Tag Archive for: Ölfus

Upplýsingagjafi var að sjálfsögðu upplýstur þegar í stað um síðustu FERLIRsferð, enda manna fróðastur um það landssvæði. Viðbrögð hans voru eftirfarandi:

Saurbæjarsel

Saurbæjarsel.

„Þið hafið greinilega verið óvenjufundvís á selin. Í örnefnalýsingu Saurbæjar er nefndur:

Seldalur: Gróin laut í Hrauninu. Þar sér enn fyrir tóftum. Selið var frá Saurbæ.“ Hraunið nefnist Saurbæjarhraun og sunnan og vestan tungu úr því hrauni, sem ég hygg að skilji að selin tvö, er lág (Hengladalalág) þar sem þjóðgatan forna fór um á leið sinni upp Kamba og þar var bílvegurinn einnig fyrrum (Eiríksvegur). Því miður hef ég ekki lagt mig eftir að finna selin en götuna gömlu hef ég rakið allt frá byggð í Hveragerði og upp á Kambabrún.
Hvar Gufudal er að finna er nokkuð vandsvarað. Reykjadalur hefst við Ölkelduháls og endar í Djúpagili en áin sem rennur um hann fellur í Hengladalaá (eða Hengladalsá) nokkru vestan grasflatarinnar sem kennd er við Vallasel.

Saubæjarsel

Saurbæjarsel.

Dalurinn sem Hengladala- og síðan Varmaá fellur um og Hamarinn afmarkar að sunnanverðu hefur ekki neitt viðurkennt nafn í Örnefnaskrám. Ölfusdalur er hann oft nefndur og Jónas frá Hriflu nefndur sem nafngjafi. Gufudalur er heiti á nýbýli sem Guðjón A. Sigurðsson byggði laust fyrir 1940 (1938?) á svæðinu milli Sauðár og Varmár. Það býli er þá suðaustur af Reykjadal og norðan Varmár. Best væri að við FERLIRsfélagar hittumst við tækifæri þannig að við gætum borið saman bækur okkar um hvar selja er helst von.“ Selfossi 7. maí 2007.
Þess ber að geta að einn hinna þrautþjálfuðu FERLIRsfélaga var þegar í stað sendur út af örkinni og skoðaði hann þá alla vestanverða hlíðina undir Kömbunum. Hann fann þó engin önnur ummerki eftir selstöðu á því svæði, sem verður, að fenginni reynslu, að teljast nokkuð áreiðanleg tíðindi – því engir hafa meiri þjálfun eða eru líklegri til að finna mannvistarleifar en FERLIRsfélagar.
Í vikunni – sólksinssíðdegis – er ætlunin að skoða Vallasel austan ármóta Hengladálsáar og Reykjadalsáar svo og Núpasel að ofanverðum Núpum undir Núpafjalli, þar sem Seldalur nefnist skv. örnefnaskrá.

Saurbæjarsel

Saurbæjarsel.

 

 

Herdísarvík
Haldið var í Herdísarvík. Ætlunin var m.a. að reyna að finna opið á Breiðabáshelli eftir ábendingu Þorkels Kristmundssonar. Fulltrúar HERFÍs voru mættir, en þrátt fyrir grjóttilfærslur og innlit, varð ekki komist að opinu. Sjávarkamburinn er orðinn allhár þarna, en undir honum er opið á Breiðabáshelli.
Hin aldna kepma Kristófer Bjarnason, kirkjuvörður, kom á staðinn til að fylgjast með og heilsa upp á hópinn, en hann þekkir svæðið einna best núlifandi manna.

Herdísarvík

Hlínagarður í Austurtúninu.

Gengið var vestur yfir hraunið, staldrað við í fjárhelli og síðan gengið yfir í Gerðið, austasta hlutann innan vörslugarðs Herdísarvíkur. Þar, innan við Langagarð, eða Lönguvitleysu, eins hann var stundum nefndur, er vel gróið, enda uppgrætt með slori. Garðurinn var hlaðinn af Arnþóri nokkurm frá Ási í Ytri-Hrepp. Í Gerðinu eru tóttir fjárhúsanna Langsum og Þversum. Hlínargarður var skoðaður, en hnn var nefndur eftir Hlín Johnson, sem lét hlaða garðinn. Hann hefur varið landið vel, en hann náði að mörkum Langagarðs.
Þá var haldið að Herdísarvíkursjóbúðum og þær skoðaðar. Búðirnar eru fimm og allvel heillegar. Neðan þeirra var skiptivöllurinn og enn neðar Vörin (Herdísarvíkurvör). Skammt vestar og neðar var Hryggjarbúð, enn ein sjóbúðin, en hún er horfin. Sjá má móta fyrir Ólabúð við enda þvergarðs, Austurtúngarðs, skammt vestar. Neðar og austar er tótt af fjárhúsi.
Lindarvatn streymdi undan hrauninu í Herdísarvíkurtjörn. Gengið var að Varghólsbrunni, eða þar sem hann var því sjórinn er búinn að brjóta talsvert umhverfis Tjörnina. Þar streymdi vatnið upp á milli klappa. Staðnæmst var við gömlu útihúsin vestan við Einarshús, en þar var áður fjós, hlaða, lambús og hesthús. Einnig var Krýsuvíkurbúð, en hún var gerð upp úr hrútakofa, sem þar var. Norðurtúngarður liggur ofan Einarshúss og Vesturtúngarður vestan þess.

Herdísarvík

Brú og gerði í Herdísarvíkurtjörn.

Gengið var að hlaðinni rás í jörðinni norðan túngarðsins. Hún er hluti af reykofni Hlínar. Þorkell hafði einmitt haft á orði að kjötið þaðan hafi skammast vel því reykurinn hafi verið svo kaldur þegar hann kom loks í reykhýsið.
Gengið var niður að Tjörninni og eftir flóruðum stíg yfir eitt vikið. Við það er hlaðið gerði, sennilega hestagerði. Í hleðslunum mátti greina sjósteina, hluta myllusteina, sökkkusteina o.fl. Vestan stígsins er svo gamla Herdísarvík, en það hús var notað til 1934. Einar og Hlín voru fyrsta árið sitt í Herdísarvík í því húsi. Það er byggt utan í Skyggni, klettavegg. Vestan hússins er hlaðið gerði og tótt.
Gengið var yfir Vesturtúngarðinn til norðurs og var þá komið að grunni kofa, hlaðinni tótt og enn annarri stærri í gróinni lægð, sennilega fjárhús.
Eftir áningu við Einarshús þar sem einn samferðarmanna, bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Örn Ólafsson, afhenti einum FERLIRsforsprakkanum, Ómari Smára, bæði bindinn af Sögu Grindavíkur með þakklæti fyrir sýndan áhuga á minjum í og við Grindavík. Honum var þökkuð gjöfin, en bækur þessar munu nú vera ófáanlegar í bókabúðum.
Loks var gengið austur með Norðurtúngarði að Réttinni, eftir Kúastíg og áfram að upphafsreit.
Gangan tók um tvær klukkustundir. Veður var frábært, sól og hlýindi.

Meðfylgjandi eru myndir úr ferðinni. Einnig var svæðið teiknað upp.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Heiðarvegur

Rakinn var Heiðarvegur, gömul þjóðleið milli Selvogsgötu ofan Grindaskarða og Ólafsskarðsvegar sunnan við Fjallið eina. Selvogsgatan (Suðurfararvegurinn) var gamla þjóðleiðin millum Selvogs og Hafnarfjarðar og Ólafsskarðsvegur var gamla þjóðleiðin milli Ölfus og Reykjavíkur. Heiðarvegurinn tengdi þessar gömlu þjóðleiðir og lá auk þess áfram niður að Hrauni í Ölfusi, um Selstíginn framhjá Hraunsseli.
VarðaEinn FERLIRsfélaganna „skrapp“ til að leita að Heiðarveginum. Hann byrjaði þar sem áður hafði verið merkt „Heiðarvegur við Hraunbólu með einum steini uppá“ (sjá Heiðin há – vörður). Í fyrstu gat hann ekki séð neina greinilega götu þarna, en niðri á sléttunni þar sem hallaði niður að Stórkonugjá var eitthað sem gat verið varða. „Þarna niðri koma fyrsta varðan í ljós og síðan var hægt að rekja vörðurnar að Stórkonugjá. Gatan sjálf er hvergi greinileg og væri ekki hægt að rekja hana ef ekki væru vörðurnar.“
Að austanverðu stoppaði FERLIRsfélaginn við klapparhól með 3 vörðum á (hélt að þar væri hann kominn að Ólafsskarðsvegi). Síðar átti eftir að koma í ljós að enn vantaði „spölkorn“ inn á gatnamótin sem og framhaldið þvert á þau áleiðis niður að Hrauni.
„Á landakorti LMÍ er Kerlingahnúkur settur á gíg Heiðarinnar (Heiðartopp). Hann er ekki rétt staðsettur (er reyndar undir ellinu í Bláfj… ?  Þannig að þetta er ein samfelld leið er stefnir á Sandfellið“.
Ekki var hjá því komist að fara þrjár ferðir í þessa leit frá VörðurBláfjallaskálanum. „Fyrsta ferðin til austurs tók rúma 5 tíma og fór þá drjúgur tími í að leita að leiðinni eftir að vörðunum sleppti við Kerlingahnúkinn (sem er því miður rangt merktur á landakort [þær eru ekki ófáar klukkustundirnar sem FERLIRsfélagar hafa þurft að eyða í að leita eftir rangt staðsettum landakortum LMÍ)). Hálfa leiðina að vörðunum 3 (sjá fyrrnefna lýsingu) er enga götu að finna, svo kemur greinileg gata að vörðunum en hverfur svo aftur handan þeirra og kemur svo ekki aftur í ljós fyrr en við hólinn þar sem gangan endaði í það skiptið. Ferðin til vesturs tók tæpa 4 tíma og gekk vel eftir að fyrsta varðan var fundin, aðeins á 2 stöðum þurfti að leita að næstu vörðu. Þriðja ferðin var farin til að tengja leiðina saman sem eina heild. Í það sinnið lengdist hún til suðausturs, yfir Ólafsskarðsveginn áleiðis niður í Ölfuss að Hrauni.“
Það þarf bæði þolinmæði og glöggskyggni til að rekja hinar fornu götur. Tíminn (akstur og nesti) er og hefur þó ávallt verið vanræktur þáttur við slíka umleitan.
Frábært veður. Leitin og gangan um Heiðarveginn tók 17 klst. og 17 mín.
Heiðarvegur

