Stóra-Knarrarnes
Í bók Árna Óla, „Strönd og Vogar„, úgt. 1961, er m.a. fjallað um leturstein hjá Stóra-Knarrarnesi á Vatnseysuströnd (bls. 216-229). Benjamín Halldórsson benti Árna Óla á steinninn í samtali, sem þeir áttu saman í herbergi 402 á Hrafnistu, dvalaraheimili aldraðra sjómanna, þ.e. „grágrýtisstein með áletrun“.

Knarrarnes

Árni Óla heimsótti síðan Ólaf Pétursson, bónda á Stóra-Knarrarnesi, sem vísaði á steininn við garðshliðið. Um var að ræða jarðfastan grágrýtisstein, um metri á lengd og toppmyndaður. Steinninn var allur þakinn skófum, sem voru samlitar honum. „Með aðgæzlu mátti þó lesa upphaf fyrstu línu: „17 HVNDRVD…“ og svo nafnið „HIARNE EIOLFSSON“ í neðstu línu. En þar á milli sá aðeins móta fyrir staf og staf“.
Í manntalinu 1703 er Bjarnir Eyjólfsson sagður búa að Stóra-Knarrarnesi, sem þá var einbýli.
Árni taldi sig loks hefa getað lesið eftirfarandi áletrun af steininum:

Knarrarnessteinninn17 HVNDRVD SEIAST
AR SEN ÞO FIOGUR RI
ETT I VON SO ÞA CIORDE
SEM HIER STAAR SA HIET
BIARNE EIOLFSSON.

Gísli Sigurðsson í Minni-Knarrarnesi hafði heyrt þetta vers í æsku sinni (f. 1850-60). Vísan hafi verið svona:

17 hundruð segjast ár,
senn þó fjögur rétt í von,
svo þá gjörði sem hér stár
sá hét Bjarni Eyjólfsson.

Áletrun þessi mun því vera um 300 ára gömul. Árið 1707 bjó Bjarni þessi enn á Stóra-Knarrarnesi, skv. þinggjaldabók, og ekki er ólíklegt að hann hafi einnig búið þar árið sem ártalið var klappað í „brúarsteininn“ (1790) á gamla kirkjuveginum vestan Kálfatjarnar (sjá Kálfatjörn – letursteinn (A°1790)).

Stóra-Knarrarnes

Stóra-Knarrarnes.

 

Fuglavík

Í Árbók Hins íslenska Fornleifafélags (1903), fyrir nálægt einni öld síðan, segir Brynjúlfur Jónsson m.a. frá letursteini í Fuglavík (bls. 38). Brynjúlfur frá Minna-Núpi ferðaðist um Reykjanesskagann fyrir og um aldamótin 1900 og skráði og skoðaði það sem teljast mátti til fornleifa. Þessi steinn var ein þeirra.

Fuglavík

Fuglavíkursteinninn í stéttinni.

Í 17. lið upptalningar hans segir m.a.: „Í Fuglavík er brunnur með fersku vatni, og er það fágætt á Suðurnesjum, að vatn hafi ekki sjókeim, eða smakki af seltu. Brunnurinn var áður á hlaðinu, en er nú innanbæjar, síðan timburhús var byggt og sett framar en bærinn var áður. Brunninum fylgir sú sögn, að útlendur maður, Pípin að nafni, hafi grafið hann, og höggvið ártalið á hellustein, sem hann setti hjá brunninum. Steinninn er nú í bæjarstéttinni, og sér enn gjörla á honum ártalið 1538.“
FERLIR hafði samband við Sigurður Eiríksson í Norðurkoti. Hann sagðist ekki hafa heyrt um stein þennan en myndi setja sig í samband við nágranna sinn og húsráðanda í Fuglavík, Jónínu Bergmann.

Fuglavík

Fuglavíkursteinninn.

Jónína hafði ekki heyrt um steininn, en var reiðubúin til að skyggnast eftir honum. Henni fannst þetta mjög áhugavert. Eftir þrjár vikur hafði Sigurður samband og kvað Jónínu hafa fundið steininn.
FERLIR fór umsvifalaust á staðinn. Jónína sagðist hafa leitað að steininum af og til. Hún hefði sópað stéttina norðvestan við húsið og jafnvel reynt að moka ofan af einhverjum steinanna. En þegar hún hafi komið út þennan morgun hafi hún rekið tá í ójöfnu í gömlu bæjarstéttinni. Reyndist þar undir vera steinn. Jónína sópaði af steininum og viti menn – í ljós kom áletrun; ártal. Við nánari skoðun sáust vel tölustafirnir 158, en aftasti tölustafurinn var óljós. Hann gæti þess vegna verið 1 eða 4 – og allt þar á milli. Þarna var þó að öllum líkindum kominn fyrrnefndur steinn, sem tekinn hafði verið úr brunninum og komið fyrir í stéttinni, með u.þ.b. 420 ára gamalli áletruninni. Hér er því um að ræða elsta einstaka ártalsletursteininn, sem enn er vitað um á Reykjanesskaganum. Til eru þó eldri áletranir á klöppum, s.s. við Básenda.
Letursteinninn var tekinn upp úr stéttinni, sem hefur reyndar undanfarin ár þjónað sem bílastæði við nýja húsið, og færður til hliðar við hana, örskammt þar frá, sem hann fannst. Þar er hann aðgengilegur og minnir á uppruna sinn.

Fuglavík

Fuglavíkurhverfi – örnefnakort Sigurðar Eiríkssonar.

Selsvellir

Gengið var inn á Selsvelli til suðurs með vestanverðum Núpshlíðarhálsi. Fagurt umhverfið allt um kring. Trölladyngjan að baki, Keilir og Moshóll á hægri hönd, Kúalágar og Selsvallafjall á þá vinstri og Hraunsels-Vatnsfell framundan.

Selsvellir

Á Selsvöllum.

Í samantekt Orra Vésteinssonar um menningaminjar í Grindavík segir að “í bréfi sr Geirs Backmanns til biskups árið 1844 hafi hann notað sér selstöðuna á Selvöllum ásamt tveimur hjáleigubændum. Það hafi forverar sínir líka gert þegar þeir hafi verið það fénaðarmargir, að þeim hafi fundizt það borga sig. Þegar prestur notaði sér ekki selið, fóru sóknarbændur að fara með fénað sinn á Selvelli, í fyrstu með leyfi sóknarprests og keyptu þá af honum selhúsin. Vogamenn ásældust Selsvellina, en Grindavíkurprestur var einarður um að Vellirnir væru Grindavíkurbænda.

Selsvellir

Gömlu selin á Selsvöllum.

Í tíð sr. Geirs var svo komið, að ásamt honum höfðu 6 bændur í seli á Selvöllum. Áttu þeir allir selhús þar og var fénaður þeirra um 500 fjár, ungt og gamalt, og um 30 naugripir. Kvartar prestur yfir því, hve lítil not honum séu að selinu þegar slíkur skepnugrúi gangi á Selvöllum. Þeta valdi því líka, að reka verði allan selfénaðinn horaðan og nytlausan heim að bæjum einatt í 17. viku sumars (fyrir miðjan ágúst). Þessir bændur töldu sig eiga jafnan rétt til selstöðu eins og Staðarprestur, sumir jafnvel meiri. Var nú svo komið, að í stað þess, að Staðarprestur hefði átt að hafa talsverðan arð af selstöðu þessari hafði hann, að dómi sr. Geirs, af henni óbætanlegan skaða vegna þess hve nytlítill og rýr peningur hans verður meðan slíkur fjöldi fjár er á Selvöllum og fyrr er lýst. Þannig var selstaða prestsetursins “leyfis- og borgunarlaust brúkuð eins og almennings eða allra selstaða væri þeirra hér í sókn, sem hana nýta vildu”. Ef þessu héldi áfram, yrði selstaðan ekki einungis arðlaus fyrir Stað heldur ónýt með öllu fyrir “óhemju átroðning og yfirgang”.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Ennfremur segir og er þá vísað í skýrslu Guðrúnar Gísladóttur frá árinu 1993: “Á Selsvöllum eru rústirnar mjög fallnar en má þó vel sjá þær enn. ..Þarna eru rústir í hraunjaðrinum, sem liggur vestan Selsvalla og uppi undir hlíðinni. Haft var í sel á Selsvöllum þegar á 17. öld og jafnvel fyrr. Selstaðan tilheyrði prestsetrinu á Stað í Grindavík. Um miðja 19. öldina var gróður og jarðvegseyðing þó orðin svo alvarleg að bændur í Grindavík höfðu nánast allir í seli á Selsvöllum við fátæklegar undirtektir Staðarprests”. – Árið 1703 höfðust útileguþjófað við í helli við Selsvelli og í helli hjá Hvernum eina í nokkrar vikur – þeir voru gripnir og hengdir á alþingi sama ár [Ólafur Briem í Útilegumenn og auðar tóttir].
Á tveimur stöðum á Völlunum er miklar selsrústir. Allir Grindavíkurbæirnir nema Hraun höfðu þar selstöðu. Hraunsselið er nokkru sunnar með hálsinum, neðan svonefndra Þrengsla. Þar var síðast haft í seli á Reykjanesi eða til ársins 1914. Sogavallalækirnir tveir renna um sléttuna.

Selsvellir

Rétt á Selsvöllum.

Austan á Völlunum, upp undir Selsvallafjalli eru tóttir eldri seljanna. Ein er þeirra stærst, en neðan hennar eru allnokkrar húsatóttir. Gengið var spölkorn áfram til suðurs og síðan beygt eftir gamalli götu svo til þvert á Vellina. Gatan, sem hefur verið nokkuð breið, liggur að nýrri seljunum suðvestast á Völlunum. Þar eru a.m.k. selstóttir á þremur stöðum, auk stekkja og kvía. Miðstekkurinn, sem er einna heillegastur, mun hafa verið notaður sem rétt af Vogamönnum, nefnd Vogarétt.

