Tag Archive for: Reykjanesbær

Gömlu Hafnir

Gengið var frá bifreiðastæðinu sunnan Hundadals (þar sem laxeldisstöðin er sunnan Junkaragerðis) að Systrum, séstæðum vörðum á hólum norðaustan við gömlu Hafnarbæina. Sunnan í öðrum hólnum virðist vera fjárborg, sú 75. er FERLIR hefur skoðað á Reykjanesi fram að þessu.

Gömlu Hafnir

Gömlu-Hafnir – kirkjugarður?

Af hólnum sést vel yfir gömlu Hafnarbæina. Nokkrir hólar er með sjónum og hylja þeir tóttir gömlu bæjanna, Kirkjuhafnar, Sandhafnar og Eyrar(hafnar) eða Hafnaeyri. Þegar gengið er vestur eftir veginum, eins og nú var gert, sjást fyrst hlaðnir garðar á hægri hönd. Því næst sést grashóll, einnig á hægri hönd. Skv. upplýsingum Leós Jónssonar, sem mikið hefur gengið um þetta svæði og kynnt sér það af kostgæfni, heitir hóllinn Stekkhóll.

Gömlu Hafnir

Gömlu-Hafnir – vörslugarðar.

Leó ritaði góða lýsingu á svæðinu í 3. tbl. Áfanga árið 1991. Vinstra megin við veginn er klapparhóll. Á honum er hlaðið byrgi og varða trjónir hærra. Þá taka við hlaðnir garðar á hægri hönd og grashóll svo til alveg fram við fjörukampinn. Vestan hans er stór grashóll, Kirkjuhafnarhóll. Vestan hans er minni hóll, greinileg tótt. Handan vegarins er hóll og utan í honum garðhleðslur á tvo vegu. Að sögn Leós er þetta talinn vera gamall kirkjugarður Kirkjuhafnar, sem mun hafa lagst af um miðja 14. öld. Á norðanverðum hólnum er hringlaga tótt. Þarna gæti verið um gamla kapellu eða guðshús að ræða. Einnig myndarlega gröf, en tóttin norðan vegarins, sem minnst var á, gæti einnig verið tótt kirkju. Heimild er einnig um bæ á þessum stað, nefndur Bæli.

Gömlu-Hafnir - fiskbyrgi.

Gömlu-Hafnir, fiskbyrgi.

Vikið var út af þjóðveginum og gengið eftir stíg, sem nostrað hefur verið við. Stígurinn liggur út að öðrum stórum grashól, Sandhafnarhólnum. Í honum eru hleðslur og suðvestan undir honum eru garðhleðslur. Þar gæti hafa verið heimatúngarður. Vestan við hólinn er enn annar grashóll. Norðaustan í honum er hlaðinn garður og á honum sjálfum eru hleðslur. Þessi hóll mun hafa tilheyrt Sandhöfn.

Gömlu-Hafnir

Tóftir í Gömlu-Höfnum.

Sandhöfn og Kirkjuhöfn voru fyrr á öldum stórbýli og helsta útræði í Höfnum að sögn Leós. Talið er að býlin hafi farið í eyði á 17. öld. Gífurleg landeyðing hefur orðið á svæðinu. Gróður hefur eyðst og sandur lagst í lægðir. Munu Sandhafnabæirnir hafa verið tveir; Stóra- og Litla-Sandhöfn.
Umhverfis alla byggðina liggur vörslugarður, sem hefur verið mikið mannvirki á sínum tíma. Sést enn móta fyrir honum svo til alla leiðina. Samskonar garður umlykur einnig bæina austan Hundadals. Þegar staðið er á Sandhafnarhól og horft er til suðvesturs má sjá hleðslur austan við klapparhól. Þar er um að ræða gamla rétt. Hleðslur hennar eru nokkuð heillegar.

 

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir – uppdráttur ÓSÁ.

Norðvestar eru tóttir bæjarins Eyri, sem mun hafa verið í byggð fram á 4. áratug 19. aldra. Heillegasti hluti þessa gamla bæjar er hlaðin kálgarður á tanganum. Ofan og utan við tangann eru tóttir gamla bæjarins. Sá má hleðslur í þeim. Frá Eyri liggur stígur til vesturs upp á Hafnaberg. Efst á berginu eru vörður í Siginu og Berghóll (Bjarghóll). Í berginu vestan við vörðurnar er hellirinn Dimma.
Ofan við Eyri eru klapparhóll. Á honum eru þrjú hákarlabyrgi er nefnast einu nafni Hákarlabyrgi. Miðbyrgið stendur heilt að hálfu. Á milli þess og vestasta byrgisins er hlaðinn refagildra.
Svæði þetta er sennilega eitt það afskiptasta á landinu, en þó svo nálægt. Þegar laxeldisstöðin var reist í Hundadal var klippt á gamla Reykjanesveginn, sem liggur þarna meðfram gömlu byggðinni. Staðurinn hefur upp á allt að bjóða fólki, sem vill ganga um og skoða sögulega minjar og fallega náttúru. Þarna þarf að tengja gamla þjóðveginn þeim nýja og lagfæra hann svolítið. Upplýsingatafla á staðnum með skýringarmyndum myndi enn auka áhuga fólks á að koma þarna við, skoða sig um og njóta svæðisins. Veðurblíðan er og jafnan með eindæmum.
Frábært veður. (Sjá meira HÉRog HÉR.)

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir – uppdráttur ÓSÁ.

 

Kirkjuvogssel

Gengið var upp í Hafnaheiðina. Ætlunin var að skoða svæðið betur í kringum Kirkjuvogssel ofan.

Kirkjuvogssel

Tóftir í Kirkjuvogsseli.

Frést hefur af gömlum hleðslum norðvestan við selið. Þar gætu verið leifarnar af Gamla Kaupstað, sem var gamall áningastaður á milli Grindavíkur og Hafna. Þar á og að vera Hestavegurinn svonefndi.
Selssvæðið er vel varið varúðarskiltum frá verndurum vorum, en þarna mun hafa verið æfingasvæði hersins um tíma. Klæðst var sprengiheldum skóm og stikklað af stað. Selið sást framundan, vel gróið undir hraunhól, mót norðvestri. Talsverar tóftir eru í selinu, m.a. stór stekkur vestan við þær, kví og önnur mannvirki. Ekki var brunn eða vatnsstæði að sjá, enda búið að vera mjög þurrt, en norðan við tóftirnar mótar fyrir reglulegu hringlaga gerði. Talsvert jarðvegsrof er þarna, en svo virðist sem hringurinn hafi verið grunnmynd af torfhlöðnu gerði eða fjárborg.

Kirkjuvogssel

Kirkjuvogssel.

Ofan við hraunhólinn er tóftir sem og mannvirki eftir verndarana þar sem þeir hafa verið við æfingar. Varða er á klapparhrygg í norðvestri, í línu að „nýja“ Kirkjuvogi og Kotvogi.
Ekki gafst tími til að leita þarna að hugsanlegum ummerkjum eftir Gamla Kaupstað eða Hestaveginn að þessu sinni, en það verður gert við tækifæri.
Ágætisveður var á svæðinu. Gangan tók 59 mínútur.

Kirkjuvogssel

Kirkjuvogssel – uppdráttur ÓSÁ 2012.

Stapinn

Lengi hefur verið leitað að Kolbeinsvörðu á Vogastapa. Hún var sögð vera við Innri-Skoru, á landamerkjum Voga og Njarðvíkur. Hið rétta er að við Innri-Skoru, vestanverða, eru landamerkin í sjó. Ofan hennar er Brúnavarðan og í sjónhendingu frá henni er Kolbeinsvarða, en úr Kolbeinsvörðu áttu landamerkin að liggja í Arnarklett sunnan Snorrastaðatjarna.

Vogastapi

Vogastapi – kort.

Eftir vísbendingu Ólafs frá Stóra-Knarrarnesi, sem hafði séð Kolbeinsvörðu er hann var ungur, var haldið inn á gamla Grindavíkurveginn frá nýja Keflavíkurveginum og honum fylgt u.þ.b. 50 metra. Þá var stöðvað og haldið til vesturs í u.þ.b. 100 metra. Þar upp á hól stendur Kolbeinsvarða. Fótur hennar stendur enn og einnig svolítið af vörðunni. Hún hefur greinilega verið sver um sig, u.þ.b. 3 metrar að ummáli og sést neðsti hringurinn nokkuð vel. Fokið hefur yfir hluta vörðunnar að vestanverðu og gróið yfir.

Kolbeinsvarða

Kolbeinsvarða?

