Færslur

Knarrarnesheiði

Ætlunin var að skoða neðanverða Strandarheiði frá Geldingahólum og Knarrarnesholti í áttina að Hlöðunes- og Brunnastaðalangholtum í vestri. Vitað var að Vatnshóll væri þarna á millum og austur af Nyrðri-Geldingahól væru leifar af krossgarði (skjólgarði) fyrir fé. Þá voru gerðar vonir um að berja mætti þarna ýmislegt fleira augum er ekki hefur þótt augljóst.
MannvirkiGengið var frá Reykjanesbraut niður með svonefndum Skrokkum. Norðan þeirra mátti sjá hleðslur á klapparhól, auk þess sem vörður og vörðubrot voru hvarvetna. Þegar komið var niður að Auðnaborg var stefnan tekin upp (suður) stíg er þar lá vestan hennar, Auðnaselsstíg. Í örnefnalýsingu segir m.a. um borgina og selsstíginn: “Hrúthóll heitir klapparhóll og Vatnshólar og svo er Auðnaborg fjárborg. Upp og suður af Skálholti er Auðnaborg í grasmóa sunnan í hól. Þar er nokkuð heilleg fjárrétt með stórum almenningi og tveimur dilkum, en uppi á hólnum við réttina eru rústir af tveimur kofum. Lítill stekkur er rétt neðan og vestan við borgina en engar heimildir eru til um nafn hans.”
VarðaUm stíginn segir: “Þá liggur fyrir Klofgjá og blasir við Klifgjárbarmur og rétt þar fyrir ofan er Auðnasel og Höfðasel og Breiðagerðissel. Til selja þessara lá aðeins einn stígur Auðnaselsstígur.” Auðnaselsstígur lá skáhallt frá Auðnum til selsins og hefur þá vísast legið 400-500 m austan við Þyrluvörðu  og um 2 km vestan við þar sem Marteinsskáli sést frá Reykjanesbrautinni. Þyrluvarðan er rétt norðan brautarinnar áður en komið er að Langholtunum. Auðvelt er að fylgja stígnum um heiðina upp með Auðnaborginni og áfram áleiðis upp í selið.
SkjólgarðurSkammt suðvestar var komið að Geldingahólum. Um Nyrðri-Geldingahól liggja landamerki. Knarrarnesselstígur liggur upp með hólnum vestanverðum. Í örnefnalýsingu fyrir Knarrarnes segir m.a.: “Heiman frá Knarrarneshliði lá Knarrarnesselsstígurinn upp alla Heiðina í Knarrarnessel.”  Slóðinn hefur verið um 1 km vestan við Þyrluvörðu og um 1 km austan við línuvegsafleggjarann. Líkt og með Auðnaselsstíginn var tiltölulega auðvelt að fylgja Knarrarnesselsstígnum áleiðis upp heiðina.

Landamerki

Þegar gengið var um heiðina, mót blóðrauðu sólarlaginu, voru rifjaðar upp þær breytingar, sem orðið hafa á samfélagi voru bæði nú og fyrrum. Líkja má hvorutveggja við kúfvendingar. Meðan efnahagskreppan núverandi kippir landsmönnum skyndilega u.þ.b. 12 ár aftur í tímann má segja að slíkt og hið sama hafi gerst fyrir u.þ.b. 120 árum – þegar grundvellinum var skyndilega kippt undan fyrri tíma búskaparháttum er ráðið hafði ríkjum allt frá landnámsöld. Þegar seljabúskapurinn lagðist af urðu öll mannvirki honum tengdum skyndilega óþörf sem og vinnuaflið er hann hafði krafist svo lengi. Vinnuaflið lá hins vegar ekki lengi í dróma heldur leitaði á önnur mið; útvegurinn naut góðs af og þorpsmyndun hófst hér á landi.
Í ljósi þessa má lesa eftirfarandi frétt er birtist í Mbl 1992: “Ekið á kind á Reykjanesbraut – Lausaganga bönnnuð frá árinu 1992. Ekið var á kind á Reykjanesbraut í Vatnsleysustrandarhreppi í vikunni en þar hefur lausaganga búfjár verið bönnuð frá 1. desember 1992.

Heiðin

Að sögn Karls Hermannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur mikið verið kvartað vegna kinda við Reykjanesbraut. Bílstjóri er bótaskyldur gagnvart fjáreiganda, þótt laugasaganga sé bönnuð, að sögn Reynis Haukssonar tryggingarmanns, vegna ákvæða umferðarlaga um hlutlæga ábyrgð gagnvart öðrum. Bætur lækki aðeins ef sá er hafi búféð í vörslu sýni af sér vanrækslu.
Ásgeir Eiríksson, fulltrúi hjá sýlsumanni, segir þetta haf verið vandamál fyrr en sumar. Ekki hafi verið leitað til lögreglunnar um smölun fjárins. Í samþykkt um búfjárhald í hreppnum segir í 5. gr. að lausagöngufé skuli handsama og skrá. Eigendum sé skylt að sækja gripi sína og greiða áfallinn kostnað og tjón, þar með talinn kostnað við handsömun gripanna. Þrátt fyrir ríkjandi bann gengur margt fé laust í Strandarheiði og alveg niður í byggð í Vogum, og er hér einkum um fé Grindvíkinga að ræða.”
Hér, líkt og um aldir, skella Vogamenn skuldinni á Grindvíkinga. Í dag hefur öllu lausafé á svæðinu verið komið fyrir í beitarhólfum.
Rjúpan lét í sér heyra í heiðinni umrætt sinni. Til gamans er hér rifjuð upp frásögn um hinn merka fugl í Mbl rjúpaárið 1934: “
Rjúpunni fjölgar og fækkar – Talsvert hefur verið af rjúpu hjer á Reykjanesskaga að undanförnu, og hefir fjöldi manna hafði herferð gegn henni. Er sagt að sumir liggi úti í tjöldum á Strandarheiði og víðar, aðeins til þess að brytja niður þessa vesalinga. Sagt er að sumar skyttur hafi skotið um 30 rjúpur á dag og hafi veiðin verið nokkuð jöfn enn sem komið er. Rjúpan heldur sig nú helst fram við sjó, en ekki upp um fjöll, og var það gamalla manna mál að það boði harðan vetur, er hún hegðar sjer svo.” Spurningin er hvort áður ætlaðar mannvistarleifar eftir refaskyttur á klapparhólum strandarinnar gætu hugsanlega hafa verið eftir rjúpnaskyttur. Það skýrir a.m.k. hleðslur víða er virðast vera án tengsla við möguleg greni.
Verkefnið framundan er og að ganga hluta Strandarheiðar frá Ásláksstaðaklofningum um Brunnastaðalangholtin til vesturs að Vogavegi.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Mbl – 4. nóvember 1934.
-MBL – 8. sept. 1995.
-Örnefnalýsingar fyrir Auðna og Knarrarness.

