Tag Archive for: Ölfus

Brennisteinsfjöll

Gengið var upp í Brennisteinsfjöll (Fjöllin) með það fyrir augum að endurfinna op á hraunhellunni norðnorðvestan Kistufells og staðsetja það. Opið fannst fyrir nokkrum árum, en virðst síðan hafa lokast. Þrátt fyrir ítrekaðar leitir hefur það ekki fundist á ný.
Brennisteinsfjoll-128Á loftmynd mátti og sjá op er gæti verið áhugavert norðan megin-hrauntraðarinnar úr Kistufellsgígnum. Þá var og ætlunin að skoða niður í annað op, sem einnig fannst fyrir nokkrum misserum, en ekki hafði gefist tækifæri til að fara niður í fram að þessu vegna skort á viðeigandi búnaði. Um það átti að vera hægt að komast niður í mikið gímald. Þá var og ætlunin að skoða nánar nýfundið op, sem Guðni Gunnarsson, formaður HERFÍ og fleiri fundu á austurbrún Eldborgarhrauns fyrir skömmu. Til að komast niður í það þurfti einnig viðeigandi búnað. Að þessu sinni var haldið áleiðis upp Kerlingarskarð, beygt upp Þverdal og komið upp í Fjöllin um Miðskarð. Vesturskarð er ofar og vestar og Austurskarð hefur jafnan verið nefnt Kerlingarskarð. Á göngunni um Brennisteinsfjöllin var eftirfarandi um jarðfræði þeirra rifjuð upp: „
Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í 400–500 m hæð yfir sjó.
Brennisteinsfjoll-123Í eldstöðvakerfinu sem kennt er við Brennisteinsfjöll er skýrt afmörkuð gos- og sprungurein með stefnu NA-SV. Kjarninn í henni er á milli Heiðarinnar há og Bláfjalla að austan og Lönguhlíðar-stapans að vestan. Bláfjöll eru oft felld undir þetta sama eldstöðvakerfi sem sérstök gosrein með móbergshryggjum, dyngjum og fáeinum gígaröðum, mikilli gosframleiðslu, en furðulítið er þar um brot. Jarðhitasvæði er ekki sýnilegt í Bláfjallareininni. Í Brennisteinsfjallareininni eru sprungugos ráðandi, en dyngjur koma þar einnig fyrir og er Kistufell þeirra mest. Í fjallendinu er gos- og sprunguvirkni samþjöppuð á belti sem er einungis um 1200 metra breitt frá Eldborgum undir Geitahlíð uns kemur norður á móts við Bláfjöll að það víkkar og óljóst verður hvar mörk liggja, en þar er komið langt norðaustur fyrir jarðhitasvæðið. Allar bergmyndanir eru basalt og ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði.
Brennisteinsfjoll-124Brennisteinsnám var stundað í fá ár eftir 1876 og fyrir 1883. Menjar þess eru námuskvompur í rúmlega 2000 ára gömlu hrauni og tveir tippar stærstir þar framan við. Jarðhitamerki er að finna miklu víðar en sýnt er á eldri kortum Jón Jónsson (1978), Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson (2001).
Á jarðhitakortinu er sýndur virki jarðhitinn og kaldar ummyndunarskellur, aðgreindar eftir því hvort um er að ræða mikla eða væga ummyndun. Mikil ummyndun einkennist af ljósum leirskellum, en væg fremur af rauðum leir, upplituðu bergi og minni háttar útfellingum. Væg ummyndun er fyrst og fremst bundin við jarðmyndanir frá ísöld, en nær þó einnig til hrauna í Brennisteinsfjoll-125Brennisteinsfjöllum sjálfum.
Yfirborðsmerki um jarðhita finnast á rein sem nær frá því á móts við Kerlingarskarð í norðaustri til suðvesturs á móts við Kistufell. Þessi rein er 4 km löng, um 1 km breið og öll í sprungubelti Brennisteinsfjalla. Virkur jarðhiti er á þrem blettum á litlu svæði: Í hinum fornu námum er gufuhver, við suðumark, með brennisteinútfellingu og gufur allt að 93°C heitar í námuskvompunum í kring. Í hraunbungu 200-300 m norðar eru gufur á dálitlu svæði og mestur hiti 60°C. Við hraunjaðar um 300 m norðaustan við námusvæðið er 22°C hiti í ljósri leirskellu, en sú sem meira ber á sunnar niðri í brekkunni upp af Hvamminum er köld.
Eldvirkni á Reykjanesskaga hefur sýnt sig að vera lotubundin sé litið á síðustu 3000 ár. Hver lota gengur yfir á um það bil 400 ára tímabili með gosum í nokkrum af eldstöðvakerfum skagans. Á milli líða um 800 ár þegar ekki gýs, en þess í stað kemur jarðskjálftavirkni með höggun á sniðgengjum.

Brennisteinsfjoll-126

Síðasta lota hófst fyrir landnám í Brennisteins / Bláfjallafjallakerfinu og lauk þar árið 1000. Eftir fylgdi Trölladyngjukerfið með gosvirkni á 12. öld og síðan Reykjanes- og Svartsengiskerfin með gosum á 13. öld. Líkt gekk til fyrir 2400-2000 árum. Vitað er að eldvirkni var á Reykjanesi, í Trölladyngju og Brennisteinsfjöllum fyrir rúmlega 3000 árum, en tímabilið þar á undan er miður þekkt. Goshlé á Reykjanesskaga hefur nú varað í rúmlega 750 ár.
Sprungureinin fyrrenfnda, sem kennd er við Brennisteinsfjöll, nær frá sjó í suðri og norðaustur á Mosfellsheiði og er svæðið eitt af fallegustu jarðeldasvæðum landsins og enn lítt spillt af mannavöldum. Ung brot, sem hreyfst hafa eftir ísöld, eru mörg og sum stór. Jarðskjálftar eru fremur tíðir í sprungureininni og geta verið kröftugir.

Brennisteinsfjoll-127

Jón Jónsson birti árið 1978 tímamótaskýrslu um jarðfræði Reykjanesskagans. Með skýrslunni eru kort í kvarða 1:25.000 og ná þau frá Reykjanesi austur í Ölfus. Þrátt fyrir þetta og þær rannsóknir sem hér er gert grein fyrir er margt í jarðfræði svæðisins sem þarfnast frekari rannsókna. Meðfylgjandi kort er í sama mælikvarða og kort Jóns, enda erfitt að sýna jarðmyndanir á korti í minni mælikvarða því sumar gosmyndanir hafa takmarkaða útbreiðslu.
Vegir ná ekki inn á svæðið og því tímafrekt að komast að og frá rannsóknarsvæðinu. Útivinna við rannsóknir var aðallega unnin að hausti til, en þótt svæðið sé nálægt Reykjavík gat verið erfitt að finna hentuga daga til rannsókna. Best er að ganga um svæðið í norðanátt, en í öðrum áttum liggur yfirleitt skýjabakki með þokum yfir fjöllunum.
Brennisteinsfjoll-129Síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum og er talið að síðasta jökulskeið hafi staðið yfir í um 100.000 ár. Á þeim tíma mun megnið af þeim jarðlögum sem byggja upp fjallabálkinn frá Lönguhlíð, um Bláfjöll og norður í Hengil hafa myndast. Megingerð jarðlaga er móberg, og þar sem gosstöðvar hafa náð upp úr jökli hafa runnið hraun og myndast stapar eða hraunahryggir. Mikið er um slíkar myndanir í Brennisteinsfjöllum. Ástæða þess að þarna hefur myndast hærra land en umhverfis er sú að við gos undir jöklum ná gosefnin ekki að renna sem hraun heldur hlaðast þau upp nálægt gosstöðvunum, sem móbergsfjöll. Á hlýskeiðum renna gosefnin aðallega sem hraun og mynda þunnar breiður sem fylla smám saman upp í dali og lægðir milli móbergsmyndana. Eldri hluti jarðmyndana var ekki kortlagður sérstaklega í þessari úttekt á svæðinu, enda einkum verið að kanna umhverfi jarðhitasvæðisins.

Brennisteinsfjoll-131

Allar bergmyndanir á rannsóknarsvæðinu í Brennisteinsfjöllum eru basalt. Ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði og þar sem engar borholur eru á svæðinu er ekkert vitað um gerð berggrunnsins fyrir utan það sem sést í fjallahlíðum. Jarðmyndanir eru allar frá Brunhes segulöld, þ.e. eru yngri en 780.000 ára og sennilega talsvert yngri en það, en aldursgreiningar vantar til staðfestingar á aldri myndana. Dyngjur á Reykjanesi eru flestar fremur gamlar og liggja sumar á jöðrum eða utan eldstöðvakerfanna (Heiðin há, Leitin, Selvogsheiði).
Nútímahraun á Reykjanesi hafa verið kortlögð af Jóni Jónssyni (1977, 1978). Jón flokkaði hraun eftir aldri og gerð, og mældi í þeim hlutfall steinda. Síðan Jón vann sitt verk hafa bæst við nokkrar nýjar aldursgreiningar og aukin þekking á öskulögum hefur auðveldað aldursgreiningu jarðlaga. Í þessari skýrslu er númerum Jóns og heitum á hraunum og eldstöðvum haldið (Jón Jónsson 1978), enda ástæðulaust að breyta þeim. Kortlagninu Jóns á hraunum hefur fremur lítið verið breytt, en þó hafa jaðrar sumra hrauna verið dregnir dálítið öðruvísi.

