selflatir. Hann taldi að skriða hefði hlaupið yfir selstöðuna á ÞrengslinSelsvöllum og þar væru því engar greinanlegar minjar lengur. Hlíðin ofan við flatirnar hefði verið nefnd Geitahlíð, Þrengslin norðar og þá Hríshvammur. Faðir hans hefði farið með háskólafólki þangað, en það ekkert séð að hann myndi. Tóftir væru hins enn vel sjáanlegar við Selá sem og gömul hlaðin rétt.
Gömlu leiðinni úr Kjós upp á Þingvelli var fylgt til norðurs, niður í Þrengslin um hið eiginlega Kjósarskarð og áfram með þeim austanverðum. Undir Grenhlíð er Hríshvammur, nú grasi gróið sléttlendi. Grindargil er í hlíðinni, en árfarvegur þess var þurr. Handan hans tóku við grónar selslegar sléttur. Varða er á hól við gömlu götuna og önnur norðar, fallin. Hlíðin er ekki ólík því sem gerist á Vestfjörðum og Austfjörðum, stallar og tilkomumikil þvergil. Fíllinn hafði sest upp í björgunum. Ásalækur kemur úr Dagmálafelli. Norðar er Þverárgil og Þverá er kemur ofan úr Þverárdal. Bærinn Hækingsdalur er við Þverána.
Á sömu blaðsíðu og nefnd var í Jarðabókinni segir um Sauðhús: „Sauðhús hefur til forna í Hækinsdalslandi kallað verið þGömul leiðar sem stundum hefur í manna minni selstaða brúkast og halda menn bygt ból hafi í gamalli tíð verið, og hafa til líkinda þar um girðinga og tófta leifar; ekkert vita menn til þess annað og kann ei aftur að byggjast, því túnstæði allt að er komið í mosa, mó og mýri, og mjög brotið á þeirri, sem þar rennur, kölluð Selá.“
Selá er skammt austan við Vindás og norðan Hækingsdals, sem fyrr sagði. Norðar er Skálafell og Seljadalur handan þess. Sagnir eru um selstöðu frá Vindási fremst í Seljadal. Jörðin hafði selstöðu  sem tilheyrir [Reynivöllum] á Seljadal. Jafnframt er þess getið að selstöðu eigi jörðin í eigin landi. Guðbrandur, sem smalað hefur svæðið í tugi ára, sagðist ekki muna eftir öðrum tóftum í Seljadal en á þeim stað er bærinn Seljadalur var austan í dalnum. Hins vegar væru tóftirnar við Selána enn vel greinilegar.
Guðbrandur sagði Háls (Fremri-Háls) hafa haft selstöðu neðst í Seldal, sem væri norðan við Stóra-Sauðafell. Þar mætti enn sjá selstóftir á bakka Hálsár.
Í Laxá rétt ofan við ármót Selár er Pokafoss, sem er sérkennilegur foss.
Að þessu sinni var farið aftur yfir Laxá á ís og stefnan tekin á Fremri-Háls, vestan í dalnum. Vinarlegur bóndinn þar leiðbeindi FERLIRsfélögum inn á gamla Kjósarskarðveginn (akveginn) suður með hlíðinni. Fyrst vildi hann þó sína aFjárhúsðkomumönnunum gamlar tóftir norðaustan við bæinn. Hafði hann á orði að óljóst væri hvaða tilgangi þær hefðu þjónað. Við skoðun á tóftunum komu í ljós heilleg hlaðin fjárhús, líklega frá lok 19. eða byrjun 20. aldar. Tvö rými er í tóftinni, sem er allheilleg á stað er auðvelt væri að varðveita. Aftara rýmið er hlaða eða heystæði, en í fremra rýminu er hlaðinn garður eftir miðju húsinu. Dyr eru við suðvesturhornið. Hleðslurnar standa, eru heillegar og grónar að utanverðu. Hæð á þeim er um 160 cm. Ummál húsanna var ekki mælt að þessu sinni.
Gamla akveginum var fylgt upp í Seldal. Þar eru tún, sem foreldrar núverandi húsfrúar sléttuðu. Vestan við þær, fast við gamla veginn eru tóftir. Þær eru tvískiptar, en auk þess eru ógreinilegar tóftir vestan þeirra. Vegurinn hefur verið lagður í gegnum tóftarsvæðið. Dyr snúa mót austri. Þegar komið er inn eru rými á báðar hendur, mun stærra þó á vinstri hönd.
Hér gæti verið um tóftir kots að ræða, jafnvel kots, sem vaxið hefur upp úr seli sbr. örnefnið Seldalur, sem er þarna beint fyrir ofan, milli Stóra-Sauðafells og Skálafells.
Tóft í SeldalÍ suðausturhlíðum Skálafells er Seldalur. Reynsla FERLIRs er að þar sem sels- eða seljanafngiftin kemur við sögu – þar hefur verið sel. Ætlunin er a.m.k. að skoða svæðið m.t.t. þess. Tímaáætlun FERLIRs er að ljúka meginseljaleit í landnámi Ingólfs fyrir haustdaga 2007. Þegar liggja fyrir upplýsingar og staðfestingar á 186 seljum og selstöðum á svæðinu, en þegar upp verður staðið má áætla að þær verði nálægt 250 talsins. Og eru þá ótaldar aðrar fjölummargar og -þættar menningarminjar á svæðinu, allt frá upphafi norræns landnáms hér á landi, sem og fyrrumleitum (keltneskum) er síðar verður vikið að – ef tími vinnst til.
Ingibjörg Jónsdóttir á Fremra-Hálsi sagði fjórbýli hafa verið fyrrum á Hálsi; Háls, Margrétarkot, Huldstaðir og Sauðafellskot. Sennilega væru tóftirnar af síðastnefnda bænum fremst í Seldalnum. Foreldrar hennar hefðu ræktað tún við tóftirnar og þá hefðu komið fram minjar þar. Ætla mætti að  Sauðafellskot hafi vaxið upp úr seli þar sem ekki er getið um selstöðu í örnefnalýsingu fyrir bæinn. En í örnefnalýsingu fyrir Stardal er getið um tóftir sels efst í Seldal, „austan marka“. Líklega er þar um að ræða sel frá Fremra-Hálsi. Ætlunin er að skoða minjar í Seldal fljótlega.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Séra Gunnar Kristjánsson sóknarprest á Reynivöllum, sérprent með Árbók Ferðafélags Íslands árið 1985.
-Óbyggðanefnd – Kjalarnes og Kjós.
-Örn H. Bjarnason – Gamlar götur.
-Ingibjörg Jónsdóttir – Fremra-Hálsi.
-Jón Steinar Vilhjálmsson-Fremra-Hálsi.

Þórufoss

Þórufoss.

Hálsnesbúðir

Stefnan var tekin á Hálsnes norðvestan við Neðri-Háls í Kjós. Langflestir, sem ekið hafa um Hvalfjörðinn, hafa gefið nesinu auga, en langfæstir hafa ekið út af þjóðveginum og gaumgæft það. Full ástæða er þó til þess því svæðið endurspeglar merkilega sögu. Þrátt fyrir það eru engar merkingar eða vísbendingar um hvar það gæti verið að finna. Þokkalegur malarvegur er niður á Búðasand, en þangað var ferðinni heitið að þessu sinni. Auk búðaminjanna við Búðasand var ætlunin að skoða Maríuhöfnina skammt utar sem og svæðið umhverfis svonefnda Hálshóla á sunnanverðu nesinu.
Laxárvogur, Hálsnes og HvalfjörðurMaríuhöfn mun hafa verið mesti kaupstaður landsins á miðöldum, fram á 15. öld. „Rústir staðarins eru ofan við Búðasand og er Maríuhöfn við suðausturenda sandsins. Skip sem þangað komu voru dregin inn á poll inn af sandinum. Þarna er talið að haffær skip hafi verið smíðuð á landnámsöld, enda viður tiltækur. Árið 1402 kom skip (Hvala-) Einars Herjólfssonar í Maríuhöfn og flutti með sér svartadauða.
Akvegurinn liggur alveg niður á sandinn og hægt er að komast nánast að Maríuhöfn. Þarna er einstaklega fallegt og vel þess virði að gefa sér góðan tíma til að skoða sig um.
Maríuhöfn er við Lax[ár]vog. Þar eru
“víðáttumiklar leirur og grunnsævi með fjölbreyttu lífríki, svo sem kræklingi og gróðri. Laxvogur er eitt frjósamasta grunnsævi við sunnanverðan Faxaflóa. Á Hvalfjarðareyri handan vogarins er fundarstaður baggalúta. Þarna má sjá setmyndunar- og rofferli án mikilla áhrifa mannsins.”
Í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands um svæðið segir m.a.: “Svæðið hýsir sjaldgæfar tegundir og er viðkvæmt fyrir röskun; svæðið er mikilvægt vegna viðhalds sterkra stofna og hefur alþjóðlegt verndargildi; svæðið hefur jafnframt verulegt vísindalegt gildi.”
Hálsnes - loftmyndLaxá hafnar að lokum í Lax[ár]vogi. Vogur þessi hefur reyndar gengið undir ýmsum nöfnum. Sr. Sigurður Sigurðsson nefnir hann Laxavog (1840), Jón O. Hjaltalín kallar hann Hálsvík (1746) en Björn Bjarnarson segir Laxárvogur (1937). Í daglegu tali er hann nefndur Laxvogur. Þar er útfiri mikið og lífríki fjölskrúðugt og mikil náttúrufegurð. Fyrr á tímum áttu margir erindi að þessum vogi. Neðst í ánni er Sjávarfoss eða Sjóarfoss eins og hann hét áður fyrr. Skammt ofan við hann rennur Bollastaðalækur í ána, þar er og Bollastaðavað og ítið eitt neðar er annað vað, er Höklavað nefnist.
Rétt við Sjávarfoss norðan megin er klettur (Klöppin), sem bátar lögðust upp að fyrr á árum áður en bílfært varð fyrir Hvalfjörð. Á bátum þessum var fluttur varningur, fólk og á sumrin hey úr Kjósinni á vegum fólks úr Reykjavík, sem hafði slægjulönd á leigu í sveitinni.
Annar lendingarstaður var Harðbali, sem er sunnan við voginn um miðbik hans. Austan vogsins er Laxárnesland og bærinn Laxárnes í suðausturhorninu, norður af honum er Laxárnestangi en vestur af bænum er Suðurnes og síðan enn vestar Skorárvík, þar sem Skorá rennur til sjávar en hún kemur upp í Eyrarfjalli. Fyrir miðjum voginum blasir við félagsheimilið Félagsgarður undir Laxárnesásnum, það var tekið í notkun árið 1945.

