Hrauntún

Stefnan var tekin á Þingvallahraunið. Athyglinni var einkum beint að þingvallabæjunum og gömlu vegum.
Hinar gömlu Hrauntún-loftmyndgötur eru fjölmargar í hrauninu, liggja svo að segja til allra átta, en auk Þingvallabæjarins voru nokkrir aðrir bæir við Þingvelli, s.s. Skógarkot, Hrauntún, Litla-Hrauntún, Vatnskot, Arnarfell, Gjábakki, Þórhallsstaðir, Bolabás og Svartagil. sem vert er að gefa, a.m.k. svolítinn, gaum.
Í Skógarkoti var byggð fyrr á öldum stopul en telja má líklegt að það hafi verið notað til selstöðu frá Þingvöllum. Í Skógarkoti var beitiland ágætt en frekar erfitt var um heyskap og vatnsöflun. Í dag má allt um kring í Skógarkoti sjá handbragð liðinna kynslóða í hlöðnum veggjum og rústum. Í bókinni Hraunfólkið eftir Björn Th. Björnsson er rakin saga Skógarkots og fólksins sem þar bjó á 19. öld.
Í Hrauntúni má sjá rústir af koti sem var reist um 1830. Hrauntún var í eyði um aldir og árið 1711 var það einungis þekkt sem örnefni í skóginum. Erfitt var um alla aðdrætti í Hrauntúni og þótti það afskekkt. Árið 1828 flutti Halldór Jónsson í Hrauntún og eftir það var samfelld byggð í Hrauntúni í um 100 ár. Í dag bera veggjarbrot og tún enn merki um búskaparhætti þar.
Austur af Víðivöllum og Stóragili í Ármannsfelli má finna örnefnið Litla-Hrauntún. Þar eru óglöggar rústir.
Talið er að Vatnskot á norður bakka Þingvallavatns hafi verið hjáleiga frá Þingvallastað. Þar hefur sennilega verið búið um aldir þrátt fyrir að á 19. öld hafi Vatnskot lagst í eyði en þó var þar þurrabúð með veiðirétti.
Gjábakki er eyðibýli skammt austan við Hrafnagjá. Á Gjábakka Skógarkot - loftmynder talið að kirkja hafi staðið á fyrri tímum. Ekki er nánar vitað um staðsetningu hennar. Íbúðarhúsið á Gjábakka eyðilagðist í eldi haustið 2001.
Arnarfell er rúmlega 200 metra hár móbergshryggur við norðaustanvert Þingvallavatn. Útsýni af Arnarfelli er gott, ef veður leyfir sést þaðan allt vestur til Esju, norður í Þórisjökul og niður á Suðurlandsundirlendið. Jörðin Arnarfell var ávallt í eigu Þingvallakirkju en byggð var þar stopul. Talið er að þar hafi verið sel frá Þingvallabæ en Arnarfell er með betri veiðijörðum við vatnið. Á 20. öldinni var reynt að rækta hreindýr á fjallinu og um tíma lifðu þar nokkur dýr. Síðan 1998 hefur jörðin verið í eigu og umsjón þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Ef gengið er í austur frá Skógarkoti er komið að hinu forna eyðibýli Þórhallastöðum með túngarði um kring að hluta. Samkvæmt Ölkofraþætti bjó Þórhallur nokkur á Þórhallastöðum eða á Ölkofrastað en hann var uppnefndur Ölkofri eftir húfu sem hann bar jafnan á þingum.  Hann bruggaði öl í þingheim en sagan segir að hann hafi sofnað við kolagerð og brennt skóg nokkurra goða sem þeir höfðu keypt til nytja á þingi. Ölkofra þáttur rekur þrautagöngu Ölkofra við að leita sátta við goðana.
Leifar af eyðibýli eru við Bolabás. Þá eru tóftir Svartagils við samnefnt gil og var búið þar fram yfir 1970.
Á Þingvöllum eru fjölmargar götur og leiðir. Ofan við Hallinn lá t.a.m. ein þeirra. Þar hjá er lítil grjótvarða, sem er til merkis um merkan stað. Þarna er skarð í gjárvegginn, og um hann Minjar í Hrauntúniliggur stígur niður í gjána. Stígurinn er lagður grjóti því um hann lá aðal leiðin að vestan og sunnan niður á Vellina. Frá fornu fari lá aðalleiðin meðfram vatninu að vestanverðu, en árið 1789 urðu jarðskjálftar á Þingvöllum, svo miklir, að vatnsbakkinn seig um alin (rúml. 60 cm) samkvæmt frásögn Sveins Pálssonar læknis. Þá fór þessi gata undir vatn og var ófær. Var þá reynt að komast með hesta niður Kárastaðarstaðastíginn, en hann var svo þröngur, að baggahestar komust ekki þar niður. Urðu menn þá að ríða hingað að skarðinu og var það lagað og gert hestfært. Stígurinn heitir Langistígur.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1928 og gengu þau í gildi tveimur árum síðar. Þá voru þrjú býli í byggð á svæðinu; Hrauntún, Skógarkot og Vatnskot. Búskapur lagðist strax af á tveimur þeirra fyrrnefndu en lengur var búið í Vatnskoti.
Gengið var að Hrauntúni eftir Hrauntúnsgötu (ekki Nýju Hrauntúnsgötu. Gatan er ómerkt, en tiltölulega auðvelt er að fylgja henni upp að bæjarstæðinu. Þegar komið er að Efstubrún sést heim að Hrauntúni. Þar er varða, reyndar ein af landamerkjavörðum bæjarins og Skógarkots, sem þarna liggur til austurs og vesturs. Vörðurnar á mörkunum eru enn heilar og eru stórar og myndarlegar.
Fyrrum var þar allt fullt af lífi í Hrauntúni, búið myndarbúi og margt að sýsla. En nú er þetta allt horfið og túnið og Garður í Hrautúnirústirnar einar tala sínu máli. Túngarðarnir eru allir hlaðnir úr hraungrýti og sama er að segja um rústir íbúðar- og gripahúsa. Gaman er að skoða vatnsbólið í Hrauntúni, sem er í djúpri holu suðvestanvert við bæjarrústirnar.
Eftir hæfilega dvöl í Hrauntúni var Gaphæðaslóða fylgt til austurs. Slóðinn er ómerktur, en greinilegur á köflum. Skyggnisvarða er austan við túngarðinn. Þar sést stígurinn t.a.m. mjög vel. Áður en komið er upp í Gaphæðir er farið yfir a.m.k. þrjár gamlar götur er liggja frá Ármannsfelli með stefnu í Stóragil og áfram að brú á Gaphæðargjá.. Sú vestasta er greinilegust og sjáanlega nýlegust. Hinar eru reiðleiðir með sömu stefnu.
Gengið var til baka með stefnu á Skógarkot. Landamerkjavörðurnar gefa stefnuna til kynna. Þegar komið var að þeirri næstu kom í ljós hið ágætasta útsýni niður að Skógarkoti.
Þegar komið var að Gjábakkavegi var gengið svo til beint inn á Hrauntungugötuna. Gatan, þótt ómerkt sé, er greinileg alla leið að Skógarkoti. Nokkru áður en komið er að Skógarkoti er farið við yfir veg, sem lagður var þvert yfir hraunið frá Hrafnagjá að Völlunum í tilefni 11 alda afmælis byggðar á Íslandi. Þessi nútíma hraðbraut ætti að vekja til nokkurrar umhugsunar um þær gífurlegu breytingar á samgöngum, sem hafa urðu á landinu á 20. öldinni.
Skyggnisvarða austan HrauntúnsRétt við túngarðinn er akvegur. Í upphafi bílaaldarinnar skömmu fyrir 1930 var eina akfæra leiðin milli Suðurlands og Borgarfjarðar um Kaldadal að Húsafelli. Þá fóru bílarnir þennan veg, þótt ótrúlegt sé.
Sunnan við túngarðinn liggja Veiðigata (austar) og Vatnskotsgata í áttina að Þingvallavatni. Sú fyrrnefnda er stikuð, en ekki sú síðarnefnda, enda óþarfi vegna þess hversu greinileg hún er.
Í Skógarkoti eru ummerkin mjög áþekk og í Hrauntúni, en þó hefrur steinsteypan verið notuð við byggingu íbúðarhússins. Frá þessum stað blasir við hinn fagri fjallahringur sem umlykur Þingvallasveitina.
Fyrrum lá þjóðleiðin að sunnan frá Vatnsviki (Vellankötlu) til Þingvalla fyrir neðan túnið í Skógarkoti. Um þessa fornu götu hefur margt stórmenni lagt leið sína í aldanna rás, en þekktastir og voldugastir voru feðgarnir og konungarnir Kristján 9. og Friðrik 8. Kristján kom sumarið 1874 og Friðrik sumarið 1907. Þeir fóru ríðandi austur að
Gullfossi og Geysi og komu við á Þingvöllum í leiðinni. Þá var mikið um að vera við Almannagjá, þann 6. ágúst það ár. Um 1000 manns höfðu safnast þar saman til að halda þjóðhátíð. Bjuggu þeir í tjöldum. Síðdegis þennan dag var von á konungi að austan og fylgdi Gaphæðaslóðihonum hópur tiginna manna. Þegar konungsfylgdin nálgaðist var hraðboði sendur á undan til að fylgja fundarmönnum fréttirnar. Stigu þá 12 mektarbændur á bak hestum sínum og riðu til móts við konung undir forystu Tryggva Gunnarssonar, síðar bankastjóra. Þeir mættu konungi fyrir neðan túnið í Skógarkoti og fluttu honum hollustukveðjur frá hátíðargestunum. Síðan riðu þeir fyrir konungsfylkingunni til baka á Þingvöll. Þá var ekkert gistihús til staðar, svo konungur var búinn næturstaður í Þingvallakirkju, sem þá var veglegasta húsið á staðnum.
Ekki kemur fram í Landnámu hver hafi numið landið norðan og austan við Þingvallavatn en í Íslendingabók skýrir Ari fróði frá Þóri kroppinskegg, sem átt hafi land í Bláskógum, sem lagt hafi verið til neyslu Alþingis. Fræðimenn hafi greint á um hvar umrætt land sé og hvaða þýðingu það hafi að Íslendingabók greini að landið hafi verið lagt til Alþingis neyslu.
Björn Þorsteinsson telur í riti sínu Þingvellir, að Þórir kroppinskeggur hafi átt það land, sem lá undir jörðina Þingvelli og hjáleigur hennar. Einnig telur Björn að landamerki Þingvalla, eins og þeim sé lýst í landamerkjaskránni frá 1896, hafi að mestu leyti verið þau sömu og í upphafi. Greind ummæli Íslendingabókar telur Björn að feli í sér að ábúandi hafi þurft að þola tilteknar kvaðir og Alþingishald bótalaust en jörðin Þingvellir hafi að öðru leyti verið venjuleg eignarjörð.
Vitað er að um 1200 hafi verið prestsskyld kirkja á Þingvöllum og þá er vitað með vissu að Brandur Þórsson hafi búið á Þingvöllum um 1200 og heimildir geti einnig um að á seinni hluta 12. aldar hafi búið þar Guðmundur Ámundason gríss.
Í Vilchinsmáldaga frá 1397 sé ekki minnst á land jarðarinnar, hins vegar er ljóst samkvæmt Gíslamáldaga frá 1575 að jörðin hafi verið komin í eigu kirkjunnar á ofanverðri 16. öld, þar segi orðrétt: „Kirkian a Thijingvelle. a heimaland alltt med gögnum og giædum. Skjalldbreid.“
Í Vísitasíubók Jóns biskups Árnasonar frá 1726 sé að finna sömu tilgreiningu auk þess sem þar sé getið jarðanna Vatnskots, Skógarkots og Svartagils, sem sagðar eru Bæjarhóllinn í Skógarkotibyggðar í heimalandi jarðarinnar.
Í lögfestu Markúsar Snæbjörnssonar frá 1740 sé lýst landamerkjum jarðarinnar og sé þar að finna fyrstu lýsinguna á landamerkjum Þingvalla. Lögfestan sé í samræmi við landamerkjaskrána frá 1886 og allt land innan merkja lýst eignarland kirkjunnar. Hér veki það athygli að ekki sé greint á milli heimalands og afréttarlands auk þess sem landamerkin, sem byggt er á, séu mjög skýr.
Í landamerkjaskrá prestssetursins Þingvalla frá 1. september 1886 sé land jarðarinnar án nokkurrar aðgreiningar í heimaland og afréttarland en hjáleigurnar Arnarfell, Skógarkot, Hrauntún og Svartagil, séu taldar liggja innan marka jarðarinnar. Landamerkjabréfið hafi verið þinglesið 7. júní 1890 og innfært í landamerkjabók sýslumanns. Lýsing á merkjum Þingvallatorfunnar sé í góðu samræmi við eldri heimildir um landamerki hennar, sbr. lýsingu í lögfestunni frá 1740 varðandi umrætt svæði.
Í fyrrgreindum heimildum hafi því verið gerð grein fyrir hjáleigum í landi Þingvalla. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín og sóknarlýsingu Björns Pálssonar fyrir Þingvallasókn frá 1840 sé að auki getið töluverðs fjölda hjáleigna og eyðibýla, sem eigi að hafa legið í landi Þingvalla.
VatnskotsgataÍ kjölfar þess að landamerkjalögin tóku gildi 1882 var gert landamerkjabréf fyrir Þingvallakirkjuland. Loks geta heimildir einnig um að bændur í Þingvallasveit og í Grímsneshreppi hafi rekið fé til beitar á landsvæði, sem talist hafi til Þingvallalands, sbr. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín og sóknarlýsingu Þingvallasóknar.
Hjáleigur hafa ekki verið stofnaðar í afréttarlandi heldur hafi þær átt óskipt beitiland með aðaljörðinni. Hjáleiguformið hefur síðan horfið um og upp úr aldamótum 1900 með sölu þjóðjarða og kirkjujarða til ábúenda. Algengt er að til séu sameiginleg landamerki fyrir svonefndar torfur, þ.e. sameiginleg ytri landamerki. Sú staðreynd að hjáleigur hafi verið byggðar út úr landi Þingvallajarðarinnar og þær ekki stofnaðar í afréttarlandi bendi til þess að allt land Þingvalla hafi legið innan eiginlegs heimalands.
Í þeim heimildum, sem getið hefur verið um, sé gerð grein fyrir hjáleigum í landi Þingvalla, eins og t.d. Vatnskoti, Hrauntúni, Skógarkoti og Svartagili. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, sem samin hafi verið á árunum 1706-1711, segi um hjáleigurnar að þær séu byggðar úr landi Þingvalla og að afréttur hafi til forna verið brúkaður í Skjaldbreiðarhrauni. Af öðrum ummælum í jarðabókinni kemur fram um hjáleiguna Vatnskot: „Haga á jörðin í betra lagi mikla og góða. Útigangur á vetur er hjer góður og er hverki sauðfje nje hestum fóður ætlað.“ Um hinar hjáleigurnar sé vísað til þess sem ritað var um Vatnskot. Í jarðabókinni segi jafnframt að Þingvellir hafi átt afrétt á „ … Skjaldbreiðarhrauni en hefur ekki verið brúkaður yfir 40 ár, lætur nú presturinn brúka fyrir afrétt
Ármannsfell, Kvíindisfell og Gagnheiði“. Í jarðabókinni og sóknarlýsingu Þingvallasóknar sé að auki getið um fjölda annarra hjáleigna og eyðibýla, sbr. t.d. Fíflavelli, landsuður undir Skjaldbreið, Ölkofra, Þórallarstaði, Múlakot eða Mosastaði, Grímastaði, Bárukot og Þverspirnu.
Samkvæmt jarðabókinni hefur afrétturinn á Skjaldbreiðarhrauni ekki verið brúkaður yfir 40 ár, m.a. vegna snjóþyngsla fram á sumar og uppblásturs. Þingvellir Heimtröðin að Skógarkotiásamt hjáleigum sem og jarðir í einkaeigu hafa verið sagðar eiga umræddan afrétt. Þegar hætt hafi verið að nýta Skjaldbreiðarhraunið sé líklegt að beitt hafi verið í landi Þingvalla og það verið notað til beitar, ekki einungis fyrir Þingvallatorfuna ásamt hjáleigum, heldur einnig aðrar jarðir.
Sturlubók 9. kap. og Þórðarbók 60. kap. segi, að Ingólfur hafi numið land „milli Ölfussár ok Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá milli ok Öxarár ok öll nes út“. Í Hauksbók 9. kap. sé landnámsmörkunum lýst svo, að Ingólfur hafi numið land „milli Ölfusár ok Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá milli ok Hranna Gjollnes“. Hranna Gjollnes standi sjálfsagt fyrir „Hrannagjá ok öll nes“. Allar þrjár Landnámugerðirnar telji landnámsmörkin að austan að neðanverðri Ölfusá, hvort sem átt sé eingöngu við Sogið, eða þann hluta Hvítár sem nú er kallaður Ölfusá ( þ.e. Hvítá eftir að Sogið fellur í hana og til sjávar) eða ef til vill bæði Ölfusá og Sogið. Þingvallavatn hafi verið kallað Ölfossvatn í fornöld og sunnan við vatnið standi enn bærinn Ölfusvatn. Vatnsfall það, sem nú sé kallað Sogið hafi líklega verið nefnt Alfossá eða Ölfossá í öndverðu. Hvernig sem öllu þessu hafi verið varið sé langlíklegast að austurmörk landnáms Ingólfs hafi verið að Langistígurneðanverðu austan megin núverandi Ölfusár og síðan Sogið upp í núverandi Þingvallavatn. FERLIR er því þarna enn innan upphaflegs markmiðs, þ.e. að skoða fyrrum landnám Ingólfs heitins.
Um austurmörkin að ofanverðu skilji heimildarritin nokkuð á. Eftir Sturlu- og Þórðarbók mætti ætla, að Ingólfur hefði helgað sér landið sunnan og vestan vert við Þingvallavatn og norðan við það allt til Öxarár. Hafi Öxará þá runnið í forna farveginum í Þingvallavatn, þá hafi landnám Ingólfs eftir Sturlu- og Þórðarbók aðeins náð austur fyrir Kárastaði og Brúsastaði, en hafi hún þá runnið svo sem hún renni nú, þá hafi Ingólfur helgað sér land upp að ánni frá Brúsastöðum og að Almannagjá og síðan að ánni um gjána og niður til vatnsins að vestanverðu árinnar. Ekki verður séð, að landið norðanvert við Þingvallavatn, austur frá Öxará, samkvæmt forna eða nýja farveginum, og að Lyngdalsheiði og Kálfstindum hafi verið numið sérstaklega, að minnsta kosti ekki í öndverðu.
Hauksbók telur mörkin nokkru austar. Eftir því að dæma hafi Ingólfur helgað sér landspilduna allt frá Öxará til Hrafnagjár sem gangi upp frá vatninu rétt fyrir vestan bæinn Gjábakka. Eftir Sturlu- og Þórðarbók hafi Þingvöllur og umhverfi hans hið næsta alls ekki verið í landnámi Ingólfs, en eftir Hauksbók taki landnám hans einnig yfir Þingvöll. „Hrannagjá“ gæti þó verið misritun fyrir Hvannagjá sem sé einn hluti Almannagjár, er þá væri landnámsmörk. Verði ekki úr því skorið, hvor sögnin sé rétt.
Bent hefur verið á að hvort sem Ingólfur hafi helgað sér landið milli Öxarár og Hrafnagjár eða einungis land til Öxarár, þá virðist ritarar landnámabóka ekki hafa vitað til þess að nokkur hafi helgað sér land austan Öxarár, hvort sem hún hefur þá runnið í forna eða nýja farveginum og allt til Lyngdalsheiðar. Land þetta hafi þó ekki lengi verið óbyggt með öllu, eftir því sem Ari fróði segi. Frásögn hans sé á þá leið, er hann lýsi setningu Alþingis, að maður nokkur að nafni Þórir kroppinskeggi er land átti í Bláskógum hafi orðið sekur um þrælsmorð eða leysings og hafi land hans síðan orðið allsherjarfé. Land Þóris þessa Rústir á Þórhallastöðumhafi að sögn Ara verið lagt til Alþingisneyslu. Ekki sé vitað hversu vítt land Þóris hafi verið, en getum hafi verið leitt að því að það hafi að minnsta kosti verið milli Almannagjár og Hrafnagjár.
Það skiptir miklu máli að átta sig á nýtingu lands, þegar greina eigi á milli eignarlanda og þjóðlendna. Því þurfi að skoða hvernig nýtingu þrætulandsins sé háttað. Allt frá lokum landnámsaldar og fram að 21. öldinni hafi löggjafarvaldið sett ýmsar reglur um nýtingu þeirra landsvæða sem nú heiti þjóðlendur. Um nýtingu eignarlanda hafi hins vegar ekki verið settar nýtingareglur, nema þær sem teljist til grenndarréttar. Eitt meginatriði skilji á milli eignarlanda og þjóðlendna, en það sé að allt frá Jónsbókartíma hafi eigandi átt að smala eignarland sitt, en þjóðlendan sem svo heiti nú, hafi verið smöluð sameiginlega af fjallskilastjórn.
Í umfjöllun um landnámsheimildir í Þingvallasveit kemur glöggt fram að litlar líkur séu á að nám lands þar hafi náð til þrætulandsins í vestri og sé þá ljóst að grundvöllinn undir eignaréttarkröfu stefnanda, landnámið sjálft, vanti.
Merkjavarða í ÞingvallahrauniKirkja var reist á Þingvöllum eftir kristnitökuna og var hún verið gjöf Ólafs Haraldssonar Noregskonungs. Þetta hefur verið almenningskirkja. Þannig hefur hún verið allsherjarfé eins og talið sé að jörðin sjálf hafi verið. Til þess að hægt væri að reisa kirkju og efna til kirkjuhalds þá hafi orðið að vera bær á staðnum. Engin dæmi séu þess að kirkjur hafi verið reistar á eyðistað þar sem enginn maður hafi verið til að sjá um hana að staðaldri. Eins og aðrar slíkar stofnanir hafi kirkjan orðið að geta staðið undir sér. Því liggi fyrir að kirkjunni hafi verið lagðar til einhverjar eignir, hvort sem um hafi verið að ræða beitilönd, búsmala eða einhver réttindi sem verðmæt hafi getað talist. Í upphafi muni öll þessi réttindi hafa verið óskráð.
Elstu heimildir um máldaga Þingvallakirkju sé að finna í Vilchinsmáldaga frá árinu 1397. Þar sé ekki minnst á að kirkjan eigi afrétt og þar séu heldur ekki neinar upplýsingar um að kirkjan eigi hlut í heimalandi. Næstur komi máldagi 20 Gísla Jónssonar biskups í Skálholti frá 1575 og þar komi fram að kirkjan eigi heimaland allt með gögnum og gæðum og einnig Skjaldbreið og ýmsar jarðir. Árið 1746 komi síðan erindisbréf konungs handa biskupum. Samkvæmt 16. gr. erindisbréfsins séu Vilchins- og Gíslamáldagar taldir áreiðanlegir og löggiltir og skuli allar þrætur um eignir kirkna, Varða á Gaphæðréttindi og kúgildi, er standi á jörðum léns- og bændakirkna dæmd og útkljáð eftir þeim.
Á þessum tíma hafi Þingvallakirkja verið lénskirkja og hafi ofangreint erindisbréf konungs, sem gert var á einveldistíma, lagagildi um eignarhald að heimajörð og eignum þar. Hafi á þessum tíma verið einhver vafi um eignarrétt kirkjunnar á jörðinni sjálfri, þar sem landið hefði verið gert að allsherjarfé og lagt til allsherjarneyslu, þá séu öll tvímæli tekin af með erindisbréfinu því samkvæmt konungsboði eigi Þingvallakirkja beinan eignarrétt að heimalendunni, að minnsta kosti. Eignarrétturinn sé því óvefengjanlegur en eftir standi spurningin, hversu langt þetta land hafi náð sem eignarland. Ennfremur standi eftir ýmis álitamál varðandi það útlendi, eða afrétti, sem á síðari tímum hafi verið tileinkað Þingvallakirkju.
Nær samhljóða Gíslamáldaga sé lýsing Þingvallakirkju í vísitasíubók Brynjólfs Sveinssonar frá 25. apríl 1644. Tveimur áratugum síðar hafi sami máldagi verið færður óbreyttur inn í vísitasíubók Þórðar biskups Þorlákssonar, nema hvað þá hafi fleiri jarðir verið eignaðar Þingvallakirkju.
Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segi að kirkjustaðurinn á Þingvöllum hafi átt afrétt á Skjaldbreiðarhrauni, Merking við Skógarkotsem hafi ekki verið brúkaður yfir 40 ár. Þar standi: “Lætur prestur brúka fyrir afrétt Ármannsfell, Kvíindisfell og Gagnheiði.“ Í jarðabókinni komi líka fram, að fleiri jarðir hafi átt afrétt í Skjaldbreiðarhrauni. Þetta hafi ekki aðeins verið hjáleigur Þingvallakirkju, heldur einnig jarðir í einkaeign í Grímsnesi og víðar sem einnig hafi átt þennan upprekstur í Skjaldbreiðarhrauni og virðist svo hafa verið frá fornu fari. Á þessum tíma hafi gróðurfari eitthvað verið farið að fara aftur þannig að not hafi verið minni en áður var, ef þau hafi þá nokkur verið.
Björn Pálsson, prestur á Þingvöllum, hefur þurft að gera grein fyrir mörkum sóknar sinnar árið 1840. Hann hefur fylgt lýsingu bóndans í Oddgeirshólum, en bætt þó aðeins við með því að færa merkin úr skurði norðaustur í Fanntófell áður en þau sveigðu í Eiríksnípu.
Þegar fyrstu lögin um landamerki voru sett 1882 hefur þurft að semja landamerkjabréf fyrir Þingvelli. Sú skrá hafi verið gerð 1. september 1886 en sumarið áður hafi presturinn helgað landamörk Þingvallakirkjulands í austri og norðri með merkjareið, „allt frá því að Gjábakkaland þrýtur og alla leið inn fyrir Skjaldbreið“, eftir að hafa látið boð út ganga til eigenda tiltekinna jarða í Laugardal.
HrauntúnEkki er vitað hvernig Þingvallakirkja hafi eignast sína afrétti í öndverðu. Við samanburð máldaga megi ætla að afrétturinn hafi komist undir eignarráð kirkjunnar á 15. öld eða í byrjun 16. Þó geti verið um það vafi. Benda megi á að eigi síðar en á 14. öld hafi skipting landsins í afrétti verið komin nokkurn veginn í fast horf og fyrir siðaskipti hafi flestar kirkjur fengið þær eignir og hlunnindi sem þær bjuggu að síðar, jafnvel öldum saman. Það sé nokkuð sennilegt að kirkjan hafi frekar eignast afrétt eða beitarítök, þó þess sé ekki getið í Vilchinsmáldaga, og það hafi kannski ekki alltaf verið þörf á að skrásetja allt sem hafi verið á allra vitorði. Þegar frá leið aftur hafi þótt tryggara að færa það allt í letur sem kirkjunni var eignað.
Almennt hefur landnám verið frumstofn eignarréttar á landi. Byggir hann á því, að mörk eignarlanda og þjóðlendu séu þau sömu og landnámsmörk. Í úrskurði óbyggðanefndar eru raktar heimildir um landnám landsvæðisins sem liggur að Þingvöllum eða getgátur um landnám þar. Kemst stefndi að þeirri niðurstöðu að ekki sé að finna heimildir um að land hafi í öndverðu verið numið norðan Lyngdalsheiðar. Þá verði ekki séð að land Í Hrauntúniaustan Öxarár að Lyngdalsheiði og Kálfstindum hafi verið numið sérstaklega, en þetta svæði í vestri telur hann afmarkast af landnámi Ingólfs. Þó er einnig vísað til frásagnar Íslendingabókar um land Þóris kroppinskeggja, og getum að því leitt að það hafi að minnsta kosti náð yfir svæðið á milli Almannagjár og Hrafnagjár.
Af lýsingum þessum er ljóst að óvissa er um nám hins umdeilda landsvæðis í upphafi byggðar á Íslandi. Verður ekki framhjá því litið að tilvitnaðar sagnir eru ekki samtímaheimildir. Sögnin um Þóri kroppinskeggja í Bláskógum virðist hins vegar benda til landnáms á Þingvöllum, en að engu er getið hversu langt inn til landsins það kann að hafa náð.
Allt gerðist þetta áður en fjöllin fæddust. Skrásetjarnir vissu á ekki væri endilega mark takandi á þeim er töluðu mikið, því þeir vissu jafnan lítið. Þeir hlustuðu á þá fáorðu – og skráðu hvert orð.
Ætlunin er að ganga fljótlega um stíg til norðurs frá minjum við Klukkuhólsstíg við Gjábakkaveg, milli Gildruholtsgjáar og Hrafnagjáar, um þriggja km leið að Gaphæðum. Útsýni og landslag á þeirri leið tekur fáu fram.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Mbl. 9. ágúst 1979.
-Landnáma.
-Óbyggðanefnd – úrskurðarorð.

