Tag Archive for: Ölfus

Einar Benediktsson

Gjafabréf Einars Benediktssonar vegna Herdísarvíkur.

Skjal, sem stimplað var í fjármálaráðuneytinu 19. ágúst 1939, kveður á um gjöf Einars Einar Ben-gjafarbrefBenediktssonar, skálds, á Herdísarvíkurlandi til handa Háskóla Íslands. Húsið í Herdísarvíkur er þar undan skilið, skv. skjalinu:
„Jeg undirritaður Einar Benediktsson prófessor gef hjermeð Háskóla Íslands jörðina Herdísarvík í Selvogshreppi í Árnessýslu ásamt öllum gögnum og gæðum, þar með húsum, öðrum en íbúðarhúsi, sem ríkið þegar á, ennfremur húsgögnum, sem í íbúðarhúsinu eru og bókasafni mínu sem þar er geymt.
Gjöfin er gefin í minningu um föður minn Benedikt sýslumann Sveinsson. Gjöfin er bundin því skilyrði, að núverandi ábúandi jarðarinnar frú Hlín Johnson hafi afgjaldalausa ábúð á jörðinni meðan hún lifir eða esvo lengi sem hún óskar, en hún skal þó greiða skatta og skyldur af jörðinni.
Gjafarbrjef þetta er gefið út í tveimur samhljóða frumritum.
Herdísarvík 28. september 1935“
Vottar: Bjarni Jónsson – Guðni Gestsson.
Undirritun: Einar Benediktsson

Undir bréfið er skrifað eftirfarandi og vottað hreppsstjóra, Þórarni Snorrasyni: „Jeg undirritaður hreppsstjóri Selvogshrepps Þórarinn Snorrason vottar hjer með að Einar Benediktsson prófessor Herdísarvík hefur í dag ritað nafn sitt undir þetta skjal með fullu ráði og frjálsum vilja í viðurvist míns og tveggja vitundarvotta. Til staðfestu er nafn mitt. P.t. Herdísarvík 28/9 1935 – Þórarinn Snorrason“.

Heimild:
-Stimplað gjafabréf EB.

Herdísarvík

Herdísarvík.

 

Hlíð

Refagildrur eru nokkuð misjafnar að gerð en oftast grjóthlaðnir stokkar eða kassar sem hellur hafa verið lagðar yfir og grjóti jafnvel hlaðið þar ofan á. Agn var látið inn í gildruna og tófan þannig tæld inn en þá lokaðist stokkurinn með þar til gerðum lokubúnaði.
RefagildraTalið er að fyrstu gerð refagildra hafi komið með norrænum landnámsmönnum frá Noregi. Þar hafa fundist sambærilegar gildrur og hér á landi.
Refagildrurnar voru hlaðnar úr hellum þannig að þegar tófan ætlaði að sækja agn sem var inni í gildrunni féll dyrahellan aftur og lokaði dýrið inni.
Fyrir u.þ.b. 30 árum þótti það sérstökum tíðindum sæta að hlaðin refagildra fannst á Norð-Austurlandi. Embættismenn úr Reykjavík gerðu sér ferð norður til að líta fyrirbærið augum. Eftir miklar vangaveltur og pælingar kom út skýrsla um þessar svo merkilegu mannvistarleifar.
RefagildranÁ sama tíma mátti  lesa í örnefnalýsingum bæja á Reykjanesskaganum að þar hefðu verið til sambærilegar mannvistarleifar frá löngu liðnum tíma. Fáir virtust hafa sérstakan áhuga á því.
Eftir að FERLIR fór að leita skipulega að mannvistarleifum á Reykjanesskaganum hafa verið staðsettar um 90 hlaðnar refagildur í misjöfnu ástandi. Sumar eru alveg heilar og nánast ósnertar á meðan öðrum hefur verið raskað. Nýjasta refagildran (og varla sú yngsta) fannst nýlega austan við Hlíð í Selvogi. Hún er á lágu klapparholti og snýr opið til norðurs. Gildran, sem er mjög heilleg, fellur mjög vel inn í umhverfið. Nú er hún orðin bæði mosa- og skófvaxin svo mjög erfitt er að koma auga á hana í landinu.

Heimildir m.a.:
-www.instarch.is/instarch

Hlíð

Hlíð – uppdráttur.

Anson

Á Núpafjalli eru margar herminjar. Fjallið stendur á hálendisbrúninni fyrir ofan Ölfusið 313 metra yfir sjávarmáli, en rís einungis um 50 metra yfir heiðina og er því mun myndarlegra austan frá séð og mikill útsýnisstaður. Fljótlega er komið að vegamótum. Liggur vegur til hægri en rofnar fljótlega og er þar alveg ófært. Vegur þessi lá vestur af fjallinu, niður í dalkvos. Sjást þar leifar af mörgum byggingum. Þarna var herkampur á stríðsárunum. Hermennirnir höfðu eftirlit með veginum yfir Hellisheiði en á fjallinu voru loftvarnabyssur til að verja flugvöllinn í Kaldaðarnesi.

Anson

Anson.

Núpafjall er í raunini brött hlíðarbrekka austan í Hellisheiði, vestan við Hveragerði. Hafa hraunflóð runnið þar niður um nær 240 m háa hlíðina. Kambavegur þótti fyrrum allglæfralegur. Fyrst var lagður vegur um Kamba árið 1879 en núverandi vegur var opnaður 1972. Suður frá Kömbum er þverhnípt hamrabrún, Núpafjall. Kambabrún er nyrst í því. Af brúninni er víð og fögur útsýn austur yfir Suðurlandsundirlendið og til Vestmannaeyja. Þar er hringsjá.
Samkvæmt nákvæmum upplýsingum átti flak C64 herflugvélar að vera 3 km suðvestan við Núpafjall. Sú vél var sögð hafa verið á leið frá Vestmannaeyjum er hún hvarf. Þrátt fyrir leitir og eftirgrennslan fundust engin ummerki flugvélaflaks á þeim slóðum. Fræðimenn könnuðust heldur ekki við slysið. Það er hins vegar skráð í bækur ameríska hersins þann 22. okt. 1944 um kl. 15:00. Fjórir farþegar og flugmaður fórust.

Skálafell

Skálafell – kort.

Vestan við Núpafjall á hins vegar að vera flak, við rætur Skálafells, sunnan Hverahlíðar (Tröllahlíðar). Í Mbl. 9. mars 1948 er sagt frá hvarfi Anson-flugvélar í eigu Loftleiða er var á leið frá Vestmannaeykum til Reykjavíkur. Tveimur dögum síðar fannst flakið með dularfullum hætti. Flugvélin mun hafa borið einkennisstafina TF-RVL og var með sjólendingarbúnað.
Ferlir hefur varið nokkrum tíma að leita að flugvélaflaki suðvestan við Núpafjall. Sagan segir að herflugvél hafi hrapað „tvær mílur frá Núpafjalli“. Samkvæmt flugslysaskýrslu átti þar að hafa verið um C-64 vél að ræða og allir í áhöfninni, flugmaður og fjórir farþegar, farist. Þrátt fyrir eftirgrennslan um brak á þessu svæði fannst lítið af því. Menn, kunnugir á svæðinu, könnuðust heldur ekki við brak á svæðinu suðvestan við Núpafjallið. Vænlegast var talið að leita á svæðinu suðvestur af fjallinu, en þar hefði einhverju sinni sést brak úr flugvél.

HverahlidLeitað var til Björns Pálssonar, héraðsskjalavarðar á Sefossi. Hann vísaði á Tómas Jónsson, fyrrverandi lögreglumann á Selfossi. Tómas er frá Þóroddsstöðum sem ætti að vera skammt frá uppgefnum slysstað.
Tómas sagðist hafa haft mikinn áhuga á flugsögunni. Ef einhver flugvél hafi farið niður á umræddu svæði hefði það varla farið framhjá honum. Hins vegar hefði Anson flugvél frá Flugfélagi Íslands farist að vetrarlagi, sennilega árið 1947, í Tröllahlíð syðst í Hverahlíð skammt ofan við Kambana. Sá staður er vestur frá Núpafjalli.

Anson

Anson – frétt í mbl. 9. mars 1948.

Flugvélin, sem var níu manna, var að koma frá Vestmannaeyjum. Allir í vélinni fórust.
Ekkert hafði spurst til flugvélarinnar í 2-3 daga þegar mjólkurbílsstjóri, taldi sig knúinn til að stöðva við vegbrúnina af einhverri ástæðu, sennilega vegna þreytu eða syfju. Hann gekk spölkorn frá bílnum í svarta þoku – og kom þá beint að vélinni. Flugfélagið hefði átt tvær svona vélar á þessum tíma.

Þá var farið að gramsa í gömlum gögnum. Fyrst varð fyrir leiðari MBL frá 30. janúar 1947 er bar yfirskriftina „Flugslysin“. Í honum segir m.a. að „hin tíðu flugslys, sem orðið hafa víðsvegar um heim undanfarið hafa vakið mikla athygli hjer á landi sem annarsstaðar. leið menn getum að, hvað valdi þessum óhöppum, en eiga að sjálfsögðu erfitt með að komast að niðurstöðu um orsakirnar.

Skálafell

Skálafell.

Sennilega hefur tækninni ekki fleygt eins örhratt fram á nokkru sviði og í flugmálunum á styrjaldarárunum. Í þeime fnum hefir orðið hrein bylting. Flugtækin hafa stækkað, orðið hraðgengari og búin hinum fullkomnustu tækjum. En þrátt fyrir hin fullkomnu tæki geta slysin hent. Þarf raunar engan að undra þess. Fáir geta víst gert sjer von um að þeirri fullkomnan verði náð í smíði eða stjórn farartækja, hvort sem er á láði, legi eða í lofti að öll slysahætta verið útilokuð.
Hjer á landi hafa miklar framfarir orðið í flugmálunum síðustu árin.

Hverahlid-2

Á slysstað.

Landsmenn hafa eignast 20 flugvjelar og marga ágæta flugmenn. hefur samgöngum þjóðarinnar orðið mikil bót að hinum aukna flugvjelakosti.
Þróun íslenskra flugmála hefir verið traust og örugg. Mjög fá slys hafa orðið á flugvjelum og örfá á farþegum þeirra… Reynsla Íslendinga í flugmálunum er orðin nokkur. Á grundvelli hennar má búast við miklum umbrótum og auknu öryggi á næstu árum.“
Í Mbl. þann 9. mars 1948 er svo fréttin af hvarfi Anson flugvélarinnar fyrrnefndu. Fyrirsögnin er þessi: „Flugvjelar með fjórum mönnum saknað frá því á sunnudag. Árangurslaus leit í allan gærdag.“

Hverahlid-4

Á slysstað.

Í fréttinni kemur fram að „farþegaflugvjel, frá Loftleiðum, sem var á leið frá Vestmanneyjum til Reykjavíkur s.l. sunnudag hefur ekki komið fram. Var vjelarinnar leitað í allan gærdag af leitarmönnum sem fóru um Reykjanesfjallgarð, Henglafjöll og víðar. Ennfremur var leitað í flugvjelum og skip fyrir suðurströndinni leituðu einnig árangurslaust. – Í vjelinni voru þrír farþegar, Þorvaldur Hlíðdal verkfræðingur hjá Landssímanum, Árni Sigfússon útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og Jóhannes Long verkstjóri frá Vestmannaeyjum. Flugmaður var Gústaf A. Jónsson hjeðan frá Reykjavík.

Hverahlid-3

Á slysstað.

Flugmaðurinn hafði talstöðvarsamband við flugturninn hjer á Reykjavíkurflugvelli laust eftir að hann fór frá Vestamannaeyjum, en það var rjett fyrir klukkan 6 e.h. á sunnudag. Var vjelin þá stödd við Þjórsárósa og flaug í 1500 feta hæð. Flugmanninum var sagt, að hjer í Reykjavík væri skyggni sæmilegt. Sagðist hann myndi fljúga yfir skýjum til Reykjavíkur í 3000 feta hæð og fara yfir Hellisheiði. Var flugvjelin stödd við Eyrarbakka er flugmaðurinn hafði síðast talsamband við flugstjórnina í turninum.
Vjelin hafði bensín til fjögra klukkustunda flugs og hefði því getað verið á flugi til klukkan tæplega 10 eða þar um bil.

Hverahlid-5

Á slysstað.

Eftir það heyrðist ekkert til hennar, en það þykir fullvíst, að einhverra hluta vegna hafi flugmaðurinn hætt við þá ákvörðun að fljúga vestur yfir Hellisheiði og snúið við til að fara um Þingvelli og Mosfellsheiði. sennilega talið, að þar myndi verða bjartara.
En það, sem undarlegt er við það, er að flugmaðurinn skuli ekki hafa tilkynnt flugturninum slíka breytingu á áætlun sinni.

Það styrkir þessa hugmynd, að um 6 leytið sást flugvjelin yfir Ölfusi og stefndi hún þá í áttina að Ingólfsfjalli, eða norðaustur. Sáu menn, sem voru efst í Kömbum, neðst í þeim og frá bæ í Ölfusi flugvjelina á þessum sama tíma.
þegar flugvjelin kom ekki fram er líða tók á kvöldið var við og við skotið ljósblysum hjer á vellinum til þess, að beina flugmanni á völlinn ef ske kynni að hann væri á sveimi yfir Reykjavík og sæi ekki til að lenda. Um leið var haldið uppi spurnum um vjelina í austursveitum.

Hverahlid-6

Á slysstað.

Um klukkan 9.30 bárust frjettir frá Hvolsvelli um, að þaðan sæjust ljós í suðurátt, annað hvort á Landeyjarsandi, eða úti á sjó. Var þá hringt til bæjar, sem Hali heitir og menn fengnir til að leita með ströndinni. Þeir töldu sig einnig sjá ljós til hafsins. Var varðskipið Ægir þá fengið til að leita með ströndinni, en ekki bar sú leit neinn árangur.
Strax í birtingu í gærmorgun fóru flugvjelar hjeðan frá Reykjavíkurflugvelli og björgunarflugvjel frá Keflavík til að leita. Var sú leit erfið vegna dimmviðris…

Eins og áður er sagt, er flugvjelin sem saknað er af Avro-Anson gerð. Keypt hingað frá Kanada og hefir verið í eigu Loftleiða um eitt ár. Er þetta yngri flugvjelin af tveimur af sömu gerð. Flugvjelin hefir tvo hreyfla.“

Skálafell

Skálafell – slysstaðurinn.

Í Mbl. þann 11. mars birtist eftirfarandi fyrirsögn: „Flugvjelarfalkið fannst í Skálafelli – Mennirnir í henni fórust við áreksturinn. Í fréttinni kemur fram að „laust eftir hádegi í gær, fannst flak Anson flugvjelarinar, sem hvarf s.l. sunnudag á leiðinni frá Vestamannaeyjum til Reykjavíkur. Flakið var við rætur Skálafells á Hellisheiði. Í um það bil kílómeters fjarlægð frá veginum. Sprenging hefur ekki orðið er flugvjelin rakst á fellið. Við áreksturinn hefur hún mölbrotnað og allir, sem í henni voru látist samstundis.
Það var Sigmundur Karlsson bílstjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna, sem fann flakið. Sigmundur var á leið austur er hann gekk upp að stað þeim í Skálafelli, sem flak flugvjelarinnar var.

Hverahlid-7

Á slysstað.

