Hellisheiði

“Það var fyrir löngu síðan, að maður einn úr austursýslunum, … lagði af stað að heiman og ætlaði til sjóróðra suður með Faxaflóa. … Þetta var um vetur, sennilega í febrúar. Var maðurinn fótgangandi og einn á ferð. Segir eigi af ferðum hans, fyrr en hann kemur á Hellisheiði. Var það að hallandi degi. Veður var kalt og fjúkandi, svo að hann treystist naumlega til að rata rétta leið og allt af gerðist hriíðn svartari, eftir því sem lengra leið á daginn. Var þá eigi akvegur kominn yfir heiðina og vörður meðfram veginum mjög af skornum skammti.

Hellisheiði

Hellisheiði – vörðuð leið.

Loks tekur maðurinn þá ákvörðun að leita sér skjóls þar á heiðinni og helzt með því að grafa sig í fönn, áður en hann færi mikið afvvega. Fer hann nú að skygnast um eftir stað, er nota megi í þessu augnamiði, og eftir nokkra leit finnur hanns sér fylgsni nokkurt eða skúta og borar sér þar inn. Þá er hann hefir skriðið skammt, finnur hann, að fylgsninu hallar niður á við, og því lengra sem hann kemst, verður ætíð ljósara fyrir augum hans, og getur hann vel greint það, er fyrir augun bar.

Hellisheiði

Hellisheiði – götur.

Loks kemur hann þar niður á flatlendi, grasi gróið. Var þar fagurt um að litast og hlýtt og bjart, eins og sumar væri. Gengur hann þar um völlu víða og fagra og kemur að vatni einu eða tjörn. Þar á bökkum vatnsins kemur hann auga á stóra lóuhópa, er lágu þar dauðar eða sofandi, og hafði hver þeirra grænt blað í nefinu. Þegar hann hefir virt þetta allt fyrir sér, sezt hann niður og tekur sér hvíld eftir gönguna. Tekur hann síðan nestismal sinn og matast, sem honum líkaði, og að því búnu fær hann sér vænan svaladrykk úr tjörninni. Býst hann nú um þar á hentugum stað að taka á sig náðir. Leggst han nú fyrir til svefns og hagræðir sér eftir föngum og bagaði eigi kuldi. Sofnaði hann þegar og svaf vært um nóttina, og var líðan hans svo góð sem vænta mátti. Næsta morgun vaknar hann hress og glaður eftir næturhvíldina. Fær hann sér nú morgunverð, áður gangan sé hafin, og á eftir góðan svaladrykk úr tjörninni. Lágu lóurnar kyrrar eins og kvöldið áður. Þegar þessu er lokið og hann er ferðbúinn, fer hann að leita upp á yfirborð jarðarinnar. Er eigi annars getið en að honum hafi gengið griðlega útgangan.

Hellisheiði

Hellisheiði – forna gatan.

En þegar út var komið, var hríðinni af lett og komið viðunanlegt veður. Er hann nú glaður yfir því, að svo vel greiddist úr með náttstað kvöldið áður, svo illa sem á horfðist. Setur hann nú nákvæmlega á sig ýmis kennimerki, svo að honum mætti takast að finna staðinn, þegar vora taki og hann haldi heimleiðis að liðinni vertíðinni. Þegar hann þykist hafa fest þetta í minni sér svo glögglega, að eigi geti skeikað, leggur hann af stað og heldur ferðinni áfram, eins og leið liggur, og ber nú ekkert sögulegt við. Komst hann þangað, er hann hafði ætlað að róa um vertíðina, og gekk það allt skaplega. … Leið nú vertíðina til enda, og að henni lokinni býst hann að halda heimleiðis, … þegar hann kemur á Hellisheiði, ætlar hann að koma við í hinum einkennilega stað, þar sem hann hafði náttstað haft veturinn áður. Gætir hann nú nákvæmlega að merkjum þeim, er hann hafði sett sér að muna. En hvernig sem hann leitaði og gekk aftur og fram, var honum ómögulegt að finna staðinn, og var sem einhver hula legðist þar yfir. Vera má, að þessi maður hafi ferðazt þessa leið oftar, en staðinn fann hann aldrei síðan, og er því líkast, að hann hafi verið numinn í einhverja huliðsheima, þegar honum lá mest á og tvísýnt var, hvort hann fengi lífi haldið næturlangt sakir illviðris og kulda.” Frásögn Sigurðar Árnasonar.

Heimild:
-Íslenskir sagnaþættir XII, 9-12.

Hellisheiði

Gata um Helluna á Hellisheiði.

Bessastaðir

Í bókinni „Steinhúsin gömlu á Íslandi“ er m.a. fjalla um Bessastaðastofu. Þar segir m.a.: „Árið 1761 er hafist handa við nýja aðalbyggingu á Bessastöðum, embættissetri Magnúsar amtmanns Gíslasonar.
BessastaðastofaBessastaðir á Álftanesi nálægt Reykjavík eru einn af nafnkenndustu stöðum á Íslandi. Á 13. öld komst jörðin í eigu Snorra Sturlusonar og ef til vill hefur hann haft þar bú, þótt hann dveldist þar aldrei að staðaldri. Eftir dráp Snorra 1241 sló Hákon konungur Hákonarson eign sinni á Bessastaði og þannig urðu þeir fyrsta jörðin á Íslandi sem komst í konungseigu. Og þar settust höfuðsmenn konungs að á seinni hluta miðalda, en eftir að amtmenn komu til sögu 1688 varð staðurinn amtmannssetur og um leið bústaður landfógeta.

Bessastaðastofa 4

Húsakostur á Bessastöðum var illa niðurníddur þegar Magnús Gíslason varða amtmaður. Árið 1736 var bindingsverkshús á staðnum hlaðið með skánskum múrsteinum, kalkað og áreiðanlega með timburþaki. Þessi bindingsverksbygging hlýtur að hafa leyst af hólmi gamla húsið sem sést á teikningu frá 1720 og var fylgiskjal með skýrslu frá P. Raben stiftamtmanni um hryggilegt ástand staðarhúsanna.
Árið 1762 eru tveir trésmíðasveinar, Adam Weinbrenner og snikkari Ólafur Arngrímsson, sendir frá Danmörku til Íslands. Áttu þeir að vinna samtímis við byggingu Bessastaðastofu og Nesstofu. Húsbyggingin stóð yfir frá 1761 til 1766, því að allar hinar venjulegu tafir létu ekki á sér standa, skortu á verkamönnum til að brjóta uppgrjót og flytja það, seinagangur á sendingum frá Kaupmannahöfn, skemmdir á byggingarefnum á hinum löngu siglingum, og fleira og fleira.
Bessastaðastofa 5
Húsið var byggt eftir þeirri frá Kaupmannahöfn innkomnu teikningu án minnstu frávika, nema hvað lítill kjallari er undir einni stofu, þar eð hvergi annars staðar væri hægt að geyma matvæli án þess þau skemmdust. Það fyrsta ár eftir að múrsmiðrinir komu hingað til landsins gerðu þeir hreint ekkert við bygginguna á Bessastöðum, annað en að grafa fyrir undistöðu sem þeir urðu að leita eftir 8-9 álnir niður, svo að húsgrunnurinn gleyti eins mikið af grjóti og seinna fór í alla yfirbygginguna.“
Eftir andlát Magnúsar varð Ólafur Stefánsson eftirmaður hans í amtmannsembætti og jafnframt tengdasonur. Ólafur var fyrsti Íslendingurinn sem fékk æðstu stjórn landsins í sínar hendur.
Aðalbyggingin á Bessastöðum hefur breyst mikið frá þessum tíma. Hinir breiðu kvistir með fjórum guggaopum báðum megin á húsinu eru seinna tíma viðbætur. Húsið hefur ekki heldur verið Bessastaðastofa 2með beinum göflum alla leið upp úr, heldur hálfum sneiðingum, hálfvölmum. Litla klassisistíska forhýsið á framhliðinni og skúrbyggingin að húsabaki framan við eldh´suið eru einni seinni viðbætur. Þegar húsið var endurbætt 1941 voru hálfsneiðingarnir aftur settir á gaflana, en stóru kvistirnir látnir haldast. Þá var einnig byggt nýtt og stærra hús fyrir aðaldyrum eins og sést á ljósmynd frá árinu 1955.
Á Bessastöðum 1767 var, auk nýja steinhússins, torfhús byggt sumarið áður úr viðunum úr gamla amtmannshúsinu, þiljað innan, með torfveggjum og torfþaki, hin svokallaða gamla amtstofa sem notuð voru undir matvæli, skáli með torfveggjum og torfþaki, byggður á íslenskan máta, fjósið fyrir 6 kýr, smiðjuhús, uppbyggt á íslenskan máta, sjóbúð með torfveggjum og röftum undir torfþaki og að lokum hesthús þar sem torfveggirnir stóðu einir eftir.

