Færslur

Hvaleyrarvatn

Selhraun vestan við Hvaleyrarvatn er hluti af dyngjuhrauni sem er mest áberandi í kringum Skúlatún, sem er grasi gróinn óbrennishólmi rétt vestan við Helgafell. Jarðfræðingar hafa kallað þetta hraun einu nafni Skúlatúnshraun, en það ber líka ýmis önnur nöfn, [s.s. Hellnahraun]. Þar sem hraunið rann fram í sjó myndar það eldra Hellnahraun og heitir á kafla Hvaleyrarhraun.

Selhóll

Selhóll.

Aldur Selhrauns er ekki kunnur en það er sennilega ekki eldra en 3000-4000 ára. Þegar það rann myndaðist fyrirstaða í tveimur dalkvosum sem varð til þess að Hvaleyrarvatn og Ástjörn urðu til.

Þessi tvö vötn áttu sinn þátt í að umhverfis þau myndaðist ágætis gróðurbelti sem varð til þess að þar var þótti vera beitiland eftir að land byggðist. Ásbærinn var byggður skammt ofan við Ástjörnina, undir Ásfjalli og þar nærri var annað býli sem fékk nafnið Stekkur. Við Hvaleyrarvatn var selstaða frá höfuðbólinu og kotunum á Hvaleyri, Ási, Stekk og Ófriðarstöðum (Jófríðarstöðum), en allar þessar jarðir áttu land sem náði að Hvaleyarvatni, þó megnið af vatninu tilheyði Ási.

Höfðaskógur

Jófríðastaðasel.

Norðan við vatnið á Beitarhúsahálsi undir Húshöfða var Ófriðarstaðasel, en þar stendur ennþá ágætlega byggð beitarhúsatóft á þeim stað þar sem talið er að selið hafi verið. Skammt frá er gamall grjóthlaðinn stekkur, eða ígildi fjárborgar á háhrygg hálsins.

Norðan við Selhöfða er lítill tangi eða nes sem skagar fram í Hvaleyrarvatnið og þar eru tóftir þriggja selja, sem hafa líklega tilheyrt Ási og Stekk, en vera má að eitt þeirra hafi verið nýtt af ábúendum á Ófriðarstöðum í skiptum fyrir verbúðina Ásbúð sem var í landi Ófriðarstaða. Ás átti ekki land að sjó þannig að þessháttar skipti voru ekki óalgeng.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn-Hvaleyrarsel.

Þriðja staðsetningin er vestan við Hvaleyrarvatn, skammt frá þeim stað þar sem skáli Hafnarfjarðarbæjar stóð til skamms tíma. Þar er lítill hraunbali sem ekki ber mikið á en þegar betur er að gáð má greina vallgrónar hleðslur á balanum. Þar taldi Gísli Sigurðsson lögregluþjónn að ein selstöðin frá Hvaleyri hafi verið. Lítill hlaðinn stekkur er í hraunbrún skammt langt frá þessum gróna bala en stekkurinn sést illa þar sem furutrjám var plantað út í hann fyrir um tveimur áratugum.

Seldalur

Tóft í Seldal.

Suðaustur frá Hvaleyrarvatni er Seldalshálsinn sem lokar Seldal af frá Selhrauninu. Á norðaustanverðum hálsinum er lítil tóft sem hefur verið nefnd Seldalskofi og gæti allt eins verið selrúst. Sagnir voru um að selstaða hafi einnig verið í Seldalnum en þar hafa ekki fundist neinar minjar sem staðfesta þá tilgátu.

Líkt og jafnan gleymast ýmsar minjar í umfjöllun um afmörkuð svæði.

Stórhöfði

Stórhöfði – nátthagi.

Hér að framan er ekki getið um stekkinn fyrrum og fjárborgina á Selhöfða, selstöðu vestan Hvaleyrarvatns eða nátthaga sunnan Stórhöfða. Jafnan hefur verið reynt að koma slíkum upplýsingum á framfæri, síðast við fornleifaskráningu Hafnarfjarðar, en fyrir daufum eyrum. Um er að ræða einstaklega áhugaverðar minjar um fyrrum búsetu í Hafnarfirði.

Heimild:
-https://www.hraunavinir.net/selhraun-og-selminjar/

Ássel

Ássel – tilgáta; ÓSÁ.

Vorrétt

Hraunin sunnan Nýjahrauns (Kapelluhrauns), milli Gerðis og Efri-hellra, eru tiltölulega slétt og vel gróin lyngi og birki, enda mun eldri og mosinn því á góðu undanhaldi. Kapelluhraunið, sem er bæði miklu mun hærra og úfnara, þakið hraungambra, rann árið 1151. Vestan við það eru nokkur hraun, þ.á.m. fjögur Selhraun, öll eldri en 4000 ára. Nyrst er Hrútargjárdyngjuhrauni (Óttarsstaðir, Straumur og Þorbjarnarstaðir), Geldingahraun eða Afstaphraunið eldra er ofar og síðan raða Selhraunin sér milli þess og Hrútargjárdyngjuhraunsins, sem er um 7200 ára.

