Skúlatún

Gengið var að Skúlatúni frá Bláfjallavegi. Þangað er innan um tíu mínútna gangur. Stígur liggur úr suðri að suðurhorni hólsins, en Skúlatún er stór gróin hæð umlukin helluhrauni. Sléttur stígurinn liggur með austurhlið hólsins og áfram áleiðis að Helgafelli. Annar eldri stígur liggur til norðvesturs frá hólnum. Hann er mjög þúfóttur og ómögulegt að greina hvort þarna hafa verið mannvirki eða ekki.

Skúlatún

Skúlatún.

Hins vegar segir Brynjúlfur Jónsson, þjóðminjavörður, að hann hafi greint marka fyrir heimtröð við suðvesturhorn hólsins og stíg við hann norðanverðan. Þrátt fyrir að ekki sæust mannvirki í hólnum í ferð hans þarna skömmu eftir aldarmótin 1900 taldi hann lítinn vafa vera á því að í honum kynnu að leynast leifar einhverra mannvirkja frá fornri tíð. Hvar sem stungið var í hólinn var alls staðar mold undir. Hann er mjög miðsvæðis þegar horft er til tótta í Helgadal annars vegar og hugsanlegra tótta í Fagradal eða nágrenni hins vegar. Þess má geta að í ferð FERLIRs um suðaustanverðan Leirdalshnúk á sínum tíma fundust minjar við vatnsstæði sem þar eru utan í höfðanum.

Skúlatún

Skúlatún – Helgafell fjær.

Gengið var í rúman hring um hólinn og leitað hugsanlegra fjárskjóla eða hella. Við þá göngu fannst fremur lítið gat á stórum hraunhól. Dýpið var u.þ.b. ein og hálf mannhæð, en fyrir vana menn ætti leiðin að vera nokkuð greið niður. Greinilegt er að opið er komið til vegna uppstreymis, en ekki hruns, eins og önnur göt í hrauninu. Leiðin niður var tvílagskipt. Niðri var um vatn, um fet á dýpt. Þegar vatnið draup úr loftinu mátti heyra bergmál þar niðri. Hlaðið var lítil varða við opið svo kíkja megi niður í það við tækifæri þannig hægt verði að gaumgæfa hvað þar er að finna. Opið er í um fimm mínútna gang frá veginum, en alls ekki auðfundið.
Frábært veður.

Skúlatún

Skúlatún – Helgafell fjær.

Íslendingur

Bátakuml
Bátakuml hafa fundist hér á landi. Brimnes var bær á Upsaströnd. Lönd hans, Upsa, Hrísa og Böggvisstaða liggja nú undir Dalvíkurkaupstað. Svarfdælasaga segir frá vígi Karls hins rauða og fleiri við Brimnesá og að hann hafi verið lagður í haug með skipi. Norðan Brimnesár fannst merkur kumlateigur. Daniel Bruun og Finnur Jónsson rannsökuðu hann árið 1909 og fundu 13 grafir, þar af eitt bátkuml. Síðan hefur bæst í safnið, s.s. bátkuml u.þ.b. 300 m frá kumlateignum, og ýmsir munir komið í ljós.

Gaukstaðaskipið

Gaukstaðaskipið.

Talið er að hið forna Hyltinganaust hafi verið við Brimesá. Ekki er þó, enn að a.m.k., vitað um bátakuml á Reykjanesskaga.
Vorið 1964 fundust mannabein á sjávarbökkum rétt innan við Vatnsdalsá í Patreksfirði. Við athugun kom í ljós bátkuml með leifum úr sex metra löngum báti og beinum úr sjö einstaklingum á aldrinum 15-45 ára, þremur konum og fjórum körlum. Ýmsir munir fundust í kumlinu, s.s. sörvistölur, atmbaugar og hringur.
Í greini sinni í Árbók hins íslenska fornleifafélags (1966) lýsir Þór Magnússon bátakumli í Vatnsdal. Um var að ræða bát frá víkingaöld. “Báturinn veitir okkur ekki miklar nýjar heimildir um farkosti víkingaaldar. Hann er skiljanlega lítt sambærilegur við hin stóru grafskip þess tíma, sem grafin hafa verið úr jörðu í Noregi og víðar á Norðurlöndum. Norsku víkingaskipin, Ásubergsskipið og Gauksstaðaskipið, eru hvort um sig yfir 20 metra löng, og sama er að segja um Ladbyskipið í Danmörku. Skipin, sem nýlega fundust í Hróarskeldufirði, eru einnig af svipaðri stærð.
Til eru þó bátar frá víkingaöld, sem ætla má, að svipi til Vatnsdalsbátsins, en það eru bátarnir þrír, sem fundust í Gauksstaðaskipinu.
Stærsti báturinn úr Gaukstaðaskipinu er 9.75 m að lengd, 1.86 m breiður og 0.57 m djúpur. Næsti bátur hefur verið sem næst 8 m langur, en minnsti báturinn er 6.51 m langur, 1.38 m breiður og 0.49 m djúpur. Þeir eru því allir heldur stærri en ætla má, að báturinn í Vatnsdal hafi verið. Þessir bátar eru að mestu úr eik, borðin breið og þunn og hafa verið fimm í hvorum byrðingi í stærsta bátnum, en aðeins þrjú í hinum minnsta. Bönd eru mjög fá, sex í hinum stærsta, en aðeins þrjú í minnsta bátnum, og hafa þeir því verið veikbyggðir.

Ásubergsskipið

Ásubergsskipið.

Hins vegar eru böndin reyrð við byrðinginn eða negld með trésaum, svo að bátarnir hafa verið sveigjanlegri en ef þeir hefðu verið negldir með járnsaum.”
Reyndar segir bátkumlið í Vatnsdal okkur allnokkuð um bátasmíðina í ljósi aukinnar þekkingar í þeim efnum eftir að greinin var skrifuð. “Böndin voru reyrð við byrðingin” er ágætt dæmi um byggingu víkingaskipanna. Böndin á þeim voru einnig reyrð, en ekki negld við byrðinginn. Telja má líklegt að minni bátar hafi verið smíðaðir á svipaðan hátt og með svipuðum aðferðum og stærri skip víkingatímabilsins. Þess vegna er bátkumlið í Vatnsdal merkilegt, auk þess sem að það er dæmi um grafsiði þess tíma.
Í frétt í Morgunblaðinu 23. febrúar á þessu ári, baksíðu, segir að framundan sé að rannsaka landnámshöfn í tengslum við Hólarannsóknina. Í fréttinni segir m.a.: “Sefnt er á að fá erlenda fornleifafræðinga sem sérhæfa sig í að rannsaka mannvistarleifar á sjávarbotni til að kafa við Kolkuós sumarið 2005, en Kolkuós var landnámshöfn, ein af helstu höfnum landsins og hafnaraðstaða Hóla í Hjaltadal til einhvers tíma.
Þetta er hluti af tilraunum fornleifafræðinga til að fá heildarsýn á Hóla, þennan forna höfuðstað Norðurlands”, segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur. Hún segir brýnt að rannsaka Kolkuós sem fyrst þar sem landbrot, og jafnvel landsig, ógni minjum frá þessari sögufrægu höfn. Mælingar á hafsbotni verða gerðar í samvinnu við Landhelgisgæsluna næsta sumar til að finna vænlegustu staðina fyrir kafarana að skoða.
„Við héldum að þetta væru meira og minna einhver ruslalög sem væru að fara út í sjó, en allar niðurstöður frá þessum þremur vikum sem við vorum þarna í sumar lofa svo miklu meiru. Þarna erum við að finna síðustu leifar af verslunarstað sem á sögu aftur að landnámi, það hafa engar landnámshafnir verið skoðaðar áður,“ segir Ragnheiður.”

Íslendingur

Íslendingur.

Víkingaskipið Íslendingur
Vestmannaeyingurinn Gunnar Marel Eggertsson, skipasmíðameistari, ákvað að smíða eftirlíkingu af Gaukstaðaskipinu, sem er á safni í Noregi. Hann byrjaði að byggja skipið í Héðinshúsinu í Reykjavík árið 1994. Skipið sem Gunnar smíðaði er 23,5 m á lengd og 5,5 m á breidd. Mastrið er 14,5 m. + toppurinn sem er 18 metrar. Seglið er 13o m2. Skipið tekur 25 farþega og 5 manns í áhöfn. Skipið hefur tvær Yammar vélar og getur gengið upp í 12 mílur.
Gunnar Marel er Vestmanneyingur (f:1954). Skipasmiður var hann orðinn einungis 25 ára gamall. Hann hefur skipstjóraréttindi og hefur mikla reynslu af sjómennsku. Þegar hann frétti af fyrirhugaðri siglingu víkingaskipsins Gaia frá Noregi til Washington í Bandaríkjunum fékk hann áhuga á að taka þátt í siglingunni. Hann sigldi síðan með Gaia frá því í maí og þangað til í október 1991. Seinna tók hann þátt í öðrum leiðangri Gaia frá Washington til Rio de Janeiro þar sem Umhverfisráðstefnan var haldin og opnuð við komu skipsins þangað.
Gunnar Marel byrjaði á smíði Íslendings í september 1994 og lauk verkinu 16. maí 1996. Skipið er því að verða 10 ára gamalt. Líkt og Gaia er Íslendingur byggður á málum Gaustaðaskipsins.
Gunnar Marel heldur því fram að víkingaskipin séu týndur hlekkur í sögunni. Þekkingin á smíði þeirra og sjóhæfni hafi glatast, en mikið af henni hafi síðan opinberast að nýju eftir fund víkingaskipanna í Noregi og Danmörku. Skip hans, Íslendingur, væri eftirlíking af Gaukstaðaskipinu. Sú tegund skipa hafi verið vinsæl frá 700-1200 (víkingatímabilið) og jafnvel lengur, en svo virðist sem afturhvarf hafi verið í byggingu þeirra eftir það. Eiginleikar skipsins (Íslendings) eru þeir bestu sem þekkist í skipum í dag.

Íslendingur

Íslendingur.