Auðnaborg

Staðarborg

Gengið var um ofanverða Kálfatjarnarheiði ofan og vestan Lynghóls. Reynt var að fylgja varðaði leið er horfið var frá í fyrri ferð um ofanverða heiðina, auk þess sem ætlunin var að skoða mannvistarleifar neðar í heiðinni; vestan og norðvestan Lynghóls.
VarðaVörður mynduðu, líkt og áður, tvöfalda röð til vesturs norðan núverandi Reykjanes-brautar. Þær staðfestu enn frekar að svo til bein leið hafi fyrrum legið yfir heiðarnar milli Kúagerðis og Vogastapa, allnokkru ofan Vatnsleysustrandar-vegar.
Þegar vel var að gáð mátti finna vörður og vörðubrot svo að segja á hverjum hól í heiðinni. Sumar voru grónar, en aðrar stóðu enn stöndugar. Á klapparholti suðaustan Lynghóls (Lynghólsborgar/ Þórustaðaborgar II) mátti sjá leifar enn einnar fjárborgarinnar, sennilega frá Landakoti. Bæjarhúsið þar neðanvert blasti við frá hólnum. Á öðrum hól skammt norðvestar mátti sjá a.m.k. fimm hlaðin skjól eftir refaskyttur í heiðinni. Auk þess mátti sjá leifar af enn eldri hlaðinni refagildru á hólnum miðjum. Vænta mátti minjaleifa í gróningum þar sem vörður eða vörðuleifar voru á hólum, en engar slíkar var hægt að staðsetja með óyggjandi hætti. Á sumum staðanna þyrftu þó að fara fram frekari rannsóknir áður en hægt væri að kveða á um hvort þar leyndust minjar eður ei. Fjárframlög til slíks ‘atarna liggur þó væntanlega ekki á lausu (eða fenginni reynslu).
Þar sem staðið var á efsta hólnum í heiðinni, þeim er bar við brún séð frá bænum, voru minjar. Erfitt var að sjá hvaða tilgangi þeir hafa þjónað. Um var að ræða einfaldar steinaraðir, 6×10 steinar, á tveimur stöðum á klapparhól. Svo virtist sem einhver hafi þarna verið að undirbúa vörðugerð eða einhverja aðra mannvirkjagerð í heiðinni.
Á næstunni verður vestanvert svæðið ofan Vatnsleysustrandar skoðað miklu mun nánar. Eflaust á þá ýmislegt áður meðvitað, en mönnum nú horfið, eftir að koma í ljós.Vatnsstæði
Í örnefnalýsingu (1976) fyrir Kálfatjörn lýsa bræðurnir Ólafur Erlendsson og Gunnar Erlendsson þessu vsæði svo: “Kálfatjörn hefur verið kirkjustaður líklega frá upphafi kristins siðar hér á landi. Kálfatjarnarland var, eins og gera má ráð fyrir um kirkjustað, allmikið. Kringum stórjarðir og kirkjustaði mynduðust oft hverfi af smábýlum (kot), sem fengu kýrgrasvöll, einnig önnur, er ekki nutu þeirra hlunninda. Þau voru kölluð þurrabúðir eða tómthús. Aðallífsframfæri hafði þetta fólk, sem við sjóinn bjó, af sjávargagni. Hverju býli var úthlutað dálitlum fjöruparti, þar sem skera mátti þang. Það var notað til eldiviðar, einnig þönglar. Um rétta leytið var þangið skorið og breitt til þerris á kampana og garða, líka var hirt og þurrkað það þang, sem rak á fjöru utan þess tíma, sem þangað var. Þegar þangið var þurrt var því hlaðið í stakka. Lýsingar á merkjum milli fjörupartanna kunna mönnum nú að þykja smásmugulegar. Það gat þó gilt 1-2 mánaða eldsneyti, hvort þessi grandinn eða skerið tilheyrði býlinu eður ei.

Hleðslur

Staðarborg, fjárborg hringlaga, mjög vel hlaðin – er friðlýstar minjar. Ólafur hefur heyrt þá sögn um Staðarborg, að presturinn á Kálfatjörn hafi látið fjármann sinn hlaða hana, er hann stóð yfir fé. Munnmæli eru um, að fjármaðurinn hafi heitið Guðmundur og verið frá Knarrarnesi. Hann þótti frábær hleðslumaður, en sérsinna. Sagt er, að hann hafi ekki viljað nýta þá steina, er aðrir báru til hans og viljað vera einn um valið. Sýnt er, að mestallt grjótið hefur hann tekið úr einni og sömu klöpp þar ekki allfjarri. Hann ætlaði að hlaða borgina upp í topp og er hún farin að draga mjög í sig ofan til. Þegar prestur komst að þessu harðbannaði hann slíkt og lét Guðmund hætta hleðslunni.
Á borginni voru áður lágar dyr svo að stórgripir kæmust ekki inn í hana. Upp úr 1920 lenti trippi inn í borgina og til að ná því út var rifið fyrir ofan dyrnar og eru þær nú heilar upp úr.
SkjólSkammt norður af borginni er mikil hæð, sem kallast Þorsteinsskáli. Smá tóftarbrot er á henni. Alllangan spöl til útsuðurs frá Staðarborg er nokkuð stór hóll, er Lynghóll nefnist. Suðaustur frá Þorsteinsskála, ekki alllangt frá steypta veginum, er vörðubrot á hól; þar heitir Marteinsskál. Til austurs – landnorðurs frá Marteinsskála, skammt frá veginum, er hóll, sem sker sig mjög frá umhverfinu, sökum stærðar og hæðar. Hann heitir Stóri-Hafnhóll. Annar litlu minni er til norðurs frá honum, Litli-Hafnhóll.”
Ekkert er minnst á örnefni á framangreindu svæði í lýsingunni. Skammt norðan klapparhólsins, sem refaskyttuminjarnar eru á, mátti sjá vatnsstæði í gróinni lægð milli klapparhóla. Vörðubrot voru allt um kring. Líklegt má telja að þarna hafi fyrrum verið vatnsstæði fyrir Lynghólsborg/Þórustaðaborg II, enda ekki langt að fara.
Þarna í brúnunum er víða gróið í bollum. Telja verður mjög líklegt að heiðin hafi verið algróin fyrrum. Það skýrir væntanlega þá staðreynd að hvarvetna, sem borið er niður í heiðinni, má finna leifar mannvistar og búsetu frá því fyrr á öldum.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín. 

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Kálfatjarnarhverfi.

Varða

Loftsskúti
Gengið var upp frá Hvassahrauni og Rjúpnadals- og Geldingahraunin gaumgæfð. Ætlunin var að skoða skúta skammt sunnan Reykjanesbrautar, suðaustan við Hjallhóla, mögulegan Loftsskúta ofan við Virkishóla, kíkja niður í svonefndan Virkishólahelli, nýfundinn, og skoða svo hugsanlegan stað í Skógarnefi er leitt gæti til langþráðrar uppljóstrunar um Skógarnefsskútann, sem getið er um í örnefnaslýsingu fyrir Hvassahraun, og mikið hefur verið leitað að.
HvassahraunMeð í för voru Björn Hróarsson, Hellarannsóknarfélaginu, og Ásbjörn frá Garpar. Í leiðinni var m.a. kíkt á Skógarnefsgrenin og Urðarás sunnan við Hraunkrossstapa, en hann er einn stórbrotnasti brothringur landsins.
Fyrsti skútinn, sem skoðaður var, er sunnan í hól skammt sunnan við Reykjanesbrautina. Fyrirhleðslan er fallin. Skútinn er beint suður af réttinni, fyrsti hóll strax sunnan vegar, syðstur svonefndra Hjallhóla. Líklegt má telja að skútinn hafi verið notaður sem fjárskjól, en annar skúti, Hjallhólaskúti, er í hólunum milli gömlu og nýju Reykjanesbrautarinnar. Opið snýr til suðurs og mótar fyrir hleðslum við opið. Í þeim skúta er talið að geymdur hafi verið fiskur eða annað matarkyns því þar sáust til skamms tíma naglar eða krókar upp undir hellisloftinu (SG).
HvassahraunGrunur var um að Loftsskúti gæti verið vestan í hól, milli Smalaskála, Virkis- og Brennihóla, þ.e. sunnan við Virkið. Þar er skúti í jarðfalli. Greinilegt er að fé hefur notað skútann sem skjól. Hafði verið hlaðið fyrir skútann er sú hleðsla fallin og gróið yfir. Þyrfti að róta með skóflu í garðinum fyrir framan skútann til að sjá hvað þar leyndist. Varða er á hólnum. Skútinn er um 350m suður af Virkinu, 300m NA af Smalaskála og 600m NV af Brennihólum. Hann er grunnur, en gefur gott skjól fyrir SA áttinni.
Litið var ofan í Virkishólahelli. Hellirinn er í litlu jarðfalli suðvestan undir í hraunhól, u.þ.b. 200 metrum ofan (suðaustan) við Virkið. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið farið niður í hellinn. Gatið liggur til norðurs úr opi mót suðri, en inn undir jarðfallinu að austanverðu er m.a. mosavaxinn kindarkjálki.
Björn liðaðist með ljós niður í hellinn, líklega sá fyrsti mannkyns, sem sögur fara af. Ekki er langt síðan einn FERLIRsfélaga ætlaði að kíkja í annan slíkan þarna skammt norðar, en mætti þá rebba innan við gættina.
Björn var hins vegar óragur. Þegar niður var komið blasti við sæmileg hraunbóla, en engin endagangur annar. Innst í bólunni voru nokkrar sauðatennur er bentu til þess að rebbi hafi gert sig þar heimakominn. Þarna hefur hann verið kóngur í hásölum um stund. Kjálkinn ofar í munnanum gæti staðfest það.
HvassahraunÞá var haldið til austurs upp Rjúpnadalahraunið, stundum nefnt Afstapahraunið eldra, og upp í Geldingahraunið með stefnu á Skógarnefið. Í rauninni er grunnurinn gamla Hrútagjárdyngjuhraunið, en inni á milli og til vængjanna má sjá móta fyrir minni hraunum, t.d. Dyngnahrauninu er kom út úr Dyngjurananum og Mávahlíðum ofan við Einihlíðar. Einn fallegasta hraunfoss þess má sjá í vestanverðum Einihlíðum ofan við Mosa. Þarna, í neðanverðu Skógarnefninu, hafði Ásbjörn komið auga á stað, sem gæti leitt til fundar Skógarnefsskúta.
Gengið var vestan við Hvassahraunssel og í gegnum selið. Vel mátti sjá á tóftunum við þessar aðstæður hversu kalsasamt hefði verið þarna að vetrarlagi, en selin voru að jafnaði ekki setin á þeim tíma. Ofan við selið eru tvær vörður við hraunsprungu. Gengið var í gegnum nýrra hraunhaft, sem virðist hafa komið úr litlu skammvænu gosi, vestan við Urðarás.
Skútinn er inn í sprungu austan í hól, rétt ofan við Skógargötuna og skammt vestan og innan landamerkja Hvassahrauns. Girðingin, sem talin hefur verið á mörkunum, er svolítið vestan markanna. Það virtist vera allnokkurt rými þarna inn í hólnum, eins og reft hafi verið yfir sprunguna en þakið fallið niður. Hellirinn er ofan við efsta krossstapann (Hraunkrossstapa). Ljós þurfti til að skoða hann. Björn fór bæði inn í hann að norðanverðu og einnig að vestanverðu, en engar mannvistarleifar var að sjá á þeim stöðum. Snjó hafði skafið yfir hliðarskúta, svo skoða þarf aðstæður betur í auðu. Þarna skammt norðvestar eru tvær vörður á litlum klapparhól; landamerki Hvassahrauns og Óttarsstaða.

