Tag Archive for: Ölfus

Lyklafell

Eftirfarandi upplýsingar bárust frá Jóni Svanþórssyni: „Ég rakst á þessar leiðarlýsingar í Austantórum ll bl 148 eftir Jón Pálsson – Lestarmannaleið úr Flóa til Reykjavíkur.

Lyklafellsvegir-2211. Frá Þjórsá að Laugardælum, nálega 17 km.
2. Frá Laugardælum eða Kotferju að Torfeyri austan Varmár nálega 10 km.
3. Frá Torfeyri að Bolavöllum við Kolviðarhól, nálega 17 km.
4. Frá Kolviðarhói að Fóelluvötnum norðan Sandskeiðs og sunnan Lyklafells, nálega 7 km.
5. Frá Fóelluvötnum að Hraunsnefi hjá Silungapolli, nálega 10 km.
6. Frá Silungapolli að Fossvogi við Reykjavík, nálega 15 km.  Alls 77 km. (Talið vera nálægt 35 km á milli byggða)
Þá var og önnur leið norðar, frá Húsmúla ,vestan Kolviðarhóls, norðan Svínahrauns að Lyklafelli, norðan Geitháls, sunnan Miðdals að Gröf og síðan yfir Elliðaár neðan Árbæjar.
Brúin yfir Hólmsá austan Geitháls, var byggð 1887 og brýrnar yfir Elliðaár nokkru síðar.
(Lyklafellsvegir-225Í lýsingu afa míns  Þorsteins Bjarnasonar frá Háholti er sagt að leiðin liggi sunnan Elliðakots og hjá Vilborgakoti).

 Alfaravegurinn gamli: Kolviðarhóll- Reykjavík.
Frá Kolviðarhóli yfir Bolavelli að Húsmúla (sæluhúsi).
Frá Húsmúla yfir Norður-Velli að Bolaöldum ofan Sandskeiðs.
Frá Bolaöldum, yfir Svínahraunstögl norðarlega, norðan Lyklafells.
Frá Lyklafelli,fyrir sunnan Klakk, þá um Klettabelti að Vörðuhólum.
Frá Vörðuhólum (Vörðhólum ?) um Urðarlágar,norðan Helgutjarnar og Selvatns.
Frá Selvatni um Sauðhúsamýri og Sólheimahvamm.
Frá Sólheimahvammi norðan Sólheimahvammstjarna.
Frá Sólheimahvammstjörnum um HofLyklafellsvegir-224mannaflatir.
Frá Hofmannaflötum um Hestabrekkur.
Frá Hestabrekkum norðan Almannadals og Rauðavatns.
Frá Rauðavatni að Elliðaám.
Frá Elliðaám til Reykjavíkur.
Upplýsingar um þessa leið eru fengnar hjá Eggerti Nordahl á Hólmi 31 október 1943.

„Ég hef verið að skoða leiðina frá norðurenda Lyklafells að Djúpadal og eru götur greinilegar nánast alla leiðina. Gengið var frá vörðu við norðurenda Lyklafells þar sem leiðir um Dyradal og Vallaöldu (Hellisheiði-Láskarð-Þrengsli) greinast í leiðir að Elliðakoti og Miðdal. Gatan er nokkuð auðrakin norður og upp að hól með vörðu en þar greinast leiðir og fer önnur sunnan og vestan við hann að lágum klettum (Klettabelti) og er þá Klakkur að ég held á hægri hönd, stakur klettur og myndast vik um hann með valllendisgróðri í botni.
Ef haldið er áfram Lyklafellsvegir-223vestur með Klettabeltinu skiptist gatan aftur og liggur önnur gatan beint í gegnum skarð í Klettabeltinu en hin gatan liggur til vinstri og liggur vestur  fyrir klettanna. Göturnar koma svo saman aftur við tjarnir sem þar eru og greinast síðan aftur þegar komið er fram á brúnir að norðanverðu og liggur þá önnur í átt að Árnakróki en hin til hægri í átt að Vörðuhóli niður brekkur þangað til komið er að miklum og djúpum götum sem liggja í stefnu frá Klakk í átt að Vörðuhóli. Er þá varða á hægri hönd á norðurbrún Klettabeltis. Næst er komið að rafmagnsgirðingu sem umlíkur höfuðborgar-svæðið og er ekkert hlið á henni en í vor var ekki straumur á henni og príla lá flöt rétt vestar með girðingunni en ef ekki er hægt að komast yfir verður að fara upp á Nesjavallaveg eða vestur spöl með girðingunni í þeirri von að príla sem er um kílómetra vestar á girðingunni uppaf Árnakrók sé í lagi.
Lyklafellsvegir-226Segjum að hægt sé að komast yfir girðinguna og liggur þá leiðin undir Vörðuhól með vörðu á kolli og þaðan niður í Vörðuhólsdal og síðan um Urðarlágar. Síðan upp úr Urðarlágum um sumarbústaðarland og upp og undir Nesjavallaveg við Helgutjörn sem þornar upp á sumrin. Gatan sést norðan við heitavatnspípuna á kafla en hverfur svo undir Nesjavallaveginn, línuveg og ljósleiðara en með góðum vilja má finna götur að Efri Djúpadal. Síðan skiptast leiðir ein liggur utan í Hríshöfða í átt að Sólheimatjörn. Önnur beint yfir Miðdalsmýri og Miðdalslæk og hjá Lynghól og sameinast þær á Hofmannaflöt og þaðan um Skyggnisdal? með Hrossabrekkum með Hrossabrekkuhæð á vinstri hönd og síðan í Almannadal. Öll leiðin hefur verið greiðfær og um gróið land að mestu og ekki yfir neinar ár að fara frá Lyklafelli.
Ef við förum aftur að gatnamótunum við hólinn með vörðuna sunnan Klakks þá liggur gata austan við hólinn og stefnir að tveim vörðum sem eru á öldu sem gengur austur úr Klettabeltinu upp í Tjarnarhóla.

Lyklafellsvegir-227

Slöður er í ölduna við vörðurnar og liggur gatan þar yfir og eru þá þrjár tjarnir á hægri hönd og frístandandi klettastapi með þrem vörðum þar norðar og liggur gata þangað og áfram.
Úr slöðrinu liggur gata til vinstri um skarð í klettunum sem sameinast svo öðrum götum yfir Klettabeltið. Varða er þar á hægri hönd og steinn á steini framundan þar sem Klettabeltið ber hæst. Aftur að slöðrinu. Gata liggur beint áfram vestan við tjarnirnar um skarð í klettunum og um gróinn mel og hverfur gatan þar á kafla en þegar komið er fram á brúnir sést gatan þar aftur greinilega í grónu landi og erum við þá komin þar sem göturnar koma samaní lýsingunni á götunni sem fyrst var lýst.
Frá Klakk eru götur beint yfir  Klettabeltið að melnum. Einnig er hægt er að fara norður með Klettabeltinu og er þá komið á götuna við rafmagnsgirðinguna. Sannast hér að hver fer sína leið.
Greinileg gata liggur af Elliakotsleiðinni frá brú á sprungu beint niður í Árnakrók og hefur verið rekstrarleið til Árnakróksréttar en gata liggur áfram yfir Urðarlágarlæk en hverfur þar undir bílveg.“ 

Jón Svanþórsson.

Herdísarvíkurhraunshellir

Eftirfarandi boð komu frá einum FERLIRsþátttakanda eftir ferð hans um Herdísarvíkursvæðið:

Herdísarvíkurhraunshellir

Herdísarvíkurhraunshellir.

„Fann skemmtilegt gat neðarlega í Herdísarvíkurhrauni, þar 3-4 m í botn og nokkuð gímald. Býst svo sem ekki við því að þarna séu neinar fallegar myndanir, landið er svo slétt. Fáið samt hnitið ef einhver er í stuði með stiga.“ Með upplýsingunum fygldu viðeigandi hnit af staðnum.
Lagt var stað með fjögurra metra langan stiga niður Herdísarvíkurhraun frá Sængurkonuhelli neðan við Lyngskjöld (á Klifhæð) með stefnu á gatið. Á leiðinni var gengið yfir gömlu þjóðleiðina milli Herdísarvíkur og Krýsuvíkur þar sem hún liðast fallega um lyng- og kjarrivaxið mosahraunið. Hraunið neðan við Klifhæðina er nokkuð slétt og auðvelt yfirferðar. Rjúpur sáust kúra undir klettum.

Herdísarvíkurhraunshellir

Herdísarvíkurhraunshellir.

Þegar komið var að u.þ.b tveggja fermetra gatinu skammt ofan við Háaberg, vestan við Rauðhól, eftir 20 mín. gang með hjálp staðsetningartækis, reyndist stiginn aumlega stuttur. Hann var því lagður til hliðar, en þess í stað rýnt niður í gímaldið. Það virtist a.m.k. 8 metra djúpt. Hægt væri að komast af með 6 metra stiga með því að forfæra hann, en fullnægjandi langur væri ákjósanlegastur. Undirliggjandi undirbúi virtist gefa ofanlítendum góðan gaum.
Við yfirlitsskoðun á niðurfallinu í „Herdísarvíkurhraunshelli“ kom í ljós að þarna niðri kunna að leynast lágar rásir, norður og suður. Í undirniðrinu vestanverðu virtist myrkur undir stórum steinum. Burkni vex á syllum og fagurgrænn mosagróður vex í slikju niðri í dagsskímunni.

Herísarvíkurhraunshellir.

Herdísarvíkurhraunshellir.

Við skoðun á næsta umhverfi fannst rás, með því að forfæra steina inn undir brún skammt norðaustar, í ílöngu stóru jarðfalli. Þar er hægt að komast inn á slétt gólf á lágri rás. Einnig liggur rás til norðurs um gat skammt norðar. Þetta þarf allt að skoða betur.
Þegar gengið var upp slétt mosavaxið helluhraunið, áleiðis að vörðuðu greni, sást mórauð tófa skjótast á harðahlaupum austur yfir hraunið skammt ofar. Einhver grenjaskyttan hefði fengið „kikk“ út úr því að sjá krýlið þarna á hlaupum, en FERLIRsþátttakendum fannst það bara samsvara landslaginu nokkuð vel. Greinilegur selstígur liggur á ská til suðvesturs niður slétt helluhraunið frá þjóðleiðinni að Herdísarvíkurseli. Gatan er merkt (stein á stein (S.G)). Margt var að skoða í lygnunni – hvort sem var um að ræða flóru, jarðfræði eða fánu.

Herdísarvíkurhraunshellir

Herdísarvíkurhraunshellir.