Búðartóft á Búðasandi - í Hálsbúðum

Fyrr á þessari öld og raunar miklu lengur sóttu sjómenn af Suðurnesjum og víðar að krækling til beitu upp í Hvalfjörð. Einn staðanna er Laxvogur. „Þótti hvergi betra að taka krækling en þar“, segir Erlendur Björnsson í endurminningum sínum (Sjósókn, Rvík 1945). Þótti kræklingur þar feitur og skeljarnar hreinar að utan. Aðrir staðir voru Stampar, sem eru norðan við Hálsbæinn, þar var kræklingurinn hins vegar seinteknari og þurfti ætið að kafa eftir honum. Næsti staður var svo í Hvammsvík, þá Hvítanes, Fossá, Brynjudalsvogur og Botnsvogur. Nú tína menn helst krækling sér til matar við Fossá. (Sjá meira undir Beitufjara).
Utan til í Laxvogi, rétt sunnan við miðju, er Maríusker, sem tilheyrt hefur Reynivöllum frá alda öðli. Norðan til í voginum innanverðum er Hálshólmi neðan við Hálsbæina. Utan og norðan við þá er svo Búðasandurinn.

Hálsnesið blasir við, þegar litið er út Hvalfjörðinn. Þarna er einn merkasti sögustaður Kjósarinnar, Hálsbúðir. Búðasandur er fagur frá náttúrunnar hendi og einhver fegursti staðurinn í sveitinni. Upp af honum er fjörukambur og handan hans lón, sem talið er hafa grynnst og minnkað í tímans rás. Milli lónsins og fjörukambsins eru leifar gömlu búðatóftanna og hafa fornleifarannsóknir farið fram á þessu svæði undanfarið en ekki liggur ljóst fyrir um niðurstöður þeirra. Að öllum líkindum hafa búðirnar verið hlaðnir uppveggir, sem tjaldað hefur verið yfir.
Nyrsti hluti HálsbúðaFrá fornu fari var höfn á Búðasandi samkvæmt heimildum. Aðrar hafnir voru á Hvalfjarðareyri vestan við Laxvoginn, í Laxvogi (Hálshólaskipalægi, sem Skúli fógeti nefnir svo, það er fyrrnefnt vestur undir Hálshólum) og loks var höfn í Hvammsvík. Höfnin á Búðasandi hét frá fornu fari Maríuhöfn. Hún er þó ekki eina örnefnið í Kjósinni, sem minnir á Maríu, en kirkjan á Reynivöllum var helguð Maríu guðsmóður og af þeirri ástæðu m.a. er þessu svo farið.
Þegar gengið var um norðanverðan Búðasand sáust tóftir Hálsbúða greinilega. Þær hafa legið nokkuð þétt saman í einni samfellu. Byggður hefur verið sumarbústaður í nyrsta hluta tóftanna og trjám plantað utan og ofan í þær. Búðirnar virðast hafa verið margar, en erfitt er að greina fjölda þeirra af nákvæmni. Veggir standa víða grónir og dyr hafa gjarnan vísað að hafi. Tveir aumingjalegir tréstaurar standa í tóftunum með afmáðum áletrunum. Vísast hefur þar áður staðið „Friðlýstar fornleifar“.

 

Tóftir Hálsabúða

Sunnarlega í röðinni hefur farið fram fornleifauppgröftur. Í rauninni er/var hann dæmigerður fyrir slíka framkvæmd hér á landi; allt skilið eftir ófrágengið og öðrum einskis nýt. Auðvitað á ekki að leifa fornleifauppgröft nema gera ráð fyrir frágangi svæðisins að honum loknum, þ.e. með viðhlítandi minjaskiljum, merkingum og upplýsingaskiltum. Sumir segja, grafendum til vorkunnar, að uppgröfturinn hafi verið stöðvaður í miðjum klíðum af ótta við þarna kynnu að hafa verið grafin lík frá tímum svartadauða.
Á Búðasandi var samkvæmt rannsóknum dr. Björns Þorsteinssonar stærsti kaupstaður landsins á 14. öld. Þangað komu skip frá útlöndum og gátu haft vetursetu vegna lónsins, þangað sem þau voru dregin upp á haustin. Það var ekki hvað síst biskupsstóllinn í Skálholti, sem var mjög mannmargur, sem naut góðs af þessari höfn og hafði skip í förum, sem lögðu þarna upp. En að auki var þessi höfn, sem var hin besta frá náttúrunnar hendi, ákjósanlega í sveit sett til þess að koma varningi á eftirsóknarverðustu kaupstefnu þjóðarinnar, Þingvelli og Öxará um þingtímann, þegar mannfjöldinn safnaðist þar saman í stórum stíl. Telur dr. Björn, að þessi höfn hafi verið Skálholtsstól öllu hentugri en t.d. höfnin á Eyrarbakka fyrir þær sakir, að leiðin til Skálholts var auðfarnari úr Kjósinni en af Eyrarbakka. Þegar blaðað er í fornum annálum kemur í ljós, að biskupar koma til og frá Hvalfirði, þegar þeir fara utan.
Í BúðafjöruLeiðir af Búðasandi austur á bóginn til Þingvalla og Skálholts voru einkum tvær. Hin fyrri var inn Kjósardalinn og um Kjósarskarð og Kjósarheiði austur til Þingvalla. Þessi leið er auðfarin þótt ekki megi gleyma því, sem gamlar lýsingar gera úr mýrum og þvílíkum farartálmum. Hin leiðin var inn Hvalfjörð og upp úr Brynjudal – eða Botnsdal – yfir Leggjarbrjót til Þingvalla vestan við Ármannsfell. Þarna hefur verið stærsti kaupstaður landsins? Eða svo telja menn nú, þar til annað réttara kemur í ljós. Álitið er að sigling hafskipa í Hvalfjörð hafi aukist mjög á síðari hluta 14. aldar og þar hafi aðalhöfn landsins verið í lok hennar. Heimildir greina frá því, að þar hafi oft verið mörg skip samtímis og ýmsir kaupsamningar, sem dagsettir eru í Hvalfirði, eru til frá þessum tímum. Höfn þar virðist hafa legið vel við, hvað varðar samgöngur, sem fyrr sagði. Á þessum tímum voru hafskipin lítil og grunnskeið svo auðvelt var að draga þau á land og búa þar um þau fyrir veturinn.
Innan við kambinn (Búðasand) er Búðasandurgrunnt lón og fellur smálækur úr því til sjávar syðst á honum. Á flóði gengur sjór upp í lónið. Áður sagði að „Höfnin á Búðasandi hét frá fornu fari Maríuhöfn“. Fljótt á litið virðist bæði aðstaða og lending hin ákjósanlegasta utan við Búðafjöruna, sem er sendi, aflíðandi og löng. Staðsetning búðanna gefa sterklega til kynna að höfnin (legan) hafi verið utan við sandinn. Fjölmörg rök önnur mætti tína til, en skv. sumum fyrirliggajndi upplýsingum á höfnin sjálf, Maríuhöfn, að hafa verið sunnan við Búðasand. Höfði skilur höfnina frá sandinum.
Í örnefnalýsingu fyrir Neðri-Háls eftir Ara Gíslason segir m.a. um Búðasand og tóftirnar þar: „Fallegur hvammur er nyrzt í Búðarsandi, þar sem búðirnar stóðu. Hálsbúðir eru stakkstæði grasi gróið, mjög gamalt. Orðmyndin Búðasandur er rétt að áliti G. (rangt Búðarsandur í stafrófsskrá og í skrá Einars Jónssonar). Á Búðasandi eru miklar tóftir, sem á þessu ári voru friðlýstar. [Skjal undirritað af ÞM 30.09.1975, þinglýst 02.10.1975].
Hálsbúðir eru framangreindar tóftir, sem nú hafa verið friðlýstar.
Hlein er klettasker, sem alltaf er upp úr. Hlein á að vera svo (ekki Hleinar eins og í stafrófsskrá). Allt svæðið fyrir norðan Búðasand er kallað Hlein.“
HálshólarEinnig segir: „
Vestan við Ullarhól er gömul rétt við sjó. Þar er smámelur, sem heitir Réttarmelur, rétt innanvert við hólmann. Rétt fyrir innan Hálshóla, fyrir neðan bæinn á Hálsi er hóll, er heitir Ullarhóll.“
Gengið var yfir affallið úr lóninu næst ströndinni og yfir Búðahöfðann, vestast í Hálshólum. Ástæða er þó til að gefa honum gaum, ekki síst bergummyndunum, hrúðukörlum og öðrum náttúruverðmætum, sem þarna ber fyrir augu.

„Við Maríuhöfn í Laxárvogi var einn stærsti kaupstaður landsins fram á 15. öld. Þangað gengu skip Skálholtsstóls enda var höfnin vel í sveit sett gagnvart samgönguleiðum til Þingvalla og uppsveita Árnessýslu. Þangað barst svarti dauði til landsins árið 1402 en talið er að um þriðjungur íbúanna hafi látist af farsóttinni.
Annálar greina frá því að hún hafi komið með skipi í Hvalfjörð. þá var Maríuhöfn á Búðasandi við Laxárvog ein aðalhöfn landsins. Samkvæmt sömu heimildum tók Áli Svarhöfðason veikina og „deyði fyrstur af kennimönnum um haustið“ í Botnsdal ásamt sjö sveinum sínum. Síðan breiddist pestin um landið og er talið að látist hafi um 40 þúsund manns úr henni, eða nærri helmingur landsmanna.
Á upplýsingaskilti ofan við Maríuhöfn stendur eftirfarandi: „Maríuhöfn er forn verslunarstaður frá þjóðveldisöld og ein aðalsiglingarhöfn landsmanna á miðöldum. Í annálum er oft getið um að skip kæmu út í Hvalfirði og mun átt við þennan stað. Héðan er talið að drepsóttin svartidauði hafi borist til landsins 1402 og smitið borist með klæðum Einars Herjólfssonar. Hann andaðist úr sóttinni á skipi sínu í hafi en klæði hans voru afhent ættingjunum. Maríuhöfn er austan Búðasands en ofanvert við lónið milli sands og sjávar má sjá að Maríuhöfn hafi lagst af á 15. öld með breyttum skipakosti er skip urðu djúpskreiðari og þurftu því dýpri hafnir.“ Blómaskeið verslunar í Maríhöfn var fram yfir 1400.

