Færslur

Hraunabæir

Eftirfarandi grein eftir Gísla Sigurðsson um Hraunabæina birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1978:
„Hraunamennirnir gapa hvorki né góna lengur, því þeir eru engir til utan einn maður. Skilyrði til nútíma búskapar eru þar naumast fyrir hendi, en unaðslegt er að ganga þar um í góðu veðri.
Suður í Hraunum er mikill unaðsreitur, sem fáir vita Þó um. Þar eru djúpir grasbollar og háir hraunhólar.
Straumur-800Komin er sólin Keili á og kotið Lóna, Hraunamennirnir gapa og góna, Garðhverfinga sjá þeir róna. Þær byggðir, sem við taka á Reykjanesskaga sunnan Hafnarfjarðar, voru fyrr meir kallaðar einu nafni „suður með sjó“. Færi einhver aö ná sér í skreið eða annað sjómeti „suður með sjó“ þurfti ekki aö skýra þaö nánar. Þessar byggðir voru ekki búsældarlegar; sjórinn var gjöfulli en landið. Fátæktin var einatt förunautur þeirra, sem bjuggu á kotunum suður með sjó, hvort heldur það var allar götur vestur í Leiru, í Höfnum, á Vatnsleysuströnd eða suður í Hraunum.
Nú er byggðin í Hraunum nánast að engu orðin. Eftir standa fáein hús, sem sumpart eru auð og mannlaus og sumpart hefur verið breytt í sumarbústaði. Enda þótt þessi gamla byggð sé í næsta nágrenni við þéttbýli Reykjavíkursvæðisins, munu þó næsta fáir, sem vita um tilvist hennar eða þangað hafa komið. Þeim sem óljósar hugmyndir hafa um Hraunin, skal bent á, að sú byggð hefst þegar komiö er framhjá Álverinu í Straumsvík á leið til Keflavíkur. Sveigt er út á malarveg hjá Straumi, sem dregur trúlega nafn sitt af fallegum lindum með bergvatnsstraumi, og líður undan hrauninu og myndar fallegar tjarnir á leið sinni út í víkina.
Leiðin liggur um hlaðið í Straumi, þar sem stendur þrístafna timburhús í herragarðsstíl og er þó í eyði. Þetta glæsilega íbúðarhús byggði Bjarni Bjarnason, sem síðar varð landskunnur maður sem skólastjóri á Laugarvatni. Hann var þá kennari og skólastjóri í Hafnarfirði, en hafði fjárbú og ráðsmann í Straumi og var þá kominn í kynni viö Jónas frá Ottarsstadir eystri-800Hriflu. Þaðan og frá Guðjóni Samúelssyni komu áhrifin, sem leiddu til burstabæjarins í Straumi og síðar var þessi stíll endurtekinn í byggingu héraðsskólans á Laugarvatni. Húsið í Straumi var byggt 1927.
Þegar ekið er inn á bílastæði álversins, verða tóftir þar sem hallar niður í fjöruna og standa vel uppi. Þar stóð bærinn Stóri Lambhagi og á hraunhrygg, sem skagar út í Straumsvíkina, stóð Litli Lambhagi. Báðir þessir bæir fóru í eyði fyrir löngu. Annað bæjarstæði, sem ekki sést af veginum, er á vinstri hönd, þegar farið er suðurúr. Þar hétu Þorbjarnarstaðir og standa þar uppi túngarður og traðir ásamt með rústum af bænum. Þar var hætt búskap um 1930. Þurrabúð eða hjáleiga frá Þorbjarnarstöðum var nær veginum, þar sem nú stendur sumarbústaður undir fallegri brekku. Þar hét í Gerði.
ottarsstadir vestri-800Sé farið um hlaðið í Straumi, liggur malarvegur áfram til norðurs og vesturs yfir hraunhryggi og gjótur, sem því miður hafa of oft orðið athvarf fyrir bílhræ og er til mikilla lýta. Út með víkinni stendur Þýzkabúð ennþá uppi og utar í hvarfi stóð Jónsbúð. Þýzkabúð fór í eyði fyrir 1950 og telur Gísli fræðimaður Sigurðsson í Hafnarfirði, aö nafnið sé dregið af því, að Þjóðverjar hafi verzlað þarna fyrir margt löngu.
Á graskraga, sem verður á hraunjaðrinum vestur með ströndinni, hefur verið einna búsældarlegast í Hraunum og raunar er þar eini grasbletturinn, sem máli skiptir. Þar stóðu bæirnir Eystri og Vestari Óttarsstaðir og bærinn á Vestari Óttarsstöðum stendur enn meö þeim glæsibrag, að ástæða væri til að varðveita hann. Heiðurinn af því eiga systur, sem þar ólust upp og eignuðust síðan jörðina og búa þar á sumrum. Þar er ævintýri líkast aö koma; svo vel er allt varðveitt og bærinn snýr hvítmáluðum bárujárnsþiljum til suðurs.
Hus GudmundarÁ Eystri Óttarsstööum stendur timburhús, sem ekki er haldið við, en Guðmundur bátasmiður, sem þar er upprunninn, hefur byggt sér íbúðarhús lítið eitt austar og skýli yfir bátasmíðina. Þar stendur uppi
í fjörunni flak af timburskipi, sem hefur orðið málurum yrkisefni og fallegt á sinn hátt, enda þótt það hafi lokið hlutverki sínu. Guðmundur bátasmiður hafði á orði við okkur Helga Sæmundsson að dregist hefði úr hömlu að bera eld að því, en við báðum hann lengstra orða að þyrma flakinu. Stundum er mönnum svo mikið í mun að eyða því, sem ónýtt er talið, að þeir gá ekki að því að það geti haft neitt annað gildi. Í nánd við Hafnarfjörð stóðu ekki alls fyrir löngu nokkur falleg flök af timburskipum, sem ævinlega voru augnayndi. Mikið kapp var lagt á að fjarlægja þau með krafti stórvirkra véla og heföi verið nær að beina orkunni gegn mengun frá fiskimjölsverksmiðjunni ellegar smekkleysi Olíufélagsins, sem blasir við meira en flest annað í Hafnarfirði.
Á bæjunum í Hraunum var nálega einvörðungu stundaður fjárbúskapur og stílað uppá beit. Þar er snjólétt, en heyfengur hefur líka verið næsta lítill. Útræði var úr Óttarsstaðavör og Straumsvík.
Sumarbústaðir hafa risið þarna í lautum, en ekki ber mikið á þeim og þurrabúðin Eyðikot frá Óttarsstöðum hefur verið byggð upp og er nú glæsilegur sumarbústaður.
Gudmundur batasmidurVestan við Óttarsstaði þrýtur
graslendi og verður úfið hraun, sem runnið hefur fram í sjó. Er þar spölkorn, sem aldrei hefur byggzt, unz kemur að Lónakoti. Þar stendur íbúðarhúsið uppi að nokkru leyti, en ekki hefur verið búið þar síðan Lónakot fór í eyði eftir 1950. Síðasti bóndi þar var Sæmundur Þórðarson frá Vogsósum en nú á Kornelíus kaupmaður Lónakotið og hefur þar kindur. Beit þótti góð í Lónakoti, en túnið var aðeins örlítill bleðill og lá sífellt undir skemmtum af ágangi sjávar. Ekki voru skilyrði til lendingar viö Lónakot og því ekkert útræöi þaðan. En við Óttarsstaðavör hafa þeir staðið gallvaskir og skinnklæddir við sólarupprás og horft á Garðhverfinga róna eins og segir í vísunni.“

Gísli skrifaði einnig eftirfarandi grein um Hraunabæina í Lesbók Morgunblaðsins árið 2000:
NÚTÍMINN fór að mestu leyti hjá garði í Hraununum, en hann sést tilsýndar þaðan. Álverið gnæfir yfir í næsta nágrenni og skammt fyrir sunnan, á Keflavíkurveginum, æðir umferðin viðstöðulaust fram og til baka. Ef til vill er það þversagnarkennt, en nú er hægt að njóta þessa umhverfis einmitt vegna þess að nútímanum þóknaðist að koma ekki við í þessari horfnu byggð. Annars væri búið að setja jarðýtur á alla þessa grjótgarða sem falla svo vel að landinu; það væri búið að moka hólunum ofaní lautirnar, mylja hraunið til að ýta upp vegum og Eydikot-800síðan væru athafnaskáldin búin að byggja eitthvað flott úr steinsteypu. En fyrir einhverja guðslukku fóru framfarirnar þarna hjá garði. Og Hraunamennirnir höfðu ekki bolmagn til þess að bylta umhverfinu. Það mesta sem vélaöldin hefur skilið eftir sig eru nokkur bílhræ.
Svo að segja beint suður af Straumsvík, snertuspöl handan við Keflavíkurveginn, eru rústir bæjarins á Þorbjarnarstöðum. Ekki ber mikið á þeim; grasbeðjan miskunnar sig yfir þessi fátæklegu mannanna verk. Um búskap og mannlíf á Þorbjarnarstöðum er næsta lítið að finna í rituðum heimildum, en búsetu þar lauk eftir 1930. Svo er að sjá af tóftunum að þarna hafi alla tíð verið torfbær. Í kring er talsvert graslendi sem verið hefur tún. Hlaðnir túngarðar standa enn uppi, svo og Þorbjarnarstaðarétt. Einn af morgum fallegum blettum í landi Þorbjarnarstaða, sem nú er í eigu Hafnarfjarðar, er við tjarnirnar sem verða inn af Straumsvík. Þar eru silfurtærar upppsprettur undan hraumnu, vatnsból sem  ekki hefur brugðist.
Steinsteypuöldin náði ekki til Hraunabæjanna svo teljandi væri; þó á að heita svo að standi uppi íbúðarhúsið Þýzkubúð. Hvort þessi hjáleiga frá Straumi hefur einhverntíma verið nefnd Þýzkabúð er ekki vitað. En samkvæmt talshætti í Hraununum heitir húsið Þýzkubúð og er nafnið rakið til þess að Þyzkabud-800Straumsvík var verzlunarstaður frá árinu 1400 og fram yfir 1600, en þá vöndu þýzkir og enskir kaupmenn komur sínar til landsins. Þá voru verzlunarbúðir þýzkra höndlara settar upp við varir út með Straumsvíkinni og þótt aldir hafi liðið eru nöfnin enn við lýði: Þýzkubúð og Þýzkubúðarvarir syðri og nyrðri. Nú stendur íbúðarhúsið í Þýzkubúð eitt til minningar um verzlunarstaðinn og hjáleiguna sem síðan reis þar. Húsið er af sér gengið, opið fyrir veðrum og vindi, hryggðarmynd. Samt var þetta steinsteypt hús, en hvenær það reis virðist enginn vita með vissu; það var snemma á öldinni. Síðar var byggt við það einhverskonar bíslag sem hangir uppi. Á barnsaldri átti Eiríkur Smith listmálari heima um tíma í Þýzkubúð.
Lítið eitt utar með víkinni og örskammt frá sjávarkambinum og Jónsbúðartjörn var þurrabúðin eða hjáleigan Jónsbúð á örlitlum túnbletti. Grjótgarður í kring, hraunhólar og grasigrónir bollar. ottarsstadir eystri-801Jónsbúðarvör er beint niður af bænum og skaga Skötuklettar út í Straumsvíkina sunnan við víkina. Tvær samliggjandi tóftir sýna hvernig bærinn hefur verið, en Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar lét kanna Jónsbúð með prufuholugreftri og Fornleifafræðistofan hefur staðið að samantekt þar sem sjá má niðurstöður Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings. Líklega var ekki eftir neinu stórkostlegu að slægjast, enda fátt markvert sem kom í ljós. Þó voru rústir bæjanns nær óspilltar; ekkert jarðrask hafði átt sér stað þar. Ástæða er til þess að vekja athygli á þessum stað vegna þess að að minjar af þessu tagi eru hvergi sýnilegar lengur á höfuðborgarsvæðinu. Staðurinn geymir allar þær minjar sem við má búast að sjáist eftir þurrabúð eða hjáleigu; þar á meðal bæjarhús, túngarð, skepnuhús, vör, vörslugarð, hjall, sólþurrkunarreit og vatnsból. Tvær prufuholur sem grafnar voru í gólf bæjarhúsanna leiddu í ljós brennd og óbrennd bein fiska, fugla og spendýra. Kindakjöt, fiskur og fugl hefur venð á borðum í Jónsbúð og svartfugl gæti hafa verið veiddur til matar. Þrátt fyrir túna- og slægjuleysi hefur einhvern veginn verið aflað heyja handa einni kú. Önnur tóftin leiðir í ljós að þar hefur verið hálfþil og bæjardyr, en jafnframt fjós, og sást það á flórnum. Úr fjósinu hefur síðan verið gengið lítið eitt upp í baðstofuna, enda var sú skipan vel þekkt og hugsuð til að nýta hitann frá þlessuðum skepnunum. Á baðstofunni hefur verið hálfþil og gluggi. ottarsstadir eystri-803Það er þurrabúðargerð hin yngri, sem svo er nefnd, en eldn gerðin var alveg án þilja, glugga og bursta; þesskonar bæir urðu nánast eins og hverjir aðrir grasi grónir hólar í landslaginu. Ekki er vitað um upphaf Jónsbúðar en búið var þar á 19. öldinni og eitthvað fram á þá 20. Tvö steinhlaðin mannvirki vekja athygli þegar ekið er eftir vegarspottanum vestur frá Straumi. Annarsvegar er mannhæðarhá tóft úr tilhöggnu og steinlímdu grjóti. Hún heitir Gíslatóft og var í henni útieldhús frá Óttarsstöðum eystri. Vestar er Eyðikot, sem nú er sumarbústaður í burstabæjarstíl og með fagurlega hlöðnum veggum úr hraungrjóti og veruleg prýði er að grjótgarði framan við húsin. Þarna stóð áður hjáleiga með sama nafni; einnig nefnd Óttarsstaðagerði. Umhverfi Óttarsstaðabæjanna er búsældarlegt á móti því sem menn hafa þurft að búa við á öðrum Hraunabæjum. Þarna eru grasgefin og ræktarleg tún sem hestamenn virðast nýta til beitar.
í Jarðabókinni frá því skömmu eftir 1700 er einungis nefnd ein jörð sem heitir Óttarstaðir, en að auki þrjár hjáleigur; Eyðikotið var eitt af þeim. Jarðardýrleikinn er óviss, segir Jarðabókin og jafn óvisst er hvort átt sé við báðar Óttarsstaðajarðirnar, en kóngurinn á slotið og leigur betalast í smjöri heim til Bessastaða. Auk þess eru kvaðir um mannlán á vertíð, „item tveir hríshestar“ sem taka á í Almenningi og „leverast in natura“ heim til Bessastaða. En það er sama sagan og í Lónakoti og áður lonakot-800var nefnt: Ábúandinn kvartar yfir því við Bessastaðavaldið „að ærið bágt sé orðið hrís að útvega og meinar sér léttara vera fyrir þessa tvo hríshesta að betala tíu físka, þá guð gefur fiskinn af sjónum“.
Fimm kýrfóður á túnið að gefa af sér og hefur þótt ekki lítil búsæld í Hraunum. Af hlunnindum nefnir Jarðabókin útigang „þá mestu hörkuvetur ei inn faiia“, hrognkelsatekja er í lónum þegar fjarar, heimræði er árið um kring, lending í meðallagi, en lítil rekavon. Gallar jarðarinnar eru hinsvegar að engjar eru ekki til, að gripir farast stundum í gjám þegar snjóar yfir liggja og afleitt er það líka að torfstunga, þ.e. torfrista, er nánast engin. Vatn var sótt í djúpan brunn í túninu á aðfallnu, en vatnið í honum var alltaf ferskt. Þar gilti sama lögmál og í lónunum sem áður voru nefnd. Þessi brunnur er með grjóthleðslu að innanverðu, en því miður hálffullur af plasti og öðru sem fokið hefur í hann.
Gamalt íbúðarhús er á Óttarsstöðum eystri, en það er ónýtt vegna hirðuleysis. Í gegnum brotna glugga og opnar dyr eiga snjór, regn og vindar greiða leið, en á hlaðinu skartar vörubílshræ. Annað bílhræ er í fallega hlaðinni tóft lítið eitt sunnar. Óttarsstaðahúsið er samt sögulega merkilegt. Upphaf ottarsstadir vestri-802þess má rekja til skipsstrands sem varð við Þórshöfn, skammt sunnan við Stafnes árið 1881. Þá rak kaupfarið Jamestown mannlaust að landi og var bjargað úr því góðum feng af dýrindis húsaviði, um 100 þúsund plönkum. Þótti þetta mikil himnasending í timburskortinum og risu af þessum viðum mörg ný hús suður með sjó og þetta eina hús í Hraununum, á Óttarstöðum eystri. Húsið var síðar bárujárnsklætt.
Áður hafði bærinn á Óttarsstöðum eystri verið vestar, uppi í brekkunni hjá vesturbænum. Fátt er þar til minja um hann annað en hlöðuveggir sem hafa verið fágætlega vel hlaðnir og standa enn.
Síðustu ábúendur á jörðinni, hjónin Guðrún Bergsteinsdóttir og Sigurður Kristinn Sigurðsson hættu búskap þar 1952. Síðasti maður sem hafði fasta búsetu í Hraunum var hinsvegar Guðmundur sonur þeirra. Hann var bátasmiður og byggði sér hús niðri við fjörukambinn, en það er nú horfið. Guðmundur bátasmiður lézt 1985. Þennan jarðarpart, sem talinn var 5 ha, á fjölskyldan þó ekki lengur. Guðni Ívar Oddsson keypti hann 1979 og flutti síðan til Ameríku. Hann er dáinn en sonur hans, Paul I. Oddsson, erfði jörðina og hefur hann aldrei til Íslands komið.
Þyskabud-803Spölkorni vestar og uppi á hæð stendur bærinn á Óttarsstöðum vestri, fallega varðveittur timburbær, bárujárnsklæddur, og gefur góða hugmynd um útlit bæja snemma á öldinni áður en steinsteypuöld hófst. Þarna er fallegt bæjarstæði og líklega það elzta í Hraunum, einkum er víðsýnt út yfir Norðurtúnið, Langabakka og flóann til norðurs. Til suðurs sést minna en ætla mætti, því hraunbrúnin þar er há. Vestur af bænum hefur myndast hryggur tignarlegra hraunhóla og eftir honum endilöngum er frábærlega fallega hlaðinn grjótgarður. Austan við bæinn, þar sem eru grasi grónar lautir, er merkilegur hraunhóll í einni lautinni. Hann er svo sprunginn að hann er ekki kallaður hóll, heldur Hrafnagjá, enda hægt að ganga á jafnsléttu í gegnum hann á ýmsa vegu. Munnmæli herma að kirkjugarður hafi verið hjá Óttarsstöðum og hefur verið talið að enn móti fyrir honum. Þar eru og leifar af bænahúsi.
Á Óttarsstöðum vestri var búið til 1966, en bænum hefur verið vel við haldið. Síðustu ábúendur á Óttarsstöðum vestri voru Ragnheiður Hannesdóttir, húsfreyja á Óttarsstöðum vestri, og Guðmundur Sigurðsson, bátasmiður á Óttarsstöðum, síðasti maður sem átti heima í Hraunum.
ottarsstadir eystri-805Síðustu ábúendur á Óttarsstoðum eystri voru hjónin Áslaug Jónsdóttir og Guðmundur Ingvarsson frá Ketilvöllum í Laugardal. Þau hófu búskap þar 1918, keyptu jörðina þá og bjuggu þar til 1966, en dóu þá með þriggja vikna millibili.
Þau Óttarsstaðahjón áttu tvær dætur, Jónínu og Ragnheiði, sem er 84 ára og lét greinarhöfundi ýmislegt gagnlegt í té. Hún minnist þess úr föðurhúsum að faðir hennar sló allt túnið með orfi og ljá, enda var það ekki véltækt. Bústofninn var um 100 kindur þegar mest var, einn hestur og tvær kýr. Síðustu fimm árin bjuggu þau aðeins með kindur. Ragnheiður minnist þess að fénu var haldið að fjörubeit og þá staðið yfir því, en langmest var þó beitt á hraunið. Faðir hennar og Sigurður bóndi á Óttarsstöðum eystri reru saman til fiskjar þegar gaf á sjó, en þeir fóru aðeins skammt út fyrir og aldrei var vél í bátnum. Vestur með sjónum voru fiskbyrgi, sem enn sjást. Þar var fiskurinn þurrkaður. Börn Ragnheiðar og Jónínu eru núverandi eigendur jarðarinnar og þau eiga heiðurinn af
því að halda bænum í góðu horfi.
Vestur frá Óttarsstaðavör er malarkamburinn næstum þakinn lábörðum steinum, sem einu sinni voru hraunklappir og hafrótið braut upp. Það kom í ljós í Surtsey að brimið við ströndina þurfti ekki ýkja langan tíma til þess að gera lábarinn hnullung úr hrjúfum hraunsteini. En vörin hefur myndazt með því að hraunrani, sem oft flæðir yfir, girðir fyrir að norðanverðu. Þar fyrir utan snardýpkar skyndlega, sögðu mér kafarar sem voru að skoða sig um á botninum. En nú ýtir enginn lengur úr Óttarsstaðavör.“

