Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af Wikipedia, frjálsa alfræðiritinu:
Forsöguleg gos;
-fyrir um 16 000 000 árum – elsta berg sem þekkt er á Íslandi myndaðist í hraungosi.
-200.000 ára – elsta berg á Reykjanesi – Rosmhvalanes og Stapi.
-um 1000 f.Kr. – Katla. Tvö öskulög á Suðurlandi og Reykjanesskaga.
-um 250 e.Kr. – Snæfellsjökull
Gos á sögulegum tíma;
-um 900 – Afstapahraun.
-934 – Katla og Eldgjá. Mikið hraunflóð úr Eldgjá rann yfir Álftaver, Meðalland og Landbrot. Sennilega sá jarðeldur, sem Molda-Gnúpur og hans fólk hrökklaðist undan skv. Landnámu. Landnáma segir einnig frá myndun Sólheimasands í miklu hlaupi Jökulsár.
-999 eða 1000 – Svínahraun.
-1151 – Krýsuvíkureldar. Gos í Trölladyngju; Ögmundarhraun og Kapelluhraun renna.
-1188 – ? Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun runnu.
-1210-11 – undan Reykjanesi. Eldey myndaðist.
-1223 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
-1225 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
-1226-27 – nokkur gos á Reykjanesi. Þeim eru eignuð Yngra Stampahraun, Tjaldstaðagjárhraun, Klofningahraun, Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Sandvetur af völdum mikils öskugoss við Reykjanestá og féll svokallað Miðaldalag. Harðindi og mikið mannfall í kjölfarið.
-1231 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
-1238 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
-1240 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
-1340 – Brennisteinsfjöll.
-1422 – undan Reykjanesi. Eyja myndast og stendur í nokkur ár.
-1582 – við Eldey.
-1783 – á Reykjaneshrygg suðvestur af Eldey. Nýey reis úr sjó en hvarf fljótt aftur.
-1879 – Geirfuglasker .
-1884 – nálægt Eldey. Óljósar heimildir.
-1926 – við Eldey. Ólga í sjónum í nokkrar klst.
Sjá meira undir “Eldgosaannáll Íslands” á vefslóðinni:
-//is.wikipedia.org/wiki/Eldgosaann%C3%A1ll_%C3%8Dslands“