Brennisteinsfjoll-130

Hraunum sem hefur verið skipt upp er sérstaklega getið. Á jarðfræðikortum af höfuðborgasvæðinu (í kvarða 1.25.000) sem gefin voru út 1993–2000 (Helgi Torfason o.fl 1993, 1997, 1999, 2000) var nöfnum hrauna breytt á nokkrum stöðum og sett ný auðkenni á hraunin í stað númeranna sem Jón notaði, og er þess getið þar sem það á við.
Gos á Brennisteinsfjalla-sprungureininni falla á tvær eða þrjár afmarkaðar skákir en Freysteinn Sigurðsson (1985) hefur greint þennan hluta í fjórar skákir (gosreinar) og þá austustu sem dyngjurein. Hér er þetta dálítið einfaldað og mynda nokkrar gossprungur vestustu skákina sem liggur frá Eldborgu við Geitahlíð norður að Þríhnúkum (tvær hjá FS 1985), en mið-skákin liggur frá Svartahrygg norður í norðurenda Rauðuhálsa í vesturhlíðum Bláfjalla. Þá liggur sakleysisleg skák um Heiðina há, Leitin austan Bláfjalla og í eldvarpið Eldborgu, þaðan sem Kristnitökuhraunið kom árið 1000 (dyngjurein hjá FS 1985).
Mest hafa gosin verið í vestustu skákinni. Ekki hefur gosið á vestara gosbeltinu á Brennisteinsfjoll-133sögulegum tíma norðar en í Eldborg austan Bláfjalla. Má leiða líkum að því að kvika hafi sest að í iðrum Hengils í stað þess að koma upp á yfirborð og er það ástæða hins mikla jarðhitasvæðis sem þar er.
Aldur (byggður á öskulaga-rannsóknum) og upptök margra hrauna á Brennissteinsfjallasvæðinu hefur verið ákvarðaður, sbr. meðfylgjandi:
H-138 – Selvogshraun – sunnan Kistufells – eldra en 1226
H-149 – Kóngsfellshraun – vestan Kóngsfells um 950 = Húsfellsbruni yngri
H-150 – Húsfellsbruni – Eldborg, við Drottningu um 950 = Húsfellsbruni yngri, Hólmshraun V
H-142 – Svartihryggur – Svartihryggur um 950 – sennilega sama gos og H-150
H-129 – Breiðdalshraun – Kistufell eftir 900
Brennisteinsfjoll-132H-130 – Kistuhraun  – Kistufell eftir 900 álíka gamalt og H-129
H-139 – Yngra Hellnahraun – í Grindarskörðum 875 eldra en H-138, e.t.v. 950 – Tvíbollahraun, Tvíbollar, Grindarskörð 875
H-140 – Stórabollahraun, Stóribolli dyngjuhraun, Skúlatúnshraun
H-203 – Við Tvíbolla – e.t.vv sama og H-140
H-127 – Vörðufellsborgahraun  – Vörðufellsborgir, 1300-1400
H-118 – H-123 – H-135 – Brennisteinshraun, yngra gígaröð vestan jarðhita vestan brennisteinsnáma
H-116 – Kálfadalshraun, norður af Geitahlíð > 2400-2600
H-146 – Þríhnúkahraun, yngra Þríhnúkarhraun við Kristjánsdalahorn
H-200 – vestan Draugahlíða
Brennisteinsfjoll-134H-202  -vestan Draugahlíða, undir H-200
H-136 – Brennisteinshraun, eldra Gígar norðan Kistufells vestan brennisteinsnáma
D-24   – Strompahraun, Strompar dyngjuhraun
H-137 – „Gamlahraun“, gömul gígaröð N Kistu
H-132 – NV Kistu > 3200-3400
H-143 – S Þríhnúka e.t.v. fleiri gos en eitt
H-141 – SA Grindarskarða
H-128 – Hvannahraun, Eldborg dyngjuhraun
H-121 – SV Vörðufells
H-123 – SV Vörðufells
H-125 – sunnan Vörðufells
H-115 – Sláttudalur
H-112 – Stóra Eldborg
H-126 – vestan Sandfjalla
D-16   – Herdísarvíkurhraun í Brennisteinsfjöllum dyngjuhraun
D-17   – Í Herdísarvík dyngjuhraun > 4500
Brennisteinsfjoll-135H-134  – Kistufellshraun Kistufell
H-204  – austan Kistufells hrauntætlur á móbergshálsi
H-201  – austan Stórabolla
D-23   – Heiðin há, Heiðin há dyngjuhraun
D-21   – Í Herdísarvík dyngjuhraun >9000

Dyngjurnar á Reykjanesskaga eru flestar gamlar. Þær einkennast af þunnum hraunstraumum sem runnið hafa á löngum tíma og oft langar leiðir. Bergið í dyngjuhraunum getur verið ýmist dílótt eða dílalaust og oft erfitt að rekja hraunstrauma frá þeim. D-16 Herdísarvíkurhraun kemur fram í tveimur óbrinnishólmum suðvestan við Kistu. Þetta er hraun frá gamalli dyngju sem Jón hefur rakið meðfram ströndinni til austurs. Sennilega er dyngjan sjálf í Brennisteinsfjöllum, e.t.v. norðan undir Vörðufelli. D-23.
Heiðin há er gömul dyngja, sú Brennisteinsfjoll-137stærsta frá nútíma á Reykjanesskaga (170 km2 og um 6,8 km3 að rúmmáli). Gígsvæðið er við Kerlingarhnúk og er gígurinn fylltur af hraunum, en hraunstrýtur (hornito) marka útlínur hans. Þessi dyngja er austarlega í sprungurein er tengist Brennisteins-fjallasvæðinu (eða annarri sem þá tengist Bláfjöllum, sbr. Leitin), og er hún nokkuð austan við megin-eldlínuna. Hraun frá Heiðinni há ná niður að Þorlákshöfn. Sumir hraunstraumanna eru plagíóklasdílóttir en aðrir dílalausir, sama gegnir um ólivín. Grafið var öskulagasnið niður á dyngjuna norðan við Svartahrygg og sást þar að hún er eldri en 3.000 ára, sennilega enn eldri. D-24 Strompar er dyngja rétt sunnan við skíðaskálana sem eru í Bláfjöllum. Í hrauninu frá Strompum eru fallegir hraunhellar, myndaðir í hrauná sem hefur runnið frá gígunum til norðurs. Þessi dyngja er í norðurhlíðum D23 og því er hún greinilega yngri og hefur Jón Jónsson lýst henni vel (1976, 1978). 

Brennisteinsfjoll-138

Eldvörpin eru 7 og eitt sýnu stærst og telur Jón að hraun við bæinn Hólm (Hólmshraun II) gæti verið komið frá þessari eldstöð. D-25 Leitahraun er eitt þekktasta hraun við Reykjavík og hefur runnið frá gíg austan við Bláfjöll og niður í Elliðavog fyrir um 5.000 árum. Leitahraun er dyngja og á austustu rein Brennisteinsfjallanna. Leitahraun er ekki á meðfylgjandi korti, en er úr þessarri sprungurein; upptök þess eru rétt austan við Bláfjöll.
Frá gossprungum renna yfirleitt apalhraun með greinilegar hraunbrúnir sem eru oft auðveldari viðfangs til að kortleggja en dyngjuhraunin, sem eru þunnfljótandi og oft erfitt að greina jaðra þeirra auk þess sem þau geta runnið mjög langar leiðir í ræfilslegum straumum. Þar sem gossprungur eru gjarnan langar og ekki gýs alltaf eftir þeim endilöngum getur verið mjög erfitt að sjá hvaða gos hafa orðið á sama tíma eða í sömu goshrinu.

Brennisteinsfjoll-139

Til þess að rekja sögu goshrina á svæðinu þarf mun ýtarlegri rannsóknir en fram hafa farið til þessa. Við aldursgreiningu hrauna var stuðst við öskulög í jarðvegi, innbyrðis afstöðu hraunanna og aldursgreiningar með geislakoli (C14) sem gerðar hafa verið á nokkrum stöðum. Vísað er til skýrslu Jóns Jónssonar (1978) varðandi lýsingar á hraununum.
Aldur hraunanna er lágmarksaldur í flestum tilvikum, því grafið var niður á hraunin og greind þau öskulög sem fallið hafa á hraunið eftir að það rann. Frekari rannsóknir munu geta fært aldur hraunanna aftar, en sjaldnar framar í tíma. Grafið var undir nokkur hraun til að sannreyna að þau væru söguleg, en slíkur gröftur er oft mikil og tímafrek vinna.
Brennisteinsfjoll-140Forsöguleg hraun eru mörg í þessari sprungurein, á bilinu 25–30 sem eru þekkt, en sennilega eru þau fleiri. Flest hafa þau komið af fjallshryggnum sem kenndur er við Brennisteinsfjöll og hafa þau runnið til beggja átta og út í sjó við suðurströndina. Nokkur hraun hafa runnið inn á næstu sprungurein vestanvið, kennda við Krýsuvík, og sum jafnvel yfir hana og til sjávar sunnan við Hafnarfjörð.
Eftirfarandi hraun eru talin úr öðrum gosum en Jón gerði ráð fyrir:
H-200 er nokkuð gamalt hraun sem komið hefur upp við móbergsháls, þar sem kemur upp úr vestasta “Grindarskarðinu”. Þetta hraun hefur runnið til norðurs niður á láglendi og hverfur undir H-139 (Tvíbollahraun).
H-201 er skammt austan við Tvíbolla og hverfur undir yngri hraun.
Brennisteinsfjoll-140H-202 er lítill hraunbleðill sem liggur undir H-200 og sést aðeins á litlum bletti.
H-203 er ungt hraun sem liggur við Tvíbolla og hefur verið talið hluti af því gosi. Landnámslagið er ofan á þessu hrauni og það því eldra en gosið í Tvíbollum. Þetta hraun gæti verið sama og H-140, úr Stórabolla. Stutt er milli þessara gosa og því erfitt að greina hraunin sundur þarna.
H-204 er lítið hraun norðaustan við Kistufell. Það hefur komið upp á móbergshálsi sem er mikið brotinn. Ekki náðist að skoða þetta hraun, en það virðist hverfa undir H-134 og er því gamalt. Erfitt er að greina sundur hraun við Þríhnúka, þar sýnir Jón Jónsson (1978) fleiri hraun en hér er gert. Þar sem erfitt getur verið að tengja saman gígaraðir langar leiðir getur verið að færri gos hafi verið í sprungureininni en hér er lýst.
Tvö hraunanna verið færð til sögulegs tíma. Annað er Kistuhraun (H-130) sem hefur gosið á sama Brennisteinsfjoll-142tíma og Breiðdalshraun (H-129) og hefur verið aldursgreint (Jón Jónsson 1978). Hitt er lítið hraun við gígaröð sem nefnist Svartihryggur og er einnig sögulegt. Landnámslagið frá 870–880 liggur undir báðum hraununum. Á þessari sprungurein hefur gosið a.m.k. 10 sinnum á síðastliðnum 1100 árum og er ekki ósennilegt að gosin hafi komið í hrinum eins og í Kröflueldum og sýnt hefur verið fram á að hafi gerst í Krýsuvík (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988; Haukur Jóhannesson o.fl. 1991). Sennilega hefur verið goshrina á svæðinu um 950, en nákvæmari rannsóknir þarf til að greina gosin betur í sundur Brennisteinsfjöll eru eina háhitasvæðið í vestara gosbeltinu sem ekki hefur verið rannsakað með borunum og er óraskað. Nýting svæðisins getur því annað hvort orðið til útivistar eða til virkjunar jarðhitans, t.d. til framleiðslu á raforku.
Útivistarfólk telur yfirleitt að ekki fari saman nýting jarðhitasvæða til virkjunar og nýting til Brennisteinsfjoll-141útivistar. Þeir sem vilja nýta orkuna telja slíkt geta samrýmst og benda á að vegir auðveldi aðgengi inn á falleg og spennandi svæði. Gígaraðir og einstakir gígar, hrauntraðir og hraunhellar, niðurföll í hraunum og ólíkir hraunstraumar gera þetta svæði mjög sérstakt til rannsókna og skoðunar á slíkum myndunum (myndir 8 og 9). Þá er mikill kostur að gróður er lítill á svæðinu og jarðmyndanir skýrar. Slíkar minjar eru óvíða svo ósnortnar og nálægt byggð og svæðið því einstakt að því leyti. Sumar gosmyndanir á svæðinu eru einstakar, s.s. Þríhnúkagígur, Kistufell o.fl. Á brún Lönguhlíðar eru tveir stórir dyngjugígar frá síðustu ísöld og sá þriðji austan við Stórabolla. Þessir gígar eru skýrir og fallegir og er verndargildi þeirra hátt. Svona svæðum nálægt þéttbýli fækkar sífellt og með auknum ferðamannastraumi verða þau æ áhugaverðari og verðmætari þeim sem vilja njóta útivistar og kyrrðar náttúrunnar.
Brennisteinsfjoll-145Eldri myndanir sem liggja undir nútímahraunum sjást vel í jöðrum fjallanna. Við rannsóknir með borunum í Brennisteinsfjöllum þarf að fara varlega við vegalagningu, því erfitt mun er að leggja þar vegi sem ekki verða til mikilla lýta í landinu. Þá þarf að huga að því að erfitt verður að leggja rafmagnslínur eða aðrar leiðslur án verulegra spjalla á náttúrunnni. Ekki er unnt að leggja vegi inn á svæðið án þess að fara yfir hraun sem runnið hafa á sögulegum tíma eða gígaraðir nema úr vestri, eftir Lönguhlíð. Ef lagðir eru vegir inn á svæðið opnast það fyrir ökutækjum og aðgengi verður auðveldara, en um leið hverfur öræfakyrrðin og tign sú er hvílir yfir svæðinu. Þó ekki sé það tilgangur þessarar skýrslu að meta verndargildi svæðisins er nauðsyn að benda á það strax að um mjög sérstakt svæði er að ræða.“
Áður hafði verið gengið um sunnanverð Brennisteinsfjöllin og þeim verið gerð skil.
Frábært veður. Gangan tók 9 klst og 9 mín. Gengnir voru 24 km.

