Entries by Ómar

Grindavíkurvegurinn

Gamli Grindarvíkurvegurinn var lagður á árunum 1913 til 1918. Hann var greiddur að hálfu úr ríkissjóði og að hálfu af Grindvíkingum. Þeir fjármögnuðu sinn hlut aðallega með lifrarpeningum. Verkstjórinn við vegagerðina var Sigurgeir Gíslason frá Hafnarfirði, reyndur vegagerðarmaður. Hann segir m.a. í skýrslu sinni 11. nóv. 1917 að vegurinn hafi alls verið 16 km og […]

Straumssel III

Gengið var eftir vestari selsgötunni að Straumsseli. Komið var við í nátthaganum vestan stígsins, en þar eru miklar hleðslur á milli hraunhóla. Þegar komið var upp í selið voru skoðaðir garðar umhverfis stóru tóttirnar, sem virðast vera frá gamla bænum er brann seint á 19. öld. Brunnurinn var hálffullur af vatni, en hann er í […]

Njarðvíkursel – Baðsvallasel

Byrjað var á því að skoða Njarðvíkursel sunnan Seltjarnar. Selstóttirnar liggja í röð undir hraunbakkanum skammt frá veginum að Stapafelli. Um er að ræða nokkur hús. Norðan vegarins er hlaðin rétt og stór stekkur. Þetta hefur verið ágæt aðstaða miðja vegu á milli þjóðleiðanna (Skipsstígur) á milli Njarðvíkur og Grindavíkur annars vegar og Voga og […]

Jarðmyndanir á utanverðum Reykjanesskaga

Hér á eftir eru nokkur atriði varðandi jarðmyndanir, hraun og jarðsyrpur á Reykjanesi. -Jarðmyndanir: Eldstöðvarkerfin á Reykjanesi eru fimm talsins og liggja frá norðaustri til suðvesturs. Á þeim hafa myndast gossprungur og gos hraun komið upp á nútíma (frá því fyrir 12-13 þús. árum). Áður var til grágrýtismyndunin úr fornum dyngjum, sem Rosmhvalanesið, Njarðvík, Stapinn, […]

Gróðurfar á Reykjanesskaga

Hér á eftir eru nokkur helstu atriði varðandi gróðurfar á Reykjanesskaga. 1. Sérkenni gróðurfars: Á miklum hluta láglendisins eru eldhraun. Eldhraunin eru hriplek. Vindasöm sumur – umhleypingasamir vetur. Gamburmosinn er einkennisplanta Reykjanesskagans því gamburmosi er einkennisgróðurlendið. Nánast allur annar gróður í hraununum, nema fléttur, á gamburmosanum tilveru sína að þakka, því hann myndar smám saman […]

Húshólmi 2

Gengið var niður með austanverðu Ögmundarhrauni. Talið er að hraunið hafi runnið 1150. Nokkurn veginn miðja vegu að Húshólmastíg er nokkuð stórt bogadregið gerði utan í hraunkantinum. Óvíst er hversu gamalt þetta er, en líklega hefur það verið notað sem hestagerði. Gengið var 1.1 km inn eftir Húshólmastíg. Stígurinn er bæði breiður og vel ruddur. […]

Selalda II

Farið var að Selöldu. Selalda er ofan við Heiðnaberg, sem er hluti Krýsuvíkurbergs. Víkin framan við Heiðnaberg heitir Hælsvík. Hæðin að austanverðu heitir Rauðskriða. Undir henni, við Hælsvík, var Ræningjastígur, fær leið upp á bjargið. Hann er nú horfinn með öllu. Ræningjastígur er nefndur eftir ræningjum þeim er Eiríkur á Vogsósum, prestur í Krýsuvík, atti […]

Fjallgjá – Markhelluhóll – Búðarvatnsstæði

Gengið var til suðurs með Fjallgjá og síðan beygt til vesturs við vörðu á hól með stefnu að Sauðabrekkum. Litið var á skjólið í Brekkunum. Áður er farið á brú yfir gjá og er þá komi niður í nokkurs konar dal á milli hraunhóla. Þaðan var gangan auðveld til vesturs, upp á hraunhól, grasivöxnum að […]

Sængurkonuhellir I

Farið var með fulltrúum Hellarannsóknarfélagsins. Í för voru fjórir áhugasamir Ítalir, samtals 14 manns. Byrjað var að skoða holuna í Brunntorfum. Hún er um sex metra djúp. Innundir henni er skúti. Í honum var talsvert af drasli, s.s. nokkrir plastpokar og krossviðsferðataska. Þaðan var haldið í Tvíbollahraun. Neðan undir hlíðinni, vestan Kristjánsdala, rakst FERLIR fyrir […]

Kaldársel I

Gengið var frá húsi K.F.U.M. og K. Ætlunin var að ganga til suðurs að Kaldá, þar sem hún rennur neðan við húsið, og yfir göngubrú, sem þar er á henni með stefnu eftir Kúastígnum að Kýrgili. Kaldá rennur þar á mótum tveggja hrauna. Annað hraunið rann úr suðri um 1151, en hitt rann úr Búrfelli löngu […]