Brennisteinsfjöll

Gengið var um Kerlingarskarð með stefnu upp í Brennisteinsfjöll. Ætlunin var m.a. að koma við í Kistufellsgíg, Jökulgeimi, Kistuhellum, skoða flugvélaflak sunnan í Kistufelli og skoða námusvæðið í Fjöllunum.
KistufellsgigurÁ Reykjanes-skaganum má rekja stórkostlega jarðsögu, líklega sögu sem á engan sinn líka og hefur á síðustu 5.000 árum mótað landslag þéttbýlisins á suðvesturhorninu. Áhrifavaldar í mótun skagans eru fjögur eldstöðvakerfi sem liggja á gosbeltinu eftir endilöngum skaganum og hefur gosið í þeim öllum á sögulegum tíma. Þau eru Reykjaneskerfið þar sem gaus fyrir um 1.500-1.800 árum og svo aftur í Reykjaneseldum árin 1211 og 1240, Trölladyngjukerfið en þar gaus fyrir 2.000 árum og síðan aftur í Krýsuvíkureldum 1151-1180, Brennisteinsfjallakerfið sem var virkt fyrir 2.000 árum og aftur í Reykjaneseldum og að lokum það stærsta, Hengilskerfið sem var í essinu sínu fyrst fyrir um 5.000 árum og svo aftur fyrir 2.000 árum.
Brennisteinsfjoll-2Brennisteinsfjöll eru fjallshryggur á Reykjanesskaga, hluti af Reykjanesfjallgarði. Mikil hraun hafa runnið frá Brennisteinsfjöllum suður í Herdísarvík og eru tignarlegir hraunfossar þar sem þau steypast ofan af hálendisbrúninni skammt frá sjó. Áður var talið að hraunin væru öll frá því fyrir landnám en fundist hafa reiðgötur, sem hverfa undir hraun, svo einhver hraunanna hljóta þar af leiðandi að hafa runnið eftir að land byggðist.
Eins og nafnið gefur til kynna finnst nokkur brennisteinn í Brennisteinsfjöllum. Skoti nokkur, W. G. Spencer að nafni, var forvígismaður brennisteinsnáms, sem Englendingar stóðu fyrir á svæðinu í kringum árið 1880.

Brennisteinsfjoll-3

Erfitt reyndist að vinna brennisteininn og bar námið sig ekki þrátt fyrir að brennisteinninn væri tiltölulega hreinn. Brennisteinninn á svæðinu tengist hverum en talsverðan jarðhita er þarna að finna. Brennisteinsfjöll er háhitasvæði.
Þegar gengið er um Reykjanesskagann er mikilvægt að skoða hann með heildstæðum hætti. Jarðhitasvæðin á Skaganum eru eftirsótt til nýtingar og því er enn mikilvægra að reyna að skilgreina hvaða svæði skuli nýtt og hvað skuli vernda. Jarðfræðileg sérstaða Reykjanesskagans er óumdeild og hefur umtalsvert verndargildi, ekki síst Brennisteinsfjöllin sjálf, þar sem um er að ræða eina staðinn í heiminum þar sem úthafshryggur gengur á land. Í raun væri nú þegar ástæða til að friða Brennisteinsfjöllin, eins og Umhverfisstofnun lagði til í tillögu sinni að náttúruverndaráætlun.
Brennisteinsfjoll-4Ganga um Brennisteinsfjöll er frekar erfið þar sem ganga þarf um 500 m upp á við og síðan yfir úfin hraun og langar vegalengdir. Þó má ganga inn í Fjöllin um slétt hraun ef þekking á svæðin er fyrir hendi, s.s. upp Kistuhraun frá Fagradal eða að sunnan frá austanverðri Geitahlíð.
Ef gengið er upp Kistuhraunið blasa Fjöllin við og tiltölulega auðvelt er að ákveða hvert skal halda; að Kistufelli, Kistu eða Eldborgum. Þegar komið er upp á háhrygginn blasir við m
ikilfenglegt útsýni. Í suðaustri eru Vestmannaeyjar og Surtsey. Í austri sést yfir suðurlandið með Eyjafjallajökul við sjónarrönd og í norðvestri sést yfir Faxaflóann þar sem Snæfellsjökull sést á góðum degi.

Brennisteinsfjoll-9

Reykjanesskaginn nýtur þeirrar sérstöðu að vera eini staðurinn í heiminum þar sem sjá má með berum augum hvar úthafshryggur gengur á land með eldsumbrotum og jarðhræringum s.s. fyrr var nefnt. Jarðeldar og jarðhiti setja sinn svip á Brennisteinsfjöll en þar er að finna mikilfenglegar gígaraðir, hrauntraðir, hraunhella og móbergsmyndanir svo fátt eitt sé nefnt.
Svæðið frá Stóra Kóngsfelli, vestan Bláfjalla, suður og vestur fyrir Brennisteinsfjöll eru ósnortin víðerni. Þessi víðerni eru eina ósnortna eldstöðvarkerfið á Reykjanesskaganum þar sem öðrum kerfum hefur verið raskað með mannvirkjagerð af ýmsu tagi. Einu sjáanlegu ummerki mannsins í Brennisteinsfjöllum má rekja til námuvinnslunnar sem var lögð af 1882. Nokkrir steinar og lítill ofn, gamlar götur og tóftir frá tíð námuverkamanna í brennisteinsnámunum. Fornar gönguleiðir, s.s. Selvogsgatan og (Hlíðavegur) koma inn á Fjöllin.
Brennisteinsfjoll-10Eldborg virðist við fyrstu sýn vera reglulegur gígur efst á hryggnum. Drottningin er hins vegar skammt norðar. Hún hvílir í hraunhlíð þar sem hraunið úr þeirri fyrrnefndu hefur umlukið að nokkru. Þegar staðið er á gígbrúninni má hins vegar vel sjá hvaðan hinn mikli hraunmassi er myndaði m.a. Hvammahraunið er upruninn. Kistufellsgíg má líkja má við ofurvaxið hringleikahús með mikilfenglegum grágrýtis kraga og stöllum. Kyrrðin í mosanum er alger og þegar horft er upp á grágrýtis hamrana fyllist maður lotningu yfir sköpunarverkinu.
Flugslysastaðurinn frá árinu 1945 var skoðaður – sjá HÉR.
Þeir sem ganga í Brennisteinsfjöll uppgötva að Fjöllin hafa að geyma fjölmargar náttúruperlur, hér í túnfætinum heima hjá okkur.
Þjóðleið lá áður fyrr á milli Hafnarfjarðar og Selvogs austan við Brennisteinsfjöll og um Grindarskörð. Sú leið var grýtt og erfið yfirferðar en stysta leiðin sunnan yfir Fjöllin frá Hafnarfirði.

Brennisteinsfjoll-5

Jarðhitasvæðið er lítið um sig, í hraunjaðri austan undir hraunum þöktum móbergshálsi, austan undir Lönguhlíð og suðvestur frá Grindaskörðum. Þarna eru nokkur gufuaugu, en brennisteinn hafði safnast saman í hraungjótum, þar sem regn náði ekki að skola honum burtu. Gaf það staðnum nafn og fjöllunum (hálsinum) vestan hans. Fornar leirskellur eru utan í hálsinum og eins norðaustur frá jarðhitasvæðinu, sem bendir til nokkurs jarðhita í eina tíð. Afl svæðisins er nú haldið vera frekar lítið og ef til vill ekki eftir miklu að slægjast með jarðhitann þar heldur.
Uppi á hálsinum er einhver fegursta og stórfenglegasta gígaröð á landinu, og reyndar fleiri en ein. Vestan hennar, nærri norðurbrún Lönguhlíðar, er hæðin Kistufell með stórum og tilkomumiklum dyngjugíg, með storknaðri hrauntjörn.

Brennisteinsfjoll-8

Hraun þekja þarna stór svæði og eru yfirleitt mosagróin, enda úrkoma mikil á fjöllunum og þokur eða skýjahulur tíðar. Þarna er því fjölbreytilegt og sérstætt eldfjallalandslag, óraskað, úfið og “villt”. Ganga þarf upp Grindaskörð frá Bláfjallavegi (syðri) og suður á fjöllin og niður að jarðhitasvæðinu, eða upp í eldgígalandið. Háspennulínur, jarðýtuvegir, borholur og virkjunarmannvirki myndu þarna valda verulegu raski á landslagi.
Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í 400–500 m hæð yfir sjó. Í eldstöðvakerfinu sem kennt er við Brennisteinsfjöll er skýrt afmörkuð gos- og sprungurein með stefnu NA-SV. Kjarninn í henni er á milli Heiðarinnar há og Bláfjalla að austan og Lönguhlíðar-stapans að vestan. Bláfjöll eru oft felld undir þetta sama eldstöðvakerfi sem sérstök gosrein með móbergshryggjum, dyngjum og fáeinum gígaröðum, mikilli gosframleiðslu, en furðulítið er þar um brot. Jarðhitasvæði er ekki sýnilegt í Bláfjallareininni.

Brennisteinsfjoll-7

Í Brennisteinsfjallareininni eru sprungugos ráðandi, en dyngjur koma þar einnig fyrir og er Kistufell þeirra mest. Í fjallendinu er gos- og sprunguvirkni samþjöppuð á belti sem er einungis um 1200 metra breitt frá Eldborgum undir Geitahlíð uns kemur norður á móts við Bláfjöll að það víkkar og óljóst verður hvar mörk liggja, en þar er komið langt norðaustur fyrir jarðhitasvæðið sem sjónir beinast að hér. Allar bergmyndanir eru basalt og ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði. Brennisteinsnám var stundað í fá ár eftir 1876 og fyrir 1883. Menjar þess eru námuskvompur í
rúmlega 2000 ára gömlu hrauni og tveir tippar stærstir þar framan við. Jarðhitamerki er að
finna miklu víðar en sýnt er á eldri kortum Jón Jónsson (1978), Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson (2001).
Brennisteinsfjoll-6Á jarðhitakortinu er sýndur virki jarðhitinn og kaldar ummyndunarskellur, aðgreindar eftir því 
hvort um er að ræða mikla eða væga ummyndun. Mikil ummyndun einkennist af ljósum leirskellum, en væg fremur af rauðum leir, upplituðu bergi og minni háttar útfellingum. Væg ummyndun er fyrst og fremst bundin við jarðmyndanir frá ísöld, en nær þó einnig til hrauna í Brennisteinsfjöllum sjálfum. Yfirborðsmerki um jarðhita finnast á rein sem nær frá því á móts við Kerlingarskarð í norðaustri til suðvesturs á móts við Kistufell. Þessi rein er 4 km löng, um 1 km breið og öll í sprungubelti Brennisteinsfjalla. Virkur jarðhiti er á þrem blettum á litlu svæði: Í hinum fornu námum er gufuhver, við suðumark, með brennisteinútfellingu og gufur allt að 93°C heitar í  námuskvompunum í kring.