Vörðufell

Gengið var upp austanverðan Lyngskjöld, yfir Eldborgarhraunið (rann á 10. öld) og niður Fálkageirsskarðið á Herdísarvíkurfjalli.
vorstorGróður undir Lyngskyldi og hömrum Herdísarvíkurfjalls er einstaklega blómlegur. Í ferðinni var m.a. skoðuð svonefnd vorstör, en hún 
ein sjaldgæfasta stör landsins, aðeins fundin á einum stað á sunnanverðum Reykjanes-skaga. Hún vex í grasi vöxnum bollum í hlíðarrótum Herdísarvíkurfjalls. Hún er eina íslenzka störin sem hefur loðin hulstur að undanskilinni dúnhulstrastör. Auk hennar mátti sjá jarðaberjaplöntur í ofanverðum hlíðunum.
Ólafur Þorvaldsson lýsir aðstæðum ofan Herdísarvíkurfjalls þannig: „Austast í fjallinu, við Mosaskarð, er hamar, sem nær langt niður í skriður, Sundhamar. Austan við Sundhamar, sem er austasti hluti fjallsins, hefur hraunfoss steypzt ofan á um ca. 200 m breiðri spildu, og heitir þar Mosaskarð. Austast í brún þess eru landamerki milli Herdísarvíkur og Stakkavíkur. Þaðan liggur landamerkjalína í Kóngsfell, ,,sem er gömul, en ekki há, grámosavaxin eldborg, umhverfis aflangan, djúpan gíg, til hægri handar við þjóðveginn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, góðan spöl fyrir austan Kerlingarskarð, nálægt veginum,“ segir í landamerkjaskrá Strandarkirkjueignar í Selvogi og kringum liggjandi jarða. Eru nú talin örnefni í Herdísarvíkurlandi frá brún fjalls til sjávar, og eru þá ótalin örnefnin á hálendinu. Þá er farið er frá Mosaskarði vestur fjallið, verður fyrst fyrir stakur grágrýtishóll, heldur lítill, sem næst kringlóttur, með dálítið upphækkuðum toppi. Heitir hóll þessi Gollur, og er það réttnefni eftir lögun hans. Þegar staðið er á fyrrnefndum hól og horft til NNV, sést dálítil melalda uppi í brunanum, sem runnið hefur austan og vestan hennar. Grasgeirar eru þar nokkrir, en annars er þetta mjög brunnin hæð og heitir Rauðimelur. Suður af Rauðamel, frammi á fjallinu, eru smádalir með hamraveggjum eða bröttum grasbrekkum til hliðanna. Dalir þessir liggja frá austri til vesturs og heita Hrossalágar. Nokkurn spöl vestur af Hrossalágum er komið að bruna þeim, sem fallið hefur fram af fjallinu austan Lyngskjaldar, og heitir þá Lyngskjaldarbruni.
Um 20—30 mín. gang frá brún, norðaustur í Lyngskjaldarbruna, er gren, Nýjagren. Vestan brunans eru Eldborgarhraun-21Sandfjallatögl. Upp af þeim Sandfjall hið eystra. Austan undir því, í hraunbrúninni, er Sandfjallagren. Eftir Sandfjallinu liggur landamerkjalínan norður til Brennisteinsfjalla, og ber þar hæst á Kistu. Frá austanverðum Brennisteinsfjöllum liggur allhá hlíð til NA, Draugahlíð. Við norðausturenda hennar liggur vegurinn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, og skammt austan hans er Kóngsfell. Kemur þar Herdísarvíkurland saman í odda. Er nú lýst örnefnum í Herdísarvíkurlandi.“
„Eldvirkni á Reykjanesskaga hefur sýnt sig að vera lotubundin sé litið á síðustu 3000 ár. Hver lota gengur yfir á um það bil 400 ára tímabili með gosum í nokkrum af eldstöðvakerfum skagans. Á milli líða um 800 ár þegar ekki gýs, en þess í stað kemur jarðskjálftavirkni með höggun á sniðgengjum. Síðasta lota hófst fyrir landnám í Brennisteins/Bláfjallafjallakerfinu og lauk þar árið 1000.

Fálkageirsskarð

Fálkageiraskarð.

Eftir fylgdi Trölladyngjukerfið með gosvirkni á 12. öld og síðan Reykjanes- og Svartsengiskerfin með gosum á 13. öld. Líkt gekk til fyrir 2400-2000 árum. Vitað er að eldvirkni var á Reykjanesi, í Trölladyngju og Brennisteinsfjöllum fyrir rúmlega 3000 árum, en tímabilið þar á undan er miður þekkt. Goshlé á Reykjanesskaga hefur nú varað í rúmlega 750 ár.“
Síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum og er talið að síðasta jökulskeið hafi staðið yfir í um 100.000 ár. Á þeim tíma mun megnið af þeim jarðlögum sem byggja upp fjallabálkinn frá Lönguhlíð, um Bláfjöll og norður í Hengil hafa myndast. Megingerð jarðlaga er móberg, og þar sem gosstöðvar hafa náð upp úr jökli hafa runnið hraun og myndast stapar eða hraunahryggir. 

Falkageirsskard-2

Mikið er um slíkar myndanir í Brennisteinsfjöllum. Ástæða þess að þarna hefur myndast hærra land en umhverfis er sú að við gos undir jöklum ná gosefnin ekki að renna sem hraun heldur hlaðast þau upp nálægt gosstöðvunum, sem móbergsfjöll. Á hlýskeiðum renna gosefnin aðallega sem hraun og mynda þunnar breiður sem fylla smám saman upp í dali og lægðir milli móbergsmyndana. Dyngjurnar á Reykjanesskaga eru flestar gamlar. Þær einkennast af þunnum hraunstraumum sem runnið hafa á löngum tíma og oft langar leiðir.

Falkageirsskard-3

Herdísarvíkurhraun kemur fram í tveimur óbrinnishólmum suðvestan við Kistu. Þetta er hraun frá gamalli dyngju sem Jón hefur rakið meðfram ströndinni til austurs. Sennilega er dyngjan sjálf í Brennisteinsfjöllum, e.t.v. norðan undir Vörðufelli. Frá gossprungum renna yfirleitt apalhraun með greinilegar hraunbrúnir sem eru oft auðveldari viðfangs til að kortleggja en dyngjuhraunin, sem eru þunnfljótandi og oft erfitt að greina jaðra þeirra auk þess sem þau geta runnið mjög langar leiðir í ræfilslegum straumum. Þar sem gossprungur eru gjarnan langar og ekki gýs alltaf eftir þeim endilöngum getur verið mjög erfitt að sjá hvaða gos hafa orðið á sama tíma eða í sömu goshrinu.
Aldur nokkurra hrauna á svæðinu:
Selvogshraun sunnan Kistufells; eldra en 1226.
Eldborg er sennil. yngst á Brennisteins-sprungureininni.
Kóngsfellshraun vestan Kóngsfells; um 950.
Húsfellsbruni við Drottningu; um 950.
Svartihryggur; um 950.
Breiðdalshraun Kistufell; eftir 900.
Kistuhraun Kistufell; eftir 900.
Yngra Hellnahraun í Grindarskörðum; 875.
Tvíbollahraun / Tvíbollar; 875 eldra:
Vatnaöldur; 870-880.
Söguleg hraun á svæðinu
Falkageirsskard-4Tvö hraunanna hafa verið færð til sögulegs tíma. Annað er Kistuhraun sem hefur gosið á sama tíma og Breiðdalshraun og hefur verið aldursgreint (JJ 1978). Hitt er lítið hraun við gígaröð sem nefnist Svartihryggur og er einnig sögulegt. Landnámslagið frá 870–880 liggur undir báðum hraununum.
Þau öskulög sem gagnlegust eru til að tímasetja eldvirkni á svæðinu eru einkum gjóska frá gosi á Reykjanesi (miðaldalagið), landnámslagið, öskulög frá gosum í Kötlu og Heklu. Eftirfarandi er stutt lýsing á helstu gjóskulögum sem skipta máli á svæðinu í nágrenni Brennisteinsfjalla.
Við rannsóknir á öskulögum í Brennisteinsfjöllum og á ströndinni sunnan við fjallabálkinn kom í lGjoskulog iBrennisteinsfjollumjós að mun erfiðara er að greina öskulög niðri við ströndina en uppi á fjöllunum. Miklu meira sandfok hefur verið við ströndina og öskulög því ógreinilegri, tilflutt og röskuð. Uppi á fjöllunum eru öskulög hinsvegar oft lítið hreyfð, greinileg og skýr. Þar er að vísu minni jarðvegur, en mun auðveldara að rekja aldur myndana en á ströndinni sunnan við.
•Saksunarvatns-aska. Eitt elsta gjóskulagið sem hefur fundist í nágrenni Reykjavíkur er s.k. Saksunar og er um 10.200 ára (Mangerud o.fl. 1986; Magnús Á. Sigurgeirsson og Markús A. Leósson 1993), en það hefur ekki enn fundist í Brennisteinsfjöllum. Lagið er talið vera komið af Vatnajökulssvæðinu. Lagið er svart.

