Vörður – Árni Óla

Brúnavörður

Árni Óla skrifaði um „Vörður“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1972:
Varda-221„Það mun hafa verið forn siður í Noregi, að menn einkenndu ákveðna staði, með því að hlaða þar vörður. Þennan sið fluttu landnámsmenn með sér hingað, og hann hélzt um aldir, enda má víða finna gamlar vörður og vörðubrot hér á landi. Allar höfðu vörður þessar sinn ákveðna tilgang, þá er þær voru hlaðnar, en tilgangurinn gat verið ærið mismunandi.
Þegar menn voru að kanna ókunna stigu, hvort heldur var á landi eða með ströndum fram, þá hlóðu þeir vörðu þar sem þeir höfðu komizt lengst og höfðu orðið að snúa aftur. Vörðurnar gátu þá bent til þess seinna, er aðra bar að þeim, að þarna hefðu menn komið áður. Þessi siður varð meðal annars til þess að sanna frásagnir um hina fornu íslenzku landnema í Grænlandi. Sagt er að þeir hafi farið óraleiðir norður með strönd Grænlands til veiða, þangað sem þeir kölluðu Norðursetu.
Brigður Varda-222voru bornar á að þetta gæti verið rétt, þar til fyrir rúmri öld, að á ey norður á 73. breiddargráðu, (um 30 sjómílum norðan við Upernivík), fundust þrjár vörður, mjög fornar og voru sýnilega á þeim handverk norrænna manna. Og til þess að taka af öll tvímæli um það, fannst þarna lítill rúnasteinn og stóð á honum, að þessar vörður hefði hlaðið „Erlingur Sighvatsson, Bjarni Þórðarson og Indriði Oddsson laugardaginn fyrir gangdaginn (líklega 24. apríl 1333).
Árið 1876 ætlaði Sir George Nares að komast til Norðurpólsins og fann þá á leið sinni tvö vörðubrot á Washington Irvingey, lítilli klettaey hjá Ellesmerelandi á 79. gr., 35. mín. nbr., og síðar fundust enn tvær vörður á Ellesmerelandi á 72. gr., 58. mín. nbr. Öllum fræðimönnum ber saman um, að á þessum vörðum sé norrænt handbragð. En þessir staðir eru fyrir vestan Melvilleflóa. Hvað gátu Grænlendingar verið að gera þar? — Nú er sögn að árið 1266 hafi Grænlendingar haft úti leiðangur til að njósna um Skrælingja, og þykir líklegt að menn úr þeim leiðangri hafi hlaðið þessar vörður. Svo segir Vilhjálmur Stefánsson.
Þá má geta þess, að vörður voru hlaðnar sem siglingamerki og lendingamerki, ennfremur við vöð á ám og á ýmsum kennileitum, þar sem menn gætu áttað sig, ef þeir væru villtir, og eins voru vörður hlaðnar á landamerkjum. Færu menn í rannsóknarferðir, svo sem að kanna stóra hella, en fundu ekki botn í þeim, þá hlóðu þeir vörðu þar sem þeir höfðu lengst komizt, og ef menn gengu á há fjöll, eða dranga, þá hlóðu þeir þar vörður fræknleik sínum til sönnnnar.
varda-223Enn var siður að hlaða vörður þar sem einhverjir merkisatburðir höfðu gerzt, og má nefna Hallbjarnarvörður á Uxabryggjaleið, þar sem þeir börðust Hallbjörn Oddsson frá Kiðjabergi og Snæbjörn galti. Eru þar tvær hæðir, er þeir börðust, og felldu þar átta menn. Segir Landnáma að þess vegna séa fimm vörður á annarri hæðinni, en þrjár á hinni, til þess að tákna mannfallið. En ekki er þess getið hverjir hafi hlaðið þær vörður. Örnefnið er kunnugt enn, en vörðurnar eru horfnar. Á þessum stað hafa vörðurnar verið minnismerki þeirra, er þar féllu.
