Tag Archive for: Sundhnúkur

Grindavík

Eldgos hófst af miklum krafti á sprungurein við Sundhnúk að austanverðu Stóra-Skógfelli ofan Grindavíkur um klukkan 23.14 þann 20. nóv. 2024. Starfsmenn HS Orku urðu fyrst varir við merki í borholum um yfirvofandi eldgos rétt áður en það hófst. Starfsmenn voru á svæðinu og fluttu þeir sig strax upp á Reykjanes.

Grindavík

Grindavík – eldgos 20. nóv. 2024.

Fyrstu fréttir af hraunrennsli benda til þess að hraunstraumur renni í vestur og liggi sunnanvert í Stóra-Skógfelli, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Enginn hraunstraumur sést í átt að Grindavík, heldur hefur hann leitað lengra til vesturs en áður hefur verið – að bílastæði Bláa lónsins. Þar mætir hraunstraumurinn annars vegar hárri hraunbrún Illahrauns að sunnanverðu og Arnarseturshraunsbrúninni að austan. Eini möguleikinn er að meint hrauntunga teygi sig í átt að Lat, syðsta gíg hinna eldri Eldvarpahrauna.

Grindavík

Grindavík – eldgos 20. nóv. 2024.

Gosmökkurinn var mikill í upphafi goss. Sást hann greinilega í kvöld- og næturskímunni. Sprunga opnaðist á annars miðri gosrásinni á um 2.5-3.0 km kafla milli Sundhnúks og austur fyrir sunnanvert Stóra-Skógfell. Umfangs hraunsins gæti orðið um 6 ferkílómetrar. Væntanlega mun draga úr gosinu fljótlega. Fyrsta sólahrringinn kom upp tæplega helmingur þeirrar kviku sem hafði áður safnast upp undir svæðinu.

Þetta er tíunda hrinan í röð eldgosa á sama sveimi síðan 2021. Þrjú hinna fyrstu áttu uppruna sinn í Fagradalsfjalli skammt norðaustar – hæfilega fjarri byggð. Líklega er um eitt og sama gosið að ræða – með hléum?

Grindavík

Grindavík – eldgos 20. nóv. 2024.

Fyrsta eldgosalotan ofan Grindavíkur var 18. desember 2023, önnur 14. janúar 2024, þriðja 8. febrúar 2024, fjórða 16. mars 2024, fimmta 29. maí, sjötta 22. ágúst og þetta nýjasta 20. nóv., sem fyrr sagði. Fyrstu goshrinurnar þrjár voru skammvinnar, vöruðu einungis í rúman sólarhring, sú fjórða varði í u.þ.b. tvo mánuði – lauk þann 9. maí sama ár, eftir 54 daga dugnað og sú fimmta tuttugu dögum síðar, eða þann 29. maí. Stærsta goshrinan að magni til varð hins vegar 22. ágúst.

Grindavík

Grindavík – eldgos 20. nóv. 2024.

Líklegt er að þessi hrina verði litlu langlífari, í tíma talið, og þau fyrri. Eitt er þó víst – von er á nýju landslagi ofan Grindavíkur með nýjum ófyrirséðum framtíðarmöguleikum.

Gosið er nokkurn veginn á sömu slóðum og fyrri gos á þekktri sprungurein er liggur áleiðis að Kálffelli. Það ætti að þykja heppileg staðsetning m.t.t. byggðarinnar í Grindavík og að merkilegri megininnviðum standi tiltölulega lítil ógn af gosinu, utan hættu á niðurgrafinni vatnsæð Njarðvíkurlínu, háspennulínum og bílastæðum Bláa lónsins, sem eru utan varnargarða.

Grindavík

Grindavík – eldgos 20. nóv. 2024.

Eldgosið að þessu sinni, líkt og hin fyrri, undirstrikar hversu litla þekkingu jarðfræðingar og jarðeðlisfræðingar virðast hafa á náttúrufyrirbærum sem þessum. T. d. virðast Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði við Háskóla Íslands, og Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur og prófessor í jarðeðlisfræði í Háskóla Íslands, jafn forgengilegir og áður þegar á hólminn er komið.
Náttúruöflin eru ólíkindatól. Þótt þetta eldgos, líkt og hin fyrri, hafi virst óálitlegt tilsýndar, við fyrsti sýn, getur það boðið upp á nýja og óvænta möguleika. Spurningin er bara, fyrir okkur hin, að reyna að hugsa til lengri framtíðar og nýta það sem í boði verður…

Sjá MYNDIR úr eldgosunum sex við Sundhnúk sem og hrinunum í Geldingadölum og Meradölum.

Grindavík

Grindavík – eldgs 20. nóv. 2024.

Sundhnúkur

Eldgos hófst af miklum krafti við Sundhnúk ofan Grindavíkur klukkan 12:46 í dag, 29. maí 2024.

Sundhnúkur

Sundhnúkur, eldgos 29. maí 2024.

Gosmökkurinn var mikill í upphafi goss og náði upp í um 3,5 km hæð. Gosið er greinilega stærst gosanna í þessari hrinu. Umfangs hraunsins gæti orðið um 5-5,5 ferkílómetrar. Væntanlega mun draga úr gosinu fljótlega. Nú þegar er kominn upp meira en helmingur þeirrar kviku sem hafði safnast á svæðinu.

Þetta er áttunda hrinan í röð eldgosa á sama sveimi síðan 2021. Þrjú hinna áttu uppruna sinn í Fagradalsfjalli skammt norðaustar – hæfilega fjarri byggð. Eða eru þetta bara eitt og sama gosið – með hléum?

Sundhnúkur

Sundhnúkur – eldgos 29. maí 2024.

Fyrsta eldgosalotan ofan Grindavíkur var 18. desember 2023, önnur 14. janúar 2024, þriðja 8. febrúar 2024 og það fjórða 16. mars 2024. Fyrstu goshrinurnar þrjár voru skammvinnar, vöruðu einungis í rúman sólarhring og sú fjórða varði í u.þ.b. tvo mánuði – lauk þann 9. maí sama ár, eftir 54 daga dugnað.

Líklegt er að þessi hrina verði svolítið langlífari í tíma talið, þótt skammvinn verði, að mati sérfræðinga. Eitt er þó víst – við getum átt von á nýju landslagi ofan Grindavíkur með nýjum ófyrirséðum  framtíðarmöguleikum.

Sundhnúkur

Sundhnúkur – eldgos 29. maí 2024.

