Færslur

Öskjuhlíð

Þrír letursteinar með áletruninni “Landamerki 1839” afmörkuðu jörðina Skildingarnes frá Víkurbænum í Reykjavík.
Öskjuhlid-223Í grein í Morgunblaðinu 17. apríl 2005 er umfjöllun um byggðina undir yfirskriftinni “Skildinganes-kauptún”. Þar segir m.a.: “Sunnan í Skildinganeshólum stóð veglegt steinhús, þar átti heima frú sem hét Margrét. Börnum stóð stuggur af frúnni og kölluðu krakkarnir hana Hóla-Möngu. Þegar Margrét, sem alltaf var prúðbúinn utandyra, sást fara með strætó niður í bæ, áræddu krakkarnir að leika sér sunnanmegin í hólunum. Þar efst var steinn sem í var grafið LANDAMERKI 1839.”
Í Morgunblaðinu 9. ágúst 1994 sagði Magnús Sigurðsson í umfjöllun um Skerjafjörð – sjálfstæða byggð með sérstæðu yfirbragði: “Um Skildinganeshóla lágu áður mörk milli jarðarinnar Skildinganess og Reykjavíkur og þar var m. a. landamerkjasteinn frá 1839, sem nú er varðveittur í Árbæjarsafni.”
Í Fornleifaskráningu fyrir vestanvert Öskjuhlíðarsvæðið frá árinu 2006 segir m.a.: “Nokkur saga er tengd landamerkja-steininum. Skildinganes var um miðbik 16. aldar orðin sjálfstæð jörð, engu að síður voru landamerki hennar og Reykjavíkur ekki skýrt afmörkuð fyrr en árið 1787. Þá hafði Reykjavík fengið kaupstaðarréttindi og var land jarðarinnar ákvarðað í tengslum við það. Voru þá mörk Skildinganess og Reykjavíkur dregin frá Lambhól við Skerjafjörð, upp í Skildinganeshóla við Suðurgötu (Hjónagarða), þaðan austur í vörðu við Öskjuhlíð og að lokum í Fossvog við Hangahamar að austan, við Nauthólsvík. Fljótlega var reynt að hnekkja þessari niðurstöðu og spannst af því mikil deila sem leystist ekki fyrr en með sáttagerð árið 1839. Var hún í flestu samhljóða útmælingunni frá 1787. Til að taka af öll tvímæli var landamerkjalínan vörðuð þremur steinum, einum við Lambhól, öðrum í Skildinganesi og þeim þriðja í Öskjuhlíð. Á alla steinanna var höggvið orðið „Landmerke“ og ártalið 1839.
Oskjuhlið-223Lýsing: Steinninn er jarðföst klöpp með áletruninni “Landamerke 1839”, klappaðri á eina hliðina. Ofan á hann er merkt X. Hann er um 1,5 m á lengd og 1 m á hæð.
Á vísindavef HÍ er fjallað um örnefnið Ökjuhlíð: “Öskjuhlíð getur verið gamalt nafn. Hún hefur vafalaust tilheyrt landnámsbænum Vík (Reykjarvík) frá upphafi. Nafnið Víkurholt, sem nefnt er í máldaga Víkur frá 1379 gæti átt við Skólavörðuholt en þó fremur Öskjuhlíð, þar sem segir: “Víkurholt með skóg og selstöðu”.
Elín Þórðardóttir hét síðasta selráðskonan í Víkurseli. Árið 1828 gaf hún vitnisburð um landamerki Reykjavíkur og Skildinganess, meðal annars með þessum orðum: “Sel hafði faðir minn og allir hans forfeður vestan og sunnan undir Öskjuhlíð”. Nafnið hefur stundum verið stytt því að í áreiðargerð vegna landamerkja, þar sem farið er eftir landamerkjum jarða til upprifjunar eða staðfestingar, frá 1787 er talað um Landamerkjasteinn 1839“Trevarder paa Hlidin”. Jónas Hallgrímsson nefnir Öskjuhlíð í dagbók sinni frá 1840.
Að minnsta kosti frá því um miðja 19. öld bar hæðin einnig nafnið Eskihlíð. Á korti frá 1850 er nafnið Öskjuhlíð aðalnafnið en Eskihlíð smáletrað. Býlið Eskihlíð (síðar við Miklatorg) var þó ekki stofnað fyrr en 1891.
Eski (eskigras) hefur fundist í hlíðinni en líklegra er að nöfnin Öskjuhlíð/Eskihlíð séu dregin af líkingu við öskjur, sem höfðu kúpt lok og voru notaðar meðal annars til að geyma í lín (einkum höfuðbúnað kvenna). Orðin askja, eski og eskja merkja hið sama, oft notað í fleirtölu, trafaöskjur = trafeskjur. Eski er upphaflega trjátegundin askur, en síðan haft um ílát úr þeim viði. Tvímyndir nafnsins kunna því að hafa þekkst letursteinn-222frá fornu fari: Eskihlíð og Öskjuhlíð, samanber Eskiholt (Eskjuholt) og Öskjuholt á Mýrum.
Í Alþýðublaðinu 1963 var rætt við Lárus Sigurbjörnsson, forstöðumann Skjala- og minjasafns Reykjavíkurborgar. Í viðtalinu kom eftirfarandi m.a. fram:  “Þá sagði hann okkur frá öðrum merkilegum steini, sem nú stendur í heygarðinum fyrir norðan Árbæ. Er það landamerkjasteinn Reykjavíkur og Skildinganess. Var þessi steinn settur 1839 eftir miklar landamerkjadeilur. Voru tveir aðrir settir, annar í Eskihlíð og hinn á Lambholt. Sá sem er í Árbæ var á Skildinganesshólnum. Lárus hefur leitað að hinum steinunum, en ekki fundið. Sá, sem var á Skildinganesshólnum hafði verið bylt, líklega á stríðsárunum. Á honum stendur „Landamerki 1839″.”
Skv. nýjustu upplýsingum (2011) mun landamerkjasteinninn frá Skildinganesi hafa verið fluttur aftur á Skildingarneshóla fyrir 1994 sbr. Fornleifaskrá Bjarna F. Einarssonar. Þegar FERLIR kíkti á staðinn nýlega (2012) lá steinninn þar efst á hólnum, ekki á hvolfi sem fyrrum, en hallaði þó letrinu “undir flatt”.
Sjá meira HÉR um letursteina í Reykjavík.

Heimildir:
-http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1012796/
-Bjarni F. Einarsson, Fornleifaskrá Reykjavíkur, 1995.
-http://www.arbaejarsafn.is/Portaldata/12/Resources/skjol/skyrslur/skyrsla_130.pdf
-http://www.mbl.is/greinasafn/grein/149422/
-Anna Lísa Guðmundsdóttir, Fornleifaskráning lóðar Háskóla Reykjavíkur, Öskjuhlíð – Nauthóll, 2006.
-http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5169
-http://skerjafjordur.blog.is/blog/skerjafjordur/entry/101846/
-Alþýðublaðið 30. júní 1963, bls. 16.
-Helgi M. Sigurðsson og Yngvi Þór Loftsson, Öskjuhlíð, náttúra og saga. Reykjavík 1993, bls. 7-24.
-Íslenskt fornbréfasafn III, bls 340.
-Íslenskt fornbréfasafn XV, bls. 258.
-Ólafur Lárusson, Byggð og saga. Reykjavík 1946, bls. 106.
-Jónas Hallgrímsson, Ritverk II (1989), bls. 364.

Lækjargata

Hér segir frá hinum gömlu Reykjavíkurbrúm.

“[Lækurinn] kom úr norðausturhorni Tjarnarinnar, hlykkjaðist meðfram löndum Skálholtskots og Stöðlakots og síðan rann hann á landmerkjum Arnarhóls og Reykjavíkur til sjávar, og var ósinn rétt Reykjavík 1787vestan við Arnarhólsklett. Hafði hann þá runnið 198 faðma leið. Víðast var hann ekki nema svo sem tveggja faðma breiður og holbekktur, en um miðju var hann miklu breiðari og fram undan Stöðlakotslandi nyrzt (þar sem nú er lóðin Bankastræti 2) var dálítill hólmi í honum, grasi gróinn. Á austurbakkanum voru grænar flatir mýrarkenndar fyrir neðan túnin og höfðu bændur þar slægjur.“
„Lækurinn var mesti vandræðagripur. Átti hann það oft til að hlaupa yfir Austurvöll, svo að hann varð eins og hafsjór yfir að líta. … Fyrsta flóðið, sem menn hafa sagnir af, stafaði af sjávarfyllu. Var það árið 1799 í veðrinu mikla, þegar Básenda tók af. … Annað sjávarflóð mikið kom á jólaföstu 1832. Kom flóðið upp í lækinn og yfir allan Austurvöll. Þriðja flóðið kom á miðþorra 1863. … Stíflaðist þá lækurinn og varð af geysimikið flóð í Miðbænum, … Fjórða stórflóðið kom á þorraþrælinn (19. febrúar) 1881. … Vatnið fyllti alla kjallara í Miðbænum og komst sums staðar inn í húsin. Og yfir austurhluta Austurvallar og StólpabrúinLækjargötu var þá ekki fært nema á bátum, því að vatnið tók mönnum þar í mitti, en í Austurstræti mitt á milli þar sem er Útvegsbankinn og Hressingarskálinn, var maður nokkur nær drukknaður.“
Á 17. bæjarstjórnarfundi árið 1843 voru ákveðnar eftirfarandi framkvæmdir í Lækjargötu:
„Veitti bæjarstjórn því 1848–1850 hundrað ríkisdali á ári til að þrengja lækjarfarveginn fram undan Stöðlakotslóð og hækka vesturbakkann á því svæði. Var þetta gert til þess að fá meiri straum í lækinn og koma í veg fyrir að hann flæddi yfir Miðbæinn svo að segja á hverjum vetri, hinum eldri til mikils ama, en börnunum til gleði, því að þá kom ágætt skautasvell á Austurvöll, og þar var æskulýðurinn alltaf á skautum, en ekki úti á Tjörn. Árið 1852 samþykkti bæjarstjórn að láta hlaða upp farveg lækjarins, að neðanverðu. Var það gert á næstum árum. Voru bakkarnir hlaðnir úr hnullungargrjóti, nema fram undan Kóngsgarði. Þar voru þeir hlaðnir úr höggnu grjStólpabrúinóti, „hefur kannske þótt skömm að láta hið sama ávallt vera fyrir augum landshöfðingjans, sem aðrir verða að þola,“ segir Gröndal. … Jafnhliða þessum framkvæmdum var sú kvöð lögð á þá, sem áttu heima í Lækjargötu, að þeir settu laglegar grindur meðfram læknum, hver fyrir sinni lóð og héldu þeim við. Var þetta gert til þess að afstýra því, að menn hrösuðu þar ofan í lækinn í myrkri. Þetta var gert en lítið var um viðhald og grotnuðu grindurnar niður og brotnuðu. … Árið eftir konungskomuna [1874] voru lækjarbakkarnir hlaðnir upp frá Skólabrú suður að tjörn og á næsta ári var Lækjargatan lengd að Tjörninni.“
„Frá því ég man fyrst eftir var tíðast eitthvað verið að laga hann til, ýmist hlaða upp veggi hans, laga girðingar meðfram honum, setja á hann brýr, eða hreinsa hann. En eigi að síður var Lækurinn óþverravilpa, sem óheilnæmi og hætta stafaði af, og því hlaut að koma að því, fyrr eða síðar, að hann yrði leiddur í pípum til sjávar, farvegur hans fylltur og gerð þar gata. Veganefnd ákvað um mitt sumar 1912 að ráðist skyldi í þessa framkvæmd næsta ár, en áætlað var, að hún mundi kosta um þLækurinnrjátíu þúsund krónur. … og var Læknum komið í þann farveg, sem hann enn er í, sumarið 1913.“
Brýrnar yfir lækinn Kort Ohlsens og Aanums af Reykjavík frá 1801 sýnir fjórar brýr á Læknum; eina við ósinn, niður úr Arnarhólströðum, aðra fram undan Tugthúsinu/ Kóngsgarði/ Landshöfðingjahúsinu/ Stiftamtmannsbústaðnum/ Stjórnarráðinu, hina þriðju fyrir neðan Þingholtsbæina og fjórðu neðan Stöðlakots. Að öllum líkindum hafa þetta verið einfaldar plankabrýr en sumar með handriði.
Árið 1828 voru settar tvær allveglegar trébrýr á Lækinn, sú fyrri við ósinn en hin síðari fyrir framan Stiftamtmannsbústaðinn. Var sú með háum handriðum og stórum hurðum. Eftir 1834 var sett brú við endann á Austurstræti til að tengja götuna Bakarabrekkunni (Bankastræti) þar sem eini bakari bæjarins var sestur að með starfsemi sína. Stefán Gunnlaugsson land- og bæjarfógeti lét gera brú fyrir framan hús sitt Amtmannsstíg 2 árið 1838. Árið 1846 var gerð brú niður af Latínuskólanum og fékk hún nafnið Skólabrú, en það nafn færðist líka yfir á brautina upp að skólanum og seinna á götuna handan við lækinn. Trébrúin niður af Bakarabrekku var tekin niður árið 1866 og steinbrú gerð þar í staðinn og þótti hún mikið mannvirki. Seinasta brúin yfir Lækinn var gerð árið 1882 niður af Skálholtslind (þar sem Mæðragarður er nú). Sunnar voru þrír til fjórir plankar lagðir yfir Lækinn.