Þingvellir

Þingvallarétt.

Fálkaþúfa

Stapinn geymir ýmislegt ófyrirséð. Þegar FERLIR var á ferð þar nýlega, hafði gengið hina gömlu þjóðleið upp Reiðskarðið og beygt áleiðis yfir í Kvennagönguskarð, sló sólarblett á stóra grassyllu undir ofanverðu hamrabeltinu. Augljóst mátti telja að þarna hefði verið fjárathvarf fyrrum. Þegar komið var inn á sylluna kom í ljós lítill en aflangur skúti inn undir bergið. Þar fyrir innan var spýtnabrak og fleira er einhverjir höfðu komið þar fyrir. Frá munnanum var ágætt útsýni yfir Vogavíkina og Voga.
SyllanÍ örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Voga segir m.a: „Grímshóll er þar efstur, allfrægur úr þjóðsögum. Herjanssæti og Grímshóll mun vera tengt nafni Óðins, æðsta goðs Norðurálfumanna. [Herjanssæti er á landamerkjum Stóru-Voga og Innri-Njarðvíkur við svonefnda Kolbeinsskor.] Austur og inn frá Skor koma björgin með ýmsum nöfnum svo sem Hamarinn, Eggjar og Snös. Þarna er einnig að finna nöfn eins og Hamrabrúnir, Stapabrúnir eða Brúnir og svo eru þarna niður undan Hamraskriður eða Brúnaskriður. Þá kom laut í Brúnirnar og nefndist Gil og lá þar upp með stígur erfiður uppgöngu, nefndist Heljarstígur.
HellirinnHér nokkru innar er svo Brekkuskarð eða Brekkuskor og lá þar upp Brekkustígur og var þar sæmilega auðvelt uppgöngu. Litlu innar var svo Rauðastígur. Nokkru innar er svo Kvennagönguskarð og þar lá upp Kvennagöngu-skarðsstígur. Svo er litlu austar Reiðskarð með Almenningsveginum, Gamla- og var bratt upp að fara. Vestan í skarðinu er lítill hamar og þar í Skútinn eða Hellirinn, var þar fjárskjól allgott. Austan við Reiðskarð er svo Hamarinn, Eystri-. Upp á Hamrinum er Fálkaþúfa og Gjögur. Austan til við Hamarinn lá þjóðvegurinn upp á Stapann í sveig og nefndust þar Moldbrekkur. Upp og austur af Brekkuskarði er Kálgarðsbjalli og þar litlu austar er Miðbjalli og þá Lyngbjalli og Mýrarbjalli. Þar sem Reykjanesbraut liggur upp á Stapann nefndist Lágibjalli. Þar litlu vestar er Hærribjalli eða Stærribjalli og einnig nefndur Háibjalli. Undir bjöllunum eru svo Bjallabrekkur og þar er skógræktargirðing Félags Suðurnesjamanna.“
Þegar FERLIR var inni í Hellinum mátti allt í einu heyra barnsrödd fyrir utan: „Er þetta Hellirinn, pabbi?“ Var þar kominn lítill snáði með pabba sínum, afkomendur Guðmundar Björgvinssonar frá Brekku undir Stapanum. Var faðirinn að sýna syninum hinn alkunna Helli, „sem sæist svo vel frá Vogum“.
Í leiðinni var kíkt á Fálkaþúfu, sem er áberandi á Stapanum frá fjárskjólinu séð. Vestan við það er stærðarinnar bjarg, sem hefur á jökulruðningstímanum náð að tylla sér um stund á smærri steina – og staðnæmst þar um þúsundir ára.
Frábært veður. Gangan tók 22. mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing Voga (GS).

