Tag Archive for: Vogar

Gvendarborg

Sesselja G. Guðmundsdóttir hefur endurútgefið bók sína „Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysustrandar-hreppi“ frá árinu 1995.
Gamla bókinBókin var löngu uppseld, enda einungis gefin út í 500 eintökum. Það var Lionsklúbburinn Keilir, sem stuðlai að hinu merka framtaki – líkt og nú. „Gamla“ bókin var 152 bls. með fallegum ljósmyndum og upplýsandi örnefnakortum af Vogaheiði og Strandaheiði. Með nýju bókinni (útg. 2007) hefur Sesselja bætt um betur; endurbætt og staðfært kortin og fjölgað ljósmyndum af merkilegum stöðum, sem eru fjölmargir á landssvæðinu ofan Voga og Vatnsleysustrandar. Nýja bókin er 184 bls, aukin og endurbætt. Hún er ágætur vitnisburður um dugnað, elju og þrautseiglu manneskju er þykir bæði mjög vænt um landið sitt og uppruna og jafnframt vilja til að miðla eftirlifandi kynslóðum af forsögunni og áþreifanlegum menningararfi – sem verður dýrmætari með hverju árinu sem líður.
Nýja bókin hefur verið gefin út í 1000 eintökum og ef að líkum lætur munu þau eintök verða fljót að fangast fegnum aðdáendum útivistar og fróðleiks. Með nýju bókinni hefur höfundinum tekist að nálgast viðfangsefnið enn frekar – líkt og sjá má á kápumyndinni.
Bók Sesselju fæst bæði hjá henni sem og í öllum betri bókaverslunum landsins, einkum á Reykjanesskaganum – næst Vogum á Vatnsleysuströnd.

Örnefndi og gönguleiðir í Vatnsleysstrandarhreppi

Örnefndi og gönguleiðir í Vatnsleysstrandarhreppi – II.

 

Hvassahraun

Gengið var frá Hvassahrauni. Veður var ekki bara ágætt – það var frábært, logn, hiti og sól. Gengið var eftir stíg, sem liggur til suðurs sunnan Reykjanesbrautar. Stígurinn liggur áfram til suðurs skammt austan við Brugghellinn. Í botni hellisins, beint undir opinu, er ferköntuð upphækkun, sbr. meðfylgjandi mynd. Í botninum var vatn, u.þ.b. fet á dýpt. Gólfið er flórað að hluta svo ganga megi þurrum fótum í hluta hellisns, sem er í rauninni stór rúmgóð hvelfing, um sex metrar á dýpt.

Hvassahraun

Brugghellir ofan Hvassahrauns.

Stígnum var fylgt áfram suður Rjúpnadalshraun og áfram til suðurs í jarði Flatahrauns. Stígurinn gerðist greinilegri eftir því sem ofar dró. Haldið var yfir línuveginn vestan Öskjuholts, áfram upp í Bælin og alveg upp í Höfða. Við efsta hólinn, Sauðhól, var snúið við, en frá honum sést vel til suðurs upp í tiltölulega slétt og víðfeðmt hraunið. Suðvestan í hólnum er Sauðhólsbyrgið. Veðrið var svo gott þarna að því miður gleymdist að taka GPS-punkt á byrgið.

Nú var snúið til norðurs með sólina á bakborða. Fallegt útsýni var niður að Öskjuholti og áfram upp að Brennhólum. Þegar komið var að Öskjuholti úr þessari átt blasti Öskjuholtsbyrgið við sunnan undir holtinu. Opið er tiltölulega lítið þar sem það er þarna í lyngi vöxnum bakkanum. Það er hlaðið, en fyrir innan er mjög rúmgott fjárskjól, enda greinilega mikið notað. Holtið sjálft er klofið eftir endilöngu með mikilli gjá. Annar klapparhóll, en minni, er austan við holtið.

Hvassahraun

Öskjuholtsskúti.

Gengið var til norðurs, upp að Smalaskála. Þar eru vel grónar lægðir og mörg náttúrleg skjól. Efst á Smalaskála er Smalaskálavarða. Gott útsýni er frá henni niður að Hvassahrauni. Í suðsuðaustri sést í háa vörðu á hæð, Jónsvörðu. Húner nokkurs konar „vendivarða“ þegar farið er upp í Hvassahraunssel. Í henni er steinn, sem bendir til austurs, en frá henni er enga vörðu að sjá. Ef hins vegar er gengið frá henni til austurs kemur Hvassahraunsselsvarðan fljótlega í ljós. Norðvestan við hana er selið undir holti.
Sunnan við Smalaskála er náttúrlegt skjól undir hæð, mjög góður hellisskúti með tiltölulega litlu opi. Vel gróið er í kring. Ef smalaskáli ætti að vera í Smalaskála þá væri þetta staðurinn. Skammt norðnorðvestan við það er lítið, en djúpt, jarðfall. Í því lá dauð rolla, enn í reifum.
Vestan í Smalaskála er lítið gat, en fyrir innan er rúmgóður skúti, sem greinilega hefur verið notaður sem fjárskjól. Allt í kring er vel gróið. Skammt norðan við hrygginn, sem fjárskjólið er í, er gat, u.þ.b. 5 metrar á dýpt. Ummálið er ca. 2×2 metrar. Við það er lítil varða.
Á smáhól norðan við Smalaskála er grönn og nokkuð há varða. Leitað var í kringum vörðuna, en ekkert markvert fannst. Útsýni er frá henni að Virkishólum og er varðan sennilega greinilegust þar. Hins vegar ber þessa vörðu í Smalaskálavörðuna þegar komið er neðan að austan Bláberjahryggjar. Við hana er gata. Götunni var fylgt til norðurs og var þá komið inn á nokkuð áberandi götu, sem kom að austan ofan við Virkishóla. Gengið var eftir götunni til vesturs. Sást hún vel í kvöldsólinni þangað til hún fór undir nýju Reykjabrautina gegnt gatnamótunum að Hvassahrauni.
Frábært veður.

