Tag Archive for: Reykjavík

Öskjuhlíð

Í riti um Öskjuhlíð – náttúru og saga, er m.a. fjallað um sögulegar minjar í hlíðinni:
“Í Öskjuhlíð Úr Víkuselifinnast víða sögulegar minjar. Þær eru af margvíslegu tagi, en í stórum dráttum má skipta þeim í tvennt; almennar söguminjar og stríðsminjar. Þær elstu tengjast búskap, þ.e. svonefndu Víkurseli. Öskjuhlíð tilheyrði frá upphafi landnámsbænum og höfuðbólinu Reykjavík, sem var nefnt Vík. Engir atburðir gerðust í Öskjuhlíð, sem annálsverðir þóttu fram af öldum. En þar höfðu Reykjavíkurbændur snemma nytjar, skóg og selstöðu, eins og það var kallað. Sel voru íveruhús fjarri bæjum, þar sem búfénaður var látinn ganga á sumrin til að dreifa ágangi á beitilandið.
Elsta ritaða heimild um seljabúskap Reykjavíkurbænda er eignaskrá, öðru nafni máldagi, frá 1379. Er selið þar sagt vera í Víkurholti, sem gæti verið eldra nafn á Öskjuhlíð en einnig Í Víkurselieru getgátur um að það hafi verið Skólavörðuholt. Staðsetning selsins framan af er þannig óljós. Selin gætu raunar hafa verið fleiri en eitt og hafa þau verið flutt til í aldanna rás.
Í máldögum 1397 og 1505 er getið um selið. Ekki er þó ástæða til að álykta að seljabúskapur hafi legið niðri á því tímabili, því máldagarnir eru mjög fáorðir um búskaparefni.
Víkursel kom við sögu atburða sem gerðust nálægt aldamótum 1600 og vörðuðu tildrög hjúskapar. Séra Gísli Einarsson (f. 1570, d. 1660), hálfbróðir Odds biskups, “fékk lítilmótlega giftingu, átti mörg börn, en erfitt bú og hjónaband”. Kona hans var Þórey Narfadóttir (ein heimild nefnir hana Þórnýju) bónda í Reykjavík. Frá því er greint að Gísli, þá óvígður, Hlíðarhúsaselhafi átt leið um Mosfellsheiði og náttað í Víkurseli. Var Þórey í selinu, en smalamaður fór heim um nóttina og tilkynnti Narfa bónda mannkomuna. Hann brá við skjótt og var kominn snemma næsta morgun til selsins að óvörum komumanni, gekk hart fram og neyddi Gísla til að taka Þóreyju að sér og ekta hana. Klemens Jónsson, skrásetjari Reykjavíkursögu 1929, dró þá ályktun af frásögn þessari að selið hafi verið undir Mosfellsheiði. En hann hefur í raun ekki á miklu að byggja í því efni.
Elsta heimildin sem með vissu greinir frá því að Víkursel hafi verið í Öskjuhlíð er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703. Selsins er getið á eftirfarandi hátt: “Selstaða er jörðinni [REYKJAVÍK] eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; Við Hlíðarhúsaselþar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn”. Undirhlíðar voru Öskjuhlíð sunnan og vestanverð. Athyglisvert er að hér er talað um “gamla Víkursel. Það styður þá ályktun að löng hefð hafi verið fyrir selinu á þessum stað.
Skýrasta lýsingin á staðsetningu Víkursels er frá upphafi 19. aldar, um það leyti sem það var lagt niður. Kona að nafni Elín Þórðardóttir, Sighvatssonar í Hlíðarhúsum, var síðasta selsáðskonan í Víkurseli. Árið 1828 var hún beðin að gefa vitnisburð um landamerki milli Reykjavíkur og Skildinganess og sagði þá meðal annars: “Sel hafði faðir minn og allir hans forfeður vestan og sunnan undir Öskjuhlíð…”. Þessi vitnisburður færir okkur talsvert áleiðis. Í Fornleifaskrá Reykjavíkur er gert ráð fyrir að rúst Víkursels sé þar sem talan 1 er merkt á [meðfylgjandi] korti. Þó segir í skránni: “Rústin Uppdrátturer ógreinileg og erfitt að skera úr um hvort þetta séu leifar Víkursels”. Hér er vísað til þess að fornleifaskráin byggir aðeins á yfirborðskönnun. Til að ganga úr skugga um aldur og hverskonar rúst þetta er þyrfti að kanna mannvistarleifar nánar.
Stærð rústarinnar og lögun eru meðal vísbendinga þess efnis að um sé að ræða Víkursel. Hún er 11 x 6 m að ummáli, tvískipt. Ennfremur er svæðið umhverfis rústina búsældarlegt og stekkur er ekki fjarri. Þá er rústin við eina lækinn sem er sæmilega vatnsmikill í Öskjuhlíð vestanverðri. Því til viðbótar kemur staðsetning rústarinnar heim og saman við fyrrnefndar heimilir, Jarðabók Árna og Páls frá 1703 og vitnisburð Elínar frá 1828. Að lokum er vísbending fólgin í því að rústin er við örnefnið Seljamýri”.
Þess bera að geta að í seinni tíma heimild er á einum stað talað um Hlíðarhúsasel í Öskjuhlíð, en ástæðan gæti verið sú að selið hafi um tíma verið nytjað frá Hlíðarhúsum samanber framangreinda frásögn Elínar. Þó gæti þar hafa verið um Öskjuhlíðannað sel að ræða á svipuðum stað því fleiri rústið eru þarna í hlíðinni, reyndar ógreinilegar, ef vel er að gáð.
Í Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson segir: „Að búskapur hefur verið mikill, má meðal annars sjá af því, að jörðin átti sel, Víkursel, er var notað með vissu ennþá um 1600, en hvar það sel hafi verið, er óljóst. Eptir sögninni um séra Gísla Einarsson, er síðar getur virðist svo sem selið hafi verið alllangt frá Vík, og hefur mjer helzt dottið í hug, að það hafi verið upp í Seljadal, því þar átti Nes í seli.“ (Sjá HÉR.)

Reykjavíkursel

Reykjavíkursel við Selvatn.

Svo kemur sögnin um séra Gísla: „Dóttir Narfa [Ormssonar í Rvík] ein hjet Þórey, hún átti séra Gísla prest í Vatnsfirði Einarsson, bróðir Odds biskups. „Þótti sú gipting af ransandi tilhlaupi sjálfs hans. Reið um Mosfellsheiði um sumarið, gisti í Víkurseli. Smalamaður reið (Þetta bendir til, að selið hafi þá legið allfjarri, og orðið ´Mosfellsheiði´ bendir á, að selið hafi legið undir henni, í Seljadalnum, sbr. það sem áður er sagt) heim um nóttina, sagði bónda gestakomuna. Hann brá skjótt við, kom að selinu óhentuglega, þótti fleiri í sæng dóttur sinnar, heldur en von átti á. Sýndist gestinum skást afráðið, að lofa eigin orði.“ Þessi skemmtilega saga er tekin úr Ættartölu Steingríms biskups.“
Þegar rústir eru skoðaðar í Öskjuhlíð/Vesturhlíð/Lönguhlíð má sjá leifar tveggja selja. Þær neðri virðast eldri. Hvorugar eru þó leifar hins gamla Víkusels, nema selstöðurnar frá Vík og nálægum bæjum hafi verið fleiri en ein. Víkursel er undir Lönguhlíð norðaustan við Selvatn (sjá meira HÉR). Þar mun og hafa verið selstaða frá Víðeyjarklaustri um tíma (sjá meira HÉR). Um Nessel er m.a. fjallað HÉR.

Heimild:
-Úr bókinni “Öskjuhlíð – náttúra og saga”.

Víkursel

Víkursel við Selvatn.

Silungapollur

Gunnar Ólafsson hafði boðið FERLIR að skoða umhverfi Silungapolls, sem og Hólmsár og Suðurár. Þar má finna gamlar reiðgötur, bæði í gegn um hraunið og einnig götur klappaðar í berg.
Gata ofan við SilungapollSömuleiðis eru þarna leifar af hlöðnu byrgi sem gæti verið annað tvegga, gamalt, eða hugsanlega frá stríðinu, en þarna í kring voru töluverð umsvif Breta (Geitháls) og var m.a. grafin “skotgröf” við Hólmsána sem nú er að mestu gróin. Einnig má sjá að aðeins eitt vað er á Suðuránni suðuryfir ána allt frá Silungapolli að ármótum, rétt við ármótin og hefur greinilega verið notað. Reiðgötur, mjög skýrar, eru þarna í gegnum hraunið.
Þegar komið var að sumarbústað Gunnars reyndist hann ekki heima. Eftir sem áður var tækifærið notað og umhverfið skoðað. Gengið var upp á Hófleðurshóll norðan við Suðurá, norðvestan Silungapolls. Grágrýtisklappir hólsins eru jökulsorfnar og má greinilega sjá hver stefna jökulsins hafði verið er hann var að hopa á svæðinu fyrir u.þ.b. 11000 árum. Útlit hólsins er einnig ágætt dæmi um það hvernig jökullinn hefur mótað landslagið; knappt mót stefnunni og aflíðandi undan henni.
Norðar eru Suðurhólmar  og enn norðar, handan Suðurlandsvegar, er  Norðurhólmur. Húsið á Silungapolli, sem hýsti barnaheimili á vegum barnaverndar Reykjavíkurborgar, var rifið á síðusta áratug 20. aldar. Í fréttum RÚV þann 11.02.2007, kl: 18:11, ssagði m.a.: „Íslenska ríkið rak nokkur barnaheimili á 6. og 7. áratugnum og fram á 8. áratug síðustu aldar. Meðal þeirra eru Breiðavík, Unglingaheimili ríkisins, Kumbaravogur og Silungapollur. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að rannsakað verði hvernig aðbúnaði barna var háttað á þessum heimilum en á þeim dvöldu börn oft langdvölum.“

Silungapollur

Silungapollur – barnaheimili.

Í MBL 11. sept. 1955, bls. 12, er fjallað um starfrækslu barnaheimila. Einn kaflinn er um barnaheimili rekin af Reykjavíkurborg, m.a. Silungapoll: „Þar er vistheimili fyrir 30 börn á aldrinum 3-7 ára. Dvalardagar þar árið 1954 voru alls 12119. Forstöðukona er frk. Guðrún Hermannsdóttir.“ Þarna er ekki minnst á Elliðahvamm, sem var vistunarheimili skammt frá fyrir sérstaklega erfið börn. Þar voru rimlar fyrir gluggum vistunarrýmanna, en á Silungapolli var hins vegar um opin rými að ræða eftir þeirra tíma tíðaranda og hugsunarhætti um vistanir barna og ástæður þeirra, sem myndu varla þykja boðlegar í dag.