Stapinn

Fjárskjól í Vogastapa.

 

Gvendarhellir

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1954 má lesa eftirfarandi um hraunin við Herdísarvík og Krýsuvík undir fyrirsögninni „Aldargömul Íslandslýsing„.

Jónas Hallgrímsson

Jónas Hallgrímsson.

„Hinn 25. ág. 1838 skrifaði Jónas Hallgrímsson stjórn Bókmenntafjelagsins í kaupmannahöfn og stakk upp á því að fjelagið kysi nefnd manna til þess „að safna öllum fáanlegum skýrslum, fornum og nýjum, sem lýsi Íslandi eða einstökum hjeruðum þess, og undirbúa svo til prentunar nýja og nákvæma lýsing á íslandi, en síðan verði prentuð út af fyrir sig á fjelagsins kostnað“. Sama dag var þetta samþykkt á fundi Hafnardeildar Bókmenntafjelagsins og nefnd kosin 21. sept. s.á. Um veturinn sendi nefndin brjef til allra presta og sýslumanna. Fylgdu brjefunum til prestanna 70 spurningar og til sýslumanna fylgdu 12 spurningar. Jafnframt var biskupi, stiftamtmanni og amtmönnum skrifað og þeir beðnir um að lá málinu fylgi.
Ekki verður annað sagt, en að prestar og sýslumenn hafi brugðist vel við þessari málaleitan. Allar lýsingarnar eru geymdar í Landsbókasafninu, fjögur bindi í folio. Er hjer um að ræða eitt hið merkasta heimildarrit, eigi aðeins um landfræði Íslands, heldur einnig um búskaparháttu, atvinnuvegi, hlunnindi, tíðarfar, þjóðháttu, heilsufar, menningu o.s.frv.
Að vísu eru ekki allar lýsingarnar jafn fullkomnar eins og vænta má, og skara ýsmir prestar fram úr ís kilningi á því, hvernig svörin ættu að vera. Hjer skulu nú birtir stuttir útdrættir úr þessum sóknarlýsingum, sem sýnihorn af þessu handritasafni.

Úr sóknarlýsingu síra Jóns Vestmanns, Vogsósum:

Nes er austanvert við Selvog. Þar á stendur bær með sama nafni. Vestan til við voginn er annað nes. kallað Alnbogi, líkt bognum handlegg hvar Herdísarvík t.a.m. skyldi vera í alnbogabótinni og bærinn með sama nafni við víkurbotninn. Á milli tjeðra nesja er breið sjávarbugt, kölluð Selvogur, en stuttleiks vegna má hún ei fjörður nefnast.

Þau merkilegustu eldhraun eru:

Mosaskarð

Mosaskarð ofan Herdísarvíkur.

a) Stakkavíkurhraun [kom] upp í gosi upp úr Kongsfelli (sem hefir nafn af því, að fjallkóngur í Selvogi skifti þar á haustum fólki í fjárleitir); er Kongsfell kringótt eldborg, með háum börmum og djúpri gjótu innanvert, samanluktri í botninn, svo þar er þó ekki gjá, en grjótið brunnið í sand og vikur, sumt útlits sem sindur. Þaðan liggur hraun þetta þvert um fjallið til útsuðurs og ofan yfir Stakkavíkur landeign, en stansaði rjett fyrir ofan sjálft túnið; er þó upp gróið með góðum högum, smáskógi, beiti- og sortulyngi. Á fjallinu framarlega hefir hraunrenslið skift sjer við grjóthæð nokkra og hlaupið fram af fjallsbrún þar sem heitir Mosaskarð og lýsir nafnið þess útliti. Þessi tangi hraunsins er svartur og gróðurlaus þegar frá fjalli dregst alt fram í sjó.

Sængurkonuhellir

Herdísarvíkurhraun – Sængurkonuhellir.

b) Herdísarvíkurhraun kemur úr Brennisteinsfjöllunum og fram af fjallsbrún beggja megin Lyngskjaldar, en hefir runnið saman aftur á láglendinn fyrir neðan. Þetla hraun er sumsstaðar upp gróið með lyng, litlum skóg, gras, og góða haga í lágum og gjótum. Sums staðar er það svart og ávaxtarlaust, með gjám og stöndum og grámosabreiðum. Engir eru þar hellar eða stórgjár; þó er þar hellir kallaður Sængurkonuhellir, því kvenpersóna hafði einhvern tíma alið þar barn. Hellir þessi er annars ekki stór.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg.

e) Krýsuvíkurhraun [kom] upp í gosi úr Eldborginni í Deildarhálsi, austan til við Krýsuvík. Eldborg þessi er alt eins útlits og Kongsfell. Hraunið er upp gróið með gras, lyng og smáskóg í lautum og brekkum, en grámosaskóm, gjám og stöndum yfir alt þar sem hærra liggur.

Vestan undir Krýsuvíkurhrauni er stór hellir og besta hagaland í kring, í og með hrauninu, samt víðar út um heiðina,“ svo alltíð má beita fje undir vind af hverri átt sem hann er. Hellir þessi er langt frá bæjum, er því erfitt að nota hann í vetrarharðindum.

Arngrímshellir

Arngrímshellir.

Fyrir hjer um bil 100 árum, eða máske nokkuð meir, var bóndi í Krýsuvík að nafni Arngrímur, mig minnir Jónsson. Hann tíundaði jafnan 50 hundruð. Hann hafði fje sitt við helli þenna, en skyldi hafa átt 99 ær grá kollóttar. Systir hans átti eina á einslita, og hætti hann ei fyr að fala hana af systur sinni, en hún yfirljet honum ána sárnauðug. Sama veturinn seint gerði áhlaupabyl, sem stóð 6 dægur. Hrakti þá alt hans fje fram af Krýsuvíkurbergi hjer og þar til dauðs og algjörs taps, því sjórinn tók við fyrir neðan bergið en vindurinn rak til hafs. Í hengisfönninni framan í bergsbrúninni stóð grákolla alein er hann fjekk hjá systur sinni, þegar hann eftir bylinn fór að leita að fjenu. Tekur hann ána þá og reynir í 3gang að kasta henni fram af berginu, en gat aldrei kastað henni svo langt, að hún fœri niður fyrir. Og jafnótt og hann losnaði í hvert sinn við hendur hans, brölti hún upp að knjám honum. Loksins gaf hann frá sjer, og skal hafa sagt löngu seinna, að út af þessari á hefði hann eignast 100 fjár. Þetta hef jeg af sögusögn og gef það ei út sem áreiðanlegan sannleik. Ævilok Arngríms urðu þau, að steinn datt á hann úr Krýsuvíkurbergi og marði hann í sundur og 2 manneskjur aðrar. Þetta er víst.

Arngrímshellir

Gvendarhellir í Krýsuvíkurhrauni.

Árið 1827 kom gamall bóndi til Krýsuvíkursóknar, Guðmundur Bjarnason, bygði nýbýlið Læk aldeilis að stofni, átti margt fje, helt því við áðurnefndan helli. En þar honum þótti langt að hirða það þar, bygði hann þar annan bæ dásnotran sem hinn, með glergluggum, sængurhúsi alþiljuðu með 2 rúmum; í hinum karminum geymsluhús. Bygði hann hús þetta framan við hellisdyrnar og rak fjeð gegnum göngin út úr og inn í hellinn, hlóð af honnm þvervegg, bjó til lambastíu, gaf þeim þar þá henta þótti, bjó til jötur úr tilfengnum hellum alt í kring. Í stærra parti hellisins gaf hann fullorðna fjenu í innistöðum (sem verið mun hafa alt að 200 eftir ágiskun manna), flutti þangað talsvert hey og smiðju sína, og mun hafa starfað þetta að mestu, ef ei öllu leyti, aleinn á einu ári. Þarna var hann 10 vetur samfelt yfir kindum sínum aleinn, en á sumrum heima. Loks gafst hann upp yfir sjötugt og sagðist hafa verið smali síðan hann hafði 6 ár á baki.

Gvendarhellir

Gvendarhellir og húsið framan við hellisopið.

Frá landnámstíð hafa menn engar sögur um breytingar á landslagi alt til l367 að Oddgeir biskup í Skálholti visiteraði kirkjuna á Strönd. Telst hún þar eiga 30 hndr. í heimalandi. Þaðan frá hafa menn enga vissu hjer um fyrri en um daga Erlends lögmanns Þorvarðssonar, sem eftir Árbókum Esphólíns bjó mektarbúi á Strönd í full 30 ár fyrir um og eftir trúarbragðaendurbótina. En hjer uum bil 1700 telur sveitarbragur Jóns bónda Jónssonar í Nesi 7 búendur á Strönd meinast þar sjálfsagt með hjáleigu býli. 1749 er hún (þessi jörð) með öllum sínum afhýlum öldungis eyðilögð „af sandfoki og þá þó fyrir nokkrum árum.

Æsubúðir

Geitahlíð.

Þar sem ekki er sandágangurinn, þar eru skriðuföll, blástrar; þar að lýtur saga Árna Þorsteinssonar, merkisbónda í Herdísarvík, og þannig hljóðar: ..Þegar jeg var 8 ára fór jeg fyrst með föður mínum út með Geitahlíð og sá jeg þá í einum stað eitt lítið flag blásið í aur hjertta austast í hlíðarhorninu en hvergi annarsstaðar, heldur einlægt graslendi og blóma yfir alt að líta“. Þessa sögu sagði hann mjer þá við eitt sinn urðum samferða með nefndri hlíð, af forundran yfir því hversu hrörleg hún var þá orðin er hann var sjötugur. Sáust þá í henni fáienir grasgeirar hjer og hvar að neðanverðu og einstakir fáir grasblettir einasta þar, sem hlje var við landnyrðingi. —

Strandarkirkja

Kirkjan á Strönd.

Kirkjan á Strönd í Selvogi er kölluð heimakirkja; hún er enn á sama stað, einmana á eyðisandi, þar sem Strandarbær var meðan jörð þessi var bygð. — Hjer var þingabrauð þar til árið 1749 að ekkjufrú biskups Jóns Árnasonar keypti, eður þó hann áður andaðist, eyðijarðirnar Strönd og Vindás og gáfu til Selvogs prestakalls. Síðan hafa prestarnir verið kirknanna forsvarsmenn, en Vogósar hafa ætíð, eftir sem áður, verið prestsetur, en Krýsuvík annexia.

Húshólmi

Húshólmastígur um Ögmundarhraun.

d) Ögmundarhraun; lítið fyrir vestan Krýsuvík runnið vestan úr Amenningi, sem allar er líka hraun en þó grasi og skógi vaxið — er hann stórt óskipt landspláss hvar Krýsuvík á líka skógarítak. Ögmundarhraun er ekki upp gróið, heldur svart og ljótt útlits: gengur það heilt fram í sjó rjett fyrir austan Selatanga. Austan til við hraun þetta er kallaður Hríshólmi. Þar eru stórar húsatóttir niður sokknar og ein þeirra snýr eins og kirkjur vanalega; hefir það verið vel stórt hús; þó sjást ei tóftirnar allar því hraunið hefir hlaupið yfir þær að vestanverðu, hvað mikið veit maður ekki, þó til að geta eftir sjón á því sjáanlega, yfir fullan helming, því þar hefir vafalaust verið stórbygging. Þar eru 2 túngarðshringar; og hjer um bil 20 faðmar milli þeirra.

Húshólmi

Húshólmi – Kirkjulágar.

Meina menn að Krýsuvík hafi þar verið áður hraunið hljóp þar yfir, en við það tilfelli verið flutt upp í fjallavikið, sem þar er þó töluvert langt frá. Við sjóinn er vík, sem bærinn gat nafn af tekið, nl. Hælsvík nú nefnd.

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi – fjárborg.

Í hrauni þessu, spölkorn hjer frá, er og óbrunninn hólmi og ófært; hraun alt um kring nema einn lítill stígur, sem síðar hefir verið ruddur. Hólmi þessi nefnist Óbrennishólmi. Þar er sagt smalinn hafi verið með heimilisfjeð meðan hraunið hljóp fram yfir heila plássið (þar eru og 2 misstórar fjárborgarústir) og að hann hafi ekki getað komist undan því annað en á hól þennan, sem hraunið umkringdi.

Eiríksvarða

Eiríksvarða á Svörtubjörgum.

Eiríksvarða; þó Eiríksvarða sje ekki frá forntíð, er það samt ekki ómerkilegt að hún skuli enn nú standa óröskuð eftir svo langa tíð. – Hún er einhlaðin, á mjög hárri fjallsbrún, 1 fet er fyrir framan hana að skörpustu brúninni. Hún er 1 faðmur að neðan, úr einhlöðnum steingarðsparti, er svo hver steinn lagður yfir annan; flatir og ílangir eru þeir; allir snúa endar þeirra til beggja hliða; allir eru þeir smáir sem lítilfjörlegir utan veggs hleðslusteinar. Hún er smáaðdregin frá báðum endum, ávöl að ofan og á hæð meðalmanni neðanvert á síðu, snýr austur og vestur til endanna, en flöt að norðan og sunnan. Þessi Eiríkur Magnússon var lengi prestur í Selvogi, þótti skrítinn í ýmsu, og dó 1716. Af hans langa prestskap má ráða að hann hafi aldraður orðið, og skyldi menn setja að hann hefði vörðuna hlaðið 6 árum fyrir afgang sinn, þá er hún búin að standa 123 ár.

Krýsuvíkurberg 1972

Krýsuvíkurberg.

Arngrímur Bjarnason, sonarsonur Arngríms lærða, og hafði lengi verið ráðsmaður í Skálholti.
Hinn 9. ágúst 1724 fór hann á báti í sölvafjöru undir Krýsuvíkurbergi „og með honum karlmaður einn og kvenmenn tveir. Og er þau voru farin til að taka sölin, sprakk hella mikil fram úr berginu og kom á þau, svo að hún laust Arngrím í höfuðið til bana, og undir henni varð karlmaðurinn er honum fylgdi og önnur konan, en önnur komst lífs undan; tók hellan þó hælinn af öðrum fæti hennar, og skaðaði hana ekki að öðru. Var hella þessi 13 faðma löng og 11 faðma breið. Náðust lík allra þeirra þriggja, er ljetust“ (Vallaannáll). Öðrum annálum ber saman um hve margir hafi farist þarna, en Hítardalsannáll segir: —
„Vinnukona hans mjög lömuð komst af og aðrir tveir sem af ofboði hlupu fram í sjó og náðu til skipsins“.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 49. tbl. 23.12.1954, Aldargömul Íslandslýsing, bls. 642-645.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg.

Helghóll

Innan lögsagnarumdæmis Grindavíkur eru fjölmörg örnefni er minna á álfatrú og huldufólkssögur. Eftirminnileg dæmi er álfhóllinn á vinnsluplani „Risikó“ (Þorbjörn) ofan við Svíragarð, sem fékk að halda sér þrátt fyrir þörfina á athafnarými við vinnslustöðina. Segja má því með sanni að hóllinn sá sé virðingarverð afstaða hlutaðeigandi til slíkra minja.
SkipsstígurEnn einn huldufólkshóllinn í Grindavíkurlandi er Helghóll. Fáir Grindvíkingar vita hvar hann er að finna, enda eðlilegt. Hóllinn hefur verið afgirtur frá bæjarbúum og flestum öðrum í u.þ.b. 60 ár þrátt fyrir að hann er ekki nema í rúmlega örskotsfæri frá höfuðbýlinu Járngerðarstöðum.
Í örnefnalýsingu Járngerðastaða segir m.a.: „Upp af Silfru voru Eldvörpin, en þau eru nú horfin því herinn sléttaði þau út. Vestur af þeim er Eldborg. Þar upp af er graslendi sem nefnt er Lágafellsheiði. Um hana lá vegurinn til Keflavíkur [Skipsstígur]. Þar vestur af er Bjarnafangi (S.T.) eða Bjarnafles. Þetta er klöpp rétt vestur eða norðvestur af Eldborg. Hjá henni er Litliblettur. Þá er Stóriblettur og Langhóll vestur af Eldvörpum.“
Þegar hér er komið er rétt að geta þess að örnefnalýsingin miðast fyrst og fremst við tvennt; annars vegar heimabæina á Járngerðarstöðum og hins vegar hina fornu þjóðleið til Njarðvíkur, Skipsstíginn. Stígurinn sá liggur upp frá Járngerðarstaða-bæjunum svo til í beina línu upp með vestanverðu Lágafelli. 