Sigmundur hélt til bílsins og ók sem mest hann mátti niður í Hveragerði. Þar gerði hann Herbert Jónssyni símstöðvarstjóra aðvart. Herbert tilkynnti þegar um fund flaksins til Reykjavíkur.
Einnig gerði Herbert leitarflokki símamanna aðvart, en þeir voru að leita í sunnanverðu Skálafelli.
Það tekur um það bil 20 mínútur að ganga frá þjóðveginum og að slysstað. Tíðindarmaður blaðsins, er kom á slysstaðinn í gær lýsir því svo, hvernig þar var umhorfs.

Anson

Slysstaðurinn.

Þar sem flugvjelin hefur farist, þekur allskonar brak úr henni um það bil hektara svæði. Mest ber á hreyflum flugvjelarinnar, stýri og hluta af farþegarúmi. Annað hefur molast. Það má sjá þess greinileg merki, að vinstri vængur flugvjelarinnar hefur fyrst snert jörðina. Hefur hann rist jarðveginn upp á dálitlum kafla. – Síðan hefur skrúfan á vinstri hreyfli stungist í jörðina um það bil 50 cm niður og situr þar föst. Flugvjelin hefur svo endasenst upp eftir fjallshlíðinni og efst í henni liggur hluti af farþegaskýlinu. Rjett við það voru lík þeirra fjögurra manna, sem í flugvjelinni voru. Þau voru mikið sködduð, en öll þekkjanleg. Er talið að þeir muni allir hafa látist samstundis.“

Hverahlid-8

Á slysstað.

Viðtal var tekið við fyrrnefndan bílstjóra. „Það er næstum óskiljanlegt hvernig á því stóð, að Sigmundur Karlsson, bílstjóri, fann flugvjelina. – Tíðindarmaður blaðsins spurði Sigmund eftir þessu í gær og sagði hann svo frá:

– Svo bar til í fyrradag, er hann var á leið til Selfoss, og kominn á móts við þann stað, sem skemst var að flakinu, þá setti skyndilega að honum mikinn kulda og líkast því sem að líða mundi yfir hann. Þá einhvern veginn greip það hann, að þaðan myndi skamt að leita flugvjelarinnar. Ekki leitaði hann hennar í það skifti. En í gærdag er hann var á leið austur, og samstarfsmaður hans var með honum, þá bað hann þennan fjelaga sinn að ganga með sjer upp að fjallinu. Hinum fanst það einkennilegt því ekki gat hann frekar en aðrir sjeð neitt er bent gæti til þess að flugvjel væri í Skálafelli. En maðurinn fjellst svo á að ganga með Sigmundi. Gengu þeir beint á þennan stað, sem Sigmundur vildi kanna, en þar var flak flugvjelarinnar.“

Hverahlid-9

Á slysstað.

Eftir framangreinda rannsókn og efnisöflun var um fátt um annað að ræða fyrir FERLIR en að fara á staðinn og reyna að leita flaksins við rætur Skálafells.
Í fræðilegri útlenskri lýsingu af Avron-Anson flugvélinni (kanadísku útgáfunni) kemur m.a. eftirfarandi fram: „Avro Anson var sú flugvél sem mest var notuð af Konunglega kanadíska flughernum. Alls voru 4413 með því nafni notaðar á tímabilinu frá 1941 til 1954. Anson flugvélar á vegum einkaaðila voru mikið notaðar í norður Kanada til léttari flutninga og kannana, allt til 1969.
Flugvélin var upphaflega hönnuð fyrir sex farþega snemma á þriðja áratug aldarinnar. Árið 1936 var vélin notuð til að leita uppi kafbáta og fékk þá viðurnafnið „Faithful Annie“. Þegar Síðari heimstyrjöldin braust út var Avro Anson aðallega notuð til æfinga og þjálfunar.

Anson

Avro Anson 1943.

Árið 1939 var Avro Anson valin af BCATP (British Commonwealth Air Training Plan) sem besta tveggja hreyfla flugvélin. Það leiddi til mestu fjöldaframleiðslu flugvélar í Kanada fyrr og síðar. Avro Ansonin var án þæginda. Hún var hægleyg, köld og hávaðasöm.“
Þegar komið var á vettvanginn í Tröllahlíð 58 árum síðar bar fátt fyrir sjónir nema niðdimm þoka og skemmtilega lárétt rigning. Það birti þó fljótlega og rigningin hvarf á braut. Við tók fagurt útsýni (þegar ekki var horft í áttina að rafmagnsmöstrunum á Hellisheiði) með dularfullu birtuívafi.
Gengið var með allri Hverahlíðinni, en ekki sást tangur né tetur af flugvélinni. Líklega er hennar annað hvort að leita á hraunsléttunni milli gamla vegarins og hlíðarinnar eða uppi í hlíðum Skálafells. E
f einhver, sem þetta les, veit hvar leifarnar er að finna, væru upplýsingar um staðsetninguna vel þegnar (ferlir@ferlir.is).

Hellisheiði

Hellisheiði – skjól refaskyttu.

Í göngunni var komið að hlöðnu skjóli refagildru í Orrustuhólshrauni og í ljós kom að Skógarvegur er ranglega teiknaður inn á landakort. Hann var gengin frá Hverahlíðarendanum (Hlíðarhorni) austanverðum upp fyrir gamla þjóðveginn á Hellisheiði. Á a.m.k. tveimur stöðum er gamla gatan mörkuð í slétta hraunhelluna, en mosinn hefur víða náð að þekja hana.
Skógarvegur gekk líka undir nafninu „Skógarmannavegur, frá þeim tíma, er Hjallamenn sóttu skógarnytjar í Nesjaskóg í Grafningi. Einnig hefur hann verið nefndur Suðurferðagata.
Gangan tók 3 klst og 3 mín. 

Hverahlid-11

Slysstaðurinn úr fjarlægð.

Eftir að framangreint birtist á vefsíðunni barst FERLIR eftirfarandi skeyti: „Halló Ferlirsfólk. Ég var að lesa grein frá ykkur um gönguferðir um Hverahlíð sunnan Hellisheiðar og leit að flugvélarflökum þar. Þegar ég var strákur í Hveragerði þá fór maður í gönguferðir um Hellisheiði og nágrenni og þekkti þar nánast hverja þúfu.
Ansonvélin sem fórst austarlega í Hverahlíðinni ætti líka að vera auðfundin. Hún er um 15 mínútna gang frá gamla þjóðveginum. Þegar búið var að rannsaka þar allt sem þurfa þótti fóru menn frá Flugmálastjórn á slysstaðinn og tíndu saman allt brakið (vélin var með trégrind og dúkklædd) og kveiktu í því öllu nema hreyflunum, þeir töldust of þungir til að velta þeim á bálið enda líklega 60 – 80 metrar á milli þeirra. Svo merkilega vildi til að við vorum 2 strákar að fara að flakinu í annað sinn þegar þetta var. Grunnurinn í Hverahlíðinni er frá skíðaskála sem stóð þarna líklega um 1950.
Góða skemmtun í gönguferðunum, ég er orðinn svo gamall að ég er að mestu hættur f

Anson

Avro Anson farþegavél.

jallaferðum á björtum sumarnóttum en þær voru mitt yndi fyrrum.“
Undir þetta ritaði „
Dagbjartur frá Hveragerði“. Þegar haft var samband við Dagbjart bauðst hann til að fylgja FERLIR á slysstaðinn. Sagðist hann hafa verið 15 ára í Hveragerði þegar fréttin barst af flugvélafundinum. Hann og félagar hans hefðu þá farið gangandi á vettvang og séð aðkomuna. Flugvélin virtist hafa verið á leið til baka til suðurs þegar annar vængurinn rakst í Hverahlíðina. Hreyfillinn rifnaði af og skaust til vesturs. Hinn hreyfillinn kastaðist til austurs og brakið af flugvélaskokknum dreifðist upp brattann.
Simbi mjólkurbílstjóri hefði einnig verið leigubílsstjóri. Eftir þetta hefði hann ekki þorað að aka einn yfir heiðina í myrkri.“
Frábært veður fundardaginn. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Tómas Jónsson – Selfossi.
-Sævar Þorbjörn Jóhannesson – Reykjavík.
-http://www.rafmuseum.org.uk/avro-anson-1.htm
-http://www.bcam.net/ac_rest/anson.htm
-Mbl. 30. jan. 1947.
-Mbl. 09. mars. 1948.
-Mbl. 11. mars 1948.
-Smári Karlsson.
-Dagbjartur Sigursteinsson frá Hveragerði, f: ’34.

Anson

Anson.

 

Hwellukofinn

Í Morgunblaðinu 1980 fjallar Tómas Einarsson um  „Gömlu götuna á Hellisheiði„:

Hellisheiði
„Frá upphafi Íslandsbyggðar hefur Hellisheiði verið fjölförnust allra fjallvega á Íslandi. Það er því vel við hæfi að eyða dagsstund til þess að ganga þessar gömlu götur, sem blasir við sjónum, þegar ekið er yfir heiðina, en svo fáir þekkja af raun. Þegar komið er upp á heiðina nokkru fyrir austan Skíðaskálann í Hveragerði kemur í ljós, vestast á heiðinni, fyrir norðan Stóra-Reykjafell, röð af vörðum, sem liggja í beinni röð austur á bóginn. Þessar vörður fylgja gömlu götunni yfir heiðina. Þeim munum við kynnast betur í ferðinni.
Við ökum austur á Hellisheiðina, allt þar til við erum komin á móts við Hurðarás eða Urðarás eins og stendur á kortinu, förum þar út úr bílnum og fylgjum síðan alla leið vestur í Hellisskarð, sem er fyrir ofan Kolviðarhól, en þann stað þekkja flestir. Á meðan við göngum leiðina, skulum við rifja upp brot af þeirri vitneskju, sem kunn er um þessa leið.

Hellisheiði

Hellisheiði – vörður.

Árið 1703 ritaði Hálfdan Jónsson lögréttumaður að Reykjum Ölfusi grein um Ölfushrepp og þar stendur þetta um Hellisheiði: “Vestan Varmár liggur almenningsvegur yfir fjallgarðinn, á Suðurnes og í Kjalarnesþing, síðan vestur yfir Hellisheiði, hver að austanverðu hefur mikla mosa með mjög litlu grasi, allt þar til Þrívörður heita og heiðin sjálf meinast mið vera, en hennar vestari partur er víða með sléttum hellum og hraungrjóti, án gatna, nema þar sem hestanna járn hafa gjört, og auðsjáanlegt er, þeim athuga. Þessar sléttu hellur ná allt vestur að Biskupsvörðu. Fleiri vörður eru og víða við veginn, hlaðnar til leiðarvísis”.

Hellisheiði

Gatan um Hellisheiði fyrrum.

Þannig hljóðar þessi lýsing, sem rituð var fyrir 277 árum. Við þræðum nú slóðina meðfram vörðunum. Þær standa margar mjög vel, þrátt fyrir lítið sem ekkert viðhald á þessari öld. Ekki er vitað hver var upphafsmaður að þessari vörðuhleðslu, eða hver hlóð fyrstu vörðuna, en líklega hefur það gerst löngu áður en Hálfdan Jónsson ritaði fyrrnefnda lýsingu.
Er vestar kemur á heiðina minnkar mosinn því þar er hún.. “víða með sléttum hellum og hraungrjóti, án gatna nema þar sem hestanna járn hafa gjört…”. Þar liggja sönnunargögnin er sýna hversu fjölfarin heiðin hefur verið, því víða sjást djúpar götur markaðar ofan í stálharða klöppina, og eru þær dýpstu allt að ökkla djúpar. Þetta er rannsóknarefni sem forvitnilegt er að skoða. En brátt ber okkur að sérkennilegri byggingu, sem stendur á hæð skammt frá götunni hægra megin. Þetta er hellukofinn, gamla sæluhúsið á heiðinni. Hann ber við loft í skarðinu milli Stórareykjafells og Skarðsmýrarfjalls þegar ekið er eftir þjóðveginum og er til að sjá eins og kúptur, stór steinn.

Hellisheiði

Hellisheiði – Hellukofinn.

Hellukofinn var gerður á árunum milli 1830 og 1840 og stendur skammt þar frá, sem Biskupsvarðan fyrrnefnda stóð. Var grjótið úr vörðunni notað í kofann. Þórður Erlendsson, sem síðar bjó að Tannastöðum í Ölfusi hlóð kofann og ber hann meistara sínum fagurt vitni. Kofinn er ferhyrndur að lögun, 1.85 m á hvern veg og hæðin upp í mæni um 2 m. Hann er einvörðungu byggður úr hraunhellum. Eftir að fullri veggjarhæð er náð dregst hleðslan saman og myndar þakið. Eru sömu vinnubrögð viðhöfð og Grænlendingar nota, þegar þeir byggja snjóhús. Efst er stór hraunhella sem lokar opinu. Dyrnar eru um 60 cm á breidd og 1 m á hæð. Til að þétta veggina var mosa troðið í glufurnar. Kofinn stendur nærri 45. vörðu. Talið austanfrá. Hann veitti oft hröktum mönnum skjól og til er rituð frásögn, er greinir frá því að veturinn 1884 hafi gist þar 6 ferðamenn nótt eina í hríðarbil. Er tekið fram að þeim hafi liðið ágætlega.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – horft frá Hellisskarði 2010.

Frá Hellukofanum hallar vestur af og innan stundar stöndum við á efstu brún Hellisskarðs (eða Uxaskarðs smbr. Kjalnesingasögu). Þaðan sjáum við heim að Kolviðarhóli. Er þá ekki annað eftir en rölta niður brekkuna ofan úr skarðinu heim að Hólnum. Þar endar þessi gönguferð.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 141. tbl. 26.06.1980. Gamla gatan á Hellisheiði, Tómas Einarsson, bls. 22.
-https://www.fi.is/static/files/gongur/a_slodum_tomas_einarsson/gamla-gatna-yfir-hellisheidi.pdf
Hellisheiði

Ölfus

Í Andvara 1936 fjallar Hálfdán Jónsson um „Lýsingu Ölveshrepps 1703„. Lýsingin er ekki síst áhugaverð hvað örnefni varðar:

„Lýsing Ölveshrepps, sem hér fer á eftir, er prentuð eftir AM. 767 4to. Er það lítið kver, 52 blöð í ekki stóru broti. Í kveri þessu eru tvö handrit af lýsingunni, og er hið síðara afrit af hinu fyrra. Ber þar ekki á milli, enda er hér ekkert tillit tekið til afrits þessa.

Reykir í Ölfusi

Reykir í Ölfusi 1949.

