Tag Archive for: Vogar

Brunnastaðir
Hús var tekið á Símoni Kristjánssyni á Neðri-Brunnastöðum. Símon er fæddur árið 1916, en ennþá ern og kann glögg skil á örnefnum og kennileitum í Brunnastaðalandi. Hann er fæddur á Grund og hefur alið mestan sinn aldur á svæðinu.

Brunnastaðir

Bænhúshóll, að sögn Símonar.

Um Brunnastaði er m.a. fjallað í Jarðabókinni 1703. Þar segir um jörðina: „Jarðadýrleiki óviss, konungseign.“ Hennar er þó einnig getið í eldri heimildum. Árið 1395 er Brunnastaða t.a.m. getið í eignaskrá Viðeyjarklausturs. Þá eru hálfir Brunnastaðir metnir á 30 hdr. Á árunum 1547-’48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. 1584 segir að „Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 1 hdr í fríðu og 2 vættir fiska. Árið 1703 eru eftirfarandi hjáleigur í byggð; Halakot, Brunnastaðakot, Stöðlakot, Tangabúð og Skjaldarkot. Í eyði voru Traðakot, Vesturhús, Naustakot, Austurhús og Suðurhús. Hjáleigur í byggð árið 1847 voru Halakot, Suðurkot, Austurkot, Naustakot, Skjaldakot og Traðarkot. Á Bieringstanga voru nokkrir bæir, sem fóru í eyði á árunum 1920-1925. Þeir voru þessir: Grund eða Trumba, Vorhúsabæirnir, Austurbær eða Bjarnabær og Vesturbær eða Guðjónsbær, Hausthús og Hvammur. Frá þessu segir Gunnar Ingimundarson í örnefnalýsingu um Brunnastaðahverfi. Tvíbýli var á jörðinni um tíma; Efri- og Neðri-Brunnastaðir.
Um Neðri-Brunnastaði segir að þeir séu „allnærri sjávarkampinum, en Efri-Brunnastaðir eru talsvert fjær og standa á allháum hól. Ekki ber hverfisingum saman um hvort býlanna séu hinir upphaflegu Brunnastaðir. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín 1923-1924, er getið Brunnastaða og

Suðurkotsbrunnur

Suðurkotsbrunnur.

Brunnastaðakots, en hvort kotið sé annað vort núverandi býla skal ósagt látið. Sigurjón Sigurðsson í Traðarkoti telur Neðri-Brunnastaði upphaflega býlið, án þess þó að slá neinu föstu um það. Ályktun sína dregur hann af því, að ýmis býli á Vatnsleysuströnd hafi fyrrum verið byggð alveg niðri við sjávarkampinn, en síðan verið færð fjær sjó, eftir því sem landbrot jókst,” segir í örnefnaskrá.
“Neðri-Brunnastaðir, gömlu, var oft nefnt Húsið í daglegu tali, vegna þess, að það þótti stórglæsilegt timburhús á sinni tíð, er þar var reist, skömmu eftir síðustu aldamót (1907-8). Stendur þetta hús enn ásamt áföstum útihúsum, hvorttveggja hrörlegt mjög. … Núverandi íbúðarhús á Neðri-Brunnastöðum var reist 1957, töluvert fjær sjó en hið gamla.” “Bæjarhóll heitir sá sem Efri-Brunnastaðir standa á. Hlaðið, eða Brunnstaðahlað er hluti af Bæjarhól.”
Heimild er um bænhús á „Bænhúshól eða Kirkjuhól, en hóllin heitir svo því þar á að hafa verið bænhús í kaþólskri tíð,” segir í örnefnaskrá (GI).
Símon var spurður um hvar Bænhúshólinn væri að finna. Hann benti á aflíðandi hól í túninu suður af íbúðarhúsinu. Hann sagðist hafa afsléttað hólinn. Þá hafi komið þar upp ferkantaður steinn, ekki stór. Í honum hafi verið ferköntuð hola. Steininn hefði hann sett í sunnanverðan kálgarðinn sunnan við túnið. Garðurinn er þarna Halakotsbrunnurenn, en vel gróið í kringum hann. Hér er að öllum líkindum um stoðholustein að ræða.
Heimild er um brunn neðan við Neðri-Brunnastaði, fast við Brunnastaðabrunngötuna. “Eftir Sigurjóni Sigurðssyni í Traðarkoti er haft, að fram undir 1908 hafi aðeins verið fjórir brunnar í Brunnastaðahverfi, innangarðs, þ.e. í Halakoti, Efri-Brunnastöðum, Skjaldarkoti og Suðurkoti. Utangarðs voru brunnar í Grund og Vorhúsum. … Í (Neðri-) Brunnastaðabrunni gamla, sem af Hverfisingum er talinn elsti brunnurinn, voru steintröppur, og sömuleiðis í gamla Halakotsbrunni,” segir í örnefnaskrá (GI).
Símon sagði Neðri-Brunnastaðabrunninn vera kominn undir kampinn. Svæðið hafi verið fyllt upp og varnargarður settur utar, en áður hafði hleðslur í brunninum verið fallnar að mestu. Gamli Halakotsbrunnurinn væri þó enn sýnilegur.
Brunnurinn nýrri við Halakot sést enn norðvestan við húsið. Einnig brunnarnir við Efri-Brunnastaði, Skjaldarkot og Suðurkot. Brunnurinn við Suðurkot er norðaustan við núverandi íbúðarhús, sunnan gamla bæjarhólsins. Brunnarnir við Grund og Vorhús sem og við Hvamm sjást einnig enn. Þeim er m.a. lýst í ferð FERLIRs  um Bieringstanga í fylgd Magnúsar Ágústssonar og Hauks Aðalsteinssonar.
Magnús Ágústsson í Halakoti sagði Gamla Halakotsbrunninn vera í tjarnarjaðri norðan við húsið. Affallið fráhúsinu væri leitt í brunninn og því hafi myndast tjörn við hann. Til stæði að breyta því og þá myndi brunnurinn koma í ljós að nýju. Í honum væru hleðslur og tilhöggvin þrep.
Ragnar bróðir hans staðfesti þetta. Hann sagði þó einn fallegasta brunninn í hverfinu hafa verið Skólabrunninn skammt ofan við Halakot, upp undir vegi. Hann hafi verið alveg heill þangað til nýi afleggjarinn að Skólatúni var lagður frá aðalveginum [sjá má gömlu hliðstólpana vestan vegarins] – og yfir brunninn.
SG sagði brunninn hafa verið neðan við skólahúsið. Hans væri ekki getið í örnefnalýsingum. Svæðinu hefur verið raskað og brunnurinn væntanlega horfinn.Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.
-Símon Kristjánsson – Neðri-Brunnastöðum – f: 1916.
-Magnús Ágústsson.
-Ragnar Ágústsson.

Narfakotsbrunnur
Helgi Davíðsson í Vogum (84 ára) er manna fróðastur um Ásláksstaði og nágrenni, en hann ólst þar upp og bjó þar lengi framan af. Á svæðinu eru nokkrar athyglisverðar minjar, auk bæjartóftanna, garða, útihúsa, nausta og vara – leifar mannanna verka fyrri tíðar. Má þar t.d. nefna svonefnt Hlöðversleiði. Svæðið, sem hér verður tekið fyrir, er í raun tvískipt; annars vegar Halldórsstaðir, Hlöðunes og Narfakot vestan Atlagerðistanga og hins vegar Móakot, Ásláksstaðir, Nýibær (Hallandi) og Sjónarhóll.

Brunnur við Narfakot

Í örnefnaskrá fyrir Hlöðunes segir að “Halldórsstaðir stóðu í Halldórsstaðatúni og í því rétt við Halldórsstaðastíginn er svo nefnt Hlöðuversleiði. Á þar að vera heygður landnámsmaður Hlöðuness, sem þá ætti að hita Hlöðversnes og er af sumum nefnt.”
Rústir Halldórsstaða eru sunnan við Narfakot, sem stendur nær sjárvarkambinum. Sunnan þess eru tóftir Hlöðuness. Norðar, við ströndina eru rústir sjávarhúsa og aðrar minjar. “Allar varir Hlöðuneshverfis voru nefndar einu nafni Hlöðunesvarir. Vestust var Hlöðunesvör. Ofan vararinnar var Hlöðuneskampur og á honum var Hlöðuneskamphús, og Hlöðunesnaust eða Hlöðunesskiparétt.” segir í örnefnaskrá.
Helgi sagði fyrrnefnt leiði vera í eða upp á litlum ílöngum hól í Hlöðunestúninu, milli Narfakots og Hlöðuness. Hann hafi einhverju sinni sett stein upp á hólinn, en steinninn væri nú horfinn. Hlöðversleiðið væri ómerkt, en enn væri vitað hvar það væri.
Sesselja Guðmundsdóttir sagði að Klemens Kristmannsson (f. 1917, d. 2005) hafi gengið með henni um túnið í júní 2004 og sýnt henni staðinn þar sem „Hlöðvershaugur stóð, ílöng þúst, líktist leiði.“ Túnið var sléttað út ca 1944. Húsfreyjan þá, Silla, var ekki ánægð með rótið þegar hún frétti af því.. Heimild er um brunn við Hlöðunes, svonefndan Hlöðunesbrunn. Hann er skammt norðan bæjarins, við girðinguna að Narfakoti.
Brunnur „Halldórsstaðabrunnur og þá Narfakotsbrunnur voru allir skammt frá bæjum í Túnunum.” Brunnurinn við Narfakot er austan við núverandi íbúðarhús og brunnurinn við Halldórsstaði er rétt norðan við rústir bæjarins.
Hlöðunes er reyndar mjög gamalt býli. Þann 9. september 1447 er jarðarinnar getið í bréfi um jarðaskipti Einar Þorleifssonar og Steinmóðar ábóta í Viðey. Einar lét klaustrið í Viðey hafa jarðirnar, Voga (20 hdr), Hlöðunes (20 hdr), tvenna Ásláksstaði (40 hdr, Knarrarnes tvö (30 hdr)., Breiðagerði fyrir (10 hdr)… Árið 1584 segir: „Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 3 vættir fiska“. Árin 1547-48 er Minni- og Stærri Ásláksstaða getið í fógetareikningum. Atlagerði er orðin hjáleiga 1703. Ásláksstaðakot er og hjáleiga 1847. “Þá hafa verið nefndar nokkrar þurrabúðir, sem nú eru allar óbyggðar: Rás, Fagurhóll, Gerðar, út á Grandanum nefnist einnig Gerðakot og Atlagerði, sem stóð alveg út við vitann. Þá er Miðbær, og eitt sinn var svo nýbýli ofan þjóðvegar, Garðhús … “Þá eru grasbýlin. Syðst og vestast er Móakot, og norðaustur frá Ásláksstöðum er Hallandi, eða Nýibær, en undir því nafni gengur bærinn nú. Þá er Sjónarhóll, sem er innsti bærinn í Ásláksstaðahverfi.” Árið 1703 (Jarðabókin) segir: „Túnunum segir bóndinn að spilli tjörn, sem þar liggur innan mitt í túninu og líka nokkur önnur tjörn minni, ogso Fornmannaleiðiinnangarðs, líka gjörir sjáfarángur nokurt mein, þó ei til stórbaga á heimajörðinni. Engjar eru öngvar. Útihagar um sumar og vetur í lakasta máta og nær öngvir nema fjaran.”
Helgi sagði reyndar tvö fornmannaleiði vera við Hlöðunes. Guðrún Kristmannssdóttir, dóttir Kristmanns Runólfssonar, bónda í Hlöðunesi, sýndi honum þau. Það austara er vestast í túni Halldórsstaða, austan í lágum grónum hól. Á því er lítill steinn. Helgi sagði Kristmann hafi eitt sinn þurft að bregða sér til Reykjavíkur, en þá hefðu komið menn að bænum til að plægja. Hann hafði gleymt að segja þeim frá leiðinu svo þeir plægðu yfir það. Þetta hefði Kristmanni leiðst mjög.
 Helgi sagði Guðrúnu og hafa sýnt honum annað leiði, vestar, norðan undir bæjarhólnum. Þar ætti að vera svonefnt Hlöðversleiði, en líklega hefði Hlöðunes heitið Hlöðversnes fyrrum. Á því er einnig lítill steinn. Leiðið er á tiltölulega sléttu túni og rétt sést móta fyrir því, óreglulega. Mörkin á Halldórsstöðum og Hlöðunesi voru þarna við hlaðinn garð, sem enn sést að hluta. Kom garðurinn þar rétt austan við brunninn. Svonefnt Hlöðversleiði er því innan garðs á Hlöðunesi, en hitt leiðið, austara, er í Halldórsstaðatúni.
Grunnurinn af Hlöðuneshúsinu sést á bæjarhólnum, hlaðinn kjallari.
Þá var skoðað svæðið í og kringum Ásláksstaði. Hús og bæir við Ásláksstaði eru Hlöðversleiðieftirfarandi: Syðst Sjónarhóll, yfirgefið tveggja hæða steinhús með risi. Þá Ásláksstaðir vestar. [Sjónarhóll stendur í Innri-Ásláksstaðalendi, sem nú eru rústir fast við Sjónarhólshúsið, en Ytri-Ásláksstaðir, eru þar sem Helgi Davíðsson var alinn upp – SG]. Ásláksstaðahúsið var byggt árið 1884, að sögn Helga, upp úr timbri, sem barst á land með Jamestown er skipið strandaði utan við Hafnir 1881. Síðar var járnið rifið utan af húsinu og það forskallað. Nú væri húsið svo fúið að það mætti heita ónýtt. Norðan við Áláksstaði var Nýibær (rústir), en hann hét áður Hallandi. Vestan við Ásláksstaði væri ryðbrunnið bárujárnshús, Móakot. Stundum er talað um Ytri-Ásláksstaði.
Eitt hið merkilegasta við Ásláksstaði er fornar heimildir um legstað. Þar segir (FF,239): “Firir utan þennan Hól eru hér i Sókninni 3 önnur Fornmannaleidi; þar af, 2 á Asláksstödum sitt yfir hverju fyrstu Hióna þar / ad sagt er/ 1 á Hlödunesi, Öll þessi snúa ad Höfudgafli i Midmundastad, 9 álma ad lengd hvert, og nær 2 al: breid ofan, eru grasi vaxinn, svo sem þau eru í midjum Túnum, innan smárra gamallra Gyrdínga sem adeins siást hinar sydurstu Rústir af, og eru enn nú kölluð Korngerði, líkleg til at hafa á fyrri ölldum til Kornfædis öfð, þó nú séu þýfd orðin; hid minsta þeirra er 49 fadar hit stærsta herum 250.” Sama lýsing er tekin upp í örnefnalýsingu fyrir Ásláksstaði. Viðbótin þar er eftirfarandi: „Tvö aflöng leiði voru í túni Lárusar [sennilega í landi Sjónarhóls] niður undir Hallanda (nú Nýjabæ). Það voru talin leiði fornmanna, en ekki heyrði Vilborg getið um nöfn þeirra. Hún segir þó, að þar kunni að liggja Áslákur og Ásláka …”
Helgi sagðist kannast við leiði þetta, eða öllu helstur þessi, því þarna mótaði fyrir tveimur leiðum samföstum. Um væri að ræða upphækkun í Ásláksstaðatúninu á smá parti. Hún sæist þegar staðið væri á hlaðinu á Ásláksstöðum með stefnu á vitann (Atlagerðistangavita) í norðvestri. Það hafi jafnan verið trú þeirra, sem til þekktu, að þarna munu hafa verið leiði. Helgi sagðist einhverju sinni hafa rekið niður járntein í upphækkunina og þá komið niður á steina.

