Tag Archive for: Vogar

Bieringstangi
Gengið var með Magnúsi Ágústssyni í Halakoti (f: 1922) og Hauki Aðalsteinssyni um Bieringstanga á Vatnsleysuströnd. Ætlunin var m.a. að skrá helstu minjar sem þar eru enn sýnilegar á Tanganum. Reyndar er nafnið Bieringstangi ekki gamalt því hann er kenndur við Moritz W. Bjering, verslunarstjóra í Flensborgarversluninni í Keflavík er tók yfir og réði um tíma verslun og verkun í Tangabúð á Brunnastaðatanga (um 1850). Löngu áður hét tanginn Harðangurstangi og þannig er hans m.a. getið í Húsvitjunarbók fyrri tíma.
Bieringstangi

Bieringstangi – tóft.

Magnús þekkir öll örnefni á Tanganum og þekkti auk þess fólkið, sem þar bjó síðast, en segja má að byggðin hafi verið að leggjast af um 1925, skömmu eftir að hann fæddist. Haukur hefur auk þess kynnt sér mjög vel heimildir og sögu Tangans og hefur t.d. skrifað sögu þilskipaútgerðar í Vogunum.
Nokkrir bæir eða kot voru á Tanganum, auk Tangabúðarinnar, þ.e. Töðugerði, Grímsbær, Grund, Vorhús, Klapparholt, Hausthús, Hvammur og Vatnskersbúðir. Minjar allra þessara bæja sjást enn á Tanganum, auk fjölmargar aðrar, s.s. grunnar salthúsa, verbúða og byrgja. Tækifærið var notað og svæðið rissað upp, þ.e. svæðið frá Töðurgerði í austri og að Vatnskersbúðum í vestri, að mörkum Grænuborgar.
Magnús benti m.a. á grunna undan timbursalthúsum, sem stóðu neðan við Grundarbæinn. Þeir eru nú að hluta til komnir út fyrir strandarmörkin, í fjöruna, en sjórinn er smám saman að taka minjarnar til sín. Af grunnunum að dæma hafa þetta verið nokkuð stór hús.

Bieringstangi

Magnús Ágústsson og Haukur Aðalsteinsson við skipsflak á Bieringstanga.

Í skýrslu „yfir þau hús í Vatnsleysustrandarhreppi, sem ekki voru notuð við ábúð jarða og sem því bar að greiða húsaskatt af samkv. lögum af 14. des. 1877“, frá því í nóvember 1878 lýsir Guðmundur Guðmundsson og J.J. Breiðfjörð mannvirkjum úr timbri, annars vegar í Tangabúð og hins vegar í Hólmabúð, auk Klapparholts. Tangabúð var þá „anlæg“ standandi á Brunnastaðalóð; „tvö salthús áföst hvort við annað, hið nyrðra 12 álna [7.3 m] langt, 9 1/2 ál. [5.8 m] á breidd, syðra húsið er 15 1/2 ál. [9.5 m] á lengd, 7 1/2 ál. [4.6 m] á breidd, með lopti eptir endilöngu og afþiljuðu herbergi uppi á loptinu yfir um þvert húsið, hæð húsanna er 3.5 ál. [2.1 m] undir bita, bæði húsin eru með tvöfaldri timbursúð og eru þau virt á 1200 krónur. Er sjóbúð úr timbri 20 álna [12.2 m] löng, 6 1/2 ál. [4 m] á breidd, 4 áln. [2.4 m] á hæð undir lopt, með lopti eftir endilöngu og rúmum uppi og niðri til beggja hliða, á húsinu er tvöföld timbursúð, virt á 300 krónur. Ofanrituð hús, sem öll til samans eru virt á 2000 krónur eru eign verzlunar þeirrar, sem Consul E. Siemsen á í Reykjavík og hefur stjórnað.“

Um Klapparholt segir: „standandi „anlæg“ á Brunnastaðalóð; salthús 21 áln. [12.8 m] á lengd 6 álna [3.7 m] breitt, 3 1/2 áln. [2.1 m] á hæð, allt með timburgólfi og klætt innan á byndinginn með borðum allt í kring, með timbursúð og þakspæni utanyfir, virt á 600 krónur. Timburhjallur gamall, 6 1/2 al. [10.6 m] langur, 4 2/4 al. [2.9 m] breiður, 3 1/4 aln. [2.1 m] á hæð undir lopt með einfaldri rennisúð og lopti yfir endilöngu, virtur á 50 krónur (Flyt: + 650 krón.).

Bieringstangi

Letur á steini á Bieringstanga.

Íbúðarhús (baðstofa) með veggjum úr torfi og grjóti, en tvöföldu timburþaki, 12 álna [7.3 m] löng, 6 álna [3.7 m] breið, hálfstafahús, með rúmum til beggja hliða og áföstu eldhúsi, göngum og bæjardyrum, virt á 150 krónur.“
Þótt Hólmabúðir séu ekki á Bieringstanga er rétt að geta umsögn um þær því þeirra er einnig getið í skýrslunni. Um Hólmabúðir segir að þær séu standandi á Stóru Voga lóð. „Íbúðarhús úr timbri 15 álna [9.2 m] lángt, 12 álna [7.3 m] breitt, 3 1/2 áln. [2.1 m] á hæð undir lopt, með tvöföldu timburþaki og spæni þar utanyfir, timburgólf er í hálfu húsinu og lopt yfir því öllu, uppi á loptinu er afþiljað herbergi 6 álna [3.7 m] lángt yfir um þvet húsið, niðri eru tvö herbergi afþiljuð, ennfremur er í húsinu upphlaðinn skorsteinn, 3 gluggafög eru á húsinu að neðanverðu og tvö lítil uppi, virt á 1000 krónur. Salthús, 20 1/2 áln. [12.5 m] lángt, 12 álna [7.3] breitt, 5 álnir [3 m] á hæð undir lopt, með timburveggjum og plægðri timbursúð og lopt er í öllu húsinu, klætt með borðum, uppi á loptinu eru 20 legurúm í þremur röðum, 2 gluggafög eru á hvorum gafli uppi. Við húsið er áfastir timburskúrar 12 álnir [7.3 m] á annan veginn, 6 álnir [3.7 m] á hinn með timburþaki og þakspæni utanyfir, á hæð 5 álnir [3 m] annarsvegar, 3 álnir [1.8 m] hinsvegar. Húsið með skúrnum er virt á 1600 krónur. Þessi síðarnefndu tvö „anlæg“ Klapparholts og Hólmabúðar, sem, með öllu tilheyrandi húsum eru virt á 3400 krónur, eru eign verzlunar hra. S.P. Knudtzons sons, sem í Reykjavík er stjórnað af verzlunarfulltrúa hra. Nj. Zimsen.“

Bieringstangi

Hvammsbrunnur við Bieringstanga.

Framangreindur fróðleikur er settur fram svo sjá megi hvernig húsakostur þessi var þarna skömmu fyrir aldamótin 1900, eða fyrir rúmlega einni öld síðan. Til enn frekari fróðleiks má geta þess að nefndur Jón Breiðfjörð átti Brunnastaði um 1880. Þar var m.a. verslun og útgerð. Þegar erfiðleikar steðjuðu að rekstrinum um 1900 voru timburhúsin á Bieringstanga tekin upp í skuldir og flutt á brott ásamt fleiri mannvirkjum.

Austast á Bieringstanganum eru Töðurgerði (frekar en Töðugerði). Þar á sjávarbakkanum má sjá rústir tveggja húsa; íbúðarhúss og útihúss austar. Hlaðinn garður sést enn vestan og sunnan við tóftirnar. Magnús sagði kálfgarðinn hafa verið utan við hlaðna garðinn að vestanverðu. Enn sést vel móta fyrir hleðslum í húsatóftunum. Duggusandur er niðurundan bæjartóftunum. Öndvert við víkina, að vestanverðu, er Agnesarklöpp, en yst á tanganum standa tveir klettar; Tvíhausaðiklettur.
Vestan við vestari tóftina er bátshræ. Þar er um að ræða leifarnar af mb. Hauk, sem bróðir Magnúsar tók þar á land, en dagaði uppi. Enn vestar, handan vegarslóðans að Grund, er botnstandur úr Ágústi Guðmundssyni GK 95.
Sunnan og ofan við Töðurgerði sjást hleðslur fjögurra svonefndra hausbyrgja. Þau eru að mestu hlaðinn hringlaga, en inni í þeim eru hlaðnir reitir. Magnús sagði að þangað hafi fiskhausar verið færðir, þeir klofnir og lagðir á garðana til þerris. Þaðan hafi þeir síðan verið seldir kaupendum. Svartbakurinn hafði verpt í skjóli byrgjanna. Vesturhleðsluna vantaði í vestasta byrgið. Magnús sagðist hafa náð að stöðva grjóttöku úr því er sem mest var sótt af grjóti í garða á Vatnsleysuströnd undir bryggjuna í Vogum. Annars hefði það byrgi sem og hin verið hirt líkt og svo margar aðrar hleðslur á Ströndinni á þeim tíma. Ofar og vestar, undir grónum klapparhól, var Grímsbær. Á hólnum má sjá Töðugerðisvörðuna. Lítið er orðið eftir af bæjarstæðinu.

Vorhúsbrunnur

Vorhúsabrunnur.

Komið var að tóftum bæjarins Grund á Bieringstanga, en grunnur hússins er aftan við sumarhús Magnúsar, er hann nefnir einnig Grund. Vestan við sumarhúsið er tóft hlöðu og hlaðinna garðveggja austar. Sunnan við bæjargrunninn er einnig hlaðinn garður utan um kálgarð. Norðaustan við grösuga hæðarbrún sést móta fyrir gamla brunninum við frá Grund. Norðan við sumarbústaðinn er stétt og mótar fyrir útlínum grunns, sennilega timburhúss.
Í fjörukambinum sér móta fyrir grunnum tveggja samhliða salthúsanna, sem minnst var á lýsingunni hér að framan. Þá mótar fyrir grunni þriðja salthússins skammt vestar. Neðan þess eru áletranir á klöpp (185? eða IGS?). Suðvestan grunnsins eru tóftir tveggja smáhúsa og síðan eldhústóft vestan þeirra. Þar segir sagan að „Ranka gamla ráðskona hafi haft 70 manns í fæði – og sofið meðal þeirra allra, án þess að það hafi komið að sök“.
Tvær varir voru við Tangabúð, báðar nefndar Tangavör. Sú austari var jafnan nefnd Norðurvör og hin vestari Suðurvör. Enn sjást þær vel, auk þess sem hleðsla í Suðurvör, svo til beint niður af Grund, hefur varðveist sæmilega.

Bieringstangi

Eldhús á Bieringstanga.

Vorhús er vestan Grundar, eða Tangabúðar. Austast er hlaðinn garður er tengist tóftum fjárhúss að sunnanverðu. Milli þess og íbúðarhúsatóftanna eru garðar. Búið var í Vorhúsum til 1924. Þar var tvíbýli. Eldra nafn á bænum eru Vogshús, sem sennilega hefur breyst í hið fyrrnefnda. Þá hafi í millitíðinni byggst upp hjáleigan Hausthús, milli þess og Hvamms. Heillegar garðhleðslur eru um Vorhús, auk þess sem bæjartóftirnar gefa góða vísbendingu um grunnbyggingu bæjarhúsanna. Moritz Biering bjó t.d. í Vorhúsum er hann dvali á Tanganum. Matjurtargarður er vestan við bæjartóftirnar. Brunnurinn, djúpur og fallega hlaðinn er skammt vestar. Magnús sagði eldri brunn hafa verið norðvestan við hann, en sjórinn hefði nú fyllt hann sjávarmöl og – sandi. Vorhúsavörin er skammt undan og sjást hleðslur með henni, líkt og bryggja. Í Vorhúsum var tvíbýlt; Austur- og Vesturbær. Bátshræ er á sjávarkambinum norðan við bæjarhúsin. Því fylgir nútímalegri saga er Steingrímur Njálsson kynni að segja síðar – í góðu tómi. Þegar Steingrímur var spurður um þetta sagðist hann hafa átt bátinn, Straumnes RE 108, fyrrum 14 tonna hrefnubátur frá Akranesi. Áður hét hann Kolbeinsey EA 108. Hann hafi verið orðinn leiður á mótlætinu í Keflavík og ætlað að sigla bátnum til Reykjavíkur. Þetta var 1985. Ýmsan tækjabúnað vantaði þá í hann. Utan við Bieringstanga koksaði vélinn á gruggi í olíugeyminum og bátinn rak að landi í norðanroki. Honum hafi sjálfum verið stungið inn þegar hann kom í land, en báturinn brotnaði þarna í fjörunni. Þannig hafi farið með sjóferð þá. Brakið af bátnum var, að því að hann best vissi, ennþá þarna í fjörunni.