Eftirfarandi grein birtist í Vísi árið 1969 um síðasta bóndann við Straumsvík:
ottarsstadir vestri-805Hin mikilfenglegu mannvirki, sem rísa upp norðan Straumsvíkur, vekja athygli þeirra vegfarenda, sem ekki eru þar daglega á ferð. En sjálfsagt verður það með þau eins og margt annað, að vaninn slævir eftirtektina og hin því nær kílómetralanga verksmiðjubygging hættir að vekja sérstæð viðbrögð augans.
Hraunið, sem nú hefur verið brotið niður, bjó yfir dulrænni fegurð í litbrigðum ljóss og skugga. Á því var aldrei hinn óumbreytanlegi kuldasvipur steinmúranna. Lifandi mosafeldur brosti við skapara sínum eins og önnur jarðarinnar börn.
Árið 1891 bjuggu í Stóra-Lambhaga i Hraunum, Guðjón Gíslason og Kristbjörg Steingrímsdóttir. Þann 21. september það ár fæddist sonur þeirra Magnús. Þá var fjölbýlt í Hraunahverfinu, enda fólkið margt, búskapur nokkur og áraskipaútgerð. Guðjón var útvegsbóndi, hélt út og stjórnaði sjálfur sex rónu skipi, varð honum gott til manna, því hann var ötull sjósóknari og aflasæll. Þótt oft væri snöggslægt Lambhagatúniö eftir langvarandi þurrka, tókst honum oftast að hafa tvær kýr og rúmlega eitt hundrað sauðfjár. En sum ár varð hann að sækja nokkurn heyskap inn á Álftanes. Á þessum tíma voru eftirtalin býli og hjáleigukot í Garðahreppi sunnan Hvaleyrar: Stóri-Lambhagi, Litli-Lambhagi, Gerði Þorbjarnarstaðir, Péturskot, Straumur, Þýzkabúð, Jónsbúð, Kolbeinskot, Eyðukot, Óttarsstaði og Lónakot. Það var yzti bær í Garðahreppi hinum forna.
Eins og fyrr er sagt, var mikil sjósókn frá þessum bæjum meðan ennþá var öld áraskipanna. Oftast var stutt róið. Aðalmiðin voru Lóndjúpið, Brúnin eða vestur á Svið. Til bar það, að farið var út í Garðssjó væri ördeyða á innmiðum, en þangað var að eins farið á velbúnum skipum að forviði, veiðarfærum og mann afla.
Eydikot-802Venjulega var aflavon þangað til togararnir fóru að skafa botn inn meðfram ströndinni, þá skipti sköpum. Ýmsir útvegsbændur voru brúnaþungir þegar þeir sáu aðfarirnar. Fullir pokar voru dregnir upp. Koli og lúða var hirt en öðrum fiski var hent og flaut hann dauður um allan sjó. Þetta varð til þess að sumir fóru að sækja í togara. Aðrir voru svo stórir af sjálfum sér að þeir höfðu ekki skap til en sátu í landi með sárt ennið, og bölvuðu ástandinu án þess að fá nokkuð að gert. Á vertíðinni var oft margt að komumanna, sem reru á útvegi heimabænda. Lending var fremur góð umhverfis Straumsvíkina bæði í Stóra-Lambhaga og þó sérstaklega við Straum eða í Straumsós en inn á hann varð aðeins komizt á flóði og þarna er mikill munur flóðs og fjöru.
Á þessari öld, þegar ýmiss konar skoðanakannanir virðast vera mjög ofarlega á dagskrá, er það ekki óalgengt, að þeir sem fræðast vilja taki upp símann, velji númer og spyrji um álit manna, sem þeir aldrei áður hafa átt nein samskipti við. Vel má vera að með svona hátta lagi þyki sumum sér nóg boðið, jafnvel þótt orðnir séu aldurhnignir og hafi á langri leið ýmsu kynnzt og mörgu vanizt.
Bifreiðin undir stjórn Magnúsar Guðjónssonar rennur mjúklega suður Hafnarfjarðarveginn. Hann er kunnugur þessari leið gamli maðurinn, því frá árinu 1916, að hann tók bifreiðastjórapróf hjá Agli Vilhiálmssyni, hefur hann oft setið undir stýri og lengst af milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Hann vildi gjarnan láta fólkinu í sín um heimabæ góða þjónustu í té og auðvelda því ferð til höfuðstaðarins. Árið 1922 fékk hann Kristján vagnasmið til þess að byggja fyrir sig farþegahús á vörubíl. Það rúmaði 13 manns. Þá varð Steindór Einarsson reiður og sagði að með þessu væri Magnús að stofna til harð vítugrar samkeppni við sína dýru og fullkomnu fólksbíla, en hann hafði þá keypt eina tuttugu slíka. Gudmundur batasmidur-2En Magnús lét sig ekki og hélt sínu striki, sagði aðeins: „Stærri bifreiðar til fólksflutninga er það sem koma skal“, og sú varð raunin á. Það sá Steindór síðar.
– Sjáðu, hérna, þar sem við ökum meðfram höfninni í Hafnarfirði var áður sjór. Þetta er nýtt land giört af mönnum. Þar sem vegurinn liggur framan undir hamrinum var áður hyldýpi. Í Ásbúðum bjó Andrés Jónsson. Ásbúðir, það er litli bærinn með fánalitunum þarna undir brekkunni Andrés safnaði fornminjum. Ég starfaði að þessu með honum af og til í fimmtíu ár, ók út um sveitir og sótti muni. Nú er sérstök deild í Þjóðminjasafninu, sem varðveitir þessar minjar, — Ásbúðasafnið.
— Hér er Óseyrin, þar var áður býli og oftast vel búið. Einu sinni átti þar heima Ísak í Fífuhvammi. Einar Þorgilsson útgerðarmaður þurrkaði fisk á grandanum framan við eyrina. Þarna syðst er svo Hvaleyrin. Sú jörð átti landamerki móti Stóra-Lambhaga. Í Óseyrarog Hvaleyrartjörnum var
fyrrum; -mikil rauðsprettuveiði.
-Já, ég man vel aðra mynd af Hafnarfirði en þá sem nú er sýnileg þeim sem um veginnfara.
Nú erum við komnir móts við hið mikla mannvirki — Álbræðsluna — sem reist hefur verið á landi Stóra-Lambhaga.
— Hér er orðin breytt síðan ég var að smala hraunin og ára skipum var hrundið á flot og ráð ið til hlunns í Straumsvíkur- og Lambhagavörum. Fyrstu sjóferðina fór ég 9 ára gamall. Ekki mun þá hafa verið til mikillar liðveizlu ætlazt enda var pilturinn lítt til stórræða, því sjóveikin þjakaði mig mjög og var svo jafnan, enda þótt ekki þýddi að láta slíkt á sig Stori Lambhagi-800fá. Uppeldissystur minni, Margréti Magnúsdóttur, var öðruvísi farið. Hún var bæði kjarkmikil og sjósterk, enda reri hún sem dugandi karlmaður væri og þótti engu síður hlutgeng. Ekki sjaldan kom það fyrir, að hún fór á sjóinn þegar verra var veður og ég kaus heldur að hirða fé föður míns.
Einu minjarnar um hina fornu byggð í Stóra-Lambhaga er vörina, sem lent var og þetta gamla fjárhús við sjóinn. Í Straumi bjó lengi Guðmundur Símonarson. Hann hafði stórt bú. Þó sérstaklega sonur hans, Guðmundur Tjörfi, hann hafði mikinn fénað. Hjá honum var „Stjáni blái“ oft á veturna áður en vertíð hófst. Stjáni ólst upp hjá séra Þórarni í Görðum, kom þangað 7 ára gamall frá Klöpp í Reykjavík. Séra Þórarinn keypti áraskip handa honum og Óla Garða. Stjáni var mikill sjómaður, ég þekkti hann vel. Þegar hann fór sína síðustu för var ég á bryggjunni í Hafnarfirði. Stjáni var örlítið ör og þegar ég hafði orð á því að honum lægi ekkert, á úteftir, leit hann til mín þeim augum, sem gáfu greinilega til kynna, að það væri hann en ekki ég, er réði þar ferðinni. Mun ég sennilega hafa verið einn þeirra síðustu, sem rétti honum höndina til kveðju.
Svo „strengdi Stjáni klóna“, settist við stjórn og tók stefnu fyrir Keilisnes. Hann var þá búsettur í Keflavík. Hið snjalla kvæði, sem Örn Arnarson kvað, mun gefa nokkuð sanna hugmynd um þessa síðustu siglingu og einnig um manninn sjálfan, ottarsstadir eystri-807Meðan Stjáni var formaður fyrir séra Þórarin í Görðum
reri hann venjulega úr Garðavör og sótti oftast út á Svið.
— í Straumi bjó síðar Bjarni Bjarnason, sem lengi var skólastjóri héraðsskólans á Laugarvatni. Hann var þá kennari í Hafnarfirði. Nú eru því nær öll hraunabýlin í eyði fallin. Að vísu hefur verið rekið svínabú í Straumi, en heyrt hef ég á orði haft, að þeim rekstri mundi senn lokið. Á Óttarsstöðum eru
heimilisföst roskin hjón. Húsbóndinn stundar smíðar og auk þess hafa þau nokkur hænsni. Öll þau ár, sem ég var heima í Stóra-Lambhaga, voru í Eyðikoti þrjú systkini – bræðurnir Sveinn og Guðmundur og systirin Steinunn Bergsteinsbörn. Sveinn var sjómaður en Guðmundur var sjálfmenntaður járn
smiður. Hann smíðaði mikið af skónálum og brennimörkum. Smiðjuhurðin bar glögg merki þeirrar iðju. Eins og ég drap á áðan, þá höfðu bændur hér í hverfinu talsverðan búpening. Enda þótt heyfengur væri venjulega rýr, þá kom þar á móti, að sauðfé var mjög létt á fóðrum. Marga vetur kom það aldrei í hús, nema lömbin fyrsta veturinn. Þegar Thorbjarnastaðarrett-800verri voru veður lá féð í hellisskútum hér og þar í hrauninu. Ef tað safnaðist í þá voru þeir þrifnir og stungið út úr þeim, mátti segja að hér væri um að ræða nokkurs konar fjárhús. Þrátt fyrir það, að hraunið virðist gróðurvana yfir að sjá, þá þreifst féð vel bæði vetur og sumar, en hirðingin var erilsöm, sérstaklega á vorin, því víða eru jarðföll og holur, sem hættuleg eru nýfæddum lömbum og þungfærum ám. Yfir þessu þurfti að hafa vakandi auga.
Það féll oft í minn hlut að sinna þessu starfi meðan ég var drengur heima í Lambhaga, og kunni ég því vel. Þó hér sé ekki sprottið til lands að líta er víðáttan fögur og heillandi, sérstaklega á vorin, og hraunið
býr yfir meiri og fjöíbreyttari náttúruöflum en ætla mætti þegar menn líta yfir það sem
hraðfara vegfarendur. Það er margur fagur reitur falinn í skjóli hraunborganna. Þeir voru engir smákarlar sumir bændurnir hérna á ströndinni í gamla daga. Guðmundur á Auðnum, Guðmundur í Landakoti, Guðmundur í Flekkuvík og Sæmundur á Vatnsleysu. Þeim Guðmundi á Auðnum og Sæmundi þótti nú sopinn góður og komið gat fyrir að kaupstaðarferðin til Reykjavíkur tæki þá upp undir hálfan mánuð. Þá var komið við á bæjunum, Ottarsstadavor-800þeginn og veittur beini, sem orsakað gat næturdvöl. En þetta voru dugnaðarmenn, aflasælir og sjálfum sér nógir.
Ég hef svo sem fengizt við ýmislegt fleira en aksturinn, enda þótt ég telji hann hafa verið mitt aðalstarf um ævina. Í tíu ár fékkst ég við útgerð og átti um sjö ára skeið elzta skipið í íslenzka veiðiflotanum, m.b. Njál, 38 lestir að stærð. Nokkuð kom ég einnig við verzlunarsöguna bæði sem
sjálfstæður aðili og nú síðustu átta árin verið innheimtumaður hjá firmanu Nathan & Ólsen.
— Jú, ég kvæntist árið 1913.
Konan mín hét Herdís Níelsdóttir, ættuð úr Hafnarfirði. Við bjuggum saman í 33 ár, þá lézt hún. Við vorum barnlaus og nú er ég einn míns liðs.
— Okkur liggur ekkert á, ég er minn eigin herra í dag.
— Aka, jú, ég sé vel til að aka þótt ég sé senn 79 ára gamall. Ennþá les ég gleraugnalaust. Ég hef aldrei ekið hratt ónei, og komizt leiðar minnar þrátt fyrir það.
Sérðu hvernig þeir hafa brotið niður hraunið. Á gömlum fjárgötum fortíðarinnar, hrófum áraskipanna, harðbalatúnum og húsatóftum fornra mannabyggða hafa þeir reist þetta verksmiðjuhús.
— Hvort munu þeir, sem þar ráða ríkjum svara betur kalli sinnar samtíðar en hinir, er áður lifðu þar lífi íslenzkra útvegsbænda?“
Sjá meira um hreunin HÉR.