Varða við Gerðisstíg

Gengið var frá Gerði upp með vestanverðri hraunbrún Kapelluhrauns upp í Efri-hellra, allnokkru vestan við Hrauntungur. Ætlunin var að skoða örnefni og minjar á svæðinu vegna deiliskipulags aksturs- og skotæfingasvæðis í Kapelluhrauni, en svæðið nær talsvert út í eldra Afstapahraunið og Selhraunin. Á þessu landssvæði eru allnokkrar fornleifar þar sem finna má mannvistarleifar á a.m.k. 25 stöðum. Í fornleifaskráingu fyrir svæðið frá árinu 2006 eru taldar upp fornleifar á 14 stöðum, þar af sjást engar fornleifar á einum þeirra. Skráningin var unnin af Byggðasafni Hafnarfjarðar fyrir Skipulags- og byggingasvið Hafnarfjarðar. Í ferðinni voru allar fornleifar ljósmyndaðar, færðar á heilstæðan uppdrátt af svæðinu og hnitsettar. Ekki var tekið tillit til minja- eða verndargildis því þetta var ekki fornleifaskráning, einungis samanburður á fyrirliggjandi gögnum og aðgengilegum vettvangnum. Hafa ber sérstaklega í huga að allar minjarnar tengjast fyrrum búskaparháttum íbúanna í Hraunum og hafa því hátt minjagildi sem hluti af heilstæðu búskaparlandslagi bæjanna, einkum Þorbjarnarstaða, en bærinn og umhverfi hans verður að teljast eitt hið verðmætasta sem slíkt á höfðuborgarsvæðinu – og jafnvel þótt víðar væri leitað.
Ruddur Gerðisstígur um SelhraunMeðfram austurtúngarðinum á Þorbjarnarstöðum lá Straumsstígurinn, yfir Alfaraleiðina og áfram upp með Miðmundarhæð. Á hæðinni er Miðmundarvarða. Fornaselsstígur lá um hlið á austurtúngarðinum, yfir Alfaraleiðina og upp með Stekknum (rétt), sem þar er skammt austar undir klapparhæð. Við norðurtúngarðinn á Þorbjarnarstöðum var Þorbjarnarstaðarétt, vel hlaðin rétt af grjóti. Þar var haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot. (Þess má geta, að í Hraunum voru um 60 manns árið 1918.)
Þegar komið var upp fyrir Gerði var komið inn á Alfaraleiðina, hina fornu þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Útnesja. Leiðin lá um Brúnaskarð eystra upp á Kapelluhraun, en svo nefndist jafnan neðsti hluti Nýjahrauns, sem ofar kallaðist Bruninn og enn ofar Háibruni. Alfaraleiðin sést þarna vel í annars grónu hrauninu þar sem hún liggur upp að brúnabrúninni, sem nú hefur verið raskað. Brunaskarð (vestra) sést því ekki og ekki heldur Stóravarðan, sem þar var á Brunabrúninni. Gatan telst til fornleifa, enda er víða á henni mannanna verk.
Garður suðvestan við Neðri-hellraHandan við Brunann er landamerkjalína Straums/Lambhaga og Hvaleyrar úr Þórðarvík suður og upp um Leynidali og síðan áfram upp austurbrún Brunans. Alfaraleiðin lá suðvestur eftir Brunanum. Nær miðju var Kapellan, rúst sem hlaðin var úr grjóti. Var hún 2×2 metrar að ummáli, og sneru dyr í vestur. Kapella þessi var helguð heilagri Barböru, sem var verndari ferðamanna og gegn hvers konar háska af eldsvoða. Nú stendur hún endurgerð í fjárborgarlíki uppi á hraunhól eftir að hraunbreiðan umhverfis hefur verið fjarlægð og þar með Alfaraleiðin, utan spölkornsspotta suðaustan við Kapellunna. Leiðin lá yfir hraunið uns komið var í Brunaskarð eystra (austara). Við hvort skarð voru vörður, er nefndust Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys. (Austan Brunans eru Leynirar. Um þá var gerð hinn fyrsti akvegur yfir hann. Hlaðið skjól er skmmt austar og er það skjól vegagerðarmanna.
Neðri-hellrarÚr skarðinu liggur Alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér var komið, var gengið inn á varðaðan stíg er liggur upp frá Gerðinu og nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans og er enn vel greinilegur, bæði gróinn enda hefur víða verið kastað upp úr honum grjóti og á stöku stað má sjá hliðarhleðslur til afmörkunar, einkum á brúnum. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð, milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur. Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin. Lægðin nefndist Stóridalur. Skammt vestar var svo Litlidalur. Ofan við Hólana allt frá Bruna og vestur að Óttarsstaðarauðamel liggur Selhraun (Hraunamenn nefndu það/þau jafnan Seljahraun). Á nyrðri hraunbrún Geldingahrauns (eldra Afstapahrauns), sem liggur þarna þvert á leiðirnar) er fallin varða. Á austari brúninni er varða, sem enn stendur. Þegar komið er upp fyrir Hólana, inn á nokkuð slétt Seljahraun tekur við Seljahraunsstígur, sem liggur í krókum í gegnum það upp með Brunanum.
Gerði við Neðri-hellra - SeltóuÞegar komið er yfir Seljahraun (þ.e. eitt þeirra), blasir við á hægri hönd mikill melur, Rauðimelur eða Þorbjarnarstaðarauðimelur.
Áður en Seljahraunsstíg er fylgt áfram upp í Neðri-hellra, er rétt að staldra við. Merkingar Byggðasafns Hafnarfjarðar gefa til kynna að þarna kunni að leynast nokkrar fornleifar. Þær eru í klofnum klapparhólum skammt austar, stundum nefndar Gjár eða Rauðamelsklettar. Klettarnir eru norðan melsins og verða að teljast bæði álitlegar og nýtilegar klettaborgir, einkum vegna grasgróðurs í þeim og umhverfis þær. Nefndust þessar klettaborgir Rauðamelsklettar syðri og Rauðamelsklettar nyrðri eða bara Rauðamelsklettar. Vestur frá þeim tóku við Ennin, lágar brekkur.
