Tag Archive for: Ölfus

Hengill

„Eyvindi Jónssyni og Margréti Símonardóttur var lýst á Alingi árið 1676. „Virðulegur sýslumann Jón Vigfússon eldri lét lýsa í lögréttu þessara persóna auðkennum: Eyvinds Jónssonar og Margrétar Símonardóttur, að óskilum burtviknum úr Ölveshrepp. Hann rauðbirkinn, þykkvaxinn, með rautt skegg þykkt, ekki mjög sitt, rauðleitur nokkuð, þykkleitur, glaður og listugur í viðmóti, kvennamaður mikill, hagmætur til skáldskapar, ekki mjög hár, undir fertugs aldur. Hún há kona, dökk á hárslit, glaðleg í viðmóti, réttvaxin, undir fimmtugs aldur, að menn meini. Óskar valdsmaðurinn réttarins vegna, að hvar sem þessar persónur hittast kunni, höndlist og í Árnessýslu færist undir lög og rannsak“ – Alþingisbækur Íslands, VII. bls. 349.

Lögðust út
henglafjoll-229Hvað olli því, að svo gjörðarlegar og viðkunnanlegar manneskjur lögðust út? Má þeirra Eyvindar og Margrétar kom aftur til kasta Alingis og að því sinni eru veittar nánari upplýsingar. Í sama stað, ár og dag (þ.e. 29. júní árið 1678 auglýsti valdsmaðurinn Jón Vigfússon eldri kann héraðsdóm, sem hann hafði ganga látið í Bakkárholti í Ölvesi og Árnessslu það ár 1677 2. novembris undir 12 manna útnefnd ahrærandi þær stórbrotamanneskjur Eyvind Jónsson og Margrétu Símonardóttur, sem úr þeirri sýslu burthlaupið höfðu vel fyrir tveimur árum og í opinberum hórdómi brotleg orðið sín í millum með barneign, hann eigingiftur, en hún í einfaldum hórdómi áður fundin. Höfðu téðar persónur á þessum tveggja ára tíma saman haldið sig fyrir ektahjón, sem héraðsdómurinn vísar, urðu svo höndlaðar í einum hellir suður undan Erfiseyjarseli svo í Kjalarnessingi og teknar þann 20. oktobris með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dæmdar þrjáar refsingar hvoru um sig á nefndum Bakkárholtsingstað fyrir þeirra hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu, sem og heilagrar aflausnar og sakramentis foröktun hverjar þrjár refsingar valdsmaður Jón Vigfússon rigtuglega bevisaði á þær lagðar voru. Einning auglýsti velaktaður Oluf Jónsson Klou, að fyrrnefndar persónur, Eyvindur og Margrét, hefðu úttekið líkamlega refsingu á Kópavogi 3. decembris 1677 fyrir útileguna og þar af hnigandi þjófnaðar aðburði, svo sem dómur þar um auglýstur útvísar, og svo hefði kona Eyvindar Ingiríður hann til hjónabands aftur tekið. Að því gerðu voru bessar manneskjur afleystar af æruverðugum biskupinum mag. Þórði Þorlákssyni undir þeirra sakramentis meðtekning í dómkirkjunni að Skálholti. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræa persónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valds mannsins heimili Stórólfshvoli og nú hingað til Öxarárþings í járnum færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreysinu fundust“ – Alingisbækur Íslands, VII. bls. 403-404.

Dæmd til dauða
henglafjoll-230Öxarárþing dæmdi bæði til dauða. Refsingin var logð á á þinginu hinn 3. júlí árið 1678. Hann var hálshöggvinn og henni drekkt. Svo er að sjá sem hórdómsbrotin hafi vegið þyngst á metunum, er refsingin var ákveðin. Stóridómur lét ekki að sér hæða. Ástin var þá með í leiknum og olli því, að þau voru hýdd bæði í Kópavogi og héraði og misstu lífið. þau Eyvindur og Margrét hafa vafalítið vitað hvað beið þeirra hið síðara skiptið, er þau náðust. Þau virðast eftir lýsingunni að dæma ekki hafa verið skynskiptingar. Skilnaður var torfengnari þá en nú, en var þó veittur undir ákveðnum kringurnstæðum. Dómar fra 17. öld sýna, að hann var veittur, ef maki var afmyndaður í andliti, t.d. af bólu eða útbrotum, sýndi eiginkonu eða eiginmanni afskiptaleysi, hljópst á brott og var lengi fjarverandi eða var getulaus. Síðastnefnda skilnaðarsökin var eingöngu notuð af konum. Sökum af þessu tagi hefur ekki verið til að dreifa í þessu tilviki.
henglafjoll-231Þeirra Eyvindar og Margrétar getur í fleiri heimildum. Fitjannáll hefur m.a. frá þessu að segja við árið 1678: „Eyvindur nokkur, giptur, hljóp úr Ölfusi með annars manns konu vestur, og töldu sig fyrir ektahjón: náðust, voru húðstrýkt og aðskilin. Þau tóku  sig aptur saman, lögðust út í Henglafjöllum, náðust og voru réttuð á þessu alþingi“ – Annálar 1400-1800, II. bls. 247. Frásögn Hestsannáls er nokkru fyllri. „Á alþingi 1678 var höggvinn maður sá Eyvindur hét, er hlaupið hafði úr Ölfusi frá konu sinni með aðra konu undin jökul vestur, og héldu sig þar fyrir hjón; viku síðan þaðan og fundust við helli á Mosfellsheiði suður og lifðu við kvikfjárstuld. Konan hét Margrét, henni drekkt í Öxará. Þau höfðu verið strýkt um veturinn fyrir og látin þa laus og aðskilin, en tóku sig saman, þá voraði, og lögðust á ný á fjöll um sumarið“ Annálar 1400-1800, II. his. 512.
Setbergsannáll segir frá þessum atburðurn á mjög líkan hátt og Hestsannáll. Þó segir þar, að þau Eyvindur og Margrét“ fóru síðan þaðan að vestan og fundust við helli á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit“ Annálar 1400- 1800, IV. bls. 120. Telja verður A1þingisbókina traustari heimild en annálana, sem eru ritaðir nokkuð eftir að þessir atburðir áttu sér stað. Annálunum ber þó saman um, að þau Eyvindur og Margrét hafi lagt leið sína vestur undir Jökul, er þau hlupust á brott hið síðara skiptið og áður en þau lögðust út. Heimildum ber ekki heldur saman um dvalarstað þeirra í útlegðinni.

Hellir sunnan Þríhnjúka
henglafjoll-232Ólafur meistari Briem fjallar um þetta mál í hinni ágætu bók sinni Útilegumenn og auðar tóttir bls. 142-146. Þar greinir hann frá helli sunnan undir Þríhnjúkum og suður undan Örfiriseyjarseli. Ólafur kannaði hellinn í októbermánuði árið 1981 ásamt dr. Brodda Jóhannessyni og Guðmundi Guðmundssyni tryggingafræðingi, en Einar Ólafsson hafði fundið hellinn alllöngu fyrr. Haustið 1981 höfðu spjöll verið unnin á hellinum, en þar mátti þó enn sjá forn mannvirki, kampar höfðu verið hlaðnir beggja vegna inngangs, og tveir hlaðnir bálkar voru í hellinum. Þessi mannvirki voru í hellinum, er Einar Ólafsson fann hann, en þá hafði þar engu verið spillt. Niðurstöður Ólafs Briems eru þær, að ekki verði gengið fram hjá þeirri tilgátu, að þau Eyvindur og Margrét hafi haft bólstað í helli þessum. Hefur það verið í fyrri útilegunni. Vafalaust hafa þeir, sem breyttu hellinum í eins konar sæluhús fyrir örfáum árum, ekki gert sér ljóst, að hann kann að hafa verið ástarhreiður útileguhjúa fyrir tveim öldum og verðskuldað því að varðveitast óskemmdur.

Dvalarstaður
henglafjoll-233Telja verður a.m.k. líklegt, að þau Eyvindur og Margrét hafi átt sér athvarf í hellinum við Þríhnjúka, er þau voru tekin hið fyrra sinnið. Meiri vafi leikur á um seinni dvalarstaðinn. Hellir er að vísu í Innstadal í Hengli. Sá er allhátt í klettum rétt hjá gufuhver einum miklum. Hellismunninn blasir við, ef gengið er yfir Steggjubeinsskarð frá skálunum innan við Kolviðarhól og í dalinn. Hlaðið hefur verið fyrir hellismunnann. Hleðslan er nú hrunin og hefur fallið bæði út og inn. Talsvert er af beinum undir hellum inni í hellinum. Ætla má, að hellurnar hafi áður verið í hleðstunni fyrir hellismunnann. Hér virðist því vera um útilegumannahelli að ræða, enda eru klettarnir neðan hellismunnans veruleg torfæra. Óvönum klettamönnum skal ráðið frá því að freista uppgöngu nema þeir séu vel búnir og í fylgd með sæmilegum klifurmönnum. Vaður væri þá æskilegur. Tvennt mælir á móti því, að þau Eyvindur og Margrét hafi átt sér bótstað í helli þessum. Allir kunnugir menn hefðu talið hann liggja upp af Ölfusi en ekki Mosfellssveit og enginn hefði væntanlega talið hann vera í Ölfusvatnstandareign. Höfundur þessarar greinar hefur á hinn bóginn sannprófað, að klettabeltið neðan hellisins er engin hindrun röskum konum. Haft skal í huga, aO formæðrum okkar var svo sannanlega ekki fisjað saman.
Um nánari lýsingu á hellinurn skal vísað til rits Ólafs Briems, bls. 146- 150.
Hvar dvöldust þau Eyvindur og Margrét hið síðara skiptið, ef þau var ekki í hellinum í Innstadal? Þetta hefur verið á huldu, en hér skal sett fram tilgáta. Fyrst skal þó sögð stutt ferðasaga.

Farið um svæðið
henglafjoll-234Um mánaðarmótin ágúst-september árið 1986 fóru sá, er þetta ritar, og Ásgeir S. Björnsson cand. mag. um svæðið í grennd við Marardal. Ætlunin var að komast að niðurstöðu um hvar franski listamaðurinn Auguste Mayer hefði staðið árið 1836, er hann teiknaði mynd þá, sem hann nefnir Au port du Elliðaár. Við ókum fyrst Þingvallaveginn gamla, en beygðum síðan inn á slóð, sem liggur meðfram háspennulínunni að austan. Bíllinn var yfirgefinn, er við komum til móts við Marardal. Eftir það tókum við stefnuna á Marardal og gengum síðan allhátt í fjallið meðfram á þeirri, sem fellur við mynni Marardals, Engidalsá. Þar töldum við okkur finna staðinn, enda kom flest heim og saman á myndinni og í landslaginu.
Móbergsklettarani gengur af Marardal meðfram Engidalsá. Hann er mjög veðraður og brattur. Við gengum í fyrstu niður með ánni, en réðumst síðan til uppgöngu á klettaranann neðarlega eða í neðstu hæðinni á honum. Ásgeir hafði augun hjá sér og benti mér fljótlega eftir að upp var komið á hellisgjögur og hafði orð á því, að sér sýndist hleðsla vera í mynni þess. Okkur korn saman um að kanna þetta, enda myndum við ekki að sjá eftir því að hafa látið það ógert. Stuttur spölur var að hellisgjögrinu og er að því korn gafst á að líta. Þarna voru ótvíræðar mannvirkjaleifar. Veggur hafði verið hlaðinn fyrir munnann, og var talsverður hluti hans enn uppistandandi. Dyr voru á veggnum. Efsti hluti veggjarins var þó hruninn. Nokkur gróður hafði fest rætur milli steina í hleðslunni.