Urðarás

Urðarás.

Skútinn er um 1 km fyrir ofan krossstapann, um 140m ofan við Skógargötuna og um 40m NA við línu sem dregin er milli Miðkrosstapa og Markhelluhóls (girðingu milli Hvassahrauns og Óttarsstaða).
Á bakaleiðinni var komið við í Skógarnefsgrenum. Grenin eru neðan við Skógarnefið, skammt ofan við efsta krosstapann. Grenjaskyttubyrgið er hlaðið um hraunskjól og grenin skammt frá. Tekinn var gps-punktur á byrgið.
Skammt norðvestan við grenin er merkilegt jarðfræðifyrirbæri; Urðarás. Um er að ræða svenefndan “brothring”. Hraunið hefur fallið niður á nokkrum kafla eftir að neðanjarðarhrauná, sennilegast úr Hrútagjárdyngju, hefur stíflast og glóandi hraunkvikan með þrýstingi sprengt sér leið upp með þeim afleiðingum að rásþakið hefur brotnað upp og síðan sigið niður aftur þegar glóandi hraunið flæddi undan. Sambærileg fyrirbæri má sjá á og við stærstu hella landsins, s.s. í Hallmundahrauni. Ólíklegt, enda var það ekki að sjá, að hraunkvikan hafi náð upp á yfirborðið, en hins vegar náðst að tæmast eftir öðrum leiðum eftir að þakið brast. Nokkurn veginn jafnslétt er neðan brothringssins, en svolítill halli ofan hans. Þessar aðstæður gætu skýrt það að ekkert hraun hafi komið upp úr annars djúpri rásinni. Eftir stendur stórbrotinn “brotadalur” í miðju hrauni. Þetta eru algeng fyrirbæri á Hawai og víðar þar sem hraun renna í kvikugosum. Gaman er að eiga a.m.k. eitt slíkt á Reykjanesskagnum, og það eitt hið fallegasta á landinu.
SkógarnefErfitt er að finna Urðarás á færi, en hann er þess greinilegri úr loftið séður. Ekki er ólíklegt að ætla, enda hefur það sennilega aldrei verið gert, að skoða syðst í jarðfallinu hvort þar, neðst, kynnu að leynast göng á stórum helli, en ætla má, og önnur dæmi sýna slíkt, að í slíkum tilvikum er þetta gerist, er um mikið magn af glóandi hraunkviku í neðanjarðarrásum að ræða. Hún hefur komið niður frá eldstöðinni í Hrúatgjárdyngju, en neðan Urðaráss er tiltölulega slétt hraun. Þar hefur rennslið verið litið og því glóandi kvikan ekki náð að renna áfram að ráði. Afleiðingin, eða afurðin, var þetta merkilega jarðfyrirbæri.
Til fróðleiks er gaman að geta þess að þetta jarðfræðifyrirbæri hafði verið uppgötvað hér á landi löngu áður en erlendir vísindamenn uppgötvuðu merkilegheit þess. Þannig var að á vísindaráðstefnu erlendis á níunda áratugnum fjallaði vísindamaður um nýlega uppgötvun; brothringi á Hawai. Að fyrirlestri loknum stóð íslenskur vísindamaður upp og sagði þetta varla geta talist merkilegt því einn vísindamanna Íslands, Kristján Sæmundsson, hefði þá tveimur áratugum fyrr ritað um fyrirbærið í Sunnudagsblað Tímans. Þar lýsti hann brothringjum hér á landi. Hin nýlega uppgötvun teldist því til þeirra eldri á Íslandi.
Í rauninni er Hvassahraunið að meginefni til eitt hraun; Hrútagjárdyngjuhraun sem fyrr segir, en inn á milli koma lítil hraun, sem að framan greinir.
Lítið sást af rjúpu, en þegar að henni var komið var hún mjög gæf. Hins vegar sáust víða spor eftir hana í snjónum – og rebba.

Urðarás

Urðarás.

Hvassahraun

Erindi þetta var flutt í Kálfatjarnarkirkju á menningardegi í kirkjum á Suðurnesjum 23.10.05.

Ólafsgjá

Ólafsgjá og Ólafsvarða.

“Örnefni er dýrmætur arfur sem geymir upplýsingar um sögu, tungu og lifnaðarhætti horfina kynslóða. Örnefni hafa oft augljósa tilvísun til landslags, náttúrunnar og eða tengt atburðum svo sem slysförum. Örnefni er nauðsynleg til að staðsetja sig og aðra og mun persónulegri heldur en gerfihnattarstaðsetning GPS. Samantektin er um nokkur örnefnum sem vakið hafa áhuga höfundar.

Byrjum ferðina inn við landamerki Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps, Markaklettur er þar við Hraunsnes. Örnefnin; Markaklettur, Markhella, Markhóll, Markhelluhóll og Markavarða eru öll notuð til aðgreiningar á eignalöndum, þ.e. þau afmarka land hvers bónda.

Upp í Almenningum ofan Hvassahrauns er örnefnið Brennhólar, þar var gert til kola í eina tíð.
Önnur örnefni í Strandarheiðinni sem vísa einnig til kolagerðar eru; Kolgrafarholt, Kolhólar, Kolhólagjá og Kolhóll. Þessi örnefni eru flest í Vatnsleysulandi sem segir að fyrr á öldum hafi verið meiri skógur þar en sunnar í heppnum

Vegrið er ofan Reykjanesbrautar við Hvassahraun, þar eru; Vatnsgjárnar, Helguhola, Þvottargjá og Ullargjá sem augljóslega segja til um notkun. Þar nálægt er Strokkamelur með Strokkunum, sem bera nafn sitt af lögun sinni. Þetta eru hraundrýli, hol að innan og líkjast smjörstrokkum. (Hvassahraunskatlar). Þá er þar næst Brugghellir, þar var soðin landi (heimaunnið brennivín) á bannárunum á síðustu öld.

Kálfatjörn

Ólafur Erlendsson við Landabrunn.

Mestu undirlendin í hreppnum eru Þráinskjaldarhraun, gamalt hraun sem nú er heiðin, vestan við Afstapahrauni og að Vogastapa. Ekki er vitað af hverju hraunið heitir þetta.

Búðavík, Búðabakkar eða Búðaflatir heitir í Vatnsleysuvík. Þar var fyrrum verslunarstaður og höfn Hansakaupmanna sem voru þýskir. Hafnhólar eru við fjarskiptamöstrin á Strandarheiðinni og tengjast höfninni á Vatnsleysu fyrrum.

Upp með Afstapahraunskanti að vestan miðja vegu til fjalla er hringlaga hlaðin fjárborg, Gvendarborg, hlaðin af Guðmundi Hannessyni sem bjó hér í Breiðagerði, annað örnefni hér er kennt við son hans Brand. Komun að því síðar.

Efstu hjallar heiðarinnar heita Brúnir, þar er Hemphóll, „þjóðsagan“ segir að prestarnir á Stað og Kálfatjörn hafi átt sameiginlega hempu og var þetta afhendingarstaður hennar. Hemphóll er þó ekki miðja vegu milli Staðar og Kálfatjarnar og sagan er ótrúleg enda hóllinn mikið úr leið.

Förum nú niður heiðina í stefnu á Vogana, þar er svæði sem heita Margur Brestur og Huldur og vísa til margra gjáa og sprungna á svæðinu sem sumar geta verið huldar (faldar) þegar snjór liggur yfir og auðvelt að hrapa niður í þær.

