Tag Archive for: Ölfus

Strandarkirkja

„Gizur hvíti gerði það heit í sjávarháska, að hann skyldi þar gera kirkju sem hann næði heill landi; er sagt, hann tæki land á Strönd, og reisti þar kirkju síðan. Eptir þvi ætti að hafa verið kirkja á Strönd frá því í fyrstu kristni hér a landi. En sú er sögn Selvogsmanna, og henni fylgir síra Jón hér í kvæði sinu, að kirkjan hafi verið fyrst sett á Strönd í tíð Árna biskups Þorlákssonar, 1269—1298, og hafi þá verið fyrir kirkja í Nesi í Selvogi. Kirkjan í Nesi varð síðan hálfkirkja og stóð enn 1706.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – Engilsvík.

Til er gamall máldagi Neskirkju frá hér um bil 1313 (Dipl. Isl. II, Nr. 209), og hafði Nes þá verið í eigu Erlends sterka. En sögn Selvogsmanna er sú, að Árni héti maður. Hann komst í hafsnauð og gerði það heit í sjávarháskanum, að gera þar kirkju, er hann næði landi; tók land farid á Strönd og lét síðan reisa þar kirkju með fulltingi Árna biskups í Skálholti Þorlákssonar. Þaðan segja menn svo það komið, að rekamark Strandarkirkju sé. Síra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur, sem var Selvogsprestur 1880—1884, heyrði þá sögn í Selvogi, að Árni sá, er hefði og kirkjuna lét reisa, hafi einmitt verið Árni biskup sjálfur (Staða-Árni), og það fylgdi þeirri sögn, að þegar skip biskupsins var komið úr sævolkinu inn í Selvogssjó, hafi þeir af skipinu séð hvítklæddan mann standa við sjó niðri og bákna þeim til hafnar, og þar náðu þeir landi, Þessi ljósklæddi maður var eingill, og heitir þar síðan Eingilsvik, fyrir neðan Strandarkirkju.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1884.

Bágt er nú að segja, hver fótur sé fyrir þessum sögnum. Frá hinum elztu öldum landsins eru nú fáar frásagnir til um Selvoginn. Menn vita það, að Þórir haustmyrkur nam þar land, og hafa geymzt munnmælasagnir ýmsar um hann í Selvogi alt fram til vorra daga.1) Síðan finst Selvogsins varla getið svo öldum skiptir. Árið 1220 er þess getið í Sturlungu, að Sunnlendingar gerði „spott mikit at kvæðum þeim“, er Snorri Sturluson hafði ort um Skúla jarl, og hefði snúið þeim afleiðis. Segir þá, að „Þóroddr í Selvági keypti geldingi at manni“, að hann kvæði hæðnivísu um Snorra: Oss lízt illr at kyssa o. s. frv. Er svo að merkja, að Þóroddur sá hafi þá verið nafnkunnur maður og svo sem fyrir Selvogsmönnum, og eptir nafninu mætti ætla, að hann hafi verið af kyni Hjallamanna.

Selvogur

Selvogur – Strönd; loftmynd.

Árið 1238 býr Dufgús Þorleifsson á Strönd í Selvogi, og lét Gizur Þorvaldsson þá taka þar upp bú fyrir honum, svo að alt var óbygt eptir. Ekki verður með vissu sagt, hvort Dufgús hafi þá átt Strönd, eða hvort nokkuð hafi komið saman ættir með honum og þeim, sem síðar áttu Strönd um langa tíma. Elzta „Strendur máldaga“, er nú þekkist, hafa menn heimfært til tíma Árna biskups Þorlákssonar, eða hér um bil 1275. Er það skrá um „hvalamál í Selvogi“, og er Strönd þá svo stórauðug að rekum, að hún togast á við Hjallamenn, Krýsvíkinga og sjálfan Skálholtsstól. Máldagi þessi kennir manni það, að áreiðanleg er sögusögn sú, er síra Jón getur um hér í kvæðinu (15. er.), að garður hafi til forna verið hlaðinn kringum mestan hluta Selyvogs.

Víghólsrétt

Víghólsrétt í Selvogi.

Segir máldaginn svo, að sex vættir hvals eigi hvort land „fyrir garði, en fjórar utan garðs“. En ekki nefnir þessi skrá neina kirkju þá á Strönd. Þó er það nær óhugsandi, að kirkja hafi þá ekki verið komin þar fyrir laungu. Á dögum Árna biskups Þorlákssonar (1269—1298) átti Erlendur lögmaður sterki Ólafsson (d. 1312) Strönd, Nes og sjálfsagt fleiri jarðir í Selvogi. Biskup og hann stóðu mjög öndverðir í staðamálum, og eru lítil líkindi til að Erlendur hafi farið „með fulltingi“ Árna biskups að reisa kirkju frá stofni á Strönd, enda má sjá það af vitnisburði Þorbjarnar Högnasonar, út gefnum „á Strönd“ 13. maí 1367 1), að kirkja muni hafa verið sett þar fyrir laungu, því að Þorbjörn segist „fyrir sextigi vetra og áður“ optsinnis hafa lesið og heyrt lesinn máldaga Strendur kirkju; hafi kirkjan þá verið orðin svo rík, að hún meðal annars átti þrjátigi hundraða í heimalandi (þ. e. hálft heimaland) og „alla veiði í fuglbergi“; en hann segist hafa vitað, að „með ráði Árna biskups“ væri keyptar tvær klukkur til kirkjunnar.

Selvogur

Selvogur – Gapi.

Þegar Þorbjörn gaf út þenna vitnisburð, þá voru staddir á Strönd Oddgeir biskup, og meðal annara þeir Erlingur Jónsson í Nesi (ef til vill sonarsonur Erlends sterka) og Andrés Sveinsson, síðar hirðstjóri, sem þá hefir átt Herdísarvík, og talinn er sonarsonur Gríms lögmanns Þorsteinssonar, af ætt Hafurbjarnar eða Ingólfs ætt. Ef kirkja hefði verið sett á Strönd af þeim Erlendi sterka og Staða-Árna, hefði þess án alls efa verið getið í sögu Árna biskup3), nema það hefði þá verið gert þau ár, sem söguna þrýtur. Vera má, að kirkja hafi, eins og munnmælin segja, verið sett fyrri í Nesi en á Strönd, og að þar hafi verið höfuðkirkjan fram á öndverða 14. öld. Þar er Erlendur sterki grafinn.

Strandarkirkja

Strandarkirkja um 1900.

Fornbréfasafn III, Nr. 180, inn þar, en ekki á Strönd.1) En 1397, í tíð Vilchins biskups, er Strandarkirkja orðin uiklu rikari en Nesskirkja. Þá hafði á undan Erlingi búið leingi í Nesi bóndi sá, er Árni hét, líklega nálægt 1330—1360, og mun hann hafa verið tengdur eða skyldur oett Erlends sterka. Sögusögnin um, að kirkja hafi verið sett í öndverðu á Strönd fyrir áheit einhvers í hafsvolki er ekki ósennileg.
Strandarsund, sem er suður og austur af kirkjunni, hefir sjálfsagt frá ómunatíð, alt þar til að það tók að fylla af sandi á síðari öldum, verið einhver öruggasta lendingarhöfn fyrir öllu Suðurlandi. Segja kunnugir menn, að enn sé opt kyrt a Strandarsundi, þó að allur Selvogssjór sé í einni veltu. Er það gamalt mál, að aldrei berist skipi á á Strandarsundi „rétt förnu“. Var annað sundmerkið varða uppi í heiðinni, sem enn er þekkjanleg, en hitt sundmerkið var niðri við sundið; lýndist það, og var sundið því lítt tíðkað leingi á síðari tímum, að leiðarmerkið var ókunnugt. En á þeim árum, sem síra Ólafur Ólafsson var prestur í Selvogi, eða sem næst 1882—1884, sópaði veltubrim eitt sinn mjög sandi þar úr vörunum, og komu þá fram grjótundirstöður þar við sundið, og töldu menn þá víst, að það væru grunnstæðurnar að sundmerkinu gamla.

Selvogur

Selvogur – Útvogsvarða.

Ýmsar sagnir hafa geingið um sundið. Sögðu sumir, að jafnan væri lag á Strandarsundi á nóni dags. Tólfæringur mikill, er Skúta hét, fylgdi Strönd á dögum Erlends lögmanns og fram til 1632. Sagt var, að Skúta hefði altaf lag ú Strandarsundi. Þó fórst hún að lokum, enda var henni þá á sjó hrundið í nafni andskotans. Strönd í Selvogi var um langan aldur stórbýli og höfðingjasetur. Þar var sjóargagn mikið og landkostir góðir. Var jörðin eitt af böluðbólum sömu höfðingjaættarinnar í 400 ár: alt frá því fyrir og um 1300 og fram undir 1700. Má því fara nokkuð nærri um það, hverir búið hafi á Strönd svo öldum skiptir, en það eru afkomendur Erlends lögmanns hins sterka Ólafssonur. Hann hefir átt bæði Strönd og Nes í Selvogi og líklega haft bú á báðum þeim jörðum. 1290 bjó Erlendur á Ferjubakka 9).

Selvogur

Selvogur – uppdráttur ÓSÁ.

Erlendur andaðist 1312, og er annaðhvort grafinn á Strönd eða í Nesi. Synir Erlends voru að vísu tveir, sem kunnir eru, báðir höfðingsmenn, Haukur lögmaður og Jón Erlendsson á Ferjubakka. Á lögmenskuárum sínum 1294—1299 hefir Haukur líklega búið á Strönd, og eins á árunum 1306—1308, er hann hafði völd um Suðurnes 3). Haukur fór síðan alfari til Noregs, og gerðist Gulaþingslögmaður, og andaðist þar 1334. Sonur Jóns Evlendssonar á Ferjubakka var Flosi officialis Jónsson prestur á Stað á Ölduhrygg, er kemur við bréf frá því 1350—1368. Synir hans voru þeir Þórður Flosason og Vigfús Flosason, báðir miklir menn fyrir sér. Af Þórði er komin Leppsætt, fjölmenn og merkileg. Vigfús bjó í Krossholti (enn á lífi 1894) og átti Oddnýju dóttur Ketils hirðstjóra Þorlákssonar, og fékk með henni Kolbeinsstaðaeignir.

Selvogur

Selvogur – merkt fyrrum bæjarstæði nálægt Strönd.

Af þeim Vigfúsi og Oddnýju er komin Kolbeinsstaðaættin síðari. Var þeirra sonur Narfi faðir Ketils prests (1437-1440) og Erlendss í Teigi (1439-1458) föður Erlends sýslumanns. Annan son Jóns á Ferjubakka telja ættfræðingar Vigfús Jónsson hirðstjóra, er lézt 1371; telja menn, að Vigfús ætti dóttur Ívars Hólms Jónssonar (1284—1312) hirðstjóra 4).

Ívar Jónsson mun hafa átt Brautarholt og búið þar með kvonfangi þessu hefir Vigfús því feingið Brautarholts eignir, en óðalborinn var hann til Strendur.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1900.

Hann hefir verið gamall, þegar hann varð hirðstjóri (1371), og varla fæddur síður en c. 1305. Mun hann bæði hafa haft bú á Strönd og í Brautarholti. Sonur hans hefir heitið Ívar Vigfússon Hólmur, er hirðstjóri var á árunum 1352—1371, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd. Getur Vilchinsmáldogi þess, að hann („Ívar hóndi“) gerði Strandarkirkju silfurkaleik „og kostaði á sína peninga gerð og gylling“ , og sá kaleikur fylgi kirkjunni enn. Ívar lézt í Noregi 1371, sama ár og faðir hans. Kona hans var Margrét Özurardóttir. Hún var enn á lífi 1422, og hefir hún verið miklu yngri en Ívar, sem varla er fæddur miklu síðar en 1325. Mun hún síðan hafa haft búnað á Strönd og í Brautarholti og víðar með Sundum, þar til Vigfús Ívarsson Hólmur, sonur þeirra, var vaxinn.

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Vigfús gerðist hér hirðstjóri 1390, og lézt nálægt 1419. Strönd var eitt af höfuðbólum hans. Bú hafði hann og í Brautarholti og á Hofi á Kjalarnesi, og voru þær jarðir þó öðrum til erfða fallnar í plágunni 1402—14031). Kona hans var Guðríður Ingimundardóttir, Oþyrmissonar, af Rogalandi. Áttu þau fjölda harna. Einn sonur þeirra hét Erlendur; annar var Ívar, er inni brann, en dóttir þeirra var Margrét, er giptist Þorvarði Loptssyni á Möðruvöllum 1436. Með henni fékk Þorvarður Strönd, þótt sérstaklega sé til nefndar Hlíðarendaeignir, er Margrét leggi til hjónalagsins. Á Strönd hafði Þorvarður síðan eitt af stórbúum sínum; hin voru á Möðruvöllum, Hlíðarenda og Eiðum. Eptir dauða Þorvarðs 1446 hélt Margrét uppi sömu búrisnu og höfðingsskap og áður, og dreifði ekki eignum sínnm, þar til börn hennar komust upp. 1460 gipti Margrét Guðríði dóttur sína Erlendi Erlendssyni, Narfasonar, Vigfússonar, Flosasonar, og sameinaðist Erlendsættin þar aptur, og kom þar saman mikið fé.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – kaleikur frá 13. öld.

Erlendi fylgdu Kolbeinsstaðaeignir og Teigseignir í Fljótshlíð, en Guðríði Hlíðarendaeignir og Strönd með öðrum jörðum i Selvogi og með Sundum. Erlendur gerðist síðar sýslumaður í Rangárþingi, og hafa þau Guðríður haft bú á öllum þessum höfuðbólum. Árið 1495 um veturinn 3. marts eru þau bæði á Strönd í Selvogi, og hafa þá búið þar og haft þar vetursetu. Það ár hverfa þau úr sögunni bæði, og hafa þau dáið þá (1495) úr drepsóttinni, líklega á Strönd og liggja í Strandarkirkjugarði. Eptir þau hefir Þorvarður lögmaður sonur þeirra búið á Strönd. Að vísu býr hann þar árin 1500—1507. Hann var giptur Margréti Jónsdóttur, systur Stefáns biskups. Er sagt, að „þessi hústrú Margrét“ hafi haft Herdísarvík frá Strandarkirkju og gefið Krýsivíkurkirkju. Margrét varð ekki gömul, og er dáin ekki síðar en 1507,3) því að 3. sept. 1508 er stofnaður kaupmáli Þorvarðs lögmanns og Kristínar Gottskálksdóttur. Telur lögmaður sér þá til konumundar Strönd í Selvogi 100 hundraða, Nes 60 hundraða og Bjarnastaði 40 hundraða.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – ljósakróna.

Þorvarður lögmaður lézt í Noregi 1513. Þá hefir Erlendur sonur hans og Margrétar enn ekki verið fullveðja, en hann fékk eptir föður sinn bæði hin gömlu ættarhöfuðból Kolbeinsstaði og Strönd með fleirum fasteignum. Erlendur varð lögmaður sunnan og austan 1521, og hafði hann síðan bú bæði á Strönd og Kolbeinsstöðum, en eptir 1523 5) mun hann leingstum hafa setið á Strönd. Hafa geingið miklar sagnir um það, hve stórfeldur hafi þá verið búskapur hans á Strönd, bæði til lands og lár; var hann fjáraflamaður mikill og hið mesta afarmenni, einkum við öl, og sást þá lítt fyrir, en annars þótti hann vitsmunamaður hinn mesti, og sigldi kænlega milli skers og báru yfir brimsjó siðaskiptanna. Hinn 13. marts 1552 gaf konungur út erindisbréf handa Páli Hvítfeld hirðstjóra sínum hér á landi, þar sem hann meðal annars skipar hann yfir öll góz konungs hér, leggur fyrir bann að hegna banamönnum Kristjáns skrifara, og gefur honum vald til að setja af bæði lögmenn, lögréttumenn og sýslumenn, ef þeir sé konungi ótrúir eða athugaverðir á annan hátt. Og jafnframt skipaði konungur Páli Hvítfeld um leið að umboðsmanni með sama valdi hér á landi

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1940.

Eggert Hannesson, einhvern mesta fjárdráttar og ásælnismann, svo að hann þótti jafnvel vera ráðbani manna til fjár. Sama ár (1552) á Alþingi dæmdi Eggert sem konungsfógeti um banamenn Kristjáns skrifara, og setti þá af báða gömlu lögmennina, Orm Sturluson, norðan og vestan, og Erlend á Strönd, sunnan og austan. Orm setti hann af fyrir skuldir við konung, og setti í hans stað gamlan félaga sinn Odd Gottskálksson. Hjá Ormi var til einskis fjár að slægjast. Öðru máli var að gegna um Erlend lögmann; hann var maður stórríkur, og þar var í krás að komast. Á Erlend kærði Eggert ýmsar stórfeldar sakir, er hann þótti hafa orðið offara um og ekki bætt; dæmdi hann af Erlendi embætti og alt fé hans fallið undir konung, en það var sama sem undir Eggert sjálfan.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – altaristafla.

Síðan setti hann sjálfan sig í sæti hans og embætti sem lögmaður sunnan og austan, en þá mun þingheimur víst helzt hafa viljað fá Pál Vigfússon á Hlíðarenda, ef þeir hefði mátt ráða; hann var bræðrungur við Erlend lögmann og ágætur maður. Eggert sat nú í nafni konungs í gózum Erlends lögmanns næstu árin, og er ekki að sjá, að Erlendur hafi treyst sér til að hreyfa neitt við því að rétta hluta sinn fyrri en eptir 1556. Þá drukknaði Oddur lögmaður Gottskálksson, og notaði Eggert þá tækifærið til þess að koma sér úr suður og austur lögdæminu og norður og vestur umdæmið, enda var þá fógetavöldum hans lokið yfir landinu fyrir tveim árum (1554). Þá var kosinn lögmaður sunnan og austan Páll Vigfússon, og þá fór Erlendur að hafa sig á kreik að rétta úr málum sínum. Sigldi hann þá skömmu síðar (1557) og fékk Páll lögmaður frændi hans honum þá 100 dali til ferðarinnar, því að alt fé Erlends var þá í klóm fógetans, þó að bú hans stæði. Fluttist þá Þorleifur Grímsson af Möðruvöllum suður að Strönd að sjá þar um búið, því að óvíst þótti þá um apturkomu Erlends.