Arnarhólslækur í Reykjavík
Landsnefndin síðari hafði til athugunar margs kyns málefni sem vörðuðu framfarir og viðreisn ÍsKortlands, meðal annars verslunina, og gaf út það álit að stefna bæri að verslunarfrelsi. Fyrst yrði þó að leggja hornstein að kaupstöðum í landinu. Lagði hún því til að stofnaðir yrðu kaupstaðir á fimm stöðum, í Reykjavík og Grundarfirði, á Ísafirði, í Eyjafirði og á Reyðarfirði. Þá hreyfðu nefndarmenn þeirri hugmynd að Reykjavík yrði höfuðstaður landsins, þangað flytti Skálholtsbiskup og skóli staðarins en bærinn hlyti nýtt nafn, Kristjánsvík, konungi til heiðurs. Til að tryggja enn frekar að ekki fyrndist yfir nafn konungs þótti þeim vel til fallið að Eyjafjörður skipti líka um nafn og héti eftirleiðis Kristjánsfjörður.
Árið 1771 hljóðnuðu hamarshöggin í nýju tyftunarhúsi landsins á Arnarhóli. Smíði þess var lokið. Þegar stiftamtmaður tók sér þar bólfestu 1819 var það kallað Kóngsgarður, síðar fékk það nafnið Landshöfðingjahús en kallast nú Stjórnarráðshús.
Reykjavík hlaut kaupstaðarréttindi árið 1786. Sama ár voru stofnaðir kaupstaðir á fimm öðrum stöðum, í Grundarfirði, á Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og í Vestmannaeyjum.
Þetta sama ár Bakarabrúinvar birt konungleg auglýsing þess efnis að einokunarversluninni yrði brátt aflétt. Þá hafði verið afráðið að hvort tveggja, biskupssetrið í Skálholti og skóli staðarins, yrði flutt til Reykjavíkur. Næstu árin fluttist þangað öll umboðsstjórn konungs sem til þessa hafði verið tvist og bast um landið. Reykjavík verður einnig miðstöð verslunar og vöxtur hleypur í þennan höfuðstað landsins.
Jafnskjótt og tökin linuðust á einokunarversluninni tók byggðin að fikra sig austur með sjónum frá Aðalstræti í áttina að Arnarhólslæk en hann afmarkaði í fyrstu kaupstaðarlóðina að austan. Hann var hins vegar ógreiðfær yfirferðar og breiddi sums staðar úr sér. Stundum flóði hann yfir bakka sína, vatnskrapi sytraði yfir Austurvöll og Kirkjubrú og tók mönnum í hné og klyftir og dómkirkjan nýja var umflotin vatni.
Verslun heimtar greiðar samgöngur og Arnarhólslækur var fyrsti farartálminn austur úr bænum. Niður við lækjarósinn var að vísu vað en það var einungis fært ríðandi mönnum.
Í vaxandi bæ varð ekki undan því vikist að brúa lækinn. Og brýrnar, sem ráðist var í að gera, markBankastrætia að sínu leyti nýtt upphaf í brúarsmíðum á Íslandi. Í fyrstu var efniviðurinn einvörðungu tré, síðan bættist við höggvinn steinn og loks efni framtíðarinnar, steinsteypa. Reykjavík teygði sig brátt austur yfir Arnarhólslæk og verslunin með bættum samgöngum smám saman allar götur austur yfir fjall.
Þar sem nú er Bókhlöðustígur var brú á leiðinni að tveimur hjáleigum Víkurjarðarinnar, Stöðlakoti og Skálholtskoti. Hún var kölluð Skálholtskotsbrú. Hún hefur verið elst, er eina brúin á læknum á Reykjavíkurkorti sem hinn konunglegi stjörnumeistari Lievog gerði árið 1787.
Á korti frá 1801 eru hins vegar fjórar brýr á læknum. Auk Skálholtskotsbrúar er brú við stíginn sem lá upp að þinghúsi bæjarins og Þingholt draga nafn af. Sú brú var á svipuðum slóðum og Amtmannsstígur er nú. Brú er yfir lækinn að tukthúsinu og loks er brú við Arnarhólstraðir þar sem var alfaravegur úr bænum og heim að bænum sjálfum. Sú leið var hins vegar tekin af. Stígurinn sunnan við Kóngsgarðinn tók við af henni og breið og sterk trébrú var sett þar yfir lækinn. Knudtzon kaupmaður lét reisa brauðgerðarhús sunnanvert við stíginn árið 1835 og fékk þangað þýskan bakara, Bernhöft að nafni. Stígurinn dró nafn af iðn Bernhöfts og var ýmist kallaður Bakarastígur eða Bakarabrú. Brúin var einnig kölluð Bakarabrú en annað nafn á henni var Lestamannabrúin. Það nafn dró hún af hestalestum bænda í kaupstaðarferð.
SkólabrúinStefán Gunnlaugsson sýslumaður og síðar bæjarfógeti reisti sér íbúðarhús suður af brauðgerðarhúsunum og vildi fá stíg þangað heim á kostnað bæjarins. Þegar það mál kom til umræðu á borgarafundi 1839 þótti sumum borgurunum sér misboðið og hurfu af fundi. Þeir sem eftir sátu töldu að ódýrast væri að setja „gömlu brúna“ á lækinn syðst í lóðinni og leggja síðan stíg frá henni upp að húsi sýslumanns. „Gamla brúin“, sem þá lá á lausu eins og segir í fundargerð, var annaðhvort brúin við Arnarholtstraðir eða brúin sem áður var á stígnum upp að þinghúsinu. Eftir þetta var hún kölluð Gunnlögssensbrúin.
Allt voru þetta trébrýr. Tvær af þeim brúm, sem enn átti eftir að setja yfir lækinn, voru hins vegar gerðar af höggnum steini, steinbogar eða bogabrýr eins og Rómverjar hinir fornu reistu, einu brýrnar af því tagi á Íslandi.

„Skólabrúin dýra“
Önnur bogabrúin var fyrir neðan hið nýja hús latínuskólans en bygging þess hófst 1844. Til að reisa skólahúsið komu hingað tveir norskir trésmiðir og norskur múrari sem jafnframt var steinhöggvari. Hann hlóð grunninn undir húsið sem var komið undir þak í nóvember. Sökum myrkurs var ekki hægt að ljúka því sem eftir var inni án lýsingar en ekki þótti hættandi á að láta lítt vana verkamenn vinna þar með logandi ljós sér við hlið. Veturinn 1845 var því hafist handa við að sprengja grjót í brúna og jarðþrep framan við skólann ofan við flötina sem hallaði niður að læknum. Grjótið var jafnharðan höggvið til og brúin hlaðin. Kostnaður við hið nýja skólahús fór úr böndunum af ýmsum ástæðum og það átti einnig við um kostnað við brúna. Því var hún kölluð „skólabrúin dýra“.
Nafnið Skólabrú á raunar ekki alltaf við brúna sjálfa heldur slóðann frá skólanum niður undir dómkirkju eða stíginn frá læknum upp að skólahúsinu. Í Ingólfi 1853 er steinboginn kallaður Skólabrú. Í Þjóðólfi 1867 segir að norski múrarinn hafi lagt „brú niður undir kirkjuna“.13 Benedikt Gröndal, sem réðst sem kennari við skólann 1874, segir að gangstígurinn frá læknum upp að skólanum hafi borið þetta nafn og lýsir honum nokkrum orðum. Hann var „alræmdur“ að sögn Gröndals, tíðum „illfær á vetrum í hálku og stormi, en engar grindur utan með til stuðnings og mun þetta gert eftir reglunni „per ardua ad astra“,“ þ.e. enginn verður óbarinn biskup. Yfir lækinn var „steinbrú“ og „ómerkilegt hlið á,“ segir Gröndal enn fremur.
SkólabrúinÞó að hliðið hafi verið „ómerkilegt” í augum Gröndals markaði það í raun réttri skil milli tveggja heima, Reykjavík snauðra tómthúsmanna og Reykjavík embættis- og kaupmanna. Yfir brúna áttu sauðsvartir almúgamenn sjaldan erindi. Sama átti við um brúna fyrir framan Kóngsgarðinn, Stólpabrúna eins og hún var kölluð. Á henni voru grindur og háir og miklir stólpar en sterk vængjahurð lokaði leiðinni til fulltrúa konungsins á Íslandi, stiftamtmanns og síðar landshöfðingja. Svipað hlið var sett á Gunnlögssensbrúna.
Talið er að sement hafi fyrst verið notað við húsasmíðar hér á landi þegar ráðist var í umbætur á dómkirkjunni í Reykjavík 1847. Víst er að sement ásamt kalki var meðal efnis sem flutt var til Reykjavíkur 1844 þegar hafist var handa við að hlaða grunn Lærða skólans.17 Hvort eitthvað af því var notað við það verk skal látið ósagt en ætla má að það hafi verið notað við brúarsmíðina. Liðlega tuttugu árum síðar var samið við Sverri steinhöggvara Runólfsson um að gera steinboga yfir lækinn í stað trébrúarinnar neðst á Bakarastíg. Í samningnum segir meðal annars að frágangurinn „á steinboganum og undirstöðu hans áskilur bæjarstjórnin að verði allur hinn sami með reglulega höggnum steinum og annarri vöndun verksins og traustleika eins og steinboginn undir skólabrúnni“. Þá er enn fremur tekið fram að til múrverksins skuli „brúka vandað cement og ekki kalk“. Ekki er ólíklegt að þetta ákvæði í samningnum sé einmitt til komið vegna þess að þannig hafi verið að verki staðið við Skólabrúna.

Steinboginn við Bakarastíg
SteinbogabrúinSverrir Runólfsson hafði numið iðn sína í Danmörku. Hann kom heim 1860 og var einn helsti verktakinn við ýmsar framkvæmdir í Reykjavík næstu árin, gerði „við rennur með sínu lagi og við götur og vegi bæði í Reykjavík og í sýslunni og þar með steinboga yfir lækinn í Reykjavík við hvur verk flest hann mætti ólempni bæjarstjórnarinnar þar svo furðu gegndi en kom þó öllu sínu fram,“ segir hann í ævisögu sinni.
Óvíst er hvort hugmyndin um steinbogann hefur verið runnin undan rifjum Sverris sjálfs. Haustið 1865 ritaði hann Óla P. Finsen bæjarfulltrúa bréf og bauðst til að leggja sjö álna eða um 4,4 metra breiðan múraðan steinboga með steinveggjum á báðum köntum „í stað gitterverks“, þ.e. rimla, yfir lækinn á alfaraveginum upp á Bakarastíginn og kæmi steinboginn í staðinn fyrir trébrúna sem þar var þá. Þetta orðalag, „í stað gitterverks“, gæti bent til þess að einhver bæjarfulltrúanna, ef til vill Óli P. Finsen sjálfur, hafi ámálgað það við Sverri að hann tæki að sér að gera steinboga með „gitterverki“ yfir lækinn. Kostnaðurinn gerði Sverrir ráð fyrir að yrði allt að þrjú hundruð ríkisdalir en þetta sama ár námu áætlaðar tekjur bæjarins um tólffaldri þeirri upphæð. Hér var því í mikið ráðist. Trébrúin var hins vegar orðin hrörleg enda þarfnaðist hún „aðalaðgjörðar“ þegar hér var komið sögu. Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar. Þó að bæjarfulltrúum þætti margt óljóst í tilboði Sverris vildu þeir ekki með öllu varpa fyrir róða „hugsuninni með múraða steinbogabrú í stað trébrúar“. Þeir fólu því einum úr sínum hópi, Jóni Guðmundssyni ritstjóra Þjóðólfs, að semja við Sverri en einkum þó að setja honum ýmis skilyrði sem þeim þótti nauðsyn bera til að sett væru, gera með öðrum orðum við hann verksamning, semja verklýsingu til að vinna eftir og setja ákvæði um verklok en allt var þetta eitt og sama plaggið. Steinbogabrúin skyldi vera sjö álna breið (þ.e. um 4,4 m) með traustri og múraðri undirstöðu, segir í verksamningnum og boginn svo hæfilega upphafinn og hvelfdur að hvirfill hans að neðanverðu væri að minnsta kosti sex þumlungum hærri en bitarnir í trébrúnni í beinni línu frá botni lækjarins. Í stað steinveggja á báðum köntum eins og Sverrir lagði til vildu bæjarfulltrúarnir að kæmu fjórir stólpar úr höggnum steini með hæfilegri hæð, sinn á hverju brúarhorni og þannig um búið að járnteinn yrði þar í festur sinn hvorum megin en holur höggnar í steinbogakantinn, tvær hvorum megin milli stólpanna, og járnstólpar festir í með renndu blýi um kring. Fyrir þetta verk var bæjarstjórnin reiðubúin að greiða þrjú hundruð ríkisdali alls en í þeirri greiðslu skyldi fólgið „allt efni, er verk þetta útkrefur, að því er áhrærir grjót og cement, og vandaða uppfyllingu aftan á steinboganum sjálfum, sömuleiðis öll verk, er að þessu lúta, hverju nafni sem nefnast, og sömuleiðis öll tól og áhöld, er þar til útheimtast, þar á meðal allt tréverk (stillads), bæði að efni og smíði til þess að mynda steinbogann og halda honum uppi, uns hann er fullgjörður. Þér múrmeistarinn getið því ekki átt neinn aðgang að bæjarstjórninni um neina sérstaka borgun, eða aukaborgun fyrir neitt þess leiðis“.
Verklok miðuðust við tíunda dag frá komu póstskipsins í annarri ferð sinni hingað vorið 1866 en gert var ráð fyrir að það kæmi í maíbyrjun. Skyldi hin nýja steinbogabrú þá vera alfær yfirferðar.

Heimild:
-Vegagerðin, Framkvæmdafréttir, 33. tbl./06.
-Úr bókinni „Brýr að baki“, sögu brúargerðar á Íslandi.
-Anna Lísa Guðmundsdóttir og Helga Maureen Gylfadóttir – Lækurinn, fyrr og nú, MR, Reykjavík 2007.