Knerrir munu mest hafa verið notaðir í siglingum til Íslands því þeir gátu borið mikið magn og mikinn þunga. Norsk heimild kveði á um að 400 menn hafi farið með slíku skipi til Íslands í einni siglingu. Gunnar telur það vel hafa getað staðist. Langskipin gátu verið allt upp í 50 metra löng. Íslendingur er um 23 m langur, litlu styttra en Gaukstaðaskipið. Ástæðan var sú að ekki var til lengra tré í kjölinn. Lengd trjáa í kjöl hefur eflaust ráðið lengd og stærð skipanna á hverjum stað. Tréð í kjöl Íslendings kom frá Svíðþjóð. Það vó þá um 5 tonn. Efnið í kjölinn kostaði 2.5 millj. kr.
Um 700 var fyrst settur kjölur í skip. Það gerðu Norðmenn. Aukin kjöllengd þýðir aukinn hraði. Þá komust þeir yfir höfin og pirruðu m.a. Englendinga. Um 850 urðu skipin líkt og Íslendingur og þannig var það út víkingatímann. Kjölurinn er þykkastur um miðjuna og í rauninni mjög hugvitsamlega hannaður. Hann var og þykkastur neðst, en mjókkaði upp. Þetta var t.d. gert til að koma í veg fyrir hliðarskrið.
Hægt var að róa skipunum á 5-7 mílna hraða, en þeim var aldrei róið og siglt með seglum samtímis. Gaukstaðaskipið hefur verið þannig hannað að stefnið “safnaði loftbólum undir sig”. Þannig lyftist skipið í siglingu og viðnámið varð minna. Knerrir voru einnig byggðir með það fyrir augum að safna loftbólunum undir byrðinginn til að lyfta þeim upp og draga úr viðnámi þeirra stóru skipa. Það var gert með því að hafa botninn V-laga að hluta beggja vegna. Víkingaskip veltur ekki vegna byggingarlags þess. Byrðingurinn er misþykkur, þykkastur um miðjuna (32 mm, þynnstur til endanna (16 mm). Skipið flýtur mest um miðjuna. Endarnir “hanga” svo að segja á miðbikinu.
Eik var notuð í víkingaskipin – höggvin snemma. Gaukstaðaskipið og Ásubergsskipið eru t.d. úr eik og Íslendingur að hluta til, en eftir að ekki var nægilega mikið til af stórri eik munu skipin hafa vera smíðuð úr furu. Yfirleitt voru 4-5 skip í smíðum í einu til forna. Tréð nýttist vel, ekki þurfti mörg tré í eitt skip því 16 borð voru hvoru megin og þau heil yfir. Veturinn var venjulega notaður til skipasmíðanna.
Skyldir, sem hver og einn áhafnameðlimur kom með, voru bundnir með ákveðnu lagi á skipið, 32 á hvora hlið. Ballest var úr fjörugrjóti og blýi, ca. 8 tonn. Mannskapurinn var einnig að hluta til ballestin.

Íslendingur

Íslendingur.

Mastur Íslendings er 18 metrar. Seglið er úr bómull og vegur um 500-600 kíló, um 130 m2. Erfiðast við seglið er að draga það upp með handaflinu og síðan að strekkja böndin. Það er venjulega gert með því að strekkja það bandið sem er hlémegin hverju sinni. Hampur var í böndum skipanna. Í dag fæst hann einungis á einum stað í litlu þorpi í Danmörku.
Gunnar sagði að ekki lægju fyrir áreiðanlegar upplýsingar um efni seglanna. Hann hefði heyrt af því að seglbútur hefði fundist upp á lofti í gömlu húsi og var álitið að hann hefði verið úr segli víkingaskips. Þessum bút var hent eftir því sem hann komst næst.
Í málum Gaukstaðaskipsins er mikið talað um töluna 16; í tengslum við rými, ræðara og árar hvoru megin og fjölda manna um borð. Einnig voru 16 borð í byrðingi o.s.frv.
Lengsta langskip, sem endurgert hefur verið á Norðurlöndum er 34 metra langt. Um 70 manns voru í áhöfn meðalstórs langskips (2×32, skipsstjóri, stýrimenn og hálmsmenn (halmsmen)). Sjálfur hefur hann siglt með 90 manns um borð á Íslendingi. Fjórir til fimm vanir menn geta þó stjórnað skipinu á siglingu í sæmilegu veðri. Í verri veðrum þarf fleiri, jafnvel tvær vaktir samtímis. Íslendingur ber um 30 tonn. Skipið sjálft vegur um 8 tonn, sem er um meðal víkingaskip.
Gunnar taldi að fram til 930 hafi um 20.000 manns verið flutt með skipunum til Íslands. Þá voru hér um 30.000 manns. Þetta hafi verið miklir flutningar á erfiðri siglingaleið. Skipin voru 4-5 daga í siglingu milli Noregs og Íslands, ef ekki var komið við í Færeyjum. Þau fóru 12-15 mílur á klst., á sama hraða og vindurinn. Logn var því um borð.
Hafurtask áhafnameðlima hefur viktað 8-10 tonn. Einn kistill (32) voru fyrir hverja tvo róðramenn. Sátu þeir á þessum kistlum sínum þegar róið var. Halda mætti að erfitt hafi verið um eldun um borð, en svo var ekki. Sandur var í tveimur bilum og í þeim opinn eldur eða kol – nógur ferskur matur til staðar.
Áhöfnin vildi helst taka land í sandfjöru, láta flatreka. Hún gat þá gengið nær þurrum fótum í land. Húfurinn (borð nr. 10) tók á móti og þunginn hvíldi á honum, þykkasta borðinu. Með því var skipið hallalaust að kalla. Orðatiltækið “mikið í húfi” væri komið þaðan.
Annað orðatiltæki: “of mikið í súginn”, er komið frá súgnum, verkfæri, sem notað var til að koma skinnum á hina 5000 járnnagla í skipinu. Allt járn var dýrmætt á þeim tíma. Ef naglinn var langur og skinnan gekk of langt inn á hann “fór of mikið járn í súginn”. Þá hefur járnsmiðurinn eflaust fengið orð í eyra.

Íslendingur

Íslendingur.

Skipin voru mjög tæknilega smíðuð, sem fyrr segir, og mjög góð sjóskip. Miklu meiri kunnátta lá að baki smíði þeirra, en við gerum okkur grein fyrir. Um 1200 virðist þessi mikla þekking hverfa og nær ekki að þróast eftir það. Seinni tíma skip þróuðust út frá öðrum forsendum, sbr. skipi Kólumbusar. Þau voru ekki ekki eins góð sjóskip og víkingaskipin, en gátu borið meira. Skip Kólumbusar var því nokkurs konar “koffort” miðað við víkingaskipin.
Gunnar sagði að það hafi komið mönnum á óvart að sjá að víkingaskipin, sem grafin hafi verið upp hafi verið máluð að hluta. Þannig var Gaukstaðaskipið málað við efsta borð. Skipið var mikið skreytt, aðallega með línulegum útskurði á borðum.
Fram kom hjá Gunnari Marel að skipin hefðu venjulega verið byggð til 10 ára. Íslendingur hefði t.a.m. látið mikið á sjá á stuttum tíma, meira en á árunum á undan. Reynslan sýndi að skipin væru fljóð að grotna niður að ákveðnum tíma liðnum. Hann benti á að bæði Ásubergs- og Gauksstaðaskipin væru nú mjög viðkvæm. Viðirnir hefðu einungis þunna skel er héldi þeim saman, en að innan væru þeir orðnir að dufti. Varla mætti hnerra í návist þeirra.
Víkingaskip entust í u.þ.b. 10 ár og jafnvel lengur. Þá hafa þau eflaust verið notuð í annað, t.d. klæðningar, húsagerð, áhaldagerð o.fl. Skipin voru flest úr eik, en einnig öðrum viðartegundum. Veikasti hlekkurinn í þeim voru böndin, sem byrðingurinn var bundinn með. Þau voru úr hampi og fúnuðu. Ekki var hægt að binda skip upp að nýju nema rífa það frá grunni. Það var líka erfitt því í einu skipi voru þúsundir járnhnoðnagla. Járnið var dýrmætt og notað aftur þegar það gafst.
Landnámsmenn hafa með skjótum hætti þurft gott skjól við komuna hingað til lands. Er hugsanlegt að landnámsmenn hafi miðað fyrstu húsagerð sína, þ.e. fyrsta tímabundna íveruhúsið, við skipið? Þeir hafi hlaðið veggi, ca. 120 cm háa með svipuðu lagi og breidd og skipið ofanvert og hvolft því síðan yfir? Þannig gætu þeir hafa fengið gott þak yfir höfuðið, bæði fljótt og vel.

Íslendingur

Íslendingur.

