Búrfellsgjá

Gengið var um Búrfellsgjá, litið á Gjáarrétt og síðan gengið upp á Garðaflatir austan gjárinnar, norðan Búrfells.

Búrfellsrétt

Búrfellsrétt. Gerðið fjær.

Búrfell er eldstöð frá nútíma og þaðan hefur runnið mikið hraun sem þekur um 18 km2 lands. Búrfellsgjáin sjálf er mikil hrauntröð úr gígnum að vestanverðu, um 3,5 km löng. Hún er meðal bestu dæma um hrauntraðir frá nútíma.
Afurðir Búrfells, Búrfellshraun, tilheyrir eldstöðvakerfi kennt við Krýsuvík. Búrfell er hringlaga nálægt gígur úr hraunkleprum. Gígurinn er 179 metrar yfir sjó þar sem hann er hæstur og 140 metrar að þvermáli milli barmanna. Dýptin hefur mælst 58 metrar frá hæsta og 26 metrar frá lægsta barmi. Mismunurinn á barmi gígsins stafar af misgengi sem átti sér stað eftir að eldvarpið hlóðst upp.
Búrfell gaus einu sinni, það var flæðigos og framleiðslan var fyrst og fremst Búrfellshraunið. Meginuppistaðan í eldvarpinu eru kleprar, þeir eru lagskiptir og hallar lögunum bratt niður í gíginn. Rofist hefur ofan og utan úr Búrfelli og hefur myndast hvasst egg á toppi fjallsins sem er úr lausri gosmöl.
Búrfellshraun er bæði innan marka Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Tveir megin hraunstraumar hafa komið frá Búrfelli. Það sem aðgreinir þessar kvíslir er Helgadalshraun. Búrfellið gengur undir ýmsum nöfnum eftir því hvar það er. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn: Næst Búrfelli hleðsla í gerði Gjáarréttarer Smyrlabúðahraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og vestar heitir það Flatarhraun. Garðabæjarmegin er fyrst Garðahraun, Urriðakotshraun, Vífilstaðahraun, Hraunholtshraun, Gálgahraun og Balahraun. Hraunið er stórbrotið apalhraun og meðalþykkt þess er ekki undir 20 metrum. Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er það um 7240±130 C14 ára.
Í hrauninu út með Vífilsstaðahlíð grynnkar hrauntröðin og hverfur. Sá endi Búrfellsgjár nefnist Selgjá. Hún er grynnri, en breiðari. Segir það nokkuð um hraunmagnið, sem um hana rann. Hæðarmismunurinn á gjánum stafar af misgenginu, sem fyrr er lýst. Á köflum eru gjárveggirnir hrauntraðarinnar í heild þverhníptir og mynda sums staðar grunna hellisskúta sem eru með snarhöllu þaki. Barmar, veggir og botn hrauntraðarinnar er allt úr Búrfellshrauni. Niðri í Búrfellsgjánni stendur fjárrétt sem nú er friðlýst. Í Selgjánni eru minjar 11 selja frá Görðum. Norðvestan endimörk hennar eru allnokkrir hellar, m.a. fallega hlaðin fjárskjól.
Búrfell og Búrfellsgjá eru með stórkostlegustu náttúruminjum höfuðborgarsvæðisins er gígurinn Búrfell og hrauntröð hans, farvegur hraunsins úr gígnum, Búrfellsgjá. Gjáin er mögnuð gönguleið um land sem vart á sér líka. Steindepillishjónin, sem áttu sér hreiður í gjánni, voru áreiðanlega sama sinni. Söngur þeirra gaf annan tón í annars magnaða fuglahljómhviðuna.
Gjárétt er ævagömul. Hún er hlaðin úr hraungrjóti og er mjög stílhrein. Hún var lögð af sem skilarétt Hafnarfjarðar, Garðahrepps og Bessastaðahrepps um 1920 og er nú friðlýst af þjóðminjaverði.
SteindepillSkammt vestan við réttina er sex metra djúp misgengissprunga sem nefnist Vatnsgjá, og niðri í henni er uppspretta. Vatn er eðlilega mjög torfundið á þessum slóðum, allt hripar það niður í hraunið og hverfur augum vegfarenda. Skýrist þar valið á réttarstæðinu og líklega hefur fé verið haldið þar um tíma áður fyrr, sbr. söguna af Krýsuvíkur-Gvendi.
Veggir Búrfellsgjár eru fimm til tíu metra háir og víða eru hellisskútar í þeim. Greinilega má sjá hvernig hraunið hefur runnið. Taumar gjárveggjanna vitna um það.
Mjög fróðlegt er að skoða gjánna þar sem hún er þrengst, nær því efst uppi við sjálfan gíginn. Þar eru stórkostlegar hraunmyndanir, hraunið er víða lagskipt, sjá má hvernig litlir hrauntaumar hafa lekið niður vegginn og oft má finna lítil op inn í veggina og þar inni eru fallegir litir.
Tóft við GarðaflatirGjáarétt er fjallskilarétt í vesturenda Búrfellsgjár og var lögrétt fram til 1920. Smalað var til hennar fram yfir 1940. Réttin er hlaðin úr hrauni og þrátt fyrir að hún hafi verið endurgerð bera veggirnir ummerki eftir afleiðingar jarðskálfta, sem jafnan eru tíðir á svæðinu, enda stendur réttin á þéttri hraunhellu. Gjáarétt er á fornminjaskrá. Skammt norðan réttarinnar er Vatnsgjá, sem fyrr er lýst. Var hún meginvatnsból réttarinnar og selja í grenndinni. Gjáin er alldjúp gjá eða sprunga í hraunbotni gjárinnar. Hún er þröng og um 5-6 m á dýpt. Löguð hafa verið steinþrep niður í hana þar sem vatnsbólið var.
Gjárétt (eða Gjáarétt) mun hafa verið fjallskilarétt (lögrétt) til 1920 en þá var hún flutt niður í Gráhelluhraun og nefndist Hraunrétt. Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 kveður Árni Helgason gjárétt hafa verið hlaðna steinrétt er þjónaði sem fjallskilarétt Álftaneshrepps frá 1840.
Tóft við GarðaflatirÞað hefur verið sagt um Krýsuvíkur-Gvend að úr Krýsuvíkurhverfi hafi hann hafa farið inn í Garðahrepp, líklega að Setbergi, því öllum ber saman um það, að hann hafi haldist við í Gjáarrétt með fé sitt og sér enn merki þess. Einnig var hann um tíma með féð uppi í Bakhlíðum og sér þar votta fyrir byrgi sem við hann er kennt, Gvendarbyrgi. Og enn er þess að geta að Guðmundur var um stundarsakir í Straumsseli í Hraunum, þá líklega búlaus. Þaðan seldi hann sauði sína í Bessastaðaskóla. Guðmundur Bjarnason var talinn sérkennilegur í mörgu: einrænn og dulur í skapi, en kjarkmaður og einbeittur, skýr í hugsun og þrekmikill, og sumir töldu hann fjölkunnugan. Í norðaustanverðri Búrfellsgjá má sjá myndarlega fyrirhleðslu við aflangan skúta. Lítið er eftir af hleðslunni, enda hafa kvikmyndagerðarmenn og aðrir farið höndum um grjótið síðan mannsmynd var á fyrirhleðslunni. Syðst í henni má þó enn sjá hlaðinn innganginn.
Tóft við GarðaflatirSagt er, að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður.
Auk gamalla sagna um bústað og minjar á Garðaflötum er vitað að Garðar höfðu í seli í og við Búrfellsgjá. Þá voru Garðavellir notaðir til skemmtana á meðan Gjáarréttin var og hét. Þær skemmtanir þóttu stundum keyra úr hófi fram og frá þeim er t.d. komið orðið “gjálífi”. Svo virðist sem minjarnar á Garðavöllum hafi fallið í gleymskunnar dá – a.m.k. þar til fyrir nokkrum árum.
Í umsögnum um svæðið hefur gjarnan verið sagt að „engar rústir hafa sést á Garðaflötum um langan aldur. Þeirra er heldur ekki getið í örnefnalýsingu Garðabæjar. Og ekki er vitað til þess að nokkur núlifandi hafi haft orð á að þar kynnu nokkrar slíkar að leynast.“
Lóuhreiðir við GarðaflatirSvonefndar Garðaflatir liggja við austurbrún Löngubrekka, norðvestan við Búrfell og Búrfellsháls. Hermt er að þar hafi Garðakirkja staðið fyrr á tímum. Í ritinu Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar (bls. 90) er vitnað til sagnaþátta Ólafs Þorvaldssonar, þar sem segi: „Þetta var á svonefndum Garðaflötum, sem liggja norðvestur frá Búrfelli. Allt land þarna umhverfis og langt út frá er hið forna land Garðakirkju á Álftanesi, og tel ég líklegt, að umgetnar flatir hafi fengið nafn af jörðinni Görðum. Ekki er ósennilegt, þegar stórt var búið í Görðum fyrr á tímum, að Garðaprestar hafi notað nokkuð þá ágætu vetrarbeit, sem er um þessar slóðir, til dæmis framan af vetri, og látið halda fé þarna efra, því að nóg er þar góðra skjóla í hellum og öðrum afdrepum“. (Ólafur Þorvaldsson 1951:50-51). Kemur einnig fram í frásögn Ólafs, að fólk sem komið var til réttar hafi skemmt sér og dansað á Garðaflötum.
Undir norðaustanverðum brekkubrúnum Garðaflata má sjá tóftir, m.a. húss, gerðis og garðs. Enn ofar má sjá þar tóftir tveggja minni bygginga, líklega fornra topphlaðinna fjárborga. Lóuhreiður var utan í garðinum – með fjórum eggjum.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.ust.is/media/skyrslur2003/Burfell.pdf
-http://2www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/burfellshraun
-http://www.gardabaer.is/upload/files/Gardab_kortab_bak.pdf

