Tag Archive for: Ölfus

Selvogsgata

„Gísli Sigurðsson, fyrrverandi lögregluþjónn, er margfróður um sögu Hafnarfjarðar og Reykjaness. Hann þekkir gamlar slóðir um Reykjanes eins vel og lófann á sér, og hefur gengið þær flestar margoft. Það er þess vegna ærin upplyfting að fara með honum í gönguför suður í Selvog. Seinna geta svo lesendur farið sjálfir af stað og látið þessa leiðarlýsingu Gísla vísa sér veginn. Lagt af stað úr Firðinum.
grinda-3 Ein er sú gönguleið, sem ég tel með þeim skemmtilegri hér í nágrenni við höfuðborgina, það er Selvogsgatan eða Selvogsleiðin, sem ég ætla að fara með ykkur um, og við skulum fylgja lestum þeirra Selvogsinga. Þeir hafa verið í kaupstaðarferð. Hafa búið vel upp á hesta sína. Þeir leggja upp frá plássinu, Akurgerði, og leiðin liggur suður yfir Hamarskotslæk suður á Mölina upp í Illubrekku, og sveigir til austurs neðan undir Austurhamri. Og því er nú til Selvogsgata í Hafnarfirði, að Selvogsingar fóru þessa leið. Við förum með lækjarsytru sem rennur með Hamarskotstúngarði upp á Öldurnar þar ofan. Á leiðinni verða fyrir okkur nokkur móabörð og austasta barðið heitir Hvíldarbarð og er þar nú kirkjugarðurinn.
Mosahlíðin blasir nú við okkur, og við förum upp á Hrygginn, þaðan liggur leiðin niður undir Hraunið og yfir hraunrimann, og höfum við þá Lækjarbotnana á hvora hönd. Á vinstri hönd eru Neðri-Lækjarbotnar þar sem tekið var vatnið í fyrstu vatnsleiðsluna til Hafnarfjarðar. En á hægri hönd eru Efri-Lækjarbotnar, nokkrar lautir í hrauninu með tæru vatni og fersku. Þegar yfir Hraunrimann er komið, er þar lækjarfarvegur, venjulega þurr nema á vetrum, og er þá Svínholt á vinstri hönd, en Gráhelluhraunið á hægri. Nokkru sunnar eru Moldir og er þá Setbergshlíð á vinstri hönd, allhá hlíð vaxin birkikjarri. Innar gengur fram svo kallað Háanef, en fyrir innan það hallar landinu móti okkur og er þar upp hraunbrekku að fara.
Þar komum við að helli, sem heitir Kethellir. Suður af honum er hellir, sem mun hafa verið bæði í landi Setbergs og Hamarskots. Þarna var í eina tíð sel, að líkindum frá báðum þessum bæjum. Á tímum hraungosanna miklu úr Búrfelli hefur um þessa brekku runnið mikill hraunfoss. Við færumst fet fyrir fet upp brekkuna, en á brúninni komum við á grágrýtisklappir, Sléttuhlíðarhorn, og niður af þeim er þá Sléttahlíðin á hægri hönd en Smyrilbúðarhraun á vinstri.
Svæðið, sem leiðin liggur um, kalla grinda-1Selvogsingar Torfur og ná þær allt að gjá þeirri, sem er framhald af Hjöllunum. Gjáin er mjó en á þó sína sögu. Maður nokkur Kristján að nafni var þarna á ferð með folaldsmeri. Hann missti folaldið í gjána. Varð hann að fara til Hafnarfjarðar eftir mannhjálp til að ná folaldinu upp úr gjánni. Þvi kölluðu Hafnfirðingar gjána Folaldagjá, en Selvogsingar Stjánagjá. Frá Gjánni liggur leiðin suður eftir sléttu hrauni, sem heitir Helluhraun allt að okkar fagra Helgadal. Þar er gjá yfir að fara niður í dalinn. Leiðin upp úr dalnum liggur í troðningum tveim megin við rúst, sem ég hygg að sé fjárhúsarúst. Hún stendur nú undir vernd fornminjavarðar, allt frá því að Brynjúlfur fræðimaður Jónsson frá Minna-Núpi var hér á ferð 1897.
En hraunriminn austur frá Helgadal geymir sína sögu. Í Setbergsannál segir svo frá við árið 1427: „Þjófnaðaröld mikil um Suðurland. Voru 12 þjófar í einu teknir syðra í helli einum í fjalli einu eða felli, þar sem nefnt er Húsfell. Voru allir hengdir um sumarið“. Í hraunrima þessum er hellir, og hygg ég, að þar sé hellir sá, sem um getur í annálum. Kannske getum við giskað á, hvar þjófar þessir voru réttaðir þegar við komum lengra.
grinda-3Við höldum svo yfir Helgadalsás og niður af honum og austur um og förum þar eftir móbergsklöppum, og erum við þá komnir að Valahnúkum, norð-austan við Helgafell, okkar tignasta fell, sem ég trúi að margur Hafnfirðingur óski sér að deyja í og sitja þar að sumri og skrafa saman við langelda. Í Valahnúkum er Músarhellir. Þar sváfu eina nótt fjárleitarmenn á haustum, þeir sem smöluðu Norðurfjallið. Nú hefur helli þessum verið annað nafn gefið, heitir Valaból.
Og áfram höldum við og komum í grunnar dalkvosir sem heita Mygludalir. Líklega hefur einhver áð þar á gæðing sínum, henni Myglu, sem skeiðaði allra hrossa mest. Nú liggur leiðin upp yfir hraunrima allbreiðan og er þar í gjá, sem nefnist Húsfellsgjá. Þegar kemur upp fyrir hraunið taka við melhæðir með hraunrimum á milli. Svæði þetta heitir Strandartorfur, og segja munnmælin, að þar hafi Strandarkirkja átt skógarítak. Þar fer nú litið fyrir skógi eða kjarri. Síðar hefur svæði þetta fengið nafnið Kaplatóur.
grinda-4Þega
r kemur suður fyrir taka við Hellurnar; er það helluhraun mikið og liggur upp undir Grindarskörð, sem blasað hafa við sjónum allt frá því, að við vorum hjá Músarhelli. Hér má sjá að um hafa farið langar lestir hesta, því víða eru götur sorfnar í klappirnar. Hér hefur líka verið farið með rekstra, ekki sízt þegar aðalsláturhöfnin var í Hafnarfirði. Þegar við höfum farið um 10 mín. gang upp Hellurnar eru á hægri hönd klettar sem heita Gálgaklettar. Mér er að detta í hug, að þegar Álftnesingar hafi verið búnir að fanga útileguþjófana í heimahögum sínum hafi þeir farið með þá að klettum þessum og hengt þá þar. Þegar komið er eftir hellunum upp þar sem aðalbrekkan byrjar, er þar jarðafall mikið, þar í eru hellar nokkrir. Árið 1927 eða 8 var einn þessara hella notaður af rjúpnaskyttum , sem stunduðu veiði upp um fjöllin og lágu þarna við nokkrar nætur. Þórðarhelli kalla ég þennan helli og kenni hann við Þórð nokkur Eyjólfsson, sem bjó á Brúsastöðum.
Þegar hér er komið taka við Mosarnir, og nokkru ofar er svæðið nefnt Flá, og er þá komið að örðugasta hjallanum, Kerlingarskarði. Þarna deildust vegir. Stígur lá upp hraunbungu á vinstri hönd, Grindarskarða- stígur. Lá hann suður um austurenda Stórkonugjár upp að Heiðartoppi á Heiðinni há og austur áfram að Vindheimum í Ölfusi. Við höldum nú upp þennan örðuga hjalla. Brekkan er svo brött að kunnugir segja mér, að þeir hafi orðið að hvíla hestana minnsta kosti einu sinni áður en upp var komið. Svo komumst við á brekkubrúnina. Þá höfum við austan okkur Mið-Bolla, sem eru tveir, og vestan eru svo Þríbollar, sem Selvogsingar kalla Kerlingahnúka. Við hnúk næsta tökum við eftir stíg sem liggur vestur. Þetta er Námastígurinn og liggur vestur í Brennisteinsnámur. En við höldum áfram og liggur leiðin um austurenda Draugahlíðar. Þar hefur bæði verið ruddur vegur og hlaðinn. Þegar niður kemur liggur leiðin yfir hraun, sem nefnist Skarðahraun, kennt við Grindaskörð. Þar förum við gegnum girðingarhlið og lítið eitt austar eru svo tvær vörður, sem við köllum Tvívörður. Liggur nú leiðin austur og upp undir Kóngsfellið litla. Í hrauntröðum, sem þar eru, blasir við okkur litill skúti. Hann er kallaður Dauðsmannsskúti. Þar varð úti maður um 1860. Skörðin búa yfir mikilli dul, því 1633 hvarf þarna maður og hefur ekkert af honum fengizt. Haldið var að tröll hafi heillað hann.
selvogsgata-221Nú tekur leiðin á sig hlykk og stefnir vestur og liggur þar um svonefndan Grafning. Við Þrívörður eru vegamót. Þar niður eftir sléttu klapparhrauni liggur Stakkavíkurvegur, fyrir endann á vestari Hvalhnúk og síðan niður Fjallið niður um Selstíg að Stakkavík og vestur að Herdísarvík. Annar stígur liggur nokkru austar niður Fjallið og heitir hann Hlíðarvegur, liggur í Hlíðarskarð og niður skarðið að Hlíð. Þessir vegir eru nú sjaldan farnir.
Þegar komið er niður úr Grafningi er komið í fagran dal, sem heitir Stóri-Leirdalur. Þar er grösugt og sléttar flatir norður með Hvalhnúknum. Úr Leirdal liggur leiðin upp í Hvalhnúkaskarð og niður úr því sunnan við gil, sem þar er. Blasir nú við Fjallið, sem þeir kalla svo Selvogsingar, Herdísavíkurfjall, Stakkavíkurfjall og Hlíðarfjall, og er þetta afréttur þessara bæja í Selvogi. Þegar kemur fram úr Hvalhnúkaskarði liggur leiðin vestur undir hlíðartöglum Heiðarinnar háu, er þar víða grösugt, og heita á vinstri hönd Hvalhnúkabrekkur.
Góðan spöl suður frá Skarðinu er hraunhóll mikill og heitir Þorvaldshóll. Þegar honum sleppir taka við móar og er gatan heldur ógreið um þá. Þá er komið í Litla-Leirdal, sem eiginlega er slakki utan í Heiðinni. Þar nokkru neðar er svo uppspretta og kringum hana flöt, og er þetta kallað Rituvatnsstæði. Nokkru neðar verða á vinstri hönd við okkur fell, sem heita Urðarfell. Þau eru tvö, Urðarfellið stóra og Urðarfellið minna. Þau eru aðskilin af gili er nefnist Kálfsgil. Í því er uppspretta nefnd Sælubuna. Gott vatn ungum sem gömlum.

Hlíðardalur

Tóft í Hlíðardal.