Efst á Hófleðurshól

Í gönguleiðatilboði FÍ vegna svonefndra „Lýðveldisgangna“ félagsins segir m.a. (Mbl. 4. mái 1994): „Göngunni lýkur við grágrýtishólinn Höfuðleðurshól hjá Silungapolli, enhúsin sem stóðu þarna og Oddfellowreglan reisti fyrir barnaheimili voru rifin árið 1984.“
Ofan við Silungapoll má enn sjá gamlar götur, bæði fyrrum reiðgötur og einnig götur, sem á köflum hafa verið gerðar vagnfærar. Líklega eru vegabæturnar síðan breski herinn var þar í upphafi Seinni heimstyrjaldarinnar.
Suðaustan við Pollinn, á hæð, eru tóft, sennilega beitarhúss frá Hólmi. Veggir standa grónir og hefur verið gafl á mót norðvestri. Annað slíkt er suðvestan við Silungapoll, álíka stórt, en við það er þó einnig heytóft. Hólmshraunið er á millum. Gata liggur milli húsanna sunnan við Silungapoll. Gengið var eftir henni. Reyndist gatan vel greinileg. Frá vestari tóftinni liggur gata til norðurs, að vaði á Suðurá.
Hið merkilegasta er þó gata klöppuð í hraunið vestan og sunnan við svonefnt Heiðatagl, suðvestan við bugðu á Hólmsá. Þar liggur gatan til vesturs sunnan Ármóta og yfir Ármótakvísl. Vestan hennar er gatan hvað greinilegust. Um er að ræða götumyndun líkt og fjölförnustu götum Reykjanesskagans (Hellisheiði, Skógfellavegur, Sandakravegur, Skipsstígur, Helluhraunsgata). Gatan liggur þarna áleiðis að Hólmi og væntanlega áfram áleiðis til Víkur. Austar er gróið yfir götuna, en hún liggur upp með Hólmsánni áleiðis að Lækjarbotnum og þá væntanlega áfram að Lyklafelli og Hellisskarði ofan við Kolviðarhól.
Allt er þetta hið áhugaverðasta væri, sem eflaust mun verða gaumgæft mun betur síðar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Beitarhústóft ofan við Silungapoll

Landnámsmenn

Ísland byrjaði að byggjast frá Noregi á 9. öld. Samkvæmt hefðbundinni söguskoðun og þeim skriflegu heimildum, sem til eru, nam Ingólfur Arnarson fyrstur manna land á Íslandi. Hann setti bæ sinn niður í Reykjavík um 870 og staðfesta fornleifarannsóknir við Aðalstræti og Suðurgötu þá tímasetningu.

Ingólfsfjall

Ingólfsfjall.

Sagan segir að Ingólfur hafi valið sér Reykjavík til búsetu eftir tilvísun guðanna vegna þess að öndvegissúlur hans rak þar á land. Líklegra er þó að Reykjavík hafi verið valin vegna ótvíræðra landkosta. Þar má nefna milda veðráttu, gott skipalægi, nægt undirlendi, rekafjörur, mýrar til rauðablásturs og mótekju, heitt vatn í jörðu, gjöful fiskimið, eggver og selalátur í eyjum, ágætt beitiland, akureyjar og laxveiði í ám. Landnámsmennirnir þurftu ekki síst að treysta á veiðiskap sér til lífsviðurværis og er staðurinn sem Ingólfur kaus sér heppilegur frá því sjónarmiði.

Landnám

Ingólfur og fjölskylda í Reykjavík.

Lítið er vitað um fjölskyldu Ingólfs og hagi hennar annað en að kona hans hét Hallveig Fróðadóttir, sonur þeirra Þorsteinn og þrælar Vífill og Karli. Þau reistu sér skála við núverandi Aðalstræti en landið, sem Ingólfur helgaði sér, var afar víðáttumikið, náði frá Brynjudalsá í Hvalfirði að Ölfusá í Árnessýslu. Afkomendur Ingólfs og Hallveigar í karllegg báru virðingarheitið allsherjargoðar vegna stöðu sinnar sem afkomendur fyrsta landnámsmannsins. Þeir beittu sér fyrir stofnun Kjalarnesþings og áttu verulegan þátt í stofnun Alþingis á Þingvöllum árið 930. Þorkell máni, sonarsonur þeirra, var lögsögumaður og sonur hans, Þormóður, var allsherjargoði er Íslendingar tóku kristni árið 1000.

Ingólfur Arnarsson

Ingólfur Arnarsson – stytta Einars Jónssonar.

Ingólfur hefur með hinu stóra landnámi sínu hugsað sér að ráða því hverjir settust að undir veldisstól hans á Suðvesturlandi. Eftir hans daga saxaðist smám saman á landnám hans. Í nágrenninu risu stórbýli sem skyggðu jafnvel á sjálfa Reykjavík, hugsanlega vegna erfða meðal afkomenda Ingólfs. Þar má nefna Laugarnes og Nes við Seltjörn. Eftir árið 1000 er Reykjavíkur sjaldan getið í heimildum og ætt Ingólfs hverfur af sögusviðinu.
Sagan segir að Hrómundur Gripsson hafi átt tvo syni, Björnólf og Hróald. Sonur Björnólfs var Örn faðir Ingólfs og Helgu, en sonur Hróalds var Hróðmar faðir Leifs (Hjörleifs).
Þeir fóstbræður Ingólfur og Leifur fóru í hernað með sonum Atla jarls hins mjóva af Gaulum, þeim Hásteini og Hersteini og Hólmsteini. Með þeim fóru öll skipti vel, þar til í veislu um veturinn strengdi Hólmsteinn þess heit, að hann skyldi eiga Helgu Arnardóttur eða öngva konu ella. Um þessa heitstrenging fannst mönnum fátt, og varð fátt um með þeim Hólmsteini og Leifi, er þeir skildu þar að boðinu.

Landnám

Ingólfur og öndvegissúlurnar í Reykjavík.

Um vorið eftir bjuggust þeir fóstbræður að fara í hernað og ætluðu til móts við syni Atla jarls, en er þeir fundust lögðu þeir Hólmsteinn og bræður hanns þegar til orustu við þá Leif og Ingólf. Í þeirri orustu féll Hólmsteinn, en Hersteinn flýði en gerði för að þeim aftur um næsta vetur þar sem hann féll enda höfðu þeir haft njósn af för hans. Eftir það dreif að þeim fóstbræðrum vinir þeirra úr Firðafylki. Voru þá menn sendir á fund Atla jarls og Hásteins að bjóða sættir, og sættust þeir að því, að þeir Leifur guldu eignir sínar þeim feðgum.
En þeir fóstbræður bjuggu skip mikið, er þeir áttu, og fóru að leita lands þess, er Hrafna-Flóki hafði fundið og þá var Ísland kallað. Þeir fundu landið og voru í Austfjörðum í Álftafirði hinum syðra. Þeir voru einn vetur á landinu og fóru þá aftur til Noregs.
Eftir það varði Ingólfur fé þeirra til Íslandsferðar, en Leifur fór í hernað í vesturvíking. Hann herjaði á Írland og síðan var hann kallaður Hjörleifur.

Aðalstræti

Aðalstræti – brunnur.

En eftir það fór Hjörleifur til Noregs og fann þar Ingólf fóstbróður sinn. Hann hafði áður fengið Helgu Arnardóttur, systur Ingólfs.
Þeir bjuggu nú skip sín til Íslandsferðar; hafði Hjörleifur herfang sitt á skipi, en Ingólfur félagsfé þeirra.
Þetta sumar sem þeir Hjörleifur fóru til að byggja Ísland, hafði Haraldur hárfagri verið tólf ár konungur að Noregi. Þá er Ingólfur sá Ísland, skaut hann fyrir borð öndugissúlum sínum til heilla; hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmi á land.
Ingólfur tók þar land er nú heitir Ingólfshöfði, en Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða.
Vífill og Karli hétu þrælar Ingólfs. Þá sendi hann vestur með sjó að leita öndvegissúlna sinna. En er þeir komu til Hjörleifshöfða, fundu þeir Hjörleif dauðan. Þá fóru þeir aftur og sögðu Ingólfi tíðindin.

Hjörleifshöfði

Hellir í Hjörleifshöfða.

Þá fór Ingólfur vestur til Hjörleifshöfða, og er hann sá Hjörleif dauðan, mælti hann: „Lítið lagðist hér fyrir góðan dreng, er þrælar skyldu að bana verða, og sé eg svo hverjum verða, ef eigi vill blóta.“
Ingólfur gekk upp á höfðann og sá eyjar liggja í útsuður til hafs; kom honum það í hug, að þeir mundu hafa flúið þangað því að báturinn var horfinn. Fóru þeir að leita þrælanna og fundu þá þar sem Eið heitir í eyjunum. Ingólfur drap þá alla. Vestmannaeyjar heita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því að þeir voru Vestmenn.
Þeir Ingólfur fóru aftur til Hjörleifshöfða; var Ingólfur þar vetur annan. En um sumarið eftir fór hann vestur með sjó. Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá.
Þau missari fundu þeir Vífill og Karli öndvegissúlur hans við Arnarhvol fyrir neðan heiði.

Reykjavík

Reykjavík 1789.

Ingólfur fór um vorið og tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu komið á land og bjó þá í Reykjarvík. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.
Þá mælti Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“
Ingólfur átti Hallveigu Fróðadóttur, systur Lofts hins gamla sonur þeirra var Þorsteinn, er þing lét setja á Kjalarnesi, áður en alþingi var sett.
Samkvæmt heimildum Örnefnastofnunar er engin vík eða vogur í höfuðstaðnum sem ber nafnið Reykjavík. Upphaflega nafnið var Reykjarvík með r eins og sjá má í frásögn Íslendingabókar af því þegar Ingólfur Arnarson tók sér bólfestu á þeim stað sem seinna varð höfuðstaður Íslands. Þar segir „ … hann byggði suðr í Reykjarvík“. Örnefnið Reykjarvík hefur væntanlega átt við víkina milli Laugarness og núverandi Granda (eða Örfiriseyjar).

Reykjavík

Reykjavík 1835 – Joseph Gaimard.

Vel þekkt er sú saga að Reykjavík hafi fengið nafn sitt af reyknum sem Ingólfur Arnarson sá stíga upp úr laugunum þegar hann fyrst kom á staðinn. Í bókinni Saga Reykjavíkur segir Klemens Jónsson (1944) að á landnámsöld megi gera ráð fyrir að laugarnar hafi verið heitari en nú og því borið meira á reyknum. Einnig nefnir Klemens þá gömlu sögn að í norðvestanverðri Örfirisey hafir fyrrum verið laug sem sjór sé nú genginn yfir. Sé það rétt, hafi á sínum tíma verið hverareykir bæði austan og vestan víkurinnar og því eðlilegt að kenna hana við reykina.

Landnámssýning

Landnámsýningin í Aðalstræti.

Orðmyndin Reykjarvík virðist hafa horfið fljótlega því að í eldri heimildum er landnámsjörðin yfirleitt nefnd Vík á Seltjarnarnesi. Með tímanum festist þó nafnið Reykjavík í sessi og eftir að þéttbýli tók að myndast er alltaf talað um Reykjavík.