Annars vegar (að norðanverðu) er um að ræða fyrirhleðslur í þríklofnum hraunhól, norðan línuvegar og vestan námuvegar.
Stekkur við Neðri-Hellra?Þar gæti verið komin Neðri-Rauðamelsklettarétt, sem Þorkell nefndi svo, því skammt ofar er greinileg Efri-réttin, eða Rauðamelsréttin syðri. Hún er einnig í klofnum aflöngum sprungnum klapparhól, en mun stærri. Í klofanum eru heillegar fyrirhleðslur á fjórum stöðum. Þessar réttir, sem og aðrar hliðstæðar í nágrenninu (í Réttargjá, Tobbuklettum og Grenigjá) voru jafnan notaðar sem rúningsréttir á vorin. Efri-rétt og réttin í Réttargjá voru þó einnig notaðar sem nátthagar þegar Neðri-hellrar voru brúkaðir til aðhalds.
Rétt fyrir norðan Rauðamel eru Neðri-Hellrar og Rauðhellir. Einnig Litli-hellir, en það mun vera nýrra nafn á litlu skjóli milli Réttargjáar og Rauðhellir (sem reyndar hefur stundum óvart verið nefndur Neðri-hellrar). Hafa ber í huga að Rauðimelur var einnig nefndur Rauðhólar, en um er að ræða gjall og theptragígaþyrpingu eldra hrauns, en Selhraunanna (Seljahraunanna), sem umlykja hann).
Rauðamelsstígur lá til austurs norðan við melinn, samkvæmt skrá Gísla Sigurðssonar. Nú man enginn eftir honum, e.t.v. hafa þetta. bara verið fjárslóðir. Reyndar má sjá litlar vörður við hann á a.m.k. tveimur stöðum, auk þess sem auðvelt er að fylgja honum upp með grónum hraunkantinum, áleiðis upp í Kolbeinshæðaskjól, sem síðar verður nefnt.
Álfaborgin - kirkjanStefnan var tekin til norðurs, að Neðri-hellrum. Hellarnir eru í grónu, tiltölulega litlu jarðfalli, undir lágri hraunhæð. Op á fyrirhleðslu er á móti austri. Hleðslan, um 80 cm há, stendur enn nokkuð heilleg. Fyrir innan er moldargólf, þakið tófugrasi fremst, en gróðursnauðara verður eftir því sem innar dregur. Þar má sjá kindabein á stangli. Rás liggur til norðurs, en endar fljótlega. Í suðaustanverðu jarðfallinu er fyrirhleðsla án ops. Í norðaustanverðu jarðfallinu utanverðu er gróin fyrirhleðsla, sem einhverju sinni hefur verið op inn í austari hluta fjárskjólsins, en hluti þess er fallinn niður. Svo er að sjá sem fjárhellirinn hafi verið tvískiptur.
Í nefndri fornleifaskrá eru Neðri-hellrar nefndir Rauðhellir, en Þorkell bóndi, langaafi þess sem þetta ritar, var ákveðinn í staðsetningu þeirra, enda nokkur mannvirki umhverfis er staðfesta orð hans í þeim efnum. Skammt suðvestan við Neðri-hellra (í fleirtölu) erVorréttin hlaðinn veggur; fyrirstaða eða hluti gerðis. Veggurinn er greinilegur, mosavaxinn og stingur í stúf við annars gróið umhverfið. Hann liggur með landslaginu til suðvesturs og norðausturs og er u.þ.b. 12 m langur. Norðan þess er hlaðið gerði undir Brunabrúninni. Innviðir þess eru grasi grónir, er segja nokkuð til um nýtinguna. Vegghleðslur standa, um 40 cm háar, einhlaðnar. Þær hafa því verið fyrir fé; mögulega nátthagi. Stærð hellanna og gerðisins benda til þess að tiltölulega fáu fé hafi verið haldið þarna. Örskammt austar með hraunbrúninni sést móta fyrir stekk, að því er virðist, tvískiptum, með föllnu forhlaði og heillegri lambakró.
Hér þarf einnig að staldra við stuttlega. Hafa ber í huga að stígurinn (stígshlutinn) að Neðri-hellrum nefndist Seljahraunsstígur. Samt var hann fjarri Fornaselsstíg, hvað þá Straumsselsstíg. Grasi gróna svæðið umhverfis Neðri-hellra og gerðið var stundum nefnt Seltó. Í seinni tíð vEfri-hellrarirðist þarna hafa verið ígildis sels, en þau sem slík voru aflögð í Hraunum um og eftir 1870. Þarna gæti því hafa eymt eftir af fyrrum búskaparvitjum og notkunin tekið mið af því, þ.e. fráfærur, aðhald og nytjar. Segja má að öll ummerki á þessu afmarkaða svæði bendi til þess, en þó vantar selið sjálft, þ.e. húsakostin. Ástæða þess gæti hreinlega verið nálægðin við bæinn, en þangað er ekki nema 15 mín. gangur eftir greiðfærum og ruddum stíg (stígum).
Skammt austan við Neðri-hellra er Rauðhellir; um 6 metra löng hraunrás. Ekki er að sjá að fyrirhleðsla hafi verið við opið, en greiður aðgangur fé hefur verið þar til skjóls. Mold er í botninum og tófugras fremst. Opið er mót suðvestri. Vörðubrot er ofan við munnann.
Skammt frá er Litli-hellir, en gróin fyrirhleðsla er fyrir munna skúta í grónu grunnu hraunsigi. Öll skjólin á svæðinu eru í vari fyrir austanáttinni (rigningaráttinni), en það er í samræmi við staðsetningu hinna u.þ.b. 250 selja, sem finna má á Reykjanesskaganum, þ.e. húsa og fjárskjóla tengdum selstöðunum.
Suður frá Rauðamelnum og suðaustan af Neðri-hellrum er Réttargjáin. Gjá þessi er einnig í sprungu í annars sléttu hrauni, sem snýr suðurvestur og norðaustur. Fyrirhleðslur eru á þremur stöðum í sprungunni. Þær eru að mestu fallnar, en sjást þó enn. Tilkomumest er austasta og innsta fyrirhleðslan, sem er þver á sprunguvegginn innanverðan (sjá mynd).