Burfell

Austurengjahver

Reykjanes
„Við fyrstu sýn er Reykjanes lágreistur, eldbrunninn og hrjóstrugur útkjálki við ysta haf. Basalthraun frá nútíma þekja mestan hluta svæðisins en lágar móbergshæðir eru við jaðra þess. Jarðhitasvæðið er á miðju Reykjanesi, milli lágra fella, og það er eitt minnsta háhitasvæði landsins. Hveravirkni á yfirborði einkennist af leirhverum, gufuhverum og heitri jörð. Á síðustu öld urðu oftar en einu sinni verulegar breytingar á hveravirkni í kjölfar jarðskjálfta. Vegna nálægðar við strönd og gropins berggrunns á sjór greiðan aðgang inn í jarðhitakerfið. Vatnshverir á svæðinu hafa því verið mjög saltir. Myndarlegir goshverir voru virkir á svæðinu á síðustu öld.
rekjanesta-221Um Reykjanes liggur sprungukerfi með opnum gjám og misgengjum með norðaustlæga stefnu. Hér rís Mið-Atlants-hafshryggurinn upp fyrir sjávarmál og eru sprungurnar hluti af eldstöðvakerfi sem er að hálfu í sjó og að hálfu á landi. Það er kennt við Reykjanes og teygir sig til norðausturs í átt að Vatnsleysuströnd. Sprungur eru lítt sýnilegar á sjálfu jarðhitasvæðinu en sjást glögglega skammt suðvestan og vestan við það, m.a. í Valbjargagjá. Vestan til á Reykjanesi liggur gossprunga frá 13. öld og önnur um 2000 ára gömul. Skammt austan við hitasvæðið er kerfi af sprungum sem hafa töluvert norðlægari stefnu en ofangreindar sprungur. Þær eru taldar tilheyra framhaldi jarðskjálftabeltisins á Suðurlandi sem teygir sig vestur allan Reykjanesskaga en jarðskjálftabeltið einkennist af skástígum sprungum með heildarstefnu nálægt N-S.
Reykjanes hefur lengi verið á náttúruminjaskrá, m.a. vegna stórbrotinnar jarðfræði og allmikils hverasvæðis. Í náttúruverndaráætlun 2004–2008, sem samþykkt var á Alþingi 28. maí 2004, var lagt til að svæðið yrði verndað sem náttúruvætti vegna jarðfræðilegs mikilvægis (Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2004–2008) en af því hefur ekki enn orðið. Stór hluti svæðisins nýtur sérstakrar verndar samkvæmt liðum a og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.
Gunnhver-221Reykjanesvirkjun hóf starfsemi á svæðinu árið 2006 auk þess sem önnur og eldri verksmiðjustarfssemi er í grenndinni. Aðgengi var til skamms tíma auðvelt að hverasvæðinu en það er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Í kjölfar starfsemi Reykjanesvirkjunar hefur hveravirkni aukist mikið á svæðinu og hverir hafa breyst.

Svartsengi-Eldvörp
Austan við eldstöðvakerfi Reykjaness tekur við sprungu- og eldstöðvakerfi sem kennt hefur verið við háhitasvæðin í Eldvörpum og Svartsengi eða jafnvel eingöngu við Svartsengi. Mörk milli eldstöðvakerfanna eru ekki skýr og stundum eru þau talin eitt og hið sama.
Allmikil eldgos urðu í kerfinu á 13. öld líkt og á Reykjanesi. Allmikið sprungukerfi teygir sig frá sjó við Mölvík til norðausturs í átt að Vatnsleysuvík og Straumsvík. Norðan og vestan við Þorbjarnarfell við Grindavík taka við miklar og lítt grónar hraunbreiður í um 20 m hæð. Í apalhrauninu norðan við fellið stigu áður fyrr upp heitar gufur sem nú eru líklega að mestu horfnar. Í móberginu í Svartsengisfelli og Þorbjarnarfelli er nokkur ummyndun sem og í Selhálsi sem tengir fellin. Áður fyrr hefur útbreiðsla jarðhitans því verið önnur og hugsanlega meiri en síðar varð. Vegna gropins berggrunns og nálægðar við sjó á sjór greiðan aðgang inn í jarðhitakerfið.
svartsengi-221Flatlendið er að stórum hluta þakið hraunum frá 13. öld en sprungur og misgengi eru áberandi í eldri hraunum og móbergi. Austasti hluti svæðisins er á náttúruminjaskrá undir merkjum Sundhnúksraðarinnar og Fagradals. Stór hluti svæðisins nýtur auk þess sérstakrar verndar samkvæmt liðum a og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.
Boranir hófust á svæðinu 1976 og varmaorkuver tók til starfa 1976. Þar er nú varma- og raforkuver með tilheyrandi búnaði. Kaldavatnsleiðsla liggur að orkuverinu úr norðri og heitavatnsleiðslur liggja frá verinu til norðurs og suðurs. Þá liggur háspennulína frá orkuverinu að spennistöð við Rauðamel. Affallsvatn frá orkuverinu myndar Bláa lónið í hrauninu. Svæðið er mikið raskað eftir mannvirkjagerð.
Eldvorp-999Í hraunflákanum vestur af Þorbjarnarfelli liggur gígaröðin Eldvörp frá 13. öld. Hún samanstendur af fjölmörgum lágum gjallgígum sem umluktir eru hrauni frá gosinu. Í og við tvo af gígunum er lítið jarðhitasvæði í um 60 m hæð. Gufur stíga upp úr hrauni og gjalli á svæði sem er um 100 m í þvermál. Hraunið og gígaröðin eru að mestu ósnortin sem er fátítt á Reykjanesskaga.
Eldvörp eru innan þess svæðis sem afmarkað er í náttúruminjaskrá undir merkjum Reykjaness. Svæðið í heild nýtur sérstakrar verndar samkvæmt liðum a og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.