Varða í Hálshólum

Hlaðinn bryggja hefur verið í Maríuhöfn og sjást leifar hennar enn mjög vel. Sennilega hefur staðsetning þessi, þ.e. á Maríuhöfninni, komið til vegna mannvirkisins. Slíkt mannvirki er ekki að finna á Búðasandi. Fjarlægð búðatóftnanna frá þessum stað þarf þó ekki að útiloka að þarna hafi fyrrum verið hafnaraðstaða, enda bendir bryggjan til þess að svo hafi verið. Þá liggur gata ofan hafnarinnar, sem enn sést greinilega þar sem hún liggur vestast yfir Hálshólana.
Miðað við aðstæður á svæðinu verður að telja líklegra að skip frá þjóðveldistímabilinu hafi flatlent á Búðasandi og varningurinn borinn þar í land, stystu leið til búða. Síðar, þegar flytja þurfti varning frá hinum stærri skipum með smábátum, er líklegra að þau hafi legið utan við eða á svonefndi Maríuhöfn og varningnum verið færður að hinni hlöðnu bryggju í „Maríuhöfn“ innanverðri, sem hér hefur verið tilgreind, a.m.k. einhver hluti eða tilteknir hlutar hans. Með tilkomu bryggjunnar hefur verið hægt að koma varningnum strax fyrir á vögnum, sem ekki var hægt í malarfjörunni. Sjá meira um rannsóknir og heimildir um búðirnar á Búðasandi í meistararitgerð Magnúsar Þorkelssonar 2004.
Gengið var inn með voginum, en hann er þar sendinn og auðveldur yfirferðar. Fallin varða, sem einhverju sinni hefur verið stór, er uppi í Hálshólunum sunnanverðum, líklega markavarða.Maríuhöfn

Þá var stefnan tekin að ofanverðri Hvammsvík með það fyrir augum að berja augum jarðfræðifyrirbærið Steðja. Steðji og næsta umhverfi er eina svæðið sem friðlýst hefur verið í hreppnum; svæðið er friðlýst sem “náttúruvætti”. Ákveðnar reglur gilda um umgengni við Steðja og næsta umhverfi og tilgreindar voru í auglýsingu um friðlýsinguna: Steðji: “Steðji (Staupasteinn) á Skeiðhóli, Kjósarhreppi, Kjósarsýslu. Friðlýstur sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 218/1974. Stærð 7 ha. Sérkennilegur klettur á mjóum stöpli eins og staup í laginu. Ber mörg nöfn en er af flestum nefndur Staupasteinn. Skeiðhóll hefur verið vinsæll áningarstaður ferðamanna. Friðlýstur 1974.”

Steðji

Skeiðhóll er undir miðju Hvammsfjalli í Hvalfirði. Milli hólsins og fjallsins er grunnt skarð þar sem ekið var um uns þjóðvegurinn var færður niður fyrir hólinn, nær sjónum. Sunnan í Skeiðhól stendur afar sérstæður klettur, líkastur glasi á mjóum stöpli. Á honum eru þekkt að minnsta kosti fjögur nöfn: Prestur, Steðji, Karlinn í Skeiðhól og Staupasteinn. Flestir kannast trúlega við klettinn sem Staupastein en á vegvísi við þjóðveginn, nálægt Hvammsvík, er hann nefndur Steðji. Kletturinn og næsta nágrenni er friðlýst sem náttúruvætti. Einbúinn okkar býr í klettinum sjálfum og í brekkunni þar hjá. Erla Stefánsdóttir sjáandi veit einungis um 8 einbúa sömu ættar á Íslandi. Auk okkar manns á Skeiðhóli, er slíkur einbúi við Brynjudalsá í Hvalfirði, tveir eru í Kópavogi og einn nálægt þjóðveginum við Blönduós, svo nokkrir séu nefndir.
Til eru nokkrar sagnir af íbúum í Steðja, en þær verða ekki raktar hér. Hafa ber í huga að staðurinn var vinsæll áningarstaður ferðalanga, svo vinsæll að Staupasteinsnafnið mun ekki hafa komið af engu. Eflaust hafa þá orðið til ýmsar sagnir, sem hver verður að hafa fyrir sig.
Í rauninni er miður að þjóðvegurinn skuli ekki liggja lengur framhjá Steðja, svo mikinn svip hefur hann sett á ferðalög og hugi ferðalanga í gegnum tíðina.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Mbl. 30. ágúst 1981.
-kjos.is
Erlendur Björnsson, endurminningar,  Sjósókn, Rvík 1945.

Búðasandur - Hleinin fjærst

Melaseljadalur

Stefnt var að því að ganga upp í Melaseljadal ofan við Tindsstaði, Kiðafell og Mela í Kjós. Áður en lagt var af stað var kíkt á eftirfarandi grein um svæðið, sem birtist í MBL 24. nóv. 1968 og bar fyrirsögnina „Hún amma mín það sagði mér“.
Melaseljadalur og nágrenni„Í þetta skiptið ætlum við að ganga í Tinnuskarð og í Þjófagil, og ef okkur endist þrek, að ganga það allt til enda, þar til Melaseljadal er náð, en hann öðlaðist frægð sýna skyndilega þegar reist var þar brugghús á þeim tíma, þegar „bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó“ eins og sagði í kvæðinu.
Við erum fljót yfir bergvatnsána tæru Kiðafellsá upp á Kleyfarnar framhjá klettinum, sem hún amma mín sagðist alltaf sjá álfaborgina í, einkanlega þegar kvöldsólin skein á hana. Ég held að hún hafi þar fyrir utan bæði séð álfakónginn og álfadrottninguna, en henni fannst alltaf álfaborgin hafa burstir, eins og íslenskur sveitarbær. Burstirnar voru þrjár, sagði hún.
Allt er þetta á fótinn, en Tinnuskarð er ekki hátt, þótt klettabeltið sé tilkomumikið og reglulegt, og brátt náum við upp á sléttuna ofanvert við Tinnuskarð.
Enga finnum við samt tinnuna, en hins vegar er mikið um jaspis og kvartzmola, sem liggja á melnum, út um allt. ekki er önnur skýring á nafngiftinni en sú, að gömlu mönnunum hafi fundist jaspísinn svo harður, – þeir gátu skorið með honum gler – og kallað skarðið eftir því.
Útsýnið upp til dalsins á TindstaðafjalliOg nú sjáum við ofan á þetta einkennilega náttúrufyrirbæri Tinnuskarðið sjálft. Eiginlega er þetta ekki skarð, nema yzt við klettabeltið. Miklu frekar er þetta lítil dalkvos. Sé maður staddur í botni hennar, sér mann enginn. Skarðið er aðeins opið til vesturs, út til fjarðarins, og þeir sem um þjóðveginn fara fyrir neðan, myndu ekki hafa hugmynd um þótt þúsundir manna hefðust við í dalkvosinni innan við sjálft skarðið. Grasivaxnar brekkur eru á allar hliðar og þar er einskonar sæti allt um kring og er þetta engu líkara en [í] rómversku hringleikahúsi. Colosseum er að vísu gert af steini og mannavöldum, en þarna gætu vel farið fram leikar og mannfundir, og nógir eru áhorfendabekkir. Einnig hagar þannig svo til, að innanvert við skarðið, norðanmegin er ræðupallur af náttúrunni gerður hátt í klettum og þar reyndi maður raddþolið hér áður. Það er engu líkara, en klettarnir vörpuðu hljóðinu inn í þetta hringleikahús og óþarft myndi þar að nota gjallarhorn. Tinnuskarð er sem sagt tilvalið fyrir mannafundi.
Rétt sunnan við komum við svo niður í Þjófagil. Eftir því rennur lítill lækur, skoppar stein af steini og fellur svo meðfram norðurjarðri Melaflatar og niður Melagil til sjávar hjá Niðurkoti, en sá bær er nú í eyði. Á Melaflöt var það venjan hér áður að hleypa hestunum á leið til kirkju í Saurbæ, og var hún tilvalinn skeiðvöllur.
Járnbrautarvagn við Kiðafell - herminjar frá HvítarnesiEnginn veit ég deili á nafngift þessari, Þjófagil. Veit um enga þjófa, sem hafa verið að sniglast í gili þessu. Það er víða grösugt og auðvelt yfirferðar, og endar ekki fyrr en í Melaseljadal bak við Stampana.
Og þá er að segja frá Melaseljadal. Hann er eiginlega örlítið dalverpi opið í báða enda, en þar hefur sjálfsagt verið haft í seli frá Melum hér áður, eins og nafnið bendir til. Ekki hef ég séð neinar rústir aðrar en þær af brugghúsinu fræga, sem nú greinir frá.
Þetta var á þeim tímum, eins og áður sagði, þegar bændurnir brugguðu í friði, meðan Blöndal var suður með sjó en Björn sálugi Blöndal var lögreglueftirlitsmaður með landabruggi þá.
Það var á allra vitorði, að nokkrir þarna í nánd stunduðu lítilsháttar brugg sér til búdrýginda, en allt voru þetta heiðursmenn, og aldrei fannst brugghúsið, fyrr en sólheitan sumardag einn að maður nokkur skapp í fjallgöngu á Dýjadalshnúk í Esju. Á niðurleið gekk hann yfir Melaseljadal, og sá þá lækjarsprænu koma undan einhverri þúst. Við nánari athugun kom í ljós hið haganlegasta brugghús með landalögum í mörgum brúsum og tunnum á stokkunum. Lækurinn var leiddur í gegnum húsið til hagræðingar. Tveir kjóar sátu þar nærri og söng ámátlega í þeim, eins og þeir væru búnir að fá sér heldur mikið neðan í því af framleiðslunni.
Álfaborgin í KleyfumEkki sagði maðurinn frá þessu, en upp komst um húsið fyrir annarra tilverkanað um síðir, og var þá úti hin hagstæða tíð. Einhversstaðar í Þjófagili fann ég líka einu sinni eitthvað af tunnustöfum, sem vafalaust hafa ekki átt annað erindi þar, en til verksmiðjunnar í Melaseljadal. Vafalítið hefur það verið góð heilsubótarganga að ganga til verksmiðurekstursins, en þetta varðaði við landslög og öllu var hellt niður. Æ, það má ekkert skemmtilegt gera á þessu landi lengur.
Nú var orðið kvöldsett, sólin að síga bak við Akrafjall, og við höldum niður með Þverá til byggða.
Alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu, alltaf opnast meir og meir af íslenskri náttúru fyrir okkur, og við raulum fyrir munni okkar niður Kleyfarnar hið gullfallega erindi Guðmundar skólaskálds:

Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit.
Komið er sumar, og hýrt er í sveit.
Sól er að kveðja við bláfjallabrún.
Brosa við aftanskin fagurgræn tún.
seg mér, hvað indælla auga þitt leit
íslenska kvöldinu í fallegri sveit.“

Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. Um Neðrakot [Niðurkot]: „Fjórða býli á jörðinni [Kiðafelli], sem ekki er með hjáleigum talið.“ Í umsögn um Kiðafell er ekki getið um selstöðu. Minnst er á selstöðu Mela upp í Esju í Jarðabókinni: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Mela Seljadalur, og eru þeir hagar að mestu aleyddir af skriðum.“
Að sögn Sigurbjörns Hjaltasonar á Kiðafelli var greinin í Lesbókinni eftir föðurbróður hans, Friðrik Sigurbjörnsson, fyrrverandi lögreglustjóra á Ísafirði. Hann skrifaði m.a. bókina „Sól skein sunnan“ og þar mun vera umfjöllun um svæðið (náttúrufarslýsingar). Tóftir væru í Melaseljadal, en sá dalur væri mun neðar en virðist við fyrstu sýn, eða einungis lítil skál. Þær tóftir voru m.a. notaðar fyrir brugghúsið nefnda. Tinnuskarð hefði verið nefnt Tvistakarð og Þjófadalur Þjódalur vegna þjóhnappalíki, sem í honum eru. Tíminn verður nýttur til að afla fleiri heimilda um svæðið.
Vegna veðurs, ofankomu og skafrennings, var ákveðið að freysta ekki uppgöngu í Melaseljadal að þessu sinni. Uppförin þangað bíður leysinga.