Utan í Urðarfelli stóra er Strandardalur, en í Urðarfelli litla eru Hlíðardalirnir tveir. Þá komum við í Katlana og Katlahraun. Við sniðskerum það vestur á við og erum þá komnir á fjallsbrúnina. Heita hér Katlabrekkur þar sem leiðin liggur niður af fjallinu. Þar í grasivaxinni laut eru vegamót. Liggur ein leiðin þaðan út með Hlíðarfjalli og heitir þar Hlíðarvegur. Önnur leið er þarna og heitir Vogsósaleið. Liggur hún niður svæði sem kallast Rofin um Aldindal og Stekkjardali í Hlaupandahóla heim til Vogsósa.
En við skulum halda áfram og stefna á byggðina. Leiðin liggur um Austur-Rofin,og sunnar er fell á vinstri hönd, sem heitir Vörðufell. Þar voru lögréttir þeirra Selvogsinga. En fell þetta er einnig frægt fyrir sínar mörgu vörður. Svo er mál með vexti, að þegar unglingar voru sendir að leita fjár eða annars búpenings, þá kom oft fyrir, að þeir fundu ekki gripina. Fóru þeir þá á Vörðufell, og ef þeir hlóðu vörðu brást það ekki að þeir fundu gripina. Leiðin liggur þarna upp svo nefndar Eymu-Illhæðir eða Eymu-Hellhæðir, og svo er komið að Kökhól og Skálinn er þar ekki langt frá. Austan leiðarinnar eru nokkrar hæðir, svo sem Strandarhæð og Strandarhellir, og þar skammt frá er hellirinn Gapi, og enn sunnar er Bjarnarhellir. Á þessum stöðum eru rúmgóðir fjárhellar.
Nú erum við komnir niður á þjóðveginn og þar hittum við á vegamót. Við höldum svo niður í Klifið og eru þá Dalhólalágar á hægri hönd, en nokkru neðar á vinstri hönd eru Bjarnastaðahólar. Þeir sem byggja Þorkelsgerði fara nú í suð-vestur, en Bjarnastaðamenn og Nesmenn halda niður undir túngarð. Þar skilja enn leiðir, og halda Bjarnastaðamenn suður og heim, en Nesmenn austur með garði um slétta velli, sem heita Flatir, síðan í túngarðshliðið og heim til bæjar.
Við köllum þetta Selvogsleið eða Selvogsveg, en Selvogsingar kalla hana Suðurferðaleið, og er það einkennilegt, því leiðin liggur því sem næst í norður. Þessi leið sem við höfum nú farið er ágæt gönguleið að sumri til, tekur 6 klukkustundir að ganga hana þegar rólega er farið. Ráðlegg ég öllum sem vilja halda sér ungum að ganga hana tvisvar til þrisvar á sumri. – Gísli Sigurðsson“

Heimild:
-Þjóðviljinn 15. júlí 1973, bls. 6-7.

Strandardalur

Strandardalur – minjar. Loftmynd.

Gapi

Í Árbók HÍF 1930-1931 má lesa eftirfarandi um hella á Strandarhæð sem og í Krýsuvíkurhrauni (Klofningi) úr „Lýsingu Strandarkirkju- og Krýsuvíkursókna“ eftir séra Jón Vestmann, 1840.
Saengurkonuhellir HerdisarvikHerdísarvíkurhraun kemur úr Brennisteins-fjöllunum, engir eru þar hellirar eður stórgjár; — þó er þar 1 hellir, kallaður Sængurkonuhellir, því kvenpersóna hafði einhvern tíma alið þar barn; þessi hellir er annars ekki stór. Í Selvogsheiði eru 3 hellrar: a. Strandarhellir, rúmar 200 fjár. b. Bjargarhellir, álíka stór. c. Gapi, tekur um 60 kindur. d. Vestan undir Krýsuvíkurhrauni er stór hellir, og bezta hagaland í kring, í og með hrauninu, samt víðar út um heiðina, svo alltíð má beita fé undir vind, af hverri átt, sem hann er. Hellir þessi er langt frá bæjum; er því erfitt að nota hann í vetrarharðindum. Fyrir hér um bil 100 árum, eður má ske nokkuð meir, var bóndi í Krýsuvík, að nafni Arngrímur, mig minnir: Jónsson. Hann tíundaði jafnan 50 hndr. Hann hafði fé sitt við hellir þennan. Hann skyldi hafa átt 99 ær grákollóttar. Systir hans átti eina á, eins lita, og hætti hann ei fyr að fala hana af systur sinni en hún yfirlét honum ána, sárnauðug.
Strandarhaed-22Sama veturinn, seint, gjörði áhlaupsbil, sem stóð 6 dægur. Hrakti þá allt hans fé fram af Krýsuvíkurbergi, hér og þar til dauðs og algjörlegs taps, því sjórinn tók við fyrir neðan bergið, en vindurinn rak til hafs. — Í hengisfönninni framan í bergbrúninni stóð Grákolla alein, er hann fékk hjá systur sinni, þegar hann eftir bylinn fór að leita að fénu. Tekur hann ána þá og reynir í þrígang að kasta henni fram af berginu, en gat aldrei kastað henni svo langt, að hún færi niðurfyrir, en jafnótt og hún losnaði í hvert sinni við hendur hans, brölti hún upp að hnjám honum. Loksins gaf hann frá sér, og skal hafa sagt löngu seinna, að útaf á þessari hefði hann eignazt 100 fjár. — 

Strandarhaed-23

Þetta hefi ég að sögusögn og gef það ei út sem áreiðanlegan sannleik. — Ævilok Arngríms urðu þau, að steinn datt á hann úr Krýsuvíkurbergi og murði hann í sundur, og 2 manneskjur aðrar. Þetta er víst.
Árið 1827 kom gamall bóndi til Krýsuvíkursóknar, Guðmundur Bjarnason, byggði nýbýlið Læk, aldeilis að stofni, átti margt fé, hélt því við áður-nefndan hellir, en þar honum þótti langt að hirða það þar, byggði hann þar annan bæ, dásnotran sem hinn, með glergluggum, sængurhúsi, af- og al-þiljuðu, með 2 rúmum; í hinum karminum geymsluhús.
Strandarhaed-24Byggði hann hús þetta framan við hellirsdyrnar og rak féð gegnum göngin útúr og inní hellirinn.
Hlóð af honum með þver- vegg, bjó til lambastíu með öðrum; gaf þeim þar, þá henta þótti; bjó til jötur úr tilfengnum hellum allt í kring í stærri parti hellirsins; gaf þar fullorðna fénu í innistöðum (sem verið mun hafa allt að 200m eftir ágetskun manna). Flutti þangað talsvert hey og smiðju sína, og mun hafa starfað þetta að mestu, ef ei öllu leyti, aleinn, á einu ári. Þarna var hann 10 vetur samfellt yfir kindum sínum, aleinn, en á sumrum heima. Loks gafst hann upp, yfir sjötugt, og sagðist hafa verið smali síðan hann hafði 6 ár á baki.“
Strandarhaed-25Í
„Þjóðsögur og munnmæli” – Sagnir frá Strönd í Selvogi, segir m.a.: „Á Strönd í Selvogi, sem nú er eyðisandur, var áður stórbýli. Átti þá jörð fyrrum Erlendur lögmaður sterki (d. 1312) og frændbálkur hans, þeir Kolbeinsstaðamenn, svo öldum skipti, og bjuggu þar jafnan höfðingjar. Síðastur höfðingja og sagnamestur, er þar bjó, var Erlendur lögmaður Þorvarðsson (d.1575). Var Strönd annað höfuðból hans, en hitt Kolbeinsstaðir í Hnappadal. Á Kolbeinsstöðum bjó Erlendur fyrri hluta ævi sinnar, og þar var það, að sagt var, að hann hefði átt mök við álfkonu og getið við henni barn. Var og Erlendur kallaður bæði fjöllyndur og forneskjumaður, skapstór og vígamaður var hann mikill. Þegar hann bjó á Strönd á efri árum sínum, var hann svo ríkur, að hann átti sex hundruð ásauðar. Af þeim gengu 2100 með sjó á vetrum og höfðu þar borg við sjóinn, og geymdi þeirra einn maður.
Strandarhaed-26Önnur 200 gengu upp á Völlum hjá Strandarborg, sem nú (1861) er lítil rúst, og geymdi þeirra annar maður. Þriðju 200 gengu á Strandarhæðum við Strandarhelli upp undir heiði, og geymdi hinn þriðji maður þeirra. Sauðirnir gengu uppi í heiði. Eitt kvöld hafði smalinn við Strandarhelli, sem oftar, byrgt allt fé, sem þar var, inni í hellinum, en um morguninn vantaði eina á, og varð þá lögmaður mjög reiður og sagði, að ána mundi hafa vantað um kvöldið. Smalinn þrætti þess. Lét þá Erlendur afhýða smalann, en aðrir segja, að hann hafi drepið hann. Litlu síðar fréttist, að ærin hefði Strandarhaed-27einn morgun verið inni í byrgðum fjárhelli á Hlíðarenda í Ölfusi.
Þóttust menn því vita, að hellar þeir næði saman, og var því hlaðið í þá gaflhlað. Annar smalamaður eða þá sveinn Erlends lögmanns, er sagt, að eitt sinn hafi rekið spjót sitt ofan í jörðu. Kom þá sandur upp á oddinum. Sagði sveinninn þá, er hann sá það, að sú jörð mundi verða eyðisandur. Lögmaður svaraði: „Það skaltu ljúga!” Sveinninn stóð fast á þessu, en Erlendur reiddist og sagði hann skyldi fá laun fyrir hrakspá sína og vildi vega hann. Hljóp þá sveinninn undan norður um tún, en Erlendur náði honum og drap hann við háan hól fyrir norðan túnið. Sá hóll heitir síðan Víghóll enn í dag. „Skúta” hét tólfæringur, er fylgdi Strönd í Selvogi langa ævi. Hafði Skúta lag á Strandarsundi, hversu mikið brim sem var. Aðrir segja, að þau ummæli hafi fylgt Strandarsundi, að þar kæmi alltaf lag á nóni, enda var Strandarsund kallað bezta sundið í Selvogi þangað til það grynntist, af því að sandfok barst ofan í það. Nú er það ekki tíðkað, en þó haldið allgott.
Selvogur-562Það var mörgum árum eftir andlát Erlends lögmanns, nær 1632, að Skúta fórst. Er svo sagt, að næstu nótt áður en það varð, gæti einn af hásetunum á Skútu ekki sofið, fór hann því á fætur og gekk ofan til nausta. Stóðu þar tvö skip, sem gengu í Strandarsundi þann vetur. Var það Skúta og annar tólfæringur, sem Mókollur hét. Þegar hásetinn kom til naustanna, heyrði hann, að skipin töluðu saman. Mókollur byrjaði:
„Nú munum við verða að skilja á morgun.” „Nei,” sagði Skúta, „ég ætla ekki að láta róa mér á morgun!.” „Þú mátt til,” segir Mókollur. „Ég læt hvergi hræra mig,” sagði Skúta.
Arngrimshellir-21
Formaður þinn skipar þér þá í andskotans nafni,” segir Mókollur.
„Þá má ég til,” segir Skúta, „og mun þá ver fara.” Síðan þögnuðu þau. Maðurinn gekk heim og var þungt í skapi, og lagðist niður.
Um morguninn eftir var sjóveður gott, og bjuggu menn sig til róðrar. Maðurinn, sem heyrt hafði til skipanna samtal þeirra um nóttina, sagðist vera veikur og ekki geta róið og bað formann að róa ekki. En ekki tjáði að nefna slíkt. Hvorar tveggja skipshafnirnar fóru nú að setja fram, og hljóp Mókollur greiðlega af stokkunum, en Skútu varð hvergi mjakað úr stað, og hættu menn við að setj hana fram. En þegar þeir höfðu hvílt sig um hríð, kallaði formaður þá aftur og bað þá leggja á hendur í Jesú nafni, eins og hann var vanur, en ekki gekk Skúta enn. Reyndu þeir í þriðja sinn og gekk ekki um þumlung.
Gvendarhellir-21Þá reiddist formaður og kallaði menn í fjórða sinn og sagði í bræði sinni: „Leggið þið þá hendur á í andskotans nafni!”
Hlýddu þeir því, og hljóp Skúta þá svo hart fram, að menn gátu varla fótað sig. Nú var róið í fiskileitir. Þegar á daginn leið, gerði aftakabrim og fóru menn í land. Tólf-æringarnir frá Strönd sátu í lengra lagi, en fóru svo heim. Þegar þeir komu að sundinu, mælti formaður Mókolls: „Nón mun ekki vera komið og skulum við bíða við.”
Formaðurinn á Skútu sagði, að nón væri liðið, og þrættu þeir um það, þangað til Skútuformaðurinn staðréð að hleypa út að Herdísarvík og fór af stað. Rétt á eftir kom lag. Þá kallaði Mókollsformaður: „Nú er Skútulag.” Skútuformaður heyrði það ekki og hélt áfram út í Herdísarvík og hleypti þar að í Bótinni, en svo var brimið mikið, að Skúta stafnstakkst þar og fór í spón. Drukknuðu menn allir.
Gardur-21Mókollur naut Skútulags á Strandarsundi og komst með heilu og höldnu til lands. Þá sagði maðurinn frá því, er fyrir hann hafði borið um nóttina. (Að mestu eftir handriti Brynjólfs Jónssonar frá Minnanúpi 1861)
Það er tekið til þess, hvað lítið sé um hrafna um vetrarvertíðina á Garðinum, þvílíkur sægur sem þar sé af hröfnum endranær, svo sem haust og vor. En sú er saga til þess, að í fyrndinni var dæmafár hrafnagangur suður í Garði, svo þeir rifu allt og slitu, hvort sem það var í görðum, í hjöllum, króm eða byrgjum. Stefndi þá einn af bændunum þar í Garðinum hröfnunum í burtu um vertíðina og austur í Krýsuvík og Herdísarvík, og síðan hefur varla sézt hrafn í Garðinum um vertíðina, því síður að hann hafi gert þar skaða. En því stefndi bóndinn hrafnavaðnum í Krýsuvík og Herdísarvík, að hann átti Krýsuvíkur-bóndanum eitthvað illt upp að inna, gott ef hann hafði ekki stefnt hröfnunum frá sér haust og vor suður í Garð.
Strandarhaed-28Það hafa vermenn sagt mér, að þeir hafi oft mætt hröfnum, þremur og fjórum í hópum, er þeir hafa farið suður á veturinn. (Eftir handriti Jóns Sigurðssonar í Steinum 1662-64)“
Hér að framan er blandað saman, annars vegar sóknarlýsingum og þjóðsögum. Margir taka sannleiksgildi hins fyrrnefnda oftar framm yfir hið síðarnefnda, en þótt ótrúlegt megi ber hvorutveggju ótrúlega oft saman þegar kemur að áþreifanlegum minjastöðum, a.m.k. á Reykjanesskaganum. Hér að ofan má t.d. sjá opið á Bjargarhellisskjóli, en skv. sögnum ætluðu Selvosgbúar þangað að flýja léti „Tyrkinn“ sjá sig aftur eftir 1627.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 43. árg. 1930-1931, bls. 76.
-Fréttaveitan, fréttarbréf Hitaveitu Suðurnesja, 150. tbl., 7. árg., 1. nóv. 2000, bls. 4-5.

