Tag Archive for: Sel

Uppdrátturinn hér að ofan er af Vífilsstaðaseli í Vífilsstaðahlíð.
FERLIR hefur þegar skoðað 414 Hraunsselselstöður á Reykjanesskaganum. Þegar allur skaginn hefur verið skoðaður má ætla að selin verði nálægt 450 talsins (eftir er t.d. að skoða nokkur selörnefni í ofanverðri Kjós, í Kvíum, Þingvallasveit, Mosfellsbæ og Grafningi), sem verður að telja líklegt að selminjar kunni að leynast við. Þetta er dágóður fjöldi á tilteknu landssvæði (sem hingað til hefur talið vera rúið öllum minjum er merkilegar geta talist).
Selin eru ein tegund búsetuminja, líkt og bústaðir, réttir, fjárborgir, varir, vörður, götur, brunnar, fjárskjól eða annað það sem mannfólkið frá fyrri tíð hefur skilið eftir sem sannindamerki um tilvist sína og tilgang um aldir. Selin gefa mannvirkin sjálf til kynna (hús, stíga, vörður, vatnsból, kvíar, stekki og nátthaga), notkun þeirra, bæði er varðar tíma og tilgang svo og gerð frá einu tímabili til annars. Mannvirkin tóku breytingum líkt og önnur mannanna verk.
Safnað hefur verið á einn stað öllum frásögnum af staðsetningum seljanna, s.s. úr ferðabókum, lýsingum, jarðabókum, örnefna-lýsingum, visitazíum, landa-merkjabréfum og skrifum einstaklega áhugasamra manna og kvenna á síðari tímum. Auk þess hefur verið gengið um staði er bera sel-örnefnið og má segja að án undantekninga hafa þar fundist minjar. Margra þeirra hefur ekki verið getið í skriflegum heimildum.

NýjaselFERLIR hefur bæði notað tækifærið og teiknað upp mörg selin, ljósmyndað og skráð lýsingar á aðstæðum og ástandi eintakra selja. Ekki hefur alltaf gefist mikill tími til að mæla upp allar minjar nákvæmlega á vettvangi (því þá hefði þurft að lengja sólarhringinn verulega). Hins vegar getur samantektin auðveldað öðru áhugasömu fólki að nálgast minjarnar til nákvæmari rannsókna, ef áhugi er fyrir hendi, auk þess sem vonir eru bundnar við að hún verði til þess að minnka líkur á að merkar (ómeðvitaðar) minjar fari forgörðum af gáleysi – eins og raunin hefur orðið á í seinni tíð.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

 

 

Vífilsstaðasel

Hér á eftir er getið um skrif Þorvalds Thoroddsens í „Lýsing Íslands„, sem gefin var út af Hinu íslenzka Bókmenntafélagi 1919. Eftirfarandi frásögn um „sel“ birtist í þriðja bindi. Hann minnist reyndar ekki á selstöður á Reykjanesskaganum, en fjallar um margt á forvitnilegan hátt um notkun þeirra í tíma og rúmi:
Arahnukasel-21
Sel. Sumarbeit fyrir búsmala til dala, heiða og fjalla var á fyrri öldum mikið meir notuð en nú, menn höfðu snemma tekið eftir því, að gróðrarsæl fjallalönd og dalalönd voru góð undir bú og vildu eigi íþyngja heimahögum með of mikilli beit á sumrum. Það sá Skallagrímur fljótt, að fé þroskaðist vel til fjalla á sumrum. »Hann fann mikinn mun á, at þat fé varð betra ok feitara, er á heiðum gekk, svá þat, at sauðfé helzt á vetrum í fjalldölum, þótt ei verði ofan rekit. Síðan lét Skallagrímur gera bæ uppi við fjall ok átti þar bú. Lét þar varðveita sauðfé sitt». Fornmenn munu því frá landnámstíð hafa haft búpening sinn í seljum á sumrum, enda voru þeir vanir því frá Noregi, og þar eru selstöður enn algengar, eins og líka í Alpafjöllum.
Brunnastadasel-21Selin voru í fornöld kölluð sel eins og nú eða þá setr eða sætr; sætr eru þau kölluð í Jónsbók og hefir það nafn enn sumstaðar haldist i staðanöfnum, t. d. Sætrafjall og Sætraklif við Reykjarfjörð á Ströndum (Kúvíkur). Selin voru stundum kölluð sumarhús og sjálfir bæirnir eru oft nefndir vetrarhús í sögunum. Í Hafreðarsögu er getið um mörg sel við Langadal og Laxárdal í Húnavatnssýslu, og hafa þau verið skamt frá bæjum. Eins hefir selið í Sælingsdal verið nærri bæjum, sem getið er í Laxdælu, þar var engi hjá selinu, sem húskarlar Bolla unnu, og þar var mannmargt. Hefir þar verið reglulegur sumarbústaður fyrir flest heimilisfólkið. Selin voru þar tvö, svefnsel og búr. Þar í selinu var Bolli veginn, sem kunnugt er. Í sömu sögu er getið um sel frá Vatnshorni í Sarpi í Skorradal, þar hefir víst aðeins verið eitt hús, því sagt er: »Selið var gert um einn ás, ok lá hann á gaflhlöðum ok stóðu út af ásendarnir, ok var einart þak á húsinu ok ekki gróit. Þar voru 5 menn í selinu, en fólk var líka heima á bænum í Vatnshorni.
Flekkuvikursel-21Í Glúmu er talað um sel á Mjaðmárdal, og i Ljósvetningasögu er getið um sel, er Þorkell hákur átti i Ljósavatnsskarði. Þorsteinn i Saurbæ var i seli í Kúvallardal, er þeir Hörður ætluðu að heimsækja hann. Í Örnólfsdal er talað um sel, og var þar flest fólkið, en mannfátt heima; eins var sel á Langavatnsdal og hét þar á Þorgilsstöðum, og var þar mikið af stóðhrossum á beit, er Gunnlaugur ormstunga kom þangað. Af Hrafnkelssögu má ráða, að þá hafi eigi aðeins verið sel ofarlega i Hrafnkelsdal, sem hét Grjótteigssel, heldur einnig önnur sel viða um dali og heiðar í nánd. Í Kjarradal segir Heiðarvígasaga að allir bændur úr Hvítársíðu hafi haft selfarir,og er það eðlilegt, því þar eru enn mjög grösug beitarlönd upp á Tvídægru; milli Kjarrár og Lambár er nú afréttarland, sem Gilsbakkakirkja á og leigir Bæjarsveit til uppreksturs; þar sem Langavatnskvísl kemur í Kjarrá er ágætt hagapláss, sem heitir Starir.

Fornasel-21

Í Biskupasögum er getið um sel frá Hólum i Hjaltadal, og voru þar »nokkurar konur til at heimta nyt af fé«, »en karlmenn voru engir viðstaddir, voru þeir farnir at samna sauðum«. Bendir þetta á, að allmargt fólk hafi verið í selinu. Bæði þessir og fleiri staðir i sögunum sýna, að selin hafa verið nokkurskonar sumarbústaðir og eigi mjög fjarri bæjum.

Langt fram eftir öldum hafa sumir búið í seljum sem sumarhúsum með flestallt heimilisfólkið.
Þess er t. d. getið um dóttur Þorleifs Grímssonar á Gjasel-21Möðruvöllum (f:1560), að hún var ein heima og nokkur ungmenni, en annað fólk í seli. Grágás bannar að gera sel í afrétti, og á víst við, að menn byggi sel í óleyfi í annara manna afréttarlandi, er sá útlægur er sel gjörði, og Jónsbók telur selið heilagt, þó þeir brjóti, er afrétt eigu en þeir bæti landnám að fullu, er selið gerðu. Jónsbók kveður á, að menn hafi sætr á fjöllum, þar sem þau áður hafa verið og færi eigi úr stað þeim, er þau hafa verið að fornu fari og eigi má þau byggja of nærri högum annara. Jónsbók leyfir að sætr megi hverr þeirra gera í almenningi, »er þann almenning eigu, er vill sitja i sumarsetri, ef þat er úr búfjárgangi«. Yfirleitt er þó auðséð að flest sel til forna hafa verið nærri bygð eða í bygð, oftast þá í beztu hagbeitarlöndum, í frjósömum hlíðum, í dalabotnum, innfjörðum eða þá á heiðum.

Búalög segja svo fyrir, að þrjár konur eigi at vera í seli, þar sem er 80 ásauðar at mjólka og 12 kýr, með matselju, og skulu vera tvær við vetrarhús um miðdegi til heimavinnu«. Búpeningur var vanalega hafður í seli frá þvi 8—9 vikur voru af sumri til byrjunar tvímánaðar eða frá miðju júnímáuaðar til þess um seiuni hluta ágústmánaðar, enda var svo fyrirskipað í lögum; en sumstaðar er tekið fram í fornbréfum. að selstöður skuli aðeins vara til Ólafsmessu fyrri. Að selin hafa verið mjög mörg, sóst bæði á grúa af örnefnum og af Fornbréfasafni, sem getur selja og selfara á óteljandi stöðum. Seljunum hefir líklega smátt og smátt fækkað, eftir þvi sem nautpeningur varð færri og sauðaeignin stærri. Kirkjur eiga um alt land fjölda af ítökum til selfara en þau eru nú notuð sumpart sem afréttir, sumpart sem heimahagar, sumpart leigð öðrum einstökum mönnum og hreppum.

Selstigur

Á 18. öld voru selstöður mjög farnar að leggjast niður svo stjórnin, J 754, fann sér skylt að skipa bændum að hafa búfé sitt á seljum og geldfé á afréttum frá 9. til 21. viku sumars, til þess að hlífa heimahögum og slægjum, en því mun alls ekki hafa verið hlýtt frekar en öðrum fyrirskipunum stjórnarinnar í þá daga. Eftir fyrirmælum ýmsra íslenzkra framfaramanna gaf stjórnin á 18. öld út ótal boðorð og lagareglur um alt mögulegt og ómögulegt, er búskap snerti, en þar var aðeins sá hængur á, að engu var hlýtt, ekkert varð úr neinu, þegar til framkvæmdanna kom, þó oft væri hótað afarkostum. Þó segir Eggert Ólafsson, að selfarir hafi í hans tíð enn verið algengar í Borgarfirði, en viðast annarstaðar lagðar niður. Voru selhúsin vanalega þrjú, iveruhús eða svefnsel, eldhús og búr. og mun sá húsafjöldi hafa haldist síðan í fornöld, þó sum selin bæði fyrr og síðar hafi verið fátæklegri. Í seljunum voru kýr og ær. Þar var smali og fullorðin stúlka með telpu til aðstoðar, þær mjólkuðu, strokkuðu, gjörðu smjör og osta o. s. frv. N. Mohr kom 1780 í sel nálægt Skagaströnd, borðaði þar grasagraut og var fenginn fjöðurstafur til þess hann gæti drukkið úr mjólkurtrogunum. Mohr sá á ferð sinni um Norðurland og Vesturland aðeins þrjú sel, á Spákonufelli, við Kaldrananes i Strandasýslu og frá Reykjahlíð við Mývatn. Allir búmenn 18. aldar hvetja bændur til að taka upp aftur selstöður, en þó árangurslaust.

Fjarskjol-2

Ólafur Stephensen vill hafa búpening i seljum frá Jónsmessu til rétta, »eru þá heimahagar i friði fyrir ágangi hans. óbitnir, ótroðnir, og miklu betri til vetrarbeitar. Þá voru líka nærri öll tún ógirt og ilt að verja þau fyrir ágangi fénaðar, sem var heima við. Guðlaugur prófastur Sveinsson ritaði 1787 um selstöður og þeirra nytsemi. Hann segir, að þá sé það einungis nokkrir fáir forstands og fyrirhafnar menn, sem enn árlega flytja búsmala sinn i nokkurt fráliggjandi sel á sumrum, einkum frá messudögum fram um höfuðdag, 8 eða 10 vikna tíma; og á nokkrum stöðum veit eg haft í seljum frá fardögum og lengra fram á haust, einkum þar hrjóstrugt og magurt heimaland er, til enn meiri hagnaðar nytsemdar«.

Brennisel-21

Síra Guðlaugur heldur mjög fram nytsemi selja segist sjálfur hafa búið á jörð í 14 ár, þar sem búsmali gerði þriðjungi minna gagn heima en i selinu, en aðrir bændur hefðu sagt sér, að þeir hefðu ekki meira en freklega gagn af peningi sínum, er þeir gátu eigi komið honum í sel. Kosti seljanna telur hann: meiri afrakstur búfénaðar, hlífð við heimahaga, enginn ágangur á tún og engjar, minna ónæði fyrir fénaðinn af rekstri og smölun, oft gott til fjallagrasa nærri seljum og hægra að ná i þau, stundum hægt frá selinu að nota fjarlægar slægjur; sumstaðar má brúka selin sem beitarhús á vetrum, og hafa þar heyforða og fjárborgir. Segir höfundurinn, að sumir hafi tvö selhús, íbúðarhús með rúmum og eldstó í öðrum enda og svo búr, en betra sé að hafa húsiu þriú, eldhúsið sérstakt.

Nessel-21

Magnús Ketilsson hafði jafnan búsmala sinn i seli og þar fullorðinn mann, og dreng til smalamensku, áttu þeir lika að slá og hirða seltúnið. Jón Steingrímsson bygði einnig sel frá Prestsbakka »í efstu og beztu högum jarðarinnar, 3 selhús á eiuum hól með 7 stafgólfatali, en svo rúmgóð, að til var ætlað, þau skyldu taka hálft annað hundrað fjár«. Ólafur Stephefesen hafði líka búfé sitt i seli og svo gerðu flestir framfaramenn á 18. öld.

Á 19. öld lögðust selin því nær algjörlega niður, og nú munu selstöður nærri hvergi vera til á Íslandi. Á ferðum mínum 1881 — 98 fór eg mjög víða um beitarlönd og heiðar, en man ekki til að eg findi eitt einasta sel, sem enn var notað sem sumarhús frá aðaljörðu, en eg kom í allmörg sel, sem voru orðin að sérstökum heiðarbýlum eða kotbæjum; slík seljakot eru algeng víða um land. Hve afarmikla þýðingu selin hafa haft á fyrri öldum. Sést af hinum óteljandi seljarústum, sem eru dreifðar um afdali og heiðar um alt Ísland.

Selsvellir-91

Selstöður og nýbýli hafa verið nátengd hvert öðru, og á halllendum og útskæklum hálendisins eru mjög viða dreifðar rústir eyðibæja og selja, hvað innan um annað, enda hefir notkun þessara fjallhúsa skifst á ýmislega, sel og beitarhús orðið að sjálfstæðum býlum o. s. frv. í bygðum sjást þess líka ótal dæmi, að sel hafa breyzt í sjálfstæðar jarðir og þær sumar allstórar; örnefnin eru hinn ljósasti vottur þess, hve miklar breytingar stöðugt hafa orðið í því efni.

Mosfellssel-21Í byrjun 20. aldar hafa ymsir búmenn hvatt til þess, að selstöður væru teknar upp að nýju, án þess þó nokkur sýnilegur árangur hafi orðið af þeim upphvatningum. Hugmynd manna hefir verið sú, að tekin væru upp selstöðubú i félagi. Sigurður Sigurðsson gerði 1902 áætlun um kostnað við félagssel og komst að þeirri niðurstöðu að það sé efasamt hvort þau borgi sig, nema ef ostagjörð væri þeim samfara, en i þeirri grein eru Íslendingar, sem kunnugt er, langt á eftir öðrum þjóðum. Nokkrum árum síðar (1908) ritaði Torfi Bjarnason líka um samlagssel. Var hann heldur bjartsýnni á framtíð þeirra, og mælti fram með þeim; komst hann að þeirri niðurstöðu, að „þau mundu borga sig, en ætlaðist líka til ostagjörðar á seljum þessum.“

Heimild:
-LÝSING ÍSLANDS eftir þorvald Thoroddsen. Gefin út af Hinu íslenzka Bókmentafélagi, þriðja bindi. Kaupmannahöfn, prentað hjá S. L. Möller, 1919.
-Lovsainling lor Island I, bls. 394.
-Egilssaga, Kvík 1892, 29. kap., bls. 7-5.
-Landnáma (1891) bls. 72, 95.
-Laxdæla (1895) bls. 175. 204.
-Glúma (1897) bls. 43, 44. Reykdæla (1896) bls. 87. Ljósvetniugasaga (1896) bls. 62. Harðarsaga og Hólmveria (1891) bls. 57.
-Hænsna-Pórissaga (1892) bls. 33., Gunnlaugssaga ormstungu (1893) bls. 13. Sumir haf’a á sumrum búið í tjaldi, þess er t. d. getið um Jófríði Gunnarsdóttur, að hún »átti sér tjald úti, þvíat henni þótti þ)at ódauíligra* (Hænsna-tórissaga s. st.).
-Hrannkelssaga (1893) bls. 6, 7.
-Vígastjrssaga og Heiðarvíga (1899) bls. 64.
-Biskupasögur I. bls. 189.
-Biskupasögur II, bls. 359.
-Grágás (1852) bls. 113. Jónsbók Ól. H. bls. 173, 174, 176—177. 193.
-Búalög (1915) bls. 22. 34, 61.
-Jónsbók bls. 172.
-Dipl. Isl. II, bls. 577.
-Lovs. f. Islaud III. bls. 182. 191.
-Eggert Olafssons Reise bls. 155, 178. Sbr. Olavius: Oekon. Rejse bls. ‘247—248.
-N. Mohr: Forseg til en islaudsk Naturhistorio. Kbhavu 1786 bls. 10, .349-350.
-Gl. Félagsrit VI. bls. 46.
-Gl. Félagsrit VII, bls. 194-204.
-Gl. Félagsrit XII, bls. 32-33.
-Æfisaga Jóns Steingrímssonar, Rvík 1915, bls. 223.
-Sig. Sigurðsson segir í Fjallkonu 1902, nr. 13, að nú muni vera 3 eða 4 menn á öllu landinu, sem hafa í seljum, og valda því alveg sérstakar ástæður. Árið 1900 tóku 3 bændur í Hrunamannahreppi sig saman og höfðu ær sínar, rúmar 200 að tölu, í seli.
-Sigurður Sigurðsson: Selstaða og sauðamjólk (Fjallkonan 1902, nr. 18 og 14). Sbr. Austri X, 1900. nr. 14. ísafold 1902, nr. 8.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Þorlákshafnarsel

Haldið var upp í Krossfjöll frá Raufarhól.
Gengið var ofan Dimmadals og inn með Fagradalsgafli ofan Fagradals. Stefnan var tekin á Kvídal undir Kvíadalabergi í LitlalandsselKrossfjöllum. Breiðabólstaðarselið er í Kvíadal. Þaðan var haldið í svo til beina stefnu til suðvesturs að Hlíðarendaseli við „nýrri“ Ólafskarðsveg milli Búrfells og Geitafells. Skammt vestan Krossfjalla var gengið yfir „gamla“ Ólafsskarðveginn. Núverandi „Ólafsskarðsvegur“ (sá nýrri) er merktur milli Búrfells og Geitafells, en í örnefnaskrám og á gömlum kortum er hans getið þar sem hann lá upp frá Litlalandi um Grislingahlíð í norðausturhorn Geitafells. Við „nýju“ götuna er Hlíðarendasel. Þá var haldið til suðausturs niður heiðina að Litlalandsseli.
Fallegur hraunsskúti er við selið, sem og aðrar leifar þess. Til baka var gengið um Leirdalsmóa, ofan Grútarbeilu og um Sauðabrekkur undir Dimmadalshæð.