Öskjuholtsskúti

Í Öskjuholtsskúta.

Skógarnefsgata

Þegar gengið var upp fyrir Hvassahraunssel sást hvar forn gata lá upp í hraunið, til austurs áleiðis að Skógarnefi. Götunni var fylgt eftir frá tveimur vörðum í jaðri gamla Afstapahraunsins. Nánar að gáð sást hvar eldri gata lá á milli varðanna í sömu stefnu.
SkogarnefsgataGatan, sem eftirleiðis verður nefnd Skógarnefsgata (af skiljanlegum ástæðum því hún hefur augsýnilega verið notuð til að sækja hrís og annan eldivið upp í Skógarnef alveg framundir aldamótin 1900 (og jafnvel lengur)) lá mjög greinileg í gegnum hraunið og upp í Nefið. Önnur svipuð gata liggur yfir hraunið nokkru norðar og svo virðist sem þær komi saman sem ein nálægt vörðunum fyrrnefndu.
Sambærilegar götur má sjá bæði upp úr Straumsseli og Óttarsstaðaseli og jafnvel víðar. Eftir að hafa skoðað Skógarnefið, kíkt á Skógarnefnsskúta og vatnsstæðið þar, var gatan fetuð til baka yfir gamla Afstapahraun, framhjá vörðunum og áfram til vesturs, fyrir ofan og norðan Snjódali og að Hvassahraunsseli að sunnanverðu. Á leiðinni var m.a. gengið fram á fallega hlaðið byrgi refaskyttu og tóftir smalaskála í nátthaga. Þar drupu einiber af hverri grein sem hvergi annars staðar.
Þegar Hvassahraunssel var skoðað, enn og aftur, komu í ljós tóftir á mjög gamalli selstöðu ekki allfjarri þeim, sem hvað greinilegastar eru í dag.
Loks var Hvassahraunsselsstígurinn vestari fetaður niður fyrir Virkishóla.
RefaskyttubyrgiLjóst má vera að selstígurinn hefur verið notaður sem fyrri hluti Skógarnefsgötunnar, sem liggur upp frá selinu og hefur verið allvel greiðfær. Ekki er ólíklegt að Skógarnefnsskúti hafi verið skjól fyrir fólk við hrístöku í Nefinu og það nýtt sér vatnsstæðið til viðurværis. Enn hafa ekki fundist kolagrafir á þessu svæði, en hin forna seltóft í Hvassahraunsseli gefur þó tilefni til að ætla að hún hefi verið nýtt til slíkra verka því útlit og gerð hennar svipar mjög til þeirra er sjá má við Kolgrafaholt.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Skógarnef

Skógarnefsskúti.

 

Vogar

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhjúpaði við hátíðlega athöfn á Fjölskyldudaginn í Vogum, 9. ágúst, verkið Íslands Hrafnistumenn eftir Erling Jónsson listamann.
Með honum í för Afhjúpunvar forsetafrúin, Frú Dorrit Moussaieff.
Listaverkið er reist sem minnisvarði um sjómennsku og útgerð frá Vogum og Vatnsleysuströnd en Vatnsleysuströndin var ein stærsta verstöð landsins á tímum árabátaútgerðar. Verkið stendur á Stóru-Voga túni við Stóru-Voga tanga. Aðeins vestar við verkið, á Eyrarkotsbakka, var Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar stofnað árið 1930 af bændum. Félagið lét m.a. byggja bryggju, báta og fiskverkunarhús með verbúð.
Forsetinn afhjúpaði verkið með aðstoð bekkjarbræðra úr Stóru-Vogaskóla þeirra Þórarins Birgissonar, Ragnars Karls Frandsen og Magnúsar Árnasonar. Þeir eru innfæddir Strandaringar og Vogamenn og um æðar þeirra rennur sjómennsku- og útgerðarmanna blóð.
Við athöfnina söng stórsöngvarinn Bjarni Thor Kristinss, Listaverkiðættaður frá Vatnsleysuströnd, lagið Íslands Hrafnistumenn við harmonikkundirleik Braga Hlíðbergs. Verkið er unnið að frumkvæði Birgis Þórarinssonar Minna- Knarrarnesi með aðstoð Birgis Guðnasonar hjá Listasafni Erlings Jónssonar. Þeir fóru þess á leit við Erling að hann kæmi að gerð listaverks, sem skírskotaði til sjómennsku og útgerðar héðan. Erlingur brást mjög vel við erindinu og fylltist miklum eldmóð, en Erlingur er fæddur á Vatnsleysuströnd.
Verkið og umgjörð styrktu eftirtaldir aðilar og er gjöf þeirra til sveitarfélagsins og íbúa þess: Sparisjóðurinn í Kefl avík, Sveitarfélagið Vogar, Bræðurnir frá Halakoti, Magnús, Guðmundur og Ragnar Ágústssynir, Særún Jónsdóttir og fjölskylda, Þorbjörn ehf., Menningarráð Suðurnesja og Landslag ehf.

Heimild:
-Faxi.

Vogar

Vogar.

 

Fagradals-Vatnsfell

Gengið var frá Háabjalla að Snorrastaðatjörnum og þar að Snorrastaðatjarnaseli norðan við tjarnirnar. Þar mun hafa verið kúasel.

Oddshellir

Oddshellir.

