Tag Archive for: Ölfus

Geitafellsrétt

Gengin var óhefðbundin leið frá Þrengslavegi að Strandarhæð. Leiðin er greiðfær og auðveld yfirferðar. Hallar undan, einkum seinni hlutann.

Selvogsheiði

Gengið um Selvogsheiði.

Byrjað var á því að ganga að Sandfelli og áfram yfir slétt mosahraunið að Geitafelli, með því að austan og sunnanverðu uns komið var að Seljavöllum. Þaðan var haldið suðvestur með Réttargjá að gömlu hlöðnu Geitafellsréttinni. Geitafellsréttin var frádráttarrétt Ölfus- og Selvogsbúa. Réttin hefur ekki verið notuð lengi, en stendur þarna heilleg og löngum einmana undir gjáarveggnum. Umhverfið er allt hið fegursta og skjólgott undir gjáarveggnum. Skömmu áður en komið var að réttinni mátti sjá gamlar hleðslur utan í hraunhól.

Geitafellsrétt

Geitafellsrétt (Gjáarrétt).

Í auglýsingu í Ísafold 22.09.1875, bls. 143-144 er m.a. minnst á Geitafellsréttina: „Um leið og eg geri almenningi kunnugt, að eg samkvæmt tilmælum amtmannsins yfir suðr- og vestrumdæminu hafi verið skipaðr lögreglustjóri til upprætingar fjárklaðans í suðrhluta Gullbringusýslu, í Selvogi og í Út-Ölfusinu inn fyrir Hjallahverfið, skal hér með skorað á fjareigendr þá.. sem kindr kynnu að eiga í réttum þeim, sem sótt er úr þessu lögsagnarumdæmi mínu, að koma sem tímanlegast, að réttunum og hirða kindr sínar.

Geitafellsrétt

Geitafellsrétt (Gjáarrétt).

Mun almenn skoðun á réttarfénu, fyrren það er dregið, fara fram í Gjáarrétt mánudaginn 20. þ. m., í Geitafellsrétt þriðjudaginn 21. s. m. og í Hveragerðisrétt miðvikudaginn 22. s. m. Allar kindr þær, sem þá finnast með kláða eðr kláðavotti, munu samkvæmt 4. gr. tilsk. frá 5. jan. 1866 verða stranglega aðskildar frá hinu fénu og skornar þegar í stað við réttina, ef eigandinn er ekki við til að hirða þær á tryggjandi hátt, svo að þær ekki nái samgöngum við annað fé, eða ef enginn annar vill taka þær að sér til hirðingar.“

Strandarhæð

Við Gapa.

Gengið var með Merarbrekkum að slysavarnarskýlinu undir Heiðinni há og kíkt á Kjallarahelli, sem er skammt ofan við það. Ekki var gengið á Svörtubjörg og komið við Eiríksvörðu að þessu sinni (hlaðin árið 1710), en þess í stað var haldið í átt að Staðarsel (Strandarseli), fráfæruseli við efri rætur þeirra. Leiðin lá framhjá hlöðnu Selvogsréttinni norðan við Hnúkana með viðkomu í Hellholti og Hellholtshellir skoðaður, Hafri, Hruni svo og nokkrir aðrir. Áður höfðu ferðalangar áð í Selvogsréttinni þar sem gangnamenn fyrrum höfðu verið svo vinsamlegir að skilja eftir svolítið af kjarngóðum hákarli, reyktum rauðmaga og brennivíni fyrir ferðalúna vegfarendur.

Eimusel

Eimusel (Eimuból).

Þá var haldið niður að Eimubóli (Eimustekkur er í Eimuhelli) og Vindásseli, gengið yfir Vörðufell og skoðuð hlaðna Vörðufellsréttin (hætt að nota 1924) og Markavarðan með krossmarkinu (landamerkjavarða), auk litlu smalavarðanna, sem tengjast þjóðsögunni um endurheimtur.
Á þessu svæði eru miklar og merkilegar mannvistaleifar, ekki síst í hellum og skútum. Hafa þær væntanlega tengst seljabúskapnum í heiðinni, sem hefur skilið eftir sig miklar og merkilegar minjar.

Eimusel

Hleðslur í Eimuseli (Eimubóli).

Þarna er fjölmargt að skoða þótt ekki virðist það vera við fyrstu sýn, a.m.k. ekki séð neðan frá þjóðveginum.

Ólafarsel

Ólafarsel.

Á leiðinni að Strandarhelli var komið við í Ólafarseli, sem liggur undir hraunkrikanum syðst í Vörðufellshrauni. Skammt austar liggur gömul þjóðleið. Loks var skoðað í Strandarhelli, Bjargarhelli og í Gaphelli (Gapstekk).
Gangan tók u.þ.b. 8 klst. Veður var frábært og björt júlínóttin gaf ferðinni skemmtilegt yfirbragð.

Selvogsheiði

Selvogsheiði – uppdráttur ÓSÁ.

Selvogsgata

Í úrskurði Óbyggðanefndar (mál nr. 6/2004) er m.a. fjallað um Herdísarvík í Ölfusi:

Herdísarvík

Guðrún Ásmundsdóttir afhjúpaði minja- og örnefnakort FERLIRs af Herdísarvík.

„Herdísarvíkur er getið í rekaskrá Strandarkirkju í Selvogi sem er talin vera frá árinu 1275. Í máldaga Krýsuvíkurkirkju sem einnig er talinn frá því um 1275 kemur fram að Herdísarvík tilheyri kirkjunni í Krýsuvík.
Hinn 28. júní 1448 útnefndi Steinmóður Viðeyjarábóti og officialis Skálholtskirkju tólf presta dóm á prestastefnu í Skálholti. Jón Oddsson prestur á Þingvöllum hafði kært töku á sjöttungi hvals er rekið hafði í Herdísarvík. Þessi dómur fjallar eingöngu um rekarétt og skógarítak og er því ekki tekinn upp.

Herdísarvík

Herdísarvík – herforingjaráðskort.

Hinn 27. september 1563 lagði Páll Stígsson hirðstjóri niður sóknarkirkju í Krýsuvík að undirlagi Gísla biskups Jónssonar. Við það færðust bæði Krýsuvík og Herdísarvík undir forræði Skálholts.
Krýsuvík er að finna í Gíslamáldögum frá 1570 og síðar þó svo að kirkjan hafi verið lögð niður árið 1563. Þar segir sem fyrr að Herdísarvík tilheyri kirkjunni í Krýsuvík.
Jarðabók Árna og Páls yfir Selvog var tekin saman árið 1706. Þar er að finna eftirfarandi umsögn um Herdísarvík: „Skóg á jörðin lítinn og þó er hann nýttur til kolgjörðar heimabónda, hvorki er hann til að ljá nje selja, en mjög til að bjarga kvikfje í heyskorti. Sami skógur brúkast og til eldiviðar.
Lýngrif brúkast og til eldiviðar. Berjalestur hefur stundum til nokkurs hagnaðar verið.“ …

Herdísarvík

Herdísarvík og Stakkavík – kort.