Gjoskulog iBrennisteinsfjollum-2

Hekla-4 er ljóst öskulag, sjáanlegt í nokkrum sniðum að því við teljum. Það er frá Heklu og er talið vera um 4.500 ára gamalt (Guðrún Larsen og Siguður Þórarinsson 1978; Magnús Á. Sigurgeirsson og Árný E. Sveinbjörnsdóttir 2000). Grátt lag er stundum neðan við þetta sem gæti einnig verið frá Heklu, en það þarfnast nákvæmari greiningar.
•Katla hefur sent frá sér fjölmörg svört öskulög og er algengt að 2–4 lög sjáist í sniðum í Brennisteinsfjöllum. Stundum hafa lögin oxast og geta verið ljósbrún eða rauðleit og hörð. Tvö þessara fjögurra laga eru þykk og það eru þau sem algengast er að rekast á í sniðum á þessu svæði, en aldur þeirra er um 3.200–3.400 og 2.850 ára, (Bryndís G. Róbertsdóttir 1992b; Magnús Á. Sigurgeirsson 1992; Magnús Á. Sigurgeirsson og Árný E. Sveinbjörnsdóttir 2000), en þynnri lögin eru talin vera um 4.000 og 2.900 ára. Það lag sem er um 3.200 ára gamalt er yfirleitt þykkast og hefur gengið undir nafninu Katla-5000 (Bryndís G. Róbertsdóttir 1992b).
HA er ljóst öskulag frá Heklu og er talið vera úr gosi fyrir um 2.400–2.600 árum (Bryndís G. Róbertsdóttir 1992a; Magnús Á. Sigurgeirsson oEldborgarhraun-23g Árný E. Sveinbjörnsdóttir 2000). Nokkuð algengt er að sjá þetta öskulag í sniðum í Brennisteinsfjöllum og skiptir það því miklu máli þar.
Gráa-lagið er einnig frá Heklu og er sennilega frá því um 600 e.Kr. (Magnús Á. Sigurgeirsson 1992) og er gráleitt eins og nafnið bendir til. Þetta lag sést stundum í sniðum og styrkir greiningu á HA-laginu.
Landnámslagið 870–880 er eitt mikilvægasta öskulagið á Íslandi, en það mun hafa fallið skömmu eftir að land byggðist og hefur dreifst víða. Öskulagið er talið vera komið frá Torfajökuls- og Veiðivatnasvæðinu árið 870–880 og er tvílitt, með ljósan neðri hluta og dökkan efri hluta (Guðrún Larsen 1984; Karl Grönvold o.fl. 1995; Zielinski o.fl. 1997). Landnámslagið finnst víða og er grundvöllur margra aldursákvarðana á hraunum.
Falkageirsskard-5Miðaldalagið er dökkgrátt öskulag komið frá gosi við Reykjanes 1226–27 og er nokkuð auðgreint á svæðinu þar sem það er ívið grófkornóttara en önnur dökk öskulög þar. Þetta er mikilvægt öskulag á Reykjanesskaga og var því fyrst lýst af Gunnari Ólafssyni sem nefnir þrjú möguleg gos ábyrg fyrir gjóskunni (Gunnar Ólafsson 1983) en síðari athuganir benda til að gosið hafi verið 1226–27 (Haukur
Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988; Hafliði Hafliðason o.fl. 1992; Magnús Á. Sigurgeirsson 1995).
Katla-1500 er yngsta öskulagið sem stundum sést efst í sniðum í Brennisteinsfjöllum. Það skiptir litlu máli varðandi eldvirkni á svæðinu því gos hafa ekki orðið eftir að Miðaldalagið féll árið 1226. Lagið styrkir hinsvegar tilvist og greiningu annarra laga, en er yfirleitt þunnt og ræfilslegt þar sem það sést (Guðrún Larsen 1978; Hafliði Hafliðason o.fl. 1992).“
Frábært veður. Gangan nam 7.8 km og tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Herdísarvík í Árnessýslu eftir Ólaf Þorvaldsson – Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1943-1948, bls. 135.
-Orkustofnun. OS-2001/048. Ragna Karlsdóttir, 1995. Brennisteinsfjöll.
-Helgi Torfason, Náttúrufræðistofnun Íslands. Magnús Á. Sigurgeirsson, Geislavörnum ríkisins. Brennisteinsfjöll – Rannsóknir á jarðfræði svæðisins. Unnið fyrir Orkustofnun janúar 2002.
-Hörður Kristinsson, Vorstör fundin á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 1980-1981, bls. 118-120.

Fálkageiraskarð

Efst í Fálkageiraskarði.

Selvogur

Gengið var frá Nesi í fylgd fjölfróðs uppalings í Selvogi. Stóð á endum þegar ekið var af Strandarheiði að Selvogi að birti til og ekki laust við að birtugeislanir vildu nota tækifærið við komu FERLIRsfara og leika við nýkomna farfuglana því þarna mátti snemma vors bæði sjá og heyra í tjaldi, steindepli og einstaka lóu.

Nesborgir

Nesborgir í Selvogi.

Skoðaður var gamli kirkjugarðurinn í Nesi, brunnhýsið, tóttir fjárhúsanna á sjávarabakkanum og “hinar týndu fjárborgir” á milli Ness og Bjarnastaða. Sagt var að borgirnar, sem sjá má teikningu af í bók Daniels Bruun, hefðu horfið í harótinu mikla árið 1925, en svo er nú ekki. Að vísu eru borginar hrundar sjávarmegin, en landmegin eru þær nokkuð heillegar. Vestan við borgirnar er tótt í varnargarðinu.

Þorkelsgerði

Þorkelsgerði í Selvogi 1985 – b.jóns.

Skoðað var í Bjarnastaðabrunn, sem er hlaðinn og nokkuð djúpur. Gengið var með gömlu Bjarnastaðahúsunum, yfir kambinn og niður að Stokkasundi. Þar mátti vel sjá hversu sundið var náttúrulega hentugt til löndunar. Í klapparskoru mátti sjá einn festasteinanna, sem bátarnir voru bundnir við. Á hann hefur verið klappað gat og band þrætt þar í.

Ofar og vestan við sundið eru leifar af enn einni “týndu borginni”; Þorkelsgerðisborg.

Sveinagerði

Sveinagerði utan Strandar.

Gengið var upp að Torfabæjarbrunni og síðan skoðað í kjallara Torfabæjar þar sem skóli Selvogsbúa var um skeið. Uppalingurinn dró hópinn með sér í átt að Þorkelsgerði þar sem íbúarnir opnuðu og buðu FERLIRsförum innfyrir. Var þar boðið upp á kaffi og meðlæti. Kom fram að ferðir FERLIRs hefðu spurst út um bæi og grundir og væru þátttakendur hvarvetna auðfúsugestir.

Eftir að spurt hafði verið almæltra tíðinda og spáð í veðrið var haldið áfram til vesturs fram hjá Miðvogsréttinni og að Strandarkirkju. Þar var stefnan tekin á gömlu vörðuðu þjóðleiðina að ósum Hlíðarvatns.

Eftir stutta göngu var vent til norðurs og þá komið í Sveinagerði þar sem sveinar sýslumanns voru við leika á öldum áður.

Vogsósar

Kirjugatan milli Vogsósa og Strandar.

Sveinagerði fór í eyði 1696, en þarna má sjá gamla garða og gerðið sjálft. Skammt austan við það liggur Kirkjustígurinn á milli Strandarkirkju og Vogsósa. Þaðan mátti sjá í hæðina norðan Strandarkirkju þar sem Þórarinn á Vogsósum sagði að fólk á leið í kirkju hafi venjulega skipt um skó. Heitir þar skósteinn. Stígnum var fylgt í átt að Vogsósum. Farið var yfir þvergarða á nokkrum stöðum og sjá mátti í Strandargarð (Fornagarð) ofar í heiðinni.

Herdísarvík

Þórarinn Snorrason frá Vogsósum leiðbeinir FERLIRsfélögum.

Á Vogsósum var hús tekið á Þórarni og Snorra, sem voru við rúninga. Var Snorra sagt frá hvar nafni hans uppi í Hvannahrauni hefði að geyma og að þar væru þá stundina fulltrúar HERFÍs og FERLIRs við undirheimarannsóknir.
Eins og fyrr segir var veðrið sérstaklega hentugt til gönguferðar. Ofar var bleyta og þoka með fjöllunum, en Selvogurinn skartaði því besta sem gerist á þessum árstíma.

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Selvogur - örnefna- og minjakort

Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.

Draugatjrön

Eftirfarandi er stytt grein eftir Gísla Sigurðsson í Lesbók Morgunblaðsins 31. mars 2001. Hún fjallar um „Kolviðarhól undir Hellisskarði„. Önnur grein Gísla um Kolviðarhól birtist í Lesbókinni 7. apríl 2001 og er hægt að sjá hana undir yfirskriftinni „Kolviðarhóll II“ hér á vefsíðunni.

Draugatjörn

Sæluhúsið við Draugatjörn.

„Það þótti mikil framför þegar frumstæður kofi á Bolavöllum var lagður niður og sæluhús reist á Kolviðarhóli 1844. Betra hús reis þar 1877 og þá var sæluhúsavörður ráðinn. Eftir 1883 og fram til 1938 var úrvalsfólk á Hólnum, fyrst við frumstæð skilyrði og starfið fólst m.a. í því að bjarga aðframkomnum ferðamönnum ofan af Hellisheiði og úr Svínahrauni. Drykkjuskapur var algengur á ferðalögum, einkum á leið úr kaupstað. Fyrst var tímaskeið lestarferða, síðan hestvagnatímabilið og loks bílaöldin.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 1910.

„Á árabilinu frá 1877 og framundir 1940 vissi hvert mannsbarn í Reykjavík og á Suðurlandi um Kolviðarhól, áningar- og gististaðinn við brún Hellisheiðar. Aðstöðunni þar átti fjöldi manns líf að launa og þar leituðu skjóls háir sem lágir, allt frá flökkurum til Íslandsráðherra og Kolviðarhóll var jafnvel viðkomustaður Friðriks konunngs VIII í Íslandsför hans 1907.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 2010.