Heimild:
-Mbl. 24. nóv. 1968 – Hún amma mín það sagði mér, bls. 7, úr ritröðinni „Á víðavangi“ (Friðbjörn Sigurbjörnsson).
-Jarðarbók Ám og PV 1703, bls 381 og 394.

Útsýnið til dalsins þennan dag

Reynivallasel

Lagt var af stað frá hlaðinni rétt í Kálfadal við svonefndan Sjávarfoss.  Um 250 metra ofar er önnur hlaðin rétt, allmiklu eldri. Ætlunin var að finna og skoða selstöðurnar frá Reynivöllum, Vindási og Fossá. Kotbýlið Seljadalur óx upp úr Reynivallaseli. Selsins er getið í Jarðabókinni 1703: „Selstöðu í Seljadal.“ Einnig er í Jarðabókinni getið sels frá Vindási í Seljadal: „Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi, en brúkast þó ekki, heldur í selstöðu þeirri, er beneficio tilheyrir á Seljadal.“ 

Rétt í Kálfadal

Líklega er (þ.e. að hingað til hefur verið talið) um sömu selstöðu að ræða og þá frá Reynivöllum því í Jarðabókinni segir ennfremur: „Bústaður sóknarprestsins í Kjós, gefinn af kóngl. máð af sál. Friðrik 3ja háloflegrar minningar í staðinn þess fordjarfða beneficii Reynivalla, sem af skriðum og snjóflóði næsta því eyðilagt var.“ Eins og annars staðar er skráð hafði skriða fallið á Reynivallabæinn og jafnað við jörðu.
Um selstöðu Fossár segir í Jarðabókinni: „Selstöðu á jörðin í heimalandi.“ Vel mátti álykta að Fossárselið væri í Fossárdal og þá væntanlega nálægt Fossá.
Þegar lagt er af stað frá fyrrgreindum stað er þar kort af svæðinu. Skógræktin hefur Fossá til ræktunnar. Hún hefur væntanlega viljað leiðbeina áhugasömu útivistarfólki um svæðið. En það fólk, sem ætlar að ganga þaðan upp að gamla Seljadalsbænum, verður að gæta þess að fara ekki eftir kortinu. Á því er bærinn sýndur vestan Seljadalsár, er að sjálfsögðu nokkru austan árinnar, sunnan Hjaltadalsár. Bærinn (tóftirnar) er rétt staðsettur á gömlu landakortum.

FossárselÞegar komið var upp fyrir Fossárbæinn (vestan árinnar) liggur slóði upp með ánni. Slóðinn hefur verið lagður yfir gamla götu. Hún birtist þegar slóðinn beygir lengra upp í hlíðina. Þegar götunni er fylgt liggur hún svo til í beina línu að mótum Seljadalsáar og Hjaltadalsáar. Skammt norðan við ármótin er vað. Varða er við það austan árinnar. Skammt norðar, á austurbakkanum, er fallegur lækur. Trjám hefur verið plantað í hlíðina og eru þau nú orðin allhá – heilmikill skógur. Seltóftir eru skammt ofan við bakkann, við lækinn. Trjám hefur verið plantað í þær allar nema hvað ein stendur út úr og sést sæmilega. Þarna er líklega um að ræða seltóftir Fossár, enda í bæjarins landi og auk þess ofarlega að mörkunum.
Stekkur í FossárseliGötunni var fylgt áfram upp með ánni. Skammt ofar er beygja á ánni. Þar liggur gatan yfir á grynningum og stefnir síðan svo til beint upp að Seljadalsbænum, skáhalt upp hlíðina.
Seljadalur er vel gróinn, en þýfður mjög. Við suðurenda hans blasir Skálafell við og Sandfell vestar. Hryggur er að vestanverðu með dalnum og Hornfell að austanverðu. Hornið skagar út úr efstu brún þess.
Nokkrar tóftir eru í bæjarstæðinu. Efst er ílangt hús með dyrum mót vestri. Fast  neðan við það er fjárhús. Norðan við það er stærstu tóftirna; Seljadalur. Norðar er tóft; gætu einnig hafa veri sauðakofi.
Ekki er ólíklegt að sunnan vi bæinn hafi gamla selið frá Reynivöllum staðið og hús með gerði sunnar; sennilega fjárhús og hlaða, hafi verið byggt upp úr því. Tóftin er óvenjumjó af fjárhúsi að vera. Bæjarstæðið er á ágætum stað og vel st

aðsett m.t.t. til aðstæðna og staðhátta. Hlaðinn heur verið garður að austanverðu, væntanlega kálgarður og afhýsi milli hans og bæjartóftanna. Sunnar er tóft, væntanlega útihús. Gata liggur vestan þess.
Skammt norðvestar er hlaðin tvíhólfa rétt. Líklega hefur hún áður verið stekkur því kró er í horni annars hólfsins, en síðan hinu hólfinu verið bætt við, enda miklu mun heillegra en hitt.
Tóft í SeljadalÞar sem áð var á tóftum Seljadals var ekki úr vegi að rifja eitthvað upp um leiðir, örnefni og sögu svæðisins. Norðan Esju og sunnan Hvalfjarðar er Kjósin, umlukt fjöllum, hálsum, heiðum og hafi. Nafnið sjálft er talið merkja lítinn dal (kvos) og geta flestir verið á eitt sáttir um það, að sveitin ber nafn, sem henni hæfir.
Í sóknar- og sveitarlýsingum frá fyrri tímum virðist nafnið Kjós aðeins eiga við um dalinn milli Esju og Reynivallaháls.
Í Landnámu segir, að Valþjófur, sonur Örlygs hins gamla Hrappssonar landnámsmanns á Esjubergi, hafi byggt bæ að Meðalfelli. Er hann því landnámsmaður Kjósarinnar, hann „nam Kjós alla” segir orðrétt. Í Landnámu er að vísu getið annarra landnámsmanna á svæðinu. Hvamm-Þórir nam land „á milli Laxár og Forsár og bjó í Hvammi”.
Rétt í SeljadalReynivallaháls dregur nafn sitt af kirkjustaðnum, sem nánar segir frá síðar. Hann liggur í landsuður frá Hálsnesi í sveig inn að Fossárdal og Seljadal, um það bil tíu kílómetra leið. Austan við er svo Þrándarstaðafjall. Austan við er svo Þrándarstaðafjall, nyrst, þá Hornafell og Kjölurinn. Seljadalur er sunnanverður dalurinn milli Hornafells og sunnanverðan Reynivallaháls. Nyrðri hlutinn nefnist Fossárdalur. Sandfell er syðst á hálsinum og norðvestan við það er Sandfellstjörn.
Yfir Hálsinn liggja fjórar fornar alfaraleiðir, sem nú verður getið nánar. Vestast er Kirkjustígur, beint upp af kirkjunni, þar fyrir innan er Gíslagata á landamærum Reynivalla og Vindáss, og loks þjóðleiðirnar fornu, Sandfellsvegur og Svínaskarðsvegur sem koma saman austan til í hlíðum Sandfells. Allar liggja þessar leiðir að lokum niður að Fossá norðanvert í Hálsinum.

SvínaskarðsleiðAustan Gíslagötu eru Dauðsmannsbrekkur, sem svo heita vegna þess að þjóðsagan greinir frá stigamennsku Magnúsar bónda á Fossá, sem sat þar fyrir ferðamönnum á 18. öld. Við gatanmót Sandfellsvegar og Gíslagötu er dys, sem sögð er vera yfir ferðamanni er dó þarna é leið sinni. Svínaskarðsleið liggur norður af sunnan við svonefnda Hryggi norðan Sandfells, síðan beygir leiðin til norðurs með fram Dauðsmannsbrekkunum, sem eru þá á hægri hönd. Loks mætti nefna eina leið enn upp á Hálsinn að sunnanverðu, milli Gíslagötu og Svínaskarðsvegar, suðvestan til í Sandfelli, skammt austan Vindáss. Þetta er allbrött leið, sem liggur upp á Hálsinn vestan við Sandfell inn á Gíslagötu. Selstígur, en svo heitir þessi leið, lá upp að Vindásseli í Seljadal framanverðum.
SeljadalurSeljadalurinn er grösugur dalur og sér enn móta fyrir rústum þessa bæjar, er þar stóð í miðri austurhlíðinni. Þar bjó síðast Gísli Einarsson ásamt fjölskyldu sinni 1897-1921. Landið er gott fyrir sauðfjárbeit. Austan Seljadals er Hornafell en norðvestan við bæjarrústirnar eru Hjaltadalur, í honum rennur Hjaltadalsáin fyrrenfnda. Í ánni er Folaldafoss. Fossinn er áberandi þegar gengið er má Seljadalsá framhjá ármótunum.
SeljadalurEftir Seljadal rennur svo Seljadalsáin, sem breytir um nafn eftir að Hjaltadalsá hefur sameinast henni og heitir þaðan í frá Fossá og dalurinn Fossárdalur, sem fyrr sagði. Í örnefnaskrá fyrir Reynivelli segir að ”í Seljadal var kotið Seljadalur, sem fyrrum var kallað Reynivallasel. Sá bær stóð í óbyggð 1880-1897. Þá fór þangað Gísli Einarsson frá Hækingsdal og bjó þar til 1921.”
Kirkjustaður og prestssetur hefur verið á Reynivöllum frá því elstu heimildir herma. Þar var einnig lengst af miðstöð byggðarinnar. Um
langan aldur var þar þingstaður sveitarinnar og þinghús, þar var rekinn fyrsti barnaskólinn í Kjósinni, hann var stofnaður kringum 1880 og starfaði í sérstöku húsnæði, sem byggt var fyrir skólastarfið. Þá var prestur á Reynivöllum sr. Þorkell Bjarnason, sem áður er getið. Hann var afkastamikill á ýmsum sviðum menningarlífsins, ritaði m.a. Íslandssögu, sem lengi vel var eina Íslandssagan, sem kennd var í skólum landsins. Þá skrifaði hann einnig stórmerka bók um sögu siðbótarinnar hér á landi auk fjölda ritgerða um ýmis efni. Áður hefur verið getið um frumkvæði hans í laxeldi.