Herdísarvík var seld með Krýsuvík undan Skálholtsstóli 8. ágúst 1787.
Í lýsingu séra Jóns Vestmanns í Vogsósum á Selvogsþingum frá 1840 koma meðal annars eftirfarandi upplýsingar fram um Herdísarvík: „Hlíðar, Stakkavíkur og Herdísarvíkur hagar mæta stórum áföllum af grjótkasti og skriðum úr fjallinu, því þeir allir bæir eiga þar land, en hafa þó flatlendishaga ásamt. Á öllum nútöldum bæjum er heyskapur mikið lítill, … en útigangshagar samt so góðir, að trúa má þeim fyrir skepnunum, þegar jörð er auð“.
Herdísarvík, sem var áður stólsjörð, var eign Krísuvíkurkirkju samkvæmt Jarðatali Johnsens frá 1847.
Í jarðamatinu frá 1849 er að finna svohljóðandi lýsingu á jörðinni Herdísarvík: „Uthagar miklir og góðir til fjalls og fjöru og skógur til egin þarfa og nokkurrar miðlunar. Vetrarbeit góð. … smalamennska fremur hæg og dýrbítur mikill“.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel – uppdráttur ÓSÁ. Gamla og nýja landamerkjalínan sjást á uppdrættinum.

Skýrslan sýnir einnig jarðamatið, þar sem meðal annars stendur: „Dýrbítur er einúngis þessari jörð til galla og slægiuleysi; allt annað er henni vel gefið, og bætist slægiuleysið upp af vetrarbeitinni, sem aldrei bregðst“. …
Hinn 20. nóvember 1886 var skrifað undir landamerkjalýsingu Herdísarvíkur.
Lýsingin, sem var þinglesin 3. júní 1889, er svohljóðandi: „Maríu kirkja í Krísuvík á í Arnessýslu samkvæmt máldögum jörðina Herdísarvík“.

Breiðabás

Í Breiðabás

Landamerki Herdísarvíkur eru þau er nú skal greina: „Að austanverðu, milli tjeðrar jarðar og kirkjujarðarinnar Stakkavíkur: bein stefna úr Breiðabás (= Helli samkvæmt máldögunum) sem er fjöruvik nokkurt ekki allskamt fyrir austan Herdísarvík, með litlum hellisskúta í hrauninu fyrir ofan, í Kongsfell, sem er gömul, ekki há, grámosavaxin eldborg umhverfis aflangan djúpan gíg, til hægri handar við þjóðveg úr Selvogi til Hafnarfjarðar góðan spöl fyrir austan Kerlingarskarð, nálægt veginum.
Að vestanverðu, milli Herdísarvíkur og Krísuvíkur ræður mörkum stefnulína frá áður nefndu Kongsfelli í Seljabótarnef lágan hraunhnúk, vestast í Seljabót, við sjó fram“.
Kirkjan á þriðjung hvalreka og allann annann reka fyrir landi jarðarinnar frá Breiðabás að Seljabótarnefi og sömuleiðis allar landsnytjar innan hjer taldra ummerkja, með þeim takmörkunum, er síðar greinir (sbr. No 2). Ítök sem aðrir eiga í jörðinni Herdísarvík eru þessi:

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – náma.

1. Tveir þriðjungar hvalreka … eign Strandakirkju í Selvogi.
2. Allir brennisteinsnámar sem finnast í landi jarðarinnar með öllum þeim „málmjarðartegundum“ öðrum er námarnir kunna að geyma, hagagöngu fyrir hross í „vanalegum bithögum og áfangastöðum“ rjetti til vegagjörða og húsabygginga með „hæfilegum maturtagarði“ sem „nauðsynlegt“ er til þess að geta yrkt námana o. sv. fr. allt samkvæmt afsalsbrjefi 30. september og 4. Októb. 1858. Ítak þetta tilheyrir þrotabúi hins íslenzka brennisteins og koparfjelags. Undir lýsinguna skrifa Á. Gíslason og E. Sigfússon prestur í Vogsósum.
Í fasteignamatinu 1916-1918 segir um Herdísarvík: „Landamerki vafalaus. …
Beitilandið er víðlent, fjalllendi, hraun og heiði, mjög kjarngott, snjólétt, skjólgott, ágætt vetrarland fyrir sauðfé … Smalamenska erfið“.
Um Herdísarvík segir meðal annars í fasteignamatinu 1932:
„Beitiland jarðarinnar er talið nokkuð gott og í meðallagi víðlent. Einnig kemur fram að jörðin eigi rétt til uppreksturs í afrétt sveitarinnar. Jörðin verður fyrir ágangi afréttarfjár. Hvað varðar landamerki Herdísarvíkur þá greinir skýrsluhöfundur frá því að þar sem hann sé nýfluttur á jörðina þá hafi hann ekki ennþá fengið útskrift úr landamerkjaskrá sýslunnar. Hann veit hins vegar ekki til þess að neinn ágreiningur sé varðandi jörðina.

Herdísarvík

Gamla girðingin úr Seljabót í Lyngskjöld. Í landamerkjalýsingu Herdísarvíkur 1886 og Krýsuvíkur 1890, í Litla-Kóngsfell lá ekki um svonefndan Sýslustein sem sýslumenn Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu höfðu árið 1832 ákveðið sem sýslumörk. Sýslusteinn er ekki nefndur í landamerkjabréfunum.

Háskóli Íslands, eigandi Herdísarvíkur, fór fram á það árið 1979(?) að landamerki Herdísarvíkur og Krýsuvíkur yrðu ákvörðuð. Við vettvangsferð 6. júní 1979 kom í ljós að sjónhending úr Seljabótarnefi, sem er kennileiti í landamerkjalýsingu Herdísarvíkur 1886 og Krýsuvíkur 1890, í Litla-Kóngsfell lá ekki um svonefndan Sýslustein sem sýslumenn Gullbringu- og Kjósarsýslu og Árnessýslu höfðu árið 1832 ákveðið sem sýslumörk. Sýslusteinn er ekki nefndur í landamerkjabréfunum. Í greinargerð 25. júní 1979 lagði sýslumaður Gullbringusýslu til að mörk Krýsuvíkur yrðu ákveðin þannig: Bein lína úr Seljabótarnefi í Sýslustein, þaðan bein lína í Litla-Kóngsfell.“

Selvogsgata

Litla-Kóngsfell.

Aðilar málsins, annars vegar sýslunefnd Árnessýslu vegna sýslufélagsins, hreppsnefnd Selvogshrepps vegna sveitarfélagsins og Háskóli Íslands, sem eigandi Herdísarvíkur, og hins vegar bæjarstjórn Grindavíkurkaupstaðar vegna bæjarfélagsins, sýslunefnd Gullbringusýslu, fyrir hönd sýslufélagsins sem eiganda Krýsuvíkurlands að mörkum Árnessýslu, og loks landbúnaðarráðuneytið fyrir hönd ríkisins, sem eiganda ýmissa réttinda í Krýsuvíkurlandi, komu sér saman um eftirfarandi:
1. Mörk milli Árnessýslu og lögsagnarumdæmis Grindavíkurkaupstaðar eru bein lína úr hápunkti Litla Kóngsfells sunnan við Grindaskörð í Sýslustein undir Geitahlíðum og önnur bein lína úr Sýslusteini til sjávar um hraunstrýtu á Seljabótarnefi. …
Staðsetning (hnit) samkvæmt mælikerfi Landmælinga Íslands er þessi:
Litla Kóngsfell: X-682760,0 Y-390000.0
Sýslusteinn: X-692533,8 Y-378925,4.
Seljabóta<r>nef: X-692603,2 Y-376523,0.
2. Hreppamörk Selvogshrepps falla saman við sýslumörkin.
3. Mörk jarðanna Herdísarvíkur og Krýsuvíkur falla einnig saman við mörk Árnessýslu og lögsagnarumdæmis Grindavíkurkaupstaðar. …
Landamerkjabréfið var undirritað af málsaðilum 25. og 29. janúar og 16. febrúar 1980 og staðfest af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