Krýsuvík
Milli Fagradalsfjalls og Kleifarvatns liggur allmikið sprungu- og eldstöðvakerfi. Sprungurnar teygja sig norðaustur frá sjó við Ísólfsskála um Núpshlíðarháls og Móhálsadal, Undirhlíðar og Heiðmörk til Hólmsheiðar og jafnvel Mosfellssveitar í norðaustri. Þetta kerfi hefur oftast verið kennt við Krýsuvík en einnig við Trölladyngju. Háhitasvæði eru á nokkrum stöðum við jaðra gosreinarinnar. Ögmundarhraun og Kapelluhraun brunnu í Krýsuvíkureldum á 12. öld. Svæðið er að mestu leyti innan Reykjanesfólkvangs. Í auglýsingu um fólkvanginn (Stj.tíð. B, nr. 520/1975) er undanskilin hagnýting jarðhita og mannvirkjagerð í því sambandi.
seltun-999Seltún Jarðhitasvæðið sem venjulega er kennt við Krýsuvík liggur að mestu suðaustan til í lágum móbergshálsi, Sveifluhálsi. Hitasvæðið teygir sig frá flatlendinu austan við hálsinn og nær upp yfir hann miðjan. Sprungu- og gosreinin sem kennd er við Krýsuvík liggur skammt vestan við jarðhitasvæðið. Minniháttar eldvirkni hefur þó náð inn á jarðhitasvæðið og hraun hefur komið úr a.m.k. einum sprengigíg á nútíma. Við suðurenda Kleifarvatns eru þekktar skástígar sprungur með stefnu nærri N-S og virðast þær tengdar brotabelti Suðurlands.
Jarðskjálftar eru tíðir og breytist badstofa-999hveravirkni iðulega í kjölfar þeirra. Jarðhitinn er mestur í Seltúni og Baðstofu (Hveragili) í austurhlíðum Sveifluháls. Þar er mikil ummyndun, brennisteinsþúfur og leirugir vatnshverir. Í Baðstofu er talsvert af gifsi. Vestan í hálsinum er heit jörð með gufuaugum og rauðum leir. Margir sprengigígar eru á svæðinu, sumir mjög stórir. Smáir lækir renna á yfirborði. Arnarvatn er lítið gígvatn á norðurhluta svæðisins. Þá eru Grænavatn, Gestsstaðavatn og Augun sambærileg gígvötn syðst á svæðinu.

Jarðhitasvæðið er innan Reykjanesfólkvangs. Í auglýsingu um fólkvanginn (Stj.tíð. B, nr. 520/1975) er jarðrask óheimilt nema með leyfi Umhverfisstofnunar en þó er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð henni tengd undanskilin friðlýsingarákvæðum. Stór hluti svæðisins nýtur sérstakrar verndar samkvæmt liðum a, b og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.

Austurengjar

austurengjar-999

Austurengjar eru í ávölum grágrýtis- og móbergshæðum og -ásum um 1,5 km austur af jarðhitasvæðinu við Seltún í Krýsuvík. Meginhverirnir raðast syðst á línu með N-S stefnu. Línan virðist teygja sig skástígt norður í suðurenda Kleifarvatns. Austurengjahver í núverandi mynd varð til við jarðskjálfta árið 1924 en þá virðist hafa rifnað sprunga með N-S stefnu á Austurengjum. Þar sem hverinn er nú var áður heitur vatnshver en hann breyttist við skjálftann í gjósandi leirhver. Ætla má að sprungurnar tengist skjálftabelti Suðurlands. Opnar sprungur með N-S stefnu eru í Lambatanga við suðvesturhorn vatnsins. Jarðhitasvæðið í Austurengjum er algerlega utan við eldstöðvakerfi Krýsuvíkur og litlu fjær eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla.
Leirugir vatnshverir ásamt gufuhituðum laugum einkenna svæðið. Loftbólur og iðustreymi sjást í Kleifarvatni þegar vatnið er spegilslétt. Ummyndun er nokkur við hverina. Hveraörverur eru áberandi í afrennsli. Sprengigígar eru skammt suður af Kleifarvatni og í Austurengjum, sá stærsti er um 100 m í þvermál, líklega gamall.
Jarðhitasvæðið er innan Reykjanesfólkvangs. Í auglýsingu um fólkvanginn (Stj.tíð. B, nr. 520/1975) er jarðrask óheimilt nema með leyfi Umhverfisstofnunar en þó er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð henni tengd undanskilin friðlýsingarákvæðum.
Stór hluti svæðisins nýtur sérstakrar verndar samkvæmt liðum b og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.

Trölladyngja
sog-999Norðausturendi Núpshlíðarháls er þríklofinn og heitir vestasti hlutinn Trölladyngja. Núpshlíðarháls er nær eingöngu úr móbergi en heita má að allt flatlendi á svæðinu sé þakið ungum hraunum. Lítill þverdalur, Sog, skilur nyrsta hluta Núpshlíðarháls frá meginhálsinum, þ.á.m. Trölladyngju. Móbergið í Sogum er mikið ummyndað og framburður úr Sogum til vesturs hefur fyllt hraunin á flatlendinu á allstóru svæði og myndað Höskuldarvelli, framburðarsléttu á hraununum vestan við Trölladyngju.
Trölladyngja er í jaðri gos- og sprungureinar Krýsuvíkur. Allmiklar gossprungur eru á svæðinu og töluvert sést af sprungum og misgengjum í móbergi. Yngstu hraun á svæðinu eru hugsanlega runnin eftir landnám.
Jarðhiti er á allstóru svæði við Trölladyngju en nokkuð dreifður. Til norðausturs frá dyngjunni stíga gufur upp úr hraunum og móbergi á um 1 km löngum kafla. Sunnan við Trölladyngju eru minniháttar leirugir vatnshverir og gufuaugu í Sogum. Í hrauni framan og vestan við Sogin er ungur sprengigígur og í nágrenni hans heit jörð með gufuaugum. Hverinn eini, sem er að mestu kulnaður, er um 2 km suðvestur með hálsinum, skammt norður af Selsvöllum. Þar er allmikið hverahrúður.
sandfell-999Jarðhitasvæðið er í jaðri Reykjanesfólkvangs og að hluta á svæði sem er á náttúruminjaskrá (Keilir og Höskuldarvellir). Í auglýsingu um fólkvanginn (Stj.tíð. B, nr. 520/1975) er jarðrask óheimilt nema með leyfi Umhverfisstofnunar en þó er hagnýting jarðhita og mannvirkjagerð henni tengd undanskilin friðlýsingarákvæðum. Hlutar svæðisins njóta sérstakrar verndar samkvæmt liðum a, b og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd. Svæðið er að mestu þurrt á yfirborði. Lækir falla frá ummynduðum svæðum í Núpshlíðarhálsi um Höskuldarvelli og Selsvelli. Spákonuvatn er í lægð í móberginu skammt sunnan við Sog.

Sandfell
Sandfell er stakt fell, austast í klasa móbergsfella austan við Fagradalsfjall og um 1 km vestur af Núpshlíðarhálsi. Norðan og austan við fellið er tiltölulega flatur hellu- og apalhraunafláki. Gufur stíga úr hrauninu á litlu svæði skammt norðaustan við fellið. Jarðhitasvæðið er á vesturjaðri gos- og sprungureinar Krísuvíkurkerfisins og eru gossprungur í næsta nágrenni. Skammt norðan við jarðhitasvæðið eru sprungur með N-S stefnu og tengjast þær líklega skjálftabelti Suðurlands.
Svæðið er utan Reykjanesfólkvangs en nýtur sérstakrar verndar samkvæmt liðum a og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.

Brennisteinsfjöll
brennisteinsfjoll-999Eitt af sprungu- og eldstöðvakerfum Reykjanesskagans er að jafnaði kennt við Brennisteinsfjöll. Það nær frá sjó við Krýsuvíkurberg og liggur þaðan til norðausturs um Brennisteinsfjöll og Bláfjöll allt austur á Mosfellsheiði. Í Brennisteinsfjöllum er lítið jarðhitasvæði í austurjaðri gos- og sprungureinarinnar. Jarðhitinn, sem er að mestu gufur í hraununum, er í apalhrauni í brekku sem hallar móti suðaustri. Nær allt svæðið umhverfis jarðhitann er þakið hraunum. Vestan og norðvestan við hitasvæðið eru lágir móbergshryggir og gígar sem sent hafa hraunspýjur yfir jarðhitasvæðið en í austri tekur við úfin hraunbreiða.
Svæðið er innan Reykjanesfólkvangs (Stj.tíð. B, nr. 520/1975) og nærri austurmörkum hans. Austan markanna tekur við Herdísarvíkurfriðland (Stj.tíð. B, nr. 121/1988). Nær allt svæðið nýtur sérstakrar verndar samkvæmt liðum a og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd. Talið er að síðast hafi orðið eldsumbrot á svæðinu á 10. öld og ekki er vitað til að sprunguhreyfingar á yfirborðið hafi orðið á svæðinu eftir það. Svæðið er nánast ósnortið.“

Heimild:
-http://utgafa.ni.is/skyrslur/2009/NI-09012.pdf

Gunnuhver

Gunnuhver.