Gengið var suður fyrir vatnið og inn á Skógfellagötuna austan þess. Götunni var fylgt upp yfir Litlu-Aragjá og áfram yfir Stóru-Aragjá þar sem er Brandsgjá, yfir hraunið norðan Mosadals, niður vestari Mosadalsgjá og yfir Mosana. Farið var út af þeim að austanverðu og haldið áfram upp á milli þeirra og Kálffells. Ekki var komið við í Kálffelli að þessu sinni, en bent var á staðsetningu Oddsshellis og haldið áfram áleiðis upp í Dalsel. Á leiðinni var komið við í fallegum hraunkötlum. Í einum þeirra (miðsvæðis) var gömul fyrirhleðsla. Gengið var upp með hæðunum norðan Fagradals og komið niður af þeim í Dalssel. Í selinu, sem er á lækjarbakka austan Nauthólaflata, er stekkur, kví og tóttir tveggja húsa. Selið er á fallegum stað. Notað var tækifærið og selið rissað upp.

Dalssel

Dalssel í Fagradal.

Frá Dalsseli var gengið upp með Fagradals-Vatnsfelli og upp á það að sunnanverðu. Þar er svonefndir Vatnskatlar, falleg vatnsstæði í gígum. Eystra vatnsstæðið var tómt, en nóg vatn í því vestara. Í suðri blöstu við Litli-Hrútur og Kistufell, auk Sandfells sunnar.
Haldið var til austurs sunnan Fagradals-Hagafells og áfram á milli Þráinnskjaldar og Fagradalsfjalls. Gengið var norðan Litla-Hrúts og að norðanverðu Hraunssels-Vatnsfelli (nyrðra). Á því er myndarleg varða, hlaðin af Ísólfi á Skála. Austan við vörðuna er stórt vatnsstæði. Greinilegur stígur liggur niður hlíðar fellsins að austanverðu og áfram í gegnum Skolahraun að Selsvallaseljunum.

Skógfellavegur

Skógfellavegur.

Stígnum var fylgt í gegnum hraunið. Stígurinn er gersemi; djúp för í hann á nokkrum köflum, breiður á öðrum og greinilega mikið farinn. Hann kemur að seljunum skammt norðan þeirra og gæti legið suður með austanverðu Hraunssels-Vatnsfelli áleiðis til Grindavíkur. Ef svo væri, er þarna um gömlu selleiðina að ræða. Þarf að skoðast betur síðar.
Selin á Selsvöllum voru skoðuð, bæði selin á vestanverðum völlunum sem og eldri selin á þeim austanverðum. Sel þessi voru frá Grindavík. Nokkrar tóttir eru að vestanverðu, auk stekkja og réttar, Vogaréttar. Að austanverðu eru einnig tóttir nokkurra selja, mun eldri en þau að vestanverðu. Gengið var áfram austur vellina og komið að Sogagíg þar sem fyrir eru Sogaselin, sel frá Kálfatjörn. Tóttir eru á þremur stöðum, auk þriggja stekkja. Sá stærsti er með norðanverðum gígbarminum.
Gangan tók rúmlega 7 klst. með hléum. Vegalengdin var rúmlega 20 km og þar var þetta lengsta FERLIRsgangan fram að þessu. Þessi ferð verður væntanlega aldrei afturgengin því um mjög óvenjulega leið var að ræða, sem að öllum líkindum mjög fáir hafa farið áður, en verður þátttakendum vonandi lengi í mynni.
Veður var frábært – þægileg gjóla og sól. Gangan tók 8 klst og 8 mín.

Kálffell

Kálffell – fjárskjól.

Vogar

Hinn árlegi Fjölskyldudagur í Sveitarfélaginu Vogar var haldinn 14. ágúst (2010).

Vogar

Vogar – bæjarhátíð 2010.

Ungir jafnt sem aldnir fengu að skoða innviði TF-Lífar, þyrlu Landhelgisgæslulnnar, á þessari árlegu Fjölskylduhátíð sem haldin var í bæjarfélaginu þrettánda árið í röð. Hátíðinni lauk með flugeldasýningu um kvöldið.
Að sögn Tinnu Hallgrímsdóttur, skipuleggjanda hátíðarinnar, var þyrlan við æfingar og var í leiðinni flogið yfir bæinn við mikinn fögnuð. Henni hafi svo verið lent á stóru túni og gestum leyft að skoða. Fjölskylduhátíðin á Vogum er með veglegra móti í ár enda haldið upp á 125 ára afmæli sveitarfélagsins.

Heimild:
-mbl.is

Vogar

Vogar.

 

Stóru-Vogar

Haukur Ólafsson, sendifulltrúi FERLIRs í Lundúnum, semdi eftirfarandi ábendingu: „Ég rakst á þetta í fasteignaauglýsingu um Vogalandið sem virðist, óskipt, vera til sölu!! Þar segir m.a.: Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17 er með til sölu áhugavert land í Vogum. Um er að ræða óskipt land svonefndra Vogajarða (Vogatorfa) í sveitarfélaginu Vogar (áður Vatnsleysustrandarhreppi) þ.e.a.s. Austurkots, Minni-Voga, Tumakots, Hábæjar, Nýja-bæjar, Stóru-Voga og Suðurkots.

