Heiðarvegur

Rakinn var Heiðarvegur, gömul þjóðleið milli Selvogsgötu ofan Grindaskarða og Ólafsskarðsvegar sunnan við Fjallið eina. Selvogsgatan (Suðurfararvegurinn) var gamla þjóðleiðin millum Selvogs og Hafnarfjarðar og Ólafsskarðsvegur var gamla þjóðleiðin milli Ölfus og Reykjavíkur. Heiðarvegurinn tengdi þessar gömlu þjóðleiðir og lá auk þess áfram niður að Hrauni í Ölfusi, um Selstíginn framhjá Hraunsseli.
VarðaEinn FERLIRsfélaganna “skrapp” til að leita að Heiðarveginum. Hann byrjaði þar sem áður hafði verið merkt “Heiðarvegur við Hraunbólu með einum steini uppá” (sjá Heiðin há – vörður). Í fyrstu gat hann ekki séð neina greinilega götu þarna, en niðri á sléttunni þar sem hallaði niður að Stórkonugjá var eitthað sem gat verið varða. “Þarna niðri koma fyrsta varðan í ljós og síðan var hægt að rekja vörðurnar að Stórkonugjá. Gatan sjálf er hvergi greinileg og væri ekki hægt að rekja hana ef ekki væru vörðurnar.”
Að austanverðu stoppaði FERLIRsfélaginn við klapparhól með 3 vörðum á (hélt að þar væri hann kominn að Ólafsskarðsvegi). Síðar átti eftir að koma í ljós að enn vantaði “spölkorn” inn á gatnamótin sem og framhaldið þvert á þau áleiðis niður að Hrauni.
“Á landakorti LMÍ er Kerlingahnúkur settur á gíg Heiðarinnar (Heiðartopp). Hann er ekki rétt staðsettur (er reyndar undir ellinu í Bláfj… ?  Þannig að þetta er ein samfelld leið er stefnir á Sandfellið”.
Ekki var hjá því komist að fara þrjár ferðir í þessa leit frá VörðurBláfjallaskálanum. “Fyrsta ferðin til austurs tók rúma 5 tíma og fór þá drjúgur tími í að leita að leiðinni eftir að vörðunum sleppti við Kerlingahnúkinn (sem er því miður rangt merktur á landakort [þær eru ekki ófáar klukkustundirnar sem FERLIRsfélagar hafa þurft að eyða í að leita eftir rangt staðsettum landakortum LMÍ)). Hálfa leiðina að vörðunum 3 (sjá fyrrnefna lýsingu) er enga götu að finna, svo kemur greinileg gata að vörðunum en hverfur svo aftur handan þeirra og kemur svo ekki aftur í ljós fyrr en við hólinn þar sem gangan endaði í það skiptið. Ferðin til vesturs tók tæpa 4 tíma og gekk vel eftir að fyrsta varðan var fundin, aðeins á 2 stöðum þurfti að leita að næstu vörðu. Þriðja ferðin var farin til að tengja leiðina saman sem eina heild. Í það sinnið lengdist hún til suðausturs, yfir Ólafsskarðsveginn áleiðis niður í Ölfuss að Hrauni.”
Það þarf bæði þolinmæði og glöggskyggni til að rekja hinar fornu götur. Tíminn (akstur og nesti) er og hefur þó ávallt verið vanræktur þáttur við slíka umleitan.
Frábært veður. Leitin og gangan um Heiðarveginn tók 17 klst. og 17 mín.
Heiðarvegur