Austurengjar

Krýsuvíkursvæðið nær yfir jarðhitasvæðin á Austurengjum, Krýsuvík, í Köldunámum, Trölladyngju, og við Sandfell. Fjögur þau fyrst töldu sýna sig samfelld í viðnámsmælingum, en Sandfellssvæðið er laust frá. Meginsvæðið er hringlaga um 50 km2 að flatarmáli innan 10 ohmmetra jafnlínu.

austurengjar-998

Austurengjahitinn er í útjaðri jarðhitakerfisins skv. viðnámsmælingum, líkt og Trölladyngjuholurnar vestan megin. Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær frá Austurengjahver norður í Kleifarvatn. Töluverð ummyndun sést í bergi alllangt út frá beggja megin. Auk jarðhitans eru á þessari hitarák nokkrir sprengigígar sem gosið hafa gjalli og smá-hraunum með úrkastinu. Ein 600 m djúp borhola er við Kleifarvatn um 150 m vestan við hverarákina. Hæstur hiti í henni er um 160°C. Síðsumars 1924 lifnaði Austurengjahver við jarðskjálfta, var áður lítilfjörlegur. Stórir hverasprengigígar eru norðurfrá honum en eldri, sem bendir til að grunnt sé á jarðhitakerfi nærri suðu líkt og í Krýsuvík.
Um er að ræða fólkvangur; friðlýst útivistarsvæði: Reykjanesfólkvangur. Náttúruminjar; Keilir, Höskuldarvellir og Eldborg við Trölladyngju. Tegundir á válista: tunguskollakambur, sem einnig er friðlýst tegund, sem og laugadepla. Friðlýstar minjar: Kaldrani (Gestsstaðir við jaðar svæðisins).
Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær frá Austurengja hver norður í Kleifarvatn. Töluverð ummyndun sést í bergi alllangt út frá beggja megin. Auk jarðhitans eru á þessari hitarák nokkrir sprengigígar sem gosið hafa gjalli og smáhraunum með úrkastinu. Sá stærsti er um 100 metrar í þvermál skammt norðaustur af Stóra-Lambafelli og mikil gjalldreif austur frá honum. Gígar þessir eru frá því snemma á nútíma. Ein 600 metra djúp borhola er við Kleifarvatn um 150 metra vestan við hvera rákina. Hæstur hiti í henni er um 160 °C. Síðsumars 1924 lifnaði Austurengjahver við jarðskjálfta, var áður lítilfjörlegur. Stórir hverasprengigígar eru norður frá honum en eldri, sem bendir til að grunnt sé á jarðhitakerfi nærri suðu líkt og í Krýsuvík. Köldunámur heita vestan í Sveifluhálsi langt norður frá jarðhitanum í Krýsuvík. Þar skammt vestur af eru gufuaugu í hraunbolla og nokkur brennisteinn (Leynihver), en í hlíðinni köld jarðhitaskella. Gipsmulningur sést sem bendir til að þar hafi einhvern tíma verið brennisteinshverir.
Krýsuvík, oft einnig (ranglega) ritað Krísuvík, er fornt höfuðból sunnan við Kleifarvatn sem lagðist í eyði á síðustu öld austurengjar-997og er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Krýsuvík er ein fegursta náttúruperla Íslands. Þar er stórbrotið landslag sem mótað er af umbrotum og jarðeldum, og er það vel fallið til útivistar og náttúruskoðunar. Áhugavert er að skoða sprengigíginn Grænavatn, leirhverina við Seltún og Kleifarvatn. Og síðast en ekki síst Krýsuvíkurbjarg sem er fuglabjarg niðri við ströndina, þar verpa um 57.000 sjófuglapör aðallega rita og svartfugl. Þar verpir einnig nokkuð af fýl, toppskarfi og silfurmáfi. Í Krýsuvík er mikið um gamlar gönguleiðir sem áhugavert er að skoða. Hér má skoða eina gönguleið þetta er gönguleið um Krýsuvík – Sveifluháls – Ketilsstíg -leiðin er um 12-14 km löng og tekur um 4-5 klst, hækkunin er um 120 m.
Helstu hverasvæði Krýsuvíkur eru Seltún, Hverahvammur, Hverhlíð, Austurengjar, suðurhluti Kleifarvatns og Sveifla undir Hettutindi. Þar má sjá gufustróka sem stíga til himins og sjóðandi leirhveri má sjá í Seltúni og Hverahvammar sem skarta grænum, gulum og rauðleitum litum sem skipta um svipmót eftir veðrinu.
austurengjar-991Krýsuvíkursvæðið nær yfir jarðhitasvæðin á Austurengjum, Krýsuvík, í Köldunámum, Trölladyngju og við Sandfell og eru hverasvæðin mjög ólík.
Hveravirknin er samfelldust í Hveradölum og við Seltún með gufuhverum og leirhverum. Á þessum stað er mikið um brennisteinshveri og er hæsti hiti í borholum um 230°c en ekki hefur verið borað dýpra en 1200m.
Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær norður í Kleifarvatns. Á þessari hitarák eru sprengigígjar sem gosið hafa gjalli. Stærsti gígurinn er um 100 m í þvermál og er staðsettur norðaustur af Stóra-Lambafelli. Við Kleifarvatn er ein 600 m djúp borhola og þar er hæsti hitinn um 160°c. Áhugasamir virkjunarsinnar horfa ní [2013] löngunaraugum til svæðisins.
Þegar kemur að stórhuga virkjunarframkvæmdum ber að hafa í huga sögu Krýsuvíkursvæðisins; hingað til hefur ekkert lukkast er langanir hafa staðið til.

Heimildir m.a.:
-http://www.google.is/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&frm=1&source=web&cd=1&ved=0CCUQFjAA&url=http%3A%2F%2Fwww.rammaaaetlun.is%2Fmedia%2Fbeinleid%2FMinnisblad-67-Austurengjar.pdf&ei=avfJUZXfIYaT0QWgpYGgDQ&usg=AFQjCNFKQYQCW9u-yRnHIPfmwacvzrrAAw&bvm=bv.48293060,d.d2k
-http://is.wikipedia.org/wiki/Kr%C3%BDsuv%C3%ADk

Lambafell

Lambafell í Krýsuvík – forn dyngja.