Skipið (þakið) hafi verið hægt að taka aftur og sigla því ef einhverjum hefði snúist hugur eða á hefur þurft að halda.
Um 70 menn voru í áhöfn langskipanna, færri á knörrum. Fjórir til fimm vanir menn gátu siglt þeim. Þyngd skipanna var um 5000 til 8000 kg (fór eftir stærð – mastur og segl, sem var laust er frátalið). Það hefur því þurft um 50 – 70 menn til að bera, lyfta eða velta einu skipi. Skipin voru ca. 23-25 metrar á lengd og ca. 3 – 5 metrar á breidd.
Giuseppe Maiorano hefur ritað um mögulega notkun skipanna sem þök í ‘Viking age ships as roofing structures in ship-shaped houses and their contribution to the origin of the Gothic Architecture.’Current issues in Nordic Archaeology, Reykjavík 2004, s. 79-84). En menn eru nú yfirleitt ekki trúaðir á þessa hugmynd – aðallega af því að þeir hafa aldrei fundið neinar sannfærandi leifar sem gætu bent til þessarar þakgerðar en líka af því að menn telja yfirleitt að skipin hafi verið notuð lengur en gefið er til kynna og verið miklu verðmætari en svo að það borgaði sig að nota þau fyrir þök. “Vel smíðað tréþak er margfalt einfaldari og ódýrari smíð en skip” (Orri Vésteinsson).
Er hins vegar er ekki með öllu útilokað, miðað við lögun, lengd og breidd landnámshúsa, að þannig hafi verið málum háttað í einhverjum tilvikum? Litlar líkur eru þó á að tóftir slíkra húsa finnist nú því bæði hafa þær þá staðið mjög nálægt ströndinni og auk þess verður að telja líklegt að sjórinn hafi nú þegar brotið þær undir sig eða byggingarefnið notað í annað.
Einstakir hlutar skips, s.s. mastrið, gætu hafa verið notað í hluti, t.d. stoðir og hluti þess hafa verið útskorið sem goðalíkneski eða gerðir úr því setbekkir við langeldinn. Kjölurinn var mikið tré og því ekki ólíklegt að hann hafi verið notaður í mæni eða annað burðarvirki.
Áhöfnin hefur áreiðanlega tekið kistla sína með sér og átt þá áfram. Ekki er vitað til þess að slíkur kistill hafi varðveist hér á landi, enda efnið forgengilegt.
Seglin voru stór og mikið efni í þeim. Ekki er ólíklegt að ætla að úr þeim hafi verið búið til nytjahlutir eða þau t.d. notuð til að klæða veggi híbýlanna.
Framangreint eru að mestu tilgátur því fátt af því hefur kvorki verið sannreynt við fornleifauppgrefti eða þess getið í rituðum heimildum. Hins vegar er ekki óraunhæft að ætla að hinn mikli efniviður hafi verið notaður að einhverju leyti eftir að upprunalegu hlutverki hans lauk. Dæmi um slíka endurnýtingu muna og gripa eru allnokkur, sbr. kléberg, járn og tré.

Íslendingur

Íslendingur.

Víkingaskipunum var siglt víða um höf, ár og vötn. Vitað er að skipin voru notuð í a.m.k. tvennum tilgangi eftir að líftíma þeirra lauk. Annars vegar eru dæmi um að skipin hafi verið grafin með eiganda sínum að honum látnum ásamt öðrum gripum, sbr. frásagnir í Landnámu [Ásmundur var heygður í Ásmundarleiði og lagður í skip og þræll hans hjá honum] og [Geirmundur heljarskinn andaðist á Geirmundarstöðum, og er hann lagður í skip þar út í skóginum frá garði] og hins vegar munu vera til sagnir um að látnir víkingar hafi verið brenndir í skipum sínum þótt slíkt virðist ekki hafa verið tíðkað hér á landi svo vitað sé.”Víkingaöldin var einhver mesti upplausnar- og endursköpunartími sem norrænar þjóðir hafa lifað. Hún hlýtur að hafa losað um margar fornar venjur og gefið einstaklingnum meira frelsi til að velja og hafna en kreddufesta kyrrstæðra heimabyggða getur gert.”

Ótrúlega lítið hefur verið skrifað um víkingaskipin. Víkingaskipin voru með stærstu „gripum“, sem landnámsmenn, notuðu. Lítið virðist vera til af nákvæmu efni um þau sérstaklega, þangað til nýlega. Hula var yfir skipunum þangað til skipin fundust í Oseberg og Gogstad og síðan í Hróarskeldu. Síðan hafa menn mikið mælt og skoðað og komist að þeirri niðurstöðu að víkingaskipin hafi verið bæði gagnleg og góð sjóskip. Þeim hafi verið hægt að sigla langar leiðir í misjöfnum veðrum. Langskip hafi verið notuð í strandsiglingum og siglingum um ár og fljót, en knerrir á lengri leiðum þar sem flytja hefur þurft meira magn. Ekki er vitað til þess að sambærilegt skip hafi fundist hér á landi, en ljóst er að hundruðir slíkra skipa komu hingað og mörg þeirra „urðu til“ hér. Talið er að um 20.000 manns hafi verið t.d. fluttur með skipunum hingað fram til 930, auk húsdýra og aðfanga.
Skipin hafa eflaust verið notuð hér til annars en siglinga eftir að hlutverki þeirra lauk. Í þeim var mikill unninn viður og sumir stórir (mastur og kjölur). Í einu skipi voru t.d. um 5000 járnhnoðsnaglar, sem hafa verið endurnýttir. Skipin voru úr eik, svo hún hefur enst eitthvað eftir úreldingu skipanna (entust í u. þ.b. 10 ár (sumir telja þó að þau hafi enst lengur) , en þá fúnaði hampbindingin, sem byrðingurinn var bundinn með við tréböndin. Ekki er útilokað að einhverjar leifar þessa eigi einhvern tímann eftir að sjá aftur dagsins ljós í uppgrefti hér á landi. Annars voru skipin þung, ca. 5-8 tonn, svo ekki hefur verið farið langt með þau á landi í heilu lagi.

Íslendingur

Íslendingur.

Skipagrafir hafa ekki fundist hér á landi, en bátakuml hafa fundist. Þau gefa óljósa mynd af byggingu, gerð og notkun skipanna, en þó einhverja. Þau gefa a.m.k. til kynna grafarsiði frá víkingatímabilinu.
Víkingaskipunum sem gripum, smíði þeirra, gerð og notkun, hefur ekki verið mikill gaumur gefinn, a.m.k. ekki hér á landi. Ástæðan er kannski helst sú að menn hafa ekki átt von á því að finna leifar slíkra skipa eða hluta þeirra hér eftir svo langan tíma frá “hvarfi” þeirra. Hér er þó bæði um forvitnilegt og áhugavert efni að ræða, ekki síst í forleifafræðilegu tilliti. Mikilvægt að hafa tilvist víkingaskipanna í huga við einstaka uppgrefti. Þá er og ekki með öllu útilokað að skipaleifar kunni að finnast í vatni, mýri eða í sjó hér við land, sbr. Kolkuós.
Ekki var hjá því komist að tvinna saman sagnfræði- og fornleifafræðiupplýsingar við gerð ritgerðarinnar, enda engin ástæða til skarpra skila þar á millum. Mestu máli skiptir að reyna að upplýsa sem mest um víkingaskipin sem “gripi”, uppruna, smíði þeirra, gerð og notkun þannig að sem heilstæðust mynd fáist af viðfangsefninu. Fornleifafræðin hefur áorkað miklu í því sambandi og á eflaust eftir að grafa upp enn meiri vitneskju um þau í framtíðinni.

Nú er víkingaskipið Íslendingur til sýnis við Stekkjarkot í Njarðvík. Gunnar Marel er þar ávallt nærtækur og reiðubúinn að fræða áhugasamt fólk um smíði og sjóhæfni skipsins.

ÓSÁ tók saman.

Íslendingur

Íslendingur í Víkingaheimum.

Strandardalur

Sagan segir að séra Eiríkur á Vogsósum, mesti galdraprestur, sem uppi hefur verið, hafi komist yfir mestu galdrabók allra tíma; Gullskinnu. Til að koma í veg fyrir að bókin kæmist í hendur óvandaðra manna gróf hann hana í Kálfsgili undir Urðarfelli ofan Strandardals. Þar átti bókin að bíða þess að einhver þyrfti hennar nauðsynlega við til góðra verka. FERLIR fann bókina fyrir skömmu áður en henni var ætlað að hverfa undir urðina í jarðskjálfta er reið yfir í þá mund er hönd var á hana fest.

Strandardalur

Í Strandardal.

Sögnin um bókina er í Þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar. Þar segir að „einhverju sinni kom skip á Eyrarbakka; var þar á skipherra er leit út fyrir að vera þar eigi allur er hann var séður.
Meðal annars flutti hann á land brennivínsámu er á voru tvær tunnur og bauð hann hvorjum er bæri ámuna inn í sölubúð brennivínið af henni. Gengu þá margir að og vildu freista þess, en enginn gat látið renna vatn undir hana.
Þá gekk að maður er Jón hét, sterkligur og fílefldur; hann tók ámuna og bar inn í sölubúð. Stýrimaður roðnaði fast og mælti að hann skyldi finna hann að sumri.“ Gekk svo á viðskiptum þeirra tvo vetur til viðbótar. Enda þau með því að stýrimaður „verður nú reiðastur og segir honum að koma út á skip með sér. Leggur hann þá Jóni á herðar að sækja bók sem væri sama í og þeirri er hann ætti, en bókinni lauk hann upp sem snarast hann kunni og lét strax aftur. Fékk Jón eigi annað að sjá og fer með það.
Ræður faðir hans honum að finna Eirík prest á Vogsósum. Tappar hann þá tvö anker af tunnunni og heldur með það út að Vogsósum; gefur hann Eiríki presti annað ankerið.
Eiríkur spyr hann að: „Hvað er þér á höndum ljúfurinn minn?“
Jón segir honum málavöxtu alla. Eiríkur prestur spyr hann hvort hann muni eftir nokkru letri er á henni var eða geti myndað stafi eftir þeim er í henni voru. Jón kveðst það mundi kunna, og er prestur sér stafina mælti hann:

Krýsuvík

Krýsuvíkurkirkja.

„Það hefur verið sú hin versta galdrabók sem til er og mun þér þungt veita að ná henni, en þú verður hérna í nótt.“
Að morgni fær prestur honum bréf og segir honum að ganga beint á Svörtubjörg er standa spölkorn fyrir norðan Hlíð, bóndabýli í Selvogi; muni hann svo um sjá að hann hitti þar kotbæ; (enn sést móta fyrir bæ þessum) skuli hann þar heim ganga og fá bónda bréfið.
Jón gerir sem prestur býður honum; kemur hann að bænum og hittir þar konu aldraða og stúlku; aldraðan mann sér hann þar og, og fær Jón honum bréfið. Kall biður hann inn ganga.
Er hann hafði lesið bréfið sagði hann: „Sízt hugða eg að Eiríkur prestur vildi mig feigan. Þó skaltu dvelja hér í vetur, en ég mun eigi heima verða, og máttu mig feigan telja verði ég ei kominn á enn fyrsta sumardag.“
Líkar Jóni þar vel og koma þau bóndadóttur sér vel saman. Á sumardagsmorguninn fyrsta kom karl. Fékk hann Jóni bókina og bréf með til Eiríks prests. Kvaðst hann þann vetur í þyngstar þrautir komið hafa; hefðu þrjár álfkonur geymt bókina í undirheimum og haft að leik að henda henni milli brjósta sinna.
Segir hann honum og að dóttir sín sé eigi heilbrigð og muni það vera af hans völdum. Sagðist hann vilja að hann kæmi til sín alfarinn er hann hefði bókinni skilað. Játaði Jón því og heldur síðan niður að Vogsósum.