Ljósker

Fyrsta ljóskerið í Reykjavík var tendrað þann 2. september 1876.
Bæjarstjórnin hafði keypt sjö ljósker og var því fyrsta valinn staður hjá Lækjarbrúnni við Bankastræti. Kveikt var á því þennan dag Bakarabrekkanog þá um haustið var hinum ljóskerunum komið fyrir á þeim stöðum þar sem mest þótti þörf fyrir þau. Bankastræti (sem hét eitt sinn Bakarabrekka) er stræti sem liggur frá Laugaveginum og Skólavörðustíg og á gatnamót við Lækjartorg.
Landsbankinn var fyrst opnaður þar árið 1. júlí 1886 og þann 2. september 1876 var kveikt var á götuljósi í Reykjavík í fyrsta sinn hjá Lækjarbrúnni við Bankastræti, og var það steinolíulugt.
Núllið, elsta almenningssalernið í Reykjavík sem enn er í notkun, er svo kallað vegna staðsetningar sinnar neðst í Bankastrætinu, neðan við fyrstu númeruðu lóðirnar.
LækurinnMenningarnótt var endursköpuð þann 12. október 2003 í Reykjavík þar sem Skólavörðustígur mætir Laugavegi og Bankastræti til að geta tekið upp atriði fyrir myndina Dís.
Fyrir endanum á Austurstræti var byggð fyrsta brúin yfir Lækinn árið 1828 og hafði sú framkvæmd mikil áhrif á framtíðargatnakerfi Reykjavíkur. Með tilkomu brúarinnar urðu Bankastræti/Laugavegur og Austurstræti með mikilvægustu götum bæjarins Lækjargata dregur nafn sitt af Læknum sem rann úr Tjörninni til norðurs í sjó fram. Samþykkt var á borgarafundi árið 1839 að ljúka við veg til suðurs frá Austurstræti að Skálholtsbrú, sem var yfir lækinn á móts við þann stað þar sem Bókhlöðustígur er nú.
LækjargataÁrið 1848 er þeim vegarspotta, sem þá er kominn, gefið nafnið Lækjargata. Læknum var lokað árið 1911 og hurfu þá þær brýr sem áður höfðu prýtt götuna. Þessari götu hefur einna mest verið breytt í Reykjavík en húsakostur hefur þó haldist þar betur en víðast hvar annars staðar.
Lækjargata dregur nafn sitt af Læknum sem rann úr Tjörninni til norðurs í sjó fram. Rosenören stiftamtmaður gaf henni nafnið. Samþykkt var á borgarafundi árið 1839 að ljúka við veg til suðurs frá Austurstræti að Skálholtsbrú, sem var yfir lækinn á móts við þann stað þar sem Bókhlöðustígur er nú. Árið 1848 er þeim vegarspotta, sem þá er kominn, gefið nafnið Lækjargata. Læknum var lokað árið 1913 og hurfu þá þær brýr sem áður höfðu prýtt götuna. Þessari götu hefur einna mest verið breytt af öllum í Reykjavík.
BrúinLækurinn hefur frá fornu fari verið afrennsli Tjarnarinnar en talið er að Víkurbændur hafi jafnvel dregið skip sín upp eftir læknum og notað Tjörnina sem skipalægi um vetur.
„Lækurinn kemur úr Tjörninni, en vatnið síast í hann úr vatnsmýrinni, og rennur hann (eða fremur “liggur”, því enginn straumur er í honum) út í sjó fyrir neðan Arnarhóls-kletta. Lækjarbakkarnir hafa fyrrum verið hlaðnir upp með grjóti, en nú er það alt mjög fallið og ljótt útlits, þar sem ekkert hefur verið um það hirt, þótt altaf sé verið að tala um að “prýða bæinn” og stórfé fleygt út í ýmislegt annað; einungis fyrir framan landshöfðingja-hússblettinn er lækjarbakkinn bæjarmegin hlaðinn upp með tegldu grjóti, hefur kannske þótt skömm að, að láta hið sama vera ávalt fyrir augum landshöfðingjans, sem aðrir verða að þola. Brúarstæðið 2003Áður voru grindur fram með læknum bæjarmegin, en nú eru þær horfnar fyrir löngu, líklega til þess að auka frelsið, svo að hver geti drepið sig sem vill, eða eigi hægra með það.“
„Með götuskipaninni, sem gerð var 1848, var svo ákveðið að gata skyldi koma suður með læknum og heita Lækjargata. Næstu tvö árin var svo unnið að því í skylduvinnu að þrengja lækinn suður frá Bakarabrunni, hlaða vesturbakkann úr grjóti og hækka hann talsvert, til þess að síður væri hætta á að lækurinn flæddi þar yfir og inn á Austurvöll.“
„En ekkert skáld hefur þó kveðið um lækinn í höfuðborginni. Hann var þess víst eigi verður, því að þetta var ekki almennilegur lækur. Hann kom ekki tær og hvítfyssandi niður brekku. Hann var gruggugur og seinlátur, og hafði þann leiða sið að renna sitt á hvað. Með hverju flóði snerist straumurinn við og þá var hann saltur og bar Brúarstæðið 2009með sér þang og þaradræsur, er síðan úldnuðu í farveginum, þar sem þær festust, og þaðan lagði illan daun, en enga blómaangan. … Þessi lækur var ekki neinum að gagni. Engum veitti hann svölun í þessari vatnssnauðu borg, því að vatnið í honum var ódrekkandi. … Hann gerði mikið ógagn. Hann átti það til að stíflast og hlaupa yfir allan Austurvöll, svo að þar varð eins og hafsjór. Og þetta kom sér illa, þegar mennirnir voru farnir að byggja hús sín á Austurvelli. Þá kom vatnið inn í þau, valdandi skemmdum og tortímingu, en ekki varð komizt þverfóta nema í klofháum skinnsokkum. Mennirnir áttu því í sífelldu stríði við lækinn, og það kostaði peninga, og því varð hann öllum hvimleiður.“
Ljósið við Lækjarbrúna mun hafa verið nokkurn veginn á miðjum núverandi gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis. Ekkert er á vettvangi er gefur staðsetningu eða sögu þess til kynna.

Heimildir:
Árni Óla: „Nafngiftir gatna í Reykjavík“. Skuggsjá Reykjavíkur. Sögukaflar. Reykjavík 1961, bls. 328-344.
Árni Óla: Reykjavík fyrri tíma. Sögukaflar. Annað og þriðja bindi. Reykjavík 1985 og 1986.
Benedikt Gröndal: Reykjavík um aldamótin 1900. Kaupmannahöfn 1900.
Bæjarstjórn í mótun 1836-1972. Reykjavík 1971.
Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870–1940. Fyrri hluti. Reykjavík 1991.
Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson: Kvosin. Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Reykjavík 1987.
Knud Zimsens: Úr bæ í borg. Reykjavík 1952.
Páll Líndal: Reykjavík. Sögustaður við Sund. Saga og sérkenni höfuðborgarinnar í máli og myndum, 1.-3. bindi. Reykjavík 1988.
Tjörnin Saga og lífríki. Ólafur Karl Nielsen ritstjóri. Reykjavík 1992.

Reykjavík

“Vaktarabærinn, nú Garðastræti 23 í Reykjavík, er elsta timburhúsið í Grjótaþorpi. Það varð það 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
VaktarabærinnÁrið 2008 samþykkti Borgarráð að kaupa Vaktarabæinn fyrir 25 milljónir króna. Vaktarabærinn er rúmlega 170 ára gamall. Mjög hefur þrengt að húsinu og hefur það staðið autt á síðustu árum. Vilji borgaryfirvalda er til að það standi áfram enda kaupir Reykjavíkurborg húsið til að endurnýja það og vernda á þeim stað sem það stendur. Húsið er um 80 fermetrar en lóðin tvöfalt stærri. Vaktarbærinn er nefndur eftir höfundi hússins, Guðmundi „vaktara” Gissurarsyni. Árið 2000 spurðust eigendur hússins fyrir um það hjá borgaryfirvöldum hvort leyft yrði að rífa Vaktarabæinn og byggja, í samræmi við deiliskipulag frá 1981, nýtt íbúðarhús á lóð nr. 23 við VaktarabærinnGarðastræti. Með fylgdi umsögn Árbæjarsafns, en málinu var vísað til Borgarskipulags þar sem það virðist hafa dagað uppi til þessa dags.
Það eru ekki mörg ár síðan húsavernd og rannsóknir á byggingarsögu voru taldar lítið annað en sérviska og furðulegheit og jafnvel litnar hornauga af ráðamönnum sem töluðu með fyrirlitningu um danskar fúaspýtur. „Framfarasinnar” létu einnig hafa eftir sér að niðurrif gamalla bygginga væri mikilvægur þáttur í þéttingu byggðar í eldri hverfum þéttbýlisstaða og ekki síður forgangsverkefni en uppbygging nýrra hverfa. Verkalýðsforingjar fussuðu yfir þessu uppátæki og bentu á að ekki væri ástæða til að halda upp á húsnæði sem hefði bæði verið kalt og saggasamt og átt sinn þátt í bágu heilsufari alþýðunnar. En nú er öldin Guðmundurönnur, sem betur fer.
Byggingarsagan er orðin mikilvægur þáttur í rannsóknum á menningararfi þjóðarinnar og sveitarstjórnir og bæjaryfirvöld keppast við að hlúa að gömlum byggingum og gera þær þannig úr garði að þeir sem eiga leið um staldri við til að skoða þær. Verndun Vaktarabæjarins er því ánægjulegt skref.
Vaktarabærinn var bæði geymsla og íbúðarhús en hefur verið geymsla síðustu áratugina. Það er líklega byggt fyrir 1840 og því a.m.k. 170 ára gamalt. Vaktarabærinn er fyrsta timburhúsið í þessum hluta Grjótaþorps og er byggingarefnið timbur með járnklæðningu.
Um 1880 er húsinu breytt úr pakkhúsi í íbúðarhús og þá flytja í það hjónin Sesselja Sigvaldadóttir og Stefán Ólafsson ráðsmaður og múrari. Vaktarabaerinn-1Í húsinu fæddust sex synir þeirra, tveir létust í barnæsku en hinir urðu allir þjóðþekktir. Þeir voru Sigvaldi Kaldalóns læknir, tónskáld og ástmögur þjóðarinnar, Guðmundur Aðalsteinn einn helsti glímumaður landsins, Snæbjörn sem var landsþekktur togaraskipstjóri á Kveldúlfs-togurunum og Eggert sem var kunnur söngvari og söng víða um Evrópu og Ameríku en hélt oft söngskemmtanir hérlendis. Snæbjörn bjó lengi í Suðurgötu 13 og þar leigði Sigvaldi hjá bróður sínum áður en hann flutti til Grindavíkur
Húsið er talið einstakt í menningarsögulegu tilliti og verður gert upp í upprunalegri mynd. Borgarráð hefur afsalað Garðastræti 23, Vaktarabænum í hendur Minjaverndar hf. Húsið verður gert upp í upprunalegri mynd, en það er talið vera frá árunum 1844 – 48. Það er fyrsta timburhús Grjótaþorpsins utan Innréttinganna.
Að sögn Nikuláss Úlfars Mássonar, arkitekts hjá Árbæjarsafni, eru öll hús sem byggð eru fyrir 1850 sjálfkrafa friðuð en í lýsingu á Reykjavík frá 1848 er þessa húss fyrst getið sem skemmu úr timbri við bæinn Grjóta sem Grjótaþorpið er kennt við en holtið þótti grýtt og var grjót úr því m.a. notað við byggingu Dómkirkjunnar. Byggt hefur verið við húsið 1860 og aftur 1880 og er það þá komið í núverandi stærð.
VaktarabærinnGuðmundur vaktari Gissurarson, sem bjó í Grjóta, byggði skemmuna en síðan eignaðist það Stefán Egilsson, faðir Sigvalda Kaldalóns og Eggerts Stefánssonar. Sigvaldi fæddist í húsinu og bjó þar fyrstu átta ár ævi sinnar. Að sögn Nikuláss Úlfars var búið í húsinu fram á sjöunda áratug nýliðinnar aldar en síðan hefur það aðallega verið notað sem geymsla og nú er komin fram beiðni frá eigendum lóðarinnar um að veitt verði leyfi fyrir niðurrifi þess. Nikulás Úlfar sagði að komið hefðu fram hugmyndir um að setja upp safn helgað minningu Sigvalda Kaldalóns í húsinu. “Þetta er hús með gífurlega mikið varðveislugildi,” sagði Nikulás Úlfar.
“Varðveislugildið felst aðallega í því að þetta er að öllum líkindum fyrsta timburhúsið í VaktarabærinnGrjótaþorpi og eina húsið sem eftir er af Grjótabænum gamla, auk tengingarinnar við Sigvalda Kaldalóns.” Hann sagði að með því að endurgera húsið í upphaflegri mynd með tjargaðri timburklæðningu og hvítum gluggum yrði húsið líkt því sem flest hús voru í Reykjavík fyrir um 150 árum og væri því gífurlega góður vitnisburður um fyrstu varanlegu byggð í einkaeign. Einnig væri hægt að hlúa að garði aftan við húsið með gamaldags stakketi. “Það er engin spurning að þannig væri þetta hús perla í miðborg Reykjavíkur,” sagði Nikulás og sagði að nú þegar niðurrifsbeiðni væri fram komin þyrfti borgin að taka afstöðu til hvort það hygðist friða bæinn og leysa hann til sín frá núverandi eigendum eða hvernig hún sæi framtíð Vaktarahússins fyrir sér.
Borgarráð samþykkti á fundi sínum afsal á fasteigninni Garðastræti 23 til Minjaverndar hf. og er gert ráð fyrir að kaupverð hússins verði innt af hendi með endurgerð þess í upprunalegri mynd í miðborg Reykjavíkur. Komi til þess að fram þurfi að fara fornleifarannsókn mun Reykjavíkurborg bera af henni allan kostnað. Slík rannsókn fór fram árið 2009. En þrátt fyrir opinbera kostun er niðurstaða (skýrsla) rannsóknarinnar ekki aðgengileg almenningi á Vefnum (sem verður að teljast spurningarverð).
Í rauninni hefði borgarráð átt, af virðingu sinni og sem þakklæti til handa lögreglu höfuðborgarsvæðisins, að afhenda henni aðstöðuna í Vaktarabænum til þjónustu um ókomin ár. Þar hefði getað orðið til lítil og virðingarverð hverfastöð er sameinaði sögu og framtíð borgarinnar. Ólíklegt er að Minjavernd ríksins fái þá góðu hugmynd…

Heimild m.a.:
-mbl.is, 28. febrúar 2001.
-Visir, 27. janúar 2008.
-Visir, 18. janúar 2008.
-mbl, 26. júní 2008.
-Vesturbæjarblaðið, janúar 2008.