Gosið er nokkrun veginn á sömu slóðum og fyrri gos á þekktri sprungureininni. Það ætti að þykja heppileg staðsetning m.t.t. byggðarinnar í Grindavík og að merkilegri megininnviðum standi tiltölulega lítil ógn af gosinu. Fyrstu klukkustundirnar munu þó skera úr um það. Hraunið er óvenju þunnfljótandi og rennur því hratt undan hallandi landinu í átt að mikilvægum innviðum, s.s. ratsjárstöð sjóhers Bandaríkjanna.  Eyði hraunflæðið stöðinni hefur farið fé betra. Hún er byggð í áður eyddum Eldvörpum er nýst geta til uppbyggingar bæjarins til lengri framtíðar litið.

Náttúruöflin eru ólíkindatól. Þótt þetta eldgos, líkt og hin fyrri, hafi virst óálitlegt tilsýndar, við fyrsti sýn, getur það boðið upp á nýja og óvænta möguleika. Spurningin er bara, fyrir okkur hin, að reyna að hugsa til lengri framtíðar og nýta það sem í boði verður…

Sjá myndir úr eldgosunum fimm við Sundhnúk.

Sundhnúkur

Sundhúkur – eldgos…

Grindavík

Fjórða eldgosið ofan Grindavíkur, á milli Sundhnúkagígaraðarinnar og Stóra-Skógfells, hófst kl. 20:23 þann 16. mars 2024. Þetta er sjöunda hrinan í röð eldgosa á þessum sveimi síðan 2021.

Grindavík

Grindavík – eldgos 16. mars. 2024.

Fyrsta eldgosalotan ofan Grindavíkur var 18. desember 2023, önnur 14. janúar 2024 og þriðja 8. febrúar 2024. Fyrri goshrinurnar voru skammvinnar, vöruðu einungis í rúman sólarhring, en líklegt er að þessi verði svolítið langlífari í tíma, þótt einnig skammvinn verði, að mati sérfræðinga. Eitt er þó víst – við getum átt von á nýju landslagi ofan Grindavíkur með nýjum möguleikum.

Sprungan að þessu sinni er 3-4 km löng. Hraun rennur mestmegnis til suðvesturs á þessu stigi, en einnig til suðausturs í átt að Hrauni og Sloka. Bjarminn sést víða í kvöldhúminu á Suðvesturhorninu.

Grindavík

Grindavík – eldgos 16. mars. 2024.

Fyrirvari að aðdraganda gossins að þessu sinni var u.þ.b. ein mínúta.
Um er að ræða stórkostlegt sjónarspil náttúruaflanna þar sem þau sýna ofurmátt sinn gagnvart okkur mannfólkinu.

Gosið er nokkrun veginn á sömu slóðum og gosið sem varð 18. desember. Það ætti að þykja heppileg staðsetning m.t.t. byggðarinnar í Grindavík og að megininnviðum standi tiltölulega lítil ógn af gosinu. Fyrstu klukkustundirnar munu þó skera úr um það. Hraunið er óvenjuþunnfljótandi og rennur því hratt undan hallandi landinu s.s. fyrr er lýst.

Goshrinunni að þessu sinni lauk þann 9. maí sama ár – eftir 54 daga dugnað…

Sjá myndir úr eldgosunum fjórum við Sundhnúk.

Grindavík

Grindavík – eldgos 16. mars 2024.

Eldgos

Eldgos hófst á Reykjanesskaga klukkan rúmlega sex þann 8. febrúar. Um er að ræða þriðju goshrinu á sömu sprungurein ofan Grindavíkur. Sú fyrsta var 18. desember 2023 og önnur 14. janúar 2024. Bæði fyrrnefndu goshrinurnar voru skammvinnar, vöruðu í rúman sólarhring.

Grindavík

Eldgos og örnefni ofan Grindavíkur.

Sprungan að þessu sinni er innan við 3 km löng, liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells. Hraun rennur mestmegnis til vesturs á þessu stigi, undan halla. Bjarminn sést víða í mogunsárinu á Suðvesturhorninu.
Vel hafði bætt í skjálftavirkni á svæðinu um hálftíma áður og sendi Veðurstofan þá viðvörun um auknar líkur á eldgosi. Ekki leið á löngu þar til glóandi kvika fór að sjást á yfirborði.
Um er að ræða stórkostlegt sjónarspil náttúruaflanna þar sem þau sýna ofurmátt sinn gagnvart okkur – gestum þeirra.

Sundhnúkar

Hraunrennslið fyrstu klukkundirnar.

Gosið er á sömu slóðum og gosið sem varð 18. desember. Það ætti að þykja heppileg staðsetning og að megininnviðum standi lítil ógn af gosinu. Fyrstu klukkustundirnar munu þó skera úr um það.
Goshrinurnar eru taldar gefa góðar upplýsingar um myndun sprungureinahraunanna á Skaganum fyrrum.
Skv. áreiðanlegustu sérfæðingum er talið að þetta gos verði álíka skammvinnt og forverar þess, en þó ekki alveg án afleiðinga.

Sjá myndir úr eldgosunum þremur við Sundhnúk.

Grindavík

Eldgos 8. febrúar 2024.

Grindavík

Klukkan þrjú í nótt, 14. janúar 2024, hófst áköf smáskjálftavirkni á sama svæði og gos hófst 18. desember síðastliðinn austan við Sundhnúk. Einkenni jarðskjálftavirkninnar voru á þá leið að talið var fullvíst að kvikuhlaup væri hafið. Grindavíkursvæðið var rýmt.

Grindavík

Grindavík – eldgos 14. jan. 2024.

Klukkan sex um morguninn hafi virst sem framrás gangsins hafi stöðvast. Eftir það virtist jarðskjálftavirkni hafa náð jafnvægi og gos hófst rétt fyrir klukkan átta austan við Hagafell á ca. 900 m langri sprungu, skammt sunnan við eldri gossprunguna. Um hádegisbilið opnaðist svo ný 100 m sprunga skammt suðvestar, u.þ.b. 200 metrum ofan við efstu húsin við götuna Efra Hóp í í Hópshverfinu. Hraun tók fljótlega að renna áleiðis að hverfinu og eyrði engu, sem á vegi þess varð.

Grindavík

Grindavík – eldgos 14. jan. 2024.