Myndaferð
henglafjoll-235Við höfðum hvorki ljósmyndavél né kíki meðferðis. Úr þessu þurfti að bæta. Efnt var til hópferðar í Engidal hinn 26. október. Þá var úr þessu bætt. Hellirinn reyndist vera 5 m breiður og 1,20 m á dýpt. Hann var um tveir metrar og nokkuð jöfn. Leiðangursmennfundu annan helli um 20 faðma frá þessum og litlu neðar. Hann var 3 m langur, 2 m breiður og 1,25 m hár. Hlaðið hafði verið fyrir mynni þessa hellis einnig. Hann er mjög þrifa1egur og virðist ákjósanlegt svefnstæði. Geta ekki einhverjir aðrir en þau Eyvindur og Margrét hafa notað hella þessa? Jú, vissulega. Þeir kunna að hafa verið skjól hreindýraskyttna, en hreindýrin virðast hafa haldið sig talsvert í og við Marardal í á rúmlega öld, sem þau reikuðu um Reykjanesskagann og heiðarnar milli Faxaflóa og Suðurlandsundirlendisins. Þau voru flutt á þetta svæði árið 1781 og héldu sig þar fram á þessa öld – Náttúrufræðingurinn 1932, bls. 7-10, 96. Auk bessa voru naut geymd í Marardal og á Bolavöllum öldum saman, og voru sum þeirra afarmanníg að því er sagnir herma. Hellarnir kynnu því að hafa verið skýli gegn nautunum, en bolar eru ekki mikið gefnir fyrir að klifra, svo sem alkunna er. Ég er á hinn bóginn sammála Ásgeiri S. Björnssyni um að hér sé ekki um skotbyrgi refaskyttna að ræða. Sumir steinarnir í hleðslunni fyrir efri hellinum em mjög stórir og aðeins færanlegir mjög hraustum manni. Líkurnar fyrir því að hellarnir séu hið síðara hýsi Eyvindar og Margrétar – verða á hinn bóginn að teljast vera allmiklar. Staðurinn er vissulega ofan Mosfellssveitar, þótt naumast verði hann talinn vera á Mosfellsheiði. Marardalur og umhverfi hans voru afréttur Ölfushreppsbúa, en þóo hvíldi sú kvöð á ábúanda Ölfusvatns að flytja naut Skálholtsstaðar í þennan afrétt, er Jarðabók Árna Magnússon og Páls Vídalíns fyrir þetta svæði var gerð árið 1706 – Jarðabók, 11.  bls. 378-379. Þetta kann að hafa  orsakað, að menn hafi talið svæðið vera í landareign jarðarinnar. Minnt skal á, að Grafningur var hluti Ölfushrepps til ársins 1828. Ég hef heldur engan stað séð, sem kemur betur heim og saman við orð Alþingisbókarinnar „hreysi undir bjargskúta“ heldur en efri hellirinn.
Því verður haft fyrir satt þar til annað sannast, að hellarnir séu hið síðara bæli Eyvindar Jónssonar og Margrétar Símonardóttur í útilegu þeirra. Þeir koma a.m.k. betur heim við frásagnir heimilda en hellirinn við Lækjarbotna, en þau Eyvindur og Margrét hafa verið orðuð við hann. Annar hellirinn við Marardal kynni að hafa verið svefnstaður og hinn birgðageymsla eða eldhús. Engin greinileg ummerki sjást þar raunar um eldamennsku, en þó kunna tveir steinar í gólfi til vinstri við inngang að vera frumstæðar hlóðir. Annars kunna þau hjónin að hafa brugðið sér til hverasvæða í grenndinni, t.d. til jarðhitasvæðisins við skálana hjá Kolviðarhóli. Minnt skal á, að þau lágu úti að sumarlagi.“

Heimild:
-Lýður Björnsson.

Lækjarbotnar

Útilegumannahellir í Lækjarbotnum.

Þrengsli

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1974 má lesa eftirfarandi um Þrengsladrauginn undir fyrirsögninni „Aðsókn í Þrengslum„:
„Ég sá hann greinilega, en kann gufaði upp“.

Þrengsli

Í Þrengslum.

Rætt var við einn þeirra, sem hafa „séð“ í Þrengslunum:
„Ég sá hann greinilega, svo greinilega að ég myndi þekkja hann aftur á ljósmynd, en hann bara gufaði upp,“ sagði Jón Karlsson bifreiðarstjóri, þegar ég spurði hann um Þrengsladrauginn sem margir hafa séð veifa við veginn, en hefur svo horfið, sporlaust að sjálfsögðu, þegar þeir hafa stöðvað bíla sína.
Jón rifjaði upp fyrir mig atburð, sem henti rétt fyrir jól í fyrravetur. Þá var hann að fara austur í Þorlákshöfn síðdegis í ljósaskiptunum á vörubíl þeim, sem hann ekur þarna oft. „Þegar ég gerði mér grein fyrir, að þessi sýn var ekki af þessum heimi, þá varð ég feikilega hræddur, ég er nú ekki meiri kall en það.“
„Þetta gerðist þannig,“ sagði Jón, „að þegar ég var að aka veginn rétt hjá Raufarhólshelli við svokallaðar Draugahlíðar, sá ég allt í einu mann hægra mégin við veginn. Hann veifaði og ég stöðvaði bílinn, en horfði alltaf á hann. Þegar ég drap á bílvélinni þurfti ég að beygja mig vinstra megin við stýrið og leit því af manninum, en þegar ég leit upp aftur var hann horfinn. Ég fór þá út úr bílnum vegna þess að ég hélt, að hann hefði farið aftur fyrir hann. Þar var þá ekki sálu að sjá og svo vítt sást allt um kring, að vonlaust var, að nokkur meður hefði komizt í hvarf frá bílnum á þessum stutta tíma. Þegar ég áttaði mig á þessu greip mig mikil hræðsla og ég ók eins og druslan komst til Þorlákshafnar. Ég sá þennan mann mjög greinilega. Hann var með gráleita enska húfu og í viktoriupeysu, brúnum buxum og stígvélum, en hvítir sokkar vour brettir niður á stígvélin. Maðurinn var með pokaskjatta og líklega hefur hann verið 40—50 ára. Ekki þorði ég aftur þessa leið til Reykjavíkur um kvöldið heldur ók til Hveragerðis frá Þorlákshöfn og síðan Hellisheiðina til Reykjavíkur. Ég héf aldrei orðið var við neitt nema þetta og ekkert var ég að hugsa um slík mál þarna á Þrengslaveginum. Ég var einmitt að raula lagið um Gölla Valdason. Síðan hef ég farið þarna margar ferðir og aldrei orðið var við neitt, en þessa sýn man ég vel, hann stóð þarna fremur beinn, karlmannlegur og með veðurbarið andlit. Ég hef aldrei haft beyg af draugum, en svo hefur maður „séð“ með eigin augum og hvað getur maður þá sagt.“

threngslin-223Í sama blaði var rætt við Bergþóru Árnadóttur frá Þorlákshöfn um sama efni undir fyrirsögninni „Getur ekki ekið Þrengslin vegna aðsóknar“:
„Þetta byrjaði í haust, þegar ég fór að aka á milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur að næturlagi, en þá fór ég að sjálfsögðu um Þrengslin. Nú fer ég ekki Þrengslin lengur heldur Hellisheiðina og frá Hveragerði til Þorlákshafnar þótt sú leið sé miklu lengri. Ég get ekki farið um Þrengslin ein að næturlagi vegna þessarar ásóknar.“
Sú, sem þetta mælir, heitir Bergþóra Árnadóttir, ung kona frá Þorlákshöfn; hún á við haustið 1973. Hún þarf oft að aka þessa leið að næturlagi vegna þess að hún er í Kórskólanum.
„Þetta lýsir sér þannig, að á ákveðnum stað i Þrengslunum, í lægðinni skammt fyrir ofan Raufarhólshelli, syfjar mig alveg óheyrilega. Ég fór þarna í nokkur skipti og það var alveg sama, þótt ég væri alls ekkert þreytt eða syfjuð, þegar ég kom þarna í Þrengslin varð ég hreinlega máttlaus af syfju og oft lá við, að ég æki út af, þótt ég færi mjög hægt.
Eina stjörnubjarta nótt í fallegu veðri nú i vetur varð ég að stöðva bílinn vegna þess, hve mig syfjaði og ákvað því að leggja mig stundarkorn og vita hvort ég yrði ekki hressari. Eftir nokkra stund vakna ég við það, að barið er nokkrum sinnum i bílinn hjá mér. Ég rís upp og gái út hélt að kind væri ef til vill af rjála við bílinn, en það sást ekkert kvikt, hvorki við bílinn né í grenndinni. Ég vildi þá helzt trúa því, að mig hefði verið að dreyma og þar sem syfjan var jafn áleitin, ákvað ég að leggja mig aftur og hreiðraði því um mig í sætinu eftir að hafa lokað bílglugganum. Þegar ég var búin að koma mér fyrir þarna í sætinu heyrði ég, að barin voru bylmingshögg í bílinn, miklu fastar en fyrr, og þá var ég ekki í neinum vafa lengur. Engin sála var við bílinn, ég ræsti vélina í skyndi og ók eins og bíllinn dró, alveg heim til Þorlákshafnar. Ég var mjög hrædd. Eftir þetta fór ég alltaf Hellisheiðina og svo frá Hveragerði til Þorlákshafnar, þar til fyrir stuttu að ég reyndi aftur að fara um Þrengslin. En það var sama sagan, ég varð svo syfjuð, að ég rétt komst heim, en drauginn hef ég aldrei séð. Þegar ég hef stigið út úr bílnum í Þorlákshöf, hefur öll syfja jafnan verið úr mér. Ég hef lfka reynt að aka í samfloti með öðrum bílum um Þrengslin og þá hefur allt verið í lagi, ef ég gæti þess að vera alltaf rétt á undan þeim. Oftast fer ég þó Heilisheiðina, þegar ég þarf að fara þarna um að næturlagi.
Fólk í Þorlákshöfn hefur oft séð mann við veginn á þessum stað, sem veifar til bíla, en þegar þeir stöva er enginn sjáanlegur. Ég held ekki, að þarna sé neitt illt á ferðinni en það er eitthvað.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 30. júní 1974, bls. 10.