Bessastaðastofa 6

Árið 1770 hafði Ólafur látið byggja upp torfhúsið og gert að pakkhúsi (þ.e. skemmu) með innistiga upp á loft. Sjóbúðin og smiðjan höfðu verið endurbyggð og sömuleiðis fjósið, sem nú var fyrir 16 kýr. Og ís taðinn fyrir moldarhrúguna hafði risið nýtt hesthús. Allt var þetta byggt á íslenskan máta. Allstór kálgarður var vestur af bænum, rétt fyrir sunnan kirkjugarðinn.
Árið 1805 fluttist lærði skólinn að Bessastöðum, sá eini sem þá var á Íslandi. En árið 1846 fluttist skólinn í nýtt hús sem reist hafði verið handa honum í Reykjavík. Ekki alllöngu síðar komust Bessastaðir í einkaeigu og voru það þangað til hinn gamli kóngsgarður varð eign íslenska ríksins. Árið 1941 voru gerðar víðtækar en nærfærnislegar endurbætur á aðalbyggingunni í þvís kyni að hún yrði aðsetur forseta Íslands (sem þá var aðeins ríkisstjóri).

Bessastaðastofa 7

Á tímabilinu 1944 til 1964 var svo í áföngum byggð viðbót við húsið, blómaskáli, móttökusalur og bókhlaða, auk þess sem aðrar byggingar staðarins voru byggðar upp.
Þannig er hið gamla og virðilega steinhús aftur komið til veg og virðingar sem embættisbústaður forseta Íslands.“
Bókin „Steinhúsin gömlu á Íslandi“; höfundar eru skráðir Helge Finsen og Esbjörn Hiort. Þó var handritið skrifað og ljósmyndir teknar af Finsen en hann dó frá verkinu 1976. Hiort lauk við handritið og kom því til prentunar. Kristján Eldjárn þýddi og bókaútgáfan Iðunn gaf út árið 1978.

Heimild:
-Steinhúsin gömlu á Íslandi, bls. 50-63.

Bessastaðir

Bessastaðir – leirtauið.

Blasíusbás

Blasíus hét helgur maður austur í Armeníu, læknir upphaflega en síðan biskup í borginni Sebasteu (sem heitir nú Sivas og tilheyrir Tyrklandi). Hann dó píslarvættisdauða árið 316 e.Kr. Á ensku er Blasíus nefndur Saint Blaise, á ítölsku San Biagio o.s.frv. Af helgum mönnum eins og honum voru snemma skrifaðar sögur á latínu. Sögu hans var snúið á norrænt mál þegar á 12. öld og er varðveitt í íslenskum handritum. Í Blasíussögu er sagt frá ævi Blasíusar og endalokum, miklum píslum en líka kraftaverkum.

BlasíusEn guðs vottur Blasíus biskup var höggvinn hinn 3. dag febrúaris mánaðar, en sá er hinn næsti eftir Kyndilmessu, er hann fór af jörðu til himins, frá mönnum til engla, frá heimi þessum guði til handa, píndur mörgum píslum, í myrkvastofu settur, stöngum barður og staglfestur, ullarkömbum slitinn og á vatn færður, en að nestlokum sverði höggvinn (Blasíus saga, bls. 269).

Stöku sinnum er minnst á Blasíus í íslenskum ritum. Í Þorlákssögu helga er greint frá jartein sem gerðist á Stór-Reykjavíkursvæðinu, nánar tiltekið á bænum Bútsstöðum (eða Bússtöðum) sem Bústaðavegur hefur síðar verið kenndur við. Smalamaður kom heim frá dagsverki sínu, mælti eitt orð en missti þá málið og gat engu stunið upp í sjö daga. Bóndi hans hét þá á Blasíus en það dugði ekki til. Var þá heitið á Þorlák biskup að auki og þá báða saman og fékk þá smalamaður loks málið (Biskupa sögur II. Íslenzk fornrit XVI (2002), bls. 284).

Kirkjan í Reykjavík fyrr á öldum var kölluð Jónskirkja postula í Vík, eftir guðspjallamanninum og postulanum Jóhannesi (sem lengi framan af var kallaður Jón á íslensku). Heilagur Blasíus virðist hafa verið í hávegum hafður í þessari kirkju. Líkneski af Blasíusi stóð í kirkjunni frá fornu fari og þegar ný kirkja var reist og vígð 1505 var það gert á messudegi Blasíusar, 3. febrúar. (Saga Dómkirkjunnar e. Þóri Stephensen (http://www.domkirkjan.is/AI007.html)).

Kirkjan á Stað í Grindavík var einnig helguð Blasíusi og ekki langt frá var boði í hafi kenndur við hann, Blasíusboði í Reykjanesröst. Hann var sagður „hættulegur jafnvel stærri skipum í þoku og brimi, þar á honum er yfrið grunnt um fjöru; samt munu þar fáir hafa farist“ (Gullbringu- og Kjósarsýsla. Sýslu- og sóknarlýsingar (2007), bls. 40).

Blasíusarbás

Blasíus þessi kemur víðar fyrir í sögu íslenskra örnefna. Á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi nefndist hóll í túninu skammt vestan við bæinn Blasíus en engin skýring er á nafninu. Á Ásgarði í Grímsnesi var völlur í túni kallaður Blasíusvöllur. Þessi nöfn gætu tengst eitthvað dagsetningu Blasíusmessu 3. febrúar eða áheitum á dýrlinginn. Um Blasíus er sagt að hann væri verndari nautasmala og svínahirða, ullarkembumanna og -kvenna, spunamanna og -‘kvenna, og allra tóvinnumanna og -kvenna, vefara, skóara, steinhöggvara og skipasmiða, en gott að heita á hann gegn hálsbólgu, kíghósta og alls konar hálskvillum, barkadrepi og tannpínu, gegn villidýrum og þrumuveðri, og fyrir veikum börnum, svínum og geitum og öllum búpeningi (Guðbrandur Jónsson, Hverjir og hvers vegna, Skírnir CVII, 1933, bls. 53).

Kunnasta örnefnið á Íslandi kennt við Blasíus er sennilega Blasíusbás í landi Staðar í Grindavík. Í örnefnaskrá segir um hann: „Inn í bergið á milli Valborgarkeldu og Skarfaseturs skerst skeifulaga bás og slær bláma á bergveggi hans. Heitir hann Blásíðubás og svo hafa [heimildarmenn] alltaf heyrt hann nefndan“ (Örnefnaskrá Staðar). Í bók eftir séra Gísla Brynjólfsson segir um Blásíðubás: „Eldra nafn er Blasiusarbás. Í honum átti Skálholtsirkja allan reka áður fyrr. Þetta er falleg og sérkennileg náttúrusmíð, ágætt dæmi um átök hraunsins og hafsins, sem molar bergið og hleður því í stórgrýtta urð í sjávarmálinu“ (Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók (1975), bls. 31–32).

Brak úr ClamÞarna kemur fram að nafnið sé nú Blásíðubás en ekki Blasíusbás. Fyrir nafnbreytingunni er góð og gild ástæða. Eftir siðaskipti var mikið til hætt að heita á kaþólska dýrlinga og þegar fennt var yfir nafn Blasíusar var örnefnið Blasíusbás orðið óskiljanlegt. Það var því endurtúlkað sem Blásíðubás og hefur tekið yfir örnefnið eða a.m.k. lifað samhliða því. Önnur örnefni kennd við Blasíus sýna þó svo ekki verður um villst að tíðkast hefur að nefna kennileiti eftir dýrlingnum. Athyglisvert er að örnefnin eru öll á suðvesturhorni landsins og aðrar heimildir benda til þess að Blasíus hafi einkum verið kunnur í þessum landshluta. Áður er minnst á tengsl við kirkjuna í Reykjavík og á Stað og bæta má við að Blasíus var aðaldýrlingur kirkjunnar á Laugarvatni og aukadýrlingur víðar, bæði í Árnessýslu og í Borgarfirði (Margareth Cormack, The Saints in Iceland (1994), bls. 85).

Reykjanesviti

Nefna má að fleiri básar við sjó á Suðurnesjum eru kenndir við kirkjunnar menn. Þannig er Lárentíusbás skammt frá Höfnum, sennilega kenndur við Lárentíus Kálfsson, íslenskan biskup sem uppi var á 13. og 14. öld. Það hefur þótt vita á gott að kenna staði við helga menn. Blasíus tengdist sjósókn líka sérstaklega á þann hátt að á Blasíusmessu, 3. febrúar, hófst vetrarvertíð á Suðurlandi. „Þá streymdu vermenn úr flestum héruðum landsins til verstöðvanna á Suðurnesjum og réðu sig í skipsrúm til 11. maí. En þá voru vertíðarlok“ (Jón Eyþórsson, Um daginn og veginn, (1969), bls. 192).

Blasíusmessa var líka haldin hátíðleg í Færeyjum. Þar var dagurinn einnig nefndur Blámessa. Væri veður stillt og gott á Blámessu í Færeyjum vissi það á blautt vor. Sjómenn máttu ekki nefna nafn Blasíusar á báti því þá var hætta á hvassviðri. Blásius eða Blásus er til sem mannsnafn í Færeyjum (Axel Tórgarð, Dagar og nøvn í almanakkanum (1994), bls. 24).