Hraunið úr Sundhnúk og gígaröðinni norðan hans er talið vera yngra en 3000 ára og eldra en 2000 ára. Þá myndaðist Sundhnúkahraun. Eldra hraunið, sem myndaði Dalahraun, kom upp í gígaröðnni skammt austar, er talið vera yngra en 8000 ára og eldra en 3000 ára.

Fornleifar hafa farið undir nýja hraunið þar sem Skógfellavegur lá um gossvæðin millum Grindavíkur og Voga. Fornar götur hafa ekki hingað til verið í fyrirrúmi við skráningu fornleifa þrátt fyrir ákvæði þess efnis í fyrrum Þjóðminjalögum og núverandi Minjalögum.

Grindavík

Grindavík – eldgos 14. jan. 2024. Neðri gossprungan.

Lengri sprungan er að mestu leyti norðan þeirra varnagarða sem lokið hafði verið við að mestu. Þeir beindu megin hraunstraumnum til vesturs og náði hrauntungan fljótlega vel yfir Grindavíkurveg og þaðan áfram meðfram görðunum til suðvesturs.

Telja verður líklegt að gosið verði skammvinnt nú, líkt og hið fyrra. Grindavík er nú rafmagns-, hitavatns- og heitavatnslaus. Ljóst er að mikil uppbyggingarvinna er framundan, bæði meðal íbúanna og stjórnenda sveitarfélagsins með nauðsynlegum stuðningi ríkisvaldsins sem og alls almennings í landinu.

Grindavík

Grindavík – eldgos 14. jan. 2024.

Á vefsíðunni www.ferlir.is má sjá lýsingar, fróðleik, frásagnir, myndir og uppdrætti af öllum fornum þjóðleiðum á Reykjanesskagnum. Þú þarft einungis að skrifa örnefnið í leitina efst á vefsíðunni…

Sjá má myndir af goshrinunum ofan Grindavíkur HÉR. Einnig má sjá myndir frá eldgosum við Litla-Hrút, í Geldingadölum og í Meradal.

Grindavík

Grindavík – eldgos 14. jan. 2024. Efri gossprungan.

Eldgos við Sundhnúk ofan Grindavíkur 18. des. 2023.

Eldgos hófst við Sundhnúk í Sundhnúkaröðinni ofan Grindavíkur klukkan 22:17 þann 18. desember 2023.

Eldgos

Sundhnúkur – eldgos.

Undanfari gossins var stutt skjálftahrina við Sundhnjúkagíga sem hófst skyndilega um kvöldið, klukkan 21:00. Almannavarnir lýstu þegar yfir neyðarástandi. Grindavíkursvæðið hafði verið rýmt.
Á öðrum tímanum var áætluð lengd sprungunnar um 4 km. Hún liggur nokkurn veginn á gamalli sprungu eldra hrauns skammt austan Sundhnúkagígaraðarinnar. Suðurendi hennar var í u.þ.b. 3 km ofan Grindavíkur.

Sundhnúkur

Sundhnúkagígaröðin að Stóra-Skógfelli.

Hraunið úr Sundhnúk og gígaröðinni norðan hans er talið vera yngra en 3000 ára og eldra en 2000 ára. Þá myndaðist Sundhnúkahraun. Eldra hraunið, sem myndaði Dalahraun, kom upp í gígaröðnni skammt austar, og nú gýs á, er talið vera yngra en 8000 ára og eldra en 3000 ára.
Ljóst er að draga muni hratt úr virkni á svo langri sprungu sem raunin er og virknin færast að mestu um miðbik hennar millum Sýlingafells og Stóra-Skógfells. Líklegt er að gosið verði lítið og skammvinnt.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Fornleifar hafa farið undir nýja hraunið þar sem Skógfella- og Sandakravegur lágu um svæðið millum Grindavíkur og Voga annars vegar og Ísólfsskála hins vegar, sjá m.a. HÉR. Fornar götur hafa ekki hingað til verið í fyrirrúmi við skráningu fornleifa þrátt fyrir ákvæði þess efnis í fyrrum Þjóðminjalögum og núverandi Minjalögum.

Reukjanesskaginn

Reykjaneskagi – vörðukort.

Á vefsíðunni www.ferlir.is má sjá lýsingar, fróðleik, frásagnir, myndir og uppdrætti af öllum fornum þjóðleiðum á Reykjanesskagnum. Þú þarft einungis að skrifa áhugaefnið í leitina efst á vefsíðunni…

Sjá auk þess myndir af fyrsta degi eldgossins HÉR. Einnig má sjá myndir frá eldgosum við Litla-Hrút, í Geldingadölum og í Meradal.

Eldgos

Sundhnúkur – eldgos.

Sundhnúkar

Jón Jónsson jarðfræðingur tók upp heitin „Sundhnúkagígar“ og „Sundhnúkahraun“ í grein í Náttúrufræðingnum árið 1974 og dró þau af gömlu örnefni, Sundhnúk, sem er hæsti gígurinn í Sundhnúkagígaröðinni. Strangt til tekið ætti því að tala um Sundhnúksgíga og Sundhnúkshraun. Hnúkurinn er gamalt leiðarmerki af sjó og dregur nafn sitt af því hlutverki. Merkir „sund“ þá tiltekna leið sem var fær fyrir báta, oft þröng siglingaleið milli skerja eða boða.

Hóp

Hóp – uppdráttur ÓSÁ.

Það er ljóst af lýsingum að það hefur verið vandasamt að ná landi heilu og höldnu í Grindavík en Sundhnúkur hefur verið eitt af mörgum mikilvægum leiðarmerkjum fyrir innsiglingu í svonefnt Járngerðarstaðasund. Þeir sem sóttu sjóinn þurftu að kunna skil á þessum merkjum, sem gátu verið hvort heldur manngerð eða náttúruleg, og geta lesið í landslagið og síbreytilegar sjónlínur milli merkja eftir því sem báturinn færðist nær landi.
Lýsing á Járngerðarstaðasundi frá 1931 þar sem Sundhnúkur kemur við sögu er svohljóðandi: „Varða ofan við húsin á Hópi á að bera í vörðu (Heiðarvörðu/Hópsheiðarvörðu), sem stendur uppi í Hópsheiði, og þær aftur í svokallaðan Sundhnúk, sem er ávalur hnúkur á bak við Hagafell. Stefnunni skal haldið á þessi merki, þangað til að Svíraklettur, sem er vestan við Hópsrifið, ber í Stamphólsvörðu, sem stendur á hraunbrúninni, að sjá á Þorbjörn. Er þá haldið á þau merki, þar til Garðhúsaskúr ber norðan til í vörina, þá er haldið á þessi merki, og inn í vör.“ Stamphólsvarðan er nú horfin vegna nýbyggðar.

