Færslur

Örfirisey

Garðar Svavarsson skrifar um örnefnið “Reykjanes” í Morgunblaðið 16. apríl 2006 undir fyrirsögninni “Nafngjafi Reykjavíkur”:

“Nafnið Reykjavík er okkur tamt í munni, en sjaldnast leiðum við hugann að því af hverju það er dregið. Hér verður fjallað um uppruna og sögu örnefnisins.
Á norðurenda Örfiriseyjar handan olíustöðvar er örnefnið Reykjanes. Fleiri staðir á landinu bera þetta nafn og má þar nefna Reykjanes á Suðurnesjum, í Reykhólasveit og við Ísafjarðardjúp. Á þessum þremur síðasttöldu stöðum er jarðhiti, laugar eða hverir, og myndarleg nes svo augljóst er af hverju staðirnir draga nafn sitt. Hvorugu er til að dreifa í Örfirisey, þar er enginn jarðhiti og varla er hægt að kalla lítið klapparnef nes.

Örfirisey„Norðvestur í Effersey er nes, er kallað hefur verið Reykjanes, og er það gamalla manna sögn að þar hafi verið laug, sem sjór er nú genginn yfir. Ekkert kannast samt elztu núlifandi Reykvíkingar við þá sögn.“ (Örfirisey var alla jafnan kölluð Effersey fram undir miðja síðustu öld). Þótt Klemensi tækist ekki að finna neinn sem gæti staðfest sögnina um jarðhita í eyjunni hafnaði hann ekki þeim möguleika að þar hefðu verið heitar laugar við landnám. Hins vegar átti eftir að kom í ljós að einn úr flokki aldraðra Reykvíkinga vissi af eigin reynd hvar jarðhita var að finna í Örfirisey.

Í bók Þórbergs Þórbergssonar, rithöfundar, Frásagnir, sem kom út árið 1972, fjallar hann m.a. um Örfirisey, Grandann og Hólmann. Helsti viðmælandi hans í Reykjavíkurhluta bókarinnar var Ólafur Jónsson fiskimatsmaður. Ólafur var fæddur 1856 í Hlíðarhúsum, en það var húsaþyrping neðarlega við Vesturgötuna, og ól hann allan sinn aldur í Reykjavík. Hann var lengstum sjómaður eins og faðir hans og stundaði sjóinn frá Reykjavík og víðar. Þórbergur getur þess sérstaklega að þeir Ólafur hafi farið út í Örfirisey 30. mars 1935 til að skoða þá staði, sem Ólafur hafði nefnt í viðtölunum. Um Reykjanes farast honum svo orð í frásögn Þórbergs: „Í norðnorðvestur frá norðvesturhorni Örfiriseyjar eru tvö sker, annað nær eyjunni, hitt fjær. Út í þau má ganga um stórstraumsfjöru. Þau voru í mínu ungdæmi kölluð Reykjarnes. Nokkurn spöl fyrir austan sker þessi, hér um bil mitt á milli þeirra og Hásteina og þar úti sem þarinn er þykkastur, var dálítil flöt flúð, sem var upp úr sjó um stórstraumsfjöru. Í flúðinni var glufa um hálf fingurhæð að breidd. Upp úr þessari glufu rauk um stórstraumsfjörur framan af ævi minni.“ (bls. 151).

Reykjanes

Reykjanes við Reykjavík.

Þetta er óneitanlega skilmerkileg frásögn og engin ástæða er til að draga hana í efa enda Ólafur margoft búinn að sýna í viðtölum um önnur efni að hann hafði traust og gott minni. Það er athyglisvert að hann kallar fjöruna á þessum stað með skerjunum tveim Reykjarnes, en á öðrum stað í frásögninni um Örfirisey og Hólmann segir: „Það er engum efa bundið, að land allt hefur sigið hér mjög í sjó á síðari öldum. Einhvern tíma hefur Hólminn verið allstór eyja grasi vaxin, og þar sem Vesturgrandi og Örfiriseyjargrandi stóðu aðeins upp úr sjó um fjöru sem nakin malarrif, þar hafi fyrr á tímum verið grasi gróin eiði, sem hafi verið ofansjávar jafnvel í mestu stórstrauma.“ (bls.150).
Þessi lýsing hér að ofan um landsig og meðfylgjandi landbrot á að sjálfsögðu við um Örfirisey alla og þar með talið fjöruna sem nefnd var Reykjanes. Nú er vitað að land hefur sigið hér á Reykjavíkursvæðinu í mörg þúsund ár og telja fræðimenn á þessu sviði að land sé nú að minnsta kosti 2 m lægra en við upphaf landnáms. Þetta mikla landsig hefur valdið gríðarlegum breytingum á landi við
sjávarsíðuna. Klemens Jónsson ýjar að þessu í Sögu Reykjavíkur þegar hann segir að líklega hafi Effersey verið landföst við landnám. Nú er eyjan land umflotið vatni og því er landföst eyja ekki til frá náttúrunnar hendi. Hafi Örfirisey verið landföst við landnám hefur því verið um að ræða tanga eða nes, en ekki eyju.

Í Landnámu segir að Ingólfur Arnarson hafi komið hingað til lands tveimur til þremur árum áður en hann settist hér að. Vafalaust hefur hann verið að kanna hvort landið væri gott til búsetu og finna heppilegan stað til landnáms. Skip landnámsmanna, knerrirnir, voru ekki stór og því ljóst að ekki var hægt að flytja búpening til landsins nema í mjög smáum stíl. Því varð að treysta á veiðar fyrstu árin eða jafnvel í áratugi meðan bústofninn var að eflast. Ingólfur finnur staðinn sem hann leitaði að í Reykjavík og er nú best að vitna í orð Björns Þorsteinssonar í Íslenskri miðaldasögu: „– því að þar var allt að hafa sem hugur hans girntist: höfn, eyjagagn, veiðivötn og laxá, landrými og jarðhiti. Í rauninni jafnaðist hér enginn staður á við Reykjavík að fjölþættum náttúrugæðum.“ (bls. 27).

Örfirisey

Örfirisey – Reykjanes.

Þegar Ingólfur og áhöfn hans sigla skipi sínu inn í mynni Kollafjarðar, væntanlega fyrstir manna, blasa við þeim eyjar, sund og vogar og er ekki ósennilegt að þetta land hafi minnt þá á heimahagana í Vestur-Noregi. En eitt hefur þó ugglaust vakið sérstaka athygli þeirra og furðu. Upp af litlu nesi, sem teygði sig til norðurs frá meginlandinu, steig hvítur reykur til lofts, náttúrufyrirbæri sem þeir hafa tæpast séð áður. Nafnið á staðnum var sjálfgefið, Reykjanes. Víkin innan við nesið, sem er vel afmörkuð milli Reykjaness og Arnarhólstanga, hlaut einnig að draga nafn af hvernum á nesinu og kallast síðan Reykjavík.
Með fullri virðingu fyrir Þvottalaugunum er vægast sagt hæpið að Reykjavík dragi nafn sitt af þeim. Bæði er að Þvottalaugarnar eru í nokkurra kílómetra fjarlægð frá víkinni og leiti ber í milli svo að reykurinn frá þeim sást tæpast af hafi eða í víkinni nema við sérstök veðurskilyrði.

Örfirisey

Mynd SE tekin frá Skólavörðuholti um 1900.

En mótun landsins hélt áfram eins og hún hafði gert frá örófi alda. Á hverju ári nagaði sjórinn smáspildu af nesinu og þar kom að útsynningsbrimið braut sér leið gegnum nesið þar sem það var mjóst og Reykjanesið varð að eyju. Hvenær þetta átti sér stað veit enginn, en vafalaust var það nokkrum öldum eftir landnám. Vera má að þetta hafi átt sér stað í stórflóði sambærilegu við Básendaflóðið 1799, en þá gekk sjór yfir alla Örfirisey og lagðist þar af búseta um tíma. Þessar breytingar voru löngu um garð gengnar í upphafi átjándu aldar en í Jarðabókinni frá 1703 er eftirfarandi umsögn um býlið Erfersey: „Vatnsból í lakasta máta, þrýtur bæði sumar og vetur og þarf þá til lands á skipum að sækja eður sæta sjáfarfalli að þurt megi gánga um fjörurif það, sem kallað er Grandi.“ (Þriðja bindi, bls. 255).
Í þessari lýsingu er komin til sögunar eyja og grandi, en nes er ekki nefnt. Á þessum tíma er Geldinganes í líkri stöðu landfræðilega og Örfirisey, þ.e. eyja tengd við land með eiði sem sjór féll yfir á flóði, en þrátt fyrir það breytist nes ekki í eyju. Hvað veldur því að nafnið Reykjanes þokar til hliðar, en nafnið Örfirisey kemur í staðinn. Gæti verið að lausnar gátunnar væri að leita í nafni annarrar eyjar lítið eitt vestar?

Örfirisey

Örfirisey – loftmynd.

Akurey er yst eyja á Kollafirði og nafnið er vafalítið dregið af akuryrkju í eyjunni. Það er augljóst að þetta nafn fær eyjan löngu eftir landnám því að þó að akuryrkja hafi verið stunduð af landnámsmönnum frá upphafi hafa akrar verið nærri bæjum meðan þar var nægilegt landrými, en ekki í úteyjum. Einnig hefur Reykjanes verið góður kostur því að auðvelt var að girða nesið af og hindra þannig ágang búfjár. Var þá eyjan nafnlaus, jafnvel um aldir? Það er ákaflega ólíklegt því að eyjan er á þeim stað þar sem skip og bátar voru mikið á ferðinni eða við fiskveiðar og því brýn nauðsyn að kennileitum væri gefin nöfn. Leitum nú enn á ný í bókina Frásagnir. Steingrímur Steingrímsson frá Klöpp var einn af viðmælendum Þórbergs. Honum segist svo frá: „að Níels á Klöpp hafi sagt sér, að í hans ungdæmi hafði verið hægt að vaða úr Hólmanum og út í Akurey um stórstreymsfjörur, og hefði sjór þar ekki verið dýpri en svo, að komast hefði mátt þurrt í skinnbrók. En nú er þar óvætt dýpi um stærstu fjörur.“ (bls. 150).
Örfirisey Það er til önnur heimild um þetta eiði eða granda milli Hólmans og Akureyjar. Í Sögu Reykjavíkur 870–1870, fyrra bindi, er birt mynd á blaðsíðu 62 af elsta korti sem til er af Reykjavík. Þetta kort er frá 1715 og nær yfir ytri hluta Kollafjarðar, suðurströnd Kjalarness og Seltjarnarnes vestan Laugarness. Örfirisey með verslunarhúsunum er á kortinu miðju og landtengingin, þ.e. Grandinn, sést greinilega. Sama má segja um grandann út í Hólmann, hann kemur skýrt fram, en það athyglisverða er að hann endar ekki í Hólmanum heldur liggur áfram út í Akurey. Mjög líklegt er að í upphafi átjándu aldar, þ.e á þeim tíma sem kortið er teiknað, hafi aðeins verið hægt að ganga þurrum fótum út í Akurey á stærstu fjörum. Við landnám hefur Akurey hins vegar verið í líkri stöðu landfræðilega og Örfirisey var mörg hundruð árum síðar, þ.e. eyja tengd við land með granda sem var ávallt á þurru um fjöru. Það fólk sem hér settist að við upphaf byggðar hefur líklega þekkt áþekk náttúrufyrirbæri frá fyrri heimkynnum sínum og gefur eyjunni því nafn við hæfi. Það nafn var sennilega Örfirisey.
Þegar Reykjanes breytist í eyju við landbrot eru eyjarnar orðnar tvær með áþekk náttúruleg einkenni, nánast hlið við hlið. Smám saman fer fólk að kenna ytri eyjuna við þá starfsemi sem þar er stunduð, þ.e. akuryrkju.
Örfiriseyjarnafnið flyst hins vegar yfir á Reykjanesið og ryður gamla nafninu út á norðurenda eyjarinnar þar sem það situr enn án staðfestu í landslagi. Þessi nafnasaga er að sjálfsögðu getgátur, en vert er að benda á að örnefnaflakk er ekki óþekkt hér á landi.