Vegghleðslur

Áætluð stærð 2773 ha. Stóru Vogar er að fornu höfuðbýli og landnámsjörð er áður nefndist Kvíguvogar eftir sækúm er þar gengu á land og náðist ein þeirra í fjós á bænum. Segir sagan að af henni sé komið eitt besta kúakyn á landinu, allar úlfgráar að lit. Landið liggur að hluta til að þéttbýli, miðsvæðis og í þjóðbraut allra sem fara um Reykjanesbraut. Stór hluti mögulegt byggingarland. Nú þegar tilbúið skipulag að nokkrum atvinnuhúsalóðum. Áhugaverð vatnsréttindi. Áhugaverð fjárfesting m.a. vegna legu sinnar í þjóðbraut, en Reykjanesbraut liggur í gegn um landið og það liggur að norðurjaðri Reykjanesbæjar. Hver einasti ferðamaður sem heimsækir Ísland flugleiðina á leið um þetta land. Sá fjöldi nálgast nú 400 þúsund á ári og eru Íslenskir ferðamenn ekki með taldir. Frá Vogajörðunum var stundað útræði um aldir og voru þar oft hundruðir manna í verbúðum á 100-200 bátum af ýmsum stærðum. Undir Vogastapa voru fengsælustu fiskimið við Ísland, amk. á vorvertíð. Var þar oft landburður af fiski og auðgaðist margur á þeim rekstri. Tveir af kunnustu útgerðarmönnum við Faxaflóa, þeir Haraldur Böðvarsson og Geir Zoega hófu sína útgerð í Vogunum og farnaðist báðum vel. Jón M. Waage lét reisa þarna fyrsta steinhús á Íslandi árið 1871. Að verkinu stóð Sverrir Runólfsson, steinhöggvari, sá sami og reisti kirkjuna að Þingeyrum og sjálfa Skólavörðuna. Lítið stendur eftir af þessu merka húsi, nema etv. grunnurinn. Eign fyrir fjársterka aðila.“
Hér kemur fram að í Vogum séu leifar af „elsta steinhúsi á Íslandi, reist 1871“. Það er reyndar ekki alveg rétt, sbr. eftirfarandi, en ætla má að þarna kunni að leynast minjar elsta steinhúss á Íslandi, reist af einkaaðila.
Um miðja 18. öld fóru dönsk stjórnvöld að beita sér fyrir eflingu iðnaðar hér á landi. Konungur styrkti hlutafélagið Innréttingar sem Skúli Magnússon, sem var skipaður landfógeti 1749, stofnaði með öðrum 1751. Aðalaðsetur Innréttinganna var valinn staður í Reykjavík og lagði grunn að þéttbýlismyndun þar.
Skúli Magnússon var einnig aðalhvatamaður þess að byggður yrði embættisbústaður fyrir hann í Viðey hlaðinn úr íslensku grjóti. Í anda upplýsingar voru dönsk stjórnvöld því fylgjandi að byggja hús úr varanlegu efni ef það mætti verða til þess að Íslendingar lærðu að byggja varanlegri hús en torfhús. Dönsk stjórnvöld vönduðu mjög undirbúning framkvæmda sinna. Létu þau hæfustu húsameistara sína teikna þau steinhús sem reist voru hér og sendu iðnaðarmenn hingað til lands til að vinna við og hafa umsjón með bygginga-framkvæmdum og kenna Íslendingum hið nýja verklag.

Vegghleðslur

Þau steinhús sem dönsk stjórnvöld reistu á 18. öld voru Viðeyjarstofa 1753-55, Hóladómkirkja 1757-63, Bessastaðastofa 1761-67, Nesstofa 1761-63, fangahúsið í Reykjavík (Stjórnarráðshúsið) 1765-70, Viðeyjarkirkja 1766-74, Landakirkja á Heimaey 1774-78, Bessastaðakirkja 1777-1795 og dómkirkjan í Reykjavík 1787-96.
Þegar ráðist var í byggingu dóm- og hegningarhúss við Skólavörðustíg í Reykjavík árið 1871 var ákveðið að fela Klentz verkið. Sverrir Runólfsson hafði sóst eftir að byggja húsið eftir aðferð sinni en aftur var Bald falið að annast smíði hússins. Var húsið reist eftir aðferð Sverris úr ótilhöggnum hraunhellum. Þetta er sama árið og steinhúsið að Stóru-Vogum var reist. Sverrir mun því hafa tekið að sér þá framkvæmd í staðinn og gæti hún því verið elsta steinhús hér á landi í einkaeign, eins og fram hefur komið. Það eitt eykur verðgildi minjanna að Stóru-Vogum til muna.
Og þá var bara að fara á vettvang. Þegar málið var borið undir Viktor Guðmundsson, sendifulltrúa FERLIRs í Vogum, brá hann þegar upp heimildum um húsið, skráðar af afa hans, Guðmundi Björgvini Jónssyni (Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi). Hjá honum kemur fram Sverrir Runólfsson hafi reist steinhús fyrir Jón. M. Waage í Stóru-Vogum árið 1871. Húsið hafi verið hlaðið úr grjóti með íverurisi. Árið 1912 er síðan byggt nýtt timburhús á staðnum og er steinhúsið notaður sem grunnur þess.
Við skoðun á leifum bæjarins að Stóru-Vogum mátti glögglega sjá handbragð Sverris á hleðslunum. Greinilega mátti sjá hleðslur útveggja steinhússins sem og stéttar og nálægar stallhleðslur. Þegar timburhúsið, sem nú er horfið, var byggt ofan á steinhúsið og það þá notað sem kjallari þessi, hefur verið steypt bæði innan og utan á hleðslurnar og tröppur steyptar upp í timburhúsið við suðvesturhornið, auk þess sem milliveggur hefur verið steyptur í kjallarann. Ef grannt er skoðað má sjá  á einum stað steinhlaðinn boga á austurvegg kjallarans (steinhússins), sem var eitt af einkennum Sverris. Þrátt fyrir að þetta elsta steinhús í einkaeigu á Íslandi hafi síðar verið notað sem kjallari timburhúss má en glögglega sjá handbragð byggingarmeistarans, bæði á veggjum og aðliggjandi hleðslum.