Vestar er úfið apalhraun Eldborgarhraunanna. Innundir því, í eldra hrauninu, er m.a. Bálkahellir sem og hellar í sömu hraunrás ofan og vestan við hann. Ofan við þjóðveginn, svo til beint norðan við Herdísarvíkurhaunshelli er Sængukonuhellir. Hans er getið í heimildum og í honum fundust mannvistarleifar þegar fyrst var að komið í seinni tíð. Allt er það þó enn ósnert. Hellirinn fannst að kvöldlagi og enginn svaraði í síma Fornleifaverndar þegar reynt var að tilkynna fundinn, enda ekki símasamband austan við Sveifluháls. Ef FERLIR ætti að tilkynna alla þá fornleifafundi, sem hann hefur uppgötvað í gegnum tíðina, væri símareikningurinn orðinn ansi hár. Gildandi lög þarfnast því endurskoðunar, eða a.m.k. gildandi starfsfyrirkomulag.
En þetta var nú útidúr til að fylla upp í rými fyrir seinni myndina, sem fylgir þessum skrifum.
Farið verður fljótlega aftur á vettvang – og þá með nógu langan stiga.
Frábært veður – logn og hiti. Gangan tók 1 klst og 40 mín.

Herdísarvíkurhraunshellir

Herdísarvíkurhraunshellir.

Lyklafell

Einn FERLIRsfélaganna, Jón Svanþórsson, hafði verið að skoða „Austurleiðina“ svonefndu (Hellisheiðargötuna), þ.e. hina fornu leið frá Reykjavík austur um Hellisskarð, Helluheiði og áfram austur um sveitir (og öfugt). Leiðirnar voru reyndar fimm, en athygli hans hefur sérstaklega beinst að leiðinni frá Elliðakoti (Helliskoti) yfir á Bolavelli (Hvannavelli) að Draugatjörn annars vegar og að Dyraveginum hins vegar.
GatanFyrrnefnd gata er vörðuð norðan við Nátthagavatn og ofan Lyklafells. Austar greinist gatan í annars vegar um Dyraveginn og hins vegar um hina fornu leið um Hellisskarð. Mikil umferð hefur verið um þessar leiðir fyrrum, en þrátt fyrir það virðast þær bæði gleymdar og tröllum gefnar. Ætlunin var að reyna að rekja Austurleiðina frá Nátthagavatni (Elliðakoti) að gatnamótum Dyravegar norðaustan við Lyklafellið. Þar eru gatnamót. Liggur önnur Austurgata þar til vesturs sunnan við Lyklafellið áleiðis niður að Lækjarbotnum. Ætlunin er að reyna að rekja hana fljótlega.
VarðaHaldið var upp frá Elliðakoti. Gamla gatan er ekki auðrakin í fyrstu. Í raun eru leiðirnar þarna tvær; sumargata og vetrargata. Sú síðarnefnda er vörðuð og liggur á hryggjum. Margar varðanna eru þó fallnar. Vetrarleiðin er ávallt sunnan við sumarleiðina, sem liggur, líkt og aðrar gamlar þjóðleiðir, aflíðandi og nánast hvergi yfir hæðir eða hryggi. Vörðurnar á vetrarleiðinni sjást vel af sumarleiðinni, en þó síst þar sem fjarlægðin er mest norðan Lyklafells.
Í fyrstu virtist gatan liggja austar en raunin varð á. Ástæðan var sú að vörðunum var fylgt í fyrstu, en það leiðréttist á bakaleiðinni. Þegar komið var inn á götuna við „pípuveginn nýja“ mátti auðveldlega rekja hana upp að vatnsbóli í Miðdalsheiðinni (sem nú var þurrt).
AusturleiðinÞaðan lá hún áfram upp heiðina til austurs með norðan hallanda. Farið var yfir brú á mikili sprungu og götunni síðan fylgt upp fyrir Lyklafellið. Þar eyddist gatan, en fannst aftur. Ofar er hið ágætasta vatnsból með aðliggjandi götum. Varða (Lykilvarða) bendir á vatnsbólið, sem virðist afskekkt og úleiðis.
Þegar götunni var fylgt til baka áleiðis að Elliðakoti var auðveldara að sjá leguna. Ofan við brúna á gjánni er um 90° beygja sem og neðan við hana, í öfuga átt. Þaðan liggur gatan sem leið liggur niður hallandann. Hlið á girðingu er afvegaleiðandi því gatan liggur í sneiðing svolítið norðar og þaðan niður fyrir neðasta holtið ofan við brúnirnar ofan Elliðakots. Þar kemur gatan niður í sneiðinginn fyrrnefnda ofan við kotið.

Varða

Í Lesbók Morgunblaðsins 1973 segir Árni Óla m.a. um austurleiðirnar: „Hjá Fóelluvötnum og upp undir Lyklafell var um aldaraðir áningarstaður þeirra, sem fóru milli Innnesja og Suðurlands-undirlendisins og ferðuðust annaðhvort fótgangandi eða á hestum. Og þaðan lágu fjórar leiðir „austur fyrir Fjall“. Syðst var Ólafsskarðsleið, sem byrjaði í skarði milli Sauðadalshnúks vestri og Ólafsskarðahnúka, skammt fyrir ofan Vífilsfell. Þegar sú leið var farin austur, var komið niður að Litlalandi eða Hlíðarenda í Ölfusi. Næst var svo: Þrengslaleið og þar er nú kominn akvegur. Þriðja leiðin var um Lágaskarð úr Hveradölum og farið fyrir austan Stóra-Meitil og var þá komið niður að Hjalla eða Hrauni í Ölfusi. Fjórða leiðin var svo um Hellisskarð hjá Kolviðarhóli og var þá komið niður að Reykjum í Ölfusi.

Varða

En skammt fyrir norðan Lyklafell lá svo alfaraleið um Dyraveg og það var komið niður hjá Nesjavöllum í Grafningi. Sú leið taldist vera yfir Mosfellsheiði. Var þarna aðalvegur þeirra, sem bjuggu í uppsveitum Árnessýslu er þeir ferðuðust til byggðanna við Faxaflóa.“
Lyklafellið er áberandi kennileiti í heiðinni. Björn Bjarnason í Grafarholti taldi að Lyklafell hefði fyrrum heitið Litlafell, en afbakast í framburði. Í Lesbók Morgunblaðsins 1979 er fjallað um Lyklafellið og fleira á þessum slóðum. „Fyrrum lá leiðin milli Reykjavíkur og sveitanna fyrir austan fjall, yfir Hellisheiði, um Hellisskarð (Uxaskarð, Öxnaskarð), hjá Kolviðarhóli, meðfram Lyklafelli og niður hjá Elliðakoti í Mosfellssveit. Þetta var áður en akvegurinn var lagður um Lækjarbotna, Fossvelli, Sandskeið og Svínahraun að Kolviðarhóli. Það gerðist á síðustu áratugum 19. aldar. Í þetta sinn göngum við eftir þessari gömlu leið, frá Lyklafelli að Elliðakoti.

Brúin

En hvernig standi á þessu nafni. Menn hafa greint á um það og þekki ég tvær sögur. Sú fyrri segir, að einhverju sinni hafi verið bryti í Skálholti er hét Ólafur. Bar hann alla lykla staðarins á sér, en þeir voru á einni kippu. Honum sinnaðist við ráðskonuna, en þar sem hún kunni nokkuð fyrir sér, tryllti hún Ólaf, svo hann tók á rás og hljóp vestur fyrir Hellisheiði að Lyklafelli með alla lykla staðarins á sér Þar týndi hann kippunni. Hún fannst þar löngu síðar og var fellið svo kennt við lyklana. Þaðan hljóp hann Austurleiðintil baka um Jósefsdal og suður úr dalnum um skarð, sem síðar heitir Ólafsskarð. Eftir það linnti hann ekki sprettinum fyrr en austur á Mælifellssandi. Þar kom hann að vatnsfalli, er hann ætlaði að stökkva yfir. Stökkið mistókst, hann féll í ána og drukknaði. Hún heitir síðan Brytalækir.
Hin sagan greinir frá því, að einhverju sinni áttu hungraðir förumenn leið um þennan veg að næturlagi og gengu þá fram á tjaldbúðir Skálholtsmanna, sem voru þar á ferð með marga hesta og mikinn farangur. Höfðu þeir valið sér þarna náttstað. Förumennirnir sáu, að bunga var á einni tjaldsúðinni og hugðu þeir að þar fyrir innan væri sekkur fullur af mat. Ákváðu þeir að ná honum. Tók einn þeirra upp hníf, og skar á tjaldið, þar sem bungan var. En um leið og hnífsblaðið skar á dúkinn, kvað við hátt og skerandi öskur innan úr tjaldinu. Í stað þess að stinga í matarsekkinn, var hnífnum stungið í sitjandann á ráðsmanni Skálholtsstóls, sem svaf þar fyrir innan. Í fátinu og írafárinu sem varð nú í tjaldbúðunum við þetta óhappaverk, týndist lyklakippa ráðsmannsins og fannst ekki fyrr en löngu síðar. Þannig skýra sagnir nafnið á Lyklafellinu.

Austurleiðin

Gengið var yfir farveg Lyklafellsár, sem fellur hér fram í leysingum á vorin, en síðla sumars er hann þurr að öllum jafnaði. Af Lyklafelli er gott útsýni yfir nágrennið þótt ekki sé það hátt yfir sjó (281 m).
Eftir góða hvíld uppi á fellinu leggjum við aftur af stað í áttina að Elliðakoti. Er gott að hafa raflínuna til viðmiðunar. Við sjáum nokkur vörðubrot, sem vísa leiðina og svo hér og þar gróna götuslóða, sem lítt hafa verið troðnir í hartnær öld. Eftir drjúga göngu stöndum við á brekkubrúninni fyrir ofan Elliðakot, sem hét fyrrum Helliskot.

Elliðakot

Bærinn stóð í skeifulöguðum hvammi móti vestri í skjóli fyrir austanáttinni. Nú er hann tóttir einar, því ekki hefur verið búið þar um árabil. Fyrrum var búið hér snotru búi, en mikil örtröð hefur örugglega verið af umferð ferðamanna árið um kring, ekki síst á vetrum þegar ofan af heiðinni komu lítt búnir, örþreyttir og hraktir ferðamenn og leituðu að húsaskjóli. Hér fæddist Páll Jónsson vegagerðarmaður, sem Jón Helgason rithöfundur hefur gert verðug skil í bók sinni: Orð skulu standa.
Við skulum skreppa heim að þessum gömlu rústum og skoða þær vel, minnug þess, að þeir hnútar, sem traustast eru bundnir láta ávallt undan er tímans tönn tekur að sverfa að þeim.“
Sá, sem skrifaði framangreint, virðist ekki hafa gengið gömlu götuna heldur línuveginn, sem liggur um heiðina.

Lyklafell

Gísli Sigurðsson skrifar um Kolviðarhól og nágrenni í Lesbókina árið 2001: „Þjóðleiðin forna úr Árnessýslu til Mosfellssveitar lá úr Ölfusi upp Kamba og þaðan vestur á Hellisheiði, austan við Hurðarás, en þaðan í sjónhendingu í Hellisskarð ofan við Kolviðarhól. Upp og niður úr skarðinu var hægt að komast með klyfjahesta, en alls ekki með hestvagna. Þegar komið var niður úr Hellisskarði lá leiðin um Bolavelli, vestur með Húsmúla og síðan um norðanvert Svínahraun, framhjá Lyklafelli og oft var komið í byggð hjá Elliðakoti í Mosfellssveit.