Strandarkirkja

Strandarkirkja er kirkja við Engilvík. Kirkjan var kirkja íbúa í Selvogi og bjó prestur í Vogsósum uns brauðið var lagt niður árið 1907.
Strandakirkja er þjóðfræg vegna áheita og helgisagna. Í kirknatali Páls Jónssonar biskups í Skálholti sem er að stofni til frá um 1200 er kirkjan á Strönd nefnd. Sennilegt er að lending í víkinni hafi verið um Strandarsund sem er suður og austur af kirkjunni. Núverandi kirkja var reist 1888 og endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og endurbætt frekar og endurvígð aftur 13. október 1996.
Elsta helgisögnin um Strandarkirkju er að Gissur hvíti hafi gert kirkju þar á 10. og 11. öld úr kirkjuvið sem Ólafur Tryggvason Noregskonungur sendi hann með frá Noregi. Önnur sögn er að Árni nokkur formaður hafi reist kirkjuna úr smíðavið sem hann kom með frá Noregi. Þriðja helgisögnin er um ungan bónda frá uppsveitum Árnessýslu sem fer til Noregs að sækja smíðavið í hús sín en lendir í sjávarháska og hafvillum og dimmviðri og veit ekki hvar skipið er. Hann ákveður í örvæntingu sinni að gefa allan smíðaviðinn til kirkjubyggingar á þeim stað þar sem hann næði landi heilu og höldnu. Þá sá hann ljósengil framundan stefni skipsins og verður sá engill stefnumið sem hann stýrir eftir. Hann lendir í sandvík milli sjávarklappa og þá hvarf engillinn. Skipsmenn sáu í birtingu morguninn eftir að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Var hin fyrsta Strandakirkja reist úr viðnum sem kom úr skipinu.
Vorið 1950 var reistur minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík norðvestan við kirkjuna. Minnisvarðinn sem er standmynd á stalli sem sýnir hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki er eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara og nefnist Landsýn. 

Þar andaðist Þorleifur snemma sumars 1559, og er hann grafinn á Strönd. Hið sama vor reið Grímur sonur hans, er giptur var Guðbjörgu dóttur Erlends lögmanns, frá Möðruvöllum og suður til Strandar. En þegar hann reið upp úr Hólminum, fældist hestur með hann „í Víkurholtum“, svo að hann féll af baki og beið bana af. Var hann fluttur til Strandar og grafinn þar. 1) En Erlendur lögmaður, sem sjálfsagt hefir haft með sér bréf frá Páli lögmanni frænda sínum, og líklega haft þáverandi hirðstjóra Knút Steinsson og fógeta hans Pál Stígsson sér ekki óvinveitta, afrekaði það í utanförinni, að konungur leyfði honum 27. janúar 1558 að leysa út alt fé sitt með 500 dölum, og með þá úrlausn kom hann út.  Í þessa útlausn seldi Jón Marteinsson og Guðbjörg dóttir Erlends — eptir dauða hans — Kolbeinsstaði, hið margra aldagamla ættarhöfuðból Erlendunga. Hefir þeim þá þótt minna fyrir því að láta það heldur en Strönd; þótt Strönd gagnsamari til lands og sjávar.

Voru þá enn miklar eignir eptir Erlend, bæði Strönd og Selvogsjarðir, Sundajarðir og fleiri. Bjó Erlendur á Strönd við alsnægtir til dauðadags 1575, og er hann grafinn á Strönd, Er hann stórgerðasti maðurinn, sem þar hefir búið; var hann alt í senn yfirgangsmaður, ofstopamaður, vitur maður og þjóðrækinn maður; barði harðlega á útlendingum, þegar svo bar undir, og var þeim ekki altaf heldur mjúkur í dómum.  Þó segja sumir, að þeir feðgar séu báðir grafnir í Reykjavík (Ísl. söguþættir Þjóðólfs I, 1901, bls. 19—20), en það er ekki mjög líklegt.2) Ekki laungu eptir það, að Eggert fór að ásækja Erlend — því að úr Eggert mun það alt hafa verið, þótt Hvítfeld væri talinn fyrir — fóku að rísa brattir brekar að höfði Eggerts sjálfs, sem ekki var minni yfirgangsmaður en Erlendur. Árni Gíslason, sem var náteingdur Erlendungum, lék hann svo í málum þeirra, að Eggert bar mjög fyrir honum lægra hluta 1560. Einkaerfingi að auð Daða i Snóksdal var Hannes Björnsson bróðursonur Eggerts; var Eggert fjárhaldsmaður hans.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – kristsmynd.

En þegar Daði lézt 1563, var einhver búinn að kenna Páli hirðstjóra Stígssyni það, að alt fé Daða væri réttfallið undir konung fyrir ýmsar offarir Daða ; fékk þá Eggert sömu hremminguna, sem hann hafði látið Erlend fá, og varð hann að leysa arfinn út við konung, eins og hann, einmitt með 500 dölum. Ormur Sturluson var Eggerts líka allvel minnugir, og hratt honum úr lögmannsembætti 1568, og náði Eggert aldrei jöfnum virðingum eptir það, en auð hafði hann nógan.

Eptir lát Gríms Þorleifssonar giptist Guðbjörg Erlendsdóttir Jóni sýslumanni Marteinssyni (1561); bjuggu þau framan af á eignum Guðbjargar í Eyjafirði, en eptir dauða Erlends lögmanns 1575 fluttu þau sig suður að Strönd, og hafa þau búið þar á meðan Guðbjörg lifði, en Einar Grímsson, sonur Gríms Þorleifssonar og Guðbjargar, mun hafa búið að eignum sínum í Eyjafirði. En dóttir hennar og Jóns Marteinssonar var Solveig kona Hákonar sýslumanns Björnssonar í Nesi, og er komin mikil ætt af Guðbjörgu.

Strönd

Strönd – loftmynd.

— Árið 1576, næsta ár eptir dauða Erlends lögmanns, gekk Alþingisdómur á milli Páls Eyjólfssonar á Hjalla og Jóns Marteinssonar um reka Hjallakirkju og Strandarkirkju. En 1594 andaðist bæði Guðbjörg og Einar Grímsson sonur hennar, og árið eptir, 15952), er Jóni Marteinssyni gert að skyldu að svara innstæðu Strandarkirkju, er skuli vera 22 hundruð í fríðum peningum, og er það ítrekað á Alþingi aptur 15982) Svo er að sjá sem losnað muni hafa um ábúð Jóns Marteinssonar á Strönd úr þessu, og á Alþingi 1596 eru „þeim unga manni“ Grími Einarssyni 3) dæmd 45 hundruð í Strönd til erfða eptir Guðbjörgu ömmu sína, en Solveigu Jónsdóttur 15 hundruð eptir Guðbjörgu móður sína. En Magnús Hjaltason í Teigi hafði þá umboð Gríms.

Selvogur

Selvogur – Nesborgir.

Þegar aldur færðist yfir Grím Einarsson fékk hann forráð Strandar og Strandareigna. Ættfræðingar segja, að hann hafi búið i Teigi í Fljótshlíð, en það kemur illa heim við það, að Grímur er lögréttumaður í Árnesþingi 1632—1640, og þau ár mun hann hafa búið á Strönd.

Árið 1642, hinn 6. ágúst, er Grímur enn í fyrirsvari um Strandarkirkju að þrem fjórðungum, en að fjórðungi Hákon Björnsson og Sigurður Hákonarson. Segir Grímr þá, að hann hafi ekki „uppborið kirkjutíundirnar á Strönd, „heldur þeir, sem á hefðu búið. Bendir það á, að hann hafi þá ekki búið á Strönd. 1646, hinn 15. ágúst, er Grímur dáinn, því að þá er hann nefndur „Grímur sálugi Einarsson“. Eru þá í svörum fyrir Strandarkirkju Indriði Jónsson og Vigfús Jónsson. lndriði var merkur maður og bjó í Eimu í Selvogi; hann var góður skrifari og smiður, og lögréttumaður var hann í Árnesþingi 1616 — 1649. Vigfús bjó á Bjarnastöðum og var einnig lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1632—1640.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 2014.

Sonur Gríms Einarssonar og Katrínar Ingimundardóttur hét Ingimundur, og hefir hann verið fæddur nálægt 1610—1615 Hann erfði 45 hndr. í Strönd, og er farinn að búa þar 1652, og býr þar enn 1670. Skömmu síðar mun hann hafa dáið. Hann var allra manna frástur á fæti, og hljóp uppi tóur; var því kallaður Tóu-Mundi. Hann var lögréttumaður í Árnesþingi, að vísu 1656 — 1668. Kona hans var Þórelfur Vigfúsdóttir, dóttir Vigfúsar lögréttumanns á Bjarnastöðum, og bjó hún á Strönd eptir Ingimund andaðan, og þar er hún 1681 og enn 1683, en dáin virðist hún vera 1687 því að hinn 2. okt. það ár stendur sá „sæmdarsveinn“ Vigfús Ingimundarson, sonur hennar, Þórði biskupi reikning Strandarkirkju, og mun hann hafa búið á Strönd þar til hún fór í eyði.

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Meðan stórhöfðingjar bjuggu á Strönd og sveitin var í blóma, mun þar jafnan hafa verið einbýli. En þó að sveitin væri gagnsöm í þá daga, gat þar samt orðið hart á barið stundum, því að svo segja annálar, að árið 1314 hafi orðið svo mikið mannfall syðra „í sult“ „af fátæku fólki“, að þrjú hundruð líka komu þá til Strandarkirkju í Selvogi. Mart af því hefir þó sjálfsagt verið reikunarfólk, sem leitað hefir til sjáarins. Eptir dauða Erlends lögmanns (1575) og að vísu eptir lát Guðbjargar Erlendsdóttur (1594), sem var kvenskörungur, mun jafnan hafa verið fleiri en einn ábúandi á Strönd.

Strandarkirkja

Klukka Strandarkirkju.

Frá Ingimundi og Þórelfi eru komnar merkar ættir. Meðal barna þeirra var séra Grímur er prestur varð í Selvogi 1673; varð ekki gamall, lézt 1676; Jón sonur þeirra bjó í Herdísarvík (1681), og Magnús Ingimundarson (f. 1640) bjó í Stakkavík 1681—1706. Ingibjörg dóttir þeirra átti Gunnar lögréttumann Filippusson í Bolholti og er þaðan mikið kyn — Strandarkirkja á enn menjagrip frá Ingimundi; er það klukka. Á henni stendur : -Engemunder Grímsson 1646″.

Um Strandarkirkju sjálfa og áheit til hennar verða frásagnirnar nokkuð slitnar á hinum fyrri öldum. Þó má sjá, að áheit á kirkjuna hafa tíðkazt mjög snemma. Er það sérstaklega tekið fram í Vilchinsmáldaga 1397, að Halla Jónsdóttir hafi gefið kirkjunni „tvö hundruð og fimm aura fyrir skreiðartíund, sérdeilis fyrir heitfiska, svo margir sem þeir verða“. Er þá og getið um bænhús í Herdísarvík.

Strandarkirkja

Í Strandarkirkju.

Ekki verður rakið um áheit eða gjafir til kirkjunnar fyrri en um daga síra Jóns Vestmanns, sjálfsagt af því, að það hefir ekki verið bókfest, því að á ýmsu má sjá, að nógur átrúnaður hefir á kirkjunni verið, að minsta kosti á 18. öld. Getið er þess í annálum, að Ketill kurt hafi 1338 vegið mann einn, er Jón hét; siðan hafi Ketill komizt í kirkju á Strönd í Selvogi, „og gerði þar óspektir, og var fyrir því tekinn úr kirkjunni, og hálshöggvinn“.
Elzta lýsing á kirkjunni, sem nú er til, er frá dögum Odds biskups, eptir að Grímur Einarsson hafði látið byggja hana upp 1624. Er sú lýsing svona:-) „Kirkjan nýsmíðuð: fimm bitar ú lopti að auk stafnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn prédikunarstóll; öll óþiljuð undir bitann, bæði í kórnum og framkirkjunni, einnig fyrir altarinu, utan bjórþilið. Þar fyrir utan blýþak ofan yfir bjórþilið, og ofan á öllum kórnum er sagt sé blýleingja hvorumegin og ein ofan yfir mænirnum, líka svo á framkirkjunni.

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Í vísitazíu Brynjólfs biskups 6. ág. 1642 er sagt, að þessi kirkja sé „bygð fyrir 18 árum, vij stafgólf að leingd, með súð, þiljuð bak og fyrir“. Þá er og getið um „það blý, sem hún skal hafa áður með þakin verið“. Stóð þessi kirkja fram til 1670, því að í vísitaziu Brynjólfs biskups 22 sept. það ár er kirkjan sögð nýbygð. Þá er og svo fyrirmælt, að það gamla blý „skuli ganga kirkjunni til hlífðar, hvað annars liggur hér aldeilis ónýtt“. Þá er og í fyrsta sinn þe3s getið (1670), að land sé tekið að rjúfa á Strönd, og er þá „tilsagt sóknarmönnum að halda vel uppi kirkjugarði, eptir skyldu sinni, eptir því, sem saman kemur, að kirkjan verjist fyrir sandfjúki.“

Selvogur

Selvogur – minnismerki um fyrrum bæjarstæði við Strönd.

Á árunum 1650—1652 hafði síra Jón Daðason í Arnarbæli feingið í sitt fyrirsvar þann fjórðung Strandarlands (15 hdr.), sem Sigurður Hákonarson átti; hafði Sigurður og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans gefið þann hluta landsins Solveigu dóttur síra Jóns og Katrínu Kortsdóttur konu hans1). — Gerðist síra Jón þá, eins og hann var vanur, eptirgangssamur um eignagögnin. Hinn 15. júní 1659 að Nesi í Selvogi fékk hann Torfa sýslumann Erlendsson til að láta ganga dóm um fuglveiði og eggver Strandarkirkju „í og fyrir Strandarbergi, sem liggur fyrir Krýsivíkurlandi,“ og ber síra Jón þá fram vitnisburði um 40 ára hefð kirkjunnar fyrir berginu. Um reka kirkjunnar hefir á þeim árum ekki heldur verið alveg örugt, því að hinn 10. janúar 1669 „að Strandarkirkju, í Selvogi“ gefa Selvogsmenn út, án efa að tilhlutun síra Jóns Daðasonar og Ingimundar Grimssonar, vitnisburð, „um það Strandarkirkju rekaítak í millum Selstaða og Hellis, hvert greint takmark haldið hefur verið átölulaust í allan máta frá Seljarnefi og hraunsþúfum undan Herdísarvíkurseli og í Breiðabás fyrir austan Herdísarvík að þeim hellir, sem máldaginn tilnefnir,“ en hval hafði rekið þar haustið áður, 1668, og fjörumaður Sigmundur Jónssonar í Herdísarvík fundið hann.

Breiðabás

Í Breiðabás.

Skrifa þar 16 manns „undir með eigin höndum, sem skrifa kunnum, en hinir, sem ekki skrifa, staðfestu með alminnilegu lófaklappi.“ Mann furðar næstum á hvo margir hafa verið skrifandi, en þessir skrifa undir: Jón Þorkelsson (á Bjarnastöðum), Björn Þorvaldsson (í Þorkelsgerði), Vernharður Jörinsson, Jón Kolbeinsson (í Eimu), Gunnar Árnason, Árni Jónsson (á Strönd) Gísli Ásbjarnarson (í Nesi), Gísli Vigfússon (á Strönd), Eyjólfur Þorgeirsson (í Nesi), Jón Jónsson (í Nesi), Jón Nikulásson, Hróbjartur Ólafsson (í Vindási), Bjarni Hreiðarsson, Jón Jónsson (líkl. á Bjarnastöðum), Hafliði Jónsson (í Nesi). Jón Indriðason (í Eimu) Segjast þeir muna „frá ómagaaldri“, þessir yfir 40 ár: Jón Þorkelsson. Eyjólfur Þorgeirsson, Jón Nikulásson, Jón Arnason1), Jón Jónsson2) „en allmargir, sem glögglega til muna. yfir 30 4r, einkum þessir“: Jón Indriðason, Björn „Þorvarðison,“ Jón Jónsson, Árni Jónsson, Jón Ingvarsson, Vernharður Jónsson. Hafliði Jónsson, Bjarni Hreiðarsson, Gísli Ásbjarnnrson og Gunnar Arnasona).

Strandarkirkja

Strandarkirkja – altaristaflan.

Eptir að jörð tók að blása upp i Selvogi um 1670 má sjá að jarðarspjöllin hafa geingið þar mjög ört fram, einkum yfir Strandarland. Á árabilinu 1677—1680 voru 7 ábúendur á Strönd 1), en 1681 eru þeir ekki orðnir nema 5: Þórelfur Vigfúsdóttir, ekkja Ingimundar Gímssonar, Árni Jónsson. Gísli Vigfússon bróðir Þórelfar, Árni Magnússon og Gísli Erlendsson. En 1696, 15 árum seinna, legst Strönd sjálf, þetta gamla stórbýli, algerlega í eyði og bygð fellur þar af. Er svo sagt um Strönd í jarðabók Árna og Páls 1706: „fyrir 10 árum í auðn komin heimajörðin sjálf,“ en Sigurðarhús, forn hjáleigu frá Strönd, er þá komin í staðinn, og metin 21 hundrað af dýrleika; hokra þá tveir menn á hjáleigunni: Guðmundur Þórarinsson (f, 1666, og María Egilsdóttir (f. 1667). – 1735 er þar 1 ábúandi, en 1762 er þar eingin ábúð og alt í eyði.
En alt stóð kirkjun á Strönd þetta af sér, og sat þar ein eptir á sandinum. Á sjálfum sandfjúksárunum geta vísitaziurnar ekkert um, að sandfokið komi neitt kirkjunni við. En um „gamla blýið“, seru fylgdi kirkjunni, fer Þórður biskup þeim orðum 29. Ág. 1679, að hentugast sé að kaupa fyrir það silfurkaleik, og sé þá eptir af þvi „1 vætt og nær hálfur fjórðungur“. Í vísitaziu sinni 19. ágúst 1703 skipar Jón biskup Vidalín einnig að krefja inn blýverðið, en ekki getur hann sandfoks.