Þráinsskjöldur

Í gíg Þráinsskjaldar.

Þar suður af er Ólafsvarða og Ólafsgjá, tilurð þess örnefnis er í grófum dráttum þessi. Árið 1900 bjó í Hlöðuneshverfi, Ólafur Þorleifsson, þá 39 ára gamall. Rétt fyrir jól það ár fór Ólafur í heiðina að leita kinda en skilaði sér ekki heim um kvöldið. Hafin var leit að Ólafi daginn eftir með 30-40 mönnum. Til Ólafs hafði sést við Kálffell í Vogaheiði daginn áður, þrengdi það leitarsvæðið dálítið. Leitað var á Aðfangadag og aftur milli jóla og nýárs, án árangurs. Liðu nú 3 áratugir.

Á jólaföstu árið 1930 þegar verið var að smala heiðinna misstu smalarnir þrjár kindur í sprungu og þurfti því að fara aftur daginn eftir með reipi og annan búnað til að síga eftir fénu. Sigmaður var Rafn Símonarson frá Austurkoti á Ströndinni, tvær kindanna náðust upp úr gjánni á lífi, en þar ofan í fann Rafn líka tvö brot af göngustaf sem hann tók með sér til byggða. Um kvöldið fór Rafn að Halakoti til Ágústar bónda þar og biður hann að lýsa staf Ólafs (þá voru liðin 30 ár frá hvarfi hans). Lýsing Ágústar passaði við stafbrotin. Var nú ekki meira gert í bili. Um vorið þegar snjóa leysti héldu 4 menn að gjánni og seig Rafn aftur niður, þá sá hann þar strax mannabein og þóttust menn þess fullvissir að þar væri um bein Ólafs að ræða. Beinin voru tínd saman og grafin að Kálfatjörn.

Hvassahraun

Brugghellir við Hvassahraun.

Yfirgefum nú Ólafsgjá og höldum í suðvestur að Stóru-Aragjá en yfir hana liggur gamla þjóðleiðin til Grindavíkur Skógfellavegurinn, þar heitir gjáin Brandsgjá. Brandur þessi var sonur Guðmundar sem hlóð Gvendarborg sem ég nefndi áðan.
Brandur bjó á Ísólfsskála austan við Grindavík og var kallaður Skála-Brandur.
Í byrjun jólaföstu 1911 fór Brandur til Hafnarfjarðar að selja rjúpur og kaupa inn fyrir heimilið. Dagleið var frá Grindavík til Hafnarfjarðar, og gisti Brandur því í Hafnarfirði og fór að snjóa um nóttina. Á heimleiðinni kom hann við hjá Benedikt Péturssyni (Bensa) í Suðurkoti í Vogum og var langt liðið á dag þegar hann lagði á Skógfellaveginn, hnédjúpur snjór var þá kominn á heiðinni. Honum gekk förin ágætlega í byrjun en margar gjár eru þarna á leiðinni. Þegar hann kom að Stóru-Aragjá sem er síðasta gjáin sem hann þurfti að fara yfir vildi svo illa til að hann missti annan hestinn ofan í gjánna. Þá snýr hann til baka að Suðurkoti í Vogum eftir aðstoð. Bensi útvegar honum þrjá menn sem fara upp eftir í myrkrinu, með byssu meðferðis. Hesturinn náðist ekki upp og var því aflífaður. Hætt var að snjóa og komið harðnandi frost. Skiljast nú leiðir Vogamanna og Brands.
Brandur komst heim að Ísólfsskála undir morgun, þá illa kalinn á báðum fótum. Hann var sendur á Keflavíkurspítala á Þorláksmessu og kom ekki heim aftur fyrr en sumardaginn fyrsta árið eftir, þá orðin örkumla maður og hætti búskap og flutti til Hafnarfjarðar.

Förum næst að Stapanum, Reiðskarð heitir þar sem Stapagatan (gamla þjóðleiðin) fer upp Stapann. Næsta skarð vestan við Reiðskarð heitir Kvennagönguskarð. Karlmenn fóru Reiðskarðið enn kvenfólkið valdi frekar Kvennagönguskarðið og gat þá verið í friði og úr augnsýn karlanna um smá stund.

Förum nú til baka í Brunnastaðahverfi. Í Suðurkotstúni er flöt ein sem heitir Pelaflöt, hún mun hafa verið seld fyrir einn pela af brennivíni segja örnefnaskrár.

Endum nú ferðina í túnfætinum á Kálfatjörn, þar heitir Landabrunnur, þó er ekki neinn landi í honum heldur er um lítið vatnsstæði að ræða ofan við svonefndan Landamóa.”

Brandsgjá

Vörður við Brandsgjá.

Vogastapi (80m) hét fyrrum Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi og er stundum kallaður Stapi.  Hann er á milli Voga og Njarðvíkur og þverhníptur í sjó fram.
StapabudUppi á Grímshóli, hæsta stað Stapans, er útsýnisskífa og útsýni gott á góðum degi.  Sorpi af Keflavíkurvelli var löngum ekið út á Stapa og sturtað niður í urðina.
Gamla Reykjanesbrautin liggur um undirhlíðar Stapans og enn þá verður næmt fólk, sem þar er á ferðinni, vart við eitthvað óhreint.  Fyrrum fóru sumir ferðamenn sér að voða á leiðinni og gengu jafnvel fyrir björg. Eftir að bílvegurinn var lagður hafa sprottið upp alls konar draugasögur, s.s. að farþegi hafi skyndilega verið kominn í aftursætið eða gangandi vegfarandi hafi verið tekinn með á Stapanum og hann skyndilega horfið úr bílunum.  Margir telja sig hafa séð þar mann á ferðinni með höfuðið undir hendinni.
Fiskislóðin Gullskista er undir Stapanum. Nafn hennar varð til vegna mikillar og góðrar veiði á þessum miðum.
Artalssteinn vid KerleingabudTil er þjóðsaga, sem segir frá göngum undir Reykjanes frá Gullkistu til Grindavíkur, þar sem fiskur gekk greitt á milli. Nokkrar verstöðvar voru undir Stapanum á dögum árabátaútgerðarinnar en ummerki þeirra eru óðum að hverfa. Meðal þessara verstöðva var Hólmabúð, sem kennd var við hólma skammt undan landi. Haraldur Böðvarsson hafði aðstöðu í þessum hólma, þegar hann byrjaði úrgerð sína á Suðurnesjum.
Bandaríski herinn byggði fullkomið sjúkrahús í suðurhlíðum Stapans í síðari heimsstyrjöldinni en hann brann skömmu síðar. Herinn byggði og rak líka mikilvæga fjarskiptastöð á Stapanum og tóttir þess húss standa enn þá.
Undir Stapanum má m.a. sjá tóftir bæjarins Brekku, Hólmabúðar, Stapabúðar og Kerlingarbúðar. Neðan þeirra síðastnefndu er ártalssteinn með áletruninni 1780.

Stapabúð

Stapabúð.

 

