Tag Archive for: landamerki

Litla-Skógfell

Af gefnu tilefni, í kjölfar nýlegra eldgosa á Reykjanesskaga ofan Grindavíkur, er rétt að minna hlutaðeigendur á rétt eigenda óskipts lands Þórkötlustaða ofan Grindavíkur. Þeir hafa hingað til ekki verið virtir viðlits er komið hefur að ákvörðunum um einstakar framkvæmdir á þeirra landi.

Ísleifur Jónnson

Ísleifur heldur á korti er staðfestir málstað hans.

„Þórkötlustaðir : Landamerkjabréf dags. 20.06.1890, þinglýst ………….
…..fyrir miðju Markalóni í fjöru, á Þórkötlustaðanesi, er mark á klöpp er aðskilur að land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Hóp, þaðan liggja mörkin til heiðar, sjónhending á toppinn á Stóra-Skógfelli, þá áfram sömu stefnu yfir Litla-Skógfell, að steini sem þar stendur við götuna (LM), þaðan að Kálffelli, þaðan að Vatnskötlum (Vatnsfelli) fyrir norðan Fagradal, (samkvæmt landamerkjum frá 1270, endurnýjuðum 28. júní 1620), þaðan yfir Vatnsheiði, þá áfram fyrir vestan Húsfell til sjávar í miðjan Markabás í fjöru, er aðskilur land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Hraun, er þar mark á klöpp. Einkennismark marksteinanna er LM.“…

Ísleifur Jónsson

Ísleifur á vettvangi. Hingað kom hann í leitir fyrir Grindvíkinga og horfði á landamerkja“Steininn“ við götuna.

FERLIRsfélagar fylgdu Ísleifi Jónssyni, rúmlega níræðum verkfræðingi, á fjórhjóli, inn á Skógfellastíginn, að „Stóra steininum“ norðan Litla-Skógfells.

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðir – óskipt land skv. uopinberu skrám.

Ísleifur taldi eindregið að landamerki Grindavíkur og Voga ættu að vera um 1.5 km norðar skv. landamerkjalýsingunni en kortlögð hafa verið – enda eðlileg framlenging m.v. fyrirliggjandi landamerkjalýsingar. Samkvæmt lýsingum Ísleifs, þar sem „Stóri steinninn“, þess er getið er um í landmerkjalýsingunni, ku það vera rétt. Núverandi landamerki Voga og Grindavíkur eru því röng sem nemur 1.5 km.

Skógfellavegur

Þórkötlustaðir – landamerki millum Litla-Skógfells og Kálffells.

Markhella

Löngum hefur verið deilt um hvar mörk einstakra jarða liggja eða eiga að liggja.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

FERLIR áskotnaðist nýlega kort af Reykjanesskaganum þar sem tíunduð eru mörk allra stærri jarða á skaganum. Landamerkja jarða er m.a. getið í afsals- og veðmálsbókum. Upphaflegar þinglýsingar er að finna hjá sýslumanninum í Hafnarfirði, hjá sýslumanninum í Keflavík eftir 1974 og einnig má hafa uppi á þeim á Þjóðskjalasafninu.
Krýsuvík, sbr. veðmálsbók 14.5 1890, þingl. 20.6. 1890, er sögð hafa mörk “1) að vestan; sjónhending úr Dágon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðamál á Selatöngum, í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi; þaðan bein stefna í Markhelluhól, háan steindranga við Búðavatnsstæði. 2) að norðan; úr Markhelluhól sjónhending norðanvert við Fjallið Eina, í Melrakkagil (=Markrakkagil) í Undirhlíðum og þaðan sama sjónhending að vesturmörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu- og Árnessýslu. 3) að austan: samþykkt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur s: sjónhending úr Kóngsfelli sem er lág mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gíg á hægri hönd við þjóðveginn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum, í Seljabótarnef, klett við sjó fram.

Sogasel

Í Sogaseli – sel frá Krýsuvík og síðar frá Kálfatjörn í skiptum fyrir útræði.

Ítök sem kirkjan á eru þau, sem nú skal greina: 1) Einn fjóri hluti (1/4) alls hvalreka fyrir Strandarkirkjulandi samkvæmt máldögum og samningi, dags. 22. október 18??, staðfestum af Stiptsyfirvöldum Íslands 27. nóvember s.á. 2) Hálfur hvalrki á Hraunnefi, frá vestri fjörumörkum Krýsuvíkur, Dagon, að Rangagjögri, samkvæmt Wilkins og Gíslamáldaga. Skipsuppdráttur í Nausthólsvík í Kálfatjarnarkirkjulandi samkvæmt munnmælum og vitnisburði kunnugra manna. Ítök sem aðrir eiga í landi kirkjunnar eru þessi: Tveir þriðjungar af hvalreka fyrir Herdísarvíkurlandi, frá Seljabótanefi að Breiðabás (Helli) sem samkvæmt nefndum máldögum er eign Strandarkirkju. Mánaðarselsátur í Sogum, sunnanvert við Trölladyngju, samkvæmt munnmælum og vitnisburði kunnugra manna, eign Kálfatjarnarkirkju. Brennisteinsnámur allar á Krýsuvíkur- og Herdísarvíkurlandi með réttindum og skyldum, sem afsalsbréf, dags. 30.9. og 4.10 1858 tekur fram. Ítak þetta er eign útlendinga. Þess skal hér getið að ýmsir eigna kirkjunni talsvert meira land, sem ég ekki finn ástæðu til að taka til greina, geti hlutaðeigandi orðið ásáttir um landamerki þau sem hér eru talin.”

Selsvellir

Tóft við Selsvelli.

Mörk jarðarinnar Hrauns, skv. gögnunum, eru t.d. við mörk Þórkötlustaða úr „markabás“ inn til heiða vestan til við Húsafell og yfir Vatnsheiði, þaðan sem sjónhending ræður að Vatnskötlum fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selsvallafjall upp af „Sogaselsdal“, þá eftir Selsvallafjalli til suðurs samhliða landamerkum jarðarinnar Krýsuvíkur þar til að mið suður-öxl á Borgarfjalli ber í merktan klett við götuna á Móklettum. Þaðan til suðurs fram yfir Festargnípu í fjöru.

Mörk Þórustaða í austri eru t.a.m. sögð vera „í hæsta hnúkinn á Grænavatnsengjum (-eggjum)“ þar sem eru fyrir landamörk Krýsuvíkur.

Spákonuvatn

Spákonuvatn.

Þarna hefur fólk löngum deilt um mörkin, en ef lesnar eru afsals- og þinglýsingar ætti ekki að vera svo erfitt að draga landamerkjalínuna, einkum er höfð er í huga yfirlýsing Vatnsleysustrandarbænda dags. í maí 1920 þar sem þeir „fyrirbjóða innbyggjendum Grindavíkurhrepps, innan Gullbringusýslu, öll afnot af landi því, er samkvæmt landamerkjalýsingu fyrir Knarrarnesi, þinglesin á manntalsþingi Vatnsleysustrandar- og Grindavíkurhrepps 1887, sem eru…“. Þar draga þeir línu að fyrrnefndum viðurkenndum mörkum Krýsuvíkur í Trölladyngju.
Krýsuvík hafði, auk þess að nýta Sogagíg sem selstöðu, í seli austast í Selöldu (mjög gamalt), í Húshólma, á Vigdísarvöllum, í Seltúni og jafnvel í Litlahrauni, en þessir staðir eru allir innan landamarka jarðarinnar.

Trölladyngja

Trölladyngja og Sogaselsgígur nær.

Hafnarfjörður

Í Dagblaðinu í apríl 1978 er m.a. fjallað um skiptar skoðanir á nýsamþykktum landamerkjum Hafnarfjarðar og Garðabæjar, sem síðar urðu grundvöllur að uppbyggingu íbúabyggðar í landi Setbergs. Áður hafði Hafnarfjarðabær vaxið með eignarnámi nálægra jarða, en að þessu sinni var sú aðferð valin að nágrannasveitarfélög kæmu sér saman um breytingar á umdæmismörkum þvert á einstakar jarðir.