Seljabót

Seljabót – rétt.

Hins vegar skipar hann að byggja upp kirkjuna sem komin sé að falli. Sýnist kirkjan þá hafa verið bygð upp í 5 eða 6 stafgólum. Í vísitaziu Jóns biskups Árnasonar 8. Maí 1723 er kirkjuhöldurunum skipað enn að gera grein fyrir andvirði blýsins. Í vísitazíu sama biskups 12. júní 1730 er sagt, að kirkjan leki og fjúki inn um þakið á vetrardag. Voru fyrirsvarsmenn kirkjunnar þá margir: Magnús Einarsson, Egill og Grímur Eyjólfssynir á Þórkötlustöðum, og að nokkru leyti Jón sýslumaður Ísleifsson.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1920.

Hinn 4. Sept. 1735 skipar Jón biskup Árnason kirkjuhöldurunum að byggja kirkjuna upp þá þegar um haustið, og var það gert. Var þá Magnús Einarsson aðalmaðurinn í fyrirsvari um kirkjuna. Vísiterar Jón biskup hana svo vorið eptir hinn 15. júní 1736, og lýsir hann nýbygðu kirkjunni, sem var 6 stafgólf, þá svo : „Kirkjan er uppbygð á næstliðnu hausti, mestan part af nýjum og sterkum viðum, svo hún er nú bæði að veggjum væn og vel standandi; að því leyti betur á sig komin en hún hefir nokkurn tíma áður verið, að svo er um hana búið að utanverðu, að sandurinn geingur ekki inn í hana; hennar grundvöllur hefir og so verið mikið hækkaður, að hún verst langtum betur en áður fyrir sandinum að utanverðu. Tvö krísholt eru framan fyrir kirkjunni, önnnur tvö á baka til, þriðju til hliða“.

Strandarkirkja

Standarkirkja.

Annaðhvort þetta ár eða hin næstu eptirfarandi hefir Jón biskup Árnason sjálfur keypt Strönd, og að vísu sýnist hann vera orðinn eigandi hennar 23 sept. 1738 eða fyrr. Á þeim árum mun ekki hafa verið björgulegt í Selvogi. Árið 1735 voru 2 búendur í Nesi, en höfðu verið 8 árið 1681; orðnir eru þó búendur þar 4 árið 1762, en þá er Strönd aleydd.
Með gjafabréfi 15. júlí 1749 gerði Guðrún Einarsdóttir (f. 1665, d. 20 okt. 1752), ekkja Jóns biskups Árnasonar, samkvæmt testamentisbréfi sínu frá 18. sept. 1747, Strönd „að æfinlegu beneficio“ Selvogsprestum til uppheldis, og jörðin „reiknast nú, þó í eyði sé, vegna síns vittluftuga haglendis, rekavonar, eggvers, veiðiskapar og annara herlegheita 20 hundruð“.

Selvogur

Selvogur; MWL.

– Annað ár eptir, 8. júní 1751, vísiterar Ólafur biskup Gíslason Strandarkirkju; er þar þá sama kirkjan, sem bygð var fyrir 15 árum (1735). Segir biskup hana þá stæðilega að veggjum, en hins vegar sé „súðin og grindin víða fúin“. Síðan bætir biskup við : „Húsið stendur hér á eyðisandi, svo hér er mikið bágt að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðrum; er því mikið nauðsynlegt, hún sé flutt í annan hentugri stað“.
1749 hinn 6. júní afhenti síra Þórður Eíriksson, sem þá hafði verið leingi prestur Selvogsmanna, prestakall og kirkjuna í hendur ungum presti, síra Einari Jónssyni, sem feingið hafði veiting fyrir Selvogsþingum.

Selvogur

Selvogur – kvöld við Engilvík.

Síra Einar var ekki leingi að hugsa sig um að nota sér þessi orð biskups og láta ekki hjá líða tækifærið til þess að koma kirkjunni heim til sín að Vogsósum Þar voru hægust heimatökin fyrir hann, Ritar hann þá þegar á Alþingi 13. júlí samsumars bæði Pingel amtmanni og Ólafi biskupi átakanlega lýsingu á kirkjunni og kirkjustaðnum, og tillögu um að flytja kirkjuna heim að Vogsósum, og fær sama dag uppáskript prófastsins, síra Illuga Jónssonar, á bréf sitt, þar sem prófastur geldur samþykki við öllu saman. Biskup hefir þó ekki flýtt sér að gefa úrskurð hér upp á, og dregið það fram yfir veturnælur. En 3. nóv. 1751 skipar hann svo fyrir, að flytja skuli kirkjuna að Vogsósum, og skuli bygging hennar þar framkvæmd og fullgerð á næstu tveimur árum (1752—1753). Skýra skjölin sjálf bezt frá þessu efni, og hljóða svona: „Umkvörtun síra Einars um Strandarkirkiu í Selvogi.
Veleðle og velbyrdige herra amtmann yfir Íslandi herra Jóhann Christian Pingel!

Strandarkirkja

Strandarkirkja – kristsmynd.

Veleðle háehruverðugi og hálærði herra superintendent yfir Skálholtsstipti herra Ólafur Gíslason! Hér með innfellur mín nauðsynjafull umkvörtun út af skaðlegu ásigkomulagi Strendurkirkju i Selvogi, og þar af rísandi margföldum óhentugleikum, sem eptir fylgir: Hún stendur fjarlægt bæjum á eyðisandi undir einu timburþaki, hver sandur, sem í stórviðrum fýkur að kirkjunni af öllum áttum, aungvu minna foreyðir og fordjarfar bik kirkjunnar, viði og veggi en vatns ágangur, því það fer dagvaxandi, sérdeilis á vetrartíma í snjófjúkum, að sandfannirnar leggjast upp á veggina því nær miðja. Súð kirkjunnar verður ei heldur svo vel troðin með sillum og gættum, þó optlega gert sé, að sandurinn rifi það ekki burt aptur; fýkur hann svo inn í kirkjuna og feyir stafina að neðan og jafnvel súðina að innan, svo eg tel mér ómögulegt, kirkjunni fjarlægum, hana að vakta, verja og viðhalda fyrir þessum ágangi. Hún er og upp bygð seinast fyrir 16 árum, en nú eru mörg tré í henni fúin og fordjörfuð; hefur þó verið árlega bikuð, leitast við að verja hana fyrir skemdum og reparera, bæði af prestinum síra Þórði og mér, síðan eg við henni tók, svo sem fleirum er um kunnugt. Eins fordjarfar sandurinn læsing, saum og hurðarjárn kirkjunnar, svo það er stór þungi bennar utensilia og ornamenla að ábyrgjast og hirðing að veita á eyðiplássi.

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Tilmeð er skaðvænleg hætta, helzt á vetrartíma, í þessari kirkju að forrétta kennimannlegt embætti, einkanlega það báverðuga sacramentum (sein ekki má undan fellast), þá stórviðri upp á falla, meðan það er framflutt. Fólkið teppist í kirkjunni, ásamt presturinum, sem og ekki kann að halda þar besli sínum skýlislausnm, nær svo fellur, hvar fyrir, þá veðurlegt er á sunnu- eður helgidagsmorgni, ei vogar alt fólk til kirkjunnar að fara, helzt heilsulint og gamalt fólk, ekki heldur ungdómurinn, sem uppfræðast skal í catechisationinni og öðrum guðs orða lærdómi. Hér fyrir innfellur mín allra innilegasta og auðmjúkasta begiæring til yðar hárespeclive herradóms, að þér vilduð þessar mínar hérgreindar umkvartanir álíta, og, ef ske mætti, tilhlutast og leyfi gefa, að nefnd kirkja flytjast ætti á einn óhultan og hentugri stað, hvar til eg með stærstu submission nefni kirkjunnar jörð Vogshús, og bið auðmjúklega, mínir hágunstugu herrar, hér uppá skriflega resolverað. – Þingvöllum d. 13.  þeirra julij 1751. Forblífandi með æstime skyldugur og auðmjúkur þénari Einar Jónsson.

Djúpudalaborg

Djúpudalaborg – topphlaðinn fjárborg í Selvogi.

Framan og ofan skrifaða heiðarlegs síra Einars Jónssonar sóknarprests til Strendurkirkju i Selvogi yfirlesna umkvörtun meðkenni eg & sannindum grundvallaða vera, að svo miklu leyti, sein mér er vitanlegt, og háæruverðugur þessa stiptis biskup mun sjálfur persónulega séð hafa í sinni visitation á næstliðnu vori 1751. – Til staðfestu er mitt undirskrifað nafn að Þingvöllum d. 13. julij 1751. – Illugi Jónsson.

Framanskrifaða umkvörtun æruverðugs kennimannsins síra Einars Jónssonar hefi eg séð; hvað Strendurkirkju viðvíkur, þá sýndist mér það ófært, nær eg vísiteraði hana á næstliðnu vori, að hún skyldi standa þar á eyðisandi, og þeirra orsaka vegna, sem hér að framan upp taldar eru, því tilsegist hér með velnefndumkennimanni, sem er beneficeraður með þessu prestakalli, að láta flytja Strandarkirkju, nú tvö næstkomandi sumur, að Vogsósum, og setja hana þar niður á hentugt pláss.

Nes

Nes – legsteinn í kirkjugarði við Nes.

Hann skal láta taka til þessa verks svo snemma í vor sem mögulegt er, og láta hlaða þar kirkjugarð um kring hana framliðnum til greptrunar. Til þessa erfiðis er öll sóknin skyldug að þéna, en kirkjan skal standa henni kost á meðan verkið fram geingur, og þá það er svo fullkomið, að þar megi embætta, skal sóknarpresturinn segja mér til, svo sú nýja sóknarkirkja megi með guðs orði, bæn og blessun innvígjast á næsta helgum degi. Sóknin skal og, svo mikið sem mögulegt er, búa um kirkjugarðinn á Strönd, með sóknarprestsins ráði, að hann blási ekki upp af framliðinna beinum, hvar til ekki sýnist óhentugt að þekja hann utan og ofan með undirlögðu grjóti. Sker þessi mín ráðstöfun með Deres Velbaarenheds Hr. amtmannsins vitund og samþykki, og má hér út í eingin forsómun verða. Skálholti d. 3. novembris 1751.

Landnám

Þórir haustmyrkur nam Selvog. Herforingjaráðskort 1903.

En hér varð sveipur i för Greipar, svo eptirminnilegur, að þuð var líkast því eins og þegar Gizur biskup Einarsson hafði tekið ofan krossinn i Kaldaðarnesi, reið heim í Skálholt, lagðist lostinn sótt og andaðist. Síra Einari varð eptir þetta ekki vært í Selvogi, og flosnaði þar frá prestskap 1753,1) biskupinn lifði rúmlega til jafnleingdar frá því að hann hafði fyrirskipað kirkjuflutninginn, og andaðist nóttina milli 2. og 3. janúar 1753. Illugi prófastur í Hruna lézt einnig sama ár, 1753, og Pingel amtmaður misti embættið sökum ýmsra vanskila 8. maí 1752. Allir þessir menn, er að kirkjuflutningnum stóðu, biðu því annaðhvort hel eða greipilega hremmingu áður sá frestur væri liðinn, er kirkjan skyldi flutt vera.

Strandarkirkja

Minnismerki um Strönd í Selvogi – einnig nefndur „Staður“.

En Selvogskirkja stóð eptir sem áður enn óhögguð á Strandarsandi. Geta má nærri, hvort ýmsum hafi þá ekki þótt fingraför forsjónarinnar auðsæ í þessu, og þótt guð borga fyrir hrafninn. Eptir síra Einar varð prestur Selvagsmanna 1753 Jón Magnússon frá Hvammi, prófasts Magnússonar, bróðursonar Árna prófessors. Síra Jón hafði áður verið prestur að Selbergi, þótti ekki að öllu reglumaður, en sýnist þó hafa verið hygginn og athugull, sem hann átti kyn til. Á meðan biskupslaust var í Skálholti, milli Ólafs biskups og Finns biskups, hefir kirkjuflutningsmálið legið niðri.

Vogsósar

Vogsós – herforingjakort 1903.

En 30. júní 1756 skipar Finnur biskup, samkvæmt fyrra biskups úrskurði, að flyt á kirkjuna að Vogsósum, en það þumba bæði sóknarmenn og síra Jón fram af sér; sérstaklega sýnast Austurvogsmenn, í Nes-sókn hinni gömlu, hafa verið flutningnum andvígir. Niðurstaðan varð því sú, að biskup og prófastur höfðu eingin önnur ráð en 1757 að fara að fyrirskipa að gera að kirkjunni þar sem hún stóð, og var það gert 1758 og enn aptur 1763, og svona var því huldið áfram, að aldrei var kirkjan tekin ofan, heldur alt af gert við þá gömlu smátt og smátt, — á meðan svo var að farið, var öruggt um, að kirkjan yrði ekki flutt, — og á þann hátt stóð sama kirkjan á Strönd, sem þar var bygð 1735, í 113 ár, þar til síra Þorsteinn Jónsson (frá Reykjahlíð) tók hana ofan, og reisti nýja kirkju á Strönd „úr tómu timbri“, sem fullgerð var 1848. Þá á datt eingum í hug að færa kirkjuna frá Strönd, enda hafði tilraun síra Jóns Vestmanns um það efni nálægt 1820 strandað á svipuðu skeri og fyrri, trygð og festu Selvogsmanna við að hafa kirkjuna á sínum gamla stað.

Þórarinn Snorrason

Þórarinn Snorrason og Ómar spá og spekulera um fyrirhugaðn uppdrátt af Selvogi.

Strönd með Strandarkirkju er einn af hinum merkilegu stöðum hér á landi; Strönd gamalt höfðingjasetur og höfuðból; kirkjugarðurinn á Strönd legstaður margra stórmenna og nafnfrægra manna; af slíkum mönnum, sem þar eru grafnir, mun almenningur nú bezt kannast við Erlend lögmann, og einkum „fróða Eirík“ Vogsósaprest, sem hvert -mannsbarn í landinu þekkir, og þjóðsögur vorar hafa gert að þessum góða kunnáttumanni, sem öllum verður hlýtt til af sögunum um hann. Forlög og æfintýr kirkjunnar á Strönd eru mikil, enda ber helgi hennar yfir alt. Einginn verður betur við áheitum en hún, og þeir, sem að henni hlynna til gagns og góða, verða hamingjumeiri eptir. Væri öll stórmerki hennar kunn og komin í eitt, mundi sú jarðteiknabók vera ósmá.

Þórarinn Snorrason

Þórarinn Snorrason á Vogsósum.

Trygð Selvogsmanna við kirkju sína og kirkjustað er þeim til hins mesta sóma, Til hins er verra að vita, að uppblásturinn í Selvogi er án efa mjög mikið Selvogsmönnum fyrrum sjálfum að kenna. Menn hafa geingið alveg gegndarlaust í skrokk á öllum kvisti og lyngi og rifið það upp með rótum til eldsneytis. Ein sögn er sú frá Strandarkirkju, að það slys vildi til, þegar síra Þorsteinn Jónsson var að láta gera þar nýja kirkju 1847—48 og fara átti að reisa grindina, að bitar allir reyndust alin of stuttir; höfðu orðið mistök hja smiðnum. Efni var ekkert við höndina í nýja bita. Var prestur því farinn að tygja sig í ferð austur á Eyrarbakka til þess að útvega smíðavið. En áður hann legði af stað, varð honum geingið niður að lítilli sjávarvík skamt frá kirkjunni, en kirkjan á þar sjálf reka; var þar þá að landfesta sig „kantað“ tré. Því var síðan velt undan og flett, og stóð það heima í bitana, og prestur gat hætt við ferðina.
Svo var kirkjan hamingjumikil, að hún bætti sér sjálf skaða sinn — Biskup vor segir áheitin á Strandarkirkju aldrei meiri en nú, jafnvel frá útlöndum.

Selvogur

Selvogur – afhending Minja- og örnefnaskiltisins 2011.

Í jarðabók Árna og Páls 1706, er „lyngrif talið til hlunninda nærri hverri einustu jörð í Selvogi. Það er auðráðin gáta að hverju þau „hlunnindi“ ofnýtt mundu -verða. Það hefir og gert sitt til landspjallanna, þegar höfðingskap tók þar að hnigna, og hætt var að halda við þeim gamla Selvogsgarði, svo að alt varð óvarið, og skepnur gátu geingið eins og logi yfir akur, hvar sem var. Nú kváðu Selvogsmenn hafa gaddavírsgirt mikið af sveitinni, og síðan segja menn að þar grói upp árvöxtum. Hver „veit nema sveitin eigi eptir að ná sér aptur, og Strönd að verða aptur blómlegt býli.
Síra Jón Vestmann hefir ritað 1840 merkilega sóknarlýsingu um Selvog, en í bréfi 23. dec. 1812 til biskups og landstjórnar lýsir hann svo, hvernig þá er þar háttað: „Alt fram undir endalok 16. aldar voru hér, eptir sem næst verður komizt, í Strandarkirkju sókn í Selvogi 42 búendur, sem sést af brag þeim, er Jón Jónsson, þá verandi bóndi hér í Nesi, orti um téðrar sóknar bæi og bændur, en nú eru hér einasta 16 búendur, með prestinum í reiknuðum, og á meðal þeirra 8 bláfátækir öreigar.

Selvogur

Askur í Selvogi.