Á steini í vörðunni á að vera ártalssteinn (1724). Gera þarf talsvert rask við vörðuna ef finna á steininn (ef hann er þá þarna enn). Frá vörðunni sér í Brúnavörðu í norðri og Arnarklett í austri. Að sögn Ólafs mun hafa verið tekið úr vörðunni, líkt og úr svo mörgum öðrum vörðum og görðum, er verið var að ná í grjót í hafnargarðinn í Vogum. Hann myndi vel eftir því þegar hún stóð þarna, fallega hlaðin upp.

Grindavíkurveginum var fylgt upp Stapann. Víða má sjá fallega handavinnu vegagerðarmanna á veginum, s.s. ræsi og kanthleðslur, einkum þegar stutt er eftir yfir á gamla Keflavíkurveginn.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur á Stapanum.

Skammt vestan við veginn áður en komið er að gatnamótunum eru allmikil gróin börð. Ef vel er að gáð má sjá mótaða hleðslu er myndar gerði á milli barðanna. Á einum stað sést vel hvernig gerður hefur verið garður úr mold og grjóti umhverfis gerðið. Innan þess er nokkuð gróðið svæði, hornlaga. Ekki er ósennilegt að þarna hafi vegagerðarmennirnir, er tóku til við að byggja Grindarvíkurveginn árið 1913 á Vogastapa, hafi haft sínar fyrstu búðir. Frá Seltjörn (Selvatni) hafa búðir þeirra eða aðstaða verið með u.þ.b. 500 metra millibili. Sjá má móta fyrir þeim á a.m.k. 12 stöðum við Grindavíkurveginn, en svo mikið hefur verið nýtt af hrauninu við gerð nýja vegarins að telja má fullvíst að margar aðrar hafi þá farið forgörðum.
Mikil landeyðing hefur orðið þarna á heiðinni og því erfitt að greina fleiri mannvirki. Þó á eftir að skoða þetta svæði betur með tilliti til fleiri ummerkja.
Nú væri tilvalið að skella þarna svo sem einu steintrölli til að vekja athygli á minjunum, sem nú eru að verða aldargamlar, en það mun jú vera einn yfirlýstur tilgangur tröllasmíðanna á heiðinni.
Frábært veður.

Grindavíkurvegur

Varða sunnan við Stapa.

Njarðvík

Farið var um Ytri- og Innri-Njarðvík í fylgd Áka Guðna Grënz. Áki byrjaði að sýna uppdrætti og myndir, sem hann hefur unnið eftir heimildum af svæðinu. Uppdrættir þessir eru mjög vel gerðir og lýsa vel staðháttum og einstökum stöðum fyrr á árum.

Áki Grënz

Áki Grënz.

Áki leiddi hópinn um svæði ofan við þar sem staðið hafði fyrrum bær Hallgríms Péturssonar. Fyrst eftir að Hallgrímur fékk síðar brauð í Hvalsnesi þurfti hann að fara þaðan yfir heiðina eða út með Ósabotnum. Sennilega er þar komin skýringin á tilvist HP-steinsins utan við Þórshöfnina. Öllu þessu svæði hefur nú verið raskað af miklu tillitsleysi og engar minjar eru þar eftir, ekki einu sinni brunnstæðið á Bolafæti.Þá var haldið að Stekkjarhamri, en það er eini staðurinn þarna, sem friðaður hefur verið. Þó er búið að fylla að hluta upp í Stekkjarhamarslautina vestan við hamarinn. Hún var vinsæll áningastaður Keflvíkinga þegar farið var í ferðir með ströndinni á góðvirðisdögum. Sögur eru og um að einhver og jafnvel nafngreind börn hafi komið það undir.

Njarðvík

Njarðvík – brunnur.

Þá var haldið upp fyrir Hjallana að landamerkum Keflavíkur og Ytri-Njarðvíkur. Áki sagðist minnast þess að tóttir hafi verið við Hjallatún áður fyrr. Mest af túninu og jarðveginum hafi hins vegar verið flutt að húsum verndaranna uppi á Vallarsvæðinu. Áki benti á hinn raunverulega Grænás og sagðist hafa heyrt að þar ætti að vera álfakirkja.
Áki bauð þátttakendum í Stekkjarkot, en þar hefur hann lyklavöld. Við kotið, sem nú hefur verið gert upp, hefur verið byggt fjós. Innan þess leynist snyrtiaðstaða, en flórinn er hlaðinn sem fyrrum. Áki skýrði hugmyndir Reykjanesbæjarmanna um varnargarð yfir skerjagarðinn og hugmyndir að víkingaþorpi á ströndinni norðan Stekkjarkots.

Njarðvíkurkirkja

Innri-Njarðvíkurkirkja.

Þá var haldið að Innri-Njarðvíkurkirkju. Á leiðinni benti Áki á hvar Litli-Krossgarður og þá um leið Narfakotsborg hefðu verið, þ.e. við austurhorn kappakstursbrautarinnar, sem nú er. Því svæði hefur svo til öllu verið raskað meira og minna.
Við kirkjuna benti Áki á Hólmfastskot og sagði söguna af Hólmfasti Guðmundssyni og hans fólki. Tóttin er nokkuð heilleg og stendur sunnan við og næst Tjörninni vestan kirkjunnar.

Tóttir tveggja annarra kota eru þar skammt ofar. Enn ofar er steinbærinn Garðakot, svo til alveg heill. Hólmfastur var eins og kunnugt er hýddur eftir að hafa brotið lög um einokunarverslun Dana að mati kaupmannsins í Hafnarfirði, Knúts Storms, með því að versla með úrkastið við kaupmanninn í Keflavík.

Hólmfastskot

Tóftir Hólmfastskots.

Hólmfastur bjó þá á hjáleigu frá Brunnastöðum (1699). Hann var dæmdur í háa sekt, en var ekki borgunamaður fyrir henni. Var Hólmfastur þá dæmdur til kaghýðingar, bundinn við staur og húðstrýktur rækilega. Þóttu þetta harkalegar aðfarir að sumra mati, m.a. Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, og varð úr að Hólmfastur fékk dæmdar miskabætur að upphæð 20 ríkisdalir. Umdæmisverslunin var afnumin 1732.
Haldið var út á Stapa, framhjá fjárborginni Grænuborg ofan við hesthúsin og vísaði Áki á fótinn af Kolbeinsvörðunni, eða “Kúfúdvörðu”, eins og hún mun einnig hafa verið nefnd. Varðan mun hafa verið landamerkjavarða Voga og Innri-Njarðvíkur. Sést móta fyrir vörðunni vestan við Innri-Skor. Áttu landamerkin að vera úr henni í miðja Skoruna og í Arnarklett suðvestan við Snorrastaðatjarnir. Ekki var að sjá neinn ártalsstein á eða við þessa vörðu, en skv. sögnum átti að hafa verið í henni steinn með ártalinu 1724.

Grindavíkurvegur

Varða sunnan við Stapa.

Í leiðinni var ekið suður gamla Grindavíkurveginn, en staðnæmst skömmu áður en komið var að Reykjanesbrautinni. Þar, u.þ.b. 100 metrum vestan við veginn er klapparhóll og á honum breiður vörðufótur. Áki sagðist ekki hafa heyrt minnst á þessa vörður áður. Varðan er ekki alveg í beina stefnu á milli Arnarkletts og vörðunnar vestan við Innri-Skoru, en gæti þó alveg verið landamerkjavarða.
Eftir ferðina var gengið frá Innri-Njarðvíkurkirkju með ströndinni að Stapakoti. Á leiðinni eru m.a. hlaðnar tóttir, þar af ein bæði mjög stór og mjög heilleg. Gengið var eftir gömlum garði austan við núverandi íbúðarhús og honum fylgt til vesturs. Innan hans eru m.a. tóttir af stóru fjárhúsi og fleiru.

Njarðvík

Innri Njarðvík – Áki Grenz.

Reykjanes

Drepið á örnefni:

Landnám

Landnám á Reykjanesskaga.

„Þegar sagt er í veðurfregnum, að djúp og kröpp lægð sé skammt undan Reykjanesi, vita sjómenn, hvað átt er við, en í máli fréttamanna og ýmissa, sem vilja þó fræða um landið, er Reykjanes alloft allur Reykjanesskagi. Ef menn vilja virða mál sjómanna og hefðbundið mál Suðurnesjamanna, segja þeir ekki, að Keflavík sé á Reykjanesi, heldur á Suðurnesjum, og ekki, að Keilir sé á Reykjanesi, heldur á Reykjanesskaga. Ég kom eitt sinn á bæ á Suðurlandi og var settur við borð með ungri konu af næsta bæ. Hún kvaðst vera frá Reykjanesi. Þetta reyndist vera nákvæm kynning; hún var nefnilega dóttir vitavarðarhjónanna á Reykjanesi. Þar undan er Reykjanesröst, og ekkert lamb að leika við fyrir sjófarendur.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – Innnes.