Brennisteinsfjoll-11

Í hraunbungu 200-300 m norðar eru gufur á dálitlu svæði og mestur hiti 60°C. Við hraunjaðar um 300 m norðaustan við námusvæðið er 22°C hiti í ljósri leirskellu, en sú sem meira ber á sunnar niðri í brekkunni upp af Hvamminum er köld. Nothæf gassýni hafa ekki náðst til gasgreininga en mjög líklegt að það mætti takast.
Eldvirkni á Reykjanesskaga hefur sýnt sig að vera lotubundin sé litið á síðustu 3000 ár. Hver lota gengur yfir á um það bil 400 ára tímabili með gosum í nokkrum af eldstöðvakerfum skagans. Á milli líða um 800 ár þegar ekki gýs, en þess í stað kemur jarðskjálftavirkni með höggun á sniðgengjum. Síðasta lota hófst fyrir landnám í Brennisteins/Bláfjallafjallakerfinu og lauk þar árið 1000.

Brennisteinsfjoll-12

Eftir fylgdi Trölladyngjukerfið með gosvirkni á 12. öld og síðan Reykjanes- og Svartsengiskerfin með gosum á 13. öld. Líkt gekk til fyrir 2400-2000 árum. Vitað er að eldvirkni var á Reykjanesi, í Trölladyngju og Brennisteinsfjöllum fyrir rúmlega 3000 árum, en tímabilið þar á undan er miður þekkt. Goshlé á Reykjanesskaga hefur nú varað í rúmlega 750 ár.
Brennisteinsfjöll voru á náttúruverndaráætlun 2003-2008 (maí 2003). 

Brennisteinsfjoll-13

Þau þykja sérstök vegna óvenju fjölbreyttra jarðmyndana og þá einkum gosmenja. Bent er á að Brennisteinsfjöll og umhverfi séu meðal fárra slíkra svæða nærri höfuðborgarsvæðinu sem megi heita ósnert. Hins vegar er land þar niðurnítt af beit og uppblásið með flögum og vatnsgrafningum. Flest af því sem nefnt er sem sérstakt er utan við hugsanlegt framkvæmdasvæði svo sem Þríhnúkagígur, Kista (nefnd Kistufellsgígur) og Eldborg á Brennisteinsfjöllum suðvestur þaðan.
Af jarðeðlisfræðilegum mælingum liggja fyrir viðnámsmælingar (TEM), kortlagning á skjálftavirkni, þyngdarmælingar og segulkort sem hluti af Reykjanesskaga öllum. Viðnámsmælingar (Ragna Karlsdóttir 1995) benda til þess að svæðið sé um 18 km2 á 700 m dýpi undir sjávarmáli, um 1200 m undir yfirborði þar sem jarðhita verður vart. Jafnviðnámslína 10 ohmmetra á korti 3 gefur til kynna ytri mörk jarðhitakerfisins á 700 m dýpi undir sjávarmáli. Innan hennar sunnan til er s.k. háviðnámskjarni, Hann er bungulaga og stafar af mikilli ummyndun bergs við yfir 240°C hita.

Brennisteinsfjoll-14

Háviðnámskjarninn er undir því svæði þar sem hverirnir eru og ummyndun á yfirborði mest og samfelldust. Viðnámskortið fellur mjög vel að jarðhitamerkjunum og sprungureininni. Í þyngdarmælingunum má greina um tveggja km breitt svæði, ílangt NA-SV undir Brennisteinsfjöllum og jarðhitasvæðinu (Magnús Tumi Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir 2004). Niðurstöður segulmælinga liggja fyrir í segulkorti Þorbjörns Sigurgeirssonar 1:250.000 (1970). Þar er sýnd segullægð á jarðhitasvæðinu, ílöng NA-SV, sem nær frá Brennisteinsfjöllum norðaustur á móts við Grindaskörð (kort 3). Lágt segulsvið er talið stafa af eyðingu magnetíts við ummyndun bergs, en móbergið sem fannst í þyngdarmælingunum kann þar einnig að eiga hlut að máli.

Brennisteinsfjoll-15

Á 20. öld er vitað um tvo skjálfta af stærð um 6 með upptök í Brennisteinsfjöllum eða þar í
nánd. Sá fyrri varð í júlí 1929, 6,2 á Richter. Sá seinni varð í des. 1968, 5,8 ??? að stærð. 17. júní 2000 varð skjálfti á þessu svæði að stærð 4,7 ????. Einhverjir af þessum skjálftum kunna að tengjast jarðskjálftasprungu austan við Hvalhnúk. Kort af skjálftaupptökum eftir 1990 sýnir mesta virkni töluvert austan við Hvalhnúk og á belti yfir norðanverðar Draugahlíðar austur fyrir Litla- Kóngsfell. Hins vegar hefur lítil virkni verið í Brennisteinsfjöllum á nútíma. Stærstu skjálftarnir sem verða í Brennisteinsfjöllum og þar í grennd eru efalaust
sniðgengisskjálftar á norður-suður sprungum.
Frábært veður. Gangan tók 8 klst og 8 mín.

Heimild:
-wikipedia.org
-Freysteinn Sigurðsson.
-http://www.rammaaaetlun.is
-Guðrún Hallgrímsdóttir – Mbl. mánudaginn 20. mars, 2006.

Brennisteinsfjöll

Útsýnið að Brennisteinsfjöllum úr Kistuhrauni – ÓSÁ.

Landnám

„Fornleifafræðingar segjast hafa fundið skýrar vísbendingar um að Færeyjar hafi verið byggðar nokkrum öldum fyrr en til þessa hefur verið talið. Uppgötvunin er sögð kalla á endurskoðun á viðurkenndum hugmyndum um landnám eyja í Norður-Atlantshafi, þeirra á meðal Íslands.

refagildra-991

Fréttir um þetta birtust fyrst fyrir um tveimur árum en nú hefur fræðigrein verið birt um rannsóknina í vísindatímariti. Það voru fornleifafræðingar frá Durham-háskóla í Bretlandi og Þjóðminjasafni Færeyja sem kynntu þessar niðurstöður sínar á dögunum.
Þær byggjast á aldursgreiningu á móösku sem blandast hafði brenndum beinaleifum og byggi. Þetta eru talin ótvíræð merki um mannabyggð og segir Mike Church, fornleifafræðingur við Durham-háskóla, að slík blanda verði ekki til nema af mannavöldum. Mannvistarleifarnar fundust á Sandey og benda til að eyjan hafi verið byggð löngu fyrir tíma víkinga og þar hafi bygg verið ræktað.
Samkvæmt Færeyingasögu byggði Grímur Kamban fyrstur manna Færeyjar, í kringum árið 825, nærri hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er, samkvæmt opinberri söguskoðun, talinn hafa orðið fyrsti landnámsmaður Íslands. „Það liggja nú fyrir skýrar vísbendingar um landnám manna í Færeyjum 300-500 árum áður en víkingar komu þangað á 9. öld,“ hefur UPI-fréttaveitan eftir Mike Church.
sveppir-991„Þótt við vitum ekki hvaða fólk settist hér að, né hvaðan það kom, er þó ljóst að það stundaði mótekju, skar hann, þurrkaði og brenndi, sem gefur til kynna að það hafi búið hér í nokkurn tíma,“ segir Símun V. Arge, frá Þjóðminjasafni Færeyja, sem er meðhöfundur. Hann segir þetta benda til að fólkið hafi ekki verið til skammvinnrar dvalar.
Mike Church segir að þessir fyrstu íbúar Færeyja hljóti að hafa haft getu til að byggja báta sem gátu siglt yfir úthaf. Þeir hljóti einnig að hafa komið undirbúnir til að nema ný lönd. Þeir hljóti að hafa vitað af eyjunum og skipulagt leiðangra sína fyrirfram. Landnámið hafi ekki verið tilviljun.
Rannsókn vísindamannanna er sögð kalla á endurskoðun á fyrri hugmyndum um eðli, umfang og tímasetningu landnáms manna á eyjum Norður-Atlantshafs. Í grein í breska blaðinu The Independent er þetta sagt benda til að mörghundruð árum fyrir tíma víkingaferða hafi aðrir hópar sæfara úr Norður-Evrópu haft getu til víðtækrar landkönnunar yfir úthaf.
galgaklettar-991Blaðið segir einn möguleikann þann að hér hafi verið á ferð kristnir einsetumunkar frá Skotlandi eða Írlandi og er vitnað er til fornra írskra heimilda. Þannig hafi írskur munkur, Dicuil, skrifað í kringum árið 825, um afskekktar eyjar norðan við Bretlandseyjar, þótt hann hafi ekki sérstaklega lýst Færeyjum. Þá hafi Brendan biskup, sem uppi var á árunum 484 til 578, lýst siglingu til eyja í hafinu í norðri.
Helstu ritaðar heimildir um landnám Íslands, Landnáma og Íslendingabók Ara fróða, geta þess einnig að írskir munkar, papar, hafi verið komnir til Íslands á undan norrænum víkingum. Þeir hafa þó ekki öðlast þann sess í Íslandssögunni að teljast landnámsmenn.“

Heimild:
-http://www.visir.is/hverjir-byggdu-faereyjar-longu-a-undan-vikingum-/article/2013130829568

Hvassahraun

Gengið var frá Hvassahrauni. Veður var ekki bara ágætt – það var frábært, logn, hiti og sól. Gengið var eftir stíg, sem liggur til suðurs sunnan Reykjanesbrautar. Stígurinn liggur áfram til suðurs skammt austan við Brugghellinn. Í botni hellisins, beint undir opinu, er ferköntuð upphækkun, sbr. meðfylgjandi mynd. Í botninum var vatn, u.þ.b. fet á dýpt. Gólfið er flórað að hluta svo ganga megi þurrum fótum í hluta hellisns, sem er í rauninni stór rúmgóð hvelfing, um sex metrar á dýpt.

Hvassahraun

Brugghellir ofan Hvassahrauns.

Stígnum var fylgt áfram suður Rjúpnadalshraun og áfram til suðurs í jarði Flatahrauns. Stígurinn gerðist greinilegri eftir því sem ofar dró. Haldið var yfir línuveginn vestan Öskjuholts, áfram upp í Bælin og alveg upp í Höfða. Við efsta hólinn, Sauðhól, var snúið við, en frá honum sést vel til suðurs upp í tiltölulega slétt og víðfeðmt hraunið. Suðvestan í hólnum er Sauðhólsbyrgið. Veðrið var svo gott þarna að því miður gleymdist að taka GPS-punkt á byrgið.

Nú var snúið til norðurs með sólina á bakborða. Fallegt útsýni var niður að Öskjuholti og áfram upp að Brennhólum. Þegar komið var að Öskjuholti úr þessari átt blasti Öskjuholtsbyrgið við sunnan undir holtinu. Opið er tiltölulega lítið þar sem það er þarna í lyngi vöxnum bakkanum. Það er hlaðið, en fyrir innan er mjög rúmgott fjárskjól, enda greinilega mikið notað. Holtið sjálft er klofið eftir endilöngu með mikilli gjá. Annar klapparhóll, en minni, er austan við holtið.