Setberg

Setberg 1959.

Í blaðinu mátti t.d. lesa eftirfarandi undir fyrirsögninni „Ný landamerki Hafnarfjarðar — steypt upp á eignarlöndum án samráðs„: „Fjórir steinstólpar með ígreyptum koparskjöldum hafa nú verið settir upp á nýjum „landamærum” Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Er uppsetning þeirra i samræmi við samkomulag bæjarstjóra beggja bæjanna um makaskipti á landsvæði.

Hafnarfjörður

Merki á „landamerkjastöpli“ millum Hafnarfjarðar og Garðabæjar 1956.

Hið undarlega er að steinstólparnir hafa verið settir upp í eignarlöndum einstaklinga án þeirra leyfis og þykir íbúum og eigendum þess lands sem Garðabær nú afsalar Hafnarfirði einkennilega að málum staðið og lítil samráð við þá höfð þó ákvörðunin geti haft viðtæk áhrif á framvindu eignarréttar þeirra á lóðum og löndum. Við makaskiptin sem bæjarstjórnirnar hafa samþykkt fær Hafnarfjörður 109 hektara lands sem tilheyrt hafa Garðabæ. Garðabær fær í staðinn 33 hektara lands í hrauni milli kaupstaðanna.
Við makaskiptin lendir um fjórðungur jarðarinnar Setbergs í landi Hafnarfjarðar en um 75% jarðarinnar verður áfram í Garðabæ. Um 85—90% jarðarinnar Þórsbergs, sem byggð er úr landi Setbergs, lendir nú í Hafnarfirði. Stór hluti jarðarinnar Hlébergs, sem einnig er byggð úr landi Setbergs lendir einnig í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar. Þá lenda og ýmsar húsalóðir i einkaeign í landi Hafnarfjarðar.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Setberg 1983.

Íbúum og eigendum jarðanna þykir undarlegt að steypa ný landamerki án heimildar og vitneskju landeigenda og það áður en tillagan um makaskiptin er lögð fram á Alþingi en þar verður hún að hljóta samþykki áður en landamærabreytingin er lögleg. Ótti eigenda og ábúenda jarðanna sem lenda í Hafnarfirði stafar kannski ekki sízt af því að þeir óttast að fasteignagjöld hækki nú verulega, og jafnvel svo að eigendum verði gert ókleift að eiga áfram lönd sín, en jafnframt að löndin verði ekki seljanleg nema á venjulegu matsverði óbyggðra og óskipulagðra landsvæða, sem er aðeins hluti af því gjaldi sem lagt er til grundvallar fasteignagjalda á skipulögðu landi.
SetbergDB ræddi málin við nokkra aðila og fylgja umsagnir þeirra hér með.

Undir fyrirsögninni „Íbúar og landeigendur hissa á leynimakkinu með makaskiptin“ segir einn íbúi í Setbergslandi og skipulagsnefndarmaður í Garðabæ: „Ein af steinsúlunum fjórum sem steyptar voru í eignarlönd án vitundar landeiganda og löngu áður en tillaga um málið er komin fram á Alþingi.
Það einkennilega við makaskipti kaupstaðanna á landeignum er að um þau hefur ekki verið fjallað i skipulagsnefnd Garðabæjar,” sagði Sigurður Gíslason arkitekt, íbúi í Setbergslandi og nefndarmaður i skipulagsnefnd Garðabæjar.

Hafnarfjörður

Landamerkjastöpull á norðanverðu Norðlingaholti.

„17. nóvember var lagt fram á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ bréf frá skipulagsstjóra dagsett tveimur dögum áður ásamt drögum um lögsagnarumdæmisskipti. Þar lagði bæjarstjóri fram svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra að ræða framgang málsins við fulltrúa Hafnarfjarðar“. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum. Fulltrúi Alþýðubandalagsins sat hjá og lét bóka að hann teldi rétt að ekki aðeins landeigendum heldur og íbúum svæðanna er afsala átti yrði gerð grein fyrir gangi mála áður en lengra væri haldið.”

Hafnarfjörður

Merki á landamerkjastöplinum á Norðingaholti.

Sigurður sagði að í lok marz sl. hefði einhverjum af eigendum Setbergs og e.t.v. Þórsbergs verið skýrt frá málum. Var þá talað um að samhliða breytingunni fengju þessar jarðir hitaveitu og skolp frá Hafnarfjarðarbæ. Í viðræðum landeigenda síðar við yfirvöld í Hafnarfirði muni hins vegar hafa komið fram að það fæst ekki fyrr en svæðið byggist upp.

Taldi Sigurður að upplýsingar til eigenda væru mjög takmarkaðar og þeir fréttu utan að sér um framgang mála. Svartast hefði verið að Hafnarfjarðarbær lét steypa stjóra með landamerkjum án samráðs við landeigendur þar sem landamerkin voru steypt niður. Hefð væri að setja niður mælipunkta en mannvirki sem þessi væri einsdæmi að reisa án samþykkis landeigenda. Sigurður sagði að síðustu tvenn eða þrenn makaskipti bæjanna væru óuppgerð.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – landamerkjastöpull á Fjárhúsholti.

Hafnarfjörður hefði i öll skiptin tekið stærra land en átti að vera i skiptunum. Garðabæ hefði því vantað um 15—25 hektara til jöfnunar eftir því hvernig á málin væri litið.
Nú átti að jafna málin, sagði Sigurður. En staðreynd er að Garðabær fær 33 hektra í hrauni þar sem bæjarmörk voru óljós og Garðabær fær því að hluta til eitthvað af landi sem hann mun sennilega hafa átt fyrir. Hafnarfjörður fær í staðinn 109 hektara lands þar sem er fallegt byggingaland, sagði Sigurður.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – merki á landamerkjastöpli á Fjárhúsholti.

Þetta er réttlætt með því að Garðabær fái mjög gott byggingarland, en í 109 hekturunum sem Hafnarfjörður fær séu hlíðar, þegar uppbyggt svæði og eignarland,“ sagði Sigurður. „Ef frá er dreginn fyrri mismunur makaskipta sem var Hafnarfirði í vil um minnst 15 hektara, fær Garðabær nú 18 hektara fyrir 109. Er það á sama vegg og áður Hafnarfjörður stækkar en Garðabær minnkar. Hefði það átt að vera á annan veg því Hafnarfjörður leitar eftir makaskiptunum og ætti Garðabær því að bera hærri hlut,” sagði Sigurður.

Straumsvík

Straumsvík 1965. Á myndinni sjást m.a. Litli- og Stóri-Lambhagi.

Annar íbúi minnti á hið fræga dæmi er Hafnarfjörður fékk Straumsvík frá Garðabæ í skiptum fyrir kálgarðaland nálægt Garðabæ.
Sigurður Gíslason minnti á að í ýmsum lóðaskiptum kaupstaðaryfirvalda og landeiganda væri fyrirfram um það samið að bæjarfélag gerði skipulag og legði götur um landeigendur sæju um sölu ákveðins lóðafjölda i staðinn fyrir afsal annarra. Um slíkt hefði ekkert verið rætt nú enda litið sem ekkert um málin rætt við landeigendur.“

Í annarri grein undir fyrirsögninni „Makaskiptin flýta fyrir skipulagi í Setbergslandi“ segir bæjarstjóri Garðabæjar makaskiptin skynsamlega ráðstöfun.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – landamerkjastöpull efst á Setbergshamri.

„Við höfum átt fund með bæjarstjóra Hafnarfjarðar og eigendum Þórsbergs og Setbergsfjölskyldunni. Við höfum lagt áherzlu á að svæðin sem Garðabær lætur af hendi fái hitaveitu og aðra þjónustu fljótt. Einhver vandkvæði eru á framkvæmdum hjá hitaveitunni, en makaskiptin flýta alla vega fyrir framkvæmdum hvað varðar skipulag og fleira á þeim svæðum, sem nú tengjast Hafnarfirði,” sagði Garðar Sigurgeirsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Garðar taldi makaskiptin mjög hagstæð Garðabæ. „Í stað afmarkaðs skika úr Garðabæ sem í eru snarbrattar hlíðar, byggð svæði og ekkert sambærilegt byggingarland við það sem Garðabær fær í staðinn,” sagði hann.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – landamerkjastpullinn á Setbergshamri; merkið hefur verið fjarlægt.