Lykilvarða

Þessi leið milli byggða var talin rösk þingmannaleið, eða um 35 km. Í lýsingu Ölfushrepps frá 1703 er leiðinni lýst og segir þar að vestari partur Hellisheiðar sé „víða með sléttum hellum og hraungrjóti, án gatna sem (sem) hestanna járn gafa gjört, og auðsjáanlegt er…“
Þessar hestagötur sem markast hafa í hraunhelluna af umferð járnaðra hesta sjást mjög greinilega á þriggja km kafla, en eftirtektarvert er, að þær skuli hafa verið orðnar svo greinilegar fyrir 300 árum. Hurðarás var aftur á móti svo nefndur vegna þess, að þegar þangað kom á austurleið yfir heiðina var allt í einu eins og hurð væri opnuð og víðerni Suðurlands blöstu við, allt til Vestmannaeyja.

Gatan

Sveinn Pálsson náttúrufræðingur minnist á hestagötuna í hrauninu í lýsingu sinni frá 1703 og finnst gatan með ólíkindum regluleg og bein. Tilgáta hans, að öll Hellisheiði hafi gosið í einu er þó fjarri lagi; það vita menn nú. Eins er Sveinn á villigötum þegar hann segir þetta fyrst hafa gerst árið 1000 „og síðan margsinnis“. Kristnitökuhraunið frá árinu 1000 rann úr Eldborg, en var reyndar síðasta hraunið sem runnið hefur á þessum slóðum. Öll önnur hraun eru eldri.
Svínahraun hafði runnið úr Leitinni, eldstöð skammt frá hinni, fyrir um 4800 [5350 skv. nýjustu mælingum] árum; fyrst í norður í áttina að Kolviðarhóli, en síðan eftir mjóum farvegi í vestur, allar götur niður í Elliðaárvog. Þetta hraun náði ekki alveg norður að fjöllunum. Milli þeirra og hraunsins urðu með tímanum til grösugir vellir sem vel sjást frá Kolviðarhóli. Enda þótt þeir kunni að virðast búsældarlegir lagði enginn í að nema þar land.

Vatnsból

Við Bolaöldu, vestan hraunsins, eru sýslumörk; Kolviðarhóll var og er í Árnessýslu. Norðvestur frá Kolviðarhóli rís Húsmúlinn, Skarðsmýrarfjall er í norðaustur, en Reykjafell þegar litið er til suðurs. Útsýnið af hólnum þar sem gistihúsið stóð er opið vestur yfir Svínahraun og yfir Miðdalsheiði. Þegar frá eru skildar grasflatir, fyrrum tún á Kolviðarhóli, er útsýnið mestan part yfir hraun og fjöll, en grýtt brekkan í Hellisskarði að baki.
Öldum saman höfðu menn farið alfaraleiðina yfir Hellisheiði án þess að nokkur von væri um húsaskjól þar til 1830 að Þórður bóndi á Tannastöðum hlóð birgi uppi á heiðinni sem enn stendur. En elzta heimild um sæluhúskofa í námunda við Kolviðarhól er eftir Hálfdán Jónsson lögréttumann í lýsingu Ölfushrepps frá 1703. Þar er minnst á sæluhús á Hvannavöllum (nú Bolavöllum) og segir þar svo:

Sæluhúsið

„Á norðanverðum Hvannavöllum, er strax taka við fyrir neðan skarðið, stendur sæluhús (ei langt frá veginum) svokallað, hverju allt til þessa tíma Ölvesbyggjarar hafa uppi haldið, vegfarandi fólki harla nauðsynlegt á vetrartímum til innivistar, er og lofsvert að þetta sæluhús ei niður falli.“
Sveinn Pálsson náttúrufræðingur minnist á sama sæluhús hátt í öld síðar; segir að þar sé lítill kofi hlaðinn úr hraungrýti með torfþaki og að margir hafi dáið í þessum kofa, örmagna af hungri og kulda.
Skammt frá kofanum var dálítil tjörn, nefnd Draugatjörn, og töldu margir svo reimt í kofanum að þar væri naumast vært. Hafði Magnús bóndi á Fossi í Grímsnesi heldur betur fengið að kenna á því, annálað hraustmenni og gerði grín að draugatrú og myrkfælni.
GatanGisti hann við annan mann í kofanum og brá sér út að tjörninni. Þar réðst að honum ófreskja og komst hann við illan leik, rifinn og tættur, inn í kofann. Sár á nefi greri aldrei, enda var það eðli sára sem draugar veittu, og Magnús varð aldrei samur maður eftir.
Eiríkur bóndi í Haga í Eystrihreppi komst mun betur frá viðskiptum við sæluhúsdrauginn. Hann var á ferð til skreiðarkaupa, hafði sezt að í myrkri í kofanum og tók til matar síns. Þá fór hann að sjá eldglæringar í hinum endan kofans og sagði bara sísona: „Kveikið þið, kindur sælar, svo Hagakarlinn sjái til að rífa roðbitann sinn.“ Hættu þá glæringarnar og svaf Eiríkur þar rótt um nóttina. Svo skráði Brynjúlfur frá Minna-Núpi.
Sögur af þessu tagi urðu til þess að menn voru dauðsmeykir við að gista í kofanum, einkum ef þeir voru einir á ferð og einu sinni hafði sú hræðsla alvarlegar afleiðingar. Gömul sögn úr Ölfusinu greinir frá því, að eitt sinn hafi ferðamaður leitað skjóls í kofanum og lokað kirfilega að sér að innanverðu. Um nóttina heyrði hann traðk utandyra og rjálað við hurðina eins og reynt væri að opna hana. Hirti hann ekki um það; hefur ugglaust búizt þar við draugi og verið hræddur. Um morguninn brá þessum ferðalang ónotalega þegar hann opnaði og sá að utandyra lá dauður maður. Eftir það var gengið frá því að ekki væri hægt að loka kofanum að innanverðu með slagbrandi.
Vörður

Kofinn við Draugatjörn var ísköld og ömurleg vistarvera, en þó sá skúti sem betri var en úti. Lengdin að innanverðu var aðeins 2,5 m og breiddin 1,5 m. Við annað gaflhlaðið var hlaðinn grjótbálkur, mýktur með torfi. Yfir dyrum var lítil gluggabora með gleri. Tóftin sést enn ef vel er að gáð.
Fleira gat verið varasamt á þessari óbyggðaleið en illviðri og draugar. Bolavellir og Bolasteinn minna á söguna um Skeiða-Otta og nautið ógurlega sem gekk í sumarhögum á völlunum við Kolviðarhól. Otti var bóndi austur á Skeiðum og átti erindi til Reykjavíkur þegar komið var að slætti og reið miklum kostahestum sem leið liggur vestur yfir Hellisheiði. Hann vissi um illræmdan griðung frá Viðey í högum hjá Kolviðarhóli og hafði hann orðið tveimur eða þremur mönnum að bana.

Litskrúð

Nautið lá við Bolastein og hóf þegar eftirför en Otti þeysti undan sem mest hann mátti. Samt dró saman með þeim og tók Otti þá það til ráðs að hann snaraðist af baki, tók upp hníf og lagðist niður milli krappra þúfna. Þar fleygði boli sér yfir hann en Otti skar hann á kvið og helltust yfir hann innyflin. Drapst bolinn þar en Otti gat haldið ferð sinni áfram.
Kolviðarhóll undir Hellisskarði var vinsæll og nauðsynlegur gististaður þeirra mörgu, sem fóru um Hellisheiði fyrrum. Aðalleiðin lá um Hellisskarð en þjóðvegurinn liggur um Hveradali, þar sem skíðaskálinn er nú.
KolviðarhóllSæluhús var byggt að Kolviðarhóli 1844 og síðar gistihúsið. Valgerður Þórðardóttir (1871-1957) og Sigurður Daníelsson (1868-1935) voru síðustu gestgjafarnir þar. Þau byggðu stórt og myndarlegt gistihús og voru þjóðkunn fyrir höfðingsskap. Þau voru grafin í heimagrafreit að Kolviðarhóli.

Árið 1938 keypti Íþróttafélag Reykjavíkur Kolviðarhól af Valgerði til að gera hann að miðstöð íþróttalífs, aðallega vetraríþrótta og reka samt áfram þjónustu við ferðamenn.

Kolviðarhóll

Þessi starfsemi gekk ekki upp, þannig að henni var hætt 1952. Húsin urðu spellvirkjum að bráð og þau brunnu. Árið 1977 voru þau jöfnuð við jörðu.

Þau tímamót urðu 1844 að þá reis í fyrsta sinn hús uppi á sjálfum Kolviðarhólnum. Þá hafði farið fram fjársöfnun austan heiðar og vestan, og þótti vænlegast að reisa húsið á hólnum neðan við Hellisskarð. Séra Páll Matthíasson í Arnarbæli valdi staðinn og hafði forgöngu um málið ásamt Jóni Jónssyni á Elliðavatni. Nýja sæluhúsið var allt úr timbri og stóð á sökkli sem hlaðinn var úr grjóti. Grunnflöturinn var 16 fermetrar og loft yfir þar sem viðbótargistirými fékkst. Járnrimlar voru fyrir gluggum, líklega til að koma í veg fyrir rúðubrot skemmdarvarga. Hurðir var jafnt hægt að opna utan- og innanfrá; nú voru menn minnugir atviksins við kofann fyrrum. Nýja sæluhúsið var allt úr timbri, tjörubikað, og þar gátu gist í einu 24 menn á loftinu og komið inn 16 hestum niðri. Í Reykjavíkurpóstinum frá þessum tíma má sjá að þetta hefur þótt merk framkvæmd.

Augnakonfekt

Enn urðu tímamót 1876 þegar ákveðið var að hefja vegarlagningu um Svínahraun. Þremur árum síðar var tekið annað skref og segir svo í Þjóðólfi: „Vegagjörðin yfir Kamba á Hellisheiði skal byrja í sumar.“ Eiríkur í Grjóta fór með flokk manna sumarið 1880 og lagði veg vestur yfir Hellisheiði, nokkru norðar og nær hinni fornu þjóðleið en núverandi Suðurlandsvegur.
Í Mbl árið 1981 er fjallað um Dyraveginn: „Allt til þessa dags hefur þeim leiðum, sem forfeður okkar, mann fram af manni, fetuðu eftir í aldaraðir, verið lítill sómi sýndur.
DyravegurVið leggjum mikla áherslu á söfnun gamalla muna og varðveislu fornra bygginga og er það vel, en er það nokkur fjarstæða að viðhalda á sama hátt þessum gömlu götum, sem nú víða eru horfnar með öllu, en bera á sinn hátt þögult vitni um þá hörðu baráttu, sem þjóðin háði fyrir tilveru sinni? Í þeim flokki er Dyravegur. Frá fornu fari lá leiðin frá Þingvöllum sður með vatninu að vestan til Nesjavalla. Þeir sem bjuggu austan við Sogið komu einnig að Nesjavöllum, eftir að hafa sundlagt hestana og farið á ferju yfir fljótið fyrir neðan Dráttarhlíð, þar sem Steingrímsstöð er nú. Þessa leið fóru Skálholtsmenn fyrrum, þegar þeir fluttu vistir að og frá biskupsstólnum, en sá staður þurfti mikils við, þegar umsvifin þar voru sem mest. Enda hlaut þessi leið nafnið Skálholts-mannavegur.