Hvassahraun

Öskjuholtsskúti.

Gengið var til norðurs, upp að Smalaskála. Þar eru vel grónar lægðir og mörg náttúrleg skjól. Efst á Smalaskála er Smalaskálavarða. Gott útsýni er frá henni niður að Hvassahrauni. Í suðsuðaustri sést í háa vörðu á hæð, Jónsvörðu. Húner nokkurs konar „vendivarða“ þegar farið er upp í Hvassahraunssel. Í henni er steinn, sem bendir til austurs, en frá henni er enga vörðu að sjá. Ef hins vegar er gengið frá henni til austurs kemur Hvassahraunsselsvarðan fljótlega í ljós. Norðvestan við hana er selið undir holti.
Sunnan við Smalaskála er náttúrlegt skjól undir hæð, mjög góður hellisskúti með tiltölulega litlu opi. Vel gróið er í kring. Ef smalaskáli ætti að vera í Smalskála þá væri þetta staðurinn. Skammt norðnorðvestan við það er lítið, en djúpt, jarðfall. Í því lá dauð rolla, enn í reifum.
Vestan í Smalaskála er lítið gat, en fyrir innan er rúmgóður skúti, sem greinilega hefur verið notaður sem fjárskjól. Allt í kring er vel gróið. Skammt norðan við hrygginn, sem fjárskjólið er í, er gat, u.þ.b. 5 metrar á dýpt. Ummálið er ca. 2×2 metrar. Við það er lítil varða.
Á smáhól norðan við Smalaskála er grönn og nokkuð há varða. Leitað var í kringum vörðuna, en ekkert markvert fannst. Útsýni er frá henni að Virkishólum og er varðan sennilega greinilegust þar. Hins vegar ber þessa vörðu í Smalaskálavörðuna þegar komið er neðan að austan Bláberjahryggjar. Við hana er gata. Götunni var fylgt til norðurs og var þá komið inn á nokkuð áberandi götu, sem kom að austan ofan við Virkishóla. Gengið var eftir götunni til vesturs. Sást hún vel í kvöldsólinni þangað til hún fór undir nýju Reykjabrautina gegnt gatnamótunum að Hvassahrauni.
Frábært veður.

Öskjuholtsskúti

Í Öskjuholtsskúta.

Landmannalaugar

FRIÐLAND AÐ FJALLABAKI
LandEinu sinni á ári hverju er fjallað um áhugaverð svæði utan Reykjanesskagans. Í ár urðu Landmannalaugar í Friðlandi að Fjallabaki fyrir valinu.
Friðlandið er 47 þúsund hektarar og er allt ofan 500 metra hæðar yfir sjó. Landið er fjöllótt, mótað af eldvirkni og jarðhita, þakið hraunum og söndum, ám og vötnum.
Tilgangur friðlýsingar er að varðveita sérstök landsvæði þannig að komandi kynslóðir hafi tækifæri til að njóta þeirra á sama hátt og við gerum. Til þess að svo geti orðið gilda ákveðnar reglur um umgengni til að hindra spjöll á náttúru eða röskun á svip landsins. Fjölbreytt landslag, sérstakt en viðkvæmt lífríki, öræfaauðn og kyrrð eru megineinkenni Friðlands að Fjallabaki, og þangað leita árlega þúsundir manna til að njóta þessara náttúrugæða. Gestir svæðisins eru beðnir um að virða umgengnisreglur friðlandsins og leggja þannig sitt af mörkum svo að tilgangi friðlýsingar verði náð, þannig að allir bæði við og afkomendur okkar, fái notið náttúru friðlandsins til fullnustu.

JARÐFRÆÐI
Landmannalaugar-2Á rekbeltinu sem klýfur landi, mjakast hvor frá annarri tvær af yfirborðsplötum jarðar. Basísk kvika (basalt) út möttli jarðar fyllir upp gapið á milli plantanna og myndar nýja skorpu (nýtt land).
Berggrunnur Friðlands að Fjallabaki myndaðist á vestra rekbeltinu Ameríkuflekanum, fyrir 8-10 milljónum ára. Eldvirkni hófst að nýju á svæðinu fyrir u.þ.b. tveimur milljónum ára við færslu eystra rekbeltisins til suðurs. Orsök eldvirkninnar á svæðinu nú er sú, að heit basísk kvika frá rekbeltinu norðan þess þrengir sér suður, bræðir upp jarðskorpuna og blandast henni í ýmsum hlutföllum. Blandberg af þessu tagi er m.a. að finna í Laugahrauni, Námshrauni, Dómadalshrauni og Hrafntinnuhrauni.
Landmannalaugar-3Eldvirkni á svæðinu var mikil á síðasta kuldaskeiði Ísaldar, en þá mynduðust m.a. móbergsfjöllin Loðmundur og Mógilshöfðar, svo og líparítfjöllin Bláhnúkur, Brennisteinsalda og Kirkjufell.  Líparíthraun frá síðast hlýskeiði ísaldar má m.a. finna undir Norður Barmi og í Brandsgiljum.
Á nútíma (síðustu 10 þús. árum) hefur eldvirknin öll verið á belti sem liggur SV – NA yfir friðlandið frá Laufafelli til Veiðivatna. Síðast gaus á 15. öld á um 40. km. langri gossprungu norðaustur af Landmannalaugum. Þá mynduðust Veiðivötn, Laugahraun, Námshraun, Norðurnámshraun, Ljótipollur og mikill hluti vikursandsins sem þekur stór Landmannalaugar-4svæði á norðurhluta friðlandsins.
Bergtegundin líparít þekur um 2% af yfirborði Íslands og er Torfajökulssvæðið í suðurhluta friðlandsins stærsta líparítsvæði landsins. Líparítkvika er seig og köld og myndar þykk hraun, lítil að flatarmáli. Við snögga kólnun myndar kvikan svart og gljáandi gler, svokallaða hrafntinnu, en annars er líparít venjulega grátt, gult, bleikt eða grænt á lit.  Þessi litadýrð stafar fyrst og fremst af jarðhitaummyndun, en Torfajökulssvæðið er eitt mesta jarðhitasvæði landsins eins og hinar fjölmörgu laugar og hverir bera vitni um.

Landmannalaugar-5

Torfajökulssvæðið er virk megineldstöð. Sumir jarðfræðingar telja eldstöðina vera Öskju, þ.e. að þar hafi staðið stórt eldfjall með kvikuhólfi undir niðri. Við minnkandi þrýsting í kvikuhólfinu hafi toppur eldfjallsins sigið ofan í það, en leifar öskjubarmsins séu um Háöldu, Suðurnám, Norður Barm, Torfajökul, Kaldaklofsjökul og Ljósártungur. Aðrir jarðfræðingar telja að ekki sé um öskju að ræða, heldur hafi fjöll þessi myndast í miklu gosi á síðasta kuldaskeiði.

Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti ferðamannastaður hér á landi, enda skiljanlegt þegar horft er bæði til landskosta og möguleika til útivistar. Laugarnar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar lindir, sem sameinast í Laugalæknum, þar sem fólk baðar sig gjarnan í volgu vatninu. Lækjarbakkarnir eru ótrúlega vel grónir en víðast mýrlendir. Fólk er beðið um að nota eingöngu tréstíginn niður að læknum, hyggist það skoða sig um eða fara í bað. Það er bannað að nota sápu í læknum. Umhverfi Landmannalauga, sem opnast skyndilega fyrir augum Landmannalaugar-6ferðamanna, þegar þeir eru komnir á vegamótin sunnan Frostastaðaháls, líkist helzt ævintýri. Litskrúð fjallanna, Barms, Bláhnjúks, Brennisteinsöldu og Suðurnáms, og andstæðan, sem birtist í koldökkum og glansandi ljósgrýtishraununum, er hreint ótrúleg. Landmannalaugar eru á tungu milli Jökulgilskvíslar og Námskvíslar. Suður frá Landmannalaugum gengur hið 13 km langa Jökulgil, sem hægt er að skoða gangandi, þegar lítið er í ánni. Það þarf að vaða hana nokkrum sinnum til að komast inn í botn.
Bláhnjúkur, Brennisteinsalda, Barmur og Laugahraun eru líka vinsæl viðfangsefni göngugarpa. Landmannalaugar geta líka verið upphafsstaður gönguferðar um „Laugaveginn” suður í Þórsmörk á 3-4 dögum. Þessi leið er mjög vinsæl og tiltölulega létt (u.þ.b. 53 km). Aðstaða fyrir ferðamenn í Landmannalaugum er nokkuð góð. Þar er skáli Ferðafélags Íslands frá 1969. Hann getur hýst 110 manns eða fleiri, ef nauðsyn krefur. Snyrtiaðstaða er líka góð en tjaldstæðin eru á hörðum og ógrónum aurum, þar sem er erfitt að koma niður hælum.
Oft þarf að bera grjót á tjöldin. Grjótið er í hrúgum á tjaldstæðinu og ætlazt er til, að fólk beri það aftur í hrúgur, þegar tjöldin eru tekin niður. Landmannalaugar tilheyra Friðlandi að Fjallabaki.
Laugahraun (ríólít) gnæfir yfir Landmannalaugum. Það nær að Grænagili, Námskvísl og Landmannalaugar-7Brennisteinsöldu.  Um það liggur nyrzti hluti Laugarvegar. Gígar þess eru m.a. uppi í hlíðum Brennisteinsöldu, skammt frá stígnum.
Námshraun (ríólít) kom upp á hálsinum norðan Suður-Náma. Hraunið flóði niður að Frostastaðavatni og að Jökulgilskvísl og vegurinn inn í Laugar var ruddur um það.
Námskvísl verður til úr nokkrum kvíslum úr Vondugiljum austan Háöldu og frá Suður-Námum.  Hún rennur með norðanverðu Laugahrauni til Jökulgilskvíslar.
Ef lýsa ætti Landmannalaugum í tveimur orðum, þá væru orðin „andstæður og fjölbreytileiki“.  Gróið-gróðurvana, bratt-slétt, hrjúft-mjúkt, heitt-kalt, blátt-appelsínugult, svart-hvítt, margt-fátt, stórt-smátt. Í norðurjaðri litríks og stórskorins fjalllendis er úfið hraun.  Í jöðrum þess spretta fram heitar lindir. Þar eru Landmannalaugar.
Landmannalaugar-8Hrikalegt gil skerst í sveig langt inn í fjalllendið. Úr því rennur kvísl rétt framhjá laugunum.  Landmannalaugar eru semsé umgirtar úfnum hraunum, háum fjöllum og stríðum vötnum. Mest áberandi fjöllin, frá laugunum séð, eru Barmur (gulur), Bláhnúkur (blár) Brennisteinsalda (rauð m.a.) Suðurnámur (allir litir) og Norðurnámur (grænn).
Hraunið, sem er svarblátt og mosagrænt heitir Laugahraun.