Örfirisey

Örfirisey 1958.

Nú eru liðnir rúmir sjö áratugir síðan Þórbergur og Ólafur gengu um Örfirisey og rifjuðu upp örnefni á og í nágrenni eyjunnar. Á þeim tíma var eyjan að mestu eins og náttúran hafði mótað hana, en nú er fátt sem minnir á Örfirisey þess tíma. Þó má enn finna staði sem Þórbergur fjallar um, svo sem klappirnar á norðurenda eyjunnar með gömlum áletrunum. Vestasti hluti klappanna er í raun norðvesturhorn hinnar eiginlegu Örfiriseyjar og sé horft þaðan í norðnorðvestur má á fjöru greina tvö sker, annað nær eyjunni, hitt fjær. Þessi sker kallaði Ólafur frá Hlíðarhúsum, Reykjanes. Lítið eitt austar í fjörunni, þar sem þarinn er þykkastur, leynist lítil flöt flúð með glufu sem er um hálf fingurhæð að breidd. Þetta eru síðustu leifar hversins sem gaf tveim stöðum nafn. Annað nafnið, Reykjanes, er nú að mestu gleymt, en hitt nafnið, Reykjavík, hefur farið víðar en nokkurt annað staðarnafn íslenskt.
Nafnið Reykjavík er okkur tamt í munni, en sjaldnast leiðum við hugann að því af hverju það er dregið.”

Emil Hannes Valgeirsson bloggaði um örnefnið “Reykjarvík”:

“Það er dálítið sérstakt að lögheimili fyrsta landnámsmannsins hafi verið akkúrat á þeim stað þar sem höfuðborg landsins stendur í dag. En hvar var hún þessi Reykjarvík sem sá merki maður á að hafa byggt sér ból? Og þá meina ég Reykjarvík með erri eins og staðurinn er nefndur í Íslendingabók. Ýmist er talið að um sé að ræða víkina sem afmarkast af Örfirisey og Laugarnestanga eða víkina þar sem gamla höfnin er. En kannski er þriðji möguleikinn til staðar?

Örfirisey

Örfirisey 1960.

Á þeim rúmu 1100 árum sem liðin eru síðan Ingólfur Arnarson var og hét hafa orðið miklar breytingar á landsháttum á strandlengjunni hér við sundin blá vegna ágangs sjávar en ekki síður vegna þess að hér suðvestanlands er landið stöðugt að síga vegna nálægðarinnar við gosbelti Reykjanesskagans. Talið er að þetta landsig gæti hafa verið allt að tveimur metrum frá landnámi og strandlengjan því á stórum svæðum allt önnur en hún er í dag, eyjar og sker hafa sokkið í sæ og nes hafa orðið af eyjum.

Á ljósmynd Sigfúsar Eymundssonar, sem tekin er frá Skólavörðuholtinu árið 1877, sést hvernig aðstæður voru þarna fyrir 132 árum. Örfirisey er tengd landi með mjóum granda og annar grandi liggur frá honum í sveigju að skerjum sem ná langleiðina að Akurey en í sameiningu má sjá út úr þessu vísi að stórri skeifu. Í dag eru skerin við Akurey ekki nema svipur hjá sjón, eru oftar en ekki í kafi og tengjast ekki landi nema kannski í mestu stórstraumsfjörum. Uppfyllingar hafa svo að sjálfsögðu gerbreytt stöðu Örfiriseyjar sem er í dag ekkert annað en nes, eins og það hefur væntanlega verið fyrr á tímum.

Örfirisey

Örfirisey 1970.

Ef landshættir hafa verið einhvern vegin svona á tímum Ingólfs Arnarsonar, sést að þarna hefur verið allstórt nes eða tangi sem hefur náð alla leið út í Akurey. Þarna hef ég merkt inn bláan punkt sem merkir hverasvæði en nokkuð víst þykir að þarna hafi verið heit laug eða hverasvæði sem í dag er sokkið í sæ. Ysti hluti Örfiriseyjar er reyndar enn í dag kallaður Reykjarnes. Sennilega hefur allt þetta nes sem Örfirisey tilheyrir í dag, verið kallað Reykjarnes og miðað við sjávarstöðu nú, er líklegt að lítil vík hafi gengið inn í landið þarna rétt vestur af hverasvæðinu og ef einhver hefur viljað kalla þá vík eitthvað hlýtur nafnið Reykjarvík óneitanlega að koma upp í hugann.

Reykjarvík. Sú hugmynd að nafnið á höfuðborg landsins sé dregið af lítilli vík sem fyrir löngu er sokkin í sæ er ekki endilega minn eigin hugarburður. Mig rámar nefnilega í að hafa lesið um þetta í Lesbókinni fyrir einhverjum árum en hef þó ekki fundið þá grein aftur. Örnefnið eða bæjarnafnið Reykjavík virðist ekki hafa verið verið notað öldum saman því landnámsjörðin var lengst af kölluð „Vík“ á Seltjarnarnesi en það heiti er dregið af Seltjörn við Gróttu sem hefur staðið fyrir opnu hafi frá því Básendaflóðið gekk þar yfir 1799. Það var ekki fyrr en þéttbýli fór að myndast í kvosinni að staðurinn fékk nafnið Reykjavík. Þar hafa fundist elstu mannvistarleifar hér á landi og því kemur einnig vel til greina að Reykjarvík sé einfaldlega bara víkin þar sem gamla höfnin er nú, eins og gjarnan er talað um.

Örfirisey

Örfirisey 1985.

Hugmyndin sem ég minntist á hér fyrr um að Reykjavíkin afmarkist af Örfirisey og Laugarnestanga hefur sennilega orðið til vegna heitu lauganna í Laugardal enda inniheldur sú stóra vík tvö reykjasvæði. Mér finnst þó sú vík vera full víðáttumikil, þar að auki er Laugardalur hvergi sjáanlegur frá kvosinni og í nokkurra kílómetra fjarlægð. Hverasvæðið á Reykjarnesi hefur örugglega þótt alveg nógu merkilegt eitt og sér til að nota í örnefni og ef Reykjarvík hefur verið skrifað með erri hlýtur það að vísa í einn ákveðinn reyk, en ekki fleiri.

Að lokum má svo benda á að þótt örnefnið Örfirisey hafi verið til frá fyrstu tíð, er ekki víst að það nafn hafi alltaf átt við sama stað og í dag. Það er nefnilega vel þekkt að þar sem landshættir eru stöðugt að breytast geta örnefni farið á flakk og aðlagast nýju landslagi eins og gæti verið raunin með Reykjarvíkina”.

Heimild:
-Morgunblaðið 16. apríl 2006; Garðar Svavarsson, Nafngjafi Reykjavíkur, bls. 22.
-https://emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/entry/883564/

Örfirisey

Örfirisey – Reykjanes framar.

Blesugróf

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1966 skrifaði Ragnar Lár, myndlistarmaður, m.a. um Blesugrófina:
Þeir gerast æ færri borgarbúarnir sem vita hvar Blesugrófin er, eða var. Enn færri munu þeir vera sem vita hvar Fjárborgin stóð. Þó eru þessi svæði innan borgar- og bæjarmarka Reykjavíkur og Kópavogs. Kannski er það ofsagt að fáir viti hvar Blesugrófin er að finna. Blesugrófin er á milli Breiðholtsbrautar, Smiðjuvegar og Fossvogsdalsins. Árið 1963 lá hlykkjóttur vegur upp frá Suðurlandsbraut, fram hjá gamla Fáksvellinum og upp á Vatnsendahæð. Þar sem vegurinn fór næst Elliðaánum lá afleggjari til austurs, inn í malargryfjur sem þar voru og mótar enn fyrir. Stálinu hefur verið jafnað niður og sáð í melinn og eru þar hólar og hæðir sem áður voru gryfjurnar.
Fyrstu árin eftir stríð byggðu menn hús sín í óleyfi innan við bæinn, eins og það var kallað. Fólkið sem flutt hafði á mölina á stríðsárunum hafði holað sér niður á hinum ólíklegustu stöðum í bænum. Þegar hermenn yfirgáfu braggana var óðar flutt inn í þá. Húsnæðiseklan sá til þess að hvert rúm var skipað. Yfirvöld bæjarins unnu að því að útrýma því heilsuspillandi húsnæði sem braggarnir voru taldir vera.

„Höfðaborgin” reis í öllu sínu veldi, svokallað fátækrahverfi Reykjavíkur. En Höfðaborgin dugði ekki til lausnar húsnæðisvandanum. Þeir voru margir daglaunamennirnir sem þráðu það eitt að eignast sitt eigið húsnæði, byggja það með eigin höndum, en það var engar lóðir að hafa hjá bænum.
Þá urðu Smálöndin til, þar sem nú standa stórbyggingar iðnaðar og verslunar, skammt fyrir neðan Grafarholt. í Smálöndum ólust upp margir ágætir þegnar þjóðfélagsins. Þar var einnig að finna fólk sem náði sér aldrei á það strik, sem kallast beint, samkvæmt mælikvarða þjóðfélagsútreiknaðra reglugerða. Sömu sögu var að segja um Blesugrófina.
Í Blesugróf byggði meðal annarra Tryggvi Emilsson, sá er ritað hefur einna beinskeyttastar bækur um ævi og kjör lítilmagnans á þessari öld. Í dag er Blesugrófin orðin að eftirsóttri vin í eyðimörk borgarinnar. Þar má í dag líta einhver indælustu hús höfuðstaðarins, í vinalegu og náttúrulegu umhverfi. En byggðin hófst með þeim er reistu sér híbýli á þessum stað, í óleyfi yfirvalda. Byggðu hús af vanefnum, yfir sig og sína og voru sjálfstæðir í örbirgðinni.
Eins og gefur að skilja var byggingarstíllinn af ýmsum toga. Fæst voru húsin teiknuð fyrir fram og varla af dýrum teiknistofum byggingameistara. Það kenndi því ýmissa grasa í stíl og skipulagi. Smátt og smátt mynduðust götur og einfalt var að gefa þeim nöfn. A-gata, B-gata o.s.frv.

