Upplýsingagjafi var að sjálfsögðu upplýstur þegar í stað um síðustu FERLIRsferð, enda manna fróðastur um það landssvæði. Viðbrögð hans voru eftirfarandi:

Saurbæjarsel

Saurbæjarsel.

„Þið hafið greinilega verið óvenjufundvís á selin. Í örnefnalýsingu Saurbæjar er nefndur:

Seldalur: Gróin laut í Hrauninu. Þar sér enn fyrir tóftum. Selið var frá Saurbæ.“ Hraunið nefnist Saurbæjarhraun og sunnan og vestan tungu úr því hrauni, sem ég hygg að skilji að selin tvö, er lág (Hengladalalág) þar sem þjóðgatan forna fór um á leið sinni upp Kamba og þar var bílvegurinn einnig fyrrum (Eiríksvegur). Því miður hef ég ekki lagt mig eftir að finna selin en götuna gömlu hef ég rakið allt frá byggð í Hveragerði og upp á Kambabrún.
Hvar Gufudal er að finna er nokkuð vandsvarað. Reykjadalur hefst við Ölkelduháls og endar í Djúpagili en áin sem rennur um hann fellur í Hengladalaá (eða Hengladalsá) nokkru vestan grasflatarinnar sem kennd er við Vallasel.

Saubæjarsel

Saurbæjarsel.

Dalurinn sem Hengladala- og síðan Varmaá fellur um og Hamarinn afmarkar að sunnanverðu hefur ekki neitt viðurkennt nafn í Örnefnaskrám. Ölfusdalur er hann oft nefndur og Jónas frá Hriflu nefndur sem nafngjafi. Gufudalur er heiti á nýbýli sem Guðjón A. Sigurðsson byggði laust fyrir 1940 (1938?) á svæðinu milli Sauðár og Varmár. Það býli er þá suðaustur af Reykjadal og norðan Varmár. Best væri að við FERLIRsfélagar hittumst við tækifæri þannig að við gætum borið saman bækur okkar um hvar selja er helst von.“ Selfossi 7. maí 2007.
Þess ber að geta að einn hinna þrautþjálfuðu FERLIRsfélaga var þegar í stað sendur út af örkinni og skoðaði hann þá alla vestanverða hlíðina undir Kömbunum. Hann fann þó engin önnur ummerki eftir selstöðu á því svæði, sem verður, að fenginni reynslu, að teljast nokkuð áreiðanleg tíðindi – því engir hafa meiri þjálfun eða eru líklegri til að finna mannvistarleifar en FERLIRsfélagar.
Í vikunni – sólksinssíðdegis – er ætlunin að skoða Vallasel austan ármóta Hengladálsáar og Reykjadalsáar svo og Núpasel að ofanverðum Núpum undir Núpafjalli, þar sem Seldalur nefnist skv. örnefnaskrá.

Saurbæjarsel

Saurbæjarsel.

 

 

Hafnavegur

Tveimur vel hlöðnum vörðum, yfir mannhæða háar, hefur verið komið fyrir á svæði á Þrívörðuhæð við Hafnaveg sunnan Keflavíkurflugvallar. Vörðurnar eru við herkampana Camp Hopkins og Camp Rising, sem þarna var á stríðsárunum, og lýsa komu hersveita Bandaríkjamanna hingað til lands 1941, vinnu hermannanna við að koma sér fyrir hér á landi í Nissenbröggum og herbúðalífinu sem við tók.
Á þessum vörðum eru upplýsingaskilti. Á öðru þeirra er eftirfarandi texti:

Bandaríski herinn á Íslandi
VörðurnarVorið 1941 kom Churchill forsætisráðherra Breta fram með þá tillögu við Fanklin Roosevelt forseta Bandaríkjanna, að bandarískur her leysti sveitir Breta af. Roosevelt var tregur til að senda hermenn án þess að ósk um slíkt kæmi frá íslenskum stjórnvöldum. Engu að síður þá var snemma í júní tekið til við að udnirbúa för bandarísks herliðs til Íslands. Bandarískar könnunarsveitir voru sendar til landsins til að skoða hugsanlega staði fyrir eftirlitsflugvelli og safna gögnum um húsnæði og lífskjör; loftvarnir, varnir við ströndina og við hafnir; og ástand hernaðarmannvirkja.
Bandaríkjamenn fengu formlegt boð frá Hermanni Jónassyni, forsætisráðherra Íslands, í júlí 1941. Þann sama dag tilkynnti bandaríkjaforseti þinginu um ráðstöfun sveita úr loft-, land- og sjóher til Íslands.

Bandarískir sjóliðar fyrstir á staðinn
Annað upplýsingaspjaldiðFyrsta stórfylki sjóhersins, undir stjórn John Marston, hershöfðingja, var fyrsta bandaríska herliðið sem kom til Íslands. Það lenti við Reykjavíkurhöfn 7. júlí og fékk brátt liðsauka frá flugher, flota og landher.
Sjóliðarnir bjuggu upphaflega til bráðabirgða í Nissenskálum sem bresku hersveitirnar höfðu reist og hófust brátt handa við að byggja nýjar herbúðir. Victoria Park og Camp MacArthur, tvær samliggjandi herbúðir í Mosfellssveit norðaustur af Reykjavík, voru teknar í notkun af fyrsta herfylki. Annað herfylki kom sér fyrir í Camp Baldurshagi. Þriðja herfylki tók yfir breskar búðir, Camp Brautarholt, sem voru staðsettar á klettanesi nálægt innsiglingunni í Hvalfjörð. Þetta voru litlar ókláraðar búðir án rafmagns eða pípulagna. Hlöðu hafði verið breytt í matsal yfirmanna. Fimmta varnarherfylki, loftvarnasveit, var dreift í nokkrar búðir nálægt höfninni og fyrir austan borgina. Stórskotaliðið sá um að manna byggingarflokka sem reistu marga Nissenskála og önnur herbúðarmannvirki og byssustæði.
Nissen-braggiSjötta sjóliðasveit sem var hreyfanleg sveit, fékk það verkefni að byggja nýjar herbúðir til að hýsa sveitir landhersins. Litlar búðir með Nissenskálum höfðu áður verið reistar af Bretum, en pípu- og raflagnir og aðra aðstöðu átti enn eftir að útbúa. Sjóliðarnir reistu þess bráðabirgðaskála með hraði sem svefnskála, spítala, kirkjur, matsali, bíósali, vöruhús og skrifstofur. Í janúar 1942 fékk Sjóherinn skipun um að láta Landhernum eftir herbúðir sínar og snúa aftur til Bandaríkjanna þar sem þeim yrði fengin önnur verkefni. Í mars höfðu stórar sveitir bandaríska flotans. landhersins og flugsveita landhersins (AAF) komið sér fyrir á Íslandi.“

Á hinu er eftirfarandi texti:

Bandaríkjaher tekur við stjórninni
Nissan-braggiÍ apríl 1942 var skiptingunni frá bresku herliði yfir í bandaríkst herlið að mestu lokið. 22. apríl tók Bandaríkjaher við yfirstjórn herliðsins á Íslandi, undir stjórn Charles H. Bonesteel majórs. Boonesteel setti upp aðalstöðvar í Camp Tadcaster (sem var endurskírður Camp Pershing) við Elliðaár í Reykjavík, og var þá 3 km fyrir utan borgina og 1.5 km fyrir austan fyrrum höfuðstöðvar breska hersins í Camp Alabaster.
Hersveitirnar voru dreifðar um fjöldan allan af herbúðum innanbæjar, fyrir austan borgina, í Hafnarfirði í suðri og í Mosfellsbæ í norðaustri. Aðalstöðvar bandaríska flotans voru staðsettar í Camp Knox í norðvesturhluta Reykjavíkur og flugstöðvar flotans tóku yfir tvær stórar herbúðir við norðurströnd Fossvogs nálægt flugvellinum sem Bretar höfðu byggt. Flestar þessara búða hafa nú horfið vegna stækkunar borgarinnar. Þær fáu byggingaleifar sem enn standa eru vel varðveittar steinhleðslur, skorsteinar, vegir, stígar og stöku virki.