Viðbót: Í Fornbréfasafni Íslands, bindi XV, bls. 630, er getið um Blasinsdal eða Blaciusdal í landi Innra-Hólms á Akranesi. Heimildin er úr Gíslamáldaga frá síðari hluta 16. aldar.

Heimild:
-Hallgrímur J. Ámundason (maí 2010).
-http://www.arnastofnun.is/page/ornefnapistlar_blasius.

Blasíubás

Blasíubás.

Baðstofa nefnist fjall ofan við Gestsstaðavatn, norðaustan Hettu og sunnan Hatts.
Fjallið dregur Badstofutoft-1nafn sitt af „tveimur burstum líkt og á baðstofu væru“. Neðan og umleikis Baðstofu eru Baðstofuhverir, gamlar brennisteinsnámur. Frá þeim lá námustígur að geymsluhúsunum í Hveradölum. Enn má sjá þar tóftir húsanna þótt þeim hafi lítill gaumur verið gefinn í seinni tíð.
Ole Henchel ferðaðist m.a. um Krýsuvík árið 1775 og skrifaði skýrslu um ferðina. Þar getur hann um hús er tilheyrðu brennisteinsvinnslunni neðan undir Baðstofu.
„Ég athugaði ásigkomulag húsanna, með tilliti til þess að aftur yrði upp tekin brennisteinsvinnsla. Þau voru gerð úr torfi og grjóti á íslenzka vísu, en um þau og annan útbúnað, sem til vinnslunnar heyrði, er það skemmst að segja, að það var allt gersamlega ónýtt og húsin fallin, svo allt verður að gera að nýju, eins og hefði aldrei farið fram brennisteinsvinnsla eða nokkur hús og mannvirki til þeirra hluta verið þar. Þar sem aðeins eru liðin 8-9 ár síðan brennisteinsvinnslan lagðist niður, hefðu þó hús og áhöld átt að vera í nothæfu ástandi, ef eitthvert eftirlit hefði verið haft með þeim. Þar hefði legið beint við að fela bóndanum í Krýsuvík umsjá með húsunum gegn einhverri lítilli þóknun, þar sem hann er þarna bústetur og hafði unnið við brennisteinsvinnsluna…“
Badstofutoft-2Á staðnum má enn greina þrjár framangreindra tófta.
Á „
Baðstofuvikukvöldi“ í Saltfisksetrinu í gærkveldi fjallaði fulltrúi FERLIRs um „Byggð og brennistein“ í Krýsuvík allt frá 12. öld. Þar kom m.a. fram að framangreindra minja væri ekki getið í fornleifaskráningu af svæðinu, en til stendur að setja upp stærðarinnar borstæði nákvæmlega á þessum stað. Enginn virðist vakandi fyrir hugsanlegri eyðileggingu minjanna, hvorki í bæjarstjórnum Hafnarfjarðar né Grindavíkur og ekki heldur hjá Fornleifavernd ríkisins…
Ríkið tók land Krýsuvíkur, sem er í umdæmi Grindavíkur, eignarnámi 1939. Árið 1942 fékk Hafnarfjörður svæðið sunnan Kleifarvatns til takmarkaðra afnota, þ.m.t. brennisteinsnámusvæðin.

Krýsuvík

Krýsuvík – Baðstofa framundan; Krýsuvíkurnámurnar sunnan Seltúns (t.h.).

 

Bessastaðir

„Þegar viðgerðir og endurbætur hófust á Bessastaðastofu árið 1987, kom í ljós að undir henni voru allt að 3,5 m þykk mannvistarlög, sem hlaðist höfðu upp af eldri mannvistarleifum. Hófust þá á staðnum umfangsmestu fornleifarannsóknir sem enn hafa verið gerðar á Íslandi.
Bessastaðastofa 10Á árabilinu 1987 – 1996 var stór hluti bæjarhólsins á Bessastöðum rannsakaður og er rannsóknarsvæðið rúmlega fjögur þúsund fermetrar.
Aðeins er búið að vinna úr hluta rannsóknargagna og bíður fornleifafræðinga enn margra ára vinna við að tengja saman niðurstöður allra rannsóknarsvæðanna og rekja flókna þróunarsögu Bessastaða gegnum hinar þykku mannvistarleifar áður en endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 

Byggð á 10. – 11. öld
Helstu niðurstöður rannsóknanna eru þó nokkuð ljósar: Á Bessastöðum hófst búseta að öllum líkindum þegar á síðari hluta 10. aldar, eða um tveimur öldum fyrr en ritheimildir nefna staðinn. Fundist hafa allmiklar minjar um þessa fyrstu búsetu, m.a. leifar af tveimur stórum skálum, búr og eldhús, jarðhús, útihús og garðar. Verður forvitnilegt að vinna nánar úr rannsóknum á þessari byggð og þróun hennar og bera hana t.d. saman við sambærilegar byggðaleifar sem fundist hafa í Reykjavík og Garðabæ.
Bessastaðastofa 12Bessastaðir virðast hafa verið allstórt býli frá upphafi og haldið þeirri stöðu um aldir. Bæjarhóllinn er einn sá stærsti á Íslandi, rúmlega 50 m breiður og 150 m langur. Bæjarhúsin hafa ekki alltaf verið á sama stað, heldur færst fram og aftur um bæjarhólinn. Gömul yfirgefin hús, hlaðin úr torfi og grjóti fengu að hrörna og falla saman. Ný hús voru reist skammt frá og gömlu húsin fóru smám saman á kaf í eldiviðarösku og sorpi, sem hent var í næsta nágrenni húsanna. Einni til tveimur öldum síðar voru þau algerlega hulin jarðvegi og þá var hægt að reisa ný hús ofan á þeim. Þannig byggðist bæjarhóllinn upp smám saman og hann hefur því að geyma allar áþreifanlegar upplýsingar um búsetu á Bessastöðum.
Ýmsar byggingaleifar aðrar hafa fundist frá miðöldum, en nánari greining á þeim liggur ekki enn fyrir.

Konungsgarður
Bessastaðastofa 11Undir Bessastaðastofu og á flötinni fyrir framan hana fundust margvíslegar leifar hinna ýmsu bygginga konungsgarðsins á Bessastöðum, sem stóðu á 17. og 18. öld. Forvitnilegt hefur verið að bera minjarnar saman við teikningar sem til eru af húsunum. Teikningarnar eru mikilvæg heimild um útlit viðkomandi húsa, en rannsóknin bendir til þess að þær séu ekki með öllu réttar og þurfi nokkurrar endurskoðunar við. Hægt hefur verið að fá nokkuð góða mynd af bæjar- og húsaskipan konungsgarðsins út frá fornleifarannsóknunum. Þær sýna að byggingarsaga konungsgarðsins er mun flóknari en áður var talið. Einnig kom í ljós að á Bessastöðum virðast hafa verið byggð hús með bindingsverki allt frá 15. – 16. öld, þ.e. húsagerð sem ekki tíðkaðist almennt á Íslandi.

Beinaleifar
Bessastaðastofa 13Rannsóknir á beinaleifum og skeljafundir benda til þess að að nautgriparækt og útgerð hafi skipt meira máli á Bessastöðum á fyrstu öldum, en að sauðfjárbúskapur hafi tekið yfirhöndina á síðari hluta miðalda.

Skordýr
Góð varðveisla á sumum elstu mannvistarlögum á Bessastöðum hefur varpað nýju ljósi á hvaða skordýr fluttust með landnámsmönnum til landsins. Mörg skordýr lifa í svo sérhæfðu umhverfi að þau geta gefið mikilvægar upplýsingar um nánasta umhverfi mannsins og ýmsar athafnir hans. Á Bessastöðum hafa fundist elstu eintök allmargra skordýrategunda, sem bárust til landsins með mönnum. Eitt stærsta og fjölbreyttasta safn fornvistfræðilegra gagna hér á landi hefur orðið til við rannsóknirnar á Bessastöðum.

Ýmsir munir
Bessastaðastofa 14Við fornleifauppgröftinn á Bessastöðum hafa fundist á annað þúsund gripa. Flestir þeirra eru brot af hversdagslegum búsáhöldum, sem hafa brotnað og verið hent. Nefna má fjölmörg leirkers- og postulínsbrot úr diskum og ílátum, kljásteina, fiskisleggjur, nagla, pottbrot, krítarpípur, brýni, kvarnarsteina o.s.frv.
Nokkra furðu hefur vakið hve fáir gripir hafa bent til þess að þarna var aðsetur helstu höfðingja landsins á sínum tíma. Þó má ráða af sumum fundanna að hér var ekki venjulegt bændabýli. Nefna má byssukúlur og byssutinnu, leifar af fallbyssu, myndskreyttar glerrúður og austurlenskt postulín, og síðast en ekki síst mikið magn af vínflöskum. Þá má líka nefna litla útskorna mannsmynd úr beini sem sýnir mann í embættisklæðnaði frá miðri 18. öld.“

Heimildir:
http://forseti.is/Bessastadir/Fornleifar/Bessastaðastofa 15

Hjallasel

Gengið var um Hjalla í Ölfusi og síðan um Þóroddstaði þar skammt austar. M.a. var skoðaður hraunfossinn í hlíðum hjallans þar sem hraunið átti að hafa runnið þá er kristni var lögleidd. Einnig var skoðaður kross í klöppum ofan við Riftún. Hjalla er getið frá því um 1000 og er nefndur er Kristnitökuhraunið rann frá Eldborgum ofan við Svínahraun, þá er ákveðið var að heiðnir Íslendingar skyldu kristnir verða.