Grindavík

Grindavík – neðri Hópsvarðan (innsiglingarvarða).

Varir Járngerðarstaðabænda voru vestan Hópsins, þ.e. Suðurvör, Skökk (Stokkavör), Norðurvör og Staðarvör. Hópsvörin var austan við Hópið.
„Skip Járngerðarstaðabænda reru úr [Norðurvör og Suðurvör], en fyrir innan þær var þriðja vörin og hét Staðarvör. Þaðan reru skip Skálholtsstóls á meðan enn var útræði á vegum stólsins í Grindavík. Dró vörin nafn af Skálholtsstað“, segir í Sögu Grindavíkur I.
1703: „Skip stólsins gánga hjer venjulega iii eða iiii, og hafa þeir verbúðir fyrir sig, sem stóllinn uppbyggir. En soðningu kaupa skipverjar. Hafa þessi skip stólsins verið so um lángar stundir, en alt þar til í tíð Mag. Brynjólfs var gefin til heimabóndans undirgift undir þau skip, sem fleiri voru en tvö af stólsins hendi. Og hýsti heimabóndi þá skipshöfn. En í tíð Mag. Brynjólfs var uppbygð önnur staðarins verbúð, sem síðan hefur viðhaldist, og engin undirgift verið frá stólnum lögð til bóndans…Átroðning líður jörðin mikinn af hestum þeirra manna, er róa á stólsins skipum…“JÁM III.

Hóp

Hóp – efri innsiglingarvarðan.

„Austan við Akurhúsanef er komið að gömlu lendingunum. Þar var kallaður Gamlisjór. Næst nefinu var Stokkavör, þá Suðurvör og síðan Norðurvör, sem hét öðru nafni Skökk. Næst austur af er Staðarvör“, segir í örnefnaskrá Ara Gíslasonar.
„Innan við Staðarvör tók við malarkampur, sem Staðarhúsakampur nefndist. Þar munu verbúðir Skálholtsstaðar hafa staðið á fyrri tíð. Þar fyrir innan var Svartiklettur …“ segir í Sögu Grindavíkur I.

Heiðarvarða

Heiðarvarða.

Stórgrýtt fjara neðan sjávargarðs og um 200 m austan við Suðurvör, verbúðirnar voru upp af henni. Engin ummerki um lendinguna eru nú greinileg. Skálholtsbyggingarnar voru upp af fjörunni þar sem síðar stóð löng bygging, Kreppa. Undir austurenda hennar voru tóftirnar frá Skálholti.
Þess má geta að þekking á leiðarmerkjum hefur ekki aðeins verið mikilvæg fyrir heimamenn, enda reru margir aðkomumenn frá Grindavík og þar var lengi aðalverstöð Skálholtsstaðar.

Heimild m.a.:
-Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum – https://www.facebook.com/arnastofnun/

Grindavík - kort 1751

Uppdráttur Christophs Klogs af Grindavíkurhöfn frá 1751, Staður og Húsatóftir vestast og Járngerðarstaðir og Hóp austast. Grynningar og sker sýnd með ýmsum táknum. Skjalið er varðveitt á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn.

 

Sundhnúkur

Gengið var til austurs yfir Arnarseturshraun, yfir í Skógfellshraun og upp á tindinn á austanverðu Stóra-Skógfelli. Frá því er stórbrotið útsýni yfir svo til alla gígaröð Sundhnúka.

Sundhnúkur

Hagafell, Þorbjarnarfell og Sundhnúkur.

Sjá mátti yfir í nyrstu gígana í röðinni í hrauninu milli fellsins og Fagradalsfjalls, og síðan hvern á fætur annan áleiðis til suðurs, uns komið var að sjálfum Sundhnúknum utan í austanverðu Hagafelli. Það fell er ekki síst þekkt af Gálgaklettunum, sem þar eru. Gígaröðin liggur áfram til suðvesturs norðan við Hagafellið og niður af því að vestanverðu. Um er að ræða sömu sprungureinina, en óvíst er hvort um sama gosið hafi verið að ræða og í sjálfri Sundhnúkaröðinni.

Sundhnúkar

Gjallgígur í Sundhnúkagígaröðinni.

Þoka grúfði yfir þegar komið var upp á Stóra-Skógfell (190 m.y.s). Eftir svolitla bið rann hún hjá og landið lá sem landakort fyrir neðan. Fallegur gígur er austan við fellið, en suðvestan hans er samfell gígaröð að Sundhnúknum.
Haldið var niður af Stóra-Skógfelli og gengið að nyrsta gígnum í hinni samfelldu gígaröð. Frá honum var gígaröðinni fylgt til suðurs, sum staðar eftir Skógfellastígnum, sem liggur þar austan við hana. Víða mátti sjá fallega og litskrúðuga klepra í gígbörmum með hinum ýmsustu myndunum.
Hver gígurinn tók við af öðrum – hver öðrum glæsilegri. Varla þarf að taka fram að þarna er um óraskaða gígaröð að ræða, enda nú komin á náttúruminjaskrá sem einstakt náttúruvætti.
SprungurDalahraun liggur austan Sundhnúkaraðarinnar og norðan Vatnsheiðar. Hraunið í því er allslétt og má því vel sjá hraunskilin í annars úfunu apalhrauninu.
Sprungureinakerfin á Reykjanesskaganum eru fjögur eða jafnvel fimm, eftir því hvernig þau eru metin. Óvéfengjanleg eru þó vestustu svæðin, þ.e. á sjálfu Reykjanesinu vestan Krýsuvíkur. Þar fyrir austan eru Brennisteins- og Hengilssæðin með tiheyrandi sprungureinakerfi.
Sprungureinakerfi Reykjanessins er dæmigert fyrir slík svæði. Gosið hefur á a.m.k. þremur sprungureinum með 2 til 3 km millibili. Á hverri rein hefur einnig gosið oftar en einu sinni, sbr. Stampana, en þar má sjá a.m.k. þrjár gígaraðir frá mismunandi tímum.

Sundhnúkahraun

Sundhnúkahraun – eldri gígur.