Annað hraun, ekki ósvipað, en minna, er nokkru norðar. Það er Suðurnámshraun. Kvíslin, sem skiptir um lit og ham eftir veðri og tímum dags og árs, heitir Jökulgilskvísl (gilið heitir Jökulgil). Hún kemur að mestu úr Torfajökli og Kaldaklofsfjöllum.
Í hana falla minni kvíslar. Beggja vegna Bláhnúks, sem er sunnan við laugarnar, renna kvíslar, annars vegar úr Brandsgiljum og hinsvegar úr Grænagili (nafngiftin er engin lygi, þó þar sé enginn gróður). Norðan lauganna rennur Námskvíslin í Laugahraunsjaðrinum.

Landmannalaugar-9

Hún kemur innan úr Vondugiljum og sléttunni neðan þeirra. Yfir þá kvísl þarf að keyra á vaði, vilji maður komast inn á laugasvæðið akandi.
Strax á eftir kemur annað vað. Það er á heita læknum, sem rennur úr laugunum. Auk fegurðar og fjölbreytni í landslagi, þá er það heita laugin sem laðar ferðafólk að.
Landmannalaugar eru á ungu og síbreytilegu svæði, jarðfræðilega séð. Það er megineldstöð sem kennd er við Torfajökul sem er landsins ríkasta svæði af súrum bergtegundum.
Laugarnar eru innan svæðis sem núorðið er talin vera stærðarinnar askja. Barmurinn er greinilegasti vitnisburðurinn um barm öskjunnar. Hann er talinn vera um 7-800.000 ára gamall.
Landmannalaugar-10Innan þessarar öskju er jafnvel önnur minni. Form og aldur fjallanna við Brandsgil (450.000- 600.000 ár) gefa þá vísbendingu.
Auk þess að vera kannski á jöðrum tveggja askja, hafa myndast önnur og nýrri fjöll á nánast sama svæðinu: Bláhnúkur, 50 – 90.000 ára úr biksteinshúðuðum hraunbólstrum og glersalla og Brennisteinsalda, 340 – 420.000 ára líparítfjall.
Um 1480 gaus í hlíðum Brennisteinsöldu. Þá varð til Laugahraunið. Þetta er þykkt rýólít (líparít)hraun sem hefur kólnað snögglega, því í því hefur nokkuð af steininum náð að glerjast, þ.e. orðið að hrafntinnu. Í hraunjaðrinum sprettur upp heita vatnið.
Það er nálægðin við heit innskot úr iðrum jarðar sem hitar vatnið, en Torfajökulssvæðið er eitt mesta jarðhitasvæði landsins. Það þarf ekki að fara langt frá Landmannalaugum til að finna fleiri Landmannalaugar-11laugar og hveri.
Þetta unga land í kringum Landmannalaugar er líka mótað af vatni og vindi. Jökulgilskvíslin og önnur vatnsföll skila miklu magni af allskyns steinmulningi úr giljunum og byggja upp flatlendi á milli fjallanna. Aurar Jökulgilskvíslarinnar, beint framan við Landmannalaugar eru þar mest áberandi.
Brennisteinsalda:Mikil litadýrð ásamt rjúkandi hverasvæði hafa gert þetta fjall að nokkurskonar einkennisfjalli Landmannalaugasvæðisins.
Þær eru fáar, þjóðsagnakenndar og ekki alltaf tímasettar. Sagan um byggð á Frostastöðum er orðin kunn, en þar á að hafa verið bær sem fór í eyði við það að eitrað var fyrir fólkinu með loðsilungi úr vatninu. Það gæti svosem hafa gerst, því rotnandi silungar fá á sig einhverja loð-myglu sem ég veit ekki hversu holl er.

Landmannalaugar-12

Trúlegast var þessi bær þarna á landnámsöld en síðan hafi hann lagst í eyði vegna kólnandi tíðar.
Önnur fræg saga, nær okkur í tíma, er frá því að Torfi í Klofa flúði byggð undan seinni plágu 15. aldar. Á meðan hún herjaði landið, beið hann í Jökulgili. Væntanlega heitir Jökullinn eftir honum.  Meðan menn héldu að útilegumenn væru í gilinu, voru uppi kenningar um að þeir væru eftirlegulið frá Torfa.

Landmannalaugar-13

Dómadalurinn dregur nafn sitt af dómþingum sem þar voru haldin. Þar hittust Rangæingar og Skaftfellingar. Ekki veit ég hvenær þetta var, en auðveldara hefur þótt að hittast þarna á hálendinu, heldur en að ösla jökulárnar á láglendinu. Meiri heimildir eru hinsvegar til um ferðir bænda, í gegnum tíðina, til fiskiveiða og fjársmölunar.
Landmannahellir er hellisskúti í Hellisfjalli. Nafnið nær nú yfir allt þjónustusvæði ferðamanna og fjallmanna, sem þar er risið. Þarna var alltaf ein aðal miðstöð fjallmanna en framanaf var hellirinn eina skjólið. Troða mátti 70 -80 hestum í hann og menn voru í n.k. afhelli eða í skúta sem þeir hlóðu við hellismunnann. Hross: Kr. 300,- nóttin. Hey eftir þörfum í umsjón skálavarða.Nauðsynlegt er að panta í hestagerðin.
Landmannalaugar-14Frá því að hætt var að geyma fé í Sauðleysum, þangað til girt var í kringum Sátu, 1966, var fé geymt í grjóthlöðnum aðhöldum austan hellisins.  Fyrsta húsið var sæluhús sem reis á landssjóðs kostnað árið 1907. Sveitarfélagið og veiðifélagið eiga stærsta hús staðarins, sem er að hálfu fyrir hesta og að hálfu fyrir fólk (23 manns), og reis 1974.
Í Sunnlenskum byggðum V (Rangárþing II) segir svo um Landmannahelli á bls. 142: „Þegar vesturfjallið er smalað hafa fjallmenn aðalbækistöð við Landmannahelli, sem er sunnan í Hellisfjalli. Fyrr var hellirinn sjálfur, sem hvorki er stór né tilkomumikill, notaður sem hestageymsla, og voru taldir rúmast þar um 70 hestar, mátti jafnvel troða þar inn 80 ef á lá. Fyrir kom að menn sváfu í afhelli inn úr aðalhellinum, og eitt sinn var lítill kofi framan við munnann.
En 1907 var á landssjóðs kostnað byggt Landmannalaugar-15sæluhús vestan við hellinn og endurbyggt síðar…“ og síðar í sömu málsgrein; „Austan við hellinn eru þrjú fjárbyrgi og hafa verið þar síðan eftir fellinn 1882 er hætt var að nota fjárbyrgi þau sem leifar sjást af undir austustu Sauðleysu, 3-4 km suðvestar. Árið 1966 var sett stór fjárgirðing kring um Sátu, sunnan Helliskvíslar gegnt hellinum“. En um stærð hellisins nú á dögum má sjá að hann hlýtur að hafa hrunið saman eða minnkað með árunum eða kannski bara verið stærri hér áður í hugum manna þegar um var talað í byggð. Hann er í raun aðeins lítill skúti! Nú er við Landmannahelli ein bækistöðva gangnamanna á Landmannaafrétti og gista þeir þar í tvær nætur við góðan aðbúnað.

Heimildir m.a.
-http://landmannalaugar.info
http://www.ust.is

Landmannalaugar

Landmannalaugar.

Ekkitilvatn

Ofan við Kristjándalahorn og norðan Stórabolla við Grindaskörð er vatn, að því er virtist, í allstórri sigdæld. Þegar FERLIR fór fyrst inn á svæðið birtist vatn þetta þátttakendum að óvörum, enda höfðu sérfróðir menn fullyrt að þarna væri ekkert vatna, hvað þá tjörn.
Dældin og gígurinn norðarVatnið virtist í fyrstu vera í sigdæld og var þá nefnt „Ekkitilvatn“. Í og við dældina eru nokkur stór göt – af loftmynd að dæma. Skammt norðar er fallegur gígur með myndarlegri hrauntröð til suðvesturs. Norðan hans eru tveir aðrir minni gjallgígar, en þó ekki í sömu röð og fyrrnefndu gígarnir heldur eru þeir skammt austar. Hafa ber í huga að miðsvæði þetta hefur verið lítt kortlagt af jarðfræðingum því athyglin hefur fyrst og fremst beinst að „seglunum tveimur“; Þríhnúkum og Bollunum, auk þess sem svæðið hefur verið úr alfaraleið göngufólks.
Ætlunin var að skoða dældina betur og kíkja í götin og gígana. Þess vegna var ákveðið að ganga stystu leið frá Bláfjallavegi, upp á Kristjánsdalahorn og áfram upp á efri brúnir hásléttunnar (428 m.y.s.) milli Bollanna í suðri og Þríhnúka í norðri og austur yfir línu á milli þeirra, með stefnu á suðurenda Bláfjalla. Eitt helsta einkenni þessa svæðis eru örnefnaleysur þrátt fyrir ágæt kennileiti, sem segir nokkuð til um hversu fáfarið það hefur verið um aldir. Annað helsta einkennið er fegurðin, sem þar ríkir – og verður nánar lýst síðar.
Vatnsstæði ofan við KristjánsdalahornKristjánsdalahorn er sá rani er næst Bláfjallaveginum frá ofanverðum hlíðunum. Hornið eru a.m.k. þrír ávalir hnúkar með jafn mörgum gígum. Þeir hafa smám saman verið að renna saman við umhverfið með skriðumyndunum vegna þess hversu gamlir þeir eru, enda hluti af einni elstu bergmynduninni á svæðinu. Má líkja þeim við það er breytingar á mannslíkamanum gera sléttleika húðarinnar smám saman eðlilega hrukkótta.
Þegar staðið er uppi í hlíðununum má sjá Kristjánsdalina neðar að suðvestanverðu við Kristjánsdalahornið og Þjófadali norðan þess.
Þegar enn var lagst á bratta hlíðina framundan var gamalli undirhlaðinni girðingunni fylgt upp á brún. Á göngunni útskýrðist bergmismunin á svæðinu smám saman. En fyrst svolítið um girðinguna; hún hefur legið upp Tvíbollahraunið með stefnu frá miðju Helgafelli í miðlægt Kristjánsdalahornið. 