Eftirmaður hans var sr. Halldór Jónsson, sem prestur var á Reynivöllum í hálfa öld, frá 1900 til 1950. Sr. Halldór var sömuleiðis merkur prestur á sinni tíð, framfarasinnaður í búskaparháttum og tónskáld ágætt. Oddviti sveitarinnar var hann um árabil. Hann hefur ritað endurminningar sínar, sem eru merk heimild um líf og starf Kjósverja í þá hálfu öld, sem hann var sálnahirðir þeirra.
GöturKirkja sú, er nú stendur á Reynivöllum, er ein elsta timburkirkja landsins. Hún var reist árið 1859 í tíð sr. Gísla Jóhannessonar og skammt frá hafði bærinn staðið frá ómunatíð, uns hann var færður á svipaðar slóðir og hann er nú, þó lítið eitt neðar, eftir skriðuföll mikil, sem gengu ítrekað yfir staðinn á 17. öld.
Leyfi til þess að flytja kirkjuna í Kirkjubrekkuna, þar sem hún er nú, fékkst þegar núverandi kirkja var reist. Er kirkjan í hefðbundnum stíl síns tíma en þó dálítið breytt frá upphaflegri mynd, hún hefur verið lengd ofurlítið, forkirkju bætt vestan við, og einnig hefur sú breyting verið gerð á henni að innanverðu, að prédikunarstóllinn, sem áður var fyrir ofan altari, var færður á suðurvegg. Þetta var gert skömmu fyrir 1930 og um svipað leyti voru pílárar í skilrúmi milli kórs og skips fjarlægðir og er þar nú aðeins lágur veggur eins og víða í kirkjum frá seinni hluta 19. aldar, sem svipaðar Selstígurinnbreytingar hafa verið gerðar á. Auk þess hafa bekkir verið endurnýjaðir í kirkjunni. Altaristafla eftir Brynjólf Þórðarson prýðir kirkjuna auk ýmissa annarra merkra gripa. Á Þjóðminjasafninu eru nokkrir góðir gripir úr Reynivallakirkju, m.a. tvær gamlar altaristöflur, kaleikur og patína frá 14. öld, ljósasax og fleiri gripir.
Í Lýsing Reynivallasóknar 1840, eftir séra Sigurð Sigurðsson, segir: „Selstöður hafa verið: Á Seljadal frá Reynivöllum og Vindási.“

Hafa ber í huga að hér er, þrátt fyrir allmikla fyrirhöfn, einungis um frumvinnu að ræða er ætlað er að miða að því að hnitsetja gamlar götur og leiðir á Reynivallahálsi og undirliggjandi bæja beggja vegna.
Næst verður haldið upp framangreindan Selsstíg um Múla og reynt að fylgja honum „norður yfir Hryggi“.
Gangan tók 2 klst og 22 mín. Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Reynivelli – Guðmundur B. Kristmundsson.
-www.kjos.is
-Í Kjósinni – eftir Gunnar Kristjánsson.
-Jarðabók ÁM og PV 1703.
-Lýsing Reynivallasóknar 1840 – séra Sigurður Sigurðsson.

Fossárrétt

Meðalfellsvatn - skilti

Á norðurbakka „Meðalfellsvatns“ er upplýsingaskilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

„Í Kjós er hægt að lesa merkilega sögu um hop og framskrið jökla ísaldar. Kjósin er dalur sem jöklar ísaldar hafa forðum grafið út úr Esjuhálendinu. meginjökull hefur skriðið út Hvalfjörð, en minni jöklar úr Kjós, sem hafa skilið Meðalfell eftir. Smærri skrijöklar hafa grafið út dalina norðan í Esjunni.

1. Meðalfell

Meðalfell

Meðalfell.

Í Landnámu segir að Valþjófur, sonur Örlygs hins gamla Hrappssonar landnámsmanns á Esjubergi, hafi byggt bæ sinn að Meðalfelli. Er hann því landnámsmaður Kjósrainnar, hann „nam Kjós alla“ segir orðrétt.

2. Eyjarétt

Eyjarétt

Eyjarétt.

Rétt neðan við Kaffi Kjós eru leifar Eyjaréttar sem var lögrétt frá 1890 til 1955. Hægt er að sjá merki um réttina ef gengið er upp í hlíðar Meðalfells upp af Kaffi Kjós og horft yfir svæðið þaðan.

3. Írafell

Írafell

Írafell (MWL).

Einn frægasti draugur landsins er Írafellsmóri. Sagt er að hann hafi verið vakinn upp úr dreng sem varð úti á milli bæja. Draugurinn var sendur að Möðruvöllum til að ásækja Kort nokkurn Þorvarðarson og var sagt að hann myndi fylgja ætt hans í níu ættliði. Draugurinn fylgdi syni Korts að Írafelli og dregur síðan nafn sitt af bænum.

4. Grjóteyri

Grjóteyri

Grjóteyri.

Um miðja 20. öld voru gerðir nokkrir skógarreitir af félagasamtökum, m.a. í landi Grjóteyrar.

5. Flekkudalur

Flekkudalur

Flekkudalur

Í Flekkudal eru hraunlög og móberg. Þessi hraun runnu líklega þegar eldstöðin á Kjalarnesi var að deyja út, en eldstöðin í Stardal ekki vöknuð. Meðalfell er myndað úr sömu jarðlögum. Í gili Flekkudalsár er einnig að finna margvíslegar stuðlamyndanir í móbergi, bólstra og móbergstúff með gerggöngum og stórum gúlum af stuðluðu blágrýti.

Meðalfellsvatn - skilti

Meðalfellsvatn – skilti.

Írafell

Í Alþýðublaðinu, helgarblaði, segir m.a. um Kjós; „Talir þú gott, þá lýgur þú„.

„Kjósin lætur ekki mikið yfir sér, þegar maður virðir hana fyrir sér af þjóðvegjnum. En hún er ekki öll þar sem hún er séð. Hún leynir á sér. Og þetta er falleg sveit og búsældarleg, þótt hér verði hvorki tíunduð fegurð hennar né gæði.

Írafell

Írafell.

Lengi vel vissi ég ekki annað um þessa sveit eða íbúa hennar en ýmsar sögur af Írafells-Móra, einum atkvæðamesta draug Íslandssögunnar, sem kenndur var við Írafell í Kjós. Írafells-Móri var vakinn upp af galdramanni nyrðra og sendur Kort Þorvarðarsyni, gildum bónda, sem lengi bjó á Möðruvöllum í Kjós, en fluttist síðast að Flekkudal og dó þar 1821.

Möðruvellir

Möðruvellir í Kjós 1913.

Kort var tvíkvæntur; hét fyrri kona hans Ingibjörg. Margir höfðu orðið til að biðja hennar áður en Kort, en hún synjaði þeim öllum. Biðlarnir þóttust sárt leiknir og keyptu af galdramanninum að senda Kort og konu hans sendingu. Valdi hann til þess drenghnokka, sem orðið hafði úti milli bæja. Vakti galdramaðurinn hann upp volgan eða ekki með öllu dauðan og sendi hann þeim Kort á Möðruvöllum og mælti svo um, að draugurinn skyldi fylgja þeim hjónum og niðjum þeirra í níunda lið og vinna þeim margt til meins. Móri sveikst ekki um þetta. Gerði hann þeim hjónum og afkomendum þeirra margar skráveifur, drap fyrir þeim fénað, skemmdi mat og sótti að fólki í svefni og vöku. Skammta varð honum fullan mat ekki síður en hverjum öðrum heimilismanni á Möðruvöllum og á Írafelli, eftir að hann fluttist þangað með Magnúsi Kortssyni. Sömuleiðis þurfti að ætla honum rúmflet til að liggja í, bæði af bæ og á.
Hér er ekki ætlunin að rekja frekar lífshlaup Írafells-Móra, sem þó var ærið sögulegt og viðburðaríkt. Hins vegar hefði kannski einhver gaman af að kynnast lítillega Kjósverjum þeirrar tíðar, samtíðarfólki Írafells-Móra, eins og það kom sálusorgara þess á Reynivöllum fyrir sjónir, og hvernig hann lýsir því, daglegu lífi þess og áhugaefnum, atvinnuháttum og menningu.

Reynivellir

Reynivellir.

Um þessar mundir, eða nánar tiltekið 30. apríl 1839, sendi nefnd manna í umboði Hins íslenzka bókmenntafélags í Kaupmannahöfn boðsbréf heim til Íslands „sérílagi öllum prestum og próföstum á landinu“ með þar til heyrandi spurningum um náttúru og byggð landsins, menningu og atvinnuhætti.

Kjós

Kjós – kort.

Séra Sigurður Sigurðsson á Reynivöllum í Kjós fékk þetta bréf eins og aðrir kirkjunnar menn í landinu. Svaraði hann spurningum nefndarinnar vel og skilmerkilega. Um Kjósverja hefur hann m.a. þetta að segja: „Flestir bændur í Kjósinni hafa sauðfá fátt, en fer mikið fleiri að tiltölu, sem þeir ala margir á útheyi, arðlitlar, fram eftir vetri. Tún sín rækta þeir sæmilega; láta margrf kýr liggja inni á sumrum. Til eru þeir, sem brúka færikvíar, og margir beitarhús á vetrum. Þeir stunda heyafla vel og fara lestir í útver tll fiskifanga vetur, vor og haust, þegar afli er. Fiskur er meiri partur þeirra höndlunarvara, þar landvara svo lítil til. Kálgarða rækta þeir margir, er ekki kartöflur eður önnur jarðepli. Sölva- og rótatekju hafa þeir ekki og lítið af fjallagrösum, sem ekki fást í Kjósarfjöllum. Nokkrir fara samt eftir þeim austi: á fjöll, í Skjaldbreið, langan veg. Sumir veiða rjúpur á vetrum.

Kjósarhreppur

Kjósarhreppur – bæir og mörk (rauð lína).