Hann taldi að önugt hefði verið fyrir Garðabæ að þjóna þeim hverfum sen nú fara til Hafnarfjarðar. Minnst tveir áratugir hefðu liðið þar til þjónusta hefði þar verið komin fyrir frumkvæði Garðabæjar. Þá dreifðu byggð sem nú er á þeim svæðum sem Hafnarfjörður fær vantar ákveðið skipulag og hitaveita er ekki lögð í svo dreifða byggð. Sömu erfiðleikar hefðu því verið áfram ríkjandi þarna ef Garðabær hefði áfram átt að sjá um málin. Ljóst þarf að vera hve margt fólk kemur til með að byggja óbyggð svæði áður en hitaveita og annað er þar lagt. Þess vegna er nauðsyn á skipulagi og framkvæmdum og landeigendur ættu að vera betur settir með það í höndum Hafnarfjarðar.
Garðar hvað nýju landamerkjastólpana ekki setta upp með vitund bæjarstjórnar Garðabæjar og harmaði að ekki skyldi samráð haft við landeigendur um þá framkvæmd. Þar hefði að verki verið verkfræðingur frá Skipulagi ríkisins.
Garðar kvað það ekki undarlegt að Garðahær skyldi minnka en Hafnarfjörður stækka. Allur Hafnarfjörður væri byggður úr landi Garðabæjar og Garðahrepps. Ekki skipti höfuðmáli, þó sama jörðin væri í tveimur lögsagnarumdæmum. Það væri jú allt eitt svæði sem þessir kaupstaðir skiptu með sér um að skipuleggja. Breytingin yrði að teljast skynsamleg.

HafnarförðurVarðandi framkvæmdir á hinum nýju svæðum Hafnarfjarðar í Setbergslandi og útjörðum Setbergs kvaðst Kristinn ekki vilja lofa neinu, „en það verður þegar farið að huga að framtíðarskipulagi og byggð þessara svæða og miklu eðlilegra að ætla að Hafnarfjörður geti lokið því verki mun fljótar en Garðabær.
„Við munum stuðla að því að einhverjar bráðabirgðaráðstafanir verði gerðar með hitaveitu á nýju svæðin og það verður reynt að stuðla að því að þær framkvæmdir verði gerðar svo fljótt sem unnt er,” sagði bæjarstjórinn.“ -ASt

HafnarfjörðurÍ erindi bæjarstjóra Hafnarfjarðar 3. apríl 1978 segir m.a. um framangreint: „Á undanförnum árum hafa fulltrúar Garðabæjar og Hafnarfjarðar rætt breytingar á lögsagnarumdæmismörkum bæjarfélaganna. Fyrir milligöngu skipulagsstjóra ríkisins, Zóphóníasar Pálssonar, og að hans tillögu hafa sveitarstjórnirnar gert með sér samning, fskj. nr. 1, sbr. samþykkt bæiarstjórnar Garðabæjar frá 17. nóv. 1977, fskj. nr. 2, og samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 22. nóv. s.l., fskj. nr. 3, um breytingu á lögsagnarumdæmismörkum sveitarfélaganna, sbr. og uppdrátt, fskj. nr. 4, sem sýnir hin nýju mörk sveitarfélaganna milli Engidals og Lækjarbotna eins og sveitarstjórnirnar hafa kornið sér saman um að þau verði m.a. (með vísan til nefndu landamerkjastöplanna):

HafnarfjörðurÍ frumvarpi til laga árið 1971 um „breyting á lögum nr. 46, 16. apríl 1971, um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar“ segir um framangreindar „landamerkjasúlur“:
13. Hnit X 22.094,89, Y 10.079,01 (steyptur stöpull í hraunjaðrinum milli Kaplakrika og Stórakróks).
14. Hnit X 22.110,63, Y 9,534.19 (steyptur stöpull efst á Setbergshamri).
15. Hnit X 21.657,44, Y 8.850,84 (steyptur stöpull efst á Fjárhúsholti).
10. Hnit X 21.590,11, Y 8.417,44 (steyptur stöpull á Norðlingahálsi, norðan vegar).
17. Hnit X 21.903,84, Y 7.972,13 (steyptur stöpull við gömlu landamerkjalínuna í Moshlíð, um 250 m sunnan Elliðavatnsvegar).
Hnit eru í hnitakerfi Reykjavíkur frá 1951.

Af framangreindum fimm steinstólpum á umdæmismörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar 1978 standa þrír enn. Merkið á einum þeirra, þ.e. á Setbergshamri, hefur verið fjarlægt, væntanlega í framhaldi af uppákomu þess tíma.

Hafnarfjörður

Umfjöllun Fjarðarpóstsins.

Í Fjarðarpóstinum 15. september 2005 má lesa eftirfarandi undir fyrirsögninni „Garðabær hefur aldrei greitt fyrir Molduhraun„.
„Í ljós hefur komið að samningur sem bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Garðarbæjar gerðu sín á milli, hafa aldrei verið samþykktir af bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Því hefur aldrei verið veitt afsal fyrir 33 ha. svæði merkt B (grátt svæði) úr landi Hafnarfjarðar skv. umræddum samningi ódagsettum í mars 1978.
Svæði þetta er í landi Garðakirkju sem Hafnarfjarðarbær keypti árið 1913 og sést að hlut á myndinni hér að neðan. Þar má sjá, sem og í lögum um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar síðast frá 1964 að mörk eru m.a. frá vörðu við veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur (við Engidal) og í Hádegishól (rétt aftan við Fjarðarkaup) og í Miðaftanshól sem er gamalt hádegismark frá Hraunsholti. Þaðan liggja svo mörkin í vörðu í Stórakrók.

Hafnarfjörður

Landsspildan, sem um ræðir, er merkt B á uppdrættinum.

Skv. teikningu hér til hliðar nær umrætt 33 ha. svæði, sem Hafnarfjörður ætlaði að láta Garðabæ fá, ekki að Miðaftanshól og munar þar um 8 ha. ef tillit er tekið til að gráa svæðið nær út fyrir forn eignarmörk Hafnarfjarðar.
Þar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur framkvæmt eins og samningurinn hafi verið staðfestur telur Guðmundur Benediktsson, bæjarlögmaður að samningurinn standi en eðlilegt væri að meta verðmæti landsins miðað við verðlag ársins 1978 og uppreikna með vísitölu. Hins vegar er ljóst að um 8 ha. lands eru utan þessa samnings og Hafnarfjarðarbær getur því selt það land á markaðsvirði nú sem er mun hærra en á verðlagi ársins 1978.“

Sjá einnig umdæmismörk Hafnarfjarðar frá 1908.

Heimildir:
-Dagblaðið 7. apríl 1978, bls. 8.
-https://timarit.is/page/3075930?iabr=on#page/n7/mode/2up
-https://www.althingi.is/altext/99/s/pdf/0514.pdf
-Fjarðarpósturinn 15. september 2005, bls. 6.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – umdæmismörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar í Kaplakrika.

Vörðuhólmi

Í Vísi 1925 er sagt frá landamerkjadeilu Stafnesinga og eigenda Kirkjuvogs.

„Frá Hæstarétti í gær.

Vísir

Vísir 1925.