Breiðabólastaðasel

Breiðabólstaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Krossfjöllin láta ekki mikið yfir sér, en þegar komið er að fjöllunum má sjá hið fallegasta umhverfi innan lágra dalgeira. Fremst eru Löngudalir, en inn af þeim eru aðrir grösugir dalir, Kvíadalir. Eru klettabríkur milli þeirra. Mesta bríkin heitir Kvíadalaberg, nokkurra metra hátt standberg, sem horfir mót austri. Austan undan því eru allgreinilegar rústir. Þar stóð Breiðabólsstaðarsel. Ofan við selið er Krossfjallahnúkur. Tætturnar eru m.a. tvö hús sambyggð, úti á grundinni, utanmál 6 m. lengd og 13 m. breidd, beggja húsanna. Þá eitt hús upp við bergið, utanmál þess: 6 m. breidd og 5 m. lengd. Loks lítið hús rétt við hlið hins, um 2 m. sinnum 2 m. að utanmáli.

Selið er vel greinilegt, en gróið. Það er staðsett á mjög fallegum stað. Það eru í rauninni fjórar tóttir, tvö rými í hvorri. Kví virðist undir kletti sunnan við syðri tóftina. Ekki var að sjá stekk við selið. Vatn hefur væntanlega verið sótt í Flagið efst í Fagradal, en það er nú þurrt.
Selsstígurinn liggur að Breiðabólstað á tveimur stöðum, annars vegar niður í Leirdal og hins vegar með Ásunum.

Ólafsskarð

Ólafsskarðsvegur.

Á leið í Hlíðarendasel var gengið yfir Ólafsskarðveg. Hann er enn vel greinilegur.
Hlíðarendasel er á miðri leið frá Búrfelli inn að Geitarfelli, í stefnu af Búrfelli á Hrútagil (Kálfagil/Fálkaklett). Ljóst er að suðausturhorn Geitafells hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, en selið virðist hafa þolað þau öll. Það kúrir í gróinni lægð, milli hóla, efst undir sunnanverðri hraunbrúninni þar sem hún rís hæst í hrauninu. Um 45 mín. gangur er frá Hlíðarenda upp í selið. Um er að ræða tvær tóttir sitt hvoru megin og síðan er hlaðinn stekkur, tvískiptur og sporöskjulaga, norðan þeirra. Annar stekkur eða gerði er norðan við vestari tóftina. Á bak við selið að austanverðu er skúti, sem líklega hefur verið notaður sem geymslustaður.

Núverandi Ólafskarðsvegur er liggur milli Búrfells og Geitafells (vestan Búrfells) er greinilega gömul gata áleiðis niður í Þorlákshöfn.

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel – uppdráttur ÓSÁ.

Selstígurinn liggur hins vegar upp frá Hlíðarenda, samstíga, upp með austuröxl Búrfells og síðan svo til beina leið í selið, sem er efst í hraunbungunni er 1/3 er ófarinn að Geitafelli. Frá selinu liggur stígurinn síðan upp að Selvöllum undir Geitafelli vestan við Fálkaklett (o.s.frv.).

Stefnan var tekin á Litlalandssel. Selið er austasuðaustan við Hlíðarendasel. Gróið hraunið gefur lítt tækifæri til stefnumiða, en kunnugir taka mið af Geitafellinu og Búrfellinu annars vegar og Skálafellinu hins vegar.
Selstóftirnar eru upp á „fjallinu“, neðan Lyngbrekkna og Grislingahlíðar. Hraunið ofan við selið nefnist Lyngbrekknahraun og eru Efri-Lyngbrekkur ofan og vestan þess, en Neðri-Lyngbrekkur neðan þess og austan.

Litlalandssel

Litlalandssel – uppdráttur ÓSÁ.

Það er í hrauni austur frá Búrfelli. Það heitir Litlalandshraun. „Í því austarlega er Litlalandsselið, í stefnu frá Búrfelli á Kerlingarberg.“ U.þ.b. 25 mínútna gangur er milli Hlíðarendasels og Litlalandssels. Reyndar er mjög auðvelt að ganga framhjá því, en selið sést best frá suðri, en erfitt er að koma auga á það þegar komið er úr gagnstæðri átt. Það er utan í hól í gróinni kvos, sem opnast mót suðri, þar sem heiðina tekur að halla verulega til suðurs. Tóttin, tvískipt, er norðvestan í hólnum og við hlið hennar er kví. Hóllinn sjálfur er holur innan og er hægt að ganga í gegnum hann. Hann hefur líkast til verið hluti af selbúskapnum. Gólfið er lagað. Við suðurenda opsins mótar fyrir tóft. Austan við hólinn er hlaðinn ferkantaður, tvíhólfa, stekkur. Grjótið í honum er nokkuð stórt, en hleðslan hefur verið einföld. Selið sker sig nokkuð úr umhverfinu því meira gróið er í kringum hólinn er annars staðar á svæðinu.

Selsstígurinn hefur verið fremur stuttur, eða um 20 mínútna langur. Farinn hefur verið Ólafsskarðsvegurinn upp frá bænum og beygt út af honum ofan við brúnina. Þar er hægt að rekja hann svo til beint í selið.

Litlalandssel

Hellisskúti í Litlalandsseli.

„Bærinn Litlaland stóð í grunnum hvammi eða dal, undir sömu hlíð og eystri Hlíðarbæirnir. En þar er hlíðin lág, nema á litlum kafla fyrir austan túnið. Þessi staðarákvörðun er miðuð við þann stað sem bærinn hefur staðið frá fornu fari. En nú er bærinn staðsettur austur í Ás, miðsvæðis, þó eldra bæjarstæði og tún sé greinilegt“, segir í Örnefnalýsingu. Litlaland á land mót Hlíðarenda upp í austuröxl Geitafells.
Í bakaleiðinni var gengið yfir Ólafsskarðsveg. Í örnefnaskrá segir hins vegar að „um [Ólafsskarð] liggur Ólafsskarðsvegur, og áfram suður með Bláfjöllum, um Þúfnavelli norðan við Geitafell, niður hjá Grislingahlíð, að Litlalandi … „Ólafsskarðsleið frá Litlalandi liggur um Fagradal, Þúfnavelli, milli Fjallsins eina og Bláfjalla, um Ólafsskarð, Jósefsdal á þjóðveg neðan við Þórishamar.“ Þannig er Ólafsskarðsvegur merktur inn á gömul kort. Hann liggur upp frá Litlalandi milli Skyggnis og Stekkjardals. Ofan brúnarinnar greinist hann, annars vegar um Leirdal og hins vegar vestan í Borgarlágum, en kemur saman á ný í Grislingahlíð.
Selstígurinn í Hafnarsel hefur einmitt legið um Ólafsskarðsveg upp frá Litlalandi. Ofan við Grislingahlíð beygir hann til norðurs að Sandfelli og lá þar sunnan og austan við það að Votabergi. Þetta hefur verið u.þ.b. tveggja klukkustunda gangur.
Loks var tekið hús á Hafnarseli (Þorlákshafnarseli). Um 5 mínútna gangur er að því frá Þrengslaveginum þar sem það kúrir undir kletti vestan við Votabergið. Það eru þrjár tóttir og í einni tóttinni, þeirri undir klettinum, eru þrjú rými. Skammt vestar er klettastandur. Austan undir honum er hlaðinn stekkur.

Þorlákshafnarsel

Þorlákshafnarsel undir Votabergi – uppdráttur ÓSÁ.

Í Örnefnaskrám segir að „frá fornu fari mun Þorlákshöfn hafa haft í seli í Breiðabólsstaðarlandi í Ölfusi… Þorlákshafnarsel stóð undir Votabergi, sem er skammt fyrir norðan þjóðveginn um Þrengslin, sem svo eru kölluð sunnan Hellisheiðar… Selrústirnar, eins og þær líta út nú á dögum, eru ekki beinlínis við bergið sjálft heldur við lítinn hamraskúta kippkorn frá. Rústirnar eru vallgrónar en skýrar“.

Hafnasel II

Hafnasel norðan Krossfjalla – uppdráttur ÓSÁ.

Reyndar hafði Þorlákshafnarbærinn einning selstöðu norðan undir Krossfjöllum. Þar má enn sjá fjölda tófta við fallegt vatnsstæði.

Aðalhúsið, sem sýnist vera, er um 4 m á lengd og 2 m á breidd, líklega selbaðstofan, en af enda hennar er örlítið hús, sem gæti hafa verið eldhús, en til hliðar og nær skútanum er þriðja húsið, ef til vill mjólkurhús, rösklega 3 m á lengd og 1.5 m á breidd, en við enda þess örlítill kofi, sem gæti hafa verið smalabyrgi eða hundakofi.“
Í annarri lýsingu segir að „vestur frá Votabergi, en austan vegarins, er lágur móbergsstapi úti í hrauninu. Austan við hann er gömul rúst. Þar stóð Þorlákshafnarsel eða Hafnarsel. Þar hafði Þorlákshafnarbóndi í seli gegn skipsuppsátri Breiðabólsstaðarbóndans í Þorlákshöfn.“
„Sunnar frá selinu er hóll eða klettaborg og þar við lóðréttan, lítinn hamravegg er eitthvert mannvirki, sem gæti verið kvíar og raunar ekki sýnilegt, hvað það gæti veirð annað. Hamraveggurinn hefur verið notaður á eina hlið, en síðan hlaðið á þrjá vegu úr grjóti. Þetta er um 7 m á lengd og 2 m á breidd, kynni að hafa tekið um 25-30, en það má þykja helst til lítið fyrir stórbýlið Þorlákshöfn. Þetta gæti þó vel staðist, því fjöldi sauðfjár var þar ekki svo mikill á 18. öld og fram á þá 19.“

Þorlákshafnarsel

Í Þorlákshafnarseli (Hafnarseli).

Heimild er til um leið ofan við selið. Þar segir m.a.: „Götur miklar og gamlar liggja um selrústirnar, sem þá hafa verið sérlega mikið troðnar til sels og frá því, en ekki var þarna alfaraleið.“ Í annarri lýsingu segir að „upp úr grasgeira ofan við Votaberg er sniðgata í snarbrattri hlíðinni, upp á brúnina, og heitir Tæpistígur.“
Rústir Þorlákshafnarsels undir Votabergi á Hellisheiði.” friðlýst af Þór Magnússyni 20.1.1976.
Selsstígurinn hefur verið nokkuð langur og nokkrar jarðir að þvera því „Þorlákshafnarbærinn gamli stóð um miðja vegu milli Skötubótar og Hafnaress (63°51.402-21°22.525), fast við ströndina, Hafnarvíkina, niður í Þorlákshöfn, uppi á allháum sjógarði eða uppfyllingu, sem hét Sjógarður, og snéri stafni mót suðri. Nú er hins vegar búið að umturna öllu bæjarstæðinu svo ekkert er eftir, nema hluti af Þorlákshól.

Hafnarsel

Hafnarsel.

Aðalathafnasvæði hafnar, fiskverkunnar og annarra framkvæmda eru nú á bæjarstæðinu”, segir í Örnefnaskrá. “Í bæjarröðinni voru allmörg hús, geymsluhús austast en baðstofa, hlaðin úr höggnu grjóti, vestast. Fjós var vestan í móti, og hesthús, en heyhlaða, ærhús og fleiri byggingar að bæjarbaki. Suður af eystri hluta bæjarhúsanna stóð tveggja hæða timburhús og fleiri hús áföst, austan við það, en stórt geymsluhús aðeins sunnar.” Hægt er að sjjá teikningu og ljósmyndir af bænum í Sögu Þorlákshafnar.“ Bærinn hefur staðið þar sem nú er Hafnarskeið 6, 8a & 8b.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – gamli bærinn.

“Þorlákshöfn var einn þessara gömlu kirkjustaða. Þar var hálfkirkja (63°51.407-21°22.332) fram um 1770 og hafði svo verið örugglega í 250 ár, en sennilega þó í allt að 400 árum. Kirkjan hefur staðið þar sem nú er Hafnarskeið 8. Kirkjugarður var norðan við bæjarhúsin. Bein, er upp komu í jarðraski sem varð í sambandi við hafnarframkvæmdir 1962, voru flutt þaðan að Hjalla. Við kirkjuna hefur verið grafreitur og garður hlaðinn kringum hann. Kemur það fram í einni heimild 1673, að garður sé umhverfis kirkjuna… Þegar kirkjan var fallin og menn hafa séð fram á, að hún yrði ekki  endurbyggð, var upp úr tóft hennar reist sjóbúð, er var ávallt síðan kölluð Kirkjubúðin. Vísuðu dyr hennar, sem voru til vesturs, á Geitafell. Kirkjubúðinni var haldið við og notuð af sjómönnum í meira en heila öld, allt fram yfir þarsíðustu aldamót. Þá var hún rifin og jöfnuð við jörðu. Í nóv. 1951 var jöfnuð út til mold til þess að jafna og slétta fyrir utan hlöðuinnfall í Þorlákshöfn í Ölfusi. Þá komu þar í ljós mannabein. Var þá verkinu hætt að sinni.“
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 04 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.bokasafn.is/byggdasafn/fornleifaskra
-Farfuglinn (1975).
-Eiríkur Einarsson: Örnefni og minjar í Hjallasókn, 1976.
-Örnefnaskrár.
-Örnefnakort – Eiríkur Einarsson 1969.

Hlidarendasel-211

Hlíðarendasel.