Um handrit það, sem hér er farið eftir, er það að segja, að um það hefir Árni Magnússon gert svo fellda athugasemd á smámiða, er nú fylgir kverinu: „Fra Haldane Jonssyne á Reykium i Ölvese og er hn author þessa ut puto“. Þykist sá, sem þetta ritar, hafa gengið úr skugga um það, að handritið sé með eiginhendi Hálfdanar Jónssonar [Hálfdan Jónsson, [1659-1707]. Hitt er vafalaust, að lýsingin er samin af Hálfdani, þótt Árni Magnússon kveði ekki fastara að orði en þetta, að hann ætli, að Hálfdan sé höfundurinn. Sonarsonur Hálfdans Jónssonar, meistari Hálfdan Einarsson, segir í Sciographia sinni, að afi sinn hafi ritað lýsingu Ölveshrepps að bón Árna Magnússonar og að hans dæmi hafi faðir sinn, séra Einar Hálfdanarson á Prestsbakka, ritað um Skaftafellssýslu. Á hann hér við ritgjörð séra Einars, er nefnd hefir verið Útmálun yfir Skaftafellssýslu. — Afrif það, er fyrr um getur, er með hendi Styrs Þorvaldssonar, er margt hefir afritað fyrir Árna Magnússon, og hefir hann ritað á smáseðil, er einnig fylgir nú með handritinu: „Þetta skrifað eptir kveri Haldánar Jónssonar á Reykjum í Ölvesi“. — Kunnugt er, að Árni Magnússon hafði mikinn hug á staðalýsingum og söfnun örnefna, sem víða má sjá merki í safni hans og frá hans eigin hendi. En þetta er þó eina héraðslýsingin, er með vissu má telja, að rituð sé að hans hvötum. Líkur benda þó til, að lýsing Vestmannaeyja, er eignuð er séra Gissuri Péturssyni, er prestur var að Ofanleiti 1689— 1713, sé af sömu rótum runnin og þessi, en frumritið er nú glatað, að því er frekast er kunnugt, og verður tæplega neitt um þetta sannað. En hitt dylst engum, er þessi rit les, að þau eru mjög að einu ráði saman sett.

Descriptio Ölveshrepps anno 1703

Ölfushreppur

Ölfushreppur.

Aulfvus eður Ölveshreppur hefur sitt nafn dregið af Alfi, fyrsta landnámamanni þess héraðs. Hreppur þessi liggur í Sunnlendingafjórðungi og Árnessýslu, fyrir vestan Ölvesá, nálægasta sveit að austanverðu við þann fjallgarð, er aðgreinir Árnessýslu og Kjalarnesþing. Þingstaður héraðsins er að Bakkarholti. Þangað sækja Grímsness og Selvogs innbyggjarar, þá þriggja hreppa þing haldast.
Í nefndri sveit eru kirkjur 5: /1 að Arnarbæli, sem tekja er á þessum fjörum góð, en ei mjög mikil. En landið allt austur með sjónum undir Selvogsheiði, þaðan austur í Óseyri og til Hrauns, er af sandi blásið og að mestu graslaust, fyrir utan Þorlákshafnartún með litlu graslendi þar um kring. Örnefni þar: Prestvarða, Miðalda, Prestvörðualda, Veiðimelur, Heyhóll, Rifjabrekkur, Djúpadalshraun. — Stórtrjáreki og hvala á Skeiði heyrir til að þrem pörtum dómkirkjunni í Skálholti og kirkjunni að Þorlákshöfn, en fjórðungur Arnarbæliskirkju. En Hraun á fimm álna löng tré og styttri á þeim parti fjörunnar, er Hraunsskeið nefnist.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – loftmynd.

Þorlákshöfn hefur sitt nafn af Þorláki biskupi Þórhallssyni hinum helga í Skálholti, er þar meinast fyrst hafi á land gengið eftir sína biskupslega vígslu. Þar heitir og enn nú að framan verðu við bæinn Þorláksvör, Þorlákssker, og Þorlákshóll þar túnið er hæst. Í þessari veiðistöðu ganga árlega um vertíðartímann frá Kyndilmessu og í fjórtán vikur þar eftir (hvar um Alþingissamþykkt hljóðar, dateruð 1700) yfir fjörutíu skip, stór og smá. Mörg þeirra heyra til biskupsstólnum í Skálholti. En Árnessýslu innbyggjarar eru eignarmenn flestallra annara þar til sjós gangandi. Utan vertíðar er í þessari veiðistöðu mjög lítil fiskiafli, en á sumum árum alls enginn. Skipastöður með frí fyrir eitt skip hafa þessar jarðir í Þorlákshöfn: Breiðibólstaður fyrir selstöðu, Hjalli fyrir hrossabeit, Arnarbæli fyrir engi. Á Þorlákshafnarvík liggur oft Eyrarbakkakaupfar, þá ei fær byr að sigla inn á Einarshafnarsund. — Ölves liggur til Eyrarbakkakaupstaðar, sem og til Hafnarfjarðar, eftir innbyggjaranna frívilja þeirra höndlun að brúka í nefndum kaupstöðum.

Skálafell

Ölfus; Þurárhraun – loftmynd.

Þegar áður greindar sanda auðnur (með sjávarsíðunni kringum Þorlákshöfn og undir Selvogsheiði sig útstrekkjandi) minnka, tekur til meginbyggðin með fjallgarðshlíðunum í röð austur eftir sveitinni, allt til Þurrárhrauns.
Á þessum fjallgarði, er fyrir norðan þessa byggð sveitarinnar liggur, eru þrír vegir vestur á Suðurnes, nefnilega Ólafsskarð, Lágaskarð og Sanddalavegur, hverir allir saman koma í einn veg á vestanverðu fjallinu, þá byggðar lönd taka til Suðurnesja jarða.
Sérlegustu örnefni á þessum fjallgarði teljast: Geitafell, Lambafell, Vífilfell, Lyklafell, Reykjafell, Vestri-Meitill, Austari-Meitill, Sanddalir, Langahlíð, Skóghlíð, Hverahlíð, Lakar, Skálafellshálsar, Kellingarberg, Kálfsberg, Hestur etc.

Ölfus

Ölfus; Lambafell – loftmynd.

Þessi hér skrifaði hreppsins partur hefur til fjalls á sumrum víða lyngi vaxið haglendi, en um vetrartímann oft byrgt af snjó. Engjaplássið er í mýrum, þeim liggja í suður frá bæjunum, allt á Ölvesárbakka og að vestanverðu við Þorleifslæk. Þar vex mikið stargresi, gott fyrir málnytu, þá vel verkast og þornar, en þess er mjög torvelt til gagnsmuna að afla. Fyrst vegna fens foræða og torfæru með erfiðissamri brúargjörð. Þar næst liggur þetta gjörvalt engjapláss, með öðru mýrlendi, undir stórkostlegu Ölvesárflóði, nær stórstraumar eru við sjóinn, og vindarnir af suðri, landsuðri og útsuðri blása, gjörandi oft stóran skaða, einkum um sumartímann, heyshapnum og brúargjörðinni. En þá vindarnir eru við norðurátt, verður nægð heybjargar.

Ölfus

Ölfus; Breiðabólstaður – loftmynd.

Fyrrnefnt Þurrárhraun hefur að vestanverðu Þurrárhnúk með hömrum. Þar kemur rennandi ofan lítil á, er Þurrá kallast. Síðan að austan verðu við hnúkinn heitir Vatnsskarð, sem almennilega er talað, að Kaldá hafi runnið fyrr um, og nú sést merki til hennar farvegs uppi á fjallinu. En fyrir austan þetta skarð nefnist Valhnúkur. Um fyrrnefnt Vatnsskarð, milli hnúkanna, hefur jarðeldur ofan af fjallinu fram á mýrina hleypt Þurrárhrauni, hvort að er án grass, með mosum, um hvers eldsuppkomu í Ölvesi lesa má í Kristindómssögu, þegar á Alþingi talað var um kristniboðan hér á landi. Með títt nefndu Þurrárhrauni aðskiljast Hjalla og Reykjakirkju sóknir.

Ölfus

Ölfus; Núpar – loftmynd.

Fyrir austan Valhnúk er strax Gnúpahnúkur, með miklum hömrum, nær því allt að Gnúpastíg, hver eð liggur fyrir ofan Gnúpatún upp á fjallið, brattur yfirferðar, og samtengist við almenningsveginn á sunnanverðri Hellisheiði, þar Hurðarásvötn heita.
Landnáma greinir, að Álfur (hvar af eg meina allt héraðið dragi sitt nafn og fyrrum er á vikið) hafi numið land í Ölvesi, kom skipi sínu inn Ölvesármynni, upp eftir Þorleifslæk, í Álfsós, og bjó að Gnúpum. Ós þessi liggur að austanverðu nær því við Þurrárhraun. En frá Álfsós og vestur að hrauninu og til Sandár (hver sín upptök hefur þar við heiðina og rennur í ósinn), þaðan undir Gnúpatún, er mýrlendi með keldum og litlum lækjum. En sú mýri nálægt fjallinu, er að austan og sunnanverðu undir Gnúpahnúk liggur, nefnist Gnúpabringur, torsóttar vegna foraðs yfirferðar.

Ölfus

Ölfus; Hveragerði- loftmynd.

Fyrir norðan Gnúpastíg og bæinn tekur til aftur fjallið með stórum. og háum hömrum, í hverjum er hellir, sem er arnanna híbýli árlega og ómögulegt er, að rannsakaður verði. En þar þessir háu hamrar minnka og fjallið lækkar, taka til Kambar. Undan Kömbum til suðurs, milli Varmár og Sandár, með litlum brúnum, liggur heiði, ei stórum grösug, heldur blásin, þó með nokkru lyngi. Nefnd heiði endast með mýrum að sunnanverðu, ei alllangt frá Álfsós. Með jaðri heiðar þessarar, við mýrlendið, standa sex jarðir, hver nálægt annari, er kallast almennilega Bæjaþorp. Engjatakmark eður slægjuland nefndra Bæjaþorpsjarða tekur til við túnin í suður eftir mýrunum, með fínum heykost [en þó beztum að norðanverðu á Álfsósbökkum]. Varmá hefur nú fyrir fáum árum brotið sér farveg um þessar mýrar og engjapláss, því spillandi, hvar um síðar skal um geta.
Næst fyrir sunnan Bæjaþorpsjarða lönd og engjar liggur Reykjaslægjuland, er í Reykjakirkjumáldögum kallast Kirkjuhólmar. Þessu næst með vestanverðum Varmár forna farveg, þó ei á sjálfum bökkunum, strekkir sig út Arnarbælisstaðar slægjuland, allt suður að staðar túninu og að austan við Þingholt.

Ölfus

Ölfus; Arnarbæli – loftmynd.

Arnarbælisstaður, á einum hól með öllum sínum hjáleigum og hjábýlum, stendur á Ölvesárbakka, hafandi vestur með árbakkanum slægjuland, allt að Hólmsósum [Þorleifslækjar mynni]. En að vestan verðu við lækjarósinn liggur Ósgerðishólmi, en fyrir vestan hólminn strekkir sig fram í Ölvesá Nauteyrarós. Þar liggja í grennd Nauteyrar, og er þetta allt Arnarbælis engjar, með miklu stargresi, að fráteknum Þorlákshafnar og Þorkelsgerðis engjaítökum, fyrir skipstöðu kemur. En vestar á Ölvesárbökkum liggja Lambeyrar og Lambeyrarós. Þessar eyrar heyra til Hrauni til litlra slægna, þó með [nokkrum] ítökum, er aðrar jarðir líka eiga. Þessar eyrar og greint engjapláss liggur undir Ölvesárflóði um stórstrauma. Fyrir vestan staðinn, í túninu, hefur býli verið, nú fyrir nokkrum árum í eyði, er Búlkhús var kallað. Þar var farmur tekinn af því skipi og öðrum fleirum, er Ögmundur biskup lét til Noregs sækja timbur á. Í útnorður og norður frá staðnum er mýrlendi með keldum og flóðum, allt að austanverðu á Þorleifslækjarbakka og að sunnan að Álfsós, hvert bæði er slegið og fyrir beitarland brúkað, og kallast allt þetta pláss Botnsmýri. Hér nefnt Arnarbælisland liggur nær því árlega um vetrartímann undir ís og snjó, hefur þar fyrir yfirgnæfanlegt stargresi um sumartímann.

Ölfus

Ölfus; Hellisheiði – loftmynd.

Fyrir austan áðurnefndar Bæjaþorpsjarðir, en vestan Varmá, liggur almennings vegur yfir fjallgarðinn á Suðurnes og í Kjalarnesþing, fyrst upp á Kamba áðurnefnda, síðan vestur yfir Hellisheiði, hver að austanverðu hefur mikla mosa, með mjög litlu grasi, allt þar til Þrívörður heita og heiðin sjálf meinast mið vera, en hennar vestri partur er víða með sléttum hellum af hraungrjóti, án gatna, nema þær hestanna járn hafa gjört og auðsjáanlegt er þeim athuga. Þessar sléttu hellur ná allt vestur að Biskupsvörðu. Fleiri vörður eru og við veginn hlaðnar til leiðarvísis. — Fyrir sunnan heiðarhraunið liggur áðurnefnd Hverahlíð með mosum og grasi. Upp á hlíðinni er hátt fell, mjög blásið, þó án hamra, er Skálafell nefnist, með vatnsstæði. Á þessu felli var skáli Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnáma manns, hvar af þetta fell hefur sitt nafn dregið, sem Landnáma ávíkur. Af þessu téðu felli er víðsýnt um Árnessýslu, Rangárþing item Vestmannaeyja og Gullbringusýslu.

Ölfus

Ölfus; Bolavellir – loftmynd.

Vestur af Hellisheiði liggur almennings vegurinn ofan Hellisskarð, vestur yfir Hvannavelli, um endilangt Svínahraun og á Bolavelli, þaðan fyrir sunnan Lyklafell og vestan til í Fóelluvötnum, síðan með þeirri á, er úr vötnunum rennur, allt á Fossvelli og að Tröll[a]börnum etc. Upp í hnúknum fyrir norðan fyrrnefnt Hellisskarð er sá stóri steinn einstakur, er Búasteinn kallast, við hvern stein varðist Búi Esjufóstri, sem saga hans tilvísar. Sama saga nefnir Hellisskarð Öxnaskarð, og mun þá hafa sitt nafn öðlazt af nautarekstrum Ölves innbyggara vestur yfir heiðina. — Á norðanverðum Hvannavöllum, er strax taka til fyrir neðan skarðið, stendur sælhús (ei langt frá veginum) so kallað, hverju allt til þessa tíma Ölves innbyggjarar hafa uppi haldið vegfarandi fólki harla nauðsynleg á vetrartímanum til innvistar. Er og lofsvert, að þetta sælhús ei niður falli. Fyrir sunnan Húsmúlann, er liggur í útsuður undan Hengilsfjallinu, en fyrir norðan Hellisskarð, liggja Sleggjubeinsdalir. Þar er náttstaður vesturleitarmanna úr Ölvesi, þá afréttinn á haustin leita. Í vestur og útnorður frá sælhúsi og með Húsmúlanum liggja miklir grasvellir, nefndir Norðurvellir, og strekkja sig út allt suður undir Svínahraun, nær því undir Bolavelli, en endast þó þar Uxabrekkur heita.

Ölfus

Ölfus; Hengill – loftmynd.