Menn komu á Hólinn fótgangandi og stundum aðframkomnir; sumir voru frægir förumenn, aðrir á leið í verið með föggur sínar og skrínur á bakinu. Lengi vel voru þó flestir ríðandi með hesta undir böggum, ýmist í lest eða ráku þá lausa, uns hestvagnatímabilið hófst. Þá var ekki lengur hægt að fara brattan stíginn upp Hellisskarðið ofan Kolviðarhóls, heldur var þá rudd braut suður með Reykjafelli og upp á Hellisheiðina um Hveradalabrekkur. Lengi vel lá Suðurlandsvegurinn sömu leið framhjá Kolviðarhóli og þaðan vestur yfir Svínahraun. Gistihúsið á Hólnum, hátt og reisulegt með þremur burstum, var rekið löngu eftir að bílaöld gekk í garð. En eftir að krókurinn upp að Kolviðarhóli var tekinn af og vegurinn lagður skemmri leið, fór svo að þessi frægi gististaður varð utan við alfaraleiðina.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll um 1930.

Árið 1977 urðu þau tímamót að húsið var brotið niður og síðan hefur Kolviðarhóll svo að segja fallið í gleymsku og dá.
Sá skortur á menningarlegum metnaði, sem lýsir sér í því að brjóta niður eitt prýðilegasta verk Guðjóns Samúelssonar húsameistara, er ótrúlegur og efni í sérstaka umfjöllun.

Hellisheiði

Hellisheiðargata.

Húsráðendur á Kolviðarhóli, sem sinntu hjálparstarfi og sáu gestum jafnframt fyrir gistingu og veitingum voru framan af hjónin Jón Jónsson og Ksristín Daníelsdóttir, síðan Guðni Þorbergsson og Margrét Jónsdóttir fram til 1905 og þá tóku við frægustu gestgjafar staðarins; Sigurður Daníelsson og Valgerður Þórðardóttir, fólk sem allir Sunnlendingar vissu deili á.
Þjóðleiðin forna frá Árnessýslu til Mosfellssveitar lá úr Ölfusi upp Kamba og þaðan vestur á Hellisheiði, austan við Hurðarás ofan Kolviðarhóls. Upp og niður úr skarðinu var hægt að komast með klyfjahesta, en alls ekki með hestvagna. Þegar komið var niður úr Hellisskarði lá leiðin um Bolavelli, vestur með Húsmúla og síðan um norðanvert Svínahraun, framhjá Lyklafelli og oft var komið í byggð hjá Elliðakoti í Mosfellssveit. Þessi leið milli byggða var talin rösk þingmannaleið, eða um 35 km. Í lýsingu Ölfushrepps frá 1703 er leiðinni lýst. Þá voru hestagöturnar sagðar greinilegar á hraunhellunni.

Hellisheiði

Gata um Helluna á Hellisheiði.

Hestagöturnar, sem markast hafa í hraunhelluna á Hellisheiði af umferð járnaðra hesta sjást mjög greinilega á þriggja km kafla, en eftirtektarvert er, að þær skuli hafa verið orðnar svo greinilegar þegar fyrir 300 árum. Hurðarás var aftur á móti svo nefndur vegna þess, að þegar þangað kom á austurleið yfir heiðina var allt í einu eins og hurð væri opnuð og víðerni Suðurlands blöstu við, allt til Vestmannaeyja.
Kolviðarhóll var og er í Árnessýslu. Við Bolaöldu, vestan Svínahrauns eru sýslumörkin. Þótt Kolviðarhóll eigi sér alllanga sögu sem áningar- og gististaður er hann einnig sögustaður, svo nefndur eftir Kolviði á Vatni (Elliðavatni) sem barðist við þann mikla kappa Búa Anríðsson eftir því sem Kjalnesingasaga segir. Í sögunni er hann reyndar ýmist nefndur Kolfinnur eða Kolfiðr. Vildu báðir eiga Ólöfu hina vænu í Kollafirði og höfðu háð einvígi þar sem Búa veitti betur, en báðir lifðu. Ekki lét Kolviður sér það að kenningu verða og sat um líf Búa, sem var á heimleið frá Noregi og hafði gengið frá skipi sínu á Eyrum (Eyrarbakka).

Búasteinn

Búasteinn.

Kolviður á Vatni hafði spurn af útkomu Búa og lét njósna um ferðir hans. Reið hann við tólfta mann í fyrirsát í Öxnaskarði ofan við Kolviðarhól. Biðu þeir þar við stein, rétt við götuna, sem nú er kallaður Búasteinn. Búi varð var við fyrirsátina af skarðinu og reið að steini einum miklum; sneri hannbaki að steininum svo ekki varð komist aftan að honum. Skiptust þeir búi og Kolviður á orðum og kvaðst Kolviður ætla að njóta þess að vera með flokk manna á móti honum; „skal þá vel við því taka,“ sagði Búi.
Er skemmst frá því að segja, að Búa tókst að gera menn Kolviðar óvíga hvern á eftir öðrum og féllu sex, en sjálfur sparaði Kolviður sig uns ekki varð undan vikist. Hjó hann þá „hart og tíðum og sótti alldrengilega. Hjóst skjöldur Búa, en Kolviður tók að mæðast. Þurfti Búi þá ekki mörg högg; ónýtti hann skjöld Kolviðar og veitti honum síðan það slag að andstæðinginn tók sundur í miðju“. Búi var „ákaflega vígmóður og nokkuð sár“, en gat haldið ferð sinni áfram. Steinninn heitir síðan Búasteinn. En eftir honum ógæfusama Kolviði á Vatni er Kolviðarhóll nefndur.

Hellulofinn

Hellukofinn á Hellisheiði – byggður upp úr Biskupsvörðu.

Öldum saman höfðu menn farið alfaraleiðina yfir Hellisheiðina án þess að nokkuð væri um húsaskjól þar til 1830 að Þórður bóndi á Tannastöðum hlóð birgi uppi á heiðinni sem enn stendur. En elsta heimild um sæluhúskofa í námunda við Kolviðarhól er eftir Hálfdán Jónsson lögréttumann í lýsingu Ölfushrepps frá 1703. Þar er minnst á sæluhús á Hvannavöllum (nú Bolavöllum) og segir þar svo: „Á norðanverðum Hvannavöllum, er strax taka við fyrir neðan skarðið, stendur sæluhús (ei langt frá veginum) svokallað, hverju allt til þess tíma Ölvesbyggjarar hafa uppi haldið, vegfarandi fólki til innivistar, er og lofsvert að þetta sæluhús ei niður falli.“

Draugatjörn

Sæluhúsið við Draugatjörn.

Sveinn Pálsson, náttúrfræðingur, minnist á sama sæluhús hátt í öld síðar; segir að þar sé lítill kofi hlaðinn úr hraungrýti með torfþaki og að margir hafi dáið úr kulda í þessum kofa, örmagna af hungri og kulda.
Skammt frá kofanum var dálítil tjörn, nefnd Draugatjörn, og töldu margir svo reimt í kofanum að þar væri naumast vært. Hafði Magnús bóndi Pálsson á Fossi í Grímsnesi heldur betur fengið að kenna á því, annálað hraustmenni og gerði grín að draugatrú og myrkfælni. Gisti hann við annan mann í kofanum og brá sér út að tjörninni. Þar réðst að honum ófreskja og komst hann við illan leik, rifinn og tættur, inn í kofann. Sár á nefi greri aldrei, enda var það eðli sára sem draugar veittu, og Magnús varð aldrei samur maður eftir.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 1907.

Eiríkur bóndi í Haga í Eystrihreppi komst mun betur frá viðskiptum við sæluhúsadrauginn. Hann var á ferð til skreiðarkaupa, hafði sest að í myrkri í kofanum og tók til matar síns. Þá fór hann að sjá eldglæringar í hinum enda kofans og sagði bara sísona: „Kvekið þið, kindur sælar, svo Hagakarlinn sjái til að rífa roðbitann sinn.“ Hættu þá glæringarnar og svaf Eiríkur þar rótt um nóttina. Svo skrái Brynjúlfur frá Minna-Núpi.
Sögur af þessu tagi urðu til þess að menn voru dauðsmeykir við að gista í kofanum, einkum ef þeir voru einir á ferð. Einu sinni hafði sú hræðsla alvarlegar afleiðingar. Gömul sögn úr Ölfusinu greinir frá því, að eitt sinn hafi ferðamaður leitað skjóls í kofanum og lokað kirfilega að sér að innanverðu. Um nóttina heyrði hann traðk utandyra og rjálað við hurðina eins og reynt væri að opna hana. Hirti hann ekki um það; hefur ugglaust búist þar við draugi og verið hræddur. Um morguninn brá þessum ferðalang ónotalega þegar hann opnaði og sá að utandyra lá dauður maður. Eftir það var gengið frá því að ekki væri hægt að loka kofanum að innanverðu með slagbrandi.

Kolviðarhóll.

Kofinn við Draugatjörn var ísköld og ömurleg vistarvera, en þó sá skúti sem betri var en úti. Lengdin að innanverðu var aðeins 2,5 m og breiddin 1,5 m. Við annað hlaðgaflið var hlaðinn grjótbálkur, mýktur með torfi. Yfir dyrum var lítil gluggabora með gleri. Tóftin sést enn ef vel er að gáð.
Fleira gat verið varasamt á þessari óbyggðaleið en illviðri og draugar. Bolavellir og Bolasteinn minna á söguna um Skeiða-Otta og nautið ógurlega sem gekk í sumarhögum á völlunum við Kolviðarhól. Otti var bóndi austur á Skeiðum og átti erindi til Reykjavíkur þegar komið var að slætti og reið miklum kostahestum sem leið liggur vestur yfir Hellisheiði. Hann vissi um illræmdan griðung frá Viðey í högum hjá Kolviðarhóli og hafði hann orðið tveimur eða þremur mönnum að bana.