Hengill

Þórður Sigurðsson frá Tannastöðum skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins árið 1939 um „Útilegumenn í Henglinum og endalok þeirra„: „Í annálum er þess getið, að útileguþjófar hjeldu til í Henglafjöllum. Ekki er þó tekið til hvar í fjöllunum þeir hafi verið, en yfirleitt er afrjettur Grafningsmanna og Ölfusinga nefndur Henglafjöll í fyrri tíðar ritum. Þeirra er getið tvisvar að mig minnir, og hafa að líkindum verið piltar, þó það sje ekki í frásögur fært. Í Nesjum í Grafningi höfðu þeir einu sinni vetursetu sína, en voru teknir og þeim refsað.
henglafjoll-223Þegar jeg var unglingur heyrði jeg sagt frá því, að útilegumenn hefðu verið í Henglinum; þeir hefðu haldið til í stórum helli og engin leið hefði verið að komast að þeim. Sagt var, að þeir hefðu komið sunnan úr Höfnum og væru þeir skipshöfn, sem hefði gert einhver níðingsverk, en aldrei heyrði jeg hver þau hefðu átt að vera.
Tóku þeir sjer nú stöðu í þessum helli og höfðust þar við, sumir sögðu í tvö ár, en aðrir aðeins eitt sumar, en hvort sannara er verður ekki vitað. Og ekki vissu menn heldur, hve margir þeir væru — jafnvel 6 eða 7, og tvær hlutakonur voru með þeim, að því er sagt var, og eru ef til vill líkur fyrir því. Þeir höfðu með sjer langan kaðal eða stjórafæri og drógu konurnar upp í hellirinn og föng sín jafnóðum og þeir öfluðu þeirra, en það var mest sauðfje Ölfusinga og Grafningsmanna.
Nú þótti sveitamönnum hart á barið að verða að þola slíka óhæfu, en fengu ekki að gert um sinn. Er frá leið þá gerðu þeir ráð sitt op tóku sig saman eitt haust litlu fyrir fjallreið og lögðust í leyni margir saman úr háðum sveitum, Ölfusi og Grafningi — sem að vísu var þá sama þingssóknin — og biðu þess að hellisbúar færu úr hellinum í smalatúr og ætluðu þeim svo stundirnar og var þess skamt að bíða. Fóru nú allir úr hellinum, en sveitamenn skipuðu sjer sem fljótast fyrir hellisbergið að neðan og komu hellismenn innan skamms með fjárhóp. En nú var ekki greitt aðgöngu og enginn vegur að ná hellinum. Sveitamenn veittu strax svo harða aðsókn, að hinir hjeldust ekki við, enda var liðsmunur ákaflegur, því sveitamenn höfðu verið milli 50 og 60. Fjárrekstur útilegumanna tvístraðist brátt, enda gáfu menn þá engan gaum að fjenu.
henglafjoll-224Hellismenn tóku nú að flýja, hver sem best mátti, en sveitamenn eltu þá af hinum mesta ákafa og mest þeir, sem fótfráastir voru. Allir komust hellismenn nokkuð langt undan og vestan í Henglinum urðu mestar eltingar. Þar eru melar og skriður, segja kunnugir menn; eru þar kölluð „Þjófahlaupin“ enn í dag sem örnefni síðan. Allir voru hellismenn drepnir, ýmist vestan í Henglinum eða niður á Mosfellsheiði, því undan hlupu þeir slíku ofurefli meðan þeir gátu uppi staðið sökum mæði.
Nú voru hellismenn allir unnir, en fylgiskonur þeirra voru enn í hellinum. Þær höfðu veitt hart viðnám, en svo er haft eftir þeim mönnum, sem í atförinni voru, að svo ilt sem hefði Verið að sigra hellisbúa. Þá hefði þó hálfu verra verið að vinna fylgikonur þeirra. En samt að lokum urðu þær teknar og fluttar burtu og er ekki getið að þær sýndu neinn mótþróa eftir að þær komu undir annara manna hendur.
Jón hjet maður, sem kallaður var „yddú“, Jónsson hins harða í Ossabæ, Sigurðssonar Þorkelssonar Jónssonar. Jón var fæddur 1777. Hann var hverjum manni flinkari, ófyrirleitinn og harðfengur í meira lagi, nokkuð ertinn og kappsfullur, starfsmaður mikill og þrekmaður hinn mesti. Ekki fara sögur af honum í æsku. Hefir hann líklega alist upp hjá foreldrum sínum. Þegar hann var um tvítugsaldur var hann vinnumaður í Reykjakoti. Þá var það eitt sinn í fjallgöngum, að Jón kleif upp í þennan umtalaða hellir útilegumannanna. Ekki getur þess, að Jón fyndi þar neitt merkilegt. En öskuleifar litlar voru í einum stað utan við hellisopið, enda hefir alt verið tekið burt þaðan, hafi nokkuð verið að taka, þegar útilegumenn voru unnir.
henglafjoll-225Nú var Jón í hellinum og hafði tvisvar gert tilraun að komast niður, en hikað við. Sá Jón nú, að ekki dugði að vera þar til lengdar og rjeð því til enn að nýju og komst með naumindum alla leið niður fyrir hellisbergið og ómeiddur að öllu leyti. Hafði hann svo sagt, að ekki mundi hann leggja upp í aðra för í þann hellir. Hefir þetta verið kringum aldamótin 1800, eftir því sem næst verður komist, og vita menn hjer ekki til að síðan hafi neinn maður farið upp í þennan hellir.
Það er og haft eftir Jóni „yddú“, að þegar útilegumennirnir komu með fjárhópinn, að þá hafi sveitamenn skipað sjer alt í kring og slegið hring um þá, en þó sluppu þeir allir til að byrja með, og byrjuðu þá strax eltingar. Það hafði og verið mestur tálmi hjá hellismönnum, að þeir voru illa skóaðir, en sveitamenn betur bimir til handa og fóta, og mest höfðu hellismenn fallið fyrir grjótkasti og bareflum, er hinir höfðu, en eiginleg vopn voru fá eða engin.
Sögu þessa hafði Jón „yddú“ eftir Jóni harða föður sínum og Sigurði Þorkelssyni afa sínum, en Jón „yddú“ sagði aftur Hávarði gamla Andrjessyni, en þeir voru samtíða á Völlum meir en 20 ár, en Hávarður sagði oft gömlum karli, sem enn er á lífi. Jón „yddú“ var hrekkjóttur í uppvexti, en svo fimur, að til þess var tekið. Ilann var og ágætur vinnumaður til hvers er taka þurfti, og eru fáeinar smásagnir til um hann.
Ólafur hjet maður Sigurðsson. Hann bjó í Húsagarði á Landi, ókvæntur var hann og átti ábýlisjörð sína. Hann var að langfeðgatali kominn frá Torfa í Klofa og Lofti ríka (fæddur nálægt 1848). Fremur var hann lítill vexti og ekki mjög efnilegur, tileygður og nærsýnn, hagorður vel og fróður um margt, glettinn og gamansamur og ágætur í viðkynningu. Ólafur var vermaður í Þorlákshöfn í margar vertíðir og þótti allgóður háseti. Hann sagði þeim, er þetta skrifar, svo frá — þeir voru lagsmenn 1894 og 1895: Að í Dalseli undir Eyjafjöllum hefði verið kerling ein, sem Vilborg hjet. Hún hefði dáið um 1800 og verið þá talin 100 ára, hefir eftir því verið fædd um 1700, líklega þó nokkuð seinna. Hún hefði verið fædd í hellinum í Henglinum (Skeggjanum) og verið dóttir einhvers af útilegumönnum þeim. sem getið hefir verið. Hún hafði verið mjög undarleg í skapi, vildi aldrei um útilegumenn tala, giftist ekki og átti aldrei barn. Þegar húsmóðir hennar ól börn sín, var kerling jafnan hin reiðasta og kvað maklegt þó húsmóðirin fengi að kenna á sínum hlut, því þetta væru sjálfskaparvíti, og verða þar að auki að stríða við þessa óþægu krakka í viðbót og hafa aldrei næði til nokkurs hlutar.
Ólafur trúði þessu um kerlingu og kvaðst hafa þetta eftir þeim mönnum, er vel mundu hana, en hvort þar hefir verið rjett sagt frá í alla staði, skal hjer ósagt látið.
Hefi jeg svo engu við að bæta um hellirinn, því jeg hefi aldrei orðið svo frægur að skoða hann, því til þess þarf að gera sjer sjerstaka ferð, ef vel ætti að vera. En sjálfsagt hefir hellir þessi verið notaður oftar sem nokkurskonar þrautalending í vandræðum, þegar stór hegning eða líflát lá við smávægilegum afbrotum – Þ. S.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 29. janúar 1939, bls. 30-31.

Engidalur

Tóftir útilegumanna í Engidal.

Útilegumannahellir

„Örskammt norðvestur af gufuhvernum í Innstadal er hár móbergsklettur og ofarlega í honum hellir sem í eru mannvistarleifar. En ekki er fært í hann nema góðum klettamönnum. Ýmsar sagnir eru til um útilegumenn í Henglinum fyrr á öldum.

henglafjoll-226Heimildir skýra svo frá; Norðan við sléttuna í dalsbotninum sé einn af mestu gufuhverum landsins, en örskammt norðvestur af honum er hár móbergsklettur. Ofarlega í þessum kletti er hellir og grastó fyrir framan hann. Hellismunninn sést strax og komið er yfir Sleggjuháls. Móbergið fyrir framan hellinn er mjög bratt og illkleift á tveggja til þriggja mannhæða kafla.

Til eru sagnir um að í þessum helli hefðu verið menn sem komu sunnan úr Höfnum. Þeir hefðu verið áhöfn af einhverju skipi en verið reknir fyrir einhver níðingsverk. Heimildir segja að þeir hafi hafist við í þessum helli í eitt sumar eða tvö ár, en það er ekki vitað með vissu. Talið er að um hafi verið að ræða 6 til 7 karlmenn og tvær hlutakonur. Þau lifðu á sauðfé sem þau stálu frá bændum í Grafningi og Ölfusi. Bændur sátu síðar fyrir þeim og drápu, en ekki fyrr en eftir miklar eltingar. „Þjófahlaup“ í Henglinum er skýrt eftir þessar eftirfarir. Útilegumennirnir voru ýmist drepnir vestan í Henglinum eða á Mosfellsheiðinni. Konurnar voru fangaðar eftir mikið viðnám. Ekki er heldur vitað með vissu hvaða ár þetta var en talið er að það hafi verið í kringum 1700.

henglafjoll-227Lýður Björnsson, sagnfræðingur, fór í þennan helli 1978. Hann skýrir svo frá að hellir þessi sé um 2 til 3 metra langur inn í botn og manngengur að framanverðu. Breiddin er um 2 metrar. Hlaðið hefur verið fyrir hellismunann en hleðslan er nær hruninn, fallinn bæði inn og út. Talsvert var af beinum undir hellum í hellinum, mest stórgripabein. Engar leifar sáust af eldstæði eða ösku.

Eins og heimildir greina frá þá er verulega erfitt að klífa upp í þennan helli. Alls ekki ráðlagt fyrir fólk að reyna uppgöngu án sérhæfðar búnaðar og kunnáttu. Bergið fyrir framan hellinn er bæði mjög bratt og laust í sér.

Heimildir eru að finna m.a. í lesbók MBL frá 1939, grein sem Þórður Sigurðsson „Tannastöðum“ skrifaði, Útilegumenn í Henglinum og endalok þeirra.“

Heimild:
-http://www.olfus.is/gestir-og-gangandi/ahugaverdir-stadir/hengill/

Innstidalur

Innstidalur – skúti.