Hjallakirkja

Hjallakirkja.

Hjalli er bær og kirkjustaður. Þar bjó einhver vitrasti og lögfróðasti höfðingi landsins á sínum tíma, Skafti Þóróddsson, lögsögumaður (†1030). Vitað er að síðasti katólski biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, var í heimsókn hjá Ásdísi systur sinni að Hjalla 2. júní 1541, þegar danskir hermenn handtóku hann þar. Hann sætti illri meðferð í þeirra höndum og var fluttur til Hafnarfjarðar, þar sem hann var settur á skip til Kaupmannahafnar. Ögmundur lézt á leiðinni.
Í Landnámu er getið manna er námu land í Ölfusi; Orms hins gamla er bjó ó Hvammi og átti allt Austur-Ölfusið, allt til Þverár. Hinn er Álfur hin egðski, sem bjó á Núpum og átti vesturpartinn.
Kirkjan, sem nú stendur að Hjalla, var byggð 1928 og vígð 5. nóvember sama ár. Hún er fyrsta steinkirkjan, sem var reist austanfjalls. Meðal margra góðra gripa hennar er predikunarstóll með ártalinu 1797 (gefandi Páll Jónsson, klausturhaldari) og lítil, máluð altaristafla frá 20. öld, sem sýnir upprisuna.
Í Flóamannasögu segir að „1000-1030 að [Þorgils Örrabeinsstjúpr, Þóroddr bóndi á Hjalla og Bjarni bóndi hinn spaki deyja]. Váru þeir allir jarðaðir at þeirri kirkju, er Skapti lét gera fyrir utan lækinn, en síðan váru færð bein þeirra í þann stað, er nú stendr kirkjan, því at Skapti hét at gera kirkju, þá er Þóra [Steinsdóttir k.h.] braut fót sinn, þá er hún var at léreptum sínum.“

Ölfus

Hjallarétt.

Árin 1382-91 er kveðið á um að „kirkia hins heilaga Olafs kongs ad Hialla j Olvesi a landid a Backa“. Árið 1397 átti Grindarvíkurkirkja að gjalda til Skálholts 6 hdr skreiðar og “flytia til Hialla”. Þessi skráning er staðfestur vottur um þær þjóðfélagsbreytingar sem orðið höfðu og lýsa hversu mikilvægar fiskveiðarnar voru orðnar. Skálholtsstóll hafði þá og af þeirri ástæðu m.a. reynt að ná undir sig útgerðarjörðunum á sunnanverðum Reykjanesskagnum.
Núverandi Hjallakirkja er í Þorlákshafnarprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð og vígð 1928 um haustið.
Katólskar kirkjur voru helgaðar Ólafi helga Noregskonungi. Hjallakirkja var útkirkja frá Arnarbæli og frá Hveragerði. Húsameistari var Þorleifur Eyjólfsson og yfirsmiður Kristinn Vigfússon. Kirkjan er steinsteypt, fyrsta steinsteypta kirkjan austanfjalls.
Goðhóll er ágætt dæmi um það sem var, en er horfið. Heitið var áður á litlum hól, grasigrónum, vestan lækjartún, ofan við gömlu götuna. Hann var því miður allur tekinn sem efni í þjóðveginn.
Vestan við Bakkarás, upp við hlíðina, er fjárrétt sem heitir Hjallarétt. Þar var réttað vor og haust. Rétt fyrir vestan Hjallarétt er gata upp á brúnina, þar sem hlíðin skagar einna lengst fram. Hún heitir Suðurferðarstígur og Króksstígur.
Á grænni flöt vestan við [Bolasteins] rásina er stór steinn sem heitir Bolasteinn. Þar segir sagan að kona hafi bjargast upp undan mannýgum bola. Og þegar boli vildi ekki hafa sig burt, gat hún hellt úr nálhúsi sínu upp í hann. Þá fór hann að lina aðsóknina. Selbrekkur eru ofar. Vestan við þær verður fyrir rani eða múli sem heitir Rjúpnamúli. Niður frá honum heita Lækjarmóar. Þar má vel greina rústir sels eða stekks er heitir Lækjarborg.

Riftún

Riftún – kross.

Þjóðsagan segir af Guðnýjarhæð. Hún er rétt vestan við Lækjarmóa, lítil hæð. Þar er sagt að Guðný smali hafi alið barn.
Skólgarður var vörslugarður beint upp af Skyggnisþúfu. Sjá má móta fyrir honum ef vel er að gáð.
Fjallsendaborg er fjárskýli. Það er skammt vestan við Skjólgarð.
Selstígurinn liggur ofar, vestan við Kerlingarberg. Hann liggur um skarð nokkurt sem í heild kallast Selstígur, þó að nafnið eigi einkum við götuna, sem liggur þar upp á brúnina. Stígurinn er enn vel greinilegur.
Áhrifaríkt er að skoða hvar hraunstraumurinn hefur runnið niður hlíðar milli Þurárhnúks og Núpahnúks austan Þóroddsstaða, en straumsins er getið í frásögn um kristnitökuna á Þingvöllum það sumarið. Einhver misvísun mun þó hafa verið þar á ferð því hraunstraumur þessi rann ekki árið 1000 heldur allnokkru fyrir landnám. Kristnitökuhraunið er miklu mun vestar.
Skammt vestan Þóroddssataða, ofan við Riftún, er stór kross á klettaborg. Í Riftúni er Kapella hins helga kross, kaþólskt trúboð.
Frábært veður. Gangan um Hjalla tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.nat.is
-http://www.bokasafn.is

Fjallsendaborg

Fjallsendaborg.

Þerneyjarsel

Þrjú sel eru innan og ofan við Tröllafoss í Leirvogsá. Varmársel er efst. Skammt þar frá er Þerneyjarsel. Esjubergssel er ofan við Rauhólsgil, innan við Esjubergsflóa. Þar er hæðin Skopra. Tóftir eru greinilegar.

Tröllafoss

Tröllafoss.

Gengið var upp með norðanverðri Leirvogsá áleiðis að framangreindum seljum. Einnig var ætlunin að skoða tóftir Sámsstaða og jafnvel leifar bæjar Halls goðlausa Helgasonar er nam land að ráði Ingólfs millum Mógilsár og Leirvogsár og bjó í Múla.
Esjubergsflói er dalverpi sem skilur að Haukafjöll og Stardalshnúka. Vestan við flóann eru þrír stakir grágrýtishnúkar í Haukafjöllum og nefnast Þríhnúkar. Esjubergsflói hefur nafn sitt af því að forðum var þangað selför frá Esjubergi á Kjalarnesi; má enn líta tóftir selsins austast í honum undir strýtumynduðum hnúk sem heitir Skopra. Úr flóanum fellur lækur suður til Leirvogsáar um svonefnt Rauðhólsgil.
Stefnan var tekin upp Rauðhólsgil. Gilið er djúpt neðst, en lagast vel að landinu ofar. Haldið var upp í Esjubergsflóa og þaðan í Svartaflóa. Mikið gras er þarna og mýrlendi. Útsýnið er fallegt yfir hæðir og hnúka. Esjubergssel kúrir þarna undir nefndri klettahæð norðan við Esjubergsflóa. Sér í vesturöxl Skálafells til austurs.
Haldið var yfir að Stiftamti neðan við Amtið (eða Ömtin), sem er áberandi stuðlabergshæð, einkum mót suðri. Undir hæðinni hefur verið gerð tilraun til ræktunar og þar er gamalt sumarhús, eyðilegt. Þetta er örskammt norðan við vegslóða og vað á Leirvogsá. Þarna rís lág klettarhæð eins og hús að líta frá götunni. Hún heitir Rípur. Neðan (suðvestan) við Ríp, rétt ofan við Leirvogsá, eru miklar tóftir.
Norðan við Ríp gnæfir Stiftamtið fyrrnefnda með lóðréttum hamraveggjum eins og gríðarstór bergkastali. Vestan við það er hnúkaþyrping sem nefnist Amtið. Í því má vel sjá ummerki eftir jökulinn, sem hefur skafið svo duglega ofan af stuðlabergsendunum þarna í hæðunum. Í giljum má sjá fallega bólsta og aðrar kvikustorknunarmyndir jarðsögunnar.

Varmársel

Varmársel.

