Færslur

Fuglavíkursel

Friðþór Eydal leiðsagði hópnum um varnarliðssvæði Keflavíkurflugvallar og nágrenni.

Hvalsnesleið

Varða við Hvalsnesleið.

Í maí s.l. (2004) voru liðin 53 ár frá undirritun varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Meðmælendur samningsins segja hann eina mikilvægustu ákvörðun íslenskra stjórnvalda á seinni tímum og eina þá heillavænlegustu. En hún átti sér nokkurn aðdraganda.
Alvarleg staða heimsmálanna á seinni hluta síðustu aldar hafði áhrif á íslensk stjórnvöld, m.a. valdataka kommúnista í Tékkóslóvakíu 1948, fyrsta kjarnorkusprenging Sovétríkjanna í september 1949 og upphaf Kóreustríðsins í júni 1950. Árið 1949 gerðist Ísland stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og var varnarsamningurinn við Bandaríkin gerður á grundvelli Norður-Atlantshafssamningsins. Honum er ætlað að tryggja varnir Íslands og stuðla að friði og öryggi áþví svæði sem samningurinn tekur til.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur – framkvæmdir.

Varnarliðið samanstendur af mörgum aðskildum starfseiningum innan Bandaríkjahers, en þar starfa einnig hermenn og fulltrúar frá Hollandi, Noregi, Danmörku og Kanada. Um 750 Íslendingar starfa fyrir varnaliðið (en þeim fer fækkandi). Varnarliðið rekur ratsjárstöðvar, annast skipa- og kafbátaeftirlit, flugvallarekstur, þyrlubjörgunarflug, fjarskipti og landvarnir.
Það var árið 1941 að Ísland og Bandaríkin gerðu með sér herverndarsamning. Samningurinn batt í raun endi á þáverandi hlutleysisstefnu Íslands. Sama ár komu fjögur þúsund landgönguliðar til landsins.

Winston Churhill

Winston Churchill í Reykjavík.

Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands kom til landsins, en að því tilefni var haldin stærsta hersýning, sem um getur. Árið 1943 var bandaríski heraflinn á Íslandi hvað fjölmennastur, eða um 45.000 manns. Þá voru hér á landi um 50.000 hermenn (einnig frá Bretlandi og Kanada), eða álíka margir og allir fullorðnir karlmenn á Íslandi. Á haustdögum tók að fækka í heraflanum.

Keflavíkurflugvöllur var lagður af bandaríkjaher í heimstyrjöldinni síðari. Skömmu eftir hernám landsins hófu Bretar flug frá Kaldaðarnesi á bökkum Ölfusár og sumarið 1941 hófst flug þeirra frá Reykjavíkurflugvelli, þrátt fyrir að gerð hans væri ekki að fullu lokið. Jafnframt voru sléttaðir lendingarstaðir á nokkrum stöðum er nota mátti í neyð. Einn slíkur neyðarflugvöllur var útbúinn á Garðskaga og voru það fyrstu flugvallarframkvæmdir á Suðurnesjum.

Winston

Winston á Vellinum.

Bandaríska herráðið áætlaði lagningu stórs flugvallar fyrir sprengju- og eftirlitsflugvélar á suðvesturhorni landsins ásamt minni flugvelli fyrir orrustuflugsveit er þar höfðu aðsetur. Beindust augu Bandaríkjamanna strax að Suðurnesjum, enda Bretar þegar með vísi að flugvelli á Garðskaga og svæðið nánast hindrunarlaust til flugs.
Ljóst var að flytja þyrfti mikinn fjölda flugvéla frá Bandaríkjunum til Bretlands til þátttöku í styrjöldinni í Evrópu. Lagning flugvallanna tveggja, Patterson á Njarðvíkurfitjum og Meeks á Háaleiti hófst snemma árs 1942.
WinstonVar Patterson flugvöllur tilbúinn til takmarkaðrar umferðar strax um sumarið er flugvélum 8. flughersins bandaríska var flogið til Bretlands með viðkomu á Grænlandi og Íslandi. Meeks flugvöllur, er við þekkjum nú sem Keflavíkurflugvöll, var tekinn í notkun í apríl 1943 og framkvæmdum við flugvellina lokið þá um haustið.

Patterson flugvöllur þjónaði orrustuflugvélum Bandaríkjamanna sem önnuðust loftvarnir á suðvesturhorni landsins til stríðsloka, en Meeks var áningarstaður í millilandaflugi eins og æ síðan. Einu umsvif Breta á Keflavíkurflugvelli (Meeks) voru starfsemi Liberator flugvéla, sem flogið var til stuðnings skipalestum og aðgerðum gegn þýskum kafbátum. Þessar flugvélar, sem aðsetur höfðu í Reykjavík, voru stórar og þungar til að geta athafnað sig þar fullhlaðnar við allar aðstæður. Lögðu þær því gjarna upp í eftirlitsflug frá Keflavík, þar sem þær höfðu aðsetur í Geck flugskýlinu, en lentu í Reykjavík að ferðinni lokinni þar sem áhafnirnar höfðu aðsetur.

Keflavíkurflugvöllur

Braggar við Pattersonflugvöll.

Rekstri Pattersen flugvallar var hætt að styrjöldinni lokinni sumarið 1945, en fámennt herlið annaðist rekstur Meeks flugvallar til ársins 1947, en bandarískir borgarlegir starfsmenn tóku við rekstrinum samkvæmt Keflavíkursamningnum, sem gerður var milli Íslands og Bandaríkjanna haustið 1946. Nafnið á vellinum kom frá flugmanni, sem hafði farist í flugi frá Reykjavíkurflugvelli. Vél hans flæktist í vírum við brautarendann og skall í Skerjafjörðinn (SJ). Flugvöllurinn hlaut þá nafnið Keflavíkurflugvöllur og varð alþjóðaflugvöllur í eigu Íslendinga.

Keflavíkurflugvöllur

Minnismerki á Keflavíkurflugvallarsvæðinu.

Það var árið 1946 sem íslensk stjórnvöld höfnuðu beiðni Bandaríkjamann um afnot af landi undir herstöðvar til langs tíma. Keflavíkursamningurinn var undirritaður og ákveðið að bandarískt herlið yfirgefi landið, en Bandaríkjamenn hafi áfram tiltekin afnot af Keflavíkurflugvelli. Flugvöllurinn var síðan afhentur Íslendingum. Árið eftir yfirgáfu síðustu bandarísku hermennirnir svæðið.
Árið 1949 gerast Íslendingar stofnaðilar að Atlantshafsbandalaginu. Aðildin veldur innanlandsdeilum og óeirðum við Alþingishúsið.

Keflavíkurflugvöllur

Herstöðin á Miðnesheiði.

Fyrstu hersveitir Bandaríkjahers koma til landsins 7. maí 1951 og setja upp bækistöðvar á Keflavíkurflugvelli. Þær voru undir stjórn hershöfðingja í landhernum, sem laut stjórn Atlantshafsherstjórnar NATO og Atlantshafsherstjórnar Bandaríkjanna. Vallarsvæðið og nágrenni verður meginathafnasvæði varnarliðsins. 1955 var fjarskiptastöðin Broadstreet við Seltjörn flutt til Grindavíkur.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur – flugturninn er þar sem Kalka var.

Húsnæði varnarliðsins var mjög takmarkað í fyrstu. Þúsundir hermanna höfðu búið í braggahverfum í námunda við flugvöllinn á styrjaldarárunum, en flestar þessara bráðabirgðabygginga voru rifnar eða gengu úr sér á árunum eftir stríð. Þá þurfti flugvöllurinn, sem upphaflega var með þeim stærstu í heimi, allmikla endurbóta við.
Varnarliðið hefur allnokkrum sinnum komið við sögu björgunarmála. Má þar t.d. nefna Vestmannaeyjagosið 1973 og Goðastrandið 1994. Árið 2001 fékk þyrlubjörgunarsveitin viðurkenningu fyrir björgun um 300 mannslífa frá því að hún kom til landsins árið 1971.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkuflugvöllur.

Í upphafi fimmta áratugar síðustu aldar var Háaleiti fyrir ofan Keflavík einungis sorfinn jökulruðningur. Efst á honum trjónaði háreist gígopið (þar sem flugstjórnarturninn á Keflavíkurflugvelli stendur nú). Norðan þess stóð Kalka, hvítkölkuð stór varða, áberandi landamerki og kennileiti á Miðnesheiði.
Allnokkrar minjar eru innan varnarsvæðisins. Má t.d. nefna Fuglavíkursel, gömlu Hvalsnesleiðina, Stafnessel, Gamla-Kirkjuvog, tóftir við Djúpavog og á Selhellu, Kaupstaðagötuna, Hansakaupmannaverslunarstaðinn við Þórshöfn og Kirkjuvogssel, auk þess sem svæðið sker í sundur Skipsstíginn, hina gömlu þjóðleið milli Njarðvíkur og Grindavíkur.

Varnarsvæði

Varnarsvæði Keflavíkurflugvallar – fylgir Tilkynningu frá ríkisstjórninni 21. maí 1942.

Mikilvægt er fyrir stolt okkar Íslendinga að endurheimta það svæði, u.þ.b. 50 metra breytt þar sem hitaveitulögnin liggur í gegn, sem fyrst. Bandaríkjamenn ættu að hafa skilning á því að ávallt er mikilvægt að halda þjóðleiðunum opnum, jafnvel á stríðstímum.
Annars hafa minjar innan svæðisins verið ágætlega varðveittar án þess að það hafi beinlínis verið ásetningur þeirra, sem með það höndla.
Þess má geta að lokum, til fróðleiks, að í aðalstjórnstöð NATO á Keflavíkurflugvelli hangir stórt spjald með tveimur myndum undir yfirskriftinni Wanted Dead and Alive; annars vegar er mynd af Bin Laden (dead) og hins vegar (alive) er mynd af hvíthærðri FERLIRsálfkonu. Svo virðist sem hermönnunum sé meira í mun að ná hinni síðarnefndu – alive.

-Upplýsingarnar eru m.a. úr riti um 50 ára afmæli varnarsamningsins 2001 og frá Friðþóri Eydal.

Hvalsnesleið

Hvalsnesleiðin innan varnarsvæðisins að Hvalsnesi.

