Andrews

Andrews

Andrews Theater opnaði 1959 og starfaði allan þann tíma sem herinn var með aðstöðu á Íslandi. Andrews Theater er nefnt eftir Frank M. Andrew hershöfðinga sem var yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu.
Frank M. Andrew hershöfðingi fórst í flugslysi á Reykjanesi 3. maí 1943. Andrews hershöfðingi var að koma með Andrews-2herflugvél frá Bretlandi ásamt 14 öðrum háttsettum mönnum í hernum þegar flugvélin lenti í dimmviðri og rakst á Fagradalsfjall á Reykjanesi og mölbrotnaði. Af þeim 15 mönnum sem voru í vélinni lifði  einungis einn slysið af,  George Eisel liðþjálfi. Auk Andrews hershöfðinga létust í þessu sorglega flugslysi háttsettir liðsforingjar í starfsliði hans og biskup meþodistakirkjunnar í Ameríku og flugliðar í áhöfn flugvélarinnar. Útför þeirra 14 sem fórust í flugslysinu var gerð frá Dómskirkjunni í Reykjavík og Landakotskirkju 8. maí. Embættismenn Bandaríkjanna og æðstu menn hersins á Íslandi báru kistu Andrews hershöfðinga úr kirkju. Kisturnar voru sveipaðar fána Bandaríkjanna og var ekið með þær í kirkjugarðinn í Fossvogi. Í Fossvogi voru viðhafðir hernaðarlegir útfararsiðir með trumbuslætti og viðhafnarskotum. Viðstaddir jarðarförina fyrir hönd Íslands voru Sveinn Björnsson ríkisstjóri, ráðherrar Íslands og biskup þjóðkirkjunnar.
Á stríðsárunum voru alls 202 Bandaríkjamenn jarðsettir í grafreiti þeirra í Fossvogskirkjugarði. Bein þeirra voru síðar flutt heim til Bandaríkjanna en liðsmenn annarra styrjaldarþjóða hvíla enn í sérstökum hermannagrafreitum í garðinum.

Kastið

Á slysstað í Kastinu.