Eiríksvarða

Eiríksvarða á Arnarfelli.

Fær hann Eiríki presti bréf kalls og bókina. Verður Eiríkur honum feginn og segir hann Jóni að hann hafi hjá álfafólki dvalið þann vetur. Segir hann Jóni að henda bókinni í brjóst stýrimanni er hann komi í land af skipinu.
Síðan heldur Jón austur á Eyrarbakka og bíður þess að skipið kemur; og er stýrimaður rær í land bát sínum rær Jón á móti honum og sendir bókinni á brjóst honum svo stýrimaður fellur aftur á bak í sjóinn og varð eigi bjargað. En með styrk Eiríks prests kemur bókin aftur í höndur Jóni og gefur hann hana Eiríki presti og heldur síðan til kallsins og hefur eigi síðan af honum spurzt.“

Þessi galdrabók var færð í íslenskt letur á 17. öld. Höfundur er sagður vera ókunnur. Þá voru menn brenndir á báli fyrir galdra. Handrit þetta er merkasta heimild sem til er um galdra eins og þeir voru iðkaðir á 17. öld. Raunar á þetta handrit sér enga hliðstæðu í Norður-Evrópu enda var slíkum ritum tortímt eftir fremsta megni á galdratímanum. Handrit þetta sýnir svo ekki verður um villst að hin forna heiðni hefur varðveist fram eftir öldum, og beðið síns vitjunartíma, 17. aldar, en þá brýst forneskjan fram af fullu afli hér á landi í formi galdraskræðna sem bárust frá manni til manns þrátt fyrir boð og bann – brennubækur á brennutíð. Hér opnast mönnum heillandi heimur heiðni, rúna og goðsagna, og svo hugarfar sem lifði í andstöðu við kristnina öldum saman. Svona bók var sálumorð og eldsvoði að mati yfirvalda, þetta voru bannlýst og hættuleg fræði. Sá sem fór með slíka bók var vítisverð eldsfæða; og hann uppæsti reiði Guðs sem sökkt gat landinu líkt og blýhnetti í botnlaust djúp ef ekkert var við gjört. Engu að síður var fátt eftirsóknarverðara en galdrabókin, uppspretta máttarins. Fábrotnari afrit voru til, s.s. gráskinna séra Þorkels og rauðskinna Gottskálks biskups.

Eiríksvarða

Eiríksvarða á Svörtubjörgum.

Galdrabókin er ekki þjóðsaga eða tilbúningur seinni tíma, heldur er hún safn galdratækja, raunveruleiki, sem fólk hætti lífi sínu fyrir. Þessi bók var lífsháski. Hér má sjá fordæðuskap eins og hann var verstur, dauðagaldur sem lýsir hryllingi og öfgum; en á báðar síður er fjölkynngi sem snýr að vandamálum daglegs lífs, reynt er að verjast sjúkdómum, slysum, illum vættum og óvinum; og hér fléttast saman hefðir úr norrænni heiðni, kaþólskri kristni og kabbalískri dulspeki. Bókin er að þessu leyti miklu merkilegri en aðrar skræður sem varðveist hafa frá 16. og 17. öld, brotakenndar og smáar að vöxtum. Þær innihalda ekki svartan galdur eða fordæðuskap líkt og þessi bók sem er einstök í sinni röð.
Saga Galdrabókarinnar er bæði óljós og einkennileg. Sennilega hefur hún verið skrifuð í byrjun 17. aldar. Annarsvegar eru bænarþulur þar sem æðri máttarvöld eru kölluð til aðstoðar þeim sem galdrar. Hinsvegar eru særingar eða formúlur sem byggjast á mætti galdramannsins sjálfs. Kraftur þeirra vaknar við sniðbundið tal, mæltan eða skrifaðan texta, eða þá stafagerð sem stundum tengist táknrænni athöfn. Í nokkrum tilvikum er notast við kristilegt táknmál, s.s. ritningarstaði; heitið er á heilaga þrenningu, postula og engla. Þessar þulur eiga sér kaþólskar fyrirmyndir en blandast iðulega saman við syrpur af kabbalískum toga. Stundum er kristilegu táknmáli steypt saman við heiðinn galdur, einkum er líður á handritið, en það bendir til að kaþólsk orðræða hafi orðið hættulegri með tímanum, og um leið hentugri til notkunar í göldrum.

Heimild m.a.:
-Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar.

Strandardalur

Strandardalur.

Leiran

Gengið var um Leiruna.
Leiran, milli Keflavíkur og Garðs, er einkar áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Fyrst má nefna að Brunnurflest kennileiti fyrrum búsetu útsvegsbændasamfélags eitt þúsund ára hefur verið svo að segja þurrkað út með þegjandi sam-komulagi athafnamanna, þ.e. golfvallagerð, þrátt fyrir fjölmargar undirliggjandi búsetuminjar sem og örnefni á svæðinu kveði á um annað.
Nefna má að Leiran fóstraði og brauðfæddi eitt fjölmennasta mannsamfélag á Suðurnesju um tíma og eiga margt manna og kvenna uppruna sinn þangað að rekja.

Rosmhvalaneshreppur var væntanlega til frá upphafi hreppaskipunar við lögtöku tíundarlaga 1097, þar til farið var að breyta skipun og mörkum þessara sveitarfélaga á ofanverðri 19. öld. Rosmhvalaneshreppur átti Njarðvíkurjarðirnar, en missti þær úr sínu umdæmi 1596. Hreppurinn náði yfir allan ytri hluta Reykjanesskagans og átti land að Hafnarhreppi og Grindvíkurhreppi að austan og Vatnsleysu-strandarhreppi að norðan.
HrúðurnesvörÁrið 1886 breyttist hreppaskipanin á Reykjanesskaga með þeim hætti, að hinum forna Rosmhvalaneshreppi var skipt í tvennt og nýr hreppur stofnaður. Hann hlaut nafnið Miðneshreppur og náði yfir ysta hluta skagans vestan Hafnarhrepps. Innri hlutinn náði yfir Keflavík, Leiru og Garðinn, að mörkum Útskála og Kirkjubólshverfis og hélt sínu forna nafni. Þegar Miðneshreppur hlaut kaupstaðaréttindi 3. desember 1990 var hann nefndur Sandgerði.
Keflavíkurkauptún komst fljótt í landþröng, enda Keflavíkurjörðin afar smá og var þá brugðið á það ráð árið 1891 að löggilda hluta af landi Njarðvíkurhrepps sem verslunarlóð Keflavíkurkauptúns og eftir það var kauptúnið í raun í tveimur hreppum.
MelbærÞann 15. júní 1908 var sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu sent bréf frá stjórnarráði Íslands um breytingu á takmörkum Rosmhvalaneshrepps og Njarðvíkurhrepps. Í því kom m.a.. fram, að Njarðvíkurhreppur ásamt landi jarðarinnar Keflavíkur skuli vera hreppur útaf fyrir sig, er nefnast ætti Keflavíkurhreppur og Rosmhvalaneshreppur að fráskilinni jörðinni og kauptúninu Keflavík skuli vera sjálfstæður hreppur og heita Gerðahreppur.
Takmörk hins nýja Keflavíkurhrepps voru þáverandi takmörk Njarðvíkurhrepps og gagnvart Gerðahreppi, landamerki jarðarinnar Keflavíkur. Hélst friður um þau mörk í nærfellt 6 áratugi eða þar til 14. maí 1966, að samþykkt voru lög frá Alþingi, þar sem hreppamörk Gerðahrepps og Keflavíkur voru færð til norðurs og dregin frá Hólmbergsvita í háspennulínu ofan þjóðvegar. Nafni Gerðahrepps var breytt í Sveitarfélagið Garð þann 27. janúar 2004.
GuðrúnarkotÞegar jarðabókin var tekin saman árið 1703 voru alls sextán jarðir í byggð í Garði og Leiru auk Útskála. Jarðirnar voru þessar: Hrúðurnes, Stórihólmur, Litlihólmur, Gufuskálar, Meiðastaðir, Ívarshús, Kothús, Varir, Brekka, Skeggjastaðir, Gauksstaðir, Gerðar, Miðhús, Lambastaðir, Rafnkelsstaðir og Krókur og að auki er getið hinna fornu Heiðarhúsa, sem stóð á heiðinni upp af Meiðastöðum og Rafnkelsstöðum, og enn má sjá leifar af. Heiðarhús varð klausturseign og síðar konungs, líkt og flestar jarðirnar á svæðinu. Síðar fór hún í eyði, en var nýtt frá nærliggjandi jörðum.
BergvíkurvörMörk Sveitafélagsins Garður liggja frá Garðskagatá um Skálareyki og um fríhöfn flug- stöðvar-byggingarinnar á Keflavíkurflugvelli. Eystri mörk liggja frá flugstöðvar-byggingunni að mörkum heiðinnar fyrir ofan Sandgerði og þaðan í vitann á Hellisgnípu. Margt norðan við þessa línu er í rauninni stórmerkilegt, ef vel er gaumgæft. Táknrænt er að kirkjugarður Keflvíkinga skuli vera á mörkunum – og rúmlega það. Hluti hans teigir sig inn fyrir mörk Garðs, en það er í raun lýsandi dæmi um mikinn og jafnan áhuga sunnanmanna á landssvæðinu þar fyrir norðan. Má nefna golfvöllinn nýjastan í því sambandi, en áður útræðið. Haga fyrir hross sín sækja Keflvíkingar og til Garðs.
BergvíkurbrunnurTöluverðar breytingar hafa síðustu áratugi átt sér stað í Garðinum. Leiran er komin í eyði og á landi landnámsjarðarinnar Stóra-Hólms er nú með betri golfvöllum landsins. Golfararnir mættu af og til staldra við af og til milli högga og íhuga um stund hina merkilegu sögu svæðisins fyrrum.