Orkuverið Jörð

Eftirfarandi upplýsingar birtust í Fréttablaðinu árið 2009 undir fyrirsögninni “Sólkerfi á Reykjanesi”.
orka-3“Unnið er að því hörðum höndum að setja upp pláneturatleik um Reykjanesið í tengslum við sýninguna Orkuverið Jörð. „Stöplarnir fyrir pláneturnar eru komnir upp, en það á eftir að setja pláneturnar á þá,“ segir Róbert Kjartansson, sýningarstjóri Orkuversins Jarðar, í tengslum við svokallaðan pláneturatleik sem verið er að setja upp. Eftirlíkingu af plánetunum verður dreift um Reykjanes. Sólin er staðsett fyrir utan stöðvarhús Reykjanesvirkjunar og verða aðrar plánetur í hlutfallslega réttri fjarlægð frá sólinni. „Hægt verður að keyra á milli plánetanna en hugmyndin er sú að stilla reikistjörnunum upp svo að hægt verði að fylgja þeim inn í Reykjanesbæ.
Ég geri ráð fyrir orka-10því að þær verði allar komnar upp í sumar.“ Ratleikurinn er settur upp í tengslum við sýninguna Orkuverið Jörð sem er í stöðvarhúsi Reykjanesvirkjunar. „Sýningin fjallar um orku. Það má segja að henni sé skipt upp í fjóra hluta og er byrjað á kenningunni um Miklahvell. Þá er farið yfir í reikistjörnurnar í sólkerfinu og þeim öllum stillt upp í réttum stærðarhlutföllum. Næsti hluti er saga mannsins og orkunnar saman, allt frá því að við virkjum eldinn og fram á okkar daga. Svo er það orkunotkunin í heiminum. Þar er farið yfir það hvaðan við fáum orkuna, hvort sem það er úr jarðefnaeldsneyti, fallvötnum eða jarðvarma. Síðasti hluti sýningarinnar er virkjunin sjálf og orkuframleiðslan,“ útskýrir Róbert.
Þegar Róbert er spurður hvers vegna ákveðið hafi verið að orka-4ráðast í þetta verkefni segir hann að í rauninni hafi tækifærið bankað upp á. „Það komu hingað tveir herramenn, þeir Simon Hill frá Bretlandi og Björn Björnsson frá List og sögu, með þá hugmynd að setja upp þessa sýningu og þá var miðað við orkutengda ferðaþjónustu. Hugmyndin var að setja upp þessa sýningu við hliðina á orkuverinu sjálfu,“ segir Róbert og bætir við að hægt sé að sjá inn í orkuverið frá sýningunni því einn veggur þess sé gerður úr gleri.

Orka er líf
orka-5Inngangur sýningarinnar leiðir okkur í gegnum kenninguna um upphaf alheimsins með Miklahvell. Fyrir um 13,7 milljörðum ára var alheimurinn ekki stærri en greipaldin en sprakk svo út á ógnarhraða; slíkum ógnarhraða að ljósið sem fer með um 300.000 km hraða á sekúndu, ferðast ekki eina blýantslengd á þeim tíma. Ljósið fer 7 ½ hring um jörðina á einni sekúndu.
Þegar við höfum hafið ferð okkar með látum í Miklahvell leiðir Albert Einstein okkur inn í sýninguna. En hann var einn af þeim frumkvöðlum sem kom okkur í skilning um lögmál alheimsins. Vitanlega stóð hann á herðum risanna eins og Newton orðaði það sjálfur; Pýþagóras lagði fram kúlulaga jörð og reikistjörnur sem ferðuðust í hringi umhverfis mikinn eld. Aristóteles teiknaði upp heimsmynd með jörðina í miðju alheimsins og Aristarkos staðsetti allar sýnilegar reikistjörnur í réttri röð í sólkerfinu.
Kópernikus setti sólina miðju í staðinn fyrir jörðina („himnarnir snúast ekki, við orka-6gerum það“) og Johannes Kepler nýtti sér stærðfræðina og reiknaði út að kenningarnar áttu samleið með útreikningum.
Galileo Galilei horfði í gegnum sinn stjörnukíki og sannaði með sínum eigin augum. Newton setti fram þyngdarlögmálið sem heldur öllu saman og lagði stærðfræðilegan grunn með bók sinni Principia. Einstein setti fram afstæðiskenninguna, útvíkkun alheimsins, svartholin, hvítholin og raðaði öllu saman. Georges Lemaître steig fram og alheimurinn fæddist og síðan kom Hubbel og sá hann allan á einni nóttu.
Eftir að gestir hafa farið í gegnum sköpun alheimsins liggur leiðin inn í fyrsta hluta safnsins í gegnum vetrarbrautina okkar og inn í sólkerfið sem við tilheyrum. Sýningin skiptist í 4 hluta og eru þeir aðgreindir með veggjum sem líkja eftir hverfilblöðum:

Sólkerfið okkar
orka-7Stjörnufræðingar hafa varpað því fram að jörðin sé eins og eitt sandkorn á öllum ströndum jarðar í samræmi við stærð alheimsins. Þannig að smæð okkar sólkerfis er gríðarleg í samanburði við þær kenningar sem leiða líkur að því að 100.000 – 200.000 milljón sólir séu í vetrarbraut okkar (Milky Way). Gagnvirkur skjár leiðir gesti í gegnum allar reikistjörnurnar í okkar sólkerfi og sérstök líkön sýna hverja plánetu fyrir sig. Þú getur kynnst því hversu heitt er á Merkúr og hvað Júpiter hefur mörg tungl og allt þar á milli.

Maðurinn og orkan
orka-8Hvernig maðurinn hefur virkjað orkuna sér til framdráttar er kjarninn í þessum sýningarhluta. Hér getur að líta hvernig tækniþróunin er alltaf að verða hraðari og hraðari eftir því sem tíminn líður.
Gagnvirkur skjár gefur gestum tækifæri á að kynna sér helstu uppgötvanir ásamt því að sérstakur sýningargripur sýnir hvernig orkan breytist úr einu formi yfir í annað; snigill Arkimedesar breytir hreyfiorku mannsins í fallorku, þaðan í vindorku sem loks hellir upp á.

Mismunandi orkugjafar
Í þessum hluta safnsins kynnast sýningargestir mismunandi orkugjöfum og því hvernig maðurinn nýtir sér orkuna til að knýja daglegt líf. Sólarorka, vindorka, kjarnorka, vetni, etanól, jarðefnaeldsneyti (kol, olía, gas). Nánast öll staðbundinn orka á Íslandi kemur frá umhverfis-vænum orkugjöfum (vatnsfallsvirkjunum eða jarðvarmavirkjunum).
Því er öðruvísi farið í flestum öðrum löndum þessa heims. T.d. kemur yfir 90% af allri raforkuframleiðslu bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku.

Virkjun jarðvarma á Íslandi
orka-9Í síðasta hluta sýningarinnar er greint frá því á hvern hátt HS Orka virkjar jarðvarma á Reykjanesi. Glerveggur gefur gestum tækifæri á að sjá inn í vélasal virkjunarinnar þar sem tveir gufuhverflar framleiða hvor um sig 50 megavött af rafafli. Sú orka nægir til að knýja Reykjavíkurborg á góðum sumardegi. Hver hverfill um sig kostar 3 milljarða og eru það dýrustu og afkastamestu sýningargripirnir. Jarðskjálftahermi er að finna í þessum sýningarhluta.

Allir, sem leið eiga út á Reykjanes, ættu að koma við í Orkuverinu Jörð með það fyrir augum að skoða og fræðast um það sem sýningin hefur upp á að bjóða.

Heimild:
-Fréttablaðið 10. júní 2009, bls. 26.
-www.hsorka.is/kynningarefni.

Reykjanesvirkjun

Í Reykjanesvirkjun.

Valahnúkur

Í bókinni “Sjómannasaga” eftir Vilhjálm Þ. Gíslason er m.a. sagt frá gamla Reykjanesvitanum: “Ein af helstu framfaramálum þessara umbrotaára fyrir aldamótin [1900], voru vita og hafnamál. Alla tíð hafði Íslandsströnd verið dimm og vitalaus, enda hafði einlægt verið reynt að haga millilandasiglingum svo, að þær lentu í langdegi og björtum nóttum.
Reykjanesvitinn 1878En vitanlega bar skip oft að landi í skammdegi og myrkri. Fiskimenn á vetrarvertíðum áttu oft harða sókn gegn hættum myrkursins. Þegar siglingar aukast og  skipaferðir með ströndum fram, vex vitanlega þörfin á því að fá ljósmerki og vita. Danska stjórnin tók fyrst þunglega óskum Íslendinga um vita. Undireins og Íslendingar fá sjálfir stjórn fjármála sinna, fara þeir að hugsa um vitabyggingar. Halldór Kr. Friðriksson og Snorri Pálsson hreifa málinu á Alþingi 1874 og Grímur Thomsen ljet þessi mál einnig til sín taka. Fyrsti vitinn var reistur á Reykjanesi, bygður af Rothe, og var fyrst kveikt á honum 1. des. 1878. Vitinn kostaði tæpar 3 þús. krónur, en ljóstækin voru gefin frá Danmörku.
Arnbjörn Ólafsson var fyrsti vitaðvörðurinn og hafði hann kynt sjer vitavörslu í Danmörku. Vitavarðarlaunin voru 900 kr. á ári, en voru brátt hækkuð upp í 1200 kr. Síðan var Jón Gunnlaugsson lengi vitavörður (1884-1902). Nýr viti var reistur á Reykjanesi 1907-08. Reykjanesviti var lengi eini viti landsins. Upp úr 1880 er farið að veita 500 til 1000 kr. á ári til þess að koma upp ljósvörðum, en ekki var framkvæmdin meiri en svo, að þessar fjárveitingar voru ekki einægt notaðar. Árið 1884 var reist ljósvarða á Garðskaga. Einstakir útgerðarmenn beittu sjer fyrir framkvæmdum eða reistu vita á sinn kostnað eins og Otto Wathne á Dalatanga. Árið 1897 voru reistir vitar á Garðskaga, í Gróttu og í skuggahverfinu í Reykjavík. Jón Helgason var lengi vitaðvörður á Garðskaga, og síðan Ísak Sigurðsson, en Þorvarður Einarsson í Gróttu.”

Heimild:
Vilhjálmur Þ. Gíslason, Sjómannasaga, 1945, bls. 476-470.

Reykjanesviti í byrjun aldar

Hafnarétt

Ekki er minnst á Hafnarétt í örnefnalýsingum, en hún er þó augljós á loftmyndum frá árinu 1954, auk þess sem minjar hennar sjás enn vel í dag norðvestan við Réttargötu í Höfnum.

Hafnarétt

Hafnarétt.

Byggð hefur lagst þétt að réttinni, en þess hefur verið gætt að forða henni frá eyðileggingu. Sjórinn er þó smám saman að eta landið undan henni.

Hafnarrétt

Hafnarrétt 2021.

Keflavík

Í áfangaskýrslu fyrir Reykjanesbæ um byggða- og húsakönnun gamla hverfisins í Keflavík frá árinu 2012 má lesa eftirfarandi um sögu þess og byggðaþróun:

Sögubrot
Keflavík
“Keflavíkur er fyrst getið í rituðum heimildum um 1270 og þá í sambandi við reka og skipti á hval á Romshvalanesi. Þá er staðarins getið um 1420 þegar enskir fiskimenn fóru að venja komur sínar á Suðurnesin og sóttu þaðan á fiskimið.
Um 1450 voru Þjóðverjar komnir á þessar slóðir og hófu verslun. Skömmu eftir 1600 tóku Danir við og einokunarverslunin hófst formlega árið 1602.
Upphaflega mun jörðin Keflavík hafa verið í eigu Skálholtsstóls, en verður eign konungs við siðaskiptin. Keflavíkurjarðarinnar er fyrst getið í jarðamatsbókum árið 1597. Þá er hún konungsjörð og gjöld af henni greidd til Bessastaða. Hún tilheyrði Rosmhvalaneshreppi til ársins 1908 þegar Keflavík og Njarðvíkurhreppur hinn eldri voru sameinaðir í Keflavíkurhrepp. Búskapur lagðist niður á jörðinni árið 1780.

Keflavík

Duushús og tóftir gamla Keflavíkurbæjarins neðst.