Selsvellir

Selsvallaselsstígur.

Selsstígnum til vesturs frá seljunum var fylgt inn í hraunið. Eftir u.þ.b. 500 metra kom hann inn á gömlu leiðina frá Hraunssels-Vatnsfelli.
Þeirri götu var fylgt áfram til vesturs, en hún greinist fljótlega í tvennt. Einn hópurinn fylgdi gömlu slóðinni að fellinu, en annar fór slóð er lá til vinstri. Sú gata liggur inn á breiðan stíg er liggur frá Hraunssels-Vatnsfelli nokkru sunnar en hinn og áfram austur yfir tiltölulega slétt helluhraun. Þessi gata er mun greiðfærari en sú nyrðri, en ekki eins klöppuð. Vestast í hrauninu nær slétt mosavaxið helluhraunið til suðurs með fellinu.
Engar vörður voru við þessa stíga. Syðri stígnum var fylgt til austurs og var þá komið inn á Selsvellina u.þ.b. 500 metrum sunnan við selstóttirnar.

Selsvellir

Gengið um selsstíginn að Selsvöllum.

Ljóst er að vestanverð nyrsta gatan hefur verið mest farin.
Syðsta leiðin liggur beinast við Grindavík, en sú nyrsta liggur beinast við vatnsstæðinu á Hraunssels-Vatnsfelli. Selstígurinn í miðjunni er greinilega leiðarstytting á þeirri götu að og frá seljunum. Tvennt kemur til er skýrt gæti hversu nyrsta gatan er meira klöppuð en hinar. Gatan er einungis meira klöppuð að vestanverðu eftir að selsstígurinn kemur inn á hana. Í fyrsta lagi gæti það verið vegna þess að gatan var notuð til að komast að og frá vatnsstæðinu. Vesturendi hennar bendir til þess að hún hafi einungis legið upp að því. Þegar 500 fjár og 30 naugripir arka sömu götuna fram og til baka sumarlangt í nokkur hundruð ár eru ummerkin eðlileg. Aðdrættir og fráflutningur hefur líklega farið um hluta götunnar, en þá verið beygt út af henni á tengigötuna inn á þá syðri og áfram suður með austanverðu Hraunssels-Vatnsfelli. Til stendur að fara fljótlega upp Drykkjarsteinsdal og áfram á leið að vestanverðum hraunkantinum og fylgja honum þar til suðurs. Í öðru lagi gæti þarna verið um gamla þjóðleið að ræða og gæti stígurinn þvert á Selsvellina gegnt henni skýrt það. Sú gata liggur í áttina að grónum sneiðing í Núpshlíðarhálsi, en þar virðist hafa verið gata upp hálsinn. Þetta þarf allt að skoða betur í enn betra tómi síðar.
Sjá MYNDIR.

Selsvellir

Selsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Meðalfell

Ætlunin var að skoða land Hurðarbaks í Kjós í Laxárdal, norðan Meðalfells, og síðan hluta af landi Sands í Eyjakrókum. Gengið var um Hurðarbaksland með Jóhannesi Björnssyni, bónda í Flekkudal og að Hurðarbaki. Á svæðinu mátti eiga von á minjum selja og fleiri fornra mannvirkja. Í Jarðabókinni 1703 er þó ekki getið um selstöðu frá Hurðarbaki aðra en þá er nýtt var með Meðalfelli. Þá var og ætlunin að skoða undir hlíð Sanddalsfjalls, milli Eyjadals (Sands) og Flekkudals (Grjóteyrar), en þar eru sagnir um minjar, sem Jóhannes telur að gætu hafa verið selstaða.

Hurðin í Meðalfelli

Í sóknar- og sveitarlýsingum frá fyrri tímum virðist nafnið Kjós aðeins eiga við um dalinn milli Esju og Reynivallaháls. Hins vegar ber þess að gæta, að Kjósarhreppur nær yfir mun stærra svæði, þ.e.a.s. Brynjudal og suðurhluta Botnsdals að norðanverðu en Eilífsdal og eystri hluta Miðdals að suðvestan. Í daglegu tali virðist orðið Kjós notað um Kjósarhrepp allan.
Meginhluti byggðarinnar er þó í hinum forna Kjósardal, eins og svæðið milli Esju og Reynivallaháls er stundum nefnt í fornum textum. Í honum miðjum gnæfir Meðalfell og ber því vissulega nafn sem því hæfir. Í daglegu tali eru nöfnin Laxárdalur og Eyjakrókur eða Krókur (eða Eyjahverfi) notuð um þá tvo hluta, sem Meðalfell skiptir Kjósardalnum í, en þau heiti eru ekki að finna í eldri textum en frá þessari öld. Nú var ætlunin að skoða Hurðarbak í sunnanverðum Laxárdal (norðan Meðalfells) og Sand í sunnanverðum Eyjakrók.
Garður við HurðarbakKjósardalurinn, sem Björn Bjarnarson nefnir svo í sýslulýsingu sinni 1937, er grösugur dalur og frjósamur, undirlendi er mikið, einkum í norðurhluta dalsins, Laxárdal. Hins vegar gerir sr. Sigurður Sigurðsson langa sögu stutta í sóknarlýsingu sinni 1840 er hann segir „landslagið er víða rakasamt” og á það við um landið norðan og sunnan Laxár að miklu leyti þótt bakkarnir og nesin við ána séu víðast hvar góð slægjulönd og hafi ævinlega þótt svo. Á tímum áveitnanna snemma á þessari öld voru miklar slægjur á undirlendi dalsins.
Landnámsmaðurinn á þessu svæði var Valþjófur Örlygsson hinn gamli á Esjubergi er nam Kjós alla, segir Landnáma, og bjó að Meðalfelli. Eftir því sem skýrt er frá takmörkum nágrannalandnámsmanna má sjá að Valþjófur hefur numið landið á milli Eilífsdalsár og Laxár allt upp til fjalla.
Þegar ekið er að Hurðarbaki frá Vesturlandsvegi blasir vestanvert Meðalfellið við, stakt fjall. Vestasti hluti þess heitir Harðhaus. Fjallið er flatt að ofan.
Að norðan við fellið rennur Laxá, ein gjöfulasta laxveiðiá landsins. Hún á upptök sín í Stíflisdalsvatni, en það blasir við til vinstri af Mosfellsheiðinni, þegar ekið er til Þingvalla frá Mosfellsdal. Venjulega er Laxá auðveld yfirferðar. Á henni eru góð vöð, svo oftast er hún lítill farartálmi. En í stórrigningum og leysingum getur komið í hana ofsavöxtur. Þá flæðir hún yfir bakka sína og eirir engu. Árið 1556 fórst Oddur Gottskálksson í henni. Oddur var sonur Gottskálks hins grimma Hólabiskups, sem var nafnkenndur á sinni tíð. En frægð Odds er þó einkum bundin við það að hann þýddi
Nýja testamentið á íslensku fyrstur manna. Í umrætt skipti var Oddur á leið til Alþingis. Sagan segir að hestur Odds hafi hnotið í ánni, og féll Oddur af baki. Hann komst lifandi upp á eyri í ánni, en þegar hann ætlaði að standa upp þvældist kápan fyrir fótum hans, svo hann datt aftur í strauminn og varð það hans bani.
Garður eða hluti áveitu við HurðarbakLandslagið varð til á jökultímanum. Þá gengu miklir skriðjöklar innan frá hálendi til sjávar. Þeir surfu og skófu bergið. Fátt stóðst fyrir þessum heljarkrafti. Þá skreið feiknamikill jökull fram þar sem nú er Hvalfjörður. Annar kom austan að og skildi eftir þann dal sem við höfum verið að skoða í þessari ferð. Meðalfellið veitti það mikla mótstöðu að hann vann ekki á því. Svo komu minni skriðjöklar að sunnan frá hábrún Esjunnar. Þeirra verk eru litlu dalirnir þrír, sem fyrr eru nefndir.
Efst, norðvestan í Meðalfelli, er hurðin mest áberandi, mikill klettastandur. Frá bæjarstæðinu að Hurðarbaki virðist hún hvað tilkomumest.
Jóhannes Björnsson á ættir að rekja til Hurðarbaks. Þegar amma hans keypti jörðina á sjöunda áratug 20. aldra á 3.5 milljónir króna héldu flestir að nú væri gamla konan orðin galin. Húsakostur var lélegur og tún lítil. Hins vegar var jörðin stór, um 230 hektarar, ágæt beit, slægjur góðar og tekjur af laxveiði í Laxá. Sagan segir að bóndinn, sem búið hafði að Hurðarbaki, hafi átt tvær tíkur. Nefndi hann aðra Pólitík og hina Rómantík. Þegar hann var spurður um hvora hann mæti meira kvaðst hann jafnan hafa þótt meira til Rómantíkunnar koma.
Á vefsíðu Örnefnastofnunar Íslands í apríl 2004 segir m.a. um hurðar-örnefni: „Orðið hurð er á nokkrum stöðum sem örnefni hér á landi, t.d. Hurð, sem er hvilft í bergið neðst í Háubælum í Elliðaey í Vestmannaeyjum. Auk þess er þekkt örnefnið Hálfdanarhurð í Ólafsfjarðarmúla í Eyf. sem lítur út eins og hurð. (Mynd í Afmælisriti Jóns Helgasonar 1969, á móti bls. 431). Sama er að segja um Skessuhurð sem er innan við Höfða í Fáskrúðsfirði í S-Múl.
Skurðgrafa frá fyrri tíð í KjósinniOrðið hurð kemur líka fyrir í örnefninu Hurðarás sem er ás nærri Hellisheiði í Árn. Þegar komið er upp á hann opnast víð sýn um Suðurland; það er eins og opnist þar dyr. En sú samsetning sem er algengust í örnefnum er Hurðarbak. Það er bæði náttúrunafn og bæjarnafn. Um náttúrunafn má nefna þessi dæmi: Í fornbréfi frá 1486 var talað um að Skriða í Reykjadal í S-Þing. „ætti afriett að hurdarbaki“(DI VI:575). Á Steinum undir Austur-Eyjafjöllum er Hurðarbak snið í hamra. Á Núpi undir Vestur-Eyjafjöllum er Hurðarbak, einnig í landi Ystaskála í sömu sveit. Hurðarbak er kór í landi Varmahlíðar í Holtshverfi, einnig í sömu sveit. Fjaran fyrir neðan Rauðubjörg í landi Hafnar í Skeggjastaðahr. í N-Múl. heitir Hurðarbak. Fleirtalan Hurðarbök eru ásar fyrir austan Geirlandshraun í V-Skaft. Hurðarbak(ur) er nafn á ás í landi Iðu í Árn. Styttri mynd nafnsins var fremur notuð. (Örnefnaskrár).
Um bæjarnafnið Hurðarbak eru þessi dæmi: 1) Í Villingaholtshr. í Árn. (í landamerkjabréfi: Hurðarbakur). 2) Í Kjósarhr. í Kjós. (Annálar 1400-1800). 3) Í Strandarhr. í Borg. 4) Í Reykholtsdal í Borg. 5) Í Hörðudal í Dal. (Bjarnar saga Hítdælakappa, Íslensk fornrit III:164). 6) Í Torfalækjarhr. í A-Hún. Hurðarbak merkir ‘staður/bær í hvarfi’, þ.e. væntanlega frá alfaraleið.“
Tóft við HurðarbakÞegar land Hurðarbaks var skoðað með Jóhannesi var fyrst haldið að gamla bæjarstæðinu. Núverandi bæjarstæði er senni tíma íbúðarhús á suðaustanverðri jörðinni, en eldra bæjarstæðið var uppi í miðri hlíð Meðalfells um miðbik þess. Gamli þjóðvegurinn, sem nú er gróinn, sést enn vel í hlíðinni. Hann lá beint að bænum og síðan upp og niður fyrir íbúðarhúsið, áleiðis að Þorláksstöðum skammt austan við Ásinn, rana, sem kemur út úr Meðalfelli. Íbúðarhúsið var byggt úr steypu á fyrri hluta 20. aldar, en var rifið og jafnað við jörðu um 1990. Nú sjást fá ummerki eftir það og í rauninni erfitt að sjá að þar hafi verið bæjarstæði. Þó móta fyrir grónu ferköntuðu svæði upp á létthallandi stalli í hlíðinni. Skammt norvestan við það hafa verið útihús, einnig jarðjöfnuð. Neðar eru leifar af kartöflukofa úr torfi, en reft hefur verið yfir með bárujárni. Austan við bæinn er hlaðinn mikill steingarður upp fyrir miðja fjallshlíð. Á móts við bæinn hefur lækur grafið undan garðinum svo hann er kominn í hann að mestu að neðanverðu. Nokkru austar eru tóftir útihúss, lítið fjárhús, sennilega hrútakofi og gerði. Vestan undir Ásnum eru tóftir af stóru tvískiptu beitarhúsi með heytóft aftan við. Hlaðinn garður sést eftir miðjum húsunum. Sennilega eru þetta beitarhús frá Hurðarbaki frá því í byrjun 20. aldar.