Bolasteinn

Bolasteinn.

Nautið lá við Bolastein og hóf þegar eftirför en Otti þeysti undan sem mest hann mátti. Samt dró saman með þeim og tók Otti þá það til ráðs að hann snaraðist af baki, tók upp hníf og lagðist niður milli krappra þúfna. Þar fleygði bolið sér yfir hann, en Otti skar hann á kvið og helltust yfir hann innyflin. Drapst bolinn þar en Otti gat haldið ferð sinni áfram.

Þau tímamót urðu 1844 að þá reis í fyrsta sinn hús uppi á sjálfum Kolviðarhólnum. Þá hafði farið fram fjársöfnun austan heiðar og vestan, og þótti vænlegast að reisa húsið á hólnum neðan við Hellisskarð.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – fyrsta sæluhúsið.

Séra Páll Matthíasson á Arnarbæli valdi staðinn og hafði forgöngu um málið ásamt Jóni Jónssyni á Elliðavatni. Nýja sæluhúsið var allt úr timbri og stóð á sökkli sem hlaðinn var úr grjóti. Grunnflöturinn var 16 fermetrar og loft yfir þars em viðbótargistirými fékkst. Járnrimlar voru fyrir gluggum, liklega til að koma í veg fyrir rúðubrot skemmdarvarga. 24 menn gátu gist í einu á loftinu og komið inn 16 hestum niðri.
Enn urðu tímamót 1876 þegar ákveðið var að hefja vegarlagningu um Svínahraun.Þremur árum síðar var tekið annað skref og segir svo í Þjóðólfi: „Vegagjörðin yfir Kamba á Hellisheiði skal byrja í sumar.“ Eiríkur í Grjóta fór með flokk manna sumarið 1880 og lagði veg vestur yfir Hellisheiði, nokkru norðar og nær hinni fornu þjóðleið en núverandi Suðurlandsvegur.

Kolviðarhóll

Garður við Kolviðarhól.

Áratugi síðar, eða um 1870, hafði sú vakningaralda risið að bæta húsakost á Kolviðarhóli, enda var sæluhúsið frá 1844 þá orðið lélegt. Sigurður Guðmundsson málari hafði forgöngu um að reist yrði veitingarhús á Kolviðarhóli, sem gæti fullnægt þörfum ferðamanna.
Enn var efnt til samskota og Matthías Jochumsson, þá ritstjóri Þjóðólfs, hvatti menn til „drengilegra samskota“. Hægt gekk að safna, en það var svo loks 1877 að framkvæmdir hófust og landshöfðinginn lagði þá fram það sem til þurfti til viðbótar. Veggir voru hlaðnir úr tilhöggnu grjóti, ris var yfir og þar voru tvö herbergi. Niðri var eldhús með eldavél og ofni. Eftir að aðrar byggingar risu á Kolviðarhóli var þetta hús áfram notað til geymslu og öðru hverju var sofið í því fram til 1930. Fyrsta veturinn var þetta hús án gæslu, en öllum opið.
Ekki verður sagt að hlaðið hafi verið undir fyrsta sæluhúsavörðin, en Ebeneser Guðmundsson gullsmiður var náðarsamlegast ráðinn. Bergur Thorberg amtmaður yfir Suðuramtinu gaf út leyfisbréf og þar er tekið fram að Bergur sé riddari dannebrogsorðunnar og dannebrogsmaður.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – Konungskoman 1907.

Ebeneser var „veitt leyfi til að hafa um hönd gestaveitingar á greindum stað, þannig að hann, auk þess að láta mönnum í té mat og kaffi m.m. einnig má veita áfenga drykki“. Þar með hafði náðst fram krafa margra um áfengissölu á fyrirhuguðum veitingastað á Kolviðarhól „til að auðvelda mönnum ferðina yfir heiðina“. Með þetta leyfi í höndum gat Ebenser kallast gestgjafi. Tekið var fram að hann ætti að hirða húsið, en það gat verið erfitt þar sem engin vatnsuppsspretta var.
Vatnsleysið á Kolviðarhóli varð strax til vandræða og réðst Ebeneser í að grafa brunn neðan við bæjarhólinn. Fyrir þetta fékk hann smáþóknun frá Suðuramtinu „með eftirtölum og ónotum“.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 1939.

Ólafur Árnason tók að sér gestgjafahlutverkið á Kolviðarhóli 1880 og gegndi því næstu 3 árin. Hann eignaðist son með Málfríði, bústýru sinni, og var hann skírður Búi Kolviður eftir köppunum tveimur í Kjalnesingasögu. Þetta fyrsta barn sem fæddist á hólnum dó aðeins 5 vikna gamalt. Vorið 1883 giftust Ólafur og Málfríður og fluttu til Ameríku. Þar eignuðust þau 10 börn.
Þá fluttu á Kolviðarhól Jón Jónsson og kristín Daníelsdóttir. Þau sinntu gestgjafahlutverkinu næstu 12 árin. Eitt meginvandamálið var að ferðamenn voru flestir auralitlir og allur viðurgjörningur varð að vera eins ódýr og framast var kostur. Drykkjuskapur ferðamanna, slæm umgegni og fleira þurfti gestgjafinn að glíma við.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 1957.

Guðni Þorbergsson frá Starkaðarhúsum í Flóa réðst vinnumaður að Kolviðarhóli 1886. Þar krækti hann í heimasætuna. Þau tóku við gestgjafahlutverkinu 1895. Þá var nýtt tímabil í samgöngum og flutningatækni hafið; Íslendingar búnir að finna upp hjólið og hestvagnaöld gengin í garð Gamla húsið á Hólnum var nú orðið allt of lítið og aldamótaárið 1900 byggði Guðni nýtt íbúðar- og gistihús við hlið hins eldra. Það var allt úr timbri, en kjallari var úr steinsteypu. Þá höfðu aðeins örfá hús verið steinsteypt í Reykjavík. Líklega hefur verið farið yfir lækinn til að sækja vatnið því steypumöl var sótt í fjöru við Reykjavík og ekið á hestvögnum. Með túnsléttun og garðhleðslum varð til nýbýli að Kolviðarhóli. Þar með var staðurinn orðinn bújörð í Ölfushreppi, en það stóð þó aðeins til 1936.
Nú er Orkuveita Reykjavíkur allsráðandi á svæðinu – með tilheyrandi eyðingarmætti.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins – Gísli Sigurðsson – 31.03-2001.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 1929.

Köldulaugar

Ætlunin var að ganga um Laugagilin svonefndu er hýsa Nesjalaugar, Köldulaugar og Ölfusvatnslaugar (Hagavíkurlaugar) í norðaustanverðum Hengli, ofan við Nesjavelli. Laugarnar liggja nálægt miðjum hlíðunum svo hækkunin í fyrstu var nokkur, en síðan er hægt að fylgja stikuðum stíg á milli fyrrnefndu lauganna og kindagötu að þeirri síðastnefndu.
KoldulaugargilGönguleiðin er tiltölulega greiðfær, en hafa þarf vara á að nálgast hverasvæðin því víða eru hveraugu, sem erfitt er að varast.
Hitaveita Reykjavíkur keypti Nesjavelli til orkuvinnslu 1964 og hófust fyrstu boranir 1965. Undirbúningur virkjunar fór fram á árunum 1980-85 og var ákveðið að reisa allt að 400 MW varmaaflsvirkjun. Framkvæmdir hófust 1987 og var fyrsti áfangi 100 MW virkjunar tekinn í notkun haustið 1990.

Köldulaugar
Boraðar hafa verið 18 holur og eru 13 nýtanlegar til orkuvinnslu. Tíu holur eru tengdar virkjuninni.
Nesjavallavirkjun framleiðir nú 120 MW af rafmagni og 300 MW í varmaorku, jafngildir 1640 1/sek af 83° C hita. Á Nesjavöllum hafa verið boraðar 25 holur, dýptin er á bilinu 1.000 til 2.200 metrar og mælst hefur allt að 380° C hiti. Meðalhola býr yfir 60 MW orku, sem nægir til hitaveitu fyrir 7500 manns og umframgufa er notuð samtímis til rafmagnsframleiðslu.

Koldulaugargil

Jarðgufan er ekki notuð beint heldur er hún nýtt til að hita efnasnautt kalt grunnvatn. Vatnið er fengið úr borholum við gíginn Grámel við Þingvallavatn,, hitað upp í varmaskiptum á Nesjavöllum og dælt 83 °C í tank á Kýrdalshrygg. Þaðan sem það rennur 27 km langa leið til Höfuðborgarsvæðisins.
Á um 1.100 m dýpi í holu 6 er hoti nálægt 300 °C.

Hengilssvæðið er eitt stærsta háhitasvæði landsins, um 100 km2 að flatarmáli. Hveravirkni á svæðinu á uppruna sinn í kólnandi kviku á 7-10 km dýpi. Kalt vatn streymir niður í iður jarðar, kemst í tæti við heitt berg, hitnar og leitar til yfirborðs eftir sprungum og misgengjum og birtist á yfirborði sem hverir.
Hverir og laugar eru víð á Hengilssvæðinu. Þekktustu hverasvæðin eru í Reykjadal inn af Hveragerði, á Ölkelduhálsi, í Innstadal og sunnan við Nesjavelli neðst í hlíðum Hengils. Þar heita Nesjalaugar og Köldulaugar við samnefnd gil.
Við Köldulaugargil eru nær eingöngu gufu- og leirhverir sem gefa vísbendingu um mikinn hita. Umhverfis hverina er stórt svæði með ljósum ummyndunarskellum sem gefur til kynna tilfærslu á hverasvæðinu. Ljós leir, kísill- og brennisteinsútfellingar gefa svæðinu ljóst yfirbragð ásamt rauðleitum járnssamböndum.

Nesjalaugar
Á skilti við Nesjalaugar er samskonar lýsing og á skiltinu við Köldulaugar.