Reykjanes í merkingunni Reykjanesskagi fór að tíðkast, eftir að Reykjaneskjördæmi varð til (það var árið 1959). Þá varð svæði þess umdæmi ýmissar opinberrar starfsemi, einnar af annarri. Ég nefni aðeins dómsmál, þar sem heitið varð Héraðsdómur Reykjaness. Heitið Dómur Reykjaneshéraðs á betur við. Brátt heyrir Reykjaneskjördæmi sögunni til, og mætti það vera tækifæri til að virða betur málfar Suðurnesjamanna í tali um Reykjanes.“

Fjölmiðlafólk fer oft villu vega og tala um Reykjanes þegar fjallað er um Reykjanesskagann. Skaginn nær yfir fyrrum landnám Ingólfs, sem úthlutaði síðan vinum og vandamönnum einstök svæði, þ.a. Herjólfi, sem fékk Reykjanes.
Þá er rétt að geta þess að Suðurnes nær einungis yfir norðvestanverðan Reykjanesskaga, en ekki Skagann allan vestanverðan.

-Björn S. Stefánsson
-http://www.simnet.is/bss/oernefni02.htm

Reykjanes

Reykjanes.

Kaupstaðavegurinn

Gengið var frá Ósabotnum að Hunangshellu, en við hana er gömul þjóðsaga um finngálkn kennd. Haldið var eftir gömlu Kaupstaðaleiðinni um Draugavog og að Selhellu. Framan við tangann er tótt og önnur inn á honum. Vestan við tóttina er fallegt vatnsstæði í klöpp. Efst við sunnanverðan Selvoginn, sem er næsti vogur, er tótt.

Gamli-Kirkjuvogur

Brunnur við Djúpavog.

Gengið var inn fyrir voginn og inn á þjóðleiðina, ofan við Beinanesið að Hestaskjóli og áfram fyrir Djúpavog. Í botni vogarins liggur girðing upp í he, í átt að varnarsvæðinu. Norðan vogarins, þegar upp á holtið er komið, er Kaupstaðaleiðin rudd svo til þráðbein á drjúgum kafla. Hún var einkar falleg í kvöldsólinni. Í stað þess að fylgja leiðinni niður að tóttum sunnan við Illaklif var haldið áfram vestur yfir holtið, að kletthól, sem þar er beint framundan. Vestan undir hólnum er allnokkuð gras og í því tóttir Stafnessels. Á landakorti frá árinu 1945, sem haft var meðferðis, er selið merkt þarna og reyndist það rétt vera. Í því eru a.m.k. þrjár tóttir. Vatnsstæði er bæði á klapparholti norðan við selið svo og á klapparhól svo til beint í vestur, ofan við Gamla Kirkjuvog. Þar er sögð hafa verið kirkja til forna.

Gamli-Kirkjuvogur

Gamli-Kirkjuvogur – Kaupstaðagatan.

Elstu heimildir um Vog er að finna í Landnámu. Þar segir að Ingólfur hafi gefið Herjólfi frænda sínum land á milli Vogs ok Reykjaness. Síðar breyttist nafnið í Kirkjuvog. Kirkjuvogur var fluttur suður yfir Ósa á seinni hluta 16 aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir. Mannabein hafa fundist í uppblæstri á gamla bæjarstæðinu og voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800 að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt. Gengið var að gamla bæjarhólnum, en Kaupstaðaleiðin liggur rétt ofan við hólinn. Á honum er greinileg hleðsla á tveimur stöðum, sú efri hringlaga og sú neðrir ferhyrningslaga. Þarna gæti hafa verið kirkjugarður og kirkja eða bær. Neðan bæjarhólsins er þrjár tóttir. Í tveimur þeirra eru greinilegar hleðslur. Sú syðsta virðist hafa verið gerði. Í skýrslunni er þar sagður vera gamall kirkjugarður, sem verður að teljast vafasamt. Sunnan við gerðið er tangi. Fremst á honum er hlaðið gerði, en tanginn hefur greinilega sigið nokkuð eins og annað land á svæðinu, eða um 8 mm á ári skv. staðfestum mælingum.

Gamli-Kirkjuvogur

Gamli-Kirkjuvogur – manngerður hóll (dys?).

Kirkjuvogssel er skammt sunnan þjóðvegarins að Höfnum, vestan undir hól inni á sprengisvæði varnarliðsins. FERLIR fékk þó góðfúslegt leyfi til að fara inn á svæðið s.l. sumar og skoða selið. Það hefur verið látið óhreyft. Um það er fjallað í annarri lýsingu.

Gömlu þjóðleiðinni var fylgt aftur til austurs. Þegar komið er upp lága brekku sést hlaðinn garður á hægri hönd. Sunnar sést í háan grashól. Á honum er tótt. Neðan hans, rétt ofan við sjóinn, en lítið norðar, er hlaðinn garður. Fer hann nú á kaf í flóði. Gatan liggur í átt að Stafnesseli, þó lítillega til hægri, og yfir holtið. Á holtinu liggur hún einnig til suðurs, að gerði og tótt norðvestan Djúpavogs, þeim sem minnst var á áðan og eru undir Illaklifi. Skammt austar er önnur tótt, mun stærri. Þarna er Gamli Kirkjuvogur sagður vera skv. fornleifaskýrslu. Í henni segir m.a.: “Til forna lá jörðin hins vegar inn með Ósunum að norðanverðu. Þar er mikil rústabunga, grasi gróin. Húsaskipan er ekki hægt að greina.

Gamli-Kirkjuvogur

Gamli-Kirkjuvogur – sjávargerði.

Vestan við bæjarhólinn, ca. 8 m, eru nokkrir steinar, en undir þeim er gamli bæjarbrunnurinn. Sunnan við bæjarhólinn má sjá leifar af því sem virðist vera forn kirkjugarður. Einnig má sjá leifar túngarðs norðan við hólinn og hlaðinn brunn vestan við hann, en tóttir enn lengra í vestur, sem gætu verið tóttir útihúsa. Greinilegar traðir eru frá bænum í norður upp á Kaupstaðaleiðina.

Gamli-Kirkjuvogur

Gamli-Kirkjuvogur – gerði.

Fremur fátt er vitað um Kirkjuvog hinn forna. hans er ekki getið í öðrum fornritum en Landnámu. En árið 1334 segir frá því á annálum að Þorleifur nokkur hafi drepið Þorbjörn prest í kirkju og lagði sig síðan sjálfur með hnífi. Í Jarðabók 1703 er tekið fram að gamli Kirkjuvogur sé fornt eyðibýli í Kirkjuvogs landi. “Aðrir halda því fram að þetta bæjarstæði sé í Stafness landi”. Líklega er talið að jörðin hafi farið í eyði um 1580”.
Haldið var upp á og götuhlutanum fylgt áfram götuna austur fyrir Djúpavog. Þaðan var haldið beint yfir holtin, stystu leið.
Í leiðinni var gert kort af öllu svæðinu þar sem tóttir og einstakir staðir eru merktir inn á. Veður var frábært, logn, sól og stilla.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – uppdráttur ÓSÁ.

Gömlu-Hafnir - fiskbyrgi.

Gengið var með Leó M. Jónssyni um Kirkjuhöfn, Sandhöfn og Hafnaeyri (Eyri – Eyrarhöfn) vestan Hafna. Um er að ræða eitt áhrifamesta minjasvæði á landinu er lagðist í auðn vegna sandfoks um aldarmótin 1700.

Gömlu Hafnir

Gömlu Hafnir – Systursvarða.

Þarna eru tóftir í sandorpnum hólum, gerði og garðar, vörslugarðar, byrgi, refagildra, rétt, grafreitur o.fl. o.fl.
Haldið var um Merarholt sunnan Hundadals. Eftir um 10 mínútna gang um Merarholt var komið niður á gamla Hafnaveginn. Á hólum við veginn eru tvær vörður, Systur. Sú eystri er heil, en sú nyrðri fallin. Sunnan við heilu vörðuna er hringlaga gerði, sennilega gömul fjárborg. Margir gígahraukar sjást í hrauninu. Á hægri hönd sést langt nes sem gengur út í sjó til norðvesturs. Það nefnist Eyri. Nokkru sunnan við Eyri, við þríhyrningslaga klapparstrýtu, sem nefnist Klauf, þar hefst Hafnaberg sem Lágaberg og smáhækkar til suðurs og er hæst 80 metrar, þverhnípt í sjó fram.