Þar var sótt og varið málið: „Eigendur Stafnness eigendum Kirkjuvogs. Mál þetta er risið út af ágreiningi um landamerki milli jarðanna Stafnness og Kirkjuvogs á Miðnesi, og er svo vaxið, sem nú skal greina“.
Árið 1884 var landamerkjaskrá Stafnness rituð og staðfest, lögum samkvæmt, og virðist þá enginn ágreiningur hafa orðið um landamerki jarðarinnar; þau eru sögð „hin sömu, sem verið hafa frá ómunatíð“, og síðan lýst í skránni.
Árið 1922 var svo komið, að ágreiningur var orðinn um landamerki milli Stafnness og Kirkjuvogs. Málsaðiljar áttu þá sáttafund með sér (10. apríl), og gerðu svolátandi sætt: „Landamerki á milli Stafnneshverfis og Kirkjuvogsjarða séu eins og þau eru ákveðin í landamerkjaskrá fyrir Stafnnes, frá 4. desbr. 1884, að viðbættri línu úr svonefndri „Gömlu þúfu“ á Háaleiti í Beinhól, og verða þá landamerkin þannig: „Úr svonefndri „Gömlu þúfu“ á Háaleiti í „Beinhól“, sem liggur fyrir botni Djúpavogs, úr „Beinhól“ í Djúpavog, þaðan beina línu í ós austanundir „Vörðuhólma“, þaðan sunnanundir „Selskeri“ og „Hestakletti“ og þaðan á sjó út.“

Hestaskjól

Hestaskjól (Hestaklettur).

Ekki höfðu aðiljar sjálfir gengið á merkin, þá er þeir gerðu sætt þessa, en munu hafa treyst því, að þar væri um ekkert að villast. En brátt kom það í ljós, að eigendur jarðanna urðu ekki á eitt sáttir um, hvar þeir staðir væri sumir, sem getið er í merkjaskránni. Eigandi Stafnness leitaði þess vegna til sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu, og beiddist þess, að kvatt yrði til annars sáttafundar með eigendum jarðanna, og var hann haldinn 10. desember 1922.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur og nágrenni – uppdráttur ÓSÁ.

Sáttatilraun varð árangurslaus og málinu síðan vísað til landamerkjadóms, og sátu hann þeir Sigurgeir Guðmundsson hreppstjóri í Narfakoti og Þorsteinn Þorsteinsson, kaupm. í Keflavík, ásamt formanni dómsins, sýslumanni Gullbringu- og Kjósarsýslu.

Beinhóll

Beinhóll – LM-merking.

Dómur þeirra var á þessa leið: „Landamerki á milli Stafnnesjarða í Miðneshreppi annars vegar og Kirkjuvogsjarða í Hafnahreppi hins vegar skulu vera þau, er hér greinir: Úr Gömlu þúfu á Háaleiti í „Beinhól“, sem liggur fyrir botni Djúpavogs, úr Beinhól í miðjan Djúpavogsbotn við stórstraumsflóðmál, hvar varanlegt merki skal sett, auðkennt L.M. Þaðan bein lína um ósinn í vörðu þá, er stendur á suðurenda Vörðuhólma, er skal rauðkennd L.M. með varanlegu millimerki, er sett skal á Illaklif, einnig auðkennt L.M. – Frá Vörðuhólma sunnan um Selsker og; Hestaklett á sjó út.
Málskostnaður, samtals kr. 253.00, greiðist að helmingi af eigendum Stafnnestorfunnar, en að helmingi af eigendum Kirkjuvogstorfunnar.
Dóminum, að því er dæmdan málskostnað og setning landamerkja snertir, ber að fullnægja innan 15 daga frá lögbirtingu hans, undir aðför að lögum.“

Beinhóll

Beinhóll – merki.

Eigendur Stafnness skulu dómi þessum til Hæstaréttar og sótti Jón Ásbjörnsson málið. Krafðist hann þess a hinn áfrýjaði dómur yrði feldur úr gildi og merkjadómurinn skyldaður til þess að taka málið upp að nýju. Einkanlega lagði hann áherslu á það, að samkvæmt dómi þessum hefði landspilda nokkur, norðan Djúpavogs, gengið undan Stafnnesi. Segja munnmæli, að þar hafi áður staðið bærinn Kirkjuvogur (sem sjá má á uppdrætti herforingjaráðsins), en J.A. færði fram vottorð fyrir því, að land þetta hefði um langan aldur legið undir Stafnnes.
Verjandi var Sveinn Björnsson og krafðist hann þess, að dómurinn yrði staðfestur, og áfrýjandi dæmdur til að greiða allan málskostnað. Taldi hann Stafnnesinga enga heimild hafa til þessa áðurnefnda lands, samkvæmt sjálfu landamerkjabréfinu.

Ósar

Ósar – herforingjaráðskort 1903.

— En að öðru leyti er ekki kostur að skýra frá deilum þeirra hæstaréttarmálaflutningsmannanna, svo að ókunnugir hafi þess full not, nema birta jafnframt uppdrátt af þrætulandinu, en Vísir hefir hann ekki á takteinum, og lýkur hér frá þessu máli að segja.“

Heimild:
-Vísir, 6. tbl. 08.01.1925, Frá Hæstarétti – landamerki Kirkjuvogs og Stafness, dómur, bls. 2.

Vörðuhólmi

Vörðuhólmi – LM-merki.

Garður

Í „Fornleifaskráningu í Sveitarfélaginu Garði I – Fornleifar frá Rafnkelsstöðum að Útskálum (auk hjáleigna)„, frá árinu 2008 má fræðast um eftirfarandi varðandi landamerkjaletursteina í landi Vara og Rafnskelsstaða í Garði:

Áletrun – landamerki

Garður

Varir – landamerki (LM).

„Er þar jarðfastur steinn LM. Svo norður með höfðanum í stein merktan LM við norðurenda höfðans. Er þá Brekkuland búið,“ segir í örnefnalýsingu. Landamerkjasteinn milli Brekku og Vara er utan í Brekkuhöfða norðaustanverðum, um 60 m norðan við landamerkjastein.
Stór og aflangur, jarðfastur klettur. Leifar af landamerkjagarði liggja utan í höfðanum, óljósar þó.
Áletrunin LM er fremst eða austast á steininum, ofan á honum. Stafirnir eru mjög svipaðir og á steini, hvorutveggja hástafir, einfaldir að gerð og um 10 cm háir.

Áletrun – landamerki

Garður

Varir – landamerki (LM).

„…sjónhending upp á þjóðveginn. Þá norður með þjóðveginum, þar til kemur að stórum steini merktum við þjóðveginn,“ segir í örnefnalýsingu.
Steinninn er um 390 m suðsuðvestur af Vörum, á suðvesturhornmörkum jarðarinnar. Um 20 m sunnan við steininn er íbúðasvæði í byggingu.
Steinninn hefur naumlega sloppið við íbúðaframkvæmdir, um 20 m sunnar. Steinninn er við vesturenda garðs.
Steinninn er jarðfastur, um 0,6 m á hæð. Letrunin er höggvin í norðurhlið hans, og er um 0,1 x 0,15 m að stærð. Á honum stendur LM með hástöfum.
L-ið hefur króka á endunum.

Áletrun – landamerki

Garður

Varir – landamerki (LM).

„Er þar jarðfastur steinn LM. Svo norður með höfðanum í stein merktan LM við norðurenda höfðans. Er þá Brekkuland búið,“ segir í örnefnalýsingu. Syðri landamerkjasteinninn í Brekkuhöfða er í horni landamerkjagarðs, um 110 m vestur af bæjarhól.
Á þessum stað eru nokkrir jarðfastir klettar í þyrpingu utan í höfðanum.
Áletrinin er ofan á flatasta steininum sem er nokkuð mosavaxinn en virðist hafa verið kroppað ofan af honum. Áletrunin er LM og stafirnir einfaldir að gerð, um 10 cm háir. Grunnt er rist.

Áletrun – landamerki

Garður

Rafnkelsstaðir – landamerki (ML).

Merkjasteinn er inn í Grænugróf, neðst í grófinni, á bakkanum við fjöruna. Hann er um 670 m suðaustur af Rafnkelsstöðum og markaði land jarðarinnar til austurs.
Steinninn er á grýttum hluta neðst í grænni grófinni. Áletrun á steininum er afar greinileg, en hann er merktur ML í stað LM sem er á öðrum merkjasteinum í Garðinum.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Sveitarfélaginu Garði I – Fornleifar frá Rafnkelsstöðum að Útskálum (auk hjáleigna), Reykjavík 2008.