Þarna fyrir austan er skarð inn í hnjúkaþyrpinguna, sem heitir Sámsstaðaklauf, en neðan hennar sér enn þá tún og rústir gamals eyðibýlis, sem heitir Sámsstaðir.
Tóftin er vestast í túnbleðli við lítinn sumarbústað. Í tóftunum er staur með málmplötu á. Líklega hefur einhvern tímann staðið þar: „Friðlýstar fornleifar“. Fyrir áhugasamt fólk segir áletrunin ekki neitt, ekki einu sinni að þarna séu friðlýstar minjar. Munnmæli eru um að þarna hafi fyrrum verið kirkjustaður en legið í auðn síðan drepsótt var hér á landi, þ.e. Plágan mikla 1402, eða svo er hermt eftir elstu mönnum í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Um eigendur þeirrar kirkjujarðar vissi enginn neitt að segja enda vart von á því þeirrar kirkju getur hvergi í skjölum. Nafnið bendir til þess að þarna hafi fremur verið bær en selstaða. Þarna er hlýlegt og skjól fyrir flestum áttum.
Ef „bæjarstæðið“ er skoðað mætti ætla að þarna hafi verið sel, a.m.k. eru tóftirnar „seljalegar“; tvö til þrjú hús að svipaðri stærð og sjá má í seljum á þessu svæði. Vitað er að margir bæir í Kjósinni áttu fyrrum selstöðu í núverandi Stardalslandi. Tóftirnar miklu suðvestan undir Ríp gætu hugsanlega hafa tengst einhverjum bæjanna, Sámstöðum, Múla eða Rauðhólum, sem þarna áttu að hafa verið.

Stardalsmúli

Stardalhnúkur.

Stardalshnúkur er áberandi kennileiti til norðurausturs. Hann myndaðist við að hraunkvika tróðst upp í móberg inni í í Stardalsöskjunni. Móbergið er enn hægt að skoða í giljum upp af Sámsstöðum, sem koma niður úr fyrrnefndu skarði, Sámsstaðaklauf, austan við Stiftamt og Ríp.
Víða er fallegt stuðlaberg á þessu svæði og há lóðrétt bergþil. Basaltinnskotið var lengi að kólna þarna og náði því að mynda gilda stuðla.
Stuðlaberg er notað um storkuberg þar sem stuðlar blasa við; [columnar basalt]. Stuðlar í bergi myndast við storknun þegar bergið dregst saman við að kólna og myndar margstrenda stuðla hornrétt á kólnunarflötinn. Stuðlað storkuberg verður til þegar kvika storknar og kólnar minnkar rúmtak efnisins. Kraftarnir, sem myndast við þessar rúmmálsbreytingar, losna á auðveldastan hátt með því að mynda marghyrnt sprungumynstur, oftast sex- eða fimmhyrnt. Neðst í hraununum eru stuðlarnir sem myndast á þennan hátt reglulegir og ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Ofar og nær yfirborði hraunanna er lag smágerðra óreglulegra stuðla sem mynda kubbaberg.  Þetta óreglulega lag er víða horfið á gömlum hraunum vegna rofs, samanber Kirkjugólfið á Kirkjubæjarklaustri.

Sámsstaðir

Sámsstaðir.

Víða sjást mjög sérkennilegar myndanir stuðla eins og til dæmis í gömlum gígfyllingum þar sem gjallkápa gígsins hefur máðst burtu við rof eins og t.d. í Hljóðaklettum. Þekktar stuðlabergsmyndanir hérlendis eru t.d.: Gerðuberg í Hnappadal, Kirkjugólfið að Klaustri, Dverghamrar á Síðu, við Svartafoss í Skaftafelli og við Litlanefsfoss í Hengifossá í Fljótsdal.

Í landnámsbókum er greint frá manni sem hét Hallur goðlausi Helgason og sagður venslaður eða skyldur ýmsum kunnum landnámsmönnum, t.a.m. Þórði skeggja, sem nam Skeggjastaði, og Ketilbirni gamla að Mosfelli í Grímsnesi. Hallur nam land að ráði Ingólfs í Reykjavík allt millum Mógilsár og Leirvogsár og bjó í Múla. Bæjarnafnið Múli er nú týnt og kann enginn að segja hvar sá bær hefur staðið. Í túni núverandi býlis Stardals undir Múlanum eru margar rústir eftir forna byggð, segja heimildir a.m.k.
Hús var tekið á Magnúsi bónda í Stardal. Hann tók vel á móti göngufólkinu, benti m.a. á hinn gamla bæjarhól Stardals norðan núverandi húss. Þar má enn sjá leifar hlaðinna túngarða. Magnús sagði að þar hafi jafnan verið snjóþungt og því hafi húsin verið færð svolítið lengra til suðurs. Ekki kannaðist hann við leifar fornra bæjarstæða undir Múlanum, en hann væri þó eina örnefnið með því nafni á þessum slóðum. Magnús sagði að Esjubergsselið væri enn greinilegt undir Skopru. Hann hefði sjálfur margoft komið í þessi sel við leitir. Þá væru hin tvö augljós, 30-40 metrum ofan við norðurbakka Leirvogsár, skammt ofan við Tröllafoss.
Haldið var niður með Leirvogsá, áleiðis niður að Tröllagljúfrum.

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

Á leiðinni var komið við í einni seltóftinni, Varmárseli. Hún er skammt ofan við bakka árinnar að norðanverðu, í fallegu gróðurverpi. Gömul reiðgata liggur svo til alveg við tóftirnar. Þær eru dæmigerðar fyrir sel á Reykjanesskagagnum; tvö rými saman og eitt til hliðar (eldhúsið).
Gerð var leit að annarri tóft, Þerneyjarseli, sem átti að vera þarna nálægt, en hún vildi ekki láta sjá sig í fyrstu atrennu. Hún mun örugglega koma í ljós síðar.
Í Tröllagljúfrum er sérkennilegt landslag berghóla með grösugum lægðum á milli og heita þær Tröllalágar. Þar segir sagan að enn megi sjá rústir fornra selja sem nefnast Varmársel og Þerneyjarsel. Segja nöfnin til um hvaða bæir áttu þangað selför. Líklegt er að selið, sem skoðað var hafi verið Varmársel.
Tröllafoss setur mikinn svip á gljúfrin. Skammt neðar er miklu mun minni foss, nafnlaus.
Tröllalágar bera nafn með réttu. Í gilinu neðan við Tröllafoss eru hrikaleg ummerki vatnsgraftar í 11000 ár.

Svæðið er vel fallið til gönguferða. Gömul reiðleið liggur norðan með ánni og er ákjósanlegast að fylgja henni. Af götunni er hið fegursta útsýni og alltaf tekur við ný sýn á landið umhverfis. Rétt er að njóta þess áður en áin verður virkjuð varanlega.
Móskarðshnúkar „brostu“ sínu bjartasta, hnúkarnir lögðu sig fram við að sýna kolla sína og stuðlabergsdranga og Skálafell vildi alls ekki verða neinn eftirbátur þeirra. Lognið og blíðan í febrúar undirstrikuðu gildi svæðisins til útvistar.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33. mín.

Heimild m.a.:
-Árbók FÍ 1985.
-http://www.ismennt.is/not/gk/jfr/ordskyr/

Esjubergssel-401

Esjubergssel.

 

Landnámssýning

Eftirfarandi umfjöllun um fyrirhugaða sýningu á víkingaaldarskála við Aðalstræti í Reykjavík er byggt á fyrirlestri OV í fornleifafræði við Háskóla Íslands 2006.