Þá var það og siður, að hlaða vörður sér til verndar, einkum á torsóttum og hættulegum fjallvegum. Menn trúðu því, að það myndi blíðka skap dulvætta þeirra, er þar voru allsráðandi.
Sá, sem hlóð vörðu í fyrsta skipti er hann fór um fjallveginn, vættunum til heiðurs, mátti eiga víst að hann henti aldrei neitt óhapp á þeirri leið. Seinna var svo farið að varða vegi, svo að þeir væru ratandi í hvaða veðri sem væri, ef til vill fyrst leiðina á beitarhúsin, síðan leiðir milli bæja og- seinast óralanga heiðarvegi.
Vörðuhleðsla var upphaflega þjóðlegur siður og hafði margs konar tilgang, eins og hér hefir verið lýst. Siðurinn hefst með landnemum og eftir nokkrar aldir hefir verið kominn vörðugrúi í öllum landsfjórðungum.
varda-225En elztu frásögnina um vörðuleðslu er að finna í Landnámu og er sagan svo merkileg, að vel mætti hún vera í heiðri höfð meðan íslenzk tunga er töluð og Íslendinguni er annt um þjóðmenningu sína. Sagan er þannig sögð í Landnámu og hún gerðist í fremstu byggðum Skagafjarðar snemma á landnámsöld: Merkastur landnámsmaður þar var Eiríkur Hróaldsson í Goðdölum. Hann var eigi aðeins falinn vitrastur maður í Skagafjarðarhéraði á seinni tíð, heldur er hann talinn meðal ágætustu landnámsmanna í Norðlendingafjórðungi. Hann nam land frá Gilsá um Goðdali alla og ofan til Norðurár.
Hann bjó að Hofi í Goðdölum og var kvæntur Þuríði dóttur Þórðar skeggja, en hún var systir Helgu, er átti Ketilbjörn gamla á Mosfelli í Grímsnesi. Hrosskell hét maður, er nam Svartárdal allan og Írafellslönd, með ráði Eiríks. Hann átti þræl þann er Roðrekur hét. Hann sendi þrælinn upp eftir Mælifellsdal í landaleitan suður á fjöll. Hann komst að gili því er verður suður frá Mælifelli og nú heitir Roðreks gil. Þar setti hann niður staf nýbirktan, er þeir kölluðu Landkönnuð. Og eftir það snýr hann aftur.
varda-226Annar nágrannii Eiríks var Vékell hinn hamrammi, er land nam ofan frá Gilsá til Mælifellsár og bjó að Mælifelli. Hann spurði til ferða Goðreks (spottaði hana, segir í Hauksbók). Þá fór hann litlu síðar suður á fjöll í landaleitan. Hann kom til hauga þeirra, er nú heita Vékelshaugar. Hann skaut milli hauganna og hvarf þaðan aftur. En er þetta spurði Eiríkur í Goðdölum, sendi hann þræl sinn suður á fjöll, er hét Rönguður. Fór hann enn í landaleitan. Hann kom suður til Blöndukvísla og fór þá upp með á þeirri, er fellur fyrir vestan Vínverjadal, og vestur á hraunið milli Reykjavalla og Kjalar, og kom þar á mannsspor, og skyldi að þau lágu sunnan að. Hann hlóð þar vörðu þá, er nú heitir Rangaðarvarða. Þaðan fór hann aftur, og gaf Eiríkur honum frelsi fyrir ferð sína. Og þaðan af tókust upp ferðir um fjallið milli Sunnlendingafjórðungs og Norðlendinga.
varda-227Saga þessi er bæði skemmtileg og fróðleg. Upphafið er skemmtilegt vegna þess, að
það afsannar þá firru, er margir hafa verið haldnir, að elztu rithöfundar vorir hafi verið gjörsneiddir allri gamansemi. Er ekki notaleg glettni í sögunni af Roðrek, sem sendur er að kanna firnindi Íslands og leggur af stað hinn borginmannlegasti með nýbirktan staf í hendi? Hannn kemst á hvarf við byggðina, stingur þar niður stafnum og hverfur aftur, en stafurinn fékk nafnið „Landkönnuður!“ Og svo er sagan um Mælifellsbóndann. Hann spottaði Roðrek fyrir ferð sína og hugðist nú gera heldur betur. Það er ekki út í bláinn að hann er kallaður hinn hamrammi. Hann komst að vísu lengra en Roðrekur, rakst þar á tvo hóla og skaut á millU þeirra. Við það hvarf hann aftur. Ekki er þess getið hvað skotið átti að þýða.