Með einokunarverslun Dana var mælt fyrir að siglt skyldi á tuttugu hafnir á landinu og var Keflavík ein þeirra. Verslun komst þá í hendur kaupmanna frá Kaupmannahöfn.
Efling fiskveiða varð að frumkvæði danskra kaupmanna og ráðamanna. Sem dæmi um hve Keflavík hefur verið eftirsóttur verslunarstaður er að árið 1624 er aðeins einn verslunarstaður með meiri ágóða, þ.e. Ísafjörður.
Fyrsti búfasti kaupmaðurinn í verslunarþorpinu Keflavík var Jacobæus sem þangað fluttist samkvæmt ákvörðun Almenna verslunarfélagsins árið 1787, í lok einokunarverslunarinnar, en Danir héldu uppi verslun í Keflavík allt fram til ársins 1919.
Keflavík
Segja má að Jacobæus hafi lagt grunn að framtíðarbyggð, en þrjú hús voru í Keflavík og komin forsenda varanlegs þéttbýlis.
Um 1800 kom breskur ferðamaður, Henry Holland, til Keflavíkur og segir þar vera 15-20 timburhús og nokkra torfbæi.
Á fyrstu áratugum 19. aldar byggðist upp þorp í Keflavík. Verslunarþorpið dró að sér handverksmenn og ýmsa þjónustu auk þess fólks sem stundaði sjómennsku og fiskverkun.

Keflavík

Keflavík 1890.

Jacobæus lét reisa sjóvarnargarð og uppskipunarbryggju. Þá lét hann stækka tún og gera matjurtargarða og girti af með grjóthleðslum.
Í tengslum við verslunina voru reist verslunar- og pakkhús og og á síðasta áratugi 19. aldar voru þar þrjár verslanir sem sjá má merki um í dag, þ.e. Knudzon, Duus og Fischers verslanir.
Útræði var ekki mikið í Keflavík fyrr en eftir 1800, þegar verslun hafði verið gefin frjáls. Fram að þeim tíma var róið út frá verstöðvum í kring, í Höfnum, Njarðvíkum, Miðnesi og Görðum. Í kjölfar aukinnar útgerðar fjölgaði íbúum ört og fór úr 35 manns um 1800 í 130 manns um 1830. Áramótin 1900 voru íbúar um 300 talsins. Um helmingur íbúa kom úr öðrum sýslum og nærsveitum.Keflavík
Skaftáreldar sköpuðu slíka neyð að fólk flúði heimahaga sína og flutti fjöldi fólks af Suðurlandi til Suðurnesja. Til Keflavíkur fluttist margt fólk utan að landi sem taldi hag sínum og fjölskyldu sinnar betur borgið í Keflavík þar sem uppgangur var, m.a. vegna útgerðar. Þá komu menn til útræðis annars staðar að s.s. frá Mýrum og Borgarfirði.
Keflavík
Mikil fátækt var í Keflavík á 19. öld. Íbúar voru annarsvegar fátækir daglaunamenn og hinsvegar verslunarstjórar og kaupmenn. Framan af bjó alþýðan í torfhúsum eða tómthúsum. Tómthúsmannabyggðirnar voru einkum sunnan og vestan Duushúsa. Ekki eru til neinar minjar um þá byggð nú, en elsta byggð Keflavíkur stendur á því svæði. Árið 1800 eru talin 30 kot í Keflavík, mest torfbæir með timburgafli og 6 hús eingöngu úr timbri Hans Duus keypti Keflavíkurverslun um 1850. Duus verslun starfaði fram til ársins 1919. Þá var verslunin búin að kaupa upp aðrar verslanir ásamt lóðum og lendum og átti því mest allt land undir húsum Keflvíkinga. Árið 1920 lýkur að fullu danskri verslun í Keflavík. Kaupfélag Suðurnesja var stofnað árið 1928.

Keflavík

Vegna hafnleysis var útgerð þilskipa ekki vænleg og sjósókn eingöngu á opnum árabátum fram til 1907, þegar fyrsti vélbáturinn var keyptur til Keflavíkur. Hafnaraðstaðan var þó slæm og lágu bátarnir við bauju á Keflavík milli róðra.
Árið 1905 var kauptúnum sem töldu fleiri en 300 íbúa heimilað að verða sérstakt sveitarfélag og árið 1908 varð Keflavíkurhreppur til. Stærsti útgjaldaliður hins nýja sveitarfélags var fátækraframfærsla. Verkefnin voru ærin svo sem atvinnumál, brunavarnir, hafnargerð og umbætur í vatnsbólum svo eitthvað sé nefnt. Vegna aðstæðna í Keflavík var erfitt með vatnsöflun. Framan af var einungis einn brunnur í þorpinu sem staðsettur er inni í Bryggjuhúsi Duusverslunarinnar.

Keflavík

Keflavík – brunnurinn við Brunnstíg.

Árið 1907 lét Duusverslun grafa brunn við Brunnstíg og dregur gatan nafn sitt af honum.
Um 1930 voru byggðar steinbryggjur á Vatnsnesi og í Grófinni. Í kjölfar þessara hafnarbóta fjölgaði vélbátum. Á fjórða tug 20. aldar var fyrsta hraðfrystihúsið reist og fjölgaði þeim hratt og voru orðin fimm þegar mest varð. Hafskipabryggja var byggð í Keflavík árið 1932 og hófst þar með bygging núverandi hafnar.
Árið 1949 fékk Keflavík kaupstaðarréttindi. Gífurlegur vöxtur hljóp í byggðina á árunum eftir 1950 vegna uppbyggingar Keflavíkurflugvallar og veru varnarliðsins þar.

Þróun byggðar

Keflavík

Keflavík – húskönnunarsvæðið 2012.

Keflavík byggðist upp meðfram strandlengjunni eins og flest sjávarþorp á Íslandi. Hús verslananna stóðu meðfram götu sem síðar var nefnd Hafnargata. Þar fyrir ofan reis hin eiginlega íbúðarbyggð.
Um aldamótin 1900 var byggð tekin að myndast sem tengd var saman með gatnakerfi. Byggðin afmarkaðist af Vesturgötu í norðri, Kirkjuvegi til vesturs, Tjarnargötu til suðurs og strandlengjunni til austurs. Skólinn stóð við Íshússtíg, miðsvæðis í byggðinni á milli verslananna.
KeflavíkKauptúnið skiptist í tvö hverfi sem kölluð voru austurplássið og vesturplássið. Mikið tún, Norðfjörðstún, kennt við Ólaf Norðfjörð, faktor, klauf byggðina í tvennt. Eftir aldamótin 1900 fór byggðin að færast lengra suður og upp á melinn til vesturs. Edinborgarverslun ásamt bryggju reis við Hafnargötu og vegurinn í byggðina frá Reykjavík var að öllum líkindum úr suðri.
Að undirlagi Matthíasar Þórðarsonar þjóðminjavarðar og eiganda Keflavíkurjarðarinnar gerði prófessor Guðmundur Hannesson læknir skipulagsuppdrátt að Keflavík árið 1920. Var uppdrátturinn fyrsti vísir að skipulagi fyrir Keflavík. Þar voru teiknaðar götur yfir Norðfjörðstún þar sem nú eru Túngata, Norðfjörðsgata og Vallargata. Árið 1935 var Norðfjörðstúnið nánast fullbyggt.
Árið 1929 var fyrst kosið í sérstaka byggingarnefnd hreppsins. Engin byggingarsamþykkt var þá til í Keflavík en nefndinni var falið að kveða á um hvar og hvernig byggingum skyldi háttað. Árið 1930 fól hreppsnefnd byggingarnefnd að gera skipulagsuppdrátt að Keflavík.
KeflavíkJón J. Víðis mældi og dró upp Keflavík 1932 fyrir Skipulagsnefnd (Íslands). Um sama leiti var hafist handa við að semja byggingarsamþykkt fyrir Keflavík og tók hún gildi 27. júlí 1932. Þar kom fram að gerður yrði skipulagsuppdráttur samkvæmt skipulagslögum og færi skipulag kauptúnsins að því búnu eftir honum og ákvæðum skipulagslaga. Allar byggingar í kauptúninu skyldu vera samkvæmt uppdrættinum á því svæði sem hann næði yfir en annarstaðar skyldi byggingarnefnd ráða legu gatna og húsa. Sérstakt leyfi byggingarnefndar þurfti til að gera íbúðir í kjöllurum. Kröfur voru settar um að allar íbúðir nytu birtu og að hverri íbúð skyldi fylgja nokkur lóð.
Þegar Guðmundur Hannesson vann að skipulagi Keflavíkur 1932 skrifaði hann greinar í Morgunblaðið þar sem hann dró upp eftirfarandi mynd af bænum: „Keflavík er allstór og myndarlegur bær og hefur vaxið mikið á undanfarandi árum. [….] Ég hafði séð bæinn fljótlega fyrir nokkrum árum. Virtist mér hann þá skipulagslítill og bjóst því við, að ekki yrði hlaupið að því að gera þar skipulag. En þegar ég fékk nú tækifæri til þess að athuga hann nánar, þá reyndist mér hann hálfu betri en ég hafði búist við.
KeflavíkBæjarstæðið er tiltölulega flatlent og götur hafa verið lagðar út og suður og austur og vestur. Flestar göturnar eru 15m breiðar, ef mælt er milli húshliða, og er það meira en víðast í Reykjavík. Byggingareitir hafa ríflega breidd. Þeir hafa ekki verið skyni skroppnir mennirnir sem sáu um allt þetta, jafnvel séð lengra en Reykvíkingar þó sums staðar hafi þeim mistekist. Það varð þá fyrir, eins og vant er, að hyggja að bryggjunum og þörfum útvegsins.
Aðstaðan við sjóinn er erfið, höfnin ekki annað en opin vík, og lítil von um að þar verði fyrst um sinn gerð góð höfn. Við land er fremur útgrunnt í sjálfri víkinni, hraun undir og skerjótt við ströndina. Það búa margir við betra en bjargast þó miður en Keflvíkingar.
Aðalbryggjan er utan til í víkinni og er þar nóg dýpi fyrir báta um háfjöru. Önnur bryggja er þar utar, kynlega lögð og hlykkjótt, en með háfjöru er hún á þurru landi. Hún verður vafalaust lengd áður langt um líður, og getur þá komið að gagni. […….]
Keflavík
Sjálfur [er] bærinn ærið fyrirferðarmikill. Það er nálega 20 mínútna gangur eftir honum endilöngum. Þessi dreifing byggðarinnar er varasöm, því götur verða þá dýrar, ekki síst er ræsi og vatnsveita verða lögð. Hér, eins og víðar, er orsök dreifingarinnar sú, að lóðir fást ódýrari í suðurhluta bæjarins og þar vex því byggðin, en hins vegar eru húsin hvergi sambyggð, þó bæði sé það ódýrara og hlýrra“.
Skipulagsnefndin vann áfram með skipulagshugmyndir Guðmundar Hannessonar. Lögð var áhersla á að aðgreina íbúðar- og atvinnusvæði.