Hlíðarhús

“Búskapur “Reykjavíkurbænda” setti svip á höfuðstaðinn alveg fram á sjöunda áratuginn. Enda þótt sárafáir Reykvíkingar hefðu viðurværi sitt af landbúnaði eftir síðari heimsstyrjöldina og bændurnir væru ekki margir í hlutfalli við aðra íbúa hafði búsýsla þeirra áhrif á þróun bæjarins og dreifingu byggðarinnar. Þeir sem stunduðu einhvers konar búskap réðu yfir stórum og smáum túnum, yfirleitt svokölluðum erfðafestulöndum, sem voru fyrirferðarmikil í bæjarlandinu.
ReykjavíkurjarðirFraman af 19. öld höfðu einstaklingar yfirleitt leigt nytjatún bæjarins en þar sem færri komust að en vildu leið fljótt að því að þörfin rak menn til þess að rækta nálæga móa, en bærinn þurfti að hafa þar hönd í bagga, enda eigandi landsins. Upp úr miðri 19. öld lögðu bæjaryfirvöld grunninn að erfðafestuskilmálum síðari tíma. Blettirnir voru afhentir gegn árlegri leigu en leigutakar voru hins vegar skyldaðir til þess að láta af hendi byggingarlóðir gegn niðurfærslu á árgjaldinu að mati óvilhallra manna. Á síðasta aldarfjórðungi 19. aldar varð erfðafestan eina fyrirkomulagið á úthlutun lands sem var stærra en lóðir. Undir lok aldarinnar var síðan dregin skýr markalína milli lóða og erfðafestulanda.
Kringlumýri Framan af 20. öld var reglum um erfðafestulöndin breytt á ýmsa vegu, m.a. tryggði bæjarstjórn eign sína á bæjarlandinu með nýjum skilmálum árið 1909, lög um rétt kaupstaða og kauptúna gagnvart þeim sem áttu stórar óbyggðar lóðir tryggðu ennfremur rétt bæjarins og rannsókn sem gerð var árið 1928 leiddi í ljós að bærinn væri hinn eiginlegi eigandi eldri landa og að réttur erfðafestu hafa væri einungis ræktunarréttur. Eftir að þessi niðurstaða fékkst átti enginn að velkjast í vafa um hver ætti erfðafestulöndin.
Lögsagnarumdæmi Reykjavíkur á þeim tíma var talið um 100 km² en landið vestan við Elliðaár aðeins um fimmtungur þess. Á nærri þriðjungi svæðisins voru erfðafestulönd.
VesturbærUm miðja 20. öld einkenndist bæjarland Reykjavíkur því fremur af víðum grasvöllum og óræktuðu landi en húsum og götum og öðru því sem talið er dæmigert fyrir borgir.
Náttúran setti því enn sterkan svip á umhverfi bæjarbúa, ekki aðeins melar og móar, urð og grjót, grasvellir og óræktarland heldur var fjallahringurinn víður og enn sást haf nánast hvaðanæva úr bænum. Að þessu leyti tók Reykjavík vel á móti fólki sem þangað fluttist og hafði búið í sveit. Og líklega hefur fjöldi býlanna í bænum ekki spillt fyrir.
Býlin vestan Elliðaánna stóðu mörg á því svæði sem nýju hverfin í bænum röðuðu sér utan um. Í Laugardalnum var hvert býlið af öðru með grænum túnum. Á milli Rauðarárholts og Laugardals var einnig rekinn þróttmikill Klambrarbúskapur. Í Kringlumýrinni voru Kringlumýrarblettir þar sem fjöldi ábúenda stundaði dálítinn búskap. Við Suðurlandsbrautina, ekki langt frá þeim stað þar sem Hótel Esja reis síðar, stóð býlið Lækjarhvammur.
Ný byggð þrengdi víðar að erfðafestuhöfum. Í Langholti, Laugarási og Laugarnesi var talsvert um slíkt. Ný íbúðarhús sóttu einnig að býlum í jaðri Öskjuhlíðar.
Við Háteigsveg stóð Sunnuhvoll og skammt þar frá var bærinn Klömbur, sem Klambratún var kennt við en því var síðar gefið nafnið Miklatún. [Daninn Cristiian Christensen keypti býlíð Klömbrur 1934 og rak þar fyrst búskap en síðar Skólavörðuholt 1968svínasláturhús og reykhús. Húsið á Klömbrum var rifið 1965.]
Vestur í bæ voru jafnframt erfðafestulönd og býli, einnig í Skerjafirði. Alifuglabú bakarameistara var í Háaleiti og í Sogamýri voru nokkur nýbýli. Mýrin hafði verið þurrkuð upp og breytt í tún og þar var fjöldi erfðafestulanda, Sogamýrar- og Sogablettir. Í nágrenninu voru Bústaðir, þar var búið þar til í upphafi áttunda áratugarins. En á sjötta áratugnum voru á bænum tólf kýr mjólkandi og áttatíu ær. Bóndinn á Bústöðum, Ragnar Þ. Jónsson, réð yfir talsverðum túnum en “hafði glatað í greipar bæjaryfirvalda úthaga og engjum og þótti sárt við að sættast.” Sumum gömlum sveitamönnum, sem komu í fjárhúsin á Bústöðum um miðja öldina og sáu sauðfé á garða, þótti sómi að því fé. Fleiri býli og erfðafestulönd voru í bæjarlandinu og í nágrenni bæjarins, í Kópavogi og á Seltjarnarnesi, var blómlegur búskapur.”
Til að gera langt mál stutt má segja að eftir þetta hafi Reykjavík breyst úr sveit í bæ. En í stað stekkjar varð bærinn að þeirri borg, sem við nú þekkjum.

Heimild:
Eggert Þór Bernharðsson – ÞÆTTIR ÚR SÖGU REYKJAVÍKUR FRÁ 1940 – Sveit, bær, borg.Skólavörðuholtið í dag

