Færslur

Þorbjarnarfell

Gengið var vegslóðann upp á Þorbjörn (Þorbjarnarfell). Þegar upp var komið mátti sjá leifar af byggingum hernámsliðsins frá því í Seinni heimsstyrjöldunni; Camp Vail. Grunnar og sökklar húsa, götur og stígar eru í aðalgígnum.

Þjófagjá

Í Þjófagjá.

Gengið var suður með eystra missgenginu og beygt til vesturs áður en komið var að hæðinni. Hliðinni var fylgt áfram til vesturs, yfir litla gjá og áfram yfir að Þjófagjá.
Einstigi er niður gjána. Ef beygt er til vinstri þegar komið er að henni lendir fólk í villum. Halda þarf áfram og beygja síðan svolítið til hægri og síðan að gjárveggnum. Þá sést leiðin niður. Fara þarf varlega fram af og á milli stórra steina, en þessi leið er tiltölulega greið. Farið er framjá Þjófahelli, skúta hægra megin í berginu. Til er saga af þjófunum er héldu til í gjánni og herjuðu á íbúana fyrir neðan. Eitt sinn hertóku þeir ungan mann og færðu með sér upp í gjána. Hann vingaðist við þjófana, en nótt eina laumaðist hann niður felið og tilkynnti yfirvaldinu að þjófarnir ætluðu til baða daginn eftir í gjá norðan við fellið, sem enn má sjá þótt nú sé orðin vatnslaus.

Þjófagjá

Í Þjófagjá.

Síðan laumaðist hann aftur upp eftir. Daginn eftir fór maðurinn með þjófunum að baðstaðnum, en þegar þeir voru að baða sig, gerði hann hnúta á treyjuermar og buxnaskálmar þjófanna. Og þegar yfirvaldið birtist með sína menn urðu þeir þess vegna seinir til að flýja. Voru þeir handsamaðir og síðan hengdir í Gálgaklettum, sem eru þarna skammt austar í Hagafelli.

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell – örnefni og gönguleiðir (ÓSÁ).

Loks er komið í gróið verpi, en þegar upp úr því er komið er gott útsýni yfir bæinn og umhverfið. Gott er að á á þessum stað að staldra við, horfa á fýlinn og dást að útsýninu  yfir til Grindavíkur, áður en haldið er á ská til hægri  áleiðis að dyngjunni Lágafelli og gengið niður Gyltustíg.

Grindavík

Grindavík – séð frá Þjófagjá.

Þegar niður var komið var beygt til hægri og slóðinn genginn meðfram stórbrotnum hraunkanti Illahrauns (nú er kominn malbikaður stígur í gegnum hraunið), framhjá Bláa lóninu með viðkomu á Baðsvöllum og endað á Svartsengisflötunum þar sem dansleikir grindjána voru fyrrum (stöku sinnum a.m.k.).
Frá flötunum var gengið um vegavinnumannastíginn að vegavinnubúðunum á Gíghæð annars vegar og að seljunum á Baðsvöllum hins vegar.
Þessi ganga tók 2 klst og 30 mín. Sól og blíða.

Camp Vail

Camp Vail – braggahverfið á Þorbirni – teikning ÓSÁ.

Þorbjörn

Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn.

Grindavík

Í Þjófagjá á Þorbjarnarfelli.

Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá. Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu. Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu. Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar.
Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.

Heimild:
-Huld I, bls. 60-61.

Grindavík

Horft til Grindavíkur frá Þjófagjá.

Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn.
Í toppi þess er Thjofagjahamragjá, sem heitir Þjófagjá. Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu. Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu. Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar.
Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.
Einstigið um Þjófagjá (misgengið) er auðratað, sé rétt að farið…

Þjófagjá

Þjófagjá.

Þjófagjá

Gengið var á Þorbjarnarfell ofan við Grindavík. Hæst er fellið 243 m.y.s. skv. upplýsingum Landmælinga Íslands (EE).

