Tag Archive for: Reykjanesbær

Rósel

Við leit að Rósaseli (Róseli) utan Rósaselsvatna (-tjarna) ofan Keflavíkur var eftirfarandi lýsing m.a. höfð að leiðarljósi:
Rósel II„Róselsvötn heita einu nafni tjarnir tvær skammt ofan við Keflavíkurkaupstað, annað vatnið er innan flugvallargirðingar-innar. Þangað er nú byggðin sem óðast að teygjast. „Vötnin“ eru tjarnir kallaðar í daglegu tali manna á milli í bænum, og börn og unglingar greina á milli „Stóru-Vatna“ og „Litlu-Vatna“. Hin síðari tjörn er utan við flugvallargirðinguna og þornar hún upp í þurrkum á sumrin. Fyrri tjörnin er aftur á móti alltaf með vatni í. Nokkuð gras er á bökkum „Stóru-Vatna“ og eins vex einhvers konar vatnagróður í sjálfu vatninu. (Það skal tekið fram að þó tjarnir þessar séu aðeins tvær eru þær nefndar í fleirtölu þó ekki sé átt við nema aðra þeirra). Áður fyrr var tekinn þarna mór og hann fluttur niður í Keflavík, jafnt af konum sem körlum.
Eftir því sem ég veit bezt var þar Rosel Isíðast grafinn mór í kolaskortinum í stríðinu 1914-18. Um nafngift vatnanna er það helzt að segja að hún (Róselsvötn) felur í sér að þar hafi verið sel. Segir frá því í hinum óprentaða hluta Suðurnesjaannáls Sigurðar Sívertsens að Stóri-Hólmur í Leiru hafi haft þar í seli til forna líklega á 18. öld og fyrr. Mér vitanlega eru engar rústir sjáanlegar af kofum á staðnum en vera má að það leynist innan um þúfur og steina sem þar eru á víð og dreif. Róselsvötn eru vestur af Keflavík.“
Við skoðun á svæðinu norðvestan vatnanna komu rústir tveggja selstaða í ljós; Rósel I og Rósel II. Leifar fyrrnefndu selstöðunnar eru suðvestan við „Stóru-Vötn“. Þær virðast mun eldri, en þó má enn sjá móta fyrir hleðslum og rýmum þrátt fyrir gras og mosagróður. Síðarnefnda elstaðan er norðvestan við Vötnin.
Þar eru Rosel Itóftirnar mjög vel greinilegar og má sjá bæði búr og baðstofu sem og hliðsett eldhús. Stekkurinn er skammt norðar (útnorður).
Skógræktarmaður er dundaði við að planta trjám í gömlu Hvalsnesleiðina virtist undrandi er honum var bent á tóftirnar. Hann hafði verið að dunda á svæðinu meira og minna í 30 ár, en aldrei rekið augun í þær (enda kannski upptekinn við annað).
Norðaustan Róselsvatna má sjá hluta Hvalsnesleiðarinnar gömlu. Einkum athyglisvert er að sjá tvíþætt hlutverk hennar á kafla; annars vegar gömlu göngu- og reiðgötuna og hins vegar vagnveg. Á síðarnefnda kaflanum, sem ekki er ýkja langur, má sjá leifar tveggja hlaðinna brúa yfir mýrardrög. Í gömlu reiðgötuna hefur verið plantað trjám líkt og í selstöðuna suðvestan við Vötnin.

Heimild:
-Örnefni við Keflavík á Rosmhvalanesi (Suðurnesjum), [vélritað upp úr ritinu Faxa 1967 (janúar hefti ?) af Skúla Þór Magnússyni], eftir Ragnar Guðleifsson kennara í Keflavík – Örnefnastofnun Íslands.

Rósel

Rósel I og 2 – uppdráttur ÓSÁ.

Hafnavegur

Ætlunun var að rekja hina gömlu leið „Hafnaveg“ milli Hafna og Ytri-Njarðvíkur. Vörður og vörðubrot eru við leiðina.
Gatan sést enn vel sunnan Ósa og Ósabotna (innsta hluta Ósa) og um Bringur og Ketilsbrekku. Þar var byggður Vindmyllustandurherkampur (Camp Hopkins)
 ofan á götuna á stríðsárunum seinni. Hún sést norðan hans og áfram undir varnargirðinguna. Innan hennar taka við gamlir sorphaugar, en handan þeirra sést gatan á kafla. Reyna átti að rekja götuna í gegnum Vallarsvæðið og áfram um Háaleiti, en svæðinu hefur verulega verið raskað þar, að því er virðist algerlega að óþörfu.
Þegar á enda var komið og upphafsreiturinn endurmetinn var ljóst að „Hafnavegur“ er tvískiptur; annars vegar gamla gatan (göngu- og reiðleiðin) og hins vegar vagngata (gæti verið frá því rétt fyrir 1900). Síðarnefnda gatan hefur verið lögð ofan í elstu götuna á köflum, einkum næst Höfnum/Kirkjuvogi (vestan Ósabotna) og í Bringum. [Gamlir kallar hér í Kirkjuvogshverfi töluðu um Bringa (ofan við „í vötnum’’) – flt. Bringar, þ.e. í karlkyni – hef séð báðar útgáfurnar notaðar.] Ofan við Ósabotna (austan Hunangshellu) greinist gatan í þrennt; götu áfram út með Ósum, elstu götuna og vagnveginn (syðst). Ofan við Ketilsbrekku greinist gatan aftur í tvennt og er vagngatan þá ofan (norðan) við hina.
StrokkhóllHin forna þjóðleið milli Rosmhvalaness (Keflavíkur/Ytri-Njarðvíkur) og Hafna lág um Hafnaveg. Gatan er glögg þar sem hún liggur frá Höfnum austan þorpsins ofan við eyðibýlið Teig, út með Ósum að Ósabotnum, um Bringur áleiðis upp í Ketilsbrekku og að varnargirðingunni. Innan hennar voru gerðir sorphaugar svo gatan hverfur þarna undir þá.
Í frásögn Leós M. Jónssonar í Höfnum kemur eftirfarandi fram um svæðið frá Þrívörðuhæð að Höfnum: „Af veginum á Þrívörðuhæð, beint af augum, sjást Ósar, eða Kirkjuvogur, en svo nefnist fjörðurinn sem talinn er hafa myndst vegna landsigs. Vísbendingar um það er að minnst er á 50 kúa flæðiengi, sem lægi undir jörðina Vog sem var norðan Ósa, í Vilkinsmáldaga frá 1397. Ósar eru eitt af náttúruverndarsvæðum landsins. Þar er óvenjuleg fjölbreytni í lífríki fjöruborðsins auk fuglalífs. Ofan af Þrívörðuhæð liggur vegurinn niður slakka og nefnist hann Bringar. Þegar komið er niður á jafnsléttu eru vegamót á hægri hönd. Þar er Suðurstrandarvegur og liggur hann til Sandgerðis.

Hafnavegur

Stuttum spöl lengra, næst veginum, er vík sem nefnist Ósabotn. Hún liggur á milli Þjófhellistanga að vestanverðu og Steinboga sem er lítill klettatangi að austanverðu (nær Bringum). Spölkorni lengra er Hunangshella klöpp norðvestan vegarins (á hægri hönd). Gamall niðurgrafinn vegur í Hafnir lá í gegn um skarð sem er í klöppinni – nú grasi gróið. Sjálf Hunangshellan er stærri hluti klapparinnar sjávarmegin, nokkuð löng klöpp sem hallar móti norðvestri. Á háflóði eru 25-30 metrar frá Hunangshellu til sjávar. Þjóðsagan segir að á þessum stað hafi skrímsli legið fyrir ferðamönnum í myrku skammdeginu og gert þeim ýmsa skráveifu. En þessi meinvættur var svo vör um sig að engin leið reyndist að komast í færi til að vinna á henni – ekki fyrr en einhverjum hugkvæmdist að smyrja hunangi á klöppina.
Á meðan dýrið sleikti hunangið skreið maður með byssu að því og komst í skotfæri. Sagt er að hann hafi til öryggis Vagngatanrennt þrísigndum silfurhnappi í hlaup framhlaðningsins en fyrir slíku skoti stenst ekkert, hvorki þessa heims né annars.
Þegar ekið er áfram og nú í vestur meðfram Ósum er komið að gamalli heimreið. Á hægri hönd sést eins konar steyptur strompur. Það mun vera það eina sem eftir er af mannvirkjum býlis sem hét Teigur og er reyndar ekki strompur heldur gömul undirstaða vindrafstöðvar sem framleiddi rafmagn fyrir loðdýra- og síðar svínabú sem þar var sett á stofn snemma á 6. áratug síðustu aldar. Það var rekið fram á síðari hluta 8. áratugarins og mun hafa verið eitt fyrsta stóra svínabú landsins og sem slíkt merkilegur áfangi í nútímaiðnvæðingu en fóðrið var matarúrgangur frá mötuneytum í herstöðinni á Miðnesheiðinni (en með honum streymdu hnífapör og annað dót í Hafnir). Bóndinn í Teigi hét Guðmundur Sveinbjörnsson, var frá Teigi í Fljótshlíð, lærður skósmiður og hafði rekið skósmíðastofu í Reykjavík þegar hann setti upp búið í Teigi. Og þótt það sé aukaatriði má geta þess að Guðmundur í Teigi mun hafa verið einna fyrstur manna til að kaupa og nota japanskan ,“pikköpp-bíl“ hérlendis – en Guðmundur í Teigi mun hafa verið á undan sínum samtíðarmönnum í ýmsu sem laut að tækni. [Við leifar útihúss má t.d. sjá nokkur járnherfi frá byrjun síðustu aldar.]

Hafnavegur

Þá er komið í Kirkjuvogshverfi sem nú nefnast Hafnir í daglegu tali en þar hafa búið 80-130 manns s.l. 3 áratugi. Fyrr á öldum voru Hafnir ein af stærstu verstöðvum landsins en þær eru samheiti fyrir 3 hverfi (lendingar), þ.e. Kalmanstjörn, Merkines og Kirkjuvog.“
Hafnavegurinn er mjög greinilegur, sem fyrr sagði. Kastað hefur verið upp úr götunni svo hún sést vel þar sem hún liðast upp lágheiðina (Bringurnar). Nokkrar heilar vörður (sennilega endurhlaðnar) eru við götuna og auk þeirra má víða sjá fallnar vörður. Herkampur, Camp Hopkins, var settur yfir götuna á kafla. Má enn sjá ummerki eftir mannvirkin, ekki síst „vörðu“ glerbrota bjórflaska. Hlutaðeigendur virðast því hafa notið dvalarinnar meðan á stóð.
Tvær vörður hafa nýlega verið hlaðnar á kampssvæðinu. Á þær eru fest upplýsingaspjöld um tilkomu Bandaríkjahers hér á landi 1941 er þeir tóku við af breska hernámsliðinu. Ýmsir kampar voru vítt og breitt um Suð-Vesturland.
HafnavegurÍ fyrstu var búið í skálum Bretanna. Bandaríkjamenn reistu síðan aðra tegund af bröggum, Nissen-bragga, sem þóttu bæði reisulegri og betri mannabústaðir. 

Um Ketilsbrekku segir m.a. í gamalli þjóðsögu: „Eitt sumar var Ketill í Kotvogi á heimleið frá Keflavík. Hann hvíldi sig í brekku einni á Hafnaheiði, sem kölluð er Ketilsbrekka. Þar hafði hann skamma viðdvöl en lagði síðan af stað aftur.
Skömmu áður en að hann kom að Þrívörðum á miðri heiðinni, sá hann stúlku koma gangandi móti sér sunnan að. Honum varð nokkuð starsýnt á stúlkuna, af því að búnaður hennar allur og fas var með nokkurum öðrum hætti en þá tíðkaðist. Litla tágakörfu hafði hún í hendi, fulla af margvíslega litum, skrautlegum blómum.
Stúlka þessi var svo Glerbrot grönn í vexti að það vakti sérstaka athygli Ketils. Er hún varð Ketils vör virtist koma á hana hik og ókyrrð nokkur. Hún hélt þó áfram eftir veginum þar til á að giska 30 metrar voru á milli þeirra. Þá nam hún skyndilega staðar og blíndi á hann, en vék síðan af vegi og gekk á svig við hann svo að alltaf var jafn langt á milli.
Katli fannst kona þessi undarleg mjög og þegar hún vék úr vegi kallaði hann til hennar og heilsaði henni. Ekki svaraði hún einu orði, en hélt áfram að stara unz hún var komin jafn langt aftur fyrir og hún hafði verið fyrir framan hann er hún fór út af veginum. Gekk hún þá aftur inn á götuna og hélt áfram austur eftir henni. Alltaf horfðumst þau í augu, en eftir að hún kom á þjóðveginn aftur virtist hún ekki hafa eins mikinn beyg honum. Þó leit hún oft um öxl. Ketill reyndi ekki frekara að ná tali af henni eða grennslast eftir hver hún væri. En ekki kannaðist hann við hana úr nærsveitunum því að þar þekkti hann hvert mannsbarn.“
Á leiðinni frá Höfnum er farið fyrir ofan Stekkjarnes og framhjá Hunangshellu. Um hana segir ein þjóðsagan: „Finngálkn Hunangshellaer það dýr kallað sem köttur og tófa geta saman. Er það grimmt mjög og öllum vargi skaðlegri fyrir sauðfé manna og skotharðast allra dýra. Vinnur engin kúla á finngálknið og verður það ekki skotið nema með silfurhnapp eða silfurkúlu. Það er og styggt mjög og ákaflega frátt á fæti.
Einu sinni lagðist finngálkn á sauðfé Hafnamanna og annara þar nærlendis. Hélt það sig mest umhverfis Ósana, sem kallaðir eru og gjörði tjón mikið. Reyndu menn á allar lundir að drepa finngálknið en það tókst ekki. Gekk svo lengi þangað til loksins að maður einn sem vissi jafnlangt nefi sínu hitti upp á því að hann makaði hellu eina við Ósabotnana með hunangi. Vissi hann að finngálkn er mjög sólgið í sætindi, helzt hunang. Síðan lagði maðurinn sig í leyni skammt frá hellunni. Dýrið rann á hunangslyktina og fór að sleikja helluna. Skaut þá maðurinn dýrið og hafði silfurhnapp af bol sínum fyrir kúlu. Þótti öllum mjög vænt um verk þetta.
Hellan er síðan kölluð Hunangshella og er hún við landsuður-horn Ósanna hjá alfaraveginum milli Keflavíkur og Hafna.“

Varða

Ofar, ofan núverandi þjóðvegs, eru Þríhólar og Strokkhóll vestar. Í honum eru álfar eða huldufólk sagt búa. Hæðin norðar, þaðan sem fyrst sést að Höfnum er núverandi þjóðvegur er ekinn, heitir Þrívörðuhæð – (Þrívörður skv. örnefnalýsingu fyrir Hafnir).
Þótt auðvelt sé fyrir vana sporgöngumenn að rekja Hafnaveginn er hann ekki sjálfgefinn. Augljóst er þó að vagngatan frá því í lok 19. aldar hefur verið lögð ofan á gömlu leiðina á köflum, sem fyrr sagði, en eldri leiðina má vel greina þar sem hún liggur hlykkjóttari með vöngum lágra hjalla. Báðar leiðirnar stefndu þó augljóslega að sama marki – til byggðalaganna beggja enda. Ein varðan stendur ein í lægð undir Bringum. henni hefurverið haldið við til langs tíma einhverra hluta vegna. Frá henni liggur vörðuð gata til norðurs, áleiðis að enda Djúpavogs. Þar gæti verið um að ræða hluta „Kaupstaðaleiðarinnar“. Vegna vanhugsaðra framkvæmda á svæðinu millum Ósabotna og Bringa hefur vagngatan verið eyðilögð að hluta. Í raun er hér um að ræða eina merkilegustu einstöku fornleif svæðisins – sem þó virðist vera á fárra vitorði og lítill sómi hefur verið sýndur.

Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Rauðskinna I 4, Þjóðsagnabókin I 30.
-Jón Árnason I 611.
-Örnefnalýsing fyrir Hafnir.
-leoemm.com

Hafnavegur

Njarðvíkurkirkja

Sveitarfélögin Njarðvík, Keflavík og Hafnir hafa nú runnið saman í eitt sveitarfélag og nefnast nú einu nafni Reykjanesbær. Fram til 1889 var Njarðvík hluti Vatnsleysustrandahrepps, en varð þá sjálfstætt sveitarfélag.

Njarðvík

Minnismerki um Thorcellius.

Árið 1908 var Njarðvíkurhreppur sameinaður Keflavíkurkauptúni, enda var þar hluti verzlunarlóðar Keflavíkur innan Njarðvíkurhrepps. Njarðvík var áður skipt í Innri- og Ytri Njarðvík, sem seinna mynduðu eitt sveitarfélag.
Njarðvíkurnar fengu þá sjálfkrafa verzlunarréttindi og hreppurinn fékk nafnið Keflavíkurhreppur. Árið 1942 var hreppunum skipt og Njarðvík varð aftur sjálfstætt sveitarfélag.
Byggðin í Njarðvík og Keflavík hefur lengi legið saman og voru bæjarmörk ekki greinanleg ókunnugum.
Aðalatvinnuvegur Njarðvíkinga hefur löngum verið sjósókn og fiskvinnsla en iðnaður hefur vaxið mjög sem og þjónusta við Keflavíkurflugvöll, stærsta flugvöll á landinu.
Njarðvíkin sjálf er breið vík sem gengur til suðurs úr Stakksfirði. Talið er að kirkja hafi verið reist í Njarðvík á 11. öld. Eftir það var víkin kölluð Kirkju-Njarðvík. Fram til 1515 var Njarðvík í bændaeign en eftir það í eigu konungs að minnsta kosti til loka 18. aldar.

Njarðvíkurkirkja

Innri-Njarðvíkurkirkja.

Sú kirkja, sem þar er nú, var reist 1884-86. Hún var vígð af prófasti séra Þórarni Böðvarssyni 18. júlí 1886. Hún er hlaðin úr handhöggnu grjóti, sem tekið var úr fjörunni og heiðinni, flutt á sleðum heim og höggvið þar; því verki stjórnaði Magnús Magnússon, múrari í Miðhúsum í Garði, sem einnig var yfirsmiður við Hvalsneskirkju. Þak var úr timbri, hellulagt. Ekki er vitað hver vann tréverkið. Ásbjörn Ólafsson, bóndi og hreppstjóri í Innri-Njarðvík stóð fyrir byggingunni. Á árunum 1917 til 1944 var kirkjan lítt notuð sem sóknarkirkja og sóttu Njarðvíkingar kirkju til Keflavíkur. Árið 1944 var kirkjan lagfærð, m.a. smíðaður nýr turn eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Fékk kirkjan töflu þá sem nú prýðir hana að gjöf, það er málverk eftir Magnús Á. Árnason, myndlistarmann. Var hún sett upp á endurvígsludeginum.

Njarðvík

Minnismerki um Sveinbjörn.

Að baki kirkjunni er minnisvarði eftir Ríkharð Jónsson um Jón Þorkelsson Skálholtsrektor, öðru nafni Jón Thorkillius var afhjúpaður við Innri-Njarðvíkurkirkju síðasta laugardag í maí árið 1965. Jón Thorkellius fæddist í Innri-Njarðvík 1697 og dó í Kaupmannahöfn 1759. Jón var mikill lærdómsmaður og barðist fyrir endurbótum í fræðslumálum á Íslandi. Hann arfleiddi fátæk skólabörn í átthögum sínum, Kjalarnesþingi, að öllum eigum sínum. Stofnaður var sjóður, Thorkellisjóður og m.a. var fyrsti barnaskóli landsins starfræktur fyrir fé úr þessum sjóði. Minnisvarðinn sýnir skólamanninn Jón sitjandi með tvö börn og er þetta eitt af stærstu verkum Ríkharðs Jónssonar.

Innri-Njarðvík

Stapakot – túnakort.

Þarna er og minnisvarði um Sveinbjörn Egilsson rektor, en hann bjó í Innri-Njarðvík. Minnisvarðin var afhjúpaður 27. febrúar 1991. Þá voru liðin 200 ár frá fæðingu þessa merkismanns sem var fyrsti rektor við Lærða skólann í Reykjavík en hafði áður verið kennari um árabil við Bessastaðaskóla. Sveinbjörn var mikill fræðimaður og þýddi mörg af helstu bókmenntaverkum heims yfir á íslensku, s.s. Hómerskviður og Biblíuþýðingar hans þóttu frábærar. Hann orti líka talsvert og frægastur er eflaust sálmurinn Heims um ból. Sveinbjörn var fæddur á stórbýlinu Innri-Njarðvík árið 1791 og lést 1852. Minnisvarðinn er eftir Áka Gränz og var reistur að tilhlutan bæjarstjórnar Njarðvíkur.

Njarðvíkur

Njarðvíkur – Áki Grenz.

Þjóðhátíðarinnar 1974 var minnst á Suðurnesjum eins og víðast annars staðar á landinu. Í tilefni þessa var reistur minnisvarði við kirkjuna í Innri-Njarðvík, en á þeim stað héldu fjórir innstu hreppar Gullbringusýslu þjóðhátíð sína dagana 15.-16. ágúst 1874. Áki Gränz og Ingvar Jóhannsson sáu um framkvæmdina að tilhlutan Byggðasafnsnefndar og hreppsnefndar Njarðvíkur.
Byggðasafn Njarðvíkur er lítið bárujárnsklætt timburhús í Innri Njarðvík sem byggt var í byrjun 20. aldar. Húsið var gefið til Njarðvíkurbæjar á 8. tug síðustu aldar til safnastarfsemi. Þar er nú sýning á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar, aðallega myndir og innanstokksmunir frá síðustu íbúum. Húsið stendur norðvestan við kirkjuna.

Njarðvík

Njarðvík – minjasafn.

Vestar eru tjarnir. Austan þeirra er brunnur. Suðvestan við brunninn eru tóftir grasbýla, sem jafnan tóku nafn af húsráðendum sínum hverju sinni. Eitt þeirra var Hólmfastskot.
Íslandssagan segir frá því að árið 1699 bjó á hjáleigu frá Brunnastöðum bláfátækur bóndi sem Hólmfastur Guðmundsson hét. Á þessum tíma máttu Vatnsleysustrandarmenn eingöngu versla í Hafnarfirði. Kaupmaður þar hét Knútur Storm. Ekki vildi kaupmaður kaupa allan fisk Hólmfasts og henti úr 3 löngum og 10 ýsum. Ekki mátti Hólmfastur við þessu, hann fer því til Keflavíkur með úrkastið og að auki 2 knippi af hertum sundmögum og selur kaupmanni. Þetta frétti Knútur Storm og stefndi Hólmfasti til Kálfatjarnarþings og kærði hann fyrir óleyfilega verslun. Hólmfastur var dæmdur í þunga sekt en hann átti ekki neitt nema lekan bát sem kaupmaður neitaði að taka upp í sekt.

Njarðvík

Hómfastskot.

Hólmfastur var því dæmdur til að kaghýðast, en því jafnframt skotið til konungs hvort hann ætti ekki líka að fara á Brimarhólm fyrir þennan mikla glæp. Síðan var Hólmfastur bundin við staur og húðstrýkur rækilega. Seinna kærði Láritz Gottrup lögmaður þetta fyrir konungi og enn seinna þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín. Árni og Páll stóðu fyrir því að Hólmfastur fékk miskabætur nokkru síðar 20 ríkisdali frá Jóni Eyjólfssyni sýslumanni. Umdæmaverslunin var afnumin 1732.
Garðbær er skammt suðvestar, hlaðinn úr tilhöggnu grjóti. Bærinn hét áður Bræðraborg. Við hlið hans stendur nýrra íbúðarhús klætt bárujárni, sennilega frá byrjun 20. aldar. Við norðurenda þess er þurrkhjallur, sem algengir voru við hús hér fyrrum.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Stekkjarkot er í Innri Njarðvík. Það er endurgert tilgátuhús sem, reist var árið 1993, fjósi var svo bætt við sumarið 2002. Þarna hafði áður staðið gömul sjóbúð að upplagi frá 1856 en yngsti hluti frá fyrri hluta 20. aldar. Húsin eru í góðu standi og ætlunin er að hafa þau opin fyrir ferðamenn og minni háttar móttökur.
Fitjarnar voru ofan við Njarðvíkina. Þær þóttu farartálmi á ferðum fólks milli byggðalaganna, auk þess sem skrímslu gerðu sig þar stundum sýnileg ofan við kampinn, einkum að kvöldlagi. Við þjóðleiðina um Fitjar stóð eitt sinn grasbýli, sem bókstaflega var etið út á gaddinn.
Um árið 1890 varð uppi fótur og fit í Innri-Njarðvík út af dýri ókennilegu, sem þar hafði sézt nýlega á Kampinum heima við íveruhúsið.

Stekkjarkot

FERLIRsfélagar í heimsókn í Stekkjarkoti.

Sjónarvottar lýstu því svo, að það hefði verið áþekkast tryppi, að því fráskildu, að það var með upphringaðan hala eins og hundur. Það var hvítt á lit. Vinnumenn og sjómenn í Innri-Njarðvík hlupu út til að skoða þessa skepnu nánar. En þá tók hún á rás fram til sjávar. Þeir eltu hana, þar til þeir sáu hana hverfa í sjóinn niðri í Kirkjuvík.
Heiman frá bænum í Innri-Njarðvík niður í Kirkjuvík mun hafa verið um 200 metra vegalengd. Eitt kvöld rétt fyrir miðjan nóvembermánuð árið 1912 fór bóndinn út í fjós, eins og venjulega, til að vatna kúnum. Það mun hafa verið um tíuleytið og orðið alrokkið. Fjósið og önnur útihús, sem hér koma við sögu, voru þann veg sett, að syðst var hesthús með dyrum á móti suðri. Norður af því var fjósið og gengið í það úr hesthúsinu. En nyrzt og áfast við fjósið var fjárhússkúr og dyr á honum í austur. Við vesturhlið hans var steyptur brunnur, sem safnað var í rigningarvatni af þökum gripahúsanna handa búpeningnum, en þess utan var yfir honum hlemmur. Örskammt frá suðvesturhorni hesthússins var vanhús, með dyrum til norðurs. Sást úr þeim meðfram vesturveggnum á hesthúsinu, fjósinu og fjárhússkúrnum og til brunnsins.

Njarðvík

Brunnur við Stekkjarkot.

Stúlka fór með föður sínum þetta kvöld og skrapp á vanhúsið, á meðan hann var að vatna kúnum. Hesthúsdyrnar voru opnar og lagði út um þær daufa glætu frá ljósi, sem faðirinn hafði hjá sér í fjósinu. Vanhúsdyrnar stóðu líka opnar, og sá hún ljósglætuna út um þær, dálítið skáhallt til hægri hliðar. Hafði stúlkan ekki lengi setið á vanhúsinu, þegar henni verður litið um dyrnar norður með gripahúsunum. Þykist hún þá sjá skepnu, líkasta tryppi, standa á brunnhlemminum, um tíu metra frá henni. Hún þorði ekki að trúa sinni eigin sjón og kreisti aftur augun í þeirri von, að þetta yrði horfið, þegar hún opnaði þau á ný, sem hver önnur missýning. En það varð ekki. Þegar stúlkan opna augun, sér hún glöggt, hvar skepnan stendur á hlemminum, hvít á lit, eða annan lit gat eg ekki greint á henni. Hún sneri hliðinni að stúlkunni og sperrti eyrun eins og hestur, sem hlustar, og horfði í vesturátt til næsta bæjar, er hét Hákot. Stúlkan reyni að telja sér trú um, að þetta væri náttúrulegt tryppi. En þá tók hún eftir því, að það hefur upphringaðan hala eins og hundur. Þá gat hún ekki beðið boðanna lengur og kalla til föður síns. Hann kemur út í hendingskasti, hélt víst af kallinu, að eitthvað hefði orðið að dóttur sinni.
Hún segi við hann: „Sjáðu dýrið, sem stendur á brunnhlemminum!“
Faðirinn lítur þangað og segir: „Eg sé ekkert dýr.“

Njarðvík

Frá Njarðvík.

En við því var máski ekki að búast. Hann var nýkominn út í myrkrið úr ljósbirtunni og mun hafa verið dimmt fyrir augum. Í sömu svifum sér stúlkan dýrið snarsnúa sér við og skjótast austur fyrir fjárhúshornið, eins og í átt til kirkjunnar. Nú var henni runninn móður í brjóst og segir við föður sinn: „Við skulum hlaupa austur fyrir húsin og vita, hvort við sjáum ekki til þess.“
Feðginin þutu þangað, en urðum einskis vör. Dýrið var horfið.
Fyrir nokkrum árum var í Njarðvíkum suður maður sem Bjarni hét Högnason. Hann sagði eitt sinni frá því að hann hefði orðið fyrir áleitni af sjóskrímsli þar í víkunum og komist nauðulega undan. Gat hann þess og til að það mundi sitja um sig. Svo leið og beið þangað til að hann átti ferð síðla dags á milli Njarðvíkna. En áður hafði hann orðið skrímslisins var á milli þeirra og Keflavíkur og uggði því síður að sér. Hann lenti í myrkri og kom eigi sem menn væntu um nóttina né morguninn. Var hans þá leitað og fannst hann þegar dauður með ærið miklum áverkum. Töldu menn það víst að skrímslið hefði hitt hann aftur og gert útaf við hann. Engin glögg sögn er til um útlit þessa skrímslis.Frá Fitjum í Njarðvík liggur forna þjóðleiðin Skipsstígur til Grindavíkur. Vörður hafa fallið á fyrrihluta leiðarinnar, en eru mjög greinilegar frá Stapafelli til Grindavíkur og Húsatófta (Árnastígur).  Áætlaður göngutími er u.þ.b. 5 klst.