Oddur sterki

Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, vakti fyrir nokkru athygli FERLIRs á steini nokkrum er vera átti í Reykjavík og minna átti á Odd sterka af Skaganum. Skv. hans upplýsingum gæti steinninn verið á fyrrum athafnasvæði Glóbus við Lágmúla. Ábendingin virtist lítt áhugaverð í fyrstu, en þegar betur var að gáð reyndist hún hin markverðasta – eins og svo oft vill verða.
Oddur sterkiMagnús Ingþórsson, framkvæmdarstjóri Glóbus, nú Vélaver, var spurður um steininn. Hann kannaðist strax við “Odd sterka”, stein í porti ofan og innan við þar sem Glóbus var við Lágmúla, aftan við Ármúla 5. Líklega hefði verið um að ræða álfabyggð og þess vegna hefði steininum verið þyrmt. Annars kynnu gamalreyndir starfsmenn Samvinntrygginga(VÍS) að kunna betri skil á steininum og sögu hans. Við umleitan hjá tryggingarfélaginu var gefið samband við Svein nokkurn. Hann sagði Benedikt Sigurðsson, þáverandi fjármálastjóra Samvinnutrygginga, hafa bannað að hróflað yrði við steininum þegar hús félagsins var í byggingu. Ástæðan hafi sennilega verið sú að um væri að ræða einn álfasteininn af nokkrum í röð þarna í holtunum.
Benedikt sagði hins vegar aðspurður að ekki hefði verið um að ræða álagastein eða álfabyggð, a.m.k. ekki svo honum væri kunnugt um. Hins vegar hefði Hákon Hertervig, arkitekt, sagt honum að Oddur sterki af Skaganum, þekkt persóna í Reykjavík, hafi sofið undir steininum eina nótt eða fleiri. Sá hefði og klappað nafn sitt á steininn svo og ártal. Hákon þessi hafi verið merkilegur Áletruninarkitekt og lagt áherslu á önnur gildi en bara peninga. T.d. fékk hann verðlaun fyrir arkitektúrinn að Ármúla 3, sem þótti framúrstefnulegur. Sjálfur hefði Benedikt lagt áherslu á að steininum yrði hlíft. T.a.m. hefði hann sett inn í leigusamning við Vélaver, sem þarna hefði haft aðstöðu, að hreyfa mætti við öllu á svæðinu, en bara ekki steininum þeim. Ekki mundi hann hver áletrunin hefði verið á steininum, en ártalið hafi líklega verið 1931. Taka yrði það þó með fyrirvara.
Áletrun á steininum er augljóslega “Oddur Sigurgeirsson”. Undir nafninu er orð og ártal. Ártalið er 1927. Erfitt er að segja með vissu fyrir hvað neðri áletrunin stendur nákvæmlega. Fjarlægja þarf mosa og skófir við hagstæðari aðstæður svo ganga megi úr skugga um úrlæsið.
Í endurminningum nokkrum um Odd sagði m.a.: “Hásetar Stjána bláa voru líka nafnkunnir menn. Annar var Sæmundur sífulli. Nafnið þótti hann bera með rentu. Hinn hásetinn var Oddur sterki af Skaganum. Einnig hann kafnaði ekki undir nafni. Hann þekkti ég persónulega, því að hann hafði róið áður með fóstra mínum eitt vor. Bezti karl, en dyntóttur, tortrygginn og skrítinn, enda heyrnardaufur og heyrði því ekki alltaf, hvað sagt var í kringum hann. Hann átti það til að fá æðisköst. Þá steytti Ártalið hann stundum hnefa að okkur strákunum og froðufelldi. Þá vorum við fljótir að ,,missa niður hjartað” og „hverfa ofan í skóna okkar“. Þegar Oddur var fullur, var hann kunnur að sníkjum sínum: „Gef mér 10 aura, greyið, ég ætla að kaupa mér brennivín fyrir þá“.”
Í kvæðinu “Níu litlir jólasveinar” segir m.a. í einu erindinu:
“Allir eru á kúskinnsskóm, já, það er segin saga, sumir hafa meira skegg en Oddur sterki af Skaga.”
En hver var þessi Oddur sterki af Skaganum?
Guðjón Friðriksson skrifaði um Odd sterka í Lesbók Mbl. 1995. Hér er úrdráttur úr greininni. Inn í hana eru fléttaðar frásagnir og tilkynningar úr öðrum blöðum: “Oddur ssterki af Skaganum var einn hinna kynlegu kvista í Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar. Bágindi hans voru afleiðing af slysi en samtíðin áleit hann hálfgerðan vanvita og börn gerðu at í honum.
Eitt af því sem setti mestan svip á mannlífið í Reykjavík á árum áður vour einkennilegir menn og konur, fátæklingar sem voru sérkennilegir að einhverju leyti eða höfðu orðið Bakkusi að bráð. Þekktasta myndinOftar en ekki urðu þessir einstaklingar fyrir aðkasti og voru lagðir í einelti af krökkum sem eltu þá með ópum, hæðisorðum og óhljóðum. Sjálfum er mér í barnsminni hending sem ég lærði á götunni og hljóðaði svo: “Oddur af Skaganum með rauða kúlu á maganum”.
Þetta var ómur af því sem krakkarnir sungu yfir hausamótunum á einni þekktustu persónu bæjarins, Oddi Sigurgeirssyni, sem kallaður var “hinn sterki af Skaganum”.
Oddur var fæddur í Pálshúsum við Bræðraborgarstíg í Reykjavík 29. október 1879 og var launbarn. Faðir hans var Sigurgeir Guðmundsson, giftur á Akranesi, sem var á vetrarvertíð í Reykjavík er Oddur kom undir. Móðir hans var Jórunn Böðvarsdóttir vinnukona. Þegar Oddur var á þriðja ári dó móðir hans og var barnið þá flutt til föður síns sem kom því fyrir hjá bróður sínum, Kristjáni Guðmundssyni á Sólmundarhöfða á Akranesi. Þar ólst Oddur upp en varð fyrir því slysi rúmlega þriggja ára gamall að fá högg á höfuðið þannig að hann missti heyrnina um tíma og var heyrnardaufur æ síðan. Þetta setti mark sitt á drenginn. Þegar hann óx upp hlógu menn að honum og héldu sumir að hann væri aumingi vegna þess hve erfitt hann átti um mál. Á efri árum notaði Oddur þar til gert látúnshorn sem hann stakk í eyrað þegar hann þurfti að heyra hvað aðrir sögðu.”
Í Alþýðublaðinu 15. apríl 1935 mátti lesa eftirfarandi tilkynningu: “Ég tapaði hlustarhorninu mínu silfurbúna, sem Ólafur Porsteinsson læknir gaf mér í vetur. Það hefir hlotið að vera í morgun þegar ég fór út úr strætisvagni á Hringbrautinni milli Hverfisgötu og Pólanna, á staðnum, þar sem maðurinn drap manninn um árið. Númerið á vagninum var 977 og ég er búinn að fara ’50 ferðir með; honum, en hefi aldrei tapað horninu mínu áður. Finnandinn er beðinn að skila horninu á Alþýðublaðið. Oddur Sigurgeirsson af Skaganum.
Aðeins fimmtán ára gamall fór Oddur út á lífið á eigin vegum. Það var töggur í honum þrátt fyrir allt. Hann var afbragðs sjómaður. Hann reri fyrst Oddurá opnum bátum en var síðan á skútum árum saman og var þá ýmist kallaður Oddur sjómaður eða Oddur sterki. Oft leitaði hann huggunnar hjá Bakkusi á skútuárum sínum og drakk þá illa.
Einn vetur reru þeir saman í Kotvogi hann og Stjáni blái (Kristján Sveinsson). Þessa menn gerði Örn Arnarson skáld síðar ódauðlega, annars vegar í kvæðinu um Stjána bláa og hins vegar í Odds rímum.
Áður en Oddur náði fertugsaldri gjörbreyttist líf hans. Hann veiktist, var lagður á skurðarborð og mikill holskurður gerður á honum. Eftir það þoldi hann ekki strit og vosbúð og varð hálfgerður flækingur á götum Reykjavíkur. Hann átti hest og stundum fór hann í ferðalög og heimsótti gamla skútufélaga sína út um sveitir.
Oddur var smámæltur og hafði skrýtinn talanda, lá hátt rómur eins og títt er um suma menn sem heyra illa. Hjartalag hans var gott og samstöðu sýndi hann með fátækum verkamönnum og sjómönnum. Hann fylgdist með baráttu þeirra fyrir betri kjörum og gekk sjálfur í Sjómannafélag Reykjavíkur og Alþýðuflokkinn.
OddurÁrið 1924 bjó Oddur Sigurgeirsson í dimmu kjallaraherbergi á Spítalastíg 7. Uppi á lofti bjó Hallbjörn Halldórsson prentari, einn af leiðtogum Alþýuflokksins. Oddur var dubbaður upp í að gefa út blöð og hét annað þeirra Harðjaxl réttlætis og laga en hitt Endajaxl, tímarit gefið út af Hjarðjaxlaflokknum. Íhaldinu var sendar svæsnar pillur undir nafnleynd. Fór brátt að  hitna í kolunum. Haustið 1924 birtist leiðari í Morgunblaðinu sem hét Skúmaskotsmenn. Þar voru menn skammaðir fyrir að nota Odd sem skálkaskjól. Sjálfur var Oddur hrekklaus maður.
Nokkru fyrir Aþingishátíðina 1930 gáfu nokkri vina hans honum formannsbúning, eftirlíkingu af búningi landnámsmanna ásamt tilheyrandi vopnabúnaði. Oddi þótti mikið til koma og var tekin mynd af honum í búningnum ásamt Kristjáni konungi X. á Alþingishátíðinni. Síðan sýndi hann sig iðulega á götum Reykjavíkur í honum og bar þá tré-atgeir og skjöld, íklæddist rauðum kyrtli, var með rautt sítt herðaslá og hjálm, líklega ú blikki.”
“Tildrögin voru þau að “Lárus Jóhannesson hafði að sögn, ákveðið með sjálfum sér, að koma í veg fyrir það áform ungmennafélaga að karlmenn tækju upp þann hátt að klæðast litskrúði. Er mælt að hann hafi kallað Odd Sigurgeirsson á fund sinn og falið klæðskera að sníða honum litklæði og sæma hann vopnum og skildi. Var honum jafnframt fenginn góðhestur með vænum reiðtygjum. Steig nú riddarinn á bak fáki sínum og þeysti sem hann mátti um malargötur höfuðstaðarins. Taldi Lárus að með þessu væri tryggt að enginn úr flokki betri borgara léti sér til hugar koma að klæðast slíkum búningi sem Oddur af OddurSkaganum skrýddist nú á þeysireið sinni um götur Reykjavíkur.
Þegar nær leið Alþingishátíðinni óttuðust góðborgarar og embættismenn að Oddur Sigurgeirsson eða aðrir af kynlegum kvistum höfuðstaðarins kynnu að valda veisluspjöllum eða aðhafast eitthvað það í návist erlendra þjóðhöfðingja, sem ekki sæmdi slíkum mannfagnaði. Var því brugðið á það ráð að koma Oddi fyrir í gæslu utanbæjar. Oddur hafði átt það til að hrópa háðsyrði um Kristján Danakonung hinn níunda og jafnframt hyllt róttæka foringja jafnaðarmanna, Ólaf Friðriksson og Hendrik J. Ottósson.” Allt kom þó fyrir ekki, þeir hittust og vel fór á með þeim. Oddur sagði frá því að kóngurinn hefði gefið sér 10 krónur.
“Á árunum í kringum 1930 og 1934 bjó Oddur í litlum steinbæ sem Höfn nefndist og var þar sem hús Fiskifélagsins við Skúlagötu stendur nú. Þegar Höfn var rifin ákváðu vinir hans að reisa honum nýtt hús við flughöfnina inn við Klepp. Var húsið kallað Oddhöfði og í því var ein stofa með eldavél. Þar hafði blaðamaður Alþýðublaðsins viðtal við hann haustið 1935. Þar sagðist hann una hag sínum velk, vera sjálfs síns herra og þykja vænst um hundinn sinn og hestinn. Og í lok viðtalsins segir; “Það er Odduráreiðanlegt, að þegar Oddur Sigurgeirsson kveður okkur og flytur til Valhallar til Þórs, en hann er upppáhald gmla mannsins, þá sjá margir eftir honum, miklu fleiri en menn gera sér nú grein fyrir.” Í tilkynningu í blaðinu 19. september þetta ár mátti lesa eftirfarandi: “Nú er ég búinn að fá nýtt hús, Oddhöfða við Kleppsveg. En mig vantar ráðskonu frá 1. okt. Hún verður að vera bráðmyndarleg en má ekki vera yngri en 45 ára. Oddur Sigurgeirsson af Skaganum.
“Þess ber að geta að Oddur ánafnaði samtökum sjómanna digrum sjóði í erfðaskrá sinni. Lét hann Hrafnistu njóta eigna sinna.”
Margar skoplegar lýsingar Odds voru hafðar eftir honum um afreksverk hans og hreysti. Hann á að hafa sagt um áflog sem hann lenti í. „Þá kom hann á móti mér með hnífinn í annarri og hnefann í hinni. Svo lagði hann á flótta. Ég á undan og hann á eftir.“
Í Alþýðublaðinu 29. okt. 1949 var afmælisgrein um Odd sjötugan. Í niðurlagi hennar sagði: “Já, þannig var æska hans, hún var hörð fyrir veikan drenginn móðurlausan á hörðum árum. Og nú er drengurinn orðinn sjötugur, gengur um stræti stórrar borgar, lágur, þrekinn, síðhærður og skeggprúður, hreinlegur og góðlegur – og bókstaflega öllum þykir vænt um hann.”
Síðasta árið sem Oddur sterki af Saganum lifði var hann á Elliheimilinu Grund og þar lést hann 7. maí 1953.”
Steinninn “Oddur sterki” milli Lágmúla og Ármúla í Reykjavík er nú eini áþreifanlegi minnisvarðinn um Odd Sigurgeirsson, þennan merka mann er setti svo sterkan svip á Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar. Líklega hefur hann sjálfur klappað letrið á steininn er hann dvaldi undir honum forðum Grafsteinndaga. Hann er ágætur minnisvarði um þau fágæti sem “minni máttar” eru jafnan álitnir í samfélaginu hverju sinni. Í dag er gerð krafa um að allir séu steyptir í sama svart/hvíta mótið. Hin skrautlegu litbrigði mannlífsins fyrrum hafa verið gerð burtræk – því miður. Litlausi steinninn milli Lágmúla og Ármúla er áþreifanlegur vottur um það.
Fyrir skömmu [febr. 2010] barst FERLIR eftirfarandi ábending:
Ég las greinina um Odd sterka af Skaganum með ánægju. Ég fann svo litla grein í Alþýðublaðinu frá 1927 sem varpar kannski einhverju ljósi á málið.”
Litla greinin í Alþýðublaðinu hljóðar svo: “Oddur Sigurgeirsson tilkynnir: Hefi látið gera mér grafarmerki á klappirnar fyrir innan Lækjarhvamm; þessi er áletrunin: Oddur Sigurgeirsson ritstjóri, 1927. Letrið er mjög greinilegt, höggvið djúpt á klöppina, sem er hér með friðlýst á meðan ég lifi. En þá er ég hefi verið grafinn, bið ég velunnara mína og flokksbræður að kljúfa það stykki af klöppinni, sem letrið er á, og færa það á gröf mína. Þar fyrir skulu koma allir mínir eftirlátnu fjármunir, bæði í föstu og lausu. Ef þessari beiðni minni verður ekki sinnt, mun ekki heiglum hent að hitta mig á kvöldgöngu minni þeirri, er ég rölti þegar þar að kemur. Oddur Sigurgeirsson, Sólmi, Bergþórugötu 18.”
Oddur Sigurgeirsson fæddist 29.10.1979 og dó 07.05.1953. Hann er grafinn í Fossvogskirkjugarði (H-19-0003).
Sjá umfjöllun um annan álfastein (huldumannsstein) á svæðinu HÉR.

Heimild:
-Guðjón Friðriksson, Mbl. 5. mars 1994 – lesbók.
-Mbl. 17. ágúst 2003.
-Alþýðublaðið 29. okt. 1949.
-Alþýðublaðið 19. sept. 1935.
-Alþýðublaðið 9. mars 1927.
Neðri