Gömlu Hafnir

Gömlu Hafnir – Uppdráttur ÓSÁ.

Gamli vegurinn er lítið annað en slóð. Af honum við vörðurnar sjást 5 áberandi stórir grasi vaxnir hólar. Þessir hólar koma við sögu í bókum Sr. Jóns Thorarensens, (Litla skinnið, Rauðskinna, Marína ofl.) en sögusvið þeirra er Hafnir (Jón var ættaður og ólst upp í Kotvogi). Nyrstur og næst Kalmanstjörn er Stekkhóll hægra megin vegarins. Uppi á honum að sunnanverðu er lægð og grjót utan í kantinum. Þar gæti hafa verið stekkur fyrrum. Vestan hans, í fjörunni er klapparhóll, Hvarfklöpp. (Í henni býr álfkona segir í sögunni Marína eftir Jón Thorarensen). Ofan vegarins er annar klapparhóll og uppi á og utan í hinum hlaðið byrgi. Frá honum til suðurs og síðan ti vesturs liggur vörslugarður ofan við bæina og þau mannvirki er hafa tilheyrt þeim. Garðurinn er sennilega um 2 km langur. Annar stærri hóll er sunnar, einnig hægra megin vegarins. Sá heitir Kirkjuhafnarhóll. Ofan hans, ofan vörslugarðsins, má sjá móta fyrir götu. Leó sagði að sagnir væru til um gamla götu milli Kirkjuhafnar og Kalmannstjarnar, auk þess em gata væri milli Hafnabæjanna og Presthóls inn á Prestastíginn til Grindavíkur.Stígurinn dregur sennilega nafn sitt af Presthól þessum, skammt ofan við Mönguselsgjá.

Gömlu Hafnir

Gömlu Hafnir – bæjarhóll.

Vinstra megin vegarins er lægri hóll og sést garðhleðsla í jöðrum hans að norðan- og austanverðu. Þetta er talinn vera gamall kirkjugarður Kirkjuhafnar og mun hann hafa lagst af um miðja 14. öld. Bein voru tekin úr kirkjugarðinum á 18. öld og færð út í kirkjugarðinn við Kotvog, þar sem núverandi Hafnir eru. Hverfin á milli þessara staða voru Merkines (og Merkisteinn) og Kalmannstunga (og Junkaragerði), en þau voru við lendingarnar líkt og Hafnabæirnir.

Gömlu Hafnir

Gömlu Hafnir – bæjarhóll.

Suðvestan Kirkjuhafnarhóls, nær sjó, eru 2 graxi vaxnir hólar og eru sýnilegar rústir í syðri hólnum. Hólarnir nefnast Sandhafnarhólar. Sandhöfn og Kirkjuhöfn voru fyrr á öldum þekkt stórbýli og helsta útræði í Höfnum. Talið er að býlin hafi farið í eyði á 17. öld. Til eru heimildir um stærð Kirkjuhafnar sem segja að þar hafi verið miklar byggingar, m.a. 50 hurðir á hjörum, en sá mælikvarði var algengur áður. Þegar best lét hefur verið mikið mannlíf á þessu svæði. Það á sér merkilega þjóðfélagssögu þar sem lífið er samofið fiskgengdinni, sem var ýmist alger ládeyða eða vaðandi þegar best lét. Umhverfis Sandhafnarhóla, en þar munu hús einnig hafa verið mörg og stór, eru bæði hleðslur og rústir.

Gömlu Hafnir

Gömlu Hafnir – Hafnaeyri (Eyri).

Skammt utar, nær sjó, eru rústir tvíbýlis sem nefnist Hafnaeyri og talið hafa farið í eyði um 1830. Nokkuð heillegur hlaðinn garður er yst á Eyri um 15 m á kant. Þessi hleðsla varði kálgarð fyrir sandfoki. Í gerðinu voru einnig bátar geymdir, enda er það skammt ofan við lendinguna. Óhætt er að segja að ströndin fyrrum hafi litið öðruvísu út en nú gerist, bæði vegna ágangs sjávar og landssigs.

Gömlu Hafnir

Gömlu Hafnir – refagildra.

Ofar og gegnt lendingunni má sjá tvær vörður, hvora upp af hinni. Þær eru holar að innan líkt og vörðurnar ofan við Kirkjuhöfn. Líklega hefur verið um gónvörður að ræða. Þá gætu þær hafa verið notaðar til að kynda í bál eftir að dimma tók til að leiðbeina síðbúnum bátum rétta lið inn lendingarnar. Þegar gengið er um þessa hóla nú er erfitt að gera sér í hugarlund að þar hafi áður fyrr verið stórbýli – svo vandlega hefur foksandurinn unnið sitt eyðingarstarf. Þegar horft er yfir svæðið, einkum á berar klappirnar þar sem sandurinn hefur með tímanum þurrkað út hraunreipin, má gera sér í hugarlund hvernig hann hefur einnig eitt gróðrinum, sem þar var fyrir.

Gömlu Hafnir

Vörslugarðurinn ofan við Gömlu Hafnir.

Leó sagði svæðið hafa gróið mikið upp eftir tilkomu sandgræðslugirðingarinnar og uppgræðslunnar í Stóru-Sandvík. Þá hefði gróðurinn tekið mikið við sér á síðustu árum.
Í bakaleiðinni var kíkt á refagildruna ofan við Eyri, byrgi skammt austar, garða og síðan var vörslugarðinum fylgt að ysta klapparhólnum ofan við Hvarfklöpp, þar sem eitt byrgið trjónir ofan á. Annar vörslugarður (sennilega sandvarnargargarður) nær frá norðanverðu Hafnabergi yfir að rótum Hundadals.
Þá var haldið upp á Hafnaberg (sjá meira HÉR og HÉR).
Svæðið í og kringum Gömlu Hafnir er vanmetið minjasvæði. Þegar vel er að gáð er þar að finna flestar þær minjar er prýtt geta slík búsetusvæði frá því um og eftir miðaldir. Ekki er vitað til þess að fornleifarannsókn hafi farið fram á minjunum.
Frábært veður.

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir – uppdráttur ÓSÁ.

Hafnarfjörður

Hér er 55 atriða listi yfir nokkra áhugaverða staði í nálægð við Reykjanesbrautina milli Hafnarfjarðar og flugstöðvarinnar í Sandgerðishreppi, sem gaman er að virða fyrir sér eða ganga að og skoða. Ef farið er frá flugstöðinni þarf ekki annað en að byrja á hæsta númerinu og feta sig upp listann. Áhugasamir geta skoðað heimildarlistann hér á síðunni og fræðst meira og betur um hvern stað en hér er hægt að koma að í stuttum texta.

Reykjanesbrautin frá Hafnarfirði:

Hafnarfjörður

Reykjanesbraut í Hafnarfirði.

1. Kapellan – Kristján skrifari – Kristján Eldjárn rannsakaði hana á sjötta áratugnum. Kapelluhraunið er frá 12. öld, þ.e. frá sögulegum tíma.

Straumur

Straumur.

2. Útfall Kaldár í Straumsvík. Kemur upp við föruborðið.
3. Fagurgerði (vinstri hönd – garðhleðslur) og minjasvæði.
4. Straumur (teiknað af Guðjóni Samúelssyni). Nú listamiðstöð Hafnarfjarðar. Svæðið neðan Straums er bæði fagurt og áhugavert (Jónsbúð, Þýskabúð, Óttarstaðir).
4. Straumsselsstígur (þvert á veginn – greinilegur vinstra megin) liggur upp í Straumssel, u.þ.b. 30 mín göngu upp hraunin.

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – tilgáta ÓSÁ.

5. Þorbjarnastaðir (fallegt bæjarstæði, torftbær, fór í eyði á 20. öld, rétt o.fl.). Skammt norðaustan við tjarnirnar er Gerði, gamalt bæjarstæði. Í tjörninni má sjá hleðslur þar sem þvottur var þveginn. Ferkst vatn kemur þar undan hrauninu.
6. Alfararleið – gamla gatnan frá Innesjum á Útnes, sunnan Þorbjarnastaða, framhjá Miðaftanshæð, vel greinileg, Gvendarbrunnur við götuna skammt vestar. Einn af a.m.k. fjórum á Suðvesturhorninu.

Brunntjörn

Urtartjörn / Brunntjörn.