Í miðaldaritum er frá því sagt að Ingólfur Arnarsson hafi fyrstur numið land á Íslandi og búið í Reykjavík. Heimildirnar, Íslendingabók frá fyrri hluta 12. aldar og Landnámabók sem er yngri, geta þess aðeins að bær Ingólfs hafi verið í Reykjavík en ekkert kemur fram um hvar nákvæmlega bær hans hafi staðið.

Landnámssýning

Landnámssýningin í Aðalstræti.

Í Landnámabók er sagt frá því að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið á land við Arnarhól og hefur þess verið getið til að fyrsti bústaðurinn hafi verið þar. Á Arnarhóli var á seinni öldum bær með sama nafni og getur þetta því vel staðist. Hinn möguleikinn sem helst hefur verið nefndur er að bær Ingólfs hafi verið við suðurenda Aðalstrætis, á tjarnarbakkanum, en Tjörnin náði þá mun lengra til norðurs en hún gerir nú. Á þeim slóðum stóð Reykjavíkurbærinn á seinni öldum og þar hafa fundist fornminjar sem staðfesta byggð á seinni hluta 9. aldar. Landámabók getur þess einnig að öndvegissúlurnar sjáist „enn“ í eldhúsi í Reykjavík. Þetta hefur verið ritað á 13. öld og virðist þá hafa staðið hús í Reykjavík sem menn töldu ævafornt.
Fornleifagröftur í Aðalstræti gefa til kynna að þar hafi verið skáli í fornöld.

-http://www.anok.is/saga_reykjavikur/rvk/874-1200
-http://www.islandia.is/systah/ing%c3%b3lfur_arnarson.htm
-http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2252
-http://www.instarch.is

Landnámssýning

Landnámssýningin í Aðalstræti – skáli.

Hengill

„Eyvindi Jónssyni og Margréti Símonardóttur var lýst á Alingi árið 1676. „Virðulegur sýslumann Jón Vigfússon eldri lét lýsa í lögréttu þessara persóna auðkennum: Eyvinds Jónssonar og Margrétar Símonardóttur, að óskilum burtviknum úr Ölveshrepp. Hann rauðbirkinn, þykkvaxinn, með rautt skegg þykkt, ekki mjög sitt, rauðleitur nokkuð, þykkleitur, glaður og listugur í viðmóti, kvennamaður mikill, hagmætur til skáldskapar, ekki mjög hár, undir fertugs aldur. Hún há kona, dökk á hárslit, glaðleg í viðmóti, réttvaxin, undir fimmtugs aldur, að menn meini. Óskar valdsmaðurinn réttarins vegna, að hvar sem þessar persónur hittast kunni, höndlist og í Árnessýslu færist undir lög og rannsak“ – Alþingisbækur Íslands, VII. bls. 349.

Lögðust út
henglafjoll-229Hvað olli því, að svo gjörðarlegar og viðkunnanlegar manneskjur lögðust út? Má þeirra Eyvindar og Margrétar kom aftur til kasta Alingis og að því sinni eru veittar nánari upplýsingar. Í sama stað, ár og dag (þ.e. 29. júní árið 1678 auglýsti valdsmaðurinn Jón Vigfússon eldri kann héraðsdóm, sem hann hafði ganga látið í Bakkárholti í Ölvesi og Árnessslu það ár 1677 2. novembris undir 12 manna útnefnd ahrærandi þær stórbrotamanneskjur Eyvind Jónsson og Margrétu Símonardóttur, sem úr þeirri sýslu burthlaupið höfðu vel fyrir tveimur árum og í opinberum hórdómi brotleg orðið sín í millum með barneign, hann eigingiftur, en hún í einfaldum hórdómi áður fundin. Höfðu téðar persónur á þessum tveggja ára tíma saman haldið sig fyrir ektahjón, sem héraðsdómurinn vísar, urðu svo höndlaðar í einum hellir suður undan Erfiseyjarseli svo í Kjalarnessingi og teknar þann 20. oktobris með fóla af nautakjöti og öðrum hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dæmdar þrjáar refsingar hvoru um sig á nefndum Bakkárholtsingstað fyrir þeirra hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu, sem og heilagrar aflausnar og sakramentis foröktun hverjar þrjár refsingar valdsmaður Jón Vigfússon rigtuglega bevisaði á þær lagðar voru. Einning auglýsti velaktaður Oluf Jónsson Klou, að fyrrnefndar persónur, Eyvindur og Margrét, hefðu úttekið líkamlega refsingu á Kópavogi 3. decembris 1677 fyrir útileguna og þar af hnigandi þjófnaðar aðburði, svo sem dómur þar um auglýstur útvísar, og svo hefði kona Eyvindar Ingiríður hann til hjónabands aftur tekið. Að því gerðu voru bessar manneskjur afleystar af æruverðugum biskupinum mag. Þórði Þorlákssyni undir þeirra sakramentis meðtekning í dómkirkjunni að Skálholti. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræa persónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valds mannsins heimili Stórólfshvoli og nú hingað til Öxarárþings í járnum færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreysinu fundust“ – Alingisbækur Íslands, VII. bls. 403-404.

Dæmd til dauða
henglafjoll-230Öxarárþing dæmdi bæði til dauða. Refsingin var logð á á þinginu hinn 3. júlí árið 1678. Hann var hálshöggvinn og henni drekkt. Svo er að sjá sem hórdómsbrotin hafi vegið þyngst á metunum, er refsingin var ákveðin. Stóridómur lét ekki að sér hæða. Ástin var þá með í leiknum og olli því, að þau voru hýdd bæði í Kópavogi og héraði og misstu lífið. þau Eyvindur og Margrét hafa vafalítið vitað hvað beið þeirra hið síðara skiptið, er þau náðust. Þau virðast eftir lýsingunni að dæma ekki hafa verið skynskiptingar. Skilnaður var torfengnari þá en nú, en var þó veittur undir ákveðnum kringurnstæðum. Dómar fra 17. öld sýna, að hann var veittur, ef maki var afmyndaður í andliti, t.d. af bólu eða útbrotum, sýndi eiginkonu eða eiginmanni afskiptaleysi, hljópst á brott og var lengi fjarverandi eða var getulaus. Síðastnefnda skilnaðarsökin var eingöngu notuð af konum. Sökum af þessu tagi hefur ekki verið til að dreifa í þessu tilviki.
henglafjoll-231Þeirra Eyvindar og Margrétar getur í fleiri heimildum. Fitjannáll hefur m.a. frá þessu að segja við árið 1678: „Eyvindur nokkur, giptur, hljóp úr Ölfusi með annars manns konu vestur, og töldu sig fyrir ektahjón: náðust, voru húðstrýkt og aðskilin. Þau tóku  sig aptur saman, lögðust út í Henglafjöllum, náðust og voru réttuð á þessu alþingi“ – Annálar 1400-1800, II. bls. 247. Frásögn Hestsannáls er nokkru fyllri. „Á alþingi 1678 var höggvinn maður sá Eyvindur hét, er hlaupið hafði úr Ölfusi frá konu sinni með aðra konu undin jökul vestur, og héldu sig þar fyrir hjón; viku síðan þaðan og fundust við helli á Mosfellsheiði suður og lifðu við kvikfjárstuld. Konan hét Margrét, henni drekkt í Öxará. Þau höfðu verið strýkt um veturinn fyrir og látin þa laus og aðskilin, en tóku sig saman, þá voraði, og lögðust á ný á fjöll um sumarið“ Annálar 1400-1800, II. his. 512.
Setbergsannáll segir frá þessum atburðurn á mjög líkan hátt og Hestsannáll. Þó segir þar, að þau Eyvindur og Margrét“ fóru síðan þaðan að vestan og fundust við helli á Mosfellsheiði fyrir ofan Mosfellssveit“ Annálar 1400- 1800, IV. bls. 120. Telja verður A1þingisbókina traustari heimild en annálana, sem eru ritaðir nokkuð eftir að þessir atburðir áttu sér stað. Annálunum ber þó saman um, að þau Eyvindur og Margrét hafi lagt leið sína vestur undir Jökul, er þau hlupust á brott hið síðara skiptið og áður en þau lögðust út. Heimildum ber ekki heldur saman um dvalarstað þeirra í útlegðinni.

Hellir sunnan Þríhnjúka
henglafjoll-232Ólafur meistari Briem fjallar um þetta mál í hinni ágætu bók sinni Útilegumenn og auðar tóttir bls. 142-146. Þar greinir hann frá helli sunnan undir Þríhnjúkum og suður undan Örfiriseyjarseli. Ólafur kannaði hellinn í októbermánuði árið 1981 ásamt dr. Brodda Jóhannessyni og Guðmundi Guðmundssyni tryggingafræðingi, en Einar Ólafsson hafði fundið hellinn alllöngu fyrr. Haustið 1981 höfðu spjöll verið unnin á hellinum, en þar mátti þó enn sjá forn mannvirki, kampar höfðu verið hlaðnir beggja vegna inngangs, og tveir hlaðnir bálkar voru í hellinum. Þessi mannvirki voru í hellinum, er Einar Ólafsson fann hann, en þá hafði þar engu verið spillt. Niðurstöður Ólafs Briems eru þær, að ekki verði gengið fram hjá þeirri tilgátu, að þau Eyvindur og Margrét hafi haft bólstað í helli þessum. Hefur það verið í fyrri útilegunni. Vafalaust hafa þeir, sem breyttu hellinum í eins konar sæluhús fyrir örfáum árum, ekki gert sér ljóst, að hann kann að hafa verið ástarhreiður útileguhjúa fyrir tveim öldum og verðskuldað því að varðveitast óskemmdur.

Dvalarstaður
henglafjoll-233Telja verður a.m.k. líklegt, að þau Eyvindur og Margrét hafi átt sér athvarf í hellinum við Þríhnjúka, er þau voru tekin hið fyrra sinnið. Meiri vafi leikur á um seinni dvalarstaðinn. Hellir er að vísu í Innstadal í Hengli. Sá er allhátt í klettum rétt hjá gufuhver einum miklum. Hellismunninn blasir við, ef gengið er yfir Steggjubeinsskarð frá skálunum innan við Kolviðarhól og í dalinn. Hlaðið hefur verið fyrir hellismunnann. Hleðslan er nú hrunin og hefur fallið bæði út og inn. Talsvert er af beinum undir hellum inni í hellinum. Ætla má, að hellurnar hafi áður verið í hleðstunni fyrir hellismunnann. Hér virðist því vera um útilegumannahelli að ræða, enda eru klettarnir neðan hellismunnans veruleg torfæra. Óvönum klettamönnum skal ráðið frá því að freista uppgöngu nema þeir séu vel búnir og í fylgd með sæmilegum klifurmönnum. Vaður væri þá æskilegur. Tvennt mælir á móti því, að þau Eyvindur og Margrét hafi átt sér bótstað í helli þessum. Allir kunnugir menn hefðu talið hann liggja upp af Ölfusi en ekki Mosfellssveit og enginn hefði væntanlega talið hann vera í Ölfusvatnstandareign. Höfundur þessarar greinar hefur á hinn bóginn sannprófað, að klettabeltið neðan hellisins er engin hindrun röskum konum. Haft skal í huga, aO formæðrum okkar var svo sannanlega ekki fisjað saman.
Um nánari lýsingu á hellinurn skal vísað til rits Ólafs Briems, bls. 146- 150.
Hvar dvöldust þau Eyvindur og Margrét hið síðara skiptið, ef þau var ekki í hellinum í Innstadal? Þetta hefur verið á huldu, en hér skal sett fram tilgáta. Fyrst skal þó sögð stutt ferðasaga.