Stóru-Vogar

Steinhúsið í Stóru-Vogum er líklega eina verk Sverris fyrsta steinsmiðs á Íslandi sem enn stendur. Hér koma smáupplýsigar fengna úr skýrslu sem Egill Hallgrímsson í Minni-Vogum og annar maður gerðu um bygginguna árið 1872, en þá var húsið ekki að fullu byggt:
„Kjallari – bogagluggi á hvorri hlið.
Stofuhús – Tilhögun húsa á gólfi. 2 afþiljuð hús, jafnlöng til begja enda hússins, með 2 gluggafögum til hvors gafls og sitt fag hvorumegin við suðurdyr á hliðinni og sinn glugginn hvorumegin við norðurdyr og gluggahol eru öll bogahlaðin. Gangr er eptir miðju 2 1/2 al. Bogagluggi yfir dyrum. Í vesturenda er veðr. afdeiling, stofuhús, svefnkames og búr. Þessi verelsi og dyr eru með 4 vængjahurðum plægðum og á að verða með 7 fyllingahurðum húsið niðri (sumar gjörðar).
Á lopti 2 afþiljuð hús jafnstór. Sitt gluggafag á hverjum gafli.
Þak hellulagt. Einn orn á lopti og 2 fyllingahúrðir.
ÍBogahleðsla þakið fóru 4000 skífur.
Hæð kjallara 2 og 1/2 al., stofuhús vegghæð undir lopt 3 al. – 15 þml. og gaflhæð 4 og 1/2 al.“
Skýrslunni fylgir einnig kostnaður við bygginguna.
Húsið hefur verið sagt fyrsta steinhúsið í bændaeigu á landinu, byggt af fyrsta íslenska steinsmiðnum. Þá hefur útlit hússins með alla þessa bogadregnu glugga verið glæsilegt.
Það mætti því að ósekju geta þessum minjum meira vægi en gert hefur verið, t.d. með merkingum, hreinsun með hleðslum o.fl. er gætu gert þær ásjálegri en nú er.
Íslensk byggingarlist er um margt sérstæð. Hún er samofin baráttu þjóðarinnar við náttúruöflin, aðlögun að erfiðum aðstæðum og skorti á byggingarefnum framan af öldum. Erlendra áhrifa fer að gæta hér að ráði um miðja 18. öld með byggingu timburhúsa og steinhúsa. Síðan þá hafa erlend áhrif verið mikil hér á byggingar-list en jafnvægis verið leitað með aðlögun hinna erlendu áhrifa að íslenskum aðstæðum.
Búið var í íbúðarhúsinu að Stóru-Vogum til 1940. Það var rifið 1964.

Heimildir m.a.:
-Ágrip íslenskrar húsagerðarsögu fram til 1970 – Guðmundur L. Hafsteinsson, arkitekt FAÍ.
-Viktor Guðmundsson, Vogum.
-Guðmundur Björgvin Jónsson f. 1913: Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandahreppi.
-Eyjólfur Guðmundsson.

Elsta steinhúsið

Borgarkot

Borgarkot er býli, sem Viðeyjarklaustur hafði umráð yfir, milli Kálfatjarnar og Flekkuvíkur. Tóftir sjóbúðanna sjást enn en sjórinn er að brjóta þær smám saman.

Borgarkot

Stórgripagirðing við Borgarkot.

Krýsvíkingar fengu að hafa kálfa og nautgripi í Borgarkoti gegn afnotum Viðeyjarklausturs að verstöð Krýsvíkinga, sennilega að Selatöngum. Einnig hafi Viðeyjarklaustur gripi sína í Borgarkoti. Girðingin er sennilega vegna þeirra – stórgripagirðing. Hún náði fá Kálfatjörn yfir að landamerkjum Flæekkuvíkur neðan Hermannavörðu. Þar beygir hún til strandar. Önnur sambærileg girðing er vestan Litlu-Vatnsleysu. Í steinana beggja vegna eru grópuð tvö göt og í þau reknir trétappar. Á þessa tappa voru hengdar taugar til að varna stórgripum ferð um upplandið. Ekkert virðist hafa verið vitað um girðingar þessar þótt ótrúlegt sé, en svo virðist vera um margt á Reykjanesskaganum. Honum hefur lítill gaumur verið gefinn.

Valdimar Samúelsson hafði samband við FERLIR eftir að hafa séð myndir af steinum með götununum á við Borgarkot.

Borgarkot

Stórgripagirðing við Borgarkot.

„Ég var ekki lengi að ákveða að fara eftir að ég sá þessar holur en fór um Borgarkotsland og sá töluvert meira af steinum þar á meðal einn sem hefir verið settur upp á annan.
Þessir steinar eru svörun á því sem ég hef verið að leita að en þarna voru mjög greinilegar þríhyrningslagaðar holur ásamt venjulegum holum en auðvitað voru sumar eyddar af veðri. Þér að sega þá freistaðist ég til að taka tappa út þrem holum en setti þá í aftur.

Þetta er því fyrsta sönnun fyrir því að þessar þríhyrnings löguðu holur í S-Dakota hafa líkan annarstaðar, en við erum búinn að leita um allt, þá á ég við reynt að fá upplýsingar um sambærilegar holur í öðru en skipafestarholur og eða skipasteinum, en í öllum Norðurlöndum eru engar að finna.

Borgarkot

Borgarkot – stórgripagirðing.