Hausthús eru fast vestan við Vorhús, en Klapparholt er á millum. Þar sjést vel móta fyrir bæjartóftum, sem og grunni flóraðs plans norðan við það. Á milli þess og íbúðarhússtóftanna er steyptur gólfgrunnur sumarbústaðar, sem þar var, en er nú horfinn, þ.e. sá hluti hann sem var ofan sökkuls. Nokkuð er um steinhrúgur sunnan við Klapparholstbæinn, en þær eru túngerðarafrakstur.
Bieringstangi

Grund – brunnur.

Tóftir Haustshúss eru vestar. Leifar fiskbyrgis er norðan við bæjarhúsin, alveg á sjávarkambinum. Sjórinn er nú búinn að taka það til sín að mestu.
Þá var komið að minjum Hvamms. Hlaðinn garður skilur af bæina. Tóftir bæjarhússins eru greinilegar. Um hefur verið að ræða timburhús á hlöðnum sökkli. Það var loks flutt til Hafnarjarðar og er þar nú, kofan við Hellisgerði. Geymsla úr torfi og grjóti sem og fjós hafa staðið fast austan við íbúðarhúsið. Brunnur er suðaustan við tóftirnar, innan garðs. Hvammsvörin er niður undan bænum og sést enn móta fyrir hleðslum við hana.
Enn vestar, á vestasta tanga Bieringstanga, er tóft Vatnskersbúðar, á grónum hól er skagar lítillega út frá strandlínunni. Ekki liggja á lausu gagnmerkar upplýsingar um búðina, en líklegt má telja að hún hafi þjónað svipuðum tilgangi og Tangabúð sem og Hólmabúð, Stapabúð og Kerlingarbúð enn fyrr. Vel sést móta fyrir hlöðnum húsgrunni timburhúss sem og stéttum við það. Ofar eru fiskgarðar á hraunhólum og brunnur skammt norðan þeirra.
Til ennþá frekari og meiri fórðleiks má geta þess að þilskipaútgerð var að hefjast við Faxaflóann í lok 19. aldar. Árabátaútgerðin gerði takmarkaðar körfur til hafnaraðstöðu, gömlu varnirnar og naustin, sem brúkuð höfðu verið um aldir, voru látin nægja. En nú var svo komið að íslensku þilskipin urðubæði stærri og þyngri, sem og margvíslegrar gerðar. Í upphafi skútualdar voru mörg þeirra smíðuð hér á landi, en síðar færðist í vöxt, að skip væru keypt erlendis, ný eða notuð. Framan af voru skipin helst keypt í Danmörku eða Noregi, en undir lok skútualdar varð algengara, að útvegsmenn keyptu skip frá Bretlandseyjum. Átti það ekki síst við um útvegsmenn í Reykjavík og jafnvel annars staðar á norðurströnd Reykjanesskagans.

Bieringstangi

Bieringstangi – uppdráttur ÓSÁ.

Skipin, sem smíðuð voru hér heima eða keypt frá Danmörku eða Noregi, voru í fyrstu flest lítil, og mörg hver töldust einungis jaktir, slúppur, skonnortur eða galíasar. Nokkur voru kölluð þiljubátar, og var þá stundum um að ræða gömul áraskip, sem þiljur höfðu verið settar í. Vélar komu og til sögunnar. Og þá varð ekki aftur snúið.
Útgerð Vogabænda var á þessum tíma hreinræktuð bændaútgerð. Skipin gengu yfirleitt til veiða frá því í maí og fram í ágúst og stunduðu einkum handfæraveiðar á Faxaflóa og fyrir Vesturlandi. Aflinn var yfirleitt saltaður um borð og landað í heimahöfn til frekari verkunnar. Gerð var krafa um stórbætta hafnaraðstöðu. Það var þá sem grjótið úr görðum og öðrum mannvirkjum sauðfjárbúskaparins fór skyndilega að „handfjatlast“ og hverfa undir „varanlega“ hafnargerð í einstökum byggðakjörnum, sem þá voru farnir að vaxa úr grasi. Þorpin fóru að myndast, enda vistbandalögin þá farin að þynnast og gildishverfa.
Gaman er að geta þess að Snorrastaða er getið í Jarðabókinni 1703, sem syðstu jarðarinnar í Vatnsleysustrandarhreppi, „en þá voru hundrað ár síðan jörðin fór í eyði“. Hvar Snorrastaðir voru nákvæmlega veit enginn, en ekki er ólíklegt að áætla að þeir hafi verið undir Vogastapa þar sem fyrrgreind Hólmabúð varð síðan. Hafa ber í huga að veruleg umhverfis- og landslagsbreyting hefur orðið þar á umliðnum öldum, jafnvel svo um munar. Sem dæmi um það má nefna Svörtusker austan Töðurgerðis. Út í þau var fyrrum beitt, enda gróin, en nú hyrfu þau að mestu í háflæði.
Sama mætti segja um Hjallatanga þar austur af. Fiskhjalli hafi verið þar á tanganum, en nú færi hann að mestu í kaf. Rétt er að geta þess, sem áður hefur komið fram í viðtölum, að jafnaði hverfa u.þ.b. 50 metrar af strönd Reykjanesskagans á einni mannsævi í sjóinn (sjá m.a. Ó.G. og S.E). Þá lækkar land Reykjanesskagans að jafnaði, á jarðfræðilegan mælikvarða, um 1-1 1/2 mm á ári, sem munu vera um 10 – 15 cm á einni öld (um meter til einn og hálfan á síðustu þúsund árum). Þar munar um minna.

Bieringstangi

Hausthús – tóftir.

Á Bieringstanga er dýrmætt heilstætt búsetulandslag, að mestu ósnert af vélum og ágangi nútímamanna. Mikilvægt er því að skrá minjarnar sem fyrst og marka ákveðna og markvissa stefnu um nýtingu svæðisins til framtíðar, því fá slík ósnortin svæði eru enn til svo nálægt höfuðborgarsvæðinu.
Sem fyrr er lýst þá birtist hér heilstæður uppdráttur af helstu minjum á Bieringstanga (Brunnastaðatanga/Harðangurstanga), skv. lýsingu Magnúsar Ágústssonar, og undir vökulum augum Hauks Aðalsteinssonar. Reyndar er uppdrátturinn, sem hér birtist, einungis „hjárit“ af meginuppdrættinum – þar sem allar einstakar minjar og staðir eru merktir sérstaklega. Uppdrátturinn sjálfur er gerður í A3.
Þórbergur Þórðarson skrifar svolítið um sjó- og vermennsku á Vatsnleysuströnd í bókinni „Frásagnir“ Þar lýsir hann m.a. Reykjavíkurlífi o.fl. um og eftir aldamótin 1900. „Um miðjan marz var farið til sjóróðra suður í Voga og Njarðvíkur, Garð og Leiru. Framan af síðara helmingi aldarinnar var sjósókn mest suður í Njarðvíkur og Voga, en síðar beindist hún meira út í Garð og Leiru. Sjór var og mikið sóttur frá Bieringstanga á Vatnsleysuströnd og Hólmsbúð undir Vogastapa. Á Bieringstanga, Réttartanga í Vogum og í Hólminum undir Vogastapa voru í þann tíð svo nefnd anleggshús. Það voru einlyft timburhús, sem kaupmenn höfðu látið reisa til saltgeymslu og íbúðar fyrir vermenn. Saltið var geymt niðri í húsinu, en vermenn höfðust við uppi á loftinu.

Hólmsbúð

Hólmsbúð – uppdráttur.

Í Hólmsbúð voru fjögra manna rúm eftri endilöngu gólfi miðju, en með fram báðum hliðum endilangt voru tveggja manna rúm. Auk þessa húss var á þessum stöðum íbúðarhús, sem umsjónarmaður kaupmanns bjó í. Þar sváfu og venjulegar áhafnir af tveimur til þremur bátum. Skipin voru flest sex manna för með sex til sjö manna áhöfn. Venjulega var róið með birtu, þegar veður leyfði, og komið að eftir atvikum, oft eftir 5-6 klukkustundir. Oft var róið tvisvar á dag í mikilli fiskigengd. Úr vestöðvum var misjafnlega langróið. Lengstur róður úr Hóminum var þrjá til fjóra tíma, en stytztur hálftíma, þegar lagt var undan Vogastapa.
Þegar komið var í land, var gert að aflanum, og vann öll skipshöfnin að því í félagi. Síðan var hann saltaður í þaklausar grjóttættur og þakinn með gömlum segldúkum. Hver fullgildur sjómaður fékk einn hlut, en skipseigandi fékk tvo hluti fyrir skipið . .. .

Í hinum svo nefndu anleggshúsum voru aðeins eldfæri til þess að hita kaffi. Sjómenn gátu því ekki soðið sér nýjan fisk til matar …..

“Heimildir m.a.:
-Jón Þ. Þór – Sjósókn og sjávarfang – saga sjávarútvegs á Íslandi 2002.
-Magnús Ágústsson – f: 1922 – Halakoti.
-Haukur Aðalsteinsson – Þilskipaútgerð úr Vogum á fyrri hluta 19. aldar – Árbók Suðurnesja – 1994.
-Haukur Aðalsteinsson – Þilskipaútgerð á Suðurnesjum – Árbók Suðurnesja – 1997.
-Frásagnir eftir Þórberg Þórðarson. Útg. Rvík 1983.
Frásagnir úr Reykjavíkurlífi o.fl. um og eftir aldamótin 1900, bls. 80-81.

Bieringstangi

Áletrun á klöpp við Bieringstanga.

Brandsgjá

„Ísólfsskáli er austasta býli Staðarkirkjusóknar í Grindavík og afskekkt mjög. Jörðin er fremur lítil.
Í sóknarlýsingu séra Geirs Bachmanns 1840 er jörðin talin 16 hundruð, en í Jarðatali Johnsens er hún sögð 4,5 hundrað. Hlunnindi nokkur fylgja jörðinni. Gisli Sigurdsson-221Rekar allmiklir og allskonar og selalátur. Rjúpnaveiðar á fjalli og í hálsum og hér fyrrum allgóð hreindýraveiði kringum Móhálsa. Túnið var bæði lítið og rýrt og varð ekki fóðruð af því kýr, en fjárjörð var Skálinn talinn vera. Útibeit góð í flestum árum og fjörubeit, sem aldrei brást. En það var aldrei heiglum hent að búa á Skálanum. Hefur nú í nær heila öld búið þar sama ættin, eða ættmenn Guðmundar Hannessonar. Verður hér sagður lítill þáttur um örlög eins þeirra, Brands Guðmundsonar, og fjölskyldu hans. Haft er eftir Árna Gíslasyni sýslumanni í Krýsuvík: „Góð jörð Skálinn, þegar ekki er búið á Völlunum“ (þ. e. Vigdísarvöllum).