Farið um svæðið
henglafjoll-234Um mánaðarmótin ágúst-september árið 1986 fóru sá, er þetta ritar, og Ásgeir S. Björnsson cand. mag. um svæðið í grennd við Marardal. Ætlunin var að komast að niðurstöðu um hvar franski listamaðurinn Auguste Mayer hefði staðið árið 1836, er hann teiknaði mynd þá, sem hann nefnir Au port du Elliðaár. Við ókum fyrst Þingvallaveginn gamla, en beygðum síðan inn á slóð, sem liggur meðfram háspennulínunni að austan. Bíllinn var yfirgefinn, er við komum til móts við Marardal. Eftir það tókum við stefnuna á Marardal og gengum síðan allhátt í fjallið meðfram á þeirri, sem fellur við mynni Marardals, Engidalsá. Þar töldum við okkur finna staðinn, enda kom flest heim og saman á myndinni og í landslaginu.
Móbergsklettarani gengur af Marardal meðfram Engidalsá. Hann er mjög veðraður og brattur. Við gengum í fyrstu niður með ánni, en réðumst síðan til uppgöngu á klettaranann neðarlega eða í neðstu hæðinni á honum. Ásgeir hafði augun hjá sér og benti mér fljótlega eftir að upp var komið á hellisgjögur og hafði orð á því, að sér sýndist hleðsla vera í mynni þess. Okkur korn saman um að kanna þetta, enda myndum við ekki að sjá eftir því að hafa látið það ógert. Stuttur spölur var að hellisgjögrinu og er að því korn gafst á að líta. Þarna voru ótvíræðar mannvirkjaleifar. Veggur hafði verið hlaðinn fyrir munnann, og var talsverður hluti hans enn uppistandandi. Dyr voru á veggnum. Efsti hluti veggjarins var þó hruninn. Nokkur gróður hafði fest rætur milli steina í hleðslunni.

Myndaferð
henglafjoll-235Við höfðum hvorki ljósmyndavél né kíki meðferðis. Úr þessu þurfti að bæta. Efnt var til hópferðar í Engidal hinn 26. október. Þá var úr þessu bætt. Hellirinn reyndist vera 5 m breiður og 1,20 m á dýpt. Hann var um tveir metrar og nokkuð jöfn. Leiðangursmennfundu annan helli um 20 faðma frá þessum og litlu neðar. Hann var 3 m langur, 2 m breiður og 1,25 m hár. Hlaðið hafði verið fyrir mynni þessa hellis einnig. Hann er mjög þrifa1egur og virðist ákjósanlegt svefnstæði. Geta ekki einhverjir aðrir en þau Eyvindur og Margrét hafa notað hella þessa? Jú, vissulega. Þeir kunna að hafa verið skjól hreindýraskyttna, en hreindýrin virðast hafa haldið sig talsvert í og við Marardal í á rúmlega öld, sem þau reikuðu um Reykjanesskagann og heiðarnar milli Faxaflóa og Suðurlandsundirlendisins. Þau voru flutt á þetta svæði árið 1781 og héldu sig þar fram á þessa öld – Náttúrufræðingurinn 1932, bls. 7-10, 96. Auk bessa voru naut geymd í Marardal og á Bolavöllum öldum saman, og voru sum þeirra afarmanníg að því er sagnir herma. Hellarnir kynnu því að hafa verið skýli gegn nautunum, en bolar eru ekki mikið gefnir fyrir að klifra, svo sem alkunna er. Ég er á hinn bóginn sammála Ásgeiri S. Björnssyni um að hér sé ekki um skotbyrgi refaskyttna að ræða. Sumir steinarnir í hleðslunni fyrir efri hellinum em mjög stórir og aðeins færanlegir mjög hraustum manni. Líkurnar fyrir því að hellarnir séu hið síðara hýsi Eyvindar og Margrétar – verða á hinn bóginn að teljast vera allmiklar. Staðurinn er vissulega ofan Mosfellssveitar, þótt naumast verði hann talinn vera á Mosfellsheiði. Marardalur og umhverfi hans voru afréttur Ölfushreppsbúa, en þóo hvíldi sú kvöð á ábúanda Ölfusvatns að flytja naut Skálholtsstaðar í þennan afrétt, er Jarðabók Árna Magnússon og Páls Vídalíns fyrir þetta svæði var gerð árið 1706 – Jarðabók, 11.  bls. 378-379. Þetta kann að hafa  orsakað, að menn hafi talið svæðið vera í landareign jarðarinnar. Minnt skal á, að Grafningur var hluti Ölfushrepps til ársins 1828. Ég hef heldur engan stað séð, sem kemur betur heim og saman við orð Alþingisbókarinnar „hreysi undir bjargskúta“ heldur en efri hellirinn.
Því verður haft fyrir satt þar til annað sannast, að hellarnir séu hið síðara bæli Eyvindar Jónssonar og Margrétar Símonardóttur í útilegu þeirra. Þeir koma a.m.k. betur heim við frásagnir heimilda en hellirinn við Lækjarbotna, en þau Eyvindur og Margrét hafa verið orðuð við hann. Annar hellirinn við Marardal kynni að hafa verið svefnstaður og hinn birgðageymsla eða eldhús. Engin greinileg ummerki sjást þar raunar um eldamennsku, en þó kunna tveir steinar í gólfi til vinstri við inngang að vera frumstæðar hlóðir. Annars kunna þau hjónin að hafa brugðið sér til hverasvæða í grenndinni, t.d. til jarðhitasvæðisins við skálana hjá Kolviðarhóli. Minnt skal á, að þau lágu úti að sumarlagi.“

Heimild:
-Lýður Björnsson.

Lækjarbotnar

Útilegumannahellir í Lækjarbotnum.

Hamrahlíð

Eftirfarandi umfjöllun um kotbýlið Hamrahlíð undir Úlfarsfelli birtist í fréttatíma Ríkissjónvarpsins að kveldi 26. október 2022 undir fyrirsögninni „Kotbýlið grafið upp – ný byggð við Vesturlandsveg„:

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

„Kotbýli almúgans eru síður viðfangsefni fornleifafræðinga en heldri manna híbýli. Verið er að grafa upp eitt þeirra undir hlíðum Úlfarsfells áður en athafnabyggð verður reist. Þar fæddist konan sem gætti brauðsins dýra hjá Halldóri Laxness.

Nærri sautján hektara atvinnubyggð

Hamrahlíð

Hamrahlíð – ný byggð.

Við hinn fjölfarna Vesturlandsveg milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar hefur kotbýli verið grafið upp í landi Blikastaða þar sem fyrirhugað er að reisa stóra verslunar- og athafnabyggð.

Milli golfvallarins á Korpúlfsstöðum og Úlfarsfells frá Vesturlandsvegi niður að laxveiðiánni Korpu er búið að skipuleggja land á tæpum sautján hekturum á vegum Reita fasteignafélags.

Margt hefur komið í ljós

Hamrahlíð

Hamrahlíð – gulur hringur.

Og eins og lög gera ráð fyrir þarf að skrá fornleifar áður en byggt í samráði við Minjastofnun. Fornleifafræðingar á vegum Antikva eru nú að leggja lokahönd á margra mánaða uppgröft. Þarna var búið frá því upp úr 1850 til 1920.

Hvað holur eru þetta?

Hamrahlíð

Hamrahlíð – hola.

„Hér erum við með eldunarholur og menn hafa verið að elda eitthvað hér eða vinna með mat.

Hamrahlíð

Lilja Björk Pálsdóttir.

Við erum ekki með neinar hlóðir eða neitt uppbyggt eldstæði en við erum hins vegar með þessar holur,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir fornleifafræðingur hjá Antikva, „í þessari sem er 35 sentimetrar að dýpt þá erum við með alla vega sex lög af móösku og með brenndum beinum og viðarkolum. Það sést mjög vel á gólfunum að þau ganga upp að þessum holum þ.a. menn hafa staðið hérna mikið fyrir framan þessa holu að bardúsa.“

Og alltaf finnst eitthvað nýtt, þarna kemur í ljós hnífsblað, sem einhvern tíma hefur komið sér vel.

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Kotbýlið hét Hamrahlíð og var hjáleiga frá Blikastöðum og voru híbýli og útihús sambyggð.

Hamarhlíð

Hermann Jakob Hjartarson.

Hermann Jakob Hjartarson fornleifafræðingur hjá Antikva stjórnar uppgreftrium: „Við höfum fundið ýmsa muni en mest af leirkerjum, diska, bolla en líka glerflöskur, nokkuð mikið af brýnum líka, skeifur þ.a. það hefur greinilega verið með hesta hérna, og ljá líka.“

Flestir bjuggu í kotbýlum og þau þarf að rannsaka frekar

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Fáar fornleifarannsóknir hafa verið gerðar á kotbýlum. Þær þurfa að vera miklu fleiri, segir Hermann:

„Tvímælalaust finnst mér að, þetta er náttúrulega ennþá stærri partur af sögunni heldur en allt annað sko. Það voru flestir á þessum stað á þessum tíma sko að vera kotbændur.“

Sagan af brauðinu dýra

Hamrahlíð

Guðrún Jónsdóttir.

Í Hamrahlíð bjó Friðrik nokkur sem sektaður var fyrir að stela kræklingabeitu og hýddur fyrir að stela dönskum spesíum. Þar bjó líka Jón hreppstjóri og dannebrogsmaður. Í Hamrahlíð fæddist dóttir hans, Guðrún Jónsdóttir vinnukona. Halldór Laxness gerði henni ógleymanleg skil í Innansveitarkróniku sinni og hún varð aðalpersóna í stuttri sögu hans: Sagan af brauðinu dýra. Samkvæmt henni lenti Guðrún í margra daga villum á Mosfellsheiði þegar hún var að sækja brauð fyrir húsbændur sína. Þótt svöng væri snerti hún ekki á brauðinu. Um ástæðu þess svaraði hún ungum Halldóri Laxness:

Því sem manni er trúað fyrir því er manni trúað fyrir, segir þá konan,“ las Halldór Laxness í Ríkisútvarpinu 1978.“

Guðrún JónsdóttirSigurður Hreiðar gat þess í athugasemdum á fésbókinni að „Gunna „Stóra“ geymdi ekkert svona hverabrauð. Sú sem það gerði hét Björg Jónsdóttir, þá 16 ára vinnukona í Nýjabæ í Krýsuvík, bjó síðar á Aðalgötu í Keflavík og var amma Gunnars Eyjólfssonar leikara.
Halldór vantaði eitthvað mergjað til að skálda inn í Innansveitarkróníkuna og heimfærði þessa dyggð upp á Gunnu stóru – sem ugglaust var líka dyggðugt hjú.  Björg átti síðast athvarf á Æsustöðum í Mosfellsdal, hafi ég lært rétt.“

Halldór hafði þann sið að skrá hjá sér sagnir og athugasemdir er hann varð áskynja á ferðum síðum. Oftlega notaði hann þessi uppköst sín við skáldsöguskrifin, líkt og dæmin sanna, flest tekin úr sögulegu samhengi síns eigin raunveruleika.