Keflavík
Útgerðinni var ætlað svæði í Grófinni og á Vatnsnesi nærri hafnarmannvirkjum. Iðnaði var valinn staður á Vatnsnesi.
Verslunin átti að vera áfram við Hafnargötu þar sem gert var ráð fyrir sambyggðum húsum með vörugeymslum bakatil. Gert var ráð fyrir íbúðarbyggð á svæði sem afmarkaðist af Vesturgötu til norðurs, Hringbraut til vesturs, Vatnsnesvegi til suðurs og Hafnargötu til austurs. Teiknuð var ný íbúðarbyggð á Duus-túni þar sem fyrir var byggð. Götur lágu í beinum línum frá austri til vesturs og norðri til suðurs. Skipulagið var auglýst eins og lög gerðu ráð fyrir og gerðu hagsmunaaðilar, byggingarnefnd og sjálf hreppsnefndin athugasemdir. Voru menn ósáttir við breytingar frá upphaflegum hugmyndum Guðmundar Hannessonar sem flestar væru til þess að gera uppbyggingu dýrari. Ósátt var um að á helmingi svæðisins væri gert ráð fyrir tvílyftum húsum og sambyggðum húsum.
KeflavíkAðkoman að bænum var um Hafnargötu sem þá þegar var orðin aðalgata bæjarins og hefur ávalt verið það síðan. Skipulagið gerði ráð fyrir tveim opnum svæðum, annars vegar við kirkjuna við Kirkjuveg og hins vegar við bæjarvöll sem afmarkast af Suðurgötu, Tjarnargötu, Sólvallagötu og Skólavegi. Lögð var áhersla á að hagkvæmis[-] og fegurðarsjónarmið skyldu höfð að leiðarljósi við framtíðaruppbyggingu. Fyrsta skipulag Keflavíkur var staðfest í júní 1934.
Á vegum Skipulags ríkisins og Samvinnunefndar um skipulagsmál Keflavíkur, Njarðvíkur og Keflavíkurflugvallar voru síðan unnar aðalskipulagsáætlanir sem staðfestar voru 1973 og 1983 svo Aðalskipulag Reykjanesbæjar 1995-2015.

Keflavík

Keflavík – loftmynd 1954.

Í núgildandi Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008 – 2024 segir: “Þéttbýli í Reykjanesbæ hefur markast af byggð í Keflavík, Innri Njarðvíkum, Ytri Njarðvíkum og Höfnum. Fram til þessa hefur byggðin fyrst og fremst verið austan og norðan Reykjanesbrautar. Þessi fyrrum sveitarfélög voru sameinuð í Reykjanesbæ árið 1994. Njarðvíkurfitjar mynda afgerandi skil í byggðinni, en eru um leið dýrmæt náttúruperla sem gefur bænum ómetanlegt gildi.
Byggð í Reykjanesbæ er fremur lág og eru einnar til þriggja hæða hús áberandi. Bygging hærri húsa hefur þó farið vaxandi á síðast liðnum misserum með allt að sjö til átta hæða húsum við strandlengju.
Fjölbýlishúsahverfi frá sjöunda áratug er í suðurhluta gömlu Keflavíkur og stórt fjölbýlishúsahverfi í norðri frá níunda áratuginum. Þéttleiki byggðar er nokkuð mismunandi eftir hverfum, á bilinu 10 til 30 íbúðir á hektara. Gott samhengi er í ákveðnum bæjarhlutum og fjölbreytni er í húsa- og íbúðargerðum, sérbýli og fjölbýli.
Keflavík
Heildstæður byggðarkjarni eldri timburhúsa er upp af gömlu Keflavík, en elstu hús bæjarhlutans eru timburhús frá því kringum aldamótin 1900. Bærinn byggðist á sínum tíma nokkuð þétt út frá víkinni í eins konar geislum. Uppgangstíma í útgerð má m.a. sjá í íbúðarbyggingum á fimmta áratuginum. Vaxtarkippur varð svo í íbúðarbyggingum á sjötta áratuginum með komu varnarliðsins og aftur í byrjun sjöunda áratugarins þegar fólk flutti frá Vestmannaeyjum eftir gos.

Keflavík

Keflavík – Hafnargata 2020.

Hafnargata, Hringbraut og Njarðarbraut eru helstu götur bæjarins með líflegan bæjarbrag og öflugan þjónustukjarna með blandaðri byggð. Hafnargata og Njarðarbraut mynda upphaf lífæðar bæjarins sem teygir sig til austurs að Tjarnarbraut og Dalsbraut, þar sem ný íbúðarbyggð hefur risið undanfarin ár og er enn í byggingu. Þar er mikilvægi lífæðarinnar fyrir samhengi byggðarinnar fylgt eftir, svo sem við mótun göturýmis, í húshæðum og þéttleika, sem er mestur við lífæðina. Í Höfnum eru elstu íbúðarhúsin frá um 1920 og nokkur ný hús hafa verið byggð á þremur síðastliðnum áratugum.
Trjágróður er ekki áberandi í bæjarlandinu, en víða má sjá myndarleg tré í húsagörðum. Nálægðin við sjó, hafnir, heiðar og berg gefur bæjarumhverfinu sérkenni og margbreytileika”.”

Heimild:
-Reykjanesbær – byggða- og húsakönnun, áfangaskýrsla, febrúar 2012.

Keflavík

Keflavík – loftmynd 1954.

Hafnir

Vilhjálmur Hinrik Ívarsson skráði örnefnalýsingu fyrir Hafnahrepp. Hann var fæddur 12/8 1899 í Eyvík, Grímsnesi, Árnessýslu, og flytur að Merkinesi í Höfnum 1934. Heimildarmenn Vilhjálms Hinriks voru Guðmundur sál. Jósefsson, Staðarhóli, hreppstjóri og manna kunnugastur meðfram Ósum; Magnús Gunnlaugsson, Garðhúsum; Þorsteinn Árnason, Kirkjuvogi; allir látnir; og Ólafur Ketilsson, Kalmanstjörn, einnig látinn.

Hér verður fjallað um ströndina utan við Hafnir frá Eyjatanga að mörkum Merkiness. Auk þess verður fjallað um húsin í höfnum skv. örnefnalýsingu Hinriks Ívarssonar frá árinu 1978.

Vilhjálmur Hinrik Ívarsson

Vilhjálmur Hinrik Ívarsson í Merkinesi.

“Glöggt má sjá elju manna og tilraunir að hefta landbrot sjávarins, því víða má sjá grjóthleðslur fyrir vikum, en en allt hefur komið fyrir ekki.
Þá kemur breið vík, sem takmarkast af löngum sand- og malartanga og heitir hann Eyjartangi. Svo sem 150 metra frá landi liggur eyja frá austri til vesturs með gróðri. Eyju þessa áttu allir grasbýlismenn í Kirkjuvogshverfi. Þar var talsvert æðarvarp, sem var nytjað. (Eftir að minkurinn flæddi yfir, hefur þetta horfið að mestu.) Milli lands og eyjar þessarar liggur áll, sem fær er smærri skipum inn á Ósana um flóð, en sæta verður föllum, því strangur straumur verður þarna með fullu út- eða innfalli. Eyjan ber ekkert sérheiti – nema ef vera kynni Varpey. (Þannig nefnir Jón Víðis hana á mælingakorti af Ósum 1918.) Yzt á Eyjartanga er sundmerki Kirkjuvogssunds, hátt tré með rauðum þríhyrning. Vestan Eyjartanga er nokkuð breitt bogadregið vik, Stóra-Bót. Vestan hennar gengur löng klöpp þvert út í ósinn. Hún heitir Innri-Langaklöpp. Gegnt henni norðan við ósinn er skerjaklasi, sem fer í kaf um flóð. Er það kallað einu nafni Veggir, (líka Eggjar).

Hafnir

Á Hafnavegi 1952.

Þá tekur við mjótt vik, Svartaklettsbót, en vestan hennar er stór, nokkuð há sprungin klöpp, sem er umflotin um flóð. Hún heitir Svartaklöpp sumir Svartiklettur. Lítið vestar gengur löng, lág klöpp til norðvesturs. Hún heitir Ytri-Langaklöpp. Eftir þessari klöpp liggur hafnargarður öflugur með skjólvegg á vestari brún (allt sleipt), en beygir svo í horn til norðausturs. Móti enda þeirrar álmu garðsins er einstakt, kúpulagað sker, sem fer í kaf með hálfföllnu að. Á skeri þessu er stöng með rauðu varúðarmerki. Frá garðinum að skeri þessu munu vera um 100 metrar (nánar síðar). Vestan hafnargarðsins er talsvert sandvik nafnlaust, en afmarkast af löngum klapparana að vestan, sem heitir Þvottaklettar, og er þá komið að Kirkjuvogsvör. Þaðan hafa gengið opin skip til fiskveiða frá aldaöðli, en er nú með öllu lögð niður, eftir að aðstaða batnaði við hafnargerðina.

Örnefni með ströndinni frá Kirkjuvogsvör að hreppsmarki í Valahnjúksmöl á Reykjanesi

Hafnir

Hafnir – loftmynd 1954.

Þvert fyrir Kirkjuvogsvör liggur hátt sker, umflotið í stórstraumsflóði og fer þá í kaf. Það liggur frá norðaustri til suðvesturs og heitir Kirkjusker. Norður úr því gengur annað sker miklu lægra og heitir Flatasker. Suðvestan við Kotvog skagar stór, nokkuð há klöpp, Háaklöpp, og þar norður af Kotvogsklettar. Þá tekur við sjávarkambur, kallaður Garðhúsmöl. Þar, skammt sunnar, skagar rani fram í sjóinn, sem heitir Snoppa, og dálítið sunnar önnur klöpp, heitir hún Trollaraklöpp. Nafngift þessi gerist eftir síðustu aldamót (líklega 1912-14; vantar nákvæma heimild). Einn morgun, er fólk kom á fætur, sá það ljós fyrir neðan túnið í Réttarhúsum, og er að var gáð, stóð þar togari með öllum ljósum, stóð þar á réttum kili um háflóð. Sjór var frekar kyrr, en dimmviðri. Með útfallinu gengu skipsmenn þurrum fótum í land.
Skömmu síðar gerði mikið hafrót, og brotnaði skipið niður, en sumt var rifið. Skip þetta hét Grænland og var þýzkt – fyrsta ferð þess til veiða.

Hafnir

Frá Höfnum – Kotvogur t.v. og Kirkjuvogur t.h.

Þá tekur við lítið malarvik, sem heitir Bás. Næsta örnefni er Haugsendamöl, dálítið breitt malarvik niður undan Haugsendakampi. Svo sem 200 metrum frá ströndinni til suðvesturs er aflangt, nokkuð hátt sker frá austri til vesturs. Það heitir Markasker. Það er landamerki milli Kirkjuvogsjarða og Merkiness. Aðeins suðvestar skagar langur, mjór klapparani til vesturs, ca. 600 m langur, með smáskorum yfir þvert og fer lækkandi allt í sjó fram. Þessi tangi heitir Hlein.
Skömmu eftir síðustu aldamót, 1908, vildi til það hörmulega slys, að togari strandaði í svartabyl að kvöldlagi rétt norðan nefndrar hleinar, en veður var í uppgangi á suðvestan. Um björgun var ekki að ræða, hvorki frá sjó né landi, og fórust þar allir menn. Þegar sá, er þetta ritar, kom fyrst í Hafnir, 1924, sást enn ofan á ketil skipsins um stórstraumsfjöru, og fram á þennan dag ber við, að kolamolar finnast í fjörunni. Sunnan við Hlein er lítið sandvik, Hleinarvik. Dálítið sunnar er vik inn í klappirnar. Það heitir Mönguhola. Munnmæli segja, að einsetukona hafi verið í Merkinesi (samanber síðar Möngusel), sem hélt kindum sínum þar til fjörubeitar.

Nöfn húsa, eyðibýlanöfn og afstöðulýsing í Kirkjuvogshverfi

Hafnir

Frá Höfnum.