Rjúpnahæð

FERLIR var boðið í skoðunarferð um loftskeytastöðina á Rjúpnahæð. Stöðin, þakin möstrum, línum og lögnum, var reist af Bretum á hæðinni ofan og utan við höfuðborgina snemma í Seinni heimsstyrjöldinni. Sjálf bækistöðin var hýst í Aðkoman að loftskeytastöðinnitveimur bröggum efst á hæðinni, milli tveggja mastra er enn standa. Bandaríkjamenn yfirtóku síðan bækistöðina. Þeir voru rifnir og nýtt hús byggt undir vaxandi og ómissandi starfsemi árið 1952. Það hús stendur enn og hýsir um þessar mundir allar kynslóðir senda, allt frá örfáum vöttum til nokkurra þúsunda. Á næstu mánuðum (þetta er ritað í okt. 2007) verða möstrin felld og húsið jafnað við jörðu. Svæðið er komið á framkvæmd deiliskipulags Kópavogs og þá og þegar að því kemur verður engu þyrmt – ef af líkum lætur. Nú þegar er byrjað að grafa fyrir og leggja götur á svæðinu.
Umsjónarmaður loftskeytastöðvarinnar, greinilega eldklár á sínu sviði, en fannst greinilega miður, líkt og áheyrendum, að rífa þyrfti hið veglega hús á hæðinni. Skipulagið gerir þar ráð fyrir tvöföldum nútímavegi (sem eflaust verður orðinn úreltur eftir hálfa öld), en með ofurlítilli hugsun og broti af skynsemi hefði auðveldlega verið hægt að gera það að miðstöð svæðisins; annað hvort sem safnhúsi eða einhverju öðru ekki síður merkilegu. En  gróðarhyggjan spyr ekki að slíku – lóðin mun vera verðmætari en húsræksnið, sem þó virðist bara í ágætu ástandi, Loftskeytastöðin á Rjúpnahæðenda vel vandað til verksins í upphafi. Vangaveltur koma óneitanlega upp um hvers vegna íbúar Kópavogs hafi ekkert lagt til málanna í þessum efnum. Kannski hafa þeir bara ekki skoðað málið nægilega vel eða velt væntanlegum afleiðingum fyrir sér – sem og möguleikum á nýtingu hússins. Ætla má að einhver hafi tekið skyndiákvörðun um brotthvarf þessara minja í reykfylltu herbergi án sérstakrar umhugsunar.
Loftnetin utandyra virtust fleiri en eyjarnar á Breiðafirði og hólarnir í Vatnsdal. Víravirkin eru sum að sjálfsögðu orðin úrelt, en þau þjónuðu þó sínum tilgangi á meðan var. Það eitt ætti að kalla á svolítið viðstaldur. Mannsævin er stutt, en ávallt minninga virði. Það finnst a.m.k. afkomendunum. Þeim finnst og mikilvægt að halda í minningu þeirra, öðrum eftirlifandi til áminningar og eftirbreytni. Ákvarðanatakar í bæjarstjórn Kópavogsbæjar virðast allir tröllum gefnir í þeim efnum.
Þegar inn í sendistöðina var komið birtist fyrst íslenskt karlkyns; Spói. Hann tók fagnandi á móti hálfkvenkynssammyndinni Brá – ætlaði reyndar aldrei að láta af fagnaðarlátununum. Greyið var reynar að koma úr eistaaðgerð og því ekki til stórræðna líklegur.
Með elstu minjum stöðvarinnarInni í sendistöðinni var óendanlega mikið af sendum og öðrum tækjum. Aðallega stuttbylgju og langbylgjusendar fyrir flugfjarskipti. Í kjallaranum voru síðan fm sendar fyrir x-ið og einhverjar fleiri stöðvar. Ekki var þera neitt útvarpstæki, bara símtól sem hægt var að tengja við suma sendana. Í rauninni eru þarna minjar um upphaf fjarskipta hér á landi. Fyrsti sendirinn, “serial no 1”, brann að vísu yfir á sínum tíma, en þarna er enn “serial no 2”, sem verður að teljast allnokkur safngripur. Síðan tekur hver safngripurinn við af örðum – í þróunarröðinni. Sum nöfnin er alkunn, en önnur ekki. Í ljós kom að þekking og reynsla íslenskra sérfræðinga dugðu vel til að betrumbæta sum tækin þeannig að þau dugðu betur en áður þekktist. Það er jú varðveislunnar virði. Ekki er vitað til þess að saga loftskeytastöðvarinnar hafi verið skráð – líklegra er lengra í söguna en eyðileggingu hennar.
Fólk vill víst ekki hafa loftnetin þarna lengur, sem verður jú að teljast eðlilegt. Það verður víst að vera pláss fyrir fleiri blokkir eða einbýlishús í Kópavogi. Þó hefði ekki orðið fráfallssök þótt eitt ef elstu möstrunum hefði verið hlíft, sem minjamastri fyrir það sem var (hugsað fram í tímann).
Einkahlutafélag mun á næstunni hefja rekstur fjarskiptamastra á gamla varnarsvæðinu í nágrenni Grindavíkur samkvæmt upplýsingum blaðsins. “Í dag rekur félagið möstur við Rjúpnahæð í Kópavogi, en á því svæði stendur til að byggja og þurfa möstrin því að víkja. Þau möstur verða þó ekki flutt til Grindavíkur heldur munu Flugfjarskipti nota möstur sem bandaríski herinn skildi eftir við fjallið Þorbjörn. Möstrin á Rjúpnahæð verða tekin niður og gerður hefur verið samningur við Kópavogsbæ um frágang þess máls. Möstrin sem Flugfjarskipti hyggjast taka í notkun í námunda við Grindavík eru um 10-12 talsins, en þau verða notuð til fjarskipta við flugvélar á flugi í Staðfesting á elsta "núlifandi" sendir stöðvarinnaríslenska flugstjórnarsvæðinu yfir Norður-Atlantshafi. Í fyrra keypti Flugfjarskipti hluta jarðarinnar á Galtarstöðum í Flóahreppi og hugðust flytja möstrin sem standa á Rjúpnahæð þangað. Stjórn hreppsins hafnaði hins vegar beiðni Flugfjarskipta um að fá að reisa möstrin þar, en hæð þeirra átti að vara 18-36 metrar. Gert er ráð fyrir að flutningurinn frá Rjúpnahæð fari fram í áföngum á þessu ári og næsta, en möstrin á Rjúpnahæð verða í notkun þar til að fyrirtækið er endanlega flutt á nýjan stað. Kópavogsbær reiknar með að hægt verði að hefja byggingar af fullum krafti næsta sumar og að svæðið verði að mestu full byggt 2010-2011.” Hið jákvæða í þessu öllu saman er að starfsemin færist til Grindavíkur, en hið neikvæða felst í niðurrifshugsjóninni.
Til frekari fróðleiks er rétt að rifja upp að loftskeytastöðin á Melunum tók til starfa 17. júní 1918. Þetta var neistasendistöð með krystalviðtækjum. Tvö 77 metra möstur voru reist fyrir loftnet. Loftskeytastöðin sendi út og tók á móti á morsi fyrsta áratuginn. Síðar annaðist hún einnig talskipti og veitti öllum skipum í námunda við Ísland ómetanlega þjónustu sem stórbætti öryggi sjófarenda.
Elsti sendirinn - sem væntanlega veðrur fargaðFrá örófi alda hafa menn reynt að finna aðferðir til að hafa samskipti við aðra. Sending reykmerkja og trumbusláttur eru meðal þeirra aðferða sem notaðar voru í upphafi en fjarskiptatækni nútímans byggist aftur á móti á eiginleikum rafmagns og rafsegulmagns. Gríðarlegar framfarir urðu í tæknimálum á 19. öld. Þá bjó t.d. Ampére til nálaritsíma og stuttu síðar smíðaði Morse nothæfan ritsímalykil og bjó til sérstakt stafróf. Árið 1876 talaði Bell í síma í fyrsta skipti og Marconi sendi fyrstu loftskeytin árið 1897.
Árið 1906 markar tímamót í fjarskiptasögu Íslendinga. Það ár var sæsímastrengur fyrir ritsíma lagður frá Skotlandi um Færeyjar til Íslands og kom hann á land á Seyðisfirði. Skeyta- og talsími var lagður frá Seyðisfirði um Akureyri og til Reykjavíkur og rauf hann einangrunina innanlands. Margir mótmæltu lagningu símans og töldu loftskeyti vænlegri kost en Hannesi Hafstein ráðherra tókst að sannfæra Alþingi um ágæti símans. Það liðu þó mörg ár þar til allir landsmenn komust í símasamband en lagningu síma í sveitir lauk í kringum 1960 og voru þá enn margir símar á sömu línunni.
Landssími Íslands var stofnaður sama ár og símtæknin kom til landsins, árið 1906, og var hann til húsa í gamla barnaskólanum í Reykjavík á horni Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Fyrsti yfirmaður Landssímans var Norðmaðurinn Olav Forberg sem hafði stjórnað lagningu símalína um landið. Fyrstu menntuðu íslensku símamennirnir voru símritarar sem höfðu verið í námi hjá Mikla norræna ritsímafélaginu í Kaupmannahöfn.
Eftirsóknarvert þótti að vinna við talsímann og sköpuðust með honum ný atvinnutækifæri fyrir karla og konur. Árið 1935 var síma- og póstþjónustan sett undir einn hatt en árið 1998 skildu leiðir á ný og Landssími Íslands hf. var stofnaður.
Fornfálegheit lofskeytastöðvarinnarLoftskeytastöð tók til starfa á Melunum í Reykjavík þann 17. júní 1918 í því húsi sem Fjarskiptasafnið er nú og kallaðist hún Reykjavík radíó. Sunnan- og norðanmegin hennar voru tvær 77 m háar loftnetsstangir. Fyrsta kallmerki stöðvarinnar var OXR en árið 1919 var Íslandi úthlutað kallmerkinu TF og bar stöðin síðan kallmerkið TFA. Upphaflega var loftskeytastöðin hugsuð sem varasamband til útlanda, viðbót við sæsímann, en aðalhlutverk hennar varð brátt þjónusta við skip og báta og var hún bylting fyrir öryggi þeirra.
Í fyrstu fóru öll fjarskipti við skip fram á morsi en talfjarskipti hófust árið 1930. Fyrsta íslenska fiskiskipið sem fékk loftskeytatæki var togarinn Egill Skallagrímsson, árið 1920.
Tveimur árum síðar var fyrsti loftskeytamaðurinn ráðinn til starfa á íslenskt skip. Þegar skipum með loftskeytatæki fór að fjölga varð hörgull á mönnum sem gátu sinnt þessum störfum og var því efnt til námskeiðs fyrir unga menn sem vildu læra loftskeytafræði. Lauk fyrsti hópurinn námi árið 1923. Á hernámsárunum var Reykjavík radíó undir eftirliti hernámsliðsins. Þá voru loftskeytastöðvar reistar víða um land, t.a.m. á Rjúpnahæð og tvær við Grindavík.
Beitarhústóft frá Fífuhvammi norðan í RjúpnahæðSíminn hefur sinnt radíóþjónustu við flugvélar frá því í lok síðari heimsstyrjaldar. Þeirri þjónustu er sinnt í Gufunesi. Stöðinni á Rjúpnahæð hefur jafnan verið fjarstýrt þaðan. Árið 1963 fluttist öll starfsemi Reykjavík radíó í Gufunes sem er nú aðalstrandstöð fyrir skip auk þess að veita flugvélum fjarskiptaþjónustu.
Reykvíkingar voru fljótir að taka við sér og fá sér síma. Árið 1912 voru notendur í bænum alls 300 talsins, tíu árum síðar voru þeir nær 1100 og árið 1928 voru um 2400 símnotendur í Reykjavík. Þrátt fyrir að búið væri að byggja eina hæð ofan á gömlu símstöðina voru þrengslin orðin slík að ekkert pláss var fyrir fleiri skiptiborð og voru vinnuaðstæður mjög erfiðar. Ákveðið var að reisa nýtt hús fyrir starfsemi Símans og fékkst til þess lóð við Austurvöll.
Árið 1932 voru fyrstu sjálfvirku símstöðvarnar í Reykjavík og Hafnarfirði teknar í notkun. Þá gátu bæjarbúar hringt hver í annan án þess að fá samband í gegnum “miðstöð” og hafa eflaust einhverjir saknað þess að þurfa ekki lengur að tala við stúlkurnar þar.
Sjálfvirkum stöðvum fjölgaði smám saman á landinu og árið 1976 voru allir þéttbýlisstaðir komnir með sjálfvirkan síma. Loftskeytamöstur á RjúpnahæðÁrið 1986 voru allir símar landsmanna tengdir sjálfvirkum stöðvum og fréttir sem menn heyrðu óvart í gegnum sveitasímana heyrðu sögunni til.
Símastaurar og línur sáust vart lengur í landslaginu þar sem farið var að plægja strengina í jörðu eða setja upp radíósambönd. (Vonandi mun slík þróun og verða v/jarðvarmavirkjanir hér á landi til lengri framtiðar litið).
Lagning ljósleiðara um landið hófst árið 1985. Með honum jukust talgæði til muna en stafræn kerfi eru auk þess öruggari og hagkvæmari en fyrri kerfi. Flutningur annarra gagna en símtala varð mögulegur og var almenna gagnaflutningsnetið tekið í notkun ári síðar. Fyrstu stafrænu (digital) símstöðvarnar voru opnaðar árið 1984 og náði sú tækni til allra símstöðva ellefu árum síðar. Með stafrænu tækninni var unnt að bjóða upp á ýmsa sérþjónustu. Íslendingar eru fljótir að tileinka sér nýjungar og það átti svo sannarlega við um farsímana. NMT-kerfið hóf göngu sína árið 1986 og GSM-kerfið árið 1994. Árið 1998 var breiðbandið tekið í notkun og verður það notað fyrir margvíslegan gagnaflutning í framtíðinni, s.s. síma, sjónvarp, útvarp og tölvur. Það hefur verið kallað upplýsingahraðbraut framtíðarinnar.
Talsamband við útlönd á stuttbylgjum var opnað árið 1935 og voru um 250 samtöl afgreidd fyrsta mánuðinn. Gjaldið fyrir útlandasímtal þætti hátt í dag en það var þá 33 kr. fyrir þriggja mínútna símtal sem jafngilti því sem næst heilu ærverði. Til samanburðar má geta þess að áskrift að dagblaði kostaði á sama tíma 2-3 kr. á mánuði.Nýr sæsímastrengur, Scotice, milli Skotlands og Íslands var tekinn í notkun árið 1962 og olli hann enn einni byltingunni í samskiptum Íslendinga og annarra þjóða. Í tengslum við strenginn var komið upp telexþjónustu hér á landi og varð hún mjög vinsæl hjá fyrirtækjum og stofnunum. Ári síðar var Icecan-strengurinn, milli Íslands og Kanada, formlega tekinn í notkun.
Elsta braggahúsið var á millum mastrannaÁrið 1980 kom jarðstöðin Skyggnir til sögunnar og fóru þá samtöl til útlanda um gervihnött. Þá var fyrst hægt að hringja beint til annarra landa. Skyggnir sinnir enn hluta þjónustunnar og er einnig notaður sem varaleið en árið 1994 var nýr sæstrengur, Cantat-3, tekinn í notkun. Hann liggur þvert yfir Atlantshafið, frá Evrópu til Ameríku, en grein frá honum tengist Íslandi. Um hann fer nú meirihluti símtala frá landinu til útlanda og mikill gagnaflutningur, s.s. Internetið.
Í deiliskipulagi fyrir Rjúpnahæð segir m.a.: “Í tillögunni er gert ráð fyrir nýju íbúðarsvæði vestast í Rjúpnahæð. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af opnu svæði við fyrirhugaða Smalaholti til vesturs, skógræktarsvæði og golfvelli GKG til norðurs, fyrirhugaðri byggð við Austurkór, Auðnukór og Álmakór til austurs sveitarfélagsmörkum Kópavogs og Garðabæjar til suðurs. Áætlað er að á svæðinu rís 120 íbúðir í sérbýli og fjölbýli. Aðkoma er fyrirhugðu Ásakór um Austurkór.”
Svo mörg voru þau orð…
Við skoðun FERLIRs komu í ljós tóftir norðan við afmarkaða girðingu loftskeytastöðvarinnar. Í gögnum segir að “í norðurhlíðum Rjúpnahæðar ofan golfvallar eru menjar gamals sels. Selið var verndað með bæjarvernd í tengslum við framkvæmdir sem áætlaðar voru á svæðinu. Framkvæmdir þessar voru Landgræðsluskógrækt, lagning reiðstíga og gerð golfvallar.”
Ef grannt er skoðað er þarna um að ræða leifar beitarhúss, væntanlega frá Fífuhvammi. Fífuhvammslækur hefur áður runnið um dalverpið, sem nú hefur verið fylt upp. Ofan við bakka þess hefur nefnt sel að öllum líkindum verið. Erfitt verður að staðsetja það af nákvæmni úr því sem komið er, bæði vegna þess að trjám hefur verið plantað í neðanverða hlíðina auk þess sem verulegt rask hefur orðið neðan hennar vegna undangenginna framkvæmda.
Mannvirkin og söguleg tilvist þeirra mun að óbreyttu hverfa á næstu mánuðum. Reyndar er leitt til þess að vita því áhugafólk um söfnun minja frá stríðsárunum hefur lengi leitað eftir slíku húsnæði fyrir safn. Myndirnar hér að ofan voru teknar í okt 2007, en myndin að neðan ári síðar. Segja má að nú sé Snorrabúð stekkur.

Heimildir m.a.:
-http://siminn/saga_simans/+loftskeytast.is
-http://www.fjarskiptahandbokin.is/
-Kopavogur.isLoftskeytastöðin haustið 2008

Úlfarsá

Jörðin Úlfarsá norðan Úlfarsár var skoðuð. Á jörðinni eru minjar frá síðustu öldum, en heimildir eru um lengri búsetu á jörðinni. Fallega hlaðinn brunnur, væntanlega frá byrjun 20. aldar, er í túninu ásamt heillegum fjárhústóftum, auk nokkurra annarra jarðlægra útihúsa. Umhverfis norðan- og austanvert heimatúnið hefur verið hlaðinn garður, sem nú er nær jarðlægur. Nýbyggingasvæði Úlfarsfellshlíða er nú komið fast að jarðarmörkunum að vestanverðu.

