Hellisgerði

“Hellisgerði í Hafnarfirði dregur nafn af hraunhelli, sem er í gerðinu; Fjarðarhelli.
Er það nú skúti einn, en var áður miklu stærri. Þar í grennd lékum hellisgerdi - loftmyndvið börnin okkur oft. Heyrðum við þá sungið og talað inni í hellinum og einu sinni sá ég þar barnssokka og rósaleppa breidda á stein. Það sama sá ég einu sinni uppi í Kaplakrika.- (Sögn Karólínu Árnadóttur.)

Huldufólkstrú virðist hafa verið ærið algeng í Hafnarfirði áður fyrr allt til þess að bærinn tók að vaxa. Hér sást huldukona tína litunarmosa í hrauninu og hér heyrðist vagnaskröltið, þegar veslings huldufólkið var að flýja undan nýbyggingum og gatnagerð. En hvar hefur það nú samastað? — Kannski í Hamrinum. Þess vegna er rétt gert að friða hann fyrir röskun.”

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 19. árg. 1960, Af gömlum blöðum – Guðlaugur E. Einarsson, bls. 22.

Hellisgerði

Hellisgerði 1950.