Þorlákshöfn

Á svæði nálægt gamla Þorlákshafnarbænum má, auk leifar bæjarins, m.a. sjá aðrar rústir bæja og verbúða, gömul tún, túngarða o.fl.
Á landnotkunaruppdrætti eru auðkennd sérstaklega Sigríðarbær, Thorlakshofn-1Ingileifarbær, brunnur í túni, túngarður, Erlendarkot og Helgubær. Ætlunin var að ganga um Þorlákshöfn með það fyrir augum að skoða m.a. nefndar bæjartóftir, Selvogsgötu, Langabásvörðu, Smalavörðu, Þrívörður, Miðmundarbyrgi, Hákarlabyrgi, Hafnavörðu, Réttarstekk, Hraunbúðir, brunninn og túngarðana umhverfis bæina, Þorlákshól, Hlíðarendavörðu og Skeiðsvörðu.
Áhugasamir Þorlákshafnarbúar komu með í förina til að skoða þessar elstu fornminjar bæjarins.
Þorlákshöfn er kennd við Þorlák biskup helga.  Sögn er, að Þorlákur biskup hafi stigið þar á land, er hann kom frá biskupsvígslu 1178, af því sé nafnið komið.
Í fornleifaskráningu frá árinu 1999 kemur m.a. eftirfarandi fram um byggð í Þorlákshöfn: „Elstu heimildir um Þorlákshöfn eru frá 14. öld.
thorlakshofn-7Máldaga Þorlákshafnarkirkju er getið í Vilchins máldagasafni frá 1397. Í máldaga Hjallakirkju frá árinu 1400 segir að Hjallakirkja eigi hús og skipstöðu í Þorlákshöfn. Þá hefur verið útgerð í Þorlákshöfn jafnhliða búskap. Árið 1570 var hálfkirkjan í Þorlákshöfn talin eiga í Melsmýri. Aðstæður við Þorlákshöfn hafa sennilega ráðið mestu um fyrstu byggðina og hefur þar a.m.k. frá 14. öld, og sennilega allt frá fyrstu tíð, verið verstöð.
Skálholtskirkja eignaðist Þorlákshöfn snemma, eins og margar útgerðarjarðir um Suðurnes, og 1509 átti hún þrjá fjórðu hluti í reka á Skeiði, milli Ölfusárósa og Þorlákshafnar. Getið er um geymslumann skreiðar í Þorlákshöfn og var hann á vegum Skálholtsbiskups. Um það leyti hefur verið útskipun frá Þorlákshöfn og er það m.a. staðfest er í fógetareikningum frá 1553. 

thorlakshofn-8

Regluleg verslun hófst síðan í Þorlákshöfn á seinni hluta 18. aldar og var þar löggilt verslunarhöfn árið 1875.
Þorlákshafnarbærinn, verstöðin, verslunarhús og önnur mannvirki munu ávallt hafa verið á sama stað, upp frá vörunum, Þorláksvör, Suðurvör og Norðurvör. Þar voru til langs tíma mannvistarleifar eftir margra alda búskap, útgerð og verslun.
„Í bæjarröðinni voru allmörg hús, geymsluhús austast en baðstofa, hlaðin úr höggnu grjóti, vestast. Fjós var vesta í móti, og hesthús, en heyhlaðan, ærhús og fleiri byggingar að bæjarbaki. Suður af eystri hluta bæjarhúsanna stóð tveggja hæða timburhús og fleiri hús áföst, austan við það, en stórt geymsluhús aðeins sunnar“.
thorlakshofn-9Við bæjarstæðið munu hafa staðið nokkur kot eða hjáleigur, s.s. Sigurðarhús (Rass), Gíslahús, Einarshús eða Jóns Brandssonar hús, Hóll, Gjáhús og Helgahús
Brunnur var á hlaðinu, milli kálgarðsins og áðurnefnds timburhúss, þar sem nú er Hafnarskeið 6. Annar brunnur, Fjósabrunnur, var vestur frá fjósadyrum (nú framan við Hafnarskeið 7). Hraunbúðabrunnur var austan við Hraunbúðir, í litlum hringlaga hól með fyrhyrndri dæld í miðju. Stétt var að brunninum.“
Hálfdán Jónsson lögréttumaður á Reykjum í Ölfusi ritaði þetta um Þorlákshöfn: „Þorlákshöfn hefir sitt nafn af Þorláki biskupi Þórhallssyni hinum helga í Skálholti, er þar meinast fyrst hafi á land gengið eftir sína biskupslegu vígslu. Þar heitir og enn nú að framanverðu við bæinn Þorláksvör, Þorlákssker og Þorlákshóll, þar túnið er hæst. Í þessari veiðistöðu ganga árlega um vertíðartímann frá kyndilmessu og í 14 vikur þar eftir yfir fjörutíu skip stór og smá; mörg þeirra heyra til biskupsstólnum í Skálholti.“
Önnur sögn er, að eigandi jarðarinnar hafi í sjávarháska heitið á Þorlák sér til liðsinnis og svo gefið Skálholti jörðina. Talið er að áður hafi hún heitið Elliðahöfn. Það er staðfest með dómi 1774.  En samkvæmt dómnum mun höfnin hafa heitið  Elliðahöfn í fyrstu, eða eftir að hún var mönnum byggð, og máski fram yfir lát Þorláks biskups helga 1193. – Næstum sex öldum síðar er enn fólk í Ölfusi og Flóa, sem kannast við hið forna heiti Elliðahöfn.

thorlakshofn-10

Þorlákshöfn var að fornu fari ein af hinum mestu hlunnindajörðun Árnessýslu. Í jarðabók Árna Magnússonar Páls Vídalíns 1708 segir m.a.: “Rekavon er hér góð af viðum og hvölum á Þorlákshafnar-skeiði”. Þá var þar sölvatekja mikil, er sveitamenn fyrr á tímum sóttu þangað, stundum um langa leið. Gamlar sagnir herma, að á hallæristímum, td. eftir móðuharðindin, hafi það gerst, að Skagfirðingar hafi komið suður yfir fjöll til sölvakaupa í Þorlákshöfn. Sölin í Þorlákshöfn voru talin mikið góð, jafnvel betri en annars staðar austanfjalls. Mikið að Þorlákshafnarsölvunum var flutt í sjálft staðarbúið í Skálholti. Þar voru þau sem annars staðar notuð til matar og manneldis.
thorlakshofn-11Trjárekinn var löngum mikill í Þorlákshöfn.  Svo lengi, sem biskupsstóllinn átti jörðina, má sjá það af heimildum frá 16., 17. og 18. öld, hve viðarrekinn var oft feikimikill og löngum fluttur upp að Skálholti. Þar var hann notaður til húsagerðar, viðhalds húsa og búsmuna og annarra smíða. Einnig var rekaviðurinn oft seldur sveitamönnum, þegar biskupsstóllinn áleit sig aflögufæran þeim nytjagögnum.

thorlakshofn-12

Það voru lítil skilyrði til búsetu fyrir sjómennina í Þorlákshöfn. Túnið sjálft og suður af því, svo nefnt Þorlákshafnarnes var eina gróna landið um langan aldur og höfðu heimabændur það fyrir búpening sinn. Utan þess svæðis og ofan við það var næsta nágrennið mestmegnis foksandur með melgrastoppum, klappir og hraun.
Um miðja vegu milli Skötubótar og Hafnarness stóð Þorlákshafnarbærinn uppi á allháum sjógarði eða uppfyllingu sem hét Sjógarður og sneri stöfnum mót suðri. Í bæjarröðinni voru allmörg hús, geymsluhús austast, en baðstofa hlaðin úr höggnu grjóti vestast. Fjós var þar vestan í móti og hesthús, en heyhlaða, ærhús og fleiri byggingar að bæjarbaki. Suður af eystri hluta bæjarhúsanna stóð tveggja hæð timburhús og fleiri hús áföst austan við það, en stórt geymsluhús aðeins sunnar. Stór kálgarður var sunnan við bæinn og brunnur á hlaðinu milli kálgarðs og áðurnefnd timburhúss.
thorlakshofn-6Suður frá bænum voru verbúðir og geymsluhús þeim tilheyrandi upp frá Suðurvör, og norðan við bæinn voru einnig verbúðir og geymsluhús upp frá Norðurvör, enda var Þorlákshöfn mikil verstöð um aldir.
Vestan við bæinn, kálgarðinn og Suðurvarar-byggingarnar var stórt slétt tún. Bar þar hæst Þorlákshól breiðan og langan frá norðri til sðurs. Vestur frá fjósdyrum var Fjósaflöt og norðan við hana Fjósatjörn og Fjósabrunnur. Nyrst á túninu norðan við Fjósaflöt var Kirkjuflöt nú að mestu undir byggingum.
Nú er búið að umturna öllu bæjarstæðinu, svo að ekkert er eftir nema hluti af Þorlákshól.
Kirkjan stóð stuttan spöl norðvestur frá gamla bænum, þar sem hann hefur sjálfsagt staðið öldum saman, allt til að sá síðasti var rifinn til grunna sumarið 1962. Við kirkjuna hefur verið grafreitur og garður hlaðinn kringum hann. Kemur það fram í einni heimild 1673, að garður sé umhverfis kirkjuna. Mætti því ætla, að þá hafi verið þar öðru hverju grafið í honum.

thorlakshofn-13

Þegar kirkjan var fallin og menn hafa séð fram á, að hún yrði ekki endurbyggð, var upp úr tóft hennar reist sjóbúð, er var ávallt síðan kölluð kirkjubúðin. Vísuðu dyr hennar, sem voru til vesturs, á Geitafell. Kirkjubúðinni var haldið við og notuð af sjómönnum í meira en heila öld, allt fram yfir síðustu aldamót. Þá var hún rifin og jöfnuð við jörðu.
Það voru því aðrar ástæður en landbúskapur, sem lágu til þess, að sókn sjómanna til Þorlákshafnar var meiri en annarra verstöðva. Ástæðurnar voru einkum tvær, önnur var sú að lendingarnar voru taldar þar betri en alls staðar annars staðar á nærliggjandi svæðum. Var því oftar mögulegt að komast til róðra á næstu fiskimið. Þar af leiðandi urðu þar að jafnaði betri hluti en í öðrum verstöðvum austan fjalls, enda segir í Jarðabók Árna og Páls 1708, að þar sé “verstaða merkilega góð”.

thorlakshofn-14

Hin ástæðan var sú, að þar var langöruggasta landtakan og hættuminnst mönnum, skipum og afla. Stundum kom það fyrir að með öllu var ólendandi við Loftstaðasand, Stokkseyri og Eyrarbakka, svo að menn urðu frá að hverfa og var þá oft eina lífsvonin að leita til Þorlákshafnar. Margar sögur eru til af því að opnu skipin austan Ölfusár leituðu til Þorlákshafnar, þegar ólendandi var í heimaverstöðvunum og náðu á slysalaust landi í Þorlákshöfn. Var hún í slíkum tilfellum stundum nefnd þrautalending eða “lífhöfn” hinum sjóhröktu mönnum.
Elztu verbúðirnar í Þorlákshöfn voru hlaðnar úr thorlakshofn-15sandsniddu að utan, en hlaðnar úr grjóti að innan, brimbörðu og lásléttu. Veggirnir voru ekki hærri en það að utan, að það mátti sitja á þeim, enda hölluðust þeir mikið frá. Í hverri búð voru þrír bálkar hvoru megin og einn fyrir stafni, og hver bálkur um þrjár álnir á lengd. Við hver bálkaskipti var stoð, sem gekk frá þverbitanum og niður í gólf.  Þverbitinn var alltaf úr sveru rekatré. Engar sperrur voru, heldur rekadrumbar reistir upp á endann og bustuðu efst. Þeir voru hafðir svo þéttir, að þeir námu alveg saman og sett mold ofan á og loks sandsnidda, en hún varð að vera tvö fet á þykkt, svo að toldi saman.
Í gólfinu voru hellur og urðu þær að halla út að dyrunum, svo að runnið gæti út bleytan, því að stundum komu menn rennandi blautir inn. Upp úr mæninum var túða. Yfir hverjum bálk voru hnefastór göt og látin gjörð þar í með líknarbelg á.

thorlakshofn-16

Í hinum gömlu verstöðvum á 18. öld, þar sem fjölmenni var mikið samankomið og lausningjalýður slangraði um, vildi stundum bera við, að gripdeildir og ýmsir óknyttir væru hafðir í frammi ásamt drykkjuskap og slarki. Þótti þá yfirvöldum brýn nauðsyn, að gapastokkur væri hafður á slíkum stöðum eða í grennd við þá.
Samkvæmt gömlum munnmælum var gapastokkur í Þorlákshöfn. Hvenær hann hefur verið settur þar upp, veit nú enginn. Trúlega hefur það verið gert í samráði við sýslumann og Skálholtsbiskup, eftir að stóllinn hafði eignarrétt á jörðinni, til þess að halda þar uppi skikkan og tyfta höttóttan lýð, sem þar var stundum saman kominn. Að líkindum hefur gapastokkur verið þar alla 18. öldina. Hann hefur verið hafður þar sem refsandi ámining öllum þeim mörgu, er þar voru og þangað komu á vetrarvertíðum, enda stundum máski þurft að grípa til hans, þegar fjölmennið var þar sem mest.  Árið 1703 eru heimilisfastir í Þorlákshöfn yfir 60 manns auk allra útróðrarmanna á vertíðinni.