Dyravegur

Þegar þessar tvær leiðir höfðu sameinast á Nesjavöllum, lá hún vestur yfir Dyrafjöllin, þvert yfir Sporhelludal og Dyradal. Við Húsmúla greindist leiðin aftur. Þeir sem ætluðu til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar tóku stefnuna á Lyklafellið, en þeir sem ætluðu í Selvog eða á sunnanvert Reykjanes héldu suður með Húsmúlanum og stefndu á Lágaskarð austan við Stórameitil. Í þessari ferð skulum við kynnast Dyraveginum nokkru nánar.
Við yfirgefum bílinn sunnan undir Húsmúlanum og göngum eftir Bolavöllum, sem eru að vestan við hann. Þar komum við fljótlega á grasivaxna götutroðninga, sýnileg merki þeirrar umferðar sem hér var fyrr á tímum. Troðningarnir eru skýrir og auðvelt að fylgja þeim, sem við gerum að sjálfsögðu. Brátt komum við inn í Engidal. Eftir honum fellur Engidalsáin, sem myndast úr smá lænum og uppsprettum er koma úr vesturhlíðum Hengilsins. Lengsta kvísl hennar kemur frá Marardal. Þangað liggur götuslóði, en annars er gamla gatan vestan við Marardalinn, en við tökum á okkur krók og heimsækjum dalinn. Það er þess virði.

Dyravegur

Marardalur er sigdæld, neðanundir Skeggja, en svo nefnist hæsti tindur Hengilsins. Brattar hlíðar liggja að honum á alla vegu, botn hans er rennisléttur og um grundirnar liðast fagurtær lækur. Smá skarð í dalsbrúnina er í suðvesturhlið hans. Um það rennur lækurinn. Skarðið er svo mjótt, að menn verða að ganga þar inn í einfaldri röð. Merki um grjótgarðshleðslu er þar, því áður fyrr voru naut og önnur geldneyti höfð þar að sumarlagi og lokuð þar inni með þessum grjótgarði. Við höldum inn eftir dalnum og fikrum okkur svo upp bratta brekkuna og upp á norðurbrún hans. Þar blasir við allbreitt vik eða dalskvompa sem gengur inn í fjallið. Þar komum við aftur á gömlu götuna og henni fylgjum við eftir það.
VatnsbólÚr þessu hækkar gatan og liggur upp brekkurnar til austurs og upp á vesturbrún Dyradalsins. Hann er ekki ósvipaður Marardal, hlíðabrattur og rensléttur í botninn. Hér er gatan skýr og glögg, sem einkum skal þakka sauðkindinni, sem ræður hér ríkjum í sumarhögunum. Gatan liggur þvert yfir dalinn og stefnir í skarð, milli tveggja kletta, í austurhlið hans. Þar komum við að hinum nafnkenndu dyrum, sem þessi leið er kennd við. Smálækur fellur um um Dyrnar, sem eru ekki nema ca. 2 m á breidd Líklega á hann einhvern þátt í myndun Dyranna, en annars eru öll fjöll Gatanhér um slóðir mynduð úr móbergi, sem vatn og vindar vinna á jafnt og þétt.
Tafsamt hefur verið að koma hestalestunum í gegn um dyrnar. Menn hafa orðið að taka klyfjarnar ofan, teyma hestana síðan í gegn um skarðið og láta svo aftur upp. En um það var ekki að fást, þetta var hluti af striti dagsins. Austan við Dyrnar eru einir þrír smádalir með bröttum hálsum á milli. Yfir þá liggur leiðin og hefur margur klyfjahesturinn trúlega svitnað ærlega á þeirri leið. En er þeir eru að baki opnast skyndilega nýtt útsýni. Þar blasa Nesjavellir við augum, Þingvallavatn og fjallahringurinn í norðri og austri. En sunnar bera hverareykir Hengilssvæðisins við loft.“
Þar sem staðið var við Lyklafell og horft til suðurs yfir hraunin þótti ástæða til að rifja upp aldur þeirra. Svínahraunsbruni rann árið 1000 og segir frá því í Landnámu. Svínahraunið er undir brunanum og því mun eldra, eða 5350 ára gamalt (KS).

Lækjarbotnar

Þessa leið þarf Orkuveitan og/eða hlutaðeigandi sveitarfélög að taka í fóstur og merkja milli Kolviðarhóls og Elliðakots. Líklegt má telja að hún kunni að verða ein sú vinsælasta í landnámi Ingólfs (Reykjanesskaganum) enda bæði auðveld yfirferðar og einstaklega falleg. Geta má þess að engin fornleifaskráning, hvorki um línur né leiðslur, getur framangreindra fornleifa er lýst hefur verið hér að framan (mögulega þó fáeinna varða á stangli.) Heilstætt mat á svæðinu m.t.t. fornleifa hefur opinberlega farið fram – þrátt fyrir yfirstandandi framkvæmdir.Leiðin
Frábært veður. Gangan (fram og til baka) tók 6 klst og 6 mín. Við leitina voru gengnir 17.8 km, en leiðin millum Elliðakots og Lyklafells er um 6 km.

Heimildir:
-Árni Óla – Lesbók Morgunblaðsins 14.19.1973, bls. 10-11 og 14
-Mbl. júlí-ágúst 1979
-Mbl. 25. júlí 1981
-Gísli Sigurðsson – Laugardaginn 31. mars, 2001 – Menningarblað/Lesbók Morgunblaðsins).

Rjúpuungar

Árnahellir

Árnahellir er einn af hellagersemum landsins. Varla þar að taka fram að hellirinn er á Reykjanesskaganum. Hér er birt umfjöllun um hellinn á mbl.is árið 2002 er hann var friðlýstur.
Arnahellir-2„Árnahellir í Leitahrauni skammt norðvestan Þorlákshafnar friðlýstur – Neðanjarðar-frumskógur hraunstráa og dropsteina.
Sigurður Sveinn Jónsson, formaður Hellarannsóknar-félags Íslands, undirritar samstarfssamning við Náttúruvernd ríkisins sagði við munna Árnahellis í gær að samkvæmt samningum við hlutaðeigandi taki félagið að sér ráðgjöf, eftirlit og umsjón með friðlýstum hellum og hellum á friðlýstum svæðum.
Undraheimur hraunstráa og dropsteina opnaðist fyrir umhverfisráðherra sem og sveitarstjórnarmönnum er skriðu niður þröng göng ofan í jörðina og heimsóttu Árnahelli, einn af merkari hraunhellum jarðarinnar, í gær. Hellirinn, sem er mjög viðkvæmur, var friðlýstur í af þessu tilefni til að komandi kynslóðir geti einnig notið hans.
ÁRNAHELLIR er einstakur hraunhellir í Leitahrauni norðvestan Þorlákshafnar, er kenndur við Árna Björn Stefánsson hellaáhugamann sem fann hann árið 1985. Árnahellir mun vera með merkilegri hraunhellum vegna ósnortinna hraunmyndana sem í honum finnast. Hellirinn er yfir 150 metra langur og liggur á um 20 metra dýpi. Breidd hans er um og yfir 10 metrar en frekar lágt er til lofts.
Arnahellir-3Úr hellisloftinu hanga hraunstrá og þarf að gæta þess þegar hellirinn er heimsóttur að rekast ekki í þau því þau eru stökk og mjög viðkvæm. Hraunstráin eru um 5-10 mm í þvermál, sum hol að innan og önnur með gifsútfellingum. Lengstu stráin munu vera um 60 cm löng. Á gólfi Árnahellis eru dropsteinar og eru þeir stærstu yfir einn metri á hæð og um 7 cm í þvermál. Dropsteinarnir standa í hópum eða breiðum á hellisgólfinu.
Sigurður Sveinn Jónsson, formaður Hellarannsóknar-félags Íslands, segir að hraunstráin og dropsteinarnir myndist þegar hraunið er næstum því storknað. Vökvi í kvikunni, sem hvarfast ekki mjög greiðlega við þær steindir sem til verða í berginu við storknun, kreistist út í holrými og sprungur og drjúpi niður úr loftinu. Það sem falli til jarðar hlaðist upp og myndi dropsteina. Þetta gerist á tiltölulega stuttum tíma.
Ekki er hugmyndin að gera hellinn að ferðamannastað. Sigurður segir að það sé ekki hugmyndin að gera Árnahelli að ferðamannastað, en sæki menn um leyfi til að fara niður í hellinn og séu tilbúnir að greiða þann kostnað sem af því hlýst verði orðið við því. Samkvæmt samningnum ber að nota það fé, sem Hellarannsóknarfélagið fær vegna þessa, til verndunar hraunhella á svæðinu. Hann segir að lengi hafi verið í umræðunni að gera einhvern einn ákveðinn helli aðgengilegri fyrir almenning og lýsa upp. Nefnir hann Arnarker, Raufarhólshelli og hella í Bláfjöllum sem dæmi um hella sem koma til greina. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra undirritaði í gær friðlýsingu hellisins en Hellarannsóknar-félag Íslands hefur beitt sér fyrir verndun hans síðustu ár. Árnahellir er annar hellir landsins sem er friðlýstur með sérstakri friðlýsingu en Jörundur í Lambahrauni var friðlýstur árið 1985. Auk þeirra eru nokkrir hellar á friðlýstum svæðum sem njóta verndunar.

Arnahellir-4

Við hellisop Árnahellis var við sama tækifæri undirritaður samningur milli Náttúruverndar ríkisins og Hellarannsóknar-félags Íslands um ráðgjöf, eftirlit og umsjón með friðlýstum hraunhellum og hraunhellum á friðlýstum svæðum. Sagði umhverfisráðherra mjög ánægjulegt að þessu samstarfi hefði verið komið á fót. Umsjón með Árnahelli hefur því verið falin Hellarannsóknarfélagi Íslands fyrir hönd Náttúruverndar ríkisins.
Árni Bragason, forstjóri Náttúruverndar ríkisins, sagðist ánægður með að loksins skuli gengið frá samkomulagi við Hellarannsóknarfélagið. Hann vonaðist eftir liðsinni hellaáhugamanna við að gera gersemar í hellum á Snæfellsnesi aðgengilegri á næstu árum, sagðist gera sér vonir um að nýr heimur myndi opnast þar á næstu árum.
Arnahellir-6Allir þekktir hraunhellar hafa skaðast vegna ágangs. Árni, sem hellirinn er nefndur eftir, sagði við friðlýsinguna í gær, að hann hefði ákveðið eftir þennan merka fund árið 1985 að hafa lágt um tilvist hellisins og vinna að friðlýsingu á rólegum nótum. Allir þekktir hraunhellar landsins hefðu skaðast verulega vegna ágangs og viðkvæmar hraunmyndanir hefðu jafnvel verið fjarlægðar kerfisbundið. Sagði hann að smám saman hefði kvisast út hvar hellinn væri að finna og upp úr 1990 hefðu hraunstráin farið að láta á sjá, þó aðeins á þeirri leið sem mest var gengin. Þegar hraunstrá hefðu fundist á leiðinni upp úr hellinum hefði verið ljóst að þetta væri komið úr böndunum og lokaði Hellarannsóknarfélagið hellinum með járnhliði árið 1995, með samþykki landeiganda.
TilArnahellir-5 að komast innst í hellinn, þar sem hinar einstöku jarðmyndanir eru, þarf að skríða niður um stutt en þröng göng. Fyrir það op hefur verið lokað með járnplötu sem er læst. Með friðlýsingunni eru heimsóknir í hellinn og framkvæmdir á svæðinu sem raskað geta hellinum takmarkaðar, nema með leyfi Náttúruverndar ríkisins eða umsjónaraðila hellisins. Auk þess gildir auglýsing um friðlýsingu dropsteina um hellinn, sem og aðra hella landsins, samkvæmt henni er óheimilt að brjóta eða skemma á annan hátt dropsteinsmyndanir.
Mennirnir eru dægurflugur á mælikvarða jarðsögunnar. Árni B. Stefánsson minnti við friðlýsinguna á að mennirnir væru dægurflugur á mælikvarða jarðsögunnar. Jarðmyndirnar hefðu varðveist í tæp 5 þúsund ár, 160 kynslóðir manna, þrátt fyrir jarðskjálfta og hræringar. „Við erum sjálf um það bil 56. liður frá Óðni, svo myndanirnar eru þrisvar sinnum eldri en æsir. Megi hellir þessi varðveitast um ókomin ár og verða okkur og komandi kynslóðum til sóma,“ sagði Árni.
Við þetta má bæta að félagar HERFÍ hafa undanfarið reynt að leita leiðar inn úr Árnahelli í von um að rásin liggi áfram upp Leitarhraunið og sameinist hinni mikilfenglegu hraunrás Búra.

