Tyrkjaránið

Á skilti við Grindavíkurkirkju má lesa eftirfarandi texta um Tyrkjaránið. (Skiltið er reyndar óþarflega stórt því til hliðar eru önnur jafnsstór á fimm öðrum tungumálum (sem auðvelt ætti að vera að nálgast á Google translate (þýðingar)). Óþarfi er að vanmeta áhuga útlendinga á íslenskunni.

Tyrkjaránið – Árásin á Grindavík

Grindavík

Grindavík – upplýsingarskilti um Tyrkjaránið við Grindarvíkurkirkju.

Í júnímánuði á því herrans ári 1627 lá dönsk kaupmannsdugga í höfn í Grindavík og verslun var í fullum gangi. Bar þá svo við að óvænt byrtist þar annað skip, sýnu stærra. Af því komu í heimsókn í dugguna menn sem mæsltu á þýska tungu, sögðust vera menn Danakonungs og í birgðaleit. Ekki brást kaupmaður vel við því og fóru þeir þýðversku aftur til skips síns.

Nokkrir Grindvíkingar réru út í hið stærra skipið fyrir forvitni sakir en þegar um borð kom blasti við hópur manna, klæddir litskrúðugum fötum, þeldökkir flestir og gráir fyrir járnum.

Grindavík

Grindavík – upplýsingar um Tyrkjaránið við Grindavíkurkirkju.

Heimamönnum varð fljótt ljóst að Hund-Tyrkinn frá Afríkuströndum var kominn og það ekki í neinni kurteisisheimsókn. Aðkomumenn sendu bát að duggunni og létu þar greipar sópa áður en þeir héldu í land og fóru um plássið eins og logi yfir akur.

Á bænum Járngerðarstöðum beið húsfreyjan með öðrum milli vonar og ótta eftir heimsókn sjóræningjanna. Sumir heimamanna földu eigur sínar eða leituðu í fylgsni en húsfreyja beið þess sem verða vili. Vágestirnir rændu bæinn og hófu svo að reka fólkið til strandar. Húsfreyja sýndi mikinn mótþróa en var tekin og borin af sta. Bræður hennar þrír reyndu að koma henni til hjálpar en þeim var öllum misþyrmt illa.

Erlendu hrottarnir héldu svo til skips með bæði ránsfeng sinn og fólk það sem þeir höfðu hertekið. Tveimur mönnum var snúið aftur til lands fyrir aldurs sakir en 15 mann hópur var hrakinn niður í lestar skipsins.

Grindavík

Grindavíkurkirkja.

Að því búnu hugðust illmennin halda burt en sáu þá til ferða annars dansks kaupfars. Þeir sýnu á ný klækindi sín með því að draga að húni danska hornveifu sem þeir höfðu rænt í landi.

Þannig ginntu þeir skipið til sín og reyndist þeim auðvelt að hremma þessa nýju bráð, bæði farm og áhöfn.

Grindvíkingar urðu illa fyrir barðinu á þessum ránsmönnum en komu þó skilaboðum til annarra byggðalaga sem reyndu af veikum mætti að búa sig undir komu vágestanna.

Grindavík

Grindavík – sögu og minjaskilti við Járngerðarstaði. Sjá meira á ferlir.is.

Þeir fundir fóru ýmislega en sú saga verður ekki rakin hér frekar.

Í Grindavík hefur síðan gengið sú munnmælasaga að þar sem ræningjarnir og heimamenn börðust og blóð þeirra blandast hafi sprottið upp þyrnijurt. Þessa jurt má enn í dag finna á þremur stöðum í Grindavík. – (Matthías Kristiansen tók saman á grundvelli bókar Jóns Helgasonar – Tyrkjaránið, sem Setberg gaf út í Reykjavík 1963).

Þyrnir

Blóðþyrnir í Grindavík. Bakki fjær. (Því miður hafa Grindvíkingar vanrækt þetta svæði á síðari tímum).