Herbúðabyggingar og herbúðalíf
Nissan-braggiLiðsafli verkfræðisveita sem áttu að sjá um byggingu herbúða var lítill og var oft aukinn með mönnum frá öðrum sveitum auk innlendra verkamanna. Verkið sóttist seint vegna óblíðs veðurfars og upp komu alvarleg tæknileg vandamál. Aðflutningar byggingarefnis voru mikið vandamál þar sem Ísland var langt frá birgðastöðvum hersins.
Stórskotalið sem áttu að byggja fleiri herbúðir sendu vinnuflokka á valda staði til að reisa Nissenskála undir verkstjórn fárra manna úr sveit konunglegra verkfræðinga. Ekki var óalgengt að mennirnir ynnu 16 stundir á sólarhring og fjöldinn allur af herbúðum var reistur á nokkrum vikum. Hópur sex eða fleiri manna gat reist skála á nokkrum klukkustundum. Hóparnir luku 16 skálum á dag.

Nissan-braggi

Nissenskálarnir var einfaldur í smíði. Endar hvers skála voru gerðir úr þremur viðareiningum sem mhægt var að setja saman á nokkrum mínútum. Klæðningin að innanverðu var gerð úr viðarplötum á 4×2 stálgrind. Bogadregnir veggirnir og þakið voru klæddir bárujánsplötum. Tvö lög að málmplötum voru sett neðst í hliðarnar en þakið var með einfaldri klæðningu. Byggingunni var haldið uppi af sveigðum burðarbitum (T-bitum) úr stáli. Hverjum skála fylgdi fullkomið sett af verkfærum og tækjum. Það eina sem þurfti að gera á staðnum var að útbúa grunn úr steinsteypu eða hraunkubbum.“

Fyrrnefndir braggar voru nefndir eftir hönnuðinum, Bjorn Farlein Nissen, en hann fæddist í Gjorvik nálægt Osló 1863, fluttist til Ameríku og starfaði þar við hönnun.Upplýsingaskilti

Gunnuhver

„Ekki er það ný bóla, að eldur komi upp í sjé úti í grennd við Ísland, og telur Þorvaldur Thoroddsen, að það hafi komið níu sinnum fyrir, sem sögur fari af, fyrst árið 1211 og síðast 1879, þangað til nú Sögulegast var það gosið, er eyja reis úr sjó undan Reykjanesi, en hvarf áður en langt leið. Þegar átti að fara að kanna eyna var hún horfin.
Reykjanes-991Langoftast urðu neðansjávareld gosin út af Reykjanesi, flest á svipuðum slóðum. Í eldgosatali Þorvalds Thoroddsens er nokkrum sinnum aðeins sögð þessi orð: Eldur fyrir Reykjanesi. En fyrst 1226 segir þó fleira: Eldur í sjó fyrir Reykjanesi. Myrkur um miðjan dag. Sandfellsvetur á Íslandi. — Árið 1422 kom upp eldur útsuður undan Reykjanesi og skaut upp landi, sem nú er horfið. Árið 1830: Eldur fyrir Reykjanesi. Hann sást fyrst hinn 6. og 7. marz (aðrir segja 13.), og var uppi þangað til í maímánuði, þá rak mikið af vikri að næstu ströndum. Uppvarpið var nærri Eldeyjarboðum. Árið 1879: Gos fyrir Reykjanesi. Hinn 30. maí sáu menn frá Kirkjuvogi í Höfnum eldsuppkomu nálægt Geirfuglaskerjum hér um bil 8 mílur undan landi og eins sást til hennar næsta dag, en fjórtán daga framan af júlí var svört þoku bræla yfir sjónum út af Reykjanesi, en þokulaust alls staðar fyrir innan. Rétt áður en þokan hvarf, Kom öskufall, sem sá vel á grasi, en ekki urðu menn eldsins varir eftir það. Vikur sást heldur ekki, og engir jarðskjálftar fundust.
Vorið 1733 gerðist það, sem þóttu teikn mikil, að alldjúpt út af Reykjanesi reis rjúkandi eyja úr sænum, og gizkuðu menn ýmist á, að hún hafi verið ein míla eða míluþriðjungur ummáls. Annars beið hún ekki eftir því að vera mæld eða rannsökuð nánar, sem áður segir, heldur hvarf aftur í hafið. Skipverjar á húkkortunni Boesand komu fyrstir auga á eyjuna, og gerði skipstjórinn, Jörgen Mindelberg, teikningu af henni. Eftir honum eru höfð þessi orð í sambandi við gos þetta: „Það var guðs undur, sem við höfðum ekki fyrr séð, að sjór logaði!“
Ey - JorgenÍ Öldinni átjándu stendur eftirfarandi um gosið 1783, dagsett í maímánuði: „Um síðustu mánaða mót urðu menn þess áskynja, að eldur er uppi í hafi djúpt út af Reykjanesi. Stigu þar reykjarmekkir úr sjó og nú hafa áhafnir þriggja kaupskipa séð þar rjúkandi eyju rísa úr sæ, en stórt svæði umhverfis hana er þakið vikri og ösku. Mönnum ber saman uim það, að þarna sé komið upp allhátt hraunhrúgald, með úfnum klettum, en þá greinir á um stærð hínnar nýju eyjar. Telja sumir, að hún sé míla ummáls, en aðrir hafa orpið á, að svo sem þriðjungur mílu muni umhverfis hana. Sævardýpi hefur breytzt til muna umhverfis eyna, og nýr boði, sem mjög brýtur á, er kominn upp alllangt frá henni í norðvesturátt. Það voru skipverjar á húkkortunni Boesand, sem fyrst sáu eyna.
Klukkan þrjú að morgni hins fyrsta dags maímánaðar bar fyrir augu þeirra sjón, sem fyllti þá undrun og skelfingu: Reykjarmekkir miklir stigu upp af sjónum. „Það var guðs undur, sem við höfðum ekki fyrr séð, að sjór logaði“, segir reykjanes-kort-IIskipstjórinn, Jörgen Mindelberg.
Klukkan sjö var skútan komin svo nærri gosstöðvunum, að skipverjar sáu rjúkandi eyju í hafinu hálfa níundu mílu suðvestur af Geirfuglaskeri. Lét skipstjóri sigla í námunda við hana, en sneri frá, er hann átti ófarna hálfa mílu að henni, því að gosfýlan var orðin svo megn, að hann sveðsí hafa óttazt að áhöfnin félli í öngvit. Var þá og sjór allur þakinn vikri.