Heimild:
-mbl.is – föstudaginn 26. júlí, 2002.

Árnahellir

Árnahellir – greinin.

Austurleið

Ætlunin var að reyna að rekja syðri Austurleiðina (Hellisheiðargötuna) frá Elliðakoti upp fyrir sunnanvert Lyklafell að austan. Nyrðri leiðin var rakin nýlega, en bæði skv. heimildum og gömlum kortum lá gata einnig niður í Lækjarbotna frá gatnamótum Dyravegar norðaustan Lyklafells um svonefndan Strangarhól.

Varða

Gatan liggur upp sneiðing Elliðakotshlíða og liðast síðan upp heiðina með stefnu suður fyrir Stangarhól. Þar liggur gatan suður fyrir hólinn og ofan við hóla suðaustan við hann. Við Stangarhól koma nokkrar fjárgötur ofan af heiðinni með stefnu niður að Fóelluvötnum. Gatan liggur síðan norðan við Fóelluvötn með stefnu á suðaustanvert Lyklafell, norðan Lyklafellsáar. Þar skammt ofar sameinast hún Dyraveginum. Gatnamót eru bæði norðaustan við fellið og önnur skammt austar.
Gatan er vel greinileg, en greinilega hefur gróið yfir hana á köflum. Vörðubrot eru við götuna á nokkrum stöðum.
Á leiðinni var ástæða til að rifja upp fróðleik um Fóelluvötn sem og jarðsögu svæðisins.
Gatan
Efri- og Neðri-Fóelluvötn eru sunnan við Lyklafell og austan við Vatnaás í núverandi landi Kópavogs, samsafn smátjarna og polla í grennd við Sandskeið, kringum þjóðveg 1 ofan við Reykjavík. Vatnasvæðið virðist hafa tilheyrt Vilborgarkoti og Helliskoti (Elliðakoti) samkvæmt Jarðabók Árna og Páls en báðar þessar jarðir eru þar skráðar í Mosfellssveit. Í Jarðabókinni er talað um óvissu í þessum efnum, sérstaklega varðandi Vilborgarkot sem þá, í byrjun 18. aldar, hafði lengi verið í eyði. Ábúendur Helliskots (Hellirskots) í Mosfellssveit og Hólms í Seltjarnarneshreppi höfðu þá lengi nýtt land Vilborgarkots. Frá þessum tíma er því ruglingurinn kominn um nýtingu Vilborgarkotslands. Í Jarðabókinni er sagt að jörðin Vilborgarkot gæti aftur byggst upp og þyrfti þá greinilega að skoðast hve vítt landeign þessarar jarðar verið hefði sem kunnugir menn meina að ekki hafi verið alllítið (Jarðabók III:287-288).

Gatan

Þorvaldur Thoroddsen nefnir vötnin Fóelluvötn. Hann segir malar- og grjótfleti þar myndaða af vatnsrásum frá Lyklafelli. Fóelluvötn flæða yfir stórt svæði í leysingum en á sumrin er þar oftast þurrt. Sæluhús var byggt við Fóelluvötn um 1835 af Jóni hreppstjóra á Elliðavatni upp á eigin kostnað en síðan var skotið saman 50 ríkisdölum því til viðhalds (Þorvaldur Thoroddsen 1958 I:125). Tryggvi Einarsson frá Miðdal nefnir vatnið Tóhelluvatn (sjá örnefnalýsingu Elliðakots í Örnefnastofnun Íslands).

Gatan

Í Jarðabók Árna og Páls er Fóhölluvot nefnd (ritháttur óviss). Þar segir að engjar séu nær engar heima við bæinn Hólm í Seltjarnarneshreppi en útheyjaslægjur brúkaðar þar sem heita Fóhölluvot (Jarðabók III: 283). Aftur á móti nefnir Hálfdán Jónsson Fóelluvötn í lýsingu Ölfushrepps 1703.
Fóella er fuglsheiti, oftast kölluð hávella (Clangula hyemalis). Þessi mynd orðsins kemur fyrst fyrir á 17. öld í fuglaþulu: „Fóellan og hænan, hafa öndina væna.“ (Íslenzkar gátur, skemtanir vikivakar og þulur IV 1898:243). Aðrar myndir þessa orðs eru fóerla (Jónas Hallgrímsson), fóvella (Skýrslur Náttúrufræðifélagsins) og e.t.v. fleiri af svipuðum toga. Uppruni er óljós, e.t.v. ummyndun á hávella. Hugsanlegur er einnig skyldleiki við fó- eins og í fóarn. Kjörlendi fóellunnar er votlendissvæði og heiðavötn. Líklegt er því að vötnin séu kennd við fuglinn þótt hann sé þar ekki áberandi lengur. Myndin Tóhelluvatn er að líkindum afbökun, tilkomin sem skýringartilraun á nafni sem hefur annars þótt torkennilegt.

Gatan

Sömu sögu er að segja um Fóhölluvot. Sú þjóðtrú er enn lifandi að há vatnsstaða í Fóelluvötnum að vori boði mikið rigningasumar. Einnig er til sú sögn að til forna hafi runnið á mikil úr Þingvallavatni og hafi hún átt leið um þar sem Fóelluvötn eru nú og náð sjó á Reykjanesi. Kaldá mun eiga að vera leif af þeirri á.
Á Deildará í Múlahreppi A-Barð. er til Fóelluhólmi, einnig skrifað Fóetluhólmi. Fóellutjörn er til í Selvoginum.“ Við Fóelluvötn eru tóftir (sjá meira HÉR).
„Þegar gengið er um Miðdals- og Mosfellsheiði vakna óneitanlega spurningar um hvernig landið myndaðist upphaflega og mótaðist í kjölfarið. Á þessu svæði rís Esjan hæst svo nærtækast er að skoða myndun hennar.

Stangarhóll

Þegar gengið var um svæðið var kjörið tækifæri að taka Esjuna og nágrenni sem dæmi um myndun þess. Öll vötn og allar ár (lækir) í heiðinni voru þurrir.
„Esjan og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós myndaðist í gosbeltinu sem nú liggur frá Reykjanestá um Þingvallasveit og norður í Langjökul. Í Esju, á svæðinu frá Hvalfirði og austur fyrir Skálafell í Kjalarneshreppi, var eldvirknin stöðug í rúmlega eina Lyklafellmilljón ára frá því fyrir um 2,8 milljón árum. Á þessum tíma voru að minnsta kosti 10 jökulskeið með hlýskeiðum á milli.
Esjan myndaðist vestan til í gosbeltinu og ýttist smám saman frá því til vesturs. Rekhraðinn til vesturs frá flekaskilunum, sem nú liggja um Þingvallasveit, hefur um milljónir ára verið um einn cm á ári, enda stendur heima að vesturendi Esju er um 30 km norðvestan við vestustu virku sprungurnar (gjárnar) á Þingvöllum og í Hengli. Á sama tíma og berggrunnurinn undir Reykjavík, Mosfellssveit og Kjós var að myndast vestan til í gosbeltinu var berggrunnurinn undir Selfossi og Hreppum að myndast austan til í því. Auðvelt er að fá nútímasamlíkingu á Reykjanesskaga með því að hugsa sér að berggrunnurinn undir Reykjavík sé að myndast í Trölladyngju og Sveifluhálsi vestan við Kleifarvatn, og berggrunnurinn undir Selfossi framtíðarinnar sé að myndast í eldstöðvum milli Kleifarvatns og Herdísarvíkur.

Fóella

Einfaldaðar skýringarmyndir, sem sýna hvernig Esja hefur hlaðist upp við eldgos ýmist á hlýskeiðum (þá runnu hraun) eða á jökulskeiðum (þá mynduðust móbergsfjöll við gos undir jöklum). Á fyrstu myndinni renna hraun á þurru landi. Svörtu strikin tákna bergganga, sem eru aðfærsluæðar hraunanna. Eldstöðvarnar eru vestarlega (til vinstri) og lárétt hraunlög hlaðast upp. Á annarri mynd hefur gosvirknin færst austur, jökulskeið er gengið í garð og í stað láréttra hrauna hleðst nú upp móberg í geil í ísnum. Á næsta hlýskeiði hafa eldstöðvarnar enn færst austar. Lárétt hraunlög renna upp að móberginu frá næsta jökulskeiði á undan. Jarðlagastaflinn byrjar að hallast undan þunganum.

Varða

Enn kemur jökulskeið (4. mynd) og nýtt móbergsfjall hleðst upp. Á næsta hlýskeiði ná hraun að renna yfir móbergsfjöllin. Á 6. mynd sést að nú gýs ekki lengur, en rof af völdum ísaldarjökla og veðrunar hefur mótað Esju.
Fyrir tæpum þremur milljón árum var vestasti hluti Esju í vesturjaðri virka gosbeltisins (sem nú liggur um Þingvallasveit). Þetta virka gosbelti teygði sig til norðausturs meðfram Hvalfirði en til suðvesturs yfir Sundin og Vesturbæinn. Á þeim tíma voru þó hvorki Sundin né Hvalfjörður til. Samfellt fjalllendi náði frá hálendinu og miklu lenMyndunarsagangra í sjó fram en nes og eyjar við innanverðan Faxaflóa nú. Þá var stórt eldfjall í Sundunum, en gjástykki teygðust til norðurs um Kjós og suður yfir Mela.
Margt bendir til að stór askja hafi myndast í þessari megineldstöð, Kjalarneseldstöðinni, og mikill fjöldi innskota myndaðist í henni. Stærstu innskotin má nú sjá á yfirborði í Viðey, yst á Kjalarnesi og milli Skrauthóla og Mógilsár.
Gosvirknin færðist smám saman austar, Kjalarnesmegineldstöðin þokaðist til vesturs út úr gosbeltinu en gosvirknin varð mest þar sem Kistufell í Esju er nú. Þá fengu jarðlögin neðst í Kistufelli sinn mikla halla. En ekki leið á löngu þar til gosvirknin var komin austur fyrir Grafardal. Þar myndaðist stórt og myndarlegt eldfjall, Star-dalsmegineldstöðin. Í þeirri eldstöð myndaðist askja álíka stór og Kröfluaskjan. Í henni safnaðist vatn, svipað og síðar gerðist í Öskju í Dyngjufjöllum, en askjan fylltist síðan af gosefnum.