Byrgi

Meginhluti leiðarinnar þarna er innan mannheldrar girðingar loftskeytastöðvar sem verður hefur þar í alllangan tíma, svo langan að fæstir hafa farið þar um fótgangandi í næstum einn mannsaldur (sjá þó meira HÉR).
Þegar FERLIR leitaði eftir því við starfsmenn Kögunar, sem rekur fjarskiptastöðina nú, að fá að skoða svæðið á ný m.t.t. örnefnalýsingarinnar, var leyfi til þess góðfúslega veitt. Hafa ber í huga að á svæðinu er mörg viðkvæm svæði og beinlínis hættuleg. Það er því full ástæða til að virða allar takmarkanir, sem gilda um aðgang að því.

Helghóll

Helghóll.

Þegar inn fyrir girðinuna var komið var örnefnalýsingin dregin upp að nýju: „Norður af Eldvörpum er grashóll sem heitir Helguhóll og kringum hann eru grasivaxnar lágar, Helghólslág (S.T.) eða Helghólslautir. Hóllinn sjálfur er toppmyndaður, þar var sagt að hefði verið huldufólkskirkja. Upp af Helghól er Lágafell.“ Auk þess segir: „Austan við gamla veginn ofan túns skammt frá Silfru er Garðhúsahraun. Þar er nú mikið af trönum. Hraunkriki inn í Garðhúsahraunið austanvert heitir Leynir. Þá er Strókabyrgjahraun [þar sem grunnskólinn er núna]  þar sem er t.d. hús Guðsteins Einarssonar. Þar upp af er Svartikrókur vestan við hraunið en Kúadalur í hrauninu þar sem vegurinn liggur.
Eldvarpahraun tekur við vestan við Kúadal. Lágafellsheiði heitir Skipsstígureinkum austur af gamla Keflavíkurveginum en þegar komið er upp fyrir Lágall heitir vegurinn Skipsstígur, sem áður er nefnt. Norður af Lágafelli er svo Skipsstígshraun.“
Við skoðun á vettvangi var Helghóll augljós; toppmyndaður gróinn hóll neðan við Lágafell. Að vísu er hóllinn gróinn mót vestri og suðvestri, þ.e. þegar horft er á hann frá Skipsstígnum, en annars er hann klettóttur mót suðri og suðaustri og sendinn mót norðri. Beggja vegna eru hinar grónu lágar, sem fyrr er lýst. Gæs hafði komið sér vel fyrir undir hólnum og verpt í lágina, á öruggum stað – innan girðingar. Á hólnum hefur verið hlaðið byrgi, sennilega frá því fyrir tíma girðingarinnar og þá af refaskyttum. Ekki er langt að bíða að byrgið verði að fornleif því skv. skilgreiningu Þjóðminjalaga verða allar mannvistarleifar eldri en aldargamlar sjálfvirkt að fornleifum. Á það líka við um álfa- og huldufólkshóla eins og Helghól. Að vísu er þá ekki miðað við myndun hólsins heldur hvenær skráðar voru heimildir um slíkan átrúnað – sem verður að teljast sérkennilegt því álfar og huldufólk verða jú miklu mun eldri en menn.
Til gamans má geta þess að starfsmenn fjarskiptastöðvarinnar voru mjög áhugasamir um allan fróðleik um örnefni og minjar á svæðinu. Með góðri vitneskju og vitund þeirra má ætla að minni líkur verði á ómeðvituðu raski á slíkum stöðum í framtíðinni.
Frábært veður. Gangan tók 18 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Járngerðarstaði.

Helghóll

Helghóll sunnan Lágafells.

Urriðakot

Gengið var um vestan- og norðanvert Urriða[kots]vatn.
Fylgt var gömlum upplöðnum akvegi að rás norðvestan við Vegurinnvatnið. Vegurinn var rofinn á vaði svo ganga þurfti með mýri, Vesturmýri, og sæta lagi við að komast yfir hana til norðurs utan Vesturviks. Annars var forvitnilegt að virða fyrir sér nýtt útsýni þarna til norðvesturs, ólíkt því sem áður var. Gæsir, álftir og vaðfuglar fylltu mýrartjarnir, sem þarna eru í grónum hraunkrika, en í stað þess að sjá Garðahraunið í bakgrunni, líkt og áður var, blöstu nú við verslanir BYKO og IKEA. Sennilega leiða fáir viðskiptavinir þessara verslana huganum að þessum mýrartjörnum og fuglalífinu þar. Enda kannski eins gott því lóan hafði verpt í hraunkantinum og gæsin í mýrarhólma.
Í örnefnalýsingu Svans Pálssonar fyrir Urriðakot segir m.a. um þetta svæði: „Kvíaflöt heitir allmikið barð norðvestan við túngarðinn og ofan við veginn, sem lá norðvestur frá bænum. Kvíaflöt var gerð að túni skömmu áður en Urriðakot fór í eyði.
Vegurinn, sem hér um ræðir, Fuglalífið á Vesturmýrivar Urriðakotsvegur nýrri. Hann var lagður um 1930 norðvestur úr túninu, yfir mýrina og Hrauntangann, gegnum túnið á Setbergi á Setbergsveg vestan við bæinn á Setbergi. Hann var lagður sem bílvegur og var þá hætt að nota Urriðakotsveg eldri, sem áður er nefndur, en sá vegur var ekki bílfær. Ofan við Kvíaflöt er Grjótréttin vestri, rústir gamallar réttar. Norður af Grjótréttinni er einstakt barð, er nefnist Trantur, en skammt vestur og niður af Trantinum er langt barð, sem nefnist Langabarð. Það nær alla leið niður að Vesturmýri, en svo kallast einu nafni mýrin milli holtsins og hraunsins. Norðvestur af Langabarði neðst er Höskuldarklettaflöt, sem dregur nafn af klöppum, sem kallast Höskuldarklettar og eru fyrir neðan flötina. Sá hluti holtsins, sem er upp og norður af Höskuldarklettaflöt, kallast Brekkur, og norðvesturendi holtsins nefnist Brekkutögl.
Urriðakot-3Sá hluti hraunsins, sem skagar út í Urriðakotsvatn, kallast Hrauntangi, og er hluti af honum í Setbergslandi. Í miðri Vesturmýri liggur Urriðakotsvegur yfir vatnslænu, sem nefnist Kelda. Við vegagerðina var hún brúuð og brúin nefnd Keldubrú. Áður var hún stikluð á steinum nokkru norðar. Þegar norðvestar kemur í mýrina, var læna þessi kölluð Rás. Rásin var stikluð á steinum, sem kallaðir voru Rásarbrú á Stórakróksgötu, sem lá að heiman vestur í Stórakrók, sjá síðar.
Vikið sem gengur norður úr vatninu milli Hrauntanga að vestan og holtsins að austan, heitir einu nafni Vesturvik. Litla vikið í norðausturhorni

Urriðakot-4

Vesturviks heitir Tjarnarvik, en í norðvesturhorni Vesturviks er einnig lítið vik og nefnist það Forarvik. Í Forarvik safnaðist mikið af fergini og varð að forarvilpu. Mýrin sunnan vegar, en norðaustan undir Hrauntanga, kallast Kriki. Sá hluti Hrauntanga, sem skagar lengst út í vatnið til suðurs, heitir Mjóitangi. Réttartangi skagar austur úr Hrauntanga nokkru sunnan við mitt Vesturvik. Sunnan við Krika liggur gamall grjótgarður þvert yfir Hrauntangann. Heimildarmanni er ekki kunnugt um nafn á honum. Í Hrauntanga rétt norðvestan við Mjóatanga er stór klettur með sýlingu í. Hann kallast Sýlingarhella og er á mörkum Urriðakots og Setbergs.“
Annars má segja bæjaryfirvöldum í Garðabæ það til hróss að þau skyldu sjá aumur á tjörnunum sem og afnotendum þeirra, sem greiða ekki opinber gjöld til sveitarfélagsins líkt og verslanirnar handan þeirra. Hins vegar fengu ófáar birkihríslurnar og hraunmyndanirnar að kenna á umbyltingu svæðisins í þágu mannfólksins og kaupaþörf þess. Fáir virðast hafa haft taugar til umhverfisins, enda aldrei litið það augum þess sem bæði veit og skilur.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Urriðakot (SP).

Lóuegg

Arnarhóll

Arni Óla skrifar í Lesbók Morgunblaðsins árið 1958 um „Úr sögu Arnarhóls„:

Arnarhóll

Arnarhóll – fornleifarannsókn 1955.

„Nú er byrjað að grafa upp gömlu traðirnar í Arnarhólstúni. Er því ekki úr vegi að rifja upp gamlar minningar frá þessum stað.
Arnarhóls er fyrst getið í Landnámu, ekki sem jarðar, heldur sem örnefnis. Ingólfur Arnarson varpaði öndvegissúlum sínum fyrir borð, er hann var kominn í landsýn, og hét að byggja þar sem þær kæmi á land. Öndvegissúlurnar fundust síðar reknar „við Arnarhvol fyrir neðan heiði“. Heiðin, sem hér er átt við, er Mosfellsheiði.

Arnarhóll

Arnarhóll og nágrannajarðir 1703.

Út af orðalagi frásagnar Landnámu hafa ýmsir haldið því fram, að Ingólfur muni hafa reist bæ sinn á Arnarhóli. En það getur ekki verið rétt. Ari fróði kallar bæ hans Reykjavík, og það er sami bærinn, sem lengi var aðeins kallaður Vík og stóð undir brekkunni syðst í Aðalstræti, sem nú er. Auðvitað hefir bær Ingólfs verið höfuðbólið hér, og það sem tekur af allan vafa hér, er það, að Vík átti allt landið upphaflega. Af vitnisburði um landamerki Víkur, teknum um 1500, má glögglega sjá að bæirnir Hlíðarhús, Sel, Skildinganes og Arnarhóll voru allir byggðir í Víkurlandi. Hitt er ekki vitað hvenær þeir voru reistir, né heldur hvenær þeir urðu sjálfstæðar jarðir. En það hefir verið löngu fyr en þetta var og þó var enn óskipt beitiland.
Arnarhóll
Af Vík og bæunum þar um kring fara engar sögur um aldir. Veit því enginn hvernig stendur á því, að jörðin var brytjuð niður í mörg býli. En Arnarhóls er næst getið í gjafabréfi, dagsettu í Engey 27. marz 1534. Það bréf er svo: „Það geri eg, Hrafn Guðmundsson, heill að viti, en krankur á líkama, góðum mönnum kunnugt með þessu mínu opnu bréfi, að eg gef jörðina alla Arnarhól, er liggur á Seltjarnarnesi í Víkur kirkjusókn, heilögu klaustri í Viðey til ævinlegrar eignar, en mér til eilífs bænahalds, með þeim skilmála, að jörðin skal hvorki seljast né gefast frá klaustrinu, en tíundast ævinlega þar sem hún liggur, þeim mönnum hjáveröndum: húsfrúnni Þórey Narfadóttur, Guðbrandi Jónssyni og Ingjaldi Jónssyni. En ef guð gefur mér minn bata, heilsu og styrk, þá er fynefnd jörð, Arnarhóll, mín eign og í minni umsjá svo lengi sem guð gefur mér lífdagana, en eftir mína framferð skal hún klaustursins eign vera, sem fyr segir“.

Arnarhóll

Arnarhóll – býli 1787.

Ekki er víst að Hrafn hafi búið á Arnarhóli, en hann er seinasti bóndinn, sem á þá jörð. Nokkrum árum seinna kastaði konungur eign sinni á allar jarðir Viðeyarklausturs, og þá hafa verið rofnir þeir skilmálar, sem Hrafn setti fyrir gjöfinni, því að þá mun hafa verið lokið hinu „eilífa bænahaldi“ fyrir sál hans. Um hitt skilyrðið, að jörðin mætti hvorki gefast né seljast, er að vísu það að segja, að hún var hvorki gefin né seld, heldur var henni bókstaflega rænt. Húsfrú Þórey Narfadóttir, sem var vitundarvottur að gjöf Hrafns, hefir sennilega verið mágkona Orms sýslumanns Jónssonar í Vík og móðursystir Narfa Ormssonar sýslumanns, sem var seinasti sjálfseignarbóndi í Vík. Narfi sýslumaður lét dóttur sína heita Þórey, og bendir það til skyldleikans.

Arnarhólsland

Reykjavík

Reykjavík 1801.

Það mun sennilega hafa verið um þetta leyti, eða þó öllu heldur fyr, að Arnarhólslandi var skipt úr Víkurlandi. Þykir líklegast að það hafi verið gert um leið og hjáleigurnar Skálholtsskot og Stöðlakot byggðust. Nafnið Stöðlakot bendir til þess, að þar hafi verið stöðull. Nokkru ofar, eða þar sem nú er lóð Ingólfsstrætis 9, var þá varða, sem kölluð var Stöðulvarða og bendir það nafn til hins sama. Efst á holtinu, þar sem minnisvarði Leifs heppna stendur nú, voru beitarhús frá Arnarhvoli, og allt holtið var þá kallað Arnarhólsholt, en Öskjuhlíðin Víkurholt. Þegar landamerki voru nú ákveðin milli Víkur og Arnarhóls, voru þau úr Stöðulvörðu og vestanhalt við beitarhúsin og þaðan upp í Breiðamýri að Rauðarárlæk, en síðan réði lækurinn landamerkjum til sjávar. Þetta var þá allt Arnarhólsland.

Skólavarðan

Skólavarðan á Arnarhólsholti.

Þegar beitarhúsin voru reist, hefir bóndinn á Arnarhóli sjálfsagt átt allmargar kindur. En nokkuru eftir að skiptin fóru fram, munu húsin hafa verið lögð niður, því að þess er getið 1777, að þau sé ekki annað en gamlar rústir. En upp úr þessum rústum munu skólapiltar hafaa tekið efni í Skólavörðuna, sem hlaðin var á árunum 1785—86. Þannig hafa beitarhúsin horfið. Og þær eru einnig horfnar Skólavarðan og Stöðulvarðan.
Arnarhóll hefir eflaust misst spón úr askinum sínum þegar landinu var skipt. Áður hefir hann haft kúahaga og hrossahaga suður í Vatnsmýri, í sameiginlegu beitilandi, en eftir það ekki aðra haga heldur en meðfram Rauðarárlæknum. Sennilega hafa þó verið sæmilegir sauðfjárhagar í holtinu um þær mundir. Annars missti Arnarhóll ekki öll sín hlunnindi af sambýli við Vík, því að hann átti enn um langt skeið torfristu, stungu og móskurð til eldiviðar í Víkurlandi, og er þess getið í Jarðabókinni 1703.

Arnarhóll um 1700

Arnarhóll

Arnarhóll – kaupstaðalóðin 1787.

Fyrstu glöggvar upplýsingar um Arnarhól er að fá í Jarðabókinni. Þá er þar tvíbýli og búa þar bræður tveir, Tómas og Jón Bergsteinssynir. Var heimilisfólk hjá öðrum 6 manns, en hjá hinum 5. En auk þess var hjá Tómasi tómthúsmaður, Guðni Eyólfsson að nafni, með konu og barn, og þar að auk húsmaður, sem Klemens Jónsson hét. Hjá Jóni var og tómthúsmaður, sem Guðlaugur Höskuldsson hét, og bjó hann með öðrum manni í kofa heima við bæinn. Heimilisfólk hefir því verið 17 manns. En svo voru löngum aðkomumenn þar, því að þaðan gengu 1—3 kóngsskip og fylgdi þeim engin verbúð, svo að bændur voru skyldaðir til að hýsa skipshafnirnar, hvort sem voru ein eða fleiri, og fengu ekkert fyrir nema soðningarkaup. Á þessu má sjá, að þarna hafa þá verið allmikil húsakynni.

Arnarhóll

Arnarhóll 1787.

Vatnsból var talið slæmt á Arnarhóli. Það var brunnur neðst í túninu rétt þar hjá sem Söluturninn stendur nú. Margir Reykvíkingar muna eflaust eftir honum, því að hann var þarna til skamms tíma, en nú hefir verið steypt stétt yfir hann. Við vitum ekki hve mikil eftirsjá er að þessum brunni, en þessi hafa orðið örlög margra gamalla minja hér — þær hafa verið afmáðar þegjandi og athugalaust. Það var ekki eina kvöðin á bændum að hýsa sjómenn kóngs, heldur urðu þeir sjálfir að kosta viðhald bygginga. Auk þess urðu þeir að flytja Bessastaðamenn, hvenær sem þeir kölluðu, annaðhvort sjóveg út í Viðey, eða upp á Kjalarnes, og svo landveg til Skildinganess. Enn urðu þeir að slá einn dag hvor úti í Viðey og gjalda tvo heyhesta til fálkanna, eftir að farið var að flytja þá út í Hólmi.