Áður en Breiðholtshverfin fóru að byggjast, áður en algengt var að menn legðu leið sína inn og upp fyrir bæ, þá áttu fáir aðrir erindi í Blesugróf en þeir, sem áttu þar heima, eða erindi við íbúana. Sá er línur ritar ók þó nokkrum sinnum leiðina upp að Rjúpnahæð, eða Vatnsenda. Einn dag í október 1963, var raupari á ferð um þessa margræddu leið. Hann hafði nokkru áður tekið eftir sérkennilegu húsi sem stóð vinstra megin við Vatnsendaveginn, þá farið var upp eftir. Reyndar lá afleggjarinn upp í malargryfjurnar skammt frá þessu húsi, upp Elliðaárdalinn og með fram húsum á stangli, sem sum standa enn. Upphaflega höfðu sum þessara húsa verið sumarbústaðir, en eru heilsárshús í dag, þ.e.a.s. þau sem enn standa. Húsið fyrrnefnda var afar sérkennilegt. Það virtist byggt í nokkrum áföngum. Að nokkru leyti var það úr torfi og grjóti en að öðru leyti úr steinsteypu, eða múrhúðuðu timbri. Ekki var nokkur leið að segja til um þann tíma sem húsið var byggt. Það gæti svo sem verið að það hefði verið byggt á dögum Krists, ef maður vissi ekki af lestri bóka og kennslu úr skóla að engin bygging hafði risið á íslandi á þeim dögum.

Blesugróf

Börn í Blesugróf í bílaleik.

En myndir þær sem sjá má í biflíusögum renna stoðum undir þessa ályktun. Eitt var þó ólíkt með byggingarlaginu á Blesugrófarhúsinu og húsunum í biblíusögunum. Upp með sumum veggjum Blesugrófarhússins teygðu sig grasreinar, allt upp undir þak sums staðar. Já, þetta var mjög sérkennilegt hús. Í því voru að minnsta kosti tveir kvistgluggar, en erfitt að átta sig á því hvort húsið sjálft væri ein, tvær eða þrjár hæðir, vegna þess að engir tveir gluggar voru í sömu hæð. Kannski var húsið úr timbri og múrhúðað, en óslétt var það að utan og sérkennilegt.
Á þessum tíma, 1963, gerði raupari rissu af þessu húsi og birtist hún með þessum línum. Löngu seinna komst hann að því, að listvefarinn Óskar Magnússon hafði búið í þessu húsi ásamt konu sinni. Óskar hafði byggt húsið með eigin höndum,eins og svo margir aðrir sem byggðu á þessum slóðum. Þegar byggðin færðist nær og allt bannsetta skipulagið byrjaði að eyðileggja bæinn, sem nú er borg og áður var bær og þar áður þorp – og þar áður bær, var Óskari og hans spúsu gert að flytja úr húsi sínu, til að rýma fyrir „skipulögðu” svæði. Óskar gerði sér lítið fyrir og byggði sér hús undir hraunkambi uppi á Hellisheiði, til þess að vera viss um að verða ekki fyrir næsta skipulagi. Þar hélt hann áfram að vefa sín þekktu teppi á meðan kraftar entust. Bæði eru þessi veraldlegu skjól alþýðulistamannsins fallin, en verkin sem hann vann í þessum skýlum, reistum af eigin höndum, þau lifa.
Þessu línum fylgir rissteikning af „pósthúsi” þeirra sem í Blesugróf bjuggu. Þrátt fyrir allt virðist hið opinbera hafa séð fyrir því að það „utangarðsfólk” sem Blesugrófina byggði, skyldi njóta póstþjónustu sem annað fólk. Kannski hefur þetta verið ráðstöfun þess opinbera, til að geta örugglega komið opinberum rukkunum til skila. Þó það fólk sem átti sitt líf í þessum „afkima” borgarinnar, byggi í óleyfilegu húsnæði, greiddi það sín gjöld til bæjarins. Sumir unnu hjá sjálfum bænum, sumir á Eyrinni og aðrir annars staðar. Það var auðséð á „pósthúsinu”, að það hafði fleiri hlutverkum að gegna. í húsinu voru greinilega íbúðir, tvær, þrjár eða fjórar. Múrhúðað timburhús, tveggja eða þriggja hæða. Það var ekki svo gott að segja til um það. Gluggarnir á hæðunum stóðust ekki á. En gamla „smelti” skiltið sagði ótvírætt „Pósthús”. Fyrir utan þetta hús stóð gamall pallbíll og mátti muna sinn fífil fegri. Hann hafði greinilega staðið þarna lengi og sást það best á því, að hjólin voru byrjuð að sökkva í jörðu, eða þá að móðir jörð var byrjuð að klæða þau grænum feldi. Hvar skyldi sá gamli pallbíll vera í dag?
Skammt ofan og sunnan við Blesugrófina var Fjárborgin.

Blesugróf

Garðstunga í Blesugróf.

Þar sem hún stóð eru nú virðuleg einbýlishús og tilheyra Smiðjuvegi í Kópavogi. Þarna áttu þeir athvarf með rollur sínar, sem ekki gátu slitið sig frá búskaparvenjum sveitanna, en höfðu tilneyddir flutt á mölina. Þarna byggðu þeir fyrir nokkrar skjátur, hrófatildur úr ýmsum efnum. Daglega fóru þessir „fjáreigendur” inn eftir að huga að sínu fé. Á vetrum var leiðin oft löng fyrir þá sem bjuggu lengra frá. Þeir létu það ekki á sig fá. Sannir fjárbændur setja ekki fyrir sig langan veg að beitar- eða fjárhúsum.
Þegar voraði iðaði allt af lífi í Fjárborg. Margur bæjarbúinn lagði leið sína inn í Fjárborg með börnin sín til að sýna þeim litlu lömbin. Margur, núna miðaldra, borgarbúinn komst þarna í sín fyrstu kynni við litlu lömbin og það líf sem skapast í lífsins fjárhúsum. – Höfundur er myndlistarmaður og kennari.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins – 14. tölublað (13.04.1996) – Texti og teikningar: Ragnar Lár, bls. 10.

Blesugróf 1954

Blesugróf 1954.

Aðalstræti

Henry A. Hálfdansson skrifar m.a. um fyrstu búsetu í Reykjavík í Sjómannadagsblaðið árið 1966:
“Enginn getur nú með vissu sagt, hvar Ingólfur og Hallveig byggðu sinn fyrsta bæ í Reykjavík. Þótt öndvegissúlurnar bæri á land annaðhvort á Kirkjusandi eða Rauðarárvík, töldu þau sér áreiðanlega heimilt að byggja sér heimili þar, sem þeim sýndist bezt í landareigninni. En hvar var það? Landnáma segir, að Ingólfur hafi reist bæ sinn í Reykjavík við Arnarhól neðan við Heiði. Þetta fyrir neðan Heiði, er enginn afmarkaður staður, samanber að framan. Skáli sá hinn mikli, sem hann reisti undir öndvegissúlur sínar og sem enn stóðu þar seint á Sturlungaöld, gæti hafa staðið hvar sem er á hinu gamla Arnarholti, sem nú er uppnefnt og kallað Skólavörðuholt.
Sennilegast er, og það mun álit flestra, að skáli Ingólfs hafi staðið einhvers staðar þar, sem nú er Landsbókasafnið og stjórnarráðshúsið Arnarhvoll, eða ekki allfjarri Lindinni, því varla hefur hann verið reistur langt frá drykkjarvatni. Þarna stóð líka bærinn Arnarhóll, sem hefur verið aðalbýlið í Reykjavík frá fyrstu tíð.
Af hverju jörðinni var skipt og annað býli var reist niður í kvosinni, sem kallað var Vík, það getur enginn maður sagt með neinni vissu, en auðvitað mun Ingólfur hafa haft víða útróðra- og búðsetumenn. Hann hefur reyndar strax reist fleiri bæi en Arnarhól og sett þar yfir hjón sín eða skyldulið. Má þar t. d. nefna úti á Nesi, inni í Lauganesi, í Gufunesi, Árbæ, Elliðavatni, svo maður tali ekki um eyjarnar, og þó lengra sé leitað.
skali-221Ingólfur var ekki við eina fjöl felldur í þeim efnum, og nægir í því sambandi að benda á Skálafell. Það er hinn eini staður, sem öruggar heimildir eru fyrir, að hann hafi byggt á, svo nákvæmt sé. Skálafellið blasir vel við frá Arnarhóli. Þar uppi er eitt það dásamlegasta útsýni, sem hugsazt getur. Þaðan getur maður séð Þingvelli og Reykjavík frá einum stað. Þaðan hefur verið hægt að sjá mest af landnámi Ingólfs. Það er því ekki að furða, þótt Ingólfur fengi augastað á Fellinu og kysi að dvelja þar í tómstundum.
Ef einhver er spurður að því, hvar sé hjarta Reykjavíkur í dag, stendur það í flestum, að gefa rétt svar. Þeir meira aS segja nefna ótal staði, sem á engan hátt eiga við hinn rétta. Þó er hjartastaður Reykjavíkur í dag nákvæmlega sá sami og daginn, sem Ingólfur gaf Víkinni nafn.
Þesst staður er Héðinshöfði, skammt þar frá sem bráðabirgða ráðhús borgarinnar stendur núna og nálægt þeim stað, þar sem framtíðar lögreglustöð borgarinnar er að rísa. Það er eins og enginn hafi tekið eftir þessu nema Einar skáld Benediktsson, er valdi sér þarna búsetu á sínum tíma og gaf staðnum nafn eftir æskuheimili sínu við Húsavík.”

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 29. árg. 1966, 1. tbl. bls. 15-18.