Fyrir, og alt til, 1770 geingu hér til útróðra 50 skip í Selvogi og Herdísarvík, en nú einungis 6 í báðum stöðunum. Orsökin til þessa er ekki alleina sú, að fiskur hafi lagzt hér frá, allra sízt í Selvogi, heldur ásamt með sá mikli sand-ágangur, sem eptir áður sögðu hefir eyðilagt svo marga bæi sóknarinnar, hefir einnig fylt lendingar með svo mikinn sand, að þær eru of grunnar orðnar, og þess vegna ófærar, þegar nokkurt brim er í sjóinn. Sömu orsakir eru og til þess, að næstum öll selalátur, tilheyrandi lénsjörð prestsins Vogsósa, eru aftekin og full af sandi, svo menn vita ekki eingaug, hvar skerin á milli lagnanna hafa verið. Sandslægjan, sem var sú helzta, er téðri jörð fylgdi, og sem alt fram til 1780 og þar yfir var svo góð, að óvíða þurfti mikið að raka milli flekkja, er nú víða blásin í rotur og jarðleysur, og svo snögg, að rart þykir, ef bezti verkmaður slær þar heykapal í dag, Heiðin, eður hagalandið, sem fyrrum hefir öll verið vaxin grasi, allslags lyngi og víðivið, er nú uppurin og blásin í berg, holt og flög, svo kalla má, að ei sjáist nú meira en menjar einar í fám stöðum til hennar fyrri gæða“.“

Heimild:
-Blanda, 1. bindi 1918-1920, bls. 311-332.

Strandarkirkja

Strandarkirkja. Örnefna- og minjaskilti af Selvogi við kirkjuna.

Selvogur

Farið var í Selvoginn. Gengið var að flaki vélbátsins Varðar sem liggur í stórgrýtisurð skammt fyrir austan Selvogsvita. Bátinn rak upp í brimi árið 1956 og fórust allir sem um borð voru, fimm menn.

Selvogur

Vörður í fjörunni austan Nesvita í Selvogi.

Flakið er illa farið en stefnishlutinn, með lúkarnum, er eftir og nokkuð þarna frá er afturdekkið, skreytt með ryðguðu dráttarspili.
Þátttakendur fengu sér kaffisopa og meðlæti þarna við flakið, með útsýni út yfir hafið og landið, böðuð í sólskini.
Þegar einn FERLIRs félaginn stóð upp, féll hann afturábak og kláraðist þannig úr könnunni yfir hann. Þar sem FERLIRs menn eru orðnir ýmsu vanir í þessum ferðum lét hann þetta ekki aftra sér í að fá aftur í könnuna. Teygði hann sig síðan í girnilega brauðsneið með áleggi. Skipti þá engum togum að brauðsneiðin var slegin úr höndum hans og féll hún niður í stórgrýtið.

Nesborgir

Nesborgir í Selvogi.

Annar FERLIRs félagi missti síðan kaffikrúsina sína niður í grjótið, þó án þess að hún brotnaði. Þátttakendur þökkuðu fyrir móttökurnar þótt í gletnara lægi væru. En allir voru sammála um að þarna vildu þeir ekki eiga næturstað fyrst svona fjörugt sé í glaða sólskini.
Gengið var að Nesi og skoðaðar þær miklu minjar sem þarna eru.

Nes

Nes – legsteinn.

Mikið hefur verið leitað að legsteini þeim sem Kristófer Bjarnason, kirkjuvörður með meiru, hafði bjargað undan jarðýtunni um miðja síðustu öld, þegar bóndinn í Nesi var að byggja hlöðu og fjós.
Vitað var að þarna hafði verið kirkjugarður og kirkja sem var endanlega aflögð 1706 en síðastur var þar grafinn Jón Jónsson, bóndi í Nesi. Hann andaðist árið 1702. Síra Jón Vestmann hefir þessa athugasemd um Jón bónda en hann ritaði m.a. „Lýsingu Selvogsþinga árið 1840“
„Hann byggði sér skemmu úr kirkjutóftarrústinni frá forntíð og var að bón hans loks grafinn í skemmunni“. (Landnám Ingólfs, Guðni Jónsson).
Nokkrar fleiri heimildir eru um kirkju í Nesi.

Nes

Nes í Selvogi.

Forn maldage:
(1313) „Maraíu kirkia j Nese og hins helga mangvs jarls: og ins sæla Thorlaks biskups og hinnar helgv Katerynv meyjar er (Finnr) Bjarnmason liet goira. a xx hvundrvd j heima landeog tielld vmm kirkiv . smelltan kross og annann steindann. Alltarisklædi iij. kluckur iiij og fimta brotna. kertastikur ij. og glodarker. elldbera. lysisolv. og Alltaris mvnnlavg. skiov. og stavckvl. og handklæde tuo. og peturs skrift. ij kyr. a og kirkia“ (Fornleifaskráning í Ölfusi)

Máld (1313) 1397: Maríukirkja j Nesi …a .xxc j heimalandi, iij. kyr oc vj. ær…lofadur gropttur heimamonnum oc fatækum monnum í Nesi, tyund liggur þar til heimmanna oc af Biarnastodum.
(Fornl.sk. í Ö)

Selvogur

Selvogs-Jói með nýfundna legsteininn.

Kristófer fann þrjá legsteina, tvo stóra og einn lítinn sem hann taldi vera legstein frá barni. Var hann með kross.
Fyrir nokkrum árum ætlaði hann að ná í steinana en fann þá aðeins tvo þá stóru og fór með þá á minjasafn á Selfossi. Litla steininn fann hann ekki.
Nú þurfti ekki að leita, einn FERLIRs félaginn gekk beint að steininum þar sem hann var hálf niðurgrafinn við niðurfallinn vegginn á hlöðunni. Blasti krossinn í steininum við, moldfylltur.
Kristófer var látinn vita af fundinum og ætlar hann að huga að steininum ef einhverjar framkvæmdir verða þarna á staðnum. Hann var sammála FERLIRs félögum um að þessi steinn ætti ekki heima upp í hillu á minjasafni heldur fái að vera í sínu rétta umhverfi, gamla kirkjugarðinum í Nesi, með mannlífstónað öldugljálfrið við ströndina.

Selvogur - örnefna- og minjakort

Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.

Ólafsskarðsvegur

Spáð var mikilli vætu, en FERLIR hafði náð að semja um þokkalegt veður á svæðinu. Einn FERLIRsfélagi, sem var að skoða leiðir nálægt Ólafsskarðsvegi nýlega, hafði rekist á fjögur op, sem skoða þurfti niður í. Undirniðrið var áður ókannað.

Lambafell

Í skjóli í Lambafellshrauni.

Gengið var ásamt félögum úr HERFÍ frá mælimastrinu við Þrengslaveginn um Lambafellshraun (Leitarhraun) til að skoða þetta betur.
Sæmilegur hellir reyndist vera undir einu opanna, 25-30 metra langur, en lágur (mest 1.20 m), þangað til komið var að þröngu gati (12 cm). Þar fyrir innan virtist rásin víkka, en ekki var hægt að komast þangað inn að þessu sinni. Í öðrum reyndist vera 15-20 metra þröng rás.

Gengið var áleiðis að syðri Eldborginni. Við hraunjaðar „Kristnitökuhraunsins“ (Svínahrauns) var áberandi varða á hraunhól. Sú varða virtist tengjast röð varða frá henni til suðausturs, niður hraunið í átt að Löngubrekkum (þær sem Hraunsel stendur við austan Raufarhólshellis).

Ólafsskarðsvegur

Útsýni að Hengli af Ólafsskarðsvegi.

Svo er sjá, ef marka má vörðurnar, að um geti verið að ræða gamla leið frá austanverðu Ölfusi upp á Ólafsskarðsleið og áfram til Reykjavíkur eða/og um Heiðarveg, sunnan Bláfjalla og niður á Selvogsleið við Grindarskörð.

Rifjuð var upp sagan af Ólafi, bryta Skálholtsbiskups, er sinnaðist við ráðskonuna. Lagði hún á hann slíkt að hann truflaðist við, hljóp sem leið lá frá Skálholti áleiðis til Reykjavíkur, tapaði lyklum af Skálholtssetrinu við Lyklafell og hljóp síðan til baka um svonefndan Ólafsskarðsveg um Ólafsskarð ofan Jósepsdals, niður með Geitafelli, að Ölfusá, yfir hana og áfram austurúr þangað til hann sprakk á endanum (mjög stytt).

Ólafsskarðsvegur

Ólafsskarðsvegur.

Ólafsskarðsvegur er varðaður (og reyndar stikaður að hluta). FERLIR skoðaði á sínum tíma Hlíðarendasel, en gatan liggur yfir það þriðjung frá Geitafelli að Vörðufelli í suðri (þrjár tóftir og stekkur).

Gengið var á Lambafellsháls og síðan niður brattar hlíðar Lambafells að norðanverðu þar sem komið var niður í Sléttahraun. Austan undir sunnanverðu Lambafelli er gömul varða á hraunhól, að því er virðist ein og stök, en áberandi. Við hana eru grasbalar og lægðir. Gæti verið gamall áningastaður.
Ferðin tók 3 klst og 12 mín. Frábært veður.

Eldborg

Eldborg.

Brennisteinsfjöll

Brennistaeinsjallasvæðið“ hefur nú verið friðlýst. Því ber að fagna.
Verndarsvæðið er 123 ferkílómetrar að stærð og liggur í 400-500 metra hæð milli Kleifarvatns og Heiðarinnar há. Um er að ræða stærsta óbyggða víðerni sem eftir er í nágrenni höfuðborgarsvæðisins þar sem finna má ósnortnar gosminjar og minjar um brennisteinsnám en einnig kjarri vaxið svæði við Herdísarvík.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsnámurnar í Brennisteinsfjöllum.

Í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla er að finna skýrt afmarkaða gos- og sprungurein en einnig dyngjur og er Kistufell þeirra mest. Brennisteinsnám var stundað á svæðinu í nokkur ár milli 1876 og 1883 og sjást ummerki þess enn í hrauninu.

Kista

Kista í Brennisteinsfjöllum – samtal.

Með friðlýsingunni er háhitasvæði Brennisteinsfjalla verndað gegn orkuvinnslu yfir 50MW í varmaafli. Friðlýsingin nær ekki til annarra þátta en orkuvinnslu.

Brennisteinsfjöll

Útsýni yfir Reykjanesskagann til vesturs frá Bollum.

Stakkavík

Eggert Kristmundsson er fæddur 17. febrúar 1919.
Þann 28. febrúar s.l. (2009) var farið í fylgd hans í Herdísarvík og í Stakkavík með viðkomu í Breiðabás. Eggert var þá nýorðinn 85 ára, en ótrúlega hress eftir aldri. Í ferðinni lýsti Eggert staðháttum og sagði sögur af fólki og atburðum. Tækifærið var notað og Stakkavíkursvæðið rissað upp eftir lýsingu Eggerts. Þar lýsti hann m.a. Gálgaklettum, Álfakirkjunni, smalabyrgjum, hlöðnum kálgarðsveggjum, íbúðarhúsinu, staðsetningu gamla bæjarins, sem nú er á hólma út í Hlíðarvatni, sýn á huldufólk og fleiru, sem fyrir augu bar. Eftirfarandi frásögn er skráð eftir honum í ferðinni:

Eggert

Eggert Kristmundsson.

Eggert fæddist í Stakkavík og er því manna fróðastur núlifandi manna um svæðið. Hann fluttist þaðan árið 1943 að Efri-Brunnastöðum í Vatnsleysustrandahreppi.
Á leiðinni gat Eggert þess í innskoti að hann hafði heyrt að sá sem hlóð Staðarborgina ofan við Kálfatjörn hafi fengið einn tóbaksbita fyrir verkið. Bitinn kostaði þá 2 krónur.
Eggert lærði að lesa hjá Önnu, dóttur Ólafs Þorvaldssonar í gamla bænum í Herdísarvík. Hann sagði Ólaf hafa verið mjög skemmtilegan mann, sem sagði mjög vel frá og las afburða vel upp úr bókum. Eggert var í skóla í Selvogi í einn vetur en svo kom kennari annað slagið heim í Stakkavík. Hann var fermdur í Strandakirkju.
Eggert var um 10 ára þegar hann villtist í Breiðabáshelli, en þangað var förinni m.a. heitið. FERLIR hefur um nokkurt skeið leitað opsins, en sjávarkamburinn hefur nú hulið með öllu.
Eggerts minntist ummæla útgerðarmanns í Selvogi varðandi föður þeirra: “Þótt ég þyrfti að bera Kristmund út í bátinn þá verður hann minn háseti”. Kristmundur þótti mjög fiskinn. Hann var líka var mikill söngmaður. Það var Guðni í Þorkelsgerði einnig.
Eggert minntist þess að Gísli Scheving, móðurbróðir Eggerts, hafi komið um Stakkavíkurveg með grammafón á bakinu frá Hafnarfirði árið 1925 ásamt 30 sauðum. Grammófónninn þótti mikið undur.

Eggert

Eggert.

Á leiðinni austur sagði Eggert frá för hans og Gísla bróður hans ásamt 12 ára strák úr Hafnarfirði og föður þeirra með fé frá Krýsuvík áleiðis til Hafnarfjarðar. Þetta var sennilega árið 1935. Þeir hefðu farið frá Stóra-Nýjabæ í góðu veðri, en þegar þeir fóru um Ketilsstíg á Hálsinum versnaði veðrið til muna. Þeir komu þó fénu yfir, en urðu að berjast með það, 35 sauði og 15 lömb í veðrin og villtust. Þeir römbuðu á för sín aftur yfir Ketilstíginn og röktu hann til baka. Þá náði snjórinn í kvið á hestunum. Þeir hörfðu verið 17 tíma í förinni, kaldir og hraktir. Þeir gistu í Stóra-Nýjabæ á leiðinni til baka, voru þar um nóttina.

Nýibær

Stóri-Nýibær í Krýsuvík.

Morguninn eftir þurftu þeir að fara í blautu fötin aftur því þau höfðu ekki náð að þorna um nóttina. Daginn eftir fóru þeir svo með féð til Hafnarfjarðar.
Guðmundur í Stóra-Nýjabæ, sem þótti skemmtilegur í tilsvörum, var eitt sinn spurður um Guðmund nafna hans Guðmundsson á Hrauni, síðar Skála. Hann svaraði: “Hann hefur það gott, hann sofnaði í 40 ár og leitaði gæfunnar, en nú er hann búinn að finna hana, blessaður”. Guðmundur var þá að dunda við að brugga landa.
Guðmundur fór í útgerð og komst hún fyrir í einni tunnu (net og annað). Fór þá Guðmundur í Nýjabæ heim og náði í 1200 krónur, sem hann lánaði til útgerðarinnar.
Fylgdist með þegar verið var á byggja húsið í Herdísarvík. Það var hvítt á litinn.
Einar Ben. var glæsilegur maður þegar hann kom að Herdísarvík, en hann var eins og vofa undir það síðasta. Margir kunningar hans komu í heimsókn og helltu hann fullan. Reyndar hafði Hlín leyfi til að brugga á þeim tíma.

Herdísarvík

Herdísarvík.

Krakkarnir voru spenntir fyrir að sjá þjóðskáldið fyrsta sinni og fóru því með nýrekna grásleppu sem tilefni heim í Herdísarvík. Hlín tók á móti þeim og sagði við Einar: Þetta eru börnin hans Kristmundar í Stakkavík. “O, ætli ég þekki ekki hann Kristmund, hann var skrifari hjá mér í Ameríku”, svaraði Einar þá. Einu sinni mætti Einar þeim með hvítan vasaklút og sagði: “Þetta er það eina sem ég á”. Í annað sinn, þegar Hlín hafði látið elta Einar að Fálkageiraskarði þar sem hann var á leið í “sorann í Reykjavík” og færa til baka, varð Einari að orði: “Hér er ég fangi milli tveggja svartra fjallla og sé aðeins upp í himininn”.

Um drápið á Surtlu sagði Eggert: “Það var nýðingsverk að fella Surtlu. Það var ekkert að henni eins og sést hvernig hún komst ítrekað undan. Ég elti hana, ásamt fleirum, frá Seljabótarnefi og upp fyrir bæinn í Herdísarvík. Lambið, sem var með henni, sprakk á hlaupunum og við náðum því, en Surtla slapp. Surtla var tvílembingur og ég átti hitt lambið”.

Hlín Johnson

Hlín Johnson í Herdísarvík.

“Hlín var einstaklega dugleg og krafðist þess sama af öðrum. Hún var hetja, fögur kona, há og þétt á velli og lagði sig fram við að styðja Einar. Það sem Hlín gerði fyrir Einar hefur verið óþakklátt og henni hefur ekki verið nægilegur sómi sýndur fyrir allt sem hún gerði fyrir hann”.
Bruggið var í tunnu (tunnum) fyrir utan húsið.
Stundum skiptust þau Hlín og Kristmundur á olíu eftir því hvort átti.
Fólk kom í Herdísarvík, bara til að forvitnast, stundum á rútum. Einu sinni var Hlín sofandi en Eggert í heyskap þegar fjöldi manns kom og óð yfir slægjunna og skoðaði inn í öll hús. Þegar Hlín vaknaði spurði hún fólkið hver hefði boðið því þangað.

Herrdísarvík

Herdísarvík – Hlín og Einar ásamt vinnufólki.

Hlín fór í fjósið í buxum úr strigapokum. Hún hafði tvo hesta, leirljósan og brúnan. Brúni hesturinn var gamall vagnhestur. Sá leirljósi var mikill reiðhestur. Jón Eldon, sonur hennar, átti hann. Hlín vildi ekki eta hestanna og því var farið með þá að Grænuflöt undir Herdísarvíkurfjalli þar sem þeir Jón, Eggert og fleiri grófu niður tvær mannhæðarháar grafir, þar sem voru hægt var að ganga inn í, og þar skutu þeir hestanna, Jón þann leirljósa, en Eggert þann brúna. Eggert tók nærri sér að þurfa að gera þetta því hann hafði unnið mikið með þessum hestum, en hann sagðist alltaf hafa hlýtt Hlín. Hún hefði beðið hann um að annast þetta.
Hlín fékk fé sitt frá Sigurði á Hlíðarenda en það var ættað úr Borgarfirðinum.

Stakkavík

Íbúðarhúsið í Stakkavík.

Sementið í Stakkavíkurbæinn var flutt með Hermóði frá Eyrabakka út í Selvog og þaðan á hestum heim. Náð var í sand í poka út á Víðisand og möl norður fyrir Hlíðarvatn. Víðisandur (Viðarsandur) var stundum nefndur Púkasandur og þá eftir sögum af galdraprestinum. Allt borið á bakinu upp á bæjarhólinn og voru 17 menn við verkið.
Eggert og fleiri náðu í borðviðinn í Stakkavíkurbæinn til Hafnarfjarðar. “Þetta var djöfullegur flutningur”. Borðin stóðu langt upp af makka hestanna og þetta var alltaf að slitna niður. Borðin styttust um 1. fet við að dragast eftir klöppunum.

