Entries by Ómar

Straumur – Óttarstaðir I

Gengið var að Straumsrétt norðaustan við Brunntjörn (Urtartjörn). Réttin er í hraunkvos og hlaðið allt um kringum. Í djúpri hraunspungu norðvestan hennar uxu háir og fallegi burknar, eins og svo víða á Straumssvæðinu. Höfuðborgarbúar hafa hirt mikið af þessum burknum í garða sína þar sem þeir hafa dafnað vel. Þetta er risaburknar, enda þurfa þeir […]

FERLIR – K-4 – K-5 – K-6 (ferð með HERFÍ)

Haldið var upp Mosaskarð með öflugri sveit HERFÍsmanna. Á leiðinni var litið ofan í Mosaskarðshelli, en ekki farið niður í hann. Uppi við brún að vestanverðu fundu hinir vönu hellamenn strax lykt af opinni rás og fannst þá op (Mosaskarðshellir efri) er reyndist vera um 20 metra hellir í lítilli rás. Gengið var beint upp […]

Svæðisskipulag Suðurnesja 1987-2007 – skýrsla

Í skýrslu Samvinnunefndar um skipulagsmál á Suðurnesjum og gefin var út árið 1989 koma fram margir áhugaverðir punktar um náttúruminjar, menningarminjar og útivist. Þessir eru helstir: 1. Mosaþemban (gamburmosi) er einkennisgróður á Suðurnesjum. 2. Nánast allur annar gróður í hraununum, nema fléttur, á gamburmosanum tilveru sína að þakka, því hann myndar jarðveg sem plönturnar festa […]

Hraun – Nes

Gengið var frá Hrauni austan Þórkötlustaðahverfis í Grindavík í fylgd Péturs Guðjónssonar, fyrrverandi skipstjóra, uppalinn í Höfn á Þórkötlustaðanesi. Byrjað var þó á því að kasta kveðju á Sigga á Hrauni. Hann benti m.a. á að skírnarfontur sá, sem fannst við gröft utan í hól austan við bæinn fyrir u.þ.b. ári síðan, hafi verið færður […]

Þórkötlustaðanes II

Þórkötlustaðanesið í Grindavík er áhugaverður staður. Minjarnar, sem þar eru ofan við Nesvörina, eiga sér merka sögu mannlífs, atvinnuhátta; útgerðar og búskapar. Þar eru m.a. gamlir þurrkgarðar, þurrkbyrgi, fjárskjól, gerði og tóttir frá fyrri tíð, auk fiskhúsa, ískofa, lifrabræðslu, saltþróa, varar, bryggju, grunna og veggi íbúðarhúsa, beitningaskúra og innsiglingamerkja frá fyrri hluta síðustu aldar. Fróðlegt […]

Straumur – Óttarstaðir II

Gengið var frá Straumstúninu að hlöðnu byrgjunum austast á Sigurðarhæð og kíkt á Straumsréttina áður en haldið var framhjá Brunntjörn (Urtartjörn) og vestur að Kúarétt. Brunntjörn er sérstök að því leyti að í henni gæti sjávarfalla, en ofan á þyngri sjónum flýtur ferskvatn. Við bakka hennar vex því ýmis sjaldgæfur gróður, sem einungis þrýfst við […]

Gamli-Kirkjuvogur I

Gengið var frá Ósabotnum að Hunangshellu, en við hana er gömul þjóðsaga um finngálkn kennd. Haldið var eftir gömlu Kaupstaðaleiðinni um Draugavog og að Selhellu. Framan við tangann er tótt og önnur inn á honum. Vestan við tóttina er fallegt vatnsstæði í klöpp. Efst við sunnanverðan Selvoginn, sem er næsti vogur, er tótt. Gengið var […]

Lónakotsstígur efri og neðri

Þegar unnið var við að bæta Straumsuppdráttinn í kringum Óttarstaði vestri á einu síðdeginu sást hvar stígur lá frá vesturtúnjaðrinum til vesturs. Stígurinn er greinilegur og varðaður að hluta. Hann liggur nokkuð ofar en gönguleiðin yfir að Lónakoti, sem er skammt ofan við sjávarkambinn. Stígurinn liggur í gegnum gróið hraunið að stórri vörðu og þaðan […]

Lónakot I

Gengið var frá Reykjanesbraut og haldið niður hraunið vestan fjárhúsanna ofan við Lónakot. Vestan girðingarinnar liggur fjárgata niður eftir gróðurlænum við hærri hraunkant. Komið var niður að efri innsiglingavörðunni. Frá henni var gengið niður á heimatúnið, sem er umlukið Lónakotsvatnagarðinum (vörslugarðinum). Gengið var framhjá hlöðnu skjóli í hraunkvos, hlöðnu gerði, garði er lokaði af dalkvos […]

Hólmsborg – Dimma – Þorsteinshellir – fjárhústótt

Samningar tókust við veðurguðina um gott gönguveður á Heiðmerkursvæðinu um laugardagsfyrirmiðdag. Gengið var að Hólmsborginni, sem var endurhlaðinn árið 1918. Hún stendur svo til óröskuð inni í hrauninu. Sagnir eru um tvo hella skammt ofan við. Þeir eiga að heita Þorsteinshellir og Dimma. Gerð var nokkur leit að þeim, en án árangurs í fyrst, enda […]