Á Grænlandi finnast skipafestarholur þríhyrningslagaðar en þær eru sverari og dýpri en þessar, einnig í Hudson Bay, held við Nelson-ánna, en það er álitið að menn hafi farið þar upp og endað í Winnipegvatn, síðan niður Rauðá, en þá eru þeir komnir á þetta holusvæði. Svæðið í S-Dakota heitir Whetstone Valley og eru svona steinamerkingar í steinum og bergi við ár og læki um allan dalinn.“

Spurning er hvort Íslendingur, sem farið hafi til Ameríku, en komið aftur, hafi gert þessar holur og notað steinana í girðingu hér.

Nú er bara að fá upplýsingar um hversu gömul götin eru í Ameríku og í hvaða tilgangi þau voru gerð.

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Prestastígur

Nafnið Prestastígur er nýlegt heiti á fornri og fyrrum fjölfarinni þjóðleið á Reykjanesi. Sú skýring á nafninu er þó líkleg að með prestakallalögum frá 1907 var Kirkjuvogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík og hefur því Staðarprestur oft átt erindi um þessa fornu leið.

Prestastígur

Upphaf Prestastígs ofan Hundadals.

Þegar þessi forna þjóðleið er farin frá Höfnum liggur leiðin frá Kalmanstjörn um Hafnarsand fyrir norðan Presthól og um Kinn, þar sem farið er ofan í sigdalinn upp af Stóru Sandvík, þaðan hjá Haug og yfir Haugsvörðugjá og síðan með rótum Sandfellshæðar. Þar fylgir gatan hraunjaðri Eldvarpahrauns. Á vegi okkar verður þá nýlegur vegaslóði sem er tilkominn vegna lagningar ljósleiðara. Þegar kemur á móts við Rauðhól er farið yfir hraunhaft að hólnum og síðan hjá Eldvörpum og yfir Hrafnagjá og þaðan að Húsatóftum í Staðarhverfi.
Öll þessi leið er vel vörðuð og ber þess merki að þar hefur verið fjölfarið um aldir. Víða sést hvar umferðin hefur markað alldjúpar götur í hraunið og lausagrjót hefur verið tínt úr götunni og lagt til hliðar.

Prestastígur

Prestastígur – varða.

Þetta var aðalleið vermanna af Suðurlandi, sem sóttu sjó frá Höfnum og af Rosmhvalanesi og þar hafa skreiðarlestir verið á ferð. Eins hafa Grindvíkingar lagt leið sína þarna um á þeim tíma sem þeir þurftu að sækja verslun til Básenda, þótt þeir hafi einnig farið sjóleiðina, en á 17. og 18. öld urðu þeir að sæta því í nokkra áratugi að sækja verslun þangað sökum þess að kaupmenn treystu sér ekki til að sigla til Grindavíkur vegna skipskaða sem urðu þar á fyrri hluta 17. aldar. Þá hefur Sigvaldi Sæmundsson póstur verið þarna á ferð á leið sinni milli Básenda og Grindavíkur en hann var fyrsti póstur sem ráðinn var með skriflegum samningi til póstferða árið 1785.
Hafnir voru fyrr á öldum blómlegur útgerðarstaður og var þar stundaður umfangsmikill búskapur bæði til lands og sjávar. Vermenn fjölmenntu þangað á vertíðum og eru sagnir til um stórfellda útgerð Ketils Ketilssonar í Kotvogi, en hann gerði út þrjú skip á árunum 1870 – 1880 og voru þá um 50 sjómenn á hans vegum auk 22 annarra heimilismanna. Ketill var meðal auðugustu manna landsins á sínum tíma. Hann byggði steinkirkju þá sem enn stendur á Hvalsnesi, en Ketill átti m.a. alla Hvalsnestorfuna og Járngerðarstaði í Grindavík.

Prestastígur

Prestastígur – Eldvörp.

Landkostum hefur á síðari árum hrakað mjög í Höfnum vegna sandágangs og margir bæir farið í eyði af þeim sökum, þar á meðal Haugsendar, sem fóru snemma í eyði. Haugsendar voru milli Kirkjuvogs og Merkisness, tún þar voru mikil, húsaskipan vegleg og myndarlega búið. Sagnir um mannlíf þar lifa í gömlum húsgangi:

Á Haugsendum er húsavist
sem höldar lofa.
Þar hefur margur glaður gist,
og gleymt að sofa.

Í seinni tíð er farið að nefna þessa fornu þjóðleið Prestastíg en hvergi finnast þess merki í gömlum heimildum. Geir Bachmann lýsir þeim þjóðleiðum sem frá Grindavík liggja í sóknarlýsingu frá 1840. Hann nefnir með nafni fyrstu þrjá aðalvegi yfir hraunin en segir svo: „Sá fjórði og síðasti vegur sem úr sókninni liggur og alþjóðarvegur má kallast, liggur upp frá Húsatóftum í útnorður ofan í Hafnirnar og er hann sá einni sem héðan farinn verður þangað“. Þetta er eini vegurinn frá Grindavík sem Geir nefnir ekki með nafni.

Prestastígur

Prestastígur ofan Húsatófta.