Niðurlag sögunnar er mjög fróðlegt, því að það sýnir með hverjum hætti fannst fyrsta leiðin yfir öræfi Íslands milli landsfjórðunga og hver árangur af því varð. Og hún sýnir líka, að Rönguður sendimaður hefir verið athugull og glöggskyggn. Hann fer þar til hann finnur slóð manns að sunnan.
Hann veit þá varda-228að ætlunarverki hans er lokið, sú leið er fær, sem hann á enn ófarna, og þess vegna hleður hann vörðu þar sem hann rakst á slóðina. Hann hefir einnig tekið glöggt eftir landslagi og staðháttum og getur lýst því öllu greinilega, er heim kemur. Vitrasta manninum í Skagafirði var trúandi til að kunna að meta þetta. Hann vissi að hinn ófrjálsi maður hafði unnið það frægðarverk, að opna alfaraleið þvert yfir landið, og veitti homum fyrir hin dýrustu laun, sem í hans valdi stóð að veita. Hann gaf þrælnum frelsi.
Vegna þess, að Garðar Svavarsson, hafði sigl umhverfis landið, munu flestir landnámsmenn hafa haft spurnir af því, áður en þeir fluttust hingað, að Ísland væri eyland. En fæsta mun hafa órað fyrir hve stórt það er og erfitt yfirferðar. Það er ekki fyrr en þeir hafa setzt hér að og komizt að raun um, að landið var ekki byggilegt nema með ströndum fram, að þeim urðu samgönguerfiðleikarnir ljósir. Hér var ekki hægt að treysta á samgöngur á sjó, eins og í Noregi. Hér var enginn skerjagarður úti fyrir, sem hlífði strandlengjunni. Hér voru ekki langir og veðursælir firðir að ferðast eftir. Hér var víðast opin brim strönd og hafnir fáar. Leiðir með ströndum fram, eða um byggðir, voru langar og krókóttar og þar voru margir farartálmar, enda þótt stórárnar hafi þá verið mörgum sinnum vatnsminni heldur en þær eru nú. Það var því eðlilegt nð landnámsmönnum væri mjög í mun að finna leiðir þvert yfir hálendið, og sendu því menn sína víða til að kanna landið. Og það hefir þótt svo merkur atburður, er fyrsta leiðin yfir öræfin fannst, að frásögn um það hefir verið skráð, enda þótt ekki sé minnst á aðrar rannsóknaferðir, sem farnar hafa verið, að undanteknu því, er synir Gnúpa-Bárðar fundu veg um Vonarskarð úr Bárðardal suður í Fljótshverfi.
varda-229Leið sú, er Rönguður fór, virðist hafa verið mjög hin sama og síðar var alfaraleið um margar aldir, um Mælifellsdal, Haukagilsheiði, Eyvindarstaðaheiði, yfir Blöndukvíslar að Reykjavöllum, sem nú kallast Hveravellir. Þar leggur hann á Kjalhraun. Í hrauninu rakst hann á mannsspor „og skildi að þau lágu sunnan að“. Vera má, að þetta hafi verið síðsumars og komið föl á hálendið og slóðin hafi því verið auðrakin. En ekki þarf svo að vera, hann gat hafa fundið sporin í sandi. En hver var þá maðurinn, er hafði skilið eftir spor sín þarna? Allar líkur benda til þess, að hann hafi verið þarna í sömu erindagerðum og Rönguður, sendur af sunnanmönnum til þess að finna leið norður yfir öræfin, og er þá varla öðrum til að dreifa en landnámsmönnum í Hrunamannahreppi. Landnáma segir svo frá þeim: „Bröndólfur og Már Naddoddssynir og Jórunnar dóttur Ölvis barnakarls, komu til Íslandsbyggðar snemma. Þeir námu Hrunamannahrepp svo vítt sem vötn deila.“ Þeir voru synir fyrsta norræna mannsins, sem talið er að hafi stigið fótum á Ísland. Af góðum ættum hafa þeir verið og urðu sjálfir kynsælir. Út af Bröndólfi var kominn Hallur í Haukadal og Þorlákur biskup Runólfsson, en af Má var kominn Hjalti Skeggjason. Þessum landnámsmönnun er vel til þess trúandi eins og Eiríki í Goðdölum, að hafa haft mikinn hug á að kanna landið og finna veg norður yfir hálendið.