Rétt eða leifar selstöðu und Sandsfjalli

Neðan þjóðvegarins eru merkilegar minjar; leifar af áveitu frekar en túngarði. Um er að ræða garð gerðan úr torfi, sem nær niður að Laxá. Á einum stað við garðinn eru leifar af hlaðinni brú yfir keldu. Austan við garðinn virðist vera gömul gata, með svo til beina stefnu að Reynivöllum, þeim gamla kirkjustað. Hurðarbaksfólkið sótti hins vegar kirkju að Meðalfelli og jafnvel Eyjum áður, en heimildir eru um að þar hafi fyrrum verið lítil kirkja. Þó er ekki útilokað að kirkja hafi einnig verið sótt að Reynivöllum í sömu sveit, einkum þegar um var að ræða skírnir, brúðkaup og jarðarfarir. Þarna gætu því verið leifar af gömlu kirkjugötunni frá Hurðarbaki. Jóhannes sagðist jafnan lítið þurfa að bera á slétturnar niður við ána því þær greru vel. Áður fyrr hleyptu bændur ánni yfir slétturnar að vetrarlagi, en af þeim á vorin. Þannig grænkuðu þær fyrr en önnur svæði og því nýtanlegri á undan þeim.
Skurðir, sem þarna voru grafnir um miðmið síðustu aldar, voru grafnir með þeirra tíma skurðgröfum. Leifar af einni þeirra má sjá í sveitinni.
Meðalfellskirkja stóð á Meðalfelli allt til aldamóta 18. og 19. aldar en þá var hún lögð niður og hefur kirkjugarðurinn á Meðalfelli tilheyrt Reynivallasókn síðan. Í garðinum eru nokkur leiði og var síðast jarðsett í honum á níunda áratug síðustu aldar.
Rétt eða leifar selstöðu und Sandsfjalli - uppdrátturGæludýragrafreitur er að Hurðarbaki. Hann var tekinn í notkun sumarið 2003. Þar gefst fólki kostur á að greftra hús- og gæludýr. Sífellt meiri eftirspurn hefur verið um þess háttar þjónustu á síðustu árum þar sem gæludýraeign hefur aukist til muna og ekki eiga allir garð. Að baki núverandi íbúðarhúsi að Hurðarbaki má sjá leifar af hlaðinni rétt.
Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. um Hurðarbak: „Eigandinn er Meðalfells kirkja. Snjóflóð tók fjós og fénað 1699. Hús jarðarinnar að falli komin. Selstöðu í Meðalfellslandi þarf með þágu að þiggja eður betala verði, því búfjárhagar eru að mestu eyðilagðir af skriðum, og neyðast því ábúendur til að beita engi sitt..“. Um selstöðuna frá Meðalfelli segir einungis: „Selstaða í heimalandi og er þar mótak til eldingar“. Auk þess: „Selvegur erfiður yfir torfæru keldur“. Ekki er minnst á selstöðu frá Sandi, en það var næsta viðfangsefni þessarar ferðar að grennslast fyrir um hana. FERLIR hafði áður farið um Eyjadal, land Sands (sjá meira undir Eyjadalur) og dalina beggja vegna, Flekkudal og Trönudal.
Ætlunin var að skoða svæðið undir hlíð Sandsfjalls milli Grjóteyrar (Flekkudals) og Sands, en ekki vannst tími til að skoða það svæði í fyrrnefndri ferð um Eyjadal. Jóhannes gaf góðfúslegt leyfi til ferðarinnar. Rakin var gömul gata út með hlíðinni. Hún lá að lítilli hlaðinni rétt með leiðigarði og tveimur litlum rýmum. Líklega hefur þarna verið rúningsrétt frá Sandi í skjóli undir gróinni brekku með útsýni heim að Eyjabæjunum og Meðalfelli. Að öllum líkindum hefur þarnaa verið „heimaselstaða“ um tíma, mögulega frá Eyjum. Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Eyjum: „Selstöðu á jörðin í heimalandi“. Erfitt er þó að ímynda sér hvar slík selstaða gæti hafa verið annars staðar en þarna. Landamerkin hafa þá væntanlega verið önnur en nú eru, enda munar litlu. Sambærilegar „heimaselstöður“ má t.d. sjá að Mógilsá og Úlfarsá.
Loks benti Jóhannes á gömlu réttina norðan við Meðalfellsvatn. Enn sést móta fyrir henni inni á lóð austasta bústaðarins, sem þar er. Hann átti áður Jóhannes í Bónus.  Að göngu lokinni var boðið upp á kaffi og meðlæti að sveitasið.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Í Kjósinni – Gunnar Kristjánsson.
-Jarðabókin 1703.
-Kjósarmenn – æviskrár ásamt sveitarlýsingu – Haraldur Pétursson, 1961.
-Örnefnalýsingar fyrir Hurðarbak og Sand.
-Jóhannes Björnsson.
-Mbl. 28. ágúst 1980
-Örnefnastofnun – vefsíða
www.ornefni.is – skoðað 17. nóv. 2007.

Hurðin í Meðalfelli efst til vinstri

Brundtorfur

 Brundtorfuskjól (Brunntorfu-/Brunatorfu-) í Brundtorfum (Brunn-/Bruna-) hefur verið vandfundið í senni tíð. Ástæðan er einkum skógur, sem vaxið hefur upp umhverfis skjólið sem og um allt hraunssvæðið. Skjólið er í Brundtorfuhæð (Brunntorfu-/Brunatorfu-). 

Brundtorfuskjól

Áður fyrr var greinileg hlaðin ílöng grjóthleðsla fyrir skjólinu, sem var skúti er slútti inn undir bergvegg austast í grónu jarðfalli. Nú hafa laufblöð og annar gróður fokið fram af bergbrúninni, sest á hleðsluna og þakið hana að mestu. Önnur sams konar hleðsla var vestan undir bergvegg skammt vestar, en miklu mun minni. Varða er ofan við hana, líkt og þá stærri.
FERLIR kíkti fyrst á minna skjólið. Varðan er beint fyrir ofan (austan) skólið. Þarna hefur að öllum líkindum verið lítið skjól eða aðhald, í skjóli fyrir austanáttinni. Örskammt frá er op niður í dýpri helli, en það er líkt og felldar hafi verið hellur við og yfir opið. Ekki var farið niður að þessu sinni.
Þá var haldið upp í stærra skjólið. Að öllum líkindum hefur hleðslan fyrrnefnda verið þar undir veggnum. Það var skoðað nánar. Gróið er yfir hleðslu, líkt og í minna skjólinu. Ekki er ósennilegt að, eftir að skógurinn kom, að laufblöð hafi fokið þarna niður og sest undir brúninni, ofan á hleðslunni og hún gróið upp. Ekki er hægt að sannreyna það nema rífa gróðurinn ofan af!! Litið var nánar á staðháttu. Þarna er gott skjól og auðvelt að reka fé að, algert skjól fyrir austanáttinni. Afar líklegt má telja að þarna hafi Brundtorfuskjólið verið – þangað til annað kemur í ljós.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.
Í Brundtorfum

Stóra-Vatnsleysa

Tekið var hús á Sæmundi bónda á Stóru-Vatnsleysu á Vatnseysuströnd. Hann var úti við þegar FERLIR bar að garði. Sæmundur hafði beðið FERLIR um að reyna að leysa þá torráðnu gátu að lesa úr fornri áletrun á stökum steini í túninu, en það hafði engum tekist til þessa (svo hann vissi til a.m.k.).