Nú síðar í maímánuði komu Hans Petersen á Hvíta svaninum og Peder Pedersen á Þorskinum, til hafnar við Faxaflóa, og höfðu þeir báðir séð þessa nýju eyju, er hlaðizt hefur upp úr rjúkandi eimyrkju og gjallstorku út af Reykjanesi“.
Sex vikum síðar hófust Skaftáreldar. Í júlí segir: „Konungurinn hefur mælt svo fyrir að eyjan út af Reykianesi skuli Nýey heita og falið stiftamtmanni að fara hið fyrsta út í hana á einhverju af skipum konungsverzlunarinnar, draga danskan fána að húni á henni og helga hana veldi Dana. Til frekara öryggis skal reisa þar stein og höggva á hann nafn konungs og ártal, og verður steinn sá, sem til þessa er ætlaður, sendur hingað með póstskipinu“.
Í ágúst 1784 segir: „Það fórst fyrir, að stiftamtmaður helgaði Danakonungi Nýey í fyrra og voru boð stjórnvalda um þetta ítrekuð í vetur. Var svo fyrir mælt, að Hafnarfjarðarskip sem flytja átti Levetzov kammerherra og Magnús stúdent Stephensen til Kaupmannahafnar, kæmi við á eynni, ef þess væri nokkur kostur, eða sigla að minnsta kosti svo nærri henni, að viðhlítandi athugun gæti farið fram á henni. En mönuum brá nokkuð í brún, þegar átti að fara að kanna Nýey. Hún var nefnilega hvergi sýnileg, þegar gera átti gangskör að því að helga hana konungi“.

Heimild:
-Tíminn 15. nóvember 1963, bls. 8-9.

Stampahraun

Stampahraun. Í dag má sjá leifar hraunsins undan ströndinni, þ.e. Karlinn. Strákur, Stelpa og Kerling eru horfin í sjáinn. Þó má enn sjá móta fyrir gíg Kerlingar í Kerlingarbás.

Selatangar

„Atvinnuvegirnir [í Krýsuvík] er eins og áður er sagt landbúnaður, eggja- og fuglatekja, auk þess sjávarafli nokkur. Þá var útræði á Selatöngum. Gekk þá eitt — áttróið — „skip þar úr Krýsuvík, og var á þvi skipi formaður Einar frá Stóra-Nýjabæ, og mun það síðasta skip, er þaðan hefir gengið, en sú sögn fylgir, að útræði frá Selatöngum hafi lagst niður vegna reimleika.

selatangar-992

Einhvers staðar í gömlum fræðum, að í Selatöngum sé „brimhöfn mikil.“ Þarna var þó um langt skeið allmikil verstöð og sóttur sjór á árabátum fram undir síðustu aldamót eða nánar tiltekið til 1880 eða þar um bil. Verbúðalíf og sjósókn í Selatöngum hefur fráleitt verið neitt sældarbrauð, maður þarf ekki annað en koma á staðinn, ganga þar dálítið um og virða fyrir sér búðartóttirnar, lendinguna og skerjaklasann úti fyrir ströndinni, til að sannfærast um það.“

„Krýsuvík var fyrst byggð niður við sjó fyrir utan Krýsuvíkurberg, en lagðist svo af að eldur kom upp í fjöllunum þar norður frá og runnu hraunkvísl ar hér og þar fram milli hálsanna. Hin austasta var einna mest. Smalamaður frá Krýsuvík var kippkorn frá bænum með féð. Hann sá glóandi hraunleðjuna brjótast með feikna hraða ofan úr skarðinu upp frá bænum og fleygjast út yfir láglendið. Hann sá sér enga von til undankomu og beið með fjárhópinn þess er að höndum kæmi og fal sig guði; því hefir þetta skeð í kristni. Eldflóðið fór allt í kringum hann og sakaði hvorki hann né féð nema eina á, segja sumir. Það heitir síðan óbrennishólmi er hann var. Hraunið hljóp um allt láglendið og fram í sjó, en túnið í Krýsuvík stóð óskaddað og bærinn, en nálega var ófært þangað þegar hraun ið var storknað. Þá var bærinn fluttur þangað sem Krýsuvík er nú, það er ofar og austnorðar. Þegar eldgangurinn var afstaðinn og hraunin storknuð fóru menn að leggja veg til Grindavíkur yfír þau, og urðu öll rudd að þessu austasta fráteknu. Það var svo stórgert og hart að það var óvinnandi og varð ekki veginum komið á.“ Eins og kemur fram í þessari skemmtilegu munnmælasögu var bærinn byggður á nýjum stað eftir gosið, þar sem hann stóð til skamms tíma eða þangað til Krýsuvík fór í eyði, sömuleiðis kirkjan.
Leiðin úr Krýsuvík til Grindavíkur og í Selatanga var heldur ógreiðfær eftir gosið, ekki sízt með hesta. Í kvæði frá 15. öld er þess getið, að karl einn fór yfir Ögmundarhraun og missti kapal sinn í hraungjá, hann varð fastur og gekk af einn hófurinn, en karl hét á hinn helga kross í Kaldaðarnesi, sem þá var til margra hluta nytsamlegur. Við það losnaði kapallinn og hófurinn greri aftur við.
ogmundarstigur-991Til er saga um hvernig vegur var ruddur yfir Ögmundarhraun. Sú saga minnir nokkuð á söguna í Eyrbyggju um Berserkjagötu, nema hvað berserk urinn í þessari sögu heitir Ögmundur, og af því á nafnið á hrauninu að vera dregið.
En víkjum nú aftur að Selatöngum og verbúðalífinu og sjósókninni þar. Selatangar eru í Krýsuvíkurlandi, vestast í Ögmundarhrauni og veiðistöðin þar talin á vegum ábúandans í Krýsuvík. Sjálfsagt hafa þó ýmsir aðrir en Krýsvíkingar róið þaðan, hvernig svo sem samningum um það hefur verið háttað. T.d. er getið um, að þaðan hafi gengið biskupsskip frá Skálholti. Líkur eru til, að þaðan hafi verið róið þegar snemma á öldum, þótt af því fari ekki miklar sögur.
Í gömlum sóknarlýsingum er þess getið, að árið 1780 hafi róið þaðan 1 áttæringur, 1 sexæringur og 2 feræringar, og réru á þeim 13 heimamenn úr Krýsuvík og 16 austanmenn. Var veiði þeirra samanlagt 4580 fiskar. En oft hafa þó útróðramennirnir í Selatöngum sjálfsagt verið fleiri. Til þess bendir m.a. sjómannavísa úr Selatöngum, sem sá merki fræðasafnari, sr. Jón Thorarensen, birti í Rauðskinnu á sínum tíma, en hann hefur leit að uppi og haldið til haga ýmsum fróðleik um verstöðina í Selatöngum. Vísunni fylgir sú saga, að ungur strákur hafi krækt sér í skipsrúm í Selatöngum með því að taka að sér að koma fyrir öllum nöfnum sjómannanna í einni vísu eða þulu.
Mér telst svo til, að nöfn 82 sjómanna selatangar-993komi fyrir í vísunni, og þar af eru hvorki meira né minna en 23 Jónar, og má mikið vera ef þar hefur ekki einhvern tíma verið ruglazt á mönnum.

Mikið er af gömlum búðartótt um í Selatöngum. Það eru vistar verur þeirra sem þarna höfðust við, þakið er að vísu af þeim og hurðirnar týndar og tröllum gefnar, en að öðru leyti eru þær hinar stæðilegustu, enda vel hlaðnar. En heldur virðast þetta hafa verið kaldranalagar og þröngar vistarverur, veggirnir úr hraungrjóti, einungis grjótbálkar til að liggja á, gólfpláss ekki teljandi og upphitun að sjálfsögðu engin. Og öðrum þægindum hefur ekki heldur verið til að dreifa. Sums staðar var hlaðið fyrir op á hellum eða hraunskútum og plássið notað til ýmissa þarfa, svo sem smíða eða mölunar og kallað samkvæmt þvi: Mölunarkór, Sögunarkór o.s.frv. Þá er þarna á töngunum mikið af görðum og fiskbyrgjum, þar sem fiskur var hertur eða verkaður á annan hátt. Talsverður trjáreki er þarna og notuðu vermenn rekaviðinn óspart til smíða í landlegum, sem munu hafa verið nokkuð algengar, vegna þess hvað brimasamt er við lendingarstaðinn. En fjaran og trjárekinn er líka mikið dundursefni flestum þeim sem nú heimsækja staðinn. Þarna rekst maður stundum á allt upp í tíu fimmtán álna tré, að maður nú ekki tali um rótarhnyðjurnar, sem margur kannski fær ágirnd á, kippir upp af götu sinni, og hefur heim með sér, enda missir víst enginn æruna fyrir slíkt nú orðið.“
Minjarnar, sem nú sjást á Selatöngum eru frá 19. öld því stórflóð og óveður í janúar 1799 eyddi verbúðunum, sem þar voru fyrir. Síðast var róið frá Selatöngum í byrjun 20. aldar og þá frá Ísólfsskála. Tangarnir voru eftir það nytjaðir frá sama bæ, bæði til þaratöku og reka.