varda-230Rönguður hlóð vörðu þar sem hann rakst á slóð sunnanmannsins. Sú varða var við hann kennd og kölluð Rangaðarvarða, svo að ekki gleymdist nafn þess manns, er fyrstur fann þennan fjallveg. En ekki er þess getið hvar varðan stóð og gleymt er það nú. Varla hefir hann haft tíma til að hlaða háa og gilda vörðu og því er ólíklegt að hann hafi hlaðið hana inni í hrauninu. Hann muni hafa valið henni stað þar sem mest bar á henni og auðveldast var að finna hana. Þess vegna mun hún hafa staðið í hraunjaðrinum, ef til vill ekki langt frá þeim merka stað Hveravöllum.
Vörðum þeim, sem stóðu hjá fjallvegum, var haldið við, vegna þess að þær voru vegfarendum til leiðbeiningar. Fór þá tíðum svo, að þessar vörður urðu bæði háar og digrar, og af stærðinni voru þeim gefin nöfn og kallaðar Kerlingar. En Kerling þýddi þar sama sem skessa eða tröllkona. Um vörðu, sem stóð á Mýrdalssandi, var t.d. þessi vísa kveðin:
Kerling ein á kletti sat
Kötlusands á stræti,
vísað mönnum veginn gat,
var þó kyrr í sæti.
varda-231Enginn vafi mun á því vera, að Rangaðarvarða hefir verið endurnýjuð og stækkuð svo, að hún átti skilið að heita Kerling og hefir verið kölluð svo um aldir, því að til þess bendir gömul vísa, að hún hafi staðið langt fram á 18. öld. Um þá heimild er það að segja, að í Kjalhrauni er hellir, sem nefnist Grettishellir og á Grettir að hafa hafzt þar við um þær mundir er hann hitti Loft á Kili og Loftur strauk hendur hans af beizlistaumum sínum. Hellir þessi er í hrauninu sunnan við Rjúpnafell og um 7 km fyrir sunnan Hveravelli. Hann var allstór fyrrum og leituðu ferðamenn þar oft náttstaðar, en nú er hann fullur af roksandi.
Vísan var kveðin í þessum helli eigi seinna en á 18. öld:
Hér er Grettis gamla borg,
sem gott er við að una,
en eg er hryggur út af sorg
eftir Kerlinguna.
Þetta virðist benda til þess, að varðan hafi þá verið hrunin. Og varla hefir hún verið hresst við aftur, því að eftir óhappaför Reynistaðarbræðra 1780, tóku ferðir um Kjalveg að leggjast niður og má segja að hann hafi verið týndur sem ferðamannaleið allt framundir seinustu aldamót, að Daniel Bruun „fann“ veginn að nýju. Og þótt hann hafi síðar verið varðaður, þá er Rangaðarvarða týnd. Slíkt hugsunarleysi getur ekki verið skammlaust þeirri þjóð, sem vill hafa menningarsögu sína í heiðri. Rangaðarvörðu verður að reisa að nýju, þetta elzta íslenzka minnismerki um afrek unnið á sviði landkönnunar.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 24. sept. 1972, bls. 12-13.

Varda-221