thorlakshofn-17

Gapastokkurinn í Þorlákshöfn hefur að líkindum verið í kirkjuþilinu að vestanverðu við inngöngudyrnar, svo lengi sem kirkjan var þar uppistandandi. En gömul munnmæli voru, að eftir það hefði hann verið settur upp norðanvert við Þorlákshól, nokkurn spöl frá sjálfum bænum. Voru hálsjárnin og fótajárn fest í tré, er stóð upp á endann í meira en mannhæð og gekk í jörð niður. Þar stóð svo þetta refsitæki sem þögil áminning öllum þeim, er komu heim á hlað í Þorlákshöfn. Sagnir voru um það, að á sumardaginn fyrsta og á lokadaginn fyrr á tímum hefðu menn stundum í brennivínsdrykkju verið settir í gapastokkinn fyrir óspektir og látnir þar dasast um stundarsakir.

thorlakshofn-18

Hvenær hætt var að nota gapastokkinn í Þorlákshöfn, er nú ekki lengur vitað. Uppi mun hann trúlega hafa verið fram um aldamótin 1800 eða eitthvað lengur. Hálsjárnin voru enn til í Þorlákshöfn fram yfir 1840, og voru þá sem ónýtt brotajárnsrusl. Þau sá þá og handlék Hávarður Andrésson, síðar á Tannastöðum, er var þá sjómaður í Þorlákshöfn. Höfðu þá ungir menn stundum í galsa gripið þau og brugðið þeim á háls félaga sinna, er færi gafst. Voru þá leifar þessa gamla refsitækis þegjandi vottur þess, að sá aldarandi var orðinn breyttur, er gaf valdsmönnum rétt til þess að beita því miskunnarlaust, þótt máski um litlar sakir væri að ræða.

thorlakshofn-21

Lendingar voru tvær í Þorlákshöfn; Norður- og Suðurvör, og voru þær um mitt Hafnarnes austanvert. Varir þessar höfðu tvo stóra kosti. Þann fyrstan að siglingaleiðin að þeim var hrein og skerjalaus. Og hinn, sem oftar skipti sköpum um gildi þeirra, að þar var sjór ekki ófær nema rok væri af suðaustri eða um 30 gráður hvoru megin við þá átt.
Í heimild segir m.a.: „“Austur frá Spori er vík sem heitir Stekkjar-bót. Réttarstekkur er stutt upp af Stekkjarbót. Stekkurinn er sýndur á aðalskipulagskorti. Hann er um 70 m austan við Nesbraut þar sem hún beygir til suðurs.
Rétt fyrir 1890 voru reist í Þorlákshöfn fjögur smábýli eða tómthús. Þau voru yfirleitt kennd við konurnar sem í þeim bjuggu, enda voru þær alljafna heima, en menn þeirra í atvinnu utan heimilis. Syðst í túninu, suðaustur frá þessum bæjum [Helgubæ & Erlendarkoti], er stór hóll, sem snýr endum  austur og vestur, algróinn, með miklum rústum. Þar stóð Ingileifarbær austan til hólnum. Þar bjuggu Ingileif Símonardóttir og Einar Guðmunds-son.

thorlakshofn-22

Tómthús þessi voru í byggð fram um aldamótin 1900. Tóftin er mæld inn á kort frá Ölfushreppi.“
Hraunbúðir, tóftin, eru á grasigrónu svæði og eru einna heillegustu sjóbúðaminjar í Þorlákshöfn.
Í Þorlákshöfn var hálfkirkja fram um 1770 og hafði svo verið a.m.k. í 250 ár og sennilega í allt að 400 ár. Kirkjugarður var norðan við bæjarhúsin og voru flutt þaðan að Hjalla bein er upp komu í jarðraski við hafnarframkvæmdir 1962. Í heimild frá 1673 er getið um garð umhverfis kirkjuna. Kirkjuflöt er örnefni er mun hafa verið nyrst á túninu. Þegar kirkjan var fallin var byggð sjóbúð í tóftinni, nefnd Kirkjubúðin (sjá síðar).
Verbúðir og geymsluhús voru suður frá bænum, ofan við Suðurvör. Aðrar verbúðir og geymsluhús, Hjallabúðir, voru norður af bænum, thorlakshofn-23ofan við Norðurvör. Annars voru sjóbúðirnar þarna allt að 25 talsins um tíma, ofan við lendingarnar. Þær voru sumar að nokkru grafnar inn í hóla og hæðir, að innan hlaðnar úr grjóthnullungum, þ.e. sjóbörðu grjóti, með sandi og mold milli laganna. Byggingarformið var líkt og fjós voru byggð til sveita framundir aldamótin 1900. Í hverri þeirra voru venjulega 14-16 menn.
Réttarstekkur er upp af Réttarbót austur frá Spori. Um var að ræða fráfærurétt. Langveggir eru enn sýnilegir.
Skeiðisvarða er austur á miðjum Kampi. Hafnarvarða er fallin, við hlið Þorlákshafnarvita. Langabásvarða er á hól upp af miðjum Langabás, um 250 metra frá sjó og er 18 m há. Þrívörður stóðu á hól, en eru nú fallnar. Smalavarða er stór varða nokkru norðan Þorlákshóls. Hlíðarendavarða er við götuna upp að Hlíðarenda, litlu vestar en núverandi vegur, vörðubrot á klapparhól við norðurenda Unabakka.

thorlakshofn-24

Prestavarða er ofan við Leirar en hún markar upphaf leiðarinnar að Hrauni, miðsvæðis milli Skötubótar og Miðöldu.
Á skilti við gamla Þorlákshafnarbæinn er eftirfarandi áletrun: „Þorlákshafnarbærinn stóð uppi á allháum sjógarði. Sneri bærinn stöfnum mót suðri. Hann var byggður 1880-1885. Í bæjarröðinni voru allmörg hús. vestan við bæinn var stórt slétt tún. Bar þar hæst Þorlákshól, langan og breiðan frá norðri til suðurs. Stór hluti hólsins hefur veriðs léttaður undir mannvirki og nú er aðeins hluti af honum eftir. Þorlákshafnarbærinn var rifinn árið 1962. Í Ráðhúsi Ölfuss er hægt að skoða líkan af bænum eftir Sigurð Sólmundsson.

thorlakshofn-25

Nafnið Þorlákshöfn er, sem fyrr sagði, dregið af Þorláki helga sem var biskup í Skálholti 1178-1193. Til eru tvær sagnir um uppruna nafnsins. Önnur sagan segir að Þorlákur hafi fyrst stigið hér á land þegar hann kom frá biskupsvígslu árið 1178. Hin sögnin er að eigandi jarðarinnar sem þá hét Elliðahöfn hafi heitið á Þorlák helga að hjálpa sér þegar hann lenti í sjávarháska og síðan gefið Skálholti jörðina. Lítið er til af rituðum heimildum um Þorlákshöfn fyrr en um 1400 þegar Skálholtsstóll var orðinn eigandi hennar en menn hafa giskað á að útræði hafi hafist í Þorlákshöfn rétt eftir að menn settust að í Ölfusi.“
Fjögur smábýli eða tómthús voru reist í Þorlákshöfn um 1890. Þau voru Helgubær, Magnúsarkot eða Kotið, Erlendarkot, Ingileifarbær og Sigríðar, Siggu- eða Guðmundarbær. Tóftir þeirra sjást enn.
Á skilti við Helgubæ stendur m.a.: „Í Helgubæ bjuggu Helga Jónsdóttir og Magnús Símonarson en húsið hefur einnig verið  kennt við hann og thorlakshofn-26kallað Magnúsarkot eða Kotið. Síðustu íbúar Helgubæjar voru Gísli Jónsson og Ólöf Stafánsdóttir en Gísli byggði reisulegt hús sem búið var í fram yfir 1920, þá var það rifið og flutt til eyrarbakka ogs íaðn á Selfoss þar sem verslunin Höfn var til húsa fram yfir 1970 en verslunin dró nafn sitt af upprunalegum stað hússins, Þorlákshöfn.
Um 1820 voru hjáleigubýli Þorlákshafnar ökk komin í eyði, þar sem landgæði voru ekki næg til að fóðra búfénað bónda og leiguliða. Sextíu árum síðar gaf Jón Árnason, þáverandi eigandi Þorlákshafnar, leyfi til að endurbyggja hjáleigukotin með þeim skilmálum að íbúarnir héldu engar skepnur á landinu. Voru kotin þess vegna kölluð þurrabúðarkot eða tómthús. Íbúar þeirra sóttu sjó á vertíðum og unnu ýmis tilfallandi störf þess á milli svo sem vegavinnu, uppskipun og kaupavinnu.

thorlakshofn-27

Flest voru tómthúsin fjögur í byggð á sama tíma og voru þau yfirleitt kennd við konurnar sem í þeim bjuggu.“
Eftir að kirkjan í Þorlákshöfn lagðist af var reist sjóbúð upp úr tóft hennar og var hún æ síðan nefnd Kirkjubúð. Dyr búðarinnar snéru í vestur og vísuðu að Geitafelli.
Kirkjubúðinni var haldið við og notuð af sjómönnum í meira en eina öld, allt fram undir aldamótin 1900. Þá var hún rifin og jöfnuð við jörðu. Kirkjan hefur staðið þar sem nú er Hafnarskeið 8.
Sveitarfélagið Ölfus hefur nú sett upp söguskitli við allnokkra merkisstaði í bænum, m.a. marga þá er skoðaðir voru í þessari ferð. Styrkur til þess verkefnis mun hafa fengist frá Menningarsjóði Suðurlands og Þjóðhátíðarsjóði. Verður verkið að teljast sérstaklega eftirtektarvert því það bæði gefur áhugasömu fólki ýmsar upplýsingar um staðina og hvetur aðra til að kynna sér svæðið í sögulegu samhengi.

thorlakshofn-28

Á skilti við gamla kirkjureitin stendur: „Fram til 1770 var hálfkirkja í Þorlákshöfn en ekki er vitað með vissu hve lengi kirkjan stóð. Messað var í kirkjunni á vertíðum enda langt fyrir sjómenn að fara að Hjalla í Ölfusi, en þangað sóttu íbúar í Þorlákshöfn messur utan vertíðar þar sem veður og færð voru mun betri yfir sumartímann.
Umhverfis Þorlákskirkju og norðan við Þorlákshafnarbæinn var kirkjugarður. Árið 1962 komu upp bein í jarðraski vegna hafnarframkvæmda. Beinin voru flutt að Hjalla og jarðsett þar. Í vestanverðu þili kirkjunnar var gapastokkur og hefur hann líklega verið settur upp eftir að Skálholtsstóll eignaðist jörðina. Gapastokkur var tól, notað til refsingar og niðurlægingar afbrotamönnum. Hann var búinn til úr klofnum og götuðum stokk eða viðarborðum. Á honum voru festingar sem voru settar um háls fanga og ökkla eða úlnlið, eftir gerð stokksins.