Strandarhæð

Strandarhæð – uppdráttur ÓSÁ.

Sængurkonuhellir

Í örnefnalýsingu GS fyrir Herdísarvík segir m.a. af gömlu alfaraleiðinni til vesturs;
„Alfaravegurinn Klifshaedarhellirgamli liggur þarna um hraunið um Klifhæð, sem einnig ber eftirtalin nöfn: Klifið, Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur mikil og stæðileg varða verið hlaðin í Klifið, Klifsvarða, og ofan hennar er svo Sýslusteinn, og liggur (svo) þar um landa- og sýslumörk. Austur af Klifhæð er lítill hellisskúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn.“
Áður hafði Klifshæðin verið skoðuð og þá fannst hellir í grónu jarðfalli. Við opið var emileraður koppgjörningur. Nánari skoðun á þessum helli gaf til kynna áhugaverða yfirborðshraunrás með þrengingum og ýmsum sætindum, litadýrð og dropsteinum.
HrutVið nánari leit í Klifhæðinni austanverði kom í ljós tilgreindur hellisskúti er reyndist vera um 30 m hraunrás. Opið er tiltölulega lítið (um 1.00×0.60 cm), nokkra metra austan við götuna og er það greinilega merkt með litlum skófvöxnum vörðum. Skjólið er manngegnt undir opinu, en lækkar er
inn dregur. Þetta skjól virðist hafa verið þekkt fyrrum þótt það sé alls ekki augljóst í dag, þrátt fyrir vörðunefnurnar.
Með í för var Guðni Gunnarsson, núverandi formaður Hellarannsóknarfélags Íslands.

Heimildir m.a.:
Gísli Sigurðsson – Örnefnalýsing fyrir Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvíkurgata til austurs.

 

Fjall

Í Huld I, bls. 52, er frásögn um Sængurkonustein „eptir handr. Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi, tekin upp eptir húsfrú Katrínu Hannesdóttur á Eyrarbakka“. Í henni segir: „Fyrir utan og ofan Helli í Ölfusi er fjöldi af stórum steinum, sem hrunið hafa úr Ingólfsfjalli. Undir einum þeirra er skúti; það er eitthvert stærsta bjargið, og heitir hann Sængurkonusteinn. Sagt er, að nafnið sé svo tilkomið: Til forna stóð bær austarlega undir suðurhlíð Ingólfsfjalls, er Blákollur - Sængurkonuseinn fjærhét „í Fjalli“ og var hið mesta höfðuból: 30 hurðir á járnum. Þar hafði Ingólfur fyrst byggt. Þegar sagan gerðist, bjuggu þar auðug hjón, en hörð og nísk. Eitt kveld kom þangað förukona og bað gistingar. Það var auðséð á henni, að hún mundi innan skamms ala barn; vildu hjónin því vera laus við hana og úthýstu henni; var þó hellirigning um kveldið. Hún ráfaði þá austur með fjallinu, en komst ekki nema að steininum og lét fyrirberast í skútanum. Þar ól hún barn sitt um nóttina. Bæði hún og barnið fundust þar lifandi um morguninn. Var þeim hjúkrað og hresstust við. En þess sömu nótt féll skriða á bæinn í Fjalli, og hefur síðan eigi sézt eptir af honum, nema lítið eitt af túnjaðrinum, en enn í dag heitir Fjallstún, og litlar leifar af einhverri byggingu, sem þar vottar fyrir.“
Og þá var bara að fara á staðinn, skoða aðstæður og reyna að rata á Sængurkonusteininn, sem skv. frásögninni átti að vera „austan við bæjarrústir bæjarins Fjalls“. Með það að leiðarljósi og vísan til þess í steininum ætti að vera skúti, komu nokkrir til greina, en einn þó fyrst og fremst er veitt gæti skjól fyrir rigningunni. Sá virtist í fjarlægð vera einn stærðarinnar steinn með opnum skúta í miðju, en þegar nær var komið, kom í ljós að steinbjörgin voru tvö er mynduðu skútann. Staðurinn virtist þjóðsagnakenndur á að líta, hvaðan sem á var horft. Hann féll vl við lýsinguna framangreindu; „Undir einum þeirra er skúti; það er eitthvert stærsta bjargið“. Ein efasemd kom þó fram; björgin gætu hafa fallið úr fjallinu eftir að munnmælasagan var skráð, sem þó var ennþá mun eldri. Svo gæti einnig hafa verið um allmörg björg, sem þarna voru nálæg.
SængurkonusteinnGengið var að tóftum Fjalls. Þar virðist kargaþýfi, en þegar betur er að gáð má sjá í tóftunum tvær merkingar um friðlýstar fornleifar, skráðar með einhverju ósýnilegu letri, sem jafnvel fólk með ágæta sjón getur ekki merkt. Augljóslega er um fornar tóftir bæjar að ræða. Þær hafa varðveist með ágætum, en vegagerð hefur gengið óþarflega nærri þeim. Minjarnar voru friðlýstar af Matthíasi Þórðarsyni 5.5.1927 (sem kvöð á landi Hellis). Í örnefnalýsingu segir: „Fjallstún; skriðurunnin hæð; leifar af túni bæjarins Fjalls. Fjallstóftir; gömul tóftarbrot austanvert í Fjallstúni, skammt fyrir ofan veginn. Þar hefur verið mikill bær í fornum stíl og búið málmsmiður. Fjallstún, þar sem aðal túnið í Fjalli var, er nú í Hellislandi, en landamörkin eru um bæjartóftirnar. Ein tóft sést enn þá greinilega fyrir neðan veginn, en upp á hátindinum sá eg glöggt fyrir fimm húsatóftum hverjum við aðra, þegar eg var unglingur, en nú eru þær allar komnar undir skriðu fyrir þó nokkru. Líka tók eg þá eftir niðursignu túngarðsbroti vestur við mýrarvikið, sem nær lengst upp að fjallinu,“ segir í örnefnalýsingu.
Niðursagna túngarðsbrotið - Hellisbrú frá 1843Brynjúlfur Jónsson skoðaði rústir Fjalls 1896: „[Skriðubungan undan Branddalsgili er] nú að miklu leyti grjóti þakin, nema austan til. Þar er grasflöt, sem enn heitir Fjallstún. Á henni eru rústir bæjarins. Er of lítið gjört úr þeim í munnmælasögunni: “Sængurkonusteinn” í “Huld” (1. hefti bls. 52), því allvel sjer fyrir bæjarrústinni, og einnig fyrir fjóss og heygarðsrúst, sem er á austurjaðri bungunnar, efst á grasflötinni nær upp við fjallið.  Bæjarrústin er dálítið sunnar og neðar. Bærinn hefir snúið framhlíðinni mót suðaustri; en í fljótu áliti virðist þó, þegar á rústina er litið alla í einu, að hún snúi mót suðri. En það kemur af því, að byggingar hafi verið fram á hlaðinu, sem austantil ganga lengst fram; myndast þar næstum eins og lítil hólbrekka af gamalli hleðslu. …Bæjartóftin snýr hliðinni fram, og er framhúsið nálægt 10 faðma langt frá norðaustri til suðvesturs.  Dyr eru á framhliðinni vestan til miðri.  Beint inn af þeim er inngangur í bakhús, er liggur samhliða hinu, og eru dyrnar á miðri framhlið þess; það er rúml. 3 faðma langt.  Er sennilegt að það hafi upp á síðkastið verið baðstofan, en hitt framhýsi.

Hluti af tóftum Fjalls

Við báða enda bakhússins virðast vera auð svæði, sem svara mundi rúmi fyrir dálítil hús; en þessi svæði eru þó innilokuð af garði, sem staðið hefir fyrir allri bakhlið bæjarins, og myndað þannig “húsagarð”, – sem nú er kallað og tíðkast hefir á seinni öldum.  Sín tóft er við hvorn enda frambæjartóftarinnar, og snúa þær dyrum fram á hlaðið; getur verið að þar hafi verið skemma og smiðja.  Vestan í húsagarðinum sjer einnig fyrir lítilli tóft.“
Í Fornleifaskrá segir: „Vegurinn hefir legið um hlaðið, milli bæjarins og bænhússins. Hefir það haldist eptir að bærinn lagðist í eyði, því þar eru uppgrónar götur; en nú liggur vegurinn á bak við rústina. Fjósið hefir snúið nokkuð meir til austurs en bærinn. Stærð þess er ekki hægt að ákveða, því svo er að sjá, sem það hafi verið hlaðið sundur að innanverðu, – eða það hefir verið stytt, er kýr hafa fækkað. Við vestri hlið þess er ein tóft, en við eystri hliðina tvær, líklega geldneyta- og reiðhestahús. Þar á bak við er heygarðurinn. Heystæðin eru þrjú: eru tvö þeirra næstum 10 faðm. löng en hið þriðja nær hálfu styttra, því þar gengur fjóstóftin inn í garðinn.”

Álitlegur Sængurkonusteinn utan við Fjall

Þá segir: „1706: „Hjer segja menn kirkja muni að fornu verið hafa, en enginn minnist að tíðir hafi hjer verið fluttar.“ Eina ritheimildin sem gæti bent til kirkju á Fjalli er máldagi Strandarkirkju í Selvogi frá 1397 en þar segir: “Kirkiann j Fjalli a tuær kluckur ad kirkiunni a Strond.”
1897: “Sögn er, að bænahús hafi verið í Fjalli; svo sagði mjer Jón bóndi Árnason í Alviðru, fróður maður og vel að sjer.  Hefir þá bænahúsið án efa verið fram á hlaðinu, en hafi það verið austast og fremst, – sem mjer þykir liggja næst að ætla, – þá hefir annað hús verið vestar á hlaðinu.”
“Bærinn hefir staðið fram á átjándu öld.  Eftir að hann lagðist í eyði, lagðist landið til Hellis og Laugarbakka, svo að nú eru landamerki þeirra jarða um Fjallstún” skrifar Brynjúlfur Jónsson 1897.