Sjá meira HÉR.

Heimild:
-https://www.ruv.is/frett/2022/10/26/kotbyli-grafid-upp-ny-byggd-vid-vesturlandsveg?term=fornleifa&rtype=news&slot=1
-Sigurður Hreiðar á facebook.

Hamrahlíð

Hamrahlíð – uppgröftur.

Bláfjöll

Í slysaskráningaskýrslu hernámsliðsins hér á landi kemur m.a. fram að þann 6. febrúar 1945 hafi Avro Anson flugvél frá Konunglega breska flughernum hrapað eða nauðlent á svæðinu á milli Vífilsfells og Bolla. Flugvélin var á leið frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Þrír voru í áhöfninni. Einn slasaðist alvarlega, en tveir minna. Þeir komust fótgangandi niður hlíðarnar, yfir þykkmosavaxið og úfið Rjúpnadalahraunið og alla leið að Rjúpnahæð, þar sem þeir gátu tilkynnt óhappið.
BrakUm var að ræða sömu flugvél og Jóhannes Snorrason, flugstjóri, og félagar nefndu „Bresku Gránu“ og miklar sögur fóru af í „flugheiminum“ á fimmta áratug 20. aldar, ekki síst eftir sögulegt flug austur á Egilsstaði með viðkomu á Akureyri þar sem minnstu mátti muna að flugvélin væri skotin niður af sjóndöprum eða skelkuðum samherjum á styrjaldarárunum.
Hlynur Skagfjörð Pálsson fv. rekstrarfultrúi og starfsmaður í Bláfjöllum á árunum 1991-2006 hafði samband við FERLIR og vildi upplýsa um hreyfil og annað brak úr flugvélinni, „skammt norðan við Reykjavegarstikurnar. Ég hef ekki öruggar heimildir fyrir því hvaða vél þetta var en hef talið þetta vera “Gránu” þeirri er Jóhannes Snorrason var u.þ.b. skotinn niður í yfir Eyjafirði í stríðinu. Hún var sögð hafa endað lífdagana á hraunsléttu í Bláfjöllum“. Forvitnin var sem sagt vakin.
Skv. upplýsingum Karls Hjartarsonar átti brakið úr vélinni á sléttu hrauni í ca. 15-20 mín. gang vestur af skíðaskálanum í Bláfjöllum. Hreyfill úr vélinni væri þar, gluggastykki og meira brak.
Karl sagði að Arngrímur Jóhannsson hefði sótt annan hreyfilinn af „Gránu“ á sínum tíma og einnig hreyfil úr flugvél ofan við Grindarskörðin. Hann hefði verið af Hudsonvél. Báðir væru þeir nú væntanlega við flugskýli í Mosfellsbæ.
Leifar „Gránu“ má skv. framangreindu nú sjá á hraunsléttu vestan Bláfjalla. „Grána“ þessi á að hafa fæðst Avro Anson. Sú tegund flugvéla var nefnd eftir breskum aðmíráli frá því á 18. öld (Georg(e) Anson barón. Hann var fæddur 1697 og dó 1762). Fyrstu Anson flugvélinni var flogið árið 1935. Yfir 11.000 vélar voru smíðaðar. Þær voru í notkun allt fram til 1968.
BláfjöllAð þessu sinni var stefnan tekin 10° norðan við vestur norðan Strompana. Haldið var inn á Strompahraunið, framhjá hellakerfunum og miðað á Þríhnúka. Harðfennisskán þakti mosa og lægðir svo auðvelt var að ferðast um svæðið á tveimur jafnfljótum. Áður en komið var inn á slétt helluhraunið var gengið fram á djúpt jarðfall. Undir sást stór hraunrás. En þar sem ljós var ekki með í för var horfið frá því að skoða rásina, en GPS-hnit tekin. Að sögn Björns Hróarssonar er þarna um hluta Langhellis að ræða, um 100 metra frá aðalopinu. Þessi rás hafi jafnan verið talin með meginrásinni.
Eftir 1.200 m göngu  var komið að brakinu á sléttri hraunhellunni. Stjörnuhreyfillinn sást vel sem og aðrar leifar, s.s. hluti hjólastells, gluggarammi, vélarhlutar o.fl. Nokkuð af þunnum spýtum voru á vettvangi og sást vel hvernig tréverkið hafði verið fest við járnhluta, en eins og kunnugt er var grind vélarinnar úr tré og klæðning að hluta úr striga. Ekki var að sjá vélarhluta með merkjum eða númerum. Það gæti þó verið ef þeim yrði snúið við, en ekki var snert við neinu í þessari ferð.
BláfjöllÁ meðan á skoðun stóð sveimaði ljósleitur fálki (táknmynd flugsins) yfir staðnum. Hann tók kolldýfu og beygði jafnskótt af, flaug að gígbarmi skammt frá og tillti sér þar – fylgdist greinilega vel með öllu sem hreyfðist.
FERLIR hefur það jafnan fyrir sið að láta allt óhreyft á vettvangi. Dæmi eru um að fólk, sem tekið hefur með sér hluti úr óhappaflugvélum, til minningar um atburðinn eða einungis komur þess á slysavettvang, hefur sjálft orðið fyrir óhappi skömmu síðar.
Þannig má nefna dæmi um komu FERLIRs í Kastið utan í Fagradalsfjalli þar sem skoðuð var flugvél sú er Andrews yfirhershöfðingi Evrópuherafla Bandaríkjamanna í Seinni heimstyrjöldinni. Um var að ræða mesta flugslys hér á landi á þeim tíma.
Einn félaganna vildi ólmur taka með sér bráðinn álbút til minningar um þennan sögufræga atburð. Hann var talinn frá því. Skömmu síðar gerði hann sér ferð á vettvang með það fyrir augum að taka með sér hlut úr flugvélinni. Á leiðinni til baka týndi hann gleraugunum sínum, farsímanum og krítarkortinu, hlutum sem hvað mikilvægastir eru nútímamanninum. Hann fór til baka og skilaði hlutnum, en gripirnir eru enn ófundnir. Ef hann ætlar að endurheimta þá þarf hann að fara á Vörðufell í Selvogi og hlaða þar vörðu. Skv. þjóðsögunni á hann þá að endurheimta gripina – en það er nú önnur saga.
Fyrir fimm árum gengu FERLIRsfélagar fram á hluta af trégrind „Gránu“ austsuðaustan Þríhnúka, u.þ.b. 200-300 metrum vestan við vettvanginn. Í öðrum ferðum síðar um svæðið hefur ekkert borið á grindinni. Hún gæti því hafa verið fjarlægð eða fokið í lægð.