thorlakshofn-31

Hérlendis voru gapastokkar notaðir til refsingar fyrir minniháttar afbrot og óhlýðni, svo sem brot á lögum um lausamennsku, flakk og betl en þeir komust þó ekki í almenna notkun fyrr en um miðja 18. öld. Á messudögum voru brotamenn gjarnan settir í stokkana, þeim til skammt og öðrum til viðvörunar. Gapastokkurinn var fluttur norður fyrir bæjarhól Þorlákshafnarbæjarins þegar kirkjan lagðist af. Þar stóð hann sem áminning fyrir alla þá sem komu heim á hlaðið og munu drukknir menn hafa verið settir í stokkinn á tyllidögum til að víman rynni afþeim. Á Íslandi voru gapastokkar aflagðir með tilskipan árið 1809 en óvíst er hvenær hætt var að nota stokkinn í Þorlákshöfn. Hálsjárnin voru enn til um 1840 og gripu galsafengin ungmenni í þau til að gera at í félögum sínum.“

thorlakshofn-30

Á skilti við Sýslu stendur: „Áður en frystihús Meitilsins var reist á Sýslu hafði þessi klöpp fleiri en eitt hlutvek. Festarhringur var í Sýslu og hafa þar eflaust verið budnin kaupför sem lágu við festar úti á legunni. Varningur skipanna hefur þá verið settur upp á Sýslu. Sumir vilja meina að nafnið sé tilkomið vegna þessara uppskipunar og þá dregið af athöfninni að sýsla eitthvað.
Áður fyrr var Sýsla grasi gróin og var þá glímuvöllur vermanna sem komu þar saman til að „glíma af sér sýsluna“. Sá sem tapaði var dæmdur til að hreinsa skít og annan óþverra fram til vertíðarloka og var hann í háði nefndur „sýslumaður“.
Inn í klöppina að austanverðu gekk nokkuð djúp og víð sprunga, gekk hún saman efst en sjór féll að henni og frá og var hún þurr á fjöru. Þar munu sjómenn, sérstaklega úr Norðurvröinni, hafa gert þarfir sínar og var þá haft á orði að menn væru „á setunum í Sýslu“. Í flóði féll þar að og hreinsaðist þá klöppin jafnharðan. Segja má að þarna hafi verið fyrirtaks vatnssalerni frá náttúrunnar hendi.“
Á skilti við
Hraunbúðir má lesa eftirfarandi texta: „Hraunbúðir eru einna heillegustu sjóbúðaminjarnar í Þorlákshöfn. Stærsti hlutinn eru tvö samhliða hús sem snúa í norðvestur-suðaustur með inngangi í suðausturenda. Við suðvesturgafl húsanna er önnur minni tóft sem snýr eins og hinar og mun hún hafa verið smiðja. Norðvestan við smiðjutóftina eru hringlaga tóft sem líklega var beitukofi. Allir veggir tóftanna eru hlaðnir úr torfi og grjóti.

thorlakshofn-35

Sjóbúðirnar í Þorlákshöfn voru iðulega grafnar inn í hóla eða hæðir og hlaðnar með hleðslugrjóti. Oft voru búðirnar hriplekar. Fleiri óþægindi hrjáðu verbúðamenn en einna verstar voru rotturnar. Þær komu út úr veggjunum þegar ljós voru slökkt og leituðu að æti. Styggðust þær, stukku þær upp um alla veggi og djöfluðust í þekjunni lengi nætur. Eina nóttina vöknuðu menn í Hraunsbúð við ægilegt sársaukaýlfur og fundu rottu fasta í öngli. Skal engan undra að menn hafi séð og heyrt drauga í öllum skúmaskotum fyrir tíma rafmagnsins.
thorlakshofn-36Eftir þarsíðustu aldamót [1800] var farið að byggja búðirnar undir súð og seinna voru þær byggðar með steinlímdum veggjum og klæddar að innan með timbri. Þá voru jafnvel eldavélar í sumum þeirra.“
Við Brunninn, einn af nokkrum, stendur á skilti: „
Við brunn milli Hraunbúða og tómthúsanna stendur m.a.: „Þó nokkrir brunnar hafa verið í Þorlákshöfn. Ekki hafa þeir þó verið sérlega gjöfulir því í þeim gætti sjávarfalla og voru þeir oft þurrir nema hátt stæði í sjó og þá var vatnið gjarnan of salt og heldur lítið. Geta má líkum að því að fólk hafi gjarnan hist við brunnana og tekið þar tal saman. Kannski hefur Þorlákshafnar-Sigga nýtt tækifærið og spáð fyrir þeim sem sóttu vatn úr brunni.
Þorlákshafnar-Sigga eða Hafnar-Sigga var einsetukona sem er talin fædd að saurbæ í Ölfusi árið 1729. Sigga var mikil að vallarsýn, þrekmikil og hafði karlmannskrafta. Hún þótti forn í lund og gædd hinu mesta orðkynngi. Enginn vildi hafa formælingar hennar yfir sér og fékk hún því oftast vilja sínum framgengt.

thorlakshofn-35

Sér til framfærslu smíðaði Hafnar-Sigga smágripi kostagóða og spáði fyrir um framtíð manna. Hún las í lófa sjómanna sem þorðu ekki annað en að gera henni allt til hæfis svo þeir fengju góða spá. Menn gerðu aðeins gys að Siggu einu sinni. Hún var vinum sínum afar trygg og í þakklæstisskyni færðu sjómenn henni gjarnan smálegt við endurkomu á vertíð í Þorlákshöfn. Að vertíð lokinni flakkaði Sigga um sveitir, seldi þar handavinnu sína, spáði fyrir sveitarfólki og aflaði vista til næsta vetrar. Hún safnaði álftafjöðrum sem hún svo skipti fyrir tóbaki og brennivínskút hjá kaupmanninum á Eyrarbakka. Kúturinn dugði Siggu yfir veturinn, sér í lagi af því að gestir hennar bættu stundum á hann.
Dag einn á vetrarvertíð árið 1819 urðu menn þess varir að ekki rauk úr eldhússtrompinum á koti Siggu og var hún þá dáin í rúmi sínu, hafði hlotið snöggt en milt andlát á tíræðisaldri. Hafnar-Sigga var síðasta manneskjan sem fékk greftrun í gamla grafreitnum í Þorlákshöfn.“

thorlakshofn-34

Á skilti við Siggubæ má lesa: „Siggubær eða Sigríðarbær liggur á vesturenda sama hóls og Ingileifarbær. Tóftin snýr í austur-vestur. Hægt er að greina þrjú hólf, eitt í vesturenda tóftarinnar og tvö í austurendanum, inngangur hefur svo verið á suðurhlið. Veggirnir eru hlaðnir úr torfi og grjóti. Milli Siggubæjar og Ingileifarbæjar eru um 17 metra langt svæði sem er hærra en umhverfið og má gera ráð fyrir að einnig hafi þar staðið hús. Siggubær var kenndur við síðustu ábúendurna, þau Sigríði Einarsdóttur og Guðmund Guðmundsson.“
thorlakshofn-37Við Ingileifarbæ stendur:
„Í Ingileifarbæ bjuggu Ingileif Símonardóttir og Einar Guðmundsson, oft nefndur Einar Guð til aðgreiningar frá öðrum nöfnum sínum. Í báðum bæjunum var búið fram yfir aldamótin 1900. Ingileif var systir Magnúsar Símonarsonar í Helgubæ. Synstkinabrúðkaup var í Hjallakirkju 13. júlí 1890 þar sem Ingileif giftist Einar og Magnús kvæntist Helgu Jónsdóttur.
Einar var gáfaður og margfróður maður og liggur eftir hann merkilegur kafli um líf og starf sjómanna í Þorlákshöfn um 1870.“
Á skilti við Miðmundabyrgið stendur: „
Miðmundabyrgi er rúst tveggja hákarlabyrgja. Litlar upplýsingar eru til um hákarlaveiðar í Þorlákshöfn frá fyrri tíð. Í úttekt sem gerð var á brytaskemmu Skálholts árið 1663 er telinn einn nýr 30 faðma ólavaður, ætlaður hákarlaútvegi í Þorlákshöfn.

thorlakshofn-33

Í skjali frá 1771 má sjá að ábúendur í Þorlákshöfn hafa ekki leyfi til að stunda hákarlaveiðar og fara þeir fram á að fá slíkt leyfi þótt veiðar hafi ekki verið stundaðar síðustu 73 árin þar á undan. Heimild frá 1840 greinir frá að í Þorlákshöfn hafi verið skjótfenginn og mikill hákarlsafli sem hafi svo farið minnakdi eftir að þilskipaveiðar hófust, hákarlaveiðarnar lögðust þó ekki af alveg af því á árunum 1860-1870 fóru menn í nokkrar legur í byrjun vertíðar.
Verkun hákarls var misjöfn eftir landsvæðum en örnefni í Þorlákshöfn benda til að hann hafi verið lagður í gryfjur og látinn kasast í vikur eða mánuði áður en hann þótti neysluhæfur.“
thorlakshofn-36Við Lat má lesa m.a.:
„Latur er ættaður austarlega af Urðum og var notaður sem viðmið um sjófærð og veður, þannig þurfti 9-12 áratog til að róa fyrir Lat í góðu veðri en þegar verra var í sjó voru áratogin 90-100. Fólk gekk gjarnan út að Lat sér til skemmtunar og heilsubótar á meðan hann var enn á sínum upphaflega stað.
Latur var fluttur á núverandi stað þann 19. nóvember 2004. Taið er að hann sé um 60 tonn að þyngd og þurfti að nota þrjár stórar vélar og bíl af stærstu gerð með öflugan tengivagn til að flytja steininn.“
Síðasti bærinn á Þorlákshól var byggður 1880-85 og rifinn 1962. Líkan af bænum má sjá í ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Sigurður Sólmundarson gerði líkanið árið 1991.
Aðrar minjar, sem skoðaðar voru í ferðinni, voru m.a. skipasteinn með áletruninni H.J – 1881, thorlakshofn-32vestan hús eldriborgara, letursteinn með áletruninni JJ 1970, að baki húss nr. 3 við C-götu og hestasteinn eða skipasteinn aftan við ráðhúss bæjarins. Stendur hann þar í umferðareyju ásamt ankeri. Ekki er að sjá áletrun á þeim steini.
Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingafulltrúi, tók á móti þátttakendum í ráðhúsinu. Sýndi hann m.a. allmerkilegar ljósmyndir og teikningar á veggjum þess er gefa vel til kynna hvernig Þorlákshöfn hefur litið út fyrrum. Þar á meðal voru teikningar eftir Guðmund frá Miðdal er sýndu gömlu húsaþyrpinguna og sjóbúðirnar fyrrnefndu. Sigurður er greinilega áhugasamur um sögu staðarins sem og um mikilvægi varðveislu gamalla minja, sem enn má sjá í Þorlákshöfn.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Saga Þorlákshafnar.
-Sigurður Jónsson.
-Jóhann Davíðsson, B-götu 9.
-Örnefnalýsing fyrir Þorlákshöfn.
-Fornleifaskráning fyrir Þorlákshöfn 1999.

thorlakshofn-5

Herdísarvíkurhraunshellir

Haldið var niður Herdísarvíkurhraunið sunnan við Sængurkonuhelli. Í örnefnalýsingu fyrir Herdísarvík segir m.a. um Sængurkonuhelli: „Litlu vestar en Sýslusteinn lá alfaraleiðin gamla um Klifið, sem eiginlega var vestan landamarka. Það nefndist ýmsum nöfnum, svo sem Háaklif, Illaklif og Vondaklif.

Herdísarvíkurhraunshellir

Herdísarvíkurhraunshellir.