Hvítmura

Þunnfljótandi hraunlög runnu langt vestur úr virka gosbeltinu og mynduðu hinn reglulega hraunlagabunka, sem nú myndar topp Esjunnar allt frá Skálafelli vestur undir Hvalfjörð. Æviskeiði megineldstöðvarinnar í Stardal lauk með líparítgosum undir jökli á bogasprungum umhverfis öskjuna. Glæsilegustu menjar þeirra eldsumbrota eru Móskarðshnúkar, en aldursgreiningar benda til að líparítið í þeim sé um 1,8 milljón ára gamalt.
ELeirtjörnldvirkni færðist enn til austurs, eða öllu heldur megineldstöðina rak vestur úr gosbeltinu og upphleðslu jarðlaga lauk í Esju, Kjós og byggðum hluta Mosfellssveitar. Samfellt fjalllendi náði frá Akrafjalli og Skarðsheiði austur yfir Esju og fellin í Mosfellssveit. Yfir Sundunum og Reykjavík lá meira en þúsund metra þykkur stafli af hraunlögum og móbergi.
Í rúmlega milljón ár eftir að Móskarðshnúkar mynduðust skófu ísaldarjöklar fjalllendið og skáru út það landslag, sem við sjáum í dag. Ekki er vitað um eldvirkni á svæðinu þennan tíma. Ekki er heldur vitað um fjölda jökulskeiða á þessu tímabili, en margt bendir til að jökulskeið gangi yfir Ísland á um hundrað þúsund ára fresti.
Fyrir þrjú til fimm hundruð þúsund árum varð eldgos undir jökli í Mosfellssveit og þá myndaðist GataMosfell. Þá voru dalir Esju svipaðir og í dag og fellin í Mosfellssveit einnig. Á næstu hlýskeiðum runnu þunnfljótandi hraun úr grágrýtisdyngjum í jaðri virka gosbeltisins vestur yfir hið rofna land, þöktu mikið af láglendinu og runnu í sjó fram. Hraunstraumarnir runnu milli Mosfells og Esju, milli Úlfarsfells og Hafrahlíðar, en einkum þó vestur yfir láglendið sunnan Úlfarsfells. Þessi grágrýtishraun mynda Brimnes á Kjalarnesi, yfirborð eyjanna á Sundunum svo og flest klapparholt á höfuðborgarsvæðinu svo sem Grafarholt, Breiðholt, Öskjuhlíð, Valhúsahæð, Digranesháls, Hamarinn í Hafnarfirði og Hvaleyrarholt. Upptök grágrýtishraunanna eru fæst þekkt, en meðal þeirra hafa þó verið Borgarhólar, Lyklafell og Eiturhóll á Mosfellsheiði.
Ef skoðuð er brot af jarðsögu svæðisins má í stuttri samantekt sjá eftirfarandi:

Gata

10 000 ár – Nútími
Sjávarmál fellur úr +40m í –5m (a.m.k.). Land sígur eftir það. Leitahraun og Búrfellshraun renna.

120 000 ár – Síðasta kuldaskeið
Jökull er jafnan í 400-500 m hæð í hlíðum Esju. Jökuljaðar yst á Reykjanesi og úti í Faxaflóa. Móbergsfjöllin á Reykjanesi myndast. Sveiflu­kennd hlýnun í lokin og sjór flæðir á land.

130 000 ár – Síðasta hlýskeið
Dyngjugos á Mosfellsheiði og í Heiðmörk myndar grágrýti í Mosfellsbæ, Breiðholti, Garðabæ, Kópa­vogi og víðar.

Varða200 000 ár – Næst síðasta kuldaskeið
Móbergsfjöll sem nú eru utan gosbeltisins myndast (t.d. Lyklafell) ásamt jökulbergi (t.d. undir Höfðabakkabrú í Elliðaárdal).

210 000 ár – Næst síðasta hlýskeið
Í upphafi tímabilsins myndast setlög í Elliðavogi og víðar. Nokkur dyngjugos (e.t.v. á Valhúsahæð, Engey, Skóla­vörðuholti og Öskjuhlíð) mynda Reykja­víkurgrágrýtið ofan á setinu.“

LeiðinÍ leiðinni var leitað götu sunnar í heiðinni, frá Stangarhól áleiðis niður í Lækjarbotna. Vænlegar götur fundust á tveimur stöðum. Verða tengsl þeirra skoðuð fljótlega. Eða eins og maðurinn sagði: „Róm verður ekki skoðuð á einum degi“.
Ætlunin er og að skoða Dyraveginn á næstunni; frá Dyrafjöllum að Lyklafelli. Vegurinn sá mun torfarinn réttleiðis.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-visindavefurinn.is
-arnastofnun.is

Lyklafell

Upplýsingagjafi var að sjálfsögðu upplýstur þegar í stað um síðustu FERLIRsferð, enda manna fróðastur um það landssvæði. Viðbrögð hans voru eftirfarandi:

Saurbæjarsel

Saurbæjarsel.

„Þið hafið greinilega verið óvenjufundvís á selin. Í örnefnalýsingu Saurbæjar er nefndur:

Seldalur: Gróin laut í Hrauninu. Þar sér enn fyrir tóftum. Selið var frá Saurbæ.“ Hraunið nefnist Saurbæjarhraun og sunnan og vestan tungu úr því hrauni, sem ég hygg að skilji að selin tvö, er lág (Hengladalalág) þar sem þjóðgatan forna fór um á leið sinni upp Kamba og þar var bílvegurinn einnig fyrrum (Eiríksvegur). Því miður hef ég ekki lagt mig eftir að finna selin en götuna gömlu hef ég rakið allt frá byggð í Hveragerði og upp á Kambabrún.
Hvar Gufudal er að finna er nokkuð vandsvarað. Reykjadalur hefst við Ölkelduháls og endar í Djúpagili en áin sem rennur um hann fellur í Hengladalaá (eða Hengladalsá) nokkru vestan grasflatarinnar sem kennd er við Vallasel.

Saubæjarsel

Saurbæjarsel.

Dalurinn sem Hengladala- og síðan Varmaá fellur um og Hamarinn afmarkar að sunnanverðu hefur ekki neitt viðurkennt nafn í Örnefnaskrám. Ölfusdalur er hann oft nefndur og Jónas frá Hriflu nefndur sem nafngjafi. Gufudalur er heiti á nýbýli sem Guðjón A. Sigurðsson byggði laust fyrir 1940 (1938?) á svæðinu milli Sauðár og Varmár. Það býli er þá suðaustur af Reykjadal og norðan Varmár. Best væri að við FERLIRsfélagar hittumst við tækifæri þannig að við gætum borið saman bækur okkar um hvar selja er helst von.“ Selfossi 7. maí 2007.
Þess ber að geta að einn hinna þrautþjálfuðu FERLIRsfélaga var þegar í stað sendur út af örkinni og skoðaði hann þá alla vestanverða hlíðina undir Kömbunum. Hann fann þó engin önnur ummerki eftir selstöðu á því svæði, sem verður, að fenginni reynslu, að teljast nokkuð áreiðanleg tíðindi – því engir hafa meiri þjálfun eða eru líklegri til að finna mannvistarleifar en FERLIRsfélagar.
Í vikunni – sólksinssíðdegis – er ætlunin að skoða Vallasel austan ármóta Hengladálsáar og Reykjadalsáar svo og Núpasel að ofanverðum Núpum undir Núpafjalli, þar sem Seldalur nefnist skv. örnefnaskrá.

Saurbæjarsel

Saurbæjarsel.

 

 

Herdísarvík
Haldið var í Herdísarvík. Ætlunin var m.a. að reyna að finna opið á Breiðabáshelli eftir ábendingu Þorkels Kristmundssonar. Fulltrúar HERFÍs voru mættir, en þrátt fyrir grjóttilfærslur og innlit, varð ekki komist að opinu. Sjávarkamburinn er orðinn allhár þarna, en undir honum er opið á Breiðabáshelli.
Hin aldna kepma Kristófer Bjarnason, kirkjuvörður, kom á staðinn til að fylgjast með og heilsa upp á hópinn, en hann þekkir svæðið einna best núlifandi manna.

Herdísarvík

Hlínagarður í Austurtúninu.

Gengið var vestur yfir hraunið, staldrað við í fjárhelli og síðan gengið yfir í Gerðið, austasta hlutann innan vörslugarðs Herdísarvíkur. Þar, innan við Langagarð, eða Lönguvitleysu, eins hann var stundum nefndur, er vel gróið, enda uppgrætt með slori. Garðurinn var hlaðinn af Arnþóri nokkurm frá Ási í Ytri-Hrepp. Í Gerðinu eru tóttir fjárhúsanna Langsum og Þversum. Hlínargarður var skoðaður, en hnn var nefndur eftir Hlín Johnson, sem lét hlaða garðinn. Hann hefur varið landið vel, en hann náði að mörkum Langagarðs.
Þá var haldið að Herdísarvíkursjóbúðum og þær skoðaðar. Búðirnar eru fimm og allvel heillegar. Neðan þeirra var skiptivöllurinn og enn neðar Vörin (Herdísarvíkurvör). Skammt vestar og neðar var Hryggjarbúð, enn ein sjóbúðin, en hún er horfin. Sjá má móta fyrir Ólabúð við enda þvergarðs, Austurtúngarðs, skammt vestar. Neðar og austar er tótt af fjárhúsi.
Lindarvatn streymdi undan hrauninu í Herdísarvíkurtjörn. Gengið var að Varghólsbrunni, eða þar sem hann var því sjórinn er búinn að brjóta talsvert umhverfis Tjörnina. Þar streymdi vatnið upp á milli klappa. Staðnæmst var við gömlu útihúsin vestan við Einarshús, en þar var áður fjós, hlaða, lambús og hesthús. Einnig var Krýsuvíkurbúð, en hún var gerð upp úr hrútakofa, sem þar var. Norðurtúngarður liggur ofan Einarshúss og Vesturtúngarður vestan þess.

Herdísarvík

Brú og gerði í Herdísarvíkurtjörn.