Milli Réttargjárinnar og næsta áfangastaðar, Vorréttarinnar (Brunaréttarinnar), er bæði stök og einstök klettaborg; Álfaborgin. Í miðju hennar er hár klettastandur; álfakirkjan. Börnin á Þorbjarnarstöðum höfðu tröllatrú á þessum stað. Hann mátti hvorki vanvirða né raska á nokkurn hátt. Mikil helgi var staðnum, enda höfðu margar frambornar óskir þeirra þaHleðsla í Efri-hellrumr ræst, auk annarra óútskýrðra tilvika. Eitt slíkt, mjög óvænt, átti eftir að gerast í þessari ferð um svæðið. Þorbjarnarstaðabörnin voru jafnan vöruð við að fara þarna um með látum, ella myndi illt af hljótast – og þau varnaðarorð voru ekki til einskis.
Skammt austar, í augsýn þaðan, er Þorbjarnarstaðarétt eða Vorréttin, einnig nefnd Rauðamelsrétt, þótt hún væri drjúgan spöl frá melnum. Réttin er heilleg, veggir standa að mestu, um 1.0 til 1.20 m á hæð. Almenningur er í réttinni minni, en auk þess tveir dilkar, sem bendir til þess að réttin hafi einkum verið notuð af Þorbjarnarstaðafólkinu til frádráttar, þ.e. annars vegar þess fé og hins vegar annarra. Skjól og byrgi eru hlaðin nálægt réttinni. Hún er allsérstök og verskuldaður minnisvarði um aðrar slíkar, ekki einungis í Hraununum heldur um land allt. Einungis það að eyðuleggja þennan stað vegna akstursæfingasvæðis væri dæmi um fádæma verðmætafyrringu, m.ö.o., staðurinn er varðveislunnar virði – til lengri framtíðar litið.
Héðan var stígurinn, sem fylgt hefur verið, Gerðisstígur eða Seljahraunsstígur, nefndur Efri-hellrastígur allt upp að Efri-Fyrirhleðsla í Réttargjáhellrum, sem einnig voru/eru við vesturbrúnina á Brunanum. Þegar hér var komið, nefndist hraunið Brenna, en ofan Efri-hellra, Brunatunga. Úti á hrauninu var Brennuhóll, neðst í Brennunni. Guðmundur Bergsveinsson í Eyðikoti sótti kvarnarsteina í Brennuna og bar á bakinu, setti mosa undir bakið. Ofar taka við Hrauntungur, en þeim, þótt mannvistarlega teljast og merkilegar, verður ekki lýst hér, enda utan svæðisins.
Í örnefnaskrá Gísla Sigurðssonar segir: „Í suðvestur uppi á hrauninu frá Efri-Hellum er hraunhæð, nefnd Kolbeinshæð, og er vel gróið kringum hana. Sunnan í henni er vestanvert Kolbeinshæðarskjól, en austanvert er Kolbeinshæðarhellir. Uppi á hæðinni er Kolbeinshæðarvarða. Kolbeinshæðarstígur liggur hér um skarð í hæðinni suður og upp hraunið, og er þá komið að stórri, ferhyrndri laut þarna í hrauninu. Gísli Sigurðsson segir, að hún sé kölluð Kvíin, en það kannast heimildarmenn sr. Bjarna ekki við, telja þó, að það geti staðizt. Hraunflákinn milli Rauðamels og Kolbeinshæðar heitir Gráhelluhraun.
Millum Vorréttarinnar og Kolbeinshæðarskjóls er hellir. Myndarleg varða stendur ofan við opið. Þessa skjóls er hvergi getið í örnefnalýsingum, en hefur án efa verið notað til einhvers brúks fyrrum.
Kolbeinshæðarskjól er heillegt. Hleðslur standa, um 1.60 m háar. Reft hefur verið yfir, líkt og algengt var um skútaskjól í Hraununum. Enn má sjá tré sem rafta í þessu skjóli.
Héðan frá Jónshöfða liggur Fornaselsstígur, sem fyrr var nefndur, suður og upp í Laufhöfðahraun suður í Gjásel, sem er nokkru norðvestan við Fornasel. Frá Jónshöfða liggur Hleðslur í RauðamelsgjáarréttStraumsselsstígurinn niður um Neðri-Flár eða Flárnar. Á miðjum Flánum er Fláavarðan. Eru nú engin örnefni, fyrr en kemur í Tobbukletta, Tobbuklett eystri og Tobbuklett vestri, en þar var Tobbuvarða, og lá landamerkjalínan um hana. Svonefnd Tobbuklettsvarða austari var hlaðin til glöggvunar á Fornaselsstíg. Tobbuklettaskarð var allbreið lægð milli klettanna. Hér var stígur, sem lá allt til Krýsuvíkur, jafnframt fjallreiðarvegur á kafla. Í skrá Gísla segir, að framan í Tobbukletti vestri hafi verið Tobbuklettsrétt. Það nafn þekkist nú ekki lengur, en þó sést enn fyrir réttum í Grenigjám litlu vestar, og ljóst er, að hægt hefir verið að reka að í breiðri sprungu, sem hlaðið hefir verið fyrir í, í Tobbukletti vestri. Hér er eittvað málum blandið.
Í Grenigjám eru allmiklar hleðslur og aðkoman eftirminnileg. Þegar komið er inn í réttina mót norðri sjást miklar hleðslur, sem mótaðar hafa verið eftir aðstæðum. Þessi staður, auk hraunmyndanna, er líklega einn eftirminnilegastur minjastaður, sem hægt er að koma á. Á hraunhæð norðan við Grenigjárrétt er Grenigjárvarðan (Tobbuvarðan). Vel gróið er umhverfis hæðina.