Nú hefur verið hlaðin varða í Illaklifi, nefnist Klifsvarða. Sunnan yngra hraunsins er hellisskúti, nefnist Sængurkonuhellir. Þar leitaði kona einu sinni skjóls og fæddi þar barn. Niður frá Geitafellsendanum eystri lá stígur milli Krísuvíkurhrauns eða Krísuvíkurbruna og Herdísarvíkurbruna, neðan brunans austur í Brunna. Þótti hann betri en að fara um Háaklif. Neðrileið var hún nefnd.“ Sú gamla gata er enn djúpt mörk í helluhraunið.
Í annarri örnefnalýsingur segir að : „Alfaravegurinn gamli liggur þarna um hraunið um Klifhæð, sem einnig ber eftirtalin nöfn: Klifið, Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur mikil og stæðileg varða verið hlaðin í Klifið, Klifsvarða, og ofan hennar er svo Sýslusteinn, og liggur (svo) þar um landa- og sýslumörk. Austur af Klifhæð er lítill hellisskúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn.“
Í fyrstu virtist „skútinn“ sá ‘arna varla merkilegur; en ryðbrunnið vaskafat innan við annars sléttgólfaðan munnann gaf þó ákveðna vísbendingu. Þegar áræðnir hellamenn frá HERFÍ könnuðu gripinn reyndist þar fyrir innan um a.m.k. 150 metra langur hellir með hinum ýmsu litbrigðum og hraunmyndunum, s.s. hraunstráum og dropsteinum.
Við fyrirhugaða könnun á Herdísarvíkurhraunshelli var átta metra langur stigi hafður með í farteskinu – minnug þess að í síðustu ferð þangað (Herdísarvíkurhellir I) niður eftir dugðu fjórir metrarnir skammt niður í hyldýpið.
Ekki er var óraunhæft að álykta að þarna væri um að ræða sömu rás og Sængurkonuhellir hafði fóður úr. Klifið er við Sýslustein og Klifhraun austan við. Sængurkonuhellir er skammt austan undir hraunbrúninni svo allt virtist þetta koma heim og saman.
Nú var sem sagt ætlunin að klifra niður í djúpt jarðfallið skammt ofan við ströndina austan Herdísarvíkur. Í þeim tilgangi átti stiginn að koma að góðum notum.
En enn einu sinni reyndist stiginn hins vegar of stuttur (sjá lokatilraunina – Herdísarvíkurhellir III).
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Herdísarvíkurhraunshellir

Herdísarvíkurhraunshellir.

Herdísarvík

Ein frægasta ær síðari tíma er Herdísarvíkur-Surtla. Hún var í eigu Hlínar Johnson frá Herdísarvík á Reykjanesi.
SurtlaSurtla var svört, eins og nafnið gefur til kynna, og hafði einstakt lag á að gera menn sárfætta og reiða.
Í fjárskiptum vegna mæðiveikinnar haustið 1951 var svæðið frá Þjórsá að Hvalfirði hreinsað af fé, fyrir utan eina svarta kind og lamb hennar sem náðust ekki. Eftir áramótin náðist lambið þegar það örmagnaðist í einum eltingaleiknum en Surtla slapp ávallt burt. Hún sást nokkrum sinnum en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa fjárskiptayfirvalda virtist engin leið að ná henni, hún ýmist stakk menn af í klettum sem voru öðrum ófærir eða þá að hún fannst ekki þegar til átti að taka.
Haustið 1952 gripu yfirvöld til örþrifaráða. Lagt var fé til höfuðs Surtlu. Hver sem næði skepnunni, dauðri eða lifandi fengi 2000 krónur í verðlaun. Eftir Fornagatalangan eltingaleik tveggja leitarhópa laugardaginn 30. ágúst féll Surtla fyrir byssuskoti, en þá hafði hún stokkið niður klettahamar sem var ófær öllum venjulegum skepnum. Surtla var felld í þriðja skoti og var í þremur reifum. Höfði hennar var skilað inn á skrifstofu sauðfjárveikivarna og vígalauna krafist. Aðalfyrirsögnin á forsíðu Tímans 2. sept. 1952 hljómaði þannig: Surtla lögð að velli í Herdísarvíkurfjalli á laugardagskvöld.
Ekki ríkti almenn ánægja með fall Surtlu því mörgum fannst að kindin ætti skilið að fá að lifa lengur, vegna þrautseigju hennar og harðskeytni, auk þess sem greinilegt var að hún þjáðist ekki af mæðiveiki. Fjölmargir skrifuðu greinar í blöð þar sem Surtlu var minnst auk þess sem vísur og ljóð voru ort um hana og endalok ævi hennar, en í þeim flestum fengu vígamennirnir bágt fyrir verkið. Það er greinilegt að kindin hefur orðið mörgum táknmynd frelsis og áræðni hennar vakti þjóðarathygli. Höfuð Surtlu er í dag í eigu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis og hangir uppi á Rannsóknarstöðinni að Keldum.

Heimild:
-http://www.strandir.is/saudfjarsetur/frodl-fraegarkindur1.htm

Surtla

Surtla á Keldum.

Litli-Meitill

Þann 14. ágúst 1964 var forsíðufrétt MBL um litla flugvél, Cessna 140, sem saknað var á leið frá Eyjum. Einn maður var sagður hafa verið í vélinni. Víðtækri leit var haldið uppi, jafnt nótt sem dag. Flugvélin bar einkennisstafina TF-AIH.
MeitillFlugmaðurinn fór frá Vestmannaeyjum kl. 14:55 daginn áður (þann 13. ágúst), en þegar hún skilaði sér ekki á áætluðum lendingartíma í Reykjavík kl. 15:50 var þegar farið að grennslast fyrir um vélina. Gott veður var í Eyjum, en á leiðinni lenti flugvélin í þoku, radíósambandið slitnaði við vélina og spurðist ekkert til hennar eftir það. Síðast urðu menn varir við flugvélina skammt frá Þrengslaveginum, um kl. 16:00 þennan dag.
Um miðnætti var búið að leita allt leitarsvæðið eins og hægt var, en vegna slæmra skilyrða var leit erfið og ónákvæm. Skyggni var ekki nema um 20 metrar.
Tveir vegavinnubílstjórar höfðu heyrt í flugvélinni. Annar sagði að hann og félagar hans „höfðu setið á mosaþembu og voru að drekka síðdegiskaffið sitt og bifreiðar ekki í gangi. Sáu þeir þá greinilega ljósa háþekju og einn mann í henni og flaug hún yfir veginum og hefir að líkindum séð ljós frá bifreiðum sem þar voru á ferð í þokunni, en hún hafði verið svo þétt að aldrei sá til fjalla allan þann tíma sem vegavinnumennirnir voru þar efra eða frá kl. 9 í gærmorgun. Lá þokan fyrst og fremst yfir Þrengslaskarðinu.“
Meitill Hann sagðist „telja sig greinilega hafa heyrt vélina snúa við og halda austur aftur og stendur það heima að örskömmu síðar heyrir vélskóflumaður frá Vegagerðinni í henni, er hann var á gangi rétt hjá veginum. Segir hann að „skyndilega hafi hún aukið við vélarkraftinn og síðar hafi hann heyrt allmikinn hávaða en síðan ekkert hljóð. Hann var þá staddur á veginum nokkuð sunnar við sjálft Þrengslaskarðið og virtist honum hávaðinn sem hann heyrði síðast koma sem úr suðri eða úr hlíðum Lambafellsins. Þess vegna var haldið þangað fyrst til leitar.“
Í MBL daginn eftir eða þann 15. ágúst (bls. 8) er sagt frá „Slysstað í hlíðum Litla-Meitils“. Fréttir höfðu borist um um fund flugvélarinnar. Fréttamaður (vig) fór á vettvang og lýsti aðkomunni. Hann gekk ásamt björgunarmönnum „hratt norður yfir Eldborgarhraunið og með hlíðunum sem vita veggbrattar til austurs… Er ofar kom sá ég móta fyrir flakinu. Ljósar málmþynnur, rifnar og tættar, heillegt stélið. Er nær kom sá ég að í miðju var þetta að mestu brunarústir. Þögulll hópur stóð yfir banabeði ungs manns.“
Þyrla frá Varnarliðinu kom á vettvang, lenti á fjallinu og flutti lík flugmannsins á brott. „Þokan grúði yfir okkur eins og kirkjuhvelfing. Stórbrotið landslag og niðri undir bröttum hlíðunum grillti í Eldborgarhraunið eins og flosteppi, munstrað með hraunnibbum upp úr mjúkum mosanum. Þetta var undurfögur, en hrikafengin og nokkuð harðhnjóskuleg kirkja íslenskrar náttúru, þar sem vélarkrafturinn þagnar við minnstu snertingu.“ Ljósmyndir með fréttinni voru m.a. teknar af Sveini Þormóðssyni, fréttaljósmyndara. Þær munu hafa verið þær fyrstu er hann tók á löngum ferli, sem á eftir fylgdi.

Heimild:
-Morgunblaðið 14. og 15. ágúst 1964.

Eldborgir

Af og til hafa verið unnar skemmdir á náttúruverðmætum Reykjanesskagans. Áður fyrr voru það einkum vegargerðarmenn og landeigendur en í seinni tíð hafa orkufyrirtækin verið stórtækust í eyðileggingunni. Raunar er fyndið að heyra fólk tala um að gufuaflsvirkjanir „valdi minni eyðileggingu“ en fallvatnsvirkjanir. Þetta er svona álíka gáfulegt og halda því fram að hver sá sem orðið hefur fyrir skaða geti þakkað fyrir að skaðinn varð ekki meiri. Best er að enginn verði skaðinn þegar hægt er að koma í veg fyrir hann.

EldborgFallegir gjall- og klepragígar svo og önnur verðmæt svæði, sem eyðilögð hafa verið á svæðinu eru allnokkur. Má þar nefna Moshól undir og vestan Núpshlíðarhorns, sem Krýsuvíkurvegurinn var lagður í gegnum. Jón Jónsson, jarðfræðingur, taldi hann einn merkilegastan slíkra á landinu. Í honum var t.a.m. hægt að sjá þverskurð myndunarinnar. Eldborg norðan Höskuldarvalla er ágætt dæmi um eyðilegginguna, hluta Rauðhóls við Afstapahraun, minjar í Herdísarvíkurhrauni austanverðu, Rauðhóla við Suðurlandsveg (sem voru gervigígar), gíg austan Hesthúsabrekku við Grindavíkurveg, Hraunhóla undir Vatnsskarði, Óbrennishóla við Bláfjallaveg og Litlu-Eldborg undir Geitahlíð, auk síðustu skemmdarverkanna á gígum Hellisheiðarinnar. Hægt er að fullyrða hér og nú að í öllum tilvikum hefði verið hægt að komast hjá eyðileggingunni og að þau verðmæti, sem þar fóru forgörðum, hefðu nú þegar margfaldast í „verði“. En því miður er það nú svo að enn er líkt með allt of mörgum og verktakanum er greinir frá í fréttinni hér á eftir.
Í Mbl. föstudaginn 16. ágúst árið 1968 er frétt með fyrirsögnina „Skemmdir á fallegum gíg á Hellisheiði – Náttúrvernadrráð stöðvar framkvæmdir“.
Í fréttinni kemur fram að „framtakssamur maður úr Ölfushreppi fékk fyrir nokkru leyfi hreppsins til að taka möl úr eldgígnum Nyrðri-Eldborg, sem er milli Bláfjalla og Lambafells á Hellisheiði. Gígur þessi er hinn fegusti og er Náttúrverndarráð komst á snoðir um hvað gera átti, voru gerðar ráðstafnir til þess að koma í veg fyrir skemmdir á gígnum en því miður virðist það orðið of seint. Hefur verið farið yfir norðurhlið gígsins með jarðýtu og skafinn mosinn ofan af og vegur verið lagður upp í miðja hlíðina.