Leiran mun hafa dregið nafn sitt af leirunni með lágri ströndinni milli Hólmsbergs og Rafnkelsstaðabergs. Í dag er hún að mestu horfin, en hærri bakkar komnir í hennar stað. Bæði hefur gróið land sumstaðar náð lengra út (sbr. Leiruhólma, sem eitt sinn var útgerðarstaður), en sjór brotið það smám saman líkt og annars staðar á Suðurnesjum, og auk þess hefur bökkum, sem draga nöfn sín af einstökum bæjum næst ströndinni, verið hlaðið upp ofan hennar og tún ræktuð efra.
HólmsbergÞað er samdóma álit eldri manna að sandstrandir og leirur hafa verið á undanhaldi með ströndum Faxaflóa á síðastliðnum áratugum, enda mikill sandur verið tekinn víða til húsbygginga í langa tíð.  Í Leiru og Garði, ystu byggð Reykjanesskagans, hafa minjar, sem voru svo algengar hér áður fyrr, og þóttu bæði svo sjálfsagðar og eðlilegar, að ekki tók að minnast á þær í annálum eða sérstökum lýsingum, fengið að vera óáreittar. Einkum er þær að finna í Út-Leirunni, ofan og innan við Réttarholt sem og vestan við íþóttahúsið í Garði. Þessar minjar eru og verða dýrmætari eftir því sem tíminn líður. Líta má á þær sem verðmæti komandi kynslóða.
KortÁttir í Leiru og Garði voru jafnan einungis tvær; inn og út. Þannig var Leirunni jafnan skipt upp í Innleiru (Hólmshverfið) og Útleiru (Gufuskálahverfið) og Garði var skipt upp í Inn-Garð (Rafnkelsstaðir og Meiðastaðir) og Út-Garð (Útskálar, Miðhús og Lambastaðir með Mið-Garð eða Gerðahverfið á milli. Hefur þetta sennilega verið gert til einföldunar því ströndin liggur milli átta; norðvestur og suðaustur. Líklega hefur fólki fundist lítt ágreiningslaust að ákveða mörk áttanna (vestur og norður annars vegar og austur og suður hins vegar) hverju sinni, og því einfaldað þau til ágreiningsléttingar. Víða má sjá á letri hvernig íbúar á tilteknum svæðum hafa komið sér saman um viðurkennd viðmið á meðan aðkomufólk virtist hafa notað sín eigin. Þannig hefur á stundum komið upp misskilningur um leiðir og staðsetningar, allt eftir því hver um fjallar.

GapastokkurÞótt byggðin hafi hörfað úr Leirunni hefur byggðin í Gerðalandi á hinn bóginn vaxið ört og þar er nú myndarlegt þéttbýli. Fyrr á tímum var oft mikið fjölmenni í Garðinum þó landrými væri ekki mikið og hjáleigur margar sem fylgdu aðalbýlum. Gegnum aldirnar hefur verið mikil sjósókn frá Garðinum enda stutt á fengsæl fiskimið. Árið 1780 voru taldir 120 manns í Garði en þá voru 288 heimilisfastir í Útskálasókn.
Um aldamótin 1900 voru eftirfarandi bæir syðst í Leirunni, auk hjáleiga og tómthúsa. Innsta húsið í Inn-Leiru hét Bergvík. Bergvík var samheiti á bæjum þeim, er mynduðu hálfhring eða skeifu umhverfis geysimikinn mel innst undir Ritunýpu, sem er vestasta nýpan af fjórum á leiðinni til Keflavíkur. Býlin í Bergvík voru nefnd eftir eigendum sínum eða ábúendum, s.s. Einarskot, Brandskot eða Margrétarkot, Guðrúnarkot, Pálsbær og Bakki.
TóftFraman af var ekkert hugsað um ræktun í Bergvík, nema ef vera skyldi hjá einum bónda. Hann hafði töluvert af kindum og ræktaði stóran túnblett fyrir framan hjá sér. Setti þessi ræktun hans vinanlegan svip á umhverfið. Tóku aðrir upp eftir honum að rækta bletti hjá sér, einkum kálgarða og smá túnskákir framan við húsin. Grjótmelurinn við Bergvík hefur á seinni árum verið hagnýttur sem steypuefni í Garðinum og Keflavík. Þangað var t.d. sótt byggingarefni í Garðskagavita.

ÁlfakirkjanHólmsberg endar til norðurs í Berghólum. Hóllinn næstur Bergvíkurtúninu, beint upp af svonefndum Gónhól, var nefndur Gapastokkur. Talið er að strákar hafi farið djarflega framan í honum og sýnt það gapaskap þegar þeir voru að klifra. Huldufólkstrú lá á þessum hól. Hann er hár og klettóttur sjávarmegin og illfær. Þóttust menn oft heyra mannamál og áraglamur niðurundan hólnum, einkum að kvöld- og næturlagi. A.m.k. þrjár tóftir eru á og utan í Gapastokk. Austsuðaustur af Gapastokk er stór ílangur klettur, sem er eins og hús í laginu. Svolítill hnúður er á norðvesturenda hans. Steinn þessi var nefndur Álfakirkja. Gamalt fjárskjól er norðvestast á Berghólum, fast við gömlu götuna til Keflavíkur. Stóravör var beint niðurundan Gónhól.

GapastokkurNorður af Bergvík var Grænigarður eystri og vestari og þá Lindarbær. Vatnsbrunnurinn, fallega hlaðinn, er í Dalnum. Í leysingum fór Línlækur þar niður um. Í Dalnum var stundum þveginn þvottur. Af því dregur Línlækur nafn sitt og eftir vatnsbólinu heitir Lindarbær. Norðar með sjónum var Melbæjarbakki og norðar Melbær, steinsnar frá Bakka. Upp úr torfbænum að Melbæ var byggt timburhús, portbyggt með íbúðarlofti. Í þetta nýja hús var sett eldavél, niðurmúruð eins og þær tíðkuðust fyrst eftir að þær tóku að flytjast hingað til lands. Þóttu þær all nýstárlegar og hinir mestu kjörgripir, enda var þá strax farið að baka í þeim brauð og „bakkelsi“. Mun þetta hafa verið fyrsta „Maskínan“, sem kom í Leiruna, að sögn Þorbjargar Sigmundsdóttur, sem ólst upp frá fjögurra aldri að Efra-Hrúðurnesi í Leiru (fædd 15. okt. 1878).
Sundvarðan„Myndi þetta þó þykja þröngur kostur nú til dags og ófýsileg lífskjör, en samt er gagnlegt og lærdómsríkt fyrir nútímafólk, sem flestir hlutir eru lagðir upp í hendurnar á, að hyggja að þeim stórstígu breytingum til bættra lífskjara, sem orðið hafa á síðar aldarhelmingi (20. aldar).“
Það mikla og raunalega atvik skeði milli jóla og nýárs aldamótaárið, að eldur kom upp í Melbæ að í ofsaroki að næturlagi og brann þar allt sem brunnið gat og þar á meðal 2 kýr í fjósinu. Mannskaði varð þó ekki og bjargðist fólkið allt, fyrst og fremst fyrir dugnað húsbóndans og áræði, en við björgunarstarfið skaðbrenndist hann bæði á höndum og andliti. Dóttir hjónanna brenndist einnig mjög mikið.
Stóri-HólmurUtan og suðvestan við Melbæ var Efra- og Neðra-Hrúðurnes, sem drógu nöfn sín af hólmanum þar utan við; Hrúðurhólma. Hann var hinum megin við svokallað Hólmasund, sem var þrautalending í Leiru og mátti lenda þar í öllum áttum, nema norðanátt. Í þeirri átt gat sundið verið stórhættulegt. Á seinni huta 19. aldar fórst þar skip af Seltjarnarnesi. Formaðurinn hét Loftur frá Bollagörðum og var nýkvæntur dóttur Guðmundar frá Nesi þegar þetta gerðist. Skammt frá var Efra-Hrúðurnes. Norðvestar var Garðhús. Fyrir neðan Garðhús stóð Ráðagerði, stórt timburhús með háu risi. Það stóð næst Hrúðurnesjabæjunum. Vestar var býlið Kötluhóll. Þá kom Stóri-Hólmur.

Á göngu um Leiru var tækifærið notað til að rifja upp sögu og sjósókn í Garði (Inn- og Út-Leiru og -Garði).
Guðmundur A. Finnbogason segir frá Leirunni í Lesbók Morgunblaðsins; „Leiran slagaði eitt sinn upp í Keflavík. Hún var þyrping fátæklegra býla með ofurlitlar grasnytjar, en lífsbjörgin kom umfram allt upp úr sjónum. Nú býr þar enginn, bærinn á Stórhólmi stendur einn eftir, en þotur koma í lágflug inn yfir þessa grænu vin, þar sem Suðurnesjamenn koma nú saman í frístundum og leika golf. Leiran var á landnámsöld einn þeirra staða við sunnanverðan Faxaflóa sem Ingólfur landnámsmaður Arnarson skenkti Steinunni gömlu frænku sinni. Hún hafði átt Herlaug bróður Skalla-Gríms, sem nam land á Mýrum og hún bjó í Leiru eða sem hét Hólmur og síðar Stóri-Hólmur eða Stokkhólmur.
MyndSíðan fer engum sögum af búskap í Leiru þar til 1703, að manntal fór fram, en þá voru 4 býli í Leiru og íbúar um 51. Á Stóra-Hólmi töldust 26 til heimilis, 6 á Litla-Hólmi, 7 í Hrúðurnesi og 15 á Gufuskálum. Þrettán býli voru orðin í Leirunni árið 1801 og íbúarnir 74. Þeim hafði fækkað niður í 6 árið 1836. Eftir það færðist nýtt líf yfir plássið og býlin urðu 12 og íbúarnir 82. Árið 1870 eru Leirumenn orðnir 138 og býlin orðin 16. Árið 1950 voru aðeins 5 býli eftir í Leirunni og árið 1960 stóð Stóri-Hólmur þar einn eftir.
Leiran var á sínu blómaskeiði eitt af allra bestu fiskiþorpum við sunnanverðan Faxaflóa. Þar var róið sem víða annars staðar svo til árið um kring. Vetrarvertíðir voru þó almesti sjósóknatíminn og oftast allra besti fiskitíminn. Úr Leirunni var oft hægt að sækja til fiskar á bæði borð, þegar frá landi var komið.
SkjöldurÁ árabilinu 1631 til 1910 hafa svo vitað sé 14 skip og bátar farist er gengu úr Leirunni. Af þessum fleytum fórust 68 menn, þar af tvær konur. 23 menn fórust á þessu tímabili af Gufusskálaskipunum, 15 af Litla-Hólmsskipunum og 8 af Stóra-Hólmsskipunum, en færri af öðrum.
Innnesingar voru þeir nefndir er komu suður í Leiru í byrjun vetrarvertíðar með skipshafnir sínar til að róa þaðan.“ Ofan við Hólm eru rústir Steina, en þar vilja sumir meina að Steinunn gamla hafi búið.
Í Hauksbók Landnámu og Sturlubók Landnámu er kveðið á um að Steinunn gamla hafi fengið Rosmhvalanesið í kaup við Ingólf frænda sinn. Hún bjó í Hólmi. Herjólfur Bárðason fékk land hjá Ingólfi milli Vogs og Reykjaness og er talið að hann hafi haft bú í Gamla-Kirkjuvogi við Ósabotna utanverða. Lönd Steinunnar og Herjólfs lágu því saman við Ósabotna. Land Steinunnar náði að Hvassahrauni, en hún gaf frænda sínum Eyvindi land á milli þess og Kvíguvogsbjarga þar sem líklega hefur verið miðað við Innri-Skoru.