Af JÁM 1703 sést að þá hefir heimajörðin Fjall verið komin í niðurlægingu. Munu því mest hafa valdið skriðurennsli á túnið. Túnstæðið hefir upphaflega verið uppgróin skriðubunga, mynduð af gili, sem þar er uppundan í fjallinu. Það heitir Branddalsgil, og hefir nafn af lítilli dalkvos er Branddalur heitir, sem þar er uppi í gilinu, en sjest ekki fyrr en að er komið.
Álitlegur Sængurkonuhellir (-skjól) ofan og austan FjallsBranddalur er enn grasi vaxinn; annars er gilið, og hlíðin öll, nú eintóm skriða. Er líklegt að nafnið sé dregið af kolabröndum og að þar hafi verið kol brennd meðan fjallshlíðin var skógi vaxin …enn heldur [gilið] áfram að hækka bunguna smátt og smátt; enda er hún nú að miklu leyti grjóti þakin, nema austan til. Þar er grasflöt, sem enn heitir Fjallstún.“
Einhver meinloka virðist vera hér að framan. Í fyrsta lagi var bæjarstæðið ekki undir Branddalsgili, nema örnefnið hafi færst af gilinu ofan við rústirnar litlu vestar með fjallinu. Í öðru lagi er Fjallstún vestan við bæjarrústirnar – nema þessar rústir séu mun nýrri og gamla „j Fjalli“ hafi verið mun vestar og horfið undir skriðu, líkt og segir í gömlum heimildum.
Í fornleifaskráningunni er getið um Saumakonuhelli: „Saumakonuhellir – Hellir í Fjallsklettum, ofan við þar sem Fjallslækur kemur upp. Sagt er, að kona sú, sem barnið ól hjá Sængurkonusteini, hafi hitt þar tvær stúlkur í hellinum, sem voru að sauma. Þær leyfðu henni ekki að koma í bæinn, en allt annað Fjallsfólk var við kirkju í Arnarbæli.“
Fjallslækur er áberandi uppspretta. Þar hefur verið steypt vatnsþró ofan við þjóðveginn, beint ofan við klakhúsið, sem þar er neðan vegarins. Hins vegar var fjandanum erfiðara að staðsetja örnefnið af nákvæmni. Við þær aðstæður var ekki annað að gera en að „fá að hringja“. Fyrir valinu var Árni Erlingsson, kennari á Selfossi. Hann hefur bæði safnað miklum upplýsingum, talað við staðkunnuga og er nú fjölfróðastur manna um þetta svæði.
Möguleiki SaumastofuhellisÁrni tók umleituninni vel. Hann sagði Sængurkonustein hafa verið við þjóðleiðina vestan við Fjall og staðið hátt á efsta leitinu, sem þar er. Steinninn hafi síðan fallið í skurð sem Vegagerðin gróf ofan við veginn til að hindra árennsli vatns að honum. Sjást ummerkin enn. Eftir aðkomu margra áhugamanna, m.a. dr. Kristjáns Eldjárns og Sigurðar frá Tannastöðum, sem þá var fróðastur manna um örnefni og staðsetningar sögulega viðburða undir sunnan- og austanverðu Ingólfsfjalli, hafi steinninn verið færður upp úr skurðinum 1960 og staðsettur á litlum grasbala um 90 m austar og u.þ.b. 20 metrum norðvestan við Blákoll, stóran og áberandi grágrýtisstein ofan við þjóðveginn (6357647-2100855). Gamli reiðvegurinn hafi verið svolítið ofar í hlíðinni, eins og glöggt má sjá af umleitan. Margir seinni tíma menn hafa gjarnan viljað tekið Blákoll sem Sængurkonustein, líklega vegna þess hversu áberandi kennileiti hann er á svæðinu. Sá steinn kom hins vegar niður eftir hlíðum fjallsins í jarðskálftanum 1896 – líkt og svo margir aðrir.
Árni sagði engan skúta vera í Sængurkonuhelli, sem kom og í ljós þegar að var gáð. Hann hafi séð í bæjarblaði getið um ýmis örnefni undir Ingólfsfjalli og reyndi hann að leiðrétta sumt það í Bæjarblaðinu á Selfossi, 1.tbl. 2. árg. 1983. Þar hafi hann fjallað sérstaklega um Sængurkonustein og endurheimt hans. En vegna þess að Bæjarblaðið var pólitískt málgagn vinstri manna, sem kom honum reyndar lítið við, skrifuðu hægri menn grein í sitt blað þar sem þeir töldu þetta allt hina mestu fyrru. Eitt virtust þeir hafa misskilið málið því það snéri bara alls ekki um pólitík heldur staðsetningu áþreifanlegs örnefnis. Hann hefði hins vegar byggt á bestu og áreiðanlegstu heimildum, m.a. Sigurðar á Tannastöðum, sem þekkti landið eins og lófann á sér. Sængukonusteinn hefði verið til löngu áður en munnmælasagan var skráð af BJ og þar hafi eitthvað skolast til, bæði áttir og ástæða frávísunar aðkomukonunnar. Sigurður hafi jafnan lagt áherslu á að heimilisfólkið á Fjalli hefði verið í kirkju þegar konan kom þar að og vinnukonurnar í Saumakonuhelli hefðu einfaldlega ekki haft heimild til að hýsa hana eins og málum var fyrir komið í þá daga.
Framangreind sögufullyrðing hefur gjarnan loðað við bæi í þjóðleið og meðfylgjandi skýring hefur gjarnan fylgt í kjölfar hennar.
Skammt austan við Blákoll liggur gata upp á þjóðveginn frá Helli. Þar sem örnefnalýsingin greinir frá „niðursignu túngarðsbroti vestur við mýrarvikið, sem nær lengst upp að fjallinu“ er svonefnd Hellisbrú, vegur yfir endilanga mýrina framhjá og uppfrá Helli. Þessi gata var lögð 1843 og er því eitt elsta unna vegagerðin á landinu. Um var að ræða hreppsvinnu, sem bændur voru reyndar mjög latir við að vinna.
Hleðsla undir steini við elstu þjóðleiðina undir IngólfsfjalliUm Saumakonuhelli sagði Árni að hvorki væri um eiginlegan helli né skúta að ræða. Hann væri vik milli steina, skjól með veggi á tvo vegu og vel gróna dæld á milli. Staðurinn væri ekki auðfundinn, en Sigurður (heitinn) á Tannastöðum hefði vísað honum á hann. Saumakonuhellirinn væri svo til beint upp af og nokkuð fyrir ofan steinþróna við Fjallslækjarlindina (6357878-2100059).
Þegar vettvangurinn í heild var skoðaður komu fleiri en einn staður til greina; tveir þó fremur öðrum. Lýsingin þótti þó helst passa við stórsteinabil ofarlega í neðanverðri hlíðinni (sjá mynd).
Þá var komið að því að setjast niður og gaumgæfa. Í munnmælasögunni er Sængurkonusteinn sagður austan við Fjall. Þar er á og að vera Saumakonuhellir. Stutt er þar á millum, reyndar í öfugri röð. Aðkomukonan er sögð hafa hitt fyrir vinnukonur í Saumakonuhelli, haldið för sinni áfram og lagst fyrir í Sængurkonuhelli. Skv. þjóðsögunni ætti Sængurkonuhellir að vera þar sem nú er sumarbústaður undir klettadröngum eða jafnvel svolítið austar, þó ekki of langt frá Fjalli.
Ætlunin er að gaumgæfa svæðið nánar fljótlega og þá reyna að fá Árna Erlingsson með í för. Skv. þjóðsögunum, sem jafnan hafa haft sannfærandi skírskotun, mætti ætla að „sögusviðið“ væri austan við Fjallsrústirnar, þ.e.a.s. ef þær eru sögusvið hins forna „í Fjalli“.
Þótt fyrir liggi greinargóðar lýsingar og rándýrar fornleifaskráningar er staðsetning hinna ýmsu sögulegu örnefna eða minja engu nærri hinum venjulega áhugamanni um slík efni – því miður – og það þrátt fyrir möguleika á nákvæmum staðsetningum, t.d. í SARPi. Ljóst má vera að aðkoma áhugafólks um söfnun og staðsetningu slíkra upplýsinga myndi auka áreiðanleika og verðgildi slíks gagnabanka margfalt. Þá myndu líkur á varðveislu aukast til muna sem og minnka líkur á eyðileggingu, t.d. verktaka, vegna ókunnugleika.
Hér var um frumgönguferð FERLIRs um svæðið að ræða. Endanlegt markmið er jú að reyna að varpa ljósi á mögulegar „staðsetningastaðreyndir“ þess sem getir hefur verið.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Huld I, 1890-1898, bls. 52.
-Örnefnalýsing fyrir Laugarbakka.
-Fornleifaskráning í Ölfusi.
-Árni Erlingsson, Selfossi.

Álitlegur Sængurkonuhellir austan við Fjall

Geitafell

Ætlunin var að ganga frá Arnarkeri til norðurs vestan Hlíðarendahjalla að Götugjá (Nesgjá), Réttargjá og Strandargjá suðvestan Geitafells.

Stekkur undir Fjallsenda

Undir vegg Réttargjár er hin forna Geitafellsrétt. Í nágrenninu eru hleðslur á nokkrum stöðum sem ætlunin var að skoða. Þá er örnefnið Selsvellir undir Geitafelli og líklegt þótti að það hefði ekki komið af engu.
Eins og venjulega kom ýmislegt óvænt í ljós. Undir Fjallsenda komu t.a.m. í ljós leifar af fornum mosavöxnum stekk. Beint upp af honum, uppi á Fjallsendabrúninni er smalaskjól. Vestar er Fjallsendahellir með þekkri fyrirhleðslu inni í miðri rásinni. Að öllum líkindum hefur stekkurinn gegnt hlutverki þarna um tíma ásamt hinum mannvirkjunum tveimur. Þessa mannvirkis er hvorki getið í örnefnalýsingu né fornleifaskráingu af svæðinu. Smalaskjólið er fremur lítið, en á góðum stað þar sem smalinn hefur haft ágæta yfirsýn yfir undirhlíðina.
SmalaskjolInn undir Fjallsendahelli er Gjögur, djúpt hringlaga jarðfall. Það gæti hafa verið notað sem nátthagi meðan fé var haldið til haga við Fjallsenda.
Skammt ofar er Árnahellir, friðlýstur dropsteins-hellir. Hann var ekki heimsóttur að þessu sinni, en rásin sem hann fæddi er greinilega í annarri myndun en helluumhverfið umleikis. Bæði þar og skammt vestar er apalhraun. Í því er ein fallegasta hraunmyndun hér á landi, lóðrétt hellugólf. Svo er að sjá sem hraunkvika hafi runnið í stórri rás undir storknuðu hraunyfirborðinu til suðurs. Þegar hún hafi mætt fyrirstöðu, annað hvort hæð eða lægð, hefur þrýstingurinn ofar í henni lyft storknuðu loftinu á nokkrum kafla. Við það risu jaðrarnir upp lóðrétt og mynduðu þessa líka tilkomumiklu veggi. Erfitt er að kom auga á fyrirbærið nema fara ofar í Gjögurhraunið og horfa til suðurs. Þá sést þetta vel, en þangað koma varla nokkrir menn lengur eftir að smalar hættu að fara þar um. Nú er fé Selvogsbúa komið í beitarhólf ofar í hrauninu.