Arnarhóll

Arnarhóll 1850.

Bessastaðavaldið var sjaldan nærgætið við landseta konungs. Það hafði þó átakanlegast komið í ljós í fardögum 1681. Þá kom maður frá Bessastöðum og krafðist þess af einum ábúanda Arnarhóls, Ásbirni Jóakimssyni (sem líklega hefir búið á Litla-Arnarhóli en var þá að flytja sig búferlum þaðan), að hann ferjaði sig yfir Kollafjörð (eða inn í sund). Ásbjörn þóttist ekki skyldugur til þess, þar sem hann var að flytja burt af jörðinni. En fyrir þessa neitun var hann hýddur á Kópavogsþingi stórhýðingu, er næst gekk lífi hans. Og aldrei fékk hann leiðrétting sinna mála.

Tukthúsið kemur

Arnarhóll

Arnarhóll og tukthúsið um 1820.

Árið 1759 olli straumhvörfum í sögu Arnarhóls. Þá gaf konungur út skipun um að þar skyldi reist tukthús. Er mælt að Skúli Magnússon landfógeti hafi verið hvatamaður þess, og hafði hann ráðlagt stjórninni að leggja eignir Þingeyraklausturs til stofnunarinnar. Stjórnin fellst á þetta á þann hátt, að tekjur Þingeyraklausturs og Arnarhóll skyldi lagt tukthúsinu þangað til það gæti séð um sig sjálft. Þótti henni sem tukthúsið væri vel sett þarna, því að það gæti alltaf fengið ull hjá iðnstofnununum og látið fangana tæta úr henni, og þar að auki lægi jörðin svo vel við sjó, að ætíð væri hægt að fá fisk handa föngunum.

Arnarhóll

Arnarhóll 1874.

Magnús Gíslason amtmaður fann upp á því snjallræði, að nota skyldi íslenzka afbrotamenn til þess að vinna að byggingu tukthússins, og skyldu þeir með því kaupa sig undan Brimarhólmsvist. Þetta þótti stjórninni fyrirtak, því að með þessu móti mundi kostnaður við bygginguna verða minni. Var svo byrjað á því 1762 að láta hina sakfelldu grafa fyrir grunni og draga að grjót.
Tukthúsið mun hafa verið talið fullsmíðað árið 1764. Þótti þetta furðumikið hús, 44 alna langt og 16 alna breitt. Það hafði líka kostað 700—800 ríkisdali. Til tukthússins voru ráðnir tveir embættismenn, ráðsmaður (kallaður ökonomus) og fangavörður. Skyldu þeir hafa hálfar tekjur hvor af Arnarhóli, auk launa sinna.

Arnarhóll

Arnarhóll 1882.

Fyrsti „ökonomus“ varð Guðmundur Vigfússon lögréttumanns Sigurðssonar í Hjörsey. Hafði hann stundað lögfræðinám við háskólann í Kaupmannahöfn í fjögur ár, en ekki lokið prófi. Var talið að hann hefði hlotið þetta embætti vegna þess, að hann var systursonur Þórunnar konu Magnúsar amtmanns Gíslasonar. Hann gegndi þessu starfi í 22 ár, eða fram til 1786.
Um þessar mundir bjó á Arnarhóli Gissur Jónsson lögréttumaður. Hann var kvæntur Silfu dóttur Jóns Oddssonar Hjaltalíns sýslumanns, sem var seinasti ábúandi í Vík (Reykjavík). Gissur var talinn meðal fremstu manna hér um slóðir á sinni tíð. Var hann hreppstjóri um 25 ára skeið og meðhjálpari í 20 ár. Hann var fæddur á Arnarhóli, ólst þar upp og fékk byggingarbréf fyrir jörðinni 1744, líklega lífstíðar ábúð.

Arnarhóll

Arnarhóll – Hafnarstræti og Reykjavíkurhöfn 1931.

Vorið 1768 byggði Guðmundur „ökonomus“ honum út af jörðinni. Gissuri kom þetta mjög á óvart, og þóttist hart leikinn. Leitaði hann þá á náðir stiftamtmanns, ritaði honum bréf á alþingi við Öxará þá um sumarið og bað hann að styrkja sig til þess að hann fengi haldið jörðinni. En það bar engan árangur. Gissur varð að flæmast þaðan. Fluttist hann þá suður með sjó. Silfa kona hans var enn á lífi 1777 og átti þá heima í Kirkjuvogi í Höfnum.

Arnarhóli hrakar

Traðarkot

Traðarkot.

Nú tók Guðmundur „ökonomus“ undir sig túnið á Arnarhóli, sem var stórt og gott og girt með ramefldum grjótgarði. Náði garður sá utan frá sjó um það bil er Klapparstígur kemur nú niður á Skúlagötuna og lá svo skáhalt uppeftir um það bil er nú stendur hús prentarafélagsins við Hverfisgötu, neðan við Traðarholt og að Laugavegi 3 sem nú er, en þaðan beint niður að læk, eins og gangstéttin norðan Bankastrætis liggur nú. En tún þetta skiptist í tvennt af tröðunum miklu, sem náðu frá Traðarkoti niður að lækjarósnum, og voru aldar 120 faðmar á lengd. Eftir að Gissur var hrakin frá Arnarhóli bjuggu þar tómthúsmenn, fyrst Sigurður Magnússon smiður frá Skálabrekku. Hann var jafnan kallaður timburmaður, og við hann var kenndur Timburmannsbærinn, nú Tjarnargata 5 B.

Traðarkot

Traðarkot.

Húsakosti jarðarinnar tók mjög að hnigna upp úr þessu, því að þurrabúðarmenn voru ekki skyldugir að sjá um viðhald húsa, og ekki mun Guðmundur „ökonomus“ hafa hugsað um það. Þegar hann lét af ráðsmennsku tukthússins, voru húsin tekin út og voru „í mestu niðurlægingu“ Baðstofan þar er þá talin 10 alnir á lengd, en ekki nema 3 3/4 alin á breidd. Þetta ár fluttist þangað Ólafur Valdason frá Rauðará og átti þar lengi heima. Hann var faðir Hróbjartar í Traðarkoti, sem var hinn efnilegasti maður í æsku, heljarmenni að burðum og syndur sem selur. En hann lagðist í óreglu og gat sér það orð, að hann væri mesti brennivínsberserkur bæarins. Ólafur Valdason drukknaði í mannskaðaveðrinu mikla 6. apríl 1830. Vegna þess manntjóns, sem þá varð, var efnt til samskota. En samskotafénu var ekki öllu úthlutað, heldur sumt af því sett á vöxtu, og síðan myndaður af því Fiskimannasjóður Kjalnesinga.

Málfríður Sveinsdóttir

Málfríður Sveinsdóttir.

Árið 1828 var bærinn á Arnarhóli orðinn svo hrörlegur, að hann gat naumast talizt mannabústaður. Þá lét Hoppe stiftamtmaður rífa hann og slétta yfir rústirnar. Sá, sem seinastur átti heima í þessu greni, hét Sveinn Ólafsson. En þótt vistarverurnar væri lélegar, ólst þarna upp sú stúlka, er talin var fegurst allra kvenna í bænum á sinni tíð. Hún hét Málfríður og var dóttir Sveins. Hún var framreiðslustúlka á klúbbnum þegar Gaimards-leiðangurinn var hér, og virðist svo sem þeim Frökkunum hafi litizt mætavel á hana, því að málarinn Auguste Mayer gerði af henni mynd í viðhafnarbúningi, en Xavier Marmier, sem þá var aðeins 26 ára, eignaðist barn með henni. Var það drengur og hét Sveinn Xavier. —

Marmier Xavier

Marmier Xavier.

Þegar Sveinn Ólafsson varð að fara frá Arnarhóli, reisti hann sér bæ, er hann kallaði Þingvöll, þar sem nú er Skólastræti. Á Arnarhóli var hjáleiga 1703 og nefndist Litli-Arnarhóll, stundum nefnd Arnarhólskot. Það fór í eyði um 1800. En þá var komið annað tómthúsbýli í túninu og hét Sölvahóll. Það reisti Einar Eiríksson, sem áður var í Þingholti. Sölvahól endurreisti Jón hreppstjóri Snorrason 1834, og var það talið snotrasta tómthúsmannsbýli í bænum um þær mundir. Seinna reyndu stiftamtmenn að koma Sölvahól burt, en þar var ekki hægt um vik, því að Hoppe hafði gefið lífstíðar ábúð. Seinna reisti Benedikt sótari bæ í Arnarhólstúni (1886) og kallaði Höfn. Stóð hann þar sem nú er hús Fiskifélags Íslands.

Tukthúsið verður að kóngsgarði

Tukthús

Tukthúsið – teikning. (Teikningin virtist glötuð, en fannst síðar á Þjóðskajalasafninu.)

Um sögu tukthússins er óþarft að skrifa, því að það hefir verið gert áður. Þess má aðeins geta, að árið 1813 rak Castenskjöld stiftamtmaður fangana burt og heim á sínar sveitir, en 1816 var tukthúsið lagt niður. Árið 1819 kom Moltke stiftamtmaður hingað og settist að í tukthúsinu; var því þá breytt svo sem hæfði bústað svo virðulegs embættismanns. Og þá skipti það auðvitað um nafn. Áður hafði það í daglegu tali verið nefnt „Múrinn“, en nú var farið að kalla það Kóngsgarð. Þarna var svo bústaður stiftamtmanna hvers fram af öðrum fram til 1873 og síðan bústaður landshöfðingja fram til ársins 1904, er innlend stjórn tók við. Þá var húsið gert að skrifstofu stjórnarinnar og hefir síðan verið kallað Stjórnarráð.

Helgi G. Thordersen

Helgi G. Thordersen, biskup.

Þess má ef til vill geta, að í tukthúsinu fæddist einn af nafnkenndustu mönnum þjóðarinnar. Þá var þar ráðsmaður Guðmundur Þórðarson frá Sámsstöðum, alltaf nefndur „Thordersen í Múrnum“ á þeirrar tíðar reykvísku. Árið 1794 fæddist honum sonur, og var það Helgi Thordersen dómkirkjuprestur og síðar biskup. Eftir að tukthúsið lagðist niður höfðu stiftamtmenn og síðar landshöfðingjar Arnarhólstún til eigin nota endurgjaldslaust. Þóttu það mikil hlunnindi. Var þeim sárt um túnið og vildu ekki missa neitt af því undir byggingar. Aftur á móti leyfðu þeir tómthúsmönnum að reisa býli ofan garðs, og munu elztu býlin þar hafa verið Traðarkot og Skuggi. En við hið síðarnefnda býli var svo hverfið þarna kennt og kallað Skuggahverfi. Sjálfsagt má þakka það fastheldni stiftamtmanna í Arnarhólstún, að Arnarhóll er enn óbyggður. En á hinn bóginn varð þessi fastheldni Reykjavíkurbæ til mikils tjóns, eins og nú skal sagt.

Arnarhólstún lagt til Reykjavíkur

Sölvhóll

Sölvhóll mun hafa staði austan við húsið Sölvhólsgötu 4. Hjáleigan Sölvhóll mun hafa byggst úr landi Arnarhóls laust fyrir 1780. Nafnið Sölvahóll er einnig til í gömlum heimildum og kann að vera dregið af því að söl hafi verið breidd til þerris á hólnum. Upphaflega eru ábúendur tveir “grashúsmenn” en 1801 er Einar Eiríksson talinn einn ábúandi.
Ábúendur í Sölvhóli stunduðu útræði og var Sölvhólsvör beint niður undan bænum. Lítil vör var nokkru austar, nefnd Krummaskuð, var nauðlendingarvör. 

Fyrir 170 árum var ákveðið að stækka kaupstaðarlóðina og gæfi konungur land til þess. Hinn 12. febrúar 1789 framkvæmdi svo Vigfús Thorarensen sýslumaður útmælingu á þessum viðauka við kaupstaðarlóðina, ásamt Jóni Guðmundssyni hreppstjóra og Pétri Bárðarsyni vefara og í viðurvist Lewetzows stiftamtmanns. Sést á útmælingunni hvaða land það er sem konungur hefir ákveðið að gefa Reykjavík, en það er m.a. allt Arnarhólstúnið fyrir norðan traðirnar (því að tukthúsið mátti ekki missa þá lóð, sem það stóð á). Þessi hluti Arnarhólstúns mældist 12.000 ferfaðmar. Segir í útmælingargerðinni að þetta land sé Reykjavík mjög hagkvæmt, einkum vegna þess að þá fái hún meira athafnasvæði við höfnina, góðar lendingar, nóg rúm fyrir sjóbúðir og fiskreita. Síðar segir: „Þar sem allt þetta áðurnefnda land, sem bætast á við kaup staðarlóð Reykjavíkur, er eign hans hátignar konungsins og hann hefir allra mildilegast gefið Reykjavík það, án þess að nokkuð komi í staðinn, þá verður hér ekki heldur um neina greiðslu til annara að ræða“.

Stöðlakot

Stöðlakot 1876.

Þessi útmæling var send Rentukammeri þá um veturinn, ásamt uppdrætti eftir R. Lievog stjörnumeistara, er hann hafði gert af kaupstaðnum og hinni fyrirhuguðu viðbót kaupstaðarlóðarinnar. Jafnframt var því skotið til stjórnarinnar hvort ekki væri rétt að allir úthagar væri lagðir undir bæinn, svo að íbúarnir bætti nota þá eftir þörfum. Stjórnin gaf þann úrskurð árið eftir, að úthagar skyldu fylgja bænum til sameiginlegra afnota. Þetta hefir líklega þótt ráðgjöf, því að stjórnin tekur Örfirisey af bænum aftur 1791. En þar er ekkert minnzt á Arnarhól og hann var aldrei tekinn aftur.

Stöðlakot

Arnarhóll – Stöðlakot. Tukthúsið er nr. 3.

Árið 1792 var svo kaupstaðarlóðin stækkuð þannig, að við hana var bætt Skálholtskoti og Stöðlakoti. Er þá tekið fram í útmælingu, að þetta sé viðbót við kaupstaðarlóðina, eins og hún var ákveðin 1787. Þar má sjá, að Reykjavík hafði eignazt Arnarhólstúnið. En Reykjavík fékk það aldrei. Fyrst mun hafa verið þumbast við að afhenda það, vegna þess að tugthúsið hafði nytjar þess. En eftir að tukthúsið var lagt niður, og stiftamtmenn sölsuðu undir sig túnið, mun það ekki hafa legið lausara fyrir. Um þetta segir Jón biskup Helgason (1916): „Afleiðingin hefir því orðið sú, að kaupstaður vor hefir nú í senn 130 ár verið látinn kaupa háu verði af landstjórninni hverja feralin í þessu túni, sem sannanlega var honum í upphafi gefið af konungi, og því kaupstaðarins ótvíræð eign“.

Mannvirki á Arnarhóli

Arnarhóll

Arnarhóll – virki um 1880.

Einn kaflinn í sögu Arnarhóls er um Batteríið. Honum hefi eg áður gert skil í greininni „Víggirðingar Reykjavíkur“ (í bókinni Fortíð Reykjavíkur). En oft hefir verið talað um að byggja stórhýsi á Arnarhóli. Þegar latínuskólinn skyldi flytjast frá Bessastöðum til Reykjavíkur, vildu margir að hús yrði reist handa honum þar. Ýmsir smámunir réðu, að ekki varð úr því Þegar reisa skyldi alþingishúsið, var talsverður áhugi fyrir því, að það skyldi standa á Arnarhóli, og var fyrst ákveðið að setja það þar, en hætt við „eftir allskonar þref, deilur og undirróður“, segir Klemens Jónsson. Var svo byrjað á byggingu þess rétt fyrir ofan Stjórnarráðið, en þegar Bald yfirsmiður kom, harðneitaði hann að reisa það í halla. Varð það því úr, að því var „holað niður í kálgarð“ niðri í miðbænum. Og þegar rætt var um byggingu landspítala, vildu sumir að hann stæði á Arnarhóli, en ekkert varð úr því.