 

Vogaheiði
Haldið var inn á og upp Vogaheiði með það fyrir augum að skoða og rissa upp selin, sem þar eru sunnan Knarrarnessels.
BrunnastaðaselNýjaselsballi (af sumum í seinni tíð nefndur Níelsbjalli) liggur út úr efstu tveimur Snorrastaðatjörnunum til norðurs. Bjallinn er nokkuð langt grágrýtisholt, sem sker sig svolítið úr umhverfinu, og því í rauninni ekki eiginlegur bjalli. Hann dregur nafn sitt af litlu seli, sem staðið hefur rétt norðaustan við bjallann. Þar eru tóftir af Nýjaseli og kúra þær í lægð undir lágum gjárvegg, sem snýr til norðurs. Þegar farið er um Skógfellaveginn er selstæðið skammt austan við götuna. Á efri gjárbarminum þarna rétt við selið eru þrjár „hundaþúfur“ með stuttu millibili. Selið hefur tilheyrt bændum í Vogum og líklega byggst eftir að selstaða lagðist af ofar í heiðinni eða þá að þarna hafi eingöngu verið kúasel. Rétt norður af selinu eru grasgefnir hólar, sem gætu heitið Selhólar, en heimildir eru til um það örnefni á þessum slóðum.
Í Nýjaseli eru þrjár tóftir. Miðtófin er þremur rýmum og er sennilega hluti hennar stekkur eða kví. Tóftirnar sunnan og norðan við hana eru eitt rými hvor, nokkurn veginn jafn stórar. Þarna eru því dæmigerðar selstóftir frá fyrri tíð. Þær eru fremur litlar, en á skjólgóðum stað undir lágum hamrabakkanum, ekki svo langt frá norðurenda Snorrastaðatjarna. Aðskildar tóftirnar, og hversu lítil húsin eru, benda til þess að þara hafi verið kúasel, sem fyrr segir.
Snorrastaðasel er norðvestan tjarnanna. Ein heimild er til um selið sem segir að það hafi verið frá bæjum í Vogum. Í því eru einnig þrjár kofatóftir. Selið er einnig nálægt byggð og við vatn er bendir til að í þeim hafi eingöngu verið hafðar kýr. Tóftirnar voru ekki heimsóttar að þessu sinni, en verða rissaðar upp fljótlega.
GjáselHuldugjá er næsta gjá ofan við Nýjaselsbjalla. Huldur nefnast svæðið milli Hrafnagjár, sem er næst Reykjanesbrautinni að ofanverðu, og Huldugjár. Tvær skýringar hafa verið gefnar á nafninu. Önnur er sú að vegna þess að Huldur er jarðsig milli Hrafnagjár og Huldugjár (gjáveggirnir snúa andspænis hvor öðrum) er allt á „huldu“ um það sem fjær er, Hitt er þó líklegra að nafnið Huldur komi til af því að austast á svæðinu eru margar litlar, en djúpar sprungur, sem geta verið varasamar ef snjór liggur yfir og því er unnt að tala um „huldar hættur“ á þessum slóðum.
Á Huldugjárbarmi er Pétursborg, fyrrum sauðabyrgi frá Tumakoti í Vogum, nefnt eftir Pétri Andréssyni, bónda þar (1839-1904), en hann er sagður hafa hlaðið borgina. Hún er sporöskjulöguð og austurveggurinn er hrauninn að mestu. Lengd borgarinnar er 6-7 m, breidd 4-5 m, veggþykkt um 50 cm, hæð um 180 cm og dyr snúa í suðaustur. Við Pétursborg að austanverðu eru tvær gamlar fjárhústóftir og ein nokkuð nýrri aðeins ofar.
Fjárhústóftirnar eru enn nokkuð greinilegar. Grjót hefur verið í útveggjum og sést það vel ó tóftunum. Hleðslurnar gefa vel stærð húsanna til kynna sem og legu þeirra. Efsta tóftin er ofan við borgina og snýr dyraopi til suðausturs. Austasta tóftin snýr dyraopi til suðvesturs og miðtóftin, milli hennar og borgarinnar, virðist hafa snúið dyrum til suðausturs. Allnokkur gróðureyðing er þarna, en tóftarsvæðið hefur haldið sér nokkurn veginn vegna tóftanna.
Norðaustur og upp af Pétursborg, en rétt neðan Litlu-Aragjár, er Hólasel eða Hólssel á milli þriggja hóla. Þar eru nokkuð heillegar hleðslur á grasbletti og einnig þvert á sprungu, sem liggur gegnum einn hólinn. Þarna hefur ólíklega verið sel, enda engar húsarústir sjáanlegar – eða hvað?
Hlöðunessel
Ef vel er að gáð má sjá að þarna gæti hafa verið selstaða um skamman tíma. Hleðslurnar benda til stekks og að öllum líkindum hefur sprungan verið notuð sem skjól, hlaðið til endana og reft yfir. Ólíklegt má telja að selið hafi verið notað um langt skeið.
Næsta gjá fyrir ofan Litlu-Aragjá er Stóra-Aragjá. Þarna er bergveggurinn hæstur. Nefnist hann Arahnúkur. Hann sést vel af Vogastapa og víðar. Undir Arahnúk er Arahnúkssel eða Arasel. Í Jarðabók 1703 er ekki getið um þetta sel, en það kom fyrir að selstaða var færð neðar í heiðina eftir því sem vatnið minnkaði og gróðrinn eyddist.
Arahnúkaselstæðið er fallegt og grösugt í góðu skjóli við gjárvegginn. Þar má sjá tíu kofatóftir ásamt kví. Sagt er að bletturinn hafi síðast verið sleginn árið 1917. Ekkert vatnsból finnst við selið og líklega hefur vatn verið sótt í Snorrastaðatjarnir. Stór varða er á gjárbarminum skammt sunnan við selið og önnur minni (og nýrri) skammt austar.
Tóftirnar geyma fimm hús með átta til tíu kofa tóftum, sem fyrr segir. Kvíin, eða öllu heldur stekkur er undir hamraveggnum skammt suðvestan við tóftaþyrpinguna, sem er nokkurn veginn í beina línu undir veggnum. Eitt húsanna, tvískipt, stendur þá framar, lengra frá veggnum. Af ummerkjum að dæma virðast þrjár selstöður hafa verið í selinu. Stekkurinn er enda óvenjustór og er líklegt að hann hafi verið samnýttur. Svo er að sjá að þrjú hólf hafi verið í honum, auk safnhólfsins.
Í bergveggnum á Arahnúk er hrafnsóðal og þar er sem uppgangan er á hnúkinn er Araselsgrenið. Svo virðist sem refurinn lifi þar enn góðu lífi því rjúpufiður á á víð og dreif ofan gjárinnar.
Vogheiði heitir svæðið einu nafni ofan Voga allt frá Gamla-Keflavíkurveginum upp úr og inn að landamörkum grannjarðanna. Vogaholtið er hins vegar á austurmörkum þess.
Í því er Jóhannesarvarða, er vestur undir Holtsgjá, aðeins norðan við austur frá Brandsgjá en v-n-v Vogasels. Í raun er Jóhannesarvarða á milli Arahnjúkssels og Vogasels. Varðan stendur hátt utan í litlum, en háum, klapparhól. Það eina sem vitað er um Jóhannesarvörðu er að þar hefði maður orðið úti.
Nýjasel
Utan í Vogaholtinu að norðaustanverðu er Gamla-Vogasel eða Gömlu-Vogasel. Þar má sjá þrjár gamalgrónar tóftir og eina nýlega rétt fyrir ofan uppblásna kvos sem heitir Vogaselsdalur. Í Jarðabókinni 1703 segir að þarna hafi Stóru- og Minni-Vogar í seli. Ekkert vatnsból hefur fundist við Gamla-Vogasel. Norður af selinu er Vogaselsdalsgrenið og inn í „dalnum“ eru þrjú greni sem heita Dalsbotnsgrenin.
Tóftirnar á neðra svæðinu, í jaðri Vogaselsdals, sem nú er að verða jarðvegseyðingunni að bráð, mótar fyrir einu húsi með tveimur rýmum, auk þess það þriðja virðist óljóst austan þess. Þarna er greinilega um mjög gamlar tóftir að ræða, enda að mestu orðnar jarðlægar.
Efri tóftirnar, ofar í holtinu til suðausturs, geyma hús á þremur stöðum. Það nyrsta er tvískipt. Miðhúsið er byggt að hluta til í hól og er erfitt að greina útlínur þess svo vel sé. Efsta tóftin er fast undir háum kletti. Mikið er gróið í kringum hana og er ekki ólíklegt að húsið hafi verið stærra, en virðist. Austan efstu tóftarinnar er hlaðinn tvískiptur stekkur og sést lega hans vel.
Norðan við Gamla-Vogasel er Brunnastaðsel undir Brunnastaðaselsgjá. Um 15. mín. gangur er milli seljanna. Á efri gjárbarminum fyrir ofan selið er Brunnastaðaselsvarða. Heimildir eru til um Brunnastaðaselsvatnsstæði ofan ogs unnan selsins, en það hefur ekki fundist enn svo óyggjandi sé.
Selstæðið er stórt og fallegt, snýr í norðvestur, og blasir við af Reykjanesbrautinni þegar ekið er um Stapann og inn úr (frá Reykjanesbæ til Voga). Af seljunum í heiðinni er Brunnastaðasel fjærst bygðinni. Upp undir gjánni eru nokkrar gamalgrónar tóftir, en aðeins norðar og neðar á grasblettinum eru tvær til þrjár nýrri. Í þröngri gjánni er lítil kví, óskemmd með öllu og hafa gjárveggirnir verið notaðir sem aðhald þegar ærnar voru reknar inn á mjaltartíma.
Tóftirnar undir hlíðinni, næst gjánni geyma þrjú hús. Tvö þeirra eru tvískipt og virðist kví vera við suðurenda þess efra. Milli þessara húsa er hús með einu rými. Vestan vestasta hússins er stekkur. Ytri tóftirnar eru tvískipt hús og þriðja rýmið er hlaðið reglulega úr grjóti aftan (norðan) við húsið. Lítill hóll er norðaustan við tóftirnar og er hlaðið gerði eða kví vestan undir honum, í skjóli fyrir austanáttinni.
Pétursborg
Enn má sjá talsvert grjót í innveggjum húsanna í Brunnastaðaseli. Veggir standa yfirleitt vel og eru u.þ.b. 120 cm á hæð. Kvíin í gjánni er heilleg og hefur varðveist vel.
Brunnastaðaselsstígur lá frá bæ í selið. Milli Brunnastaðasels og Gamla-Vogasels er Markhóll, sem skiptir löndum Brunnastaða og Voga. Um tvo hóla er að ræða. Sennilega er sá efri (með vörðu á) endamörk, en sá neðri hinn eiginlegi Markhóll. Neðan hans er Markhólsgrenið.
Í Brúnum ofan og austan við Brunnastaðasel er Hemphóll eða Hemphólar, en þar áður fyrr áður smalar úr Brunnastaðahverfi um leið og skipt var í leitir. Hemphóllinn er mjög áberandi séður frá Kúagerði og á honum er varða. Heimild frá Grindavík segir hólinn heita Stóruvörðu. Sagt er að prestar Kálfatjarnarsóknar og Staðarsóknar í Grindavík hafi átt sameiginlega hempu og að hún hafi verið sótt á hólinn fyrir messu á hvorum stað og vegna þess sé nafnið Hemphóll tilkomið. Hemphólsvatnsstæðið er lítill mýrarpollur rétt austur af hólnum.
Brunnastaðaselsgjá er efsta gjáin, sem eitthvað kveður að í heiðinni og liggur hún í sveig langt inn úr. Nokkuð inn með gjánni frá Brunnastaðaseli og neðan hennar er Hlöðuneskinn, en aðeins ein heimild er til um þetta örnefni (Jarðabókin 1703). Hlöðuneskinn er nokkuð brött brekka eða brekkur, sem liggja frá gjánni til norðurs og eru þar sundurgrafnar af moldargiljum, sem myndast hafa við framrás vatns.
Undir Hlöðuneskinn í lægð mót austri standa leifar Gamla-Hlöðunessels eða Hlöðunessels. Þar eru tvær gamlar tóftir, en túnið er svo til horfið vegna uppblásturs sem er mikil þarna. Í Jarðabókinni 1703 segir að selið í Hlöðuneskinn sé aflagt vegna vatnsskorts. Ekkert vatnsból er sjáanlegt við selið.
Vogasel
Vestari tóftin virðist hafa verið óskipt hús, sem bendir til þess að hún sé mjög gömul. Austan hennar, samsíða, er tvískiptur stekkur, nokkuð stór.
Enn má sjá móta fyrir grjóthleðslum þátt þær séu nú vel grónar og næstum jarðlægar, líkt og húsatóftin.
Neðan af Vatnsleysustrandarheiði sést vel til Gjásels, austan og sunnan við Knarrarnessel. Síðarnefnda selið er ofan við Klifgjá, en hið fyrrnefnda kúrir undir næstu gjá fyrir ofan Klifgjá, stundum nefnd Gjárselsgjá. Óvíst er frá hvaða bæ haft var í seli þarna því selstæðið er sagt í eða alveg við austurmörk Brunnastaðasels.
Gjásel er ekki nefnt í Jarðabókinni 1703 og virðast tóftirnar þar vera með þeim yngstu í heiðinni. Heimildir nefna bæði Hlöðunesmenn og Brunnastaðamenn, en líklega hafa Hlöðunesmenn haft þarna í seli því árið 1703 er selstaða þeirra ofar í heiðinni aflögð vegna uppblásturs, en Brunnastaðir höfðu þá enn nothæfa selstöðu.
Tóftir húsanna standa þétt hlið við hlið í beinni röð undir gjárveggnum, sem bendir til þess að nokkrir bæir hafi haft þarna í seli. Heimildir geta um gott og mikið vatn í gjánni við Gjásel og sagt er að vatnið hafi bunað út úr berginu, en jarðskjálftar á fyrri hluta síðustu aldar hafi eytt þessum eina „fossi“ í hreppnum. Ein heikmild telur líklegt að selin umhverfis Gjásel hafi haft afnot af vatnsbólinu þar en áður fyrr hefur líklega verið vatnsstæði við hvert sel eða tiltölulega stutt frá þeim þó svo þau séu svo til vatnslaus nú.
Um er að ræða fjögur hús í selinu og stekk skammt sunnar. Hann er orðinn nokkuð óljós, en tóftirnar hafa varðveist vel. Húsin er öll í einni röð undir gjárveggnum, sem fyrr segir. Nyrsta húsið er utan í þrískiptu húsi. Hin húsin eru tvískipt með nokkuð stórum rýmum (af seljum að vera). Það bendir til þess að þau séu ekki mjög gömul miðað við sum önnur selin í heiðinni.
Arahnúkasel
Sjá má grjót í innveggjum. Vel gróið er í kringum tóftirnar og er selstaðan mjög vel greinileg þegar komið er að henni neðanfrá. Gjáselið er eitt hið fallegasta í heiðinni.
Gjáselsgjá og eins og aðrar gjár í heiðinni opnast þessi og lokast á víxl. Suðvestar er Holtsgjá, sem tengist að einhverju leyti Gjáselsgjá. Frá Gjáseli sést vel yfir til Knarrarnessels norðar í heiðinni.
Nokkurn veg norðvestur frá Arahnúk er Ólafsgjá og Ólafsvarða. Gjáin er í raun sprunga út úr vestasta hluta Klifgjár, en Ólafsgjá er mjög þröng og báðir veggir eru jafnháir landinu í kring. Hún sæist ekki fyrr en komi er að henni ef ekki væri varðan við hana. Um aldamótin 1900 hrapaði Ólafur Þorleifsson, bóndi úr Hlöðuneshverfi, þegar hann var að huga að fé rétt fyrir jól. Mikil leit var gerð að honum, en allt kom fyrir ekki. Árið 1931, eða um 30 árum seinna, fundust svo bein hans í gjánni þegar verið var að sækja kind, sem fallið hafði niður í sprunguna á nákvæmlega sama stað og Ólafur. Um atburðinn er ritað í bókinni Hrakningar og heiðarvegir, 3. bindi, eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson.
Í rauninni ætti óvant göngufólk ekki að fara eitt um Vogaheiðina – allra síst að vetrarlagi er snjór þekur jörð – því víða leynast sprungur og djúpar gjár opinberast oft skyndilega framundan, án minnsta fyrirvara. Það er a.m.k. mikilvægt að vera vel vakandi á göngum á þessu svæði. Þarna eru augun mikilvægasta skilningavitið.
Frábært veður. Fuglasöngur í heiði. Gangan tók 3 klst og 33 mín.Heimild m.a.:
Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995

Pétursborg

Pétursborg.

Dyljáarsel

Árið 1902 skrifaði Sigurður Siguðrsson eftirfarandi um „Selstöður og sauðamjólk.

Hlíðarsel

Hlíðarsel.

„Nú í seinni tíð hefir sú spurning gert vart við sig og komið fram, hvort eigi mundi hagur að því, að taka upp hinn gamla sið og hafa ær í seli að sumrinu. Um þetta efni hafa mér borist nokkur bréf, og þeim fyrirspurnum beint til mín, hvort selstaðan mundi borga sig, og hvernig henni yrði bezt komið fyrir. Hugsun þeirra, sem um þetta hafa rætt við mig, er sú, að komið sé á fót selstöðubúum í félagi, er rekin séu á svipaðan hátt og sameignarmjólkurbúin. Það er næsta eðlilegt, þótt slíkar fyrirspurnir komi fram, því hugmyndin er að vissu leyti álitleg og á að sjálfsögðu framtíð.

Straumssel

Straumssel.

Þess er einnig að gæta, að heimalönd eru víða rýr og málnytupeningur, einkum ær, þar af leiðandi gagnslitlar. En á hinn bóginn dylst það ekki, að selstaðan hefir ærinn kostnað í för með sér, ýms aukaútgjöld, og það er hætt við, að mönnum sé það miður ljóst, hve þessi kostnaður er mikill, eða hvernig honum er háttað. Það er því eigi að ófyrirsynju, þótt sé reynt fyrir sér, og litið á það frá ýmsum hliðum.

Fornasel

Fornasel – vatnsstæði.

Fyrir tveimur árum síðan reit eg grein í blaðið Austra um þetta efni; en eftir því, sem eg hefi athugað þetta mál betur, og fengið reynslu í því, þó lítil sé, þá sé eg nú, að selstöðubúunum hefir þar verið gert heldur hátt undir höfði.
Nú fyrir skömmu hefir Daniel Hjálmsson skrifað grein í Ísafold (tbl. 8 þ. á.) um selför, og kemur þar með áætlun um kostnað við stofnun selbús og rekstur þess. En því miður er þessi áætlun alveg bygð í lausu lofti, og í sumum greinum svo fjarri öllum sanni, að óþarft er að eyða orðum að henni.
Það er öllum kunnugt, að í fornöld höfðu bændur í seli, og má finna þess mörg dæmi í sögum vorum. Þessi siður hélzt lengi við, en varð eigi eins almennur er tímar liðu fram.

Straumssel

Straumssel – tilgáta.