Garður

Garður – landamerki ofan Vara.

Grindavík

Eftirfarandi er lýsing Geirs Barchmans, sóknarprests á Stað í Grindavík, á landamerkjum Grindavíkur. Hafa ber í huga að þegar þetta er skrifað hafði Geir verið u.þ.b. eitt ár í Grindavík og virðist ekki vel kunnugur öllum staðháttum.
Valahnukur„Fram til 1946 náði Grindavíkurhreppur yfir tvær kirkjusóknir, Staðarsókn í Grindavík og Krýsuvíkursókn. Staðarsókn sem nefnd var Grindavíkursókn, náði frá Valahnúk að vestan og austur að Selatöngum. Valahnúkur er landfastur klettur sem skilur að land og reka Grindavíkur og Hafna. Að austan, á Selatöngum, voru landamerki Grindavíkur- og Krýsuvíkursóknar miðuð við klett í fjörunni, sem Dágon nefnist. Skildi hann að land og reka Grindavíkur og Krýsuvíkur. Í norðri eiga Grindvíkingar hreppamörk með Njarðvíkingum, Vogamönnum og Strandarmönnum.“
Í sóknarlýsingum Geirs Bachmann frá 1835-1882 segir auk þess: „Skammt frá Valahnúk í landnorður er aðrísanda fell, Vatnsfell kallað og enn lengra í sömu átt, litla bæjarleið (sem er 3/4 úr mílu), liggur nokkuð hærra og ummálsmeira eins lagað fell, Sílfell, og eru landamerkin sjónhending milli þessarra þriggja punkta.
Af Sílfelli sést lengra Skogtil norðurs dalverpi, kallað Haugsvörðugjá, er hún bæði löng og breið, þó eigi sé fjarska djúp, með lágum klettum á sumum stöðum, en aftur upplíðanda sandflesjum á öðrum. Teygist hún með afleiðingum sínum fullkomna hálfa aðra mílu til landnorðurs, milli Sílfells og Súlna, og aðskilur land hreppanna og sóknanna, þ.e. Hafna og Grindavíkur. Súlur er bratt, einstakt fell, í kollinum aðskilið sem tvö fell færu, að austnorðanverðu með sléttri, lágri og stuttri hæð eður hálsi áfast við Stapafell, og eru Súlur, sem enn aðskilja nefndra hreppa land, eins og Stapafell, Njarðvíkurland og Grindavíkur. Stapafell er ekki eins hátt og Súlur, en ummálsmeira, og að ofanverðu í það dæld að endilöngu, svo lítur til austurs frá Stapafelli yfir hraun og ógöngur, sjónhending á lágt og lítið, einstakt fell, Litla-Skógfell, sem stendur í hrauni þessu. Aftur eru mörkin enn í austur í annað enn lægra fell eður stóra hæð, kallað Kálffell, og þaðan enn þá í austur beina stefnu í nyrðri rætur Fagradalshagafells.

Kongs

Er vegalengdin frá Stapafelli til síðst nefnds fells ef beint yrði farið, á að giska hér um þrjár mílur. Fagradalshagafell er að vísu ekki hátt fell, en getur þó vegna ummáls og hæðar talist sem eitt af fjöllum þeim, er liggur fyrir sunnan Keili, og afleiðinga af Lönguhlíðarfjöllunum fyrir ofan Hafnarfjörð, og þaðan sést í suðurátt. Að norðanverðu við nefnd markalínu (þ.e. úr Stapafelli í Fagradalshagafell), eiga Njarövíkingar og Vogamenn land móts við Grindvíkinga að sunnan. Enn eru takmörk sóknarinnar sjónhending fjallasýn úr Fagradalshagafelli til austurs landsuðurs í enn eitt fell, Hraunsselsvatnsfell, aftur í sömu átt þaðan í Framfell, en á Vigdísarvöllum Vesturfell kallað, og er þá að norðan og landnorðanverðu Strandarmanna land og hinn svonefndi Almenningur.
Úr Vesturfelli beygjast mörk sóknarinnar til suðurs réttsuðurs, niður í Hamradal kallaðan, og þaðan beint í Núphlíð, hvaðan þau eru sjónhending yfir Dagoófæruhraun á Selatanga. Vegalengdin úr Vesturfelli suður á Selatanga er á að giska 2 mílur, ef beint yrði farið.“
Í austri eiga Grindvíkingar land á móts við Krýsvíkinga. Grindavíkurhreppur átti landamörk með Strandahreppi í austri og voru þau við sjó í Seljubótarnefi en voru dregin þaðan í svonefndan Sýslustein sem stendur við þjóðveginn í Selvog. Við Sýslustein beygði landamarkalínan aðeins til austurs og þaðan bein lína í Litla-Kóngsfell og þaðan til fjalla sem nú heita Bláfjöll.
Land Grindavíkur er að mestu þakið hrauni sem runnið hefur eftir lok síðustu ísaldar. Sjóndeildarhringur Grindvíkinga takmarkast víða af fjöllum sem flest eru í landi Grindvíkur. Þau eru frekar lág en setja mikin svip á umhverfið. Þau eru öll talin vera gosmyndanir og eru frá því seint á síðustu öld.
Ströndin meðfram Grindavík liggur fyrir opnu úthafinu og er víðast hvar lág og lítið vogskorin. Nokkrar litlar víkur ganga inn í hana og eru Staðarvík, Járngerðarstaðarvík og Hraunsvík þeirra stærstar.“

Heimild:
-Geir Bachmann, sóknarlýsingar 1835-1882.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

Skógfellavegur

Í fyrri lýsingu um leit að LM-merki á steini við gömlu götuna (Skógfellastíg/Vogaveg) – (sjá HÉR) – er sagt frá leitinni að staðfestu staðsetningar á réttum landamerkjum Vatnsleysustrandar-hrepps og Grindavíkur. Í framhaldi af henni var ákveðið að fara með upplýsingaraðila á vettvang merkjanna.
IsleifurÞegar inn á svæðið var komið virtist ljóst að málið var alls ekki auðvelt viðureignar. Forsagan lét þó tilfinningar leitenda ekki alveg ósnortnar. Það lá í loftinu að umrætt merki væri þarna á tiltölulega afmörkuðu svæði við götuna, en hvar nákvæmlega?
Þegar kennileiti á línunni milli Kálffells og Arnarkletts eru skoðuð kemur margt forvitnilegt í ljós. Hvarvetna eru fallnar grónar vörður á hólum, hæðum og á gjám eða ummerki um slíkt, s.s. uppreistar hellur, hringhleðslur o.fl. Á einum stað virtist augljóst að vörðu hafði verið raskað, af óljósri ástæðu.
IsleifurÍ landamerkjalýsingu Þórkötlustaða frá 1890, undirrituð af fulltrúum allra jarðanna og staðfest af sýslumanni, segir m.a. um markalínuna: „…sjónhending í toppinn á Stóra-Skógfelli, þá áfram sömu stefnu yfir Litla-Skógfell, að steini sem þar stendur við götuna, þaðan að Kálffelli… Einkennismark markalínunnar er L.M. er þýðir landmerki…“. Í lýsingunni er vitnað í landamerki frá 1270, endurnýjuðum 28. júní 1620.
Helsti heimildarmaður fyrir framangreindu er Ísleifur Jónsson, margrómaður verkfræðingur frá Einlandi í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Kann hann margar skemmtilegar sögur af gegnum Grindvíkungum. Ísleifur er nú (2009) 82 ára (f:1927) og ern eftir aldri. Sagðist hann hafa farið að smala inn á Skógfellahraunið norðan við Litla-Skógfell fyrir u.þ.b. 65 árum.