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins 7. maí 1978, Suður í Hraunum, Gísli Sigurðsson, bls. 8-9 og bls. 13.
-Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 2000, Byggð og náttúra í Hraunum – Nútíminn fór hjá garði, Gísli Sigurðsson, bls. 4-6.
-Vísir 19. júní 1969, Bóndinn í Straumsvík, bls. 9-10.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir vestri og eystri.

Óttarsstaðir
Lagt var upp frá Straumi, en hann tilheyrir bæjunum í Hraunum. Þeir eru nú í landi Hafnarfjarðar, en höfðu tilheyrt Garðahreppi allt til ársins 1964 er bæjarfélögin höfðu makaskipti á löndum. Bjarni Bjarnason, skólastjóri Barnaskóla Hafnarfjarðar, byggði Straumshúsið 1926. Ætlaði hann að reka þar stórbú. Árið 1948 keypti Hafnarfjarðarbær Straumsbúið og leigði það til ýmisskonar starfsemi. Á níunda áratug 20. aldar voru Straumshúsin gerð upp og hýsa nú listamiðstöð á vegum Hafnarfjarðarbæjar.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir eystri.

Í Hraunum bjuggu Hraunamenn á 12 býlum og kotum um aldamótin 1900. Neðan Reykjanesbrautar, Straumsmegin, eru auk þess Óttarstaðir eystri og Óttarstaðir vestri, Stóri Lambhagi og Lónakot vestar. Sunnan brautarinnar eru Þorbjarnarstaðir. Hjáleigur og þurrabúðir eru og þarna, s.s. Litli Lambhagi, Þýskubúð, Jónsbúð, Kolbeinskot, Óttarstaðagerði og Eyðikot að norðanverðu, en Gerði og Péturskot að sunnanvörðu. Péturskot var þar sem Reykjanesbrautin liggur nú við norðurkantinn á Fagravelli skammt austan við gatnamótin að Straumi. Norðan Straums eru nokkrir stígar s.s. Sjávargata og Jónsbúðarstígur, en sunnan hans er t.d. Straumsselsstígur er liggur upp með vesturgarði Þorbjarnastaða, yfir Alfaraleið út á Útnes og áfram upp í Straumssel. Umhverfis bæina eru heillegir grjótgarðar, auk fjárrétta, kvía, byrgja og nátthaga. Aðallega var gert út á fjárbúskap, en einnig voru þar einstakar kýr og nokkrir hestar. Hraunamenn gerðu mikið út á sjósókn og má sjá þar varir, þurrabúðir, vörslugarða og fiskreiti enn þann dag í dag. Búskapur lagðist af í Hraunum um 1930, en lengst var búið á Óttarstöðum vestri (1965). Straumsvík var mikill verslunarstaður frá árinu 1400 og fram yfir 1600 þegar þýskir og enskir kaupmenn gerðu út á landann.

Jónsbúð

Jónsbúð.

Gengið var að Norðurgarði. Garðurinn liggur niður að Straumsvör. Ofan hennar eru allnokkrar garðhleðslur, auk bátaskjóls. Þaðan var haldið að Þýskubúð og skoðað í kringum hana. Gamall hlaðinn brunnur er vestan við búðina. Garður liggur umhverfis búðina. Haldið var yfir í Tjörvagerði, sem var nátthagi. Þaðan er stutt yfir í Jónsbúð. Hlaðinn garður umlykur einnig þá búð. Jónsbúðartjörnin er norðan hennar. Jónsbúð er ágætt dæmi um búð er varð að bæ. Eftir að bóndinn hafði komið upp fyrsta “káinu”, þ.e. kotinu, fylgdu önnur á eftir í réttri röð; köttur, kindur, kú, kona og krakkar. Norðan við Jónsbúðartjörn er Markhóll, þríklofinn klettur. Í fjörunni mátti sjá mink við veiðar.

Straumur

Óttarsstaðir/Straumur – örnefni og minjar – uppdráttur ÓSÁ.

Þýskabúð

Þýskabúð.

Gengið var með ströndinni yfir að Óttarstöðum eystri. Þar við eru allmargar tóttir, garðar og gerði. Suðaustan við húsið er brunnur og annar eldri vestan við það. Vestar er Óttarstaðir vestri. Þar eru einnig miklir garðar. Á milli og austan við bæina er gróinn hóll. Þar er talið að forn kapella eða kirkja hafi staðið.Gengið var yfir í Klofið, en þar er Óttarstaðaréttin, fallega hlaðin. Utan við hana eru nokkrar tóttir fjárhúsa. Ofan við Klofið er Miðmundarhæð og á henni Miðmundarvarða. Frá henni var haldið eftir stíg suður inn í hraunið uns komið var að Kotaklifsvörðu, hárri og áberandi vörðu vestan í Sigurðarhæð. Frá henni var haldið suðaustur að Kúaréttinni, sem er djúp gróin laut í hrauninu. Við enda hennar eru hlaðnir garðar. Háir veggir lautarinnar er svo til þverhníptir á kafla. Ofar eru miklar sprungur. Undir bakka efst á einum veggnum stóð einmana rjúpa og fylgdist með.
Nokkuð austan Kúaréttar, sunnan Sigurðarhæðar, eru tvo hlaðinn byrgi, annað mjög heillegt. Upphaflega gætu þetta hafa verið þurrkbyrgi, en síðar byrgi refaskyttu, sem þaðan hefur ágætt útsýni til vesturs yfir lægðirnar í hrauninu norðan Brunntjarnar. Austan tjarnarinnar er hlaðin Straumsréttin.
Veður var frábært, lygnt, hlýtt og sólbjart. Gangan tók u.þ.b. klukkustund.
Gerður var uppdráttur af svæðinu.

Straumur/Óttarrsstaðir

Straumur/Óttarsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Straumur

Eftirfarandi umfjöllun um Hraunabæina eftir Gísla Sigurðsson birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 2000:
Straumur-231
Nútíminn fór að mestu leyti hjá garði í Hraununum. Ef til vill er það þversagnarkennt, en nú er hægt að njóta þessa umhverfis einmitt vegna þess að nútímanum þóknaðist að koma ekki við í þessari horfnu byggð. Annars væri búið að setja jarðýtur á alla þessa grjótgarða sem falla svo vel að landinu; það væri búið að moka hólunum ofaní lautirnar, mylja hraunið til að ýta upp vegum og síðan væru athafnaskáldin búin að byggja eitthvað flott úr steinsteypu. En fyrir einhverja guðslukku fóru framfarirnar þarna hjá garði. Og Hraunamennirnir höfðu ekki bolmagn til þess að bylta umhverfinu. Það mesta sem vélaöldin hefur skilið eftir sig eru nokkur bílhræ.

Þorbjarnarstaðir
Thorbjarnastadir-231Svo að segja beint suður af Straumsvík, snertuspöl handan við Keflavíkurveginn, eru rústir bæjarins á Þorbjarnarstöðum. Ekki ber mikið á þeim; grasbeðjan miskunnar sig yfir þessi fátæklegu mannanna verk. Um búskap og mannlíf á Þorbjarnarstöðum er næsta lítið að finna í rituðum heimildum, en búsetu þar lauk eftir 1930. Svo er að sjá af tóftunum að þarna hafi alla tíð verið torfbær. Í kring er talsvert graslendi sem verið hefur tún. Hlaðnir túngarðar standa enn uppi, svo og Þorbjarnarstaðarétt. Einn af mörgum fallegum blettum í landi Þorbjarnarstaða, sem nú er í eigu Hafnarfjarðar, er við tjarnirnar sem verða inn af Straumsvík. Þar eru silfurtærar upppsprettur undan hrauninu, vatnsból sem ekki hefur brugðist.

Þýskubúð
ThysakabudSteinsteypuöldin náði ekki til Hraunabæjanna svo teljandi væri; þó á að heita svo að standi uppi íbúðarhúsið Þýzkubúð. Hvort þessi hjáleiga frá Straumi hefur einhverntíma verið nefnd Þýzkabúð er ekki vitað. En samkvæmt talshætti í Hraununum heitir húsið Þýzkubúð og er nafnið rakið til þess að Straumsvík var verzlunarstaður frá árinu 1400 og fram yfir 1600, en þá vöndu þýzkir og enskir kaupmenn komur sínar til landsins. Þá voru verzlunarbúðir þýzkra höndlara settar upp við varir út með Straumsvíkinni og þótt aldir hafi liðið eru nöfnin enn við lýði: Þýzkubúð og Þýzkubúðarvarir syðri og nyrðri.
Nú stendur íbúðarhúsið í Þýzkubúð eitt til minningar um verzlunarstaðinn og hjáleiguna sem síðan reis þar. Húsið er af sér gengið, opið fyrir veðrum og vindi, hryggðarmynd. Samt var þetta steinsteypt hús, en hvenær það reis virðist enginn vita með vissu; það var snemma á öldinni. Síðar var byggt við það einhverskonar bíslag sem hangir uppi. Á barnsaldri átti Eiríkur Smith listmálari heima um tíma í Þýzkubúð.

Jónsbúð
Jonsbud-221Lítið eitt utar með víkinni og örskammt frá sjávarkambinum og Jónsbúðartjörn var þurrabúðin eða hjáleigan Jónsbúð á örlitlum túnbletti. Grjótgarður í kring, hraunhólar og grasigrónir þollar. Jónsbúðarvör er beint niður af bænum og skaga Skötuklettar út í Straumsvíkina sunnan við vörina. Tvær samliggjandi tóftir sýna hvernig bærinn hefur verið. Fornleifafræðistofan hefur staðið að samantekt þar sem sjá má niðurstöður Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings. Líklega var ekki eftir neinu stórkostlegu að slægjast, enda fátt markvert sem kom í ljós. Þó voru rústir bæjarins nær óspilltar; ekkert jarðrask hafði átt sér stað þar. Ástæða er til þess að vekja athygli á þessum stað vegna þess að að minjar af þessu tagi eru hvergi sýnilegar lengur á höfuðborgarsvæðinu. Staðurinn geymir allar þær minjar sem við má búast að sjáist eftir þurrabúð eða hjáleigu; þar á meðal bæjarhús, túngarð, skepnuhús, vör, vörslugarð, hjall, sólþurrkunarreit og vatnsból.
Tvær prufuholur sem grafnar voru í gólf bæjarhúsanna leiddu í ljós brennd og óbrennd bein fiska, fugla og spendýra. Kindakjöt, fiskur og fugl hefur verið á borðum í Jónsbúð og svartfugl gæti hafa verið veiddur til matar. Þrátt fyrir túna- og slægjuleysi hefur einhvern veginn verið aflað heyja handa einni kú. Önnur tóftin leiðir í ljós að þar hefur verið heilþil og bæjardyr, en jafnframt fjós, og sást það á flórnum. Úr fjósinu hefur síðan verið gengið lítið eitt upp í baðstofuna, enda var sú skipan vel þekkt og hugsuð til að nýta hitann frá blessaðri skepnunni. Á baðstofunni hefur verið hálfþil og gluggi. Það er þurrabúðargerð hin yngri, sem svo er nefnd, en eldri gerðin var alveg án þilja, glugga og bursta; þess konar bæir urðu nánast eins og hverjir aðrir grasi grónir hólar í landslaginu. Ekki er vitað um upphaf Jónsbúðar en búið var þar á 19. öldinni og eitthvað fram á þá 20.