Jóhannes Snorrason er fæddur 12 nóvember 1917, á Flateyri, en ólst upp á Akureyri. Hann fékk ungur áhuga á flugi og var í hópi ungra manna á Akureyri sem stofnuðu Svifflugfélag Akureyrar árið 1937. Þeir hófust strax handa og smíðuðu renniflugu (svifflugu) af gerðinni Grunau 9, eftir þýskri teikningu. Jóhannes lærði síðan að fljúga þessari renniflugu og hóf þannig flugmannsferil sinn.
Í bók sinni „Skrifað í skýin“ (1981) segir Jóhannes frá ferðum sínum á „Bresku gránu“.
Flugfélag Íslands átti aðeins eina Beechcraftflugvél til farþegaflugs eftir að Waco sjóflugvél félagsins hlekktist á á Hornafirði. Vorið 1944, eða í bryjun marsmánaðar, bilaði hreyfill Beechcraftvélarinnar, sem Örn Ó. Johnson flaug, austur á Egilsstöðum þar sem hann var að sækja veika konu. Breska herliðið á Reykjavíkurflugvelli hafði mörgum flugvélum á að skipa og voru Bretarnir jafnan mjög vinsamlegir þegar leita þurfti til þeirra. Nú stóðu flugvélar hersins í röðum á flugvellinum. „Afgömul og ósköp þrytuleg Avro Anson flugvél var meðal flugvéla berska flughersins á Reykjavíkurflugvelli. Hún leit út eins og búið væri að margskjóta hana niður og líma sman aftur. Þarna stóð hún sunnanundir skýlisvegg með slapandi vængi og það gljáði á hana í rigningunni. Hefði hún mátt mæla hefði það vafalaust orðið: „Æi leyfið mér að hvíla í friði“.
Flugvél þessi fékkst að láni. „Við gáfum henni strax nafnið „Grána“ og festist það við hana þann stutta tíma sem hún átti eftir að vera í heilu lagi.“
Þá var flogið af stað til Egilsstaða með tvo rafgeyma og varahlut í biluðu flugvélina. Fimm voru um borð, þrír Bretar auk tveggja Íslendinga. Í stuttu máli var snúið við, enda kannski eins gott því breski flugmaðurinn virtist vart vita í hvaða átt hann átti að fljúga til að komast austur á land. Hann hafði tekið stefnuna á Snæfellsnesið þegar ís tók að myndast á framrúður og tvísýnt var hvort flugvélin komist yfirleitt yfir jökulinn. Þegar í ljós kom að flugið var ekki áhættunnar virði var snúið til baka og lent á Reykjavíkurflugvelli.
Bláfjöll Strax næsta dag var ákveðið að leggja aftur á stað, og var nú veðrið betra. Sama áhöfn var um borð og daginn áður. Eftir sögulega ferð þar sem áhöfnin skildi ekki „hvernig í ósköpunum flugvélin hékk saman eð hvernig flugstjórinn hélt henni á sæmilega réttum kili inn fyrir Ólafsfjarðarmúlann…“. Herskip lá rétt norðan Hríseyjar, „sem ávallt hélt vörð um fjörðinn, og þar höfðu menn vakandi augu með óvinaflugvélum, sem stöku sinnum komu í heimsókn. Við stefndum aðein svinstra megin við herskipið, og hafði ég ekki sérstaklega áhyggjur af því… Nú vorum við á herflugvél, greinilega merktri, og varla myndu þeir fara að agnúast við sína eigin menn… Ég hafði ekki virt þetta fyrir mér nema örfáar sekúndur, þegar ég sá rauðglóandi kúnahríð koma upp með okkur hægra megin. Ég öskraði í flugstjórann að þeir væru að skjóta á okkur, en hann gretti sig og yppti öxlum, hefir sennilega haldið að ég væri að gera að gamni mínu.
Nú var ástandið hreint ekki glæsiegt, við flugum í aðeins 1500 feta hæð á hægfleygri vél, höfðum enga möguleika á að tala við landstöðvar eða skipið, og hlutum þvía ð vera dauðadæmt skotmark. Ekki leið á löngu þar til kúlnahríðin var beggja megin flugvélarinnar og fyrir framan hana. Mátti greinilega heyra geltið í vélbyssunum betur en drunurnar í hreyflum vélarinnar. Okkur var öllum ljóst, að við vorum komnir í hinn mesta lífsháska, svo til beint yfir herskipi, þrælvopnuðu nýtísku loftvarna- og vélbyssum og skotið af þeim öllum á þetta hægfara krossviðar- og strigaskrifli, á okkur bjargarlausa og bráðsaklausa.
Það var vægast sagt óhungnanlegt að horfa á eldrákirnar… Við flýðum allt hvað af tók og lækkuðum flugið í um það bil 600 fet. Þegar skipið var horfið og við sennilega komnir úr skotfæri við þetta spúandi eldfjall, héldum við, að við hefðum sloppið með skrekkinn, en það var öðru nær. Nú tóku loftvarnarbyssur á landi að skjóta á okkur og sprungu kúlur allt í kringum flugvélina.“
Bláfjöll Þeir félagar komu flugvélinni þrátt fyrir þetta, og mikið meira, inn á flugbrautina. Flugvélin var ekki ferðafær fyrr en gert hafði verið við hana til bráðabirgða og límdur dúkur yfir kúlnagötin. „Næsta dag héldum við ferðinni áfram til Egilsstaða, og kom sjúka konan þar um borð…“. Varahluturinn var skilinn eftir ásamt yfirvélamanni, Brandi Tómassyni. Á leiðinni tl baka kviknaði í flugvélinni, en áhöfninni tókst að slökkva eldinn. Þegar lent var á Reykjavíkurflugvelli kom í ljós að klæðningin hafði rifnað undan öðrum vængnum á allstórum kafla svo skein í ber rifin.
„Ekki leið langur tími þar til Grána fórst á Bláfjöllum, en breskir flugmenn á leið til Hornarfjarðar flugu of lágt yfir fjallgarðinn með fyrrnefndum afleiðingum, en héldu þó lífi.
Í Bláfjöllum liggja nú leifar gömlu Gránu grafnar í hraun og mosa.“ FERLIR sannreyndi það í þessari ferð, 61 ári eftir að síðasta áfangastað flugvélarinnar „Bresku Gránu“ var náð þarna á hraunsléttunni – þar sem beinar línur austur af Þríhnúkum og suður af Stóra Kóngsfelli skerast.
Árið 1941 fór Jóhannes til Kanada og lauk námi til atvinnuflugmanns hjá Flugskóla Konna Johannesson í Winnipeg. Í miðri heimsstyrjöldinni síðari, 15. október 1943, hóf Jóhannes störf sem flugmaður hjá Flugfélagi Íslands. Þá var nýkomin til landsins fyrsta fyrrnefnda tveggja hreyfla flugvél Íslendinga, Beechcraft 18D. Fyrsta verkefni hans þar var að fljúga þeirri flugvél með Erni Johnson, flugstjóra og framkvæmdastjóra Flugfélagsins og síðar forstjóra Flugleiða. Seinna á stríðsárunum flaug Jóhannes mikið deHavilland Dragon Rapide flugvélum Flugfélagsins.
Breska grana-221 Jóhannes var flugstjóri í fyrsta millilandaflugi Íslendinga með farþega árið 1945. Var það til Skotlands og farkosturinn Catalina flugbátur. Með þessu flugi var lagður hornsteinn að þessum mikilvæga þætti í samgöngumálum Íslendinga.
Af öðrum flugvélategundum sem Jóhannes flaug á sínum flugmannsferli má nefna Grumman Goose, Douglas DC-3, DC-4, DC-6, Vickers Viscount og síðast Boeing 727 þotu.
Á ferli sínum þótti Jóhannes afar farsæll og öruggur flugmaður. Hann varð yfirflugstjóri Flugfélags Íslands árið 1946 og gengdi því hlutverki þar til hann lauk ferli sínum 7. nóvember 1980, þá í þjónustu Flugleiða. Var þá 37 ára atvinnuflug að baki og 30.000 flugtímar, og þar eru taldar með sekúnturnar sem hann flaug Grunau 9 í Eyjafirði.
Mikil breyting varð á farkostum frá því að framangreind flugferð Jóhannesar með „Bresku Gránu“ fór fram árið 1944 þar til hann lauk ferlinum á „stapilli“ Boeing 727 árið 1980 – 36 árum síðar.
Gangan tók 1 klst og 1 mín. Frábært veður, blankalogn og stilla í kvöldsólinni.
Þess má geta sett hefur verið á fót Flug og -sögusetur Reykjanesbæjar, sem nú er orðin deild innan Þjóðminjasafnsins. Formaður þess er Hjálmar Árnason Alþingismaður. Húsnæði fyrir safnið hefur ekki legið á lausu. Í stjórn safnsins er m.a. Arngrímur Jóhannsson.

Heimildir m.a.:
-http://www.flugsafn.is/frumkvodlar_JS.htm
-Jóhannes Snorrason, „Skrifað í skýin“ – AB 1981, bsl. 129-141.

Brak

Bláfjöll

Upplýsingar bárust um flugvélaflak austan Bláfjallahryggs, milli Leitis og Fjallsins eina. Staðsetningin var fremur óljós – gat verið annað hvort upp á sléttunni milli Bláfjallahryggjar og austurbrúnarinnar eða í rótum hennar. Því var ákveðið að skoða fyrst efra svæðið og síðan, ef það gæfi ekki árangur, leita það neðra og fara þá upp með Eldborgum í Kristnitökuhrauni.

Bláfjöll

Nú var gengið upp úr Draumadalagili í vestanverðum Bláfjöllum, úr u.þ.b. 200 metra hæð upp í uþ.b. 600 m hæð og þaðan niður á leitarsvæðið skammt austar. Allnokkuð brak átti að vera á vettvangi.
Bláfjöllin eru fjallaklasi sem rís hæst 685 m yfir sjávarmál. Lengi vel var talið að Hákollur væri hæstur í klasanum, en nú er ljóst að annar kollur skammt sunnar er svolítið hærri.Það er bratt upp vestanverðar hlíðar Bláfjalla beggja vegna Draumadalanna. Í raun ætti enginn að fara þar upp nema vita hvað hann er að gera. Mjög auðvelt er að komast í sjálfheldu í hlíðunum og því er nauðsynlegt að gaumgæfa vel áætlaða leið áður og á meðan á göngu stendur.
Þegar komið var upp í skarðið ofan gilsins blasti við útsýni til austurs og vesturs, svo langt sem augað eygði. Höfuðborgarsvæðið liggur þarna fyrir fótum svo og upplandið allt. Í austri er Geitafellið næst og stærst, auk þess sem vel sést þarna til Vestmannaeyja í góðu skyggni. Sólin gyllti snjókolla á efri brúnum, en niðurlandið var autt.