Á leið

Þá hefðu smalarnir, hvort sem um var að ræða frá Vatnsleysuströnd eða Grindavík, safnast saman við „Steininn“, þ.e. landamerkjastein við gömlu götuna millum Grindavikur og Voga. Steinninn hafi verið nálægt mannhæða hár (m.v. hann þá) og á hann hafi verið klappað greinilegum stöfum LM. Grindvíkingar hefðu ekki mátt fara lengra en að Steininum því frá honum ráku þeir féð áleiðis til Grindavíkur en Strandarbúar niður á Vatnsleysuströnd. Stundum hefði verið bið eftir mönnum og var þá gott að skýlast við Steininn, sem reyndar hafi að nokkru verið smáhæð.
FerðinÁður en lagt var af stað staðfesti Elías Guðmundsson (nú íbúi í Reykjanesbæ, rúmlega fimmtugur) frá Efralandi í Grindavík frásögn Ísleifs. Sagðist hann fyrir mörgum árum verið sendur inn að Steininum til að smala, en lengra mátti hann ekki fara. Þar tækju Vogamenn við. Ofar hefði Stóravarða verið með stefnu í Kálffell. Steinninn hefði og verið áberandi á landamerkjunum við gömlu götuna. Hann hefði hins vegar heyrt á seinni árum að Kaninn, sem hafði æfingaraðstöðu í heiðinni, hefði notað Steininn sem skotmark. Hvort þeir hefðu hitt hann eður ei vissi hann ekki. Elías sagðist aðspurður vera orðinn lúinn til fótanna og gæti því ekki tekið þátt í þessari ferð – en kannski seinna.
Nú segir í stuttri lýsingu frá upphafi og endi ferðarinnar.
IsleifurSafnast var saman sunnan við Arnarklett (landamerki Grindavíkur og Voga). Kobbi (Jakob) frá fjórhjólaleigunni ATV 4×4 í Grindavík, sem hafði góðan stuðning af lögreglunni við endurheimtur þá og þegar til kastanna kom, hafði eitt hjólanna meðferðis. Óskar, frá Saltfisksetri Íslands, Sævarsson var einnig mættur, enda hafði hann undirbúið ferðina gaumgæflega Grindavíkurmegin. Allt stóð af efndum.
Á staðnum klæddist Ísleifur tilheyrandi skjól- og hlífðarfatnaði, settist á fjórhjólið aftan við ökumanninn og lagt var af stað eftir ruddum slóða í gegnum úfið Arnarseturshraunið (rann 1226). Á undan gengu sem sagt nefndur Óskar, sonur Ísleifs (Einar) og fulltrúi FERLIRs, sem bara fylgdi með svona til að skrá ferðina líkt og allir fjölmiðlar landsins hefðu að sjálfsögðu gert (ef þeim hefði bara verið boðið).
MörkinÞegar komið var inn að Litla-Skógfelli þurfti að finna tilheyrandi slóð fyrir fjórhjólið. Hleypt var lofti úr dekkjum og tilraun gerð hvort för sæjust eftir þau í mosanum, en það reyndist ekki vera. Gömlu götunni var því að mestu fylgt að áfangastað. Þegar þangað var komið kannaðist Ísleifur við sig frá fyrri tíð. Hann sagðist aðspurður ekki hafa fylgt gömlu götunni að Steininum heldur farið beint að augum – „þangað inneftir“. Dró hann upp landakort (danska herforingjakortið) upp úr tösku og sýni hvernig markalínan ætti að liggja skv. fyrrnefndri landamerkjalýsingu. Landamerki Þórkötlustaða voru dregin (skv. lýsingunni) um hæstu bungu Stóra-Skófell og hæstu bungu Litla-Skógfells til norðurs að „Steininum við gömlu götuna“. Skv. því virtist eiga að vera augljóst hvar Steininn væri að finna. Þó var svo ekki, enda fór drjúgur tími í leitir á tiltölulega litlu svæði.
SteinnMiðað við uppdrátt Ísleifs virtist ljóst hvar Steininn var að finna. Um það bil 160cm há klapparhrúga virtist líklegasti staðurinn. Ef áletrunin væri þar myndi hún eflaust vera sem sólstafir að síðdegi. Utan við við staðinn er gróin varða á hól. Í línu við hólinn, milli Kálffells og Arnarkletts eru fleiri standandi og fallnar vörður er gætu gefið hin fyrrum landamerki til kynna – enda eflaust ekki komnar af engu.
Steinninn er um 1.8 km norðan við Litla-Skógfell og alls ekki auðfundinn. Hins vegar má ætla, meðan smalamennskan var eðlilegur hluti búskaparins, hafi staðsetningin verið á allra hlutaðeigandi vitorði – svo stutt frá gömlu götunni, sem ekki var hægt að villast út frá. Teknir hafa verið steinar úr nærliggjandi hól og búið til skjól, væntanlega fyrir þá sem biðu hinna.
Grindavik-vogar-landamerki-2Og þá var að halda til baka. FERLIR var beðinn um að halda staðsetningunni leyndri, a.m.k. fyrst um sinn. Ef þetta reynist rétt mun umdæmi Grindavíkur stækka um 1.5 km til norðurs, um tugi hektara, á kostnað Vatnsleysustrandar-hrepps. Á móti myndi Vatnsleysustrandar-hreppur (Vogar) hins vegar fá sambærilega landspildu á móti úr Grindavíkurlandi.
Auk framangreinds má bæta við eftirfarandi skráðri heimild frá um 1500:

„SKRÁ um landamerki milli Voga og Grindavíkr. – Landsbókasafn 108. 4to bls. 543 með hendi séra Jóns Haldórssonar í Hítardal „Eptir atgömlum rotnum blöðum úr herra Gísla Jónssonar bréfabók“. Sbr. Dipl. IBI. II, bls. 76.
„Um Landamerke i millum Voga og Grindavijkur.
Úr máldaga sem skrifadur var i tijd Byskups Stephanar.
Grindavik-vogar-landamerki-3Voru þesse landamerke höfd og halldin i millum voga á strönd og grindavijkurmanna meir enn upp á 30 vetur ákallslaust. ad vogar ætte ecke leingra enn nedan fra ad Kálfsfelli og upp ad vatnskötlum fyrer innan fagradal og upp ad klettnum þeim sem stendur vid Skogfell hid nedra vid götuna enn Þorkötlustader og Jarngerdarstader ættu ofan ad þessum takmörkum.“
Skv. þessari heimild ættu landamerki að líta út eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Hún staðfestir í raun frásögn Ísleifs í einu og öllu. Auk þess má enn sjá Steininn við „gömlu götuna“. Á hann er klappað merkið „LM“.
Frábær ferð. Gangan (aksturinn) tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Ísleifur Jónsson, f: 1927.
-Elías Guðmundsson.
-Íslenskt fornbréfasafn, 7. b. (1170-1505), bls. 457-458.

Skógfellavegur

Merki við Skógfellaveg.

 

