Tag Archive for: Kópavogur

Tröllabörn

Við Tröllabörn neðan Lögbergs í Kópavogi er upplýsingaskilti. Þar má lesa eftirfarandi texta:

Tröllabörn

Tröllabörn.

„Tröllabörn/Tröllabollar voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1983.
Tröllabörnin eru tíu talsins og fyrna gömul, eða um 4.500 ára. Á máli jarðfræðinnar nefnast þau hraundrýli (hornitos).
Hraundrýli myndast þegar gas streymir út um rásir við eldgíga og í hraungöngum og rífur með sér klepra sem hlaðast upp í litlar strýtur eða drýli. Drýli eru einkum algeng í eldstöðvum af dyngjugerð, en dyngjur gjósa ávallt þunnfljótandi hraunkviku sem jafnan rennur í göngum og myndar helluhraun.

Tröllabörn

Myndun hraundrýla.

Tröllabörn tilheyra Leitarhrauni sem kom upp úr Leitum, stórum dyngjgíg austan undir Bláfjöllum. Frá Leitum runnu hraun í sjó fram bæði við Reykjavík (Elliðavog) og Þorlákshöfn fyrir um 4.500 árum. Í Leitarhrauni eru margir hellar og hraungöng og hafa Tröllabörnin myndast þegar gosgufur brutust upp í gegnum þak á slíkum helli eða göngum.“

Tröllabörn

Tröllabörn – skilti.

Kópavogur

Á Hádegishól í Kópavogi er „Stupa„. Við hana er upplýsingaskilti. Á því má m.a. lesa eftirfarandi:
Hádegishóll eða Hádegishólar draga nafn sitt af því að eystri hóllinn var eyktarmark frá bænum Fífuhvammi sem var syðst Kópavogsjarðanna fjögurra. Hóllinn var í hásuður frá bænum og bar því sól yfir hann á hádegi.

Kópavogur

Stupan á Hádegishól.

Eyktarmark er fastur punktur í landslagi sem sólina ber í frá tilteknum bæ á vissum tíma dags. Helst átti að miða áttina frá eldhúsinu á bænum. Algegnt var að fjallstindur, hæðir, skörð eða jafnvel hlaðnar vörður væru eyktarmörk.
Fyrr á öldum var sólarhringnum skipt upp í eyktir sem voru 8 talsins. Ekki er hægt að tímasetja eyktir nákvæmlega eftir stundarklukku nútímans en nöfn þeirra eru; ótta (um kl. 3), miður morgunn eða rismál (um kl. 6), dagmál (um kl. 9), miðdegi eða hádegi (um kl. 12), nón (um kl. 15), miður aftann eða miðaftann (um kl. 18), náttmál (um kl. 21) og miðnætti eða lágnætti (um kl. 24). því eru til örnefni eins og Miðmorgunsvörður, Dagmálahnúkur, Hádegishóll, Nónskál, Miðaftansdrangur og Náttmálaborg.
Hádegishólar eru ávalir grágrýtishólar með áberandi ísaldarminjum (hvalbökum) og jökulrákum). Bergið í klöppunum tilheyrir svokölluðu Breiðholtsgrágrýti en það liggur ofan á Reykjavíkurgrágrýtinu sem Kópavogur stendur að mestu á og er um 300.000-400.000 ára gamalt. Af því má ráða að Hádegishólar eru með yngri jarðmyndunum í Kópavogi og eru yngri en t.d. Víghólar og Borgarholt.
Hvalbök nefnast jökulsorfnir klapparhólar og þekkjast á því að sú hlið klapparinnar sem vissi á móti skriðstefnu jökulsins og jökulþunginn mæddi mest á, er freur slétt og aflíðandi. Hin hlið sem vissi undan skriðstefnunni er hins vegar oft brött og stöllótt, enda náðijökullinn að rífa flyksur úr berginu þeim megin. Jökulrákir á Hádegishólum urðu til fyrir um 10.000 árum þegar jökullinn skreið fram og rispaði undirlagið með urð og grjóti. Af stefnu hvalbaka og jökulráka má ráða að jökullinn sem síðast gekk yfir Kópavog hafði stefnuna NV-SA.

Stupa

Stupan.

Stupur eru forn asísk mannvirki sem upphaflega voru reist sem minnisvarðar um fornar hetjudáðir. Með tilkomu búddatrúar fyrir um 2500 árum breyttist tilgangur þeirra í að vera minning um brautryðjendur í þroska mannkynsins og hvatning um að feta í fótspor þeirra og leita leiða til andlegs þroska.
Stupan á Hádegishólum er byggð samkvæmt tóbeskum hefðum og reglum. Sérhver form felur í sér táknræna merkingu um leiðir til innri þroska. Í heild sinni táknar stupa uppljómaðan hug.

Kópavogur

Stupan á Hádegishóli.

Hug sem hafinn er yfir allar takmarkanir og neikvæða eiginleika. Hug með fullkomið jafnvægi kærleiks og visku.
Ytri, innri og dulin (esoterisk) gerð stupu veitir henni lækningamátt, umbreytir neikvæðri orku í nánasta umhveri og hefur hulin djúpstæð áhrif á allar skynverur sem koma nærri henni. Vegna þessara eiginleika stupa hafa þær verið byggðar víðsvegar um heim.
Stupunni var valinn staður á Hádegishólum vegna velvilja og víðsýni bæjaryfirvalda í Kópavogi.
Landið þar sem stupunni var fundinn staður var blessað 21, ágúst 1992 af Ven Thrangu Rinpoche. ven Lama Zopa Ronpoche vígði stupuna 18. nóvember 1993.
Frumkvæði að byggingu stupunnar hafði íslensk kona sem búið hefur meðal tíbeskra flóttamanna í Indlandi í áratugi og naut hún aðstoðar listamanna frá Íslandi, Tíbet, nepal, Indlandi og Ungverjalandi. Alls kom á annað hundrað manns af ólíku þjóðerni og trú að gerð stupunnar.

Kópavogur

Hádegishóll – skilti.

Kópavogur

Framan við Kópavogsbæinn/Kópavogsbúið er upplýsingaskilti. Á því má m.a. lesa eftirfarandi texta:
„Engar ritheimildir eru til um upphaf búskapar á jörðinni Kópavogi, en fornleifarannsóknir við Þinggerði árið 1973-1976 leiddu í ljós bæjarrústir frá miðöldum og því líklegt að menn hafi verið hér frá síðari hluta 9. aldar.

Kópavogur

Kópavogsbærinn – túnakort 1916.

Kópavogur er fyrst nefndur árið 1523 í dómi yfir Týla Péturssyni frá Kópavogsþingi, en hann var fundinn sekur um rán á Bessastöðum. Bærinn er fyrst nefndur í afgjaldsreikningum frá árinu 1553. Kópavogur hafði verið eign Skálholtskirkju en fór í konungseign ásamt öðrum jörðum kirkjunnar eftir siðaskiptin 1550.

Kópavogur

Kópavogsbærinn nú og fyrrum.

Jarðabækur gefa til kynna að Kópavogsjörðin hafi verið rýr að landgæðum. í jarðabókum frá 17. og fram til 19. aldar var jarðardýrleiki um 11 hundruð. Árið 1861 var jarðardýrleikinn skráður 13.6 hundruð. Til samanburðar við næstu jarðir voru Digranes og Vammkot 15 hundruð hvor jörð og Vatnsendi 22 hundruð. Jörðin gat því ekki framfleytt mörgum.
Upphaflega stóðu bæjarhús Kópavogs við Þinggerði en á 19. öld voru þau við sjávarbakkann beint suður af núverandi steinhúsi sem reist var 1902-1904. Engin ljósmynd er til af gamla bænum frá 19. öld, en einstakar lýsingar af bæjarhúsunum eru til. Ein er frá sumri 1856, er hinn breski lávarður Dufferin (1826-1902) var á leið frá Reykjavík til Bessastaða og leiðinni lýsti hann svo: „Fyrstu mílurnar riðum við yfir öldótta doloritsléttu, uns við komum til bóndabæjar, sem var við vog nokkrun. Í fjarlægðinni virtist bærinn eins og lítil vin í eyðimörk, því allt í kringum hann voru gráar grjótbrekkur, en er nær dró virtist þarna vera keltneskir virkisveggir, en innan þeirra haugar eins eða tveggja fallinna kappa. Það kom á daginn, að haugarnir voru bara torfþök bæjar og gripahúsa, en virkisveggirnir torfgarðarnir, sem eru hlaðnir utan um best ræktuðu skákina í landi bóndans“.
KópavogurÞarna lýsti lávarðurinn einnig túngarði Árna Péturssonar (1781-1854) bónda í Kópavogi, svonefndum Árnagarði, um 680 metra langri garðhleðslu umhverfis túngarðinn við bæinn. Útlínur garðsins sjást á gömlum kortum og loftmyndum, en Árni var verðlaunaður af konungssjóði árið 1827 fyrir jarðabætur á Kópavogsjörðinni.