Bergveggur

Sjá mátti nokkrar götur í Gjögurhrauni, en allar virtust þær vera eftir fé. Frá Geitafellsrétt (Selsvallarétt) mátti þó sjá varanlegri götu, þ.e. frárekstrargötuna áleiðis að Ölfusi. Hún var allgreinileg svo til alla leiðina.
Á miðju Gjögurhrauni er varða á lágum hraunhól er sést víða að. Þegar hún var skoðuð  sem og nágrennið var talið líklegt að hún væri vísbending refaskyttna á greni þarna í hrauninu. Sjá mátti víða stein á steini við op í hrauninu, einkum norðvestan við vörðuna. Þar er stærri varða, greinilega við op á greni. Ekki var að sjá að skolli væri í hreiðrinu að þessu sinni, en af umhverfinu að dæma gæti hann átt víða innangegnt á svæðinu, ef honum sýndist svo.
Varda i GjogurhrauniSkammt norðar var komið í skeifulaga stóran gróinn bala. Í honum miðjum virtist vera forn tóft. Af ummerkjum að dæma gæti þarna hafa verið nátthagi fyrrum. Greinileg gata lá upp frá honum alla leið upp á Selsvelli. Balinn er gróinn og skjólsæll. Allt umleiki er graslendi undir hólum er gefur til kynna að þarna hafi búpeningur legið fyrrum. Líklegt má telja að þarna hafi verið tímabundin útstöð frá Selsvöllum. Hafa ber í huga að selstaðan frá Hlíðarenda er allnokkru austar í heiðinni og er þar all greinileg. Þessi staður gæti verið yngri en sú selstaða, enda svo til beint ofan við Fjallsenda.
Þegar komið var upp á Selsvelli var svæðið leitað mjög vel m.t.t. hugsanlegra mannvistarleifa. Einu slíkar var að finna undir Stekkhól. Þar eru miklar fornar leifar, mjög líklega sú selstaða sem Selsvellir draga nafn sitt af. Heimildir eru um að Selsvellir hafi verið slægjuland frá Nesi, en líklegt má telja að Nes eða Strönd hafi haft þar tímabundið í seli einsog minjar þessar benda til.

Toft i Gjogurhrauni

Að vísu er Nessel þekkt suðaustan undir Hnúkum, en hún virðist hafa verið frá þeim tíma er selstöður voru að leggjast af um 1870. Ætla mætti að Stekkhólssminjarnar gætu verið eldri, en svo er hins vegar að sjá sem þær gætu verið enn yngri ef tekið er mið af tiltölulega heillegum hleðslum og fyrirkomulagi. Strönd hafði selstöðu í Staðarsel undir Svörtubjörgum. Þótt ekki séu til skriflegar heimildir um selstöðu þarna gæti hún mögulega verið leifar einnar slíkrar frá því um aldamótin 1900, þ.e. hún hefur einungis verið í notkun sem slík í tiltölulega stuttan tíma. Minjar í selstöðunni, sem er ein af 267 slíkum þekktum á Reykjanesskaganum (fyrrum landnámi Ingólfs), eru keimlíkar þeim er sjá má t.d. í Krossseli og Vallaseli í Ölfusi.
Selsvallasel við geitafellGeitafellsrétt (Selsvallarétt) er undir Réttargjá þar sem hún rís hæst. Um er að ræða nokkra dilka og almenning. Veggirnir standa nokkuð heillegir. Þegar Geitafellsrétt var aflögð um aldamótin 1900 var hlaðin rétt á Vörðufelli í Strandarheiði. Hún þótti erfið til rekstrar svo Selvogsréttin nýrri (Girðingarrétt) var hlaðin í heiðinni milli Hnúka og Urðarfells (Svörtubjarga). Réttin hefur einnig verið nefnd Gamlarétt, en hún var aflögð árið 1957.
Ofar er svo Strandargjá og ofanverð Heiðin-há.
Skrifari þessarar göngugreinar FERLIRs skilaði fyrir nokkrum árum BA-ritgerð um selstöður á þessu landssvæði, en síðan hefur vegna þrautseigju ýmislegt bæst við sem skoða mætti nánar. Þetta segir þeim hinum sama að vinna sem þessi verður aldrei lokið að fullu – fyrr en fullreynt er.
Í örnefnalýsingu fyrir Hlíðarenda í Ölfusi segir m.a. um þetta svæði: „Hlíðarendafjall er standberg frá Glámubóli vestur á Hellisnef. Það heitir Hellisberg , einnig Hlíðarendaberg og Berg, í Hlíðarenda var sagt vestur með Bergi, uppi á Bergi. Hellisnef heitir hornið, þar sem Bergið skagar lengst til suðvesturs. Það er hvasst.
Yst undir Hellisbergi er Helli eða Hlíðarendahellir, ágætt fjárból. Hellirinn er sjávarhellir frá lokum Selsvallasel við geitafell-2ísaldar. Hefur um 40 m langur veggur verið hlaðinn upp með slútandi berginu. Kumltótt er þar neðan við Hellinn. Frá Hellinum er örskammt vestur í Hellisnef, en þar endar Bergið. Tvö skörð, Eystraskarð austar og Vestraskarð utar, skerast inn í Hellisberg, miðleiðis, og eru fallegir grashvammar ofan við þau. Vestan við Hellisnef er skarð í brúnina vestan í móti. Það heitir Hellisskarð, og er hestfært. Vestan við Hellisskarð er stór grashvammur, klettalaus í brún og grónar flatir neðan við. Hann heitir Fagrabrekka, og nær vestur að Fjallsenda, en svo heitir þar sem hlíðin, sem byggðin hefur fylgt austan frá Kömbum, hverfur undir hraun. Hraunið, sem við tekur vestan við Fjallsenda heitir Gjögrahraun, og nær vestur í Selvogsmörk. Vestan í Fjallsenda er Fjallsendahellir. Hann er hraunhellir. Inn úr opi hans eru tvennar dyr. Til hægri er sjálf-ur hellirinn, 1 m til 1,7 m hár og um 2 m víður, gólfið er allslétt. Hlaðinn garður lokar honum fyrir fé um l0 m fyrir innan dyr. Til vinstri er niður að fara í annan hellir, sem er að mestu hruninn, svo myndast hefur jarðfall um 4 – 5 m djúpt og 8 – 10 m í þvermál. Það heitir Gjögur. Úr því er skammt í hellisbotn.

Geitafellrett-22

Nálægt miðleiðis frá Fjallsenda að þjóðvegi, en rétt ofan við gömlu götuna út yfir Hlíðarendaheiði, er annað jarðfall, álíka stórt og Gjögur. Það heitir Arnarker. Hrafn hefur átt þar hreiður. Úr botni þess eru hellrar til norðausturs og suðvesturs. Allt svæðið milli fjallshlíðarinnar og sandsins heitir Heiði, Hlíðarendaheiði.“
Á skilti við Arnarker stendur eftirfarandi: „Leitahraun og allir hellar þess mynduðust fyrir um 5000 árum. Eftir að gosinu lauk stóð eftir feikimikil dyngja og í kolli hennar stír gígur, Leitargígur, skammt austan Bláfjalla. Arnarker er einn af hellum Leitarhrauns. Í daglegu tali kallast hellirinn yfirleitt Kerið sem er einföld stytting úr nafninu Arnarker og lýsandi nafngift fyrir niðurfallið. Niðurfallið er eina opið í hellinn en í heild er hann um 516 metra langur. Út frá opinu gengur rás um 100 metra til suðurs en um 400 metra til norðurs.

Geitafellrett-21

Í hellinum er víðast vítt til veggja og hátt til lofts. Hellrinn er þó mjög mikið hrauninn. á nær eina bettinum þar sem ekki hefur hrunið ú rloftinu eru sérkennilegir spenar. Er það innarlega í suðvesturgöngunum.“
Ennfremur segir: „Fyrir ofan Hellisberg, vestur undir Fjallsenda og Gjögrahrauni, eru litlir hólar sem heita Langhólar, segir Sæmundur.
Geitafell er um tvo og hálfan kílómetra í norðvestur frá Búrfelli. Það er 509 m hátt, með brattar hlíðar. Það er hálft í Selvogslandi. Bókfærð hreppamörk eru Vífilsfell – Ólafsskarð – norðaustantil á Geitafell – Fálkaklettur. Úr Fálkakletti eru mörkin svo um Markhóla í Þrívörður, við sjó.
Gjogurhraun- fjarrekstrargata

Fálkaklettur heitir landamerkjasnösin sunnan í Geitafelli. Austan við hann er stórt gil sem heitir Hrútagil. Neðan undir því eru Grasvellir sem heita Hrútagilsflatir. Austan við Hrútagil er allmikil grasbrekka sem heitir Gránubrekka. Austan við Gránubrekku er grasflöt sem heitir Skilflöt. Þar mun hafa verið skipað í leitir í fyrstu smölun á haustin.
Gjár og sprungur eru margar í hrauninu milli Búrfells og Geitafells. Mest þeirra er Þvergjá, öðru nafni Götugjá, sama gjáin sem í landamerkjabréfinu er nefnd Stóra-gjá. Gjáarsvæðið suðvestur og vestur frá. Geitafelli heitir Gjár og Gjáarsporðar, í Sel-vogslandi. Suðvestan við Geitafell eru Sel(s)vellir. Þar eru Selvallaréttir. Kálfahvammur er vestan í Geitafelli, en sunnan í því er Miðflatagil og Miðflatir niður frá því, í Selvogslandi. Vestan við Fálkaklett.“
FallsendahellirÍ örnefnalýsingu fyrir Nes í Selvogi segir m.a.: „Austur af Hnúkunum er komið á svæði, sem einu nafni er kallað Gjárnar eða Á Gjánum. Þetta svæði er milli Hnúka og Geitafells. Um það liggja gjár, sem það dregur nafn af. Þær liggja allar í sömu átt, frá Geitafelli.  Austust og næst landamerkjum er Nesgjá.  Vestar og nær Geitafelli er Réttargjá. Við hana var áður fyrr rétt, Geitafellsrétt, austur undir Geitafelli.  Það var fyrrum aðalrétt Selvogsmanna og Ölfusinga. Við austurenda Réttargjár eru Selsvellir alveg inn undir Geitafelli. Það var slægjuland frá Nesi. Þar fékkst gott hestahey. Götugjá er neðsta gjáin. Hún er áframhald af Nesgjá eða Réttargjá. Hún hverfur undir Hnúkana, en kemur upp aftur niðri í heiði, í Gjáardal, og er sagt, að hún liggi niður í Götutún.“ 
Arnahellir-21Í Andvara 1884 birtist ferðasaga Þorvaldar Thoroddsens um Suðurland. Í ferðinni skoðaði hann m.a. Heiðina há og Selvogsheiði. Hann nafngreinir gjárnar, en fjallar að öðru leiti ekkert sérstaklega um þær. Greinin heitir „Ferðir á suðurlandi sumarið 1883“.
Litlu fyrir vestan Hjalla taka við mikil hraun því nær óslitin vestur í Selvog. Austast er Lambafellshraun; nær það vestur að Hlíðarbæjum; hraun þetta hefir runnið í mjög breiðum fossi niður af fjallinu fyrir austan Vindheima nálægt Lágaskarðsvogi; hraunfossinn hallast um 5—6°; breiðist það síðan út, er afarmikið og nær alveg niður að sjó; það er víðast flatt að ofan, breiðar hraunhellur með rákum og rósum, bugðum og öldum eptir rennslið; víða eru stórar, flatar hraunblöðrur og sumstaðar roksandur. Nokkru austar hefir mjór hraunfoss runnið niður af fjallinu; er þetta hraun miklu nýlegra og hefir fallið í mjóum straumi yfir eldra hraunið niður fyrir Hraunhverfi; það er mjög úfið og sýnist vera enn nýrra en Hellisheiðarhraunið, or rann árið 1000, og er því að öllum líkindum runnið síðan Ísland byggðist.