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell – örnefni og gönguleiðir (ÓSÁ)

Þorbjarnarfell, eða Þorbjörn eins og fellið er jafnan nefnt, er allsérstakt í tvennum skilningi. Bæði er það með eldri fjöllum á Reykjanesskaganum, að hluta a.m.k., því það virðist að einhverju leyti vera frá fyrra ísaldarskeiði, en jafnframt því síðara. Það er því að nokkru leyti eldra en t.d. Fagradalsjall, sem er um tíu þúsund ára gamalt. Þá gengur misgengi þvert á fellið, frá suðri til norðurs, skáhallt á landsrekssprungurnar, sem annars eru áberandi á skaganum. Þorbjörninn er úr bólstrabergi, líkt og Stapafellið.

Þorbjörninn býður upp á ýmsar uppgönguleiðir; veginn austan í fellinu, stíg upp frá Baðsvöllum að norðanverðu, Gyltustíginn að suðvestanverðu og síðan upp hlíðar þess neðan Þjófagjár, svo til fyrir því miðju að sunnanverðu.

Þjófagjá

Í Þjófagjá.

Að þessu sinni var gengið á ská til vesturs upp sunnanvert fellið, með stefnu á Þjófagjá. Þjóðsaga tengist gjánni, en í henni segir að “skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá.
Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu.

Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja.

Þjófagjá

Í Þjófagjá.

Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu.
Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.”
Frá suðurenda Þjófagjár er fallegt útsýni yfir byggðalagið. Haldið var upp einstigi í gjánni og hún skoðuð í leiðinni. Á einstaka stað eru fallegar hraunmyndanir sem og kynjamyndir.
Þegar komið var upp úr gjánni var haldið niður í gíginn í því miðju. Í honum eru leifar eftir hernámsliðið, braggabrak, götur, hleðslur og einmana arinn stendur þar enn sem tákn um það sem var.
Af Þorbjarnarfelli er ágætt útsýni yfir Baðsvellina þar sem þjófarnir áttu að hafa farið til baða fyrrum með hinum afdrifaríkum afleiðingum. Þá er og þaðan ágætt útsýni yfir að Gálgaklettum undir Hagafelli þar sem þjófanir eiga að hafa endað ævi sína hangandi milli klettanna í ófrjálsu falli.

Heimildir m.a.:
-Huld I, bls. 60-61.

Þjófagjá

Í Þjófagjá.

Þorbjörn

Þorbjarnarfell, eða Þorbjörn, eins og fellið er nefnt í daglegu tali ofan Grindavíkur, er eitt af vinsælustu útvistarsvæðum Grindvíkinga o.fl.
Auðveldast er að ganga á fellið eftir ruddri götu á því austanverðu, en einnig er áhugavert að ganga á það bæði upp frá Baðsvöllum og upp eftir Gyltustíg á því suðaustanverðu.

-Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell

Þorbjörn (Þorbjarnarfell).

Þorbjörn (Þorbjarnarfell) er hæst 243 m.y.s.
Fellið er bæði merkilegt út frá jarðfræði og þjóðsögum. Norðan undir hlíðum þess eru minjar fornra búskaparhátta og skógræktar frá síðustu öld. Auðvelt er að ganga umhverfis fellið. Vegarlengdin er 5.0 km. Auk þess er fyrirhafnarlítið hægt að ganga á fellið frá bílastæðunum umhverfis það.
Jónsmessuhátið Grindvíkinga hefur í seinni tíð verið haldin hátíðleg á Þorbirni – og er það vel við hæfi, enda mun siðurinn vera frá heiðni kominn (þótt hann hafi í seinni tíð verið eignaður Jóni (Jóhannesi) skírara upp á kristinn sið.

Þægilegt er að ganga upp á Þorbjörn eftir aðlíðandi slóða, sem liggur upp á fellið að austanverðu eða ganga upp svonefndan Gyltustíg á suðvesturhorni þess, frá veginum um Lágafell og frá bílastæði við Selskóg norðan þess.

Sjá meira um Þorbjarnarfell HÉR.

-Gyltustígur

Gyltustígur

Gyltustígur (t.h.).

Þægilegt er að ganga upp á Þorbjörn eftir vegi, sem liggur upp á fellið að austanverðu eða ganga upp svonefndan Gyltustíg á suðvesturhorni þess, frá veginum um Lágafell.
Uppi á Þorbjarnarfelli er gjá eða sprunga sem heitir Þjófagjá, að sögn eftir 15 þjófum sem höfðust við í gjánni og stálu fé Grindvíkinga. Voru þeir síðast unnir með prettum að því er sagan segir.
Þjóðsagan segir frá 15 útilegumönnum, sem sagt er að hafi hafst við í Þjófagjá og stolið fé Grindvíkinga.