Kópavogur

Kópavogsbærinn er elsta steinhlaðna hús Kópavogs.
Jörðin Kópavogur á sér langa og merka sögu meðal annars vegna þess að þar var þingstaður til ársins 1751. Elsta húsið sem nú stendur á jörðinni reisti Erlendur Zakaríasson á árunum 1902 til 1904, en þá voru gömlu bæjarhúsin, sem stóðu sunnar á jörðinni, orðin afar hrörleg. Erlendur var steinsmiður og hlóð hann bæ sinn úr tilhöggnu grjóti ognotaði steinlím með svipuðum hætti og hann hafði lært þegar hann vann við byggingu Alþingishússins á árunum 1880 til 1881. Húsið er elsta húsið í Kópavogi og er eitt fárra steinhlaðinna húsa sem enn standa utan Reykjavíkur. Því hefur það ásamt síðari tíma viðbyggingum mikið varðveislugildi sem eini uppistandandi vitnisburðurinn um elstu byggð Kópavogs og þann búskap sem stundaður var frá fornu fari á því svæði sem nú markar þéttbýli Kópavogs.

Í annarri lýsingu Kópavogsjarðarinnar, frá 21. febrúar 1882, segir: „Bæjarhús eru þar góð, baðstofa byggð á bekk. Hálf er hún ný uppbyggð með kjallara undir. Frambær, búr og eldhús í góðu standi. Tún eru þar stór, sum part þýfð, sum part sléttuð og ábúandinn hefur verið að slétta í þeim. Þessi tún vantar tað. Kemur það til af því að augnvar eru útheyisslægur. Girðing er í kring úr torfi og grjóti. Er hér um bil 2/3 partar túnsins og hálf er hún vel uppbyggð, aftur hálf í falli. Traðir eru heim að bænum, hlaðnar úr torfi og grjóti vel uppgerðar. Kálgarðar eru þar góðir. Í kringum þá góð girðing. Þar jörð þessi liggur að sjó það eru þar góð vergögn. Þar er góð grásleppuveiði og gerir það jörðinni mikinn hag því inn vols hennar gefur jörðinni áburð. Kúgildi jarðarinnar eftir því sem ábúandinn skýrir frá eru 2.“
Erlendur Zakaríasson (1857-1930) steinsmiður, hóp byggingu núverandi íbúðarhússins um 1902 og lauk því árið 1904. Hann hafði áður unnð við byggingu Alþingishússins árið 1880, reisti Kópavogsbæinn á sama hátt og hlóð hann úr tilhöggnu grágrýti og steinlími. Hér hóf hann kúabúskap ásamt konu sinni Ingveldi Guðmundsdóttur, seldi mjólk til Reykjavíkur og var einnig með hesta og kindur. Engjar auk túns við bæinn voru austur af Hvammakotslæk í brekkunum upp af Fífuhvammi og í Fossvogi. Þar var einnig mikil mótekja.

Kópavogur

Hressingarhælið. Húsið var tekið í notkun árið 1926 en það er reist fyrir tilstuðlan Hringskvenna sem settu á laggirnar hressingarhæli fyrir berklasjúklinga. Arkitekt hússins er Guðjón Samúelsson. Kópavogsbær hefur undanfarin ár unnið að endurbótum á því að utan sem innan.

Eftir að Kvenfélagið Hringurinn fékk aðstöðu fyrir hressingarhæli á Kópavogsjörðinni árið 1924 taldið félagið hagkvæmt að vera með búresktur samhliða rekstri hælisins. Hringurinn keypti Kópavogsbæinn þegar hann losnaði úr ábúð og var með búrekstur til 1948. Félagið let byggja fjós, hlöðu, hænsnahús og geymslu við steinhús Erlendar. Óskar Eggertsson (1897-1978) gerðist ráðsmaður á búinu hjá Kvenfélaginu Hringnum 1931 og bjó hér ásamt konu sinni, Guðrúnu Einarsdóttur (1899-1989) og sonum þeirra, Magnúsi (1927-2019), Einari (1930-2016) og tvíburunum Jóhanni Stefáni (1936-1046) og Guðmundi. Ríkissjóður og ríkisspítalar fengu búið 1948 og búskapur hélt áfram þar til skömmu eftir 1960. Síðustu ábúendur í Kópavogsbúinu voru Bjarni Pétursson Walen (1913-1987) bústjóri og Svanborg Sæmundsdóttir (1913-1995). Þau bjuggu hér árin 1959-1983. Íbúðarhúsið er elsta hús í Kópavogi. Kópavogsbærinn var friðaður samkvæmt lögum um húsafriðun í október 2012.“

Kópavogur

Kópavogsbúið.

Digranes

Við leifar gamla Digranesbæjarins í Kópavogi má lesa eftirfarandi á upplýsingaskilti, sem þar er:

Digranes

Digranes – túnakort 1916.

„Hafinn var búskapur á jörðini Digranesi sennilega á árunum milli 1300 og 1313, en þá er jarðarinnar fyrst getið í máldagaskrá Viðeyjarklausturs. Er hún sennilega elsta jörðin í Kópavogi.

Kópavogur

Digranes – skilti.

Síðasti bóndinn í Digranesi, Jón Guðmundsson, hóf þar búskap árið 1896 og bjó þar til hún var aflögð sem bújörð árið 1936. Digranes var þá þjóðjörð og sá Búnaðarfélag Íslands þá um að útmæla jörðina í smábýli og nýbýli samkvæmt nýjum lögum þar um. Árið 1950 var búið að úthluta úr landi Digraness um 10 löndum undir nýbýli og 146 smábýlalöndum. Smábýlalöndin voru fyrst og fremst ætluð sem ræktunarlönd en ekki til að setjast þar að með fasta búsetu, þó svo að mjög fljótlega hafi orðið þar breyting á og lönd þjóðjarðanna í Kópavogi orðið fyrsti vísirinn að þéttbýlismyndun.

Kópavogur

Digranesbærinn.

Digranes var stór jörð, þótt hún hafi kannski ekki þótt eftirsóknarverð eins og gæðum hennar er lýst í úttektarbók Jarðabókarnefndar frá október 1703. Ekki er skráður jarðdýrleiki, eigandinn kóngur eða kóngsgarðurinn í Viðey og bjó ábúandi Sveinn Eiríksson þar einn með sínu fólki. Landsskuld var 90 álnir, greidd með fiski í kaupstað og leigukúgildi í smjöri eða fiski til Bessastaða. Við til húsagerðar leggur ábúandi til sjálfur og þær kvaðir fylgja að hann láni mann á vertíð eða gegni formennsku. Hann láni hest til Alþingis, vinni við tvær dagsláttur í Viðey og útvegi tvo hríshesta er gjaldist í fríðu. hann leggi til mann í Elliðaár einn dag um sumar, heyhesta til fálkafjár í Hólm eða Reykjavíkurkaupstað, og skal bóndi fæða sig sjálfur við allar þessar kvaðir. Hann hafði 3 kýr, kálf og hross en að auki lamb, ein kýr og tvo kálfa til fóðurs frá öðrum. Hrís tók hann í almenningi, hafði nóg torf, stungu og mó í eigin landi enda taldi úthaga þrönga.

Kópavogur

Digranesbærinn eftir fornleifauppgröft.

Í jarðabókunum 1686 og 1695 svo og jarðabók Johnsens frá 1847 var jörðin metin á um hundruð en í nýju jarðabókinni frá 1848 hefur jörðin rýrnað frá fyrri mötum.
Á seinni hluta 19. aldar voru margar jarðir seldar úr konungseign, en Digranes var áfram í opinberri eigu og varð því þjóðjörð.
Var hún síðan alla tíð í ríkiseign þar til kaupavogskaupstaður keyti hana formlega árið 1957, en þá hafði henni verið skipt upp í lóðir og lendur fyrir íbúa hins unga kaupstaðar.“

Ef vel er að gáð má enn sjá gamla bæjarstæðið.

Kópavogur

Digranes.