Sprunureinakerfin 3 eru Stampar vestast, þá Eldvörp og Sundhnúkarnir austast. Sandfellshæðin og Þráinsskjöldur eru dyngjur á þessum reinum. Jón Jónsson, jarðfræðingur (1978) telur að öll þessi kerfi hafi verið virk á sögulegum tíma. Samkvæmt upplýsingum ISOR (Íslenskar orkurannsóknir) eru Stampa- og Eldvarpahraunin um 2000 ára gömul og svo mun einnig vera um Sundhnúkaröðina.
Gengið var eftir Reykjaveginum, sem kemur þarna yfir Dalahraunið frá Drykkjarsteinsdal, upp að hinum hrikalegu Gálgaklettum í Hagafelli. Spurst var fyrir um aftökustaðinn sjálfan. Freystandi var að kveða á um einn tiltekinn stað umfram annan, en raunin er hins vegar sú að staðurinn var aldrei notaður sem aftökustaður.

Sundhnúkar

Sundhnúkur.

Tilvísun til slíks er einungis til í einni þjóðsögu af þjófum er héldu til í Þjófagjá í Þorbjarnarfelli. Í henni segir m.a. að sé sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu.

Sundhnúkur

Í Sundhnúkagígaröðinni. Stóra-Skógfell fjær.

Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu.
Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar.

Hagafell

Hagafell.

Klettarnir eru bæði tilkomumikill og áhrifaríkur staður, svo áhrifaríkur að sagan gæti alveg eins átt við rök að styðjast. Í klettunum sjálfum má sjá einstakar bólstrabergsmyndanir.

Gígaröðinni var fylgt áfram til suðvesturs. „Yfirvaldið“ frá fyrrum má enn sjá greypt í stein vestan Gálgakletta. Myndarlegur gígur er sunnan í Hagafellinu og fleiri á hraunsléttunni suðvestar, skammt fyrir ofan Grindavík. Úr gígnum hefur runnið hraun um fagurformaða hrauntröð, sem nýtur sín vel þegar staðið er upp á brúninni.
Haldið var niður hraunið og áleiðis niður í Grindavík.
Um er að ræða tilvalda gönguleið fyrir áhugafólk um umhverfislega fegurð og mikilfengleik jarðfræðinnar.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Hagafell

Gálgaklettar í Hagafelli.

Sundhnúkur

Haldið var á ný inn á hraunin suðaustan Litla-Skógfells. Ætlunin var að skoða sprunguna betur nyrst á Sundhnúkagígaröðinni, kíkja niður í hana á nokkrum stöðum og athuga hvort þar kynni eitthvað óafvitað að leynast. Um er að ræða allsérstakt jarðfræðifyrirbæri, sem vert var að rannsaka nánar.

Sundhnúkur

Sundhnúkur – gígurinn.

Sprungan er sá hluti gígaraðarinnar sem er ólík öðrum hlutum hennar. Þar eru gjall- og klepragígar ráðandi ásýnd, en þarna má sjá niður í sprunguna eins og hún „kom af skepnunni“. Líklegt má telja að gosið þarna hafi varið í skamman tíma, hjaðnað snögglega og færst niður (suður) eftir reininni. Í gosinu sjálfu hafa hlaðist upp klepraveggir á utanverðri reininni, en þegar gosið hætti, skyldi það eftir opin. Niður í þau má líta síðasta spöl hinnar glóandi, en storknandi síumbreytanlegu, kviku á leið upp á yfirborðið.
Sundhnúkahraunið, sem gaus á sprungurein er liggur frá sunnanverðu Hagafelli að Kálffelli fyrir u.þ.b. 2400 árum síðan er einstaklega áhugavert, einkum í tvennum skilningi; það er annars vegar dæmigert sprungureinagos og mjög aðgengilegt í nánd við byggð (Grindavík) og hins vegar er það, þrátt fyrir nálægðina við byggðina, óraskað. Gosreinin er bæði fjölbreytileg og einstök.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Að sunnanverðu er hún dæmigerð glepra- og gjallgígaröð, en að norðanverðu er um að ræða sprungu þar sem þunnfljótandi kvikan hefur leitað upp í skamman tíma, en ekki náð að fylla áður en jarðeldurinn stöðvaðist. Það bendir til tiltölulega stutta virkni, enda hefur kvikumagnið ekki verið mikið, aðallega þó þunnfljótandi í fyrstu, en þegar á leið hefur kvikan orðið þykkari og myndað apalhraun ofan á hluta helluhraunsins.
Haldið var upp eftir slóða um úfið Arnarseturshraunið (það er einungis úfið í jaðrana eins og þarna. Einhverjum hefur einhvern tímann dottið í huga að fara með jarðýtu þessa leið í gegnum annars ósnert hraunið í einhvers konar tilgangi. Tilgangurinn kom í ljós þegar komið var að vesturhorni fellsins. Þar hafði verið ýtt úr hlíðinni nokkru efni, líkt og til að kanna „innihaldið“. Einhver námuáhugamaðurinn hefur gert sér þetta að verkefni, en með leyfi hvers eða hverra?

Sandakravegur

Sandakravegur.

Þegar komið var upp fyrir Litla-Skógfell var farið yfir hinn forna Skógfellaveg, klappaðan í harða hraunhelluna. Augljós má telja að þarna hafði verið allmikil umferð manna og dýra um aldir, allt frá því að land byggðist. Sandakravegurinn liggur til suðausturs af Skógfellavegi skammt norðan Stóra-Skógfells, en einhvern veginn liggur í loftinu, miðað við aðstæður og ásýnd veganna, að sá vegur sem og Skógfellagatan suðaustan Litla-Skógfells, hafi verið aðalgatan milli Suðurstrandarinnar og Útnesja. Þá hefur gatan væntanlega gengið undir öðru nafni, s.s. Suðurstrandarvegur eða Útnesjavegur, sbr. Selvogsgata og Suðurfararvegur.

Byrjað var athugunina nyrst á sprungusvæði Sundhnúkagígaraðarinnar. Farið var niður í sprunguna á nokkrum stöðum, en hún virtist ekki árennileg.

Bláa lónið

Grindavík ofanverð – kort.

Gígurinn syðst á þessum hluta reinarinnar er hins vegar formfagur. Sunnan hans er hellisskúti, ágætt skjól.