Krýsuvíkurvegur

Gamli-Krýsvíkurvegurinn austan Skála-Mælifells.

Ganga frá Stakkavík að Hrauni í Grindavík tók 7 tíma, 6 tímar yfir fjallið til Hafnarfjarðar, en 10 tíma ef Krýsuvíkurleiðin var farin. Níu tímar voru til Grindavíkur. Þessa leið þurfti Hlín að fara í fyrstu ef hana vantaði mjólk. Stakkavíkurvegur var alltaf notaður nema þegar snjór var kominn á fjallið, þá var farið um Krýsuvík og Ketilsstíg. Notað var orðatiltækið „að fara Skörðin“ þegar farinn var Stakkavíkurvegur og Grindarskörð. Þegar fjölskyldan flutti frá Stakkavík á Höfuðdaginn árið 1943 var t.d. farið Skörðin á fjórum hestum með restina af búslóðinni. Hitt hafði verið flutt á undan.

Á vetrum fór þeir bræður upp Nátthagaskarð með stefnu á Eldborg, fóru sunnan við hana og síðan niður Fagradalsmúla. Þetta var stysta leið til Hafnarfjarðar með rjúpur. Veiddu yfirleitt um 400 rjúpur að hausti og seldu þær til Hafnarfjarðar á 45 aura stykkið.

Herdísarvík

Herdísarvík.

Þegar farið var upp Selstíg var fyrst komið að Grænubrekkum og Selbrekkum, Seltúninu, (austar). Ofan við þær er gamla Stakkavíkurselið, “en það var farið í eyði löngu áður en ég man eftir”. Dýjabrekkur liggja fjærst brúninni, ca. miðja vegu að Ásunum. Þær eru augljósar því í þeim er lítill dalur fullur af dýi.
Hættulegt gat verið að fara yfir ósinn (Vogsósinn). Í útfalli, þegar sjór gekk inn í vatnið, var mikill straumur út úr því.
Var einu sinni að fara yfir ósinn á hesti á vaði (Ingjaldsvaði). Þar er malarbotn, en sandbleyta ef farið er út af vaðinu. Hesturinn lenti í sandbleytunni og lagðist á hliðina. Þessu átti Eggert ekki von á. Hesturinn synti á hliðinni og Eggert hélt sér á honum og þannig bárust þeir niður ósinn. Það verður honum til lífs að ná taki í þaraþöngli og gat hann þannig kraflað sig í land. Hesturinn kom að landi annars staðar.

Herdísarvík

Herdísarvík – loftmynd.

Silungurinn úr Herdísarvíkurtjörninni var allt að fimm pund að þyngd og sá besti sem Eggert hefur smakkað.
Man ekki eftir að hafa séð drauga, en eina sýn sá hann 10 ára, sem hann gleymir aldrei. Í hvammi norðvestan við húsið, skammt austan við hrútakofann (sjá uppdrátt) sá hann einu sinni tvo stráka. Gísli var þá með honum. Ekki vissi hann til að aðrir strákar ættu að vera þarna. Þeir voru klæddir í stuttar hnébuxur, með grænar húfur með tíglamynstri og háa reimaða skó. Spjald var aftan á peysunum. Hann kallaði í Gísla og horfði augnablik af þeim, en þegar hann leit til þeirra aftur voru þeir horfnir. Hann hafi alltaf verið sannfærður um að þar hafi huldufólksstrákar verið á ferð. Sá þá aldrei aftur. Betur klæddir en allt sem hann hafði áður séð.

Stakkavík

Í Stakkavík.

Eggert sló eitt sinn álagahól við Suðurkot í Vogum. Hafði verið bannað að slá hólinn. Hafði líka slegið of ofarlega þegar honum var varnað að halda áfram. Í framhaldi af því blindaðist önnur kvígan á Efri-Brunnastöðum og drapst síðan. Vildu menn meina að það hafi orðið vegna þessa atburðar.
Var einu sinni í níu klukkutíma aftur á vörubílspalli á tveggja manna Fordbíl frá Hveragerði að Kolviðarhól. Hann hélt á sér hita með því að moka snjó frá bílnum ásamt bílstjóranum. Þrír aðrir sem voru með á bílnum fóru af og voru þremur tímum á undan að Kolviðarhóli.
Kristmundur keypti bát til að nota á Hlíðarvatni og var hann fluttur með vörubifreið frá Reykjavík og til Vogsósa. Eggert var þá unglingur og var hafður aftur á palli ásamt saltfiski og öðru. Báturinn var með fjórum árum, langur og mjór. Þeir settu í hann “GOJA” vél 1.5. hestöfl. Hann gekk lengi mjög vel. Engar grynningar voru í vatninu, nema þar sem tjarnirnar eru. Yfirleitt um þriggja faðma dýpi í vatninu.

Herdísarvík

Herdísarvík – vegavinna 1948.

Vörðurnar, beggja vegna vegarins skammt vestan Herdísarvíkur, eru þar sem vegavinnumenn með jarðýturnar mættust með vegina að austan og vestan. Í Herdísarvíkurtjörn var besti silungur, sem hann hefur borðað. Hann kom upphaflega úr Hlíðarvatni. Man eftir gamla bænum í Herdísavík. Drakk þar kaffi hjá Ólafi Þorvaldssyni. Skemmtilegasti maður sem hann hafi hitt. Fór mikið á rjúpur og í annan veiðiskap. Ólafur fór nauðugur frá Herdísavík. Garðanir austan bæjar Herdísarvíkur, voru hlaðnir af vermönnum. Þórarinn Árnason, sonur Árna í Krýsuvík, lét vermenn hlaða þá í landlegum. Þeir græddu einnig upp hraunið með slori. Þannig er Gerðið meira og minna grætt upp – með slóginu.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

“Gerðið er illa farið af sjávargangi. Gísli móðurbróðir minn nýtti sér næst austustu sjóbúðina um tíma. 70 hestar heys fengust af Gerðinu. Þórarinn lét líklegast hlaða fjárhúsin; Langsum og Þversum, semþar eru. Húsin tóku um 400 fjár. Þá var fé haldið í Breiðabáshelli (300-400 fjár). Alltaf var ákveðin hræðsla um að sjórinn flæddi inn í hellinn. Skiparéttin var í krikanum þar sem fjárréttin varð síðar (sjá uppdrátt).
Fálkageiraskarð er skammt austan Lyngskjaldar. Einar Júlíusson, vinnumaður, náði nafna sínum, Einari Ben. í skarðinu er hann var á leið í sorann fyrir sunnan. Einar hélt þá fram að hann væri “fangi á milli svartra fjalla”.
Benti á Hulduþúfuhól sunnan vegar austan Herdísarvíkur, hægra megin við gömlu götuna. Saga er tengd honum. Gísli hafði einhverju sinni heyrt söng innan úr hólnum. Eftir það var hann nefndur Hulduhóll.

Stakkavík

Bátahró í Stakkavík.

Þegar ekið er niður í Stakkavík eru fiskgarðar á hægri hönd sem og tveir hlaðnir kálgarðsveggir. Klettur, klofinn er hægra megin við veginn, neðan eystri kálgarðsins. Þar er sem heitir Gálgaklettar. Eggert sagði sögn segja að þar hafi menn verið hengdir fyrrum. Sjá má tóftir gamla bæjarins í austasta hólnum út í vatninu neðan við núverandi bæjarstæði. Eftir að hækkaði í vatninu þurfti að færa bæinn upp á hólinn, sem rústir hans eru nú. Vestan við hann er jarðhús, sem Guðni í Þorkelsgerði byggði, og við hlið þess gamalt fjárhús, sem var notað til að baða fé. Hrútakofi er ofan og utan garðs. Í Austurnesi eru tvö beitarhús. þau tóku 170 og 200 fjár. Eystra húsið var stærra. Rétt er á Réttarnesi og þar, ofan við Botnavík, eru smalabyrgi.

Stakkavíkursel

Selstígurinn – Hlíðarvatn fjær.

Eggert sagði að fyrrum hafi verið farið með hesta upp Selskarð. Þegar komið var niður með þá þurfti að setja rófubönd undir stertina og tók þá jafnan í.
Mjög varasamt var að fara norður fyrir vatnið þar sem þar voru miklar skriður. Hægt var að fara með fé og á hestum með því að vera upp í fjallinu, upp undir klettabeltinu.
Kleifarvallaskarð er austan Selstígs, austar er Urðarskarð og þá Hlíðarskarð.
Hlíðareyja fylgdi Stakkavík, austarlega á Hlíðarvatni. Hún var dagslátta.

Eggert keypti fyrst byssu 13 ára í Veiðivöruversluninni í Reykjavík, haglabyssu. Kostaði þá 75 kr. Dró 80 faðma. Mesti kostagripur. Hann hafði farið ásamt bróður sínum í Veiðivöruverslun Reykjavíkur, en fékk ekki afgreiðslu. Gistu þeir hjá Þórði Eyjólfssyni, fyrrum bónda á Vogsósum, sem þá var fullorðinn. Gekk hann við fallegan staf með glerhandfangi.

Stakkavík

Stakkavík og Hlíðarvatn – örnefni.

Eftir fýluferðina í búðina og mikil vonbrigði fór Þórður með þeim og keypti byssuna. Á heimleiðinni stillti Þórður göngustanum upp á veggi og garða og sýndi drengjunum hvernig ætti að fara að og þeir öpuðu eftir með byssunni. Vegfarendur urðu undrandi og gerðu athugasemdir. Þá sagði Þórður: „Þeir fara sér ekki að voða ef þeir kunna með hana að fara“. Skeptið, sem var mjög fallegt, tapaðist af byssunni þegar Jón Eldon, reyndi að kraka önd að landi sem hann hafði skotið við Herdísarvíkina. Seinna var svo smíðað nýtt skepti.

Stakkavíkurborg

Stakkavíkurborg.

Sveinn Halldórsson í Bjargi í Selvogi var þúsundþjalasmiður. Hann gerði við m.a. útvarpstæki. Gísli fór með útvarpstæki til viðgerðar hjá Sveini. Þegar hann gékk til baka til Stakkavíkur og var að fara um Víðisand heyrði hann að honum var veitt eftirför. Hann byrjaði að hlaupa og það sem var á eftir honum fylgdi á eftir og skrjáfaði í því eins og skeljum. Hann var alveg skelfingu lostinn og hljóp eins hratt og hann gat. Hann komst undan en allir lamparnir voru brotnir í tækinu eftir hlaupin.

Nes

Nes í Selvogi.

Mikill draugagangur var jafnan í Nesi í Selvogi. Bóndi, sem bjó á undan Guðmundi í Nesi, Þorbjörn Guðmundsson, tók alltaf steina úr gamla kirkjugarðinum þegar hann vantaði byggingarefni. Þetta hefndist honum fyrir, eins og dæmin sanna og sagnir geta um.
Guðmundur í Nesi var best gefni bóndi sem hann þekkti. Hann reisti girðingu sem náði frá Selvogsvita, upp á Geitarfell og niður á Þrívörður. Skildi eftir 2. fet af landinu utan girðingar og setti 200 sauði á beit utan girðingarinnar við lítinn fögnuð annarra bænda.

Stakkavík

Gálgar í Stakkavík.

Magnús í Krýsuvík hélt fé í fjárhúsinu á Krýsuvíkurheiði. Hann hélt einnig fé í Litlahrauni (sjá uppdrátt). Þegar Magnús hafði drepið fé sitt og flust til Hafnarfjarðar gekk hann á hverjum degi upp á Jófríðastaðahól, settist á hann og horfði síðan daglangt í áttina til Krýsuvíkur. Sonur Magnúsar í Krýsuvík gaf honum nokkur lömb (kindur) þegar hann sá söknuðinn hjá föðurnum. Magnús flutti þá aftur til Krýsuvíkur með lömbin, en fjölskyldan varð eftir í Hafnarfirði.
Landamerki Krýsuvíkur og Herdísarvíkur er milli dysja Herdísar og Krýsu. Hann hafi alldrei heyrt annað nefnt. Sýslumörkin eru hins vegar við Sýslustein með stefnu í Seljabót.
Beitarhúsin í Stakkavík voru í Höfðanum. Þaðan var féð rekið til beitar á vetrum niður í fjöru í landi Vogsósa (Löngusker) og setið yfir þeim í tvo tíma. Ferðin fram og aftur í Löngusker tók fjórar klst, ferðin alls um sex klst. Skipt var á fjörubeitinni og venjulegri beit við Vogsósabóndann.
Smalar sváfu stundum í hellinum undir Hellunni við Kleifarvatn.

Stakkavikurborg

Stakkavíkurborg.

Stakkavíkurfjárborgin er við Borgarhóla. Hún gat hýst 70 kindur. Eggert vissi ekki hver byggði borgina, en hún er nokkuð gömul og óvenju heilleg. Álfakirkja sú, sem jafnan er nefnd svo í ritum og er sögð vera austan við borgina, er í rauninni mun austar, svolítið austan fjárhússtóftanna neðan Selstígs.
Í ferðinni var Eggert greinilega á heimaslóðum. Hann þekkti sérhvern stað með nafni, tiltók örnefni og sagði sögur af liðnum atburðum. Honum er þökkuð samfylgdin þennan fagra dag febrúarmánaðar.

Brunnastaðir

Stakkavíkurbræður.

Eggert lést 12. janúar 2010 á Dvalarheimilinu Garðvangi, Garði.
Foreldrar Eggerts voru Kristmundur Þorláksson, f. 17. nóv. 1882, og Lára Elín Scheving Gísladóttir, f. 6. sept. 1889. Systkini Eggerts eru sjö: Gísli Scheving, f. 15. jan. 1918, Valgeir Scheving, f. 18. apr. 1921, látinn, Elín Kristín, f. 13. apr. 1923, Anna Sigríður, f. 12. maí 1924, Þorkell, f. 12. sept. 1925, látinn, Hallgrímur, f. 1. júlí 1928, og Lárus Ellert, f. 3. jan. 1931, látinn.

Hér má sjá og heyra viðtal, sem Jóhann Davíðsson tók við Eggert árið 2004.

-Ómar Smári Ármannsson, Jóhann Davíðsson og Sesselja Guðmundsdóttir skráðu.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur ÓSÁ.

Stakkavík
Þorkell Kristmundsson lést á Landsspítalanum 24. apríl 2003 eftir slys, sem hann varð fyrir þann 30. mars.
Þorkell fæddist í Stakkavík í Selvogi 12. september 1925. Foreldrar hans voru Kristmundur Þorláksson, bóndi í Stakkavík, og Lára Elín Sceving Gísladóttir, frá Ertu í Selvogi. Systkini Þorkels eru Gísli, f. 1918, Eggert, f: 1919, Elín Kristin, f: 1923, Anna Sigríður, f: 1924, og Lárus Ellert, f: 1931. Valgeir , f: 1921, lést 2001.

Þorkell

Þorkell Kristmundsson

Fimmtudaginn 6. mars 2003, eða rúmlega þremur vikum áður en slysið varð, fór FERLIR að Herdísarvík og Stakkavík í fylgd Þorkels – í frábæru veðri. Þorkell var í Stakkavík fram til 1943, eða þangað til hann fluttist að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Hér á eftir verður getið um hluta af því sem bar á góma í þessari síðustu ferð Þorkels í heimahagana.

Ekið var um Krýsuvíkurveg. Þegar komið var upp úr Vatnsskarði með útsýni inn í Fagradal sagði Þorkell að áður fyrr hefðu þeir bræður farið upp Mosaskarð á Stakkavíkurfjalli ef þeir ætluðu til Hafnarfjarðar með rjúpur eða endur, sem skotnar höfðu verið, áfram upp á fjöllin, framhjá Eldborg og komið niður Fagradalsmúlann, einkum að vetrarlagi. Sú ganga hafi jafnan tekið fimm klst. í stað átta, sem hefði tekið þá að fara Selvogsgötuna. Þegar hún var farinn var venjulega komið niður í Kerlingaskarðið, þar sem Selvogsgatan liggur um í dag, en ekki Grindarskörðin, sem eru þar skammt austar. Hann var aldrei með drykk með sér, treysti t.d. á að drykkjarsteininn við Selvogsgötuna væri með vatni.

Þorkell

Þorkell í Breiðabás með Jóhanni Davíðssyni.

Þegar farið var á milli Stakkavíkur og Grindavíkur var oft gist í Krýsuvíkurkirkju hjá Magnúsi Ólafssyni. Það gat þó orðið köld vistarvera þegar hætt var að kynda ofninn á kvöldin því reynt var að fara sparlega með rekaspýturnar sem notaðar voru til upphitunar. Magnús var lítt hrifinn af því er ofninn varð kynntur rauðglóandi. Það var þó oft gott að geta gist þarna á löngum ferðum.
Nokkrar góðar sögur fylgdu í kjölfarið. M.a. þegar fara þurfti með 300 sauði til slátrunar til Einars ríka í Grindavík eftir að fé þeirra var tekið í Ölfusréttir þar sem upp kom riðuveiki. Hann hefði sofið með Ísólfi á Skála í hellinum við Lat. Ísólfur var þá með fjárhús úr járni skammt frá vegamótunum að Selatöngum. Þangað var gott að koma með féð sem þá var orðið uppgefið eftir að hafa verið rekið alla leiðina að austan.

Jónsbúð

Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði.

Þorkell sagði frá smala, sem týndist í þoku í Krýsuvík, en kom fram daginn eftir. Hann var allur blóðugur í hvítri úlpu og sagðist hafa orðið að slátra 18 sauðum vegna riðu. Smalinn var vitlaus og gólaði og var það til vitnis um að óveður væri í nánd. Til Krýsuvíkur frá Hafnarfirði var venjulega farið upp með Undirhlíðum og austur fyrir Kleifarvatn. Vatnið náði þá upp undir fjósið, sem nú er. Ný tún mynduðust þegar lækkaði í vatninu. Þegar Magnús í Krýsuvík var ungur hélt Árni sýslumaður Gíslason honum við sauðahúsið á Krýsuvíkurheiði (Jónsbúð) og þaðan mátti hann ekki víkja. (Gæti verið skýringin á hlaðna húsinu sunnan undir heiðinni). Magnús nýtti síðar Arngrímshelli í Klofningum sem fjárskjól.