Reykjavík

Í Lögbergi 1949 fjallar Árni Óla um Reykjavíkurhúsin:
torfbaer-221Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1786. “Um 1940 voru talin vera rúmlega hundrað torfbýli í borginni. Um 1840 hafa þau verið nokkru fleiri, en þá voru íbúðarhús úr timbri um 40 að tölu. Mannfjöldi í Reykjavík var þá 900 og þar af áttu 300 heima í timburhúsum, en hálfu fleiri í „kotunum”. Fólkinu var altaf að fjölga. „Kotin” voru hinn íslenzki hluti höfuðstaðarins, en Miðbærinn, aðal verzlunarlóðin, bygð að mestu dönsku og hálfdönsku fólki.
Ekki var torfbæjaöldin á enda um þessar mundir, því að enn voru reistir margir torfbæir. Tók Skuggahverfið aðallega að byggjast eftir 1840 og svo bættust við nokkrir bæir í Þingholtunum og Vesturbænum. Mun láta nærri að milli 40 og 50 nýir torfbæir væri reistir á tímabilinu frá 1840—1890. Upp úr því breyttist byggingarlagið algjörlega og bar einkum tvent til þess.
storasel-221Árið 1874 flyst hingað fyrst þakjárn, þykt og vandað, og varð Geir Zoega kaupmaður fyrstur manna til þess að láta setja það á hús sitt. Þetta þak er enn við líði, hefir dugað öll þessi ár og má af því marka hvað það hefir verið vandaðra heldur en þakjárn það, sem flust hefir á senni árum. Þakjárnið olli byltingu í byggingarmálum Reykjavíkur. Eftir að það kom var ekki sett torfþak á íbúðarhús og menn fóru að rífa torfþökin af bæjunum og setja járnþök á í staðinn. Má því segja að næst torfbæjaöldini hefjist hér bárujárnsöldin. Menn létu sér ekki nægja að hafa járn á þaki á timburhúsum, heldur klæddu þau öll með járni og helzt þetta þangað til sementsöldin (eða steinhúsaöldin) tók við, eða 30—40 ára skeið.
Önnur höfuðorsök þess að torfbæjaöldin leið undir lok, var sú, að þegar Alþingishúsið var bygt, lærðu margir steinsmíði, og upp frá því var hætt við að hafa veggi bæjanna úr grjóti og torfi. Þá komu hinir svonefndu „steinbæir”, sem margir standa enn í dag, með útveggjum úr höggnu og límdu grjóti.
Eins og fyr er getið samdi Jón Brúnsbær var upphaflega beykisíbúð og vinnustofa innréttinganna. En 1791 keypti mad. Gristine Brun (ekkja Bruns tugt meistara) kofana og bjó þar til æviloka. Var bærinn kendur við hana. 1808—09 bjó þar Peter Malmquist beykir, sem kunnur varð af fylgi sínu við Jörund hundadagakóng, og hjá honum bjuggu þeir Jörundur og Savignac fyrst er þeir komu hér, prentari skýrslu sína 1886. Þá var liðin torfbæjaöldin, sem staðið hafði um 90 ár. Það virðist því svo, sem honum hefði átt að vera innan handar að telja einnig alla þá torfbæi, er risu upp eftir 1840 og gera þannig fullkomna skrá um alla þá torfbæi, sem reistir voru í Reykjavík. En þótt hann hafi ekki gert það, er samt mikill fengur að skýrslu hans því að, hún sýnir hvernig úthverfin voru bygð þegar Reykjavík var fimtug. „Kotin” voru hinn íslenzki hluti höfuðstaðarins, en Miðbærinn, aðal verzlunarlóðin, bygð að mestu dönsku og hálfdönsku fólki.
Það lætur að líkum, að mismunandi hafi „kotin” verið bæði um frágang á byggingu og umgengni ytra Midsel-221og innra. Sum hafa verið örgustu greni og sennilega hefir þar oft farið saman sóðaskapur og hirðuleysi íbúanna. Aðrir bæir hafa verið snotrir bæði að frágangi og umgengni, þótt ekki væri þeir háreistir og til sannindamerkis um það höfum vér ummæli Jóns biskups Helgasonar. Hann sagði í einu riti sínu, að sér sé í barnsminni mörg heimili efnalítilla tómthúsmanna, bæði fyrir austan bæ og vestan, þar sem myndarskapur blasti við manni þegar inn var komið, þótt fátt væri þeirra innanstokksmuna, sem á vorum dögum teljast ómissandi á hverju heimili. Og hann getur sérstaklega um nokkur fyrirmyndaheimili í torfbæjunum. Þessi nefnir hann í Austurbænum: Sölvahól, Steinsstaði, Stafn, Pálsbæ, Loftsbæ, Eirnýjarbæ, Suðurbæ, Söðlakotsbýlin og Skálholtskot. En þessi í Vesturbænum: Melkot, Skólabæ, Hákonarbæ, Hákot, Arabæ, Vigfúsarkot, Hól, Nýjabæ, Hlíðarhúsabæina, Miðsel, Garðhús. „Og svona mætti lengi telja áfram”, segir hann.
steinbaerReykjavík var torfbæjaborg, þegar hún var fimtug. Á hundrað og fimtíu ára afmæli hennar voru allir torfbæirnir horfnir. En þeir eiga sinn kafla í sögu bæjarins. Það er hverju orði sannara að torfbæirnir höfðu sína annmarka.
En þótt nútíma menningin fordæmi þá niður fyrir allar hellur, þá er ekki víst að þeir hafi verið verri mannabústaðir heldur en skúrarnir, braggarnir og kjallararnir eru nú á dögum. Það er að minnsta kosti víst, að fólkið, sem bjó í torfbæjunum og ólst þar upp, var engu óhraustara né kvellisjúkara en fólk er nú á dögum.
Helzti munurinn á torfbæjarkynslóðinni og steinhúsakynslóðinni mun vera sá, að unglingar eru bráðgjörri nú en þá, en það stafar miklu fremur af bættu viðurværi heldur en bættum húsakynnum.” – Á.Ó. — Lesbók Mbl.

Heimild:
-Lögberg 22. desember 1949, bls. 2.

Lyklafell

Eftirfarandi upplýsingar bárust frá Jóni Svanþórssyni: “Ég rakst á þessar leiðarlýsingar í Austantórum ll bl 148 eftir Jón Pálsson – Lestarmannaleið úr Flóa til Reykjavíkur.

Lyklafellsvegir-2211. Frá Þjórsá að Laugardælum, nálega 17 km.
2. Frá Laugardælum eða Kotferju að Torfeyri austan Varmár nálega 10 km.
3. Frá Torfeyri að Bolavöllum við Kolviðarhól, nálega 17 km.
4. Frá Kolviðarhói að Fóelluvötnum norðan Sandskeiðs og sunnan Lyklafells, nálega 7 km.
5. Frá Fóelluvötnum að Hraunsnefi hjá Silungapolli, nálega 10 km.
6. Frá Silungapolli að Fossvogi við Reykjavík, nálega 15 km.  Alls 77 km. (Talið vera nálægt 35 km á milli byggða)
Þá var og önnur leið norðar, frá Húsmúla ,vestan Kolviðarhóls, norðan Svínahrauns að Lyklafelli, norðan Geitháls, sunnan Miðdals að Gröf og síðan yfir Elliðaár neðan Árbæjar.
Brúin yfir Hólmsá austan Geitháls, var byggð 1887 og brýrnar yfir Elliðaár nokkru síðar.
(Lyklafellsvegir-225Í lýsingu afa míns  Þorsteins Bjarnasonar frá Háholti er sagt að leiðin liggi sunnan Elliðakots og hjá Vilborgakoti).

 

Alfaravegurinn gamli: Kolviðarhóll- Reykjavík.
Frá Kolviðarhóli yfir Bolavelli að Húsmúla (sæluhúsi).
Frá Húsmúla yfir Norður-Velli að Bolaöldum ofan Sandskeiðs.
Frá Bolaöldum, yfir Svínahraunstögl norðarlega, norðan Lyklafells.
Frá Lyklafelli,fyrir sunnan Klakk, þá um Klettabelti að Vörðuhólum.
Frá Vörðuhólum (Vörðhólum ?) um Urðarlágar,norðan Helgutjarnar og Selvatns.
Frá Selvatni um Sauðhúsamýri og Sólheimahvamm.
Frá Sólheimahvammi norðan Sólheimahvammstjarna.
Frá Sólheimahvammstjörnum um HofLyklafellsvegir-224mannaflatir.
Frá Hofmannaflötum um Hestabrekkur.
Frá Hestabrekkum norðan Almannadals og Rauðavatns.
Frá Rauðavatni að Elliðaám.
Frá Elliðaám til Reykjavíkur.
Upplýsingar um þessa leið eru fengnar hjá Eggerti Nordahl á Hólmi 31 október 1943.

“Ég hef verið að skoða leiðina frá norðurenda Lyklafells að Djúpadal og eru götur greinilegar nánast alla leiðina. Gengið var frá vörðu við norðurenda Lyklafells þar sem leiðir um Dyradal og Vallaöldu (Hellisheiði-Láskarð-Þrengsli) greinast í leiðir að Elliðakoti og Miðdal. Gatan er nokkuð auðrakin norður og upp að hól með vörðu en þar greinast leiðir og fer önnur sunnan og vestan við hann að lágum klettum (Klettabelti) og er þá Klakkur að ég held á hægri hönd, stakur klettur og myndast vik um hann með valllendisgróðri í botni. Ef haldið er áfram Lyklafellsvegir-223vestur með Klettabeltinu skiptist gatan aftur og liggur önnur gatan beint í gegnum skarð í Klettabeltinu en hin gatan liggur til vinstri og liggur vestur  fyrir klettanna. Göturnar koma svo saman aftur við tjarnir sem þar eru og greinast síðan aftur þegar komið er fram á brúnir að norðanverðu og liggur þá önnur í átt að Árnakróki en hin til hægri í átt að Vörðuhóli niður brekkur þangað til komið er að miklum og djúpum götum sem liggja í stefnu frá Klakk í átt að Vörðuhóli. Er þá varða á hægri hönd á norðurbrún Klettabeltis. Næst er komið að rafmagnsgirðingu sem umlíkur höfuðborgar-svæðið og er ekkert hlið á henni en í vor var ekki straumur á henni og príla lá flöt rétt vestar með girðingunni en ef ekki er hægt að komast yfir verður að fara upp á Nesjavallaveg eða vestur spöl með girðingunni í þeirri von að príla sem er um kílómetra vestar á girðingunni uppaf Árnakrók sé í lagi.
Lyklafellsvegir-226Segjum að hægt sé að komast yfir girðinguna og liggur þá leiðin undir Vörðuhól með vörðu á kolli og þaðan niður í Vörðuhólsdal og síðan um Urðarlágar. Síðan upp úr Urðarlágum um sumarbústaðarland og upp og undir Nesjavallaveg við Helgutjörn sem þornar upp á sumrin. Gatan sést norðan við heitavatnspípuna á kafla en hverfur svo undir Nesjavallaveginn, línuveg og ljósleiðara en með góðum vilja má finna götur að Efri Djúpadal. Síðan skiptast leiðir ein liggur utan í Hríshöfða í átt að Sólheimatjörn. Önnur beint yfir Miðdalsmýri og Miðdalslæk og hjá Lynghól og sameinast þær á Hofmannaflöt og þaðan um Skyggnisdal? með Hrossabrekkum með Hrossabrekkuhæð á vinstri hönd og síðan í Almannadal. Öll leiðin hefur verið greiðfær og um gróið land að mestu og ekki yfir neinar ár að fara frá Lyklafelli.
Ef við förum aftur að gatnamótunum við hólinn með vörðuna sunnan Klakks þá liggur gata aLyklafellsvegir-227ustan við hólinn og stefnir að tveim vörðum sem eru á öldu sem gengur austur úr Klettabeltinu upp í Tjarnarhóla. Slöður er í ölduna við vörðurnar og liggur gatan þar yfir og eru þá þrjár tjarnir á hægri hönd og frístandandi klettastapi með þrem vörðum þar norðar og liggur gata þangað og áfram.
Úr slöðrinu liggur gata til vinstri um skarð í klettunum sem sameinast svo öðrum götum yfir Klettabeltið. Varða er þar á hægri hönd og steinn á steini framundan þar sem Klettabeltið ber hæst. Aftur að slöðrinu. Gata liggur beint áfram vestan við tjarnirnar um skarð í klettunum og um gróinn mel og hverfur gatan þar á kafla en þegar komið er fram á brúnir sést gatan þar aftur greinilega í grónu landi og erum við þá komin þar sem göturnar koma samaní lýsingunni á götunni sem fyrst var lýst.
Frá Klakk eru götur beint yfir  Klettabeltið að melnum. Einnig er hægt er að fara norður með Klettabeltinu og er þá komið á götuna við rafmagnsgirðinguna. Sannast hér að hver fer sína leið.
Greinileg gata liggur af Elliakotsleiðinni frá brú á sprungu beint niður í Árnakrók og hefur verið rekstrarleið til Árnakróksréttar en gata liggur áfram yfir Urðarlágarlæk en hverfur þar undir bílveg.” 