Heimildir m.a.:
-Helgi Torfason, Náttúrufræðistofnun Íslands, Magnús Á. Sigurgeirsson, Geislavörnum ríkisins, Brennisteinsfjöll – Rannsóknir á jarðfræði svæðisins, janúar 2002.

Brennisteinsfjöll

Kistufellsgígur.

Brunnur

Forn garður í Selvogi, rúmlega 7 km langur, er jafnan nefndur Fornigarður. Hann hefur hins vegar ekki alltaf verið forn. Áður var hann nefndur Strandargarður eða Langigarður.

Fornigarður

Fornigarður í Selvogi.

Þórarinn Snorrason á Vogsósum leiddi FERLIRsfólk að enda Fornagarðs (Strandargarðs) Hlíðarvatnsmegin, en þaðan liggur hann yfir að Nesi í Selvogi, 7 km. leið. Um var að ræða vörslugarð er umlukti Selvogsbæina, en hann hefur líklega verið hlaðinn um árið 1000, en heimildir eru um garðinn allt frá árinu 1275. Garðurinn liggur frá Hlíðarvatni að Impuhól og þaðan að Gíslhól. Við hólinn var gömul rétt, sem fyrir löngu hefur verið aflögð. Frá Gíslhól og upp fyrir fjárhúsin á Vogsósum, þar sem gamla Vogsósaborgin stóð til 1954, hefur garðurinn verið sléttaður út. Hægt er að fylgja honum suðaustur túnið austan fjárhúsanna og þegar túninu sleppir sést hann greinilega alveg austur fyrir Strandarkirkju. Skammt ofan við Vogsósatúnið má sjá ummerki eftir fjárborg og hús. Hefur hvorutveggja verið utan garðs, en umleikis þau hefur verið hlaðinn ferkantaður garður. Ekki er vitað til þess að þessar fornminjar hafi verið skráðar.

Vogsósaborgir

Vogsósaborgir – Borgirnar þrjár.

Var gengið sem leið lá með garðinum framhjá Stórhól og að kirkjunni. Á leiðinni má sjá aðra gamla þvergarða og garða, sem liggja yfir og í sveig á Fornagarð. Vestan garðsins liggur Kirkjugatan á milli Strandar og Vogsósa, vel vörðuð. Þegar skammt er til Strandar sést móta fyrir hleðslum Sveinagerðis, velli þar sem Erlendur lögmaður lét sveina sína æfa listir sínar.
Austan Strandarkirkju rakst hópurinn á sérstæðan gataðan hestastein, auk þess leitað var að gamla skósteininum við kirkjuna. Hann á að vera skammt norðan við hæð norðan kirkjunnar. Sjá má gömlu þjóðleiðina yfir Vogsósa liggja frá kirkjunni áleiðis að þeim, vel varðaða.

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Frá kirkjunni var gengið eftir garðinum á ská yfir veginn og áfram að gömlu Þorkelsgerðisréttinni (Út-Vogsrétt). Frá henni hefur elsti hluti garðsins varðveist mjög vel, allt að Þorkelsgerðishliði. Var garðinum fylgt suðaustur með tröðunum og síðan þvert til austurs að Bjarnastaðahliði og síðan áfram norðan við Nes og að vitanum austan þess. Þar má sjá garðinn koma niður að sjó sunnan við vitann. Skoðað var gamla vitastæðið úti á glöppunum. Fjaran vestan Nesvita er auðgengileg og þar getur verið margt að sjá fyrir þá sem ganga með opin augun. Bæði er lífríki fjörunnar fjölbreytilegt sem og steinategundir í og ofan við fjörukambinn.

Nes

Nes í Selvogi – sjóbúð.

Frá Nesvita var gengið að Nesi og m.a. skoðað gamla brunnhúsið, fjárborgirnar tvær og sjóbúðin vestan þess. Borgirnar eru sagðar hafa horfið í flóðinu 1925, en þær eru nú þarna samt sem áður, að vísu hálfhrundar sjávarmegin.

Djúpudalaborg

Djúpudalaborg.

Skoðaður var gamli brunnurinn á Bjarnastöðum og einnig Guðnabæjarbrunnurinn áður en haldið var í Djúpudali þar sem skoðuð var fallega topphlaðna Djúpudalaborgin. Gerð var og leit að gömlu borginni við dalina, sem spurnir höfðu borist af frá eldri Hafnarbúa, sem kvaðst hafa séð hana fyrir allmörgum árum síðan. Vísaði hann FERLIR á svæði þar sem hana væri líklegast að finna, en þrátt fyrir leit fannst hún ekki að þessu sinni. Talsvert sandfok hefur verið þarna á síðari árum, auk þess sem gróðurlínan hefur færst talsvert ofar en áður var. Gerð verður ítrekuð leit að borginni síðar.
Í bakaleiðinni var komið við í Borgunum þremur austan Hlíðarvatns og þær skoðaðar í sólbirtunni.
Frábært veður.

Djúpudal

Djúpudalaborg.

 

 

Stóribolli

Gengið var á Stórabolla (Stórabollahnúk/Kóngsfell).
Lagt var af stað frá Bláfjallavegi neðan Storibolli-12Grindarskarða, gengið áleiðis upp í Kerlingarskarð og síðan vent til norðausturs upp mosahlíðina undir Bollunum með stefnu á gíginn (Stórabolla). Loks var haldið upp eftir vestanverðri gígskálinni ofanverðri og áfram upp á hnúkinn. Efsti hlutinn er tiltölulega greiðfær í aflíðandi sandmulningi uns komið er að stórri vörðu efst á kollinum. Þar sem staðið er í u.þ.b. 550 m.h.y.s. er útsýnið einkar tilkomumikið; til norðurs að Þríhnúkum, austurs Bláfjöllum og að Heiðinni há, suðurs að Hvalhnúk og Ásunum og vesturs Miðbolla, Syðstubollum og Brennisteinsfjöllum.
Storibolli-9Skoðum áður skráða leiðarlýsingu um svæðið er birtist í MBL árið 1980: „Ekið sem leið liggur áleiðs eftir veginum til Krýsuvíkur, en beygt út af honum til vinstri og stefnt til Bláfjalla og ekið eftir þeim vegi að neyðarskýli sem er skammt frá veginum á hægri hönd. Þar hefst gangan.
Um þessar slóðir liggur Selvogsgata, gömul þjóðleið, upp í gegnum Grindarskörð og niður í Selvog sem og Reykjavegurinn, leiðin frá Reykjanesvita til Nesjavalla. Grindarskörð eru mynduð af nokkrum gígum sem standa á hlíðarbrúninni og hafa verið kallaðir bollar. Lengst til hægri eru Syðstubollar, þá Tvíbollar eða Miðbollar og lengst til vinstri og þeirra stærstur er Stóribolli (551 m.y.s.) og þangað er ferðinni heitið að þessu sinni.

Storibolli-7

Frá bílastæðinu er haldið út á hraunið og stefnan tekin lítillega austur fyrir Stórabolla, um s.k. Kristjánsdali og sneiðingur tekinn upp hlíðina. Rétt er að veita athygli hrauninu sem gengið er um, en þar má víða finna e-ð sem gleður augað.
Þegar upp á hlíðarbrúnina er komið kemur í ljós að gígurinn Stóribolli er í raun samfastur við lítið fjall, sem stundum hefur verið nefnt Kóngsfell, en Stórabolla nafninu verið skellt á allan pakkann í tímanns rás.
Konungsfell

Kóngsfells-nafnið er á e-u flakki á kortum og ekki í vísan að róa hvort ætlað Kóngsfell sé Stóribolli, eða hvort lítið fjall skammt frá sem ýmist er nefnt Litla-Kóngsfell eða Kóngsfell, sé umrætt Kóngsfell. Stóra-Kóngsfell sem er rétt við Bláfjöllin fær þó að hafa sitt nafn í friði. Til fróðleiks má þó geta þess að á herforingjaráðskorti frá árinu 1910 er nafnið „Konungsfell“ sett á fjallið. Á það kort er reyndar Selvogsgatan (Suðurfararvegur) settur um Kerlingarskarð, sem jafnframt er nefnt Grindarskarð. Á kortinu eru öll landamerkin dregin í nefnt Konungsfell.
Rétt er að ganga upp á Stórabolla (Kóngsfell?) og berja augum útsýnið sem er yfir hraunið allt um kring. Hraun úr Stórabolla hafa runnið allt að Helgafelli og að Undirhlíðum.
Af Stórabolla er haldið vestur með Grindarskörðunum og að Selvogsgötu / Reykjaveginum og þeirri leið fylgt að niður þar sem gangan hófst. Á niðurleiðinni má ekki sjá ýmislegt sem gleður augað og rétt að benda á að víða markar fyrir götunni í hrauninu.“

Storibolli-8

Í Hellahandbókinni eftir Björn Hróarsson segir að illa gæti farið ef eldgos yrði í nágrenni Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Spurning sé ekki hvort heldur hvenær hraun muni renna á ný til þessara bæja. Því megi telja það „undarlegan sofandahátt“ að ekki séu stundaðar alvöru rannsóknir á hraunrennslu á Íslandi. „Töluverðum fjármunum er varið í snjóflóðavarnir og jarðskjálftarannsóknir meðan rannsóknum á hraunrennsli hefur lítt eða ekki verið sinnt. Hætt er við að Hafnfirðingar muni dag einn vakna upp við vondan draum af þeim sökum,“ segir Björn í Hellahandbókinni.
Hættan er raunveruleg. Eldvirkni á Reykjanesskaga kemur í hrinum, oft með 500 ára virkni og 500 ára sem hún liggur niðri. Eldvirknin hefur nú legið niðri frá því  um 1477. Miðað við 500 ára regluna þá gæti farið að líða að næstu hrinu eldsumbrota. Þá er líklegt að hraun renni þar sem hraun er nú þegar. Búrfellshraun er 7.200 ára gamalt og ekki þar með sagt að þar geti ekki gosið á morgun en það getur líka liðið hundrað eða þúsundir ára.