Vestri-Skógtjörn

Á norðvestanverðu Álftanesi er falleg vík, nánast falin á bak við háan sjóvarnargarð. Sumir segja víkina heita eftir húsi bæjarstjórans, en því mun vera öfugt farið, enda kom hvorutveggja til löngu fyrir hans daga í embætti. Á landakortum er Í Helguvíkhún nefnd Vestri-Skógtjörn, en á seinni árum hefur hún jafnan verið nefnd Helguvík. Víkin er grunn og sendin. Allan ársins hring er þar mikið af öndum. Hávella kemur þar gjarnan nærri landi. Á vorin eru tjaldar áberandi á leirunni innst í víkinni og ýmsir aðrir vaðfuglar sjást þar. Austan Helguvíkur var lífrík sjávartjörn, sem frá því að sjóvarnargarðar voru styrktir hefur nánast gróið upp.
Á Álftanesi einstaklega auðugt náttúrulíf. Þar eru fágæt fuglasvæði þar sem verpa um 30 fuglategundir auk þeirra þúsunda farfugla sem nýta svæðið til áningar og fæðuöflunar á ferðum sínum milli Evrópu og heimskautasvæða á Grænlandi og í Kanada vor og haust. Fjöldi fugla dvelur einnig á Álftanesi veturlangt og sækir viðurværi í hinar víðáttumiklu og gjöfulu fjörur.Um er að ræða sjóvarnir við Kasttanga, frá Kasttanga að Grund, við Akrakot og í vesturhluta Helguvíkur í Sveitarfélaginu Álftanesi.
Í úrskurði Umhverfisstofnunar árið 2005 um fyrrnefnda sjóvarnagarða segir m.a.: „Umhverfisstofnun bendir á að við Gróðurkollur í HelguvíkKasttanga muni sjóvörnin koma í efsta hluta fjörunnar og leggur Umhverfisstofnun áherslu á að við gerð sjóvarna á norðanverðu Álftanesi verði þess gætt að sjóvarnirnar hindri ekki umferð fólks um fjöruna né torveldi aðgang að fjörunni þar sem möguleikar séu til útivistar neðan sjóvarna. Umhverfisstofnun telur að ekki ætti að raska sandfjöru neðan núverandi sjóvarna frekar frá Kasttanga að Grund og sunnan við sjómerki Akrakoti.“
Um áhrif á menningarminjar segir ennfremur: „Fornleifavernd ríkisins bendir á að á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði frá Kasttanga að Grund sé hlaðinn grjótgarður sem sé nokkuð siginn en vel sýnilegur. Fram kemur að huga þurfi að því að ekki verði skemmdir á garðinum við fyrirhugaða framkvæmdir. Fornleifavernd ríkisins bendir á að við vesturhluta Helguvíkur séu nokkuð af hleðslum í og við sjávarkambinn. Norðan Haukahúsins sé hleðslugarður og garðlag upp tún að húsinu Sviðsholti. Niður af Sviðsholti séu hleðslur skotbyrgis og veggur. Norðan skotbyrgisins sé óreglulegur eldri sjóvarnargarður sem sé hruninn og frá suðurenda sjóvarnargarðsins liggi garðlag í sveig til austurs.“
Ummerki eftir sandmaðk í fjörunniEftir að hafa skoðað aðstæður við Helguvík var haldið að prestssetrinu Görðum á Álftanesi. Upplýsingar höfðu fengist um að gamla torfkirkjan og gamli Garðabærinn hafi staðið ofan við núverandi kirkju, nánast upp undir núverandi þjóðvegi. Þessir Garðar á Álftanesi er sá sem sveitarfélagið Garðabær er kenndur við. „Talið er að kirkja hafi verið að Görðum á Álftanesi allt frá því að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000. Hvar Garðar voru er hvergi getið. Þjóðsagnaskýring hefur varðveist þess efnis að Garður hafi fyrrum verið þar sem Garðaflatir eru nú, ofan Búrfellsgjár. Garðakirkju er fyrst getið í heimildum um 1200 í kirknamáldaga Páls biskups Jónssonar. Á þjóðveldis- og Sturlungaöld eru litlar heimildir um íbúa Álftaness og þar í kring. Eftir að hreppskipan komst á, á þjóðveldisöld, tilheyrðu núverandi landsvæði Garðabæjar Álftaneshreppi og einnig bæði höfuðbólin Garðar og Bessastaðir.“
Minjareitur þessi ofan við kirkjuna er vel afmarkaður. Hann er greinilega innan gamals hleðslugarðs. Um er að ræða forvitnilegar tóftir, sem ástæða hefði verið til að rannsaka.
Garðabærinn nær - Garðakirkja fjær

Réttartangi

Eftirfarandi frásögn um drauginn Tanga-Hvíting eða Hvíting má finna í Skruddu.
Draugurinn var Rettartangi-21erlendur að uppruna, gekk með hvíta húfu, en ekki mórauða og var því nefndur Tanga-Hvítingur. Hvítingur var háseti sem rak nakinn við Vogastapa og var grafinn á Kálfatjörn en gekk þegar aftur og sést víða um Vatnsleysuströnd.
„Þegar ég var 24 ára gamall reri ég suður í Höfnum, ásamt sveitunga mínum Þorláki Oddssyni frá Króki á Kjalarnesi.
Daginn fyrir lokadaginn héldum við Þorlákur af stað „suður” gangandi. Við komum við í Keflavík og töfðumst við þar, og það var orðið skuggsýnt þegar við fórum þaðan. Það var slagveðurs rigning, og við vorum orðnir hundrennandi votir þegar við fórum um í Njarðvíkum, en við lögðum nú samt á Vogastapa, því við vorum frískir og ungir, og tveir aðrir vermenn höfðu slegizt í förina með í Keflavík.
Rettartangi-22Fyrir neðan Stapann er tangi, sem heitir Réttartangi, og þar var þá sjóbúð og salthús, sem einhverjir útgerðarmenn syðra höfðu látið byggja í því skyni að sitja fyrir fiskkaupum þar. Við vorum nú farnir að lýjast, og þá segir einhver okkar:
„Eigum við ekki að fá okkur skjól hér í búðinni?” „Hér er nú ekkert skip,” segi ég, en samt gengum við að búðinni, og var járnslá og hengilás fyrir hurðinni. En lásinn var opinn, og því gekk okkur greiðlega að komast inn. Þar voru öll rúm auð og ekkert nema þangrusl í þeim. Sjóbúð þessi var byggð líkt og fjárhús, garði í miðju og rúmin þrísett, sjö rúm við hverja hlið, en sex í miðju og hvert rúm ætlað fyrir fjóra menn. Við lögðumst nú allir fjórir fyrir í sama bælinu og hugðumst hvíla okkur eftir gönguna – en þegar við erum nýlega lagztir út af, þá dynur voða högg á húsinu og annað og þriðja rétt á eftir. 

Rettartangi-23

Ég þaut upp og út í snarhasti, til að sjá hvað um væri að vera, fór í kringum sjóbúðina, en sá engin ummerki og ekkert kvikt þar á ferli. Fór ég því inn og lagðist fyrir á ný. En höggin héldu áfram, og við heyrðum þau allir, og einu sinni þutum við allir út, en enginn okkar varð neins var, því þessi fjandi var ekki einleikinn. Og ekki kom okkur dúr á auga um nóttina. Ekki gátum við fundið aðra skýringu á þessari ókyrrð í sjóbúðinni en að nýlega hafði farizt þaðan bátur með allri áhöfn, sex eða sjö mönnum. Aðeins eitt lík rak af þessum báti, og var það allsnakið, og var jarðað á Kálfatjörn. Ekki lá sá háseti kyrr, því hann sást víða þar á ströndinni og gekk undir nafninu Hvítingur. En ekki sáum við félagar hann í þetta sinn. Þegar birta fór – á fimmta tímanum – héldum við af stað, og höfðum við þá staðið við í fimm stundir og haft lítið næði.“

Heimild:
-Skrudda, sögur, sagnir og kveðskapur, Ragnar Ásgeirsson skráði, gefin út á árunum 1957, 1958 og 1959 af Búnaðarfélagi Íslands.

Festisfjall

Óvenjulegt er að sjá þverskurði af móbergsfjöllum eins lýsandi um innri gerð þeirra og í Festarfjalli. Þar hefur sjávarrof verið að verki. Undirlag fjallsins er móberg og á því grágrýti.
festarfjall-909Fjallið sjálft er úr móbergsbreksíu en grágrýti í toppnum. Á skilunum er rauðagjall. Berggangur, Festi, gengur upp í gegnum undirstöðuna og móbergshluta fjallsins upp að grágrýtishettunni, greinilegur úr fjarlægð. Festarfjall er stapi að gerð, myndaður á stuttri gossprungu í jökli og Festin er aðfærsluæðin. Norðan megin hvílir móbergsbreksían í Festarfjalli á eldri og lægri stapa. Gígurinn í honum er norðan undir Festarfjalli, að hálfu grafinn undir því. Ekki verður greint úr fjarlægð hvort eldri stapinn komi fram í brimklifinu.

Festarfjall kemur við sögu í riti sem tékkneskur jarðfræðingur skrifaði um jarðfræði Reykjanesskaga og út kom árið 1943. Hann benti á að undirlagið gengi óbrotið undir fjallið sem sönnun þess að móbergsfjöll Skagans væru ekki ris-spildur. Í staðinn hélt hann fram jafngalinni kenningu um að þau væru leifar af víðáttumikilli myndun sem rofist hefði burt að mestu. Bergganginn nefnir hann ekki. Þar missti hann af réttum skilningi. Kannski hefði það rétta runnið upp fyrir honum hefði hann velt honum fyrir sér.

Kristján Sæmundsson, 2010.

Festisfjall

Festarfjall.