Móakot

Móakot – Hjónaleiði fremst.

Í örnefnalýsingu er flötin þarna nefnd Hofmannaflöt sem styður söguna um Hjónaleiðið. Helgi sagði girðingu hafa verið þarna skammt frá milli tjarnarinnar (Hallandatjarnar) og leiðisins. Sunnan liggur kúagatan gamla frá bæ yfir að Fagurkoti. Enn sést móta fyrir henni. Einnig tóftum HelgiFagurkots sunnan leiðisins. Um var að ræða hjáleigu frá Ásláksstöðum. Samnefndur hóll er skammt suðvestar (með þúfu á). Hesthústóft er austan við bæjarhúsið. Rafn Símonarson fæddist þarna, en það mun hafa verið í kringum 1904. Norðvestan við fagurkot er myndarlegur hóll Álhóll (Álfhóll segja sumir). Álasund er neðan hans og þangað gekk áll, að sögn Helga. Öskuhóll er skammt sunnan við leiðið. Þangað var öskunni frá Ásláksstöðum hent. Ef vel er að gáð má sjá öskuna í hólnum. Enn sunnar, sunnan vegarins, er hlaðin varða á hól, svonefnt Kánabyrgi.
Heimild er til um Móakotsbrunn. Brunnurinn er rétt austan við húsið. Hann er fallega hlaðinn og mjög heillegur. Einnig er til heimild um Hallandabrunn: „Hallandabrunnur var framan bæjar í túninu.” segir í örnefnaskrá, hét líka Nýjabæjarbrunnur því Hallandi heitir því nafni núna.“ Brunnurinn sést enn.
Um Ásláksstaðabrunn segir í heimildum (örnefnalýsing fyrir Ásláksstaðahverfið): “Ásláksstaðir eiga þrjú túnstykki í Norðurtúni. Túnstykki niður við Tjörn, túnstykki niður að Vesturkofa og túnstykki niður á Ásláksstaðabrunni.” Brunnurinn er norðvestan við húsið, fallega hlaðinn.
Loks má nefna Sjónarhólsbrunn, en hans er reyndar ekki getið í örnefnalýsingum. Brunnur er þó skammt sunnan við húsið, lokaður með bárujárni.
Í örnefnaskrám er og heimild um huldufólksbústað. Þar segir: “Huldukona var sögð vera í hól rétt sunnan við húsið á Sjónarhóli. Var steinn fremst í hólnum, og voru þar taldar dyr. Lárus hómópati hjálpaði huldukonunni eitt sinn við barnsfæðingu.”Â
HelgiHelgi kannaðist ekki við þennan hól. Allir hólar sunnan við Sjónarhól væri meira og minna grónir, á steina. Þó er einn hóll sunnan við túnið er snýr steinum mót norðri einna líklegastur. Einnig hóll sunnan túnsins, rétt sunnan þjóðvegarins. Þessir hólar eru þó hvorugir „rétt sunnan við húsið“.
Í lýsingum er getið um Rauðstekk: “Fyrir innan Arnarbælishólana er Rauðstekkur, og var grjóthrúga uppi á hólnum, sem hét Rauðhóll. Rauðstekkur eru stórþýfðir móar eða holt, sem snúa í norðvestur. Komið er að Rauðstekk, ef stefnt er þvert af gamla veginum frá grútarbræðslunni aðeins vestan við Deili og gengið 7-8 mínútur.“ Fram kemur í lýsingunni að ekki er vitað um mannvirki þar sem þessi Rauðstekkur á að vera. Hins vegar segir í bók SG (Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi -1995) að “Rauðstekkur er nafn á hól eða grjóthleðslum sem standa rétt suðvestan við Krummhól og er um 8 mín. gangur þangað frá Vatnshólum og Gamlaveg með stefnu á Keili. Í Rauðstekk var farið með kýrnar frá Sjónarhóli í tíð Magnúsar Jónssonar (1881-1963). Ekki er ljóst af hverju nafnið er dregið.” FERLIR hefur áður komið við í Rauðstekk og fjallað um hann í annarri lýsingu þar sem rústunum er lýst.
Ætlunin er að ganga fljótlega með Helga Davíðssyni um svæðið og gaumgæfa fleira er merkilegt getur talist.
Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Sveinbjörn Rafnsson (Frásögur af fornaldarleifum, bls.239).
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.
-Helgi Davíðsson.

Ásláksstaðir

Ásláksstaðir.

 