Tobbuvarðan eystri er á kletti við Fornaselsgötuna, sem fyrr sagði. Þaðan er skammt í Seljahraunin, en austur frá klettunum eru Ennin Hleðsla í Rauðamelssklettsréttinni efriáðurnefnd. Landamerkjalínan liggur úr Tobbuvörðu norður í Stekkatúnshæð vestari, þaðan í Tóhól eða Tó  rétt vestan við Sölvhól og þaðan í Pétursbyrgi. En stígurinn liggur frá Seljahrauni vestan Jóhannshóls og milli Stekkatúnshæðar vestari og eystri. Á Stekkatúnshæð eystri var Hádegisvarða (Miðdegisvarðan áðurnefnda), stóð hátt og var mikil um sig. Hæðin var því allt að einu nefnd Hádegishæð (Miðdegishæð, eftir því hvort horft var frá Þorbjarnarstöðum eða Gerði)). Varða þessi var reyndar ekki eyktamark frá Þorbjarnarstöðum, heldur sennilega Gerði og hefur því haft nafnið Miðdegisvarða. Norðan undir hæðinni var Stekkurinn eða Stekkatúnið með Stekksgerðinu. Þarna var líka Stekksgatan eða Þorbjarnarstaðagatan, sem var frumkvöðull Fornaselsstígsins (-götunnar). Og þá var komið aftur að upphafsstað, öllu fróðari og með a.m.k. 25 staði að baki, sem höfðu að geyma einhverjar mannvistarleifar.
Til gamans má geta hremminga eins þátttakandans í ferðinni. Hann hafði haft GPS-hnitsetningartæki Loftmynd af svæðinumeð sér í vinstri flísjakkavasanum. Teknir höfðu verið punktar í Neðri-Rauðamelsklettaréttinni og eigandinn þá stungið tækinu í vasann. Staldrað var á ýmsum stöðum, sem að framan er lýst. Þegar komið var til baka neðan úr Efri-hellrum og gengið framhjá Álfaborginni ofanverðri virtist hann fá vitrun; hann staðnæmdist, þreifaði á flísjakkavasanum – og komst sér til skelfingar að rándýrt GPS-staðsetningartækið var horfið. Þá var ekki um annað að ræða en að þræða fyrrum leiðina upp eftir um Vorréttina og í Efri-hellra. Á þeirri leið var ekkert tæki að sjá. Leiðin til baka var þrædd að sama skapi. Ekkert var að sjá, enda erfitt um vik, því yfirborðið var algerlega samlitt tækinu. Þó fannst lóu- og hrossagaukshreiður við leitina, en þau voru látin afskiptalaus. Þegar komið var á móts við Álfaborgina var ákveðið að skoða betur aðkomusvæðið að henni í fyrstu ferðinni. Þar hafði verið staldrað við um stund og minning Þorbjarnarstaðafólksins rifjuð upp. Viti menn – þar á nákvæmlega sama stað Deiliskipulagstillagan af svæðinuog staldrað hafði verið við lá tækið. Og ekki bara það. Hlutaðeigandi hafði jafnan fyrir sið að slökkva á því eftir notkun, en nú var kveikt á tækinu. Gætu álfarnir hafa verið að skoða hvað mennirnir aðhöfðust?
Í nefndri “Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags aksturs- og skotæfingasvæðis í Kappelluhrauni” má m.a. sjá að Rauðamelsréttargjá er í u.þ.b. 320 m fjarlægð frá réttri staðsetningu, nafnavíxl hafa orðið á stöðum og ekki er getið um allnokkra minjastaði, sem að framan er lýst.
Þegar svæðið er metið sem heild verður áherslan sett á þrennt; heilstæðar minjar mannvistaleifa. sögulegt samhengi og sérstaka náttúru í nálægð við byggð. Auk þess sem um er að ræða eitt verðmætasta búsetulandslag í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, verðmætara en Árbæjarsafn, hefur svæðið að geyma dæmigerð þróunarform náttúrunnar á svæðinu, þ.e. muninn á gróðurfari nútímahrauna og eldri hrauna eftir nýjasta ísaldarkeið. Fornleifafræðingar skrá jafnan sýnilegar minjar eða ummerki hugsanlegra minja, en líta framhjá náttúruminjunum, sem eru langt í frá ómerkilegri. Í náttúruminjunum geta falist átrúnaður á álfa og huldufólk, þjóðsagnakenndir staðir o.fl., sem sprottið hafa úr hugarfylgsnum nábúana og aðkomufólk hefur síðan sett á blöð öðrum til fróðleiks og áhrínis. Hvorutveggja heita í dag “þjóðsögur”.
Þegar slíkt svæði sem þetta er gaumgæft af nemanda í fornleifafræði, einstaklinga með áratuga þjálfun í að “lesa” landið með aðstoð kunnugra, verður ekki hjá því komist að hugsa til þess hvernig kennslu í faginu er háttað við Háskóla Íslands. Nemar í fornleifaskráningu fara á vettvang, þeim er bent á minjar, þær eru mældar, uppdráttur gerður og lýsing færð í skrá eftir Grenigjár - minjar. FERLIR gefur gert fjölmarga uppdrætti af minjasvæðum á Reykjanesskaganumforskrift. Hvergi í náminu eru nemendur þjálfaðir í að leita að minjum – enda tekur slík þjálfun mörg ár. Samt er þeim hinum sömu treyst fyrir gerð fornleifaskráninga á einstökum svæðum er taka á mark á. Reynsla FERLIRs er sú að jafnvel hinir “lærðustu” fornleifafræðingar eiga það til að sjást yfir fornleifar, og það jafnvel margar, á einstökum svæðum. Ágætt dæmi um það er brunnur bæjarins Arnarfells þegar úttekt Fornleifarverndar ríkisins var gerð á því svæði vegna fyrirhugaðrar kvikmyndartöku “Flags of ours fathers”, sem reyndar varð að litlu sem engu. Annað dæmi er fornleifaskráning á Miðnesheiði þar sem Gamli Kirkjuvogur var færður yfir í Djúpavog við Ósabotna. Í þeirri skráningu var Stafnessel sagt hafa eyðst, en minjar þess má samt sem áður sjá þar efra.
Alls þessa er að niðurlaginu lýtur er aðallega getið hér í tvennum tilgangi; í fyrsta lagi þarf að fara vel og vandlega yfir svæði þegar verið er að fornleifaskrá minjar á þeim og auk þess þarf að meta minjarnar í heild með hliðsjón af þarflegri varðveilsu til lengri tíma litið. Eyddar minjar af skammsýni koma verðandi kynslóðum að litlu gagni!
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