Snorrastaðatjarnir

Ísleifur Jónsson (f:1927), verkfræðingur frá Einlandi í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík, hefur kynnt sér mjög vel landamerki Grindavíkur annars vegar og nágrannabyggðalaganna hins vegar. Hann er ekki í nokkrum vafa um að landamörk Grindavíkur og Vatnsleysustrandarhrepp séu rangt skráð á nýmóðins landakort sem og jafnvel sum þeirra eldri. Sneið norðan við Litla-Skógfell ætti með réttu að tilheyra Grindavík – og þar með Þórkötlustaða-hverfisbæjunum, sbr. landamerkjalýsingu frá árinu 1890, en ekki Vatnsleysustrandar-hreppi, eins og vilji væri til í dag – hvernig sem það væri nú allt til komið?
SkógfellavegurAð hans sögn voru öll hornmörk Grindavíkur fyrrum svo og Grindavíkur-jarðanna klöppuð með bókstöfunum „LM“. Þannig hefði t.d. mátt sjá LM á steini (Markasteini við Markalón) í fjöruborðinu ca. 60 m vestan við Þórkötlustaða-nesvita (Nesvita) þangað til óveður árið 1942 hefði þakið hann grjóti. Steinninn væri landamerki Hóps og Þórkötlustaða. Þaða hefði línan legið upp í Moshól og um Skógfellin (Stóra-Skógfell og Litla-Skógfell), í klett norðan við það síðarnefnda og áfram að mörkum Vatnsleysu-strandarhrepps, í klöpp austan gömlu götunnar (Skógfellavegar) þar sem hún beygir til norðurs að Vogum. Í klöppina hafi verið klappaðir bókstafirnir „LM“. Austan við merkið hefði verið reistur mannhæðahár steinn.
VarðaÞetta vissi hann því fyrir u.þ.b. 70 árum hefði hann verið sendur til að smala Grindavíkurlandið ásamt öðrum. Hefði hann verið vestastur smalanna (þ.e. farið var upp frá Vogum) að mörkum sveitarfélaganna og þeir beðið við steininn. Á klöppina, sem hann hafi síðan hafið smalagönguna áleiðis til Grindavíkur, u.þ.b. 1.5 km norðan við Litla-Skógfell, hefði þessi áletrun verið greinileg. Hún hafi verið vestan við nefndan stein. Allir fjárbændur í Grindavík fyrrum, ekki síst í Þórkötlustaðahverfi, hefðu vitað af klöppinni og merkingunni. Hún hafi verið í línu millum Arnarkletts sunnan Snorrastaðatjarna (þar sem „LM“ ætti að vera klappað). Ekkert merki hefði verið á þeirri klöpp norðan við Litla-Skógfell sem Vatnsleysustrandarbændur hefðu löngum talið mörkin liggja um. Þau hefðu fremur verið óskhyggja en staðreyndir og eru að öllum líkindum runnar undan rifjum Vogabænda.
HellaÞegar skoðaðar voru markalýsingar Grindavíkur annars vegar og Vatnsleysustrandarhrepps annars vegar kom ýmislegt áhugavert í ljós – og ekki allt samkvæmt bókinni.
Í lýsingu fyrir Voga segir m.a. um markalínuna á þessum slóðum: „Úr Vatnskötlum liggja mörkin til útsuðurs um Kálffell og í kletta við götuna nyrst í Litla-Skógfelli. Úr Litla-Skógfelli liggja mörkin á Arnarklett, allháan klett og auðkennilegan í brunahrauninu sunnan Snorrastaðatjarna.“ Þetta er eina lýsingin sem getur þess að mörkin liggi um Litla-Skógfell norðanvert. Í jarðalýsingu Vatnsleysustrandarhrepps segir hins vegar: „Þar austar er svo annað lágt fell á merkjum, Kálffell.“

Svæðið

Í lýsingu Þórkötlustaða segir: „Úr Stóra-Skógfelli liggur markalínan í gjána í Kálffelli en það er lágt fell eða bunga sem er framarlega í Kálffellsheiði. Frá Kálffelli liggja landamerkin í Vatnskatla í Fagradals-Hagafelli og þaðan í Innstuhæð á Vatnsheiði.“ Hafa ber í huga að Litla-Skógfelli er sleppt í þessari lýsingu, enda engin mörk þar. Þarna er Kálffellið á landamerkjum.
Í lýsingdu Þórkötlustaðahverfis segir ennfremur: „Samkv. þessu er Sandhóll sem er vestur af Kasti og Fagridalur sem er kvos inn í Fagradalsfjall austan við Aura í landi Þórkötlustaða. Fagradals-Vatnsfell sem er norðvesturöxl Fagradalsfjalls er sömuleiðis í landi Þórkötlustaða. Aurar heita melar innan við og austan Dalahraun og þar norður af eru grasflatir sem heita Nauthólaflatir. Þar var heyjað af bændum á Þórkötlustöðum. Vesturhluti Beinavörðuhrauns nær vestur í land Þórkötlustaða.“
ummerkiHér er augljóst að allt land innan við Litla-Skógfell, þar með talinn Fagridalur, tilheyrir Þórkötlustaðabæjunum sex; þ.e. Þórkötlustöðum I, II og III sem og Klöpp, Buðlungu og Einlandi.
Þegar skoðuð eru landamerki Hrauns kemur eftirfarandi fram: „Þaðan til vesturs sunnanvert við Keili um Vatnskatla og í Kálffell, sem er lágt og frekar lítið áberandi fell.“ Merkin eru gjarnan miðuð við Kálffell. Ágreiningurinn hefur hins vegar staðið um sneiðingin suðvestan við Kálffellið.
VörðurAri Gíslason segir m.a. í örnefnalýsingu sinni um Voga: „Suður frá Vogunum lá æfaforn vegur sem nefndur er Sandakravegur. Hefur hann verið mikið notaður ef marka má það að sumstaðar eru þar djúp för niður í hraunklappirnar. Vegur þessi lá að Ísólfsskála í Grindavík… Ofanverðu við Stóru-Aragjá skiptist vegurinn og heitir sá vestri Skógfellsvegur. Krókar heitir svo á Stóru-Aragjá niður af felli því sem heitir Litla-Skógfell.“
Samkvæmt lýsingu Ara, sem var nákvæmnismaður í lýsingum sínum (skrifaði fremur stuttar lýsingar en lengri ef skipin lágu þannig) voru Skógfellavegirnir tveir. Það verður að þykja athyglisvert því löngum hefur önnur gata, auk Skógfellavegar, verið merkt inn á landakort. Sú gata á að hafa legið um Fagradal (Nauthólaflatir), Mosadali og inn á Skógfellaveginn (Sandakragötuna) á fyrrnefndum mörkum.
BrakiðÍ vettvangsferð um Skógfellaveginn (algerlega í hlutlausum gír) var hann fetaður frá Vogum allt að Litla-Skógfelli (4.7 km í beinni línu). Þegar hnit voru tekin við Litla-Skógfell og gengið til baka (eftir símtal við Ísleif) var ljóst að ganga þurfti ca. 1.5 km bakleiðis. Eftir 1.2 km var gengið út úr apalhrauni austasta hluta Sundhnúkagíga-raðargossins (frá ca. 1220) inn á slétt helluhraun (Skógfellahraunið, ca. 11.500 > 8000 ára). Þar var komið inn á sléttar hellur í hrauninu þar sem gamla gatan var vel mörkuð. Á einum stað, þar sem gatan beygir til suðurs, mátti telja augljóst að væru mörk. Þrátt fyrir ítarlega leit í skamman tíma var ekki hægt að finna þarna áletrunina „LM“. Ef góður tími væri gefin til leitarinnar mætti eflaust finna hana þarna. A.m.k. gaf staðsetningin tilfinningu fyrir einhverju væntanlegu.
BrakÞegar staldrað var um stund á þessum stað virtist augljóst að um landamerki væri að ræða. Suðaustan við staðinn var skófvaxin varða með stefnu í Kálffell. Norðvestan við hann var hraunhóll með gróinni vörðu. Fjær hafði hella verið reist við með tilheyrandi stuðningi. Stefnan á framangreindu var á fyrrnefndan Arnarklett sunnan  við Snorrastaðatjarnir.
Þegar kennileiti á línunni milli Kálffells og Arnarkletts voru skoðuð kom margt forvitnilegt í ljós. Hvarvetna eru fallnar grónar vörður á hólum, hæðum og á gjám eða ummerki um slíkt, s.s. uppreistar hellur, hringhleðslur o.fl. Á einum stað virtist augljóst að vörðu hafði verið raskað, af óljósri ástæðu.
SkógfellavegurÍ landamerkjalýsingu Þórkötlustaða frá 1890, undirrituð af fulltrúum allra jarðanna og staðfest af sýslumanni, segir m.a. um markalínuna: „…sjónhending í toppinn á Stóra-Skógfelli, þá áfram sömu stefnu yfir Litla-Skógfell, að steini sem þar stendur við götuna, þaðan að Kálffelli… Einkennismark markalínunnar er L.M. er þýðir landmerki…“. Í lýsingunni er vitnað í landamerki frá 1270, endurnýjuðum 28. júní 1620.
Telja verður, af vettvangsferðinni lokinni, að landamerki Vatnsleysustrandar-hrepps og Grindavíkur hafi fyrrum legið um Arnarklett í Kálffell og þaðan í Vatnsfell-Hagafell (Vatnskatla). Því má telja, án efa, að Fagridalur og Nauthólaflatir hafi fyrrum tilheyrt Þórkötlustaðalandi, líkt og heimildir um selstöður (Dalssel) segja til um.
FERLIR hefur ógjarnan blandað sér í landamerkjamál og -deilur, hvort sem um er að ræða einstakar jarðir eða fyrrum hreppa. Í þessu tilviki verður þó varla hjá því komist sökum réttmæts rökstuðnings þess og þeirra er mest og best hafa kynnt sér málavexti.
Fljótlega verður farið aftur á vettvang og þá með Ísleifi Jónssyni með það fyrir augum að staðsetja L.M. merkið á hellunni við nefndan stein rétt við gömlu götuna, sem þar er enn mjög greinileg.
Þegar niður á neðanverða Vatnsleysustrandarheiðina kom mættu þátttakendum tokennilegt brak; sennilega af einhverjum beltabryndreka hernámsliðs fyrri tíðar.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín, enda voru gengnir 12.3 km með tilheyrandi frávikum fram og aftur um hraunhellurnar. 