Vorhúsbrunnur
Gengið var um svæði Vatnsleysustrandar milli Auðna og Kálfatjarnar þar sem staðnæmst var við Goðhól. Reynt var að beina athyglinni að minjum og stöðum, sem ekki höfðu verið skoðaðar í fyrri ferðum um svæðið.
Um jörðina Auðnar er m.a. fjallað árið 1584. Þar kemur fram að landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs sé 1 hdr í fríðu og 1 vætt fiska. Hjáleigur eru taldar upp í Jarðabókinni 1703; Auðnahjáleiga í byggð, í eyði voru Lönd og Hólmsteinshús og ein nafnlaus hjáleiga. Auðnakot er þarna hjáleiga árið 1847. Höfði hét afbýli frá Auðnum, í byggð frá um 1850-1971. Höfði er nú nafn á fallegu rauðmáluðu húsi sunnan Auðna, en þar hefur gamli bærinn líklega staðið fyrrum. Tómthúsið Hóll var einnig í landi Auðna.
Skv. Jarðabókinni 1703 eru Auðnar konungseign: “Túnin spillast af sandi og grjóti sem sjór og vindur ber á, líka er þar mein að grjóti því, sem jarðfast er í túninu. Engjar eru öngvar.”
“Norðan við stíginn var svo Höfðabrunnur.” segir í örnefnaskrá. Líklega er þarna átt við sjávarstíg frá Höfða niður að vörinni, en túnin þarna hafa verið sléttuð svo erfitt getur reynst að finna brunn þann er getið er um í örnefnaskránni. Það væri þó eflaust hægt með staðkunnugum, en ætlunin er að reyna að finna einhvern slíkan. Þá mun væntanlega koma viðbót (búbót) við lýsingu þessa.
“Auðnabrunnur var austan bæjarins, og Auðnabrunnstígur heim til bæjar.” segir í örnefnaskrá. Hér er að öllum líkindum um sama stíginn að ræða að hluta, en hvort um sama brunn er að ræða mun væntanlega koma í ljós síðar. Ekki er ólíklegt að gamli brunnurinn sé þarna einhvers staðar einnþá, en gömlu túnin eru nú allloðinn og torveldar það leit á svæðinu. Kunnugir gætu vitað hvar brunninn er/var að finna. Þegar FERLIR bar að garði á Auðnum var þar fyrir fólk, sem ekki vissi hvað „brunnur“ var – hvað þá aðrar mögulegar (sögulegar) minjar.
Þá var farið að Bergsstöðum, en svo heitir hús það nú er stendur vestan við tóftir Bergkots. Í örnefnaskrá segir m.a.: “Austan við bæinn var brunnur (vatnsból), Bergkotsbrunnur. Brunnur þessi var hlaðinn innan, og var hann tæp mannhæð á dýpt. Vatn úr honum var notað handa skepnum og einnig til þvotta, en óhæft til drykkjar, svo sækja var neyzluvatn á næsta bæ, Landakot.”
Brunnurinn er merktur inn á túnakort frá árinu 1919. Hann sést enn, reyndar suðaustan við bærinn, en innan heimagarðs. Hann er hlaðinn a.m.k. eina umgjörð upp frá jörðu, en byrgður með röftum, heillegur að sjá.
Landakot hefur sennilega byggst upp úr jörðinni Lönd. Kotið var nefnt hálflenda, en jarðadýrleikinn var óviss árið 1703. Jörðin var þá konungseign. Árið 1584 er landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 3 vættir fiska. Guðmundur B. Jónsson segir þetta býli hafa verið höfuðból Vatnsleysustrandarhrepps á árunum 1830-1930. Gata var tómthús milli Landakots og Þórustaða í Landakotslandi. Niður við sjó var býlið Lönd. Í Jarðabókinni 1703 segir að “túnin [hafa] fordjarfast stórum af sandi og sjáfargángi allareiðu til þriðjúngs. Engjar eru öngvar.”
“Núverandi íbúðarhús var byggt 1925-27 norðan við grunn eldra húss, sem rifið var. Standa nú tröppur þess húss einar eftir, og mótar fyrir grunnir.” segir í örnefnaskrá. Heimildum ber ekki saman, í bók Guðmundar Jónssonar segir að steinhúsið hafi verið byggð um 1921-22.
Í örnefnaskrá segir af Landakotsbrunni: „Sá brunnur [Djúpagröf sjá Þórustaði] var aldrei kallaður annað í okkar tíð, og var ausið úr honum vatn á þvott. Vatnsbólið var annar brunnur miklu dýpri, byrgður, og í honum flæðivatn ósalt. Hann þornaði um fjöru, en fylltist á flóði, og varð að sæta sjávarföllum til að dæla úr honum vatni. Hann er um 80-100m neðan við íbúðarhúsið í Landakoti, langt frá Djúpugröf og miklu yngri og var aldrei kallaður annað en Brunnurinn.” Brunnurinn er teiknaður inn á túnakort árið 1919. Hann er fallega hlaðinn. Girt er í kringum hann og lagðir raftar yfir hann svo ekki hljótist af slys, eins og títt var um gamla brunni.
Austan við Landakot má sjá tóftir Götu. Til útnorðurs frá þeim er fyrrgreint jarðhýsi, rétt innan girðingar.
Og þá svolítið um Þórustaði. Jarðadýrleikinn var óviss árið 1703, konungseign. Árin 1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. Árið 1584 er landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs eitt hdr fiska. Hjáleigur 1703 voru Norðurkot og Suðurhjáleiga í eyði. Norðurkot var einnig hjáleiga árið 1847. Hellukot var grasbýli ofan og sunnan Þórustaða, upphaflega úr Þórustaðalandi. Um 1880 var Hellukot tómthús, en varð grasbýli síðar segir GBJ í Mannlíf og mannvirki (309). Árið 1703 eru: “Túnin [farin að] spillast af sjáfarágángi og föstu grjóti, sem árlega blæs upp. Engjar eru öngvar. Útihagar í lakasta máta um sumar, nær öngvir um vetur.”
„Fyrir aldamótin var tvíbýli á Þórustöðum. Timburhús reis á jörðinni 1884 og brann húsið 1984“, segir GBJ í MogM. Nú sést þar enn grunnurinn af Hellukoti, vestan megin við heimkeyrsluna að Þórustöðum, vestan íbúðarhússins.
“Brunnar tveir eru við Mómýrina Syðri. Nefnast þeir Tjarnarbrunnar. Brunnurinn Nyrðri norðan Mýrarinnar og Brunnurinn Syðri sunnan, eða utan Mýrarinnar.” segir í örnefnaskrá. Einnig að „brunnar tveir eru við Mómýrina Syðri. Nefnast Tjarnarbrunnar Brunnurinn Nyrðri norðan Mýrarinnar og Brunnurinn Syðri sunnan, eða utan Mýrarinnar.”
Í raun má sjá báða þessa brunna enn þann dag í dag. Einkum er Syðri brunnurinn áberandi. Hann er bæði hlaðinn og stór um sig, þó líkari vatnsstæði, enda suðvestan undir Tjarnarendanum. Fallega hlaðin brunngata liggur að honum. Nyrðri brunnurinn er vestan götu frá bænum niður að sjávarhúsnum. Steypt er við opið og stór hringlaga hlemmur ofan á. Hann er fallega hliðinn niður.
“Auk þess sem áður segir finnast í Þórustaðatúni eftirtalin örnefni: Tíðarhóll, Jónsvöllur, Jónsslakki, Grábakki og Bakkarétt.” segir í örnefnaskrá. Einnig “Stekkhólsrétt, veit ég ekki, hvort er sama réttin, sem enn stendur að hluta uppi og var alltaf notuð í mínu ungdæmi og var alltaf kölluð bara Þórustaðaréttin.” segir í svörum við spurningum um örnefnaskrána. Líklega er hér um einu og sömu réttina að ræða. Þórustaðaréttin er hins vegar nokkuð sunnan íbúðarhússins og sést enn ágætlega. Hún er tvískipt með leiðigarði eins og títt hefur verið um heimaréttir á þessu svæði. Réttin sést vel norðan heimtraðarinnar.
Margrét Guðnadóttir í Landakoti talar um Bakkan og Bakkagarð í örnefnalýsingu. „Sjór hefur mikið gengið á landið í seinni tíð, og má heita, að sjávargarðurinn frá Hausaklöpp að mörkum Þórustaða sé eyddur. Á honum sem næst miðjum er sundvarðan, sem áður er á minnzt, og hefur verið reynt að halda henni við. Ofan við garðstæðið eru harðir sandbakkar með lágu, þéttu grasi. Þeir voru kallaðir Bakkinn eða Landakotsbakki og talað um að slá Bakkann.
Neðst á Bakkanum sést nú kálgarðsstæði, sem notað var til skamms tíma, eða þar til ágangur sjávar gerði þar veruleg spjöll. Þessi kálgarður var kallaður Bakkagarður eða sandgarður, því að jarðvegurinn var hvítleitur af fjörusandi, hér um bil eins og sandfjaran fyrir neðan sjávarkambinn. Utan um Bakkagarð voru grjótveggir, og fyrir austan hann merkilegt mannvirki grafið inn í Bakkann, hlaðið í hring og reft yfir með tunnustöfum, svo tyrft yfir allt saman. Þetta var kallað Jarðhúsið og notað fyrir kartöflugeymslu í okkar bernsku og var víst upphaflega ætlað til að ísa í fisk.“
Að sögn dóttur Margrétar, Eydísar, sem nú býr í Landakoti, fór hún ásamt nokkrum öðrum í för með Margréti um ströndina neðan og austan Landakots. Þá hafi móðir hennar sagt hleðslurnar í kampinum við sjávarbyrgi (herslubyrgi, heillegt) vera leifarnar af Bakkaréttinni. Þegar þær voru skoðaðar, rétt vestan við byrgið, má sjá móta fyrir görðum og hólfum. Kampurinn er kominn yfir réttina. Skammt vestar má sjá hleðslur, sennilega fjárhúss, innan við kampinn. Austan þess er hlaðinn garður. Allt er þetta í Þórustaðalandi. Austan sjávarbyrgisins er annað, hálffallið, frá Tíðargerði.
Nýjasti brunnurinn við Þórustaði er fast norðan við húsið. Hann er um 9 m djúpur og var enn í notkun fyrir nokkrum árum.
Norðurkot var hjáleiga Þórustaða 1703, jarðadýrleiki óviss. Tíðagerði var tómthús úr Norðurkotslandi, og aflagðist árið 1920. Harðangur var tómthús frá Norðurkoti, í byggð frá um 1885 til um 1900 segir GBJ í MogM (315-316). Harðangur var „sunnan við garðinn, sem skilur á milli Norðurkotslands og Goðhóls, neðan Hliðs. Þar eru rústir býlisins Harðangurs. Þar er lítill túnblettur innan garða, sennilega kálgarður upphaflega,” segir í örnefnaskrá.
“Harðangur var tómthús frá Norðurkoti og stóð rétt hjá Tíðargerði. Í byggð 1885 en aflagðist um aldamótin,“ segir GBJ í MogM.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir meira um Norðurkot, en húsið var flutt fyrir skömmu af grunni sínum yfir á væntanlegt húsminjasvæði norðvestan við Kálfatjarnarkirkju. Þar stendur húsið nú, uppgert. “Árið 1903 var Norðurkot byggt upp eins og það er í dag. Það var skólanefnd … Norðurkot var í upphafi grasbýli frá Þórustöðum og átti ekki ítök í heiðarlandi.” Norðurkot var notað sem heyhlaða og geymsla.
Norðurkotsbrunnurinn er einn fallegast brunnurinn á ströndinni og nær alveg heill. Hann er í lægð skammt norðan við túngarðinn.
“Steinsnar norðaustan við bæinn í Norðurkoti stóð býlið Tíðagerði, byggt úr Norðurkotslandi. … Tíðargerðistúnið er ofan og austan við bæinn. Um það eru hlaðnir grjótgarðar.” segir í örnefnaskrá.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Tíðagerði var býli, þurrabúð með Tíðagerðislóð eða Tíðagerðistún. Býlinu fylgdi matjurtagarður og svo var Heiðarlandið óskipt, en leyfi til beitar eftir stærð heimalandsins. En Tíðargerði átti 2400 fermetra land.” “Tíðagerði var tómthús úr Norðurkotslandi, þó það yrði grasbýli síðar … Tíðagerði aflagðist árið 1920.” Á túnkorti 1919 sést að „tún eru 0,5 teigar og garðar 700m2.“
“Djúp graslaut er rétt norðan við bæjarstæðið í Tíðargerði. Hún var kölluð Lautin. Á Klöppinni norðan við Lautina, rétt utan við túngarðinn, er vatnsstæði, Klapparvatnsstæði.” segir í örnefnaskrá. Vatnsstæðið sést enn og jafnan er vatn í því þótt það standi hátt í landinu.
Hlið var bæjarstæði við Tíðargerði. “Í beinu áframhaldi af túngarði Hátúns liggur Heiðargarðurinn suður frá traðarhliði fyrir ofan Landamóa, en þegar nálgast suðausturhorn Kálfatjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfatjarnartúns) unz hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlíð; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum.” segir í örnefnaskrá. “Milli Goðhóls og Norðurkotstúns var Hlið og var þar í kring liðslóð eða Hliðstún umgirt Hliðstúngörðum, hlöðnum af grjóti og ofan lóðarinnar svo svo Heiðargarðurinn.” segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Hlið var tómthús frá Kálfatjörn. … “ Þar lagðist niður búskapur 1923 en þar var byggður sumarbústaður sem ekki er notaður nú. Túnakort árið 1919 gefur til kynna: „Tún 0,05 teigar, garðar 540m2.“ Þarna er nú sumarbústaður.
Í fyrri umfjöllun FERLIRs segir m.a. um þetta: “Á miðjum vestari garðinum eru tóftir bæjarins í Hliði en þar í gegn lá kirkjugatan svokallaða sem að allir kirkjugestir fóru til messu og þar má sjá steinhleðslu yfir rásina sem áður hefur verið nefnd og þar má jafnframt finna klappaðan stein með ártalinu A°1790. Sagnir eru um að allir hafi stoppað í Hliði og fengið sér í nefið og rabbað um landsins gagn og nauðsynjar og jafnvel farið í kirkjufötin þar. Kirkjustígurinn heldur síðan áfram út eftir ströndinn í gegnum Tíðagerði og Norðurkot.”
“Þegar nálgast suðausturhorn Kálfattjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfajarnartúns) uns hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlið; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum. Við vesturenda baðstofunnar í Hliði, lá gatan milli bæjanna og heim að Kálfatjörn, Kirkjugatan.”
“Svo sem 20 m neðar en brunnurinn er Rásin, en þar er farvegur, er Goðhólsrás hefur grafið sér, en hún rennur að nokkru inn á Kálfatjarnartún.” “Í beinu áframhaldi af túngarði Hátúns liggur Heiðargarðurinn suður frá traðarhliði fyrir ofan Landamóa, en þegar nálgast suðausturhorn Kálfatjarnartúns sveigist hann meira til vesturs og heldur sömu stefnu fyrir ofan Goðhólstún (en Goðhóll nefnist býlið, er liggur sunnan Kálfatjarnartúns) unz hann beygir þvert til sjávar. Hann afmarkar Goðhólstún. Við þennan garð innanvert, nánast í garðstæðinu, var býlið Hlíð; hafði það kálgarð og lítinn túnblett til suðurs upp með garðinum. … Nokkurt tún er í Goðhól.
Goðhóll fór í eyði árið 1933. Þar mun síðast hafa verið búið í torbaðstofu í Vatnsleysustrandarhreppi. Bærinn var skammt frá suðurtúngarði og eigi alllangt frá sjó. Beint niður undan bænum er uppsátrið, skiparéttin og vörin …” segir í örnefnaskrá. “Ofan og sunnan Naustakots var býlið Goðhóll, sem stóð í Goðhólstúni, á suðurhlið túnsins var svokallaður Heimagarður og Vatnagarður eða Móinn.” Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í hreppnum segir: “Goðhóll var tómthús frá Kálfatjörn, en hafði grasnyt.” Búskapur lagðist af þar 1935. Túnakort frá 1919 sýnir „tún 1,4 teigar og garðar 660m2.“
Á annarri síðu FERLIRs segir: “Vestan við Naustakot og Kálfatjarnartúnið eru tóftir Goðhóls en þar var búið í torfbæ til ársins 1933. Þar má vel sjá hvernig fólk lifði í byrjun tuttugustu aldar en þar eru tóftir baðstofu og fjósið við hliðina og þar er fjárhús og garðar í kringum kálgarðinn og kartöflubeðin. Goðhólsjörðin afmarkast greinilega af hlöðnum görðum.”
Kálfatjarnarhverfinu austan Tíðargerðis, Hliðs, Harðangurs og Goðhóls er líst í annarri FERLIRslýsingu, en þá var gengið um svæðið í fylgd Ólafs Erlendssonar frá Kálfatjörn. Hann þekkir svo til hverja þúfu á svæðinu. Ólafur hafði samband nýlega og kvaðst myndi hafa áhuga á að fara aðra umferð um svæðið, enda nú orðin hressari eftir aðgerð, sem hann hafði þurft að ganga í gegnum. Sú ferð hefur verið sett á áætlun.
Hér er gengið um svæðið milli Auðna og Goðhóls. Vatnssleysustrandarsvæðið er í heild bæði merkilegt og af þeim sökum verðmætt af mörgum ástæðum. Ströndin, þar sem byggð hefur verið samfelld um aldir, myndar heilstæðar búsetuminjar er lýsa ljóslifandi lífi og afkomu fólks nánast frá upphafi landnáms hér á landi til okkar daga. Minjarnar bera augljóslega með sér hvernig byggðin hefur þróast, á hverju fólkið hefur byggt lífsafkomu sína, við hvaða aðstæður og til hverra ráða það hefur gripið til þess að geta skilað okkur, sem nú lifum, með mikilli fyrirhöfn inn í nútímaveröldina. Við þekkjum hana nokkuð vel, en þekkjum við jafn vel veröld forfeðranna og -mæðranna, sem þó skiluðu okkur þangað (hingað)? Minjar um fyrri tíma má enn sjá víðast hvar með Ströndinni, hvort sem er ofan við sjávarsíðuna, þar sem fólkið bjó að jafnaði, eða upp til heiða, þar sem upplandið var nýtt til beitar, selsbúskapar, eldiviðartöku og veiða. Minjar um allt það má og enn sjá þar, bæði neðra og efra – ef vel er að gáð.
Frábært veður – gult og gott.