Kópavogur

Ofan við gamla bæjarstæði Fífuhvamms/Hvamms/Hvammkots í Kópavogi má lesa eftirfarandi á upplýsingaskilti, sem þar er:

Fífuhvammur

Fífuhvammur 1932.

„Jarðardýrleiki er óviss. Eigandinn er kóngl. Majestat.“ Svo hefst umfjöllun Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 23. október 1703 um konungsjörðina Hvammkot í Seltjarnarneshreppi. Fram að siðaskiptum um miðja 16. öld hafði jörðin verið í eigu Viðeyjarklausturs en elsta heimildin um jörðina er einmitt skrá um leigumála á jörðum klaustursins frá 1312. Þar heitir hún Hvammur. Nafnið Hvammkot kemur fyrst fram í fógetareikningum Eggerts Hannessonar á Bessastöðum 24. júní 1552. Þann 1. janúar 1891 breytti Þorlákur Guðmundsson þingmaður Árnesinga (búsettur á jörðinni 1875-1902) nafni jarðarinnar og hét hún þá Fífuhvammur.

Kópavogur

Fífuhvammur – skilti.

Árið 1703 var í Hvammkoti tvíbýli. Á helmingi jarðarinnar var ábúandinn Marteinn Jónsson, 46 ára, kona hans Þuríður Bjarnadóttir, 43 ára, og börn þeirra. Bústofn Marteins var sex kýr, þrír hestar og sautján sauðkindur. Á hinum helmingi jarðarinnar var Teitur Jónsson ábúandi, kona hans Guðrún Loftsdóttir og dætur þeirra. Teitur átti fjórar kýr, einn hest og ellefu sauðkindur. Kvaðir á jörðinni voru m.a. mannslán um vertíð, hestlán til alþingis, húsastörf á Bessastöðum þegar kallað var og að bera fálka frá Bessastöðum til Keflavíkur og Básenda.

Fífuhvammur

Fífuhvammur.

Síðustu ábúendur Fífuhvamms voru hjónin Ísak Bjarnason og Þórunn Kristjánsdóttir sem þangað fluttu 1919 ásamt börnum sínum sex. Þau stækkuðu bæjarhús, ræktuðu tún og girtu og höfðu gott bú. Dóttir þeirra Bergþóra Rannveig og hennar maður Þorkell Guðmundsson reistu íbúðarhúsið Tungu í landi Fífuhvamms 1935 og þar var búið til 1990. Ísak lést 1930 en Þórunn hélt áfram búskap og var Guðmundur Kristinn sonur hennar ráðsmaður þar til hún flutti til Reykjavíkur 1954. Þá lagðist jörðin í eyði. Bæjarhúsið var rifið 1983, þá var Kópavogsbær búinn að kaupa jörðina.

Kópavogur

Fífuhvammur.

Í grein um Fífuhvamm sem Adolf J.E. Petersen skrifaði 1984 segir: „Á Hvammakotslandinu munu í framtíðinni rísa veglegar byggingar, háborg komandi tíma, hallir menningar, viðskipta og iðnaðar, ásamt íbúðarhúsum með blómabeðum og trjágróðri í kring og iðandi borgarlífi.

Fífuhvammur

Fífuhvammur – túnakort 1916.

Fífuhvammsjörð var að mörgu leyti góð bújörð. Hvammkot hafði til afnota stærstan hluta Kópavogsdals og góðar slægjur norðan og austan við Hnoðraholt, Smalaholt og Rjúpnahlíð. Bæði Digranesbærinn og Hvammakotsbærinn voru vel staðsettir og með útsýni í suður- og vesturátt.

Hernámið

Hilton Camp í Fífuhvammslandi.

Mikil tæknileg uppsveifla kom með breska og ekki síst bandaríska hernum á stríðsárunum. Eigendur Fífuhvamms leigðu hernum svæði og seldu efni, einkum til flugvallagerðarinnar. Leirdalssvæðið var leigt sem sprengjugeymsla herslins.
Fífuhvammur stóð innst eða austast í Kópavogsdalnum, undir vesturtagli Selhryggs, norður af þar sem nú er Núpalind og leikskólinn Núpur hjá Lindaskóla. Hluti af túni bæjarins er þar enn opið svæði.

Kópavogur

Fífuhvammur.

Kópavogur

Við hinn gamla Kópavogsþingstað á Kópavogstúni eru tvö skilti. Á öðru er fjallað um „Þingstaðinn“ og á hinu „Kópavogsfundinn 28. júlí 1662“. Á skiltunum má lesa eftirfarandi texta:

Þingstaðurinn

Kópavogur

Kópavogur – þingstaðurinn.

„Land Kópavogsbæjar var áður í Seltjarnarneshreppi hinum forna. Mörk hans voru á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla.

Frá gildistöku lögbókarinnar Járnsíðu 1271 var sett í landi Kópavogs hreppaþing og þriggja hreppa þing fyrir Seltjarnarneshrepp, Álftaneshrepp og líklega Mosfellssveit.

Á þingstaðnum í Kópavogi gengu dómar sýslumanna í héraði og var þar dómstigið fyrir neðan Öxarárþing. Dómabækur Gullbringusýslu, þ.m.t. Kópavogsþings, eru nokkrar til í Þjóðskjalasafni, sú elsta frá 1696.

Eldri vitnisburðir um Kópavogsþing ern sjálfar dómabækurnar eru fáeinir til. Elstu þekktu ritaðar heimildir er frá 1523. Þá fékk Hannes Eggertsson hirðstjóri forvera sinn Týla Pétursson dæmdan og tekinn af lífi eftir ránsferð Týla og flokks hann um Bessastaðagarð í átökum um völd og embætti.

Friðrik II

Friðrik II. Danakonungur 1581.

5. apríl 1574 gaf Friðrik II. Danakonungur út opið bréf um að Alþingi skyldi flutt á þingstaðinn í Kópavogi. Þessi tilskipun var, líkt og margar aðrar, hunsuð af Íslendingum.

Síðustu aftökurnar í Kópavogi fóru fram 215. nóvember 1704. Þá var hálshöggvin Sigurður Arason og drekkt Steinunni Guðmundsdóttur frá Árbæ fyrir morðið á manni Steinunnar, Sæmundi Þórarinssyni.

Þjófnaðarmál frá 1749 er síðasti þekkti dómurinn á Kópavogsþingi. Þing var sett í Reykjavík árið 1751 og þar með lýkur sögu þinghalds í Kópavogi þar til embætti bæjarfógetans í Kópavogi var stofnað 1955. Lægra dómstigið var á ný í Kópavogi uns lög um héraðsdóma tóku gildi 1992 og Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði var settur.“

Kópavogsfundurinn 28. júlí 1662

Friðrik III

Friðrik III. Danakonungur 1663.

„Árið 1660 hófst breyting stjórnskipunar konungsríkisins Danmerkur til einveldis. Vald konungs jókst, erfðaréttur konungsættarinnar var lögbundinn og afnumin voru viss réttindi aðalsins. Áður var konungur kjörinn á stéttaþingum.

Friðrik III. Danakonungur var hylltur á Alþingi 1649, árið eftir að hann tók ríki. Þegar hann varð einvaldur 1661 skyldi staðfesta nýja eiða í löndum hans. Í þeim erindagjörðum kom Henrik Bjelke, aðmíráll og hirðstjóri á Íslandi, sumarið 1662.

Borist höfðu bréf til landsins þá um vorið um að sendir skyldu fulltrúar á Alþingi til að hylla Friðrik III. sem erfðakonung. Ekki var minnst á einveldishyllingu í þeim bréfum.

Hingaðkoma Bjelkes hirðstjóra tafðist um þrjár vikur, þinghaldi var lokið við Öxará þegar skip hans kom að landi í Skerjafirði.

Bjelke

Hendik Bjelke, hirðstjóri.

Eiðarnir voru því ekki undirritaðir á Alþingi. Fyrsta verk Bjelkes 12. júlí 1662 var að senda valdsmönnum bréf; þeirra var vænst við Bessastaði 26. júlí. Daginn eftir, sem var sunnudagur, skyldu eiðarnir undirritaðir.

Árni Oddsson lögmaður setti þing í Kópavogi mánudaginn 28. júlí 1662, degi of seint. Ástæða tafarinnar liggur ekki fyrir, en vísbendingar eru um að Árni og Brynjólfur Sveinsson biskup hafi mótmælt til varnar fornum réttindum landsins. „Var þann dag heið með sólskini“ segir í Vallholtsannál.