Um aldamótin 1800 var selför enn almenn í sumum sveitum landsins, en er leið á öldina, lagðist hún smátt og smátt niður. Nú eru það 3—4 menn á öllu landinu, er hafa í seli að sumrinu, og valda því alveg sérstakar ástæður. Vanalega var farið til sels þá er 2 mánuðir voru af sumri, og var þá rekinn þangað nálega allur málnytupeningur. Selstaðan stóð yfir til ágústmánaðarloka og stundum fram í september. Á seljunum var oft flest vinnandi fólk heimilanna, lengri eða skemri tíma. í Biskupasögum (II. bls. 359) segir um dóttir Þorleifs Grímssonar á Möðruvöllum, að hún hafði verið „heima og nokkur ungmenni, en fólk alt annað í seli“.

Hálssel

Hálssel – Sauðhóll fjær.

Menn stunduðu heyskap á seljunum. Heyið var flutt að selinu, en að vetrinum var því annað hvort ekið heim, eða fénaður hafður á því framan af vetri.
Húsakynni voru góð á seljunum, að minnsta kosti framan af öldum. Húsin voru oftast 2 —4 að meðtöldu búri, eldhúsi og fjósi er þeim fylgdi stundum. Selstöðu tíminn þótti skemtilegur, og flestir undu sér vel á seljunum. Oft er getið um, að húsbændurnir eða hjónin hafi dvalið á þeim. Konan annaðist stundum sjálf búverkin og bændurnir voru þar einlægt með annan fótinn meðan heyannir stóðu yfir. Í Harðarsögu segir, að Þorsteinn í Saurbæ hafi verið í seli, er Hörður og hans menn sóttu hann heim (Harðars. 26. kap.)

Stóra-Hálssel

Stóra-Hálssel – Dalagata.

Bolli Þorleifsson var að seli, þá er hann var veginn (Laxd. 54. kap.), og sömuleiðis Helgi Harðbeinsson (Laxd. 62. kap.). Þessi siður að hafa í seli, fluttist hingað frá Noregi. Þar er selför almenn þann dag í dag, og hlýtur svo að verða framvegis í mörgum sveitum, og veldur því þéttbýli og landþrengsli heima fyrir.
Flestir telja, að selför og selstaða hafi lagst hér niður fyrir ódugnað landsmanna og vesaldóm. Vel má vera, að þetta sé rétt að nokkru leyti, en þó eigi öllu.

Setbergssel

Setbergssel. Helgafell fjær.

Breyttar ástæður valda hér nokkru um, og eins og nú er háttað högum vorum, tel eg víst, að selförin í hinum gamla stíl mundi eigi reynast hagkvæm, eða auka búsæld bænda. í þessu efni er marklaust að vitna til Noregs, því þar stendur alt öðru vísi á. Heimalönd eru þar víða engin önnur en ræktað land og skógur. Þar verða bændur því að sjálfsögðu að hafa í seli, því enginn kostur er að hafa fénaðinn heima að sumrinu.

Víkursel

Víkursel.

Sumstaðar eru selin þar einskonar útibú t. d. í Guðbrandsdalnum víða, og svo bæði kýr og geitur látnar vera á þeim meiri hluta ársins. En hér á landi hagar alt öðruvísi til og dugir því eigi að vitna til Noregs i þessu efni. En þá er spurningin um það, hvort eigi væri reynandi að koma upp félagsseljum í stórum stíl. Það atriði er vert að athuga litið eitt nánar. Það, sem virðist einkum mæla með þessari hugmynd, er vinnusparnaður og meiri eftirtekja af málnytu peningnum eða ánum. En hér kemur ýmislegt til greina, sem hefir áhrif í þessum efni og dregur úr hinum ímyndaða hag við selförina.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel – tóft; sennilega kolagröf.

Sumarið 1900 tóku 3 bændur sig til í Hrunamannahreppi í Árnessýslu og höfðu ær sínar í seli um sumarið. Ærnar voru samtals rúm 200. Sellandið var víðáttumikið og gott, en mishæðótt nokkuð og leitótt. Ánum var haldið í einum hóp, og þurfti 7 menn — sumt voru unglingar — til þess að sitja þar fyrsta hálfa mánuðinn. Þegar á leið, og ærnar fóru að spekjast, mátti fækka hjásetu fólkinu, og síðast voru þeir, þegar gott var veður, aðeins 3, er sátu þær. Í misjöfnu veðri, einkum ef þoka var, þurfti fleiri.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkurel – stekkur.

Að nóttunni lágu ærnar inni, en að eins stuttan tíma; þær voru látnar seint inn og snemma út. Framan af sumrinu voru mjaltakonurnar 6 að ráðskonunni meðtalinni, en er á leið sumarið voru þær 4. Auk þess þurfti menn til að flytja heim frá selinu bæði skyrið og sýruna, og var það gert vikulega fyrri part sumarsins. Smjörið eða mestur hluti þess var fluttur til Reykjavíkur. — Mörgum mun nú virðast, að hér hafi verið ósparlega haldið á vinnukrafti, en við nánari athugun hljóta menn að skilja, að svo muni eigi hafa verið. Vinnukrafturinn er nú á tímum svo dýr, og erfitt að fá fólk, að flestir verða að láta sér nægja með það allra minsta, er komist verður af með. Og svo var það einnig á selbúinu, sem hér befir verið minst á.

Breiðagerðissel

Í Breiðagerðisseli.

En selstaðan eða selbúskapurinn reyndist miklu fólksfrekari en gjört hafði verið ráð fyrir, og studdi það mest að því, að selförin hætti.
Þegar um það er að ræða að koma á fót selstöðubúum, þá er ýmislegt að athuga við það. Það, sem fyrst og fremst kemur til skoðunar er sellandið, og undir víðáttu þess og gæðum er það komið, hve margar ær má hafa á selinu. Setjum nú svo, að landrýmið og aðrar ástæður leyfi að ærnar séu 400—600 alls. En þá kemur annað til athugunar, sem taka verður til greina, og það er skiftingin á ánum í hagann. Það fer ekki vel, að sitja margt fé i einu lagi eða einum hóp. Þegar mörgu fé er beitt á sama svæði, gerir það troðninga mikla, og spillir brátt beitinni. Fyrir því er ávalt nauðsynlegt að skifta því í minni hópa og sitja þá sinn í hverju lagi, og beita eigi hópnum lengi á sama blett.

Hafnasel

Hafnasel – vatnsstæði.

Helzt mætti ekki fleiri ær vera í hóp en 200. Séu því ærnar um 400, ætti að skifta þeim í tvo flokka og sitja þá sinn í hvoru lagi. En afleiðing af þessu er sú, að fleiri menn þurfa til hjásetunnar en ella. Þá eru það mjaltirnar. Það er áríðandi, að þær standi sem styztan tíma yfir. En því verður naumast framgengt, nema mjaltakonurnar séu nægilega margar. En hvað er svo lengi verið að mjalta t. d. 200 ær? Mér mun svarað, að það fari eftir því, hvað mjaltakonurnar eru margar og duglegar. Það hafa sagt mér reyndar og vanar mjaltakonur, að meðal-kvenmaður mjólki 40—50 ær á klukkustund, ef það eigi að vera viðunanlega af hendi leyst.

Hraunssel

Hraunssel.

Af þessu sést, að selstöðu-búin hljóta að verða æði fólksfrek, ef vel á að fara. En sé aftur á móti um það eitt hugsað, að spara sem mest vinnukraft eða fólkshald, þá er hætt við að svo geti borið undir, að hjásetan fari í handaskolum, ánum verði  par haldið eða að þær tíni tölunni og að mjaltastörfin lendi ekki í klúðri og vanrækslu. En þá eru einnig og um leið allmikil líkindi til, að selstaðan verði eigi að þeim notum, er búist var við, og að eftirtekjan verði minni en vænta hefði mátt. — Þegar haft er í seli, einkum ef það er frá mörgum bæjum í sameiningu, má gera ráð fyrir, að ærnar séu óspakar framan af sumrinu. Það getur einnig komið fyrir, að ær týnist ef þoku gerir, og þá þarf að leita þeirra.

Fornasel

Í Fornaseli.

Ánum má ekki sparhalda um of, heldur lofa þeim að njóta haganna og hafa frjálsræði. En þetta sýnir, hve hjásetan er vandasöm, og að eigi gildir einu, hvernig hún er af hendi leyst. Til þess að hún geti farið í lagi, þurfa því hjásetumennirnir að vera nægilega margir.
Ef á selbúinu eru 400 ær, sem skift er í tvo hópa, þá þarf tvo menn — ungling og fullorðinn mann — til að sitja hvern hóp, eða 4 menn alls. Mjaltakonur þurfa 4—6, og hafa þær um leið á hendi alla mjólkurmatseldina. Hvað myndi nú kostnaðurinn verða við rekstur selstöðubús af svipaðri stærð og hér hefir verið minst á?
Um kostnaðinn við að koma á fót selstöðubúi er það að segja, að hann hlýtur að verða mismunandi eftir stærð búsins og öðrum atvikum. Það er því eigi unt að ákveða nákvæmlega um, hve miklu hann nemur i hverju einstöku tilfelli. En það má fara all-nærri um það, miðað við ákveðna stærð búsins, eða ærfjölda sem hafður væri á selinu.

Óttarstaðasel

Óttarsstaðasel – vatnsból.

Í fyrra gerði eg ásamt öðrum manni áætlun um kostnað við selstöðu, eftir áskorun. Það var sem sé verið að bollaleggja að koma á fót selstöðu, en við nánari athugun þótti eigi hyggilegt að ráðast í það, að því sinni. Gert rar ráð fyrir 400 ám, og að hver ær mjólkaði til jafnaðar 40 potta yfir sumarið eða selstöðutímann, sem áætlað var 10 vikur. Meðferð mjólkurinnar, að því er tekur til afurða hennar, var búist við, að yrði svipuð því, sem gerist alment. Það var með öðrum orðum gert ráð fyrir, að búa til úr henni smjör og skyr. Smjörið átti sumpart að selja og sumpart að nota til heimilisþarfa sem feitmeti. Skyrið skyldi og flytjast til heimilanna. Með þetta fyrir augum var nýmjólkurpotturinn af ærmjólkinni reiknaður á 12 aura. Öll mjólkin úr 400 ám nam samkvæmt þessu (1600 X 12 = ) 1920 kr. eða kr. 4,80 á hverja kind eða ásauð.

Krýsuvíkursel

Krýsuvíkursel.

Kostnaðurinn við rekstur selbúsins var á þessa leið:
1. Hjásetumenn 4, tveir unglingar og tveir vaxnir karlmenn. Kaup 6 kr. og 9 kr. um vikuna í 10 vikur; það gerir kr. 300,00
2. Mjaltakonur 6 framan af sumrinu, svo aðeins 4. Kaup þeirra 7 kr. til jafnaðar um vikuna; það gerir kr. 350,00
3. Fæði handa þessu fólki yfir þann tíma, sem það dvelur á selinu 60 aura til jafnaðar á dag; það gerir kr. 378,00
4. Vextir af fé því, sem varið hefir verið til þess að gera mjólkurskálann, og áætla eg, að hann hafi kostað 500 kr. — vexti og viðhald geri eg 10%; það eru kr. 50,00
5. Skilvinda, strokkur, færikvíar og önnur áhöld 400 kr.; vextir af þeirri upphæð og viðhald 12 kr., það eru kr. 48,00

Ássel

Ássel við Hvaleyrarvatn.

6. Smjörílát, samtals . . . . kr. 60,00
7. Hagatollur kr. 40,00
8. Annar kostnaður svo sem salt og litur, bókfellspappír, margt fleira . . kr. 24,00
Samtals kr. 1250,00.
Samkvæmt þessari áætlun verður mismunurinn (1920 -h 1250 =) kr. 670,00. Og þegar svo þessari upphæð er deilt með ærtölunni, þá koma á hvern ásauð, að frádregnum kostnaði, kr. 1,67. Kostnaður við rekstur selbúsins verður þá eftir þessu kr. 3,13 fyrir hvern ásauð.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel- tilgáta; ÓSÁ.

Vel má vera, að kostnaðurinn sé gerður hér lítið eitt of hár; miklu munar það ekki. En hér hefir heldur eigi verið talinn flutningur á afurðum selbúsins frá því, hvorki smjöri eða öðrum nytjum þess.
Ef hægt væri að stunda heyskap á selinu, þá mundi það að sjálfsögðu draga nokkuð úr kostnaðinum við fólkshaldið. Hluturinn er sá, að þetta fólk, sem ráðgert er, hefir eigi ávalt fullkomlega nóg að starfa við selverkin.

Brynjudalur

Brynjudalur – í Þórunnarseli.

En á vissum tímum dagsins hefir það meir en nóg að gera, svo sem á málum, og málaverkin mundu eftir þessari áætlun taka langan tíma. Þess vegna mun erfitt að komast af með færra fólk, en hér hefir verið ráðgert. En ætla má, að stúlkurnar hefðu einhverja stund afgangs um miðjan daginn til þess að sinna heyvinnu. Líkt er að segja um þá er ærnar sitja. Þegar gott er veður gætu þeir oft, er fram á sumarið kæmi, verið við slátt part úr miðdeginum, án þess að vanrækja hjásetuna. En svo er þess að gæta, að á mörgum stöðum, þar sem selland er lengst uppi á heiðum og fram til dala, þar er litið um slæjur, og oft alls engar.

Stafnessel

Stafnessel.

Þegar því á alt er litið, þá leynir það sér ekki, að selförin hlýtur að verða kostnaðarsöm, og þar af leiðandi eigi eins ábatavænleg og margir munu ímynda sér. Og það sem hér mestu veldur er einmitt fólkshaldið. Kostnaðurinn við það dregur úr þeim hagnaði, sem ætla mætti að selförin að öðrum kosti hefði i för með sér.
Alt öðru máli mundi gegna, ef ostagerð væri hér í góðu lagi, og osturinn nyti álits sem verzlunarvara. Þá má telja víst, að selstaðan borgaði sig, enda yrði hún þá sjálfsögð alstaðar þar, sem henni mætti koma við.

Hraunssel

Hraunssel í Ölfusli.

En eins og nú er högum háttað, þá er mjög vafasamt, að hún svari kostnaði. Það getur auðvitað átt sér stað, undir sérstökum kringumstæðum, að hagur mundi að því að hafa ær í seli, eða koma upp selstöðubúum. Þetta getur átt við, þar sem kostur er á góðu og miklu sauðlendi á heiðum uppi eða fram til dala, en heimahagar þröngir og rýrir, og ef svo er háttað um leið, að hjásetan er hæg, ærnar spakar, og flutningur á afurðum selbúsins til heimilanna eigi mjög tilfinnanlegur. Þar sem ástæðurnar eru slíkar, má ætla, að selförin gæti komið að góðum notum.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólstaðasel.

Þess var getið hér að framan, að ef ostagerð væri í góðu lagi og markaður fenginn fyrir ostinn, þá mundu selstöðubúin reynast hagkvæm, og selförin avðvænleg. En nú er eigi um slíkt að ræða, þar sem ostagerð er héi- svo að segja engin og að sama skapi ófullkomin. En þá kemur það til álita, hvort heppilegt mundi, eins og nú er ástatt, að hætta skyrgerðinni, en búa til osta og nota þá til fæðis í stað skyrsins. Sumir hafa haldið þessu fram, og talið það hagfærilegra, en það er miög vafasamt, að svo sé.

Breiðabólstaðase II

Breiðabólstaðasel II (Hafnarsel II).

Það er hætt við, að slík breyting mundi eigi reynast neinn verulegur búhnykkur í framkvæmdinni. Skyrið er gömul og góð fæða og uppáhaldsmatur flestra Íslendinga. En að því sleptu þá hef ég heyrt bæði búmenn og búkonur segja, að osturinn mundi eigi þykja eins drjúgur og notasæll til búsílags og skyrið er. Annars skal eg ekki fara lengra, út i þetta efni; en hins vil eg geta, að menn ættu að leggja sig eftir ostagerð meir en verið hefir. Meðan ostagerðin er ófullkomin, má nota ostana til heimilisþarfa.

Mosfellssel

Mosfellssel.

Í stað þess, að nú er mestöll miólkin tekin til skyrgerðar, þá ætti jöfnum höndum að búa til ost og skyr úr henni til heimilisnotkunar. En að hverfa algerlega frá því, að búa til skyr og til ostagerðar mun eins og nú stendur naumast hyggilegt. En þá kemur það til skoðunar, hvort ostagerð til útflutnings eða sölu innanlands mundi geta átt sér stað, svo hagnaður væri að fyrir landsmenn. Hvað innanlandsmarkað snertir fyrir ost, þá er hann mjög takmarkaður. Hér á landi er tiltölulega lítils neytt af osti, og sízt hinum dýrari.

Njarðvíkursel

Stekkur norðan Njarðvíkursels sunnan Seljavatns (Seltjarnar).

Árið 1399 voru flutt hingað 22,645 pd. af alls konar osti, er nam 11,137 kr. Það er því hætt við, að innanlandsmarkaður fyrir ost reyndist ónógur, ef alment yrði farið að leggja stund á ostagerð. En einstaka menn geta ef til vill haft gott af því að búa til ost til sölu hér, en færu margir til þess, er hætt við að markaðinn brysti brátt, og osturinn félli í verði. — En þá kemur hitt til álita, hvort vér höfum tök á að framleiða ost til útflutnings.
Það má búast við, að um það atriði geti orðið skifrar skoðanir. En eins og nú stendur og öllu er háttað, þá tel ég litlar líkur til, að því megi framgengt verða.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel (Selið) sunnan Seljavatns (Seltjarnar).