Arnarhóll

Arnarhóll – stytta af Ingólfi Arnarssyni.

Það mun hafa verið í janúar 1863, að Jón Árnason þjóðsagnaritari hreyfði því fyrstur manna, að Íslendingar ætti að reisa Ingólfi Arnarsyni minnismerki, og skyldi það standa á Arnarhóli, þar sem öndvegissúlur hans komu á land. Þetta líkneski kom 1931 og stendur nú þar sem gamli bærinn var. Traðirnar og túngarðurinn Arnarhólstraðir og garðurinn mikli umhverfis túnið, eru samstæður, og verður ekki um annað skrifað án þess minnzt sé á hitt.

Arnarhóll

Arnarhóll – upplýsingaskilti um Arnarhólstraðir.

Í Grágás er svo fyrirmælt, að hver maður skuli gera löggarð um töðuvöll sinn. Og í Jónsbók segir: „En það er löggarður, er 5 feta þykkur er við jörð niðri, en þriggja ofan; hann skal taka í öxl þeim manni af þrepi, er hann er hálfrar 4. alnar hár“. Björn M. Ólsen færði rök að því í grein í Árbók Fornleifafélagsins 1910, að forn íslenzk alin hafi samsvarað 49.143 sentimetrum. Sá maður, sem var hálf fjórða alin á hæð, hefir því verið 172 sm hár, og mun þar vera miðað við meðalmann. En sé gert ráð fyrir að hæðin frá öxl á hvirfil sé 28 sm, þá hefir löggarður átt að vera 144 sm á hæð. Og slíkur garður hefir eflaust einhvern tíma verið um Arnarhólstún.
Nú segir enn í Jónsbók, að ef þjóðgata liggi um bæ manns, eða að garði, þá megi maður færa hana frá bæ sínum og gera aðra jafngóða, ef hún sé ekki lengri en 240 faðmar. En ef þjóðvegur liggur að garði, og verður ekki færður, þá á þjóðhlið að vera á garðinum, 4 1/2 alin á breidd, en þjóðgata er 5 alnir. Fyrir hliðinu skal vera hjaragrind og rimar í, svo að fé smjúgi ekki á milli, okar tveir á endum og krossband á. Það er löggrind og skal setja hana svo að hún falli sjálf aftur, ef ríðandi maður opnar hana. Ekki verður nú vitað hvort slík grind hefir verið í þjóðhliðinu á Arnarhólsgarði, né hvenær traðirnar hafa verið gerðar. En þær voru til þess að fé og gripir kæmist ekki í túnið, enda þótt inn fyrir hliðið færi. Traðirnar skiptu sem sé túni Arnarhóls í tvo afgirta hluta, eða svo hefir verið á seinni öldum. En auðvitað gat grind líka verið þar í þjóðhliði.

Arnarhóll

Arnarhóll – upplýsingar um elstu götu Reykjavíkur.

Engar upplýsingar eru til um það hvenær vörzlugarður var settur þarna fyrst, en það getur verið nógu gaman að reyna að geta í eyðurnar stundum. Og þá finnst mér líklegt, að mikið æðarvarp hafi verið á Arnarhóli, er Ingólfur kom hingað, eða eggver, eins og það var kallað. Reykjavíkurbændum hafi snemma þótt nauðsyn til bera að friða þetta eggver, einkum þar sem um það lá eina leiðin til bæarins. Eggver verður líka að friða fyrir búfé, ef varp á að haldast þar. Er því ekki ósennilegt, að þegar á fyrstu árum byggðarinnar í Reykjavík hafi verið hlaðinn vörzlugarður umhverfis hólinn og hafi hann náð utan frá sjó upp að þjóðveginum, og síðan meðfram honum niður að lækjarósnum. Þegar fram í sótti hefir svo varpið gengið úr sér, því að forfeðrum vorum hætti við að stunda rányrkju. Og eftir svo sem 100—200 ár, er svo komið, að varpinu er lokið, og þá hefir einhverjum litist það heillaráð að reisa bæ þarna innan girðingar og á túni, sem fuglinn hafði ræktað. Síðan bætir bóndinn við sig annarri skák og girðir hana löggarði frá þjóðveginum suðvestur að læknum og hleður svo garð samhliða þeim garði er lá meðfram þjóðveginum og þó svo langt frá, að þjóðvegarbreidd sé á milli. Hann mátti ekki loka þjóðgötunni, og ekki gat hann heldur fært hana. Þess vegna varð hann að hafa tvöfalda girðingu meðfram henni. Við þetta myndast svo traðirnar í gegn um Arnarhólstún.

Arnarhóll

Arnarhóll – Arnarhólstraðir á miðri mynd h.m.

Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur um, að vegurinn um þessar traðir er elzti þjóðvegur á Íslandi. Þessa leið hefir Ingólfur Arnarson komið til hins fyrirheitna staðar. Lækurinn úr Reykjavíkurtjörn, sem kallaður var Arnarhólslækur, hefir þá máske verið vatnsmeiri heldur en síðar varð, og hann var ófær alls staðar nema á vaðinu við ósinn. Þjóðleiðin til Reykjavíkur og vestur á Seltjarnarnes lá því þarna um nær 1000 ára skeið, eða frá landnámstíð fram til ársins 1866, þegar steinbrú var gerð á lækinn og Bankastræti rutt, svo að þar varð fær vegur.“ – Á.Ó.

Í „Húsakönnun og fornleifaskráningu vegna fyrirhugaðs tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn„, Minjasafn Reykjavíkur 2005, er fjallað um Arnarhól:

Arnarhóll

Arnarhóll – Arnarhólstraðir v.m.

„Arnarhóllinn hefur í gegnum aldirnar verið einn af miðpunktum Reykjavíkur. Sunnan í hólnum liggur fyrsti þjóðvegurinn til Reykjavíkur, Arnarhólstraðirnar. Af þykkum mannvistarlögum, sem er að finna á stórum hluta hólsins, má draga þá ályktun að þar hafi verið búið fljótlega eftir að Ísland byggðist. Elstu jarðlög sem gefa til kynna byggð á hólnum eru eldri en gjóska sem féll 1226.
Í rituðum heimildum er Arnarhóls og byggðarinnar þar sjaldan getið. Elsta frásögn af hólnum er frá 16. öld og virðist Arnarhólsjörðin þá vera sjálfstæð eign. Í heimildum kemur fram að jörðin er í eigu Hrafns Guðmundssonar bónda í Engey. Árið 1534 gaf Hrafn síðan Viðeyjarklaustri jörðina.

Reykjavík

Reykjavík 1936.

Þegar Brynjólfur biskup Sveinsson skoðaði kirkjuna í Reykjavík og áhöld hennar árið 1642 kemur fram að Arnarhóll tilheyrði Reykjavíkursókn og að jörðin var þá eign konungs. Þetta kemur einnig fram í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703.
Árið 1786 var stofnaður kaupstaður í Reykjavík og uppmæling gerð á Reykjavíkurlóðinni 1787. Í skjalinu vegna uppmælingarinnar kemur fram að konungur hefur ætlast til að Arnarhóllinn skuli leggjast til kaupstaðarlóðarinnar. Þetta fórst þó fyrir og Arnarhóll lenti fyrir utan Reykjavíkurlóðina. Upp kom deilumál og þurfti Reykjavíkurborg síðar meir að kaupa jörðina. Bæjarlandið var stækkað í febrúar 1835 er ýmsum bújörðum í nágrenninu, þar á meðal Arnarhóli, var bætt við það. Upp frá því hefur Arnarhóll tilheyrt Reykjavík.

Arnarhóll

Klöpp.

Ábúendur Arnarhóls hafa verið margir í gegnum tíðina. Arnarhóll þótti hið myndarlegasta býli þar til tukthúsið var reist syðst á Arnarhólstúninu á árunum 1759-64. Þá fór að halla undan fæti og um það bil hálfri öld síðar var býlið orðið mjög hrörlegt. Ástæðurnar má rekja til þess að tekjur Arnarhóls voru lagðar til reksturs tukthússins og smám saman fengu einnig hinir ýmsu embættismenn tukthússins jörðina til eigin afnota.
Arnarhóll
Fyrstu ábúendur Arnarhóls, sem getið er í rituðum heimildum, voru Tómas Bergsteinsson, f. 1652 og Guðrún Símonardóttir. Þau bjuggu þar árið 1703 ásamt bróður Tómasar, Jóni Bergsteinssyni. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns bjó Tómas á hálfri jörðinni og Jón hálfri. Heimilsmenn hjá Tómasi voru sex og fimm hjá Jóni. Innibúandi hjá Tómasi voru einhleypur húsmaður og tómthúsmaður með konu og barni. Hjá Jóni bjuggu tveir tómthúsmenn og húsi þeirra hélt Jón við. Samkvæmt þessu voru því íveruhúsin að minnsta kosti tvö á býlinu.
Kvaðir Arnarhólsbænda voru að flytja Bessastaðamenn til Viðeyjar og til baka hvenær sem þeim þóknaðist, jafnt á nóttu sem degi. Þessu til viðbótar komu tvær dagsláttur í Viðey á ári, einn á hvorn bónda, og skyldi bóndinn fæða sig sjálfur í þessum ferðum. Við til húsagerðar áttu bændur að útvega sér sjálfir en torf og eldivið sóttu þeir í land Reykjavíkur.

Arnarhóll

Arnarhóll – 17. júní 1948.

Sonur Tómasar og Guðrúnar, Jón Tómasson (f. 1687, d. 1754), bjó á Arnarhóli um nokkurt skeið eftir að foreldrar hans brugðu búi. Gissur lögréttumaður Jónsson (sonur Jóns Tómassonar), bjó síðan á Arnarhóli eftir föður sinn. Hann fluttist nauðugur af jörðinni árið 1768 að beiðni Guðmundar Vigfússonar, ráðsmanns í tukthúsinu, en eins og áður sagði fengu embættismenn fangelsisins býlið til ábúðar sem launauppbót. Fyrir utan embættismenn bjuggu ýmsar fjölskyldur á Arnarhóli upp frá þessu. Ábúendur sátu þar yfirleitt skamma hríð eftir þetta og voru fjölskyldurnar sjaldnast tengdar innbyrðis eins og áður. Guðmundur Vigfússon lét af ráðsmennsku tukthússins árið 1786 og við starfinu tók Gunnar Sigurðsson til bráðabirgða í eitt ár. Henrik Scheel tók síðan við ráðsmannstarfinu árið 1787.

Arnarhóll

Sölvhóll – teikning Jóns Helgasonar, biskups. Klöpp fjær.

Við ráðsmannsskiptin voru gerðar úttektir á Arnarhólsbýlinu, sú fyrri í maí 1786 og sú seinni í júní 1787. Úttektunum ber nokkurn veginn saman hvað varðar innihald en í þeim kemur fram að býlið var í mikilli niðurníðslu og ítrekað nefnt að viðgerð sé nauðsynleg. Baðstofan mældist við úttektina aðeins 10 álna löng og 3 3/4 álna breið. Göng frá baðstofu voru 3 álna löng og 2 álna breið. Skálinn mældist 12 álna langur og 4 álna breiður. Eldhúsið var 8 álna langt og 4 álna breitt, nokkuð viðgert. Íbúðarhúsið virðist því samkvæmt þessu hafa verið gangabær, sem var ráðandi byggingarstíll á Íslandi fram á 18. öld. Síðasti ábúandinn á Arnarhóli var Sveinn Ólafsson. Þar bjó hann til ársins 1828. Hann var faðir Málfríðar, sem þótti fríðust kvenna í Reykjavík um 1830 og er talin hafa verið fyrsta fyrirsæta á Íslandi.

Arnarhóll

Sölvhóll 1843.

Við upphaf 19. aldar þótti Reykjavík ekki bera neinn sérstakan höfuðborgarsvip og lítið bar einnig á fegurð staðarins. Landslagið þótti þó bjóða upp á ýmsa möguleika en húsakynni íbúa voru aftur á móti í mikilli vanhirðu. Fegrunarátak var þá sett í gang og eitt af byrjunarverkefnum var að rífa Arnarhólsbýlið. Það var Peter Fjelsted Hoppe stiftamtmaður sem stóð fyrir því árið 1828 og þótti það mikið og gott framlag til fegrunar Reykjavíkur. Arnarhólsbýlinu er lýst þar sem kofaþyrpingu eða rústum, sem voru til mikillar óprýði, þannig að ekki hafa bæjarhúsin verið ásjáleg þau seinustu ár sem þau voru í notkun. Oft var rætt um það í skipulagsnefnd Reykjavíkur hvort nota ætti Arnarhólinn sem byggingarlóð eða hvernig mætti nota svæðið.

Ingólfur Arnarsson

Ingólfur Arnarsson – stytta Einars Jónssonar.

Árið 1916 kom Guðmundur Hannesson með þá hugmynd að reisulegar byggingar nytu sín vel efst á hólnum. Þessi hugmynd fékk lítinn hljómgrunn hjá bæjaryfirvöldum í Reykjavík á þeim tíma. Um svipað leyti kom danski arkitektinn Alfred Raavad með þá hugmynd að reisa útsýnisskála á hólnum, áþekkum þekktum skála í Kaupmannahöfn. Þessi hugmynd fékk einnig litlar sem engar undirtektir. Ákveðið var síðan að stytta Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns skyldi standa efst á hólnum. Haustið 1923 var hafist handa við að reisa stall undir styttuna og í febrúar 1924 var styttan afhjúpuð að viðstöddu miklu fjölmenni. Styttuna gerði Einar Jónsson myndhöggvari. Hugmyndin var þó ekki ný því á fundi Kvöldfélagsins árið 1863 lagði Jón Árnason fram tillögu þess efnis að Ingólfi Arnarsyni yrði reistur minnisvarði á Arnarhóli. Sigurður Guðmundsson, málari vakti einnig máls á þessu í Þjóðólfi árið 1864 og vildi hann að þetta yrði framkvæmt árið 1874 í minningu þúsund ára byggðar á Íslandi.“

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, 34. tbl. 21.09.1958, Úr sögu Arnarhóls, bls. 457-462.
-Húsakönnun og fornleifaskráning vegna fyrirhugaðs tónlistar- og ráðstefnuhúss við Reykjavíkurhöfn, Minjasafn Reykjavíkur 2005.

Arnarhóll

Arnarhóll um 1930.

Réttarklettar

Stefnan var tekin niður að Lónakoti með gamlar örnefnalýsingar í öðrum vasanum og nýmóðins gps-tæki í hinum. Veðrið var frábært; +19°C.
BæjarhóllinnFarið var nákvæmlega eftir örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar. Heimildarmenn hans voru m.a. Gústaf Sigurðsson frá Eyðikoti í Hraunum, nú í Reykjavík, og Ólafía Hallgrímsdóttir, f. í Lónakoti (nú dáin), svo og Guðjón Gunnlaugsson [Gaui Lóna], alinn upp í Lónakoti, f. í Hafnarfirði (nú dáinn). Ætlunin var m.a. að skoða Lónin suðaustanverð, svæðið nyrst á Austurtúninu og halda síðan út í Réttarkletta með áframhaldandi för yfir hraunið að upphafsstað. Við skoðun á því svæði kom ýmislegt skemmtilegt í ljós.