[Framangreind ákvörðun er arfavitlaus].
Í kröfulýsingu vegna Herdísarvíkur, dags. 1. júní 2004, er vegna landamerkjalýsinga vestustu jarða í Selvogi vísað til lýsingar Almenningsskóga Álftanesshrepps frá 21. júní 1849, sem þinglesin var 22. sama mánaðar. Lýsingin er svohljóðandi:
„Með því mjer er á hendur falið í brjefi til mín af 19 Juni næstliðið ár frá viðkomandi herra sýslumanni [T. Guðmundsen, yfirstrikað] að boði Stiftamtsins umsjón þess almennings, sem er að finna í Alptaneshrepp, þá orsakast jeg til að lysa þess almennings takmörkum fyrir alþyðu á manntalsfundinum í Görðum innan sama hrepps, sem jeg veit glöggast fráskilið annara eignum og er því að álíta sjerskilið almennings sameignar land gamlra lögbílisjarða í Alptaneshrepp, hvers takmörk eru þessi. Fyrst milli Garðakirkju fjall<l>lands, ur steinhusi suður í Markagil á Marraka eður undirhlíðum þaðan á Hæðstaholt, á Dauðadölum á annan veg ur Dauðadölum norður í Húsfell af Húsfelli upp á Þríhnjuka þaðan á suðurenda Blafella, á milli afrjetta Alptanes og se<l>tjarnarneshreppa. A milli Gullbríngu og Arnessyslna af Bláfjöllum vestur á Kistufell. A milli Alptaneshrepps og almennings og Krísivíkur landa af Kistufelli niður á syðra Horn á Fagradals brún þaðan í Marrakagil, so í þúfu á fjallinu eina þaðan í Helguflöt norðaná Buðarhólum. A milli jarðanna Heimalands og afrjettar af Buðarhólum eptir Buðarhólagjá, þaðan aptur í Steinhús. Þetta ofantalið afrjettar og almennings land, sem er að finna fráskilið annara eignum lísi jeg til rjettarins fullkomnari úrskurðar gamallra lögbylisjarðajarða afrjettar að öðru nafni almenníngsland í Alptaneshrepp með öllum þeim herlegheitum sem þar er að finna. Eptir hverri rjettarins skipan hjer ofantaldri eg skyldast að fyrirbjóða og aðvara hvern þann mann sem ekki hefur fullkomið tilkall til almenningsítaks alla brukun hverju nafni sem heitir, innan ofantaldra takmarka að vitni þíngvitnanna og allra þeirra er orð mín heyra.“

Þrætugrenið var fyrrum á landamerkjum Árnessýslu og Gullbringusýslu. Um það liggur gamla girðingin upp úr Seljabót, sem nú er að mestu horfin.

Heimildir:
-Úrskurður Óbyggðanefndar – mál nr. 6/2004; Ölfus – Herdísarvík.
-https://obyggdanefnd.is/wp-content/uploads/04_2004-6_urskurdur.pdf

Lyngskjöldur

Lyngskjöldur – þrætugrenið.

Sýslusteinn

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Herdísarvík koma fram eftirfarandi upplýsingar um Herdísarvíkursel og nágrenni:

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel.

„Herdísarvík liggur við sjó, vestust allra jarða Árnessýslu.
Vesturmörk Herdísarvíkur eru þessi: Seljabótarnef í Seljabót við Seljabótarhelli. Þar eru hreppamörk Selvogshrepps og Grindavíkurhrepps, landamerki Herdísarvíkur og Krýsuvíkur, sýslumörk Árnessýslu og Gullbringusýslu. Þaðan liggur landamerkjalínan upp flatt klapparhraun upp um Herdísarvíkurhraun vestra í Sýslustein, rétt ofan vegarins…

Seljabót

Seljabót.

Ofan Gjögranna [neðan Herdísarvíkur] var nafnlaust sandflæmi allt út á Alboga, en ofan við sandinn tóku við Flatirnar, og eftir þeim lágu fjárgöturnar, sem líka voru Selsgötur til Herdísarvíkursels í Seljabót. Frá Alboga beygir ströndin til vesturs, og nefnist þar Háaberg. Spölkorn vestan Alboga er Háabergsgjóta, mikið gjögur, þar sem sjórinn spýtist upp í stórbrimi, líkt og gos úr hver. Háaberg er eggslétt hraunklöpp, en uppi á klöppinni liggja víða gríðarstórir steinar, sem brimið hefur brotið úr berginu og velt upp á klappirnar. Í norðvestur og upp frá Alboga eru Langhólar, Langhóll fremri og Langhóll efri.“

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel.

Í Jarðabókinni 1703 segir svo um Herdísarvík: „Selstöðu eigna menn jörðinni í Krýsuvíkurlandi, þar sem enn heitir Herdísarvíkursel. Ekki brúkast hún nú í nokkur ár, heldur önnur í heimalandi.“

Sjá meira um heimaselið HÉR.

Heimildir:
-Gísli Sigurðsson – örnefnalýsing fyrir Herdísarvík.
-Sjá heimasel https://ferlir.is/herdisarvikursel-heimasel/
-Jarðabókin 1703 – Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvík – Háaberg.

Selvogur

Gengið var um Selvog í sól og blíðu. Kristófer kirkjuvörður kom þar að akandi á sínum öndvegis jeppa með kerru við annan mann. Báðir bullsveitir. Vel lá á Fera og var hann að vonum glaður á sjá hópinn, sem að mestu var skipaður „orginal“ Hafnarbúum.

Selvogur

Selvogs-Jói með grafstein úr Neskirkjugarði.

Kristófer var spurður almæltra tíðinda og við hvað hann hafi verið að dunda í Voginum. „Ég var að gera kirkjugarð“, svaraði hann. Kristófer sagði að hann teldi að steinninn sem FERLIR fann eftir leit (sjá sögnina af legsteinunum þremur og hvarfi eins þeirra) s.l. sumar væri ekki sá sem hann hefði fundið um árið þegar framkvæmdirnar voru við útihúsin. Þennan stein hefði hann ekki séð áður. Steininn sem hann fann á sínum tíma og týndi aftur hefði verið rúmlega lófastór og þess vegna hafi hann talið að sá hefði verið á leiði barns er hafi líklega dáið í „svartadauða“.
Farið var að bátsflakinu (Vörður) austan við Nessvita (Selvogsvita) og vitinn síðan skoðaður sem og og gamla vitastæðið á klöppunum.

Selvogur

Selvogur – grafsteinn við nes.

Þegar komið var að Nesi sást að á sléttri flöt rétt vestan við rústirnar af hlöðunni hafði verið afgirt svæði með staurum og vírneti, nokkra metrar á hvorn veg. Garðurinn hafði verið borinn fínni möl og hlaðnir fjörusteinar í kring. Í suðvesturhorninu á garðinum lá á mölinni steinn með krossmarki. Þarna var kominn steininn sem FERLIR fann s.l. sumar (sjá mynd) og er hann eini legsteinninn sem þar er sýnilegur í dag. Enn vantar litla legsteininn, sem Kristófer fann um árið, en týndist aftur. Hinir tveir, er fundust, eru á minjasafninu á Selfossi.
Gengið var í 2 klst og 17 mín.

Selvogur

Vörður í fjörunni austan Nesvita í Selvogi.

Í síðustu ferð fulltrúa HERFÍS (Hellarannsóknarfélags Íslands) inn í Brennisteinsfjöll uppgötvaðist nýtt áður óþekkt niðurfall í Kistuhrauni.
Brennisteinsfjoll-101Vegna þoku á svæðinu var reyndar erfitt að staðsetja niðurfallið er var ca. 6 m djúpt. Það gæti því vel verið í Eldborgarhrauni, en það á eftir að koma í ljós. Þrátt fyrir að sérbúinn kaðalstigi hafi verið með í för var ekki talið ráðlegt af öryggisástæðum að sækjast niður eftir honum að svo búnu. Ákveðið var að stefna fljótlega aftur á svæðið með betri búnað.
Ljóst er að Brennisteinsfjallasvæðið bíður enn upp á ótalda ófundna hella…

Brennisteinsfjöll

Gengið í Brennisteinsfjöll.