Fjárskjólshraun

Fjárskjóslhraun – skjól.

Ekið var framhjá hlöðnu skjóli utan í Fjárskjólshrauni. Þorkell sagði það t.a.m. hafa verið notað yfir fé. Hann taldi þó að skjólið hafi oftast verið notað af ferðamönnum. Ekki hafi verið þak yfir því.
Þorkell var í skóla í Torfabæ í Selvogi þar sem kennt var í litlu herbergi í kjallaranum. Það kenndi Þórður frá Hveragerði, einfættur.

Herdísarvík

Frá Herdísarvík.

Grænaflöt er upp undir Herdísarvíkurfjalli. Þar sagði Þorkell að hann hefði verið viðstaddur þegar tveir hestar voru skotnir á Grænuflöt. Annar var uppáhaldsreiðhestur Einars Benediktssonar, „Brúnn“, og hinn var hestur Hlínar sem hún keypti fyrir son sinn austur í sveitum. Sá var leirljós og mjög viljugur. Hestarnir voru orðnir gamlir. Hann aðstoðaði síðan Hlín við að dysja hestana í miðri flötinni og var gerður kross, c.a. einn metri, úr steinum, yfir dysinni. Hann á að vera um miðja flöt, sem fyrr sagði.

Herdísarvík

Herdísarvík – vegagerð 1948.

Þegar ekið var eftir Herdísarvíkurvegi var komið að tveimur hlöðnum vörðum beggja vegna vegarins skömmu áður en komið var að Herdísarvík. Þær voru hlaðnar þarna þegar vegirnir mættust, annars vegar að vestan og hins vegar að austan. Menn voru heilt sumar að gera veg við Krýsuvík. Þeir voru að hlaða upp kanta með lélegum verkfærum. Í ágúst komu tvær jarðýtur og voru menn þá sendir heim. Ýtunar fóru á tveimur dögum frá Krýsuvík og að Herdísarvík og ruddu þar með veginn.

Stakkavík

FERLIR í Stakkavík.

Þá var komið að Herdísarvík. Þorkell sagðist minnast vondra veðra. Hlín hafi t.d. flúið með Einar Ben. vafinn í teppi þegar gerði ofsaveður af suðvestri. Bærinn varð þá umflotinn og þurftu þau að hafast við um hríð í hellisskúta ofar í hrauninu. Sonur Hlínar átti bát með vél. Utan við víkina lágu stundum tugir skútna. Hann minntist þess að hann hafi, ásamt dóttur Hlínar og Kela, farið á páskadag út í skútur, færeyskar, í góðu veðri. Skútusjómennirnir komu oft til Herdísarvíkur og náðu í ís í bergið. Þeir voru að spara hafnargjöld.

Mosaskarð

Mosaskarð.

Þeir fóru þá gangandi upp í Mosaskarð og náðu í snjó sem þeir báru síðan á bakinu niður í Herdísarvík. Eitt sinn hafi hann horft á bát vera með yfirfull net alveg upp undir tanganum við Herdísarvík. Svo mikill var fiskurinn að þeir voru nærri reknir upp á fjöru. Hann sagðist telja að Hlín hefði ekki efnast mikið á sölu til skútumanna úr íshúsi sínu. Sagðist minnast þess enn hve kjötið hafi verið gott úr reykhúsi Hlínar og því reykurinn hafi verið orðinn svo kaldur þegar hann hafði farið eftir stokknum inn í reykhúsið. Hann vissi til þess að Kristján Eldjárn hafi skoðað fiskigarðana við Herdísarvík, sem eru þarna nokkrir kílómetrar að lengd í það heila tekið.

Stakkavík

Frá Stakkavík.

Haldið var um Stakkavíkursvæðið. Litið var á Stakkavíkurborg, en Þorkell sagði að götóttur hraunklettur sem þar er skammt austan við hefði ranglega verið nefnd Álfakirkja. Hann fylgdi okkur að hinni eiginlegu Álfakirkju síðar. Réttarnes er þarna neðar og á henni Réttin. Sagði hann frá er hann þurfti að eltast þar við ólman sauð í ull. Var hann í vandræðum með að að handsama sauðinn, en gat loks króað hann af í réttinni á Nesinu, en hrúturinn hafi verið orðinn svo vitlaus að hann stökk yfir vegginn og út í vatnið. Þorkell sagðist hafa séð á eftir hrútnum langt út á vatn þar sem hann hafi synt í nokkra hringi og sokkið síðan.

Stakkavíkursel

Selstígurinn – Hlíðarvatn fjær.

Inn í vík einni þarna skammt frá hafi snjóhengja fallið yfir 16 kindur eitt vorið og kæft þær allar. Bóndi missti eitt sinn 300 fjár þegar vatnið lagði og féð fór yfir að nóttu til og flæddi í skerjum. Svona hafi nú lífið verið í þá daga.

Neðan við Selsstíg heitir Höfði. Þar eru tvær stórar útihúsatóttir frá Stakkavík neðan við veginn. Í austanverðum Höfðanum er hin rétta Álfakirkja, kletthóll með glugga að því er virðist. Þorkell sagði að Gísli, bróðir hans, hafi eitt sinn smíðað og reist kross upp á hólnum. Um nóttina dreymdi hann að álfkona kæmi til hans og skipaði honum að fjarlægja krossinn, ella myndi hann hafa verra af. Daginn eftir lá krossinn við hlið kirkjunnar í fjórum pörtum.

Stakkavík

Fjárhús í Stakkavík.

Ekið var niður að Stakkavíkurbænum. Á leiðinni eru tvö hlaðin gerði við veginn. Sjá má móta vel fyrir gamalli ruddri götu í gegnum hraunið. Gerðin sagði Þorkell að hefðu verið kálgarðar. Þegar komið er að Stakkavík er þar fyrir hlaðin rétt, hvammur niður við vatnið, hrútakofi, kartöflukofi, lambús og bæjarhúsinn þar sem steyptir gaflarnir eru fallnir út.

Stakkavík

Stakkavík – rústir íbúðarhússins og gamla bæjarins.

Þorkell sagði að eldri bærinn hafi verið þar sem norðvesturhornið á húsinu er nú. Enn eldri bær var þar sem nú er stór hólmi í suðri út í vatninu, en hann lagðist af þegar hækkaði í vatninu. Þorkell sagði að Eggert bróðir hans hefði eitt sinn verið við hvamminn, en í honum var báturinn jafnan geymdur, þegar hann hafi séð huldudrengi vera að leika sér þar. Þeir hefðu verið í litskrúðugum peysum og með skrautlegar húfur. Þetta hafi enst um stund, en þeir síðan horfið sjónum hans. Þorkell sagðist lítt hafa trúað að álfa- og draugasögur. Hann hefði þó einu sinni séð draug, en það var ofan við bæinn Hlíð. Þar hefði hann séð mann, sem nokkru áður hafði drekkt sér í Hlíðarvatni. Söng hefði hann hins vegar aðeins einu sinni heyrt úr klettum. Það var í Hafnarfjarðarhrauni þegar hann var þar á ferð. Talaði hann um hve mikið hefði verið eyðilagt af fallegum stöðum í hrauninu, klettum og hraunbollum.


Þá var haldið í Breiðabás. Ætlunin var að reyna að staðsetja opið á Breiðabáshelli. Eftir að Þorkell hafði litast þar um stutta stund, tekið mið og kannað kennileiti, s.s. gömlu fjárgötuna ofan úr hrauninu, gekk hann að tilteknum stað á kampinum, gegnt götunni, staðnæmdist, benti niður fyrir sig og sagði: „Hér er opið – gæti skeikað tveimur til þremur metrum“. Áður hafði verið leitað að opinu á þessu svæði, en á röngum stað og munaði þar allnokkru. Þorkell sagði að áður fyrr hafi varða verið ofan við opið, sem kampurinn hefur nú algerlega hulið. Opið hafði snúið út að sjó. Þurfti að loka hellinum þegar óveður gekk yfir til að koma í veg fyrir að fé flæddi inni í honum. En þarna væri opið undir.

Stakkavík

Álfakirkjan í Stakkavík.

Sögn er til að smali hafi verið heilan dag í villu í hellinum. Þorkell sagðist muna að hæðin á opinu hafi verið í axlarhæð. Inni hafi verið salur og í honum þröngt op inn úr. Þegar komið var inn fyrir þrenginguna tók við víð rás. Sjálfur hafi hann aldrei farið þar inn, enda lítt hrifinn af hellum. Í sumum hellum höfðust villikettir við í, illir viðureignar. Einn félagi hans varð t.d. eitt sinn fyrir alvarlegri árás villikattar. Honum hafi verið komið til bjargar þegar kötturinn var rifinn af honum. Bar hann merki eftir viðureignina alla ævi.

Í spjalli við Þorkel kom fram að foreldrar hans hefðu verið það gott vinafólk fólksins í Guðnabæ í Selvogi að við fæðingu hafi hann verið skírður í höfuðið á Þorkeli Árnasyni, sem síðar bjó á Þorbjarnarstöðum í Hraunum, langafa eins þeirra, sem var með í þessari fróðlegu síðdegisferð í Herdísarvík og Stakkavík.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur.

Líf Þorkels snérist um fé, bæði á meðan hann var í Stakkavík og á Brunnastöðum.
“Ég vildi aldrei vera annað en fjármaður”, sagði hann skömmu áður en hann kvaddi samferðamenn sína með virtum á hlaðinu á Brunnastöðum.

Minningin um Þorkel Kristmundsson mun lifa.

Ómar Smári Ármannsson og Jóhann Davíðsson skráðu.

Stakkavíkurborg

Stakkavíkurborg.

Hnúkar

Gengið var um Hnúka á Selvogsheiði.

Hnúkar

Í Hnúkum.

Ætlunin var m.a. að skoða Hnúkahelli suðaustan undir Efstahnúk og mannvistarleifar norðaustan við hann – við stóra hraunbólu. Við hann eru tóftir og hleðslur, óskráðar. Norðan við hnúkinn er hraundrýli, eitt hið fallegasta á landinu, þriggja mannhæðarhátt og um fimm metra djúpt. Ekki er vitað til þess að maður hafi stigið þar niður fæti. Hæfilega langur sigbúnaður var með í för. Norðar er gróin hrauntröð, hluti Selvogsheiðardyngjunnar, og vatnsstæði. Norðvestar er gat ofan í jörðina. Lítið ber á því, en óvíst var hvað það hefði að geyma. Vestar er Afmælishellir þar sem haldið var upp á FERLIR-800 með reyktri grásleppu, lifrapylsu og harðfisk að þjóðlegum sið – niðurskolað með mysu. Ætlunin var að skoða hellinn og nágrenni hans gaumgæfilega. Um er að ræða stóra klofna og heillega hraunbólu með ágætt útsýni yfir Selvogsheiði.

Hnúkar

Hnúkar – Bjrn Hróarsson í hraundríli.

Í ferðinni, auk þessa, fannst hellir í austanverðum Hnúkum. Við op hans er klöppuð áletrun í bergið.
Hnúkar skiptast í Austurhnúka og Vesturhnúka. Austurhnúkar eru þrír, Syðstihnúkur, Austastihnúkur og Vestastihnúkur. Vesturhnúkar eru líka þrír, Neðstihnúkur, Miðhnúkur og Efstihnúkur. Hnúkarnir, strýturnar á Selvogsheiði, eru ekki gjall- eða klepragígar líkt og halda mætti við fyrstu sýn – þegar horft er á þá úr fjarlægð. Þeir eru í rauninni af ætt hraundrýla – þ.e. risaætt þeirra. Selvogsheiðin er dyngja. Strýturnar marka nokkurn veginn gíginn. Hraundrýli myndast oft á yfirborðsþekju hrauna við uppstreymisop, nálægt gígnum, þar sem lofttegundir, einkum vetni (H2), streyma upp, brenna, og rífa með sér hraunslettur. Hraunsletturnar falla sem kleprar umhverfis opið og mynda þannig holan kleprahrauk sem oft líkist einna helst ofni, samanber erlenda heitið á þessum myndunum, hornito. Það mun vera komið úr spænsku og merkir ofn.

Hnúkar

Hnúkar – hraundríli.

Algengast er að hraundrýli myndist nálægt eldgígum t.d. á gígbörmunum umhverfis hrauntjarnir í dyngjum eins og Selvogsheiði. Hraundrýli eru nokkuð algeng í hraunum og þá jafnvel langt frá gígunum eins og t.d. Tröllabörn í Elliðaárhrauni (Leitahrauni) neðan Lækjarbotna, í Eldvarpahrauni og í Hvassahrauni. Þar eru reyndar um að ræða hraundrýli af „eðlilegri“ stærð, en hnúkana sjálfa verður hins vegar að telja til yfirstærðar slíkra drýla. Þeir eru mjög form- og litfagrir á að líta – myndast vel. Eflaust munu einhverjir framkvæmdaverktakar renna hýrum augum til þeirra í framtíðinni. Í þeirra augum eru slík fyrirbrigði fyrst og fremst efnisleg verðmæti en ekki jarðfræðidjásn eins og þau eru í augum ferðamanna og náttúruunnenda. Nefna má önnur sambærileg dæmi: Í augum hestamannsins er hesturinn farartæki, gæðingur, vinur, fegurð og náttúruundur, en í augum kaupmannsins er hann kjöt. Í augum sumarbústaðaeigandans er sumarbústaðurinn afdrep, snerting við umhverfið, hvíld, endurnæring, en í augum innbrotsþjófsins er hann verðmæti í skiptum fyrir fíkniefni. Í augum bíleigandans er bíllinn tæki til að komast á milli staða, tímasparnaður, möguleiki, stöðutákn, en í augum bifvélavirkjans er hann tekjulind. Hjólhýsi eru væntingar um þægindi í augum sumra, en óþarfi í augum annarra. Svona lítur fólk misjöfnum augum á lífsins gæði/verðmæti. Það sem einum er kært er öðrum kærara – á annan hátt. Góð heilsa er þó jafnan fyrir mestu.

Hnúkar

Fjárskjól í Hnúkum.

Því miður er hin sögulega staðreynd sú að „hugverðmæt“ náttúran og umhverfið hefur ávallt þurft að víkja fyrir „krónuverðmætum“, jafnvel þótt mun færri hafi með umtalsverðar krónur að gera en hughrif. Hið síðarnefnda er og hefur alltaf verið allra – og gagnast öllum – alltaf, en eir og seðlar verða að teljast „glópagull“ – a.m.k. að fenginni reynslu í meira en 5000 ára menningarsögu mannkynsins. En hversu mörg árhundruðin eða jafnvel -þúsundin enn þarf maðurinn til að læra það sem til þarf? Flestar „mikilvægar“ ákvarðanir, sem taka þarf í dag, hafa verið teknar áður (sumar með hörmulegum afleiðingum), flest viðbrögð fólks við teknum ákvörðum hversdagsins hafa áður komið fram og flest af því sem skiptir „raunverulegu“ máli hefur því miður einungis varðað fáa. Þannig er og verður rándýrt hjólhýsið einungis skammvinn ánæga – eða í besta falli dýrmæt reynsla.
Að framansögðu má ekki endilega halda að um einskæra speki sé að ræða, heldur er hér fyrst og fremst verið að reyna að nota ákveðna orðtækni til að koma að a.m.k. einni af hinum góðu myndum til viðbótar, sem teknar voru á hinu myndræna svæði Hnúkanna. Í rauninni skiptir umhverfið – jörðin okkar – engu máli. Hún er og verður – meðan við lifum a.m.k. Og af hverju ættum við að hafa áhyggjur af öðrum, sem á eftir koma?
Hnúkahellir er suðaustan undir Efstahnúk. Hann er um 30 metra langur, sléttur í botninn. Við suðurvegg hans eru smávaxnir dropsteinar.
Suðaustan við Hnúka var gengið fram á op í jörðinni. Nálægt því var lítil varða. Hellirinn er um 20 m langur, mannhæðarhár og sléttur í botninn. Við op hans er klöppuð áletrun í bergið. Svo virðist sem sjá megi ?ÖKJU – HE??. Fróðlegt væri að reyna að komast að því fyrir hvað þetta gæti staðið. Hellirinn hefur fengið vinnuheitið „Leturhellir“.
Nokkru vestan við hellinn eru mannvistarleifar við stóra hraunbólu; tvær tóftir og hleðslur, óskráðar.
Í hellinum, hér nefndur „Tóftahóll“, eru hleðslur, m.a. hringhleðsla. Tóftin framan við munnan er greinilega gömul. Hin tóftin er norðan við hólinn. Þá sést vel móta fyrir stvískiptum hlöðnum stekk eða kví norðan við hólinn. Hellirinn sjálfur er aðgengilegur og hin myndarlegasta aðstaða. Hraunbólur sem þessi eru jafnan nefndar hraunhvel á jarðfræðimáli. Þau myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á milli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku undir. Hólar og hæðir í helluhraunum stafa líka af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins. Þarna norðvestan við er gróin hluti dyngjugígsins. Norðvestast í henni er vatnsstæði. Ekki er ólíklegt er hér sé um að ræða gamalt sel frá Nesi í Selvogi, en svæðið er innan landamarka þess. Nes er fyrrum stórbýli.

Hnúkar

Hnúkar – hellir.

Norðan við hnúkinn er hraundrýli, eitt hið fallegasta á landinu, þriggja mannhæðarhátt og um fimm metra djúpt. Björn Hróarsson fór niður í það og niður á botn. Botninn er heill svo lengra verður ekki komst niður á við.
Norðvestar er gat ofan í jörðina. Lítið ber á því, en óvíst var hvað það hafði að geyma. Eftir að hafa fjarlægðir höfðu verið nokkrir steinar fór Björn niður. Þar kom hann inn í lítið herbergi og voru veggir þess „glerjaðir“ með þunnu hraunlagi. Ekki sást í rás út úr því. Svo virðist sem þarna hafi legið glóandi kvika um tíma og brætt grannbergið, en sigið síðan undan.
Vestar er Afmælishellir (FERLIR-800). Ætlunin var að skoða hann gaumgæfilegar. Um er að ræða stóra klofna, rúmgóða og heillega hraunbólu. Hann vildi hins vegar ekki láta líta á sig í þetta skiptið. Það er reyndar ekkert verra því fara þarf á þetta svæði að nýju fljótlega og skoða þá svæðið norðvestan við dyngjuna.