Stekkjarkot

Stekkjarkot.

Keflavík

Verslunarsögu Keflavíkur má rekja allt til upphafs 16. aldar. Þegar Danir settu einokunarverslunina á 1602 féll þá Keflavík í hendur Kaupmannahafnar. Þessi dönsku áhrif í verslun í bænum héldust svo alveg fram á 20. öld, þó svo að einokunarverslunin hafi um síðir liðið undir lok. Einn þeirra dönsku kaupmanna sem stunduðu verslun í Keflavík var Peter Duus en hann og afkomendur hans stunduðu þar verslun frá árinu 1848 til 1920. Í þessari grein verður rakin saga Duus ættarinnar í grófum dráttum.
DuusPeter Duus og Ásta Tómasdóttir kaupa verslunina í Keflavík 3. júní 1848 af Martin Smith se
m hafði rekið þar verslun um árabil. Peter Duus var kvæntur Ástu Tómasdóttur Bech. Þau voru ung þegar þau kynntust í Reykjavík. Foreldrar Ástu bjuggu á Kjalarnesi, Ásta hafði búið lengi í Kaupmannahöfn þegar þau Peter Duus hittast. Þau giftu sig fjótlega og fóru til Kaupmannahafnar en stoppuðu ekki lengi þar því Peter bauðst verslunarstjórastaða í Reykjavík. Þaðan fara þau til Skagastrandar og síðan til Eyrarbakka þar sem þau efnuðust vel. Þegar þau frétta að verslunin í Keflavík var til sölu hafa þau trúlega verið fljót að grípa tækifærið, því þá var Keflavík stærsti verslunarstaðurinn á suð-vesturlandi. Þegar þau kaupa verslunina eru fyrir í Keflavík tvær verslanir, Knudtzons verslun og Verslun Sveinbörns Ólafssonar (Miðverslun). Seinna kom Ziemsen, sem við þekkjum sem Ziemsen í Rvík. Kaupverð eignanna var 3.700 ríkisdalir. Ef miðað er við verkamannalaun í þá daga og í dag, myndi eignin reiknast á kr.19.824.000.
DuusPeter Duus og Ásta innleiddu ýmsar nýjungar í Keflavík t.d létu þau gera stóran matjurtagarð við íbúðarhús sitt og ræktuðu þar ýmsar káltegundir. Peter Duus og Ásta eignuðust 4 börn sem hétu, Hans Pétur, Lovísa Henrietta Florentina, Anna Guðrún og Lúðvík Tómas Henrik. Áfram reka þau verslunina með miklum myndarbrag til ársins 1868 eða í 20 ár. Þóttu þau hin mestu sómahjón og segir Sr. Sigurður Sívertsen á Útskálum svo u
m Ástu: „Hún var mikill kvenskörungur. Mesta reglukona, stjórnssöm, utanhúss sem innan.“ Um Peter Duus sagði Sigurður: „Hann var reglu- og atorkumaður, áreiðanlegur, stjórnsamur, vandaður húsfaðir og tápmikill.“
Árið 1868 taka við versluninni sonur þeirra Hans Peter, og tengdasonur Daníel Johnsen. Þeir ráku verslunina saman í 6 ár en þá kaupir Hans Peter Daníel mág sinn útúr fyrirtækinu.
DuusHans Peter Duus kvæntist Kristjönu Sveinbjarnardóttur. Hún var dóttir Sveinbjarnar Ólafssonar sem var kaupmaður í Keflavík þegar Peter og Ásta koma hér fyrst. 15 ára aldursmunur var á Kristjönu og Hans Peter. Þegar þau taka við versluninni þá er Kristjana 24 ára en Hans Peter 39 ára. Kristjana var mikil kjarnorkukona. Jón biskup Helgason frændi Hans Peters sagði að hún hafi verið „einstök mannkosta- og merkiskona“ hann segir um frænda sinn Hans Peter að hann hafi verið „einstakt va

lmenni sem öllum var hlýtt til sem honum kynntust, rak hann verslunina með mikilli fyrirhyggju og naut almenns trausts“.
Verslun Duus efldist undir styrkri stjórn Kristjönu og Hans Peters. Fögur og háreist húsin risu í Keflavík. Þrem árum eftir að Hans Peter og Daníel taka við fyrirtæki

nu láta þeir reisa nýtt verslunarhús yfir búðina sem stendur enn í dag og er kölluð „Gamla búð”. Sex árum síðar reisa þau Hans Peter og Kristjana nýtt pakkhús „Bryggjuhúsið“. Leysti það af hólmi, sams konar byggingu, sem hafði verið reist í tíð einokunarverslunarinnar. Í dag er Menningar – og listamiðstöð Reykjanesbæjar til húsa norðan við pakkhúsið.
DuusSama ár og pakkhúsið er byggt kemur til Keflavíkur Waldimar Fischer sem hafð
i keypt verslun Siemsen sem var fyrir í þorpinu. Fjórum árum síðar byggði Waldimar Fischer hús sem eflaust hefur stungið í stúf við aðrar byggingar í þorpinu, og var þá talið fallegasta húsið á öllu Suðurlandi. Húsið var flutt hingað tilsniðið frá Danmörku, hver spýta var merkt áður en húsinu var pakkað niður, og það síðan reist í Keflavík án þess að einn einasti nagli væri notaður í grindina, húsið var allt geirneglt. Fischershús stendur við Hafnargötu 2 og hýsir Galley Björg.
Hans Peter og Kristjana öfluðu sér vinsælda meðal Suðurnesjamanna og verslun þeirra þótti rekin af framsýni og stórhug. Þau eignuðust 3 börn sem öll fæddust í Keflavík. Árið 1881 veiktist Hans Peter kaupmaður, þá fluttu þau alfarin til Kaupmannahafnar í þeirri von að Hans Peter fengi lækningu þar. H.P. Duus lést 3 árum síðar eða árið 1884 aðeins 55 ára. Þá var Kristjana 40 ára með þrjú börn á framfæri sem voru á aldrinum 8, 6 og 4 ára.
DuusFrú Kristjana Duus stjórnaði versluninni eftir lát manns síns og fékk til liðs við sig yngsta bróður sinn Ólaf Ásbjörn Sveinbjörnsson sem kallaði sig Ólaf Olavsen. Hann varð seinna meðeigandi í Duusverslun. Ólafur Olavsen var gftur Ásu Jacobsen hún var systur Egils Jacobsens kaupmanns í Reykjavík. Þau fluttu til Kaupmannahafnar árið 1886 og urðu aldrei búsett eftir það hér á landi. Ása var barngóð með eindæmum. Hún kom nokkrum sinnum til Íslands o
g þá til Keflavíkur og bauð þá öllum börnum í þorpinu heim til sín og hélt þar miklar veislur með tilheyrandi veitingum. Ása stóð fyrir jólatrésskemmtun fyrir börn á hverju ári og stjórnaði því frá Kaupmannahöfn ef hún komst ekki sjálf á staðinn. Skemmtunin var haldin á neðstu hæðinni í Pakkhúsinu en þar var stór salur sem notaður var sem fiskigeymsla. Salurinn var pússaður og þveginn. Þar var sett stórt jólatré á mitt gólfið og stoðir og veggir tjölduð dúkum. Dansað var í kringum jólatréð og sungin jólalög.
DuusÁrið 1900 kaupir Ólafur Olavsen allar eignir Fichersverslunar. Kom fram í tilkynningu um eignaskiptin að kaupandinn hyggðist reka verslun fyrir eigin reikning í húsunum, en ekki varð að þessari samkeppni því nokkrum mánuðum seinna seldi Ólafur þessar eignir til H. P. Duus verslunarinnar. Flutti þá Duusverslun starfsemi sína í nýja íbúðar- og verslunarhúsið. Þegar flutningarnir eiga sér stað tilkynnti Ólafur viðskiptavinum sínum að opnuð yrði sölubúð í fyrrverandi verslunarhúsum herra Knudtzons í Ke avík “og verða þar seldar allskonar vörur með lægsta verði gegn borgun í peningum”. Sumar munnmælaheimildir telja að þessi verslun hafi verið vínbúð. Sé það rétt var það fyrsta sérverslunin í Keflavík á eftir Bakaríinu.
Árið 1898 kemur bróðir Kristjönu og Ólafs til Íslands frá Ameríku og tekur við verslunarstjórastöðu í Duus versluninni. Hann hét Ágúst Egill og var Sveinbjörnsson, en hann kallaði sig Ágúst Olavsen. Ágúst var mjög forframaður því hann hafði dvalið langdvölum í Danmörku og í Chicago í Ameríku. Ágúst Ólavsen bjó yfir margskonar ráðagerðum varðandi Keflavíkurþorpið. Hann hafði mikinn hug á að fegra bæinn. Hafði hann í huga gatnagerð og skipulag bæjarins, lét færa hús til og rífa, ef honum þótti betur fara. Hann hvatti verkamenn verslunarinnar og aðra íbúa til þess að byggja sér ný hús og studdi þá til þess með því að lána þeim efni og vera þeim ráðhollur.

Duus

Ása í eigu Duus 1900-1920.

Voru á næstu árum byggð mörg hús í Keflavík, en flest ofursmá. Á þessum árum hafði sjór gengið mjög á land, þar sem lægst var og flætt upp á Hafnargötuna í stórstreymi. Ágúst lét byggja mikla varnargarða með sjónum sem lágu frá norðanverðri Miðbryggjunni og út í Gróf. Símon Eiríksson steinsmiður var fenginn til að vinna verkið. Duusbryggjan sem hafði verið byggð úr timbri, var nú fyllt af grjóti til að hún héldi betur.
Ágúst hefur að öllum líkindum látið byggja brunn sem stendur við Brunnstíg. Til stóð að íbúarnir borguðu vatnsskatt upp í kostnaðinn og til viðhalds á brunninum. Þetta gekk ekki eftir menn mótmæltu vatnsskattinum þegar átti að borga. Ágúst Olavsen gekk með stóran draum í maganum. Hann var vanur því að geta gengið um listigarða Ameríku og langaði til að koma upp blóma og trjágarði í Keflavík. Hann hafði hugsað sér að listigarðurinn yrði staðsettur fyrir ofan nýja verslunarhús Duus verslunar sem flutt var frá Danmörku, sem þá var orðið heimili og sölubúð Duusverslunar.
Hafði hann í því skyni látið byggja steingarð stóran sem að Símon Eiríksson steinsmiður sá um að hlaða fyrir hann. Hvorki trén né blómin fóru niður í moldina því Ágúst var fluttur um set til Duusverslunar í Reykjavík árið 1909 og lést í Danmörku skömmu síðar. Það má velta því fyrir sér hvort allar þessar fegrunaraðgerðir Ágústar hafa orðið of stór tala í bókhaldi Duusverslunar. Ágúst giftist aldrei en hann eignaðist eina dóttur sem hét Ágústa Ólafía. Ágúst hafði ráðskonu á heimili sínu um langt skeið sem hét Ingibjörg Guðmundsdóttir hún tók að sér bróðurson sinn sem varð síðasti verslunarstjóri Duusverslunar. Duus verslun var seld árið 1920 með húsum og mannvirkjum fyrir kr. 350.000 kr. Kaupandinn var Matthías skipstjóri Þórðarson frá Móum á Kjalarnesi.

Heimild m.a.:
-FAXI – 2. tbl. 2007 / 67 árgangur – Rannveig L. Garðarsdóttir (Samantekt úr Sögu Keflavíkur 1766 – 1890 og 1890 – 1920; með leyfi höfundar ).

Keflavík

Duushús og tóftir Keflavíkurbæjarins.

Stekkjarlág

Hólmsberg kallast það svæði sem í daglegu tali er kallað „Bergið.” Keflavíkurbjarg nefnist sá hluti þar sem bergveggurinn snýr að Keflavík.

Hólmsberg

Hólmsberg – brunnur.

Svæðið ofan við smábátahöfnina á sér mikla og langa sögu og kallast Grófin, hefur umhverfið breyst þar mikið á síðustu áratugum. Þar var bryggja áður fyrr, einnig var þar kennt sund þangað til að Sundhöllin var byggð, síðar var þar Dráttarbraut Keflavíkur. Við ofanverða Grófina eru tóftir gamla Keflavíkurbæjarins sem og hús Duusverlsunarinnar. Frá Grófinni liggja gamlar götur til byggðalaganna norðar og vestar
á Rosmhvalanesi.
Nauðsynlegt er að skoða Stóra Skúta en svo nefnist nokkuð stór hellir undir Háabergi, þar hefur verið komið fyrir grillaðstöðu sem þurfti að fjarlægja vegna skemmdaverka!
Síðan er genginn akveginn upp á Bergið sá kafli var kallaður Kartöflugarðarnir og stefnan tekin á Háaberg sem oft er nefnt Hekk eða Hekkið, vegna þess að þegar staðið er í Grófinni sýnist það vera afturendi á bát sem oft var kallað hekk.
Í vestur hlið Háabergs má sjá ummerki eftir mikla steinatöku sem fór þar fram á 19. öld þegar hlaðnir voru miklir grjótgarðar á athafnasvæði Duus.
Gengið er frá Háabergi að Stekkjarlág en svo nefnist lítil kvos áður en komið er út á Brenninýpu.

Hólmsberg

Hólmsberg – drykkjarsteinn.

Nafnið Stekkjarlág ber með sér að þar hafi verið stekkur og má sjá þar rústir, ýmislegt styður þá tilgátu því einstigi sem lá frá Grófinni upp eftir Kartöflugörðunum út á bjargið kallaðist Lambastígur og má ætla að það hafi verið lömb fjáreigenda í Keflavík, sem rekin voru eftir honum til yfirsetu í Stekkjarlág.
Í Stekkjarlág má finna stórt og fallega staðsett grjót sem nefnist Ræðustóll. Skammt ofan við það er drykkjarskál og fallega tilhöggvinn ferkantaður brunnur enn ofar.
Áfram er gengið út á Brenninýpu. Svæðið dregur nafn sitt af brennum sem voru kveiktar til þess að vísa skipum inn á Keflavíkina. Þegar haldið er frá Brenninýpu meðfram bergbrúninni er komið á svæði með sléttum klöppum sem halla í sjó fram, þetta klettanef nefnist Hellunef, þar fyrir utan eru Hellumið. Þegar komið er framhjá sléttu klöppunum tekur við lágt berg sem liggur að þröngum bás inn í bergið, sem heitir Kaggabás. Þaðan er stutt ganga að Helguvík en þar hafa farið fram miklir efnisflutningar og eftir stendur ein dýpsta, en tæpast glæsilegasta höfn landsins.
Landamerki Keflavíkur og Garðs eru á Hellisgnýpu þar sem vitinn stendur á berginu skammt norðan Helguvíkur.
Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Stekkjarlág

Stekkjarlág.