Ottarsstadir - loftmynd IITvö steinhlaðin mannvirki vekja athygli þegar ekið er eftir vegarspottanum vestur frá úr tilhöggnu og steinlímdu grjóti. Hún heitir Gíslatóft og var í henni útieldhús frá Óttarsstöðum eystri. Vestar er Eyðikot, sem nú er sumarbústaður í burstabæjarstíl og með fagurlega hlöðnum veggum úr hraungrjóti og veruleg prýði er að grjótgarði framan við húsin. Þarna stóð áður hjáleiga með sama nafni; einnig nefnd Óttarsstaðagerði, sem Stefán Rafn byggingameistari eignaðist og eiga hann og Eiríkur bróðir Thorolfs Smith fréttamanns heiðurinn af bænum eða sumarbústaðnum eins og hann er nú.

Óttarsstaðir eystri
Ottarsstadir eystri IIUmhverfi Óttarsstaðabæjanna er búsældarlegt á móti því sem menn hafa þurft að búa við á öðrum Hraunabæjum. Þarna eru grasgefin og ræktarleg tún sem hestamenn virðast nýta til beitar.
Í Jarðabókinni frá því skömmu eftir 1700 er einungis nefnd ein jörð sem heitir Óttarstaðir, en að auki þrjár hjáleigur; Eyðikotið var eitt af þeim. Jarðardýrleikinn er óviss, segir Jarðabókin og jafn óvisst er hvort átt sé við báðar Óttarsstaðajarðirnar, en kóngurinn á slotið og leigur betalast í smjöri heim til Bessastaða. Auk þess eru kvaðir um mannlán á vertíð, „item tveir hríshestar“ sem taka á í Almenningi og „leverast in natura“ heim til Bessastaða. En það er sama sagan og í Lónakoti og áður var nefnt: Ábúandinn kvartar yfir því við Bessastaðavaldið „að ærið bágt sé orðið hrís að útvega og meinar sér léttara vera fyrir þessa tvo hríshesta að betala tíu fiska, þá guð gefur fiskinn af sjónum“.
Fimm kýrfóður á túnið að gefa af sér og hefur þótt ekki lítil búsæld í Hraunum. Af hlunnindum nefnir Jarðabókin útigang „þá mestu hörkuvetur ei inn falla“, hrognkelsatekja er í lónum þegar fjarar, heimræði er árið um kring, lending í meðallagi, en lítil rekavon. Gallar jarðarinnar eru hinsvegar að ottarsstadir-gislatoftengjar eru ekki til, að gripir farast stundum í gjám þegar snjóar yfir liggja og afleitt er það líka að torfstunga, þ.e. torfrista, er nánast engin. Vatn var sótt í djúpan brunn í túninu á aðfallinu, en vatnið í honum var alltaf ferskt. Þar gilti sama lögmál og í lónunum sem áður voru nefnd. Þessi brunnur er með grjóthleðslu að innanverðu, en því miður hálffullur af plasti og öðru sem fokið hefur í hann.
Gamalt íbúðarhús er á Óttarsstöðum eystri, en það er ónýtt vegna hirðuleysis. Í gegnum brotna glugga og opnar dyr eiga snjór, regn og vindar greiða leið, en á hlaðinu skartar vörubílshræ. Annað bílhræ er í fallega hlaðinni tóft lítið eitt sunnar. Óttarsstaðahúsið er samt sögulega merkilegt. Upphaf þess má rekja til skipsstrands sem varð við Þórshöfn, skammt sunnan við Stafnes árið 1881. Þá rak kaupfarið Jamestown mannlaust að landi og var bjargað úr því góðum feng af dýrindis húsaviði, um 100 þúsund plönkum. Þótti þetta mikil himnasending í timburskortinum og risu af þessum viðum mörg ný hús suður með sjó og þetta eina hús í Hraununum, á Óttarstöðum eystri. Húsið var síðar bárujárnsklætt. Áður hafði bærinn á Óttarsstöðum eystri verið vestar, uppi í brekkunni hjá vesturbænum. Fátt er þar til minja um hann annað en hlöðuveggir sem hafa verið fágætlega vel hlaðnir og standa enn.
Síðustu ábúendur á jörðinni, hjónin Guðrún Bergsteinsdóttir og Sigurður Kristinn Sigurðsson hættu búskap þar 1952. Síðasti maður sem hafði fasta búsetu í Hraunum var hinsvegar Guðmundur sonur þeirra. Hann var bátasmiður og byggði sér hús niðri við fjörukambinn, en það er nú horfið. Guðmundur bátasmiður lézt 1985. Þennan jarðarpart, sem talinn var 5 ha, á fjölskyldan þó ekki lengur. Guðni Ívar Oddsson keypti hann 1979 og flutti síðan til Ameríku. Hann er dáinn en sonur hans, Paul I. Oddsson, erfði jörðina og hefur hann aldrei til Íslands komið.

Óttarsstaðir vestri
Ottarsstadir vestri IISpölkorni vestar og uppi á hæð stendur bærinn á Óttarsstöðum vestri, fallega varðveittur timburbær, bárujárnsklæddur, og gefur góða hugmynd um útlit bæja snemma á öldinni áður en steinsteypuöld hófst. Þarna er fallegt bæjarstæði og lfklega það elzta í Hraunum, einkum er víðsýnt út yfir Norðurtúnið, Langabakka og flóann til norðurs. Til suðurs sést minna en ætla mætti, því hraunbrúnin þar er há. Vestur af bænum hefur myndast hryggur tignarlegra hraunhóla og eftir honum endilöngum er frábærlega fallega hlaðinn grjótgarður. Austan við bæinn, þar sem eru grasi grónar lautir, er merkilegur hraunhóll í einni lautinni. Hann er svo sprunginn að hann er ekki kallaður hóll, heldur Hrafnagjá, enda hægt að ganga á jafnsléttu í gegnum hann á ýmsa vegu. Munnmæli herma að kirkjugarður hafi verið hjá Óttarsstöðum og hefur verið talið að enn móti fyrir honum. Þar eru og leifar af bænahúsi.
Síðustu ábúendur á Óttarsstöðum vestri voru hjónin Áslaug Jónsdóttir og Guðmundur Ingvarsson frá Ketilvöllum í Laugardal. Þau hófu búskap þar 1918, keyptu jörðina þá og bjuggu þar tU 1966, en dóu þá með þriggja vikna milibili.
Þau Óttarsstaðahjón áttu tvær dætur, Jónínu og Ragnheiði, sem er 84 ára og lét greinarhöfundi ýmislegt gagnlegt í té. Hún minnist þess úr föðurhúsum að faðir hennar sló allt túnið með orfi og ljá, enda var það ekki véltækt. Bústofninn var um 100 kindur þegar mest var, einn hestur og tvær kýr. Síðustu fimm árin bjuggu þau aðeins með kindur. Ragnheiður minnist þess að fénu var haldið að fjörubeit og þá staðið yfir því, en langmest var þó beitt á hraunið. Faðir hennar og Sigurður bóndi á Óttarsstöðum eystri reru saman til fiskjar þegar gaf á sjó, en þeir fóru aðeins skammt út fyrir og aldrei var vél í bátnum. Vestur með sjónum voru fiskbyrgi, sem enn sjást. Þar var fiskurinn þurrkaður. Börn Ragnheiðar og Jónínu eru núverandi eigendur jarðarinnar og þau eiga heiðurinn af því að halda bænum í góðu horfi.
Ottarrsstadir-221Vestur frá Óttarsstaðavör er malarkamburinn næstum þakinn lábörðum steinum, sem einu sinni voru hraunklappir og hafrótið braut upp. Það kom í ljós í Surtsey að brimið við ströndina þurfti ekki ýkja langan tíma til þess að gera lábarinn hnullung úr hrjúfum hraunsteini. En vörin hefur myndazt með því að hraunrani, sem oft flæðir yfir, girðir fyrir að norðanverðu. Þar fyrir utan snardýpkar skyndilega, sögðu mér kafarar sem voru að skoða sig um á botninum.
En nú ýtir enginn lengur úr Óttarsstaðavör til að draga fisk úr sjó og eiga eitthvað í soðið. Og enginn horfir lengur út á flóann og hefur áhyggjur af því að Garðhverfingar séu rónir á undan Hraunamönnum eins og segir í húsganginum.
Fátt stendur eftir annað en náttúran í allri sinni dýrð og fegurðin. Þeir sem fara með skipulagsmál í Hafnarfirði virðast ekki gefa mikið fyrir þesskonar landkosti. Að minnsta kosti var búið að gera ráð fyrir því á aðalskipulagi frá 1997 að allt svæðið frá Straumsvík og vestur fyrir Óttarsstaði yrði gert að iðnaðarog athafnasvæði í tengslum við nýja höfn. Síðar hefur því lítillega verið breytt; meðal annars vegna verndaðra fornminja á Óttarstöðum. Eftir stendur að megnið af svæðinu á að eyðileggja; nútíminn mun um síðir senda sínar jarðýtur á hraunið nema einhver hulinn verndarkraftur komi í veg fyrir það.

Helstu heimildir:
-Óprentuð örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar lögregluþjóns í Hafnarfirði.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
-Hraunin við Straumsvík, Kynningarbæklingur um útivistarsvæði í Hraununum. Útg. af Umhverfis- og útivistarfélagi Hafnarfjarðar.
-Jónatan Garðarsson: útivistarperlan í Hraunum, Náttúrufræðingurinn, 67. árg. 3.-4. hefti. 1998.
Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson: Hraun í nágrenni Straumsvíkur, Náttúrufræðingurinn, 67. árg. 3.-4. hefti, 1998.
-Jóhannes Sturlaugsson, Ingi Rúnar Jónsson, Stefán Eiríkur Stefánsson og Sigurður Guðjónsson: Dvergbleikja á mótum ferskvatns og sjávar. Náttúrufræðingurinn, 67. árg. 3.-4. hefti, 1998.
-Arnar Ingólfsson: Lífríki í tjörnum við Straumsvík. Náttúrufræðingurinn, 67. árg. 3.-4. hefti, 1998.
-Munnlegar heimildir: Ragnheiður Guðmundsdóttir frá Óttarsstöðum.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 2000, bls. 4-6.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir – örnefni (ÓSÁ).