 

Þorlákshöfn

Þegar ekið var að Þorlákshöfn tóku íbúar vel á móti FERLIRsþátttakendum. Fornbílum hafði verið stillt upp við bæjarmörkin, öllum boðið þar í sæti og síðan ekið sem leið lá austur að Ölfusárósum – endamörkum FERLIRssvæðisins á Reykjanesskaganum.

Latur

FERLIRsfélagar á Lat.

Brimaldan lamdi sendna ströndina, en þó ljúfmannlega að þessu sinni. Eftir að góða innöndun sjávarangansins var ekið í inn í bæinn þar sem fjölmennur flokkur fólks á óráðnum aldri beið göngufólksins.
Sagnir herma, að þarna hafi áður staðið bærinn Elliðahöfn, en bóndinn hafi eitt sinn heitið á Þorlák biskup að breyta nafni jarðarinnar þegar hann og áhöfn hans lentu í sjávarháska. Eftir undraverða björgun breytti hann hafninu í Þorlákshöfn. Kirkja heilags Þorláks stóð þar í katólskum sið og þar var öldum saman kunn verstöð.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – leifar tómthúsanna.

Undir leiðsögn heimamanna var gengið austur með þorpinu (sem reyndar er orðið að myndarlegum bæ) þar sem gömlu Þorlákshafnarhúsin voru, en var rutt um koll illu heilli vegna hafnarframkvæmda og nýmóðins fiskverkunarhúsa, sem fæstum þykja ásýnileg. Raktar voru sögu og sagnir tengdar hafnarsvæðinu. Gengið var til baka mót vestri hafnarmegin, að – Hraunverbúðunum hinum gömlu. Sést þar móta fyrir tóftum og Þorlákshafnarbrunninum. Gengið var að Ingimundarbyrgi – hól með minjum – og hið mörgum eftirminnilega tún barið augum. Á þeim bletti unnu lítt undirbúnir Þorlákshafnarbúar frækilegan sigur á KR-ingum á sjötta áratugnum. KR-ingunum var vorkunn því þeir höfðu ekki áður spilað á velli alsettum hæðum og hólum og þar sem hallaði undan í allar áttir. Áttavilltir töpuðu þeir leiknum, eins og áður sagði, og þóttust bara sleppa vel frá þeirri raun.
thorlakshofn-39Gengið var að hákarlabyrgi skammt vestar. Þar bar vel í veiði því enn mátti finna þar lykt og leifar af hákarli og brennivíni frá kaupmanninum í Þorlákshöfn – gamalt orðið – en sumum fannst það bara betra þannig.
Haldið var niður fjöruklappir og að Lat. Deilt hefur löngum verið um hvort Latur væri horfinn eður ei. Átti hann að vera stórt bjarg upp á rönd (gömul ljósmynd) í fjörukambinum. FERLIRsþátttakendum fannst ástæðulaust að draga úr þeim skemmtilegu deilum, enda þótt Latur sé nú vel merktur, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Hafði hann fallið yfir sig til að auðvelda fjöldamyndatökur.
Gengið var vestur Hafnarberg, framhjá fyrrum sorplosunarstað
Hafnarbúa og síðan áfram vestur Háaberg að Hlein. Þyrsklingsnef bar fyrir sjónir á göngunni – gat í bergið. Segir sagan að menn er réru fyrsta sinni hafi þeir, er komið var á móts við nefið, að sýna hvers kyns þeir væru – með brókarniðurgangi.
Hlein er klettagjá þar sem smáfuglar verpa, auk þess sem gjáin var áður kjörinn staður fyrir ungt fólk er stinga vildi saman nefnjum. Eldra yngra fólkið í ferðinni kunni eflaust sögur af veru sinni á Hlein, en vildi ekki opinbera það – a.m.k. ekki að þessu sinni. Þess í stað var rifjuð upp saga af franskri skútu, sem strandaði þar utan við og „stríð“ um strandgóssið hlaust af milli Frakka og Hafnarbúa. Hafnarbúar komust um borð í skútuna undir berginu þegar Frakkar sendu menn úr öðrum nálægum skútum til að reyna að komast aftur upp í hana, en heimamenn hrundu þeirri „árás“, enda þá þegar búnir að slá eign sinni á „rekann“.
thorlakshofn-40Í sagnastundinni var borið fram kaffi og mikið af meðlæti á dúkaðar klappir – allsnægtir af öllu. Örlæti Þorlákshafnabúa og gestrisni verður seint lýst af verðleikum. Reyndar var tekin mynd við Hlein, en á henni sést einungis matur.
Sögð var sagan af því er kvennabósi einn barnaði stúlku í Hlein. Hafði það þann eftirmála að barnið fæddist í Nesi í Selvogi og er eftirminnileg vísa tengt atburðinum. Hún verðu ekki rakin hér, enda verið gert annars staðar. FERLIR endurtekur yfirleitt ekki skráðar heimildir – eltir þær hins vegar einungis uppi og reynir að sannreyna.
Í ferðunum rifjast oft margt upp meðal fróðra. Í þessari ferð var m.a. rifjað upp að kjölfestathorlakshofn-41n (ca. 10 steinar) af danska herskipinu Giöteborg, er standaði á Hraunskeiði árið 1718, væri svo til við dyrnar á Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn (þar sem aldnir verða ungir), án þess svo sem að fólkið þar tæki sérstaklega eftir því. Giötheborg var stærsta herskip danska flotans á þeim tíma. Fylgdi það dönskum kaupskipum hingað til lands þeim til varnar. Um 190 manna áhöfn lét úr höfn í þeim guðveiginsbæ Hafnarfirði 15. nóv. þetta árið, en ferðin endaði sem fyrr sagði á Hraunskeiði utan við Þorlákshöfn. Eftir það rak skipið á land. Um 170 mönnum af herskipinu var bjargað og er það talin mesta mannbjörg í sjóskaða á Íslandi fyrr og síðar. Skipverjum var komið á ýmsa bæi um nágrannasveitir. Árið eftir (1719) voru skipverjar sendir utan, en um það leyti urðu ýmsar heimasætur á bæjum þeim, sem skipverjar höfðu dvalið, miklu mun léttari. Hefur danskt blóð jafnan einkennt margan sveitamanninninn þar síðan. A.m.k. hefur Gammel dansk oftlega verið þar í hávegum hafður – þegar hann hefur fengist.
Ljóst er að Þorlákshafnarbúar er miklir höfðingjar heim að sækja.
Veðrið stórkostlegt – lygnt og bjart. Elstu menn (og konur reyndar líka þótt þær sú nú meira inni við) höfðu á orði að slíkt dásemdisveður hafi varla komið áður á svæðinu og þykir það þó með þeim veðursælli á gjörvöllu landinu.
Stórkostlegur dagur með stórkostlegu fólki.
Sjá meira um Þorlákshöfn HÉR.

Þorlákshöfn

Gengið um Þorlákshöfn og nágrenni.