Úlfarsá hét Kálfakot fram til ársins 1927 þegar núverandi nafn var tekið upp. Elsta heimild um Kálfakot er jarðabókin frá 1584 þar sem hún er nefnd Kálfastaðakot (Kalvestaedtkaedt). (Ólafur Lárusson, bls. 83-84). Í jarðabók frá 1590 er jörðin nefnd Kálfakot. Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls III er hún í konungseign árið 1704 og ábúendur eru tveir (bls. 292-294). Þar segir m.a.: ”Ábúandinn Slbjörg Gunnlaugsdóttir, býr á hálfri, annar Einar Sveinbjörnsson búr á hálfri… Kúgildi iii, hálft annað hjá hverjum. Leigur betalast í smjöri heim til Bessastaða eður í Viðey, hvort heldur sem tilsagt verður. Kúgildin uppýngja ábúendur. Kvaðir allar sem um Reynisvatn greinir, nema hvað hestlán hafa ei af þessari jörðu kölluð verið jafnmikil síðan ábúendur voru so fátækir, að þeir áttu annaðhvort öngvan hest eður einn, og hann lítt eður ekki færan, og fóðrur minnast menn ei að verið hafi kýr að fullu. Engjar ærið litlar, útigangur lakur og landþröng mikil… Torfskurður til húsagjörðar og ediviðar nægilegur.”
Í jarðatali Johnsens frá 1847 er hún komin í bændaeign og ábúandi er einn leiguliði (bls. 96).
Fram til ársins 1927 hét jörðin Kálfakot er nafnið Úlfarsá var tekið upp (Ari Gíslason). Um þetta segir Ólafur Lárusson: ”… og það hefði eigi heldur verið neitt óeðlilegt, að jörðin Kálfakot eftir legu sinni hefði verið kennd við ána, enda hefir hún nýlega verið skýrð upp og nefnd Úlfarsá (bls. 83).
Úlfarsá hefur verð í ábúð fram á miðja 20. öld, en er nú í eigu ríkisins (Gæsluvistarsjóðs). Jón Guðnason og Jóna Þorbjarnardóttir bjuggu á Úlfarsá frá 1927-1944. Jörðin hefur verið án ábúðar frá árinu 1953. Þar var meðferðarheimili (drykkjumannahæli) frá Kleppsspítala (Jarðaskr. Landn. rík.) til ársins 1962. gestur Björnsson forráðamaður vistheimilisins var skráður fyrir nokkrum skepnum á jörðinni 1980.
Engin uppistandandi hús eru nú á jörðinni.

Í Sturlubók Landnámu segir m.a. (10. kafla): ”Þórður skeggi hét maður; hann var sonur Hrapps Bjarnarsonar bunu. Þórður átti Vilborgu Ósvaldsdóttur; Helga hét dóttir þeirra; hana átti Ketilbjörn hinn gamli.
Þórður fór til Íslands og nam land með ráði Ingólfs í hans landnámi á milli Úlfarsár og Leiruvogs; hann bjó á Skeggjastöðum. Frá Þórði er margt stórmenni komið á Íslandi.”
Einnig (kafli 34): ”Geirröður hét maður, er fór til Íslands, og með honum Finngeir son Þorsteins öndurs og Úlfar kappi: þeir fóru af Hálogalandi til Íslands. Geirröður nam land inn frá Þórsá til Langadalsár; hann bjó á Eyri. Geirröður gaf land Úlfari skipverja sínum tveim megin Úlfarsfells og fyrir innan fjall. Geirröður gaf Finngeiri lönd uppi um Álftafjörð; hann bjó þar, er nú heitir á Kársstöðum. Finngeir var faðir Þorfinns, föður Þorbrands í Álftafirði, er átti Þorbjörgu, dóttur Þorfinns Sel-Þórissonar.
Geirríður hét systir Geirröðar, er átt hafði Björn, son Bölverks blindingatrjónu; Þórólfur hét son þeirra.
Þau Geirríður fóru til Íslands eftir andlát Bjarnar og voru hinn fyrsta vetur á Eyri. Um vorið gaf Geirröður systur sinni bústað í Borgardal, en Þórólfur fór utan og lagðist í víking. Geirríður sparði ekki mat við menn og lét gera skála sinn um þjóðbraut þvera; hún sat á stóli og laðaði úti gesti, en borð stóð inni jafnan og matur á.
Þórólfur kom til Íslands eftir andlát Geirríðar; hann skoraði á Úlfar til landa og bauð honum hólmgöngu. Úlfar var þá gamall og barnlaus. Hann féll á hólmi, en Þórólfur varð sár á fæti og gekk haltur ávallt síðan; því var hann bægifótur kallaður. Þórólfur tók land eftir Úlfar, en sum Þorfinnur í Álftafirði; hann setti á leysingja sína, Úlfar og Örlyg.”
Þótt nafnið Kálfakot sé hið gamla nafn á Úlfarsá hafa sumir vilja halda því fram að síðarnefnda nafnið hafi verið eldra nafn á jörðinni.
Svavar Sigmundsson, forstöðurmaður Örnefnastofnunar Íslands svarar fyrirspurn KI um Úlfarsfellsnafnið á eftirfarandi hátt á vefsíðu stofnunarinnar, www.ornefni.is: ”Úlfarsfell kemur hvorki fyrir í Landnámabók né fornsögum eða annálum, en Úlfarsá er nefnd í Landnámabók. Úlfarsfell er nefnt í fornu skjali, Hítardalsbók frá 1367 (Íslenskt fornbréfasafn II, 220), og í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1704 (III, 310). Nafnið er vafalítið dregið af mannsnafninu Úlfar, sbr. Úlfarsá, en fjórir eru nefndir með því nafni í Landnámu.”
Um örnefni í Keldnalandi lýsir Halldór Vigfússon viðtali við Björn gamla Bjarnason (þá 93 ára) að Grafarholti þann 27. ágúst 1949: ”Slöðrið eða slakkinn milli holtanna Grafarholts og Keldnaholts heitir Klofningur. Þar niður vildi Einar skáld Benediktsson veita Úlfarsá1), svo að hún félli í Grafarvog og mætti verða að góðri laxveiðiá í líkingu við Elliðaárnar. Einar eða faðir hans hafði keypt lönd á þessu svæði (Gröf og Keldur) og fengu þeir feðgar Björn, sem var þá ekki enn farinn að búa í Gröf, til að mæla fyrir þessari vatnsveitingu.
Birni mældist að skurðurinn þyrfti að vera 11 feta djúpur, þar sem þurfti að grafa dýpst. Var verkið hafið og nokkur dagsverk unnin, en aðrir, sem lönd áttu að Úlfarsá, munu hafa amast við þessari röskun og bannaði Benedikt þá frekari framkvæmdir.
Áður en sneiðin norðan af Keldnalandi var seld undir Korpólfsstaði (Thor Jensen), áttu Keldur slægjuland uppi við Úlfarsá, sem hét Tjarnengi.2)”
Meðfylgjandi eru eftirfarandi skýringar: ”1)Þetta er hið forna og upphaflega nafn árinnar (sbr. Landnámu) en hún er nú oftast nefnd Korpólfsstaðaá, Korpa, eða eftir öðrum bæjum sem eiga land að henni, einkum þar sem vöð voru á ánni. Björn segist hafa átt hlut að því að nafni Kálfakots var breytt í Úlfarsá til þess að festa hið forna nafn.
2) Samnefnt slæguland var einnig frá Grafarholti litlu ofar. Á þeim slóðum byggði tengdasonur Bjarnar (Hreiðar Gottskálksson) nýbýlið Engi.” Þar má einmitt sjá u.þ.b. 100 metra langan stíflugarð, gerðar úr torfi.
Nokkuð hefur verið ritað um nafnið Kálfakot. Um það segir Hannes Þorsteinsson árið 1923: ”Kálfakot. Matsbókin nefnir Kálfá og Kálfárkot, en hvorugt finnst annarsstaðar. Kálfastaðakot nefnist jörðin í JB. Jens Söffrenssonar 1639 og í Kálfa(r)sstaði (eða Kálfsstaði), en nafnið horfið fyrir ævalöngu og Kálfakot komið í staðinn, sem heiti jarðarinnar.” (Hanes Þorsteinsson, bls. 33). Um þetta atriði hefur Ólafur Lárusson einnig farið nokkurm orðu: ”Nafnið Kálfastaðakot er tilkomið fyrir nafnbreytingu þannig, að orðið hefir tengzt við eldra nafn Kálfastaðir, en Kálfastaðir er aftur afbökun úr eldra nafni Kálfarsstaðir, dregið af mannsnafninu Kálfarr… Mannsnafnið Kálfarr finnst nú eigi frá fornöld eða miðöldum hér á landi, en hefir hins vegar tíðkast lítilsháttar á síðarti öldum.” (Ólafur Lárusson, bls. 8?).
Mannsnafnið Kálfarr finnst ekki í Landnámu.
Mörk jarðarinnar eru nokkuð ljós. ”Samkvæmt konunglegu lagaboði eru landamerki á jörðinni þann 17. marz 1882 eptir 1. gr. Skrásett og undirskrifaðar lýsingu landamerkja á jörðinni Kálfakoti í Mosfellssveit innan Kjósar- og Gullbringusýslu, á móts við jarðirnar: Lambhaga, Lágafell, Úlfmannsfell og Reynisvatn, eru merkin eptir skýrslum, sem fyr ábúendur hafa ljáð frá ómuna tíð, þau er hjer skal greina.
Vesturhlið landsins er þannig: Úr Tjörn í miðjum Þrætumóa; úr þeirri Tjörn í þúfu uppá holtinu þar beint upp af; úr nefndri þúfu vestan til í Leirtjörn; úr nefndri Leirtjörn í Djúpadalsbrún (eystri); úr nefndri brún í fjallsbrekku vestast í Hákinn; úr Hákinn í þúfu uppá fjallinu (norðan til við mýrarsund). Norðurhlið landsins er úr síðastnefndri þúfu, austur í Stórahnjúk; úr þeim hnjúk í Litlahnjúk.
Austurhlið landsins er úr Litlahnjúk og í Mýrdal, úr nefndum dal í fjárborgarbrot (stekk) niður við ána (skammt fyrir austan fossana). (Enn má greina stekkinn undir lágri brekku á austurmörkunum).
Suðurhlið landsins ræður Korpúlfstaðaá niður í fyrrnefnda Tjörn í Þrætumóa. Ennfremur hefur fylgt þessari ábýlisjörð minni frá ómunatíð ¼ hluti úr eiðijörðinnni Óskoti á móts við jarðirnar Þormóðsdal, Miðdal og Reynisvatn og hafa fyrri ábúendur á minni ábýlisjörð haft þar fjenaðarhús sín, óátalið af öllum samyrkingamönnum og hefur mjer verið leigt þetta nefnda ítak ásamt aðaljarðarlandinu, og lýsi jeg hjer einungis vesturhlið landsins (Óskots). Úr skógarvaði í stein beina leið í Litla-Skyggni fyrir sunnan Langavatn. Ritað í Kálfakoti 30. september 1886, Guðmundur Jónsson”. (Landamerkjabók).
Staðhættir við Úlfarsá eru þeir að bærinn hefur verið í skjóli fyrir norðanáttinni, í hlíð “Fellsins”. Fellið er helsta einkenni bæjarstæðisins, brekkan vestan undir því þar sem bæjarstæðið er og Gilið norðan þess. Að austan er annað fell (hóll), en lægra.
Samkvæmt Túnakorti frá 1916 er bæjarstæðið ofarlega í miðju túninu. Túnið er í brekku sunnan og vestan undir ”Fellinu”. Kálgarður er teiknaður neðan við íbúðarhúsin. Gata liggur í sneiðing upp hlíðina til austurs. Fjárhús eru sýnd norðaustan við bæjarstæðið sem og hlaðinn garður, sem enn sést. Á uppdrættinum stendur og: ”Timburhús neðst í túninu var byggt til ábúðar (Margréti Zoega) árið 191?, rifið aftur (Jón ?) 1917 og selt til Reykjavíkur.” Kálgarðar eru þá 950 m2. Að sögn Guðjóns Norðdahls frá Úlfarsfelli var nýtt hús byggt að Úlfarsá um 1930. Þar mun drykkjumannahælið hafa verið síðar.
Hlaðinn garður umlykur heimatúnið að norðaustanverðu. Gil (Kálfakotsgil) afmarkar túnið að norðanverðu.
Ofan túns eru minjar á gróðurtorfum, en umhverfis þær eru nú melar. Holt eru að austanverðu sem og að norðvestanverðu. Að vestanverðu, neðanvert, eru uppþornaðar mýrar ofan bakka Úlfarsár.
Ameríski herinn hafði mikil umsvif á og við Skyggni á stríðsárunum síðari. Kampurinn var við Leirtjörnina. Í dag eru þar stríðsminjar á svæðinu og þá sérstaklega steyptir grunnar eftir braggahverfin South Belvoir og Tientsin.

Heimildarskrá:
Ari Gíslason. Úlfarsá og Lambhagi. Örnefnastofnun Íslands.
Bisk.skjs. II,33. Jarðabók.
Hannes Þorsteinsson. ”Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjarnöfnum á Íslandi. Árbók Hins Íslenska Fornleifafjelags. Reykjavík 1923.
Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns III. Gefin úr af hinu íslenska fræðafélagi í Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn 1923-1924.
Jarðaskrár 1958-1979. Landnám ríkisins hefur tekið saman eftir forðagæsluskýsrlum og skýrslum hreppstjóra um jarðir í ábúð og eyði. Óprentuð. Skráin er einungis til á Landnámi ríkisins.
Jens Söffrensson. Jarðabók 1939.
J. Johnsen: Jarðatal á Íslandi, með brauðalýsingum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum 1835-1845. og skýrslum um sölu þjóðjarða í landinu. Kaupmannahöfn 1847.
Landamerkjabók í afsals- og veðmálsbók fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu 1890.
M. Steph. 27,4 fo. Afskrift dr. Jóns Þorkelssonar í Þjóðskjalasafni.
Ólafur Lárusson. ”Árland”. Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess I. 2. Reykjavík 1939.
Guðjón Norðfahl, f: 18.07.’52. (Munnleg heimild 07.09.’06).