Heimild m.a.:
-Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi, Svæðisskráning – Sædís Gunnarsdóttir – 2006.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – SG – 1995.
-Örnefnalýsingar.
-Árni Óla: Strönd og vogar.
-Mannlíf og mannvirki – Guðmundur B. Jónsson.
-Túnakort 1919.
-JÁM 1703.
-Margrét Guðnadóttir.

Norðurkot

Norðurkotsbrunnurinn.

Sauðabrekkuhellar

Gengið var niður að gígnum í Hrútagjárdyngju frá Djúpavatnsvegi (Undirhlíðaleið), yfir Hrútagjá og gamalli götu fylgt niður (norður) slétt mosagróið helluhraun austan við úfin hraunkant uns komið var Dyngjugrenjunum nyrst í brúninni áður en hraunið lækkaði til norðurs, í átt að Stóru-Sauðabrekku. Milli hans og brekkunnar eru Sauðabrekkuhellarnir sagðir vera, nokkrir hellar í stórum hraunbólum. Í örnefnalýsingu fyrir Krýsuvík eru þeir nefndir Moshellar.

Sauðabrekkur

Skjól í Sauðabrekkum (gígur).

Nefnt Sauðabrekkuskjól er í Sauðabrekkum, en einungis FERLIR hefur hingað til tekist að staðsetja það [2001]. Að hellunum liggja götur úr þremur áttum. Einni þeirra var fylgt til austurs uns komið var að Skjólinu, fallegu sæluhúsi í mjórri hraunræmu í annars grónu hrauninu. Lítil varða er skammt norðan við sæluhúsið. Þá var haldið upp í Hrútagjárhella og síðan til baka um nyrstu Hrútagjárhrauntröðina, upp í þá austustu og áfram að upphafsstað.

Hrútagjárdyngja

Hrútagjárdyngja.

Undirhlíðaleið hefst við Kaldársel og liggur norðan Undirhlíða yfir Bláfjallaveg að vatnsskarði. Þar er farið yfir Krýsuvíkurveg og gengið með Sveifluhálsi um Norðlingasand og Sandfellsklofa upp að Hrútagjárhrauni, yfir Norðlingaháls um Stórusteinabrekku, framhjá Köldunámum, um Hofmannaflöt í áttina að Katlinum. Ketilsstígur liggur yfir Sveifluháls framhjá Arnarvatni að Seltúni og þar taka heimalönd Krýsuvíkur við.

Fjallið eina

Fjallið eina.

Þegar komið var yfir fyrstu stóru sprunguna efst í Hrútagjá tók við tiltölulega slétt hraun vestan við austurtröð dyngjunnar. þegar komið var að enda hennar blasti dyngjuopið við. Það er hringlaga og reglulegt. Ljóst er að hraunið hefur bullað og kraumað í gígnum eftir að eiginlegu hraungosi lauk.

Hrauntaumurinn í austurtröðinni hefur runnið til baka í átt að gígnum og hraðkólnandi apalhraun hefur hrúgast upp norðan gígsins. Þegar staðið er á brún „hrúgaldsins“ er horft yfir slétt hellurhraunið norðan af því. Það hraun hefur runnið áður og er dæmigert dyngjuhraun. Sérkennileg hrauntota kemur úr suðri, frá Mávahlíðahnúk, þar sem hraunið er allt markbrotið í hellur þvers og kruss. Svo virðsit sem hraun hafi náð aðskríða undir hið elda og brotið það upp á kafla. Norðan og austan viðþað er slétt og greiðfært helluhraunið.

Sauðabrekkuhellar

Sauðabrekkuhellar.

Gömul gata liggur norður hraunið með stefnu á brúna yfir Sauðabrekkugjá sunnan við Stóru-Sauðabrekkur. Hún stefnir beint á Dyngjugrenin. Þau eru í hraunæðum fremst í brúninni. Varða er við grenin þar sem skjól refaskyttunar hefur verið. Frá því er gott útsýni yfir hraunbreiðuna neðanverða, milli brúnarinnar og Stóru-Sauðabrekkna.
Stutt er yfir að Sauðabrekkuhellum, en svo nefnast nokkrir hraunhellar sunnan Stóru-Sauðabrekku. Þar á meðal er Sauðabrekkuskjól, sem smalar Hraunamanna nýttu fyrir sauði sína og nærsveitunga þegar veður voru válynd og ekki hundi út sigandi. Hellarnir eru fallegar, bjartar og rúmgóða hraunbólur. Ein er sýnum stærst; Sauðabrekkuskjólið. Op þess nýr til austurs. Það hefur rúmað góðan fjárhóp, auk þess sem innan þess er hið ágætasta mannaskjól. norðaustan við skjólið er falleg hraunbóla. Einnig á gjárbarmi norðan þess. Austan skjólsins er hægt að ganga niður um sprunguenda og er þá komið inn í dimmara skjól, en rúmgott. Best er að finna hella þessa með því að koma að þeim úr suðri, líkt og nú var gert.

Híðið

Híðið – op.

Sauðabrekkuskjólið sást vel á loftmynd, sem var meðferðis.
Götu var fylgt til austurs frá hellunum. Var þá, eftir stutta göngu, komið að Skjólinu, gömlu sæluhúsi nálægt Hrauntungustíg. Gengið hefur verið vel um Skjólið. Það er opið til suðurs. Hleðslur hafa verið við opið, en þær eru nú að mestu fallnar niður í það. Einhverju sinni fyrrum hefur meri orðið úti eða endað lífdaga skammt frá skjólinu. Sjá má enn þann hluta beinagrindarinnar, sem refurinn hefur ekki hirt.
Haldið var áfram upp í Hrútagjárhella. Hellarnir er samheiti fjölda hella sem eru í nokkrum hraunrásum vestan við Fjallið eina. Þetta er spennandi hellasvæði, en rétt er að fara varlega því víða leynast sprungur og glufur í hrauninu. Margir hellar eru í hrauninu og sumir þeirra alllangir. Sjá má hvar opnar hafa verið rásir og má fylgja sumum þeirra langar leiðir inn undir hraunið.

Sauðabrekkufjárhellar

Sauðabrekkufjárhellar (Moshellar).

Hrútagjárdyngja er í rauninni heimur út af fyrir sig með sínum stórkostlegu hrauntröðum, hrikalegu gjám og upplyftingum á jöðrum meginsvæðisins. Talið er að dyngjan hafi gosið fyrir u,þ.b. 5000 árum. Hún er því með yngstu dyngjunum á Reykjanesskaganum.
Í Hrútadyngjuhrauni er margir hellar. Í ferðinni var m.a. kíkt á Neyðarútgöngudyrahelli. Steinbogahelli eða Hellin eina, Langahelli, Aðventuna, Húshelli, Híðið og fleiri, sem ekki hafa enn fengið nöfn.
Hraun frá dyngunni hafa runnið frá Hvaleyrarholti vestur í Vatnsleysuvík og austur að Undirhlíðum og niður í Sandfellskola. Til suðurs hafa einnig runnið hraun frá dyngjunni, nú að mestu þakin yngri hraunum. Jón Jónsson telur lágmarksútbreiðslu hraunsins ekki undir 80 ferkílómetrum og rúmmálið um 3,2 rúmkílómetra.

Húshellir

Í Húshelli.

Sumir hellanna eru yfir 100 metra langir. Híðið er a.m.k. 500 m að lengd. Í honum er viðkvæmar dropsteinamyndanir og sumir allháir. Hellirinn eini er um 170 metrar, en hann er víða lágur er innar dregur. Í Húshelli, sem fannst 1988, er hlaðið skjól. Það er fallegt og greinilega gamalt.
Gengið var upp í norðurtröð Hrútagjárdyngju og henni fylgt til suðurs. Leiðin er greiðfær. Í fyrstu liggur hún um helluhraun, en ofar liggur hún um gróna rás. Þá var komið að eystri hrauntröðinni. Gengið var niður í hana norðanverða og henni síðan fylgt til suðurs. Hrauntröðin er tvískipt að austanverðu, en hún hefur rúmað mikla hrauná þegar atgangurinn var hvað mestur.
Gangan tók 2 klst og 2 mín. Frábært veður.

Dyngjur

Dyngjur og Mávahlíðar.

Vatnsleysuströnd

Eftirfarandi er byggt á svæðaskráningarskýrslu Sædísar Gunnarsdóttur um „Menningarminjar í Vatnsleysustrandarhreppi“ fyrir Fornleifastofnun Íslands -2006. Í þessari skráningu koma fram bæði áhugaverðar og mikilvægar upplýsingar um upphaf, þróun og sögu byggðar í Vatnsleysustrandarhreppi.

Vogar

Vogar 1921.

Þegar leitað er eftir ummerkjum um byggð Í Vatnsleysustrandarsvæðinu er eðlilegast að byrja á því að leita að líklegum vísbendingum um upphaf landnáms eins og sagt er frá því í Landnámabók. „Á grunni þess er síðan hægt að huga að staðsetningu kumla og kirkna með það fyrir augum að setja fram tilgátur um hvaða jarðir byggðust fyrst. Kuml eru auðsjáanlega vísbending um byggð fyrir árið 1000, en kirkjur og bænhús eru yfirleitt talin hafa verið reist skömmu eftir kristnitöku. Nærtækasta skýringin á miklum fjölda guðshúsa á Íslandi á miðöldum er sú að þau hafi upphaflega verið byggð í heimagrafreitum, sem voru líklega við hvern bæ eins og kumlateigar í heiðni. Sé svo má nota bænhús eða kirkju sem vísbendingu um að viðkomandi bær hafi verið komin í byggð á fyrri hluta 11. aldar. Jarðir þar sem kirkjur og bænhús hafa verið, eru að jafnaði stærri og dýrari en þær sem ekki höfðu slík hús og er því oft freistandi að álykta að minniháttar jarðir þar sem ekki hafa verið bænhús séu seinna til komnar, eða hafi að minnsta kosti ekki verið orðnar sjálfstæð býli á fyrri hluta 11. aldar. Ritaðar heimildir eru helstar Landnámabók, fornsögur og fornbréf.

SkjaldarkotLand Vatnsleysustrandarhrepps er 15 km á lengd og 10 km á breidd. Landið er samfellt hraun frá fjöru til fjalla. Byggðin er á mjórri ræmu meðfram sjónum en bæjunum fylgja hvorki kúahagar né slægjur og var ræktun landsins oft erfið. Rennandi vatn er ekki í hreppnum því rigningarvatn safnaðist allt ofan í hraunið. Vatnsskortur er hinsvegar ekki í hreppnum enda notuðu sveitungar brunna til að nálgast neysluvatn og eru fjölmargir brunnar á skráningarsvæðinu, miklu fleiri en gerist í öðrum sveitum. Af ströndinni er stutt á fengsæl fiskimið, og var oft fjölmennt á vertíð enda streymdi að fólk allstaðar af landinu. Hlunnindi hafa verið talsverð á svæðinu, má þar nefna hrognkelsi, sölvafjöru og skelfiskfjöru en skelfiskur var aðallega nýttur í beitu.

Vogar

Vogar 1921.

Landnám skiptir miklu máli er byggðasaga er rannsökuð því þeir sem komu fyrstir gátu tekið bestu löndin, höfðu mestra hagmuna að gæta og mótuðu oft þá byggð er fylgdi í kjölfarið. Ætla má að bæir hafi byggst snemma þar sem fóru saman góð skilyrði til búfjárræktar og fjölbreytileg hlunnindi, svo sem fjörubeit, sumarbeitiland, vetrarbeit, reki, æðarvarp eða selveiði eftir því hvað við á. Hreppurinn er allur innan landnáms Ingólfs Arnarsonar en Landnáma getur einnig um aðra landnámsmenn á svæðinu sem komu síðar. Frænka Ingólfs Arnarssonar, Steinunn hin gamla, kom til Íslands til frænda síns. Hann bauð henni Rosmhvalanes utan Hvassahrauns. Hún gaf Eyvindi frænda sínum hluta úr landnámi sínu sem samsvarar núverandi mörkum Vatnsleysustrandarhrepps. Ekki er þess getið hvar Eyvindur bjó, enda dvaldi hann stutt í landnámi sínu. Hrolleifur Einarsson í Heiðarbæ í Þingvallasveit ásældist land Eyvindar og höfðu þeir jarðaskipti og bjó Hrollleifur í Kvíguvogum.