 

Orrustuhóll
Haldið var að Orrustuhól.
Orrustuhóll er í Orrustuhólshrauni sunnan við Litla-Skarðsmýrarfjall. Í lýsingu frá árinu 1703 segir að „fyrir austan Skarðsmýrarfjöllin er kallaður Orrustuhóll og þó fyrir vestan ána, er úr Hengladölum fram rennur. Þar undir hrauninu sjást enn í dag glögg merki til fjárrétta, er menn heyrt hafa brúkað hafi í fyrri tíð Ölves innbyggjarar og Suðurnesjamenn, þá saman og til afréttarins hvorutveggja rekið höfðu, og hafi á milli þessara óeining komið, hvar af Orustuhóll mun nafn sitt draga.“ Önnur lýsing segir að „austan undir hrauninu er Orrustuhóll. Gömul sögn kveður á um, að á þessum slóðum hafi verið sundurdráttarrétt. Áttu réttarmenn að hafa orðið missáttir og barist á hólnum. Engin mannvirki sjást þar nú.“
OrrustuhóllKolbeinn Guðmundsson telur sig hafa fundið þessar gömlu réttir eftir lýsingunni frá 1703. Hann segir „réttirnar hafa verið fast við hólinn suðvestanverðan. Hefir þar verið að miklu leyti sjálfgert aðhald. Hóllinn annars vegar og hraunbrúnin hins vegar. Hvort tveggja snarbratt, svo að lítið hefir þurft að hlaða. Réttunum hefir verið skipt í tvennt. Vestari hlutinn talsvert minni. Dilkar hafa ekki verið eins og nú tíðkast í réttum. Aðaldyr snúa í austur, og hafa þær verið um 2 faðmar að vídd.“
Suðvestan við Orrustuhól er alldjúp gjá með bröttum veggjum sem liggur í sveig frá austri til suðvesturs. Hún er um 15-20 m breið og alls um 70 m löng og hækkar botninn mjög til vesturs og dregst gjáin þar saman. Austurendinn opnast út á gróið hraunið sunnan og austan við hólinn en að vestan er yngra og úfnara hraun sem gjáin er í. Þar sem gjárbotninn verður ósléttur vestantil og fer að hækka mikið hefur verið hlaðið steinum fyrir og eru þeir mjög mosagrónir. Tveir stórir steinar í botninum gætu verið komnir þangað af sjálfum sér en sunnan við þá er greinileg hleðsla, um 1,5 m löng og um 3 umför. Engin önnur mannvirki eru greinileg á þessum stað en gjáin hefur verið mjög gott aðhald af náttúrunnar hendi og hefur þó þurft að hlaða fyrir austurendann en þar sjást engar hleðslur. Gjáin er gróin í botnin, en hrunið hefur ofan í hana, nú síðast allmikið bjarg í jarðskjálfta í júní 1998.
OrrustuhóllÍ annarri lýsingu segir að „eftir bardagann í Orrusturhólsréttum áttu Ölfussingar og Mosfellssveitarmenn að hafa skilið félag sitt um fjallleitir, og fluttu þá Ölfussingar réttir sínar austur á heiðina, austur fyrir Hengladalaá. [Árið 1878 var fé rekið inn í Hengladali]. Í seinni tíma skrifum þetta ár segir að „þegar riðið var fram Smjörþýfi og fram með Hengladalaánni, og sýndi þá gamall maður, er í förinni var, okkur yngri rekstarmönnunum þessar réttir. Sást þá vel fyrir þeim, bæði almenning og dilkum, þótt djúp skörð væru hrunin í veggi. Sumir dilkanna voru allstórir, gerði ekkert, almenningsdyr sneru á Hengil. Sennilega hefir Ölfusingum þótt afundið að hafa lögréttir sínar uppi á fjalli, og voru því réttirnar færðar undir Ingólfsfjall að Hvammi þegar fyrir 1700.“
Smjörþýfi er þúfótt og grösugt sléttlendi. Hengladalsáin hefur fyrrum runnið um lægri hraunbreiðu að austanverðu eftir að Orrustuhólshraunið rann og hindraði framgang árinnar. Áirn virðist hafa runnið vítt og breitt um hraunið uns hún hafði fyllt það og sléttað sæmilega vel af framburði sínum úr grenndarhlíðunum Skarðsmýrarfjalla. Ofar og austar er Ölkelduhálsrétt þeirra Grafningsmanna.
Eftir árummyndunina standa hrauneyjar og er ein þeirra, norðarlega í þýfinu, sýnum stærst. Horfir „op“ hennar að Henglinum. Minni „eyjar“ eru sunnar og austar. Við leit þversum í Smjörþýfi, en um hana liggur forn leið, sem enn markar fyrir, fannst ekki fyrrnefnd rétt. Ólíklegt má telja að sýnilegir hlaðnir veggir fyrir u.þ.b. 130 árum hafi horfið með öllu. Telja má nokkuð líklegt að áin hafi á þeim tíma haldið sig nokkurn veginn á þeim stað, sem hún rennur nú, næst hrauninu, enda verið stýrt af mannavöldum um allnokkurt skeið. Sjá má svonefnd „ísstopp“ á tveimur stöðum í ánn, hið efra mun stærra, enda gert með nútímalegri tækni. Fyrirbæri þetta eru stíflur í ánni. Var hún „leidd“ úr farvegi sínum að hraunkanti Orrustuhólshrauns þar sem hún hvarf undir það. Kom vatnið síðan upp í ræktarlandinu austur undir Kömbunum, enda var tilgangurinn með framkvæmdinni að auka grasvöxt þar. Þurfti að endurtaka stíflugerðina árlega, enda ruddi áin sig jafnan að vorlagi.

Orrustuhóll

Stífla neðan við Orrustuhól.

Ekki er óraunhæft að ætla að menn hafi álitið framangreinda hrauneyju, en reiðgatan leggur framhjá henni, hafa verið nefnda fjárrétt, enda virðist hún vera slík úr fjarlægð. Ef grannt er skoðað er ekki að sjá að grjótið hafi verið hreygt þar af mannavöldum, þó gæti þar virst að óathuguðu máli bæði rétt og dilkar.
Sumir töldu að Hengladalaáin hafi, að hluta til eftir þessar aðfarir, komið upp í Kaldárbotnum og birst sem Kaldá stutta vegarlengd, áður en hún hvarf undir hraunið að nýju.
Aðhaldið, eða réttin við Orrustuhól, var skoðað. Svo skemmtilega vill til að austan nefndrar hrauntraðar þar sem réttin á að hafa verið, er upplýsingaskilti, vegfarendum til fróðleiks og ekki síst til staðfestingar um að þeir séu á réttum stað. Á því stendur m.a.:
„Gömul sögn segir að hér við Orrustuhól hafi verið gömul sundurdráttarrétt. Nafnið á að hafa verið dregið að því að eitt sinn hafi slegið í brýnu milli réttarmanna Ölfussunga og Suðurnesjamanna, og hafi þeir barist á hólnum. Hálfdán Jónsson greinir frá þessu í lýsingu Ölfusshrepps 1703.“
Víða á landinu eru til sagnir eins og þessi um deildu milli héraðsmanna sem áttu eða samliggjandi afréttarlönd. Þó að hægt sé að draga afréttarmörk með afgerandi hætti á korti hafa slíkar línur jaft litla þýðingu þegar kom að smölun á haustin og þurftu nágrannabyggðir að hafa samstarf um göngur og réttir svo að allt fé kæmist til skila. Slíkt samstarf var yfirleitt í föstum skorðum, en gat vitanlega leitt til deilna. Til dæmis var fjallmönnum mikið kappsmál að koma með sem flest fé til rétta. Kom þá fyrir að skærur yrðu milli leitarflokka þegar farið var út fyrir leitarmörkin til að ná í fé til að bæta í safnið.
Frábært veður.

Orrustuhraun

Rétt undir Orrustuhrauni.