Ostagerð er hér svo að segja óþekt, og kunnátta í þeirri grein sama sem engin. Það er því barnaskap næst að ætla, að vér nú þegar getum búið til osta, sem boðlegir séu á mörkuðum erlendis.
Áður en farið er að hugsa urn útflutning á osti, þurfa menn að læra að búa hann til. En slíkt lærist ekki af sjálfu sér eða alt í einu. Regluleg ostagerð er mjög vandasöm, og þarf all-langan tíma til að fullkomnast svo, að von sé um, að ostarnir verði seldir háu verði á mörkuðum erlendis. Dönum hefir enn ekki tekist að búa til osta, er náð hafi verulegu eða föstu áliti. En allir ættu að vita nú orðið það, að engin þjóð stendur þeim jafnfætis, auk heldur framar í smjörgerð.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – tilgáta.

Danskt smjör er talið betra en alt annað smjör og hefir nú um mörg ár skipað öndvegið á enska smjörmarkaðinum Þegar því á þetta er litið, þá mun það skiljast mönnum, að hér þarf meira en að segja það, að vér eigum að búa til osta. Það, sem hér aðallega brestur, er þekking og kunnátta í ostagerð. Hinu neitar enginn, að ostagerðin sé framtíðarmál. En málið þarf mikinn og góðan undirbúning til þess að því geti orðið farsællega framgengt, og komið oss að haldi. — Hér á landi er það sauðamjólkin, sem nota ætti til ostagerðar. Hún er vel til þess fallin, og úr henni ætti að mega búa til dýra og vandaða osta.

Straumssel

Straumssel – Tilgáta ÓSÁ.

Og þegar að því kemur — og það ætti aldrei að verða langur tími eða mörg ár — þá verður selstaðan nauðsynleg og sjálfsögð og selstöðubú munu þá rísa upp um land alt í sambandi við þetta selstöðumál, sem hér hefir verið gert að umtalsefni, vil ég geta þess, að þeirri skoðun hefir verið hreyft, að bezt mundi að hætta fráfærum, færa ekki lömbin frá ánum, en láta þær ganga með dilkum. — Eins og nú er gæti þetta víða komið til álita, og í sumum héruðum landsins mundi það að líkindum skila hagnaði.

Fornasel

Fornasel – tilgáta.

Ég hef minst á þetta í skýrslu um ferð mína um Austurland („Búnaðarrit“ 1. hefti þ. á.) og haldið því fram, að á Fljótsdalshéraði og víðar þar eystra, mundi ef til vill hyggilegt „að færa ekki frá“. Fyrir þessari skoðun minni geri eg stuttlega grein í áðurnefndvi skýrslu. En þótt nú svo sé, að í sumum sveitum væri hagur að því að taka upp þennan sið, þa ætti það ekki að hafa nein hindrandi áhrif á það, að gerðar væru tilraunir með ostagerð. Ef það kemur í ljós, er tímar líða fram, að ostagerðin borgi sig betur en að lata ærnar ganga með dilkum, þá er að breyta til og byrja aftur á þvi að færa frá. En þá kem eg að þeirri spurningu, hvernig þessu máli — ostagerðarmálinu — verði bezt þokað áfram.

Nærsel

Nærsel.

Síðastliðið sumar áttum við Pétur Jónsson alþingismaður á Gautlöndum tal um þetta, og kom hann með þá uppástungu, að maður væri sendur utan til þess að læra ostagerð. Með því að dvelja ytra, ferðast um og kynna sér og læra sem flestar aðferðir við tilbúning osta, ætti slíkur maður að geta bent á, hvaða ostategund vér ættum helzt að leggja stund á að framleiða, og leiðbeina í því. Ef til vill tækist honum að finna upp aðferð við ostagerð, sem hentug væri hér og samkvæm okkar ástæðum. Hluturinn er sá, að vér þurfum að læra að búa til vandaða osta, er geti náð áliti, en með sem minstum kostnaði.

Keldnasel

Keldnasel.

Þetta getur að vísu eigi orðið alt í einu, en með æfingu og reynslu ætti það að geta heppnast. En eitt af aðalskilyrðunum fyrir því er einmitt það, að vér höfum manni á að skipa, er lært hafi ostagerð, og kynt sér alt, er að henni lýtur. Til þess nú að hrinda þessu máli á stað, ætti Búnaðarfélag Íslands að taka það að sér. Það ætti að útvega mann til þess að fara utan og leita til alþingis um styrk handa honum.
Mál þetta er annars mikils vert og hefir í sér fólgna möguleika til framfara búnaðinum, ef rétt er farið af stað. Það verðskuldar því athygli allra þeirra, er láta sér nokkuð ant um landbúnað Íslands og velfarnað hans. Það má því eigi lengur dragast, að eitthvað sé gert í þessu efni, er geti orðið að gagni og hrundið málinu áleiðis.“

Heimild:
-Fjallkonan, 19. árg. 1902, 13. tbl. bls. 3-4.
-Fjallkonan, 19. árg. 1902, 14. tbl. bls. 2.

Knarranessel

Knarrarnessel.

Gjásel

Haldið var inn á og upp Vogaheiði með það fyrir augum að skoða og rissa upp selin, sem þar eru sunnan Knarrarnessels.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Nýjaselsballi (af sumum í seinni tíð nefndur Níelsbjalli) liggur út úr efstu tveimur Snorrastaðatjörnunum til norðurs. Bjallinn er nokkuð langt grágrýtisholt, sem sker sig svolítið úr umhverfinu, og því í rauninni ekki eiginlegur bjalli. Hann dregur nafn sitt af litlu seli, sem staðið hefur rétt norðaustan við bjallann. Þar eru tóftir af Nýjaseli og kúra þær í lægð undir lágum gjárvegg, sem snýr til norðurs. Þegar farið er um Skógfellaveginn er selstæðið skammt austan við götuna. Á efri gjárbarminum þarna rétt við selið eru þrjár „hundaþúfur“ með stuttu millibili. Selið hefur tilheyrt bændum í Vogum og líklega byggst eftir að selstaða lagðist af ofar í heiðinni eða þá að þarna hafi eingöngu verið kúasel. Rétt norður af selinu eru grasgefnir hólar, sem gætu heitið Selhólar, en heimildir eru til um það örnefni á þessum slóðum.
Í Nýjaseli eru þrjár tóftir. Miðtófin er þremur rýmum og er sennilega hluti hennar stekkur eða kví. Tóftirnar sunnan og norðan við hana eru eitt rými hvor, nokkurn veginn jafn stórar. Þarna eru því dæmigerðar selstóftir frá fyrri tíð. Þær eru fremur litlar, en á skjólgóðum stað undir lágum hamrabakkanum, ekki svo langt frá norðurenda Snorrastaðatjarna. Aðskildar tóftirnar, og hversu lítil húsin eru, benda til þess að þara hafi verið kúasel, sem fyrr segir.
Snorrastaðasel er norðvestan tjarnanna. Ein heimild er til um selið sem segir að það hafi verið frá bæjum í Vogum. Í því eru einnig þrjár kofatóftir. Selið er einnig nálægt byggð og við vatn er bendir til að í þeim hafi eingöngu verið hafðar kýr. Tóftirnar voru ekki heimsóttar að þessu sinni, en verða rissaðar upp fljótlega.
Huldugjá er næsta gjá ofan við Nýjaselsbjalla. Huldur nefnast svæðið milli Hrafnagjár, sem er næst Reykjanesbrautinni að ofanverðu, og Huldugjár. Tvær skýringar hafa verið gefnar á nafninu. Önnur er sú að vegna þess að Huldur er jarðsig milli Hrafnagjár og Huldugjár (gjáveggirnir snúa andspænis hvor öðrum) er allt á „huldu“ um það sem fjær er, Hitt er þó líklegra að nafnið Huldur komi til af því að austast á svæðinu eru margar litlar, en djúpar sprungur, sem geta verið varasamar ef snjór liggur yfir og því er unnt að tala um „huldar hættur“ á þessum slóðum.
Á Huldugjárbarmi er Pétursborg, fyrrum sauðabyrgi frá Tumakoti í Vogum, nefnt eftir Pétri Andréssyni, bónda þar (1839-1904), en hann er sagður hafa hlaðið borgina. Hún er sporöskjulöguð og austurveggurinn er hrauninn að mestu. Lengd borgarinnar er 6-7 m, breidd 4-5 m, veggþykkt um 50 cm, hæð um 180 cm og dyr snúa í suðaustur. Við Pétursborg að austanverðu eru tvær gamlar fjárhústóftir og ein nokkuð nýrri aðeins ofar.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Fjárhústóftirnar eru enn nokkuð greinilegar. Grjót hefur verið í útveggjum og sést það vel ó tóftunum. Hleðslurnar gefa vel stærð húsanna til kynna sem og legu þeirra. Efsta tóftin er ofan við borgina og snýr dyraopi til suðausturs. Austasta tóftin snýr dyraopi til suðvesturs og miðtóftin, milli hennar og borgarinnar, virðist hafa snúið dyrum til suðausturs. Allnokkur gróðureyðing er þarna, en tóftarsvæðið hefur haldið sér nokkurn veginn vegna tóftanna.

Norðaustur og upp af Pétursborg, en rétt neðan Litlu-Aragjár, er Hólasel eða Hólssel á milli þriggja hóla. Þar eru nokkuð heillegar hleðslur á grasbletti og einnig þvert á sprungu, sem liggur gegnum einn hólinn. Þarna hefur ólíklega verið sel, enda engar húsarústir sjáanlegar – eða hvað?
Ef vel er að gáð má sjá að þarna gæti hafa verið selstaða um skamman tíma. Hleðslurnar benda til stekks og að öllum líkindum hefur sprungan verið notuð sem skjól, hlaðið til endana og reft yfir. Ólíklegt má telja að selið hafi verið notað um langt skeið.
Næsta gjá fyrir ofan Litlu-Aragjá er Stóra-Aragjá. Þarna er bergveggurinn hæstur. Nefnist hann Arahnúkur. Hann sést vel af Vogastapa og víðar. Undir Arahnúk er Arahnúkssel eða Arasel. Í Jarðabók 1703 er ekki getið um þetta sel, en það kom fyrir að selstaða var færð neðar í heiðina eftir því sem vatnið minnkaði og gróðrinn eyddist.
Arahnúkaselstæðið er fallegt og grösugt í góðu skjóli við gjárvegginn. Þar má sjá tíu kofatóftir ásamt kví. Sagt er að bletturinn hafi síðast verið sleginn árið 1917. Ekkert vatnsból finnst við selið og líklega hefur vatn verið sótt í Snorrastaðatjarnir. Stór varða er á gjárbarminum skammt sunnan við selið og önnur minni (og nýrri) skammt austar.
Tóftirnar geyma fimm hús með átta til tíu kofa tóftum, sem fyrr segir. Kvíin, eða öllu heldur stekkur er undir hamraveggnum skammt suðvestan við tóftaþyrpinguna, sem er nokkurn veginn í beina línu undir veggnum. Eitt húsanna, tvískipt, stendur þá framar, lengra frá veggnum. Af ummerkjum að dæma virðast þrjár selstöður hafa verið í selinu. Stekkurinn er enda óvenjustór og er líklegt að hann hafi verið samnýttur. Svo er að sjá að þrjú hólf hafi verið í honum, auk safnhólfsins.

Hlöðunessel

Hlöðunessel – uppdráttur ÓSÁ.

Í bergveggnum á Arahnúk er hrafnsóðal og þar er sem uppgangan er á hnúkinn er Araselsgrenið. Svo virðist sem refurinn lifi þar enn góðu lífi því rjúpufiður á á víð og dreif ofan gjárinnar.
Vogheiði heitir svæðið einu nafni ofan Voga allt frá Gamla-Keflavíkurveginum upp úr og inn að landamörkum grannjarðanna. Vogaholtið er hins vegar á austurmörkum þess.
Í því er Jóhannesarvarða, er vestur undir Holtsgjá, aðeins norðan við austur frá Brandsgjá en v-n-v Vogasels. Í raun er Jóhannesarvarða á milli Arahnjúkssels og Vogasels. Varðan stendur hátt utan í litlum, en háum, klapparhól. Það eina sem vitað er um Jóhannesarvörðu er að þar hefði maður orðið úti.
Utan í Vogaholtinu að norðaustanverðu er Gamla-Vogasel eða Gömlu-Vogasel. Þar má sjá þrjár gamalgrónar tóftir og eina nýlega rétt fyrir ofan uppblásna kvos sem heitir Vogaselsdalur. Í Jarðabókinni 1703 segir að þarna hafi Stóru- og Minni-Vogar í seli. Ekkert vatnsból hefur fundist við Gamla-Vogasel. Norður af selinu er Vogaselsdalsgrenið og inn í „dalnum“ eru þrjú greni sem heita Dalsbotnsgrenin.

Tóftirnar á neðra svæðinu, í jaðri Vogaselsdals, sem nú er að verða jarðvegseyðingunni að bráð, mótar fyrir einu húsi með tveimur rýmum, auk þess það þriðja virðist óljóst austan þess. Þarna er greinilega um mjög gamlar tóftir að ræða, enda að mestu orðnar jarðlægar.
Efri tóftirnar, ofar í holtinu til suðausturs, geyma hús á þremur stöðum. Það nyrsta er tvískipt. Miðhúsið er byggt að hluta til í hól og er erfitt að greina útlínur þess svo vel sé. Efsta tóftin er fast undir háum kletti. Mikið er gróið í kringum hana og er ekki ólíklegt að húsið hafi verið stærra, en virðist. Austan efstu tóftarinnar er hlaðinn tvískiptur stekkur og sést lega hans vel.
Norðan við Gamla-Vogasel er Brunnastaðsel undir Brunnastaðaselsgjá. Um 15. mín. gangur er milli seljanna. Á efri gjárbarminum fyrir ofan selið er Brunnastaðaselsvarða. Heimildir eru til um Brunnastaðaselsvatnsstæði ofan ogs unnan selsins, en það hefur ekki fundist enn svo óyggjandi sé.

Nýjasel

Nýjasel – uppdráttur ÓSÁ.

Selstæðið er stórt og fallegt, snýr í norðvestur, og blasir við af Reykjanesbrautinni þegar ekið er um Stapann og inn úr (frá Reykjanesbæ til Voga). Af seljunum í heiðinni er Brunnastaðasel fjærst bygðinni. Upp undir gjánni eru nokkrar gamalgrónar tóftir, en aðeins norðar og neðar á grasblettinum eru tvær til þrjár nýrri. Í þröngri gjánni er lítil kví, óskemmd með öllu og hafa gjárveggirnir verið notaðir sem aðhald þegar ærnar voru reknar inn á mjaltartíma.
Tóftirnar undir hlíðinni, næst gjánni geyma þrjú hús. Tvö þeirra eru tvískipt og virðist kví vera við suðurenda þess efra. Milli þessara húsa er hús með einu rými. Vestan vestasta hússins er stekkur. Ytri tóftirnar eru tvískipt hús og þriðja rýmið er hlaðið reglulega úr grjóti aftan (norðan) við húsið. Lítill hóll er norðaustan við tóftirnar og er hlaðið gerði eða kví vestan undir honum, í skjóli fyrir austanáttinni.
Enn má sjá talsvert grjót í innveggjum húsanna í Brunnastaðaseli. Veggir standa yfirleitt vel og eru u.þ.b. 120 cm á hæð. Kvíin í gjánni er heilleg og hefur varðveist vel.
Brunnastaðaselsstígur lá frá bæ í selið. Milli Brunnastaðasels og Gamla-Vogasels er Markhóll, sem skiptir löndum Brunnastaða og Voga. Um tvo hóla er að ræða. Sennilega er sá efri (með vörðu á) endamörk, en sá neðri hinn eiginlegi Markhóll. Neðan hans er Markhólsgrenið.
Í Brúnum ofan og austan við Brunnastaðasel er Hemphóll eða Hemphólar, en þar áður fyrr áður smalar úr Brunnastaðahverfi um leið og skipt var í leitir. Hemphóllinn er mjög áberandi séður frá Kúagerði og á honum er varða. Heimild frá Grindavík segir hólinn heita Stóruvörðu. Sagt er að prestar Kálfatjarnarsóknar og Staðarsóknar í Grindavík hafi átt sameiginlega hempu og að hún hafi verið sótt á hólinn fyrir messu á hvorum stað og vegna þess sé nafnið Hemphóll tilkomið. Hemphólsvatnsstæðið er lítill mýrarpollur rétt austur af hólnum.

Pétursborg

Pétursborg – uppdráttur ÓSÁ.