Heimildir m.a:
-Ísleifur Jónsson, f: 22.05.1927.
-Örnefnalýsingar fyrir Járngerðarstaði, Þórkötlustaði og Hraun.
-Landamerkjalýsing fyrir Vatnsleysstrandarhrepp.
_Landamerkjalýsing Þórkötlustaðahverfis 20. júní 1890.
-Vettvangsferð.

Skógfellastígur

LM-merki á Steini við Skógfellastíg.

Seltjarnarnes

Á norðvestanverðri Valhúsahæð á Seltjarnarnesi er stór landamerkjasteinn, sem áður var í fornum landamerkjagarði frá því á 11. öld (að talið er). Garðurinn náði millum jarðanna Ness og Eiðis. Á steininn er klappað „LANDAMERKI„.

Seltjarnarnes

Landamerkjasteinn á Valhúsahæð.

Á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar 2. júní 2016 má lesa eftirfarandi undir fyrirsögninni „Ísland endurmælt með upphafspunkt á Valhúsahæð“:
„Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins miðvikudaginn 1. júní, stendur til á næstu mánuðum að endurmæla og –reikna alla punkta í grunnstöðvaneti landmælinga á Íslandi. Verkefninu var formlega ýtt úr vör í gær þegar mælitæki var sett af stað á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi, en frá árinu 1904 hefur þar verið einn af grunnpunktum í mælikerfi landsins.
Eftir nokkra daga ættu að vera komnar niðurstöður úr þessari einstöku mælingu, segir í blaðinu. Umræddur grunnpunktur, sem fjallað er um, er svokallaður Landamerkjasteinn með áletruninni LANDAMERKI.
Steinninn var skráður í fornleifaskráningu árið 1980, en líklegt má telja að steinninn hafi átt að marka land á milli norðan- og sunnanverðs Ness“

Seltjarnarnes

Landamerkjasteinninn – áletrun.

Í „Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi 2006“ segir: „Áletrun – landamerki; landamerkjasteinn með áletrun norðvestarlega á Valhúsahæð. Hann er fast vestan við Þvergarð, um 80 m austan við Valhúsabraut en um 130 m SSV við norðurenda Þvergarðsins. Ekki er ljóst á hvaða merkjum steinninn er. Þvergarður hefur frá fornri tíð markað land milli Ness og bæjanna austarlega á nesinu og því lítil ástæða til að ætla að klappað hafi verið í steinninn til að marka af land milli austur- og vesturness. Líklegra má e.t.v. telja að steinninn hafi átt að marka land á milli norðan- og sunnanverðs ness. Þá hugsanlega merki Bakka og Ness eða upphaf markalínu milli Mýrarhúsa/Eiðis og Hrólfsskála. Ekkert er vitað um aldur áletrunarinnar.
Valhúsahæð er lítt gróinn melur. Að vestanverðu er hún stórgrýtt klapparholt. Steinninn er talsvert stærri en aðrir steinar á holtinu. Landamerkjasteinninn er um 1,4 m hár, um 2 m á lengd en 1,5 m á breidd. Í norðurhlið hans er klappað „LANDAMERKI“. Áletrunin er tæpir 35 cm á lengd en 2-3 cm á hæð. Steinninn var skráður í Fornleifaskráningu.“

Heimildir:
-http://www.seltjarnarnes.is/frettirogutgefidefni/frettir/nr/9780 – www.selstjarnarnes.is 02.06.2016
-Fornleifaskráning á Seltjarnarnesi, Fornleifastofnun Íslands 2006.

Seltjarnarnes

Landamerkjasteinninn – áletrun.

Gráhella

Í Íslenskum fornbréfum er m.a. getið um landamerkjabréf Setbergs í Álftaneshreppi frá árinu 1523. Í rauninni hafa landamerki jarðarinnar lítið breyst í gegnum tíðina:
Ketshellir-21„Þad medkennum vier epterskrifader menn Jon Jonsson-[Runolfur1) biarnason2) og3) Runolfur Oddsson med þessum vorum eigein vitnisburde þad vier vorum vidstadder i skilldinganese á seltiarnarnese vm vorid epter fardaga þan 64) dag Junij.5) Arum epter lausnarans fæding 1523 saum vier og heyrdum6) á vidurtal þessara manna Peturs biörnssonar og Halls biornssonar. en af annare alfu Thomas Jonssonar vm arfaskipte á jordunne setberge. gafv þesser firnefnder menn Thomas Jonson frijan og kuittan fýrer sig sijna arfa med fullnadar handsölum vm jerdina setberg í Alftaneshrepp i Garda kirkju sokn liggiande. og medkiendust fyrer oss ad þeir hefde7) fullnadar betaling8) med tekid af firnefndum thomase jonsyne. handsoludu þesser firnefnde menn petur biornsson og hallur biornsson thomase Jonssyne ]ordena setberg til fullkomlegrar eignar og forraada9) med öllum hennar10) gögnum og giædum sem greindre jordu filger og fýlgt hefur ad fornu og nyu. sem er inan þessara takmarka. Vr midium kietheller og i stein [þan er stendur Urridakot-229i fremsta tiorn11) hollte. vr honum og i flodhalsin12). vr flodhalsinum13) og i alftatanga. vr honum og i Hellvu4) ef stendur i lambhaga. þadan og i [nedstu jardbru15). so epter þui sem lækurinn af skier [j tungards endan16). þadan i silungahellu. so þadan og i þufuna sem17) sudur á holltenu stendur. vr henne og i sidre18) lækiarbotna. vr þeim og i Grahellu. vr henne og i midian kietheller. hier ad auk a Garda stadur tolf19) hesta [reidings ristu20) i setbergs landfe. en opt nefnt21) setberg budarstödu vid skipaklett22) i garda lande. og ad öllu þessu sem hier er fyrir ofan skrifad gafu þesser firnefnder menn huörier adra kuitta [med fullnada“ handsölum1) fyrer sig og sijna erfingia2). Og til meire stadfestu setium vier vor incigle hier vnder. skrifad sama3) stad og dag sem fir seiger.
skilldinganese4) 1523 þan 6 dag Junij. [Undersrifader vitna og medkena ad soleidess ordrett seded hafe þad gamla Pergam entzbref Setbergs i Alfftaesshrepp. so sem hier ad ofan og framan skrifad stendr ad undanteknu þvi er Eydan ordana eda bokstafana til vijsar. ad þetta satt sie stadfesta ockar eigen handnskrifter og hiaþryckt Signet a Saurbæ a Kialarnese þan 27. Aprilis Anno 1723.
Sigurdur Sigurdsson mppria Hans Biarnason mppria
landsþingsskrifare (L. S.)
Birt a mantalsþingi ad Gordum 18 Juni 1852.
Th. Jónasson.5)“

Heimild
-Íslenskt fornbréfasafn, Setbergsbréf 1532, bls. 146-147.

Setberg

Setbergsbærinn- tóftir.