Ölfusvatnslaugar (Hagavíkurlaugar)
Hins vegar er ekkert skilti við Hagavíkurlaugar, en svo eru Ölfusvatnslaugar nefndar á gOlfusvatnslaugar-4önguliðakorti Orkuveitu Reykjavíkur af Hengilssvæðinu. Í jarðfræðilýsingum á vefsíðu ÍSOR segir eftirfarandi um Ölfusvatnslaugar:
„Ölfusvatnslaugar eru austan undir Hengli, þyrping hvera og kalklauga. Hverirnir eru í brekkunni ofan við laugarnar, aðallega gufuhverir. Töluverður brennisteinn er í þeim. Laugarnar eru á dálitlum bala. Þar hafa fyrrum verið goshverir. Gospípa þess stærsta er 1,5 m á vídd og í henni smáólga af loftbólum og lítið rennsli af um 70°C heitu vatni. Hrúðurbunga, 50×50 m að stærð, er umhverfis. Hún er úr kalkhrúðri. Hverir og laugar austan við Hengil frá austanverðum Innstadal inn að Ölfusvatnslaugum eru með kolsýruríku vatni og ölkeldur koma fyrir. Koldíoxíð er kvikugas sem einkum ber á í háhitakerfum þegar innskotsmassi, hér sennilega gömul kvikuþró, í rótum þeirra storknar.“

NesjavellirÁ Nesjavöllum er ferskvatn hitað með varma úr jarðhitavökva sem fyrr sagði. Ferska vatnið inniheldur uppleyst súrefni og verður vatnið því mjög tærandi, þegar það er hitað upp í 80°C. Því er
vatnið afloftað með suðu við undirþrýsting. Við suðuna næst nær allt uppleysta súrefnið úr
vatninu, en til viðbótar er bætt í vatnið jarðhitagufu, sem inniheldur brennisteinsvetni.
Brennisteinsvetnið gengur í samband við súrefnið, sem eftir er, og það sem gæti bæst við á leið til notenda. Innihald brennisteinsvetnis í þessu hitaða vatni frá Nesjavöllum er álíka og í vatni frá lághitasvæðum Orkuveitunnar. Þó hefur komið í ljós, að brennisteinninn virðist lausari í hitaða vatninu heldur en lághitavatninu. Því er ekki hægt að yfirfæra tæringarreynslu af lághitavatni yfir á upphitað vatn. Hér er því enn eitt dæmi um að bein færsla á reynslu er varhugaverð.

Heimildir m.a.:
-Gönguleiðir á Hengilssvæðinu – göngukort.
-Upplýsingaskilti við Nesjalaugar, Köldulaugar og borholu 6.
-or.is
-Hreinn Frímannsson, Nesjavallavirkjun, Orkuþing 2001.

Köldulaugar

Köldulaugar.

 

Heiðin há

Einn FERLIRsfélaga hefur dundað við að skoða mögulegar gamlar leiðir um Heiðina há. Heiðarvegurinn, af Selvogsgötu við ofanverð Grindarskörð, með sunnanverðum Kerlingarhnúk og niður heiðina að Sandfelli, hefur verið kortlagður sem Hraunbólaog Selvogsgatan öll.
Vörður vestan Heiðarvegar virtust stopular við fyrstu sýn, en þegar farið var að skoða þær nánar og hnitsetja kom svolítið áhugavert í ljós; hugsanleg gata þvert á Heiðarveginn ofan við Bláfjallahornið niður á Selvogsgötu ofan við Urðarfell með viðkomu í Rituvatnsstæðinu. Þessi kafli er rúmlega 9 km langur og liðast niður Háheiðina vestanverða. Ef tekið væri mið af vörðum á þessari leið myndi gatan liggja frá norðri til suðurs um stalla og hvamma.
Þegar komið var á svæðið virtist landslagið einsleitt, hraunhólar hverjum öðrum líkir. Vörðurnar voru litlar og höfðu verið lagaðar. Gata á milli þeirra er næsta óljós. Vörðurnar þarna eru jafnan á klapparhólum svo til í beinni stefnu. Á a.m.k. þremur stöðum eru skjól í hraunbólum, það efsta hið ágætasta.
Jón hafði áður skoðað götur upp með Selfjalli um Rjúpnadali og áfram áleiðis upp í Bláfjöllin vestanverð. Fallnar vörður eru einnig á þeirri leið, en hraunhaft á leiðinni setti strik í reikninginn. Annars er þessi leið í heild mjög greiðfær og í raun mjög eðlileg fyrir t.d. vermenn að vestan á leið í Selvog eða aðra staði á sunnanverðum Reykjanesskaganum. Hins vegar er erfitt að sjá hvers vegna fólk ætti að hafa farið svo hátt upp í Heiðina há þegar hægt var að fara mun greiðfærari leið mun neðar, þ.e. milli Þríhnúka og Strompa. Hækkunin þar er lítil og um slétt helluhraun að fara. Sú leið væri líka eðlilegt framhald af Selvogsgötunni.

Varða

Líklegt má telja að framangreindar vörður hafi ráðið smalaskilum. Fjárkóngar Grindavíkinga, Hafnfirðinga, Selvogsinga, Ölvusinga og Reykvíkinga og fylgdarlið þeirra hittust í Kóngsfelli ofan við Bolla. Þaðan skipuðu þeir liði sínu á heiðina. Vörðurnar gætu hafa verið kennileiti fyrir mannskapinn í annars kennilausri heiðinni vestanverðri, annars vegar Ölvusmanna og hins vegar Selvogsmanna.
Annars var frábært að skoða Brennisteinsfjöllin og Ásana frá Heiðinni há. Gengið var langleiðina niður að Rituvatnsstæðinu (Móvatnsstæðinu) ofan við Urðafell. Þegar þangað var komið  var stefnan tekin á gíginn í Heiðinni há.

Rás vestan í Heiðinni há

Hún er 2030 fet á hæð, geisimikil flatvaxin eldfjallsbunga, lík í lögun og Skjaldbreiður. Hún er hlaðin upp úr óteljandi gömlum hraunalögum. Efst á heiðinni markar fyrir gígum, sem öll þau fjarskalegu hraun hafa komið úr. Gígurinn er nú fullur af hrauni, em hefir verið afar stór, sem sjá má af leifum þeim, sem standa af gígröndinni. Það eru dálitlir hraunhnúkar sem standa í hring og hefir gígurinn verið allt að 100 faðmar að þvermáli.
Útsýni er frá dyngjunni austur í Eyjafjöll og norður yfir Faxaflóa. Sunnanlands undirlendið allt og stórárnar sáust einkar vel, eins og grænn dúkur með silfruðum hríslum. Vestmannaeyjar lyftust upp af hyllingunni og Snæfellsjökull norðan við flóðann blasti við eins og fagur og hann er vandur. Langt uppi í landi rís Skjaldbreiður við himin og jöklarnir með hvítleitum bjarma.
RásEldstöðin Heiðin há er sem fyrr segir af dyngjuætt og er ein mest eldstöðva á Reykjanesskaganum. Hraun frá henni þekja um 170 ferkíómetra og rúmmál þeirra um 6,8 rúmkílómetrar, en það er ríflega helmingur af hrauninu sem rann í Skaftáreldum 1783. Ekki ber mikið á gígnum sjálfum en þó eru á börmum hans háar hraunstrýtur sem sýna nokkurn vegin útlínur hans. Hæðin er 613 m.y.s.
Auk Brennisteinsfjalla sjálfra, tekur Brennisteinsfjallakerfið yfir Bláfjöll og Heiðina há en sprungurein þess nær til sjávar austan Krýsuvíkur. Norðan Bláfjalla ná sprungur og misgengi langt inn á Mosfellsheiði. Meðal myndana frá jökulskeiðum eru Langahlíðin sem er að stofni til gríðarstór stapamyndun. Brennisteinsfjöllin og framhald þeirra til norðausturs, hryggur sem nær norður í Kristjánsdalahorn, eru móbergsmyndanir. Bláfjöllin sjálf eru að verulegu leiti úr bólstrabergi og breksíu en víða með grágrýtishettu (Jón Jónsson, 1978). Hvalhnúkur, Austurásar og Vesturásar ná 7-8 km til suðausturs út frá Bláfjöllum og virðast vera framhald þeirra, að miklu leyti grafið í yngri hraun.
Eldvirkni á nútíma hefur verið allmikil. Stóru dyngjurnar Heiðin há og GjallLeitin tilh
eyra Brennisteinsfjallakerfinu. Veruleg eldvirkni varð á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og runnu þá m.a. hraun niður í Selvog og niður í átt að Heiðmörk auk þess sem Svínafellsbruni varð til. Mikil misgengi eru norðan Brennisteinsfjalla en mun minna ber á þeim í Bláfjöllum.

Dyngjan, sem heiðin há, stendur á, liggur utan í Bláfjöllunum og hefur á kafla kaffært framhald þeirra til suðvesturs að Austurásum. Mögulegt er að hraun frá Heiðinni há hafi fyllt 100-200 m dæld í landið umhverfis Geitafell en það mun vera þykkt hraunanna við fjallið. Eldri hraun, nú grafin, kunna að hafa fyllt slíka dæld við upphaf nútíma áður en Heiðin há varð til.
Gengið var fram á op tveggja hraunrása, aðra suðvestan í gígunum og hina norðan í þeim. Þær voru ekki skoðaðar að þessu sinni, en hnit tekin. Hins vegar var gengið yfir á Heiðarveginn milli Heiðarinnar og Kerlingarhnúks. Veginum var fylgt til vesturs þar sem hann liggur út með Bláfjallshorninu. Vörður og vörðubrot eru á þeirri leið. Handan við hornið sjást ekki vörður en augljóst má telja að vegurinn hafi liðast þar niður smágrýtta hlíðina áleiðis að Stórkonugjá og á mót Selvogsgötu austan Grindaskarða. Ætlunin er að rekja Heiðarveginn fljótlega. (Sjá meira um Heiðina há HÉR.)
Frábært veður. Gengnir voru 13 km og tók það 5 kls og 5 mín.