Garðsskagaviti

18. Keflavík – Garður

Í Garðinum var m.a. fylgst með Prestsvörðunni ofan við Leiru, sagð frá mannlífinu þar, Gufuskálar kynntir til sögunnar sem og Ellustekkur, komið við í Kisturgerði, bent á hinar 14 varir milli Rafnkelsstaða og Garðskaga, kíkt inn í keramikfabrikuna, fornmannleiðið barið augum og letursteinninn þar, staldrað við Skagagarðinn og minjasafnið á Garðskaga skoðað.
Í Sandgerði var m.a. saga Skagagarðsins rakin, atburðirnir að Kirkjubóli, bæði er varðaði Jón Gerekkson og Kristján skrifara í framhaldi af aftöku Jóns Arnasonar, biskups, kumlin á Hafurbjarnarstöðum kynnt, Vikivakakvöld á Flankastöðum, Efra-Sandgerði (elsta uppistandandi hús í bænum – 1883), komið við í Fræðasetrinu, einstök hús einblínd, fjallað um uppbyggingu miðbæjarins, Sandgerðisvita 1908 og viðbót ofan á hann 1944, komið við í kertagerð og keramikgalleríum, Sandgerðishverfin sjö tíunduð (Kirkjubólshverfið, Flankastaðahverfið, Sandgerðishverfið, Býjaskerjahverfið, Fuglavíkurhverfið, sagt frá skipssköðum og mannfórnum til sjós, Hvalsneshverfið og Stafneshverfið), komið við í Hvalsneskirkju og saga kirkjunnar rakin, haldið að Stafnesi og saga þess sögð ásamt lýsingum á umhverfi Básenda, Gálga, Þórshafnar og Ósabotna. Þá var sagt frá Hvalsnesgötunni til Keflavíkur, villum fólks á Miðnesheiðinni og helstu mannvirkjum á henni, svo eittvað sé nefnt.

Saga Garðs
Byggðarlag á nyrsta odda Reykjanesskagans, þó aðeins með austurströndinni sem veit inn að Faxaflóa. Garðurinn nær frá Rafnkelsstaðabergi að innanverðu og út á Skagatá þar sem vitinn stendur. Í daglegu tali er honum skipt í inn- og út-Garð en milli þeirra er Gerðahverfið. Þar er allstór þéttbýliskjarni er tók að myndast skömmu eftir síðustu aldarmót. T.d. má telja 14 varir milli Rafnkelsstaða og Garðaskaga, s.s. Kópu og Vararós.

Garðurinn er í Sveitarfélaginu Garði. Mörkin liggja frá Garðskagatá um Skálareykjar að flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Eystri mörk liggja frá flugstöðvarbyggingunni að mörkum heiðinnar fyrir ofan Sandgerði og þaðan í vitann á Hellisgnípu. Garðurinn dregur nafn af Skagagarði.
Það var löngum mikið um manninn en árið 1703 voru alls 185 heimilisfastir í Garðinum.
Gegnum aldirnar hefur óefað verið mikið útræði í Garði enda stutt á fengsæl fiskimið. Þaðan munu venjulega hafa gengið 50-60 skip á vetrartíð en yfir 100 skip úr allri Útskálasókn þegar best lét. Margt aðkomumanna stundaði sjó úr Garðinum og komu þeir úr öllum landshlutum. Árið 1780 voru taldir 120 manns í Garði en þá voru 288 manns heimilisfastir í Útskálasókn. Á vertíðinni þetta ár voru gerðir út í skókninni 9 sexæringar, 25 fjögurra manna för og 21 tveggja manna far, alls 55 skip auk þess tveir aðkomubátar.
Hafnarskilyrði voru slæm rétt eins og í dag. Það fórust 76 manns úr Garðinum á árunum 1664-1695 í sjólslysum.
Á fyrri hluta þessarar aldar tóku opnir vélbátar að ryðja áraskipunum úr vegi. Fyrsti trillubáturinn kom í Garðinn 1922. Þegar þilfarsbátarnir komu til sögunnar minnkaði atvinnan í Garðinum því Garðmenn áttu ekki nógu stóra og góða bryggju fyrir slíka báta. Árið 1910 var Gerðahreppur fjölmennasta sveitafélgið á Suðurnesjum með 647 íbúa en minnkaði niður í 396 á fjórum áratugum.

Með bættum samgöngum tóku Garðmenn að flytja fisk af bátum sínum, sem gerðir voru út í öðrum byggðarlögum, til verkunar heima fyrir. Á kreppuárunum eftir 1930 jukust fiskflutningar í Garðinn og var hann verkaður þar til útflutnings. Alls var þurrkað á um 30 reitum þegar best lét og á árunum 1938-1939 var þurrkuð um 9 þúsund skippund af fiski í hreppum.
Þrátt fyrir þetta fækkaði fólki í Garðinum á þessu tímabili, en það var ekki fyrr en árið 1943 að fólksflóttinn stöðvaðist þegar Hraðfrystihús Gerðabátanna tók til starfa og eftir það kom hvert frystihúsið af öðru til starfa og á árunum 1950-1960 voru yfir 20 fiskverkunarstöðvar.
Rafvæðing hófs í Garðinum 1933 og var orka fyrst frá ljósavélum. Vindstöðvar urðu mjög algengar um tíma en rafmagn frá Sogsvirkjunum var leitt um Garðinn 1946. Holræsi var leitt um byggðina á árunum 1950-1960.

Gerðaskóli er einn elsti skóli á landinu en hann var stofnaður 1872 af séra Sigurði Sívertsen.
Stúkan framför var stofnuð1889 og reistu félagar hennar samkomuhúsið í Garði. Kvenfélag var stofnað í Garðinum 1917. Ungmennafélagið Garðar var stofnað 1932 en það hefur ekki verið starfandi um langa hríð. Íþróttafélagið Víðir var stofnað 1936. Verkalýðsfélagið í Garðinum var stofnað 1937. Tónlistafélag Gerðahrepps var stofnað 1979.

Garðskagaviti
Ysti hluti skagans sem gengur til norðurs af vestanverðu Reykjanesi. Viti var fyrst reistur á Garðskagatá 1897 en áður hafði verið þar leiðarmerki, varða frá 1847, með ljóskeri frá 1884. Nýr viti var byggður 1944. Gamli vitinn var notaður sem flugathugunarstöð á vegum Náttúrufræðarstofnunar Íslands á árunum 1962-1978.

Sunnudaginn 17. ágúst sl. var haldið upp á 100 ára afmæli Garðskagavita. Siglingastofnun og Gerðahreppur stóðu sameiginlega að því að bjóða almenningi að koma og skoða vitana og Byggðasafn Gerðahrepps. Gefinn var út bæklingur af þessu tilefni um vitana og í honum er einnig umfjöllun um byggðasafnið. Talið er að um 600-700 manns hafi komið þennan dag út á Garðskaga í ágætu veðri. Slysavarnarfélagskonur buðu gestum upp á kaffi og meðlæti í vitavarðarhúsinu. Aðsókn var fram úr björtustu vonum aðstandenda.

Starfsmenn Siglingastofnunar eru nýlega búnir að gera upp eldri vitann. Einnig er búið að helluleggja göngustíga á svæðinu. Svæðið er því allt til fyrirmyndar og Garðskagavita sómi sýndur á aldarafmælinu.

Útskálakirkja
Kirkjan að Útskálum var reist árið 1861 að frumkvæði sóknarprestsins síra Sigurðar B. Sívertsen (1808-1887). Árið 1907 heyrðu Hvalsnes-, Njarðvíkur- og Kirkjuvogssóknir til Útskálaprestakalls og hélst sú skipan fram til ársins 1952.
Útskálakirkja er byggð úr timbri og járnvarin. Árið 1975 var forkirkjan stækkuð og komið þar fyrir snyrtiherbergjum, geymslu og skrúðhúsi. Að innan er kirkjan máluð og skreytt af Áka Granz, málarameistara, hann skýrði jafnframt upp gamla skrautmálningu sem nær var horfin. Prédikunarstóll kirkjunnar var keyptur úr Dómkirkjunni í Reykjavík árið 1886. Altaristaflan sýnir boðun Maríu, stór mynd, gefin kirkjunni árið 1878.

Aðrir staðir áhugaverðir staðir:
-Kistugerði
-Draughóll
-Fornmannaleiði
-Gufuskálar
-Vatnagarður
-Leiran
-Prestsvarða
-Skagagarðurinn

-http://www.gerdahreppur.is

Hvalsnesgata

Gengið var frá íþróttahúsi Íþróttaakademíunnar í Ytri-Njarðvík og upp að sýnilegum enda Hvalsnesvegar (-götu) ofan byggðarinnar suðaustan Ró(sa)selsvatna (-tjarna). Þar má sjá hvar hún liggur upp holtið og síðan áfram upp Miðnesheiðina. Ætlunin var að fylgja götunni alla leið að Hvalsnesi, en millum þessara staða lá aðalleiðin fyrr á öldum, eða þar til sjálfrennireiðin gerði kröfu til breyttra og betri vega skömmu eftir fyrsta áratug 20. aldar. Gatan er vörðuð að hluta. Flestar vörðurnar eru fallnar, en þó má enn sjá heilar vörður, einkum á svæðinu innan varnargirðingar Atlantshafsbandalagsins, sem reyndar hvarf á braut tveimur dögum fyrir gönguna. Um er að ræða miðhluti þessarar leiðar sem hefur verið afgirt allt frá stríðsárunum. Reyndar eru það fleira en vörður á leiðinni er geyma fyrrum mannvistarleifar, eins og koma átti betur í ljós í ferðinni.
Sigurði Eiríkssyni í Norðurkoti var sérstaklega boðið að ganga með hópum, en hann hefur ekki gengið leiðina um langan aldur, eða frá því að hún varð afgirt.
Þessi gamla þjóðleið er sérstök, bæði vegna þess að varnargirðingin hefur bjargað vörðunum (á vetrarleiðinni) frá því að verða teknar undir bryggjur eða önnur mannvirki sem og vegna þess að hún (sumarleiðin) sést enn glögglega í móunum. Fuglavíkuselið er við leiðina sem og gróin fjárborg við selið. Þetta eru mannvirki, sem gleymst hafa á tiltölulega skömmum tíma. Leiðin, sem og aðrar á Miðnesheiði, voru villugjarnar. Á þeim fórust t.a.m. 60 á 40 ára tímabili á fyrri hluta 19. aldar. Vörður (dauðsmannsvörður) eru við gömlu leiðirnar er bera þessu vitni.

Melabergsvötn

Melabergsvötn.

Gangan í gegnum nyrsta hluta varnarsvæðisins, frá suðri til norðurs, tók u.þ.b. klukkustund með stoppi í Fuglavíkuseli. Vatnshólavarðan er eitt helsta kennileitið á leiðinni, há og mikil sundvarða ofan við Stafnes. Hún er innan girðingarinnar, en nokkuð utan og norðan leiðarinnar.
Gatan liðast um heiðina og er mjög vel greinileg. Við hana eru fallnar vörður (vinstra megin). Um miðja vegu, þar sem heiðin rís hæst, er vörðuð leið svo til beint að augum, með stefnu á Hvalsnes. Vörðurnar eru heilar, sem fyrr segir, en ekki er að sjá götu á milli þeirra. Skýringin mun vera sú að vörðuleiðinni var jafnan fylgt að vetrarlagi þegar snjór huldi gömlu götuna og jafnframt jörð. Annars var gamla gatan fetuð sem leið lá.
Keflavík byggðist upp við Grófina. Upp frá henni liggja gamlar leiðir til nágrannabyggðalaganna vestan og norðan á Nesinu. Ofan við Grófina er Keflavíkurborgin vestan Garðstís og Sandgerðisgötu og Rósasel er við Rósaselsvötn, stundum nefnd Róselsvötn. Tóftirnar eru norðvestan við vötnin eru enn vel greinilegar. Við vötnin er nú að vaxa upp allnokkur skógur, en gæta þarf vara á að planta ekki nýgræðingum í tóftirnar sjálfar. Þegar FERLIR var þar á ferð fyrir nokkrum árum var duglegt fólk að planta trjám. Aðspurt um tóftir selsins kváði það við – hafði aldrei heyrt slíkt nefnt og „hafði þó plantað þarna hundruðum trjáa“. Sel vissi fólkið ekki hvað var, enda kannski skiljanlegt því það var allt fætt eftir að selstöður lögðust af á Suðurnesjum (um 1870). Þá virðast tóftirnar við vötnin hafa fallið í gleymsku, sbr. eftirfarandi um Róselsvötn og nágrenni þeirra er má finna í „Örnefni við Keflavík á Rosmhvalanesi (Suðurnesjum), [Vélritað upp úr ritinu Faxa 1967 (janúar hefti ?) af Skúla Þór Magnússyni], eftir Ragnar Guðleifsson kennara í Keflavík:

Fuglavíkursel

Fuglavíkursel.