Stóra-Vatnsleysa

Letursteinn við Stóru-Vatnsleysu.

Byrjað var að skoða letursteininn, sem er í túninu suðaustan við bæinn. Í fyrstu virtist áletrunin torráðin og í rauninni óskiljanleg, en þegar gengið var handan við steininn, varð lausnin augljós. Steininum virtist hafa verið velt um koll og áletrunin því óljós. Að þessu staðfestu komu í ljós klappaðir stafir; GI er sameinast með krossmarki að ofanverðu. Til hliðar, hægra megin að ofan, er ártalið 1643 eða 1649. Enn hefur ekki verið fundið út hvert tilefni áletrunarinnar var. Þetta gæti verið legsteinn. Sæmundur sagði að þarna hefði fyrrum verið kirkja (kirkja allrarheilagrarmessu), sem getið er um í annálum árið 1262. Henni hafi verið þjónað frá Kálfatjörn og bar prestinum að messa þar annan hvern helgidag – að minnsta kosti.

Vatnsleysa

Grafsteinn við Stóru-Vatnsleysu, skammt austan við fyrrum sögusviðið. Búið að velta steininum. Sæmundur fylgist með.

Sæmundur dró fram gögn máli sínu til stuðnings. Hann sagði bæ hafa verið byggðan á rústum kirkjunnar, en sagan segir að þar hafi fólki ekki orðið vært vegna draugagangs. Kvað svo rammt að honum að hurðir hafi ekki tollað á hjörum. Bærinn var yfirgefinn og hann síðan rifinn. Ekki væri ólíklegt að þarna væri grafreitur og að steinninn voru einu sýnilegu ummerkin eftir hann.
Sæmundur kvaðst muna að þegar grafið var fyrir núverandi húsi hafi verið komið niður á hlaðinn kjallara, u.þ.b. 130 cm háan, en húsið hafi þá verið byggt nálægt fimm metrum norðar. Það stæði á ísaldarkampinum og þá hafi grafreiturinn og kirkjan einnig verið á honum þarna suður af húsinu. Hvað væri undir veginum að bænum vissi enginn, en hann hefði að hluta verið lagður ofan á jarðveginn, sem þá var.

Vatnsleysa

Áletrun á steininum.

Sæmundur var með gömul landamerkjakort. Kort frá 1906 sýndi landamerki Stóru-Vatnsleysu í Markhelluhól, sem er um 900 metrum ofan við Markhelluna við Búðarvatnsstæðið. Á Markhelluhól væru áletranir þriggja jarða, sem þar koma saman, en einhverra hluta hefðu landamerkin verið færð ofar. Sá, sem skráði lýsinguna, virðist þó hafa reiknað með “Markhellunni við Búðavatnsstæðið” (klettur, sem girðingarhornið kemur saman í við Búðarvatnsstæðið) því þannig eru mörkin skráð. Frá Markhelluhól liggja mörkin, skv. kortinu um Hörðuvallaklofa og um Grænavatnseggjar og áfram um Núpshlíðarhálsinn að Selvsvallafjalli. Þar mun hafa verið varða, en einhver ýtt henni fram af brúninni. Sjá mætti ummerki eftir hana ef vel væri að gáð.

Litla-Vatnsleysa

Stórgripagirðing við Litlu-Vatnsleysu.

Bað Sæmundur FERLIR um að líta eftir ummerkjunum næst þegar farið væri á Selsvallafjall. Þarna hafi verið gömul leið, sem þeir hafi oft farið fyrrum, eða a.m.k. tvisvar á ári, þ.e. upp með Sogseli, upp með Spákonuvatni og eftir hálsinum. Ofan við Spákonuvatn væri nær tveggja metra há klettur og væri hann á landamerkjunum. Önnur kort, s.s. frá 1892, kveða á um mörkin í Trölladyngjuöxlinni og þaðan yfir á Selsvallafjall, en einhverra hluta vegna hefði komist inn lýsing einhvers staðar, sennilega frá Kálfatjörn, að mörkin væru í vörðu á Oddafelli og eftir götu á fellinu. Þar væri um misskilning að ræða. Fremrahorn (Fremstahorn) á Selsvalafjalli hafi verið nefnt Vesturhorn frá Vigdísarvöllum, en ofan við það hafi varðan átt að vera,
Sæmundur sagði Stóru-Vatnsleysu hafa haft í seli í Rauðhól, en Minni-Vatnsleysa hafi haft í seli undir Oddafelli. Þar hefði verið vatn úr Sogalæk, en vatnsskortur hefði háð selsstöðunni við Rauðhól.

Vatnsleysa

Stóra-Vatnsleysa. Tóftir kirkju og kotbýlis.

Aðspurður kvaðst hann ekki hafa orðið var við skúta í Skógarnefi og hefði hann þó gengið nokkrum sinnum um það svæði við leitir. Greni væru hins vegar nokkur þarna í hraununum.
Sæmundur sagði að Akurgerði hafi verið hjáleiga í Kúagerði frá Stóru-Vatnsleysu. Afstaðahraunið hafi runnið yfir jörðina og bæinn skömmu eftir fyrstu árþúsundamótin. Þarna hlyti að áður að hafa verið sléttlent og talsverður gróður.
Skoðuð var áletrun (SJ-1888-ME) í Hrafnagjá norðvestan við Stóru-Vatnsleysuhúsið. Áletrunin er til minningar um Magnús nokkrun frá Stóru-Vatnsleysu er þarna hafði jafnan afdrep við drykkju sína. Segir sagan að þar hafi og barn komið undir, eins og svo víða annar staðar í sveitinni. Hið sérstæða við staðinn er að hann er á innanverðum gjárbakka, en ekki utanverðum.

Magnúsarsæti

Magnúsarsæti.

Æsustaðir

Í „Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006“ (Skýrslur Þjóðminjasafns Íslands) segir m.a. um Æsustaðastekk:

Æsustaðastekkur

Æsustaðastekkur.

„Vestan við Gleiðaskarð eru einkennilegir móbergsklettar, sem heita Katlar, en niður af þeim á háu melkasti heitir Katlaflöt, og enn neðar, niður á jafnsléttu, er Stekkur (veggjabrot af fornum stekk). Þar sem hann stóð, heitir Stekkjarflöt, og vestan við hana er Stekkjarholt“ (Ólafur Þórðarson). Í sömu heimild segir seinna: „Upp af Lambhúsaholti er klettahögg í fjallinu, sem heitir Nípa, utan í henni er gamall fjárslóði austur fyrir fjallið, neðar er Stekkjargata“ (Ólafur Þórðarson).
Stekkurinn er um 300 m í A-SA frá Æsustöðum og um 40-50 m ofan við (norðan við) veg sem hitaveitan lagði. Aflíðandi gras­geiri milli tveggja lágra hóla, hallar til N-NA. Gamall lækjarvegur rétt A við rústirnar. Aflíðandinn er framhald á NA hlíðum Æsustaðafjalls.

Æsustaðastekkur

Æsustaðastekkur – úr skýrslu Þjóðminjasafnsins.

A: Stekkur. Að mestu hlaðinn úr grjóti. Stærð; um 9 m langur og 5 m breiður. Veggjahæð víðast um 40-50 cm. Liggur í N-S. Vestri langveggurinn styðst við brekkubrúnina, sem stekkurinn er byggður
meðfram. Hefur verið nægi­legt að hlaða innri brún þessa veggjar og fyllt svo upp í milli hans og brekkunnar. Inngangurinn er á miðjum N gafli. Stekknum er skipt í þrjú aðalhólf. Því innsta er svo skipt í tvennt. Suðurveggurinn (bakendinn) er að mestu úr torfi en með undirstöðu úr grjóti. Er rúst þessi allheilleg að sjá.
B: Einföld steinaröð sunnan við stekkinn, aftan við bakendann og myndar ásamt honum einskonar kró. Einungis er um eina steinahæð að ræða. Hlutverk óvíst.
C: Um 4-5 m austan við stekkinn sér fremur óljóst móta fyrir ferningslaga rúst. Liggur hún nokkurn veginn í A-V og er um 5 x 5 að stærð að innanmáli. Veggjaleifarnar eru mjög grónar og er hæð þeirra, þar sem hún er hæst, um 20-30 cm en lítið eitt hærri þó að norðanverðu.

Æsustaðastekkur

Æsustaðastekkur og nágrenni.

E og D: Við hlið C, að norðanverðu, mótar fyrir útlínum tófta en svo ógreinilegar eru þær að erfitt er að sjá lögunina. E er næstum samsíða C. Hún gæti verið svipuð að stærð og C. D er um 3-4 m norðan C. Virðist þetta vera minnsta tóftin. Í henni miðri er hola, 40 cm djúp eða svo. Hlíf Gunnarsdóttir, húsfrú, Æsustöðum, segir að lambakró eða kofi hafi staðið þar sem C, D og E eru. Hefur hún það eftir Þórði tengdaföður sínum sem bjó á Æsustöðum.
Telur skrásetjari að C, D og E gætu e.t.v. hafa verið þrjú lítil hús, samsíða að mestu, er sneru fram­göflum í SV-V. Ólíklegt er að lambakró eða kofi hafi verið jafnstór og C.
Af C, D, og E kemur D líklegast til greina sem lambakofi við fráfærur. Hlíf segir að hætt hafi verið að nota stekki um 1925.