Inn með Hengilsfjallinu liggur dalur og fyrir norðan Húsmúlann, er Engidalur kallast. Úr honum rennur lítil á vestur eftir Norðurvöllunum, fyrir norðan Bolavelli en austan Lyklafell, og fellur síðan í Fóelluvötn. Ei alllangt frá Engidal eru almennar nautaréttir Ölvesinga og Kjalarnesþingsmanna, er árlega haldast þann þriðja dag Oktobris mánaðar, ef ei er helgur, annars næsta dag fyrir. Þessi fjallgarður brúkast almennilega fyrir nauta og hrossa afrétt. Skammt fyrir sunnan réttirnar, við Engidalsá, standa tveir klettar, sinn hvoru megin árinnar, og nefnist bilið á milli þeirra Þjófahlaup — er þó ei sannferðugt, hvar fyrir so kallast. Í austur frá Engidal, upp á Henglinum, stendur þúfa, er enn nú nefnist Strendurþúfa, þangað eiga Strendurmenn í Selvogi með frí lambarekstra árlega. Frá þessari þúfu í útsuður hallar fjallinu, með stórum giljum og brekkum, allt ofan í Hengladali, hverir eru so sem þrír, hvor austur af öðrum. Þessir dalir eru grasi uaxnir með valllendi og mýrlendi, hafa fyrir sunnan sig Skarðsmýrarfjöll, graslaus, og liggja að norðanverðu við Hellisheiðar hraunið. Undir þessum fjöllum og um Hengladali síðan vestur á Hellisskarð liggur vegur Grafningsmanna á Suðurnes, er kallast Milli hrauns og hlíðar.

Ölfus

Ölfus; Reykjadalur – loftmynd.

Úr Hengladölum renna margir smálækir, þar til í eitt saman koma, og so fram eftir dölunum vestur undir Hellisheiðarhraunið. Fyrir austan Skarðsmýrarfjöllin er kallaður Orustuhóll og þó fyrir vestan ána, er úr Hengladölum fram rennur. Þar undir hrauninu sjást enn í dag glögg merki til fjárrétta, er menn heyrt hafa brúkað hafi í fyrri tíð Ölves innbyggjarar og Suðurnesjamenn þá saman og til afréttarins hvorutveggja rekið höfðu, og hafi á milli þessara óeining komið, hvar af Orustuhóll mun nafn sitt draga.
Frá nefndum hól rennur áður téð á til landsuðurs og austurs með hrauninu en fyrir vestan og sunnan Smjörþýfi, hvert eð liggur norður með Svínahlíð og er so áfast við Hengladali. Þessi títtnefnd á kallast þá nálægist byggðina Kaldá. Þar á henni heitir Lambavað. Hún er sagt runnið hafi fyrr meir fram eftir Gnúpafjalli og ofan Vatnsskarð (sem hér fyrir framan er á minnst). Nefnd á, þar hún nú rennur í nokkrum gljúfrum, hefur hún fyrir sunnan sig Saurbæjarhraun so kallað, hvert liggur til norðurs frá Kömbum, en að norðanverðu liggur Árstaðafjall. Þar við ána í fjallinu er gat á berginu og kallast Raufarberg hvar með Reykjaland aðgreinist frá afréttinum. Þetta Árstaðafjall hefur upp á sér grösugan dal, er Fífudalur kallast. Fjallið er og sjálft allvíða grasi vaxið, með góðu haglendi. Í norður frá fjallinu heita Molddalir og þar nærri eru Hverakjálkar. En heiðin þar fyrir vestan, allt á Svínahlíð, er kölluð Bytra.

Ölfus

Ölfus; Grændalur – loftmynd.

Hér nefndir Hverakjálkar hafa í sér hveri með deigulmó og litlum læk, er rennur í austur, allt ofan í Reykjadal. Þessi dalur hefur mýrlendi og valllendi, mjög grösugur, með volgri á, sem orsakast af mörgum hverum, er víða í dalnum eru. Hér nefnd Reykjadalsá rennur í suður og ofan í Djúpagil so kallað, síðan í Kaldá.
Örnefni í þessum dal og kringum hann eru þessi sérlegustu: Klambragil, Fálkaklettar, Dalaskarð, Dalafell, Rjúpnabrekkur efri og neðri etc, Fyrir austan þessi örnefni liggur Grænsdalur, beitarland og slægna frá Reykjakoti, víða grasi vaxinn með valllendisbrekkum og mýri, einnig með hverum og mörgum smágiljum, er gjöra með sinni saman rennslu eina á eftir þessum miðjum dal, hver eð rennur til útsuðurs í þráttnefnda Kaldá. Örnefni í og kringum Grænsdal eru þessi helztu: Grænsdalseggjar, Þrengsli, Langamýri, Engjamúli, Nóngil, Vesturfossar, Ófærugil, Vestastaengi, Miðengi, Austastaengi, Kapladalur, Snókatorfa, Þvergil, Jarðföll, Brennisteinshver etc. En til austurs frá Grænsdal taka til Klóarmelar, aldeilis graslausir.

Ölfus

Ölfus; Sogn – loftmynd.

Plássið þar fyrir austan er selhagar frá Reykjum og það pláss kallað Reykjafjall, þó lágt liggi sem annar dalur. Þetta takmark er með grasi víða, so valllendi sem mýrum, gott til haglendis en undirlagt af snjóum á vetrartímanum, sem og einnig í sama máta fyrrskrifaðir dalir. Af mörgum smágiljum þar saman rennandi í eitt orðsakast ein lítil á, er Sauðá kallast, hver eð rennur til útsuðurs og allt í Kaldá. Í kringum og í þessu Reykjafjalli eru þessi minnilegust örnefni: Sökkatindur, Sauðatindar, Efri- og Neðri-Tindamýrar, Klóarmelahver, Klóarmýri, Kló, Klóarbugar, Votamýri, Kapladalur, Stóratorfa, Austurhvammar, Álútur, Hrossaflöt, Geldingadalur, Bolatjörn, Boli (so kallaður hver), Bolabrekkur, Nátthagi, Selhæð etc. etc. Þegar hér oftnefnd Kaldá með öðrum ám og lækjum, sem hér umgetur í hana renni, beygist og rennur rétt til suðurs fyrir neðan fjallgarðinn, þá er hún Varmá kölluð, og dregur sitt nafn af því varma vatni þar á allar síður. Í hana renna ei allfáir vellandi hveralækir, ásamt volgar vatnslindir, so og eru í árinnar sjálfrar farveg vellandi hverir, er sig auglýsa þá hún vatnslítil er. Í nefndri á er foss fyrir vestan túnið á Reykjum, sem net er í dregið en veiði þó alllítil af sjóbirtingi á öndverðum sumartíma.

Ölfus

Ölfus; Varmá – loftmynd.

Varmá hefur fyrir nokkrum árum runnið til suðurs allt í Ölvesá fyrir austan Arnarbælis stað, en nú hefur hún brotið sér farveg um miðjar engjar Bæjaþorpsjarða til vesturs, allt í Álfsós, berandi uppá kringum liggjandi mýrlendi aur, leir og sand, slægjulandinu til spillingar (sem áður er um getið). En sá forni farvegur er þurr orðinn.
Ei er gleymandi að skrifa nokkuð um það varma vatn og vellandi hveri, er nálægt Varmá liggja. Fyrir vestan Reykjafoss kallast Hveragerði. Í því plássi eru margir hverir, sumir með miklu djúpi og þó vellandi. Einn þessara liggur hérum einn faðm frá almenningsveginum, er liggur vestur Hellisheiði, og er með bergi að austanverðu, en sandmel annars staðar, hér við tveggja álna hátt að vatni, nær því kringlóttur og víður sem lítið hús. Hann er vellandi með smásuðu en ei stórkostlegri, mjög djúpur og dimmur að sjá. Á hér téðu hver keri hafa skilríkir og sannorðir menn (hverjir enn nú eru á lífi, og sumir sálaðir) séð, þá veginn hafa ferðazt, tvo fugla synda, að vexti sem litlar andir með fölsvörtum lit, og hvítum baugum, eður so sem hringum kringum augum. Þá þessir fuglar hafa um lítinn tíma synt á hvernum, hafa þeir sér í vatnið stungið og ei úr vatninu upp aftur komið, þó menn hafi nokkra stund þar dvalið, væntandi þeirra aftur komu. Hér um hafa allir, er þetta séð hafa, sama sagt.

Ölfus

Ölfus; hverasvæði við Reyki – loftmynd.

Annar hver í útsuður frá þessum, lítill vexti, spýtir upp úr sér vatni með miklum reyk þykkum og svælu hátt í loftið, þá veðrátta tekur til að ganga rosasöm, og það á öllum ársins tímum. En þegar þurrviðri, frost og úrkomulítið loft er, gefur hann ei frá sér nema vanalegan reyk, hvar af marka má veðráttufar, þeir eftir taka kunna. Örnefni þessi eru fyrir norðan Hveragerði og undir Kamba minnisstæðust: Sandskeiði, Hamarinn, Volgulækir, Völlurinn, Árhólmar etc.

Hveragerði

Hveragerði – Reykir; loftmynd.

Sá þriðji heitir Baðstofuhver, og liggur að austanverðu við Varmá, fyrir norðan Reykjafoss, með miklum undirgangi upp úr holu eður gjá, hér um tveggja faðma víður. Hann gýs hátt upp í loftið um lítinn tíma vellandi vatni með reyk og svælu stórkostlegri, so furða er að líta. Þegar hverinn er að spýta og frá sér gefa vatnið, þá rennur lækur þaðan fram í ána. Þá so þetta hefur litla stund varað, sýgur gjáin allt gjörvalt vatnið í sig aftur, so illa nóg sést til þess, þar til í nefndri gjá vatnið aftur vex, og gýs so með sama hætti og hér er áður um talað. Ei mun þessi hver minna gjósa með stórstraum við sjóinn, heldur meira.

Hveragerði

Hveragerði – Grýla 1973.

Fjórði hver er upp undir fjallinu, fyrir ofan Reykjatún, nefndur Geysir, hvers ógnarlega hljóð, nú fyrir nokkrum árum, skriða úr fjallinu með sínu hlaupi hefur stillt. Hjá þessum hver og líka annars staðar er að finna álún og marglitaðan, feitan deigulmó.

Hveragerði

Hveragerði – Hverasvæðið.

Fimmti er fyrir vestan Reykjatún, hér um þriggja álna víður í kring, vellandi með hreinu vatni, hver í sig sígur tuttugu álna langt vaðmál rétt til enda og sendir það so aftur upp í einum böggli, þá hann gýs. Ei má því sleppa, því þá er óvíst, hvort aftur næst. Margir aðrir hverir eru og nálægt Reykjum og Reykjaseli (og víða um þeirrar jarðar land), hvar mat má á kokka, einnig lita vaðmál, eður hvað annað þesskonar til þarfinda að brúka þörf gjörist. Járnpottar eru hentugastir hér til, en eirkatlar foreyðast fljótara en yfir eldi. Allur sá þeirra partur, er upp úr hverunum stendur, gatbrennur, en botninn bilar trauðlega. Sé lagt í þessa hveralæki, eður þeirra úrrenslur, ógyllt silfur, þá kemur á það roði, sem strax af strýkst. Sé ull eður önnur þesskonar lin materia lögð í þessa hveralæki, verður hún með langsemi að steini, eður hörðum mó, þó með sama formi og hluturinn þangað lagður er í fyrstu. Sumir smáhverir eru og þeir, sem spýta deigulmó so þykkum sem graut. Hveravatn þrálega drukkið meina menn sé þeim mönnum gott, er brjóstveikir eru.

Ölfus

Ölfus; Grafningur – loftmynd.

Fyrir landsunnan og austan Reykjatún er kallað Stórkonugil. Síðan er mýrlendi allt til Vallnamúla, þar er með fjallinu er Skjólklettur nefndur. Sérlegustu örnefni á Reykjafjalli, er liggur til austurs allt til byggðar í Grafningi, teljast þessi: Efjumýrar (í hverjum er landamerkjaþúfa milli Reykja og Grafningsjarða), Geldingadalseggjar, Lambhagi, Húsatorfur, Stekkjardalur, Sognsbotnar, Sognin, Klyptartungur, Sognssel, Selás, Kringluvatnsdalur, Hlíðarfjall, Hálsfjall etc. Að austanverðu við Varmárfarveg þann forna liggja bæir í röð, með sínum hjáleigum, suður eftir miðri sveitinni, fimm að tölu, allt að Ölvesá. Í þessari tölu er Reykjakirkju jörð, Vellir, hvar Reykjakirkja stóð í þrjátíu ár og nú sjást enn glögg merki til tóttar, kirkjugarðs og leiða framliðinna manna. En að Völlum var kirkjan flutt þangað (eftir því sem sannorðir menn sagt hafa) að hver hafði upp komið innan kirkju á Reykjum, en biskupinn, herra Oddur Einarsson, befalaði Álfi Gíslasyni líttnefnda kirkju til Reykja aftur að flytja, hvar hún hefur síðan staðið.

Ölfus

Ölfus; Glúfurá – loftmynd.

Örnefni fyrir ofan og austan Velli eru þessi: Torfeyri, Músarhólar, Krossklettar, Vallnamúli, Vallnagil, Sognseinbúi, Rauðilækur, Hellnaholt. — Austur með fjallshlíðinni liggja og þrír bæir, beggja megin þess vegar, er Grafningsháls kallast og aðskilur frá öðrum fjöllum að norðan verðu Ingólfsfell, þar nálægt liggjandi. Milli þessara bæja hlaupa fram í sveitina ár tvær litlar. Kallast sú vestri bæði Gljúfursá, einnig Gljúfrarholtsá, og svo líka Sandá. En sú eystri Hvammsá og líka Bakkarholtsá. Þessar báðar strekkja sig út til útsuðursáttar og komast so loksins í þann forna Varmárfarveg og þaðan í Ölvesá, milli Arnarbælis og Auðsholts. Hvammsá aðgreinir með fjallbyggðinni Reykja- og Arnarbæliskirkjusóknir. Ei alllangt frá þessari á, undir Ingólfsfelli, eru almennilegar sauðaréttir Ölvesinga á hverju ári haldnar þann 21. dag septembrismánaðar, ef sá dagur, eður sá fjallleitina á ber, er ei löghelgur. Annars eru réttirnar haldnar eftir hreppstjóra ráði og tilsögn.
Fyrir framan Ingólfsfell og með því að sunnan og austanverðu og allt að Ölvesá liggur byggðin, hvar eð skiptast að austan undir miðju fjallinu Arnarbælis og Úlfljótsvatns kirkjusóknir. Mesti partur þessara jarða landa, eður búfjárhagar (er fyrir austan Varmár gamla farveg liggja) er mýrlendi með holtum, með heyskap ei mjög miklum og kostalitlum einkum á þeim jörðum, er ei eiga engi á Varmárbökkum, hvar betri heykostur er.

Ingólfsfjall

Gengið á Ingólfsfjall.

Minnilegust örnefni um þetta pláss allt reiknast þessi hér: Eskholt, Hvammslambhagi, Hólstaðir, Gálgaklettar (hvar að stórbrotamönnum er réttað), Márstígur, Auðholtsskygnir, Völur, Kögunarhóll etc. Þessu næst er að geta Ingólfsfells. Það liggur til norðurs og suðurs í hreppnum, ei alllangt frá því vafnsfalli, er Sog nefnist og fyrir austan fjallið rennur. Þetta fjall hefur hamra og eggjar allt um kring, háfar og miklar að sínum þremur köntum, að vestan, sunnan og austan, en að norðanverðu er það með stórskörðum og giljum. Það er mjög graslítið, svo upp á því, fyrir ofan hamrana, sem neðan. Þar fjallið er hæst, þó nokkuð norðar en á því miðju, er haugur Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámamanns, mældur við jarðveginn tvö hundruð faðmar í kring, nú graslaus með stórum hellum og mel, sums staðar mosavaxinn. Haugurinn sést á allar síður á fjallinu, nema að norðan. Magister Brynjólfur Sveinsson reið þangað eitt sinn norðan á fjallið að skoða hauginn, hvorn hann lét þá mæla. — Örnefni þessi eru á Ingólfsfelli svo kölluð: Kagi, Kagagil, Leirdalur, Dagmálagil, Hólstaðagil, Tannastaðadalir, Alviðrueggjar, Djúpidalur etc. í landnorður undan Ingólfsfelli og upp með Soginu eru mýrar, þar til byggðin í þeim kjálka sveitarinnar til tekur, er Grafningur kallast. En í vestur yfir Álftavatn og fyrir norðan Ingólfsfjall liggur vegur fram Grafningshálsinn og í Ölvesið, Á þeim vegi nefnast þessi örnefni: Djúpigrafningur, Æðargil, Bjarnarfell, Kaldbak etc.