Heimild:
-Morgunblaðið 16. maí 1970, bls. 8-9.
-Alþýðublaðið 7. apríl 1935, bls. 3.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Hellisgerði

„Hellisgerði í Hafnarfirði dregur nafn af hraunhelli, sem er í gerðinu; Fjarðarhelli.
Er það nú skúti einn, en var áður miklu stærri. Þar í grennd lékum hellisgerdi - loftmyndvið börnin okkur oft. Heyrðum við þá sungið og talað inni í hellinum og einu sinni sá ég þar barnssokka og rósaleppa breidda á stein. Það sama sá ég einu sinni uppi í Kaplakrika.- (Sögn Karólínu Árnadóttur.)

Huldufólkstrú virðist hafa verið ærið algeng í Hafnarfirði áður fyrr allt til þess að bærinn tók að vaxa. Hér sást huldukona tína litunarmosa í hrauninu og hér heyrðist vagnaskröltið, þegar veslings huldufólkið var að flýja undan nýbyggingum og gatnagerð. En hvar hefur það nú samastað? — Kannski í Hamrinum. Þess vegna er rétt gert að friða hann fyrir röskun.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 19. árg. 1960, Af gömlum blöðum – Guðlaugur E. Einarsson, bls. 22.

Hellisgerði

Hellisgerði 1950.

Herdísarvík
Haldið var í Herdísarvík. Ætlunin var m.a. að reyna að finna opið á Breiðabáshelli eftir ábendingu Þorkels Kristmundssonar. Fulltrúar HERFÍs voru mættir, en þrátt fyrir grjóttilfærslur og innlit, varð ekki komist að opinu. Sjávarkamburinn er orðinn allhár þarna, en undir honum er opið á Breiðabáshelli.
Hin aldna kepma Kristófer Bjarnason, kirkjuvörður, kom á staðinn til að fylgjast með og heilsa upp á hópinn, en hann þekkir svæðið einna best núlifandi manna.

Herdísarvík

Hlínagarður í Austurtúninu.

Gengið var vestur yfir hraunið, staldrað við í fjárhelli og síðan gengið yfir í Gerðið, austasta hlutann innan vörslugarðs Herdísarvíkur. Þar, innan við Langagarð, eða Lönguvitleysu, eins hann var stundum nefndur, er vel gróið, enda uppgrætt með slori. Garðurinn var hlaðinn af Arnþóri nokkurm frá Ási í Ytri-Hrepp. Í Gerðinu eru tóttir fjárhúsanna Langsum og Þversum. Hlínargarður var skoðaður, en hnn var nefndur eftir Hlín Johnson, sem lét hlaða garðinn. Hann hefur varið landið vel, en hann náði að mörkum Langagarðs.
Þá var haldið að Herdísarvíkursjóbúðum og þær skoðaðar. Búðirnar eru fimm og allvel heillegar. Neðan þeirra var skiptivöllurinn og enn neðar Vörin (Herdísarvíkurvör). Skammt vestar og neðar var Hryggjarbúð, enn ein sjóbúðin, en hún er horfin. Sjá má móta fyrir Ólabúð við enda þvergarðs, Austurtúngarðs, skammt vestar. Neðar og austar er tótt af fjárhúsi.
Lindarvatn streymdi undan hrauninu í Herdísarvíkurtjörn. Gengið var að Varghólsbrunni, eða þar sem hann var því sjórinn er búinn að brjóta talsvert umhverfis Tjörnina. Þar streymdi vatnið upp á milli klappa. Staðnæmst var við gömlu útihúsin vestan við Einarshús, en þar var áður fjós, hlaða, lambús og hesthús. Einnig var Krýsuvíkurbúð, en hún var gerð upp úr hrútakofa, sem þar var. Norðurtúngarður liggur ofan Einarshúss og Vesturtúngarður vestan þess.

Herdísarvík

Brú og gerði í Herdísarvíkurtjörn.

Gengið var að hlaðinni rás í jörðinni norðan túngarðsins. Hún er hluti af reykofni Hlínar. Þorkell hafði einmitt haft á orði að kjötið þaðan hafi skammast vel því reykurinn hafi verið svo kaldur þegar hann kom loks í reykhýsið.
Gengið var niður að Tjörninni og eftir flóruðum stíg yfir eitt vikið. Við það er hlaðið gerði, sennilega hestagerði. Í hleðslunum mátti greina sjósteina, hluta myllusteina, sökkkusteina o.fl. Vestan stígsins er svo gamla Herdísarvík, en það hús var notað til 1934. Einar og Hlín voru fyrsta árið sitt í Herdísarvík í því húsi. Það er byggt utan í Skyggni, klettavegg. Vestan hússins er hlaðið gerði og tótt.
Gengið var yfir Vesturtúngarðinn til norðurs og var þá komið að grunni kofa, hlaðinni tótt og enn annarri stærri í gróinni lægð, sennilega fjárhús.
Eftir áningu við Einarshús þar sem einn samferðarmanna, bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Örn Ólafsson, afhenti einum FERLIRsforsprakkanum, Ómari Smára, bæði bindinn af Sögu Grindavíkur með þakklæti fyrir sýndan áhuga á minjum í og við Grindavík. Honum var þökkuð gjöfin, en bækur þessar munu nú vera ófáanlegar í bókabúðum.
Loks var gengið austur með Norðurtúngarði að Réttinni, eftir Kúastíg og áfram að upphafsreit.
Gangan tók um tvær klukkustundir. Veður var frábært, sól og hlýindi.

Meðfylgjandi eru myndir úr ferðinni. Einnig var svæðið teiknað upp.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Grindarskörð