Ólafur Þórðarson

Ólafur Þórðarson frá Æsustöðum (Varmalandi).

B, C, D og E standa á lágri upphækkun, sem kalla mætti hól, e.t.v. rústa­hól. Rústahóll er réttnefnið á svæði því sem áðurtaldar tóftir standa á. – Leifar af girðingu eru ofan á V-brún stekkjarins. Sést að svæði þetta hefur allt verið afgirt og líklegast notað sem tún. Um 50-60 m austur af rústunum er túnblettur eða hæð, sem kallast Gunnubarð, skv. frásögn Hlífar Gunnarsdóttur á Æsustöðum. „Gunna stóra“, sem Laxnes segir frá í Innansveitarkróníku sinni, hafði blett þennan til afnota til að heyja handa reiðhesti sínum.

Æsustaðastekkur

Æsustaðastekkur – tóftir austan við stekkinn.

Framan við vesturlangvegg A-stekkjarins er garður. Hann er framhald þessa veggjar. Hefur verið hlaðinn til að stoppa féð af við innrekstur (Ágúst Ó. Georgsson).
Hætt var að nota stekkinn um 1925. Fært frá í honum (Hlíf Gunnarsdóttir, Æsustöðum , viðtal 21.7. 1980, Ágúst Ó. Georgsson tók).
Í athugasemdum og viðbótum við Örnefnalýsingu er haft eftir Ólafi Þórðarsyni (f. 22. janúar 1904): „Þar sem Stekkur var, markar enn fyrir grjóthleðslu. Ólafur man vel eftir fráfærum; hann telur, að hætt hafi verið að færa frá einhvern tíma á árunum 1910-1915“.

Heimildir:
-Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006 – Skýrslur Þjóðminjasafns Íslands, bls. 213.
-Ágúst Ó. Georgsson. Fornleifaskráning í Mosfellssveit 1980-1982. Skráningarbækur Þjóðminjasafnsins.
-Ólafur Þórðarson. Örnefnalýsing Æsustaða. Örnefnastofnun Íslands 1968. Ólafur Þórðarson. Athugasemdir og viðbætur við Örnefnalýsingu Æsustaða. Örnefnastofnun Íslands 1983.

Æsustaðastekkur

Æsustaðastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Herdísarvík

„Herdísarvík er býli í Selvogi, vestast Selvogsjarða og allra jarða í Árnessýslu. Er nú í eyði. Jörðin var lengi eign Krýsuvíkurkirkju.

Herdísarvík

Herdísarvíkurtjörn.

Herdísarvíkurbær stóð vestarlega í Herdísarvíkurtúni, Vesturtúni svonefndu, undir svonefndum Skyggni, sem var klöpp, aflöng, og sneri suðaustur-norðvestur. Neðst bæjarhúsanna voru stofan og bæjardyrnar undir einu og sama þaki. Bak við stofuna var búrið, en fram af bæjardyrunum var eldhúsið. Þar framan við á vinstri hönd voru göngin og þrjú þrep upp að ganga í baðstofuna, sem var fimm stafgólfa, en hlutuð í þrennt. Miðhlutinn, sem var eitt stafgólf, frambaðstofan, er var á hægri hönd, er inn var komið, og aðalbaðstofan á vinstri hönd. Baðstofurnar voru hver fyrir sig tveggja stafgólfa, langar og rúmgóðar. Bak við eða norðan við eldhúsið var fjósið fyrir tvær kýr og kálf.

Herdísaarvík

Herdísarvík um 1900.

Á lágum hól nær vatninu voru þessi hús: Smiðja, hjallur og austur af þeim var pakkhús.
Þegar komið er yfir Rásina, blasa við rústir gamla Herdísarvíkurbæjarins, en hann lagðist af í miklum flóðum 25. febrúar 1925. Fram undan bænum var vik, er nefnist Heimavör. Hér mun hafa verið um að ræða aukanafn á Rásinni. Þá er í Vesturtúninu eykta-markið Nónklöpp. Fram undan bænum var hóll, er gekk undir ýmsum nöfnum, svo sem Smiðjuhóll, þar var smiðjan; Hjallhóll, þar stóð hjallur, og geymsla var þar ýmiss konar matfanga; Öskuhóll var hóll þessi einnig kallaður, því þangað var askan borin frá bænum og kastað í tjörnina.

Herdísarvík

Herdísarvík – þurrkgarðar.

Eins og áður segir, gerði mikið flóð í Selvogi og Herdísarvík 25. febrúar 1925. Flæddi þá inn í bæinn og gerði flóðið mikinn usla. Bæinn tók þá af, hjallinn og smiðjuna. Fór þá margt til spillis, bæði matvara, áhöld ýmiss konar og mikill hluti innbús þeirra hjóna, Þórarins Árnasonar og konu hans, Ólafar. Frú Ólöf hafði af sjálfsdáðum lært esperanto, og skiptist hún á bréfum og póstkortum við ýmsa esperantista víða um heim. Átti hún dragkistu, þar sem hún geymdi allt þetta. Fór það allt til spillis í flóði þessu. Mátti um árabil finna bréf og bréfspjöld á esperanto upp um allt hraun, í holum og hellisskútum. Fór þar mörg vinarkveðjan forgörðum.

Herdísarvík

Herdísarvík – Stoðhola í elstu bæjartóftinni.

Upp frá Kattatjörn stóðu útihúsin. Efst var hesthúsið, sem eftir flóðið var breytt í fjós fyrir þessar tvær kýr, sem hægt var að fóðra af túninu. Þá kom Stóra-Lambhúsið og Litla-Lambhúsið, sem einnig var notað sem heyhlaða. Þá kom hrútakofi, sem síðar var breytt í sjóbúð, Krýsuvíkursjóbúð eða Guðmundarbúð, kennd við Guðmund Jónsson bónda í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvíkurhverfi. Guðmundur var lengi formaður á skipi, er reri frá Herdísarvík á vetrarvertíðum.
Í þessa sjóbúð fluttust þau Þórarinn og Ólöf eftir flóðið mikla 1925. Byggðu þá upp baðstofu, tveggja rúma langa með eldhúsi vestur af. Litla-Lambhúsið varð þá að bæjardyrum og göngum.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Frá bænum, milli Skyggnis og Hjallhóls, lá heimreiðin, gata ofan frá aðaltúngarðshliðinu. Til hægri við heimreiðina var svo aðalvatnsbólið, nefndist Kattatjörn. Þar þraut oft vatn í miklum þurrkasumrum. Upp af vatnsbólinu var svo Urðin, lábarin stórgrýtisurð, til vitnis um, að þangað hefur sjór fallið einhvern tíma á löngu liðnum öldum. Urð þessi liggur síðan vestur og út, vestur fyrir túngarð og þar langt vestur á hraun.

Heimagarðurinn var matjurtagarður ofanvert og lítið eitt framan bæjarins. Stígurinn lá norður milli bæjarhúsanna og smiðjunnar að útihúsunum, sem stóðu spölkorn norðan bæjarins. Þar voru þessi hús: Fjós og hesthúskofi, Lambhúsið stóra, Lambhúsið litla, sem líka var notað sem hlaða, og síðan kom hrútakofi, sem seinna var stækkaður, og þar var sjóbúð, sem kölluð var Krísuvíkursjóbúð.

Herdísarvík

Herdísarvík – gamli bærinn.

Þar norður af er svo Herdísarvíkurhúsið, en þar bjó síðast Einar skáld Benediktsson, og var húsið allt eins kallað Einarshús, eða þá kennt við seinni konu hans og nefnt Hlínarhús, og voru ekki fleiri byggingar í Herdísarvíkurtúni.
Túnið var lítið og lá um klappir og lægðir, mun ekki hafa verið grasgefið, því jarðvegurinn var grunnur. Túnið var að ofan girt grjótgörðum, en skiptist um túnhliðið bak við bæinn í Vesturtún og Austurtún eða Háatún, þó lítill munur væri á hæðinni. Auk aðalhliðsins var vesturhlið og austurhlið. Fram undan túninu var svo Herdísarvíkurtjörn. Rétt innan við vesturtúngarðinn var Sauðatangi. Rétt innan við þennan tanga lágu hólmar tveir fram í tjörnina.

Herdísarvík

Vatnshólmi.

Vatnshólmi nefndist sá ytri, en hinn innri Þvottahólmi, Þvotthóll eða Brúarhólmi. Milli hólma og lands var svo Rásin og yfir hana brúin. Séra Jón Vestmann [prestur í Selvogi 1811-1843] nefnir í sóknarlýsingu sinni Varghól og Varghólsbrunn. Mun hér vera um sömu staði að ræða. Túngarðar lágu um túnið, vesturtúngarður að vestan, norðurtúngarður ofan bæjarins og austurtúngarður að austan. Skarðið var á vesturtúngarði. Bæjarhliðið var ofan bæjarins. Fjárhúshlið var rétt við útihúsin, og svo var hlið ofan Einarshúss, sem ég kalla Jöfurshlið. Þar um gekk skáldjöfurinn, er hann tók sér hressingargöngur um nágrennið.

Herd´siarvíkurtjörn

Brú og gerði í Herdísarvíkurtjörn.

Herdísarvíkurtjörn lá framan túnsins, milli þess og Kampsins, og var nefnd Tjörnin ekki síður, stundum var í henni veiði. Vestri tjarnarendinn náði nokkuð vestur fyrir túngarðsendann vestari. Rétt innan við hann var lítill tangi, er lá fram í Tjörnina, hét Sauðatangi. Þar austan við var lítið vik, og þar í tveir litlir hólmar, Vatnshólminn og hinn, sem Þvottahóll var nefndur eða Brúarhóll, en milli hólma og lands var Rásin og yfir hana brúin.
Varghólsbrunnur er nefndur í sóknarlýsingu séra Jóns Vestmanns, og þá hefur þar verið Varghóll og var í Tjörninni. Þá kom vik fram af bænum, og var þar Heimavörin, þá kom Öskuhóll, og var þangað borin askan.