Straumur/Óttarrsstaðir

„Fjárborgir eru víða að finna á Reykjanesskaganum og víðar og vitna um gott verklag og hyggjuvit þeirra sem hlóðu þær. Flestar borgirnar eru kenndar við þá bæi sem þær tilheyrðu en ein fjárborg er Ottarsstadir-536kennd við konu og nefnd Kristrúnarfjárborg. Þessi fjárborg stendur á nokkuð sléttum hraunhrygg skammt vestan við Smalaskála í Hraunum sunnan við Straumsvík. Fjárborgin er allt eins nefnd Óttarstaðafjárborg, en Kristrúnarborg er það nafn sem staðkunnugir notast jafnan við. Konan sem fjárborgin er nefnd eftir hét Kristrún og var Sveinsdóttir en hún kom upphaflega sem vinnukona að Óttarstöðum frá Miðfelli í Þingvallasveit og varð húsmóðir á bænum. Gísli Sigurðsson lögregluþjónn í Hafnarfirði og örnefnasafnari sagði frá því í örnefnaskrá sinni að Kristrún hefði hlaðið borgina ásamt vinnumanni sínum.
Það er rétt að huga aðeins nánar að því hver þessi kona var og hvernig stóð á því að hún settist að á Óttarstöðum. En fyrst þarf að greina frá því hvernig málum á þessum slóðum var háttað áður en Ottarsstadir-537Kristrún kom til sögunnar. Þannig var að Jón Hjörtsson var leiguliði á Óttarstöðum árið 1835, þá orðinn 59 ára gamall. Hann stundaði talsverða útgerð enda fiskveiðar góðar á þessum slóðum. Eiginkona Jóns var Guðrún Jónsdóttir sem var 68 ára og því nærri áratug eldri en eiginmaðurinn eins og algengt var á þessum tíma. Rannveig dóttir þeirra hjóna var þrítug og bjó hjá þeim ásamt syni sínum Steindóri Sveinssyni sem var tíu ára gamall. Vinnumaður á bænum var Guðlaugur Erlendsson 39 ára gamall og Sigvaldi Árnason 43 ára tómthúsmaður bjó einnig á Óttarstöðum ásamt Katrínu Þórðardóttur 53 ára eiginkonu sinni.
Jón Hjörtsson keypti hálfa Óttarstaðajörðina af konungssjóði 28. ágúst 1839 en hinn hlutann ásamt Óttarstaðakoti keypti Guðmundur Guðmundsson í Straumsseli. Guðmundur var umsvifamikill á þessum tíma og eignaðist smám saman jarðirnar Stóra Lambhaga, Straum og Þorbjarnarstaði. Jón og Guðrún stofnuðu til nýrrar hjáleigu í landi sínum fyrir 1850 sem fékk nafnið Kolbeinskot.  Nafnið tengdist ábúandanum Kolbeini Jónssyni, Ottarsstadir-538sem var 33 ára árið 1850 eins og eiginkonan Halldóra Hildibrandsdóttir. Þau áttu börnin Oddbjörgu 6 ára, Jón 2 ára og Hildibrand sem var eins árs. Fyrstu árin reyndu þau venjubundinn með búskap en túnin sem Kolbeinskot hafði til umráða voru ekki mikil, jafnvel þó þau gætu slegið Kotabótina og beitt skepnum sínum á fjöru á vetrum og úthagann á sumrin. Veturinn 1859-60 reri Sighvatur Jónsson sem kallaður var Borgfirðingur á skipi Kolbeins og hafði fjölskyldan viðurværi sitt einvörðungu af fiskveiðum húsbóndans. Um þessar mundir bættist dóttirin Guðbjörg í barnahópinn og vegnaði fjölskyldunni ágætlega enda nóg að bíta og brenna. Árið 1890 þegar Kolbeinn var á 79. aldursári en Halldóra nýlega orðin 80 ára bjuggu þau í Óttarstaðakoti ásamt Jóni Bergsteinssyni 14 ára dóttursyni sínum.
Ottarsstadir-539Árið 1855 lést Guðrún Jónsdóttir húsmóðir á Óttarstöðum 88 ára gömul en Jón Hjörtsson lifði konu sína, orðinn 79 ára gamall. Hann bjó á Óttarstöðum í sambýli við Rannveigu dóttur sína og Steindór son hennar sem var 31 árs og einhleypur. Hann var í raun réttri húsráðandi og bóndi á bænum á þessum tíma. Steindór festi ekki ráð sitt fyrr en fimm árum seinna en þá hafði vinnukonan Kristrún Sveinsdóttir verið á bænum um skeið. Kristrún fæddist 24. apríl 1832 að Miðfelli í Þingvallasveit. Hún var dóttir Sveins bónda Guðmundssonar og konu hans Þórunnar Eyleifsdóttur sem bjuggu að Miðfelli. Kristrún hafði orð á sér fyrir að hafa verið tápmikil kona og eftirtektarverð. Kristrún kom að Óttarstöðum ásamt Bergsteini bróður sínum sem var einu ári eldri en hún og var vinnumaður á bænum. Systkinin voru annálaðir dugnaðarforkar. Nokkru áður en þau komu að Óttarstöðum hafði allt sauðfé verið skorið niður á suðvesturhorni landsins vegna fjárkláða. Bændur þurftu að koma sér upp nýjum fjárstofni og fengu sauðfé frá Norðurlandi sem var ekki hagvant í hraunlandslagi. Venja þurfti féð við nýju heimkynnin og þessvegna þótti skynsamlegt að breyta aðeins um búskaparhætti Ottarsstadir-540og hafa féð nær bæjum en áður hafði tíðkast. Um þessar mundir hættu margir bændur að færa frá í sama mæli og áður og selfarir lögðust af að miklu leyti og smám saman fóru selin í eyði.
Þegar fjárskiptin stóðu fyrir dyrum hófu menn víðsvegar á Suðurnesjum að hlaða upp hringlaga fjárborgir og var ein slík gerð í landi Óttarstaða. Á þessum tíma hófu menn víðsvegar á Suðurnesjum að hlaða upp hringlaga fjárborgir og var ein slík gerð í landi Óttarstaða. Borginni var fundinn staður skammt vestur af Smalaskálahæð á sléttum hraunhól. Kristrún stjórnaði hleðslu fjárborgarinnar og tók virkan þátt í að koma henni upp eða vann þetta að mestu ein ásamt vinnumanni sínum samkvæmt því sem Gísli Sigurðsson komst næst er hann safnaði upplýsingum um örnefni í landi Óttarstaða. Allavega fór það svo að fjárborgin var ætíð eftir það við hana nefnd og kölluð Kristrúnarborg. Fjárborgin hefur jafnframt gengið undir heitinu Óttarstaðafjárborg. Kristrún vann ekki ein að þessu því Bergsteinn bróðir hennar lagði drjúga hönd að verkinu, en þau voru vön að hlaða garða úr hraungrjóti sem nóg er af í Þingvallasveit. Hvort það var þessi atorka og verkkunnátta sem varð til þess að Steindór bóndi á Óttarstöðum heillaðist Ottarsstadir-541af Kristrúnu er ekki gott að fullyrða, en allavega fór það svo að þau gengu í hjónaband 9. október 1860. Hann var 36 ára en hún var 28 ára gömul þegar stofnað var til hjónabandsins.
Steindór var dugmikill bóndi og formaður sem aflaði vel og var ágætlega efnum búinn. Hjónabandið virðist hafa verið farsælt, en Steindórs naut ekki lengi við því hann fékk holdsveiki og lést af völdum veikinnar árið 1870. Sveinn sonur Steindórs og Kristrúnar var á barnsaldri þegar faðir hans andaðist og átti  Kristrún allt eins von á að þurfa að bregða búi. Bergsteinn bróðir hennar byggði upp Eyðikotið árið 1864 og nefndi það Óttarstaðagerði. Hann hafði nokkur áður gengið að eiga Guðrúnu Hannesdóttur og árið 1870 áttu þau börnin Svein sem var 9 ára, Þórönnu sem var 6 ára, Guðmund sem var 3 ára og Steinunni sem var 1 árs. Hjá þeim var ennfremur Þorgerður Jónsdóttir móður Guðrúnar og amma barnanna.
Ottarsstadir-542Kristrún sýndi einstakt þrek í því mótlæti sem á hana var lagt og tók á sig heimilisbyrðina alla óskipta og rekstur búskaparins út á við. Hún naut þess að Bergsteinn bróðir hennar bjó í Óttarstaðakoti og settist sjálf að í litlu timburhúsi sem Vernharður Ófeigsson rokkasmiður byggði á Óttarstöðum árið 1842 en hann andaðist tveimur árum seinna. Þá keypti Jón Hjörtsson húsið á 16 ríkisdali og frá þeirri stundu var það þurrabúð og leigt út sem slíkt um árabil. Kristrún samdi við Ólaf Magnússon sem fæddist í Eyðikoti 1844 um að taka við búinu um hríð. Hann var sonur Magnúsar Jónssonar og Guðríðar Gunnlaugsdóttur og ólst upp í Hraunum. Eiginkona hans var Guðný systir Guðjóns Jónssonar á Þorbjarnarstöðum sem var þar leiguliði Árna Hildibrandssonar í Ási við Hafnarfjörð. Ólafur og Guðný höfðu ekki búið lengi á Óttarstöðum þegar þau eignuðust soninn Magnús, sem fæddist 9. september 1872. Ólafur varð fyrir slysaskoti úr eigin byssu síðla árs 1875 sem dró hann til dauða á fáum árum. Fluttu þau að Lónakoti þar sem Magnús lést 1878 og voru öll efni þeirra nánast gengin til þurrðar. Guðmundur Halldórsson sem átti bát með Guðjóni á Þorbjarnarstöðum kvæntist Guðnýju systur Guðjóns eftir að Ólafur eiginmaður hennar andaðist. lonakot-441Bjuggu þau fyrst í Lónakoti, síðan í Eyðikoti áður en þau fluttu að Vesturkoti á Hvaleyri árið 1883 og bjuggu þar til ársins 1904. Þau eignuðust tvo syni en Magnús sonur Guðnýjar og Ólafs fór 15 ára gamall í vinnumennsku til Krýsuvíkur til Árna Gíslasonar og tók svo miklu ástfóstri við staðinn að hann gat ekki farið þaðan. Hann var síðasti ábúandinn í Krýsuvík og bjó undir það síðasta í Krýsuvíkurkirkju. Gott orð fór af Guðmundi fósturföður Magnúsar. Hann var sagður dverghagur smiður á tré, járn og kopar, lagfærði klukkur og þótti aukinheldur góður vefari og stundaði vefnað sinn á vetrum
Kristrún bjó í þurrabúðinni ásamt Sveini syni sínum sem var aðeins 8 ára gamall en hann átti seinna eftir að verða dugandi bóndi og formaður. Kristrún var kjarkmikil og áræðin og tók formannsæti bónda síns á fiskifari heimilisins. Sótti hún sjóinn ásamt vinnumönnum sínum með atorku og heppni og samkvæmt manntalinu 1870 var hún sögð lifa á fiskveiðum, sem var ekki algengt starfsheiti kvenna á þessum árum. Var hún órög við að sækja á djúpmið og stjórnaði hásetum sínum af myndugleik. Jón Jónsson 29 ára sjómaður var hjá henni Ottarsstadir-543ásamt Björgu Magnúsdóttur 23 ára eiginkonu sinni og vinnumanninum Bergsteini Lárussyni sem var einnig í skipsrúmi hjá Kristrúnu. Kristrún sá jafnframt um að versla til heimilisins og annaðist aðra aðdrætti sem var óvenjulegt á þessum tíma.
Kristrún giftist aftur 16. nóvember 1871 Kristjáni Jónssyni sem var 12 árum yngri en hún. Kristján fæddist 12. september 1844 og var sonur Jóns Kristjánssonar bónda í Skógarkoti í Þingvallasveit og miðkonu hans Kristínar Eyvindsdóttur frá Syðri Brú í Grímsnesi, Hjörtssonar. Bróðir Kristján var Pétur Jónsson blikksmiður í Reykjavík. Kristján var dugandi efnismaður og tóku þau hjónin við búskap á Óttarstöðum eftir að Ólafur særðist af voðaskotinu 1875. Þeim farnaðist vel og höfðu ágætar tekjur af fiskveiðum til að byrja með. Til marks um hversu vel þeim farnaðist má nefna að Kristján var sagður hafa 650 ríkisdali í tekjur 1873-74, sem segja má að Kristrún hafi aflað að mestu með formennsku sinni. Þau bjuggu saman á Ottarsstadir-544Óttarstöðum til ársins 1883 er þau fluttu að Hliðsnesi á Álftanesi. Þar bjuggu þau í 20 ár og eignuðust þrjú börn: Kristinn stýrimann og seglmakara sem sem bjó í Hafnarfirði og var kvæntur Rannveigu Jónsdóttur frá Setbergi; Þórunni húsfreyju sem giftist Ísaki Bjarnasyni bónda á Bakka í Garðahverfi og Jónu húsfreyju sem giftist Steingrími Jónssyni húseiganda í Hafnarfirði. Kristrún lést 13. desember 1903 og fékk þau eftirmæli að hún hefði verið gædd mikilli atgervi til sálar og líkama, verið kona tígurleg yfirlitum og mjög einarðleg, hreinlunduð, trygg og staðföst.  Hún var ráðdeildarsöm, ástrík og umhyggjusöm móðir og eiginkona. Síðustu æviárin var heilsu hennar farið að hnigna og fékk hún slag að kvöldi 4. desember og lá síðan í dái þar til hún lést. Var hún jarðsett að Görðum 22. desember við hlið fyrri eiginmanns síns og nokkurra barnabarna.
Kristján flutti stuttu eftir andlát Kristrúnar frá Hliðsnesi til Hafnarfjarðar og hóf verslunarrekstur þar. Heppnaðist það miðlungi vel og gengu efni hans til þurrðar á skömmum tíma. Seldi hann verslun sína sumarið 1906 og bakaði féþurðurinn honum þungum áhyggjum. Var hann ekki með sjálfu sér eftir það gardar-221og gekk í sjóinn 2. september 1906 milli Hafnarfjarðar og Garðahverfis og réð sér bana. Var hann tæpra 62 ára þegar þessi atburður átti sér stað. Svo aðgrunnt var á þessum slóðum að líkið var ekki alveg á kafi er það fannst. Var þessi atburður afar sorglegur og orti Friðrik Friðriksson eftirfarandi: Ljúfur með líkn og dáð; lengi var sveitarstoð, grandvar með góðri lund, gætinn í orði’ og hug.
Sveinn sonur Kristrúnar og Steindórs kvæntist Þórunni Guðmundsdóttur frá Nýjabæ í Garðahreppi. Þau eignuðust dótturina Bertu Ágústu 31. ágúst 1896 er þau bjuggu í Hafnarfirði. Þegar dóttirin var tveggja ára fluttu þau að Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd og bjuggu þar í tíu ár, þar til þau fluttu að Stapakoti í Njarðvík. Árið 1917 keypti Sveinn Lækjarhvamm í Laugarnesi en hann andaðist stuttu eftir það. Þórunn bjó áfram að Lækjarhvammi ásamt Bertu dóttur sinni til 1925. Berta stundaði hannyrðanám í Askov í Danmörku og Kaupmannahöfn 1919 til 1921. Hún stundaði kennslu heima í Lækjarhvammi og bjó þar myndarbúi til ársins 1965 ásamt eiginmanni sínum Einari Ólafssyni, en þá var landið tekið undir byggingar.
oskjuhlid-221Á meðal þeirra sem réðust sem vinnumenn að Óttarstöðum var Brynjólfur Magnússon úr Holtum í Rangárþingi sem varð seinna kennari. Hann kom til Kristrúnar og Kristjáns á Óttarstöðum árið 1877 þegar hann var 16 ára. Taldi Brynjólfur sig eiga þeim og börnum þeirra mikið að þakka. Tókust góð kynni með honum og þeim ekki síst Þórunni sem var ekki nema fjögurra ára gömul þegar hann kom á heimilið. Kristrún gerði sér grein fyrir gáfum Brynjólfs og studdi hann til náms í Flensborgarskóla. Þaðan útskrifaðist hann 1891 og varð eftir það umferðakennari, eins og það nefndist, á heimaslóðunum fyrir austan sem og í Gullbringusýslu. Var hann með fyrstu mönnum eystra til að læra að leika á orgel. Síðustu sex ár ævi sinnar var Brynjólfur búsettur í Fífuhvammi í Seltjarnarneshreppi sem var heimili Þórunnar Kristjánsdóttur frá Óttarstöðum sem var honum eins og litla systir. Brynjólfur lést 74 ára gamall 8. október 1935 þegar bifreið ók á hann í suðurhlíðum Öskjuhlíðar er hann var á leiðinni til Reykjavíkur til að sinna erindi fyrir Þórunni í Fífuhvammi.
Þessi frásögn gæti verið mun lengri en ástæðulaust að tíunda fleira að sinni. Kristrún Sveinsdóttir var merkileg kona og það er full ástæða til að halda nafni hennar og ættmenna hennar á lofti. Fjárborgin ein og sér sýnir svo ekki verður um villst að hún kunni vel til verka og lét ekki sitt eftir liggja þegar til framfara horfi í einhverjum málum.“

Heimild:
-Jónatan Garðarsson tók saman í júní 2012

Straumur

Óttarsstaðir/Straumur – örnefni og minjar.

Óttarsstaðir

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Óttarsstaði segir m.a. um svæðið umleikis Óttarsstaðafjárborgin (Kristrúnarborg): „Vestur af Löngubrekkuhæðum er gömul fjárborg glögg, sem heitir Borg, og þar vestar og niður að vegi er hóll, Sauðaskjól. Nú er á honum hár rafmagnsstaur.
Ottarsstadir-531Norðvestur frá Sauðaskjóli eru Högnabrekkur í Lónakotslandi.
Ofan við Borgina eru svonefndir Litluskútar, og þar ofar liggur þar þvert yfir svonefndur Breiðiás, hraunbreiða, sér hæð, er með keri ofan í. Vestur af Litluskútum er í Lónakotslandi Skjöldubali. Upp af Löngubrekkum, í norðaustur af Breiðás, er Litliás rétt ofan við gamla veginn. Þar austur af honum heita Brenniselshæðir, og austan við Löngubrekkur er svo Gvendarbrunnshæð í Straumi.
Austur af Lónakotsseli eru tveir klettar, nefndir Valklettar, og þar austur af er sérkennilegur hóll með helli undir, sem heitir Steinkirkja.“
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði segir um sama svæði: „Frá Gvendarbrunni liggur gamla hestaslóðin (fyrsti Keflavíkurvegurinn) vestur framan við Gvendarbrunnshæð og áfram suður með Löngubrekkum. Vegurinn er nú uppgróinn fyrir löngu, en þó sést víða móta fyrir honum. Víða voru hlaðnar vörður á klapparhólum með veginum, og standa sumar þeirra enn.
Ottarsstadir-532Þar suður og upp af er stakur klapparhóll, klofinn, kallaður Steinkirkja. Norðan í henni er upphlaðinn fjárskúti. Suðvestur af Steinkirkju eru hólar, sem Valklettar heita. Vestur og niður af þeim er hæð, sem nefnist Breiðás.
Suðvestur af Smalaskála er fjárborgin gamla, frá því fyrir aldamót. Kona, er Kristrún hét og bjó á Óttarsstöðum, hlóð hana ásamt vinnumanni sínum.
Skammt suður frá fjárbyrginu eru Litluskútar og þar austur af slétt hæð, sem nefnist Litliás.“
Einungis Ari minnist á svonefnt „Sauðaskjól“ og tilgreinir staðsetninguna. Að vísu er staurinn stóri horfinn, en enn má sjá umbrot eftir hann á „hólnum“. En þar sem leiða mátti líkur að því að hóll hefði aldrei fengið slíkt örnefni var umhverfið gaumgæft. Kom þá í ljós nefnt sauðaskjól. Um hefur verið að ræða allgott skjól í stóru grónu jarðsigi með fyrirhleðslum.