Suðurnesjavegur

Sýsluvegurinn frá Reykjavík suður að Vogastapa.
Hér er ritað um sýsluveginn frá Reykjavík suður í sýsluna. “Ég ætla þá að fara úr Reykjavík suður eftir, og geta um ýmislegt, sem fyrir augun ber, hvað veginn snertir.
Foss-202 Þegar maður kemur niður í Fossvog, verða fyrir manni rásirnar þar. Þær eru að vísu þannig á sumrum, að fáum ókunnugum mundi til hugar koma, að við þær væri neitt að athuga; en á vetrum í leysingum verða þær lítt færar eða stundum ófærar.
Þá kemur Fossvogslækur, lækur þessi, sem er á sumrum ekki nema ofurlítil spræna, verður stundum á vetrum svo, að naumast verður yfir hann komist, og það ber við, að hann verður með öllu ófær.
Vegurinn upp Kópavogsháls er óhæfilega brattur, lítt fær með vagn, en vagnvegur á vegurinn milli Rvíkur og Hafnarfjarðar að verða úr þessu. Með því að sneiða hálsins lítið eitt utar, má fá hann mjög hallalítinn.
Þegar kemur suður að Kópavogi, kemur ein torfæran, þótt stutt sé; hún er rétt við landnorðurhornið á túngarðinum í Kópavogi; þar eru götutroðningar, djúpir mjög, og verður þar á vetrum kafhlaup, þegar snjóþyngsli eru. Þá kemur brúin yfir Kópavogslæk. Að henni er mesta vegarbót, og er furða, að hún skyldi ekki vera á komin fyrir mörgum tugum ára; en trén í henni eru mikils til of veik; brúin skelfur undan gangandi manni, hvað þá heldur þegar hún er riðin.
foss-203 Þá er nú úr því brýr yfir lækina, og vegur all góður þangað til kemur suður í Hafnarfjörð.
Þar er vegurinn lagður yfir Hamarinn hér um bil þar sem hann er brattastur; en auk þess er vegur þessi óruddur, ekkert í hann borið, og er hann fullur af lausu grjóti, og má það kallast hættulegt að ríða hann ofan að norðanverðu; í sunnanverðum Hamrinum neðst er sjórinn búinn að taka burtu hleðsluna úr veginum, og er honum því einnig hætta búin úr þeirri átt. Svo er þess að gæta, að rétt við endann á veginum er skipa-uppsátur þeirra manna, er búa þar í grennd. Af því, að sjórinn gengur þar rétt upp að veginum, standa skipin svo hátt, að ókunnugum mönnum, sem í myrkri fara um veginn, getur verið af þeim hætta búin; skipa-uppsátur er ekkert annað til þar í grennd.
Svo kemur nú suður undir Flensborg. Þar standa þilskip, og liggja járnkeðjur af þeim yfir þveran veginn, og er furða, að ekki skuli oft hafa hlotist slys af þeim. En þess ber að geta, að þar er enginn vegur lagður, nema hvað hrossin hafa unnið þar að vegavinnu. Flensborgarskóli á þar lóðina, sem skipin standa á, og leigir þar uppsátrið, og tekur 10 kr. fyrir hvert skip yfir veturinn. Ef skipin mega ekki hafa þar landfestar, þá er ekki til neins að ljá manni uppsátur; hafa þar að undanförnu legið 4 skip á vetrum; gjaldið eftir þau eru þá 40 kr., eður sama sem að skólaeignin sé 1000 kr. meira virði en ella. Eitt af tvennu er: annaðhvort verður að banna að hafa þar skipauppsátur, eða að leggja veginn annarsstaðar.

foss-204

Um stórstraumsflóð flæðir alveg upp undir túngarðinn í Flensborg, og verða menn þá að ríða sjóinn fram með garðinum, oft talsvert djúpt, og auk þess er þar mjög grýtt, svo að þar er mjög illt yfirferðar.
En þá tekur ekki betra við, þegar Ásbúðarmegin kemur; þar er hár bakki, sem upp verður að klöngrast; vinnist sú þraut, þá tekur við dý, sem hver hestur liggur í.
Þegar búið er að draga þá upp úr því, er haldið suður Hvaleyrarholt. Þetta holt hefur ekki verið rutt í ár, og er það mjög seinfarið. En þegar kemur suður fyrir Sandskörðin sunnanvert við Hvaleyrartjörn, þá liggur vegurinn svo lágt, að þar flóir yfir í stórstraumum.
Svo koma nú Hraunin, þ. e. Gráhelluhraun, Kapelluhraun, Almenningur og Afstapahraun. Um veginn gegnum þau ætla ég ekki að tala; hann er alkunnur, og líklega ekki þeirrar núlifandi kynslóðar meðfæri að bæta hann svo, að nokkru nemi; þó ætti það að vera vinnandi vegur, að ryðja veginn gegnum þau árlega; þegar það er gjört, er þó ólíku betra að fara yfir þau, heldur en þegar vegurinn er fullur af lausu grjóti og steinvölum.
Þegar Hraununum sleppir, kemur Vatnsleysuheiði. Yfir hana mestalla hefir verið lagður upphækkaður vegur, en hann er nú orðinn því nær ófarandi, og miklum mun verri en gamli vegurinn var. Þessi upphækkaði vegur er í daglegu tal oft kallaður Vatnleysu(heiðar)brú, en af sumum “Svívirðingin”, og þykir bera það nafn með rentu; það er sama smiðs-markið á henni og Svínahraunsveginum gamla, og þarf þá ekki lengra til að jafna.
Þessi upphækkaði vegur stefnir frá Kúagerði til Kálfatjarnar, og er honum sleppir, þá tekur við hfoss-205inn gamli vegur suður með bæjunum á Vatnsleysuströnd; þessi gamli vegur er allgóður á sumrum, enda er hann oftast vel ruddur; en á vorum og haustum, þegar bleyta og leysingar eru, er hann mjög illur yfirferðar, liggur sá vegur allt suður að Vogastapa og lengra ætla ég ekki að fara að sinni.
Hvað skal nú gjöra við þennan veg? Eins og er, er illa við hann unandi.
Í Fossvogi má ef til vill leggja veginn fyrir ofan rásirnar allar, nema hina syðstu; hana þarf að brúa.
Fossvogslæk ber brýna nauðsyn til að brúa, og það sem allra fyrst, og væri það lítill kostnaður.
Götutroðningana við Kópavogstún verður að brúa, og virðist það auðgjört.
Kópavogslækjarbrúna þarf að athuga; það er of seint að gjöra það eftir að slys er búið að hljótast af því, hversu veikgjörð hún er. Í öllu falli væri nauðsynlegt að láta áreiðanlega menn, sem vita hafa á því, dæma um það, hvort henni sé treystandi eins og hún er.
Veginn yfir Hamarinn í Hafnarfirði, þar sem hann er, ætti alveg að leggja niður. Þar sem hann liggur upp Hamarinn, er mikils til of bratt; það er ógjörningur, og líklega heldur engin lagaheimild til, að vísa mönnum burtu með skip sín, sem uppsátur hafa rétt fyrir sunnan Hamarinn, en skipa-uppsátur þar og vegur geta ekki samrýmst. Sama er að segja um þilskipa-uppsátrið hjá Flensborg; annaðhvort er, að banna skólanum að hafa þar uppsátur, eða að leggja af sýsluveginn þar fram hjá. Og þegar þess er gætt, að vegurinn þar er afar-illa lagður, þ. e. undirorpinn sjávargangi, og menn verða að sæta sjávarföllum til að komast hann, þá virðist lítil eftirsjón í honum þar sem hann er.
En hvar ætti þá að leggja hann?

foss-206

Hann ætti að leggjast sunnar upp Hamarinn en nú er, fyrir ofan bæinn “á Hamri” neðan til í Jófríðarstaðaholti, fyrir sunnan Ásbúð og svo suður Hvaleyrarholt hér um bil beina stefnu á Hjörskot. Það, sem ynnist við að leggja veginn þannig, hjá því sem nú er, mundi verða: vegurinn upp Hamarinn yrði ekki eins brattur, hann yrði ekki undirorpinn sjávargangi; vegfarendum yrði engin hætta búin af bátum, sem nú standa því nær yfir þveran veginn; skólaeigninni í Flensborg yrði ekki meinað að hafa þann hag af þilskipa-uppsátri, sem hingað til hefir oftast samsvarað vöxtum af 1000 krónum; menn kæmust hjá hinni afarillu torfæru hjá Ásbúð, og um stórstraumsflóð þyrfti ekki að klifra upp sandskörðin hjá Hvaleyri.
Veginn suður Hraunin ætti sannarlega að ryðja á hverju ári; minna má það ekki vera; hann er full-illur samt.
Af hinum upphækkaða vegi suður Strandarheiði (eða Vatnsleysu-heiði), þar sem hann nú er, ætti sýslunefndin alls ekki að skipta sér. Sá vegur liggur vestur Ströndina, og ef menn ætla t. a. m. suður í Voga eða þaðan af lengra, þá er það sá afarkrókur, að ríða niður á Ströndina, að ég er viss um, að það nemur fullum þriðjungi, móti því að fara beint úr Kúagerði á Reiðskarð (upp Vogastapa). Strandarmenn mundu þá halda við gamla veginum sem hreppsvegi. En eigi að halda við hinum gamla vegi sem sýsluvegi, þá mundi sú aðgjörð, sem hann þarfnast, ef hann á að geta kallast viðunanlegur, dragast að verðinu til hátt upp í það, sem nýr vegur, beint frá Kúagerði á Reiðskarð, mundi kosta.
Sumir berja því við, að með slíku fyrirkomulagi þyrfti svo víða að leggja vegi frá Ströndinni upp á sýsluveginn. Þetta fæ ég ekki séð að sé nauðsynlegt. Sá, sem ætlar að koma við á Ströndinni, ríður hreppsveginn; en ætli maður beint frá Kúagerði suður, án þess að eiga erindi á Ströndina, þá fer maður sýsluveginn.
Ritað á Fidesmessu 1890.
Vegfarandi.”

Ísafold, 26. apríl 1899, 26. árg., 26. tbl., bls. 103:

Almenningsvegur

Gengið um Almenningsveginn ofan Vatnsleysustrandar.