1899 settust að á Ísólfsskála hjónin Brandur Guðmundsson og kona hans Estíva Benediktsdóttir. Brandur var sonur Guðmundar Hannessonar er lengi bjó þar og á Vigdísarvöllum og miðkonu hans Helgu Einarsdóttur. Estíva var dóttir Benedikts Jóhannessonar, ættaðs úr Húnavatnssýslu, og Kristín ar Guðnadóttur úr Hafnarfirði, af hinni merku Veldingsætt. Estíva hafði áður verið gift Sveini Kristjánssyni söðlasmið af Vatnsleysuströnd, höfðu þau búið þar, en Sveinn drukknað í lendingu 5. 9. 1893. Áttu þau eitt barn, Sesselju, sem fædd var 1889. Börn þeirra Brands og Estívu voru: Margrét f. 20. des. 1898, Sveinn Helgi f. 9. ágúst 1905 og Kjartan f. 5. des. 1908. Þegar þau fluttu að Ísólfsskála komu þau eiginlega sitt úr hvorri áttinni. Brandur hafði þá verið í vinnumennsku í Reykjadal í Ytrihrepp, en Estíva vinnukona í Suðurkoti í Krýsuvíkurhverfi og þar er dóttir þeirra, Margrét, fædd.
Lítill vafi er á því að búið á Skálanum hefur vaxið í höndum þessara dugnaðarhjóna, þar sem hvað eina, er jörðin hafði að bjóða, mun hafa verið sótt af elju og harðfylgi. Hvert haust gekk Brandur til rjúpnaveiða. Fyrir þann afla gat hann dregið í búið allverulega til jólanna. Haustið 1911 hafði hann orðið með betra móti fengsæll, svo að í byrjun jólaföstu hugðist hann fara með rjúpu til sölu til Hafnarfjarðar. Dag nokkurn snemma bjó hann sig til ferðar, lagði reiðing á hest, móskjóttan, er hann átti, stólpagrip, en hnakk á annan, rauðstjörnóttan. Brandi voru vel kunnar leiðir um vestanverðan Reykjanesskaga.
Í þetta sinn lagði hann leið sína inn með Núphlíðarhálsi að norðan, hjá Hraunsseli og um Selvelli, Sogin, Höskuldarvelli hjá Jónsbrennum og Eldborg þvert yfir lönd Hvassahrauns og Óttarsstaða á Suðurveginn við Gvendarbrunn hjá Óttarsstaðarauðamel, og þaðan til Hafnarfjarðar. Ekki fara sögur af viðskiptum, nema hvað Brandur lagði inn rjúpuna og tók vörur út, batt í trúss og bjóst svo til heimferðar.
Brandur Guðmundsson-221Það þótti ekki tiltökumál í þá daga, að menn fengju sér tár á glas þegar farið var í kaupstað. Brandur fékk sér því á glas, til að gleðja sig og vini ef svo bæri undir, að þeir yrðu á leið hans. En meðan Brandur var í Hafnarfirði gerði mikla logndrífu seinni part dags. Brandur lagði því ekki upp fyrr en morguninn eftir. Var þá upp stytt, en hné-djúp lausamjöll yfir allt. Brandur lagði svo af stað og hélt nú suður Hraun og Vatnsleysuströnd. Segja mátti, að færðin væri hin versta.
Upp úr nóni var Brandur kominn suður í Voga. Átti hann vinum að heilsa þar, sem var Benedikt Jónsson í Suðurkoti í Vogum. Þar kom hann og var vísað til baðstofu. Eitthvað hafði Brandur dreypt á glasinu og tók það nú upp og gaf vini sínum út í kaffi. Benedikt mun ekki hafa litizt vel á veðrið, því orð hafði hann á því við Brand, að bezt væri fyrir hann að gista hjá sér og fara ekki upp eftir fyrr en morguninn eftir. Bæði væri hann búinn að fara langa leið í mikilli ófærð og það sem eftir væri leiðarinnar væri þó enn verri vegur, aðeins götuslóði á kafi í fönn. Þar við bættist, að á Skógfellavegi væru margar gjár viðsjárverðar í björtu, hvað þá þegar hagaði til eins og nú, að allar leiðir væru kæfðar í snjó. Brandur sagði sem var, að fé hans væri úti um allt og enginn til að sinna því. Svo hefði hann trausta hesta, sem þekktu leiðina og treysta mætti fullkomlega. Þá væri hann ekki óvanur ferðum og á leiðinni þekkti hann hverja þúfu og hvern hól. Ræddu þeir vinirnir þetta nokkuð, en Brandi varð ekki um þokað í ætlan sinni, að ná heim um kvöldið. Kvaddi hann svo vini sína í Suðurkoti og lagði upp í ferð, sem varð honum sannarlega örlagarík.
Skógfellavegur var um aldir alfaraleið eða þjóðleið milli Voga og Grindavíkur. Var hún talin fjögra til fimm klukkustunda lestaferð í góðu færi. Næst Vogunum er leiðin heldur ógreiðfær og eru þar margar gjár og sumar hættulegar. Fyrst er Hrafnagjá og snýr norðurbarmur hennar mót suðri. Þar suður af er svo Huldugjá, þá Holtsgjá, Litla-Aragjá og Stóra Aragjá og er hún syðst. Þar sem vegurinn liggur hefur verið hlaðið í gjárnar, en víðast hvar er hyldýpi beggja megin við. Þegar komið er yfir Stóru-Aragjá tekur við allgóður kafli allt upp að Litla-Skógfelli. Með Fellinu er leiðin heldur ógreiðfær. Þaðan og að Stóra-Skógfelli er leiðin aftur greiðfær um sléttar klappir, þar sem hesturinn hefur rutt götur í klappirnar. Gleymir enginn þeim götum, sem einu sinni hefur séð þær. Þegar suður kemur um Stóra Skógfell tekur við apalhraun og er vegurinn ruddur þar allt niður í Járngerðarstaðahverfi. Þegar haldið er í Þorkötlustaðahverfi er afleggjari neðan til í hrauninu. En ef farið er til Ísólfsskála er stefnan tekin frá Stóra-Skógfelli á Kastið, múla í Fagradalsfjalli, á leið, er þar liggur og heitir Sandakradalsvegur, allt heim á Skála.
Skogfellavegur - 221Brandur hélt nú upp úr Vogunum kl. langt gengin 6 og fór fyrst nýja veginn. Þegar kom undir Stapann lagði hann á Skógfellaveginn. Mátti segja að þegar kæmi í ljós, að þarna var umbrotafærð. Tók Brandur það ráð að láta þann móskjótta ráða ferðinni. Gekk hann svo i spor hans og teymdi hinn. Gekk nú ferðin hægt en þó hiklaust. Móskjóni þræddi slóðina og að því er virtist skeikaði honum hvergi, þrátt fyrir aðsteðjandi myrkur og umhverfið ein mjallhvít breiða, kennileitalaus óravíðátta án upphafs eða endis. Hvergi var snjórinn grynnri en í hné á hestunum og víða í kvið. Vegalengd sem farin hafði verið á klukkustund, varð nú að tveggja klukkustunda leið. Allt í einu rís upp framan við þá Brand og hestana hæðarhryggur. Móskjóni víkur þá aðeins til hægri. Mun Brandur hafa haldið hestinn vera að fara afvega og víkur honum til vinstri upp hæðarhrygginn. Er upp á hrygginn er komið og farin hefur verið um ein hestslengd gefur fönnin eftir og hesturinn tekur að síga niður. Brandur er ekki höndum seinni að grípa í baggana og kippa þeim upp af klökkunum, en hesturinn sígur meira og meira. Brandur þrífur í reiðinginn og reynir að halda hestinum uppi. Hesturinn brýst um og gerir hvað hann getur til að komast upp, en allt kemur fyrir ekki, hann sígur meira og meira, og loks er hann horfinn niður í jörðina svo að rétt sést móta fyrir höfðinu. Brandur er ekki í minnsta vafa um að hesturinn hefur fallið í gjá, og þetta er einmitt Stóra-Aragjá, syðsta gjáin á leiðinni.
Hvort sem Brandur hefur staðið þarna yfir hestinum… föllnum í gjána, lengur eða skemur, verður honum það fyrir, að hann snýr aftur til Voga að sækja sér hjálp, ef vera mætti, að hægt væri að bjarga hestinum. Leggur hann svo leið sína að Suðurkoti til vinar síns Benedikts. Brá fólkinu við að sjá Brand kominn þarna, en ekki minna er hann segir farir sínar og þær ekki sléttar, að hann hafi misst úrvalsgripinn sinn Móskjóna í Stóru-Aragjá. Bað hann vin sinn að vera sér hjálplegan og útvega menn til að bjarga hestinum upp úr gjánni, eða ef það mætti ekki takast þá að hann yrði aflífaður. Var nú skjótt brugðið við og leitað manna til ferðar. Urðu til þess þrír menn: Eyjólfur Pétursson, Þorsteinn Brynjólfsson og Baldvin Oddsson, sem einn er á lífi þessara manna og man atburð þennan ekki ver en atburð dagsins í gær. Þeir komu saman í Suðurkoti og ráðgerðu ferðina. Brandur hafði haft þann rauðstjörnótta með sér og var hann nú settur í hús.
Nú skal taka til veðurlýsingar öðru sinni. Þegar Brandur lagði í rökkurbyrjun upp frá Suðurkoti gerði níðsluslyddu. Af þessum sökum varð Brandur því nær alvotur. En ekki sakaði meðan frostlaust var. Brandur var því blautur og hrakinn er hann kom aftur að Suðurkoti. Vildu húsráðendur þá endilega, að hann færi ekki lengra heldur tæki sér gistingu. Brandur var enn ósveigjanlegur að halda ferðinni áfram. Kvað nú eina skylduna hafa bætzt við, að hann héldi áfram, að sjá hvernig Móskjóna sínum reiddi af. Og hversu hart sem að honum var lagt fór hann af stað með fyrrtöldum hjálparmönnum. Þeir þræddu nú slóðina suður, en nú hafði enn orðið breyting á veðri. Gerði heiðríkju með froststirðnanda í fyrstu, sem óx mikið er leið að miðnætti og gerði þá hörku frost.

Brandsgjá

Vörður við Brandsgjá.