Heimildir:
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði, Ari Gíslason.
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði, Gísli Sigurðsson.

Óttarsstaðir.

FERLIR ákvað að skoða og ganga eftir landamerkja- og örnefnalýsingum fyrir Óttarsstaði og Straum því þegar hvorutveggja eru lesnar virðast þær einfaldlega ekki ganga upp.
Ottarsstadir-522Í ljós kom að svonefndri „Markhellu“ í svonefndum „Markhelluhól“ virðist stórlega ofaukið, en í dag miðast samt sem áður bæði landamerki framangreindra jarða sem og bæjarmörk Grindavíkur, Vatnsleysustrandar og Hafnarfjarðar í dag. Niðurstaðan varð sú að einhver eða einhverjir hafi gert sér það dundur um miðja síðustu öld að færa mörkin til suðausturs um ca. 600 metra með því að krota þar á slétta klöpp í hól stafi þriggja jarða. Um er að ræða vott um eitt fyrsta veggjarkrot hér á landi. Viðkomandi gleymdi/u hins vegar einni jörðinni er þar ætti að mæta klöppinni þeirri arna; Straumi.
Hverfum til baka að upphafinu, þ.e. örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði: „Landamerki milli Óttarstaða og Lónakots byrja rjett fyrir ofan sjávarkampinn, þaðan í Markhól, sem klappað er á: Ótta. Lón .
Ottarsstadir-523– Frá Markhól í Sjónarhól, frá Sjónarhól í vörðu austanvert við Lónakotssel; frá þeirri vörðu í Miðkrossstapa.“ „Landamerki milli Óttarstaða og Hvassahrauns byrja í Mið-Krossstapa, frá Mið-Krossstapa í Klofningsklett, sem varða er hjá, sunnanvert við Einirhól. Frá Klofningskletti í Búðarvatnsstæði, frá Búðarvatnsstæði i Markhelluhól, sem er hornmark frá Óttarstöðum, Hvassahrauni og Krýsuvík; í hann er klappað: Ótta., Hvass., Krv.-“
„Landamerki milli Óttarstaða og Straums byrja við sjó, á Vatnaskersklöpp, og yfir miðjan Markhól. – Þaðan beint í Stóra-Nónhól, frá Nónhól í Gvendarbrunn, frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu , frá Mjósundavörðu í Klofaklett, suður og upp af Steinhúsi. Á Klofaklett er klappað: Ótta., Str., og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og upp af Eyólfshól; á þennan Markastein er klappað: Ótta., Str. – Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krísuvíkurlandi.“
Er þá komið upp að Reykjanesbraut. Frá Stóra-Nónhól vestur að Spóa eru kallaðir Nónhólar.
Frá Spóa hlykkjar Skógargatan sig eftir lægðum upp að Reykjanesbraut og suður fyrir hana.
Ottarsstadir-524Austan við Rauðamel stóra er Gvendarbrunnshæð og þar um liggur landamerkjalínan í Gvendarbrunn, sem er stór hola í klöpp við elzta veginn. Í Gvendarbrunnshæð vestanverðri er fjárhellir, kallaður Gvendarbrunnshellir.
Seljahraun er lágt brunahraun upp af Gvendarbrunns-hæðinni. Þar var mikið bláberjalyng og var mikið farið þangað til berja í gamla daga. Landamerkjalínan lá frá Gvendarbrunni suður yfir Seljahraun og þaðan upp í Mjósundavörðu.
Landamerkjalínan liggur suður og upp úr Mjósundavörðu, yfir hraunflatneskju, sem nefnd er Flatahraun. Þar vestarlega er smájarðfall, grasi gróið. Eru þar tvö op nær samliggjandi. Ekkert vatn er þarna nema í frostum. Upp frá hraunbreiðu þessari eru brekkur, sem nefnast Bringur. Neðst í þeim er lítill klapparhóll, sprunginn, nefndur Steinhúsið. Efst í Bringum er Markaklettur (nefndur Klofaklettur í landamerkjalýsingu). Á hann eru klappaðir stafirnir Ótta., Str. Landamörkin liggja þar um og upp í Eyjólfshól. Á honum er varða, sem kallast Eyjólfshólsvarða, en kringum hólinn eru mosahæðir, sem nefnast Mosar. Línan liggur áfram suður í Markastein.
Ottarsstadir-525Mosar eru kallaðir í hrauninu rétt sunnan gjárinnar [Sauðabrekkugjár].. Krýsuvíkurmörkin liggja yfir þá. Aðeins sunnan við gjána og vestan við Stóru-Sauðabrekku eru Sauðabrekkuskjól við Sauðabrekkuhella. Þaðan er stutt vestur í Markhelluhól. Í honum er klöpp, sem nefnist Markhella, og eru klappaðir i hana stafirnir Ótta., Hvass., Krv. Er þetta hornmark á milli Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur.
Úr Markhelluhól liggur merkjalínan um vestasta hluta Sauðabrekkugjár, en þá um Búðarvatnsstæði, og skiptist það jafnt milli Óttarsstaða og Hvassahrauns.“
Skoðum þá lýsingar af Straumslandi: „Landamerki milli Straums og Óttarstaða byrja við sjó á Vatnaskersklöpp, yfir miðjan Markhól og þaðan beint í Stóra-Nónhól, frá Nónhól í Gvendarbrunn, frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu, frá Ottarsstadir-526Mjósundavörðu í Klofaklett suður og upp af Steinhúsi. – Á Klofaklett er klappað: „Ótta.“, „Str.“ og varða hlaðin hjá. – Frá Klofakletti í Markastein,  suður og upp af Eyjólfshól; á þennan Markastein er klappað: „Ótta.“, „Str.“. – Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.
Vatnsskersklöpp). Á skerinu voru landamerki milli Straums að austan og Óttarsstaða að vestan. Héðan lágu landamerkin upp í svonefndan Markhól, sem stóð í Jónsbúðartjörn.
Landamerkjalínan lá úr Skiphól suður í Nónhól eða Stóra-Nónhól. Nónhóll hefur e.t.v. verið eyktamark frá Straumi. Héðan liggur línan í Gvendarbrunnshæð og í Gvendarbrunn, sem er fram undan hæðinni.
Úr Gvendarbrunnshæð lá landamerkjalínan suður í svokölluð Mjósund, sem var á hraunbrún sunnan Ottarsstadir-527við Seljahraun. Þar hafði verið Mjósundavarða allt þangað til gaddavírsgirðingar voru lagðar um Hraunin, þá var hún rifin. Landamerkjalínan liggur svo áfram suður og upp í Bringur suðvestur af Gömluþúfu og áfram í margklofinn klett, sem nefnist Klofaklettur. Þar er Markahella, sem á er letrað ÓTTA STR. En á klettinum eru þrjár vörður. Suður frá klettinum liggur línan á svonefndan Eyjólfshól upp af Gömluþúfu. Þar á er Eyjólfshólsvarða. Hér í kring eru Eyólfsbalar. G.S. segir, að sumir nefni þá Eyjólfsdali, en það er rangt. Héðan liggur svo línan suður í Markastein.“
Við skoðun á framangreindum örnefnum var hægt að staðsetja þau öll skv. lýsingum, ekki síst vegna þess að girðing hafði verið reist mjög nálægt landamerkjum Straums og Óttarsstaða um miðja 20. öld, allt frá Vatnaskersklöpp upp fyrir Steinhús miðja vegu að Klofakletti. Ottarsstadir-528Girðingin er nú fallinn, en enn má sjá leifar straura og gaddavírs, auk undirhleðslu. Á engum framangreindra staða var að sjá að klappað hefði verið í hraunhelluna. Vörður voru á þeim öllum. Margar fleiri vörður voru í línunni og virðist sem einhver eða einhverjir hafi gengið aftir landamerkjunum og hlaðið litlar vörður á sjónhendingum.
Þegar gömul landakort, allt frá 1908 til 1960, eru skoðuð er augljóst að þeim ber alls ekki saman um meginstaðsetningu landamerkjanna í suðri, þ.e. við „Markhelluhól“. Á eldri kortunum liggur línan beint í Búðarvatnsstæðið, enda er örnefnið Markhelluhóll beint suðvestan við það. Á hólnum er mosagróin varða. Gamlar girðingar, þversum og langsum liggja út frá hólnum í allar áttir. Skammt innan við Markhelluhólinn rís stór hella upp úr mosavöxnu apalhrauninu. Skammt vestan við hana er varða. Með góðum hug má lesa óljóst letur á hellunni.
Hellan sú er í seinni tíð hefur verið nefnd „Markhella“ á „Markhelluhól“ er, sem fyrr sagði u.þ.b. 600 metrum suðaustar en Markhelluhóllinn við Búðarvatnsstæðið. Lítil varða trjónir efst á hraunbólunni. Á slétta norðurhlið bólunnar hefur verið krotað með járnegg framangreindar áletranir (Otta-Krv-Hvassa). Áletrunin virðist nýleg, ekki síst ef stafagerðin og skýrleikin eru metin. Þarna virðist einhver eða einhverjir hafa gert sér að leik að „krota“ á klett, en gleymt einu þeirra er rétt hefði þar að merkjast, þ.e. Straumi, er mæta hefði átt þar Óttarsstaðalandi á endimörkum í suðri.
Ljóst má telja, af framangreindu, að landamerki Krýsuvíkur ættu að færast til norðurs sem munar ca. 600 metrum.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.
Sjá meira HÉR.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Straum – Gísli Sigurðsson.
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði – Gísli Sigurðsson.

Mæting var við Straum. Gengið var um Óttarsstaði að Lónakoti. Eftir að hafa skoðað Lónin og Lonakot-23Vatnshelli var gengið til baka um Ingveldar, Jakobsvörðuhæð og Kúadal. Rifjuð voru upp helstu örnefni og á leiðinni var litið á 6 spjöld í Ratleik Hafnarfjarðar 2010. Þema leiksins að þessu sinni er „hleðslur“.
Núverandi hús í Straumi (burstabærinn) var byggður 1927. Hafnarfjarðarbær keypti húsið 1986. Jónsbúð, hjáleiga frá Straumi, var í ábúð frá 16. öld fram til 1910. Búskapur í Eyðikoti lagðist af um miðja 20. öld. Núverandi hús að Óttarsstöðum eystri var byggt 1885 og var búið í því fram til 1952. Óttarsstaðir vestri fóru úr byggð 1965.

Sjá meira um svæðið m.a. undir Lýsingar.