Brunnastaðaselsgjá er efsta gjáin, sem eitthvað kveður að í heiðinni og liggur hún í sveig langt inn úr. Nokkuð inn með gjánni frá Brunnastaðaseli og neðan hennar er Hlöðuneskinn, en aðeins ein heimild er til um þetta örnefni (Jarðabókin 1703). Hlöðuneskinn er nokkuð brött brekka eða brekkur, sem liggja frá gjánni til norðurs og eru þar sundurgrafnar af moldargiljum, sem myndast hafa við framrás vatns.
Undir Hlöðuneskinn í lægð mót austri standa leifar Gamla-Hlöðunessels eða Hlöðunessels. Þar eru tvær gamlar tóftir, en túnið er svo til horfið vegna uppblásturs sem er mikil þarna. Í Jarðabókinni 1703 segir að selið í Hlöðuneskinn sé aflagt vegna vatnsskorts. Ekkert vatnsból er sjáanlegt við selið.
Vestari tóftin virðist hafa verið óskipt hús, sem bendir til þess að hún sé mjög gömul. Austan hennar, samsíða, er tvískiptur stekkur, nokkuð stór.
Enn má sjá móta fyrir grjóthleðslum þátt þær séu nú vel grónar og næstum jarðlægar, líkt og húsatóftin.
Neðan af Vatnsleysustrandarheiði sést vel til Gjásels, austan og sunnan við Knarrarnessel. Síðarnefnda selið er ofan við Klifgjá, en hið fyrrnefnda kúrir undir næstu gjá fyrir ofan Klifgjá, stundum nefnd Gjárselsgjá. Óvíst er frá hvaða bæ haft var í seli þarna því selstæðið er sagt í eða alveg við austurmörk Brunnastaðasels.

Vogasel

Vogasel – uppdráttur ÓSÁ.

Gjásel er ekki nefnt í Jarðabókinni 1703 og virðast tóftirnar þar vera með þeim yngstu í heiðinni. Heimildir nefna bæði Hlöðunesmenn og Brunnastaðamenn, en líklega hafa Hlöðunesmenn haft þarna í seli því árið 1703 er selstaða þeirra ofar í heiðinni aflögð vegna uppblásturs, en Brunnastaðir höfðu þá enn nothæfa selstöðu.
Tóftir húsanna standa þétt hlið við hlið í beinni röð undir gjárveggnum, sem bendir til þess að nokkrir bæir hafi haft þarna í seli. Heimildir geta um gott og mikið vatn í gjánni við Gjásel og sagt er að vatnið hafi bunað út úr berginu, en jarðskjálftar á fyrri hluta síðustu aldar hafi eytt þessum eina „fossi“ í hreppnum. Ein heikmild telur líklegt að selin umhverfis Gjásel hafi haft afnot af vatnsbólinu þar en áður fyrr hefur líklega verið vatnsstæði við hvert sel eða tiltölulega stutt frá þeim þó svo þau séu svo til vatnslaus nú.

Um er að ræða fjögur hús í selinu og stekk skammt sunnar. Hann er orðinn nokkuð óljós, en tóftirnar hafa varðveist vel. Húsin er öll í einni röð undir gjárveggnum, sem fyrr segir. Nyrsta húsið er utan í þrískiptu húsi. Hin húsin eru tvískipt með nokkuð stórum rýmum (af seljum að vera). Það bendir til þess að þau séu ekki mjög gömul miðað við sum önnur selin í heiðinni.

Arahnúkasel

Arahnúkasel – uppdráttur ÓSÁ.

Sjá má grjót í innveggjum. Vel gróið er í kringum tóftirnar og er selstaðan mjög vel greinileg þegar komið er að henni neðanfrá. Gjáselið er eitt hið fallegasta í heiðinni.
Gjáselsgjá og eins og aðrar gjár í heiðinni opnast þessi og lokast á víxl. Suðvestar er Holtsgjá, sem tengist að einhverju leyti Gjáselsgjá. Frá Gjáseli sést vel yfir til Knarrarnessels norðar í heiðinni.
Nokkurn veg norðvestur frá Arahnúk er Ólafsgjá og Ólafsvarða. Gjáin er í raun sprunga út úr vestasta hluta Klifgjár, en Ólafsgjá er mjög þröng og báðir veggir eru jafnháir landinu í kring. Hún sæist ekki fyrr en komi er að henni ef ekki væri varðan við hana. Um aldamótin 1900 hrapaði Ólafur Þorleifsson, bóndi úr Hlöðuneshverfi, þegar hann var að huga að fé rétt fyrir jól. Mikil leit var gerð að honum, en allt kom fyrir ekki. Árið 1931, eða um 30 árum seinna, fundust svo bein hans í gjánni þegar verið var að sækja kind, sem fallið hafði niður í sprunguna á nákvæmlega sama stað og Ólafur. Um atburðinn er ritað í bókinni Hrakningar og heiðarvegir, 3. bindi, eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson.
Í rauninni ætti óvant göngufólk ekki að fara eitt um Vogaheiðina – allra síst að vetrarlagi er snjór þekur jörð – því víða leynast sprungur og djúpar gjár opinberast oft skyndilega framundan, án minnsta fyrirvara. Það er a.m.k. mikilvægt að vera vel vakandi á göngum á þessu svæði. Þarna eru augun mikilvægasta skilningavitið.
Frábært veður. Fuglasöngur í heiði. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.

Brunnastadassel-202

Brunnastaðasel.

 

Straumssel

Víða í hraununum sunnan, austan og vestan Hafnarfjarðar eru tóftir sem minna á horfna búskaparhætti. Hlaðnar réttir, fyrirhleðslur við skúta, kvíar, fjárhellar og vörður eru hluti af þeim minjum sem mest er af í Almenningi, en svo nefnist hraunið ofan Straumsvíkur. Þar eru líka tóftir frá þeirri tíð þegar haft var í seli á nær hverjum einasta bæ og koti á landinu. Eitt þessara selja var Straumssel og þar eru myndarleg tóftarbrot.

Selin framlenging á heimajörðunum
Straumssel-221Selin höfðu stóru hlutverki að gegna í Hraunum sem annarsstaðar. Þau liggja nánast í beinni línu frá býlunum á miðjum Reykjanesskaga um 3-4 km sunnan við bæina í svonefndum Almenningi, suður af Flám og Seljahrauni. Meðal þeirra voru Lónakotssel, Óttarsstaðasel, Straumssel, Gjásel og Fornasel. Að þessum selum lágu slóðir sem hétu ýmsum nöfnum s.s. Straumselsstígur, Hraungata og Skógarstígur. Um sauðburðinn var lambfé fyrst í stað haldið í heimatúninu, en lömbum í stekk svo þau gætu ekki sogið mæður sínar.  Síðan var féð rekið inn í stekkinn á kvöldin, lömbunum komið fyrir í lambakofa í stekknum og féð mjólkað að morgni. Gekk þetta svona til framyfir Jónsmessu, en þá voru ærnar rúnar áður en þær voru reknar í selið. Lömbum var haldið heima nokkru lengur, þar til þau voru rekin á afréttinn. Selráðskona eða matselja flutti sig um set í selið og hafði hún það hlutverk að mjólka féð og vinna matvöru úr mjólkinni.
Raudamelsrett-221Úr ærmjólkinn var framleitt smjör, ostur og skyr. Selráðskonan hafði með sér eina eða tvær unglingsstúlkur og smala, sem sat yfir ánum, daga og nætur. Hann hafði oft það hlutverk að strokka smjör á meðan hann sat yfir ánum og stundum var strokkurinn bundinn við bak hans og hann látinn eltast við féð á meðan smjörið strokkaðist Bóndinn kom síðan á þriggja daga fresti til að sækja smjör, skyr og annað sem framleitt var í selinu og færði heim á bæinn. Við selin eru stekkir eða kvíar og jafnvel náttból þar sem fénu var haldið yfir nóttina og gat þá smalinn sofið rólegur í selinu, eða fjárskúta sínum. Í Hraunum eru húsakynni selanna eins; þrjú áföst hús, mjólkurhús, baðstofa og eldhús. Stundum var fénu haldið langt fram á haust í seli og jafnvel allan veturinn þegar snjólétt var, en annars var það flutt heim eftir réttir og beitt á fjörur.

Búseta í Straumsseli
straumsselsstigur-221Almennt var hætt að hafa í seli um miðja 19. öldina víðast hvar á landinu og lagðist sá siður því af. Þó hélt einn og einn bóndi því áfram og eru heimildir fyrir því að Hvaleyrarbóndi hafi haft í seli við Hvaleyrarvatn lengst allra sem bjuggu í nágrenni Hafnarfjarðar. Oft voru selin ágætlega húsuð og því kjörið að nýta húsakostinn eftir að selstöður lögðust almennt af. Þegar Guðmundur Guðmundsson hafði keypt Straumsjörðina af Páli Árnasyni sem hafði keypt hana 1839 af konungssjóði. Guðmundur var gerður að skógarverði í Almenningi og settist þá að í Straumsseli. Þetta mun hafa verið um 1847. Hjá honum var faðir hans Guðmundur Bjarnason, oft nefndur Krýsuvíkur-Gvendur. Hann andaðist aldraður maður í Lambhaga vorið 1848, en Guðmundur skógarvörður andaðist fimm árum síðar í selinu, nánar tiltekið 1853. Þegar hann gerði Straumssel að bústað sínum klagaði leiguliði hans í Straumi búsetuna til sýslumanns.

Straumssel

Straumssel – bær skógavarðarins.

Leiguliðinn var Bjarni Einarsson en honum þótti það vera skerðing á fornum rétti landseta að skipta jörðinni upp með þessum hætti. Guðmundur lofaði að fjölga ekki býlum í Straumslandi meðan Bjarni byggi þar. Bjarni gekk að sáttinni að því tilskyldu að bygging hins gamla Straumssels væri sér með öllu óviðkomandi, skyldu yfirvöld kæra. Föst búseta var í Straumsseli í ein 40 á með hléum, enda vatnsstæði lélegt og erfið búsetuskilyrði. Meðal ábúenda í selinu voru hjónin Kolfinna Jónsdóttir og Siguður Halldórsson sem bjuggu þar á tímabilinu 1853-1863. Eftir það fluttu þau í Hafnarfjörð og bjuggu í Kolfinnubæ sem stóð þar sem nú er Strandgata nr. 41. Farnaðist þeim vel í selinu þó kjörin væru kröpp. Bjarni sonur þeirra fæddist í Straumsseli 1857. Talið er að síðast hafi verið búið í Straumsseli 1890-1895. Guðmundur lét reisa myndarlegt bæjarhús í Straumsseli sem stóð fram undir aldamótin 1900 en þá mun það hafa brunnið. Selið fór eftir það í eyði en bæjartóftirnar eru all myndarlegar.

Fjárskilaréttir

Búrfellsrétt

Búrfellsrétt. Gerðið fjær.

Á haustin voru leitir því geldfé sem gengið hafði á fjörubeit um veturinn var sleppt á vorin í úthaga, bæði sauðum og gemlingum. Einnig voru lömb látin ganga sjálfala í afrétti allt sumarið og þeim þurfti að koma heim á haustin til slátrunar. Var Gjárétt í Búrfellsgjá fjallskilarétt Álftnesinga lengi vel.

Lambhagarétt

Lambhagarétt við Kleifarvatn.

Áttu allir fjáreigendur hreppsins hvort heldur voru búendur eða þurrabúðarmenn að gera fjallskil til Gjáréttar. Hraunamenn, Hafnfirðingar sunnan lækjar og Ásbóndinn fóru í svokallaða suðurleit, og höfðu náttstað í hellum við Kleifarvatn í Lambhaga.  Garðhverfingar, uppbæjarmenn, Hafnfirðingar norðan lækjar og Álftnesingar fóru í norðurleit og höfðu náttstað í Músarhelli við Valaból. Síðustu árin meðan byggð hélst í Hraunum var Guðjón Gíslason bóndi á Stóra-Lambhaga í Hraunum fjallkóngur suðurleitamanna. Þegar rétta þurfti í Hraunum var Þorbjarnarstaðarétt haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunbæina Litla- og Stóra Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot.   Rauðamelssrétt var vorrétt Hraunamanna og kallast þessu nafni þó hún hafi legið nokkuð frá melnum, en hún var skammt frá Réttargjá og voru réttir þessar aðallega notaðar til rúninga áður sem fóru oftast fram um fardagaleytið.

Hlunnindi og kvaðir
einir-221Ekki voru Hraunajarðirnar miklar hlunnindajarðir. Þó hefur kjarrskógur í Almenningi, eða Hraunaskógur, lengi talist til mestu hlunninda þessara jarða. Þar var hægt að gera kol til eldunar og stundum mátti fá þar stórvið. Kvaðir voru á jörðunum að færa nokkra hríshesta heim til Bessastaða ár hvert og jafnvel stórvið. Þessar kvaðir hafa íþyngt ábúendum jarðanna því árið 1703 kvartar Sigurður Oddleifsson ábúandi í Lónakoti við Árna Magnússon og Pál Vídalín ,,um að skógurinn í almenningum væri svo foreyddur að hann ei til treystist þar að safna kolviði til landskuldargjaldsins” til Bessastaða. Þegar birkihrís og einir eyddist voru bændur látnir rífa lyng og koma til Bessastaða. Var sortulyngið aðallega rifið því ekki mátti skerða krækiberjalyng eða bláberjalyng og enn síður beitilyngið þar eð sauðféð nærðist á því. Bændur áttu einnig að greiða afgjald til Bessastaða í dagsláttu, smjöri, fiskum, vaðmáli og mannsláni um vertíð og þurftu að fæða verkamennina að auki. Torfrista var engin, engjar voru ekki fyrir hendi og rekavon var lítil sem engin. Helstu hlunnindi voru fjörugrastekja, sölvafjara, hrognkelsatekja í lónum, selbitinn fiskur, skelfisksfjara til beitu og berjalestur.

-Jónatan Garðarsson.

Gjásel

Gjásel.

 

Geitafell

Ætlunin var að ganga frá Arnarkeri til norðurs vestan Hlíðarendahjalla að Götugjá (Nesgjá), Réttargjá og Strandargjá suðvestan Geitafells.

Stekkur undir Fjallsenda

Undir vegg Réttargjár er hin forna Geitafellsrétt. Í nágrenninu eru hleðslur á nokkrum stöðum sem ætlunin var að skoða. Þá er örnefnið Selsvellir undir Geitafelli og líklegt þótti að það hefði ekki komið af engu.
Eins og venjulega kom ýmislegt óvænt í ljós. Undir Fjallsenda komu t.a.m. í ljós leifar af fornum mosavöxnum stekk. Beint upp af honum, uppi á Fjallsendabrúninni er smalaskjól. Vestar er Fjallsendahellir með þekkri fyrirhleðslu inni í miðri rásinni. Að öllum líkindum hefur stekkurinn gegnt hlutverki þarna um tíma ásamt hinum mannvirkjunum tveimur. Þessa mannvirkis er hvorki getið í örnefnalýsingu né fornleifaskráingu af svæðinu. Smalaskjólið er fremur lítið, en á góðum stað þar sem smalinn hefur haft ágæta yfirsýn yfir undirhlíðina.
SmalaskjolInn undir Fjallsendahelli er Gjögur, djúpt hringlaga jarðfall. Það gæti hafa verið notað sem nátthagi meðan fé var haldið til haga við Fjallsenda.
Skammt ofar er Árnahellir, friðlýstur dropsteins-hellir. Hann var ekki heimsóttur að þessu sinni, en rásin sem hann fæddi er greinilega í annarri myndun en helluumhverfið umleikis. Bæði þar og skammt vestar er apalhraun. Í því er ein fallegasta hraunmyndun hér á landi, lóðrétt hellugólf. Svo er að sjá sem hraunkvika hafi runnið í stórri rás undir storknuðu hraunyfirborðinu til suðurs. Þegar hún hafi mætt fyrirstöðu, annað hvort hæð eða lægð, hefur þrýstingurinn ofar í henni lyft storknuðu loftinu á nokkrum kafla. Við það risu jaðrarnir upp lóðrétt og mynduðu þessa líka tilkomumiklu veggi. Erfitt er að kom auga á fyrirbærið nema fara ofar í Gjögurhraunið og horfa til suðurs. Þá sést þetta vel, en þangað koma varla nokkrir menn lengur eftir að smalar hættu að fara þar um. Nú er fé Selvogsbúa komið í beitarhólf ofar í hrauninu.

Bergveggur

Sjá mátti nokkrar götur í Gjögurhrauni, en allar virtust þær vera eftir fé. Frá Geitafellsrétt (Selsvallarétt) mátti þó sjá varanlegri götu, þ.e. frárekstrargötuna áleiðis að Ölfusi. Hún var allgreinileg svo til alla leiðina.
Á miðju Gjögurhrauni er varða á lágum hraunhól er sést víða að. Þegar hún var skoðuð  sem og nágrennið var talið líklegt að hún væri vísbending refaskyttna á greni þarna í hrauninu. Sjá mátti víða stein á steini við op í hrauninu, einkum norðvestan við vörðuna. Þar er stærri varða, greinilega við op á greni. Ekki var að sjá að skolli væri í hreiðrinu að þessu sinni, en af umhverfinu að dæma gæti hann átt víða innangegnt á svæðinu, ef honum sýndist svo.
Varda i GjogurhrauniSkammt norðar var komið í skeifulaga stóran gróinn bala. Í honum miðjum virtist vera forn tóft. Af ummerkjum að dæma gæti þarna hafa verið nátthagi fyrrum. Greinileg gata lá upp frá honum alla leið upp á Selsvelli. Balinn er gróinn og skjólsæll. Allt umleiki er graslendi undir hólum er gefur til kynna að þarna hafi búpeningur legið fyrrum. Líklegt má telja að þarna hafi verið tímabundin útstöð frá Selsvöllum. Hafa ber í huga að selstaðan frá Hlíðarenda er allnokkru austar í heiðinni og er þar all greinileg. Þessi staður gæti verið yngri en sú selstaða, enda svo til beint ofan við Fjallsenda.
Þegar komið var upp á Selsvelli var svæðið leitað mjög vel m.t.t. hugsanlegra mannvistarleifa. Einu slíkar var að finna undir Stekkhól. Þar eru miklar fornar leifar, mjög líklega sú selstaða sem Selsvellir draga nafn sitt af. Heimildir eru um að Selsvellir hafi verið slægjuland frá Nesi, en líklegt má telja að Nes eða Strönd hafi haft þar tímabundið í seli einsog minjar þessar benda til.