Selsvellir - Geitafelli

Ýmsar líkur eru til þess, að þetta hraun sje einmitt það hraun, sem getið er um í Landnámu að hafi runnið árið 10001. Þó er jeg enn ekki alveg viss um að svo sje. Svo er um mörg fleiri hraun á Reykjanesskaga, að þau hafa eflaust runnið á sögutímanum, en annálar geta eigi um það, og sögur hafa lítt verið ritaðar á þessum útkjálka; hefir slíkt því alveg dottið úr minni manna, enda eru hjer fáir, sem hafa löngun til að grennslast eptir slíku, og varð jeg var við það á ferðinni, að þeir voru sárfáir, sem nokkuð vissu um upptök hraunanna.
Gotugja - bruSelvogsheiði er breið og mikil hraunbunga; er hún auðsjáanlega gamalt eldfjall, þó lág sje (580 fet); hún hallast 1—2—3° á allar hliðar. Hraunin í henni eru mjög gömul og sandorpin, sumstaðar dálítill jarðvegur á sandinum, en hraundrangar og hraunkúpur upp úr; víða eru flatar hraunhellur með mosaverki, sumstaðar hellisskútar, og hafa sumir verið notaðir til fjárgeymslu; í einum hafði karl búið um nokkur ár. Á miðri heiðarbungunni hefir verið ákaflega stór gígur; sjást merki hans enn, þó hann sje nú fullur af hrauni; standa upphvassar hraun-nybbur þar, sem gígrandirnar hafa verið. Fyrir ofan Hlíðarvatn eru snarbrattar hamrahlíðar, 8—900 fet á hæð; fram af þeim hafa 4 stórir hraunfossar fallið, tveir hjá Stakkavík og tveir hjá Herdísarvík. Hraunfossar þessir eru einhverir hinir hæstu á Íslandi, um 800 fet; hefir það verið ógurleg sjón að sjá, þegar glóandi hraunið fjell fram af hömrunum. Hraun þessi hafa komið úr eldgígnum í Brennisteinsfjöllum, líklega kringum Kistufell. Hraun það, er fallið hefir niður hjá Stakkavík, er eldra en það, sem fallið hefir niður hjá Herdísarvík. Herdísarvíkurhraun hefir fallið í tveim bunum niður af fjallinu; þar sem hraunleðjan hefir fallið fram af þverhnýptum hömrum, hefir hún eigi getað tollað samanhangandi í hlíðinni; svo er í eystra fossinum.

Rettargja 22

Í sjálfri hlíðinni eru utan í klettunum langar hraunsljettur og hraunhrúgur fyrir neðan; sumstaðar hafa þó kvíslazt mjóir hraunlækir niður milli hamranna. Hallinn á þessum fossi er 30° eða meira. Vestari fossinn er samanhangandi buna og miklu stærri en hinn, en hallinn minni (25°). Hraun þetta hefir runnið alveg fram í sjó; er það ákaflega úfið og sundurtætt, eintómar hraunskarir, nybbur og klungur, og sumstaðar naumlega fært nokkurri skepnu; allt er það þó mosavaxið, en hvergi er þar gras; í gjám þar eru fjarska stórir og fagrir burknar (Zastræa); eru sumir þeirra 3—4 fet á hæð og eitt fet á breidd, laufið margskipt og prýðis-fagurt; er því að sjá niður í hraungjótunum eins og maður væri kominn í burknaskóg á Nýja-Sjálandi.

Heidin ha 22

Þess er getið í annálum, að árið 1390 hafi hraun runnið úr Trölladyngju (!) niður í Selvog. Að hraun hafi þá runnið niður í Selvog er víst enginn efi á, en úr Trölladyngju hefir það eigi getað komið, eptir landslagi er það ómögulegt; hjer hefir því blandazt málum sökum ókunnugleika annálsritarans; vera má, að Trölladyngja hafi gosið um sama leyti; en þetta hraun er komið ofan úr Brennisteinsfjöllum.
Upp af Selvogsheiði er fjarska-mikil hraunhunga, sem kölluð er »Heiðin há«. Þangað fórum við með sjera Ólafi frá Vogsósum. Heiðin há er 2030 fet á hæð, geysimikil flatvaxin eldfjallsbunga, lík í lögun og Skjaldbreiður; hún er hlaðin upp úr óteljandi, gömlum hraunlögum suður af Bláfellshlíðum; hallast hún jafnt og pjett niður að Selvogshciði (3°), og eru margar og langar gjár í lægðinni, þar sem þær mætast. Efst er Hrossagjá; hún er styzt, og er utan í heiðarhlíðinni sjálfri; þar næst Strandagjá, mjög löng, nær frá Svörtubjörgum upp undir Geitafell; svo er Rjettargjá; hún byrjar í slakkanum milli heiðanna, og nær upp í Geitafell; og syðst er Götugjá (eða Nesgjá); hún nær frá sjó yfir hlíðina á Selvogsheiði upp í Lambafellshraun fyrir norðan og austan Geitafell; neðri (syðri) brúnin, sem er utan í Heiðinni há, er lægri, svo landið hefir auðsjáanlega sigið í slakkanum milli heiðanna.

Gjogur - 24

Efst á heiðinni markar fyrir gígnum, sem öll þau fjarskalegu hraun hafa komið úr, sem mynduðu heiðina. Gígurinn er nú fullur af hrauni, en hofir verið afarstór, sem sjá má af leifum þeim, sem eptir standa af gígröndinni; það eru dálitlir hraunhnúkar, sem standa í kring; gígurinn hefir verið allt að 100 faðmar að þvermáli; sunnanverðu við þenna gíg er að auki 2 eða 3 bollar miklu minni, hálffullir af hrauni. Sjálf er heiðin mjög stór um sig; eintóm gömul hraun, með holum og gjótum og hallast lítið, 2°, til vesturs, og 3° til austurs.
Heiðasljetturnar milli »Heiðarinnar há» og Brennisteinsfjalla eru einn storkinn hraunsjór; hafa þessi hraun flest fallið ofan úr austurhallanum á Brennisteinsfjöllunum, því þar eru stórir gígir svo tugum skiptir allt norður fyrir Grindaskörð: úr þessum hraunum hafa straumarnir komið, er fjellu niður hjá Stakkavík og Herdísarvík.

Arnarker - 25

Gömlu hraunin í Selvogi, sem víðast eru nú mjög sandorpin, munu flest komin úr Selvogsheiði, og saman við þau hafa að ofan runnið hraun úr Heiðinni há.“

Um Geitafellsrétt er fjallað í auglýsingu í Þjóðólfi 1875: „Um leið og eg geri almenningi kunnugt, að eg samkvæmt tilmælum amtmannsins yfir suðr- og vestrumdæminu hafi verið skipaðr lögreglustjóri til upprætingar fjárkláðans í Geitafellrett-23suðrhluta Gullbringusýslu, í Selvogi og í Út-Ölfusinu inn fyrir Hjallahverfið, skal hér með skorað á fjáreigendr þá, sem kindr kynnu að eiga í rettum þeim, sem sótt er að úr þessu lögsagnarumdæmi mínu, að koma sem tímanlegast, að réttunum og hirða kindr sínar.
Mun almenn skoðun á réttarfénu, fyrren það er dregið, fara fram í Gjáarrétt mánudaginn 20. p. m., í Geitafellsrétt þriðjudaginn 21. s. m. og í Hveragerðisrétt miðvikudaginn 22. s. m. allar kindr þær, sem pá finnast með kláða eðr kláðavotti, munu samkvæmt 4. gr. tilsk. frá 5. jan. 1866 verða stranglega aðskildar frá hinu fénu og skornar þegar [stað við réttina, ef eigandinn er ekki við til að hirða þær á tryggjandi hátt, svo að þær ekki nái samgöngum við annað fé, eða ef enginn annar vill taka pær að sér til hirðingar. – Reykjavík 15. september 1875, Jón Jónsson.“
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimild:
-Andvari, 10. árg. 1884, bls. 17-27.
-Þjóðólfur, 27. árg. 1874-1875, bls. 109-110.
-Örnefnalýsing fyrir Hlíðarenda.
-Örnefnalýsing fyrir Nes.

Geitafellsrétt

Geitafellsrétt.

 

Valgarðsborg

Öxl skilur af Strandardal og Hlíðardal vestan Svörtubjarga. Úr bergöxlinni sprettur silfurtær vatnslind, Sælubuna, sem var ómetanleg fyrir heyskapafólk í dölunum. Efst í Hlíðardal var bær Indriða lögréttumanns Jónssonar. Hann var þar á fyrri hluta 17. aldar, merkur maður, góður skrifari og smiður. Ætlunin er að finna Sælubunu og tóftir af bæ Indriða.

Strandardalur

Varða við Katlabrekkur.

Auk þess var ætlunin að skoða Vogsósasel, Hlíðarborg, Hlíðarsel, Valgarðsborg, Hlíðarveg, Selvogsgötuna gömlu (Suðurferðaveg), Dísurétt, Borgarskarðsborg og tóftir vestan hennar, auk Ána.
Lagt var af stað frá réttinni austan Hlíðarvatns. Gengið var upp að Vogsósaseli, tóftir þess skoðaðar og síðan haldið upp slóða áleiðis að Hlíðarborg. Eftir að hafa skoðað borgina, sem er í heiðinni vestan undir háum hraunhól, fallega hlaðin, var haldið spölkorn til suðurs, yfir girðinguna, og litið á tóftir meints Hlíðarsels. Ekki er vitað til þess að selið hafi verið skráð. Reyndar gildir það einnig um Hlíðarborgina, sem er þarna skammt norðar.
Selstígurinn vestan tóftanna sést enn vel. Seltóftirnar eru vestan undir grónum hól, en sunnan hans er Valgarðsborg. Tækifærið var notað og selið rissað upp.
Stefnan var tekin inn á Hlíðargötu er liggur frá Hlíð, upp með Hlíðarfjalli og inn með Kötlubrekkum. Nefjavarða er þar á Rofunum. Gísli Sigurðsson segir í lýsingu sinni um þetta svæði að “ekkert örnefni sé á Hlíðarfjalli uppi, þar til kemur að Hlíðarfjallsenda, þar sem það hverfur undir Katlahraunið, sem er uppi á brún, fyrir ofan Katlabrekkur.

Sælubuna

Sælubuna í Standardal.

Í Katlahrauni eru grónar lautir, og var slegið þar áður fyrr. Hér er komið á aðalleiðina úr Selvogi til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Leiðin liggur af Katlabrekkubrún, skáhallt upp og yfir Katlahraunið. Katlabrekkur eru framan í brún, vestan við Björgin. Þær eru rétt við vegslóðann, farið er milli þeirra og Bjarganna. Þegar upp er komið, blasa við á hægri hönd Hlíðardalir, Hlíðardalur efri og Hlíðardalur neðri, vestan við Stóra-Urðarfell. Efri dalurinn er stærri.
Á milli dalanna er Dalshryggur, svolítill berghryggur eða klettar.” Farið var fyrir endann á honum. Þá blasti við lægð í Urðarfellin. Fram af þeirri lægð er Kálfsgil, sem er á landamerkjum Hlíðar og Strandar.
Sagan segir að séra Eiríkur á Vogsósum (1677-1716) hafi grafið Bók bókanna, mestu galdrabók allra tíma, Gullskinnu, í Kálfsgili. Segir í sögunni að sá, sem ráði þeirri bók, hafi vald á því sem hann velja vildi.
Bunga er í Urðarfellunum alveg fram á Svörtubjörg. Þar í er Sælubuna, uppspretta út úr klettum, og rennur ofan í Strandardalinn. Hún þornar aldrei alveg. Strandardalur er austan eða suðaustan við Kálfsgil. Er Litla-Urðarfell fyrir austan, en Stóra-Urðarfell fyrir vestan.

Strandardalur

Strandardalur.

Urðarfellin eru skriðurunnin fell, en ekki hraun. Litla-Urðarfell er nokkurn veginn stakt, hnöttótt ofan með klappabrúnum. Þar eru fellin einna hæst. Hæðin fram á Björgin er frá Litla-Urðarfelli. Kálfsgil er myndað af vatnsrennsli úr fellunum. Það er á mörkum Hlíðar og Strandar. Í stórleysingum rennur vatn úr Kálfsgili fyrir austan Katlabrekkur.
Austan við Litla-Urðarfell eru Merarbrekkur. Fyrir innan (norðan) Stóra-Urðarfell er lægð, sem kölluð er Móvatnsstæði. Snarhallar af fellinu ofan í það. Þar var smáblettur, þar sem var mótak frá Hlíð. Það var eini mórinn, sem til var í Selvogi, en hann var lélegur.

