Straumssel

Gengið var eftir vestari selsgötunni að Straumsseli.

Almenningur

Neðri-Straumsselshellar.

Komið var við í nátthaganum vestan stígsins, en þar eru miklar hleðslur á milli hraunhóla. Þegar komið var upp í selið voru skoðaðir garðar umhverfis stóru tóttirnar, sem virðast vera frá gamla bænum er brann seint á 19. öld. Brunnurinn var hálffullur af vatni, en hann er í holu við norðurhorn tóttanna. Augljóst er að botn holunnar hefur verið þétt með torfi, því í öðrum nálægum hraungjótum drýpur vatn niður í hraunið. Skoðuð var tótt suðaustan við megintóttirnar. Líklegt er að þar sé gamla selstóttin. Gamall brunnur er vestan við tóttirnar og hleðslur við hann.

Straumssel

Straumssel – selið.

Að þessari tótt kemur eystri selsstígurinn frá Gjáselsstíg. Frá henni liggur einnig stígur upp í Neðri-Straumsselshella og Efri-Straumsselhella. Báðir þessir hellar voru skoðaðir enn á ný. Gerðið umhverfis efri hellinn hefur verið endurhlaðið og breytt frá upphaflegri gerð. Líklega hefur aðstaðan þar verið notuð sem rétt eða nátthagi um tíma.
Efri-Straumsselshellar

Efri-Straumsselshellar.