Þegar komið er eftir þjóðveginum til Hafna, er fyrst farið framhjá býli á hægri hönd, sem heitir Teigur. Þetta er nýbýli úr landi Kirkjuvogs hins forna. Þá er Ósland á hægri, en Bræðraborg til vinstri. Þá er Sjónarhóll til hægri, en Brautarhóll til vinstri. Þar lítið sunnar var eitt sinn bær, sem hét Hraunprýði, og lítið eitt vestar var býli, sem hét Vífarskot. Á þeim rústum er nú hús, sem heitir Kalmanstunga. Móts við Brautarhól liggur vegur niður að höfninni.
Suðvestur frá Kalmanstungu er tún. Þar stóð bækorn, sem hét Bjarghús. Um 1930 og lengur var þarna fjárhús og hlaða, en allt hefur það verið jafnað út.
Samsíða veginum er markað fyrir tveimur vegastæðum og afmældar lóðir meðfram þeim fyrir smáíbúðir, og koma götur þessar til með að heita Seljavogur sú efri, en Djúpivogur hin lægri. Þrjú hús eru risin við Seljavog, en eitt við Djúpavog.

Kirkjuvogskirkja

Kirkjuvogskirkja – Jón Helgason 1920.

Frá vegamótum Reykjanessvegar ökum við að Kirkjuvogskirkju. Þá er fyrst við beygju vegarins á vinstri hönd Jaðar. Þá er Garðbær fjær veginum og Kirkjuvogur, en uppi á hæðinni móti kirkjunni er Traðhús. (Gamli Kirkjuvogur stóð gegnt kirkjudyrum, en var færður 1943 þangað sem hann stendur nú.) Meðfram norðursíðu kirkjugarðsins stóð nokkuð stórt timburhús, sem hét Norðurhús, en var rifið 1929 og endurbyggt í Keflavík.
Kirkjuvogskirkja var á öldum áður norðan við Ósa í Vogi, en sökum sjávarágangs og landbrots flutt á hól þann í Kirkjuvogi, sem hún stendur enn á. Ekki er öruggt með, hvaða ár þetta hefur verið gert, en sr. Jón Thorarensen fullyrðir, að það gerist fyrir 1575. (Vilhjálmur Hákonarson byggði þessa kirkju 1861).
Ef við erum stödd við höfnina, förum við veg, sem liggur eftir endilöngu hverfinu. Verður næsta hús Höfn, þá Bakki, Sólberg, Sólbakki, en Kirkjuból heitir húsið á götuhorninu og uppi á hólnum sjávarmegin (nú) Hóll (áður Staðarhóll).
Öll þau hús, sem nú hafa verið nefnd, eru byggð á landhluta, sem hét Búðabakki. Öll þessi hús eru á hægri hönd.
Til vinstri eru tún, sem skipt er í skákir. Austast er Hjallatún, þá Kotvogstún, en syðst gengur horn eða tunga, sem er hæst, og heitir það Akrar. Þar eru oft haldnar álfabrennur á gamlárskvöld eða þrettánda.

Hafnir

Kirkjuvogur og Kotvogur 1873.

Nú höldum við yfir vegamótin og eru þá miklar frystihúsbyggingar, þar á meðal geysistór bygging hlaðin úr holstein, en aðeins tóftin ein. Frystihús þetta hefir oft skipt um eigendur, en var byggt upphaflega 1943 af hreppsbúum. Síðasta nafn hlutafélags þess, er átti húsið, var Hafblik h/f.
Vestar á sjávarbakkanum er Kotvogur og er hann nú ekki nema svipur hjá sjón. Fyrr á tímum var þetta stórbýli. Hinn 5. apríl 1939 brann íbúðarhúsið í Kotvogi, sem var timburhús. Þar fórst í eldinum Helgi Jónsson, kenndur við Tungu, þáverandi eigandi Kotvogs, og dóttir hans 7 ára, ásamt Guðjóni Guðmundssyni, sem var vinnumaður Helga. Stórt timburpakkhús var austast og fjarst eldinum og sakaði ekki. Þetta hús var síðar innréttað og er enn í dag íbúðarhús.

Hafnarétt

Hafnarétt.

Nú ökum við áfram framhjá timburhúsi með kvist til suðvesturs. Þetta er á vinstri hönd og heitir Vesturhús. Þá er Staður og aðeins fjær Grund. Aðeins austar stóð lítið hús fram yfir 1940, sem hét Tunga.
Þegar við höldum áfram, er næst á vinstri hönd Sólvellir (steinhús), en á hægri hönd er nokkuð stórt steinhús. Það er Staðarhóll. Þá er næsta hús sama megin, steinhús, Garðhús, og aðeins nær sjónum timburhús, sem flutt var á þennan stað fyrir fáum árum. Það heitir Sólheimar og þar næst einnig aðflutt timburhús, sem heitir Garður. Tún liggur milli sjávar og þessara húsa, sem nefnt er Garðhúsatún, og milli þess og Kotvogs er túnspilda, sem nefnd er Danskhúsavöllur. Rétt á móti Staðarhól er rofið og ónýtt lítið timburhús, sem hét Klöpp, og tímaspursmál, nær það verður afnumið. Túnin á vinstri hönd eru í ótal skákum og breytast nöfn þeirra mjög eftir eigendum þeirra hverju sinni, en þó eru tvö nöfn, sem haldast enn, Skák, sem nær rétt að skólanum, sem var, heitir Faxagerði, og annað tún litlu vestar heitir Miðmundakrókur.

Hafnir

Hafnir – Kotvogur.

Nú eru þrjú hús ótalin á vinstri hönd. Þá er næst Hvammur, póst- og símstöð. Lítið eitt fjær veginum Nýlenda og þar rétt vestar Ragnheiðarstaðir. Þeir standa í samnefndu túni. Sjávarmegin við Garðhús er klapparhóll grasi vaxinn, sem heitir Bóndhóll. Fyrir tæpum mannsaldri byggðu sér bæ á hól þessum hjón þau, sem hétu Guðmundur Salómonsson og Sigurlaug Þórðardóttir. Settust þau þar að, en höfðu skamman tíma verið þar, er þau fluttu þaðan og gengu svo frá, að ekki sér verksummerki. Fátöluð voru þau hjón um orsök þess, en þeir, sem kunnugastir voru þeim hjónum, gáfu í skyn, að þeim hafi ekki verið vært þar, og ollu því draumar tveir og jafnvel sýnir. Síðan hefur aldrei verið hróflað við neinu á hól þessum.

Hafnir

Hafnir – Kotvogur.

Suðvestan við Garðhúsatún er talsverður túnblettur og vestan til í honum miðjum var bækorn fram yfir 1930. Þar bjó Vilhjálmur Jónsson. Bærinn hét Í Görðum, en í daglegu tali Villabær. Út við veginn innan túnsins var lægð ofan í klöpp og hélzt þar oft vatn í með ólíkindum, þó þurrkar væru. Þetta heitir Prettur. Enn er túnskák vestur af Villabletti. Hún tilheyrir Kotvogi, en er nafnlaus. Hér endar vegurinn, en við sjáum mikla grjótgarða og innan þeirra er tún. Í því nær miðju var eitt sinn bær, sem hét Réttarhús. Jörð þessa keypti eigandi Nýlendu, en bæjarrústir jafnaðar út.
Þar skammt suðvestur af eru rústir af bæ, sem hét Vallarhús. Hann mun hafa farið í eyði upp úr aldamótum síðustu. Nú fyrir fjórum árum var byggður þarna sumarbústaður.
Vorhús voru rétt hjá Ragnheiðarstöðum; nú er þar skúr.
Þá taka við Haugsendar. Þar kvað hafa verið byggð fyrir ævalöngu, en enginn veit nú, hvar sá bær hefur verið. Máske sjór hafi brotið upp land, eins og víða gerist hér með ströndinni, en geta má þess, að svo sem 150 metrum suðvestur frá horni garðlags þess, er liggur frá Bræðrum og niður undir sjó, má sjá, sjávarmegin við veginn, litla rúst, svo sem grænan hrygg, og ef vel er gaumgæft, sést móta fyrir garðlagi niður að sjó.”

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Hafnir – Merkinesi í Höfnum,17/4 1978, Vilhjálmur Hinrik Ívarsson.

Hafnir

Kirkjuvogskirkja 1970.

Hafnir

Jökull Jakobsson gengur með sr. Jóni Thorarensen um Hafnir á Suðurnesjum. Fyrri hluti – frá 28. apríl 1973. Hér að neðan er viðtalið endurritað að hluta.
Sr. Jón Thorarensen var alinn upp í Höfnum hjá frænku sinni Hildi Thorarensen og Katli Ketilssyni, kallaður mið-Ketillinn. Margar sögur skrifaði Jón um lífið í Höfnum. Má þar nefna bækurnar Útnesjamenn og Litla skinnið. Einnig tók Jón saman þjóðsögur bæði af Suðurnesjunum og af landinu öllu í hefti sem kallað hefur verið Rauðskinna, mörg bindi.

Kotvogur“Við erum komnir suður í Hafnir og ætlum okkur að ganga hér götur með séra Jóni Thorarensen. Séra Jón er ekki fæddur hér. Þú sagðir mér aðþú hefði komið hér fimm ára gamall, séra Jón, og það lætur því nærri að liðin eru 65 ár síðan þú komst hingað fyrst, í Hafnir. Mig langar til að spyrja þig áður en við göngum hér götur í Höfnum; hvernig var fyrsti dagurinn þinn hér?”
“Ég kom hér um sumar með föður mínum og ég man það er ég kom að Kotvogi, sem varð æskuheimili mitt,  að puntstráin náðu mér í mitti. Annað man ég óglöggt.”
Hafnirnar hafa mikið breyst þótt puntstráin séu þau sömu. Hafnir voru mikið sjósóknarpláss. Getur þú lýst fyrir okkur þorpsbragnum eins og hann var á þínum uppvaxtarárum.”
Árabátur“Það var mikil útgerð þá, hér, í þessu plássi og feikilegur fjöldi vermanna kom hingað í vertíðarbyrjun. Sjómennrinir voru úr Dalasýslu, Húnavatnssýslu og Skagafirði, auk þess að sunnan; Rangáringar, Árnesingar og jafnvel austan úr Skaftafellssýslu. Sjósóknin var mikil, mörg stórskip gengu, þau voru nú yfirleitt áttæringar á meðan ég man eftir, en áður voru það teinræingar sem höfðu 19 manna skipshöfn og skipt í 22 staði, en eftir að ég man voru það áttæringar. Þeir voru mjög margir. Sjósóknin var árið um kring, sérstaklega frá 2. febrúar (kyndilmessu) til 11. maí. Nú þá fóru sjómennirnir heim og þá byrjuðu sumarróðarnir frá 11. maí til jónsmessu. Það var kallað vorvertíð. Svo var nú sjálft sumarið. Þá var nú róið dálítið, en ekki mikið, alltaf eitthvað.