7. Urtartjörnin / Brunntjörn (gætir flóðs og fjöru, ferskt vatn ofan á, sérstakur gróður). Norðaustan hennar er Straumsréttin og norðan hennar eru þurrkbyrgi.
8. Óttarstaðaselstígur (liggur þvert á veginn – vörður). Liggur upp í Óttarstaðasel, framhjá Óttarstaðarborg (Kristrúnarborg). Gatan upp í selið hefur stundumverið nefnd Skógargata og Rauðamelsstígur. U.þ.b. 30 mín gangur er upp í selið. Umhverfis það eru fjárskjól, nátthagi og fleiri mannvirki.
9. Fornasel, Gjásel, Straumsel, Óttarstaðasel og Lónakotssel eru örfá af um 140 sýnilegum seljum á Reykjanesskaganum. Stígur liggur á milli þeirra (um 20 mín gangur milli selja – Gjásel og Fornasel eru nyrst og styst á milli þeirra).

Lónakot

Lónakotsbærinn.

10. Lónakot (lónin, mjög fallegt svæði. Hraunsnesið vestar – minjar). Vestan við Lónakot eru minjar selsstöðu og fjárskjól.
11. Lónakotsselstígur (vinstra megin). Fjárskjól skammt frá veginum hægra megin. Stígurinn liggur upp í selið, u.þ.b. 30 mín gangur.
12. Kristrúnarborg (Óttarstaðaborg). Fallega hlaðin fjárborg, en af 76 á Reykjanesskaganum).
13. Virkishólar (Virkið, notað til hleypinga áður fyrr).
14. Loftskútahellir (fallega hlaðið skjól vinstra megin, m.a. nota til að geyma rjúpur við veiðar).

Hvassahraun

Hvassahraun – rétt.

15. Gömul hlaðin rétt (norðan undir hól hægra megin við gamla veginn áður en komið er að nýrri timburréttinni við Hvassahraun (gegnt bragganum)
16. Hjallhólsskúti (hægra megin – svolitlar hleðslur fyrir skúta, nota m.a. til að geyma fisk).
17. Hvassahraun (hægra megin, gömul byggð og ný). Margar minjar ef vel er skoðað.
18. Hvassahraunsselsstígur (vinstra megin, ógreinilegur fyrst, en sést betur er ofar kemur). Hvassahraunssel í u.þ.b. 20 – 30 mínútna fjarlægð frá veginum eins og mörg seljanna á þessu svæði. Mannvirki.
19. Vatnsgjárnar (fast við veginn vinstra megin, notaðar til þvotta).

Hvassahraun

Hraunketill á Strokkamel.

20. Sérkennileg hraundrýli á Strokkamelum (vinstra megin, einhver verið skemmd, einstakt náttúrufyrirbæri, gasuppstreymi).
21. Brugghellir (vinstra megin, getur verið erfitt að finna, þarf að síga ofan í, hleðslur).
22. Hleðslur (hægra megin, vestan við Fögruvík, líklega rétt eða hluti að borg, að mestu skemmd).
23. Afstapahraun (eitt af 2-15 hraunum á Reykjanesi, sem rann á sögulegum tíma. Í þeim eru Tóurnar svonefndu, en neðst í þeim eru gamlar fyrirhleðslur, sem námur hafa gengið mjög nærri). Í efstu tóunni, Hrístóu, eru greni og refabyrgi. Upp úr þvíliggur stígur áleiðis upp í Búðarvatnsstæðið.
24. Kúagerði (forn áningastaður. Sumir segja að þar undir hrauninu hafi bærinn Akurgerði verið, en farið undir hraun. Þarna er a.m.k. gamall kúahagi).

Alemmningsvegur

Almenningavegur.

25. Almenningsleiðin (hægra megin, framhald af Alfararleiðinni). Stundum nefnd Menningsleið eftir að misritun varð í ritun prests á Kálfatjörn og forskeytið datt út. Liggur áleiðisút á Vtnsleysuströnd og síðan ofan byggðar út í Voga
26. Vatnaborgin (vinstra megin). Hleðslur og fornt vatnsstæði. Nú alveg við veginn.
27. Hafnhólar (tveir, annar með mastri). Taldir tengjast verslunarhöfn þýskra á Stóru Vatnsleysu. Á túnin á Stóru Vatnsleysu er einn af mörgum letursteinum á Reykjanesskaganum.
28. Bræður (vörður vinstra megin, við Flekkuvíkurselstíginn, refabyrgi o.fl).

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel.

29. Flekkavíkursel (Lagðist af í lok 19. aldar). Hleðslur og mannvirki.
30. Staðarborg (Hægra megin, sést vel – endurgerð fjárborg ofan Kálfatjarnar).
31. Þórustaðastígur (liggur frá Þórustöðum, austan við Keili, um austanverða Selsvelli og upp á Vigdísarvelli). Neðan Reykjanesbrautar er m.a. Þórustaðaborgin, sem stígurinn liggur framhjá.
32. Þyrluvarðan (hæga megin við veginn. Minnisvarði um fimm látna menn í þyrluslysi 1965.

Hringurinn

Fjárborgin Hringurinn.

33. Hringurinn (hægra megin, sést á einum stað, hlaðinn fjárborg, ein af a.m.k. 6 fjárborgum hægra megin við veginn á Vatnsleysustöndinni).
34. Hlaðin refagildra (vinstra megin). Ein af 23 hlöðnum refagildrum á Reykjanesi.
35. Breiðagerðisslakki (vinstra megin). Brak úr þýskri orrustuflugvél, sem skotin var niður í síðari heimstyrjöldinni. Fyrsti fanginn, sem ameríkar náðu í styrjöldinni, að talið er.
36. Knarrarnessel og Breiðagerðissel (vinstra megin). Gróðurflettir uppi í heiðinni eru yfirleitt gömul sel. Sprungur og gjár og varhugavert að fara um um vetur.
37. Fornasel eða Litlasel (vinstra megin). Gróinn hóll, Gamalt sel stutt frá veginum. Mörg sel eru uppi í heiðinni, s.s. Vogasel, Brunnastaðasel, Gjásel, Knarrarnessel og Auðnasel.

Hrafnagjá

Hrafnagjá.

38. Hrafnagjá (vinstra megin). Falleg gjá sem nær frá Stóru Vatnsleysu langleiðina að Snorrastaðatjörnum sunnan Háabjalla, trjáræktunarsvæði Vogafólks.
39. Við Snorrastaðatjarnir er Snorrastaðasel og Nýjasel.
40. Pétursborg á Huldugjá (vinstra megin, sést í góðu veðri). Gjárnar (misgengin) mynda stalla í heiðinni, s.s. Aragjá og Stóra Aragjá. Undir veggjunum eru gömul sel. Sum enn ofar, s.s. Dalsel í Fagradal við norðausturhorn Fagradalsfjalls. Þarna sést líka Kálffell. Í því er Oddshellir og mannvirki þar í kring.
41. Skógfellavegur (merktur vinstra megin). Gömul leið milli Voga og Grindavíkur, u.þ.b. 16 k, löng. Klappaður í bergið milli Skógfellanna.
42. Arnarklettur (vestan tjarnarinnar). Landamerki Grindavíkur, Voga og Njarðvíkur.

Stapinn

Stapinn – flugmynd.

43. Stapinn (hægra megin). Reiðskarðið á gömlu götunni og Stapagata til Njarðvíkur. Undir Stapanum er tóftri Brekku, Stapabúðir, Hólmabúð og Kerlingabúð (með elstu minjum á Reykjanesi).
44. Gamli Hreppskartöflugarðurinn (hleðslur hægra megin).
45. Gamli Grindarvíkurvegurinn (byrjað að gera 1913 á Stapanum og var lokið 1918). Mörg mannvirki vegagerðarmanna má sjá við Grindavíkurveginn.
46. Gömul varða skammt norðan við gamla veginn, á hærgi hönd (sennilega landamerkjavarða).
47. Tyrkjavörður (merkilegt smávörðukaðrak hægra megin á holti).
48. Grímshóll (hægra megin, við Stapagötu). Hæsti punktur á Stapanum. Þjóðsaga.

Stúlknavarða

Stúlknavarðan.

49. Stúlknavarðan (vinstra megin). Varða skammt frá veginum. Ártal hoggið í undirstöðuna. Saga tengist vörðunni.
50. Skipsstígur. Gömul þjóðleið milli Njarðvíkur og Grindavíkur. Falleg leið. 18 km. Greinist í Árnastíg við Rauðamel eftir 6 km göngu.

Stóri-Krossgarður

Stóri-Krossgarður.