Óttarsstaðir

Eftirfarandi er hluti örnefnalýsingar Gísla Sigurðssonar um Óttarsstaði í Hraunum, neðan Reykjanesbrautar.
Lýsing Gísla Sigurðssonar var borin undir Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti og síðan Eydikotsamin upp úr henni ný lýsing, sem hér fer á eftir. Gústaf er fæddur í Reykjavík 1906, en ólst upp í Eyðikotinu í Hraununum og var þar til 1937.
Óttarsstaðir eru í Hraununum svonefndu og tilheyrðu áður Garðahreppi, en land jarðarinnar var lagt undir Hafnarfjörð, þegar álverksmiðjan kom.
„Landamerki milli Óttarstaða og Lónakots byrja rjett fyrir ofan sjáfarkampinn, þaðan í Markhól, sem klappað er á: Ótta. Lón. – Frá Markhól í Sjónarhól, frá Sjónarhól í vörðu austanvert við Lónakotssel; frá þeirri vörðu í Miðkrossstapa.“ „Landamerki milli Óttarstaða og Hvassahrauns byrja í Mið-Krossstapa, frá Mið-Krossstapa í Klofningsklett, sem varða er hjá, sunnanvert við Einirhól. Frá Klofningskletti í Búðarvatnsstæði, frá Búðarvatnsstæði i Markhelluhól, sem er hornmark frá Óttarstöðum, Hvassahrauni og Krýsuvík; í hann er klappað: Ótta., Hvass., Krv.-“
Kerd„Landamerki milli Óttarstaða og Straums byrja við sjó, á Vatnaskersklöpp, og yfir miðjan Markhól. – Þaðan beint í Stóra-Nónhól, frá Nónhól í Gvendarbrunn, frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu , frá Mjósundavörðu í Klofaklett, suður og upp af Steinhúsi. Á Klofaklett er klappað: Ótta., Str., og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og upp af Eyólfshól; á þennan Markastein er klappað: Ótta., Str. – Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.“
Löngum var tvíbýli á Óttarsstöðum. Voru býlin nefnd Efri-Óttarsstaðir eða Vesturbær og Neðri-Óttarsstaðir eða Austurbær. Bæirnir stóðu á Bæjarhól, nokkuð vestarlega í túninu. Vesturbærinn stendur enn þá, en Austurbærinn var rifinn fyrir aldamót. Var þá byggt nýtt hús nokkru austar og neðar í túninu, en gömlu bæjartóftirnar notaðar fyrir fjós og hlöðu. Túnið á Óttarsstöðum var allstórt og var því deilt milli bæjanna í Vesturbæjartún og Austurbæjartún. Kringum öll túnin var hlaðinn tvístæður túngarður, feiknamannvirki.
LitlikofiAustast í túninu á Efri-Óttarsstöðum var túnflöt, sem kölluð var Maríugerði. Rétt austur af húsinu, sem nú er á Neðri-Óttarsstöðum, var Eyðikotið, þurrabúð frá Óttarsstöðum. Það fór í eyði fyrir 30–40 árum, en bærinn stendur enn og er notaður sem sumarbústaður.
Niður við Óttarsstaðavörina var önnur hjáleiga eða þurrabúð, nefnd Kolbeinskot. Kot þetta fór í eyði rétt eftir aldamót. Síðasti ábúandi þar mun hafa heitið Kolbeinn, og mundi gamalt fólk enn eftir honum, þegar Gústaf var að alast upp. Túnið, sem lá áður undir Kolbeinskot, var alltaf nefnt Kotatún, en túnið ofan sjávarbakkans var kallað Bakkatún.
Vestur af Eyðikotinu var djúpt jarðfall, Eyðikotsker eða Kerið. Neðst í því var hlaðinn brunnur, og var vatnið jafnan tekið þar. Alltaf fylltist þetta af snjó á veturna. Hleðslan í brunninum sést enn. Frá Kerinu lá Brunnstígurinn heim til bæjar.
Ottarsstadir eystri-2Eyðikotinu tilheyrði sérstök vör, Eyðikotsvör, og lá svokölluð Sjávargata frá kotinu að henni.
Götuslóði lá af Keflavíkurveginum sunnan við Straumstúnið og út að Eyðikotshliði, þaðan heim túnið heim að bæjunum á Óttarsstöðum. Gatan er nú öll uppgróin.
Skammt frá Eyðikotinu, til hægri handar, þegar vestur var farið, var hóll, sem hét Litlakofahóll. Vestan í honum var kofi, sem kallaður var Litlikofi eða Tótukofi. Þórunn nokkur, systir konunnar á Óttarsstöðum, hafði kindur í þessum kofa.
Tíkarhóll er í túninu rétt vestur af Neðri-Óttarsstöðum. Lítið eitt norðar var svonefndur Strípur, hár og mjór klettur utan í hól.
Rétt norður af Neðri-Óttarsstöðum er lágur rani. Á endanum á honum er smátúnblettur með grjóthleðslu í kring. Er þetta nefnt Rúnugerði, kennt við Guðrúnu, dóttur Friðfinns, sem bjó á Óttarsstöðum skömmu fyrir aldamót.
StripurRétt austur af Rúnugerði er nokkuð stór hóll, sem kallaður var Fiskhóll. Uppi á þeim hól hafa verið breiðir grjótgarðar, sem enn sést vel móta fyrir, og þar hefur verið þurrkaður fiskur í gamla daga.
Alveg sunnan undir húsinu á Neðri-Óttarsstöðum var jarðfall, lítið um sig. Það var alltaf kallað Prettur, en ekki er vitað um orsök nafnsins. Brunnur var í jarðfallinu, og var alltaf nóg vatn í honum, en fylgdi flóði og fjöru.
Lengra vestur í túninu og nær sjónum voru fjárhús. Nefndist það efra Torfhús, en það neðra Langabakkahús. Langabakkahús var rifið, svo að veggir einir stóðu eftir, en þeir fóru alveg í stórflóði, líklega 1957.
Rétt fyrir ofan sjávarkampinn var hlið á vesturtúngarðinum, nefnt Fjárhlið, því að féð rann þar í gegn. Rétt fyrir sunnan hliðið var feiknamikið fjárgerði. Þangað lá götuslóði frá báðum bæjunum.
Nónhæð er sprunginn klapparhóll, nokkuð stór, rétt vestur af fjárgerðinu. Hæðin er nálægt suðvestri frá Óttarsstöðum og hefur því getað verið eyktamark þaðan.
Norðurtún var sameiginlegt nafn á túninu frá húsi niður að sjó.
Smiðjubali var rétt austur af kálgarðinum á Efri-Óttarsstöðum. Þar á að hafa verið smiðja.
pretturBrunnurinn á Efri-Óttarsstöðum var alveg í horninu á kálgarðinum, smáspöl frá bænum. Þangað lá gata, sem kölluð var Brunngata. Í gamla daga var þetta hlaðin steinstétt, en er nú gróin upp.
Hálfvöllur er stór lægð suður af Óttarsstaðahúsinu neðra. Mörkin milli bæjanna liggja eftir honum.
Kattarhryggur var langur bali rétt suðaustur af Vesturbænum. Sunnan við Kattarhrygginn var klettur margsprunginn, er nefndist Stólpi eða Álfakirkja. Bjó jafnan huldufólk í þessum klettum. Mátti því ekki hreyfa þar við strái, ekki vera í leik eða hafa mikinn hávaða.
Í túninu á Neðri-Óttarsstöðum, alveg við mörkin, var kofi, upphaflega smiðja, seinna hesthús. Rétt austur af tóftinni eru þúfur miklar, og töldu menn, að þar væru leiði.
Suður af bænum á Efri-Óttarsstöðum var hæð, sem kölluð var Bali, nú orðin slétt. Suður af honum er kvos, sem kölluð er Kvíadalur. Fráfærum var hætt löngu fyrir minni Gústafs. Fjárhús voru í Kvíadalnum. Þangað lá Fjárhússtígur. Svolítinn spöl austur af Balanum er túnrani. Við endann á þessum rana er svolítil lægð ofan í túnið, nefnd Leynir.
TorfhusVestur af Kvíadal og Balanum eru lægðir. Þar vestan við koma Brekkurnar svonefndu. Þar endar túnið að vestanverðu, og er túngarðurinn þar alveg við. Brekkurnar eru tvær og skarð á milli. Heitir önnur þeirra Þórhildarbrekka. Gamall götuslóði liggur um Brekkurnar vestur með sjónum að Lónakoti.
Norðvestur af Brekkunum er stakur hóll alveg niðri við fjörukamp. Hann heitir Náttmálahóll og var eyktamark frá Óttarsstaðabæjum. Fram af Náttmálahól er mikið sker og hátt, sem nefnist Arnarklettur. Þar fram af er lægra sker, sem kemur aðeins upp um fjöru. Er það nefnt Hrúðurinn. Svo sögðu menn, er þeir voru á leið inn fjörðinn, að gott væri að komast inn undir Hrúðurinn.
Fyrir innan Hrúðurinn var austast Langibakki. Þar var hár kampur, sem nefndist Langabakkagrjót. Innan við það var Langabakkamöl. Sjórinn féll Hesthusþarna inn á flóði, og var þetta góður baðstaður í hitum. Aðeins austar, rétt við kampinn, var lítil rétt, sem notuð var fyrir sláturfé á haustin. Hún var kölluð Langabakkarétt. Sjórinn tók hana og jafnaði við jörðu í sama flóði og Langabakkahúsið fór af.
Austan við Langabakkarétt eru stórir klapparhólar og sunnan við þá tjörn. Er þetta kallað Vatnsgjá. Þarna var kofi eða byrgi frá Eyðikotinu, og var þar geymdur harðfiskur í gamla daga. Veggirnir standa enn. Austur með kampinum, rétt austur af Vatnsgjánni, var lítið byrgi í klapparhól, kallað Litlabyrgi.
GrafstadurAustur af því, vestan við Eyðikotsvörina, er annað byrgi, sem var kallað Hjallbyrgi. Það var notað frá Eyðikotinu. Á því voru fisktrönur, og var þar hert grásleppa og annar fiskur. Sjórinn hefur gengið mjög á þetta land undanfarin ár. Vestan við Eyðikotsvör er allhár, stakur klettur í fjörunni, nefndur Snoppa.
Vestan við Hjallbyrgið var Gudduvör, aflögð fyrir löngu. Sá aðeins móta fyrir henni neðst um stórstraumsfjöru. Óttarsstaðavör er alveg niður undan verkstæðinu, sem nú er á Óttarsstöðum. Hún er enn alveg eins og hún var.
Ottarsstadir vestri-2Aðeins austur er gömul vör, sem sést aðeins móta fyrir neðst. Líklega hefur Kolbeinn í kotinu orðið að hafa kænuna sína þar.
Fyrir ofan Óttarsstaðavör var hleðsla á tvo vegu, veggur að sunnan og vestan, kölluð Skiparétt. Þar var bátunum hvolft á haustin og þeir látnir standa þar yfir veturinn. Skiparéttin er nú alveg horfin.
Sundið, sem róið var um inn í vörina, var einu nafni kallað Sund, en raunverulega voru sundin tvö, Suðursund og Norðursund. Boði var á milli þeirra, og braut á honum, þegar lágsjávað var.
Austan við Sundið eru tveir hólmar, Ytrihólmi og Innrihólmi. Alltaf sást votta fyrir grasrót efst á Innrihólmanum, og virðist hafa verið gras á honum í eina tíð. Utan við Ytrihólma er sker, sem nefnt er Kirkjusker. Munnmæli eru um, að þar hafi farizt bátur með fólki, sem var að koma frá kirkju í Görðum.
AlfakirkjaÚt af hólmunum er Rifið, en norður af því Hraunið. Þar var góð hrognkelsaveiði. Þá er komið töluvert langt út á fjörð.
Norður af Hrúðrinum var fiskimið, sem var kallað Hrúðurbrún. Þar vestur af er Helluleir.
Fyrir ofan hólmana er sund, sem nefnist Læma. Það þornar alltaf um fjöru. Austan við Læmu er stakur klapparhóll, sem er kallaður Kisuklettur.
Mörg sker eru í fjörunni á þessum slóðum. Utasta skerið, sem er langt úti í fjöru, er kallað Tíkarlónssker. Austan við þetta sker kemur vík, sem ber mikið á um fjöru, kallað Tíkarlón.
Ofan fjörunnar tók við Kotabótarkampur eða Kotabótarmöl. Austan við hana er hæð, sem endar úti í sjó. Þar sem hún kemur í kampinn, er kölluð Kothella. Frá hellunni út að túngarðinum er kölluð Kotabót. Innan við kampinn er Kotabótartjörn, þornar um fjöru.
KviadalurÞá er komið að klettum mörgum í fjörunni, sem einu nafni nefnast Vatnasker. Utast er Vatnaskersklettur, langt úti í sjó, allur sprunginn. Efsti kletturinn er með sléttri klöpp að ofan, kallaður Vatnaskersklöpp. Í hana eru mörkin milli Straums og Óttarsstaða. Áður var gras alveg fram á klöppina, en nú er skerið orðið eins og eyja og djúpt sund á milli þess og lands.
Frá Vatnaskersklöpp liggur landamerkjalínan upp í Markhól, sem er vestan við Jónsbúðartjörn. Þaðan liggur hún í Skiphólsþúfu, sem er grasþúfa á Skiphól, þaðan í Stóra-Nónhól.
Upp af Kotabótinni er Kotamói, kargaþýfður. Rétt við móann liggur gatan frá Óttarsstöðum upp á veg. Skammt suður af Kotamóanum er klöpp. Á henni stóð varða, sem nefnd var Karstensvarða, en hún hefur nú verið rifin.
StekkurVestur með götunni á vinstri hönd er Glaumbær, sumarbústaður og seinna barnaheimili (brann). Rétt þar fyrir norðan var jarðfall slétt í botn og réttarveggir hlaðnir á brúnunum. Rétt þessi var venjulega notuð á haustin, en hún hefur nú verið rifin niður.
Langt suður af þessu er klapparhæð, er nefnist Sigurðarhæð. Vestan í henni er hellisskúti, sem Sigurðarhellir heitir. Hleðsla mikil er við skútann og á einhver Sigurður að hafa haldið þar til í gamla daga, enda var alvanalegt, að flökkukarlar hefðust við í þessum hellum.
Suðvestur af þessu er mikill klapparrani og hár. Suðaustan í honum er feiknamikið jarðfall. Fyrir endanum á því eru hleðslur miklar, sem nefnast Kúarétt. Þar mun hafa verið nátthagi fyrir kýr.
Svonefnd Skógargata lá frá Eyðikotshliði upp að Óttarsstaðaseli. Þar sem hún lá yfir hæðirnar, var kallað Kotaklif. Skammt austur af því, á sömu Sandatjornhæðinni, er Eystraklif. Þar lá gatan frá Eyðikotinu upp í hraunið. Önnur gata lá yfir Eystraklifið upp í Nónhóla. Hún lá út af Skógargötunni rétt austan við Hrafnagjá, sem brátt verður nefnd.
Sunnan við túnið á Vesturbænum er Hádegishæð, eyktamark. Á henni var Hádegishæðarvarða. Hæðin var mjög sprungin og miklar gjár í henni. Suðaustar svolítið er feiknamikil hæð með sprungu, sem nefnist Hrafnagjá. Í henni var Fiskabyrgið. Þar var geymdur fiskur harður og geymdist vel. Sést fyrir byrginu enn þann dag í dag.
Vestur af Hrafnagjá er Miðmundahæð. Vestast á henni er stór varða, sem heitir Miðmundavarða, en vestan við hæðina er lægð, sem heitir Miðmundaskarð. Stígurinn frá Óttarsstöðum liggur upp úr því. Stóra réttin, sem fyrr var nefnd, var inni í krika vestan undir hæðinni. Þar er skúti stór með miklum hleðslum og þröngum dyrum. Hefur hann sennilega verið notaður sem fjárhús einhvern tíma í gamla daga.
MarkhollVestan við Fjárhliðið er stórgrýtisurð, en þar fyrir ofan er smágraslendi, sem kallast Stekkurinn.
Fram undan Fjárhliði er stakur, hár klettur, sem nefnist Pálsklettur. Ekkert er vitað um Pál þennan. Austur af Pálskletti í fjörunni gengur langur klettur fram í sjó, kallaður Langiklettur. Fram af honum er stakt sker úti í sjó, sem alltaf stendur upp úr, kallað Einbúi. Ekki var hægt að komast þangað nema á bát. Skammt suðaustur af Náttmálahólnum er mosavaxin klapparhella norðan í smáhól, kölluð Moshella. Þar var mið á Rifið, Keilir um Moshellu.
Vestan við Stekkinn koma klettar. Þar upp af er varða á hæð fram undir sjónum, en grasbakki fyrir framan, kölluð Miðaftansvarða. Hún hefur getað verið eyktamark frá Óttarsstöðum. Þar fram undan er klapparklettur sprunginn, kallaður Vondiklettur, því að þar flæddi fé oft. Þar skammt vestur af er töluvert stór grasblettur, sem var kallaður Bletturinn (108). Hann var alltaf grænn.
TungardurinnUppi í hrauninu, dálítið fyrir ofan þetta, er lægð, sem nefnist Leirlág, og kemur þar alltaf vatn upp með flóði.
Vestur af Kotakletti er stakur hóll, kringlóttur og sprunginn, nefndur Sigðarhóll. Skammt vestur af Miðmundaskarði er annar hóll sprunginn, sem nefnist Klofi.
Fyrir framan Blettinn er dálítið stór standklettur. Sjórinn fellur aldrei frá honum að framan. Þegar ylgja var í sjó, gat brimsúlan orðið eins og Geysisgos. Barst þá oft þari upp á Blettinn, og hefur hann gróið mikið upp af því.
Rétt vestan við Blettinn kom laut, og lá gatan í sveig fyrir hana. Nefndist þar Bogafar. Hér í gamla daga, þegar menn gengu milli bæja með olíuluktir, þá henti það í hvert sinn, sem farið var með slíka lukt um Bogafar, að ljósið drapst. Kenndu þar margir um einhverju dularfullu.
StraumsvikAllmiklu vestar liggur mikil klöpp fram í sjóinn, nefnd Björnshella. Fyrir ofan fjörukampinn var uppgróinn sandbakki, sem nefndist Sandar. Þar vestast eru landamerki milli Óttarsstaða og Lónakots. Ofan við Sanda er Sandatjörn, skiptist milli Óttarsstaða og Lónakots. Úr Söndum liggur landamerkjalínan í Markhól, sprunginn klapparhól skammt fyrir ofan kampinn. Þaðan liggur línan suðsuðaustur í Sjónarhól. Á honum er Sjónarhólsvarða, en suður frá honum er Sjónarhólshellir, fjárhellir stór inni í krika. Hann var áður yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður. Skammt austur af Sjónarhól er stór hæð, sem er kölluð Vatnsstæðishæð. Gústaf hefur ekki séð þar vatnsstæði.
OttarsstadaborgRétt norður af Sjónarhól eru tvær vörður, er hétu Ingveldur og stóðu á Ingveldarhæð. Ekki er vitað, hvernig á Ingveldarnafninu stendur. Vestur og niður af Ingveldi voru kallaðir Tindhólar. Austur af Ingveldi er Jakobsvörðuhæð og á henni Jakobsvarða. Norðan undir hæðinni var eins og ævagamall stekkur eða rétt. Hæðin er suður af Klofa fyrrnefndum, við götuslóða, sem lá neðan frá Óttarsstöðum upp að fjárborg, sem er þarna miklu ofar.
Á háhæðinni á Kotaklifinu, við Skógargötuna, er Kotaklifsvarða. Þaðan liggur Skógargatan suður um hraunið.“
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild:
-Gísli Sigurðsson, Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði (ÖÍ).