AuðnarEkki gefur þetta okkur miklar upplýsingar um byggðaþróun á Vatnsleysuströnd aðra en þá að snemma hefur jörðin Kvíguvogar (Stóru-Vogar) komist í byggð. Engin kuml hafa fundist í hreppnum þannig að fátt er vitað um þróun byggðar í hreppnum á allra fyrstu árunum eftir landnám. Telja má líklegt að jarðir, þar sem guðshús voru, hafi byggst á 11. öld. Allar jarðir á Vatnsleysuströnd tilheyrði Kálfatjarnarsókn og er kirkjunnar þar fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups frá því um 1200. Sagnir eru um að kirkjan hafi fyrst staðið á Bakka en vegna landbrots hafi hún flust að Kálfatjörn en engar sannanir eru fyrir þeim sögum. Ekki hafa varðveist heimildir um bænhús í sókninni á miðöldum en í túni Brunnastaða er Bænhúshóll og er mjög líklegt að þar hafi verði bænhús. Tvær útkirkjur voru í hreppnum á miðöldum. Annars vegar í Stóru Vogum en kirkju þar er fyrst getið á seinni hluta 14. aldar. Hinsvegar á Vatnsleysu en kirkju þar er fyrst getið um 1269.

Stóru-Vogar

Stóru-Vogar 1950.

Miðað við frásagnir Landnámu og heimildir um kirkjur á svæðinu er í raun fátt vitað um fyrstu byggð í hreppnum annað en að Stóru Vogar, Kálfatjörn og Vatnsleysa byggðust snemma. Því þarf að skoða fleiri heimildir en engra jarða í hreppnum er getið í Íslendingasögum og aðeins er getið um eina jörð í Sturlungu og það eru Stóru Vogar.
Elstu fornbréfin eru frá 13. öld og má oft fá nokkra hugmynd um byggðaskipan út frá þeim. Nær allra jarða, þar sem ekki var kirkja eða bænhús, er getið í fornum skjölum, máldögum kirkna og sölu-, testamentis eða vitnisburðarbréfum. Munar þá helst um það að Viðeyjarklaustur átti meirihluta jarða á Vatnsleysuströnd. Klaustrið var stofnað 1225-6 af Þorvaldi Gissurarsyni í Hruna og skömmu síðar er getið um að Magnús biskup, bróðir Þorvaldar, gaf því viðreka í Hvassahraunslandi. Smám saman náði klaustrið undir sig öllum jörðum í hreppnum fyrir utan Kálfatjörn, Flekkuvík og Brekku sem voru eign kirkjunnar á Kálfatjörn.

Efri-Brunnastaðir

Brunnastaðir

Jarðarinnar Brunnastaða er fyrst getið í eignaskrá Viðeyjarklausturs frá árinu 1395. 1447 fékk Viðeyjarklaustur jarðirnar Voga, Hlöðunes, báða Ásláksstaði, bæði Knarrarnesin og Breiðagerði. Vatnsleysu minni er fyrst getið í fógetareikningum frá því um 1547-8.

Minni-Vogar

Minni-Vogar.

Þær klausturjarðir sem síðast er getið um eru nefndar í landskuldarreikningum frá árinu 1584 í bréfabókum Klaustursins. Það eru Minni Vogar, Auðnir, Landakot og Þórustaðir sem eflaust hafa byggst mikið fyrr þó þær séu ekki nefndar í heimildum. Af jarðeignum sínum á svæðinu hafði klaustrið gagn af reka og miðunum undan landi og einnig hafði klaustrið dágóðar tekjur af leigugjöldum af jarðeignum sínum og leigufé.
Þá má draga ályktanir af dýrleika jarða. Dýrleikinn var fasteignamat sem virðist hafa verið fastsett snemma, a.m.k. þegar á 12. öld og má því hafa hann sem vísbendingu um misjöfn gæði jarðanna í öndverðu. Sennilegt verður að telja að dýrustu jarðirnar séu á þeim stöðum sem bestir voru til búsetu og því líklegir til að hafa byggst fyrst. Því miður er ekki getið um dýrleika jarðanna 1703 en miðað við eldri heimildir sem til eru um dýrleika jarða sem og dýrleika þeirra árið 1847 má sjá að dýrustu jarðirnar í hreppnum voru Stóru Vogar, Brunnastaðir, Knarrarnes stærra, Auðnar, Kálfatjörn, Vatnsleysa stærri og Hvassahraun en þær voru allar metnar á 25 hundruð eða meira.

Móakot

Móakot.

Bæjanöfn sem eru ósamsett náttúrunöfn eru yfirleitt talin til marks um elsta stig búsetu. Aðeins tvær jarðir uppfylla þessi skilyrði; Auðnar og Bakki og er hvorug meðal stærstu jarða í hreppnum sé annarra vísbendinga um að hafa byggst snemma. Stærri Vogar gætu hafa verið nefndir Vogar fyrst en elsta nafn sem vitað er um á þeirri jörð er Kvíguvogar og telja menn það elsta nafnið. Algengustu liðir í bæjanöfnum í Landnámu eru fell, dalur, holt, nes, vík, hóll, á og eyri og flest þeirra ósamsett.  Nokkrir liðir eru enn fátíðari, það eru t.d. fors (foss) og múli. Flest bæjanöfn í hreppnum eru samsett; Hvassahraun, Knarrarnes, Hlöðunes, Flekkuvík, Vatnsleysa, Breiðagerði og Kálfatjörn, (Galmanstjörn talin eldri mynd af nafninu). Bæjanöfn sem enda á -staðir eru yfirleitt talin tilheyra seinni stigum landnáms. Þrjú lögbýli með -staða endingu eru í hreppnum; Ásláksstaðir, Brunnastaðir, og Þórustaðir. Langflest lögbýli hreppsins hafa áttúrunafnaendingar sem er mun algengara í Landnámu.

Halldórsstaðir

Allra stærri býla á skráningarsvæðinu er getið á miðöldum enda ásældist Viðeyjarklaustur jarðir svo nálægt fengsælum fiskimiðum. Þrátt fyrir hraun og engjaleysi voru jarðirnar á Vatnsleysuströndinni eftirsóttar til búsetu og hafa líklega byggst snemma. Þó heimildir geti ekki um jarðir fyrr en á 13. öld, segir það lítið um hvenær þær voru fyrst byggðar og má ætla að flest lögbýlin hafi verið komin í byggð á 11. öld, í síðasta lagi.
Fyrir utan bæjarhóla á býlum sem verið hafa í byggð fram á 20. öld eru á flestum stöðum á landinu margir staðir þar sem byggð hefur annaðhvort varað í stuttan tíma eða þar sem hjáleigur eða afbýli hafa lagst í eyði fyrir 1847. Margar þeirra eru innan Stóru-Voga enda byrjaði vísir að þéttbýli þar undir lok 19. aldar.

Nafn á býli: Í byggð:
Snorrastaðir – fyrir 1703
Nýibær – eftir 1872
Hábær – ekki vitað
Stapabúð – fyrir 1899
Brekka – ekki vitað
Hólmsbúð – um 1850-1910
Steinsholt – 1874-1879
Bræðrapartur- ekki vitað
[nafnlaust] – ekki vitað
Halakot – fyrir 1700
Klöpp – e 1900
Gata – byggð fyrir 1703
Syðsta hjáleiga- byggð fyrir 1703
Garðhús – fyrir 1900
Valgarðshjáleiga fyrir 1703
Móakot – fyrir 1703
Eyrarkot – ekki vitað
Hof – ekki vitað
Tjarnarkot – fyrir 1703, eftir 1880
Mýrarhús – 1885-?
Mörk – ekki vitað
Hólkot – ekki vitað
Grænaborg- 1881-?
Austurkot – ekki vitað
Renslutóft – fyrir 1703
Helgabær – ekki vitað
Eyrarkot – fyrir 1703
Hólshjáleiga- fyrir 1703
Norðurkot – ekki vitað
Grund – fyrir 1925
Vorhúsabæir- fyrir 1925
Hausthús – fyrir 1925
Hvammur – fyrir 1925
Brunnastaðakot fyrir 1703
Stöðlakot – fyrir 1703
Tangabúð – fyrir 1703
Vesturhús – fyrir 1703
Miðgarður – fyrir lok 19. aldar
Töðugerðisbæir um 1900
Kothús – fyrir 1900
Fögruvellir – til um 1920
Gerði – fyrir 1905
Tjörn – til 1918
Halldórsstaðir- fram yfir 1900
Miðhús – ekki vitað
Bjarghóll – fyrir 1900
Nýlenda – fyrir 1900
Holt – um 1900
Gerði – ekki vitað
Atlagerði – ekki vitað
Klöpp – fyrir 1900
Miðbær – ekki vitað
Garðhús – 1917-1940
Móakot – um 1900
Hallandi – 1917-1970
Sjónarhóll – frá 1886
Rás – ekki vitað
Fagurhóll – um 1900
Gerðar – ekki vitað
Grandabærinn – ekki vitað
Atlagerði – um 1703
Nýibær – um 1919
Helgahús – fyrir 1700
Hellur – fram á 20. öld
Vík – fyrir 1900
Breiðagerði- um 1900
[Nafnlaus] – ekki vitað
[Nafnlaus] – ekki vitað
Auðnar – frá 1883
Höfði – 1850-1971
Lönd – fyrir 1703
[Nafnlaus] – fyrir 1703
Hólmsteinshús- fyrir 1703
Hóll – ekki vitað
Gata – fram yfir 1900
Lönd – ekki vitað
Hellukot – um 1880
Suðurhjáleiga- fyrir 1703
Tíðagerði – til 1920
Harðangur – 1885-1900
Hlið – til 1923
Goðhóll – til 1933
Litlibær – frá um 1884
Hólakot – fyrir 1703
Árnahús – fyrir 1703
Borgarkot – 19. öld
Bakkakrókur- í eyði 1660
Bjarg – 1850- 1934
Tröð – ekki vitað
Vatnagarður- ekki vitað
Holt – ekki vitað
Járnhaus – ekki vitað
Sigurðarhjáleiga- ekki vitað
Blíðheimur – í byggð 1703
Péturskot – í byggð 1703
Refshali – til 1922-23.
Úlfshjáleiga- fyrir 1703
Búð – fyrir 1703
[Nafnlaus] – fyrir 1703
Grund – ekki vitað
Miðengi – fyrir 1916
Akurgerði – fyrir 1703
Naustakot – til 1930-31
Nýibær – fram yfir 1900
Móabær – fram yfir 1900
Sigurjónsbær- ekki vitað
Jónasarbær- ekki vitað
Kofinn – ekki vitað
Garðbær – um 1919
Krókur – ekki vitað
Skálinn – til 1901
Garðhús – um 1920
[Nafnlaus] – ekki vitað
Vatnsleysukot um 1703
[Nafnlaus] – um 1703
[Nafnlaus] – um 1703
Norðurkot – ekki vitað
Niðurkot – ekki vitað
Þorvaldskot- ekki vitað
Látur – ekki vitað
Suðurkot – ekki vitað
[Nafnlaus] – um 1703
[Nafnlaus] – um 1703
Þóroddskot- um 1703
Saunghóll – um 1830

Stóra-Vatnsleysa.

Sjómenn frá Stóru-Vatnsleysu.