Haldið var með nokkrum HERFÍS-félögum í hellinn Trölla í sunnanverðum Brennisteinsfjöllum. Opið er í u.þ.b. 8 metra djúpu niðurfalli dyngjuhrauns Vörðufellsgígsins og er að jafnaði lokað vegna snjóa a.m.k. 10-11 mánuði ársins.

Trolli-500

Frá því og niður í hvelfingu eru um 6 hallandi metrar. Þegar í hana var komið og hún hafði verið skoðuð kom niðurstaðan: „Eins og loftið er nú flott er hér ekkert meira að sjá!“
Að fenginni langri reynslu (þar sem þessi setning hefur hljómað margsinnis að undangengnum merkustu hellafundum síðustu ára) var athyglinni beint að gólfinu. Það „andaði“ köldu. Ekki gat það komið af engu.

Bra-500

Steinar voru fjarlægðir, síðan forfærðir og áfram var rótað með höndunum. Skyndilega opnaðist leið niður á slétt gólf „andans“ meginrásina. Um var að ræða op á þaki hennar. Dýptin niður á gólfið virtist um 6 m.
Næsta verkefni verður að fara með stiga upp í Trölla með það fyrir augum að komast niður í meginrásina, sem að vonum gæti verið í stærra lagi! Hellirinn vonumglaði er í Grindavíkurlandi.

Trölli

Trölli – op.

 

Hellisheiðarvegur

Ætlunin var að rekja gamla Hellisheiðarveginn (elstu göngu- og reiðgötuna) frá Lyklafelli upp í Hellisskarð. Áður hafa tvær götur verið raktar frá Elliðakoti upp fyrir Lyklafell og auk þess Dyravegurinn frá Lyklafelli að Nesjavöllum.
HellisheiðarvegurGatnamót Hellisheiðarvegar og Dyravegar eru skammt ofan við Lyklafell. Þar er vegurinn greinilegur þar sem hann liggur upp brekku til austurs og síðan liðast hann austur Norðurvelli, upp að Bolavöllum og beygir til suðurs undir Húsmúla. Vörðuð leið er vestar. Þar mun hafa verið um vetrarveg að ræða, sem sennilega hefur verið varðaður 1878. Sú leið er styttri frá Draugatjörn að Lyklafelli, en torfarnari þegar jörð er auð.
Skammt sunnar á heiðinni er svonefndur Sýslusteinn. Kíkt var á hann í leiðinni.
Þegar skoðaðar eru fornleifaskráningar af svæðinu kemur glögglega í ljós að Hellisheiðarvegur hinn forni er ekki talinn til fornleifa því hans er ekki getið – þrátt fyrir að vera auðrakinn svo til alla leiðina.
KortSem fyrr sagði liggur
Hellisheiðarvegur upp á Norðurvelli og áfram um Bolavelli norðanverða. Við suðvestanverðan Húsmúla liðast gatan um grasgrónina og er víðast mjög greinileg. Þó hefur vatn grafið hana umtalsvert niður í seinni tíð. Afleggjari (sennilega svonefndur Nautastígur) liggur síðan svolítið upp í Múlann gegnt Draugatjörn og um Mógil. Austan þess beygir gatan áleiðis að Kolviðarhól sunnan Sleggjubeinsdals, áleiðis að Hellisskarði. Varða er efst í skarðinu.
Skv. lýsingu mun Hellisheiðarvegur hafa legið upp að sunnanverðri Draugatjörn og síðan áfram áleiðis að Kolviðarhóli og áfram upp Hellisskarð. Á þeim kafla hefur nánast alveg gróið yfir veginn.
Sýslusteinn„Hellisheiðarvegur hefur verið fjölfarinn fjallvegur um aldaraðir, í dag þegar við ferðumst um í heitum, öruggum bílum okkar er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað forfeður okkar hafa þurft að leggja á sig til að komast á milli staða. Á þessum fjallvegum var oft háð barátta upp á líf og dauða, enda voru mannskaðar á Hellisheiði tíðir. Ekki er hægt að segja með vissu hversu margir hafa dáið á ferð sinni um Hellisheiði. Engar heimildir eru til um mannskaða fyrir lok 18. aldar. Ónákvæmar ritaðar heimildir og frásagnir af mannsköðum eru að finna í annálum. En oft var staðsetning þessara mannskaða ekki nákvæmari en svo að í heimildum var skráð, að þetta margir menn hefðu orðið úti á Suðurlandsfjórðungi, svo dæmi séu tekin. Hér er ein stutt dæmisaga um ferðalög um Hellisheiði.

Hellisheiðarvegur

Um miðja 19. öld fóru þrjár manneskjur úr Ölvesi á grasafjall vestur á Hellisheiði og í Hengladali. Fólk þetta var bóndinn á Hvoli, unglingspiltur og kerling ein við aldur, er um fjölda ára hafði farið til grasa á þessar stöðvar. Þau voru þrjá sólarhringa í ferðinni og lágu við tjald. Kvöld eitt, er þau komu í tjaldstað, hafði bóndinn með sér gamlan göngustaf um tveggja álna langan, snjáðan mjög og feyskinn. Kvaðst hann hafa fundið stafinn, reistan upp við hraunskúta þar allfjarri. Kerling spurði bónda, hvort hann treysti sér að finna staðinn, þar sem stafurinn hefði verið. Hann kvaðst mundu geta það. Fýsti kerlingu mjög að fara þangað, og varð það úr, að þau fóru öll og fundu staðinn. Er þau litu inn í hraunskútann, sáu þau aflanga mosahrúgu. Þau hrófluðu við henni; kom þá í ljós, að undir henni var mannsbeinagrind, en mosahrúgan hafði með tíma og árum myndast ofan á þeim. Voru nú beinin tínd upp í poka og flutt fram í Ölves og nokkru síðar grafin í Arnarbæliskirkjugarði á messudegi.

Hellisheiðarvegur

Nóttina eftir að beinin voru grafin, dreymdi bóndann á Hvoli, sem fann þau, að maður kæmi til hans. Kvaðst hann vera sá, er beinin átti, þakkaði bónda fyrir að hafa flutt þau í vígða mold. En um leið otaði hann fram öðrum fætinum og kvartaði um, að þar vantaði fremsta köggulinn á stóru tána. Í þrjár nætur dreymdi bóndann sama drauminn, og bar draumamaður sig mjög illa. Sagði þá bóndi drauminn kerlingunni, er með honum var, þegar beinin fundust. Kerling ráðlagði honum að fara vestur á heiðina, þar sem beinagrindin hafði legið, og leita köggulsins, og það gerði bóndi. Eftir nokkra leit fann hann beinið og hafði heim með sér. Þegar næst var messað í Arnarbæli, hafði bóndinn köggulinn með sér í vestisvasa sínum. 

Varða

Þegar messan var úti, laumaði hann köggulinum svo lítið bar á ofan í nýorpið leiði. Eftir það gerði sá dauði ekki vart við sig.
Var nú spurn haldið fyrir um, hver sá hefði verið, er þarna hafði beinin borið. Var það hald flestra, að þau væru af manni, er úti varð á heiðinni fyrir 36 árum og var úr Biskupstungunum. Samkvæmt því hefur það gerst á áratugunum 1820 til 1830.“

Elsti akvegur Hellisheiðarvegar er skammt suður af gömlu götunni gegnt Húsmúla. Hann er að stofni til frá 1894-57 og upphlaðinn á köflum. 