“Sumrin 1897 og 1898 lét sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu leggja mikið laglegan vagnveg milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, frá Fossvogi, en þangað hafði bæjarstjórn Reykjavíkur lagt áður og hefir þessa ekki enn verið getið í blöðum vorum.
Vegur sá er sýslan lét byggja af nýju, er rúmar 5 rastir á lengd, einnig var borið ofan í og endurbættur gamall vegur (Hafnarfjarðarhraun) rúml. 1 ½ röst á lengd. Hver röst er 531 faðmur. Brýr voru gerðar yfir fjóra læki, og er ein þeirra þrjátíu áln. Lengd, með 50 álna löngum stöplum (þeir eru þrír) og 5 áln. Háum á fullum helmingi. Hinar eru 5-8 álna langar.
Til vinnu þessarar var varið 9.600 kr.
Brýrnar allar kostuðu 1.800 krónur. Aðgerð við gamla veginn um 800 kr. Kostar þá her um bil kr. 2,80 faðmurinn í hinum nýja vegi. Í gegnum veginn eru 16 rennur gerðar úr grjóti 50×100 cm., utan ein úr timbri 3×2½ alin. Mold og möl höfð undir í öllum veginum með torf og grjót á hliðunum, nema um 150 faðmar eru eingöngu úr grjóti (púkkvegur). Ofaníburður allstaðar frá 8-12 þuml. á þykkt. Við vinnuna voru 12 menn fyrra sumarið með 4 hestum, en 15 til 18 hið síðara með 6 og 8 hestum. Verkstjóri var bæði sumrin Sigurgeir Gíslason í Hafnarfirði.
Það var myndarlega til ráðist af sýslunefnd Kjósar- og Gullbringusýslu að leggja veg þennan, og væri óskandi að hún fengi styrk til þess að geta gert meira í líka átt sem þetta. Hefir talsverð vagnaferð verið eftir vegi þessum síðan hann var fullger, en talsverð óþægindi eru að því, að ógert er enn við hallann ofan í Hafnarfjörð, því þar er vegurinn mikils til of brattur fyrir vagna, og er vonandi að ekki bíði mjög lengi svo búið.”

Heimildir:
-Ísafold, 11. okt. 1890, 17. árg., 82. tbl., forsíða.
-Ísafold, 26. apríl 1899, 26. árg., 26. tbl., bls. 103.

Keflavíkurvegur

Hleðslur við gamla Keflavíkurveginn.

Hvassahraun

Gengið var um Hvassahraun með það fyrir augum að reyna að finna Alfaraleiðina þar í gegn. Byrjað var að skoða hraundrílin á Strokkamelum. A.m.k. tvö þeirra eru alveg heil, tvö önnur eru fallega formuð og önnur hálfheil eða hrunin. Hraundrílin hafa myndast á svipaðan hátt og tröllakatlanir undir Lögbergsbrekkunni, en eru einungis minni í sniðum. Fegurð þeirra er þó engu minni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Hvassahraun

Brugghellir ofan Hvassahrauns.

Þaðan var gengið að opi Brugghellisins, en til þess að komast niður í hann þarf a.m.k. 6 metra langan stiga. Þetta er greinilega rúmgóður hellir. Niður í honum eru hleðslur, bæði undir opinu og síðan út frá þeim beggja vegna. Flóðs og fjöru gætir í hellinum og flýtur ferska vatnið ofan á saltvatninu. Í háflæði er einungis hægt að tilla sér á hleðslurnar.

Sagt er að hellirinn hafi áður fyrr verið notaður til brugggerðar, enda erfitt er að finna opið. Björn Blöndal átti að hafa gert nokkrar árangursríkar tilraunir til að finna hellinn á sínum tíma. Hvað sem öðru líður er þarna hin ákjósanlegasta aðstaða til vínandaframleiðslu, hafi menn á annað borð áhuga á slíku.

Hvassahraun

Hraunstrýtur á Strokkamelum.

Gengið var upp Rjúpnadali og síðan austur Flatahraunið uns komið var að klofnum háum hraunhól í því austanverðu. Hægt er að ganga í gegnum hólinn og eru háir hraunveggir á báðar hendur. Þetta er mjög fallegt náttúrufyrirbæri, tiltölulega stutt frá Reykjanesbrautinni. Gjáin er u.þ.b. 60 metra löng, en beygir svo ekki er hægt að sjá á milli enda. Hún er hæst í miðjunni. Gras er í botninum og leiðin því greið í gegn. Trúlega er um einn af svonefndum Einbúum að ræða. Tekin var mynd í gjánni og kom hún skemmtilega út. Skammt austar eru Virkishólar, Virkið, Grænudalir og Loftskútahellir.
Þarna skammt frá er Hvassahraunsselsstígur. Lítil varða er á hæðarbrún skammt austar og önnur á hraunhrygg í vestri. Óljós stígur liggur þar á milli, en erfitt er að greina samfellda götu þarna í grónu hrauninu. Neðar má sjá leifar af tveimur hlöðnum refagildrum. Kjarr hefur vaxið í kringum þær og er önnur öllu heillegri.

Hvassahraun

Alfaraleiðin um Hvassahraun.

Alfaraleiðin sést óljóst á þessu svæði, en með þolinmæði og gaumgæfni má rekja hana niður að Reykjanesbrautinni, þar sem hún hefur verið lögð yfir gömlu götuna ofan við Hvassahraunsbæinn. Þegar komið er vestur fyrir Kúagerði nefnist leiðin Almenningsleið eða “Menningsleið” vegna prentvillu prests. Vel sést móta fyrir henni vestan við Kúagerði áleiðis út á Vatnsleysuströnd.
Gangan tók um klukkustund í logni og hlýju veðri.

Hvasahraun

Strokkamelar – hraundríli.

Loftsskúti
Í leit að Grænhólshelli og Loftskúta í síðustu ferð um Óttarsstaða-, Lónakots- og Hvassahraunsland fundust hvorugir með vissu þrátt fyrir að beggja er getið í örnefnalýsingum. Hins vegar voru bæði Sjónahólsshellir og Grendalaskúta (Grændalahellir) barðir augum, en þeirra er einnig getið í lýsingunum, auk þess sem hægt var að ganga að þeim nokkurn veginn á vísum stað.
LoftskútiNú var haldið með áhöld; sög, skóflu, kúbein og ljósker, upp í Virkishóla, ofan Reykjanesbrautar. Ætlunin var að staðsetja Loftsskúta m.v. fyrirliggjandi lýsingu. Þrír staðir komu til greina með hliðsjón af fyrri ferðum um svæðið. Til að komast að þeim þurfti meðfylgjandi verkfæri. Við skoðunina fannst nokkuð stór hellir, hér nefndur Virkishólahellir. Í honum voru mannvistarleifar.

Í örnefnalýsingu um skútana tvo segir m.a.:
“Grænhólsskúti er suðaustur af Grænhól, stundum nefndur Stóri-Grænhóll”.
Þá segir um Loftsskúta: “Milli Smalaskála og Brennhóla er smáskúti rétt ofan við Virkið sem heitir Loftsskúti.” “…Virkishólar eru þrír. Virkishóllinn vestasti er stærstur. Mið-Virkishóll er minnstur, og þar austur af er Virkishóllinn austasti. Milli þeirra er hringlaga jarðfall í hraunið, tveggja metra djúpt og þrettán metra vítt. Þetta er Virkið… Þar suður og upp af er hólaþyrping, Brennihólar. Loftsskúti er fjárbyrgi milli Smalaskála og Brennhóla…”