Þegar þeir félagar komu á barm Stóru-Aragjár, var ekki björgulegt um að litast. Móskjóni sokkinn enn dýpra í gjána og enga björg hægt að veita. Varð það úr að hesturinn var skotinn þar sem hann var kominn. Liggja því beinin hans Móskjóna frá Skálanum á botni Stóru-Aragjár. Var því ekki um annað að gera fyrir Vogamenn en halda heim. Ekki vildi Brandur fylgja þeim hvernig sem þeir lögðu að honum. Mátti sjá að Brandur var orðinn allþrekaður og blautur og frostið harðnandi. Konan ein heima með börnin og féð um alla haga. Og þar sem ekki tjóaði Brand að letja, skildi þarna með honum og Vogamönnum. Sagðist Brandur mundi halda að Stóra-Skógfelli og þaðan taka stefnu í Sandakradal undir Fagradalsfjalli.
Í Suðurkoti var enn ljós er þeir komu þangað Vogamenn. Í vökulokin hafði annar Grindvíkingur komið að Suðurkoti, Magnús Þorláksson, frá Móum í Þorkötlustaðahverfi. Er hann heyrði um ferðir Brands og ásigkomulag allt var honum ljóst, að hann væri hjálparþurfi. Bjóst hann því til ferðar. Magnús hélt sporunum allt suður um Stóru-Aragjá. Sá hann glöggt leið Brands og hélt áfram. Þegar hann kom að svo nefndum Hálfnaðarhól er Brandur þar. Verður þeim báðum bráðlega ljóst, að Brandur er kalinn á fótum, eru fæturnir tilfinningarlausir allt að ökklum. Kom það á daginn, að Brandur hafði ekki verið sem bezt búinn í fæturna, í einum sokkum og með íslenzka skinnskó. Mun þeim félögum ekki hafa virzt annað mögulegt en reyna að halda ferðinni áfram. Gekk Magnús fyrir en Brandur í spor hans. En seint gekk ferðin, því víða voru kafhlaup. Magnús fylgdi Brandi að Hrafnahlíðum bak Sigluhálsa. Þá hafði Brandur sagt, að hann kæmist nú heim. Bað Brandur Magnús að koma við á Hrauni og fá Guðmund bróður sinn að koma og huga að fénu, en fara svo að Þorkötlustöðum og fá Hjálmar bróður sinn til að senda menn til héraðslæknisins Þorgríms Thoroddsens í Keflavík og fá ráðleggingar hjá honum um meðferð á kalinu. Magnús gerir nú þetta. Svo sögðu þau hjónin Guðmundur og Agnes á Skálanum, að það hafði verið undir fótaferðatíma sem Magnús guðaði á gluggann hjá þeim þennan morgun og sagði þeim tíðindin. Guðmundur brá þegar við og fór að Skálanum. Þetta haust hafði Guðmundur gert sér skíði úr valborðum. Brá hann þeim undir fætur sér og hélt að Skálanum. Var Brandur þá kominn í rúmið. Guðmundur fór þegar að huga að fénu, austur á Töngum, Selatöngum, og upp undir Hlíð. Hafði féð hnappað sig og var ekkert hægt fyrir það að gera eins og á stóð. Segist Guðmundur aldrei hefði komizt þessa leið hefði hann ekki haft skíðin. Hjálmar sendi þegar tvo harðfríska unga menn til Keflavíkur, þá Júlíus son sinn og Gísla Hafliðason frá Hrauni. Fóru þeir til Keflavíkur og til baka aftur samdægurs, og segist Júlíus sjaldan hafa þurft að leggja harðara að sér en í þetta skipti. Daginn eftir fór hann austur á Skála. Honum sagðist svo frá á síðastliðnu sumri, er hann var inntur eftir: Þegar ég kom að Skálanum og inn í baðstofu sat Brandur á rúmstokknum, með sængur utan um sig, en báðar fæturnar í vatni. Þá var það siður að þýða kal með köldu vatni og helzt kældu með snjó eða klaka. Ég segi það eins og það er mér lá við yfirliði. Eg gekk út, þoldi ekki að horfa upp á þetta. Á Þorláksmessudag, var Brandur fluttur til Keflavíkur og þar var hann undir læknishendi fram á fyrsta sumardag 1912. Kom þá heim örkumla maður. Allar tærnar af báðum fótum og helmingur ristanna. Skein í hælbein annars fótar bert.
Estiva - 221Þegar allar aðstæður eru athugaðar er ekkert undarlegt þó Brandur legði kapp á að komast heim. Á Skálanum er fjörubeit mikil og góð en flæðihætta um alla fjöru, heiman frá bæ um Ragnagjögur og Göngukvennabása allt austur á Selatanga. Konan með drengina tvo heima,, en þá var Margrét vestur í Járngerðarstaðahverfi í skóla. Er Margrét kom í skólann um morguninn, sá hún að eitthvað var á seyði. En hvað og hvort það snerti hana, vissi hún ekki, fyrr en skólastjórinn kallaði hana á eintal og sagði henni hvernig komið væri og nú yrði hún að fara úr skólanum til mömmu sinnar og vera henni til aðstoðar. Snemma leggjast þungar byrðar á veikar herðar og grannar. Og hvert var nú hlutverk Estívu, konunnar, með börnin 12, 6 og 3 ára? Jú, auk húsmóðursstarfanna voru gegningar fjárins. Fara upp hverja nótt og ganga á fjörur, fara út í sker hvernig sem viðraði og reka upp. Skiljandi börnin ein eftir í bænum. Hvað mundi verða um þau ef eitthvað kæmi fyrir hana á leiðinni? Enda stóð hún oft hikandi við dyrastafinn og horfði út í svarta nóttina, að fara eða fara ekki. Sama spurningin nótt eftir nótt. Barátta, hörku barátta, hverja stund, hverja nótt, hvern dag og sigur, en hver er hamingjusamur þó sigur vinnist eftir þvílíka baráttu? Þau Brandur og Estíva bjuggu á Skálanum til fardaga vorið 1912. Fluttust þá í þurrabúð að Hópi og bjuggu þar til vors 1915, að þau fluttust til Hafnarfjarðar. Þar skildu þau samvistir.
Enginn skyldi halda að sjálfsbjargarviðleitni þessa fólks væri buguð, þó allmikið blési á móti. Brandur stundaði sjó eftir sem áður og reri á opnum skipum frá Grindavík og enn var hann með beztu ræðurum, sem þar flutu. Reri hann víða um land, á Austfjörðum og Langanesi. Hann var á kútterum bæði frá Hafnarfirði og víðar og hann var með á því skipi, sem seinast sleytti kili við klappir í Dritvík, auk þess stundaði hann alla verkamannavinnu sem til féll hér í Hafnarfirði: uppi á reitum og niðri í skipum við Hafskipabryggjuna. Og Estiva átti eftir að standa við fiskþvott í mörg ár hér í Hafnarfirði eftir þetta og ganga til hverskonar starfa.
Milli þessa fólks var aldrei einu orði minnzt á þessa hrakninga. En þessi örlagasnjór mun þó hafa lagzt þungt á alla. En þau urðu afdrif hans, að hlýindi gerði rétt á eftir og leysti snjóinn allan upp. Því hefi ég gerzt langorður um þetta, að ég þekkti þetta fólk. Það var lengi hér meðal okkar Hafnfirðinga. Ungur heyrði ég frá þessu sagt og það festist mér í minni. Þegar ég svo frétti að ekki hafði verið eitt orð um þetta skrifað, þá langaði mig að safna því saman sem sannast væri um þetta og var svo lánsamur. að hitta fyrir langminnugt fólk og trútt í frásögn, sem gat frætt mig um viðburði þessa.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, Gísli Sigurðsson, jól 1967, bls. 7, 9 og 10.

Brandsgjá

Brandsgjá.

Kálffell

Í Nýja tímanum árið 1953 segir frá því er „Guðmundur Í. heimtaði beitiland Vatnsleystrandarbænda til skotæfinga fyrir herinn„, eins og segir í fyrirsögninni:

„Guðmundur Í. heimtar beitiland Vatnsleysustrandarbænda til skotæfinga fyrir herinn. Heiðin frá Grindavíkurvegi allt inn hjá Keili á að vera bannsvæði fyrir Íslendinga.

VogaheiðiGuðmundur Í. Guðmundsson, varnarmálanefndarmaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og þingmaður Alþýðuflokksins, fer nú hamförum við að afhenda bandaríska hernum lönd Suðurnesjamanna.
Í júní í fyrra skýrði Nýi tíminn frá því að bandaríski herinn hefði gert kröfu til að fá til sinna umráða Reykjanesið frá Keflavíkurflugvelli allt suður til Grindavíkur, og síðan að fyrirhúgað væri að herinn teygði umráðasvæði sitt lengra inn eftir nesinu. Svæðið milli Grindavíkur og flugvallarins hefur bandaríski herinn haít til umráða síðan í fyrrasumar og það er nú einnig komið á daginn að umráðasvæði hersins sé teygt inn eftir skaganum.
Síðasta afrek Guðmundar Í. Guðmundssonar við að leggja lönd Suðurnesjamanna undir bandaríska herinn er það að afhenda hernum beitiland Vatnsleysustrandarbúa frá Grindavíkurvegi að vestan allt austur hjá Keili. Að norðan eru takmörkin skammt ofan við Vatnsleysustrandarbyggðina, að sunnan lína frá Skógfellinu austur með Fagradalsfjalli til Keilis.
Eins og skýrt er frá annarsstaðar í blaðinu er bandarískiherinn nýbúinn að afmarka bannsvæði á landi Vogamanna og hefur m.a. tekið skógræktarsvæði Suðurnesjamanna undir skotæfingar sínar.
En það var ekki aðeins að bandaríski herinn tæki skógræktarsvæðið heldur raðaði hann bannmerkjum sínum allt frá Stapanum og skammt fyrir ofan byggðina inn móts við vitann í Ásláksstaðahverfinu á Vatnsleysuströndinni. Til suðurs frá Stapanum var bannmerkjunum raðað fast við Grindavíkurveginn allt suður hjá Arnarsetri.

Guðmundur Í. í landvinningahug
VogaheiðiAð liðnum uppstigningardegi skrapp fréttam. Nýja tímans á fund Suðurnesjamanna til að kynna sér landvinninga Guðmundar Í. Guðmundssonar og bandaríska hersins. Jú, Vatnsleysustrandarbúar sáu það frá húsum sínum að komin voru merki nokkuð fyrir ofan sem bönnuðu þeim að stíga fæti sínum ofan við vissa línu.
Fyrir um það bil mánuði lét Guðmundur Í. Guðmundsson, sýslumaður og alþingismaður einn starfsmann embættis síns spyrja Vatnsleysustrandarbúa um landamerki og hreppamörk. Hvers vegna var Guðmundi Í. allt í einu orðið svona annt um landamerki? Jú, elsku Kaninn þurfti að fá meira land undir skotæfingar. Og Guðmundur Í. var þjónustusamlegast reiðubúinn að heimta meira land af Suðurnesjamönnum handa bandaríska hernum. Það var hersir.s að skipa — Suðurnesjamanna að hlýða.
Forsvarsmönnum Vatnsleysustrandarbúa var tjáð að land það sem bandaríski herinn hefði nú litið girndarauga væri í línu frá Litla-Skógfelli (sem er á leiðinni til Grindavíkur) til Keilis og frá suðausturenda Stapans einnig til Keilis. Var Vatnsleysustrandarbúum boðið að tilnefna fulltrúa sinn við landaafsal þetta og skyldi hann sitja í gerðardómi til að meta leigu fyrir landið.

Vilja ekki afsala landi
VogaheiðiÞegar landeigendur á Vatnsleysuströndinni ræddu þetta mál kom strax fram það sjónarmið að neita þessari landakröfu. Völdu þeir sem málsvara sinn mann af Vatnsleysuströndinni, sem nú er búsettur í Rvík. Hann neitaði hinsvegar að eiga þátt að landaafsali þessu og setjast í slíkan gerðardóm.
Til að byrja með var Vatnsleysustrandarbúum tjáð að elsku Kaninn þurfi land þetta ekki nema haust og vor, 6 vikna tíma á vorin, jafnlengi á haustin. Þyrftu bændur að smala búsmala sínum brott, — og reka hann hvert?!

Herinn setur upp bannmerki
Fyrir fáum dögum kom svo bandaríski herinn á vettvang og raðaði upp bannmerkjum sem á var letrað: ?
Bannmerki þessi setti hann upp frá útvarpsstöðinni sinni alræmdu á Stapanum og fast með Grindavíkurveginum suður móts við Arnarsetur, skammt frá í Stóra-Skógfelli, en línan þaðan til Keilis liggur fast við norðurhlíð Fagradalsfjallsins.

Beitilandið tekið

Vogaheiði

Sprengja í Vogaheiði.

Samskonar merki setti herinn upp fast við Keflavíkurveginn fyrir ofan gamla herspítalagrunninn austast á Stapanum. En frá austurenda Stapans var merkjalínan ekki í stefnu á Keili, eins og upphaflega hafði verið látið í veðri vaka, heldur þvert á móti inn ströndina í átt til Hafnarfjarðar, skammt fyrir ofan Vatnsleysustrandarbyggðina — innsta merkið. sem frá veginum sást ofan við Ásláksstaðahverfi. Hvað langt inn eftir ströndinni að fyrirhugað er að herinn teygi sig hefur enn ekki verið uppskátt látið.

Skrýtinn feluleikur

Vogaheiði

Landhelgisgæslan og Varnarliðið í sprengjuleit (VF 12. október 2004).

Þegar fréttamaður Nýja tímans leit þarna suður eftir í fyrradag voru öll bannmerkin þar sem þau höfðu upphaflega verið sett af herraþjóðinni, og eru meðfylgjandi myndir sýnishorn af þeim. Síðan skrapp fróttamaðurinn til Grindavíkur, en þegar hann kom til baka eftir skamma viðdvöl í Grindavík höfðu merkin, er áður stóðu fast við veginn til Grindavíkur, verið færð nokkurn spöl austur í hraunið.

Vogaheiði

Sprengja úr Vogaheiði.

Aðeins eitt merki stóð enn uppi, var það rétt við veginn austan við Seltjörnina, þ.e. í lægðinni milíi hraunsins og Stapans. En um sama leyti komu þar Bandarikjamenn í bíl, hljóp einn þeirra út úr bílnum, réðist á merkið og fleygði því niður fór svo inn í bílinn aftur!
— Hin merkin höfðu verið flutt þangað sem þau voru ekki eins áberandi frá veginum! Þar á ekki að slaka til.
Merkin sem áður voru uppi á Stapanum höfðu einnig verið felld, en þótt merkin við Grindavíkurveginn hefðu verið færð, þá var bannmerkjalínan inn ströndina ófærð með öllu. Þar virtist ekki ætlunin að hopa hið minnsta. Guðmundur Í. Guðmundsson Bandaríkjafógeti virðist ekki geta hugsað sér að færa það bannsvæði hóti fjær byggðinni.

Verða þeir hraktir brott?

Vogaheiði

Yfir átta hundruð sprengjur hafa fundist við leit á fyrrverandi skotæfingasvæði bandaríska hersins á Vogaheiði á Reykjanesi í sumar og fyrrasumar (Mbl. 10.08.2004).