Í nefndri lýsingu segir m.a.: „Landamerki fyrir jörðina Lónakot í Garðahreppi. Lónakot, jörð í Álftaneshreppi hinum forna, síðar í Garðahreppi, fyrr og nú syðsta jörð þessara hreppa. Nú innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar. Er í eyði síðan um 1930. Lónakotsbærinn stóð á Bæjarhólnum, sem var sprunginn klettur, því sem næst í miðju Lónakotstúni, sem skiptist í Austurtún, Norðurtún og Vesturtún, öðru nafni Seltún.
LónakotTúnið lá innan Lónakotstúngarðs, en hann skiptist aftur á móti í suðurtúngarð með suðurtúngarðshliði, en þessi hluti túngarðsins lá um nyrztu hólma og granda Lónakotsvatnagarða, sem eru hólmar og lón í suðsuðaustur frá bænum, með fersku vatni jafnaðarlegast. Austurtúngarður lá á austurkanti túnsins frá einu lónanna um Krumfót, sem er klapparhóll, er einnig nefnist Vökhóll og Sönghóll. Á heimasta hluta hólsins var Vökhólsþúfa eða Sönghólsþúfa, sígræn hundaþúfa.“
KotagerðiÞegar svæðið í norðvesturhorni Lónakotstúnanna var skoðað var augljóst hvar nefndan Sönghól (Vökhól eða Krumfót) var að finna. Á honum er nefnd þúfa, stór og vel gróin. Neðan undir hólnum er ágætt skjól í gróinni kvos og enn neðar, á sjávarbakkanum, er Norðurfjárhúsið. Örnefnið Sönghóll er einnig til við Hvassahraun. Spurning er hvort heimafólk eitt sér eða í fagnaði með öðrum hafi safnast saman við þessa hóla og einhver þá tekið lagið.
SönghóllÞá var haldið yfir að bæjarhólnum. Í lýsingunni segir m.a. um það svæði: „Suðurtjörnin lá aftur á móti sunnan við Bæjarhólinn og þar í brunnurinn, en frá bænum lá Brunnstígurinn niður á Brunnstéttina, sem lá út í tjörnina að brunninum, sem var niðurgrafinn í mjúkan leirbotninn. Lónakotsvatnagarðar, hólmarnir og lónin suðsuðaustur frá Lónakoti, voru einnig nefndir Vatnagarðar eingöngu, Lónin Lónakotslón, Hólmarnir, Lónakotshólmar, og syðst í Vatnagörðunum er Vatnagarðahellir eða Vatnagarðafjárskjól, sem eiginlega liggur í landi Óttarsstaða, og nokkrar tjarnanna.“
Þá var haldið yfir að túngarðshliðinu suðvestan við bæinn. „Þegar haldið var suður úr suðurtúngarðshliði, var þar við Lónakotsselsstíginn, sem seinna varð Lónakotsvegur, alldjúp gjóta, sem nú er fyllt með grjóti, Yrðlingabyrgi.

GrjótÞar ól Hallgrímur Grímsson, bóndi í Lónakoti um aldamótin 1900, upp tófuyrðlinga. Byrgið er um 30 metra frá túngarðshliðinu. Suður frá því er svo Lónakotsréttin. Austur þar frá, á vinstri hönd við Lónakotsstíginn, er þúfnakargi með fjárhúskofa og kallast hér Kotið, einnig Dys í Koti. Austar þar var Kotagerði, fjárgerði. Allt lá þetta vestan hólma Vatnagarðanna. Sagnir voru um, að upphaflega hafi Lónakotsbærinn staðið þarna. Umhverfis þennan þúfnakarga var Kotagarðurinn, hlaðinn, einfaldur grjótgarður.“
Allar framangreindar tóftir eru enn vel greinilegar. Dys í Koti er stutt frá veginum og Kotagerðið austan hans. Kotagerðið er hringlaga, allstórt og vel gróið. Í því norðaustanverðu er tvískipt kofatóft. Annað gerði er undir hraunhól vestan við veginn, vestan við Dys. 

StekkurSkoðað var í Yrðlingabyrgið. Enn má sjá inn í byrgið. Í því er samansafn af alls kyns leifum, s.s. af vasafötum, netum o.fl. Það hefur verið notað sem ruslakista áður en urðað var yfir, en eftir að sigið hafði í gjótunni opnaðist það aftur.
Þá var haldið niður í Lónakotsfjörur og til vesturs með ströndinni. Gata liggur frá Seltúninu yfir í Réttarkletta, sem eru þar allnokkru vestar. „Gata þessi vestur með sjónum var gerð fær hestvagni eftir 1920 og eftir henni ekið með reka af fjörunum. Lónakotsvör var vestan og neðan vesturtúngarðsins, en mun sjaldan hafa verið notuð nema að sumri til. Hér nokkru vestar var Brimþúfa, þúfa uppi á kletti. Niðri í fjörunni var Mávahella, þar sátu mávarnir og skarfarnir [og] viðruðu sig.“
NípuskjólÍ fjörunni austan við vörina eru sérstakar grjótmyndanir, lábarið grjót sem brotnað hefur úr hrauni, sem streymt hefur fram og umvelkst í gjósku og ösku. Sjórinn hefður síðan séð um að hreinsa lausmélið utan af og skilað þessu sérkennilegu grjótmyndunum þarna á land. Brimþúfa sést enn. Einnig fallin varða, sundvarða, ofan við vörina með stefnu í Keili.
„Vestar var strýtumyndaður hóll, nefndist Nípa. Þar upp af í hrauninu var fjárskjól, Nípuskjól og Nípurétt, tóft réttar við hellisskúta syðst í lægðinni. Nokkru lengra vestur voru klettastrýtur, nefndust Réttarklettar. Milli þeirra voru allvel grónar flatir og réttartættur, garðar og skjól.“
GerðiRéttarklettar eru afmörkuð klettaborg, tilkomumikil á að líta. Allt umhverfis hana er hlaðinn garður og gras fyrir innan. Stekkur er norðaustan við klettana og grónar tóftir norðvestan undir þeim. Vestar er Grænhólsfjárskjólið.
Gata liggur frá Réttarklettum til suðurs. Þegar henni var fylgt var komið að hlöðnu fjárskjóli austur undir klapparhól, Brunnhól. Engin varða var við skjólið, sem virðist hafa verið ósnert alllengi. Að öllum líkindum er hér um að ræða svonefndan Hausthelli, „fjárskjól gott“, sem Gísli Sigurðsson lýsir í örnefnalýsingu sinni og átti að vera á þessu svæði. Skammt ofar er varða við götu, sem liggur frá austri til vesturs, sennilega á milli Óttarsstaða og Hvassahrauns, Jakobsvarða. Í örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði segir um þetta svæði: „Austur af Ingveldi er Jakobsvörðuhæð og á henni Jakobsvarða.

BrunnhóllNorðan undir hæðinni var eins og ævagamall stekkur eða rétt. Hæðin er við götuslóða, sem lá neðan frá Óttarsstöðum upp að fjárborg, sem er þarna miklu ofar.“
Ofan við hana eru sérkennilegar hleðslur í og ofan við klapparsprungu á hól. Sennilega er hér um nefndan Brunnhól að ræða. Hlaðið er í sprunguna í báða enda miðsvæðis og síðan eftir börmunum milli fyrirhleðslanna. Erfitt er að sjá til hverra nota þetta mannvirki hefur verið – nema þar hafi verið brunnur.
Eflaust eru fleiri minjar faldar þarna í tilkomumiklu hrauninu. Og gaman hefði verið að birta hér rmyndir af öllum örnefnum og minjum á framangreindri leið, en rýmið leyfir það ekki. Ætlunin er að skoða svæðið betur á næstunni.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar AG og GS fyrir Lónakot.
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði.
-Leifur Sörenssen.

Réttarklettar

Réttarklettar.

Grindavík

Eins og fram kemur á vefsíðu FERLIRs voru, að venju tvær, innsiglingavörður, önnur ofan við hina, hlaðnar sem mið að lendingum fyrrum.

Efri innsiglingarvardan vorid 2014

Efri innsiglingarvarðan vorið 2014.

Vörðurnar stóru (gulmáluðu) við Hóp eru þar engar undantekningar. Þær voru hlaðnar árið 1939 í framhaldi af inngreftri um ósinn inn í Hópið í Grindavík. Með því náðu Grindvíkingar að skapa sér hið ákjósanlegasta lægi fyrir nýgerða vélbáta sína. Í framhaldinu fylgdi hanargerð á hafnargerð ofan.
Í fyrstu voru vörðurnar bara eins og hverjar aðrar innsiglingar-vörður; mið af hafi til að rata rétta leið til lægis að róðrum loknum.
Komið var fyrir siglutrjám á vörðunum og á þeim voru innsiglingarmerki. Ekki eru til heimildir um hverjir hlóðu þessar vörður árið 1939, en eflaust voru það handhægir Grindvíkingar þess tíma. Í viðtali við Sigurð Garðarsson, fæddur ’34 á Sólbakka í Þórkötlustaðahverfi sagði hann að árið 1947 hefði hann, sem þá var ári fyrir fermingu, ásamt Benedikti Benónýsyni frá þórkötlustöðum, hræst steypuna í vörðuna og í framhaldi af því hefði hún verið gulmáluð að „framanverðu“. „Þetta var fyrsta launaða vinnan mín, enda bara strákpjakki“.

Efri innsiglingarvarðan 2014-endurgerd

Efri innsiglingarvarðan eftir viðgerð.

Stuttu síðar voru reistir staurar við vörðurnar og á þá sett ljós; grænt, hvítt og grænt. Gáfu þau sæfarendum innsiglingarstefnuna til kynna á nóttu sem degi. Síðar voru reist járnmöstur í þeirra stað með viðeigandi leiðbeiningarljósum fyrir sæfarendur. Steinsteyptur mastursfóturinn sést enn ofan við efri vörðuna fyrrnefndu.
Um vorið árið 2014 hrundi nánast hálf efri innsiglingavarðan við Hóp. Síðdegis í maímánuði sama ár löguðu FERLIRsfélagar innsiglingar-vörðuna. Hún átti 75 ára afmæli á árinu. Verkið var unnið í sjálfboðavinnu – enda kennileitið eitt helsta tákn útvegssögu Grindavíkur í gegnum tíðina – auk þess sem árlegi sjómannadagurinn var framundan. Minna gat það ekki verið…
Hafa ber í huga að mikilvægt er að varðveita vörður, eða kennileiti sem þessi – ekki síst í sögulegum skilningu viðkomandi bæjarfélaga. Grindavík er og hefur verið útvegsbændasamfélag frá örófi alda. Ástæðulaust er að gleyma því, jafnvel þótt minjar þess hverfi smám saman. Tómas Þorvaldsson, útgerðarmaður í Grindavík, nú látinn, lagði í lifandi lífi mikla áherslu á þetta atriði. Máli sínu til stuðnings nefndi hann Títublaðavörðuna við Skipsstíginn; fyrstu stóru vörðuna götuna ofan Járngerðarstaða. Sagði hann þá áhrínisorð til Grindvíkinga að halda þyrfti vörðunni þeirri við svo vegfarendum til og frá bænum myndi vel farnast. Á meðan Tómas lifði var vörðunni ávallt við haldið, en í dag er hún nánast gróið sjálfgildi. Vonandi mun nýstofnað minjafélag í Grindavík huga sérstaklega að þessum merkilegu þáttum sögu bæjarfélagsins.

Hópsvarða

Efri-Hópsvarðan í viðgerð 2010.

 

Heimildir:
-Sigurður Garðarsson.
-Tómas Þorvaldsson.

Snorrastaðatjarnir

Ísleifur Jónsson (f:1927), verkfræðingur frá Einlandi í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík, hefur kynnt sér mjög vel landamerki Grindavíkur annars vegar og nágrannabyggðalaganna hins vegar. Hann er ekki í nokkrum vafa um að landamörk Grindavíkur og Vatnsleysustrandarhrepp séu rangt skráð á nýmóðins landakort sem og jafnvel sum þeirra eldri. Sneið norðan við Litla-Skógfell ætti með réttu að tilheyra Grindavík – og þar með Þórkötlustaða-hverfisbæjunum, sbr. landamerkjalýsingu frá árinu 1890, en ekki Vatnsleysustrandar-hreppi, eins og vilji væri til í dag – hvernig sem það væri nú allt til komið?
SkógfellavegurAð hans sögn voru öll hornmörk Grindavíkur fyrrum svo og Grindavíkur-jarðanna klöppuð með bókstöfunum „LM“. Þannig hefði t.d. mátt sjá LM á steini (Markasteini við Markalón) í fjöruborðinu ca. 60 m vestan við Þórkötlustaða-nesvita (Nesvita) þangað til óveður árið 1942 hefði þakið hann grjóti. Steinninn væri landamerki Hóps og Þórkötlustaða. Þaða hefði línan legið upp í Moshól og um Skógfellin (Stóra-Skógfell og Litla-Skógfell), í klett norðan við það síðarnefnda og áfram að mörkum Vatnsleysu-strandarhrepps, í klöpp austan gömlu götunnar (Skógfellavegar) þar sem hún beygir til norðurs að Vogum. Í klöppina hafi verið klappaðir bókstafirnir „LM“. Austan við merkið hefði verið reistur mannhæðahár steinn.
VarðaÞetta vissi hann því fyrir u.þ.b. 70 árum hefði hann verið sendur til að smala Grindavíkurlandið ásamt öðrum. Hefði hann verið vestastur smalanna (þ.e. farið var upp frá Vogum) að mörkum sveitarfélaganna og þeir beðið við steininn. Á klöppina, sem hann hafi síðan hafið smalagönguna áleiðis til Grindavíkur, u.þ.b. 1.5 km norðan við Litla-Skógfell, hefði þessi áletrun verið greinileg. Hún hafi verið vestan við nefndan stein. Allir fjárbændur í Grindavík fyrrum, ekki síst í Þórkötlustaðahverfi, hefðu vitað af klöppinni og merkingunni. Hún hafi verið í línu millum Arnarkletts sunnan Snorrastaðatjarna (þar sem „LM“ ætti að vera klappað). Ekkert merki hefði verið á þeirri klöpp norðan við Litla-Skógfell sem Vatnsleysustrandarbændur hefðu löngum talið mörkin liggja um. Þau hefðu fremur verið óskhyggja en staðreyndir og eru að öllum líkindum runnar undan rifjum Vogabænda.
HellaÞegar skoðaðar voru markalýsingar Grindavíkur annars vegar og Vatnsleysustrandarhrepps annars vegar kom ýmislegt áhugavert í ljós – og ekki allt samkvæmt bókinni.
Í lýsingu fyrir Voga segir m.a. um markalínuna á þessum slóðum: „Úr Vatnskötlum liggja mörkin til útsuðurs um Kálffell og í kletta við götuna nyrst í Litla-Skógfelli. Úr Litla-Skógfelli liggja mörkin á Arnarklett, allháan klett og auðkennilegan í brunahrauninu sunnan Snorrastaðatjarna.“ Þetta er eina lýsingin sem getur þess að mörkin liggi um Litla-Skógfell norðanvert. Í jarðalýsingu Vatnsleysustrandarhrepps segir hins vegar: „Þar austar er svo annað lágt fell á merkjum, Kálffell.“