HorftFyrir norðan Kötluhól stóð Stór-Hólmsbaðstofan. Neðar er Stóra-Hólmshúsið. Vestan við Stóra-Hólm er bátslaga óræktarsvæði. Hleðsla hefur verið og er umhverfis og lengi vel var bletturinn girtur af. Sú sögn var um blett þennan að þar væri fornmaður grafinn og honum mætti ekki raska. Sumir segja að þar hafi Hólmkell, fornmaður, verið grafinn með haugfé sínu, en ekki er vitað til þess að gengið hafi verið úr skugga um það. Sigurður B. Sívertsen, prestur á Útskálum segir frá þessu í lýsingu Útskálaprestakalls árið 1839 að svo hafi verið mælt að á Stóra-Hólmi „hafi byggt fornmaður nokkur, sem Hólmkell hafi heitið og skal vera heygður þar í túninu.“ Ofar var annar hóll, nú sléttaður. Þar vilja kunnugir meina að hafi verið dys Steinunnar landnámskonu.
HiðTvær tóftir eru við Gapastokk. Líklegt má því telja að hann hafi gegnt veigameiru hlutverki fyrrum en hér hefur verið greint frá.
Til gamans, svona í lokin, var fróðlegt að fylgjast með atferli aðdáenda golfvallarins; hver og einn einasti hafði allan tímann „fógusinn“ á lítilli kúlu, sem hann ýmist sló frá sér að dró, en enginn virtist hafa áhuga á minjagildi svæðisins m.t.t. þess fólks er þar bjó – og dó.
Með svolítilli hugsun og nærgætni mætti svo auðveldalega sameina annars vegar nútímaáhugaefnin og tengslin við fortíðina.
Uppdráttur og staðsetning bæja og örnefna er byggður á nokkrum slíkum frá því á 20. öld sem og viðtölum við kunnuga (sjá meira síðar). Má þar nefna loftmyndaörnefni Ófeigs J. Ófeigssonar frá 1987, en hún hangir nú upp á vegg í Golfskálanum í Leiru.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
HólmsbergLeiran

Eyjarétt

Ætlunin var að staðsetja tvær fyrrum lögréttir Kjósverja með sögulegu ívafi. Um var að ræða grjóthlaðnar réttir.

Stykkisvellir

Landnámabók segir um landnám í Kjósinni: „Ingólfur nam land milli Ölvisár og Hvalfjarðar, fyrir utan Brynjudalsá, milli og Öxarár og öll nes út“. Orðin “fyrir utan Brynjudalsá” benda að vísu ekki til, að allur Brynjudalur hafi tilheyrt landnámi Ingólfs, en þó er Þorsteinn Sölmundarson, er nam Brynjudal allan, talinn nema í landnámi Ingólfs. Bústaður þeirra feðga, Þorsteins og Refs gamla, sonar hans er talinn í Múla, sem er norðan árinnar. Má því ætla að norðurtakmörk Ingólfslandnámsins hafi verið hin sömu, sem voru sýslutakmörk um aldir. (Með nýlegri lagabreytingu eru stjórnsýslumdæmi sýslumanna miðuð við sveitarfélagamörk og sveitarfélög voru samsett af landi þeirri jarða, sem í sveitarfélaginu voru. Við þetta breyttust sýslumörk á þessum stað, þar sem land Stóra Botns var áður bæði í Borgarfjarðarsýslu og Kjós, en eru nú einungis í stjórnsýsluumdæmi sýslumanns í Borgarnesi).

Heimildir um landnám – og réttir.
EyjaréttSvartkell hinn katneski nam land fyrir innan Mýdalsá (Miðdalsá), milli hennar og Eilífsdalsár, sem gengur nú undir nöfnunum Dælisá og Bugða og fellur í Laxá nokkurn spöl frá sjó. Svartkell bjó fyrst á Kiðjafelli, en síðan á Eyri.
Valþjófur Örlygsson hins gamla á Esjubergi nam Kjós alla segir Landnáma, og bjó að Meðalfelli. Eftir því sem skýrt er frá takmörkum nágrannalandnámsmanna má sjá að Valþjófur hefur numið landið á milli Eilífsdalsár og Laxár allt upp til fjalla.
Hvamm Þórir nam land milli Laxár og Fossár og bjó í Hvammi. Mörkin að landnámi Þóris eru greinileg.
Þorsteinn Sölmundarson nam land frá Fossá að Botnsá, Brynjudal allan. Nokkuð af landnámi hans það sem milli er Brynjudalsár og Botnsár, liggur utan landnáms Ingólfs. Þess er ekki getið í Landnámu hvar Þorsteinn hafi búið, en í Harðar sögu segir, að Refur hinn gamli sonur hans, hafi búið á Stykkisvelli í Brynjudal, en Þorbjörg katla móðir Refs hafi búið í Hrísum. Bæði þessi bæjarnöfn eru nú löngu týnd, en Hrísar munu vera sami bær, sem nú nefnist Hrísakot.

Afréttarmál og ítök:
FossárréttÍ lýsingu Reynivallarsóknar 1840 eftir séra Sigurð Sigurðssona er fjallað um afréttarmál í sókninni. Segir þar að eftirfarandi svæði séu notuð fyrir geldfé á sumrum: Múlafjallið, dalnotnar í Botnsdal og Brynjudal, Kjölfjallið með tilheyrandi dölum og dældum. Seljadalur og landið fyrir framan Hækingsdal og í kringum Stíflisdal.
Í lýsingu Björns Bjarnarsonar (1937) á Kjósarsýslu segir að afréttarland eigi sveitin ekki, en landrýmisjarðir séu nokkrar og aflögufærar um sumarhaga, mest Ingunnarstaðir. Þá segir að sauðfjárréttir í Kjós séu tvennar, Fossárrétt fyrir norðursveitina og Eyjaréttir fyrir sveitina sunnan Laxár.

Fossárrétt

Í bókinni “Göngur og réttir” II eftir Braga Sigurjónsson er fjallað um afréttarmál í Kjós. Segir þar eftirfarandi: “Göngur og réttir í Kjósarhreppi munu hafa verið með líku móti svo öldum skiptir, svo sem þær voru á fyrstu tugum þessarar aldar (tuttugasta öldin) og hér verður lýst í stórum dráttum.”
Þá er lýst fjallahring Kjósar, sem er Esjan að Svínaskarði, þá Skálafell og Sauðafell að Kjósarskarði, þá Brattfell og Kjölur að Leggjabrjót, þá Botnssúlur að Hvalskarði og Múlafjall að Botnsá. Bragi segir að sauðfé hafi fyrrum verið haldið meir til fjalla en þegar hann ritar bók sína, þar sem lítið var um girðingar um tún og engjar. Leitardagur var eftir fjallskilareglugerð ákveðinn í 22. viku sumars og varð að nota hann, hvernig sem viðraði. Sveitarstjórn gaf út fjallskilaboð, sem gekk boðleið um sveitina. Þetta var mikið skjal því leitarsvæðin voru mörg og hver einasti bóndi sveitarinnar um 50 talsins, þurftu að gera fjallskil. Leitarstjórar voru skipaðir á hvert leitarsvæði.
Laxá skipti sveitinni í tvo hluta. Sunnan Laxár voru leitarsvæðin Eyrarfjall, Meðalfell og dalir Esjunnar ásamt umhverfi; Eilífsdalur, Flekkudalur, Eyjadalur og Svínadalur og Fremrahálsland að sýslumörkum Árnessýslu, en þau eru um hæstu toppa Sauðafells og Brattafells.
Norðan Laxár voru tvö samfelld leitarsvæði. Var annað FossárréttBrynjudalsfjalllendi frá Þverá austan Þrándarstaða að Botnsá, þ.e. norðurhluti Kjalar, Botnssúlur, Hvalfell og Múlafjall og Brynjudalur allur. Þá var stór hluti af landi Stóra Botns á þessu leitarsvæði, þ.e. allt land þeirrar jarðar sunnan Botnsár.
Hitt leitarsvæðið norðan Laxár var frá sýslumörkum við Árnessýslu í Kjósarskarði milli Sauðafells og Brattafells, Hækingsdals-, Þrándarstaða-, og Fossárlönd og allur Reynivallaháls. Nú á dögum eru göngur og réttir ekki nema svipur hjá sjón hjá því sem áður var. Hver bóndi smalar sitt umráðaland og kemur úrgangi til lögréttar, en hún er í Möðruvallalandi og heitir Kjósarrétt.
Með bréfi sýslumanns þann 18. júlí 1977 var þeim Tryggva Einarssyni bónda í Miðdal, Mosfellshreppi og Oddi Andréssyni, Neðra Hálsi, Kjósarhreppi falið af sýslunefnd Kjósarsýslu að gera afréttarskrá fyrir sýsluna með tilvísun til 6. gr. laga 42/1969. Í svarbréfi þeirra til sýslumanns kemur þetta fram: “Við nána athugun höfum við komist að þeirri niðurstöðu að afréttur hafi ekki verið til í Kjósarsýslu samkvæmt skilingi okkar á merkingu þess orðs, þar sem öll lönd innan sýslunnar“.