Thrihnukar-21

Þá eru bullandi virk eldstöðvakerfi þarna í nágrenninu, í Stórabolla, Litlabolla og Þríhnúkum.
Eldgos urðu í Stórabolla og Litlabolla  fyrir 1.000 og 2.000 árum og runnu í þá átt þar sem hverfin í Garðabæ og Hafnarfirði eru nú. Eldgos getur orðið hvenær sem er og það getur orðið löng bið, það veit enginn.“
Hellnahraun er í raun tvö hraun sem hafa verið nefnd Yngra- og Eldra-Hellnahraun. Hraunin eru ákaflega lík að ytri ásýnd og nokkuð erfitt að greina þau að. Eldra-Hellnahraun er um 2000 ára gamalt og líkt og Yngra – Hellnahraun komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið til sjávar. Yngra – Hellnahraun hefur einnig verið nefnt Tvíbollahraun, en það hefur að öllum líkindum runnið í sömu goshrinu og Breiðdalshraunið á síðari hluta 10. aldar og komið úr Tvíbollum í Grindaskörðum (Sigmundur Einarsson o.fl. 1991).“

Staldrað við í Grindaskörðum

Sydstubollar-2

Fyrr á tímum lá aðalleiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogs, fyrir norðan Valahnúka, um Grindaskörð, Hvalskarð og þaðan til byggða í Selvogi. Í daglegu tali er þessi leið nefnd Selvogsgata. Hún er á ýmsan hátt torsótt. Meðfram henni er lítið sem ekkert vatn að finna, hún liggur að mestu um gróðurlaus brunahraun og í Grindaskörðum kemst hún í 400 m.y.s. Með breyttum samgönguháttum lagðist umferð um Selvogsgötuna niður að mestu og hin síðari ár hefur verið lítið um mannaferðir í Grindaskörðum. Þó munu gangnamenn eiga þar leið um vor og haust, rjúpnaskyttum bregður fyrir á haustin í leit að bráð og svo kemur fyrir að einstaka göngumaður sé þar á flakki sér til gagns og ánægju.

Midbolli

Um þessar mundir er unnið að vegargerð frá Krýsuvíkurveginum fyrir sunnan Hafnarfjörð áleiðis að skíðalöndunum við Bláfjöll. Vegurinn mun liggja rétt fyrir norðan skörðin og við það opnast aftur þetta svæði sem hefur til þessa verið falið fyrir svo mörgum.
Vegurinn nær nú ekki lengra en að Lönguhlíð og þar skiljum við bílinn eftir og tökum stefnuna á Grindaskörðin. Á vinstri hönd höfum við hraunið úfið og ógreiðfært en á hina hlíðar fjallsins þaktar lausum skriðum. En milli hrauns og hlíðar er gott að ganga. Þar eru harðir, sléttir og grasigrónir balar, sem ættu að reynast tilvalin tjaldstæði handa þeim, sem hafa hug á lengri dvöl. 

Storibolli-10

Eins og sjá má á korti eru Grindaskörðin milli Lönguhlíðar og Kristjánsdalahorns. Þar eru þrír hnúkar sem heita Stóribolli, Tvíbollar (á kortinu nefndir Miðbollar) og Syðstubollar. Á þessu svæði öllu hefur verið mikil eldvirkni áður fyrr og eru Stóribolli og Tvíbollar gamlir gígar, sem hafa lagt til megnið af því hrauni, sem þekur svæðið fyrir norðan og vestan skörðin. Fyrir ferðamanninn eru Tvíbollar einna forvitnilegastir og þangð tökum við stefnuna. Þegar komið er upp á gígbarminn kemur í ljós að gígskálarnar eru tvær. Unnt er að ganga brúnirnar allan hringinn, en þó er nokkuð laust undir fæti á stöku stað. Enginn hefur rannsakað þetta svæði betur er Jón Jónsson jarðfræðingur.
Álit hans er að meginhluti þeirra hrauna, sem þekja svæðið frá Grindaskörðum og norður að UStoribolli-11ndirhlíðum og Helgafelli, sé komið frá Stórabolla og Tvíbollum. Hann segir Stórabollahraunið eldra og liggi það víða undir Tvíbollahrauninu. Samkvæmt mælingum munu þessi hraun vera nokkurn veginn jafnstór, þekja um 18 ferkm. Hvort og vera um 0.36-0.37 km að rúmmáli. En þegar farið er að athuga aldur Tvíbollahrauns nokkru nánar, koma fram sterkar líkur til þess, að það hafi runnið eftir landnám norrænna manna hér á landi, því undir því hefur fundist á einum stað hið svokallaða landnámslag, en það er öskulag, sem talið er að sé frá því um 900.

Midbollar-2

Útsýnið af Bollunum er frábært í einu orði sagt. Hraunbreiðurnar til norðurs blasa við fyrir fótum manns, og gamla Selvogsgatan hlykkjast milli hraunhólanna í áttina að Valahnúkum. Og í einni sjónhending greinir maður byggðina á Innnesjunum, allt frá Hafnarfirði til Kjalarness. Og ekki spillir fjallasýnin með Snæfellsjökul sem útvörð í vesturátt. Þótt útsýnið til suðurs sé ekki eins tilkomumikið, hefur það samt glögga mynd af hinu gífurlega hraunhafi sem þekur þennan hluta Reykjanesskagans, enda telur Jón Jónsson að á sama tíma og Tvíbollahraunið rann, hafi á annan tug gíga við Grindaskörð og þar fyrir suðvestan, verið virkir.

Bollar-loftmynd-2

Þótt við höfum ekki farið lengra en upp í Grindaskörðin, er margt annað að sjá og skoða, sem athyglisvert er, þótt ekki hafi verið minnst á það hér. T.d. er margir fallegir og sérkennilegir hellar í hraununum fyrir norðan skörðin og má það nefna hellana í Dauðadölum og Kristjánsdölum. Við höldum til baka sömu leið að bílnum. Það hallar undan fæti og leiðin sækist greitt. Og þá er gott að rifja upp stutta sögn úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar: “Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á Landnámstíð, því fjölbyggt hefur verið orðið syðra eftir þeirri sögn, að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í það skarð, sem farið er úr Grindavík og upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík”.“

Storibolli-10

Þegar gengið var niður og norður eftir hrauntröð Stórabolla komu í ljós nokkur gróin jarðföll. Neðsta og minnsta jarðfallið vakti þó einna mesta athygli. Í því virðist vera op, sem gæti verið inngangur í hraunrás milli jarðfallanna. Könnun hennar bíður betri tíma.
Þá á enn eftir að skoða inn í lítið jarðfall neðst í rásinni, en í það liggja þröng göng.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild m.a.:
-Mbl dags. óviss 1980 júlí.

Stóribolli

Stóribolli.

 

Bollar

Gengið var um Bollana í Grindarskörðum. Útsýnið var stórbrotið.
Bollar-22Þegar Grindarskörðin eru skoðuð virðist a.m.k. tvennt augljóst; annars vegar eru þekkt örnefni ekki rétt staðsett og hins vegar eru þau ekki öll skráð. Þrátt fyrir mikla umferð um Skörðin fyrrum virðast örnefnin sum hver ekki hafa varðveist á bókfell. Ástæðan gæti annað hvort hafa verið sú að örnefnins hafi einfaldlega gleymst eftir að alfaraleiðin um Selvogsgötu (Suðurfararveg) lagðist af eða að ekki hafi náðst að skrá þau á bókfell áður en kunnugir hurfu á vit frumefnanna.
Augljóst má telja að Stóri-Bolli er gígur norðan í ónefndum hnúk mun eldri. En gígurinn sá, u.þ.b. 30 m djúpur, hverfur inn í hnúkinn þegar horft er í áttina að honum mót suðri. Um gíginn hafa fáir þurft að fara forðum – og jafnvel enn þann dag í dag.
Þrátt fyrir það er hann einn hinn tilkomumesti á meðal gígbræðra hans á Íslandinu öllu. Hnúkurinn ofan Stórabolla gæti þess vega Kerlingarhnukur-201heitið Stórabollahnúkur (eða Kóngsfell eins og skráð hefur verið) og hnúkurinn við Miðbolla gæti heitið Miðbolla- eða Tvíbollahnúkur. Syðstubollar ofan Kerlingarhnúks hafa af sumum verið nefndir Þríbollar, en ef betur er að gáð eru bollarnir 6 að tölu og því hlýtur að vera um rangnefni að ræða.
Þegar horft er til Bollanna er Stórubollahnúkur þeirra tilkomumestur. Hnúkurinn gæti því hafa verið nefndur Kóngsfell fyrrum. Efst á honum er varða, en engin slík er á hinum hnúkunum.
Vestan við Tvíbolla er röð lítilla gjallgíga er nær að Syðstubollum. Svo virðist sem um gos á sprungurein hafi verið að ræða og þá gosið á sama tíma.
Eftirfarandi umfjöllun um þá og nálæg hraun birtust í Náttúrufræðingnum 1977, 1983 og 1997. Höfundar eru Jón Jónsson, Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson. Um úrdrætti er hér að ræða:

Sydstubollar

„Við Grindarskörð er röð af hnúkum, sem bera við himin norðan frá séð og flestir munu nefna Bolla, Stóra-Bolla, Mið-Bolla eða Tví-Bolla og loks Þrí-Bolla [Syðstu-Bolla]. Að minnsta kosti tvö þessara nafna eru notuð um móbergshnúka, sem harla litla bollalögun hafa, og er raunar með ólíkindum að nöfn þessi hafi þeim nokkru sinni verið gefin eða ætluð. Gildir þetta um Stóra-Bolla og Þrí-bolla en öðru máli gegnir um Mið-Bolla eða Tví-Bolla, sem hér verða nú gerðir að umtalsefni. Ekki dettur mér [J.J.] í hug að efast um að Bolla-nöfnin eigi við gígi þá og gígskálar, sem þarna eru, en í einhverju undarlegu hugsunarleysi hafa þau verið færð yfir á þann hluta landslagsins, sem er mest áberandi, séð úr byggð.
Stóri-Bolli er einna besta dæmið um þetta. Hann er geysistór gígskál norðan í móbergshnúk, sem vel mætti heita Bollatindur en engan veginn Bolli. Raunar er svo Tví-bollar-201að sjá sem allmikill nafnaruglingur hafi hér átt sér stað. Í dagbók Guðmundar G. Bárðarsonar stendur eftirfarandi ritað 18. ágúst 1931: „Bolli mikill er framan í Kongsfelli og hefur frá honum fallið mikið hraun, sem hefur myndað ávala bungu neðan við gíginn ð Kongsfell er úr móbergi.“ Af þessum ummælum Guðmundar sýnist mér fullljóst að hnúkurinn, sem Stóri-Bolli er norðan í, sé hið raunverulega (litla) Kóngsfell en ekki sá lítt áberandi gígur við Stórkonugjá og Selvogsgötu, sem nú er látinn bera það nafn. Stóri-Bolli hefur hellt úr sér miklu hrauni, sem nær allt norður að Undirhlíðum en látið sér nægja að spýta hraungusum upp á móbergshnúkinn sem stolið hefur nafni hans.

Tví-Bollar
Í stað Mið-Bolla nota ég nafnið Tví-Bollar, því bæði er að það er til (Sigurðsson, 1976), og svo er Tvibollar-2það í fyllsta máta réttnefni. Gígirnir eru nefnilega tveir saman og mætti sannarlega kalla þá Litla og Stóra, því litli gígurinn nær hinum varla í „mitti“ og er honum á hægri hlið sé horft í norður. Báðir eru gígirnir brattir, hlaðnir úr gjalli og gjallkleprum og mjög unglegir. Stærri gígurinn er um 35—40 m hár yfir umhverfið og í um 480 m hæð yfir sjó. Hann er opinn móti norðvestri og þá leið hefur hraunið runnið, fyrst í bröttum fossi en síðan að mestu í neðanjarðarrásum og hellum, sem hafa kvíslast á ýmsa vegu þegar neðar dró. Hinir svo nefndu Dauðadalahellar, sem margir kannast við, eru í þessu hrauni. Það hefur runnið yfir hraunið úr Stóra-Bolla. Mjó kvísl hefur runnið meðfram Lönguhlíð og kvíslast þar á ýmsa vegu en meginhraunið hefur fallið í breiðum fossi allt norður að Helgafelli. Loks hefur það sent mjóan straum vestur með Helgafelli að suðvestan.