Jón Svanþórsson.

Reykjavík 1835

Eftirfarandi lýsing á húsum Reykjavíkur birtist í Lesbók Morgunblaðsins áRIÐ 1949:
Reykjavik-901“ÞEGAR Reykjavík fekk kaupstaðar-rjettindi, fór fram útmæling á verslunarlóðinni, sem var aðeins „Kvosin”, milli sjávar og tjarnar, milli Grjótahæðarinnar og læksins. Auk þess voru henni lögð tún Hólakots og Melshúsa. En aðrar hjáleigur jarðarinnar Reykjavík: Landakot, Grjóti, Götuhús, Stöðlakot og Skálholtskot urðu utan við í útmælingargerðinni, sem er dagsett 12. febrúar 1787, segir svo um þessa ráðstöfun: — Þessar hjáleigur var ekki talið nauðsynlegt að leggja til kaupstaðarins, því að það sem honum hefur verið lagt virðist kappsamlega nóg. En skyldi svo ólíklega ske einhvern tíma, að Reykjavík þyrfti á meira landrými að halda, þá má bæta við þessum hjáleigum, með leyfi hins hátignar konungsins, sem er reykjavik-902eigandi þeirra. — Fljótlega kom upp óánægja út af því, að þeir, sem áttu heima innan kaupstaðar-lóðarinnar, skyldi ekki hafa neinar nytjar úthaga Víkurjarðar. Varð það til þess að fram fór mat á öllu landi jarðarinnar, og að þvi loknu lagði stiptamtmaður til, að úr því að nokkur hluti af Reykjavík hefði verið út lagður til kaupstaðar, yrði úthagar jarðarinnar að fylgja honum þannig, að íbúar kaupstaðarins hefði sameiginlegan afnotarjett þeirra eftir þörfum á borð við aðra landeigendur. Á þetta felst stjórnin með úrskurði 19. apríl 1788.
Upp úr 1790, þegar innrjettingarnar eru að syngja á sitt síðasta vers, fyrirskipaði Rentukammerið nýja útmælingu. Hún var framkvæmd í maí reykjavik-9031792, og var þá bætt við kaupstaðarlóðina Skálholts og Stöðlakots lóðum. Með þessu var þá kaupstaðarlóðin endanlega ákveðin, og helst hún þannig óbreytt um heila öld, eða fram til 1892. Þannig var þá afmarkað það svæði, þar sem menn máttu versla. Utan við það mátti engin verslun vera. En þetta var ekki öll Reykjavík. — Eftir sem áður var kölluð Reykjavík öll sú bygð, sem var á landareign jarðanna Víkur, Arnarhóls og Hlíðarhúsa, og þar með talin kirkjujörðin Sel. Nyrst í Kvosinni (við Aðalstræti) voru þá kongsverslunarhúsin, nýlega flutt þangað utan úr Örfirisey. Þau voru öll úr timbri. Syðst við Aðalstræti var kirkjan, og umhverfis hana húsaþyrping innrjettinganna. Af nær 30 húsum og kofum þar voru aðeins sex úr timbri. Hin húsin voru úr torfi og grjóti. Torfbæir reykjavik-904voru á öllum hjáleigunum og eins á Arnarhóli, Hlíðarhúsum og Sel. Þá voru og komnir nokkrir torfbæir tómthúsmanna í Grjótaþorpi, og einn, Þingholt, fyrir ofan læk. ÞESSI var þá stofninn að höfuðborg Íslands: 9 eða 10 timburhús, en allar aðrar byggingar úr torfi og grjóti. Þá voru íbúar Reykjavíkur taldir 167 alls, en í Reykjavíkurkirkjusókn (sem náði einnig yfir Nessókn og Laugarnessókn) voru alls 302 sálir, en íbúar landsins voru þá alls taldir 38.363. Móðuharðindin voru þá nýgengin um garð og árið 1785 höfðu látist 83 í Reykjavíkursókn, 36 í Nessókn og 33 í Laugarnessókn, ..flest úr vesöld, niðurgangi og kreppusótt” eins og segir í kirkjubókinni. Hjer voru því óglæsilegir tímar er hin nýa borg reis á legg.
reykjavik-905Á næstu árum fjölgar þó mjög timburhúsum í kvosinni. Og á næstu áratugum fjölgar einnig mjög þurrabúðar-mönnum. Þeir reistu sjer torfbæi. flestir utan við Kvosina. Tók þá að myndast bygð í Skuggahverfi og Þingholtum og Grjótahverfið að stækka. Reykjavík varð þannig tvöföld í roðinu. Annars vegar voru timburhúsin í Kvosinni, flest eign erlendra kaupsýslumanna, en hins vegar torfbæir Íslendinga. Þegar þessa er gætt má segja að Íslendingar hafi upphaflega bygt höfuðborg sína úr torfi. Og þannig er hún álitum á 50 ára afmæli sinu.
Í Landsbókasafninu er geymt handrit að skrá um torfbæi í Rvík 1830 og bætt við nokkrum, sem bygðust á næstu árum, eða alt fram að 1840. Skrá þessi er samin af Jóni Jónssyni prentari í Stafni. Hefir hann tekið hana saman á gamals aldri (1866) og má því vera að einn og einn bær hafi gleymst, annaðhvort vegna þess. að höfund hafi mint að hann væri rifinn fyrir reykjavik-907þennan tíma, eða bygður seinna. En skrá þessi sýnir þó greinilega hvernig Reykjavík hefur verið á svipinn þegar hún hafði náð fimmtugsaldri.
TORFBÆIRNIR í Reykjavík voru yfirleitt ljelegri heldur en sveitarbæir, enda var þeim venjulegast hrófað upp af litlum efnum. Til er lýsing á torfbæunum, er Þorbergur Þórðarson rithöfundur skrifaði eftir frásögn Ólafs Jónssonar fiskimatsmanns, sem fæddur var í Hlíðarhúsum 1856 og segir þar meðal annars svo: — Öll úthverfi Reykjavíkur voru langt fram eftir aldarhelmingnum eintómir torfbæir að heita mátti. Hver bær var tíðast tvö hús, er stóðu hlið við hlið. Annað húsið var til íbúðar, hitt til eldamensku og geymslu. Veggir voru hlaðnir úr torfi og grjóti, framstafnar sumstaðar úr torfi og grjóti, upp að glugga og þar fyrir ofan gerðir úr timbri, en annars voru þeir allir úr timbri. Afturstafnar voru ýmist úr torfi og grjóti upp að glugga og efri hlutarnir úr timbri, eða þeir voru úr torfi og grjóti upp úr og þá gluggalqusir. Þá hjetu þeir gaflöð. Framstafnar sneru venjulega til sureykjavik-908ðurs, stundum til austurs. Sperrur voru að jafnaði krossreistar (mynduðu 90 stiga horn í mæni). Stundum voru þær með kalfa í mæni á sperrunum var skarsúð á íbúðarhúsunum, en refti á eldhúsi og geymslu. Þar ofan á kom torfþekja. Á milli þekjunnar og súðarinnar var hvorki tróð nje hella. Langt fram eftir aldarhelmingnum voru hjer til torfbæir, sem voru með moldargólfi og höfðu refti eitt og torf í stað súðar. Rúmstæðin voru bálkar, hlaðnir úr torfi og grjóti, og þá var dreift heyi undir sængurfötin. — Þrifnaður stóð á þessum tímum í flestum greinum að baki því, sem nú tíðkast, enda voru skilyrði flest til þrifnaðar þá margfalt verri en nú á tímum. Gólf voru venjulega þvegin tvisvar í viku, á miðvikudögum og laugardögum, en aðra daga voru þau oftast sópuð með fuglsvæng. Gólf voru aldrei þvegin úr sápu, heldur aðeins úr vatni og fínum sandi, sem sóttur var niður í fjöru. Eftir þvottinn var stráð á þau hvítum skeljasandi, sem fluttur var í pokum utan úr Örfirisey. Gólfdúkar eða teppi voru þá ekki til. Hvíti skeljasandurinn var því fyrsti vísir til dúka og teppa á gólfum. Honum var einnig stráð í ganga og bæjardyr, þótti það hreinlegra og fallegra.
reykjavik-909Sjaldnast voru vanhús við torfbæina. Karlmenn gengu örna sinna út um holt og niður að sjó, en börn og kvenfólk hægði sjer í næturgögn, sem tæmd voru í hlandforir eða á sorphauga, er voru heima við flesta bæi.
Þessu ber saman við lýsingu Mackenzie, sem hjer var á ferðalagi 1810. Hann kom að prestsetrinu Seli. Þar átti þá heima Brynjólfur Sigurðsson dómkirkjuprestur. Segir Mackenzie svo frá: — Presturinn mætti okkur við dyrnar á kofaræfli, og leiddi okkur inn löng, dimm og skítug göng framhjá allskonar drasli, fram hjá manni, sem var að berja harðfisk, og inn í dimt herbergi. Það var svefnherbergi fjölskyldunnar og hið besta á bænum. Þakið var svo lágt, að maður gat varla staðið upprjettur, og þar var tæplega rúm fyrir nokkurn hlut nema húsgögnin, en þau voru: rúm, klukka, lítil kommóða og glerskápur. — Jón Helgason biskup, sem mundi eftir flestum torfbæunum, segir svo á einum stað: — reykjavik-910Fæstir hinnar uppvaxandi kynslóðar vorra tíma gera sjer í hugarlund, hve ljeleg húsakynni voru gömlu reykvísku torfbæirnir í úthverfum bæjarins, eða „kotin”, eins og algengast var að nefna þessa mannabústaði. Torfið á þekjunum reyndist alt annað en góður regnvari, er til lengdar ljet.
Snemma fór vætan að leita á súðina undir torfinu og áður en menn vissu af, var hún orðin svört af sagga undan þekjunni. Og þá leið sjaldnast á löngu áður en lekinn, versti óvinur góðra húsmæðra, færi að gera vart við sig.
Það varð löngum fangaráð húsmæðranna að hengja bjór undir lekann og veita úr honum vatninu þannig, að það færi ekki niður í rúmin. Annars höfðu þessir torfbæir þann stóra kost, að þeir voru hlýir þegar frost og hríðar gengu. Það næðir ekki í gegnum þykka moldarveggi nje þekjur, sem eru máske orðnar alt að þvíhálf alin á þykt vegna þess að altaf var verið að dytta að þeim og bæta torfi ofan á torf. Veðráttan hjer, umhleypingar og votviðri, hamlaði því að þekjur gæti orðið vallgrónar, og þess vegna var lekinn og þess vegna þurfti altaf að vera að bæta nýu torfi utan á hið gamla.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 6. nóv. 1949, bls. 493-495.