Ekkitilvatn

Frá því neðanverðu hefur girðingin legið, tekið beygju upp einn hnúkinn og áfram upp á brúnirnar og þar síðan tekið stefnu að norðanverðum Stórabolla. Líklega hefur þarna verið um að ræða gamla sauðfjárveikigirðingu, en löngu hefur lokið hlutverki sínu. Áberandi er þó enn fyrrum lega hennar um landslagið því sauðféð beggja vegna hefur myndað götur meðfram henni sitthvoru megin. Féð að sunnanverðu hefur verið lukkulegra því í miðri hlíðinni ofanverðri er hið ákjósanlegasta vatnsstæði.
Upp undir brúnunum eru gjár; misgengi. Ofan við brúnirnar er varða, sem vísar á leið yfir gjárnar. Varðan er fremst á brúnunum og sést vel hvort sem komið er upp eða ofan frá. Þarna tekur við sléttlægur stallur, auðveldur yfirferðar. Í stað þess að fylgja fyrrum girðingunni áfram áleiðis að Stóra-bolla, var stefnan tekin til austurs, upp Gígur á leiðinniaflíðandi gróna brekku milli Bollanna og Þríhnúka. Sú stefna leiddi þátttakendur beint að formfögrum gígum þeim er fyrr hefur verið minnst á og stefnt hafði verið að. Áður þurfti þó að ganga í gegnum tiltölulega grannt, „nýlegt“ og greiðfært blandhraunið. Syðsti gígurinn, sá stærsti, gaf af sér fallega gróna hrauntröð til suðvesturs. Hinir tveir þríburarnir, norðan hans, voru minni, en engu að síður formfagrir.
Þarna virtist um að ræða nýjustu hraunmyndunina á svæðinu. Afurðin var yfir öðrum hraunum og virtist yngst þeirra. Gígarnir eru ekki í „sprungureinaröð“ millum Þríhnúka og Bolla, sem eiga jarðfræðilega að hafa sömu virkni tímalega séð. Þeir eru skammt austar. Hraunið úr Bollum og Þríhnúkum rann um 950 og varð allmikið. Hér hefur gosið á stuttri sprungu í stuttan tíma. Gjóskumyndunin hefur verið lítil sem og hraunmyndunin. Annað hvort hefur gosið verið í framhaldi af uppkomunni á meginsprungureininni er fæddu Tvíbollahraun og Þríhnúkahraun, eða stuttu seinna.
Þríhnúkar frá óvenjulegu sjónarhorniÞegar staðið er upp á gígbrúnunum blasa Þríhnúkar við í segulnorðri. Í austasa hnúknum er Þríhnúkahellir, einn dýpsti hraunhellir í heimi. Kvikutjörn er milli gíganna. Hún er nú aflangur bjúglaga sléttbotna dalur. Hraunin í kringum og neðan við gíganna hafa verið skilgreind sem Þríhnúkahraun I og II. Um aldur þeirra er ekki vitað, en talið er að þau séu frá því skömmu eftir landnám, líkt og Tvíbollahraun. Um er að ræða sömu sprungurein sem fyrr sagði.
Þríhnúkahellir er í austasta gígnum og er stærsti þekkti hraunhellir landsins og jafnvel sá rúmtaksmesti í öllum heiminum. Hann er yngstu gíganna þriggja. Sennilega er hann um 1000-2000 ára gömul eldkeila. Af ummerkjum á svæðinu er ljóst að gígurinn hefur gosið síðastur á brúninni. Hann hefur gefið af sér gjall- og gjósku um nokkurn tíma, en síðan hefur gosið skyndilega dottið niður og hraun byrjað að vella út úr vængrásum.
Regnbogi yfir ÞríhnúkumÞríhnúkagígur er í raun tóm eldstöð. Þegar gosi lauk hefur hraunkvikan sigið niður, jafnvel alla leið niður í sjálft kvikuhólfið, og eldgígurinn tæmst. Það er merkilegt að hann skuli ekki hafa fallið saman við þetta eins og yfirleitt gerist, en þó hefur orðið töluvert hrun úr veggjunum sem safnast hefur fyrir á botni gígsins. Ekki er vitað um aðrar eldstöðvar af þessari stærðargráðu sem hafa tæmst á þennan hátt og er þetta því sennilega einstakt fyrirbæri í heiminum.
Ástæðan til þess að hvelfingin féll ekki saman er fyrst og fremst sú að geysilega þykk hraunlög, allt að 15-20 metrar á þykkt, styrkja veggina og hafa að einhverju leyti varnað hruni. Þar fyrir utan er hér um að ræða tiltölulega litla eldstöð, svo átökin hafa verið takmörkuð… Það sem gerir hraunhvelfinguna í Þríhnúkagíg einstaka í sinni röð er sem sagt fyrst og fremst stærðin.
Bollarnir eru hins vegar gígar utan í Grindaskarðshnúkum og Kerlingarhnúkum ofan samnefndra skarða.
Varða ofan við Kristjánsdalahorn - Helgafell fjærÞegar komið var upp í sigdældina, sem Ekkitilvatn liggur í, var hún skoðuð nánar. Um er að ræða samskonar kvikutjörn og við Þríhnúkagíga, en tíu sinnum stærri og miklu mun eldri. Hún er slétt í botninn (helluhraun) og jaðrarnir eru ávalir (nema að austanverðu, en þar eru klettar). Við fyrstu sýn virtist þarna hafa verið um dyngjuop að ræða, sem gæti reyndar verið önnur skýring á mynduninni. Vatnið er í suðurendanum. Af ummerkjum að ræða hefur það einhverju sinni verið mun stærra eða að svipaðri stærð og Grænavatn á Núpshlíðarhálsi. Í dag er stærðin líkt og á nærliggjanda þess, Spákonuvatni. Í norðurenda kvikutjarnarinnar eru mun meiri gróningar og ágætt vatnsstæði. Kindagata liggur að því ofan frá Bláfjöllum og áfram áleiðis niður í hlíðina ofan Kristjánsdalahorns. Við gígana greinist gatan. Angi hennar liggur til suðvesturs, niður gróna kverk milli hlíðarinnar og Stóra-bolla. Ef fara ætti af Selvogsgötu upp á Heiðarveg væri þetta ákjósanlegasta leiðin fyrir hestamenn.
Þá var leitað eftir götunum fyrstnefndu. Í ljós kom að um var að ræða litla gróna gíga með sandbotnum. Hraunið þarna er að hluta til frá því fyrir síðasta ísaldarskeið og því bæði jökulsorfið og margbrotið, en hluti þess gæti einnig hafa orðið til skömmu eftir að ís leysti. Seinni bættu gígarnir umræddu um betur.
Í bakaleiðinni birtist skær regnbogi framundan, svo nærri að hægt var að reka handlegginn inn í litrófið. Við það tækifæri var borin fram ósk um velferð – öllum til handa.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Ekkitilvatn

Ekkitilvatn.

Bálkahellir

Stefnan var tekin á Bálkahelli í Eldborgarhaunum sunnan Geitahlíðar millum Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, austan Stóru- og Litlu-Eldborgar. Þar undir hlíðinni, efst í hrauninu, eru dysjar þeirra Herdísar og Krýsu sjá meira HÉR), afkomenda frumbyggja strandbæjanna tveggja.
Í TryggvahelliTilefni ferðarinnar var að áratugur var liðinn síðan Bálkahellir endurfannst eftir að hafa legið í þagnargildi í u.þ.b. 170 ár.
Í helluhraunum er að finna tilkomumikla hraunhella, s.s. Tryggvahelli/Bjössabólur, Bálkahelli og Arngrímshelli/Gvendarhelli, auk fleiri seinna fundinna hraunrása. Hér er ætlunin að lýsa enn einni ferðinni í Bálkahelli, en hellir sá endurfannst af tilviljun, eftir markvissa leit, af FERLIRsfélögum fyrir u.þ.b. áratug síðan.
En fyrst svolítið um jarðfræðina, sem Bálkahellir fæddist í. „Stóra-Eldborg undir Geitahlíð (180 m.y.s.) er nafn á reglulegum gíg, þeim stærsta í stuttri gígaröð, sunnan undir Geitahlíð (386 m.y.s.) og austan Krýsuvíkur (sjá meira HÉR). Gígurinn fellur vel að skilgreiningu eldborgar. [Sýnileg] gígagröðin öll hefur verið virk í upphafi gossins en mjög fljótlega hefur öll eldvirknin færst yfir í Stóru-Eldborg. Þá hlóðst gígurinn upp en hann er um 50 metra hár og yfir 30 metra djópur. Meginhraunrennslið hefur verið um þrjú op undan borginni og liggja hrauntraðir frá hverju þeirra. Hraunið rann að mestu til suðurs og austurs, einkum með Geitahlíð og fram af sjávarhömrum. Hraunið frá Stóru-Eldborg er um 12 ferkílómetrar.“
Komið í efsta hluta BálkahellisÞegar gengið var niður í Eldborgarhraunin frá Herdísarvíkurvegi mátti glögglega sjá skilin á afurðum Litlu-Eldborgar og Stóru-Eldborgar. Sú fyrrnefnda, afurð gígaþyrpingar á stuttri gígaröð, er eldra og greiðfærara. Stóru-Eldvarparspýjurnar ganga síðan yfir eldra hraunið misjafnlega langar. Sú sem rann til suðurs, beina leið til sjávar er bæði breiðust og lengst. Hún markar svonefnda Klofninga í þessum hraunum, sem gjarnan hefur verið nefnt Krýsuvíkurhraun til mótvægis við Herdísarvíkurhraunið austar. Þau eru reyndar fleiri en eitt, líkt og systkini þeirra í vestri, því austan Eldborgahraunanna eru t.d. hraun, sem kom niður Sláttudal úr eldborgum ofan Geitahlíðar. Um aldur þessara hrauna er ekki glögglega vitað, en ætla má (miðað við gróningana) að þau séu frá tímabilinu frá því fyrir 1200 árum og fyrr. Líklega eru Eldborgirnar sunnan Geitahlíðar hluti af eldborgaþyrpingunni norðaustan hennar svo báðar hafa gosið á sama tíma. Þessi gígaröð hefur náð upp í gegnum Miðbolla, Þríhnúka og Stóra-Kóngsfell norðvestan Bláfjalla, sem og gíg suðaustan Drottningar. Virkni gossins virðist því hafa verið meiri en við fyrstu sýn.
BálkahellirÍ stað þess að fylgja hefðbundinni leið niður á hellasvæðið var sú stysta fetuð í gegnum hraunið. Ekki liðu nema 12 mínútur uns komið var niður á hellaop suðaustan Litlu-Eldborgar.
Í Litla-Eldborgarhrauni, milli tveggja anga Stóra-Eldborgarhrauns, eru þrjú niðurföll. Þegar FERLIR gekk fram á þau veturinn fyrir árið 2000 voru þau staðsett, en ekki skoðuð nánar því verið var að koma úr mikilli helllaferð í Bálkahelli. Þó var skoðað upp í göng úr efsta jarðfallinu, ca. 50 metra, sem við síðari mælingu reyndust vera u.þ.b. 100 metra löng. Þá nefndur FETLIRsfélagar hellinn „Bjössabólur“ eftir einum félaganna (Einarssyni), sem þá var með í för.
„Niður frá miðniðurfallinu liggja falleg göng. Eru þau vel manngeng í fyrstu en síðan lækkar smátt og smátt til lofts. Göngin eru lítið hrunin og lagleg. Þegar komið er um 20 metra inn í hellinn eru göng á veggnum hægra megin. Þau kvíslast síðan þegar innar dregur og er þessi afhellir um 80 metra langur. Hrun er neðarlega í meginrásinni og má komast leiðina áfram beggja megin við það. Frá því hlykkjast margslungin göng langa vegu. Heildarlengd hellisins út frá miðgatinu er um 380 metrar.
BálkahelliFrá neðsta og stærsta niðurfallinu liggja ekki miklir hellar, mesta rásin liggur upp eftir og er hátt í 50 metra löng og liggur nánast að hellinum út frá miðniðurfallinu þótt leiðin þar á milli sé ekki opin. Heildarlengd hellisins er yfir 500 metrar.
Ingi Óskarsson hellamaður nefndi hellinn Tryggvahelli eftir syni sínum en þeir feðgar gengu fram á hann árið 2000.“
Bjössabólur eða Tryggvahellir er hluti af hraunrás Bálkahellis, sem er skammt sunnar í Litla-Eldborgarhrauni. Á yfirborðinu skilur hraunspýja úr Stóru-Eldorg svæðin að.
Um Bálkahellir segir Björn Hróarsson í stórvirkinu „Íslenskir hellar“: „Samtals er Bálkahellir um 450 metra langur og er í hrauninu um kílómetra fyrir neðan þjóðveginn [Herdísarvíkurveg]. Í hellinum eru fallegir dropsteinar, dellur og önnur hraunvirki sem erfitt er að lýsa. Hraunstráargrysjur eru í loftum og á kafla má sjá hvar brúnleitt þunnfljótandi hraunið hefur runnið upp með veggum rásarinnar sem er allvíð á kafla.
Skammt innan við efsta og nyrsta hellismunnannn er mikil storkuborð eða bálkar beggja vegna og af þeim dregur hellirinn nafn sitt. Þar fyrir neðan er hellirinn hvað stærstur. Hann skiptist í tvennt og í honum tvær breiðar hraunsúlur. Komið er út í niðurfalli en sunnanvert í því heldur hellirinn áfram.
Miðhluti hlellisins er um 100 metra langur. Þar er töluvert um dropsteina og hraunstrá en að endingu þrengist hellirinn þannig að ekki verður áfram komist.