Gengið var inn á slétthraunið norðaustan Rauðhóls. Þar liggur „Sandakravegurinn“ um sléttuna, djúpt markaður í klöppina. Líklegra verður þó að telja að þarna hafi legið meginþjóðleiðin milli Suðurstrandarinnar og Útnesja. Götunni var fylgt til vesturs. Telja verður ótrúlegt að gatan hafi einungis verið tengigata.
Þegar komið er áleiðis að merktum gatnamótum Skógfellavegar verður gatan óljósari. Hins vegar, þegar skoðað er umhverfi vörðu við Skógfellaveg nokkru norðar, verður að telja líklegra að gatnamótin kunni að liggja þar nálægt. Hlaðið hefur verið vörðulíki skammt suðaustar, eins og einhver hafi viljað benda á að þar kynnu að vera gatnamót. Það virðist réttmæt ábending.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Fyrrnefnd varða er með stefnumið og svo er að sjá að frá henni liggi beinast við að „Sandakraleiðin“ hafi legið upp slétt mosahraunið.

Skógfellagatan er djúpt mörkuð í klöppina er líður að Litla-Skógfelli. Sjá má að þarna hefur verið mikil umferð fyrrum. Gamla gatna liggur á kafla, djúpt mörkuð í helluna, svolítið austar en varðaða gatan er nú.
Þessi gata hefur legið þarna um slétt helluhraunið og verið aðalleiðin milli Suðurstrandarinnar og Útnesja, sem fyrr segir. Út frá henni eru hliðarleiðir, ef vel er að gáð. Hraunhellan er órsökuð frá því að land byggðist og verður því að teljast merkileg fornleif í skilningi Þjóðminjalaga.
Frábært veður. Ferðin tók 3 klst og 3 mín.

Sundhnúkagígar

Í Sundhnúkagígum.

Sundhnúkahraun

Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði um „Sundhnúkahraun við Grindavík“ í Náttúrufræðinginn árið 1974.

Inngangur

Grindavík

Grindavík – flugmynd. Hagafell t.v., Sundhnúkagígaröðin ofar og Húsfell og Fiskidalsfjall t.h. Fagradalsfjall enn ofar.

Á Reykjanesskaga er mikill fjöldi eldstöðva og hrauna. Mörg þeirra hafa ekki nafn, svo vitað sé. Vafalaust hafa ýms örnefni fallið í gleymsku hin síðari ár og önnur brenglazt. Hraun eru allt umhverfis Grindavík, þorpið stendur á hrauni og á beinlínis hrauni tilveru sína að þakka, eins og hér mun verða sýnt fram á.

Sundhnúkahraun og Sundhnúkur

Sundhnúkar

Sundhnúkar.

Hluti af hrauninu ofan við Grindavík, milli Járngerðarstaðahverfis og Þorbjarnarfells, ber nafnið Klifhólahraun. Af þessu virðist mega ráða að til séu örnefnin Klifhólar og Klif, en hvar þau eru, hefur mér ekki tekizt að fá upplýsingar um.

Hagafell

Gígur sunnan Hagafells.

Hólar eru ekki á svæðinu, nema gíghólarnir suðvestur af Hagafelli, en samkvæmt korti herforingjaráðsins 1:50000 heitir sá hóll Melhóll. Þaðan er verulegur hluti hrauns þess, er Klifhólahraun er nefnt, án efa komið, því að hólarnir eru endinn á langri gígaröð. Sökum þeirrar óvissu, sem ríkir um þessi örnefni, hef ég leyft mér að nota hér nýtt nafn um hraunin og eldvörpin, sem þau eru komin frá. Það skal þó tekið fram, að þetta nafn er eingöngu hugsað sem jarðfræðilegt hugtak og breytir að sjálfsögðu ekki örnefnum, sem fyrir eru á svæðinu. Ennfremur gildir þetta aðeins fyrir eldvörp þau og hraun, sem til urðu í því gosi, sem síðast varð á þessu svæði.

Gígaröðin

Sundhnúkur

Sundhnúkur og Sundhnúkagígaröðin.

Gígaröð sú, sem Sundhnúkahraun er komið úr, byrjar suðvestan undir Hagafelli. Þar eru nokkrir gígir í röð, og er, eða öllu heldur var, einn þeirra mestur, því að nú hefur hann verið um langan tíma notaður sem náma fyrir rauðamöl, og er því farinn að láta á sjá. Þaðan liggur svo röð af smágígum upp suðvesturhlíðina á Hagafelli og eru þar snotrar hrauntraðir, sem sýna, að þarna hefur verið hraunfoss. Ur ofangreindum gígum er meginhluti þess hrauns kominn, sem á kortinu ber nafnið Klifhólahraun. Gígaröðin er svo lítt áberandi á kafla norðan undir Gálgaklettum, en þeir eru misgengi, sem stefnir eins og gígaröðin frá suðvestri til norðausturs. Hún er þar á kafla tvískipt og stefna hennar lítið eitt óregluleg, gígirnir smáir og hraunhellan, sem myndazt hefur kringum þá á sléttunni norðan við Gálgakletta, vafalaust þunn. Frá þessum gígum hefur hraun runnið í þrjár áttir, til austurs norðan við Gálgakletta, til suðvesturs eins og áður er nefnt og loks til norðvesturs og norðurs. Örmjór hraunfoss hefur fallið niður á Selháls, þar sem vegurinn liggur nú, en numið þar staðar. Hefur hraunið runnið þar út á jarðhitasvæði, sem virkt hefur verið, þegar hraunið rann og væntanlega nokkru eftir það. Verður vikið að því síðar. Allbreiður hraunfoss hefur svo fallið norður af fellinu og runnið út á forna gjallgígi, sem þar eru fyrir. Er vegurinn skorinn gegnum nyrzta hluta þessarar hrauntungu. Verður nánar greint frá þessu svæði síðar.

Sundhnúkar

Gígur í Sundhnúkum.

Nokkurn spöl norðaustur af Hagafelli verður gígaröðin öllu fyrirferðarmeiri. Rísa þar háir gígir og nefnist Sundhnúkur sá þeirra, er hæst ber. Frá þessari gígaþyrpingu hefur meginhraunflóð það, er til suðurs rann, komið. Það hefur fallið eftir dalnum, sem verður milli Vatnsheiðar, sem er dyngja, og Hagafells.

Grindavík

Grindavík – Hópsnes- og Þórkötlustaðanes.