Bláfjöll

Þarna á brúninni er rautt gjall á kafla. Bendir það til þess að annað hvort hefur verið þarna eldri gígur fyrir, vatn hefur legið þarna yfir þegar gaus eða gosefni rifið með sér önnur efni á leiðinni upp á yfirborð. Þetta er einungis á litlum kafla.
Auk Brennisteinsfjalla sjálfra, tekur Brennisteinsfjallakerfið yfir Bláfjöll og Heiðina há en sprungurein þess nær til sjávar austan Krýsuvíkur. Norðan Bláfjalla ná sprungur og misgengi langt inn á Mosfellsheiði. Meðal myndana frá jökulskeiðum eru Langahlíðin sem er að stofni til gríðarstór stapamyndun. Brennisteinsfjöllin og framhald þeirra til norðausturs, hryggur sem nær norður í Kristjánsdalahorn, eru móbergsmyndanir. Bláfjöllin sjálf eru að verulegu leiti úr bólstrabergi og breksíu en víða með grágrýtishettu (Jón Jónsson, 1978). Hvalhnúkur, Austurásar og Vesturásar ná 7-8 km til suðausturs út frá Bláfjöllum og virðast vera framhald þeirra, að miklu leyti grafið í yngri hraun. Eldvirkni á nútíma hefur verið allmikil. Stóru dyngjurnar Heiðin há og Leitin tilheyra Brennisteinsfjallakerfinu. Veruleg eldvirkni varð á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og runnu þá m.a. hraun niður í Selvog og niður í átt að Heiðmörk auk þess sem Svínafellsbruni varð til.
Bláfjöll Mikil misgengi eru norðan Brennisteinsfjalla, s.s. Stórkonugjá, en mun minna ber á þeim í Bláfjöllum. Ein dyngjan enn, Sporið, er suðvestan Þríhnúka. Hún virðist vera eldri en þær fyrrnefndu og átti þátt í uppbyggingu hásléttunnar ofan Lönguhlíðar. Sporið sjálft er nú að mestu þakið nýrri hraunum.
Á síðustu árum hafa sjónir manna beinst í vaxandi mæli að móbergsmyndunninni hér vegna þess að sitthvað þykir benda til þess að slíkar myndanir sé að finna á reikistjörnunni Mars. Móbergið hefur aðallega myndast í eldgosum undir jökli, og slík gos hafa menn getað rannsakað hér á landi í Grímsvötnum, Kötlu og Surtsey (þar sem sjórinn kom í stað bræðsluvatns). Móberg myndast þannig, að 1200°C heit bráð snöggkælist í vatni. Þá hafa kristallar „ekki tíma til“ að vaxa og því myndast glersalli sem hleðst upp kringum gosopið. Þannig myndast hrúga af vatnsósa, lausri gosösku sem nefnist túff og ummyndast fljótlega í móberg (palagonít), sem er fast berg: Við 80-150°C hita hvarfast glerið við vatn, það „afglerjast“ og ýmsir kristallar myndast sem líma kornin saman og breyta túffinu í móberg.
Kannski sú bergtegund sem næst kemst því að vera séríslensk sé móbergið. Alkunn móbergsfjöll í nágrenni Reykjavíkur eru Helgafell sunnan við Hafnarfjörð, Hengill, hryggirnir á Reykjanesskaga svo og Bláfjöllin.
Bláfjöll Hraunbreiða austur frá Reykjavík sem ásamt ýmsum yngri hraunum (Hólmsárhraunum) gengur einnig undir nafninu Elliðaárhraun, einkum vestan til. Leitahraun er runnið úr eldstöðvum suðaustan undir Bláfjöllum, skammt fyrir sunnan Ólafsskarð. Heita þær Leiti og er hraunið við þær kennt. Það verður rakið óslitið frá Draugahlíðum niður í Elliðaárvog. Hefur það breiðst víða út, svo sem um Sandskeið og norðvestur yfir Fóelluvötn; heita þar Mosar. Einnig hefur hraunið runnið til austurs og niður á láglendi í Ölfusi, Hraunsheiði, og líklega í sjó í Þorlákshöfn. Í þessari álmu hraunsins er einn af stærstu hellum landsins, Raufarhólshellir. Annars staðar í hrauninu eru nokkrir smáhellar, svo sem hjá Vatnaöldum. Allvíða eru gervigígar í Leitahrauni, en merkastir eru Rauðhólarnir.
Suðurlandsvegur liggur á löngum kafla á Leitahrauni, frá Elliðaám að Draugahlíðum. Einnig liggur Þrengslavegur á hrauninu, frá Þrengslum og niður í Ölfus. Frá Draugahlíðum að Þrengslum liggur vegurinn á Svínahraunsbruna en það eru tvö apalhraun sem komið hafa upp á sögulegum tíma í Eldborgum vestan Lambafells og liggja ofan á Leitahrauni. Annað þessara hrauna hefur verið nefnt Kristnitökuhraun.
Bláfjöll Hraunið hefur runnið nálægt 2700 f. Kr. og flæddi niður Sandskeið og um Lækjarbotna. Þaðan rann það í Elliðavatn, sem hefur verið mun stærra en það er í dag, og myndaði Rauðhóla. Þaðan flæddi hraunið viðstöðulítið um Elliðaárdal í sjó fram við Elliðaárósa. Hraunið er mjög greinilegt í Elliðaárdalnum sérstaklega þar sem áin hefur skorið sig í gegnum hraunið t.d. kringum Elliðaárhólmann.
Til aldurssamanburðar út frá nýlegum rannsóknum erlendra aðila hér á landi er Leitarhraun talið vera 5210±110cal (ca. 5200 ára), Búrfellshraunið 8060±120cal (ca. 8000 ára) og Þingvallahraun 10,330±80cal (ca. 10.300 ára).
Í Leitarhrauni eru Eldborgirnar tvær, Nyrðri-Eldborg og Syðri-Eldborg. Frá þeim er Svínahraunsbruninn runninn árið 1000 og það er því hið eiginlega Kristnitökuhraun. Þetta eru gjall- og klepragígar, reyndar með þeim fallegri. Leitargígurinn er hins vegar utan í austurhlíðum Bláfjalla, dyngjugígur sem fyrr segir.
Það var á sjötta áratug 20. aldar að framkvæmdarmanni datt í hug að ryðja slóða upp að Nyrðri-Eldborg með það fyrir augum að kanna þar efnisnámur. Ruddi hann gjallinu úr norðurhlíð gígsins með jarðýtunni, svona til að sannfærast um meðfærileika þess.
Ef ekki hefði orðið blaðamál í beinu framhaldi af þessum aðförum (Mbl) og fyrirhuguð efnistaka stöðvuð, væri gígurinn að öllum líkindum horfinn núna, eins og svo margir aðrir bræður hans á Reykjanesskaganum.
Bláfjöll Eldborgirnar sjást vel þegar komið er niður á neðri brúnir austurhlíða Bláfjalla, Lambafellið og Blákollur. Hlíðin er þarna allhá og ekki fýsileg niðurgöngu, nema í giljum ofan við Fjallið eina og skammt sunnan og innan við Leitið.
Þrátt fyrir leit sást hvorki tangur né tetur af flugvélaflaki á þessu svæði. Það er því ekki um annað að ræða en að fastsetja síðari ferðina, sem áætluð var – til vara.
Allt ofanvert Bláfjallasvæðið að norðaustanverðu var skoðað nokkuð vandlega. Flugvélaflakið átti hins vegar, að sögn viðmælanda, að vera vel greinilegt. Það er því ekki um annað að ræða en að leita undirlendið að austanverðu, sem fyrr sagði.
Ef einhver telur sig geta gefið upplýsingar um fyrrnefnt flugvélaflak er sá/sú hin/n sami/sama vinsamlegast beðin/n að hafa samband við ferlir@ferlir.is.
Frábært veður. Gangan og leitin tóku 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.bokasafn.is/ferdavefur/
-http://www.isor.is/
-Hraun og móbergsmyndanir á svæðinu frá Brennisteinsfjöllum að Hengli – Niðurstöður – Magnús Tumi Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir – 2004.
-http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1410
-http://www.unh.edu/esci/licciardi_et_al_2006.pdf
-http://www.warbirdalley.com/p38.htm

Eldborg

Breiðholt

Lítið er nú eftir af bænum Breiðholti, sem samnefnt hverfi í Reykjavík dregur nú nafn sitt af. Gamla bæjarstæðið var friðlýst árið 1981. Í Friðlýsingaskránni frá 1990 segir eftirfarandi um Breiðholt. „Hið gamla bæjarstæði Breiðholts, ásamt kirkjutóft og kirkjugarði, um 15-30 m norður frá húsinu Grjótaseli 21. Skjal undirritað af ÞM 28.07. 1981. Þinglýst 28.08.1981.“
Tóftir BreiðholtsbæjarinsÞegar leifarnar af bæjarstæðinu eru skoðaðar núna sjást einungis leifarnar af kirkjunni og að öllum líkindum hefur kirkjugarðurinn verið umhverfis hana. Byggt hefur verið allt um kring, svo vandlega að aðrar minjar eru nú horfnar með öllu. Er Breiðholtið bar á góma var það jafnan sett í samhengi við heilstæðar tóftaleifar. Nú er orðið „menningarlandslag“ notað um efnið. 
Með hugtakinu menningarlandslag er átt við það landslag eða umhverfi sem maðurinn hefur mótað með búsetu sinni hverju sinni. Í Reykjavík hafa fundist minjar um búsetu allt frá því á 9. öld og ber því fornleifum saman við ritheimildir um að hingað hafi fluttst fólk á þeim tíma sem nefnt er landnámsöld.
Nesið sem borgin stendur á hefur mótast af búsetu í margar aldir og hver kynslóð hefur markað sín spor í landið. Það umhverfi sem við þekkjum í dag er því manngert að miklu leyti. Þar má sjá margvísleg merki um búsetu; leifar bygginga, staði þar sem fanga hefur verið aflað og leiðir milli staða, líkt og sjá mátti í Breiðholti,en annað er falið í jörðu.
BreiðholtMeðal annarra minjastaða í Reykjavík þar sem sjá má menningarlandslag má nefna Laugarnes, Kvosina í miðbæ Reykjavíkur, Skildinganes við Skerjafjörð, eyjarnar á Kollafriði, Elliðárdal, Þingnes við Elliðárvatn og aðrar jarðir í austurhluta borgarinnar, Keldur, Grafarholt og Reynisvatn.
Hvorki er að sjá upplýsingar um býlið Breiðholt á vettvangi né er það sérstaklega merkt sem friðlýsingarstaður. Í því sambandi má gjarnan geta þess að í 
Þjóðminjalögum er kveðið á um skyldu Fornleifaverndar ríkisins að sjá til þess að friðlýstar fornleifar skuli merktar. Þar segir m.a. í 11. gr. laganna: „Fornleifavernd ríkisins lætur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gefur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti. Fornleifavernd ríkisins lætur skrár þessar í té Þjóðminjasafni Íslands…

Breiðholt - tóft

Fornleifavernd ríkisins skal sjá til þess að friðlýstar fornleifar eða minjasvæði séu merkt með sérstökum merkjum. Tilkynna skal landeiganda og ábúanda með sannanlegum hætti um friðlýsinguna. Friðlýsingu fornleifa skal þinglýsa sem kvöð á landareign þá sem í hlut á. Þeim minjum, sem friðlýstar eru, skal fylgja 20 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum fornleifa og umhverfis nema kveðið sé á um annað. Um stærra svæði skal leita samþykkis landeiganda. Friðlýstar fornleifar skulu færðar á skipulagskort. Fornleifar, sem friðlýstar hafa verið samkvæmt eldri lögum, skulu njóta friðlýsingar áfram.
Fornleifavernd ríkisins getur afturkallað friðlýsingu og skal afturköllunin auglýst með sama hætti og friðlýsingin.“
Viðurlagaákvæði er m.a. í 27. gr. laganna þar sem segir að brot á ákvæðum 11. gr. varði sektum.
Síðan framangreint var sett inn á vefsíðuna hefur verið sett upp upplýsingaskilti nálægt þar sem Breiðholtsbærinn stóð – sjá meira HÉR. Er það til mikillar fyrirmyndar.

Heimildir m.a.:
-Minjasafn Reykjavíkur.
-Þjóðminjalög nr. 107/2001 gr. 11.
-Skrá um friðlýstar fornleifar 1990.

Breidholt - baerinn IV

Saurbær

Höfuðbólin og kirkjujarðirnar Saurbær og Brautarholt deildu með sér Blikdalnum. Selsminjarnar þar bera þess glögg merki. Nú var ætlunin að ganga lönd bólanna, allt frá Saurbæ í norðri að Brautarholti í suðri. SaurbæjarkirkjaMillum mátti m.a. sjá tóftir Bjargs, Melavalla, Bakka Bakkaholts, Brekku, Mýrarholts og Bala. Andriðsey er þarna skammt undan landi.
Tilgangurinn með ferðinni var ekki síst að berja augum jarðmyndanir á utanverðu Kjalarnesinu, en þar eru óvíða gleggri en einmitt á fyrrgreindu svæði. Mannabein hafa komið undan sjógangi á gamla kirkjugarðinn að Saurbæ svo sjá mátti nokkur slík á leiðinni. 

Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi, sem nú er nokkuð farin að láta á sjá, er í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Saurbær er ævaforn kirkjustaður og löngum höfðingjasetur. Saurbæjarkirkja er steinkirkja vígð á jóladag 1904. Rúmlega tveimur árum áður hafði timburkirkjan sem stóð á sama stað fokið í ofsaveðri.
Sú kirkja var byggð af Eyjólfi Þorvarðarsyni sem reisti fleiri Brautarholtskirkjakirkjur, m.a. í Brautarholti og á Þingvöllum.
Hún er lítil (8 x 6 m) en snotur; setloft er yfir framkirkju. Hún var bændakirkja til 1950 þegar söfnuðurinn tók við henni. Kirkjan á merka gripi, sem flestir komu til hennar í tíð Sigurðar sýslumanns Björnssonar, sem bjó í Saurbæ 1687-1723. Í katólskum sið var þar kirkja helguð Jóhannesi skírara.
Hin Kjalarneskirkjan,
Brautarholtskirkja, er einnig í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún má teljast afkomandi fyrstu kirkju á Íslandi, þeirrar kirkju sem suðureyski landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson reisti á Esjubergi skömmu fyrir árið 900 og frá segir í Landnámu og víðar. Kirkjur hafa verið í Brautarholti frá fornu fari. Kirkjan, sem þar er nú, var reist árið af Eyjólfi Þorvarðarsyni frá Bakka á Kjalarnesi 1857 og er henni lýst í fyrstu prófastsvísitasíu árið eftir sem vönduðu og snotru húsi. 