„Vegir hafa legið yfir Hellisheiði frá ómunatíð. Gata lá upp Kamba, yfir Hurðará og í stefnu á Gíga ofan við Hellisskarð. Í klöppum á þeirri leið eru víða djúpar götur, gengnar
á liðnum öldum. Síðar var lagður upphlaðinn vegur, kenndur við Eirík í Grjóta, sömu leið.“ segir í örnefnaskrá.
„Það mun hafa verið nálægt 1880-1881, að Eiríkur Ásmundsson í Grjóta […] lagði steinilagðan veg um Kamba, yfir allar hæðir og lautir, svo að hann yrði þráðbeinn. Vegna brattans víðast hvar og þess, að ekkert var borið ofan í veg þennan, var hann sjaldan eða aldrei farinn, en sumarið 1894 var upphleypti vegurinn yfir Kamba lagður (061), og var hann krókóttur mjög og aðeins ætlaður gangandi mönnum og ríðandi, svo og vagnhestum.“ segir í Austantórum.

Varða

„Framhald [vegar Eiríks í Grjóta um Svínahraun, b. 1877-78] lá upp um Hellisskarð fyrir ofan Kolviðarhól; þar er enn (1973) efst í skarðinu lítt hrunin hleðslan í vegköntunum. Hellisskarðsvegur var ekki vagnfær, til þess var hann of brattur .. . Næst á dagskrá á Suðurlandsvegi var að leggja Kamba- og Hellisheiðarveg. Eiríkur frá Grjótá [!] tók þá vegagerð að sér og gefur þann veg enn að líta ef vel er skoðað í Kömbum. Er skemmst frá því verki að segja, að Kambavegur var lagður 1879 og var svo brattur að hann þótti lítt nothæfur og var ekki mikið farinn þau 15 ár sem liðu, þar til næst var lagður vegur um Kamba.

Eiríksvegur

1880 hélt Eiríkur áfram vegarlagningu og lagði nú veginn vestur yfir eystri hluta Hellisheiðar; allt til þess er kom á helluhraunið sem var greiðfærara. Lengd þess vegar var um 4-5 km og var hann þráðbeinn og allvel gerður og er enn vel sýnilegur … Kunnáttuleysi í vegagerð og vantrú á notkun og framtíð vagna olli því, að vegirnir voru lagðir á þann hátt, að þeir útilokuðu þann möguleika að menn hæfu vagnferðir eftir þeim .. Til þess var brattinn í
Hellisskarði og Kömbunum of mikill og einnig vantaði akfæran veg frá Reykjavík upp að Svínahrauni. Við þetta ástand sat að mestu fram yfir 1890.“ segir í Landnámi Ingólfs 2.
HellisheiðarvegurSamkvæmt Birni Pálssyni var aðhald fyrir hesta sérstaklega hlaðið upp við Eiríksveg fyrir þá sem hlóðu veginn.
Eiríksvegur sést greinilega víða, t.d. í Hrauntungu þar sem ný íbúðabyggð á að rísa. Vegurinn sést koma undan núverandi þjóðvegi og liggur, þráðbeinn til ASA yfir allt hið væntanlega íbúðahverfi. Girðing afmarkar nú svæðið í Hrauntungu en Eiríksvegur liggur áfram ASA við suðurhlið hennar í um 200 m áður en hann fjarar út skammt norðan við. Vegurinn liggur um mosavaxið hraunlendi. Vegurinn var færður suður fyrir Reykjafell á svipaðar slóðir og hann er enn í dag 1894-95. Nýr vegur var lagður um Hellisheiði 1894-95: „Við nýlagningu vegarins austur lét Sigurður [Thoroddsen landsverkfræðingur] færa veginn frá hinu bratta og Hellisheiðarveguróvagnfæra Hellisskarði, og sveigði veginn suður fyrir Reykjafell um Hveradali. Hellisheiðarvegurinn, sem lagður var á þessum árum var, að undirstöðu til, að mestu leyti, utan nokkurra styttri kafla, svo sem í Smiðjulaut, sá hinn sami og var þjóðvegur allt fram til hausts 1972, er hraðbraut með bundnu slitlagi var tekin í notkun litlu norðar. Sigurður mældi fyrir veginum upp Kamba og varð nú að miða við dráttargetu hesta, enda voru 18 „hárnálarbeygjur“ á þeirri löngu brekku og breyting mikil frá vegi Eiríks frá Grjótá. .. . Kambavegur var lagður 1894 og sama ár var byrjað á Hellisheiðarveginum og lokið við hann árið eftir.“ segir í Landnámi Ingólfs.
Í Lýsingu Ölvershrepps frá 1703 [í Sýslu- og sóknarlýsingum] segir m.a.: „Fyrir austan … SæluhúsiðBæjarþorpsjarðir, en vestan Varmá, liggur almenningsvegur yfir fjallgarðinn á Suðurnes og í Kjalarnesþing, fyrst upp á Kamba …, síðan vestur yfir Hellisheiði, hvör að austanverðu hefur mikla mosa, með mjög litlu grasi, allt þar til Þrívörður heita og heiðin sjálf meinast mið vera, en hennar vestri partur er víða með sléttum hellum af hraungrjóti, án gatna, nema þær hestanna járn hafa gjört og auðsjáanlegt er, þeim athuga. Þessar sléttu hellur ná allt vestur að Biskupsvörðu. Fleiri vörður eru og við veginn til leiðarvísis.“  Þar segir ennfremur í lýsingu frá 1840: „Hellirsheiði er … vel rudd … Á Hellirsheiði eru yfir 100 vörður; er sá fjallvegur helst tíðkaður á vetrum.“ „Hinn forni vegur yfir fjallgarðinn milli Ölfuss og Mosfellssveitar lá af Kambabrún sjónhending í skarðið milli vesturenda Skarðshlíðar og norðurenda Reykjafells. Lá vegurinn þar niður af Hellisheiði um Hellisskarð, yfir Bolavelli, vestur með Húsmúla, niðurí Norðurvelli með norðurbrún Svínahrauns hjá Lyklafelli, Hveragerði og var þá komið í byggð hjá Helliskoti í Mosfellssveit.

Húsmúlarétt

Á þessari löngu leið voru sama sem engar vörður. Austast á Hellisheiði voru vörðubrot og önnur vörðubrot vestast á heiðinni.“ segir í Sögu Kolviðarhóls.

Á skilti við Húsmúlarétt stendur eftirfarandi:
„Rétt þessi var notuð langt fram á 20. öld en ekki er vitað hvað hún er gömul. Réttin var notuð til rúnings á vorin og sem aðhald í haustleitum en ekki hefur hún rúmað stórt fjársafn. Af afrétti Ölfushrepps, sem þetta svæði tilheyrir, gekk fé úr fleiri hreppum.
Í gömlum Hellisskarðmunnmælum segir að Mosfellingar og Ölfusingar hafi haft sameiginlegan afrétt en þeirri samvinnu lokið er deilur komu upp og lauk með orrustu sem Orrustuhóll uppi á Hellisheiði dregur nafn sitt af. Ekki er þó víst hvort atburðurinn átti sér stað í raun og veru.“

Á skilti við sæluhúsið við Draugatjörn stendur eftirfarandi m.a.:
„Við Draugatjörn hefur staðið sæluhús frá fornu fari. Það er frægt, bæði fyrir að vera eitt hið elsta sem góðar heimildir eru um hér á landi, en ekki síður fyrir magnaða reimleika sem að lokum urðu til þess að húsið var fært upp á Kolviðarhól 1844.
Sveinn Pálsson lýsir húsinu í ferðabók sinni 1793 og Laskaður garðursegir m.a.: „Margir hafa dáið í þessum kofa því oft hafa þeir ekki fundið hann fyrr en þeir voru örmagna af hungri og kulda. „Gamla þjóðleiðin lá hér um og var fjölfarin en nýr vegur var lagður yfir Svínahraun norðanvert árið 1878. Gamli vegurinn fylgdi hraunbrúninni og sjást vörður í hrauninu vestan Draugatjarnar. Enn fremur sjást greinilegir götuslóðar á Hvannavöllum um miðja vegu milli tjarnarinnar og Kolviðarhóls.“

Þegar FERLIR var á ferð við Húsmúlaréttina mátti sjá hvar hlöðnum garði, almenningi, vestan við hana hafði verið raskað – og það verulega, sennilega með vélskóflu.