Prestastígur liggur milli tveggja heimsálfa þar sem hann liggur yfir flekaskilin milli Evrópu- og Norðurameríkuflekanna, sem svo eru nefndir. Því má segja, að þegar Prestastígur er genginn, þá fari ferðalangar frá Ameríku og til Evrópu. Reykjanes er að vissu leyti einstakt í sinni röð þar sem þar er eini staðurinn á jarðríki þar sem sést greinilega hvernig úthafshryggur gengur á þurrt land. Best er að skoða sprungukerfið í Stóru-Sandvík eða sunnan við Valahnúk.
Þegar farið er frá Kalmanstjörn er gengið yfir nokkuð slétt, uppblásið helluhraun. Helluhraun þetta er hluti af stórri dyngju sem jarðfræðingar nefna Sandfellshæð. Í Sandfellshæð er stór gígskál, Sandfellsdalur, og þar á hraunið upptök sín. Hraunið er talið hafa runnið fyrir um 12 þúsund árum. Þegar norrænir menn komu til Íslands, síðla á níundu öld, var svæði þetta allt vel gróið en eftir mikil eldsumbrot og öskufall á Reykjanesi á öðrum fjórðungi þrettándu aldar hófst uppblástur á svæðinu. Ef grafið er niður í sandbollana í hrauninu þá er komið niður í jarðveg. Í hrauninu ber mikið á hraunhólum sem eru sprungnir í kollinn.
Þar sem Prestastígur liggur hæst er komið fram á gjábrún. Þar heitir Haugsvörðugjá. Uppi á bakkanum vestan megin eru gjallgígahrúgöld og nefnist þar Haugur. Í kringum gígana er þunnt gjallkennt hraun og er það eldra en 8000 ára.

Ef veður er gott er þess virði að taka stuttan útúrdúr og ganga á Einiberjahól sem er ævagamall, stakur gígur skammt sunnan við Prestastíg, suðvestur af Sandfellshæð.
Sunnan undir Sandfellshæð er stakur gíghóll, Rauðhóll og frá honum hefur runnið hraun til suðurs og suðvesturs og er Prestastígur milli hrauns og hlíðar, þ.e. liggur um slakkann þar sem Rauðhólshraunið rennur upp að Sandfellshæð. Rauðhólshraun er 2000-3000 ára.

Prestastígur

Prestastígur – brú yfir Hrafnagjá.

Gengið er framhjá Rauðhól og austan við hann tekur við mosagróið apalhraun. Það er yngsta hraunið á svæðinu og rann árið 1226. Þá opnaðist liðlega 10 km löng gossprunga og nefnist hún Eldvörp. Meðal jarðfræðinga er hraunið nefnt einu nafni Eldvarpahraun en í tali heimamanna hétu einstök svæði þess ýmsum nöfnum, m.a. Sundvörðuhraun. Gígarnir í Eldvörpum eru fjölmargir og margir þeirra fallegir. Flestir eru gjall- eða klepragígar og eru nær allir óskertir og er gígaröðin ein af fáum á Reykjanesskaganum sem hefur verið hlíft við efnistöku. Um tveimur kílómetrum norðar en þar sem Prestastígur fer yfir gígaröðina er allnokkur jarðhiti og þar hefur verið borað á vegum Hitaveitu Suðurnesja. Eldsumbrotin á þrettándu öld yst á Reykjanesskaganum stóðu með hléum frá um 1210 til 1240. Mest gekk á árið 1226. Þessi hrina er nefnd Reykjaneseldar af fræðimönnum.
Þar sem Prestastígur fer yfir þetta sögulega hraun er það um 1,5 km á breidd. Þá er komið ofan í kima upp í hraunið og fyrst ber þar við stór og mikil gjá er nefnist Hrafnagjá og er hún í svonefndum Tóttarkrókum. Hraunið sem tekur við er blásið helluhraun og úr Sandfellshæð eins og vestar. Í Tóptarkrókum eru forn hlaðin byrgi sem menn vita nú ekki til hvers voru notuð. Austan við Eldvarpahraunið og niður að Húsatóftum ber mikið á stórum opnum gjám. Fyrst er nefnd Hrafnagjá. Ofan hennar er svonefnt Sauðabæli. Neðar er Miðgjá og næst Húsatóftum er Hjálmagjá. Komið er inn á vestanvert heimatúnið (golfvöllinn) í skarð á gjánni.

Heimild um jarðfræði:
-Kristján Sæmundsson. Jarðfræðikort af Svartsengi, Eldvörpum og Reykjanesi.

Ólafur Sigurgeirsson tók saman.

Á Prestastíg

Keilisnes

Keilisnes er nes milli Flekkuvíkur og Kálfatjarnar. Flestum núlifandi er það ferskast í minni vegna umræðna um væntingabyggingu álvers á síðasta árattug er gufaði upp jafnskjótt og hún hafði kviknað.
Efst á nesinu, skammt frá gamla þjóðveginum, er varða sem Stefánsvarða heitir, á hæð sem við hana er kennd.  Þaðan er mikið útsýni yfir Faxaflóa. Örn Arnarson skáld lýsir siglingu Stjána bláa fyrir Keilisnes í örlagaþrungnasta minnigarkvæði sem ort hefur verið um íslenskan sjómann:

Í FlekkuvíkÆsivindur lotugangur
Löðri siglum hærra blés
Söng í reipum. Sauð á keipum.
Sá í grænan vegg til hlés.
Stjáni blái strengdi klóna,
Stýrði fyrir Keilisnes.

Ríkið á þarna landið. Fjárfest hafði verið í því eftir að vonarblær lék um byggingu álversins. Hugmyndir eru nú um það í bæjarstjórn Voga að falla frá því að skilgreina svæðið sem iðnaðarsvæði. Keilisnes kemur og til greina sem nýr staður undir álver Alcans í kjölfar þess að Hafnfirðingar felldu stækkun álversins í Straumsvík. Bæjaryfirvöld í Vogum á Vatnsleysuströnd íhuga hins vegar að falla frá því að skilgreina svæðið sem iðnaðarsvæði.
Hafnfirðingar höfnuðu því að álverið í Straumsvík yrði stækkað í 460.000 tonna ársframleiðslu, í atkvæðagreiðslu á dögunum. Síðan hefur komið fram að hægt er að stækka álverið í Straumsvík umtalsvert á núverandi lóð þess. Þá hefur einnig komið fram að kostnaður álversins vegna hugsanlegrar stækkunar sé þegar kominn yfir miljarð króna og spurning hvort stjórnendur fyrirtækisins vilji nýta þá fjármuni eða hætta rekstri hér og tapa þeim peningum alveg. Haft var eftir Gunnari Guðlaugssyni, sem líka leysir Rannveigu Rist af hólmi, í fréttum Stöðvar tvö að hugmyndin um Keilisnes væri góð. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og stjórnarmanni í Alcan, sagði í fréttum stöðvarinnar að Keilisnes væri einn möguleikanna. Nýjustu fréttir gefa Hafnfirðingum þó von um að álverið verði um kyrrt á sínum stað næstu nálæga áratugina.“