FossárréttFossárréttin er auðfundin við Fossá skammt fyrir ofan (ca. 250 m) þar frá sem þjóðvegurinn um Hvalfjörð liggur nú. Hún er hlaðinn og stendur vel, notuð fram undir 1960. Vel má greina dilka og almenning í réttinni. Nú er búið að planta furutrjám í réttina og umhverfis hana. Yngri hlaðin rétt er neðar, undir Fossinum rétt ofanvið þjóðveginn.
Eyjaréttin er torræðari. En með aðstoð Páls Ingólfssonar á Eyjum I var hægt að ganga að henni vísri. Páll sagðist oft hafa leikið sér í réttinni á unga aldri og hann myndi vel eftir henni. Þetta hafi verið hlaðin rétt, en þegar Jóhannes, kennur við Bónus, hefði byggt sér sumarbústað við vestanverða réttina, norðan Meðalfellsvatns, hafi mest af grjótinu verið tekið úr réttinni og sett undir bústaðinn. Í dag (árið 2008 er FERLIR fór í vettvangsferð á staðinn) má þó enn sjá leifar réttarinnar og lögun hennar í túni innan girðingar er umlykur sumarbústaðinn. Leitt er til þess að vita að þarna hafi fornt mannvirki farið forgörðum fyrir lítið án þess að nokkur hafi gert athugasemd við það á þeim tíma. Varla er þó ástæða til að forviðrast því slíkt virðist vera að gerast víða um land enn þann dag í dag. Að sögn Sigurbjörns Hjaltasonar að Kiðafelli var þjóðvegurinn lagður yfir efri hlutann á réttinni árið 1953.
Kjósarréttin fyrrnefnda er nýleg, steinsteypt rétt nálægt Möðruvöllum, en þarfnast viðhalds.
Fossárrétt

Grindarskörð

Eftirfarandi fyrirspurn barst FERLIR um Bollana ofan Grindarskarða.
„Mig langar til að forvitnast um hvað þið (Ferlir.is) nefnið bollana í Grindaskörðum. Ég hef vanist Stóribolli, Miðbollar og Syðstibolli. Einnig séð: StSelvogsgata-21óribolli, Miðbollar og Syðstubollar. Syðribollar væri þó fremur réttnefni því að aðeins einn bolli getur verið syðstur. Ennfremur að einungis Stóribolli sé nafngreindur sem slíkur en aðrir „bollar“ kallaðir Grindaskarðahnjúkar. Þar að auki segir Jón Jónsson að næstu bollar við Stórabolla heiti Tvíbollar og aðeins gígurinn í þeim stóra eigi að bera nafnið Stórabolli – ekki fellið sjálft. Það er þó væntanlega búið að vinna sér hefð og skilgreinist sem hluti fyrir heild.“
Framangreint er reyndar allt rétt – svo langt sem það nær. Öll nöfnin hafa heyrst og verið skráð af ýmsum, einkum í seinni tíð.
Áður fyrr var einungis tala um Bollana og/eða Grindaskarðshnúka, sem reyndar er rangnefni því Grindaskörð eru utar (norðan við Stóra bolla), en Kerlingarskarð þar sem nefndir Grindarskarðshnúkar eru. Reyndar hafa menn kallað Kerlingarskarðið Grindarskörð í seinni tíð.

Midbollar

Á landakortum eru tilgreindir Stóribolli, Miðbollar og Syðstubollar. Stóribolli er greinilegur úr fjarlægð sem og Miðbollar. Um er að ræða nokkra gíga utan í aðalgígnum (Miðbolla), einum þeim fallegasta á brúninni. Um Syðstubolla gildir annað því þeir sjást ekki neðan frá. Þeir eru minni og rétt innan (ofan) við Grindarskarðshnúka. Þeir koma í ljós þegar komið er upp á brúnina, vestan við Hlíðarveginn og beygt er til vesturs, að ofanverðum Draugahlíðum. Grindarskarðshnúkarnir eru hins vegar tindarnir vestan Kerlingarskarðs og eru ekki gígar. Um þá liggur leið (styttingur) ofan frá námusvæðinu í Brennisteinsfjöllum.
Í einni lýsingunni segir: „Á leiðinni upp í skarðið blasir Stóri bolli, Tvíbolli og Þríbolli við, en eru einu nafni nefndir Bollar eða Grindaskarðshnúkar.“ Hér er talað um Tvíbolla og Þríbolla, auk Stóla bolla. Hægt væri að tala um, líkt og Jón gerði, Tvíbolla vestan Stórabolla. Miðbolli og Syðstubollar eru þó aðskilin gígasvæði, bæði með nokkrum gígum (3-5). Kóngsfellið (sunnan Miðbolla) er hluti af þessum gígum og mætti því vel teljast til Bollanna. Þar hittust fjárkóngar Grindvíkinga, Hafnfirðinga (Seltjerninga) og Ölfusmanna við upphaf leita á haustin.
Midbollar-2Gísli Sigurðsson lýsti Selvogsgötunni og örnefnum á henni á sínum tíma. Hann talar um bollana þrjá. Þá lýsti Ólafur Þorvaldsson leiðinni, en fer skarðsvillt. Konráð í Selvogi lýsir Suðurfaraleiðinni (en svo nefndu Selvogsmenn Selvogsgötuna). Þegar herflugvél fórst þarna ofan við á stríðsárunum var slysstaðurinn tilgreindur Bollar. Þorkell Kristmundsson frá Stakkavík (síðar Brunnastöðum), sem fór þarna oft um talaði einungis um Bollana. Annars fór hann, og bræður hans, Múlann (Fagradalsmúla). Sama nafni nefndi Eggert bróðir hans hábrúnina. (Greiðfærasta leiðin milli Stakkavíkur og Hafnarfjarðar er um Múlann, Breiðdalshraunið, Eldborgina og um Stakkavíkurstíg ofan Selsstígs (munar tveimur tímum). Hún er jafnframt sú fallegasta).
Svona til smábúbótar; Selvogsgatan lá um Grindarskörð (austan við Stórabolla). Þá var einnig farið um Kerlingarskarðið, en einungis fótgangandi eða með lausbeislað. Undir Kerlingarskarði eru tóftir húss námumanna í Brennisteinsfjöllum. Þegar Hlíðarvegurinn var varðaður með stefnu á Kerlingarskarðið tók fólk hann sem Selvogsgötuna. Þá leið hafa leiðsögumenn farið með heilu hópa og talið sig vera á Selvogsgötunni. Selvogsgatan liggur hins vegar frá Stórabolla niður með Litla-Kóngsfelli og um Hvalsskarð, Hlíðardal, Strandardal og áfram niður um Strandarhæð. Hún er vel greinileg, en vörður eru flestar fallnar, nema kannski gatnamótavörður á tveimur stöðum (Heiðarvegur og afleggjari yfir á Hlíðarveg).

Grindarskörð

Grindaskörð og Bollar. Helgafell nær.

Helgadalur

Gengið var að Helgadal, framhjá opi Níutíumetrahellis, niður skástigu gömlu Selvogsgötunnar, framhjá opi Vatnshellis og áfram upp að sögðum gömlum tóttum í austurhlíð Helgadals. Sjá má hvar gamla Selvogsgatan hefur beygt að vatninu í Dalnum og síðan haldið áfram á ská upp eftir hlíðinni, sunnan við tóttirnar. Svo virðist sem þarna gætu hafa verið nokkur hús. Sjá má móta fyrir stíg niður að vatninu, hugsanlega garði sunnan við tóttirnar og tótt niður við vatnið.

Helgadalur

Tóftir í Helgadal.

Gamall skáti sagði að Skátafélag Hafnarfjarðar (Hraunbúar) hafi á sínum tíma ætlað að byggja skála í Helgadal þar sem skemmtileg skátamót voru haldin um tíma. Rótað hefði verið og grafið fyrir uppistöðum, en síðan hafi verið horfið frá skálabyggingunni. Hvar það var nákvæmlega í dalnum er ekki alveg ljóst á þessari stundu.
Tóttarsvæðið í Helgadal sést vel, en erfitt er að greina einstaka tættur. Vatnsverndargirðingin liggur fast við þær. Í frásögn Brynjúlfs Jónssonar frá árinu 1907 (áhíf 1908) kemur fram að þær hafi ekki verið vel greinanlegar þá, fyrir tæpri öld síðan, en hann lýsir þeim á þessum stað, sbr. meðfylgjandi mynd. Í þeirri frásögn lýsir hann og heimtröð og garðlagi við Skúlatún sunnan við Helgafell.
Fróðlegt væri að láta einhvern tíma grafa í tóttirnar til að fá úr því skorið hvað þarna hafi verið og hversu gamalt það er.
Gangan tók u.þ.b. 45 mínútur í ágætu veðri.

Helgadalur

Helgadalur – uppdráttur ÓSÁ.

Smalaskáli

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Óttarsstaði kemur fram heitið „smalahús“. FERLIR fannst áhugavert að kanna hvort tilvist þess mannvirkis væri enn í frásögu færandi. Áður hafði verið leitað að Grænhólsskúta og Smalaskálahelli á svipuðum slóðum og hvorutveggja staðsett.

Smalaskáli

Smalaskáli.