EldborgBlaðamanni Morgunblaðsins gafst í dag tækifæri til þess að fara með dr. Þorleifi Einarssyni, jarðfræðingi, upp í Svínahraun til þess að skoða þær skemmdir, sem orðið hafa á gígnum Eldborg. Milli Bláfjalla og Lambafells lá nýrudd slóð út af þjóðveginum og stór mannlaus jarðýta við vegamótin. Ókum við 3 kílómetra upp eftir slóðinni unz við komum að gígnum.
Þorleifur, sem þekkir jarðfræði Hellisheiðar manna bezt, benti á það á leiðinni, að slóðin hefur verið lögð á brún hrauntraðar, sem hraunið úr Eldborg rann um og væri þessi hrauntröð ein fallegasta sinnar tegundar hér á landi. Var hún frá slóðinni að sjá sem djúpur árfarvegur og var botninn sem hvítfreyðandi á yfir að líta. Sagði Þorleifur, að þessi slóð væri ljótt ör á þessu fallega landslagi.
Er að gígnum kom, var ljótt umhorfs. Gígurinn er tvöfaldur og hefur hraunið komið þar upp úr nyrðri gígnum. Brattar hliðar gígsins hafa á undanförnum öldum náð að verða mosagrónar, en nú er stór svartur blettur á þeirri hlið gígsins, sem að þjóðveginum snýr. Þar hefur greinilegt verið farið yfir með jarðýtu nýlega og mosinn skafinn ofan af. Sárið var mjög nýlegt og að því er virðist ekki eldra en frá því í gærmorgun. Auk þess að mosinn hefur verið skafinn af hlíðinni hefur verið ruddur slóði upp í miðja hlíð.
Eldborg Er þorleifur skoðaði verksummerki á staðnum, varð honum að orði, að hann skildi ekki hver ætlunin hefði verið með því að gera þetta jarðrask. Þeim, sem þarna ætlaði að taka möl, hlyti að hafa verið kunnugt um, að gjall væri í gígnum og því væri ekki unnt að sjá hver ætlun hans hefði verið með því að spilla hlíðinni, því enn væri vegarslóðinn að gígnum ekki orðin bílfær. Sagði Þorleifur, að verk þetta hlyti að hafa verið unnið af óvitaskap.
Dr. Finnur Guðmundsson sagði í gær, aðð Náttúrverndarráð hefði komist á snoðir um það, sem frra, fór í Eldborg fyrir fáeinum dögum. Hefði þá þegar verið hringt til sýslumanns Árnessýslu og oddvita Ölfushrepps og um leið rætt við eiginkonu mannsins, sem fyrir framkvæmdunum stóð, því ekki hefði verið unnt að ná tali af honum sjálfum. hefði svo um samizt, að ekki yrði haldið áfram framkvæmdum næstu tvo eða þrjá daga, þar til Náttúruverndarráð hefði haldið fund um málið.
Í gær sagði dr. Finnur svo, að haldinn hafi verið fundur í Náttúruverndarráði og hefði verið ákveðið á þeim fundi að friðlýsa staðinn eins og ráðinu er heimilt samkvæmt lögum. Sendi ráðið skeyti sýslumanni Árnessýslu, formanni náttúruverndarnefndar sýslunnar og oddvita Ölfushrepps og tilkynnti um ákvörðun sína.
Að lokum gat dr. Finnur Guðmundsson þess, að ef rétt reyndist, að jarðraski hefði verið haldið áfram eftir að Náttúruverndarráði var gefinn frestur til þess að halda fund um málið, teldi hann það vísvitandi gerð náttúruspjöll og sér þætti mjög alvarlegt, ef ráðist hefði verið á hlíð gígsins í gærmorgun.
Eldborg Morgunblaðið náði í gær tali af Páli Hallgrímssyni, sýslumanni, sem sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um framkvæmdir við Eldborg fyrr en dr. Sigurður Þórarinsson hefði hringt til sín í fyrradag. Hreppsnefnd Ölfushrepps hefði upphaflega leyft, að möl yrði tekin úr gígnum, og hefði verið vegna þess, að hún hefði álitið gíginn hverja aðra gjallhrúgu. Myndu á hinn bóginn hreppsnefndarmenn allir af vilja gerðir að stöðva framkvæmdir nú, er víst væri um miklvægi þess, að það yrði gert. Ekki kvaðst Páll hafa fengið skeyti Náttúruverndarráðs, en ef búið væri að friðlýsa staðinn, kæmi það væntanlega til sinna kasta, að sjá um, að því yrði framfylgt.
Morgunblaðið gerði í gær ráðstafanir til að ná tali af manni þeim, sem staðið hefur fyrir framkvæmdum við Eldborg, en á árangurs.“
Slóðinn, sem um getur í fréttinni er enn greinilegur – 38 árum seinna. Hann hefur reyndar verið nýttur talsvert í seinni tíð. Rask það er að honum laut á því enn við og rúmlega það. Gígsárið sjálft hefur hins vegar smám saman verið að gróa upp þó enn megi vel greina það í hlíðinni. Svona sár gróa upp á 60-100 árum. Það verður því að gaumgæfa vel allar framkvæmdir, jafnvel þær smærstu, er áhrif geta haft á umhverfið – til lengri tíma litið. Hér er ekki verið að halda því fram að engu megi raska. Einungis er verið að vara við vanhugsuðari röskun eða röskun án tilgangs.
Segja má að framangreind umfjöllun MBL fyrir 38 árum hafi komið í veg fyrir skemmdir á náttúruverðmætum. Í dag ríkir þögnin ein – og verðmæti glatast.

Heimildir:
-Mbl. 16. ágúst 1968.

Eldborgir

Selvogur

Haldið var í Selvog til stefnu við mektarmennina Þórarinn Snorrason á Vogsósum og Þórð Sveinsson frá Bjargi í Selvogi.
Tilgangurinn var að undirbúa minja- og örnefnauppdrátt af Selvogi, en þeir tveir Selvogur-901eru þeir núlifendur er gleggst þekkja til staðhátta í Vogi. Eftir að hafa farið yfir örnefnalýsingar og frumuppdrátt af svæðinu var haldið í vettvangsferð. Í henni var m.a. komið við að Nesi, austasta lögbýlinu, og skoðuð fyrrum bæjarstæðin á jörðinni. Þau hafa nú flest verið sléttuð út, en eftir standa hólar í túninu. Þarna voru og tóftir þinghúss skoðaðar, auk leifa af kirkjugarði. Neðan við Beggjakot var Grásteinn skoðaður, en um er að ræða markastein á mörkum Bjarnastaða og Götu. Á hann er klappaður bókstafurinn „M“. Nokkra slíka markasteina má finna í Selvoginum, allt frá fjöru upp í heiði. Í leiðinni var auk þessa tækifærið notað til að staðsetja á uppdráttinn gömlu reiðleiðina (göngugötuna) í gegnum Voginn.
Brunngatan í vatnsbólið í Nesi var sama gatan að Nesbrunnurhluta til. Önnur gata lá í gegnum Selvog ofan garðs (Fornagarðs). Upp frá þeirri götu lágu götur, s.s. frá Nesi, Bjarnastöðum (Guðnabæ) og Þorkelsgerði upp á Fornugötu á Hæðinni. Sú gata kom að austan og lá að Vogsósum. Að sögn Þórarins lá þjóðleiðin, Fornagata og Kirkjugatan frá Strönd, yfir Ósinn. Aðstæður eru þannig að „frá ósnum liggur beinn kafli áleiðis upp eftir, þá kemur beygja og síðan önnur (Alnbogi). Milli þeirra var vaðið yfir Ósinn. Engin varða né önnur ummerki eru þar við.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar (eftir Eyþór Þórðarson frá Torfabæ í Selvogi) segir m.a. um Nes: „Nes er austasta býli í Selvogi. Neshverfi eða Nestorfa var sameiginlegt heiti á Nesi og hjáleigunum þar. Einnig var hverfið nefnt Austurvogur eða Austurvogshverfi. Af bæjarstæðinu í Nesi er eitthvert fegursta útsýni í Selvogi.

Selvogur-902

Bærinn stóð á Bæjarhól neðan við mitt tún. Þegar tvíbýli var í Nesi, voru bæirnir nefndir Austurnes og Vesturnes. Stundum voru þar fleiri bæir [t.d. Bartakot, Þórðarkot, Erta, Beggjakot, Stóra-Leður og Litla-Leður]. Fyrrum mun hafa verið kirkja í Nesi og staðið, þar sem nú er braggabygging, notuð síðast sem heygeymsla. Legsteinar komu upp, þegar grafið var fyrir þessu húsi, og munu þeir vera þarna á hlaðinu.“ Síðan hefur legsteinunum verið skilað aftur að Nesi og Kristófer Bjarnason, fyrrum kirkjuvörður, komið þeim fyrir nálægt fyrrnefndum grafreit.

Grasteinn-1

Í örnefnalýsingu fyrir Bjarnastaði segir m.a.: „Bjarnastaðir eru næsta býli fyrir vestan Nes. Bjarnastaðir ásamt hjáleigum kallast Bjarnastaðahverfi eða Miðvogur, og tilheyrir Gata einnig Miðvogi. Bærinn stóð á allbreiðum hól neðanvert við mitt tún.“ Í dag má sjá leifar bæjarins á fyrrnefndum stað. Í bókinni „Sunnlenskar byggðir“ má auk þess sjá teikningu af bænum eins og hann var undir það síðasta. Forvitnilegast við minjar á Bjarnastöðum má telja brunnana, bæði í Gerðinu og neðan þess, réttina ofan við kampinn, fjárborg á kampinum og lendinguna.
„Áður fyrr var byggð í Selvogi skipt í Austurvog, sem var fyrir austan kirkjuna, og Vesturvog fyrir vestan kirkju, þ. e. frá kirkju og vestur að Vogsósum. Þá var Þorkelsgerði í Austurvognum. Í Þorkelsgerði voru Austurbær og Miðbær, sem var tómthús. Vestan við Þorkelsgerði er Torfabær.

Grasteinn-2

Hver bær átti sín tún, sem kennd voru við þá  og voru áður fyrr girt með görðum, en í seinni tíð eru komnar girðingar í þeirra stað. Traðir eða götur voru milli bæjanna. Ævagamall túngarður liggur fyrir ofan alla byggðina; hann nær alveg austur undir vita og vestur að Vogsósum. Víða hefur fokið mjög að honum sandur, svo að hann er nær á kafi, en þó sést hann sums staðar. Hlið voru á garðinum heim að hverjum bæ, gjarnan kennd við bæina. Sagt er, að hliðin hefðu verið læst og grind í. Þorkelsgerðisbæir og Torfabær eiga hver sín tún, eins og fyrr segir, en land utan túns, í Selvogsheiði og fjalllendi er sameiginlegt. Landamerki milli Þorkelsgerðis og Götu eru þannig: Markhella, sem er klöpp í fjöru, þaðan í Markklett við túngarð, þ.e. jarðfastur klettur við Litlu-Götuhlið (M er bæði í klettinum og hellunni).“ Steinninn er enn á sínum stað, en orðinn allnokkuð gróinn.

Melborg

„Fyrir vestan Torfabæ var hús, sem hét Melborg og var stundum í gríni kallað Geysir. Upp af Torfabæjartúni er Torfabæjarstekkur. Við stekkinn stendur Stekkjarvarða. Hún var mið fyrir Goltanga; átti hana að bera í Sundvörðuna á kampinum og í hæstu nípu á Björgunum (Svörtubjörgum). Austast í Götutúni er Grásteinn, jarðfastur steinn á merkjum.“
Þegar komið var á vettvang gekk Þórður beint að Grásteini. Í honum mátti, þrátt fyrir hvíta mosaglæðuna, sjá móta fyrir bókstanum „M“.
Tækifærðið var notað til að hnitsetja hinar fornu götur við og í Selvogi.
Frábært veður. Ferðin tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Nes, Bjarnastaði, Götu, Þorkelsgerði og Eimu.
-Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi.
-Þórður Sveinsson frá Bjargi í Selvogi.

Nes

FERLIRsfélagar í Nesi.