Á Kópavogsfundinum 28. júlí 1662 var Friðrik III. hylltur sem „einn Absolut sauverejn og erfðaherra“ þannig varð hann hvort tveggja einvaldskonungur og erfðakonungur. Undir eiðana rituðu 109 menn; báðir biskuparnir, báðir lögmennirnir, 42 prestar og prófastar, 17 sýslumenn, 43 lögréttumenn og bændur, svo og landþingsskrifari, klausturhaldari og bartskeri.

Kópavogur

Kópavogur – minnismerki um Kópavogsfundinn 1662.

„Og að þessum eiðum unnum og aflögðum gerði lénsherrann herra Hendrich Bjelke heiðarlegt gestaboð og sæmilega veislu öllum þar saman komnum, og stóð hún fram á nótt með trómetum, fíólum og bumbum; fallstykkjum var þar og skotið, þremur í einu, og svo á kongsins skipi, sem lá á Seilunni; rachetter og fyrværk gekk þar þá nótt, svo undrum gegndi.“ – Fitjaannáll

Á þinginu voru ritaðar bænaskrár til konungs um að fá að halda fornum lögum og réttindum, áréttuð fátækt landsins og nýjum álögum hafnað. Ekki var minnst á einveldi í bænaskránum.

Með Kópavogsfundi minnkaði vald Alþingis. Konungur tók í ríkari mæli til sín löggjafarvaldið og styrkur embættismanna konungs á Bessastöðum jókst.“

Kópavogur

Kópavogur – skiltin á Kópavogstúni.

 