Tvibollar

Má þar víða sjá að það hefur fallið ofan í sprungur í eldra hrauni, því sem Gullkistugjá er í og ég tel að komið sé úr Stóra-Bolla. Það hefur þar, niðri á sléttlendinu, belgst upp í háar bungur og ávala garða. Út frá þeim hafa svo hér og þar komið undanhlaup, sem eru svo þunn að talsverða aðgæslu þarf til að fylgja brúnum hraunsins.

Tvíbollahraun
Tvibollar-3Við Grindaskörð eru gígaraðir á sprungubelti og hefur þar verið mikil eldvirkni. Meðal þessara gíga eru Tvíbollar, en það eru gígir tveir, sem gnæfa á norðurbrún fjallsins og hef ég áður fjallað um þá (Jón Jónsson 1977a). Eins og nafnið bendir til eru gígir þessir samvaxnir og sést það vel neðan úr byggð. Aðalgígurinn er 40-60 m hár en minni gígurinn tæplega þriðjungur þess. Gígarnir eru hlaðnir úr gjalli og hraunkleprum og hraunstraumurinn göng, sem enn má sjá. Lengst norður nær hraun þetta að Helgafelli og hefur runnið í örþunnum straumi vestur með því að sunnan en hverfur loks undir Gvendarselshraun við suðvesturhornið á fellinu.
Rétt þar hjá hefur leysingavatn grafið fornan jarðveg undan hrauninu svo það hefur á kafla fallið Storibolli-201niður. Kemur við það í ljós jarðvegslag, sem er rösklega 1,2 m þykkt og í því m. a. eitt ljóst öskulag, sem talið er að sé H3 (frá Heklu fyrir 2.800 árum), en næst hrauninu eru kolaðar gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst 1075±60 C14 ár, (Jón Jónsson 1977a) en það þýðir að hraunið gæti hafa runnið árið 875 og er því frá sögulegum tíma. Jafnframt fannst landnámslagið undir þessu hrauni, aðeins ofan við áðurnefnt niðurfall. Þrjú hraun hafa síðar runnið út á þetta hraun og eru því yngri, en þau eru Rjúpnadyngnahraun, Kóngsfellshraun og svo það litla hraun, sem næst verður fjallað um í þessari grein.

Aldur hraunsins
StoribolliNokkur ár eru nú liðin frá því að ég fyrst frétti um að jarðvegslag væri sýnilegt undir hrauni við Helgafell. Gísli Sigurðsson varðstjóri í Hafnarfirði, sem er mikill náttúruskoðari og náttúruunnandi, hafði fundið þennan stað. Hann bauð mér fylgd sína þangað og fórum við upp að Helgafelli og fundum staðinn. Hraun hefur þarna runnið yfir gróið land, en síðar hefur leysingavatn skorið sér farveg meðfram hraunröndinni og grafið sig inn undir hana og má þar sjá þverskurð af jarðvegslaginu undir hrauninu. Athyglisvert er að ljóst öskulag er í sniðinu nær miðju en svart öskulag nokkru ofar og annað svart öskulag neðar.
Storibolli-2

Hraunið er þarna aðeins 0,5—0,75 m þykkt. Í jarðvegstorfu ofan á hrauninu er eitt svart öskulag allþykkt. Ekki var mér ljóst fyrr en alllöngu síðar að þarna var um tvö hraun að ræða og það var undir yngra hrauninu, sem jarðvegslagið var. Við nákvæma athugun kemur í ljós að örþunn hraunlæna úr Tvíbollahrauni hefur runnið upp að Helgafelli, vestur með því að sunnan og beygt norður á við við norðvesturhorn fellsins þar sem áðurnefndur farvegur hefur grafist inn undir hraunið. Örlitlu norðar hefur það mætt Gvendarselshrauni, sem komið er upp austan í Gvendarselshæð og fyllir svæðið milli hennar og Helgafells. Mót þessara tveggja hrauna eru afar ógreinileg en líklegt að Tvíbollahraun sé yngra.

Storibolli-3

Skal nú vikið að jarðvegssniðinu og því, sem það hefur að segja. Ekki er mér kunnugt um nema 2 ljós öskulög á þessu svæði og hefur Einar Gunnlaugsson (1973) fundið þau á nokkrum stöðum, m. a. við Vatnsskarð og Djúpavatn. Eldra lagið er frá Heklu, H3 , og samkvæmt niðurstöðum Sigurðar Þórarinssonar (1971) er það um 2900 ára gamalt. Hitt lagið er hið svokallaða landnámslag og talið vera frá því um 900 (Þórarinsson, 1968). Það er ljóst að neðan en dökkt að ofan og því auðþekkt þar sem það ekki er mjög þunnt. Ljósa lagið í áðurnefndu sniði nær miðju er 2—3 cm þykkt og mjög fínkornótt. Tók ég þarna sýni árið 1973 og sendi til Uppsala í Svíþjóð þar sem Ingrid U. Olsson núverandi prófessor annaðist aldursákvörðun á þeim. 

Tvibollar-4

Niðurstöður voru á þessa leið: (U 2524) Helmingunartími 5570 ár, aldur 1075 + 60 Ci* ár. Helmingunartími 5730 ár, aldur 1105 + 60 C^ ár. Séu þessar tölur teknar eins og þær koma fyrir og helmingunartíminn 5570 notaður kemur í Ijós að hraunið hafi runnið árið 875 eða árið eftir að Ingólfur Arnarson nam hér land.
Einhverjum kann að finnast nóg um þessa tilgátu, en hún hefur nú hlotið nánari staðfestingu. Nýlega héldum við Sigmundur Einarsson til nánari rannsókna á Tvíbollahrauni. Sunnan undir Helgafelli nokkru austan við áðurnefndan stað er jarðvegstorfa lítil við hraunkantinn og Tvibollar-5þar er hraunið svo þunnt að auðvelt er að brjóta það upp með handverkfærum.
Þarna tókum við gryfju og er ekki að orðlengja það að þarna fundum við landnámslagið með sínum þekktu einkennum og var auðvelt að rekja það inn undir hraunið þar sem efri hluti þess hverfur í kolaða lagið næst hrauninu. Smásjárathuganir á öskunni sýna að ljósbrot glersins og plagioklassins passa vel við það, sem Jens Tómasson (1967) gefur upp, og er því ekki ástæða til að efast um að þarna sé landnámslagið komið. Af ofangreindum staðreyndum má því ráða, að hvað sem nákvæmni C14 aldursákvarðananna viðvíkur þá hefur þetta gos orðið á þeim tíma þegar landnám norrænna manna á Íslandi var að hefjast eða nýhafið. Því kann að vera að gosið í Tví-Bollum við Grindarskörð hafi verið fyrstu eldsumbrot, sem forfeður vorir litu augum hér á landi. Af þessum niðurstöðum leiðir ennfremur að fleiri hafa eldgos orðið á Reykjanesskaga á sögulegum tíma heldur en fram til þessa hefur verið vitað.

Nálæg hraun
Storibolli-4„Þegar fjallað er um hraunstrauma þá sem á síðustu árþúsundum hafa runnið í átt til sjávar í Straumsvík og næsta nágrenni er óhjákvæmilegt að sú umfjöllun teygi sig til upptakanna, eldgíganna sjálfra. Af þeim sökum nær umfjöllunin yfir um 200 ferkílómetra svæði, þ.e. ströndina frá Hvaleyrarholti til vesturs að Vatnsleysuvik (Kúagerði) og frá ströndinni suður í Reykjanesfjallgarð milli Grindarskarða og Trölladyngju. Á þessu svæði er fjöldi hrauna og sum sjást ekki á yfirborði, því yngri hraun þekja þau alveg. Þeirra verður aftur á móti vart í borholum, m.a. á athafnasvæði álversins í Straumsvík. 

Litla-kongsfell

Leitast er við að draga upp einfalda mynd af því hvaða leið hraunin hafa runnið og hvernig þau hafa, eitt af öðru, lagt sitt af mörkum til að færa ströndina til núverandi horfs. Örnefni á þessu svæði eru fjölmörg og þau eru ekki bundin við einstaka hraunstrauma heldur ákveðin svæði. Þannig getur sama hraunið heitið mörgum nöfnum og nöfn geta einnig náð yfir hluta úr mörgum hraunum. Þau nöfn sem hér eru notuð á einstökum hraunum ber ekki að taka sem örnefni heldur sem sérheiti á jarðmyndunum.

Jóns þáttur
KongsfellÁrið 1978 lauk Jón Jónsson jarðfræðingur við heildarkortlagningu hrauna á Reykjanesskaga. Á korti Jóns (1978) eru sýnd einstök hraun eða goseiningar ásamt afstöðu hraunanna. Með útgáfu kortsins hafði Jón rutt brautina fyrir nákvæmari ákvörðun á aldri einstakra hrauna, en til viðbótar við innbyrðis afstöðu þeirra er unnt að aldursgreina þau með tvennum hætti. Annars vegar má finna aldurinn með könnun öskulaga í jarðvegi undir og ofan á einstökum hraunum og hins vegar með geislakolsgreiningu jurtaleifa sem kolast hafa undir viðkomandi hrauni er það rann yfir gróðurlendi. Á síðustu árum hefur þekking á sögu nútímahrauna á Reykjanesskaga aukist verulega og í ljós hefur komið að þar hefur gosið mun oftar eftir að land byggðist en áður var talið (Helgi Torfason o.fl. 1993).

Hraun á fyrri hluta Nútíma
Storibolli-5Það tímaskeið jarðsögunnar sem tók við er ísöld lauk, fyrir 10.000 árum, nefnist nútími og varir hann enn. Á þeim tíma runnu hraunstraumar þeir sem almennt kallast hraun í dag. Elst þeirra hrauna sem sjást á yfirborði á þessu svæði er Búrfellshraun en það rann fyrir um 7.300 árum (Guðmundur Kjartansson 1973). Hraunið rann frá stórum gíg ofan við Hafnarfjörð sem Búrfell heitir og er hann nyrsti gígurinn í Krýsuvíkurrein. Frá Búrfelli rann hraunið til norðvesturs í tveimur meginkvíslum og fór önnur niður í Hafnarfjörð (Hafnarfjarðarhraun) en hin í Arnarnesvog (Gálgahraun). Að líkindum hefur á sama tíma runnið hraun til norðurs frá öðrum gíg, Hraunhól, sem er skammt norðan við Vatnsskarð. Hraunhóll er nú rústir einar eftir efnisnám. Hraunið frá honum kemur fram í Selhrauni, um einn og hálfan kílómetra suður af Straumsvík, og hefur sannanlega runnið þar í sjó fram.
Burfell-25Neðst í Almenningum og Selhrauni koma fram þrjú hraun sem eru yngri en Búrfellshraun. Upptök þeirra eru ekki þekkt og hafa gígarnir líklega horfið undir yngri hraun. Eitt þessara hrauna er sýnu mest og hefur það runnið fram í a.m.k. fjögurra kílómetra breiðri tungu og fært þáverandi strönd allnokkuð út.
Skáhallt norðaustur yfir Almenninga neðarlega hefur runnið þunnt hraun sem hverfur inn undir Kapelluhraun skammt suður af Straumsvík. Upptök þessa hrauns eru líklega norðan við Grænudyngju. Aldur hraunsins er óþekktur nema af afstöðunni til annarra hrauna, og er það yngra en Hrútagjárdyngja og eldra en Kapelluhraun.