„Róselsvötn heita einu nafni tjarnir tvær skammt ofan við Keflavíkurkaupstað, annað vatnið er innan flugvallargirðingarinnar. Þangað er nú byggðin sem óðast að teygjast. „Vötnin“ eru tjarnir kallaðar í daglegu tali manna á milli í bænum, og börn og unglingar greina á milli „Stóru-Vatna“ og „Litlu-Vatna“. Hin síðari tjörn er utan við flugvallargirðinguna og þornar hún upp í þurrkum á sumrin. Fyrri tjörnin er aftur á móti alltaf með vatni í. Nokkuð gras er á bökkum „Stóru-Vatna“ og eins vex einhvers konar vatnagróður í sjálfu vatninu. (Það skal tekið fram að þó tjarnir þessar séu aðeins tvær eru þær nefndar í fleirtölu þó ekki sé átt við nema aðra þeirra). Áður fyrr var tekinn þarna mór og hann fluttur niður í Keflavík, jafnt af konum sem körlum. Eftir því sem ég veit bezt var þar síðast grafinn mór í kolaskortinum í stríðinu 1914-18. Um nafngift vatnanna er það helzt að segja að það (Róselsvötn) felur í sér að þar hefur verið sel. Segir frá því í hinum óprentaða hluta Suðurnesjaannáls Sigurðar Sívertsens að Stóri-Hólmur í Leiru hafi haft þar í seli til forna líklega á 18. öld og fyrr. Mér vitanlega eru engar rústir sjáanlegar af kofum á staðnum en vera má að það leynist innan um þúfur og steina sem þar eru á víð og dreif. Róselsvötn eru vestur af Keflavík.“
Tóftir Rós(a)sels er norðvestan við vötnin, þrískipt. Þær falla inn í landslagið, en þó er tiltölulega auðvelt að koma auga á þau ef eftir er leitað. Líklegra má telja að nafngiftin Rósel hafi verið sú rétta, enda hefur þarna verið fremur rólegt fyrrum, andstætt því sem nú gengur og gerist í námunda alþjóðaflugvallarins á Rosmhvalanesi.
Til fróðleiks og upplýsinga um upphaf skógræktarinnar við Rósaselsvötn má geta þess að á 125. löggjafarþingi 1999–2000 fluttu nokkir þingmenn þingsályktunartillögu um Suðurnesjaskóga, landshlutabundið verkefni um landgræðslu og skógrækt á Suðurnesjum. Einn flutningsmannanna var Kristján Pálsson, núverandi framkvæmdarstjóri Ferðamálasamataka Suðurnesja. Í tillögunni segir m.a. að „Alþingi ályktar að beina því til landbúnaðarráðherra að skipa starfshóp til að undirbúa stofnun landshlutabundins verkefnis til landgræðslu og skógræktar á Suðurnesjum.“ Greinargerð fylgir. Í henni segir að „endurheimt gróðurs sem þakti Ísland við landnám er markmið sem stefnt hefur verið að síðustu áratugi. Ráðist hefur verið í mörg verkefni til að ná því og er árangur víða góður. Þekktust þeirra eru Hallormsstaðarskógur og nú á síðari árum landshlutabundin skógræktarverkefni eins og Suðurlandsskógar, Norðurlandsskógar, Vesturlandsskógar, Skjólskógar o.fl. Uppgræðsla Landgræðslu ríkisins hefur einnig verið mjög árangursrík eins og sést á Suðurlandi og víðar. Með öflugu starfi stofnana og einstakra skógræktarfélaga víðs vegar um landið hefur verið sýnt fram á að mögulegt er að græða landið og rækta skóga við mjög erfiðar aðstæður nánast hvar sem er.
Á Suðurnesjum hefur gróðureyðing verið mikil frá landnámi, sérstaklega síðustu tvöhundruð árin. Heimildir segja frá því að kotbændur á Suðurnesjum voru látnir greiða hrístoll til Bessastaða. Sú staðreynd sýnir að hrís (trjágróður) þreifst á Suðurnesjum. Vindar þar geta orðið sterkir og þar sem úthafsaldan brotnar á ströndinni verður oft sjórok sem leggur yfir stóran hluta skagans. Aðstæður af þessu tagi samfara litlu skjóli leiða til þess að uppblástur jarðvegs verður hraður og uppgræðsla erfið. Fá láglendissvæði á landinu eru jafnilla leikin og Suðurnesin, þrátt fyrir friðun síðustu ár. Gríðarleg jarðvegsrýrnun háir verulega landgræðslu og skógrækt sem gengur hægt þrátt fyrir öflugt starf Suðurnesjamanna. Mikill berangur skýrir einnig erfiðleika á þessu sviði. Aðstæðurnar kalla því á sérstakt átak.
Landsvæðið sem græða þarf upp til að ná þeirri gróðurþekju sem áður var á Suðurnesjum nemur tugum þúsunda hektara að stærð. Jafnframt yrðu ræktuð skjólbelti, kjarrgróður og nytjaskógar, allt eftir aðstæðum.
Undanfari skógræktar er landgræðsla á örfoka svæðum. Að áliti sérfræðinga eru margar tegundir vel fallnar til uppgræðslu á Suðurnesjum, t.d. gæti melgresi dugað vel á foksandinum vestast á Reykjanesi. Aðrar tegundir, svo sem beringspuntur, snarrót, túnvingull og vallarsveifgras, eru taldar duga vel á mela, með áburðargjöf.
Nokkur skógarbelti eru nú þegar á Suðurnesjum og má þar nefna helst Sólbrekkuskóg, reit við Háabjalla og Selskóg ásamt tilraunareitum við Rósaselsvötn, Voga og víðar. Mikil reynsla hefur fengist síðustu ár í skógrækt á Suðurnesjum og því er nokkuð vitað um hvaða trjátegundir duga þar best. Vestast er helst litið til ræktunar loðvíðis, alaskavíðis, jörfavíðis, tröllavíðis og sitkagrenis. Af lauftrjám kemur íslenskt birki þar helst til greina, enda mjög harðgert. Austar á skaganum koma margar tegundir til greina, einkum stafafura, blágreni og alaskaösp.
Á Suðurnesjunum einum má græða upp land sem nemur tugum þúsunda hektara. Því er augljóst að auðvelt verður að rækta upp nægjanlegt land þar til að binda kolvetni úr öllum bílum Suðurnesjamanna, um 10.000 talsins. Í loftslagssáttmálanum eru ekki settar takmarkanir á leiðir til að binda koltvísýring í lífræn efni. Landgræðsla og skógrækt gætu nýst okkur í þessum tilgangi, ef samningar um það nást, og dygðu til að binda allan koltvísýring frá bílum og bátaflota landsmanna ef vel væri á málum haldið. Að mati flutningsmanna eru slík verkefni með arðbærustu sóknarfærum sem völ er á.“
Skógræktin við Rósaselsvötn er í umsjón Skógræktarfélags Suðurnesja. Í Vatnsholti hefur félagið stundað skógrækt síðan
1948.
Trjám hafði verið plantað í gömlu götuna, annað hvort vegna þess að skógræktarfólkið vissi ekki að þetta væri gata eða vegna þess að þarna hafi verið skjól að finna fyrir litlar trjáplöntur. Þær þyrfti að færa.

Hvalsnesgatan

Hvalsnesgata ofan Reykjanesbæjar.

Hvalsnesleiðin liðast áfram áleiðis yfir Miðnesheiði. Hún fer undir veginn suðaustan við hringtorgið að Leifsstöð og liggur síðan áfram til norðurs norðan þess. Á leiðinni má sjá vörðubrot og tóft (vinstra megin). Hún er nokkuð stór, en einföld. Tóftarinnar er ekki getið í örnefnalýsingum. Hún gæti hafa verið beitarhús, en sennilegra er þó að þarna hafi verið sæluhús um skamma hríð. Staðurinn er nokkurn veginn miðja vegu milli Grófarinnar og Melabergs. Fjölmargir er ferðuðust um götuna urðu úti á leiðinni, en auk þess var þarna um „prestsstíg“ að ræða því Hallgrímur Pétursson bjó t.a.m. um stund á Bolafæti í Ytri-Njarðvík, en þjónaði í Hvalsnesi. Tóftir Bolafótar eru nú komnar undir athafnasvæði slippstöðvarinnar. Þá er ekki útilokað að „tóftin“ geti verið rask eftir kanann frá fyrstu tíð, en hann hefur rótað víðar í heiðinni.
Skammt ofar er táknrænn „minnisvarði“; hlaðið skjól refaskyttu eða herdáta við æfingar með flugstöð Leifs Eiríkssonar, hlið landsins að umheiminum, í bakgrunni.
Enn ofar er hóll, sem hlíft hefur verið á námusvæði. Vestan hans er nýlega hlaðin „gatvarða“ – falleg sem slík, eftirlíking vörðunnar við rekagötuna vestan Selatanga og gatvörðunarr á Prestshól (Prestshæð) við Prestastíg milli Hundadals og Húsatófta.
Og þá var komið að fyrstu alvarlegu hindruninni á leiðinni – varnargirðingunni….
Sótt hafði verið um leyfi til að fá að fara inn fyrir varnargirðinguna. Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli framsendi erindið til næstráðanda. Svar barst innan stundar frá daglegum stjórnanda almennrar lögreglu á Keflavíkurflugvelli: „Sýslumaður sendi mér erindi þitt varðandi gönguna frá Reykjanesbæ til og um Hvalsnes. Ég er búinn að hafa samband við Varnarliðið og leyfið er veitt frá báðum aðilum.“ Gangan í „gegnum girðinguna“ var því farin með leyfi viðkomandi yfirvalda á varnarsvæðinu.

Rósel

Rósel við Róselsvötn.

Bandaríski sjóherinn sendi fyrstu hermennina til Íslands árið 1941 samkvæmt samningi milli ríkisstjórnar Íslands, Bretlands og BNA. Hann tók við hlutverki brezka setuliðsins, sem hernam Ísland 10. maí 1940. Auk varnarhlutverksins byggði sjóherinn Keflavíkurflugvöll sem eldsneytisflugvöll fyrir fraktflug milli BNA og Evrópu.
Að lokinni síðari heimsstyrjöldinni yfirgaf setuliðið landið í samræmi við upprunalega samninginn við íslenzk yfirvöld. Nýr samningur milli BNA og Íslands var undirritaður 1946. Hann kvað á um áframhaldandi veru herliðs bandamanna í landinu. BNA samþykktu að annast allt viðhald flugvallarins. Aðild Íslands að NATO árið 1949 var ekki bundin stofnun íslenzks hers eða veru erlends herliðs í landinu á friðartímum.
Kalda stríðið við Sovétríkin og vaxandi spenna í heiminum réðu stefnu íslenzkra ráðamanna um veru herliðsins í varnarstöðinni. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að aðildin að NATO væri ekki nægileg vörn fyrir landið ein og sér og að beiðni NATO sömdu þeir við BNA um að taka að sér varnir landsins. Varnarliðið var í fremstu víglínu kalda stríðsins frá upphafi til enda (1951-1989) og fékk viðurkenningu fyrir veigamikið hlutverk sitt.
Aðalhlutverk varnarliðsins er að reka og halda við flugvellinum og búnaði hans. Önnur verkefni eru mismunandi eftir ákvörðun ríkisstjórnar og herráðs BNA og yfirmanns hersins hérlendis.
Þann 22. apríl 2006 hélt Árni Björnsson erindi á nokkurs konar herkveðjuhátíð í Ránni í Keflavík. Þar sagði hann m.a.:
„Það kom fólki nokkuð í opna skjöldu, þegar bandaríski herinn kom hingað í annað sinn fyrir rúmlega hálfri öld, að hann var af opinberri hálfu ævinlega nefndur „varnarlið“. Gamli herinn hafði jafnan verið nefndur „setulið“ eða bara herinn.
Þetta var augljóslega sálræn herkænska. Það átti að innræta þjóðinni smám saman, að hér væri um varnarlið að ræða. Þess var stranglega gætt, að yfirvöld notuðu ekki annað orð, til dæmis ekki í útvarpinu. Bílar hersins voru einnig merktir VL.
Ég veit ekki til, að á því hafi verið gerð nein könnun, en ég hygg samt að sálfræðihernaðurinn hafi skilað þeim árangri, að meginhluti þjóðarinnar hafi vanist þessu orði og kveinki sér ekkert við að nota það.
Íslenskir athafnamenn, eða gróðapungar, ef við viljum vera dónaleg, þeir höfðu komist rækilega á bragðið á hernámsárunum. Aldrei áður hafði „litli athafnamaðurinn“ komist í aðrar eins kræsingar. Fjöldi þessara útsjónarsömu harkara missti drjúgan spón úr aski sínum, þegar gamli herinn fór, þótt fáeinir fengju svolitlar sporslur hjá bandaríska flugfélaginu, sem rak Keflavíkurflugvöll frá 1946. Þessar sporslur sýndu þó, hvaða framtíðarmöguleikar væru í stöðunni, ef þangað kæmi alvöru herstöð. Það var augljós og glæsileg hagnaðarvon fyrir ótalda íslenska verktaka fólgin í draumsýninni um nýja hersetu. Og þetta fólk, fólkið sem vill koma sér áfram, þetta voru upp til hópa kjósendur og stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins. Það væri vanmat á þessu fólki að reikna ekki með, að það hefði viðrað sjónarmið sín við einhverja þá sem áttu innangengt hjá forystu flokkanna.
Það væri þó ósannlegt að nefna einungis svonefnda athafnamenn sem þrýstihóp til að bregðast vel við málaleitunum Bandaríkjanna um herstöðvar. Atvinnuleysi varð töluvert fyrstu árin eftir að gamla herliðið fór burt, þótt það yrði aldrei neitt líkt því sem verið hafði á kreppuárunum fyrir stríð. En nú voru íslenskir verkamenn orðnir betra vanir en áður. Í hálfan áratug hafði atvinnuleysi varla þekkst. Ekkert er voðalegra en atvinnuleysi, segja þeir sem reynt hafa. Flestir vilja hafa atvinnu, hvaðan sem hún kemur.
Ég man eftir frænda mínum í vegavinnunni, sem var bóndi á veturna og vörubílstjóri á sumrin. Hann var ekki í vafa um að við ættum að fara að ráðum Jónasar frá Hriflu og láta Kanann fá land undir herstöðvar og reyna að græða á því. Þeir voru þó fáir, sem voru svona hreinskilnir. Flestum fannst þægilegra að vísa í hugsanlega árásarhættu. Því er ekki heldur að leyna, að verkalýðshreyfingin sem heild var allan tímann heldur lin í andstöðunni við herinn, þótt einstakir forystumenn gætu verið einarðir. En verkafólk var áreiðanlega með annað en árásarhættu bak við eyrað.
Stórefling verktakastarfsemi var einmitt það sem gerðist, fljótlega eftir að herinn kom. Fjöldi sjálfstæðra iðnaðarmanna, smiða, múrara, málmiðnaðarmanna og rafvirkja auk ýmissa spekúlanta bast samtökum í fyrirtæki, sem hét Sameinaðir verktakar og tóku brátt að sér margvíslegar framkvæmdir fyrir herinn. Auk þess kom að kökunni Reginn, sem var fyrirtæki á vegum Sambands íslenskra samvinnufélaga, og þar með hafði Framsókn hlotið sinn skerf. Loks kom sjálft ríkið í spilið, og úr öllu þessu urðu til Íslenskir aðalverktakar sem fengu innan skamms einkaleyfi til framkvæmda fyrir herinn.
Íslensku iðnaðarmennir í Sameinuðum verktökum höfðu fram til þessa flestir verið rétt sæmilega bjargálna, áttu kannski eigin íbúð og lítinn bíl, en ekki mikið fram yfir það. Þetta voru yfirleitt ágætis menn og höfðu alltaf verið bráðduglegir og vinnusamir. Með uppgripunum fyrir herinn urðu margir þeirra sterkefnaðir á nokkrum árum, og þeim eiginlega sjálfum að óvörum. Þeir hafa látið að sér kveða á ýmsum sviðum atvinnulífsins og ekki endilega til óþurftar. Og því má vissulega segja, að herinn hafi ekki verið hér alveg til einskis.
Það bar nokkuð mikið á Kanaútvarpinu fyrstu árin eftir að hann kom og síðan Kanasjónvarpinu um og uppúr 1960. En eftir að þeirri stöð var lokað hafa bein áhrif hersins verið hverfandi. Sá ameríkanismi, sem mikið er talað um og vissulega getur verið nokkuð yfirþyrmandi, hann er kominn eftir öðrum leiðum, og hann er raunar sá sami um allan heim. Maður finnur hann hvar sem komið er, hvort sem þar hefur verið bandarísk herseta eða ekki, jafnvel austur í Kína.
En snúum okkur aftur að orðinu „varnarlið“ og þeim breyttu tímum sem menn eru að tala um. Vissulega eru breyttir tímar, en öllum ætti samt að vera ljóst, að orðið varnarlið var ævinlega algert rangnefni, ef átt var við varnir Íslands.
Þetta er alltof langt og flókið mál til að brjóta til mergjar hér og nú. Gáið að því hvar hagsmunirnir liggja. Annars vegar hafði nefnilega það sama gerst í Bandaríkjunum og á Íslandi við stríðslokin, aðeins í þúsundfalt stærri stíl. Framleiðsla þeirra, sem höfðu skaffað hernum vopn og vistir í stríðinu, hún tók að dragast óbærilega saman. Það þurfti nýja stríðshættu til að almenningur féllist á nýja skattheimtu til hernaðaþarfa, svo að þessi risavaxna framleiðsla gæti aftur farið í gang. Og það hefði blátt áfram ekki verið hagkvæmt að ljóstra upp um hernaðarlegan vanmátt Sovétríkjanna.
Hinsvegar gat víða verið þörf fyrir bandarískar herstöðvar til að gæta raunverulegra eða bara hugsanlegra hagsmuna bandarískra fyrirtækja, sem eðli málsins samkvæmt hljóta hvarvetna að reyna að ná fótfestu. Hinir breyttu tímar felast í því að, að hagsmunir bandarískra fyrirtækja í Mið–Austurlöndum sitja nú um stundir í algjöru fyrirrúmi.
Og að lokum eitt af háðkvæðahlutum Böðvars Guðmundssonar – er lýsa kann ástandinu á Suðurnesjum við „varnarliðs“komuna:

Þess vegna er þjóðin mín sæl.
Nokkrir kotungar suður með sjó
höfðu sífellt af baslinu nóg.
Þeir bjuggu í gjótum með blöðrur á fótum
og bátarnir láku og týndist úr nótum.

Og allt var að fara til andskotans bara
og eldur í hlóðunum dó.
Þessir kotungar blésu í kaun
og þeir keifuðu vegalaus hraun,
höfðu ekkert að fela og engu að stela
og örbirgðin lagði að hjörtunum þela.

En kvöld nokkurt brá þeim því Kaninn stóð hjá þeim
og karlarnir skildu ekki baun.
Þessir kotungar suður með sjó
hafa síðan af lífsgæðum nóg.

Með gleði í taugum og glampa í augum
þeir grafa og róta í verndarans haugum.
Og hamingjudaga þeir heim til sín draga
af haugunum sokk eða skó.

Þar sem áður var lambagraslaut
er nú lífvænleg flugvélarbraut.
Þar sem stígur var tregur er steinsteypuvegur
og standardinn er ekki óbjörgulegur
því amrískir hemenn og íslenskir vermenn
eta nú samskonar graut.“

Þegar komið er upp fyrir Margvörðuholtið, undir girðinguna, beygir gatan áleiðis til vesturs. „Innan við Margvörður er Kaupmannsvarðan (vestan götunnar með bendil til austurs, aðrar vörður við vetrargötuna benda til vesturs), sem er við krossgötur rétt hjá flugvellinum.“ Þarna eru sem sagt krossgötur; annars vegar hinnar gömlu hlykkjóttu götu Hvalsnesleiðar og hins vegar annarrar vel varðaðrar götu – svo til beint að augum. Leiðirnar koma síðan saman að nýju skammt innan nyrðri girðingarinnar, ofan Melabergsvatna. Ástæðan er sú að vestari leiðin liggur í krók til vesturs, en liggur síðan á ný til norðausturs ofan vatnanna. Þar eru því önnur gatnamót. Miðsvæðis er Fuglavíkurselið, skammt austan austari (vörðuðu) leiðarinnar. Af nafngift fyrstu vörðunnar á hinni beinu vörðuðu leið yfir háheiðina að dæma mætti ætla að kaupmaðurinn, væntanlega í Keflavík, hafi látið hlaða vörðurnar til öryggis vegfarendum á hinni válegu norðurleið.
Vörðu virðist vanta í röðina norðan Kaupmannsvörðunnar. Ef vel er að gáð má sjá hvar löng flöt klöpp hefur áður verið reist þar á millum upp á endann með góðum stuðningi, en síðan lagst út af.
Hvalsnesleiðin tengist að nokkru leyti sögunni af Rauðhöfða. Í sögunni (reyndar eru til nokkrar útgáfur) um Rauðhöfða segir frá því að „í fornöld var það mjög tíðkað á Suðurnesjum að fara út í Geirfuglasker til að sækja þangað bæði fugl og egg. Þóttu þær ferðir jafnan hættulegar og varð að sæta til þeirra góðu veðri því bæði eru skerin langt undan landi og svo er líka mjög brimsamt við þau.
Einu sinni sem oftar fór skip eitt út í Geirfuglasker; geymdu sumir skips, en sumir fóru upp í skerin eftir eggjum. Ókyrrði þá sjóinn fljótt svo þeir urðu að fara burtu fyrr en þeir hefðu viljað. Komust eggjatökumennirnir með illan leik upp í skipið allir nema einn. Hann kom seinastur ofan úr skerinu því hann hafði farið lengst og hugsað að ekki mundi liggja svo mikið á. Hann var sonur og fyrirvinna ekkju nokkurrar sem bjó á Melabergi í Hvalsnessókn, og var hinn ötulasti maður og á bezta aldri (sumir nefna manninn Helga). Þegar nú maðurinn kom niður að skipinu þá var hafrótið orðið svo fjarskalegt við skerið að honum varð ekki náð út í skipið hversu mjög sem þar var leitað lags við. Urðu skipverjar að fara burtu við svo búið og töldu þeir manninn af með öllu nema hans yrði bráðlega vitjað. Héldu þeir svo í land og sögðu hvar komið var og átti nú að fara í skerin og vitja mannsins hvenær sem þar gæfist færi á. En eftir þetta varð aldrei framar komizt út í skerin um sumarið fyrir brimi og stórviðrum. Var þá hætt með öllu að hugsa til manns þessa framar eða leiða sér í hug að hann mundi nokkurn tíma sjást lifandi framar.
Nú leið og beið þangað til sumarið eftir. Þá fóru Nesjamenn á skipi út í Geirfuglasker eins og þeir voru vanir. Þegar eggjatökumennirnir komu upp í skerið urðu þeir hissa, þegar þeir sáu þar mann á gangi þar sem þeir áttu sér hér engra manna von. Maðurinn gekk til þeirra og þekktu þeir þar Melabergsmanninn sem eftir hafði orðið sumarið áður í skerinu.
Gekk það öldungis yfir þá og þóttust sjá að þetta væri ekki einleikið. Forvitnaði þá nú heldur en ekki að vita hvernig á þessu öllu stæði. En maðurinn sagði þeim óljóst frá því sem þeir spurðu, en í skerinu sagðist hann alltaf hafa verið og hefði þar ekki væst um sig. Samt bað hann á að flytja sig í land og gjörðu þeir það fúslega. Var Melabergsmaðurinn hinn glaðasti, en þó fremur fátalaður. Þegar í land kom varð þar hinn mesti fagnaðarfundur og þótti öllum þessi atburður allur undrum gegna, og enga glögga grein vildi maðurinn gjöra um veru sína í skerinu.
Nú leið enn og beið og var hætt að tala um nýlundu þessa. En seint um sumarið, einn góðan veðurdag þegar messað var á Hvalsnesi, varð sá atburður sem alla kynjaði á. Við kirkjuna var fjöldi fólks og þar á meðal Melabergsmaðurinn. En þegar fólkið kom út (aðrir segja inn í kirkjuna og láta allan atburðinn fara fram fyrir messu) úr kirkjunni stóð uppbúin vagga við kirkjudyrnar og lá ungbarn í vöggunni. Ofan á vöggunni lá dýrindisábreiða sem enginn þekkti hvað í var. Á þetta varð öllum starsýnt mjög og enginn leiddi sig að vöggunni eða barninu og enginn lézt þar vita nein deili á. Nú kemur prestur út úr kirkjunni; sér hann vögguna og barnið og furðar á þessu öllu ekki síður en aðra. Spyr hann þá hvort viti nokkur deili á vöggunni og barninu eða hver með það hafi komið eða hvort nokkur vilji að hann skíri barnið. En enginn lézt vita neitt um þetta og enginn þóttist hirða um að hann skírði barnið. En af því presti þótti allur atburður með Melabergsmanninn kynlegur spurði hann hann ítarlegar um allt þetta en aðra, en maðurinn brást þurrlega við og sagðist ekkert vita um vögguna né barnið enda skipti hann sér öldungis ekkert um hvorugt.
En í því bili sem maðurinn sagði þetta stóð þar kvenmaður hjá þeim fríð sýnum og fönguleg, en æði svipmikil. Hún þreif ábreiðuna af vöggunni, snaraði henni inn í kirkjuna og segir:
„Ekki skal kirkjan gjalda.“
Síðan víkur hún sér að Melabergsmanninum og segir við hann mjög reiðulega:
„En þú skalt verða að hinu versta (argasta) illhveli í sjó.“
Greip hún þá vögguna með barninu og hvarf með allt saman og sást ekki síðan. – Presturinn tók ábreiðuna og lét gjöra úr henni altarisklæði handa kirkjunni, og hefur það verið þar til skamms tíma og þótt hin mesta gersemi.
Nú víkur sögunni til Melabergsmannsins. Honum brá svo við orð hinnar ókunnugu konu að hann tók undir eins á rás frá kirkjunni og heim til sín. Ekki stóð hann þar við, heldur æddi sem vitstola norður eftir þangað til hann kom fram á Hólmsberg sem er fyrir vestan Keflavík, en berg það er fram við sjó, býsna hátt og þverhnípt. Þegar hann kom fram á bergsbrúnina staldraði hann við. Varð hann þá allt í einu svo stór og þrútinn að bergið sprakk undir fótum honum og hljóp fram klettur mikill úr hamrinum. Stakkst maðurinn þar fram af í sjóinn og varð í sama augnabragði að feikilega stórum hvalfiski með rauðan haus því maðurinn hafði haft rauða húfu eða hettu á höfðinu þegar hann brást í hvalslíkið. Af þessu var hann síðan kallaður Rauðhöfði. En kletturinn sem fram hljóp með hann í sjóinn stendur enn fram í sjónum austarlega undir Keflavíkurbergi og er kallaður Stakkur.
Það er sumra manna sögn, að nú hafi það komið upp á Melabergi eftir móður mannsins að hann hefði sagzt hafa dvalið um veturinn í skerinu (skerið var síðan kallað Helgasker) í álfabæ einum í góðu yfirlæti. Hefðu þar allir verið sér vel, en þó hefði hann ekki geta fest þar yndi. Fyrst þegar hann hefði orðið eftir af lagsmönnum sínum í skerinu hefði hann gengið um skerið í eins konar örvilnan og verið að hugsa um að steypa sér í sjóinn og drekkja sér til að stytta hörmungar sínar. En þá sagði hann að til sín hefði komið stúlka fríð og falleg og boðið sér veturvist og sagt að hún væri ein af álfafólki því sem ætti heima í Geirfuglaskeri. Þetta þá hann, en vegna óyndis fékk hann heimfararleyfi sumarið eftir. Þá sagði hann að álfastúlkan hefði sagzt ganga með barni hans og skyldi hann muna sig um að láta skíra það ef hún kæmi því til kirkju þar sem hann væri viðstaddur, en ef hann gjörði það ekki mundi hann gjalda þess grimmilega.
Sumir segja að maðurinn hafi sagt móður sinni frá þessu einhvern tíma einslega um sumarið; sumir segja að han hafi gjört það um leið og hann gekk um á Melabergi frá kirkjunni seinast, en sumir segja að hann hafi sagt það einhverjum trúnaðarmanni sínum öðrum. En ekki er þess getið hvers vegna hann brá út af skipun álfkonunnar með barnsskírnina.
En nú víkur aftur sögunni til Rauðhöfða. Hann tók sér aðsetur í Faxaflóa og grandaði þar mönnum og skipum svo engum var óhætt í sjó milli Reykjaness og Akraness. Varð það fjarskinn allur sem hann gjörði illt af sér í skipsköðum og manntjóni, en enginn gat að gjört eða stökkt óvætti þessum burtu, og áttu margir um sárt að binda af hans völdum þó ekki séu þeir nafngreindir neinir sem hann drap eða tölu hafi verið á þá komið. Upp á síðkastið fór hann að halda til á firðinum milli Akraness og Kjalarness og er sá fjörður því síðan kallaður Hvalfjörður.
Þá bjó gamall prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd; hann var blindur, en þó ern að öðru leyti. Hann átti tvo syni og eina dóttur. Voru systkini þessi öll uppkomin þegar hér var komið sögunni og hin efnilegustu og ann faðir þeirra þeim mjög. Prestur var forn í skapi og vissi jafnlangt nefi sínu. Synir hans reru oft út á fjörðinn á báti til fiskjar. En einu sinni urðu þeir fyrir Rauðhöfða og drekkti hann þeim báðum. Presturinn faðir þeirra heyrði að synir sínir væru drukknaðir og svo af hvers völdum. Féllst honum mikið um sonamissinn.
Litlu síðar einn góðan veðurdag biður hann dóttur sína að koma og leiða sig niður að firðinum sem er þaðan ekki alllangt frá bænum. Hún gjörir svo, en prestur tekur sér staf í hönd. Staulast hann nú með tilhjálp dóttur sinnar ofan að sjónum og setur stafinn fram undan sér út í flæðarmálið og styðst svo fram á hann. Spyr hann þá dóttur sína hvernig sjórinn líti út. Hún segir hann vera spegilfagran og sléttan. Að lítilli stundu liðinni spyr karl aftur hvernig sjórinn líti út. Stúlkan segir að utan fjörðinn sjái hún koma kolsvarta rák líkt og stórfiskavaður ösli inn fjörðinn. Og þegar hún sagði rák þessa komna nærri á móts við þau biður prestur hana leiða sig inn með fjörunni og gjörir hún það. Var röstin jafnan á móts við þau og gekk það uns komið var inn í fjarðarbotn. En þegar grynna fór sá stúlkan að röstin stóð af ákaflega stórum hval sem synti beint inn eftir firðinum eins og hann væri rekinn eða teymdur. Þegar fjörðinn þraut og þar kom að sem Botnsá kemur í hann bað klerkur dóttur sína að leiða sig upp með ánni að vestanverðu. Hún gjörði það og staulaðist karlinn upp fjallshlíðina með ánni, en hvalurinn öslaði einatt hér um bil jafnframt þeim upp eftir ánni sjálfri, og var honum það þó örðugt mjög sökum vatnsleysis.
En þegar inn kom í gljúfrið sem áin rennur um fram af Botnsheiði þá urðu þrengslin svo mikil að allt skalf við þegar hvalurinn ruddist áfram, en þegar hann fór upp fossinn hristist jörðin umhverfis eins og í mesta jarðskjálfta. Af því dregur fossinn nafn og heitir síðan Glymur og hæðirnar fyrir ofan Glym eru síðan kallaðar Skjálfandahæðir. En ekki hætti prestur fyrr en hann kom hvalnum alla leið upp í vatn það sem Botnsá kemur úr og síðan er kallað Hvalvatn.
Fell eitt er hjá vatninu og dregur það einnig nafn af atburði þessum og er kallað Hvalfell. Þegar Rauðhöfði kom í vatnið sprakk hann af áreynslunni að komast upp þangað og hefur síðan ekki orðið vart við hann, en fundist hafa hvalbein mjög stór-kostleg við vatnið og þykir það vera sögu þessari til sannindamerkis. – En þegar prestur var búinn að koma hvalnum fyrir í vatninu staulaðist hann heim aftur með dóttur sinni og þökkuðu honum allir vel fyrir viðvikið.“
Í sögunni um Faxa, sem er um sama efni, segir að „þegar upp komust svik mannsins varð hann óður og steypti sér í sjóinn og breyttist í hrosshveli og kölluðu menn hann Faxa. Af því nafni dregur Faxaflói nafn sitt. Drap tvo syni manns er kunni jafnlangt nefi sínu. Var Faxi rekinn í Hvalvatn þar sem síðan fundust hvalbein til sannindamerkis um þessa atburði.“
Vatnshólavarða sést í vestri, bæði há og stór. Í viðbótarörnefnalýsingu fyrir Fuglavík skráða eftir Sigurði Jónssyni kemur m.a. eftirfarandi fram um Vatnshólavörðu, selstöðu og fleira í Miðnesheiði: „Langt uppi í haglendinu eru Selhólar, sem lentu í flugvallarlandinu. Markahóll er grasi gróinn hóll upp í heiði á merkjum móti Melabergi. Vatnshólavarða er í brún frá bæ séð. Þar eru margir hólar, Vatnshólar, og draga nafn af Melabergsvötnum.“ Varðan er m.a. mið inn í Má