Norðurvellir heita grasvellirnir nyrst og næst Lyklafelli og Bolavelli austast norðvestan Húsmúla.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Saga Kolviðarhóls eftir Skúla Helgason, Myndir AÞE; Júlí 2006.
-centrum.is
-Fornleifaskráning v/Hellisheiðarvirkjunnar, Fornleifastofnun Íslands.
-Fornleifaskráning í Hveragerði – Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Fornleifastofnun Íslands 2002.

Húsmúlarétt

Húsmúlarétt – uppdráttur ÓSÁ.

Bollar

Gengið var um Selvogsgötu (Suðurfararleið) um Grindarskörð austan Stórabolla með það fyrir augum að skoða Bollana ofan Skarðanna, þ.e. Stórabolla, Tvíbolla (miðbolla) og Syðstubolla (Þríbolla). Þoka setti dulúðlegan svip á umhverfi eldvarpanna efst í Skörðunum.
bollar-2„Grindaskörðin blasa við sjónum manna frá Innnesjum. Í þeim eru nokkrir gígar, stundum nefndir Grindaskarðahnúkar, en heita samt sínum nöfnum. Austastur er Stóribolli, þá Tvíbollar, en vestastir eru Þríbollar (Syðstubollar). Skarðið milli Tvíbolla og Þríbolla heitir Kerlingarskarð og þar upp liggur gata. Vestan undir Tvíbollum, austan við götuna, er smá slakki. þar eru nokkrar snapir fyrir hesta og segir Ólafur þorvaldsson í fyrrnefndri grein, að lausríðandi menn hafi oft farið þar af baki, einkum á austurleið. þarna munu vera einhverjar leifar af húsarúst. Ólafur gerir þá grein fyrir henni að W.G.Spencer Paterson forstjóri brennisteinsvinnslunnar hafi látið byggja umhleðslustöð í þessum slakka. Brennisteinninn var selfluttur þannig “ að lest að austan fór ekki lengra en ofan fyrir skarðið í hvilft þá, sem hér er nefnd, og sú sem frá Hafnarfirði kom, stansaði einnig þarna. Svo var skipt um farangur, þannig að önnur lestin tók bagga hinnar og fór sína leið aftur til baka“.
Bollar-loftmynd„Framundan eru sex hnúkar sem nefnast Grindaskarðshnúkar eða Bollar og milli þeirra eru Grindaskörð. Austast er Stóri Bolli, sem reyndar er talinn vera hið eina sanna Kóngsfell, en framan í bollanum er gígur sem er líkur bolla í lögun. Þetta er gamalt fiskimið sem sjómenn miðuðu út um aldir og tóku þá gjarnan stefnuna um Helgafell. Næst koma Tvíbollar, einnig nefndir Miðbollar, en vestan þeirra er Kerlingaskarð þar sem Selvogsgatan liggur um. Vestast eru berghnúkar sem nefnast Syðstubollar eða Þríbollar. Leiðin liggur eftir varðaðri leið upp í skörðin um Kerlingaskarðsstíg og þegar komið er upp á brúnina er hægt að velja nokkrar leiðir.“
Bollar-3Stórabollahraun kom úr Stóribolla. Um er að ræða dyngjuhraun. Annað nafn á hrauninu neðanverðu er Skúlatúnshraun. Það mun vera um 2000 ára gamalt, en gæti þí verið yngra, jafnvel einungis svolítið eldra en Tvíbollarhraun. Tvíbollahraun kom úr Tvíbollum, Grindarskörðum um 875.
Þrú öskulög eru jafnan notuð á þessu svæði til að greina aldur nútímahraunanna eftir landnám.
• Landnámslagið 870–880 er eitt mikilvægasta öskulagið á Íslandi, en það mun hafa fallið skömmu eftir að land byggðist og hefur dreifst víða. Öskulagið er talið vera komið frá Torfajökuls- og Veiðivatnasvæðinu árið 870–880 og er tvílitt, með ljósan neðri hluta og dökkan efri hluta (Guðrún Larsen 1984; Karl Grönvold o.fl. 1995; Zielinski o.fl. 1997). Landnámslagið finnst víða og er grundvöllur margra aldursákvarðana á hraunum.
Oskulog• Miðaldalagið er dökkgrátt öskulag komið frá gosi við Reykjanes 1226–27 og er nokkuð auðgreint á svæðinu þar sem það er ívið grófkornóttara en önnur dökk öskulög þar. Þetta er mikilvægt öskulag á Reykjanesskaga og var því fyrst lýst af Gunnari Ólafssyni sem nefnir þrjú möguleg gos ábyrg fyrir gjóskunni (Gunnar Ólafsson 1983) en síðari athuganir benda til að gosið hafi verið 1226–27 (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988; Hafliði Hafliðason o.fl. 1992; Magnús Á. Sigurgeirsson 1995).
• Katla-1500 er yngsta öskulagið sem stundum sést efst í sniðum í Brennisteinsfjöllum. Það skiptir litlu máli varðandi eldvirkni á svæðinu því gos hafa ekki orðið eftir að Miðaldalagið féll árið 1226. Lagið styrkir hinsvegar tilvist og greiningu annarra laga, en er yfirleitt þunnt og ræfilslegt þar sem það sést (Guðrún Larsen 1978; Hafliði Hafliðason o.fl. 1992).
Bollar-4Á brún Lönguhlíðar eru tveir stórir dyngjugígar frá síðustu ísöld og sá þriðji austan við Stórabolla. Þessir gígar eru skýrir og fallegir og er verndargildi þeirra hátt. Svona svæðum nálægt þéttbýli fækkar sífellt og með auknum ferðamannastraumi verða þau æ áhugaverðari og verðmætari þeim sem vilja njóta útivistar og kyrrðar náttúrunnar.“
Í Tvíbollahrauni eru nokkrir hellar, s.s.
Spenastofuhellir. Hann er um 200 metra langur og í honum margslungnar og sérkennilegar hraunmyndanir. Völundarhúsið hefur sex hellismunna og teygir arma sína víða eins og völundarhúsum er tamt. Mikil litadýrð og ýmis storknunarform hraunsins gleðja augað. Hellirinn er um 200 metra langur.
Spenastofuhellir-21Nyrðri-Lautarhellir hefur fjóra hellismunna og í honum skiptast á heillegir kaflar og nokkuð hrundir. Víðast er hægt að ganga uppréttur. Í heild er hellirinn um 150 metrar að lengd. Syðri-Lautarhellir er um 170 metra langur og í honum er að finna fjölmargar áhugaverðar hraunmyndanir.
Í Stórabollahrauni er m.a. Leiðarendi. Hann er um 900 metra langur og hin mesta draumaveröld. Hellirinn gengur til beggja átta út frá niðurfalli og tengjast leiðirnar þannig að hellirinn liggur í hring.

Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Tómas Einarsson.
-Helgi Torfason, Náttúrufræðistofnun Íslands. Magnús Á. Sigurgeirsson, Geislavörnum ríkisins – Brennisteinsfjöll, Rannsóknir á jarðfræði svæðisins, 2002.
-Björn Hróarsson.

Bollar

Bollar framundan.