Úlfarsá

Úlfarsá – tóftir gamla bæjarins nær.

Reykjavík

Á vef Fornleifastofnunar Íslands er fjallað um merkileg fornfræðileg efni – flest þó fjarri Reykjanesskaganum. Eitt verkefnanna sem finna má á www.menningarminjar.is og á www.menningarsaga.is. “Þegar minnast þarf glataðra menningarminja er ágætt að horfa til Reykjavíkur með það í huga að “fortíðin er ekki “hughrif” – hún er áþreifanlegur raunveruleiki”.

Reykjavík ber hin mestu verðmæti sögunnar ekki vel. Á rústum hinnar fyrstu byggðar þreytir fólkið hennar nú ýmist drykkju eða hjálpræði, boðar til þings og syngur skaparanum lof. Flest var þetta iðkað á sama stað þegar fyrstu kynslóðir Íslendinga reistu þar bú sín. Á svæðinu kringum Austurvöll og Aðalstræti hafa fundist menjar um þúsund ára gamla byggð, fornan bæ að þess tíma sið. Þar eru einnig leifar af fyrstu verulegu byggingum Reykjavíkur sem kaupstaðar, Innréttingarnar sem Skúli Magnússon fógeti lét reisa af stórhug hins upplýsta manns um miðja 18. öldina.
Og enn ber borgin merki hins fyrsta sæðis: Hún er stórhuga í smæð sinni og smá í sinni víðáttu. Gamla þorpið sem hún var, er varðveitt að hluta í miðborginni, og undir grunni nýrra bygginga búa rústir hinna gömlu – og jafnvel elstu, þar sem fornir andar landnema emja við söngva núlifandi kynslóða.
Vitaskuld er erfitt um vik að kanna til hlýtar fornleifar í miðborg nokkurrar höfuðborgar. Þó hefur þetta verið gert að talsverðu leyti í Reykjavík, einkum á umræddu svæði kringum Aðalstræti. Þar var fyrst komið niður á fornleifar við byggingaframkvæmdir á lýðveldisárinu 1944 en síðan var staðið fyrir umtalsverðum fornleifauppgrefti á svæðinu í byrjun áttunda áratugarins. Í þessum uppgrefti og öðrum sem gerður var á níunda áratugnum komu í ljós leifar af tveimur 10. aldar skálum. Annar þeirra hefur staðið neðst við Grjótagötuna, þar sem Aðalstræti og Suðurgata mætast en hinn þar sem nú er Suðurgata 7. Elsta byggð í Reykjavík hefur því verið á svæðinu frá suðurhluta Ingólfstorgs og suður að Vonarstræti. Á torginu þar sem nú stendur stytta af Skúla Magnússyni hafa fundist leifar af mjög gömlum kirkjugarði. Hvíla þar griðkonur Ingólfs og Hjörleifs? – eða jafnvel þeir sjálfir? Eins og gefur að skilja er ógjörningur að fullyrða um slíkt og í raun erfitt að draga upp heildstæða mynd af byggðasögu Reykjavíkur. Þær takmörkuðu fornleifarannsóknir sem gerðar hafa verið sanna þó svo ekki verður um villst að byggð í Reykjavík er jafnvel jafngömul landnáminu. Árið 1993 var grafið í Arnarhól vegna fyrirhugaðra framkvæmda um að breyta hólnum. Var þá komið niður á bæ frá 17. öld en öruggt er talið að neðan hans séu leifar af eldri byggingum. Við uppgröftinn fannst rómverskur peningur.
Það gefur auga leið að á miðöldum hefur byggð ekki verið samfelld á Reykjavíkursvæðinu eins og nú er, og fornleifar sem fundist hafa á öðrum stöðum, eins og í Laugarnesi, hafa tilheyrt annarri sveit. Frá vegarstæðinu þar sem Kleppsvegur beygir í átt að Sæbraut má greina til norðurs óljós merki fornleifa. Þar hefur verið kirkjugarður til forna en ekki hefur gefist færi á að kanna hversu umfangsmikill hann hefur verið. Vitneskja manna um byggðasögu Reykjavíkur er því jafn sundurlaus og svipur hennar.

Við vitum að hér settust landnemar að mjög snemma, og að einhver byggð hélst fram eftir öldum í kvosinni. Um miðja átjándu öldina má greina fyrstu merki þess hlutverks sem Reykjavík fékk síðar sem höfuðstaður Íslendinga. En nær allar lýsingar frá þeim tíma og 19. öldinni bera borginni slæmt orð. Hún er sóðalegt og drungalegt smáþorp, byggð af ólánsmönnum, þurrabúðarmönnum og sjógörpum í sambúð við örfáa danska embættismenn sem hingað hafa hrakist fyrir tilstilli illra örlaga. Og dágóður hluti íbúanna voru fangar og ræfilsmenn sem hafast við í húsinu þar sem ríkisstjórnin situr nú – litlu betri segja sumir.

Þegar söguleg vitund íslenskra menntamanna vaknar af löngum svefni á fyrstu áratugum 19. aldar finnst mörgum þeirra óhugsandi að velja Alþingi stað í þessu ljóta þorpi. Jónas Hallgrímsson fer fyrir hópi rómantískra hugsuða sem vilja setja þingið á sínum forna stað við Öxará. En eitthvað segir það okkur um stöðu Reykjavíkur á þessum tíma að Jón Sigurðsson og hans menn vilja setja þingið í reykjavík, af þeim sökum að þar muni þegar tímar renna rísa sá höfuðstaður sem við þekkjum nú. Hér eru æðstu menntastofnanir landsins, Reykjavíkurskóli og Prestaskólinn. Hér er dómkirkjan. Hér skulum við byggja okkar borg. Vegur Reykjavíkur vex smám saman þegar líður á nítjándu öldina og upp úr aldamótum búa hér um 6.000 manns, þar af nýfenginn ráðherra Íslendinga. Frá þessum tíma eru flest þau lágreistu hús sem nú setja svip sinn á miðborgina. En yfirbragð hennar er enn í mótun. Það er í raun aðeins nýlega sem sæst hefur verið á gildi þessara litli húsa fyrir svip borgarinnar og minna kapp lagt á að ryðja þeim burt eða kaffæra bak við reisulegri minnisvarða. En þegar slíkt hendir er mikilvægt að kann allar aðstæður frá sjónarhóli fornleifafræðinnar. Varðveisla sögulegra minja í Reykjavík felst þó kannski ekki síður í að hlúa að þessum gömlu húsum og tryggja þeim góða sambúð við síðari tíma byggingar. Sundurleysið í svip borgarinnar ber í sér töfra hennar. Og eins er um söguna. Við getum ekki státað af stórkostlegri sögu þar sem uppgangur og harðræði takast á og skilja eftir minnisvarða síðari kynslóðum til handa. Fáeinir húsagrunnar í sverði kvosarinnar og á einstaka stöðum í borginni eru einu leifar um byggð hér í fornöld. En þó hefur það ekki verið rannsakað að fullu.

Tign Reykjavíkur er af allt öðrum toga en útlendra stórborga, í stórhuga hógværð sinni ber hún skammri sögu okkar einstakt vitni og gerir enn í sinni stöðugu mótun þegar ný öld er um það bil að hefjast. Fornleifarannsóknir hafa þó fært henni sama tilverurétt og annarra höfuðborga, að því leyti að hún byggir þrátt fyrir allt á mjög gömlum grunni og er jafngömul sögu þjóðarinnar. Og hver veit nema að í framtíðinni gefist þess kostur að grafa frekar í svörð hennar þar sem vitað er um leifar fyrstu íbúanna, svo sem í kvosinni, við Alþingishúsið, á Arnarhóli og í Laugarnesi. Slík heildarathugun á byggðasögu henanr mun ekki gera Reykvíkingum fært að bera sig saman við Parísarbúa eða Lundúnarverja, en hún myndi án efa varpa frekara ljósi á uppvöxt Reykjavíkur, þann vöxt sem enn á sér stað og er samofinn lífi fólksins í borginni.

Byggðasaga Reykjavíkur og fornleifarannsóknir í Kvosinni
Þegar Skúli Magnússon stofnaði Innréttingarnar árið 1751 var Reykjavík aðeins venjulegur sveitabær. Verksmiðjunum var valinn staður við hliðina á bæjarhúsunum. Bærinn er talinn hafi staðið þar sem Hjálpræðisherinn er nú og byggðust því Innréttingarnar út af Aðalstræti, sem hafði verið sjávargata Reykjavíkurbóndans. Fljótlega byggðist upp hið gamla tún Reykjavíkurbæjar og er Austurvöllur leifar þess. Búskapur lagðist fljótlega af.
Reykjavíkurkirkja stóð þar sem núna er Fógetagarðurinn og hefur verið kirkjugarður kringum hana, allt þar til Dómkirkjan var byggð árið 17… Kirkjugarðurinn var þó áfram í notkun þar til kirkjugarðurinn við Suðurgötu var opnaður um miðja 19. öld. Frá upphafi samfelldrar byggðar í Reykjavík hafa menn því alltaf vitað um menjar gamla Reykjavíkurbæjarins og kirkjugarðsins. Allar götur síðan á 18. öld hafa menn rekist á fornar minjar: hleðslur, öskur, bein osfrv, við byggingaframkvæmdir frá Vonarstræti og norður undir Hallærisplanið.
Í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar var ákveðið að ráðast í meiriháttar fornleifauppgröft á gamla bæjarstæðinu. Þá var grafið á lóðunum Aðalstræti 14 og 18, Suðurgötu 5 og Tjarnargötu 6. Við þennan mikla uppgröft komu í ljós bæði leifar af húsum innréttinganna í Aðalstræðti en einnig miklu eldri leifar frá því að menn fyrst tóku land í Reykajvík. Að minnsta kosti tveir skálar hafa verið við Aðalstrætið og sá þriðji við Suðurgötuna. Ekkert virðist byggt í Aðalastræti eftir að fyrstu skálarnir þar fara í eyði. Byggðin heldur eingöngu áfram á svæðinu milli Suðurgötu, Vonarstrætis og Kirkjustrætis. Síðar hefur einnig verið grafið á lóðinni á Suðrgötu 7 og þar komu í ljós byggingar tengdar Reykjavíkurbænum. Síðast var grafið 1999 í miklum ruslalögum á bílastæðinu á móti húsi Happrættis Háskólans. Þar hefur verið mýri við nyrstu mörk Tjarnarinnar. Allt sem fannst við þann uppgröft reyndist vera yngra en frá 1500.
Hinn 9. september s.l. [2005] lauk vettvangsrannsókn á fornleifum undir húsinu í Aðalstræti 10, sem er talið elsta hús í Reykjavík. Rannsóknin fór fram vegna viðgerða og endurbyggingar á húsinu. Lækka átti jarðveg undir gólfi vegna einangrunar og lagna og einnig að grafa niður til að styrkja undirstöður hússins. Því þurfti að kanna hvort fornleifar væru þar fyrir.
Bæði var talið að þar gætu verið leifar eldri húsa frá 18. öld og jafnvel eldri ummerki um mannvist. Á ýmsum nálægum lóðum, Aðalstræti 12, 14, 16 og 18, höfðu áður fundist minjar frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar.
Húsið Aðalstræti 10 er byggt upp úr miðri 18. öld. Undir mestum hluta gamla hússins sjálfs hafði ekki verið kjallari og því voru þar óröskuð jarðvegslög. En viðbygging við húsið að vestan hafði verið grafin dýpra niður.

Minjar þær er fundust undir gólfi í Aðalstræti 10 reyndust vera frá 18. öld. Þar voru steinundirstöður undan timburstokkum eða plönkum sem borið hafa uppi fjalagólfið í húsinu. Þar undir voru ýmis lög með ummerkjum um umsvif manna á staðnum, m.a. töluverð lög af móösku úr eldstæðum nálægra bygginga. Nokkuð fannst af glerbrotum, einkum rúðugleri, einnig nokkuð af dýrabeinum. Meðal tímasetjanlegra gripa var nokkuð af brotum úr leirílátum, postulíni og tóbakspípum úr leir. Ekki fundust ummerki um eldri byggingar sem kann að benda til þess að hér sé komið norður fyrir bæjarstæði Reykjavíkurbæjarins gamla.

Helstu heimildir um Reykjavík:
-Kristín H. Sigurðardóttir – Fornleifarannsókn að Suðurgötu 7 í Reykjavík. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1986.
-Kristján Eldjárn – Hann byggði suður í Reykjarvík. Reykjavík í 1100 ár, Helgi Þorláksson ritstj., (Safn til sögu Reykjavíkur), Reykjavík 1974.
-Matthías Þórarson – Fundnar fornleifar í Reykjavík, 15. júní 1944.
-Else Nordahl – Landnámstid i Reykjavík. Hus, gård och bebyggelse, Guðmundur Ólafsson ritstj. Reykjavík 1983.
-Else Nordahl – Reykjavík from the Archaeological Point of View, Uppsala 1988.
-Ragnar Edvardsson – Fornleifar á Arnarhóli. Árbók hins íslenzka fornleifaféalgs 1994, 17-28.
-Þorkell Grímsson – Reykvískar fornleifar. Reykjavík í 1100 ár, Helgi Þorláksson ritstj. (Safn til sögu Reykjavíkur), Reykjavík 1974, 53-74.
-Þorleifur Einarsson og Þorkell Grímsson – Ný aldursgreining úr rannsókninni Aðalstræti 14, 16 og 18, 2000 – 2003. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1968.

Reykjavik-801