Bálkahellir

Frá neðsta niðurfallinu má halda um 40 metra upp á við til móts við göngin sem lýst er hér að framan. Til suðurs frá niðurfallinu liggja mjög heilleg göng um 220 metra. Hellirinn er breiður og á gólfum eru dropsteinar og hraunstrá hanga í loftum. Þessi hluti hellisins hefur varðveist mjög vel og full ástæða er til að fara mjög varlega þarna.“
Þegar FERLIR endurfann Bálkahellir fyrir u.þ.b. 10 árum síðan varð það fyrir hreina tilviljun. Leitað var eftir þjóðsögn um Arngrímshelli er var í notkun í Klofningum (Krýsuvíkurhrauni) í lok 18. aldar. Í þeirri frásögn er ein setning um tilvist Bálkahellis; „þar skammt frá er Bálkahellir“. Leitin fór fram að vetrarlagi. Leitarfólk var dreift og búið var að leita um svo til alla Klofninga þegar einn leitarmanna hvarf niður í snjóinn. Í ljós kom að hann hafði fallið niður í jarðfall er hafði að geyma efsta op Bálkahellis, þess er hafði gefið honum nafn. Bálkarnir voru augljósir beggja vegna í rásinni er niður var komið. Efsti hluti hellisins var skoðaður í það skiptið með lélegum ljósum.
Þegar heim var komið var haft við Björn Hróarsson, HERFÍS-félaga, og honum tilkynnt um fundinn. Í framhaldi af því var gerður úr leiðangur á svæðið, efsti hlutinn kannaður betur, sem og aðrir hlutar hans. Þegar staðnæmst var við neðsta opið var tekið til við nestið. Björn hvarf þó um stund niður (suður) undir jarðfallið. Þegar Björn kom aftur var hann spurður tíðinda. Fátt var um svör en blik í augum gaf von. Stuttu seinna var gerður út leiðangur hellamanna á svæðið og þá var neðsti hluti Bálkahellis skoðaður með góðum ljósum og af varkárni.
Í ljós Dropsteinar í Bálkahellikomu fram heilleg hraunrás, breið og yfir mannhæða há, með fjölmörgum dropsteinum og viðkvæmum hraunstráum. Lagðir voru út gulir borðar á gólfið til að afmarka fótgöngurás fyrir þá sem á eftir kæmu (svo koma mætti í veg fyrir skemmdir).
Það er ekki að ástæðulausu að Björn gefur ekki upp hnit á Bálkahelli í stórvirki sínu. FERLIR gaf þó upp hnitin á eldri vefsíðu sinni, en gætti þess að hafa þau það ónákvæm að einungis æfðustu hellaleitamenn ættu möguleika á að finna opin.
Haldið var niður í Bálkahelli. Þoka umlukti yfirborðið og hafði það sitt að segja í undirlendinu. Ofan við efsta jarðfallið eru fallegir steinbogar (-brýr). Í því efra er þrastarhreiður. Aðgengi niður í hellarásina til suðurs er auðvelt. Gólfið er lítið grjótáfallið, en þegar innar dregur þarf að fara yfir stutt en léttvægt hrun. Þar fyrir neðan greinist rásin.
Í Gvendarhelli

Greiðfærara er að fara til vinstri, en komið er skammt neðar að framhaldsrásinni hvor leiðin sem valin er. Þar eru myndræn gangnamót. Neðar er rásin heil utan einnar fellu, sem komið hefur úr loftinu í stóra jarðskjálftanum 2008. Auðveldur uppgangur er úr rásinni. Eins og Björn lýsir er hægt að halda áfram til suðurs undir yfirborðið. Þar tekur við heilleg hraunrás, en lokast síðan. Fallegir dropsteinar eru þar. Fara þarf til baka og halda síðan lengra niður eftir til suðurs í hrauninu, þangað til komið er að þriðaj og síðasta jarðfallinu á Bálkahelli. Ef haldið er upp eftir rásinni þar til norðurs er komið að lokuninni fyrrnefndu á u.þ.b 1/3 leiðarinnar. Þarna er rásin alveg heil og falleg.
Þá er að fara niður í neðsta ráshlutanna. Hér hafa áhugasamir hellamenn kvartað yfir tvennu; annars vegar ónákvæmum hnitum og hins vegar að finna ekki leiðina inn í rásina. Auðveldast er að fara niður í ráshlutann hægra megin, en þar er ekkert framhald. Ef farið er niður í hana vinstra megin má sjá rásina liggja upp til hægri (farið er aftur á bak niður). Þar er stór dropsteinn. Halda þarf þarna niður (til suðurs), fara um lítið op á milli steins og veggjarins.

Í Gvendarhelli

Þá tekur við lág renna sem bogra þarf í gegnum. Þá beygir rásin til hægri og aftur til vinstri. Þar hækkar rásin og breikkar. Eftir það er leiðin greið niður á við, en óþarfi er að flýta sér. Hraunstrá og dropsteinar eru víða á leiðinni, enda rásin alheil alla leið að endamörkum. Skammt ofan þeirra er dropsteinabreiða, sem ekki má fara yfir, enda mikil hætta á skemmdum.
Samtals er þessir hlutar Bálkahellis um 450 metra langir, en ef taldir væru með rásir „Tryggvahellis/Bjössabóla“ væri hellirinn u.þ.b. kílómetrers langur, eða svipaður að lengd og Búri í Leitarhrauni.
Þegar hraunið sunnan við neðsta jarðfallið á Bálkahelli var kannað á sínum tíma fundust ekki fleiri op, en skammt sunnar er brekka á hraunbreiðunni og eftir það hallar jafnt og þétt til strandar. Líklegt má telja að rásin, eins stór og mikil hún er, eigi sér framhald í og ofan brekkunnar.
Þá var gengið upp að Arngrímshelli/Gvendarhelli í Klofningum. Þjóðsagan segir að Arngrímur á Læk í Krýsuvík hafi haldið 99 grákollóttar ær á auk einnar grákollóttrar, sem systir hans átti, nefnd Grákolla. Þetta var um aldamótin 1700.

Gatan í gegnum Klofninga

Óveður geisaði og hraktist féð fram af Krýsuvíkurbjargi, allt nema Grákolla. Er talið að allt fé Krýsuvíkurbænda sé frá henni komið. Arngrímur lést síðan skömmu eftir aldamótin (1724) er hann var við sölvatekju undir bjarginu með öðrum. Silla féll úr bjarginu og varð hann og tveir aðrir undir henni. Mörðust þeir til bana. Einn maður bjargaðist og varð til frásagnar um atburðinn. Um 130 árum síðar er getið um að nefndur Gvendur Bjarnason nokkur frá Krýsuvík hafi haft fé í hellinum. Hlóð hann þvervegg sem og stíur. Byggði hann og hús fyrir opið. Helst þótti til tíðinda að gler var í gluggum þess. Sjá má tóftir hússins vestan við hellismunnann Innangegnt hefur verið úr húsinu í fjárskjólið, sem rúmað hefur geta á a.m.k. annað hundrað fjár. Fjárhúsopið, fyrirhlaðið, er sunnan í hellinum. Þar innan við er gólfið flórað. Hlaðið er um „stromt“ þar sem líklegt eldstæði hefur verið undir. Fyrirhleðsta er innar. Innan hennar, beint niður af inngönguopinu úr húsinu, er gólfið einnig flórað. Hlaðin stía, sennilega fyrir sauði, er innar og hlaðið er fyrir efsta hluta rásarinnar til að forða því að féð kæmist innar í hana.
Skammt sunnan við tóftina og hellinn er rás. Þegar FERLIR skoðaði hana fyrir nokkrum árum fundust í henni nokkrir rekaviðarraftar. Líklega hefur þar verið eldiviðargeymsla fyrrum staðarhaldara. Ekkert af þessu hefur virðist hafa hlotið náð fornminjavörslunnar í landinu.
Allnokkru suðaustan við fjárskjólið er Fjárskjólið í Fjárskjólshrauni.
Frá fjárskjólinu var gata rakin til vesturs, yfir á vestanverða brún Klofninga (Krýsuvíkurhrauns). Hún bar merki þess að hafa bæði verið fjárgata sem og meginleiðin að og frá skjólinu. Vörður voru á brúnum. Þær gætu hafa verið eftir refaveiðimenn er síðar komu í Klofningana, enda munu þar hafa verið allnokkur greni – og eru enn. Ofar í Klofningum má sjá ummerki eftir þær.