Kaldá

Þann 11. maí árið 2002 var Dagur vatnsins haldinn hátíðlegur. Gestum var veitt leiðsögn um vatnsbólin og rakin saga beinnar og óbeinnar vatnsöflunar í 84 ár.
kaldarbotnar-1Þetta tækifæri er einnig nýtt til þess að heiðra Jón Jónsson jarðfræðing fyrir störf hans að hinni fyrstu eiginlegu vatnsvernd, sem sett var á höfuðborgar-svæðinu á sjöunda áratug liðinnar aldar. Höfuðborgarsvæðið allt hlýtur að standa í þakkarskuld við þá menn sem höfðu til að bera þá framsýni og þekkingu sem til þurfti, við aðstæður í umhverfismálum sem voru allt aðrar en við þekkjum í dag.
Ekki þarf að fjölyrða um það tjón sem af hefði hlotist ef efnisnámur, sumarbústaðir, sorphaugar, vegir og bensínstöðvar hefðu fengið að byggjast upp á þeim svæðum sem lögð voru undir þessa fyrstu vatnsvernd. Enda var það ekki reiðilaust af hálfu ýmissa hagsmunaaðila sem að töldu sig býða tjón af.
Samkvæmt upplýsingum Jóns Jónssonar var það að undirlagi þáverandi vatnsveitustjóra í Reykjavík, Þórodds Th. Sigurðssonar, að þessi vinna hófst.
Jón gerði sér fljótlega ljóst að það grunnvatn sem notað var tengdist bergsprungum og misgengjum sem höfðu það mikla útbreiðslu að víðtæk friðun varð að eiga sér stað ef takast ætti að tryggja vatnsgæðin til frambúðar.
Haustið 1964 kemur út skýrslan “Um verndun grunnvatns” eftir Jón Jónsson og þeirri skýrslu fylgdi jarðfræðikort með bergsprungum og misgengjum í mælikvarðanum 1:100.000.
Þetta kort varð svo grunnurinn að fyrsta kaldarbotnar-2vatnsverndarkorti höfuðborgarsvæðisins sem út kom í árslok 1968 og var undirritað af oddvitum allra hlutaðeigandi sveitarfélaga. Þessi tímamótaskýrsla lagði megin línurnar um umgengni og takmarkanir í kringum vatnsbólin og tók ekki síst til Kaldárbotna. Til gamans má grípa niður í kaflann um Kaldárbotna en þar stendur meðal annars:

“Vatnsinntakið er í misgengissprungu þeirri sem myndar vesturbrún Helgadals… Þegar að grunnvatnsborð er það hátt í Kaldárbotnum að það kemur fram líka í Helgadal, má þar sjá hvernig vatnið streymir eftir sprungunni …. og rennur þannig beint í inntakið. Nú eru haldnar samkomur í Helgadal á sumri hverju og má sjá þess menjar í gjánni lengi á eftir…”
Nokkru aftar í skýrslunni kemur svo ráðgjöf um það að Helgadal og Kaldárbotna alla ætti skilyrðislaust að friða og girða af með mannheldri girðingu og að “sá nýi vegur sem um dalinn hefur verið lagður er lítt til bóta og alltof nærri vatnsbólinu.”
Hafnfirðingar tóku þessar ábendingar til greina með þeim árangri að Kaldárbotnar urðu eitt öruggasta, tryggasta og hagkvæmasta vatnsból á landinu og munu verða lengi enn.
Það er eftirtektarvert að það er fyrst snemma á 20. öldinni sem þéttbýlistaðirnir sem að nú mynda höfuðborgarsvæðið, kaldarbotnar-5koma sér upp vatnsveitum. Hafnarfjörður 1908, Reykjavík 1909. Það er ekki fyrr en 1951 sem að Hafnarfjörður fer að nýta beint það mikla grunnvatn sem að fellur um Kaldársel og nágrenni. Vatni úr Kaldá hafði þó verið veitt inn á vatnasvið Lækjarbotna 1918 en þar var fyrsta eiginlega vatnsból Hafnarfjarðar.
Nýting Hafnarfjarðar á hinum mikla grunnvatnsstraumi sem liggur m.a. um Kaldárbotna, var þó ekki vandræðalaus. Því réði fyrst og fremst skortur á þekkingu. Talsverðum fjármunum var varið til lagnar aðveituæðar sem að enn er í fullu gildi en mjög litlu varið til vatnsbólanna sjálfra. Afleiðingar þessa voru þær að þegar að vatnsbólin þornuðu upp í langvarandi þurrkum, þá voru inntaksmannvirkin það ófullkomin að ekki var með góðu móti hægt að afla vatnsins, þó svo að nægt vatn hafi verið til staðar.
Vanþekking á grunnvatninu kristallast í því, að um árabil voru haldnar samkomur í Helgadal skammt norðan Kaldárbotna og þar komið fyrir salernisaðstöðu fyrir gesti. Samskonar vandamál voru á ferðinni á vatnasviði Gvendarbrunna í Reykjavík.
Á árunum upp úr 1980 voru truflanir á rekstri Vatnsveitu Hafnarfjarðar nokkuð algengar en þar var í flestum tilfellum ekki um að ræða vatnsskort heldur mismunandi áherslur í rekstri veitunnar. Þetta kom vel í ljós þegar líða tók á áratuginn.
kalda-321Hinsvegar var mótuð áætlun um könnun á grunnvatni með borunum á aðliggjandi svæðum. Að því máli komu margir aðilar en Hafnfirðingar stóðu einir að þessum athugunum enda aðrar vatnsveitur ekki starfandi á vatnasviði Kaldár fyrr en í Vatnsendakrikum en þangað eru þó aðeins tæpir 4 km frá Kaldárbotnum.
Það eru því athuganir Vatnsveitu Hafnarfjarðar annarsvegar og Vatnsveitu Reykjavíkur (nú Orkuveita Reykjavíkur) hinsvegar sem að hafa lagt til þekkingu á grunnvatninu. Vatnsveita Reykjavíkur á norður- og austurhlutanum en Vatnsveita Hafnarfjarðar á suður og vesturhlutanum.
Staða mála í dag [2011], er sú að fyrir dyrum er heildarendurskoðun vatnsverndar og þá vinnu munu Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) væntanlega leiða.

Heimild m.a.:
-http://www.hafnarfjordur.is/media/audlindastefna/Audlindastefna-Hafnarfjardar-Vatn.pdf.pdf.pdf

Sprungur

Vatnsból Hafnfirðinga í Kaldárbotnum.

Ástjörn

„Með friðun tiltekinna landssvæða er verið að tryggja rétt okkar og komandi kynslóða til að njóta ósnortinnar náttúru. Ósnortin náttúra er takmörkuð auðlind, auðlind sem á heimsvísu fer þverrandi. Reglur um friðlýst svæði eru mismunandi og fara eftir markmiðum friðlýsingar, eðli svæðisins og samkomulagi við hagsmunaaðila.

astjorn-kortÁstjörn
Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Í desember 1996 var verndarsvæðið stækkað með stofnun fólkvangs við Ástjörn og Ásfjall umhverfis friðlandið.
Ástjörn er einstætt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í næsta nágrenni hins nær samfellda þéttbýlis höfuð-borgarsvæðisins. Tjörnin og svæðið umhverfis hana einkennist af mjög auðugu gróður- og dýralífi. Þar er t.d. að finna eina flórgoðavarpið á Suðvesturlandi en tegundinni hefur fækkað til muna frá því sem var á fyrri hluta 20. aldar og er flórgoði  alfriðuð tegund og á válista.  Í tjörninni er mikið smádýralíf sem er þó lítt rannsakað.
Ástjörn við Hafnarfjörð er í kvos vestan undir Ásfjalli. Bakkar tjarnarinnar eru raklendir og að norðaustanverðu er stórt mýrarstykki niður undan gamla Ásbænum.
Upp af votlendinu taka við þurrir grýttir móar sem eru að gróa upp og hefur trjám verið plantað í þá norðan og austan megin við tjörnina. Tvö gömul tún eru norðan tjarnarinnar, annars vegar við Stekk og hins vegar við Ás.

Ástjörn og Ásfjall
Ástjörn og Ásfjall var friðlýst sem fólkvangur árið 1996. Fólkvangurinn umlykur friðland Ástjarnar en Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Útsýni af fjallinu er gott og sérstaklega áhugavert fyrir áhugafólk um jarðfræði og sögu höfuðborgarsvæðisins. Á Ásfjalli eru minjar um hersetu fyrr á öldinni.“

Heimild:
-http://www.ust.is/einstaklingar/nattura/fridlyst-svaedi/sudvesturland/astjorn-hafnarfirdi/

Ástjörn

Við Ástjörn.