Það jafnast ekkert við að skella poka á bakið með tjaldi og búnaði og halda til fjalla og njóta hins fullkomna frelsis að ráfa um ósnortnar víðlendur íslenska hálendisins.
Grindaskord-21Að vetri koma gönguskíðin í stað gönguskónna og á björtum degi eins og hefur verið nú um helgina leita margir göngumenn á Hellisheiðina og njóta þess að vera með sjálfum sér í náttúrunni.
Mörgum finnst hálendið, þar á meðal undirritaður, jafnvel fegurra á fallegum vetrardegi en um sumar.
Um Grindaskörð lá áður þjóðleið frá Selvogi til Hafnarfjarðar. Grýtt og seinfarin, en sú stysta og helst farinn á veturna á harðfenni.
Uppruni nafnsins er rakinn til þess að þar hafi verið mikill skógur og Þórir haustmyrkur landnámsmaður í Selvogi hafi lagt veg um skörðin og sett þar raftagrind í eitt skarðið.
Það er auðvellt að fara sporin sem starfsmenn Bláfjallasvæðisins leggja, en eins og færið er nú er auðvelt að fara hvert sem er um alla háheiðina.
Fyrr á tímum lá aðalleiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogs, fyrir norðan Valahnúka, um Grindaskörð, Hvalskarð og þaðan til byggða í Selvogi. Í daglegu tali er þessi leið nefnd Selvogsgata. Hún er á ýmsan hátt torsótt. Meðfram henni er lítið sem ekkert vatn að finna, hún liggur að mestu um gróðurlaus brunahraun og í Grindaskörðum kemst hún í 400 m.y.s.
Grindaskord-22Þegar nýi vegurinn var lagður frá Krýsuvíkurveginum upp í Bláfjöll opnaðist þetta svæði fyrir marga þar sem vegurinn liggur rétt fyrir norðan skörðin.
Þar eru þrír hnúkar sem heita Stóribolli, Tvíbollar (á kortinu nefndir Miðbollar) og Syðstubollar. Á þessu svæði öllu hefur verið mikil eldvirkni áður fyrr og eru Stóribolli og Tvíbollar gamlir gígar, sem hafa lagt til megnið af því hrauni, sem þekur svæðið fyrir norðan og vestan skörðin. Fyrir ferðamanninn eru Tvíbollar einna forvitnilegastir.
Útsjón frá Bollunum er mikil. Hraunbreiðurnar til norðurs blasa við fyrir fótum manns, og gamla Selvogsgatan hlykkjast milli hraunhólanna í áttina að Valahnúkum.
Grindaskord-23Í sjóndeildarhringnum er byggðin á Reykjanesinu, Hafnarfirði og Kjalarness. Og í fjarsýn blasir Snæfellsnesið með hinn dulúðuga útvörð Snæfellsjökulinn. Hér er margt annað að skoða, t.d. er margir fallegir og sérkennilegir hellar í hraununum fyrir norðan skörðin.
Í þjóðsögum Jóns Árnasonar stendur: “Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á Landnámstíð, því fjölbyggt hefur verið orðið syðra eftir þeirri sögn, að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í það skarð, sem farið er úr Grindavík og upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík”.

Heimild:
-Guðmundur Gunnarsson.

Grindaskörð

Grindaskörð framundan.

Almenningur

Flugslysið í Hrútadyngjuhrauni, þegar flugmaður Cessnu-152 flugvélarinnar brotlenti, varð skömmu eftir kl. 19:00 á fimmtudagskvöldið 10. ágúst. Í frétt Fréttablaðsins laugardaginn 11. ágúst af atburðinum sagði m.a. undir fyrirsögninni „Heppnir að sleppa svona vel í hrauninu“: „Ekkert bendir til þess að bilun hafi orðið í flugvélinni sem brotlenti í Kapelluhrauni á fimmtudagskvöld. Flugkennari og nemi hans sluppu svo til ómeiddir úr slysinu.
Slysstaðurinn efst í SkógarnefiÓhappið varð upp úr klukkan sjö á fimmtudagskvöld. Mennirnir voru við hægflugsæfingar á svokölluðu Suðursvæði sem er mikið notað fyrir slíkar æfingar. Bragi Baldursson, aðstoðarforstöðumaður rannsóknarnefndar flugslysa, segir allt benda til þess að æfingarnar hafi verið með eðlilegum hætti. „Vélin virðist hafa sigið aðeins til jarðar og þá hefur annar vængurinn að líkindum ofrisið með þeim afleiðingum að vélin fór að snúast um sig. Mennirnir komu henni á réttan kjöl en urðu að brotlenda í hrauninu,“ segir Bragi. Rannsókn á slysinu stendur enn yfir.
Flugvélin, sem er eins hreyfils kennsluvél af gerðinni Cessna-152, lenti á hjólunum en hvolfdi síðan.
Mennirnir kölluðu sjálfir eftir aðstoð Neyðarlínu og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang þar sem erfitt var að komast akandi að slysstað. Mennirnir voru fluttir til skoðunar á slysadeild en fengu að fara heim að henni lokið.“ Í meðylgjandi myndatexta segir síðan: „Mildi þykir að ekki fór verr en vélin, sem er í eigu flugfélagsins Geirfugls, er talin ónýt. Var í undirbúningi að flytja hana.“