Bein

Litlar breytingar hafa orðið á henni síðan. Áratug eftir vígslu kirkjunnar kom þjóðskáldið síra Matthías Jochumsson til þjónustu í kirkjunni (1867-73). Kirkjan er að innanmáli 18,15 m 5,65 m á breidd; á hvorri hlið er tveir jafnstórir gluggar, upphaflega með sex rúðum hvor en auk þes lítill tveggjarúðu gluggi yfir prédikunarstóli og var hann frá upphafi. Þessi kirkja var einnig upphaflega byggð með turni. Yfir kirkjudyrum er fjögurra rúðu gluggi. Á sönglofti voru upphaflega tveir langbekkir en langt er síðan loftinu var lokað og orgelið flutt niður. Prédikunarstóllinn er frá 17. öld. Rúðuþil var og er í kór. Kórgrindur milli sönghúss og framkirkju hafa hins vegar verið teknar niður fyrir löngu. Enn sem fyrr eru tvær klukkur í turni, hin stærri frá 1740. Skírnarsár er sérkennilegur, ítalskur að gerð, úr marmara, tvíhólfa.

Berggangur

Þegar kirkjan var byggð var hins vegar í henni skírnarfat úr tini og komið til ára sinna. Ekki er vitað, hver örlög þess urðu. Altaristaflan sýnir Jesúm á bæn í Getsemane, kom í kirkjuna árið 1868.Klukkur eru tvær í turni. Önnur frá 1740, hæð 23 cm en þvermál 34. Hin er án áletrunar og mun minni: hæð 17 cm en þvermál 22,5. Árið 1958 fór fram gagnger viðgerð á kirkjunni, en 1967 var gerð breyting á henni að innan með því að innstu bekkir báðum megin voru teknir brott og gangur milli bekkja breikkaður. Haustið 1987 hófust gagngerar viðgerðir á kirkjunni, var þá m.a. grafið undan henni og steyptar nýjar undirstöður svo og sökklar. Þá var kirkjan klædd að nýju yst sem innst. Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari sá um smíðina en Hörður Ágústsson hafði umsjón með verkinu.

Fjaran

Brautarholti frá fornu fari. Kirkjan,sem þar er nú, var reist árið af Eyjólfi Þorvarðarsyni frá Bakka á Kjalarnesi 1857 og er henni lýst í fyrstu prófastsvísitasíu árið eftir sem vönduðu og snotru húsi. Litlar breytingar hafa orðið á henni síðan. Áratug eftir vígslu kirkjunnar kom þjóðskáldið síra Matthías dlmvsson til þjónustu í kirkjunni
Jarðfræði Kjalarness er áhugavert efni og ástæða til að kynna sér hana enn frekar. Jarðfræðin; landmótunin og veðrunin, kemur einkar glögglega í ljós þegar gengið er um fjöruna milli Saurbæjar og Brautarholts. Víða má sjá setlög, ýmsar bergtegundir, bergganga, innskot, kristalla, holufyllingar og hnyðlinga.
Kjalarnes er útkulnuð eldstöð. Esjan er aðallega úr eldri grágrýtis móbergi (síð tertíer) frá ísöld. Jarðgrunnurinn í Grundarhverfi og þar í kring er frá ísaldarlokum og yngri, og þar er vatnaset.

Tóft

Brimnes er úr grágrúti frá ísöld, yngra en 0,7 milljón ára. Á Kjalarnesi er líka basískt innskotsberg og má finna þetta berg á Músarnesi, Mógilsá og við Esjuberg. Við Esjuna í Kollafirðinum má líka finna berghlaup.
Esjan hefur myndast á einni milljón ára. Í henni eru 3 megineldstöðvar og í henni má greina 10 jökulskeið. Í fjallinu skiptast á hraun- og móbergslög og hafa efstu lögin samsvörun í yfirborðslögum á höfuðborgarsvæðinu. Ýmis jarðfræðileg fyrirbrigði eru vel sýnileg í fjallinu og upp á Esju eru til margar skemmtilegar gönguleiðir. Gönguleiðir með ströndinni eru ekki síður áhugaverðar.
Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaganum; Kjalarnes- og Stardalseldstöðina, hefur rekið út af gosbeltinu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Ströndin skammt frá Brautarholti

Fossvogur

„Í Fossvogi er skipsflak – og búið að vera þar lengi.
Þetta er hnoðaður járnskrokkur, stærðin er óræð Fossvogur - skipsflak 2en gæti hafa verið um 350-500 tonn ef marka má lengd kjalarins sem sjáanlegur er. Líklegast hefur skipið verið rifið þarna því síðurnar virðast hafa verið logskornar sundur þó erfitt sé að átta sig á því vegna ryðs. Skrokkurinn liggur þarna í mörgum bútum, þó virðist allt sem viðkemur framskipinu, bóga og stafn, vanta. Sömuleiðis allt úr skutnum en þó má vera að eitthvað leynist úti í sjónum, því afturhluti kjalarins var enn í sjó. Þarna var í heilu lagi, miðju-botnstykki, líklegast undan lest eða ketilrými. Undir neðsta þilfari má greinilega sjá „tunnel“, með röralögnum sem líklegast eru olíulagnir eða vatns/miðstöðvarrör. Þetta er líklega stjórnborðssíðan. Þarna sést meira af ætlaðri bakborðssíðu.
Neðsta þilfar séð frá bb. til st.b.  Þetta gæti hafa verið gólfið undir katlinum. Undir því má sjá „tunnelinn“ með röralögnunum, en það er ekki Fossvogur - skipsflak 3sýnilegt á myndunum. Yfirlit yfir þann hluta sem vel er sýnilegur á fjöru. Það má sjá framkjölinn í sandinum vinstra megin við aðalhlutann. Það má giska á (með sæmilegri vissu) að þetta skip hafi verið a.m.k. 30-35 metra langt. Þetta var enginn smábátur, gæti hafa verið togari aða gamalt flutningaskip.“
Gamall Snæfellingur, fyrrum togarajaxl, sagði: „Þetta er bara drasl, það var allt rifið sem hægt var“ sagði hann. „Þetta er gamli Íslendingur, lítill togari sem var dreginn þarna upp og rifinn. Þeir hafa bara ekki hirt um að hreinsa leifarnar“.
Togarinn Íslendingur RE 120 var smíðaður í Englandi 1893. Hann var 146 brl. og með 200 ha. gufuvél. Þann 9. des. 1926, er skipið lá í vetrarlægi á Eiðsvík við Reykjavík kom af ókunnum orsökum leki að skipinu og það sökk. Skipinu var bjargað af hafsbotni eftir 15 ár, það endurbyggt og allir hlutir endurnýjaðir. Sett var í skipið ný 500 ha. Fairbanks Morse díesel vél. 

Fossvogur - skipsflak 4

Eigendur frá 4. nóv. 1942 voru: Sveinbjörn Einarsson, Ágúst Ingvarsson og Stephan Stephensen, Reykjavík, þeir áttu Díeseltogara h/f, sem gerði út skipið sem hét þá Íslendingur RE 73. Skipið var selt 18. maí 1949 Bjarna Sigurðssyni og Kristjáni Guðlaugssyni Reykjavík og Ingibjörgu Pétursdóttur, Reykjum Mosfellssveit og Þorvaldi Stephensen, Sörvaag, Færeyjum. 19. júní 1951 seldi Ingibjörg Pétursdóttir Kristjáni Guðlaugssyni Reykjavík sinn hlut. Skipið var talið ónýtt og tekið af skipaskrá 2. febr. 1961. Þessar bækur, „Íslensk skip“ eru hreinasta gersemi, og skyldueign hverjum skipa-og bátaáhugamanni.
Líklegt er að Sindri h/f hafi eignast skipið, rennt því á land og rifið það þarna í fjörunni.“

Íslendingur

Togarinn Íslendingur.

Skv. upplýsingum B.I. mun þetta ekki vera flakið af nefndum Íslending heldur af Óla Garða Gk sem var dreginn þangað og svo rifinn eftir því sem kostur var en Íslendingur hefði endað sína ævi við Klepp í Kleppsvíkinni og verið seldur í brotajárn að hann minnti til Sindra. Í ritinu „Uppgangsár og barninsskeið, Saga sjávarútvegs á Íslandi segir: „Togararfélagið Fram eignaist aeins einn togara. Hann var keyptur í Bretlandi 1907 eða 1908 og nefndist upphaflega Osprey. Skipið var smíað árið 1893 og var því orðið fimmtán ára, er það var keypt til Íslands í mars 1908. Þá var það skírt Íslendingur, og undir því nafni gerði Fram, og síðar Elías Stefánsson, það út til ársins 1926, er það sökk, þar sem það lá í vetrarlægi í Eiðisvík. Árið 1942 náðist skipið upp eftir sextán ára legu á hafsbotni og var svo í notkun allt til ársins 1957. Það var rifið í fjörunni við Klepp á árunum 1960-1962.“
Margir aðrir hafa haft samband við FERLIR vegna skipsflaksins og sitt sýnist hverjum um tilurð þess. Hvað sem því líður er þarna um að ræða skipsflak, sem er bæði aðgengilegt og sjálfsagt að gefa gaum þegar gengið er með norðanverðum Fossvoginum, neðan Kirkjugarða Reykjavíkur.

Heimild m.a.:
-„Íslensk skip“, 3ja bindi bls.77, Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð, útg. 1990.
-Fornleifaskrá; Borgarhluti 3 – Hlíðar, Skipsfalk í Fossvogi, Reykjavík 2024.
-Uppgangsár og barningsskeið, Jón Þ. Þór, Saga sjávarútvegs á Íslandi, II. bindi, bls. 57.

 

Otur

Í Fornleifaskrá; Borgarhluti 3 – Hlíðar, Reykjavík frá 2024, segir: „Í flæðarmáli innarlega í Fossvogi norðanverðum er skipsflak togara sem var 49. togarinn í eigu Íslendinga, Otur ER-245, smíðaður í Lehe í Þýskalandi árið 1921 fyrir Otur h/f í Reykjavík. Lengd 42,92 m, breidd 7,50 m, dýpt 3,56 m, 316 brúttólestir, knúinn 600 hestafla gufuvél. Seldur árið 1938 til Hrafnaflóka h/f í Hafnarfirði og þá nefndur Óli-Garða GK 190. „Á stríðsárunum bjargaði áhöfn togarans breskum flugbáti með 7 mönnum sem nauðlent hafði á Írlandshafi og flutti til skoskrar hafnar. Var það í maí mánuði árið 1940. Árið 1944 bjargaði áhöfnin á Óla-Garða ísl. togaranum Þorfinni í hafi og dró hann 400 sjómílna leið til breskrar hafnar. Óli-Garða var rifinn í Fossvogi 1953–1954.“