Rauðablástur

Í Morgunblaðinu 1971 er fjallað um “Rauðablástur“:

Mýrarrauði

Mýrarrauði.

“Rauðablástur er aðferð til að bræða járn úr mýrarrauða yfir viðarkolaglóð í sérstökum ofni. Talið er að Íslendingar hafi unnið sitt járn sjálfir þar til farið var að flytja inn Ásmundarjárn um miðja 15. öld. Rauðablástur á Íslandi lagðist af þegar vinnsla járngrýtis hófst á Norðurlöndum.
Rauðablástur fór þannig fram að þurrkuðum mýrarauða var blandað saman við viðarkol. Kveikt var í blöndunni í ofni og við brunann afoxaðist járnið úr (vötnuðu) járnoxíði í járnmálm sem er bráðinn og seytlaði niður í botn ofnsins.

Mýrarrauði

Mýrarrauði – járn.

Járnvinnsla er elzta iðn sem um getur hér á landi. Í Landnámu er þess getið um Björn landnámsmann í Dalsmynni í Norðurárdal, að hann hafi fyrstur manna blásið rauða á Íslandi, og þess vegna hafi hann verið kallaður Rauða-Björn.
Jám var þá unnið úr mýrarauða og var það kallað rauðablástur. Enginn vafi er talinn á því, að allir hinir norrænu landnámsmenn hafi kunnað rauðablástur, því að hann var stundaður á öllum Norðurlöndum. Þykir því líklegt, að rauðablástur hafi þegar í öndverðu verið tekinn upp um land allt, og mjög óvíst að Rauða-Björn hafi orðið fyrstur til þess, því að sagt er að hann hafi komið út seint á landnámsöld. En í Egils sögu er þess getið um Skallagrím, að hann hafi verið járnsmiður mikill, haft rauðablástur og sjálfur framleitt járn til smíðanna.

Mýrarrauði

Mýrarrauði – járn.

Rauðablástursofnar hafa fundizt mjög víða um land og heimildir eru um, að rauðablástur hafi verið stundaður á fleiri bæjum en þar, sem ofnar hafa fundizt.
Samhliða þessari iðju varð einnig að stunda aðra, en það var viðarkolagerð, vegna þess að járnið varð að bræða úr rauðanum við viðarkolaeld. Og kolagerð kunnu landnámsmenn líka. En vegna þess, að þetta hvort tveggja fór saman, hefir verið seilzt til þess að hafa rauðablástursofnana, þar sem nægur skógur var, þvá að mikil kol þurft til rauðablástursins.

Rauðablástur

Rauðabástur; tilgátuuofn.

Það er álit fróðra manna, að fornbændur hafi framleitt mikið járn, jafnvel eins mikið og þeir þurftu árlega til smíða. Járnið mun þó aldrei hafa verið gott, því að framleiðsluaðferðin var einföld og tæki til hennar mjög fábrotin. Rauði finnst mjög víða í byggðum, en varla á hálendinu. Hann er í kögglum eða í heilum, en er mjög blandaður leir, jurtaefnum, söltum o.fl. og er mikil vinna að ná hreinu járni úr honum.

Reykjavík

Laugarnes 1836.

Menn vita nú ekki glögglega hvernig rauðablæstrinum hefir verið hagað vegna þess hve langt er síðan hann lagðist niður, en þetta þykjast menn vita: “Hlaðinn var á bersvæði allstór ofn úr grjóti, ýmist hringlaga eða ferhliða. Síðan var grjóthleðslan þéttuð vandlega innan með leiri eða deigulmó. Þegar ofninn var fullger varð að kynda hann rækilega til þess að hita hann og varð að vera mikil glóð í honum þegar bræðslan hófst. Þá var viðarkolum og muldum rauða mokað í ofninn sitt á hvað og til þess að örva eldinn og hitann, var blásið í ofninn með físibelgjum. Bráðnaði þá járnið úr, en sorinn og gjallið varð eftir. Þegar járnið kólnaði var það tekið úr ofninum með töngum og síðan var gjallið hreinsað úr honum og fleygt í hrúgu.” Þessar gjallhrúgur vísa mönnum venjulega á þá staði, þeir sem rauðablástur hefir farið fram. Og fundarstaðir eru orðnir margir, eins og áður er sagt og nálgast nú líklega hundraðið.

Laugarnes

Laugarnes.

Rauðablástur var stundaður allt fram á 16. öld, eða þar til Þjóðverjar fóru að flytja erlent járn hingað. Þetta járn var miklu betra en hið íslenzka og tók því brátt að dofna yfir rauðablæstri hér.
Járnvinnslan lagðist niður og aðferðin gleymdist. Þó getur Eggert Ólafsson þess, að Jón Halldórsson prófastur í Hítardal hafi látið vinna járn úr rauðum hraunsteini, og hefir það líklega verið laust eftir 1700. Seinasti maðurinn, sem talið er að hafi stundað rauðablástur, var Einar bóndi í Kollsvík, en Einar var uppi á fyrri hluta 19. aldar.

Kollsvík

Kollsvík.

Hér í Reykjavík hefir einnig verið rauðablástur í fomöld. Var það svo að segja segja af tilviljun, að bræðsluofninn fannst. Í sunnanverðu Laugarnestúni var stór þúfa eða lítill hóll og bar nafnið Hallgerðarleiði. Fylgdi sú sögn, að þetta væri legstaður Hallgerðar langbrókar, sem eitt sinn átti Laugarnes og sagt var að hefði dáið þar. Nú var það um 1920 að slétta átti túnið. Þá átti Ólafur Þorgrímsson lögfræðingur heima í Laugarnbesi hjá föður sínum. Honum þótti leitt til þess að vita, að Hallgerðarleiði hyrfi alveg án þess að rannsakað væri hvort sögnin um það hefði við nokkuð að styðjast. Þess vegna réðst hann í að grafa upp ,,leiðið“.

Laugarnes

Laugarnesstofa.

Kom hann þá brátt niður á steinahleðslu, sem sýndi, að þarna var eitthvert mannvirki. Vildi hann þá ekki grafa þar meira að sinni. Og nú var Matthías Þórðarson þjóðminjavörður kvaddur á vettvang til þess að skera úr um hvers konar mannvirki þetta væri. Hann þurfti ekki nema að horfa á þetta til þess að sjá, að hér var um gamlan rauðablástursofn að ræða.
Þetta var merkilegur fornleifafundur, því að hann sýndi það ótvírætt, að í fornöld hefir allt Laugarnesið verið þakið skógi, því að rauðablástursofnar voru ekki settir annars staðar en þar, sem nægur kolskógur var fyrir. Og þetta gefur bendingu um, að öll holtin, sem Reykjavík stendur nú á, hafi verið skógi klædd í fomöld.
Þessi rauðablástursofn er nú horfinn, en hann mun vera undir malbikinu sem næst því, er nú mætast Laugarnesvegur og Kleppsvegur.”

Heimild:
-Morgunblaðið 5. febr. 1971, Rauðablástur, bls. 7.
-https://is.wikipedia.org/wiki/Rau%C3%B0abl%C3%A1stur

Rauðablástur

Gjall eftir rauðablástur.