Hnúkar

Hnúkar – áletrun við hellisop.

Hnúkarnir eru einstaklega fallegt útivistarsvæði og líklegt má telja að þarna kunni við nákvæma leit að leynast áður ófundnar minjar og mannvistarleifar.
Hins vegar fannst fjárskjól vestan við Hnúka. Þar er rúmgott gat á jafnsléttu og fallin varða ofan við. Verður skoðað betur næst.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mínútur.

Heimild m.a.:
-http://www.ismennt.is/not/gk/jfr/ordskyr/
-Örnefnaskrá fyrir Nes.

Hnúkar

Hnúkar.

Selvogsgata

Gömlu Selvogsleiðirnar eru nú til dags jafnan taldar hafa verið þrjár, þ.e. Selvogsgata, Stakkavíkurvegur og Hlíðarvegur, hvort sem var um Grindaskörð eða Kerlingarskarð.

Hlíðarskarð

Hlíðarskarð framundan.

Í raun voru leiðirnar ofan Skarðanna lengst af einungis tvær, þær fyrrnefndu, annars vegar niður í Selvog (Austurvog) og hins vegar niður að Stakkavík og Herdísarvík (Vesturvog), en seint á 20. öldinni varð ætlunin að leggja vagnveg um Kerlingarskarð frá Hafnarfirði niður að Hlíð í Selvogi. Fjárveiting fékkst til fjallvegarins, einkum vegna þess að vonast var til að brennisteinsnámið í Brennisteinsfjöllum á árunum 1885-1887 kynni að verða endurtekið og skapa þannig atvinnu fyrir þurfandi hendur. Byrjað var á því að varða leiðina frá Mygludölum að Hlíðarskarði og síðan var ætlunin að hefja hina eiginlegu vegalagningu. Úr henni varð þó aldrei, en göngufólk hefur æ síðan rakið sig eftir vörðunum í þeirri trú að þar væri hin eiginlega Selvogsgata millum byggðalaganna. Er það skiljanleg afstaða því vörður á hinum leiðinum tveimur eru víðast hvar fallnar eða orðnar nánast jarðlægar (enda miklu mun eldri og hefur ekki verið haldið við). Eftir að bílvegur var lagður um Selvog og Krýsuvík á sjötta áratug tuttugustu aldar lagðist umferð um gömlu leiðirnar af að mestu. Bæir í Selvogi voru þá flestir komnir í eyði, Stakkavík fór í eyði 1943 og Herdísarvík fór einnig í eyði um það leyti.
Þegar göturnar voru gengnar kom í ljós að Hlíðarvegurinn reyndist vera ~17 km, Stakkavíkurvegurinn reyndist vera ~18 km og Selvogsgatan ~24 km. Allar voru leiðirnar mældar frá Bláfjallavegi.
Upphaflega leiðin, Selvogsgatan (Suðurferðagatan) milli Hafnarfjarðar og Selvogs, lá upp frá bænum um Lækjarbotna, Setbergssel og með jaðri Smyrlabúðarhrauns. Þar má sjá vegghleðslur, væntanlega fyrrum áningastað Selvogsmanna. Gatan lá um Helgadal, upp með austanverðum Valahnúkum, Strandartorfum og um Hellur. Syðst á þeim skiptist gatan. Eldri gatan, sem jafnframt var reiðgata, lá upp í Grindaskörð austan við Konungsfell (Stóra-Bolla). Nýrri leið, sem einkum var notuð eftir að brennisteinsnámið byrjaði í Fjöllunum eftir 1885 lá um Kerlingarskarð. Sæluhús (úr timbri með aðhleðslum) var reist norðan undir Skarðinu og má sjá leifar þess enn. Húsið var skjól fyrir lestarmenn, sem ýmist fluttu brennisteininn neðan úr námunum eða umhestuðu honum og fluttu niður til Hafnarfjarðar. Þetta vinnslutímabil varði um tveggja ára skeið. Tvennt kom til; bæði var vinnslan og flutningurinn kostnaðarsöm og lítið fékkst fyrir afurðina á þessum tíma (forsendur brennisteinsvinnslu hafði jafnan verið stríðsáran og vandræðagangur einhvers staðar úti í Evrópu).

Kerlingarskarðsvegur

Efst í Kerlingaskarði. vegur sést vel neðra sem og drykkjarsteinninn í efra.

Kerlingarskarð er einungis fært að sumarlagi og þá oftast fótgangandi. Grindaskörð hafa verið fær öllu lengur og þá ríðandi. Að öllu jöfnu hafa þessar götur lítt eða ekkert verið farnar að vetrum þótt vörðuleifarnar við Selvogsgötuna bendi hins vegar til þess að síðar hefði verið reynt að gera hana nytsamlegri til ársins lengri tíma.
Ofan Grindaskarða / Kerlingarskarðs á Kerlingarskarðsleiðinni austan Girðingarhliðsins (sem nú er horfið að mestu) eru tvær vörður. Við þær eru gatnamót; annars vegar áframhaldandi leið úr Skarðinu yfir á Selvogsgötu upp frá Grindaskörðum og hins vegar (til hægri) leið um Stakkavíkurveg. Hlíðarvegurinn liggur aftur á móti til suðurs frá fyrstu vörðunni austan „hliðsins“ með stefnu á næstu vörðu sunnan hennar. Vegurinn kemur síðan saman við Stakkavíkurveginn við vörðu nokkru sunnar. Reyndar skarast Hlíðarvegur og Stakkavíkurvegur þrisvar áður en þeir skiljast að ofan Ása. Þar liggur Hlíðarvegurinn áfram niður úfið hraunhaft að vestanverðum Austurásum, en Stakkavíkurvegurinn heldur áfram niður með austanverðum hraunjaðri Draugahlíðargígshraunsins að austanverðum Vesturásum.
Fyrrnefndi vegurinn liggur síðan kerlingarskard-223til suðurs með vestanverðum Austurásum með stefnu á Hlíðarskarð. Hinn síðarnefndi liggur aftur á móti til vesturs með sunnanverðum Vesturásum, niður með Urðarási, niður Dýjabrekkur og Selbrekkur uns varða blasir við framundan efst á Selsstígnum efst á Stakkavíkurfjalli. Þar liggur gatan niður hlíðina og liðast um hana kjarrivaxna áleiðis niður að bæjarstæðinu við norðvestanvert Hlíðarvatn.
Selvogsgatan hins vegar, meginleiðin, skiptist í tvennt sunnan Grindaskarða (Konungsfells). Annars vegar liggur leiðin niður með hraunkanti þeim er þar blasir við uns komið er að lítilli vörðu á litlum hraunhól.

Hlidarvegur-553

Þar eru gatnamót Götunnar og Heiðarvegarins (til vinstri) er liggur áfram upp að Bláfjallaenda, Kerlingahúk og áfram niður í Ölfus. Hins vegar liggur leiðin til hægri og áfram upp á slétta hraunbrúnina. Vörður og vörðubrot vísa leiðina um „sléttuna“ uns komið er út af henni nokkru sunnar, inn á fyrrnefndu leiðina er lýst var.
Nú heldur Selvogsgatan áfram um auðrekjanlega slóð yfir mosahraun. Hún greinist í tvennt á kafla, en kemur fljótlega saman á ný. Vörður vísa leiðina. Þá er aðþrengdum grasbala fylgt og beygt til hægri. Framundan eru upplyftar hraunhellur er vísa leiðina að tveimur vörðum er gefa enn ein gatnamótin til kynna. Annars vegar er um að ræða leiðina, sem gengin hefur verið síðastnefnda leið upp frá Grindaskörðum og hins vegar leiðina er liggur frá vörðunum tveimur er gáfu til kynna gatnamót Stakkavíkurvegar og áður voru nefndar við leiðina upp frá Kerlingarskarði.

kerlingarskard-224

Hér skilja leiðir – til vinstri og framundan er gamla Selvogsgatan. Hún liggur greinileg að vestanverðu Litla-Kóngsfelli. Augsýnilega hefur gatan verið unnin á þessum kafla og það talsvert á köflum. Reynt hefur verið í gegnum tíðina að gera hana vel greiðfæra, bæði fyrir lestir og vagna (undir það síðasta). Líklegt má telja að verk þessi hafo verið unnin um og eftir miða 19. öld, en þá voru í gildi tilskipanir konungs um þegnskyldu og umbætur á helstu vegum landsins. Sérhver vinnandi maður átti þá að leggja sitt af mörkum til slíkra framkvæmda eftir tilvísun og undir eftirliti hrepsstjóra. En vegna þess hve vinnandi menn voru fáir og tíminn takmarkaður varð oft lítið úr verki, s.s. sjá má á umbótunum, en á afar litlum köflum hér og þar.
kerlingarskard-225Selvogsgatan liðast niður (ýmist utan í eða upp á hraunbrúninni) í Stóra-Leirdal, yfir hann og upp og yfir Hvalsskarð. Nafnið er reyndar ekki komið af engu. Þjóðsagan segir að tröllskessa í Stórkonugjá þar efra hefi farið niður í Selvog er fréttist af hvalreka, sótt sér hlut og stefnt heimleiðis. Bóndi, sá er hlutinn átti, fémargur í Selvogi, frétti af ferðum hennar, sótti á eftir henni og náði í Hvalskarði. Sá hann aumur á skessunni og samdist þeim um að hún héldi hvalfanginu gegn því að passa þess að fé bóndans færi ekki yfir Skörðin. Gerði skessan til þess grindur í Gridarskörðum, en gætti Kerlingarskarðsins sjálf. Þar af eru komin örnefnin Grindaskörð og Kerlingarskarð.
Hlidarvegur-554Neðan Hvalskarðs beygir Selvogsgatan allverulega til vinstri uns horft er mót vörðu á klapparhól í suðaustri. Að henni náð verður eftirfylgjan auðveld.
Að vísu er nú búið að aka ofan í gömlu götuna á köflum (af refaskyttum), en ef vörður og vörðubrot eru gaumgæfð sem og umförin á gömlu leiðinni, er tiltölulega auðvelt að fylgja götunni niður í Hlíðardal og áfram niður um Strandardal allt að Strandarmannahliði.

Selvogsgata

Selvogsgata (Suðurferðavegur), Hlíðargata og Stakkavíkurgata/-stígur.

Þar greinist gatan; annars vegar áfram niður Selvosgheiði að Strandarhæð og í Selvog og hins vegar um Hlíðargötu neðan Borgarskarða að Hlíð norðan Hlíðarvatns (sem áður hefur verið lýst).

Selvogsgatan um Selvogsheiði er tiltölulega auðrötuð þrátt fyrir uppblástur og jarðvegseyðingu á köflum. Suðvestan Vörðufells eru gatnamót; annars vegar Selvogsgötu og hins vegar Hlíðarvegar/ Vogsósargötu /- vegar (varða er á gatnamótunum). Selvogsgatan liggur hins vegar áfram um graslendi uns halla tekur niður að Selvogi. Gatan er augljós handan gamla malarvegarins um ofanverðan Selvog og niður „túninn“ austan Vogsósa, yfir nýja Suðurstrandarveginn og allt niður í Selvog þar sem gatan endar og greinist skammt norðvestan við núverandi veitingarbæinn T-Bæ, ofan Torfabæjar og Þorkelsgerðis, austan Strandar.
Frábært veður.
Gangan tók 6 klst og 6 mín.

 

Stakkavíkursel

Í Stakkavíkurseli.

FERLIR hefur safnað og skráð heimildir um brennisteinsnám í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum. Safnið er 68 blaðsíður þar sem getið er bæði um sögu brennisteinsnámsins og sögu.

1. Inngangur

Uppdráttur af brennisteinsnámusvæðinu í Brennisteinsfjöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Verkefnið var unnið sem áfangi í fornleifafræðinámi við Háskóla Íslands í samráði við skoraformann í sagnfræði- og heimspekideild, Steinunni. J. Kristjánsdóttur.

Meginviðfangsefnið er að gefa sögulegt yfirlit um brennisteinsvinnslu í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum með hliðsjón af fyrirliggjandi heimildum og leggja fram fornleifaskráningu af svæðunum (sjá fylgiskjöl auk korta). Fylgt var leiðbeiningum Fornleifaverndar ríksins um fornleifaskráningu.

Í Krýsuvík er svæðinu skipt í tvennt, annars vegar Seltúnssvæðið með tilheyrandi minjum og svæði norðan Kleifarvatns er tengst gæti brennisteinsvinnslunni á árunum 1879 til 1883 og hins vegar Baðstofusvæðið ofan fyrrverandi bústjórnarhúsa. Götur að námunum eru tilgreindar í örnefnalýsingum um Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík – brennisteinsnámur; Nicholas Pocock 1791.

Í Brennisteinsfjöllum er í lýsingum getið heimilda um leiðir að og frá námunni og minja við þær sem og námusvæðið sjálft austan Kistufells. Öll eru námusvæðin í Krýsuvíkurlandi.

Um er að ræða hluta af atvinnu- og verslunarsögu Íslands og því ástæða til að halda henni til haga. Talið er að brennisteinn hafi verið unninn af Krýsuvíkurbónda á námusvæðunum allt frá 12. öld. Á 17. öld yfirtók danski konungurinn eignarhaldið uns það var framselt einstaklingum og loks félögum í eigu erlendra aðila. Endalok brennisteinsvinnslu í Krýsuvík var um 1882 og í Brennisteinsfjöllum þremur árum síðar.
Ritgerð – brennisteinsnam III

Heimildir:
-Fornleifaskráning. Skráningarstaðlar og leiðbeiningar. Fornleifavernd ríkisins 2008 – http://www.fornleifavernd.is/files/8/20080609105155104.pdf
-Frank Ponzi. Ísland fyrir aldamót, 1995, bls. 126-141 og Sveinn Þórðarson, Auður úr iðrum jarðar, 1998, bls. 113-129.
-Ólafur Olavius. Ferðabók, landshagir í norðvestur, norður- og norðaustursýslum Íslands 1775-1777, ásamt ritgerðum Ole Henchels um brennistein og brennisteinsnám og Christian Zieners um  surtarbrand, 1965, bls. 259-274.
-Ari Gíslason. Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík (ÖÍ) og Gísli Sigurðsson, Örnefnalýsing fyrir Krýsuvík (ÖÍ).
-Gísli Sigurðsson. Örnefnalýsingi fyrir Krýsuvík (ÖÍ) og Ólafur Þorvaldsson, Selvogsgata og Krýsuvíkurleiðir, sérrit úr Árbók Ferðafélags Íslands 1999, 36 bls.
-Sveinn Þórðarson. Auður úr iðrum jarðar, saga hitaveitna og jarðhitanýtingar á Íslandi, 1998, bls. 113-127.
-Frank Ponzi. Ísland fyrir aldamót, 1995, bls. 126-141 og Sveinn Þórðarson, Auður úr iðrum jarðar, 1998, bls. 113-129.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – námusvæðið.

Fornigarður

Fornigarður í Selvogi er merkileg fornleif. Ýmsar ályktanir hafa verið dregnar um aldur mannvirkisins, sem lá frá Vogsósum við Hlíðarvatn að Nesi austast í Selvogi.
Bjarni F. Einarsson gerði rannsókn á Fornagarði sumarið 2003 og skrifaði skýrslu: „Fornleifar nr. 22 í Ölfusi, Árnessýslu. Skýrsla um fornleifarannsókn sumarið 2003„.

Bjarni F. Einarsson

Bjarni F. Einarsson.

„Að beiðni Vegagerðarinnar tók Fornleifafræðistofan að sér að grafa snið í gegnum hinn svokallaða Fornagarð sem liggur í landi Vogsósa og Strandar í Ölfushreppi í Árnessýslu.
Fornigarður liggur frá Hlíðarvatni, rétt norður af bæjarstæði Vogsósa og til suðurs í átt að Strandarkirkju. Yfirleitt er talið að hann hafi síðan legið til austurs utan um byggðina í Selvoginum. Ekki er víst að hann hafi upphaflega legið svo, heldur sveigt til vesturs eða suðvesturs skammt norðan við Strandarkirkju.
Hinn fyrirhugaði Suðurstrandarvegur mun óhjákvæmilega rjúfa Fornagarð. Garðsins er trúlega getið miðaldaheimildum og því merkilegur. Árið 1927 voru allar „Gamlar húsarústir og aðrar fornleifar“ friðlýstar í landi Vogsósa og Vindáss“.
FornigarðurTil að vegaframkvæmdir gætu gengið eftir var talið nauðsynlegt að rannsaka stuttan kafla á Fornagarði þar sem hinn fyrirhugaði vegur mun fara í gegn um hann. Markmiðið með þessari rannsókn var að reyna að grafast fyrir um aldur garðsins og að kanna byggingu hans frekar en hægt var að sjá af þeim hluta hans sem reis upp úr sandinum.
Almennt er talið að Fornagarðs sé fyrst getið í rekaskrá Strandarkirkju árið 1275. Þar segir m.a.: Sex vætter æ huertt land fyrer garde enn fiorar utan gardz og skal reida med slijku sem rekur: (Ísl. fornbréfasafn 1893:124).
Garðsins er ekki getið aftur fyrr en í bréfi séra Jóns Vestmanns [1769 – 1859] til hinnar konunglegu dönsku nefndar til varðveislu fornminja í Danmörku. Er bréfið ritað þann 25. júní 1818.
FornigarðurÍ lýsingu Jóns segir svo um garðinn: Máské mætti telia Meniar-Fornaldar; Sýnishorn af þeim stóra Vórdslu Gardi, úr Hlídar-Vatni, alt framm ad Strónd og einlægum Túngardi þadan, austur ad Snióthúsa Vórdu, fyrir óllum Túnum sveitarinnar/ sem óll skyldu þá hafa samfóst verid/ med læstu Hlídi ad Lógbýli hvóriu; – Eignad er verk þetta Erlendi Þorvardssyni sem Hér var Lógmadur sunnan og Austan, frá 1520, til 1554; bió léngi sin efri ár ad Strónd í Selvogi og Deidi þar 1576. … Þessum naudsynlegu Túna og Vórdslu Górdum verdur hér ei vidhaldid, vegna sandfoks, sem þegar hefur eydilagt, þetta, i Fyrndinni góda og prídilega Pláts, er þá nefndist Sæluvogur, ad sógn Mann (Frásögur um fornaldarleifar 1983:228).