Ölfus

Ölfus að Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir sunnan Tungá (en í Landnámu kallað er Þverá) eru fjórar jarðir með graslendi góðu, lyngi vaxið, en fyrir ofan eður norðan ána er Bíldfellsfjall lyngi og skógi vaxið, sem og góðir hagar á vetur. Þar norður með vatninu er kallað Land, allt þar til tekur Úlfljótsvatns slægjuland, kallað Dælar. Síðan tekur til (Úfljótsvatnsfjall og fyrir austan það Dráttarhlíð, svo kölluð vegna þess á því plássi er net dregið til silungs veiði. Það er slægjupláss frá Úlfljótsvatni með svo góðum heykosti sem töðu. Upp á þessari hlíð eru þrír fornmannahaugar, hver skammt frá öðrum, grasi vaxnir, þar menn segja í séu heygðir þeir fyrri menn á haugaldartíð, er þessar jarðir, Úlfljótsvatn, Villingavatn og Ölversvatn hafa sitt nafn af dregið. Norðan til í hlíðarberginu er stór hellir, kallaður Skinnhúfuhellir. Haglendi þessara jarða er gott með lyngi, viði og góðu grasi víða vaxið og ei stórlega blásið. Lítil á rennur að vestan úr fjallinu fyrir sunnan Ölversvatnstún og austur í Þingvallavatn. Slægjuland þessarar jarðar er fyrir austan bæinn. Vestan bæinn í túninu er kallað Grímkelsgerði og þar er leiði Grímkels goða Bjarnarsonar, 15 álna langt.

Kattartjarnir

Kattartjarnir.

Örnefni nálægt Ölversvatni: Lambhagi, Álftalautir, Stigadalur, Líkatjörn, Líkatjarnarháls etc. Norður betur með vatninu skerst inn vík, kölluð Hagavík. Þar enn til norðurs Hagavíkurhraun, nú með litlum skógi. Örnefni þar nálægt: Sandfell, Leirdalur, Lómatjörn, Lómatjarnarháls, Ölversvatnsvellir, Hvíthlíð (Reykjakirkju skógarítak), Stangarháls (Arnarbæliskirkju skógarítak), Rauðhóll, Grámelur etc. Þessu næst er að minnast örnefna, er fjallgarðinum til heyra, þó byggðalönd séu Grafningsjarða og kallast so þau nafnfrægustu: Háafell, Dagmálafjall, Súlufell, Kyllisfell, Stapafell, Mælifell, Krossfjöll, Hrómundartindur Villingavatns-Seljadalur, Laxárdalur, Stóri- og Litli-, Smjördalur, Úlfljótsvatnsbotnar, Villingavatns-Seljabotnar, Álftartjarnir, Kattartjarnir, Djáknapollur, Mælifellsflatir, Lakar, Ölkelduháls, Brúnkollublettur.) Raufarberg sem er landamerki milli Ölversvatns og Reykja, Þverárdalur, Söðlahóll, Kýrgil með hverum og hömrum og liggur undan Henglinum að sunnanverðu.

Grafningur

Ölfusvatnslaugar.

Þar norður með Hengisfjallinu eru kallaðar Ölversvatnslaugar. Þar fyrir norðan Nesjalaugar. Frá þeim til austurs eru Nesjavellir, slægjuland frá Nesjum. — Það þráttnefnda fjall Hengill er stórt og hátt og liggur til austurs og vesturs, að ofanverðu blásið með mosum, en til hliðanna, einkum að sunnan og austanverðu, með grasbrekkum. En á vestri síðuna hefur það stórgil og hamra. Það er kallaður Vörðuskeggi þar fjallið er hæst, að austan. Þaðan segja menn að sjáist glögglega hver ein vík og annes á Þingvallavatni, en ei af öðrum fjöllum. Þetta fjall með kringum liggjandi á allar síður fellum, hálsum, ásamt dölum og völlum, er afrétt Ölvesinga fyrir sauðfé, naut og einnig hross. Þennan afrétt munu og Suðurnesjamenn brúkað hafa í fyrri tíð, er hér að framan um getur.

Marardalur

Marardalur.

Örnefni fyrir vestan og norðan Hengilinn þessi: Marardalur, Grashólar, Skublungar, Dýrunsfjöll, Folaldadalir, Vegghamrar, Rauðuflög etc. í austur og landnorður undan Henglinum er Jórutindur, er so nefnist af Jórunni, er trylltist á Flóamanna hestaþingi og Ólafur konungur lét vinna, sem um getur í söguþætti hennar. Fyrir neðan tindinn tekur til Jórukleif og eftir kleifinni kallast Jórugil, er liggur í Þingvallavatn. Þetta pláss er skógi vaxið og kallast Nesjaskógur. í suður frá Jórutind er nefnd Hjallatorfa, Hjallakirkju skógarítak, nú mjög gagnlítið. Jórukleif hefur að norðanverðu hamra, en fram við Þingvallavatn liggur vegur til Alþingis Ölvesinga. Um þessarar kleifar nyrðri síðu aðskiljast Ölves eður Grafnings jarða lönd og Þingvallahreppsins.

Þingvallavatn

Þingvallavatn.

Þingvallavatn er það stærsta stöðuvatn á þessu landi. Í því er silungur, hver í kringum það veiðist með lagnetum og krækifærum á bátum, einnig á ísum á vetrardaginn. Út í því liggja eyjar tvær. Önnur kölluð Nesjaey, há sem lítill hóll, með litlu grasi en varpi engu. Hún heyrir til Nesjum. Hin eyjan, sú eystri, kallast Sandey, so sem lítið fell, sums staðar grasi vaxin en í sumum stöðum blásin. Hún hefur varp nokkurt af svartbak. Þessi heyrir til Ölversvatni. Hestaganga er þar góð fyrir fáeina á vetrartímanum, þá vatnið er ísi þakið og hefur hestheldan ís. Það er almennilega haldið, að vatnið frá Ölversvatni og norður í Sandey svari að lengd sem tveimur vikum sjávar, og úr eynni jafnlangt til Þingvalla. Milli eyja þessara er lítill hólmi, sem elftur verpa í.

Grafningur

Úlfljótsvatn fyrrum.

Í útsuður frá Sandey hafa sannorðir menn séð í hlýju morgunveðri reyk eður blástur upp úr vatninu um lítinn tíma, líkastan stórfiska blæstri.
Fyrir norðan áðurnefnda Dráttarhlíð, skerst fram úr Þingvallavatni það mikla vatnsfall Sog, er sitt nafn tekur af þess súg eður hastugri rennslu fyrir hlíðartaglið. Anno 1632 þornaði þetta Sog upp, so silungar voru á þurru úr því teknir. Þegar nú þetta Sog linar sinn straum, strekkir það sig út í eitt ei alllítið vatn, er nefnist Úlfljótsvatn, sem með silung er jafnan, og dráttarnet með bát brúkast þar á sumrum. Upp úr þessu vatni, þá vorar að, rekur í kringum það hrönn með smá punga, hvar úr menn hyggja það mý koma, er við nefnt vatn á sumrin, þá hitar og vætuhæg veðrátta gengur, er so þykkt í loftinu, að varla sést til sólar í heiðríku veðri.
Í miðju þessu vatni er ein ey, kölluð Hrútey, með mjög litlu varpi, hafandi hvannir, er tíðum slegin. En sunnan til í nefndu vatni eru tvö eylönd. Nefnist önnur eyjan Flatey, og heyrir til Úlfljótsvatni, með góðu grasi og hvönnum, en hin kallast Brúarey, með viðlíkum hætti og Flatey. Í nefndar þessar eyjar verður að fara á skipi, sem og milli þeirra, þó ei langt sé. Brúarey heyrir til Efri-Brú í Grímsnesi.

Sogið

Sogið.

Þegar Sogið úr vatninu tekur til aftur, kemur stór foss, nefndur Ljósifoss. Þar fyrir neðan er annar, kallast Ýrufoss. Þar eftir liggja hólmar í Soginu, í hverja reitt er að vestanverðu, hvar vex einir og ber á, sem og annað lyng. Fyrir sunnan nefnda hólma er sá þriðji foss, er Kistufoss heitir. Undir þann foss fer selur, en ei lengra. Eftir þetta hleypur Sogið fram með byggðinni Grafningsins að austanverðu, allt að Tunguármynni. Þar er ferjustaðurinn yfir Sogið. Síðan koma enn nokkrir smáhólmar, er Torfastaðahólmar eru kallaðir, með varpi nokkru. Þar brúkast og ferjustaður frá Torfastöðum. Fyrir sunnan téða hólma slær Sogið sér út og breikkar, so lítill straumur verður í því, með sléttum sandi á botninum. Þar er vað, sem oftast nær brúkast árið um kring, nema þá stærstu vatnavextir eru.
Þetta vatn kallast Álftavatn. Sunnarlega í því er hólmi stór með bergi í kring, hvar arnir verpa tíðum. Þegar Álftavatn tekur að mjókka er enn kallað Sog, hvort rennur enn til suðurs að austan verðu við Ingólfsfjall (á móti Alviðru er og líka ferja höfð) og allt í Hvítá.

Sogið

Sogið.

Títt nefnt Sog aðskilur Grafning frá Grímsnesi. Þegar í einn farveg er komið Sogið og Hvítá, þá nefnist og kallast vatnsfallið til samans Ölvesá, hver móða rennur til útsuðurs og aðgreinir Hraungerðinga og Kaldnesinga hreppa frá Ölvesi. Fyrir framan ármótin eru smáhólmar með varpi litlu. Síðan er Laugardælaferja. Í ánni fyrir útsunnan ferjustaðinn er eyland, er Laugardælastað tilheyrir.
Fyrir norðan Selfosstún eru þrír klettar fyrir ofan hávaðana, en þó langt á milli þeirra, er í ánni standa. Þessir steinar kallast Meyjarhlaup, hvar yfir um fór Jórunn af hestaþingi í Flóa, þá trylltist, og lagðist þar eftir í Jórutind, sem hér er áður á minnst. Hún ein hefur gengið á stíflu yfir Ölvesá, þá ófrosin verið hefur. Fyrir neðan nefnda háfaða kemur vík, kölluð Fossvík. Þar fyrir vestan er einn ferjustaður, kallaður Kotferja. Þar Ölvesá rennur fyrir vestan Kaldaðarnes er ey í ánni með æðarfuglsvarpi, er þangað heyrir, til gagnsmuna. En þegar nefnt vatnsfall tekur að útstrekkjast, hefur það eyrar með stórum og djúpum álum og mikilli víðáttu vestur undir Hamarenda. Arnarbælisstað tilheyra þrjú eylönd, er að vestanverðu liggja í ánni og slegnar eru, er so nefnast: Garðey, Hrútey, Lambey.

Ölfus

Ölfus; Selfoss – loftmynd.

Fyrir sunnan Hamarenda tekur árinnar breidd að mjókka, so hún fellur í eitt, án eyra og grynninga, og til landsuðurs. Þar er ferjustaður, sem í Óseyri kallast. Þar verður að sæta sjávarföllum til flutnings og er ærið langt sund. Á þessum ferjustað, sem öðrum öllum í Árnessýslu, er á Alþingi ályktuð ein alin í ferjutoll undir mann og hest, til og frá, item sama gjald er undir klyfjaðan hest hvern. En þegar kúgildi eitt er flutt, þá er fimm álna ferjutollur fyrir það. Þessari Óseyrarferju halda uppi búendur í Ferjunesi (sem Landnáma kallar Framnes), og meðtaka ferjutollana. Þar verða að brúkast á ánni tvö skip í senn um sumartímann, vegna fólksfjölda. Ei alllangt fyrir framan ferjustaðinn fellur áin í sjó, þó í tveimur kvíslum, önnur til austurs með landinu, en hin vestur með Skeiðinu. En vegna þess Hásteinar liggja rétt í miðju gapi árinnar, þá orsakast þessi yatnsins sundurskipti. Hásteinar er stórgrýti, þurt um fjöruna, en um flóð í kafi og brýtur á sem boða öðrum. Fyrir vestan Hásteina er kallað Hásteinasund, sem með farmaskip er inn róið. Mikill fjöldi af sel er í árinnar mynni, sem og í henni sjálfri. Silungsveiði með báti og dráttarneti brúkast í Óseyri frá Hrauni í Ölvesi, um sumartímann, og er það sjóbirtingur, sem þar næst. Nú eru hér upp talin flest öll byggðarlög, landspláss og örnefni í Ölvessveit, er nú kallast á þessum tíðum.
NB. Á Reykjum í Ölvesi hefur í fyrri tíð búið Gissur jarl og Oddur Gottskálksson lögmaður (þar út lögð píningar historian og um Jerúsalems eyðileggingu A- 1545).

Laufdælingavegur

Laufdælingavegur.

Þessi eru haldin sýslumót milli Árnessýslu og Kjalarnesþings, fyrst er Vilborgarkelda, er liggur á Mosfellsheiði, fyrir vestan Heiðarbæ. Þaðan ræður Laufdælingastígur í vestur liggjandi eftir heiðinni allt í nyrðri Lyklafellsenda. Síðan í þann einstaka stein, er stendur við Hellisheiðarveginn á melnum fyrir sunnan Lyklafell, er kallast Sýslusteinn. Þaðan í það stóra bjarg, er liggur við veginn í Ólafsskarði. Síðan sjónhending í Hvítskeggshvamm, fyrir sunnan Geitahlíð, milli Herdísarvíkur og Krýsuvíkur.
Anno 1703 voru og töldust búendur í Ölvesi, er tíund gjörðu frá níu hundruðum og þaðan af frekara seytján; en frá fjórum hundruðum til tíu hundraða þrjátíu og einn. En þeir minna tíunda en fjögur hundruð eru fimmtíu og einn.
Reiknast lausafjártíundir allar í Ölvesi á ofanskrifuðu ári fimm hundruð hundraða, sjötíu og átta hundruð betur. Tala heimilisfastra manna, ríkra og óríkra, á sama hér téðu ári, í þrátt nefndum hrepp, er fimm hundruð sjötíu og sex menn, en fátækir umferðamenn sveitarinnar teljast þrjátíu og einn. Summa alls fólksins fimm hundruð tíutíu og sjö menn.“

Heimild:
-Andvari, 1. tbl. 01.91.1936, Lýsing Ölveshrepps 1703 – Hálfdán Jónsson, bls. 57-78.

Sýslusteinn

Sýslusteinn suðaustan Lyklafells.