Toft i Gjogurhrauni

Að vísu er Nessel þekkt suðaustan undir Hnúkum, en hún virðist hafa verið frá þeim tíma er selstöður voru að leggjast af um 1870. Ætla mætti að Stekkhólssminjarnar gætu verið eldri, en svo er hins vegar að sjá sem þær gætu verið enn yngri ef tekið er mið af tiltölulega heillegum hleðslum og fyrirkomulagi. Strönd hafði selstöðu í Staðarsel undir Svörtubjörgum. Þótt ekki séu til skriflegar heimildir um selstöðu þarna gæti hún mögulega verið leifar einnar slíkrar frá því um aldamótin 1900, þ.e. hún hefur einungis verið í notkun sem slík í tiltölulega stuttan tíma. Minjar í selstöðunni, sem er ein af 267 slíkum þekktum á Reykjanesskaganum (fyrrum landnámi Ingólfs), eru keimlíkar þeim er sjá má t.d. í Krossseli og Vallaseli í Ölfusi.
Selsvallasel við geitafellGeitafellsrétt (Selsvallarétt) er undir Réttargjá þar sem hún rís hæst. Um er að ræða nokkra dilka og almenning. Veggirnir standa nokkuð heillegir. Þegar Geitafellsrétt var aflögð um aldamótin 1900 var hlaðin rétt á Vörðufelli í Strandarheiði. Hún þótti erfið til rekstrar svo Selvogsréttin nýrri (Girðingarrétt) var hlaðin í heiðinni milli Hnúka og Urðarfells (Svörtubjarga). Réttin hefur einnig verið nefnd Gamlarétt, en hún var aflögð árið 1957.
Ofar er svo Strandargjá og ofanverð Heiðin-há.
Skrifari þessarar göngugreinar FERLIRs skilaði fyrir nokkrum árum BA-ritgerð um selstöður á þessu landssvæði, en síðan hefur vegna þrautseigju ýmislegt bæst við sem skoða mætti nánar. Þetta segir þeim hinum sama að vinna sem þessi verður aldrei lokið að fullu – fyrr en fullreynt er.
Í örnefnalýsingu fyrir Hlíðarenda í Ölfusi segir m.a. um þetta svæði: „Hlíðarendafjall er standberg frá Glámubóli vestur á Hellisnef. Það heitir Hellisberg , einnig Hlíðarendaberg og Berg, í Hlíðarenda var sagt vestur með Bergi, uppi á Bergi. Hellisnef heitir hornið, þar sem Bergið skagar lengst til suðvesturs. Það er hvasst.
Yst undir Hellisbergi er Helli eða Hlíðarendahellir, ágætt fjárból. Hellirinn er sjávarhellir frá lokum Selsvallasel við geitafell-2ísaldar. Hefur um 40 m langur veggur verið hlaðinn upp með slútandi berginu. Kumltótt er þar neðan við Hellinn. Frá Hellinum er örskammt vestur í Hellisnef, en þar endar Bergið. Tvö skörð, Eystraskarð austar og Vestraskarð utar, skerast inn í Hellisberg, miðleiðis, og eru fallegir grashvammar ofan við þau. Vestan við Hellisnef er skarð í brúnina vestan í móti. Það heitir Hellisskarð, og er hestfært. Vestan við Hellisskarð er stór grashvammur, klettalaus í brún og grónar flatir neðan við. Hann heitir Fagrabrekka, og nær vestur að Fjallsenda, en svo heitir þar sem hlíðin, sem byggðin hefur fylgt austan frá Kömbum, hverfur undir hraun. Hraunið, sem við tekur vestan við Fjallsenda heitir Gjögrahraun, og nær vestur í Selvogsmörk. Vestan í Fjallsenda er Fjallsendahellir. Hann er hraunhellir. Inn úr opi hans eru tvennar dyr. Til hægri er sjálf-ur hellirinn, 1 m til 1,7 m hár og um 2 m víður, gólfið er allslétt. Hlaðinn garður lokar honum fyrir fé um l0 m fyrir innan dyr. Til vinstri er niður að fara í annan hellir, sem er að mestu hruninn, svo myndast hefur jarðfall um 4 – 5 m djúpt og 8 – 10 m í þvermál. Það heitir Gjögur. Úr því er skammt í hellisbotn.

Geitafellrett-22

Nálægt miðleiðis frá Fjallsenda að þjóðvegi, en rétt ofan við gömlu götuna út yfir Hlíðarendaheiði, er annað jarðfall, álíka stórt og Gjögur. Það heitir Arnarker. Hrafn hefur átt þar hreiður. Úr botni þess eru hellrar til norðausturs og suðvesturs. Allt svæðið milli fjallshlíðarinnar og sandsins heitir Heiði, Hlíðarendaheiði.“
Á skilti við Arnarker stendur eftirfarandi: „Leitahraun og allir hellar þess mynduðust fyrir um 5000 árum. Eftir að gosinu lauk stóð eftir feikimikil dyngja og í kolli hennar stír gígur, Leitargígur, skammt austan Bláfjalla. Arnarker er einn af hellum Leitarhrauns. Í daglegu tali kallast hellirinn yfirleitt Kerið sem er einföld stytting úr nafninu Arnarker og lýsandi nafngift fyrir niðurfallið. Niðurfallið er eina opið í hellinn en í heild er hann um 516 metra langur. Út frá opinu gengur rás um 100 metra til suðurs en um 400 metra til norðurs.

Geitafellrett-21

Í hellinum er víðast vítt til veggja og hátt til lofts. Hellrinn er þó mjög mikið hrauninn. á nær eina bettinum þar sem ekki hefur hrunið ú rloftinu eru sérkennilegir spenar. Er það innarlega í suðvesturgöngunum.“
Ennfremur segir: „Fyrir ofan Hellisberg, vestur undir Fjallsenda og Gjögrahrauni, eru litlir hólar sem heita Langhólar, segir Sæmundur.
Geitafell er um tvo og hálfan kílómetra í norðvestur frá Búrfelli. Það er 509 m hátt, með brattar hlíðar. Það er hálft í Selvogslandi. Bókfærð hreppamörk eru Vífilsfell – Ólafsskarð – norðaustantil á Geitafell – Fálkaklettur. Úr Fálkakletti eru mörkin svo um Markhóla í Þrívörður, við sjó.
Gjogurhraun- fjarrekstrargata

Fálkaklettur heitir landamerkjasnösin sunnan í Geitafelli. Austan við hann er stórt gil sem heitir Hrútagil. Neðan undir því eru Grasvellir sem heita Hrútagilsflatir. Austan við Hrútagil er allmikil grasbrekka sem heitir Gránubrekka. Austan við Gránubrekku er grasflöt sem heitir Skilflöt. Þar mun hafa verið skipað í leitir í fyrstu smölun á haustin.
Gjár og sprungur eru margar í hrauninu milli Búrfells og Geitafells. Mest þeirra er Þvergjá, öðru nafni Götugjá, sama gjáin sem í landamerkjabréfinu er nefnd Stóra-gjá. Gjáarsvæðið suðvestur og vestur frá. Geitafelli heitir Gjár og Gjáarsporðar, í Sel-vogslandi. Suðvestan við Geitafell eru Sel(s)vellir. Þar eru Selvallaréttir. Kálfahvammur er vestan í Geitafelli, en sunnan í því er Miðflatagil og Miðflatir niður frá því, í Selvogslandi. Vestan við Fálkaklett.“
FallsendahellirÍ örnefnalýsingu fyrir Nes í Selvogi segir m.a.: „Austur af Hnúkunum er komið á svæði, sem einu nafni er kallað Gjárnar eða Á Gjánum. Þetta svæði er milli Hnúka og Geitafells. Um það liggja gjár, sem það dregur nafn af. Þær liggja allar í sömu átt, frá Geitafelli.  Austust og næst landamerkjum er Nesgjá.  Vestar og nær Geitafelli er Réttargjá. Við hana var áður fyrr rétt, Geitafellsrétt, austur undir Geitafelli.  Það var fyrrum aðalrétt Selvogsmanna og Ölfusinga. Við austurenda Réttargjár eru Selsvellir alveg inn undir Geitafelli. Það var slægjuland frá Nesi. Þar fékkst gott hestahey. Götugjá er neðsta gjáin. Hún er áframhald af Nesgjá eða Réttargjá. Hún hverfur undir Hnúkana, en kemur upp aftur niðri í heiði, í Gjáardal, og er sagt, að hún liggi niður í Götutún.“ 
Arnahellir-21Í Andvara 1884 birtist ferðasaga Þorvaldar Thoroddsens um Suðurland. Í ferðinni skoðaði hann m.a. Heiðina há og Selvogsheiði. Hann nafngreinir gjárnar, en fjallar að öðru leiti ekkert sérstaklega um þær. Greinin heitir „Ferðir á suðurlandi sumarið 1883“.
Litlu fyrir vestan Hjalla taka við mikil hraun því nær óslitin vestur í Selvog. Austast er Lambafellshraun; nær það vestur að Hlíðarbæjum; hraun þetta hefir runnið í mjög breiðum fossi niður af fjallinu fyrir austan Vindheima nálægt Lágaskarðsvogi; hraunfossinn hallast um 5—6°; breiðist það síðan út, er afarmikið og nær alveg niður að sjó; það er víðast flatt að ofan, breiðar hraunhellur með rákum og rósum, bugðum og öldum eptir rennslið; víða eru stórar, flatar hraunblöðrur og sumstaðar roksandur. Nokkru austar hefir mjór hraunfoss runnið niður af fjallinu; er þetta hraun miklu nýlegra og hefir fallið í mjóum straumi yfir eldra hraunið niður fyrir Hraunhverfi; það er mjög úfið og sýnist vera enn nýrra en Hellisheiðarhraunið, or rann árið 1000, og er því að öllum líkindum runnið síðan Ísland byggðist.

Selsvellir - Geitafelli

Ýmsar líkur eru til þess, að þetta hraun sje einmitt það hraun, sem getið er um í Landnámu að hafi runnið árið 10001. Þó er jeg enn ekki alveg viss um að svo sje. Svo er um mörg fleiri hraun á Reykjanesskaga, að þau hafa eflaust runnið á sögutímanum, en annálar geta eigi um það, og sögur hafa lítt verið ritaðar á þessum útkjálka; hefir slíkt því alveg dottið úr minni manna, enda eru hjer fáir, sem hafa löngun til að grennslast eptir slíku, og varð jeg var við það á ferðinni, að þeir voru sárfáir, sem nokkuð vissu um upptök hraunanna.
Gotugja - bruSelvogsheiði er breið og mikil hraunbunga; er hún auðsjáanlega gamalt eldfjall, þó lág sje (580 fet); hún hallast 1—2—3° á allar hliðar. Hraunin í henni eru mjög gömul og sandorpin, sumstaðar dálítill jarðvegur á sandinum, en hraundrangar og hraunkúpur upp úr; víða eru flatar hraunhellur með mosaverki, sumstaðar hellisskútar, og hafa sumir verið notaðir til fjárgeymslu; í einum hafði karl búið um nokkur ár. Á miðri heiðarbungunni hefir verið ákaflega stór gígur; sjást merki hans enn, þó hann sje nú fullur af hrauni; standa upphvassar hraun-nybbur þar, sem gígrandirnar hafa verið. Fyrir ofan Hlíðarvatn eru snarbrattar hamrahlíðar, 8—900 fet á hæð; fram af þeim hafa 4 stórir hraunfossar fallið, tveir hjá Stakkavík og tveir hjá Herdísarvík. Hraunfossar þessir eru einhverir hinir hæstu á Íslandi, um 800 fet; hefir það verið ógurleg sjón að sjá, þegar glóandi hraunið fjell fram af hömrunum. Hraun þessi hafa komið úr eldgígnum í Brennisteinsfjöllum, líklega kringum Kistufell. Hraun það, er fallið hefir niður hjá Stakkavík, er eldra en það, sem fallið hefir niður hjá Herdísarvík. Herdísarvíkurhraun hefir fallið í tveim bunum niður af fjallinu; þar sem hraunleðjan hefir fallið fram af þverhnýptum hömrum, hefir hún eigi getað tollað samanhangandi í hlíðinni; svo er í eystra fossinum.

Rettargja 22

Í sjálfri hlíðinni eru utan í klettunum langar hraunsljettur og hraunhrúgur fyrir neðan; sumstaðar hafa þó kvíslazt mjóir hraunlækir niður milli hamranna. Hallinn á þessum fossi er 30° eða meira. Vestari fossinn er samanhangandi buna og miklu stærri en hinn, en hallinn minni (25°). Hraun þetta hefir runnið alveg fram í sjó; er það ákaflega úfið og sundurtætt, eintómar hraunskarir, nybbur og klungur, og sumstaðar naumlega fært nokkurri skepnu; allt er það þó mosavaxið, en hvergi er þar gras; í gjám þar eru fjarska stórir og fagrir burknar (Zastræa); eru sumir þeirra 3—4 fet á hæð og eitt fet á breidd, laufið margskipt og prýðis-fagurt; er því að sjá niður í hraungjótunum eins og maður væri kominn í burknaskóg á Nýja-Sjálandi.

Heidin ha 22

Þess er getið í annálum, að árið 1390 hafi hraun runnið úr Trölladyngju (!) niður í Selvog. Að hraun hafi þá runnið niður í Selvog er víst enginn efi á, en úr Trölladyngju hefir það eigi getað komið, eptir landslagi er það ómögulegt; hjer hefir því blandazt málum sökum ókunnugleika annálsritarans; vera má, að Trölladyngja hafi gosið um sama leyti; en þetta hraun er komið ofan úr Brennisteinsfjöllum.
Upp af Selvogsheiði er fjarska-mikil hraunhunga, sem kölluð er »Heiðin há«. Þangað fórum við með sjera Ólafi frá Vogsósum. Heiðin há er 2030 fet á hæð, geysimikil flatvaxin eldfjallsbunga, lík í lögun og Skjaldbreiður; hún er hlaðin upp úr óteljandi, gömlum hraunlögum suður af Bláfellshlíðum; hallast hún jafnt og pjett niður að Selvogshciði (3°), og eru margar og langar gjár í lægðinni, þar sem þær mætast. Efst er Hrossagjá; hún er styzt, og er utan í heiðarhlíðinni sjálfri; þar næst Strandagjá, mjög löng, nær frá Svörtubjörgum upp undir Geitafell; svo er Rjettargjá; hún byrjar í slakkanum milli heiðanna, og nær upp í Geitafell; og syðst er Götugjá (eða Nesgjá); hún nær frá sjó yfir hlíðina á Selvogsheiði upp í Lambafellshraun fyrir norðan og austan Geitafell; neðri (syðri) brúnin, sem er utan í Heiðinni há, er lægri, svo landið hefir auðsjáanlega sigið í slakkanum milli heiðanna.

Gjogur - 24

Efst á heiðinni markar fyrir gígnum, sem öll þau fjarskalegu hraun hafa komið úr, sem mynduðu heiðina. Gígurinn er nú fullur af hrauni, en hofir verið afarstór, sem sjá má af leifum þeim, sem eptir standa af gígröndinni; það eru dálitlir hraunhnúkar, sem standa í kring; gígurinn hefir verið allt að 100 faðmar að þvermáli; sunnanverðu við þenna gíg er að auki 2 eða 3 bollar miklu minni, hálffullir af hrauni. Sjálf er heiðin mjög stór um sig; eintóm gömul hraun, með holum og gjótum og hallast lítið, 2°, til vesturs, og 3° til austurs.
Heiðasljetturnar milli »Heiðarinnar há» og Brennisteinsfjalla eru einn storkinn hraunsjór; hafa þessi hraun flest fallið ofan úr austurhallanum á Brennisteinsfjöllunum, því þar eru stórir gígir svo tugum skiptir allt norður fyrir Grindaskörð: úr þessum hraunum hafa straumarnir komið, er fjellu niður hjá Stakkavík og Herdísarvík.

Arnarker - 25

Gömlu hraunin í Selvogi, sem víðast eru nú mjög sandorpin, munu flest komin úr Selvogsheiði, og saman við þau hafa að ofan runnið hraun úr Heiðinni há.“

Um Geitafellsrétt er fjallað í auglýsingu í Þjóðólfi 1875: „Um leið og eg geri almenningi kunnugt, að eg samkvæmt tilmælum amtmannsins yfir suðr- og vestrumdæminu hafi verið skipaðr lögreglustjóri til upprætingar fjárkláðans í Geitafellrett-23suðrhluta Gullbringusýslu, í Selvogi og í Út-Ölfusinu inn fyrir Hjallahverfið, skal hér með skorað á fjáreigendr þá, sem kindr kynnu að eiga í rettum þeim, sem sótt er að úr þessu lögsagnarumdæmi mínu, að koma sem tímanlegast, að réttunum og hirða kindr sínar.
Mun almenn skoðun á réttarfénu, fyrren það er dregið, fara fram í Gjáarrétt mánudaginn 20. p. m., í Geitafellsrétt þriðjudaginn 21. s. m. og í Hveragerðisrétt miðvikudaginn 22. s. m. allar kindr þær, sem pá finnast með kláða eðr kláðavotti, munu samkvæmt 4. gr. tilsk. frá 5. jan. 1866 verða stranglega aðskildar frá hinu fénu og skornar þegar [stað við réttina, ef eigandinn er ekki við til að hirða þær á tryggjandi hátt, svo að þær ekki nái samgöngum við annað fé, eða ef enginn annar vill taka pær að sér til hirðingar. – Reykjavík 15. september 1875, Jón Jónsson.“
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimild:
-Andvari, 10. árg. 1884, bls. 17-27.
-Þjóðólfur, 27. árg. 1874-1875, bls. 109-110.
-Örnefnalýsing fyrir Hlíðarenda.
-Örnefnalýsing fyrir Nes.