51. Stóri Krossgarður (vinstra megin, nálægt veginum). Miklar hleðslur í kross.
52. Rósasel (hægra megin) við Rósaselsvötn. Tóft nálægt veginum.
53. Gamla gatan (norðan við Hringtorgið) milli Sandgerðis og Keflavíkur. Sést vel. Skammt frá eru tvær fjárborgir.
54. Melabergsgata (Hvalsnesgata) liggur hægra megin vegarins áleiðisút að flugstöð. Sést vel liðast um móana áleiðis niður að Melabergi.
55. Hleðslur (vinstra megin) frá stríðstímum. Vallarsvæðið ekki skoðað að fullu. Innan þess eru þó mannvirki, sem hafa varðveist.

Óttarsstaðaborg

Kristrúnarborg / Óttarsstaðaborg.

FERLIR stendur fyrir Ferðahópur rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Markmiðið er að gefa áhugasömu fólki kost á að hreyfa sig í fallegu og krefjandi umhverfi. Einnig að kynna sér nágrennið, afla upplýsinga um minjar og merkilega staði, sem skrifað hefur verið um eða getið er um, leita að þeim, skrá og jafnvel mynda og/eða teikna upp minjasvæði. Höfum fundið flest það sem við leituðum að. Við byrjuðum fyrir nokkrum árum að ganga um Reykjanesskagann vestan Suðurlandsvegar og síðan höfum við farið um 700 ferðir í þessum tilgangi. Hver ferð er skráð og þess helst getið hvað er skoðað hverju sinni.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – hrauntröð.

Hingað til hefur hópurinn haldið sig við Reykjanesskagann. Eigum önnur svæði til góða. Í ljós kom við aukna þekkingu hvað maður vissi í rauninni lítið. Og því meira sem maður kynnti sér svæðið því betur kom í ljós hin miklu verðmæti sem svæðið hefur upp á að bjóða. Auk þess að um er að ræða einn yngsta hluta landsins (12-15 hraun hafa runnið á skaganum á sögulegum tíma) þá eru þar einstaklega falleg útivistarsvæði og merkileg minjasvæði er segja fólki fjölmargt um líf, búskapar- og atvinnusögu þjóðarinnar frá upphafi.

Leiðarendi

Leiðarendi.

Skoðaðir hafa verið um 600 hella og hraunskjól, sum með mannvistarleifum, 400 gömul sel, tæplega 90 letursteina, suma mjög gamla, tæplega 90 fjárborgir, 140 brunna og vantsstæði, 140 gamlar þjóðleiðir, vörður með sögu, fjölda tófta, sæluhúsa, nausta, vara o.s.frv. o.s.frv. Reykjanesið er það fjölbreytilegt og margbrotið að enn höfum við ekki skoðað allt sem það hefur upp á að bjóða. Auk þess er þetta allt það nálægt að óþarfi hefur reynst að leita annað. Við göngum jafnt um sumar sem vetur. Hver árstíð býr yfir sínum sjarma og litbrigðum, sem sífellt breyta umhverfinu.

Gíghæð

Vegavinnubúðir á Gíghæð.

Í dag sér fólk síst það sem er næst því. Allt of margir leita langt fyrir skammt. Reykjanesið hefur upp á allt að bjóða, sem þarf til hreyfings og útivistar. Hins vegar vantar fólk upplýsingar og hvatningu til að nýta sér það. Um 200.000 manns búa á eða við svæðið. Þú mætir fleirum á göngu upp á hálendinu en á því, hvort sem um er að ræða sumar eða vetur. Það er í sjálfu sér ágætt að fólk nýti sér aðra landshluta, en það er líka óþarfi að gleyma að líta sér nær þar sem aðstæðurnar eru fyrir hendi. Það er sagt í ferðabók árið 1797 að ekkert merkilegt væri að sjá á Reykjanesi. Það væri ömurlegt á að líta. Þeir sem kynnst hafa svæðinu líta á það öðrum augum. Þar er fegurðin og sagan við hvert fótmál.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Það er alltaf einhverju fórnað þegar vegur er lagður. Margar óafturkræfar minjar og mörg falleg svæði hafa verið eyðilögð við slíkar framkvæmdir í gegnum tíðina. Grindavíkurvegurinn er gott dæmi um hirðuleysi gagnvart minjum. Hann var lagður á þeim tíma er nánast ekkert tillit var tekið til minja. Þó má, ef vel er að gáð, sjá merki vegagerðarmanna er lögðu fyrsta veginn í byrjun 20. aldar á a.m.k. 12 stöðum við veginn, sum allvegleg.
En á seinn árum hefur skilningur manna breyst í þeim efnum, sem betur fer.

Skipsstígur

Skipsstígur.

Fulltrúar Vegagerðarinnar eru t.d. mjög meðvitaðir um mikilvægi þess að raska eins litlu og mögulegt er við vegalagninu án þess að draga úr öryggi. Þess hefur greinilega verið gætt að skemma eins lítið og nokkur var kostur þegar nýrri hluti Reykjanesbrautarinnar var lagður. Að vísu er gengið nærri stöðum, s.s. hraunkötlunum við Hvassahraun og Afstapahrauni. Gömlu selstígarnir og gamla þjóðleiðin hefur verið skemmt að hluta, s.s. í Hvassahrauni, en umferðin krefst fórna líkt og virkjanir eða önnur mannanna verk. Hjá því verður seint komist. Góður skilningur og athafnir þeirra sem ráða, skiptir því miklu máli þegar vegaframkvæmdir eru annars vegar. Ástæða er þó að hafai áhyggjur af svonefndum Suðurstrandarvegi, en honum er ætlað að liggja um stórbrotna náttúru og mörg minjasvæði.

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur.

Reynt hefur verið að vekja athygli á mikilvægi þess að skrá og merkja minjar og minjastaði. Bæði til að vernda minjarnar og gera þær aðgengilegar almenningi. Fólk þarf að vita hvar á að leita og hvað það er að skoða á hverjum stað. Minjar eru ígildi skrifaðra handrita. Hver og ein segir sitt. Margar saman segja heilstæða sögu. Letursteinn á Stóra-Hólmi segir söguna af smalanum, sem veginn var og dysjaður. Dysjar Herdísar og Krýsu er vitnisburður um þjóðsöguna. Sama á við um dysjar Ögmundar í Öghmundarhrauni, Þórkötlu og Járngerði í Grindavík. Ræningjastígur í Hælsvík segir af ferðum Tyrkjanna í Krýsuvík. Hlínarvegur frá Ísólfsskála til Krýsuvíkur segir frá vegagerð. Selstígarnir gömlu þvert á Reykjanesbrautina eru til vitnis um gamla búskaparhætti. Gömlu þjóðleiðirnar segja til um ferðir fólks fyrr á öldum. Margar sögur eru tengdar þeim ferðalögum, hvort sem farið var á milli byggðalaga eða í verið. Svona mætti lengi telja.

Alfaraleið

Alfaraleiðin.

Gaman er að velta fyrir sér þróun gatna og vegagerðar á þessari leið. Til fróðleiks fyrir fólk mætti gera Alfarar- og Almenningsleiðina skýrari, a.m.k. að hluta, og hlífa kafla af gamla Keflavíkurveginum, t.d. þar sem fyrir eru fallegar kanthleðslur. Gott dæmi um fyrstu endurbætur á gömlu þjóðleiðinum er á Skipsstíg í Illahrauni ofan við Grindavík. Hlínarvegur frá Ísólfsskála um Mjöltunnuklif er annað dæmi. Slíkir bútar eru ómetanlegir.
Þegar fólki er sýnd Alfaraleiðin eða Almenningsleiðin á milli Innesja og Útnesja finnst því yfirleitt mikið til koma. Gatan er klöppuð í bergið undan hófum, klaufum og fótum liðinna kynslóða. Slík merki ber okkur að virða.

Hvaleyri

Hvaleyri – Flókavarða (minnismerki) fremst.

Hverasvæði

Farið var í ferð um Reykjanesið frá Njarðvíkum til Grindavíkur undir leiðsögn Þorvaldar Arnar Árnasonar og Ægis Sigurðssonar. Ferðin var liður í námi leiðsögumannsefna um Reykjanesið.

Keflavík

Grófin – Skessuhellir.