Þríhnúkagígur

Á vefsíðu VSÓ má m.a. sjá eftirfarandi upplýsingar um Þríhnúkagíg, aðgengi, varðveislu og athugunum á að gera hann aðgengilegan almenningi.
Í ÞríhnúkagígÁrni B. Stefánsson augnlæknir, Björn Ólafsson og Einar K. Stefánsson stofnuðu árið 2004 félagið ”Þríhnúka ehf.” með það að markmiði að vinna að frumathugun á raunhæfi þess að gera Þríhnúkagíg aðgengilegan almenningi – en jafnframt og ekki síður að tryggja að gígurinn og umhverfi hans verði varðveitt.
Félagið fól VSÓ Ráðgjöf að stýra vinnu við frumathugun á raunhæfi og fýsileika verkefnisins. Markmiðið með vinnunni er að gefa út skýrslu sem svarar flestum þeim spurningum sem upp munu koma hjá væntanlegum framkvæmdaraðila eða fjárfestum s.s. varðandi skipulagsmál, leyfisveitingar, kostnað o.s.frv. Einnig er sérstök áhersla lögð á öryggismál s.s. hrunhættu, jarðskjálfta o.fl. að ógleymdum ýmsum álitaefnum varðandi umhverfismál og náttúruvernd.
Þríhnúkagígur er stærsta og merkilegasta náttúrufyrirbrigði sinnar tegundar á jörðinni. Tröllaukið holrými, falið undir norðaustasta Þríhnúknum, á hálendisbrúninni 4-5 km vestur af skíðasvæðinu í Bláfjöllum og 20 km suðaustur af Reykjavík. Allmikil umfjöllun var um gíginn í fjölmiðlum vorið 1991, en þá hafði risavaxin gíghvelfingin og tengdar rásir verið kannaðar og mældar eins og kostur var. Ítarleg grein um niðurstöður birtust í Náttúrufræðingnum 1992. Gígurinn hefur verið kynntur á alþjóðlegum ráðstefnum um hraunhellafræði og alþjóðlegum ritum um hellafræði.
Enginn aðgengilegur sýningarhellir er hér á landi með göngustígum og raflýsingu. Slíkan sýningarhelli skortir sárlega. Íslenskir hraunhellar bjóða sumir uppá slíkt. Þeir eru margir hverjir stórmerkilegir, en iðulega óaðgengilegir fyrir almenning.
Tveir fegurstu hellar hérlendis Jörundur og Árnahellir hafa verið friðlýstir sérstaklega og hefur þeim verið lokað fyrir nánast allri umferð. Aðgengi hefur verið takmarkað að Víðgelmi. Almenningur hefur sýnt þessu mikinn skilning og nauðsyn lokunar og leyndar almennt viðurkennd, þegar viðkvæmir hellar eiga í hlut. Til eru þau augljós dæmi um að „lokunarsinnar“ hafi gengið of langt í að loka hellum, einkum á Reykjanesskaganum.
Þríhnúkagígur er ein merkilegasta náttúrumyndunum landsins. Hvorki meira né minna. Gígurinn er með afbrigðum óaðgengilegur og hrollvekjandi og þannig ekki beint aðlaðandi. Fátt er um myndir úr gíghvelfingunni og engar góðar myndir eru til úr gíghálsinum vegna tæknilegra örðugleika við myndatöku. Fjárhagslegt bolmagn er til staðar í samfélaginu fyrir framkvæmd, sem aðgengi Þríhnúkagígs er.
Í ÞríhnúkahelliÍ gegnum tíðina hefur oft verið leitt að því hugann hvernig gera má hann aðgengilegan. Að almenningur og ferðamenn geti notið þessarar einstæðu myndunar án skaða á sjálfum sér, eða gígnum sjálfum. Þær hugmyndir sem komið hafa fram til þessa eru ekki fýsilegar. Í þeim skrifuðu orðum; að „hanga þar eins og dordingull“ fæddist sú hugmynd sem sett var fram í Mbl. 04.01. s.l. Að setja þar, nákvæmlega þar, á 56-60 m dýpi, stálgrind. Horfa niður í gegnum grindina og af grindinni niður og upp. Á þessum stað, í miðju eldgígsins, er upplifun þessa tröllaukna gímalds svo sterk, að með ólíkindum er. Hæðin niður á urðarsöðulinn er svipuð og séð niður úr Hallgrímskirkjuturni, eða af þaki 20 hæða háhýsis. Er hæðin meiri til hliðanna. Gígrásirnar beint upp eru álíka. Eða eins og að horfa af Skólavörðuholti upp á útsýnissvalir kirkjunnar.
Gera þarf um 200 m löng jarðgöng frá norðri, eða norðaustri með 4-6° halla. Göngin opnist í einum eða tveimur munnum, á um 64 m dýpi, eða í um 56m hæð frá botni. Þversnið gígrásarinnar er sporöskjulaga á þessum stað og NA endinn undir lokuðum gígstrompi í vari fyrir hugsanlegu hruni. Líklega er æskilegast að koma jarðgangaopum fyrir í NA og SV enda gígrásarinnar vegna meiri styrks jarðlaga þar. H laga stálbitar eru boltaðir í gangagólfið og standa út í rýmið. Á bitunum er komið fyrir stálgrindasvölum í hvorum enda með stíg á milli, með austurlangvegg gíghálsins.
Þríhnúkagígur Frágangur grindanna er þannig, að sem best sjáist í gegn. Hengihringstigi, eða tveir, er festur í NA svalirnar við vegginn og um þá gengt niður á botn. Vídd gígrásarinnar er á þessum stað nægileg til að rúma töluverðan fjölda fólks. Lykilatriði er að aðeins sé gengið í eina átt (hring). Upprunalegar hraunmyndanir eru á þessum stað hvað sérstæðastar. Engin hætta er að fólk skaði þarna viðkvæmar myndanir, þar sem ekki næst til þeirra. Jarðgöngin, eitt eða tvö pínulítil 3 ½ x3m op, skaða gíginn ekki á þeim skala sem hann er (1/1000 veggflatar), svalirnar ekki heldur. Frá þessu sjónarhorni nýtur lokaði strompurinn upp af NA hluta hvelfingarinnar sín afar vel. Hann er skreyttur rauðleitu hraunfrussi, sem hangir fagurlega niður í stuttum dropsteinsdrönglum á stóru svæði. Hvergi í veröldinni er hægt að horfa upp um gosrásir af þessari stærðargráðu. Frá sjónarhorni þess í neðra, eða þar fyrir að horfa ofan í aðra eins gíghvelfingu. Þó stærri hvelfingar finnist í kalksteinshellum er þetta aldeilis engu líkt. Nákvæmlega á þessum stað er gígurinn svo magnaður að ekki verður með orðum lýst.
Jarðgöngin verða að vera 3-4 m víð og hallinn ekki meiri en svo að hjólastólum sér fært. Rafmagnslína liggur um jarðgöngin í kapli og niður með hringstiganum. Útfærslu á lýsingu þarf að hugsa vel. Hún er þó ekki ýkja flókin. Ljósgjafar mega ekki sjást nema afar takmarkað, ef á annað borð. Lýsingin verður að vera óbein og um leið dulúðug. Möguleikar verða að vera á breytilegri lýsingu. A.m.k. 15-20 þús. watta lýsingu þarf, ef vel á að vera. Lyfta kemur til greina en varla í fyrstu atrennu. Hugsanlega má setja 12000W Krypton kastara með 0.3° geisla á botn með lýsingu beint upp um gosrásirnar og uppúr gígnum. Einnig mætti setja hann á svalir með lýsingu beint upp eða niður eftir því sem við á.
Þríhnúkagígur - þversniðEkki má raska NA Þríhnúknum, eða upprunalegum hraunmyndunum í gígrásunum á nokkurn hátt, ef undan eru skilin jarðgangaopin og svalirnar í gíghálsinum, ásamt handriði við gígopið og stígagerð. Satt að segja þarf að lagfæra nokkuð. Hreinsa þarf til á yfirborði. Gera þarf stíg á hnúkinn að norðan og merkja vandlega með stikum, eða sem betra er, afmarka hann með línum eða keðjum. Sjá þarf til þess að viðkvæmur gróður í hlíðum hnúksins jafni sig. Setja þarf upp skilti með helstu upplýsingum um gíginn á viðeigandi stað. Útsýn frá Þríhnúkum til Reykjavíkur og Snæfellsness er hreint frábær. Rétt er að geta þess að þarna er á takmörkuðu svæði mikið af skoðunarverðum náttúruminjum, eldgígum, hrauntröðum og fleiru. Gosminjarnar eru margar hverjar um 1000 ára gamlar, eða frá því eftir landnám.
Full ástæða er að gera svæðið aðgengilegt göngu- og öðru útivistarfólki. Stutt frá bílastæði við gangamunna má gera 3-400 fermetra aðkomubyggingu, sem tengist göngunum og fellur inní landið. Útgröftur úr göngunum gæti nýst í vegagerð. Kostnaður af aðkomubyggingu gæti deilst á þá aðila sem nýta hana eða náðst í formi langtímaleigu á aðstöðu. Þar gæti verið móttaka, kynning á hraunmyndunum og gosminjum, minjagripasala og hugsanlega veitingar. Vel má hugsa sér sérstök sýningar, eða kynningarsvæði, t.d. fyrir Norrænu Eldfjallastöðina, Náttúrufræðistofnun, ferðaþjónustuaðila o.fl. Jafnvel gosminjasafn.
Mikla sérþekkingu og reynslu þarf af hellum, sérþekkingu í sigtækni, verkfræðikunnáttu, fjármagn og áræðni til að af þessu verkefni verði. Ekki er endilega heppilegast opinberir aðilar, ferðaþjónustuaðilar, eða Bláfjallanefnd komi að verkefni sem þessu, nema óbeint, með velvilja, stuðningi og nýtingu. Ef leitað er að sérþekkingu erlendis frá og hún keypt fullu verði sem og verkleg sérkunnátta mun kostnaður líklega fara verulega úr böndum. Þekking og geta er til staðar hérlendis. Þó lögð hafi verið drög, þ.m.t. með þessari grein, hafa þeir kraftar enn ekki verið samhæfðir. Kort af svæðinu
Framkvæmd sem þessi er auðvitað ekki möguleg nema í samvinnu við ráðandi aðila og fjölda annarra aðila. Óbein eða bein þátttaka velviljaðra stuðningsaðila er nauðsynleg til að þetta gangi upp. Gæti hún goldist í þeirri beinu og óbeinu auglýsingu sem gígurinn er og framkvæmdin hefur. Auglýsingagildið er feiknalegt. Bein fjárframlög má hugsa sér.
Hugmyndin er að takast á við þetta á sama hátt og í ferðirnar 1974 og 1991. Það er ekki svo, að þær ferðir og rannsóknarniðurstöðurnar ´91 hafi ekkert kostað. Reiknað á núvirði, í vinnustundum og öðru framlagi hleypur það á milljónum og meir sé vel reiknað. Þær upplýsingar sem fyrir liggja byggjast á áhuga og frjálsu framlagi fjölda einstaklinga og nokkurra fyrirtækja. Þannig er líklega rétt að halda áfram. Nú er auðvitað ekki verið að tala um að gera þetta ókeypis. Það er ekki hægt. Til þess er framkvæmdin of dýr. Hugsunin er, að framkvæmdin verði sjálfbær. Kostnaður í fyrstu greiddur með frjálsum framlögum og styrkjum opinberra aðila og fyrirtækja meðan verið er að kanna hvort þetta er gerlegt. Á síðari stigum, sé framkvæmdin fýsileg, með lánum og að lokum verði kostnaður greiddur með aðgangseyri. Líklega er hentugast að sjálfeignarstofnun, eða sérstakt fyrirtæki taki að sér framkvæmdina. Spölur gæti t.d. verið viss fyrirmynd, eða verið til hliðsjónar. Höf. er tilbúinn að koma að, eða jafnvel leiða það starf.
Aðdráttaraflið verður meira en menn geta almennt ímyndað sér. Líklegt er að mikill fjöldi Íslendinga og stór hluti erlendra ferðamanna muni heimsækja gíghvelfinguna. Líklegt er að þessi tröllaukna gíghvelfing muni jafnvel hafa meira aðdráttarafl en nokkuð annað náttúrufyrirbrigði á landinu. Með nálægð sinni við Reykjavík er gígurinn innan seilingar. Fjölmargir munu vilja heimsækja þetta einstæða náttúrundur. Að standa inni í miðjum eldgíg af þeirri stærðargráðu sem Þríhnúkagígur er, er einfaldlega með ólíkindum. Líklegt er að bæði gíghvelfingin sjálf og það afrek sem framkvæmdin í raun er, muni hafa ófyrirséð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Varðveisla myndunarinnar verður að sitja í fyrirrúmi og mannvirki að standast ítrustu kröfur um öryggi og útlit.
ÞríhnúkarTilfinning sú sem hver upplifir við gígopið og í gígnum mun gera þann sama næmari fyrir eigin smæð og forgengileik. Hún mun um leið auka virðingu hans fyrir þeirri jörð sem hann byggir. Náttúruvernd er ekki alltaf fólgin í því að gera ekkert, þó slíkt geti vissulega átt við, í völdum tilvikum. Náttúruvernd er að sýna náttúrunni fulla virðingu og skilja ætíð svo við, að hún og þeir sem landið erfa, njóti. Megaborgir spretta nú upp víða um veröld, eins og gorkúlur að áliðnu sumri. Þrátt hið nýja borgarlíf, peningahyggju og vissa firringu, þá erum við mennirnir og verðum, hluti af náttúru þeirrar jarðar sem við byggjum. Af jörðu ertu kominn, að jörðu muntu aftur verða! Við sem nú lifum erum aðeins litlir hlekkir í endalausri keðju kynslóða. Tími er afstæður, hamingja og gleði einnig. Þó mörg okkar láti annað njóta vafans, dveljum við, eftir því sem best er vitað aðeins einu sinni á þessari jörð.
Hugmyndin sem sett var fram í Mbl 04.01. s.l. byggir á persónulegri reynslu við könnun gígsins, mikilli vinnu og er í raun ávöxtur áratugaíhugana. Tilgangur hugmyndarinnar er upplifun eigin smæðar ásamt mikilfengleik þessa merka náttúrufyrirbrigðis. Til að fá raunhæft mat á möguleikum til jarðgangagerðar er talið afar æskilegt að herða upp á vel unninni jarðfræðikortlagningu Kristjáns Sæmundssonar með því að ná borkjörnum úr hraunlagastaflanum á nærsvæði gígsins. Ekki kemur til greina að raska landi og hraunum vegna slíkra rannsókna og því hefur ávallt verið gert ráð fyrir því að koma tækjum á staðinn á harðfenni. Slíkar aðstæður hafa ekki verið fyrir hendi undanfarin ár en afar mikill snjór er nú á svæðinu og miklar líkur til þess að góðar aðstæður muni gefast innan tíðar.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður verkefnis um opnun og aðgengi að Þríhnúkagíg verði kynnt á opnum fundi fyrir haustið 2008. Á undanförnum mánuðum hefur félagið aflað fjölmargra gagna, upplýsinga og álits sérfræðinga á málefnum sem snúa að aðgengi gígsins.
GígopiðTillögur um opnun gígsins, aðkomu og skipulag munu byggja á niðurstöðum náttúrufarsrannsókna, samráði við helstu hagsmunaaðila og úttektum sem gerðar hafa verið í tengslum við verkefnið. Forsendur innan Bláfjallafólkvangs hafa verið skoðaðar með tilliti til samnýtingar þjónustu og lagna, auk þess sem ferðamannaleiðir í nágrenni hafa verið kortlagðar. Markmið verkefnisins er að skilgreina hvernig stýra megi framkvæmdum við opnun Þríhnúkagígs þannig að sem minnst röskun verði á aðliggjandi landi og á hvern hátt koma megi mannvirkjum fyrir þannig að sem best falli að landslagi. Til að skaða náttúrufyrirbærið sem minnst, upplifa stærð og mikilfengleik sýna rannsóknir að aðkoma og upplifun ferðamannsins verði best útfærð með aðkomugöngum inn í miðjan gíginn.
Staðsetning Þríhnúkagígs gerir það að verkum að engin ein leið virðist liggja í augum uppi sem besti og eini kostur í aðkomu og aðgengi að gígnum. Var þannig stillt upp mörgum kostum sem teknir voru til samanburðar.
Innkomuleiðir hafa verið skoðaðar og eftir greiningu áhættuþátta og lýsingu þeirra sem sigið hafa í hellinn er dregin sú niðurstaða að mest og best megi skoða gíginn ef komið er inn í hann miðjan í um 480 m hæð, eða um 50-60 m undir gígopinu (valkostur B). Sá kostur er jafnramt sá sem telst heppilegastur m.t.t. jarðgangagerðar. Gert er ráð fyrir að ferðamaðurinn geti gengið inn í fjall og sjái hvernig fjallið opnast í stórkostlega hvelfingu, upplifi náttúrulegan “stromp”- og geti í jarðgöngunum séð myndrænt fyrir sér mótun landsins.
Í ÞríhnúkahelliFrumtillögur arkitekta liggja fyrir sem sýna hvernig koma megi fyrir aðkomuhúsi í hrauninu án þess að ásýnd landsins breytist verulega. Tillögur miða að því að aðkomuhús verði fellt inn í hraunstafn austan við gíginn í um 300 m fjarlægð frá gígopinu. Aðkomuleið frá Bláfjöllum lægi um hellasvæðið í Strompahrauni og eftir það að mestu á grágrýti að hraunstafninum. Í þessum valkosti felst hins vegar allumfangsmikil vegagerð á ósnortnu hrauni sem er viðkæmt mál m.t.t. náttúruverndar. Var því ákveðið að taka til samanburðar valkost D sem felur í sér stuttan veg frá veginum að Hafnarfirði og jarðgöng með lyftu inn á botn gíghvelfingarinnar. Auk ofangreinds hefur verið velt upp hugmyndum um að draga verulega úr umfangi aðkomuleiða, nýta bílastæði í Bláfjöllum og leggja áherslu á gönguleiðir og stíga þar sem gestir væru fluttir með vagni að aðkomuhúsi.
Það verður spennandi að fylgjast með frekari framþróun verkefnisins.