Vestmannaeyjar

Brennisteinsfjöll

Gengið var um Selvogsgötu frá Bláfjallavegi undir Grindarskörðum, upp Kerlingarskarð og inn með ofanverðum Draugahlíðum að brennisteinsnámusvæðinu suðaustan við Kistufell.
Efri drykkjarsteinninn í KerlingarskarðiÆtlunin var að gefa sér góðan tíma til að skoða tóftir námubúðanna í Námuhvammi sem og námurnar sjálfar, ofninn, götur, mannvirkjagerð o.fl. Til baka var ætlunin að fara um Kerlingarhnúka. Reyndar hafa hnúkarnir allir einnig verið nefndir Grindarskarðshnúkar, sem  ekki er réttnefni því þeir eru allir þrír vestan við Kerlingarskarð, en Grindarskarð er austan við Stórabolla. Þriðja skarðið er vestast; Þverskarð. Skörðin hafa stundum verið nefnd Bollaskörð. Nefndir bollar eru ofan skarðanna þriggja, sem jafnan voru fær um hlíðarnar. Þegar gengið er áleiðis upp í Kerlingarskarðið blasa Bollarnir við, nyrst Stóribolli, þá Miðbolli (Tvíbollar) og síðan Syðstubollar (Þríbollar), en einu nafni hafa þeir allir  verið nefndir Grindarskarðshnúkar sem fyrr sagði. Hnúkarnir sjálfir eru miklu mun eldri en eldvörpin utan í þeim. Þeir eru móbergsmyndanir eftir gos á sprungurein undir jökli. Eldvörpin urðu einnig til á sprungureininni á mismunandi tímum. Yngsta hraunmyndunin þar (Tvíbollahraun) er líklega frá því um 950.
Þessi hluti „Selvogsgötunnar“ var í raun gata upp í Kerlingarskarð. Í skarðinu var birgðageymsla námumannanna, sem enn má sjá leifar af. Þar hefur verið timurhús og hlaðið undir veggi og upp með þeim. Þar hafa námumenn “umskipað” afurðunum og tekið með sér birgðir upp á námusvæðið. Tugir hesta voru í hverri lest og margir höfðu atvinnu af vinnslunni og flutningunum. Til stóð að strengja vír úr Grindarskarðshnúkum niður á slétt hraunið neðan skarðsins, vírnum var skipað á land í Hafnarfirði, en Vatnsstæði á leiðinni - Kistufell fjærhann var það þungur að ekkert farartæki gat flutt hann upp fyrir skarðið. Vírinn lá því óhreyfður á hafnarbakkanum árum saman – og væri þar enn ef einhver hefði ekki séð einhvern verðmæti í honum og/eða notagildi.
Síðar mun gatan hafa verið vörðuð og er nú ein helsta fótgangandagatan upp fyrir Bollana og inn á Hlíðarveg að Hlíðarskarði ofan við Hlíð í Selvogi. Selvogsgatan lá hins vegar um Grindarskörð og suður með Stórkonugjá, Litla-Kóngsfelli og um Hvalsskarð áleiðis að Selvogi. Hana má vel sjá enn þann dag í dag enda ein af helstu þjóðleiðum fyrri tíma. Þær fáu vörður, sem eru við hana, eru nú flestar fallnar.
Þegar komið var upp úr Kerlingarskarði eftir að hafa skoðað drykkjarsteinana neðan við brúnina, var götu fylgt áleiðis inn að námunum. Ofan skarðsins blasir Miðbolli við í norðri, Kóngsfellið og Bláfjöllin austar. Löngum hefur verið deilt um hvort sýslumörkin mættust í Kóngsfelli eða Stóra-Kóngsfelli við Drottningu undir Búðir námumannaBláfjöllum. Sagt er að fjárkóngarnir að austan, sunnan, vestan og norðan hafi mæst í Kóngsfelli og ráðið ráðum sínum þar. En þar sem menn hafi ekki verið alveg vissir um hvaða fell var hið eina rétta Kóngsfell, enda öll keimlík aðkomu, hafi nöfnin færst yfir á hin. Litla-Kóngsfell er t.d. á mótum þriggja gatna og Kóngsfell er á mótum þriggja sýslna.
Gatan inn í námurnar liggur framhjá góðu og varanlegu vatnsbóli í lítilli gígskál utan í Hvirflisbrúnum.
Þegar komið var að námusvæðinu mátti fyrst sjá tóftir búðar námumanna í Námuhvammi. Efst í honum rennur lækur, sem námumenn hafa notið góðs af. Af ummerkjum að sjá er líklegt að þeir hafi veitt læknum inn á grónar flatir hvammsins, framhjá búðunum og þar áfram niður á námusvæðið. Farvegur lækjarins sérst þar enn í gróandanum.
Í námunum má enn sjá múrsteina úr ofninum, undir moldarleirbakka. Við hlið hans er hróf, sem hefur verið upphleðsla utan við lítið timburhús. Námusvæðið ber öll Á námusvæðinuummerki slíkra svæða; brennisteinskjarnar eltir niður í gegnum hraunið, götur og hraukar. Holur á svæðinu gefa til kynna hvar leitað var að brennisteinskjörnum. FERLIR hreinsaði ofan af ofninum fyrir fjórum árum eftir leiðsögn gamals manns, sem vel þekkti til. Moldarleirbakkinn hafði þakið hann að fullu. Nú var gengið frá eins og verið hafði, þ.e. ofnin sést ekki lengur. Ætlunin er hins vegar að fara þangað síðar og grafa ofninn út í heilu lagi – að tilskildum leyfum fengnum.
Brennisteinsfjöll draga nafn sitt af brennisteinssvæðinu.
Englendingar hófu þarna brennisteinsnám í kringum 1880 fyrir atbeina Skotans W.C. Spence Paterson, sem kenndi á Möðruvöllum í tvo vetur og varð síðan ræðismaður í Hafnarfirði. Það þurfti að brjótast í gegnum 3-4 m þykka hraunskorpu til að komast að brennisteininum og flutningar voru erfiðir, þannig að þessi starfsemi varð ekki langvinn. Flutningaleiðin sjálf er sögð hafa verið um Grindaskörð til Hafnarfjarðar.
Brennisteinn var fyrst fluttur út frá Íslandi á 14. öld en hann var nauðsynlegur til púðurgerðar og því gat brennisteinsnám verið arðvænlegt. Konungur áttaði sig á þessu snemma og reyndi mikið að ná undir sig einkarétti á þessari verslun.
Á miðöldum var íslenski brennisteinninn notaður til hernaðar og var einkum eftirsóttur á 15. og 16. öld þegar farið var Hluti ofnsins á námusvæðinuað nota byssupúður en brennisteinn var einmitt nauðsynlegur til púðurgerðar þar sem honum var blandað saman við saltpétur og kol. Brennisteinn var útflutningsvara frá 14. öld en segja má að blómatími brennisteinsverslunar hér á landi hafi verið á 15. og 16. öld. Nokkuð var um brennistein á Íslandi en svo virðist sem brennisteinsvinnsla hafi hafist snemma hér á landi en elsta heimild um brennisteinsnám er frá 1279.
Brennisteininn er að finna á háhitasvæðum og var hann grafinn úr jörðu. Niels Horrebow, erlendur ferðamaður á Íslandi á 18. öld, lýsti aðförunum við moksturinn svona:
„Þegar heitt er í veðri þola menn ekki að vinna að brennisteinsgreftrinum á daginn. Þá er unnið á nóttunni, sem á sumrin er nægilega björt til þess. Menn þeir, sem að greftrinum eru, vefja vaðmálsdruslum um skó sína. því að annars myndu þeir brenna þegar í stað, en brennisteinninn er svo heitur, þegar hann kemur úr jörðinni að ekki er unnt að snerta á honum, en hann kólnar fljótt.“
Enn má finna brennistein á námusvæðinuBrennisteinninn, sem grafinn var upp hér á landi, innihélt um 14-22% óhreinindi og þurfti því að hreinsa hann. Fyrr á öldum var hann þó fluttur út óhreinsaður en árið 1753 var á vegum Innréttinganna reist hreinsunarverk í Krísuvík og árið 1762 á Húsavík. Samkvæmt skýrslu voru um 72,5 tonn af brennisteini frá Krísuvík flutt út á árunum 1755-1763 á vegum Innréttinganna sem fengið höfðu einkaleyfi til að vinna og hreinsa brennistein um 1752.
Brennisteinninn var hreinsaður með vatni og lýsi og hann síðan bræddur í járnpotti sem yfirleitt var hitaður upp með mó. Gæta þurfti þess að hita pottinn ekki um of því þá gufaði brennisteinninn upp. Við bræðsluna flutu óhreinindi og lýsi, sem notað var við bræðsluna, ofan á brennisteininum, sem fleytt var af með járnspaða. Brennisteininum var síðan hellt ofan í eikarmót gegnum síu og honum síðan raðað ofan í tunnur til útflutnings.
Verslun með brennistein gat verið arðbær. Árið 1560 náði konungur undir sig brennisteinsversluninni en hagnaður hans Námugatan rakin til baka - Kistufell fjæraf þeirri verslun fyrsta árið var nokkur. Hagnaðurinn fór síðan minnkandi og mátti m.a. kenna um lágu verði á brennisteini erlendis. Á fyrri hluta 18. aldar lifnaði þó aftur yfir brennisteinsversluninni en árið 1852 var ákveðið að hvíla brennisteinsnámurnar þar sem búið var að fara illa með þær og vinna í þeim í langan tíma en brennisteinninn hafði í raun ekki fengið að endurnýja sig. Undir lok 19. aldar var nokkur brennisteinsvinnsla í Krýsuvík. Árið 1951 gerði Íslenska brennisteinsvinnslan hf. síðan tilraun til brennisteinsvinnslu í námum í Suður-Þingeyjarsýslu en sú starfsemi gaf fljótt upp öndina.”
Þar með lauk áhuga manna á brennisteinsvinnslu hér á landi. Eftir standa námusvæðin, þ.á.m. í Brennisteinsfjöllum og í Krýsuvík, um þennan sérstaka þátt í atvinnu- og útflutningssögu landsins. Líkt og ofninn, námurnar og minjar námumanna eru enn sýnilegar í Brennisteinsfjöllum má enn sjá minjar brennisteinsnámsins við Seltún og í Baðstofu í Krýsuvík – ef vel er að gáð. Vonandi ber landsmönnum gæfa til að Kerlingarhnúkar að bakivarðveita þessi svæði – þrátt fyrir stóriðju og „knýjandi“ orkuþörf, sem reyndar verður óþörf innan skammrar framtíðar. Nýtingartími slíkra svæða til raforkuvinnslu er að jafnaði um 60 ár. Nýtingartími þeirra til „ferðamannaframleiðslu“ er hins vegar til allrar framtíðar. Ef velja á um, í ljósi þessa, hvort halda eigi slíkum ósnertum ætti svarið í rauninni að vera ótrúlega auðvelt. (Sjá fleiri umfjallanir um Brennisteinsfjallasvæðið á vefsíðunni).
Þegar gengið var til baka var reynt að rekja námugötuna eins nákvæmlega og unnt var, en hafa ber í huga að bæði er um 125 ár síðan námuvinnslunni lauk í Brennisteinsfjöllum og auk þess hefur gróðurfar í fjöllunum breyst nokkuð á þeim tíma. Þó var hægt að fylgja götunni upp frá námubúðunum, með innanverði hlíð upp að fyrrnefndu vatnsbóli undir Hvirflisbrúnum og áfram með neðanverðum brúnunum áleiðis að Kerlingarskarði. Í þessari ferð var hins vegar gengið til baka um Þverskarð.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín. Gengnir voru 14,2 km.