Þeir lifa margir fátæklega á kornvöru, fiski og mjólk. Þeir vinna ullu á vetrum til fatnaðar, en ekki til útgjalda, því ull er víða lítil. Karlmenn spinna sumir hamp á vetrum í þorskanet og til veiðarfæra. Sumir elta skinn og sauma skinnföt, nokkrir vefa vaðmál og hafa á hendi útiverk við fé og hross. Kvenfólk fæst við ullarvinnu, þó minna en víða er siður í Norðurlandi. Þegar vetrarvertíð byrjar, fara karlmenn flestir í ver, en kvenfólk tekur þá við útiverkum. Þeir smíða ekki til gróða, hvorki tré eður járn; margir eru þeir vel búhagir og smíða húsgögn sín af tré og járni. Trjáreki er hér enginn, ekki heldur skógarviður til húsabygginga. Ekki iðka menn skotfimi, — fáeinir að sönnu skjóta refa við gren og slysa rjúpur, — ekki glímur, ekki skíða- eður skautaferðir, — ekki sund, — vaða heldur —; enginn þeirra þekkir nótnasöng, ekki heldur kunna þeir á hljóðfæri.

Reynivellir

Reynivellir 1884 – Sigfús Eymundsson.

Þeir skrifa fáeinir, og þó lítið, og eru ekki gefnir mjög fyrir bókmenntir, svo ekki hafa þeir þetta til skemmtunar. Ég nefni ekki fleira. Sumir lesa dálítið í alþekktum fornsögum, en vita lítið í veraldarsögunni. Ekki skilja þeir danska tungu. Enginn hefir hér vit á lækningum eður þekkir lækrringajurtir; engin er hér yfirheyrð yfirsetukona. Ekki tíðkast hér í sveit nokkrir sérlegir sjúkdómar, nema þeir, sem almennt ganga yfir landið, landfarsóttir, og ekki mjög sóttnæmt, enda þekkja menn hér lítið til uppruna sjúkdóma eður vita að ráða bót á þeim. Bráðdauði eður fjárpest sú, sem víða gengur um landið, hefur nú upp í nokkur ár undanfarið stungið sér niður á einstöku stað, einkum fyrri part vetrar, og drepið fénað. Dýralæknir vor í Reykjavík hefir enn ekkert ráð við henni gefið til hlítar.

Reynivellir

Reynivellir.

Um trúrækni manna og trúarbragðaþekkingu talar maður með varygð, helzt um einn söfnuð út af fyrir sig. Er lítið mun því hafa miðað síðan um aldamótin síðast.“
Þann 1. marz 1840 sezt svo séra Sigurður á Reynivöllum við skrifborð sitt, eftir að hafa svarað samvizkusamlega öllum spurningum þeim, sem til hans var beint, og ritar nefndarmönnum eftirfarandi bréf til frekari skýringar og áréttingar:

Reynivellir

Reynivellir – MWL.

-Háttvirtu herrar! Meðtekið hefi ég á síðastl(iðnu) sumri ykkar heiðursverða og góða bréf til mín af 30. apríl f.á. áhrærandi það efni að svara upp á þær spurningar, sem bréfið hljóðaði upp á. En bæði lasleysi þá í stað og sumarannir hindruðu mig frá því að sýna lit á að koma þessu í verk, sízt í lagi nokkuð eftir óskum, sem þurfti, þar fávizka, aldurdómur og ókunnugleiki, þar sem maður kemur gamall langt að, bægði mér að geta nákvæmari útmálun gefið en þessa.
Nú, þó seinna sé en ég vildi, legg ég í þetta umslag útmálun um Reynivallasókn, hvar í lýst mun vera öllum örnefnum, er ég vissi eður heyrt hefi, að hér séu, sömuleiðis sveitarinnar ástandi og afstöðu yfir höfuð.

Reynivellir

Reynivellir 1884 – útihús.

Spursmálunum hefi ég svarað [á] þann veg, ekki hverju út af fyrir sig eftir röðinni, heldur í söguformi, þó með tiliti því, að þeim yrði öllum svarað nokkurn veginn. Um siðferðið og trúrækni í þeirri sveit, hvar maður býr, og á að skipta við aðra, mundi bezt að vera nokkuð fáorður, ekki óþægilega. Nógu margir skrifa eður varpa á það efun yfir höfuð. Síðari tíð sýnir ávöxtinn, hver hann verður. Hertugans sannyrði mættu mér í minni vera: Talir þú illt um þá, verður þú barinn, talir þú gott, þá lýgur þú. Yfir höfuð ætti landkort að gjörast eftir sveitanna útmálun; þó eru fáir færir fyrir þeirri útmálun, sem þyrfti. Forlátið, háttvirtu herrar, þessa ófullkomnu tilreynslu mína.
Reynivöllum, þann 1. marz 1840, – S. Sigurðsson.“

Írafell

Írafell

Írafell er næstum því inni á gafli í Kjósinni, svo að notuð sé samlíking, sem á upprunalega annars staðar heima en í landslaginu. Jörðin og sveitin öll hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan á dögum séra Sigurðar á Reynivöllum og Írafells-Móra er ekki lengur skammtað í askinn sinn eins og hverjum öðrum heimilismanni eða ætlað rúmflet til að liggja í, enda lætur hann nú ekki á sér kræla.
En þeir, sem aka um Kjósina á góðviðrisdegi ættu þó að renna augum til bæjarins undir fellinu, sem uppvakningurinn var kenndur við, og hafa jafnframt í huga sóknarlýsingu sálusorgarans á Reynivöllum til skilningsauka á Írafells-Móra og samtíð hans. Kjósin er ekki öll þar sem hún er séð. Hún leynir á sér.“ —6G

Heimild:
-Alþýðublaðið, helgarblað; „Talir þú gott, þá lýgur þú“, 25.05.1969, bls. 9-10.

Meðalfellsvatn

Við Meðalfellsvatn í Kjós.

Vindássel

Í „Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III“ frá árinu 2012 er m.a. fjallað um „Byggðasögu Kjósarhrepps„.

Byggðasaga Kjósarhrepps
Kjósarhreppur er í sunnanverðum Hvalfirði. Hreppurinn nær frá Miðdalsá og norðurhlíðum Esju í suðri, að suðurbakka Botnsár í Botnsdal í Hvalfjarðarbotni, Hvalfells og Hvalvatns í norðri. Að austan marka svo fjöllin Hlíðar, Kjölur, Leggjabrjótur og Botnssúlur skil á milli Kjósarhrepps og Þingvallasveitar. Syðst í Kjósinni í norðurhlíðum Esjunnar eru fimm dalir sem liggja gróflega norður-suður.

Eilífsdalur

Eilífsdalur – málverk eftir Tolla.

Vestastur er Hrútadalur, þá Eilífsdalur, Flekkudalur, Eyjadalur og loks Svínadalur austast. Innan hreppsins eru fimm fjöll; Eyrarfjall, Meðalfell, Reynivallaháls, Þrándarstaðafjall og Múlafjall, sem skipta svæðinu niður í sex stóra dali til viðbótar.
Miðdalur sunnan við Eyrarfjall, Kjósardalur milli Eyrarfjalls og Reynivallaháls, Laxárdalur milli Meðalfells/Möðruvallaháls og Reynivallaháls, Hlíða- og Skálafellsháls, Fossárdalur milli Reynivallaháls og Þrándarstaðafjalls, Brynjudalur milli Þrándarstaðafjalls/Suðurfjalls og Múlafjalls og svo loks Botnsdalur milli Múlafjalls og Selfjalls/Háafells. Upp af Fossárdal er svo Seljadalur á milli Reynivallaháls og Kjalar. Flesta bæi Kjósarhrepps er að finna í þessum dölum en þó eru nokkrir bæir dreifðir eftir Hvalfjarðarströnd. Eitt stórt vatn er í Kjósinni vestanverðri milli Esju og Meðalfells sem kallast Meðalfellsvatn og hefur þar myndast á síðustu áratugum stór sumarbústaðabyggð. Slíka byggð er einnig að finna við mynni Eilífsdals litlu vestar og á Hvalfjarðarströnd vestan við Hvammsvík. Laxá í Kjós er ásamt Meðalfellsvatni eitt stærsta aðdráttarafl Kjósarinnar enda áin ein vinsælasta laxveiðiá landsins.
Helstu bæir sem skráðir voru í Kjósarhreppi dreifast misjafnt um svæðið en flesta þeirra má þó finna í Kjósar- og Laxárdölum. Í Miðdal eru nú bæirnir Kiðafell, Morastaðir og Miðdalur, sem og bærinn Eilífsdalur við mynni samnefnds dals. Kjósardal er skipt í tvennt af Dælisá og Bugðu sem renna saman og mynda eitt langt vatnsfall sem eitt sinn var nefnt Eilífsá. Vestan við Bugðu eru bæirnir Eyri, Þúfa, Bær, Blönduholt og Laxárnes norðaustan undir Eyrarfjalli en bæirnir Sandur, Eyjar, Flekkudalur, Grjóteyri og Meðalfell eru austan við árnar tvær. Flestir bæir eru austan við Meðalfellsvatn á meðan sjálfur Meðalfellsbærinn er norðan við vatnið.
Austan við Bugðu í Laxárdal eru svo bæirnir Neðri-Háls, Valdastaðir, Sogn, Reynivellir, Vindás og Hækingsdalur norðan við Laxá. Sunnan við ána eru Fremri-Háls, Írafell, Möðruvellir, Þorláksstaði, Hurðarbak, Káranes og Káraneskot.

Kjós

Kjós – kort.