Vatnsleysustrandarbúar tóku sauðfé aftur á sl. hausti. Auk þess eiga þeir hross og kýr.
Landið sem Guðmundur Í. og bandaríski herinn hafa nú gert að bannsvæði fyrir þá er beitilandið fyrir búsmalann. Auðvitað tekur enginn mark á því að herinn noti ekki landið nema nokkrar vikur haust og vor. En segjum að svo væri. Hvar eiga bændurnir að geyma búsmala sinn á meðan herinn rótar upp beitilandinu með byssum sínum?
Hver vill eiga búfé sitt á skotæfingasvæði hers? Og hver vill smala skotæfingasvæði (þótt herinn heiti því að skjóta ekki rétt á meðan)?
Allt fram á þennan dag hafa verið að finnast ósprungnar sprengjur frá skotæfingum er fram fóru á stríðsárunum, og oft hafa hlotizt af þeim slys. Á sú saga nú að endurtaka sig? Með því að taka beitiland Vatnsleysustrandarbúa undir skotæfingar hersins, gera það að bannsvæði fyrir bændunum sem þarna búa er ekki annað sýnilegt en ætlunin sé að hrekja þá á brott af jörðum sínum; — en um þetta verður meira rætt síðar.“

Heimild:
-Nýi tíminn, 19. tbl. 21.05.1953, Guðmundur Í. heimtar beitiland Vatnsleystrandarbænda til skotæfinga fyrir herinn, bls. 2 og 11.

Vogaheiði

Frétt í Nýja Tímanum 21.05.1953.

Keilir

Í maí 2009 var sett upp útsýnisskífa á Keili – útsýnisfjall Vatnsleysustrandarhrepps.
SkífanÚtsýnisskífa kom á fjallið að frumkvæði Ferðamálasamtaka Suðurnesja sem áttu veg og vanda að þessu verkefni. Það var Viktor Guðmundsson og fleira áhugafólk úr Vogum sem vakti máls á því við Ferðamálasamtökin fyrir 5 árum að setja upp útsýnisskífu á fjallið til að auðvelda þeim sem gengju á Keili að þekkja umhverfið. Undirbúningur stóð yfir í 2 ár. Jakob Hálfdanarson var fenginn til að hanna skífuna.
FSS fékk góðfúslegt leyfi frá Landmælingum Íslands til að nota steinsteypustöpul sem skífan er á en stöpullinn er mælipunktur. Blikksmiðja Ágústar Guðjónssonar smíðaði mjög veglegan pall umhverfis stöpulinn sem var hannaður af Sigurði Sigurðssyni hjá Verkfræðistofu Suðurnesja. Uppsetning á palli og skífu var svo í höndum blikksmiðunnar og Skúla Ágústssonar frá VSS. Pallurinn var fluttur á þyrlu upp á fjallið en það var Slysavarnarfélagið í Grindavík sem sá um þann þátt ásamt Óskari Sævarssyni. Lokahnykkur verksins var svo að festa skífuna sjálfa niður á stöpulinn.
KeilirKostnaður við þessa framkvæmd var allt að þrjár milljónir króna en upp í þann kostnað fengu Ferðamálasamtökin fengið 800 þús. kr. styrk frá Sveitarfélaginu Vogum.
Á útsýnisskífunni eru 87 örnefni allt frá Snæfellsjökli í 123 km fjarlægð og Tröllakirkju í 105 km fjarlægð að Fjallinu eina og Trölladyngju í 3,5 km. fjarlægð, Eldey í 44 km fjarlægð og Litla-Skógfelli í 10 km fjarlægð. Keilir er hið ágætasta útsýnisfjall á miðjum Reykjanes-skaganum og frá fornu fari helsta mið fiskimanna við Faxaflóann. Að staðsetja örnefni rétt er vandaverk og fengu Ferðamálasamtökin fólk af Suðurnesjunum til að aðstoða við að velja inná skífuna örnefni og staðfæra þau.
Keilir

Þorbjarnastaðarétt

Ætlunin var að ganga til baka og fram eftir Alfaraleiðinni, hinni gömlu þjóðleið milli Innnesja (Hafnarfjarðar) og Útnesja (Voga, Njarðvíkna, Hafna, Keflavíkur, Garðs og Sandgerðis). Vestari hluti leiðarinnar, milli Hvassahrauns og Voga, hefur jafnan verið nefnd Almenningsleið (Menningsleið), en kaflinn frá Hvassahrauni til Hvaleyrar Alfaraleið.

Gvendarbrunnur

Gangan hófst við nýlegt bílastæði sunnan undirgangna Reykjanesbrautar innan (austan) við Hvassahraun. Þegar Reykjanesbrautin var breikkuð var tekinn hluti af Alfaraleiðinni á þessum kafla. Áður sást hún sunnan brautarinnar, liggja undir hana og síðan spölkorn af henni norðan brautarinnar, ofan við gömlu réttina.

Alafarleið

Alfaraleiðin milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns.

Gengið var beint inn á Alfaraleiðina, gegnt gatnamótunum, þar sem hún byrjar núna. Framundan er nokkuð hæðótt og gróið hraun þar sem vörður sjást á stangli við götuna, þ.a. ein mjög myndarleg er stendur hátt á hraunhól hægra megin hennar. Þegar innar dregur liggur hún um nokkuð slétta, vörðulausa hraunfláka sem nefnast Sprengilendi. Í fyrstu er leiðin óljós en þegar komið er hálfa leið yfir „sléttuna“ skýrist hún verulega og hófför fara að sjást í klöppunum. Í götunni fannst m.a. skeifubrot frá löngu liðnum tíma. Gatan liggur ofarlega á þessu svæði en þó aldrei meira en 3-400 m frá Reykjanesbrautinni. Myndarleg varða við götuna sést á hæðarhrygg framundan.
Innan við Sprengilendið liggur slóðinn ofan við mjög klofinn og sérkennilegan hraunhól en ofan götunnar og hólsins er hæð sem heitir Taglhæð og á henni er merktur jarðsímastrengur. Þarna sveigir Almenningsvegurinn til austurs, hækkar dálítið og fjarlægist Reykjanesbrautina til muna. Næst er haldið yfir kennileitalítið svæði um nokkurn veg. Framundan til hægri við götuna og aðeins ofar er mjög sérkennilegur, stakur klettahóll sem er eins og hetta í laginu. Þessi hóll er mjög áberandi séður frá Reykjanesbrautinni þó hann sé ekki stór. Hér sjást lítil og fá vörðubrot við götuna. Við hólinn liggur Lónakotsselsstígur áleiðis upp í Lónakotssel. Nú fer útsýnið að víkka til muna og fljótlega sést í stóra sprungna klapparhæð í austurátt sem nefnist Smalaskálahæð og klapparhól í framhaldi af henni til suðurs. Stefna götunnar er fast hægra megin við hólinn í stefnu sem næst á Vífilfellið. Þarna liggur Óttarsstaðaselsstígur þvert á Alfaraleiðina. Gatnamótin eru nokkuð glögg. Neðar sést í Kristrúnarborg, fallega heillega fjárborg frá Óttarsstöðum sem sögð er hlaðin um 1870 af Kristrúnu Sveinsdóttur húsfreyju á Óttarsstöðum og vinnumanni hennar. Handan borgarinnar er svo Smalaskálhæðin með fallegum jarðföllum sem gaman er að skoða. Listaverkið Slunkaríki var þar til skamms tíma, en hefur nú verið fjarlægt.
Varða við Alfaraleiðina HvassahraunsmeginÞá er gengið um Draugakróka. Gvendarbrunnshæð heitir næsta hæð en sveigt er upp fyrir hana og farið um Löngubrekkur sem liggja utan í hæðinni ofanverðri. Nú sést í fjárskjól, Gvendarbrunnshæðarskjól, með hleðslum við op og er hellirinn í hæðinni við götuna. Fast austan við fjárskjólið er svo Gvendarbrunnurinn, gott vatnsból í klöpp en um brunninn þveran liggur gömul fjárgirðing, landamerki Straums og Óttarsstaða.
Austar er komið að hárri og uppmjórri vörðu en hún er önnur af þremur fallegum vörðum sem standa við götuna frá Gvendarbrunnshæð að Miðmundarhæð. Nú taka Þrengslin við en þar liggur hún þröngt á milli hárra hraunhóla. Næsta kennileiti er hár og brattur klapparhóll með rismikilli vörðu sem sést víða að. Neðan við hann er gatan mjög greinileg en frá hólnum og ofan eyðibýlisins Þorbjarnarstaða er hún óljós og hverfur loks undir háan hraunkantinn spöl fyrir ofan Gerði (starfsmannahúss á vegum álversins). Þar sem gatan lá upp á hraunið hét Brunaskarð syðra. Mótar enn fyrir því í hraunkantinum þar sem gatan liðast upp á hraunbrúnina.
Framundan eru svo brunaruðningarnir á móts við álverið og að sjálfsögðu sést engin gata þar fyrr en komið er að Kapellunni sem stendur á hraunhól í miðju umrótinu rétt ofan við Reykjanesbrautina beint á móti álverinu. Gatan sést þar á um 10 m kafla. Kapellan, sem var endurhlaðin klúðurslega á sjöunda áratug 20. aldar, er friðlýst lítið grjótbyrgi úr hraunhellum og snúa dyrnar í suðvestur en veggirnir eru tæplega mannhæðar háir. Kapellan er tileinkuð heilagri Barböru, dýrðlingi úr kaþólskum sið. Fyrir innan Kapelluna tekur við rutt svæði, en göngustígur liggur um það áleiðis til Hafnarfjarðar. Þegar komið er inn á hraunið á ný sjást vörðubrot. Þeim er fylgt til norðurs uns gatan beygir undir Reykjanesbrautina þar sem hún fylgir hraunlægðum í áttina að hárri vörðu, sem nú er á golfvellinum. Héðan í frá sést ekki móta lengur fyrir gömlu Alfaraleiðinni milli Hvaleyrar og Hafnarfjarðar.

Í ljóAlfaraleiðins hafði komið að leiðin er vel greinileg svo til alla leiðina, vel mörkuð í landið á körflum og því tiltölulega auðvelt að fylgja henni þar sem hún liggur framhjá Þorbjarnastöðum í Hraunum (fór í eyði um 1930), sunnan Reykjanesbrautar, og áfram vestur úr. Í rauninni er hægt að fylgja gömlu leiðinni frá Hvaleyri og áleiðis að Hvassahrauni þar sem hún kemur niður að Reykjanesbrautinni ofan við hin nýju mislægu gatnamót, sem þar eru.
Fyrsta varðan á leiðinni er nú inni á miðjum golfvellinum á Hvaleyri. Önnur varða, eða vörðubrot, er skammt sunnar. Þriðja varðan er sunnan Reykjanesbrautar. Síðan tekur við svæði Kapelluhrauns þar sem búið er að fjarlægja yfirborðslagið og þar með götuna. Gatan kemur síðan aftur í ljós við kapelluna á u.þ.b. 10 metra kafla og loks þar sem hún kemur niður Brunann ofan við tjarnirnar við Gerði. Efst á Brunanum við götuna er varða. Þá liðast hún með tjörnunum að austan- og síðan sunnanverðu í áttina að Miðmundarhæð. Hún er augsýnileg þar sem Miðmundarvarða stendur uppi á hæðinni.
„Gerði reisti Guðjón Jónsson frá Setbergi um aldamótin 1900. Alfaraleiðin út á Útnes lá svo að segja um túnblettinn. Hann lá yfir Kapelluhraunið, eða Brunann, eins og það var stundum nefnt, síðan lá leiðin áfram, þar til komið er í Brunaskarð vestra. Við hvort skarð eru vörður, er nefnast Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys. Úr skarðinu liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans.“

Alfaraleið

Alfaraleið sunnan Gerðis – Bruninn framundan.