Melaberg

Tóft við Melaberg.

sbúðarvör; í Másbúðarvörðug Vatnshólavörðu í Keili.
Melabergsleiðin (Hvalsnesgatan) innan varnarsvæðisins er vel vörðuð þegar komið er upp að og fyrir ofan Melabergsvötn. Þar taka við Efrivötn, mun minni, en ofan við þau þarf að fara í gegnum gat á varnargirðingunni. Venjulega er gatið lokað, en af og til reynist það opið. Annað gat er á girðingunni efra, þ.e. á henni austanverðri. Það er þó oftar lokað en hið neðra.
Götunni var fylgt með augunum þar sem hún liðast upp eftir heiðinni. Norðan við hana er vetrarleiðin, vel vörðuð óröskuðum vörðum.
Austar blasir Vatnshólavarða við. Hún var mun hærri hér áður fyrr, enda lengi notuð sem siglingarvarða í Másbúðarsundið og sem mið af sjó.
Norðar sjást Selhólar, en vestur undan þeim eru tóftir, Fuglavíkursel, sem og gróin fjárborg. Glæsir er ofar og austar, oft nefndur Efri-Glæsir. Neðri-Glæsir mun vera skammt neðar. Þeir, sem fara þurftu um heiðina, töldu sig stundum verða var við draugagang við Glæsi, og sumir beinlínis lögðu lykkju á leið sína til að forðast staðinn, einkum eftir að rökkva tók. Nafnið er til komið eftir að maður, sem átti leið um, lenti þar í miklum ljósagangi.
Á leiðinni, skammt vestan Melabergsvatna, eru hólar að norðanverðu. Þeir heita Smjerhólar. Ofar eru Melabergsvötnin. Þar segir sagan að Tómas nokkur frá Bursthúsum hafi drukknað er hann var að fara yfir brú á vötnunum á 17. öld. Tómasarhóll heitir hóll með fuglaþúfu á nokkur norðaustar í heiðinni, skammt frá horni varnargirðingarinnar. Óvíst er þó að sá hóll tengist atburðinum þótt um sama nafn sé um að ræða.
Norðan við Tómasarhól sést í helsta kennileitið í Miðnesheiði ofan við Norðurkot; Efrivörðu. Sigurður Eiríksson í Norðurkoti hefur hlaðið vörðuna upp ásamt kunningja sínum Guðmundi Sigurbergssyni. Þeir hafa og hlaðið upp nokkrar aðrar nafnkunnar vörður í heiðinni.
Önnur varða, sem þeir hlóðu upp, er Dauðsmannsvarða, sem er allnokkru austar, fast utan við varnargirðinguna. Sú varða tengist sögn um mann frá Bæjarskeri, sem varð þar úti eins og svo margir aðrir á leið þeirra frá kaupmanninum í Keflavík. Milli þessara varða er Reykhóll.
Skammt ofan Melabergsvatna er Ólafsvarða. Ólafsvarða er kennd við Ólaf nokkurn, sem varð þar úti. Margar skráðar heimildir eru til um mannskaða á Miðsnesheiði. Má nefna að á u.þ.b. 40 ára tímabili á 19. öld urðu þar um 60 menn úti á leið þeirra um heiðina.
Leiðin liggur yfir að því er virðist gamlan árfarveg, svonefnda Melabergsá. Utan við hana eru nokkrir steina á lágu hloti. Í lýsingu Magnúsar Þórarinssonar: „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; – Melaberg“, Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð, sem Félag Suðurnesjamanna gaf út í í Reykjavík, 1960, bls. 131-133, segir m.a. um neðanvert svæðið nálægt Melabergi: „Upp af Skjólgarðsbökkum, norðan við Melabergsá ofanverða, eru tveir stórir klettar með 3—4 faðma millibili; heita þeir Melabergsbræður, en í daglegu tali stytt í „Bræður“. Um 20—30 föðmum austar er einn steinn af sömu stærð og líkri lögun; heitir hann Smali.
Milli þessara einstæðu kletta eru nokkrir tugir smærri steina, sem eru öðru vísi en annað grjót á þessum slóðum. Þeir eru sléttir, ljósir að lit, líkir að stærð og lægri í vesturendann. Ef á að lýsa þeim nánar, þarf að hafa sömu aðferð og þegar skoðað er gott málverk, en það er: að vera í hæfilegri fjarlægð og horfa á þá frá réttri hlið.
Bezt er að standa spölkorn fyrir sunnan þá eða suðaustan og hugsa sér Suðurnesjaveðráttu, útsynning með hryðjum eða éljum. Er þá ekki öðru líkara en að þarna sé fjárhópur og snúi allar „kindurnar“ í veðrið og séu að bíta. Enda segir gamla sögnin, að Melabergsbræður, ásamt með sauðamanni og búsmala, hafi þarna dagað uppi um eina fagra sólarupprás einhvern tíma í fyrndinni.
Margar og miklar sögur hafa gengið frá Melabergi og Melabergsmönnum; eru nokkrar þeirra skráðar í þjóðsögum. Það var í munnmælum, á unglingsárum mínum, að Melaberg hafi einhvern tíma áður verið stórbýli með 50 hurðir á járnum, aðrir sögðu 80 og einstöku maður komst upp í hundrað. Enginn hefir þó getað sagt, hvar þennan fróðleik er að finna. Það kynni þá helzt hafa verið á búskapartíma þeirra, er nú standa sem steinar og heita Melabergsbræður. Kongl. Majestat keypti eitt sinn Melaberg af Guðmundi nokkrum. Varla hefir það verið stórbóndi, fyrst titillinn er ekki annar en „nokkrum“, því titlum og kenninöfnum var vel haldið til haga fyrr á tímum, enda jörðin þá einkum keypt til þess að vera bithagi fyrir Lönd og Másbúðir. Sögurnar frá Melabergi eru ærið þjóðsagnakenndar og bera það raunar með sér að vera hugarfóstur eitt og ekkert annað.“

Áður en komið er niður á núverandi þjóðveg að Stafnesi má sjá tóftir húsa vestan við grashæðir. Um eru að ræða fjárhús frá Lindarbæ, sem var áður bær norðvestan Melabergs.
Þegar komið er norður fyrir Stafnesveg liggur gamla gatan þar til vetsurs, áleiðis að Hvalsnesi. Hún sést vel í móanum til að byrja með, en síðan taka við nýlegri garðar og ræktuð tún. Þar hverfur hún undir hvorutveggja. Það er því ekki um annað en að ganga ofan (utan) garða það sem eftir er leiðarinnar.
Hvalsnes er bær og kirkjustaður milli Sandgerðis og Stafness. Hvalsnes var fyrrum prestssetur og útkirkjur í Kirkjuvogi og Innri-Njarðvík. Hvalsnesprestakall var lagt niður 1811 og Hvalsnes og Kirkjuvogskirkjur lagðar til Útskála. Á Hvalsnesi var kirkja helguð guði Maríu guðsmóður, Ólafi konungi og, heilagri Katrínu og öllum guðs heilögum mönnum. Núverandi kirkja var reist á árunum 1886-1887 og vígð á jóladag 1887. Hún er hlaðinn úr tilhöggnum steini. Steinsmiðurinn var Magnús Magnússon múrari í Garði, en hann féll frá áður en verkinu lauk, drukknaði í Varaós ásamt tveim mönnum er þeir voru að koma Reykjavík 20. mars 1887. Þá tók við Stefán Egilsson múrari í Reykjavík og lauk hann verkinu. Yfir trésmíðinni var Magnús Ólafsson úr Reykjavík. Það var Ketill Ketilsson í Kotvogi sem lét reisa kirkjuna. Frægastur prestur á Hvalsnesi er sennilega Hallgrímur Pétursson. Hvalsneskirkja var vel byggð og hefur fengið gott viðhald með gagngerum endurbótum. Traustleg og tignarleg er hún þar sem hún rís með sínum fagurhlöðnu veggjum og ber hátt í Hvalsnestúni. Sú er trú á kirkjunni að aldrei farist skip á Hvalsnessundi fyrir opnum kirkjudyrum.
Í Hvalsneshverfi voru áður fyrr í byggð 6-7 bæir með 30-40 manns og langtum fleiri á vertíðum. Hvalsnesvör var mikill útgerðarstaður. Reru þaðan skip frá 5 bæjum og þar voru mörg og myndarleg sjávarhús.
Hvalsnesvegurinn er mjög falleg gönguleið af gamalli þjóðleið að vera. Hún er heil langleiðina milli Hvalsness og að byggðinni ofan Keflavíkur að undanskildum stuttum köflum næst Hvalsnesi og neðan Melabergsvatna. Mikilvægt er að vernda það sem eftir er af götunni og gera hana aðgengilega leið fyrir áhugasamt fólk. Það tekur t.d. ekki nema 1 1/2 – 2 klst að ganga frá Keflavík að Hvalsnesi, ef op væri á varnargirðingunni. Ekki er óeðlilegt að á hana verði sett opnanlegt (læst) hlið, sem hægt væri að fá aðgang af sérstökum tilefni. Góð kvöldganga, með sólina í fangið, og kvöldroðann framundan gæti orðið eftirmynnileg ferð um þetta annars kennilausalitla heiðarsvæði. Þó má af framangreindri lýsingu sjá að ýmislegt ber þar fyrir augu, sem vert er að gaumgæfa betur, gatan sjálf, seltóftir, vörður, sagnarík holt, vötn og þjóðsagnakenndir staðir.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-http://fridur.is/safn/285
-nat.is
-Sigurður Eiríksson, Norðurkoti.
-Magnús Þórarinsson: „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; – Melaberg“, Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð, Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, 1960, bls. 131-133.
-Örnefnaskrár fyrir Fuglavík, Melaberg, Hvalsnes og Keflavík.
-Örnefni við Keflavík á Rosmhvalanesi (Suðurnesjum), [Vélritað upp úr ritinu Faxa 1967 (janúar hefti ?) af Skúla Þór Magnússyni], eftir Ragnar Guðleifsson kennara í Keflavík.
-Árbók FÍ. 1984, bls. 35.

Hvalsnesleið

Hvalsnesleið.

Háaleiti

Keflavíkurflugvöllur
Eftirfarandi [hluti úr] grein er framsaga Jóns Tómassonar, flutt á Faxafundi s.l. vetur. Þó að einhverjar tölulegar breytingar hafi átt Haaleiti-231sér stað síðan, taldi blaðstjórn Faxa rétt að birta framsöguna, þar sem hún flytur ýmsan fróðleik, sem lesendur blaðsins kunna að hafa ánægju af að kynnast.
„Þetta hérað [Keflavíkurflugvöllur] nær yfir 9200 ha. — sem var áður algjörlega óræktað heiðarland — sem ríkið tók með lögnámi af landi 5 hreppa: Hafnahreppi, Miðneshreppi, Gerðahreppi, Njarðvíkurhreppi og Keflavík, — og úr landi ca. 30 jarða. Endamörk þessara hreppa námu við Háaleyti og Kölku og hafi nokkrar landamæraerjur verið á þessum háheiðum — 167 fet hæst yfir sjávarmál — þá eru þær nú úr sögunni að eilífu, þar eð enginn veit nú hyrningarsteina þessa lengur.“

Heimild:
-Faxi, 12. árg. 1952, 5. tbl, bls. 70

Kölkuvísur
Kalka-231„Kalka er heiti á landamerkjavörðu sem stóð uppi á Háaleiti, þar nú er Keflavíkurflugvöllur og braggahverfi honum tilheyrandi. Einnig er þess getið til, að hún hafi verið notuð sem innsiglingarmerki á dögum Selstöðukaupmanna í Suðurnesjum. Varðan er sögð verið hvít kölkuð, svo að hún sæist langt að, og hefir hún dregið nafn þar af. Var þessi ævagamla varða við líði, þar til nú á stríðsárunum, að setuliðið jafnaði hana við jörðu. Rekur varðan raunir sínar í eintali því, sem hér fer á eftir.
-H. Th. B.

Eitt sinn var ég ung og fríð,
átti farfan hvíta.
ýmsir þráðu alla tíð
upp til mín að líta.

Oft mér sendi sólin fríð,
signuð ástarskeyti.
Óðal mitt var alla tíð
upp á Háaleiti.

Þar í sæti sat ég ein,
Suðurnesjadrottning.
Margan prúðan sá ég svein
sýna Kölku lotning.