Þessi listi gefur nokkuð skýra mynd af hjáleigubyggð á svæðinu sem greinilega hefur verð mun þéttari en víða annar staðar á landinu. Af 130 býlum sem nefnd eru hér eru 36 býli komin í byggð fyrir 1703 er jarðabókin var samin og mörg þeirra voru þá komin í eyði og fæst þeirra byggðust upp aftur.
Sjónarhóll.
Á 17. öld varð mikil byggðaaukning á Íslandi, fjöldi hjáleiga og smákota byggðist upp um allt land, sum í skamman tíma en önnur hafa haldist í byggð fram á þennan dag. Mörg þessara 36 býla voru aðeins í byggð í stuttan tíma. Ekkert er vitað um það hvenær 40 býli af listanum voru í byggð. Víða um landið varð einnig nokkur sprengja í hjáleigubyggð á seinnihluta 19. aldar og má sjá það glögglega á Vatnsleysuströndinni. Að minnsta kosti yfir 50 býli af listanum byggðust eftir 1850 og voru í byggð rétt fram yfir aldamótin 1900. Reyndar má segja að hjáleigubyggð hafi alltaf verið nokkuð mikil enda girnilegt að komast að við ströndina svo nálægt gjöfulum fiskimiðum. Ítarlega sögu býlanna í Vatnsleysustrandarhreppi er að finna í bók Guðmundar B. Jónssonar um Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi.
Eins og sést af þessum hugleiðingum má leggja á ýmsan hátt út af tiltækum heimildum um upphaf byggðar á skráningarsvæðinu en er þó fátt fast í hendi.“

Heimildir aðrar:
-Ágúst Ó Georgsson: Fornleifaskrá. Skrá um friðlýstar fornleifar, Reykjavík 1993.
-Árni Óla: Strönd og vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar Reykjavík 1961.
-Björn Bjarnason: “Kjósarsýsla” Landnám Ingólfs II, 1937, 90-109.
-Brynjúlfur Jónsson: “Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902” Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1903, 31-52.
-Bsk: Biskupa sögur gefnar út af hinu íslenzka bókmenntafélagi I II, Kaupmannahöfn 1858 1878.
-Íslenzkt fornbréfasafn I-XVI, Kaupmannahöfn/Reykjavík 1857-1972.
-Elín Ósk Hreiðarsdóttir: Fornleifakönnun. Reykjanesbraut. Fornleifastofnun Íslands FS133-00141 Reykjavík 2001
-Eggert Ólafsson: Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferð þeirra á Íslandi árin 1752-1757, Reykjavík 1974.
-Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823 I-II, Reykjavík 1983.
-Guðmundur Björgvin Jónsson: Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi [án staðsetningar] 1987.
-Hannes Þorsteinsson: “Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjarnöfnum á Íslandi” Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1923, 1-96.
-Islandske Annaler indtil 1578, Kristjania 1888.
-ÍF I: Íslenzk fornrit I. Íslendingabók & Landnáma, Reykjavik 1986.
-Jarðabréf: Jarðabréf frá 16. og 17. öld. Útdrættir.
-Árni Magnússon & Páll Vídalín: Jarðabók. Gullbringu og Kjósarsýsla III. Reykjavík, 1982.
-Johnsen, J: Jarðatal á Íslandi, Kaupmannahöfn 1847.
-Jón Oddur Hjaltalín: “Lýsing Kjósarsýslu 1746” Landnám Ingólfs III, 1937-1939, 25-34.
-Kålund, Kristian: Íslenzkir sögustaðir. Sunnlendingafjórðungur I, Reykjavík 1986.
-Lovsamling for Island : indeholdende Udvalg af de vigtigste ældre og nyere Love og Anordninger, Resolutioner III, Kaupmannahöfn 1853-1889.
-Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta, 2. útg., Reykjavík 1950.
-Ragnar Guðleifsson: “Örnefni á Hólmsbergi” Faxi. 27. árg, 8. tbl 1967, 126.
-Sesselja G. Guðmundsdóttir: Örnefni og gönguleiðir í Vatnleysustrandarhreppi [1995].
-Skúli Magnússon: “Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu” Landnám Ingólfs I, 1935-1936, 1-96.
-Sigurður Sigurðsson: “Lýsing Reynivallasóknar 1840” Landnám Ingólfs 3, 1937-1939, 241-258.
-Sturlunga saga I-II, Reykjavík 1946.
-Svavar Sigmundsson: “Íslensk örnefni” Frændafundur 2 Þórshöfn 1997, 11-21.
-Túnakort. Þjóðskjalasafn Íslands. Jarðadeild XIV. Uppdrættir af túnum 1917. Kjósarhreppur.
-Viðtal við Þorgrím Eyjólfsson 1978.
-Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók, skýrslur um rannsóknir á Íslandi 1882-1898 I Kaupmannahöfn 1913-1915.

Á Vatnsleysuströnd

Á Vatnsleysuströnd.

Sauðabrekkuskjól

Gengið var frá Fjallsgjárenda við Krýsuvíkurveg með stefnu á Markhelluhól. Ætlunin var að koma við í Búðarvatnsstæðinu, kíkja á Sauðabrekkuskjólið og skjólið í Sauðabrekkugjárgígum, Fjallsgrenin og Gapið.

Markhella

Markhella – áletrun.

Svæðið, sem mótað er af u.þ.b. 8000 ára gömlu Hrúargjárdyngjuhrauninu, er þversprungið svo vissara er að fylgjast vel með vörðunum framundan. Þær vísa á brýr á gjánum. Ofan við fyrstu gjána var gengið yfir Stórhöfðastíginn. Frá honum lágu tvær aðrar greinilegar götur upp í heiðina. Litlar vörður voru við þær. Stígurinn liggur frá Ástjörn um Hédegisskarð og Ásflatir, sniðhallt yfir Bleikisteinsháls og út með Hamranesi og út á Selhraun. Gengið er suður með Stórhöfða þar sem Kaldársel blasir við, en þá hlykkjast leiðin á hraunhrygg að bruna og í áttina að Snókalöndum. Þegar þangað er komið er farið yfir Krýsuvíkurveg í áttina að Brundtorfum og Þrísteinavörðum fylgt að Fjallgjá. Gengið er með misgenginu að Fjallinu eina og austanverðum fjallsrótum fylgt að Hrútargjárdyngju. Þar mætast Stórhöfðastígur og Undirhlíðaleið sem fylgja norðanverðum Sveifluhálsi að Ketilsstíg.

Sauðabrekkugjá

Sauðabrekkugjá.

Stefnan var hins vegar tekin á grónar brekkur vestan við Sauðabrekkugjá. Frá þeim sást vel í suðurenda gjárinnar. Skv. landakortum er Stóra-Sauðabrekka sögð vera þar ofan og við suðurenda gjárinnar. Hún er vel grónin og beitarvæn. Sauðabrekkuhellar nefnast nokkrir hraunhellar sunnan hennar. Í raun nefnast þeir Moshellar. Í norðanverðum Sauðabrekkum er Sauðabrekkuskjólið, sem smalar Hraunamanna nýttu sér sem afdrep. Ofan við skjólið stóð stoltur hrútur með tvær ær og þrjú lömb. Sá hafði gefið beitarhólfi reykneskra fjárbænda og bæjarstjórnum svæðisins langt nef. Að sögn Lofts Jónssonar, Grindvíkins, fóru smalar Grindvíkinga inn að Hrútagjá fyrsta daginn og gistu þar í skúta. Þar gæti hafa verið um nefnt Sauðabrekkuskjól að ræða.

Sauðabrekkufjárskjól

Sauðabrekkufjárskjól (Moshellar).

Frá suðurenda Sauðabrekkugjár, eftir u.þ.b. 30 mín. gang, sást yfir að Markhelluhól. Gengið var að hólnum. Á honum eru áletranir; ÓTTA, HVASSA og KRÝSV. Þesssar jarðir eru sagðar liggja að klofnum klettadrangnum. Ofan á honum er tiltölulega nýleg varða. Skessuflétta er efst á brúnum sprungunnar, en steinarnir í vörðunni eru án mosa.
Í kröfugerð Óbyggðanefndar er sagt að „landamerkin séu í skoðun og til nánari athugunar, en “Markhelluhóll” mun þó vera þinglýstur markpunktur og síðan er dregin lína um Grænavatnseggjar í svonefndan Dágon.“

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða.

Í landamerkjabréfi Krýsuvíkur árið 1890 er Markhelluhóll sagður „hár steindrangi við Búðarvatnsstæðið“. Þegar staðið er við helluna má sjá í norðvestri háa vörðu. Ef letrið á hellunni er skoðað er ljóst að það er tiltölulega nýlegt. Bæði bendir mosinn umhverfis til þess sem og leturgerðin. Stafurinn „a“ aftast í „Hvassa“ bendir til þess að letrið hafi verið höggvið í steininn á 20. öld. Það eitt vekur tortryggni með hliðsjón af eldri landamerkjabréfum þar sem landamerkin eru áður sögð hafa verið við Búðarvatnsstæðið. Líklega má alveg eins færa rök fyrir því að mörkin séu þar, u.þ.b. kílómetra norðar, en nú er talið.

Áberandi götu var fylgt með hraunjarðinum niður að Búðarvatnsstæðinu. Um vatnsstæðið endilangt liggur gamla sauðfjárveikigirðingin. Vatnsstæðið er nokkuð stórt og virðist hafa verið lagað ti af mannhöndum. Það kúrir í grasbletti ofan við úfið hraunið og þaðan er útsýniið vítt og falegt til suðurs og austurs. Örnefnið er sérkennilegt og gæti bent til þess að við vatnsstæðið hafi verið áningarstaður og þá jafnvel yfir nótt, þ.e. einskonar búðir. Ekki er ólíklegt að þeir sem unnu við kolagerð í Almenningi hafi hast við tímabundið við Búðarvatnsstæðið og af því sé nafnið dregið.

Búðavatnsstæði

Búðarvatnsstæði.

Þegar farið er upp á hraunjaðarinn ofan við Búðarvatnsstæðið sést að einungis er um mjótt hraunhaft að ræða. Í beina línu til norðvesturs sést fyrrnefnd varða. Hún er hlaðin úr sléttum hraunhellum. Eðlilegt hefur verið að hlaða vörðuna þarna því hún er í beinni línu úr Markakletti, mörkum Hvassahrauns og Lónakots við Hraunsnes, og sést því vel þegar komið er úr norðri. Búðarvatnsstæðið hefur verið þungamiðjan í lýsingum fyrri alda, enda fáum slíkum til að dreifa svo ofarlega í Almenningi. Það hefur því óumdeilt verið eitt helsta kennileiti í heiðinni fyrrum. Ekki er óraunhæft að álykta að um það hafi markalínan verið dregin og þar með hafa allar jarðirnar þrjár átt tilkall til þess, enda sennilega einn helsti áfangastaður á ferðum fólks milli byggðalaganna. Þar hefur verið tilvalið að slá upp búðum yfir nóttina, enda um „hálfnaðarleið“ að ræða.

Markhella

Við Markhellu.

Haldið var yfir að Sauðabrekkugjárgígum. Efst í þeim er náttúrlegt skjól; Sauðabrekkuskjól. Hraunbekkur er í því og gluggi á hlið. Steinn var fyrir opinu. Skammt frá skjólinu liggur Hrauntungustíg yfir gjána. Henni var fylgt niður á stíginn. Þar sést vel hvar stígurinn liggur til suðausturs eftir sléttu helluhrauninu og yfir gjána.
Hrauntungustígur liggur frá Áslandi um Hádegisskarð með Hamranesi og suður yfir Háabruna að Hrauntungum í Almenningi. Þaðan liggur leiðin milli Gjásels og Fornasels, hjá Hafurbjarnarholti upp í hæsta hluta Almennings og að Sauðabrekkum þar sem hann liggur yfir gjána.
Farið er yfir Sauðabrekkugjá um Mosa og stefnt á miðja Hrútargjárdyngju, þónokkuð vestur af fjallinu eina. Leiðin liggur að Hrúthólma þar sem farið er um helluhraun að Hrútafelli og þá er stutt i Ketilsstíginn, sem liggur yfir hálsinn til Krýsuvíkur.

Ginið

Ginið.

Fjallsgrenin eru þarna skammt norðar á sléttu helluhrauninu. Í því eru fjölmargir skútar og rásir. A.m.k. tvö hlaðin byrgi fyrir refaskyttur eru við grenin.
Frá Sauðabrekkugjárgígum nyrðri hefur runnið þunnfljótandi helluhraun, bæði til norðurs og suðurs. Hraunið er lítið, en sker síg úr grónu Hrútargjárdyngjuhrauninu. Í því sunnanverðu er Gapið, u.þ.b. 15 metra djúpt. Þunnfljótandi hraunið hefur runnið þarna niður í sprungu og fyllt hana, nema þar sem hún hefur verið dýpst og breiðust. Þar hefur hraunið ekki náð að fylla hana að fullu. Sigið var ofan í Gapið fyrir u.þ.b. ári síðan. Það er í rauninu merkilegt náttúru- og jarðfræðifyrirbæri, sem fáir vita af. Það kemur þó vel fram á loftmyndum.
Rjúpa lá á hreiðri skammt austar. Eggin voru 12 talsins.
Gengið var yfir Stórhöfðastíg. Ljóst er að ekki er um einn afmarkaðan stíg að ræða þótt einhver eða einhverjir hafi sett upp litlar vörður við einn þeirra. Sjá má hann vel mótaðan á a.m.k. þremur stöðum í hrauninu, en allir stefna stígarnir í sömu átt, að Fjallinu eina vestanverðu. Segja má því að ekki sé um einn tiltekinn Stórhöfðastíg að ræða þarna í grónum Almenningnum heldur fleiri. Þeir eru þó misgreinilegir á köflum.
Gangan tók 2 klst og 22 mín. Frábært veður.

Sauðabrekkufjárhellar

Sauðabrekkufjárhellar (Moshellar).

Kálfatjörn

FERLIRsfélagi, sem var á göngu á Vatnsleysuströnd fyrir skömmu, rak skyndilega auga í ártalsstein í fjörunni. Hann hafði margsinnis áður gengið sömu leið, en nú voru birtuskilyrðin (tilsýndarskilyrðin) hins vegar mun betri en áður, þ.e. sólin í réttu sjónarhorni svo skuggi féll á ártalið.