Fornminjar hafa fundist við Aðalstræti og næsta nágrenni. Forsaga staðarins er nokkur sem og eldri rannsóknir á svæðinu. Hér verður m.a. fjallað um sannfræði upplýsinganna, upprunaleika minja og helgi þeirra.
Fornleifar í Kvosinni fundust þegar fyrir 1950. Áður var vitað að slíkar minjar kynnu að leynast á svæðinu m.a. vegna texta Landnámu um búsetu Ingólfs Arnarssonar og síðari tíma texta um að „öndvegissúlur hafi sést í eldhúsi í Reykjavíkurbænum“ fram á 19. öld. Örnefnin Ingólfsnaust og Ingólfsbrekka bentu m.a. til staðsetningar bæjar Ingólfs, elsta bæjar Reykjavíkur. Þegar grafið var fyrir Tjarnargötu 4 (Happrætti Háskóla Íslands) á fimmta áratug 20. aldar, komu í ljós miklar fornminjar, dýrabein o.fl., en fáir voru upprifnir af því sem þá bar fyrir augu. Þá var líkt og nú gerist. Matthías Þórðarson skoðaði svæðið, en ekki var gerð gagnmerk rannsókn á leifunum, sem þá fundust, enda enginn sérstakur áhugi þá á að varðveita minjar tengdar Ingólfi heitnum, hvað þá að varðveita þær til sýningarhalds. Sennilega hefur mest af gamla bænum verið mokað burtu umrætt sinni – því miður.
Áskorun embættismönnum borgarinnar kom fram árið 1959 um að friða svæði á horni Túngötu og Aðalstræti – „því þar væri að finna leifar af bæ Ingólfs, hins fyrsta landnámsmanns“. Helgi Hjörvar gaf m.a. út bók með greinum þar sem fram kom að hann vildi staðsetja Alþingi Íslendinga á fyrrgreindum stað, „enda vel við hæfi“.
Fornleifarannsóknir fóru fram á svæðinu 1962. Við C14 greiningar komu í ljós mjög gamlar minjar. Uppgröftur Else Nordahl í Aðalstræti 14 og 18 og jafnframt Suðurgötu 3 og 5 fóru fram á árunum 1971-75. Hún var mjög varfærin í túlkun niðurstaðna sinna og þær skyldu því lítið eftir sig. Málið í heild hlaut litla athygli og engir minnisvarðar voru reistir á vettvangi, þrátt fyrir tilefni til þess. Ummerki fundust um landnámsbyggð.
Uppgreftir í Aðalstræti 12 og 8 og Suðurgötu 7 gáfu einnig til kynna ummerki eftir landnámsbyggð á svæðinu.
Ummerki um landnámsbyggð, allt frá elstu tíð, s.s. leifar af skálum, en fáir gripir. Skálarnir voru litlir, 12-14 m langir og eldri byggingar höfðu greinilega raskað þeim eldri.
Útbreiðsla minjanna má greina með lagni. Elstu minjar eru þar sem nú er Herkastalinn og hús Happdrættis Háskóla Íslands. Meginsvæðið nær þó lengra til norðurs að Ingólfstorgi og jafnframt lengra til suðurs. Lýsingar Matthíasar eru slíkar að líkur benda til þess að þarna hafi elstu minjarnar verið. Herkastalinn er grunnt grafinn svo ekki er með öllu útilokað að þar undir kunni að leynast minjar er gætu gefið bæjarstæðið til kynna. Hér er þó ekki komin endanleg mynd á svæðið því enn eru reitir á svæðinu, sem enn hafa ekki verið grafin upp, bæði lóðir og götur.
Alls staðar þar sem grafið hefur verið hafa fundist einhverjar minjar frá fyrstu tíð. Hið merkilega er að eftir rannsóknina á 8. áratugnum var mokað yfir rústirnar og hvergi sjást ummerki eftir uppgötvanir þær, sem þá voru gerðar.
Endurbygging Aðalstrætis 16 og uppbygging á reitnum Aðalstræti 14-18 hafa nú að mestu farið fram. Áður voru gerðar fornleifarannsóknir á útmánuðum 2001. Í ljós komu minjar frá Innréttingatíma og síðar, auk skála frá 10. öld. Skálinn var nánast heill og dæmigerður fyrir sinn tíma. Það gerði hann hentugan til sýningarhalds. En var hann “Ingólfsbær”? Fjölmiðlar voru a.m.k. upprifnir af þeirri mögulegu staðreynd. Því verður þó ekki hnikað að skálatóftin getur ekki verið eldri en frá miðbiki 10. aldar og síðar. Við norðurenda skálans fundust veggjabrot er bendir til að sé eldra en textalandnám segir til um, þ.e. fyrir 870. Því er hér um að ræða einn tveggja staða á landinu, sem benda til eldra landnáms en textaheimildir kveða á um. Hinn er Húshólmi í Ögmundarhrauni, í umdæmi Grindavíkur.
Einkenni skálans voru bogadregnir útveggir, langeldur í miðju hans, inngangur á öðrum langvegg og þrískipting byggingarinnar. Hið óvenjulega voru bakdyr og forskáli til hliðar er síðar kom í ljós. Langeldurinn er óvenju vel hannaður. Það bendir til þess að fólkið hafi litið stórt á sig. Skálinn er hins vegar lítill á íslenskan fornaldaskálamælikvarða. Um hefur verið að ræða meðalheimili og þar hefur verið búið í u.þ.b. 70 ár. Skálinn hefur að öllum líkindum verið yfirgefinn um 1000.
Þrjár rostungstennur fundust í skálanum. Fleiri slíkar hafa fundist í Reykjavík. Þessum var stungið undir hellu og geymdar þar. Hafa ber í huga að fyrst var, skv. heimildum, farið til Grænlands 983 svo rostungurinn gæti hafa verið veiddur hér á landi. Það eitt ætti að vera nokkuð merkilegt.
Glerbort úr litlum bikar fannst í tóftinni. Það á sér hliðstæðu úr öðrum víkingaaldargripum. Þetta mun þó vera elsta glerbrot úr uppgrefti á Íslandi. Glerið gæti verið stöðutákn og til merki um sambönd og ríkidæmi ábúandans.
Borgarstjórn ákvað að varðveita skálann. Rökin voru afgerandi, en ekki einhlít. Hönnun fyrirhugaðs hótels var því breytt og gert ráð fyrir að hægt væri að sýna þessar minjar. Sumir vildu þó ganga lengra og byggja sérstaka sýningaraðstöðu þeim til handa. Það þótti hins vegar of dýr framkvæmd. Því varð þessi málamiðlun niðurstaðan. Borgarsjóður ber kostnað af sýningarrýminu, en hann má áætla um 500 milljónir króna.
Rústin var hulin eftir uppgröftin og framhaldsrannsókn síðan gerð 2003. Sýningarundirbúningurinn hófst 2004, en sýningin er í rauyn tækifæri til að upplýsa hvernig fornleifar líta út. Með því er ekki verið að útiloka að eldri minjar kunni að leynast á svæðinu, jafnvel undir skálanum, þótt litlar líkur bendi þó til þess.
Forvarsla skálans varð erfitt viðfangsefni því ekki hafði verið tekist á við slíkt viðfangsefni hér á landi fyrr. Áætlað var að þurrka tófina, en hún myglaði. Í ljós kom að vatnslind er undir henni miðri. Efnið er í rauninni mold, sem verður að ryki við þornun. Niðurstaðan var að baða hana í sílikoni. Það hefur ekki verið gert áður svo hér er um tilraun að ræða. Óvíst er hver árangurinn kann að verða. Forvarslan nær í fyrstu til ytri gerðar tóftarinnar, en síðar verður hugað að miðju hennar.
Sérsýning verður því í fyrirhöguðu hóteli um landnám í Reykjavík.
Skálinn verður aðalsýningargripurinn. Áhersla verður lögð á fornleifarnar fremur en söguskýringu. Skýr aðgreining verður milli hefðar (sagnfræði) og fornleifaupplýsinga. Um er að ræða málamiðlanir.
En fyrir hvern er sýningin? Erlenda eða innlenda ferðamenn?, skólabörn? eða alla? Er hún samkeppni eða viðbót við Þjms og aðrar sýningar? Líklega verður hún samkeppni þar sem ferðamenn í miðborginni munu geta á einum stað og á skömmum tíma geta kynnt sér upphaflega búsetu norrænna manna hér á landi, án þess að þurfa að fara í Þjms.
En hvað um Hallveigu og Ingólf? Í Íslendingabók Ara fróða frá því um 1130 segir að Ingólfur, maður norrænn, hafi fyrstur sest að í Reykjavík um 870. Yngri heimildir segja að afkomendur Ingólfs og Hallveigar konu hans hafi búið hér mann fram af manni. Þorkell máni, sonarsonur Ingólfs og Hallveigar gæti samkvæmt því hafa búið í skálanum, sem hér var reistur um 930.
Niðurstöður fornleifarannsóknarinnar varpa engu ljósi á sannleiksgildi hinna rituðu heimilda. Mörgum þykir hins vegar athyglisvert að fornleifafundurinn hér stangast ekki á við frásögn Ara fróða af landnámi Ingólfs í Reykjavík. En hafa ber í huga, að þótt elstu mannvistarleifarnar á þessum stað geti ekki verið yngri en frá því um 870 þá gætu þær vel verið nokkrum áratugum eldri.
Hugsanlega eiga líka eftir að finnast ennþá eldri merki um búsetu manna á Íslandi, því margt er enn órannsakað, bæði í Reykjavík og annars staðar á landinu, s.s. í Húshólma.
Yfirskrift sýningarinnar í kjallara hótelsins verður: Reykjavík 871±2 – Landnámssýning / The settlement exhibition.
En af hverju að sýna þessar fornleifar? Og það á þessum stað? Og með þessum tilkostnaði?
Í rauninni er þetta „helgur“ staður í augum Reykvíkinga? Fyrirhuguð sýning er áhersla á fornleifarnar frekar en söguna. Skálinn er aðalsýningargripurinn og sýningin snýst um hann. Um er að ræða skýr aðgreining hefðar (sagnfræði) og fornleifaupplýsinga. Það er sérstakt.
Sýningin er fremur lítil. Tekur um 10-15 mínútur að ganga í gegnum hana, en möguleiki er á lengri viðdvöl. Fyrst, á leið niður, verður kynnt landnám á Íslandi í alþjóðlegu samhengi. Svolítill texti verður um Ingólf Arnarsson til þessa dags. Móttaka, sölubúð og tölvuver með ítarupplýsingum taka á móti gestum í kjallara. Sagt verður frá ritheimildum áveggjum, auk „panaorama“ myndum er sýna umhverfið við landnám. Vandamálið er hversu lágt er til lofts. Það verður stærsti ókostur sýningarinnar. Við enda tóftarinnar verður lítil upphækkun, en þar verður möguleika að horfa yfir „sviðið“. Klefi verður þar sem hægt er að horfa í skjá og skoða endurgerð af rústinni. Hægt verður að fara í gegnum hana og skoða sig um. Margmiðlunarborð með líkan af rústinni leiðir gestina í gegnum hana. Skýringar og textar segja til um einstaka hluta hennar. Þarna gæti fólks staldrað við í allt að klukkustund.