Gengið var að hlaðinni rás í jörðinni norðan túngarðsins. Hún er hluti af reykofni Hlínar. Þorkell hafði einmitt haft á orði að kjötið þaðan hafi skammast vel því reykurinn hafi verið svo kaldur þegar hann kom loks í reykhýsið.
Gengið var niður að Tjörninni og eftir flóruðum stíg yfir eitt vikið. Við það er hlaðið gerði, sennilega hestagerði. Í hleðslunum mátti greina sjósteina, hluta myllusteina, sökkkusteina o.fl. Vestan stígsins er svo gamla Herdísarvík, en það hús var notað til 1934. Einar og Hlín voru fyrsta árið sitt í Herdísarvík í því húsi. Það er byggt utan í Skyggni, klettavegg. Vestan hússins er hlaðið gerði og tótt.
Gengið var yfir Vesturtúngarðinn til norðurs og var þá komið að grunni kofa, hlaðinni tótt og enn annarri stærri í gróinni lægð, sennilega fjárhús.
Eftir áningu við Einarshús þar sem einn samferðarmanna, bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Örn Ólafsson, afhenti einum FERLIRsforsprakkanum, Ómari Smára, bæði bindinn af Sögu Grindavíkur með þakklæti fyrir sýndan áhuga á minjum í og við Grindavík. Honum var þökkuð gjöfin, en bækur þessar munu nú vera ófáanlegar í bókabúðum.
Loks var gengið austur með Norðurtúngarði að Réttinni, eftir Kúastíg og áfram að upphafsreit.
Gangan tók um tvær klukkustundir. Veður var frábært, sól og hlýindi.

Meðfylgjandi eru myndir úr ferðinni. Einnig var svæðið teiknað upp.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Heiðarvegur

Rakinn var Heiðarvegur, gömul þjóðleið milli Selvogsgötu ofan Grindaskarða og Ólafsskarðsvegar sunnan við Fjallið eina. Selvogsgatan (Suðurfararvegurinn) var gamla þjóðleiðin millum Selvogs og Hafnarfjarðar og Ólafsskarðsvegur var gamla þjóðleiðin milli Ölfus og Reykjavíkur. Heiðarvegurinn tengdi þessar gömlu þjóðleiðir og lá auk þess áfram niður að Hrauni í Ölfusi, um Selstíginn framhjá Hraunsseli.
VarðaEinn FERLIRsfélaganna „skrapp“ til að leita að Heiðarveginum. Hann byrjaði þar sem áður hafði verið merkt „Heiðarvegur við Hraunbólu með einum steini uppá“ (sjá Heiðin há – vörður). Í fyrstu gat hann ekki séð neina greinilega götu þarna, en niðri á sléttunni þar sem hallaði niður að Stórkonugjá var eitthað sem gat verið varða. „Þarna niðri koma fyrsta varðan í ljós og síðan var hægt að rekja vörðurnar að Stórkonugjá. Gatan sjálf er hvergi greinileg og væri ekki hægt að rekja hana ef ekki væru vörðurnar.“
Að austanverðu stoppaði FERLIRsfélaginn við klapparhól með 3 vörðum á (hélt að þar væri hann kominn að Ólafsskarðsvegi). Síðar átti eftir að koma í ljós að enn vantaði „spölkorn“ inn á gatnamótin sem og framhaldið þvert á þau áleiðis niður að Hrauni.
„Á landakorti LMÍ er Kerlingahnúkur settur á gíg Heiðarinnar (Heiðartopp). Hann er ekki rétt staðsettur (er reyndar undir ellinu í Bláfj… ?  Þannig að þetta er ein samfelld leið er stefnir á Sandfellið“.
Ekki var hjá því komist að fara þrjár ferðir í þessa leit frá VörðurBláfjallaskálanum. „Fyrsta ferðin til austurs tók rúma 5 tíma og fór þá drjúgur tími í að leita að leiðinni eftir að vörðunum sleppti við Kerlingahnúkinn (sem er því miður rangt merktur á landakort [þær eru ekki ófáar klukkustundirnar sem FERLIRsfélagar hafa þurft að eyða í að leita eftir rangt staðsettum landakortum LMÍ)). Hálfa leiðina að vörðunum 3 (sjá fyrrnefna lýsingu) er enga götu að finna, svo kemur greinileg gata að vörðunum en hverfur svo aftur handan þeirra og kemur svo ekki aftur í ljós fyrr en við hólinn þar sem gangan endaði í það skiptið. Ferðin til vesturs tók tæpa 4 tíma og gekk vel eftir að fyrsta varðan var fundin, aðeins á 2 stöðum þurfti að leita að næstu vörðu. Þriðja ferðin var farin til að tengja leiðina saman sem eina heild. Í það sinnið lengdist hún til suðausturs, yfir Ólafsskarðsveginn áleiðis niður í Ölfuss að Hrauni.“
Það þarf bæði þolinmæði og glöggskyggni til að rekja hinar fornu götur. Tíminn (akstur og nesti) er og hefur þó ávallt verið vanræktur þáttur við slíka umleitan.
Frábært veður. Leitin og gangan um Heiðarveginn tók 17 klst. og 17 mín.
Heiðarvegur

Vörðufell

Gengið var upp austanverðan Lyngskjöld, yfir Eldborgarhraunið (rann á 10. öld) og niður Fálkageirsskarðið á Herdísarvíkurfjalli.
vorstorGróður undir Lyngskyldi og hömrum Herdísarvíkurfjalls er einstaklega blómlegur. Í ferðinni var m.a. skoðuð svonefnd vorstör, en hún 
ein sjaldgæfasta stör landsins, aðeins fundin á einum stað á sunnanverðum Reykjanes-skaga. Hún vex í grasi vöxnum bollum í hlíðarrótum Herdísarvíkurfjalls. Hún er eina íslenzka störin sem hefur loðin hulstur að undanskilinni dúnhulstrastör. Auk hennar mátti sjá jarðaberjaplöntur í ofanverðum hlíðunum.
Ólafur Þorvaldsson lýsir aðstæðum ofan Herdísarvíkurfjalls þannig: „Austast í fjallinu, við Mosaskarð, er hamar, sem nær langt niður í skriður, Sundhamar. Austan við Sundhamar, sem er austasti hluti fjallsins, hefur hraunfoss steypzt ofan á um ca. 200 m breiðri spildu, og heitir þar Mosaskarð. Austast í brún þess eru landamerki milli Herdísarvíkur og Stakkavíkur. Þaðan liggur landamerkjalína í Kóngsfell, ,,sem er gömul, en ekki há, grámosavaxin eldborg, umhverfis aflangan, djúpan gíg, til hægri handar við þjóðveginn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, góðan spöl fyrir austan Kerlingarskarð, nálægt veginum,“ segir í landamerkjaskrá Strandarkirkjueignar í Selvogi og kringum liggjandi jarða. Eru nú talin örnefni í Herdísarvíkurlandi frá brún fjalls til sjávar, og eru þá ótalin örnefnin á hálendinu. Þá er farið er frá Mosaskarði vestur fjallið, verður fyrst fyrir stakur grágrýtishóll, heldur lítill, sem næst kringlóttur, með dálítið upphækkuðum toppi. Heitir hóll þessi Gollur, og er það réttnefni eftir lögun hans. Þegar staðið er á fyrrnefndum hól og horft til NNV, sést dálítil melalda uppi í brunanum, sem runnið hefur austan og vestan hennar. Grasgeirar eru þar nokkrir, en annars er þetta mjög brunnin hæð og heitir Rauðimelur. Suður af Rauðamel, frammi á fjallinu, eru smádalir með hamraveggjum eða bröttum grasbrekkum til hliðanna. Dalir þessir liggja frá austri til vesturs og heita Hrossalágar. Nokkurn spöl vestur af Hrossalágum er komið að bruna þeim, sem fallið hefur fram af fjallinu austan Lyngskjaldar, og heitir þá Lyngskjaldarbruni.
Um 20—30 mín. gang frá brún, norðaustur í Lyngskjaldarbruna, er gren, Nýjagren. Vestan brunans eru Eldborgarhraun-21Sandfjallatögl. Upp af þeim Sandfjall hið eystra. Austan undir því, í hraunbrúninni, er Sandfjallagren. Eftir Sandfjallinu liggur landamerkjalínan norður til Brennisteinsfjalla, og ber þar hæst á Kistu. Frá austanverðum Brennisteinsfjöllum liggur allhá hlíð til NA, Draugahlíð. Við norðausturenda hennar liggur vegurinn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, og skammt austan hans er Kóngsfell. Kemur þar Herdísarvíkurland saman í odda. Er nú lýst örnefnum í Herdísarvíkurlandi.“
„Eldvirkni á Reykjanesskaga hefur sýnt sig að vera lotubundin sé litið á síðustu 3000 ár. Hver lota gengur yfir á um það bil 400 ára tímabili með gosum í nokkrum af eldstöðvakerfum skagans. Á milli líða um 800 ár þegar ekki gýs, en þess í stað kemur jarðskjálftavirkni með höggun á sniðgengjum. Síðasta lota hófst fyrir landnám í Brennisteins/Bláfjallafjallakerfinu og lauk þar árið 1000.

Fálkageirsskarð

Fálkageiraskarð.

Eftir fylgdi Trölladyngjukerfið með gosvirkni á 12. öld og síðan Reykjanes- og Svartsengiskerfin með gosum á 13. öld. Líkt gekk til fyrir 2400-2000 árum. Vitað er að eldvirkni var á Reykjanesi, í Trölladyngju og Brennisteinsfjöllum fyrir rúmlega 3000 árum, en tímabilið þar á undan er miður þekkt. Goshlé á Reykjanesskaga hefur nú varað í rúmlega 750 ár.“
Síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum og er talið að síðasta jökulskeið hafi staðið yfir í um 100.000 ár. Á þeim tíma mun megnið af þeim jarðlögum sem byggja upp fjallabálkinn frá Lönguhlíð, um Bláfjöll og norður í Hengil hafa myndast. Megingerð jarðlaga er móberg, og þar sem gosstöðvar hafa náð upp úr jökli hafa runnið hraun og myndast stapar eða hraunahryggir. 

Falkageirsskard-2

Mikið er um slíkar myndanir í Brennisteinsfjöllum. Ástæða þess að þarna hefur myndast hærra land en umhverfis er sú að við gos undir jöklum ná gosefnin ekki að renna sem hraun heldur hlaðast þau upp nálægt gosstöðvunum, sem móbergsfjöll. Á hlýskeiðum renna gosefnin aðallega sem hraun og mynda þunnar breiður sem fylla smám saman upp í dali og lægðir milli móbergsmyndana. Dyngjurnar á Reykjanesskaga eru flestar gamlar. Þær einkennast af þunnum hraunstraumum sem runnið hafa á löngum tíma og oft langar leiðir.