Ártalssteinninn

Við fyrstu skoðun virtist ártalið vera 1710, en þegar betur var að gáð varð ljóst að þarna hafði verið meitlað ártalið 1910. Nían var ógreinileg, en ef tekið er mið af öðrum ártalssteinum á Vatnsleysuströnd, t.am. ártalssteininum í gömlu sjóbúðinni við Kálfatjörn frá 1674 og kirkjubrúarsteininum frá 1790 þá er sjöan ógjarnan með þverstriki.
Hvað um það – ártalssteinn er þarna í fjörunni – og það merkilegur fyrir margra hluta sakir. Hann stendur efst í fjörunni, beint ofan við eina ákjósanlegustu og fallegustu vörina Ströndinni. Bærinn ofan við er á fornu bæjarstæði. Vörin var og notuð lengur en aðrar varir, löngu eftir að varanleg höfn var komin í Voga. Í beina línu við steininn er hleðsla; sökkull eða neðsta röð á hlöðnu húsi. Sjórinn hefur tekið annað af húsinu til sín, en eftir stendur þessi einharða röð til merkis um mannvirkið. Líklega hefur ártalssteinninn verið hornsteinn hússins eða byrgisins, en önnur slík eru allnokkur með ströndinni. Fyrrnefndur ártalssteinn neðan við Kálfatjörn er einnig dæmi um leifar af gömlu hlöðnu húsi, sem heimildir voru til um; verbúð.
SteinaröðinEf sá siður hefur haldist á Vatnsleysuströnd að ártalsmerkja verbúðirnar þá er þarna á þessu strandsvæði um að ræða leifar verbúðar frá 1910. Einungis vantar því þrjú ár upp á að þær geti talist til fornleifa. Þótt leifarnar séu í hættu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu hefur FERLIR ákveðið að geyma nákvæma opinberunnar hans og minjanna enn um þriggja ára skeið. Í rauninni eru þær dæmigerðar fyrir mannvirki á Ströndinni, líkt og lesa má um í heimildum manna er stunduðu vermennsku og sjósókn fyrr á öldum.
Ártalssteinninn er ágætt dæmi um fornleif, sem fengið hefur verið að vera óáreitt vegna þess að enginn hefur veitt henni sérstaka athygli. Þar með er hún orðin mikilvægur minnisvarði um aðrar slíkar, sem finna má á Vatnsleysuströnd – ef varið yrði tíma í að gaumgæfa allt það er þar mætti finna, hvort sem vegna skráðra heimilda eða einfaldlega nákvæmisleitar á svæðinu.
Ártalssteinn þessi er að vísu frá árinu 1910, en verðmæti hans eykst hins vegar í réttu hlutfalli við tilsettninguna. Hann gefur bæði til kynna að aðrar sjóbúðir á Vatnsleysuströnd hafi að öllum líkindum haft slíka hornsteina að geyma og að þá megi enn finna í nálægð leifa slíkra búða sem og í þeim búðum sem enn standa. Bara það gefur tilefni til enn einnar FERLIRsferðarinnar um strandir Vatnsleysustrandar!
Vatnsleysuströnd

Bekkjaskúti

Gengið var upp í Óttarsstaðasel og síðan áfram upp í Búðarvatnsstæði. Þar hjá á að vera hár steindrangur; Markhelluhóll, landamerki Óttarsstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur. Í dag eru þau dregin um Markhelluna, u.þ.b. 800 metrum ofar. Eins og flestir vita er „hóll“ og „hella“ sitthvað.

Ottarsstadir vestri

Í bakaleiðinni var komið við í skotbyrgjunum við Fjallsgrensbala og gengið niður Almenning milli Óttarsstaðasels og Straumsels, þ.a. að hluta eftir merkjum Óttarsstaða og Straums. Af því tilefni var eftirfarandi rifjað upp. Í ferðinni voru tínd upp nokkur merki í ratleik Hafnarfjarðar 2010, s.s. í Óttarsstaðaseli og við Búðarvatnsstæðið.
Árið 1379 votta þeir Kári Þorgilsson, Jón Oddsson og Ólafur Koðráðsson að hafa heyrt máldaga kirkjunnar í Viðey lesinn og að Ólafur hafi lesið hann sjálfur áður en kirkjan (og þá væntanlega einnig umræddur máldagi) brann. Í vitnisburði þeirra sem fjallar um reka kirkjunnar og mörk hans er minnst á Óttarsstaði.
Bekkjaskuti-3Þann 9. september 1447 höfðu þeir Einar Þorleifsson og Steinmóður Viðeyjarábóti með sér jarðaskipti. Meðal þeirra jarða sem komu í hlut klaustursins voru 10 hundruð í Ottastöðum í Kálfatjarnarkirkju-sókn.
Óttarsstöðum bregður fyrir í fógetareikningunum 1547-1552 og eru þá líkt og aðrar Viðeyjarklaustursjarðir komnir í konungs eigu.
Í lýsingu gæða Óttarsstaða í jarðamatinu 1804 segir m.a.: „Udegangen er her temmelig god saa at Beder, Faar og Lam bliver kun lidet Foder bestemt.“
Ottar-2Í athugasemdum við Óttarsstaði segir, og mun það eiga við Garðahrepp í heild: „Da er i nærværende Evaluation anförte Faar og Beder ja endog Lam, i Almindelighed intet Foder erholde (som dem og her kuns lidet er bestemt); men holdes alleene paa Udegang, med hvilken dog er forbunden megen Fare, bestaaende baade deri, at disse Kreature, som ogsaa leve af fersk Tang og elske den, undertiden tabes i Söen, og det i Hobetal, paa nogle Skiær hvorpaa de i Ebbetiden gaar ud, og drukne siden med Flod, elle naar Vandet træder tilbage, tillige ogsaa deri at en Deel bortsnappes af Ræven, hvoraf det omliggende Hröjn (Lava Strækning) giemmer en saadan Mængde, som man ikke seer sig i Stand til at indskrænke mindre ödelægge, foruden hvad Foder Mangel i haarde Aaringer dog nödvændig maae medföre disse Kreatures ganske Tab. – saa proponeres her en Nedsættelse enten af baade Faar og Beder for det halve, eller, i Mangel deraf, da af den sidste Sort allene for 2/3 Deel, af det anförte og evaluerte saa meget mere som Proportionen med andre Jorder vilde ellers uforholdsmæssig naar hensees til den sande Bonite, som og den gamle Skyldsætning (Taxation) er ulige mindre end denne nye, hvilket ikke i Almindelighed indtræffes.“

Ottarsstadasel

Þessi athugasemd virðist eiga við margar jarðir í ofanverðum Álftaneshreppi.
Óttarsstaðir eru meðal svokallaðra Hraunajarða. Á árunum 1825–1874 áttu sér stað ýmsir atburðir er snérust um tengsl Hraunajarða og almenningslands Álftnesinga á Reykjanesi.
Óttarsstaðir voru seldir úr konungseigu þann 28. ágúst 1839.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er getið bæði Óttarsstaða og Óttarsstaðakots þrátt fyrir að hvorki prestur né sýslumaður geti hjáleigunnar. Ástæða þess er að nokkru leyti ábúendatalan sem sýslumaður gaf upp á öllum Óttarsstöðum en að auki var hún byggð 1803.
OttarsstadaselsfjarskjolÍ jarðamatinu 1849 er kafli um jörðina Óttarsstaði með hjáleigunum Óttarsstaðakoti og Nýjakoti. Þar kemur eftirfarandi fram: „Landrými mikid. Landkostir ágjætir á sumrum. Vetrarbeit mjög gód, en nokkud ördug. Skógur nægilegur.“
Þann 21. júní 1849 skrifaði eigandi hálfra Óttarsstaða undir svohljóðandi lögfestu: „Fyrst vid sjó milli jardanna Óttarstada og Straums ur Valnaskeri uppá Markhól, svo í Skiphól þaðan í Nónhól af Nónhól á nordurenda Gvendarbrunshædar, svo sunnan vid Mjósund upp í steinhús þadan á Eiólfshól eptir Eiólfshólsbölum uppá miðjann Fjallgrensbala. Af Fjallgrensbala suðurá Helluhól nordan á Búðarhólum á milli jarðarinnar Heimalands og og almennings afrjettar. Af Búðarhólum beina línu niður á Valklett [ógreinilegt, gæti verið Vakklett eða jafnvel Váklett] þaðan á Sauðaskjól, af Sauðaskjóli niður á Krumhól og Innraklif við sjó á milli jardanna Óttarstada og Lónakots.

Budarvatnsstaedi-3

Líka lýsi jeg eign minni það ítak í almennings afrjetti Alptaneshrepps, sem ofantaldri jörð minni ber að lögum innan hjer ofantaldra takmarka.“
Guðmundur Guðmundsson í Straumsseli lét lesa þessa lögfestu á manntalsþingi að Görðum 22. s.m.
Áreið var gerð á landamerki Hraunajarðanna og almenningsskóga Álftanesshrepps 12. september 1874 til þess að ákveða mörkin.
Þrjú landamerkjabréf fyrir Óttarsstaði voru undirrituð 26. maí 1890 og þeim öllum þinglýst 9. júní sama ár. Fyrsta bréfið fjallaði um landamerki milli Óttarsstaða og Hvassahrauns: Landamerki milli Óttarstaða og Hvassahrauns byrja í Mið – Krossstapa, frá Mið – Krossstapa í Klofningsklett, sem varða er hjá, sunnanvert við Einirhól.
Frá Klofningskletti í Búðarvatnstæði, frá Budarvatnsstaedi-4Búðarvatnsstæði í Markhelluhól, sem er hornmark frá Óttarstöðum, Hvassahrauni og Krísuvík; í hann er klappað Ótta., Hvass., Krv. – Undir bréfið skrifa Guðmundur Jónsson og Friðfinnur Friðfinnsson. Landamerkin samþykktu Sigurmundur Sigurðsson, Einar Þorláksson og einnig Á. Gíslason fyrir hönd Krýsuvíkurkirkju.
Næsta bréf ákvarðaði landamerki Óttarsstaða og Straums: „Landamerki milli Óttarstaða og Straums byrja við sjó, á Vatnaskersklöpp, og yfir miðjan Markhól. – Þaðan beint í Stóra–Nónhól, frá Nónhól í Gvendarbrunn, frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu, frá Mjósundavörðu í Klofaklett, suður og upp af Steinhúsi. Á Klofaklett er klappað: Ótta., Str., og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og uppaf Eyólfshól; á þennan Markastein er klappað: Ótta., Str. – Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.“

Markhella

Undir bréfið skrifa Guðmundur Jónsson, Friðfinnur Friðfinnsson og G. Símonsson. Landamerkin samþykkti Á. Gíslason.
Í þriðja landamerkjabréfinu var greint frá svohljóðandi landamerkjum Óttarsstaða og Lónakots: „Landamerki milli Óttarstaða og Lónakots – byrja rjett fyrir ofan sjáfarkampinn, þaðan í Markhól, sem klappað er á Ótta. Lón. – Frá Markhól í Sjónarhól, frá Sjónarhól í vörðu austanvert við Lónakotssel; frá þeirri vörðu í Miðkrossstapa.“
Undir bréfið skrifa Guðmundur Jónsson, Friðfinnur Friðfinnsson og
Hallgrímur Grímsson.
Í fasteignamatinu 1916-1918 eru Óttarsstaðarjarðirnar tvær talsins og einnig er getið Óttarsstaðagerðis. Landamerki beggja Óttarsstaða eru svohljóðandi: Landamerki að sunnan, úr Markaviki að fyrir innan Grunnfót, þaðan beina línu um stein og uppí Krossstapa þaðan að Krýsuvíkurlandi um markhól, að norðan úr Vatnaskersklöpp við sjó og í Stóra Nónhól þaðan í Mjósundavörðu, þaðan um steinhús og upp að fjallinu Eina og tekur þar við Krýsuvíkurland.