Herd´siarvík

Herdísarvík – tóftir elsta bæjarins.

Þá kom Hjallhóllinn, öðru nafni Smiðjuhóllinn, og Tungan þar fyrir innan með lágu garðlagi. Austan við hana Hestaklettur, þar austan við Hestavik og upp af því Hestaviksvör og Hestahvammur. Þar austur af var Bolaklettur og þá tjarnarendinn eystri, sem lá nokkuð austur fyrir túngarðsendann eystri.
Í Vesturtúni var Nónklöpp, en bak við Skyggni var Kattatjörn, sem þraut í þurrkum á sumrum. Milli Kattatjarnar og útihúsanna var Urðin með lábörðu stórgrýti. Sýnilega hefur sjávarkampurinn forðum tíð verið þarna, því bæði grjótið í Urðinni og klettarnir, sem ganga fram í Tjörnina, er mjög lábarið.

Herdísarvík

Herdísarvík – Langsum og Þversum í Austurtúninu.

Austurtúnið var allt eins kallað Hátún. Stígurinn frá bænum að útihúsunum lá áfram austur túnið, og var þá nefndur Sjávarstígurinn, út um Austurtúngarðshliðið, sem lá alveg niður við austurtjarnarendann. Hér fyrir austan taka við Gerðin, sem voru tvö, Vestragerði og Eystragerði. Einnig var talað um Vestragerðistún og Eystragerðistún. Herdísarvíkurgerðin var líka nafn á þessu svæði. Gerðin voru umgirt miklum grjótgarði, sem kallaður var Langigarður. Hlaðinn að mestu af manni, er Arnór hét, austan frá Ási í Ytri-Hrepp. Á garðinum var svo Langagarðshlið. Garður þessi var stundum kallaður Vitlausigarður eða Langavitleysa.

Herdísarvík

Herdísarvík

Krókur myndaðist, þar sem saman komu eystri túngarður og Langigarður, þar stóð Fjárréttin nýja og er enn notuð. Niður með eystri túngarði var sjóbúð, kölluð Ólabúð, og við hana Ólabúðarbyrgi. Sjávarstígurinn lá með austurtjarnarenda niður á Kamp, en af honum lá annar stígur, Gerðisstígurinn, austur um Gerðin. Búðirnar gömlu voru rétt við stíginn, en þar eru nú rústir einar. Lítið eitt austar er lágur klapparhryggur, sem heitir Hryggur, og þar á tvær gamlar sjóbúðir, Hryggjarbúðir, og stóð önnur framar en hin, kallaðar Hryggjarbúðin fremri, sú er stóð nær sjónum, og Hryggjarbúðin efri. Austan við Hrygginn var lægð, slétt, kölluð Dalurinn. Þar var skiptivöllur. Á Dalnum var vestar Skiparéttin, þar sem skipin voru höfð milli vertíða, og Fjárréttin gamla. Má enn sjá góðar hleðslur þessara mannvirkja.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Herdísarvíkursjóbúðir stóðu saman sunnan í hrygg, lábörðum, norðan Dalsins. Þær voru nefndar ýmsum nöfnum eftir formönnum, sem þær byggðu ár hvert. Aðeins ein er nú með þaki, en hinar vel stæðilegar. Bjarnabúð, Guðmundarbúð, kennd við Guðmund Jónsson í Nýjabæ í Krísuvík. Halldórsbúð, kennd við Halldór í Klöpp í Selvogi og var einnig nefnd Dórabúð. Guðmundarbúð var einnig kölluð Gamlabúð og þá Stórbúð. Þá var Símonarbúð og Hjálmholtsbúð og Krísuvíkurbúð önnur en sú, sem stóð heima við útihúsin. Bjarnabúð mun einhvern tíma á árum 1920 eða þar um kring hafa verið gerð að fjárhúsi og garði hlaðinn eftir búðinni endilangri, sem enn sér merki. Nú er aðeins ein þessara búða með þaki.

Herdísarvík

Herdísarvík 1940-1950.

Gerðisgarður skipti Gerðunum í tvennt, og þar á var Gerðisgarðshlið. Í Eystragerðinu voru tvö stór fjárhús. Það vestra hét Þversum og lá þvert suður-norður og hitt lengra burtu, Langsum, lá austur-vestur.

Herdísarvíkurkampur liggur milli Herdísarvíkurtjarnar og sjávar. Hann er lægstur vestur undir hrauni, og þar flæðir sjór yfir og stundum inn í Tjörn, en svo hækkar hann austur. Sjávarkampur er hann nefndur eða aðeins Kampur.
Fram undan kampinum voru í fjörunni Básar austast, þá komu Gjögrin. Þar er fjaran mjög óslétt með Gatklettinum. En vestan Gjögra, milli þeirra og Herdísarvíkurkamps, var svo Herdísarvíkurvör. Hér var allgott til lendingar skipum. Þau stóðu efst í kampinum upp undir Hryggjarbúðum. Rétt utan við vörina tók við Bótin eða Herdísarvíkurbót. Þá kom Leiran. Austarlega á henni var blindsker, sem nefndist Prettur. Þar utar kom svo Herdísarvík, þar var jafnan fiskisæld mikil og því stutt að róa að jafnaði.

Herdísarvík

Herdísarvík.

Upp af Vörinni var Herdísarvíkurnaustið. Þar voru fiskabyrgin, þar sem fiskurinn var kasaður, má þar enn sjá hleðslur. Það var einnig í eina tíð Sundtréð, en sunnan vararinnar Vararklöppin. Yfir í Básum var hlykkjótt renna, sem nefndist Skökk. Þar var oft skipum lent í lá-deyðu, en austast í Básum voru svokölluð Löngusker, en svo tók við Breiðibás með Markakletti fram í sjó og Breiðabásarkampi áðurnefndum. Á hraunbrúninni ofan Breiðabásarkamps er Hellir eða Fjárhellir, þar leitaði fé sér skjóls oft og tíðum. Á brunanum var mikið um fiskigarða. Þangað báru vermenn fiskinn úr kösunum til þurrkunar. Þeir eru sjálfsagt nokkrir kílómetrar að lengd, ef mældir væru, því þeir eru bæði ofan og neðan vegarins. Þarna gefur einnig að líta gömlu alfaraleiðina, hestaslóð aldanna, fjölfarin fram um 1950. Austur undir landamerkjum stóð í eina tíð Sundvarðan eystri. Þegar sundvörðuna á kampinum og þessa bar saman, þá var rétt tekin leiðin inn í Vörina.

Herdísarvík

Hlínargarður.

Í klöppunum ofan húshliðsins, Jöfurshlið, var í hrauninu Kátsgjóta. Frá aðaltúngarðshliðinu lá Kýrgatan eða Kúavegur. Miðja vegu milli túns og fjalls var Kýrvarðan eða Kúavarðan. Út og upp frá Vesturtúngarði var gjóta með vatni í, kölluð Hvolpatjörn. Þegar komið var út úr Vesturtúngarðshliði, var á hægri hönd svokallaður Nýigarður, matjurtargarður. En stígurinn nefndist Brunnastígur, þegar hér var komið. Hér voru tjarnir út frá vesturenda Herdísarvíkurtjarnar, og nefndust þær Brunnar. Yfir þá lágu Stiklurnar, sem einnig nefnast Steinbogi. Vestan úr hrauninu lá Langitangi út í Brunna. Úr Herdísarvík liggur Brunnrásin inn í Brunna. Í stórstraumi og við sjávarflóð mikil flæðir sjór hér inn, og hækkar þá vatns- eða sjávarborðið í Herdísarvíkurtjörn að miklum mun, samanber flóðið mikla 25. febrúar 1925.

Herdísarvík

Herdísarvík – yngri bærinn.

Rétt sunnan við Brunna eru fjárborgirnar tvær, nefnast Borgin efri og Borgin neðri. Kartöflugarðar voru í Borgunum og nefndust Borgagarðar. Á klöppum rétt utar var svo varða, eyktamark, Hádegisvarða, einnig nefnd Sundvarða. Þá var rétt tekin stefna í Vörina, þegar skutur skips sneri í vörðu þessa, en stafn í Sundvörðuna á kampinum upp af Vörinni.
Nú taka við gjögur mikil og klappir, en ofan við eru Flatirnar allt út á Alboga, þar um liggja fjárgöturnar, sem líka voru Selsgötur til Herdísarvíkursels í Seljabót. Frá Alboga beygir ströndin til vesturs, og nefnist þar Háaberg.

Herdísarvíkurbjarg

Herdísarvíkurbjarg.

Spölkorn vestan Alboga er Háabergsgjóta, mikið gjögur, þar sem sjórinn spýtist upp í stórbrimi, líkt og gos úr hver. Háaberg er eggslétt hraunklöpp, en uppi á klöppinni liggja víða gríðarstórir steinar, sem brimið hefur brotið úr berginu og velt upp á klappirnar. Í norðvestur og upp frá Alboga eru Langhólar, Langhóll fremri og Langhóll efri.
Á Alboga beygir ströndin til Háabergs. Ofanvert við það er djúp gjóta, Háabergsgjóta. Eftir berginu eru Háabergsflatir allt vestur í Seljabót. Á Seljabót eru landa- og sýslumörk. Landamörk milli Herdísarvíkur og Krísuvíkur og sýslumörk milli Gullbringusýslu og Árnessýslu. Seljabótarnef er staður þessi nefndur. Þarna má sjá selrústir gamlar, og þarna rétt hjá er hellir, Seljabótarhellir. Þá er þess að geta, að í máldaga Strandarkirkju má finna nafnið Selstaður, og hygg ég þar sé átt við þennan stað.