Doglas rb66

Enn og aftur var gerð leit að braki flugvélar sem vera átti í Lakadal, milli Lakahnúka og Stóra-Sandfells. Að þessu sinni var haldið á vettvang með málmleitartæki því stórir sandflákar eru þarna neðan við mikil gil í Sandfellinu. Talið var líklegt að vatn og vindar hefðu fært brakið í kaf á umliðnum árum, en heimildin var frá árinu 2005. Veður var eins og best var á kosið, 19°C hiti.
BrakiðGengið var yfir Lakahnúka. Frá þeim var ágætt útsýni yfir svæðið. Þegar komið var niður var stefnan tekin í innsta gilið. Gamlar gosdósir létu í sér heyra.
Eftir að hafa endurmetið aðstæður og lína aðlöguð af fyrri ferð upplýsingaraðila um svæðið var stefnan tekin til norðvesturs. Þar fannst brakið títtnefna; heilleg hurð af flugvél. Hurðin virtist hafa komið niður úr loftinu ein og sér, a.m.k. var ekkert annað brak að sjá í nágrenninu. Gengið var upp nærliggjandi gil og umhverfi þess, en málmleitartækið var þögult sem gröfin.
ÁletrunÁ hurðinni voru tveir gluggar, sá efri brotinn, líkt og að hann hefði lent í kúlnaregni – eða á grjóti þegar niður var komið. Á henni voru m.a. eftirfarandi áletrun ofan á (Cut here for EMERGENCY RESCUE) annarri amerískri; PLT 54-545A. Þegar hurðinni, sem virtist vera ca. 60-100 kg, var snúið við komu í ljós ýmsar áletranir, s.s. „SERKIT“ með stimpli og ýmsum merkingum. Sjá mátti númerið 3024 og á öðrum stað númeraröðina 5470191 3 A 7075.
Að myndatöku lokinni var haldið til baka, enda biðu næg verkefni annars staðar. Að þeim loknum voru upplýsingarar og myndir sendar til Eggerts Norðdahls og hann beðinn um að reyna að sannreyna hvaða flugvél hurðin gæti hafa verið af. Ekki stóð á svari: „Amerísk „Douglas RB-66B-DL Destroyer“ frá USAF (bandaríska flughernum), númerið á flugvélinni er málað á hlerann (hurðina)! „54-545A“ – Borguð af fjárhagsárinu 1954 og líklega smíðuð 1954/1955 – Ekki hefur hún farist, bara misst af sér hlerann!
Slíkt kom fyrir, tvö, þrjú skipti eru kunn af öðrum vélum hér á Íslandi. Þar sem hún er mjög líklega kominn á haugana ca. 1973 (ef ekki skotin niður í VíetNam eða farist einhverstaðar áður) þá þarf líklegast ekki að skila hleranum! Mér þykir ólíklegt að áhafnarmeðlimur hafi skotið sér út eða hún farist þarna (og engin heimild um slíkt). Líklega er þetta hlerinn við stjórnklefann (sbr. myndir). Það er gler á honum, tegundinn „RB-66“ var könnunarvél, ekki sprengjuvél þó B- standi fyrir „Bomber“.“

Douglas RB-66

Af þessum upplýsingum fengnum var a.m.k. hægt að útiloka að þýska flugvélin, sem flökkusögur hafa gengið um, hefði komið niður þarna.
Hafa ber í huga að framangreindar upplýsingar koma ekki af engu. Þeim þarf að safna saman, flokka og greina. Síðan þarf að fara á vettvang og sannreyna, skrá í hnitakerfi, ljósmynda og leita frekari staðfestinga. Allt tekur þetta tíma og er vinna. T.d. voru gerðar þrjár tilraunir til að komast inn í Lakadal eftir að þeim fyrri slepptum, en þá varð frá að hverfa vegna veðurs í öll skiptin. Þær ferðir eru ekki skráðr. Sú ferð, er hér um ræðir, er skráð í FERLIRSsöguna sem sú 1388.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Lakadalur

Doglas RB 668 DL Destroyer.

 

Búrfell

Búrfell eru 39 talsins, nokkuð há stapafjöll með klettum ofantil. En hvers vegna heita öll þessi fjöll á landinu „Búrfell“?
Búrfell landsins eru mörg og finnast um allt land. Að auki eru fjölmörg örnefni dregin af því, nefna má ár, dali, flóa, drög, heiðar, hraun, hyrnur, hálsa og margt fleira. Einnig bera níu bæir nafnið.

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Þrjátíu og níu fell eða fjöll bera nafnið Búrfell [fjögur fellanna eru á Reykjanesskaga; í fyrrum landnámi Ingólfs, þ.e.]:
-Búrfell við Hafravatn í Mosfellsbæ, 81 m
-Búrfell í Heiðmörk, Garðabæ, 179 m
-Búrfell, norðvestan Þingvalla, 782 m
-Búrfell norðvestan við Þorlákshöfn, 200 m

Af þessum fjórum Búrfellum á Reykjanesskaga eru tvær eldborgir (í Garðabæ og í Ölfusi (Þorlákshöfn)) og tvö eru móbergs og basaltfjöll (við Þingvelli og í Mosfellsbæ).

Sigurður Sigurðsson

Sigurður Sigurðsson.

Sigurður Sigurðsson birti fróðlega umfjöllun og vangaveltur um „Búrfell“ á bloggsíðu sinni sigsig.blog.is árið 2013:
„Að einhverju leiti getur verið að útlit fjalla með nafninu „Búrfell“ ráði því að þau fengu nafnið. Ekki veit ég orðið „búr“ merkir upphaflega, ef til vill er það hið sama og nú til dags sem er matargeymsla.

Mér finnst frekar óljóst er af hverju nafn fjallanna er dregið og þess vegna fór ég í dálitla heimildavinnu. Hún dróst dálítið á langinn, endaði í vikuvinnu. Leiddi þar hvað af öðru. Sem betur fer glataði ég tvisvar sinnum því sem ég hafði skrifað. Þá þurfti ég að byrja aftur og þó ég hafi bölvað missinum er ég nú þeirri skoðunar að ritgerðin hafi batnað eftir því sem ég skrifaði hana oftar. Ég vara þó lesandann við, ég er enginn sérfræðingur.

Hvaða búr er um að ræða?

Bær

Bær og útibúr.

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir:
Forliður nafnsins Búrfell er líklega dreginn af hinum fornu útibúrum, sem stóðu ein sér og í voru geymd matvæli, dýrir munir og svo framvegis. Þau gátu staðið nokkuð frá jörð svo að skepnur kæmust ekki í þau.

Búrfell standa oft stök og skera sig úr að lögun, og minna sum þeirra á hús.

Þetta skýrir ekki málið neitt sérstaklega og er heldur einföld skýring.

Búrfell

Búrfell í Garðabæ.

Á hinum ágæta vef ferlir.is er fjallað um gíginn Búrfell í Heiðmörk og vitnað í vef Örnefnastofnunar um nafnið. Örnefnastofnun er nú ekki lengur til sem slík heldur var gerð að deild innan Árnastofnunar og vefurinn ekki lengur finnanlegur. En á Ferli segir eftirfarandi:
En hvers vegna ætli fjöll heiti Búrfell? Það fyrsta sem kemur væntanlega upp í hugann er búrhvalur því ef litið er á mynd af slíku dýri þá eru ákveðin líkindi með útliti hvalsins og sumum Búrfellum einkum þeim sem eru stapar.

Þar sem fjöllin þykja oft lík að lögun hefur stundum verið talað um Búrfellslag eða Búrfellslögun fjalla.

Búrfell

Hjallur.

Það er til önnur skýring á nafninu og hún er sú að það tengist matargeymslu og þá helst stokkabúr, sem voru reist á lóðréttum bjálkum upp frá jörð svo að dýr kæmust ekki í þau, öðru nafni stafbúr.“

Sum Búrfellin eru kölluð Matarfell af sjó svo sem Búrfell á Snæfellsnesi og Búrfell í Reykjarfirði á Ströndum en Búrfell á Gnúpverjaafrétti er kallað „fjallið fyrir innan Heklu“ og Búrfell á Tjörnesi er kallað Kistufell. Ástæða þess er sú að sjómenn trúðu því að ef þeir nefndu Búrfell á nafn gætu þeir egnt á sig búrhvalinn. Þetta voru því svokölluð varúðarnöfn.

Hyggjum nú aðeins að þessu. Á Vísindavefnum er getið um „hin fornu útibúr“. Líklega hafa þau verið geymslur, byggðar til að geyma matvöru og hugsanlega byggð þannig að vindur blási um þau eins og hjallar þar sem fiskur er þurrkaður.

Búr og kjölur

Búrfell

Búr.

Voru „búr“ kölluð svo eftir fjöllunum eða fengu fjöllin nafnið af útibúrunum? Þetta er ansi góð spurning, þó ég segi sjálfur frá og eftir svarinu fór ég að leita.

Gæti verið að orðið „búr“ hafi haft aðra merkingu en í dag, jafnvel að það hafi verið einskonar útlitslegt orð, ef ég má orða það þannig. Um leið kemur orðið „kjölur“ upp í hugann. Það var áður haft um ásinn, tréstykkið, sem er frá stefni og í skut. Síðar hefur orðið færst yfir á allan þann hluta bátsins eða skips sem er í sjó enda víst að kjölur, slíkur þeim sem hér hefur verið lýst, er ekki til á stálskipum.

Hugsanlega eru „kjölur“ og „búr“ andheiti. Hið fyrrnefnda gæti átt við kjalarásinn en hið síðara um það sem snéri inn í bátinn … Jafnvel gæti „búr“ verið einhvers konar mænir á húsi, það sem hæst ber.

Orðsifjafræðin

Búrfell

Búrhvalur.

Hvers vegna er hvalur kenndur við „búr“? Er það vegna þess að hvalurinn var notaður í fæðu eða var það vegna útlitsins? Líklega er ágætt að verja dálitlum tíma í að kanna þetta.

Í Orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar segir:

Búrhvalur
Búrhvalur k., búrhveli h., búri k. ´sérstök tannhvalategund (physeter macrocephalus)´; sbr. nno. [miðnorska] burkval um óvissa hvalatengund. Uppruni óljós. Oftast talið leitt af búr og sé þá átt við lýsisforðann í höfði hvalsins.

Þó tilvitnanir í Orðsifjabókina sé eflaust dálítið flóknar finnst mér engin goðgá að álykta af þessu að orðið „búr“ merki eitthvað stórt.

Í sömu bók segir:

Búrfell

Langreyður.

1 Buri eða Búri k. goðsögul. Nafn á föður Bors eða Burs, föður Óðins. Uppruni óviss. Oftast lesið Buri og þá talið merkja þann sem eignast afkvæmi eða son, sbr. bur. Aðrir ætla að orðið sé sk. fi. [fornindverska] bhuri- ´stór´eða mno. [miðnorska] bura ´öskra´, sbr. að Buri eða Búri var risaættar, af Ými kominn. Ath. búrhvalur.

Þarna fannst mér ég vera kominn í feitt þangað til ég rakst á eftirfarandi:
2. Buri eða Búri k. dvergsheiti. E.t.v. sk. búri.

Komum síðar að nöfnum sem tengjast Búra. Af þessu má draga þá ályktun að „búri“ geti þýtt hvort tveggja, stórt og lítið, sbr. risa eða dverg. Það kann þó að vera misskilningur.

Búrfell

Sandreyður.

Loks er ástæða til að tiltaka þriðju tilvitnunina í Orðsifjabókina. Hún er svona:
1. búri k. ´ruddi, dóni, durgur; aðsjáll maður, nirfill; íbúi (verslunar)borgar´. To. [tökuorð] úr mlþ. [nýlágþýsku] bure ´bóndi´, sk. [skylt] búr og búa.

Er eitthvað hér sem hönd á festir? Hugsanlega má telja að „búr“ sé eitthvað stórt eða það merki hús eða matargeymslu. Engin af ofangreindum tilvitnunum tekur til útlits, ekkert skýrir almennilega „búrfellslagið“.

Ég leyfi mér þó að draga þá ályktun aftur að „búr“ merki eitthvað sem er stórt. Hins vegar verður að hafa það í huga að Búrfell landsins eru afar mismunandi í útliti og stærð og jarðfræðilega eru þau ekki eins.

Fornritin

Sæl væri eg
ef sjá mættag
Búrfell og Bala,
báða Lóndranga,
Aðalþegnshóla
og Öndvertnes,
Heiðarkollu
og Hreggnasa,
Dritvík og möl
fyrir dyrum fóstra.

Búrfell

Steypireyður.

Þetta fallega kvæði er úr Bárðar sögu Snæfellsáss. Helga Bárðardóttir orti það er hún kom til Grænlands eftir að hafa hrakist þangað frá Íslandi. Hún var komin með heimþrá og saknaði heimahaganna. Í sögunni segir: „Þessi örnefni öll eru á Snjófellsnesi“.

Af þessu má draga þá álykta að snemma eftir landnám hafi örnefni myndast og þar með að fjall á Snæfellsnesi fékk nafnið „Búrfell“. Í þessu sambandi má geta þess að Grímur Rögnvaldsson sá sem nam Grímsnes bjó að Búrfelli. Líklega var bærinn samnefndur fjallinu fyrir ofan.

Búrfell

Búrfell í Rogan.

Þetta var mér hvatning til að fletta í gegnum önnur fornrit þó svo að ég minnist þess ekki að hafa séð orðið „búr“ í þeim. Enda varla von, flestir leikmenn lesa vegna söguþráðarins og smáatriðin hverfa.

Ég fór því í gegnum Fornaldarsögur Norðurlanda, Gylfaginningu, Heimskringlu, Íslendingasögur, Landnámubók og Jómsvíkingasögu. Leitaði að öllu því sem tengst gæti búri, Búrfelli eða fólki sem ber nafnið Búri. Margt merkilegt fannst í þessum ritum.

Líklega er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að málið hefur breyst talsvert frá því að fornsögurnar voru ritaðar. Ekki er víst að ég átti mig á öllum blæbrigðum sem málfræðingar og fornritaspekingar koma glöggt auga á.
Við skulum líka hafa hugfast að matur er viðkvæmur og það hafa fornmenn án efa vitað. Þar af leiðir að þeir leituðu ýmissa ráða til að gera hann sem lengst neysluhæfan. Án efa vissu þeir að kæling hjálpar til. Því gátu búr verið stök hús, staðsett annað hvort þar sem um gustaði um eða að þau voru grafin í jörð.

Að öðru leyti er gott ráð að nota hugarflugið þegar eftirfarandi tilvitnanir í fornritin eru skoðaðar. Í þeim er oftlega getið um „búr“ og „útibúr“.

Burfjell í Noregi

Búrfell

Búrfell í Fusa.

Ég er langt frá því sérfræðingur í orðsifjafræði þarlendra. Hitt veit ég í gegnum hann Gúgöl vin minn, að það eru að minnsta kosti tvö Búrfjöll eru þarna fyrir austan og bæði með þessu líka laglega búrfellslagi. Hið fyrra er Burfjell í Fusa og hið seinna er Burfjell í Rogan. Merkilegt er að skoða myndir af þessum tveimur fjöllum. Eru þau með „Búrfellslagi“? Mér finnst nokkur líkindi með því.

Stapi

Fjallið eina

Fjallið eina – dæmigerður stapi.