Byrjað var í Grófinni í Keflavík. Undir berginu að norðanverðu útskýrði Ægir bergið og myndun þess. Það er að mestu blágrýti og grágrýti. Þétt setlög liggja ofan á berginu. Þarna er myndarlegur fyrrum sjávarskúti til skjóls. Þorvaldur útskýrði og kynnti m.a. fjörukál, þúfusteinbrjót og geldingarhnapp til sögunnar. Sú litadýrð virðist meiri en ella á annars gróðursnauðum sæbörðum bergveggjum Reykjanessins en víðast hvar annars staðar á landinu.
Haldið var yfir í Helguvík. Þar má sjá í útsprengdum hömrum þykk hraun- og berglögin og sumsstaðar rauðleitan bruna á milli þeirra, eingum að norðanverðu.
Ægir útskýrði þunn jarðlögin undir jarðveginum á svæðinu, t.d. í kringum Rósarselsvötn. Þau eru lek, en hafa þéttst með tímanum þannig að vatnið helst þar á yfirborðinu, a.m.k. á vatnasvæðinu.

Patterssonsvöllur

Lífsstöðugrjót við Patterssonsvöll.

Á Pattersonsvæðinu var leitað að “lífstöðugrjóti”. Í því eru skeljar er gos undir jökli fyrir u.þ.b. 2500 árum hafði tekið með sér af sjávarbotni og má finna þær í hörðum setlögunum, sem þarna eru. Nokkur falleg sýni fundust.
Þorvaldur benti á að víða væri víðir að koma upp á skaganum, en það bendir til þess að hann hafi verið þar allvíða áður en gróðureyðingin varð.
Í Höfnum var farið niður á gamla hafnargarðinn og fuglalífið skoðað. Mátti m.a. berja augum fargestina tildru og rauðbristing, kríu, skarf, æðarfugl, auk fagurlitaða gula fléttu (fuglaglæðu) á steinum, að ekki sé talað um þang og þara.
Reykjanesið sjálft utan Hafna er sandorpið dyngjuhraun. Hraunreipi, sem einhvern tímann hefur einkennt yfirborðið er nú afsorfið. Annars gefur gróðurleysið svæðinu hið fallegasta yfirbragð.

Stóra Sandvík

Stóra Sandvík.

Stóra-Sandvíkin er melgresisparadís. Melgresið hefur bundið sandinn og myndað háa skjólgóða sandhóla næst sjónum og ofan hans. Þarna munu hafa verið upptök þess sands, sem kom af sjó og fyrrum fauk um Hafnaheiðina og lagðist síðan yfir Hafnir. Það var því góð hugmynd að byrja á því að hefta sandfokið í “uppsprettunni” að mati Þorvaldar. Í Sandvíkurfjörunni mátti m.a. sjá hornsvamp, fjöruarfa, blálilju, klóþang (með einni bólu), bóluþang (með tveimur samhliða bólum og svolítið þynnra), söl og þangskegg, auk skelja og kuðunga. “Dýnamatiskt umhverfi” að mati Þorvaldar.

Reykjanes

Frá Reykjanesi.

Í Stömpum var gengið upp í einn þeirra. Skoðað var hvaða gróðurtegundir gígurinn hafði að bjóða upp á. Reyndust þar vera um 20 talsins, svona fljótt á litið. Í jaðri gígsins er lítið op og má finna uppstreymið út úr því. Innan við opið er fallegur dropasteinn. Með skóflu væri eflaust hægt, þó ekki væri annað, að kíkja innfyrir og sjá hvar þar kann að leynast. Stamparnir eru taldir hafa myndast um 1211 sem uppkoma á hrauni, sem síðan rann frá gígunum eftir hrauntröðum og loks um “víðan völl”. (Norðan undir Stömpum er skráðar heimildir um sel, sem á eftir að staðsetja, en það getur reynst erfitt sökum sandfoksins. Selsins er getið í fornleifaskráningu svæðisins). Stamparanir eru gjall- og klepragígar og því háir, brattir og lausir í sér, sem er einkennandi fyrir slíka gíga. Eldra-Stampahraunið er um 1500 ára gamalt, en Yngra-Stampahraunið er talið vera frá 1211.

Reykjanesviti

Reykjanes – Forsetahóll.

Haldið var framhjá Forsetahól á leið út að Reykjanesvita. Ægir sagði frá tilvist nafnsins (til í tveimur útgáfum), sagði frá myndun Bæjarfells og Vatnsfells (vatnið, sem fellið dregur nafn sitt af er hægra megin við veginn áður en beygt er áleiðis að fellunum), en þau munu vera úr bólstrabergi eins og Forsetahóll (Litlafell).
Niður við sjávarkambinn norðan Valahnjúka útskýrði Ægir bergmyndanirnar. Undir kambinum mátti sjá lögin “ljóslifandi”. Undir er sandlag. Efsta lag þess hefur hitnað er nýtt hraun lagðist yfir og soðnað þannig að það varð hart. Ofan á hraunlaginu er síðan nýrra hraunlag.

Önglabrjótsnef

Berggangur í Kerlingarbás.

Þessa skiptingu mátti ljóslega sjá í Valahnjúkum og Börnunum beint framundan kambinum. Neðst (þ.e. það sem sjáanlegt er) er hart setlag, þá grágrýti og loks sundurlausari hraunlög, sem sjórinn á tiltöllega auðvelt með að mala niður. Karlinn er utar, harður eins og steinn, en Kerlingin er horfin í hafið. Valhnúkur er úr móbergi, en allráðandi er brotaberg, bólstraverg og grágrýtisinnskot.
Fyrsti viti landsins var byggður á honum árið 1878, en sjórinn er nú búinn að brjóta hnúkinn þar sem vitastæðið var. Undir kambinum að austanverðu má sjá fallega hlaðna aðdráttargötuna.

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

Við Gunnuhver voru jarðhitaeinkennin útskýrð. Tíminn var einnig notaður til að skoða grunninn undan húsi Höyers, sem þar bjó um tíma, tóftir útihúsa hans og garðhleðslur. Við Gunnuhver vex m.a. Njaðurtunga.
Þegar haldið var frá Gunnuhver mátti sjá Sýrfell á vinstri hönd. Vestan þess er fallegur hraungígur á öxl. Nefnist hann Hreiður. Yngra Sýrfellshraunið (1500 ára gamalt) er talið hafa komið úr gígnum. Löng hrauntröð er út frá því til suðurs, vnstra megin þjóðvegarins. Skálafell og Háleyjabunga eru á hægri hönd. Í hinu fyrrnefnda er gígur og gosrás til hliðar við hann (Skálabarmshellir) og í hinu síðarnefnda er fallegur og stór sprengigígur.

Reykjanesviti

Gata að grjótnámunni við Reykjanesvita.

Á leiðinni til Grindavíkur er ekið yfir Skálafellshraunið á “smábleðli”. Þá tekur Klofningshraunið við, en það mun hafa komið úr Eldvörpum (Eldvarparhraun – H15). Það er helluhraun, tiltölulega slétt, en margbrotið.
Brimketillinn er þarna á leiðinni, á sjávarbakkanum, öðru nafni Oddnýjarlaug. Um er að ræða fallegt náttúrfyrirbæri.
Sandgellshæðin er um 13000-14000 ára. Ú þeirri dyngju er komið langmesta magn hrauna á utanverðum skaganum.
Staðnæmst var við Grænubergsgjá og lýsti Ægir tilkomu hennar (vesturausturstefnan) á sprungusvæðinu. Í gjánni er ferskvatn og hefur hann séð ála í henni, sem hann taldi hafa verið “handfærða” þangað. Álar “stofnuðu” ekki heimili á Íslandi, heldur langt suður í höfum.

Þorbjörn

Þorbjörn.

Þorbjörn er talinn hafa myndast seint á síðasta ísaldarskeiði, en hann er sennilega eldri að stofni til, eða frá næst síðasta ísaldarskeiði. Í honum eru tvö misgengi eða gjár og hefur toppur hans sigið á milli þeirra. Sprungurnar liggja til norðurs eða þvert á brotabeltið (rekabeltið). Fjallið er hlðið upp úr bólstrabergi og móbergsþurs með bólstrum og bólstrabrotum á víð og dreif. Utan á fajallinu er kápa úr jökulbergi.
Norðan Lágafells (vestan Þorbjörns) er Illahraun og Illahraunsgíga. Talið er að hraunið hafi runnið á tímabilinu frá 1211 til 1226. Hraunið hefur runnið úr a.m.k. 5 gígum. Nyrsti gígurinn er sýnum stærstur.

Baðsvellir

Baðsvellir.

Bent var á “undirlendi” Svartsengisfjalls sem ágætt dæmi um vallendismyndun. Vatn og lækir bera jarðveg úr hlíðum fjallsins niður á láglendið þar sem það myndar flatir er gróa síðan upp, sbr. einnig Höskuldarvelli, Sóleyjarkrika, Selsvelli og Baðsvelli.