Vestanvert við norðurmynni Fossárdals var bærinn Fossá og upp og suður af Fossárdal er Seljadalur þar sem má finna leifar bæjarins Reynivallasels. Bæirnir Ingunnarstaði, Þrándarstaði og Skorhagi (Múli) eru í Brynjudal. Á Hvalfjarðarströnd eru bæirnir Útskálahamar norðvestan undir Eyrarfjalli og Hvammur, Hvammsvík og
Hvítanes norðan undir Reynivallahálsi og vestan við Fossá. Enginn bær sem tilheyrir Kjósarhreppi er í Botnsdal í Hvalfjarðarbotni.
Þegar saga Kjósarinnar er skoðuð má sjá að talsvert af bæjum hefur þar byggst upp og fallið í eyði í gegnum aldirnar, þó að stærstu jarðirnar hafi verið í stöðugri ábúð. Í meðfylgjandi töflu er að finna yfirlit yfir þekkta bæi og býli á svæðinu ásamt upplýsingum um hvenær þeirra er fyrst getið í heimildum.
Kjósarhreppur
Frásögnum um landnám í Kjós ber ekki alveg saman. Kjósin virðist þó sannarlega hafa verið hluti af landnámi Ingólfs Arnarsonar. Samkvæmt Landnámu nam Helgi bjóla, tengdasonur Ingólfs Arnarssonar land á Kjalarnesi en hafði aðeins yfir að ráða svæðinu á milli Mógilsár og Miðdalsár (Mýdalsár). Kjalnesingasaga áætlar Helga, vinum hans og vandamönnum hins vegar mun stærra svæði eða allt land milli Leiruvogs og Botnsár. Samkvæmt Kjalnesingasögu útdeildi Helgi landinu til skipverja “ok þar hverjum, sem honum þótti fallit vera.
Í sögunni eru nefndir þrír bæir í Kjósinni; Þrándarstaðir í Brynjudal, Eilífsdalur og Hækingsdalur í ofanverðum Laxárdal, sem Helgi bjóla útdeildi til skipaverja sinna (sjá kort 2). Það er áhugavert að allar þessar jarðir eru í þröngum dölum langt frá hver annarri í útjaðri Kjósarinnar sem gæti gefið til kynna að Helgi bjóla hafi haldið bestu svæðunum fyrir sjálfan sig og fjölskyldumeðlimi. Bærinn Þrándarstaðir er ekki nefndur aftur í heimildum fyrr en í dómabréfi árið 1509.7 Hækingsdals er einnig getið í Sturlungu og í landamerkjabréfi frá árinu 1270 þar sem merkja milli bæjanna Vindáss og Hækingsdals er getið og kemur þar bæjarnafnið Vindás fram í fyrsta skipti.8 Vindásjörð hefur því greinilega einnig byggst nokkuð snemma. Eilífsdalur er nefndur um 50 árum fyrr, eða um 1220, ímáldaga Saurbæjarkirkju og árið 1478 eru landamerki milli Eilífsdals og Miðdals (Mýdals) nefnd í fornbréfi. Munnmæli eru um að bænhús hafi verið bæði í Hækingsdal og að Þrándarstöðum.
Í Landnámu er sagt frá fjórum aðal landnámsmönnum í Kjósinni; Svartkeli hinum katneska, Hvamm-Þóri, Þorsteini Sölmundarsyni og Valþjófi Örlygssyni. Svartkell nam samkvæmt Landnámu land vestast í Kjósinni frá Miðdalsá að Eilífsá (nú Dælisá og Bugða). Á hann að hafa búið fyrst að Kiðafelli en flutt síðar norðaustur fyrir Eyrarfjall að kirkjujörðinni (Hvalfjarðar-) Eyri).

Kjós

Kjós – bæir.

Heimildir eru annars þöglar um Kiðafell fyrr en komið er fram til um 1700 en Eyrar er næst getið árið 1198 í Sturlungu og Eyrarkirkja er einnig nefnd í kirknaskrá Páls þegar um 1200 og máldaga Saurbæjarkirkju um 1220.11 Meintur flutningur Svartkels frá Kiðafelli til Eyrar þar sem er betra undirlendi norðaustan og austan undir Eyrarfjalli gæti einfaldlega verið til marks um að landgæði hafi þótt betri þar, sér í lagi þegar fram liðu stundir, en undirlendi við bæjarstæði Kiðafels, suðvestan við Eyrarfjall, er takmarkað þar sem bærinn stendur nokkuð hátt í fjallshlíð stutt frá Miðdalsá og strönd Hvalfjarðar.

Kjós

Kjós-bæir.

Hvamm-Þórir nam land milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi samkvæmt Landnámu. Í Sturlungu er Hvammur orðinn að stórbýli árið 1237 og er útkirkja nefnd þar í Hítardalsbók um 1367. Í Harðar sögu er sagt frá því þegar Ormur sonur Hvamm-Þóris gefur Bolla þræl sínum land að Bollastöðum. Bollastaða er annars ekki getið í heimildum fyrr en í Jarðabók Árna og Páls árið 1705 þar sem jörðin er talin upp sem eyðibýli. Mannvistarleifar sem gætu verið leifar af bænum eru rétt austan við landamerkin milli Valdastaða og Neðri-Háls á landsvæði innan landnáms Hvamm-Þóris.
Þorsteinn Sölmundarson nam samkvæmt Landnámu land í Brynjudal milli Bláskeggsár og Fossár en ekki er ljóst hvar hann bjó. Hann átti son sem Refur hét og talinn er hafa búið að Múla (GK-357:008) eða á Stykkisvöllum í Brynjudal (Gullhlaðsvöllum) og gæti faðir hans hafa búið á svipuðum slóðum. Þó er ekki útilokað að hann hafi búið í norðanverðum Botnsdal eða jafnvel enn norðvestar í Hvalfjarðarstrandarhreppi. Múla er annars getið í máldaga Reynivallakirkju árið 135216 en bærinn var fluttur að Skorhaga um eða fyrir 1600 þegar skriður grafa eldra bæjarstæði að mestu.

Meðalfellsvatn - skilti

Meðalfellsvatn – skilti.

Í Kjalnesinga sögu er sagt frá kristnum Íra að nafni Örlygur sem kom til Íslands með konu og uppkomnum syni. Samkvæmt sögunni fékk Örlygur land hjá Helga bjólu frænda sínum, reisir bæ og kirkju að Esjubergi og býr á jörðinni til æviloka. Samkvæmt Landnámu nam Valþjófur sonur Örlygs “Kjós alla” og bjó að Meðalfelli við Meðalfellsvatn. Trúlega er þar átt við landsvæðið sem afmarkast af landnámi Svartkels að vestan og Hvamm-Þóris að norðan og austan, milli Eilífsár og Laxár suður að Esju og Skálafelli. Kirkjan að Meðalfelli er nefnd í kirknaskrá Páls um 1200. Innan þessa landsvæðis eru einnig Möðruvellir þar sem Valbrandur sonur Valþjófs er sagður hafa byggt fyrst en hann bjó þar árið 1198 samkvæmt Sturlungu.
Landnám Örlygs á Kjalarnesi og Valþjófs sonar hans í Kjósinni gefur til kynna að Helgi bjóla hafi sannarlega haft einhver yfirráð yfir landsvæðum í Kjósinni líkt og Kjalnesinga saga greinir frá þótt Landnáma taki ekki beint undir það. Valþjófi hefur trúlega verið úthlutað landsvæði fyrir sína fjölskyldu og vini um leið og föður hans þar sem hann kom til landsins fulltíða. Þeir sem námu fyrst land í Kjósinni hafa því flestir trúlega haft einhver tengsl við Helga bjólu og fjölskyldu hans og fylgt þeim að málum. Því til stuðnings má t.d. nefna frásögn í Kjalnesinga sögu sem greinir frá því þegar Búi Andríðarson erfir eigur tengdaföður síns Þorgríms goða Helgasonar bjólu. Þar segir m.a.: “Tók þá Búi við mannaforræði. Hafði hann allt út at Nýjahrauni ok inn til Botnsár,“ sem gefur til kynna að stuðnings- og venslamenn fjölskyldunnar hafi verið til staðar a.m.k. norður í Botnsdal.
Aðrir bæir í Kjósarhreppi sem nefndir eru í elstu heimildum er bærinn Valdastaðir sem nefndur er í Sturlungu árið 1237 og í fornbréfum frá 1352. Í Jarðabók Árna og Páls er getið um munnmæli um að bænhús hafi verið á jörðinni en staðsetning þess er óþekkt. 22 Ekki er ljóst hvort Valdastaðir byggjast úr landi Bollastaða, á svipuðum tíma og jörðin Neðri-Háls eða úr óskiptu landi Hvamms.
Bollastaðatóftir eru h.u.b. á merkjum Neðra-Háls og Valdastaða og gætu jarðirnar hafa byggst úr landareign Bollastaða eftir að jörðin leggst í eyði.

Kjós

Kjós – bæir.

Kuml eru talin góð sönnun fyrir byggð á 10. öld en engin slík hafa enn fundist í Kjósarhreppi. Sú kenning hefur verið sett fram að skýringar kumlaleysisins gæti a.m.k. að hluta verið að leita í háu hlutfalli kristinna landnáms- manna á svæðinu en slíkar hugmyndir hafa ekki verið rannsakað neitt frekar.
Dreifing kirkna og bænhúsa á miðöldum getur einnig gefið mikilvægar vísbendingar um byggðasögu. Slík hús voru víða á bæjum fyrir siðaskipti og talið er að flest slík hús hafi verið reist í heimagrafreitum um eða stuttu eftir kristnitöku í byrjun 11. aldar. Gera má ráð fyrir að þeir bæir sem nefndir eru í kirknaskrá Páls um 1200 hafa mjög líklega verið sjálfstæðar jarðir í byrjun 11. aldar. Samkvæmt máldaga Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi frá 1220 voru sóknarmörk kirkjunnar á miðöldum um Eilífsá og tíundir lögðust til kirkjunnar af öllum jörðum vestan við ána nema af Eyri og Miðdal þar sem einnig voru kirkjur. Hálfkirkja var að Eyjum en hennar er getið fyrst í máldaga frá 1180. Miðdalur hefur trúlega byggst út úr landnámi Svartkels en Eyjar út úr landnámi Valþjófs en báðar jarðirnar hafa trúlega verið komnar í byggð snemma á 11.öld, ef ekki fyrr. Örlygur faðir Valþjófs var í Kjalnesingasögu sagður kristinn þegar hann kom til Íslands og líklegast hefur Valþjófur sonur hans verið það einnig. Því er ekki útilokað að kirkjan að Meðalfelli hafi verið reist áður en kristni var lögtekin. Kirkjur voru einnig að Reynivöllum og á Ingunnarstöðum strax um 1180 samkvæmt máldögum.
Báðar jarðir hafa greinilega orðið til snemma. Reynivellir hafa trúlega byggst út úr landnámi Hvamm-Þóris á meðan Ingunnarstaðir gætu hafa byggst úr landi Múla í landnámi Þorsteins.
Auk þeirra kirkna og bænhúsa sem þegar hafa verið nefnd eru munnmæli um bænhús nefnd í Jarðabók Árna og Páls frá árinu 1705, á bæjunum Neðri-Hálsi (Stóri Háls og Írafelli en nákvæm staðsetning þeirra er óþekkt. Hafi bænhús verið á þessum jörðum styrkir það hugmyndir um að þessir bæir hafi verið komnir í byggð um eða stuttu eftir kristnitöku. Þeir hafa þá byggst úr landnámi Hvamm-Þóris (Háls) og Valþjófs (Írafell). Þess ber reyndar að geta að hvorugs bæjar er að nokkru getið í elstu heimildum. Neðri-Háls er fyrst getið í heimild frá um 1468 og Írafell virðist hvergi nefnt fyrr en í Jarðabók Árna og Páls í byrjun 18. aldar.