Fimmtán textar verða á veggjum. Síðasti textinn fjallar um framangreindan texta um Hallveigu og Ingólf.
Nokkur umfjöllun hefur verið um þessa fyrirhugaða sýningu. Þráinn Bertelsson, dálkahöfundur, sagði m.a. í Fréttablaðinu 29. 08. 2001 eftirfarandi: „Ekkert land í veröldinni er svo ríkt af fornminjum að þar geti að líta bústað fyrsta nafngreinda fólksins sem tók sér bólfestu í landinu. Bæjarrústir Ingólfs og Hallveigar eru fornleifafundur sem er einstæður ekki bara á Íslandi heldur í veröldinni. … Ingólfsbær er þjóðargersemi og þjóðargersemar á að varðveita með öðrum og myndarlegri hætti heldur en í hótelkjallara, jafnvel þótt með því sé hægt að harka inn fáeinar krónur. Þarna á að rísa safn einstakt í Evrópu og minna á landnám Íslands, landkönnun í vesturátt, íslenska þjóðveldið og þróun víkingasamfélagsins til okkar daga. Þjóð sem misbýður sögu sinni með því að vísa fyrstu landnámsfjölskyldunni til dvalar í hótelkjallara verður aumkunarverð í augum alls heimsins.”
Um svipað leyti fór fram umleitan og skoðanakönnun á nýtingu fornleifanna við Aðalstræti. Spurt var: Á að byggja yfir landnámsbæinn í Aðalstræti? Já sögðu 33%, nei sögðu 67%.
Skoðanakönnun þessi var birt á www.visir.is og í Fréttablaðinu 12.11.2001.
Gunnar Smári Egilsson, dálkahöfundur, skrifaði eftirfarandi um sýninguna í DV þann 15.01. 2002: „Það hefur heldur enginn efast um að landnámsskáli hafi verið í Aðalstræti. Þær rústir sem menn hafa nú grafið upp bæta þar engu við – það er líklegra að þær skyggi á hugmyndir okkar af bænum en auðgi þær.
GrafiðOg þótt við drögum túrista að rústunum mun það ekki auðga líf þeirra – eða skilning þeirra á sjálfum sér eða okkur. Það er því óþarfi að byggja viðhafnarskála kringum heimsókn túristanna að rústunum. Eðlilegast er að moka yfir grjótið og halda lífinu áfram.”
Varðveisla skálans er véfengjanleg sem og túlkun fornleifafræðinga. Skörð hafa myndast í veggi tóftarinnar, hún varð hvít að lit, kostnaður varð mikill, lágt er til lofts og erfitt er fyrir gesti að skynja tóftina. Til hvers er þá sýningin? Forvarsla varð bæði kostnaðarsöm og hæpin þar sem umbreyting á eðli efnisins (torf í plast) er að ræða. Önnur áferð og litbrigði gefa varla rétta sýn á minjarnar sem slíkar. Og hvað er þá upprunalegt? Staðurinn, formið, steinefnin? Nóg er eftir til að hægt sé að halda því fram að tóftin sé upprunaleg. En hvers vegna ekki að hlaða veggina á nýtt og jafnvel skipta um þá reglulega? Hversvegna ekki að lækka rústina svo hægt verði að sjá yfir hana? Hér er einungis fárra álitamála getið.
Ljóst er að fornleifar frá landnámsöld í Kvosinni eru helgistaðir íslensks þjóðernis. Helgin er aðdráttarafl. Fjármagn skortir ei. Áhugi ferðamanna mun vissulega verða fyrir hendi – a.m.k. sumra.
Hvert er þá hlutverk fornleifafræðinga í þessu öllu saman? Hver er ábyrgð þeirra? Fornleifafræðingar hljóta að spyrja sig; hvað er hægt að tala um og hvað ekki? Sýningin opnar a.m.k. á aðrar túlkanir og aðra sýn á landnámið en tíðkast hefur. Hugsanlega gæti hún breytt ríkjandi skoðunum. Fleira kemur og til greina.
Hið sérstæða, og þó, er að enginn höfundur er að fyrirhugaðri sýningu í kjallara hótelsins. Leiktjaldahönnuður sér um útlit og verkefnastjóri stýrir hópi vísindamanna um álitamál og textagerð. Enginn ber heildarábyrgð á sýningunni sem slíkri. Ritstjóri er yfir sýningarbók og bæklingi (textum) og umskrifari fer yfir og gengur frá textum. Ljóst er að vandað verður til útlits og allra formlegheita. Forðast þarf alla meinbugi því þeir munu verða öðrum eftirminnilegri en kostirnir og megináherslur.
Segja má að í gegnum tíðina, m.a. vegna meðvitunar- og eftirtektarleysis, hafi Reykvíkingar gloprað niður tækifærinu til að uppgötva að nýju hinn raunverulega forna landnámsskála Ingólfs Arnarssonar.
Gaman verður að sjá hvernig til tekst.

Framangreint er byggt á fyrirlestri OV í fornleifafræði við Háskóla Íslands 2006. Texti er á ábyrgð ritara.

Landnámssýning

Landnámsýningin.

Brim

„Um sjóinn þekki eg að eins þessar sagnir.
Fyrst er það jafnsönn sem almenn sögn, en einkum í brimlendingum, að þrjár öldur miklar fylgist jafnan að, hver á eptir annari, og heita þær ólag, en bilið, sjoir-221sem verður á milli þeirra, heitir lag. Fyrsta aldan er ávalt mest þeirra þriggja, en hinar minni. Einginn skyldi hugsa til að leggja að landi með fyrstu ólagsöldu, eða verða svo seinn að taka lagið (nota hléð milli ólaganna), að fyrsta ólagsaldan nái honum; ekki tjáir heldur að leggja að landi með annari ólagsöldu, því þá er enn hin þriðja vís. En þriðju ólagsöldu skal kappkosta að fylgja, og „róa þá lífróður“, til þess að eiga lagið í hönd á eptir; er þá jafnan lífsvon, og að lagið endist, til að lenda á og bjarga skipi. Í laginu eru eins 3 bárur, og í ólaginu, en allar minni, og stundum þó 4; heitir þá fjórða báran aukabára. Stundum verður ekki lag eða hlé milli ólaga í lánga tíma, svo að 24, 18, 12 eða 6 ólagsöldur fylgjast að. Það er önnur sögn, að þegar eitt skip hefir farizt í lendingu, hvort sem það hefir hitt ólag, eða því hefir borizt á af öðrum orsökum, þá komi kyrð á sjóinn stundarkorn á eptir, og heitir sú kyrð dauðalag, svo þeim lendist vel, sem þá leggja að landi á eptir, þegar sjórinn hafi feingið sitt; er það kallað að lenda á dauðalagi þeirra, sem drukknað hafa.
thorkotlustadanes-223Þá eru og nefndir násjóir; sjást þeir stundum, þegar á sjó er verið, og þykja æfinlega boða skipreika. Násjóir eru annaðhvort 3, 6 eða 9; falla þeir hver á fætur öðrum, og eru auðþektir á litnum, því ýmist eru þau rauðleitari (fyrir vestan), eða blárri (fyrir austan), en sjór er vanalega. Náöldur eru enn kallaðar; sagt er, að þær séu tvær í senn, og falli önnur frá landi, en önnur að, og þegar þær mætast, verður dynkur mikill, og heitir það náskellur. Það boðar og skipreika. Þá er nefnt náhljóð í sjó, og er það alt annað, en heyrist í kirkjugörðum.
Vestfirðíngar segja, að það fylgi násjónum, og er það veinhljóð í sjónum, áþekt dauðaveini deyjandi manns. Náhljóð heyrist opt á landi, og boðar manna drukknun, eins og hitt, sem áður er talið.“

Heimild:
-Íslenskar þjóðsögur og ævintýri 1862, bls. 660-661.

Grindavík

Grindavíkursjór.

Hagakot

„Margrét útilegumaður hafðist við í Nesjalaugum eða Ölfusvatnslaugum, en síðan í ýmsum stöðum nálægt þjóðveginum á Hellisheiði og stal þar af ferðamönnum. Af lýsingunni hér að neðan að dæma hafa þetta verið laugarnar á Ölkelduhálsi fremur en laugar nær byggð.