Hafnir

En aftur um haustið, á Mikjálsmessu. Þann 29. september þá byrjaði haustvertíðin, sem stóð til Þorláksmessu, 23. desember. Þá var yfirleitt róið á fjögurramanna og aðallega sexmannaförum. Þetta var svona yfirleitt árið um kring. Þegar fiskur gekk inn á grunnið var róið meira en venjulega.
Ég var 9 ára þegar ég fór fyrst á sjó svona fyrir alvöru. Það var 18. maí, bjartur vormorgun. Þá fór ég með formanninum í Kotvogi sem var Bjarni Guðnason. Ég dró 17 ýsur. Fyrsti ýsan sem ég dró var Maríufiskurinn minn, sem ég skar í báðar kinnar krossmark og setti á sérstakan stað því þetta var heilagur fiskur. Þegar ég kom í land sagði formaðurinn mér að fara með fiskinn heim í ýsaVesturbæ. Þar var gömul kona í kör sem hét Ingigerður Ketilsdóttir. Ég labbaði með ýsuna formálalaust inn til hennar, alveg inn að rúmi, og sagði henni að ég væri að koma með Maríufiskinn minn. Hún reis upp í rúminu og lagði hendurnar báðar yfir höfuð mér og bað Guð fyrir mér að ég yrði fengsæll og lánsamur sjómaður og yfirleitt á öllum lífsleiðum mínum. Mér þótti þetta mjög hátíðleg stund.”
“Var þetta gamall siður?”
“Siðurinn var sá fyrrum að gefa alltaf kirkjunni fyrsta fiskinn, sem var Maríufiskur. Þegar var komið að því að ég man eftir var alltaf sú regla höfð að gefa fiskinn elstu konunni í sveitinni.”
Vermenn“Ef við kannski byrjum hér á fyrsta húsinu. Það stendur að vísu ekki lengur, sést einungis móta fyrir rústum þess…”.
“Hér bjó, hér austast í þorpinu, Ólafur Ormsson og kona hans hét Guðrún Ólafsdóttir. Bærinn eða parturinn þeirra var kallaður Hjalli. Þetta var hluti úr kirkjujörðinni. Ólafur þessi fluttist austan úr Skaftafells´sylum að mig minnir og hann var hér um nokkurt skeið í Höfnum. Hann var fyrir þeirri miklu reynslu að hann missti konuna s´na snemma þegar inflúensa gekk hér í Höfnunum. Hann fluttist síðan til Keflavíkur. Hann er forfaðir hinna frægu Ormsbræðra í Reykjavík. Ólafur hafði mikið yndi af bókum og bókmenntum og fylgdist vel með öllu. Hann hafði mikla tilfinningu fyrir góðu og hreinu íslensku máli.
Kotvogur 2Skammt frá Ólafi Ormssyni, á býli hér fram á bakkanum, sjávarbakkanum, bjó Magnús Ketilsson, útvegsbóndi. Hann var frá Vesturbæ hér í hverfinu. Faðir hans var Ketill Magnússon og móðir hans var Sigríður Björnsdóttir. Magnús þessi var kvæntur Guðbjörgu Friðriksdóttur frá Reykjavík, sem lifir enn og er búsett í Keflavík. Magnús þessi var snemma mjög duglegur og kappsamur og hann fór snemmma að stnda sjó og var formaður og formennskan fórst honum mjög vel úr hendi. Hann var fyrsti maður hér í hreppi sem fór að nota vélar í bátana, trillubátana. Hann sótti sjóinn mjög vel og var ákaflega heppinn og fylginn sér við allt sem hann gerði. Hann var glöggur maður og skynsamur. Hann var eiginlega af gömlum höfðingjaættum hér í sveitinni. Ingigerður, amma hans, var sú kona sem hann vék að Maríufiskinn, var dóttir Jóns Ketilssonar og faðir hans var elsti Ketillinn í Kotvogi. Magnús Ketilsson bjó síðast í Keflavík.
Þá kemur næsta býli, sem var nálægt Magnúsi Ketilssyni…”
“Það sést nú ekkert af þessum býlum lengur, þau eru öll horfin…”
“Nei, það var Búðarbakki. Það var sömuleiðis þurrabúð. Þetta voru þurrabúðir, nema Ólafur Ormsson var grasbýlisbóndi. Í Búðarbakka bjó Þorsteinn Árnson. Kona hans hét Gíslína Gísladóttir. Þorsteinn Árnason var gríðarstór maður og mikið karlmenni. Kona hans var í meðallagi Kotvogurhá og lagleg kona. Þau áttu mörg börn og ég kom oft að Búðarbakka. Ég var eiginlega alveg hissa hvað þau umbáru okkur þegar við komum með ærslum og látum. Þorsteinn þessi var formaður og ágætur sjómaður. Hann var hagur á tré og járn og mjög laginn við allt sem hann gerði. Hann var mikið karlmenni og sterkur maður. Ég man eftir því einu sinni að hann átti þurrkaðan labra niður á sjávarbakka. Hann hélt að sjórinn myndi fara yfir fiskstakkinn sinn svo hann stökk til og tók hann í fangið í tveimur ferðum og kom honum öllum á land. Hann gerði þetta allt svo léttilega.
Næst fyrir sunnan Búðarbakka, sem stóð í laut hér í inntúninu, var svo hóll fyrir framan eða sunnan. Þar var Staðarhóll. Þar bjó Magnús Pálsson, Kotvogurhreppsstjóri sveitarinnar.
Kona hans hét Kristín Jópsepsdóttir og var ljósmóðir sveitarinnar. Magnús þessi var mikill merkismaður, dugnaðargarpur og ágætur sjósóknari, snilldarlegur sláttumaður með vinnulagni og þrek. Kristín var hin prúðasta og elskulegasta kona. Þau bjuggu þarna lengi. Magnús ver gefinn fyrir söng. Þau hjónin áttu tvær dætur, önnur búsett í Reykjavík og hin í Keflavík. Ég reri hjá Magnúsi eina haustvertíð. Eitt reri há honum sá frægi maður, Stjáni blái.”
“Mannst þú eftir Stána bláa?”

Minnsmerki um Stjána bláa

“Ég man vel eftir honum. Hann var hár og grannur, klæddur í blá nankinsföt. Mér fannst honum alltaf vera hálfkalt því það var sultardropi í nefi hans. Eitt sinn voru þeir félagar að skemmta sér, höfðu náð í víntár í Keflavík og það var einhver maður með smáskeyting við Stjána. Hann hafði engin orð við það heldur tók manninn og stakk þumalfingur í vinstra munnvikið á honum og tók með puttunum fyrir kjálkabarðið og sneri hann niður…”
“Við höldum áfram röltinu um götuna í Höfnum. Nú eru við á móts við kirkjugarðinn (norðan ef ég þekki áttir rétt). Hér sést aðeins móta fyrir dálitum rústum.”
“Hér stóð stórt stórt timburhús sem hét Norðurhús. Hér bjó Friðrik Gunnlaugsson, útvegsbóndi. Foreldrar hans voru hér í Hólshúsum nokkru sunnar hér í sveitinni. Þeir hétu Gunnlaugur og Fríður. Friðrik var stór maður, hár og grannur, mjög myndarlegur maður. Kona hans hét Sigurveig Ketilsdóttir, myndarkona og ágæt í öllum húsfreyjustörfum. Friðrik gerði út áttæring og var mjög lánsamur og fiskisæll.”
Sexæringur“Við röltum í landsuður, segir séra Jón mér, frá kirkjugarðinum. Við komum að litlu og lágreistu býli, grænmáluðu og stendur stutt frá veginum. Það heitir Garðbær. Hér eru hjólbörur á hvolfi og tvær pútur að kroppa hér.”
“Hér bjó á sínum tíma Ólafur Einarsson, útvegsbóndi, og kona hans Gróa. Mér er það minnistætt að það var alltaf vaninn hjá Gróu að hún gaf mér alltaf rauðan kandísmola. Ólafur Einarsson var ágætur formaður. Hann stundaði sjóinn árið um kring og reri venjulega á sexmannafari. Þessi hjón voru ákaflega samtaka í allri lífsbaráttu. Ólafur var fámáll og fáskiptin, en honum féll aldrei verk úr hendi.”
“Við röltum aftur til baka, áleiðis að kirkjunni. Hér staðnæmust við andspænis kirkjudyrunum. Hér sést móta fyrir grasi grónum rústum.”
Kirkjuvogskirkja“Nú erum við komin að Kirkjuvogi, sem er höfuðbólið og aðaljörð sveitarinnar. Hann skiptist í Austurbæ, Miðbæ, vesturbæ og Kotvog. Hann fóðraði, torfan, 20 kýr þegar mest var. Hér hafa verið höfðingar á fyrri tíð og hér er margs að minnast. Nú eru hér grasi grónar rústir og byggingar horfnar. Hér var frægur maður, Hákon Vilhjálmsson, Hann var fæddur 1751, lögréttumaður og lögsagnari sýslumanna. Hann var hér útvegsbóndi, mikilsháttar maður. Hann giftist 1784 Ingveldi Guðnadóttur, sem var sýslumannsdóttir frá Stafnesi. Hákon komst í sögurnar árið 1809. Jörundur hundadagakonungur tók völdin og gerðist hæstráðandi til sjós og lands. Sumarið 1809 fór Jörundur með lífverði sínum suður til Keflavík að gera upptækar eignir danskra kaupmanna. Hákon frétti af þessu og reið til móts við hátignina.
Erindið var að biðja Jörund um Jörundurleyfi að mega eiga Önnu dóttir Jóns Sighvatssonar hins ríka, dannebrogsmanns, í Njarðvík án þess að skilja við eiginkonu sína. Hann veitti honum leyfið en gaf svo stuttu seinna út leyfsibréf til almúgans á Íslandi sem sagði að þótt hann hafi veitt þessum heiðursmanni þetta leyfi myndi hann ekki veita slíkt leyfi aftur því vafamál væri að breyta þeim hjúskaparböndum sem einu sinni væru vígð fyrir ásýnd Guðs. Hákon flutti Önnu sína heim að Kirkjuvogi. Hér var haldin veisla og sögusagnir segja nú að Ingveldur hafi stjórnað veislunni, kona nr. eitt. Þegar þau giftust var Anna 18 ára en Hákon 58 ára. Með Önnu eignaðist Hákon son sem hét Vilhjálmur Christian Hákonarson. Hann tók hér við búi eftir föður sinn, uppgangsmaður. Hann var ákaflega góður formaður. Hákon dío 1821. Anna lifði hann. Hún giftist síðan 1822 Halldóri Gunnarssyni, grepsstjóra í Höfnum. Loks giftist hún í þriðja skiptið Katli Jónssyni í Kotvogi, 1831. Þá var hún orðin eldri en brúðguminn. Allt bendir til þess að hún hafi bæði verið falleg og mikilfengleg kona.
Vilhjálmur var myndarlegur maður í sjón og að sama skapi ákaflega virtu maður. Hann var góður formaður og sjósóknari. Hann reri á stórskipum, teinæringum, á vetrarvertíð. Það þótti fínt hjá merkismönnum að koma ekki nálægt sjó nema á vetrarvertíðum. Hann komst snemma í góðar álnir, erfði m.a. föður sinn.