Hrútagjárdyngja
Hrutagja-24Langmesta hraunið á þessum slóðum er Hrútagjárdyngja. Upptök þess eru nyrst í Móhálsadal, milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem Hrútagjá heitir og við hana er dyngjan kennd. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og myndar það ströndina milli Vatnsleysuvíkur og Straumsvíkur. Stærsti hluti hraunsins gengur í daglegu tali undir nafninu Almenningar. Að vestan hefur hraunið runnið upp að eða út á hraundyngju frá ísaldarlokum, Þráinsskjaldarhraun. Þegar Hrútagjárdyngja rann var sjávarstaða nokkru lægri en nú er og hefur hraunið fært ströndina mikið fram. Bungulögun Hrútagjárdyngju og Þráinsskjaldar veldur því að slakki er á milli dyngnanna og eins er slakki austan Hrútagjárdyngju, milli hennar og Undirhlíða. Yngri hraun hafa haft tilhneigingu til að renna í átt til sjávar eftir þessum slökkum. Ekki hefur enn tekist að aldurssetja Hrútagjárdyngju, en öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir um 5.000 árum.

Skúlatúnshraun – Hellnahraunið eldra
Helgafell-21Fyrir um 2.000 árum varð mikil goshrina á Reykjanesskaga og gaus þá m.a. í Brennisteins-fjallareininni. Frá einum gígnum, Stórabolla í Grindarskörðum, rann mikið hraun niður í átt að Straumsvík. Það breiddist út yfir stórt svæði ofan við Helgafell og Húsfell. Ein kvísl hraunsins rann sunnan og vestan við Helgafell og þaðan niður á milli Helgafells og Gvendarselshæðar og síðan vestur fyrir Stórhöfða, allt tíl sjávar og myndaði núverandi strönd milli Straumsvíkur og Hvaleyrarholts. Þetta hraun stíflaði uppi Hvaleyrarvatn. Suður af Helgafelli heitir hraunið Skúlatúnshraun en við Hvaleyrarholt myndar það meginhluta Hellnahrauns.

Óbrinnishólabruni
HellnahraunFyrir um 1800 árum varð gos í Krýsuvíkurrein og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum við Bláfjallaveg (Jón Jónsson 1974). Hraunið frá þeim, sem að hluta heitir Óbrinnishólabruni, rann í mjóum taumi langleiðina niður undir Straumsvík. Gígarnir í Óbrinnishólum eru nú aðeins svipur hjá sjón því þeir hafa verið grafnir út.

Hellnahraunið yngra
obrinnisholarFyrir um eitt þúsund árum hófst goshrina á Reykjanesskaga (Sigmundur Einarsson o.fl. 1991). Hrinan hófst með gosum í Brennisteinsfjallarein á tíundu öld. Þá runnu m.a. Svínahraunsbruni frá Eldborgum við Lambafell (Kristnitökuhraun), stórir hraunflákar í Húsfellsbruna komu frá Kóngsfellsgígum og Eldborg í Bláfjöllum og mikil hraun runnu frá gígaröðum í Brennisteinsfjöllum; runnu þau m.a til sjávar í Herdísarvík. Þá gaus í Tvíbollum í Grindarskörðum og rann einn hrauntaumurinn nánast sömu leið og Skúlatúnshraun í átt til Straumsvíkur. Hrauntaumurinn endaði skammt frá Sædýrasafninu sáluga og átti þá ófarna um 300 m til sjávar.

Kapelluhraun
KapellaYngsta hraunið á svæðinu er oftast nefnt einu nafni Kapelluhraun, þó svo að það heiti eigi í raun aðeins við nyrsta hluta þess. Syðri hluti hraunsins hefur gengið undir heitinu Nýibruni. Kapelluhraun er hluti af hraunum sem runnu í Krýsuvíkurrein árið 1151 (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1989). Þá opnaðist gossprunga sem er alls um 25 km löng en þó slitin í miðjunni. Sunnan á skaganum rann Ögmundarhraun í sjó fram og tók það af gamla Krísuvíkurbæinn. Norðan á skaganum rann Kapelluhraun, aðallega frá gígum við Vatnsskarð sem nú heyra sögunni til vegna gjallvinnslu. Hraunið rann til sjávar í Straumsvík. Í sama gosi rann hraun frá röð minni gíga sem liggur meðfram Undirhlíðum og norður um Gvendarselshæð. Rann það m.a. niður í Kaldárbotna.
Kapelluhraun er úfið apalhraun og hefur verið hinn versti farartálmi nýrunnið. Því hafa menn tekið það ráð að ryðja braut í gegnum það. Brautin hefur nú verið eyðilögð með öllu, að undanskildum um tuttugu metra kafla við svonefnda Kapellu sem er lítil rúst í hrauninu. Kristján Eldjárn rannsakaði kapellu þessa 1950 (Kristján Eldjárn 1956) og fannst þar m.a. lítið líkneski af heilagri Barböru sem er verndardýrlingur ferðamanna. Heilög Barbara var góð til áheita gegn eldsgangi hvers konar. Hún var einnig verndardýrlingur stórskotaliðsmanna, slökkviliðsmannna og námumanna og raunar einnig verkfræðinga og jarðfræðinga. Kapellutóftin er á fornminjaskrá.
Kapelluhraunið var ákaflega fallegt, úfið og mosagróið, en nú hefur karganum verið flett af yfirborði þess á stórum svæðum svo hörmung er á að líta. Álverið í Straumsvík stendur á hrauninu.

Gervigígar
Storibolli-6Á svæðinu eru nokkrir gervigígar sem stinga kollinum upp úr yngri hraunum. Gervigígarnir hafa myndast við það að hraun runnu í sjó og sýna þeir því legu strandarinnar á myndunartímanum. Gervigígunum í nágrenni Straumsvíkur má skipta í þrjá hópa eftir útbreiðslu.
Austast var Rauðhóll við Hvaleyrarholt, sem stóð upp úr Hellnahrauninu eldra, en langt er síðan hóllinn hvarf vegna efnisnáms og þar er nú geil í hraunið. Nokkru sunnar og vestar standa tveir gervigíar upp úr sama hrauni.
Í Selhrauni, skammt suður af kvartmílubrautinni, hefur verið numið töluvert magn af gjalli úr gervigígum sem standa þar upp úr einu af elstu hraununum á svæðinu (Selhraun 4, Helgi Torfason o.fl. 1993).
kapelluhraunSkammt suður og vestur af Straumsvík er mikil rauðamalargryfja í Hrútagjárdyngju. Þar var upphaflega rauðamalarbunga upp úr hrauninu, Rauðimelur sem svo 
var nefndur. Nokkru vestar má sjá í kollinn á allmiklum gjallhól og enn  vestar hefur hinn þriðji verið numinn brott.
Í flestum þessara gervigíga hafa fundist skeljar sem þeyst hafa upp úr þeim er hraun rann út yfir setlög við þáverandi strönd. Ekkert er vitað um aldur gíganna annað en að þeir eru örugglega myndaðir eftir ísöld og eru eldri en hraunin sem upp að þeim hafa runnið.

Niðurlag
GvendarselshaedNúverandi strönd við Straumsvík er mynduð af þremur hraunum. Elst og vestast eru hraun Hrútagjárdyngju, sem runnu frá stórum dyngjugíg nyrst í Móhálsadal fyrir um 5.000 árum. Vestast er Hellnahraunið eldra, sem er langt að komið, upprunnið í Grindarskörðum í Brennisteinsfjallareininni fyrir um 2.000 árum. Bæði þessi hraun eru helluhraun og fremur auðveld yfirferðar. Yngsta hraunið er Kapelluhraun, úfið apalhraun, sem rann árið 1151 frá gígum suður undir Vatnsskarði. Það rann til sjávar um lægð sem myndast hafði á mótum Hrútagjárdyngju og Hellnahraunsins eldra. Á síðustu 10.000 árum hafa hraunstraumar smám saman fært ströndina fram sem nemur allt að 2 km.
Eldgos á Reykjanesskaganum virðast koma í hrinum og á milli er minni virkni. Hrinurnar verða á um þúsund ára fresti og hver hrina stendur yfir í nokkur hundruð ár. Síðasta hrinan hófst upp úr miðri tíundu öld og endaði um 1240. Í hverri hrinu verða umbrot í öllum eldstöðvareinunum á skaganum og í síðustu hrinu færðist virknin frá austri til vesturs.“
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Náttúrfræðingurinn 47. árg. 1977-1978, bls. 103-109.
-Náttúrfræðingurinn 52. árg. 1983, bls. 131-132.
-Náttúrfræðingurinn 67. árg. 1997-1998, bls 171-177.

Grindaskord

 

Gráhnúkaskjól

Norðvestan undir Gráhnúkum, nokkru sunnan hraunmóta Hellisheiðahrauns og Brunans, verður fyrir mikið bjarg, sem hrapað hefur niður úr einum Gráhnúknum og hallast þar upp að.

Gráhnúkaskjól

Gráhnúkasjól.

Litlir skútar eru beggja vegna bjargsins, milli hnúks og bjargs. Hér lagðist til hvílu aðfaranótt 20. desember 1921 Guðbjartur Gestsson frá Hamri á Múlanesi, en hann hafði verið við skipasmíði á Eyrarbakka um haustið. Guðbjartur ætlaði að ná skipi vestur í breiðafjarðarbyggðir fyrir jól og fór því fótgangandi suður. Hann var einn á ferð yfir Hellisheiði í harðnandi frosti og byl og bar smíðatól sín. Lausafé talsvert hafði hann á sér. Úr Neðri-Hveradalabrekku hrekst hann hingað undan veðri í stað þess að stefna norður til Kolviðarhóls.
Guðbjarts var oft leitað þegar um veturinn og einnig sumarið eftir. Þótti með ólíkindum að hann skyldi ekki finnast. Komst jafnvel sá kvittur á kreik að honum hefði verið ráðinn bani til að komast yfir fjármunina og líkið síðan falið. Margir töldu sig verða vara við Guðbjart á Hellisheiði í illviðrum.

Gráhnúkaskjól

Í Gráhnúkaskjóli.

Valdimar Jóhannsson, síðar bókaútgefandi, dvaldist í orlofi sínu á Kolviðarhóli í júlí 1937. Verður honum gengið suður á Þrengslaleið og stansar við bjargið undir Gráhnúk. Af rælni tekur hann að róta í mosa í skútanum og finnur sög og fleiri tól og loks mannsbein. Fór hreppstjóri til og staðfestist að hér voru líkamsleifar Guðbjarts, svo og allt það sem hann hafði haft með sér, peningaseðlarnir að vísu illa farnir eftir 16 ár. Var Guðbjartur jarðsettur að Skálmarnesmúla 14. ágúst þá um sumarið.
Skútinn er undir svonefndum Stakahnúk, spölkorn ofan við Þrengslaveg. Enn má sjá bein við skútann. Gegnt honum mót vestri er Lambhóll.
Mál þetta var umtalað í sveitum Ölfus fyrir u.þ.b. 85 árum síðan. T.d. var talið að Guðbjarti hafi verið fyrirkomið vegna fjármuna, sem hann hafði meðferðis. Þá var vinnuveitandi hans sakaður um hlutdeild í hvarfi hans vegna þess að hann átti að hafa svikið hann um laun. Fleira mætti nefna, en þessi frásögn er ágætt dæmi um sögusagnir er komast á kreik er óráðið er um afdrif fólks. En svona er nú mannanna hugaleikfimi – og hefur lítið breyst í aldanna rás.

Heimild m.a.:
-Árbók FÍ 2003.