Markhelluhóll

Í fasteignamatinu 1932 er að finna lýsingar á eftirfarandi jörðum í Óttarsstaðahverfi: „Óttarsstaðir I og II og Óttarsstaðagerði. Í lýsingu ábúenda á Óttarsstaðum I kemur fram að beitilandið sé víðlent og mjög skjólgott, einnig að smalamennskan sé örðug. Beitilandið nýtist sem ágætis vetrarbeit fyrir sauðfé. Það hefur lyng og kvist. Þar segir líka að jörðin hafi nægt beitiland fyrir sínar skepnur árið yfir í heimalandinu.“ Um ítök segir: „Landræma til beitar afgyrt með Straumslandi, sem Óttarstaðir eiga er notuð til beitar.“
Í greinargerð ábúendanna kemur einnig fram að landamerki jarðarinnar séu ágreiningslaus, að landamerkin hafi verið uppgerð 1890 og að þau sé að finna í landamerkjabók sýslumanns. Sambærileg lýsing er á Óttarsstöðum II og Óttarsstaðagerði.
Budarvatnsstaedi-5Í október 1992 sendi Sesselja Guðmundsdóttir hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps greinargerð sem hún hafði tekið saman um landamerki hreppsins. Í mars 1993, sendi Sesselja frá sér aðra greinargerð, nú til fulltrúa hjá sýslumannsembættinu í Keflavík. Þar er að finna athugasemd um svokallaða Markhellu / Markhelluhól sem minnst er á í landamerkjabréfum Krýsuvíkur,
Hvassahrauns og Óttarsstaða frá árinu 1890: „… að öðru leyti hefi jeg ekki að athuga [við landamerkjabréf Krýsuvíkur] nema óráðið mun um rjetta þekkingu á „Markhellu“ að vestanverðu.“ Undir þetta skrifar Oddur V. Gíslason prestur á Stað í Grindavík …“

Fjallsgrensbali

Önnur athugasemd var gerð við bréfið og var hún svohljóðandi: „Sem eigendur og umboðsmenn Hvassahrauns-hverfisins leyfum við oss að gjöra þá athugasemd við framanskráð landamerki að í staðinn fyrir „Markhellu“ sjé settur „Markhelluhóll.“ Að öðru leyti samþykkt.“ Þetta undirskrifa Einar Þorláksson og Sigurmundur Sigurðsson. Athugasemdin um Markhelluhól hefur verið tekin til greina því skjalinu er þinglýst með því nafni.
Setninguna „… Markhelluhól, háan steindranga við Búðarvatnsstæði“ er vert að athuga nánar. Ca km fyrir ofan vatnsstæðið er trúlega hinn eini sanni Markhelluhóll og á landakortum síðustu ára eru mörkin um hann. Á hólnum er varða og stendur hann rétt ofan við djúpa en þrönga gjá og eru stafirnir sem getið er um í landamerkjabréfi Óttastaða – Hvassahrauns meitlaðir stórum stöfum á hólklöppina sem snýr til norðausturs.

Almenningur

Það er merkilegt hvað stafirnir eru greinilegir ennþá og vel getur verið að þeir hafi verið skýrðir upp einhverntíman á þessari öld.
Steindranginn sem nefndur er í lýsingunni er til þarna í nágrenninu og er hann spöl neðan og vestan við hólinn út í illfæru og grófu apalhrauni. Rétt við steindranginn er gömul mosagróin varða, há og mikil um sig, hlaðin úr stórum hraunhellum. Í lýsingunni hefur því verið blandað saman í eitt mark,
hólnum og drangnum og eins gæti hugsast, að mörkin hafi einhverntímann legið neðar, þe.a.s um drangann en ekki hólinn. Hvassahraunsbændur gerðu sér grein fyrir því, við undirskrift bréfsins að hægt var að ruglast á þessu tvennu og lögðu áheyrslu á örnefnið Markhelluhól sem er drjúgum ofar.“
Við skoðun á Markhelluhól ofan við Búðarvatnsstæðið kom í ljós mosavaxinn fótur af fornri vörðu.
Í Almenningi lék móskollóttur fallegur refur sér við hvurn sinn fót.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín (17.2 km).

Heimildir m.a.:
-Íslenzkt fornbréfasafn, IV. b. Kaupmannahöfn. 1895-1897, s. 707-708.
-Guðm. J. og Friðfinnur, bændur á Óttarsstöðum skv. sóknarmannatali Garða 1890.
-Sigurmundur Sigurðsson var bóndi á Hvassahrauni og Einar Þorl. húsmaður þar (Sóknarmannatal Kálfatjarnar 1890   og Sóknarmannatali 1889).
-Árni Gíslason í Krýsuvík.
-Guðm. Símonarson bóndi í Straumi. (Sóknarmannatal Garða 1890).
-Hallgrímur Grímsson bóndi í Lónakoti. (Sóknarmannatal Garða 1890).

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – drónamynd.

Hraunsnes

Gengið var niður hraunið frá Gamla Keflavíkurveginum skammt austan við Hvassahraun, að Stóra Grænhól, yfir Skógarhól og að Vondaskúta skammt ofan við suðvestanvert Hraunsnes. Ætlunin var að skoða skútann og halda síðan áfram yfir að Lónakoti þar sem Vatnagarðahellir er fyrir, gamalt fjárskjól og brugghellir. Fjárgata liggur niður hraunið vestan við skútann.

Vatnagarðahellir

Vatnagarðahellir.

Elsti hluti Keflavíkurvegarins, Suðurvegurinn, var lagður um 1900. Hluti af efninu var þá tekið úr Litla-Rauðamel. Einnig var efni tekið þar nokkru fyrr þegar unnið var við lagfæringar á gamla Sýsluveginum (JG).
Vondiskúti er undir margklofnum kletti upp af austanverði Hvassahraunsbót. Opið snýr í norður. Fjárgata liggur niður hraunið vestan við hraunhólinn. Skútinn ber nafn með rentu því þar endaði sauður ævi sína fyrir löngu. Skútinn var þyrnir í augum fjármanna sem þurftu sífellt að vera á varðbergi og gæta að fjársafni sínu. Víða má sjá hlaðið fyrir skúta í hraununum til að varna fé inngöngu. Þá eru einnig hleðslur við veggi jarðfalla til að auðvelda fénu uppgöngu ef það á annað borð leitaði þar skjóls. Líf bænda og búanda fyrrum snérist meira og minna við að eltast við og gæta að sérhverjum sauð og sérhverri skjátu því án þeirra var vandlifað í og við Hraunin.
Í Hraunsnesi er einnig fjárskjól undir bakka í grunnu jarðfalli, Hraunsnessfjárskjólið. Hleðslur eru fyrir því. Ofan við Hraunsnesið eru fallegar tjarnir og er ferskvatn í sumum þeirra.

Vondiskúti

Vondiskúti.

Gengið var niður að Markakletti, mörkum Hvassahrauns og Lónakots ofan við ströndina, áfram til austurs með ströndinni, Dulaklettum, framhjá minjunum við Réttarkletta og yfir að Lónakoti. Sunnan þeirra er Grænhólsskjól. Sumir telja að þarna hafi Lónakot verið fyrrum, en aðrir að selstaðan hafi verið flutt þangað úr heiðinni. Aðrir telja að þarna hafi svonefnt Svínakot, sem minnst er á í annálum. Í leiðinni var litið á fjárskjólið í skeifulaga hraunskál skammt sunnan við klettana. Troðningur liggur með ströndinni svo leiðin er nokkuð greið.
Ofan lónanna við Lónakot er Vatnagarðahellir í sunnanverðu jarðfalli. Myndarlagar hleðslur eru þar fyrir.

Vatnagarðahellir

Í Vatnagarðahelli.

Vatnagarðahellir var vetrarhellir Lónakotsbænda, skammt undan bænum, en samt utangarðs. Þar rúmaðist góður tugur fjár sem leitaði sjálft skjóls í óveðrum. Þar sem hellirinn er á mörkum Óttarsstaða og Lónakots gerðu báðir tilkalla til hans. Munnmæli herma að göróttur drykkur hafi verið bruggaður í hellinum á bannárunum. Orðrómur var um allnokkra slíka á Reykjanesskaganum. Einn þeirra er í Hvassahrauni, skammt sunnan við Reykjanesbrautina, en yfirvaldið, Björn Blöndal, mun hafa leitað árangurslaust að honum, enda erfitt að koma auga á opið.
Lónakot var einn Hraunbæjanna.
Haldið var inn á Lónakotsselsstíg og honum fylgt upp á þjóðveginn. Gróðurangan fyllti loftið eftir rigningar undanfarna daga.

Lónakot

Grænhólsskjól.

Sogasel

Haldið var upp á Höskuldarvelli þar sem ætlunin var að ganga á Trölladyngju og síðan til baka um Sogin. Vegurinn upp á Höskuldarvelli liggur upp Afstapahraun, sem mun vera frá sögulegum tíma.

Keilir

Hoft á Keili af Trölladyngju.

Gengið var upp grasi gróna vesturhlíð Dyngjunnar, um skarð og síðan aflíðandi upp á hana að austanverðu. Dyngjan er ber á bakinu, en ekki erfið uppgöngu. Heildargangan tekur u.þ.b. 30 mínútur. Fallegt útsýni er af Trölladyngju yfir Höskuldarvelli, Oddafell, Eldborg, Lambafell, niður og norðaustur eftir Dyngjurana, Grænudyngju og um hálsinn að sunnanverðu, yfir að Spákonuvatni og Sogin. Grænadyngja er austan við Trölladyngju og er gróinn dalur (dyngja) á milli þeirra. Hún er gróin upp á topp og því tiltölulega auðveld uppgöngu.
Trölladyngja er móbergsfjall, en þegar komið er á efri hluta hennar verður bólstraberg áberandi. Stundum var talað um Trölladyngur, Dyngjur eða Dyngjuhnúka, og þá átt við báða hnúkana. Trölladyngja er um 375 m og Grænadyngja er um 400 m. Í Trölladyngju hefur fundist silfurberg.
Milli Dyngnanna er skarð sem skipt er þversum af lágum hálsi og heitir hann líklega Söðull.

Sog

Í Sogum.

Sogin skilja Dyngjurnar frá Núpshlíðarhálsi, en þau eru grafningar miklir. Í þeim eru miklar eldstöðvar, bæði að sunnan- og norðanverðu, og litadýrðin mikil, einkum að sunnanverðu. Hraun hafa runnið bæði í norður og suður, meðal annars Afstapahraun, bæði yngra og eldra (Geldingahraun). Enn er þarna mikill jarðhiti á ýmsum stöðum.
Reykjanesinu er gjarnan skipt í 4 eða 5 eldstöðvakerfi, Reykjanes-Grindavík-Vogar (oft talið sem tvö kerfi), Krýsuvík-Trölladyngja, Brennisteinsfjöll-Bláfjöll og Hengill-Selvogur. Hliðrunarbelti með austur-vestur stefnu í gegnum þessi kerfi veldur tíðum jarðskjálftum á Reykjanesi og á því hafa myndazt háhitasvæði á yfirborði, s.s. á Reykjanesi, í Eldvörpum, í Svartsengi, í Krýsuvík og í Brennisteinsfjöllum. Eldstöðvakerfin hafa öll skilað blágrýti (þóleiískt berg) til yfirborðsins á nútíma nema Hengilssvæðið. Píkrít er að finna í gömlu og minni dyngjunum á svæðinu en ólivínþóleit í hinum yngri og stærri. Fjöldi dyngnanna frá nútíma er u.þ.b. 30 og gossprungur eru í tugatali.

Sogin

Litadýrð Soganna.

Eldborgin norðan við Trölladyngju var einnig nefnd Ketillinn. Hún hefur verið fallegur gígur, en er nú ekki svipur hjá sjón. Jón Jónsson, jarðfræðingur, segir að gosið í Eldborg hafi án efa verið með þeim seinustu á þessu svæði og sennilega það síðasta. Það er því yngra en Afstapahraun.
Höskuldavellir eru rúmur kílómetri að lengd og tæpur kílómetri á breidd. Þeir urðu til við leiframburð Sogalækjar, sem kemur úr Sogunum og rennur norður um vellina. Ekki er vitað við hvaða mann vellirnir eru kenndir, en þeir eru í landi Stóru-Vatnsleysu.
Gengið var upp skarðið stóra milli Dyngnanna, yfir að Sogunum. Búið er að girða af beitarhólf Suðurnesjamanna, en víða í grónum giljum má sjá allt að fimm metra undir girðinguna.

Sog

Í Sogum.

Sogin eru 150-200 m djúp leirgil sem mikill jarðhiti hefur verið í fyrrum og aðeins eimir af enn. Þægilegt er að ganga niður í Sogin sunnan við Dyngjurnar og útsýnið er stórbrotið og litadýrðin mikil. Leirkenndur jarðvegurinn er rokgjarn, en drekkur í sig bleytu. Fallegur hver er í hlíðinni sunnan við Sogalæk. Honum var fylgt niður Sogaselsdalur eða Sogadal, litið á tóftir þar sunnan við lækinn og síðan haldið að selsminjunum inni í Sogagíg eða Sogaselsgíg. Gígurinn er opinn til suðurs, girtur skeifulaga hamrabelti og hefur því myndað gott aðhald fyrir skepnur. Þarna var Sogasel frá Kálfatjarnarhverfi og jafnvel Krýsuvík. Margar kofatóftir eru á þremur stöðum í gígnum og kví undir vestari hamraveggnum og við nyrstu tóftina.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 33 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Sesselju G. Guðmundsdóttur.

Sogin

Sogin.