Reykjavík

Eftirfarandi er hluti greinar Árna Óla í Lesbók Morgunblaðsins 1967 undir yfirskriftinni “ÞEGAR REYKJAVIK EIGNAÐIST EIÐI.”
Eidi-222“Glöggskyggnir fræðimenn telja, að Nes við Seltjörn muni vera fyrsta býlið, sem byggðist úr landi Reykjavíkur. Verða þó ekki fundnar neinar beinar heimildir þar um, því að saga Ness er öll í móðu og mistri fram eftir öldum, eins og saga Reykjavíkur sjálfrar. Þar er varla um annað að ræða en bendingar í fornum máldögum og landamerkjabréfum. En sé þessar bendingar athugaðar rækilega, virðast þær sýna, að Nes sé ekki miklu yngra en Reykjavík, og hefði jafnvel getað heitið landnámsjörð, þó hennar sé ekki getið í Landnámu. Nokkuð eru skiptar skoðanir um, hve stórt skuli telja Seltjarnarnes. Sumir telja, að það takmarkist af línu, sem hugsast dregin milli Kirkjusands ytra og Fossvogs, en aðrir segja að það nái inn að Elliðaám og að línu dreginni úr Blesugróf niður að Fossvogi. Hér skakkar því, að sumir telja lönd Laugarness, Klepps og Bústaða til Seltjarnarness, aðrir ekki. Hér skal ekki lagður neinn dómur á hvort réttara sé, en vegna efnis þessarar greinar er handhægara að fylgja hinum þrengri takmörkunum, og því verður hér miðað við það, að Reykjavík og Nes hafi skipt öllu Seltjarnarnesi á milli sín. Allt bendir til þess, að sú skipting hafi farið fram skömmu eftir að Ingólfur settist að í Reykjavík. Landamerkin lágu þvert yfir nesið þar sem það var lægst og einna mjóst. Þar var Eiðistjörn á landamerkjunum nyrzt og síðan tók við mómýri, sem seinna hlaut nafnið Kaplaskjólsmýri. Og þarna þvert yíir nesið hefir þá verið hlaðinn voldugur landamerkjagarður, svo að Nesland þyrfti ekki að verða fyrir átroðningi af öðrum. Það mun hafa verið forn siður í Noregi að hlaða landamerkjagarða, og elzti landamerkjagarður á Íslandi mun hafa verið þessi garður þvert yfir Seltjarnarnesið. Hann hefir verið bæði hár og þykkur, því að enn sást móta fyrir honum austan við Lambastaði árið 1879. Þessi garður hefir að sjálfsögðu verið hlaðinn þegar eftir að Nesi var úthlutað fremra hluta nessins.
sel - teikning-5Vera má, að nafnið á vestasta býlinu í Reykjavík geti að vissu leyti borið vitni um aldur hans. Býli þetta hét Sel og hafði verið gefið fyrstu kirkjunni í Reykjavík og talið 10. hndr. að dýrleika Nafnið bendir til þess, að þar hafi upphaflega verið sel frá Reykjavík, en landamerki þess að vestan voru hin sömu og landamerkin milli Reykjavíkur og Ness. Líklegt má telja, að þarna hafi verið fyrsta selstaða Reykjavíkur, og er staðsetning hennar einkennileg að því leyti, að hún skuli vera rétt við landamerkin milli Reykjavíkur og Ness. Gæti það ef til vill bent til þess, að nesinu hefði verið skipt áður en selið var reist og landamerkjagarðurinn þegar verið hlaðinn. „Ekkert verður um það sagt, hvenær selstaða þessi hefir fyrst verið tekin upp, en selið gæti vel verið frá fyrstu tímum byggðarinnar”, segir Ólafur prófessor Lárusson í grein um hvernig Seltjarnarnes byggðist (Byggð og saga bls. 100).
Nú er það vitað, að landnámsmenn fluttu með sér frá Noregi þann sið í búskaparháttum að hafa í seli, og þess vegna er líklegt að Reykjavíkurbóndi hafi fljótlega komið sér upp selstöðu. — Ef þessar tilgátur eru réttar, þá má sjá, að engin fjarstæða er að kalla Nes landnámsjörð, enda þótt hún sé byggð úr landi Reykjavíkur.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Árni Óla, “Þegar Reykjavík eignaðist Eiði”, 5. febr. 1967, bls. 1.

Reykjavík

“Norrænt landnám á Íslandi hefst með Ingólfi Arnars

yni og telst frá því, er hann reisti byggð í Reykjavík sumarið 874.
ondvegissulur-2Hin fáorða saga hans sýnir vel, að hann 
hefir ekki hrapað að því að nema land á afskekktu eylandi lengst vestur í Atlantshafi. Nokkrum árum áður fór hann þangað til þess að kynnast landinu. Þá tók hann land í Álftafirði hinum syðra í Austfjörðum. Þar dvaldist hann eitt ár og kannaði landið. Segir sagan, að honum hafi litist landið betra suður en norður. Þessi stutta setning sýnir að hann muni hafa látið kanna allvíða og má vel vera að þeir hafi þá komist alla leið suður í Hornafjörð.
Næsta vetur sat hann í Noregi og gekk þá til véfréttar um forlög sín, en véfréttin vísaði honum til Íslands. Hefir Ingólfur verið trúmaður mikill og treyst á handleiðslu guðanna. Sést það einnig á því, að þá er hann sigldi að Íslandi næsta sumar, þá varpaði hann öndvegissúlum sínum fyrir borð og hét á guðina að láta þær koma þar að landi er hann skyldi byggja. Þetta var helgiathöfn og um leið afsalaði hann sér ákvörðunarrétti um hvar hann skyldi nema land. Ákvörðunin var falin guðunum. Ekki er þess getið hvar þetta gerðist, en ekki er ólíklegt að það hafi verið í nánd við Vestrahorn, og hafi Ingólfur vænst þess, að öndvegissúlurnar ræki beint til lands. Það hefir aðeins verið fróm og mannleg ósk, ef hann hefir litið Hornafjörð áður um sumar í sólskini, því að sú sjón mundi vekja löngun hjá öllum að eiga þar heima. En nú voru það guðirnir sem réðu, og austanfallið hreif öndvegissúlurnar þegar og bar þær allhratt vestur með landi. Vera má, að Ingólfur hafi ekki viljað missa sjónar á þeim og hafi þess vegna tafist við að fylgja þeim eftir. Fram að þessu höfðu þeir fóstbræður haft samflot, en nú bar Hjörleif undan og sigldi hann rakleitt vestur með landi. Hann treysti ekki á forsjá guðanna, enda varð honum að því. Ingólfur hefir farið mjög hægt yfir og þegar komið var vestur að Öræfum, mun hann sennilega hafa misst sjónar á öndvegissúlunum, enda hafa þá verið komnar dimmar nætur. Þá tekur hann sér vetursetu hjá Ingólfshöfða; þar var þá höfn og gat hann haldið skipi sínu óskemmdu um veturinn. En það var lífsspursmál fyrir hina fyrstu landnámsmenn, að gæta vel skipa sinna, svo að þeir gæti komist aftur af landi burt, ef þeim litist ekki á sig hér. Um vorið sendir hann svo tvo af mönnum sínum vestur með sjó, 
 til þess að leita öndvegissúlnanna. Þessi leit mun hafa staðið í tvö ár, en þá fundust súlurnar í Reykjavík.

Öndvegissúlur

Öndvegissúlur.

Ýmsir hafa haldið því fram, að þetta muni vera skröksaga öndvegissúlurnar hafi ekki getað hrakið meðfram allri suðurströnd Íslands, síðan fyrir Reykjanes og inn Faxaflóa, og alla leið inn í Sund. En nú vill svo til, að þetta er ekki einsdæmi. Nokkrum árum seinna varpaði Þórður skeggi öndvegissúlum sínum í hafið á svipuðum slóðum og Ingólfur. Má marka þetta á því, að hann veitti súlunum ekki eftirför, heldur tók land í Lóni og hugðist bíða þar frétta af því hvar þær hefði borið á land. Sú bið varð nokkuð löng, því að 15 ár bjó hann að Bæ í Lóni, áður en hann frétti til súlnanna. Þær hafði ekki borið á land í námunda við hann, heldur höfðu þær borist vestur með öllu landi, fyrir Reykjanes, inn Faxaflóa og seinast komið á land í Leirvogi í Mosfellssveit. Þessu höfðu guðirnir ráðið, og Þórður fór að vilja þeirra. Hann lagi þegar á stað, er honum barst fréttin, fékk landskika hjá Ingólfi og reisti bú að Skeggjastöðum í Mosfellssveit, og er sá bær enn við hann kenndur. Þessir tveir menn voru sanntrúaðir og treystu guðunum í blindni, eins og sjá má á því, að annar var þrjú ár á hrakningi áður en hann fann hinn útvalda stað, en hinn hljóp frá vildisjörð eftir 15 ára búsetu, til þess að setjast að á stað, sem í engu virtist komast til jafns við hinn upphaflega bústað, — aðeins vegna þess, að guðirnir bentu honum á, að þar ætti hann að vera. En sögurnar af öndvegissúlunum eru merkar að öðru leyti, því að þær eru elsta vitneskja um hafstrauma við Ísland.”