Gengið var eftir Alfaraleiðinni gömlu frá Gerði þar sem hún kemur niður úr Brunanum sunnan við Hraunshornið, norðan Gerðis, og henni fylgt yfir að brunninum í Brunntjörninni. Flóruð brú liggur út að brunninum, sem er í tjörninni. Þarna var og þvottur þveginn og skammt austar var þvegin ull.
Gengið er framhjá túngörðum Þorbjarnastaða. Að þessu sinni var tækifærið notað og kíkt á tóftirnar sem og Gránuskúta. Þvottastæðið er neðan við Þvottastíginn þar sem er hlaðinn bakki út í tjörnina sunnanverða. Vel má sjá hleðslur gamla brunnsins í tjörninni. Ofan við götuna er Þorbjarnarstaðaréttin undir breiðum klapparhól. Hún er ekki ósvipuð Óttarstaðaréttinni, með tvo dilka, lambakró og fallega hlöðnum veggjum. Réttin var fyrrum nefnt Stekkurinn, en eftir að hann var færður út og réttargerði hlaðið norðan við stekkinn, var hann jafnan nefndur Réttin eða Þorbjarnarstaðarétt.
Alfaraleiðin liggur áfram framhjá Miðmundarholti (-hól/-hæð), yfir Straumsselsstíg. Gatan er vörðuð meira og minna, ýmist með heilum vörðum eða endurupphlöðum. Við Miðmundarhæðina eru gatnamót götu heim að Þorbjarnarstöðum. Önnur gatnamót eru skammt austar. Mun þar vera um að ræða Skógargötuna frá Straumi er lá upp með vestanverðum túngarði Þorbjarnarstaða. Gránuskúti er þarna skammt sunnar, lítið en einstaklega fallegt fjárskjól frá Þorbjarnarstöðum.
Ekki er minnst á Alfaraleiðina í örnefnaslýsingu fyrir Þorbjarnastaði, sem verður að þykja sérstakt því leiðin liggur um land jarðarinnar og hefur án efa haft mikil áhrif á líf fólksins þar. Í örnefnalýsingu (GS) fyrir Straum er hins vegar getið um Alfaraleið. „Þá liggur hér vestur um hraunið Alfaraleiðin í miklum djúpum lægðum, sem nefnast Draugadalir. Hér mun og vera staður, sem nefnist Himnaríki. Tilefnið er það, að bóndi nokkur í Hraunum ætlaði að fara á Rauð sínum til himnaríkis – eftir viku drykkju. Hann lagði upp undir rökkur með nesti og nýja skó (en kvaðst ekki þurfa sokka, því að nóg væri af þeim í himnaríki). Hesturinn skilaði sér fljótt heim, og sjálfur kom bóndi undir vökulok. Í skrá G.S. segir, að hnakkurinn og beizlið hafi fundizt vestarlega í Draugadölum, en heimildarmenn sr. Bjarna segja, að þetta hafi legið í Stekkatúninu. Síðan er þarna kallað Himnaríki.
Þegar kemur vestur úr þessum þrengslum eða skorningum, má finna götu, sem liggur upp á klappir norðan við þær, og liggur gatan austur áleiðis að Þorbjarnarstöðum. Gata þessi nefnist Vetrarleið. Snjóþungt var í AGvendarbrunnurlfaraleið, en snjóléttara hér og því var hún farin á vetrum.
Sunnan í klettahrauni því, sem hér er, vestan Miðmundahæðar (sjá Þorbjarnarstaði), liggur rani fram úr. Á þessum rana er vel hlaðið Skotbyrgi, sem stendur enn. Fjárgata liggur upp úr rétt hjá byrginu. Í skrá G.S. segir, að hér liggi fram úr hrauni þessu Mosastígurinn og Skógarstígurinn frá Þorbjarnarstöðum, en þennan Mosastíg kannast sr. Bjarni og heimildarmenn hans ekki við (sjá Þorbjarnarstaði).“ Skotbyrgið sést enn, við vestari Straumsselsstíginn, en er ekki í sjónlínu frá Alfaraleið.
Sunnan við Þorbjarnastaði er Stekkurinn eða Réttin undir háum hraunhól. Hún er vel hlaðin. Í henni er lambakró. Þar er Stekkatún.“
Gengið er þvert yfir vestari Straumsselsstíg að Hæðunum. Þá var komið að Gvendarbrunni, litið á fjárskjólið nálægt honum og síðan haldið áfram suður götuna. Brunnurinn er hola í miðjum grasbala á lítilli klapparhæð við götuna. Sagan segir að Guðmundur góði Hólabiskup hafi blessað hann á sínum tíma.
Annars eru Gvendarbrunnarnir a.m.k. fjórir á Reykjanesi, þ.e. þessi við Alfaraleiðina, Gvendarbrunnur í Vogum, Gvendarbrunnar í Heiðmörk og Gvendarhola í Arnarneshæð. Það er líkt með Gvendarbrunnum og Grettistökum að Gvendur og Grettir hafa að öllum líkindum aldrei litið hvorutveggja augum. En það er nú önnur saga. Sá átrúnaður fylgdi svonefndum Gvendarbrunnum (sem talið var að Guðmundur biskup hinn góði hefði blessað) að vatnið í þeim læknaði mein. Þannig var t.d. talið gott að bera það á augu eða á sár svo þau myndu gróa. Nokkrar heilar og fallega hlaðnar vörður eru á þessum kafla leiðarinnar. Skammt vestan Gvendarbrunns má sjá leifar af tveimur stórum vörðum, sem verið hafa beggja vegna götunnar.
Varða í DraugadölumÞegar komið er framhjá Óttarstaðaborginni (Kristrúnarborginni) liggur Óttarstaðaselsstíg (Skógargötuna) yfir hana. Líklega er hér um misskilning að ræða. Skógargötunnar er getið í lýsingu upp frá Straumi. Þar liggur hún til suðurs vestan túngarðs Þorbjarnarstaða með stefnu upp í Draugahraun. Neðan þess eru gatnamót götu er liggur síðan þvert á Óttarsstaðaselsstíg og áfram upp í Skógarnef. Þessi leið er auðfarin, en ógreinileg vegna gróninga, með föllnum vörðubrotum í fyrstu, en vestan Óttarstaðaselsstígs hafa vörðurnar verið endurreistar og því auðveldara um vik. Líklega er hér um hina eiginlegu Skógargötu að ræða.
Smalaskálahæðir eru á hægri hönd. Skammt vestar liggur Lónakostsselsstígur yfir götuna og upp í hæðir. Varðan ofan við selið sést vel. Nú verður gatan óljósari, en ef farið er hægt og rólega og tekin mið af kennileitum og vörðubrotum má sjá hvar gatan hallar til vesturs og líður svo í bugðum áleiðis að Hvassahrauni. Skammt sunnan Reykjanesbrautar, áður en komið er á móts við Hvassahraun, hverfur hún svo til alveg, en Reykjanesbrautin hefur verið lögð yfir götuna á þessum kafla.
Alfaraleiðin er skemmtileg gönguleið um fallegt hraun. Á leiðinni ber margt fyrir augu, sem áhugavert er að staldra við og skoða nánar.
Leiðin milli Hvassahrauns og Þorbjarnarstaða er 6 km. Að ganga þennan kafla leiðarinnar tekur u.þ.b. 1 og 1/2 klst.
Frábært veður.

Heimild m.a.:

-Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd – Sesselja G. Guðmundsdóttir.
-Örnefnalýsing fyrir Straum.
-Gísli Sigurðsson.

Alfaraleiðin

Alfaraleiðin.

Flekkuvíkursel

Ætlunin var að skoða dæmigert sel á Reykjanesskaganum, eitt af þeim 400, sem FERLIR hefur skoðað hingað til í hinu upprunalega landnámi Ingólfs.
Tvöfaldur stekkur í FlekkuvíkurseliFlekkuvíkurselið hefur að geyma húsaleifar typískrar húsaskipan seinni tíma selja á Skaganum sem og öll tilheyrandi mannvirki; stekk, kví, vatnsstæði, selstíg og selvörðu auk eldri selminja, sumar hverjar m.a.s. torráðnar. Auk þess eru í selstöðunni leifar eldri selja. Þá er staðsetningin t.a.m. dæmigerð fyrir sel á norðanverðum Reykjanesskaga, þ.e. í skjóli fyrir austanáttinni.
Þegar komið var upp í Vatnsleysuheiðina var selstígnum fylgt upp í Flekkuvíkursel. Tvær áberandi vörður, Bræður, hlið við hlið, eru í heiðinni. „Þær nefnast Bróðir nyrðri og Bróðir syðri“, segir í örnefnaskrá.
Selstaðan er í grónum hvammi. Í honum eru tvö sel, annað yngra. Skammt norðar, einnig í skjóli undir klapparhæð, er þriðja selið. Sjá má þrjá stekki ef vel er að gáð, en það bendir til þess að selstöðurnar í Flekkuvíkurseli Vatnsstæðið í Flekkuvíkurselihafi verið a.m.k. þrjár, ekki allar endilega frá sama tíma. Þannig er miðselið greinilega yngst og sennilega það sel er lagðist síðast af rétt fyrir 1880.
Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. um Flekkuvík: „Jarðadýrleiki óviss, Kálfatjarnarkirkjueign. Þetta ár eru hjáleigurnar Sigurðarhjáleiga, Blíðheimur, Péturskot, Refshali og Úlfshjáleiga. Þessar [hjáleigur] eru með vissu taldar. Vatnagarður syðst … og Tröð.“
Tvíbýli var á jörðinni og var Vesturbær í eyði frá 1935, austurbær frá 1959. Einnig eru óljósar sagnir um tvö býli,  sem hétu Holt og Járnshaus, skv. örnefnalýsingu.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: “Selstöðu á jörðin og brúkar þar sem heitir Flekkuvíkursel, eru þar hagar viðsæmandi, en stórt mein að vatnsleysi, og báglegt eldiviðartak.” “Vestan eða suðvestan undir honum er Flekkuvíkursel og er það í landi Kálftjarnar,” segir í örnefnaskrá GE. “Þar rétt hjá er Norðurstekkurinn í FlekkuvíkurseliSelstígurinn beint suður í Flekkuvíkursel. Það stendur í Seltúninu og eru þar allmiklar rústir greinilegar. Þar var
haft í seli fram til 1845. .. Þegar haft var í seli var búsmalinn rekinn til vatns í Kúagerði, 40 mínútna leið fram og
til baka.” segir í örnefnaskrá Flekkuvíkur. “Enn ofar, vestan undir klapparási, er Flekkuvíkursel. Þar er allstór mói í kringum selið, er nefnist Seltún. Amma Ólafs [Erlendssonar], Herdís Jónsdóttir frá Flekkuvík, kom í selið sem barn og voru þá bæði smali og selráðskona þar. Það hefur verið á milli 1860-70, en Herdís var fædd 1858. Þarna sjást rústir allmargra kofa.” segir í örnefnaskrá Kálfatjarnar. Síðasta selið sem fór í eyði í sveitinni, um 1879.
“Drjúgan spöl suðaustan Kolgrafarholt og Kirkholts en norðaustan Sýrholts er Flekkuvíkursel. Selið stendur nokkuð fyrir neðan Grindavíkurgjá og er háa, nafnlausa, varðan ofan og austan Auðnasels, í suðurstefnu frá Flekkuvíkurseli. Um hálftíma gangur er milli Auðnasels og Flekkuvíkursels. Í selinu sjást sex kofatóftir og kví.
Vatnsstæði er í klapparholu uppi á ásnum norðan tóftanna og fáeinir steinar við það.”
Kolagröf? í FlekkuvíkurseliFERLIR hefur nokkrum sinnum komið í Flekkuvíkursel. Í einni af fyrri lýsingunum segir: “Á leiðinni til baka niður heiðina var komið við í Kolhól og Kolgrafarhólum í leiðinni niður að Flekkuvíkurseli. Það er suðaustan Kolgrafarholts og Kirkholts en norðaustan Sýrholts. Selið stendur nokkuð fyrir neðan Grindavíkurgjá og er háa, nafnlausa, varðan ofan og austan Auðnasels í suðurstefnu frá Flekkuvíkurseli. Um hálftíma gangur er milli Auðnasels og Flekkuvíkursels. Í selinu sjást sex kofatóftir og kví. Vatnsstæði er í klapparholu uppi á ásunum norðan kofatóftanna og fáeinir steinar við það. Ásarnir, sem selið stendur við, heita Vestri-Flekkuvíkurselás og Nyrðri-Flekkuvíkurselás. Á vesturásnum er Selásvarða, önnur varða er á miðhluta hans og sú þriðja á nyrðri endanum. Norðan ássins, rétt neðan við vatnsbólið, eru þrjár gamlar tóftir og há grasivaxin grjóthrúga, líklega mjög gömul húsatóft. Norðan Flekkuvíkursels, mitt á milli selsins og Reykjanesbrautar, eru tvær stórar vörður er standa mjög þétt saman. Þær heita Bræður.”
Yngsta tóftin í FlekkuvíkurseliAllnokkrar vörður eru ofan og umhverfis Flekkuvíkursel. Í örnefnalýsingu segir að: “Selás eða Flekkuvíkurselás heitir langt klapparholt við selið að ofanverðu og inn í holtið skerast grasbollar beggja vegna. Ásinn greinist samkvæmt gömlum landamerkjalýsingum í Vestur-Flekkuvíkurselás og Nyrðri-Flekkuvíkurselás. Á vesturásnum er Selásvarða, önnur varða er á miðhluta hans og sú þriðja á nyrðri endanum.”
Þegar selstöðurnar þrjár eru skoðaðar má sjá þrjú rými í sérhverri þeirra, dæmifert fyrir sel frá upphafi á Reykjanesskgagnum. Vestasta selið liggur svo til þvert á Vestari-Flekkuvíkurselás. Tóftirnar eru nokkuð reglulegar og ágætur vitnisburður um sel frá miðtímabili seljabúskaparins hér á landi. Þá var að komast skipulegri mynd á húsaskipanina. Rýmin eru í einfaldri röð og má vel greina hvar eldhús, baðstofa og búr hafa verið í húsaskipaninni. Tóftirnar eru grónar, en standa vel.
Selið skammt norðar eru miklu mun reglulegra og heillegra. Í því er miðhúsið heillegast; baðstofan. Í því sjást hleðslur í innanverðum veggjum. Dyr eru mót suðvestri. Veggirnir standa grónir.
Selvarða á Vestari-FlekkuvíkurselásnumStekkirnir gefa jafnan til kynna hversu margar selstöður hafa verið í hverju seli. Einungis einn stekkur virðist vera framan við framangreind tvö sel. Ef vel er að gáð má sjá að nýrri stekkur hefur verið hlaðinn upp úr eldri stekk. Fótstykki gamla stekksins sést norðan og austan við nýrri stekkinn, nú nær gróið yfir hann.
Vatnsstæðið sést enn á Nyrðri-Flekkuvíkurselásnum, norðavestan undir vörðubroti, sem þar er.
Nyrsta selið er líklega elst. Í því eru smæstu rýmin. Gengið hefur verið inn í baðstofuna og búrið frá sama stað; þ.e. búrið til suðurs og baðstofuna til austurs. Eldhúsið er rétt norðan við baðstofuna. Tóftirnar eru grónar. Stekkurinn frá þessu seli er í gróinni kvos skammt norðvestar.
Þegar selstöðurnar voru gistaðar í austanáttinni mátti vel finna hvers vegna þeim var valin þessi staðsetning.
Ein tóft, stök, skammt norðan nyrstu selstöðunnar, hefur vakið vangaveltur. Nú var hún gaumgæfð bæði vel og vandlega. Niðurstaðan er að þarna hafi verið kolagröf. Í tóftinni má sjá ferkantaðar hleðslur og virðist hafa verið hróflað að hleðlsunni. Það verður að þykja eðlilegt þarna því undir er slétt hraunhella í allar áttir. Sennilega má finna undir gröfinni gat á hraunhellunni. Hlaðið hefur verið upp með gatinu og þá myndast þetta mannvirki, sem virðast þá vera leifar fyrrum kolagerðar í heiðinni, sem áður var skógi vaxin. Kolagröfin er við hliðina á elsta selinu í Flekkuvíkurselstöðunni og verður því að teljast til eldri minja – og þar með sérstaklega áhugaverð fornleif.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Flekkuvíkursel

Flekkuvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

 

Afstapahraun

„Það eru margir arnstaparnir í þessu Afstapahrauni“ varð einum að orði er hann gekk um hraunið norðanvert. Víða standa háir stöplar upp úr úfnu apalhrauninu, sem varla væri fótum fært nema vegna hins þykka gambra er þekur það að miklu leyti. Hraunið er skreytt margvíslegum steinmyndum auk þess sem steingert víkingaskipt trjónir þar á brúninni þar sem sést ofan af henni til sjávar. Engu er líkara en það hafi dagað þarna uppi þegar hraunið rann tæpum 200 árum eftir norrænt landnám á svæðinu.

Fagravík

Að þessu sinni var ferðinni beint um Kúagerði og Afstapahraunið yngra neðanvert. Hraunið hefur runnið um 1150 frá gígum sem eru vestan undir Trölladyngju og þaðan til norðurs alveg í sjó fram í Vatnsleysuvík á Vatnsleysuströnd. Heildarlengd hraunsins er um 10 kílómetrar.
Í örnefnalýsingu fyrir Hvassahraun segir m.a.: „Vestan Látra tók við Vesturhraun. Þar, er talið, að staðið hafi bær, sem lagðist af við hraunrennslið, nefndist Látur.
FögruvíkurvarðaÞá taka þar næst við Bakkar. Innst á þeim er Þórðarhóll, er í fjöru. Sagt er að hann hafi fyrrum staðið í miðju túni og heitir sá Látrabakkar og að hann hafi lent undir hrauni því er brann, Afstapahrauni, og þá hafi byggðin flust að Hvassahrauni. Bakkarnir ná suður að Afstapahrauni og heitir syðst á þeim Bakkatjörn. Svo er þar næst Skuggi sem er stór klettur, þar suður af heitir svo Mölvík. Þar næst er svo Fagravík sem er niður af Afstapavörðu sem er uppi á brunanum ofan við veginn.“
Í annarri lýsingu fyrir sömu jörð segir: „Út með sjó er klettur, sem nefnist Skuggi. Þá er Mölvík og Fagravík þar nokkru utar. Austast við hana er Markavarðan. Þórðarhóll eða Þórðarklettur var þarna á sjávarkampinum, nú horfinn. Hann á að hafa staðið í miðju Látratúni. Markavarðan var einnig kölluð Fögruvíkurvarða.
SkuggiÚr Markavörðu lá landamerkjalínan milli Hvassahrauns og Vatnsleysu í Afstapavörðu eða Afstapaþúfu, sem stendur á Afstapa eða Afstapahrauni. Þaðan liggur línan um Afstapabruna. Í gömlum skjölum og annálum mun talað um Arnstapa, Arnstapahraun og Arnstapaþúfu eða -vörðu. Landamerkjalínan liggur svo áfram í Snókafell, þaðan um Lambafell í landamerkjalínu Krýsuvíkur.“
Þegar skoðaðar eru örnefnalýsingar fyrir Vatnsleysu um sama svæði segir: „Stekkhóll er stór hóll með fjárhúsi, hjá því er Steinkeravík innan við Stekkhólinn. Þá er Akurgerði, þar var bær endur fyrir löngu og Kúagerði er þar við hraunendann, þar er pollur ofan við veginn, hér er gamall áningastaður og niður af þessu er í fjörunni Hrafnaklettur. Þar sem hin fornu merki Stærri-Vatnsleysu og Akurgerðis [voru] er hóll með vörðubroti og heitir Fagurhóll. Sagt er að hraun þetta sem hér liggur fram í sjó og heitir það Afstapahraun, allmikið flæmi, talið er að það hafi farið yfir tvær jarðir, Akurgerði og Látra.
AfstapaþúfaÚr Merkjanefsvörðu liggur landamerkjalínan milli Vatnsleysu og Hvassahrauns í Afstapavörðu á Afstapa eða Afstapaþúfu. Síðan liggur línan um Afstapahraun í Snókafell mitt og um Snókafellshraun en hraunin eru einnig kölluð Bruni. Síðan liggur línan upp um Lambafellshraun um Lambafell og Klofningsfell og áfram í landamerki Krýsuvíkur.
Til er vísuhelmingur, hafður eftir Halldóri Jónssyni hertekna:
Er nú komið yfir um sinn
Arnstapahraunið hvassa.
SteinmyndEr því vitað að hraun þetta hefur borið nafnið Arnstapahraun og þar af leiðir Arnstapavarða, Arnstapaþúfa og þá Arnstapi. Sunnan undir (vestan undir) Arnstapa er lægð með vatni eða tjörn, heitir Kúagerði og Kúagerðistjörn. Nú hefur Reykjanesbrautin verið lögð um tjörnina og henni skipt. Síðan heitir þarna Afglapi til minningar um verknaðinn. Upp frá Kúagerði liggja troðningar með hraunbrúninni, mætti nefna þá Kúagerðistroðninga því um þá var rekinn búsmalinn ofan úr Flekkuvíkurseli og jafnvel Rauðhólsseli.
Gráhella heitir lítill tangi í hraunbrúninni sem þó ber vel við af sjó og er því mið. Rétt þar við var í eina tíð hellir, Gráhelluhellir. Nokkru ofar er troðningur eða stígur og liggur upp í Brunann, nefnist Tóarstígur. Hann liggur í Tóurnar sem eru sjö. Þar var haglendi sæmilegt og er talið að þarna hafi vermenn eða útróðramenn haldið hestum sínum á vertíðum. Neðsta er tó eitt og hefur henni verið spillt allmjög við grjótnám til Reykjanesbrautar.
GerðiTó tvö er þar nokkru ofar og stígur þar í milli en Tóarstígur er gegnum allar Tóurnar. Þar sem hallar niður í þessa tó hefur verið hlaðinn garður svo gripir kæmust þar ekki út og burt. Tó þrjú er talsvert minni en þar er mikið jarðfall eða ker, Tóarker, er þar gott skjól. Tó fjögur er litlu stærri. Milli tó tvö, þrjú, fjögur eru hraunklif og ekki auðveld stórgripum. Þá kemur tó fimm sem er stór og allmjög vaxin hrísi og birki, nefnist því Hrísató.
Tóft

Suðvestur úr henni liggur stígur og nefnist Hrísatóarstígur. Er sýnilegt að farið hefur verið um hann með hesta. Þá kemur tó sex sem er eiginlega samtengd tó fimm.
Hér breikkar allt og upp af þessari er svo tó sjö sem kölluð er Seltó. Spurst hef ég fyrir um sel þar, enginn kannast við það en nokkur beit getur verið þarna og má vera að búsmala úr Rauðhólsseli hafi verið haldið hér til haga. Vestur úr þessari tó liggur troðningur, Seltóarstígur. Vestur og upp undir Brunaveginum, vegur sem Vatnsleysumenn hafa gert upp um Brunann, er varða, Seltóarvarða og þar rétt hjá er tófugren, Seltóargren og er þá komið að veginum. Upp á Brunanum austur af Tó tvö er hraunhóll mikill, Snókhóll. Bruninn vestan Seltóar nefnist Seltóarhraun.“
TóftEkki var gengið upp í gegnum Tóurnar að þessu sinni. Jónas Þórðarson segir eftirfarandi í lýsingu sinni um Vatnsleysu: „Austurmörk Vatnsleysulands hefjast á dálitlu klapparnefi nokkrum metrum austan við smávík, sem Fagravík heitir. Til skamms tíma var þarna merkjagirðing Hvassahrauns og Vatnsleysu, og náði hún fram í sjó. Mörkin liggja næst um allháan hraunhól í hraunjaðrinum rétt ofan við þjóðveginn, og nefnist hann Afstapi. Á honum er lítil, grasi gróin þúfa, Afstapaþúfa. Hraunið frá sjó og óvíst hvað langt upp eftir er kallað Afstapahraun. Rétta nafnið er að öllum líkindum Arnarstapi, Arnarstapaþúfa og Arnarstapahraun. Næsta kennileiti er um fell eitt allstórt, sem er rúmlega miðja vegu að endamörkum. Heitir það Snókafell. Hraunið þar við er kallað Snókafellshraun. Þaðan liggur svo línan um fell efst við hraunjaðarinn, sem heitir Lambafell, svo úr Lambafelli að Krýsuvíkurlandi.“
MosaÞegar gengið var um Kúagerði komu í ljós tóftir á tveimur stöðum auk gerðis vestast á Bökkunum. Uppi í hraunbrúninni mátti sjá að núverandi Afstapavarða hefur verið hlaðin ekki fyrir svo langa löngu, væntanlega þó á Afstapaþúfu. Gamall stígur hefur legið upp á hraunið við tóft eina vestur undir hraunbrúninni í Kúagerði. Stígurinn er nú þakinn mosa, en auðvelt er að fylgja honum upp á hraunið og áleiðis yfir það, uns komið er að raski, sem þar er.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Hvassahraun og Vatnsleysu.