Gráhnúkaskjól

Gráhnúkaskjól.

Geitafellsrétt

Gengin var óhefðbundin leið frá Þrengslavegi að Strandarhæð. Leiðin er greiðfær og auðveld yfirferðar. Hallar undan, einkum seinni hlutann.

Selvogsheiði

Gengið um Selvogsheiði.

Byrjað var á því að ganga að Sandfelli og áfram yfir slétt mosahraunið að Geitafelli, með því að austan og sunnanverðu uns komið var að Seljavöllum. Þaðan var haldið suðvestur með Réttargjá að gömlu hlöðnu Geitafellsréttinni. Geitafellsréttin var frádráttarrétt Ölfus- og Selvogsbúa. Réttin hefur ekki verið notuð lengi, en stendur þarna heilleg og löngum einmana undir gjáarveggnum. Umhverfið er allt hið fegursta og skjólgott undir gjáarveggnum. Skömmu áður en komið var að réttinni mátti sjá gamlar hleðslur utan í hraunhól.

Geitafellsrétt

Geitafellsrétt (Gjáarrétt).

Í auglýsingu í Ísafold 22.09.1875, bls. 143-144 er m.a. minnst á Geitafellsréttina: „Um leið og eg geri almenningi kunnugt, að eg samkvæmt tilmælum amtmannsins yfir suðr- og vestrumdæminu hafi verið skipaðr lögreglustjóri til upprætingar fjárklaðans í suðrhluta Gullbringusýslu, í Selvogi og í Út-Ölfusinu inn fyrir Hjallahverfið, skal hér með skorað á fjareigendr þá.. sem kindr kynnu að eiga í réttum þeim, sem sótt er úr þessu lögsagnarumdæmi mínu, að koma sem tímanlegast, að réttunum og hirða kindr sínar.

Geitafellsrétt

Geitafellsrétt (Gjáarrétt).

Mun almenn skoðun á réttarfénu, fyrren það er dregið, fara fram í Gjáarrétt mánudaginn 20. þ. m., í Geitafellsrétt þriðjudaginn 21. s. m. og í Hveragerðisrétt miðvikudaginn 22. s. m. Allar kindr þær, sem þá finnast með kláða eðr kláðavotti, munu samkvæmt 4. gr. tilsk. frá 5. jan. 1866 verða stranglega aðskildar frá hinu fénu og skornar þegar í stað við réttina, ef eigandinn er ekki við til að hirða þær á tryggjandi hátt, svo að þær ekki nái samgöngum við annað fé, eða ef enginn annar vill taka þær að sér til hirðingar.“

Strandarhæð

Við Gapa.

Gengið var með Merarbrekkum að slysavarnarskýlinu undir Heiðinni há og kíkt á Kjallarahelli, sem er skammt ofan við það. Ekki var gengið á Svörtubjörg og komið við Eiríksvörðu að þessu sinni (hlaðin árið 1710), en þess í stað var haldið í átt að Staðarsel (Strandarseli), fráfæruseli við efri rætur þeirra. Leiðin lá framhjá hlöðnu Selvogsréttinni norðan við Hnúkana með viðkomu í Hellholti og Hellholtshellir skoðaður, Hafri, Hruni svo og nokkrir aðrir. Áður höfðu ferðalangar áð í Selvogsréttinni þar sem gangnamenn fyrrum höfðu verið svo vinsamlegir að skilja eftir svolítið af kjarngóðum hákarli, reyktum rauðmaga og brennivíni fyrir ferðalúna vegfarendur.

Eimusel

Eimusel (Eimuból).

Þá var haldið niður að Eimubóli (Eimustekkur er í Eimuhelli) og Vindásseli, gengið yfir Vörðufell og skoðuð hlaðna Vörðufellsréttin (hætt að nota 1924) og Markavarðan með krossmarkinu (landamerkjavarða), auk litlu smalavarðanna, sem tengjast þjóðsögunni um endurheimtur.
Á þessu svæði eru miklar og merkilegar mannvistaleifar, ekki síst í hellum og skútum. Hafa þær væntanlega tengst seljabúskapnum í heiðinni, sem hefur skilið eftir sig miklar og merkilegar minjar.

Eimusel

Hleðslur í Eimuseli (Eimubóli).

Þarna er fjölmargt að skoða þótt ekki virðist það vera við fyrstu sýn, a.m.k. ekki séð neðan frá þjóðveginum.

Ólafarsel

Ólafarsel.

Á leiðinni að Strandarhelli var komið við í Ólafarseli, sem liggur undir hraunkrikanum syðst í Vörðufellshrauni. Skammt austar liggur gömul þjóðleið. Loks var skoðað í Strandarhelli, Bjargarhelli og í Gaphelli (Gapstekk).
Gangan tók u.þ.b. 8 klst. Veður var frábært og björt júlínóttin gaf ferðinni skemmtilegt yfirbragð.

Selvogsheiði

Selvogsheiði – uppdráttur ÓSÁ.

Selvogsgata

Í úrskurði Óbyggðanefndar (mál nr. 6/2004) er m.a. fjallað um Herdísarvík í Ölfusi:

Herdísarvík

Guðrún Ásmundsdóttir afhjúpaði minja- og örnefnakort FERLIRs af Herdísarvík.

„Herdísarvíkur er getið í rekaskrá Strandarkirkju í Selvogi sem er talin vera frá árinu 1275. Í máldaga Krýsuvíkurkirkju sem einnig er talinn frá því um 1275 kemur fram að Herdísarvík tilheyri kirkjunni í Krýsuvík.
Hinn 28. júní 1448 útnefndi Steinmóður Viðeyjarábóti og officialis Skálholtskirkju tólf presta dóm á prestastefnu í Skálholti. Jón Oddsson prestur á Þingvöllum hafði kært töku á sjöttungi hvals er rekið hafði í Herdísarvík. Þessi dómur fjallar eingöngu um rekarétt og skógarítak og er því ekki tekinn upp.

Herdísarvík

Herdísarvík – herforingjaráðskort.

Hinn 27. september 1563 lagði Páll Stígsson hirðstjóri niður sóknarkirkju í Krýsuvík að undirlagi Gísla biskups Jónssonar. Við það færðust bæði Krýsuvík og Herdísarvík undir forræði Skálholts.
Krýsuvík er að finna í Gíslamáldögum frá 1570 og síðar þó svo að kirkjan hafi verið lögð niður árið 1563. Þar segir sem fyrr að Herdísarvík tilheyri kirkjunni í Krýsuvík.
Jarðabók Árna og Páls yfir Selvog var tekin saman árið 1706. Þar er að finna eftirfarandi umsögn um Herdísarvík: „Skóg á jörðin lítinn og þó er hann nýttur til kolgjörðar heimabónda, hvorki er hann til að ljá nje selja, en mjög til að bjarga kvikfje í heyskorti. Sami skógur brúkast og til eldiviðar.
Lýngrif brúkast og til eldiviðar. Berjalestur hefur stundum til nokkurs hagnaðar verið.“ …

Herdísarvík

Herdísarvík og Stakkavík – kort.

Herdísarvík var seld með Krýsuvík undan Skálholtsstóli 8. ágúst 1787.
Í lýsingu séra Jóns Vestmanns í Vogsósum á Selvogsþingum frá 1840 koma meðal annars eftirfarandi upplýsingar fram um Herdísarvík: „Hlíðar, Stakkavíkur og Herdísarvíkur hagar mæta stórum áföllum af grjótkasti og skriðum úr fjallinu, því þeir allir bæir eiga þar land, en hafa þó flatlendishaga ásamt. Á öllum nútöldum bæjum er heyskapur mikið lítill, … en útigangshagar samt so góðir, að trúa má þeim fyrir skepnunum, þegar jörð er auð“.
Herdísarvík, sem var áður stólsjörð, var eign Krísuvíkurkirkju samkvæmt Jarðatali Johnsens frá 1847.
Í jarðamatinu frá 1849 er að finna svohljóðandi lýsingu á jörðinni Herdísarvík: „Uthagar miklir og góðir til fjalls og fjöru og skógur til egin þarfa og nokkurrar miðlunar. Vetrarbeit góð. … smalamennska fremur hæg og dýrbítur mikill“.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel – uppdráttur ÓSÁ. Gamla og nýja landamerkjalínan sjást á uppdrættinum.

Skýrslan sýnir einnig jarðamatið, þar sem meðal annars stendur: „Dýrbítur er einúngis þessari jörð til galla og slægiuleysi; allt annað er henni vel gefið, og bætist slægiuleysið upp af vetrarbeitinni, sem aldrei bregðst“. …
Hinn 20. nóvember 1886 var skrifað undir landamerkjalýsingu Herdísarvíkur.
Lýsingin, sem var þinglesin 3. júní 1889, er svohljóðandi: „Maríu kirkja í Krísuvík á í Arnessýslu samkvæmt máldögum jörðina Herdísarvík“.

Breiðabás

Í Breiðabás

Landamerki Herdísarvíkur eru þau er nú skal greina: „Að austanverðu, milli tjeðrar jarðar og kirkjujarðarinnar Stakkavíkur: bein stefna úr Breiðabás (= Helli samkvæmt máldögunum) sem er fjöruvik nokkurt ekki allskamt fyrir austan Herdísarvík, með litlum hellisskúta í hrauninu fyrir ofan, í Kongsfell, sem er gömul, ekki há, grámosavaxin eldborg umhverfis aflangan djúpan gíg, til hægri handar við þjóðveg úr Selvogi til Hafnarfjarðar góðan spöl fyrir austan Kerlingarskarð, nálægt veginum.
Að vestanverðu, milli Herdísarvíkur og Krísuvíkur ræður mörkum stefnulína frá áður nefndu Kongsfelli í Seljabótarnef lágan hraunhnúk, vestast í Seljabót, við sjó fram“.
Kirkjan á þriðjung hvalreka og allann annann reka fyrir landi jarðarinnar frá Breiðabás að Seljabótarnefi og sömuleiðis allar landsnytjar innan hjer taldra ummerkja, með þeim takmörkunum, er síðar greinir (sbr. No 2). Ítök sem aðrir eiga í jörðinni Herdísarvík eru þessi:

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – náma.

1. Tveir þriðjungar hvalreka … eign Strandakirkju í Selvogi.
2. Allir brennisteinsnámar sem finnast í landi jarðarinnar með öllum þeim „málmjarðartegundum“ öðrum er námarnir kunna að geyma, hagagöngu fyrir hross í „vanalegum bithögum og áfangastöðum“ rjetti til vegagjörða og húsabygginga með „hæfilegum maturtagarði“ sem „nauðsynlegt“ er til þess að geta yrkt námana o. sv. fr. allt samkvæmt afsalsbrjefi 30. september og 4. Októb. 1858. Ítak þetta tilheyrir þrotabúi hins íslenzka brennisteins og koparfjelags. Undir lýsinguna skrifa Á. Gíslason og E. Sigfússon prestur í Vogsósum.
Í fasteignamatinu 1916-1918 segir um Herdísarvík: „Landamerki vafalaus. …
Beitilandið er víðlent, fjalllendi, hraun og heiði, mjög kjarngott, snjólétt, skjólgott, ágætt vetrarland fyrir sauðfé … Smalamenska erfið“.
Um Herdísarvík segir meðal annars í fasteignamatinu 1932:
„Beitiland jarðarinnar er talið nokkuð gott og í meðallagi víðlent. Einnig kemur fram að jörðin eigi rétt til uppreksturs í afrétt sveitarinnar. Jörðin verður fyrir ágangi afréttarfjár. Hvað varðar landamerki Herdísarvíkur þá greinir skýrsluhöfundur frá því að þar sem hann sé nýfluttur á jörðina þá hafi hann ekki ennþá fengið útskrift úr landamerkjaskrá sýslunnar. Hann veit hins vegar ekki til þess að neinn ágreiningur sé varðandi jörðina.