Helstu heimildir:
-Morgunblaðið. Þríhnúkagígur. Stórbrotið náttúrurundur. 07.07.1991, bls. c 15-16.
-Borges, X., Y. Silva and Z Pereira 1991. Caves and pits of the Azores etc. Angra Do Heroismo 1991. 6th. International Symposium on Vulcanospeleology Hilo-Hawai, USA.
-Árni B. Stefánsson 1991, Þríhnúkagígur ferðin. Surtur ársrit 1991, 10-15, 1991.
-Árni B. Stefánsson 1992, Þríhnúkagígur. Náttúrufræðingurinn 61. ár 3-4 hefti 229-242, 1992.
-Árni B. Stefánsson 1992, The Þríhnúkagígur Pit of southwest Iceland. NSS News vol 50, no 8, 202-208, August 1992.
-Árni B. Stefánsson 2004 , Leyndardómar Þríhnúka, Mbl. 04.01.’04, bls 20-23.
-Ljósmyndir og efni eru m.a. af vefsíðu VSÓ (sjá http://vso.is/Verkefni/valin-verkefni-Thrihnukagigur/1-Thrihnukagigur.html)

Þríhnúkagígur

Í Þríhnúkagíg.

Fífuhvammur

Norðan húsa nr. 76-78 við Austurkór í Rjúpnadalshlíð í Kópavogi er tóft beitarhúss frá Fífuhvammi (Hvammkoti). Við tóftina er skilti. Á því má lesa eftirfarandi:

Fífuhvammur

Skilti við beitarhús á Rjúpnadalshlíð.

„Minjar um eldri byggð í landi Kópavogs er víða að finna. Helstar sem enn eru greinilegar ber kannski að nefna rústir gamla bæjarins í Digranesi og tóftirnar á þingstaðnum við ósa Kópavogslækjarins.
En víða eru merki um hversdagslíf Kópavogsbúa fyrr á öldum þótt ekki beri mikið á þeim. Eitt af þeim er þessi tóft hér í Rjúpnadalshlíð.

Tóftin er um 10×15 metrar og er innan landamerkja Fífuhvamms. Svo heitir jörðin frá árinu 1891, áður hét hún Hvammkot. Um þessa tóft hafa engar ritheimildir fundist. Fólkið sem gerði hleðsluna og stafaði hér er og verður því miður nafnlaust og ástæður hennar á huldu.

En þótt ekki finnist heimildir um þennan stað hindrar það okkur ekki við að velta vöngum yfir tilgangi mannvirkjanna.

Fífuhvammur

Rjúpnadalshlíð – tóft.

Í seljum var búfénaður haldinn á sumrin í bithaga, þar var mjólkað og mjólkin unnin. Oft voru þrjú hús í seljum, búið í einu, mjólkin geymd í öðru og það þriðja eldhús. En þessi tóft er ekki nema í rétt tæplega tveggja kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem bæjarhúsin í Hvammkoti stóðu (þar er nú bílastæði við Melalid 8 og 10). Um selstöður segir í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, en þeir ferðuðust um landið á árunum 1752-1757, að sel séu oft í tveggja mílna fjarlægð eða lengra frá bæjum. Ein dönsk míla var rúmlega sjö og hálfur kílómetri og því er þesssi tóft of nálægt bænum til að sennilegt megi telja að hér sé um sel að ræða.

Fífuhvammur

Rjúpnadalshlíð – tóft.

Líklegra er að þetta hafi verið kvíar frá Hvammkoti. Kvíar voru réttir fyrir ær sem lömbin höfðu verið færð frá. Þegar fráfærurnar höfðu borið um vorið voru lömbin alin við heimajörðina en ærnar mjólkaðar í kvíum. Vegna nálægðarinnar við bæjarhúsin og stærðar tóftarinnar verður það að teljast sennileg skýring á tilgangi þessara húsa.“

Rétt er að benda á að tóftirnar bera þess greinileg merki að þarna hafi fyrrum verið beitarhús með heimkuml að baki. Bjarni F. Einarsson skráði minjarnar sem „beitarhús“ í endurskoðaðri Fornleifaskrá Kópavogs 2020.

Fífuhvammur

Rjúpnadalshlíð – tóft.

Sogin

„Reykjanesfólkvangur“ hefur verið með kennitöluna 581280-0419 og póstfang að Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík í tæplega hálfa öld. Fulltrúar Reykjavíkur áttu á sínum tíma frumkvæði að stofnun fólkvangsins. Nú virðist ætla að verða breyting þar á.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur.

Þann 19. apríl 2024 birtist frétt í Fjarðarfréttum undir fyrirsögninni; „Sveitarfélög á leið út úr samstarfi um Reykjanesfólkvang„.
Þar segir m.a. að „Stjórn Reykjanesfólkvangs fjallaði á síðasta fundi sínum um stöðuna sem er komin upp við úrsögn Reykjavíkurborgar úr fólkvanginum. Á fundinum kom fram að einnig Reykjanesbær teldi það ekki þjóna tilgangi né hag sveitarfélagsins að vera inni og muni því segja sig úr fólkvanginum. Bæjarráð Voga hefur lagt til við bæjarstjórn að Sveitarfélagið Vogar fari að fordæmi Reykjavíkurborgar og segi sig frá þátttöku í Reykjanesfólkvangi. Þá kom fram að Seltjarnarnes hefði ekki tekið formlega ákvörðun en líklega yrði úrsögn niðurstaðan.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – kort.