Flekkudalur

Stefnan var tekin á ný á Flekkudal í Kjós. Ætlunin var að skoða ofanverðan dalinn, en FERLIR hafði áður gengið um hann neðanverðan (sjá síðar).
Guðný Ívarsdóttir tók vel á móti Réttinviðstöddum. Hún virtist þekkja þarna hverja þúfu og örnefnin las hún eins og staf á bók. Þegar henni var kynnt tilefni ferðarinnar, þ.e. leit að hugsanlegum minjum í ofanverðum Flekkudal, sagði hún strax að slíkar minjar væru ekki þar að finna. Hún þekkti dalinn það vel.
Að fenginni reynslu fara ekki alltaf saman fyrirliggjandi vitneskja og innliggjandi mannvistarleifar á tilteknum svæðum. Haft var í huga að í Jarðabókinni 1703 segir að Flekkudalur hafi haft „selstöðu í heimalandi“. Heimalandið er ekki mjög stórt, en þess nærtækara. Ólíklegt mátti telja að jörðin hafi ekki nýtt Flekkudalinn fyrrum m.v. hversu undirlendur og grasgjöfulur hann er. Ætlunin var m.a. að grennslast fyrir um hvort í dalnum ofanverðum kynnu að leynast gleymdar mannvistarleifar.

TóftÍ örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Flekkudal segir m.a.: „Jörð í Kjósarhreppi næst austan Eilífsdals, en Meðalfell á land þar á milli. Upplýsingar gaf Guðni Ólafsson bóndi þar og Ólafur Einarsson, nú að Króki í Flóa.
Jörð þessi er í samnefndum dal á láglendinu, en var áður tvær jarðir, sem hétu Efri- og Neðri-Flekkudalur. Nú er sá neðri horfinn, en í stað hans er býlið Grjóteyri.

Norðan við land jarðarinnar er Meðalfellsvatn. Suður frá því liggur dalurinn suður í fjallið og heitir hann Flekkudalur. Eftir honum rennur Flekkudalsá. Vestan við dalinn gengur allmikill háls lækkandi til norðurs. Nyrzt á honum er hnúkur, sem heitir Miðmundahnúkur, öðru nafni Arnbjargarhnúkur, og er þarna í skógivaxinni hlíðinni.

KvíTveir lækir koma þarna niður, sem heita Vesturlækur og Austurlækur eftir legu sinni og afstöðu. Milli lækjanna eru smágil, sem heita Gilklofar, og þar upp af er háfjallið nefnt Nónbunga. Austan við túnið, austan við Vesturlæk, er gata niður, sem heitir Nautastígur.“ Ábúandinn í Flekkudal benti FERLIR á nefndan Nautastíg. Sagði hann (sem reyndar er hún) að hrossin færu stundum upp eftir stígnum, en þó aðallega geiturnar, sem hún hefði í vistun. Í þessum orðum sögðum birtust geiturnar ofan við brúnina. Uppi væri flói, sagði hún, sem hefði verið sleginn í gamla daga. Þá hefði fólkið farið upp eftir Nautastígnum og í flóann, heyjað, bundið í bagga og reitt þá fram á brúnina. Þaðan hefðu baggarnir verið látnir rúlla niður hlíðina, áleiðis niður að bænum. Stundum gáfu böndin sig í veltunni og þótti það slæmt. Ætlunin er að skoða GrafarfossNautastíginn  og flóann fljótlega.
„Austan og ofan við Austurlæk heitir Sauðatunga. Með henni að innan er annar lækur, sem heitir Sauðatungulækur. Innar er lægð, sem heitir Krókur. Neðan við Krók og norðan er Króksmelur, og austan hans er Krókmýri. Innar heitir Selhæðir, niðri í dalnum. Það er graslendi. Upp af þeirri hæð er gil, sem heitir Grýlugil.
Austur af Sauðatungulæk, næst túni, er svonefndur Háhóll, grasivaxinn hóll. Austur af honum gengur smárani fram, sem heitir Snasi, fram að ánni. Bæjarmegin við hann er rétt. Næst túni, norðvestan við Háhól með ánni, er Stöðull. En í gljúfrunum norður af Háhól með ánni er Stöðulhvammur. Þar fram er hár klettur, sem heitir Hrafnaklettur. Með gljúfrinu þar fyrir framan er hvammur, sem heitir Kúahvammur, en nær ekki alveg upp að Hrafnakletti. Þar fyrir framan er annar, sem heitir Skvompa. Þar fyrir framan er foss, sem heitir Grafarfoss og er beint niður undan Selhæðum, sem fyrr er getið.“
HáifossÁbúandinn þekkti öll framangreind örnefni og gat bent á þau af bæjarhlaðinu. Háhóll er t.d. beint upp af bænum suðaustanvert. Undir honum er nefndur Snasi. Þar kúrir lítil réttin, ferhyrnd, hlaðin og heilleg. Handan árinnar er Stöðullinn og sést enn móta fyrir honum (grónar ferhyrndar hleðslur). Selhæðir eru lengra upp með ánni að vestanverðu (sjá meira HÉR).
„Innan við Selhæðir neðst í dalnum er nafnlaust svæði inn að Djúpagilsskriðu. Þar upp af er gil, (sem heitir Djúpagil og er næsta gil innan við Grýlugil. Djúpagil er djúpt á kafla, en klettalaust. Þó nokkuð framar er gil, sem heitir Hnúksgil. Milli Djúpagils og Hnúksgils nokkuð uppi í brekkunum heita Flár. Uppi í brún er klettalítið, og framan við Hnúksgil er svonefndur Paradísartindur). Tindur þessi ber þetta fallega nafn að norðan, en frá vestri og suðri heitir hann Skálatindur. Í honum blasir við Skál frá Meðalfellsdal. Í Hnúksgili er alltaf snjór. Í Paradísarhnúk er annað gil, sem heitir Fossgil. Framan við Hnúkinn, upp undir klettum, er smáklettur með miklum urðum. Heitir hann Grjótdalur og úr honum er mikið gil, sem heitir Grjótdalsgil.“
StöðullBæði dalurinn og gilið eru augljós þegar komið er innst í Flekkudal. Að þessu sinni voru enn (í lok júní) stórir snjóskaflar í gilinu. Fossadýrðin er einstök efst í dalnum. Staðurinn er og dýrðarinnar tækifæri fyrir ljósmyndara.
„Í botni Flekkudals er allmikið svæði, stallar og lækir neðst. Þar er Suðurdalsfoss. „Flekka“ vildi meina að þar væri nefndur Háifoss, enda rökrétt. “ Þar upp af er spilda með fossum, Lægrifossar, og svo Hærrifossar. Stallur er milli þeirra, sem aðskilur þá. Út með Flekkudalsá að austanverðu er fyrst mikil grasbrekka sem heitir Kinn. Fjallið þar upp af heitir Miðfjall. Inn í Miðfjall gengur smádalur, fyrst til austurs, beygir svo til suðurs, og heitir hann Þverárdalur. Eftir honum rennur Þverá í Flekkudalsá, nálægt efstu grösum.
Bungan milli Þverárdals og Flekkudals heitir Hryggur. Vestan í honum, utan við Kinn, sem fyrr getur, heitir Fláar. FlekkudalsáÞverárdalur er ofan við Kinnina, og eftir honum er svo Þverá. Beggja vegna árinnar heita Þverárklettar.
Miðfjallið heldur svo áfram, þar til kemur að dal þeim, sem heitir Torfdalur. Eftir dalnum rennur á, sem heitir Torfdalsá og fellur í Flekkudalsá nokkuð suður frá bæ. Fellið hér er nefnt Miðfell. Niður af því er Miðtunga, en Miðtunguhjallinn er neðstur, um það bil þar sem þær koma saman. Í miðjum Torfdal suðvestan árinnar er Böltur. Það eru grasbörð niður að á. Hár melur er þar fyrir ofan. Fremst í Torfdal er kallað Torfdalsbotn, og innst heitir dalurinn Þrengsli. Fremst eru gilin tvö. Austan við Torfdalsá er fjallið nefnt Sandsfjall.
Neðst í Torfdal móti Miðtunguhjalla er Hjalli. Þar á móti er klettur við ána, sem heitir Kálfabani, og þar er Kálfabanafoss. Fremst á Sandfjalli heitir Sandhnúkur. Efst á Sandfjalli eru FlekkudalsáEsjuflóar og Esjuhorn.
Svæðið niður við ósinn heitir Flekkudalsnes. Í nesinu er Ólafstóft. Hún er nú horfin, því gert var tún úr valllendinu efst í nesinu. Í túninu, þar sem húsin eru nú, hét Hjálmur, en gamli bærinn var, þar sem nú eru fjárhúsin. Hóll er þar austur við gilbarm, sem heitir Kerlingarhóll. Annar hóll er niður af Hjálmi, sem heitir Harðhaus. Mýrarblettur þar neðar heitir Kringla, slakki sem erfitt er að rækta. Blettur suðaustur af gamla túni heitir Dísutún.“
Í bakaleiðinni var farið yfir Flekkudalsána og inn í Torfdal og yfir Torfdalsá. Hvergi á leiðinni, utan mannvistarleifa undir Selbrekkum, var að sjá að mannshöndin hefði komið þar að verki. Þess stórbrotnari var hönd náttúrunnar á listaverkinu öllu. Það sem virtist áhugaverðast, auk umhverfisáhrifanna, var meint seltóft undir Selbrekkum, framan við Grafarfoss. Guðný sagðist hafa heyrt að þar hefði amma hennar dvalist í selstöðu og haldið ánum til haga. Ummerki benda til þess að svo hafi verið, bæði kvíin og tóftirnar.

Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Flekkudal.
-Guðný G Ívarsdóttir, bóndi í Flekkudal.

Háifoss

Eldgos

Eldfjöll Íslands eru mörg virk vegna sinna einstakra jarðfræðilegra aðstæðna. Á eyjunnni eru u.þ.b. 130 eldfjöll, en einungis nokkur eldfjöll gjósa reglulega, til dæmis Hekla eða Krafla.
olkelda-998Eldstöð er jarðfræðilegur landslagsþáttur (oftast fjall, þá kallað eldfjall) þar sem hraun eða í tilfelli lághitaeldstöðva, rokgjarnt efni gýs, eða hefur gosið. Fjölmargar eldstöðvar eru þekktar á reikistjörnum og tunglum í sólkerfinu, margar þeirra mjög virkar. Á jörðinni á þetta sér stað á flekamótum og á svokölluðum heitum reitum, en Hawaii eyjajklasinn myndaðist til dæmis yfir einum slíkum. Rannsókn eldstöðva kallast eldfjallafræði. Virkasta eldfjall jarðarinnar er Kilauea eldfjallið á Hawaii.
Á Reykjanesskaganum er Hengill svipmikið móbergsfjall í grennd við Reykjavík. Jarðhiti er í Henglinum og ölkelda. Sunnan við Hengil eru þrjú dalverpi og í innsta dalnum, milli Hengils og Skarðsmýrarfjalls, er einn mesti gufuhver landsins.
Trölladyngja (275 m) á miðjum skaganum er eldfjall á Reykjanesskaga, nyrst í Núpshlíðarhálsi. Rétt við hana er Grænadyngja (393 m), sem er mjög áþekk og er oft talað um fjöllin sem tvíbura og saman eru þau kölluð Dyngjurnar. Þær líkjast ekki gosdyngjum þrátt fyrir nöfnin og eru það heldur ekki.
Suðurhlíðar fjallanna þykja mjög litskrúðugar og er þar háhitasvæði, Sogin. Báðar Dyngjurnar þykja athyglisverðar jarðfræðilega séð og eru þær mjög vinsælar til uppgöngu, enda er mjög auðvelt að ganga á þær. Trölladyngja er þó nokkuð klettótt að ofan. Af Dyngjunum er mjög gott útsýni.
trolladyngja-998Á Trölladyngjusvæðinu hafa verið boraðar tilraunaborholur. Áform voru um að virkja jarðhitann þar en boranir hafa ekki ekki nógu góðan árangur.
Búrfell upp af Hafnarfirði er eldstöð af þeirri gerð sem kallast eldborg. Eldborgir einkennast af því að gos hefur átt sér stað á stuttri sprungu eða pípulaga gosrás og myndar því stakan aðalgíg og stundum smærri gíga þar hjá. Engir hliðargígar eru hjá Búrfelli, það stendur eitt og stakt, 180 m hátt yfir sjó, hlaðið úr gjalli og hraunkleprum. Hraunstraumarnir sem runnu frá gígnum nefnast einu nafni Búrfellshraun en hafa fjölmörg sérnöfn eftir einstökum hlutum hraunsins, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun.
Þrjár stórar hrauntungur hafa runnið frá Búrfelli og allar náð til sjávar. Stærsta tungan rann niður með Vífilsstaðahlíð og náði í sjó bæði í Hafnarfirði og við Arnarnesvog. Mörg hverfi í Hafnarfirði og Garðabæ standa á þessum hluta hraunsins. Önnur hrauntunga rann í átt að Kaldárbotnum og síðan niður hjá Ásfjalli og í sjó við Hamarinn í Hafnarfirði. Þriðja hrauntungan rann suður fyrir Kaldárbotna og til sjávar í Straumsvík. Hún er nú að mestu hulin yngri hraunum. Þegar hraunið rann stóð sjór um 10 m lægra við landið en hann gerir í dag. Ystu totur hraunsins eru því sokknar í sæ og teygja sig nokkuð út fyrir núverandi strönd. Berggerðin hraunsins er ólivínbasalt (ólivínþóleiít) með hvítum plagíóklasdílum og ljósgrænum ólivíndílum.
burfell-998Sprungur og misgengi setja svip sinn á landslagið við Búrfell. Þeirra mest er Hjallamisgengið sem myndar nokkuð samfelldan misgengishjalla allt frá Elliðavatni og að Kaldá. Við Búrfell eru einnig mikil misgengi og saman myndar þetta misgengja- og sprungukerfi sigdal með stefnu frá norðaustri til suðvesturs og teygir sig raunar allar götur frá Krísuvík og upp í Úlfarsfell. Búrfell hlóðst upp í gosi við austurbrún sigdalsins.
Að stærð er Búrfellshraun miðlungshraun á íslenskan mælikvarða. Flatarmál þess á yfirborði er rúmlega 16 km2. Ekki er gott að sjá hversu stórt hraunið hefur verið í upphafi því yngri hraun hafa runnið yfir það og þekja nánast alla álmuna sem teygði sig til sjávar við Straumsvík. Líklega er allt að þriðjungur hraunsins sé hulinn yngri hraunum og það sé því alls um 24 km2 að flatarmáli. Rúmmál hraunsins er talið vera um 0,5 km3. Búrfellshraun er með elstu hraunum sem vitað er um á Heiðmerkursvæðinu eða rétt um 8000 ára og hefur því runnið um 6000 f.Kr.
vatnsgja-998Miklar hrauntraðir mynduðust í Búrfellshrauni meðan á gosinu stóð við það að hrauná rann út úr gígnum í lengri tíma og myndaði eins konar farveg. Stærstu hrauntraðirnar nefnast Lambagjá, Kringlóttagjá, Búrfellsgjá og Selgjá. Þessar gjár eru af allt öðrum toga en gjárnar sem þverskera hraunið í grennd við Hjallamisgengið svo sem Hrafnagjá og Vatnsgjá sem hafa myndast [síðar] við jarðhræringar og brot af þeirra völdum.
Vinsæl gönguleið á Búrfell liggur um Búrfellsgjá. Næst gígnum, þar sem halli er mikill, er hún þröng (20-30 m) og með bröttum veggjum (hin eiginlega Búrfellsgjá) en er niður á jafnsléttu kemur verður hrauntröðin lægri og víðari. Þar sem Hjallamisgengið liggur yfir hraunið eru gapandi sprungur og stallar, þar er Hrafnagjá, við hana skiptir hrauntröðin um nafn og heitir Selgjá þar utan við. Búrfellsgjá og Selgjá eru yfir 200 m breiðar þar sem þær eru breiðastar. Veggir traðanna eru oft 5-10 m háir og sums staðar þverhníptir og slútandi þannig að víða eru skjól og skútar sem þóttu fyrrum ágætt afdrep fyrir sauðfé í vondum veðrum. Við utanverða Selgjá eru veggirnir þó lægri. Undir þeim eru einnig fjöldi gamalla seljarústa og minja um forna búskaparhætti.
Margir hraunhellar eru þekktir í Búrfellshrauni. Lengstur er Selgjárhellir [Skátahellir] yfir 200 m langur en þekktastir eru Maríuhellar [Draugshellir, Urriðakotshellir og Vífilsstaðahellir] við veginn upp í Heiðmörk.

Heimild m.a.:
-wikipedia.org

Eldborg

Eldborg í Svínahrauni.