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir – örnefni (ÓSÁ).

Óttarsstaðir

Gengið var í rólegheitum um ströndina hjá Óttarsstöðum og yfir að Lónakoti. Víða sáust fótspor eftir minka í snjófölinni, fiðurþæfingur á stangli og veiðitæki.
Paintball-kúlur neðan við EyðikotAnnars  var það helst fréttnæmt úr ferðinni að vaða þurfti yfir ógrynni af ósprungnum „paintball-kúlum neðan Eyðikots, „hlaðinn brunnur fannst norðan við Óttarsstaði eystri og nýmóðins minkagildrur við Lónakot. Þá voru skoðaðar nánar verbúðarminjarnar norðan Óttarsstaða, en það munu vera elstu sýnilegu mannvistarleifarnar á þessu svæði. Hafa ber í huga að goðhúsið á kirkjuhól hefur enn ekki verið grafið upp.
Hafnarfjarðarbær hefur haft það að markmiði að gera þetta fallega útivistarsvæði að hafnarsvæði, þ.e. valta yfir allar hinar sögulegu minjar á svæðinu, utan Jónsbúðar, sem gera á að nokkurs konar „vin“ inni á miðju hafnarsvæðinu. Sennilega er tilgangurinn með því að heimila nefnda „paintballstarfsemi“ á svæðinu liður er miða á að eyðileggingu þess. Bæði er átroningurinn á friðaðar minjar, s.s. hlaðna garða, mikill, og gróðursvæðum hefur verið spillt með utanvegaakstri. Enginn fulltrúi bæjarins virðist, þrátt fyrir þetta, hafa æmt Brunnur norðan Óttarsstaða eystrihið minnsta. Í sem stystu máli er því sagt við þá hina sömu (bæjarfulltrúana alla), skv. gömlum íslenskum áhríningsorðum, er hafa framangreint í hyggju, þetta: „Svei ykkur öllum – og hana nú!“.
Minkur er rándýr af marðarætt sem lifir um alla Norður-Ameríku og nú á Íslandi þangað sem hann var fluttur til loðdýraræktar árið 1931. Kvikyndið slapp fljótlega út og breiddist hratt út um allt land. Almennt er litið á minkinn sem aðskotadýr og meindýr á Íslandi og kerfisbundið reynt að halda honum í skefjum. Minkurinn er lítill (um 40 cm á lengd), langur og grannur með lítið höfuð, svartan feld, langt og loðið skott og hvítan blett undir hökunni. Minkurinn er mjög fær að synda með ströndum, í ám og vötnum þar sem hann veiðir fisk og fugla.
Minkurinn er eina marðartegundin hér á landi. Hann varð vinsæl útbreiðsluvara til annarra landa í byrjun 20.aldar vegna skinnsins. Landnám hans hér á landi má segja að sé eitt af stærri umhverfisslysum okkar. Minkurinn var fluttur hingað til lands með það fyrir augum að hefja loðdýraræktun og var fyrsta minkabúið Foss í Grímsnesi og þaðan er talið að fyrsti minkurinn hafi sloppið. Betur hefði mátt standa að þeirri ræktun bæði þá og síðar.
Í fyrstu voru þrjú dýr keypt af norskum loðdýrabændum og flutt að Fossi. Nokkrum mánuðum síðar voru 75 minkar fluttir á nýstofnað bú á Selfossi. Minkabúum fjölgaði síðan á næstu árum og var meðal annars stofnað bú að Selási við Reykjavík.
Á næstu árum sluppu minkar einnig úr öðrum búum, meðal annars úr Selásbúinu. Fyrsta minkagrenið fannst árið 1937 og var það við Elliðaárnar í Reykjavík. Vorið eftir fannst minkagreni við Leirvogsá í Mosfellssveit og á næstu árum veiddust stöðugt fleiri villtir minkar.
Þegar leið á 5. áratuginn fór ekki á milli mála að villtur minkur hafði náð öruggri fótfestu umhverfis minkabúin á Suðvesturlandi. Þaðan nam hann svo land bæði í norður og austurátt. Við lok 6. áratugarins voru minkar komnir nyrst á Vestfirði og farnir að sjást á Norðausturlandi. Afkomendur minka sem haldið höfðu í austurátt voru komnir að Minkagildra við LónakotSkeiðarársandi. Lengra komust þeir þó ekki austur á bóginn því víðátta sandanna sunnan Vatnajökuls reyndist óyfirstíganleg hindrun enda lítið þar um fæðu og fylgsni.
Landnámi minks á Íslandi lauk í Öræfasveit þegar fyrstu dýrin komu þangað um 1975. Voru það afkomendur minka sem fyrst námu Vesturland, síðan Norðurland og höfðu að því búnu lagt land undir fót suður Austfirði.
Landnámssaga minks á Íslandi spannaði því rúma sjö áratugi. Í dag lifir minkur alls staðar á landinu þar sem lífvænlegt er fyrir tegundina. Þó verður að undanskilja hér nokkrar eyjar sem liggja það fjarri landi að minkar geta hvorki synt né komist þangað á ís.
Fljótlega eftir að minkar tóku sér bólfestu í íslenskri náttúru áttuðu menn sig á því að í sumum tilfellum gátu dýrin valdið töluverðu tjóni. Árið 1937 var byrjað að greiða verðlaun úr opinberum sjóðum fyrir að drepa minka. Fjöldi veiddra dýra hefur sveiflast nokkuð á milli ára. Árið 2001 var t.d. 6.961 minkur veiddur á Íslandi.
Minkagildra við LónakotLandnám minka á Íslandi er ekki einsdæmi því víðast hvar þar sem minkaeldi hefur verið stundað að einhverju marki hafa minkar fyrr en síðar sloppið úr búrum og fjölgað sér úti í náttúrunni.
Minkurinn er oftast dökkbrúnn með hvítar skellur á neðanverðum kjálkanum og hálsi og milli fram- og afturfóta.  Karldýrið er oftast u.þ.b. 1,2 kg og læðurnar helmingi léttari.  Dýrin eru upprunalega komin frá Norður-Ameríku um Evrópu á fyrstu árum 20. aldar.  Þeir voru aldir vegna skinnanna, en margir sluppu og lifa villtu lífi víða í álfunni norðanverðri.
Árið 1943 kom fram tillaga um að banna það með lögum.  Það var ekki fyrr en 1949, að sveitarfélögum var heimilað að banna minkahald í lögunum um eyðingu minka og refa. Þessum lögum var breytt 1955 og 1957. Villiminkur var kominn austur undir Skeiðarársand 1958 og hann dreifðist norður um Vesturland, Norðurland og Austurland. Skeiðarársandur virðist hafa verið náttúruleg hindrun og Öræfingar hafi aðallega fengið mink að austan eftir Minkagildra við Lónakotað samgöngur bötnuðu. Minkurinn dreifðist seinna og hægar um útkjálka, s.s. Vestfirði og norðanlands.
Minkurinn verður kynþroska á fyrsta ári og tímgast strax.  Fengitíminn er í marz og byrjun apríl og meðgöngutíminn 6-11 vikur, að meðaltali 7 vikur. Læðurnar makast með 7-10 daga millibili og öll fóstrin fara að þroskast samtímis, þótt feðurnir geti verið margir. Got fer oftast fram í fyrri hluta maí og fjöldi hvolpa er 4-10.  Þeir eru blindir, hár- og tannlausir og nærast á mjólk fyrstu 5 vikurnar. Sjónin kemur eftir mánuð og tennur litlu fyrr. Karldýrin koma ekki nálægt uppeldinu.
Minkurinn helgar sér óðul eins og margar aðrar rándýrategundir og merkir með þvagi og skít. Grenin hafa marga útganga, stundum beint út í vatn, því að dýrin synda og kafa vel. Karldýrin eru aðallega á ferðinni á nóttunni en læðurnar eru á ferðinni allan sólarhringinn eftir got.
Fæðan er fjölbreytt, bæði úr sjó og af landi, s.s. marhnútur, sprettfiskur, keilubróðir, hrognkelsi, hornsíli, ufsaseiði, Minkursandsíli, karfi, loðna, síld, skötuselur, tindaskata,  keila og krabbadýr. Fuglar, egg, mýs og hunangsflugur eru meðal þess, sem minkurinn étur af landdýrum. Á veturna eru ferskvatnsfiskar einkum á matseðlinum.
Í dag er minkur aðallega veiddur í gildrur. Ýmsar tegundir eru til, s.s. fótbogi, hálsbogi, húnbogi, vatnsgildra, glefsir, þríhyrnugildra, stokkar, búrgildrur, Sverrir, röragildra og tunnugildra. Einungis þær fjórar fyrstnefndu hafa öðlast samþykki sem lögleg veiðitæki.
FERLIR tók myndir af gildrunum, sem fylgja umfjölluninni á ferðinni um Lónakot. Talsvert af agni hafði verið komið fyrir utan við og inni í gildrukassanum, en innan við opið var gildra, líkt og stór rottugildra. Um leið og minkurinn stígur á plötu á henni spennist armur utan um höfð hans. Gildrurnar gætu verið hættulegar börnum, sem stungið gætu hendi inn um opið af forvitni og ókunnugleik. Svo er eins gott að minkurinn kunni ekki að lesa umfjöllun sem þessa.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Eyðikot - paintball

Gvendarbrunnur

Í örnefnalýsingum fyrir Óttarsstaði er getið um þrjá hella eða skúta á tiltölulega afmörkuðu svæði í Óttarsstaðalandi. Fyrst segir frá Sjónarhólshelli sunnan undir Sjónarhól þeim er áheldur Sjónarhólsvörðu; „fjárhellir í stórum krika. Hann hefur verið yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður“. Rétt norður af hólnum eru tvær vörður; Ingveldarvörður. Ekki er vitað hvernig stendur á nafngiftinni. Jakobsvarða er austar, á Jakobshæð. Norðan undir hæðinni er ævargamall stekkur eða rétt. Enn mótar vel fyrir hleðslunum.

Sjónarhólsskúti

Sjónarhólshellir.

Vestan við Rauðamel, sem nú er horfinn, en í staðinn komin djúp malargryfja, er mikil klapparhæð, sem nefnist Smalaskáli. Uppi á hæðinni er skotbyrgi eða leifar eftir smalahús. Syðst í hæðinni er Smalaskálaker, sporöskjulaga jarðfall með rauðamelshól í botni. Norðvestan undir hæðinni er Smalaskálaskúti, „hellir, sem fé lá í. Þar var skógarhrísla stór, sem óx fyrir hellismunnanum“: Suðvestur af Smalaskála er fjárborgin gamla; Borgin, fráþví fyrir aldamót. Kona, er Kristrún hét og bjó á Óttarsstöðum, hlóð hana ásamt vinnumanni sínum.
Skógargata (seljagata Óttarsstaða) lá suður yfir Rauðamel litla og austan við Rauðamel stóra (gryfjan), en Suðurnesjavegurinn liggur á milli Rauðamelanna. Austan við Rauðamel stóra er Gvendarbrunnshæð og þar liggur landamerkjalínan í Gvendarbrunn, sem er stór hola í klöpp við elsta veginn (Alfaraleiðina) milli Innnesja og Útnesja. „Í Gvendarbrunnshæð vestanverðri er fjárhellir, kallaður Gvendarbrunnshellir“.

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur.

Í annarri örnefnalýsingu segir að Smalaskálahellir sé ofan við Jakobsvörðu, „upp undir vegi, neðan Smalaskála. Þar austar, rétt neðan vegar, er Nónhólakerið, sem er skammt frá Rauðamel“. Í þessari lýsingu er hvorki minnst á Sjónarhólshelli né Gvendarbrunnshelli, en getið bæði um Sjónahól og Sjónarhólshæðir „upp af Vatnagörðum“, sem eru á vesturmörkum Óttarsstaða að Lónakotsmörkum. Við þau, Óttarsstaðamegin er Vatnagarðahellir (Vatnagarðafjárskjól/-skúti). Hellisins er getið bæði í lýsingum fyrir Óttarsstaði og Lónakot. Lónakotsfólkið mun þó hafa nýtt hann fyrir fé og stundum jafnvel til annars. Í örnefnalýsingu fyrir Straum er bæði getið um Gvendarbrunnshæð og Gvendarbrunn, en ekki um Gvendarbrunnshelli. Hann er rétt utan við austurmörk Straums, en mörkin liggja bæði um hæðina og brunninn.

Smalaskálaskjól

Smalaskálaskjól.

Gengið var fyrst frá Reykjanesbraut niður að Sjónarhólshelli. Hann er reyndar suðaustan við Sjónarhól, a.m.k. miðað við nútímaáttir. Hlaðið er fyrir skúta sunnan í stóru ílöngu jarðfalli. Um er að ræða mikla hleðslu. Skútinn hefur verið allgott skjól og rúmar fjölda fjár.
Þá var gengið til suðausturs, áleiðis að Smalaskála. Ofan við Reykjanesbrautina, samhliða henni, liggja bæði gamli Keflavíkurvegurinn sem og gamli Suðurnesjavegurinn. Keflavíkurvegurinn hefur að vísu verið lagður ofan í Suðurnesjaveginn, en sumsstaðar má sjá þann síðarnefnda hlyggjast út undan þeim fyrrnefnda.

Gvendarbrunnshellir

Gvendarbrunnshellir.

Upp undir Suðurnesjaveginum eru hleðslur fyrir skúta í grónu jarðfalli. Varða er skammt frá því. Gróið er fyrir opið og birkihríslur loka honum að hluta. Skúti þessi er norðvestan við Smalaskála, „upp undir (gamla) vegi“. Hér gæti verið um svonefndan Smalaskálaskúta að ræða.
Þá var haldið áfram til suðausturs vestan Rauðamels, í áttina að Gvendarbrunnshæð. Gengið var yfir á Alfaraleiðina og henni síðan fylgt til vesturs uns komið var að Gvendarbrunni. Austar eru Draugadalir og vestar eru Löngubrekkur. Brunnurinn er, eins og fyrr var lýst, „stór hola í klöpp“. Umhverfis holuna er gróið gras og einhver tíma hefur verið þar varða, sem nú er fallin. Hleðsla undir girðinguna á mörkum Óttarsstaða og Straums liggur þarna upp hraunið. Norðvestan við brunninn, undir hæðinni, er vel gróið. Þar er Gvendarbrunnshellir. Nokkrar hleðslur eru fyrir skúta og þar hefur verið þokkalegt fjárskjól þótt það hafi verið mót suðri.
Hraunið þarna er stórbrotið, en tiltölulega auðvelt yfirverðar. Ekki er ólíklegt að á svæðinu kunni að leynast ýmislegt forvitnilegt. T.d. var gengið fram á rýmilegan skúta í hrauninu skammt norðvestan Smalaskála (Smalaskálahæðar). Hann er niðri í litlu jarðfalli. Í því vex myndarleg birkihrísla. Þegar farið var niður í jarðfallið og undir hrísluna kom opið í ljós. Fyrir innan er hið ágætasta skjól.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Vatnagarðahellir

Vatnagarðahellir.