Svörtubjörg

Við Stígshella í Svörtubjörgum.

Svörtubjörg blasa við sjónum alls staðar úr Selvogi, bæði af sjó og landi. Þau eru oft í daglegu tali kölluð Björgin. Vestari endi Bjarganna er mið af sjó. Vestarlega á Björgunum ber Grágæsanípu hátt. Það er klettur, sem slútir fram. Þar var oft hrafn. Eiríksvarða er því sem næst á Björgunum miðjum. Sagt er, að Eiríkur prestur á Vogsósum hafi hlaðið hana til varnar gegn Tyrkjum. Eitt fet er frá Eiríksvörðu fram á brún.
Sagt er, að sá, sem hreyfi vörðuna, eigi að fara fram af Björgunum. Varðan stendur enn. Austast í Björgum er Gatahóll. Geta bæði menn og skepnur gengið í gegnum hann. Einna hæst eru Björgin um Grágæsanípu og Eiríksvörðu, og Gatahóll er einnig hátt, líkt og Eiríksvarða.
Kindaslóði er alveg niður í Björgin. Þar fóru kindur niður og í Stígshellra, sem eru smáskútar fyrir neðan. Fyrir þá fennti í norðanbyljum, og fé tepptist þar. Þeir eru vestarlega við Björgin. Vestan við Björg, niður undan Stígshell(r)um, er Hofmannaflöt; þar var áningarstaður.”

Hlíðardalur

Tóft Erlends í Hlíðardal.

Fallega hlaðin varða er á klapparrananum er aðskilur dalina. Undir henni er Sælubuna. Hún er greinilega sírennslislind og kemur úr hlíðinni. Eflaust er vatnið úr henni allra meina bót. Leitað var eftir tóftum af bæ Indriði í Hlíðardal. Mikið gróðurrof hefur orðið í dalnum. Einungis eru nú torfur upp með hlíðum Urðarfells. Fallegur einir á klöpp gaf þó dalnum lit. Hlíðardalur er ekki fullkannaður, enn á eftir að skoða efsta hluta hans m.t.t. hugsanlegra tófta. Það verður gert á sumri komanda.
Í bakaleiðinni var komið við í Dísuréttum í Katlahrauni vestan Hlíðardals. Um er að ræða fallega hlaðna rétt austan undir hraunhól. Erfitt getur reynst að finna hana í hrauninu. Þegar leitað var að réttinni fannst stór og fallegur hellir. Um er að ræða hraunbólu, um 3 m á hæð og um 15 metra breiða. Inn úr henni er rás og innan af henni þverrás. Vel er hægt að ganga þar uppréttur. Úr loftinu hengu um tveggja metra langar rætur. Fallegar klakamyndanir voru á gólfum. Þau eru slétt og ekkert fallið úr loftum. Hellirinn er ekki fullkannaður, en hann er a.m.k. 40-50 m. langur.

Borgarskraðsborg

Borgarskarðsborg.

Gengið var niður Borgarskarð og vestur Hlíðarveg með Hlíðarfjalli. Borgarskarðsborg neðan við skarðið var skoðuð sem og tóftir skammt vestan hennar, við Hlíðarveg. Stefnan var tekin á hellinn Ána og síðan haldið sem leið lá að upphafsstað.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Dísurétt

Dísurétt.

Lakastígur

Lakastígur liggur frá Hveradölum niður að Lönguhlíð innan við Innbruna Eldborgarhrauns í Þrengslum.
Á herforingjaráðskorti frá 1909 (1:50000) er norðurendi leiðarinnar sýndur vestar en hér er lýst. Þar Lakastígurliggur Lágaskarðsleiðin útaf Hellisheiðarvegi undir neðstu brekkum Reykjafells og yfir hraunhólana neðan við Hveradalaflöt en sú leið er mun ógreiðfærari þó hún sé styttri. Á kortinu kvíslast leiðin við Lönguhlíð og liggur ein slóð til Breiðabólstaðar en önnur til Hrauns.
Vegurinn er lengstaf aðeins kindastígur en nokkur vörðutyppi eru í sjálfu skarðinu (á helluhrauninu) og gætu sum þeirra verið gömul. Á nokkrum stöðum má ímynda sér að hestaumferð hafi gert för í hraunhelluna en hvergi er það skýrt. Þessi leið mun nú ganga undir nafninu Lákastígur, en það nafn er væntanlega komið frá Lakahnúkum austan við stíginn. Austar og sunnar, undir Norðurhálsum, eru Lakakrókur og Lakadalir.
Steindór Sigurðsson lýsir Lágaskarðsleið í Árbók Ferðafélagsins 1936: „Þessi leið liggur að mestu leyti samhliða Þrengslaleiðinni, en um það bil þremur Syðri-Eldborgkm austar. Og Meitlarnir mynda takmörkin á milli þeirra.
Leiðin liggur frá Skíðaskálanum, og stefnir suður yfir lága öldu, um 50 m upp á við af veginum í byrjun. Þegar upp á hana er komið, sér greinilega móta fyrir Lágaskarði. Vestan undir [Lákahnúkum] er víðast hvar graslendi, sem ásamt haganum undir Lönguhlíð, austar á leiðinni, hefir orðið til þess að gera leið þessa vinsælli en Þrengslaleiðina. Lágaskarðsleiðin var ein aðalþjóðleiðin yfir Hellisheiði, allt fram að því að akvegur var gerður yfir heiðina og sjálfsögðust lið allra austanmanna, er um Eyrarbakka komu og fóru yfir Ölfusá í Óseyrarnesi og um Hafnarskeið. Vestan undir Stóra-Sandfelli er hádepill Lágaskarðsleiðar, 303 m.
VörðurSkammt austar liggur leiðin niður brekku eina talsvert bratta en ei langa, og þegar kemur á brekkubrúnina, sér vegafarandinn hvar Eldborgarhraunið breiðist út vestur með Meitilstöglunum og allt vestur að Sandfelli. Með heiðarbrúninni er greiðfær og götumtroðinn grasmói, og heiðin fyrir ofan hann – að suðurbunga Skálafells, heitir Langahlíð. Norðaustur af Krossfjöllum skiptast leiðir, en gamla aðalleiðin lá suðaustur með Lönguhlíð, niður hjá Kömbum og Kerlingadrögum, vestanvert við brún Hjallafjalls og annaðhvort austur með fjallsbrúninni, að Hjalla eða suðvestur undir hraunið, að hrauni, sem var fyrrum alkunnur viðkomustaður þeirra, sem Lágaskarð fóru.” Hálfdan Jónsson getur Lágaskarðsleiðar í lýsingu Ölfushrepps frá 1703:
„Á þessum fjallgarði, er fyrir norðan þessa byggð sveitarinnar liggur, eru þrír vegir vestur á Suðurnes, nefnilega Ólafsskarð, Lágaskarð og Sanddalavegur, hverjir allir saman koma í einn veg á vestanverðu fjallinu, Horft af Syðri-Eldborgþá byggðarlönd taka til Suðurnesjajarða.“
Eldborgir sjást suðvestur af Lakastíg. Það hraun, Eldborgarhraun, sem rann áleiðis að Hjalla er miklu mun eldra en kristni á Íslandi. Það átti upptök sín í Eldborg undir Meitlum, mikilfenglegum gíg, sem hlaðið hefur upp háan gígbarm að vestanverðu. Hins vegar er gígurinn opinn mót suðaustri og liggur hrauntröð frá honum fram eftir hrauninu. Reyndar eru gíganir undir Meitlunum tveir; Nyrði- og Syðri-Eldborg. Ofan af gígbarmi Eldborgar sést vel yfir þetta hraun og allt til Þorkálshafnar, en til norðausturs yfir eystra sprungusvæðið þar sem áðurnefnd eldstöð ofan Hveradala.
Öskulag, sem kennt er við landnám, úr gosi er átti sér stað liðlega einni öld fyrir kristnitöku, er bæði ofan á Þurárhrauni og Eldborgarhrauni, Þess vegan vita menn að hvorugt þeirra er Kristnitöku-hraunið.
KortKristian Kålund (1872-’74), Þorvaldur Thorodssen (1882), Guðmundur Kjartansson (1943), Trausti Einarsson (1951) og Þorleifur Einarsson (1960) töldu allir að hraunin úr Eldborgum í Hveradala-brekkum og Meitlum væru hið svonefnda Kristnitökuhraun.
Það virðist vera fyrst um og eftir 1977 að jarðfræðingar átta sig á því að hvorugt hraunanna, sem flæddu fram af heiðarbrúninni niður í Ölfus séu Kristnitökuhraunið frá árinu 1000. Jón Jónsson, jarðfræðingur, birti grein í Náttúrufræðingnum 1977 og þar kemur fram að greining á aldri yngsta hraunsins á Hellisheiði reyndist vera um 1850 geislakolsár. Með öðrum orðum; hraunin, sem runnu niður í Ölfus, og talin voru þau sem ógnuðu bæ goðsins á nefndum tímamótum, voru búin að vera hluti af landslaginu þar í mörg ár áður en land byggðist.
Jón Jónsson skrifaði grein í Náttúrfræðinginn 1979 og er frásögn hennar “Kristnitökuhraunið”. Þar segir Jón frá því að landnáms-öskulagið hafi fundist í jarðvegi undir Svínahraunsbruna. Þar með sé ekkert því til fyrirstöðu, að fundið sé það hraun sem getið er um í Kristni sögu og hin fyrsta gosheimild í sögu þjóðarinnar sé því í meginatriðum rétt.
Að þessu sinni var gengið suður yfir Innribruna neðan Lágaskarðs, skoðuð rétt undir Syðri-Eldborg og önnur í Innribrunatröð, uppgróna vörðuröð austan Stóra-Meitils á Meitilstöglunum og tóft þar á leiðinni uns staðnæmst var við suðurhorn Stóra-Meitils við Þrengslaveg.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Eldborg

Eldborg í Þrengslum.

 