Fram kom að Reykjavík stefni á að ganga út 30. júní 2024 og greiða þá hálft gjald fyrir 2024 sem lokagreiðslu. Miðað við núverandi inneign í sjóði, og að Garðabær, Hafnarfjörður og Grindavík haldi áfram og að hin sveitarfélögin greiði að minnsta kosti hálft gjald þá kemur fram að mögulegt væri reka fólkvanginn út árið 2024 með sama hætti og fram að þessu. Einnig að svigrúm gæfist til að ákveða framtíðarfyrirkomulag.
Fyrir liggur að verkefni í Seltúni hafa vaxið mikið og tekið æ meiri tíma landvarðar og þarf að mati stjórnarinnar að taka það upp við Hafnarfjarðarbæ hvernig bregðast ætti við því. Einnig var nefnt að lista þyrfti upp verkefni landvarðar ef til þess kæmi að fela þyrfti nýjum aðila landvörsluna.“

Bláfjalla- og Reykjanesfólkvangur

Bláfjalla- og Reykjanesfólkvangur.

Eins og margir íbúar Reykjanesskagans vita er „Reykjanesfólkvangur ekki á Reykjanesi.
Fólkvangurinn er á sunnanverðum Reykjanesskaga og nær milli Vesturháls í vestri og að sýslumörkum Árnessýslu í austri og niður að sjó. Norðan megin liggja mörk hans meðfram Heiðmörk og Bláfjallafólkvangi. Að honum standa 8 sveitarfélög; Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík, Vogar og Reykjanesbær. Fólkvangurinn er um 300 km2 að stærð, langstærsta friðlýsta svæðið sinnar tegundar. Þar er meiri gróður en víðast hvar annars staðar á Reykjanesskaga og er landið kjörið til útivistar og náttúruskoðunar.

Krýsuvík

Krýsuvík seinni tíma – uppdráttur ÓSÁ.

Innan fólkvangsins eru þessir helstu staðir Krýsuvík, Seltún, Kleifarvatn, Grænavatn, Krýsuvíkurberg, Vesturháls (Núpshlíðarháls) og Austurháls (Sveifluháls), Búrfell og Búrfellsgjá, Stóra-Eldborg og Brennisteinsfjöll. Upp á hálsunum eru nokkur smá vötn, Grænavatn, Gestsstaðavatn, Arnarvatn og Spákonuvatn. Í Djúpavatni er silungsveiði eins og í Kleifarvatni. Möguleikar til gönguferða í fólkvanginum eru nánast ótakmarkaðar.

Stærð fólkvangsins er 29.262,7 ha., þ.e. er um 300 km2 að stærð, langstærsta friðlýsta svæðið sinnar tegundar hér á landi.

Reykjanesfólkvangur var stofnaður sem fólkvangur með auglýsingu í Stj.tíð. B, nr. 520/1975 sbr. „Auglýsingu um fólkvang á Reykjanesi„:
Að tillögu borgarstjórnar Reykjavíkur, bæjarstjórna Kópavogs, Seltjarnarness, Hafnarfjarðar, Keflavíkur og Grindavíkur, hreppsnefnda Garðahrepps, Njarðvíkurhrepps og Selvogshrepps hefur [Umhverfisstofnun] ákveðið að stofna fólkvang á Reykjanesskaga skv. 26. gr. laga nr. 47/1971.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – friðlýsing.

Takmörk svæðisins eru sem hér segir:
Lína dregin frá punkti í Heiðmerkurgirðingu undir Vífilsstaðahlíð (X-hnit 689007.0 m.) í punkt á mörkum Garðahrepps og Hafnarfjarðar við Kershelli. Þaðan eftir þeim mörkun inn fyrir sumarbústaðahverfi í Sléttuhlíð á hæð er Klifsholt heitir, þaðan beint í Steinshús sem er glöggt og gamalt eyktarmark. Frá Steinshúsi liggur línan beint í norðurhorn Skógræktargirðingarinnar undir Undirhlíðum. Síðan eftir norðvesturhlið girðingarinnar að suðurhorni hennar. Þaðan beint í punkt á mörkum Hafnarfjarðar- og Grindavíkurbæjar undir Markargili með X-hnit 692297.0 m. Síðan eftir mörkum í Markhelluhól.

Markhella

Markhella.

Frá Markhelluhól stefna mörkin til suðurs eftir mörkum Vatnsleysustrandarhrepps eins og þau eru sýnd á korti gefnu út af U.S. Army Corps of Engineers og Landmælingum Íslands (mælikv. 1:50000), í punkt á þeim mörkum sem er suður af Höskuldarvöllum og austur af Oddafelli, X-hnit 701782.0 m og Y-hnit 388243.0 m. Þaðan beina línu undir Núpshlíðarháls í punkt vestan við Núpshlíð, X-hnit 707653.0m, Y-hnit 379312.0m. Frá þeim punkti beint í Dágon sem er klettur á Seltöngum við sjó fram vestan við Krýsuvíkurberg. Að austanverðu fylgja mörkin sýslumörkum úr Seljabót um Sýslustein og þangað norður sem markalína fólkvangsins í Bláfjöllum sker sýslumörk, þaðan norðvestur eftir mörkum þess fólkvangs í horn Heiðmerkurgirðingar við Kolhól og síðan réttsælis eftir Heiðmerkurgirðingunni að upphafspunkti lýsingar þessarar.

Hraunhóll

Hraunhóll – varða á mörkum Reykjanesfólksvangs.

Um fólkvanginn gilda eftirtaldar reglur:
1. Fótgangandi fólki er heimil för um allt svæðið og má ekki hindra slíka för með girðingu nema stigar til yfirferðar séu með hæfilegu millibili. Reiðgötum má ekki loka með girðingum. Þessi ákvæði eiga þó ekki við girðingar um vatnsból og ræktað land enda er umferð óheimil innan slíkra girðinga. Á skógræktargirðingu skulu einungis vera stigar.

Seltún

Seltún – orkuvinnsla.

2. Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema leyfi [Umhverfisstofnunar] komi til. Undanskilin er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð í því sambandi, sbr. þó 29. gr. laga nr. 47/1971. Jafnframt verði ekki haggað þar eðlilegri nýtingu til búrekstrar, réttur til beitar er ekki skertur innan fólkvangsins og áskilinn er í Krýsuvík réttur til starfsemi í almannaþágu (svo sem heilsuhæli, skólar, gistihús o.þ.u.l.).
Skipulegur námurekstur, sem rekinn er innan fólkvangsins þegar auglýsing þessi verður birt í Stjórnartíðindum, má þó haldast, enda sé umgengni í samræmi við 18. gr. laga nr. 47/197.
Tekið er fram af hálfu sveitarfélaganna allra að með stofnun fólkvangsins telja þau ekki á neinn hátt raskað eignarrétti að landi því sem fólkvangurinn tekur til.
Vafi er talinn leika á hver séu mörk Grindavíkurkaupstaðar og Vatnsleysustrandarhrepps. Þegar úr þessum vafa hefur verið skorið með samkomulagi eða dómi verða mörk fólkvangsins færð til í samræmi við það.

Trölladyngja

Trölladyngja á Reykjanesskaga.

Samvinnunefnd sveitarfélaganna allra fer með stjórn fólkvangsins og er hún skipuð einum fullrúa frá hverjum aðila.
Ráðuneytið er samþykkt stofnun fólkvangsins og tekur stofnun hans gildi við birtingu þessarar auglýsingar í Stjórnartíðindum. – Menntamálaráðuneytið, 1. desember 1975 – Vilhjálmur Hjálmarsson.

Árið 2011 var auglýst breyting á framangreindri auglýsingu:

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Á eftir 1. mgr. auglýsingarinnar kemur ný málsgrein sem orðist svo: „Umhverfisráðherra hefur ennfremur að tillögu borgarstjórnar Reykjavíkur, bæjarstjórna Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Reykjanesbæjar og Grindavíkur ákveðið að Sveitarfélagið Vogar verði einnig aðili að stofnun og rekstri fólkvangs á Reykjanesi með þeim skuldbindingum sem í því felast, þ. á m. hafi fulltrúa í samvinnunefnd sveitarfélaganna um stjórn fólkvangsins“. – Umhverfisráðuneytinu, 6. desember 2011 – Svandís Svavarsdóttir.

Sog

Í Sogum.