Selvogur - örnefna- og minjakort

Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.
Hér má m.a sjá Fornagarð umlykja neðanverða byggðina austan Strandar.

Næst er garðsins getið í Sýslu- og sóknarlýsingum árið 1840 og enn er það séra Jón Vestmann sem heldur á pennanum. Hljóðar lýsing hans svo: „Engar fornleifar eru hér af neinu merkilegu, nema garðlag eftir stóran varnargarð frá tíð Erlendar lögmanns Þorvarðssonar, sem liggur úr Hlíðarvatni og austur að Snjóthúsavörðu, fyrir ofan alla byggðina. Var þá hagalandið milli garðs og fjalla, en tún og engjar milli garðs og sjóar, allt sjálfvarið. Mælt er, að læst hlið hafi verið fyrir hvörju lögbýli, og átti hvör heimabóndi að passa sitt hlið, að ei stæði opið, og þess vegna læst, að enginn gæti opnað hliðið óforvarandis. Þar um er þessi vísa:

Fegurðin um fram annað
einna var þó mest,
vart mun verða sannað,
víða hafi sést
öll vera tún í einum reit,
garði varin miklum mjög
um meiri part af sveit“. (Sýslu- og sóknarlýsingar 1979:226-27).

Vogsósar

Vogsósar – uppdráttur ÓSÁ. Hér má sjá upphaf Fornagarðs við Vogsósa. Gamlahlið var á Fornugötu, neðst t.h.

Í Örnefnaskrá Vogsósa, sem var tekin saman á sjöunda áratug síðustu aldar, virðist nafnið Fornigarður fyrst koma fram svo að vitað sé (Örnefnaskrá Vogsósa). Kannski festist nafnið á garðinn þegar menn uppgötvuðu að hugsanlega hafi verið átt við þennan garð í rekaskrá Strandarkirkju árið 1275. Áður virðast menn hafa kennt hann við Erlend Þorvarðsson lögmann á 16. öld eins og fram kemur hér að ofan. Margt mun vera kennt við þann mann og sumt þjóðsagnakennt. Sagt er í Örnefnaskrá að á garðinum sé hlið sem Gamlahlið heitir. Hafi það verið eitt af hliðum Fornagarðs að lögbýlunum sbr. lýsingar séra Jóns Vestmanns hér að ofan. Hlið þetta er líklega nokkuð langt norðan við hinn kannaða hluta garðsins og langt fyrir utan áhrifasvæði Suðurstrandarvegar. Það var ekki kannað hvort hlið þetta væri enn sýnilegt.
Vegna vinnu við umhverfismat Suðurstrandarvegar var vegastæðið kannað með tilliti til fornleifa. Fyrsta könnun átt sér stað þann 11. september 2000. Garðinum er lýst svohljóðandi í Fornleifaskrá (Fornleifaskrá Íslands): „Garðurinn var aðallega skoðaður þar sem hann er í hættu vegna vegagerðarinnar. Hann virðist þó nær samfelldur, nema við sinn hvoran endann þar sem hann hefur máðst svolítið“. 13/6 2001

Fornigarður

Fornigarður – aðrir minni garðar greinast út frá megingarðinum.

Við vettvangsathugun þann 12/6 voru enn fleiri garðar skoðaðir á svæðinu og þeir teiknaðir inn á loftmynd hjá Vegagerðinni. Garðarnir virðast fyrst og fremst liggja við S – hluta þess svæðis sem Fornigarður afmarkar en þó norður af Víghól. Allir eru þeir mjög svipaðir og sumir mjög orpnir sandi.
Breidd þeirra er meiri en gefin er upp í lýsingu hér að ofan, eða 3 – 4 m (sandur) og hæðin getur verið rúmur einn metri (Fornleifaskrá).
Fornigarður, og allar aðrar fornleifar í landi Vogsósa, Strandar og Vindáss, voru friðlýstar árið 1927 (Fornleifaskrá 1990:78).

Fornigarður

Fornigarður ofan Ness.

Landið sem Fornigarður liggur um er að mestu leyti örblásið, sandorpið og lítt gróið land. Víða sér í bera hraunhelluna. Í kring um Vogsósa og Strandarkirkju eru þó grónir blettir og lúpínu hefur verið sáð innan landgræðslugirðingar sem þarna er. Ekki virðast nein rofabörð vera eftir sem sýnt gætu fyrra yfirborð eða hve mikið land hefur blásið burt á svæðinu. Slíkt má þó sjá nokkuð austar, eða austan við malarveginn að hverfinu í Selvoginum.

Fornigarður

Fornigarður í Selvogi.

Sandurinn sem þarna liggur kemur trúlega aðallega frá ósum Ölfusár, enda má rekja þetta sandorpna og blásna land alla leið þangað. Þessi sandblástur hefur sennilega snemma orðið að vandamáli fyrir bændur í Vogsósum og byggðinni þar hjá…

Nokkrir garðar af ýmsum gerðum hafa verið rannsakaðir hér á landi. Túngarðar, sem finna mátti við nær hvert býli áður fyrr, enda tekið fram í Jónsbók að „hver maður skal löggarð gera um töðuvöll sinn“ (Sigurður Þórarinsson 1982:5), eru sennilega algengastir garða og allmargir þeirra hafa verið rannsakaðir.
Í hinum fornu lögum Grágás og Jónsbók er t.d. að finna ákvæði um breidd og hæð löggarða og hvenær vinna við þá skyldi fara fram. Skyldu þeir vera fimm fet á þykkt niður við rót en þrjú fet efst. Hæð þeirra skyldi taka í öxl. Yfirfært í metra gerir þetta 1,25 – 1,50 m að neðan og 0,75 – 0,90 að ofan og ca. 1,5 – 1,6 m á hæð (Kristmundur Bjarnason 1979:34). Breidd Fornagarðs uppfyllir ekki þessi ákvæði hinna fornu laga. Hins vegar fer hann mjókkandi eftir því sem ofar dregur í samræmi við lögin fornu.

Fornigarður

Fornigarður í Sevogi.

Árið 1776 kom þúfnatilskipunin svokallaða (Sami 1978). Í henni var kveðið á um að girða skyldi öll tún torf- eða grjótgarði, verði því við komið. Hver bóndi átti að hlaða árlega sex faðma í grjótgarði eða átta í torfgarði, fyrir sig sjálfan og hvern verkfærann mann á bænum. Garðarnir áttu að vera tvær álnir (0,98 – 1,14 m) á hæð og tvær og hálf alin (1,23 – 1,43 m) á breidd eða þykkt að neðanverðu, að minnsta kosti. Fornigarður uppfyllir ekki heldur þessi ákvæði hvað breiddina varðar.

Tilgáta um Fornagarð
Þegar loftmynd er skoðuð af svæðinu kemur vel í ljós hvernig Fornigarður skiptir sér skammt NNV af Strandarkirkju. Sá hluti hans sem liggur til SA, í átt að byggðinni í Selvogi, er greinilega miklu veigaminni og sennilega yngri en aðalgarðurinn. Það er tilgáta mín að hinn eiginlegi Fornigarður, eða hvað hann gat hafa heitið í upphafi, hafi legið í boga frá Hlíðarvatni að ströndinni og sá hluti sem beygir til SV þar sem garðurinn skiptir sér, sé hluti af þessum upprunalega garði.

Selvogur

Sveinagerði í Selvogi – fast við Fornagarð.

Sagnir um að Fornigarður hafi legið utan um alla byggðina í Selvogi eru mögulega ungar og til komnar löngu eftir að upprunalegi garðurinn var gleymdur og Vogsósar fluttir á núverandi stað. Í fyrsta lagi er bogadreginn garðurinn líkur þeim túngörðum sem við þekkjum frá fyrstu öldum byggðar í landinu. Þannig voru túngarðarnir utan um landnámsbýlin, ef þeir voru til staðar yfirleitt. Síðar breyttust þeir í lögun og færðust gjarnan nær býlunum.
Munnmæli herma, eins og fram kom hér að framan, að upphaflega hafi Vogsósar staðið þar sem nú heitir Baðstofuhella austan við ósa Óssins. Ef rétt er, getur Fornigarður vel hafa verið byggður utan um hinn upprunalega túngarð Vogsósa (sem var hugsanlega úr torfi og því algerlega horfinn). Garðurinn er þó nokkuð langt frá og umfangsmikill miðað við þá túngarða sem við þekkjum í dag.

Fornigarður

Baðstofuhella – fyrrum bæjarstæði Vogsósa?

Ef við hins vegar gefum okkur að garðurinn hafi verið sandvarnargarður utan um gömlu tún Vogsósa, getur þetta komið heim og saman. Túnin lifðu bæinn og geta hafa verið nýtt löngu eftir að hann hafði veri fluttur. Það má ímynda sér að þegar sandáblástur var orðinn að vandamáli, líklega einhvern tímann upp úr 1100 AD skv. sniði, hafi túngarðurinn verið færður frá bæjarstæðinu svo hann mætti þjóna bæði sem túngarður og sandvarnargarður.

Vogsósar

Vogsós – herforingjakort 1903.

Eftir að Vogsósar höfðu verið fluttir, ef svo var, missti garðurinn upphaflegt hlutverk sitt og prjónað var við hann á kafla og hann tengdur þeim túngörðum sem voru utanum byggðina í Selvogi svo verja mætti bæði hana og gömlu túnin í kringum Baðstofuhelluna ágangi sandsins.

Það var þó ekki sandurinn sem herjaði verst á svæðið við Baðstofuhelluna, það var sjórinn.

Vogsósar

Vogsósar – tóft ofan Baðstofuhellu.

Þar er nú aðeins ber klöppin eftir og engin ummerki um að þar hafi staðið fornbýli. Landbrotið er gríðarlegt á þessum stað og erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig það hefur litið út við upphaf byggðar í landinu. Vitað er að allmargar eyjar hafi fyrrum verið í Ósnum, en eru nú flestar horfnar; geta þó kunnugir bent á, hvar þær hafa verið. Nöfn eyjanna voru Sandey, Grjótey, Húsey, Hrútey og Fagurey (Örnefnaskrá Vogsósa). Brýtur þar land enn.

Niðurstaða Bjarna

Fornigarður

Fornigarður.

Fornigarður er byggður einhvern tímann eftir 1104 AD. Um það leyti verður sandfok all áberandi á svæðinu og hlýtur það að hafa skapað ákveðin vandamál fyrir bændur þar. Til að verja tún frá þessum vágesti hefur mikill garður verið hlaðinn utan um tún Vogsósa þar sem hann stóð fyrst, eða þar sem nú heitir Baðstofuhella.
Nafnið Fornigarður er ekki ýkja gamalt og alls óvíst hvort garðurinn hafi haft nokkurt nafn í byrjun. Smám saman missir garðurinn þýðingu sína, kannski vegna þess að menn gáfust upp á vonlausri baráttunni við sandinn. Þó hefur honum verið haldið við með miklu minni tilkostnaði en áður. Grjóti hefur verið hrúgað upp eftir þörfum, en ekki vandað mikið til verksins enda ekki þörf á því.

Fornigarður

Fornigarður sunnan Vogsósa.

Rannsóknin leiddi í ljós að garðurinn er að mestu leyti heill þar sem hann var skoðaður undir sandinum, þó eitthvað kunni að vanta upp á efsta hluta hans. Þannig má ganga út frá því sem vísu að garðurinn sé jafn vel á sig kominn annarsstaðar þar sem eins háttar til og á rannsóknarstaðnum, með nokkrum undantekningum. Suðurhluti hans er trúlega mest laskaður og hugsanlega mætti rekja garðinn eitthvað lengra í átt að sjónum.“

Bryndís G. Róbertsdóttir rannsakaði og skrifaði skýrslu um „Aldur Fornagarðs í landi Strandar og Vogsósa í Selvogi út frá gjóskulögum“ árið 2004:

„Að beiðni Fornleifafræðistofunnar, fyrir hönd Vegagerðarinnar, tók höfundur að sér að aldursgreina Fornagarð í Selvogi út frá þekktum gjóskulögum.
Ekki hafa farið fram kerfisbundnar rannsóknir á gjóskulögum í Selvogi eða nágrenni.

Bryndís G. Róbertsdóttir

Bryndís G. Róbertsdóttir.

Í þessari greinargerð verður því að raða saman bútum úr rannsóknum margra jarðfræðinga til að átta sig á hvaða gjóskulög er líklegt að finna í Selvogi.
Gjóskulög sem vænta má að finnist í Selvogi eiga flest upptök sín á eystra gosbeltinu og hefur eldstöðin Katla í Mýrdalsjökli verið þar virkust. Einnig má búast við gjósku úr eldgosum sem orðið hafa í sjó skammt undan Reykjanesi, en eldstöðvarnar eru á vestasta hluta Reykjanes-Langjökuls gosbeltisins.
Gjóskurannsóknir á eystra gosbeltinu eiga sér langa sögu, eða allt frá því Sigurður Þórarinsson hóf gjóskurannsóknir hér á landi á fjórða áratug síðustu aldar. Rannsóknir hans beindust í upphafi að gjósku úr Heklu.

Fornigarður

Fornigarður – snið.

Höfundur byrjaði á því að skoða þversnið sem búið var að grafa í gegnum garðinn. Þar sem illa gekk að finna gjóskulög í sniðinu, fór höfundur að leita að betra sniði. Í botni skurðarins sem grafinn var í gegnum Fornagarð hafi orðið eftir stór hraunhella, sem var neðst úr garðinum og óhreyfð. Höfundur gróf niður með henni að vestanverðu og kom þar niður í fok og undir því góðan jarðveg, þar sem fundust mörg og vel varðveitt gjóskulög. Þó að rannsóknin snerist eingöngu um gjóskulög frá sögulegum tíma, ákvað höfundur að mæla allt sniðið.

Fornigarður

Fornigarður – snið.

Botn Fornagarðs er hraungrýti úr Selvogsheiðarhrauni. Fok er undir garðinum. Jón Jónsson (1978) sem ortlagt hefur öll hraun á Reykjanesskaga telur að hraunin undir Fornagarði séu komin frá dyngju sem kennd er við Selvogsheiði. Auk gígs efst á Selvogsheiðinni, eru 3 aðrir gígir á dyngjunni; Strandarhæð, Vörðufell og nafnlaus gígur suður af Svörtubjörgum. Við þunnsneiðaskoðun reyndist ekki unnt að greina mun á hraunum frá þessum fjórum gígum, svo litið er á þessi hraun sem sömu myndunina. Jón Jónsson (1978) telur að Selvogsheiðarhraunin séu væntanlega frá því snemma á nútíma, þegar sjávarstaða hafi verið lægri en nú. Það má sjá af því að yfirborði hraunanna hallar tiltölulega jafnt út í sjó, litlir sem engir sjávarhamrar eru með sjó fram og hvergi hefur fundist vottur af bólstrabergsmyndun meðfram ströndinni.

Niðurstaða Bryndísar

Fornigarður

Fornigarður – snið.

Frá neðri brún Fornagarðs og niður að gjóskulaginu Hekla 1104 eru 20,8 cm af foksandi, jarðvegsblönduðu foki og jarðvegi neðst.
-Fornigarður er örugglega mun yngri en gjóskulagið Hekla 1104. Jarðvegur á milli Heklu-1104 og foksins er 0,55 cm. Ef miðað er við sömu jarðvegsþykknun á ári og frá Landnámlaginu 870 að Heklu 1104, hefur jarðvegurinn myndast á 13 árum. Miðaldalagið, sem talið er myndað í eldgosi í sjó skammt undan Reykjanesi árið 1226, finnst ekki undir garðinum, né í sýni neðst úr foki.
-Uppblástur í nágrenni Fornagarðs hefur hafist fyrir 1226, hugsanlega um 1120. Erfitt, eða nánast ógjörningur, er að meta hve hratt fokefni hlaðast upp. Hér er sett fram einföld nálgun og gert ráð fyrir að upphleðsluhraði fokefna sé sá sami og jarðvegs. Árleg þykknun foks undir Fornagarði er sú sama og árleg jarðvegsþykknun frá Landnámslagi 870 að Heklu 1104.

Fornigarður

Fornigarður.

-Fornigarður er hlaðinn um 1595. Árleg þykknun foks frá Heklu 1104 og upp að núverandi yfirborði beggja vegna garðsins er sú sama.
-Fornigarður er hlaðinn á árabilinu 1405-1445. Ef að nálgunin hér að ofan er raunhæf, þá er Fornigarður hlaðinn á tímabilinu 1400-1600. Í frásögn frá 1818, sem skráð var af Jóni Vestmann, presti að Hlíð í Selvogi, er lýsing á stórum vörslugarði sem liggur frá Hlíðarvatni allt fram að Strönd. Garðinn eignar hann Erlendi Þorvarðssyni, lögmanni frá 1520-1554, sem bjó lengi á efri árum að Strönd í Selvogi og dó þar 1576 (Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823).

Fornigarður

Fornigarður – snið.

-Þessi frásögn um að Fornigarður hafi verið hlaðinn á 16. öld getur staðist miðað við þá nálgun sem höfundur hefur gert hér að ofan á þykknun foks undir og til hliðar við garðinn. Varpað er fram þeirri hugmynd að Fornigarður hafi til viðbótar við það að vera vörslugarður, einnig verið sandvarnargarður. Fokið gæti þá hafa átt uppruna sinn í fjörunni framan við Hlíðarvatn og við ósa útfalls Hlíðarvatns.“

Heimildir:
-Fornleifar nr. 22 í Ölfusi, Árnessýslu. Bjarni Einarsson 2004; Skýrsla um fornleifarannsókn sumarið 2003.
-Aldur Fornagarðs í landi Strandar og Vogsósa í Selvogi út frá gjóskulögum, Bryndís G. Róbertsdóttir, 2004.

Vogsósar

Vogsósar – hið forna bæjarstæði, fornigarður, Fornagata; loftmynd.