Sjá meira um Gyltustíg HÉR.

-Baðsvellir

Baðsvallasel

Baðsvellir – Baðsvallasel; uppdráttur ÓSÁ.

Járngerðarstaðir brúkaði selstöðu á Baðsvöllum, en menn kvörtuðu um það á 19. öld að þar væru hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi og þurfti fyrir þær sakir að kaupa selstöðu annars staðar. Járngerðarstaðamenn gerðu og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls. Þetta kemur fram í lýsingu jarðarbókarinnar á Stóru Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi. „…aðra [selstöðu] vill hún eigna sér þar sem heitir Fagridalur, er þar um eru misgreiningar, því Járngerðarstaðamenn í Grindavík vilja eigna sér þessa selstöðu, þó segja menn, að Fagridalur liggi fyrir norðan og vestan þann fjallahrygg, sem hæst liggur millum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar”. Húsatóftir hafði haft langvarandi selstöðu á Selsvöllum, en þangað var bæði langt og erfitt að sækja. Staður hafði einnig selstöðu á Selsvöllum.

Sjá meira um Baðsvelli HÉR.

-Selskógur

Selskógur

Í Selskógi.

Selskógur er afurð Skógræktarfélags Grindavíkur í norðurhlíðum Þorbjarnarfells (Þorbjarnar) ofan Grindavíkur.
Selskogur-61Stofnun Skógræktarfélags Grindavíkur má rekja aftur til ársins 1939. Þá varð Ingibjörg Jónsdóttir sextug og kvenfélagskonur stofnuðu sjóð henni til heiðurs. Ingibjörg ákvað að verja honum til þess að koma upp skógrækt í Grindavík. Fékk hún landið í norðurhlíðum Þorbjörns og þegar hún plantaði fyrstu hríslunum, vorið 1957, gaf hún svæðinu nafnið Selskógur. Skógræktarfélag Grindavíkur var síðan stofnað um haustið.

Sjá meira um Selskóg HÉR.

-Kamp Vail

Þorbjarnarfell

Camp Vail á Þorbjarnarfelli.

Eftirfarandi um ratsjárkampinn á Þorfjarnarfelli ofan Grindavíkur má lesa í bók Friðþórs Eydals „-Frá Heimstyrjöld til herverndar – Keflavíkurstöðin 1942-1950:
camp-vail-5„Vegalagning upp á Þorbjörn hófst í byrjun október 1941. Þar voru að verki liðsmenn byggingarsveitar flughersins bandaríska, þeirra sömu og síðar starfaði við lagningu flugvallanna við Keflavík, og heimamenn í Grindavík sem ráðnir voru til verksins. Fjallið er snarbratt, myndað við gos undir jökli og mikill halli á veginum sem illfær er nema fjórhjóladrifnum bifreiðum. Ratsjárbúirnar nefndust Camp Vail eftirlitsmanni ratsjársveitarinnar, Reymond T. Vail, sem var fyrsti óbreytti bandaríski hermaðurinn sem lést hér á landi. Var þeim valinn staður í gígnum sem opinn er til norðurs en veitir dágott skjól fyrir öðrum áttum. Þar voru reistir 14 braggar og rafstöð en ratsjártækjunum var komið fyrir á toppi fjallsins vestan við gilið sem klýfur hann í tvennt. Hófst starfsemin 18. apríl 1942. Lá raflögn að ratsjárstöðinni sem komið var fyrir í bragga við hlið loftnetsvagnsins.

Sjá má meira um Kamp Veil HÉR.

-Þjófagjá

Þjófagjá

Þjófagjá.

Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn.
Í toppi þess er Thjofagjahamragjá, sem heitir Þjófagjá. Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu. Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu. Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar.
Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.
Einstigið um Þjófagjá (misgengið) er auðratað, sé rétt að farið…

Sjá meira um Þjófagjá HÉR.

Þjófagjá

Í Þjófagjá.