Kirkjuvogskirkja

Hann fékk orðu frá Danakonungi fyrir að bjarga sjómönnum og aðra frá Napóleoni Frakkakóngi. Með konu sinni eignaðist hann tvær dætur, Steinunni og Önnu. Hann byggði kirkjuna hér í Kirkjuvogi. Hann lagði til hennar sem svaraði 300 kýrverð.
Þegar ég var að alast hér upp bjó hér bróðir fóstra míns í Kotvogi, Vilhjálmur Christen Ketilsson. Hann skipti jörðinni og þá kom hingað maður, Ingibergur Þorkelson, trésmíðameistari úr Reykjavík. Kona hans hét Sigurdís, indælishjón.
Vilhjálmur Christen Ketilsson var idealisti frekar en búmaður. Hann var ljóðelskur og hafði gaman af söng. Hann var mikill húmanisti og mikill skepnuvinur. Seinasta árið sem ég var í barnaskóla kenndi Vilhjálmur mér. Það var í fyrsta skipið sem ég fékk nasasjón af bókmenntum. Hann var ágætur kennari, hann var stærðfræðingur og kenndi bæði dönsku og ensku….”
Sjá einnig seinni hlutann.
(Áhugavert væri að merkja öll gömlu bæjarstæðin í Höfnum og opinbera þannig sögu byggðalagsins öllu áhugasömu fólki.)

Heimild:
-ruv.is 2. jan. 2010 – Jökull Jakobsson gengur með sr. Jóni Thorarensen um Hafnir á Suðurnesjum. Fyrri hluti. Frá 28. apríl 1973.
Hafnir

Hvalsneskirkja

Jökull Jakobsson gengur með Sr. Jóni Thorarensen um Hafnir á Suðurnesjum. Seinni hluti – frá 28. apríl 1973.

“…Og við göngum yfir túnið og í átt til sjávar að dálítilli húsaþyrpingu sem stendur fremst á sjávarklöppunum. Og hér eru rústirnar að hinu forna Kotvogi. Það er lítið eftir hér nema rústirnar, Kotvoguren allt ber þess vott að hér hafi verið stórbýli, fallegar hleðslur og grónar þekjur. Stærstu húsin, timburhúsin, sem hér voru, eru þó horfi. Einhverju sinni hefur nú verið búsældarlegra hér, séra Jón?”
“Já, það má nú segja. Ég vil byrja með því að tala um elsta Ketil, sem var hér óðalsbóndi í Kotvogi. Hann var fæddur 1793. Hann var giftur Herdísi Steingrímsdóttur frá Álftanesi. Með hann átti hann son, Ketil og Jón. Seinni kona Ketils hét Anna Jónsdóttir og var hann þriðji maður hennar. Fyrsti maður hennar var Hákon Vilhjálmsson, lögréttumaður. Annar maður hennar var Halldór Gunnarsson, hrepsstjóri og síðasti maður hennar var Ketill elsti. Ketill Jónsson var indæll maður, skemmtilegur maður, glaðsinna, útvegsbóndi eins og þeir voru allir. Hann auðgaðist, ekki síst eftir að hann giftist Önnu. Þá fóru þeir að vinna fyrir hann bæði Vilhjálmur Hákonarson, sem þá var stjúpsonur hans, og Ketill sem hann átti með fyrri konu sinni.

Hvalsneskirkja

Þetta voru báðir miklir menn og ágætir formenn. Hann dó 1869. Sonur, elsti Ketill, hét Ketill Ketilsson. Hann var fæddur 1823. Hann dó 1902. Þessi miðketill var ágætur formaður, mikill söngmaður og t.d. Finnur á Kjörseyri og fleiri nafnkunnir menn sögðu hann hefi haft fallegustu karlmannsrödd sem hann hafði heyrt. Þessi Ketill bjó fyrst á Hvalsnesi og byggði þar timburkirkju. Honum líkaði hún ekki og lét rífa hana. Þá byggði hann steinkirkju þá sem stendur þar enn og mun lengi standa. Hún er tákn um höfðingsskap hans og stórhug. Mér er sagt, ég veit það ekki, að hún hafi kosta 3000 ríksidali. Hann byggði hana að mestu leyti sjálfur. Reikninga hef ég hvergi séð um þessa kirkju.
JamestownÞað er sagt eftir Katli Ketilssyni, eftir að hann hafði byggt Hvalsneskirkju, hefði honum orðið allt til fjár. Hann var nær orðinn öreigi við byggingu kirkjunnar, en eftir það hafi honum orð allt til láns og allt til peninga sem hann snerti. Hann varð ákaflega ríkur maður. Kona hans hét Vilborg Eiríksdóttir frá Litlalandi í Ölfusi. Það er til rómatísk saga er hann fór austur til að ná í hana og biðja hennar. Hann kom að Litlalandi í útsinnings rudda og krapahryðjum og það var stúlka úti á engjum sem var að raka ljá. Hún var í skinnstakk. Það var köld tíð. Hann fór til hennar, heilsaði henni og spurði hvað hún héti. Hún sagðist heita Vilborg. Hann spurði hvort faðir hennar væri heima. Hann fór síðan heim á bæinn. Þar tók Eiríkur á Litlalandi á móti honum vel, bauð honum til stofu og veittar velgjörðir. Þar gengu um beina tvær dætur Eiríks, voru þá búnar að búa sig upp á.

Skinnstakkur

Sagan segir að Ketill hafi spurt Eirík hvort hann ætti ekki fleiri dætur. Þá eyddi Eiríkur því. Ketill bar upp bónorð sitt. Þá vildi gamli maðurinn halda eldri dætur sína fram, en Ketill vildi biðja sér Vilborgu. Hann fékk hennar. Vilborg þessi var lítil kona, fíngerð með hvítt hár, elskuleg. Bestu kökupartar sem ég fékk á æfinni fékk ég frá henni. Ketill gaf henni 200 ríksidali í morgungjöf. Það þótti nú dálaglegur skildingur á þeim tíma. Þá fluttist hann að Kotvogi og byggði upp þennan mikla bæ. Þá rak hér skip. Jamestown, hlaðið úrvalstimbri. Það fór frá Bostin og átti að fara til Liverpool, átti að byggja þar járnbræðslu. en það lenti nú hér í Ósunum í stað þess að fara til Liverpool. Úr því byggði Ketill m.a. bæ sinn hér í Kotvogi, úr úrvals rauðavið, kvistalausum.
Þá voru hér 16 hús, allt í allt. Hér var geysilegur fjöldi af vermönnum. Ketill gerði út á árunum 1870-1880 tvo teinæringa og Þangeinn áttærin. Það voru 19 manns á einum teinræðing og 14 manns á áttæringi. Þetta voru 50 sjómenn alls, fyrir utan heimilsfólk. Þau hjónin eignuðust 6 börn, Ketil, sem var elsti sonur þeirra, fæddur 1860. Hann var bóndi hér í Kotvogi. Hann tók við af föður sínum. Hann giftist föðursystir minni, Hildi Jónsdóttir prests í Stórholti Dalasýslu. Þau ólu mig upp. Ég er fóstursonur þeirra.
Hér var róið á vertíð. heyskapur var aldrei mikill, tvær kýr og á annað hundrað fjár – allt byggðist á sjósókn. Róið var allan ársins hring nema kannski á sumrin. Á haustin var skorið þang, áll og blaðka borið upp á tún og látið rigna og rifjað eins og hey og flutt heim. Skornir voru svona 300 hestar á hverju hausti.
Það var náttúrulega á haustin, þegar ekki var róið, allskonar veiðarfæri gerð; línur og svo netin bætt og lóðarásar og netaásar og steinaásar lagaðir.
HallgrímurSvo var lesið, aðallega Vídalínspostula. Svo var Hallgrímur, Passíusálmar, lesnir á föstunni og á kvöldvökum á vetur þegar ekki var róið var alltaf vanur maður látinn lesa Þjóðsögur Jóns Árnasonar, Njálu, Grettissögu og Eyrbyggju. Kristín Gísladóttir hét kona sem las Guðsorð og gerði það snilldarlega, en það voru alltaf karlmenn sem lásu sögur..
Þegar Ketill, fósturfaðir minn, tók við var þetta ósköp líkt.”
“Þetta virðist hafa verið fremur fast skorðað samfélag hér á tiltölulega þröngum bletti. Var engin stéttarmunur hér áberandi…?”
“Hér voru ríkismenn og hér var fátækt fólk, en það var svo einkennilegt að á þessum árum fór þetta ákaflega saman. Þetta var allt rólegt og gott og ég held að bæði fóstri menn og aðrir menn hafi hjálpað oft. Ef einhver gat leyst úr vandkvæðum þá var það gert. Mér fannst fólkið hér í Höfnum ákaflega gott fólk og friðsælt. Ef eitthvað kom upp þá hjaðnaði það yfirleitt niður fljótt.
Hérna kom Símon Dalaskáld. Það rann upp úr honum kveðskapurinn. Hann sagði t.d. við eina vinnukonuna: “Helst vildi ég nú lúra hjá þér í nótt og fá hlýju frá þér. Ég held að ég yrði miklu betra skáld á eftir.” Það var ekki látið eftir honum. Vinnukonan varð ókvæða við og vildi ekkert með hann hafa.
HvalsnesSvo var Guðmundur [Gvendur] dúllari. Hann kom og dúllaði. Það var ákaflega einkennlega persóna. Hann kvað m.a. dúllaði þetta lag m.a.: “Margt er skrýtið í náttúrunnar ríki, eins og t.d. með spóann – að hann skuli geta lifað eins og manni sýnist hann nú hafa mjóar fætur”.
“Hvað er þetta dúll? Hvað var að dúlla?”.
Minnsmerki um Stjána bláa“Hann stakk fingrinum upp í vinstri hlustina og hristi hann svo, hristi hendina svona: “dú, dú, dú, dúddúddúúú.” Hann dúllaði og seldi þetta, ég held að það hafi verið fyrir 5 aura fyrir lagið. Hann ferðaðist og hafði mikla ánægju af þessu.
Og svo var það versti förumaðurinn. Það var Guðmundur kíkir. Það var ekki gott með blessaðan karlinn því það fylgdi fötunum hans svo illur yndi. Hann kom hingað oft, sagði að tekið væri svo vel á móti sér, aumingja karlinn.
Ég man eftir að Stjáni blái kom hingað oft, settist hér í baðstofuna og fór að leika við okkur krakkana. Hann tók með tveimur fingrum annað hvort í kinnina eða hnén og þá æpti ég. “Það er ekki gott með meyjarholdin þegar þau eru svona mjúk”, sagði hann þá. Hann var grínisti og barngóður, en ef hann fékk sér í staupinu þá náttúrulega gat hann verið mjög harðskeyttur. Þá hljóp í hann svokallaður grunnstingull og hann var ekki við alþýðuskap. Ef hann þurfti að slást var hann bæði snarhendur, handviss, fljótur, bæði að gefa högg og tögl. Það var ekki fyrir neinn að eiga við hann því hann var bæði karlmannlega liðugur og handviss.”
Hafnir“Við göngum stéttina hér í Kotvogi og yfirgefum rústirnar, göngum hér yfir vel sprottið túnið. Hér erum við komnir upp á aðalgötun aftur, að litlu húsi. Þú kannt nú skil á þessu, séra Jón?”.
“Þetta eru Hólshús. Hér var einn grásbýlisbóndinn áður. Hann hét Gunnlaugur og konan hans hét Fríður.”
“Við höldum áfram spölkorn til suðurs eftir mjóum stígnum hér á grasi grónu túninu og komum að…”
“…Garðhúsum. Þegar ég var að alast upp hér var bóndi hér Magnús Gunnlaugsson og konan hét Guðný Þórðardóttir. Magnús þessi var lítil maður en þrekinn. Hann var ágætur sjómaður og formaður um langa tíð. Merkilegast fannst mér hvað hann var mikill listamaður við sláttinn. Það var hreinasta listaverk að sjá hann slá. Hann sagði að það væri einkamál og tilfinningamál að brýna ljáinn, fara þyrfti að fara með ljáinn eins og lifandi skepnu. Hann gat dansað ágætlega, en hann var eins og flestir menn hér, sívinnandi.”
Kotvogur“Þá erum við komnir á leiðarenda, við enda byggðarinnar. Hér eru fáeinar rústir og hús í kringum okkur og skulum við biðja Jón að segja okkur deili á þeim.”
“Hér rétt fyrir aftan okkur voru Ragnheiðarstaðir. Þar bjó Guðmundur Salómonsson og kona hans Sigurlaug Þórðardóttir. Hann var ákafalega mikið karlmenni og besti maður sem hægt var að fá í skipsrúm, hafði ákaflega mikla krafta, skyldi alla sjávarhætti. Hann var auk þess merkur maður af öðru, hann vart.d. einn besti skinnklæðasaumari í þátíð, þekkti þetta eins og fingurnar á sér. Hann var meðhjálpari í Kirkjuvogskirkju alla tíð meðan hans naut við. Mér er minnistætt hversu vel hann gat lesið bænina, bæði á undan og eftir messu. Stundum var það eftir jól að krakkar komu til hans í kirkjuna þegar hann var að taka til að hann gaf þeim kertastubbana.”
“Þá höfum við lokið göngunni um Hafnir og ekki annað eftir en að þakka fyrir sig og kveðja séra Jón Thorarensen, sem gengið hefur hér með okkur um götu bernsku sinnar.”
Sjá einnig fyrri hlutann.

