Járngerðarstaðir

Í Söguriti IV. 1. er m.a. fjallað um “Tyrkjaránið á Íslandi 1627”:

Tyrkjaránið

Tyrkjaránið.

“Rán það og manndráp þau, sem tyrkneskir sjóreyfarar frá Algier og Kyle á norðurströnd Suðurálfunnar frömdu hér á landi, í Austfjörðum, Vestmannaeyjum og Grindavík, 1627, og venjulega er nefnt Tyrkjaránið, hefir orðið mönnum minnisstætt á landi hér, og mart verið um það ritað, bæði af þeim, sem herleiddir voru af Tyrkjum og aptur komust hingað til lands, og svo af öðrum. Þó hafa frásagnir þessar og gögn hingað til að eins að litlu verið útgefin, og hvergi verið að þeim að ganga á einum stað, heldur hefir þessara frásagna, kvæða og skjala verið að leita í óvissu á víð og dreif í opinberum handritasöfnum og hjá einstökum mönnum.
  Og sumt hefir fyrst verið að koma fram nú hin síðustu árin. Sá, sem fyrstur safnaði saman öllum frásögnum og skýrslum um Tyrkjaránið, var Árni Magnússon, en það safn hans brann alt hjá honum eins og fleira 1728. Hefir hann þá verið búinn að þrautsafna svo, að þá hafa líklega eingar afskriptir verið eptir á Íslandi af slíkum frásögnunum, svo sem af riti Einars Loplssonar úr Vestmannaeyjum og Halldórs Jónssonar úr Grindavik, sem bæði voru til fyrrum, en reynast nú glötuð, eins og mart af skjölum hlýtur að vera liðið undir lok, er snertir þetta efni.

Um 1830-40 hafði Finnur Magnússon: hyggjað gefa út helztu frásagnir og skýrslur um ránið eptir því sem hann ritar etazráði Engelstoft 8. Apr. 1833; hafði Engelstoft þá í áformi að rita eitthvað um þetta efni, en af því varð þó ekki. Aldrei varð og heldur af því að Finnur gæfi út neitt af Tyrkjaránsritunum, enda var þá enn hörgull á afskriptum sumra þeirra í opinberum söfnum, síðan brunann hjá Árna.
Það fyrsta, sem séð verður, að gefið hafi verið út á prent um Tyrkjaránið, er dönsk þýðing af ferðasögu síra Ólafs Egilssonar, prentuð í Kaupmannahöfn 1741 (og önnur útgáfa síðar), en ekki var ferðasaga þessi gefin út á íslenzku fyrri en 1852. Bæði frá þýðingu þessari og útgáfu var lélega geingið. Betur var vandað til útgáfunnar af Tyrkjaránssögu Björns á Skarðsá, sem út kom í Beykjavík 18662). Allar þessar bækur eru nú orðnar ófáanlegar fyrir laungu.
Árið 1899 skrifaði meistari Sigfús Blöndal merka yfirlitsgrein um Tyrkjaránið í tímariti einu dönsku.
Annað hefir ekki á prent komið um þetta efni sérstaklega, en bæði er Tyrkjaráns getið í Annálum Björns á Skarðsá, Árbókum Espólíns, Kirkjusögu Finns biskups og enn víðar.
Hér er nú safnað saman í eina heild öllum frásögnum, skjölum og kvæðum, er snerta Tyrkjaránið sérstaklega, og er þar ekkert undanfelt, sem til fróðleiks þótti horfa og fyrir manni hefir orðið af því, sem nokkur frásögn eða tíðindi eru í, nema það, er Jón prófastur Halldórsson hefir ritað í Biskupasögum sínum og Hirðsljóraannál, sem hvorftveggja er áður prentað ekki alls fyrir laungu. En til þess, að einnig frásögn hans fylgi þessari bók, þá þykir rétt að taka hana hér upp í formálann. Í Biskupasögunum segir hann svo frá:

Tyrkir

Tyrkir.