Svæðið

Í lýsingu Þórkötlustaða segir: „Úr Stóra-Skógfelli liggur markalínan í gjána í Kálffelli en það er lágt fell eða bunga sem er framarlega í Kálffellsheiði. Frá Kálffelli liggja landamerkin í Vatnskatla í Fagradals-Hagafelli og þaðan í Innstuhæð á Vatnsheiði.“ Hafa ber í huga að Litla-Skógfelli er sleppt í þessari lýsingu, enda engin mörk þar. Þarna er Kálffellið á landamerkjum.
Í lýsingdu Þórkötlustaðahverfis segir ennfremur: „Samkv. þessu er Sandhóll sem er vestur af Kasti og Fagridalur sem er kvos inn í Fagradalsfjall austan við Aura í landi Þórkötlustaða. Fagradals-Vatnsfell sem er norðvesturöxl Fagradalsfjalls er sömuleiðis í landi Þórkötlustaða. Aurar heita melar innan við og austan Dalahraun og þar norður af eru grasflatir sem heita Nauthólaflatir. Þar var heyjað af bændum á Þórkötlustöðum. Vesturhluti Beinavörðuhrauns nær vestur í land Þórkötlustaða.“
ummerkiHér er augljóst að allt land innan við Litla-Skógfell, þar með talinn Fagridalur, tilheyrir Þórkötlustaðabæjunum sex; þ.e. Þórkötlustöðum I, II og III sem og Klöpp, Buðlungu og Einlandi.
Þegar skoðuð eru landamerki Hrauns kemur eftirfarandi fram: „Þaðan til vesturs sunnanvert við Keili um Vatnskatla og í Kálffell, sem er lágt og frekar lítið áberandi fell.“ Merkin eru gjarnan miðuð við Kálffell. Ágreiningurinn hefur hins vegar staðið um sneiðingin suðvestan við Kálffellið.
VörðurAri Gíslason segir m.a. í örnefnalýsingu sinni um Voga: „Suður frá Vogunum lá æfaforn vegur sem nefndur er Sandakravegur. Hefur hann verið mikið notaður ef marka má það að sumstaðar eru þar djúp för niður í hraunklappirnar. Vegur þessi lá að Ísólfsskála í Grindavík… Ofanverðu við Stóru-Aragjá skiptist vegurinn og heitir sá vestri Skógfellsvegur. Krókar heitir svo á Stóru-Aragjá niður af felli því sem heitir Litla-Skógfell.“
Samkvæmt lýsingu Ara, sem var nákvæmnismaður í lýsingum sínum (skrifaði fremur stuttar lýsingar en lengri ef skipin lágu þannig) voru Skógfellavegirnir tveir. Það verður að þykja athyglisvert því löngum hefur önnur gata, auk Skógfellavegar, verið merkt inn á landakort. Sú gata á að hafa legið um Fagradal (Nauthólaflatir), Mosadali og inn á Skógfellaveginn (Sandakragötuna) á fyrrnefndum mörkum.
BrakiðÍ vettvangsferð um Skógfellaveginn (algerlega í hlutlausum gír) var hann fetaður frá Vogum allt að Litla-Skógfelli (4.7 km í beinni línu). Þegar hnit voru tekin við Litla-Skógfell og gengið til baka (eftir símtal við Ísleif) var ljóst að ganga þurfti ca. 1.5 km bakleiðis. Eftir 1.2 km var gengið út úr apalhrauni austasta hluta Sundhnúkagíga-raðargossins (frá ca. 1220) inn á slétt helluhraun (Skógfellahraunið, ca. 11.500 > 8000 ára). Þar var komið inn á sléttar hellur í hrauninu þar sem gamla gatan var vel mörkuð. Á einum stað, þar sem gatan beygir til suðurs, mátti telja augljóst að væru mörk. Þrátt fyrir ítarlega leit í skamman tíma var ekki hægt að finna þarna áletrunina „LM“. Ef góður tími væri gefin til leitarinnar mætti eflaust finna hana þarna. A.m.k. gaf staðsetningin tilfinningu fyrir einhverju væntanlegu.
BrakÞegar staldrað var um stund á þessum stað virtist augljóst að um landamerki væri að ræða. Suðaustan við staðinn var skófvaxin varða með stefnu í Kálffell. Norðvestan við hann var hraunhóll með gróinni vörðu. Fjær hafði hella verið reist við með tilheyrandi stuðningi. Stefnan á framangreindu var á fyrrnefndan Arnarklett sunnan  við Snorrastaðatjarnir.
Þegar kennileiti á línunni milli Kálffells og Arnarkletts voru skoðuð kom margt forvitnilegt í ljós. Hvarvetna eru fallnar grónar vörður á hólum, hæðum og á gjám eða ummerki um slíkt, s.s. uppreistar hellur, hringhleðslur o.fl. Á einum stað virtist augljóst að vörðu hafði verið raskað, af óljósri ástæðu.
SkógfellavegurÍ landamerkjalýsingu Þórkötlustaða frá 1890, undirrituð af fulltrúum allra jarðanna og staðfest af sýslumanni, segir m.a. um markalínuna: „…sjónhending í toppinn á Stóra-Skógfelli, þá áfram sömu stefnu yfir Litla-Skógfell, að steini sem þar stendur við götuna, þaðan að Kálffelli… Einkennismark markalínunnar er L.M. er þýðir landmerki…“. Í lýsingunni er vitnað í landamerki frá 1270, endurnýjuðum 28. júní 1620.
Telja verður, af vettvangsferðinni lokinni, að landamerki Vatnsleysustrandar-hrepps og Grindavíkur hafi fyrrum legið um Arnarklett í Kálffell og þaðan í Vatnsfell-Hagafell (Vatnskatla). Því má telja, án efa, að Fagridalur og Nauthólaflatir hafi fyrrum tilheyrt Þórkötlustaðalandi, líkt og heimildir um selstöður (Dalssel) segja til um.
FERLIR hefur ógjarnan blandað sér í landamerkjamál og -deilur, hvort sem um er að ræða einstakar jarðir eða fyrrum hreppa. Í þessu tilviki verður þó varla hjá því komist sökum réttmæts rökstuðnings þess og þeirra er mest og best hafa kynnt sér málavexti.
Fljótlega verður farið aftur á vettvang og þá með Ísleifi Jónssyni með það fyrir augum að staðsetja L.M. merkið á hellunni við nefndan stein rétt við gömlu götuna, sem þar er enn mjög greinileg.
Þegar niður á neðanverða Vatnsleysustrandarheiðina kom mættu þátttakendum tokennilegt brak; sennilega af einhverjum beltabryndreka hernámsliðs fyrri tíðar.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín, enda voru gengnir 12.3 km með tilheyrandi frávikum fram og aftur um hraunhellurnar. 

Heimildir m.a:
-Ísleifur Jónsson, f: 22.05.1927.
-Örnefnalýsingar fyrir Járngerðarstaði, Þórkötlustaði og Hraun.
-Landamerkjalýsing fyrir Vatnsleysstrandarhrepp.
_Landamerkjalýsing Þórkötlustaðahverfis 20. júní 1890.
-Vettvangsferð.

Skógfellastígur

LM-merki á Steini við Skógfellastíg.

Öskjuhlíð

Í Morgunblaðinu árið 1997 er fjallað um „Öskjuhlíð – margþætta útivistarperlu„:

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð og nágrenni – örnefni.

Öskjuhlíðin er ein meginprýði Reykjavíkur, en samt mun staðreynd að tvö orð munu öðrum fremur koma upp í huga margra er nafnið ber á góma: Perlan og ólifnaður. Það er mikil einföldun, því Öskjuhlíðin er ein glæsilegasta útivistarperla höfuðborgarbúa, auk þess að vera lifandi og nærtæk kennslustofa í jarðfræði, fuglafræði og grasafræði íyrir fólk á öllum aldri. Guðmundur Guðjónsson fletti upp á ýmsum staðreyndum um Öskjuhlíðina.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð.

„Ímynd Öskjuhlíðarinnar hefur farið batnandi hin síðustu ár og má segja að ekki hafi veitt af, en margt hefur verið gert til að laða fremur fólk að í stað þess að fæla frá sem orðsporið gerði um skeið.
Ef litið er fram hjá Perlunni, er það skógurinn sem við mönnum blasir í Öskjuhlíð og gefur henni þann sterka svip sem raun ber vitni. Það er og skógurinn sem laðar að borgarbúa til útivistar, auk þess að þar er afar skjólsælt í sólaráttinni úr norðri.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð.

Skógurinn er síðari tími fyrirbæri, en Öskjuhlíðin sjálf á sér allmiklu lengri sögu, en í rúnum hennar er rist fjölbreytt jarðsaga seinni hluta ísaldar á Íslandi. Þannig var Öskjuhlíðin eyja fyrir 10.000 árum er sjávarstaða var hærri en hún er í dag. Sæbarðir og slípaðir hnullungar og jökulurð sem liggur eins og baugur á þykkum fingri í 43 metra hæð yfir sjó er til vitnis um þær umbyltingar og breytingar sem orðið hafa á landinu í aldanna rás.
Bergrunnur Öskjuhlíðar er hið svokallaða Reykjavíkurgrágrýti sem er hraun sem rann úr eldstöðvum á Mosfellsheiði á síðari hluta ísaldar. Síðar meir sótti kuldinn í sig veðrið og jöklar huldu landið á nýjan leik og er þeir hopuðu með hlýnandi veðri skapaðist Öskjuhlíðin í þeirri mynd sem þekkt er í dag.

Jökulrispur

Jökulrispur.

Jökulskrapaðar grágrýtisklappir víða á svæðinu segja þessa sögu og annað kennileiti er til marks um nýjar breytingar með hlýnandi veðri. Þá hopaði jökullinn og elti. Mynduðust þá Fossvogsbakkarnir við norðanverðan Fossvog, en í þeim eru steingerðar leifar skelja, kuðunga og fleiri sjávardýra er þá voru uppi. Yfirleitt lifa sömu tegundir enn í dag þannig að ástandið til lands og sjávar á þessum tíma hefur verið líkt og nú. Álitamál er hins vegar hvort að þessi lög hafi orðið til á síðasta hlýskeiði ísaldar eða í lok síðasta jökulskeiðs sem hófst fyrir 70.000 til 120.000 árum og lauk fyrir um 10.000 árum. Land reis þegar jökullinn gaf eftir og þá færðust fjörumörkin heldur betur upp á við eins og frá var greint hér áðan.
Það hefði verið fróðlegt yfir Reykjavíkursvæðið að líta á þessum tímum. Þá voru Öskjuhlíð og Háaleyti eyjar og topparnir á Laugarási og Rauðarárholti sker! Á næstu þúsund árum lækkaði sjór hins vegar á ný og núverandi fjörumörk náðust. Við erum ekki að tala um langan tíma í jarðsögulegum skilningi þó mannsaldrarnir séu óteljandi og því er óhætt að segja að mikið hafi gengið á.

Tré, plöntur og fuglar

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð 1946.

Á fimmta áratugnum fór að vakna til vitundar með þjóðinni nauðsyn á opnum svæðum, útivistarsvæðum, þar sem menn gætu unað, enda færðist mjög í aukana nokkuð sem áður var framandi með mönnum hér norður í höfum, þ.e.a.s. frístundir.
Heiðmerkursvæðið var friðað árið 1948 og menn létu ekki þar við sitja, heldur litu í kring um sig eftir fleiri valkostum. Ræktunarsaga Öskjuhlíðar hófst um þetta leyti og árið 1950 fór Einar G.E. Sæmundsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, með tilbúinn áburð og mokaði honum á melkoll einn ofarlega í Öskjuhlíðinni. Árangurinn lofaði góðu og í kjölfarið var farið að sá grasfræi og gera hinar og þessar athuganir á svæðinu. 1951 kom fyrsta ákvörðunin um ræktun trjáa og þá í norður- og vesturhlíðum Öskjuhlíðar. Fleira var og í farvatninu, m.a. göngustígagerð og verndun svæðisins. Frá upphafi hefur Hitaveita Reykjavíkur staðið straum af kostnaði við ræktunina, en Skógræktarfélag Reykjavíkur haft umsjón með henni.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð.

Hundruð þúsunda trjáa hafa verið gróðursett í Öskjuhlíð sem er að stórum hluta skógi vafin. Skilyrði virðast góð, enda reyndust hæstu plöntur við mælingu árið 1991 vera yfir 9 metrar. Var það sitkagreini, en bergfurur voru þá um 5 metrar og aspir um 7 metra háar. Auk þess er birki algengt og í góðri grósku. Alltaf eru að finnast nýjar plöntur í Öskjuhlíð, svona ein og ein, en árið 1993 höfðu fundist 135 tegundir háplantna sem er um þriðjungur íslensku flórunnar.

Brandugla

Brandugla.

Mikið fuglalíf þrífst einnig í hlíðinni, bæði í skóginum og á annars konar búsvæðum sem þar er einnig að finna. Hátt í 100 tegundir fugla hafa sést í Öskjuhlíð og um tugur verið árvissir varpfuglar. Sumir varpstofnarnir eru mjög stórir, s.s. stofnar skógarþrastar og auðnutitlings. Þannig voru um 120 þrastarpör er skarinn var talinn af kunnáttumönnum sumarið 1992. Þá voru auðnutitlingspör um 60 talsins. Sama sumar voru talin vera 5 stokkandarpör verpandi, tvö tjaldspör, þrjú sandlóupör, þrjú heiðlóupör, sjö til tíu stelkspör, tíu til fimmtán hrossagaukspör, fimmtán til tuttugu þúfutitlingspör og tvö til fimm starapör, auk þrasta og auðnutitlinga sem áður er getið um. Þá hefur hrafn oft verpt eða reynt varp. Hann er þó ekki árviss varpfugl.
Auk varpfugla má sjá margt skrítið og skemmtilegt. Þannig vita trúlega fáir að allt að 3-4 branduglur veiða mýs í Öskjuhlíð á vetrum, einkum í skóginum vestan í hlíðinni og algengt er að sjá kanínur á flækingi. Uppruni þeirra mun sá að gæludýraeigendur missa áhugann eða sjá aumur á dýrunum í prísundinni og gefa þeim frelsi með það að leiðarljósi að betra sé að lifa skemur í frelsi en lengi í prísund.

Minjar

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð.

Auk skóglendis með tilheyrandi fuglalífi og tækifæri til náttúruskoðunar á mjög víðu sviði er að finna á þessum slóðum margskonar minjar, ekki síst frá dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Má þar nefna skotgrafir, víghreiður og fleira sem átti að skjóta þýska hernum skelk í bringu ef hann vogaði sér að renna hýru augu hingað norður. Á þennan hátt mætti lengi halda áfram, því það er í raun ótæmandi að nefna hvað hægt er að skoða í Öskjuhlíð. Það er því ekki að undra þótt þeim fjölgi mjög frá ári til árs sem eyða æ fleiri auðnustundum í og við Öskjuhlíð.“

Í Morgunblaðinu árið 2013 er fjallað um „Stríðsminjar á hverju strái“:

Öskjuhlíðin er ævintýraland;  menningarsaga frá merkum tímum, skotbyrgi og niðurgrafin stjórnstöð. Hlíðin er vinsælt útivistarsvæði.

„Í Reykjavík eru sérstæðar söguslóðir inni í miðri borg. Stundum þarf nefnilega ekki að leggja land undir fót eða heimsækja staði þar sem hin opinbera saga hefur gerst eða er uppfærð á safni svo hverfa megi inn í nánast aðra og framandi veröld. Og það er gott innlegg í græna framtíð að labba um fallega staði í næsta nágrenni við sig og hverfa aftur til fortíðar og forvitnilegra sagna.

Til að verjast Þjóðverjum

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð – skotbyrgi.

Þeir sem fara um Bústaðaveginn veita líklega ekki mikla athygli tveimur steyptum skotbyrgjum skammt fyrir vestan Veðurstofuna. En þarna blasa þau við og eru um 100 metra frá vegarbrún. Eru að hálfu niðurgrafin en undir steyptu skyggni er allstór rauf, þar sem byssumenn búnir til bardaga höfðu gott útsýni út yfir Fossvog og Skerjafjörð.
Bretar hernámu Ísland 10. maí 1940. Herliðið með þúsundum dáta tók brátt til óspilltra mála við framkvæmdir, meðal annars við flugvallargerð í Vatnsmýri. Völlurinn var tekinn í notkun sumarið 1941 og hafði mikla þýðingu fyrir breska herliðið. Hlutverk þess var fyrst og síðast að verjast Þjóðverjum og í því efni var flugvöllur nauðsyn. Þó sást á stríðsárunum aðeins tvisvar til þýskra flugvéla frá Reykjavík. Eigi að síður þótti allur varinn góður. Því voru reist skotbyrgi víða um Öskjuhlíð og raunar víðar um bæinn.

Flóð brennandi eldsneytis

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð – veggur til varnar olíuleka.

Á tveimur stöðum í Öskjuhlíð eru sérstaklega eftirtektarverðar stríðsminjar. Skammt fyrir ofan Keiluhöllina er stór steinsteypt virkisborg, að mestu niðurgrafin. Borgin er átta metrar á hvern kant og inn í byrgið er gengt um yfirbyggðar töppur sem eru hvorar á sínum gafli. Og þar inni ætlaði yfirstjórn herliðs Breta að hafast við ef kæmi til stórfelldrar árásar á flugvöllinn. Svo fór ekki, en rammgert byrgið stendur þó enn. Betra er þó að fara með gát smokri fólk sér þar niður og þá er nauðsynlegt að hafa vasaljós.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð – neyðarstjórnstöð.

Stærsta mannvirkið frá stríðstímum, sem enn stendur í Öskjuhlíðinni, er grjótveggur sem er vestarlega í hlíðinni, út undir Nauthólsvík. Hann var reistur árið 1944, er nokkuð á annað hundrað metrar á lengd og tveir til þrír metrar á hæð. Er úr hlöðnu grjóti og steypt er milli steina. Virkið þurfti líka að vera traust, að baki því voru þrír stórir eldsneytisgeymar og áttu veggir þessir að koma í veg fyrir flóð brennandi eldsneytis niður hlíðina ef loftárás yrði gerð á takana. Þeir voru teknir niður fyrir margt löngu, en veggurinn stendur enn falinn inni í þykku skógarrjóðri. Væri vel þess virði að við hann yrði komið upp merkingum eða söguskilti sem og við aðrar stríðsminjar í Öskjuhlíð.“

Heimildir:
-Morgunblaðið 01.06.1997, Öskjuhlíð – margþætt útivistarperla, bls. 6B-7B.
-Morgunblaðið 25.04.2013, Stríðsminjar á hverju strái, bls. 9.

Öskjuhlíð

Öskjuhlíð – upplýsingaskilti.