Kennileiti í BreiðagerðisslakkaÍ framangreindri frétt er slysstaðurinn enn og aftur sagður vera í Kapelluhrauni – sem er í 6 km fjarlægð til norðurs. Staðreyndin er hins vegar að óhappið varð í Hrútadyngjuhrauni, nánar tiltekið efst og austast í Skógarnefinu, u.þ.b. 100 metrum norðan landamerkja Hvassahrauns og Óttarsstaða. Í rauninni er fréttaflutningur þessi dæmigerður fyrir aðra slíka af sambærilegum óhöppum. Jafnan gætir mikillar ónákvæmni í staðsetningum og svo virðist sem forstöðumenn fréttamiðlanna líti það léttvægum augum – enda vita þeir kannski á stundum ekki betur sjálfir.
Brak í BreiðagerðisslakkaFyrr um morguninn hafði FERLIR fylgt Baldri J. Baldurssyni, áhugamanni um gömul flugvélaflök, á vettvang flugslyss er varð fyrir tæpum 64 árum í Breiðagerðisslakkanum í Strandarheiði. Um 15 mín gangur er að vettvangnum frá línuveginum skammt sunnan við Fornasel. Staðurinn, sem um ræðir liggur í línum; annars vegar milli Auðnasels og Knarrarnessels og hins vegar milli Keilis og Atlagerðistangavita. Þar á litlum hraunhól er varða. Vestan hólsins er talsvert brak úr hinni þýsku flugvél er þar fórst.
Um er að ræða Junkers 88 könnunarherflugvél. Samkvæmt skýrslum sást þýska flugvélin nálgast Keflavík um 13:52 þann 24.04.1943. Tvær bandarískar vélar voru sendar á móti henni, en flugmaðurinn reyndi Framhlutinn fjarlægður af vettvangiað dyljast í skýjum. Það kom þó ekki í veg fyrir að vélin væri skotin niður. Þrír áhafnameðlimir létust, en einn komst lífs af, fjarskiptamaðurinn, Sgt. Anton Mynarek. Hann komst úr vélinni í fallhlíf áður en hún brotlenti í Gjáhrauni, en var tekinn til fanga af landgönguliðum.
Bræðurnir Hafsteinn og Þórir gengu fram á þýska flugmanninn við Arnarbæli og fylgdu honum niður á gamla Keflavíkurveginn þar sem landgönguliðar tóku hann til fanga. Sveinn sagðist hafa frétt að því að aðfarirnar hafi ekki beinlínis verið til fyrirmyndar. Ameríkanarnir hefðu öskað á þennan hættulega óvin sinn, miðað á hann byssum og skipað honum að leggjast í jörðina þrátt fyrir að hann hafi greinilega verið nokkuð meiddur.
Báðir hinir bandarísku flugmenn, sem eltu þá þýsku, voru sæmdir Silfurstjörnunni þann 30. apríl 1943 fyrir vikið. Þessi Þjóðverji var fyrsti flugliðinn sem Bandaríkjamenn handtóku í Seinni heimstyrjöldinni. Lík þeirra sem fórust voru grafin að Brautarholti á Kjalarnesi, en eftir stríð voru þau flutt í Fossvogskirkjugarðinn.
Sá, sem bjargaðist, stg. Anton Mynarek, kom hingað til lands mörgum árum seinna. Lýsti hann fangavistinni í bragga við Elliðaár, en þar átti hann slæma vist fyrstu dagana í kulda og einangrun, en síðan rættist úr vistinni.
Talsvert er af braki úr vélinni við hraunhól í slakkanum, m.a. hluti af hjólastellinu, annað dekkið, vélarhlutar, slöngur og tannhjól. Álhlutar eru úr vélinni í slakkanum skammt norðvestar.
Tiltölulega auðvelt er að ganga að flakinu ef tekið er mið af stórri fuglaþúfu (hundaþúfu) á barmi Litlu-Aragjár ofan Afturhlutanum lyft uppGrindavíkurgjár. Þegar komið er að henni sést varðan á hraunhólnum vel. Slysstaðurinn í Breiðagerðisslakka er ágætt dæmi um fyrri tíma slysavettvang – þar sem allt var látið óhreyft og ummerkin tala enn sínu minnisvarðamáli.
Þá var ákveðið að fylgja línuveginum og síðan gamalli götu austur Hrútadyngjuhraun skammt vestan Lónakotssels. Gatan er vörðuð. Vandinn var bara sá að hinar heillegu vörður voru allnokkru vestan selsstígsins. Nokkur hraunhveli, jarðföll og skútar voru á leiðinni, en gatan leið án teljandi athugasemda upp með hraunhæðunum vestan Lónakotssels. Ofan (suðvestan) selsins héldu vörðurnar áfram. Vonir voru farnar að glæðast um að gatan kynni að leiða ferðafólkið upp í svonefndan Skógarnefsskúta. Hún hélt áfram upp að Neðri-Krosstapanum og norðan hans áfram til austurs, upp yfir landamerki Lónakots og áfram yfir landamerki Hvassahrauns og Lónakots. Þar efra var talsvert að jarðföllum, en engir nýtanlegir skútar. Þá beygði gatan með gróðurlænu til suðurs, svo til beint upp í vestustu og neðstu hraunhóla Skógarnefsins. Síðasta varðan var þar við vatnsstæði. Undir því var hið ágætasta skjól – grasi gróið.
Þyrla lenti þarna efst og austast í Skógarnefinu. Klukkan var um 17:00. Þegar FERLIR kom á vettvang voru þar þrír fulltrúar Rannsóknarnefnar flugslysa auk þyrluflugmannanna. Tilgangurinn var að flytja flugvélina úr hrauninu niður á veg þar sem flutningabifreið beið þeirra.
Fagmennirnir kunnu greinilega vel til verka. Þeir höfðu rannsakað slysavettvanginn í þrjá daga, en nú var ætlunin að ljúka verkinu. Flugvélin hafði að mestu brotnað í tvennt í árekstrinum við hraunið. Þyrluflugmennirnir byrjuðu að flytja framhlutann; hreyfil, stjórnklefa og vængi. Þá tóku þeir til við að flytja afturhlutann og aukahluti, sem losnað höfðu frá flugvélinni við áreksturinn. Allt gekk þetta fljótt og bærilega fyrir Afturhlutinn fjarlægður af vettvangisig þrátt fyrir talsverðan norðanstreng. Nú eru engin ummerki eftir þetta fyrrnefnda flugslys í Skógarnefinu – einungis jarðvegsumrót á 6 metra kafla.
Eftir að hafa fylgst með björgunaraðgerðunum var stefnan tekin niður Skógarnefið, framhjá Lónakotsseli og niður á þjóðveg.
Það verður að segjast eins og er að einstakt verður að teljast að FERLIR hafi fengið að fylgjast með frá upphafi til lokavinnslu þess á vettvangi. Ljóst er að nútímakröfur til vinnubragða rannsakara á vettvangi eru allt aðrar en voru fyrrum – eða fyrir einungis hálfri öld síðan. Fróðlegt var að fylgjast með fulltrúum Flugslysarannsóknarnefndar á vettvangi – ekki síst í ljósi þess að ekki er langur tími liðinn síðan kröfur voru gerðar til þess að rannsóknardeildir lögreglu færu með rannsóknir slíkra slysa. Það virðist nú liðin tíð (sem betur fer).

Gangan, fram og til baka tók um 1 og 1/2 klst. Frábært veður.

Skógarnef

Slysstaðurinn í Skógarnefi.

 

Heiðarvegur

Rakinn var Heiðarvegur, gömul þjóðleið milli Selvogsgötu ofan Grindaskarða og Ólafsskarðsvegar sunnan við Fjallið eina. Selvogsgatan (Suðurfararvegurinn) var gamla þjóðleiðin millum Selvogs og Hafnarfjarðar og Ólafsskarðsvegur var gamla þjóðleiðin milli Ölfus og Reykjavíkur. Heiðarvegurinn tengdi þessar gömlu þjóðleiðir og lá auk þess áfram niður að Hrauni í Ölfusi, um Selstíginn framhjá Hraunsseli.
VarðaEinn FERLIRsfélaganna „skrapp“ til að leita að Heiðarveginum. Hann byrjaði þar sem áður hafði verið merkt „Heiðarvegur við Hraunbólu með einum steini uppá“ (sjá Heiðin há – vörður). Í fyrstu gat hann ekki séð neina greinilega götu þarna, en niðri á sléttunni þar sem hallaði niður að Stórkonugjá var eitthað sem gat verið varða. „Þarna niðri koma fyrsta varðan í ljós og síðan var hægt að rekja vörðurnar að Stórkonugjá. Gatan sjálf er hvergi greinileg og væri ekki hægt að rekja hana ef ekki væru vörðurnar.“
Að austanverðu stoppaði FERLIRsfélaginn við klapparhól með 3 vörðum á (hélt að þar væri hann kominn að Ólafsskarðsvegi). Síðar átti eftir að koma í ljós að enn vantaði „spölkorn“ inn á gatnamótin sem og framhaldið þvert á þau áleiðis niður að Hrauni.
„Á landakorti LMÍ er Kerlingahnúkur settur á gíg Heiðarinnar (Heiðartopp). Hann er ekki rétt staðsettur (er reyndar undir ellinu í Bláfj… ?  Þannig að þetta er ein samfelld leið er stefnir á Sandfellið“.
Ekki var hjá því komist að fara þrjár ferðir í þessa leit frá VörðurBláfjallaskálanum. „Fyrsta ferðin til austurs tók rúma 5 tíma og fór þá drjúgur tími í að leita að leiðinni eftir að vörðunum sleppti við Kerlingahnúkinn (sem er því miður rangt merktur á landakort [þær eru ekki ófáar klukkustundirnar sem FERLIRsfélagar hafa þurft að eyða í að leita eftir rangt staðsettum landakortum LMÍ)). Hálfa leiðina að vörðunum 3 (sjá fyrrnefna lýsingu) er enga götu að finna, svo kemur greinileg gata að vörðunum en hverfur svo aftur handan þeirra og kemur svo ekki aftur í ljós fyrr en við hólinn þar sem gangan endaði í það skiptið. Ferðin til vesturs tók tæpa 4 tíma og gekk vel eftir að fyrsta varðan var fundin, aðeins á 2 stöðum þurfti að leita að næstu vörðu. Þriðja ferðin var farin til að tengja leiðina saman sem eina heild. Í það sinnið lengdist hún til suðausturs, yfir Ólafsskarðsveginn áleiðis niður í Ölfuss að Hrauni.“
Það þarf bæði þolinmæði og glöggskyggni til að rekja hinar fornu götur. Tíminn (akstur og nesti) er og hefur þó ávallt verið vanræktur þáttur við slíka umleitan.
Frábært veður. Leitin og gangan um Heiðarveginn tók 17 klst. og 17 mín.
Heiðarvegur