Heimild:
-Árni Óla – Sjómannablaðið, Forsjónin valdi Reykjavík, 37. árg. 1974, bls. 1-2.

Reykjavík

“UPPHAFLEGA var Reykjavík stærsta jörð, sem nokkru sinni hefir verið á Íslandi. Land hennar náði yfir Kjósarsýslu, Gullbringusýslu og fjóra hreppa. Árnessýslu, Þingvallasveit, Grafning, Ölfus og Selvogshrepp.
landnam-401En brátt saxast á land þetta, því að Ingólfur var óspar á að miðla öðrum af landnámi sínu. Eru taldir 18 landnámsmenn, er hann fékk lönd, og er þá svo komið að land Reykjavíkur nær ekki yfir meira en Seltjarnarneshrepp og vestasta hluta Mosfellssveitar. Og enn skerðist þetta land, því að sjálfstæðar jarðir rísa þar upp snemma, svo sem Nes við Seltjörn og Laugarnes. Örlyndi Ingólfs, sem kemur fram í því hvernig hann brytjar niður landnám sitt, verður trauðlega skýrt á annan veg en þann, að hann hafi ætlað sjer og afkomendum sínum að vera höfðingjar í þessu landi. En höfðingi gat enginn orðið nema sá, er hafði mannaforráð. Og að þeir feðgar hafi haft mannaforráð um alt landnámið, sjest á því er Þorsteinn Ingólfsson stofnar Kjalarnesþing.
Reykjavík var enn góð jörð, þrátt fyrir alt, og höfuðból hefir hún verið fyrstu aldirnar. Hafa þar um ráðið hin miklu hlunnindi hennar, svo sem selalátur í Örfirisey, trjáreki, æðarvarp í eyunum, laxveiði i Elliðaánum. Þá hafa og verið hjer ágæt fiskimið og fiskur oft gengið inn í Sundin. Þess vegna hefir jörðin getað framfleytt fjölda Austurvollur-401fólks og þess vegna rísa stöðugt upp nýjar jarðir í landi hennar, þangað til svo er komið, að þetta höfuðból er orðið að kotjörð, hlunnindin hafa lent hjá öðrum eða farið forgörðum, og svo verður Danakonungur eigandi jarðarinnar. Niðurlægingarsagan er löng og ömurleg.
Og þegar konungur gefur svo verksmiðjunum heimajörðina, þá er það ekki annað en kvosin, þar sem Miðbærinn stendur nú. REYKJAVÍK var þá jörð í Seltjarnarneshreppi. En árið 1803 er hún gerð að sjerstöku lögsagnarumdæmi og fær sjerstakan bæarfógeta. Lögsagnarumdæmið var miklu stærra en verslunarlóðin, því að innan þess voru Þingholt, Stöðlakot, Skálholtskot, Melshús. Melkot, Götuhús og Grjótaþorpið, og brátt bættist Landakot við.
Reykjavik-402Þrátt fyrir þetta helst enn sambandið við Seltjarnarnes að nokkru ]eyti, því að fátækramálin voru sameiginleg og voru til þess alveg sjerstakar ástæður.
Þegar eftir að verksmiðjurnar voru reistar hjer, og þó einkum eftir að verslunin var gefin frjáls og Reykjavík fekk kaupstaðar rjettindi, fór fólk að flykkjast þangað í atvinnuleit og margir settust þar að og komu sjer upp tómthúsbýlum, eða hinum svonefndu kotum.”
“SVO segir í Landnámabók: „Þá er Ingolfur sá Ísland, skaut hann fyrir borð öndvegissúlum sínum til heilla; hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmi á land. Ingolfur tók þar land er nú heitir Ingolfshöfði . . . Vífill og Karli hjetu þrælar Ingolfs; þá sendi hann vestur með sjó að leita öndvegissúlna sinna . . . Fundu þeir öndvegissúlur hans við Arnarhvál fyrir neðan heiði . . . Ingolfur tók sjer bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið. Hann bjó í Reykjarvík”.
Arnarhóll hjet seinna bær hjer og stóð þar sem nú er líkneski Ingólfs Arnarsonar. Hefur nafnið fest við hólinn, þar sem líkneskið stendur og er hReykjavik-405ann nú í daglegu tali nefndur Arnarhóll. En eigi er alveg víst að það sje sá Arnarhóll, sem Landnáma talar um. Norðan við þennan hól var áður annar hóll, sem skagaði eins og höfði út í sjóinn, og var mýrarslakki á milli þeirra. Þessi hóll eða höfði var einnig nefndur Arnarhóll, og höfum vjer fyrir satt að það hafi verið sá Arnarhóll er Landnáma nefnir og þar hafi öndvegissúlur Ingolfs borið að landi. En þegar bærinn, sem við hann var kendur, var byggður á hólnum fyrir sunnan, þá hafi nöfnin ruglast og að minnsta kosti hefur höfðinn stundum verið nefndur Arnarhólsklettur. Það eru líkur til þess að Arnarhóll hafi nokkuð snemma orðið sjálfstæð jörð. Er hennar fyrst getið 1534 og er það ár gefin Viðeyjarklaustri (af Hrafni Guðmundssyni). Kemst hún svo undir konung ásamt öðrum eignum klaustursins. Árið 1764 var bygt tukthús í Arnarhólslandi (nú Stjórnarráðshúsið) og var afgjald jarðarinnar í fyrstu lagt til þess. Seinna fekk ráðsmaður tukthússins leigulausa ábúð á jörðinni og enn seinna var jörðin fengin stiptamtmanni til, afnota og síðar landshöfðingja.
ÞegArnarholl-401ar fyrsta útmæling kaupstaðarlóðar Reykjavíkur fór fram (1787) er þar með talin „spilda af Arnarhólslandi fyrir norðan og norðaustan Arnarhólstraðir”. En með nýrri útmælingu, sem fór fram 1792, er þessari spildu sleppt og var hún því ekki lögð undir kaupstaðinn, eins og fyrst var til ætlast. Um þær mundir er Reykjavík fekk kaupstaðarrjettindi var bærinn Arnarhóll orðinn mesta hreysi og hrörnaði stöðugt þangað til Hoppe stiptamtmaður ljet rífa húsin árið 1828 og sljetta yfir rústirnar.
Lækurinn skifti löndum Arnarhóls og Víkur frá sjó og sennilega þar suður undir sem Mentaskólinn er nú. Var lækurinn þá stundum nefndur Arnarhólslækur neðst. Frá læknum lágu svo landamerkin skáhalt norðaustur að Rauðarárvík.”
“Fyrri hluta ársins 2001 var gerður uppgröftur á hluta af hinu gamla bæjarstæði Reykjavíkur, nánar tiltekið á lóðunum 14, 16 og 18 við Aðalstræti.
Til uppgraftarins var stofnað vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda. Vitað var að á þessum stað væri að vænta fornra mannvistarleifa og því þótti nauðsynlegt að rannsaka staðinn fyrst með uppgrefti. Minjarnar sem fundust voru aðallega frá tveimur tímabilum. Annars vegar voru þar töluverðar minjar bygginga frá tímum Innréttinganna á 18. öld og hins vegar óvenjulega heilleg tóReykjavik-406ft af skála frá 10. öld.
Ýmisleg vitneskja hefur smátt og smátt verið dregin saman um hið forna bæjarstæði Reykjavíkur. Sigurður Guðmundsson málari taldi líklegast að elsti bærinn hefði staðið á lóðinni Grjótagötu 4. Þar hafði staðið torflhús kallað „Skálinn” og voru sagnir um að hann hefði verið þar lengi. Soffia Fischer þekkti sögn um að bærinn hefði verið á Arnarhóli, en Guðbjörg Jóhannsdóttir að „bærinn gamli hefði verið þar, sem gamli klúbbur stóð”4 eða við suðurenda Aðalstrætis. Kristian Kálund ályktaði að hinn gamli Reykjavíkurbær hefði verið annað hvort norðan eða sunnan við kirkjugarðinn, en Eiríkur Briem taldi að bærinn hefði verið „vestan við Aðalstræti sunnanvert milli Túngötu og Bröttugötu”. Ólafur Lárusson taldi ólíklegt að sagnir þær er sögðu bæjarstæðið á Arnarhóli fengju staðist. Klemens Jónsson taldi líklegast að bærinn hefði frá upphafi staðið sunnan Grjótagötu, „rjett vestan við Aðalstræti, þar sem nú eru húsin 14 og 16″.
Þegar grafið var fyrir húsinu Tjarnargötu 3A 1904 var komið niður á mannvistarminjar, sem lýst er sem öskuhaug og rennu úr grjóti. Við gröft fyrir hitaveitustokk vestanmegin í TjaAdalstraeti-450rnargötu nyrst, einhvern tíma milli 1940 og 1950, sáust einnig ummerki fornra mannaverka á um 1 m dýpi, hellustétt og svört moldarlög. Ekki er að sjá að menn hafi veitt fornum mannvistarleifum athygli þegar grafið var fyrir húsi Hjálpræðishersins í Kirkjustræti 2, 1916, og ekki heldur þegar steinhúsið í Suðurgötu 3 var reist 1923. En árið 1943 var gerður kjallari að húsabaki við Suðurgötu 3 og var þá komið niður á ræsi úr steinum, sem lá frá austri til vesturs á meira en 2 m dýpi. Þegar grafið var fyrir stóru steinhúsi á lóðinni Tjarnargötu 4 árið 1944 reyndust vera þar miklar leifar eftir eldri byggð. Ekki fór fram regluleg fornleifarannsókn á þeim tíma, en þó eru til töluverðar upplýsingar um það sem sjá mátti í grunninum. Sunnarlega í grunninum mátti sjá „allmikið af hleðslugrjóti djúpt í jörðu”, og virtust leifar af vegg. Þarna var líka ferhyrndur hellukassi, líklega eldstæði, grafinn niður í malarlag það sem er undir miðbænum. Þar fyrir norðan mátti sjá gólfleifar.
Árið 1962 voru mannvistarleifar á þessum slóðum kannaðar með því að bora könnunarholur og taka upp jarðvegskjarna. Hér um bil allsstaðar þar sem borað var fundust einhverjar leifar eftir mannvist. Grjót fannst víða, en lítið er um það á þessum slóðum af náttúrunnar völdum. Í fleiri en einni af könnunarholunum mátti sjá gjóskulag það sem kallað hefur verið landnámslagið á töluverðu dýpi. Nokkru norðan við húsið Aðalstræti 16 varð í einni holunni vart við lag sem talið var gólfskán á u.þ.b. 2 m dýpi undir yfirborði.
Árið 1971 var ráðist í viðamiklar fornleifarannsóknir í miðbæ Reykjavíkur. Verkið stóð yfir sumurin 1971-1975. Grafið var á fjórum auðum lóðum í miðbænum, Aðalstræti 14 og 18 og hluta lóðanna Suðurgötu 3-5. Í ljós kom að á öllum þessum lóðum voru byggingaleifar frá ýmsum tímum. Á lóðinni Aðalstræti 18 voru leifar byggingar úr torfi nánAdalstraeti-407ast beint ofan á mölinni. Í þeirri byggingu var eldstæði í gólfi og var því talið að það væri íveruhús. Veggir hússins voru mjög sundurskornir af undirstöðum yngri bygginga, en nyrsti hluti þess var ekki grafinn upp enda lá hann undir húsið Aðalstræti 16. Ekki var hægt að tímasetja torfbyggingu þessa nákvæmlega. Þegar uppgröfturinn fór fram lá ekki fyrir nákvæm tímasetning á gjóskunni, en talið að hún hefði fallið nálægt 900. Gjóskulagið hefur nú verið tímasett til 871+/-2.
Elstu mannvistarleifarnar sem vart varð á lóðinni Aðalstræti 14 þegar uppgröftur þessi fór fram var veggbútur sem sjá mátti í sniði við Grjótagötu. Þessi veggur var úr torfi sem ekki innihélt landnámslagið svonefnda. Aftur á móti sást landnámslagið liggja að veggnum, og taldi Else Nordahl það sýna að veggur þessi væri eldri en landnámslagið og því eldri en allar aðrar minjar sem kannaðar voru við þessa rannsókn.
Árið 1983 var gerð rannsókn á lóðinni Suðurgötu 7. Komið niður á gólflag.Viðarkol úr gólfi hússins voru aldursgreind til 10. aldar.
Elstu byggingarleifar sem fundust við rannsókn 2001 voru nyrst á lóðinni Aðalstræti 14, næst Grjótagötu. Þar mátti sjá leifar torfveggjar, og var þetta sami veggstúfur og sést hafði við fyrri rannsókn á þessum stað. Mátti álykta að þessi veggur hafi verið reistur áður en landnámslagið féll og öskulagið lagðist yfir.
Á lóðunum Aðalstræti 14-16 voru grafnar upp rústir af skála frá víkingaöld. Skáli þessi var töluvert vel varðveittur. Skáli þessi er best varðveitta byggingin frá víkingaöld sem fundist hefur í Reykjavík. Í skálanum miðjum er stórt eldstæði úr grjóti. Á skálanum eru tvennar dyr, sem virðast hafa verið á honum frá upphafi.
landnamsbaerinnVitað er um aðrar víkingaaldarbyggingar á þessum slóðum í miðbæ Reykjavíkur. Þó ekki séu öll kurl komin til grafar er greinilegt að þær byggingar sem við vitum um á bæjarstæði Reykjavíkur á víkingaöld hafa staðið í röð frá norðri til suðurs, frekar en í þyrpingu. Líklegt er að landslag ráði miklu um þetta og byggingarnar hafi verið reistar undir brekkunni, en fleira getur hafa komið til. Fyrstu kynslóðir Reykvíkinga hafa til dæmis haft þeim mun frjálsari hendur um val á byggingarstað að engin eldri byggð var fyrir sem taka þurfti tillit til, ólíkt því sem gerðist í öðrum löndum norrænna manna.”
Sjá meira HÉR.