Fá með sína frelsisþrá
fýsti á heiða engin.
Munaraugum mændi ég á
margan smaladrenginn.

Bjuggu menn á brekaströnd,
bezt voru þeirra kynni.
Undra margra lágu lönd
að landhelginni minni.

Viltum mönnum vegum á
vildi ég forða grandi.
Björgun veitti brögnum þá,
bæði á sjó og landi.

Úr mínu sæmdarsæti var
sjónarhringur fagur.
Allt var mér til ununar:
árin, nótt og dagur.

Fjallahringur fagurblár,
fremstur þó og vökull,
yzt á nesi, heiður, hár,
herra Snæfellsjökull.

Kringum Faxaflóann minn,
fjallahæstur var hann.
Geilsabjört hans kalda kinn,
konungsskrúðann bar hann.

Stórveldis kom hingað her,
hertur fítons anda.
Ólmir vildu meina mér
á minni jörð að standa.

Hermenn þustu hingað, en
helgri ró ei skeyttu.
Óli Thórs og Bjarni Ben
björg mér enga veittu.

Hersins vakti harða geð
hrygð, en enga kæti,
sínum vítisvélum með
veltu mér úr sæti.

Byggð var reist við bústað minn,
bæði daga og nætur.
Missa þarna meydóm sinn
margar landsins dætur.

Ljót var þessi bragga byggð,
bylt er jörð og rifin.
Friðarvina viðurstyggð,
válakrafti drifin.

—–
Ég er fallin foldar til,
flæmd úr tilverunni.
Eftir munu skuldaskil
og skark á mínum grunni.“

Ágúst L. Pétursson.

Heimild:
-Faxi, 10. árg. 1950, 1. tbl, bls. 8.

Gufuskálar

Framsöguerindi, flutt á málfundanámskeiði Iðnaðarmannafélagsins 28. febrúar 1967. –
stori-holmur-231„Það litla, sem Landnáma segir um upphaf byggðar á Suðurnesjum er eftirfarandi: „Steinunn in gamla frændkona Ingólfs fór til Íslands og var með honum inn fyrsta vetur. Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta enska og vildi kaup kalla. Henni þótti það óhættara við riftingu. Steinunn hafði átt Herlaug bróðir Skallagríms, þeirra synir voru Njáll og Arnór,,.1.)
Þetta er öll landnámssaga Steinunnar gömlu og næstum allt og sumt, sem um hana verður vitað eftir rituðum heimildum. Þó víst sé talið, að við Íslendingar séum af norrænum uppruna, þá eru miklar líkur fyrir því, að Steinunn landnámskona sem er talin vera sú fyrsta, sem reisti sér bú á Suðurnesjum, hafi komið frá Vesturlöndum. Synir hennar hétu Njáll og Arnór. Njálsnafnið bendir til þess, að hún hafi komið frá Vesturlöndum og styrkist það við frásögnina um ensku hekluna, er hún gaf Ingólfi fyrir landnámið. Hún hafði enska vöru og getur maður því ætlað, að það hafi verið fleira af því tagi í fórum hennar, en hekla þessi, því að bæði víkingar og landnemar fluttu með sér nokkrar birgðir af varningi frá þeim löndum, sem þeir lögðu frá, er þeir fóru í herferðir eða landaleit.2)
Talið er, að Steinunn hafi reist sér bú að Stóra gardur-gufuskalarHólmi í Leiru og hafi rekið þar um árabil mikið höfuðból og verstöð. Það er talið, að á landnámsöld hafi Keflavík og Njarðvík verið sel frá Stóra-Hólmi í Leiru.4) Hið forna höfuðból Steinunnar gömlu er nú komið í eyði, en sel hennar eru aftur á móti ört vaxandi byggðarlög.

Í bókum um landnám Ingólfs er getið um, að í Rosmhvalaneshreppi hafi verið Keflavík, Leira, Garður og Miðnes og allt að Ósabotnum. Greinilegt er, að Njarðvíkur eru teknar undan Rosmhvalanesi, er hreppar eru myndaðir.5) Njarðvíkur, Vatnleysuströnd og Vogar mynduðu Vatnsleysustrandahrepp.
Fyrsta breytingin, sem gerð er á Suðurnesjum er, að Njarðvíkur segja skilið við Vatnsleysustrandahrepp og sameinast Rosmhvalaneshreppi árið 1885.6).
Næsta breytingin á hreppaskilum er, að Miðnesingar segja skilið við Rosmhvalaneshrepp árið 1886.7) Það ár verður því Miðneshreppur til í sinni núverandi mynd, og hefur engin breyting orðið á síðan.
Næsta breytingin á Rosmhvalaneshreppi er, að árið 1908 er hann lagður niður og myndaðir tveir nýir hreppar. Hinir nýju hreppar voru núverandi Gerðahreppur og Keflavíkurhreppur. Í þeim síðarnefnda voru núverandi Keflavíkurkaupstaður og Njarðvíkurhreppur. Þannig voru Keflavík og Njarðvík sameiginlegt hreppsfélag frá árinu 1908 8) eða þar til Njarðvíkingar óskuðu eftir að gerast sér hreppsfélag, vegna þess að þeir töldu sig vera mjög afskipta með alla þjónustu og framkvæmdir svæði sínu til handa.
njardvik-231Samningur um skilnað Keflavíkur og Njarðvíkur var gerður 25. október 1941.9)
Njarðvíkur urðu því fyrst sérstakt sveitarfélag með lögum, sem tóku gildi 1. janúar 1942.
Landaskil Njarðvíkur og Keflavíkur voru fyrst þar, sem Tjarnargata er nú í Keflavík, en er samningur var gerður um skipti byggðarlaganna voru þau ákveðin um lóð Fiskiðjunnar hf. þannig, að mjölskemma Fiskiðjunnar stendur nú að hálfu í Keflavík og að hálfu í Njarðvík.
Keflavík hlaut kaupstaðaréttindi 1. apríl 1949. Lögsagnarumdæmi Keflavíkur var stækkað með lögum frá 4. maí 1966. Með þeirri stækkun rúmlega þrefaldaðist lögsagnarumdæmið að flatarmáli. Þeir 415 ha, sem Keflavík stækkaði um, eru að mestu land, sem hefur verið skilið frá Gerðahreppi.
keflavik 1833Nokkuð er sagt frá Eyvindi fóstra Steinunnar gömlu í Landnámu, en Evindi fóstra sínum gaf Steinunn hin gamla land á millum Hvassahrauns og Kvígubjargarvogum.
Landnám Evindar, er hann hlaut að gjöf frá Steinunni fóstru sinni, hlaut nafnið Vatnsleysuströnd. Landnám hans er nú óbreytt sem Vatnsleysustrandarhreppur.
Molda-Gnúpssynir, þeir Hafur-Björn, Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi, námu Grindavík. Landnám þeirra bræðra er enn óbreytt sem Grindavíkurhreppur10.)
Herjólfur, frændi Ingólfs og fóstbróðir, fékk frá honum að gjöf land milli Reykjaness og Vogs og svarar það nákvæmlega til núverandi Hafnarhrepps. 10)“

Eyþór Þórðarson.

Neðanmálsheimildir:
1. Landnám I—III 1900 bls. 123 og Þórðarbók 1921, bls. 28.
2. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 266.
3. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 280.
4. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 278.
5. Landnám Ingólfs II. 5 1940 bls. 279.
6. Strönd og Vogar 1961 bls. 48.
7. Undir Garðskagavita bls. 218.
8. Faxi 1963 bls. 211.
9. Faxi Desember 1941,
10. Landnám Ingólfs II. 1. 1936 bls. 14.

Heimild:
-Faxi, 28. árg. 1968, 1. tbl., bls. 5-7.

Njarðvík

Frá Njarðvík.

Hafnavegur

Tveimur vel hlöðnum vörðum, yfir mannhæða háar, hefur verið komið fyrir á svæði á Þrívörðuhæð við Hafnaveg sunnan Keflavíkurflugvallar. Vörðurnar eru við herkampana Camp Hopkins og Camp Rising, sem þarna var á stríðsárunum, og lýsa komu hersveita Bandaríkjamanna hingað til lands 1941, vinnu hermannanna við að koma sér fyrir hér á landi í Nissenbröggum og herbúðalífinu sem við tók.
Á þessum vörðum eru upplýsingaskilti. Á öðru þeirra er eftirfarandi texti:

Bandaríski herinn á Íslandi
VörðurnarVorið 1941 kom Churchill forsætisráðherra Breta fram með þá tillögu við Fanklin Roosevelt forseta Bandaríkjanna, að bandarískur her leysti sveitir Breta af. Roosevelt var tregur til að senda hermenn án þess að ósk um slíkt kæmi frá íslenskum stjórnvöldum. Engu að síður þá var snemma í júní tekið til við að udnirbúa för bandarísks herliðs til Íslands. Bandarískar könnunarsveitir voru sendar til landsins til að skoða hugsanlega staði fyrir eftirlitsflugvelli og safna gögnum um húsnæði og lífskjör; loftvarnir, varnir við ströndina og við hafnir; og ástand hernaðarmannvirkja.
Bandaríkjamenn fengu formlegt boð frá Hermanni Jónassyni, forsætisráðherra Íslands, í júlí 1941. Þann sama dag tilkynnti bandaríkjaforseti þinginu um ráðstöfun sveita úr loft-, land- og sjóher til Íslands.

Bandarískir sjóliðar fyrstir á staðinn
Annað upplýsingaspjaldiðFyrsta stórfylki sjóhersins, undir stjórn John Marston, hershöfðingja, var fyrsta bandaríska herliðið sem kom til Íslands. Það lenti við Reykjavíkurhöfn 7. júlí og fékk brátt liðsauka frá flugher, flota og landher.
Sjóliðarnir bjuggu upphaflega til bráðabirgða í Nissenskálum sem bresku hersveitirnar höfðu reist og hófust brátt handa við að byggja nýjar herbúðir. Victoria Park og Camp MacArthur, tvær samliggjandi herbúðir í Mosfellssveit norðaustur af Reykjavík, voru teknar í notkun af fyrsta herfylki. Annað herfylki kom sér fyrir í Camp Baldurshagi. Þriðja herfylki tók yfir breskar búðir, Camp Brautarholt, sem voru staðsettar á klettanesi nálægt innsiglingunni í Hvalfjörð. Þetta voru litlar ókláraðar búðir án rafmagns eða pípulagna. Hlöðu hafði verið breytt í matsal yfirmanna. Fimmta varnarherfylki, loftvarnasveit, var dreift í nokkrar búðir nálægt höfninni og fyrir austan borgina. Stórskotaliðið sá um að manna byggingarflokka sem reistu marga Nissenskála og önnur herbúðarmannvirki og byssustæði.
Nissen-braggiSjötta sjóliðasveit sem var hreyfanleg sveit, fékk það verkefni að byggja nýjar herbúðir til að hýsa sveitir landhersins. Litlar búðir með Nissenskálum höfðu áður verið reistar af Bretum, en pípu- og raflagnir og aðra aðstöðu átti enn eftir að útbúa. Sjóliðarnir reistu þess bráðabirgðaskála með hraði sem svefnskála, spítala, kirkjur, matsali, bíósali, vöruhús og skrifstofur. Í janúar 1942 fékk Sjóherinn skipun um að láta Landhernum eftir herbúðir sínar og snúa aftur til Bandaríkjanna þar sem þeim yrði fengin önnur verkefni. Í mars höfðu stórar sveitir bandaríska flotans. landhersins og flugsveita landhersins (AAF) komið sér fyrir á Íslandi.“

Á hinu er eftirfarandi texti:

Bandaríkjaher tekur við stjórninni
Nissan-braggiÍ apríl 1942 var skiptingunni frá bresku herliði yfir í bandaríkst herlið að mestu lokið. 22. apríl tók Bandaríkjaher við yfirstjórn herliðsins á Íslandi, undir stjórn Charles H. Bonesteel majórs. Boonesteel setti upp aðalstöðvar í Camp Tadcaster (sem var endurskírður Camp Pershing) við Elliðaár í Reykjavík, og var þá 3 km fyrir utan borgina og 1.5 km fyrir austan fyrrum höfuðstöðvar breska hersins í Camp Alabaster.
Hersveitirnar voru dreifðar um fjöldan allan af herbúðum innanbæjar, fyrir austan borgina, í Hafnarfirði í suðri og í Mosfellsbæ í norðaustri. Aðalstöðvar bandaríska flotans voru staðsettar í Camp Knox í norðvesturhluta Reykjavíkur og flugstöðvar flotans tóku yfir tvær stórar herbúðir við norðurströnd Fossvogs nálægt flugvellinum sem Bretar höfðu byggt. Flestar þessara búða hafa nú horfið vegna stækkunar borgarinnar. Þær fáu byggingaleifar sem enn standa eru vel varðveittar steinhleðslur, skorsteinar, vegir, stígar og stöku virki.

Herbúðabyggingar og herbúðalíf
Nissan-braggiLiðsafli verkfræðisveita sem áttu að sjá um byggingu herbúða var lítill og var oft aukinn með mönnum frá öðrum sveitum auk innlendra verkamanna. Verkið sóttist seint vegna óblíðs veðurfars og upp komu alvarleg tæknileg vandamál. Aðflutningar byggingarefnis voru mikið vandamál þar sem Ísland var langt frá birgðastöðvum hersins.
Stórskotalið sem áttu að byggja fleiri herbúðir sendu vinnuflokka á valda staði til að reisa Nissenskála undir verkstjórn fárra manna úr sveit konunglegra verkfræðinga. Ekki var óalgengt að mennirnir ynnu 16 stundir á sólarhring og fjöldinn allur af herbúðum var reistur á nokkrum vikum. Hópur sex eða fleiri manna gat reist skála á nokkrum klukkustundum. Hóparnir luku 16 skálum á dag.

Nissan-braggi

Nissenskálarnir var einfaldur í smíði. Endar hvers skála voru gerðir úr þremur viðareiningum sem mhægt var að setja saman á nokkrum mínútum. Klæðningin að innanverðu var gerð úr viðarplötum á 4×2 stálgrind. Bogadregnir veggirnir og þakið voru klæddir bárujánsplötum. Tvö lög að málmplötum voru sett neðst í hliðarnar en þakið var með einfaldri klæðningu. Byggingunni var haldið uppi af sveigðum burðarbitum (T-bitum) úr stáli. Hverjum skála fylgdi fullkomið sett af verkfærum og tækjum. Það eina sem þurfti að gera á staðnum var að útbúa grunn úr steinsteypu eða hraunkubbum.“

Fyrrnefndir braggar voru nefndir eftir hönnuðinum, Bjorn Farlein Nissen, en hann fæddist í Gjorvik nálægt Osló 1863, fluttist til Ameríku og starfaði þar við hönnun.Upplýsingaskilti