Kjós

Kjós – fornleifar.

Samkvæmt Svavari Sigurðssyni eru ósamsett náttúrunöfn yfirleitt talin til marks um elsta stig búsetu. Ekki er útilokað að Neðri-Háls hafi í fyrstu aðeins heitið Háls eftir Reynivallahálsi en fengið á sig forliðinn Stóri-/Neðri- eftir að Efri-Háls byggðist (e-ð fyrir 1468?) mun ofar í Laxárdalnum undir Skálafellshálsi. Algengustu ósamsettu liðir í bæjarnöfnum Landnámu eru Fell, Dalur, Holt, Nes, Vík, Hóll, Á og Eyri og eru náttúrunafnaendingar einnig nokkuð algengar. Samkvæmt þessu gæti Írafell verið nokkuð gamalt bæjarnafn. Írar koma sannarlega við sögu í Landnámu og ekki er útilokað að Írafell dragi nafn af þeim sem þar reisti fyrstur bær.
Af þessum upplýsingum hér að ofan er greinilegt að mörg af bestu landsvæðum Kjósarinnar voru komin í byggð fljótlega eftir landnám. Vitað er um a.m.k. fjóra aðra bæi (Þúfa, Sogn, Hurðarbak og Káranes) sem samkvæmt heimildum hafa verið komnir í byggð fyrir lok 14. aldar en annarra jarða er ekki getið fyrr en síðar. Margar þeirra gætu þó vel hafa verið komnar í byggð á miðöldum, ef ekki fyrr, þó heimildir um það séu af skornum skammti.
Úr landnámi Svartkels hafa byggst jarðirnar Morastaðir, Útskálahamar, Þúfa, Bær, Blönduholt og Laxárnes. Þúfa er nefnd fyrst í jarðabréfum frá 1352/1397. Eins og áður sagði eru bæjarnöfn sem eru ósamsett náttúrunöfn yfirleitt talin til marks um elsta stig búsetu svo ekki er útilokað að Þúfa hafi verið byggð snemma út úr Eyrarlandi. Það sama mætti hugsanlega líka segja um Bæ því þó nafnið sé ekki náttúrunafn er það einfalt og ósamsett. Jarðarinnar er þó ekki getið í heimildum fyrr en um 1508. Báðir bæirnir eru í Kjósardal austan og suðaustan undir Eyrarfjalli og eru ágætis jarðnæði. Svipaða sögu er að segja um bæina Blönduholt og Laxárnes milli Bugðu og Hvalfjarðarstrandar, fast suðvestan við ósa Laxár. Laxárness er fyrst getið í sölubréfi árið 1483 en Blönduholts í jarðabréfum árið 1616. Allar þessar jarðir teljast meðalstórar (16-20 hdr) og hafa því líklegast flestar byggst út úr Eyrarlandi eftir landnám, en í hvaða röð það hefur gerst er ómögulegt að segja. Að lokum má svo nefna bæina Morastaði og Úskálahamar sem fyrst eru nefndir í heimildum í byrjun 18. aldar. Morastaðir hafa mjög líklega verið byggðir úr landi Kiðafells eða Miðdals en hvenær það hefur gerst er óljóst. Bæjarnöfn með endinguna –staðir eru yfirleitt talin tilheyra seinni stigum landnáms. Útskálahamar hefur trúlega byggst seint úr landi Kiðafells eða Eyrar enda er bæjarstæðið fremur slæmt, á strönd Hvalfjarðar norðvestan undir Eyrarfjalli þar sem undirlendi er af nokkuð skornum skammti.

Flekkudalur

Flekkudalur.

Líklegt er að Flekkudalsjarðir sem upphaflega voru líklega ein jörð, hafi upphaflega byggst úr landnámi Valþjófs Örlygssonar frá Meðalfelli við mynni Flekkudals sunnan við Meðalfellsvatn. Svipaða sögu er að segja um Þorláksstaði, Hurðarbak og Káranes og loks Sogn (eða Sofn), Sand og Fremri-Háls (Litli-Háls). Flekkudalsbæjar er fyrst getið í sölubréfi frá árinu 1483. Í Jarðabók Árna og Páls árið 1705 eru bæirnir orðnir tveir en þeir voru þó ætíð taldir saman (40 hdr) fram til ársins 1802. Jörðin Sandur er einnig sunnan undir Meðalfellsvatni og vestan við Sandsá líkt og Flekkudalsbæirnir en jörðin er fyrst nefnd í heimildum árið 1687 og þá metin á 10 hdr. Ef sett er fram sú tilgáta að jörðin Sandur hafi á einhverjum tímapunkti verið byggð úr landi Flekkudals hefur jörðin upphaflega verið 50 hdr jörð sem myndi þýða að hún hefði verið með dýrustu jörðum í Kjós og mætti ætla að hefði komist mjög snemma í byggð. Bæjarnafnið Sandur gefur til kynna að bærinn gæti tilheyri elsta búsetustigi á svæðinu.

Vindás

Vindás.

Bæirnir Hurðarbak og Káranes eru báðir nefndir í máldaga Meðalfellskirkju árið 1397. Þeir eru h.u.b. hlið við hlið á suðurbakka Laxár norðan undir Meðalfelli ásamt Þorláksstöðum austan við Þorláksstaðaás. Þorláksstaðir eru taldir hafa verið komnir í byggð eitthvað fyrir 1640 en –staðar endingin gæti þó jafnvel gefið til kynna að bærinn verði til á seinni stigum landnáms. Káranes samkvæmt Jarðabók Árna og Páls dýrasta jörðin af þessum þremur, metin á 30 hdr, en hinar eru metnar á 20 hdr. Ekki er útilokað að í upphafi hafi aðeins ein jörð verið á þessu svæði sem afmarkað er af Bugðu í vestri, Laxá í norðri og austri og Meðalfelli í suðri. Einhvern tíman á fyrstu öldum má svo gera ráð fyrir að jörðinni hafi verið skipt upp í þrennt, annað hvort í einu eða tveimur þrepum. Sé raunin sú að allt þetta svæði hafi upphaflega tilheyrt sömu jörðinni hefði hún verið um 70 hdr og líklega með fyrstu jörðum í Kjósinni til að byggjast úr landnámi Valþjófs. Ekki er þó hægt að útiloka að að jarðirnar þrjár hafi ætíð verið aðskildar og byggst ein og ein úr landi Meðalfells.
Jörðin Sogn (12 hdr) er nefnd í máldaga Reynivallakirkju árið 1352 sem eign kirkjunnar og hefur jörðin verið byggð eitthvað fyrir þann tíma annað hvort úr landi Reynivalla eða Valdastaða. Fremri Háls (Litli-Háls) er efsti bærinn í Laxárdal og í sjálfri Kjósinni, en hans er ekki minnst í heimildum fyrr en í byrjun 18. aldar.
Staðsetning hans svo langt inni í landi og í þröngum dal mætti túlka sem vísbendingu um að hann byggist fremur seint þegar annað og hentugra jarðnæði var á þrotum, og sannarlega eftir að Neðri- eða Stóri-Háls kom til sögunnar. Hvenær nákvæmlega það ætti að hafa verið er óþekkt.
Jarðirnar Hvítanes og Fossá hafa líklega báðar verið byggðar úr landnámi Hvamm-Þóris norðan Reynistaðaháls, en þeirra beggja er getið nokkuð seint í heimildum. Hvítanes er skráð í erfðabréfi frá árinu 1585 en Fossárbæjar er ekki getið nein staðar svo vitað sé fyrr en í Jarðabók Árna og Páls í byrjun 18. aldar. Nöfn beggja þessa jarða (samsett náttúrunöfn) mætti túlka sem vísbendingu um að þær gætu hafa byggst snemma. Báðar jarðirnar eru meðalstórar (metnar á 16 og 20 hdr 1705) en undirlendi er á báðum stöðum takmarkað og verður því að teljast líklegt er að þær hafi byggst úr landi Hvamms og Þrándarstaða, landsvæðið norðan við Fossána) eftir að aðrar og landbetri jarðir á svæðinu eru komnar í byggð.
Önnur stærri býli og bæir sem voru í byggð í Kjósarhreppi þegar Jarðabók Johnsens er gerð árið 1847eru Káraneskot, Þúfukot, Eyrar-Uppkot og Eyrar-Útkot, Miðdalskot, Meðalfellskot, Eyjahóll, Vesturkot, Hvammsvík og Hrísakot.

Kiðafell

Kiðafell.

Býlin draga oftast nöfn af heimajörðinni ef frá er talið Vesturkot sem byggðist út úr landi Reynivalla og Hrísakot sem byggðist út úr landi Ingunnarstaða. Flest þessara býla eru komin í byggð í byrjun 18. aldar (sjá töflu 1) fyrir utan Miðdalskot sem nefnt er fyrst um 1802. Auk þeirra bæja og býla sem þegar eru upptalin voru skráð um 50 önnur býli, hjáleigur og tómthús í Kjósarhreppi sem þýðir um 1,2 býli á hverja jörð, sem er rétt neðan við gróft meðaltal (1,6) þegar tölurnar eru bornar saman við sjö aðra hreppi sem áður hafa verið skráðir51. Flest eiga býlin það sameiginlegt að hafa verið fremur stutt í byggð. Upplýsingar um þau er að finna í töflu 1 (merktar með gráu) en býlin eru talin upp á eftir lögbýlinu sem þau byggjast frá.
Heimildir um eldri býli eru mjög óljósar en þegar nær dregur aldamótum 1900 fjölgar heimildum. Af bústöðunum 50 voru 20 í byggð á 17. öld eða fyrr, sex í byggð á 18. öld og fyrr og 24 í byggð á einhverjum tímapunkti frá lokum 18. aldar og fram á 20. öld.
Flest býli voru skráð að Eyri, eða átta, en þar af voru fimm tómthúsbýli ásamt býlinu Harðbala frá 19. öld sem líklega hafa tengst útgerð á þessu svæði. Fimm býli voru skráð frá Valdastöðum (sex ef Valdastaðir II eru taldir með) og fjögur frá Meðalfelli. Á flestum jörðum voru aðeins skráð 0-3 býli. Þegar jarðir skráðar með fleiri en eitt býli voru skoðaðar nánar kom í ljós að oftar en ekki virðist aðeins eitt býli (í mesta lagi tvö) hafa verið í byggð á hverri jörð á sama tíma og sjálft lögbýlið.“

Heimild:
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III: I. bindi, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2012.

Reynivellir

Reynivellir.