»Um ránið i Vestmannaeyjum í tíð herra Odds biskups. Á hans dögum voru Vestmannaeyjar rændar tvisvar. Í fyrra sinni Anno 1614 af þeim eingelska sjóreyfara Jóni Gentelmann, hver með sínum reyfaralokki gekk um eyjarnar í hálfan mánuð, sem settu knífa og sverð sín á hálsa og barka þeim íslenzku og stuttar byssur fyrir þeirra brjóst, með spotti og skellihlátri; drápu þó hvorki né særðu nokkurn mann né smánuðu ærlegt kvenfólk, en ræntu og rupluðu öllu, sem þeir vildu nýta, en skemdu og fordjörfuðu það þeir vildu ekki. Þeir tóku burt þá stóru Landakirkjuklukku. En þá Jón kom fram til Einglands var hann tekinn og drepinn með sínum selskap. Bókstafir, sem steyptir stóðu á klukkunni, hermdu frá hverri kirkju á Íslandi hún var tekin; var hún þremur árum síðar send aptur til Vestmannaeyja eptir skipun Jacobs kóngs á Einglandi.
Hið síðara ránið gerðu Tyrkjar Anno 1627. Komu þeir fyrst á einu skipi þann 12. Junii í Grindavík og ræntu þar fé og peningum og XII eða fleiri mönnum, konum og körlum, en skáru og skammarlega særðu suma. Danska kaupskipið tóku þeir á höfninni með gózi og fólki; kaupmaðurinn gat flúið undan. Þar tóku þeir og annað kaupskip, sem sigla átti upp á Skutulsfjarðareyrarhöfn. Síðan lögðu þeir á tveimur skipum til Bessastaða, hvar Holger Rosenkranz höfuðsmaður halði búizt til varnar, ef svo mætti kalla, með nokkrum íslenzkum. Þá skotið var á móti þeim, er þeir lögðu inn á Seyluna, kom stanz á ræningjana, sneru við, en þá stóð annað skip þeirra fast á grunni; fluttu þeir þá af því á hitt, þar til flaut út aptur, því logn var og ládeyða; fóru svo burt. Ekkert hrós fékk hirðstjóri af sinni hugdirfsku og framkvæmd í þessu.
Á sama sumri komu tvö önnur Tyrkja skip inn á Djúpavog fyrir austan; tóku þessi ræningjar þar danska kaupskipið á höfninni með fólki og gózi, hlupu með hrinum og háhljóðum um bygðina alt í kring að Heydölum, hertóku landsfólkið, en börðu sumt og drápu, ræntu kirkjur á Hálsi og Berufirði og öllu því, er þeir náðu og nýta vildu, en fordjörfuðu hitt, er þeir vildu ekki. Síra Jón Þorvarðsson á Hálsi tóku þeir í sæng hans um nótt og burt fluttu ásamt CX manneskjum öðrum, en drápu IX menn, sem menn vissu og fundu. Þaðan héldu þeir undir Vestmannaeyjar; tóku þeir eingelska duggu; þeir friðkeyptu sig með því að vísa ræningjum uppgaungu á eyjarnar, hvað helzt gerði Þorsteinn nokkur íslenzkur, sem áður hafði verið í eyjunum. Að kvöldi þess 17. Julii lögðu þessir ræningjar sunnan að eyjunum, hlupu þar upp óvanalegan veg CCC vopnaðir menn eður fleiri, skiptu sér í þrjá flokka, hlupu með hrópi og ofsahljóðum um alla bygðina, inn í hverja krá og afkyma, börðu fólkið, konur og karla, börn og gamalmenni, drápu sumt og sundurhjuggu í smátt með alls kyns háðungum, ráku það hópum saman eins og fé í kvíar ofan í Dönskuhúsin, völdu þar úr því þá, sem þeim leizt bezt á og fluttu fram á skip sín. Björg og hamra runnu þeir upp og klifruðu eins og léttfærustu bjargmenn, og gripu fólkið, sem sig hafði falið þar, en skutu niður með byssum það, sem þeir náðu ekki. Sóknarprestinn annan, síra Jón Þorsteinsson, með hans konu, börnum og heima fólki, fundu þeir í afviknum stað; fyrrgreindur Þorsteinn þekti hann og sagði; »Síra Jón! því ertu nú ekki í kirkju þinni?« Prestur svaraði: »Eg hefi verið þar í morgun«; hjó hann þrisvar í höfuðið hvað eptir annað; presturinn befalaði sig og sína sálu guði og dó svo, en konu hans og börn, svo og hinn prestinn, síra Ólaf Egilsson, með hans konu, börnum og fólkinu, börðu þeir og keyrðu í skip. CCXLII manneskjur hertóku þeir, en XXXIV fundust dauðar, fyrir utan þær, sem þeir brendu þá í Dönsku-húsunum veikar og vanfærar; þeir brendu og Landakirkju upp til ösku, ræntu öllu, sem þá girnti, en fordjörfuðu hitt. Þann 19. Julii sigldu þeir burt fram í Barbaríið með fólkið og alt það ránsfé«.