Í örnefnalýsingunni segir:
„Þeir eru ofan við Vatnagarðana, sem fyrr voru nefndir. Neðan þeirra er lægð með vatni í, sem heitir Leirlág. Niður og austur af henni, niður við sjó, er Miðaftansvarða. Svo er austur af Sjónarhól flöt, glögg hæð, sem heitir Jakobsvarða. Þar austar er svo önnur, sem heitir Goltrarhóll. Ofan við Jakobsvörðu, upp undir vegi, neðan Smalaskála, er Smalaskálahellir. Þar austar, rétt neðan vegar, er Nónhólakerið fyrrnefnda, sem er skammt frá Rauðamel. Niður af Goltrarhól er Sigðarhóll, og austur af honum er svo hóll, sem heitir Spói.
SmalaskálafjárskjólNú er að fara upp fyrir þjóðveginn. Þar er ofan við gamla veginn hátt hraunholt, sem heitir Smalaskáli. Á því, á gjárbarmi, eru leifar eftir smalahús. Í þennan hól austanverðan er ker. Smalaskálahæðir heitir hæðin hér í kring.“
Í annarri örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði segir að Smalaskálaskjól sé við Fjárborgargötuna (sjá meira HÉR), neðan við þjóðveginn. Hér er átt við gamla malarþjóðveginn, sem notaður var allt fram á sjöunda áratug síðustu aldar. Fjárborgargatan frá Óttarsstöðum lá til suðausturs upp að Fjárborginni vestan við Smalaskálahæð.
Þegar Fjárborgargatan var gengin neðan frá Jakobsvörðu áleiðis upp að Smalaskálahæð kom fljótlega í ljós lítil en fallega hlaðin varða á bergbarmi. Skammt ofar var komið að stóru jarðfalli, grösugu. Grasið var enn gult sem að vori, nema lægðin framan við hellisop. Framan við opið voru leifar af hleðslu. Líklegt má telja að þarna sé Smalaskálaskjól. Smalaskálinn fyrrnefndi er skammt ofar, ofan við þjóðveginn.

Smalaskáli

Smalaskáli.

 

Húshólmi

Haldið var í Húshólma síðdegis í þeim tilgangi að dreifa fræi og áburði svo hefta mætti frekari gróðureyðingu á svæðinu.

Húshólmi

Húshólmi.

Húshólmi hefur látið mikið á sjá á skömmum tíma. Sem dæmi má nefna að hinn forni eystri vörslugarður, sem var undir gróðurþekju fyrir þremur árum, hefur náð að blása upp að mestu svo sjá má í bert grjótið í honum á löngum kafla. Annar gróður hefur hins vegar verið að ná sér á strik á þeim gróðurlænum, sem eftir eru, einkum blómplöntur og lyng. Með því að sá fljótsprottnu grasi ásamt túnvigli bindst fokjarðvegurinn undir rofabörðum, á melum og myndar skjól fyrir náttúrulegar plöntur í hólmanum. Þær yfirtaka nýgræðinginn smám saman þegar grasið sölnar og hverfur að nokkrum árum liðnum.
Lærdómsríkt er að sjá hversu vel hefur gróið í hunda- og fótsporum í börðum. Þar hefur fræið greinilega fengið skjól og raka og því dafnað vel. Vel mætti því hugsa sér að Landgræðslan tæki hunda í sína þjónustu og léti þá spígspora um svæði, sem verið er að sá í til að auka árangur. Einnig mætti útbúa „tappagrindur“ og fara með þær yfir lausbundnari svæði áður en sáð væri.

Húshólmi

Húshólmi – uppgræðsla.

Ætlunin er að sá fræi og dreifa áburði í Húshólma í tvö sumur, en láta síðan náttúruna annast sjálfsána yfirtökuna með tímanum.
Verkið er unnið undir handleiðslu Landgræðslu ríkisins, sem útvegaði fræ og áburð og fékk Landhelgisgæsluna til að flytja efnið inn í hólmann s.l. vor. Sáð var í efri hlutann fyrri hluta sumars. Nú hefur myndast þar græn slikja á fyrrum gróðureyðingasvæðum. Punturinn myndar skjól og undirbýr jarðveginn, sem fyrr sagði, til að taka við náttúrlegum plöntum úr hólmanum, s.s. brönugrasi, hrútaberjum, bláberjalyngi, blágrési, geldingarhnapp og jafnvel hvönn, sem hefur náð þar rótum. Grindvíkingar hafa verið einstaklega iðnir við sáninguna.

Húshólmi

Húshólmi – fjárborg.

Hér var um að ræða síðari ferð FERLIRs í Húshólma til sáningar. Áframhald verður á henni næsta sumar, en þá er ætlunin að loka þeim jarðvegseyðingarsvæðum, sem eftir verða og dreifa þeim áburði, sem eftir verður.
Þessar tvær FERLIRsferðir í hólmann gera honum vonandi gott – til lengri tíma litið. Í raun hafa þátttakendur afkastað ótrúlega miklu á skömmum tíma.
Landgræðsla ríkisins miðar aldur sinn við setningu laga um „skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands“ frá árinu 1907. Þá var Sandgræðsla Íslands stofnuð en árið 1965 var nafninu breytt í Landgræðsla ríkisins. Hún er ein elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og er reynsla Íslendinga í baráttu við landeyðingu því mikil.
Í upphafi beindist starfið einkum að því að stöðva sand sem ógnaði mörgum byggðarlögum. Mikill árangur hefur náðst á þessum 95 árum og tekist hefur að hefta skæðasta foksandinn og klæða mikið land gróðri á ný. Enn á sér þó stað hraðfara eyðing gróðurs og jarðvegs á Íslandi.

Húshólmi

Í Húshólma.

Helstu markmið landgræðslustarfsins eru: „Að stöðva hraðfara jarðvegsrof og gróðureyðingu og fyrirbyggja frekari eyðingu og landspjöll, að endurheimta gróður og jarðveg í samræmi við gróðurskilyrði og landnýtingarþörf og að öll landnýting verði sjálfbær, það er að nýting rýri ekki landkosti.“
Vakin er athygli á þeim yfirlýstu markmiðum stofnunarinnar að „fyrirbyggja, koma í veg fyrir eyðingu og landsspjöll“. Reyndar gengur stofnunin þvert á þessi markmið sín þar sem Arnarfelllið er annars vegar og fyrirhuguð kvikmyndataka við fellið, en þar er markmiðið að eyða gróðri og vinna landsspjöll. Á sama hátt gengu aðrar stofnanir, sem umsögn gáfu um verkefnið, gegn markmiðum sínum. En það er nú önnur saga.
Frábært veður og ágæt samvinna. Ferðin tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-www.landgr.is

Húshólmi.

Hrossagaukur

Hrossagauksungi var nýlega á vegi FERLIRs á einni göngunni. Vesalingurinn litli reyndi að dyljast fyrir manninum sem best hann gat inni á milli þúfnakolla, en það dugði ekki til. Sá var þó heppinn að verða á vegi FERLIRsfélaga því náttúrunnar börnum stafar engin hætta af slíkum mannana börnum.

Hrossagauksunginn

Hrossagaukur (eða mýrarskítur, mýrifugl, mýriskítur, mýrisnípa, mýrispói eða mýrispýta) (fræðiheiti: Gallinago gallinago) er fugl af snípuætt.
Heimkynni hrossagauksins eru mýrar, fen, túndrur og votir hagar á Íslandi, Færeyjum, norður-Evrópu og Rússlandi. Hrossagaukurinn gerir hreiður sitt á huldum stað á jörðinni.
Hrossagaukurinn er mósvartur ofan með ryðlitum langröndum, grár á bringu og ljós á kviði, goggurinn langur og þykkri í endann. Hrossagaukurinn „hneggjar“, en hljóðið myndast milli stélfjaðra fuglsins á flugi, og myndast þegar fuglinn tekur dýfur í loftinu.
Mýri er landssvæði þar sem grunnvatnsstaða er há og jafnvel í yfirborði jarðvegsins. Gróður í mýrum er oft grófari og harðgerðari en í þurru landi, þar vaxa einkum starir og mosi. Allt að helmingur gróins lands á Íslandi er mýrlendi.
Freðmýri eða túndra er heiti á nyrsta gróðurbelti jarðar, þar sem sífreri er við -1°C. Þar er hiti of lágur og vaxtartími of stuttur til að tré geti dafnað. Orðið „túndra“ kemur úr samískri mállýsku og þýðir „trjálaus slétta“, en þó vaxa sums staðar tré í túndru. Mörkin á milli góðurbelta freðmýrar og skóglendis er kölluð trjálína (skógarmörk). Á túndru vaxa lágvaxnar jurtir eins og lágvaxnar víðitegundir, fjalldrapi, grös, starir, mosi og fléttur.
HrossagaukurFrostið í freðmýrum getur mótað landslagið og lyft því upp og skapað freðmýrarfyrirbæri eins og rústir og melatígla.
Hreiður er bæli sem fuglar gera sér til að verpa eggjum í og unga þeim út. Hreiður geta verið mjög mismunandi, allt frá því að vera einungis dæld í sandi, fóðruð með örfáum stráum, að því að vera mjög flóknar samsetningar úr greinum, munnvatni og öðru. Á Íslensku er einnig talað um að mýs gera sér hreiður, sbr. músarhreiður.
Skömmu eftir aldamótin 1800 hófst deila á Íslandi um það hvernig hrossagaukurinn hneggjaði. Fram til þess tíma héldu menn að hneggið væri raddhljóð. En þá komu þýskir vísindamenn fram með þá kenningu að hrossagaukurinn hneggi með flugfjöðrunum. Þessari kenningu var síðan hrundið þegar færðar voru sönnur á að gaukurinn hneggjaði með stélfjöðrunum, þ.e. að loftstraumur lendi á milli stélfjaðra og þannig myndist hljóðið.
Þrátt fyrir allt framangreint komst FERLIR að raun um að hrossagauksunginn þessi átti þá einu lífsafkomu að halda kyrru fyrir og dyljast þegar maðurinn nálgaðist. Þjálfuð augu leitandans uppgötvaði þrátt fyrir það litla skinnið undir einum þúfnakollinum. Að kollaklappi og augngotum loknum fékk hann þó að sjálfsögðu að fara sína leið óhindrað.

Heimild:
-Wikipedia.org

Hrossagauksunginn