Herdísarvík

Herdísarvík – túngarður.

Norðvestur og upp frá Alboga eru Langhólar, Langhóll fremri og Langhóll efri. Þá er Hvíthóll upp af Háabergi. Gamlivegur er götuslóði, er liggur upp frá Seljabót, upp undir austurhorn Geitahlíðar. Milli Kolhrauns og Seljabótarbruna, en yfir suðurenda þess, liggur landamerkjalínan.
Selvegur er slóði, sem liggur út af Gamlavegi upp undir Löngubrekkum, sem eru nokkrir hraunhryggir uppi í hrauninu. Austur með Selvegi er Selhóll og Selhólsbruni. Þá eru Ingimundarhæðir ofanvert við Selhól og þá Hrísbrekkur þar enn ofar og skiptast í Litlu-Hrísbrekku og Stóru-Hrísbrekku.

Sængurkonuhellir

Herdísarvíkurhraun – Sængurkonuhellir.

Alfaravegurinn gamli liggur þarna um hraunið um Klifhæð, sem einnig ber eftirtalin nöfn: Klifið, Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur mikil og stæðileg varða verið hlaðin í Klifið, Klifsvarða, og ofan hennar er svo Sýslusteinn, og liggur (svo) þar um landa- og sýslumörk. Austur af Klifhæð er lítill hellisskúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn.
Herdísarvíkurhraun eru mikil og ná ofan frá fjalli allt niður að sjó, og er rétt að deila þeim nokkuð. Herdísarvíkurhraunið eldra er klapparhraun og er fornt mjög. Herdísarvíkurhraunið yngra er það hraun, sem runnið hefur fram vestan Lyngskjaldar, og Herdísarvíkurbruni, sem liggur austan bæjarins og hefur runnið ofan um Mosaskarð í sjó fram. Þar eru fiskigarðarnir. Herdísarvíkurfjall rís hátt yfir hraunbreiðuna með bröttum skriðum og ókleifum hömrum ofan þeirra.

Herdísarvík

Herdísarvíkurgata til austurs.

Lyngskjöldur er vestast í fjallinu, en hann er nefndur Skjöldur í gömlum landamerkjalýsingum. Þá er Fálkageiri, gróðurtunga í skriðunum, og Fálkahamar. Þar er og Fálkageiraskarðsstígur; Fálkagil er nafn, sem finna má á landakortum. Breiðigeiri er austar í fjallsbrekkunum. Grænaflöt liggur undir fjallsrótunum, og upp af henni er Grænuflatarskarð, og liggur fjárgata um skarðið. Herdísarvíkurfjallsskriður liggja þar austar allt að Mosaskarði. Þar upp af er Bæjarhamar, og ofan brúna er Geldingatorfa. Þá kemur Klaufhamar og austar Sundhamar. Þar eru bryggjur, sem fé fór eftir, og lenti þá oft í sjálf-heldu. Stallar voru þessar bryggjur kallaðar. Varð oft að síga þar eftir fénu. Brúnir voru Herdísarvíkurfjallsbrúnir nefndar. Mosaskarð var austan fjallsins með Mosaskarðsstíg. Þar rann fé niður, er fjallið var smalað. Austast í Mosaskarði var svo Hamragerði, þar um lá landamerkjalínan úr Breiðabás. Svörtubjörg kölluðu útróðrarmenn fjallið af sjó, var þangað oft dimmt að líta.

Herdísarvíkurvegir

Herdísarvíkurvegir. ÓSÁ

Eru þá nefnd örnefni þau, sem Herdísarvík tilheyra, nema uppi á fjallinu, en þau heyra undir afrétt og verða þar talin.
Svartbaksklettur er klettur í fjöru við Alboga. Fálkageiraskarð er skarðið, sem stígurinn liggur um.
Herdísarvík liggur við sjó, vestust allra jarða Árnessýslu.
Vesturmörk Herdísarvíkur eru þessi: Seljabótarnef í Seljabót við Seljabótarhelli. Þar eru hreppamörk Selvogshrepps og Grindavíkurhrepps, landamerki Herdísarvíkur og Krýsuvíkur, sýslumörk Árnessýslu og Gullbringusýslu. Þaðan liggur landa-merkjalínan upp flatt klapparhraun upp um Herdísarvíkurhraun vestra í Sýslustein, rétt ofan vegarins. Þaðan í Lyngskjöld eða Skjöld, lyngvaxna brekku, bratta og umflotna hraunum á báðar hendur. Þaðan um Sandfellið neðra og Sandfellið efra og þaðan í Eldborg, fagurgerðan gíg, þaðan í Kistufell, sem einnig er gígur mikill og sérkennilegur, þaðan um Draugahlíðar vesturenda þeirra, í Kóngsfellið, Litla-, eldvarp, sem snýr útrennslisdyrum til suðausturs.

Herdísarvík

Herdísarvík – markasteinn.

Að austan eru landamerkin sem hér segir: Merkisteinn í fjöru, þaðan um mikinn malarkamp, sem nefnist Breiðibás eða Breiðabásarkampur, upp um Herdísar-víkurhraunið eystra upp í Mosaskarð, um svonefnt Hamraskarð, þaðan upp um Mosaskarðsbrúnir, þaðan um Vesturása og síðan, sem leið liggur, í Litla-Kóngsfell.
Eru þá talin örnefni þau, sem tilheyra Herdísarvíkurlandi eftir því, sem mér hefur tjáð það fólk, sem bezt mátti vita, Ólafur Þorvaldsson, er bjó í Herdísarvík á árunum 1928 til 1934.“

-Gísli Sigurðsson skráði.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur gefinn af FERLIR.

Búrfellsgjá

Gjáarrétt stendur á flötum hraunbotni Búrfellsgjár, ekki langt frá misgengisbrúninni á mótum Selgjár og Búrfellsgjár.
GjáarréttRéttin er hlaðin úr hraungrýti enda er gnægð af því byggingarefni nærtækt. Veggir, sem enn standa, bera verklagi hleðslumanna gott vitni.
Líklegt er að Gjáarrétt hafi verið reist og gerð að fjallskilarétt árið 1840. Síra Árni Helgason prófastur í Görðum á Álftanesi (1777-1869) ritar sóknarlýsingu Garðaprestakalls árið 1942. Hann segir þar: „Rétt fyrir þennan hrepp er sett í kirkjulandinu næstliðið ár. Lengi að undanförnu var ekki skipt um slíkt; þá var og sauðfé hér miklu færra en nú er orðið.“
Í safnritinu Göngum og réttum er ekki rætt um fjallskil í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Heimildir um Gjáarrétt og fjallskil þar eru þess vegna fremur litlar.
Gjáarrétt var ef að líkum lætur fjallskilarétt, lögrétt, í liðlega áttatíu ár eða fram yfir 1920. Þá var fjallskilaréttin flutt niður í Gráhelluhraun, ofan við Hafnarfjörð, og nefndist Hraunrétt. Árið 1955 var rétt gerð við Kaldársel. Þar er skilarétt nú (1986). Eftir þetta var þó smalað til Gjáarréttar á sumrin allt fram yfir 1940.
Gjáarétt var friðlýst að tilhlutan þjóðminjavarðar 1964.
Á uppdrættinum má sjá dikaskipan samkvæmt frumrissi Gísla Guðjónssonar og staðfest af Guðbjörgu Guðmundsdóttur frá Urriðakoti. Dilkar: 1 – Grindavík. 2. Vatnsleysuströnd. 3. Suður-Hafnarfjörður. 4. Setberg. 5. Hraunabæir. 6. Garðahverfi. 7. Vestur-Hafnarfjörður. 8. Urriðakot og Hofstaðir. 9. Vífilsstaðir. 10. Ómerkingar. 11. – Vatnsendi og fleiri bæir í Seltjarnarneshreppi. 12. Selvogur.

Gata við Gjáarrétt

Við Gjáarrétt er réttargerði. Fjársafnið var geymt í gerðinu nóttina áður en réttað var. Þar inn undir berginu er hlaðið byrgi, sem ýmsar skýringar eru á til hvers hafi verið notað. Víst er að menn notuðu þetta byrgi sem skjól meðan Gjáarrétt var fjallskilarétt. Það hefur líka verið notaðs em fjárbyrgi. Okkur kemur til hugar að byrgið gæti upphaflega verið eldra en Gjáarrétt eða frá sama tíma og seljarústirnar í Selgjá. Byrgið hefur nú látið allmikið á sjá, meðal annars var þar nokkurt hrun vorið 1982.

Heimild:
-Áfangar – ferðahandbók hestamannsins, 1986 – Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson.

Gjáarrétt

Gjáarrétt.

Þvottalaugar
Þvottalaugarnar í Laugardal eru rétt hjá Valbjarnarvelli. Þær hafa verið gerðar upp og standa nú sem áþreifanlegur minnisvarði um húsmæður í Reykjavík er þvoðu þvotta sína þar um aldir.

Þvottalaugar

Þvottalaugar – Friðrik VIII við laugarnar.

Í MBL þann 3. júní, 1995 er fjallað um endurgerð þvottalauganna í Laugardal og opnun þeirra við hátíðlega athöfn. Sýningin fjallar um sögu þvottalauganna í máli og myndum á sýningargrind á grunni þvottahúss frá árinu 1901.
„Almenningsþvottahúsið“ í Laugarnesinu gegndi mikilvægu hlutverki í heimilishaldi Reykvíkinga um árabil. Þvottakonur fóru lengst af gangandi rúmlega þriggja kílómetra leið frá miðbæ Reykjavíkur í þvottalaugarnar. Ekki voru byrðarnar heldur léttar, bali, fötur, þvottaklappur, þvottabretti, sápa, kaffikanna, bolli og matarbakki til viðbótar við sjálfan þvottinn og hafa fullfrískar konur eflaust verið orðnar heldur veglúnar þegar komið var á áfangastað. Eftir 10 til 15 tíma erfiðsvinnu tók svo við önnur þrekraun. Gangan heim með blautan þvottinn.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar í Laugardal.