Loftskúti

Skammt ofan við Virkið milli Virkishóla eru grónir bollar. Í einum þeirra voru tvö göt utan í lágum gónum bakka. Ofan við hann var gat niður í jörðina undir birkihríslufléttu.
Byrjað var á að beita söginni á birkilurkana sem lágu yfir lítið op í litlu jarðfalli á yfirborði hraunsins. Í ljós kom tiltöllega grunnur skúti, líkari grenjaopi.
Þá var gripið til skóflunnar utan í lágum bakka á grasi grónu svæði örskammt ofar. Rofjarðvegur hafði fokið utan í bakkann og gróður; lyng og hrís, vaxið þar yfir lítið op niður í jörðina. Þar reyndist einnig vera um að ræða grunnan skúta, einna líkastan greni.
Örskammt vestar var enn eitt opið, þakið gróðri. Svo virtist sem þarna gæti verið enn eitt opið á sama “greninu”. Eftir að stungið hafði verið frá því kom í ljós vænlegur gangur. Luktin var tekin og henni beint hvatvíst inn undir hraunbakkann. Og sko, þarna virtist glytta í eitthvað skammt framundan. Lagst var á magann og rýnt – hvatvíst. —— Ekki var að sjá hvor varð meira hissa – skoðarinn eða skollinn. Sá fyrrnefndi hentist til baka, út undir bert loft (og dró djúpt andann), en luktin var eftir. Ennþá forvitnari og óundirbúnari skollinn hvarf inn undir hraunið. Skoðarinn teygði sig varfærnislega, og hálf óttarsleginn, eftir luktinni. Hann þurfti nauðsynlega á luktinni að halda því meira var enn óskoðað. Á öllu gat hann á von – en varla þessu – og þó. Þetta var áreiðanlega ekki Loftsskútinn – þetta var skollaskútinn. Og hana nú…
Gengið var áleiðis upp í Brennihóla. Því miður var gps-tækið ekki með í för að þessu sinni, en í u.þ.b. 283 metra fjarlægð ofan við Virkishólana kom í ljós op í litlu grónu jarðfalli. Þegar það var skoðað betur vitraðist vitringunum að stór steinn hafði fallið fyrir opið á stórum helli. Opið sneri mót suðri. Hægt var að komast niður í hann utan og austan við steininn, en þar fyrir innan voru greinilegar mannvistarleifar.
LoftskútiAð steininum fjarlægðum, sem ætti að vera auðvelt með kúbeini eða litlum járnkarli, er greinilega hægt að komast mætti niður undir hraunið og síðan þar enn lengra niður. Þarna virtist vera rúmgóður skúti. Ekki var farið niður að þessu sinni af varfærnisástæðum, en það verður gert fljótlega og hellirinn þá skoðaður betur.
Gengið var upp í Brennihæðir og þaðan til norðvesturs að skjóli, sem fundist hafði í fyrri ferðinni, undir háum hraunbakka í nokkuð stóru og grónu jarðfalli. Þar fyrir vestan er stórt jarðfall og greinilegur umgangur af ummerkjum í mosanum að dæma. Myndarleg varða er þar vestan við á hraunhólnum með Keili í bakgrunni. Varðan hefur andlitsmynd með augnsvip þegar horft er á hana úr austri.
Loks var kúbeinið handleikið og krækt með því í stóran stein, sem fallið hafi niður úr lofti skútans og lokað innganginum að mestu. Steinninn var laus og auðvelt að handleika hann til hliðar. Við það fóru tveir aðrir steinar af stað, en eftir að hafa forfært annan þeirra var leiðin greið. Inni var mold í gólfi og hið ákjósanlegasta fjárskjól fyri u.þ.b. 50 fjórfættar, þ.e. 200 fætur svo framarlega sem allar hafi verið eðlilegar (er að reyna að teygja svolítið á textanum svo rými verði fyrir fleiri myndir).
Í sunnanverðum skútanum, sem var lágur fyrir mann, en rýmilegur fyrir rollur, var gólfið flórað. Þarna hafði mannshöndin komið nærri og því líklegt að skútinn hafi verið notaður sem fjárskjól fyrrum. Ekki er þó kunnugt um heimildir um slíkt, sem og um svo margt annað, sem uppgötvað hefur verið á hraunsvæðum Reykjanesskagans.
Skammt norðan við skútann, í sama jarðfalli, er rúmgóður skúti. Þar hefur gólfið verið lagfært.
LoftskútiAnnars er fróðlegt að hlusta á lærða fræðinga fjalla um hitt og þetta, sem augljóst getur talist og jafnan hefur verið getið um í skráðum heimildum eða verið aflað eftir tiltölulega auðveldum leiðum, en enn fróðlegra væri að fá allar þær mannvitsbrekkur til að nota bókavitneskjuna á vettvangi þar sem skynvitin koma auk þess að mestu gagni. Fræðasamfélagið hefur yfirleitt, en þó ekki án undantekninga, litið niður á áhugafólk um ákveðin viðfangsefni; hvorki viljað viðurkenna rök þess né aðferðir. Áhugafólkið hefur hins vegar ekki eytt tíma sínum í að gagnrýna fræðasamfélagið – það hefur verið of upptekið af hinum spennandi daglegu viðfangsefnum sínum. Ef hins vegar þessir aðilar myndu sameinast um að nýta þekkingu, áhuga, færni og hæfileika hvers um sig á sem bestan og áhrifaríkastan hátt er ekki ólíklegt að ætla að út úr því gæti komið hin ágætasta niðurstaða er túlka mætti sem “árangur af hinu ánægjulegasta stefnumóti”.
Í rauninni er full ástæða fyrir fræðimenn/vísindamenn, sem vilja láta taka sig alvarlega, að brjóta odd af oflæti sínu og áræða að feta nýjar slóðir þar sem hliðsjón er haft af fyrirliggjandi vitneskju, með eða án forskriftar, áhuga, náttúrugáfum sem og eðlilegu mati á aðstæðum að teknu tilliti til breyttra breytinga í gegnum tíðina. Vitað er að skv. þróunarfræðum þurfa hlutirnir alltaf að heita eitthverjum fínum og nýbreyttum nöfnum, en er ekki kominn tími til að láta þá bara heita sínum eðlilegu náttúrunöfnum? (Nú hefur skapast nægilegt rými fyrir nauðsynlegar myndir – þakka þolinmæðina).
Ljóskerið kom að gagni í öllum tilvikum. Með því upplýstist að sumar grunsemdir gátu ekki átt við rök að styðjast, en varpaði ljósi á aðrar, sem gaumgæfa þarf betur síðar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Loftsskúti

Loftsskúti.

Þráinsskjöldur

Á Vísindavef Háskóla Íslands er spurt: “Hvaðan koma örnefnin Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun?”
Hallgrímur J. Ámundason, fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, svarar:

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur – gígar dyngjunnar láta ekki mikið yfir sér.

“Þráinsskjaldarhraun er mikið í fréttum þessa dagana vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga, ásamt Fagradalsfjalli, Keili, Litla-Hrút, Krýsuvík, Brennisteinsfjöllum og fleiri góðum örnefnum.
Heitið virðist sett saman úr þremur hlutum: Þráinn, skjöldur og hraun. Það síðastnefnda er auðskiljanlegt. Skjöldur er svo þekkt í örnefnum til að lýsa dyngjulaga fjöllum, samanber Lyngskjöld á sunnanverðum Reykjanesskaga og hina alkunnu Skjaldbreiði norðan við Þingvallavatn. Hins vegar er ekkert vitað um Þráin. Hver var Þráinn? Hvað var Þráinn? Var Þráinn yfirleitt til?

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur – einn gígurinn.

Örnefnin Þráinsskjöldur og Þráinsskjaldarhraun eiga sér ekki forna sögu eins og mörg önnur íslensk örnefni. Þau koma ekki fyrir í Landnámu eða Íslendingabók Ara fróða, á þau er ekki minnst í Íslendingasögunum og þjóðsögurnar eru sömuleiðis þöglar. Þau koma í raun fyrst fyrir í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá miðri 18. öld. Þar segir: „Skolahraun er ævagamalt hraun, sem liggur vest-suðvestur af fjallinu Keili og niður til strandar, þar sem það heitir Þráinskjöldshraun.“ Góðri öld síðar segir Þorvaldur Thoroddsen í sinni ferðabók: „Sumir kalla hraunin vestur af Keili Þráinskjölds- eða Þráinskallahraun.“ Af orðum Eggerts og Bjarna er svo að sjá heitið hafi einkum átt við hraunið nær sjó í norðri en Þorvaldur virðist nota það í víðari skilningi, svipað og nú er gert.

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur og nágrenni.

Örnefnaskrár fyrir þetta svæði á Reykjanesskaganum kannast sömuleiðis ekki við Þráinsskjöld. Sesselja G. Guðmundsdóttir sem er heimakona úr Vogunum og hefur kannað þetta svæði mikið, bæði á bók og fæti, segir að heimamenn hafi aldrei kallað þetta svæði annað en Heiðina og náði það nafn allt frá sjó í norðri og suður í Reykjanesfjallgarð. Sjá rit Sesselju: Örnefni og gönguleiðir í Vatnleysustrandarhreppi sem Lionsklúbburinn Keilir gaf út 2007.
Örnefnið hefur væntanlega fest í sessi með skrifum jarðfræðinga um svæðið á 20. öldinni en fyrir þann tíma hafa verið áhöld um hvort það var yfirleitt notað af heimamönnum eða hversu vítt það náði. Nafnið er því ófyrirsegjanlegt eins og skjálftarnir sem skekja það nú.”

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=81334

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur og aðrar dyngjur Reykjanesskagans.