Heimild:
-ruv.is – Jökull Jakobsson gengur með Sr. Jóni Thorarensen um Hafnir á Suðurnesjum. Seinni hluti frá 28. apríl 1973.

Jón Thorarnesen

Jón Thorarensen.

Hraun

Margir, sem leið eiga framhjá Seltjörn veita eldri grágrýtissteinum athygli þar sem þeir liggja ofan á yngri hraunum. Í fljóti bragði virðist tilurð þeirra stinga í stúf við öll eðlileg lögmál. Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði eftirfarandi í Náttúrufræðinginn um grettistök í nútímahraunum og þ.á.m. Seltjorn-1björgin við Seltjörn: “Allir kannast við hin svo nefndu grettistök, stórbjörg, sem oft er tildrað ofan á minni steina eins og þau hefðu verið færð þangað af mannahöndum, eða sem liggja á fáguðum klöppum ein síns liðs, stundum á brúnum hárra fjalla. Þjóðtrúin hefur sett þau í samband við Gretti hinn sterka og má vera, að í því felist ævaforn dýrkun orkunnar, og er það naumast framandi fyrir okkar tíma. Hvert mannsbarn veit að um er að ræða björg, sem jöklar hafa borið með sér og orðið hafa eftir, er jökullinn bráðnaði. Það vekur því enga athygli að finna þau á landi, sem jökull hefur gengið yfir, en talsvert er öðru máli að gegna, er þau verða á vegi manns ofan á hraunum, sem runnið hafa löngu eftir að ísöld lauk.

Seltjörn sú, sem hér er um að ræða, er sunnan við Vogastapa og skammt vestan við Grindavíkurveg. Hún er milli grágrýtisklappa í sigdal, sem stefnir norðaustur-suðvestur og fyllir þann hluta hans, sem lægstur er. Eftir lægðinni milli grágrýtisásanna vestur af Seltjörn hefur runnið hraun eftir að ísöld lauk og eftir að sjór hvarf af þessu svæði, en síðla á síðustu ísöld gekk sjór yfir það, eins og sjá má af lábörðu grjóti víðs vegar um Vogastapa. Hraun þetta er komið frá Sandfellshæð, sem er stór dyngja um 5 km vestur af Stapafelli. 

Seltjorn-2

Hrauntungan, sem runnið hefur austur eftir áðurnefndum sigdal nær austur í Seltjörn. Skammt vestur af tjörninni liggur dreif af grágrýtisbjörgum ofan á þessu hrauni. Steinar þessir eru í ýmsum stærðum, allt frá sæmilegum „hálfsterk” upp í björg, sem vart eru minna en 8—10 tonn. Þau liggja ofan á hrauninu og hvergi hef ég séð þess merki að þau hafi sokkið ofan í það, en víða má sjá hraungára (hraunreipi) liggja inn undir steinana og án þess að hafa orðið fyrir áhrifum af þeim, þótt um stórbjörg sé að ræða. Sum björgin liggja þvert yfir sprungur í hrauninu. Engin merki sjást þess, að grágrýtisbjörgin hafi orðið fyrir hitaáhrifum frá hrauninu. Björg sem þessi eru dreifð í jökulurðinni um allan Vogastapa, en hvernig hafa þau komist ofan á hraunið? Það kostaði mig talsverðar vangaveltur að komast að því sanna hvað þetta varðar, en ég tel það nú liggja fullkomlega ljóst fyrir.
Hraun-221Grágrýtisbjörgin eru ættuð af svæðinu sunnan Vogastapa og skriðjökull hefur skilið þau eftir á jökulhefluðum klöppum, væntanlega ekki langt frá þeim stað, þar sem þau eru nú. Meðan stóð á gosum í Sandfellshæð hefur hraunið náð að renna austur dalinn milli grágrýtisásanna allt austur í Seltjörn. Hraun þetta er dæmigert dyngjuhraun. Það hefur verið þunnfljótandi, heitt og hefur runnið nánast eins og þunn leðja og því mun hraunið þarna ekki þykkt. Hraunið hefur runnið umhverfis grágrýtisbjörgin og undir þau, lyft þeim upp og síðan hafa þau borist með hraun straumnum eins og jakar á vatni. Hraunkvika, sem misst hefur verulegan hluta af því gasi, sem upprunalega var í henni, hlýtur að hafa nokkru hærri eðlisþyngd en storknað hraun enda þótt munur á efnasamsetningu þeirra sé nánast enginn. Hliðstæður eru vatn og ís og sú staðreynd, að storknaðir hraunflekar fljóta á rennandi hrauni. Nánast enginn munur er á samsetningu hraunanna frá Sandfellshæð og grágrýtisins (Jónsson 1972) og hlutfallið milli eðlisþyngdar hins rennandi hraun og grágrýtisbjarganna því væntanlega ekki ósvipað og milli íss og vatns.
Grágrýtið á Suðurnesjum og eins kringum Reykjavík er yfirleitt frauðkennt og eðlisþyngd þess virðist að mestu leyti vera á bilinu 2,66—2,78 og ólivíninnihald um 8—14% (Jónsson 1972).
Hvað grettistökin ofan á nútímahrauni varðar, hef ég fundið þau víðar en við Seltjörn. Eitt slíkt heljarbjarg liggur ofan á hrauni suðaustan við Vogastapa og dálitla dreif af slíkum framandsteinum er að finna norðan í Brúnum, þ. e. utan í dyngjunni miklu, sem er norðan undir Fagradalsfjalli, en frá henni eru Strandar- (Vatnsleysustrandar) hraunin komin. Af ofannefndu má ljóst vera, að þar sem svona björg finnast getur aðeins verið um eitt hraun ofan á jökulurðinni að ræða.”

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 45.árg. 1975-1976, bls. 205-209 – [
HEIMILDARIT; Jónsson, 1972: Grágrýtið, Náttúrufr., 42: 21-30].

Seltjörn

Við Seltjörn.

Hópefli

Kári Jónason skrifaði um útivistar- og virkjanamöguleika á Reykjanesskaga í Fréttablaðið þann 8. september 2006:
Svartsengi“Landshættir hér á landi eru gjarnan þannig að á sömu stöðunum fara saman mikil náttúrufegurð og álitlegir virkjunarkostir. Á þetta bæði við um jarðvarmavirkjanir og vatnsaflsvirkjanir, eins og öllum ætti að vera kunnugt núorðið.
Kárahnjúkavirkjun hefur mikið verið í umræðunni sem eðlilegt er, og þar sýnist sitt hverjum. Sú umræða hefur svo leitt til þess að augu manna hafa beinst að öðrum vatnsaflsvirkjunarkostum á landinu, sem reyndar er bæði gömul umræða og ný. Minna hefur hins vegar verið tekist á um jarðvarmavirkjanir fyrr en nú á allra síðustu misserum, en því er ekki að leyna að þær hafa einnig í för með sér breytingar á umhverfinu, þótt með öðrum hætti sé.
Í næsta nágrenni við höfuðborgina og nálægar byggðir eru mikil eldfjallasvæði, sem jafnframt eru upplögð útivistarsvæði, þótt þau sé mörgum íbúum á Suðvesturlandi ókunn. Það er oft þannig að menn leita langt yfir skammt til að komast í ósnortna náttúru. Reykjanesskaginn allur býður upp á mikla möguleika bæði sem útivistar- og náttúrusvæði og svo virkjunarkosti fyrir jarðvarmaveitur. Nú þegar eru miklar virkjanir á vestasta hluta skagans og svo á Hengilssvæðinu. Stór svæði Hellurum miðbik hans eru hins vegar tiltölulega ósnert, utan þess að þar hafa á nokkrum stöðum verið boraðar tilraunaholur til að kanna hvað felst þar í iðrum jarðar, og síðan hefur verið óskað eftir að fara í frekari tilrauna- eða rannsóknaboranir, þar sem eru óspillt svæði. Það eru þessi ósnortnu svæði á Reykjanesskaganum, sem menn þurfa nú að fara að taka ákvörðun um hvað gert verður við. Þeim ætti eindregið að hlífa við hvers konar raski, nema að gera eitthvað til að þau verði aðgengilegri fyrir gesti og gangandi. Þeim má alls ekki spilla með virkjunum og því sem þeim fylgir.
Nesjavallavirkjun er austast á þessu svæði og með virkjun og vegalagningu þangað má segja að opnast hafi nýr heimur fyrir marga. Mikill fjöldi innlendra og erlendra ferðamanna leggur leið sína þangað árlega og það er eiginlega fastur liður að fara þangað með erlenda tignarmenn sem koma hingað í heimsókn, til að kynna fyrir þeim á auðveldan og aðgengilegan hátt þær orkulindir sem eru hér í jörðu. Íslendingar gera sig nú æ meira gildandi varðandi nýtingu á jarðvarma í öllum heimshlutum og þar er byggt á reynslunni af slíkum verkefnum hér heima. Svipaða sögu er að segja af nýtingu jarðvarmans vestast á Reykjanesskaganum – það kemur varla nokkur útlendingur til landsins án þess að heimsækja Bláa lónið.
Það er því miðja skagans sem fyrst og fremst þarf að verja og vernda frá strönd til standar, jafnframt því að svæðið verði gert aðgengilegt fyrir þá sem vilja njóta þess. Þarna eru miklir möguleikar fyrir hendi til útivistar, ekki aðeins á þeim svæðum þar sem jarðhiti er talinn nýtanlegur heldur ekki síður við og upp af suðurströndinni. Nægir þar að nefna Krísuvíkurbjarg, Ögmundarhraun og Seltanga, að ógleymdum Selvogi og svæðinu þar í kring.”

Heimild:
-Útivistar- og virkjanamöguleikar geta farið saman – Reykjanesskagi – Kári Jónasson skrifar – Fréttablaðið 8. september 2006, bls. 24.

Reykjanesvirkjun

Í Reykjanesvirkjun.