StraumsselsstígurP.S.
Þegar FERLIR leitaði á sínum eftir eintaki af nefndri fornleifaskráningu frá Fornleifavernd ríkisins með formlegri fyrirspurn í tölvupósti fengust alls engin viðbrögð – og það þrátt fyrir að kynnt hafði sérstaklega á vefsíðu stofnunarinnar að slík skýrsla væri til.
Leitað var eftir afriti af skýrslunni frá Byggðasafni Hafnarfjarðar. Forsvarsmaður hennar brást við eftir nokkurra vikna bið og kom hann afriti til greinarhöfundar. Þá kom í ljós að ekki hafði verið vandað nægilega vel til verka m.v. gefnar forsendur. Sú 16 bls. “Fornleifaskráning, sem boðið er upp á vegna deiliskipulags aksturs- og skotæfingasvæðis í Kappelluhrauni”, verður sagna sagt að teljast léttvæg í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga sem og borðliggjandi vettvangsheimilda.

Heimildir m.a.:
-Örnefnaskrár fyrir Þorbjarnastaði og Straum.
-Þorkell Árnason, bóndi á Þorbjarnarstöðum, og Ingveldur Jónsdóttir, dóttir Jóns Guðmundssonar, bónda og heppsstjóra, á Setbergi.

Gerðisstígur

Gerðisstígur.

 

Selhraun

Í Náttúrufræðingnum 1965 má lesa um “Forn eldvörp í Selhrauni” eftir Jón Jónsson, jarðfræðing.

Jón Jónsson

Jón Jónsson, jarðfræðingur.

