Gunnuhver

“Ekki er það ný bóla, að eldur komi upp í sjé úti í grennd við Ísland, og telur Þorvaldur Thoroddsen, að það hafi komið níu sinnum fyrir, sem sögur fari af, fyrst árið 1211 og síðast 1879, þangað til nú Sögulegast var það gosið, er eyja reis úr sjó undan Reykjanesi, en hvarf áður en langt leið. Þegar átti að fara að kanna eyna var hún horfin.
Reykjanes-991Langoftast urðu neðansjávareld gosin út af Reykjanesi, flest á svipuðum slóðum. Í eldgosatali Þorvalds Thoroddsens er nokkrum sinnum aðeins sögð þessi orð: Eldur fyrir Reykjanesi. En fyrst 1226 segir þó fleira: Eldur í sjó fyrir Reykjanesi. Myrkur um miðjan dag. Sandfellsvetur á Íslandi. — Árið 1422 kom upp eldur útsuður undan Reykjanesi og skaut upp landi, sem nú er horfið. Árið 1830: Eldur fyrir Reykjanesi. Hann sást fyrst hinn 6. og 7. marz (aðrir segja 13.), og var uppi þangað til í maímánuði, þá rak mikið af vikri að næstu ströndum. Uppvarpið var nærri Eldeyjarboðum. Árið 1879: Gos fyrir Reykjanesi. Hinn 30. maí sáu menn frá Kirkjuvogi í Höfnum eldsuppkomu nálægt Geirfuglaskerjum hér um bil 8 mílur undan landi og eins sást til hennar næsta dag, en fjórtán daga framan af júlí var svört þoku bræla yfir sjónum út af Reykjanesi, en þokulaust alls staðar fyrir innan. Rétt áður en þokan hvarf, Kom öskufall, sem sá vel á grasi, en ekki urðu menn eldsins varir eftir það. Vikur sást heldur ekki, og engir jarðskjálftar fundust.
Vorið 1733 gerðist það, sem þóttu teikn mikil, að alldjúpt út af Reykjanesi reis rjúkandi eyja úr sænum, og gizkuðu menn ýmist á, að hún hafi verið ein míla eða míluþriðjungur ummáls. Annars beið hún ekki eftir því að vera mæld eða rannsökuð nánar, sem áður segir, heldur hvarf aftur í hafið. Skipverjar á húkkortunni Boesand komu fyrstir auga á eyjuna, og gerði skipstjórinn, Jörgen Mindelberg, teikningu af henni. Eftir honum eru höfð þessi orð í sambandi við gos þetta: „Það var guðs undur, sem við höfðum ekki fyrr séð, að sjór logaði!”
Ey - JorgenÍ Öldinni átjándu stendur eftirfarandi um gosið 1783, dagsett í maímánuði: „Um síðustu mánaða mót urðu menn þess áskynja, að eldur er uppi í hafi djúpt út af Reykjanesi. Stigu þar reykjarmekkir úr sjó og nú hafa áhafnir þriggja kaupskipa séð þar rjúkandi eyju rísa úr sæ, en stórt svæði umhverfis hana er þakið vikri og ösku. Mönnum ber saman uim það, að þarna sé komið upp allhátt hraunhrúgald, með úfnum klettum, en þá greinir á um stærð hínnar nýju eyjar. Telja sumir, að hún sé míla ummáls, en aðrir hafa orpið á, að svo sem þriðjungur mílu muni umhverfis hana. Sævardýpi hefur breytzt til muna umhverfis eyna, og nýr boði, sem mjög brýtur á, er kominn upp alllangt frá henni í norðvesturátt. Það voru skipverjar á húkkortunni Boesand, sem fyrst sáu eyna.
Klukkan þrjú að morgni hins fyrsta dags maímánaðar bar fyrir augu þeirra sjón, sem fyllti þá undrun og skelfingu: Reykjarmekkir miklir stigu upp af sjónum. „Það var guðs undur, sem við höfðum ekki fyrr séð, að sjór logaði”, segir reykjanes-kort-IIskipstjórinn, Jörgen Mindelberg.
Klukkan sjö var skútan komin svo nærri gosstöðvunum, að skipverjar sáu rjúkandi eyju í hafinu hálfa níundu mílu suðvestur af Geirfuglaskeri. Lét skipstjóri sigla í námunda við hana, en sneri frá, er hann átti ófarna hálfa mílu að henni, því að gosfýlan var orðin svo megn, að hann sveðsí hafa óttazt að áhöfnin félli í öngvit. Var þá og sjór allur þakinn vikri.

Nú síðar í maímánuði komu Hans Petersen á Hvíta svaninum og Peder Pedersen á Þorskinum, til hafnar við Faxaflóa, og höfðu þeir báðir séð þessa nýju eyju, er hlaðizt hefur upp úr rjúkandi eimyrkju og gjallstorku út af Reykjanesi”.
Sex vikum síðar hófust Skaftáreldar. Í júlí segir: „Konungurinn hefur mælt svo fyrir að eyjan út af Reykianesi skuli Nýey heita og falið stiftamtmanni að fara hið fyrsta út í hana á einhverju af skipum konungsverzlunarinnar, draga danskan fána að húni á henni og helga hana veldi Dana. Til frekara öryggis skal reisa þar stein og höggva á hann nafn konungs og ártal, og verður steinn sá, sem til þessa er ætlaður, sendur hingað með póstskipinu”.
Í ágúst 1784 segir: „Það fórst fyrir, að stiftamtmaður helgaði Danakonungi Nýey í fyrra og voru boð stjórnvalda um þetta ítrekuð í vetur. Var svo fyrir mælt, að Hafnarfjarðarskip sem flytja átti Levetzov kammerherra og Magnús stúdent Stephensen til Kaupmannahafnar, kæmi við á eynni, ef þess væri nokkur kostur, eða sigla að minnsta kosti svo nærri henni, að viðhlítandi athugun gæti farið fram á henni. En mönuum brá nokkuð í brún, þegar átti að fara að kanna Nýey. Hún var nefnilega hvergi sýnileg, þegar gera átti gangskör að því að helga hana konungi”.

Heimild:
-Tíminn 15. nóvember 1963, bls. 8-9.

Stampahraun

Stampahraun. Í dag má sjá leifar hraunsins undan ströndinni, þ.e. Karlinn. Strákur, Stelpa og Kerling eru horfin í sjáinn. Þó má enn sjá móta fyrir gíg Kerlingar í Kerlingarbás.