Það hefur fyllt dalinn hlíða milli og fallið beint í sjó fram og myndar þar um 2 km langan og rúmlega 1 km breiðan tanga, Þórkötlustaðanes, en vestan undir honum er vík sú, er Grindavík heitir og hefur frá fyrstu tíð verið ein mesta verstöð þessa lands. Tilveru sína á víkin hrauninu að þakka, því að án þess væru þar engin hafnarskilyrði. Svo vikið sé að nafninu Sundhnúkur, hefur Ísleifur Jónsson, verkfræðingur, bent mér á, að nafnið muni vera komið af því, að hnúkurinn hafi verið notaður sem leiðarmerki fyrir siglingu inn sundið inn á höfnina í Grindavík. Nokkru norðan við Sundhnúk verður skarð í gígaröðina á ný, en norðar tekur hún sig upp aftur og heldur eftir það beinu striki að heita má austur að Stóra Skógfelli. Þessi kafli gígaraðarinnar er annar sá mesti hvað hraunrennsli snertir. Er ljóst, að hraunrennsli hefur að mestu verið bundið við ákveðna kafla gígaraðarinnar, og hefur hún því naumast verið virk öll nema rétt í byrjun gossins og sennilega um mjög stuttan tíma. Virðist þetta eiga almennt við um sprungugos (Jónsson 1970).
SundhnúkarFrá þessum kafla gígaraðarinnar — kannski væri réttara að kalla það gígaraðir — hafa hraunstraumar fallið til norðurs og austurs, auk þess sem þaðan hafa hraun runnið niður í áðurnefndan dal milli Hagafells og Vatnsheiðar saman við hraunin úr Sundhnúkagígunum. Mikill hraunstraumur hefur fallið til norðurs frá þessum gígum, runnið vestur með Svartsengisfelli að norðan, og þekur allstórt svæði vestur af því, langleiðina norður að Eldvörpum. Þar hverfur það undir Illahraun, sem því er yngra. Hraunin úr Eldvörpum, Illahraun og hraun úr stórum nafnlausum(P) gíg suðvestur af Þórðarfelli eru samtímamyndun, en ekki verða hér raktar sannanir fyrir því. Þessi hraunstraumur hefur fyllt skarðið milli Svartsengisfells og Stóra Skógfells. Virðist hraunið þar mjög þykkt, enda er sýnilegt, að hver straumurinn hefur þar hlaðizt ofan áannan. Geta má þess, að þrjár gossprungur eru í Stóra Skógfelli og stefna allar eins. Sjálft fellið er úr bólstrabergi.
SundhnúkarTil suðurs og suðausturs hefur hraunið náð lengst í mjóum tanga, sem liggur meðfram Vatnsheiðardyngjunni að austan. Mikill hraunfláki er milli ofangreindrar gígaraðar, Vatnsheiðar og Fagradalsfjalls. Ganga þau hraun undir nafninu Dalahraun (Bárðarson 1929), en aðeins lítill hluti þeirra er kominn úr því gosi, sem hér um ræðir. Það er hins vegar ljóst, að áður hefur gosið á sprungu, sem er lítið eitt til hliðar við Sundhnúkasprunguna. Sumt af þessum hraunum á rætur að rekja til hennar, nokkuð til Vatnsheiðardyngjunnar og enn nokkur hluti til fornra eldstöðva norðaustan undir Hrafnshlíð. Loks má vel vera, að fleiri eldstöðvar séu faldar undir þessum hraunum. Það er greinilegt, að þarna hafa mörg gos átt sér stað frá því að ísöld lauk. Yngsta hraunið á þessu svæði er það, sem komið er úr Sundhnúkagígnum, en það þekur ekki stórt svæði þarna austan til og hefur víðast hvar ekki runnið langt til suðurs frá eldvörpunum. Það er því mun minna, en virðast kann við fyrstu sýn.

Vatnsheiði

Vatnsheiði.

Við suðurhornið á Stóra Skógfelli er gígaröðin lítið eitt hliðruð til suðausturs og stefnan breytist um hér um bil 7° til suðurs. Hraunið hefur runnið báðum megin við Stóra Skógfell, en nær þó ekki saman norðan þess. Milli Stóra Skógfells og Litla Skógfells eru mörk hraunsins sums staðar óljós, enda koma þar fyrir eldri hraun og eldstöðvar auk þeirra, sem eru í Stóra Skógfelli sjálíu og áður er getið. Suðurbrún hraunsins er víða óljós, enda svo skammt frá eldvörpunum, að hraunið hefur verið mjög heitt og því náð að renna í mjög þunnum straumum. Nú er það gróið mosa og mörk þess víða hulin. Að þessu leyti verður kort af hraunröndinni ekki hárnákvæmt.

Sundhnúkur

Í Sundhnúkagígaröðinni.

Fremur lítið hraun hefur runnið úr gígaröðinni eftir að kemur austur fyrir Stóra Skógfell. Gígirnir eru litlir, mest í þráðbeinni röð, sem heita má að sé óslitin úr því. Smáhraunspýja hefur runnið norður eftir vestanhallt við Litla Skógfell, en ekki náð alla leið norður á móts við það. Gígaröðin endar svo í smágígum, sem liggja upp í brekkurnar, suðaustur af Litla Skógfelli, en þær brekkur eru raunar hluti af dyngjunni miklu, sem er við norðausturhornið á Fagradalsfjalli. Í heild er gígaröðin um 8,5 km á lengd. Nokkru norðan við austurenda gíganna er Kálffell. Það eru gígahrúgöld, ekki sérlega stór, og hefur hraun frá þeim runnið norðvestur og norður. Þessi eldvörp eru eldri en Sundhnúkahraun. Guðmundur G. Bárðarson (1929) er fyrstur til að nefna þessa eldstöð.

Útlit hraunsins og innri gerð
SundhnúkahraunHraunið er venjulegt feldspat-pyroxen basalthraun. Í því er mjög lítið um ólívín en allmikið um tiltölulega stóra feldspatkristalla (xenokrist.).
Samsetning hraunsins er þessi:
Plagioklas 43,59%
Pyroxen 44,98%
Olívín 0,68%
Málmur 10,75%
Plagioklas-dílar eru innan við 1% og sömuleiðis pyroxen-dílar. Þeir síðarnefndu eru oft með svonefndri „stundaglaslögun’, en það einkennir titanágit. Hnyðlingar koma fyrir í þessu hrauni, og hafa fundizt í vestasta gígnum sjálfum. Ekki hefur tekizt að ná sýni af þeim, en ljóst er, að þeir eru af svipaðri gerð og þeir, er finnast víða annars staðar á Reykjanesskaga. Hér virðast þeir vera úr olívíngabbrói. Aðeins einstaka olívín-dílar koma fyrir í hrauninu og þá allstórir.