Klifhæð

Í Árbókinni 1943-48 segir Ólafur Þorvaldsson frá leiðinni milli Herdísarvíkur og Sýslusteins. Þar fjallar hann m.a. um Selhól, Hrísbrekkur (Litlu- og Stóru-), Klifhæð og Sængurkonuhelli:
Vegurinn„Af Seljabót held ég svo austur hraun og fer Gamlaveg, sem liggur frá eystra horni Geitahlíðar, ,,niður á milli hrauna“, niður á Seljabót austast; er þá Seljabótarbruni á hægri hönd, en Kolhraun á vinstri. Gamlaveg hefur að mestu verið hætt að fara eftir að rudd hafði verið gata gegnum tvö brunabelti austan Geitahlíðar, og þar með vegur sá, sem enn er farinn, tekinn sem aðalvegur. Báðir bera þessir vegir merki mikillar umferðar, enda önnur aðalleið úr Árnes- og Rangárvallasýslum sem skreiðarvegur til Suðurnesja. Frá Kolhrauni, sem er löng brunabreiða austur af Seljabótarbruna, liggur gamli vegurinn austur hraunið. Þá er austarlega kemur á hraunið, ber mest á nokkuð grónum hryggjum eða hæðum, sem liggja frá NV til SA, og eru það Löngubrekkur. Nokkru austar og nær fjalli, þar sem hraunið er hæst og austur af hér, er allstór hóll, Selhóll. Nafn þetta mun hann hafa
hlotið af fornri götu, sem er skammt norður af honum, og hefur verið selgata út á Seljabót, en sést nú orðið óglöggt. Norðaustur af Selhól er dálítill blettur af mjög brunnu hrauni, sem virðist miklu yngra en hraunið þar umhverfis, og heitir þessi brunablettur Selhólshraun. Frá Selhól er stutt heim að Herdísarvík og engin örnefni á þeirri leið. Snúum við nú aftur í vesturátt og förum út með vegi. Fyrst liggur vegurinn um hólótt land og óslétt. Þegar út á móts við Selhól kemur, en hann er skammt neðan vegar, er farið yfir dálítinn hæðarhrygg, sem heitir Ingimundarhæð. Þegar út yfir hana kemur, taka við sléttar hellur, og er von bráðar komið að dálítilli hæð, sem er fast við veginn norðanmegin, gróin móti suðri, en grasflöt fram af. Er þetta Litla-Hrísbrekka. Nokkru vestar gengur hár brunahryggur norðvestur frá fjallinu fram að veginum, og er hér komið að Stóru-Hrísbrekku. Þar er gras í bollum og brekkum, svo og viðarkjarr nokkurt.
HrísbrekkurFrá Stóru-Hrísbrekku er land á fótinn vestur á Klifhæð. Þar sem hún er hæst, liggur vegurinn gegnum klauf, sem rudd hefur verið í mjótt, en hátt brunahaft. Skammt austan undir klifinu, sjávarmegin götu, er lítill hellir, snúa dyr mót austri, en lágar mjög, þetta er Sængurkonuhellir. Sagan segir, að þar hafi göngukona ein endur fyrir löngu alið barn. Vestan Klifhæðar er geil af eldra hrauni með miklum lynggróðri, en vestan hennar samfelld brunabreiða, sem runnið hefur ofan af fjalli vestan Lyngskjaldar.
Austarlega í þessari brunabreiðu, en ofan vegar, er stór, stakur hraungrýtissteinn, og er hér Sýslusteinn, auðþekktur sökum stærðar og einstæðingsskapar. Sýslusteinn er á mörkum milli Árnes- og Gullbringusýslu, og þá einnig merkjasteinn milii Herdísarvíkur og Krýsuvíkur.“
Leit var gerð að framangreindum Sængurkonuhelli m.v. lýsinguna. Lítill skúti fannst á svæðinu sem og tvö op í stærri hraunrásir, sem verða skoðaðar síðar.

Heimild:
-Ólafur Þorvaldsson, Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 49. árg. 1943-48, Herdísarvík í Árnessýslu – Stutt lýsing jarðarinnar, bls. 133-134.

Selhóll

Selhóll.

Dirgirabotnar

Í landi Reykjatorfu í Ölfusi í Árnessýslu er örnefnið Dirgirabotnar, mýrarbrúnin þar sem Ölfusborgir standa (Árbók Ferðafélagsins 2003:128). Þar eru einnig tveir Dirgiralækir, syðri og nyrðri, og Dirgiramýri.
SkjolkletturÖrnefnið Dirgirabotnar er í örnefnaskrá Örnefnastofnunar einnig stafsett Dyrgirabotnar með ypsíloni. Ekki verður séð í fljótu bragði hvaða skýringu væri hægt að gefa á örnefnaliðnum Dirgira-. Það virðist ekki skylt neinu íslensku orði eins og það er stafsett og ekki verður það fundið í orðabókum. Athugandi er hvort rithátturinn með -y- gefi frekar merkingu. Hugsanlegt væri þá að orðið *dyrgir (kk.et.) hefði verið til og þá haft um læk, hugsanlega skylt orðinu dorg. Lækirnir tveir hefðu þá verið nefndir Dyrgirar (beyging eins og hellir – hellirar) og lækjabotnarnir eftir þeim Dyrgirabotnar. Orðið dorg getur merkt auk ‘handfæris’, ‘skán á mjólkurbyttu, myglu- eða óhreinindaskán á íláti’, sbr. nýnorsku dorg ‘kvista- og mosarusl’ (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók). Til samanburðar má nefna að þrjár ár í Noregi heita Dørja (Dørgja) og hefur það nafn verið sett í samband við dorg í merkingunni ‘handfæri’ (Norsk stadnamnleksikon). Tæplega er þó hægt að hugsa sér það í tengslum við Dirgiralækina í Ölfusi, sem ekki er vitað að séu eða hafi verið neinir dorgstaðir.
DiragirilaekurAnnar kostur væri að líta á orðið „dyrgir“ sem orð samsvarandi dyrgja ‘digur kona’ og dvergur, og þá átt við e-ð lágvaxið og durgslegt. Þá væri e.t.v. átt við kletta í nágrenninu. Þar er reyndar Strýtuklettur og Strýtuklettsdý en vatn úr þeim rann í Dirgiralækinn syðri, og Skjólklettur, en Skjólklettsmýri er á milli Dirgiralækjanna, nefnd öðru nafni Dirgiramýri. Á þessum slóðum er líka Langiklettur. Hugsanlegt er að þessir klettar hafi verið nefndir Dyrgirar, þó að það ætti illa við Strýtuklett. Annað er að munnmæli hermdu að Skjólklettur væri álfakirkja og „sannorðir“ menn sögðust hafa heyrt þar söng. Ekki er vitað hvort einhverjir dvergar voru þar á ferð.
Bæði lækir og klettar geta haft nöfn með viðskeytinu -ir, t.d. Gegnir sem lækur og Kleykir sem klettur. Hér gæti því hvort heldur verið, að Dyrgir væri nafn á læk eða kletti.
Þegar komið var að svonefndum „Langakletti“ datt einhverjum strax í hug örnefnið „Hryggur“ eða Hryggjarklettur“, en Langiklettur skal hann heita….

Heimild:
-http://dagskra.ruv.is/vittogbreitt/islenskt_mal/slenskt_ml_4_oktber_20075/

Ölfusborgir

Ölfusborgir og nágrenni.

Krosssel

Í Jarðabók ÁM og PV 1703 er, auk selja frá Reykjum og Vorsabæ, getið um selstöður frá Völlum og Krossi, hvorutveggja hjáleigur frá Reykjum.
MulagataÍ Jarðabókinni segir um selstöðu frá Völlum: „Selstaða er í betra lagi til fjalls í Reykjalandi, en hefur í nokkur ár ei brúkast“.
Um selstöðuna frá Krossi segir: „Selstaða hefur brúkuð verið í heimajarðarinnar landi, er enn nú til gagnleg, þó ei hafi í nokkur ár brúkast“.
Örnefni eru til upp undir fjalli, Múlanum, beint upp af bæjunum,s.s.
Kross-stekkatún, Kross-stekkur, Vallaá, Vallagil og Stekkhóll (Stekkjahóll / Stekkshóll). Um og neðan undir hólunum, sem eru þrír, lá Múlagatan og sést hún enn greinilega. Eftirfarandi upplýsingar um Múlagötu eru fengnar úr gögnum frá Birni Pálssyni skjalaverði
á Hérðasskjalasafni Árnesinga. „Múlagata er forn leið sem fer af götunni milli Sogns og Reykja í Múla-kvos. Gatan er í austurjaðri Eystri-Múla, um 25-30 m frá merkjum. Gatan krækir fyrir suðurenda Eystri-Múla, aðeins til norðurs yfir Vallagil. Líklega hefur verið ein aðalgatan en einnig eru merki um aðra götu. Gatan er greinileg skömmu áður en komið er nyrst á Stekkjahól og þaðan að Miðhól en nyrst í honum er hún grópuð í móbergið. Liggur niður með vesturjaðri Miðhóls og hefur mætt, neðan hans, götu frá Klifinu til Torfeyrar.“

Stekkholl-1

Í örnefnaskrá er einnig minnst á þessar götur en auk þess er minnst á stekk við Kross-Stekkatún og Grænutættur sem er þýfður mót vestan Kliflækjar. Múlagata liggur að miklu leyti í votu graslendi og víða eru 3-4 samhliða rásir á henni. Á völlunum suður af Vallagili, á Kross-stekkatúni, eru aflangar þústir er gætu verið leifar mannvirkja. Líklegt má telja að annað hvort báðar eða önnur hafi að geyma leifar fornrar selstöðu frá Völlum. Ekki vottar fyrir veggjum eða öðru í þústunum. Sunnan Eystri-Múla er Vallagil og Kross-stekkjatún, sem fyrr sagði. „Í gilinu austanverðu er stekkjartóft. Vestan tóftarinnar er lækur en austan hennar klettur. Tóftin er ferhyrnd, hlaðin úr grjóti. Hún er 4,6m x 5,5m að stærð og liggur N-S. Gras hefur gróið yfir hana en þó sést víða í steina í hleðslunni sem er um 50 – 70 cm há. Dyr hafa verið í suðausturhorni. Garðlag gengur norður úr tóftinni. Garðlagið er 4,2 m á lengd og 0,4m á breidd. Vegghæð um 20-40 cm. Það er einnig hlaðið úr grjóti og nú vaxið grasi.“
Þegar framangreindar tóftir voru skoðaðar má krosssel-2telja líklegast að þarna hafi Krossselstaðan verið. „Stekkurinn“ hefur í raun verið síðasta selshúsið í selstöðunni, þ.e. skjól fyrir selsmatseljuna, og „garðlagið“ aftan hennar hefur greinilega verið stekkur, sem tóftin dregur nú nafn sitt af. Um er að æða óvenjulegt sel á Reykjanesskaganum að því leyti að einungis er um eitt viðverurými að ræða en ekki þrjú eins og venja er. Skýringin getur auðveldlega verið sú að svo stutt er heim til bæjar, einugis um stundarfjórðungs gangur, að óþarfi hafi verið að byggja fullgilt sel á staðnum, enda er selstaðan bæði með afbrigðum skjólsæl fyrir rigningaráttinni þar sem hún kúrir undir klettunum og gnægt vatn hefur verið að fá úr læknum. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin er ofan af klettunum má vel sjá stekkkinn og litla tóftina við enda hans vinstra megin. Mun líklegra er að þarna hafi verið selstaða frá Krossi, enda gefur örnefnið „Kross-stekkur“ tilefni til að ætla að svo hafi verið, þrátt fyrir að hún liggi við Vallaá (reyndar austan við hana).

Vallasel-2

Vallsel – uppdráttur ÓSÁ.

Á þýfðum grasbala rétt suðaustan við Múlagötu þar sem hún liggur austan við suðurenda Eystri-Múla er tóft. Tóftin er 8,3m x 5,7m að stærð og liggur NA-SV. Hún er með tvö hólf og inngangur á suðurhlið. Tóftin er á kafi í grasi en þó sést móta ágætlega fyrir veggjum hennar og formi enda vegghæð mest um 0,6 m.“ Þarna hefur líklega verið stekkur fyrrum frá eldri seltóftunum á Kross-stekkatúni, sem fyrr er getið.
Skammt vestar er Stekkhóll. Á honum eru leifar stekks undir brotabergskletti (allir klettar í hólunum eru sambland af móbergi og brotabergi). Af ummerkjum að dæma gæti efri hluti hans hafa þjónað sama hlutverki og tóftin í Krossseli, þ.e. verið skjól fyrir selsmatsseljuna. Ástæðulaust hefur verið að að byggja þarna fullgilt sel því vegalengdin frá því heim að bæ er sú sama og frá Krossseli. Líklegt má telja að selsmatsseljan hafi ekki hafst við í selstöðunni nema yfir dagmálstímann, en smalinn haft aðstöðu þar um náttmál. Vatn er stutt að sækja í Vallaána. Miðað við heilleika Krosssselsins má ætla að selstaðan hafi ekki lagst af fyrr en um aldamótin 1900 og þá hafa áður verið samnýtt með Völlum um nokkurn tíma.
Gengið var um svæðið til að gaumgæfa hvort þar kynnu að leynast fleiri minjar, en svo reyndist ekki vera. Í leiðinni voru skoðaðar minjar Reykjahjáleigunnar vestar undir Reykjafellinu. Hún fór í eyði skömmu fyrir miðja síðustu öld, enda ber hún þess öll merki.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.


Heimild:
-Kristinn Magnússon – Rammaáætlun, fornleifaskráning 2008.
-Þórður Ögmundur Jóhannsson. Reykjatorfa. Örnefnaskrá. Örnefnastofnun.

Krosssel

Krosssel.