Kúagerði

Kúagerði.

Knarrarnes

Brunnurinn norðvestan við bæinn (Húsið) Hellur á Vatnsleysuströnd dæmigerður fyrir fyrrum hlaðna brunna, þ.e. eldri en fyrir aldamótin 1900.  Hann er í gróinni lægð milli lágra holta, rétt neðan við Digruvörðu.
BrunnurinnÁ Knarrarnesi stóðu bæir Knarrarneshverfis; Minna-Knarrarnes vestar með þurrabúðina Hellur og Vík, Stóra-Knarrarnes innar eða austar. Þar var oft tvíbýli, nefndist Austurbær og Vesturbær.
Þurrabúðin Hellur er í Hellnatúni eða Hellnaflöt, Hellnalóð. Bæirnir stóðu í Knarrarnestúni. Litla-Knarrarnes var vestar í Litla-Knarrarnestúni. Frá bæ lá Litla-Knarrarnesgatan upp á veg. Í túninu var Litla-Knarrarnesbrunnur.
Ofan við þjóðveginn er þessi hlaðni brunnur. Hann hefur verið fylltur upp til að koma í veg fyrir hugsanleg óhöpp líkt og svo margir brunnar aðrir á Reykjanesi. Brunnhleðslan sést vel. Sagðist Birgir, heimalingur í Minna-Knarrarnesi, hafa stundum séð vatn efst í brunninum. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna brunnstæðið er þarna, en þó er vitað að gamli bærinn stóð þarna skammt fyrir norðan brunninn. Hann gæti því hafa tilheyrt honum á þeim tíma. Staðsetningin gæti líka hafa komið til af staðsetningu þurrabúðanna. Fornfáleg hlaðin rétt er skammt ofar. Hún er sigin í jarðveginn, en má sjá móta fyrir henni.
Úr Digravörðu liggja landamerki Minna-Knarrarness í Eldborgir ofan við Knarrarnessel, skammt norðan við gamla Hlöðunesselið. Talið er að varðan hafi verið ein kirkjuvarðanna svonefndu, en þarna neðan við á gatan að Kálfatjarnarkirkju að hafa legið fyrrum.
Þegar hér er komið við sögu hefur FERLIR skoða 158 gamla brunna og vatnsstæði á Reykjanesskaganum (2009).

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Minna-Knarrarnes.

Hellur

Hellur – leikmynd.

Þegar gengið var upp í Vogasel í Vogaheiði fyrir skömmu var sérkennilegur hlutur fyrir fótum fólks; grár ílangur hólkur með amerískri áletrun.
Af áletruninni að dæma gæti þarna verið um einhvers Dufliðkonar mælitæki að ræða. Ekki var að sjá snúrur eða tauma er gátu gefið til kynna tengsl þess við uppihaldið, en tækið virtist hafa fallið af himnum ofan og það ekki alveg nýlega. Þetta virðist vera einhverskonar dufl þar sem dýptin er stillt. Stærðin er ca. 100 x 12 cm og í annan andann er skrúgangur fyrir einhverja viðbót (sést illa á myndinni). Þetta liggur við Vogaselsstíginn nokkru ofan við Stóru-Aragjá.
Á duflinu er áritunin „DIFAR“ sem og tölustafir og leiðbeiningar. Skv. því hefur hér verið um að ræða dufl frá ameríska hernum til að leita að og hlusta eftir ferðum kafbáta. Ólíklegt verður þó að telja að kafbátar hafi nokkru sinni átt leið um Vogaheiði.
Duflið, eða leifarnar af því,  mun hafa verið svonefnt Sonobuoys tæki búið sendi og mótakara til Dufliðað nema hljóð í sjó. Reyndar munu vera til þrjár tegundir af Sonobuoy;  viðbregðin, gagnvirk og til sérstakra nota. Fyrstnefnda er búið nema er hlustar eftir hljóði „skotmarksins“. Gagnvirka tegundin sendir merki og hlustar eftir endurkomu þess frá hlut. Síðastnefnda tegundin er notað til að safna tilfallandi upplýsingum, s.s. um hitastig sjávar, ölduhæð o.s.frv.
Duflunum er kastað frá flugvélum úr u.þ.b. 30.000 feta hæð. Staðsetningarbúnaður segir til um hvar duflin eru staðsett á hverjum tíma. Frá þeim má síðan lesa þær nákvæmu upplýsingar, sem þau safna á meðan á líftíma þeirra varir. Að honum loknum er viðkvæmum tækjabúnaði eitt og duflin falla til botns.
DufliðDuflin virka allt upp í 8 klst notkun allt niður á 1000 feta dýpi. Venjulega eru þau stillt með sérstökum rekbúnaði inn á að dvelja um stund á ákveðnu dýpi, s.s. 60, 90 eða 900 fetum í tiltekinn tíma; t.d.  eina klst, þrjár klst eða átta klst til að safna upplýsingum. Þau hafa einnig verið notuð til að fylgjast með og rekja ferðir hvala sem og staðsetja eldvirkni á hafsbotni.
Duflið í heiðinni mun vera hluti af slíkum hlustunarduflum.
En hvernig er kafbátahlustunardufl komið alla leið upp í ofanverða Vogaheiði? Fleiri en ein skýring getur verið á því. Ein er sú að duflið hafi fallið úr eða verið kastað út úr flugvél á leið yfir svæðið. Hugsanlega hafi verið um gallað tæki að ræða. Duflunum er komið fyrir í sérstökum „sleppurum“ og gæti það hafa „sloppið“ þaðan þegar flogið var yfir svæðið, t.d. inn til lendingar á Keflavíkurflugvöll.

 

Hver svo sem ástæðan kann að vera fyrir tilkomu tækisins þarna í Vogaheiðinni þá er eitt alveg víst; það er þarna enn.

Duflið í Vogaheiði

 

Grímshóll

Stapinn virðist lítt áhugaverður, a.m.k. þegar ekið er eftir Reykjanesbrautinni. Hann lætur ekki mikið yfir sér (fer reyndar huldu höfði) þegar litið er til hans úr suðri, en úr vestri og norðri horfir allt öðru vísi við.
Hólmabúð fjær - Stapabúð nærVogastapinn, sem er um 80 metra hár, hét fyrrum Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi, en er stundum kallaður Stapi. Hann er á milli Voga og Njarðvíkur og þverhníptur í sjó framað norðanverðu. Uppi á hæstu brún trjónir Grímshóll. Sorpi af Keflavíkurvelli var löngum ekið út á Stapa og sturtað fram af berginu. Enn má sjá leifar þessa óþrifnaðar, en hann er þó á hverfanda hveli.
Stapinn er hvað kunnastur fyrir Stapadrauginn. Reykjanesbraut liggur um sunnanverða undirhlíð Stapans og enn þá verður næmt fólk, sem þar er á ferðinni, vart við eitthvað óhreint. Vegurinn lá fyrr á öldum nokkru norðar, þ.e. um Reiðskarð, en var síðar færður sunnar uns núverandi vegstæði varð fyrir valinu. Ástæðan fyrir órökkrinu er væntanlega sú að áður fyrr fóru sumir ferðamenn sér að voða á leiðinni og gengu jafnvel fyrir björg.  Eftir að bílvegurinn var lagður hafa sprottið upp alls konar draugasögur, s.s. að farþegi hafi skyndilega verið kominn í aftursætið eða gangandi vegfarandi hafi verið tekinn með á Stapanum og hann skyndilega horfið úr bílunum. Margir telja sig hafa séð þar mann á ferðinni með höfuðið undir hendinni. Einungis er vitað um að einu sinni hafi tekist að ná mynd af draugsa á Stapanum, en hún virðist óskýr.
Leifar KerlingarbúðarUndir Stapanum eru allnokkrar minjar, þ.á.m. Kerlingarbúðir. Búðirnar heita svo vegna þess að útróðramenn er þar voru tóku kerlingu er hjá þeim var matselja, drápu hana og notuðu í beitu. Einn mannanna vildi ekki taka þátt í ódæði þessu. Áður en vermenn þessir reru síðasta róðurinn birtist hún manni þessum í draumi og bað hann að róa ekki þennan róður. Gerði hann sér upp veiki og lá eftir. Vermennirnir drukknuðu allir í þessum róðri.
Fiskislóðin Gullkista er undir Stapanum. Nafn hennar varð til vegna mikillar og góðrar veiði á miðunum í Stakksfirði, en svo nefnist fjörðurinn, sem Stapinn stendur við, en Vogavík innar nær Vogum. Til er þjóðsaga, sem segir frá göngum undir Reykjanes frá Gullkistu til Grindavíkur, þar sem fiskur gekk greitt á milli. Nokkrar verstöðvar voru undir stapanum á dögum árabátaútgerðarinnar en ummerki þeirra eru óðum að hverfa. Meðal þessara verstöðva var Hólmabúð, sem kennd var við hólma skammt undan landi. Haraldur Böðvarsson hafði aðstöðu í þessum hólma, þegar hann byrjaði úrgerð sína á Suðurnesjum. Síðar flutti hann starfsemina til Sandgerðis og endanlega til Akranes. Hvorki Vogabúar né Sandgerðingar voru par ánægðir með viðskilnaðinn, hvorir á sínum tíma. Innar eru minjar Stapabúðar, enn einnar verstöðvarinnar.
Camp Dailey
Bandaríski herinn byggði fullkomið sjúkrahús í suðurhlíðum Stapans í síðari heimsstyrjöldinni en hann brann skömmu síðar. Herinn byggði og rak líka mikilvæga fjarskiptastöð á Stapanum og veggir þess húss standa enn þá. Uppi á efstu brúnum Stapans byggðu þeir vígi, þar sem þeir gátu fylgzt vel með umferð á Faxaflóa sunnanverðum. Hleðslurnar sjást enn utan í Grímshól.
Nokkurn spöl vestar gengur Skollanef í sjó fram og vestan þess er Gilið, grasi gróið frá fjörugrjóti og upp á brún. Þegar komið er út fyrir Gilið fer landið hækkandi upp á Grímshól. Neðan Grímshóls gengur klettanef í sjó fram sem heitir Hólnef.

Stapagata

Gengin Stapagatan um Reiðskarð.

Þjóðsaga er til um Grím nokkurn af Rangárvöllum sem réði sig í skipsrúm til huldumanns á þessum slóðum og varð að lokum bergnuminn í Grímshól. Mölvík er rétt vestan við Hólnefið, lítil bogmynduð malarfjara. Í víkinni vex gróskumikil hvönn.

Stapinn

Stapagata ofan Reiðskarðs.

Stapinn er bæði skjólgóður og sagnaríkur staður. Um hann ofanverðan liðast Stapagatan milli Reiðskarðs og Stapakots í Innri Njarðvík. Skammt frá henni má greina gamlar tóftir norðan undir Narfakotsborginni (Grænuborg), gróinni fjárborg við sjónarrönd. Líklegt er að þessar minjar og fleiri munu hverfa fyrir fullt og allt vegna framkvæmdargleði Njarðvíkurmegin.
Líklega eru mikilvægustu minjarnar á Njarðvíkurheiðinni gróinn fótur landamerkjavörðu. Þegar höfnin var byggð í Vogum var allt tiltækt grjót tekið og sturtað í höfnina, m.a. þessi varða. Stærsta og þyngsta grjótið varð jafnan eftir og má því sjá þess merki á lágum klapparhól skammt vestan við núverandi Reykjanesbæjarskilti og Rockvillestíl. Ef tekið væri af þessu kennileiti mið í Innri-Skoru annars vegar og Arnarklett við Snorrastaðatjarnir hins vegar – enda sjónhending þar á millum – myndi land Voga stækka sem því nemur. Ekki er óraunhæft að ætla, og eflaust eru til gögn þessu til staðfestingar. Bara það eitt væri hið ágætasta efni í enn eina þjóðsöguna.Stapinn