Básendar

Nafnið er ekki vafalaust. Kemur það fyrir á voru máti í þremur myndum: 1. Bátsendar, þ. e. mesta amabagan, og þó einna mest notað í ritum síðari alda. 2. Bátsandar, notað jafnframt, og nú optast í ritum síðustu áratuga, 3. Básendar (eða Bassendar), sést að eins í gömlum og góðum heimildum (Fornbrs. VIII, 97 (1506), Jarðabók A.M.(opt Bassendar), og í manntalinu fyr á sama ári svo og á ýmsum stöðum í kirkjubókum Hvalsnessóknar frá 18. öld.
basendar-321Í elztu heimild: Fbrs. VIII, 13, (1484), er þó ritað „Bátsendum“. — Bátsund finnst hvergi, nema getgáta Br. J., í Árbók Fornleifafél. bls. 1903, 40). Það er í góðu samræmi við landslagið frá fyrstu byggð. Verður því að teljast réttara og betra en hin fyrri nöfnin, og vegna þess er nafnið ritað þannig í grein þessari. Í fjórða lagi sést nafnið í fjölda bréfa i Þjóðskjalasafninu í Reykjavík, optast á dönsku: Bosand (Bosenes-Havn, -Kiöbsted, -Distrikt). „Baadsende“ sést varla nema í Ferðabók Eggerts Ólafssonar (þýðing). Nafnið kemur aldrei fyrir — svo eg viti — í fornsagnaritum vorum, annálum eða öðrum heimildum, fyr en í Fornbréfasafninu 1484.

Básendar eru sunnarlega a vestanverða. Miðnesi (Rosmhvalanesi), og sunnan við alla byggðina þar. Þeir eru í Stafnes landi, og 8—10 mín. gangspölur milli.
Fjörur og sandauðn er umhverfis Básenda, með litlum grasflesjum, frá síðustu öld, að austan og norðananverðu. Þær eru þó aptur basendar-322að brotna, eða blása og gróa á víxl, allt heim að túni á Stafnesi. En sjór mylur framan af. Frá Básendum skagar nesið nokkuð lengra til suðuráttar. með boðum miklum, skerjum og lónum. Þá er Kirkjuvogshverfið (Hafnahr.) í suðaustur, en vogur milli, og gengur langt inn í landið til norðausturs. Nesið er hálent um miðju (Háaleiti), bunguvaxið, víðlent og gróðurlítið. Norðan á því austast — vestan við Vogastapa — eru Njarðvíkur (Norðv.), þá Keflavík  (Fyrir 220 árum var Keflavík 1 býli með 6 mönnum.
Jarðargjaldið var það, að gæta a vetrum lokaðrar kaupmannsbúðar (og þola á sumrum átroðning). Nú er þar þorp með kirkju, nál. 90 íbúðarhúsum og á 5. hundrað manns.), þá Leira og Garður (Gerðahr), en Miðneshreppur er vestan á nesinu. Hánesið allt, og að vísu suðurhallandi þess, hefur verið að blása og brotna um margar aldir, at lyngrifi og eldfjallasandi —. Nú er þó aptur farið að gróa upp frá byggðinni, og að sunnan frá „Ósabotnum“.
Norðan við voginn, utar miðju, stóð gamli Kirkjuvogur o. fl. bæir. Hann eyðilagðist á 16. öld. Þaðan hefur blasturinn gengið út eptir nesinu, allt beim að túni á Stafnesi — fyrir 200 árum eða meira. Nú er þarna gróðurlaust hraun, og örfoka að mestu leyti.
basendar-323Höfnin á Básendum var lón mjótt og langt, svo sem bás austur og inn í landið. Skipaleiðin inn á leguna var nokkuð löng, milli skerja, og í líkri stefnu.
Á fyrri öldum hefur vafalaust verið graslendi á báðar hliðar, og fyrir botni lónsins. Höfnin hefur þá verið á Básenda. (Eintalan kemur líka fyrir í nafninu: -endi. En ekki -sandi.
Þórshöfn er bás annar, sunnar á nesinu, við Kirkjuvogsósa. Komu þar opt seglskip á 19. öld raeð vörur, og tóku fwk. En mótorbátar hafa hleypt þar inn og hreinsað sig fratn á síðustu ár. Þaðan frá í s.s.v. eru ekki færri en 5 nafngreindir básar, er marka landið að Reykjanesi (Kerlingarbás, Kirkjuvogsbás, Blasíusbás o. s. frv. — Blanda II. 50). En að norðan við Básenda er enginn slikur bás á Miðnesinu. Bás(a)endar er þvi réttnefni (sbr. t. d. Skálaholt).
Að sunnanverðu við höfnina á Básendum, eru nú klappir þangi vaxnar, sandur fyrir botni, en grjótrimi að norðan. Hann er með grastóm og hásarustum, því þar stóð „kaupstaðurinn“. Sjóvik gengur með rimanum að norðvestan, og síðan lágt sandbelti í sveig austur um rimann að haínarbotni. Ætla má, að þar hafi verið tún á fyrri öldum, þó varla um 220 árin síðustu (Jarðab. A. M.).
basendar-334Mannvirki. Leifar mannvirkja sjást enn miklar á þessum atað (skoðað 1919). Kotbær hefur staðið vestast á rimanum. Má greina þar 5 sambyggðar kofatættur, þó að nokkru sé gróið yfir þær. Aust-suðaustur frá bænum — 28 m. — hefur staðið vöruhús mikið. Sér þar fyrir grunni 20 m. á lengd frá suðri til norðurs og 12 — 15 m. á breidd, máske raeð gangstétt. Annar húsgrunnur er 10 m. austar (9X6 m). Mun þar hafa verið sölubúðin. En hússtæðis kaupmanns þætti mér líklegast að leita enn austar, í sömu röð. Þar er nú grastorfa yfir. Norður af þessum stað er garðlagabrot, með kotatóptum við norðurhlið. Og enn — 24 m. norðaustar — kálgarður eða rétt (um 180 m2), með hesthúsi (? 7X3), geymslu (7X4) og fjósi (5X3) að baki, en hlöðuveggir 2 (4X3) eru þar laust norðvest an við. Hús þessi hafa staðið hæst og norðaustur á rimanum. Stendur enn meira og minna af grjótveggjum þeirra, eptir 1 1/4 aldar.
basendar-344Í lægðinni fyrnefndu — 100 m. austar — er vel upp hlaðinn brunnur, fullur af sandi. Og enn, 20 m. til austurs, hefur verið kálgarður (um 18O m2), í ágætu skjóli. Grastorfa er nú yfir mestum hluta hans; samt sér á tvíhlaðinn garðinn, af úrvalsgrjóti, og mjótt hlið við norðvestur hornið. Efsta flóðfar, er neðan við garð þennan, og upp í öðrum garði stærri, eða túngerði þar dálítið norðvestar. Á þessum stað má sjá það, að kaupstaðurinn hefur verið alveg afgirtur (tún?) að sjó, bæði vestur. og suður. Rskabyrgi, litil og kringlótt eða sporlaga, úr einhlöðnu grjóti, hafa verið þar á klettum og hólum viðsvegar að ofanverðu. Þar hefur fiskurinn verið hengdur á rár og hertur. Garðlagabrot sjást hér líka á mörgum stöðum — eins og um öll Suðurnes — 2, 3 grjótlög, til að þurka á þang í eldinn, og fiskæti líka fyr & öldum.