Eldri gígaröð

Sundhnúkur

Sundhnúkur.

Engum efa er það bundið, að áður hefur gosið svo til á sömu sprungu. Gígir eru suðvestan í Hagafelli aðeins austan við Sundhnúkagígina, og stefnir sú gígaröð alveg eins og þeir Suðaustur af Stóra Skógfelli sér á stóran gjallgíg, sem opinn hefur verið til suðausturs. Hann er lítið eitt austan við Sundhnúkagígina og einmitt þar, sem sú gígaröð hreytir nokkuð um stefnu. Um 1,5 km austar er svo annar stór ösku- og gjallgígur og er gígaröðin fast við hann að norðan. Gígur þessi er líka eldri. Báðir eru þeir að nokkru leyti færðir í kaf í yngri hraun. Hraunflákinn vestur af Fagradalsfjalli virðist að mestu leyti vera kominn úr þessari eldri gígaröð, en þó eru þar fleiri eldstöðvar. Hraunin á þessu svæði ganga undir nafninu Dalahraun.

Sundhnúkur

Eldri gígur í Sundhnúkahrauni.

Hraun frá Vatnsheiðardyngjunni hafa og náð alllangt þarna austur, því að þau koma fram í bollum í yngri hraununum, þar sem þau hafa ekki náð að renna yfir. Eftir þessu að dæma eru bæði gosin á Sundhnúkasprungunum yngri en dyngjugosin, sem skópu Vatnsheiði og Fagradalsdyngju. Loks endar þessi eldri gígaröð í litlum gjall- og klepragígum utan í vesturhlíð Fagradalsdyngju nokkur hundruð metrum sunnar en austustu gígirnir í Sundhnúkaröndinni, sem áður er getið.

Hvenœr rann hraunið?

Sundhnúkahraun

Hraunrás í Sundhnúkahrauni.

Þess er getið hér að framan, að hraunfoss frá gígnum vestan við Gálgakletta hafi fallið vestur, eða réttara norðvestur af Hagafelli. Blasir þessi hraunfoss við, þegar komið er suður yfir hraunið við vesturhornið á Svartsengisfelli. Þessi hraunspýja hefur runnið út á forna gjallhóla vestan undir fellinu. Þar er það mjög þunnt, og hefur það verið skorið sundur við rauðmalarnám og vegagerð.

Hagafell

Hraunfossin (-tröðin) vestan Hagafells.

Kemur þá í ljós, að hólar þessir hafa verið grónir, þegar hraunið rann. Leifar þess gróðurs má nú finna sem viðarkol undir hrauninu. Mest eru það smágreinar og stofnar, líklega af víði, lyngi og ef til vill fjalldrapa og birki. Jarðvegslagið hefur verið örþunnt, líkt og það er víða á gjallhólum ennþá. Viðarbútarnir eru sjaldan meira en 2—3 mm í þvermál. Þessar jurtaleifar hafa nú verið aldursákvarðaðar með C14-aðferð. Hefur dr. Ingrid U. Olsson á Rannsóknarstofnun Uppsalaháskóla gert það. Samkvæmt niðurstöðum af þeirri rannsókn eru jurtaleifarnar 2420 ± 100 C1 4 ára gamlar og hraunið hefur því runnið tæpum 500 árum fyrir upphaf okkar tímatals.

Bergsprungur

Sundhnúkahraun

Sprungur í Sundhnúkahrauni.

Í hraunum kringum Grindavík er mikið um sprungur og gjár, en einkum eru þær áberandi í hinum eldri hraunum og í móbergsfjöllunum. Er Þorbjarnarfell ljósasta dæmið um það. í Sundhnúkahraununum ber lítið á sprungum yfirleitt og bendir það til, að fremur hægfara breytingar séu þar eða þá, og það virðist fullt eins líklegt, að þær séu bundnar ákveðnum tímabilum. Má telja sennilegt, að hreyfingar þessar eigi sér aðallega stað samfara jarðskjálftum. Má í því sambandi minna á jarðskjálftana á Reykjanesi 30. september 1967.
Vestur af Svartsengisfelli má, ef vel er að gætt, sjá fyrir sprungum í þessu tiltölulega unga hrauni. Þær eru í beinu framhaldi af sprungum, er ganga í gegnum Þorbjarnarfell. Rétt við eina þeirra er jarðhitastaður sá, sem jafnan er kenndur við Svartsengi (4. mynd).

Ummyndun og jarðhiti

Bláa lónið

Grindavík ofanverð – kort.

Eins og áður var getið um, er jarðhiti í hrauninu vestur af Svartsengisfelli. Þar hefur mælzt yfir 60° hiti. Engum efa er bundið, að allstór hver hlýtur að vera þarna undir hrauninu, því líklegt má telja, að vart séu minna en 20—30 m niður á grunnvatnsborð á þessum stað. Við hagstæð veðurskilyrði, logn og nálægt 0° C má sjá gufur leggja upp úr hraununum víðs vegar á þessu svæði. Eru þær í áberandi beinum línum, sem sýnir, að þær eru bundnar við sprungur í berggrunni þeim, sem Sundhnúkahraun og önnur hraun hafa runnið yfir.
Rétt austan við veginn norðan í Selhálsi hefur hraunið runnið út á svæði, sem er mjög ummyndað af jarðhita. Það er athyglisvert, að hraunið sjálft er þarna líka nokkuð ummyndað, en það sýnir, að þarna hefur verið virkur jarðhiti, eftir að hraunið rann, þ. e. fyrir eitthvað skemur en um það bil 2400 árum.

Svartsengisfell

Svartsengisfell.

Ummyndun eftir jarðhita er þarna víða í kring, bæði í Þorbjarnarfelli og Svartsengisfelli. Sömuleiðis er mikil jarðhitaummyndun í austustu gígunum í Eldvörpum við hina fornu slóð milli Njarðvíkur og Grindavíkur. Boranir þær, sem gerðar voru á þessum stað 1971, hafa staðfest, að þarna er um háhitasvæði að ræða.
Ef marka má af ummyndun, og eins því á hve stóru svæði vart verður við gufur í hraununum við hagstæð skilyrði, þá er svæðið ekki lítið. Eftir er nú að kanna takmörk þess.“

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 3.-4. tbl. 01.02.1974, Sundhnúkahraun við Grindavík, Jón Jónsson, bls. 145-153.

Sundhnúkahraun

Ein af gersemum Sundhnúkahrauns.

Tag Archive for: Sundhnúkur