Entries by Ómar

Ónar úr hraunhellum

“Vér höfum baðstofur og í þeim óna, sem eru gerðir af grjóti og hellusteinum, og eru þeir hér tíðkaðir og brúkaðir með tvennu móti. Sá eini og eldri ónháttur er að óvönduðum steinum og grjóti, upp um hvert grjót, er ofan á þversteinum ónsins liggur að logann leggur. Og svo sem ónninn er nú af […]

Íslandsverslunin seld á leigu

Í apríl árið 1602 var tilkynnt að Kristján konunur IV hefði selt kaupmönnum í Kaupmannahöfn, Málmey og Helsingjaeyri á leigu alla Íslandsverslun í næstu tólf ár. Undanskildar voru Vestmanneyjar einar, sem konungur hefur lengi leigt með öllum sköttum og skyldum. Jafnframt var öllum kaupmönnum, öðrum en leigutökum, bönnuð verslun á Íslandi. Þjóðverjar og Englendingar höfðu […]

Aftaka Jóns biskups Arasonar og atburðir á Suðurnesjum

Í Öldinni okkar, 7. nóv. 1550, segir að Jón biskup Arason og synir hans, sem með honum voru gripnir á Sauðfelli í haust, séra Björn á Melstað og Ari sýslumaður í Möðrufelli, voru hálshöggnir í Skálholti í morgun, þvert ofan í lögmannsdóminn, sem kveðinn var upp í Snóksdal fyrir hálfum mánuði. Talið er, að fógetinn […]

Reykjanes – mörk

Hugtakið Reykjanes hefur löngum verið á reiki meðal fólks. Á gömlum landakortum er Reykjanesið sagt vera vestan línu sem draga má milli Sandvíkur í suðri og Stóru-Sandvíkur í norðri vestast á Reykjanesskaganum. Jón Th. fjallar um Reykjanesskaga í ferðalýsingum sínum og á þá jafnan við Landnám Ingólfs, þ.e. vestan línu, sem dregin er milli Ölfusárósa […]

Krossinn helgi í Kaldaðarnesi

Á landakortum koma oft fram misvísandi upplýsingar. Þar eru t.d. staðsettur Kvennagönguhóll í Selvogi er Hnúkar heita. Hinn réttnefndi Kvennagönguhóll er sunnar og neðan við Hnúkana. FERLIR gekk á dögunum niður að hólnum. Segir sagan að þangað hafi konur, gamalt fólk og lasburða úr Selvogi gengið til að líta krossinn helga í Kaldaðarnesi augum. Hafði […]

Hraun í Ölfusi – dys Lénharðs fógeta

Haldið var að Hrauni í Ölfusi og tekið hús á Ólafi Þorlákssyni, öldnum og virtum bónda. Hann fylgdi FERLIR góðfúslega að hinni dulúðlegu dys á bökkum Ölfusár, en í henni eru taldar vera jarðneskar leifar Lénharðs fógeta á Bessastöðum. Í Öldinni okkar árið 1502 segir m.a. um dráp Lénharðs fógeta: “Torfi Jónsson, sýslumaður í Klofa […]

Grindavíkurstríðið – undanfari

„Eins og kunnugt er lauk “Ensku öldinni” með bardaganum og drápi Englendinga í virki Jóhanns breiða ofan við Stórubót í Grindavík í júní 1532. Þar má enn sjá leifar virkisins sem og „Enskulágar“ þar sem hinir ólánssömu Englendingar voru grafnir. En sá bardagi átti sér langan aðdraganda. Árið 1518 varð t.d. stórbardagi í Hafnarfirði milli […]

Rauðablástur á Laugarnesi

Í Morgunblaðinu 1971 er fjallað um „Rauðablástur„: „Rauðablástur er aðferð til að bræða járn úr mýrarrauða yfir viðarkolaglóð í sérstökum ofni. Talið er að Íslendingar hafi unnið sitt járn sjálfir þar til farið var að flytja inn Ásmundarjárn um miðja 15. öld. Rauðablástur á Íslandi lagðist af þegar vinnsla járngrýtis hófst á Norðurlöndum. Rauðablástur fór […]

Reykjanesviti – minjar

Fjölmargir, bæði innlendir sem útlendir, fara að Reykjanesvita á hverju ári. Þar virða þeir fyrir sér hið fallega umhverfi, vitann á Vatnsfelli, Valahnúk og Karlinn utan við ströndina. Fuglakliðið í Hnúknum vekur jafnan mikinn áhuga sem og átök sjávar og strandar þegar hreyfing er á vindi og vatni. En það er fjölmargt fleira að sjá […]

Víti og fyrsta íslenska stuttmyndin

FERLIRsfélagar héldu fótagangandi frá Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík yfir að Víti í Kálfadölum. Ásgeir Long og Valgarð Runólfsson gerðu stuttmyndina „Tunglið, tunglið taktu mig“ árið 1954. Kvikmyndin var að hluta til tekin í bátasmiðjunni Dröfn í Hafnarfirði og útiatriðin vestan við framangreint Víti austan Stóra-Nýjabæjar. Víti er hraunfoss í austanverðum syðri Kálfadölum er rann skömmu fyrir […]