Falkageirsskard-3

Herdísarvíkurhraun kemur fram í tveimur óbrinnishólmum suðvestan við Kistu. Þetta er hraun frá gamalli dyngju sem Jón hefur rakið meðfram ströndinni til austurs. Sennilega er dyngjan sjálf í Brennisteinsfjöllum, e.t.v. norðan undir Vörðufelli. Frá gossprungum renna yfirleitt apalhraun með greinilegar hraunbrúnir sem eru oft auðveldari viðfangs til að kortleggja en dyngjuhraunin, sem eru þunnfljótandi og oft erfitt að greina jaðra þeirra auk þess sem þau geta runnið mjög langar leiðir í ræfilslegum straumum. Þar sem gossprungur eru gjarnan langar og ekki gýs alltaf eftir þeim endilöngum getur verið mjög erfitt að sjá hvaða gos hafa orðið á sama tíma eða í sömu goshrinu.
Aldur nokkurra hrauna á svæðinu:
Selvogshraun sunnan Kistufells; eldra en 1226.
Eldborg er sennil. yngst á Brennisteins-sprungureininni.
Kóngsfellshraun vestan Kóngsfells; um 950.
Húsfellsbruni við Drottningu; um 950.
Svartihryggur; um 950.
Breiðdalshraun Kistufell; eftir 900.
Kistuhraun Kistufell; eftir 900.
Yngra Hellnahraun í Grindarskörðum; 875.
Tvíbollahraun / Tvíbollar; 875 eldra:
Vatnaöldur; 870-880.
Söguleg hraun á svæðinu
Falkageirsskard-4Tvö hraunanna hafa verið færð til sögulegs tíma. Annað er Kistuhraun sem hefur gosið á sama tíma og Breiðdalshraun og hefur verið aldursgreint (JJ 1978). Hitt er lítið hraun við gígaröð sem nefnist Svartihryggur og er einnig sögulegt. Landnámslagið frá 870–880 liggur undir báðum hraununum.
Þau öskulög sem gagnlegust eru til að tímasetja eldvirkni á svæðinu eru einkum gjóska frá gosi á Reykjanesi (miðaldalagið), landnámslagið, öskulög frá gosum í Kötlu og Heklu. Eftirfarandi er stutt lýsing á helstu gjóskulögum sem skipta máli á svæðinu í nágrenni Brennisteinsfjalla.
Við rannsóknir á öskulögum í Brennisteinsfjöllum og á ströndinni sunnan við fjallabálkinn kom í lGjoskulog iBrennisteinsfjollumjós að mun erfiðara er að greina öskulög niðri við ströndina en uppi á fjöllunum. Miklu meira sandfok hefur verið við ströndina og öskulög því ógreinilegri, tilflutt og röskuð. Uppi á fjöllunum eru öskulög hinsvegar oft lítið hreyfð, greinileg og skýr. Þar er að vísu minni jarðvegur, en mun auðveldara að rekja aldur myndana en á ströndinni sunnan við.
•Saksunarvatns-aska. Eitt elsta gjóskulagið sem hefur fundist í nágrenni Reykjavíkur er s.k. Saksunar og er um 10.200 ára (Mangerud o.fl. 1986; Magnús Á. Sigurgeirsson og Markús A. Leósson 1993), en það hefur ekki enn fundist í Brennisteinsfjöllum. Lagið er talið vera komið af Vatnajökulssvæðinu. Lagið er svart.

Gjoskulog iBrennisteinsfjollum-2

Hekla-4 er ljóst öskulag, sjáanlegt í nokkrum sniðum að því við teljum. Það er frá Heklu og er talið vera um 4.500 ára gamalt (Guðrún Larsen og Siguður Þórarinsson 1978; Magnús Á. Sigurgeirsson og Árný E. Sveinbjörnsdóttir 2000). Grátt lag er stundum neðan við þetta sem gæti einnig verið frá Heklu, en það þarfnast nákvæmari greiningar.
•Katla hefur sent frá sér fjölmörg svört öskulög og er algengt að 2–4 lög sjáist í sniðum í Brennisteinsfjöllum. Stundum hafa lögin oxast og geta verið ljósbrún eða rauðleit og hörð. Tvö þessara fjögurra laga eru þykk og það eru þau sem algengast er að rekast á í sniðum á þessu svæði, en aldur þeirra er um 3.200–3.400 og 2.850 ára, (Bryndís G. Róbertsdóttir 1992b; Magnús Á. Sigurgeirsson 1992; Magnús Á. Sigurgeirsson og Árný E. Sveinbjörnsdóttir 2000), en þynnri lögin eru talin vera um 4.000 og 2.900 ára. Það lag sem er um 3.200 ára gamalt er yfirleitt þykkast og hefur gengið undir nafninu Katla-5000 (Bryndís G. Róbertsdóttir 1992b).
HA er ljóst öskulag frá Heklu og er talið vera úr gosi fyrir um 2.400–2.600 árum (Bryndís G. Róbertsdóttir 1992a; Magnús Á. Sigurgeirsson oEldborgarhraun-23g Árný E. Sveinbjörnsdóttir 2000). Nokkuð algengt er að sjá þetta öskulag í sniðum í Brennisteinsfjöllum og skiptir það því miklu máli þar.
Gráa-lagið er einnig frá Heklu og er sennilega frá því um 600 e.Kr. (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992) og er gráleitt eins og nafnið bendir til. Þetta lag sést stundum í sniðum og styrkir greiningu á HA-laginu.
Landnámslagið 870–880 er eitt mikilvægasta öskulagið á Íslandi, en það mun hafa fallið skömmu eftir að land byggðist og hefur dreifst víða. Öskulagið er talið vera komið frá Torfajökuls- og Veiðivatnasvæðinu árið 870–880 og er tvílitt, með ljósan neðri hluta og dökkan efri hluta (Guðrún Larsen 1984; Karl Grönvold o.fl. 1995; Zielinski o.fl. 1997). Landnámslagið finnst víða og er grundvöllur margra aldursákvarðana á hraunum.
Falkageirsskard-5Miðaldalagið er dökkgrátt öskulag komið frá gosi við Reykjanes 1226–27 og er nokkuð auðgreint á svæðinu þar sem það er ívið grófkornóttara en önnur dökk öskulög þar. Þetta er mikilvægt öskulag á Reykjanesskaga og var því fyrst lýst af Gunnari Ólafssyni sem nefnir þrjú möguleg gos ábyrg fyrir gjóskunni (Gunnar Ólafsson 1983) en síðari athuganir benda til að gosið hafi verið 1226–27 (Haukur
Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988; Hafliði Hafliðason o.fl. 1992; Magnús Á. Sigurgeirsson 1995).
Katla-1500 er yngsta öskulagið sem stundum sést efst í sniðum í Brennisteinsfjöllum. Það skiptir litlu máli varðandi eldvirkni á svæðinu því gos hafa ekki orðið eftir að Miðaldalagið féll árið 1226. Lagið styrkir hinsvegar tilvist og greiningu annarra laga, en er yfirleitt þunnt og ræfilslegt þar sem það sést (Guðrún Larsen 1978; Hafliði Hafliðason o.fl. 1992).“
Frábært veður. Gangan nam 7.8 km og tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Herdísarvík í Árnessýslu eftir Ólaf Þorvaldsson – Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1943-1948, bls. 135.
-Orkustofnun. OS-2001/048. Ragna Karlsdóttir, 1995. Brennisteinsfjöll.
-Helgi Torfason, Náttúrufræðistofnun Íslands. Magnús Á. Sigurgeirsson, Geislavörnum ríkisins. Brennisteinsfjöll – Rannsóknir á jarðfræði svæðisins. Unnið fyrir Orkustofnun janúar 2002.
-Hörður Kristinsson, Vorstör fundin á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 1980-1981, bls. 118-120.

Fálkageiraskarð

Efst í Fálkageiraskarði.

Selvogur

Gengið var frá Nesi í fylgd fjölfróðs uppalings í Selvogi. Stóð á endum þegar ekið var af Strandarheiði að Selvogi að birti til og ekki laust við að birtugeislanir vildu nota tækifærið við komu FERLIRsfara og leika við nýkomna farfuglana því þarna mátti snemma vors bæði sjá og heyra í tjaldi, steindepli og einstaka lóu.

Nesborgir

Nesborgir í Selvogi.

Skoðaður var gamli kirkjugarðurinn í Nesi, brunnhýsið, tóttir fjárhúsanna á sjávarabakkanum og “hinar týndu fjárborgir” á milli Ness og Bjarnastaða. Sagt var að borgirnar, sem sjá má teikningu af í bók Daniels Bruun, hefðu horfið í harótinu mikla árið 1925, en svo er nú ekki. Að vísu eru borginar hrundar sjávarmegin, en landmegin eru þær nokkuð heillegar. Vestan við borgirnar er tótt í varnargarðinu.

Þorkelsgerði

Þorkelsgerði í Selvogi 1985 – b.jóns.

Skoðað var í Bjarnastaðabrunn, sem er hlaðinn og nokkuð djúpur. Gengið var með gömlu Bjarnastaðahúsunum, yfir kambinn og niður að Stokkasundi. Þar mátti vel sjá hversu sundið var náttúrulega hentugt til löndunar. Í klapparskoru mátti sjá einn festasteinanna, sem bátarnir voru bundnir við. Á hann hefur verið klappað gat og band þrætt þar í.

Ofar og vestan við sundið eru leifar af enn einni “týndu borginni”; Þorkelsgerðisborg.

Sveinagerði

Sveinagerði utan Strandar.

Gengið var upp að Torfabæjarbrunni og síðan skoðað í kjallara Torfabæjar þar sem skóli Selvogsbúa var um skeið. Uppalingurinn dró hópinn með sér í átt að Þorkelsgerði þar sem íbúarnir opnuðu og buðu FERLIRsförum innfyrir. Var þar boðið upp á kaffi og meðlæti. Kom fram að ferðir FERLIRs hefðu spurst út um bæi og grundir og væru þátttakendur hvarvetna auðfúsugestir.

Eftir að spurt hafði verið almæltra tíðinda og spáð í veðrið var haldið áfram til vesturs fram hjá Miðvogsréttinni og að Strandarkirkju. Þar var stefnan tekin á gömlu vörðuðu þjóðleiðina að ósum Hlíðarvatns.

Eftir stutta göngu var vent til norðurs og þá komið í Sveinagerði þar sem sveinar sýslumanns voru við leika á öldum áður.

Vogsósar

Kirjugatan milli Vogsósa og Strandar.

Sveinagerði fór í eyði 1696, en þarna má sjá gamla garða og gerðið sjálft. Skammt austan við það liggur Kirkjustígurinn á milli Strandarkirkju og Vogsósa. Þaðan mátti sjá í hæðina norðan Strandarkirkju þar sem Þórarinn á Vogsósum sagði að fólk á leið í kirkju hafi venjulega skipt um skó. Heitir þar skósteinn. Stígnum var fylgt í átt að Vogsósum. Farið var yfir þvergarða á nokkrum stöðum og sjá mátti í Strandargarð (Fornagarð) ofar í heiðinni.

Herdísarvík

Þórarinn Snorrason frá Vogsósum leiðbeinir FERLIRsfélögum.

Á Vogsósum var hús tekið á Þórarni og Snorra, sem voru við rúninga. Var Snorra sagt frá hvar nafni hans uppi í Hvannahrauni hefði að geyma og að þar væru þá stundina fulltrúar HERFÍs og FERLIRs við undirheimarannsóknir.
Eins og fyrr segir var veðrið sérstaklega hentugt til gönguferðar. Ofar var bleyta og þoka með fjöllunum, en Selvogurinn skartaði því besta sem gerist á þessum árstíma.

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Selvogur - örnefna- og minjakort

Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.