Járngerðarstaðir 1627

Járngerðarstaðir 1627.

Í Hirðstjóraannál farast séra Jóni svo orð, og er hann nú heldur skorinorðari um frammistöðu hirðstjórans og Dana á Bessaslaðaskanzi: »Anno 1627 kom Rosenkranz höfuðsmaður hingað í öndverðum Junio. Og er hann heyrði ránskap Tyrkjanna í Grindavík, sem byrjaðist þann 12. Junii, stefndi hann kaupförunum úr Hafnarfirði og Keflavík til sín í Seyluna, hvar hans sjálfs skip lá, en Hólmsskipið dvaldist inn í Leiruvogum; lét hann þar búast til varnar bæði á sjó og landi; lét (hann) gera virki eður skanz, sumir segja af fiskböggum, — upp á skop, að eg meina, eður þó réttara að segja, að virkið hafi ei gagnast meira en þótt hlaðið hefði verið af fiskaböggum. Var í þeirri virkisnefnu varla rúm fyrir fáeina menn, miklu síður fyrir heilan flokk manna eður varnarlið; voru þangað færðar feltbyssur — ef svo mætti kallast — þær, sem til voru, og þó varla nokkur af þeim til gagns.

Tyrkir

Tyrkir.

Í þá daga og fram undir anno 1700 komu flestir sýslumenn, klausturhaldarar og aðrir forléningamenn til Bessastaða um Jónsmessu skeið og fyrir Alþing, að afhenda afgiptirnar af þeirra forléningum. Af þessum voru í það sinn komnir að Bessastöðum nokkrir sýslumenn, Jón Sigurðsson á Reynistað, sem áður var lögmaður, Sigurður og Þorbergur Hrólfssynir og nokkrir aðrir, með þeirra sveinum, svo og síra Þorlákur Skúlason, þá kosinn til biskups á Hólum. Þegar fyrrgreindir ræningjar lögðu tveimur skipum úr Grindavík og stefndu inn á Seyluna, bjuggust þessir menn og svo lit varnar með þeim Dönsku, og hvorutveggja, Tyrkjar og kristnir skutu af nokkrum slykkjum. Kom felmtur á ræningja og sneru við sínum skipum; þá slóð annað skip þeirra fast á grunni eður á kletti. Lognveður og ládeyða var. Fluttu þá ræningjar það fangna fólkið og annan þunga af því á hitt skipið, þar til það losaðist at klettinum, og áttu þeir tvo daga í þessu svamli; héldu svo skipunum út frá. En á meðan þeir voru í þessu starfi og ráðleysi, vildu hinir íslenzku bæði leggja að þeim og skjóta, en það vildu þeir Dönsku með eingu móti, hvar fyrir þeim var stórum álasað. Hafði höfuðsmaðurinn sinn hest söðlaðan og bundinn bak við Bessastaðabæ, til að ríða burt. Var lítt hrósað vörn hans og hugprýði í þessu. Var þetta undir sjálft Alþing, og kom hann þangað ei það sumar«. 

Heimild:
Sögurit IV. 1., Tyrkjaránið á Íslandi 1627, Sögufélag gaf út, Reykjavík, prentsmiðjan Gutenberg, bls. 11-19.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – bæir og sögusvið “Tyrkjaránsins” – uppdráttur ÓSÁ.