Litla-Eldborg

Allnokkru suðvestan við hraunbrúnina eru talsverðar minjar; skjól, rétt og hús. Á korti hefur þeim stað verið gefið nafnið „Gvendarhellir“. Ástæðan gæti verið af þrennum toga; ókunnugleika þess eða þeirra er staðsettu nafnið þarna, umhverfi og aðstæður þar eru ekki ólíkar því sem gerist í Klofningum og minjarnar gætu átt við þær. Hins vegar er ekki vitað um heimildir er kveða á um notkun þessara minja, sem eflaust hafa verið notaðar til hjásetu um tíma, auk þess sem réttin og húsið gefa tilefni til að ætla að þar hafi verið fráfærur sem og/eða starfsstöð til vetrarbeitar niður um Bergsenda. Krýsuvíkurhellir er skammt austar.
Fallegar hrauntraðir Klofninganna liðast niður frá Eldborgunum, með misjöfnum slétt- og gróningum þó. Skil hraunanna eru augljós.
Kíkt var á leifar Litlu-Eldborgar, en meginhluti hennar hefur verið tekinn undir vegstæði þjóðvegarins. Ekki er óraunhæft að ætla að gígurinn verði endurgerður nú þegar verktakar þurfa að losa sig við efnisúrgang líkt og á Hellisheiðinni. Ósnertur gígur er stutt suðvestan við megingígin (raskaða), sem nýrra hraunið hefur umlukið. Norðaustar eru tveir gígar og hefur þeim suðvestari verið raskað. Umleikis eru fallegar hrauntraðir, að ofanverðu frá Stóru-Eldborg og að neðanverðu frá þeirri Litlu. (Sjá myndband úr Bálkahelli.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-Björn Hróarsson – Íslenskir hellar, 2006.

Bálkahellir

Jarðfræði

Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af Wikipedia, frjálsa alfræðiritinu:

Forsöguleg gos;
-fyrir um 16 000 000 árum – elsta berg sem þekkt er á Íslandi myndaðist í hraungosi.
-200.000 ára – elsta berg á Reykjanesi – Rosmhvalanes og Stapi.
-um 1000 f.Kr. – Katla. Tvö öskulög á Suðurlandi og Reykjanesskaga.
-um 250 e.Kr. – Snæfellsjökull

Gos á sögulegum tíma;

Eldborg

Eldborg í Kristnitökuhrauni.

-um 900 – Afstapahraun.

-934 – Katla og Eldgjá. Mikið hraunflóð úr Eldgjá rann yfir Álftaver, Meðalland og Landbrot. Sennilega sá jarðeldur, sem Molda-Gnúpur og hans fólk hrökklaðist undan skv. Landnámu. Landnáma segir einnig frá myndun Sólheimasands í miklu hlaupi Jökulsár.

-999 eða 1000 – Svínahraun.

-1151 – Krýsuvíkureldar. Gos í Trölladyngju; Ögmundarhraun og Kapelluhraun renna.

-1188 – ? Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun runnu.

-1210-11 – undan Reykjanesi. Eldey myndaðist.

-1223 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1225 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

-1226-27 – nokkur gos á Reykjanesi. Þeim eru eignuð Yngra Stampahraun, Tjaldstaðagjárhraun, Klofningahraun, Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Sandvetur af völdum mikils öskugoss við Reykjanestá og féll svokallað Miðaldalag. Harðindi og mikið mannfall í kjölfarið.

-1231 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1238 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1240 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1340 – Brennisteinsfjöll.

-1422 – undan Reykjanesi. Eyja myndast og stendur í nokkur ár.

-1582 – við Eldey.

-1783 – á Reykjaneshrygg suðvestur af Eldey. Nýey reis úr sjó en hvarf fljótt aftur.

-1879 – Geirfuglasker .

-1884 – nálægt Eldey. Óljósar heimildir.

-1926 – við Eldey. Ólga í sjónum í nokkrar klst.

Sjá meira undir „Eldgosaannáll Íslands“ á vefslóðinni:
-//is.wikipedia.org/wiki/Eldgosaann%C3%A1ll_%C3%8Dslands“

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Geitungur

Oft tekur fólk ekki eftir hinu smáa, en fæstir horfa framhjá geitungum, þótt litlir séu, ef þeir eru einhvers staðar nærri.
Geitungarnir sem numu hér land á áttunda áratug nýliðinnar aldar virðast vera að Geitungarfinna sinn vitjunartíma eða upprisutíma að vetri gengnum í kringum 25. maí, en undanfarin vor hefur einmitt mátt vænta þeirra um það leyti. Fyrrum var um meiri óreglu að ræða. Þannig hafa geitungarnir aðlagast íslenskum staðháttum. Þéttbýli Reykjanesskagans er kjörlendi þeirra.
Oftast taka þeir þó nokkra daga í að nærast og hressa upp á orkubúskapinn eftir vetrarsvefninn, áður en hafist er handa við að koma þaki yfir höfuðið. Geitungar byggja bú úr pappír. Þeir naga timbur og búa til pappírskvoðu sem þeir nota í búið.
Það sem fyrst og fremst kemur upp í huga fólks þegar geitunga ber á góma er sú árátta þeirra að verjast af hörku og beita til þess heldur ógeðþekkum ráðum.
Alls hafa fjórar tegundir geitunga numið hér land. Þær eru trjágeitungur, holugeitungur, húsageitungur og roðageitungur.
Húsageitungur varð e.t.v. fyrstur geitunganna til að nema hér land. Ekki lék vafi á því að sumarið 1973 var bú í miðbæ Reykjavíkur þó ekki hafi það fundist. Í kjölfarið fór tegundin að finnast nokkuð reglulega á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur þó átt nokkuð erfitt uppdráttar og aldrei náð sér verulega á strik enda er húsageitungur hér nálægt nyrstu mörkum þess sem hann getur lifað við. Útbreiðsla húsageitungs er enn takmörkuð við höfuðborgarsvæðið en afar litlar líkur eru til þess að hann nái fótfestu utan þess landshluta. Tegundin staðsetur bú sín mjög gjarnan inni á húsþökum, á háaloftum eða í holrými milli þilja. Holur í jörðu duga einnig ágætlega.
Geitungar Holugeitungur fannst fyrst með bú árið 1977 og hefur fundist hér reglulega síðan, þó aðeins á höfuðborgarsvæðinu. Honum gengur mun betur hér en húsageitungi þó veruleg áraskipti séu af honum. Sum ár er hann algengur en hann getur dottið niður á milli. Holugeitungur staðsetur búin á sömu stöðum og húsageitungur, þ.e. inni í húsum og í holum í jörðu. Hraunhellur í blómabeðum eru afar vinsælar hjá holugeitungum.
Trjágeitungur fannst fyrst sumarið 1980. Því má gera ráð fyrir að hann hafi borist eitthvað fyrr til landsins þó ekki hafi það verið upplýst. Trjágeitungur dreifðist í kjölfarið hratt um landið, fyrst um láglendið og á seinni árum upp í hálendisbrúnir. Staða hans er mjög traust. Vorhret á Norðurlandi hafa stundum valdið honum búsifjum en hann hefur ávallt náð sér á strik á ný. Bú trjágeitungs eru yfirleitt vel sýnileg og oft berskjölduð. Þau hanga gjarnan í trjám og runnum, undir þakskeggjum húsa og á gluggakörmum, á klettum og steinum, í börðum og þúfnakollum svo dæmi séu tekin.
Roðageitungur mætti til leiks síðastur geitunganna. Grunur lék á búi í Hafnarfirði 1986 en fyrsta búið fannst þó ekki fyrr en 1998. Aðeins tvö bú hafa fundist síðan. Tegundin er því afar sjaldgæf og óvíst er um frekari afdrif hennar hér. Öll búin hafa fundist í holum í jörðu.

Heimild:
-http://www.ni.is/efst/geitungar

Geitungur

Geitungur.

Sauðabrekkuskjól

Ætlunin var að rekja þann kafla Hrauntungustígs er liggur frá Hrauntungum upp að Sauðabrekkugjá. Hlutarnir beggja vegna liggja nokkurn veginn ljósir fyrir, en á Í Sauðabrekkugígaskjóliþessum kafla ofanverðum koma a.m.k. þrjár götur til greina, einkum að austanvörðu. Í leiðinni var m.a. litið á Fjallsgrensvörðuna, Fjallsgrenin og Sauðabrekkugjárgígaskjólið.
Hrauntungustígurinn liggur frá Áslandi um Hádegisskarð með Hamranesi og suður yfir Brunann að Hrauntungum. Þaðan liggur leiðin milli Gjásels og Fornasels, hjá Hafurbjarnarholti upp í hæsta hluta Almennings og að Sauðabrekkum. Þá er farið yfir Sauðabrekkugjá um Mosa vestan við Fjallið eina að Hrútagjárdyngju. Stefnan er síðan á Hrúthólma og farið um nokkuð slétt helluhraun að Hrútafelli. Þá er stutt yfir á Ketilsstíginn, sem liggur yfir hálsinn til Krýsuvíkur.
Hrauntungustígurinn er ein af hinum gömlu þjóðleiðum millum Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Markmiðið var að eftir þessa ferð lægi ljóst fyrir hvar „meginleið“ Hrauntungustígsins hafi legið fyrrum.
Sem fyrr sagði var aðaltilgangur ferðarinnar að skoða þann hluta Hrauntungustígsins, sem liggur á milli Sauðabrekkugjár að Fjallgrensvörðunni á hæsta hluta Almennings. Þessi kafli virðist hafa reynst mörgum erfiður og fáum hefur tekist að rekja hann réttu leiðina. Líklega er torræðið ein af ástæðum þess að Hrauntungustígurinn hefur greinst í nokkrar leiðir ofan við Sauðabrekkugjár, flestar austar en sú sem hér var ætlunin að greina.
Í SauðabrekkugígaskjóliGengið var upp austanverðan Almenning. Mikið kjarr er nú aftur komið í Almenning, en hann var fyrr á öldum eitt helsta hrísforðabúr Hraunamanna og Álftnesinga og eitt besta beitarland, sem völ hefur verið á á Reykjanesskaganum. Stefnan var tekin upp fyrir Þrísteinsvörðu með beina stefnu á Fjallgrensvörðuna. Austan hennar var beygt til suðurs og miðið sett á Fjallsgreinin norðan Sauðabrekkugjárgígaraðarinnar ofan Sauðabrekkugjár.