Hagavíkurhraun

Hagavíkurhraun – loftmynd.

„Þegar Margrét hafði verið í Hagavíkurhrauni um nokkurt skeið, tók hún það ráð að færa sig nokkuð um set. Flutti hún sig þá vestur í Hengil og settist að í Nesjalaugum eða Ölfusvatnslaugum. Tók hún sér til framfærslu það, sem hún mátti hönd á festa, og sauð mat sinn við hveri að dæmi Fjalla-Eyvindar. Var hún í laugunum, það sem eftir var sumars og allt fram að hausti, og gerðist mjög illa þokkuð af Grafningsmönnum. Bundust þeir þá samtökum að veita henni heimsókn og taka hana höndum og hafa allt í sömu ferð og fyrstu fjallgöngu um haustið. En Margrét var sem margir aðrir, að hún átti vini með óvinum, og hafði einhver kunningi hennar gert hana vara við, hvað bændur ætluðust fyrir. Þeir fóru nú til fjalls og smöluðu fé sínu, en hversu vanldega sem þeir leituðu, þá urðu þeir hvergi varir við Margréti. Töldu menn hana því á burtu farna, og var því máli þá ekki frekari gaumur gefinn. En það er af Margréti að segja, að hún hafði hlaupið á burt úr laugunum litlu fyrir fjallleitina. Hélt hún þá austur yfir Ölfusá og fór heim til foreldra sinna [í Flóa]. Sat hún þá heima um veturinn, og er ekki annars getið en hún væri þá hin spakasta í héraði.“

Grafningur

Ölfusvatnslaugar.

Önnur þjóðsaga segir að Margrét útilegumaður hafi hafst við í Nesjalaugum eða Ölfusvatnslaugum, en síðan í ýmsum stöðum nálægt þjóðveginum á Hellisheiði og stal þar af ferðamönnum.
„Þegar nokkuð var liðið fram á næsta vor, tók Margrét að gá til veðurs og líta í kringum sig á nýjan leik. Hljóp hún loks aftur að heiman og hélt þá enn í vesturátt. … Hún lagði nú leið sína vestur yfir Ölfus og vestur á Hellisheiði og hafðist þar við í ýmsum stöðum nálægt þjóðveginum á suðurferðaleið manna. Var hún þar á slangri um sumarið, og stóð mörgum ógn af henni. Oft greip hún plögg ferðamanna, er þeir voru í tjaldstöðum, einkum þegar þoka var og dimmviðri, og svo gerðist Margrét stórtæk um afla, að hún kippti skreiðarböggum á bak sér og hljóp í burtu með. Tóku menn þá að ferðast margir saman í hóp, og hafði Margrét sig þá minna í frammi. En bæri svo við, að menn færu einir síns liðs eða svo fáir saman, að hún treysti sér til við þá, máttu þeir eiga vísa von á fundi hennar, og hlaut hún þá alla jafnan að ráð sköpum og skiptum þeirra í milli. … [Guðmundur Bjarnason á Gljúfri í Ölfusi fór í grasaferð þetta sumar og unglingspiltur með honum] Fara þeir sem leið liggur og ætla í Hverahlíð.

Hurðarásvötn

Hurðarásvötn.

En er þeir koma upp á Kambabrún eða í Hurðarásvötn, fór veður að þykkna og gerði kalsa slyddu, svo að háfjöll urðu gráhvít … héldu þeir … áfram ferðinni og allt suður fyrir Reykjafell. Gerir þá sólskin og logn og hið bezta veður. Halda þeir nú áfram, unz þeir koma niður í Svínahraun, en þangað var förinni heitið. Finna þeir þar nægtir fjallagrasa um daginn, svo að fullar klyfjar voru á reiðingshestinum og þó nokkuð um fram, er þeir bundu við söðla sína. Var þá nálægt miðjum aftni, er þeir höfðu lokið við að búa upp á hesta sína og bjuggust til heimferðar.
Er þeir Guðmundur og fylgdarmaður hans voru ferðbúnir, vildu þeir taka sér matarbita, áður en þeir legðu af stað, því að ekki höfðu þeir gefið sér tíma til þess fyrr um daginn. Fór Guðmundur og náði í malpoka þeirra og bjóst til að setja sig niður, meðan hann mataðist, og hélt á malnum í hendinni. Veit hann þá ekki fyrr til en þrifið er í malnum heldur sterklega. Guðmundur víkst við skjótt og sér, að þar er þá komin Margrét sú hin nafnkunna og vill kippa af honum malnum. En hann lá ekki á lausu, því að Guðmundur var vel fær að afli. Sviptast þau nú um stund og hnykkja malnum á víxl, svo að hvorugt vinnur neitt á. Gekk á þessu um hríð, en ekki er getið orða þeirra.

Svínahraun

Svínahraunsleið.

Loksins sleppti Guðmundur malnum og réðst á Margréti. Hún sleppti þá líka og tók á móti, og það ekki með mjúkum meyjarhöndum. Áttust þau við um stund, og sparði hvorugt af, unz Guðmundi vili það til, að hann steytti fót sinn við steini. Hrasaði hann áfram og fell við, en Margrét á hann ofan. Guðmundur brauzt þá um, sem hann mátti, en svo var Margrét sterk, að hann gat með engu móti velt henni af sér, og fékk hún jafnharðan hlaðið honum. Loks tók Guðmundur að mæðast og sá nú sitt óvænna. Hét hann þá á fylgdarmenn sinn að veita sér lið. En pilturinn var svo hræddur, að hann þorði hvergi nærri að koma. Leizt honum eigi ráðlegt að hlutast til leiks þeirra, þar sem húsbóndi hans, tveggja manna makinn, lá undir, en Margrét, fjallaflagðið, gein yfir honum, svo grimmileg sem hún var. Duldist piltinum það eigi, að svo ólíklega hafði farið, að Guðmundur hafði beðið lægra hlut í viðskiptum þeirra Margrétar, þótt mikilmenni væri og harðfengur í meira lagi.

Svínahraunsleið

Svínahraunsleið – dys.

Guðmundur þóttist nú illa kominn, en vildi þó ógjarna griða biðja. Varð hér skjót úrræði að hafa, því að Margrét gerði sig líklega til að sýna honum í tvo heimana. Verður það þá fangaráð Guðmundar, að hann dregur hana af sér og bítur á háls henni fyrir neðan hökuna, allt það er tennur tóku. Vildi hún þá sem skjótast losna úr slíkum faðmlögum, en þess var enginn kostur. Lagði Guðmundur fast að hálsi hennar, og eigi létti hann fyrr en hann hafði bitið í sundur á henni barkann, og varð það hennar bani. Eftir það velti hann Margréti af sér og staulaðist á fætur, dasaður mjög eftir allar þessar aðfarir, en þó óskemmdur að mestu. Þeir félagar drógu síðan Margréti burt þaðan og huldu hræ hennar í hraunskúta nokkrum eða klettagjögri og báru á það grjót og mosa. Eftir það fóru þeir til hesta sinna og stigu á bak og héldu heimleiðis. Guðmundur bauð nú fylgdarmanni sínum mestan varnað á því að segja nokkrum frá atburði þeim, er gerðist í ferð þeirra, því það gæti kostað líf þeirra beggja, ef uppvíst yrði. Hét hann þagmælsku sinni fullkominni …
Ferðamenn hættu nú alveg að verða varir við Margréti, eins og við var að búast, og var talið víst, að hún myndi farin heim til sín austur í Flóa. En þegar lengra leið frá og það varð kunnugt, að hún hafði ekki komið heim til sín, kom sá kvittur upp, að Guðmundur á Gljúfri myndi hafa séð fyrir henni …

Arnarbæli

Arnarbæli í Ölfusi.

Það var annaðhvort á síðari árum síra Jóns prests Matthíassonar í Arnarbæli eða á fyrri árum síra Guðmundar Einarssonar þar, að Gísli [Jónsson á Sogni í Ölfusi] fann leifar af mannsbeinum suður í Svíanhrauni, sem höfðu verið hulin grjóti og mosa. Gísli fór þegar er heim kom á fund prests og sagði honum til beinanna og vildi láta sækja þau og jarðsetja í Reykjakirkju. En prestur kvað slíkt engu gegna og hæddist að þessum fundi Gísla, sagði vera mundu hrossbein, sem slátrað hfði verið og eitrað síðan fyrir refi … Talið var, að bein þau, er Gísli fann, mundu hafa verið bein Fjalla-Margrétar.“ Guðmundur banamaður Margrétar var fæddur 1765 en bjó á Gljúfri í Ölfusi 1805-1815 og hefur útlegð Margrétar þá verið á því tímabili. Guðmundur dó 3.5.1848. Önnur sögn er til um viðureign Guðmundar við útilegukonu en það á að hafa verið í Ólafsskarði og með öðrum atburðum“ –
Blanda VI, 187-89.

Heimildir:
-Íslenskir sagnaþættir III, 6-7.
-Íslenskir sagnaþættir III, 7-13.

Svínahraunsleið

Svínahraun – skúti.