“Ekki alllangt sunnan við Straum í Garðahreppi og skammt vestan við Kapelluhraun eru forn eldvörp. Þar hefur Vegagerð ríkisins tekið rauðamöl til ofaníburðar í vegi, og það er mest þeirri starfsemi að þakka, að hægt er nú að fullyrða að hér er um eldvörp að ræða.
Ekki er mér kunnugt um, hvernig þarna leit út áður en byrjað var að taka þar efni, en svo lítið ber á þeim hluta gíganna, sem enn er eftir óhreyfður, að líklegt má teljast, að þeim hefði alls ekki verið veitt eftirtekt, hefði þarna ekki verið grafið með stórvirkum tækjum. Nú er þarna umrót mikið og ýmislegt fróðlegt að sjá.
Gígir þeir, sem hér er um að ræða, eru á línu með stefnu NA—SV, eins og gígaraðir á Reykjanesi yfirleitt eru.
Yngri hraun hylja nú þetta svæði nær alveg, og hafa þau fært hina fornu gígaröð að mestu í kaf. Þau hraun eru komin sunnan að af svæðinu milli Sveifluháls og Vesturháls. Af því að yngri hraun hafa runnið yfir umhverfi gíganna, verður ekki með vissu sagt, hversu mikið hraun hefur frá þeim komið. Það er þó ljóst að eitthvað hraun hefur runnið í þessu gosi, og er það auðþekkt frá hraununum í kring. Það er peltspat-ólivín-porfyritiskt basalthraun með ólivínkristöllum, sem eru 1,5—2 mm í þvermál, og með einstaka allt að 3 cm stórum og allmiklu af 0,5—1 mm stórum feltspatkristöllum. Bæði stærri og minni feltspatkristallarnir virðast vera eins eða a. m. k. mjög líkir að samsetningu. Ljósbrot þeirra reyndist vera nWl 1.574, en samkvæmt Tröger (1959) er það An 70, en það eru mörkin milli labradorit og bytonit. Taldar voru steintegundir í tveim þunnsneiðum, samtals 2970 punktar. Útfrá því reyndist samansetning hraunsinsvera:
Plagioklas 45,4 %
Pyroxen 36,5 %
Ólivín 7,3 %
Ógegnsætt (opaque) 10,8 %

Selhraun
Hið síðastnefnda er að nokkru svart, ógegnsætt gler, en að mestu málmur, seguljárn og títanjárn.
Mikill fjöldi hnyðlinga er í þessu hrauni og sumir þeirra nokkuð stórir, eða um 5—7 cm í þvermál. Þeir virðast líkir þeim, sem áður hefur verið getið í þessu riti (Jónsson 1963). Slíkir hnyðlingar hafa nú fundizt víða um land, m. a. í Skaftáreldahrauni frá 1783, Fonti á Tungnáröræfum (heimild Elsa Vilmundardóttir), í Þórsmörk, við Grindavík og nú alveg nýlega fann Jens Tómasson, jarðfræðingur, hnyðlinga í Surtsey.
SelhraunÍ gígnum í Selhrauni fannst ennfremur stór feltspatkristall, sem reyndist vera ólígóklas (An 30). Hann var mjög illa farinn, sennilega mest vegna hita, og liggja jafnvel hárfínar basaltæðar í gegnum hann. Oligóklas á ekki heima í basalthrauni eins og þessu og verður því að telja líklegast, að um sé að ræða kristall, sem brotnað hefur úr eldra bergi nokkuð ólíku þessu að samsetningu og borizt með hrauninu á leið þess upp á yfirborð. Þess má geta að Jens Tómasson fann líka einn ólígóklaskristall í Surtsey.

Hraunið, sem runnið hefur umhverfis gígina og að nokkru leyti yfir þá, hefur ekki runnið fyrr en nokkru eftir, kannske löngu eftir að þeir gusu, því sums staðar má sjá að gjallið í þeim liefur verið farið að veðrast dálítið. Telja má víst, að þeir hafi verið orðnir mosagrónir, og á einstaka stað vottar fyrir jarðvegsmyndun. Víða í hólunum má greinilega sjá að hraunið hefur orðið fyrir snöggri kælingu, t.d. finnur maður á nokkrum stöðum þunnar basaltæðar í gjallinu og eru þær með svartri glerhúð. Einnig vottar fyrir hólstramyndun á stöku stað. Þetta vekur grun um, að hér hafi gosið í vatni, og við nánari athugun kemur í ljós að svo hefur verið.

Selhraun

Bergstandur í Selhrauni,

Á a. m. k. tveim stöðum í stálinu má sjá að hraunið hefur brotist upp í gegnum leirlög, sem nú eru sem vænta má mjög umturnuð og brennd hið næsta hrauninu, er brotizt hefur í gegnum þau. Aragrúi af skeljum hefur verið í leirnum og tekur það af allan efa um að hér hefur gosið í sjó. Sjálfar eru skeljarnar farnar veg allrar veraldar, en mótin eftir þær eru afar greinileg. Það er augljóst, að um allmargar mismunandi tegundir hefur verið að ræða, en mjög erfitt er nú að greina þær með vissu, því allt er þarna í einum hrærigraut og svo laust í sér að það fellur sundur ef við er komið. Örugglega má þó þarna greina leifar af hrúðurkörlum (Balanus). Smyrslingur (Mya truncata) er þarna líka og líklega rataskel (Saxicava arctica), og nokkrar fleiri tegundir. Diatomeur (kísilþörunga) má og finna í leirnum, en sama máli gegnir um þá, að skeljarnar eru mjög illa farnar og örðugt að ákvarða þær með vissu. Aðeins sárafáar heilar skeljar hefur tekizt að finna. Langmest ber á brotum úr Coscinodiscus og nokkrum öðrum sjávartegundum. Örugglega má ákvarða Biddulphia aurita og Navicula peregrina, en báðar lifa í söltu vatni. Af ferskvatnstegundum reyndist mögulegt að ákvarða Eunotia sp., Pinnularia sp. og Tabellaria feneslrata.
Það virðist því líklegt, að þarna hafi gosið í sjó, en líklega hefur það verið nálaegt strönd og hafa ferskvatnstegundirnar borizt út í sjó með lækjum.
Skammt vestan við Straum er Rauðimelur, en þar hefur rauðamöl verið tekin í mörg ár, og er nú búið að grafa þar niður fyrir grunnvatnsborð. Vafalaust er Rauðimelur leifar af eldvarpi, sem líka hefur myndazt í sjó á sama hátt og e.t.v. á svipuðum tíma og eldvörpin í Selhrauni.”