Þvottarnir kostuðu ófáar konur lífið. Þrjár konur létust af brunasárum eftir að þær féllu í þvottahverinn í laugunum á árunum 1894 til 1901. Eftir að barnshafandi kona hrasaði í laugina árið 1901 fóru bæjaryfirvöld að huga að öryggi þvottakvennanna. Hlaðnar voru upp laugar og festar á þær bogagrindur til að koma í veg fyrir að fólk félli í hverina árið 1902.
Rætur Hitaveitu Reykjavíkur liggja í laugunum. Eftir að borað var eftir heitu vatni við þvottalaugarnar á árunum 1928 til 1942 var lagt heitt vatn í um 70 hús í Reykjavík. Elsta dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur stendur enn við laugarnar. Laugaveitan var undanfari þess að ráðist var í hinar miklu hitaveituframkvæmdir í upphafi fimmta áratugarins.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar – Heiße Quellen 1925.

Þegar Reykvíkingar fá sér sundsprett í Laugardalslauginni þá leiða þeir sjaldnast hugann að öllum þeim körlum og konum sem á fyrri öldum lauguðu sig á þessu svæði. Flestum er tamt að halda að Íslendingar hafi ekki verið duglegir að ganga til lauga fyrr á tímum en ýmislegt bendir þó til að þar sé hallað réttu máli. Þorsteinn Einarsson fyrrum íþróttafulltrúi ríkisins hefur safnað heimildum um baðmenningu Íslendinga, einkum hefur hann skoðað það sem til er skráð um Laugardalinn í Reykjavík. Þar var fyrr á tímum baðlaug sem Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson geta um í Ferðabók sinni sem út kom 1772. Þar segir: „Laugarnes nefnist bær og kirkjustaður milli Reykjavíkur og Viðeyjar, og dregur það nafn af laug þar í nágrenninu. Hverinn, sem heita vetnið rennur frá niður í baðlaugina er all vatnsmikill og sjóðandi heitur.“

Laugardalur

Laugardalur – þvottalaugarnar.

Nokkru síðar í frásögninni lýsa þeir félagar umræddri baðlaug. „Baðlaugin er allstór og djúp. Heiti lækurinn frá hvernum fellur í hana, en einnig kalt vatn, sem temprar mjög hitann í lauginni.“ Fleiri staðir komu til greina fyrir þá sem vildu lauga sig í Reykjavík fyrir rúmum tvö hundruð árum. „Fyrir neðan baðlaugina eru tveir eða þrír staðir, sem hentugir eru að baða sig í, og eru þeir notaðir til þess, þegar vatnið í aðallauginni er of heitt á sumrin eða hún offyllist af fólki, því að margir koma að Laugarnesi frá nágrannabæjunum til þess að taka sér bað í lauginni. En einkum er laugin þó sótt af farmönnum úr Hólminum og starfsfólki Innréttinganna í Reykjavík á laugardags- og sunnudagskvöldum.“
Samkvæmt þessum upplýsingum hefur fólk í Reykjavík og nágrenni verið uppfullt af áhuga á að baða sig.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar.

Hinir heitu hverir í Laugardalnum sendu öldum saman frá sér háa gufustróka, jafnframt því sem íbúar svæðisins nýttu sér heita vatnið ýmist til að þvo af sér eða þvo sjálfum sér. Uno von Troil sem síðar varð biskup í Uppsölum ferðaðist til Íslands árið 1772. Í bók um ferðalag þetta hélt von Troil því fram að íslenskir elskhugar færu gjarnan í heitt laugarbað með festarmeyjum sínum. Sveinn Pálsson landlæknir tekur þessi ummæli hins tilvonandi biskups óstinnt upp í Ferðabók sinni. Hann fullyrðir að ekkert lauslæti fari fram í baðferðunum – baðferðirnar væru ekki annað en saklausar smáskemmtanir. Sveinn lýsti nákvæmlega aðstæðum í Laugardal. Hann segir að skammt fyrir sunnan bæinn sé allstór mýri. Norðvestur af mýrinni segir hann að liggi allhár sandbakki sem sjórinn brýtur á (þar á hann við Kirkjusand).

Þvottalaugar

Gömlu þvottalaugarnar – stytta Ásgríms Jónssonar af „Þvottakonunni“.

Uppi í mýrinni nálægt 1.000 skrefum frá sjó er köld uppspretta sem Sveinn kveður hafa grafist í gegnum móinn, þar til botninn hækki skyndilega og dropasteinsklöpp gægist upp úr vatninu. Á þessum klapparhól stendur nú stytta Ásmundar Sveinssonar; Þvottakonan. Um 86 skrefum fyrir neðan er hver og 34 skrefum þar fyrir neðan komu upp litlar sjóðandi uppsprettur úr sléttri klöpp. Síðan breikkaði farvegurinn og þar skapaðist dálítil tjörn sem notuð var til að þvo í af almenningi, þar skammt frá var Laugarhóll. Svo þar fyrir neðan tók vatnið að kólna og miðja vegu milli Laugarhólsins og sjávar var vatnið mátulega heitt til að baða sig í því, „enda taka allir, sem að lauginni koma, sér bað á þeim stað,“ segir Sveinn Pálsson.

Þvottlaugar

Í þvottalaugunum í Laugardal.

Í baðlaugunum fornu háttaði oftast þannig til að kaldur lækur rann inn í hina heitu laug og var þá gjarna hægt að stöðva kalda rennslið með hellublaði þegar þörf þótti á. Þannig stjórnuðu menn hitastiginu í baðlauginni.
Í heimildum þeim sem Þorsteinn Einarsson hefur dregið saman um sundkennslu á Íslandi á þessari öld og þeirri nítjándu er fyrst getið um Jón Þorláksson Kærnested sem snemma á síðustu öld kenndi 30 piltum sund í „baðstað“ þeim sem Sveinn Pálsson kallar svo í Laugalæknum. Björn L. Blöndal lærði sund og bauðst svo til að kenna sund ef leyfi fengist hjá ábúanda Lauganess til þess að lagfæra sundstæði í Laugardalnum. Björn Jónsson síðar ráðherra var aðstoðarmaður Björns við sundkennsluna.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar 1971.

Sundfélag Reykjavíkur var stofnað 1884 og tveimur árum seinna hafði tekist að reisa laugarhús á fjórum steinstólpum út í miðju sundstæðinu. Björn Blöndal drukknaði í mars árið 1887 en Birni Jónssyni tókst að fá Húnvetninginn Þorstein B. Magnússon til að kenna sund um tíma. Árið 1894 tókst Birni Jónssyni að fá Pál nokkurn Erlingsson til að kenna sund. Hann kenndi sund lengi þótt seinlega gengi að laga aðstæðurnar til sundkennslunnar í Laugardalnum. Árið 1903 tók Reykjavíkurbær við starfrækslu Laugarneslauga og kölluðust þær eftir það Sundlaugar Reykjavíkur. Árið
Þorsteinn fór sjálfur með móður sinni með þvott inn í þvottalaugar. „Þarna fóru konurnar á mánudögum með poka á bakinu, þvottabretti framan á sér, kaffikönnu hangandi við hliðina á sér og tvo eða fleiri krakka hangandi í pilsunum með þvottinn sinn inn í Laugardal. Þarna sem sagt þvoði fólkið þvottinn sinn, þvoði á sér skrokkinn og lærði að synda. Þessi staður er mikill sögu- og menningarstaður og á skilið að honum sé sómi sýndur sem slíkur.”

Þvottalaugar

Gömlu þvottalaugarnar.

Í heimildasafn og endurminningar um þvottalaugarnar í Laugardal segir Hulda H. Pétursdóttir m.a.: “Fyrir okkur sem munum ekki annað en sjálfvirkar og murrandi þvottavélarnar er þessi bók um púl og strit og ótrúlega sögu ótal kvenna sem þurftu að bera þvott sinn á bakinu langa vegu við aðstæður sem virðast tilheyra löngu liðinni fortíð ­ svo órafjarri að engu tali tekur. Þessar konur þurftu svo að strita við að þvo heilan dag og rogast með þvottinn blautan og þungan heim.” Hér er sögð saga þess þegar heita vatnið fannst í Laugardal og varð brátt hið mesta þing.

Þvottalaugar

Gölu þvottalaugarnar.

Vinnukonurnar voru sendar með þvottinn þangað og var ekki miskunn hjá Magnúsi. Reykvíkingar og nærsveitungar gátu þar með haft hreint á rúmum og gengið í sæmilega skikkanlegum flíkum. Það er vissulega skrítið og allt að því ruglað fyrir okkur að hugsa til þess að þvottalaugarnar skuli ekki hafa lagst af fyrr en fyrir örfáum áratugum. Bókin segir sögu sem er horfin og sögu kvenna sem koma ekki aftur.
Hulda byggir frásögnina á almennum heimildum og leitar einnig fanga í minningaskrínum margra sem á þeim tíma leituðu í Laugarnar. Frásögnin er allavega: sumar minnast Lauganna með gleði á sinn hátt. Þrátt fyrir púl voru Laugarnar greinilega sérstæður og eftirminnilegur samkomustaður kvennanna sem gátu inni á milli leyft sér að skrafa og spjalla og börn þess tíma rifja upp minningar þegar þau komust fyrst í kynni við það sem Laugarnar voru. Enn aðrar konur eru beiskar og þreyttar að hugsa til þessa tíma. Samt er ljómi yfir.

Heimildir:
-MBL – 3. júní, 1995 .
-GULLKISTA ÞVOTTAKVENNA – Útg. Árbæjarsafn ­ Hið ísl. bókmenntafélag 1997. 94 bls.

Þvottalaugar

Þvottalaugarnar um 2000.