Heimildir m.a.:
-http://www.idan.is/1000/01,01,02_brennisteinn.html
-Saga Hafnarfjarðar.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll.

 

Tjarnarhnúkur

Gengið var á Ölkelduhálsi frá stað skammt austan við Kýrgil að miklum gjall- og klepragíg efst á Tjarnahnúk. Þaðan var haldið til norðausturs niður með Álftatjörn og Kattartjörnum að Súlufelli og síðan til vesturs um dalina inn að Ölfusvatnslaugum áður en gengið var til baka að upphafsstað.
Tjarnahnuksgigur-2ISOR (Íslenskar orkurannsóknir) hafa gefið úr Jarfræðikort af Suðvestur-landi. Kortið byggist á fjölmörgum eldri jarðfræðikortum. Kortin hafa verið einfölduð, endurskoðuð og nýjum upplýsingum bætt við. Elstu jarðlögin á kortinu eru rúmlega 4 milljóna ára gömul og þau yngstu eru hraun frá Reykjaneseldum 1211-1240. Alls eru á kortinu um 160 mismunandi hraun. Á kortinu er bent á 40 áhugaverða staði, m.a. þá sem nú var ætlunin að skoða.
Tjarnarhnúkur (520 m) er stakur gjallgígur. Hann situr efst á Ölkelduhálsi og er yngstur í röð fjallshryggja sem annars eru úr móbergi með Hrómundartind hæstan. Hraunið á hálsinum sunnan hans er afar veðrað og frostsprungið. Norðan við gíginn heita Lakaskörð. Þar eru hverir og leirskellur. Hraun hefur runnið þar niður en skriður síðan fallið. Þær ná ofan frá gíg, sú efsta, og hafa ýmist bunkast upp í brekkunum eða náð niður á dalgrundina með leirrennsli í Ölfusvatnsá. Hraunið hefur runnið norður með ánni og endar á vatnshjalla í um 160 m hæð.
FeldspatEftir að hraunið rann hefur Ölfusvatnsá grafið 1500 m langt gljúfur meðfram því ofan í jökulurð, móberg og aðallega bólstraberg. Jarðveg er ekki að sjá á milli. Hraunið hefur líkast til komið upp skömmu eftir að ísöld lauk. Neðsti hluti gljúfursins er í bólstrabergi úr Mælifelli. Bergið í því er pikrít, afar ólivínríkt. Í bólstrunum má sjá að ólivínkristallarnir hafa sokkið og langmest er af þeim neðst. Í feldspatdílóttu bólstrabergi, sem einnig kemur fram í gljúfrinu, má sjá að feldspat (bytownít) í bólstrum þess hefur sokkið og mun minna er af því efst í bólstrunum en neðan til. Hraunið úr Tjarnarhnúk er mjög dílótt, aðallega af feldspati. Óvenju mikið er í því af hnyðlingum. Mest er af þeim neðst í hrauninu við gljúfrið. Hnyðlingarnir eru úr grófkristölluðu bergi, gabbrói, mismundandi að gerð eftir því hvaða steind er ríkjandi. Hnyðlinga má einnig finna í bombum utan í gígnum. 

Sulufell

Steindir í gabbróhnyðlingunum eru þær sömu og finnast sem dílar í hrauninu sjálfu. Því er líkast að hér hafi kvikumassi verið að storkna í gabbró þegar nýtt kvikuinnskot blandaðist honum og braust upp til yfirborðs.“
Álftavatn er stórt vestan Kyllisfells. Kattartjarnarhrygg var fylgt áleiðis að Súlufelli austan Kattartjarna.
Súlufell (446 m) er norðarlega í Grafningshálsum, strýtulaga móbergsfjall, núið af jökli og þakið jökulruðningi hið neðra. Suðvestan í því er feiknamikill gígur, Smjördalur, gróinn í botninn og þverhnípt, sveiglaga hamraþil upp af að austan.
Olfusvatnslaugar-1Vestan megin er lægra upp úr dalnum og þar sem lægst er rennur dalbotninn saman við yfirborð ássins sem fjallið rís upp af, framhald Katlatjarnahryggjar til norðurs. Gígurinn er um 500 m yfir barminn á langveginn en um 400 m þvert á. Í hömrunum að austan sést innri gerð Súlufells, bólstraberg upp fyrir miðju, og móberg þar ofan á. Gígurinn skerst upp í gegnum berglög fjallsins og það hefur verið fullmyndað er hann braust upp. Norðan megin hefur svo bólstrabergshryggur komið upp utan í háfjallinu og nær með suðurendann nokkuð ofan í gíginn. Úrkast er ekki þekkt sem tengst gæti myndun hans. Ætla verður að hann hafi myndast á ísöld og það lent á jöklinum. Basaltkvika veldur ekki sprengigosi nema vatn komist að henni og hvellsjóði. Koldíoxíð þenst einnig við fasabreytingu og þekkt er að það eykur á gjóskumyndun í basaltgosum.

Olfusvatnslaugar-2

Nærtækt dæmi um það eru Seyðishólar í Grímsnesi. Þá er þriðji möguleikinn að súr kvika hafi komið þarna upp en hún er gasrík og henni fylgja sprengigos. Hins vegar kemur venjulega hraun eða gúll á eftir en slíks sér hér ekki merki, nema ef hryggurinn norðan í honum sé af þeim toga og þá basaltfasi í blönduðu gosi þar sem súri fasinn fór á undan. Fráleitt er þetta kannski ekki því að ísúrt berg kemur þarna fyrir, þ.e. í Stapafelli norðan við Hrómundartind. Sunnar á Katlatjarnahrygg er röð sams konar sprengigíga, Katlatjarnir, eða Kattartjarnir. Sá syðsti hefur sprungið upp úr Kyllisfelli.“

Olfusvatnsa

Gengið var til vesturs ofan og framhjá Djáknapolli um neðsta hluta Tindagils, inn eftir Þverárdal og Ölfusvatnsá síðan fylgt upp að laugunum.
Ölfusvatnslaugar eru austan undir Hengli, þyrping hvera og kalklauga. Hverirnir eru í brekkunni ofan við laugarnar, aðallega gufuhverir. Töluverður brennisteinn er í þeim. Laugarnar eru á dálitlum bala. Þar hafa fyrrum verið goshverir. Gospípa þess stærsta er 1,5 m á vídd og í henni smáólga af loftbólum og lítið rennsli af um 70°C heitu vatni. Hrúðurbunga, 50×50 m að stærð, er umhverfis. Hún er úr kalkhrúðri. Hverir og laugar austan við Hengil frá austanverðum Innstadal inn að Ölfusvatnslaugum eru með kolsýruríku vatni og ölkeldur koma fyrir. Koldíoxíð er kvikugas sem einkum ber á í háhitakerfum þegar innskotsmassi, hér sennilega gömul kvikuþró, í rótum þeirra storknar.“
KyrgilKristján Sæmundsson, jarðfræðingur, segir að
Ölfusvatnslaugar heiti svo en ekki Hagavíkurlaugar sem stundum sést. Þegar Hagavík (jörðinni) var skipt úr Ölfusvatni (jörðinni) fékk Hagavík vesturhlutann með laugunum. Þá fór að sjást skrifað „Hagavíkurlaugar“. Ölfusvatnslaugar eru sérstakar fyrir hrúðrið, bungulaga með gosstrokk niður úr, gos þó löngu hætt.
Iillfært er upp úr Kýrgili nema fremst. Hár hnúkur fast sunnan við Kýrgil næst Hengli, en skarð á milli, heitir Kýrgilshnúkur. Hann er gamall gígur. Þar er grágrýtisflákinn (ísaldarhraun) upprunninn sem myndar Bitru og endar í Hamrinum ofan við Hveragerði.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir:
http://isor.is/ -Jarðfræðikort af Suðvesturlandi.
-Kristján Sæmundsson, 2010.

Ölfusvatnslaugar

Ölfusvatnslaugar.