Geitafellsrétt

Geitafellsrétt.

 

Þerneyjarsel

Eftirfarandi „Frá sunnlenskum sveitabónda“ um sel birtist í Fjallkonunni 1890, 7. árg., 31. tbl., bls. 122-123:
„Selstöður eru, nú orðið, því nær ekkert notaðar hjá því sem var á fyrri öldum. Eins og enn er ástatt með jarðræktina hér á landi, má Straumsþað óefað teljast afturför í landbúnaðinum, að hafa ekki í seli, þar sem svo stendr á, að gott er um selstöður enn heimaland rýrt. Fyrst er nú það, að málnytan verðr meiri og betri í seljunum og skepnurnar þó oftast feitari og holdþéttari enn heima; og í öðru lagi „hvílast“ heimalöndin svo að beitin verðr drýgri og betri á þeim haust og vetr; enn fjallabeitin, sem ekki næst í nema um miðhluta sumarsins, vinst betr upp enn ella.
Líklega er það aðalástæðan fyrir mörgum, að nota ekki selstöður, að það sé of kostnaðarsamt með fólkshald, áhöld og hesta til selflutnings, fyrir ekki fleiri málnytupening enn á flestum búum er. Enn þessi ástæða hyrfi ef menn kæmu sér saman um félagsskap í þessu sem fleiru. Ef 3 bændr, sem eiga um 50 ær, legðu saman í sel, og legðu til einn mann hver (2 í selið, 1 til flutninga), og annan tilkostnað eins að hlutfalli, mundi það til lengdar verða miklu kostnaðarminna enn heimagæsla víðast hvar, því heima þyrftu þeir sinn smalann hver, auk allra annara tafa við málnytuhirðinguna, þó ekki væri búist við neinum mismun að öðru leyti. Selfólkið getr líka oft haft einhver smávegis aukastörf, ef tími er til, t. d. safnað fjallagrösum m. fl.
Kýr ætti að hafa í seli eigi síðr enn ær.“

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

 

Stardalur

Hér á eftir verður fjallað um fyrrum 12 selstöður í landi Stardals skv. skráðum heimildum sem og sögu bæjarins. FERLIRsfélagar hafa skoðað og skráð allar selstöðurnar, auk þeirrar þrettándu, sem grunur er um að hafi verið selstaða fá Vík, bæ Ingólfs Arnarssonar.

Stardalur

Stardalur – loftmynd 1954.

I.    Helgafell í Mosfellssveit voru ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Landþröng er mikil, og hafði jörðin áður í lánga tíma selstöðu í Stardal frí, en nú verða ábúendur hana út að kaupa.“ (Jarðabók, III. b., bls. 317).

Stardalur

Stardalur – seltóft lengst t.h..

II.   Lágafell í Mosfellssveit var ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstöðu hefur jörðin áður brúkað í Stardal.“ (Jarðabók, III. b., bls. 315).

Varmársel

Varmársel.

III. Blikastaðir í Mosfellssveit voru ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstaða hefur til forna brúkuð verið í Stardal.“ (Jarðabók, III. b., bls. 309).

IV. Korpúlfsstaðir í Mosfellssveit voru ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstöðu hefur jörðin til forna brúkað í Stardal.“ (Jarðabók, III. b., bls. 308).

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

V.   Gufunes í Mosfellssveit var ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstaða hefur til forna brúkuð verið í Stardal, þar sem nú stendur býli það, er Stardalur kallast, eftir sögn þeirra manna, er undirrjettingu foreldra sinna vita til yfir hundrað ár.“ (Jarðabók, III. b., bls. 301).

VI. „Austan við Tröllalága er Varmársel og sést vel fyrir því.“ (Ö.St.1).

Sámsstaðir

Sámsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

VII. Múlasel í Sámsstaðastað
Í “Skrá um friðlýstar fornleifar”, (fyrsta útgáfan 1990) segir: “Hrafnhólar. Sámsstaðarústir, suðvestanundir Stardalsfjalli, fast uppi við brekkuna. Sbr. Árb. 1908: 11-12. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 16.11.1938. Fornleifum þessum er friðlýst á jörðina Stardal, Kjalarneshr., þótt þær séu í landi Hrafnhóla“.
Hallur goðlausi Helgasonar nam land að ráði Ingólfs millum Mógilsár og Leirvogsár og bjó í Múla”, sbr. lýsingu í 11. kafla Landnámubókar.
Í Árbók Hins íslenska fornleifafjelags árið 1908 lýsir Brynjúlfur Jónsson t.a.m. Sámsstöðum: “Suðvestanundir Stardalsfjalli, stuttri bæjarleið fyrir ofan Tröllafoss í Leirvogsá, er eyðibýli, sem heitir Sámsstaðir og segja munn mæli, að þar hafi verið kirkjustaður. Þesa sjást þó eigi merki svo fullyrt verði… Bygðin mun hér hafa lagzt snemma niður, og er þessa bæjar hvergi getið, svo eg hafi séð.”

Sámsstaðir

Tóftir Sámsstaða.

Í afrakstri af einni af könnunarferðum FERLIRS má sjá eftirfarandi á vefsíðunni www.ferlir.is um Sámsstaði: “Bæði nafnið og ummerki á vettvangi bentu í fyrstu til þess að þarna hafi fremur verið bær en selstaða. Þarna er hlýlegt og gott skjól fyrir flestum veðrum. Þegar “bæjarstæðið” var skoðað af nákvæmni og þekkingu mætti strax ætla að þarna hafi verið sel, eða nokkar kynslóðir selja, a.m.k. eru tóftirnar allar verulega “seljalegar”; tvö til þrjú hús að svipaðri stærð, en mismunandi gerð og sjá má í seljum á þessu svæði (Reykjanesskaganum). Vitað er að margir bæir í Mosfellssveit og Kjalarnesi áttu fyrrum selstöðu í núverandi Stardalslandi. Tóftirnar miklu suðvestan undir Ríp (Sámsstaðir) gætu því hugsanlega hafa tengst einhverjum bæjanna um tíma, Sámstöðum, Múla eða Rauðhólum“.

Mosfellssel

Mosfellssel (Þórðarsel).

VIII.  Þórðarsel undir Illaklifi er einnig skráð á Stardal, en það ku hafa verið eitt fjögurra selja frá Mosfelli, sbr.; „Norðan undir klifinu [Illaklifi] er Þórðarsel sunnan við Selflá. Þar var haft í seli frá Mosfelli. Þar af eru Selfláarnöfnin dregin. Selið var byggt úr grásteini og er urð þar.“ (Ö.St.1). „Þórðarsel er kennt við sr. Þórð á Mosfelli, sem var á undan sr. Magnúsi Grímssyni. M.G. byggði það upp og endurbætti.“ (Ö.St.2:1 og athugasemdir Jónasar Magnússonar við örnefnaskrá).

IX.    „Norðan við Tröllalágar sunnan í Þríhnúkum er Þerneyjarsel, tóttamyndir.“ (Örnefnskrá Ara Gíslasonar yfir Stardal. (Ö.St.1).

Esjubergssel

Esjubergssel.

X.      „Austur og norður af Þríhnúkum er flóaspilda, er heitir Esjubergsflói. Í honum er Esjubergssel, er vel sést fyrir tóftum.“ (Ö.St.1). „Austan í honum [Esjubergsflóa] eru tóttir sem nefnast Esjubergssel og sjást þær enn greinilega. Flói þessi nær norður að Skarðsá er kemur úr Svínaskarði og fellur í Þverá norðan við Haukafjöll.“ (Ö.St.3).

XI.     Móasel – „Selstöðu hafði jörðin hjá Esjubergsseli að eign eða láni“. (Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, III. b., bls. 347-348.)

Esjubergssel

Esjubergssel / Móasel – uppdráttur ÓSÁ.

XII.   Lambhagi í Mosfellssveit var ein af mörgum jörðum sem áttu selstöðu í Stardal og í Jarðabókinni segir: „Selstöðu hafði jörðin að fornu í Stardal.“ (Jarðabók, III.b., bls. 317).

Skáli Ingólfs

Skáli Ingólfs í Skálafelli?

XIII. Skáli Ingólfs – Skála Ingólfs Arnarssonar í Skálafelli er bæði getið í Íslendingabók Ara fróða og í Landnámu.
Í Íslendingabók segir um skála Ingólfs í Skálafelli: Ingólfr fór um vorit ofan um heiði hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komit hann bjó í Reykjarvík þar eru enn öndvegissúlur þær í eldhúsi En Ingólfr nam land millum Ölvusár ok Hvalfjarðar fur utan Brynjudalsá milli ok Öxarár ok öll nes út þá mælti Karli til ills fórum vèr um góð heröð er vèr skulum byggja útnes þetta hann hvarf á brott ok ambátt með honum Vífli gaf Ingólfr frelsi ók bygði hann á Vífilsstöðum við hann er kendt Vífilsfelt þar bjó hann lengi ok var skilríkr maðr Ingólfr lèt gera skála á Skálafelli þaðan sá hann reyki við Ölvusvatn ok fann þar Karla.”

Ef framangreint er rétt mun Ingólfur haft í seli í Stardal, fyrstur norrænna manna.

Skálafell

Skáli Ingólfs?

Í Landnámsbók segir: “Ingólfur fór um vorið ofan um heiði; hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið; hann bjó í Reykjarvík; þar eru enn öndugissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár, og öll nes út.
Þá mælti Karli: „Til ills fóru vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.“
Hann hvarf á brutt og ambátt með honum.
Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varð skilríkur maður.
Ingólfur lét gera skála á Skálafelli; þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn og fann þar Karla.”

Stardalur – E[gill] J[ónasson] S[tardal].

Egill Jónason Stardal

Egill Jónason Stardal.

„Jörðin Stardalur er austasta ábýlisjörð í Kjalarnesshreppi og er á mörkum fjögurra hreppa: Kjalarness- Kjósar- Þingvalla- og Mosfellshrepps. Jörðin er mjög landstór en meginhluti landsins er fjalllendi og góðir fjárhagar á sumrum en vetrarríki mikið. Samkvæmt mælingum er bæjarstæðið í 147 m hæð yfir sjó og því á mörkum þess sem byggilegt má teljast. Nafnið Stardalur er ef til vill jafngamalt byggð í landinu, a.m. k. kemur það fyrir í máldaga Þerneyjarkirkju frá um 1220 sem settur er af Magnúsi Gissurasyni biskupi í Skálholti. Þar segir að Þerneyjarkirkja eigi selför í Stardal svo og afrétt. Svo er að skilja að þá sé engin byggð önnur á þessum slóðum.

Stardalur hefur samkvæmt Landnámabókum verið hluti af landnámi Halls goðlauss, sem þær segja að hafi numið með ráði Ingólfs í Reykjavík allt land millum Mógilsár og Leirvogsár og búið í Múla. Ýmsir fræðimenn og aðrir hafa gert því skóna að hið forna landnámsbýli Múli hafi staðið þar sem nú er bærinn Stardalur, en hér verður ekki tekin afstaða til þessara staðhæfinga. Fyrir þeim eru engin rök önnur en þau að örnefnið Múli er ekki til annarastaðar í landnámi Halls. Í landnámi því, sem honum er eignað, hafa verið í byggð á ýmsum tímum 15-20 býli, stór og smá, og hafa nöfn þeirra flestra varðveist og eru reyndar flest í byggð enn. Geta má þess að í túni umhverfis núverandi hús í Stardal eru miklar rústir eftir einhvers konar byggð, sumar mjög fornar, en einungis fornleifarannsóknir gætu skorið úr því hvort þær rústir varðveita leifar landnámsbyggar eða eru minjar eftir selstöðu sem þar var í margar aldir.

Jónas Magússon

Jónas magnússon.

Nafnið Stardalur er að því er heimildarmanni þessa greinarkorns er best kunnugt all einstakt á Íslandi. Þó eru til Stardalir eða Starardalir (höf. hefur heyrt bæði nöfnin af munni innfæddra Kjósaringa) uppi á Eyrarfjalli í Kjósarhreppi. Þessir „dalir“ eru mýrarflesjur með tjörnum milli melholta og þar vex víða stör. Dalur sá sem verður upp af núverandi bæjarstæði Stardals, flatur í botn og allur vafinn grasi, nær alveg umluktur fjöllum: í norðri Skálafell, í vestri Stardalshnjúkur og frá austri til suðurs Múli; hefur af ýmsum, þ. á. m. föður undirritaðs, verið álitinn hinn rétti Stardalur og nafnið dregið af starargróðri þar. Þessi skoðun er þó umdeilanleg því af þeim fáu rituðu heimildum, sem geta Stardals, er helst svo að sjá að þá sé átt við lægð þá eða grunnan dal sem myndast milli fjalla Stardalshnjúks, Skálafells og Múla annarsvegar og heiðasporðs Mosfellsheiðar hinsvegar. Ekki eru nú kunnar eða finnanlegar rústir eftir neina byggð eða mannvirki svo víst sé í efri dalnum og flestar mýrlendisjurtir aðrar en stör einkenna flóru dals þessa, enda eru þar engar tjarnir eða samfellt votlendi sem stör vex í.

Magnús Jónasson

Magnús Jónasson.

Nafnið Stardalur er þekkt í Noregi og gæti, e.t.v. hafa flust þaðan með landnámsmönnum, en hér verður ekki reynt að rökstyðja þetta neitt nánar, aðeins bent á, sem fyrr greinir, að nafnið er býsna fornt.

Um upphaf byggðar og búsetu undir bæjarnafninu Stardalur er m.a. fjallað í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Þar segir m.a.: „Stardalur: Nýlega uppbygð fyrir þrjátíi árum, og kemur hjer sá enginn fram, sem þykirst vita að þar hafi fyrri nokkurn tíma bygt ból verið… Hitt er almennilega kunnugt úngum og gömlum, þar sem nú er þessi nýi bær, Stardalur, hafa um lánga æfi selstöður verið frá mörgum bæjum í Mosfellssveit, sem Jarðabókin í þeirri sveit vottar, og so frá Þerney…“.

Egill Jónasson Stardal f. 14. sept. 1926 í Stardal, var sonur Jónasar Magnússonar, bónda þar og Kristrúnar Eyvindsdóttur k. h. Hér er notast við þá þekkingu sem hann nam af föður sínum frá barnæsku en Jónas dvaldi frá fjögurra ára aldri í Stardal til elliára, var bóndi þar frá 1914 til 1965 að hann afhenti jörðina syni sínum Magnúsi. Magnús Sigurðsson, faðir Jónasar, bjó einnig í Stardal, frá árinu 1894 til dauðadags árið 1910, en faðir hans Sigurður Guðmundsson frá Breiðavaði í Langadal í Húnavatnssýslu eignaðist jörðina og bjó þar á undan um nokkurt skeið eða frá 1871-1888. Fyrir daga Sigurðar árin 1850-1871, sat og átti jörðina annar Húnvetningur, Jónas Jónasson frá Gafli í Svínadal, og voru þeir Sigurður og Jónas áður kunnir að norðan.

Stardalur

Stardalur – túnakort 1916.

Jörðin hefur þannig verið í eigu sömu fjölskyldu síðan 1871 og þar á undan í eigu vinafólks hennar í nær aldarfjórðung eða frá 1850. Líklegt verður að telja að flest merkustu örnefni hafi varðveist mann fram af manni á þessu tímabili en ógjörningur er að segja um aldur þeirra fyrir þann tíma, nema þeirra fáu sem varðveist hafa í rituðum eldri heimildum. Þessi skrá hefur verið borin undir bræður skrásetjara, Magnús Jónasson, bónda og eiganda jarðrinnar, og Eyvind Jónasson verkstjóra, Glæsibæ 3 Reykjavík. Auk þess hefur verið haft til hliðsjónar handrit um örnefni í eigu Magnúsar Jónassonar, samið eftir lýsingu og drögum að örnefnaskrá Jónasar Magnússonar. Þá hefur verið stuðst við skrá í eigu Örnefnastofnunar sem samin er af Ara Gíslasyni, að því hann segir eftir forsögn Jónasar Magnússonar, en sú skrá er full af missögnum og auk þess er þar grautað saman örnefnum jarðarinnar og annarra jarða eða landareigna utan marka hennar án þess að sjáist glöggt hvað sé hvað.“

Stardalur

Bærinn í Stardal brann í janúar 1918.

Stardalsbærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar 2018. Þá hafði ekki verið búið þar um nokkurt skeið.

Heimildir:
-Stardalur – E[gill] J[ónasson] S[tardal].
-Árni Magnússon (1923-1924). Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Þriðja bindi. Kaupmannahöfn. Hið íslenska fræðafjélag í Kaupmannahöfn.
-Örnefnaskrá Ara Gíslasonar um Stardal.
-Landnáma – 8. kafli.
-Íslendingabók, bls. 33.

Stardalur

Stardalur.