Coot

Keilisnesið er í Flekkuvíkurlandi. „Ríkið á land á Keilisnesi, sem fyrr sagði, og eignaðist það raunar vegna hugmynda um álver á nesinu, á tímum Viðeyjarstjórnarinnar. Lóðin þar er skilgreind sem iðnaðarlóð í aðalskipulagi Voga á Vatnsleysuströnd. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Vogum, segir að verið sé að endurskoða aðalskipulagið og að það hafi komið til tals í bæjarstjórn, að falla frá því að skilgreina svæðið sem iðnaðarsvæði. Það verði þó ekki gert án samráðs við landeigandann. Fram kom í könnun Gallups að meirihluti landsmanna vill gera hlé á stóriðju næstu fimm árin; 2/3 kvenna og helmingur karla. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur sagt að ekki sé farsælt að stíga á bremsuna í þessum efnum.“ Þótt afstaða formannsins hafi verið raunhæf með hliðsjón af þróun þjóðarbúskapsins virtist hún úr takt við viðhorfs fólks er bar umhyggju fyrir náttúru og umhverfi landsins.
Á Keilisnesi dagaði fyrsti togari Íslendinga, Coot, uppi.
„Í marsmánuði (þann 6. mars) árið 1905 kom fyrsti togarinn í eigu Íslendinga, sem stofnað höfðu Fiskiveiðahlutafélag Faxaflóa árinu áður, til heimahafnar í Hafnarfirði. Skipið var breskur gufutogari sem hét Coot, þ.e. blesönd, en skipið var smíðað í Glasgow árið 1892 og mældist 141,5 brl. Útgerðin gekk brösuglega í fyrstu en síðan batnaði afkoman og síðustu árin var ágætis hagnaður af útgerð togarans, en skipið strandaði í desember 1908 við Keilisnes og náðist ekki á flot aftur. Togarinn Coot var ekki stórt skip, jafnvel á sínum tíma, og var ekki eiginlegur úthafstogari heldur ætlaður til veiða á innsævi og veiddi hann því aðallega í Faxaflóanum.

Frímerki

Togarinn gekk fyrir gufuaflsvél. Sá sem stuðlaði að því að Coot var keyptur til Íslands var útgerðarmaðurinn Einar Þorgilsson. Landsmenn vildu banna botnvörpur en svartsýni þeirra hvarf þegar þeir sáu hvað útgerðin gekk vel.
Á Coot var tólf manna áhöfn, allt Íslendingar. Útgerðin gekk oftast vel og skilaði miklum hagnaði til eigendanna.  Erfiðlega gekk að gera togarann út fyrsta árið en betur þegar á leið og útgerðin skilaði miklum hagnaði eða alveg þangað til Coot strandaði við Keilisnes árið 1908, en það urðu endalok útgerðarinnar. Nú eru engin ummerki eftir strandið á Ströndinni, en ketillinn úr togaranum var tekin þaðan og settur upp við minjasafnið í Hafnarfirði.
Næst á eftir Coot kom togarinn Jón forseti árið 1907.  Hann var á vegum útgerðarfélagsins Alliance.  Eftir það kom hver togarinn á fætur öðrum til landsins og árið 1912 voru þeir orðnir tuttugu talsins á öllu landinu.  Ketillinn
Í lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu eftir Skúla Magnússon er fjallað um Kálfatjarnarsókn. Þar eru sagðar 18 jarðir og eigi konungur 15 þeirra, en hinar 3 á Kálfatjarnarprestakall. „Mannfjöldi var árið 1703 [er] 401, en árið 1781 464. Engjar eru sagðar engar og eigi annar heyskapur en sá er fæst af túnunum og er ekki hægt að stækka þau. Frá flestum bæjum eru selstöður upp til fjalla. Í sókninni er hvergi hagfelldur staður til nýbýla, en eitthvert hið besta land til sauðfjárræktar, þar er Skúli hefur séð á Íslandi á fjögurra mílna svæði samhliða bæjunum. Á breiddina nær það svæði 2 mílur (danskar) frá sjónum upp að háfjöllunum sem greina Gullbringusýslu frá Árnessýslu. Þannig tekur þetta svæði yfir 8 fermílur.
Segir svo að á milli Kálfatjarnarsóknar og Garðasóknar sé hálent hraunsvæði, sem Almenningur nefnist. Er það 2 mílur að breidd og þriggja mílna langt frá sjónum upp að fjöllunum. Landslag og gróður er þar með sama hætti, sem fyrr segir um Kálfatjarnarþingsókn; þó er þarna meira smáhrís og lyng. Undir þessu hrauni er bærinn Lónakot, sem eyddist fyrir skömmu af sjávargangi (það er að sjóflóð árið 1776 reif bæði burtu grassvörðinn af túninu og fyllti húsin og vörina grjóti og möl).“
Meira er fjallað um Vatnsleysustrandarbæi, minjar og sagnir annars staðar á vefsíðunni.
Ásláksstaðir