Mörg Búrfellin eru keimlík í laginu og ekki síst þau sem jarðfræðilega bera heitið stapi eins og Búrfell við Þjórsárdal, Búrfell austan Mývatns og ábyggilega fleiri.
Hvað er þá stapi, svona jarðfræðilega séð. Hann myndast í upphafi þegar eldgos verður undir jökli. Þá hlaðast upp gosefni í plássið sem eldgosið bræðir í jöklinum. Um leið og glóandi kvika snertir vatnið springur hún og myndar smágerð gosefni, en vegna þess að jökullinn virkar sem mót dreifast þau ekki heldur hlaðast smám saman upp. Þegar svo mikil gosefni hafa hlaðist upp að eldvirknin nær upp fyrir vatnsborðið rennur loksins hraun. Eftir að gosi lýkur heldur jökullinn að fjallinu, rétt eins og mót og með tímanum, og vegna hita og þrýstings, verður til móberg úr lausu gosefnunum.
Þetta gerðist margoft hér á landi á ísöld og þegar jökullinn hvarf urðu eftir svokallaðir stapar. Þeir er oftast hringlaga eða jafnvel ílangir. Efst er oft hraunskjöldur, dyngja, en undir er móberg.

Niðurstaða

Búrfell

Búrfell í Ölfusi – loftmynd.

Ég held að nú megi slá því föstu að búr sé ekki aðeins matargeymsla heldur hafi líka ýmislegt annað verið geymt í þeim. Mörg dæmi eru til í fornritum um að búr hafi verið notuð sem íverustaðir. Búr sem matargeymslur hafa líklega staðið þar sem gustar um enda hafi tilgangur verið að halda matvöru kaldri svo hún geymdist sem lengst. Einnig er til að búr hafi verið grafin í jörðu í sama tilgangi.

Óljóst er hins vegar hvernig búr hafa litið út. Draga má þá ályktun af helstu fjöllum sem heita Búrfell að þau hafi verið með frekar flötu þaki, að minnsta kosti ekki bröttu. Þakið kann einnig að hafa verið ílangt.

Orðið „búr“ merkti líklega til forna eitthvað sem var stórt og mikið um sig og þá hefur hugsanlega ekki verið miðað við hús sem var matargeymsla. Orðið hafi einfaldlega verið heiti á stóru húsi eða nafn á stórum manni. Þess vegna er stórt fjall nefnt Búrfell í vegna þess að það er einfaldlega stórt fjall, jafnvel stórt stakt fjall.

Búrfell

Búrfell í Mosfellsbæ – loftmynd.

Hvalurinn hefur þar af leiðandi verið nefndur Búrhvalur vegna þess að hann er stærri og meiri um sig en flestir aðrir hvalir en ekki vegna lýsis eða kjöts.

Hitt er svo til umræðu hvers vegna stórt fjall er nefnt fell. Í Noregi eru eins og áður sagði að minnsta kosti tvö fjöll sem heita Burfjell. Á íslensku örnefnunum kann að vera málfræðileg skýring sem er sennilegri en aðrar, til dæmis náttúruleg.“

Brynjólfur Þorvarðsson fjallar um framangreint og skrifar m.a.:

Búrfell

Búrfell við Þingvelli.

„Sæll Sigurður og takk fyrir skemmtilega ritgerð.
Það er afskaplega erfitt að rekja orðsifjafræði stuttra orða með fjölbreytta merkingu. En mér sýnist þú ekki taka eina algeng merkingu orðsins „búr“ í daglegu máli, þ.e. aflæst hirsla með rimlum. Nú veit ég ekki hversu gömul sú málnotkun er, en rimlar heita „bars“ á ensku og „barer“ á dönsku. Samkvæmt enskum orðsifjum er þetta tekið úr síð-latnesku „barra“.

Búrfell

Búrfell í Mosfellsbæ – kort 1903.

Ennfremur finn ég fornnorræna orðið „burr“, enn notað í ensku, sem merkir fræhylki með litlum þyrnum sem festast í fatnaði. Önnur heimild talar um „borr“ eða „borre“ í fornnorrænu.

Loks finn ég „búrr“ notað sem kenningu um son í Eddukvæðum: „Óðins búrr“. Einhverjir tengja orðin búrr, búri, bör í Eddukvæðum við „að framfæra“ sem aftur er augljóslega skylt sögninni að bera, öll orðin ur Sanskrít „bâras“.

FERLIR spyr: Hvers vegna eru engin fjöll nefnd eftir Langreyð, Sandreyð eða Steypireyð. Allir þeir hvalirnir eru ekki ólíkir Búrhvalnum. Og hvernig er örnefnið „Kistufell“ tilkomið? Gæti það verið hliðstæða við örnefnið „Búrfell“ líkt og örnefnið „Húsfell“?!? Búr var jafnan einungis hluti bæja eða selja. „Bæjarfellin“ eru allnokkur. Undir þeim flestum kúra bæir eða bæjatóftir, sbr. Bæjarfell í Krýsuvík og við Vigdísarvelli. Þar liggja fyrir augljósar skýringar á örnefninu. Bæirnir Búrfell og Búrfellskot voru undir Búrfelli í Mosfellsbæ. Hvers vegna var fellið ekki nefnt Bæjarfell til samræmis?…

Heimild:
-https://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/1328331/

Búrfell

Búrfellin – kort.

Núpar

Núpar eru önnur af tveim landnámsjörðum í Ölfusi, samkvæmt Landnámu. Þar var kirkja um tíma. Segja sumir að enn móti fyrir henni í hlíðinni ofan bæjanna. Forn kirkja við Núpa?
Ormur hinn gamli nam neðsta hluta Grafnings og efsta hluta Ölfuss. Mörk milli landnáma Orms og Álfs egzka voru um Varmá, sem er framhald Hengladalsár. Landnám Álfs hefur náð frá Varmá og sennilega út á Selvogsheiði, þar sem voru hreppamörk Ölfuss- og Selvogshreppa. Landnámsbærinn var Gnúpar, sem nú kallast Núpar.
Tvíbýli var lengi á Núpum og var skipting á túni og engjum mjög sérkennileg. Austurbær var 1/5 af jörðinni og var engjum skipt í þrennt og notaði Austurbær aldrei sama blettinn nema eitt ár í senn. Austurbæjarbóndi komst ekki á tún sitt, nema fara yfir tún Vesturbæjarbónda, og er sú sögn, að hann hafi selt Vesturbæjarbónda rein við bæinn fyrir mat í hallæri. Skákir eru hver innan um aðra ýmist frá Austur- eða Vesturbæ.
Stekkur við NúpaselSíðasti „ábúandinn“ að Núpum var Gunnlaugur Jóhannsson. Hann er nú (2007) 82 ára og býr í Hveragerði. Hann kom 2 og 1/2 árs að Núpum og bjó þar um 70 ára skeið.
Gunnlaugur sagði FERLIR Núpastíg liggja ofan við vestasta bæinn á Núpum, upp að Hjallhól. Þaðan lægi stígurinn svo í hlykkjum upp hlíðina, líkt og vegurinn um Kambana í gamla daga. „Uppi á jafnsléttunni liggur stígurinn vestur fyrir Núpafjall. Norðvestan þess er komið í Seldal. Þegar stígnum er fylgt inn dalinn má sjá skiptingu í hraunum, annars vegar nýrra hraunið og hins vegar maladrög. Ef stefnan er tekin á Skálafell og gengið u.þ.b. 400 metra? frá stígnum er komið að tættum – seli. Það er vel gróið og nánast horfið í jörðina. Tjörnin, Hurðarásvötn, er norðan við selið, en það á að vera um 200-300 m frá henni. Þarna hafa verið dýr á sumrin, enda skammt í vatn og hagar góðir. Fleiri nytjar hafa verið þarna. Norðaustan við Vötnin er t.d. gróin tóft.“

Hurðarásvötn

Hurðarásvötn – tóft.

Í örnefnaskrá fyrir Núpa segir m.a. um Núpastíg: „Gömul gata, sem lá á ská upp fjallið af Hjallhól. Þar var farið með heyband ofan af fjallinu. Ein kona fór þar niður ríðandi í söðli og þótti það með tíðindum.“
Gunnlaugur sagði aðspurður næsta skarð að vestanverðu í Núpafjalli heita Valhnúksskarð. FERLIR hafði áður skoðað að upp úr því liggur gata, enda grasi gróið í skarðinu og vel upp fyrir brún. Gatan liggur áfram til vesturs í gegnum Hraunið og upp á Skógarveg (Suðurferðagötu).
Austan undir skarðinu er tvískipt rétt eða stekkur. Uppi í skarðinu er veggur af tóft. Enn ofar, áður en gatan, sem enn er greinileg þar sem hún liggur yfir austanverðan Þurárbrunann, beygir til norðurs með gróningum neðan við Stóradal er hlaðinn nátthagi eða rétt á hraunbrúninni. Annars er mikilfenglegt að horfa yfir Brunann úr skarðinu og sjá hvar hraunið (Þurárhraun) hefur safnast saman og stöðvast neðan við hlíðina.
Gunnlaugur sagðist kannast við þessi mannvirki. Nátthaginn væri sennilega gamalt selmannvirki, enda má sjá gamlan lækjarfar þar við og vætingu neðan við gróðurbrekkur, sem nú væru að blása upp. Stutt er í Seldalinn frá því. Leifar af mannvirkinu efst í Valhnúksskarðinu væru eftir hermenn, sem hefðu haft Núpaselþarna aðstöðu á stríðsárunum eftir 1941. Herinn hefði haft mikinn viðbúnað, bæði þar og á og við Núpafjall, eins og glöggt má sjá. Réttin, eða stekkurinn, neðan við Valhnúksskarð væru einnig fornar tættur, notaðar löngu fyrir hans tíð að Núpum. Þar heitir Fjárból. Það er ofan við vestasta túnið á Núpum, nefnt Stekkatún.
Suðurferðagatan liggur upp frá hlaðinu á Þóroddsstöðum um 8 km að þjóðvegi 1 á Hellisheiði. Leiðin er svo kölluð vegna þess að hún var flutningaleið til Reykjavíkur og frá. Hún var einnig nefnd Skógargata, því að þar fóru Hjallamenn í Grafning til hrísrifs. Hún fylgir vesturbrún Þurárbrunans, sem rann um Krists burð, og þvert yfir hann  þar sem hann er mjóstur, á móts við miðja Hverahlíð.
Vatnsskarð er vestasta skarðið í hlíðinni vestan Núpa. Þar rann mesta hraunið ofan af fjallinu. Vatn rennur þar í leysingum. Valhnúkur er hnúkur (bergstandur) austan Vatnsskarðs. Arnarsetur er þar á bergsnös austan í Valhnúk. Þar verpti örn á árunum milli 1880 og 90. Ungur og ófyrirleitinn Ölfusingur kleif upp í hreiðrið, tók eggin og seldi þau fyrir peninga (Nielsen á Eyrarbakka). Sandskarð er mjótt skarð vestan við Núpahnúk, upp úr sömu gróningum og Valhnúkaskarð, sem er skammt vestar. Annað nafn á Sandskarði er Guðnýjarskarð. Enn annað nafn á því er Stekkatúnsskarð því Stekkatúnið er neðanvert við það. Þar er Fjárbólið, gróin brekka. Þar vestan undir stórum steini eru hlaðnir veggir á þrjá vegu. Fálkaklettur er einstakur klettur vestast í Stekkatúni. Líkist hann fugli í lögun. Valhnúksskarðið er skarð Álftaregg við Hurðarásvötnfast austan við Valhnúk. Undir skörðunum er Núpastekkatún: Gróin flöt neðan Fjárbóla. Sér enn fyrir stekknum. Austar er Núpahnúkur; þverhnnípt berg með hallandi lögum. Skagar lengst fram (suður). Í daglegu tali var bergið nefnt Hnúkurinn. Snorrahellir er hellisgjögur austan í Hnúknum, myndað af sjávargangi.
Núpastígur er, sem fyrr segir, gömul gata er lá á ská upp fjallið af Hjallhól. Stígurinn liggur upp með Vatnsgili. Það kemur bak við Gráhnúk og rennur lækurinn norðan gamla túnsins. Vatnsklettur er stór klettur við Núpastíg.
Gráhnúkur nefnist eggjabrúnin norðan Vatnsgils, vestur að Núpastíg. Arnarhreiður er þar við smáskúta austan í Gráhnúk. Þar verpti örn fram yfir 1940. Sést þar fyrir auknum gróðri. Fýll hefur verpt  þar frá 1962. Smjörbrekka er gróin grasbrekka norðan Vatnsgils, neðan undir Arnarhreiðri.
Uppi á Núpafjalli eru Nónbrekkur, grasbrekkur móti suðaustri, upp af Valhnúksskarði. Þær eru ekki eyktamark frá Núpum því þær sjást ekki frá bænum. Líklega eru þær eyktamark frá Kröggólfsstöðum. Selásbrekkur eru brekkur í hrauninu upp af Vatnsskarði, suður og austur af Selás. Selás er lítil hæð og grasbrekkur í kring, Selásbrekkur. Þar er réttin (stekkurinn) eða nátthaginn á hraunbrúninni. Seldalurinn er gróin dæld upp frá Núpastíg. Þar lá gatan. Stundum var slegið og flutt á klökkum niður Núpastíg. Armæður heita hallalitlir melar austan við Seldal. Hurðarás er langur hryggur, ber hæst, liggur í sömu stefnu og fjallsbrúnin. Þjóðvegurinn liggur yfir hann nyrst. Á sumum landakortum er hann nefndur Urðarás. Rétt við mót Skógarvegar og götu að ValhnúksskarðiHurðarásvötnin eru í lægð með vötnum (tjörnum) í vestan Hurðaráss.
Allt framangreint var gott að hafa í huga áður en lagt var á Núpastíg. Eins og fram er komið er Hjallhóll ofan vegarins, brattur neðan suðvestasta bæjarins. Nokkrar gamlar fjárhústóftir úr torfi og grjóti eru austan og suðvestan undir hólnum. Suðvestan í honum, ofar en aðrar tóftir, er stór tóft með dyr mót austri. Snýr tóftin í austur og vestur. Vestan hennar er stór steinn og hefur verið gert hús utan í hann, aftan við tóftina. Þarna segja kunnugir að hafi verið hin forna kirkja eða hof á Núpum.
Gunnlaugur sagði að vestan í hólnum, neðarlega, væri stór þúfa, sem sumir teldu að gæti verið dys.
Upp frá Hjallhól var lagt á þversneiðingana í hlíðinni fyrir ofan. Í fyrstu virðist gatan ógreinileg, en skýrðist smám saman. Þegar upp á brúnina var komið var stefnan tekinn á suðurenda Núpafjalls. Núpastígur liggur um vestanvert Núpafjall, sem er heildarnafn á fjallinu, frá Sigmundarsnös og suður að Núpahnúk. Skammt suðaustan við fjallsranann eru gatnamót. Beygt var til norðurs líkt og Gunnlaugur hafði mælt með. Hátt mosahraunið leggst þar nokkuð þétt að fjallinu. Gatan liggur með hraunröndinni – og síðan svo til beint áfram inn að Hurðarásvötnum. Líklega hefur gatan sjálf legið nokkuð hærra og sunnar fyrrum, en selstígurinn síðan orðið honum yfirsterkari, enda heyjað á völlunum innan við það lengi vel. Þar sem (sel)gatan víkur frá hraunjaðrinum er Núpaselið á vinstri hönd.
Tóft efst í ValhnúksskarðiUm er að ræða fallegt sel með sex rýmum, auk þess sem stekkurinn hefur haldist nokkuð vel, enda verið lítil umferð um þetta svæði á síðari áratugum. Kví er vestan við megintóftina, sem sennilega hefur verið baðstofan. Eldhúsið er við hlið hennar að vestanverðu. Skýringin á að svo mörg rými eru þarna er líklega sú að selið var í þjóðbraut og aðstaða hafi verið gerð fyrir þreytta ferðalanga. Tóftirnar eru svo til við gömlu leiðina. Skýringin á sambyggðri tóft austan við selið gæti verið sú. Aðrar tóftir eru eðlilegar til sels að telja, þ.e. sjötta rýmið og það vestasta, hefur að öllum líkindum verið kví – næst stekknum. Austar og sunnar er ás og brekkur í fjallinu, væntanlega Selás og Selásbrekkur.
Þegar komið var upp að Núpafjalli mátti víða sjá leifar minja frá stríðsárunum. Af rústum einstakra kampa má nefna Camp Cameron sem Bretar reistu vorið 1941 við Hurðarásvötn í Seldal nærri Núpafjalli.
Fleiri minjar eru þarna nálægt, s.s. eina varðan er leiðbeint hefur vegfarendum að Hellisheiðargötunni, auk þríarma hleðslna á móbergshæð, er virðist gamalt í fyrstu, en hefur að öllum líkindum verið athvarf þriggja varðmanna þegar Bretinn var þarna með fyrrnefnda varðstöð skammt austar, austan við Hurðarásvötnin og sunnan til í Núpafjallinu. Þar má sjá leifar þeirra mannvirkja, s..s reykháf og grunna nokkurra húsa.
Álftir syntu um Vötnin, en athugull FERLIRsþátttakandi hafði áður veitt því athygli að önnur þeirra hafi staðið upp á litlum hólma norðan þeirra er hún varð mannaferða vör. Þegar hólminn var gaumgæfður kom í ljós hreiður með þremur eggjum. Allt var látið Valhnúksskarðósnert. Lognið var algert, álftahjónin liðu um lygnuna í rólegheitunum og mófuglarnir sáu um tónlistina, miklu mun betri en öll Eurovisionlögin til samans, sem leikin voru í fjarsýninu þetta kvöld.
Gatan norðan Vatnanna var rakin spölkorn, en síðan var snúið við og Núpastígur genginn að fyrrnefndum gatnamótum. Þar var Skógarveginum (Suðurferðagötunni) fylgt áfram til suðurs uns komið var að gatnamótum. Annars vegar heldur Skógarvegurinn áfram niður með vesturbrún Þurárbrunans þar sem hann greinist í tvennt; annars vegar um Vatnsskarð að Þurá og hins vegar niður að Þoroddsstöðum.
Í Jarðabókinni1703 segir m.a.: „Fyrir austan Valhnúk er strax Gnúpahnúkur, með miklum hömrum, nær allt að Gnúpastíg, hvor eð liggur fyrir ofan Gnúpatún upp á fjallið, brattur yfirferðar, og samtengist við almenningsveginn á sunnanverðri Hellisheiði, þar Hurðarásvötn heita.“