Ekið var um Sundhnúkahraun og um Arnarseturshraun. Hið síðarnefnda er hellaríkt. Þar hafa fundist allnokkrir hellar, s.s. Dollan, Hnappurinn (Geirdalur) og Kubbur) og fleiri eiga eflaust eftir að finnast. Hellar myndast yfirleitt í þunnfljótandi hraunum.

Hnappur

Í Hnappnum.

Arnarseturshraun er talið vera frá 1226. Hraunið er aðallega komið frá 400 metra langri gígröð um 500 m austan við Grindavíkurveginn.
Þegar komið er að sigdalnum við Seltjörn eftir að Arnarseturshrauni sleppir er farið yfir tvö hraunlög; fyrst smábleðil af Sandfellshæðarhrauni og síðan grágrýtissvæði frá Grímsholti. Misgengisstapar eru beggja vegna; á aðra hönd bjallarnir (Háibjalli, Kálfgarðsbjalli o.fl.) og á hina misgengin í heiðinni (Nýjaselsbjalli, Huldugjá, Aragjá o.fl.).
Þegar nálgast tók Njarðvík lýsti Þorvaldur uppgræðslutilraunum norðan Reykjanesbrautar og einkennum mólendissvæðisins þar. Lauk lýsingum þeirra svo með vangaveltum um hið vanþróaða umræðustig um vægi náttúruverndar á svæðinu.
Frábært veður.

Reykjanes

Sjávarhellir á Reykjanesi.

Reykjanes

Haldið var að Stömpum á Reykjanesi í fylgd Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings. Leitað var að hlöðnu húsi vestur af Rauðhól á Reykjanesi er gæti hafa verið sjóhús.

Stampar

Stampar – gígur.

Stampahraunin eru í raun 4 talsins. Síðasta gosið var 1226 og myndaðist þá gígaröðin, sem núverandi Stampar standa á. Ystur gíganna er Karlinn skammt utan við ströndina. Þegar staðið er uppi á nærst nyrsta gígnum má vel sjá hvernig gígaröðin liggur í átt að Karlinum. Vestar er önnur gígagröð, sem liggur. Syðsti gígurinn í henni, landfastur, var Kerlingin, sem nú er horfin. Í gígaröðinni var Rauðhóll, en hann hefur nú verið skemmdur til ónýtis vegna malarnáms. Sjá má á annan rauðleitan gíg skammt sunnar og sennilega er nyrsti gígurinn í þeirri röð skammt vestan nærst nyrsta Stampagígsins úr nýjasta gosinu. Hann er fremur lítill, en hraun hefur runnið inn í hann að hálfu og síðan umhverfis hann.

Hreiðrið

Gígurinn Hreiðrið við Sýrfell.

Hraunið úr nýjasta gosinu hefur verið fremur lítið og að mestu runnið til vesturs. Þriðju gígaröðina má sjá austan við Stampana, litla, en fallega. Elstu gígaröðina má sjá austast og eru í henni nokkrir stórir gígar. Syðstur er gígurinn á öxl Sýrfells, en nyrst eru Hörslin, þ.e. ójöfnur. Þeir eru um 4000 ára gamlir. Allt eru þetta gos á sömu sprungureininni. Sjá má munin á hraununum, þau yngri ljósari og áferðafallegri, en þau eldri svartari og úfnari.

Kinnaberg

Kinnaberg – hlaðið hús.

 Gengið var vestur svartan basaltsandinn, sem er eitt aðaleinkenni svæðisins, í gegnum Rauðhól, yfir gamla Reykjanesvitaveginn (Reykjaveginn) og að hina hlaðna húsi, sem stefnt var að, stendur nokkuð heillegt, en þakið er fallið. Innanmálið er ca. 4×1.5m. Við báða gafla eru hleðslur (gætu verið hestagerði eða hleðslur af eldra húsi). Leiðin að vitanum, sem er í u.þ.b. þriggja km fjarlægð, er þéttröðuð háum vörðum. Skammt vestan hússins sést vagnslóð þar sem hún liggur inn á slétt helluhraun og síðan áfram áleiðis að vitanum.

Reykjanes

Reykjanes – jarðfræðikort.

Neðan hússins er sjóbarin ströndin. Bás liggur inn í bergið nokkru vestar. Hann er þar sem yngra Stampahraunið (feldspatdílótt) leggst sunnan frá ofan á það eldra (næstum dílalaust). Þetta líkist lendingunni við Háleyjahlein, þar sem hraunið úr Mel (útgrafna gígnum við veginn austan við Rauðhóla/Sýrfellsdrög) leggst austan frá að Háleyjabungu. Í fjörunni eru fallegir þarapollar. Efra fjöruborðið er þakið blágrýtishnullungum.
Gata liggur líka til norðurs frá húsinu á grónu landi. Landið nálægt húsinu bendir til þess að elsta hraunið hafi verið orðið nokkuð vel gróið þegar yngra hraun rann að og að hluta yfir það. Sel á að hafa verið norðan undir yngstu Stömpunum, en það gæti vel verið miðað við gróðurfarið á þessu svæði.

Kinnaberg

Hlaðinn grunnur undir geymslu ofan Kistu.

Tekinn var gps-punktur og svæðið rissað upp. Gróinn hóll er austan við húsið, en frá því í vitann er um 3 km. Í örnefnaskrá Hafna segir m.a.: „Rétt áður en kemur að Kistubergi skerst lítill bás inn í klappirnar og til suðvesturs úr básnum skerst gjá, svo sem lítil bátslengd. Þetta heitir Kista. Þegar núverandi viti var byggður, var öllu efni skipað upp þarna í gjánni . . Skammt upp frá sjónum var geymsluhús, sem notað var til geymslu á vörum til vitans fram undir 1930, því enginn vagnvegur var til Reykjaness, en vagnbraut var rudd frá húsi þessu til vitans. .“.

Reykjanes

Berggangur yst á Reykjanesi – norðan Karls.

Skv. upplýsingum Sveins Sverrissonar var sjóhúsið, sem nefnt er í frásögninni hér að framan líklega u.þ.b. einum km sunnar með ströndinni. Þar væri grunnur af húsi og hlaðnir garðar. Hann taldi þar vera kominn grunn af sjóhúsinu, sem væri norðan undir hraunkantinum ofan við Kistubergið. Beint fyrir neðan það væri Kista, básinn, sem nefndur er. Hélt Sveinn að hlaðna húsið norðar gæti hafa verið hlaðið af einhverjum upp úr eldra húsi. Sjálf grunnhleðslan væri stærri og stæði út undan húsinu beggja vegna. Hann hafi verið að leita að fornum býlum þarna, s.s. Skjótastöðum. Þessar minjar gætu verið frá einhverju slíku, jafnvel Skjótastöðum sjálfum. Selið átti skv. korti að vera þarna norðaustar, en það gæti auðvitað hafa skeikað nokkru í staðsetningu því alllangt er síðan það fór í eyði.

Gengið var til suðurs frá tóftinni. Þá var komið inn á gamlan varðaðan veg, sem lagfærður hafði verið í gegnum svart hraunið.

Reykjanes

Reykjanes – Karlinn.

Ofan við Kistu fannst grunnurinn. Hann er ca. 4×6 metrar, fallega hlaðinn hól. Vestan hans er hlaðið gerði. Mikill sandur hefur fokið þarna í lægðir og í hóla og melgresi þekur það að mestu. Að sjá gæti hafa verið hlaðið þarna utan um brunn eða vatnsstæði. Sunnan þess mótar líkt og fyrir nokkrum tóftum, sem erfitt er þó að forma sökum sandsins og melgresins, í skjólgóðri lægð svo til alveg undir hraunkantinum.
Gatan frá grunninum hefur væntanlega legið í sandinum upp með kantinum og síðan inn á hann með svo til beina stefnu í vitann. Leiðin er tiltölulega greiðfær.
Ummerki eru við Kistu, en í henni var lending og nokkuð greiðfært með varning upp á slétta ströndina ofan við hana. Landslagið er tilkomumikð, litskúðugir gígar Stampanna, svart apalhraunið, sandurinn og ströndin.
Til fróðleiks má geta þess að fyrsti vitinn við Íslandsstrendur var byggður á Valahnúk árið 1878. Gamli Reykjanesvitinn var endurnýjaður árið 1897 en hann hafði orðið fyrir skemmdum í jarðskjálftum. „Nýi“ Reykjanesvitinn var byggður á árunum 1907-1908 á Bæjarfelli. Hann stendur 73 m. yfir sjávarmáli.
Gangan tók 2 og ½ klst. Frábært síðdegisveður.

Reykjanes

Reykjanestáin – jarðfræðikort.