Heimildir:
-Náttúrufræðingurinn, 1. tbl. 01.05.1965, Forn eldvörp í Selhrauni, Jón Jónsson, bls. 1-4.

Selhraun

Selhraun – berggangur.

Hvaleyrarsel

Í “Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði 1998” er m.a. sagt frá “Hvaleyrarseli”:

Hvaleyrarsel

Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1998.

Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1998.

1703: “Selstöðu á jörðin þar sem heitir Hvaleyrarsel, þar eru hagar sæmilegir og vatnsból gott.” “Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru mikla rústir eftir Hvaleyrarsel.” “Héðan liggur svo línan suður á Seljahraun. Þar er Seljahraunsskjól skammt vestan Hvaleyrarvatns, en inn með því er lágur hóll, þar sem Hvaleyrarsel stóð, og má þar enn sjá móta fyrir byggingum. Línan liggur um Selhöfða, rétt hjá Borginni, fjárborg, sem er hæst á höfðanum.” “Rústirnar eru vestan í klöppum í jarðsygi í austurjaðri Selhraunsins, hraunið er mjög gróið, aðallega mosa og lyngi.”

Hvaleyrarsel?

Meint Hvaleyrarsel.

Rústunum má skifta í tvö hólf. Sunnanmegin er hlaðinn veggur úr grjóti og e.t.v. torfi, en veggurinn er mjög gróinn. Veggur þessi liggur samsíða hraunhellu sem hefur risið nokkuð upp fyrir jarðsigið og slútir undir sig. Veggurinn nær að löngum hellisskúta í suðri.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Skútinn er fullur af grjóti nú en hugsanlega hefur hann verið nýttur sem hluti af mannvirkinu. Veggur þessi er 11.2 m langur og 1.5-2m breiður. Rýmis milli hans og hraunhellu er 2-4 m á breidd, allt eftir hvort mælt er frá efri brún hellunnar eða þeirri neðri. Rými undir hellunni er mjög lágt eða um 0.3-0.5m á hæð og hefur því væntanlega ekki geta nýst mikið nema til geynslu. Vel getur verið að reft hafi verið yfir en engin merki er að finna um það. Inngangur er á vesturveggnum. Syðst, milli þess mannvirkis og veggja tóftarinnar, sem er þarna sunnan við. Hæsta hæð veggjar er 1.1-1.2 m. Syðsta tóftin er einnig hlaðin utan í klöpp og eru 3 veggir hennar hlaðnir úr grjóti sem nú er mjög gróið. Inngangur hefur líklega verið á norðurvegg við vesturhornið og hefur því verið innangengt úr nyrðri tóftinni. Innanmál tóftarinnar eru; um 3.5 m frá A-V og 2.4m frá N-S. Veggjaþykktir eru 1.3-1.5m þar sem ekki er hrun. Vestur og norðurveggur er nokkuð hrundir en suðurveggur stendur þokkalega. Suðurveggurinn er 1.3m á hæð þar sem hann er hæstur. Vestur frá SV-horni syðri tóftarinnar liggur einföld steinröð þvert yfir jarðsigið. Þetta munu vera leifar garðs sem hjálpað hefur við aðrekstur fjársins.”

Hvaleyrarsel

Fjárborg á Selhöfða.

Framangreind umfjöllun er miklum annmörkum háð. Ef vel er skoðað hefur þarna aldrei verið selstaða, einungis hluti selstöðu, þ.e. stekkur. Þessar minjar munu hafa tilheyrt eldri selstöðu Hvaleyrar vestan við Hvaleyrarvatn, skammt frá Seljahraunsskjóli (gróið jarðfall), en heimildir um selstöðuna þar fyrrum virðast ekki hafa varðveist. Þó má þar sjá minjar hennar enn í dag, ef vel er skoðað, s.s. vanhirtar vegghleðslur með skógræktanlegu ívafi og tilheyrandi eyðileggingu. Annars er umrædd “Svæðisskráning” lesendum einstaklega ruglingsleg; hlaupið er úr einu í annað án nokkurs samhengis. Meira um það síðar…

Hvaleyrarsel

Stekkjartóft í Seldal.

Áþreifanlegustu minjar Hvaleyrarsels við Hvaleyrarvatn, áður en það fluttist upp í Kaldárssel, eru á tanga norðan undir Selhöfða. Þar má enn sjá móta fyrir baðstofu, búri, eldhúsi og stekk. Tilvist selsins er m.a. staðfest með frásögninni, sem hér má lesa HÉR, HÉR og HÉR.

Rétt 

Hvaleyrarsel

Réttin (nátthagi) undir Stórhöfða.

“Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðan er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði. Hraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni austan og vestur á brún, þar sem landið lækkar, heitir Selhraun. Niðri í því er réttarhleðsla.”

Sjá meira um Hvaleyrarsel HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 99-100.
-JÁM III, 168; Ö-Hvaleyri A, 2; Ö-Hvaleyri B,5; Þjóðminjaskráning í Hafnarfirði 154.

Hvaleyrarsel

Réttin (nátthagi) undir Stórhöfða.