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, Árni Óla – SKILNAÐIR REYKJAVÍKUR OG SELTJARNARNESHREPPS, 28. janúar 1951, bls. 45-48.
-Lesbók Morgunblaðsins, Árni Óla – VÍGGIRÐINGAR REYKJAVÍKUR, 8. febrúar 1948, bls. 61-64.
-Árbók Hins íslenska forleifafélags, HOWELL M. ROBERTS, MJÖLL SNÆSDÓTTIR, NATASCHA MEHLER OG ORRI VÉSTEINSSON – SKÁLI FRÁ VÍKINGAÖLD í REYKJAVÍK, 96. árg. 2000-2001, bls. 219-232.

Örfirisey

Í Fornleifaskráningu fyrir Örfirisey og Grandinn er m.a. getið um tvo letursteina, sem fluttir voru frá Örfirisey í Árbæjarsafn; Apótekarasteinninn og Álnasteinninn. Auk þess má enn sjá áletranir á klöppum á svonefndu Reykjanesi nyrst á Grandanum.
Orfirisey-222“Örfirisey var ein af sex eyjum Kollafjarðar, grösug og frjósöm. Hinar eru Akurey, Engey,
Viðey, Þerney og Lundey. Búið var í þeim öllum nema Akurey og Lundey. Það sem gerir Örfirisey sérstæða er grandinn út í hana, en gæta þurfti sjávarfalla til að komast út í hana. Við byggingu Grandagarðs árið 1913 varð breyting á og aðgengi út í eyju varð betra. Örfirisey og Grandinn afmarka vestur hluta Reykjavíkur en Lauganestanginn austurhluta hennar. Talið er að Örfirisey hafi verið stærri áður, en minkaði vegna ágangs sjávar. Áður en Grandagarður var gerður, lá malarif eða grandi út undan Brunnstíg til norðnorðausturs, þar til komið var mitt á milli lands og eyjar. Þar sveigði hann til austurs og lá í norðaustur út í suðurenda Örfiriseyjar. Þessi grandi hét Örfiriseyjargrandi.
Orfirisey-223Reykjanes er nyrst á eyjunni. Árni Magnússon hefur þær sögusagnir eftir Seltirningum að súlur Ingólfs hafi rekið þar á land, en Ingólfi hafi aftur á móti ekki litist á staðinn, brennt súlunnar og numið land á þeim stað þangað sem reykinn lagði eða í Reykjavík. Trúlegra er að nafnið á Reykjanesi sé tilkomið vegna heitrar gufu sem steig upp um glufu í klettunum á stórstraumsfjöru.
Nyrst á Örfirisey er Reykjanes, einn af fáum stöðum sem enn eru óraskaðir. Þar er að sjá
lítið rústarbrot sem ekki er vitað hvað var. Talið var að álfar ættu sér þar bústað í klöppunum. Á klöppunum fyrir neðan rústina er að finna mikið af áletrunum, þær elstu frá síðari hluta 18. aldar. Þar er helst að nefna mjög merkilegar áletranir eftir Henrik Hansen kaupmann og syni hans. Henrik Hansen var verslunarmaður í Hólmi meðan verslunarhús voru í Örfirisey. 

Orfirisey-225

Á Reykjarnesi má sjá eiginhandaáritun hans slegna í klöpp. Hann var kaupmaður á Básendum, er verslunarstaðinn tók af þar í flóðinu mikla 9. janúar 1799. Synir hans voru kallaðir Básendabræður. Þeir voru Hans Símon Hansen og Símon Hansen sem átti Hansenhús/Smiðshús sem nú er á Árbæjarsafni. Bræðurnir settu fangamörk sín á klappirnar á Reykjanesi ekki langt frá áletrun föður síns árið 1828. Aðra áletranir eru flestar yngri. Þar má nefna fjölmargar frá árunum 1945 – 1948, tengdar veru bandaríska hersins auk fangamarka nokkurra Íslendinga frá árunum 1958 – 62.
Tveir áletraðir steinar voru fluttir á sínum tíma frá Örfirisey á Árbæjarsafn þegar ljóst þótti að þeir myndu lenda undir uppfyllingum. Annar steinninn er kallaður Apótekarasteinn. Á hann er rist einföld mynd af keri 60 x 63 cm að ummáli, og á því miðju er fangamarkið HCB og ártalið 1747. Ekki er vitað af hverju steinninn dregur nafn sitt. Hinn steinninn er kallaður Álnarsteinn. Á hann er rist lína, um 53 cm að lengd. Sýnir hún lengdareiningu þess tíma, sem var alin. Fyrir neðan álnarlínuna er latneskt máltæki rist í steininn: „memento mori“, sem útleggst á íslensku „Minnstu dauðans“. Talið er að báðar þessar áletranir hafi komið til á tíma verslunarstaðarins í Örfirisey.
Apotekarasteinn-22Nokkru eftir að verslunin var flutt úr eynni urðu þarna miklar hamfarir þegar ofsaveður gekk yfir eyna árið 1799 í svokölluðu Básendaveðri. Eyddist þar öll byggð um sinn en búseta hófst þar aftur nokkru síðar. Sú byggð var þó aðeins svipur hjá sjón og lagðist síðan niður með öllu 1861. Síðustu ábúendur í Örfirisey munu hafa heitið Jón og Kristín, en þau fluttust þaðan 1861.”
Þrátt fyrir að byggð hafi lagst af í Örfirisey er þar nú fjölbreytt athafnalíf, auk þess sem Grandinn hefur verið gerður landfastur með miklum uppfyllingum. Einungs nyrsti hluti hans, Reykjanesið, er að mestu ósnert, sem fyrr sagði.
Í Alþýðublaðinu 1963 segir m.a. um Apótekarasteininn: “
Fyrrnefndur apótekarasteinn er úr Örfirisey. Á honum stendur ártalið 1747 og áletrunin HBC. 

Alnasteinn-2

Utan um þetta er mótuð apótekarakrukka, sem gefur steininum nafn sitt. Hann er einn af merkilegustu steinunum í Örfirisey og er frá dögum verzlunarinnar þar. Danskir verzlunarstjórar hjuggu oft nöfn í steinana á eyjunni. Apótekarasteinninn lá við sjávarmálið og á góðri leið með að eyðileggjast er hann var fluttur til safnsins.”
Í Alþýðublaðinu 1963 var rætt við Lárus Sigurbjörnsson, forstöðumann Skjala- og minjasafns Reykjavíkurborgar. Í viðtalinu segir hann m.a.: “Hann sagði annan stein hvað merkilegastan. Í steininn er klöppuð sjálenzk alin, en þetta mál finnst nú hvergi nema í kirkju einni á Sjálandi. Hún hefur verið höggvin í steininn 1660. Neðar á stendur orðið „memento”, sem útleggst „mundu”. Undir þessu hafa svo upphaflega staðið tveir stafir O.P., en síðar hefur einhver bætt M fyrir framan þá, gert P að R og höggvið í aftast. Kemur þá út orðið „mori”, sem þýðir dauði. Hefur einhver gert þetta af skömmum sínum. „Memento mori” þýðir þá „Mundu að þú átt að deyja”.
Apótekarasteinn stendur við húsið Þingholtsstræti 9 á Árbæjarsafni, en Álnasteinninn við Kornhúsið.
Sjá meira HÉR um letursteina í Reykjavík.

Heimild:
-Anna Lísa Guðmundsdóttir – Fornleifaskráning fyrir Örfirisey og Grandinn, Reykjavík 2009.
-Alþýðublaðið 3. sept. 1963, forsíða.
-Alþýðublaðið 30. júní 1963, bls. 16.