Herdísarvík

Gamla girðingin úr Seljabót í Lyngskjöld. Í landamerkjalýsingu Herdísarvíkur 1886 og Krýsuvíkur 1890, í Litla-Kóngsfell lá ekki um svonefndan Sýslustein sem sýslumenn Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu höfðu árið 1832 ákveðið sem sýslumörk. Sýslusteinn er ekki nefndur í landamerkjabréfunum.

Háskóli Íslands, eigandi Herdísarvíkur, fór fram á það árið 1979(?) að landamerki Herdísarvíkur og Krýsuvíkur yrðu ákvörðuð. Við vettvangsferð 6. júní 1979 kom í ljós að sjónhending úr Seljabótarnefi, sem er kennileiti í landamerkjalýsingu Herdísarvíkur 1886 og Krýsuvíkur 1890, í Litla-Kóngsfell lá ekki um svonefndan Sýslustein sem sýslumenn Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu höfðu árið 1832 ákveðið sem sýslumörk. Sýslusteinn er ekki nefndur í landamerkjabréfunum. Í greinargerð 25. júní 1979 lagði sýslumaður Gullbringusýslu til að mörk Krýsuvíkur yrðu ákveðin þannig: Bein lína úr Seljabótarnefi í Sýslustein, þaðan bein lína í Litla-Kóngsfell.“

Selvogsgata

Litla-Kóngsfell.

Aðilar málsins, annars vegar sýslunefnd Árnessýslu vegna sýslufélagsins, hreppsnefnd Selvogshrepps vegna sveitarfélagsins og Háskóli Íslands, sem eigandi Herdísarvíkur, og hins vegar bæjarstjórn Grindavíkurkaupstaðar vegna bæjarfélagsins, sýslunefnd Gullbringusýslu, fyrir hönd sýslufélagsins sem eiganda Krýsuvíkurlands að mörkum Árnessýslu, og loks landbúnaðarráðuneytið fyrir hönd ríkisins, sem eiganda ýmissa réttinda í Krýsuvíkurlandi, komu sér saman um eftirfarandi:
1. Mörk milli Árnessýslu og lögsagnarumdæmis Grindavíkurkaupstaðar eru bein lína úr hápunkti Litla Kóngsfells sunnan við Grindaskörð í Sýslustein undir Geitahlíðum og önnur bein lína úr Sýslusteini til sjávar um hraunstrýtu á Seljabótarnefi. …
Staðsetning (hnit) samkvæmt mælikerfi Landmælinga Íslands er þessi:
Litla Kóngsfell: X-682760,0 Y-390000.0
Sýslusteinn: X-692533,8 Y-378925,4.
Seljabóta<r>nef: X-692603,2 Y-376523,0.
2. Hreppamörk Selvogshrepps falla saman við sýslumörkin.
3. Mörk jarðanna Herdísarvíkur og Krýsuvíkur falla einnig saman við mörk Árnessýslu og lögsagnarumdæmis Grindavíkurkaupstaðar. …
Landamerkjabréfið var undirritað af málsaðilum 25. og 29. janúar og 16. febrúar 1980 og staðfest af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

[Framangreind ákvörðun er arfavitlaus].
Í kröfulýsingu vegna Herdísarvíkur, dags. 1. júní 2004, er vegna landamerkjalýsinga vestustu jarða í Selvogi vísað til lýsingar Almenningsskóga Álftanesshrepps frá 21. júní 1849, sem þinglesin var 22. sama mánaðar. Lýsingin er svohljóðandi:
„Með því mjer er á hendur falið í brjefi til mín af 19 Juni næstliðið ár frá viðkomandi herra sýslumanni [T. Guðmundsen, yfirstrikað] að boði Stiftamtsins umsjón þess almennings, sem er að finna í Alptaneshrepp, þá orsakast jeg til að lysa þess almennings takmörkum fyrir alþyðu á manntalsfundinum í Görðum innan sama hrepps, sem jeg veit glöggast fráskilið annara eignum og er því að álíta sjerskilið almennings sameignar land gamlra lögbílisjarða í Alptaneshrepp, hvers takmörk eru þessi. Fyrst milli Garðakirkju fjall<l>lands, ur steinhusi suður í Markagil á Marraka eður undirhlíðum þaðan á Hæðstaholt, á Dauðadölum á annan veg ur Dauðadölum norður í Húsfell af Húsfelli upp á Þríhnjuka þaðan á suðurenda Blafella, á milli afrjetta Alptanes og se<l>tjarnarneshreppa. A milli Gullbríngu og Arnessyslna af Bláfjöllum vestur á Kistufell. A milli Alptaneshrepps og almennings og Krísivíkur landa af Kistufelli niður á syðra Horn á Fagradals brún þaðan í Marrakagil, so í þúfu á fjallinu eina þaðan í Helguflöt norðaná Buðarhólum. A milli jarðanna Heimalands og afrjettar af Buðarhólum eptir Buðarhólagjá, þaðan aptur í Steinhús. Þetta ofantalið afrjettar og almennings land, sem er að finna fráskilið annara eignum lísi jeg til rjettarins fullkomnari úrskurðar gamallra lögbylisjarðajarða afrjettar að öðru nafni almenníngsland í Alptaneshrepp með öllum þeim herlegheitum sem þar er að finna. Eptir hverri rjettarins skipan hjer ofantaldri eg skyldast að fyrirbjóða og aðvara hvern þann mann sem ekki hefur fullkomið tilkall til almenningsítaks alla brukun hverju nafni sem heitir, innan ofantaldra takmarka að vitni þíngvitnanna og allra þeirra er orð mín heyra.“

Þrætugrenið var fyrrum á landamerkjum Árnessýslu og Gullbringusýslu. Um það liggur gamla girðingin upp úr Seljabót, sem nú er að mestu horfin.

Heimildir:
-Úrskurður Óbyggðanefndar – mál nr. 6/2004; Ölfus – Herdísarvík.
-https://obyggdanefnd.is/wp-content/uploads/04_2004-6_urskurdur.pdf

Lyngskjöldur

Lyngskjöldur – þrætugrenið.

Sýslusteinn

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Herdísarvík koma fram eftirfarandi upplýsingar um Herdísarvíkursel og nágrenni:

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel.

„Herdísarvík liggur við sjó, vestust allra jarða Árnessýslu.
Vesturmörk Herdísarvíkur eru þessi: Seljabótarnef í Seljabót við Seljabótarhelli. Þar eru hreppamörk Selvogshrepps og Grindavíkurhrepps, landamerki Herdísarvíkur og Krýsuvíkur, sýslumörk Árnessýslu og Gullbringusýslu. Þaðan liggur landamerkjalínan upp flatt klapparhraun upp um Herdísarvíkurhraun vestra í Sýslustein, rétt ofan vegarins…

Seljabót

Seljabót.

Ofan Gjögranna [neðan Herdísarvíkur] var nafnlaust sandflæmi allt út á Alboga, en ofan við sandinn tóku við Flatirnar, og eftir þeim lágu fjárgöturnar, sem líka voru Selsgötur til Herdísarvíkursels í Seljabót. Frá Alboga beygir ströndin til vesturs, og nefnist þar Háaberg. Spölkorn vestan Alboga er Háabergsgjóta, mikið gjögur, þar sem sjórinn spýtist upp í stórbrimi, líkt og gos úr hver. Háaberg er eggslétt hraunklöpp, en uppi á klöppinni liggja víða gríðarstórir steinar, sem brimið hefur brotið úr berginu og velt upp á klappirnar. Í norðvestur og upp frá Alboga eru Langhólar, Langhóll fremri og Langhóll efri.“

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel.

Í Jarðabókinni 1703 segir svo um Herdísarvík: „Selstöðu eigna menn jörðinni í Krýsuvíkurlandi, þar sem enn heitir Herdísarvíkursel. Ekki brúkast hún nú í nokkur ár, heldur önnur í heimalandi.“

Sjá meira um heimaselið HÉR.

Heimildir:
-Gísli Sigurðsson – örnefnalýsing fyrir Herdísarvík.
-Sjá heimasel https://ferlir.is/herdisarvikursel-heimasel/
-Jarðabókin 1703 – Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvík – Háaberg.

Selvogur

Gengið var um Selvog í sól og blíðu. Kristófer kirkjuvörður kom þar að akandi á sínum öndvegis jeppa með kerru við annan mann. Báðir bullsveitir. Vel lá á Fera og var hann að vonum glaður á sjá hópinn, sem að mestu var skipaður „orginal“ Hafnarbúum.

Selvogur

Selvogs-Jói með grafstein úr Neskirkjugarði.

Kristófer var spurður almæltra tíðinda og við hvað hann hafi verið að dunda í Voginum. „Ég var að gera kirkjugarð“, svaraði hann. Kristófer sagði að hann teldi að steinninn sem FERLIR fann eftir leit (sjá sögnina af legsteinunum þremur og hvarfi eins þeirra) s.l. sumar væri ekki sá sem hann hefði fundið um árið þegar framkvæmdirnar voru við útihúsin. Þennan stein hefði hann ekki séð áður. Steininn sem hann fann á sínum tíma og týndi aftur hefði verið rúmlega lófastór og þess vegna hafi hann talið að sá hefði verið á leiði barns er hafi líklega dáið í „svartadauða“.
Farið var að bátsflakinu (Vörður) austan við Nessvita (Selvogsvita) og vitinn síðan skoðaður sem og og gamla vitastæðið á klöppunum.

Selvogur

Selvogur – grafsteinn við nes.

Þegar komið var að Nesi sást að á sléttri flöt rétt vestan við rústirnar af hlöðunni hafði verið afgirt svæði með staurum og vírneti, nokkra metrar á hvorn veg. Garðurinn hafði verið borinn fínni möl og hlaðnir fjörusteinar í kring. Í suðvesturhorninu á garðinum lá á mölinni steinn með krossmarki. Þarna var kominn steininn sem FERLIR fann s.l. sumar (sjá mynd) og er hann eini legsteinninn sem þar er sýnilegur í dag. Enn vantar litla legsteininn, sem Kristófer fann um árið, en týndist aftur. Hinir tveir, er fundust, eru á minjasafninu á Selfossi.
Gengið var í 2 klst og 17 mín.

Selvogur

Vörður í fjörunni austan Nesvita í Selvogi.

Í síðustu ferð fulltrúa HERFÍS (Hellarannsóknarfélags Íslands) inn í Brennisteinsfjöll uppgötvaðist nýtt áður óþekkt niðurfall í Kistuhrauni.
Brennisteinsfjoll-101Vegna þoku á svæðinu var reyndar erfitt að staðsetja niðurfallið er var ca. 6 m djúpt. Það gæti því vel verið í Eldborgarhrauni, en það á eftir að koma í ljós. Þrátt fyrir að sérbúinn kaðalstigi hafi verið með í för var ekki talið ráðlegt af öryggisástæðum að sækjast niður eftir honum að svo búnu. Ákveðið var að stefna fljótlega aftur á svæðið með betri búnað.
Ljóst er að Brennisteinsfjallasvæðið bíður enn upp á ótalda ófundna hella…

Brennisteinsfjöll

Gengið í Brennisteinsfjöll.