Grenin eru a.m.k. tvö. Það austara er merkt með lítilli vörðu, en norðvestan við það vestara er hlaðið skjól fyrir refaskyttuna. Skammt vestar er hlaðið byrgi í lítilli klettasprungu. Frá því sést vel yfir neðri hluta hraunsléttunnar norðan grenjanna. Skolli hefur ekki getað komist þeim megin að grenjunum óséður.
Þá var haldið upp í Skjólið í Sauðabrekkugjárgígunum. Það er í einum gíganna. Gengið er inn um þröngt op, en þegar inn er komið er þar rúmgott skjól. Innsti hluti gólfsins hefur verið flóraður svo þar hefur verið hið besta bæli. Gluggi er á skjólinu, en hella fyrir. Op er fyrir stromp. Separ eru í loftum svo þarna inni er fagurt um að litast. Að öllum líkindum hefur þetta verið afdrep fyrir refaskytturnar í Fjallsgrenjunum – og jafnvel aðra er leið áttu um og þekktu vel til, því opið er ekki auðfundið.
Meginhluti Almennings er hraun úr Hrútargjárdyngju. Þó má sjá yngri hraun þar inni á milli, s.s. hraun úr gígum Sauðabrekkugjár. Hraunið hefur verið þunnfljótandi og líklega tekið fljótt af. Meginhluti hraunsins er, líkt og gígarnir, norðan gjárinnar, en hún er auk þess að vera sprunga er Sauðabrekkugjá misgengi. Það er mest áberandi efst í gjánum, upp undir austanverðum Sauðabrekkum. Lítill hrauntaumur hefur runnið til austurs, myndar þunnfljótandi tjörn og m.a. fyllt upp samhliða djúpa sprungu austan Sauðabrekkugjár. Einungis lítill hluti, sennilega sá dýpsti og breiðasti, hefur „lifað af“ fljóðið, en á veggjum hans má sjá hvernig þunnfljótandi hraunið hefur smurt veggina. Um merkilegt jarðfræðifyrirbæri er þar um að ræða.
Og þá var að hefjast handa við að greina Hrauntungustíginn frá þeim stað er hann kemur inn á gjána. Stígurinn sést mjög vel austan gjárinnar og er auðrakinn þaðan áleiðis að Hrútárgjárdyngu. Þá er hann mjög áberandi ofan við gjána þars em hann liggur um slétt helluhraun Sauðabrekkugjárgíganna. Hraunið er einungis þakið mosa, en að mestu ógróið að öðru leyti er segir nokkuð til um aldur þess.
Skammt norðvestan gíganna beygir gatan upp á hrauntjarnarbrún með stefnu til norðurs. Stígar þar geta auðveldlega afvegaleitt fólk, en ef mjög vel er að gáð má sjá stíginn liðast „mjúklega“ um hraunið. Þar er hann bæði breiður og augljós. Austan við stíginn er jarðfall og í því rúmgóður skúti (gott skjól – 6359316-02200230).
FjallgrensvarðaÞá heldur stígurinn áfram um annars nokkuð slétt hraunið. Þessi kafli hefur afvegaleitt marga, en að þessu sinni voru kjöraðstæður til rakningar. Stígurinn sást mjög vel í hrauninu. Þegar komið er út úr nýrra hrauninu taka við gróningar. Þar stefnir stígurinn til vinstri, áleiðis að Fjallsgrensvörðu, sem er áberandi á þessari leið.
Við vörðuna greinist Hrauntungustígur í tvennt, vinstri og hægri, en báðir angarnir koma saman á ný neðan við holt eitt (varða á því) suðvestan Hafurbjarnaholts. Þaðan liðast stígurinn um norðanverðan Almenning að Gjáseli og frá því áfram inn á Skógræktarsvæði ríkisins. Þar hefur trjám verið plantað í stíginn. Vörðurnar má sjá í skóginum, en nauðsynlegt er að saga niður þau tré, sem eru í stígsstæðinu, enda bæði ágætt og skemmtilegt að leyfa stígnum að halda sér um hraunið niður að Hrauntunguopinu. Stígurinn liggur inn í tungurnar og er augljós, framhjá hlöðnu Hrauntunguskjólinu og að brún þeirra að norðanverðu. Þar hefur hrauninu verið eytt sem og stígnum.
Ef haldið er áfram yfir hrauntungusvæðið og stefnt á vörðu þar að handan kemur stígurinn í ljós að nýju. Þar sést hann vel þar sem hann liðast niður að Krýsuvíkurvegi. Vestan vegarins er slétt hraunhella og færi vel á því að gera þar lítið bílastæði og láta stíginn enda við það. Óþarfi er að rembast við hann lengra, enda svæðið þar austan við nú óðum að byggjast óðslega upp til lengri framtíðar.
Um er að ræða fallega gamla þjóðleið millum Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Hér að framan er lýst þeirri leið stígsins, sem telja verður skemmstan þar á millum. byrgiGengið er um fallegt hraunlendi með miklu og stórbrotnu útsýni á allar hendur – alla leiðina.
Ástæða er til að viðhalda hinum mörgu gömlu þjóðleiðum á Reykjanesskaganum. Vaxandi áhugi er meðal fólks að fá tækifæri til að feta í fótspor forfeðra og – mæðra og njóta þess umhverfis og þeirrar náttúru er þau urðu aðnjótandi fyrrum.
Ef leiðin væri gengin enda á milli tæki það ca. 6 klst.
Frábærlega skemmtilegt slagveður er setti dulúðlegt yfirbragð á fjarrænt útsýnið. Vel mátti ímynda sér hvaða takmarkaða skjól fólk fyrr á öldum hafði af fatnaði sínum við þær „hefðbundu“ aðstæður er nú voru á svæðinu. Þátttakendur voru nú í þeim besta hlífðarfatnði, sem völ er á, en gegnblotnuðu samt. Á móti kom að tiltölulega hlýtt var í veðri svo gangan var fyrst og fremst ánægja yfir að uppgötva „týnda“ hlekkinn sem og kærkomið tækifæri til að grandskoða svæði, sem sjaldan er gengið – af fáum.
Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Sauðabrekkuskjól

Sauðabrekkufjárskjól.

Hvatshellir

Eins fram kemur varð nokkur þræta um Hvatshelli eftir að honum var lýst nýfundum í sept. 1906. Slíkar þrætur koma jafnan í kjölfar óvæntra uppgötvana. Þær eru þó ekki alltaf á rökum reistar. Hér er eitt ágætt dæmi um viðbrögð við fundi Hvatshellis er birtist í Þjóðólfi 28. sept. 1906 og bar yfirskriftina „Ketshellir“:
Hvatshellir„Hellir í Garðahrauni, er félagar úr göngumannafélaginu „Hvat“ komu í hér í sumar, hefur orðið að blaðamáli. Kölluðust félagar þessir hafa fundið hér nýjan helli og skírðu hann „Hvatshelli“. Síðan hefur „Reykjavíkin“ skýrt frá því eptir kunnugum manni, að hellir þessi hafi verið kunnur nú í manna minni, hafi verið haldinn landamerki milli Garða og Setbergs og verið kallaður Kershellir. Þar við bætir og ritstjóri „Reykjavíkur“ því, að hann hafi þekkt þennan helli fram undir mannsaldur. En hér mun vera óhætt að bæta því við, að hellir þessi hefur að vísu um 350 árin síðustu verið haldinn landamerki milli Setbergs og Garða. Er til enn vitnisburður um landamerki frá 2. janúar 1625, útgefinn af Þorvaldi Jónssyni og samþykktur og staðfestur af Magnúsi Þórarinssyni og Sveini Ögmundarsyni. Segir Þorvaldur þar svo frá; „að minn faðir Jón Jónsson bjó 15 ár á þráttnefndri jörðu (Setbergi); byggði þá mínum föður jörðina Setberg þann sálugi mann Ormur bóndi Jónsson, hver eð sat í Reykjavík og tilgreindi bóndinn Ormur þessi takmörk; úr miðjum Flóðum, upp miðjan Flóðhálsinn; sjóndeilding úr miðjum fyrsögðum hálsi og í hvíta steininn, sem stendur í Tjarnholtum og þaðan sjóndeilding í Ketshellir. Úr Ketshellir og í mitt hraunið og þaðan úr miðju hrauni og ofan í Gráhellu. Úr Gráhellu og ofan í Lækjarbotna. Innan þessara takmarka bauð og bífalaði bóndinn Ormur mínum föður og allt að yrkja og sér í nyt að færa og aldrei hefi eg þar nokkra efan heyrt. Og var eg á fyrrsagðri jörðu í minni ómagavist hjá föður mínum í þau 15 ár hann þar bjó; en eg hefi nú áttatíu vetur og einn, er þessi vitnisburður var útgefinn, eptir hverjum eg má sverja með góðri samvizku“.

Hvatshellir

Í Hvatshelli.

Af þessu mætti það verða augljóst, að þessu nýfundi „Hvatshellir“ hefur verið mönnum kunnur í mörg hundruð ár, og heitir nafni Ketshellir.
„Hvatsmenn“ eru í sjálfu sér ekki syndugri menn en aðrir í Galelía, þó að þá hafi hent þessi hellaglöp. En af þessari hendingu væri jafngott, að menn dragi sér þá kenning að vera ekki of veiðibráðir að nema lönd í heimahögum annara, þar sem þeir eru ókunnugir, en spyrja sig heldur fyrir hjá smalapiltinum, áður en þeir fara að skíra landnámin. Að hlaupa í það umsvifalaust að búa til örnefni, þótt menn af ókunnuguleika viti ekki að það væri til áður, getur orðið til mikils ills og komið til leiðar skæðasta glundroða, buldri og þrefi, þar sem svo stendur á eins og hér, að það hittir á æfagömul landamerki.“

Í Ketshelli

Svo mörg voru þau orð. En skoðum þetta svolítið  nánar. Séra Friðrik var ekki að lýsa Ketshelli. Hann var að lýsa innkomunni í Kershelli og síðan nýfundnum afhelli hans; Hvatshelli, sem er ekki á landamerkjum heldur skammt ofar (norðaustar) í Smyrlabúðahrauni. Ketshellir er hins vegar á landamerkjum, einnig nefndur Selhellir og Setbergsselshellir/Hamarskotsfjárhellir. Landamerkjavarða stendur ofan á hellisþakinu þar sem fyrirhleðsla er undir í hellinum. Þar voru mörk Garðalands (Setbergs) og Hamarskots. Syðri endi hellisins hýsti hluta selstöðu frá Hamarskoti. Í fyrrnefndri lýsingu frá 1625 er getið um að landamerkin liggi um Ketshelli, sem er rétt. Hann kemur bara Kershelli og Hvatshelli ekkert við svo framangreind viðbrögð voru því algerlega óþörf.

Setbergssel

Markavarðan í Setbergsseli.

Kershellir var einnig þekktur og töldu ýmsir er þekktu til að Hvatsmenn hafi verið að lýsa honum þegar þeir töldu sig hafa fundið nýjan óþekktan helli er þeir skírðu Hvatshelli. Það voru þeir hins vegar ekki að gera þó svo að Hvatshellir sé í raun hluti sömu rásar og Kershellir. Þeir voru því ekki að umbreyta örnefni heldur búa til nýtt á áður óþekktu. Sumir gagnrýnenda voru í raun að afhjúpa ókunnugleik sinn á þessum stað því ekki er að sjá að þeir hafi sjálfir farið á vettvang, borið saman heimildir og metið aðstæður.
Hafa ber í huga að fáir hraunhellar voru þekktir á þessum tíma hér á landi, enda erfitt að skoða þá með þeim búnaði er þá var til staðar.

Heimild:
-Jón Þorkelsson – Þjóðólfur 28. sept. 1906.

Ketshellir

Landamerkjavarða á Ketshelli.