basendar-345

Í þangivaxinni klöpp, 42 m. niður frá suðvesturhorni húsgrunnsins mikla, er járnkall vel gildur (15 sm. á þykkt og 30 sm. á hæð, með broti af hring í gati) greyptur og tinsteyptur við klöppina (smiðir hafa meitlað þar úr tin, til að kveikja með). Þetta var hestasteinninn á hlaðinu, fyrir stjórnborða-beizli sjóhesta. Annar slíkur er dálítið utar, niður undan kotinu, og 2 eða fleiri festarhringir þar á móti, í klöppum við suðurhlið skipalegunnar. Þannig hafa skipin verið „svínbundin“ á báðar hliðar, og frá báðum stöfnum. Hefur þetta lánazt vel þar, á svo litlum bás, þó opt færi það illa á Eyrarbakka. En ekki befur það verið vandalaust að snúa skipinu í hálfhring, á lóni, sem er tvær skipslengdir á breidd.
Sjálfsagt hefur Básendahöfn lengi verið notuð til bátaútræðis og fiskiveiða á vertíðum — þó lítið sé um þetta kunnugt. En merkustu notin voru þó af þessari góðu hafskipalegu, og verzluninni, sem telja má vist, að þar hafi optast verið rekin í rvimar 3 aldir (1484—1800), og sennilega enn fyr á öldum líka. Mun þá og hafa verið siglt á fleiri Bása, og verzlað á Básum — þó Básendar yrðu löngum hlutskarpastir.
Gretið er í fyrstu enskra kaupmanna á Básendum. Það var út af ásælni Diðriks Pininga, fulltrúa konungs hér, og manna hans. Tóku þeir af kaupmönnum á „Bátsendum“ vörur og skip, um 1484 — eða lítið fyr —. Vildu kaupmenn fá að halda skipinu tómu, og mega síðan verzla við landsmenn í friði. En þeir fengu þetta ekki. Geta má nærri um gremju þeirra. Þó sést ekki, að þeir hafi rænt hér við land á næstu áratugum eptir þetta (liðugum 70 árum fyr höfðu Englendingar byrjað að verzla hér á landi, með friðsemi og í konungs leyfi. En fljótt slettist á vinskapinn. Fóru þeir opt með ránum og vígaferlum. Handtóku hirðstjóra konungs tvo (Hannes Pálsson og Balthasar), en drápu hinn þriðja (Björn ríka, 1467). Munu þeir allir hafa „veitt enskum mótstöðu“, að boði konungs, og illvirkin því ekki án orsaka) 1491 má ætla, að bæði enskir og þýzkir kaupinenn hafi deilt um Básenda — ef „Gotsand“ a að merkja „Bátsanda“. Þýzkir kaupmenn kæra þá ensku á Útskálum fyrir ósvífni og herneskju á sjó og landi.
basendar-3481506 eru enskir kaupmenn á „bassendum“. Þorvarður lögmaður Erlendsson á Strönd í Selvogi, leyfir þeim þá að verzla á löglegan hátt á „Rosmalanesi“. Úr þessu fór að styttast um verzlunarfrelsið og friðinn fyrir ensku kaupmönnunum þar um slóðir. 1518 eru þýzkir kaupmenn komnir á Básenda. Fara þeir þaðan, og víðsvegar af Suðurnesjum, og allt frá Grindavík, í bardaga við enska kaupmenn í Hafnarfirði. Þjóðverjar féllu þar unnvörpum (40 af 48, er að sunnan komu), en samt héldu þeir velli. Og þá var það, að Þjóðverjar náðu Hafnarfirði af Englendingum, þessum höfuðstað þeirra hér við land (Vestmannaeyjar og Grindavík þar næst), sem þeir höfðu haldið og hagnýtt sér um heila öld (frá 1415), en þó nokkuð slitrótt að vísu.
Næsta aldarfjórðunginn eptir þennan mikla bardaga, sem fyr segir, varð mestur uppgangur þýzkra kaupmanna hér á Jandi, og hafa þeir vafalaust verzlað á Básendum þann tíma. Hafnarfjörð gerðu þeir svo að segja að þýzkum bæ. Höfðu þar fógeta og byggðu sér kirkju (líkt og i Björgvin áður). Höfðu þeir þá líka útgerð mikla um nesin til fiskiveiða. Árið 1543 áttu þeir ráð á 45 fiskiskipum.
En þá lét Kristján konungur III. ræna basendar-356þeim öllum, og byrja með þeim konungsútgerðina hér, um nes og víkur. — 20 árum síðar (1563) var afii konungs aukinn með öðru ráni (þó kölluð væru makaskipti), þá er Páll Stígsson höfuðsmaður tók beztu aflajarðirnar við Eaxaflóa af Skálholtsstól: Hvalsneshverfið á Miðnesi, „Ófriðarstaði“ (Jófríðar-) í Hafnarfirði, og 12 aðrar jarðir þar á milli; svo og Þerney o. fl. En í staðinn lét hann jarðir og kot í Borgarfirði — annan ránsfeng Dana, og þó minnihlutann af jörðum Ögmundar biskups og Viðeyjarklausturs. Eptir þetta var þorskinum, sem aflaðist, allt frá Reykjanesi til Reykjavíkur, sópað vendilega í sjóð konungs, um tvær aldir og nær fjórðungi betur — afla konungsskipanna, landskuldum, sköttum og sektafé.

Sennilega hafa enskir kaupmenn siglt að jafnaði á Básenda mest alla 15. öldina og fram á 2. áratug 16. aldar, þvi á þessu aldar timabili höfðu þeir að langmestu leyti verzlun alls íslands í sinni hendi. En eptir bardagann fyr nefnda, hrakaði óðum verzlun þeirra og yfirgangi á landi hér. Að sama skapi færast þýzkir kaupmenn í aukana. En Dönum gengur seint róðurinn inn á hafnir einokunarinnar. Þrátt fyrir fiskiskiparánið eru Danir ekki komnir lengra en svo um miðja 16. öldina á einokunarferli sínum, að þeir sigla tveimur kaupskipum til Íslands, en Þjóðverjar tuttugu. Eru um þetta bil miklar ráðagerðir hjá stjórn Dana, að steypa undan Þjóðverjum.
basendar-368Ein þeirra var sú og þó nokkru fyr, um 1544, að konungur tæki af Þjóðverjum Básendahöfn, og sendi þangað skip árlega. Átti það að sækja fisk konungs og brennistein úr námunum á Reykjanesi, fara til Englands og selja þar fyrir gull og góðar vörur, klæði og konunglegar nauðsynjar.

Konungur vill sigla, en byr hlýtur að ráða. Árið 1548 vildi danskt skip sigla á Básendahöfn og verzla þar. En þýzkt skip var þar fyrir, með fógeta innanborðs, og hrundu þeir Dönum frá verzluninni þar. Þá er einokun Dana byrjaði með fullum krapti hér á landi (1602), segir J. Aðils í Einokunarsögunni (bls. 70—71), að Þýzkir hafi enn siglt á Básendahöfn. Það er því varla rótt, er segir síðar í sömu bók (103) og í Skarðsárannál, að árið 1640 hafi ekki verið siglt á Básendahöfn í 50 ár. Hitt er sönnu nær, að Danir hefji einokun sína hér með því að afrækja höfn þessa í 38 ár. Og síðan byrja þeir verzlunina þar (1640) með því að yfirgefa Grindavík um næstu 24 árin. Eptir það var optast siglt á þessar hafnir báðar, og opt fluttar vörur milli þeirra.
Árið 1645 kom sigling á Básenda, fágæt 4 þeim árum og boðflenna sennilega. Það var hollenzkt skip með íslenzkum skipstjóra, Einari Þórðarsyni frá Tjaldanesi. Verzlaði hann þar eitthvað, og var optar í för um hér við land. Danir höfðu síðan tögl og hagldir á Básendum rúma hálfa aðra öld. – V. G.“

Heimild:
-Blanda, 3. bindi 1924-1927, bls. 46-53.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.