Reykjanesfólkvangur er:
• Fólkvangur sem samkvæmt samkvæmt náttúruverndarlögum er friðlýst sem útivistarsvæði í samvinnu við hlutaðeigandi sveitarfélög. Fólkvangar eru stofnaðir að frumkvæði sveitarfélaga og sjá þau einnig um reksturinn. Tilgangurinn með fólkvöngum er að tryggja almenningi aðgang að svæðum til þess að njóta útivistar.“
• Var stofnaður 1975 – Með undanþágu vegna jarðvarmanýtingar.

Spákonuvatn

Spákonuvatn – Keilir fjær.

• Fólkvangur í lögsögu Garðabæjar Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Stærsti hluti fólkvangsins er í umdæmi Grindavíkur.
• Samstarf sveitarfélaga, sem nú standa að rekstri hans, eru Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík, Vogar og Reykjanesbær.

Arnarvatn

Arnarvatn á Sveifluhálsi.

Í fundargerð stjórnar Reykjanesfólksvangs þann 3. feb. 2021 segir:
Fundurinn var fjarfundur kl. 16.00
Mættir: Líf Magneudóttir, formaður, Andri Steinn Hilmarsson, Þorvaldur Örn Árnason, Þórður Ingi Bjarnason, Jóna Sæmundsdóttir, Sigurgestur Guðlaugsson, Guðmundur Grétar Karlsson og
Steinunn Árnadóttir.
Einnig sátu fundinn Óskar Sævarsson, René Biazone og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

„Þetta gerðist:
1. Starfið í fólkvanginum 2020
Rætt um það helsta í starfsemi fólkvangsins á síðasta ári (ÓS). Mikið af Íslendingum á ferðinni. Mikið álag í vor sem var ekki gott fyrir svæðið. Rúturnar vantaði en mikil umferð bílaleigubíla í sumar. Nýtt salernishús sett upp í vor. Vinnuhópur kom í 2 vikur á vegum Umhverfisstofnunar. Unnið var við Eldborg í samvinnu við skipulagssvið Grindavíkur, loka slóða og afmarka bílastæði.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg – Eystri-Lækur fellur fram af berginu, nafnlaus.

Sinna þurfti kvikmyndaverkefni. Í jarðskjálftanum í okt. urðu skemmdir á Djúpavatnsleið. Einnig hrundi fylla úr Krýsuvíkurbjargi og komu sprungur. Sett var bráðabirgðalokun. Bláfjallavegi verið lokað en samt hægt að komast fram hjá. Þarf að klára frágang á bílastæði. Dreift var moltuefni í fólkvanginum sem var plastmengað á vegum Terra í samvinnu við Gróður fyrir fólk. Fara þarf betur yfir.
Skýrsla landvarðar verður lokið fyrir næsta fund.
Fundi slitið 17:20.“

Valahnúkar

Valahnúkar og Helgafell.

Í fundargerð stjórnarinnar 24. apríl 2023 segir:
Mættir: Kristinn Jón Ólafsson, Stella Stefánsdóttir, Ásrún Kristinsdóttir (fyrir Sigurveigu M. Önundardóttur), Sverrir B. Magnússon, Ingimar Ingimarsson.
Einnig sátu fundinn René Biasone UST, Óskar Sævarsson landvörður og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.

Sveifluháls

Sveifluháls.

„Þetta gerðist:
1. Yfirferð um landvörslu
• Óskar Sævarsson kom á fundinn og kynnti helstu verkefni landvarðar.
• Samningur hefur verið um landvörslu frá 15. apríl til 1. nóv. ár hvert.
• Mikil aukning varð á fjölda ferðamanna 2019 og er ekkert lát á því. Það sést skýrt í talningum Ferðamálastofu sem er með teljara í Seltúni.

Helgadalur

Helgadalur – Rauðshellir.

• Undanfarin ár hefur landvörður þurft að sinna mörgum verkefnum utan hefðbundins tímabils, t.d. kvikmyndaverkefni, viðvarandi ferðamannastraumur, eldgos o.fl., og því hefur verið greidd viðbótargreiðsla.

Seltún

Seltún.

• Landvörður er tilbúinn til að sinna verkefnum áfram á þessu ári.
• Stjórnin samþykkti að gera samning við landvörð á sömu nótum og verið hefur að teknu tilliti til verðlagshækkunar.

2. Aðkoma Umhverfisstofnunar (UST)
• René Biasone fór yfir lagalega umgjörð Reykjanesfólkvangs, aðkomu UST sem m.a. gerir ástandsskoðun á friðlýstum svæðum og tekur saman í skýrslu árlega. Þar kemur m.a. fram slæmt ástand á Djúpavatnsleið.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg og Geitahlíð.

• Samkvæmt náttúruverndarlögum gerir UST stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir friðlýst svæði, en ekki hefur farið af stað vinna fyrir Reykjanesfólkvang. Stjórnin hefur áður skorað á UST að hefja slíka vinnu og var samþykkt að senda fyrirspurn til UST um
hvenær hægt verði að hefja vinnu við og ljúka stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn.

3. Áform Reykjavíkur
• Kjörnir fulltrúar Reykjavíkur hafa tekið ákvörðun um að skoða grundvöll þess að Reykjavík dragi sig út úr rekstri Reykjanesfólkvangs frá árinu 2024.

Vetrarblóm

Vetrarblóm við Kleifarvatn.

• Rætt var um hvort að fólkvangurinn eða hlutar hans ættu að falla í annan friðlýsingarflokk, jafnvel að verða þjóðgarður eða eitthvað annað fyrirkomulag. Rifjað var upp samtal við Reykjanes Geopark sem laut að því að skoða samstarf á sínum tíma.
• Ákveðið var að stjórnarmenn opnuðu samtal hver í sínu sveitarfélagi um ofangreint og kalla eftir kynningu á Reykjanes Geopark.

Fundi slitið 17:30. Stefnt á að næsti fundur yrði í Grindavík seinni hluta maí.“

Í „Lögum um náttúruvernd“ segir m.a. um landverði: „Á náttúruverndarsvæðum starfa landverðir og aðrir starfsmenn. Hlutverk landvarða er m.a. að sjá um eftirlit og fræðslu.
Umhverfisráðherra setur í reglugerð, að fengnum tillögum Náttúruverndar ríkisins, nánari ákvæði um menntun og starfsskyldur þeirra sem starfa á náttúruverndarsvæðum.“

Selatangar

Gengið um Selatanga á afmælishátíð Grindavíkur 2009.

Um Samvinnunefnd um rekstur fólkvangs segir í sömu lögum: „Sveitarfélög, sem standa að rekstri fólkvangs, skulu stofna með sér samvinnunefnd sem starfar í samráði við Náttúruvernd ríkisins. Í samvinnusamningi skal kveðið á um fjölda nefndarmanna og starfshætti nefndarinnar. Ef ekki er öðruvísi ákveðið ræður afl atkvæða. Þegar um er að ræða atriði sem hafa sérstakan kostnað í för með sér fer þó um atkvæðisrétt eftir greiðsluhlutföllum aðila, sbr. 56. gr.“

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Líklega færi vel á því að þau sveitarfélög, sem eftir verða, þ.e. Garðabær, Hafnarfjörður og Grindavík er munu annast rekstur „Reykjanesskagafólkvangs“ skipi nýja samvinnunefnd, skipaða einum fulltrúa frá hverju sveitarfélagi, nefndarmenn verði ólaunaðir en hafi bæði áhuga og sérþekkingu á fólkvanginum sem slíkum. Fjárveitingum og styrkjum verði varið til landvörslu, einstakra uppbyggjandi verkefna og kynningar á gildi svæðisins.

Sjá meira um Reykjanesfólkvang HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.

Kringlóttagjá

Kringlóttagjá.

Bolalda

Snemma árs 1897 fóru bræðurnir Þorsteinn Kjarval og Ingimundur fiðla fótgangandi úr Ölfusi yfir Hellisheiði.

Sandskeið

Vatna-sæluhúsið við Sandskeið.

Þeir sungu sálma á leiðinni að Kolviðarhóli þar sem þeir gistu; næsta dag lentu þeir í blindbyl í Svínahrauni og var nauðugur einn kostur að gista í Vatnakofanum, rústir hans eru örskammt frá vegamótum Suðurlandsvegar og Bláfjallavegar, sjá ljósmynd.
Í þessari fjallaferð var Ingimundur fiðlulaus en sálmasöngurinn brást þeim bræðrum ekki; vindgígjan annaðist undirleikinn. Morguninn eftir var komið sæmilegt veður og næturgestirnir í húsi sælunnar héldu áfram för sinni í áttina að höfuðstað Íslands.

Vatna-Sæluhús

Vatna-Sæluhúsið við Sandskeið.