Lynghólsborg

Gengið var um Kálfatjarnarheiði ofan og vestan Staðarborgar. Áður hafði Vatnsleysu- og Flekkuvíkurheiðar norðan og austan borgarinnar verið skoðaðar.
VarðaHnit voru tekin á vörður, en þegar staldrað var við og svæðið gaumgæft lá í loftinu að þarna væri annað og meira en sýndist í fljótu bragði. Enda fundust á göngunni m.a. tvær fjárborgir og gerði, sem ekki hafa verið skráð áður. Ljóst er að enn má finna gleymdar minjar í heiðunum ef vel er að gáð.
Skammt ofan við Staðarborgina eru grónar lágar. Ofan við þær er aflangt klapparholt. Undir því hefur verið ferhyrningslaga ílangt gerði. Sjá má móta fyrir hleðslum, en annars hefur svæðið gróið upp, ólíkt því sem er umleikis.
Vestar er Lynghóll. Norðar er Staðarborgin. Tækifærið var notað og borgin skoðuð.
Í grein Árna Óla í Lesbók MBL 1852 segir m.a. um Staðarborgina. “Einn góðviðrisdag í sumar fór ég að skoða borg þessa og fékk Erlend bónda á Kálfatjörn til þess að fylgja mér þangað. Þetta er mikið mannvirki og ber þess glöggt vitni að þar hefir handlaginn maður verið að  verki.

Staðarborg

Borgin er hringlaga og eru veggirnir eingöngu hlaðnir úr grjóti, valdir hleðslusteinar bæði í ytri og innri hleðslu, en tylt upp á milli með smágrjóti. Vegghæð er um 2 metrar og veggþykktin neðst er um 1 ½ metri, en 1 metri efst. Þvermál að innan er um 8 metra, ummál hringsins að innan um 23 metra, en 35 metra að utan. Efst slútir hleðslan að innan nokkuð, líkt og byggingarmeistarinn hafi hugsað sér að hlaða borgina upp í topp, eins og hinar smærri fjárborgir, sem voru víða um land. Segir í Íslenskum þjóðháttum að fram á 19. öld hafi það víða verið siður á Suðurlandi, að ekki voru til hús yfir sauði, önnur en jötunlausar fjárborgir. Borgir þessar voru venjulega kringlótt byrgi, hlaðin í topp og gátu verið 6 álna háar eða meira. Stundum var þó reft yfir þær og voru veggir þá ekki nema svo sem 2 álna háir. Dyr voru svo lágar, að fé var aðeins gegnt um þær, og engin hurð fyrir þeim. Inn í þessar borgir var fénu ætlað að hörfa í hríðum og ilviðrum, og stóðu þær því oft langt frá bæjum.
StaðarborgÞessi borg var öðru vísi, nema hvað hún er hringlaga. Hún er svo miklu stærri en aðrar fjárborgir, að henni svipar helst til hrossaborganna,s em fyrrum voru í Eyjafirði og Skagafirði. Dyrnar voru þó upphaflega svo lágar og þröngvar, aðeins 1 metri á hæð, að af því sést að þetta hefir verið sauðfjárborg en ekki hrossaborg. Einu sinni hafði þó tryppi [aðrir segja kálf] skriðið þar inn með einhverjum hætti, en komst ekki út sjálfkrafa og mönnum tókst ekki heldur að koma því út fyrr en dyrnar voru hækkaðar og ná þær nú upp úr tóftinni. En tveir stórir steinar, sem notaðir höfðu verið sem árefti yfir dyrnar, eru þar enn til sýnis, annar fyrir utan tóftina, en hinn við liggur á tveimur steinum innst við vegg inni í tóftinni og er þar eins og setubekkur.

Þórustaðastígur

Hleðslan að innan er mjög vandvirknislega af hendi leyst. Hafa verið valdir í hana aflangir steinar, með sléttum fleti á endanum, sem snúa inn í borgina. Víða eru smásteinar eða steinflísar hafðar til að skorða steina og yfirleitt er hleðslan slétt og holulítil. Ytri hleðslan er með nokkuð öðrum hætti. Þar hefir sýnilega verið kappkostað að binda hleðsluna sem bezt, þannig að hver steinn styddi annan. Þessi hleðsla er því ekki jafn slétt og hin. Stærst er grjótið neðst og skagar undirstaðan sums staðar nokkuð út úr veggnum og virðist svo sem hleðslumaður hafi ekki gætt nákvæmlega hringlögunarinnar þegar hann lagði undirstöðuna, en rétt það af á næsta hleðslulagi.
Enginn veit nú hve gömul þessi borg er og það mun sennilega reynast erfitt að kveða nokkuð á um aldur hennar. Sjálf veitir hún litlar upplýsingar um það, því að ekki hefir byggingameistarinn haft fyrir því að klappa ártal á stein til minningar um það hvenær hún var hlaðin, nema ef vera skyldi að hann hefði klappað það á klöppina inni í borginni. Hafi svo verið þá sést nú ekki fyrir því, vegna þess að taðskán þekur alla klöppina og hefðir fyllt upp allar ójöfnur, svo að gólfið er eggslétt. Er það nú allt grasi gróið og er mjög vistlegt þarna inni, enda er sagt, að þegar Stefán Thorarnesen var prestur á Kálfatjörn, þá hafi hann stundum farið með fólk sitt á sunnudögum upp í borgina og veitt því þar súkkulaði. Af því má ætla að þá hafi fyrir nokkru verið hætt að hýsa fé í borginni, því að tæplega hefði presti þótt þar aðlaðandi ef ber taðskán hefði verið að sitja á.
Gólfið hefir verið gróið. Inni í borginni er skjól fyrir öllum áttum og það hefir ekki verið Hleðsla amalegt að liggja þar í grænu grasinu og njóta sólarylsins, eða fara í leiki. Hefir þá sjálfsagt oft verið glatt á hjalla þarna.”
Þá var stefnan tekin yfir að Lynghól. Í Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi segir m.a. um þetta svæði: “Drjúgum ofar í heiðinni og suðaustur af Þórustaðaborg er hóll mikill um sig sem heitir Lynghóll eða Stóri-Lynghóll. Þórustaðastígur liggur fast norðan við Lynghól og er mjögf greinilegir þar. Á hólnum er varða við götuna og stórt vörðubrot á suðurenda hans sem gæti verið gömul landamerkjavarða. Hóllinn er rétt ofan við miðja vegu milli Strandarvegar og Reykjanesbrautar.”
Þegar upp að Lynghól var komið þurfti að fara yfir Þórustaðastíg, sem er einkar áberandi þar í öxlinni, sem fyrr sagði.

Hleðsla

Á hólnum eru leifar myndarlegrar hringlaga fjárborgar. Grjót hefur tekið úr henni. Í fyrstu virtust þar vera leifar vörðu, sem er fallin, en líklegra er að þar hafi verið kví eða skjól í austanverðri borginni. Borgin hefur verið grjóthlaðin neðst, en með torfi efra. Vel má sjá grjóthleðslur allan hringinn, sem mótað hefur borgina. Hún er gróin og gróðureyðing hefur sótt að. Hér eftir verður borg þessi nefnd Lynghólsborg. Hér gæti líka verið komin Þórustaðaborgin, þ.e. fast við Þórustaðastíginn, en Þórustaðaborgin neðar þá verið stekkur, enda hlaðin í skjóli neðan við hóla. Lynghólsborgin er hins vegar efst á hól, líkt og afstaða flestra fjárborga annarra á svæðinu.

Þórustaðaborg

Þórustaðaborg.

Þórustaðastíg var fylgt upp heiðina. Þegar stutt var eftir upp á Reykjanesbraut sáust miklar vörðuleifar á sléttri klöpp. Skammt austar var myndarlegur hóll, að því er virtist með fuglaþúfu í toppinn. Þegar betur var að gáð voru þar hleðsluleifar líkt og á sama stað og sést hafði á Lynghól, sennilega hlaðið skjól. Umleikis var hringlaga mannvirki, leifar fjárborgar, svipað að stærð og á Lynghól, eftirleiðis nefnt Strandarborg. Neðsta umfarið, úr grjóti, sást allgreinilega. Torfveggur hefur síðan myndað borgina. Gróðureyðing hafði nagað borgina að utan. Hóll þessi er í Kálfatjarnarheiði og því væntanlega verið mannvirki frá einhverjum Kálfatjarnarbæjanna. Vestan hólsins eru grónir blettir. Í einum þeirra mátti hugsanlega greina tóft á tvískiptu húsi, en um það er þó erfitt að fullyrða nema að undangenginni rannsókn.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín. Nýta þarf hverja mínútu vel þegar gengið er síðdegis í októbermánuði því einungis er ratljóst að aftanverðum miðaftan.

Heimild:
-Lesb. MBL, sunnudagur 20. júní 1952 – Árni Óla, bls. 357-360.
-Sesselja Guðmundsdóttir – Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – 2007, bls. 40.Strandarborg