Núpar

Núpar – selstígurinn.

Að þessu sinni var, skv. áætlun, gatan gengin til austurs (vinstri), fyrst um gróninga og síðan yfir haft á hrauninu. Áður en lagt var á mosahraunið var fyrir hlaðinn rétt, sennilega notuð til rúninga því vestan hraunsins eru grösugar brekkur og vilpur. Gunnlaugur taldi að mannvirkið gæti hafa tengst selstöðunni efra. Alla leiðina var gatan mjög skýr með austanverðri hraunbrúninni og hefur greinilega verið fjölfarin, hvort sem er af mönnum eða skepnum. Fljótlega birtist Valhnúksskarð. Ofan frá því má vel sjá hvernig hraunið hefur runnið niður skörðin að vestanverðu og staðnæmst á sléttunni fyrir neðan hlíðina. Efst í skarðinu er fyrrnefnd tóft frá veru hernámsins, að sögn Gunnlaugs.
Valhnúksskarð er gróið og auðvelt umgöngu. Þegar niður var komið þótti ástæða til að berja stekkinn við Fjárbólið augum. Hann er heillegur, tvískiptur. Neðar er tóft utan í stórum steini, sem fyrr er lýst.
Götunni var fylgt til norðurs undir Núpum með viðkomu í Snorrahelli uppi í hamraveggnum. Um er að ræða allsæmilegan skúta með op til austurs. Undir honum eru gróningar.
Á leiðinni frá Gnúpum var komið við í gróinni fjárborg við þjóðveginn að austanverðu skammt norðan gatnamótanna. Ekki er að sjá að borgarinnar hafi verið getið í örnefnaskrám, en þjóðvegurinn liggur svo til alveg við hana.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnaslýsing fyrir Núpa frá 1971.
-Gunnlaugur Jóhannsson.
-Jarðabók ÁM 1703.

Núpar

Núpakirkja – tilgáta. ÓSÁ.

Búri

Fyrir tólf árum [skrifað 2005] byrjaði Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, svæðisfulltrúi Hellarannsóknarfélags Íslands á Suðurlandi, að líta eftir hugsanlegum helli á svæði því, sem Búri fannst síðan á. Hann leit inn í hraunrásina og skoðaði hann vel og vandlega, en ekki var að sjá að framhald væri á hraunrásinni sem þar var og virtist hafa lofað svo góðu.

Búri

Búri – Bibbi í fyrsta sinni í hellinum.

Hann gafst þó ekki upp eins og góðra hellamanna er siður, forfærði grjót í öðrum enda hans og við það opnaðist þröngt gat niður í kjallara. Guðmundur var einn við þessa iðju sína svo honum fannst ráðlegast að fara ekki niður að svo komnu máli. Það var líka skynsamlegt hjá Guðmundi.

Og svo leið og beið. Það var ekki fyrr en í maímánuði 2005 að HERFÍsfulltrúinn Björn Hróarsson með FERLIRsfélaga á hælunum lét sig síga niður um gatið – og sjá, niðri var hvelfing með miklum ís- og klakamyndunum. En Björn staðnæmdist ekki við dýrðina, enda öllu vanur, heldur hélt áfram og frumskoðaði hluta af Búra.

Búri

Búri kannaður fyrsta sinni.

Nú var verið að fara aðra ferð í Búra. Í för var Guðmundur Brynjar, sá sem hafði fundið hellinn á sínum tíma.

Haldið var niður um þröngt opið og síðan niður eftir hellinum.  Búri er mikill hellir. Mikið hrun er í honum og fara þurfti tvisvar í gegnum þröng op áður en komið var í meira rými. Smám saman fóru hliðar, loft og jafnvel gólf upprunarlegu rásarinnar að koma í ljós. Þá tók hver hvelfingin við af annarri. Lofthæð var um 20 metrar og breidd á milli veggja var um 12 metrar. Ekki var mögulegt að taka ljósmyndir í gímaldinu til að sýna stærð þess. Það þarf að gera með viðeigandi búnaði. Myndir með venjulegri vél urðu einungis svartar. Flassið náði ekki milli veggja.

Búri

Búri – svelgurinn.

Þegar neðar dró varð rásin algerlega heil og ein sú stærsta og fallegasta í hraunhelli á Íslandi. Haldið var enn niður á við eftir litlum gófum hraunfossi og síðan gengið um sali, sem myndu prýða hvaða konungshöll úti í hinum um stóra heimi. Þá lækkaði rásin, en var alltaf um tveggja mannhæða há til lofts og víð til beggja veggja. Eftir allnokkra göngu í bugðum og beygjum gapti hyldjúpur svelgur við framundan. Lengra varð ekki komist að sinni. Dýpið á svelgnum er um þrettán metrar. Á botni hans er rauðleitt slétt gólf og langir separ niður úr loftinu. Niðri virðist vera hringiða hraunsstrauma og rásir inn undir bergið. Hvað þar er niðri veit enginn, en staðurinn, aðkoman og dýpið á hellinum lofar mjög góðu. Líklegt má telja að þarna séu heilar rásir, algerlega ókannaðar. Þær geta legið hvert á land sem er. [Svelgurinn var kannaður síðar, en ekki var þá hægt að komast áfram inn úr honum þá leiðina. Aðstæður lofa þó góðu.]

Búri

Búri.

Flest eldgos á Reykjanesskaga, og raunar á Íslandi öllu, verða þannig að fyrst opnast sprunga og gýs hún öll í byrjun. Síðan takmarkast eldvirknin við einstaka staði þar sem gígbarmar hlaðast smám saman upp. Goskeilurnar deyja síðan hver af annarri þar til gosi lýkur og gígaröðin stendur ein eftir. Gos getur varað allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkrar vikur.

Í blandgosum, þar sem háir kvikustrókar þeyta kvikuslettum hátt í loft upp, hrúgast upp háir og reisulegir gjall- og klepragígar. Þeir eru með skarð í gígveggnum þar sem apalhraun hefur runnið út. Apalhraun er gert úr kviku sem rennur eins og seigfljótandi síróp. Hraunstraumurinn skríður eða veltur hægt fram og er jaðarinn jafnan mjög brattur.

Búri

Búri – opið.

Yfirborð hraunanna er mjög úfið og þekkjast þau því auðveldlega.
Í flæðigosum verða engir kvikustrókar. Í þeim flæðir þunnfljótandi kvikan líkt og lækur undan halla og myndar hraun, gert úr mörgum þunnum lögum. Slík hraun hafa slétt yfirborð líkt gangstéttarhellum. Ofan á þeim eru hraunreipi sem myndast líkt og hrukkur í súpuskán. Gígar, sem myndast þegar helluhraun rennur, kallast eldborg eða dyngja eftir því hve lengi gosið hefur staðið. Báðar eru lágir og víðáttumiklir hraunskildir sem oftar en ekki er erfitt að greina í landslaginu. Kvika helluhraunanna kraumar oftast í kvikutjörn í gígnum. Kvikusletturnar hlaða upp kringlóttan, þunnan og lágan gígvegg sem hvergi er skarð í. Kvikan rennur nefnilega úr gígnum um göng undir storknu yfirborði hraunsins sem rann í byrjun gossins. Þegar gosinu lýkur tæmast göngin og mynda langa hraunhella. Allir stærstu hellar landsins hafa orðið til með þessum hætti.
Frábært veður (annars skiptir það litlu máli þegar inni í hella er komið).
Ferðin tók 5 klst og 5 mín. Gangan um Búra tók um 4 klst og 4 mín.

Í anddyri Búra

Búri

Gengið var í fylgd fulltrúa HERFÍs um Leitarhraun ofan við Hlíðarendahjalla. Markmiðið var að leita að opinu á Búra, en í leiðinni var ætlunin að skoða opið á Árnahelli, Gjögrinu og Fjallsendahelli.

Búri

Í Búra.

Leitarhraunið kom úr Leitinu utan undir Bláfjöllum fyrir um 4300 árum síðan. Þar er stór gígur. Hraun úr honum rann bæði til suðurs og norðurs. M.a. er hluti hraunsins í Elliðaárhólma úr honum sem og hraunið sem Þorlákshöfn stendur á
Gjögrið er stór niðurfall, sem Gjögurhraun er nefnt eftir. Arnarhreiðrið er m.a. í því hrauni. En þótt niðurfallið virðist stórt er hellirinn það ekki að sama skapi. Hins vegar er geysilega falleg hraunmyndun í honum. Fallegur rauður flór kemur út undan berginu inni í hellinum og steypist fram af lágri brún. Myndar hraunið þar myndarlegan hraunfoss. Farvegurinn hefur leitað niður undir hraunið og sést bláleitt gapið vel. Hægt er að komast inn í niðurfallið undir steinbrú úr grónu jarðfalli við hlið Fjallsendahellis.

Fjallsendahellir

Fjallsendahellir.

Fjallsendahellir liggur hægra megin inn úr jarðfallinu. Rásin liggur um 100 metra í boga upp í gegnum hraunið. Efra gatið er í í 89 metra beinni sjónlínu norðan við neðra opið. Þegar skammt er komið er inn í Fjallsendahelli er hlaðinn veggur þvert fyrir hellinn. Hefur hann líklega verið hlaðinn til að koma í veg fyrir að fé leitaði lengra upp í hann, en skv. örnefnalýsingum fyrir Hlíðarenda var hellirinn notaður sem fjárskjól. Neðsti hluti hans er nokkuð sléttur.

Efra opið er nokkuð djúpt, en hægt er að komast inn í það í gegnum jarðfall skammt ofar.

Gjögur

Í Gjögra.

Haldið var upp að opi Árnahellis. Hellirinn sjálfur er lokaður með járnhlera. Reynt var að grennslast fyrir um hugsanlegt aðgengi annars staðar um jarðfallið, en hún reyndist árangurslaus, að þessu sinni a.m.k.
Þá var haldið á ný upp Leitarhraun og reynt að hafa uppi á opi Búra. Björn Hróarsson hafði séð jarðfallið á loftmynd, en Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, formaður suðurdeildar HERFÍs, hafði kíkt á aðstæður og forfært grjót úr syðri hluta hans. Við það hafi komið í ljós illkleift og óráðið op niður á við.

Búri

Björn Hróarsson í Búra fyrsta sinni.

Efri hluti Búra er um 50 metra langur. Hann er um 7 metra hár, um 9 metra breiður. Hrun er í þessum hluta, en víða má sjá fallega rauðleit hraunlögin, sem svo lítið haldreipi reyndist vera í. Við athugun virðist vera kjallari undir rásinni, en það mun verða fjandanum erfiðara að komast þangað niður.
Í nerði hlutanum er gatið, sem Guðmundur Brynjar fann. Eftir að hafa forfært svolítið grjót frá opinu skellti Björn sér niður í hellagallanum. Ekki leið nema sekúndubrot frá því að hann hvarf sjónum efrimanna að fagnaðarhljóð heyrðust undir niðri. Björn var greinilega kominn í feitt.

FERLIRsfélagar fylgdu í kjölfarið. Þegar niður var komið blasti við mikil hvelfing, fimmtíu metra löng, fimmtán metra há og um tuttugu metra breið.

Búri

Búri.

Klakamyndanirnar í hvelfingunni voru engum líkar. Mannhæðahá klakastykki þöktu gólf og um fimm metra löng grýlukerti héngu niður úr loftum. Ef álfabyggð væri til þá hlyti hún að líta svona út. Allar tiltækar myndavélar voru rifnar á á loft og flassblossar lýstu upp hellinn, líkt og um dagsbirtu væri að ræða þarna niðri í hyldjúpunum.

Björn hvarf lengra niður rásina – og var lengi í burtu. Þegar hann kom aftur eftir drjúga stund svaraði hann spurningum einungis á þann veg að hellirinn væri ókannaður.

Búri

Í Búra.

Björn hefur hingað til þótt orðvar maður í lýsingum sínum á nýfundum hellum svo treysta má því að af svörunum megi ráða fullvissu þess að þarna kynni eitthvað áhugavert að leynast. Ekki er óvarlegt að álykta að í Búra kunni að leynast svör við spurningum, sem menn hafa hingað til ekki kunnað að spyrja.
Þessi ferð lýsir vel fjölbreytni FERLIRsferða, óvæntum mætingum og sannfæringunni um fjölbreytnina, sem landið hefur upp á að bjóða.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 44 mín.

Gjögur

Í Gjögra.